Greinar föstudaginn 15. janúar 1999

Forsíða

15. janúar 1999 | Forsíða | 356 orð

Bandarísk og evrópsk hlutabréf lækka í verði

MIKIÐ uppnám varð á fjármálamörkuðum heimsins í gær þegar gengi realsins, gjaldmiðils Brasilíu, féll um 7,5% að meðaltali, og olli það ótta við að fjármálakreppa í þróunarlöndunum gæti dregið úr hagvexti í heiminum. Bandaríska verðbréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 1,3% og gengi hlutabréfa lækkaði um allt að 5% í kauphöllum í Evrópu. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 139 orð

Bóluefni við alnæmi?

VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist að "frysta" alnæmisveiruna í formaldehýði í þann mund sem hún er að sýkja eða ráðast inn í frumu. Telja þeir, að þetta geti auðveldað gerð bóluefnis, sem vinni í raun á veirunni. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 276 orð

Færeyingar taka þátt í olíudraumnum

FÆREYSKA olíufyrirtækið Atlantic Petroleum, sem flest fyrirtæki í færeysku viðskiptalífi auk einstaklinga eiga hlut í, hefur gert samstarfssamning við fyrirtækjahópinn, sem gengur undir nafninu "The Faroes Partnership". Fjögur stór olíufyrirtæki eiga aðild að þeim hópi og er markmið hans að leita að olíu við Færeyjar. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 142 orð

Hermennirnir leystir úr haldi

SKÆRULIÐAR í Frelsisher Kosovo (KLA) slepptu í gær átta júgóslavneskum hermönnum, sem þeir höfðu haldið í gíslingu frá því á föstudaginn var. Hermennirnir voru leystir úr haldi samkvæmt samkomulagi KLA og stjórnvalda í Júgóslavíu fyrir milligöngu sendimanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 305 orð

Líkur á að stjórn ESB haldi velli

ÚTLIT var í gær fyrir að tekizt hefði að afstýra alvarlegri kreppu í stjórnkerfi Evrópusambandsins (ESB) þegar hópur fulltrúa á Evrópuþinginu ákvað að draga til baka stuðning við vantrauststillögu á framkvæmdastjórn sambandsins, sem atkvæði verða greidd um í dag. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 272 orð

Ótti við efnahagssamdrátt í Evrópu

VERÐBRÉFAVÍSITALAN í New York féll í gær, fjórða daginn í röð, vegna áhyggna af ástandinu í Brazilíu en staðan á öðrum fjármálamörkuðunum styrktist heldur. Búist var við, að gærdagurinn gæti jafnvel skorið úr um hvort Brazilía kæmist hjá "rússnesku" fjármálahruni en það veltur á fjármagnsflóttanum frá landinu eða því hvort markaðirnir meðtaka um 8% gengislækkun brazilíska gjaldmiðilsins, realsins, Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 124 orð

Reuters Jordan hættur keppni BANDARÍSKI körfuknattleiksma

Reuters Jordan hættur keppni BANDARÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Michael Jordan tilkynnti á blaðamannafundi í Chicago í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni. Batt Jordan þar með enda á afar glæstan feril en á meðan á honum stóð bætti Jordan nánast öll hugsanleg met í íþróttinni. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 379 orð

Saksóknarar segja virðingu þingsins vera í húfi

SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hófu í gær málflutning í málinu gegn Bill Clinton en þetta er í annað sinn í næstum 131 ár, sem þess er krafist, að Bandaríkjaforseti verði sviptur embætti. Ekki er enn ljóst hvort vitni verða kölluð fyrir í réttarhöldunum í öldungadeildinni og þá jafnvel Clinton sjálfur. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 84 orð

Tankflugvél hrapar

TANKFLUGVÉL Bandaríkjahers hrapaði í vesturhluta Þýskalands í gærkvöldi og óttast var að öll áhöfnin, fjórir menn, hefði farist. Flugvélin, sem var af gerðinni KC-135 Boeing 707, var notuð til eldsneytisflutninga og í henni voru 18.000 lítrar af eldsneyti. Meira
15. janúar 1999 | Forsíða | 208 orð

"Treysti á rétta niðurstöðu"

BILL Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær treysta því að öldungadeild þingsins kæmist að "réttri" niðurstöðu í réttarhöldunum vegna ásakana um að hann hefði framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar til að leyna sambandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Meira

Fréttir

15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

483 leitað til Neyðarmóttöku

FRÁ því að Neyðarmóttaka vegna nauðgunar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var opnuð í mars 1993 hafa 483 einstaklingar leitað til deildarinnar vegna kynferðislegrar misnotkunar. Þar af eru 27 karlmenn. Um er að ræða fólk á aldrinum 12 ára til 78 ára. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

7,9 milljóna skaðabótakrafa á hendur ríkinu

MUNNLEGUR málflutningur Jóns G. Tómassonar ríkislögmanns um frávísunarkröfu í skaðabótamáli, sem Sigurður Gizurarson, fyrrverandi sýslumaður á Akranesi, hefur höfðað gegn ríkinu, dómsmálaráðherra, fyrir að flytja sig úr embætti sýslumanns á Akranesi til Hólmavíkur, hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Aðsóknarmet á Titanic

BANDARÍSKA stórmyndin Titanic gnæfði yfir aðrar í aðsókn á síðasta ári en hana sáu alls 124.008 manns. Það mun vera aðsóknarmet í kvikmyndahús hér á landi. Næsta mynd á eftir Titanic á lista yfir tíu aðsóknarmestu myndir síðasta árs hér á landi er heimsendatryllir frá hasarframleiðandanum Jerry Bruckheimer, Ragnarök eða "Armageddon", en alls seldust á hana 47.660 miðar. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 335 orð

Aðstoðarmaður Browns hyggur á frama í fjölmiðlun

CHARLIE Whelan, hinn litríki aðstoðarmaður breska fjármálaráðherrans Gordons Browns, hyggur á feril í fjölmiðlun, eftir að hafa starfað um árabil sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Verkamannaflokkinn. Sagði Whelan í samtali við dagblaðið The Mirror í gær að hann myndi taka að sér stjórn útvarpsþáttar hjá BBC er fjallaði um stjórnmál, Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Afplánunarföngum fækkar í fangelsum

AFPLÁNUNARFÖNGUM í íslenskum fangelsum hefur fækkað undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum ársskýrslu Fangelsismálastofnunar ríkisins fyrir árið 1997. Flestir voru fangarnir árið 1996 eða 118 og fækkaði niður í 96,3 ári seinna og voru 91 árið 1998. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 386 orð

Alþingi hugi að því að koma á stjórnlagaráði

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður þingflokks óháðra, hefur vakið máls á því hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt fyrir Alþingi Íslendinga að koma á stofnun, nefnd eða ráði, eins konar stjórnlagaráði, sem hægt sé að skjóta frumvörpum til eða settum lögum og fá úr því skorið hvort viðkomandi frumvarp eða lög standist stjórnarskrá lýðveldisins eða ekki. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Athugasemd frá Verkamannafélaginu Hlíf

VEGNA athugasemdar frá ÍSAL í Morgunblaðinu 13. janúar sl. vill Verkamannafélagið Hlíf taka eftirfarandi fram: "Í athugasemd ÍSAL segir: "Skautleifar frá ÍSAL eru endurnýttar. Meginhlutinn er sendur til endurvinnslu, þ.e. til gerðar nýrra skauta hjá skautaverksmiðju Aluchemie í Rotterdam og ákveðin kornastærð, sem hentar Sementsverksmiðjunni á Akranesi er endurnýtt þar. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Athugasemd frá Þórólfi Gíslasyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki, vegna greinar sem birtist í blaðinu í gær um prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi vestra: "Ég undrast skrif Morgunblaðsins þar sem blaðið gerir mér upp skoðun varðandi prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi vestra, sérstaklega hvað varðar stuðning við ákveðinn frambjóðanda í 2. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Athugasemd vegna prófkjörsgreina

Í GREINUM um prófkjör Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi sem birtust í Morgunblaðinu í gær og fyrradag er sagt frá afstöðu manna til einstakra frambjóðenda á þann hátt sem ég undirritaður blaðamaður get ekki staðið við. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Atvinnulausum fjölgar

UM síðustu áramót voru 483 skráðir atvinnulausir á Norðurlandi eystra, 287 konur og 196 karlar, samkvæmt yfirliti frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Atvinnulausum fækkaði um 143 frá sama tímabili árið áður en fjölgaði um 93 frá mánuðinum á undan. Atvinnulausum fækkaði á Akureyri, Húsavík og í Dalvíkurbyggð á milli áramótanna 1997 og 1998 en fjölgaði lítillega í Ólafsfirði. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 617 orð

"Augljóslega sekur" eða "málatilbúnaður á brauðfótum"

MÁLIÐ gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, verður tekið fyrir í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag en þá munu talsmenn eða saksóknarar fulltrúadeildarinnar færa rök fyrir því, að Clinton hafi gerst sekur um meinsæri og hindrað framgang réttvísinnar. Því beri að svipta hann embætti. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Á gjörgæslu eftir bílveltu

KARLMAÐUR liggur á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir bílveltu á Suðurlandsvegi við Hólmsá á þriðjudagsmorgun. Maðurinn, sem ók jeppa, fór eina veltu út af veginum og kastaðist út úr bílnum og var fluttur á Borgarspítalann til aðgerðar með alvarleg meiðsl á hrygg. Bílbelti voru ekki notuð og jeppinn er talsvert skemmdur og var dreginn á brott með kranabifreið. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Áhugi fjárfesta af hinu góða

HREINN Loftsson, formaður Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að endurnýjaður áhugi á kaupum á Áburðarverksmiðjunni sé af hinu góða og vel komi til greina að auglýsa verksmiðjuna til sölu á nýjan leik af því tilefni. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Ákveðið að ráðast í verulegar vegaframkvæmdir

VERJA á kringum 500 milljónum króna til ýmissa vegaframkvæmda á árinu sem tengjast kristnihátíð á Þingvöllum á næsta ári að meira eða minna leyti. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri segir að gert sé ráð fyrir þessum framkvæmdum í vegáætlun sem samþykkt var á liðnu vori en tímasetning einstakra framkvæmda taki mið af hátíðahöldum á Þingvöllum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ákærumálum fjölgað og gjaldþrotaskiptum fækkað

Í HEILDARYFIRLITI mála á tímabilinu 1993­1998 hjá Héraðsdómi Reykjaness kemur fram að ákærumálum hefur fjölgað á tímabilinu úr 308 í 1.044, þar með talin 630 sektarboð. Þá fækkaði gjaldþrotaskiptum umtalsvert á tímabilinu og voru 393 í árslok 1998. Flest voru gjaldþrotaskipti árið 1994, eða 667, og fæst í árslok 1997, eða 321. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 762 orð

Álfasögur seinni tíma uppspuni

"ÞAÐ er búið að ljúga svo mikið í kringum Grástein að það stendur ekki steinn yfir steini frá því sem upphaflega var," segir Karl Guðmundsson verkfræðingur sem hafði eftirlit með lagningu Vesturlandsvegar á sínum tíma. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 325 orð

Á tvo syni bundna við hjólastól

Selfossi-Það er orðin árleg hefð á Suðurlandi að lesendur Dagskrárinnar og hlustendur Útvarps Suðurlands velji Sunnlending ársins. Sunnlendingar völdu að þessu sinni Önnu Gísladóttur, fjögurra barna móður á Selfossi. Meira
15. janúar 1999 | Miðopna | 997 orð

Áætlaður halli byggður á skynsamlegum fjárfestingum

Í FRUMVARPI til fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar fyrir árið 1999, sem lagt hefur verið fram, er gert ráð fyrir auknum skuldum og að halli á bæjarsjóði verði um 880 milljónir króna. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri segir að hallinn sé vegna mikilla fjárfestinga, sem að hans mati eru skynsamlegar og nauðsynlegar. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 188 orð

Bandaríkjamenn vilja auka heimildir Íraka til olíusölu

TALIÐ var að Bandaríkjamenn myndu í gærkvöld stinga upp á því á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að Írökum yrði leyft að selja eins mikla olíu og þeir vilja til að geta fest kaup á mat og lyfjum handa íbúum landsins. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Bilun í 20.000 símanúmerum

BILUN varð í miðbæjarstöð Landssímans í gær laust eftir kl. 18.30 sem olli því að yfir 20.000 símanúmer í mið- og vesturbænum urðu óvirk í um hálfa klukkustund. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsingamála hjá Landssíma Íslands hf., segir að bilunina megi rekja til hugbúnaðarvillu í búnaði stöðvarinnar. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Bílvelta á Reykjanesbraut

OF MIKILL ökuhraði miðað við aðstæður er talinn orsök þess að tvær bifreiðir lentu út af Reykjanesbraut skammt sunnan Nýbýlavegar í gærmorgun. Önnur bifreiðin valt og var dregin á brott með kranabifreið. Þar var við stýrið ungur ökumaður á lánsbifreið, sem missti vald á ökutækinu í hálku með þeim afleiðingum að hann lenti á öfugum vegarhelmingi og ók á aðvífandi bifreið, sem fór út af. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Björk syngur með fjölþjóðlegum ungmennakór

BJÖRK Guðmundsdóttir hefur lýst sig reiðubúna til þess að syngja eigin tónlist með kór skipuðum ungmennum frá öllum níu menningarborgum Evrópu árið 2000 næstkomandi gamlárskvöld. Viðburðurinn verður sýndur í beinni útsendingu hérlendis og erlendis. Stjórnandi kórsins verður Þorgerður Ingólfsdóttir og Atli Heimir Sveinsson, tónskáld mun annast útsetningu tónlistar. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 188 orð

Chile-stjórn sendir lögmenn sína

ÁFRÝJUNARNEFND lávarðadeildar breska þingsins, sem er æðsta dómstig í Bretlandi, ákvað í gær að lögfræðingum Chile-stjórnar yrði leyft að vera viðstaddir þegar nefndin tekur mál Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fyrir á nýjan leik í næstu viku. Lýsti Jose Miguel Insulza, utanríkisráðherra Chile, ánægju sinni með þessa ákvörðun í gærkvöldi. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Dagur umhverfisins 25. apríl

RÍKISSTJÓRNIN ákvað í fyrradag, að tillögu Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra, að lýsa 25. apríl sérstakan dag umhverfisins. Dagurinn er hugsaður sem hvatning til skólafólks og almenning að kynna sér betur samskipti manns og náttúru og sem tækifæri fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fjölmiðla til að efla opinbera umræðu um umhverfismál. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Eimskip hefur lýst áhuga á húsinu

HÚSNÆÐIÐ Gjaldheimtunnar í Reykjavík við Tryggvagötu verður auglýst til sölu næsta haust en húsnæðið er í eigu ríkissjóðs. Að sögn Þórhalls Arasonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur Eimskipafélag Íslands hf. sýnt áhuga á húsnæðinu sem er við hlið Eimskips. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ekið á hest

AFLÍFA þurfti hest, sem fótbrotnaði eftir að ekið var á hann í Laxárdal í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Búðardal stórskemmdist bíllinn, en bílstjórinn slapp ómeiddur. Atvikið átti sér stað í myrkri á fáförnum vegi og stökk hesturinn skyndilega inn á veginn og fyrir fólksbílinn, sem kom aðvífandi. Bílstjórinn náði ekki að nema staðar þótt hann væri á lítilli ferð. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Eldingar við Snæfellsnes

NOKKRAR eldingar voru við Snæfellsnes síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni voru éljabakkar yfir Vesturlandi og var ekki talið ólíklegt að framhald yrði á eldingunum fram eftir kvöldinu. Eldingarnar koma úr háreistum éljaskýjum sem eru nokkurra kílómetra há. Þetta eru sams konar ský og valda þrumuveðri sunnar á hnettinum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 497 orð

Engar forsendur fyrir framhaldi skaðabótamáls

RÍKISLÖGMAÐUR, Jón G. Tómasson, og Sigurður Gizurarson, fyrrverandi sýslumaður á Akranesi, tókust á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar ríkislögmaður flutti kröfu um frávísun skaðabótamáls Sigurðar á hendur ríkinu fyrir að flytja sig úr embætti sýslumanns á Akranesi til Hólmavíkur síðastliðið sumar. Ríkislögmaður hafði sýknu ríkisins til vara. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Engar kröfur um starfsréttindi

ENGAR kröfur eru um að starfsmenn bílaverkstæða hafi starfsréttindi sem bifvélavirkjar þegar þeir fá starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti, að sögn Jónasar Þóris Steinarssonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hann segir að kröfur séu gerðar til starfsmanna á verkstæðum innan sambandsins um að þeir hafi fagleg réttindi og verkstæðin hafi ábyrgðartryggingu t.d. fyrir hugsanlegri handvömm. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 945 orð

Fjármagnað með happdrætti og landssöfnun

FYRIRHUGUÐ er bygging íþróttahúss og sundlaugar á Reykjalundi og voru framkvæmdirnar kynntar í vikunni. Um er að ræða 2.200 fermetra hús með 550 fermetra íþróttasal, 25 metra sundlaug og 9 metra æfingalaug ásamt heitum potti. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 475 orð

Fjögur innbrot í tölvukerfi í fyrra upplýst

RANNSÓKN á fjórum innbrotum í tölvukerfi einstaklinga og fyrirtækja af sjö sem kærð voru á síðasta ári er lokið hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, en ekki verður gefin ákæra út í þeim. Þá bíður mál frá árinu 1997 og varðar innbrot í tölvukerfi íslenska menntanetsins ákvörðunar um ákæru. Allir þeir sem eiga hlut að máli eru á aldrinum 13­17 ára. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 231 orð

Fleiri fellibyljum spáð en í meðalári

BANDARÍKJAMENN geta reiknað með að fleiri fellibyljir en venjulega dynji á Bandaríkjunum á þessu ári, að sögn breskra vísindamanna. Veðurofsinn mun hins vegar ekki verða eins mikill og á síðasta ári, þegar ofsaveður dundi sjö sinnum á Bandaríkjunum. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 228 orð

Flugstjórinn sá ekki flugbrautina

FLUGMAÐUR flugvélar Thai Airways, sem brotlenti í Taílandi í desember með þeim afleiðingum að 101 fórst, sá ekki flugbrautina er hann kom inn til lendingar. Þetta er haft eftir mönnum sem koma nálægt rannsókn á orsökum flugslyssins. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Framboðsfrestur rennur út á morgun

FRESTUR til að tilkynna þátttöku í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi rennur út á morgun. Þrír stefna á fyrsta sæti listans, en það eru alþingismennirnir Ágúst Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Frá vísindum til verðbréfa

VERSLUNARRÁÐ Íslands, Rannsóknarráð Íslands, Aflvaki hf., Verðbréfaþing Íslands, Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., Kaupþing hf., Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið efna til ráðstefnu um fjármögnun nýsköpunar á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 15. janúar milli kl. 13.30 og 16.10. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Frístæl Danskeppni 1999

UNDIRBÚNINGUR fyrir Íslandsmeistarakeppnina í frjálsum dönsum er hafin. Þetta er í 18. skipti sem keppnin er haldin og er það félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR sem standa að henni. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og er öllum unglingum á aldrinum 13­17 ára eða fæddum 1982­1985 heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokkum, einstaklings- og hópdansi. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 239 orð

Frjálslyndi flokkurinn fékk innanríkisráðuneytið

KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, breytti í gær stjórn sinni og skipaði nýjan innanríkisráðherra eftir að hafa náð samkomulagi við Frjálslynda flokkinn um stjórnarsamstarf. Takeshi Noda, einn af forystumönnum Frjálslynda flokksins, var skipaður innanríkisráðherra en Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, flokkur Obuchis, hélt öllum hinum ráðherraembættunum. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 181 orð

Fuglar taldir af móð

Húsavík-Hin árlega vetrartalning fugla á Húsavík fór fram á 10 svæðum á Húsavík og í nágrenni. Að sögn Gauks Hjartarsonar, sem hefur yfirumsjón með talningunni, einkenndi talninguna að enn hefur talsvert af þröstum vetursetu á Húsavík. Haustið 1994 var fóðurgjöf til þrasta í bænum stóraukin og hefur verið mikil síðan. Þeir voru þó nokkuð færri þetta árið en síðustu ár. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fyrirlestur um kvótakerfið

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands og einstök hollvinafélög hafa staðið fyrir fjölda opinna fyrirlestra á undanförnum misserum. Fyrirlestrarnir hafa verið í lengri og skemmri röðum, svo og stakir. Nú er komið að fyrirlestri þar sem tekið er á einu þeirra mála sem hvað mest eru í umræðunni þessa dagana, þ.e. kvótakerfinu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrirlestur um kvótakerfið

HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, heldur fyrirlestur í boði Hollvinasamtaka Háskóla Íslands laugardaginn 16. janúar nk. í Gyllta salnum á Hótel Borg og hefst hann kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist "Fiskur, eignir og réttlæti". Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fyrirlestur um landfræðileg upplýsingakerfi

ÞÓRARNA Ýr Oddsdóttir heldur opinberan fyrirlestur fimmtudaginn 14. janúar um notkun landfræðilegra upplýsingakerfa við vatnafræðilega greiningu landsvæða og er fyrirlesturinn lokaáfangi hennar til meistaraprófs við verkfræðideild Háskóla Íslands. Meistaraprófsritgerð hennar er rituð á ensku og nefnist "Geographical information systems for hydrological analysis". Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 481 orð

Gefur vonir um skjóta endurkomu upp á bátinn

PETER Mandelson hefur gefið allar vonir um skjóta endurkomu í framvarðasveit breska Verkamannaflokksins upp á bátinn, að sögn dagblaða í Bretlandi í gær. Mandelson neyddist til að segja af sér embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra á Þorláksmessu eftir að komst í hámæli að hann hafði reynt að leyna því að hafa fengið tæplega 45 milljónir ísl. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Gjöld vegna ökuskírteina hækka um 17­33%

GJALD fyrir almennt ökuskírteini hækkaði um 500 krónur um áramótin úr 3.000 krónum í 3.500 krónur eða um tæp 17%. Á sama tíma hækkaði gjald fyrir bráðabirgðaökuskírteini einnig um 500 krónur úr 1.500 krónum í 2.000 krónur eða um rúm 33%. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð

Glerbrotum rigndi yfir heimilisfólk

MJÓLKURFLUTNINGABIFREIÐ frá Mjólkursamsölunni rann niður brekku hjá meðferðarheimili SÁÁ að Staðarfelli í Dölum í gærmorgun og hafnaði á einu húsanna á bænum með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu og glerbrotum rigndi inn í stofu þar sem fólk var samankomið. Að sögn lögreglunnar í Búðardal hafði kastað snjóéli á svellrunna vegi og var því mjög hált í gær. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 422 orð

Granda ehf. óheimilt að nota orðið "Grandi"

STAÐFEST hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur lögbann á hendur Granda ehf. á hvers kyns notkun á orðinu "Grandi" í firmaheitum sínum. Grandi hf. fékk í mars á síðasta ári sett lögbann á hendur Granda sf. og Granda ehf. á notkun á orðinu "Grandi" í firmaheitum þeirra í tengslum við rekstur útgerðar, fiskvinnslu og sölu sjávarafurða og höfðaði í framhaldi af því mál til staðfestingar á lögbanninu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð

Greiðslur LSR hækkuðu um 800 milljónir

ÚTGJÖLD Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hækkuðu um 800 milljónir króna á síðasta ári samanborið við fyrra ár eða úr 3,7 milljörðum króna árið 1997 í 4,5 milljarða króna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til hækkunar á dagvinnulaunum ríkistarfsmanna vegna gerðar svokallaðra aðlögunarsamninga á síðasta ári þar sem lífeyrisgreiðslur til ríkistarfsmanna taka mið af launum eftirmanns, Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 731 orð

Grunur um nauðganir eftir neyslu svefnlyfja

GRUNUR leikur á að dæmi séu um að svefnlyfi sem inniheldur efnið flunitrazepam hafi verið laumað í áfengi stúlkna og þeim hafi síðan verið nauðgað. Eyrún Jónsdóttir, forstöðumaður á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir að þessi grunur hafi ekki verið staðfestur, en allmargar stúlkur hafi leitað til deildarinnar og haft þessa sögu að segja. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Grænt framboð stofnar aðildarfélög í öllum kjördæmum

LIÐSMENN Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs hafa ákveðið að stofna aðildarfélög í öllum kjördæmum í janúarmánuði. Sunnlendingar hófust handa á þriðjudag á Selfossi. Sunnudaginn 17. koma liðsmenn hreyfingarinnar í Norðurlandskjördæmi eystra saman til stofnfundar á Hótel KEA kl. 16 og mánudaginn 18. á Austurlandi í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði kl. 20.30. Miðvikudaginn 20. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð

Heimilt að vinna eftir stöðluðum skrám

SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í gær er eðlilegt að lögregluyfirvöld vinni samkvæmt föstum og stöðluðum skrám við ákvörðun viðurlaga vegna umferðarlagabrota eins og þeim sem fram koma í umdeildri reglugerð nr. 280/1998 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Dómstólar séu hins vegar ekki bundnir við slíkar skrár. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 246 orð

Herinn flytji lið sitt á brott

TALSMAÐUR Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hvatti til þess í gær að her Júgóslavíu flytti lið sitt frá norðurhluta Kosovo eftir að skæruliðar af albönskum uppruna urðu við þeirri kröfu hans að leysa átta júgóslavneska hermenn úr haldi. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | -1 orð

Hryðjuverkamenn ákærðir

ÞRÍR meðlimir múslimsku hryðjuverkasamtakanna sem tóku 16 manna hóp ferðamanna í gíslingu í desember voru í gær ákærðir fyrir mannrán og morð. Einn Ástrali og þrír Bretar voru skotnir til bana þegar öryggissveitir jemensku lögreglunnar freistuðu þess að frelsa hópinn úr gíslingu mannræningjanna. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 366 orð

Hurð í Ólafsfjarðargöngum féll á fólksbíl

Hurð í Ólafsfjarðargöngum féll á fólksbíl "Hefði getað skafið yfirbygginguna af bílnum" JÓN Arnar Árnason frá Ólafsfirði, kona hans og ungur sonur urðu fyrir þeirri lífsreynslu um helgina að hurð í Ólafsfjarðargöngum féll á bíl þeirra, er þau voru á leið inn í göngin. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Húnaþing vestra fyrir valinu

Í SAMEINUÐU sveitarfélagi í Vestur-Húnavatnssýslu var efnt til kosningar að nýju um heiti á sveitarfélaginu og varð Húnaþing vestra fyrir valinu. Kosning fór fram í janúar á skrifstofu sveitarfélagsins og stóð hún í nokkra daga. Sveitarstjórn kunngerði niðurstöðu kosningarinnar á fundi sínum í gær. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 866 orð

"Hyldýpi milli stjórnar og stjórnarandstöðu"

ALÞINGI samþykkti í gær breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem lagðar voru fram í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Hæstaréttardómar birtir á heimasíðu

HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur opnað heimasíðu og er tilgangur hennar að auka þjónustu við þá sem nýta vilja sér upplýsingar réttarins. Verða í dag eftir klukkan 16.30 birtir þar fyrstu dómarnir sem kveðnir verða upp. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Hæstu heildarlaunin 535 þús.

FÖST mánaðarlaun æðstu embættismanna sem heyra undir úrskurðarvald Kjaradóms hækkuðu um 3,65% 1. janúar sl. samkvæmt ákvörðun Kjaradóms. Forseti Hæstaréttar nýtur hæstu heildarlauna þeirra sem heyra undir úrskurðarvald dómsins, en mánaðarlaun hans, að viðbættum greiðslum fyrir fasta yfirvinnu, eru eftir hækkunina 535.190 kr. Næstur í röðinni er ríkisendurskoðandi en heildarlaun hans eru 508.946 Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 489 orð

Íbúðalánasjóður hefur starfsemi á Sauðárkróki

Sauðárkróki-Formleg opnun skrifstofu Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki fór fram sl. miðvikudag að viðstöddum Páli Péturssyni félagsmálaráðherra, framkvæmdastjóri og stjórnarformanni Íbúðalánasjóðs, þeim Guðmundi Bjarnasyni og Gunnari S. Björnssyni, svo og sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði og fjölda gesta. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1081 orð

Íbúum á Vestfjörðum fækkar um 15% Á tímabilinu frá 1988 til 1998 hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 9,4% og mest hefur fjölgunin

ÍBÚAFJÖLDI hér á landi á síðasta ári var samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar 275.277 einstaklingar og var mannfjölgunin á árinu sú mesta sem verið hefur síðan 1991. Þann 1. desember árið 1997 voru íbúar á landinu 272. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 317 orð

"Í einu og öllu farið að tilmælum kjörnefndar"

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stuðningsmönnum Daníels Árnasonar: "Vegna frétta í fjölmiðlum mánudag og þriðjudag um meinta óánægju eins frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra með framkvæmd utankjörfundarkosningar, Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Í haldi vegna innbrota í Mjódd

UNGUR maður var handtekinn á þriðjudag vegna gruns um innbrot í fjögur fyrirtæki í Mjóddinni í Reykjavík nóttina áður. Þýfið úr innbrotunum fannst þar sem mannsins var leitað og í framhaldi af því var annar ungur maður handtekinn vegna þessara mála. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 192 orð

Ímynd Díönu verði skrásett vörumerki

Ímynd Díönu verði skrásett vörumerki London. The Daily Telegraph. FORRÁÐAMENN sjóðs, sem stofnaður var í Bretlandi til minningar um Díönu prinsessu, vilja koma í veg fyrir að andlit hennar eða "ímynd" verði notuð af öðrum, óprúttnari seljendum. Vilja þeir í raun að andlit Díönu verði skrásett sem vörumerki. Meira
15. janúar 1999 | Miðopna | 2794 orð

Íslenskir rithöfundar eru margir að skrifa heimsbókmenntir

JOHANN P. Tammen, stjórnandi bókaforlagsins edition die horen í Bremerhaven, fer ekki troðnar slóðir í útgáfu. Tammen hefur lagt áherslu á íslenskar bókmenntir, sem hann segir ekki að ófyrirsynju. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

Íþróttafólk heiðrað í Kópavogi

JÓHANNA Rósa Ágústsdóttir, Gerplu, og Geir Sverrisson, Breiðabliki, voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 1998. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, Gerplu, er þolfimikona. Hún hefur stundað fimleika hátt í tvo áratugi. Fyrst í áhaldaleikfimi og síðar í trompfimleikum þar sem hún varð margfaldur Íslandsmeistari. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 154 orð

Íþróttamenn ársins í Reykjanesbæ

Keflavík-Þau Anna María Sveinsdóttir körfuknattleikskona úr Keflavík og Friðrik Ragnarsson körfuknattleiksmaður úr Njarðvík voru útnefnd íþróttamenn ársins í Reykjanesbæ fyrir árið 1998, en þetta er í fyrsta sinn sem tveir íþróttamenn hljóta þennan heiður. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 448 orð

Jarðgerð á lífrænum úrgangi

Tálknafirði-Tekinn hefur verið í notkun búnaður hjá Tálknafjarðarhreppi, sem jarðgerir lífrænan úrgang frá heimilum. Um er að ræða tromlu sem nefnist "ALE ­ trumman" gerð T 120 og er smíðuð í Svíþjóð. Upphaflega byrjuðu 22 heimili að halda lífræna úrganginum sér, en þess er vænst að flest heimili verði farin að flokka þegar kemur fram á nýtt ár. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Játuðu sprengingar í Hagaskóla

ÞRÍR drengir hafa játað að hafa verið valdir að sprengingum í Hagaskóla fyrstu daga ársins. Ollu þær nokkru tjóni og var nemendum og starfsmönnum skólans talin stafa hætta af þessu framferði. Lögreglan í Reykjavík hefur unnið að rannsókn málsins undanfarna daga og telst það nú upplýst. Játuðu piltarnir að hafa haft skotelda undir höndum og verið með þá við skólann og í honum. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 83 orð

"Kamadýrið" Rama BREZKI dýralæknirinn Lulu Skidmore gælir hér við

"Kamadýrið" Rama BREZKI dýralæknirinn Lulu Skidmore gælir hér við "kamadýrið" Rama, kynblending lama- og kameldýrs, sem fæddist á kameldýrarannsóknastöð Múhammeðs sheiks í Dubai fyrir ári. Rama er við beztu heilsu á afmælisdaginn, sem er í dag. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð

Kenningar sem veikja starf dómstóla

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sagði á opnum fundi Lögfræðingafélags Íslands sl. þriðjudagskvöld, að hann velti því fyrir sér hvort nokkuð væri fremur til þess fallið að veikja starf dómstóla en kenningar Sigurðar Líndals lagaprófessors og fleiri um margar jafnréttar niðurstöður í lögfræði og um lagasetningarvald dómstóla. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Keppni um gerð útvarpsþátta

BYLGJAN hleypti í gær af stokkunum hæfileikakeppni um gerð útvarpsþátta í samvinnu við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslenska erfðagreiningu. Í fréttatilkynningu frá Íslenska útvarpsfélaginu segir að "leitað [sé] eftir þátttöku efnilegs hæfileikafólks sem [vilji] spreyta sig í gerð útvarpsþátta" og "endanlegt markmið [sé] að stuðla að betri fjölmiðlun" á Íslandi. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 688 orð

Kreppa yfirvofandi í brazilísku efnahagslífi

MIKLIR erfiðleikar hafa verið í brazilísku efnahagslífi að undanförnu en vonast var til, að það slyppi við þær hremmingar, sem mörg ríkjanna í Suðaustur-Asíu hafa gengið í gegnum sl. hálft annað ár. Í því skyni beittu Bandaríkjastjórn og IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sér fyrir ríflegri fjárhagsaðstoð við Brazilíu í nóvember sl. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kæra framkvæmd prófa

39 AF 89 þátttakendum í samkeppnisprófum fyrsta árs nemenda í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands hafa kært framkvæmd prófanna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir að megn óánægja hafi blossað upp eftir prófin, sem haldin voru í desember. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Landssíminn innheimti ekki gjöld fyrir Tal

ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi bráðabirgðaúrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar um að Landssímanum beri að innheimta gjöld fyrir millilandasímstöð Tals hf. Telur úrskurðarnefndin að Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki tilgreint lagaleg rök fyrir úrskurðinum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

LEIÐRÉTT

VEGNA fréttar um fund foreldrafélags Hagaskóla í blaðinu á fimmtudag skal það áréttað að drengurinn, sem sagt er frá að hafi haft skotelda í fórum sínum, var með einn skoteld í tösku sinni sem hann afhenti áður en leit hófst. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Leiðrétting frá Agli Jónssyni

EGILL Jónsson alþingismaður hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi: Hinn 13. þ.m. segir Dagur frá því að undirritaður muni styðja Arnbjörgu Sveinsdóttur í 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi í prófkjöri því sem framundan er. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Leikfimi fyrir konur sem glíma við þvagleka

LÉTTLEIKFIMI fyrir konur og sjúkraleikfimi fyrir þá sem ekki treysta sér í aðra leikfimi hefur frá því í haust verið í boði hjá sjúkraþjálfunar- og æfingastöðinni Tápi að Hlíðarsmára 14 í Kópavogi. Sú leikfimi er nú hafin á ný eftir áramót undir stjórn sjúkraþjálfaranna Joost van Erven, Rakelar Gylfadóttur og Unnar Sandholt. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur hlotið starfsleyfi ráðuneytis

LÍFEYRISSJÓÐURINN Framsýn fékk starfsleyfi Fjármálaráðuneytisins þann 17. desember 1998, fyrstur starfandi lífeyrissjóða, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: "Í lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem gildi tóku 1. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 224 orð

Lyftustaurar rísa

Ísafirði-Byrjað er að reisa staurana í nýju efri lyftunni á Seljalandsdal en fyrir nokkru var lokið við að steypa undirstöður. Uppsetning endastöðvanna er veigamesta verkið og um helgina var gengið frá þeirri neðri. Næst er sú efri en það er erfiðasti hlutinn og síðan staurarnir þar á milli. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Magnús Jón í framboð

MAGNÚS Jón Árnasson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi. Hann segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, að hann stefni á eitt af efstu sætunum. Magnús Jón hefur tekið virkan þátt í að leiða félagshyggjuflokkana saman í eitt framboð. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 291 orð

Mahathir fyrir rétt í máli Anwars

LÖGMENN Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu, hafa ákveðið að kalla Mahathir Mohamad forsætisráðherra í vitnastúku. Anwar segist vera fórnarlamb samsæris aðstoðarmanna Mahathirs, sem hann telur vilja eyðileggja starfsframa sinn í stjórnmálum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 471 orð

Meiri áhersla á beinar aðgerðir í byggðamálum

ÁHERSLUR í starfi þróunarsviðs Byggðastofnunar hafa breyst með nýju starfsfólki og flutningi starfseminnar frá Reykjavík til Sauðárkróks. Dr. Bjarki Jóhannesson, sem ráðinn var forstöðumaður sviðsins í haust, segir að minni áhersla sé lögð á gerð byggðaáætlana en meiri á beinar aðgerðir í byggðamálum og þá aðallega í samstarfi við atvinnuþróunarfélögin á landsbyggðinni. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 318 orð

Menntamálaráðherra undirritar samning við Ítalíu

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands undirritað samning við ríkisstjórn Ítalíu um samvinnu á sviði menningar, vísinda og tækni í því skyni að styrkja vinsamleg samskipti ríkjanna og auka gagnkvæman skilning og þekkingu þeirra á milli með styrkari menningartengslum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Mirabelle opinn í janúar

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær hafa eigendur veitingastaðarins Mirabelle, Anna María Pitt og Elvar Aðalsteinsson, óskað eftir því við Morgunblaðið að því verði komið á framfæri að tæki og búnaður veitingastaðarins Mirabelle, ásamt nafni staðarins, verði áfram í eigu þeirra. Eigendur Grand rokk eignist aðeins leigusamning hússins sem veitingastaðurinn hefur verið í frá því í mars í fyrra. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Mótmæla hækkun á gjaldskrá

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar og fulltrúaráðs Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar: "Fundur stjórnar og fulltrúaráðs Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, haldinn 11. janúar 1999 á Grettisgötu 89, mótmælir þeim gjaldskrárhækkunum sem orðið hafa undanfarið hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum í landinu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Myndasýning og fyrirlestur um ferðir Páls Gaimards

PÉTUR Pétursson, þulur, efnir til skuggamyndasýningar og fyrirlesturs um ferðir Páls Gaimard og Xaviers Marmier í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 16. janúar kl. 16 en þá eru 160 ár liðin síðan frönskum lækni og landkönnuði var haldið samsæti í Kaupmannahöfn. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Mælir ekki með prófkjöri

STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík leggur ekki til að fram fari prófkjör í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Fari svo að ekki verði gerð tillaga um prófkjör á aðalfundi fulltrúaráðsins 23. janúar nk. verður þetta í fyrsta sinn frá 1974 sem prófkjör verður ekki fyrir valinu í Reykjavík fyrir þingkosningar. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Námskeið Biblíuskólans

TVÖ námskeið hefjast á næstunni á vegum Biblíuskólans við Holtaveg. Svokallað Alfa-námskeið og námskeið um kristna siðfræði í ljósi boðorðanna. Alfa-námskeið verður haldið í Loftstofunni í Austurstræti 20 og byrjar 19. janúar og verður til 16. mars á þriðjudögum einu sinni í viku. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 522 orð

Námsmenn nytu góðs af

SAMGÖNGUR almenningsvagna um Eyjafjörð gætu orðið að veruleika þegar í vor ef jákvætt verður tekið á þingsályktunartillögu þar um sem nú er til umfjöllunar í samgöngunefnd Alþingis. Skýrsla Jóns Helga Péturssonar hjá Rekstri og Ráðgjöf á Norðurlandi um almenningssamgöngur í Eyjafirði var kynnt á fundi á Akureyri í vikunni, en þar kemur m.a. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 323 orð

Neita viðgerðum sem ekki standast öryggiskröfur

FARIÐ hefur í vöxt undanfarið að bíleigendur láti ekki framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á bílum sínum í sparnaðarskyni og þegar um öryggisatriði er að ræða hafa verkstæði neitað að annast viðgerðir á þann hátt sem ekki stenst öryggiskröfur, að sögn Atla Vilhjálmssonar, verkstæðisformanns hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Nett opnar tölvuverslun

NETT ehf. hefur opnað nýja tölvuverslun á Furuvöllum 13 á Akureyri. Fyrirtækið hefur einkum sérhæft sig í Netþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er langstærst á þeim markaði á landsbyggðinni að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Nítján árekstrar á átta tímum

NÍTJÁN árekstrar urðu í Reykjavík frá klukkan 7 til 15 í gær. Að sögn lögreglu urðu ekki teljandi slys á fólki en eignatjón varð verulegt. Mikil hálka var í höfuðborginni í gær eftir snjókomu aðfaranótt fimmtudags og frost í gær. Spáð er norðanátt næstu daga með harðnandi frosti. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Norræn ráðherranefnd um upplýsingatækni

RÁÐHERRANEFND um upplýsingatækni verður stofnuð á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Þetta var ákveðið á fundi norrænu samstarfsráðherranna í gær, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra stýrði, en Íslendingar fara nú með formennskuna í Norðurlandasamstarfinu. Ætlunin er að í ráðherranefndinni sitji þeir ráðherrar sem fara með upplýsingatækni. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Norrænt sjónvarp í Breiðvarpinu

FRÁ og með deginum í dag bætast sex norrænar sjónvarpsrásir við í Breiðvarpi Landssímans. Þetta eru tvær rásir sænska ríkissjónvarpsins, SVT1 og SVT2, tvær rásir norska ríkissjónvarpsins, NRK1 og NRK2, danska ríkissjónvarpið DR1 og danska sjónvarpsstöðin TV2. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 401 orð

Nýrra leiða leitað í samskiptum íþróttafélaga og fyrirtækja

Á AFMÆILISHÁTÍÐ KA sl. sunnudag var skrifað undir tvo samstarfssamninga milli KA og Kaupfélags Eyfirðinga. Annar samningurinn er til 10 ára og snýr að auglýsingaskilti, svokölluðu flettiskilti við félagssvæði KA. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Nýtt bakarí á Akureyri

NOKKRIR aðilar á Akureyri hafa stofnað hlutafélag um rekstur bakarís í bænum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þar á meðal Jörundur Traustason, sem var yfirmaður Brauðgerðar KEA, Sigurður Sigurðsson, sem rekur byggingafyrirtækið SS Byggir, og Andrés Magnússon bakari, sem jafnframt verður bakarameistari nýja bakarísins. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Nýtt nafn sveitarfélags tilkynnt í dag

TALNINGU atkvæða í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn sveitarfélagsins Húnaþings, sameinaðra sveitarfélaga Húnavatnssýslu, er lokið og verður nýja nafnið tilkynnt á fundi sveitarstjórnar í dag kl. 16. Kosning fór fram dagana 4.­12. janúar og kusu alls 231 einstaklingur úr sýslunni, en kosningarétt höfðu allir 16 ára og eldri. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 105 orð

Nýtt tæki til að anda í snjó

NÝR öndunarbúnaður, sem dregur að sér loft úr snjó, getur aukið líkurnar á því að þeir sem verða fyrir snjóflóðum komist lífs af, að sögn tímaritsins New Scientist. Tímaritið segir að búnaðurinn geti gert fólki, sem grefst í snjó, kleift að anda í allt að klukkustund. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Ný vítamín og bætiefni

HEILSUHORNIÐ á Akureyri hefur nú hafið innflutning á vítamínum og bætiefnum frá Food State í Noregi og eru þær 17 talsins til að byrja með. Food State er verndað vörumerki um allan heim segir í frétt frá Heilsuhorninu og að um sé að ræða nýjung, en vítamínin og steinefnin séu afar áhrifarík. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð

Óhöpp sögð hafa orðið við fyrri flutning

FÆRA þarf meintan álfastein við breikkun Vesturlandsvegar, en framkvæmdir til að tvöfalda veginn á um 1.400 metra kafla hefjast síðar á þessu ári. Engar skráðar náttúruminjar eru á svæðinu sem framkvæmdirnar ná til, að undanskildum steininum, Grásteini við Grafarholt, sem færður verður til hliðar frá veginum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ók utan í vegg í veggöngum

ÖKUMAÐUR sendiferðabifreiðar slapp ómeiddur er hann ók utan í vegg vegganganna í gegnum Arnarneshamar við Skutulsfjörð á leiðinni til Súðavíkur frá Ísafirði í gærmorgun. Hálka var þegar óhappið vildi til. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaður kominn út úr bifreiðinni, sem reyndist lítið skemmd. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Óskastund

FÉLAGARNIR Björn Gíslason og Orri Gautur Pálsson sýna ljósmyndir á Kaffi Karólínu í Grófargili. Syningin heitir Óskastund og er röð mynda sem þeir unnu að í Gautaborg, en báðir stunduðu nám við hinn þekkta skóla Vasa Vux Fotoskola þar í borg. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Prófkjör í samræmi við reglur

FRAMKVÆMD utankjörfundarkosningar hefur í öllum tilvikum verið í samræmi við reglur og fyrirmæli kjörnefndar, segir meðal annars í yfirlýsingu frá kjörnefnd framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra sem Morgunblaðinu barst í gær. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Prófkjör Samfylkingar

Samfylkingin á Norðurlandi vestra hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna framboðs til alþingiskosninga 8. maí nk. Prófkjörið er opið öllum og fer fram 6. febrúar. Framboðsfrestur rennur út 20. janúar. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur á Norðurlandi vestra. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 146 orð

Rannsókn á flugslysi árið 1968

ÍRSK og bresk stjórnvöld hafa ákveðið í sameiningu að efna til rannsóknar á tildrögum flugslyss sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum undan suðausturströnd Írlands, með þeim afleiðingum að sextíu og einn maður fórst. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Ráðherra kynnt danskt hugvit og þekking

HUGVIT, vísindi og þekking var á dagskrá á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Halldórs Ásgrímssonar og Sigurjónu Sigurðardóttur konu hans í Danmörku í gær, auk heimsóknar í danska Þjóðþingið. Skoðuð voru mannvirki á Kastrup og við Eyrarsund og Carlsberg-verksmiðjan heimsótt. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 121 orð

Reuters Fer aldrei aftur til Jemens

Reuters Fer aldrei aftur til Jemens BRETINN John Brooke sneri aftur til Bretlands í gær eftir að hafa verið leystur úr haldi mannræningja í Jemen, sem héldu honum í gíslingu í fimm daga. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Rúmlega 108.000 búa í Reykjavík

ÍBÚUM í Reykjavík fjölgaði um 1.745 árið 1998 og bjuggu 108.362 í Reykjavík 1. desember sl. samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Um 598 manns eða 34% af þessari fjölgun má rekja til þess að Kjalarneshreppur og Reykjavík sameinuðust í eitt sveitarfélag. Árið 1988 voru íbúar í Reykjavík 95.799 og hefur íbúum fjölgað um 12.563 manns eða 13,1% á síðastliðinn áratug. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 388 orð

Rússar æfir vegna hótana Bandaríkjanna

RÚSSAR brugðust í gær ókvæða við viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna og hótunum þeirra um frekari aðgerðir vegna meints útflutnings Rússa á flugskeytum og kjarnorkuþekkingu til Írans. Sögðu stjórnvöld í Moskvu að aðgerðir Bandaríkjamanna skýrðust sennilega af slakri frammistöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Saksóknari með Tvíhöfðamál til skoðunar

RÍKISSAKSÓKNARA hefur þegar verið sent til meðferðar eitt mál á hendur útvarpsþættinum Tvíhöfða og er lögreglurannsókn í því lokið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins snýst það mál um atvik á Ingólfstorgi þann 6. nóvember sl. Kært var búðahnupl, sem sviðsett hafði verið af útvarpsþættinum og manni á vegum hans. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 250 orð

Sameining landsbyggðarlífeyrissjóða könnuð

Vestmannaeyjum-Ákveðið hefur verið að kanna hagræði af samruna Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Lífeyrissjóðs Austurlands, Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Stjórnir sjóðanna tóku þessa ákvörðun með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem eru að verða á rekstrarumhverfi þeirra. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 228 orð

Samtök stofnuð um endurmenntun vélstjóra

GENGIÐ hefur verið frá stofnun Endurmenntunar vélstjóra (EV), sem eru samtök Vélstjórafélags Íslands, helstu vinnuveitenda, vélstjóra og Vélskóla Íslands. Helsta markmið samtakanna er að byggja upp öfluga menntastofnun sem fullnægi á hverjum tíma þörfum atvinnulífsins þannig að vélstjórar geti tekist á við sífellt fjölbreyttara starfsumhverfi sem krefst aukinnar sérfræðimenntunar. Meira
15. janúar 1999 | Miðopna | 1348 orð

"Sá elskar börnin sem agar þau"

Húsfyllir var á fundi um agamál í Hagaskóla á þriðjudagskvöldið þegar atburðir liðinnar viku voru teknir til umræðu. Rakel Þorbergsdóttir fylgdist með fundinum. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 430 orð

Sáttatónn í Írökum?

ÞRIÐJA daginn í röð skarst í odda yfir norðurhluta Íraks í gær þegar Írakar skutu loftvarnaflaugum að bandarískum og breskum herþotum. Sagði talsmaður íraska hersins að loftvarnasveitir hefðu hafið skothríð eftir að fjöldi óvinaflugsveita höfðu farið inn í lofthelgi landsins í gærmorgun. Gátu landamæraverðir greint að ein flugvélanna hafði orðið fyrir skoti, að sögn talsmannsins. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 220 orð

Sharon spáir stofnun Palestínuríkis

HAFT var eftir Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, í gær að hann teldi að Palestínumenn myndu stofna sjálfstætt ríki. "Sjálfstjórn leiðir til Palestínuríkis," hafði franska dagblaðið Le Monde eftir Sharon, sem er fyrrverandi hershöfðingi. Hann bætti þó við að Palestínumenn gætu ekki lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis nema samið yrði um það í friðarviðræðunum við Ísraela. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sjálfvirkar símstöðvar búnar undir árið 2000

HUGBÚNAÐUR sjálfvirkrar símstöðvar Landssíma Íslands í Kópavogi var uppfærður aðfaranótt 14. janúar. "Með uppfærslu hugbúnaðar stöðvarinnar er verið að tryggja að ekki komi upp vandamál í búnaði stöðvarinnar þegar árið 2000 rennur upp. Þá mun nýi hugbúnaðurinn bæta samnetsþjónustu Símans. Danskir sérfræðingar frá fyrirtækinu LM Ericsson munu setja búnaðinn upp. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Skíðagöngukennsla fyrir almenning

NÚ er liðin rétt rúm vika síðan útbreiðsluátak Skíðasambands Íslands, "Skíðagöngukennsla fyrir almenning", fór af stað. Þátttaka hefur verið góð á Norðurlandi og veður sæmilegt til þess. Metþátttaka var á Dalvík en þar mættu 182 og fengu kennslu á gönguskíði. Einnig var góð þátttaka í Eyjafjarðarsveit um síðustu helgi, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 219 orð

Skíðagöngukennsla fyrir almenning

SKÍÐASAMBAND Íslands stendur fyrir útbreiðsluátaki um þessar mundir undir yfirskriftinni "Skíðagöngukennsla fyrir almenning". Um helgina, 16.-17. janúar, verður Skíðahelgin í Hlíðarfjalli á Akureyri, þar sem fram fer kennsla á gönguskíði, þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennslan mun standa yfir frá kl. 14 til 17 bæði laugardag og sunnudag. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Skólaakstur í samræmi við úrskurð

SKÓLAAKSTUR með nemendur frá Hvolsvelli og Hellu til Selfoss hófst að nýju eftir áramót í samræmi við úrskurð Samkeppnisráðs. Ráðið úrskurðaði á þá leið að fyrirtækinu Austurleið væri óheimilt að misnota markaðsráðandi stöðu sína með þeim hætti að breyta áætlun sinni. Þá fengu nemendur kost á afsláttarfargjöldum á þessari leið. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Skólavörubúðin auglýst til sölu

SKÓLAVÖRUBÚÐIN við Laugaveg, sem hefur verið starfrækt undanfarna áratugi, hefur verið auglýst til sölu. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, segir að það hafi verið niðurstaða einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar í úttekt á Námsgagnastofnun, að stefnt skyldi að því að forlagið sjálft, þ.e. Námsgagnastofnun, starfaði áfram en rétt væri að einkavæða söludeildina. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Skreiðin þornar í friði fyrir krumma

ÞEIR þorna best í fimbulkulda og frosti," segir Karl Sveinsson, eigandi samnefndrar fiskverkunar, um þorskhausana sem hann er að þurrka við fiskverkun sína á Borgarfirði eystra. Hausarnir hanga í hjöllum í tvo mánuði áður en þeir eru sendir til Nígeríu. Reyndar eru þeir fyrst sendir í Herði í Fellabæ þar sem þeim er pakkað áður en þeir eru sendir til Nígeríu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Snjóbrettamót um helgina

FYRSTA snjóbrettamótið í Snjóbrettamótaseríu Týnda hlekksins fer fram laugardaginn 16. janúar í Bláfjöllum. Keppt verður í þremur flokkum; 16 ára og yngri, 17 ára og eldri og stelpnaflokki, óháð aldri. Keppt verður í svokölluðu "Slope-Style" en þá fara keppendur með frjálsri aðferð á nokkra palla og áhöld í hinum glænýja snjóbrettagarði í Bláfjöllum. Verðlaun eru frá Týnda hlekknum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Spá tvöföldun á notkun sæstrengs á 12 mánuðum

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra skýrði frá því á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag að því væri spáð að jafnvel á næstu 12 mánuðum gæti fjarskiptaþörfin um Cantat- sæstrenginn til annarra landa tvöfaldast. "Umferðin eykst svo mikið vegna Netsins og annarra gagnaflutninga. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Spurningakeppni Baldursbrár

FYRSTU umferð spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár er nú lokið og eftir standa átta lið sem keppa íkvöld, föstudagskvöldið, 15. janúar í Safnaðarsal Glerárkirkju og hefst keppni kl. 20.30. Þau lið sem leiða saman hesta sína nú eru Eldri borgarar á móti Síðuskóla, Dagur móti símamönnum, Karlakór Akureyrar­Geysir móti prestum og Aksjón á móti Ríkisútvarpinu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 663 orð

Stefnan að bjóða lengra nám í haust

Námskeið í kvikmyndagerð hafa verið haldin á vegum Kvikmyndaskóla Íslands frá árinu 1992. Um þessar mundir eru að hefjast tveggja mánaða námskeið í kvikmyndagerð. Inga Björk Sólnes er framkvæmdastjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 339 orð

Stefnt að lækkun skulda ríkisins um 21 milljarð

STEFNT er að því að lækka skuldir ríkissjóðs á árinu 1999 um 21 milljarð kr. Fyrirhugaðar afborganir af lánum ríkissjóðs á innlendum lánamarkaði á árinu eru um 16 milljarðar króna umfram lántökur, og jafnframt er stefnt að því að lækka erlendar skuldir um fimm milljarða kr. á árinu. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 875 orð

Stemmningin minnti helst á íþróttakappleik Það var handagangur í öskjunni á Evrópuþinginu í Strassborg þegar vantraust á

ÁHORFENDUR og blaðamenn voru mættir snemma til að tryggja sér sem best sæti og sátu þar og spáðu í spilin meðan þeir biðu eftir að þingstörf hæfust. Töluverð spenna var í loftinu þótt enginn ætti í raun von á að Evrópuþingið samþykkti vantraust á framkvæmdastjórnina. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 910 orð

Stjórn ESB særð en stjórnarkreppu afstýrt Það kom á óvart, að 44% þeirra Evrópuþingmanna sem atkvæði greiddu skyldu í gær styðja

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) stóð af sér slaginn við Evrópuþingið í gær, en þó ekki alls ólöskuð. Á óvart kom hve mikinn stuðning tillaga um vantraust á framkvæmdastjórnina fékk, þótt meirihluti hinna 626 fulltrúa á Evrópuþinginu hafi fellt hana. Til að hljóta samþykki hefðu tveir af hverjum þremur þurft að greiða vantrausti atkvæði sitt. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Stjórn óðins mótmælir hækkunum borgarinnar

STJÓRN málfundafélagsins Óðins hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar kom R-listinn í Reykjavík fram með mörg fögur kosningaloforð. Fulltrúar R-listans svo sem Ingibjörg Sólrún og Helgi Hjörvar lofuðu að gjöld borgarinnar (almennt) myndu "ekki hækka" fyrir þjónustu af ýmsu tagi, en annað hefur komið á daginn. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Stuðningur ríkisstjórnar við handverk samþykktur

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögur forsætisráðherra um aðgerðir til að styðja við þá einstaklinga og félagssamtök, sem leggja stund á handverksgreinar. Þar er gert ráð fyrir að verkefni, sem rekið hefur verið undir nafninu Handverk og hönnun undanfarin ár, verði haldið áfram og veittar til þess 13 m.kr. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Styrktu langveik og krabbameinssjúk börn

NÝLEGA afhenti Félag eftirlaunaþega Flugleiða, fulltrúum Umhyggju, félagi til styrktar langveikum börnum, og Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, hvoru um sig fjárstyrk að upphæð 75.000 kr. Styrkurinn mun renna beint í styrktarsjóði félaganna. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 679 orð

Svör Flugmálastjórnar og Flugleiða stangast á

"ÁSTÆÐAN fyrir því að ég skrifaði bréf til Flugleiða og Flugmálastjórnar og óskaði skýringa var að mér fannst atburðurinn í umræddri flugferð langt handan við það sem eðlilegt getur talist í annars alveg eðlilegu farþegaflugi, þó ég geri mér líka grein fyrir að það er erfitt að skýra nákvæmlega frá því sem gerðist," segir Joachim Lahav verkefnisstjóri. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 730 orð

Tannkrem, tyggigúmmí og munnúði

MARGIR strengja þess heit um áramót að hætta að reykja en efndir vilja nú verða minni hjá sumum en í upphafi stóðu vonir til. Í lyfjabúðum og apótekum fást margs konar vörur sem eiga að hjálpa fólki til þess að ná því markmiði að hætta að reykja, enda eru reykingar mikill heilsuspillir eins og kunnugt er af fjölmörgum rannsóknum. Sumar þessar vörur innihalda nikotín en aðrar ekki. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tekinn með 80 grömm af hassi

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tæplega tvítugan mann í Þingholtunum í fyrrinótt með 80 grömm af hassi. Hann var færður í fangageymslur og yfirheyrður í gær og telst málið upplýst af hálfu lögreglu. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefna en lögreglan þekkti hann vegna tengsla hans við önnur afbrot. Söluverðmæti fíkniefnanna er um 120 þúsund krónur. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 907 orð

Tekist á um forystusætið

Þrír bjóða sig fram í forystusæti Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi í prófkjöri sem fram fer á laugardag, þingmaður og tveir reyndir sveitarstjórnarmenn. Helgi Bjarnason spáir í spilin. Meira
15. janúar 1999 | Miðopna | -1 orð

Titanic langvinsælust

Titanic langvinsælust Bandaríska stórmyndin Titanic gnæfði yfir aðrar í aðsókn á síðasta ári en hana sáu alls 124.008 manns að sögn Arnaldar Indriðasonar sem skoðaði lista yfir aðsóknarmestu bíómyndirnar í kvikmyndahúsunum á Íslandi á síðasta ári. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Tíð hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu

HANDLEGGS- og fótbrot, svo og ökklabrot, hafa verið tíð á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu enda víða hálka á gangstéttum. Hlynur Þorsteinsson, læknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir slysahrinu af þessum toga árvissa í því hálkufæri sem nú ríkir. Meira
15. janúar 1999 | Landsbyggðin | 59 orð

Umboðsmannaskipti hjá Sjóvá- Almennum

Húsavík-Hjá Sjóvá-Almennum á Húsavík urðu umboðsmannaskipti nú um áramótin er Reynir Jónasson lét af störfum vegna aldurs eftir 27 ára starf. Við starfinu tók Jón Gestsson. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Undirmönnum sagt upp

FIMMTÁN undirmönnum á Þorsteini EA, nótaskipi Samherja hf. hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra eru uppi hugmyndir um að leigja skipið til Deutsche Fiscfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Uppreisnarmenn krefjast viðurkenningar

FODAY Sankoh, leiðtogi uppreisnarmanna í Sierra Leone, setti í gær fram skilmála samtaka sinna um vopnahlé á leynilegum fundi með utanríkisráðherrum Vestur-Afríkuríkja. ESB og Bandaríkjastjórn fordæmdu í gær tilraunir uppreisnarmanna til að steypa ríkisstjórninni í Freetown og gagnrýndu stjórn Líberíu fyrir vopnasölu til landsins. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 300 orð

Uppreisnarmenn lýsa yfir vopnahléi

SAM Bockarie, leiðtogi hersveita uppreisnarmanna í Sierra Leone, sagði í gær að sveitir sínar myndu frá og með mánudegi hefja vopnahlé sem vara myndi í eina viku. "Að vikunni liðinni, og ef leiðtoga okkar Foday Sankoh hefur ekki verið sleppt úr haldi, þá munum við hefja sókn okkar á nýjan leik," sagði Bockarie í samtali við Reuters- fréttastofuna. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 940 orð

Valgerður og Jakob sækja fast í forystusætið

Valgerður Sverrisdóttir og Jakob Björnsson sækjast bæði eftir stuðningi í efsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í prófkjöri sem fram fer um helgina. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við frambjóðendur. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Valt út í skurð

BÍLVELTA varð rétt norðan við Borgarnes í gær við golfvöllinn Hamar klukkan 16. Ökumaðurinn missti vald á fjórhjóladrifinni fólksbifreið sinni í hálku og velti henni út af veginum og hafnaði á þakinu ofan í skurði. Ökumann sakaði ekki en bifreiðin skemmdist töluvert. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Varað við of hægri kælingu

TALIÐ er að 14 manns hafi fengið matareitrun um síðustu jól eftir að hafa borðað hangikjöt sem hafði verið látið kólna of hægt í soðinu, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur að slík meðferð geti verið mjög varasöm. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Vernharð íþróttamaður KA

VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var útnefndur Íþróttamaður KA 1998 í afmælishófi félgsins sl. sunnudag. Vernharð gerði góða hluti á síðasta ári og varð m.a. Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki og sigraði á opna skandinavíska meistaramótinu. Þá var hann útnefndur Íþróttamaður Akureyrar 1998 undir lok ársins. Meira
15. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 340 orð

Verslun í stað íþróttavallar ekki fráleit hugmynd

STJÓRN Ferðamálasamtaka Eyjafjarðar tekur undir hugmyndir sem fram hafa komið um að reisa stórt verslunarhúsnæði á íþróttaleikvangi Akureyrar og er í ályktun frá fundi stjórnar tekið undir sjónarmið stjórnar Kaupmannafélags Akureyrar og nágrennis um að málefnaleg umræða fari fram um stækkun miðbæjarins til norðurs. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 65 orð

Vetrarhörkur í Toronto

OFANKOMA og óveður settu allt úr skorðum í Toronto, stærstu borg í Kanada, í gær og hefur þá norðanáhlaupið staðið í á aðra viku. Stefnir nú í, að fannfergið verði það mesta, sem um getur í borginni, og sér ekki fyrir endann á snjókomunni. Venjulega snjóar einna minnst á þessu svæði í Kanada og því eru borgaryfirvöld heldur vanbúin tíð af þessu tagi. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 514 orð

Vextir á viðbótarlánum hafa ekki verið ákveðnir

ÁKVÖRÐUN um vexti á viðbótarlánum í félagslega húsnæðiskerfinu, sem tók gildi um áramót þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa, hefur ekki verið tekin, en að sögn Gunnars S. Björnssonar, formanns stjórnar Íbúðalánasjóðs, er þess vænst að sú ákvörðun verði tekin á næsta fundi stjórnar Íbúðalánasjóðs sem ráðgerður er um miðja næstu viku. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 806 orð

Vextir ættu að lækka vegna minni umsvifa ríkisins

BATNANDI hagur ríkissjóðs í ár verður nýttur til að greiða enn frekar af innlendum og erlendum lánum ríkissjóðs. Fyrirhugaðar afborganir á innlendum lánamarkaði eru um 16 milljarðar króna umfram lántökur, og stefnt er að því að lækka erlendar skuldir um fimm milljarða kr. á árinu. Geir H. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Vilja viðræður um kaup á Áburðarverksmiðjunni

TVEIR hópar fjárfesta, sem buðu hvor í sínu lagi í Áburðarverksmiðjuna hf. í ágúst 1997, hafa nú sameinast og munu vera tilbúnir til viðræðna við nefnd um einkavæðingu ríkisfyrirtækja með ákveðin kaup í huga. Hóparnir hafa fengið fleiri fjárfesta til liðs við sig en það eru einkum forráðamenn Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri sem gengist hafa fyrir þessum viðræðum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vilja virkjun í Bjarnarflagi

SVEITARSTJÓRNIN í Skútustaðahreppi hefur áhuga á að virkjað verði í Bjarnarflagi og hefur komið þeim áhuga sínum á framfæri við Landsvirkjun. Leifur Hallgrímsson, oddviti sveitarstjórnarinnar, segir að Landsvirkjun hafi látið hanna 40 megavatta virkjun. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Vindstreng breytt með girðingum

VERIÐ er að reisa girðingu við Draugahlíðarbrekku við Suðurlandsveg rétt ofan við Litlu kaffistofuna sem hafa á þann tilgang að breyta vindstreng við veginn þannig að snjór safnist síður á hann á þessum kafla. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri segir tilraunir standa yfir með slíkar girðingar á nokkrum stöðum á landinu. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Vinnuslys í Kringlunni

TVEIR menn slösuðust við störf sín í Kringlunni í gærmorgun þegar 5 tonna svalaeining, sem þeir voru að saga, féll undan þeim með þeim afleiðingum að mennirnir ásamt steinsög, sem þeir notuðu við verkið, féllu rúma þrjá metra til jarðar. Mennirnir voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans þar sem meiðsl þeirra voru könnuð. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Þorrinn og súrinn framundan

ÞAÐ er liðlega vika í að þorri byrji, en sagt er að þjóðlegir sælkerar séu þegar komnir með vatn í munninn af tilhugsuninni um súrmetið, sem þeir eiga í vændum eftir bóndadaginn. Sumir eru farnir að taka forskot á sæluna og gæða sér á mysulegnum sauðfjárinnyflum og öðru góðgæti þótt mörsugur sé enn ekki allur. Á veitingastaðnum Múlakaffi vaka hvítklæddir kokkar yfir súrnum. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þyngri refsingar fyrir fíkniefnabrot

ÁGÚST Einarsson, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum þar sem m.a. er lagt til að lágmarksrefsing fyrir alvarleg fíkniefnabrot verði 2 ár. Þá er í frumvarpinu lagt til að hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot verði hækkuð úr 10 árum í 12. Meðflutningsmaður Ágústs er Gísli S. Meira
15. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Þýzka stjórnin með ný lög um ríkisborgararétt

ÞÝZKA ríkisstjórnin lagði fyrir þing í gær frumvarp um breytingar á lögum um ríkisborgararétt, þrátt fyrir harðvítuga andstöðu hægrimanna í landinu gegn hinum fyrirhuguðu breytingum. Með þeim verður milljónum erlendra ríkisborgara, sem búa í Þýzkalandi, gert kleift að öðlast þýzkt ríkisfang. Meira
15. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ættfræðinámskeið að hefjast

ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN er að byrja með ný ættfræðinámskeið og er kennt að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, en þangað fluttist fyrirtækið sl. haust með aðstöðu til rannsókna og kennslu og sérhæfða bóksölu í ættfræði. Meira

Ritstjórnargreinar

15. janúar 1999 | Leiðarar | 565 orð

FRAMKVÆMDASTJÓRN Í VANDA

ÞINGMENN á Evrópuþinginu hafa á undanförnum vikum haldið uppi harðri gagnrýni á einstaka fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Eru það ekki síst þau Edith Cresson og Manuel Marin er sökuð hafa verið um vítaverða meðferð fjármuna. Meira
15. janúar 1999 | Staksteinar | 316 orð

»Konur og stjórnmál DAGUR fjallar á þriðjudag í leiðara um konur í stjórnmálum

DAGUR fjallar á þriðjudag í leiðara um konur í stjórnmálum og segir þar að áhrif kvenna hafi stóraukizt á undanförnum áratugum. Nú séu mun fleiri konur, sem eigi sæti í bæjarstjórnum og á Alþingi en áður. Meira
15. janúar 1999 | Staksteinar | 333 orð

»Prófkjörstitringur NÚ FARA fram um helgina og næstu vikur prófkjör víða um la

NÚ FARA fram um helgina og næstu vikur prófkjör víða um land og er skrifað mikið um gang prófkjörsbaráttunnar víða í fjölmiðlum og mikið rökrætt. Á Vef-Þjóðviljanum birtist á miðvikudag pistill um prófkjörsmál framsóknarmanna í Reykjavík. Meira

Menning

15. janúar 1999 | Menningarlíf | 415 orð

26 myndir á Kvikmyndahátíð í Reykjavík

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sett á á morgun, föstudag, með sýningu dönsku kvikmyndarinnar Veislan (Festen) eftir Thomas Vinterberg en í vikunni völdu Samtök gagnrýnenda í New York hana bestu erlendu myndina 1998. Festener framlag Dana til Óskarsverðlaunanna en síðasta vor vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 862 orð

Ausið úr íslenskum brunni

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi að fjögur íslensk tónverk eru frumflutt á sinfóníutónleikum hér á landi. "Við erum of ung til að muna hvenær þetta gerðist síðast," segir Kjartan Ólafsson, eitt tónskáldanna fjögurra, og brosir út í annað. "Nei," heldur hann áfram, "að öllu gríni slepptu þá er þetta merkisviðburður og virkilega ánægjulegt. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 160 orð

Ástir í meinum Washington torg (Washington Square)

Framleiðsla: Roger Birnbaum og Julia Bergman Sender. Leikstjórn: Agnieszka Holland. Handrit: Carol Doyle. Kvikmyndataka: Jerzy Zielinski. Tónlist: Jan A.P Kaczmarek. Aðalhlutverk: Jennifer Jason Leigh, Ben Chaplin, Albert Finney og Maggie Smith. 110 mín. Bandarísk. Háskólabíó, desember 1998. Öllum leyfð. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 107 orð

Bessi Bjarnason sýnir í Lóuhreiðri

BESSI Bjarnason opnar málverkasýningu í Lóuhreiðri, Laugavegi 59, á morgun, föstudag. Á sýningunni eru 12 vatnslitamyndir og ein acryl-mynd og er þetta hluti af sýningu sem hann hélt í Þórshöfn í Færeyjum sl. sumar. Allar myndirnar, nema ein, eru frá Færeyjum, málaðar á sl. ári. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 94 orð

Björk tilnefnd til Grammy-verðlauna

TÓNLISTARMYNDBAND við lag Bjarkar, Bachelorette, er tilnefnt til Grammy-verðlaunanna í flokki stuttra tónlistarmyndbanda, en 41. Grammy- verðlaunahátíðin fer fram í Shrine Auditorium í Los Angeles 24. febrúar næstkomandi. Leikstjóri myndbandsins er Michael Gondry en Georges Bermann og Julie Fong eru framleiðendurnir. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1065 orð

BYRJA Á ÞVÍ AÐ KAUPA MÉR NÆRFÖT

Ulrich Thomsen hefur verið lofaður fyrir góða frammistöðu í dönsku myndinni Veislunni sem er opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Veislan var valin í aðalkeppnina í Cannes, vann verðlaun gagnrýnenda í Los Angeles og New York, er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna og er veðhlaupahestur Dana í kapphlaupinu um óskarsverðlaunin. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Elfar Guðni sýnir á Selfossi

ELFAR Guðni hefur opnað málverkasýningu í Galleríi Garði, Miðgarði, Selfossi. Á sýningunni eru 15 myndir málaðar með acryl og olíupastel á pappír. Allt eru þetta nýjar myndir. Sýningin er 34. einkasýning Elfars og að auki hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Sýningin er opin á verslunartíma og henni lýkur 10. feb. Morgunblaðið/Sig. Fannar. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 606 orð

Er Vatnsberinn bestur í liðinu?

BOBBY Boucher (Adam Sandler) er ófélagslyndur og vinafár 31 árs gamall mömmudrengur úr fenjasvæðunum í Lousiana. Hann fór aldrei í skóla heldur lærði heima hjá mömmu (Kathy Bates) og hún passar hann vel og vandlega fyrir öllu og öllum. Meira
15. janúar 1999 | Myndlist | 461 orð

Fjöll og krossar

Opið alla daga á tíma kirkjunnar. Til 18. febrúar. Aðgangur ókeypis. LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju heldur áfram þeim góða sið að bjóða nafnkenndum listamönnum að sýna í anddyri kirkjunnar, og er af þeim drjúg prýði. Með því að skipta reglulega um myndir öðlast anddyrið hverju sinni nýtt yfirbragð, sem má vera kirkjugestum góð tilbreytni. Meira
15. janúar 1999 | Tónlist | 774 orð

Franskt fjörefni

Francis Poulenc: Elégie; Villanelle; Sarabande; Banalités; Sónata f. trpt., hn. & bás.; Concardes. Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Hallfríður Ólafsdóttir, pikkolóflauta; Emil Friðfinnsson, horn; Einar St. Jónsson, trompet/kornett; Sigurður Þorbergsson, básúna; Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Steef van Oosterhout, slagverk; Kristinn H. Árnason, gítar; Kristinn Örn Kristinsson, píanó. Iðnó, þriðjudaginn Meira
15. janúar 1999 | Tónlist | 575 orð

Frábær gítarleikari

Arnaldur Arnarson flutti á vegum Myrkra músíkdaga íslensk gítarverk. Þriðjudagurinn 12. janúar, 1999. ARNALDUR Arnarson er í hópi þeirra, sem kalla mætti frumkvöðla í gítarleik hér á landi og hefur þessi hópur ágætra gítarleikara haft þau áhrif, að íslensk tónskáld hafa nú þegar lagt þeim til mörg ágæt tónverk, sem hafa verið flutt á undanförnum árum við töluverðar vinsældir. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 236 orð

Fyrsta íslenska kennslubókin í organleik

KENNSLUBÓK í organleik 1. og 2. hefti er eftir Hauk Guðlaugsson. Bókin er byggð á kennsluaðferðum Fernandos Germanis og nótnabókasafni hans sem keypt var til landsins fyrir nokkrum árum. Hinn heimskunni organleikari F. Germani lést 10. júní sl., þá 92 ára að aldri. Tveir nemenda hans, Guðmundur H. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 154 orð

Gestaboð Babettu á leiksvið

Smásaga Karenar Blixen varð heimsfræg þegar danski kvikmyndaleikstjórinn Gabriel Axel fékk Óskarsverðlaunin fyrir kvikmynd sína eftir sögunni. Nú hefur sagan í fyrsta sinn verið færð í búning fyrir leiksvið og það er Hálogalandsleikhúsið í Tromsö í Norður-Noregi sem á heiðurinn af framtakinu. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 96 orð

Gítartónleikar á Hvammstanga

ÞAÐ ríkti spönsk og suðuramerísk stemmning á Hótel Seli, þegar Símon Ívarsson, gítarleikari, hélt þar tónleika sl. sunnudagskvöld. Leikin voru verk m.a. eftir Gunnar Reyni Sveinssson, L Brauwer, A. Lauro, J. Turina, V.M. Seranito og einnig eftir Símon Ívarsson. Meira
15. janúar 1999 | Myndlist | 470 orð

"HEIMAR"

Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Til 31. jan. Aðgangur 200 kr. LISTAKONAN Helga Egilsson, sem starfar jöfnum höndum í Reykjavík og Kaupmannahöfn hefur víða komið við á listavettvangi. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 551 orð

Hvað er Dogma?

EIÐUR einfaldleikans hefur verið undirritaður af fjórum dönskum leikstjórum og verða tvær af myndunum fjórum, sem fylgja eiga hinum svokölluðu Dogma- reglum, sýndar á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Eru það Veislan eftir Vinterberg og Fávitarnir eftir von Trier. Myndir hinna leikstjóranna verða frumsýndar erlendis síðar á þessu ári. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Ísland á forsíðu TLS

ÍSLAND er á forsíðu TLS sem er bókablað Times í London. Mynd er af Geysi og bent á grein inni í blaðinu eftir Carolyne Larrington. Hún skrifar umsögn um tvær Íslandsbækur: A Place Apart eftir Kirsten Hastrup oh Ring of Seasons eftir Terry G. Lacy. Í grein sinni fjallar Larrington ítarlega og vinsamlega um íslensk efni. Hún segir að frægustu Íslendingarnir séu Björk og Magnús Magnússon. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 168 orð

Kostir ofsóknarkenndar Hækkandi hiti (Mercury Rising)

Framleiðsla: Brian Grazer og Karen Kehela. Leikstjórn: Harold Becker. Handrit: Lawrence Konner og Mark Rosenthal. Kvikmyndataka: Michael Seresin. Tónlist: John Barry. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Kim Dickens og Alec Baldwin. 107 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, desember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 306 orð

Kvikmyndasafn Íslands fær sænskar myndir

KVIKMYNDASFNI Íslands hefur borist gjöf frá sænska kvikmyndasafninu; 57 filmukópíur með sænskum kvikmyndum. Með gjöfinni vill sænska safnið sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu safnabíós hér á landi. Sænska safnabíóið er það elsta í heimi. Með þessari gjöf vill það aðstoða það íslenska í að koma upp sér upp eigin safni kvikmynda til að byggja dagskrá sína á.. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 58 orð

Leikaraskipti í Svartklæddu konunni

ÞAR sem Arnar Jónsson, annar aðalleikari í Svartklæddu konunni, verður að taka sér frí vegna anna í Þjóðleikhúsinu hefur Sjónleikur ráðið Viðar Eggertsson til að taka við hlutverki hans. Svartklædda konan er sýnt í Tjarnarbíói og verður fyrsta sýning með Viðari laugardaginn 16. janúar kl. 21 og er þessi sýning til styrktar Alnæmissamtökin á Íslandi. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 599 orð

Lífið, dauðinn og ástin

MEET Joe Black fjallar um fjölmiðlakónginn William Parrish (Anthony Hopkins), sem hefur gengið allt í haginn í lífinu, og þá truflun sem verður á lífi hans og fjölskyldu hans þegar dularfullur, ungur maður birtist skyndilega og fer að gera hosur sínar grænar fyrir Susan, fallegri dóttur Parrish (Claire Forlani). Meira
15. janúar 1999 | Kvikmyndir | 349 orð

Lífsspekileg spilamynd

Leikstj: John Dahl. Handrit: David Levier og Brian Koppelman. Aðalhlutverk: Edward Norton, Matt Damon, Famke Janssen, Gretchen Mole, John Malkovich, John Turturro og Martin Landau. Miramax Films 1998. Meira
15. janúar 1999 | Myndlist | 445 orð

"Ljós, ljós, ljós"

Opið alla daga frá 14­18. Til 24. janúar. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKUR listiðnaður og iðnhönnun eru í stöðugri gerjun, ásamt því að viljinn til átaka á sviðunum virðist ótakmarkaður. Þetta gerist þótt markaðssetningin sé stórum minni en hún ætti að vera, eða nánast engin, og kraftarnir dreifðir. Meira
15. janúar 1999 | Kvikmyndir | 469 orð

Meistarablóðsugur og ofurslátrarar

Leikstjóri John Carpenter. Handritshöfundur Don Jakoby, byggt á sögu Johns Steakly. Kvikmyndatökustjóri Gary B. Kibbe. Tónskáld John Carpenter. Aðalleikendur James Woods, Daniel Baldwin, Sheryl Lee, Thomas Jan Griffith, Tim Guinee, Maximilian Schell. 107 mín. Bandarísk. Columbia 1998. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 343 orð

Mikilfenglegt verk en grimm túlkun ásláttarins

GAGNRÝNENDUR þýzkra dagblaða eru sammála um mikilfengleika Sögusinfóníu Jóns Leifs, en nokkuð ber á þeirri skoðun að það hefði mátt draga úr grimmri túlkun ásláttarhljóðfæranna, er hún var frumflutt á þýzkri grund af þýsk- skandínavísku æskulýðshljómsveitinni. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 471 orð

Mun kynna þrjár til fimm ólíkar tillögur

VINNUHÓPUR á vegum Reykjavíkurborgar vinnur nú að tillögum um hvar tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð skuli rísa á hafnarsvæðinu. Stefnt er að því að kynna borgaryfirvöldum allt að þrjár til fimm ólíkar tillögur innan fárra vikna en að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings, sem stýrir vinnuhópnum ásamt foströðumanni borgarskipulags, Þorvaldi S. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Nýárstónleikar í Víðistaðakirkju

KAMMERSVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar efnir til svokallaðra "danstónleika" á morgun, laugardag kl. 17 í Víðistaðakirkju. Flutt verða þekktustu verk feðganna Johanns Strauss (1804­1849) og Johanns Strauss yngri, s.s. Dónárvalsinn, Saga úr Vínarskógi og Radetzky-marsinn. Auk þess verða leikin verk eftir frönsku tónskáldin Delibes og Hérold. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 28 orð

Nýjar bækur LJÓÐ 1914­18

LJÓÐ 1914­18 er eftir Árna B. Helgason. Bókin er í tveimur hlutum og heitir síðari hlutinn Ljóðhverfingar 1994­98. Árni B. er 46 ára Reykvíkingur. Útgefandi er Ritsmíð. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 217 orð

Nýjar bækur MANNKYNBÆTUR

MANNKYNBÆTUR er eftir Unni B. Karlsdóttur. Þetta er 14. bindi í ritröðinni Studia Historica og er ritstjóri Gunnar Karlsson. Í kynningu segir: "Þróunarkenningin í líffræði og vísindaleg erfðafræði gerðu kleift að hugsa á nýjan, árangursríkan hátt um kynbætur búfjár. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 190 orð

Nýjar bækur UMHVERFING. Um

UMHVERFING. Um siðfræði umhverfis og náttúr er eftir Pál Skúlason. Í kynningu segir: "Er maðurinn í þann mund að skapa sér umhverfi sem smám saman mun spilla öllum lífsskilyrðum á jörðinni eða mun hann læra að laga umhverfi sitt eftir þeim lögmálum sem náttúran sjálf setur öllu lífi? Hver er munurinn á Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð

Nýtt frá Blur og Oasis

BRESKA hljómsveitin Blur hefur staðfest að ný smáskífa með sveitinni kemur út 1. mars með laginu "Tender". London Gospel Community Choir syngur með Blur á skífunni sem tekin var upp í Mayfair Studios í Lundúnum og hljóðblönduð í hljóðveri George Martins. Þetta er fyrsta smáskífa Blur síðan "MOR" kom út í september árið 1997 og fór í 15. sæti á breska vinsældalistanum. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Ný vinnustofa og gallerí

ÁSGEIR Lárusson myndlistamaður, hefur opnað vinnustofu og gallerí á Skólavörðustíg 8. Þar mun hann vinna og sýna verk sín fram á vor, en þá stendur til að rífa húseignina. Ásgeir hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Opið er virka daga frá 13­18 og laugardaga 14­17. FRÁ vinnustofu Ásgeirs Lárussonar á Skólavörðustíg 8. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 398 orð

Óþrjótandi möguleikar en í þröngum ramma

"ÞETTA er það sem ég ber fram," segir Ásgerður Búadóttir við blaðamann, þar sem við stöndum í Galleríi Ingólfsstræti 8 og virðum fyrir okkur sýningu á myndvefnaði hennar sem opnuð verður í dag kl. 17. Listakonunni er ágætlega lýst með þessum orðum því í hógværð sinni lætur hún verkin tala. Þau eru hennar ástríða, þau eru hún. Ásgerði þarf vart að kynna. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 209 orð

Selma keppir fyrir Íslands hönd

SELMA Björnsdóttir hefur verið fengin til þess að syngja fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Selma söng sem kunnugt er aðalhlutverkið í söngleiknum Grease í Borgarleikhúsinu í fyrra. Hún vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem lagið hefur enn ekki verið samið og ekki hefur verið ákveðið hver verða henni til fulltingis í keppninni. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 129 orð

Síðari hluti Ívans grimma í MÍR

SÍÐARI hluti kvikmyndarinnar um Ivan grimma verður sýndur í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15. Leikstjórinn, Sergei Eisenstein, hafði upphaflega gert ráð fyrir að kvikmyndin um þennan stórfursta, sem krýndur var keisari alls Rússlands 17 ára gamall, 1547, yrði í endanlegri gerð í þremur hlutum. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 191 orð

Slöpp skrímsli Vofurnar (Phantoms)

Framleiðendur: Joel Soisson, Michael Leahy o.fl. Leikstjóri: Joe Chappelle. Handrit: Dean Koontz. Kvikmyndataka: Richard Clabaugh. Aðalhlutverk: Joanna Going, Rose McGowan, Peter O'Toole og Ben Affleck. (94 mín.) Bandarísk. Skífan, janúar 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 292 orð

Styrkur til Baldurs

FJÖGUR stór íslensk verkefni, tengd Reykjavík sem menningarhöfuðborg á næsta ári, fengu styrk frá Norræna menningarsjóðnum er úthlutað var úr sjóðnum nú í vikunni. Stærst þeirra verkefna er uppsetningin á Baldri, óperu Jóns Leifs. Alls voru umsóknirnar að þessu sinni 537 og venjulega hljóta 20­25 prósent umsókna styrki. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 157 orð

Súlan afhent í Reykjanesbæ

MENNINGARVERÐLAUN Reykjanesbæjar fyrir árið 1998 hafa verið afhent. Verðlaunastytturnar kallast Súlan sem er jafnframt tákn Reykjanesbæjar og er veitt einstaklingi fyrir björgun og varðveislu menningarverðmæta og einu fyrirtæki fyrir velvild og fjárhagslegan stuðning við menningarlífið í bænum. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Sýning 15 listamanna í Gallerí Fold

SAMSÝNING fimmtán listamanna verður opnuð í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14, fimmtudagskvöldið 14. janúar kl. 20.30 og nefnist sýningin Frost og funi. Þeir listamenn sem taka þátt í henni eru Brynhildur Ósk Gísladóttir, Daði Guðbjörnsson, Dröfn Friðfinnsdóttir, Elín G. Jóhannsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Gunnar Þorbjörn Jónsson, Gunnella, Jón Thor Gíslason, Jón Reykdal, Katrín H. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 521 orð

Sýning til leiðréttingar nafnaruglingi

HLYNUR vs HLynur er yfirskrift samsýningar sem nafnarnir Hlynur Hallsson og Hlynur Helgason opna á morgun laugardag í Galleríi Sævars Karls. Á sýningunni er röð smáverka sem listamennirnir hafa unnið sín á milli með sérstökum hætti en annar þeirra er búsettur í Reykjavík og hinn í Hannover í Þýskalandi. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 181 orð

Sýningum lýkur

80/90 ­ Speglar samtímans, sýning á verkum frá Museet for Samtidskunst í Ósló lýkur sunnudaginn 17. janúar. Safn þetta var stofnað 1988, og nær úrvalið til verka úr eigu safnsins frá síðustu tveim áratugum. Meira
15. janúar 1999 | Tónlist | 532 orð

Tímamót einsöngstónlistar Jóns Leifs

Finnur Bjarnason og Örn Magnússon fluttu á vegum Myrkra músikdaga söngverk eftir Jón Leifs. Miðvikudagurinn 13. janúar, 1999. VIÐ Íslendingar eigum ýmislegt óuppgert gangvart Jóni Leifs og líklega er meginorsök þess, að við erum seinir á ferð í að sættast við tónlist hans, að hún var of nýstárleg og að það sé nú fyrst, Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Umræður í tengslum við leikrit

Á SÓLONI Íslandusi verða umræður um stöðu samkynhneigðra á Íslandi dagana 14., 17., 21. og 26. janúar. Umræðurnar, sem eru í tengslum við leikritið Hinn fullkomni jafningi eftir Felix Bergsson, sem nú er sýnt í Íslensku óperunni, hefjast eftir að sýningum lýkur, kl. 22. Stjórnendur eru þau Edda Hrafnhildur Björnsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 479 orð

Vel stæðir og kröfuharðir viðskiptavinir

ÍSLENSKA myndlistarkonan Vala Óla býr í Santa Fe í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur síðustu þrjú árin haft þann starfa að mála portrettmyndir. Hún kvartar ekki undan iðjuleysi því síðastliðin tvö ár hefur hún verið fullbókuð hálft ár fram í tímann ­ og hefur þó ekkert auglýst. "Fólk er ánægt og það hefur spurst út," segir hún. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Vill líka bjarga sambandinu

RACHEL Hunter, eiginkona Rod Stewart, segist einnig vilja bjarga hjónabandinu, en Stewart hefur sagt við fjölmiðla vestanhafs að hann vilji ekkert heitar en eiginkonan snúi til baka. Hunter segist búa í nágrenni við Stewart og að þau hittist daglega til að láta börn sín Renee og Liam hitta föður sinn. Meira
15. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 229 orð

Whoopi kynnir Óskarsverðlaunin

OG VINNINGSHAFINN er... Whoopi Goldberg. Nú þegar ekki er enn búið að birta tilnefningar til Óskarsverðlaunanna er gamanleikkonan Whoopi Goldberg þó komin með sinn vinning, en síðasta þriðjudag var hún valin sem kynnir hátíðarinnar 1999. Þetta er í þriðja skipti sem Whoopi Goldberg kynnir hátíðina og sagði hún í samtali við fjölmiðla vestanhafs að hún væri himinlifandi yfir starfanum. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 143 orð

Þrettánda leiklistarhátíð barna í Frakklandi

ÞRETTÁNDA alþjóðlega leiklistarhátíð barna verður haldin í Toulouse í Frakklandi í júní næstkomandi. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar í Evrópu og er þekkt um allan heim. Í henni taka þátt 18 hópar barna á aldrinum 7­13 ára frá Frakklandi og öðrum löndum. Börnin munu flytja leikrit á frönsku eða öðrum tungumálum. Meira
15. janúar 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Þrykktækni í Kringlunni

SÝNING á grafík og grafíkvinnubrögðum verður opnuð í sýningarrými Gallerí Foldar og Kringlunnar á annarri hæð, gegnt Hagkaupi, fimmtudaginn 14. janúar. Sýndur verður vinnuferill grafíkverka listamannanna Daða Guðbjörnssonar og Drafnar Friðfinnsdóttur, allt frá því þrykkplatan er unnin til fullgerðra grafíkverka. Meira

Umræðan

15. janúar 1999 | Kosningar | 145 orð

Aðalsteinn Jónsson í 2. sætið Snorri Aðalsteinsson12345, K

Aðalsteinn Jónsson gefur kost á sér í 2. sæti á lista sjálfstæðismanna á Austurlandi. Hann hefur metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Austurland. Hann vill að sveitarfélögin í kjördæminu standi að stofnun orkufyrirtækis sem hefur með höndum virkjanarétt í fjórðungnum. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 607 orð

Albert á Austurvöll

Alberti Eymundssyni hef ég verið samferða í góð 40 ár. Aldrei hef ég séð hann skara eld að eigin köku heldur hefur hann í gegnum tíðina tekið að sér ýmis störf og verkefni er hafa verið í þágu heildarinnar umfram allt og mörg verið frekar vanþakklát. Fórnfýsi hans og elja við að hlúa að íþróttastarfi hér á Höfn er vel kunn í íþróttahreyfingunni. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 97 orð

Austurlandsfjórðung með í spilinu

Austurlandsfjórðung með í spilinu Hrafnhildur Borgþórsdóttir, verslunarmaður, skrifar: Ég skora á sjálfstæðiskonur og sjálfstæðiskarla á Austurlandi að brjóta blað í sögu Sjálfstæðisflokksinns á Íslandi með því að kjósa Arnbjörgu Sveinsdóttur í fyrsta sæti í prófkjörinu á morgun. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 272 orð

Ágæt íþróttahöll ­ vonlaust tónlistarhús

GLEÐI var ríkjandi meðal þeirra sem hafa gaman af verkum meistaranna frá Vínarborg þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt fyrstu Vínartónleikana í Háskólabíói. Sigurður Björnsson óperusöngvari, sá frábæri listamaður, sem þá var framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, kunni svo sannarlega sitt fag. Fékk þá og á næstu árum til liðs við hljómsveitina góða stjórnendur og söngvara. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 120 orð

Ástu Ragnheiði í annað sæti

Stuðningsmenn sameinaðs flokks jafnaðarmanna munu velja verðandi þingmenn í opnu prófkjöri í Reykjavík. Þar verður í kjöri Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður. Alla öldina hefur það verið eitt meginmarkmið jafnaðarmanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 761 orð

Bið um fylgi til forystu

SPENNANDI prófkjör er framundan í Reykjavík. Fjöldi öflugra frambjóðenda hefur gefið sig fram til þátttöku í prófkjörinu. Það gefur vissulega tilefni til að ætla að kraftmikið og fjörugt prófkjör sé framundan, sem fært getur samfylkingunni öfluga sóknarstöðu nú í upphafi kosningabaráttunnar. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 291 orð

Bryndísi til forystu í Reykjavík

Í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fram fer 30. janúar nk., er í framboði mikið mannval. Hin nýja stjórnmálahreyfing sem er að fæðast þarf á sterkum leiðtoga að halda hér í höfuðborginni. Slíkur leiðtogi þarf að hafa víðtæka skírskotun, vera trúverðugur málsvari samfylkingarinnar og þeirra sjónarmiða sem hún stendur fyrir. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 708 orð

Einvígið á akbrautinni

SÍÐASTA ár var mikið óhappaár í umferðinni á Íslandi. Það er mjög óheppilegt í miðri umferðaröryggisáætlun dómsmálaráðherra og leiðir hugann að aðferðum og leiðum sem ætlað var að fara að settu marki. Að sjálfsögðu er ekki hægt að leggja ábyrgð af slíkri óhapparöð á herðar eins manns, þarna ráða einnig tilviljanir sem ganga í berhögg við góðan málstað og háleit markmið í þessum efnum. Meira
15. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Fiskveiðimálin

VEIÐISTJÓRNUN er til frambúðar. Hún verður svo lengi sem menn hafa orku (olíu) til að knýja þau stórvirku veiðitæki (frystitogara) sem nú tíðkast. Þessi veiðitæki eru einfaldlega of stórvirk til að sleppa þeim lausum í hafið. Engu að síður eru þau þörf. Eigi afli að verða matur þarf annaðhvort að veiða hann nálægt landi og landa honum til vinnslu innan 12 klst. Meira
15. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 368 orð

Fiskveiðistjórnun

NÚ ER verið að þrefa og þrátta um veiðar smábáta. Sitt sýnist hverjum og engin er fundin lausnin og verður ekki fundin með svokallaða kvótagrýlu í kollinum. Í mínum huga er aðeins ein lausn á þessum vanda, hún er sú að veiðar dagróðrarbáta, sem veiða með línu eða handfærum, svokallaðra krókabáta, verði gefnar frjálsar. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 931 orð

Fjárlagabrella

Á SÍÐUSTU dögum fjárlagavinnunnar á Alþingi gerðist það að menn urðu skyndilega fram úr hófi örlátir og tóku að veita fé á báðar hendur. Varð þessi stökkbreyting bæði í fjárlaganefndinni sjálfri og þó ekki síður í ríkisstjórninni, ­ slíkt kalla illgjarnir kosningaskjálfta. Hækkun útgjalda við síðustu umræðu fjárlaga varð því hvorki meira né minna en hálfur fjórði milljarður króna. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 438 orð

Flutningur Landmælinga til Akraness

FÖSTUDAGINN 8. janúar sl. hófu Landmælingar formlega starfsemi sína á Akranesi og voru þar sérstök hátíðarhöld í tilefni dagsins. Undirritaður var þar viðstaddur og lýsir sérstakri ánægju með þessa gjörð Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra og reyndar ríkisstjórnarinnar allrar. Um er að ræða fyrsta flutning stofnunar af þessari stærðargráðu frá Reykjavík út á land. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 545 orð

Geigvænleg byggðaröskun

ÉG ER í hópi þeirra fjölmörgu sem hafa þungar áhyggjur af ört vaxandi byggðaröskun og vilja sporna við henni með markvissum hætti. Í fyrri grein minni fjallaði ég um hve byggðaröskunin er samfélaginu dýr. Í þessari grein langar mig til að fjalla örlítið um það hvað ekki hefur verið gert til að draga úr byggðaröskuninni og ennfremur hvað hægt er að gera í þeim efnum. 7. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 414 orð

Hver er sinnar gæfu smiður

ÞAÐ líður ekki sá dagur hér á landi að í blöðum eða öðrum fjölmiðlum komi ekki fram upplýsingar um fíkniefni sem í umferð eru og fjölda Íslendinga sem gripnir eru með fíkniefni. Neysla vímuefna hefur vaxið og aldur þeirra sem neyta slíkra efna hefur lækkað. Vandamálið er skelfilegt og alvaran blasir við. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 514 orð

Hvers vegna, Páll?

Í SÍÐARI tíð hefur vald í auknum mæli verið fært frá Alþingi til framkvæmdavaldsins, venjulegast sitjandi ráðherra. Þetta á meðal annars við um skipan stjórna ríkisfyrirtækja eða ríkishlutafélaga. Þannig hafa nokkrir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar skipað í ýmsar stjórnir. Má þar nefna Landsvirkjun, Búnaðarbanka og Landsbanka, en þar skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra stjórnir fyrirtækjanna. Meira
15. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 608 orð

Íslensk popptónlist á ensku, gott mál!

TIL íslenskra poppara sem syngja á ensku og fjölmiðlamanna sem sýna þeim áhuga. Sem áhugamanni um íslenska popptónlist er það hulin ráðgáta af hverju fjölmiðlamenn eru enn þann dag í dag alltaf að spyrja íslenska popptónlistarmenn sem flytja tónlist sína á ensku ­ af hverju þeir syngi á ensku. Spurningin er fyrir löngu orðin óþörf og mjög hvimleið. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 752 orð

Jarðgöng á Tröllaskaga

Í GREIN sem birtist í Morgunblaðinu 18. nóvember síðastliðinn benti undirritaður á skynsamlegri og arðsamari vegtengingu með jarðgöngum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en áður hefur komið fram opinberlega. Þessi vegtenging er úr Holtsdal í Fljótum að Kvíabekk í Ólafsfirði. Sparnaður getur numið allt að 2,2 miljörðum kr. Meira
15. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 301 orð

Kenningar R. Dworkins og íslenskir dómstólar

ÉG VIL þakka Hreini Loftssyni lögmanni fyrir greinar hans þrjár um lögfræðileg málefni sem hann reifar í Morgunblaðinu 22.-24. desember. Hann minnist þar á margt fróðlegt og þar á meðal á sumar af kenningum Ronalds Dworkins á sviði lögfræði og eru þær áhugaverðar því þær koma koma mjög við mál sem hafa verið umdeild meðal lögfræðinga og fleiri á Íslandi. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 112 orð

Kjósum Vilhjálm H. Vilhjálmsson

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er búinn að stjórna mennta- og atvinnumálum íslensku þjóðarinnar síðustu átta árin. Þennan tíma hafa kjör námsmanna verið skert svo um munar og Háskóli Íslands verið í fjársvelti. Skóli sem svo er ástatt um stendur ekki undir þeim væntingum og metnaði sem Íslendingar hljóta að gera til Háskólans sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Vilhjálmur H. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 296 orð

Konu til forystu

ARNBJÖRG Sveinsdóttir er vaxandi leiðtogaefni Sjálfstæðismanna á Austurlandi. Af hverju? Hún hefur sinnt störfum sínum á Alþingi af alúð og festu. Án hávaða og sýndarmennsku, en með lagni og sterkum vilja hefur hún sannað að þangað á hún erindi. Hún gjörþekkir austfirskt atvinnulíf og líf og störf fólksins í fjórðungnum. Áralöng afskipti af sveitarstjórnarmálum, m.a. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 801 orð

Loksins, loksins

LOKSINS, loksins kom að því að einhver úr kennarastéttinni viti mig svars við grein minni frá lokum nóvembermánaðar. Sá sem það gerir er enginn annar en Ólafur Oddsson, reyndur og vel þekktur kennari við elsta skóla landsins, maður sem hefur látið sig varða málefni íslenskrar æsku í tæp þrjátíu ár. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 748 orð

Menningin til bjargar

LENGI hafa menn leitað skýringa á þeirri staðreynd að Íslendingar vilja allir búa á sama stað á landinu. Straumur alþýðu manna til suðurs er skaðleg þróun, um það eru ekki aðeins flestir heldur allir sammála, en ekki hefur tekist fyllilega að greina orsakir þessa. Nú hafa herrar þeir (og frú) sem öllu ráða í lýðveldinu fundið svarið. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 920 orð

Páll formaður hleypur á sig

Í GREIN Páls Halldórssonar, formanns kjararáðs Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem birtist í Morgunblaðinu 29. f.m., þar sem fjallað er um málefni Landmælinga Íslands er hallað réttu máli. Undrar mig að formaðurinn skuli ekki kynna sér staðreyndir málsins betur en skrif hans gefa til kynna. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 1867 orð

SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR ­ HVORKI FUGL NÉ FISKUR!

Í LEIÐARA Morgunblaðsins 16. desember sl. er fjallað um ummæli sem höfð eru eftir Sigurði Líndal, lagaprófessor, á fundi tveimur dögum áður. Sigurður lýsti þar þeirri skoðun, að ákvæði 1. ml. 1. gr. laga 38/1990 um stjórn fiskveiða sé merkingarlaust í þeim skilningi að þjóðin, sem slík, hafi engar þær heimildir, sem eignarrétti fylgi samkvæmt íslenskri löggjöf og lagahefð. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 670 orð

Sveitarfélag í vanda

NÚ ER nýlokið gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Reykjanesbæjar. Í þeirri fjárhagsáætlun kemur fram hvaða tekjur bærinn mun hafa og í hvað þær tekjur fara. Jafnframt kemur, undir venjulegum kringumstæðum, fram hver helstu áhersluatriði verða á næstunni og jafnframt hvert svigrúmið er sem bæjarstjórn hefur til framkvæmda, því alltaf er nóg af verkefnum sem æskilegt væri að sinna betur. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 352 orð

Traustur Austfirðingur á Alþingi

Austfirskir sjálfstæðismenn eiga mikilvægt verkefni fyrir höndum: að velja sér pólitíska forystumenn til setu á Alþingi Íslendinga. Í boði eru sjö mjög frambærilegir einstaklingar og í mínum huga er enginn vafi á að þar er Albert Eymundsson skólastjóri fremstur meðal jafningja. Ég hefi starfað með Albert í hartnær hálfan annan áratug. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 435 orð

Um menningarhús ríkisstjórnarinnar

HUGMYND ríkisstjórnarinnar um að leggja fé í uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni er ágæt og á fullan rétt á sér og er andsvar við dýrri tónlistarhöll sem einnig á að byggja í Reykjavík. Þau verða byggð í samstarfi við sveitarfélög og jafnvel einkaaðila. Slík áætlun er líkleg til að styrkja búsetu og efla byggð á þeim svæðum þar sem þessi menningarhús verða staðsett. Meira
15. janúar 1999 | Kosningar | 485 orð

Ungur maður með reynslu!

Ungur maður með reynslu! Gunnar Alexander Ólafsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar: Það er mér mikið gleðiefni að vita að meðal þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er ungur maður, Magnús Árni Magnússon. Magnús Árna hef ég þekkt í nokkur ár og tel mig vera ríkari mann fyrir vikið. Meira
15. janúar 1999 | Aðsent efni | 864 orð

Uppruni Íslendinga Þjóðflutningar Meginþunginn í kenningum Barða, segir Ólafur Sigurgeirsson, lýtur að þeim mikla mun, sem varð

Í TILEFNI af deilunni um þjóðerni Leifs Eiríkssonar birtist í Morgunblaðinu 7/1 1999 grein eftir Edmund Bellersen þar sem hann varpar fram tilgátum um, að uppruna Íslendinga megi rekja til Vandala, en þeir voru germannskur þjóðflokkur, sem lét mjög að sér kveða á þjóðflutningatímanum. Hann telur ekki líklegt, að Íslendingar séu af Norðmönnum komnir og bendir hann m.a. Meira
15. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 404 orð

Varaformaður Öryrkjabandalagsins beðinn um skýringar

Í JÓLAHROTUNNI á Alþingi varð að lögum frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar m.a. að því er varðar elli- og örorkulífeyri. Skömmu áður hafði heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, efnt til blaðamannafundar þar sem hún gerði grein fyrir efni frumvarpsins. Kom þar m.a. fram í máli hennar að draga ætti verulega úr skerðingarákvæðum vegna tekna maka. Meira

Minningargreinar

15. janúar 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Albert Jóhannsson

Vinur minn og samstarfsmaður, Albert Jóhannsson kennari, er látinn. Kynni okkar hófust árið 1976, þegar ég hóf störf sem kennari við Héraðsskólann í Skógum. Albert tók mér strax vel og reyndist mér byrjandanum góður lærifaðir, enda sjálfur þaulreyndur kennari. Hann hafði unun af því að starfa með ungu fólki og var vinsæll og virtur af nemendum sínum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ALBERT JÓHANNSSON

ALBERT JÓHANNSSON Albert Jóhannsson fæddist í Teigi í Fljótshlíð 25. september 1926. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 26. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyvindarhólakirkju, Austur-Eyjafjöllum, 5. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Árni Ingvarsson

Okkar fyrstu kynni af Árna urðu árið 1969 í Port Albert í Viktoríufylki í Ástralíu er við réðum okkur á hákarlabátinn Elisabeth Mary sem var í eigu Árna. Árni var skipstjóri á bát sínum og var fiskimaður góður. Oftast var Árni með mestan aflann ár eftir ár og töldu aðrir fiskimenn að brögð væru í tafli við að særa þennan eftirsótta fisk úr djúpum hafsins. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 157 orð

ÁRNI INGVARSSON

ÁRNI INGVARSSON Árni Ingvarsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1921. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Ingvar Gunnlaugsson, vélstjóri frá Bræðraparti við Akranes, og Sigríður Ólafsdóttir, húsmóðir frá Ísafirði. Systkini Árna eru: 1) Kristín, f. 27.6. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Bjarni Guðmundsson

Góður sambýlismaður okkar um árabil, Bjarni Guðmundsson, verkstjóri, lést nú stuttu eftir áramótin. Upphafið að kynnum okkar má rekja til níunda áratugarins þegar við deildum með honum húsinu að Reynimel 43, en þar hafði Bjarni átt lengi heima ásamt konu sinni, Svanhild, sem lést nokkru áður og hann unni mjög. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 361 orð

Bjarni Guðmundsson

Vinur okkar, öldungurinn Bjarni Guðmundsson, er látinn. Þegar við vinkonurnar kynntust honum fyrst fyrir tæpum 20 árum á Reynimel 43 var hann nýorðinn ekkjumaður og sagði okkur þá að hann væri þegar albúinn að kveðja þennan heim eftir langa og oft erfiða ævi. Hann skuldaði engum neitt, eins og hann sagði og var sáttur við guð og menn. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

BJARNI GUÐMUNDSSON

BJARNI GUÐMUNDSSON Bjarni Guðmundsson fæddist á Hesteyri við Ísafjarðardjúp 26. júlí 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 11. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 536 orð

Einar Ernst Einarsson

Elsku Bassi minn, mér varð mikið brugðið er hringt var í mig til Bandaríkjanna og mér tjáð að þú hefðir kvatt okkur þá um morguninn og er varla farin að trúa því ennþá. Þú varst búinn að vera veikur og varst skorinn upp fyrir nokkrum árum en ég vonaði að þú næðir þér alveg, því þegar þú heimsóttir mig eftir það þá þótti mér þú vera svo hress. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 468 orð

Einar Ernst Einarsson

Okkur varð mjög brugðið við fréttirnar um fráfall þitt, kæri frændi. Maður er aldrei viðbúinn svona fregnum og þá fer maður að hugsa hvað maður vildi að sambandið hefði verið meira hin síðustu ár. Okkur langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Við eigum margar góðar minningar um þig frá æskuárunum, þegar við systurnar fórum með mömmu að heimsækja þig og eins hjá ömmu, þegar þú varst þar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 84 orð

EINAR ERNST EINARSSON

EINAR ERNST EINARSSON Einar Ernst Einarsson til heimilis á Grensásvegi 14, í Reykjavík, var fæddur á Siglufirði 20. desember 1932. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 8. nóvember síðastliðinn. Einar var sonur Kristmundar Eggerts Einarssonar matreiðslumeistara og Borghild Hernes Einarsson, konu hans, en hún var af norskum ættum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 1512 orð

Erling Adolf Ágústsson

Ingibjörg systir mín hringdi skömmu eftir áramót og sagði mér að nú væri sjúkdómur sá sem Erling var haldinn kominn á lokastig. Samkvæmt áliti lækna væri þetta aðeins spurning um tíma. Aðdragandinn var stuttur eða frá miðju síðasta ári. Fyrstu viðbrögð mín þá voru eins og endranær í afneitunarformi um að þetta gæti farið betur en á horfðist. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Erling Adolf Ágústsson

Elsku afi, við viljum með nokkrum orðum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og ömmu. Þær eru margar góðar minningarnar sem við eigum úr Njarðvík. Alltaf hlökkuðum við jafnmikið til að koma til ykkar ömmu á sumrin. Þar var okkur alltaf sinnt af alúð og tímann gáfuð þið okkur allan. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 597 orð

Erling Adolf Ágústsson

Góður vinur og félagi hefur kvatt þetta líf. Erling Ágústsson var Vestmannaeyingur í bestu merkingu þess orðs, og ætíð minntist hann ára sinna þar með mikilli ánægju og virðingu. Og þó að hann flytti upp á fastalandið aðeins rúmlega þrítugur hafði hann þegar áorkað ýmsu sem gerði hann þjóðkunnan. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 449 orð

Erling Adolf Ágústsson

Ljúflingur er horfinn, elsku besti afi minn er látinn eftir erfið veikindi. Við afi höfum átt margar góðar stundir saman og margs er að minnast en erfitt er að koma orðum að því. Það fyrsta sem þú gerðir fyrir mig var þegar ég var skírður. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 86 orð

Erling Adolf Ágústsson

Okkur langar að minnast móðurbróður, frænda og vinar okkar, Erlings Ágústssonar. Þegar við fengum fréttirnar um að Erling væri látinn var sem tíminn stæði í stað og minningarnar um hlýjan mann komu hver af annarri. Ein minning er þó okkur nær en aðrar, en það er skemmtari sem hann gaf okkur eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur, en Erling var mikill músíkant. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 154 orð

ERLING ADOLF ÁGÚSTSSON

ERLING ADOLF ÁGÚSTSSON Erling Adolf Ágústsson var fæddur í Vestmannaeyjum hinn 9. ágúst 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elínborg Jónína Björnsdóttir, f. 5.10. 1913, d. 10.12. 1969, og Ágúst Ólafur Ólafsson vélstjóri, f. 14.8. 1899, d. 14.5. 1976. Erling á eina systur. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Guðbjörg Sveinsdóttir

Guðbjörg ólst upp í Leirvogstungu í hópi sex bræðra sem allir urðu fulltíða menn, Gísli, Héðinn, Sigurður og Þorkell ráku um árabil vélsmiðjuna Steðja hf. í Reykjavík, Magnús var bóndi og oddviti í Leirvogstungu og Guðmundur húsgagnasmiður, lést úr lungnabólgu 9. júní 1932, 24 ára gamall. Þorkell einn lifir af systkinahópnum á tíræðisaldri við nokkuð góða heilsu nema sjón er farinn að daprast. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 260 orð

Guðbjörg Sveinsdóttir

Við andlát Guðbjargar Sveinsdóttur eða Guðbjargar frænku, eins og fjölskylda okkar kallaði hana, koma í hugann margar gamlar og góðar minningar tengdar henni. Hún hefði orðið 100 ára 19. júní næstkomandi, en náin kynni og vinátta tókst með okkur er hún var nálægt fimmtugu og bjó ásamt manni sínum að Hálogalandi, hjá hjónunum Lárusi og Elínrós. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 299 orð

Guðbjörg Sveinsdóttir

Okkur langaði bræðurna að minnast með nokkrum orðum hennar Guddu frænku sem náði 99 ára aldri. Það má segja að við minnumst Guddu báðir tveir frá því að við fórum að muna eftir okkur fyrir gleðina og nægjusemina sem var henni í blóð borin. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 265 orð

Guðbjörg Sveinsdóttir

Nærri lá að Guðbjörg föðursystir mín lifði tvenn aldahvörf skv. almanakinu. Hún fæddist í lok nítjándu aldar og kveður þennan heim undir byrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu. En hún lifði önnur aldahvörf sem eru merkilegri en þau sem eru einkennd með tölum: Hún ólst upp í gamla sveitasamfélaginu íslenska við daglega lífshætti sem eru skyldari þjóðveldisöldinni en ofanverðri tuttugustu öld. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 118 orð

GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR

GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR Guðbjörg Sveinsdóttir (Sveinsína Guðbjörg) fæddist í Leirvogstungu í Mosfellssveit 19. júní 1899. Hún andaðist í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Magnúsdóttir, f. í Móum á Kjalarnesi en alin upp upp í Þerney á Kollafirði 2. ágúst 1870, d. 1964, og Sveinn Gíslason, bóndi, f. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 126 orð

Guðlaugur Friðþjófsson

Að fá að vinna með Guðlaugi á þriðja áratug eru forréttindi. Manni sem var ætíð árrisull, hreinskilinn, fastur fyrir en alltaf í góðu skapi, ekki hvað síst ef eitthvað var að veðri og þurfti að atast í snjómokstri, opna fjallvegi eða kíkja í Þórsmörkina. Manni sem var svo leiftursnöggur og hraður í tilsvörum að viðmælendur stóðu höggdofa. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐLAUGUR FRIÐÞJÓFSSON

GUÐLAUGUR FRIÐÞJÓFSSON Guðlaugur Friðþjófsson fæddist í Seljalandsseli í Vestur-Eyjafjöllum 9. janúar 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stóradalskirkju 8. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir

Hún Gunna frænka mín er farin. Innst inni vissi ég að henni væri líklega ekki ætlaður langur tími í viðbót en samt átti ég einhvern veginn ekki von á þessu núna, ekki strax. Mínar fyrstu minningar um Gunnu eru frá Mývatni þar sem fjölskyldan bjó um tíma. Minningarnar eru að vísu ekki margar og helst tengdar marglitum maísbaunum, flugum og kisunni henni Stýru. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir

Frá því ég fór að muna eftir mér hér í bænum, þar sem við áttum gott heimili, var móðir mín í lykilhlutverki. Þangað gat ég komið sama hvað gekk á, súrt eða sætt. Bjuggum við þar, þar til ég var sjö ára, þá fluttum við að Mývatni. Það var yndislegur tími fyrir okkur systkinin og áttum við þar góðan tíma, þó að móður minni hafi ekki líkað þar, vegna einangrunar, sérstaklega yfir vetrartímann. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 118 orð

Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir

Seinustu orð sem amma mín sagði við þig 3. janúar 1999 voru: Bless elskan mín. Þetta eru minningarorð sem amma mín sagði við mig. Amma var mjög lasin. Ég hitti hana sama dag og hún dó. Hún hét Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir. Ég er mjög leið að missa hana, því hún var besta amman í öllum heiminum. Ég vona að ömmu líði vel hjá guði núna. Bless, amma mín. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir

Það varð okkur vinnufélögunum mikið reiðarslag að mæta í ísgerðina á fyrsta vinnudegi eftir áramót og frétta að hún Guðrún hefði látist um nóttina. Allan þann tíma sem hún átti við hin erfiðu veikindi að stríða vorum við sannfærð um að einn góðan veðurdag ætti hún eftir að mæta í vinnuna að nýju. Fregnin varð því talsvert meira sláandi en ella. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 231 orð

GUÐRÚN (ÓSK) GUÐLAUGSDÓTTIR

GUÐRÚN (ÓSK) GUÐLAUGSDÓTTIR Guðrún (Ósk) Guðlaugsdóttir var fædd í Vík í Mýrdal 21. ágúst 1936. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson, f. 18.4. 1907, d. 2.8. 1989, og María Guðmundsdóttir, f. 17.3. 1907, d. 17.4. 1998. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 97 orð

Haraldur G. Guðmundsson

Kæri afi, eftir að þú fórst frá mér hef ég velt því fyrir mér hvernig sé að deyja og hvað þú og amma séuð að gera uppi á himnum. Frá því að þú lést hef ég saknað þín mjög og ég man ennþá hvernig seinasti kossinn frá þér var. Þú varst besti sjómaður sem ég hef hitt og mun hitta og það verður aldrei neinn betri. Þú vissir allt um þessa yndislegu fiska okkar mannfólksins. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HARALDUR G. GUÐMUNDSSON

HARALDUR G. GUÐMUNDSSON Haraldur G. Guðmundsson netagerðarmaður fæddist á Patreksfirði 6. ágúst 1917. Hann lést í Landspítalanum 3. janúar og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 979 orð

Jóhanna Hjartardóttir

Er þetta Vörður? spurði Jóhanna þegar ég heilsaði henni og Ingólfi er þau komu á brauðsbrotningu eða í súpuna og brauðið á miðvikudögum. Svo kyssti ég hana á kinnina. Sjón hennar var farin að daprast og undir lokin sá hún aðeins móta fyrir hlutunum. Í minningunni sé ég hana standa og halda í hönd Ingólfs og brosa sínu blíða og fallega brosi. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Jóhanna Hjartardóttir

Elsku amma í Lukku eins og við alltaf kölluðum þig þótt þú hefðir flutt úr Lukku 1973 þegar gaus í Eyjum. Síðan þá hefur þú alltaf búið í Reykjavík. Þar sem ég er elst af okkur systkinunum er ég kannski sú sem man mest eftir þér en samt er það svo lítið því að ég var ekki nema sex ára þegar þú fluttir úr Eyjum en samt man ég að þú varst alltaf svo blíð og góð og ég man líka að þú passaðir mig í Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANNA HJARTARDÓTTIR

JÓHANNA HJARTARDÓTTIR Jóhanna Hjartardóttir fæddist á Saurum í Laxárdal 24. ágúst 1911. Hún lést á heimili sínu 27. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fíladelfíu í Reykjavík 7. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 433 orð

Jóhannes N. Jóhannesson

Við systurnar viljum minnast með nokkrum orðum Jóhanns Jóhannessonar, fyrrverandi formanns frjálsíþróttadeildar Ármanns, sem lést fyrir skömmu í hárri elli. Við kynntust honum fyrst þegar við fluttum ungar að árum til Reykjavíkur frá Sauðárkróki. Atvikin æxluðust þannig að við gengum fljótlega í frjálsíþróttadeild Ármanns og hófum þar æfingar og keppni. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 544 orð

Jóhann Jóhannesson

Mætur vinur kveður þetta jarðlíf og heldur á vit ljóssins á sama tíma og við fögnum nýju ári og göngum til móts við hækkandi sól. Jói minn, sól þín er hnigin til viðar í þessu lífi og þú heldur á braut til betri heims. Megi sú birta, ylur og hlýja er þú veittir okkur samferðafólki þínu lifa með okkur um ókomin ár. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 895 orð

Jóhann Kristinsson

Vinur okkar og ferðafélagi, Jóhann Kristinsson, er horfinn yfir móðuna miklu, eftir erfið og langvarandi veikindi. Það er sárara en tárum taki að kveðja ungan mann í blóma lífsins. Eftir sitjum við með þá staðreynd að allir verða að ganga þann veg sem örlögin ætla þeim, hversu sárt sem það er þeim sjálfum og okkur hinum sem eftir verðum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 366 orð

Jóhann Kristinsson

Það er mikið áfall, þegar ungt fólk fellur frá. Þannig eru örlög alltof margra, og manni finnst það svo óréttlátt og óskiljanlegt. Mér fannst því fregnin um lát frænda míns, hans Jóa í Austurhlíð, mikið áfall. Að örlögin skulu í annað sinn höggva svona stórt skarð hjá þessari mætu fjölskyldu, er mér algerlega hulin ráðgáta. Manni finnst fólkið í Austurhlíð vera búið að þjást meira en nóg. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 860 orð

Jóhann Kristinsson

"Börn náttúrunnar" heitir kvikmynd Friðriks Þórs sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. Þau sannkölluðu börn náttúrunnar eru eins og hann frændi minn Jóhann Kristinsson sem við nú horfum á eftir úr þessum heimi. Hann ólst upp í fallegu sveitinni sinni sem hann unni mjög og yfirgaf aldrei. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

JÓHANN KRISTINSSON

JÓHANN KRISTINSSON Jóhann Kristinsson fæddist í Austurhlíð í Biskupstungum 24. maí 1958. Hann lést 30. desember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Frjálsíþróttadeild Ármanns kveður nú með miklum söknuði einn fremsta íþróttamann félagsins á fyrri hluta þessarar aldar. Jóhann varð margfaldur Íslandsmeistari í 800 og 1.500 m hlaupum og 110 m grindahlaupi. Með fráfalli Jóhanns er skilið eftir stórt skarð í okkar röðum sem erfitt verður að fylla. Hann var formaður frjálsíþróttadeildarinnar í yfir 40 ár og hlýtur það að teljast Íslandsmet. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 496 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Í dag er kvaddur hinstu kveðju, tæplega 93 ára gamall og einn af fáum heiðursfélögum í Glímufélaginu Ármanni, Jóhann N. Jóhannesson. Jóhann eða Jói Long eins og hann var ætíð nefndur, var geypilega virkur á sínum yngri árum, bæði sem félagi og stjórnarmaður í frjálsíþróttadeild Ármanns og spannar hans viðstöðulausa starf í Ármanni yfir þrjá fjórðu af allri öldinni, Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 464 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Hann Jói í Ármanni er dáinn: Þó að kraftar hans færu þverrandi, þá grunaði mig ekki að lokastundin væri svona nærri. Það var mér mjög dýrmætt að kynnast Jóa, hann var einstakur maður, hreinlyndur og tryggur og hafði mjög ríka réttlætiskennd. Yfirleitt var hann dagfarsprúður, en væri hann órétti beittur gat hann reiðst og lét þá ekki hlut sinn. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var 15 ára gamall. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 930 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Út í Viðey flytur Jóhann Jóhannesson með foreldrum sínum 1914, átta ára, frá Reykjavík. Hann var fæddur í húsi við Nýlendustíg í Vesturbænum, sem var hlaðið úr steini og því voru þeir sem þar bjuggu kenndir við Steinhúsið. Til að mynda gekk húsfaðirinn undir nafninu Jói eða Jóhannes í Steinhúsinu. Hann var Sigurðsson. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Með Jóhanni Jóhannessyni er genginn einn dugmesti stuðningsmaður frjálsíþrótta hér á landi á þessari öld. Jóhann var formaður frálsíþróttadeildar Ármanns í næstum hálfa öld, en slík frammistaða er fátíð ef ekki einsdæmi innan íþróttahreyfingarinnar. Jóhann var sífellt hugsandi og vinnandi að íþróttum, ekki síst frjálsíþróttum, innan síns félags. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Með hinni öldnu frjálsíþróttakempu úr Glímufélaginu Ármanni, Jóhanni N. Jóhannessyni, er einstakur áhugamaður um íþróttir og æskulýðsmál genginn. Jóhann var bæði afreksmaður í frjálsum íþróttum og síðan ötull forustumaður í greininni, er bar hag hennar fyrir brjósti til æviloka. Hann keppti undir merkjum Ármanns á sínum yngri árum jafnframt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 45 orð

JÓHANN N. JÓHANNESSON

JÓHANN N. JÓHANNESSON Jóhann N. Jóhannesson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 14. janúar. Fyrri greinin hér á eftir er endurbirt vegna mistaka sem urðu við birtingu hennar í blaðinu í gær. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 161 orð

JÓHANN N. JÓHANNESSON

JÓHANN N. JÓHANNESSON Jóhann N. Jóhannesson var fæddur í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Kristján Sigurðsson, f. 17.1. 1866, d. 3.10. 1928, og Jónína Rósinkransdóttir, f. 25.2. 1871, d. 11.2. 1947. Systkini hans voru Þórður, f. 17.7. 1893, d. 15.8. 1968; Björgvin, f. 5.5. 1896, d. 21.8. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 644 orð

Jón Heiðar Austfjörð

Elsku afi. Það var sárt hvað þú varst tekinn fljótt frá okkur. Mig langaði svo mikið til þess að kveðja þig, kyssa þig og faðma fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína litlu áður en þú varst tekinn frá okkur. Það er eins og þú hafir verið að bíða eftir því að fá að sjá hana í síðasta skiptið og það í sínu fallegasta pússi. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Jón Heiðar Austfjörð

Elsku afi minn. Laugardagurinn 5. desember verður mér alltaf ofarlega í huga, dagurinn sem þú varst tekinn frá okkur. Og á þessum erfiðu dögum streyma fram allar yndislegu minningarnar sem ég á um þig. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 203 orð

Jón Heiðar Austfjörð

Elsku afi, engillinn minn, nú hefur þú flögrað á brott frá okkur. Flögrað á vit hins víða alheims, farið til heimkynna sálarinnar. Að vissu leyti er ég feginn að þú fórst svona fljótt, þótt það væri mjög sárt fyrir okkur sem eftir voru, en ég hugsa að það hafi verið það besta fyrir þig. Það var orðið sárt að sjá hve líkami þinn þjáðist eftir löng veikindi og alla þessa vinnu. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 25 orð

JÓN HEIÐAR AUSTFJÖRÐ

JÓN HEIÐAR AUSTFJÖRÐ Jón Heiðar Austfjörð, pípulagningameistari, fæddist 10. júlí 1926. Hann lést 5. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 17. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 705 orð

Katrín Ketilsdóttir

Í dag er Katrín Ketilsdóttir kvödd, síðust þeirra sem tilheyrðu gamla Gýgjarhólsheimilinu. Þangað var hún tekin til fósturs aðeins fárra vikna gömul árið 1910 og ólst upp sem ein af fjölskyldunni, langyngst og augasteinn allra. Þá bjuggu á Gýgjarhóli Helga Gísladóttir og Guðni Diðriksson. Börnin á heimilinu voru níu, sum stálpuð og önnur uppkomin. Eitt þeirra var Kristján faðir minn. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Katrín Ketilsdóttir

Kæra Kata mamma, nú hefur þú kvatt okkur að sinni og heilsað nýjum heimi þar sem Alli pabbi bíður þín með brosi sínu og hlýju. Ég þakka ykkur þá góðu tilfinningu sem gagntekur mig, er ég minnist æskuáranna í Skerjafirðinum. Fyrir að opna hjarta ykkar og heimili fyrir mér og láta mér líða sem einu af ykkur. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 370 orð

Katrín Ketilsdóttir

Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur. Ég man þegar ég var 8­9 ára gömul og þú og afi bjugguð í Skerjafirði og þið voruð að passa mig. Þú áttir að fara að skúra hjá Shell og ég ætlaði með þér. Við gengum af stað, en það var ekki langt að fara. Ég hljóp af stað á undan þér og þú kallaðir á mig. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Katrín Ketilsdóttir

Við viljum með örfáum orðum kveðja ömmu okkar, Katrínu Ketilsdóttur. Elsku amma, það er sárt að þurfa að kveðja þig í dag, en við huggum okkur við það að núna líður þér vel, og ert komin til afa. Við viljum þakka fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin. Þín verður sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Katrín Ketilsdóttir

Elsku langamma. Okkur langar að minnast þín með örfáum orðum. Það var alltaf svo spennandi að koma í heimsókn til þín með ömmu Köllu. Þú varst svo blíð og góð við okkur systkinin og brostir alltaf svo fallega þegar þú sást okkur. Þú áttir líka alltaf til góðar kökur og gos handa okkur og vildir okkur svo vel. Nú ertu farin frá okkur. Bráðum breytist þú í engil og ferð upp til himna. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 200 orð

KATRÍN KETILSDÓTTIR

KATRÍN KETILSDÓTTIR Katrín Ketilsdóttir frá Gýgjarhóli fæddist 12. mars 1910. Hún andaðist á sjúkradeild Sunnuhlíðar í Kópavogi 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Jónsdóttir frá Laug í Biskupstungum og Ketill Greipsson frá Haukadal. Systkini Katrínar eru Greipur, f. 1907, d. 1908; Valdimar, f. 1909, d. 1980; Sigríður, f. 1911, d. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Kjartan Magnús

Hann Kjartan er farinn frá okkur til að hitta uppáhaldsmanninn sinn hann John Lennon. Mér barst fréttin af andláti Kjartans morguninn eftir og fannst mér eins og stórt skarð væri höggvið í þann vegg sem lífið er. Ég kynntist honum á haustdögum 1995 þegar ég gerðist stuðningsmaður hans vegna fötlunar hans. Mér þótti alltaf vænt um Kjartan vegna þess hversu mikilli jákvæðri orku stafaði frá honum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 611 orð

Kjartan Magnússon

Látinn er í Reykjavík Kjartan Magnússon aðeins rúmlega 22 ára gamall. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans, sem var nemandi minn í allmörg ár og sem ég síðan hélt alla tíð tengslum við. Það voru að koma jól. Kjartan lá í rúminu sínu í Stigahlíðinni og við rúmið sátum við Ásta Margrét systir hans. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Kjartan Magnússon

Fráfall Kjartans systursonar okkar þurfti ekki að koma á óvart. Í 14 ár höfum við fylgst með því hvernig andleg og líkamleg færni hans hefur fjarað út og jafnlengi höfum við vitað að Kjartan færi frá okkur ungur. Samt vorum við ekki undir það búnar að missa hann. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Kjartan Magnússon

Elskulegur ungur maður, Kjartan Magnússon, hefur kvatt jarðlífið. Vitað var fyrir að lífsgangan yrði ekki löng. Hann skilur þó eftir sig djúp spor í huga og hjörtum ástvina sinna, og þeirra sem kynntust honum, unnu með honum eða önnuðust hann. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Kjartan Magnússon

Við systurnar viljum í fáum orðum minnast fyrrverandi skólafélaga okkar og vinar. Við munum fyrst eftir Kjartani þegar hann kom í Blindradeild Álftamýrarskóla, þar sem hann var með okkur í nokkra vetur. Upp í hugann koma margar ánægjustundir þegar við lékum okkur saman í Blindradeildinni. Þar var oft líf og fjör þegar farið var í fótbolta með bjöllubolta á göngum Blindradeildarinnar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 141 orð

Kjartan Magnússon

Með söknuði kveðjum við góðan vin, Kjartan Magnússon, og þökkum honum samfylgdina. En svo eru vonirnar - vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf ­ og kennist, þá bernskan er úti. Þær tala um sífögur sólskinslönd og saklausa eilífa gleði, með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd, en frjálst allt, sem Drottinn léði. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 283 orð

Kjartan Magnússon

Elsku Kjartan, vinurinn okkar allra! Nú ertu farinn frá okkur, burt úr þessum harða heimi. Eftir lifir minningin sem aldrei verður frá okkur tekin. Ótal minningar sem við munum ylja okkur við á ókominni tíð. Þú áttir þínar erfiðu stundir en miklu, miklu oftar varstu glaður og alltaf "flottastur í heimi". Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 313 orð

Kjartan Magnússon

Þó vindur blási á litla logann þinn og líka streymi regn ­ hann blikar þarna! Því flýgurðu ekki hátt í himininn? Þar hlytir þú að verða fögur stjarna. (þýð. H. Hálfdanarson) Kjartan var sterkur persónuleiki og hafði mikil áhrif á alla sem kynntust honum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 133 orð

Kjartan Magnússon

Mig langar til að reyna að skrifa um gamlan skólabróður minn, en með nokkrum pennastrikum er erfitt að lýsa þessum yndislega dreng. Þegar ég hitti Kjartan fyrst var hann ekki svo veikur, en með tímanum tók þessi hryllilegi sjúkdómur öll völd, en Kjartan var ákveðinn í að láta veikindi sín ekki aftra sér. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 845 orð

Kjartan Magnússon

Áður en Kjartan systursonur minn fæddist hafði Björg boðið mér að vera viðstödd fæðingu væntanlegs barns. Ég beið eins og verðandi faðir í margar vikur með smáhræðslu og eftirvæntingu eftir að upplifa stund barnsfæðingar. Þegar kallið kom aðfaranótt 1. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 378 orð

Kjartan Magnússon

Aðfaranótt 6. janúar kvaddir þú þennan heim, elsku drengurinn. Það var eins og þú ætlaðir að vísa veginn jólaljósunum, sem venjulega eru slökkt á þrettándanum. Nú ertu kominn á hinar eilífu veiði- og smíðalendur og hittir hann John Lennon, sem var í svo miklu uppáhaldi hjá þér. Oft hefur það leitað á hugann hver örlög þér voru búin með sjúkdómi þínum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 158 orð

KJARTAN MAGNÚSSON

KJARTAN MAGNÚSSON Kjartan Magnússon fæddist í Reykjavík 1. október 1976. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janúar síðastliðinn. Móðir hans er Björg Kjartansdóttir, f. 23. júlí 1950. Foreldrar hennar, Ásta Bjarnadóttir, f. 16. febrúar 1922, og Kjartan Sæmundsson, f. 6. apríl 1911, d. 23. apríl 1963. Fósturfaðir Kjartans er Freysteinn G. Jónsson, f. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku systir, Kristbjörg Oddný. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Við héldum að við ættum svo mikinn tíma eftir. Þú varst ávallt fremst í flokki í öllu sem við kom fimleikum. Ef eitthvað stóð til varstu ætíð boðin og búin að gera það sem þurfti og gott betur. Þú varst vítamínið okkar, ekki síður en stelpnanna "þinna" eins og þú kallaðir þær. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 277 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Kristbjörg og fjölskylda hennar hafa verið nágrannar okkar frá árinu 1980. Þegar við flytjum í næsta hús við hana þá er Kristbjörg fimm ára og Þórdís systir hennar þriggja ára, eða jafngömul elstu dóttur okkar, en yngri dóttir okkar var þá nýfædd. Voru þær systur og dóttir okkar miklar vinkonur. Mjög gaman var þegar þær voru hjá okkur og voru í mömmuleik, en þær voru svo eðlilegar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 917 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Það var erfiður mánudagsmorgunninn 4. janúar. Ekki nóg með að það væri fyrsti vinnudagurinn eftir langt og ánægjulegt jólafrí og erfitt væri að snúa sólarhringnum aftur við, heldur bárust mér þær hörmulegu fréttir að þú værir dáin, elsku besta Kristbjörg mín. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Kristbjörg mín, ég trúði því ekki þegar ég heyrði að þú værir farin. Þú fórst svo skyndilega. Það er svo margt sem mig langaði að segja þér en ég kem því ekki frá mér. Ég veit þú átt ekki afturkvæmt en vona að þú fáir kveðjuna frá mér. Ég vil þakka þér allar okkar samverustundir, t.d. man ég svo vel eftir öllum keppnisferðalögunum sem við fórum í vegna fimleikanna. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 145 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Í dag kveðjum við Kristbjörgu Þórðardóttur. Það er erfitt að kveðja góðan vin með fáum orðum. Kristbjörg og Arnar kynntust ung og þá sem nú lék Arnar með okkur í handboltanum hjá ÍBV. Við áttum þannig því láni að fagna að kynnast Kristbjörgu vel. Þeirra samband var frá fyrstu tíð mjög ástríkt og samheldnin mikil. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku Kristbjörg. Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka og sorg og þegar ég frétti að þú værir dáin, ég sem ætlaði að heimsækja þig á spítalann og sjá litlu nýfæddu prinsessuna ykkar aðeins sjö klukkustundum síðar. Ég man svo vel er ég kom fyrst til Eyja og byrjaði í skólanum þar sem við kynntumst. Ég fann strax svo vel hve góð vinkona þú varst og sannur vinur. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Við fæðumst inn í líf sem er fullt af ráðgátum. Sumar gátur lífsins ráðum við, eða okkur finnst a.m.k. að við ráðum þær. En þá lífsgátu sem er gáta dauðans getum við ekki sniðgengið og ekki hliðrað okkur hjá henni. Við systkinin nutum þess að fá tækifæri til þess að endurnýja kynni okkar af henni Kristbjörgu þegar við fórum í heimsókn til Eyja til Bjössa bróður síðastliðið vor. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 278 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku Kristbjörg Oddný mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Þið Arnar nýbúin að eignast ykkar aðra dóttur, svo heilbrigða, myndarlega og stóra. Lífið blasti við ykkur, en svo skyndilega ertu tekin frá fjölskyldu þinni og okkur öllum hinum. Okkar fyrstu kynni voru fyrir um 11 árum þegar ég byrjaði að æfa fimleika hjá Fimleikafélaginu Rán þá vorum við báðar að æfa. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 486 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Kæra vinkona. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þú skulir vera farin frá okkur. Á sunnudaginn bárust okkur þær gleðifréttir að ykkur Arnari hefði fæðst stúlka. Við vorum öll svo hamingjusöm með þetta, en svo morguninn eftir vorum við harmi slegin þegar við fréttum að þú værir dáin. Hversu stutt getur verið milli gleði og sorgar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 465 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Við systkinin, makar og börn höfðum þá ánægju að hittast öll og koma saman í fyrsta skiptið í mörg ár á gamlárskvöld. Við vorum öll ánægð og glöð á þessum tímamótum. Arnar og Kristbjörg voru þar á meðal okkar og biðu spennt eftir nýja árinu þar sem þau áttu von á sínu öðru barni á hverri stundu. Hinn 3. janúar hélt gleðin áfram þar sem stúlkubarn fæddist hárprúð og yndisfalleg. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 520 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku vinkona. Undanfarinn mánuður hefur verið tími ljóss og friðar, ánægju og gleði, en á einu augnabliki hvarf ánægjan og gleðin eins og dögg fyrir sólu. Ég hvorki gat né vildi trúa því þegar Íris og Elfa komu til mín á mánudaginn og sögðu mér að þú værir dáin. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Í yndisleik vorsins milli blóma og runna situr ung móðir með barnið á hnjám sér andlit hennar sól bros hennar ylhýrir geislar Rafael í allri sinni dýrð Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Því er erfitt að trúa að Kristbjörg sé látin og skilja tilganginn með því. Okkur langar að minnast hennar með ljóði eftir Kristján Jónsson: Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Okkur langar í örfáum orðum að minnast einlægrar, góðrar stúlku, Kristbjargar Oddnýjar Þórðardóttur. Hún kom hérna til vinnu geislandi af lífsgleði og hamingju. Hún vann dagsverkin sín af natni og oft meira en það. Skipulögð og vandvirk stúlka í blóma lífsins. Já, þau eru mörg falleg lýsingarorðin sem koma upp í hugann þegar hugsað er til Kristbjargar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 631 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Í dag kveð ég æskuvinkonu mína og frænku, Kristbjörgu Oddnýju, með miklum söknuði. Ég var harmi slegin þegar systir mín hringdi og sagði mér sorgartíðindin. Þetta gat ekki verið, þú sem áttir framtíðina fyrir þér með unnusta þínum Arnari, Berthu Maríu og nýfæddri dóttur. Það er erfitt að sætta sig við missi góðs vinar og ættingja. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Á lífsleiðinni kynnumst við mörgum. Sumir hafa lítil áhrif á okkur og við höldum áfram ósnortin. Aðrir skilja eitthvað eftir, gefa okkur eitthvað sérstakt sem við varðveitum í hugum okkar. Þannig var Kristbjörg. Hún hafði einstaklega vandaða framkomu og yfirvegun hennar og hlýja gerði það að verkun að öllum leið vel í návist hennar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 304 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku Kristbjörg mín. Hvernig getur það verið að ég sitji hér og skrifi minningargrein um þig? Þessi orð eru mikið frekar ætluð þér nálægri. Það koma svo margar minningar upp í hugann hjá mér síðan þú fórst. Þá stendur einna helst upp úr fæðingin og skírnin hjá eldri dóttur þinni, Berthu Maríu. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Okkur langar í örfáum orðum að minnast Kristbjargar Oddnýjar Þórðardóttur, systur hennar Þórdísar góðrar vinkonu okkar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 273 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Það er erfitt að trúa því að hún Kristbjörg skuli vera dáin. Við sem höfðum orð á því nokkrum dögum áður hversu lánsöm við vorum að enginn skyldi vera látinn úr árgangnum. Kristbjörg var ein af þeim sem hófu undirbúningsvinnuna fyrir fyrsta árgangsmótið sem halda á nú í sumar. En það var lýsandi fyrir hana að vera alltaf boðin og búin að leggja sitt af mörkum og taka þátt í öllu af alhug. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Með söknuði og sárum trega kveðjum við kæra vinkonu og bekkjarsystur, Kristbjörgu Oddnýju Þórðardóttur. Í minningunni geymum við góðu stundirnar sem við áttum saman í Hamarsskóla árin 1982­1991. Þar kynntumst við góðri stúlku sem ávallt var samviskusöm, einlæg og trygg. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 116 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku Kristbjörg, við sitjum saman hér í íþróttasalnum og erum að hugsa til þín um allt sem við áttum eftir að segja þér. Við viljum fá að þakka þér fyrir hvað þú varst frábær þjálfari. Þú kenndir okkur svo margt, ekki bara í fimleikum heldur líka hvernig við eigum að koma fram hver við aðra. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 197 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Ég fékk þær fréttir mánudaginn 4. janúar að Kristbjörg væri dáin. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Hvernig gat það gerst að hún sem hafði daginn áður eignast sína aðra dóttur væri farin? Við vorum hér áður saman í saumaklúbb sem að vísu entist bara í einn vetur en kynni okkar endurnýjuðust þegar menn okkar hófu að vinna saman. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 104 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir Ég veit um lind sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna, um lyf sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm sem brosir svo blítt að allir gleðjast. Um rödd sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR

KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR Kristbjörg Oddný Þórðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. október 1975. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 9. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 612 orð

Magnea Katrín Þorvarðardóttir

Það var fimmtudagsmorguninn 17. desember sl., sem mamma hringdi í mig og sagði mér að Kata væri dáin. Það var sem köld vatnsgusa fyrir mig að fá þær fréttir þó að ég vissi að það gæti brugðið til beggja vona. Það var samt erfitt að segja sex ára gamalli dóttur minni frá því að Kata amma væri dáin. Hún vissi samt að hún hefði verið veik og hafði einu sinni fylgt henni á spítalann. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

MAGNEA KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR

MAGNEA KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR Magnea Katrín Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1923. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 17. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Magnús Guðlaugsson

Látið hans Magga fór fram hjá mér en mig langar að hripa honum kveðju. Við fluttum þrjú að Búðum 1938, ung hjón með eitt barn, allslaus og beygð af barnsmissi að byrja sitt ævibasl. Á Búðum var góð baðstofa nýuppgerð og þar voru fyrir manneskjur, glaðar í skapi og stórar í sinni. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

MAGNÚS GUÐLAUGSSON

MAGNÚS GUÐLAUGSSON Magnús Guðlaugsson var fæddur á Búðum í Hlöðuvík á Hornströndum 29. janúar 1924. Hann lést á heimili sínu 22. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 30. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Margrét Þórðardóttir

Margs er að minnast þegar kona í hárri elli er kvödd. Magga var hún alltaf kölluð og var elst 13 systkina frá Reykjum. Það var ávallt glatt á hjalla þegr þau Magga og Einar komu í heimsókn. Magga hafði sérstakt lag á að koma okkur börnunum til við sig jafnt við að raka með hrífu eða í "síðastaleik". Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Margrét Þórðardóttir

Við systkinin kveðjum þig nú, elsku amma í Hlíðum, eins og þú hést í hugum okkar alla tíð. Við sjáum þig nú fyrir okkur hlaupa léttstíga eins og ævinlega í sterklegt fangið á afa sem þú hefur saknað svo sárt. Já, það hafa orðið fagnaðarfundir eins samrýnd og þið alltaf voruð, kunnuð hreinlega ekki að vera hvort án annars. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Margrét Þórðardóttir

Margrét Þórðardóttir frá Reykjum á Skeiðum er látin. Hún var elst þrettán barna þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Þórðar Þorsteinssonar. Magga var dæmigerð elsta systir í stórum systkinahópi, alla tíð fannst henni hún bera ábyrgð á systkinum sínum og þá sérstaklega yngstu bræðrunum, þeim Hjalta, Ingvari og Vilhjálmi. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 122 orð

MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR

MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR Margrét Þórðardóttir fæddist á Reykjum á Skeiðum 22. ágúst 1907. Foreldrar hennar voru Þórður Þorsteinsson bóndi á Reykjum, f. 9. júlí 1877, d. 25. mars 1961, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 19. febr. 1879, d. 15. nóv. 1980. Margrét giftist Einari Ásgeirssyni frá Vesturkoti 19. okt. 1929. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Marta Thors

Hún Marta var ekki allra. Þegar ég hóf að venja komur mínar á Vesturbrún 18 á unglingsaldri fannst mér hún lengi framan af fjarlæg. Kurteisi hennar og gestrisni var óaðfinnanleg en einhver strangleiki í fari hennar gerði mig feimna. Þetta var áður en ég fór að hlæja með Mörtu og hlusta á magnaðar frásagnir hennar úr fjarlægum heimshornum og meinfyndnar athugasemdir um menn og málefni. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 26 orð

MARTA THORS

MARTA THORS Marta Thors fæddist í Reykjavík 28. mars 1918. Hún lést í Reykjavík 20. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 30. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 645 orð

Páll Kristjánsson

Jólin eru tími hefða og gróinna síða. Þá verður allt að vera eins og var. Helst má ekki bregða mikið út af því sem gert var í fyrra og í hittifyrra eða þá árið þar á undan. Þó verða tvenn jól reyndar aldrei fullkomlega eins, því öll eru lögmál sett í lífinu, að sumir koma og aðrir fara. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 408 orð

Páll Kristjánsson

Látinn er í Reykjavík frændi minn, Páll Kristjánsson frá Hermundarfelli í Þistilfirði, og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Frá því að ég man eftir mér voru Páll og Þórdís systir hans hátíðargestir hjá fjölskyldu minni. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Páll Kristjánsson

Það er svo margt sem mig langar að þakka þér, Palli frændi. Allar minningarnar af Grundarstígnum. Kaffiboðin þín voru engu lík, því þú varst yndislegur gestgjafi og sannur herramaður. Á tónleikum og öðrum mannamótum varst þú ósjaldan fylgdarmaður minn og sessunautur. Ég og þú virtumst yfirleitt vera eina einhleypa fólkið í þessari fjölskyldu. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 715 orð

Páll Kristjánsson

Föstudaginn 8. janúar síðastliðinn lést föðurbróðir okkar Páll Kristjánsson frá Hermundarfelli á Grensásdeild Landspítalans í Reykjavík. Með Páli er til moldar hniginn einn af þessum traustu stofnum sem áttu rætur sínar í íslenska bændasamfélaginu á fyrrihluta þessarar aldar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Páll Kristjánsson

Nú er Páll afabróðir minn látinn og hugga ég mig við allar góðu minningarnar sem tengjast honum, við það að hann fékk lifað svo lengi góður til heilsunnar, varð aldrei örvasa gamalmenni, heldur bar ellina með reisn. Ég er skírður í höfuðið á nafna eins og ég kallaði hann og má segja að hann hafi verið nokkurs konar þriðji afi minn. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 573 orð

Páll Kristjánsson

Stríðsárin eru sérstakur kafli Íslandssögunnar. Fé streymdi inn í landið, atvinna var yfrin og ný tækni ruddi sér til rúms. Árið 1941 höfðu tveir ungir verkfræðingar, Gústaf E. Pálsson og Árni Snævarr, forgöngu um stofnun Almenna byggingafélagsins hf. sem síðar átti eftir að verða öflugasta verktakafyrirtæki landsins um langt skeið. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 245 orð

PÁLL KRISTJÁNSSON

PÁLL KRISTJÁNSSON Páll Kristjánsson fæddist á Hermundarfelli í Þistilfirði 17. apríl 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar Páls voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Hermundarfelli, f. 1. september 1880, d. 13. maí 1923 og Kristján Einarsson frá Garði, f. 6. febrúar 1875, d. 10. febrúar 1969. Systkini Páls: Þórdís, f. 23. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 867 orð

Petrea Óskarsdóttir

Móðir mín fæddist í Hamarsgerði, Lýtingstaðahreppi, 30. júní 1904 og hefði því orðið 95 ára á þessu ári. Það voru sterk bein í þessari aldamótakynslóð sem ólst upp við svo frumstæðar aðstæður, næstum allt var gert með höndunum einum saman. Við þessar aðstæður ólst hún upp í stórum systkinahópi. Hamarsgerði var ekkert stórbýli heldur hjáleiga frá Mælifelli. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 38 orð

PETREA ÓSKARSDÓTTIR

PETREA ÓSKARSDÓTTIR Petrea Óskarsdóttir, húsfreyja, Hóli, Sæmundarhlíð, fæddist í Hamarsgerði, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, hinn 30. júní 1904. Hún lést á heimili sínu 27. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 5. janúar. Jarðsett var á Reynistað. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 435 orð

Sigríður Kristjana Jónsdóttir

Elsku Systa, að heilsast og kveðjast er lífsins gangur. Það er alltaf gaman að heilsa góðu fólki og enn betra ef þróast með því trygg vinátta. Þú ert ein af þeim er mér þótti varið í að heilsa uppá, þegar ég ung kona flutti á Kjalarnesið fyrir rúmum 25 árum. Frá þeim degi hefur alltaf verið mannbætandi að koma til ykkar Páls, sjá börnin ykkar blómstra í faðmi ykkar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

SIGRÍÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR Sigríður Kristjana Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1936. Hún andaðist á heimili sínu, Brautarholti, Kjalarnesi, 30. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. janúar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 281 orð

Sigríður Tyrfingsdóttir

Fáir eru eftir af kynslóðinni sem fæddist fyrir síðustu aldamót. Ein úr þeim hópi, Sigríður Tyrfingsdóttir, sem var fædd 8. september 1899 lést nýlega. Langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Ég sá Sigríði fyrst er hún kom gangandi inn í kirkjuna í Þykkvabænum. Þar var ég stödd til að fylgja frænku minni, Torfhildi Sigurðardóttur, síðasta spölinn. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 50 orð

SIGRÍÐUR TYRFINGSDÓTTIR

SIGRÍÐUR TYRFINGSDÓTTIR Sigríður Tyrfingsdóttir, Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit, var fædd að Ártúnum á Bakkabæjum á Rangárvöllum hinn 8. september 1899. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 17. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum 2. janúar. Jarðsett var í Árbæ í Holta- og Landsveit. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 66 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Sigurður Hafþór Sigurðsson Fallinn ert þú hjartans hlynur, hér er nú svo hljótt. Ég er klökkur, kæri vinur, kallið kom svo fljótt. Harmur er í hjarta mér, horfinn þú í sólar skin. Haffi, ég vil þakka þér þínar stundir, elsku vin. Sem átti ég bestar bróður með, bjartar man ég þær. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 741 orð

Sigurður Hafþór Sigurðsson

Ég var staddur úti á sjó þegar ég fékk þær fréttir að Haffi væri dáinn. Mig setti hljóðan og sleppti öllu sem ég var að gera og sagði: Ég get ekki trúað því, ég get ekki trúað því. Þar sem samband við land var ekki of gott vonaði ég í lengstu lög að þetta væri misskilningur. Ég var sem lamaður, þetta gat ekki verið rétt, þetta var ekki sanngjarnt. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON

SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON Sigurður Hafþór Sigurðsson fæddist í Hafnarfirði 9. maí 1955. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Sigurður Júlíusson

Elsku besti fallegi pabbi minn. Það er erfitt til þess að hugsa að fá ekki lengur að njóta þinna innilegu föðurlegu faðmlaga og umhyggju sem gáfu mér styrk. Þú varst sá maður sem ég ávallt leit upp til og dýrkaði frá því ég man eftir mér, enda dáðist ég að baráttuvilja þínum og sjálfsbjargarviðleitni í þínum erfiðu veikindum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 265 orð

Sigurður Júlíusson

Við Sigurður Júlíusson kynntumst fyrst 1970 og vorum vinir upp frá því. Ég fann strax að það var mikið gott í þessum manni. Sigurður var Hafnfirðingur eins og ég. Foreldrar okkar voru vinafólk og hafði móðir Sigurðar starfað með foreldrum mínum við kirkjustarf um áratuga skeið. En á þeim tíma lágu leiðir okkar Sigurðar ekki saman. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Sigurður Júlíusson

Með nokkrum orðum vil ég minnast vinar míns, Sigurðar Júlíussonar. Kynni okkar Sigga Júl, eins og við heimilisfólkið kölluðum hann í daglegu tali, hófust nokkru áður en hann gerðist ráðgjafi hjá SÁÁ að Staðarfelli í Dölum, skömmu eftir að sú meðferðarstöð var opnuð. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 484 orð

Sigurður Júlíusson

Félagi okkar úr FH, Sigurður Júlíusson, er fallinn frá. Hann lést 7. janúar sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Sigurður var innfæddur Hafnfirðingur, kominn af rótgrónu fólki hér í bæ. Hann bjó lengst af og síðustu árin á Skúlaskeiði 5, í litlu timburhúsi við Hellisgerði, skrúðgarð okkar Hafnfirðinga, en foreldrar hans byggðu það hús á sínum tíma og fluttu inn í það á brúðkaupsdeginum. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 167 orð

Sigurður Júlíusson

Elsku pabbi minn. Það er erfitt að skrifa þessi orð sem eiga að vera kveðjuorð til þín. Erfitt að hugsa sér að heyra ekki röddina þína framar né sjá glettnisblikið í augunum eða heyra hnyttin tilsvörin. Alltaf gast þú svarað öllu sem við þurftum að leita svara við, hvert sem málefnið var. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 196 orð

SIGURÐUR JÚLÍUSSON

SIGURÐUR JÚLÍUSSON Sigurður Júlíusson var fæddur í Hafnarfirði 4. október 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðsson, skipstjóri frá Akranesi, og Margrét Gísladóttir frá Hafnarfirði. Systkini Sigurðar eru Gísli, f. 1927, yfirverkfræðingur, Kristín, f. 1931, kennari, Hallgeir, f. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 161 orð

Sigurjóna Marteinsdóttir

Amma mín, Sigurjóna Marteinsdóttir, fæddist 21. maí 1915 að Þurá í Ölfusi. Var hún dóttir hjónanna Svanborgar Jónsdóttur og Marteins Eyjólfssonar bónda þar. Ólst hún upp í góðu yfirlæti því að ásamt foreldrum hennar bjuggu fjögur föðursystkin, afi hennar og amma á jörðinni, en þar var tvíbýlt. Ég minnist ömmu sem umburðarlyndrar konu. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 486 orð

Sigurjóna Marteinsdóttir

Sigurjóna Marteinsdóttir er öll. Nokkur síðustu æviárin var hún þrotin kröftum og naut góðrar aðhlynningar á Droplaugarstöðum. Þó Sigurjóna hafi verið á sjötugsaldri þegar ég kynntist henni finnst mér ég hafa glögga mynd af henni yngri. Sú mynd er orðin til við kynni okkar, við það sem hún sagði frá liðnum tíma og við kynni af fólki sem stóð henni nærri. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 536 orð

Sigurjóna Marteinsdóttir

Elsku amma mín. Nú ert þú farin, en margs er að minnast. Frá tveggja mánaða aldri passaðir þú mig og gerðir þangað til að ég gat farið að passa mig sjálf og mikið var nú gott að vera hjá þér og afa og kúra á milli ykkar á mjúku koddunum og finna þig klappa á bakið á mér og biðja með mér bænirnar sem þú kenndir mér, en þær voru nú ófáar. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 88 orð

Sigurjóna Marteinsdóttir

Elsku langamma. Við þökkum þér fyrir stutta en góða samveru. Við vitum að nú hefur þú það gott hjá englunum, og að þú átt eftir að passa okkur um ókomna framtíð. Við viljum kveðja þig með bæn sem þú kenndir mömmu þegar hún var lítil og hún á eflaust eftir að kenna okkur hana: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 324 orð

SIGURJÓNA MARTEINSDÓTTIR

SIGURJÓNA MARTEINSDÓTTIR Sigurjóna Marteinsdóttir fæddist á Þurá í Ölfusi 21. maí 1915. Hún lést á Droplaugarstöðum 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Svanborg Anna Jónsdóttir, f. 1. apríl 1889, d. 19. júlí 1981 og Marteinn Eyjólfsson, f. 16. apríl 1889, d. 30. janúar 1969. Þau voru bæði fædd í Ölfusi. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 317 orð

Sveinn Sumarliði Magnússon

Nú er afi okkar farinn. Hann var með alzheimer síðustu tuttugu ár ævi sinnar. Þó að við ættum von á brottför hans lengi, er alls ekki hægt að búa sig undir að svo mikill maður fari. Afi var í eðli sínu blíðlyndur og brosmildur barnamaður. Hann átti fimm börn með henni ömmu og ellefu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Ávallt þótti honum gaman að fá öll börnin sín í heimsókn. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

SVEINN SUMARLIÐI MAGNÚSSON

SVEINN SUMARLIÐI MAGNÚSSON Sveinn Sumarliði Magnússon fæddist á Bolungarvík 2. desember 1921. Hann lést á Landakotsspítala 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 30. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Viktoría Guðlaug Jafetsdóttir

Amma var mér sem besta móðir og góður vinur. Jólin voru hennar uppáhaldshátíð. Hún var sannkallað jólabarn. Hún var ráðagóð og hjálpaði mér mikið þegar ég kom heim úr skólanum, þá var alltaf heitur matur á borðinu. Hún tók alltaf fram fyrir þá sem minna máttu sín, og mátti ekkert aumt sjá. Við áttum góðar stundir í veiðitúrum og í Kleinukoti sem við komum oft í. Hún var kistin kona. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 270 orð

Viktoría Guðlaug Jafetsdóttir

Við feðgarnir minnumst Viktoríu eða Viggu eins og hún var kölluð sem skapmikillar, duglegrar, gjafmildrar konu. Líf hennar var oft mjög erfitt og það reyndi mjög á hana heilsuleysi sonar hennar Smára sem henni þótti afar vænt um. Það sem er minnisstæðast í fari hennar var þessi mikli áhugi á silungsveiði. Hún og maður hennar, Jón Ágústsson, notuðu nærri allar frístundir til silungsveiða. Um kl. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 97 orð

VIKTORÍA GUÐLAUG JAFETSDÓTTIR

VIKTORÍA GUÐLAUG JAFETSDÓTTIR Viktoría Guðlaug Jafetsdóttir fæddist á Lundi í Ytri-Njarðvík hinn 21. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jafet Egill Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 555 orð

Willy Blumenstein

Sorg og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda) Faðir minn Willy Blumenstein er látinn og er hans sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Eins og nafnið gefur til kynna var faðir minn af þýskum ættum. Í móðurkviði var honum forðað til Íslands undan logum heimsstyrjaldarinnar síðari. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 24 orð

WILLY BLUMENSTEIN

WILLY BLUMENSTEIN Willy Blumenstein fæddist á Landspítalanum 1. júní 1931. Hann lést 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 29. desember. Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 318 orð

Þórir Axelsson

Elsku kæri bróðir minn. Með sárum trega reyni ég að skilja að þú sért horfinn yfir móðuna miklu. En það er mér svo hræðilega sárt og erfitt eins og öllum þínum ástvinum. En lífið heldur áfram, ljósið er til í myrkrinu, minningarnar streyma frm um allt sem við áttum saman og vorum hvort öðru alla tíð, við vorum svo náin þótt fjarlægðir væru miklar síðustu árin þín, Meira
15. janúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÞÓRIR AXELSSON

ÞÓRIR AXELSSON Þórir Axelsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð hinn 10. mars 1946. Hann lést af slysförum í Noregi 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 29. nóvember. Meira

Viðskipti

15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Dollar og evra hækka en bréf lækka

DOLLARINN og evran snarhækkuðu gegn jeni í Evrópu í gær, en hlutabréf lækkuðu í verði vegna slakrar byrjunar í Wall Street. Íhlutun japanska seðlabankans í fyrrinótt stöðvaði sókn jensins og bjargaði dalnum úr mestu lægð í tvö ár. Evran hækkaði síðan um 4% gegn jeni. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Eflir fyrirtæki til framfara

NÝR vefur, Vesturlandsvefurinn, hefur verið opnaður á Netinu og er honum ætlað að tengja saman allt vestlenskt efni sem finna má á Netinu. Að auki birtir hann flokkaða skrá um fyrirtæki og félög á Vesturlandi. Slóðin er www.vesturland.is Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Evrópsk hlutabréf og Dow lækka

LOKAGENGI lækkaði í flestum evrópskum kauphöllum í gær eftir að slæm byrjun í Wall Street hafði gert hækkanir að engu. Dow vísitalan, sem lækkaði um 125 punkta í fyrradag, hafði lækkað um 120 punkta eða 1,3% þegar viðskiptum lauk í Evrópu vegna uggs um áhrif fjárhagsvanda Brasilíu í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 621 orð

Hafa vart bein áhrif á íslensk hlutabréf

SÉRFRÆÐINGAR á verðbréfamarkaði, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja ólíklegt að efnahagserfiðleikarnir í Brasilíu, og lækkandi hlutabréfaverð í Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfarið, hafi mikil áhrif á verð íslenskra hlutabréfa. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Hagnaður Apple meira en tvöfaldast

HAGNAÐUR tölvufyrirtækisins á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra rúmlega tvöfaldaðist vegna góðrar sölu iMac einkatölvunnar og hefur fyrirtækið skilað hagnaði fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaðurinn til desemberloka jókst í 123 milljónir dollara, eða 78 sent á hlutabréf, úr 47 milljónum dollara, eða 33 sentum, einu ári áður. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Nesútgáfan sameinast Talnakönnun hf. STARFSEMI út

Nesútgáfan sameinast Talnakönnun hf. STARFSEMI útgáfufélagsins Nesútgáfunnar hefur verið sameinuð Talnakönnun hf. Áætlað er að sameiginleg velta fyrirtækjanna verði um 125 milljónir króna. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 607 orð

Póst- og fjarskiptastofnun skorti lagaheimild

ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi bráðabirgðaúrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar um að Landssímanum beri að innheimta gjöld fyrir millilandasímstöð Tals hf. Telur úrskurðarnefndin að Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki tilgreint lagaleg rök fyrir bráðabirgðaúrskurði sínum. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Steingrím ur stjórnarformaður Remex

STEINGRÍMUR Hermannsson fyrrum seðlabankastjóri, var í gær kosinn stjórnarformaður í fyrirtækinu Remex. Fyrirtækið er ársgamalt og hefur fram að þessu unnið að undirbúningi fyrir sókn á alþjóðamarkað á sviði stoðtækjaframleiðslu. Hluthafar í Remex eru nú sautján talsins, innlendir og erlendir, og er hlutafé 23 milljónir. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 336 orð

Tal hlaut markaðsverðlaun Ímarks ÍMARK ­ félag ís

Tal hlaut markaðsverðlaun Ímarks ÍMARK ­ félag íslensks markaðsfólks veitti Tali hf. í gær markaðsverðlaun félagsins 1998 en auk Tals voru Íslenska útvarpsfélagið og Vöruveltan, 10­11 tilnefnd til verðlaunanna. Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, var við sama tækifæri valinn fulltrúi Íslands í vali á markaðsmanni Norðurlandanna. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 705 orð

Unnið að samkomulagi til að forðast rannsókn

Á AÐALFUNDI í Skálum ehf., sem haldinn var hinn 8. desember sl., var borin upp rannsóknartillaga frá fulltrúum minnihlutans í hluthafahópi Skála, útgerðarfélaginu Tanga annarsvegar og Vopnafjarðarbæ hins vegar. Lagt var til að fram færi rannsókn sem tæki til allra viðskipta Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. og útgerðarfélagsins Skála ehf. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Verðfall á evrópskum mörkuðum

EVRÓPSK hlutabréf féllu í verði í gær vegna gengisfellingar í Brasilíu, sem vekur ugg um sams konar fjármálaumrót í heiminum og vegna neyðarástandsins í Asíu og Rússlandi í fyrra. "Við búumst við 10­15% leiðréttingu á evrópskum mörkuðum á næstu þremur mánuðum," sagði sérfræðingur BT Alex Brown. Meira

Daglegt líf

15. janúar 1999 | Neytendur | 348 orð

Brauð og kökur úr lífrænt ræktuðu hráefni

HÖFUÐMARKMIÐ okkar er auðvitað að framleiða hágæðavöru en það er líka ljóst að lífræn ræktun er brýn vegna rýrnunar í jarðvegi og mengunar, segja þeir Guðmundur og Sigfús Guðfinnssynir sem reka Brauðhúsið í Grímsbæ. Þeir bjóða nú eingöngu brauð og kökur sem bakað er úr lífrænt ræktuðu hráefni. Meira
15. janúar 1999 | Neytendur | 465 orð

Of hæg kæling á kjöti varasöm

Í SUMUM leiðbeiningum um suðumeðferð hangikjöts er mælt með að láta kjötið kólna í soðinu, en slík meðferð getur verið mjög varasöm. Fjórtán manns hlutu matareitrun um síðustu jól vegna slíkrar meðferðar á kjötinu. Að sögn Rögnvalds Ingólfssonar lék grunur á að hangikjöt sem borið var fram í veislunni væri orsök veikindanna. Meira

Fastir þættir

15. janúar 1999 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Hinn 20. janúar verður Jón H. Sigurmundsson, aðstoðarskólastjóri í Þorlákshöfn, fimmtugur. Jón og eiginkona hans, Ásta Júlía Jónsdóttir, taka á móti gestum í sal Grunnskólans 16. janúar kl. 18 til 23. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 14. janúar, verður fimmtugur Jón B. Björgvinsson, Kvistabergi 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Halldóra Oddsdóttir. Þau eru stödd á Kanaríeyjum. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 14. janúar, verður fimmtugur Björgvin Bjarnason, framkvæmdastjóri, Hjallastræti 14, Bolungarvík. Eiginkona hans er Elísabet Guðmundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í kaffisal Íshúsfélagsins á Ísafirði laugardaginn 16. janúar frá kl. 17. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 36 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Sjötug verður miðvikudaginn 20. janúar Matthía M. Jónsdóttir, Dvergabakka 20. Eiginmaður hennar er Kristján Jóhannsson. Þau taka á móti gestum sunnudaginn 17. janúar í Þrastarheimilinu, Flatahrauni 21, Hafnarfirði, á milli kl. 15 og 18. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 150 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Einnig er reiknað út árangur para með svokölluðum fjölsveitaútreikningi og eru þessi pör efst: Jóhann Magnússon ­ Kristinn Karlsson18,78 Guðmundur Magnússon ­ Gílsi Hafliðason18,50 Einar Sigurðsson ­ Ómar Olgeirsson18,17 Njáll G. Sigurðss. ­ Þorsteinn Kristmundss.17,97 Guðbrandur Sigurbergss. ­ Friðþj. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 68 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Farið er að síga á seinni hlutann í barómeternum hjá bílstjórunum og hafa Heimir Tryggvason og Árni Már Björnsson þægilega forystu í mótinu. Þeir eru með 167 yfir meðalskor en næstu pör eru þessi: Gísli Tryggvason ­ Leifur Kristjánsson120Flosi Ólafsson ­ Sigurður Ólafsson113Jón Sigtryggss. ­ Skafti Björnsson109Ragnar Björnsson ­ Daníel Halldórss. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 80 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót í parasv

ÍSLANDSMÓT í parasveitakeppni verður spilað helgina 30.­31. janúar. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raða í umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Keppnisgjald er kr. 10.000 á sveit. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða isbridgeþislandia.is. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 270 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Sigfúsar vann

SUÐURLANDSMÓT í sveitakeppni í brids var spilað í Hveragerði 8.­9. janúar 1999 með þátttöku 10 sveita. Eftir æsispennandi lokaumferð varð sveit Sigfúsar Þórðarsonar hlutskörpust, en sveitum Helga Hermannssonar og Mjólkurbús Flóamanna tókst hvorugri að nýta sér tap Sigfúsar í síðustu umferð til að skjótast á toppinn. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. apríl sl. í Hvalsneskirkju af sr. Hirti Magna Bryndís Guðmundsdóttir og Víðir Jónsson. Heimili þeirra er á Vallargötu 31, Sandgerði. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Oddgeir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. september í Keflavíkurkirkju Kolbrún Þorgilsdóttir og Herbert Eyjólfsson. Heimili þeirra er á Faxabraut 33a, Reykjanesbæ. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 20 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 15. janúar, eiga 60 ára hjúskaparafmæli Sveinbjörg Ásgrímsdóttir og Benedikt Jónasson, Grandavegi 47. Þau eru að heiman. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 260 orð

Faxi og Bændaskólinn reisa skemmu á Hvanneyri

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Faxi í Borgarfirði er nú að undirbúa byggingu fjölnota húss á Hvanneyri í samvinnu við Bændaskólann. Stefnt er að því að hægt verði að taka húsið í notkun þegar næsta skólaár hefst næsta haust. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 280 orð

Fundur dýralækna um sumarexem

FÉLAG hrossabænda bauð dr. Wolfgang Leibold prófessor við dýralæknaháskólann í Hannover til landsins fyrir skömmu og sat hann fund með sérfræðingum á Keldum, fulltrúum yfirdýralæknisembættisins, nokkrum íslenskum dýralæknum auk fulltrúa frá Félagi hrossabænda þar sem rætt var um sumarexem í íslenskum hrossum á erlendri grund. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 19 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 15. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Ásdís Óskarsdóttir og Jóhannes G. Jóhannesson. Þau eru að heiman. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 120 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. "Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritningarlestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10, eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Meira
15. janúar 1999 | Dagbók | 701 orð

Í dag er föstudagur 15. janúar 15. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En á

Í dag er föstudagur 15. janúar 15. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska. (Galatabréfið 5, 22.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Mælifell og Lagarfossfóru í gær. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 940 orð

Íslenskir hestar vinna til verðlauna í Bandaríkjunum

ÞAÐ FER ekki ofsögum af fjölhæfni, styrk og þoli íslenskra hesta. Gott dæmi um það eru íslensku hestarnir Remington, sem hefur gert það mjög gott í þolreiðarkeppni í Bandaríkjunum, og Surtur, sem nýlega fékk verðlaun sem besti hestur sem notaður er við iðjuþjálfun fatlaðra á sínu svæði. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 401 orð

KUNNINGI Víkverja brá sér á skíði í upphafi skíðatíðar í Blá

KUNNINGI Víkverja brá sér á skíði í upphafi skíðatíðar í Bláfjöllum. Fólk hafði tekið vel við sér og var greinilega orðið óþreyjufullt að komast á skíði og fá svalt og frískt fjallaloftið í lungun eða svo hélt kunninginn. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 506 orð

Myndir eftir Sölva Helgason

TIL eru myndir eftir Sölva Helgason hjá mörgum einstaklingum víða um land. Af skiljanlegum ástæðum er ekki jafn auðvelt að vita hvar þær eru niðurkomnar og ef um opinbera aðila væri að ræða (t.d. Þjóðminjasafn Íslands). Á þessu ári er fyrirhuguð útgáfa á bók um myndlist Sölva Helgasonar. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 569 orð

NÝJASTI listapóstur Gallerís Foldar fjallar um lokun listasafna yfir

NÝJASTI listapóstur Gallerís Foldar fjallar um lokun listasafna yfir hátíðar og segir: "Stóru listasöfnin í Reykjavík voru lokuð frá því nokkru fyrir jól og fram yfir áramótin. Þessi ráðstöfun kom illa við ýmsa, t.d. ferðafólk, innlent sem erlent, sem statt var í borginni. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 502 orð

Safnaðarstarf Í auga stormsins ÞAÐ er fullyrt

ÞAÐ er fullyrt að í miðju fellibyls sé logn. Í auga stormsins þýðir kyrrð, hlé, og það er einmitt það, sem okkur langar til að bjóða til á fimmtudögum í Háteigskirkju kl. 19.30, að menn geti komið úr ys og þys hversdagsins, hringiðu mannlífsins inn í innri íhugun, kristna íhugun, þar sem líkaminn er notaður sem tæki til að sitja til innri kyrrðar og þagnar til þess að opna sig fyrir kærleika Guðs. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 94 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom á alþjóðlegu móti í Oxford í Englandi í desember. Svíinn sókndjarfi Jonny Hector (2.510) var með hvítt og átti leik, en Steffen Pedersen (2.415) hafði svart. 31. Dxa6! og svartur gafst upp, því 31. ­ bxa6 32. Hb8 er mát. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 193 orð

SUÐUR spilar fjóra spaða og fær út hjartaás og síðan k

Hvernig er best að spila? Vandinn er að vinna spilið þegar vestur á laufásinn, sem er reyndar líklegt eftir innákomu hans á hættunni. Ein hugmynd er að henda tígli í hjartakóng og trompa svo út tígulinn í þeirri von að hann falli 3-3. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 835 orð

Til varnar Alþingi Ásakanir um undirlægju

Í SEINNI tíð hefur borið allmikið á niðrandi tali um Alþingi og alþingismenn. Það er sagt að þingið sé ekkert nema "afgreiðslustofnun" fyrir það "ráðherraveldi" sem hér ríki, að löggjafarvaldið sé "ambátt" ráðherranna, að þingmenn vanræki stórlega eftirlitshlutverk sitt og láti í einu og öllu segja sér fyrir verkum af "flokkseigendum" ríkisstjórnarflokka. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 99 orð

TUTTUGU og sjö ára franskur listamaður vill eignast íslenska pennav

TUTTUGU og sjö ára franskur listamaður vill eignast íslenska pennavini: Remi Campana, Cite la Marquisanne, Bt210, BD Douala, 83200 Toulon. Bandaríkur karlmaður sem getur ekki um aldur en hefur áhuga á fornsögum, víkingum, ferðalögum, köfum, steingervingum o.fl.: Ronald H. Meira
15. janúar 1999 | Í dag | 487 orð

Öryrkjar í góðæri!

HVAÐA öryrki kannast við þetta orð, góðæri? Vill ekki einhver góður maður segja okkur öryrkjum hvað þetta orð þýðir, bara svo að við getum nú haldið uppi samræðum um daglegt líf við aðra. Já, meðan ég man, takk fyrir 4% hækkun nú í janúar. Ég vona bara að við skemmum ekki þetta góðæri með þessari hækkun. Ég vil að stjórnmálamenn komi aðeins niður á jörðina og skoði mál öryrkja í alvöru. Meira
15. janúar 1999 | Fastir þættir | 329 orð

(fyrirsögn vantar)

Svæðamót Norðurlands vestra í sveitakeppni verður haldið á Siglufirði 23. og 24. janúar nk. Mótið hefst að morgni laugardags kl. 10. Keppt verður um rétt til þátttöku í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni auk þess sem úthlutað verður silfurstigum eftir árangri hverrar sveitar. Reiknaður verður "butler" og er þátttökugjald á sveit 10.000 kr. Skráningarfrestur er til hádegis miðvikudaginn 20. Meira

Íþróttir

15. janúar 1999 | Íþróttir | 357 orð

ÁSTRALSKI sundkappinn Michael Klim

ÁSTRALSKI sundkappinn Michael Klim var í gær útnefndur sundmaður Ástralíu og hafði þar betur í keppninni við marga sterka sundmenn eins og Ian Thorp, Susie O'Neal og Grant Hackett. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 96 orð

Blak Bikarkeppni karla

Bikarkeppni karla Átta liða úrslit ÍS - KA-b3:1 (25:21, 25:22, 21:25, 25:9) Knattspyrna England Enska bikarkeppnin Aukaleikir í 3. umferð Fulham - Southampton1:0 Barry Hayles 85. 17.448. Fulhan sækir Aston Villa heim í 4. umferð. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 503 orð

Borgnesingar í miklum baráttuhug

Leikmenn Skallagríms hafa greinilega nýtt jólafríið vel og mæta baráttuglaðir til leiks á nýju ári. Í gær léku þeir vel á móti Haukum úr Hafnarfirði og höfðu forystu allan leikinn. Staðan í hálfleik var 52:38 og lokatölur 94:78 og var þetta annar sigur Borgnesinga í deildinni í vetur og lyftu þeir sér úr botnsætinu með sigrinum. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 206 orð

Brasilíumenn áhyggjufullir

Forráðamenn brasilískrar knattspyrnu eru áhyggjufullir vegna laga sem væntanlega taka gildi í landinu árið 2001. Lögin eru í anda "Bosman-laganna" og kveða á um að leikmenn, eldri en tvítugir, geti farið hvert sem þeir vilja þegar samningur þeirra rennur út án þess að félag þeirra fái greiðslu fyrir. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 154 orð

Draumahögg í Malasíu

ÞÓ EKKI séu nema fjórtán dagar liðnir af árinu og talsvert langt þar til golftímabilið hefst hér á landi eru íslenskir kylfingar þegar byrjaðir að fara holu í höggi. Sú fyrsta til þess á árinu svo vitað sé var Auður Árnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 625 orð

Einstakt tækifæri

"ÉG byrjaði í læknisnámi við Háskóla Íslands í haust, en ákvað jafnframt að hvernig sem gengi þá ætlaði ég að einbeita mér að sundíþróttinni eftir áramót og stefna að keppni á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári," segir Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, sem heldur eftir helgi til Canberra í Ástralíu til æfinga. Reiknar hún með að vera þar að minnsta kosti fram til loka aprílmánaðar. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 464 orð

Flugeldasýning Páls Axels á Hlíðarenda

PÁLL Axel Vilbergsson var heldur betur í stuði er Grindvíkingar heimsóttu Valsmenn á Hlíðarenda í 13. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Hann hitti úr 12 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og gerði alls 41 stig. Skallagrímur vann annan leik sinn í deildinni, sigraði Hauka í Borgarnesi á meðan Njarðvíkingar unnu Tindastól og Snæfell Þór. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 112 orð

Formlegt tilboð í Indriða frá Liverpool

ÞRÍR fulltrúar KR fara til Liverpool á morgun vegna tilboðs enska félagsins í Indriða Sigurðsson en það vill kaupa hann af KR og gera samning við varnarmanninn til þriggja og hálfs árs. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá æfði Indriði með Liverpool í haust, var fyrst í viku og fór síðan aftur og var þá lengur. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 354 orð

Fram kom Haukum niður á jörðina

Fram kom Haukum niður á jörðina HVORKI fór mikið fyrir góðum varnarleik né litríkum sóknarleik þegar Fram sótti Haukastúlkur heim í Hafnarfjörðinn í gærkvöld. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 472 orð

Frank de Boer á leið til Barcelona

LEIKMANNAMARKAÐURINN á Spáni lokast á miðnætti annað kvöld og talið er fullvíst að bæði Real Madrid og Barcelona muni krækja sér í einhverja leikmenn fyrir þann tíma. Enginn samningur hefur verið gerður enda búist við að félögin bíði með slíkt fram á elleftu stundu, en talið er að frægir leikmenn frá Júgóslavíu, Hollandi og Suður-Ameríku séu í sigtinu hjá félögunum. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 793 orð

Hafnaði tilboði Stoke

LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hafnaði tilboði um nýjan samning hjá Stoke en þetta er fimmta tímabil hans hjá enska félaginu, sem er sem stendur í 3. sæti í 2. deild. "Ég á eftir eitt og hálft ár af samningnum en þegar félagið bauð mér nýjan samning til þriggja og hálfs árs sagði ég nei, vildi bíða og sjá hvernig staðan verður í vor," sagði Lárus Orri við Morgunblaðið. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 216 orð

Handknattleikur Haukar - Fram27:29

Haukar - Fram27:29 Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, miðvikudaginn 13. janúar 1999. Gangur leiksins: 0:4, 7:7, 10:12, 13:14, 13:16, 16:18, 24:27, 26:27, 26:29, 27:29. Mörk Hauka: Harpa Melsteð 7, Judit Rán Esztergal 6/4, Thelma B. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 188 orð

Hörður framkvæmdastjóri GSÍ

HÖRÐUR Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands frá og með 1. mars ­ tekur við starfi Frímanns Gunnlaugssonar. Hörður, sem er 37 ára, hefur verið framkvæmdastjóri Loftkastalans síðan 1996, er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, útskrifaðist árið 1989 af endurskoðunarsviði. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 50 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Vestm.:ÍBV - Valur20.30 2. deild karla: Akureyri:Þór - Fylkir20.30 1. deild kvenna: Vestm.:ÍBV - Grótta/KR18. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 27 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild:kl. 20 Akranes:ÍA - KR Borgarnes:Skallagrímur - Haukar Njarðvík:UMFN - Tindastóll Stykkishólmur:Snæfell - Þór Ak. Valsheimili:Valur - Grindavík 1. deild karla: Kennaraháskóli:ÍS - Þór Þ. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 82 orð

Íslendingaslagur í Þýskalandi

ÞAÐ er ljóst að Íslendingaslagur verður á boðstólum þegar 8-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik fara fram 10. febrúar. Ólafur Stefánsson og samherjar hans hjá Magdeburg drógust gegn Dormagen, en með liðinu leika Róbert Sighvatsson, Héðinn Gilsson og Daði Hafþórsson. Essen með Pál Þórólfsson innanborðs, leikur við Nordhorn ­ 2. deildarliðið sem sló Wuppertal út. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 678 orð

Jason hefur sagt skilið við handknattleikinn

JASON Ólafsson, handknattleiksmaður hjá Dessauer í 2. deild í Þýskalandi síðan síðsumars, gerir ekki ráð fyrir að leika handknattleik framar. "Staðan er óbreytt frá því í nóvember, ég sé ekkert með vinstra auganu, læknar gefa mér ekki von og ég reikna ekki með að spila handbolta framar," sagði hann við Morgunblaðið. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 137 orð

Jason þakkaði fyrir sig

JASON Ólafsson, handknattleiksmaður hjá Dessauer í 2. deild í Þýskalandi síðan síðsumars, þakkaði áhangendum liðsins fyrir stuðninginn við sig fyrir heimaleik á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Hameln í gærkvöldi. Hann er blindur á vinstra auga eftir að hafa meiðst í leik í byrjun nóvember og leikur ekki framar handknattleik. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 166 orð

Jóhannes B. fékk 125 stig í einu stuði

Jóhannes B. Jóhannesson fékk 125 stig í áttunda ramma í 5. stigamóti BSSÍ, sem fram fór um helgina, og er það hæsta stuð vetrarins. Hann náði fjórum stuðum yfir 70 stigum og er með örugga stöðu í keppni um gullkúluna, hefur náð 15 stuðum yfir 70, en Brynjar Valdimarsson er næstur með átta stuð. Félagarnir léku til úrslita í stigamótinu og vann Jóhannes 5­4 í einum besta leik tímabilsins. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 112 orð

Juventus leitar að sóknarmanni

FORRÁÐAMENN ítölsku meistaranna í Juventus hafa leitað að framlínumanni til að taka stöðu Alessandro Del Piero sem meiddist í október og verður frá keppni fram á vor. Í síðustu viku var allt útlit fyrir að tyrkneski sóknarmaðurinn Hakan Sukur yrði fyrir valinu en samningar tókust ekki í fyrstu atrennu. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 118 orð

Keila

Íslandsmótið. 1. deild karla ­ 14. umferð: HK - Keflavík A0:8 Keiluböðlar - KR A0:8 PLS - Keilugarpar8:0 Keiluvinir - Stormsveitin0:8 Lærlingar - Úlfarnir8:0 BT - Keilulandsveitin2:6 Lærlingar eru efstir með 90 stig, þá Keilulandsveitin 86, KR A 86, PLS 82, Úlfarnir 64, Stormsveitin 62, Keflavík A 60, HK 32, Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 98 orð

Knattspyrna Spánn

Spánn 3. umferð bikarkeppninnar, seinni leikir. Badajoz - Valladolid1:1 Samanlögð markatala 2:2. Valladolid vann 12:11 í vítakeppni og þurfti 28 spyrnur til að fá fram úrslit. Sevilla - Villarreal1:3 Villarreal vann 5:3 samanlagt. Benidorm - Tenerife0:0 Samanlögð markatala 2:2. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 299 orð

Kristinn G. hefur aðsetur í Texas

KRISTINN G. Bjarnason, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, heldur til Bandaríkjanna í dag, þar se, hann hyggst reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi. Kristinn mun hafa aðsetur í Texas og ætlar að keppa á mótaröðum sem þar eru, Hooters og Lone Star. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 131 orð

Kristján ekki til Lyngby

ÚTLIT er fyrir að Kristján Finnbogason sé ekki á förum til danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby eins og stóð til. Danska liðið seldi nýlega aðalmarkvörð sinn til Englands og spurðist fyrir um Kristján í framhaldi af því. KR-ingar veittu samþykki fyrir sitt leyti, vildu frá 6 milljónir fyrir leikmanninn, og hann fór ásamt umboðsmanni sínum til Danmerkur annan í jólum til viðræðna við félagið. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 312 orð

LEEDS var í gær orðað við Arnar Gun

LEEDS var í gær orðað við Arnar Gunnlaugsson framherja Bolton. Greinilegt er að fylgst er með samskiptum leikmannsins við félag sitt, en eftir helgi verður tekin ákvörðun um hvort fallist verður á beiðni Arnars um sölu frá Bolton. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 261 orð

Leicester og Brentford áhugasöm um Arnar

ENSKIR fjölmiðlar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvert knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson er á förum frá Bolton í ensku 1. deildinni. Á Netinu í gær mátti lesa um áhuga forráðamanna úrvalsdeildarliðsins Leicester City sem og þriðjudeildarliðsins Brentford. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 103 orð

Lorenzo Orr látinn fara frá Þór

BANDARÍSKI leikmaðurinn Lorenzo Orr í úrvalsdeildarliði Þórs á Akureyri er á förum frá félaginu. Hann hefur leikið með liðinu frá upphafi leiktíðar en leikur síðasta leik sinn með félaginu í kvöld er það mætir Snæfelli. Orr heldur síðan af landi brott á morgun. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 164 orð

Meiri lyfjaneysla samfara fleiri leikjum

AUKINN leikjafjöldi eykur líkur á lyfjamisnotkun hjá atvinnumönnum í knattspyrnu, að sögn Wilfrieds Kindermanns, læknis þýska landsliðsins í knattspyrnu. "Ekki er hægt að gera ráð fyrir að siðferði atvinnumanna í knattspyrnu sé meira en annarra," sagði hann í samtali við þýska vikublaðið Sport Bild í gær. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 110 orð

Meistaradeild Evrópu

Istanbúl, Tyrklandi: Efes Pilsen - Vitoria71:67 Mirsad Turkcan 16, Petar Naumoski 14 - Elmer James Bennet 19, Miroslav Beric 13. 3.500. Olympiakos - PAOK57:71 Tony Goldwire 14, Milan Tomic 12 - George Mahlarinos 20, Yannis Yannoulis 14. 5.000. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 349 orð

Mikil spenna í Hólminum

Snæfell sigraði hið unga og efnilega lið Þórs í miklum baráttuleik, 78:74, í Stykkishólmi í gærkvöld. Það var greinilegt í upphafi leiks að þarna var leikur liða sem koma til með að berjast um sæti í 8-liða úrslitakeppninni. Staðan í hálfleik var 41:39. Snæfell byrjaði mun betur og var búið að ná tíu stiga forskoti um miðjan fyrri hálfleik. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 166 orð

Nicklaus missir af US Masters

JACK Nicklaus, einn fremsti kylfingur allra tíma, mun gangast undir skurðaðgerð síðar í mánuðinum þar sem skipt verður um mjaðmalið í kappanum. Aðgerðin verður til þess að Nicklaus verður ekki meðal keppenda á bandaríska meistaramótinu í golfi (US Masters) í vor en hann hefur verið meðal keppenda í fjörutíu ár, eða allt síðan hann var 19 ára gamall. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 300 orð

Niederw¨urzbach í vanda

Þýska handknattleiksliðið Niederw¨urzbach á í miklum fjárhagskröggum og stendur félagið svo tæpt að ekki er víst að því takist að ljúka keppni í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð. Rudi Hartz, framkvæmdastjóri þess til margra ára, segir vanda félagsins vera mikinn og það þurfi 300.000 mörk, um 12 milljónir króna, til þess að geta staðið við skuldbindingar út leiktíðina. Hefur félagið m.a. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 243 orð

Nú mega hinir!

EFTIR að Michael Jordan hættir í NBA opnast möguleiki fyrir stjörnur annarra liða að sigra og fá hinn eftirsótta meistarahring. En Jordan telur að margir af hans keppinautum og félögum munu ekki njóta þess til fulls að sigra því það vanti Michael Jordan. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 375 orð

OTTÓ Karl Ottósson, knattspyrnumaður hjá

OTTÓ Karl Ottósson, knattspyrnumaður hjá KR, hefur gengið til liðs við Breiðablik. SELFOSS, sem leikur í 2. deild í knattspyrnu, hefur fengið góðan liðsstyrk. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 122 orð

Ósk Gróttu/KR rættist

ÓLAFUR Björn Lárusson, þjálfari 1. deildarliðs Gróttu/KR í handknattleik karla, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. þriðjudag að eina ósk liðsins væri að fá heimaleik í undanúrslitum bikarkeppninnar. Óskin rættist þegar dregið var í gærkvöldi ­ Grótta/KR fær FH í heimsókn um mánaðamótin en Afturelding tekur á móti Fram í hinum undanúrslitaleiknum. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 627 orð

Ríkharður hefur ekki skrifað undir samning

RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við norska liðið Viking. Hann er með samning út næsta tímabil, en bæði félagið og hann hafa lagt mikla áherslu á að gera lengri samning áður en nýtt tímabil hefst. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 85 orð

Rússar koma

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik leikur tvo leiki gegn Rússlandi í undankeppni HM hér á landi 23. og 24. janúar. Fyrst í Víkinni og þá í Hafnarfirði. Króatía er einnig í riðlinum og leikur íslenska liðið báða sína leiki við Króata í Króatíu um helgina 19. til 21. febrúar. Landsliðið kemur saman til æfinga um helgina. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 727 orð

Sá besti fyrr og síðar

MICHAEL Jordan, herra NBA eða hans hátign, eins og hann var oft kallaður, tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna, hann væri hættur sem atvinnumaður í körfuknattleik. "Ég er hingað kominn til að tilkynna að ég sé hættur," sagði Jordan á blaðamannafundi sem haldinn var á körfuboltavellinum í United Centre, íþróttahöll Chicago Bulls, en með því liði lék Jordan allan sinn feril. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 324 orð

"Sjálfsmark" hjá Dæhlie

NORSKI ólympíumeistarinn Björn Dæhlie sýndi á sér nýja og frekar óvenjulega hlið í heimsbikarmóti sem fram fór í Nove Mesto í Tékklandi á þriðjudag. Þessi mesti skíðagöngukappi allra tíma virtist eiga sigurinn vísan í 30 km göngunni, en datt á andlitið þegar hann átti aðeins fimm metra eftir ófarna í markið. Hann stóð á fætur en flækti þá skíðastafnum í annað skíðið og féll aftur. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 117 orð

Skíði Heimsbikarinn

Heimsbikarinn Nove Mesto, Tékklandi: 15 km ganga kvenna (frjáls aðferð):mín. 1. Kristina Smigun (Eistlandi)42.41,5 2. Stefania Belmondo (Ítalíu)42.57,6 3. Nina Gavrilyuk (Rússlandi)43.04,3 4. Anfisa Reztsova (Rússlandi)43.23,9 5. Svetlana Nageikina (Rússlandi)43.26,1 Staðan 1. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 331 orð

Southampton sýnir honum áhuga

Brynjar Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur æft með enska 1. deildarliðinu Sheffield United í viku og stóð til að hann léki með varaliðinu á móti Shrewsbury í fyrrakvöld en leiknum var aflýst vegna veðurs. Óljóst er um framhaldið en úrvalsdeildarliðið Southampton hefur sýnt áhuga á miðjumanninum og ætlaði að fylgjast með honum í umræddum leik. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 519 orð

UMFN - UMFT92:72

Íþróttahúsið í Njarðvík, 13. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL-deildinni, fimmtudaginn 14. janúar 1999. Gangur leiksins: 6:0, 6:2, 22:11, 32:25, 41:28, 54:41, 65:50, 80:62, 92:72. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 1425 orð

Uppgjör toppliðanna Real Mallorca og Celta

Aðdáendum spænsku knattspyrnunnar fjölgar jafnt og þétt hér á landi enda er 1. deildin á Spáni ein sú skemmtilegasta í Evrópu, leikir opnir og mikið skorað af mörkum. Um helgina fara fram réttnefndir stórleikir, sem allir þeir sem heillast hafa af spænsku knattspyrnunni hljóta að fylgjast með af miklum áhuga. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 137 orð

Vala og Þórey Edda fá verðuga keppni

ELMARIE Gerryts frá Suður-Afríku mun etja kapppi við Völu Flosadóttur og Þóreyju Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna á stórmóti ÍR í Laugardalshöll 24. janúar. Þetta var ákveðið í gær. Gerryts, sem er 26 ára, á best 4,30 metra og varð í öðru sæti á Samveldisleikunum síðastliðið sumar. Vala á best 4,44 metra innanhúss og 4,36 metra utanhúss. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 43 orð

Vetrarstarfið kynnt hjá skíðadeild ÍR

Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.00 verður vetrarstarf skíðadeildar ÍR kynnt á fundi í ÍR-heimilinu við Skógarsel. Skíðadeild ÍR býður upp á skíðakennslu og skíðaæfingar fyrir alla aldursflokka. ÍR starfar með Skíðaliði Reykjavíkur sem er samstarf KR, Víkings og Fram. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 93 orð

Wembley seldur

EIGENDUR Wembley-leikvangsins í Lundúnum, vöggu enskrar knattspyrnu, hafa komist að samkomulagi um að selja hann. Kaupandinn er ENSDC-sjóðurinn, sem enska knattspyrnusambandið á. Kaupverðið er sagt um 12 milljarðar íslenskra króna og segja forráðamenn ENSDC að leikvangurinn verði rifinn og endurbyggður og gerður að raunverulegum þjóðarleikvangi. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 74 orð

Þýskaland

Þýskaland Eisenach - Minden25:23 Julian Róbert Duranona var markahæstur í liði Eisenach með 8 mörk, þar af 6 úr vítum. Von Behren og Tutschkin voru markahæstir í liði Minden með 5 mörk hvor. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 396 orð

(fyrirsögn vantar)

HENNING Henningsson er hættur að leika með úrvalsdeildarliði Skallagríms í körfuknattleik. Hann hóf tímabilið með Borgnesingum sem þjálfari og leikmaður, en hætti sem þjálfari fyrir jólin og nú hefur hann hætt sem leikmaður. Hann lék ekki með liðinu gegn sínum gömlu félögum í Haukum í gærkvöldi. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 204 orð

(fyrirsögn vantar)

"Ég veit ekki hvað það er, en það er eins og menn verði hræddir við að koma hingað suður með sjó. Við höfum leikið vel að undanförnu en nú gekk hvorki né rak og það má segja að við höfum gleymt hjartanu fyrir norðan. Meira
15. janúar 1999 | Íþróttir | 247 orð

(fyrirsögn vantar)

Skagamenn og KR-ingar áttust við í íþróttahúsinu á Akranesi í gærkvöldi. Þrátt fyrir að leikurinn væri jafn og spennandi, eins og svo oft áður er þessi lið hafa mæst, var hann illa leikinn af báðum liðum og stundum erfitt að átta sig á að þau væru að leika í efstu deild körfuboltans. Meira

Úr verinu

15. janúar 1999 | Úr verinu | 232 orð

Elín sölustjóri ÍS í Bretlandi

ELÍN Þorsteinsdóttir, sem verið hefur gæðastjóri hjá Íslenskum sjávarafurðum frá árinu 1994, tók nú um áramótin við starfi sem sölustjóri hjá Iceland Seafood Ltd., sölufyrirtæki Íslenskra sjávarafurða hf. í Bretlandi. Elín er fædd í Reykjavík 29. des. 1961. Meira
15. janúar 1999 | Úr verinu | 1023 orð

Hreppurinn leggur til 20 millj. og önnur fjármögnun hafin

ÚTGERÐARFÉLAG Breiðdælinga var stofnað sl. sunnudag og á mánudagskvöld var haldinn kynningarfundur með starfsfólki fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur gengið frá kaupsamningi við Búlandstind um kaup á öllum eigum fyrirtækisins á Breiðdalsvík auk togskipsins Mánatinds og Meira
15. janúar 1999 | Úr verinu | 1377 orð

Nýtt stjórnunarkerfi krókabáta árið 2000

BREYTINGAR hafa verið gerðar á lögum um stjórn fiskveiða og voru þær samþykktar á Alþingi á miðvikudag. Lögin sem nú hafa verið samþykkt á Alþingi hafa hvað mest áhrif á veiðistjórnun krókabáta, sérstaklega þeirra sem róið hafa á sóknardögum. Meira
15. janúar 1999 | Úr verinu | 79 orð

Sjálfstæð starfsemi lögð niður

SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa nú tekið að sér að annast skrifstofuhald fyrir Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda, en félagið lagði niður sjálfstæða starfsemi sína um áramótin. Félagið sjálft hefur þó ekki verið lagt niður og frekari ákvarðanir um framtíð þess verða teknar á aðalfundi í febrúarmánuði næstkomandi. Meira
15. janúar 1999 | Úr verinu | 68 orð

Tap vegna ofveiði

EYJARSKEGGJAR á Papúa Nýju-Gíneu verða af miklum tekjum árlega vegna ólöglegra veiða erlendra skipa í 200 mílna landhelgi eyjanna. Talið er að upphæðin nemi jafnvirði rúmlega eins og hálfs milljarðs íslenskra króna. Meira

Viðskiptablað

15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 140 orð

Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Járnblendisins

UM síðustu áramót tók dr. Helgi Þór Ingason við stöðu aðstoðarmanns framkvæmdastjóra Íslenska járnblendifélagsins. Helgi Þór mun einnig stjórna ýmsum stærri verkefnum félagsins er ekki falla beint undir deildir þess. Helgi Þór varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1985. Hann lauk prófi í vélaverkfræði frá HÍ 1989 og M.S. prófi í vélaverkfræði frá sama skóla 1991. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 664 orð

Áhugi fyrir þróun hugbúnaðar á heilbrigðissviði Landssíminn og Íslensk erfðagreining hf. hafa keypt 20% hvort í Gagnalind hf.,

Landssíminn og Íslensk erfðagreining hf. kaupa hlut í Gagnalind hf. Áhugi fyrir þróun hugbúnaðar á heilbrigðissviði Landssíminn og Íslensk erfðagreining hf. hafa keypt 20% hvort í Gagnalind hf., sem hefur um nokkurra ára skeið þróað sjúkraskrárkerfi og hugbúnað fyrir heilbrigðisstofnanir. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 2828 orð

Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði Mikil umskipti hafa orðið á umfjöllun og áhuga á hlutabréfaviðskiptum á Íslandi undanfarin

UMTALSVERÐ hlutabréfaviðskipti hafa átt sér stað á Verðbréfaþingi Íslands það sem af er árinu. Á mánudag var metdagur á þinginu er hlutabréfaviðskipti dagsins námu rúmum hálfum milljarði. Í desembermánuði 1998 var slegið nýtt mánaðarmet er Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 160 orð

Breytingar á Bylgjunni og Mono

EIRÍKUR Hjálmarsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Bylgjunnar og tekur við starfinu 15. janúar af Skúla Helgasyni, sem hverfur til annarra starfa. Þá hefur Pálmi Guðmundsson verið ráðinn dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Mono. Eiríkur starfaði á fréttastofu Bylgjunnar árin 1988 til 1990. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 315 orð

Breytingar hjá Landsbankanum

TRYGGVI Tryggvason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Markaðsviðskipta á Alþjóða- og fjármálasviði bankans og mun hann taka til starfa 1. mars nk. Tryggvi er fæddur 3. janúar 1971. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá fjármálasviði Háskóla Íslands í júní 1995, fékk MSc. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 762 orð

Ekkert lát á samrunabylgjunni

SAMRUNI er orð sem oft heyrðist á síðasta ári bæði á erlendum og innlendum mörkuðum. Mikið hefur verið um samruna stórfyrirtækja úti í heimi og eru samrunarnir að verða stærri og stærri. Í bílageiranum er skemmst að minnast stórsamruna Chrysler og Daimler Benz í fyrirtækinu Daimler-Chrysler. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 285 orð

Gjaldþrot í Kína vekur ugg banka og markaða

FYRIRÆTLANIR Kínverja um að leysa upp gjaldþrota fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins, Gitic (Guangdong International Trust & Investment Corp), hafa vakið ugg erlendra bankastjóra og valdið lækkunum á hlutabréfamarkaði í Hong Kong, en kínverskir sparisjóðseigendur hafa verið fullvissaðir um að þeir þurfi ekki að óttast um innstæður sínar. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 422 orð

Gæti breiðst út um alla Suður-Ameríku

EFNAHAGSKREPPA er yfirvofandi í Brasilíu og er óttast að hún geti breiðst út til annarra ríkja Suður-Ameríku. Brasilía er áttunda stærsta hagkerfi heims og um 45% af iðnaðarútflutningi álfunnar koma þaðan. Tíðindin hafa valdið töluverðum óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 146 orð

Hlutabréf

Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) spáir því að verðbólga hérlendis aukist lítilsháttar á þessu ári og innlendir langtímavextir lækki á næstu mánuðum. Þá er reiknað með að aukning vaxtamunar milli krónunnar og vísitölu hennar til viðbótar við hægari aðgang að erlendu lánsfé stuðli að því að styrkja gengi krónunnar þrátt fyrir mikinn viðskiptahalla. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 91 orð

Hlutafjárvæðing skoðuð

KNATTSPYRNUDEILD ÍBV hefur skipað nefnd sem á að skoða kosti þess að deildin verði gerð að hlutafélagi. Að sögn Jóhannesar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV, er í nefndinni fólk úr viðskiptalífi Vestmannaeyja, en hann vildi ekki greina frá því hverjir það væru. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 171 orð

Intrum opnar á Austurlandi

Intrum opnar á Austurlandi INTRUM á Íslandi ehf., sem er hluti af innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia í Evrópu, hefur opnað umboðsskrifstofu fyrir Austurland á Egilsstöðum. Skrifstofan er til húsa að Kaupvangi 2, en rekstur skrifstofunnar mun verða í höndum eigenda lögmannsstofunnar Lögmenn Austurlandi ehf. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 711 orð

Í sókn á upplýsingatæknimarkaðnum

NÝLEGA sameinuðust tvö ung fyrirtæki á upplýsingatæknimarkaðnum, Norræn hönnun hf. og Hjálp ­ hugmyndabanki í fyrirtækinu NCD- hönnun. Meðalaldur 18 starfsmanna fyrirtækisins er um 23 ár. Samruninn er nýafstaðinn en Norræn hönnun var stofnuð árið 1995 og hefur frá stofnun unnið við gerð vefsvæða fyrir fyrirtæki. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 437 orð

Kostnaðarhækkanir á vinnumarkaði

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf. (FBA) spáir því að verðbólga hérlendis aukist lítilsháttar á þessu ári og innlendir langtímavextir lækki á næstu mánuðum. Þá er reiknað með að aukning vaxtamunar milli krónunnar og vísitölu hennar til viðbótar við hægari aðgang að erlendu lánsfé stuðli að því að styrkja gengi krónunnar þrátt fyrir mikinn viðskiptahalla. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 171 orð

Mannabreytingar hjá Eimskip

ÁSBJÖRN Skúlason hefur tekið við starfi forstöðumanns stórflutninga hjá Eimskip. Ásbjörn hóf störf hjá Eimskip árið 1969, fyrst í vöruafgreiðslu og síðan á skipum félagsins. Frá júní 1992 starfaði hann sem forstöðumaður skiparekstrardeildar Eimskips en hefur síðastliðin 2 ár starfað sem forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Longshup Ltd. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 66 orð

Markaðsverðlaun ÍMARK

ÍMARK ­ félag íslensks markaðsfólks mun afhenda Markaðsverðlaun ÍMARK Verðlaunin eru veitt því fyrirtæki sem dómnefnd metur að hafi skarað fram úr á liðnu ári á sviði markaðsmála. Verðlaunaafhending mun fara fram á Hótel Sögu, Ársölum kl. 12­13:30. Íslenska útvarpsfélagið hf., Tal hf. og Vöruveltan 10­11 eru tilnefnd til verðlauna. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 71 orð

Microsoftráðstefna

RÁÐSTEFAN "Þetta er Microsoft" ­ Minni eignarhaldskostnaður með Windows 2000 og Office 2000 verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 29. og 30. janúar 1999. Eins og í október sl. verða fyrirlestrarnir byggðir upp fyrir tvenns konar hópa. Föstudagur 29.01. 1998 klukkan 13 til 18 (Salur 1­3) ­ fyrir fagfólk. Laugardagur 30.01. 1998 klukkan 13 til 18 (Salur 5) ­ fyrir samstarfs- og endursöluaðila. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 279 orð

Murdoch mun fara sér hægt á Netinu

"NETIÐ mun leggja fleiri fyrirtæki í rúst en það kemur á fót í þeim skilningi að það mun þurrka út milliliðina og News Corp. mun ekki flýta sér að afla eigna í þessum sífellt dýrari geira," sagði Rupert Murdoch, forstjóri og stjórnarformaður, í fyrirspurnatíma á fundi sjónvarpsfrömuða í vikunni í Singapore, þegar hann hafði flutt þar ræðu. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 336 orð

NBC óttast minnkandi sjónvarpsáhorf

Jordan, sem hóf leik í NBA-deildinni með Chicago Bulls árið 1984, hefur tekist með leikni sinni á vellinum að laða fjölda sjónvarpsáhorfenda að viðtækjunum, einkum þá sem ekki hafa lagt í vana sinn að horfa á leiki í NBA. Hafa Jordan og lið hans Chicago komið við sögu í öllum áhorfsmetum sem sett hafa verið frá því NBC hóf sýningar frá deildinni árið 1991. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 83 orð

Netscape nær til 10 milljóna

NETSCAPE Communications Corp. hermir að áskrifendur netþjónustu fyrirtækisins, Netscape Netcenter, séu orðnir fleiri en 10 milljónir, miðað við 5 milljónir í júlí. Frá Netcenter stöðinni geta notendur ferðazt um netið, notið margháttaðrar þjónustu, verzlað og spjallað saman. Átján rásir eru í boði í stöðinni. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 177 orð

Nýtt fréttarit um upplýsingatækni

TÖLVU-VÍSI, fréttabréfi Tölvu- og verkfræðisþjónustunnar, hefur verið breytt í almennt fréttarit um upplýsingatækni. Hlutverk ritsins er að flytja fréttir af tækninýjungum á tölvu- og símamarkaði hérlendis sem erlendis, segja frá framvindu mála á vettvangi upplýsingatækninnar og gangast fyrir úttektum og könnunum á markaðnum. Ritið kemur út vikulega og verður fáanlegt í áskrift. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 212 orð

Stærsti hluthafinn í Delta

HINN 30. desember síðastliðinn fór fram formleg afhending á framleiðslu- og þróunareiningu Lyfjaverslunar Íslands hf. til Delta hf. Við stutta athöfn af þessu tilefni afhenti Sigurður G. Jónsson, stjórnarformaður Delta hf., Grími Sæmundsen, stjórnarformanni Lyfjaverslunar Íslands hf., hlutabréf í Delta hf. að nafnverði 46.554.013 króna sem greiðslu fyrir söluna. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 312 orð

Tafir á útlandaþjónustu Tals

ÞÓRÓLFUR Árnason, forstjóri Tals hf., segir ljóst að fyrirtækið hefji ekki útlandasímaþjónustu 15. janúar, eins og ráðgert hafi verið, vegna aðgerða Landssíma Íslands hf. sem hafi tafið fyrir opnun þjónustunnar. Landssíminn telur ásakanir Tals hf. fráleitar. Meira
15. janúar 1999 | Viðskiptablað | 166 orð

VÞÍ sendir Fjármálaeftirliti gögn um viðskiptin

VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS hf. hefur ákveðið að senda Fjármálaeftirliti gögn varðandi viðskipti með bréf Íslenskra sjávarafurða hf. á gamlársdag. Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmsar hliðar málsins hefðu verið athugaðar af hálfu starfsmanna Verðbréfaþingsins en það væri Fjármálaeftirlits að taka ákvörðun um hvort málið yrði rannsakað eða látið Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 413 orð

Af góðu fólkiog vondu

"SUMIR grafískir hönnuðir eru svo uppteknir af að búa til listaverk að þeir gleyma að grafísk hönnun í auglýsingagerð byggist á því að selja og hafa áhrif. Svo eru þeir sem eru svo uppteknir af því að selja að þeir gleyma að vera frumlegir og ná engri athygli. Síðan þeir sem kunna að beita frumlegri hönnun til að skapa hugvit og selja. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 439 orð

Anorakkar fyrir alla, alltaf

LITRÍKIR, áferðarfallegir, fóðraðir og ófóðraðir í hinum ýmsu sniðum og efnum. Anorakkarnir á götum höfuðborgarinnar hafa fjarlægst grænlensku upprunaflíkina svo um munar og valdið því að fáir gera sér lengur grein fyrir tengslunum. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er talað um að anorakkur sé skjólflík úr þunnu skinni "... Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1715 orð

Faglegur stuðningur og betri aðgerðir

HINN 30. janúar næstkomandi verður Húðlæknastöðin ehf., til húsa að Smáratorgi 1, Kópavogi, formlega opnuð en hún er að líkindum stærsta einkarekna stöð sinnar tegundar á Norðurlöndum. Fimm húð- og kynsjúkdómalæknar standa að Húðlæknastöðinni ehf.: Bárður Sigurgeirsson dr.med., Birkir Sveinsson, Jón Hjaltalín Ólafsson dr.med. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

Jólaflugvélarút um alltborð

AUGLÝSINGIN sem Elísabetu Ann Cochran þykir vænst um segir hún ekki endilega besta verk sitt heldur einfaldlega vera sér kært vegna aðdraganda hugmyndarinnar. "Ég er mikið jólabarn í mér og ein af þeim sem set upp allt jólaskraut fyrstu vikuna í desember. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 306 orð

Lyf til aðlækna þjóð-félagsmein

EITT af fyrstu verkefnum Grétu V. Guðmundsdóttur hjá Nonna og Manna segir hún hafa verið sannkallað draumaverkefni og óvenjulegt vegna þess að nægur tími gafst til að vinna verkið. "Samtök iðnaðarins höfðu samband við mig í ársbyrjun 1997 og vildu hrinda af stað smá átaki með nokkrum innlendum lyfjaframleiðendum. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 830 orð

Rammíslenskur fatnaður á jólasveinana

"BURT með larfana," sagði Grýla gamla við strákana sína. "Ég vil alls ekki að þið verðið okkur Leppalúða til skammar framar í mannabyggðum. Þá er mér að mæta." Þjóðminjasafn Íslands og Reykjavík, menningarborg árið 2000, heyrðu af þessum hótunum og létu til skarar skríða. Efnt var til samkeppni um jólasveinabúninga í nóvember sl. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 718 orð

Saktmóðigur er íslenskusletta í dönsku Tónlist hljómsveitarinnar Saktmóðigur hefur verið kennd við pönk en ef til vill er hún

BROT úr texta: Ég var einn í húsinu, þeir voru komnir inn. Ég var einn með sjálfum mér, hvað getur verið verra? Ég var einn í húsinu, þeir töluðu til mín. Ég var einn með Bangsimon, en hvar ertu MAMMA?!?!? Túlkun: Sjónvarpinu var Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 369 orð

Segir fátt­ en þó svomargt

AUGLÝSINGIN "Fyrirgefðu" frá árinu 1988, ein af níu dagblaðaauglýsingum, sem Hvíta húsið vann fyrir Áhugahóp um bætta umferðarmenningu, telur Sverrir Björnsson gott dæmi um það sem góð auglýsing þarf að hafa til brunns að bera. "Hún er einföld og kallar á þátttöku áhorfandans með því að vekja hann til umhugsunar ­ í þessu tilviki um atburð og afleiðingar. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 207 orð

STARFSEMI HÚÐLÆKNASTÖÐVARINNAR

ÞEIR fimm húð- og kynsjúkdómalæknar sem standa að Húðlæknastöðinni greina og meðhöndla alla sjúkdóma í húð auk kynsjúkdóma. Meðhöndlun getur farið fram með lyfjum, skurðaðgerðum eða geislum. Benda má á að innan húðsjúkdómafræðinnar teljast óvenju margir sjúkdómar og eru skráðar 4-5 þúsund greiningar innan fræðigreinarinnar. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 310 orð

"Stúlkan"sem varstrákur

AUGLÝSINGIN sem Þórir Hrafnsson nefnir sem eina af sínum uppáhaldsverkum var fyrir Sjálfstæðar konur og birtist í sjónvarpinu fyrir Alþingiskosningarnar vorið 1995. "Við vildum beina sjónum manna að því að viðtekin viðhorf þyrftu að breytast til að jafnrétti karla og kvenna næðist," segir Þórir, Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 262 orð

Tímalaustslagorð ágóðu máli

EIN af uppáhaldsauglýsingaherferðum, sem Birgir Ingólfsson hefur unnið að, var fyrir Morgunblaðið fyrir nokkrum árum. "Markmiðið var að losa blaðið við hvimleiðan pólitískan stimpil, sem það dragnaðist með, skerpa ímynd þess sem sjálfstæðs og leiðandi fréttamiðils og undirstrika hlutverk þess sem ómissandi þátttakanda og aflvaka í íslenskri þjóðmálaumræðu. Meira
15. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 781 orð

Tískufatnaður úr íslenskum raunveruleika með alþjóðlegu yfirbragði

Hrein, kvenleg og yfirveguð minnir hvít kvenfatalína Katrínar Pétursdóttur iðnhönnuðar síst af öllu á iðandi lífið í íslenskum frystihúsum. Anna G. Ólafsdóttir sannfærðist heldur ekki um að þaðan væri efnið upprunnið fyrr en eftir að hafa farið um flíkurnar eigin höndum í skjóli fyrir íslenskri vetrarveðráttu ­ einn gráleitan vetrarmorgun fyrir skömmu. Meira

Ýmis aukablöð

15. janúar 1999 | Dagskrárblað | 152 orð

Kostuleg kvikindi

John Cleese, Jamie Lee Curtis og Kevin Kline eru hér komin í dýragarðinn og skemmta sér vel að vanda. Þetta er sami hópurinn og stóð að myndinni Fiskurinn Vanda sem naut mikilla vinsælda þegar hún var sýnd. Kostuleg kvikindi eru á dagskrá Stöðvar 2 föstudagskvöldið 29. janúar. Verðlaunahandrit Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.