Greinar þriðjudaginn 19. janúar 1999

Forsíða

19. janúar 1999 | Forsíða | 221 orð

Einstaklingar sagðir fremja glæpi ­ ekki ríkið

SPÆNSKIR lögfræðingar hófu í gær málflutning fyrir lávarðadeildinni, æðsta dómstól Bretlands, og héldu því fram, að sækja mætti Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, til saka fyrir morð, mannrán og pyntingar annars staðar en í heimalandi hans. Meira
19. janúar 1999 | Forsíða | 103 orð

Kveðja til sakamanna

LÖGREGLAN í London hefur tekið upp þann sið að senda glæpamönnum afmæliskveðju með mynd af lögreglustöðinni í hverfi þeirra til að minna þá á hvað bíður þeirra haldi þeir áfram á glæpabrautinni. Meira
19. janúar 1999 | Forsíða | 67 orð

Skurðaðgerð hugsanleg

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var færður á sjúkrahús á sunnudag með blæðandi magasár og læknir hans sagði í gær að líklega yrði hann þar í tvær til þrjár vikur, ef magasárið greri vel. Læknirinn bætti þó við að ef lyfjameðferð verkaði ekki vel á forsetann væri hugsanlegt að skera þyrfti hann upp og þá gæti sjúkrahússdvölin orðið lengri. Meira
19. janúar 1999 | Forsíða | 551 orð

Vísa yfirmanni eftirlitssveita ÖSE úr landi

SERBAR storkuðu í gær Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalaginu (NATO) með því að gera árásir á þorp í Kosovo, vísa yfirmanni alþjóðlegra eftirlitssveita úr landi og meina saksóknara stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morð á 45 albönskum íbúum héraðsins. Meira
19. janúar 1999 | Forsíða | 41 orð

Þrettándagleði í Moskvu

Reuters Þrettándagleði í Moskvu GRÍSK-kaþólska rétttrúnaðarkirkjan og hinar austrænu kirkjudeildir halda í dag upp á þrettándann, til minningar um komu vitringanna þriggja að jötu Krists í Betlehem. Hátíðahöldin hófust í gær og þessir Moskvu- búar böðuðu sig í ísköldu vatni í Moskvufljóti. Meira

Fréttir

19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

18 ára síbrotamaður í tveggja ára fangelsi

HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag 18 ára pilt, Kristján Markús Sívarsson, í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi, vegna margháttaðra hegningarlagabrota, þar á meðal líkamsárása, hnífaburðar, hótana, eignaspjalla, vörslu fíkniefna og fjölda innbrota. Kristján hefur áður gerst sekur um ýmis brot á almennum hegningarlögum og ítrekað rofið skilorð. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

360 ný mál skráð á árinu 1997

Í SKÝRSLU um störf umboðsmanns Alþingis 1997, sem nýlega er komin út, kemur fram að á árinu hafi verið skráð 360 ný mál. Þar af voru rúmlega 49% málanna vegna kvartana frá Reykvíkingum. Umboðsmaður tók að eigin frumkvæði upp sex mál en skráð mál á grundvelli kvartana voru 354. 340 mál hlutu lokaafgreiðslu á árinu. Þar af voru 105 þeirra felld niður að fenginni leiðréttingu eða skýringu Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

75 útköll vegna veðurs

75 útköll vegna veðurs LÖGREGLAN í Reykjavík fékk 75 beiðnir um aðstoð vegna veðursins um helgina. Mest var það vegna lausra hluta eða þakplatna sem fuku til og varð talsvert tjón vegna þeirra, ekki síst á bifreiðum. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

880 fleiri fluttust til landsins en frá því

ÁRIÐ 1998 voru skráðar 59.955 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands. Innan sama sveitarfélags flutti 32.791, en á milli sveitarfélaga fluttu 18.920. Þá fluttu 4.562 til landsins og 3.682 frá því. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Aldrei fleiri skráðir til náms

Brautskráning nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands fór fram laugardaginn 19. des. Alls voru brautskráðir 43 nemendur, þar af 33 stúdentar. Fjórir nemendanna brautskráðust af tveimur brautum. Alls voru 715 nemendur skráðir í dagskóla í upphafi annar og hafa aldrei fleiri verið skráðir til náms í skólanum. Tæplega 85% nemenda stóðust próf sín og er það með því besta sem náðst hefur. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 44 orð

"Alþýðuhátíð" í Minnesota

Reuters "Alþýðuhátíð" í Minnesota JESSE Ventura, fyrrverandi glímukappi og núverandi ríkisstjóri í Minnesota í Bandaríkjunum, efndi til mikillar "alþýðuhátíðar" í Minneapolis sl. laugardag og sóttu hana um 16.000 manns. Hér fagnar hann fólkinu með sínum hætti en hátíðina hélt hann í stað hins hefðbundna ríkisstjóraballs. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Andanefju rak á fjöru undan Enni

Hellissandi-Alltaf þykja það nokkur tíðindi þegar hval rekur á fjöru. Á morgunflóðinu sl. laugardag var 6 metra löng andanefja rekin á fjöru undan Ennisfjalli milli Ólafsvíkur og Hellissands, innan til við Harðakamb, ekki langt frá þeim stað sem nefnist Rauðusteinar og skiptu áður merkjum milli Neshrepps og Ólafsvíkur. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Andstaða við Eyjabakkalón

66% svarenda í skoðanakönnun DV eru andvíg miðlunarlóni við Eyjabakka, en slíkt lón er forsenda Fljótsdalsvirkjunar. Í könnuninni, sem gerð var 11. janúar, var spurt: Ertu fylgjandi eða andvígur uppistöðulónum orkuvera í Eyjabökkum, norðan Vatnajökuls? 28,7% sögðust vera fylgjandi en 55,5% andvíg. 13,5% voru óákveðin og 2,3% neituðu að svara. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

ASÍ sendir ESA kæru á hendur íslenska ríkinu

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur sent kæru á hendur íslenska ríkinu til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að fullgilda tilskipun Evrópusambandsins um réttarstöðu þungaðra kvenna á vinnumarkaði með fullnægjandi hætti. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð

Athugasemd frá Indriða G. Þorsteinssyni

VEGNA sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðinu sl. laugardag hefur gætt óánægju með orðanotkun vegna samkynhneigðra. Þeir, sem hefur sárnað þetta, eru beðnir afsökunar á rangri og ólöglegri orðanotkun. Indriði G. Þorsteinsson. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Átta tonn af eldisbleikju drápust

VEGNA óveðursins um helgina varð verulegt tjón hjá fiskeldisstöðinni Hólalaxi á Hólum í Hjaltadal. Að sögn Péturs Brynjólfssonar framkvæmdastjóra drápust um átta tonn af eldisbleikju sem komin var að markaðsstærð í eldi og einnig rösklega þrjátíu þúsund laxa- og bleikjuseiði í stöðinni. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 224 orð

Baráttan gegn atvinnuleysi efst á dagskrá

BARÁTTAN við atvinnuleysisdrauginn verður efst á dagskrá formennskumisseris Þjóðverja í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB), að því er Oskar Lafontaine, fjármálaráðherra Þýzkalands, sagði á fundi með starfssystkinum sínum frá öllum ESB-löndunum í Brussel í gær. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Barist í boltaleik

ÍÞRÓTTIR utan húss eru stundaðar af kappi meðal framhaldsskólanema og nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík eru þar framarlega í flokki. MR-ingar tóku að stunda hlaup í kringum Tjörnina um 1970 og aðrir skólar fylgdu í kjölfarið og bættu útiíþróttum við leikfimikennsluna. Það kemur þó ekki til af góðu að nemendur skólans sparka bolta í ís og snjó. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Bifreið eyðilagðist í eldi

FÓLKSBIFREIÐ er gjörónýt eftir að kviknaði í henni á ferð við Hítará í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í gærmorgun. Eldurinn kom upp í vélarrúmi bifreiðarinnar og gat lögreglan á Grundarfirði, sem kom á vettvang, ekki ráðið niðurlögum eldsins með duftslökkvitæki. Slökkviliðið í Borgarnesi lauk verkinu og var bifreiðin síðan flutt í Borgarnes. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Borgin hætt að fóðra fugla við Tjörnina

Borgin hætt að fóðra fugla við Tjörnina Í KULDAKASTINU og rokinu að undanförnu hafa fuglarnir við Tjörnina verið fegnir að fá það brauð sem að þeim er rétt en borgaryfirvöld eru hætt að sjá um að fóðra þá. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 128 orð

Canaan Banana dæmdur í fangelsi

Reuters Canaan Banana dæmdur í fangelsi CANAAN Banana, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Zimbabwe, yfirgefur réttarsal í Harare í gær ásamt eiginkonu sinni, Janet, eftir að hafa verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar, en þar af eru níu ár skilorðsbundin, Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Danskennsla í Árseli og Fjörgyn

ELDMÓÐUR hefur hafið danskennslu í félagsmistöðvunum Fjörgyn í Grafarvogi og Árseli í Árbæ þar sem kennt er jazz-funk, free- style, R&B dans, latin-style, Grease o.fl. söngleikir. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 9­11 ára og 12 ára og eldri. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Eldur í Valhöll í Tálknafirði

RÉTT fyrir hádegið á sunnudag kom upp eldur í miðstöðvarkjallara í íbúðarhúsinu Valhöll í Tálknafirði. Tvær íbúðir eru í húsinu og sakaði íbúana ekki. Slökkvilið var kallað út, en íbúar hússins höfðu slökkt eldinn með handslökkvitækjum þegar það kom á vettvang. Mikill reykur varð af og fylltist kjallarinn, en engar skemmdir urðu í íbúðum hússins þar sem kjallarinn er alveg lokaður af frá þeim. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 667 orð

Er kvótakerfið réttlátt eða ranglátt?

Kvótakerfið og nýgenginn dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar var m.a. til umfjöllunar á fjölmennum fundi á Hótel Borg sl. laugardag. Arna Schram greinir frá umræðunum. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 183 orð

Eru reikistjörnurnoftaldar?

HUGSANLEGT er, að reikistjörnunum í sólkerfinu okkar fækki brátt um eina, þ.e.a.s. ef sumum stjörnufræðingum verður að ósk sinni. Um er að ræða Plútó, minnstu reikistjörnuna og þá, sem er einna lengst frá sólu. Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað stöðugt, sem segja, að hann sé í raun engin reikistjarna og hefði aldrei átt að fá það sæmdarheiti. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 726 orð

Fagna komu sólar á Ísafirði

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins Fagna komu sólar á Ísafirði Næsta föstudag, þann 22. janúar, stendur Ísfirðingafélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir árlegu Sólarkaffi á Broadway. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, skemmtanastjóri Ísfirðingafélagsins, hefur séð um skipulagningu þessa árlega viðburðar. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fargjöld hækka um 10,3%

FARGJÖLD í strætisvagna Almenningsvagna bs. hækka 1. febrúar næstkomandi um að jafnaði 10,3%. Pétur U. Fenger, framkvæmdastjóri AV, segir að hækkunin sé einkum til komin vegna aukins launakostnaðar. Einstök fargjöld fyrir fullorðna hækka úr 130 kr. í 150 kr., farmiðaspjöld með tíu miðum úr 1.100 kr. í 1.200 kr., farmiðaspjöld með fimm miðum sem seld eru í vögnunum hækka úr 650 kr. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 488 orð

Fárviðri og 17 vindstig undir Eyjafjöllum

Holti-Að kveldi föstudags skall á ofsaveður undir Eyjafjöllum, einkum undir Austur-Eyjafjöllum og jókst veðurhamurinn þannig að aðfaranótt laugardags náði vindhraðinn mest 17 vindstigum í vindhviðunum samkvæmt vindmæli í Steinum. Veðurhamurinn hélst fram á sunnudag og fauk víða til skaða, húsþök, vélar og bifreiðar. Rafmagnslaust var í um 20 klst. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Félagsfundur FAAS á Landakoti

FÉLAGSFUNDUR FAAS, félags aðstandenda alzheimerssjúklinga, verður haldinn á dagspítala Landakots þriðjudaginn 19. janúar nk. Inngangur er á jarðhæð, Ægisgötumegin. Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri minnismóttöku Landakots, kynnir deildina og það ferli sem sjúklingar og aðstandendur þeirra ganga í gegnum. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 174 orð

Friðargæslu hætt í Angóla?

HUGSANLEGT er, að Sameinuðu þjóðirnar hætti öllu friðargæslustarfi í Angóla vegna harðra bardaga milli stjórnarhersins og skæruliða Unita-hreyfingarinnar. Er það raunar lagt til í skýrslu, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur lagt fyrir öryggisráðið. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 365 orð

Gengisflot realsins mælist vel fyrir á mörkuðunum

STJÓRNVÖLD í Brasilíu hafa ákveðið að láta markaðinn ráða gengi gjaldmiðilsins, realsins, og ætla ekki að grípa inn í nema til að koma í veg fyrir skyndilegar sveiflur. Hefur þessi ákvörðun mælst vel fyrir á fjármálamörkuðunum. Meira
19. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 288 orð

Háskólanum á Akureyri færð höfðingleg gjöf

UMBOÐSMENN erfingja Kristínar Jónasdóttur, Aðallandi 3 í Reykjavík, afhentu forsvarsmönnum Háskólans á Akureyri andvirði íbúðar hennar við athöfn sem efnt var til í sal háskólans á Sólborg í gær. Kristín Jónasdóttir var gift Geir Jónassyni, borgarskjalaverði í Reykjavík. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 183 orð

Húseignir sem standast kröfur fá tryggingar

HÆGT er að tryggja hús gagnvart foktjóni svo lengi sem þau standast kröfur sem tryggingafélög gera til þeirra, m.a. vegna hugsanlegrar veðurhæðar. Vegna ummæla Vigfúsar bónda Andréssonar í Morgunblaðinu á sunnudag um að ekki væri hægt að fá tryggingar á hús undir Eyjafjöllum var haft samband við Vátryggingafélag Íslands og spurt nánar um ástæður þessa. Meira
19. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 492 orð

Húsnæðið tekið í notkun í maí

IÐNAÐARMENN vinna hörðum höndum við að innrétta viðbyggingu Sundlaugar Akureyrar en stefnt er að því að framkvæmdum við húsið ljúki í kringum 20. maí í vor. Byggingu nýrrar laugar er lokið og var hún tekin í notkun í byrjun júlí á síðasta ári og einnig nýr útipottur. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 403 orð

Hver er sinnar gæfu smiður Höfundur er hjúkrunarfræðingur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.

Hver er sinnar gæfu smiður Höfundur er hjúkrunarfræðingur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Geigvænleg byggðaröskun Höfundur er framkvæmdastjóri Akoplasts og Kexsmiðjunnar á Akureyri og stefnir á 2. sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Meira
19. janúar 1999 | Miðopna | 3883 orð

Hyggst breiða markaðinn út um Evrópu

Samúel Hreinsson hefur rekið fiskmarkaðinn í Bremerhaven í rúmt ár Hyggst breiða markaðinn út um Evrópu Við Íslandsbryggju í Bremerhaven stendur Fiskmarkaður Samúels Hreinssonar. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ísklifrari í fremstu röð

GUÐMUNDUR Helgi Christensen náði fjórða sæti á hinum árlegu X vetrarleikum, Winter X Games, í Crested Butte í Colorado í Bandaríkjunum í ísklifri sl. fimmtudag. Það er íþróttasjónvarpsstöðin ESPN2 sem stendur að leikunum og voru þeir núna haldnir í þriðja sinn. Til þátttöku í ísklifri var 12 helstu klifrurum heims boðið. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 437 orð

Íslenskum fiski og öðru góðgæti veifað í Danmörku

"ÍSLENSKUR fiskur er handan og ofan við annan fisk," útskýrði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fyrir Frank Lykke, innkaupastjóra ISO-kjörbúðakeðjunnar, og Peter Kristiansen verslunarstjóra er hann heimsótti glæsilega verslun ISO á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Með heimsókn sinni var ráðherrann að styðja við framtak Útflutningsráðs um markaðsfærslu íslenskra afurða í Danmörku. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Javier Solana til Íslands á fimmtudag

JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur í heimsókn til Íslands næstkomandi fimmtudag til viðræðna við íslensk stjórnvöld. Heimsókn Solana er liður í viðræðum hans við leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkja vegna undirbúnings leiðtogafundar bandalagsins, samkvæmt upplýsingum sem fengust í utanríkisráðuneytinu. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

KÁRI TRYGGVASON

KÁRI Tryggvason, kennari og rithöfundur, lést á Landspítalanum sl. laugardag 93 ára að aldri. Kári fæddist að Víðikeri í Bárðardal 23. júlí 1905. Foreldrar hans voru Sigrún Ágústa Þorvaldsdóttir og Tryggi Guðnason, bóndi í Víðikeri. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Kennsla hafin í Þingholtsstræti 18

KENNSLA er hafin í í Þingholtsstræti 18, gjöf Davíðs S. Jónssonar og barna hans til Menntaskólans í Reykjavík. Þessum tímamótum var fagnað í Hátíðarsal Menntaskólans sl. sunnudag og þakkaði Ragnheiður Torfadóttir, rektor skólans, börnum Elísabetar Sveinsdóttur og Davíðs S. Ólafssonar og minntist foreldra þeirra með þökk og djúpri virðingu. Meira
19. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Kjörstaðir opnir í dag vegna óveðurs um helgina

ÓVEÐRIÐ um helgina og slæm færð í kjölfar þess setti mark sitt á prófkjör Framsóknarflokksins í báðum Norðurlandskjördæmunum. Var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í dag, þriðjudag, en talið verður á miðvikudag. Vegir voru víðast hvar mokaðir í gær þannig að flestir ættu að komast á kjörstað. Árni V. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 47 orð

Krónprins Spánar í Brussel

Reuters Krónprins Spánar í Brussel FELIPE de Borbon, ríkisarfi Spánar, heimsótti í gær höfuðstöðvar Evrópusambandsins (ESB) á fimm vikna ferð sinni um Evrópu. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Launþegum sé ekki mismunað í starfskjörum

EVRÓPUSAMTÖK launafólks (ETUC) og Evrópusamtök atvinnurekenda (UNICE/CEEP) hafa gert með sér nýjan samning um tímabundna ráðningarsamninga. Verði samningurinn staðfestur af framkvæmdastjórnum aðildarsamtakanna og af framkvæmdastjórn og ráði Evrópusambandsins munu ákvæði hans öðlast gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu sem hluti af EES-samningnum. ASÍ og VSÍ eru aðilar að samkomulaginu. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 286 orð

Líkur leiddar að því að sonurinn hafi flogið

EKKI liggur fyrir af hverju flugmaður flugvélarinnar sem fórst í Hornafirði í byrjun ágúst beygði ekki til aðflugs að flugvellinum þegar komið var yfir radíóvitann við Höfn. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa um slysið eru leiddar að því líkur að eldri sonur þýska læknisins hafi stjórnað vélinni og faðirinn verið upptekinn við fjarskipti. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Lítið af loðnu að lokinni brælu

ENGIN loðnuveiði var í fyrrinótt en 10 skip voru komin á miðin í gær eftir óveðrið um helgina. Talsvert hafði sést af loðnu á miðunum austur af Hvalbak fyrir helgina en að sögn skipstjórnarmanna var nokkuð minna að sjá þar í gær. Þeir eru engu að síður bjartsýnir á að loðnan gefi sig af krafti þegar líður lengra á mánuðinn. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 676 orð

Mestar annir vegna aðstoðar í óveðrinu

FÁMENNT var í miðborginni aðfaranótt laugardags enda hvasst og fólk fauk til og frá, sem var á ferðinni. Ölvun var ekki mikil og ástandið þokkalegt. Þó þurfti að handtaka nokkra vegna ölvunar eða óspekta og þrír voru fluttir á slysadeild vegna minni háttar meiðsla. Það var einnig fámennt í miðborginni aðfaranótt sunnudags og ölvun ekki mikil. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 728 orð

Meta málið út frá gömlum forsendum

GUNNAR Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn, segist telja að Náttúruvernd ríkisins sé of fljót á sér að leggjast gegn nýju námasvæði verksmiðjunnar í Mývatni. "Við erum að vinna að ákveðnu umhverfismati sem við munum leggja fyrir á næstu vikum. Náttúruvernd mun fá það plagg í hendurnar og þá er grundvöllur til að meta málið. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 571 orð

Milli 25 og 30% miðaldra fólks fá háþrýsting

HÁÞRÝSTINGUR er meðal alvarlegustu heilbrigðisvandamála hérlendis, sem og víða á Vesturlöndum, en milli 25 og 30% miðaldra fólks eru með háþrýsting og fer slíkt vaxandi með aldrinum. Sé hann ekki meðhöndlaður getur hann til dæmis leitt til hjarta- og nýrnasjúkdóma svo og heilablóðfalls. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 460 orð

Milljónatjón en engin slys á fólki

MILLJÓNATJÓN varð er snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við bæinn Birkihlíð í Hálshreppi í S-Þingeyjarsýslu sl. laugardag. Ekki urðu slys á fólki en miklar skemmdir á búvélum, auk þess sem skemma er varð fyrir snjóflóðinu eyðilagðist. Jaðar snjóflóðsins hafnaði á íbúðarhúsinu í Birkihlíð en olli ekki teljandi skemmdum á því. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 524 orð

Mismunandi leiðir farnar

FLESTIR stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa stofnað sérstakar séreignadeildir til þess að taka við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði, en um áramótin varð launamönnum heimilt að leggja 2% af heildarlaunum í viðbótarlífeyrissparnað án þess skattur sé greiddur af framlaginu fyrr en að lífeyristöku kemur. Sjóðirnir hafa þó farið mismunandi leiðir í þessum efnum. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 227 orð

Mun minna tjón en ella vegna fjölda jarðstrengja

TJÓN Rafmagnsveitna ríkisins af völdum óveðursins um síðustu helgi er milli 15 og 20 milljónir króna, að sögn Kristjáns Jónssonar rafmagnsveitustjóra. Hann sagði tjónið umtalsvert minna nú en t.d. í óveðri árin 1991 og 1995 þegar það nam hundruðum milljóna króna þar sem línur hafa víða verið lagðar í jörð. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Myndabrengl

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemdir frá Pétri Péturssyni þuli: "Þau mistök urðu í laugardagsblaði Mbl. að í stað ljósmyndar af einkunnarorðum Háskóla Íslands sem birtast áttu með fréttatilkynningu um fyrirlestur Páls Gaimards þá fylkti flokkur íþróttamannaliði undir íslenskum fána jafnframt því að brenglaðist tilvitnun í bréf Jónasar Hallgrímssonar. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Norsk Hydro enn með

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segist ekki hafa fengið neinar vísbendingar um annað en að Norsk Hydro sé enn af fullum áhuga í þeirri vinnu sem nú standi yfir við athugun á byggingu álvers á Austurlandi. Í vefútgáfu norska blaðsins Dagens Næringsliv sagði í gær að vegna óvissu með álverð myndi Norsk Hydro fara sér hægt í fjárfestingum í áliðnaði í framtíðinni. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Nuddfræðingur í heimsókn

RÍKHARÐUR M. Jósafatsson nuddfræðingur verður staddur á Íslandi frá 22. janúar. Hann mun hafa aðstöðu hjá Pétri Jónssyni sjúkranuddara, Fellsmúla 24, Reykjavík. Ríkharður hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá 1989. Hann útskrifaðist árið 1990 frá Boulder School of Massage og 1993 frá International Institute of Chinese Medicine (IICM) með MA-gráðu í austurlenskum lækningum. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Nýir héraðsdómarar

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að setja eftirtalda í stöðu héraðsdómara til 30. júní 2001, samkvæmt heimild í 41. gr. dómstólalaga nr. 15/1998: Ingveldi Einarsdóttur, lögfræðing hjá umboðsmanni Alþingis, Ragnheiði Bragadóttur, aðstoðarmann hæstaréttardómara, Júlíus B. Georgsson, settan héraðsdómara, og Þorgerði Erlendsdóttur, settan héraðsdómara. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 31 orð

Ónýt eftir árekstur

Ónýt eftir árekstur FÓLKSBIFREIÐ er talin ónýt eftir árekstur tveggja bifreiða á Síkárbrú í Húnavatnssýslu síðdegis á sunnudag. Engin slys urðu á fólki. Lélegt skyggni var þegar áreksturinn varð og hálka. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 207 orð

Óveður gerir usla í Skagafirði

Sauðárkróki - Þegar snjóruðningsmenn á Siglufjarðarleið komu að bænum Krossi í Óslandshlíð rétt fyrir klukkan átta á sunnudagsmorgni var ljóst að verulegt snjóflóð hafði fallið úr hlíðinni fyrir ofan bæinn. Hafði það að mestu stöðvast við veginn en þó farið lítillega yfir hann. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Óveður tefur niðurrif Nýja bíós

VINNA við niðurrif byggingarinnar sem kennd er við Nýja bíó tefst um tvo til þrjá sólarhringa vegna veðursins á föstudag og fram á sunnudag, að sögn Jóhannesar Helga Jenssonar, framkvæmdastjóra Hífis ehf. sem stendur að verkinu ásamt EB- verki ehf. Vinna sem átti að vera um helgina féll niður, alveg þangað til veðrinu hafði slotað á sunnudag. Meira
19. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Prófkjör um efstu sætin

FULLTRÚAR Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í Norðurlandskjördæmi eystra hafa undirritað samkomulag um val frambjóðenda á sameiginlegan framboðslista til Alþingis í vor. Þar er gert ráð fyrir opnu prófkjöri um skipan fjögurra efstu sæta listans en þó að fulltrúar sama framboðsaðila geti ekki fengið bæði 1. og 2. sætið. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 806 orð

Ráðaleysi einkennir afstöðu NATO

VIÐBRÖGÐ fulltrúa Atlantshafsbandalagsins (NATO) við ódæðisverkum Serba við bæinn Racak í Kosovo, þar sem serbneskar hersveitir myrtu a.m.k. 45 Kosovo- Albana á föstudag, þykja til marks um það ráðaleysi og óeiningu sem ríkir innan bandalagsins og óttast margir að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Reykjavíkurdeild RKÍ heldur kynningarfund

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands heldur kynningarfund um starfsemi deildarinnar miðvikudaginn 20. janúar nk. kl. 20 á Hverfisgötu 105. Þar verður starfsemin kynnt og umræður verða um ný verkefni deildarinnar. Reykjavíkurdeildin er stærsta deild Rauða kross Íslands og starfa innan hennar um 500 sjálfboðaliðar. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 112 orð

Rúður brotnuðu og plötur losnuðu

Fagradal - Þakjárn losnaði af íbúðarhúsi á bænum Presthúsum í Reynishverfi í Mýrdal þegar sem hvassast varð þar um hádegisbil síðastliðinn laugardag. Menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru kallaðir á staðinn og náðu þeir að festa járnið niður. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 593 orð

Segir að tekist sé á um kvóta í kosningunum

JAFNAÐARMENN vilja ekki sátt við sérhagsmuni heldur við almannahagsmuni og telja að í alþingiskosningunum í vor verði tekist á um þetta tvennt. Þetta kom fram í framsöguerindi Ágústs Einarssonar, þingflokki jafnaðarmanna, á fundi Ungra jafnaðarmanna í Reykjaneskjördæmi um sjávarútvegsmál í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði á laugardag. Aðrir framsögumenn voru Árni M. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 250 orð

Sektarkennd þjakar Margaret Cook

Sektarkennd þjakar Margaret Cook London. The Daily Telegraph. FYRRVERANDI eiginkona Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, viðurkenndi um helgina að hún myndi finna til sektarkenndar neyddist Cook til að segja af sér vegna endurminningabókar hennar, Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skipuð í embætti héraðsdómara í Reykjavík

UMSÓKNARFRESTUR um embætti héraðsdómara rann út 25. nóvember 1998. Fyrsti starfsvettvangur væntanlegs dómara verður Héraðsdómur Reykjavíkur. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Gretu Baldursdóttur í embættið. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 49 orð

Snjóflóðahættan liðin hjá

FARFUGLAHEIMILI í jaðri Seyðisfjarðar var opnað aftur á sunnudag eftir að hafa verið rýmt vegna snjóflóðahættu um helgina. Sextán pólskir farandverkamenn, sem búa á farfuglaheimilinu og fengu inni í sumarhúsum Seyðfirðingafélagsins á meðan snjóflóðahættan var yfirvofandi, hafa því komið sér fyrir á nýjan leik á farfuglaheimilinu. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 198 orð

Snjóflóð í Dalsmynni og Fnjóskadal

UM 700 metra breitt snjóflóð féll í Dalsmynni í Fnjóskadal, við bæinn Þverá og yfir Fnjóská og að eyðibýlinu Skuggabjörgum handan árinnar. Erlingur Arnórsson bóndi segir tjón einkanlega á girðingum og skóglendi en flóðið féll hvorki á hús né olli slysum á fólki. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 390 orð

Sótt hefur verið um viðbótarlán vegna 940 íbúða

SVEITARFÉLÖGIN hafa sótt um heimildir til veitingar viðbótarlána vegna kaupa á um 940 íbúðum á öllu landinu og segist Gunnar Björnsson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, eiga von á því að hægt verði að afgreiða nánast allar þessar umsóknir. Þá hafa sveitarfélögin einnig sótt um lánveitingar vegna 200-250 leiguíbúða. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð

Stefán Ben. í Bankastræti

STEFÁN Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík, hefur opnað kosningaskrifstofu í Bankastræti 11, annarri hæð. Skrifstofan verður opin fram að prófkjörinu 30. janúar nk. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 159 orð

Stórhríð í fjörutíu klukkustundir

Vaðbrekka, Jökuldal-Stórhríð, sem stóð í 40 klst., gekk yfir Jökuldal og nágrenni um helgina. Hríðin byrjaði upp úr hádegi á föstudag og gekk ekki niður fyrr en á sunnudagsmorgun. Veður hélst gott á sunnudag og þá var góð aðstaða til að líta á ummerki eftir hana. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Tilboð 72% af áætlun

KLÆÐNING ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboð í styrkingu og klæðingu á 2,64 km kafla á Ásvegi frá Háfsósi að Þykkvabæ, tæplega 72% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Ljúka á styrkingu Ásvegar 15. júní í sumar. Tilboð Klæðningar var 8,1 milljón en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 11,4 milljónir. Stál og suða ehf. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Tillaga gerð um prófkjör

FRAMBOÐSNEFND Samfylkingar á Vesturlandi hefur komist að samkomulagi um að leggja til við flokkana sem að henni standa að fram fari prófkjör vegna alþingiskosninganna í vor. Stefnt er að því að prófkjörið fari fram í lok febrúar. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 486 orð

Tímabært orðið að forsetinn segi af sér?

NOKKRIR líklegra frambjóðenda til að leysa Borís Jeltsín Rússlandsforseta af hólmi sögðu í gær að það væri ekkert nýtt að hann væri heilsulaus. Sú staðreynd breytti engu um pólitíska áætlanagerð þeirra. Aðrir sögðu rétt að velta fyrir sér hvort ekki væri kominn tími til að Jeltsín segði af sér. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tjón RARIK yfir 15 milljónir

TALIÐ er að tjón Rafmagnsveitna ríkisins af völdum óveðursins um síðustu helgi sé á milli 15 og 20 milljónir króna. Kristján Jónsson rafmagnsstjóri telur að tjónið hefði að líkindum orðið mun meira ef áhersla hefði ekki verið lögð á lagningu jarðstrengja undanfarin ár. Rafmagnsveitustjóri segir jarðstrengi orðna ódýrari en áður og tækni við að plægja þá niður sífellt að batna. Meira
19. janúar 1999 | Landsbyggðin | 277 orð

Truflun á símasambandi vegna rafmagnsleysis

TALSVERÐAR truflanir urðu á símasambandi einkum á Norðurlandi vestra svo og á útvarps- og sjónvarpssendingum víða um land um helgina sem rekja má til rafmagnsleysis. Þannig datt svæðissímstöð á Sauðárkróki út aðfaranótt laugardags eftir að rafmagn fór af bænum en rafhlöður stöðvarinnar entust ekki nema hálfan sólarhring. Meira
19. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 375 orð

Um 184 milljónir greiddar á liðnu ári

ALLS fengu félagsmenn í fimmtán verkalýðsfélögum í Eyjafirði greiddar atvinnuleysisbætur á síðasta ári að upphæð um 184 milljónir króna. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra sér nú um að greiða út atvinnuleysisbætur og þegar horft er til alls kjördæmisins kemur í ljós að 246,7 milljónir króna hafa verið greiddar út á liðnu ári. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Uppsagnir hjá Meleyri

25 MANNS hefur verið sagt upp störfum í rækjustöð Meleyrar hf. á Hvammstanga. Guðmundur Tr. Sigurðsson framkvæmdastjóri segir að gripið sé til uppsagnanna vegna hráefnisskorts. Hann segir að væntanlega verði allir endurráðnir þegar líður fram á vetur. Hann segir líklegt að starfsfólkið missi vinnuna frá miðjum febrúar til loka mánaðarins. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Veikur kópur í aðgerð

VEIKUR kópur var dreginn upp úr Reykjavíkurhöfn í fyrrakvöld og fluttur í Húsdýragarðinn. Það voru starfsmenn Slysavarnafélagsins sem höfðu komið auga á kópinn og veiddu hann upp úr höfninni með háfi. Kópurinn var með stórt kýli á bakinu, á stærð við handbolta. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Veitingamenn kynna afmælishátíð bjórsins

TÍU ár verða liðin 1. mars nk. frá því að sala áfengs bjórs var lögleidd á Íslandi og hafa veitingamenn innan Samtaka ferðaþjónustunnar ákveðið að nota þau tímamót til að efna til vikulangrar hátíðar á veitingahúsunum. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 627 orð

Verjendur hyggjast sýna fram á gloppur

VERJENDUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefja í dag vörn forsetans fyrir öldungadeildinni en "saksóknarar" fulltrúadeildarinnar luku málflutningi sínum á laugardag. Þrátt fyrir réttarhöldin hyggst forsetinn flytja stefnuræðu sína á þinginu í dag og er talið að hann muni reyna að nota tækifærið til að sýna fram á að hann láti réttarhöldin ekki trufla störf sín. Er forsetinn m.a. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 355 orð

Vopnahlé í Sierra Leone

TALSMENN uppreisnarmanna í Sierra Leone sögðust í gær myndu virða vopnahlé frá kl. sex að kvöldi mánudags að íslenzkum tíma, jafnvel þótt engar vísbendingar væru um að hersveitir frá vestur- afrískum nágrannaríkjum, sem stutt hafa stjórnarher Sierra Leone í baráttunni við skæruliða, myndu virða það einnig. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Yfirlýsing frá Sverri Hermannssyni f.h. Frjálslynda flokksins

MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlýsing frá Sverri Hermannssyni, fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Framganga ríkisstjórnarinnar og þingmeirihluta hennar með nýsettri löggjöf í kjölfar kvótadóms Hæstaréttar, er hrakleg hvernig sem á hana er litið. Efnisniðurstöður í forsendum og dómi Hæstaréttar eru þar að engu hafðar. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 116 orð

Þrír fórust er síldarbátur sökk við Noreg

ÞRÍR menn fórust er norski síldarbáturinn "Borgøygutt" sökk í slæmu veðri fyrir norðan Bodø aðfaranótt sl. laugardags. Þremur tókst að bjarga upp í þyrlu. Báturinn, sem var 22 metra langt, 34 ára gamalt tréskip, var á leið á síldarmið innst inni í Vestfjorden þegar hann sökk og er ekki vitað hvað olli. Meira
19. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 514 orð

Öcalan farinn frá Ítalíu

MASSIMO D'Alema, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær að tyrknesk stjórnvöld hefðu á sínum tíma gert mistök þegar þau höfnuðu boði ítalskra stjórnvalda um að kúrdíski skæruliðaforinginn Abdullah Öcalan yrði leiddur fyrir alþjóðlegan glæpadómstól. Öcalan yfirgaf Ítalíu um helgina og vissu menn í fyrstu ekkert hvert hann fór. Meira
19. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

19. janúar 1999 | Staksteinar | 447 orð

»Alþingi og skipan Hæstaréttar "Á ALÞINGI að staðfesta skipun hæstaréttardómar

"Á ALÞINGI að staðfesta skipun hæstaréttardómara? Það er mál sem undirritaður hefur áður velt fyrir sér en er nú orðið raunverulegt dagskrármál á ný eftir síðasta dóm hæstaréttar í kvótamálinu." Með þessum hætti opnar Svavar Gestsson umræðu um Hæstarétt Íslands í vefblaði sínu, Hugmynd. Meira
19. janúar 1999 | Leiðarar | 541 orð

RAFRÆN SKATTAFRAMTÖL

STÆRSTI hluti einstaklinga getur um næstu mánaðamót skilað skattframtölum sínum með rafrænum hætti á Netinu. Þessi breyting léttir þeim og skattstofum sporin og minnkar verulega hættu á villum. Nýr ríkisskattstjóri, Indriði H. Meira

Menning

19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 228 orð

Bréf frá Presley 39 ár á leiðinni

AÐDÁANDI rokkkóngsins Elvis Presley var að fá bréf frá goðinu sínu 39 árum eftir að hann bað hann um eiginhandaráritun á ellefu ára afmæli sínu árið 1960. Karen Golz, sem bjó í Oberhausen í Vestur-Þýskalandi, viðurkennir að hún hafi "grátið pínulítið" á afmælisdeginum sínum þegar ekkert svar barst, að því er kemur fram í breska dagblaðinu Mirror á sunnudag. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 225 orð

Dans á borðum í sálarveislu

SÁLARVEISLA Austfirðinga var haldin á Broadway um helgina með rífandi stemmningu. Skipuleggjendur hátíðarinnar létu það ekki á sig fá þótt níu manns, átta söngvarar og einn hljóðfæraleikari, væru veðurtepptir á Höfn í Hornafirði heldur fengu brottflutta Norðfirðinga og einn Seyðfirðing til að hlaupa í skarðið með örstuttum fyrirvara. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 130 orð

Englunum leiðist Borg englanna (City of Angels)

Leikstjórn: Brad Silberling. Aðalhlutverk: Nicolas Cage og Meg Ryan. 100 mín. Bandarísk. Warner myndir, desember 1998. Öllum leyfð. ENDURGERÐIR evrópskra mynda í Hollywood eru algengar og oftast misheppnaðar. "City of Angels" er lausleg endurgerð meistaraverks þýska leikstjórans Wim Wenders, "Himinn yfir Berlín" og fullkomlega misheppnuð. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 628 orð

Ferskar hugmyndir í fyrirrúmi

HÆFILEIKAKEPPNI um gerð útvarpsþátta undir slagorðinu Útvarp nýrrar aldar var hleypt af stokkunum á fimmtudaginn var í útvarpshúsi Bylgjunnar. Að keppninni stendur Bylgjan í samvinnu við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslenska erfðagreiningu. Meira
19. janúar 1999 | Kvikmyndir | 228 orð

Forvitnilegir fjórir dagar

Leikstjóri Bruno Barreto. Brasilía 1997. BARRETO er einn kunnastur nokkurra, ágætra, brasilískra leikstjóra. Á hann frægð sína (á Vesturlöndum, a.m.k.), að mestu leyti að þakka Donnu Flor and Her Two Husbands, sem einnig lenti í endurgerðarfabrikku Draumaborgarinnar. Meira
19. janúar 1999 | Myndlist | 478 orð

Furðudýr og minningar

Opið alla daga nema mánudaga frá 12­18. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 24. janúar. GRIFFÓNAR, einhyrningar, kentárar, kímerur og hírkóservusar ­ þessar furðuskepnur hafa fylgt manninum frá upphafi vega og kynt undir ímyndunarafli hans. Heimur furðuveranna liggur rétt handan við okkar eigin heim og skilin milli þeirra eru ótrygg eins og ótal sögur sanna. Meira
19. janúar 1999 | Tónlist | 598 orð

Fúgur, fjör og frískir menn

Páll Pampichler Pálsson: Expromptu (1997); Jón Ásgeirsson: Fjörleikur (1998); Burrell: Blásarakvintett (1990); Cage: Music for Wind Instruments (1938); Jón Leifs: Hestavísur/Sorgarlausn/Fuglavísur (úts. PPP). Blásarakvintett Reykjavíkur (Bernharður Wilkinsson, flauta; Daði Kolbeinsson, óbó; Einar Jóhannesson, klarínett; Jósef Ognibene, horn; Hafsteinn Guðmundsson, fagott). Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 219 orð

Gæði skipta máli Godzilla (Godzilla)

Framleiðandi: Dean Devlin. Leikstjóri: Roland Emmerich. Handritshöfundar: Dean Devlin og Roland Emmerich. Kvikmyndataka: Ueli Steiger. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Jean Reno, Maria Pitillo og Hank Azaria. (134 mín) Bandarísk. Skífan, janúar 1998. Ekki við hæfi barna. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 814 orð

Íslenskur strákur nær langt í poppheiminum Frelsi ti

ARNÞÓR Birgisson er bæði poppstjarna og upptökustjóri í Svíþjóð þar sem hann hefur búið frá tveggja ára aldri. Hann kemur heim á hverju sumri og hefur alltaf talað íslensku við foreldrana og nú við kærustuna. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 141 orð

Krúttlegur hryðjuverkamaður Denni dæmalausi snýr aftur (Dennis Strikes Again)

Leikstjórn: Charles T. Kangais. Aðalhlutverk: Don Rickles og George Kennedy. 72 mín. Bandarísk. Warner myndir, desember 1998. Öllum leyfð. ÞEIR sem nutu þeirrar gæfu sem börn að hafa aðgang að dagblaðinu Tímanum muna án efa eftir Denna dæmalausa, ómótstæðilegum seinheppnum hryðjuverkadreng sem ofsótti aldraðan nágranna sinn Hr. Wilson. Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 676 orð

"Maður nærist á þessari tónlist"

Þriðju tónleikar Poulenc-hátíðarinnar í Iðnó "Maður nærist á þessari tónlist" ÞRIÐJU og næstsíðustu tónleikarnir á Poulenc-hátíðinni í Iðnó verða haldnir í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru tvær sónötur, tríó og sextett, auk ljóðaflokks. Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 118 orð

Námskeið um kenningar Nietzsches

HIÐ íslenska bókmenntafélag efnir til lærdómsnámskeiðs, þar sem hugmyndir Nietzsches í Lærdómsritinu Handan góðs og ills verða ræddar og skýrðar. Námskeiðið verður vikulega í fimm vikur og hefst fimmtudaginn 21. janúar kl. 20 í salarkynnum Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162. Þeirri spurningu verður varpað fram hvaða erindi heimspeki Nietzsches eigi til okkar nú, í lok 20. aldar. Meira
19. janúar 1999 | Kvikmyndir | 348 orð

Nútíma Hrói höttur

Leikstjórn, handrit og framleiðsla: John Boorman. Kvikmyndatökustjóri: Seamus Deasy. Tónlist: Richie Buckley. Aðalhlutverk: Brendan Gleeson, Adrian Dunbar, Sean McGinley, Jon Voight. Svart/hvít. Írland. 1998. Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 1979 orð

"Nú þurfum við að snúa okkur að tónlist Jóns Leifs" Tónskáldafélag Íslands stóð fyrir málþingi um Jón Leifs í Gerðubergi sl.

ÞÁTTTAKENDUR í pallborðsumræðum á málþinginu voru tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson, Örn Magnússon píanóleikari, Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Sigurður A. Magnússon rithöfundur en umræðum stjórnaði Ævar Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 162 orð

Nýjar bækur RADDIR barnabókanna

RADDIR barnabókanna er greinasafn sem geymir níu greinar um barnabókmenntir. Hildur Hermóðsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrðu safninu og sú síðarnefnda valdi greinarnar og skrifaði formála. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 48 orð

NÝR STJÖRNUSTAÐUR

UNGLINGASTJÖRNURNAR í 98 Degrees brostu fyrir myndavélarnar þegar þær mættu á opnun Motown Cafe í Universal Studios CityWalk í Orlando um helgina. Hljómsveitin vinsæla kom fram ásamt fleiri tónlistarmönnum við þetta tækifæri, en hana skipa frá vinstri: Jeff Timmons, Drew Lachev, Justin Jefferes og Nick Lachev. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 132 orð

ODB handtekinn fyrir morðtilræði

RAPPARINN Ol'Dirty Bastard eða ODB úr sveitinni Wu- Tang Clan sem til stóð að kæmi til Íslands í fyrra hefur verið handtekinn í New York fyrir morðtilræði gegn lögregluþjónum. Atvikið átti sér stað eftir að lögreglan hafði stöðvað bifreið Wu-Tangs vegna þess að ökuljósin voru biluð. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 409 orð

Rokkarar fá fyrir ferðina

ROKKGOÐIN Mick Jagger og Rod Stewart hafa vísast átt sér marga öfundarmenn um allan heim sökum vinsælda og kvenhylli enda hafa þeir sjálfir státað sig af því að hafa náð langt í heimi kynlífs, eiturlyfja og rokktónlistar. Allt þar til í síðustu viku. Núna horfa málin öðruvísi við. Hjónaböndin eru farin út um þúfur og æringjarnir gömlu eru ekki öfundsverðir. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð

Skotvís afhendir gullmerki

SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands (SKOTVÍS), sem er landsfélag um skynsamlega skotveiði, hélt þann 30. desember síðastliðinn hóf í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Við það tækifæri afhenti Sigmar B. Hauksson formaður félagsins, tveimur frumkvöðlum, þeim Sólmundi Tr. Einarssyni og Sverri Sch. Thorsteinsson, fyrstu gullmerki Skotvíss. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 201 orð

Skuggasmiðurinn (Bram Stoker's Shadowbuilder)

Framleiðendur: Ash R. Shah, Daniel Chuba. Leikstjóri: Jamie Dixon. Handritshöfundur: Michael Stoakes. Kvikmyndataka: David Pelletier. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverk: Michael Rooker, Tony Todd, Lawrence Bayne, Shawn Thompson. 90 mín. Kanada. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 161 orð

Slógu heimsmet Hitchcocks

ALFRED Hitchocock komst í heimsmetabækurnar þegar hann tók upp myndina Reipið með James Stewart í einni töku árið 1948. Hann þurfti hins vegar að stöðva myndavélarnar á ellefu mínútna fresti til þess að skipta um filmu. Í lok desember tóku þrír kvikmyndagerðarmenn á þrítugsaldri fyrstu 90 mínútna myndina í einni samfelldri töku. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 410 orð

STJÖRNUGLIT Á WEST END

LEIKHÚSLÍFIÐ í Lundúnum hefur líklega aldrei höfðað meira til kvikmyndastjarnanna í Hollywood. Þær virðast áfjáðar í að skipta á lúxushíbýlum og feitum launaumslögum fyrir þröngan húsakost og smá vasapeninga. Er skemmst að minnast glæstrar frammistöðu Nicole Kidman í Bláa herberginu sem David Hare setti á svið eftir gamanleik Arthurs Schnizlers. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 129 orð

Stones ráða aðdáendur sem öryggisverði

ROLLING Stones hafa slegist í lið með kapalstöðinni VH1 og ákveðið að efna til samkeppni meðal aðdáenda sinna um að komast að sem lífverðir rokkaranna. Aðdáendurnir þurfa aðeins að hringja og skrá sig til þátttöku og verður tveimur heppnum þátttakendum boðið til Flórída þar sem þeir munu verða lífverðir á tónleikum í Tampa. Meira
19. janúar 1999 | Bókmenntir | 443 orð

Strákar á Ströndum

eftir Guðrúnu Helgadóttur. Vaka- Helgafell. 1998 ­ 120 bls. BÖRN eru elskuleg og heimur þeirra oft ævintýralegur. Ævintýrin eru svo sem ekki alltaf stórbrotin í augum fullorðna fólksins en þau spegla heim ímyndunaraflsins og samhygðarinnar. Þannig finnst mér síðustu bækur Guðrúnar Helgadóttur. Ævintýrin eru alla jafna hversdagsleg. Meira
19. janúar 1999 | Leiklist | 433 orð

Svarthempa vakin upp

Höfundur hinnar upphaflegu skáldsögu: Susan Hill. Höfundur leikgerðar: Stephen Mallatratt. Þýðing: Ottó G. Borg. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Aðstoðarleikstjóri: Bryndís Petra Bragadóttir. Hljóðmynd: Kjartan Kjartansson. Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson. Leikmynd, búningar og leikmunir: Charlotta Eriksson, Ísold Grétarsdóttir og Rannveig Eva Karlsdóttir. Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 23 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Horn SÝNINGU Dæsusar, Úr einu í allt, lýkur fimmtudaginn 21. janúar. Sýningin er opin alla daga kl. 11­24, sérinngangur kl. 14­18. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 539 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORG

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Óvinur ríkisins Hörkugóður hátæknilegur samsæristryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Meira
19. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 238 orð

Sögulegar vísanir og klisjur sem ganga upp

LJÚF nostalgía rann saman við ótrúlegar klisjur á sunnudaginn var þegar breski tískuhönnuðurinn Alexander McQueen sýndi vor- og sumartísku sína fyrir tískuhúsið Givenchy. Eins og landi hans John Galliano vísar McQueen iðulega í sögulegan klæðnað og stílbrögð 18. aldarinnar. Meira
19. janúar 1999 | Myndlist | 371 orð

Tilgangur Dæsusar

Opið alla daga frá kl. 10­23. Til 21. janúar. LISTAMAÐURINN sem aðeins kynnir sig undir nafninu Dæsus á sýningu sinni á Horninu gerir furðugóða grein fyrir sér í sýningarskrá, en þar kemur fram að hann hafi um alllangt skeið fengist við myndlist af einhverju tagi, lengst af við að mála á leðurjakka og mótorhjól, auk þess að hafa fengist eitthvað við landslagsmálverk. Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 147 orð

Úrslit í ljóða- og smásagnakeppni Æskunnar

Úrslit í ljóða- og smásagnakeppni Æskunnar ANDREA Sigurðardóttir, 11 ára, og Kristján Már Gunnarsson, 10 ára, hlutu aðalverðlaun í ljóða- og smásagnakeppni barnablaðsins Æskunnar fimmtudaginn 14. janúar sl., Andrea fyrir ljóðið Hamingjan og Kristján Már fyrir söguna Anna tekur til sinna ráða. Meira
19. janúar 1999 | Kvikmyndir | 94 orð

Úti í geimnum

Leikstjóri: Andrei Ujika. Real Fiction 1995. Í ÞESSARI þýsk/rússnesku heimildamynd er fylgst með tveimur rússneskum geimförum í leiðangrinum Ozon að geimstöðinni Mir. Myndefnið er um margt forvitnilegt því mestöll kvikmyndin er tekin í geimfarinu úti í geimi og gefur góða mynd af lífi geimfaranna. Efnistökin eru hins vegar mjög ófrumleg. Meira
19. janúar 1999 | Menningarlíf | 80 orð

Viðurkenning Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis RAGNHEIÐI Gyðu Jónsdóttur hefur verið afhent viðurkenning Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, og. veittist henni viðurkenningin "fyrir lifandi og áhugavekjandi kynningu menningarefnis á Rás 1 í Ríkisútvarpinu". Meira
19. janúar 1999 | Skólar/Menntun | 2837 orð

Virðing fyrir gáfum barna "Gefum börnunum okkar ekki bein að naga, þau þrá veislu" "Mörg börn eiga bara aðgang að íbúð en ekki

"Gefum börnunum okkar ekki bein að naga, þau þrá veislu" "Mörg börn eiga bara aðgang að íbúð en ekki heimili" BÖRN nema land og þurfa að glíma við verkefni nýrrar þjóðar og taka veigamiklar pólitískar ákvarðanir sem varða heill og hamingju einstaklinga eins og um búsetu, landbúnað, sjósókn, verslun og viðskipti, menntamál, Meira

Umræðan

19. janúar 1999 | Aðsent efni | 884 orð

Agaleysi og afglöp

Fréttir af agaleysi í skólum hafa verið ofarlega á baugi á nýju ári. Lýsingarnar minna á hasarmyndir í bíó eða nýjustu tölvuleiki. Hasar og harka, yfirgangur og ofbeldi. Við búum í góðu landi þar sem réttur einstaklinga er varinn til hins ýtrasta. Samfélagið leitast við að tryggja að allir njóti mannréttinda. Meira
19. janúar 1999 | Kosningar | 487 orð

Arnbjörg fremst í flokki!

Arnbjörg fremst í flokki! Einar Rafn Haraldsson, Sólvöllum 10, Egilsstöðum, skrifar: Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi eiga kjósendur völ á vönum og starfssömum þingmanni, Arnbjörgu Sveinsdóttur, í 1. sæti listans. Á Alþingi er Austfirðingum nauðsyn á traustum málsvara sem þekkir störf þess. Meira
19. janúar 1999 | Kosningar | 121 orð

Ásta Ragnheiður í 2. sæti

Ásta Ragnheiður í 2. sæti Guðfinna Thordarson, Haukanesi 8, Garðabæ, skrifar: Ég vil með þessu greinarkorni hvetja Reykvíkinga til þess að fjölmenna í prófkjör samfylkingarinnar 30.janúar nk. og velja konu sem hefur sýnt það og sannað að hún á erindi á Alþingi Íslendinga. Meira
19. janúar 1999 | Aðsent efni | 787 orð

Blessaður karlinn hann Víkverji

VÍKVERJI Morgunblaðsins er skemmtilegur þáttur, einn af fáum nafnlausum pistlum í gegnum árin sem hafa kunnað að fara með þá ábyrgð að skrifa undir dulnefni. Víkverji er glaðlyndur náungi og því kærkominn gestur í morgunkaffi á heimilum landsmanna, veltir upp sjónarmiðum, tekur undir skoðanir eða hafnar þeim á þeim nótum að engan meiðir. Meira
19. janúar 1999 | Aðsent efni | 340 orð

Félag samkynhneigðra stúdenta

Í UNDIRBÚNINGI er stofnun Félags samkynhneigðra stúdenta (FSS) við Háskóla Íslands. Stofnun þess markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem slíkt félag er stofnað við íslenskan háskóla. Undanfarna mánuði hefur hópur háskólastúdenta hist á óformlegum fundum til þess að ræða stöðu samkynhneigðra við Háskólann. Meira
19. janúar 1999 | Kosningar | 414 orð

Guðrúnu Sigurjónsdóttur á þing

Guðrúnu Sigurjónsdóttur á þing Sverrir Jakobsson sagnfræðingur skrifar: Ein þeirra sem nú gefa kost á sér í prófkjöri samfylkingar vinstriaflanna er Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfi og varaþingmaður Alþýðubandalagsins. Fyrir síðustu kosningar var hún í 5. Meira
19. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 415 orð

Hápólitískt áramótaskaup

ÞAÐ ER ekkert nýtt að vinstrimenn misnoti ríkisfjölmiðlana í pólitískum tilgangi. Nægir að nefna styrinn sem staðið hefur um fréttastofur ríkisfjölmiðlanna. Einnig á vettvangi hins árlega áramótaskaups Sjónvarpsins hafa vinstrimenn haslað sér völl til að koma áróðri sínum á framfæri. Meira
19. janúar 1999 | Aðsent efni | 549 orð

"Hvíti hvalurinn"?

Ég var að horfa á myndina "Hvíti hvalurinn" um daginn og upp úr því var ég að velta boðskap hennar fyrir mér. Og komst að þeirri niðurstöðu að hún fjallaði um það hvað einn maður getur gert mikinn skaða með einstrengingslegum skoðunum og vilja til að ná einu markmiði og er til í að fórna öllu fyrir það. Meira
19. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 497 orð

Kanntu að telja?

ÞEGAR við teljum einn tug byrjum við á einum og endum á tíu. Tug getum við fyrst nefnt þegar tíu einingar hafa verið taldar. Bæði talan einn og talan tíu tilheyra tuginum, sem og allar tölurnar þar á milli. Við teljum því til og með 10. Talan 10 kallast tugtala því með henni er fyrsti tugurinn fylltur. Meira
19. janúar 1999 | Kosningar | 161 orð

Magnús Jón í fyrsta sæti

Magnús Jón í fyrsta sæti Eggert Eggertsson, kennslustjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, skrifar: Magnús Jón Árnason hefur verið fremstur í flokki manna að koma á samvinnu Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Hann hefur verið hægri hönd Margrétar Frímannsdóttur í því samfylkingarferli. Meira
19. janúar 1999 | Aðsent efni | 655 orð

Menningarhús á landsbyggðinni

Í UPPHAFI ársins kynnti ríkisstjórnin athyglisverð áform um uppbyggingu menningarmiðstöðva úti um landið. Þessum áformum ber að fagna, enda er lista- og menningarlíf einn af hornsteinum hvers samfélags og öflug starfsemi á þessum sviðum er ein af forsendum þess að byggð blómgist úti um landið. Meira
19. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 706 orð

Ofsóknir RÚV

AÐ UNDANFÖRNU hefur heyrst í fréttum að Ríkissjónvarpið flytji í Efstaleiti í júlí 1999. Ég held að nú sé rétta tækifærið til að annaðhvort leggja niður þessa stofnun eða breyta rekstrarforminu. Í allri þessari hf. eða ehf. dellu sem hefur tröllriðið þjóðfélagi okkar síðustu ár hefur stjórnmálamönnum ekki hugkvæmst að láta það ganga yfir þessa stofnun líka. Meira
19. janúar 1999 | Aðsent efni | 750 orð

Ráðstefnumiðstöð

HINN 5. janúar sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands að samgönguráðuneyti og menntamálaráðuneyti yrði heimilað að leita samninga við Reykjavíkurborg um að ríki og borg beiti sér fyrir byggingu ráðstefnumiðstöðvar og tónlistarhúss. Meira
19. janúar 1999 | Kosningar | 450 orð

Reynslan af Reykjavíkurlistanum hjálpar Samfylkingunni

TALSVERT hefur borið á því að ýmsir forvígismenn Samfylkingarinnar telji að ekki sé hægt að velta núverandi ríkistjórn. Þetta kom til dæmis fram í útvarpsþætti fyrir nokkrum dögum þegar rætt var við einn frambjóðanda Alþýðuflokksins um málið. Ég er ósammála þessu; ég tel að það séu raunhæfir möguleikar á því að skipta um ríkisstjórn í næstu kosningum. Meira
19. janúar 1999 | Kosningar | 449 orð

Samfylking til framtíðar

SAMFYLKING til framtíðar er nýtt afl í íslenskri pólitík, afl sem getur tekist á við þann vanda að auka hagkvæmni velferðarkerfisins í víðastri merkingu og tryggja varanleika þess. Samfylkingin getur skapað það traust sem er nauðsynleg forsenda þess að árangur náist. Til þess þarf nýtt fólk, nýjan kraft. Meira
19. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 369 orð

Svar til Þórólfs Antonssonar

Í BRÉFI til blaðsins 12. janúar birtir Þórólfur Antonsson hugleiðingu sína um grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 19. desember og fjallaði um túlkun ,veiðileyfadóms" Hæstaréttar frá 3. desember. Varpar hann til mín spurningu sem varðar lögmæti þess að heimila í settum lögum framsal á úthlutuðum kvóta. Meira
19. janúar 1999 | Aðsent efni | 562 orð

Vansvefta þingmenn leiddir í gildru

UM NOKKURT skeið hafa alvarlegar efasemdir verið uppi um lögmæti þess að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka, en skerðing þessi hefur ekki verið framkvæmd á grundvelli ótvíræðrar lagaheimildar heldur reglugerðar sem heilbrigðisráðherra setur. Á síðastliðnu ári kvaðst ráðherra ætla að afnema þessa skerðingu í áföngum og fá fyrsta áfangann samþykktan á því haustþingi sem nú er afstaðið. Meira

Minningargreinar

19. janúar 1999 | Minningargreinar | 337 orð

Arinbjörn Árnason

Á kveðjustundum koma minningarnar upp í hugann. Hver af annarri líða þær hjá og mynda hugljúfa mynd, sem aldrei gleymist, en geymist í helgireit. Þegar við nú kveðjum Arinbjörn Árnason, geymum við minninguna um hann hver í sínum helgireit. Alltaf var hægt að finna fyrir glaðlyndi ásamt því að rétta þeim hjálparhönd sem til hans leituðu um hvað sem var. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 392 orð

Arinbjörn Árnason

Látinn er í hárri elli Arinbjörn Árnason, ættaður frá Fitjum í Víðidal. Við andlát hans koma upp margar og kærar minningar. Hann var seinni maður ömmu minnar, Margrétar Karlsdóttur frá Bjargi, og bjuggu þau saman í ástríku og farsælu hjónabandi í 58 ár. Arinbjörn giftist ömmu árið 1933, en hún var þá ekkja með fimm börn á sínu framfæri. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Arinbjörn Árnason

Elsku frændi, þínum síðustu orðum sem þú léðir í eyru mín nokkrum dögum fyrir andlát þitt á ég aldrei eftir að gleyma, svo hugljúf og örvandi sem þau voru. Þessi orð lýstu þér svo vel sem persónu. Hlýr, brosmildur, gjöfull og hvers manns hugljúfi. Sífellt varstu að koma manni á óvart með hugmyndaflugi þínu og krafti. Ekkert var þér óyfirstíganlegt og fljótur varstu að átta þig á t.d. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 142 orð

Arinbjörn Árnason

Við minnumst Arinbjörns frænda. Við munum alltaf hversu góður hann var okkur. Við kveðjum hann með söknuði, en vitum að hann er hjá Guði, sem verndar hann og passar. Honum leið svo illa síðustu vikur lífsins að það er gott fyrir hann að hvíla hjá Guði um eilífð. Það gat enginn verið leiður í nálægð hans, því lífshamingjan fylgdi honum og gleðin. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Arinbjörn Árnason

Afi var okkur systkinunum alltaf svo góður. Hann var mjög umhyggjusamur og sýndi ætíð mikinn áhuga á öllu því sem við vorum að fást við hverju sinni og lifði sig inn í allar okkar kringumstæður. Afi hafði mikið fegurðarskyn sem kom fram á mörgum sviðum; ber þar helst að nefna skáldskapinn sem var sérstakur hæfileiki sem honum var gefinn. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 632 orð

Arinbjörn Árnason

Magga og Arinbjörn eru komin. Þessi setning er mér mjög ofarlega í huga frá barnsaldri. Margrét föðursystir mín og Arinbjörn maður hennar komu á hverju sumri í heimsókn að Bjargi til lengri og skemmri dvalar. Þau voru svo sannarlega aufúsugestir, sérstaklega okkur börnunum. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 330 orð

Arinbjörn Árnason

Á Þorláksmessu fórum við hjónin með Helga, eins árs son okkar, í stutta heimsókn til Arinbjörns. Arinbjörn var þá hressari en hann hafði verið um hríð og sat í stól. Bros lék um andlit gamla mannsins og litla drengsins þegar þeir litu hvor til annars. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Arinbjörn. Arinbjörn var uppeldisbróðir föður míns, en var þó nokkru eldri. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 1023 orð

Arinbjörn Árnason

Það veldur mér bæði gleði og söknuði að Arinbjörn Árnason skuli vera látinn. Gleði vegna þess að nú fær þreyttur líkaminn hvíld eftir langa og farsæla ævi en Arinbjörn mætir frelsara sínum og Drottni, Jesú Kristi. Honum þjónaði hann í lifanda lífi og fær nú að líta hann, lifa um alla eilífð við hástól dýrðar hans. Söknuði vegna þess að með andláti hans verða kaflaskil í tilveru minni. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 313 orð

ARINBJÖRN ÁRNASON

ARINBJÖRN ÁRNASON Arinbjörn Árnason var fæddur á Neðri-Fitjum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 16. ágúst 1904. Hann lést á Landspítalanum 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni V. Gíslason, f. 10. júní 1871, d. 26. okt. 1934, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 11. júní 1871, d. 4. febr. 1960. Systkini Arinbjörns voru: Gísli, f. 1894; Hálfdán, f. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 672 orð

Ágústína Einarsdóttir

Að kvöldi nýrársdags lést tengdamóðir mín hún Gústa eins og hún var ávallt kölluð. Hún var fædd í Bolungarvík og bar hún mjög sterkar taugar til heimahaganna og hafði gaman af að segja frá æskudögum sínum þar. Faðir hennar og Jónína móðir hennar voru mikið athafna- og dugnaðarfólk. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 330 orð

ÁGÚSTÍNA EINARSDÓTTIR

ÁGÚSTÍNA EINARSDÓTTIR Ágústína Elíasdóttir fæddist í Bolungarvík 1. ágúst 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi nýásdags. Foreldrar hennar voru Elías Þórarinn Magnússon, formaður í Bolungarvík, f. 5. nóvember 1878, d. 7. nóvember 1923, og kona hans Jónína Sveinbjörnsdóttir, f. 26. okt. 1873, d. 26. okt. 1918. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 85 orð

Ágústína Elíasdóttir

Ágústína Elíasdóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

BJÖRN MAGNÚS ARNÓRSSON

BJÖRN MAGNÚS ARNÓRSSON Björn Magnús Arnórsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1945. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 5. janúar. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Björn M. Arnórsson

Bjössi, besti vinur minn, félagi og fósturfaðir er látinn, langt fyrir aldur fram. Mig langar að minnast hans stuttlega nú í tilefni af afmælisdegi hans sem var 16. janúar. Bjössa kynntist ég fyrst þegar ég var 11 eða 12 ára, þegar ég kom heim að lokinni sumardvöl í sveit. Þarna mætti ég manni, sem mér fannst taka mér sem jafningja frá fyrstu stund. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 69 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Elsku Gunna frænka. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Elsku besta frænka mín, mig langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Þó að ég hafi ekki hitt þig oft síðastliðin ár hafa fundir okkar alltaf verið sannkallaðir gleðifundir. Jafnvel þótt þú værir fárveik gastu séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni og hlegið með mér. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Hún Gunna er dáin. Minningarnar hrannast upp, það er svo ótrúlegt að við eigum aldrei eftir að sitja saman við eldhúsborðið í Álftamýrinni og ræða málin. Mér finnst svo stutt síðan við vorum ungar að labba um göturnar í Reykjavík að leita að gardínulausri íbúð, því okkur langaði svo að búa saman út af fyrir okkur, svo fundum við litlu sætu íbúðina í Blönduhlíðinni. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 627 orð

Guðrún Guðlaugsdóttir

Elsku Gunna frænka mín. Þó það sé svo sárt að þú sért farin frá okkur trúi ég því að nú líði þér betur því að þú ert búin að vera svo lengi veik. Þrátt fyrir veikindin var alltaf stutt í spaugið hjá þér þegar ég kom að heimsækja þig á Vífilsstaði, eins og í haust þegar kom að því að taka upp kartöflurnar í sumarbústaðnum og ég talaði um að ég kviði svo fyrir því. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 73 orð

GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Guðrún Guðlaugsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 4. júlí 1922. Hún lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir og Guðlaugur Gunnar Jónsson. Guðrún var fimmta barn foreldra sinna af fimmtán systkinum. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 416 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

Látinn er ágætur vinur minn og samferðamaður til margra ára, Þorsteinn Þorsteinsson, eða Steini Þorsteins, eins og við kölluðum hann gjarnan. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun að Steini Þorsteins sé farinn, hann sem aldrei lét sig vanta þegar kosningar voru framundan og þjóðmálaumræðan var í hámarki. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

Við leiðarlok langar okkur félagana í sjálfstæðisfélaginu Óðni á Selfossi að þakka allar þær góðu stundir sem Þorsteinn veitti okkur með nærveru sinni og krafti, og fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins. Þorsteinn var félagi í Óðni um áratugaskeið. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur í Reykjavík hinn 9. september 1944. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 9. janúar. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 703 orð

Þuríður Guðmundsdóttir

Gógó var ung þegar hún fór frá Karlsstöðum. Hún var vinnukona hjá ýmsu fólki á Norðfirði og víðar. Hún varð fyrir því óhappi þegar hún var ung að handleggsbrotna. Það var mjög vont brot og varð hún aldrei söm eftir það. Þessu þurfti hún bara að lifa með. Gógó var ráðskona við vertíðarbáta sem gerðir voru út frá Hornafirði. Meira
19. janúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Þuríður Guðmundsdóttir (Gógó) fæddist á Karlsstöðum í Vaðlavík í Helgustaðahreppi 31. október 1920. Hún lést á Landspítalanum 31. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. janúar. Meira

Viðskipti

19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 142 orð

910 milljarðar á árinu 1998

MIKILL vöxtur var í verslun á Netinu á liðnu ári. Í skoðanakönnun sem framkvæmd var af Boston Cunsulting Group og Shop. org. kom í ljós að gera mætti ráð fyrir að verslun á Netinu hefði numið um 910 milljörðum íslenskra króna. Á fyrri hluta ársins hafði verið gert ráð fyrir að verslað yrði fyrir 308 milljarða króna. 845 verslanir á Netinu tóku þátt í könnuninni. Á vefsíðunni www.pathfinder. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 310 orð

AB Volvo kaupir hlut í Scania

AB VOLVO keypti minnihluta í almenningsvagna- og vörubílaframleiðandanum Scania SB í gær og kvaðst íhuga samruna. Bollaleggingar um að annar bílaframleiðandi yfirtaki Volvo hurfu þar með í skuggann. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 1432 orð

Athugasemd meirihluta hluthafa í Skálum

MEÐ þessari grein svara undirritaðir fulltrúar meirihluta í Skálum ehf. ásökunum sem bornar hafa verið fram af Einari Kristni Jónssyni, stjórnarmanni Skála ehf., og birtar voru á viðskiptasíðu Morgunblaðsins 15. janúar sl. "Unnið að samkomulagi til að forðast rannsókn." Þannig hljóðar fyrirsögn fyrrnefndar greinar. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Engar viðræður eða samstarf

VEGNA fréttar í blaðinu fyrir helgi um fyrirtækið Remex vill Sveinn Finnbogason stjórnarformaður Stoðar hf. koma því á framfæri að Stoð hf. á ekki í neinu samstarfi við Remex eða Stoðtækni Gísla Ferdinandssonar ehf. eins og stjórnarformaður Remex gefur í skyn í fréttinni. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Evrópsk hlutabréf stíga í verði

EVRÓPSK hlutabréf stigu í verði í gær, aðallega vegna frétta um samruna fyrirtækja. Viðskipti voru með minna móti vegna opinbers frídags í Bandaríkjunum og framtíð brasilíska gjaldmiðilsins vakti ekki áhyggjur í Evrópu. Sú ákvörðun Brasilíumanna að gefa gengi realsins frjálst batt enda óvissu um leið þeirra út úr vandanum, en miðlarar eru gætnir sem fyrr. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Kaupir öll bréf í Fjöðrinni ehf.

BÍLANAUST hf. hefur keypt öll hlutabréf í Bílavörubúðinni Fjöðrinni ehf. Með kaupunum hyggst Bílanaust ná fram hagræðingu, meðal annars með því að sameina tölvubúnað og skrifstofuhald fyrirtækjanna og flytja útibú sitt í Skeifunni 5 að Skeifunni 2, þar sem Fjöðrin er til húsa, á næstu mánuðum. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 634 orð

Sérhæft í ráðgjöf vegna samruna og yfirtöku

FBA stofnar dótturfyrirtækið FBA- Ráðgjöf Sérhæft í ráðgjöf vegna samruna og yfirtöku FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf. hefur stofnað FBA-Ráðgjöf hf. sem tekur að sér ráðgjöf vegna samruna, yfirtöku og sölu fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Meira
19. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 616 orð

Spurningarmerki við 5% hagvaxtarspá

Í SKÝRSLU fjárfestingarbankans Kaupþings hf., um þróun og horfur á fyrsta ársfjórðungi 1999, segir meðal annars að endurskoðuð þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar, þar sem spáð er 5% hagvexti hér á landi í stað 4,5% í fyrri spá stofnunarinnar, veki upp nokkrar spurningar í ljósi þess að fyrri spá stofnunarinnar þótti jafnvel of bjartsýn í ljósi efnhagskreppunnar í Asíu og Rússlandi. Meira

Daglegt líf

19. janúar 1999 | Neytendur | 366 orð

Áhersla lögð á tilbúinn mat og ferska vöru

FRAMKVÆMDIR hefjast fljótlega við byggingu Nýkaupsverslunar í Spönginni í Grafarvogi og búist er við að verslunin verði opnuð innan árs. Að sögn Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra hjá Nýkaupi, verður verslunin á nýju þjónustusvæði í Spöng en Þyrping sér um allar byggingarframkvæmdir á þessu svæði. Meira
19. janúar 1999 | Neytendur | 114 orð

Íslenskir tómatar komnir í verslanir

FYRSTU íslensku tómatarnir komu á markað í gær. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er um að ræða mjög takmarkað magn núna fyrstu vikurnar. "Tómatarnir eru að koma á markað viku fyrr en í fyrra. Með hverju árinu sem líður koma þeir fyrr á markað og eflaust er þess ekki langt að bíða að þeir verði á boðstólum allt árið ef viðunandi raforkuverð fæst. Meira
19. janúar 1999 | Neytendur | 229 orð

Vítamínin eyðileggjast síður með gufusuðu

ÞAÐ er ekki hvað síst á veturna sem okkur veitir ekki af vítamínum í líkamann. Ferskt grænmeti á að vera ríkt af vítamínum en þó nokkuð getur tapast við matargerð. Spergilkál (brokkolí) inniheldur til dæmis C-vítamín og ýmis önnur vítamín og steinefni, t d. bæði A-vítamín, járn og kalíum. En C-vítamínið getur eyðilagst fljótt ef meðhöndlunin er ekki rétt. Meira

Fastir þættir

19. janúar 1999 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 19. janúar, verður fimmtugur Jón Eiríksson húsasmíðameistari, Birkibergi 6, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Erla ónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Oddfellow-húsinu að Staðarbergi 2-4 í Hafnarfirði í dag frá kl. 20. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 286 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14­16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 264 orð

Benedikt og Magnús með fjölbreytt námskeið

STARFSEMIN á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu verður lífleg í vetur eins og til stóð að yrði á síðasta ári. Þá setti hitasóttin strik í reikninginn þar sem megnið af starfseminni féll niður. Nú hefst starfsemin 30. og 31. janúar með frumtamninganámskeiði þar sem Magnús Lárusson mun kenna. Nemendum verður gefinn kostur á að koma með trippi með sér eða fá þau lánuð á staðnum. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 94 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 12.jan. sl. spiluðu 24 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Birgir Ísleifsson ­ Guðjón Sigurðss.259Þórður Jörundsson ­ Ólafur Lárusson256Eysteinn Einarss. ­ Lárus Hermannss.245Lokastaða efstu para í A/V: Þórarinn Árnason ­ Þorleifur Þórarinss.269Helga Helgad. ­ Júlíus Ingibergss. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 198 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Lokið er 10 umferðum af 19 í Reykjavíkurmótinu en 20 sveitir spila um meistaratitilinn. Staða efstu sveita: Stilling206Landsbréf204Samvinnuferðir/Landsýn203Þrír frakkar187Grandi173Þórður Sigurðsson167Nýherji160Mótinu verður fram haldið á fimmtudag en lýkur um helgina. Meira
19. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Y-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Þorbjörg Þórarinsdóttir og Haraldur Gíslason. Heimili þeirra er að Hjallavegi 3, Reykjanesbæ. Meira
19. janúar 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní í Grindavíkurkirkju af sr. Önundi Björnssyni Ásta Böðvarsdóttir og Garðar Sigurðsson. Heimili þeirra er á Víkurbraut 54, Grindavík. Meira
19. janúar 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Helga Oddsdóttir og Hjalti P. Sigurðsson. Heimili þeirra er að Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Meira
19. janúar 1999 | Dagbók | 702 orð

Í dag er þriðjudagur 19. janúar 19. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þá

Í dag er þriðjudagur 19. janúar 19. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þá varð Drottinn fullur umhyggju vegna lands síns, og hann þyrmdi lýð sínum. (Jóel, 2, 18.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanse Duo og Bakkafoss komu og fóru í gær. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 350 orð

Kaupin á Galsa í uppnámi

SAMTÖK hrossabænda víða um land hafa fundað undanfarna daga vegna fyrirhugaðra kaupa á stóðhestinum Galsa. Þrátt fyrir hátt verð virðist nokkur áhugi fyrir kaupum á hestinum. Eins og staðan var í gær þá eru þrenn hrossaræktarsamtök búin að samþykkja að kaupa hluti í hestinum. Dalamenn eru hættir við þátttöku í kaupunum og setur það þá hugmynd sem unnið hafði verið eftir í uppnám. Meira
19. janúar 1999 | Í dag | 413 orð

NÚTÍMAFÓLK á erfitt með að sætta sig við að vera innilokað v

NÚTÍMAFÓLK á erfitt með að sætta sig við að vera innilokað vegna ófærðar, að ekki sé talað um, ef bæði verður rafmagnslaust og símasambandslaust, eins og varð á köflum sums staðar á landinu um helgina. En þrátt fyrir alla tækni og nýjungar í samgöngum verða þessi mannanna verk að lúta í lægra haldi, þegar veðurofsinn kemur til sögunnar. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 762 orð

Reiðfært á tæpri klukkustund Tamningaaðferðin "Af frjálsum vilja" nýtur mikilla vinsælda og stöðugt bætast menn í þann hóp sem

ÞAÐ var mikill hugur í þeim fimmmenningum sem höfðu fengið Ingimar til að halda námskeiðið og eins og allir sem sótt hafa þessi námskeið voru þeir yfir sig hrifnir og undrandi á hvílíkt kraftaverk þessi aðferð væri svo notuð séu orð eins þátttakandans. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 32 orð

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Lokið er 10 umferðum af 19 í Reykja

Lokið er 10 umferðum af 19 í Reykjavíkurmótinu en 20 sveitir spila um meistaratitilinn. Staða efstu sveita: Stilling206Landsbréf204Samvinnuferðir/Landsýn203Þrír frakkar187Grandi173Þórður Sigurðsson167Nýherji160Mótinu verður fram haldið á fimmtudag en lýkur um helgina. Meira
19. janúar 1999 | Í dag | 216 orð

Sammála Í VELVAKANDA sl. f

Í VELVAKANDA sl. föstudag var grein sem hét "Öryrkjar í góðæri". Ég er svo hjartanlega sammála þessum manni sem skrifaði þetta. Ég er sjálf öryrki og finnst svívrða hvernig farið er með okkur. Við báðum ekki um þetta. Vil ég að við berjumst fyrir bættari kjörum. Ég hef unnið fyrir mér alla mína ævi og aldrei þurft að vera á bótum en er að upplifa það nú og það er ekki eitthvað sem maður kýs sér. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 527 orð

Seytt rúgbrauð

HÉR áður fyrr var lítill eða enginn sykur eða önnur sætuefni sett í seydd rúgbrauð, enda verða seydd brauð sæt án þess að sætuefni séu sett í þau. Þegar rúgbrauð er bakað við lágan hita í langan tíma brotnar sterkja kornsins niður og sykur myndast. Hliðstætt því sem gerist í eplum sem geymd eru við of hátt hitastig, þau verða mjölmikil og sæt. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 506 orð

Sveit Þrastar Ingimarssonar Reykjanesmeistari

16.­17. janúar 199. 15 sveitir. SVEIT Þrastar Ingimarssonar sigraði í Reykjanesmótinu í sveitakeppni sem fram fór um helgina. Sveitin vann tólf leiki og tapaði þremur með litlum mun. Sveit VÍS varð í öðru sæti eftir fremur lakan endasprett og var eina sveitin sem veitti sigursveitinni keppni. Sveit Drafnar Guðmundsdóttur varð svo í þriðja sæti. Meira
19. janúar 1999 | Fastir þættir | 844 orð

Um stofnanasamfélagið "Íslendingar virðast bera ótakmarkað traust til þessa kerfis. Þeir eru hæstánægðir með að stofnanir

Á Íslandi er stofnanasamfélag. Venjulegur íslenskur borgari má vart mæla orð frá munni, vart hreyfa legg, vart finna til í sínum auma kroppi þá er það skráð á plagg viðkomandi stofnunar. Orð hans, gjörðir hans, upplifanir jafnvel ­ öll hans tilvera er meira og minna til skráð í skjalasöfnum stofnana. Meira
19. janúar 1999 | Dagbók | 3598 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

19. janúar 1999 | Íþróttir | 79 orð

1. deild

Tvö efstu liðin í 1. deildarkeppninni í borðtennis, Víkingur A og KR A, gerðu jafntefli 5:5 og eru þau jöfn á stigum í deildinni. Kjartan Briem, KR - Magnús Árnason, Víkingi 9:21, 19:21 Dennis Madsen, KR - Kristján Jónsson, Víkingi 21:16, 21:11 Ingólfur Ingólfsson, KR - Guðmundur Stephensen, Víkingi 8:21, 8:21 Dennis/Ingólfur - Guðmundur/Markús 15:21, Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 53 orð

1. deild karla

ÍS - Þróttur N.3:2 (9:15, 15:6, 8:15, 15:13, 15:8)ÍS - Þróttur N.3:0 (15:12, 15:5, 15:6)Víkingur - Þróttur R.3:0 (15:7, 15:5, Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 362 orð

Batistuta aftur með þrennu

GABRIEL Batistuta var með þrennu í annað sinn í vetur þegar Fiorentina vann Cagliari 4:2 og fór í efsta sæti ítölsku deildarinnar. Parma tapaði 3:1 fyrir Lazio á heimavelli og fór í annað sætið, en Lazio, sem fagnaði sjötta sigrinum í röð, er með jafn mörg stig. Batistuta var í miklu stuði og er kominn með 17 mörk á tímabilinu. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 62 orð

Beckham of dýr fyrir Bayern

Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern M¨unchen, sagði um helgina að David Beckham, miðjumaður hjá Manchester United, væri of dýr fyrir Bayern. "Sá sem ætlar að kaupa David Beckham verður að geta keypt Kryddstúlkurnar líka," sagði hann. "Leikmaður frá Manchester United er of dýr. Við viljum frekar eiga viðskipti við félög á Spáni eða Ítalíu sem eru mun sanngjarnari. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 1097 orð

Belgía

Genk ­ Ostend3:0 Þórður Guðjónsson skoraði annað mark Genk undir lok leiksins. Club Brugge ­ Sint­Truiden3:2 Kortrijk ­ Lierse3:2 Ekeren ­ Aalst1:0 Westerlo ­ Lommel2:1 Ghent ­ Standard Liege3:2 Beveren ­ Harelbeke0:3 Charleroi ­ Lokeren2:1 Excelsior ­ Anderlecht2:3 Staða efstu liða Club Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 62 orð

Blóðtaka hjá HK-liðinu

Jón Bersi Erlingsen lék ekki með HK gegn Selfoss vegna þess að hann er handarbrotinn og óvíst er hvort hann leikur meira með liðinu á þessu tímabili. Einnig hefur HK misst tvo unga leikmenn ­ þeir Hilmar Ingi Jónsson, markmaður, og Sindri Sveinsson, fyrrverandi unglingalandsliðsmaður, hafa tekið sér frí frá handbolta sökum þess að þeir eru að fara í skóla. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 246 orð

Celta hafði betur

Celta Vigo hafði betur í baráttu efstu liða á Spáni, vann Mallorka 4:2, og fór í fyrsta sætið, er með 34 stig. Barcelona vann Real Betis 3:0 og er í þriðja sæti með 31 stig, stigi á eftir Mallorka en jafn mörg stig og Real Madrid sem vann Atletico Madrid 4:2. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 184 orð

Dagur gerði sjö mörk

Dagur Sigurðsson var markahæstur í liði Wuppertal með 7 mörk þegar liðið tapaði fyrir Kiel á heimavelli, 25:31, í þýsku deildinni í handknattleik um helgina. Valdimar Grímsson gerði 3/2 mörk og Geir Sveinsson 1 fyrir Wuppertal, sem tapaði fjórða leiknum í röð. Sigurður Bjarnason og félagar í Bad Schwartau nældu í mikilvægan sigur á Schutterwald 25:16. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 563 orð

Denver getur varið titilinn

MEISTARAR Denver Broncos fá tækifæri til að verja titil sinn í "ofurskálarleiknum" svokallaða í Miami eftir sigur gegn New York Jets í úrlitaleik Ameríkudeildar um helgina. Öllum á óvart munu andstæðingar þeirra ekki vera frá Minnesota, heldur frá Atlanta, eftir að Atlanta Falcons kom mjög á óvart og vann Minnesota Vikings í Metrodome höllinni í Minneapolis. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 159 orð

Enn heimsmet hjá Thompson

BANDARÍSKA stúlkan Jenny Thompson, sem er 25 ára, setti heimsmet í 100 metra fjórsundi í heimsbikarkeppni í 25 metra laug í Sydney í Ástralíu um helgina. Hún synti á 1.00,41 mínútu en Martina Moravcova frá Slóvakíu átti fyrra metið, 1.00,43, frá því í Sheffield í desember sem leið. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 684 orð

Fram - Stjarnan20:21

Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, sunnudaginn 17. janúar 1999. Gangur leiksins: 4:1, 4:4, 6:4, 6:7, 8:7, 10:7, 12:9, 16:16, 17:19, 20:20, 20:21. Mörk Fram: Njörður Árnason 6/1, Oleg Titov 5/4, Magnús A. Arngrímsson 4, Andrei Astzfejv 3, Róbert Gunnarsson 1, Björgvin Þ. Björgvinsson 1. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 500 orð

FULLTRÚAR KR og Liver

FULLTRÚAR KR og Liverpool ákváðu á fundi á Anfield Road um helgina að fresta ákvörðun um hugsanleg félagaskipti Indriða Sigurðssonar til vors. Ástæðan er sú að Indriði, sem er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, vill ljúka yfirstandandi önn. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 1704 orð

Fyrsta þrenna Yorke

MANCHESTER United og Liverpool fóru á kostum um helgina og tóku mótherja sína í ensku úrvalsdeildinni í kennslustund. United sótti Leicester heim á Filbert Street og vann 6:2, en Liverpool fékk Southampton í heimsókn á Anfield Road og fagnaði 7:1 sigri. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 428 orð

Grótta/KR hélt ekki út leikinn

Við byrjuðum vel en náðum ekki að halda út leikinn ­ það vantaði upp á markvörsluna hjá okkur og við gerðum okkar besta en það dugði ekki til," sagði Magnús Arnar Magnússon hjá Gróttu/KR eftir 28:25 tap fyrir Aftureldingu á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 3995 orð

Handbolti er alls ekki lífið

Þorbergur situr á skrifstofu sinni í Vinnslustöðinni þegar blaðamann ber að garði, úti er hryssingskuldi en þjálfarinn og markaðsstjórinn er í símanum að kanna hvort ekki sé örugglega enn flugfært. Það er nefnilega stórleikur í kvöld, Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 771 orð

Heimsbikarinn

St. Anton, Austurríki: Risasvig kvenna: 1. Corinne Rey Bellet (Sviss)1:23.18 2. Alexandra Meissnitzer (Austurr.)1:23.35 3. Michaela Dorfmeister (Austurr.)1:23.59 4. Regine Cavagnoud (Frakkl.)1:23.63 5. Karin Blaser (Austurr.)1:23.76 6. Martina Ertl (Þýskal.)1:23.86 7. Sibylle Brauner (Þýskal.)1:24.03 8. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 161 orð

Heimsbikarmót

Sydney, Ástralíu: Keppt var í 25 metra laug. 100 m skriðsund kvenna: 1. Jenny Thompson (Bandar.)53.34 200 m skriðsund karla: 1. Ian Thorpe (Ástralíu)1:46.35 50 m bringusund kvenna: 1. Penny Heyns (S-Afríku)31.19 100 bringusund karla: 1. Domenico Fioravanti (Ítalíu)1:00. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 137 orð

Henry til Juventus

JUVENTUS, sem á titil að verja í ítölsku deildinni en er í níunda sæti sem stendur, keypti í gær franska landsliðsmanninn Thierry Henry frá Mónakó og gerði við hann samning til fjögurra og hálfs árs. Henry, sem er tuttugu og eins árs, er annar erlendi miðherjinn sem Juve kaupir á fimm dögum en í liðinni viku keypti félagið Argentínumanninn Juan Esnaider frá Espanol á Spáni. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 370 orð

Hinn ungi Benjamin Raich með stáltaugar

SKÍÐASTJARNAN Benjamin Raich frá Austurríki lét að sér kveða í heimsbikarnum um helgina eins og hann hefur gert undanfarnar vikur. Þrátt fyrir ungan aldur sýndi hann stáltaugar, lét ekki slá sig út af laginu í Wengen í Sviss á sunnudag er hann vann annað svigmótið á stuttum tíma. Þetta var þriðji sigur hans á nýju ári og fyrsti sigurinn utan heimalandsins. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 217 orð

Hærri skattar á skíðamenn

HERMANN Maier og félagar hans í skíðalandsliði Austurríkis þurfa væntanlega að greiða hærri skatta á næstunni ef stjórnmálamenn þar í landi fá sínu framgengt. Skíðamenn frá Austurríki hafa frá árinu 1977 greitt 25% af tekjum sínum í skatta en nú stendur til að breyta því. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 118 orð

Höness ráðleggur Matth¨aus að hætta

ULI Höness, framkvæmdastjóri Bayern M¨unchen, sagði um helgina að eitt tímabil til viðbótar gæti verið of mikið fyrir Lothar Matth¨aus, miðvörð liðsins. Hann gæti átt í erfiðleikum með að komast í liðið hjá Ottmar Hitzfeld sem gæti leitt til ósamkomulags. Matth¨aus, sem er 37 ára, sagði fyrir skömmu að hann vildi halda áfram að spila út næsta tímabil. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 390 orð

ÍR-sigur á Akureyri

HIÐ sigursæla lið KA í handknattleik er nú á hægri en jafnri niðurleið og mun með sama áframhaldi þurfa að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Liðið tapaði á dögunum fyrir Gróttu/KR í bikarnum og því engin von um titil þar og sl. sunnudagskvöld tapaði KA í deildinni fyrir ÍR á heimavelli í jöfnum og fjörugum leik. ÍR- ingar knúðu fram sigur á lokamínútunum, 28:26, sem færir þá feti ofar. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 159 orð

JÓN Karl Björnsson sýndi einstakt öryggi í víta

JÓN Karl Björnsson sýndi einstakt öryggi í vítaköstum fyrir Haukaliðið. Hann skoraði úr öllum sex vítaköstum sem hann tók, en kom að öðru leyti ekkert við sögu í leik Hauka, hvorki í vörn né sókn. FH-ingum brást hins vegar bogalistin í tveimur vítaköstum. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 103 orð

Klinsmann fær ekki kveðjuleik

J¨URGEN Klinsmann, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, fær ekki opinberan kveðjuleik eins og hann hafði óskað eftir. "Það hefði verið gaman að kveðja fyrir framan stuðningsmennina í Þýskalandi en Knattspyrnusamband Þýskalands hafnaði óskinni," sagði hann. "Ég er sár og mjög vonsvikinn. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 130 orð

KR-stúlkur með fyrstu 100 ára afmælisgjöfina

KR-stúlkur gáfu KR fyrstu afmælisgjöfina á 100 ára afmæli félagsins þegar þær urðu Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu í Laugardalshöllinni. Þær unnu stórsigur á Blikum, sem höfðu fagnað sigri þrjú síðustu ár, 7:0. Olga Færseth og Ásthildur Helgadóttir skoruðu þrjú mörk hvor og Guðlaug Jónsdóttir eitt. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 77 orð

Landsmót

Um helgina var haldið Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í frjálsri skammbyssu ­ 60 skot af 50 m færi. Sigurvegari var Hannes Tómasson, sem setti Íslandsmet ­ þriðja metið hjá Hannesi í skotkeppni á stuttum tíma. 1. Hannes Tómasson, SR517 2. Jónas Hafsteinsson, SFK515 3. Guðmundur Kr. Gíslason, SR514 4. Björn E. Sigurðsson, SFK511 5. Árni H. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 581 orð

Magnús sá við FH-ingum

FRÁBÆR leikkafli Hauka á fyrsta stundarfjórðungi leiksins við FH á sunnudagskvöldið og einstakur leikur Magnúsar Sigmundssonar, markvarðar Hauka, gerði Hafnarfjarðarslaginn á sunnudagskvöldið aldrei að þeirri skemmtun sem leikir þessara liða hafa oft verið. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 118 orð

NHL-deildin

Föstudagur Washington - Montreal0:3 Buffalo - Boston2:1 New Jersey - Tampa Bay3:1 NY Rangers - Chicago1:3 Nashville - Phoenix2:0 Anaheim - Dallas1:3 San Jose - Pittsburgh3:2 Laugardagur Colorado - St. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 185 orð

NOKKURT uppistand var undir

NOKKURT uppistand var undir lok fyrri hálfleiks Hauka og FH þegar Einar Jónsson leikmaður Hauka kom inn á eftir að liðið hafði tekið út tveggja mínútna refsingu sem það fékk í kjölfar rauða spjaldsins sem Jón Freyr Egilsson fékk. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 178 orð

Nú taka við rólegir tímar

"FEIKILEGA sterk vörn okkar og góð markvarsla Magnúsar lagði grunninn að sigri okkar," sagði Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Hauka. "Eftir góða byrjun kom millikafli þar sem við gáfum eftir og þar með varð leikurinn oft nokkuð spennandi eftir það. Undir lokin mátti ekki miklu muna að við misstum þráðinn og FH-ingar næðu að jafna, en sem betur fer bjargaðist allt saman. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 251 orð

Páll Axel setti met

Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, setti met er hann skoraði úr 12 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leik UMFG við Val á fimmtudagskvöld í sl. viku. Aldrei áður hefur Íslendingur skorað jafn margar þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum. Valur Ingimundarson og Kristinn Friðriksson höfðu hvor um sig gert 11 þriggja stiga körfur í einum leik. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 281 orð

Pirrar mörg lið að spila í Eyjum

OFT er fjör í Eyjum, stemmningin á heimaleikjum Eyjamanna er einstök, hávaðinn mikill og einhver hiti í fólki þrátt fyrir kuldann úti fyrir. Hávær tónlistin hljómar hvenær sem færi gefst, fyrir leik, í hléi og eftir hann og raunar hvenær sem leikklukkan er stöðvuð. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 227 orð

Ryder á K-Klúbbinn

Ákveðið var í síðustu viku að Ryder- keppnin í golfi árið 2005 verði haldin í Írlandi á Kildare Hotel og Country Club í Straffan, sem venjulega er kallaður K-Klúbburinn, en þar var byggður golfvöllur árið 1991. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppnin verður á Írlandi og þykir mikill sigur og viðurkenning fyrir Íra og ekki síst auðjöfurinn Michael Smurfit, sem á völlinn. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 425 orð

Samaranch hvikar hvergi

Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, ætlar ekki að láta af embætti þrátt fyrir röð hneykslismála sem komið hafa upp á síðustu dögum vegna ákvörðunar um að vetrarólympíuleikarnir árið 2002 verði haldnir í Saltsjóstað (Salt Lake City). Segist forsetinn ætla að sitja ótrauður þrátt fyrir að a.m.k. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 382 orð

Sigurður stríðinn

Það var sannkallaður botnslagur sem fram fór í Kópavogi á sunnudagskvöld. HK, sem er í tíunda sæti deildarinnar, fékk botnlið Selfoss í heimsókn. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og ljóst að sigur var nauðsynlegur ef þau ætla sér að spila í efstu deild á næsta tímabili. HK-menn stóðu uppi sem sigurvegarar í baráttunni, 28:23. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 300 orð

Skortir sjálfstraust

ÓLAFSFIRÐINGURINN Kristinn Björnsson féll úr keppni fimmta heimsbikarmótið í röð, en það fór fram í Wengen í Sviss á sunnudag. Hann var með rásnúmer 20 og féll þegar hann átti um fimm hlið eftir í markið. Hann "yfirkantaði" sem kallað er í vinstri beygju, féll á hliðina og hætti keppni. Millitími hans í brautinni var ekki nægilega góður, var þar 1,27 sek. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 408 orð

Stjörnumenn á sigurbraut

SIGURGANGA Stjörnunnar hélt áfram um helgina þegar liðið vann Fram 21:20 í 1. deild karla í Safamýrinni og var það sjötti sigur liðsins í röð. Heiðmar Felixson gerði sigurmarkið þegar 9 sekúndur voru eftir, þriðji leikurinn á stuttum tíma sem Garðbæingar gera sigurmark á lokasekúndunum. Stjörnumenn eru komnir á sigurbraut, fögnuðu sínum sjötta sigurleik í röð. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 264 orð

Tyson lagði Botha með mögnuðu rothöggi

MIKE Tyson sigraði Suður-Afríkumanninn Francis Botha með rothöggi í fimmtu lotu í einvígi þeirra í hnefaleikahringnum á MGM-hótelinu í Las Vegas í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags. Þetta var fyrsti bardagi Tysons í eitt og hálft ár, eða frá því að hann var dæmdur í keppnisbann fyrir að bíta í eyra Evanders Holyfields í bardaga þeirra sumarið 1997. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 360 orð

UMFN - Keflavík 62:102

Íþróttahúsið í Njarðvík. Gangur leiksins: 0:8, 3:8, 9:30, 26:46, 32:49, 39:64, 48:85, 57:94, 62:102. Stig UMFN: Kerry Ann Chatten 28, Rannveig Ragnarsdóttir 15, Eva Stefánsdóttir 7, Berglind Kristjánsdóttir 6, Pálína Gunnarsdóttir 5, Gunnhildur Theodórsdóttir 1. Fráköst: 13 í vörn - 5 í sókn. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 228 orð

Varamaðurinn hetja Marseille

TITI Camara, sem kom inná sem varamaður hjá Marseille, tryggði liðinu stig þegar hann jafnaði, 1:1, á móti Rennes 11 mínútum fyrir leikslok. Marseille er áfram með þriggja stiga forystu í frönsku deildinni því Bordeaux, sem er í öðru sæti, gerði líka jafntefli. Nantes er í þriðja sæti, 14 stigum á eftir Marseille, sem sækir Bordeaux heim um næstu helgi. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 115 orð

Við lékum hörmulega

"VIÐ byrjuðum hörmulega og eftir það vorum við að eltast við skottið á þeim allt til loka, í því kapphlaupi eru hver mistök dýr," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, og var óánægður með frammistöðu sinna manna. "Sigur Hauka var sanngjarn." Kristján segir að sterkur varnarleikur Hauka hafi ekki komið á óvart. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 185 orð

Villa heldur sínu striki

ASTON Villa gefur ekkert eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn. Í gærkvöldi fékk liðið Everton í heimsókn og sigraði 3:0 og er liðið með jafn mörg stig og Chelsea, sem er í efsta sæti, en með lakari markamun. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 70 orð

Þrír með 270 millj. kr. í árslaun

KRASSIMIR Balakov, búlgarski leikstjórnandinn hjá Stuttgart, Stefan Effenberg, miðjumaður hjá Bayern M¨unchen, og Matthias Sammer, miðvörður Dortmund, eru launahæstu leikmennirnir í þýsku knattspyrnunni, að sögn blaðsins Bild, með 6,5 milljónir marka, um 270 millj. kr., í árslaun. Andreas Möller, miðjumaður hjá Dortmund, er næstur í röðinni með 6,2 millj. Meira
19. janúar 1999 | Íþróttir | 133 orð

Þróttur úr leik

Stjarnan skellti Þrótti í Reykjavík 3:2 (23:25, 25:27, 25:21, 31:29, 12:15) í bikarkeppni BLÍ um helgina og er þetta annað tap Þróttar í vetur, liðið tapaði fyrir Stjörnunni í deildinni á dögunum. Gestirnir úr Garðabæ gáfu tóninn með sigri í fyrstu tveimur hrinunum en Þróttur vann næstu tvær og var fjórða hrinan gríðarlega spennandi. Stjarnan hafði síðan betur í lokahrinunni. Meira

Fasteignablað

19. janúar 1999 | Fasteignablað | 87 orð

Aldamótastóll sem gerir það enn gott.

ÞÓ að þessi stóll sé hannaður rétt upp úr síðustu aldamótum eða árið 1912 þá er hann nýtískulegur. Hönnuður hans sem var þýskur fór ótroðnar slóðir en hann hét Josef Hoffmann. Stóllinn hefur afar sterk einkenni ekki síst vegna röndótta áklæðisins og vísar það ef til vill til nafnsins en hönnuðurinn kallar stólinn musikzimmer armchair eða tónlistarherbergis stól. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 41 orð

Endurlagnir

SÁ SEM fenginn er til að endurnýja lagnir, þarf að hafa löggildingu í faginu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Ganga þarf frá því fyrirfram, á hvaða fjárhagslegum grundvelli verkið er unnið og verklýsing þarf að liggja fyrir. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 229 orð

Fallegt einbýlishús með góðu útsýni

GOTT útsýni og hentug staðsetning skipta miklu máli fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Kjöreign er til sölu fallegt einbýlishús við Holtagerði 41 í Kópavogi. Það er á tveimur hæðum, samtals 230 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 17,5 millj. kr. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 507 orð

Frestun fyrirmæla um eignaskiptayfirlýsingar

FYRIRMÆLUM fjöleignarhúsalaganna um að þinglýst eignaskiptayfirlýsing sé skilyrði fyrir þinglýsingu á eignayfirfærslum í fjöleignarhúsi hefur verið frestað til 1. janúar 2001. Þann frest og aðlögunartíma, skulu eigendur og húsfélög nota til undirbúnings og gerðar eignaskiptayfirlýsinga og hlutaðeigandi stjórnvöld til fræðslu, kynningar og annarra undirbúningsráðstafana. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 163 orð

Kaupa SAS- hótel í Björgvin

SAS-hótelið í Björgvin hefur verið selt norsku fasteignafyrirtæki fyrir 281 milljón norskra króna. Kaupandinn, Eiendomsspar, á þar með 44 hótel og er í röð meiriháttar fyrirtækja í Noregi. SAS hefur lengi fylgt þeirri stefnu að losa sig við hótel. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 111 orð

Kaupsamningur um Austurstræti 16 undirritaður

UM síðustu áramót var undirritaður kaupsamningur um Austurstræti 16 (Reykjavíkurapótek) og var eignin afhent 8. janúar sl. Seljandi þessarar virðulegu húseignar var Lyfjabúð Háskóla Íslands ­ Reykjavíkurapótek ­ en kaupandi Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. Þessi mynd var tekin við undirritun kaupsamnings. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 266 orð

Ný einbýlishús á Seltjarnarnesi

MJÖG lítið er eftir af lóðum á Seltjarnarnesi og framboð þar á nýjum húsum því lítið. Það vekur því ávallt athygli, þegar ný hús koma á markað á Nesinu. Hjá fasteignasölunni Skeifan eru nú til sölu þrjú hús í smíðum við Bollagarða. Þau eru til afhendingar nú þegar fokheld eða tilbúin til innréttinga. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 163 orð

SAS hótel ganga kaupum og sölum

KUNNUR útgerðarmaður í Þrándheimi, Ole Torberg Björnevik, hefur keypt SAS Royal Garden Hotel í Þrándheimi fyrir 300 milljónir norskra króna. Á sama tíma á norskt fasteignafyrirtæki í lokaviðræðum um kaup á tveimur SAS- hótelum í Stafangri. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 363 orð

Styttum kaupendum leið að réttu eigninni

FASTEIGNASALAN Brú hefur yfirtekið rekstur fasteignasölunnar Þingholts og mun starfsemin verða rekin undir nafni Þingholts héðan í frá. Eigendur eru þeir Geir Þorsteinsson sölustjóri og Þórður H. Sveinsson hdl. og löggiltur fasteignasali. Fasteignasalan hefur aðsetur á 2. hæð á Suðurlandsbraut 54. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 268 orð

Vaxtabætur greiddar út ársfjórðungslega við ný íbúðarkaup

VAXTABÆTUR eru opinber stuðningur við þá, sem skulda vegna húsnæðiskaupa. Þeir sem kaupa íbúðarhúsnæði eftir síðustu áramót fá vaxtabætur greiddar ársfjórðungslega, ef þeir eiga rétt á þeim að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þetta er gert til þess að auðvelda lántakendum að standa skil á lánagreiðslum vegna húsnæðiskaupa. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 846 orð

Viðbótarlán

MEÐ gildistöku laga nr. 44/1998 um húsnæðismál tók Íbúðalánasjóður við starfsemi Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna sem um leið voru sameinaðir. Félagslega eignaríbúðakerfið var þar með lagt niður. Í stað þess koma svokölluð viðbótarlán til sögunar. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 33 orð

Viðbótarlán

Í ÞÆTTINUM Markaðurinn fjallar Þóranna Jónsdóttir um viðbótarlán við almennu húsbréfalánin. Þeir sem uppfylla skilyrðin fyrir slíku láni, geta átt kost á 20-25% aukaláni. Hámarkshlutfall veðsetningar er þó 90% af kaupverði. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 1818 orð

Það er list að lesa hús svo vel sé Fjölbýlishús eiga sér áratuga sögu á Íslandi. Bygging slíkra húsa grundvallaðist á

ÞAÐ VERÐUR að gera greinarmun á fjölbýlishúsi annars vegar og blokk hins vegar," sagði Pétur Ármannsson arkitekt þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann um þróun fjölbýlishúsa á Íslandi. Þetta efni er mjög áhugavert bæði frá byggingarsögulegu sjónarmiði og ekki síður út frá hinni félagslegu hlið þess. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 227 orð

Þrjár íbúðir í sama húsi

GÓÐAR íbúðir í Þingholtunum hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá Fasteignasölu Íslands eru nú til sölu þrjár íbúðir í sama húsi að Óðinsgötu 21. Allar íbúðirnar eru í útleigu, en húsið er byggt 1920. Ásett verð á íbúðirnar þrjár er 9,7 millj. kr. Meira
19. janúar 1999 | Fasteignablað | 220 orð

Þróun fjölbýlishúsanna

ÞRÓUN fjölbýlishúsa á Íslandi er mjög áhugavert efni, bæði frá byggingarsögulegu sjónarmiði og ekki síður út frá hinni félagslegu hlið. Þetta kemur fram í viðtalsgrein Guðúnar Guðlaugsdóttur hér í blaðinu í dag við Pétur Ármannsson arkitekt, þar sem fjallað er um þróun fjölbýlishúsabyggðar hér á landi fram til þess að fyrsta háhýsið var reist í Reykjavík. Meira

Úr verinu

19. janúar 1999 | Úr verinu | 391 orð

Meiri umsvif hjá Fiskmarkaði Tálknafjarðar en nokkru sinni

Á FISKMARKAÐI Tálknafjarðar voru meiri umsvif á árinu 1998 en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Hefur aldrei verið selt jafn mikið á einu ári. Í samtali við Snæbjörn Geir Viggósson framkvæmdastjóra, kom fram að heildarsala á árinu var 1.114 tonn og hefur aldrei verið meiri yfir sama viðmiðunartímabil. Meðalverðið var 113,25 krónur á kíló. Meira
19. janúar 1999 | Úr verinu | 268 orð

Sýningar til að selja

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands stendur á föstudaginn, 22. janúar nk., fyrir námskeiði um skipulagningu og framkomu á vöru- og þjónustusýningum. Sérstakur fyrirlesari á námskeiðinu er Brian Perkins, framkvæmdastjóri hjá Diversified Business Communication, sem er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði sýningarhalds. Fyrirtækið stendur m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.