Greinar laugardaginn 23. janúar 1999

Forsíða

23. janúar 1999 | Forsíða | 537 orð

KLA hafnar viðræðum um annað en sjálfstæði

FRELSISHER Kosovo, KLA, lýsti því yfir í gær að hann fengist ekki að samningaborði nema takmarkið með viðræðum væri fullt sjálfstæði Kosovo, en það er þvert á vilja serbneskra stjórnvalda og Vesturveldanna, sem gera nú úrslitatilraun til að finna lausn á átökunum í héraðinu. Tengslahópurinn svokallaði, Bandaríkjamenn, Rússar, Frakkar, Þjóðverjar og Ítalir, fundaði í gær í Lundúnum. Meira
23. janúar 1999 | Forsíða | 92 orð

Ólympíuhneyksli eykst

LÍBÝUMAÐURINN Bashir Mohamed Attarabulsi sagði í gær af sér sem meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og fylgdi þar með á hæla Finnanum Pirjo Häggman sem sagði af sér á þriðjudag. Tengjast afsagnir þeirra grunsemdum um að IOC hafi tekið við gjöfum frá skipuleggjendum í Salt Lake City er nefndin ákvað að vetrarólympíuleikarnir árið 2002 yrðu haldnir þar. Meira
23. janúar 1999 | Forsíða | 103 orð

Skýstrókur sem engu eirir

Reuters Skýstrókur sem engu eirir AÐ minnsta kosti sex fórust í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum þegar skýstrókur gekk yfir suðausturhluta landsins í gær og fyrrakvöld. Olli skýstrókurinn gífurlegri eyðileggingu á nokkrum svæðum. Meira
23. janúar 1999 | Forsíða | 174 orð

Viðræður hafnar við námamenn

STJÓRNVÖLD í Rúmeníu hættu í gær við að lýsa yfir neyðarástandi í landinu og tóku upp viðræður við kolanámamenn, sem stefna enn fjölmennri göngu sinni til höfuðborgarinnar, Búkarests. Krefjast þeir hærri launa og einnig, að hætt verði við að loka námum. Meira
23. janúar 1999 | Forsíða | 202 orð

Vonir um frávísun glæðast

ÖLDUNGARÞINGMÖNNUM á Bandaríkjaþingi gafst í gær kostur á því að leggja spurningar fyrir saksóknara fulltrúadeildarinnar og lögmenn Bills Clintons Bandaríkjaforseta, er báðir höfðu lokið málflutningi sínum í máli forsetans, sem er ákærður fyrir meinsæri og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Meira

Fréttir

23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 60 orð

Allt á floti allstaðar

GÍFURLEGAR rigningar hafa valdið miklum flóðum á Nýja Sjálandi síðustu dagana. Segir starfsfólk neyðarstofnana að mælingar hafi sýnt að þrjátíu og fimm millilítrar vatns hafi fallið til jarðar á hverri klukkustund þegar stormurinn stóð sem hæst. Á myndinni má sjá mann huga að skemmdum sem flóð af völdum rigninganna ollu í þorpinu Pungerua í norðurhluta landsins. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 547 orð

Athugasemd vegna frétta um lífeyrissparnað

MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Halldóri Birni Baldurssyni, framkvæmdastjóra Fjárfestingar & ráðgjafar, vegna svara Gunnars Baldvinssonar forstöðumanns VÍB hér á neytendasíðu sl. fimmtudag um 2,2% lífeyrissparnað: "Við stæðum ekki undir nafni sem sjálfstæð ráðgjöf fyrir einstaklinga ef við bentum ekki á þær staðreyndir sem við gerðum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð

Áttræður karlmaður lést í flóðinu

ÁTTRÆÐUR karlmaður, Bergsteinn Gunnarsson frá Kasthvammi, lést er snjóflóð féll á veginn í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu, milli Rauðhóla og Kasthvamms í fyrrakvöld. Bergsteinn, sem var á ferð um veginn í dráttarvél, lenti í flóðinu og að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að hann hafi látist samstundis. Hann lætur eftir sig konu og fjögur uppkomin börn. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Bankarnir tilbúnir um næstu mánaðamót

JÓN Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala, segir að félagið hafi átt ágætan fund með forsvarsmönnum Íbúðalánasjóðs í gær og þar hafi komið fram að Íbúðalánasjóður afgreiði þau tilboð sem berist til bráðabirgða þar til tenging sjóðsins við bankana verði komin í lag. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 512 orð

Beðið eftir Stasigögnum frá CIA

FYRIR skömmu tókst ungum og þolinmóðum starfsmanni Gauck- stofnunarinnar svokölluðu í Berlín, sem hefur m.a. umsjón með öllu því sem varðveitzt hefur af skjala- og gagnasafni austur-þýzku leyniþjónustunnar (Stasi), að finna fjórar stórar gagnaspólur fyrir risatölvur af gömlu gerðinni og ráða dulkóðun upplýsinganna sem á þær eru skráðar. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 185 orð

Byssan sem Mussolini var skotinn með fundin

ÍTALSKA lögreglan sagðist á fimmtudag hafa fundið skammbyssuna sem talin er hafa verið notuð til að taka fasistann Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra á Ítalíu, og hjákonu hans, Clöru Petacci, af lífi við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Sögðu fulltrúar lögreglunnar að vopnið hefði fundist grafið í jörðu í litlum kirkjugarði í þorpinu Montefiorino, í nágrenni Modena. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 293 orð

Doktor í sálfræði

LINDA Björk Hassing varði doktorsritgerð sína þann 6. nóvember 1998 við sálfræðideild háskólans í Gautaborg. Ritgerðin ber titilinn "Episodic memory functioning in nonagenarians: Effects of demografic factors, vitamin status, depression, and dementia" sem í íslenskri þýðingu útleggst: "Atburðaminni á tíræðisaldri: Áhrif lýðfræðilegra þátta, vítamínskorts, Meira
23. janúar 1999 | Miðopna | 2560 orð

Einkavæðing röntgendeildar og rannsókna kemur til greina

Á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík starfa hátt í 5.000 manns. Magnús Pétursson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, tók við stöðu forstjóra sjúkrahúsanna um áramót. Hann sagði í samtali við Karl Blöndal að skipan sín í starfið þýddi ekki nýtt viðmót til fjárhagsvanda sjúkrahúsanna, en hann ætti að kunna að eiga við fjárveitingavaldið. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 809 orð

Ekki heimilt að fela borgarstjóra fundarstjórn í borgarráði

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað að borgarstjórn hafi ekki verið heimilt að fela borgarstjóra fundarstjórn á fundum borgarráðs. Það sé hlutverk kjörins formanns borgarráðs. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn kærði samþykktina. Hún segir úrskurðinn sýna að R-listinn verði að fara að leikreglum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ekki víst að forsendur haldist óbreyttar

EYÞÓR Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að ásakanir Helga Hjörvar, fulltrúa R- lista, sem fram komu á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld, um að hann hafi gengið erinda Hafnarfjarðarbæjar þegar hann kynnti álitsgerð Hreins Loftssonar lögfræðings þess efnis að Hafnfirðingar geti gert endurkröfu á hendur Hitaveitu Reykjavíkur vegna of hárra þjónustugjalda, Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 414 orð

Enn stefnir allt í bandaríska refsitolla

RITA Hayes, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Heimsviðskiptastofnuninni, WTO, tjáði fréttamönnum í Genf í gær að beiðni Evrópusambandsins um að allsherjarráð samtakanna yrði kallað saman vegna deilunnar um bananainnflutningsreglur ESB væri "fáránleg" og "misráðin" aðgerð. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

"Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna"

ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir kaupmaður og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi lýstu því sem skoðun sinni í Morgunblaðinu í gær, að Finnur Ingólfsson hefði ekki fengið góða kosningu í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík. Sagði Arnþrúður að varaformaðurinn hefði fengið "algjöra útreið" og Alfreð sagðist vona að Finni takist að "endurvekja traust á sér þannig að hann geti verið sannur foringi". Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fékk vörubíl í hliðina

HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á Reykjanesbraut á móts við Ásvelli um miðjan dag í gær. Tildrög slyssins voru þau að fólksbíll, sem ekið var eftir veginum, snerist á veginum í mikilli hálku. Vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt hafnaði í hlið bílsins. Ökumaur fólksbílsins var fluttur á slysadeild með talsverða áverka. Bíllinn er talinn ónýtur. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fiskveiðar meðal stærstu mála

LANDSÞING Frjálslynda flokksins hefst í dag með þingsetningu kl. 10 og flytur Sverrir Hermannson, formaður flokksins, setningarræðu þingsins kl. 10.30. Að því loknu flytur Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins, erindi um fiskveiðimál og verða sjávarútvegsmálin áberandi á allri dagskrá þingsins. Kl. 13. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 387 orð

Fjöldi hefur óskað eftir gögnum

NÝSKÖPUN '99 ­ samkeppnin um viðskiptaáætlanir ­ hefur fengið miklar og góðar undirtektir og mikill fjöldi verið í sambandi við Nýsköpunarsjóð til að fá send gögn vegna samkeppninnar. G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri segir að strax á fyrsta degi samkeppninnar hafi sýnt sig að áhuginn fyrir verkefninu væri mikill. "Síminn hringdi látlaust og fólk sýnir þessu mikinn áhuga," segir hann. Meira
23. janúar 1999 | Landsbyggðin | 188 orð

Fjölsótt hátíðardagskrá um Guðmund G. Hagalín

Reykholti-Góð aðsókn að hátíðardagskrá um Guðmund G. Hagalín, sem haldin var á Hótel Reykholti sl. sunnudag, sýnir að menn láta ekki veðurguðina alfarið ráða ferðum sínum. Þrátt fyrir undangengna stórhríð og tvísýnu í færð mættu um hundrað manns á samkomuna. Meira
23. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Flytur í húsnæði við Stórutjarnir

FJÖLSKYLDAN í Birkihlíð í Ljósavatnshreppi, hjónin Friðrik Steingrímsson og Lára Svavarsdóttir og börn þeirra, hefur fengið vilyrði fyrir íbúð í eigu hreppsins sem er við Stórutjarnaskóla. Snjóflóð féll skammt frá bænum síðastliðinn laugardag og eyðilagði skemmu, allar heyvinnuvélar og tvær dráttarvélar sem stóðu við hana. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fræðsluefni um heilabilun gefið út

ÚT er komið fræðsluhefti, blöðungur og veggspjald um heilabilun: Heilabilun ­ opnum hugann og leitum leiða að bættri líðan. Arndís Bjarnadóttir, Bergþóra Baldursdóttir, Ella B. Bjarnason, Sigrún Guðjónsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Þórunn B. Björnsdóttir, allar sjúkraþjálfarar sem vinna með öldruðum, hafa unnið að gerð fræðsluefnisins. Meira
23. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 321 orð

Færeysk nútímamyndlist

SÝNING á verkum eftir 13 færeyska listamenn undir nafninu "Framsýning: Føroysk nútíðarlist" verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 23. janúar. Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Leivur Hansen, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri opna sýninguna. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

Guðmundur Jónsson valinn til að taka þátt

GUÐMUNDUR Jónsson arkitekt í Osló hefur ásamt þremur öðrum norrænum arkitektum verið valinn til að taka þátt í samkeppni um hönnun menningarhúss á Álandseyjum. Guðmundur segir að verkefnið verði afar skemmtilegt. Til stendur að byggja menningarhús í Mariehamn á Álandseyjum og er ætlunin að nota það fyrir tónlist, sýningar og ráðstefnur. Meira
23. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Gæti haft mjög alvarleg áhrif

"ÞETTA er ljótt, piltar," varð Sigtryggi Benediktssyni, umdæmisstjóra hjá Siglingastofnun ríkisins, að orði, er hann skoðaði skemmdirnar sem urðu á Norðurgarðinum í Ólafsfjarðarhöfn sl. laugardag, með þeim Hálfdáni Kristjánssyni bæjarstjóra og Ólafi Sæmundssyni hafnarverði. Meira
23. janúar 1999 | Landsbyggðin | 51 orð

Hannes Örn tekur við embætti prófasts

SÉRA Hannes Örn Blandon sóknarprestur á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit tók við starfi prófasts í Eyjafjarðarprófastsdæmi nú um áramótin. Hann tekur við embættinu af séra Birgi Snæbjörnssyni á Akureyri sem verið hefur prófastur síðastliðin 12 ár. Eiginkona Hannesar er Marianne Blandon og eiga þau tvær dætur. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hasssmygl í Eyjum

UNGUR maður var handtekinn í Vestmannaeyjum síðdegis í gær þegar hann kom á flugvöllinn til að sækja pakka sem í voru 7 grömm af hassi. Grunur hafði vaknað hjá lögreglu um að fíkniefni væru í sendingunni sem kom með flugi frá Reykjavík og var því beðið eftir eiganda hennar. Maðurinn hefur komið áður við sögu fíkniefnamála í Vestmannaeyjum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 399 orð

Hillary Clinton heimsækir Ísland

HILLARY Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur þegið boð forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, um að sitja í forsæti ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í október nk. um konur og lýðræði við árþúsundamót. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1276 orð

Húsnæðisekla skólans veldur miklu um vandann

Skólastjóri Austurbæjarskóla segir að húsnæðisvandræði skólans valdi miklu um þann vanda sem leiddi til þess að umsjónarkennari 6. bekkjar sagði upp störfum. Forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, vísar á bug staðhæfingum kennarans um afskiptaleysi af vandamálum bekkjarins. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1009 orð

Kirkjan opni dyr sínar fyrir samkynhneigðum

BÆÐI Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi, og Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, telja að kirkjan verði að opna dyr sínar fyrir samkynhneigðum og viðurkenna og Meira
23. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 í Safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag, 27. janúar. Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, ræðir um tónlistarnám barna. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 747 orð

Kosovo-deilan aldrei leyst með hervaldi

Solana, sem í gær átti fundi með íslenskum ráðamönnum, sagði á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu í Reykjavík að hann teldi að enn væri ekki unnt að lýsa þeim þrýstingi, sem NATO beitir Serba sem ferli eða Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kynning á ferð Kínaklúbbs Unnar

HIN árlega Kínaferð Kínaklúbbs Unnar verður farin 7.­28. maí. Í þessari 22 daga ferð verður stórt svæði í Kína heimsótt því farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Kínamúrsins, Suzhou og Sjanghæ auk þess sem siglt verður eftir Li-fljótinu og Stóra Keisaraskurðinum. Unnur Guðjónsdóttir mun kynna ferðina með litskyggnisýningu sunnudaginn 24. janúar kl. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 544 orð

Laun forstjóra stórfyrirtækja ekki trúnaðarmál

ENDURNÝJAÐUR Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp sína fyrstu dóma á fimmtudag. Nýi dómstóllinn tók til starfa 1. nóvember síðastliðinn. Kveðnir voru upp fimm dómar í málum gegn Frakklandi, Spáni, Belgíu, Póllandi og Grikklandi. Athyglisverðastir eru tveir dómar sem snerta túlkun á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsið. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

LEIÐRÉTT Veflist í Hafnarborg VEGNA ummæla

VEGNA ummæla í umsögn í Morgunblaðinu í gær um sýningu á veflist Kaffe Fassett í Hafnarborg skal tekið fram, að sýningin er alfarið á vegum Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, eins og síðasta sýning á verkum hans fyrir þremur árum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 691 orð

Leyndi verjanda sinn fundi með vitninu

PÉTUR Þór Gunnarsson eigandi Gallerís Borgar, sem er ákærður fyrir að hafa falsað málverk eftir Vilhelm Wils og selt þau sem málverk eftir Jón Stefánsson, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að danska vitninu Patriciu Toby Mikelsen hefði verið hótað því að hún yrði ákærð ef hún héldi við framburð sinn fyrir dómi. Hún fékk stefnu þann 6. Meira
23. janúar 1999 | Landsbyggðin | 158 orð

Lögreglan í Reykjanesbæ fær stafræna myndavél

Keflavík-Svavar Sigurðsson sem er löngu orðinn kunnur fyrir átak sitt í baráttunni gegn fíkniefnum afhenti nýlega lögreglunni í Reykjanesbæ stafræna myndavél og tók sýslumaðurinn Jón Eysteinsson við gjöfinni fyrir hönd lögreglunnar. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 309 orð

Mandelson til liðs við við arftaka Mandela?

PETER Mandelson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Bretlandi, þykir nú líklegur til að taka að sér hlutverk kosningaráðgjafa hjá Afríska þjóðarráðinu (ANC) í Suður-Afríku. Myndi verkefni Mandelsons felast í því að tryggja að ANC haldi völdum í landinu, en kosningar fara þar fram á þessu ári, og jafnframt að stuðla að því að Thabo Mbeki, kjörnum arftaka Nelsons Mandela, Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 235 orð

Mannskæðir skýstrokkar

AÐ minnsta kosti sjö manns létu lífið er skýstrokkar gengu yfir Arkansas og Tennessee á fimmtudag. Miklar skemmdir hafa orðið í ríkinu vegna skýstrokkanna og hefur víða verið rafmagnslaust. Flestir hinna látnu urðu undir trjám er rifnuðu upp með rótum og féllu á bíla og hús. Meira
23. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Maraþonskíðaganga

FÉLAGAR í Skíðaráði Akureyrar ætla að skiptast á að ganga á skíðum í einn sólarhring en þeir hefja gönguna kl. 15. í dag, laugardag, og ganga til jafnlengdar á sunnudag. Vonast þeir til að sem flestir komi til að vera með og njóta hollrar hreyfingar í skemmtilegu umhverfi. Tilgangur maraþongöngunnar er að vekja athygli á skíðagöngu og þeirri góðu aðstöðu sem hún býr við í Hlíðarfjalli. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Met hjá Báru og Láru

BÁRA B. Erlingsdóttir, Ösp, setti heimsmet fatlaðra í 400 metra fjórsundi á sundmóti Sundfélags Hafnarfjarðar í gærkvöldi, en Bára keppir í flokki S14. Bára synti á 6.21,82 mínútum og bætti eigið heimsmet um tæpar 12 sekúndur. Þá sló Lára Hrund Bjargardóttir, SH, eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi ófatlaðra, synti á 4.55,14 mínútum, fyrra metið var 5.00,66. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Minkur drepur álft

TVEIR menn urðu vitni að því í fyrradag þegar minkur stökk upp á bak álftar á Þingvallavatni og beit hana á háls. Hann reyndi síðan að draga hana upp á ís til að geta gætt sér á henni. Hvorki Ólafur Nielsen fuglafræðingur né Karl Skírnisson dýrafræðingur segjast hafa heyrt þess getið áður að minkur hafi drepið fullvaxna álft. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 461 orð

Missti bótarétt vegna áhættutöku

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. af skaðabótakröfu manns á þrítugsaldri sem slasaðist í bílveltu á Ísólfsskálavegi við Grindavík fyrir tæpum sex árum. Maðurinn slasaðist verulega og er 30% öryrki eftir. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 222 orð

Nískur milljarðamæringur

RONALD Perelman, stjórnarformaður snyrtivörufyrirtækisins Revlon, sem sjálfur hefur sagt eignir sínar vera um 420 milljarða króna virði, sagði fyrir rétti í New York fyrr í vikunni að hann léti 210 krónur nægja til að fæða fjögurra ára gamla dóttur sína á degi hverjum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 413 orð

Opið í fjóra tíma á Raufarhöfn og Kópaskeri

ÁKVEÐIÐ hefur verið að takmarka verulega afgreiðslutíma bensínstöðva Esso á Raufarhöfn og Kópaskeri, einu bensínstöðvanna á stöðunum. Er það gert vegna þess að rekstur þeirra, eins og margra bensínstöðva á landsbyggðinni, er erfiður. Að sögn Pálmars Viggóssonar, rekstrarstjóra bensínstöðva hjá Olíufélaginu hf. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 168 orð

Pinochet í vondum málum?

BRESKA utanríkisráðuneytið viðurkenndi Augusto Pinochet ekki sem þjóðhöfðingja eftir að Pinochet hrifsaði til sín völd í Chile í september 1973 þótt þau hefðu hins vegar viðurkennt ríkisstjórn hans ellefu dögum seinna. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Prófkjörið fer fram í dag

PRÓFKJÖR Sjáfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi, sem frestað var um síðustu helgi, verður haldið í dag. Sjö gefa kost á sér í prófkjörinu. Albert Eymundsson skólastjóri, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri sækjast eftir fyrsta sæti listans. Aðalsteinn Jónsson bóndi býður sig fram í annað sætið og Hilmar Gunnlaugsson lögmaður í 2.-4. sæti. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 770 orð

Raúl Salinas dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir morð

BRÓÐIR Carlos Salinas, fyrrverandi forseta Mexíkó, var dæmdur í 50 ára fangelsi í fyrradag fyrir að hafa skipulagt morð á flokksbróður þeirra árið 1994. Þar með lauk réttarhöldum, sem vakið hafa meiri athygli en nokkurt annað dómsmál í Mexíkó í mörg ár. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

Reglur mega ekki mismuna einstaklingum

"ÞAÐ er engin regla ­ alveg sama hvers eðlis hún er innan þessa flókna almannatryggingakerfis ­ sem við þurfum ekki sífellt að vera vakandi fyrir að leiði ekki til þess að einstaklingum sé mismunað," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í gær þegar hún var innt álits á því að svokölluð "frekari uppbót" á lífeyri skerðist, eigi bótaþegi meira en 2, Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

Reyknesingar vilja menningarhús

Á FUNDI bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 19. janúar sl. var eftirfarandi áskorun bókuð: Vegna fram kominna hugmynda stjórnvalda um uppbyggingu menningarhúsa víðs vegar um landið, vekur það athygli bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að Suðurnesin skuli ekki vera inni á þessari áætlun. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 130 orð

Rússar útiloka breytingar á ABM

ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, útilokaði með öllu í gær að gera nokkrar breytingar á ABM- samningnum svokallaða, samningi Rússa og Bandaríkjamanna frá 1972 um að draga úr framleiðslu skotflauga. Sagðist Ívanov sannfærður um að stjórnvöld í Washington væru á sömu skoðun og Rússar. "Nei. Ég get eins sagt það strax," sagði Ívanov á blaðamannafundi í Moskvu. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Samavika í Norræna húsinu

"DAVVIN ­ Nord i norden ­ norður í norðri" er yfirskrift Samaviku sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag, laugardag, og mun Davíð Oddsson forsætisráðherra setja dagskrána og flytja ávarp kl. 16. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 250 orð

Seðlabankinn reynir að bjarga realnum með sölu á dollurum

SEÐLABANKI Brasilíu reyndi í gær að verja realinn, gjaldmiðil landsins, með sölu á dollurum eftir að gengi hans hafði lækkað frekar og valdið ótta við hrinu gengisfellinga í Rómönsku Ameríku og Asíu. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð

Sjúkraflutningamenn í ljósmóðurhlutverki

TVEIR sjúkraflutningamenn urðu að bregða sér í ljósmóðurhlutverk í heimahúsi í gærkvöldi. Foreldrar sem áttu von á afkomanda voru í heimsókn hjá ættingjum í Hafnarfirði þegar barnið fór að láta á sér kræla. "Það var hringt í Neyðarlínuna og beðið um flutning fyrir sængurkonu," segir Rafn Oddsson sjúkraflutningamaður, sem kom á vettvang ásamt Sveinbirni Bentssyni. Meira
23. janúar 1999 | Landsbyggðin | 49 orð

Sorpbíll í ógöngum

Neskaupstað-Það óhapp varð nú á dögunum að sorpbíll frá Sorpsamlagi Austurlands sem var við hreinsun í Neskaupstað rann til í hálku og lenti ofan í gili þar sem hann lagðist á hliðina. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn mun vera töluvert mikið skemmdur. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 808 orð

"Stökk upp á bakið og beit hana ofan frá"

"VIÐ sáum eitthvað hringsnúast í vök á ísnum en vissum ekki hvað það var fyrr en við gengum nær. Þá rann upp fyrir okkur að þetta var álft, hausinn var í kafi, en hún var hins vegar að bægslast um með fótum og vængjum. Hún var alblóðug um hálsinn og kipptist til og snerist," segir Snorri Snorrason sem kom ásamt Hauki syni sínum að mink að drepa álft við Þingvallavatn í fyrradag. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sunnudagsferðir FÍ á Hellisheiði

FERÐAFÉLAG Íslands er farið af stað með gönguferðir og skíðagöngur á nýbyrjuðu ári. Sunnudaginn 22. janúar verður farið kl. 13 upp á Hellisheiði og eru í boði annars vegar skíðaganga um svæðið eða fjallganga á Skálfell sunnan Hellisheiðar. Brottför er frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6. Um næstu helgi, 30.­31. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Söfnun upplýsinga samræmd í gagnagrunn

NÝR forstjóri Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, Magnús Pétursson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, vill finna bestu leiðina til að safna með skipulegum og samræmdum hætti upplýsingum í væntanlegan miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og telur að hún gæti orðið fyrirmynd fyrir landið allt. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 363 orð

Talinn íhuga framboð fyrir nýjan miðflokk

YITZHAK Mordechai, varnarmálaráðherra Ísraels og einn af vinsælustu stjórnmálamönnum landsins, tók í gær fyrsta skrefið í þá átt að segja skilið við Likud-flokk Benjamins Netanyahus forsætisráðherra og bjóða sig fram gegn honum í kosningunum 17. maí. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 780 orð

Tengsl meðvirkni og hjúkrunar

Í dag verður uppákoma á vegum Sólstöðuhópsins klukkan 14 í Norræna húsinu þar sem Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur mun halda fyrirlestur um meðvirkni og hjúkrun. Einnig verður flutt tónlist og á eftir verða pallborðsumræður um efni fyrirlestursins. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tíu nýir milljónamæringar

HAPPDRÆTTI Háskólans dró í gær út tíu nýja milljónamæringa. Dregnir voru út tíu vinningar að andvirði ein milljón króna og dreifðust vinningarnir víða um land. Fjórir vinningshafanna eru búsettir í Reykjavík, tveir á Akureyri, einn í Garðabæ, Borgarnesi, Djúpavogi og Vestmannaeyjum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Togari bakkaði á flotkví

NOKKRAR skemmdir urðu á minni flotkví í eigu Vélsmiðju Orms og Víglundar undir miðnætti á fimmtudagskvöld þegar rússneskt skip bakkaði á kvína í Hafnarfjarðarhöfn. Verið var að lóðsa skipið út úr höfninni þegar óhappið vildi til og er talið að stjórntæki hafi tekið völdin af skipstjórnendum, jafnvel að skipið hafi fest í bakkgírnum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Tveir vörubílar í hörðum árekstri

ÖKUMAÐUR slasaðist alvarlega þegar tvær vörubifreiðar skullu saman á Þrengslaveginum laust fyrir kl. 15 í gær. Áreksturinn var mjög harður og er önnur vörubifreiðin talin ónýt. Tildrögin voru þau að Scania- vörubifreið með dráttarvagni, sem var fulllestaður af möl, var ekið úr malargryfju inn á Þrengslaveginn og í veg fyrir vörubifreið af Volvo- gerð. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Úrslit í prófkjöri framsóknarmanna

VEGNA tæknilegra mistaka birtist röng tafla með frétt um úrslit prófkjörs framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra í blaðinu í gær. Um leið og rétt tafla birtist hér, biðst blaðið afsökunar á þessum mistökum. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Varaafl tryggt á Sauðárkróki

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur gert breytingar á svæðissímstöðinni á Sauðárkróki sem gera kleift að tengd sé við hana fyrirhafnarlítið varaaflstöð. Vinnu við þessar breytingar lauk í gær. Miklar truflanir urðu á símasambandi á Norðurlandi vestra um síðustu helgi vegna rafmagnsleysis á svæðissímstöðinni. Í framhaldi af því voru haldnir fundir til að finna leiðir til úrbóta. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð

Vaxandi spenna í Indónesíu

ÓTTASLEGNIR Vesturlandabúar flýðu eyjuna Ambon í Indónesíu í gær eftir að átök undanfarinna daga milli múhameðstrúarmanna og kristinna manna höfðu kostað a.m.k. 45 manns lífið. Þykja átökin til marks um aukna spennu í samskiptum fólks af ólíkum trúarhópum í Indónesíu. Meira
23. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Vettlingar, kerti og spil í gjöf

"ÞETTA hefur verið afskaplega gaman," sagði Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði sem í gær mátaði bæjarstjórastólinn á Akureyri og skoðaði sig um í bænum í tilefni af því að í dag, laugardag, verður formlega tekið upp vinabæjarsamband milli Akureyrar og Hafnarfjarðar. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri var á ferðinni í Hafnarfirði af sama tilefni. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1703 orð

Viðurkenning fyrir framúrskarandi vinnu

NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Íslands voru afhent í fjórða skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á miðvikudaginn var. Verkefnin sem valið er úr eru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Viðurkenningar þeirra sex verkefna sem tilnefnd voru og verðlaunin sem eitt þeirra hlaut eru veitt fyrir framúrskarandi vinnu nemenda og nýsköpunargildi. Meira
23. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Vinstrihreyfingin - grænt framboð stofnuð á Vesturlandi

Samþykkt voru lög kjördæmisfélagsins og kosin fimm manna stjórn sem er þannig skipuð: Sigurður Helgason, Hraunholtum, formaður, Gunnlaugur Haraldsson, Akranesi, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Hvanneyri, Snjólaug Guðmundsdóttir, Brúarlandi og Jóhannes Ragnarsson, Ólafsvík. Næsti stofnfundur verður á Ísafirði kl. 16 á sunnudag og á þriðjudag er röðin komin að Norðurlandi vestra. Meira
23. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 894 orð

Þreifingar hafnar um að ljúka málinu sem fyrst

ÞREIFINGAR eru hafnar milli öldungadeildarþingmanna í báðum flokkum um að finna leið til að ljúka málarekstrinum gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta sem fyrst. Liggur ekkert fyrir um það enn en ljóst þykir, ekki síst eftir ræðu Dale Bumpers, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns, sem lauk málsvörn forsetans í fyrrakvöld, Meira

Ritstjórnargreinar

23. janúar 1999 | Staksteinar | 332 orð

»Rammasamningur ASÍ og VSÍ um endurskoðunarákvæði? TIL AÐ tryggja að frumkvæði

TIL AÐ tryggja að frumkvæði í launaþróun liggi hjá almenna vinnumarkaðnum kemur til greina að gera rammasamning milli ASÍ og samtaka atvinnurekenda um víðtæka endurskoðun á miðju samningstímabili lengri kjarasamninga. Þetta var ein þeirra hugmynda sem varpað var fram í umræðum um kjaramál á fundi sambandsstjórnar ASÍ 23. nóvember sl. og skýrt var frá í Vinnunni, málgagni ASÍ. Meira
23. janúar 1999 | Leiðarar | 735 orð

ÖRORKUBÆTUR OG EIGNIR

Í MORGUNBLAÐINU í fyrradag var frá því skýrt, að ákveðnar uppbætur á lífeyri skerðist þegar bótaþegi hefur náð því marki, að eiga 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum. Tilefni fréttar blaðsins um þetta efni var bréf, sem örorkulífeyrisþegi birti í fréttabréfi Geðhjálpar. Í bréfi þessu segir m.a.: "Ég hef verið öryrki frá 1971, þegar ég var 17 ára og á því engan rétt á lífeyrissjóði. Meira

Menning

23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

Eiginkona fótboltamannsins í tískunni

Eiginkona fótboltamannsins í tískunni Á SÝNINGU Paco Rabanne á vor- og sumartískunni á miðvikudaginn kom eiginkona fótboltakappans knáa Christian Karembeu, Adriana Karembeu, fram og sýndi glæsilegan kjól, innblásinn ríkulegu ímyndunarafli. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 199 orð

Ekki allar ferðatöskur jafn meinlausar

YFIRVÖLD í Sviss hafa beðið rússneska sendiráðið um aðstoð við leit á hættulegum leifum kalda stríðsins eftir að svissneska lögreglan gróf upp gamla ferðatösku úr eigu njósnara KGB sem innihélt njósnaútvarp og var tengd sprengjubúnaði. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 372 orð

Elvis á útdauðri tungu

Stutt Elvis á útdauðri tungu FINNSKUR háskólaborgari sem hefur getið sér orð fyrir að taka upp Elvis Presley-lög á latínu áætlar nú upptökur á sumum gullmolum stjörnunnar, en í þetta skipti á hinni fornu súmerísku. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 876 orð

Fox Mulder tölvuheimsins

ÞÓTT Joe Firmage sé ungur að árum, eða 28 ára gamall, hefur hann ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar orðið forríkur á tölvufyrirtæki sínu. En Joe finnst líka nóg komið og hyggst snúa sér að öðrum hlutum í framtíðinni. Meira
23. janúar 1999 | Kvikmyndir | 186 orð

Franskur farsi

Leikstjórn og handrit: Francis Veber. FRANSKA bíómyndin Kvöldmáltíð fávitanna eða "Le diner de cons", sem frumsýnd var á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í gærkvöldi, segir af ljótum leik nokkurra vina. Þeir halda reglulega kvöldverðarboð og bjóða í það þeim sem þeir telja að séu hálfgerðir bjánar og skemmta sér ærlega við að hlusta á delluna í þeim. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 573 orð

Gleði og sorg í lífsins ólgusjó Frumsýning

LUKE (Ed Harris) var áður kvæntur bókaútgefandanum Jackie (Susan Sarandon) en nú er hann farinn að búa með atvinnuljósmyndaranum Isabellu (Julia Roberts). Börn Lukes af fyrra hjónabandi eru þau Anna (Jena Malone) og Ben (Liam Aiken) og eiga þau erfitt með að sætta sig við stjúpmömmuna sem þau hafa eignast. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 594 orð

Glæpaverk orðin þáttaefni

HNEFALEIKAR Mike Tyson og Suður-Afríkumannsins Francois Botha voru sýndir á Sýn laugardagskvöldið 16. janúar og leiðbeindu þeir Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson áhorfendum. Viðureignin gekk skaplega fyrir sig þangað til í lok 6. lotu, að Tyson tókst að svæfa Botha svo gjörsamlega að hann komst ekki til meðvitundar fyrr en nokkru síðar. Meira
23. janúar 1999 | Kvikmyndir | 407 orð

Hatrið er rammt

Leikstjóri: Mike Van Diem. Handritshöfundur: Van Diem, byggt á skáldsögu Ferdinands Bordewijk. Kvikmyndatökustjóri: Rogier Stoffers. Tónskáld: Laurens Geels. Aðalleikendur: Fedja Van Huet, Jan Declair, Betty Schuurman, Tamar van den Dop, Hans Kesting. 124 mín. Hollensk. 1997. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 76 orð

Hvað er augnhimna milli vina?

DAVE Cowdrey bregst hér við vinalegu narti frá "Scruffy", litlum spörfugli á heimili sínu í Otaki á Nýja Sjálandi á dögunum. Scruffy potaði Cowdrey í augað fyrir nokkrum dögum og rauf gat á augnhimnuna. Cowdrey þurfti að leita augnlæknis og fara í aðgerð svo sjón hans skertist ekki. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 164 orð

Hvimleiður krónprins Kobbi kviðristir The Ripper

Framleiðsla: Michael R. Joyes. Leikstjórn: Janet Meyers. Handrit: Robert Rodat. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Gabrielle Anwar, Samuel West og Michael York. 86 mín. Bresk. CIC myndbönd, janúar 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
23. janúar 1999 | Margmiðlun | 605 orð

Íslenskað gluggakerfi

ÞAÐ HEFUR varla farið fram hjá neinum að tekist hafa samningar um íslenskun á Windows stýrikerfinu milli íslenska ríkisins og Microsoft. Hitt virðast færri vita að undanfarið hefur verið í gangi umfangsmikið verkefni sjálfboðaliða sem þýtt hafa KDE-gluggaumhverfið fyrir Linux á íslensku. Linux er ókeypis stýrikerfi eins og flestir vita og hefur notið sívaxandi hylli. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 160 orð

Kóngar og drottningar stíga dans

"Prom"-ball að bandarískum sið í MS Kóngar og drottningar stíga dans MENNTASKÓLINN við Sund hélt "Prom"-ball að bandarískum sið á miðvikudagskvöldið var. Voru nemendur klæddir í sitt fínasta púss og stúlkur í glæsilegum síðkjólum og jakkafataklæddir drengir liðu um dansgólfið. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 146 orð

Kryddpíurnar syngja í óperu

Kryddpíurnar syngja í óperu ELTON John hefur fengið kryddpíurnar í Spice Girls, Sting og Janet Jackson til að syngja á óperuplötu sem verður endurgerð hans á Aidu ítalska tónskáldsins Verdis. Meira
23. janúar 1999 | Kvikmyndir | 297 orð

Litli karlinn grínast

Leikstjórn: Roberto Begnini. Handrit: Vincenzo Cerami og Roberto Begnini. Aðalhlutv: Roberto Begnini, Nicoletta Braschi, Giorgio Cantarini og Giustino Durano. Miramax International 1998. GUIDO er glaður ungur maður árið 1939 á Ítalíu fasismans. Hann fellur fyrir Doru, þau eignast dásamlega drenginn Jósúa, en...því miður er Guido gyðingur. Meira
23. janúar 1999 | Kvikmyndir | 255 orð

Miskunnarlaus veröld

Leikstjórn og handrit:Todd Solondz. Aðalhlutverk: Heather Matarazzo, Brendan Sexton jr., Eric Mabius og Matthew Faber. Artificial Eye 1995. ÞAÐ er ekki alltaf gaman að vera ellefu ára eins og hún Dawn fær að reyna. Meira
23. janúar 1999 | Menningarlíf | 210 orð

Nýjar bækur AUÐUR úr iðrum

AUÐUR úr iðrum jarðar ­ Saga hitaveitna og jarðhitanýtingar er eftir Sveinn Þórðarsonog er XII bindi í Safni til iðnsögu Íslendinga. Í kynningu segir að þetta sé fyrsta alþýðlega yfirlitsritið um sögu jarðhitanýtingar á Íslandi. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 182 orð

Nýjasta goðsögn golfsins Saga Tigers Woods (The Tiger Woods Story)

Leikstjórn: LeVar Burton. Handrit: Takashi Bufford. Kvikmyndataka: Frank Byers. Aðalhlutverk: Keith David, Khalil Kain og Freda Foh Shen. 99 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, janúar 1999. Öllum leyfð: Meira
23. janúar 1999 | Leiklist | 777 orð

Of mikil ást

Höfundur: Arthur Miller. Íslensk þýðing: Sigurður Pálsson. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Marta Nordal, Hjalti Rögnvaldsson, Þórhallur Gunnarsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ari Matthíasson, Ellert A. Ingimundarson, Jón J. Hjartarson, Jóhann G. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 188 orð

Ofvirk skynfæri Glórulaus (Senseless)

Framleiðandi: David Hoberman. Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handritshöfundar: Greg Erb og Craig Mazin. Kvikmyndataka: Daryn Okada. Aðalhlutverk: Marlon Wayans, David Spade, Tamara Taylor og Matthew Lillard. (93 mín.) Bandarísk. Skífan, janúar 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
23. janúar 1999 | Margmiðlun | 661 orð

Ógnvænlegur raunveruleiki

Half Life, leikur fyrir PC samhæfðar tölvur frá Valve-fyrirtækinu, en Sierra gefur út. Leikurinn gerir kröfu um að minnsta kosti 133 MHz Pentium tölvu, 24 MB innra minni og tveggja hraða geisladrif. Hann styður þrívíddarkort, 3Dfx, OpenGL og Direct 3D. Einnig er stuðningur við þvívíddarhljóðstaðla, til að mynda frá Creative. Meira
23. janúar 1999 | Tónlist | 731 orð

Ókleifur hljóðmúr

Andrew D'Angelo altósaxófónn og bassaklarinett, Óskar Guðjónsson sópran- og tenórsaxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Hilmar Jensson gítar og Matthías MD Hemstock trommur og ásláttarhljóðfæri. Kerfill og fleiri verk eftir Hilmar Jensson auk smámuna eftir Andrew D'Angelo og búlgörsku þjóðina. Fimmtudag 21. janúar. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Rauða hættan Rauða svæðið (Red Corner)

Leikstjórn: Jon Avnet. Aðalhlutverk: Richard Gere. 117 mín. Bandarísk. Warner myndir, desember 1998. Aldurstakmark: 16 ár. Richard Gere er þrautseig stjarna sem margir elska að hata. Hér leikur hann bandarískan viðskiptajarl sem nýtir sér efnahagsþíðuna í Kína til að búa til peninga, en lendir í vondum málum. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 321 orð

Sturla í Bocuse d'Or

Sturla í Bocuse d'Or STURLA Birgisson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar, tekur í næstu viku þátt í Bocuse d'Or, virtustu keppni matreiðslumanna, sem haldin er. Sturla hefur undanfarnar tvær vikur verið við æfingar á veitingastað franska matreiðslumannsins Philippe Girardons, suður af Lyon, og segir þann tíma hafa skilað miklu. Meira
23. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 54 orð

Þriggja stiga högg?

Þriggja stiga högg? SNILLINGURINN Michael Jordan hefur tilkynnt brotthvarf sitt af körfuknattleiksvellinum en hann hefur ekki lagt íþróttaskóna á hilluna. Hér fylgist hann með öðru höggi sínu á elleftu braut í flokki áhugamanna á golfmóti sem kennt er við Bob Hope í La Quinta í Kaliforníu. Meira

Umræðan

23. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 402 orð

Að hafa það sem sannara reynist

GÍSLI Sigurðsson skrifar meðal annars í Rabbgrein í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 9. janúar síðastliðinn: "Ungmennafélögin urðu til um allt land, upptendruð af aldamótaandanum, og menn fóru í vaxandi mæli að iðka íslenzka glímu og sund, jafnvel þótt engar væru sundlaugarnar. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 121 orð

Að njóta trausts af eigin verkum

Að njóta trausts af eigin verkum Sigríður Ingileif Sigurbjörnsdóttir skrifstofumaður skrifar: Miklu skiptir að margir taki þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 30. janúar nk. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 414 orð

Aðstoð við skuldug heimili "Greiðsluaðlögun, segir Jóhanna Sigu

Á Alþingi hef ég ásamt nokkrum öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar flutt frumvarp, sem felur í sér úrræði til að aðstoða einstaklinga sem eru í mjög alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Hér er um að ræða nýtt úrræði og er greiðsluaðlögun ætluð þeim sem árangurslaust hafa reynt ráðgjöf og aðstoð við að leysa úr greiðsluerfiðleikum sínum og ekkert blasir við annað en viðvarandi erfiðleikar eða Meira
23. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Afleiðing en ekki orsök

ÞRIÐJUDAGINN 6. janúar sl. birtist frétt í Morgunblaðinu á bls. 6. Fyrirsögnin var: "Óþétt tengiró örsök eldsins", en þar var sagt frá því að tengi á eldsneytisleiðslu hefði losnað í öðrum hreyfli flugvélar Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að kviknað hefði í hreyflinum á flugi sem síðan leiddi til nauðlendingar á Egilsstöðum. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 831 orð

Alviðra ­ umhverfisfræðslusetur Landverndar

SJÁLFBÆR þróun, endurvinnsla, umhverfisfræðsla. Þessi þrjú orð eru algeng þegar fjallað er um umhverfismál í rituðu og töluðu máli. Umhverfisfræðslan hefur þar til nýlega haft lítið pláss í íslensku skólakerfi og atvinnulífi, en það er von til að úr verði bætt með nýrri skólastefnu og virku umhverfisfræðsluráði. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 719 orð

Arnbjörg Austurlandi til heilla

Arnbjörg Austurlandi til heilla Gunnþór Ingvason, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, skrifar: Arnbjörg er fædd og uppalin hér austanlands í nánum tengslum við undirstöðuatvinnuvegi okkar. Hún vann í fiski og sinnti öðrum verkamannastörfum á skólaárum sínum eins og við gerum flest hér eystra. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 336 orð

Arnbjörgu áfram á Alþingi!

Arnbjörgu áfram á Alþingi! Aðalheiður Borgþórsdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi, Seyðisfirði, skrifar: Þegar ég hugsa til alþingiskonunnar Arnbjargar Sveinsdóttur þá dettur mér í hug lína úr ljóði Davíðs Stefánssonar: "Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 662 orð

Arnbjörgu í 1. sæti

Arnbjörgu í 1. sæti Guðrún Andersen, Norðurgötu 5, Seyðisfirði, skrifar: Arnbjörg Sveinsdóttir er innfæddur Seyðfirðingur og það er mikill plús og heiður fyrir okkur hér í bæ að ung kona héðan skuli vilja og geta verið í forystu fyrir sjálfstæðismenn á Austurlandi. Hún er góður leiðtogi að mínu mati. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 128 orð

Arnbjörgu í fyrsta sæti

Arnbjörgu í fyrsta sæti Guðrún Víkingsdóttir, Fjarðarbyggð, skrifar: Oft eru gerðar meiri kröfur til kvenna en karla. Þær verða að sanna sig. Arnbjörg Sveinsdóttir var lengi forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og í stjórn SSA. Á þeim vettvangi sannaði hún sig rækilega. En hún þarf aftur að sanna sig sem þingmaður. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 160 orð

Austfirðingar eiga góðan kost

Austfirðingar eiga góðan kost Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifar: ÉG fagna mjög þeirri ákvörðun Alberts Eymundssonar að gefa kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Austurlandi. Ég tel að Albert hafi til að bera ótvíræða mannkosti sem eiga erindi á Alþingi Íslendinga. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 145 orð

Ástu Ragnheiði í annað sæti

Ástu Ragnheiði í annað sæti Aðalheiður Franzdóttir, Mýrarseli 11, Reykjavík, skrifar: Ég kynntist Ástu Ragnheiði fyrst þegar við vorum skólasystur í Langholtsskóla í Reykjavík. Hún vakti þá strax athygli mína fyrir frumkvæði og frumleika. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 845 orð

Dregið í áramótagetraun og fornsagnagetraun Morgunblaðsins

FJÖLDI innsendra lausna barst í áramótagetraun og fornsagnagetraun Morgunblaðsins. Áramótagetraunin skiptist í barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt eru þrenn verðlaun fyrir hvern flokk í áramótagetraun og þrenn verðlaun fyrir fornsaganagetraun. Morgunblaðið þakkar lesendum sínum góða þátttöku og óskar vinningshöfum til hamingju. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 535 orð

Eflum Alþýðubandalagið og ungt fólk til ábyrgðar

PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram 30. janúar nk. Ástæða er til að árétta að prófkjörið er öllum opið og er flokksaðild ekki skilyrði fyrir þátttöku, en það virðist vera nokkuð útbreiddur misskilningur að svo sé. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 142 orð

Eining um trausta forystu

Eining um trausta forystu Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra, skrifar: Samfylkingin á Reykjanesi getur náð árangri ef eining ríkir um forystuna. Ég tel Rannveigu Guðmundsdóttur réttu manneskjuna til að leiða þann lista. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 478 orð

Er orðið mótorhjól ekki í orðaforðanum?

NÝLEGA voru lög um vörugjald á ökutæki til endurskoðunar í fjármálaráðuneytinu. Þetta virðist vera reglubundinn viðburður þar á bæ þegar þrýstingur þar er orðinn of mikill og létta þarf álagið. Auðvitað tvöfaldast það svo þegar farið er á stað með endurskoðunina og taka þarf tillit til hagsmuna fjölda aðila. Undirritaður var einn þeirra sem voru í sambandi við fjármálaráðuneytið fyrir áramót. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 140 orð

Heimir Már: maður sem þorir

Heimir Már: maður sem þorir Valdimar Birgisson markaðsráðgjafi skrifar: Nú er sá langþráði draumur að rætast að jafnaðarmenn bjóði sameiginlega fram. Í prófkjöri Samfylkingarinnar laugardaginn 30. janúar hafa allir Reykvíkingar þann kost að velja fólk til forystu. Meira
23. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Hólmarar og Hellnarar

SÆBJÖRN Valdimarsson lauk ritdeilu um örnefni á Hellnum 23. f.m. með bréfi til blaðsins þar sem hann beinir þeirri spurningu til stjórnvalda hvort ekki sé ráð að lögvernda örnefni. Á Hellnum stendur svo á að aðkomufólkið, sem beitti sér fyrir brenglun örnefna, lætur sér sérstaklega annt um andleg verðmæti, eins og kunnugt er. Meira
23. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 480 orð

Kaþólska á Vestfjörðum

HANN hefur marga hildi háð, og hann er pólskur. Í ofanálag kaþólskur prestur. Honum er falið af páfadómi í Róm að vera leiðtogi almennrar heilagrar kirkju í Norður- og Vesturamtinu. Sem sagt hann þjónar kaþólsku fólki um gjörvallt Norðurland og aukinheldur á Vestfjörðum, þar sem hafa risið upp kapellur eins og til að mynda í Hnífsdal og á Ísafirði. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 121 orð

Kjósendur vilja breytingu

Kjósendur vilja breytingu Málfríður Gísladóttir lögfræðingur skrifar: Ef samfylkingin á að fá fylgi í næstu alþingiskosningum verður að mæta ákveðnum lágmarkskröfum kjósenda. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 148 orð

Kjósum Vilhjálm í prófkjörinu

Kjósum Vilhjálm í prófkjörinu Haraldur Guðni Eiðsson háskólanemi skrifar: EFTIR langan aðdraganda og nokkrar fæðingarhríðir er Samfylking félagshyggjuflokkanna orðin að veruleika. Nú gefst okkur tækifæri á að velja fulltrúa Samfylkingarinnar í prófkjöri hennar í Reykjavík í lok janúar. Vilhjálmur H. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 974 orð

Menntun sjúkraliða vanmetin

FYRIR rúmum tveimur áratugum útskrifaði Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sína fyrstu sjúkraliða. Viss breyting átti sér stað þegar námið fór inn í fjölbrautakerfið og var það breyting til batnaðar. Sjúkraliðum varð kleift að halda áfram námi án þess að byrja á upphafsreit. Á þessum áratugum hefur námið tekið breytingum samhliða kröfum þjóðfélagsins. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 759 orð

Mikilvægum áfanga náð

SAMÞYKKT ríkisstjórnar og borgarráðs um að beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík er tvímælalaust mikilvægasti áfanginn til þessa í langri baráttu fyrir tónlistarhúsi. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 554 orð

Missum við af tækifærinu? Aldraðir

EF VIÐ missum af tækifærinu núna á ári aldraðra og á aldamótunum, verður stórslys. Ef við notum ekki í alvöru þessa áningarstaði til að skera upp og gjörbreyta málum aldraðra, munu tvær þjóðir búa í landinu á næstu öld. Önnur þjóðin, eldra fólkið, sem komið er af vinnumarkaði eða er á lífeyri af öðrum ástæðum, verður varanlega sett í sérstaka bása í þjóðfélaginu. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 483 orð

Ný hugsun, nýtt afl

MÁL ER varða auðlindir okkar annars vegar og umhverfi okkar hins vegar verða ofarlega í hugum íslenskra kjósenda á næstunni. Okkur er í blóð borin rík réttlætiskennd en jafnframt ástríðufull umhyggja fyrir landinu okkar fagra. Virkjun fallvatna sem felur í sér spjöll á dýrmætri náttúru Íslands mætir harðri andstöðu. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 488 orð

Ólaf Björnsson á þing

Ólaf Björnsson á þing Gunnar H. Sigurðsson deildartæknifræðingur hjá Landsvirkjun skrifar: Ólafur Björnsson hrl. frá Úthlíð í Biskupstungum hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Ólafur þekkir vel til í kjördæminu og veit gjörla hver hagsmunamál þess eru. Meira
23. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 260 orð

Pétur þulur leiðréttur

PÉTUR Pétursson þulur minntist þess í Morgunblaðinu 17. janúar að 160 ár voru liðin frá því Íslendingar í Kaupmannahöfn héldu franska lækninum Paul Gaimard veislu. Af því tilefni tínir hann saman fróðleiksbrot héðan og þaðan, þar á meðal að vonum talsvert um Jónas Hallgrímsson, enda veislan minnisstæð fyrst og fremst vegna þess að Jónas flytur þar snilldarkvæði sitt til Gaimards, Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 123 orð

Rannveigu Guðmundsdóttur efsta!

Rannveigu Guðmundsdóttur efsta! Óli Hilmar Jónsson, arkitekt, skrifar: Maður spurði mann: "hvort mundirðu vilja hafa sólina eða tunglið?" Hinn svaraði: "Tunglið ­ það er hvort sem er bjart á daginn." Hætt er við að honum hefði brugðið ef honum hefði orðið að ósk sinni. Rannveig er eins og sólin. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 357 orð

Rjúfum vistarbandið, göngum í Evrópusambandið

HVERS vegna erum við ekki í Evrópusambandinu? Eru það hagsmunir launafólks, öryrkja, aldraðra og barnafólks að við erum ekki í Evrópusambandinu? Eru það hagsmunir iðnaðarmanna, kaupmanna, heildsala og ferðaþjónustu að við erum ekki í Evrópusambandinu? Er ef til vill samhengi milli einangrunarstefnu stjórnvalda og þess að laun eru helmingi lægri hér en í nágrannalöndunum? Er ef til vill samhengi Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 953 orð

Rógburður, list og tjáningarfrelsi

MIKILL er máttur orðsins. Afl það, sem fylgir hinu talaða og ritaða orði, jafnast á við fossaflið, sem virkja má til almannaheilla ef vel er á haldið. Tungan getur verið boðberi hinna æðstu sanninda og tjáð dýpstu tilfinningar og skynjanir. Hún er í senn nauðsynlegt tæki í venjubundnum samskiptum manna og biturt vopn til varnar því, sem þeim er dýrmætast. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 338 orð

Samfylking á fullri ferð! Ástæða er til að hvetja alla áhugamenn um vö

SAMFYLKING Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista er loks komin á beinu brautina. Eftir langar og um margt erfiðar fæðingarhríðir er nú gatan greið til kröftugrar og markvissrar kosningabaráttu, þar sem Samfylking jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis mun gera glögga grein fyrir stefnumálum sínum og vera sá valkostur sem fjölmargir hafa beðið eftir í íslenskum stjórnmálum. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 452 orð

Samstaða kynslóðanna

Í ÁRAMÓTABOÐSKAP sínum boðaði forsætisráðherra að sett skyldi á laggirnar samstarfsráð um málefni aldraðra og er ekki seinna vænna. Það þarf að sigrast á viðfangsefnum vegna vaxandi öldrunar og vandamálum tengdum félagslegri einangrun. Væntingar almennings eru til þess fallnar að auka á þrýsting um meiri þjónustu samtímis því sem opinber útgjöld eru undir ströngu aðhaldi. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 716 orð

Samtök útivistarfólks

Í NÓVEMBER síðastliðnum voru stofnuð Samtök útivistarfólks sem eru regnhlífarsamtök þrettán útivistarfélaga eða landssambanda þeirra með um eða yfir 30.000 aðildarfélaga. Meiri frítími og betri efnahagur landsmanna hefur orðið til þess að áhugamannafélög um útivist hafa orðið til og verða stöðugt fleiri, fjölmennari og öflugri. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 653 orð

Skemmdir á börnum Agi

Í MÍNUM gamla skóla, Hagaskóla, hafa sérkennilegir atburðir átt sér stað undanfarið. Það rifjaðist upp fyrir mér að slíkt og þvílíkt hefði líklega ekki gerst þegar hann Stefán húsvörður gekk um ganga á mínum sokkabandsárum og tók óþyrmilega í axlir ólátabelgja og henti þeim út eða las þeim pistilinn. Þeir guttar sem lentu í slíku lærðu fljótlega betri hegðun. Og það kom alveg af sjálfu sér. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 414 orð

Veiðigjald og dómur Hæstaréttar

UM áramótin keyrði ríkisstjórn Davíðs Oddssonar með offorsi í gegnum Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um fiskveiðistjórnun. Breytingar sem ætlað er að koma til móts við þann dóm Hæstaréttar að lög um fiskveiðistjórnun væru andstæð ákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar um atvinnuréttindi og jafnræði þegnanna. Nýju lagaákvæðin heimila öllum sem eiga skip að veiða, en ... Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 1162 orð

Þegar lífið eltir okkur uppi

ÞAÐ KOMA þær stundir hjá okkur flestum að okkur langar til að hlaupa frá öllu saman. Flytja upp í sveit, ganga í klaustur, flýja upp á fjöll og koma aldrei aftur, flytja til Ástralíu, taka okkur árshlé og sigla umhverfis hnöttinn eða bara detta í það og muna ekkert hvert við fórum fyrr en visareikningurinn kemur. Meira
23. janúar 1999 | Kosningar | 396 orð

Þórunni á þing

Þórunni á þing Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi skrifar: Dagana 5.­6. febrúar næstkomandi gefst Reyknesingum tækifæri á að taka þátt í prófkjöri og velja forystusveit Samfylkingarinnar til næstu fjögurra ára. Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem býður sig fram í 3.­4. Meira
23. janúar 1999 | Aðsent efni | 924 orð

Öryggis- og ríkislöggæsla

LÖGGÆSLAN sér um að lögum og reglum sé framfylgt í landinu í samræmi við fyrirmæli dóms- og lögregluyfirvalda. Allgóð sátt virðist vera í þjóðfélaginu um framkvæmd og verklag löggæslunnar og að hún nái í meginatriðum fram settum markmiðum lögregluyfirvalda. Vissulega mætti bæta skipulag og ýmsa verkþætti lögreglunnar, einkanlega er lýtur að stærri rannsóknarverkefnum s.s. Meira

Minningargreinar

23. janúar 1999 | Minningargreinar | 123 orð

Ásgrímur G. Björnsson

Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Þú hefur reynst mér vel í þessu lífi og kennt mér mikið. Það er fastur liður í mínu lífi að vera á Siglufirði á sumrin. Þá hef ég oft notið góðra samverustunda með þér og ömmu frá því ég man fyrst eftir mér. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég fór fyrst með þér til Héðinsfjarðar og þú reyndir að fá mig til að veiða silung. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 517 orð

Ásgrímur G. Björnsson

Elsku Ási minn, nú er komið að kveðjustund en þinni lífsbók var lokað 14. janúar sl. Ég hef notið þeirrar gæfu að vera þér samferða síðan ég og Björn sonur þinn rugluðum saman reytum okkar fyrir u.þ.b. 18 árum. Margra samverustunda höfum við notið í návist þinni og er þitt innlegg í líf okkar og barnabarna þinna ómetanlegt. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Ásgrímur Guðmundur Björnsson

Það liggur í augum uppi að það hefur verið mikið verk fyrir foreldra Ásgríms að sjá heimilinu farborða, en það gerðu þau með sóma. Eiríksína móðir Ásgríms var forkur til allra verka hvort heldur við síldarsöltun eða á félagsmálasviðinu. Björn maður hennar var hæglátur drengskaparmaður, en frábærlega farsæll skipstjórnarmaður, glöggur og öruggur, mest þegar á reyndi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Ásgrímur Guðmundur Björnsson

Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Við viljum þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Þú varst ávallt hress og hlýr. Þannig munum við eftir þér. Þessi einstaka manngæska sem í þér bjó vann hjarta og hug allra í kringum þig. Aldrei kvartaðir þú yfir eigin vandamálum heldur varstu alltaf reiðubúinn að aðstoða náungann. Við munum sakna þín sárt, elsku afi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 410 orð

Ásgrímur Guðmundur Björnsson

Ásgrímur Guðmundur Björnsson vélstjóri, mágur minn, er látinn. Ég kynntist Ásgrími fyrir rúmum 42 árum þegar ég tengdist fjölskyldu hans. Ásgrímur var hægur og prúður í framkomu og sérstaklega orðvar, lagði oftast lítið til málanna en var þó fastur fyrir, ef svo bar undir og hann gat verið hnittinn í svörum og glettinn. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 251 orð

ÁSGRÍMUR GUÐMUNDUR BJÖRNSSON

ÁSGRÍMUR GUÐMUNDUR BJÖRNSSON Ásgrímur Guðmundur Björnsson vélstjóri fæddist á Siglufirði 22. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 11.4. 1898, d. 18.9. 1960, og Björn Zophanías Sigurðsson frá Vík í Héðinsfirði, f. 14.11. 1892, d. 30.8. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Birgir Guðmundsson

Stærsta hlutanum af minni viðveru í bílaviðgerðum varði ég hjá Birgi Guðmundssyni. Hjá honum hóf ég störf á þeim vettvangi og hjá honum lauk ég þeim. Nú hefur Birgir Guðmundsson lokið sinni viðveru á þessum vettvangi veraldlegs lífs, en veganesti hans býr áfram í okkur sem fengum tækifæri til að kynnast honum náið og hjálpar okkur til góðra verka í lífsdansinum framundan. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

BIRGIR GUÐMUNDSSON

BIRGIR GUÐMUNDSSON Eyjólfur Birgir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1943. Hann lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn hinn 13. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðholtskirkju 22. janúar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 634 orð

Böðvar Brynjólfsson

Fljótshlíðin er mótuð mildum línum og aflíðandi uns Suðurlandssléttan mikla tekur við til suðurs og vesturs. En ofan er hún krýnd tignarlegum tindum og blikandi hájöklum sem óhjákvæmilega beina sjónum upp á við og hugum til hæða. Umhverfið mótar okkur öll en erfðir leggja grunninn. Í marga ættliði féll þetta saman svo að úr því hlaut að verða sannur sonur Fljótshlíðar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Böðvar Brynjólfsson

Foreldrar þeirra systkina bjuggu aldrei saman og ólst Böðvar því upp hjá föðurfólki sínu. Á sínum yngri árum ók Böðvar vörubifreið, sem hann notaði til að sækja mjólkina á bæina í Hlíðinni og flutti til Reykjavíkur. Minntist hann oft þeirra tíma þegar hann var við þann akstur og taldi þetta skemmtilegasta tímabil ævi sinnar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 124 orð

BÖÐVAR BRYNJÓLFSSON

BÖÐVAR BRYNJÓLFSSON Böðvar Brynjólfsson, bóndi á Kirkjulæk, var fæddur hinn 14. mars 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Selfoss hinn 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Sigurðsson á Kirkjulæk og Gróa Þórðardóttir frá Lambalæk. Þau eignuðust þrjú börn. Þau voru: Ingileif, f. 15.9. 1913, d. 23.4. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 1305 orð

Davía Guðmundsson

Klukkan er rúmlega tvö aðfaranótt 17. janúar. Herdís hringir og tilkynnir andlát móður sinnar, tengdamóður minnar, hennar Davíu. Davía Jakobína hét hún fullu nafni. Enginn sem ekki vissi um uppruna hennar hafði minnsta grun um að hún væri ekki Íslendingur, svo góðum tökum náði hún íslensku talmáli. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 481 orð

Davía Guðmundsson

Elsku amma Davía, Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann, nú þegar hugsað er til baka til æskuáranna. Það eru allt ljúfar minningar, því þú varst svo góð manneskja, svo hógvær og hæglát, og þú vildir öllum svo vel. Það var stórt skref fyrir þig, þegar þú fluttir hingað til Íslands frá Færeyjum árið 1928, til þess að hefja störf á Vífilstöðum. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Davía Guðmundsson

Látin er Davía Guðmundsson. Kynni okkar af Davíu voru ekki löng. Er foreldrar okkar fluttu í Flúðabakka 1 á Blönduósi í október 1991 varð Davía þeirra næsti nágranni. Það myndaðist einstök samheldni meðal þessara fyrstu íbúa í raðhúsinu, sem byggt var fyrir eldra fólk. Síðan þróaðist djúp vinátta og tryggð milli mömmu og Davíu, sem oft minnti á sterk systratengsl. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 330 orð

Davía Guðmundsson

Hún amma mín er dáin, farin burtu til sumarlandsins. Ég sakna hennar svo óskaplega mikið. Hún var mér svo mikilvæg og kær. Ég minnist þessarar einstöku konu í ótal minningum er fylla hugann. Húsið á bakkanum, mitt annað æskuheimili. Lítil hnáta með stertinn beint aftur á harðaspretti yfir götuna til ömmu. Blinduð um stund af geislum sólarinnar og birtunni frá ánni. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Davía Guðmundsson

Á Vífilsstöðum fyrir um 70 árum réðust örlög hennar Davíu, sem nú er látin. Davía kom ung til Íslands frá Færeyjum til að vinna hér. Á Vífilsstöðum ríkti sérstakt andrúmsloft á þessum árum, það var stutt í sorgina, en gleðin var heldur ekki langt undan. Rómantíkin blómstraði, ekki aðeins á meðal sjúklinganna heldur líka á meðal starfsfólksins. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Davía Guðmundsson

Elsku amma Davía. Mikið verður það skrýtið að koma á Blönduós og geta ekki farið í kaffi og ömmubollur til hennar ömmu á Bakkanum. Ég man eftir því þegar ég hitti þig fyrst. Þá var ég að koma í fyrsta skipti á Blönduós og Nökkvi dreif mig með sér í kaffi til þín. Ég var að sjálfsögðu ofboðslega feimin en sá strax að það var algjör óþarfi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 357 orð

Davía Guðmundsson

Elsku Amma á Bakkanum. Nú ertu farin frá okkur til Einars afa. Í mörg ár voruð þið búin að vera aðskilin, en við vitum að þú ert ánægð þar sem þú ert núna. Og við höfum margar og yndislegar minningar til að ylja okkur við. Það var alltaf gaman að koma til þín á Bakkann. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Davía Guðmundsson

Fáein kveðjuorð og þakkir fyrir mikið og gott samstarf á liðnum árum. Þegar síminn hringdi og mér var tilkynnt andlát Davíu varð ég hljóð og fylltist söknuði, þó vissi ég að hverju dró, fáir dagar síðan við töluðum saman. Davía sá alltaf hið góða í tilverunni. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 491 orð

Davía Guðmundsson

Fjærst út í kvikasilfursbjarma hafauðnarinnar rís pínulítið, einmana, blágrýtt land. Borið saman við ógnarvíðáttu þessa hafs virðist svona klettótt landkríli naumast umfangsmeira en sandkorn á samkomuhúsgólfinu. Þannig hefst sagan um Snillingana glötuðu eftir Færeyinginn og samlanda ömmu minnar, William Heinesen. Amma mín fæddist í Færeyjum. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 367 orð

DAVÍA GUÐMUNDSSON

DAVÍA GUÐMUNDSSON Davía Jakobína Niclasen var fædd í Færeyjum 19. febrúar 1910. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hansína og Nikodemus Niclasen. Systkinin voru sjö, sex systur og einn bróðir. Tvær systur, Ninna og Sesselja, búa í Danmörku. Bróðirinn Niclas Páli bjó einnig þar, hann er látinn. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 1751 orð

Einar Halldórsson

Að skrifa bróðurminningu er ekki eins auðvelt verk og margur kynni að ætla. Ekki síst að skrifa um jafn undarlegan mann og þennan bróður minn, eina systkinið, sem ævina á enda gekk eins og til hliðar við samferðafólk sitt, braut sem á stundum var fjarri því að vera hnökralaus, eða sú auðveldasta. En sinn veg fetar hver og einn með sínum hætti uns komið er í lokaáfanga. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 281 orð

Einar Halldórsson

Í dag er kvaddur þúsund þjala smiður og hljóðfæraleikari Einar Halldórsson frá Dal í Miklaholtshreppi. Einar var mikill hæfileikamaður, allt lék í höndum hans sama hvort var viðgerð á úri eða stórvirkum vélum. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Einar Halldórsson

Elsku pabbi minn. Þá er komið að leiðarlokum og það er sárt að þurfa að kveðja. Þegar ég hugsa um þig og lífshlaup þitt, þá minnist ég vindmyllunnar þinnar sem þú eyddir svo mörgum stundum í að koma upp. Hún var falleg og afkastamikil meðan hún stóð en veðurhamurinn felldi hana að lokum. Þannig var það líka með þig. Þú varst í mínum huga með duglegri mönnum meðan heilsan leyfði. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 70 orð

Einar Halldórsson

Afi minn. Nú ertu farinn frá okkur krökkunum. Það verður erfitt svona til að byrja með. Okkur þótti svo vænt um þig. Afi okkar var besti afi í heimi. Ég, Brynjar, man svo vel eftir þegar þú áttir heima fyrir vestan og ég datt ofan í gryfjuna á verkstæðinu. Þá kom afi minn og bjargaði mér. Guð blessi þig, afi okkar. Þín barnabörn, Brynjar, Íris, Soffía og Rakel Anna. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 924 orð

Einar Halldórsson

Mann setur oft hljóðan, þegar maður heyrir að gamall vinur og félagi um langa tíð er farinn á undan að fullu og öllu. Þegar við vorum að alast upp í Miklaholtshreppi, voru þar á flestum bæjum mörg börn enda ekki orðin til sú vísitölufjölskylda sem núorðið er viðmiðun við flestar opinberar aðgerðir. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 309 orð

EINAR HALLDÓRSSON

EINAR HALLDÓRSSON Einar Halldórsson fæddist í Dal í Miklaholtshreppi 1. okt. 1932. Hann lést aðfaranótt 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Erlendsson, bóndi í Dal, f. 25. okt. 1897, d. 8. jan. 1990, og kona hans Anna S. Einarsdóttir, f. 30. júlí 1911, d. 17. jan. 1991. Bróðir hans er Erlendur, fyrrv. bóndi í Dal. Hinn 24. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 392 orð

Guðríður Björg Júlíusdóttir

Hún Gauja frænka er dáin. Mig langar að minnast frænku minnar með örfáum orðum. Þegar ég var átta ára var ég send í sveit í Reykjafjörð, sem var mjög afskekktur og einangraður staður, en þvílíka fegurð og frelsi er varla hægt að hugsa sér. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 248 orð

GUÐRÍÐUR BJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR BJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR Guðríður Björg Júlíusdóttir var fædd á Hóli í Bolungarvík 25. apríl 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir frá Bæ í Trékyllisvík, f. 10. ágúst 1879, d. 28. mars 1936, og Júlíus Jón Hjaltason frá Nauteyri við Djúp, f. 27. maí 1877, d. 2. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 594 orð

Jóhann Frímann Pétursson

Vinur minn, Jóhann á Lækjarbakka, líkt og svo margt af þessu eldra fólki sem ég þekkti sem barn, er látinn. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti Jóhann í fyrsta skipti. Það var að vori til, ég hef verið svona fjögurra til fimm ára gömul og ég var á leiðinni inn eftir í búðina með henni ömmu minni. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 1002 orð

Jóhann Frímann Pétursson

Elsku pabbi minn, þá er kallið komið. Ég hringdi í þig aðeins tveimur dögum áður og allt virtist eins og það hefur verið sl. ár. Þú vildir ræða málin og spurðir um fjölskylduna og aflabrögð eins og alltaf áður. Við svona tímamót koma upp í huga manns ýmis atvik sem við rifjuðum stundum upp þegar ég kom til þín á Sjúkrahúsið á Blönduósi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 111 orð

Jóhann Frímann Pétursson

Ég fluttist inn á heimili ömmu og afa með móður minni og bróður þegar ég var tveggja ára gamall og gekk afi mér því nánast í föðurstað. Ég á margar góðar og skemmtilegar minningar tengdar afa mínum. Hann var ráðagóður og gaf af sér mikinn kærleik. Hann þóttist geta verið fastur fyrir en þegar langafabörnin komu og heimtuðu nammi þá var hann óðar kominn hálfur ofan í skúffuna sína að hlýða þeim. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Jóhann Frímann Pétursson

Elsku afi minn. Mig langar til að minnast þín í örfáum orðum. Það var alltaf svo gaman að koma norður á Skagaströnd til þín og ömmu. Ég hafði svo gaman af því að fara með þér í fjárhúsin og skoða kindurnar. Svo fórstu með mig út á tún til að fylgjast með þeim þar. Þú varst svo duglegur að hugsa um kindurnar þínar og þú hafðir líka alltaf svo mikið að gera í öðrum störfum þínum. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 204 orð

JÓHANN FRÍMANN PÉTURSSON

JÓHANN FRÍMANN PÉTURSSON Jóhann Frímann Pétursson fæddist á Lækjarbakka á Skagaströnd 2. febrúar 1918. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 13. janúar 1999. Foreldrar hans voru Marta Guðmundsdóttir, f. 1885, d. 1957, og Pétur Jakop Stefánsson, f. 1878, d. 1962. Þau bjuggu á Lækjarbakka. Systkini Jóhanns eru: 1) Sigurbjörg, hálfsystir samfeðra, f. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 462 orð

Jóhann N. Jóhannesson

Okkur systkinin langar að minnast Jóa frænda nú þegar hann kveður á tíræðisaldri. Jói varð í raun aldrei gamall þó hann væri kannski ekki lengur á besta aldri. Jói var mjög traustur maður, hann gaf af sjálfum sér og þau hjónin bæði ­ vinum sínum, fjölskyldum beggja og samferðafólki öllu. Jói var ákaflega vinsæll maður, fjölskyldan var stór og þau hjónin eignuðust marga vini. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

JÓHANN N. JÓHANNESSON

JÓHANN N. JÓHANNESSON Jóhann N. Jóhannesson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 14. janúar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Jóhann Pétursson

Elsku pabbi minn. Eins og segir í ljóðinu, ætla ég ekki að skrifa um feril þinn, en mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Mikið er ég ánægð yfir að þú gast komið á Skagaströndina þína um jólin og séð öll skipin þín við bryggjuna. Útgerðin og sjórinn áttu hug þinn. Þú varst nú búinn að starfa lengi hjá Skagastrendingi hf. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 532 orð

Margrét Dagbjartsdóttir

Elsku Magga. Nú hefurðu fengið lausn frá þrautunum og ert væntanlega komin í félagsskap Gunnu og Birtu sem þú áttir von á að biðu eftir þér, eins og kom fram í draumnum sem þú sagðir mér frá ekki alls fyrir löngu. Við þetta hugga ég mig þegar ég hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur í þessu lífi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

MARGRÉT DAGBJARTSDÓTTIR

MARGRÉT DAGBJARTSDÓTTIR Margrét Dagbjartsdóttir fæddist á Velli í Grindavík 24. maí 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 22. janúar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 503 orð

Margrét Þorgeirsdóttir

Elskulega amma mín, hvernig get ég horft fram á við þegar þú stendur mér ekki lengur við hlið? Djúpt sár hefur myndast í hjarta mitt og eftir standa ljúfar minningar sem halda utan um mig í sorginni eins og innilegt faðmlag þitt gerði svo oft. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 804 orð

Margrét Þorgeirsdóttir

Elsku mamma. Því verður ekki með orðum lýst hvað það er erfitt að sitja hér og skrifa kveðjuorð til þín, þín sem við elskum svo óendanlega mikið. Þín sem alltaf hefur verið til staðar fyrir okkur. En ert nú farin, svo óvænt og svo allt of fljótt. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 399 orð

Margrét Þorgeirsdóttir

Eigi má sköpum renna. Þetta aldna orðtak kom upp í hugann þegar ég fékk þá harmafregn að hún Margrét í Engihlíð hefði orðið bráðkvödd á heimili sínu. Það mátti með sanni segja að hin dapurlega andlátsfregn hafi bæði verið óvænt og óvægin. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 437 orð

Margrét Þorgeirsdóttir

Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur. Sá tími sem við fengum að verja með þér var góður tími en bara svo stuttur. Þú hafðir ekki lifað tvo aldarþriðjunga þegar þú varst kölluð frá okkur svo alltof fljótt. Það er stundum sagt að fólk yfirgefi þessa jarðvist þegar það hefur lokið þeim verkefnum sem því eru ætluð. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 484 orð

Margrét Þorgeirsdóttir

Ég kynntist Möggu fyrir tæpum tólf árum þegar ég kom í Engihlíð í verknám frá Bændaskólanum á Hólum. Eftir þriggja mánaða dvöl höfðu hlutirnir æxlast þannig að ég var orðin tengdadóttir hennar og höfum við því átt samleið síðan í leik og starfi. Ósérhlífnari og duglegri manneskju hef ég aldrei haft kynni af. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 349 orð

Margrét Þorgeirsdóttir

Mig langar að minnast með fáeinum orðum vinkonu minnar Margrétar Þorgeirsdóttur eða Möggu eins og hún var alltaf kölluð. Þegar Halldór maður hennar hringdi og sagði mér að Magga hefði orðið bráðkvödd þá um kvöldið, þá kom það strax í huga mér: Af hverju hún? Hún sem var alltaf svo glöð og skemmtileg og átti svo margt eftir að framkvæma. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 175 orð

MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR

MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR Margrét Þorgeirsdóttir fæddist að Ytra-Nýpi í Vopnafirði, 18. janúar 1903. Hún andaðist á heimili sínu 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jónsdóttir og Þorgeir Þorsteinsson. Hún var fimmta í röð átta systkina sem eru öll á lífi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 364 orð

María Dóróthe Júlíusdóttir

Okkur langar að minnast ömmu okkar sem kvaddi þetta líf skyndilega annan dag þessa árs. Í okkar augum var hún meira en bara amma, hún var alltaf til staðar þegar við þurftum á að halda. Það var oft fjölmennt heima hjá ömmu og afa á Sólvallagötu 12 og fyrstu hjúskaparár foreldra okkar bjuggum við hjá þeim þannig að hún var okkur líka sem móðir og eftir að þau fluttu á Suðurgötuna var það eins Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

MARÍA DÓRÓTHE JÚLÍUSDÓTTIR

MARÍA DÓRÓTHE JÚLÍUSDÓTTIR María Dóróthe Júlíusdóttir fæddist í Keflavík hinn 24. janúar 1915. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 2. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 9. janúar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 179 orð

María Júlíusdóttir

Elsku amma, það er erfitt að þurfa að kveðja þig í byrjun nýja ársins, en við reynum að muna að þetta er ný byrjun fyrir þig líka. Við þökkum af öllu hjarta fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum með ykkur afa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þú varst alltaf að baka, prjóna eða hjálpa öðrum, þú og afi voruð alltaf svo létt í lund. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 589 orð

María Júlíusdóttir

Margar á ég minningarnar um hana mömmu mína. Góðvild myndi vera rétta orðið til að lýsa henni. Hún var gestrisin og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Hjá mömmu var stutt í hláturinn og hló hún oft svo innilega að tár runnu úr fallegu, hlýju og brúnu augunum hennar og þá klappaði hún saman lófunum af gleði og ánægju. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 177 orð

María Júlíusdóttir

Elsku amma, ég vildi bara nota tækifærið og segja þér hvað mér þykir vænt um þig og að ég dái þig af öllu hjarta. En nú eins og smellt væri fingri ertu horfin í þann góða heim Drottins. Það er sárt að segja en einhvern tímann verðum við öll að kveðja, en amma það er svo sárt, því enginn er tilbúinn að missa ástvin. Allar minningarnar sem þú gafst mér, elsku amma mín, mun ég ávallt varðveita. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir

Elsku mamma og amma. Nú ertu farin frá okkur öllum og við vitum að nú líður þér vel. Þú varst orðin gömul og þreytt, enda búin að skila þínu og miklu meira. Gifta er að ganga svo öllum líki og gæfa að fá góðu dagsverki fram komið. Þú varst sterk kona, sem gafst aldrei upp hvað sem á móti blés. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir

Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir Ef sérðu gamla konu ­ þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Mundu að gömul kona var ung og fögur forðum og fátækasta ekkjan, gaf Drottni sínum mest. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 570 orð

Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir

Tengdamóðir mín, Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir, er látin, 84 ára gömul. Hún varð bráðkvödd 14. janúar sl. Pálína var þrekmikil kona og harðdugleg, enda var hún komin af sterkum stofnum á Hornströndum. Þar var lífsbaráttan jafnvel harðari en annars staðar á landinu og komst hún að raun um það strax á barnsaldri eftir að hún missti móður sína aðeins sjö ára gömul. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 505 orð

PÁLÍNA VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

PÁLÍNA VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Aðalvík á Hornströndum 2. júní 1914. Hún andaðist að Hrafnistu í Hafnarfirði 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Bjarnason bóndi í Neðri- Miðvík, f. 16. júlí 1892, d. 15. nóvember 1985 og kona hans, Hólmfríður Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 20. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Pálína Þorsteinsdóttir

Elsku amma og langamma barnanna okkar. Það var sárt þegar pabbi hringdi í okkur og sagði að þú værir dáin, en að vissu leyti samglöddumst við þér að vera laus við allar þjáningar. Þú trúðir á líf eftir dauðann og ert nú í faðmi ástvina þinna sem þú misstir, og með hana Erlu í fanginu sem þú misstir á svo sorglegan hátt. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 356 orð

Pálína Þorsteinsdóttir

Elsku amma Pálina. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum þegar komið er að kveðjustund. Hugurinn hvarflar til baka til allra góðu stundanna á Hlíð frá því ég kom til ykkar afa, fimm ára gamall borgarstrákur sem þekkti lítið til lífsins í sveitinni og þú kenndir mér fyrstu handtökin, leiddir mig fyrstu sporin og passaðir mig öll sumrin sem fylgdu í kjölfarið. Þú varst mér sem önnur móðir. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Ragnheiður Reichenfeld

Í upphafi árs barst sú fregn austur um haf að Ragga frænka hafði kvatt þennan heim. Ragga bjó öll sín fullorðinsár í útlöndum, fyrst í um 20 ár í Englandi og síðan í Kanada, því voru kynni okkar yngra fólksins í fjölskyldunni hérna á Íslandi af henni stopul; takmörkuð við heimsóknir hennar hingað. Þó leiftra minningabrot um hugann. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 265 orð

Ragnheiður Reichenfeld

Elsku Ragga. Við vinkonurnar viljum kveðja þig, hinstu kveðju, og þakka þér samfylgdina í gegnum árin, með kvæði Margrétar Jónsdóttur til fósturjarðarinnar. Í heilt ár, fyrir 35 árum, áttum við heimili hjá þér og þínum góða eiginmanni, Hans Reichenfeld, á Brecon Road í Birmingham í Englandi, og varst þú okkur báðum sem móðir og vinkona þegar við vorum báðar í fyrsta sinn í fjarlægu landi. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Ragnheiður Reichenfeld

Þau eru oftar en ekki stillt og stjörnubjört vetrarkvöldin vestur í Ontario í Kanada og frostið grimmt. Á slíkum kvöldum sat hún Ragga stundum í notalegri stofunni sinni í Ottawa og gluggaði í íslenska ljóðabók til að halda við móðurmálinu. "Frænka eldfjalls og ísa" - "dóttir langholts og lyngmós",- svei mér þá, þetta gæti bara verið ort um mig, hugsaði hún með sér og brosti út í annað. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 143 orð

RAGNHEIÐUR REICHENFELD

RAGNHEIÐUR REICHENFELD Ragnheiður Einarsdóttir Reichenfeld fæddist í Reykjavík 14. desember 1918. Hún lést í Ottawa í Kanada hinn 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Sigríður Arnórsdóttir (f. 29.5. 1893, d. 14.2. 1976) Árnasonar prests frá Höfnum, og Einar Kristinn Jónsson (f. 25.12. 1890, d. 26.10. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 234 orð

Sigfús Jónsson

Nú er komið að leiðarlokum að sinni, kæri vinur. Okkur hjónin grunaði ekki að sunnudagskvöld fyrir andlát þitt væri okkar síðasta kvöld allra saman. Minningarnar fylla hugann frá þriggja tuga samleið. Þú varst vinurinn sanni og félagi góður sem margur átti að. Hógvær og lítillátur, vildir öllum vel. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SIGFÚS JÓNSSON

SIGFÚS JÓNSSON Sigfús Jónsson fæddist á Ærlæk í Axarfirði 2. febrúar 1930. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 21. janúar. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 367 orð

Við kynntumst Guðríði Júlíusdóttur móðursystur okkar, eða Gauju frænku ein

Við kynntumst Guðríði Júlíusdóttur móðursystur okkar, eða Gauju frænku eins við kölluðum hana, ekki fyrr en á fullorðinsárum. Móðir okkar, Stefanía Ósk Jónsdóttir, var tekin í fóstur austur á land á ungaaldri. Foreldrar móður okkar og systkini bjuggu vestur á fjörðum, lítill samgangur var við fjölskylduna vegna þess hve samgöngur voru erfiðar á milli landshluta. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 609 orð

Þórarinn Magnússon

Einhver minnisstæðasti dagur í lífi mínu var í byrjun október 1945, þegar við Þórarinn settumst báðir í 2. bekk Kennaraskólans. Man ég vel að allir nemendur voru sestir í sæti sín, þegar ég kom í kennslustofuna, tveir við hvert borð. Við næstfremsta borð í dyraröð sat einn maður, ég snaraðist þangað og spurði hvort sætið væri laust. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 435 orð

Þórarinn Magnússon

Það var kominn vélstjóri frá Vestmannaeyjum í bekkinn okkar og hafði með sér stein allvænan í teiknitíma hjá Kurt Zier. Bekkurinn var 2. bekkur í Kennaraskóla Íslands og árið 1945. Vélstjórinn var Þórarinn Magnússon og steinninn skyldi vera hans hægri hönd, en Þórarinn hafði misst hægri handlegg í slysi og varð nú vinstri hönd að duga við það sem báðar hefðu annars gjört. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 863 orð

Þórarinn Magnússon

Það eru liðin rúmlega fimmtíu ár síðan við Þórarinn Magnússon hófum kennslu við Barnaskóla Vestmannaeyja og þá báðir að stíga okkar fyrstu skref í ævistarfinu, nýsloppnir út úr skóla. Þeirra tíma skólar voru mjög formfastar stofnanir og litlu breytt frá ári til árs og við urðum að sjálfsögðu að tileinka okkur allar þær hefðir og venjur, sem þar ríktu og um leið að skapa okkur okkar eigin stíl. Meira
23. janúar 1999 | Minningargreinar | 375 orð

ÞÓRARINN MAGNÚSSON

ÞÓRARINN MAGNÚSSON Þórarinn Magnússon var fæddur í Neðradal í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu 17. febrúar 1921. Hann lést á Landakoti 18. janúar síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður Gísladóttir frá Ketilstöðum í Mýrdal, f. 1.7. 1890, d. 2.12. 1993. Faðir hans var Magnús Ingibergur Þórðarson frá Neðradal í Mýrdal, f. 5.3. 1895, d. 2.1. 1983. Meira

Viðskipti

23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 154 orð

35% umframeftirspurn hjá KR-Sporti

ALLS skráðu rúmlega 1.100 aðilar sig fyrir hlut í hlutafjárútboði KR- Sports og er KR-Sport hf. meðal 15 fjölmennustu hlutafélaga á Íslandi. Óskað var eftir hlutafé fyrir rúmlega 67,4 milljónum króna, sem er 35% umframeftirspurn. Hámarkshlutur verður því 278.325 kr. Hlutafjárútboði KR-Sports hf. lauk föstudaginn 15. janúar sl. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Bréf Eimskips lækkuðu um 3,9%

MIKIL viðskipti voru með bréf Eimskipafélags Íslands hf. á Verðbréfaþingi Íslands í gær, fyrir tæpar 42 m.kr., en í gær birti félagið yfirlit yfir flutninga og umsvif þess á síðasta ári. Gengið á bréfum félagsins lækkaði um 3,9% frá því í fyrradag. Á hlutabréfamarkaði voru einnig nokkur viðskipti með FBA, eða 28 milljónir króna, en alls voru hlutabréfaviðskipti á VÞÍ 187 m.kr. í gær. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Investor hefur áhuga á samvinnu Volvo-GM

NÝRRI kenningu hefur verið varpað fram um framtíð Volvo: að General Motors í Bandaríkjunum sé tilvalinn samstarfsaðili sænska bílaframleiðandans. Viðskiptablaðið Dagens Industrihefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að Percy Barnevik, einn forystmanna sænsks iðnaðar, vilji að General Motors kaupi fólksbíladeild Volvo. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Íslandsbanki lækkar vexti

ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka vexti á næstu dögum, á verðtryggðum inn- og útlánum, í ljósi þeirrar þróunar sem hefur verið á verðbréfamarkaði frá áramótum, samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir að ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa til langs tíma hafi farið lækkandi síðustu þrjár vikur. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Lækkanir vegna ástandsins í Brasilíu

LOKAGENGI lækkaði í evrópskum kauphöllum eftir meira en hundrað punkta lækkun í Wall Street vegna ástandsins í Brasilíu. Gengi dollars var nánast óbreytt í Evrópu og svissneskur franki og pund hækkuðu. Gengi helztu hlutabréfa í Þýzkalandi, Frakklandi og á Spáni lækkaði meira en 3%, en brezka hlutabréfavísitalan FTSE 100 lækkaði um 2,7%. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Rover Group íhugar aldamótalokun

ROVER Group, brezkt dótturfyrirtæki BMW í Þýzkalandi, ætlar að ákveða í júní hvort verksmiðjum fyrirtækisins verður lokað um stundarsakir til að koma í veg fyrir að framleiðslan verði fyrir barðinu á aldamótavírusnum. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 1230 orð

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Í SÍÐUSTU viku fjallaði viðskiptablað Morgunblaðsins um ástand og horfur á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þar gerði Árni Oddur Þórðarson, forstöðumaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans, að umtalsefni frammistöðu sjóðstjóra verðbréfafyrirtækjanna. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 286 orð

Stofnhlutafé 150 milljónir króna

LANDSBANKI Íslands hf. hefur stofnað sérstakt dótturfélag, Landsbankann ­ Framtak hf., sem er ætlað að hasla sér völl á sviði fjármögnunar nýsköpunar og vaxtargreina í íslensku atvinnulífi. Stofnhlutafé fyrirtækisins er 150 milljónir króna. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Sturla Geirsson forstjóri

STURLA Geirsson hefur verið ráðinn forstjóri Lyfjaverslunar Íslands hf. Hann tekur við starfinu af Þór Sigþórssyni, sem lætur af störfum að eigin ósk eftir 14 ára starf hjá félaginu og forvera þess, Lyfjaverslun ríkisins. Þór mun snúa sér að nýjum verkefnum, meðal annars í samvinnu við Lyfjaverslun Íslands. Meira
23. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 296 orð

Viðskiptaháskólinn opnar rafrænt bókasafn

Viðskiptaháskólinn opnar rafrænt bókasafn VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík hefur opnað rafrænt bókasafn. Í safninu geta nemendur, kennarar og annað starfsfólk fengið aðgang að völdum gagnagrunnum um Netið á sviði viðskipta og tölvutækni. Meira

Daglegt líf

23. janúar 1999 | Neytendur | 149 orð

Hraðkaup á Egilsstöðum opnað um mánaðamótin

Á NÆSTU vikum verður Hraðkaupsverslun opnuð á Egilsstöðum. Það er þriðja verslunin með því nafni á landsbyggðinni en Hraðkaup er í eigu Baugs. Fyrir eru Hraðkaupsverslanir á Akureyri og í Borgarnesi. Að sögn Jóns Scheving, framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá Baugi, Meira
23. janúar 1999 | Neytendur | 179 orð

Þrýstikönnur geta verið varasamar ef notkunin er ekki rétt

NAUÐSYNLEGT er að fara eftir leiðbeiningum þegar hellt er upp á kaffi í þrýstikönnu eða pressukönnu eins og þær eru kallaðar. Sé ekki hellt upp á kaffið eftir kúnstarinnar reglum geta óhöpp átt sér stað. Með slíkum könnum fylgja yfirleitt nákvæmar leiðbeiningar en því miður eru þær sjaldan þýddar á íslensku. Meira

Fastir þættir

23. janúar 1999 | Í dag | 44 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 24. janúar, verður fimmtugur Jón H. Karlsson, forstjóri GL V ehf. (Teppabúðin, Litaver, Teppaverslun Friðriks Bertelsen). Hann tekur á móti vandamönnum, vinum og kunningjum í Hreyfilssalnum í Hreyfilshúsinu við Grensásveg, í dag, laugardaginn 23. janúar, á milli kl. 17­19. Meira
23. janúar 1999 | Í dag | 35 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 24. janúar, verður sextug Pálína Sædís Dúadóttir, Esjubraut 8, Akranesi. Eiginmaður hennar er Jóhann G. Landmark. Þau taka á móti gestum í Veitingahúsinu Langasandi á milli kl. 17­19 á afmælisdaginn. Meira
23. janúar 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. janúar sl. í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, af sr. Sigurði Arnarsyni Aðalheiður Elín Pétursdóttir og Cristian Izev. Þau eru til heimilis í Mílanó. Meira
23. janúar 1999 | Í dag | 389 orð

FYRIR fólk er vinnur langan vinnudag er mikill munur að þur

FYRIR fólk er vinnur langan vinnudag er mikill munur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að matvöruverslanir séu lokaðar þegar vinnudegi lýkur. Þótt ekki sé langt um liðið frá því að verslunum var flestum hverjum lokað klukkan sex á virkum dögum og voru að mestu lokaðar um helgar, eiga líklega flestir erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig er að búa við slíkt ástand. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 915 orð

Glæsilegasta skák Kasparovs

Gary Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, teflir nú í Hollandi eftir langt hlé frá stórmótum. 16.­31. janúar 1998. ÞAÐ virðist lítið ryk hafa fallið á vopnabúr Kasparovs sem hefur tekið forystu á mótinu með fjóra og hálfan vinning að loknum fimm umferðum. Það er útlit fyrir harða keppni hanns og Indverjans Anand um efsta sætið, en Anand hefur fjóra vinninga. Meira
23. janúar 1999 | Í dag | 392 orð

Góð og skjót viðbrögð hjá RÚV

ÉG vil þakka fyrir skjót og góð viðbrögð hjá RÚV sl. laugardag þegar við þurftum að aflýsa jarðarför. Stúlkan sem var á vakt var einstaklega almennileg og var auglýsingin lesin aftur og aftur þó ekki væri hefðbundinn auglýsingatími. Kærar þakkir. Aðstandendur. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 1102 orð

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Hrafnista Guðsþjónusta kl. 15.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 993 orð

Huldir draumarDRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns

VIÐ Íslendingar trúum á huldar vættir, álfa og önnur fyrirbæri sem hulin eru augum vökunnar. Við trúum því staðfastlega að sumir sjái lengra nefi sínu og geti skyggnst handan sjóntjaldsins og séð þessar hulinsverur, jafnvel talað við þær og umgengist. Þær eru ófáar sögurnar úr þjóðarhandraðanum sem snúast um samgang manna og álfa eða hulinsvera af öðrum toga. Meira
23. janúar 1999 | Dagbók | 504 orð

Í dag er laugardagur 23. janúar 23. dagur ársins 1999. Orð dagsins: All

Í dag er laugardagur 23. janúar 23. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. (Matteus 7, 12. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 813 orð

Ísland á forsíðu "Carolyne Larrington skrifar vinsamlega um Ísland og Íslendinga í TLS en henni er í mun að kveða niður ýmsar

FORSÍÐUMYND frá Íslandi á bókablaði Times í London, TLS (8. janúar sl.) og með fyrirsögninni Saga seekers með tilvísun í grein eftir Carolyne Larrington inni í blaðinu þar sem hún fjallar um tvær Íslandsbækur, hlýtur að vekja forvitni lesenda jafn áhrifamikils blaðs. Greinin er um A Place Apart eftir Kirsten Hastrup (útg. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 727 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjón Gísli Jónsson 989. þáttur

UM dróttkvæðan bragarhátt. IV. hluti. Drótt er að vísu fólk í víðustu merkingu, en í hinni þrengstu hirð þjóðhöfðingja, sbr. gotnesku driugan=gegna herþjónustu (ísl. drýgja). Fer vel á því, að tala um dróttkvæðan hátt og dróttkvæði, því að obbinn af því, sem svo var ort, er konungalof. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 920 orð

Krullurnar ganga aftur

ELSA segir Salon VEH bjóða upp á tvær ólíkar ímyndir að þessu sinni, dökka og ljósa, og sýnir okkur ljósmyndir sem Ari Magnússon tók. En hárlínan er unnin af starfsfólki Salon VEH í Húsi verslunarinnar og í Glæsibæ. "Myndirnar verða svo sendar til erlendra tímarita til að kynna stofurnar," segir hún. Það er annasamt hjá Elsu eins og alltaf ­ þegar við stöldrum við hjá henni. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 1262 orð

Safnaðarstarf "Fjölskyldan og samskipti foreldra og barna

NÆSTKOMANDI sunnudag, sem er 24. janúar, hefjast á ný eftir jólin Tónlistarguðsþjónustur í Hafnarfjarðarkirkju. Næstkomandi sunnudag er þema Tónlistarguðsþjónustunnar "fjölskyldan og samskipti barna og foreldra". Þá mun Matthildur Rós Haraldsdóttir sópran flytja þrjú einsöngslög og kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Tónlistarguðsþjónustan hefst kl. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 164 orð

Súkkulaðihumar

HAFLIÐI hélt með íslenska kokkalandsliðinu á heimsmeistaramót kokkalandsliða í Lúxemborg. Liðið náði mjög góðum árangri og fékk silfuverðlaun í heita matnum en þar sá Jón Árelíusson um eftirréttina með aðstoð Hafliða. Þeir sáu síðan saman um að útbúa eftirrétta og konfektbakka í kalda matnum. Á milli stríða tók hins vegar Hafliði sjálfur þátt í einstaklingskeppni eftirréttakokka. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 1206 orð

Súkkulaði og sykur

ÞEGAR gengið er inn í Mosfellsbakarí er gengið inn í litla sælkeraveröld. Bakaríinu var umturnað í nóvember 1997 og er nú ekki lengur einungis "bakarí". Hægt er að setjast niður og fá sér espresso eða capuccino, á meðan maður veltir sér úrvalinu af kaffi, olíum, ediki, súkkulaði, konfekti að ekki sé minnst á ítölsku brauðin sem blasa við á bak við afgreiðsluborðið. Meira
23. janúar 1999 | Fastir þættir | 1236 orð

Tíska fimmta áratugarins og nýja útlitið Fyrir nokkru var sett upp sýning í Stríðsminjasafni heimsveldisins, "The Imperial War

Í sýningargluggum var fatnaður frá fimmta áratugnum, möppur lágu á borðum með miklum upplýsingum, á veggjum voru auglýsingar frá fyrrnefndum árum og á skjá var hægt að fylgjast með miklu og fræðandi efni. Víða var komið fyrir myndum af frægum breskum og bandarískum kvikmyndastjörnum í glæsilegum fatnaði og leikin var tónlist frá stríðsárunum. Meira

Íþróttir

23. janúar 1999 | Íþróttir | 22 orð

Blak

Blak 1. deild karla KA - Stjarnan3:1 10:15, 15.10, 15:13, 15:7. Bikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit: Víkingur - KA B3.1 25. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 292 orð

Bræður berjast

UNDANÚRSLIT bikarkeppninnar í körfuknattleik verður um helgina. Hjá körlunum taka Keflvíkingar á móti Tindastóli kl. 16 á sunnudag og Njarðvíkingar fá Hauka í heimsókn á mánudagskvöldið. Hjá konunum heimsækja Stúdínur lið Keflvíkinga og KR og ÍR mætast og eru báðir leikirnir kl. 20 á sunnudag. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 56 orð

Ekki reknir

Gísli Georgsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri að KR-ingar hefðu ekki rekið þjálfara sína þrjú keppnistímabil í röð eins og sagt var í blaðinu í gær. Hann sagði að samkomulag hefði verið gert við Axel Nikulásson um að hann hætti og að Benedikt Guðmundsson hefði hætt án skýringa. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 192 orð

Heimsmet hjá Báru og Íslandsmet hjá Láru

BÁRA Bergmann Erlingsdóttir, sundkona úr Ösp sló eigið heimsmet í fötlunarflokki, S14, í 400 metra fjórsundi fatlaðra á sundmóti hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Bára synti á 6.21,82 mínútum en fyrra metið var 6.33,69 sett á sundmóti Ármanns 28. febrúar í fyrra. Met Báru var ekki það eina sem slegið var á fyrsta degi mótsins. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 1944 orð

Hriktir í stoðum Ólympíuveldisins

Ásakanir um spillingu innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar hrannast upp með degi hverjum Hriktir í stoðum Ólympíuveldisins Daglega berast sögur af spillingu innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar og nú þegar hafa tveir nefndarmenn sagt af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við s Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 28 orð

Knattspyrna Vináttulandsleikur

Vináttulandsleikur Umm Al-Fahm, Ísrael: Noregur - Eistland3:3 Stale Solbakken (20.), Roar Strand (55.), John Carew (71.) ­ Martin Reim 74. - vítasp., Indrek Zelinski 2 (80., 88.). 6.000. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 96 orð

Kristinn úr leik

KRISTINN Björnsson skíðamaður keppti í gær á alþjóðlegu svigmóti (fis-móti) í Westendorf í Austurríki. Hann var með 17. besta tímann eftir fyrri umferð, en varð á í messunni í síðari umferð og féll þá úr keppni. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 319 orð

Njarðvík með firnasterkt lið

Njarðvíkingar skutust upp í 2. sæti úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik með öruggum sigri á Þór á Akureyri í gærkvöld, 106:77. Liðið hafði góða forystu nánast allan leikinn. Þórsarar skoruðu fyrsta stigið og náðu síðan að jafna í 10:10 en eftir það voru þeir allmörgum skrefum á eftir gestunum og greinilegt að breiddin og reynslan vegur þungt hjá Njarðvíkingum. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 338 orð

Óvíst með þátttöku Guðrúnar á HM

"Það er óvissa hvort ég keppi á heimsmeistaramótinu innanhúss í Japan í byrjun mars," segir Guðrún Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni. "Ég og þjálfarinn erum ekki sammála um það hvort það sé rétt að ég fari auk þess sem ég hef ekki fengið inni á þeim mótum í Evrópu sem ég stefndi að. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 221 orð

Rockets ekki árennilegt

Lið Houston Rockets er allt annað en árennilegt og margir telja það líklegast til sigurs í NBA-deildinni í vetur. Scottie Pippen er kominn til liðsins frá Chicago Bulls og búið er að semja við þá Charles Barkley og Hakeem Olajuwon þannig að í liðinu er þrír af fimmtíu bestu leikmönnum NBA. Gengið var frá samningi við Barkley í gær. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 83 orð

Southampton ætlar að kaupa

EIGENDUR Southampton sögðu í gær að félagið gæti notað fimm milljónir punda til að kaupa leikmann eða leikmenn. "Við munum halda áfram að leita að leikmönnum, sérstaklega sóknarmönnum sem geta styrkt leikmannahópinn ennfrekar," sagði Rupert Lowe forseti félagsins í gær. Tveir íslenskir leikmenn hafa verið orðaðir við Southampton, Arnar Gunnlaugsson og Brynjar Gunnarsson. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 117 orð

Spennandi ÍR-mót

STÓRMÓT ÍR í frjálsíþróttum verður haldið í þriðja sinn í Laugardalshöll annað kvöld og hefst það kl. 21. Til mótsins koma nokkrir fremstu íþróttamenn heims, s.s. Evrópumeistarinn í tugþraut karla, Erki Nool frá Eistlandi, Evrópumeistari kvenna í stangarstökki, bæði utanhúss og innan, Anzhela Balakhonova. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 581 orð

Sýnum vígtennurnar

"VIÐ gefum allt í fyrri leikinn, sýnum vígtennurnar og verðum að sjá hvað það fleytir okkur langt áfram," sagði Theódór Guðfinnsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, sem mætir því rússneska í tveimur leikjum í undankeppni HM um helgina ­ þeim fyrri í Víkinni í dag. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 290 orð

TEITUR Þórðarson og lærisveinar hans í eistnesk

TEITUR Þórðarson og lærisveinar hans í eistneska landsliðinu í knattspyrnu gerðu 3:3 jafntefli við Noreg í gær á þriggja landa móti í Ísrael. Jafnteflið dugði Norðmönnum til sigurs í mótinu, en þeir lögðu heimamenn 1:0. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 288 orð

Tennis Opna ástralska

Opna ástralska Nokkuð var um óvænt úrslit í þriðju umferð. Pat Rafter, sem var raðað í þriðja sæti fyrir mótið, og Wimbledonmeistarinn Jana Novotna féllu bæði úr leik fyrrir minn spámönnum. "Þetta er mikið áfall og ég er ekki enn búinn að átta mig á þessu ­ var hreinasta martröð," sagði Novotna. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 106 orð

Tveir sigrar í EM í badmninton

ÍSLENSKA landsliðið í badminton sigraði í gær tvívegis í Evrópumóti landsliða, B-deild. Fyrst vann liðið Slóveníu 4:1 og tryggði sér þar með sigur í C-riðlinum. Í gærkvöldi vann liðið síðan Portúgal 5:0, sem sigraði í B-riðlinum. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 157 orð

Undankeppni HM kvenna

Handknattleikur Undankeppni HM kvenna Laugardagur: Víkin:Ísland - Rússland16 Sunnudagur: Strandgata:Ísland - Rússland20 Körfuknattleikur Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 138 orð

Þór - Njarðvík77:106

Íþróttahöllin á Akureyri, 14. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL-deildarinnar, föstudaginn 22. janúar 1999. Gangur leiksins: 1:0, 10:10, 12:22, 25:35, 33:47, 39:53, 42:57, 50:59, 57:77, 71:94, 75:103, 77:106. Meira
23. janúar 1999 | Íþróttir | 68 orð

Þær mæta Rússum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið, sem mætir Rússum, er skipað eftirtöldum leikmönnum, lið, alndsleikjafjöldi: Fanney Rúnarsdóttir, Tertnes53 Helga Torfadóttir, Bryne31 Hugrún Þorsteinsdóttir, Fram4 Brynja Steinsen, Minden41 Björk Ægisdóttir, FH31 Gerður Beta Jóhannsdóttir, Val14 Eivor Pála Blöndal, Val5 Ágústa E. Meira

Úr verinu

23. janúar 1999 | Úr verinu | 184 orð

Loðnan er dreifð og veiðin dræm

"VIÐ erum svo gott sem nýbyrjaðir að skoða svæðið, enda hefur veðrið verið leiðinlegt frá því leiðangurinn hófst," sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, í samtali við Morgunblaðið gær, en skipið er ásamt Bjarna Sæmundssyni nú við loðnurannsóknir fyrir austan land. Meira
23. janúar 1999 | Úr verinu | 271 orð

Námskeið í bleikjueldi

IÐNTÆKNISTOFNUN og Hólaskóli bjóða nú upp á námskeið í bleikjueldi. Kynnt verður nýtt námsefni, Eldisbóndinn, sem tekur á öllum þáttum eldisins, en námsefnið er afrakstur evrópskrar samvinnu. "Eldisbóndinn er heilstætt kennsluefni í bleikjueldi, hann er ritaður á íslensku og ensku og er ætlaður þeim sem hafa áhuga á að fara í bleikjueldi. Meira
23. janúar 1999 | Úr verinu | 380 orð

"Vörusýningar eru öflugur miðill"

FJÖLDI FÓLKS sótti í gær námskeið um betri árangur af vörusýningum sem Útflutningsráð Íslands stóð fyrir. Sérstakur gestur á námskeiðinu var Brian Perkins, framkvæmdastjóri hjá Diversified Business Communication, sem skipuleggur margar af stærstu sjávarafurðasýnigum heims. Meira

Lesbók

23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 536 orð

101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason

HALLGRÍMUR Helgason (f. 1959) er myndlistarmaður að mennt. Myndir hans einkennast af fantasíu, húmor og áhuga á fólki. Hallgrímur Helgason var orðinn þekktur fjölmiðlamaður á Íslandi þegar hann kom fyrst fram sem rithöfundur með skáldsögunni Hellu, 1990. Hún lýsir einu sumri í lífi ungrar stúlku í þorpinu Hellu. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð

3. tölublað ­ 74. árgangur Efni 23. jan.

Brennuöldin hefur 17. öldin verið nefnd vegna þess að alþýða manna og jafnvel lærðir menn trúðu þá á mátt galdra og var það oft rakið til galdra þegar heilsuleysi lagðist á fólk. Fyrir þær sakir, sem voru vitaskuld tilbúnar, var fólk dregið á bálið og einkum voru Vestfirðingar ötulir galdrabrennumenn og þá fyrir atbeina manna eins og Jóns lærða. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

Aðaltenór Malmöóperunnar

BJÖRN Jónsson, tenórsöngvari, hefur gert samning við óperuhúsið í Malmö í Svíþjóð sem aðaltenór í fimm verkefnum og er fyrsta frumsýning, á Turandot eftir Puccini, 27. marz nk. Hinar óperurnar eru I Pagcliacci eftir Leoncavallo, Dóttir hersveitarinnar eftir Donizetti, Salome eftir Strauss og La Boheme eftir Puccini. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 622 orð

Á vit ævintýranna

Stephen Sondheim samdi söngtextana í West Side Story á sínum tíma. Hann var þá bráðungur og í miklu vinfengi við höfund tónlistarinnar, Leonard Bernstein. Sondheim er nú þekktasti núlifandi söngleikjahöfundur Bandaríkjanna og eitt þekktasta verk hans, Into the Woods, er einmitt til sýningar nú í Donmar Warehouse í Covent Garden, Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2930 orð

BENTU Á ÞANN SEM AÐ ÞÉR ÞYKIR BESTUR Nú geta menn spáð og spjallað um hver fái verðlaunin skrifar DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR og á við

JÓMFRÚIN hlær (Naurava neisyt/Den skrattande jungfrun) eftir Irja Rane fékk Finlandiaverðlaunin árið 1996 og það skyldi engan undra. Þetta er firna mikil heimspekileg og trúarleg skáldsaga um þungar tilvistarspurningar og þyngst er sú hvort okkur beri að elska náunga okkar? Jómfrúin hlær hefur undirtitilinn "Triptik" en það er nafnið á þrískiptum altaristöflum. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2814 orð

BRENNUÖLDIN EFTIR ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR Í fyrstu greininni af fjórum er fjallað um Jón lærða sem efaðist ekki eitt augnablik um

BRENNUÖLDIN á Íslandi hefur 17da öldin einatt verið nefnd, enda hafa galdramenn ekki verið brenndir hér á landi í annan tíma. Um er að ræða afmarkað tímabil í sögu þjóðarinnar þegar fólk var saksótt fyrir galdur og því refsað grimmilega ef það þótti "sannreynt" að sökinni. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

Brotahöfuð og 101 Reykjavík Frá Íslandi eru ti

Brotahöfuð og 101 Reykjavík Frá Íslandi eru tilnefndar skáldsögurnar Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason. Hér á eftir birtast greinargerðir íslensku dómnefndarmannanna. JÓHANN HJÁLMARSSON skrifar um Brotahöfuð og DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR um 101 Reykjavík. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 576 orð

Brotahöfuð Þórarins Eldjárns

ÞÓRARINN Eldjárn (f. 1949) lauk fil. kand. prófi í bókmenntafræði frá Háskólanum í Lundi 1975. Hannn vakti fyrst verulega athygli sem ljóðskáld. Í fyrstu ljóðabók sinni, Kvæði (1974), var hann trúr íslenskri skáldskaparhefð, bæði í formi og yrkisefnum, en einkum formi. Bók hans seldist í óvenju stóru upplagi af ljóðabók að vera og var mjög umrædd. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2390 orð

DOGONLAND ­ PARADÍS ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐINGA EFTIR SILJU SALÉ "Madaní á engan kofa. Hann sefur tvær nætur til skiptis hjá konum sínum.

ABDÚLAYE, sonur húsvarðarins í gistiskálanum, vekur okkur kl. 7.30. Við fáum okkur morgunkaffi hjá Sídíkí, ungum manni frá Burkínu Fasó sem selur "kaffi" á götuhorni: Mikið af sætri dósamjólk og eina Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

DÖNSK SJÓFERÐASAGA 4

Anders Monrad Möller: Med korn og kul. Dansk söfarts historie 4. Gyldendal 1998. 253 bls., myndir, kort. ÞETTA 4. bindi sjóferðasögu Dana nær yfir lungann úr 19. öldinni, árin 1814­ 1870. Þegar frásögnin hefst eru þjóðir Evrópu enn að sleikja sárin eftir Napóleonsstyrjaldirnar og seglskip voru enn fullkomnustu farartæki þeirra, sem ferðuðust um heimshöfin. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð

EIRÐARLEYSI

Taskan mín gapir og hrópar. Mataðu mig mettaðu mig með sokkum nærðu mig með skyrtum og nærfötum fylltu mig með samanbrotnu troddu mig löngunum og rakdóti ég bið þig að unna mér þess einu sinni enn að vera dröslað um í farangursrými sett að sætisbaki gleymast á færibandi láttu mig tæmast tollast og fyllast á ný með þefjandi Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

Fjórir frumherjar í listasafni íslands

LISTASAFN Íslands opnar á ný í dag með sýningu á verkum úr eigu safnsins eftir Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Sýningin heitir Fjórir frumherjar og stendur til sunnudagsins 18. apríl. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

FRANSKIR OG RÚSSNESKIR SÖNGVAR

Á KAMMERTÓNLEIKUM í Vídalínskirkju í Garðabæ laugardaginn 23. janúar kl. 17 verða ljóðatónleikar með Alinu Dubik og Gerrit Schuil píanóleikara. Gerrit er jafnframt listrænn stjórnandi þeirra sex kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. Á veggspjöldum er auglýst að Elín Ósk Óskarsdóttir syngi með Gerrit á þessum tónleikum, en vegna veikinda hennar hleypur Alina Dubik í skarðið. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 897 orð

FRUMUR FRAMTÍÐARINNAR

Á furðuskömmum tíma hafa ýmsar greinar raunvísinda og læknisfræði, sem fjalla um erfðir og frjósemi, vakið athygli fólks. Þetta birtist meðal annars í orðaforðanum, orð eins og "klónun" er skyndilega komið á hvers manns varir. Rannsóknir á ýmsum sviðum þessara vísindagreina virðast nú vera að skila árangri í stórum stíl. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 809 orð

FYRSTU TÓNLEIKAR NÝSTOFNAÐRAR SVEITAR

NÝSTOFNUÐ Blásarasveit Reykjavíkur, skipuð tæplega 60 hljóðfæraleikurum, heldur sína fyrstu tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20:30, á Myrkum músíkdögum. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Kjartan Óskarsson og einleikari á tónleikunum er Magnea Árnadóttir flautuleikari. Að sögn Tryggva M. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

HAFIÐ SÖLVI BJÖRN SIGURÐARSON ÞÝDDI

Um eilífð hvíslar öldufallsins þungi, sitt angurljóð um sendnar eyðistrendur uns leggst á hafsins hella töfradrungi, er Hakít bruggar þeim við skuggalendur. Í slíkri hægð er falinn ljóðsins lungi, einn lítill hnipur vart mun ögri sendur. Þó vekur dagsins vitund sjávarþungi, er vindar himins loks fá frjálsar hendur. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1304 orð

"HEYR HIMNA SMIÐUR"

UM fátt hafa Íslendingar deilt harðar en einkakvóta og veiðileyfi. Einna hörðust var rimman milli prófessoranna Þorvalds Gylfasonar og Hannesar Gissurarsonar. Þeir körpuðu aðallega um hvað Adam heitinn Smith hefði sagt um málið ef hann væri enn ofar moldu. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 694 orð

HJARTA SEM SLÆR OG SLÆR Lars Norén er tilnefndur af hálfu Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir leikrit sitt

Morire di classe byrjar á því að við sjáum hjarta liggja á dagblaði á gömlu borði sem stendur til hliðar við leiksvæðið. Við sjáum það slá og slá, þar til það hættir að slá. Personkrets 3:1 var fært upp í Stokkhólmi á síðasta ári í leikstjórn Noréns sjálfs en í ágúst í fyrra hlaut hann Leikskáldaverðlaun Norðurlanda fyrir leikritið Kliniken sem kom út 1994 og var Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

LAUSN Á VERÐLAUNAGÁTUM

Lausnin er: Sameining sveitarfélaga hefur verið ofarlega á baugi undanfarin ár og bara gengið vel að flestra mati. Vekur furðu að mjög erfiðlega gengur að fá nafn á fjölmennari byggðarlögin. Verðlaun hlutu Sigríður Jónsdóttir, Smáragrund 17, Sauðárkróki, 20.000 kr., Gylfi Freyr Guðmundsson, Lækjarbergi 8, Hafnarfirði, 15.000 kr. og Álfheiður Steinþórsdóttir, Ljósheimum 7, Reykjavík, 10. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2016 orð

LONDON London er ennþá nafli leikhúsheimsins. SVEINN HARALDSSON brá sér þangað, tók púlsinn á enskri leiklist og greinir hér frá

ÍSLENSKIR ferðalangar í London ættu ekki að láta fram hjá sér fara hið ótrúlega blómlega leikhúslíf í borginni. Vér Íslendingar erum svo vel í sveit settir að það tekur okkur tæpa þrjá tíma að komast á Heathrow- flugvöll af Miðnesheiðinni og svo tekur minna en klukkustund að komast með neðanjarðarlest á Piccadilly Circus í West End, leikhúshverfi stórborgarinnar. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1136 orð

NORRÆNT EYRNAYNDI

Lars-Erik Larsson: Fiðlukonsert op. 45; Smákonsertar f. fiðlu, básúnu og kontrabassa op. 45 nr. 8, 7 & 11. Lille Bror Söderlundh: Smákonsert f. Óbó. Leo Berlin, fiðla; Fílharmóníusveit Stokkhólms u. stj. Sigs Westerbergs (verk 1­2). Christer Torgé, básúna; Örebro-kammersveitin u. stj. Lennarts Hedwalls. Luigi Ossoinak, kontrabassi; Alf Nilsson, óbó; Kammersveit Fílharmóníunnar (verk 4­5). Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1120 orð

NÝJAR KIRKJUR UM VÍÐA VERÖLD Allt frá því le Corbusier hannaði Ronchamp-kirkjuna snemma á öldinni hafa arkitektar litið á

Arkitekt kirkjunnar heitir Imre Makovecz og segir tímaritið Art- das Kunstmagazin að hann sé í senn vinsælastur og umdeildastur meðal starfsbræðra og -systra í heimalandi sínu, Ungverjalandi. Bærinn Paks er við Dóná og þar er eina kjarnorkuver landsins. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 767 orð

Safna, varðveita og sýna

Forstöðumaður Sænska kvikmyndasafnsins, Jan-Erik Billinger, kom færandi hendi til Íslands, þegar hann færði Íslenska kvikmyndasafninu að gjöf 57 kvikmyndir frá hinum ýmsu tímabilum sænskrar kvikmyndasögu. "Þetta eru nánast allt myndir sem við hefðum viljað eignast með einhverjum ráðum og svo sannarlega höfðingleg gjöf," segir Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Íslenska kvikmyndasafnsins. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

SMÁLJÓÐ HELGI SÆMUNDSSON ÞÝDDI ljodmenn nr. 80,7

IJ.P. Jacobsen Ljós yfir landið Ljós yfir landið! Það viljum við öll. IIJens Ágúst Schade Kaupmannahafnarævi Ég hef spurt að sporvagn 14 hefji akstur árla morguns, ég hef ekki séð það sjálfur. Ég hef farið of seint á fætur alla mína ævi. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

STRÁ

Að hausti fellur fræ í mold og festir litlar rætur leggst með kulda fönn á fold fræið litla grætur dimm er vistin langar, naprar nætur. Seinna vorsins blíði blær blessað stráið vekur víðfeðm sólin við því hlær vetur burtu rekur gleðin slík að engu tali tekur. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

TRÚBADORINN

Er ég leit í augu þín einn dag um skamma hríð var sem tíminn hætti að tifa um stund með tár á hvarmi Ég man þá dul sem dagur rynni nýr og sál mín var eitt með þér og söng þínum Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði í hring Og leist í augu mín svo lengi að lifnaði - ást til Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2047 orð

(yfir) BRYDESVERSLUN Í VÍK ­ SÍÐARI HLUTI

Í dagbókum Eyjólfs kemur fram að menn hafi farið að predika fyrir bindindi þar sem þeim þótti nóg um neyslu sveitunga sinna á þessum andans miði. Sjálfur hafði hann forgöngu um stofnun bindindisfélags árið 1897 og voru fyrstu fundirnir haldnir í Reyniskirkju. Meira
23. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

ÞEGAR HAUSTAR

Nóttin er dimm þegar líður á haustið. Kyrrðin er sæl inntil fjalla. Gæsin er komin á flug þegar morgnar, byssan er hlaðin og þín bíða færi, veiðin er nærri. Hví hikar þú þá? Hræðir þig dauðinn? ...dauðinn, já dauðinn. Höfundurinn er rithöfundur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.