Greinar sunnudaginn 31. janúar 1999

Forsíða

31. janúar 1999 | Forsíða | 340 orð

Alice Starr hefði skilið við Clinton fyrir löngu

HAFT er eftir eiginkonu Kenneths Starrs, sem stýrði rannsókninni á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta, í tímariti sem ætlað er bandarískum húsmæðrum að hún hefði fyrir löngu skilið við Clinton stæði hún í sporum Hillary Clinton. "Ég myndi helst ekki vilja vera gift manni sem ekki elskaði mig nógu mikið til að vera mér trúr," segir Alice Starr í viðtali við Ladies Home Journal. Meira
31. janúar 1999 | Forsíða | 149 orð

Máli Anwars Ibrahims ekki vísað frá

HUNDRUÐ manna kröfðust afsagnar Mahathir Mohamads, forsætisráðherra Malasíu, í mótmælaaðgerðum í miðborg Kuala Lumpur í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram en tveir mánuðir eru nú liðnir síðan síðast kom til slíkra aðgerða á götum úti í Malasíu. Meira

Fréttir

31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

800 atkvæði á hádegi

Um 800 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í Reykjavík um hádegisbil í gær, laugardag. Auk þess greiddu liðlega 450 manns atkvæði utan kjörfundar. Kjörfundur stóð frá kl. 10 í gær til kl. 21 og voru kjörstaðir á Grand hóteli þar sem myndin var tekin í gærmorgun, Hótel Sögu, í Gerðubergi í Breiðholti og Miðgarði í Grafarvogi. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Arkitekt og myndlistarmaður í fyrsta sæti

TILLAGA Ara Más Lúðvíkssonar arkitekts og Helgu Guðrúnar Helgadóttur myndlistarmanns lenti í fyrsta sæti í samkeppni um hönnun 50 metra keppnislaugar í Laugardal. Ákveðið var í borgarráði í mars á síðasta ári að tillögu Íþrótta- og tómstundaráðs að efna til samkeppni um yfirbyggða sundlaug í Laugardal og bárust alls 23 tillögur. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 788 orð

Ást og örlög renna saman í eitt

FÖGUR er hlíðin, tilbrigði við stef í Njálu, er yfirskrift fyrirlesturs sem verður mánudaginn 1. febrúar í Odda. Hann er haldinn á vegum Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands. Hermann Pálsson flytur erindið. "Ég mun fjalla um sprett í Njálu þegar Gunnar á Hlíðarenda ákveður skyndilega á leið til skips að snúa við og fara aftur heim í Fljótshlíð. Meira
31. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Banni við endurvinnslu kjarnaúrgangs frestað

BANNI sem þýzka stjórnin hefur fyrirhugað að setja við útflutningi geislavirks úrgangs til endurvinnslu og ganga átti í gildi um næstu áramót verður frestað unz komið hefur verið upp öðrum möguleikum á losun slíks úrgangs. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Björn Bjarnason ekki í kjöri til varaformanns

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, lýsti því yfir í ræðu á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra síðdegis í gær, að hann yrði ekki í framboði til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marzmánuði nk. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 760 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 31. janúar­6. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagur 1. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Doktor í vinnumarkaðshagfræði

LILJA Mósesdóttir varði í desember sl. doktorsritgerð við University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST) í Bretlandi. Leiðbeinandi var Jill Rubery, prófessor í vinnumarkaðshagfræði. Dæmendur voru Rosemary Crompton, prófessor í vinnufélagsfræði við London City University, og dr. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

ÐGuðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri viðskipta

GUÐRÚN Hálfdánardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Hún hefur verið umsjónarmaður viðskiptadeildar undanfarna mánuði og tók við því starfi af Birni Vigni Sigurpálssyni, ritstjórnarfulltrúa, sem hafði umsjón með viðskiptablaði Morgunblaðsins frá upphafi og síðar viðskiptadeild. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

Einn af hestunum

TARFURINN Lækur var sólarhrings gamall þegar Guðmundur Sveinsson á Jörfa á Borgarfirði eystra fann hann. Í vor verður hann fimm ára og hefur ýmislegt gengið á í hans stutta lífi. Í upphafi þurfti að ala hann eins og ungbarn og gefa honum pela með vítamínbættri mjólk. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Elsa verður í 3. sæti

ELSA B. Friðfinnsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún muni taka 3. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra við komandi Alþingiskosningar. "Sögusagnir um annað á götum úti og í einstökum fjölmiðlum, eiga því ekki við rök að styðjast, Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Endurhæfing fanga skammt á veg komin

NEFND Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum segir að sú hlið fangelsismála sem snýr að endurhæfingu og meðferð sé greinilega skammt á veg komin á Íslandi. Ekki séu félagsráðgjafar starfandi í fangelsunum og eini undirbúningurinn fyrir frelsið sé stutt áfengis- og vímuefnameðferð. Það sé því ekki að furða að hátt hlutfall fanga leiðist aftur út í afbrot. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Fagna skipun nefndar um friðun Geysis

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Félags leiðsögumanna 27. janúar 1999 um friðunartillögur vinnunefndar umhverfisráðherra um friðun Geysis og Geysissvæðisins: "Stjórn Félags leiðsögumanna fagnar því frumkvæði umhverfisráðherra að skipa sérstaka nefnd til að fjalla um friðun Geysis og Geysissvæðisins. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Formennska Íslands í stjórn Sambands Norrænu félaganna

NORRÆNA félagið á Íslandi hefur nú um áramótin tekið við formennsku í stjórn Sambands norrænu félaganna til næstu tveggja ára. Formaður Norræna félagsins á Íslandi, Kristín S. Kvaran, mun því stjórna fundum stjórnar sambandsins, þeim fyrsta hinn 7. febrúar nk. í Helsingfors. Þar verða tekin fyrir mörg mikilvæg mál, t.d. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 610 orð

Góður vinnu- og samstarfsandi mikilvægur

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Samfoks vegna umræðu um aga- og uppeldismál: "Til þess að starfið í grunnskólum borgarinnar verði farsælt þurfa að koma til margir þættir. Einn af mikilvægari þáttunum er að í skólanum ríki góður vinnu- og samstarfsandi og að þeir sem þar starfa, nemendur og aðrir starfsmenn, beri virðingu og taki tillit hver til annars. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Gunnlaugur lætur af þingmennsku

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnlaugi M. Sigmundssyni alþingismanni: "Ég hef ákveðið að láta af pólitískum afskiptum og þar með þingmennsku að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Jafnframt hef ég ákveðið að þiggja ekki 1. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kjördæmisfélag stofnað

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs í Reykjaneskjördæmi var stofnað í Gaflinum í Hafnarfirði sl. fimmtudagskvöld. Stofnfélagar eru um 60 talsins. Ögmundur Jónasson kynnti Vinstrihreyfinguna ­ grænt framboð og Kristín Halldórsdóttir flutti ávarp. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Kostnaður 500-700 millj.

NIÐURSTÖÐUR rannsókna, sem fram hafa farið á íslenskum stúlkum, benda til að hámarksbeinþéttni sé náð um tvítugsaldur og að æfingar hafi mikil áhrif. Um 1.000 beinbrot má á hverju ári rekja til beinþynningar og þar af eru konur í meirihluta. Áætlað er að kostnaður við beinbrot vegna beinþynningar kosti heilbrigðiskerfið a.m.k. 500­700 m.kr. á ári. Meira
31. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1132 orð

Lausn á velferðarvanda eða varasöm ríkisafskipti?

Í STEFNURÆÐU sinni 19. janúar sl. lagði Clinton meðal annars til, að hluti af því mikla fjármagni, sem er í eftirlaunasjóðum alríkisins, yrði notaður til fjárfestinga á verðbréfamarkaðnum. Hefur tillagan vakið mikla athygli en ljóst er, að ekki eru allir á eitt sáttir um hana. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Lengri afgreiðslutími

FRÁ og með morgundeginum lengist afgreiðslutími Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík um einn til þrjá klukkutíma á dag og tekin verður upp sú nýjung að hafa safnið einnig opið á sunnudögum. Er þetta unnt eftir að safninu var eyrnamerkt aukin fjárveiting til að standa straum af kostnaði vegna meiri þjónustu. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Loðna fyrir Japansmarkað lækkar um 8-16 af hundraði

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. hefur gengið frá samningum um sölu á loðnu til Japans á komandi vertíð. Um er að ræða verðlækkun í jenum um 8­16% frá síðustu vertíð. Að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra markaðsmála og þjónustu hjá SH, vilja Japanir fá sem mest af meðalstórri loðnu eða 50­60 stk./kg. Gangi það eftir geti markaðurinn tekið við töluverðu magni. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 486 orð

Lögfræðingur heyrnarlausra kannar málsókn

RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur hafnað ósk Félags heyrnarlausra um að stjórnmálaumræður fyrir kjördag vegna alþingiskosninga í vor verði táknmálstúlkaðar. Félagið hefur í framhaldinu falið lögfræðingi sínum að kanna hvort mögulegt sé að stefna Ríkissjónvarpinu vegna þessa. Meira
31. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 455 orð

Náttúruhamfarir í Kólumbíu

ÖFLUGUR jarðskjálfti olli gífurlegu tjóni í Kólumbíu á mánudag og er óttast að alls hafi rúmlega tvö þúsund manns farist í náttúruhamförunum. Mældist jarðskjálftinn sex á Richter. Lagði jarðskjálftinn tvær borgir nánast í rúst og þar af talið að um tvö þúsund manns hafi farist í fjallaborginni Armeníu einni saman. Gjöreyðilagðist meira en helmingur allra heimila í borginni í skjálftanum. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 387 orð

Semja um hlutdeild starfsmanna í árangri

FULLTRÚAR Rafiðnaðarsambandsins og verkalýðsfélaga á Vesturlandi eiga um þessar mundir í samningaviðræðum við stjórnendur Norðuráls hf. á Grundartanga um útfærslu ákvæða í gildandi kjarasamningi aðila, sem samkomulag var um að gengið yrði frá eftir að verksmiðjan væri komin í fullan rekstur. Snúast viðræðurnar m.a. um að koma á fót kerfi sem veiti starfsmönnum hlutdeild í árangri. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

SKÍ stendur fyrir kennslu á gönguskíði um allt land

Skagaströnd-Allmargir nýttu sér gönguskíðakennslu í boði Skíðasambands Íslands í sólskini og nægum snjó á Skagaströnd nýlega. Allflestir nemendur skólans prófuðu að ganga á skíðum og á þriðja tug fullorðinna komu til að tileinka sér grundvallaratriði þessarar skemmtilegu íþróttar. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sundlaugargestir voru rúmlega ein og hálf milljón í fyrra

Á SÍÐASTA ári komu 1.585 þúsund gestir í almenningssundlaugarnar í Reykjavík og eru það um 115.000 fleiri gestir en árið áður eða sem nemur 7,85%. Mest munar þar að sjálfsögðu um aðsókn að nýju lauginni í Grafarvogi en þangað komu rúmlega 100.000 gestir og þrátt fyrir það héldu aðrar laugar eins og Breiðholtslaug og Árbæjarlaug nokkuð aðsókn sinni frá fyrra ári. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

SUS andvígt fjárútlátum í tónlistarhús

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um byggingu tónlistarhúss: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir mikilli óánægju vegna þeirra áforma ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar að eyða fjórum milljörðum króna af skáttfé til byggingar tónlistarhúss. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 453 orð

Takmarkað vínveitingaleyfi til bráðabirgða

BORGARRÁÐ samþykkti á síðasta fundi sínum bráðabirgðavínveitingaleyfi til veitingastaðarins Club Clinton í Fischersundi, þar sem Duus-hús var í eina tíð. Leyfið er þó með þeim takmörkunum að það miðast við veitingatíma til klukkan 23.30 alla daga nema aðfaranótt laugardags og sunnudags og almenns frídags, þegar veitingatíminn má vera til klukkan 1.00. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 394 orð

Tillaga um réttargeðdeild í skoðun

SVEINN Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að uppbygging réttargeðdeildar fyrir ósakhæfa fanga á Sogni verði að skoðast í ljósi aðstæðna á sínum tíma en hann telur ekki að það hafi verið mistök að setja réttargeðdeildina á stofn. "Það var verið að flytja inn í landið þjónustu sem fram að því hafði verið sótt til útlanda. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Yfir 20% aukning í janúar

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá Skráningarstofunni um innflutning á nýjum fólksbílum í janúar hafa verið fluttir inn 1.039 bílar í janúar í ár en í fyrra voru þeir 853. Er þetta 21,8% aukning. Alls voru fluttir inn 13.599 nýir fólksbílar allt síðasta ár eða rúmlega 1.100 á mánuði, sem var vel yfir 30% aukning frá 1997. Aukningin frá janúar 1997 til janúar 1998 var 28,5%. Meira
31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Örn Þórisson ráð inn áskriftarstjóri

ÖRN Þórisson hefur verið ráðinn áskriftarstjóri Morgunblaðsins. Starfið tekur til allrar dreifingar og sölu á blaðinu og er ætlað að efla þjónustu við áskrifendur. Örn er 41 árs gamall. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundaði nám við Háskóla Íslands í ensku og heimspeki á árunum 1980-1982. Árið 1983 hóf Örn störf hjá Miðlun ehf. Meira
31. janúar 1999 | Smáfréttir | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

31. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

(fyrirsögn vantar)

VEXTIR banka og sparisjóða lækka um næstu mánaðamót á bilinu 0,10 til 0,25%. Ástæða lækkunarinnar er fyrst og fremst lækkun á síðustu vikum á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa til langs tíma. VERIÐ er að undirbúa útboð vegna styrkja til flugs á nokkrum áætlunarleiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira
31. janúar 1999 | Óflokkað efni | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

31. janúar 1999 | Leiðarar | 2119 orð

Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist grein um nýtt stjórn

Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist grein um nýtt stjórnkerfi fiskveiða í Suður- Afríku. Þar hafa verið sett ný lög um stjórn fiskveiða og á grundvelli þeirra laga eru veiðiheimildir leigðar út gegn gjaldi og hluta af kvóta stórra útgerðarfyrirtækja dreift til minni fyrirtækja. Þetta er ekki eina dæmið um slíkar umræður og aðgerðir í öðrum löndum. Meira
31. janúar 1999 | Leiðarar | 656 orð

LANDAFUNDAAFMÆLIÐ

LANDAFUNDAAFMÆLIÐ LANDAFUNDANEFND, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun 1998, er komin á fullt skrið, en nefndinni var gert að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um hvernig styðja mætti verkefnið, er minnzt yrði landafunda Íslenndinga í Vesturheimi fyrir eitt þúsund árum, árið 2000. Meira

Menning

31. janúar 1999 | Menningarlíf | 461 orð

Af Auði djúpúðgu og foreldrum hennar

KETILSSAGA flatnefs eftir Helgu Arnalds verður frumsýnd í Tjarnarbíói í dag, sunnudag, kl. 16. Hér er á ferð farandsýning sem hægt erað setja upp nánast hvar sem ermeð stuttum fyrirvara, að sögnhöfundarins, semer jafnframt einileikarinn í sýningunni. "Auði djúpúðgu þekkja alliren lítið er vitaðum uppvöxthennar og barnæsku. Meira
31. janúar 1999 | Menningarlíf | 157 orð

"Beat"-kynslóðin í Odda

RON Whitehead, ljóðskáld og bókmenntafræðingur frá Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda, mánudaginn 1. febrúar kl. 17.15. Fyrirlesturinn ber heitið "The Beat Generation and the Process of Writing" og verður fluttur á ensku. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1326 orð

BILLY WILDER FRÁ OFANVERÐUM fjórða áratugnum, fra

BILLY WILDER FRÁ OFANVERÐUM fjórða áratugnum, fram á þann sjöunda, var Billy Wilder einn vinsælasti og hæfileikaríkasti leikstjóri kvikmyndaheimsins. Einn þeirra sem gerðu tímabilið að gullöld Hollywood, og gott ef hann er ekki sá eini sem enn er á meðal okkar. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1327 orð

Einar og Eiður Snorri í Los Angeles Heimur

"ÚFF," stynur Einar Snorri í símann. "Ég var að vakna." Eigi að síður er komið hádegi að staðartíma í New York. Við frestum viðtalinu. Tveimur dögum síðar hringir síminn aftur hjá Einari um hádegið. "Úff," svarar hann. "Ég var að vakna." Einar og Eiður Snorri tóku sig upp frá Íslandi fyrir þremur árum og festu rætur í New York. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 363 orð

Ekkert hundalíf í borginni

StuttLeiddist svo í vinnunni ÖRYGGISVÖRÐUR í Omaha í Bandaríkjunum sem leiddist mikið í vinnunni ákvað sl. miðvikudag að lífga upp á líf sitt. Hann hringdi í lögreglu og tjáði þeim að hann hefði fengið sprengjuhótun í bankann sem hann gætti. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 211 orð

Ekki bara ruðningur Í KVÖLD geta þ

Ekki bara ruðningur Í KVÖLD geta þeir sem fylgjast með úrslitaleiknum í ruðningi milli liðanna Atlanta Falcons og Denver Broncos átt von á fleiru en íþróttamönnum, því ákveðið hefur verið að láta Gloriu Estefan, Stevie Wonder og svingbandið Big Bad Voodoo Daddy flytja lög í hálfleik. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 96 orð

Flugslysið kannað

NIÐURSTÖÐUR hafa fengist í rannsókn sem gerð var á flugslysi söngvarans bandaríska John Denver sem varð árið 1997. Var niðurstaðan sú að helstu ástæður þess að flugvélin hrapaði séu að söngvarinn gleymdi að fylla bensíntankinn og að hann hefði ekki haft næga flugreynslu til að geta ráðið við þær aðstæður sem upp komu í fluginu. Meira
31. janúar 1999 | Menningarlíf | 130 orð

Fyrstu píanótónleikarnir í Salnum

ÞRIÐJU tónleikar vetrarins í Tíbrá verða haldnir á þriðjudaginn kemur en þá heldur Þorsteinn Gauti Sigurðsson fyrstu píanótónleikana í Salnum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Þorsteinn hefur leik sinn á þremur smástykkjum eftir George Gershwin, kallast þau prelúdíur. Þá leikur hann Gnossíu eftir Eric Satie og Tunglskinssónötu Ludwigs van Beethovens. Meira
31. janúar 1999 | Menningarlíf | 189 orð

Gjörningar, hljóðverk og myndbandsverk

UPPÁKOMUKVÖLD á vegum "dzt..." verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Í fréttatilkynningu segir að "dzt..." sé óstaðbundið gallerí fyrir blandaða, lifandi listmiðla eins og gjörninga, hljóðverk, myndbandsverk o.fl. Stofnendur "dzt..." eru listamennirnir Gulleik Lövskar og Kristinn Pálmason, sem hyggjast skipuleggja "dzt... Meira
31. janúar 1999 | Menningarlíf | 348 orð

Messur eftir Palestrina og Speight

SCHOLA cantorum, 18 manna kammerkór við Hallgrímskirkju, heldur tónleika í kirkjunni í dag, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna verða kórverk frá endurreisnartímanum, eftir Palestrina, Tallis og Sheppard, og ný verk eftir John A. Speight og Þorkel Sigurbjörnsson. Með kórnum koma fram Marta G. Halldórsdóttir sópransöngkona, Daði Kolbeinsson óbóleikari og Douglas A. Brotchie orgelleikari. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 445 orð

Myndbönd"U.S. Marshals"

"U.S. Marshals" Algjör formúlumynd en gott dæmi um hvernig slíkar myndir geta heppnast. Tommy Lee Jones er frábær að vanda, mikill hasar og mikil læti. Hinn mikli Lebowski (The Big Lebowski) Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 715 orð

Rafrænt hanastél Rafmessa í Nýlistasafninu

DAGSKRÁ Rafmessunnar kl. 20.00 í kvöld er hlaðin snilld. Fram koma: Sigur Rós, Voices without Restraint, Megasukk, Spúnk: Keðjusög í hálsinum, Bragi Ólafsson, Jóhanna Hjálmtýsdóttir, Ósk, Auður Jónsdóttir, Tanya, Sneak Attack, Stína Bongó og Gak. Mike og Danni Pollock, fyrrum Utangarðsrokkarar eru meðal skipuleggjenda Rafmessunnar. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 765 orð

Rokk er tónlist, ekki lífsstíll Er Sigurjó

SIGURJÓN hefur verið árum saman í rokkinu og rak m.a. rokkstaðinn Rósenberg til nokkurra ára. "Rósenberg var barn síns tíma og þeir tímar eru liðnir," segir hann. "Þetta er svo undarlegt þetta þjóðfélag sem við lifum í. Þú getur fengið fólk til að koma inn á stað þar sem á að spila létta popptónlist. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 181 orð

Samavika Norræna hússins Kímnin er mannleg

Samavika Norræna hússins Kímnin er mannleg Í DAG, á lokadegi Samavikunnar í Norræna húsinu, verður í boði kvikmyndasýning, fyrst fyrir börn og síðan fyrir fullorðna. Börnin fá að sjá tvær stuttmyndir kl. Meira
31. janúar 1999 | Menningarlíf | 1043 orð

Tíbrá fyrir tónelska

KÓPAVOGUR hefur á undanförnum árum og misserum haslað sér völl sem tónlistarbær. Þar hefur tónmenning verið stjórnvöldum óvenju hugleikin ­ um það ber hið nýreista tónlistarhús vitni. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að tónleikahald í Kópavogi hafi vaxið fyrir atbeina eins manns, Jónas Ingimundarsonar píanóleikara og tónlistarráðunautar bæjarins. Meira
31. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð

Úrslitaleikurinn í dag Í BANDARÍKJUNUM eru ruð

Úrslitaleikurinn í dag Í BANDARÍKJUNUM eru ruðningsáhugamenn nú afar spenntir því úrslitaleikurinn í ruðningi er í dag á milli liðanna Atlanta Falcons og Denver Broncos. Meira

Umræðan

31. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 292 orð

Að safna!

STUNDUM taka framtakssamir krakkar sig saman og ganga hús úr húsi og safna fyrir eitthvert gott málefni ­ að eigin sögn. Að söfnun lokinni "ákveða" þau svo að verja afrakstrinum í eitthvað annað, t.d. í eigin þágu. Þegar þetta spyrst út, ætlar allt af göflunum að ganga, lögreglan varar fólk við og allir eru á verði. Meira
31. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 97 orð

Hæpin siðvæðingarpólitík

HIN síharðnandi siðvæðingarpólitík repúblikana virðist heldur betur ætla að koam þeim sjálfum í koll, ekki síst eftir uppljóstranir Larrys Flynts um ósæmilegt framferði og framhjáhald sumra þeirra. Sem beina afleiðingu af þessari óheillaþróun telur stjórnmálafræðingurinn Jón Ormur Halldórsson ekki ósennilegt að þessi ósköp eigi ef til vill eftir að ríða yfir íslenska þingmenn. Meira
31. janúar 1999 | Aðsent efni | 1018 orð

Jakob Benediktsson

Jakob var að fyrra nafni skírður eftir öfum sínum. Sigurðarnafnið festist þó ekki við hann, en Jakobsnafnið hefur verið Benedikt föður hans kært. Bróðir Benedikts hét því nafni og lést tvítugur að aldri árið 1880 meðan hann var við nám í Latínuskólanum. Föðurbróðir Benedikts var séra Jakob Benediktsson, síðast prestur í Glaumbæ, og kenndi hann frænda sínum Benedikt ýmis bókleg fræði. Börn sr. Meira

Minningargreinar

31. janúar 1999 | Minningargreinar | 516 orð

Guðjón Jónsson

Kæri vinur, samstarfsmaður og tengdafaðir. Þá hefur þú kvatt þennan jarðneska heim og langar mig til að rita hér nokkrar línur til að minnast þín og þakka, þó svo að fátækleg orð segi oft á tíðum harla lítið. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 404 orð

Guðjón Jónsson

Elsku afi, með þessum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það er erfitt að kveðja þann sem okkur þykir svo vænt um og á stóran hluta af lífi okkar og að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur og fá að halda utan um þig. Þú verður alltaf hluti af lífi okkar og við trúum því að þú sért á góðum stað og að þér líði vel. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 606 orð

Guðjón Jónsson

Í fáum og fátæklegum orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns, Guðjóns Jónssonar frá Þingeyri. Ég vel þann kost að beina máli mínu til hans, enda kenna okkur góðir menn og heilög bók, að líf er eftir þetta líf og því viljum við trúa. Þar sem ég sit við skrifborðið heima hjá mér í Lækjarásnum með mynd af þér og Kristjönu þinni fyrir framan mig rifjast upp margar góðar minningar. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 23 orð

Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði jesús mæti. (Ók. höf.) Þinn langafadrengur Daníel Már. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 268 orð

GUÐJÓN JÓNSSON

GUÐJÓN JÓNSSON Guðjón Jónsson fæddist á Aðalbóli í Lokinhamradal í Arnarfirði 27. júní 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður Guðjónsdóttir, f. 15. júní 1894, d. 7. júní 1962, og Jón Sigurðsson, f. 14. júní 1893, d. 8. febrúar 1925. Systkini Guðjóns eru Sigurður Guðni Jónsson, f. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 92 orð

Guðjón Jósson

Elsku pabbi. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu stóra hjarta þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 583 orð

Halldóra Jónsdóttir

Þegar ég lít til baka og hugsa til Dóru systur minnar kemur mér fyrst í hug reisn, dugnaður og háttprýði. Þessum kostum var hún svo ríkulega búin. Á svo barnmörgu heimili sem í Gróf kom það iðulega fyrir að báðir foreldrar þurftu að vinna úti, stundum langtímum í burtu frá heimilinu. Það kom þá í hlut elstu systur, Dóru, að sjá um heimilið og líta eftir yngstu systkinunum. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 467 orð

Halldóra Jónsdóttir

Kær móðursystir mín Halldóra Jónsdóttir eða Dóra frænka í Gróf er látin 89 ára að aldri. Langri og fagurri ævi er lokið. Ég vil með fáum orðum fá að kveðja mína kæru frænku og þakka henni fyrir allt það sem hún veitti mér frá unga aldri. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Halldóra Jónsdóttir

Amma mín, nú hefur þú sofnað þínum sjúpa svefni og Guð hefur kallað á þig og verður hann mjög ríkur að fá þig til sín. Þú varst einstök og yndisleg kona og það voru margar góðar stundir sem við áttum saman. Þú kenndir mér margt og sagðir mér til í lífi mínu og þú varst alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitthvað vantaði eða var að. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 227 orð

Halldóra Jónsdóttir

Elsku langamma. Síðan þú fórst á Sólvang fyrir fjórum árum, veiktist og fórst að gleyma hver ég væri smátt og smátt hef ég saknað þín svo mikið og langað að fá þig til baka eins og þú varst, tala við þig um allt og ekkert og heimsækja þig án þess að fá tár í augun. En samt finnst mér gott að vita að þú ert komin á þinn sælunnar stað hjá Jesú eins og í vísunni sem þú söngst svo oft fyrir mig. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 182 orð

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR Halldóra Jónsdóttir fæddist í Haukaholtum í Hreppum 1909. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson kenndur við Gróf í Hreppum og Guðfinna Einarsdóttir. Grófar-heitið festist síðan við heimili þeirra á Öldugötu í Hafnarfirði. Halldóra var elst 13 systkina, en þau voru Aðalheiður, f. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Hugo Andreassen

Elsku afi Hugo. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mömmu. Þú og amma Margrét voruð dugleg að passa mig þegar ég var lítill, þegar mamma var að fljúga. Alltaf varst þú góður vinur minn og við gerðum margt saman. Meðal annars þegar þú hjálpaðir mér að smíða skip úti í bílskúr. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 116 orð

Hugo Andreassen

Elsku Hugo, ég þakka þér fyrir alla þína ást, umhyggju og tryggð. Fyrst og fremst þakka ég fyrir að þú varst ekki einungis eiginmaður minn, heldur jafnframt minn besti vinur. Ég veit að þú ert nú kominn á betri stað og að vel hefur verið tekið á móti þér. Megir þú ávallt ganga í ljósinu. Mig langar að lokum að kveðja þig með eftirfarandi ljóðlínum. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 506 orð

Hugo Andreassen

Ég kynntist Hugo fyrst þegar ég var 13 ára í minni fyrstu sumarvinnu hjá Máli og menningu en þá vann hann þar hjá forlaginu. Hugo var maður með mjög létta lund og góða kímnigáfu og féll mér strax vel við hann. Þegar hlátrasköll heyrðust úr kaffistofunni gat maður verið viss um það þar væri Hugo á ferð. Mamma mín og Hugo felldu hugi saman og hófu sambúð þegar ég var 16 ára. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 41 orð

Hugo Andreassen

Elsku Hugo langafi. Takk fyrir allar góðu hugsanirnar. Nú geturðu fylgst með okkur alltaf. Við gleymum þér aldrei og seinna mun Binna kenna Ellu að "H er stafurinn hans Húddó langafa". Hvíldu í friði. Langafastelpurnar, Brynhildur Sól og Elínborg Dís. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 35 orð

Hugo Andreassen

Nokkur orð um afa minn. Þess sárt er saknað sem elskar mest en núna ertu í huga mínum þá af öllu öðru kýs ég best að vera barn í örmum þínum. Sigurjón Örn Ólason. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 604 orð

Hugo Andreassen

Elsku pabbi okkar er látinn eftir harða baráttu við veikindi síðustu árin. Það lýsir honum best hvað hann var þrár að hann gafst ekki upp og var orðinn ansi brattur aftur síðasta ár sitt. En skyndilega kom kallið þegar allir voru orðnir bjartsýnir og rólegir aftur. Pabbi okkar var einstakur maður og leysti sitt föðurhlutverk einkar vel af hendi. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 158 orð

Hugo Andreassen

Elsku afi okkar, núna ert þú farinn frá okkur. Þú sem varst svo glaður og skemmtilegur þegar við vorum nálægt þér. Þér fannst svo vænt um foreldra þína. Og hvað þér fannst vænt um alla, við heyrðum svo margar góðar sögur um þig. Þegar þú varst lítill strákur og bróðir þinn, Sverre, átti að fara í sveit þurfti hann að fara langa leið með skipi. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Hugo Andreassen

Elsku afi. Við þökkum þér fyrir þann tíma sem við höfum fengið að njóta návistar þinnar. Þú varst alltaf svo skemmtilegur við okkur og það var svo gaman að heimsækja þig í haust og nú í janúar. En nú fáum við ekki að sjá þig aftur og viljum við kveðja þig með bæninni sem þú fórst svo oft með fyrir pabba okkar. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 107 orð

Hugo Andreassen

Elsku afi minn. Þú gast grætt mig af gleði alveg síðan þú veiddir upp klosann minn úr moldvörpuholunni á tjaldferðalaginu í Svíþjóð þegar ég var lítil. Yfirleitt grét ég af gleði þegar ég hitti þig af því að ég hafði saknað þín síðan síðast. Núna sakna ég þín svo mikið að orð fá því ekki lýst. Þú hefur verið mér ómetanlegur og einstakur vinur sem reyndist mér alltaf vel. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 509 orð

Hugo Andreassen

Það er erfitt að kyngja því að hann elsku afi okkar sé dáinn. Sorgin er mikil, því hann var svo góður og skemmtilegur, örlátur, glettinn og traustur vinur. Það er gott að hafa átt afa eins og hann. Hann gaf sér tíma fyrir okkur, lék við okkur, spjallaði við okkur tímunum saman og það var alltaf gott að vera nálægt honum. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 207 orð

HUGO ANDREASSEN

HUGO ANDREASSEN Hugo Andreassen fæddist í Reykjavík hinn 16. maí 1928. Hann lést 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Inga Lovísa Þorláksdóttir f. 4.8. 1901, d. 15.10. 1970, og Ole Christian Andreassen, f. 22.8. 1894, d. 2.10. 1980. Systkini Hugos eru Sofie Marie, f. 3.5. 1925, Sverre, f. 18.5. 1930, d. 1938, og Erling, f. 30.9. 1936. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 683 orð

Jakob Benediktsson

Nú er hann látinn hinn ljúfi öðlingur, Jakob Benediktsson, í hárri elli. Þegar Kammermúsíkklúbbnum var hrundið úr vör árið 1957, lágu áskriftarlistar frammi í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og meðal fyrstu nafna þar voru nöfn hjónanna Jakobs og Grethe Benediktsson og hafa nöfn þeirra verið á listum klúbbsins meðan þeim entist aldur og sóttu þau tónleika hans meðan þau höfðu heilsu til. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 534 orð

Jakob Benediktsson

Hlýja; hlýja, kankvísi og heiðskír skynsemi er það sem kemur í hugann þegar hugsað er til Jakobs Benediktssonar. Jakob var hlýr í viðmóti og óvenju örlátur við hvern þann fróðleiksfúsan mann sem til hans leitaði. En hann var að sama skapi áhugalítill um yfirborðsmennsku, grillufangara og allar þær bábiljur sem mark sitt setja á tíðarandann. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Jakob Benediktsson

Þegar hringt var til mín til Vínarborgar á sunnudagsmorgni og mér sagt að Jakob Benediktsson væri látinn kom sú fregn mér ekki á óvart. Síðasta ár hafði verið honum að mörgu leyti erfitt og í veikindum, sem lögðust á hann skömmu fyrir jólin, fóru síðustu kraftarnir. Við Jakob kynntumst fyrst fyrir 35 árum þegar ég hóf nám í íslensku við háskólann. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 1148 orð

Jakob Benediktsson

Jakob Benediktsson helgaði líf sitt því starfi að ljúka upp leyndardómum fortíðar þannig að gagnast mætti sem flestum, skýra samhengið í menningarsögu Íslendinga. Hann var afkastamikill textafræðingur og útgefandi fornbókmennta, latínutexta og klassískra fræða, aðalritstjóri Orðabókar Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi, höfundur ritgerða á breiðu sviði bókmennta og sagnfræði. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 417 orð

Jakob Benediktsson

Eitt af stórvirkjum Jakobs Benediktssonar á sviði íslenskra og evrópskra fræða var útgáfa og rannsókn á verkum Arngríms lærða. Kalla má táknrænt að hann skyldi beina sjónum sínum að tímabili endurreisnar og húmanisma. Sjálfur var hann meiri endurreisnarmaður og húmanisti en nokkur annar íslenskur fræðimaður um hans daga, og líklega allt frá Árna Magnússyni. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 1024 orð

Jakob Benediktsson

Vorið 1968 bar Háskólinn í Edinborg auðnu til að bjóða Jakobi Benediktssyni heim, og þar flutti hann opinberan fyrirlestur þrem vikum áður en Íslendingabók og Landnámabók birtust í sígildri útgáfu hans á vegum Hins íslenzka fornritafélags. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 531 orð

Jakob Benediktsson

Jakob Benediktsson Sigurður Jakob Benediktsson fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (f. 5.1. 1878, d. 15.10. 1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi á Fjalli, (f. 12.11. 1865, d. 12.12. 1943). Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 1101 orð

Jakob Benediktsson

Látinn er í hárri elli yfirmaður minn og samstarfsmaður við Orðabók Háskólans um rúma tvo áratugi, Jakob Benediktsson. Þegar ég kom að Orðabókinni sumarið 1955, voru þar einungis fyrir tveir starfsmenn, Jakob og Ásgeir heitinn Blöndal Magnússon. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 268 orð

Óskar Þórðarson

Óskar Þórðarson er látinn. Okkur langar til að minnast Óskars frænda okkar í fáum orðum. Óskar var mikill Skagfirðingur í sér alla tíð, enda af Skagfirðingum kominn í móðurætt. Óskar var duglegur að hafa samband við skyldfólk sitt, sérstaklega ættrækinn og artargóður maður. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 518 orð

Óskar Þórðarson

Í byrjun nýs árs hefur Óskar Þórðarson, frændi minn, kvatt þetta líf og haldið á vit æðri heims. Hann hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem reyndi mjög á þolinmæði og þrautseigju eins og hann sagði við mig í símann skömmu fyrir jól. Fyrsta endurminning mín um Óskar, frænda minn, er frá fyrri hluta fjórða áratugs þessarar aldar. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 456 orð

Óskar Þórðarson

Frændur eru margs konar, sumir nálægir, aðrir fjarlægir, sumir hlýir, aðrir kaldir o.s.frv. Óskar var einn af þessum frændum sem eru alltaf svo nærri og hann virtist hafa það sem eitt helsta markmið sitt í lífinu að lifa fyrir frændfólkið, hafa samband við það, láta það vita að hjá honum ætti það vísa uppörvun hvenær sem væri. Engin ástæða væri til að gefa neitt upp á bátinn. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 429 orð

Óskar Þórðarson

Góður vinur og frændi, Óskar Þórðarson, hefur kvatt þennan heim. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka eftir margra áratuga vináttu við Óskar og fjölskyldu hans. Óskar var af skagfirsku bergi brotinn í móðurætt og átti stóran frændgarð og fjölda vina í Skagafirði. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 262 orð

ÓSKAR ÞÓRÐARSON

ÓSKAR ÞÓRÐARSON Óskar Þórðarson var fæddur á Ísafirði 2. maí 1915. Hann lést á Landspítalanum 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafirði 3. september 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Ísafirði 1. nóvember 1885. Óskar átti þrjár systur, sem allar létust á barnsaldri. Óskar kvæntist 18. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 286 orð

SIGURÐUR KR. SVEINBJÖRNSSON

SIGURÐUR KR. SVEINBJÖRNSSON Sigurður Kr. Sveinbjörnsson, fyrrv. forstjóri, fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1908. Hann lést á Landakotsspítala hinn 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Kristjánsson, byggingameistari í Reykjavík, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir. Systkini Sigurðar eru Ingiberg, f. 19.6. 1907, d. 28.6. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 618 orð

Sigurður Sveinbjörnsson

Þegar vinur minn og félagi í Oddfellow-reglunni, Sigurður Sveinbjörnsson, er nú látinn hlýt ég að minnast hans af langri og góðri viðkynningu. Hann var elstur núlifandi félaga í okkar stúku. Meðan heilsa hans og aðstæður leyfðu var hann ötull félagi og fundarmaður. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 387 orð

Sigurður Sveinbjörnsson

Einn af frumherjum iðnaðar í Garðabæ hefur nú lokið jarðvist sinni. Sigurður Sveinbjörnsson hefur, frá því hann ungur maður stofnaði fyrirtæki sitt Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson hf., borið hag og velferð íslensks iðnaðar fyrir brjósti. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Vigdís Bjarnadóttir

Tengdamóðir mín Vigdís Bjarnadóttir andaðist í Landakotsspítala 24. janúar eftir erfiða sjúkralegu. Hún var af þeirri kynslóð sem þurfti að heyja erfiða baráttu fyrir lífsnauðsynjum. Hún var ein af 15 systkinum. Erfitt var að fæða allan þann hóp eins og gefur að skilja. Þess vegna þurfti hún að yfirgefa foreldra sína og Fjallaskagann og fara í fóstur að Alviðru í Dýrafirði. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 190 orð

Vigdís Bjarnadóttir

Kæra vinkona. Mér kom þetta ljóð í hug þegar ég frétti að þú varst horfin héðan. Það er margs að minnast. Kynni okkar voru ekki löng, en samt fannst mér eins og ég hefði þekkt þig alla tíð. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá þér daglega um tíma. Þú liggjandi í rúminu þínu sem var heilt heimsveldi, þú eins og drottning sem stjórnaðir með mikilli reisn og mildi. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 396 orð

Vigdís Bjarnadóttir

Elsku amma. Við eyddum fjölmörgum stundum saman á sunnudögum við að drekka kaffisopa, spjalla saman um lífið og tilveruna og hlusta á sálma sem þú áttir á plötum. Þá hlustuðum við stundum á sálminn ,,Á föstudaginn langa" Nú ert þú farin og því verða samverustundir okkar ekki fleiri. Meira
31. janúar 1999 | Minningargreinar | 95 orð

VIGDÍS BJARNADÓTTIR

VIGDÍS BJARNADÓTTIR Vigdís Bjarnadóttir fæddist á Fjallaskaga í Dýrafirði 13. júní 1914. Hún andaðist sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir Sigríðar Gunnjónu Vigfúsdóttur og Bjarna Sigurðssonar. Hún átti fjórtán systkini. Vigdís giftist Jóni Hákoni Björnssyni árið 1936. Börn þeirra eru Hanna Kolbrún Jónsdóttir, f. 21. Meira

Viðskipti

31. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Breytt þjónusta

KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. hefur gert samstarfssamning við BYKO og Húsasmiðjuna um sölu á bylgjukössum, sem hingað til hafa eingöngu verið seldir á lager Kassagerðarinnar. Samningarnir tóku gildi 12. janúar sl. en áður hefur Kassagerð Reykjavíkur gert samstarfssamning við Völustein ehf. um sölu á smærri öskjum. Meira
31. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Gagarín og Lon og Don sameinast

MARGMIÐLUNARFYRIRTÆKIN Gagarín ehf. og Lon og Don ehf. hafa ákveðið að sameinast undir merkjum Gagarín. Með sameiningunni er ætlunin að auka framleiðslugetu, ná fram aukinni hagræðingu í rekstri og stækka fyrirtækið svo unnt sé að auka sérhæfingu og sérþekkingu starfsmanna, en hjá hinu sameinaða fyrirtæki starfa tíu manns. Gagarín ehf. var stofnað árið 1994 og Lon & Don ehf. árið 1997. Meira
31. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Íslandsbanki sér um 1.000 milljóna skuldabréfaútboð

MAGNÚS Ægir Magnússon, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Helga Benediktsdóttir, verðbréfamiðlari Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Ólafur Ásgeirsson, forstöðumaður viðskiptastofu Íslandsbanka, og Kristján Arason, deildarstjóri verðbréfaútgáfu Íslandsbanka, undirrituðu nýverið samning um að Íslandsbanki taki að sér umsjón með sölu skuldabréfa Sparisjóðs Hafnarfjarðar í 1. Meira

Daglegt líf

31. janúar 1999 | Ferðalög | 215 orð

ARCTIC-jeppinn í Osló,Stokkhómi og Helsinki

FERÐASKRIFSTOFAN Addís sýndi í þessum mánuði Arctic-jeppann, sem notaður var í leiðangrinum um Suðurskautslandið í fyrra, á ferðakaupstefnum í Osló, Stokkhólmi og Helsinki. Íslenskir þátttakendur á kaupstefnunum voru, auk Addís, Flugleiðir og Ráðstefnuskrifstofa Íslands. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 147 orð

Audi A2 í framleiðslu

AUDI hefur staðfest að framleiðsla mun hefjast á smábílnum A2 í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi á næsta ári. Þarna verður einnig hafin smíði á fjórhjóladrifnum jepplingi Audi í febrúar á næsta ári. Báðir bílarnir verða nokkuð frábrugðnir hugmyndabílunum í útliti. Að lágmarki 50.000 Audi A2 verða smíðaðir á ári en bíllinn verður eingöngu á markaði í Evrópu og Japan. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 781 orð

Cadaqués er engu öðru líkt Þorpið Cadaqués er af mörgum talið eitt það fallegasta og áhugaverðasta á Costa Brava-

ÞAÐ kemur ekki á óvart að sögukennari minn í Barcelona hafi ítrekað hvatt nemendur sína til að fara til Cadaqués, sem að hans mati er einn fallegasti staðurinn á Spáni og ennfremur einn vinsælasti sumardvalarstaður Barcelonabúa. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 314 orð

Dísilútblástur hættulegri

ÚTBLÁSTUR frá dísilvélum er tíu sinnum hættulegri en útblástur frá bensínbílum. Þetta eru niðurstöður í rannsókn óháðu rannsóknastofunnar Rototest í Svíþjóð fyrir sænska tímaritið Teknikens Värld. Skýrt er frá niðurstöðunum í netútgáfu Aftonbladet Þar segir að niðurstöður rannsóknarinnar séu svo sláandi að þær gætu þýtt dauðadóm yfir dísilknúnum bifreiðum. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 972 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 1174 orð

Girnilegri Opel Vectra með ýmsum breytingum

EKKI færri en þrjú þúsund hlutum af átta þúsund hefur verið breytt í nýrri kynslóð Opel Vectra sem kynnt var blaðamönnum í Portúgal fyrir nokkrum dögum. Auk nýjunga í útliti hafa vélarnar verið gerðar sparneytnari og þýðgengari, fjaðrabúnaði hefur verið breytt og bætt við öryggisbúnað. Opel umboðið, Bílheimar, fær fyrstu bílana næstu daga og er verðið svipað og á eldri gerðinni. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 572 orð

Gönguleiðir um hrikaleg fjöll og fagrar víkur

UNDANFARIN ár hefur markvisst verið unnið að merkingu gönguleiða við Borgarfjörð eystra. Svæðið kallast Víknaslóðir og liggur umhverfis Borgarfjörð, að Loðmundarfirði í suðri og Héraðsflóa í norðri. Á Víknaslóðum má sjá hrikaleg fjöll, fagrar víkur, litríkar hlíðar og ljósar strandir en svæðið er annað stærsta líparítsvæði landsins á eftir Torfajökulssvæðinu. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 288 orð

Hagnýtar upplýsingar

GISTIMÖGULEIKAR eru margir og er hægt að fá mjög ódýr hótelherbergi í Puerto Vallarta. Snyrtileg hótel á góðu verði er flest að finna í gamla bænum, sunnan Río Cuale, og er verðlag á eftirtöldum hótelum gott: Hotel Yasmín, sími: (322) 2-00-87, Hotel Posada de Roger, sími: (322) 2-08-36, Hotel Rosita, sími: (322) 2-10-33, og Hotel Posada Río Cuale, sími: (322) 2-04-50. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 118 orð

Hagstætt að ferðast í Brasilíu

Á NÆSTU mánuðum er lag fyrir þá sem ætla að ferðast á eigin vegum að leggja leið sína til Suður-Ameríku. Að minnsta kosti segir í ferðablaði The Sunday Times sl. sunnudag að gengisfelling brasilíska gjaldmiðilsins valdi því að mjög hagstætt sé að ferðast um álfuna alla. Í sama streng tekur útgefandi Footprint ferðahandbókanna, sem m.a. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 180 orð

Honda HR-V kemur í vor

HONDA fetar inn á ókortlagðan markað þegar nýr og óvenjulegur jepplingur, HR-V, kemur á markað í Evrópu næsta vor. Honda segir að HR-V, sem er þrennra dyra, sé frístundabíll sem brjóti blað í sögu bílahönnunar. Hvað sem fullyrðingum Honda líður er ljóst að HR-V er lítill og ódýrari en CR-V jeppinn sem selst hefur vel um allan heim. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 681 orð

Hönnunarundrið Vel Satis

EITT af hönnunarundrum seinni ára í bílaiðnaði er líklega Renault Vel Satis sem frumsýndur var á bílasýningunni í París síðastliðið haust. Morgunblaðið var á sýningunni og upplifði blaðamaður hreina ólíkindatilfinningu þegar hann barði Vel Satis fyrst augum. Bíllinn er svo stór, svo djarfur og framúrstefnulegur og í raun ólíkur öllum öðrum ökutækjum sem sést hafa síðustu árin. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 173 orð

Í jeppaferð á Skjaldbreið

NOKKRIR jeppamenn héldu fyrir skemmstu á Skjaldbreið á vel útbúnum fjallajeppum, einum Isuzu Trooper með 2,9 lítra vél og á 38 tommu hjólbörðum, þeim fyrsta sem breytt hefur verið fyrir svo stór dekk, og sjálfskiptum Toyota Land Cruiser 90 með þriggja lítra vél, einnig á 38 tommum. Farið var upp af Lyngdalsheiði og ekið með Hrafnabjörgum upp á fjallið. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 294 orð

Jaguar langbakur í haust

MISJAFN hafast þeir að lúxusbílaframleiðendurnir. Meðan BMW og Mercedes- Benz laða til sín kaupendur með nýjum sportbílum hleypir Jaguar af stokkunum glæsilegum langbaki sem byggður er á nýjum S-Type stallbaki. Búist er við að Jaguar langbakurinn verði boðinn með 4,0 lítra, V8 vél með forþjöppu. Hann kemur á markað í Evrópu næsta haust. Fjarræsibúnaður vinsæll Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 139 orð

Nissan Xterra á sama verði RAV4

NISSAN undirbýr nú að setja á markað fyrsta jeppann sem fyrirtækið smíðar í Bandaríkjunum. Þetta er Xterra jeppinn sem var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í byrjun mánaðarins. Bíllinn er framleiddur í verksmiðjum Nissan í Smyrna í Tennessee sem lengi hefur verið talin heimsins skilvirkasta bílaverksmiðja. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 192 orð

Opel verksmiðjan í Rüsselsheim endurbyggð

GENERAL Motors ætlar að byggja nútímalega og minni verksmiðju á grunni stærstu og elstu verksmiðju sinnar í Evrópu. Þetta kemur fram í Automotive News. Opel verksmiðja GM í Rüsselsheim er á tveimur hæðum og hefur þanist út. GM hefur ákveðið að reisa nýju verksmiðjuna á grunni þeirrar eldri og er kostnaðaráætlun um 700 milljónir marka, um 28,7 milljarðar króna. Meira
31. janúar 1999 | Bílar | 166 orð

Panhard Levassor árgerð 1910

FYRSTI bíllinn sem kom á almennan markað var hinn þýski Benz Velo en franska fyrirtækið Panhard et Levassor var fyrst til að smíða bíla á undirvagni sem síðar varð allsráðandi í bílaiðnaði. Panhard árgerð 1891 var hannaður af Emile Levassor og var sagt um hann að hann væri fyrsti "eiginlegi" bíllinn því vélin var undir vélarhlíf að framanverðu og hann var afturhjóladrifinn. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 122 orð

Páskaferðir í sólina og til London

SALA hefur gengið vel í páskaferðir Heimsferða sem auglýstar voru nýlega. Að þessi sinni bjóða Heimsferðir upp á ferðir til fimm staða; Costa del Sol, Benidorm, Barcelona, Kanaríeyja og London. Flogið verður í beinu leiguflugi og ýmsir gistimöguleikar eru í boði. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 262 orð

Samsettar ferðir og pakkaferðir settar inn á árinu

Í síðasta ferðablaði var ranglega sagt um netþjónustu Flugleiða að þó hægt væri að bóka flug og ferðamáta í gegnum netið á vefsíðu flugfélagsins væri eingöngu um framlagða beiðni að ræða. Hið rétta er að viðskiptavinir Flugleiða geta bókað far og þjónustu beint í Amadeus bókunarkerfinu. Að sögn Sigmundar Halldórssonhjá Flugleiðum hefur verið hægt að bóka beint um árs skeið. Meira
31. janúar 1999 | Ferðalög | 314 orð

Þrjú þúsund komu gagngert til að skoða hvali

HVALASKOÐUNARFERÐIR hafa orðið ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna á Íslandi á aðeins fimm ára þróunarferli. Í skýrslu Ásbjarnar Björgvinssonar, forstöðumanns, Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, kemur fram að 2.200 ferðamenn hafi farið í hvalaskoðunarferðir hér á landi árið 1995. Hópurinn var orðinn 9.700 manns árið 1996, 20.540 árið 1997 og 30.330 í fyrra. Meira

Fastir þættir

31. janúar 1999 | Í dag | 52 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. febrúar, verður sjötug Jónína Níelsen, hjúkrunarfræðingur. Eiginmaður hennar er Gunnlaugur Ó. Guðmundsson. Hún tekur á móti kunningjakonum þann dag á heimili dóttur sinnar að Ásbúð 23, Garðabæ, kl. 16. Hún afþakkar blóm og aðrar gjafir en biður um að Félag krabbameinssjúkra barna, Suðurlandsbraut 6, njóti þess. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 29 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. febrúar, verður sjötíu og fimm ára Pétur Kr. Jónsson, Hellum, Andakílshreppi, Borgarfirði. Eiginkona hans er Erna Sigfúsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
31. janúar 1999 | Fastir þættir | 878 orð

Af reyk og flugnaeitri Jafn sjálfsagt er að benda reykingafólki á skaðsemi tóbaksnotkunar og það að reyna að koma í veg fyrir að

Ömurlegt er til þess að vita að reykingar skuli enn vera að aukast meðal grunnskólanemenda hérlendis. Samkvæmt könnun sem gerð var á nýliðnu ári reykja til dæmis 19,4% allra sextán ára stúlkna á Íslandi daglega. Nærri því tvær af hverjum tíu! Umrædd könnun var gerð á vegum héraðslækna og Krabbameinsfélagsins. Í henni kemur eftirfarandi m.a. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 641 orð

ALLT frá því Víkverji var í sveit í gamla daga hafa hundar veri

ALLT frá því Víkverji var í sveit í gamla daga hafa hundar verið í miklu uppáhaldi hjá honum. En öllu má nú ofgera. Þegar leit að lítilli tík í blárri kápu og með rúllur í hárinu er orðin ein af helstu fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva landsins dag eftir dag finnst Víkverja einhvern veginn eins og fréttamenn þurfi að fara að hugsa sinn gang. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 37 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. desember í Bessastaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Hrefna Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Gunnar Aðalsteinn og Hrafnkell Þórður. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Meira
31. janúar 1999 | Fastir þættir | 453 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf TTT mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Hallgrímskirkja. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 592 orð

Götugögn án fíkniefna

ÞAÐ hafa líklega ekki farið fram hjá neinum þær miklu "úrbætur" sem orðið hafa á strætisvagnakerfi borgarinnar að undanförnu. Hér er ég að tala um hin nýju og glæsilegu götugögn, sem prýða nú allflestar götur borgarinnar. Óneitanlega er hér um fallega hönnun að ræða og ætti kannski heldur að kalla þau götuprýði en götugögn þar sem gagnsemi þeirra er sorglega lítil. Meira
31. janúar 1999 | Dagbók | 720 orð

Í dag er sunnudagur 31. janúar, 31. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Náð

Í dag er sunnudagur 31. janúar, 31. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum. (Pétursbréf 1, 2.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss og Hanse Duo koma í dag. Þerneyfer í dag. Meira
31. janúar 1999 | Dagbók | 120 orð

Kross 2 LÁRÉTT: 1 banani, 8 drekkur, 9 só

Kross 2 LÁRÉTT: 1 banani, 8 drekkur, 9 sól, 10 beita, 11 eldstæði, 13 hagnaður, 15 gljálauss, 18 klettaveggur, 21 spil, 22 kind, 23 mögli, 24 taugatitringur. LÓðRÉTT: 2 bíll, 3 smáaldan, 4 sleppa, 5 atvinnugrein, 6 tjóns, 7 skordýr, 12 gagnleg, 14 sefa, 15 lofa, 16 lokkaði, 17 stólpi, 18 álkan, 19 krömdu, 20 ill. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 215 orð

NÚ á tímum nota flestir keppnisspilarar stökk í þrjá í

Hér hefur austri tekist að ýta mótherjunum í vafasaman samning á fjórða þrepi. En uppskeran verður engin nema austur sýni mikið hugrekki í vörninni. Útspilið er laufnía, sem er nokkuð augljóst einspil frá bæjardyrum austurs séð. Sagnhafi tekur slaginn heima og spilar tígli á gosann og aftur tígli, sem vestur tekur með ás. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 146 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á alþjóðlega mótinu á Bermúda sem nú stendur yfir. Enski stórmeistarinn Murray Chandler (2.520) hafði hvítt og átti leik gegn Richard Forster(2.475), Sviss. 23. Hxd5+! - Ke7 (Svartur verður mát ef hann þiggur hróksfórnina: 23. Meira
31. janúar 1999 | Í dag | 366 orð

(fyrirsögn vantar)

1. ÞETTA er eini fiskurinn sem við getum haft með kisu. 2. AF hverju viltu ekki gera þetta? Svona kom pabbi þinn dráttarvélinni alltaf í gang í gamla daga. 3. TRYGGINGIN nær raunar yfir fall af húsþaki, en tekur ekki til þess að þú féllst á götuna. 4. ÞEGAR hann finnur út hvaða klukka hringir, er hann orðinn nægilega vakandi til að hefja daginn. 5. Meira

Íþróttir

31. janúar 1999 | Íþróttir | 525 orð

Ákvörðun Kristins kom mér á óvart

CHRISTIAN Leitner, skíðaþjálfari finnska landsliðsins, sem þjálfaði Kristin Björnsson á síðasta ári, segist hafa verið undrandi á því að Kristinn skyldi hafa ákveðið að skipta um þjálfara miðað við hvernig honum gekk í fyrra. Kristinn ákvað að ganga til samstarfs við sænska svigliðið sl. sumar og var Haukur Bjarnason ráðinn sem þjálfari Kristins í því samstarfi. Meira
31. janúar 1999 | Íþróttir | 314 orð

Fær um sjö milljónir króna í vikulaun

STEVE McManaman miðvallarspilari hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool mun ganga í raðir Evrópumeistara Real Madrid á sumri komanda. Mun hann skrifa undir fimm ára samning við spænska liðið á næstu dögum sem talið er að muni tryggja honum allt að 60.000 sterlingspundum, tæpar sjö milljónir króna, í vikulaun. Heildartekjur hans á samningstímanum gætu því numið um 1,8 milljarði króna. Meira
31. janúar 1999 | Íþróttir | 526 orð

Lokaleikur Elways

MEISTARAR Denver Broncos leika í nótt til úrslita við Atlanta Falcons í bandaríska fótboltanum, NFL-deildinni í Miamiborg í Flórída og er þetta í 33. sinn sem leikið er til úrslita í deildinni. Denver er álitið sigurstranglegra af flestöllum sérfræðingum, enda er þetta í fyrsta sinn í sögu Atlanta sem félagið kemst í úrslitaleikinn. Meira

Sunnudagsblað

31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 196 orð

1 9 9 9 gengur aftur

Þeir eru fjölmargir vestan hafs og austan sem hyggjast halda upp á aldamótin um næstu áramót. Þeirra á meðal er listamaðurinn Prince Rogers Nelson, sem kallar sig Listamanninn, en allir þekkja sem Prince. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 958 orð

80 kílóa húsdýr með horn

"ÉG FANN hann þegar hann var sólarhrings gamall. Hann lá við lækjarsprænu suður í Breiðuvík og móðir hans hafði yfirgefið hann. Ég hefði eflaust ekki náð honum ef hann hefði verið orðinn eldri því þeir eru svo snöggir að læra að hlaupa. Um nóttina var ég í slysavarnarskýli suður í Breiðuvík og fór út í flug að ná í fýlsegg handa honum. Ég þeytti þau með gaffli og lét hann sjúga. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1768 orð

AUGLÝSINGAR ÍSLENSKU FLUGFÉLAGANNA Á UPPHAFSÁRUM MILLILANDAF

UPPHAF reglubundinna áætlunarferða í millilandaflugi frá Íslandi má rekja til ársins 1946, en þá keyptu Loftleiðir Douglas DC-4 Skymaster-flugvél frá Bandaríkjunum. Vélinni þurfti að breyta úr herflugvél og dróst því fyrsta ferð hennar frá Íslandi til 17. júní árið 1947. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1115 orð

Á gömlum grunni

HÉR Í EINA tíð var Hafnarstræti ein helsta verslunargata bæjarins. Þar var t.d. Geysir, Edinborg, matardeild Sláturfélagsins, Lífstykkjabúðin, Hvannbergsbræður, Liverpool og Ellingsen, svo aðeins fáeinar séu nefndar. Auk slíkra mektarverslana höfðu margir kunnustu heildsalar landsins aðsetur í Hafnarstræti, t.d. O. Johnson & Kaaber, Magnús Kjaran, Eggert Kristjánsson og Brynjólfsson & Kvaran. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2416 orð

Á leið út í óvissuna Alllangt er síð

"KIRKJA sem ekki sinnir kristniboði verður ekki langlíf og kristniboð sem ekki á sér athvarf og sækir sér ekki næringu í samfélagi kristins safnaðar um orð Guðs og borð dagar uppi," sagði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson í prédikun sinni er hann vígði Leif Sigurðsson, í Dómkirkjunni, til kristniboðsstarfa í Kenýu 3. janúar síðast liðinn. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 448 orð

Beinbrot vaxandi vandamál ÁÆTLAÐ er að á hverju á

Beinbrot vaxandi vandamál ÁÆTLAÐ er að á hverju ári megi tengja um 1.000 beinbrot á Íslandi beinþynningu. Konur eru í miklum meirihluta, því þeir karlar sem beinbrotna eru aðeins þriðjungur af þeim fjölda kvenna sem verða fyrir því óhappi. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 121 orð

Blindir öldungar gæða sér á þýfinu

VISTMENN hjúkrunarheimilis fyrir blinda í New Jersey í Bandaríkjunum fengu á nýársdag að gæða sér á dýrindis skelfiski, sem óprúttnir þjófar höfðu stolið frá fiskmarkaði í Maine- ríki. Lögreglan í New Jersey handtók í liðinni viku tvo menn sem höfðu svikið út mikið magn af humri og rækju, að verðmæti um 200 þúsund krónur, sem þeir hugðust reyna að selja veitingastöðum. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 675 orð

Brotar og rúmfræði náttúrunnar

MARGAR greinar stærðfræði og eðlisfræði byggjast á hugtökum sem rekja rætur til aflfræði og einfaldrar rúmfræði. Bein lína, samfelld hreyfing, hringar og ellipsur, þríhyrningar og pýramídar eru einungis nokkur dæmi um slík hugtök. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1615 orð

Dulmögn handan Dyrfjalla

Við keyrum löturhægt á ísi lögðum veginum yfir Vatnsskarðið, áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Hlíðin er brött, vegurinn hlykkjóttur og snjór allt í kring. Neðst í brekkunni sjáum við veghefil koma á móti okkur. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 196 orð

Efasemdir um fjölda vöggudauðatilfella

ÚRSKURÐIR um vöggudauða eru að mati bresk barnalæknis grunsamlega tíðir. Hann segir þá jafnvel dylja morð á ungabörnum, en færst hefur í aukana að foreldrar deyði nýfædd börn sín. Roy Meadow er prófessor, sem stundar rannsóknir um misnotkun barna við læknadeild háskólands í Leeds á Bretlandi. Hann segir það þjóðarskömm hversu mörg kornabörn deyja af óþekktum orsökum. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1320 orð

Fiskveiðar og mannlíf í Víetnam

Víetnam! Fyrir okkur sem komumst til vits og ára á áttunda áratugnum skipar þetta land mikilvægan sess í minningunni um ósættanlegar pólitískar deilur þessa áratugs. Við minnumst stríðsins sem aldrei virtist ætla að taka enda, vægðarlausra loftárása Bandaríkjamanna og að því er virtist óbilandi baráttuvilja Víetnama undir forystu kommúnista. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1728 orð

Fjármálatengsl ASÍ og atvinnurekenda áhrifamikil

TENGSLANET fjárhagslegra afla á Íslandi (Networks of Financial Power in Iceland) er fyrirsögn doktorsritgerðar sem Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur nýlega varið við háskólann í Lancaster í Bretlandi. Undirfyrirsögn er í lauslegri þýðingu á íslensku Þversögn verklýðshreyfingarinnar eða The Labour Movement Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 973 orð

Fjörutíu ár frá því hafið hirti Hans Hedtoft F

HANS Hedtoft var 2.875 lesta skip og í jómfrúarferð sinni milli Danmerkur og Grænlands þegar það fórst. Síðasta höfnin sem lagt var úr áður en forlögin gripu í taumana var Julianehaab, þar sem lestað var m.a. freðfiski sem flytja átti til Kaupmannahafnar. Menn sáu strax að sitthvað var líkt með Hans Hedtoft og skemmtiferðaskipinu Titanic, sem fórst einnig í jómfrúarferð sinni fyrr á öldinni. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 583 orð

Formaður SVFR ósáttur við álit Samkeppnisstofnunar

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur nú úrskurðað Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fremur í óhag eftir að lögmaður Stangaveiðifélagsins Lax-á kvartaði fyrir hönd umbjóðanda síns um ójafna samkeppnisstöðu gagnvart SVFR. Samkeppnisráðið hefur beint því áliti til skattstjórans í Reykjavík að hann hafi álit stofnunarinnar til hliðsjónar næst er talið er fram til skatts, en samkvæmt undanþáguákvæði 4. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 589 orð

Frumstæð framúrstefna BANDARÍSKA rokkbylgjan sem gjarnan er kennd við lítil hljómgæði; kölluð Lo-Fi, er upp full með listamönnum

BANDARÍSKA rokkbylgjan sem gjarnan er kennd við lítil hljómgæði; kölluð Lo-Fi, er upp full með listamönnum sem njóta meiri virðingar en vinsælda, eins og svo oft vill verða með merkilega tónlist. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 247 orð

Fylgjast þarf vel með ÞAÐ hafa ekki allir þjálf

Fylgjast þarf vel með ÞAÐ hafa ekki allir þjálfarar, foreldrar né stjórnarfólk í íþróttum verið meðvituð í gegnum tíðina um vandamál tengd blæðingartruflunum. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 195 orð

Happy Mondays snúa aftur

EIN HESLTA hljómsveit breskrar rokksögu síðari ára er æringjaflokkurinn Happy Mondays. Sú lagði upp laupana fyrir nokkrum árum, meðal annars vegna lífernis fyrirliðans. Þeir sem syrgt hafa sveitina geta þó tekið gleði sína aftur, því nýjustu fregnir herma að liðsmenn hafi slíðrað sverðin og hefji tónleikahald innan skamms. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 994 orð

HUGSAÐ UPPHÁTT Hvað ætlar þú að verða?

ÞAÐ markverðasta sem ég gerði í liðinni viku var að fara í bíó. Ég sá dönsku bíómyndina Festen, veisluna, sem haldin var í tilefni sextugsafmælis föðurins í stórfjölskyldunni. Hélt fyrst að ég gæti kannske eitthvað lært um það hvernig maður heldur upp á það að verða sextugur. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 516 orð

Í heimsreisu með kónginum af Afríku

FYRSTA prófið var býsna margslungið. Við áttum að raða saman orðum í setningar þar sem orðaröð hafði verið ruglað. Næsta vers var að bæta réttum orðum inn í eyður í setningum. Skrifa andstæð orð, svo sem kaldur/heitur, feitur/mjór, stór/lítill og svo framvegis. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 656 orð

Láttu nú ljósið þitt loga

Fyrir skömmu var ég að svæfa fjögurra ára gamla stúlku og að góðum og gömlum sið spurði ég hana hvort við ættum ekki að fara með bænirnar okkar. Jú, hún tók því ekki fjarri og hafði svo upp eftir mér lokaorðin í hverri setningu í þeim bænum sem hún kunni ekki en fór reiprennandi með það sem hún kunni. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1270 orð

Malick og Rauða línan

Terrence Malick snéri úr sjálfskipaðri útlegð frá Hollywood til þess að gera mynd um bardaga milli Japana og Bandaríkjamanna í síðari heimstyrjöldinni, að sögn Arnaldar Indriðasonar. Hún heitir "The Thin Red Line" eða Rauða línan og er fyrsta mynd leikstjórans í bráðum tvo áratugi Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 559 orð

Mikilvægt að konur rannsaki það sem snýr að konum

RANNSÓKNIR á raloxifeni, sem er nýtt lyfjaefni skylt östrogeni, hafa sýnt fram á, að það hefur svipuð áhrif á beinþynningu og östrogenið sjálft, en hefur færri aukaverkanir. Rannsóknir á 8.000 konum sýna, að miðað við tveggja ára inntöku minnki lyfið líkurnar á brjóstakrabbameini um 70%. Þó þurfa að fara fram frekari rannsóknir áður en fyllilega er hægt að fullyrða um það. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2282 orð

MINNING um morse Gufunesstöðin hættir á morgun, mánudaginn 1. febrúar, að veita morse-fjarskiptaþjónustu á 500 kílóriðum. Lárus

ÁRIÐ er 1832. Póstskipið SULLY er á leið frá Bretlandi heim til Bandaríkjanna. Í matsal skipsins sitja nokkrir menn að snæðingi og eru í alvarlegum umræðum um helstu uppgötvanir og kenningar um rafmagnið. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 256 orð

Misminni Steingríms

STEINGRÍMUR Hermannsson reynir í Degi þriðjudaginn 19. janúar að bera til baka blaðafregnir um andúð Hermanns Jónassonar og annarra framsóknarmanna á Gyðingum. Það er þýðingarlaust. Gögn stjórnarráðsins segja annað. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1589 orð

Nýtt kuldakast Eftir fundi Madeleine Albright og ráðamanna í Moskvu í liðinni viku er ljóst að kaflaskil hafa orðið í samskiptum

VAXANDI spenna einkennir samskipti Rússa og Bandaríkjamanna um þessar mundir svo mjög raunar að við hæfi virðist að tala um "kuldakast" í því viðfangi. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í liðinni viku fundi með rússneskum ráðamönnum í Moskvu og komu þar skýrt fram þau djúpstæðu deilumál, sem ríkin tvö takast nú á um. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2408 orð

Ofbeldisverk í Úganda Í Afríkuríkinu Úga

ÞAÐ HEFUR lengi verið gamall draumur okkar beggja að fara til Afríku til sjálfboðaliðastarfa og reyna þannig láta eitthvað gott af okkur leiða. Við höfðum samt svo sem aldrei rætt þetta okkar á milli af neinni alvöru fyrr en eitt sumarið við þegar við unnum við Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2103 orð

SKÝRSLA EVRÓPURÁÐSNEFNDAR UM VARNIR GEGN PYNTINGUM UM HEIM

FULLTRÚAR nefndar Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum sóttu Ísland heim öðru sinni 29. mars til 6. apríl 1998. Fengu íslensk stjórnvöld skýrslu um heimsóknina í desember síðastliðnum og hefur dómsmálaráðuneytið látið Morgunblaðinu í té eintak af henni. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2406 orð

Sofið í Samatjaldi

Myrkrið grúfði yfir Finnmörku, rétt grámaði fyrir degi um hádegið og svo varð aftur dimmt, enda miður desember og daginn enn að stytta. Guðni Einarsson var í hópi norrænna blaðamanna sem fór norður í myrkrið að kynna sér lífshætti á norðurslóðum. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 423 orð

Starf óperustjóra

ÍSLENSKA óperan auglýsir í blaðinu í dag laust til umsóknar starf óperustjóra Íslensku óperunnar. Fram kemur að óperustjóri skal hafa forystu um listræna stefnu ÍÓ, stjórna og bera ábyrgð í starfi í samræmi við ákvarðanir stjórnarinnar, undirbúa starfs- og fjárhagsáætlanir, koma fram fyrir hönd ÍÓ og annast samstarf við innlendar og erlendar stofnanir, listamenn og aðra. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1679 orð

STÆRSTIR ÞAR SEM VIÐ ERUM Á ANNAÐ BORÐ Á þorranum hugsa matmenn vísast fyrst og fremst til gamla góða súrmatarins. En sá tími er

Á þorranum hugsa matmenn vísast fyrst og fremst til gamla góða súrmatarins. En sá tími er einn af helstu álagstímum þeirra sem framleiða flatbrauð, eða flatkökur, hvort heldur menn vilja kalla það. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 5498 orð

Svertir opinská umfjöllun um sellósnillinginn Jacqueline d

Svertir opinská umfjöllun um sellósnillinginn Jacqueline du Pré minningu hennar eða einkennist hún af ást? "Mamma, ég vil búa til þetta hljóð" Jacqueline du Pré er talin einn besti sellóleikari aldarinnar. Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 367 orð

Þá segir enn í minnispunktum: Ef lýsa ætti með dæmum stíl Stu

Þá segir enn í minnispunktum: Ef lýsa ætti með dæmum stíl Sturlunga sagna mætti segja að Sturlu saga sé frásögn úr næsta nágrenni við höfund Íslendinga sögu og Þorgils saga skarða njóti nálægðar höfundar í stíl og efnistökum, en Þórðar saga kakala, og þó einkum Arons saga, Meira
31. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1209 orð

ÆFINGAR STUÐLA AÐ BEINÞÉTTNI Nýj

ÖRNÓLFUR Valdimarsson læknir starfar sem stendur á skurðdeild Borgarspítalans, sem vakti strax forvitni blaðamanns um hvers vegna hann hefði áhuga á rannsóknum um beinþéttni. Þessu skilningsleysi tekur Örnólfur létt og svarar brosandi, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.