Greinar miðvikudaginn 13. janúar 1999

Forsíða

13. janúar 1999 | Forsíða | 216 orð

Hart sótt að Netanayhu

JACOB Frenkel, bankastjóri ísraelska seðlabankans, varaði í gær við auknum fjárútlátum ríkisins í aðdraganda þingkosninga, sem fram eiga að fara í landinu í maí, en forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýsti á mánudag stuðningi sínum við lagafrumvarp sem leggur til að börn hljóti ókeypis grunnskólamenntun frá þriggja ára aldri, í stað fimm ára aldurs áður. Meira
13. janúar 1999 | Forsíða | 490 orð

KLA sagt ætla að láta gíslana lausa

YFIRMAÐUR ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sagði í gær að Frelsisher Kosovo (KLA) hefði samþykkt að láta lausa úr haldi átta júgóslavneska hermenn sem þeir tóku í gíslingu síðastliðinn föstudag. Meira
13. janúar 1999 | Forsíða | 236 orð

Málshöfðun vegna of langs vinnutíma

ÁKVEÐIÐ hefur verið að höfða mál á hendur forstjóra fransks fyrirtækis en vinnueftirlitsmenn komust að því, að starfsmenn hans unnu of langan vinnudag. Bernard Rocquemont, sem var forstjóri rafeindafyrirtækis innan Thomson-samsteypunnar, á yfir höfði sér 2,3 milljón kr. sekt og skilorðsbundinn fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Meira
13. janúar 1999 | Forsíða | 401 orð

Persson svarar Santer fullum hálsi

"ÉG VAR spurður álits í beinni sjónvarpsútsendingu. Ekki gat ég stokkið upp og hringt í Santer til að spyrja hvað honum fyndist," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við sænska útvarpið í gær vegna harðrar gagnrýni í bréfi frá Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB. Meira

Fréttir

13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

120 einnar milljónar króna vinningar á árinu

UM áramótin hófst nýtt happdrættisár hjá Happdrætti Háskólans sem verður 65 ára árið 1999. "Sú nýjung verður nú tekin upp að í hverjum mánuði verða dregnir út 10 einnar milljónar króna vinningar, eingöngu úr seldum miðum," segir í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskólans. "Þessir vinningar verða dregnir út í síðari útdrætti HHÍ um leið og dregið verður úr Heita pottinum. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Athugasemd frá ÍSAL

ÍSAL hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd til birtingar: Í frétt um Norðurál í Morgunblaðinu 12. janúar 1999 er haft eftir Kenneth Peterson, forstjóra Norðuráls, að skaut væru brotin niður í skautsmiðju Norðuráls sem hluti af endurvinnsluferli eins og flestra álverksmiðja, og að þessu fylgi ryk. Síðan segir hann: "Þetta sé hins vegar ekki gert í Straumsvík. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð

Ábyrgðin er líka foreldra

HÚSFYLLIR var á fundi Foreldrafélags Hagaskóla í Reykjavík í gærkvöld um agamál. Þar fluttu framsöguerindi þeir Einar Magnússon skólastjóri, Tryggvi Agnarsson, frá Foreldrafélagi Hagaskóla, Arthúr Morthens, hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Hjálmar Árnason þingmaður og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 315 orð

Ákvæði um veiðireynslu breytt

ANNARRI umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða lauk um miðjan dag á Alþingi í gær. Sjávarútvegsnefnd kom saman að lokinni umræðunni og mun meirihluti nefndarinnar leggja í dag fram nokkrar frekari tillögur um breytingar á frumvarpinu við þriðju umræðu. Stefnt er að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög á þingfundinum í dag. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Ásett verð 150 milljónir króna

ÁSETT verð á hús Mjólkursamlags Borgfirðinga í Borgarnesi er um 150 milljónir, en húsið var auglýst til sölu í Morgunblaðinu í gær. Viðræður áttu sér stað í haust við nokkra aðila um kaup á húsinu, en Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sagði að þær hefðu enn ekki leitt til niðurstöðu, en þeim hefði þó ekki verið slitið. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 310 orð

Áskorun um lausn Pollards

ÞRÍR kunnir gyðingar hafa skorað á Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, að sýna "miskunn" og sleppa Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni, sem staðinn var að því að njósna fyrir Ísraela, lausum úr fangelsi. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 393 orð

Áætlaður halli á árinu 880 milljónir króna

TEKJUR bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 1999 eru áætlaðar um 3.254 milljónir króna og heildarútgjöld eru áætluð 4.154 millj. kr., samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Halli á rekstri bæjarsjóðs nemur því um 880 milljónum kr. samkvæmt frumvarpinu og munu skuldir bæjarsjóðs aukast á árinu um þá upphæð. Meira
13. janúar 1999 | Miðopna | 541 orð

Blindbylur og 13 vindstig á Hellisheiði

SANNKALLAÐ fárviðri geisaði á Hellisheiði í gær í verstu færð vetrarins þar um slóðir. Vegagerðin lokaði heiðinni klukkan 8.30 í gærmorgun og fram að hádegi aðstoðaði Hjálparsveit skáta í Hveragerði ökumenn fimm bifreiða á heiðinni, sem lent höfðu í vandræðum. Þá komu hjálparsveitarmenn rútu með á þriðja tug farþega til bjargar við Hveradalabrekku og komu henni áfram austur úr. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 592 orð

Boðar breiðsíðu gegn "hræsni" stjórnmálamanna

LARRY Flynt, útgefandi bandaríska klámblaðsins Hustlers, sagði í fyrrakvöld, að tilraunir hans til að afhjúpa hræsnisfulla stjórnmálamenn hefðu leitt í ljós, að Bob Barr, einn fulltrúadeildarþingmanna repúblikana og erkióvinur Bill Clintons Bandaríkjaforseta, hefði stundað framhjáhald. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Búist við að þriðja umræðan hefjist í dag

ANNARRI umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu 3. desember sl., lauk um miðjan dag á Alþingi í gær. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1567 orð

Deilur sem gætu fellt stjórn Shevardnadzes Abkhazía stendur einsog tákn um ófarir, mistök og klúður Georgíumanna á

NOKKURRA vikna dvöl í Abkhazíu, héraðinu við Svartahafið sem stundum er líkt við Paradís, er gott námskeið í hnignun siðmenningar. Í Abkhazíu er efnahagslífið lamað. Nánast allir innviðir eru annaðhvort hrundir eða að hruni komnir. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

ÐLuxair hefur beint flug til New York Flugleiðir óttast ekki samke

FLUGFÉLAGIÐ Luxair hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug frá Lúxemborg til New York fjórum sinnum í viku án millilendingar. Forráðamenn Flugleiða telja að þessar fyrirætlanir Luxair muni ekki hafa áhrif á starfsemi eða markaði Flugleiða í Evrópu. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 537 orð

Félög og einstaklingar geta gerst aðilar

Í UNDIRBÚNINGI er stofnun þverpólitískra náttúruverndarsamtaka og er gert ráð fyrir að bæði félög og einstaklingar geti gerst aðilar að samtökunum. Dagsetning stofnfundar hefur ekki verið ákveðin, en stefnt er að honum 21. þessa mánaðar. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 104 orð

Fimm milljóna ára apamaður

TALSMENN alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem stundað hefur rannsóknir á fornleifum í Eþíópíu, skýrðu frá því á mánudag að þeir hefðu fundið það sem virtist vera fimm milljóna ára gamlar leifar af apamanni. Þetta eru elztu leifarnar af þessu tagi sem fundizt hafa í heiminum. Meira
13. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Finnur í slaginn

FINNUR Birgisson, arkitekt á Akureyri og formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu. Finnur segir í fréttatilkynningu að framboð sitt sé án afsláttar, Meira
13. janúar 1999 | Landsbyggðin | 170 orð

Fjölmenn þrettándagleði í Eyjum

Vestmannaeyjum-Eyjamenn dönsuðu jólin út á hefðbundinn hátt á þrettándanum. ÍBV íþróttafélag sá um þrettándagleðina sem hófst klukkan átta með því að nafn ÍBV var tendrað ofan við Hána þar sem jólasveinar kveiktu í blysum sínum og héldu niður af fjallinu til bæjarins. Flugeldasýning var á Hánni meðan sveinarnir gengu niður. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fræðslufundur um ofvirkni

FRÆÐSLUFUNDUR um ofvirkni og athyglisbresti barna verður haldinn í sal Árbæjarskóla miðvikudaginn 13. janúar kl. 20.30. Einnig verða fyrirspurnir og umræður. Fyrirlesarar eru: Málfríður Lorange sálfræðingur og Matthías Kristiansen frá foreldrafélagi misþroska barna. Fundurinn er haldinn á vegum foreldrafélaga Árbæjar-, Selás- og Ártúnsskóla. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fyrrverandi starfsfólk Hafskips hittist

ALLAR götur frá því að Hafskip var lýst gjaldþrota árið 1985 hafa fyrrverandi starfsmenn Hafskips hf. komið saman í upphafi nýs árs til að rifja upp gamlar minningar frá dögum skipafélagsins og fagna nýju ári. Þrátt fyrir að árin séu orðin nokkuð mörg frá því að Hafskip var talið af hefur aðsókn að samkomunni verið afar góð, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 193 orð

Fyrsta vetnisdælan

FLJÓTANDI vetni sem eldsneyti á landfarartæki var í gær í fyrsta sinn boðið til almennrar sölu í Þýzkalandi þegar fyrsta vetnisdælan var tekin í notkun í Hamborg. Hér mundar Wolfgang Weise, yfirmaður nýtæknisviðs gasveitu Hamborgar, áfyllingarbyssuna, en borgarstjórinn Ortwin Runde opnaði áfyllingarstöðina formlega í gær. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

"Gamli andinn í nýju húsi"

MENNTASKÓLINN í Reykjavík tók í gær í notkun nýtt kennsluhúsnæði að Þingholtsstræti 18 sem skólinn fékk að gjöf á 150 ára afmæli sínu fyrir tæpum þremur árum. Nemendur í fimmta bekk munu hafa aðsetur í nýja húsinu sem ekki hefur verið gefið nafn eins og tíðkast hefur um þær viðbótarbyggingar sem skólanum hefur hlotnast. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið inn í Laugardal og Skeifu

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20. Farið verður með ströndinni inn á Kirkjusand og inn Laugardal (Þvottalaugamýri) upp í Skeifu (Sogavelli). Í lok ferðarinnar verður litið inn í Viðskipta- og tölvuskólann í Faxafeni. Val verður um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Góðgerðartré til styrktar börnum með krabbamein

Góðgerðartré til styrktar börnum með krabbamein G&G VEITINGAR, Duni umboðið og Sveinn Markússon listamaður í Galleríi Járni, Grettisgötu 3, tóku saman höndum ásamt gestum á jólahlaðborði Idu Davidsen á Hótel Loftleiðum um að styrkja börn með krabbamein á jólum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá G&G veitingum. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Grand rokk kaupir Mirabelle

EIGENDUR veitingahússins Grand rokk við Klapparstíg hafa fest kaup á rekstri veitingastaðarins Mirabelle á Smiðjustíg og hyggjast færa starfsemi sína þangað í lok næsta mánaðar. Rífa á húsið sem Grand rokk er í núna. Gengið var frá kaupunum í seinustu viku. Mirabelle er franskur veitingastaður sem opnaður var í mars í fyrra. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Harma efnistök í Dómsdegi

ÚTVARPSRÁÐ harmar að efnistök í sjónvarpsmyndinni Dómsdagur, sem var á dagskrá Sjónvarps á jólum, skuli vera með þeim hætti að vegið sé með mjög ómaklegum hætti að æru látinna einstaklinga og meðal annarss sú mynd gefin af nafngreindum persónum að þær hafi gerst sekar um voðaverk. Þetta kemur fram í samþykkt sem gerð var á fundi útvarpsráðs í gær. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 263 orð

Harma hlut lífeyrisþega

STJÓRN Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja hefur gert svohljóðandi samþykkt: "Stjórn sambands lífeyrisþega ríkis og bæja (SLRB) harmar hve illa gengur að rétta hlut lífeyrisþega. Á yfirstandandi kjörtímabili skortir 1.860 millj. króna til að jafnvægi náist við greiðslu lífeyris almannatrygginga í upphafi kjörtímabils. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 430 orð

"Heitum því að gera þetta ekki aftur"

LÖGREGLAN í Reykjavík kallaði umsjónarmenn Tvíhöfða, þá Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, til skýrslutöku í seinustu viku vegna kæru Alþingis á hendur þeim fyrir að láta gera hróp að þingmönnum af þingpöllum 18. desember sl. "Við þekktum ekki þetta ferli og bjuggumst ekki við að málið hefði þessi eftirmál. Við vorum leiðir yfir þessu og báðumst fyrirgefningar," segja Sigurjón og Jón. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Jóhann Hauksson forstöðumaður

JÓHANN Hauksson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur verið ráðinn forstöðumaður Svæðisútvarps Ríkisútvarpsins á Austurlandi frá og með 1. febrúar næstkomandi. Ráðning Jóhanns var samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í útvarpsráði í gær, en fjórir sóttu um stöðuna. Jóhann er menntaður félagsfræðingur frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kjörseðlar innsiglaðir

KJÖRSEÐLUM í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík verður komið fyrir í innsigluðum kössum þangað til talið verður í prófkjörinu um miðja næstu viku. Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagði að nokkurs titrings hefði gætt meðal frambjóðenda út af kosningunni. Meira
13. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 586 orð

Kosið í kosningamiðstöð eins frambjóðenda

ÁKVÖRÐUN um hvort ógilda eigi utankjörfundaratkvæði í prófkjöri Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra hefur ekki verið tekin að sögn Árna V. Friðrikssonar, formanns kjörstjórnar, en óánægju gætir með framkvæmd kosninga utan kjörfundar. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 560 orð

Kröfur harðna um afsögn Marins og Cresson

ÞRÝSTINGUR jókst í gær á að þeir tveir meðlimir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), sem ásakanir um fjármálamisferli og spillingu hafa einkum beinzt gegn, segðu af sér til að forða því að öll 20 manna framkvæmdastjórnin neyddist til að víkja. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 274 orð

Kveikja í húsum á flóttanum

SJÓNARVOTTAR sögðu í gær að uppreisnarmenn í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, hefðu kveikt í húsum og bifreiðum á flótta undan hersveitum Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) sem voru sendar þangað til stuðnings þjóðkjörnum forseta landsins. Meira
13. janúar 1999 | Landsbyggðin | 303 orð

Landmælingar taka til starfa á Akranesi

Akranesi-Nýr kafli er hafinn í sögu Landmælinga Íslands. Um áramótin tók stofnunin formlega til starfa og sl. föstudag var hátíðarathöfn á Akranesi í tilefni hinna merku tímamóta. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Landsþing Frjálslynda flokksins

LANDSÞING Frjálslynda flokksins verður haldið helgina 23. til 24. janúar að Borgartúni 6 í Reykjavík kl. 10­16 báða dagana. Dagskrá landsþings hefst með stefnuræðu Sverris Hermannssonar á laugardeginum en að henni lokinni verður fjallað um helstu mál þingsins, sjávarútvegsmál, samfélagsmál og umhverfismál. Unnið verður að lokastefnumótun í þessum málaflokkum í málstofum. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 713 orð

Lífgað upp á barnatrúna

ÁRIÐ 1992 var farið að halda svokölluð Alfa-námskeið í Holy Trinity Brompton kirkjunni í London. Námskeiðahaldið vatt skjótt upp á sig og í fyrra voru haldin 10.500 Alfa-námskeið víðsvegar um heim með um 600.000 þátttakendum. Alfa- námskeið verður haldið í Íslensku Kristskirkjunni á næstunni. Prestur þar er Friðrik Schram. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 316 orð

Meirihlutaákvarðanir verði reglan

JOSCHKA Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði í gær að þýzk stjórnvöld sæktust eftir því að þeim sviðum samvinnunnar innan Evrópusambandsins (ESB), þar sem ákvarðanir eru enn teknar með samhljóða samþykki, verði fækkað niður í algert lágmark. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 228 orð

Minnkað fylgi í Skotlandi

SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í gær, sýnir, að stuðningur við breska Verkamannaflokkinn hefur minnkað verulega í Skotlandi. Bendir það til, að hneykslismálin, sem komið hafa upp innan stjórnarinnar að undanförnu, séu farin að hafa sín áhrif þar og annars staðar í Bretlandi. Nú styðja 38% kjósenda Verkamannaflokkinn í Skotlandi, 6-7 prósentustigum færri en í nóvember. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Misskilningur að um beina leyfisveitingu sé að ræða

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf.: "Vegna fréttar í hádegisfréttum RÚV þann 11.1. 1999 um lífeyrissparnað vill bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Nefnd skipuð til að auka aga í skólum

"OFT er því haldið fram hérlendis að unga fólkið og jafnvel þjóðin öll sé óöguð. Þetta heyrist gjarnan í kjölfar atburða eins og óláta í miðborginni, eða þegar rædd eru vandamál í samskiptum kynslóðanna, niðurstöður af samræmdum prófum og samanburðarrannsóknum við aðrar þjóðir, biðraðamenning og svo framvegis. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Nemendum fækkar í framhaldsskólum

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands hefur nemendum fjölgað við nám í háskólum en fækkun orðið á framhaldsskólastigi. Nemendur eru samtals 28.915, sem er aukning um 216 nemendur eða 0,8% frá fyrra skólatímabili. Aukning á háskólastigi er 302 eða 3,6% milli ára en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fækkað lítilega eða um 86, sem er 0,4% fækkun. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 234 orð

Norskunni kastað fyrir róða

NORSKA stórfyrirtækið Norsk Hydro hefur ákveðið að taka upp ensku sem sitt mál og leggja norskuna til hliðar. Hefur þessi ákvörðun verið gagnrýnd harðlega í Noregi og í því sambandi verið bent á Íslendinga, sem hafi staðið vörð um sitt gamla tungumál í þúsund ár. Meira
13. janúar 1999 | Landsbyggðin | 137 orð

Ný sundlaug byggð á Húsavík

Húsavík-Á liðnu ári hófust framkvæmdir við stækkun sundlaugarinnar á Húsavík með byggingu nýrrar sundlaugar 25 metra langrar, en sú sem er fyrir er 16,67 metrar og er fyrirhugað að byggja yfir hana í framtíðinni. Fyrsti áfangi var að byggja nýja og stærri búningsklefa og hafa þeir verið gerðir fokheldir og verða innréttaðir á þessu ári. Verktaki er Trésmiðjan Rein. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 346 orð

Opnað fyrir möguleikann á fullu sjálfstæði

JOSE Ramos Horta, útlægur leiðtogi andspyrnuhreyfingar Austur- Tímora, fagnaði í gær stefnubreytingu áströlsku stjórnarinnar, sem kveðst nú vera hlynnt því að Austur-Tímor fái aukna sjálfstjórn og íbúunum verði síðan gefinn kostur á að greiða atkvæði um sjálfstæði þegar fram líða stundir. Meira
13. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Ólíklegt að Kvennalistinn verði með

Á FUNDI viðræðunefnda um samfylkingu á Norðurlandi eystra um helgina undirrituðu fulltrúar A- flokkanna samkomulag um opið prófkjör um skipan fjögurra efstu sæta sameiginlegs framboðslista til Alþingis. Samkomulagið er með fyrirvara um samþykki kjördæmisráða flokkanna og í því er ákvæði um að sami flokkur geti ekki hlotið bæði efstu sæti listans. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Póstnúmer 112 fjölmennast í Reykjavík

TÓLF búa í fámennasta póstnúmeri landsins, 345 Flatey á Breiðafirði, og næstfámennasta póstnúmerið er 522 Kjörvogur á Ströndum þar sem eru 13 íbúar. Fjölmennasta póstnúmerið er 200 Kópavogur en þar eru íbúar 21.376. Tölur þessar koma fram í fréttum frá Hagstofu Íslands og er miðað við íbúafjölda frá 1. desember síðastliðnum. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Rabb um hlutskipti kvenna fyrir og eftir hrun járntjaldsins

RÓSA Erlingsdóttir flytur erindi um konur í Miðaustur-Evrópu á tímum stjórnarfarsbreytinga, lýðræðislegt þegnasamfélag og kynjasamskipti í stofu 201 í Odda fimmtudaginn 14. janúar klukkan 12. Erindið er flutt á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Rósa er M.A. í stjórnmálafræði frá Freie Universität í Berlín. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Ráðstefna um umhverfismál

RÁÐSTEFNA um umhverfismál á Húsavík verður haldin á Hótel Húsavík laugardaginn 16. janúar nk. Hún byrjar kl. 13 og lýkur um kl, 16.30. "Fjallað verður m.a. um nýtingu lands, skipulagsmál, áhrif gróðurs á loftslag, orkumál, umhverfisvitund almennings. Að því loknu verða almennar umræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ríkisstjórnin styrkir nefnd Bobs Doles

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt erindi frá Bob Dole fyrrverandi forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum um áframhaldandi styrk til nefndar sem hann veitir forstöðu vegna starfa Evu Klonowski réttarmannfræðings í Bosníu. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 493 orð

Sagðar til marks um örvæntingu Saddams

HARÐORÐAR yfirlýsingar Íraka að undanförnu um Kúveit og Sádi- Arabíu hafa vakið ugg í Persaflóaríkjunum og William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þær væru til marks um að Saddam Hussein Íraksforseti væri orðinn "órólegri og örvæntingarfyllri". Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sex fram fyrir Kvennalista

FÉLAGSFUNDUR Reykjavíkuranga Kvennalistans samþykkti í gærkvöldi tillögu uppstillingarnefndar um frambjóðendur af hálfu listans í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík. Þær konur sem gefa kost á sér í prófkjörinu af hálfu Kvennalistans eru: Ásgerður Jóhannsdóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

Síldin brædd á Höfn

SÍLDARBRÆÐSLA hefur verið í fullum gangi á Höfn í Hornafirði frá því á mánudag. Í gær hafði verið landað 2.300 tonnum og verið var að bræða síld sem kom í land á mánudag. Björn Traustason, verksmiðjustjóri hjá Fiskimjölsverksmiðjunni Óslandi hf., segist reikna með að lokið verði við að bræða síldina í þessari viku. Í gær var bræla og flest skip í landi. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sjálfstæðisflokkur mælist með 49,9% fylgi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 49,9% atkvæða, sem dygði til að ná hreinum meirihluta á Alþingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV, sem birt var í gær. Í könnuninni sögðust 18,4% þeirra sem afstöðu tóku styðja Framsóknarflokkinn, 21,1% Samfylkingu vinstri flokkanna, 1,9% Alþýðuflokkinn, 0,8% Alþýðubandalagið, 0,3% Þjóðvaka, 0,5% Kvennalistann, 5,3% Grænt framboð, 1, Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 798 orð

Skagfirðingar bítast um annað sætið Þrír framsóknarmenn sækjast eftir þingsæti Stefáns Guðmundssonar í Norðurlandskjördæmi

SJÖ bjóða sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra vegna undirbúnings alþingiskosninganna. Prófkjörið fer fram um helgina. Það er opið, flokksmenn hafa rétt til þátttöku svo og aðrir kjósendur í kjördæminu sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn á kjörstað. Meira
13. janúar 1999 | Landsbyggðin | 188 orð

Smíðar heyskera

Stykkishólmi-Agnar Jónasson sem áður var bóndi á Kóngsbakka í Helgafellsveit, en býr nú í Stykkishólmi, hefur síðustu vikur verið að smíða heyskera. Undanfarin haust hefur hann keypt gærur af bændum sem slátra heima. Hann hefur sótt þær heim til bændanna og séð um að salta þær og selt þær síðan til skinnaverkenda. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Styrktarsjóður fyrir fórnarlömb náttúruhamfara stofnaður

SJÓÐURINN Samhugur í verki, styrktarstjóður fyrir fórnarlömb náttúruhamfara, tók til starfa í lok liðins árs. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir, sem staðið hafi fyrir samnefndri fjársöfnun í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í október 1995, standi að stofnun sjóðsins. Stofnfé sjóðsins, 53,6 milljónir, sé eftirstöðvar þeirrar söfnunar. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Styrkveitingar úr Vísindasjóði Borgarspítalans og Styrktarsjóði S

Styrkveitingar úr Vísindasjóði Borgarspítalans og Styrktarsjóði St. Jósefsspítala VÍSINDASJÓÐUR Borgarspítalans, sem stofnaður var fyrir rúmum 30 árum til minningar um Þórð Sveinsson yfirlækni og Þórð Úlfarsson flugmann, hefur veitt árlega styrki til rannsóknarverkefna á Borgarspítalanum og síðan Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Styrktarsjóður St. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tvær Kvennalistakonur tilkynna þátttöku

Á fundinum tilkynntu tvær Kvennalistakonur þær Birna Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri og Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur að þær gæfu kost á sér í prófkjörinu og sæktust eftir að skipa þriðja til fjórða sæti á lista samfylkingarinnar á Reykjanesi. Frestur til að skila inn framboðum rennur út næstkomandi föstudagskvöld kl. 22. Meira
13. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 855 orð

Umræður vekja athygli og ýta við konum

Mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í kjördæminu var til umræðu á fundi sem nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum efndi til í Deiglunni á Akureyri á laugardag, en fyrr um daginn var samskonar fundur haldinn á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 836 orð

Útsýnisflug að frumkvæði flugmanns

DANSKUR maður sem flaug hingað til lands með þotu Flugleiða 28. september síðastliðinn hefur sent Flugmálastjórn erindi vegna þess sem hann telur vera óeðlilegan flugmáta fullhlaðinnar farþegavélar þennan dag. Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar, segir að athugun stofnunarinnar hafi ekki leitt neitt ámælisvert í ljós. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 132 orð

Valdaframsal í mars?

BRESKIR stjórnarerindrekar sögðu í gær að bresk stjórnvöld hygðust framselja völd sín á Norður-Írlandi í hendur heimastjórnarþinginu nýja í Belfast 10. mars næstkomandi. Eykur þetta mjög þrýsting á stjórnmálaleiðtoga á N-Írlandi um að jafna ágreining sinn um stofnun heimastjórnar með aðild allra stærstu flokka, en án hennar getur ekki orðið af valdaframsalinu. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð

Viðgerð þótti ekki standast gæðakröfur

EIGANDI vélhjólaverkstæðis hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða eiganda vélhjóls rúmlega 350 þúsund króna bætur vegna tjóns sem varð vegna árekstrar er rekja má til bilunar í vélhjólinu. Einnig er honum gert að greiða 122 þúsund krónur í málskostnað. Meira
13. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 99 orð

Vilja bæta samskiptin við Íran

VARAFORSETI Íraks, Taha Yassin Ramadan, sagði á fundi með háttsettum embættismanni frá Íran í gær að stjórn Íraks vildi bæta samskipti ríkjanna. Íraskt dagblað sagði að Mohammed Khatami, forseti Írans, hefði sent embættismanninn til að ræða við Saddam Hussein Íraksforseta í Bagdad. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þakklæðning losnaði af húsi

VONSKUVEÐUR var í Vestmannaeyjum í gær og var lögreglu tilkynnt um að þakklæðning væri að losna af þaki á hálfrar aldar gömlu húsi í gærmorgun. Hafði klæðningin rúllast upp að hluta og voru smiðir því ræstir út til að festa klæðninguna. Þá fór viðvörunarkerfi í gang í raftækjavöruversluninni Geisla í Vestmannaeyjum um klukkan 4.30 í fyrrinótt. Meira
13. janúar 1999 | Landsbyggðin | 248 orð

Þrettándagleði á Tálknafirði

Tálknafirði-Á þrettándanum var haldið jólaball og þrettándagleði í samkomuhúsinu á Tálknafirði. Samkoman var vel sótt og skemmtu menn sér vel. Það hefur tíðkast undanfarin 6 ár að halda þrettándagleði og hefur hún farið fram bæði utan og innan dyra ef veður hefur leyft. Meira
13. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ökumenn í vandræðum í veðurofsa

HELLISHEIÐI og Þrengslavegi var lokað í gær vegna mikils hvassviðris og hálku. Varla var stætt á vegum og til marks um vindhraðann fauk fjögurra tonna Hummerbifreið út af Þrengslavegi síðdegis í gær. Mest fór vindurinn í 13 vindstig á Hellisheiðinni. Meðlimir úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði stóðu í ströngu við að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í vandræðum á Hellisheiðinni. Meira

Ritstjórnargreinar

13. janúar 1999 | Staksteinar | 373 orð

»Einkavæðing FYRIR utan FBA eru engar lagaheimildir fyrir hendi til umfangsmikilla einkav

FYRIR utan FBA eru engar lagaheimildir fyrir hendi til umfangsmikilla einkavæðingarverkefna segir í leiðara Viðskiptablaðsins. Seint af stað Í LEIÐARA blaðsins segir m.a.: "Almennt má þó segja að einkavæðing hafi farið seint af stað hérlendis. Meira
13. janúar 1999 | Leiðarar | 601 orð

HÁSKÓLINN OG TUNGAN

ÞAÐ ER TVÍMÆLALAUST eitt af meginhlutverkum Háskóla Íslands að standa vörð um íslenska tungu. Þess vegna skýtur skökku við að í atvinnuauglýsingu frá Háskólanum, sem birtist hér í Morgunblaðinu í lok desember síðastliðnum, Meira

Menning

13. janúar 1999 | Tónlist | 1066 orð

Bláköld alvara

Mist Þorkelsdóttir: Ceciliana. Finnur Torfi Stefánsson: Þættir (frumfl.) Þórður Magnússon: Trois Pi`eces (frumfl.). Atli Heimir Sveinsson: THOR 1985-08-12. Kjartan Ólafsson: Mónetta (frumfl. á Ísl.) Þorkell Sigurbjörnsson: G-svíta. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Snorri S. Birgisson, píanó. Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, mánudaginn 11. janúar kl. 20.30. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 266 orð

Blóðsugurnar beint í annað sæti

ÓVINUR ríkisins heldur fyrsta sæti listans þessa vikuna en myndin er sýnd í sex kvikmyndahúsum borgarinnar. Fast á hæla hennar kemur ný mynd inn á listann, Blóðsugur Johns Carpenters, sem sýnd er í Stjörnubíói. Christof Wehmeier, kynningarstjóri Stjörnubíós, segir að honum lítist vel á listann þessa vikuna. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 246 orð

Diskódrottningar og dýrlingurinn Elvis

"Rolling Stone, the Seventies" ritstýrt af Ashley Kahn. 228 bls. Little, Brown and Company, Boston, árið 1998. Eymundsson. 3.745 krónur. FYRIR þann sem vill sökkva sér í fortíðarþrá er nú barnaleikur að gerast sérfræðingur í áttunda áratugnum, þessum tíu árum eins og þau koma poppmenningartímaritinu Rolling Stone fyrir sjónir í dag. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 265 orð

Eggert og Hannibal kljást í Frjálsalandi

The Friends Of Freeland eftir: Brad Leithauser. Útgáfuár 1997. Vintage Books: New York. 508 blaðsíður. Bóksala stúdenta 1607 krónur. "Freeland" er eyjaklasi ekki langt frá Íslandi og Grænlandi. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 128 orð

Enn eitt ævintýrið á jólanóttu Fröken Scrooge (Ms. Scrooge)

Leikstjórn: John Korty. Aðalhlutverk: Cicely Tyson og Katherine Helmond. 84 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, desember 1998. Öllum leyfð. ÞESSI útvatnaða sjónvarpsmynd er enn ein nútímaútgáfan af sígildri jólasögu Charles Dickens, sem nú rúllar um í gröf sinni. Hér er nirfillinn svört kona, í takt við nýja og pólitískt réttari tíma. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

Glímt í Klúbbnum

SÚ NÝLUNDA var í skemmtanalífi Reykvíkinga á föstudaginn að Íslandsmótið í uuggah-glímu var haldið á Klúbbnum og hófst keppni laust fyrir miðnætti. Júdódeild Ármanns heldur árlega sérstakan viðburð og í fyrra voru hún með súmóglímukeppni í Tunglinu. Meira
13. janúar 1999 | Myndlist | 626 orð

"Minni gleymskunnar"

Opið frá kl. 14­18 alla daga nema mánudaga. Til 31. jan. Aðgangur í allt húsið kr. 200. Á tÍMUM innsetninga, og hvers konar flipps, sem nú um stundir eru hinar viðurkenndu núlistir óðamála kynslóðar vestan hafs og austan, eru hinar þöglari og varanlegri miðlar líkastir aðskotahlutum. Meira
13. janúar 1999 | Menningarlíf | 936 orð

Nokkur laganna hafa aldrei heyrst áður

FJÓRÐU tónleikar Myrkra músíkdaga, sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30, eru helgaðir sönglögum Jóns Leifs, allt frá Þremur erindum úr Hávamálum frá því snemma á þriðja áratugnum til Minningarsöngva um ævilok Jónasar Hallgrímssonar frá árinu 1958. Flytjendur eru þeir Finnur Bjarnason barítonsöngvari og Örn Magnússon píanóleikari. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 714 orð

Stjörnustríð nálgast

STJÖRNUSTRÍÐ er í uppsiglingu og virðast jarðarbúar bíða þess í ofvæni. "Star Wars: The Phantom Menace" verður frumsýnd í Bandaríkjunum 21. maí og mun að öllum líkindum verða sumarmyndin í ár. Raunar er því spáð að hún verði mynd ársins og gæti jafnvel ógnað veldi stórmyndarinnar Titanic hvað aðsókn áhrærir. Þótt erfitt sé að spá um slíkt eru mörg teikn á lofti. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 155 orð

Travolta beint í fyrsta sætið

NÝJASTA mynd Johns Travoltas, "A Civil Action", málafærslumynd byggð á samnefndri bók, fékk mestu aðsóknina í bíóhúsum vestanhafs um síðustu helgi. Mest sótta mynd vikunnar á undan, "Patch Adams", með Robin Williams í hlutverki miðaldra læknanema, féll í annað sætið. Í kjölfar hennar komu síðan Þú hefur fengið póst og Stjúpmamma og Prinsinn frá Egyptalandi var í fimmta sætinu. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 624 orð

Will Smith skoraði þrennu

LEIKARANUM og rapparanum Will Smith gengur allt í haginn þessa dagana. Óvinur ríkisins eða "Enemy of the State" gengur stórvel í kvikmyndahúsum og á mánudaginn skoraði hann þrennu við afhendingu bandarísku tónlistarverðlaunanna þegar hann uppskar verðlaun í þremur af fjórum tilnefningum. Meira
13. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1030 orð

Þjóðsagnapersónur eftir fangelsisdvölina

ÞAÐ virðist vera margt á því að græða að hafa verið glæpamaður í Bretlandi nútímans. Glæpamenn eru orðnir að fjölmiðlastjörnum, gefa út endurminningar sínar, koma fram í spjallþáttum og í sápuóperum í sjónvarpinu. Það virðist sem breskur almenningur geti ekki fengið nægar sögur úr undirheimunum og glæpamenn maka því krókinn. Meira

Umræðan

13. janúar 1999 | Kosningar | 425 orð

Arnbjörgu í 1. sæti

Arnbjörg Sveinsdóttir er Seyðfirðingur að uppruna og kynntist snemma undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Þegar hún var kosin á þing hafði hún starfað sem fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Dvergasteini hf. á Seyðisfirði auk þess að sitja í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hún hefur setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og var formaður þess 1991­1992. Meira
13. janúar 1999 | Aðsent efni | 1187 orð

Einokunarverðstefna Landsvirkjunar

TVÆR spurningar hafa leitað á hugann sem reifaðar verða hér. Sú fyrri er hvort einokunarverðstefna Landsvirkjunar sé þjóðhagslega hagkvæm. Sú síðari er hvaða sérstöku skilyrði eru hér á landi, sem ekki eru t.d. í Noregi eða Svíþjóð, sem setja okkur á bekk með löndum eins og Venezúela sem framleiðendur ódýrrar raforku fyrir stóriðju. Meira
13. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 414 orð

Heilnæmt svar við skrifum Víkverja

VÍKVERJI skrifaði um ókosti íslenska grænmetisins laugardaginn 9. janúar sl., þar sem m.a. var dregið í efa að framleiðsla okkar Íslendinga væri samkeppnishæf við innflutt grænmeti. Það er misskilningur að íslensk garðyrkja telji íslenska grænmetið vera "hið besta í heimi". Við teljum okkar framleiðslu einfaldlega betri en þá sem flutt er til landsins. Meira
13. janúar 1999 | Aðsent efni | 1615 orð

Íslenskir leikskólar og hlutverk þeirra

BÖRNIN okkar eru framtíðin og því er það mikilsvert hvernig atlæti við búum þeim í uppvextinum. Þar gegna leikskólarnir vissulega mikilvægu hlutverki, en samt sem áður má ekki gleyma því, að fyrst og síðast eru það foreldrar barnanna sem bera ábyrgð á uppvexti þeirra. Meira
13. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 123 orð

Íþróttahreyfingin á hálum ís

MILLI jóla og nýárs var birt yfirlýsing m.a. frá forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og formanni Ungmennafélags Íslands þar sem þeir tóku þátt í því að fordæma Ástþór Magnússon, í nafni hreyfinga sinna. Tilefni fordæmingar forsvarsmanna íþróttahreyfinganna var deila Ástþórs og Halldórs utanríkisráðherra um flutning jólapakka til Bagdad. Meira
13. janúar 1999 | Kosningar | 539 orð

Konu í 1. sætið

Konur eru ekki alltaf konum bestar þegar prófkjör fara fram. Sú staðreynd er tilefni þessarar greinar. Arnbjörg Sveinsdóttir leitar eftir stuðningi jafnt karla sem kvenna til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi. En ég hlýt þó að hvetja konur alveg sérstaklega til að styðja Arnbjörgu. Meira
13. janúar 1999 | Aðsent efni | 913 orð

Opið bréf til fræðslu-, menntamála- og borgaryfirvalda

ATBURÐIR undanfarinna daga, í Hagaskóla í Reykjavík innan veggja og utan, hafa leitt til þess að ég, faðir barna í skólanum, vil lýsa áhyggjum mínum og benda á nokkrar staðreyndir: Alkunna er að eitt skemmt epli í tunnu nægir til þess að eyðileggja öll óskemmdu eplin, sem fyrir eru. Meira
13. janúar 1999 | Aðsent efni | 917 orð

Sprengjuóð þjóð

FJÖGURRA ára, sex ára og sjö ára systkin fengu að fara út í garð á gamlársdag til að skjóta upp flugeldum. Svo trítluðu þau inn en fóru skömmu síðar út aftur og héldu áfram að sprengja. Þannig gekk þetta fram á nótt. Pabbanum sást bregða fyrir í stofuglugganum af og til. Nágrannarnir gerðu enga athugasemd. Meira
13. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 803 orð

Því svo elskaði Guð heiminn?

HVERNIG skyldi tilveran vera ef við þyrftum ekki að lúta neinum reglum, nú eða að þær reglur sem við búum við mættu túlkast eftir okkar eigin geðþótta? Tilveran yrði gríðarlega hættuleg ef umferðarreglur, flugumferðarreglur og sjóferðareglur færu eftir geðþóttaákvörðunum okkar við túlkun þeirra í stað þess sem nú er. Meira

Minningargreinar

13. janúar 1999 | Minningargreinar | 281 orð

Anna Claessen la Cour

Nú er hún elsku amma mín í Danmörku látin. Anna la Cour hefur alla tíð verið ein af þeim manneskjum sem mér þykir vænst um. Fyrstu minningar mínar um hana tengjast jólunum, því hún sendi okkur Tinnu systur alltaf risastórt jóladagatal úr pappír, sem við skemmtum okkur svo við að setja saman og stilla upp á besta stað í húsinu. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 477 orð

Anna Claessen laCour

Okkur langar til að minnast okkar kæru frænku Önnu Claessen laCour sem nú er nýlátin. Mikill samgangur var á milli heimila foreldra okkar þar sem feður okkar voru bræður og var mjög kært með þeim. Þegar önnur hvor okkar veiktist lítillega var Gunnlaugur frændi, eins og við kölluðum föður Önnu, alltaf mættur á staðinn. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 1479 orð

Anna la Cour

Það var alltaf tilhlökkunarefni fyrir jólin á Túngötu 38 að fá pakkann til okkar bræðranna frá Önnu í Danmörku, leynifrænkunni okkar sem aldrei brást. Meðan við vorum litlir gerðum við okkur enga grein fyrir því hvaða kona þetta eiginlega væri sem mundi svo vel eftir okkur og kom þeirri hefð á að senda okkur ævinlega nýjustu og stærstu gerð af jóladagatali fyrir jólin. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 793 orð

Anna la Cour

Í fjölskyldualbúminu er til mynd tekin síðla árs 1915 að mér sýnist. Hún er af tveimur litlum stelpum á fyrsta ári. Þær sitja hvor fyrir sig á hnjám móður sinnar, snúa hvor að annarri og halda báðar í krús sem önnur er að rétta hinni. Myndin er af Önnu Claessen og undirritaðri en mæðurnar eru systurnar Þórdís og Ólöf Björnsdætur. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Anna la Cour

Anna La Cour, frænka mín, er gengin. Hún var mikil kona, stórgáfuð, fróð og með skemmtilegustu persónum sem ég hef kynnst. Hún fór ung til náms í Kaupmannahöfn, kynntist þar og giftist lífsástinni sinni, eignaðist þar dætur sínar og sinnti þar starfi sínu, sem var að þýða doktorsritgerðir lækna yfir á ensku og þótti einstaklega fær í því. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 447 orð

ANNA LA COUR

ANNA LA COUR Anna la Cour, fædd Claessen fæddist 27. júlí 1915. Hún lést 5. desember síðastliðinn. Foreldrar Önnu voru hjónin Þórdís Björnsdóttir, f. 22. febrúar 1892, d. 3. maí 1952 og Gunnlaugur Claessen, yfirlæknir í Reykjavík, f. 3. des. 1881, d. 23. júlí 1948. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 776 orð

Guðmundur Klemenzson

Frændi minn Guðmundur Magnús Klemenzson, kennari í Bólstaðarhlíð í A-Húnavatnssýslu, var sonur Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði og Klemenzar Guðmundssonar, bónda í Bólstaðarhlíð. Gumi, eins og við kölluðum hann alltaf, var uppeldisbróðir föður míns, Herberts Sigurðssonar. Hann var tekinn í fóstur fimm ára gamall af foreldrum Guma, en Elísabet var afasystir mín. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 812 orð

Guðmundur Klemenzson

Þegar ég heimsótti Guðmund frænda minn, eða Guma eins og við kölluðum hann, á Sjúkrahús Reykjavíkur í byrjun desember sagði hann við mig að hann væri ekki kominn hingað suður til að "geispa golunni". En skjótt skipast veður í lofti og nokkrum dögum seinna var hann kominn á gjörgæslu og orðinn þungt haldinn. Þegar við svo kvöddum hann mæðginin 12. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐMUNDUR KLEMENZSON

GUÐMUNDUR KLEMENZSON Guðmundur Klemenzson fæddist í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu 18. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju 2. janúar. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 220 orð

Jónas Bjarnason

Jónas minn, mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Það að fá að vinna með manni eins og þér er lærdómsríkt og gefandi. Það var sama hvað á gekk og hversu mikið var að gera, alltaf varst þú í góðu skapi og hafðir nógan tíma fyrir alla. Þú sagðir alltaf "við höfum allan heimsins tíma". Þetta þjóðfélag sem einkennist af tímaskorti og peningasöfnun átti ekki við þig. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 27 orð

JÓNAS BJARNASON

JÓNAS BJARNASON Jónas Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 16. nóvember 1922. Hann lést á heimili sínu 26. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 5. janúar. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 739 orð

Jón Árni Jónsson

Jón Árni Jónsson menntaskólakennari fékk hægt andlát á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir stríð veikindi undanfarna mánuði. Jón Árni Jónsson var borinn og barnfæddur Akureyringur, sonur hjónanna Lovísu Jónsdóttur af Ströndum og Jóns Kristjánssonar, útgerðarmanns á Akureyri. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Jón Árni Jónsson

Flekklaus að lífi, löstum öllum fjarri, þarf ekki spjót né eiturörvaboga. Vopnlaus því gengur vegu sína alla fullhugi í friði. (Breytt eftir Hórasi) Jón Árni Jónsson var umfram annað prúður, í gamalli og nýrri merkingu orðsins: vitur, hygginn, háttvís. Hann var meðalmaður á velli, vel á sig kominn og fríður sýnum. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 791 orð

Jón Árni Jónsson

Þeir eru margir nemendurnir sem Jón Árni Jónsson, tengdafaðir minn, kenndi um dagana. Hans starfsvettvangur var Menntaskólinn á Akureyri, fyrst og fremst gamla skólahúsið þar sem marrar svo vinalega í gólfum þegar eftir þeim er gengið. Gamla menntaskólahúsið var umgjörð dönsku-, sænsku-, þýsku- og síðast en ekki síst latínukennslu Jóns Árna. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 681 orð

Jón Árni Jónsson

Það er sumarkvöld. Rökkrið er ekki til, en galsi og gleði býr í þreyttum barnslíkömum. Við liggjum fjögur saman í litlu hornherbergi, ég og þrjú elstu börnin þín. Dagurinn var einn endalaus leikur í barnmörgu Brekkuhverfi. Fyrir litla sveitastelpu hrúgast myndirnar upp, skapa ringulreið og aftra ró og svefni. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 557 orð

Jón Árni Jónsson

Í dag verður borinn til grafar Jón Árni Jónsson menntaskólakennari. Með honum er horfinn einn af þeim kennurum, sem settu svip sinn á Menntaskólann á Akureyri í rúma þrjá áratugi. Jón Árni var mikill tungumálamaður og skemmtilegur málfræðingur. Hann kenndi bæði dönsku og þýsku, en auk þess latínu. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Jón Árni Jónsson

Elsku afi. Við vorum blómin í haga þínum sem best fengu að njóta sín, þáðum birtu og yl, nærðumst og nýttum til vaxtar. Við þekktum ást þína til okkar afabarna þinna og líka þrá þína eftir fyrstu fundum við nýjustu sprotana. Við þekktum einnig sorg þína yfir þeim fundum sem aldrei fengu að verða. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 463 orð

Jón Árni Jónsson

Vinur minn, Jón Árni Jónsson, er fallinn frá. Hann var kennari minn í Menntaskólanum á Akureyri, síðar vorum við samkennarar í skólanum okkar. Það var reyndar hann sem benti mér á að ég ætti að verða kennari, og endanlega var það ákveðið þegar ég, villuráfandi háskólastúdent, rakst á hann á götu í Reykjavík og hann spurði, Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 496 orð

Jón Árni Jónsson

Ljúflingur er horfinn. Vinur minn Jón Árni Jónsson menntaskólakennari er látinn. Við þessi tímamót hvarflar hugur minn langt aftur í tímann. Árið 1952 réð maðurinn minn sig sem kennara við Menntaskólann á Akureyri. Ef ég á að vera alveg hreinskilin kveið ég þessum búferlaflutningum nokkuð. Við höfðum um langt árabil verið búsett í Reykjavík og mér fannst ég vera farin að festa þar rætur. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 256 orð

JÓN ÁRNI JÓNSSON

JÓN ÁRNI JÓNSSON Jón Árni Jónsson fæddist á Akureyri 16.12. 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björn Kristjánsson, f. 16.11. 1890, d. 22.11. 1962, og Lovísa Jónsdóttir, f. 7.6. 1892, d. 23.2. 1974. Systkini Jóns Árna eru: María, f. 1918; Kristján, f. 1919; Mikael, f. 1922, d. 1984. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 588 orð

Jón Hermannsson

Fjörður fyrir opnu hafi. Manngerð fjaran sem minnir á hálfmána. Uppi á fjörukambinum þyrping húsa; bárujárnsklædd. Krókur heitir þessi byggð. Hús sem minna á þann tíma, þegar fólk byggði búð sína á sjávarkambinum, þaðan sem stutt var til sjávar. Krókur. Brot af heiminum. Nánasta umhverfi mannsins. Ókunnugum kynni að sýnast sem þessi hús væru ofurseld duttlungum sjávar. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 67 orð

Jón Hermannsson

Hví gæti það ekki verið vilji Höfundarins ­ tilgangur sem oss tekst aldrei að skilja að hver maður sofni svefninum endalausa hverfi til þagnarinnar þaðan sem hann kom? Hví skyldi vera merkingarlaust að mynnast út í þögnina þá dularfullu þögn sem drýpur af stjörnunum? (Hannes Pétursson) Kæri pabbi! Þakka Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Jón Hermannsson

Í byrjun nýja ársins kvaddi Jón Hermannsson þetta líf. Í tæp tvö ár hafði hann barist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm. Allan þann tíma bar hann höfuðið hátt og tók á móti örlögum sínum og erfiði með æðruleysi. Jón var faðir æskuvinkonu minnar Guðbjargar, þannig hófust kynni mín af honum þegar við litlar stelpur byrjuðum saman í skóla. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 325 orð

Jón Hermannsson

Mig langar að minnast Jóns Hermannssonar með nokkrum fátæklegum orðum. Fjölskyldu hans kynntist ég þegar ég var um fimm ára gömul, er ég og Magný dóttir hans urðum vinkonur, og höfum verið síðan. Þegar maður hugsar um Jón kemur fljótt upp í hugann loftskeytastöðin, ljósmyndir og málverk. Jón var frístundamálari mikill og skilur hann eftir sig mörg góð verk. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 288 orð

JÓN HERMANNSSON

JÓN HERMANNSSON Jón Hermannsson fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1930. Hann lést á Landspítalanum að morgni mánudagsins 4. janúar síðastliðinn. Faðir hans var Hermann Jónsson, fæddur á Bláfeldi á Sæfellsnesi. Hann lést 1943 þegar árás var gerð á Súðina. Móðir Jóns var Kristín Bjarnadóttir, fædd á Hesteyri. Hún lést 1979. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Kristbjörg Reykdal

Það er svo skrítið að hugsa til þess, að hún amma sé horfin og að ég sjái hana aldrei aftur. Minningarnar flæða um höfuð mér. Hún amma mín var mér eins og móðir, en samt eins og amma, já, hún var mér eins og tvær manneskjur í einni. Frá því að ég man fyrst eftir mér, var amma alltaf til staðar. Hún bjó svo stutt frá okkur og það var nánast alla daga, að ég fór til ömmu. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 139 orð

KRISTBJÖRG REYKDAL

KRISTBJÖRG REYKDAL Kristbjörg Reykdal, húsmóðir og verkakona, Bakkahlíð 39, áður til heimilis að Aðalstræti 10 (Berlín), Akureyri, fæddist á Akureyri 12. júní 1920. Foreldrar hennar voru Trausti Reykdal, fiskmatsmaður á Akureyri, f. 7.8. 1888, d. 5.9. 1964, og Anna Tómasdóttir húsmóðir, f. 1.9. 1891, d. 10.7. 1970. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Laufey Björnsdóttir

"Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof" (Mt.21.16). Nú er hún Laufey gengin úr jarðvistinni. Hún Laufey, sem var atorkusamasta kona sem ég hef kynnst. Ekki var atorka hennar þó þess kyns að fjölmiðlar teldu neina ástæðu til að gera veður út af. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Laufey Björnsdóttir

Laufey Kjartanía, föðursystir mín, er látin. Minningarbrot um hana hafa hrannast upp í huga mér undanfarið og mig langar nú að festa nokkur á blað. Sagan um nafn frænku minnar snart mig djúpt þegar ég heyrði hana fyrst barn að aldri. Samkvæmt henni þótti Birni afa Laufeyjarnafnið fallegt og bað Þorbjörgu ömmu um að fá að skíra stúlkuna Laufeyju. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 369 orð

Laufey Björnsdóttir

En amma, ég átti alltaf eftir að leigja þyrluna og fljúga með þig vestur í Dritvík, þangað sem þig langaði svo að koma einu sinni enn áður en þú dæir, en það náðist ekki. Kannski ert þú líka núna á ferðalagi um alla gömlu staðina þína, búin að horfa út á hafið vestur af Snæfellsnesi og ert á leið út í Viðey, eða röltandi um á Njálsgötunni með Sigríði ömmu þinni. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 545 orð

Laufey Björnsdóttir

Snemma á nýju ári hefur hún Laufey Björnsdóttir eldri kvatt þetta líf. Á þeim tímamótum langar mig að minnast hennar og þakka fyrir gengin spor. Hún fæddist 20. september 1911, en var skráð 21. september 1911, eða það sagði hún sjálf, fyrsta barn foreldra sinna, Þorbjargar Ásgrímsdóttur og Björns Bjarnasonar. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 276 orð

LAUFEY BJÖRNSDÓTTIR

LAUFEY BJÖRNSDÓTTIR Laufey Kjartanía Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1911. Hún lést í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Bjarnason, f. 20. júní 1884 í Eystri-Tungu í Landbroti í V- Skaftafellssýslu, d. 8. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 621 orð

Matthías Einarsson

Við systkinin munum eftir afa okkar frá því við vorum ung að aldri þegar við komum í heimsókn í Víkina og gistum í húsinu hjá honum og ömmu á Víkurbraut 20, Nausthamri. Alltaf kom afi á móti okkur með útbreiddan faðminn um leið og við renndum í hlað. Okkur eru öllum minnisstæðar ferðirnar sem afi fór með okkur útá verkstæði þar sem hann vann og tíndi til spýtur og gaf okkur til að smíða úr. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 159 orð

MATTHÍAS EINARSSON

MATTHÍAS EINARSSON Matthías Einarsson, Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, var fæddur á Þórisholti í Mýrdal hinn 24. maí 1904. Hann lést á Hjallatúni hinn 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Finnbogason, f. 26.6. 1863, d. 17.8 1944 og Vilborg Andrésdóttir, f. 1865. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 608 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Hann Víðir Óli, vinur minn, var engum öðrum líkur. Þegar hann kom nýr í bekkinn, að mig minnir í tíu ára bekk, leist okkur strax vel á hann og hann var mjög fljótt orðinn einn af okkur. Strákurinn var einstaklega félagslyndur og var áður en varði kominn í skólakórinn, tók þátt í leikritum og öllum mögulegum uppákomum, ja, eiginlega bara öllu sem hægt var að taka þátt í, Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Víðir Óli, engillinn minn. Þú varst hreinni en ég og svo ólýsanlega fallegur. Ég með stóru tennurnar mínar og óþroskuðu sálina mína dáðist að þér. Og þú öskraðir á mig að ég væri einhvers virði. Bannaðir mér að vera svona taugaveikluð, tókst í höndina á mér og sagðist vera vinur minn. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 671 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Við kynntumst Víði Óla fyrst þegar hann slóst í hópinn hjá Gamanleikhúsinu. Öll vorum við þá í Hagaskóla. Víðir Óli var stór karl í okkar augum, enda hafði hann nýlokið við að leika í Vesalingunum í sjálfu Þjóðleikhúsinu. Því var Víðir beðinn um að vera með í leikfélaginu. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON

VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON Víðir Óli Guðmundsson fæddist á Siglufirði hinn 7. mars 1974. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. janúar. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 1038 orð

Þórunn Jónsdóttir

Nú þegar sólargangur lengist um hænufet á degi hverjum og við höfum flest okkar glaðst yfir komu ljóssins, þá lagði Þórunn upp í sína hinstu ferð, langþráða ferð. Oftar er það, þegar aldurinn færist yfir menn, að þeim förlast minni þótt líkaminn sé í bærilegu ásigkomulagi, en hjá Mostu (sem er þýðing á móðursystir á danskri tungu), eins og hún var alla tíð kölluð af okkur afkomendum Nönnu, Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 624 orð

Þórunn Jónsdóttir

Jæja, elsku Mosta mín, þá ertu farin frá okkur. Það er svolítið merkilegt, að eftir því sem fólk er eldra, þeim mun minni rétt virðist maður hafa til að syrgja það. Þannig líður mér þar sem ég geng hálf stúrin um stræti Kaupmannahafnar og þarf að réttlæta það að syrgja 94 ára gamla frænku mína. Meira
13. janúar 1999 | Minningargreinar | 236 orð

ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR

ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR Þórunn Jónsdóttir fæddist á Skálanesi við Seyðisfjörð 28. ágúst 1904. Hún andaðist á Landakotsspítala 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Regína Magdalena Filippusdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1877, d. 22. maí 1965, og Jón Bjarnason, bóndi og smiður, f. 7. september 1872, d. 11. júlí 1932. Meira

Viðskipti

13. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 537 orð

Hefur ekki áhrif á starfsemi Flugleiða

FLUGFÉLAGIÐ Luxair hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug frá Lúxemborg til New York fjórum sinnum í viku án millilendingar. Forráðamenn Flugleiða telja að þessar fyrirætlanir Luxair muni ekki hafa áhrif á starfsemi eða markaði Flugleiða í Evrópu. Meira
13. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 744 orð

Hækkunin talin halda sér

VERÐBRÉFASALAR eru ekki allir sammála því sem kom fram í máli Rósants Más Torfasonar hjá Viðskiptastofu Íslandsbanka í Morgunblaðinu í gær, um að vænlegt sé að huga að því að selja hlutabréf sín núna, vegna hækkana sem hafa orðið á markaðnum það sem af er árinu. Meira
13. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 286 orð

Jákvætt fyrir atvinnugreinina

FORMAÐUR Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja fagnar dómi Héraðsdóms Reykjaness um að rifta sölu á hugbúnaði þar sem hann stóðst ekki kröfur kaupanda. Óhætt er að segja að dómurinn hafi vakið mikla athygli á hugbúnaðarmarkaði enda mun þetta vera í fyrsta sinn hérlendis, sem staðfest er fyrir dómi að hugbúnaðarlausn, með tveimur forritum, geti verið gölluð, og seljandi látinn sæta ábyrgð. Meira
13. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Lyfja selur hlut sinn í Hagkaupi Lyfjabúð

EIGENDUR Lyfju, þeir Róbert Melax og Ingi Guðjónsson, hafa selt Baugi hf. þriðjungshlut sinn í Lyfjakaupi. Baugur er þar með orðinn 100% eigandi að Lyfjakaupi sem rekur þrjár lyfjaverslanir undir nafninu Hagkaup Lyfjabúð; í Skeifunni, Mosfellsbæ og á Akureyri. Meira
13. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Olíufélög kanna samruna

ÓHÁÐU brezku olíu- og gasfyrirtækin Lasmo plc og Enterprise Oil plc kanna möguleika á samruna og þróun í átt til aukinnar samþjöppunar í olíugeiranum heldur áfram. Fyrirtækin leggja áherzlu á að málið sé á frumstigi og ekki sé víst að samruni verði að veruleika. Lasmo kveðst ræða við fleiri aðila og Enterprise leggur áherzlu á að um undirbúningsviðræður sé að ræða. Meira
13. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Volvo staðfestir viðræður við Fiat

VOLVO hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum við Fiat, en leggur áherzlu á að viðræðurnar séu aðeins liður í víðtækri úttekt á framtíðarmöguleikum þess. Við höfum rætt við nokkra aðra bílaframleiðendur," sagði Per Lojdquist upplýsingastjóri, en nefndi enga og neitaði að ræða viðræðurnar við Fiat nánar. Verð hlutabréfa í Volvo lækkaði um 7,50 sænskar krónur í 223 kr. Meira

Fastir þættir

13. janúar 1999 | Í dag | 35 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 13. janúar, verður fimmtug Kristjana Björg Gísladóttir, Kirkjubraut 9, Njarðvík. Hún og eiginmaður hennar, Ólafur Eggertsson, taka á móti gestum á Hótel Kristína Njarðvík, föstudaginn 15. janúar milli kl. 20-23. Meira
13. janúar 1999 | Fastir þættir | 77 orð

AV:

FIMMTUDAGINN 7. jan. s.l. fór fram eins kvölds Mitchell-tvímenningur. NS: Andrés Þórarinsson ­ Halldór Þórólfsson 254 Guðjón Jónsson ­ Birgir Ísleifssson 225 Ármann J. Lárusson ­ Óli Björn Gunnarsson 224 AV: Hermann Friðriksson ­ Vilhj. Sigurðsson jr. 238 Sigurður Ívarsson ­ Jón St. Meira
13. janúar 1999 | Fastir þættir | 403 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. Meira
13. janúar 1999 | Fastir þættir | 50 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

MIÐVIKUDAGINN 6. janúar var haldinn einskvölds tvímenningur. Og lokastaða þriggja efstu para varð þessi. Jón Gíslason ­ Ævar Jónasson96Trausti Þórðarson - Ingimar Sumarliðason96Dagur Ingimundarson ­ Þröstur Þorláksson87 Næsta miðvikudag hefst meistaratvímenningur félagsins og verður hann spilaður næstu 4 kvöld. Spilað verður Barometer. Meira
13. janúar 1999 | Fastir þættir | 106 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Fimmtudaginn 17. desember mættu 20 pör til keppni, og var spilaður Mitchell. N/S Alfreð Kristjánss. ­ Albert Þorsteinss.263 Lárus Hermannss. ­ Eysteinn Einarss.249 Þórarinn Árnason ­ Fróði B. Pálsson245 A/V Sæmundur Björnsson ­ Jón Stefánsson302 Lárus Arnórss. ­ Ásthildur Sigurgíslad. Meira
13. janúar 1999 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjanesmót í sveitakeppni

Reykjanesmót í sveitakeppni, sem jafnframt er undankeppni Íslandsmótsins, verður haldið um næstu helgi, 16. og 17. janúar. Spilað verður í félagsheimili bridsspilara á Suðurnesjum á Mánagrund og hefst spilamennskan kl. 10 á laugardag. Fimm sveitir munu komast í undanúrslit Íslandsmótsins í vor og verða spiluð a.m.k. 140 spil. Keppnisgjald á sveit er 10 þúsund krónur. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Margrét Jóna Þórhallsdóttir og Sigurður H. Jónsson. Heimili þeirra er að Hæðargötu 12, Reykjanesbæ. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Birgitta Mause og James Mause. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Meira
13. janúar 1999 | Fastir þættir | 878 orð

Burt með sveit úr bæ Fagna ber þeirri bráðsnjöllu hugmynd að verslanamiðstöð rísi á Akureyrarvelli. Grænn er ekki litur

Það hlaut að koma að því að skynsemin næði yfirhendinni í bæjarapparatinu á Akureyri. Deyfð er sögð hafa ráðið ríkjum í bænum síðustu árin, fólki hefur ekki fjölgað í höfuðstað Norðurlands lengi ­ að minnsta kosti ekki að neinu ráði ­ en svei mér ef lausnin á vanda bæjarins er ekki fundin. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 408 orð

Fyrirspurn

ÉG var að hlusta á útvarpsþáttinn Víðsjá á Rás 1 sl. mánudag. Í þættinum var vitnað í Stein Steinarr og byrjað að lesa upp úr "Tímanum og vatninu" en svo var því hætt. Langar mig að fá að vita hvers vegna því var hætt. Útvarpshlustandi. Auglýsum ekki verðmæti eiturlyfja Í FRÉTTUM sl. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 238 orð

"GLÆSILEGA spilað, makker; en því miður er þetta bo

Suður hafði sannarlega spilað vel til að tryggja níu slagi og 400 í dálkinn. En þar sem keppnisformið var tvímenningur, uppskar hann ekki annað en botn og hæðnisglósur frá makker. Vestur kom út með spaðafimmu, fjórða hæsta, og austur fékk að eiga fyrsta slaginn á spaðakóng. Spaðanían kom næst, sem gaf til kynna leguna í spaðalitnum. Meira
13. janúar 1999 | Dagbók | 661 orð

Í dag er miðvikudagur 13. janúar, 13. dagur ársins 1999. Geisladagur. Orð dagsi

Í dag er miðvikudagur 13. janúar, 13. dagur ársins 1999. Geisladagur. Orð dagsins: Réttlætinu einu skalt þú fram fylgja, til þess að þú megir lifa og fá til eignar landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér. (Fimmta Mósebók 16, 20. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 562 orð

SKÁLMÖLD sú sem ríkti fyrstu skólaviku nýs árs í Hagaskóla,

SKÁLMÖLD sú sem ríkti fyrstu skólaviku nýs árs í Hagaskóla, vegna sprengjuæðis örfárra nemenda og fjöldarefsinga skólastjórnenda í kjölfarið er vonandi á enda. Víkverja finnst dapurlegt þegar unglingum á mótunarskeiði og skólastjórnendum lýstur saman með þeim hætti sem gerðist í Hagaskóla í liðinni viku. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 114 orð

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opnu móti í Linares á Spáni sem nú stendur yfir. C.S. Gokhale (2.335) var með hvítt en Bologan (2.580), Moldavíu, hafði svart og átti leik. 31. ­ Rg2! (Hindrar hvíta kónginn í að flýja í gegnum e1 reitinn. 32. Meira
13. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 4.262 til styrkt

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 4.262 til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Þær heita Sólveig Björk Ásmundsdóttir, Hildur Eva Ásmundsdóttir og Helga Hafdís Gunnarsdóttir. Meira

Íþróttir

13. janúar 1999 | Íþróttir | 129 orð

Arnar vill á sölulista

ARNAR Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur farið fram á sölu frá enska 1. deildar liðinu Bolton Wanderers. Arnar sagðist í gær alls ekki vera óánægður hjá Bolton, en hann vildi fá sín mál á hreint. "Ef ekkert lið vill kaupa mig þá skrifa ég bara undir nýjan samning við Bolton og það væri í raun ágætt. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 249 orð

CARLOS Caetano Verri, öðru nafni

CARLOS Caetano Verri, öðru nafni Dunga, samdi í gær við Internacional, félagið sem hann hóf knattspyrnuferilinn hjá í Brasilíu. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 559 orð

FRANK de Boer er á leiðinni frá Ajax

FRANK de Boer er á leiðinni frá Ajax til Barcelona, en Ronald, bróðir hans, verður áfram hjá hollenska félaginu í óákveðinn tíma. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 105 orð

Gústaf Adolf hættir hjá KSÍ

GÚSTAF Adolf Björnsson hætti um áramótin störfum á skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Gústaf hefur haldið utan um fræðslu- og landsliðsmál hjá KSÍ í tæpan áratug en hyggst nú snúa sér að þjálfun 2. flokks Fram í knattspyrnu auk þess sem hann verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks félagsins undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 556 orð

Hans á heimleið

HANS Guðmundsson hefur ákveðið að koma heim í vor en hann hefur verið í sviðsljósinu í færeyska handknattleiknum undanfarin misseri. Hann þjálfar og leikur með H71 annað tímabilið í röð og er markahæstur í deildinni með 116 mörk að loknum 14 umferðum. "Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur, við erum efstir í deildinni og í undanúrslitum bikarkeppninnar," sagði Hans við Morgunblaðið. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 527 orð

Hefur greinilega mjög slæma ráðgjafa

ARNAR Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur farið fram á sölu frá enska 1. deildar liðinu Bolton Wanderers. Arnar óskaði munnlega eftir að verða settur á sölulista í síðustu viku, en lagði svo fram skriflega beiðni þess efnis á mánudag. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 39 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna:kl. 20 Strandgata:Haukar - Fram Valsheimili:Valur - Stjarnan BLAK Bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Hagaskóli:ÍS - KA b19.30 leikið verður eftir nýju stigareglum bikarkeppninnar, hver hrinaupp í 25 stig. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 52 orð

Jordan hættur

MICHAEL Jordan, sem af mörgum er talinn besti körfuknattleiksmaður allra tíma, mun ákveðinn í því að leggja skóna á hilluna eftir glæsilegan keppnisferil. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrði frá þessu í gær og vitnaði til þriggja forráðamanna NBA-deildarinnar. Blaðið sagði að Jordan myndi boða til blaðamannafundar síðar í vikunni. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 458 orð

Júlíus heim úr atvinnumennsku

"MÉR finnst rétt að láta nú staðar numið eftir 10 ár í atvinnumennsku," sagði Júlíus Jónasson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður svissneska liðsins St. Otmar. "Nú er kominn tími til að halda heim og fást við lífið þar," segir Júlíus sem hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við St. Otmar í vor. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 74 orð

Knattspyrna England

England Enska bikarkeppnin Aukaleikur í 3. umferð Yeovil - Cardiff1:2 Matt Hayfield 86. - Jeff Eckhardt 43., Kevin Nugent 91. 8.101. Varnarmistök hjá Yeovil í byrjun framlengingar gerðu það að verkum að Cardiff skoraði og þar með var draumurinn úti hjá utandeildaliðinu, sem annars hefur staðið sig mjög vel. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 250 orð

Maier stóð við stóru orðin

AUSTURRÍKISMAÐURINN Hermann Maier stóð við stóru orðin er hann sigraði í stórsvigi heimsbikarsins í Adelboden í Sviss í gær. "Ég mun fljótlega sýna hvað í mér býr," sagði Maier eftir að hafa orðið í þriðja sæti í heimabæ sínum, Flachau, á sunnudag. Hann þurfti þá að sætta sig við sigur táningsins í ausurríska landsliðinu, Benjamins Raich. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 329 orð

Ólympíunefndin heldur staðarvali sínu

ALÞJÓÐA Ólympíunefndin, AÓL, ákvað á fundi sínum í gær að halda sig við Saltsjóstað (Salt Lake City) sem vettvang vetrarólympíuleikanna árið 2002, þrátt fyrir röð hneykslismála varðandi staðarvalið sem komið hafa upp að undanförnu. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 327 orð

Óskadráttur Suðurnesjaliðanna

Í gær var dregið í undanúrslitum í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Bæði Suðurnesjaliðin í karlaflokki, Njarðvík og Keflavík, fengu heimaleik og má segja að þau hafi dottið í lukkupottinn. Haukar þurfa að fara til Njarðvíkur og Keflavík fær Tindastól í heimsókn. Í kvennaflokki fengu KR-ingar heimaleik gegn ÍR og stúdínur þurfa að fara til Keflavíkur. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 605 orð

Rétti tíminn til að jafna gamlar syndir

"ÉG var óheppinn í jólaleikjunum og gömul hnémeiðsli tóku sig upp," segir Þorvaldur Örlygsson, atvinnuknattspyrnumaður með Oldham í Englandi. Þorvaldur hefur verið frá meira og minna á þessu tímabili vegna meiðsla og var rétt búinn að jafna sig á langvinnum meiðslum er hann meiddist í jólatörninni í ensku knattspyrnunni. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 183 orð

Skiptir Oldham um ham?

FORRÁÐAMENN Oldham, Bury og Rochdale, hafa átt í leynilegum viðræðum upp á síðkastið þess efnis að félögin verði sameinuð í eitt undir merkjum Manchester North End. Félögin eiga öll í vandræðum með að láta enda ná saman og með sameiningu yrði hægt að spara háar fjárhæðir og byggja upp um leið öflugra lið í deildarkeppninni. Þetta er a.m.k. mat Ians Stotts, stjórnarformanns Oldham. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 108 orð

Skíði

Heimsbikarinn Adelboden, Sviss: Stórsvig karla: 1. Hermann Maier (Austurríki)2.12,66 (1.05,80/1.06,86)2. Kjetil Andre Åmodt (Noregi)2.12,94 (1.05,96/1.06,98)3. Benjamin Raich (Austurríki)2.13,48 (1.05,64/1.07,84)4. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)2.13,51 (1.06,14/1. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 101 orð

Skotfimi Landsmót

Landsmót Stöðluð skammbyssa (60 skot): Konur: 1. Kristína Sigurðardóttir, IFL491 2. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, IFL484 3. Þórhildur Jónasdóttir, SFK432 Karlar: 1. Hannes Tómasson, SR562 2. Carl J. Eiríksson, SÍB538 3. Guðmundur Kr. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 106 orð

Tekur Ancelotti við Juve?

HEIÐURSFORSETI ítalska stórliðsins Juventus, Umberto Agnelli, sagðist á sunnudag gera fastlega ráð fyrir því að næsti stjóri liðsins yrði Carlo Ancelotti. "Ancelotti? Ég held að hann verði næsti þjálfarinn hjá okkur. Eitthvað merkilegt mun gerast í næstu viku," sagði Agnelli við blaðamenn, en hann á stóran hlut á Tórínóveldinu. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 88 orð

Þjálfaraskipti hjá Snæfelli

BIRGIR Mikaelsson er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Snæfells og Kanadamaðurinn Rob Wilsson hefur tekið við. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar körfuknattleiksdeildar félagsins með Birgi í gærkvöldi. Liðinu hefur ekki gengið eins vel og búist var við og því var ákveðið að skipta um þjálfara. Birgir var þjálfari liðsins í fyrra og fór með það í gegnum 1. deildina án taps. Meira
13. janúar 1999 | Íþróttir | 280 orð

(fyrirsögn vantar)

GUNNAR Berg Viktorsson, handknattleiksmaður úr Fram, mun væntanlega ekki leika með liði sínu fyrr en um næstu mánaðamót vegna axlarmeiðsla. Hann meiddist í leik með Fram gegn ÍBV fyrir jólin og hefur ekki leikið með síðan. "Ég reikna með að verða orðinn leikfær í undanúrslitum bikarkeppninnar 30. Meira

Úr verinu

13. janúar 1999 | Úr verinu | 600 orð

12% verðmætaaukning hjá fiskmörkuðunum

FISKMARKAÐIR Reiknistofu fiskmarkaðanna seldu um 52% af öllum afla sem fór um íslenska fiskmarkaði á síðasta ári og hafa aukið hlutdeild sína nokkuð frá fyrra ári miðað við fiskmarkaði Íslandsmarkaðar. Þrátt fyrir að minna magn hafi farið um fiskmarkaði hérlendis í fyrra í samanburði við árið 1997 hefur verðmæti aflans aukist verulega. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 507 orð

Bjartsýni með loðnu

MIKIÐ af loðnu hefur nú fundist djúpt undan Austfjörðum sem ýtir undir bjartsýni á góða loðnuvertíð í vetur. Skipstjórnarmenn hafa sagt loðnuna vera mun sunnar nú miðað við árstíma en oft áður. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur Hafrannsóknastofnunar, segir göngu loðnunnar ekki óvenjulega að því leyti. Hinsvegar sé hún nú óvenju langt frá landi miðað við það sem verið hafi á seinni árum. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 376 orð

Björgunarbátarnir sprengdir fyrir borð

PRÓFUNUM á nýrri tegund sjálfvirks sleppibúnaðar fyrir gúmmíbjörgunarbáta er nú lokið og búnaðurinn tilbúinn til notkunar. Búnaðurinn hefur hlotið nafnið Varðeldur og er í grundvallaratriðum ólíkur þeim tegundum sjósetningarbúnaðar sem hingað til hafa verið á markaðnum. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 679 orð

Efnahagserfiðleikar valda ólgu á rækjumörkuðunum

RÆKJAN er ein verðmætasta tegundin í heimsviðskiptunum með sjávarafurðir og þau taka til um 60% framleiðslunnar. Að undanförnu hefur hins vegar slegið verulega í bakseglin í þessari grein vegna þeirra efnahagserfiðleika, sem upp hafa komið, jafnt í framleiðsluríkjunum sem í sumum helstu markaðslöndunum. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 879 orð

Eitt besta ár norsks sjávarútvegs að baki

MEÐ hverju árinu sem líður styrkir sjávarútvegurinn stöðu sína sem næst mikilvægasta útflutningsgrein Noregs. Aðeins afurðir frá gas- og olíuvinnslu slá fiskinum við. þrátt fyrir að aflaheimildir hafi farið minnkandi voru á síðasta ári slegin ný met, bæði í heildaraflaverðmæti og heildarútflutningsverðmæti. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 86 orð

ESB veiddi ekki karfakvótann

SKIP Evrópusambandsins náðu ekki að veiða upp í karfakvóta sinn í íslenskri landhelgi á þessu ári, að því er kemur fram í Worldfish Report. ESB fékk 3.000 tonna kvóta í karfa hjá Íslendingum í skiptum fyrir 30.000 loðnukvóta á Grænlandsmiðum. Þeir tveir þýsku togarar sem hafa verið að karfaveiðum á Íslandsmiðum á þessu ári hafa einungis fengið 460 tonn. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 195 orð

Framboð af rækju eykst stöðugt

FRAMBOÐ af rækju í heiminum eykst stöðugt og á það í stórum dráttum bæði við um rækjueldi og veiðar í sjó. Samtals nam framboðið árið 1996 um 3,4 milljónum tonna og hafði þá aukizt um 800.000 tonn á 6 árum. Aukningin er mest í veiðunum, eða um 500.000 tonn, en eldið hefur aukizt um 300.000 tonn, var árið 1996 um 900.000 tonn. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 218 orð

Fækkar í flotanum

NOKKUR fækkun hefur orðið skipaflota landsmanna og hefur flotinn einnig minnkað mælt í brúttótonnum. Fækkun skipa á síðasta ári er 133 skip og hefur flotinn jafnframt minnkað um tæp 7.000 brúttótonn. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 204 orð

Hrár túnfiskur með ólífum og tómötum

Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslumeistari á Café Óperu, sér lesendum Versins fyrir uppskriftinni að þessu sinni. Þetta er forréttur fyrir fjóra, hrár túnfiskur með ólífum og tómötum. Túnfiskur er óalgengur hér á landi nema niðursoðinn, en hann má einnig fá frystan, innfluttan í mörgum matvöruverzlunum. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 67 orð

Írum gengur vel

VERÐMÆTI sjávarafurða á Írlandi jókst um 1,2% árið 1997 og nam jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna, að því er kemur fram í Worldfish Report. Verðmæti sjávarafla minnkaði um 0,5% en eldisframleiðslu jókst um 6%. Mestur vöxtur var í laxeldinu en 68% tekna af eldi fást af því. Alls voru 249. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 1771 orð

Mér líður vel á sjónum

Úr brúnni á fragtskipum og rannsóknum hjá Hafró til kennslu í Namibíu Mér líður vel á sjónum Það eru ekki margar íslenzkar konur, sem hafa skipstjórnarréttindi á bæði far- og fiskiskipum. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 164 orð

Minni kvóti með ESB-aðild

NOREGUR yrði af um 110.000 tonna aflaheimildum, gengi landið í Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða útreikninga norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren. Í útreikningunum er miðað við aflaheimildir Norðmanna í lögsögu Evrópusambandsins á síðasta ári annars vegar og hins vegar aflaheimildir Evrópusambandsins innan lögsögu Noregs. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 1344 orð

Reiknað með góðum vexti þorskstofnsins

Í FYRIRSPURN um fiskveiðistjórnarkerfi og stöðu fiskstofna til sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrir skömmu spurði Einar K. Guðfinnsson um þróun í stofnstærð helstu nytjastofna hér við land frá því að kerfi framseljanlegra aflaheimilda var tekið upp. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 466 orð

Seldu fisk fyrir 304 milljarða kr.

NORSKA fiskútflutningsráðið í Tromsø lagði fram tölur um útflutningsvermæti sjávarafurða frá Noregi árið 1998 á mánudag. Það fór eins og alla grunaði. Heildar útflutningsverðmæti varð um 304 milljarðar. Það var tæplega 35 milljörðum meira en árið 1997. Á tíu árum hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Noregi aukist um helming að raunvirði. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 280 orð

Skipum fækkar um 133 á síðasta ári

NOKKUR fækkun hefur orðið skipaflota landsmanna og hefur flotinn einnig minnkað mælt í brúttótonnum. Fækkun skipa á síðasta ári er 133 skip og hefur flotinn jafnframt minnkað um tæp 7.000 brúttótonn. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 297 orð

Starfsmenn við eftirlit skipa

STRAFSMENN Siglingastofnunar við eftirlit skipa eru kynnti í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar, Siglingamálum. Fer kynning á þeim hér á eftir: HÁLFDAN Henrysson,deildarstjóri er fæddur í Reykjavík 19. sept. 1943. Hann lauk farmannaprófi 1967 og varðskipaprófi 1968. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 396 orð

Umskipti í rekstri Gelmer í Frakklandi

HEILDARSALA Gelmer-Iceland Seafood S.A., dótturfélags Íslenskra sjávarafurða hf. í Frakklandi, jókst á síðasta ári um liðlega 7% í verðmætum, í samanburði við sölu Iceland Seafood France og Gelmer á árinu 1997. Sala félagsins á tímabilinu varð um 17% meiri en á síðustu 6 mánuðuðum ársins 1997. Heildarsala Gelmer nam á síðasta ári 9,2 milljörðum króna en var 8,7 milljarðar króna árið 1997. Meira
13. janúar 1999 | Úr verinu | 161 orð

Vilja selja meira af fiski til Evrópu

ÚTFLUTNINGSRÁÐ sjávarafurða í Alaska leggur nú aukna áherzlu á sölu sjávarafurða til Evrópu. Á vegum þess hafa verið haldnar margar ráðstefnur í Frakklandi og Þýzkalandi til að kynna sjávarafurðir Alaska, sem eru fyrst og fremst lax, lúða, ufsi, flatfiskur og krabbi. Mikið er nú um að vera á þýzka markaðnum fyrir sjávarafurðir, sem er sá stærsti innan Evrópusambandsins. Meira

Barnablað

13. janúar 1999 | Barnablað | 26 orð

Enn og aftur Kryddpíurnar

Enn og aftur Kryddpíurnar HALLÓ! Ég heiti Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir og er tíu ára. Ég á heima í Hlíðarhjalla 4, 200 Kópavogur. P.S. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 112 orð

Hann keyrði næstum inn í himnaríki

Hann keyrði næstum inn í himnaríki SINDRI Víðir Gunnlaugsson, 10 ára, Kirkjugötu 5, 565 Hofsós, er höfundur þessarar athyglisverðu teiknimyndasögu, sem gerist í umferðinni. Bibbi var að kaupa bíl og er heldur betur ánægður. Og Siggi samfagnar honum og óskar honum alls hins besta. Já, já, segir Bibbi bílatöffari. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 30 orð

Mynd, bón og svar

Mynd, bón og svar VILJIÐ þið birta þessa mynd fyrir mig? spyr Valdís Hrund Einarsdóttir, 7 ára, Stararima 45, 112 Reykjavík. Eins og sjá má verða Myndasögur Moggans við beiðninni. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 77 orð

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 8-10 ára, bæði stelpum og strákum. Áhugamál: dýr, píanó, tónlist, hljómsveitir og margt fleira. Sigríður M. Kristinsdóttir Baughúsum 50 112 Reykjavík Ég er 14 ára strákur, sem vil eignast pennavini á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál mín eru: SÆTAR STELPUR, körfubolti, góð tónlist, Marilyn Manson. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 23 orð

Skoðið gaumgæfilega

Skoðið gaumgæfilega GETIÐ þið skipt myndinni í fernt þannig að kolkrabbi og fiskur séu í hverjum fjórðungi? Lausnin: Sjá lausn á meðfylgjandi mynd. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 16 orð

Snjókarlatvíburar

Snjókarlatvíburar TVEIR snjókarlanna í sleðabrekkunni eru tvíburar. Hverjir? Lausnin: Snjókarlar númer tvö og fimm eru eins. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 26 orð

Strípumyndin

Strípumyndin HÆ, HÆ, Myndasögur Moggans! Ég sendi mynd sem nefnist Strípumyndin. Ég heiti Anna María Friðriksdóttir, er níu ára og á heima í Sæbóli 32, Grundarfirði. Meira
13. janúar 1999 | Barnablað | 160 orð

Vinir á Netinu ­ tölvupósturinn ykkar

MYNDASÖGUM Moggans barst á dögunum bréf þar sem beðið var um nýjan dálk, "E-mail vini", sem á íslensku myndi t.d. kallast Vinir á Netinu. Eins og gefur að skilja er enska orðið ónothæft, við erum Íslendingar og tölum og skrifum íslensku. Ekki er hægt að fallast á nafnleynd, sem stungið var upp á í bréfinu; að senda póstinn undir dulnefni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.