SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirheyrðu í gær Sidney Blumenthal, einn af ráðgjöfum Bills Clintons forseta, meðan þingmenn deildu um hvort kalla ætti Monicu Lewinsky fyrir öldungadeildina.
Meira
SAMEINUÐU þjóðirnar tilkynntu í gær að þær myndu ekki heimila bandarískum og breskum starfsmönnum sínum að vera í Írak þar sem þarlend stjórnvöld hefðu ekki viljað lýsa því yfir að þau myndu tryggja öryggi þeirra.
Meira
FJÖLSKYLDUR 20 manna, sem fórust í kláfferjuslysi í ítölsku Ölpunum, komu saman á slysstaðnum í gær, þegar ár var liðið frá slysinu, og sögðust staðráðnar í að halda áfram baráttunni fyrir sanngjörnum skaðabótum. Slysið varð þegar bandarísk herþota á lágflugi sleit vírinn, sem hélt uppi kláfnum.
Meira
LÍKUR hafa aukist á því að sendinefnd Serba mæti til friðarviðræðna sem tengslahópurinn hefur boðað í Kosovo-deilunni í Frakklandi á laugardag. Milan Komnenic, upplýsingamálaráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, kvaðst í gær búast við því að þingið í Belgrad myndi samþykkja á fundi í dag að taka þátt í viðræðunum.
Meira
Markmiðið með tilrauninni er að kanna hvort hægt sé að nota slíka spegla í geimnum til að stytta skammdegið í norðurhluta Rússlands og auka þannig landbúnaðarframleiðsluna eða til að lýsa upp staði vegna byggingarframkvæmda eða náttúruhamfara. Gert er ráð fyrir því að spegillinn sjáist fyrst í Karaganda í norðurhluta Kasakstans ef ekki verður skýjað á þeim slóðum.
Meira
ÞESSA dagana er verið að ganga frá sameiningu Apótekanna og Lyfjaverslana Hagkaups. Apótekin eru átta en verða á næstu þremur mánuðum 11 talsins. Að sögn Guðmundar Reykjalín, framkvæmdastjóra nýju keðjunnar, er vinna hafin við að opna nýtt apótek í Spönginni í Grafarvogi, apótek verður opnað í Nýkaup Kringlunni í apríl og það þriðja í maí í Hraunbæ.
Meira
HÚSHITUNARKOSTNAÐUR er talinn hafa lækkað um 50% á Álftanesi síðan Hitaveita Reykjavíkur keypti Hitaveitu Bessastaðahrepps fyrir fimm árum. Þetta kemur fram í svari forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur,
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita Rannsóknarráði Íslands (Rannís) 580 milljónir króna á sex árum til styrkveitinga á sviði upplýsingatækni og umhverfismála í samræmi við sérstaka markáætlun. Fjárveitingin bætist við reglulegt framlag ríkisins þannig að Rannís mun hafa 25% meira fjármagn til ráðstöfunar en áður fram til ársins 2004.
Meira
FJALLAÐ var um landnýtingu, skipulagsmál, byggðamál, kornrækt, túnrækt og aðfangaeftirlit á fyrstu dögum árlegs ráðunautafundar Bændasamtakanna og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Fundurinn hófst í fyrradag og lýkur á morgun. Hátt í 60 fyrirlestrar eru fluttir á fjórum dögum. Fjöldi ráðunauta af öllu landinu og starfsfólk Bændasamtakanna og RALA situr fundinn.
Meira
ALLS 2089 útlendingar voru með gild atvinnuleyfi hér á landi í byrjun þessa árs, samkvæmt upplýsingum frá útlendingaeftirlitinu. Þetta kom m.a. fram í máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra er hann svaraði fyrirspurn Svavars Gestssonar, þingmanns Alþýðubandalags, í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.
Meira
STJÓRN Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands hefur ákveðið að verja einni milljón króna til hjálparstarfs Rauða kross hreyfingarinnar vegna jarðskjálftanna sem urðu í Kólumbíu í síðustu viku. "Reykjavíkurdeild er langstærsta deild Rauða kross Íslands en þær eru 51 talsins.
Meira
Alheimsmeistaramót í Víkingaskák Ísafirði-Sex kepptu á fyrsta Íslandsmótinu í Víkingaskák sem haldið var á Ísafirði sl. föstudag. Mótið var jafnframt fyrsta heimsmeistaramótið í þessari íþrótt.
Meira
STUÐNINGSMENN Ágústs Einarssonar alþingismanns hafa opnað prófkjörsmiðstöðvar í Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði og Hafnargötu 48a í Reykjanesbæ vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi föstudag og laugardag, 5. og 6. febrúar.
Meira
VERIÐ er að færa árfarveg Glerár á móts við gömlu verksmiðjuhúsin dálítið norðar en hann áður var. Það eru starfsmenn verktakans við gerð Borgarbrautar, Arnarfells, sem vinna við þetta verkefni, en það tengist legu vegarins.
Meira
Á ÞESSUM tíma árs keppast fyrirtæki og stofnanir við að gefa út ársskýrslur sínar. Skýrslurnar eru oft veglegar, prýddar ljósmyndum og línuritum þar sem staða fyrirtækisins er skýrð á myndrænan og skýran hátt. Hins vegar innihalda fáar ársskýrslur upplýsingar um umhverfismál, og er það eftirtektarvert, miðað við hve mikil þróun hefur orðið í umhverfismálum hér á landi á undanförnum árum.
Meira
ÞAÐ bera ekki allir aldurinn jafnvel og hann Gunnar Árnason sem varð á leið ljósmyndara Morgunblaðsins í gær. Gunnar stikar hér upp Bókhlöðustíginn 98 ára að aldri á leið heim úr bankanum.
Meira
DAIMLER Chrysler Aerospace AG (Dasa) í Þýzkalandi hefur hafið viðræður við franska samstarfsaðila að nýju um leið og samrunaviðræðum við British Aerospace plc (BAe) í Bretlandi er haldið áfram. Talsmaður Dasa sagði að viðræðurnar við BAe væru vel á veg komnar", en að ákvörðunar væri ekki að vænta í bráð.
Meira
EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur unnið mál vegna flutninga fyrir varnarliðið fyrir undirrétti í Bandaríkjunum, en málið var höfðað á hendur bandaríska hernum. Ekki er vitað hvort málinu verður áfrýjað til æðra dómstigs, en niðurstaðan þýðir að bjóða þarf út flutninga fyrir varnarliðið á nýjan leik, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskip.
Meira
AFGREIÐSLUTÍMI Þjóðarbókhlöðunnar hefur verið lengdur um þrjár klukkustundir á dag fyrir allan almenning eins og námsmenn auk þess sem einnig er opið á sunnudögum milli kl. 11 og 17. Að sögn Einars Sigurðssonar landsbókavarðar, eru þrjár hæðir safnsins opnar almenningi jafn lengi og fyrir námsmenn.
Meira
LOFTSKEYTASTÖÐIN í Gufunesi og loftskeytastöðvar í fjölmörgum öðrum löndum hættu á sunnudag að veita morsefjarskiptaþjónustu. Meðal þess síðasta sem sent var út frá Gufunesi voru fyrstu orðin sem send voru á morsestafrófinu fyrir rúmri öld: "A patient waiter is no loser".
Meira
HLAUP er hafið í Skeiðará. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að hlaupið verði trúlega ekki stórt, þar sem ekki sé mikið vatn í Grímsvötnum. Segist hann eiga von á því að hlaupið verði innan við helmingur af venjulegu Skeiðárhlaupi síðustu ára.
Meira
SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar var kvatt að Óseyrarbryggju í Hafnarfirði um hádegið í gær þar sem kviknað hafði í Helgafelli SF-111, 11,4 rúmlesta plastbáti. Kviknað hafði í út frá olíukyndingu og urðu skemmdir á einni vistarverunni, en tjónið er talið minniháttar.
Meira
SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirheyrðu í gær Sidney Blumenthal, vin og ráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta, en hann er þriðja og síðasta vitni þeirra í málarekstrinum yfir Clinton.
Meira
ERFÐIR hafa afgerandi áhrif á það hvort konur fá hjartasjúkdóma en það sama á ekki við um karlmenn. Þetta er niðurstaða könnunar sem norskir læknar við Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló hafa gert og birtist í læknatímaritunum Hjerteforum og Cardiology.
Meira
KRISTINN Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sem hann nefnir: Heiðagæsin og verndun hálendisins. Erindið verður haldið föstudaginn 5. febrúar á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12:20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meira
Fabius fyrir rétt London. The Daily Telegraph. LAURENT Fabius, forseti franska þingsins, sagði tímabundið af sér embætti á þriðjudag á meðan hann svarar til saka í réttarhaldi yfir þremur fyrrverandi ráðherrum, sem hefst í næstu viku.
Meira
FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hefur keypt 5% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind hf. Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FBA, segir tilganginn með kaupunum nú fyrst og fremst þann að geta síðar selt hlutinn með hagnaði.
Meira
Skagaströnd-Á fimmta tug iðnsveina notfæra sér nú nýjan fjarfundabúnað sem komið hefur verði fyrir á þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra. Stunda sveinarnir, hver á sínum stað, meistaranám við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki en námið er nýhafið.
Meira
FINNUR Birgisson, arkitekt og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra, hefur sent frá sér bæklinginn "Fjölskyldan og skattarnir", en hann hefur að geyma blaðagreinar og fleira efni sem Finnur hefur skrifað um þessi mál. Bæklingurinn er 36 blaðsíður og í A5 broti.
Meira
FLAK einkaflugvélar, sem brotlenti í fyrradag í einu fátækrahverfa Luanda, höfuðborgar Angóla, var fjarlægt af slysstaðnum í gær. 28 manns biðu bana í slysinu, átta farþegar og tuttugu íbúar hverfisins. Flugvélin var af gerðinni Antonov-12 og hrapaði þegar reynt var að lenda henni skömmu eftir flugtak vegna tækjabilunar.
Meira
FRÖNSK stjórnvöld hyggja á að bæta sérstökum viðauka við lagafrumvarpið sem felur í sér lögformlega staðfestingu Frakka á Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins (ESB), hinum endurskoðaða stofnsáttmála sambandsins. Í viðaukanum er hvatt til þess að gerðar verði frekari breytingar á stofnanaþætti og ákvarðanatöku ESB áður en ný aðildarríki í Mið- og Austur- Evrópu verða tekin inn í sambandið.
Meira
Framlengdur afmælisleikur mbl.is VEGNA fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda afmælisleik mbl.is opnum í nokkra daga enn. Leikurinn, sem settur var upp á mbl.is í tilefni 1 árs afmælis Fréttavefjarins, hefur notið mikilla vinsælda og greinilegt er að gestir afmælisbarnsins hafa gaman af að vera með, segir í fréttatilkynningu.
Meira
FRÆÐSLUFUND FRÍ í samvinnu við Félag íslenskra frjálsíþróttaþjálfara gengst fyrir fræðslufundum í vetur sem ætlaðir eru bæði þjálfurum og íþróttamönnum. Næsti fundur er fyrirhugaður föstudaginn 14. febrúar kl. 2022, í húsnæði ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík, 2. hæð (MÍ er 13. og 14. feb. í Reykjavík). Fyrirlesarar munu verða Gísli Sigurðsson og Gunnar Páll Jóakimsson.
Meira
OPINN kaffifundur verður haldinn í Hafnarfirði í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 á Gaflinum, 2. hæð. Umræðuefni er mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í kjördæminu. Til fundarins hafa verið boðaðar framboðskonur sjórnmálaaflanna.
Meira
SAMFYLKINGIN eykur talsvert fylgi sitt skv. nýrri könnun Gallup á fylgi flokkanna og mælist nú með 24,7% fylgi en hafði 18,9% í seinasta mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er með svipað fylgi og í síðasta mánuði eða 47,1% en Framsóknarflokkurinn mælist með 18,3% fylgi, sem er 3 prósentustigum lægra en í seinasta mánuði.
Meira
FERÐAFÓLKI í Ísrael mun gefast kostur á því í haust að feta í fótspor Jesú Krists og ganga á vatni. Í því skyni verður smíðaður um 60 metra langur pallur út í Galileuvatn og verður hann um fimm sm undir vatnsborðinu. Pallurinn verður í Kfar Nahum þar sem kraftaverkið á að hafa átt sér stað fyrir um 2.000 árum og munu allt að 300 manns geta líkt eftir því samtímis.
Meira
NEFND sem landbúnaðarráðherra skipaði sl. sumar til að fjalla um leiðir til að halda búfé frá helstu þjóðvegum landsins er sammála um að helsta leiðin til að ná því markmiði sé að setja upp samfelldar girðingar með vegum þar sem því verður við komið. Yrði lögð áhersla á fjölförnustu vegi og þá vegi þar sem slys eru alvarlegust og tíðust.
Meira
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur veitti í gær Seljaskóla og Árbæjarskóla verðlaun fyrir góða umgengni en Engja- og Langholtsskóli fengu samskonar verðlaun í lok janúar. Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunin, sem eru liður í sérstöku átaki í umgengni. Sigrún sagði að á síðasta ári hefðu um 30 milljónir króna farið í að bæta skemmdir á búnaði í skólum, t.d.
Meira
Okkur langar að minnast Guðbjargar Sigmundsdóttur eða Gauju eins og hún var alltaf kölluð. Gauja kom til okkar á vinnustofuna tvisvar til þrisvar í viku. Hún var í þjálfunarvinnu hjá okkur en einnig tók hún þátt í raunverulegri vinnu fyrir fyrirtæki úti í bæ. Gauja kom alltaf glöð í vinnuna og fagnaði því mikið að hitta okkur starfsfólkið.
Meira
GÍTAR Islancio heldur tónleika í Safnaðarheimilinu Strandbergi í Hafnarfirði í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Tríóið er skipað gítarleikurunum Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni, og kontrabassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Django Reinhardt, Chick Corea, Duke Ellington, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun um sérstök menningarhús á landsbyggðinni: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna mótmælir þeim hugmyndum sem ríkisstjórn Íslands hefur kynnt um menningarhús á nokkrum stöðum á landsbyggðinni.
Meira
BRÆÐURNIR Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir, sem reka fyrirtækið Norðursiglingu ehf. á Húsavík, standa enn einu sinni í stórræðum í Slippstöðinni á Akureyri. Þar er verið að gera upp þriðja eikarbát fyrirtækisins og er stefnt að því að taka hann í notkun fyrir hvalaskoðunarferðir á Skjálfandaflóa nú á vori komanda.
Meira
KARLMAÐUR vopnaður dúkahnífi ógnaði sautján ára gamalli afgreiðslustúlku í söluturni við Grundarstíg á tíunda tímanum í gærkvöldi og rændi nokkrum þúsundum króna úr peningakassa. Um tíu mínútum síðar var maður á fertugsaldri handtekinn á gangi á Laugaveginum og er hann sterklega grunaður um ránið. Afgreiðslustúlkan var bakatil í versluninni þegar maðurinn kom inn.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRI Neyðarlínunnar, Eiríkur Þorbjörnsson, hefur sagt upp störfum að eigin ósk og hættir á næstunni. Ráðgert er að auglýsa starfið næstu daga. Eiríkur hefur verið framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar frá upphafi en undirbúningur starfsins hófst árið 1995 og starfsemin sjálf árið eftir.
Meira
ITC-samtökin ætla að vera með kynningarfund fyrir Borgnesinga í Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi í kvöld, fimmtudagskvöld 4. febrúar, kl. 20.30 og er hann öllum opinn. Á fundinum mun Vilhjálmur Guðjónsson svara spurningunni hvað eru félagsmál og Guðlaug Erla Jónsdóttir svarar hvað er ITC. Fundarstjóri verður Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Meira
GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir alþingismaður er alvarlega að hugleiða að taka áttunda sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og hyggst hún gefa ákveðið svar um í dag. Eftir prófkjörið í Reykjavík lýsti hún því hins vegar yfir að hún ætlaði ekki að taka sæti á listanum.
Meira
DÆMI eru um að keðjubréf sem borist hefur til Íslands frá ítölsku fyrirtæki hafi skilað íslenskum þátttakendum nokkur hundruð þúsund króna ágóða. Þetta segir einn þátttakendanna sem sjálfur er farinn að fá ávísanir í pósti frá öðrum íslenskum þátttakendum neðar á listanum.
Meira
ÁRNI Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, lagði fyrir nokkru fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi feli samgönguráðherra að hlutast til um að Siglingastofnun ríkisins hefji sem fyrst rannsóknir á gerð vöruhafnar í Þorlákshöfn.
Meira
Undirbúningur vegna næstu kjarasamninga er hafinn innan launþegahreyfingarinnar en samningar á almenna vinnumarkaðinum renna út í febrúar á næsta ári. Bankamenn ríða á vaðið að þessu sinni því samningar þeirra losna 1. september nk.
Meira
"ÉG TEL að við séum heilt yfir að veita góða félagsþjónustu og því þykir mér sorglegt ef þetta dæmi verður notað sem mælikvarði á þá þjónustu sem við erum að veita, það er fráleitt að slíkt sé hægt," sagði Oktavía Jóhannesdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, en íbúð öryrkja sem býr í einni af íbúðum Öryrkjabandalags Íslands á Akureyri, reyndist yfirfull af sorpi.
Meira
GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas og sonur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sagði í gær ekkert grafið í fortíð sinni sem gæti skaðað forsetaframboð hans, ákveði hann að skella sér í slaginn. Skaut Bush sér hins vegar undan því að svara spurningum um hvort hann hefði einhvern tíma notað eiturlyf.
Meira
LANDSSÍMINN telur að tilskipun EES um að fyrirtækjum á sviði fjarskipta sé skylt að bjóða út verk sem kostar meira en 600 þúsund ECU eigi ekki við um fyrirtækið þar sem það njóti ekki sér- eða einkaleyfa og öðrum aðilum sé heimilt að bjóða sömu þjónustu.
Meira
FULLTRÚAR Brasilíustjórnar og IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lögðu í gær drög að áætlun um stöðugleika í gengismálum landsins, daginn eftir að tilkynnt var um skipan nýs seðlabankastjóra. Arminio Fraga, nýi seðlabankastjórinn, tekur raunar ekki við formlega fyrr en eftir rúmar þrjár vikur en hann tók fullan þátt í viðræðunum í gær ásamt Stanley Fischer, aðstoðaryfirmanni IMF,
Meira
DRAUMAR meðlima Veðurklúbbsins á Dalbæ hafa verið með þeim hætti undanfarnar nætur að þeir sjá sér ekki annað fært en spá leiðinlegri tíð með snjókomu og umhleypingasömu veðri á næstunni. Febrúartungl kviknar þriðjudaginn 16. febrúar og er það mál manna að þriðjudagstungl séu annað hvort mjög slæm eða mjög góð, á þeim sé enginn millivegur. Þriðjudaginn 16.
Meira
LEIÐRÉTT Brúðgumi rangfeðraður Í DÁLKNUM Árnað heilla í gær var brúðguminn Oddur Steinarsson, sem gekk að eiga Brynju Kristínu Þórarinsdóttur, sagður Steinsson og er beðist er velvirðingar á mistökunum.
Meira
Hrunamannahreppi- Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, loðdýrabændur í Mön í Gnúpverjahreppi, voru að ganga frá minkaskinnum og pakka niður fyrir uppboð í Danmörku þegar fréttaritari leit inn til þeirra nýlega. Þau fengu aðstöðu til þess að Ásgerði II, þar sem rekið er stórt minkabú og ein besta aðstaða til skinnaverkunar á landinu. Þau búa með rúmlega 1.
Meira
BYGGÐASTOFNUN hefur tekið kauptilboði frá Jóni Kr. Sólnes lögmanni á Akureyri í húsnæði stofnunarinnar við Strandgötu á Akureyri. Þrjú tilboð bárust í húseignina, öll frá heimamönnum og voru þau nokkuð svipuð. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar sagði að tilboð Jóns Kr. Sólnes hafi verið metið hagstæðast en hann kaupir húsið á 46 milljónir króna.
Meira
AÐALMEÐFERÐ í máli Bretans sem ákærður er fyrir stórfellt smygl á e-töflum til Íslands í ágúst 1998, var frestað öðru sinni í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirheyra þarf vitni aftur áður en hægt er að flytja málið. Ákærði mótmælti málsfrestuninni og krafðist úrskurðar dómara og bar við sakleysi sínu. Framangreindur frambuður vitnisins fyrir dómi 25.
Meira
AÐALMEÐFERÐ í máli Bretans Kiu Briggs, sem ákærður er fyrir stórfellt smygl á e-töflum til Íslands í ágúst 1998, var frestað öðru sinni í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirheyra þarf vitnið Guðmund Inga Þóroddsson aftur áður en hægt er að flytja málið. Ákærði mótmælti málsfrestuninni og krafðist úrskurðar dómara og bar við sakleysi sínu. Vitnisburður Guðmundar Inga fyrir dómi 25.
Meira
BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands og Félag fréttamanna gera alvarlegar athugasemdir við framgöngu og afskipti lögreglunnar af störfum fréttamanna Ríkissjónvarpsins er þeir öfluðu frétta af bruna í málningarverksmiðjunni Hörpu 31. janúar síðastliðinn.
Meira
"ÉG KEM inn í fjarveru forsætisráðherrans. Ég segi nú ekki að ég setjist í stólinn hans, enda er það nú vandasamt," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið, en hann tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi nú þegar þing kom saman. Skemmtileg lífsreynsla
Meira
Þjóðminjasafn Íslands kynnir nú á þorranum nýjan safnkassa sem lánaður er skólum. Hlutverk kassans er að kynna mat og mataráhöld sem voru notuð á 19. öld. Sigurborg Hilmarsdóttir safnkennari hafði umsjón með gerð kassans. "Þetta er fjórði kassinn sem við setjum á laggirnar hér á Þjóðminjasafninu. Einn kassinn er um barnaleiki.
Meira
HALDIÐ verður málþing um húmanisma laugardaginn 6. febrúar kl. 13.3017 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Erindi flytja Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, Jóhann Björnsson heimspekingur, Skúli Pálsson heimspekingur og Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki við HÍ.
Meira
MENNINGARKVÖLD háskólanema verður á Sóloni Íslandusi í kvöld, fimmtudag, kl. 22.30. Dagskráin er á vegum Röskvu og ber yfirskriftina "Stúdentalíf". Skáldin Auður Jónsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson o.fl. "stíga á stokk og skilgreina "stúdentalíf"," segir í fréttatilkynningu.
Meira
ALLS verður veitt um 7,5 milljörðum króna til nýframkvæmda á árinu 1999 í Reykjavík af hálfu borgarinnar og borgarfyrirtækja og eru aukin umsvif helst við skólabyggingar og byggingu menningarstofnana vegna menningarársins 2000. Varið verður 1.400 mkr. til leikskóla og grunnskóla, þar af 1.100 til grunnskóla.
Meira
Ísafirði-Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrum bæjarritari á Ísafirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins á Vestfjörðum í komandi þingskosningum. Hann staðfesti þetta í samtali við blaðið á þriðjudag.
Meira
Miðað við fyrri hugmyndina um stækkun, sem henta myndi t.d. tíu þúsund tonna og 130 metra löngu skipi, segir þingmaðurinn að áætlaður heildarkostnaður næmi um 600 milljónum króna. Miðað við stækkun sem henta myndi 20 þúsund tonna og 160 metra löngu skipi næmi kostnaðurinn á milli 1,8 til 1,9 milljörðum króna.
Meira
BREZKA blaðaútgáfufyrirtækið Mirror Group Newspapers hefur hafnað bráðabirgðaboði upp á 200 pens á hlutabréf frá útgefanda staðarblaða, Regional Independent Media Group, en kveðst reiðubúið til frekari viðræðna.
Meira
NÁMSKEIÐ fyrir prófasta verður haldið á vegum biskupsembættisins og hefst það næstkomandi mánudag. Fjórir nýir prófastar hafa verið skipaðir undanfarna mánuði og er námskeiðið fyrst og fremst ætlað þeim.
Meira
MAHATMAR Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur lýst yfir að niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknanefndar, sem skipuð var til að rannsaka meint ofbeldi malasísku lögreglunnar gagnvart Anwar Ibrahim, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, yrðu opinberaðar. Anwar sagði í samtali við blaðamenn í gær að slík rannsókn væri tilgangslaus yrðu niðurstöður hennar ekki birtar opinberlega.
Meira
RÁÐGERT er að reisa minnisvarða, sem verður tileinkaður Kristófer Kólumbus, í Puerto Rico fyrir Kólumbusardaginn 12. október á aldamótaárinu. Rússneski arkitektinn Zurab Tsereteli sýnir hér teikningu af minnisvarðanum, sem nefnist "Fæðing Nýja heimsins", þegar hann var kynntur á blaðamannafundi í New York í gær.
Meira
Guðmundur Friðrik Sigurðsson hefur gengið til samstarfs við KPMG Endurskoðun hf. Guðmundur er fæddur í Hafnarfirði 1946. Hann lauk verslunarskólaprófi 1966 og starfaði hjá Flugfélagi Íslands um tíma. Guðmundur hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 1976 og starfaði sem sjálfstæður endurskoðandi á Húsavík frá 1977 til 1979. Frá 1979 til 1983 starfaði Guðmundur hjá Endurskoðun hf.
Meira
OPINBERRI heimsókn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, til Mexíkó lauk um hádegisbilið í gær að staðartíma. Í eftirmiðdag á þriðjudag var móttaka fyrir á annan tug Íslendinga í borginni og síðan bauð aðalræðismaður Íslands í Mexíkó, Eduardo Rihan, til kvöldverðar.
Meira
MANNSKÆÐAR óeirðir geisuðu á ný í nokkrum héruðum Indónesíu í gær. Tvennt lét lífið í átökum milli lögreglu og aðskilnaðarsinna á eynni Aceh og óttast var að átök brytust út milli trúflokka í annarri stærstu borg landsins, Medan.
Meira
ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir að hafa ekið á ljósastaur á mótum Hörgslands og Bústaðavegar í gærmorgun. Meiðsl hans voru minniháttar, en bifreiðin skemmdist talsvert og var flutt á brott með kranabifreið
Meira
FORSVARSMENN Götusmiðjunnar-Virkisins, meðferðarheimilis fyrir unga vímuefnaneytendur, hafa skrifað alþingismönnum bréf þar sem fram kemur að ekki verði hægt að halda starfsemi heimilisins áfram án aukinnar fjárhagsaðstoðar frá ríkinu. Tólf ungmenni á aldrinum 16-20 ára eru í meðferð í Virkinu hverju sinni og í bréfinu kemur fram að langur biðlisti sé eftir að komast að.
Meira
Mikillar óánægju gætir hjá fasteignasölum með það hvernig tekist hefur til með starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem hóf starfsemi um áramót. Pétur Gunnarsson ræddi við nokkra fasteignasala.
Meira
BANDARÍSKAR herflugvélar flugu í gær óáreittar yfir flugbannssvæðið í norðurhluta Íraks frá flugvöllum í Tyrklandi, en tyrknesk stjórnvöld lýstu vaxandi áhyggjum af nýjustu loftárásum bandamanna á Írak og stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Bagdad-stjórninni.
Meira
SVANBJÖRN Sigurðsson rafveitustjóri hefur lagt fram tillögu í stjórn veitustofnana um að Rafveita Akureyrar verði gerð að hlutafélagi eigi síðar en á árinu 2000. Tillaga er lögð fram vegna breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á skipulagi raforkumála á Íslandi, til að gera fyrirtækið hæft til að taka þátt í þeirri samkeppni sem framundan er á raforkumarkaðnum.
Meira
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, mætti öllum að óvörum til vinnu í fyrradag og fyrir miðjan morgun var hann búinn að reka helming starfsliðsins. Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, ræddi í gær við forseta þingsins um eins konar vopnahlé fyrir kosningarnar síðla á árinu.
Meira
KATRÍN Pálsdóttir fréttamaður verður forstöðumaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins í stað Þorgerðar Gunnarsdóttur, sem er í framboði til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Reykjanesi í næstu kosningum og mun tímabundið fara að vinna að öðrum verkefnum innan útvarpsins.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ viðurkennir ekki samningsrétt Landssambands slökkviliðsmanna fyrir hönd sjúkraflutningamanna úti á landi sem eru í hlutastarfi. Þar er um 70-80 manns að ræða og höfðu allir sjúkraflutningamenn á Austurlandi sagt upp störfum vegna þess að ekki hafði verið gerður sérstakur kjarasamningur við þá.
Meira
LANDSBANKI Íslands hf. og Jón Ólafsson kynntu í gær samstarf um uppbyggingu á Arnarneslandi. Landsbankinn fjármagnaði kaupin á landinu og hyggst í framhaldi bjóða fjármögnun í tengslum við uppbyggingu á svæðinu. Að sögn Jóns Ólafssonar er mikil eftirspurn eftir landinu en yfir 50 einstaklingar og nokkur fyrirtæki hefðu óskað eftir að kaupa lóðir.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úskurðaði í gær að konu, sem fékk skertar miskabætur vegna aldurs eftir að hún lenti í bílslysi í nóvember árið 1996, bæri að greiða fullar bætur og segir í niðurstöðu dómsins að ákvæði skaðabótalaganna um skerðingu miskabóta fyrir aldurs sakir stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að meirihlutinn sé ekki tilbúinn að breyta þeirri venju að borgarstjóri stýri fundum borgarráðs. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans í borgarstjórn, segir að með tillögu um að fjölga um tvo í borgarráði sé verið að þenja út kerfið og það verði þyngra í vöfum.
Meira
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir opnar prófkjörsmiðstöð sína við Ráðhústorg 1, Akureyri, föstudaginn 5. febrúar með móttöku í Ráðhúskaffi kl. 17 og eru stuðningsmenn og velunnarar hvattir til að mæta. Opið verður yfir helgina frá kl. 1418 og alla daga fram að prófkjöri frá kl. 17.
Meira
TANNVERNDARDAGUR verður föstudaginn 5. febrúar nk. Að þessu sinni verður hann m.a. helgaður tannlæknaþjónustu við aldraða. Tannlæknafélagið hefur í samvinnu við Tannverndarráð mörg undanfarin ár staðið fyrir fræðslu fyrir almenning um varnir gegn tannskemmdum. Farið hefur verið á stofnanir og í stórmarkaði til að kynna tannheilbrigðismál, segir í fréttatilkynningu.
Meira
TILLAGA borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að miðbæjarborgarstjórn verði kosin með sama hætti og aðrar nefndir borgarinnar og að hana skipi sex fulltrúar kjörnir hlutfallskosningu í borgarráði var vísað frá á fundi borgarráðs á þriðjudag.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi hafði tekið tólf ökumenn fyrir of hraðan akstur um hádegisbil í gær. Alls hafa þá verið teknir á fjórða tug manna fyrir of hraðan akstur í þessari viku í umdæminu. Einkum hafa ökumenn verið stöðvaðir á Nýbýlavegi, Fífuhvammsvegi, Hafnarfjarðarvegi og víðar þar sem hámarkshraði er 50 km á klst.
Meira
UNG stúlka var flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi með minniháttar áverka eftir að hafa ekið nýrri fólksbifreið út í skurð í slæmri færð á Landvegi í Rangárvallasýslu um klukkan 11.30 í gær. Bifreið hennar skemmdist mikið og var fjarlægð með kranabifreið.
Meira
Borgarnesi-Íþróttahátíð UMSB, hin ellefta í röðinni, fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi 30. janúar sl. Keppt var í frjálsum íþróttum og sundi. Mótið er fyrir grunnskólanema á félagssvæði Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Meira
ÚTFÖR Valdimars Jóhannssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra bókaútgáfunnar Iðunnar, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Séra Bragi Skúlason jarðsöng og orgelleikari var Hörður Áskelsson. Félagar úr Schola cantorum sungu við athöfnina og Elísabet F. Eiríksdóttir söng einsöng.
Meira
Í GREIN minni Veiðileyfi/aflahlutdeild, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 18. desember sl., benti ég á mikilvægi þess að aflaheimildir væru tengdar byggðum sem að mestu eru háðar vinnslu sjávarfangs til viðhalds atvinnulífi og fjárstreymis. Líta verður á að í þessum byggðum er öflun og vinnsla sjávarfangs undirstaða flestra fjárfestinga.
Meira
VANSKIL lántakenda hjá Byggðastofnun, eldri en þriggja mánaða, námu um 275 milljónum króna hinn 1. desember sl. Er það nálægt 3,3% af útlánum stofnunarinnar. Vanskil eldri en frá árinu 1995 nema nú um 31,5 milljónum króna og er um tíu ónafngreinda lántakendur að ræða. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Gísla S.
Meira
HUGMYNDIR um byggingu verslunarmiðstöðvar á lóð Akureyrarvallar voru ræddar á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar nýlega en ráðinu hefur ekki borist formlegt erindi þar um. "Íþrótta- og tómstundaráð mótmælir eindregið þeim hugmyndum sem komið hafa upp um breytingar á Akureyrarvelli án þess að tryggt sé að áður komi sambærileg eða betri aðstaða en þar er,
Meira
NÝ landhelgi: Verndun íslenskra erfðaauðlinda í alþjóðlegri samkeppni er heiti á fyrirlestri sem Jakob K. Kristjánsson, rannsóknarprófessor og framkvæmdastjóri Íslenskra hveraörvera ehf., flytur á vegum Háskólans á Akureyri í dag, fimmtudag 4. feberúar, kl. 16.15 í Oddfellowhúsinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Í lögum nr.
Meira
STJÓRN Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda hefur ákveðið að lækka verðtryggða vexti á lánum til sjóðfélaga úr 6% í 5,5%. Vaxtalækkun stjórnarinnar er ákveðin þar sem verðtryggðir vextir hafa lækkað að undanförnu í kjölfar tilkynningar fjármálaráðuneytisins um uppkaup ríkisverðbréfa, segir m.a. í frétt frá sjóðnum.
Meira
UPPSAFNAÐ rekstrartap hjá hlutafélögum, sameignarfélögum, samvinnufélögum og öðrum lögaðilum var samtals rúmlega 87 milljarðar í árslok 1995 og samtals rúmlega 83 milljarðar í árslok 1996. Þá var uppsafnað yfirfæranlegt rekstrartap hjá þessum aðilum samtals rúmlega 76 milljarðar í lok árs 1997.
Meira
ALÞÝÐUFLOKKURINN, Alþýðubandalag, Þjóðvaki og Kvennalisti hafa í dag samtals fimm þingsæti á Reykjanesi. Þótt erfitt sé að spá fyrir um úrslit alþingiskosninganna hlýtur Samfylkingin að setja sér það markmið að halda þessum
Meira
FORMENN hafnarstjórna á höfuðborgarsvæðinu segjast telja þær hugmyndir sem fram koma í þingsályktunartillögu Árna Johnsen þess eðlis að skoða þurfi þær betur og þá í samhengi við heildarstefnu í hafnarmálum. Hins vegar setja þeir ýmsa fyrirvara.
Meira
ÞORRABLÓT Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu verður haldið í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, laugardaginn 6. febrúar. Meðal skemmtikrafta verður Jóhannes Kristjánsson eftirherma, heiðursgestir verða Sturlaugur Þorsteinsson, fráfarandi bæjarstjóri, og kona hans, Helga Pálsdóttir,
Meira
ÞORSTEINN H. Hannesson söngvari lést aðfaranótt síðastliðins miðvikudags, 81 árs að aldri. Þorsteinn fæddist 19. mars 1917 á Siglufirði. Foreldrar hans voru Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Hannes Jónsson.
Meira
BISKUP Íslands hefur auglýst lausar til umsóknar tvær stöður sóknarpresta og eina stöðu héraðsprests. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar næstkomandi. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára en biskup Íslands í embætti héraðsprests til þriggja ára.
Meira
ÖNNUR umferð á Skákþingi Akureyrar verður tefld í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. febrúar, og hefst hún kl. 19.30. Skákþingið hófst síðasta sunnudag. Teflt er í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri. Fischerklukkumót verður haldið í skákheimilinu annað kvöld, föstudagskvöldið 5. febrúar, kl. 20 og hefst það kl. 20.
Meira
MIÐSTJÓRN ASÍ hefur skorað á ríkisstjórnina og Alþingi að fella út úr frumvarpi til laga um breytingu á skaðabótalögum þá tillögu, að hluti af örorkulífeyri almennu lífeyrissjóðanna dragist frá skaðabótum eins og gert er ráð fyrir í 4. grein frumvarpsins.
Meira
það sem gengur ekki er í fyrsta lagi þessi ofboðslegur seinagangur, lítið dæmi það eru íbúðir seldar um áramótin og ekki búið að fá afgreitt ennþá, engin símsvörn, ekki hægt að fá samband og símsvörun ennþá, fólk er pirrað og skilur ekkert í þessu kerfi,
Meira
Aðallega framburður konunnar kærandans og líkamsskoðun á neyðarmótt og veitingahúsaeiganda um umbúnað salernisins. Árna er það aðallega stelpan, framburður hennar.
Meira
Athyglisvert er, hversu framarlega íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki eru á sviði fjárfestinga erlendis og alþjóðavæðingu. Þetta segir m.a. í leiðara Viðskiptablaðsins. Fjárfestingar SÍF
Meira
ORGELKONSERT Jóns Leifs verður fluttur í fyrsta sinn hér á landi í Hallgrímskirkju í kvöld. Óhætt er að segja að um stórviðburð sé að ræða í íslensku tónlistarlífi en tæp sjötíu ár eru liðin frá því að Jón samdi konsertinn en hann lauk honum árið 1930.
Meira
Í LEIKHÚSINU er líf og fjör enda frumsýningardagur að nálgast. Fólk í litríkum búningum flýtir sér spennt á svip eftir göngunum og nokkrir eru að æfa dansspor uppi á sviði á meðan aðrir brýna raustina í kraftmiklum söng. Leikstjóri sýningarinnar er Jóhann G. Jóhannsson, en Jón Ólafsson sér um tónlistina og Selma og Birna Björnsdætur semja dansana.
Meira
MYNDLISTARKONAN Anna Jóa opnar sína fimmtu einkasýningu í Slunkaríki, Ísafirði, á laugardag kl. 16. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Gulur, rauður, grænn og blár, svartur hvítur, fjólublár, eru sjö málverk sem lýsa mismunandi ásýnd fjalla, hugarástandi manna og tengslin þar á milli.
Meira
Baldur Óskarsson gestur Ritlistarhópsins BALDUR Óskarsson, rithöfundur og fyrrverandi útvarpsmaður, les úr ljóðverkum sínum í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Meira
ÞRJÁR íslenskar kvikmyndir Dansinn, Popp í Reykjavík og Sporlaustverða á markaðnum á Kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst 10. febrúar næstkomandi. "Allar myndirnar verða sýndar tvisvar á markaðnum og sýndar mögulegum kaupendum hvaðanæva að úr heiminum," segir Breki Karlsson, hjá Kvikmyndasjóði Íslands.
Meira
DÁNARDÆGUR tónlistarinnar var fyrir fjörutíu árum. Bob Keane man enn eftir því þegar hann ók eftir Sunset Boulevard í Los Angeles í átt að skrifstofum Del-Fi Records og fréttirnar voru fluttar í útvarpinu. "Plötusnúðurinn í útvarpinu sagði: "...og þá er komið að hinum mikla Valens heitnum," segir Keane sem gaf út plötur Ritchie Valens.
Meira
ÞETTA vil ég sjá er yfirskriftin á nýrri röð myndlistarsýninga sem hefur göngu sína í Gerðubergi á laugardaginn kl. 16. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, velur verkin á þessa fyrstu sýningu og er ætlunin að halda tvær slíkar á ári, þar sem leikmenn velja til sýningar verk eftir listamenn sem þeir hafa velþóknun á. Sýningin stendur fram til 28. febrúar nk.
Meira
"ÞETTA er svolítið spennandi og öðruvísi verk," segir dansarinn Julia Gold um verkið Dýfingar eða "Diving" eftir Rui Horta sem frumsýnt verður á föstudag í Borgarleikhúsinu ásamt verki hans Flat Space Moving og verki Hlífar Svavarsdóttur Kæra Lóló.
Meira
Glæsileg heimkynni NÝBAKAÐUR eiginmaður Karólínu prinsessu í Mónakó hefur upp á glæsileg heimkynni að bjóða fyrir eiginkonuna. Hér sést mynd af Marienburg-kastalanum sem er í eigu prinsins, en kastalinn stendur í 20 kílómetra fjarlægð frá Hannover í Þýskalandi.
Meira
Kraftaleg fyrirsæta FYRIRSÆTUR eru oft fínlegri en sjá mátti á síðustu sýningu Vivienne Westwood á haust- og vetrartískunni sem haldin var 29. jan. í Glasgow í Skotlandi.
Meira
HREFNA Hallgrímsdóttir hefur tekið við hlutverki Tuðru af Lindu Ásgeirsdóttur í leikritinu Snuðra og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur sem sýnt er í Möguleikhúsinu. Hlutverk Snuðru er sem fyrr í höndum Drífu Arnþórsdóttur. Þetta er fyrsta hlutverk Hrefnu hjá Möguleikhúsinu en hún lærði leiklist í Flórída og lék um hríð í New York. Hér heima hefur hún m.a.
Meira
MÓTORHJÓL, verslunarkeðjur og stórstjörnur hafa verið helstu viðfangsefni Friðriks Arnar Hjaltested ljósmyndara í Los Angeles undanfarin átta ár. Hann hefur komið víða við, myndað fyrir Guess og Disney og verið aðstoðarmaður frægra ljósmyndara á borð við Mark Seliger sem kemur til landsins um helgina og heldur fyrirlestur í tengslum við sýningu Ljósmyndarafélagsins og Blaðaljósmyndarafélagsins í
Meira
Opið alla daga frá 1418.Til 14. febrúar. Aðgangur 200 krónur. HINGAÐ til lands hafa ratað nokkrar kynningarsýningar á menningu Sama og flestar ef ekki allar hafa þær verið settar upp í Norræna húsinu, sem þar með ræktar hlutverk sitt með sóma og í góðu samræmi við nafngiftina.
Meira
Í KVÖLD mun tónlistarmaðurinn Bonnie Prince Billy leika á Gauk á Stöng ásamt hljómsveitinni Easytimes sem er frá New York. Í sveitinni eru Matt Sweeney og James Low úr hljómsveitinni Spavez, en bassaleikari er Mike Fellows sem er frá Washington DC og leikur með pönkhljómsveitinni Righteous Spring. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og munu KK og Sigur Rós spila á undan.
Meira
RITÞING, myndlistarsýningar að vali leikmanna, næfistasýning, ævintýranámskeið og hönnun fyrir börn eru meðal þeirra nýjunga sem bryddað verður upp á í dagskrá menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á nýbyrjuðu ári.
Meira
LEIKKONAN Farrah Fawcett sem meiri athygli hefur hlotið í fjölmiðlum vegna ofbeldishneigðra sambýlismanna sinna heldur en leikferilsins hyggst nú gera allt sem í sínu valdi stendur svo hún geti komist aftur inn í hringiðu kvikmynda- og sjónvarpsleiks. Leikkonan varð fræg á sínum tíma fyrir leik sinn í bandarísku sjónvarpsþáttunum Charlie's Angels og var lengi gift leikaranum Ryan O'Neil.
Meira
Eftirlitsstofnun EFTA skal tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og að fyrirtæki fari að reglum um virka samkeppni. Stofnunin getur rannsakað meint brot, annaðhvort að eigin frumkvæði eða á grundvelli kvartana. Vefslóðin er www.efta.int og almennt símanúmer er 32 2 286 18 11.
Meira
ÞRJÁR sýningar standa nú yfir í sölum Hafnarborgar. Í aðalsal er sýning á verkum textílhönnuðarins Kaffe Fasett. Í Sverrissal eru sýnd verk í eigu safnsins og í Apótekinu eru sýnd málverk og ljósmyndir frá Minjasafninu á Akureyri. Þessum sýningum lýkur nú á sunnudag. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 1218.
Meira
MÚRMELDÝRIÐ Punxutawney Phil sá ekki skugga sinn á hinum árlega degi múrmeldýrsins 2. febrúar, eða "Groundhog Day" í bænum sem hann dregur nafn sitt af í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Samkvæmt hefðinni á það að vera vísir um að vorið gleðji bæjarbúa í fyrra lagi. Meira en tuttugu þúsund manns safnaðist saman í Punxutawnay til að fylgjast með spádómi dýrsins.
Meira
ÆFINGAR á verðlaunaleikriti Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Leitum að ungri stúlku, eru hafnar í Iðnó. Kristján Þórður bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni sem efnt var til í tilefni af opnun Iðnó og bárust 56 leikrit eftir 42 höfunda í keppnina. Leikritið verður fyrsta verk sem sýnt verður í hádegisleikhúsi Iðnó og verður frumsýnt í lok febrúar.
Meira
VAKIN er athygli á viðurkenningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og -kennslu, European Label. Menntamálaráðuneytið tekur þátt í þessu samstarfi en hefur falið Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins framkvæmd hér á landi. Skrifstofan er á Neshaga 16 í Reykjavík, sími 5254311.
Meira
ÞEGAR hann var frumfluttur á norrænni tónlistarhátíð í Wiesbaden 1935 vakti hann "langmesta athygli af öllu því, sem þar var leikið". Þegar hann var leikinn öðru sinni, í Berlín sex árum síðar, var flutningi hans mótmælt "með barsmíðum og salflótta".
Meira
LEIKFÉLAG Flensborgarskóla í Hafnarfirði frumsýnir leikverkið Meðal áhorfenda eftir Þorvald Þorsteinsson föstudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Sýningin er byggð á örleikritum Þorvaldar ásamt einþáttungnum Í tilefni dagsins. Áhorfendur fylgjast með ferðum Magnúsar nokkurs í blíðu og stríðu.
Meira
ÞAÐ ER á ábyrgð hvers og eins að byggja upp sinn framtíðarlífeyri. Yfirvöld hvetja til aukins sparnaðar og bjóða upp á skattalegt hagræði til þeirra sem vilja leggja meira til hliðar fyrir efri árin. Framtíðin er óskrifað blað og mörgum spurningum verður ekki svarað nú, t.d. spurningum um almannatryggingakerfið og hvort þróun þess verði frekar í þá átt að draga úr þjónustu, fremur en auka hana.
Meira
JÆJA, þá er réttardagur Samfylkingarinnar liðinn í aldanna skaut og kemur vonandi aldrei til baka. Fjallkóngarnir sleikja sárin og flestir eru vonandi búnir að jafna sig eftir réttarballið voru reyndar furðufljótir að ryðjast út úr hólfunum. Fjöldinn gladdi, alþýðan sem streymdi á kjörstað jarðaði flokkseigendurna og heimtaði Jóhönnu, minna sukk og meiri velferð.
Meira
Í BRÉFI til blaðsins 21. janúar 1999 frá Umferðarnefnd Háteigsskóla er lýst yfir góðum árangri af lokun Bólstaðarhlíðar. Ætla má, að hér ríki einhugur að baki og fundin hafi verið leið, sem henti nánast öllum fyrir forgöngu Umferðarnefndar Háteigsskóla og felst í því að loka Bólstaðarhlíð fyrir umferð ökutækja.
Meira
Ágúst á toppinn! Bragi J. Sigurvinsson, Sjávargötu 6, Bessastaðahreppi, skrifar: Hugsjónir og áræði einkenna Ágúst Einarsson sem stjórnmálamann og ég tel að hann sé rétti maðurinn til að vera forystumaður í Samfylkingunni og forvígismaður í Reykjaneskjördæmi.
Meira
Ágúst á toppinn í Reykjaneskjördæmi Steindór Karvelsson, Vallargerði 14, Kópavogi, skrifar: Ágúst einarsson hefur hugsjónir og áræði til þess að veita hugmyndum inn í stjórnmálaumræðu á Íslandi.
Meira
Ágúst Einarsson til forystu Sigrún Benediktsdóttir, Lundi, Svíþjóð, skrifar: Ég sting hér niður penna til þess að mæla með einum þeirra í efstu sæti listans, Ágústi Einarssyni alþingismanni. Ágúst þarf að sjálfsögðu ekki að kynna svo vel sem hann hefur kynnt sig sjálfur í störfum sínum.
Meira
Árna fyrir unga fólkið Þorsteinn Sverrisson háskólanemi, Ösp, Selfossi, skrifar: Sem ungur maður á Suðurlandi ætla ég að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og velti fyrir mér hverjum sé best treystandi fyrir mínu atkvæði. Hverjum sé best treystandi til að leiða málefni ungs fólks á nýrri öld.
Meira
Baráttukonu á þing Kristín Helga Gísladóttir, sjúkraliði, skrifar: Kristín Á. Guðmundsdóttir er kona sem við þurfum á þing. Kristín hefur sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands sýnt og sannað að í henni býr mikil baráttukona.
Meira
BRAGI Guðbrandsson forstjóri barnaverndarstofu hefur brugðist við greinum mínum með tveim greinum í Mbl. þann 21. og 22. janúar sl. Hann svarar málefnalegri gagnrýni á ákveðna og takmarkaða þætti í starfsemi Barnaverndarstofu með því að láta í veðri vaka að geinarhöfundi gangi það eitt til að meiða stofnunina eða forstöðumann hennar.
Meira
Ég treysti Valþóri best Halldóra Ottósdóttir húsmóðir skrifar: Ég hef þekkt Valþór Hlöðversson frá því ég var unglingur og síðan fylgst með honum í bæjarpólitíkinni í Kópavogi. Hann biður nú um stuðning í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi um næstu helgi. Mér er bæði ljúft og skylt að verða við þeirri ósk.
Meira
Ferskleiki og kraftur Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri, skrifar: Nýtt framboð, Samfylking jafnaðarmanna, hefur loksins litið dagsins ljós. Þegar nýtt og ferskt framboð kemur fram á sjónarsviðið tel ég brýnt að ferskleikinn sé undirstrikaður þegar valið á framboðslista til alþingiskosninga.
Meira
TALIÐ er að í heiminum séu 2530 milljónir manna á flótta eða á vergangi í heimalandi sínu. Í raun veit enginn hve fjöldinn er mikill upp á hár, því að eðli málsins samkvæmt er skráning flóttamanna vandkvæðum bundin nema fólk hafi leitað skjóls hjá hjálparstofnunum. Hvað sem því líður er ljóst að fjöldinn er gífurlegur og hefur farið hratt vaxandi á liðnum áratug.
Meira
Framtaksmaðurinn Árni Johnsen Ásmundur Friðriksson framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum, skrifar: HVAÐA Alþingismaður á Íslandi er einna best gæddur eiginleikum einkaframtaksins og býr yfir óþrjótandi orku til þess að leiða til lykta framfaramál, hvort sem er á sviði menningar,
Meira
RANNSÓKNIR Náttúrufræðistofnunar á haust- og vetrarafföllum radíómerktra rjúpna í Mosfellsbæ sýndu að um 70% fugla á lífi í upphafi veiðitíma féllu fyrir hendi veiðimanna. Engar líkur eru á því að rjúpnastofn geti staðið undir slíku álagi. Rjúpnatalningar á Suðvestur- og Vesturlandi sýna að rjúpnastofninn þar stendur í stað eða fuglum fækkar meðan aukning er á Norður- og Norðausturlandi.
Meira
NÚ Á föstudag og laugardag, 5. og 6. febrúar, verða stofnuð ný stjórnmálasamtök í framhaldi af stofnun kjördæmisfélaga undir nafninu Vinstrihreyfingin grænt framboð. Nafnið bendir til að í þessum samtökum eigi að sameina tvö sjónarmið: umhverfisstefnu og vinstristefnu, og að undanförnu hefur verið unnið að því að móta róttæka stefnu í þeim anda og verður hún lögð fyrir stofnfundinn.
Meira
Græn stóriðja og búseta í sveit Georg Ottósson, stjórnarformaður Sölufélags garðyrkjumanna, skrifar: Flutningur fólks úr sveitum og byggðakjörnum landsins til höfuðborgarsvæðisins ógnar mjög framtíðarbúsetumöguleikum komandi kynslóða.
Meira
Guðmund Árna sem leiðtoga Helgi R. Gunnarsson, starfsmaður Rafiðnaðarsambands Íslands: Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Guðmundi Árna í bæjarmálum Hafnarfjarðar í nokkur ár meðan hann var þar bæjarstjóri.
Meira
Á AKUREYRI var haldið málþing 9. janúar sl. þar sem rætt var um leikritið Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen. Ekki gat ég sótt þann fund. En meðal framsögumanna var vinur minn Þorsteinn Gylfason, og hann var svo notalegur að senda mér ræðu sína. Þar hefur hann það réttilega eftir mér, að í leik þessum skilji ég ekki þá kröfu til sérhvers manns að vera hann sjálfur.
Meira
ÞVÍ NÆR sem dregur aldamótum, því ákafar er deilt um tímasetningu þeirra. Eru aldamót þegar við skrifum árið 2000 eða þegar við skrifum 2001? Því lærðari, sem menn eru í tölfræði, því sannfærðari virðast þeir vera um að aldamótin renni ekki upp fyrr en við skrifum 2001. Hinn 19/1 sl. skrifaði Baldur Ragnarsson kerfisfræðingur grein í Morgunblaðið og var hún í þessum dúr.
Meira
Jón Gunnarsson á þing Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, skrifar: Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri, býður sig fram í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi 5. og 6. febrúar nk. Jóni kynntist ég fyrir 10 árum þegar hann rak fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík.
Meira
Jón Gunnarsson- öflugur baráttumaður Kristmundur Ásmundsson, bæjarfulltrúi og yfirlæknir, skrifar: Framundan er prófkjör Samfylkingar í Reykjaneskjördæmi og hafa fjölmargir gefið kost á sér í þann slag.
Meira
Kjósum Sigríði Jóhannesdóttur í prófkjörinu Pála Færseth skrifar: Ég vil hvetja alla kjósendur til að taka höndum saman og tryggja Sigríði Jóhannesdóttur alþingismanni í Reykjaneskjördæmi áframhaldandi setu á Alþingi, en hún býður sig fram í annað sæti í prófkjöri samfylkingarinnar sem fram fer 5. og 6.
Meira
FYRIR norðan hafa alltaf verið menningartilburðir; einkum hefur borið á því í seinni tíð. Í Ketilhúsinu svonefnda í Grófargili er tilvalin sýningaraðstaða. Um þessar mundir sýnir þar listamaður níu verk sín, sem öll eru unnin í olíu á striga. Þetta er forvitnileg listsýning og gefandi. Þessar myndir eru án titils og númeraðar réttsælis það út af fyrir sig er athyglivert og fær mann til að hugsa.
Meira
Ómetanlegur liðsmaður Samfylkingarinnar Theodór Magnússon varaformaður Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ, skrifar: NÚ LOKSINS er farið að vora í íslenskum stjórnmálum. Loks hefur tekist að mynda raunhæfan valmöguleika við Sjálfstæðisflokkinn.
Meira
ÍSLAND er mjög strjálbýlt, en firðir, fjöll, ár og óbyggðir hafa gert fjarlægðir að einu helsta viðfangsefni þjóðarinnar. Auðvitað hafa bættar samgöngur, vegir, brýr og jarðgöng stytt vegalengdir að ákveðnu marki en eðli vandans er enn hið sama. Fjarlægðir eru einnig helsti hvatinn til þess að þéttbýli myndist svo hægt sé að spara bæði tíma og fjármagn í erli lífsins.
Meira
Sigríði Jóhannesdóttur í annað sætið Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjóri í Keflavík, skrifar: Sigríður Jóhannesdóttir tók sæti á Alþingi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti en áður hafði hún verið varaþingmaður fyrir Reykjaneskjördæmi frá 1991.
Meira
Stuðningur við Drífu Guðrún Aradóttir skrifar: Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, Rangárvöllum, býður sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi í komandi kosningum. Drífa hefur víðtæka reynslu í félagsmálum, hefur m.a.
Meira
MIKLAR breytingar hafa átt sér stað á heilsu almennings á þessari öld hér á landi sem annars staðar í vestrænum heimi. Bættur húsakostur, bætt fæði, bætt vinnuaðstaða o.s.frv. hefur þar haft mikil áhrif. Bætt heilbrigðisþjónusta hefur einnig haft mikið að segja. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um heilbrigðismál hér á landi og er það gott og gagnlegt ef skynsemin ræður ferðinni.
Meira
Valþór í annað sæti Pétur Már Ólafsson, Kópavogi, skrifar: Valþór Hlöðversson, sem býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri samfylkingarinnar á Reykjanesi, hefur sýnt með verkum sínum að hann á brýnt erindi á þing. Hann á að baki 12 ára farsælan feril í bæjarstjórn Kópavogs en hefur að auki byggt upp eigið fyrirtæki.
Meira
Valþór í öruggt sæti! Heiðrún Sverrisdóttir leikskólakennari skrifar: Í OPNU prófkjöri samfylkingar í Reykjaneskjördæmi um næstu helgi eiga kjósendur möguleika á að velja fulltrúa úr stórum hópi til að móta þetta nýja stjórnmálaafl. Í þeim hópi er að finna Valþór Hlöðversson, fyrrum bæjarfulltrúa.
Meira
Veitum Valþóri stuðning Helgi Helgason kennari skrifar: Ég er ánægður með það hversu margir fylgismenn Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi hafa gefið kost á sér í prófkjörinu um næstu helgi.
Meira
Veljum Kjartan Ólafsson í 1. sæti! Páll Stefánsson, dýralæknir Stuðlum, Ölfusi, skrifar: ÞAÐ er enginn vafi í mínum huga að prófkjör er mjög lýðræðisleg leið til þess að velja fólk til áhrifa í pólitík og það er afar mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir einni af grunnreglum hagfræðinnar,
Meira
Veljum sterka sveit á Reykjanesi Jón Kr. Óskarsson loftskeytamaður, Hafnarfirði, skrifar: Ég tel að framboðslisti okkar myndi styrkjast mjög ef við hefðum Lúðvík Geirsson, Hafnarfirði, í þriðja sæti og Jón Gunnarsson, Vogum, í fimmta sæti á lista Samfylkingar í Reykjaneskjördæmi.
Meira
Veljum Valþór á þing Logi Kristjánsson verkfræðingur skrifar: Einn þeirra sem býður fram krafta sína í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi er Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Biður hann um stuðning í 2. sæti listans.
Meira
VALÞÓR Hlöðversson, framkvæmdastjóri og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi og þar með væntanlegur þingmaður ef kjósendur lofa skrifar grein í Morgunblaðið 28. jan. sl. sem nefnist "Við eigum aðeins eitt land". Þar stendur m.a. þessi klausa: "Munum að við eigum aðeins eitt Ísland.
Meira
Þórunni í forystu Ólafur Darri Andrason hagfræðingur skrifar: Fyrir um áratug var Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, stofnuð en segja má að með því hafi grunnurinn að Samfylkingunni verið lagður. Þórunn Sveinbjarnardóttir var fyrsti formaður Röskvu og hefur æ síðan verið sannur samfylkingarsinni.
Meira
Þórunni í þriðja sæti Páll Valsson, ritstjóri, Kópavogi skrifar: Nú þegar hillir undir að langþráður draumur okkar jafnaðarmanna um eina fylkingu verði að veruleika skiptir ákaflega miklu máli að velja gott fólk til forystu.
Meira
Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að minnast foreldra minna, þeirra Alberts Sighvats Brynjólfssonar og Hansínu Lovísu Ingimundardóttur. Frá mínum bernsku- og unglingsárum á ég eingöngu góðar minningar um foreldra mína. Pabbi var í áratugi til sjós, en var hættur sjómennsku þegar mitt minni tekur við. Ég þá kannski 35 ára gamall.
Meira
ALBERT SIGHVATUR BRYNJÓLFSSON OG HANSÍNA LOVÍSA INGIMUNDARDÓTTIR Albert Brynjólfsson fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 18. ágúst 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. júlí 1991. Foreldrar hans voru Ragnhildur Ásgrímsdóttir og Brynjólfur Sighvatsson. Albert átti einn hálfbróður, Stefán Þórðarson. Hann er látinn.
Meira
Guðrún Bjarnadóttir eða Gunna Bjarna, einsog hún var oftast kölluð meðal ættingja og vina, var yngst af fjórum systkinum. Þessi systkini, sem nú eru öll látin, Kristján, Bubba, Magga og Gunna, voru í nánum tengslum við fjölskyldu mína svo lengi sem ég man eftir, og ég á ljúfar minningar um þau öll.
Meira
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Guðrún Bjarnadóttir fæddist á Leifsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 21. apríl 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 2. febrúar. Vegna mistaka birtist greinin sem hér fer á eftir undir röngu höfundarnafni í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2.
Meira
Elsku besta amma Lindó. Þetta er eitthvað það erfiðasta sem ég hef um ævi mína gert, að skrifa niður á blað örfá minningarbrot þegar af svo óteljandi mörgu er að taka. Sú tilhugsun að amma Lindó skuli vera öll, er hreint út sagt mjög óraunveruleg, en sagt er að tíminn græði flest sár.
Meira
Mig langar til að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum, þó að af miklu sé að taka þegar sest er niður og minningarnar streyma fram. Amma var mjög hugmyndarík kona og fær í öllu sem viðkom saumaskap og handavinnu, mér er minnisstætt þegar hún bjó til brúðu og saumaði fatnað á þær, leiktjöld og annað af mikilli natni.
Meira
Amma, það er líklega orðið sem við lærum á eftir mamma og pabbi. Hver er merkingin á bak við orðið amma? Í huga okkar kemur hlýja, traust og kímni. Oft er ömmu ímyndin; gráhærð, lágvaxin, þétt kona. Amma okkar var öðruvísi amma. Hún var há, grönn og glæsileg. Amma Lindó var eina amma okkar systranna og gegndi stóru hlutverki í lífi okkar.
Meira
Elskuleg tengdamóðir mín hefur nú lagt upp í ferðina löngu, sem bíður okkar allra. Eftir stutta sjúkrahúslegu var hún kölluð héðan 28. janúar sl. umkringd ástvinum sínum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, hún hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi.
Meira
Í dag kveðjum við heiðurskonuna Huldu Jónsdóttur. Hún hafði á síðari árum átt við nokkur veikindi að stríða, en ávallt náði hún sér á milli. Hún hélt reisn sinni til hins síðasta, sama á hverju gekk. Seint á síðastliðnu ári greindist hún með þann sjúkdóm, sem svo marga leggur að velli. Átti þó enginn von á því að kallið kæmi jafn skyndilega og raun ber vitni.
Meira
Á Landspítalanum liggja á sama tíma tvær konur sem eru mér ákaflega kærar. Önnur til þess að fæða sitt þriðja barn en hin liggur þungt haldin og ljóst hvert stefnir. Með fárra klukkustunda millibili berast gleði- og sorgarfréttir. Við slíkar aðstæður verður hugsunin óhjákvæmilega ákaflega heimspekileg, þ.e. velt er fyrir sér lífi og dauða, sorg og gleði og umfram allt tilganginum með lífinu.
Meira
Er ég lít yfir farinn veg sé ég hversu lánsöm ég hef verið frá unga aldri að hafa kynnst og verið samferða svo mörgum einstökum manneskjum á lífsleiðinni. Heilsteyptum og góðum einstaklingum, sem eru af þeirri kynslóð, sem nú er að hverfa. Ein þeirra er Hulda Jónsdóttir.
Meira
Hulda Jónsdóttir, tengdamóðir mín, hefur nú kvatt þetta jarðlíf og er hennar sárt saknað af okkur sem eftir sitjum. Hulda var af þeirri kynslóð sem sá þjóðina breytast úr fornu bændasamfélagi í nútíma þjóðfélag. Ung að árum fór hún sem kaupakona austur undir Eyjafjöll. Tók sú ferð nokkra daga og þurfti að sundríða óbrúað Markarfljót á leiðinni.
Meira
Elsku amma Lindó. Einhvern veginn átti ég aldrei von á því að til þess kæmi að ég þyrfti að kveðja þig í hinsta sinn. Þú áttir alltaf að vera til staðar tilbúin að ræða um allt milli himins og jarðar, eins og við gerðum svo oft í eldhúsinu á Lindargötunni, síðan í Skaftahlíðinni og síðast í Lönguhlíðinni.
Meira
HULDA JÓNSDÓTTIR Hulda Jónsdóttir fæddist 22. júní 1917 á Stokkseyri. Hún lést í Landspítalanum 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónatansson, alþingismaður, búfræðingur og starfsmaður Landsverslunar, f. 13. maí 1874, d. 25. ágúst 1925, og kona hans Kristjana Benediktsdóttir frá Vöglum í Fnjóskadal, f. 31. maí 1877, d. 1. júlí 1954.
Meira
INGVAR BJÖRGVIN JÓNSSON Ingvar Björgvin Jónsson fæddist í Holtaseli á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 19. nóvember 1908. Hann lést á deild F-2 á Hrafnistu í Reykjavík að morgni 29. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Jón Þórðarson bóndi, ættaður úr Suðursveit, og eiginkona hans Pálína Erlingsdóttir, ættuð úr Öræfum og Suðursveit.
Meira
Árið 1952 fóru nokkrir Íslendingar til Kínverska alþýðulýðveldisins. Í hópnum voru meðal annarra Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson. Eftir að þeir félagar voru komnir heim var stofnuð sérstök Kínanefnd sem undirbjó m.a. kínverska listmuna- og vörusýningu og stofnun Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Jakob Benediktsson hafði áhuga á öðrum þjóðum og háttum fólks í ýmsum löndum.
Meira
Rómverjar höfðu þann sið til forna að flytja lofræðu, "laudatio", á opinberum vettvangi yfir látnum merkismönnum. Full ástæða væri til að gera slíkt þegar minnst er dr. Jakobs Benediktssonar, ekki síst þegar haft er í huga að hann var einn helsti merkisberi íslenskur þeirra fræða sem fjalla um þá arfleifð Rómverja og Grikkja sem vestræn menning byggist á.
Meira
Jakob Benediktsson átti langa og giftudrjúga starfsævi, og mun nafn hans lengi uppi meðal þeirra sem stunda íslensk fræði og unna íslenskri tungu. Störf hans við Orðabók Háskólans verða seint metin til fulls, en hann var forstöðumaður hennar í áratugi. Einnig liggur eftir hann ótölulegur fjöldi verka sem fjalla um margvíslegustu þætti íslenskra fræða, bókmenntir, sögu og málfræði.
Meira
Það hefur verið sagt að fræðimenn hyllist til að velja sér viðfangsefni sem með einhverjum hætti höfði til þeirra eigin atferlis; Jakob Benediktsson valdi sér fyrsta íslenska húmanistann, Arngrím Jónsson lærða og gaf út á sjö árum verk hans og skrifaði um hann doktorsritgerð sína 1957.
Meira
Þegar Jakob Benediktsson var kvaddur til þess að veita Orðabók Háskólans forystu fertugur að aldri var hann undir það búinn svo sem best mátti verða, gagnmenntaður í klassískum fræðum með forntungurnar latínu og grísku á valdi sínu og þjálfaður í rannsóknum á frumheimildum íslenskrar tungu og menningar undir handarjaðri Jóns Helgasonar.
Meira
JAKOB BENEDIKTSSON Sigurður Jakob Benediktsson fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí 1907. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 23. janúar síðastliðinn. Minningarathöfn um Jakob fór fram frá Fossvogskirkju 1. febrúar.
Meira
Það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért ekkki lengur hjá okkur. Ég var eiginlega orðin sannfærð um að þú gætir örugglega unnið bug á þessu eins og í öll hin skiptin, þegar þú varst mikið veik en hresstist svo aftur og varst farin að þeytast um allan bæ á sýningar og í gönguferðir með vinkonum þínum. Ég kynntist þér bara fyrir tæpum tveimur árum þegar ég og Svanlaugur fórum að vera saman.
Meira
JÓNA FRÍMANNSDÓTTIR Jóna Frímannsdóttir fæddist í Garðshorni á Þelamörk 9. júní 1950. Hún lést á heimili sínu 16. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerárkirkju 22. janúar.
Meira
Ég var ekki nema fjögurra til fimm ára gömul en samt er eins og það hafi gerst í gær að Maggi frændi náði í mjólk fyrir Maju kisu, flækingskött sem ég hafði tekið að mér. Svoleiðis var Maggi frændi, alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Maggi frændi hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu.
Meira
MAGNÚS HALLDÓRSSON Magnús Halldórsson fæddist í Hólma (Hróarsstaðaseli) á Skaga 12. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 2. janúar.
Meira
Þegar ég var ungur lögmaður fyrir margt löngu voru í stéttinni nokkrir eldri lögmenn sem maður bar mikla virðingu fyrir. Einn þeirra var Magnús Óskarsson, þá borgarlögmaður. Hann var maður virðulegur og ætíð vel klæddur. Hann var frekar lágvaxinn en þrátt fyrir það var alltaf litið upp til hans.
Meira
Í fáum orðum langar mig að minnast Magnúsar. Ég hitti Magnús fyrst þegar ég var barn en hann var faðir stjúpföður míns, Óskars Magnússonar. Mér eru eftirminnilegir sunnudagsbíltúrarnir er Óskar fékk hreina og gljáandi Fordinn hans pabba síns lánaðan þegar Bjallan dugði ekki til. Þegar við svo skiluðum bílnum til baka í Barðavoginn bauð Lína iðulega upp á nýbakaða ljúffenga súkkulaðiköku.
Meira
Magnús Óskarsson fv. borgarlögmaður var mikill baráttumaður í ræðu og riti og hann gekk jafnan skipulega til verks er hann lagði til atlögu eða undirbjó vörn sína. Þegar hann veiktist af hættulegum sjúkdómi fyrir nokkrum mánuðum tók hann því sem hverri annarri ögrun í lífinu.
Meira
Félagar í Knattspyrnufélaginu Þrótti koma til með að sakna góðs vinar við fráfall Magnúsar Óskarssonar. Þróttur haslaði sér völl inn við Sund í lok sjöunda áratugarins. Þá hóf mikill fjöldi barna og unglinga að æfa og keppa fyrir félagið. Við sem vorum að þjálfa og leiðbeina krökkunum urðum ekki varir við mikinn áhuga foreldra eða fullorðinna almennt fyrir starfsemi félagsins í þá daga.
Meira
Við fráfall Magnúsar Óskarssonar er okkur sem starfað hafa með honum á undanförnum árum við bæði kjarasamningagerð og í stjórnarstarfi lífeyrissjóðs Sóknar ákaflega minnisstæður persónuleiki hans og mörg atvik og samtöl koma fram í hugann. Magnús hitti ég fyrst 1981 við kjarasamningagerð hjá Starfsmannafélaginu Sókn en hann var þá aðalsamningamaður Reykjavíkurborgar.
Meira
Enn heggur maðurinn með ljáinn í raðir okkar bekkjarsystkina frá MA 1950, og nú kveðjum við Magnús Óskarsson, einn af okkar kærustu bekkjarbræðrum. Öll þau ár, sem liðin eru frá skólaárunum norður á Akureyri, hefur Magnús reynst okkur sannur og tryggur vinur, og alltaf reiðubúinn að hjálpa og veita góð ráð, er til hans var leitað.
Meira
"Mínir vinir fara fjöld"... sagði Hjálmar frá Bólu. Enn er rofið skarð í hóp vina minna. Magnús Óskarsson er dáinn, lagður að velli af vondum sjúkdómi. Ég kynntist honum fyrst þegar ég 15 ára, varla mælandi vegna feimni, fékk vist í MA. Þekkti þó til föður hans af lofsamlegum frásögnum móðursystur minnar.
Meira
Hann varð þjóðsagnapersóna strax á unga aldri. Á menntaskólaárum sínum og í Háskólanum gat Magnús sér orð sem gleðimaður, ræðumaður og riddari þess akademíska hringborðs sem gekk til móts við lífið í krafti lærdóms jafnt sem lífsgleði. Magnús varð frægur heimavistarmaður á Garði, þar sem stundum fór meira fyrir gleðskap en gáfnaprófum.
Meira
Magnús Óskarsson, fyrrum borgarlögmaður, er látinn, aðeins 68 ára, en það þykir ekki hár aldur nú orðið. Mun mörgum þykja sjónarsviptir að honum. Um menn, í því sem kallað er hinar hærri stöður þjóðfélagsins, hef ég aldrei skrifað, en þó vil ég nú gera undantekningu í fáum orðum. Kynni okkar Magnúsar hófust með því að hjá fyrirtæki sem ég starfaði við, kom upp vandmeðfarið bótamál.
Meira
Magnúsi Óskarssyni kynntist ég þegar ég hóf störf á lögmannsstofunni Lögmál í ársbyrjun 1995. Ég hafði litla reynslu af lögmennsku, en Magnús tók mér opnum örmum og studdi mig með ráðum og dáð þegar ég fetaði mig fyrstu skrefin á þeirri braut. Slík leiðsögn í upphafi vegferðar á eftir að reynast mér ómetanleg.
Meira
Vinur minn Magnús er látinn. Hann vissi að hverju stefndi, en höggið var þungt, þegar andlátsfregnin barst. Magnús sýndi mikið æðruleysi og hetjuskap í baráttu sinni gegn illvígum sjúkdómi, sem að lokum lagði hann að velli. Hans er og verður sárt saknað og þá ekki síst af fjölskyldu sinni, sem umvafði hann kærleika og hlýju allt til enda.
Meira
Magnúsi kynntist ég í kjölfarið á kynnum mínum af syni hans og besta vini mínum, Hauki. Þótt í fyrstu hafi mér fundist Magnús dulur persónuleiki kynntist ég fljótt hans rétta karakter, húmor hans og lífsskoðunum. Hann var engum líkur, einn þessara "orginal" manna sem stöðugt fer fækkandi, því miður. Á námsárum Hauks lærði hann oft á tíðum hjá pabba sínum á Skúlagötunni.
Meira
MAGNÚS ÓSKARSSON Magnús Óskarsson fæddist á Akureyri 10. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 2. febrúar.
Meira
SIGURÐUR KR. SVEINBJÖRNSSON Sigurður Kr. Sveinbjörnsson forstjóri fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1908. Hann lést í Landakotsspítala hinn 25. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 1. febrúar.
Meira
Með láti Sigurðar Sveinbjörnssonar er fallinn frá einn af brautryðjendum íslensks málmiðnaðar á þessari öld. Starfsævi hans var ekki einasta löng heldur líka óvenju farsæl og örvandi fyrir málmiðnaðinn í heild enda lét hann sig allt skipta sem horfði til framfara í greininni. Sigurður hóf nám í vélsmíði hér á landi en lauk því síðan hjá Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn árið 1930.
Meira
Hún tekur upp á því að verða áttræð í dag, blessunin hún frænka mín úr Húnavatnssýslu. Sigurlaug Sigurðardóttir sparivinkona mín og frænka (Skeggstaðaætt) er ekkert venjuleg, hvorki sem kona né manneskja. Hún fluttist suður kornung og skellti sér óðar út í lífsbaráttuna í asfaltfrumskógi litlu stórborgarinnar fór strax að vinna fyrir sér, fyrst vann hún verzlunarstörf í virðulegum bútikkum.
Meira
Stefanía Katrín frænka mín hefur kvatt í hárri elli. Stebba, eins og hún var kölluð, var ömmusystir mín og eins konar þriðja amma okkar barnabarna Rúnu ömmu. Það var mikill fengur í því að eiga þrjár ömmur. Þegar ég var lítil bjuggum við fjölskyldan í sama húsi og afi, amma, Stebba og maðurinn hennar Eiki. Ég minnist þess því að það var víða sem lítil stelpa var velkomin.
Meira
STEFANÍA KATRÍN ÓFEIGSDÓTTIR Stefanía Katrín Ófeigsdóttir fæddist á Miðhúsum í Gnúpverjahreppi 31. október 1906. Hún lést á Landspítalanum 12. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. janúar.
Meira
"Vitur faðir veit að hljóðlátt faðmlag læknar flest sár," stendur einhvers staðar skrifað og lýsir það vel hvernig faðir pabbi okkar var. Pabbi hugsaði fyrst og fremst um það að búa fjölskyldu sinni gott heimili. Hann vann ávallt mikið og leit á vinnusemi og heiðarleika sem höfuðdyggð hvers manns.
Meira
Elsku afi. Þegar þú komst í heimsókn máttir þú alltaf vera að því að tala við okkur, spila við okkur og hlusta á okkur syngja og spila. Þú varst líka kominn til þess að vera með okkur. Takk fyrir, þetta er okkur mikils virði. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér.
Meira
SVEINN STEFÁNSSON Sveinn Stefánsson fæddist í Brekkugerði í Fljótsdal 22. október 1934. Hann lést á heimili sínu í Smárahlíð í Hrunamannahreppi 20. janúar síðastliðinn. Hann var elsti sonur hjónanna Stefáns Sveinssonar, f. 1.11. 1911, d. 1943, og Jóhönnu J. Kjerúlf, f. 14.9. 1911. Seinni maður Jóhönnu var Andrés M. Kjerúlf, f. 21.1. 1921, d. 21.2. 1979.
Meira
Þessar línur úr sálminum fallega, Fögur er foldin, hafa nú í haust og vetur lifað með mér. Í fjölskyldu okkar hafa orðið kynslóðaskipti. Feður okkar Hreiðars voru dánir fyrir mörgum árum. Móðir okkar systkina lést hinn 8. október síðastliðinn og nú er hann Ingvar blessaður, sambýlismaður hennar mömmu síðustu 26 árin, látinn. Ingvar fékk hægt andlát að morgni 29. janúar eftir tíu daga sjúkleika.
Meira
LOKAGENGI hlutabréfa lækkaði í helztu kauphöllum Evrópu í gær og hækkun jensins stöðvaðist. Beðið var niðurstöðu funda evrópska seðlabankans og þess bandaríska um vexti og ekki búizt við breytingum. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu hafði Dow Jones hækkað um 25 punkta.
Meira
Í DAG, fimmtudag, verður Álfheimabakarí opnað eftir miklar breytingar. Jóhannes Baldursson bakarameistari sem rekur bakaríið í samstarfi við Mylluna segir að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum. "Við ætlum að haga úrvalinu eftir klukkunni, þ.e.a.s.
Meira
Græna línan í Vesturbæjarapótek VERSLUNIN Græna línan er flutt í Vesturbæjarapótek. Græna línan hefur selt Marja Entrich snyrtivörur frá árinu 1983 er Guðný Guðmundsdóttir stofnaði verslunina. Auk þess sem vörurnar koma til með að fást í apótekinu verður þar einnig boðið upp á þá húð- og heilsuráðgjöf sem var í Grænu línunni.
Meira
SÉRVERSLUN Hlauparans í Kringlunni býður nú viðskiptavinum sínum að gera þriggja ára samning við verslunina um ákveðna mánaðarlega úttekt af greiðslukorti sínu. Verslunin veitir í staðinn 20% afslátt af vörum sínum og stundum hærri afslátt.
Meira
NÝLEGA var opnuð snyrtistofa að Garðatorgi 3 þar sem áður var Snyrtihöllin. Stofan heitir nú KARIN HERZOG snyrtistofa og býður hún upp á sömu þjónustu og aðrar KARIN HERZOG snyrtistofur sem eru í Sviss, London og New York. Í fréttatilkynningu frá snyrtistofunni segir að starfsemi stofunnar byggi á uppfinningum dr.
Meira
MISVEL er staðið að verðmerkingum í verslunum. Það má sjá á fjórum könnunum Samkeppnisstofnunar á síðasta ári þar sem 200 vörutegundir voru teknar fyrir í hverri verslun eða alls 10.906 vörur. Í 93,2% tilvika var samræmi milli hillu- og kassaverðs.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. febrúar, er fimmtug Valdís Finnbogadóttir, Hlíðarbraut 3, Blönduósi. Eiginmaður hennar er Hilmar Kristjánsson Hreiðarsson. Valdís er að heiman á afmælisdaginn.
Meira
AÐALFUNDUR safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn mánudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir flytur erindi um að búa ein/einn eftir skilnað eða fráfall maka. Kaffiveitingar. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 1417. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhannesarbréf lesin og skýrð.
Meira
MIKLAR breytingar hafa orðið á gestalista Bridshátíðar síðustu dagana. Ítalska landsliðið sendi óvænt afboð og Kyle Larsen og Alan Sontag hafa einnig tilkynnt forföll. Sem betur fer fáum við frændur okkar Norðmenn til að fylla í skarðið, en þaðan kemur sterkt lið: Tor Helnes, Jon Egil Furunes, Boye Brogeland og Erik Sælensminde.
Meira
Sveit Ljósbrár Baldursdóttur sigraði í parasveitakeppninni sem fram fór um helgina. Auk Ljósbrár spiluðu í sigursveitinni Esther Jakobsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Björn Eysteinsson, Gylfi Baldursson og Björn Eysteinsson. Sveitin hlaut samtals 139 stig, þrettán stigum meira en sveitin Æðsti Strumpur, sem varð í öðru sæti með 126 stig.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Harpa Þorláksdóttir og Sturla Fanndal Birkisson. Heimili þeirra er í Reykjavík.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Eyrarbakkakirkju af sr. Kristni Á. Friðfinnssyni Ingibjörg Eva Arnardóttir og Gunnar Sveinsson. Heimili þeirra er að Spóarima 1, Selfossi.
Meira
UM DAGINN las ég í dagblaði að alltaf ætti að nota frekar ferskt grænmeti en frosið. Skýringin var eitthvað á þá leið að það þyrfti svo mikið vatn til að sjóða frosið grænmeti, en hið ferska mætti gufusjóða eða setja í örbylgjuofn. Hvílík reginfirra.
Meira
Þegar ljóst var að í febrúarþætti Spuna myndi verða uppskrift að sjali var þeirri spurningu varpað fram við mig; hver er munurinn á sjali og hyrnu? Við eftirgrennslan á gömlum uppskriftum hér og þar þá virðast þessi orð, "sjal" og "hyrna", vera notuð jafnt yfir klæði sem lagt er yfir herðarnar. Skv. orðabók Máls og menningar kemur þó fram munur á þessum orðum.
Meira
Í dag er fimmtudagur 4. febrúar, 35. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ég bið þess, að trú þín, sem þú átt með oss, verði mikilvirk í þekkingunni á öllu því góða, sem tilheyrir Kristi. (Fílemonsbréfið, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hrísey, Skapti og Mælifellfóru í gær.
Meira
FALSJÁTNING! Þegar ég heyrði þetta orð í sjónvarpsfréttunum 26. janúar flaug í gegnum huga minn atburður frá því í æsku. Ég er innan við fermingu, þegar saga þessi gerist. Þrír piltar 1617 ára eru á skyttiríi suður með sjó. Stefnan er tekin út á Berg og endað í Helguvík. Það eru fáir mávar í skotfæri og lítið hefur verið keypt af skotum, því mestallur aur fer í skellinöðrur og bíó.
Meira
LÍFIÐ er skemmtilega slungið. Ef andleg heilsa leyfir opnast mörgum öldruðum æ fleiri hólf skynjunar, sem að öllum óvörum senda ýmis boð til vitundarinnar sem sameinar þau lífsreynsluþáttum er tíminn hefur leitt í ljós að eru á rökum byggðir.
Meira
SUNNUDAGINN 17. janúar fjallaði Víkverji um þann sið, að viðskiptavinir Kaffivagnsins gætu fengið sér í nefið við kassann í "boði hússins", um leið og þeir greiddu reikninginn. Þess var jafnframt getið, að á bensínstöðvum OLÍS væri þessi háttur viðhafður og hefði verið lengi.
Meira
Jón Viktor Gunnarsson er í efsta sæti á Skákþingi Reykjavíkur að loknum sjö umferðum. ÞEGAR sjö umferðir hafa verið tefldar á Skákþingi Reykjavíkur er Jón Viktor Gunnarsson efstur á mótinu með 6 vinning og hefur hálfs vinnings forskot á Sigurbjörn Björnsson úr Hafnarfirði. Jón Viktor sigraði á mótinu í fyrra og er langstigahæsti keppandinn nú.
Meira
Blaðaskrif Sverris Hermannssonar og fylgismanna hins nýja flokks hans minna á stundum um margt á Þjóðviljann sáluga. Skrif Þjóðviljans einkenndust, sem kunnugt er, af mikilli heift og ofstæki, fúkyrðaflaumi, útúrsnúningum, samsæriskenningum, frumstæðum sæmdaráskorunum og, í besta falli, barnslegri einfeldni.
Meira
1. ÞETTA er eini fiskurinn sem við getum haft með kisu. 2. AF hverju viltu ekki gera þetta? Svona kom pabbi þinn dráttarvélinni alltaf í gang í gamla daga. 3. TRYGGINGIN nær raunar yfir fall af húsþaki, en tekur ekki til þess að þú féllst á götuna. 4. ÞEGAR hann finnur út hvaða klukka hringir, er hann orðinn nægilega vakandi til að hefja daginn. 5.
Meira
ÞEGAR Glenn Hoddle var leystur frá störfum, var hann 23. þjálfarinn af þeim 32 sem stjórnuðu liðum í HM í Frakklandi sl. sumar, sem eru hættir sem landsliðsþjálfarar. Listinn yfir þjálfarana, sem eru hættir, er þannig: Argentína: Daniel Passarella, hætti, Marcelo Bielsa tók við. Brasilía: Mario Zagallo, rekinn, Vanderley Luxemburgo tók við.
Meira
FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Leicester hafa gefið Martin O'Neill, knattspyrnustjóra liðsins, leyfi til að bjóða Bolton metupphæð fyrir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsmann í knattspyrnu, sem er á sölulista hjá Bolton. Um er að ræða 3,5 millj. punda, eða um 402 millj. ísl. kr. Leicester hefur mest greitt tvær millj. punda fyrir leikmann.
Meira
ROLAND Barr, verðlaunahafi á Ólympíuleikunum 1992 og 1996 í róðri sagði í gær, að vilji knattspyrna og hjólreiðar ekki sætta sig við þær reglur sem settar eru um lyfjabann íþróttamanna verði að sleppa þeim í dagskrá Ólympíuleika, þar til þær sætta sig við reglurnar.
Meira
ARGENTÍNSKI miðvallarleikmaðurinn Fernando Redondo hjá Real Madrid, sem meiddist á hné á æfingu upp úr miðjum desember, verður frá keppni enn um sinn. Hann getur því ekki leikið stórleikinn gegn Barcelona á Camp Nou 14. febrúar.
Meira
ARSENAL hefur ákveðið að lána tvo leikmenn sína til Aþenuliðsins AEK í Grikklandi, sem Arnar Grétarsson leikur með. Það eru þeir Christopher Wreh og Alberto Mendez, sem eru lánaðir til vorsins. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, ákvað þetta eftir að búið var að ganga frá kaupum á tveimur nýjum miðherjum Nígeríumanninum Nwankwo Kanu frá Inter á þrjár millj.
Meira
Það var sannkallaður baráttuleikur þegar Selfyssingar tóku á móti ÍR-ingum í gærkvöldi. Heimamenn höfðu betur og sigruðu 25:24 og Björgvin Rúnarsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti í lok leiks. Þetta var fjórði sigur Selfyssinga í vetur, en liðið er enn í neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta/KR.
Meira
Bikardrottningarnar höfðu betur Stúdínur skelltu KA-stúlkum í undanúrslitum bikarkeppninnar í Hagaskólanum í gærkvöldi 3:0 og eru komnar í úrslit sjötta árið í röð. Bikarkeppnin er leikin samkvæmt nýju stigareglum Alþjóða blaksambandsins og þá er gefið stig eftir hverja skorpu en hrinurnar enduðu 25:16, 25:19 og 25:8 eftir aðeins 46 mínútna leik.
Meira
Erfiðlega hefur gengið að fá fólk til sjálfboðastarfa hjá íþróttafélögum í Reykjavík og hafa sumar deildir lognast útaf vegna þessa, eins og t.d. körfuknattleiksdeild Fylkis. Valur B. Jónatansson ræddi við formann ÍBR og spurði m.a. um þetta vandamál íþróttafélaganna og hvort sambandið hefði einhverjar hugmyndir um breytingar í ljósi nýrra tíma.
Meira
BRASILÍUMENN hafa orðið við ósk Barcelona um að þeir sendi landslið sitt til Barcelona til að mæta Barcelona-liðinu í leik 28. apríl á Camp Nou í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Brasilíumenn voru ekki hrifnir af hugmyndinni til að byrja með, en eftir pressu frá íþróttafyrirtækinu Nike gáfu þeir eftir. Nike er styrktaraðili brasilíska landsliðsins og Barcelona.
Meira
BRODDI Kristjánsson, Íslandsmeistari í einliðaleik karla í badminton, fær harða keppni á 50 ára Meistaramóti Íslands sem fer fram um helgina en dregið var í töfluröð í gær. Broddi, sem hefur verið Íslandsmeistari 14 sinnum síðan 1980, er sigurstranglegastur og situr hjá í fyrstu umferð en mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Þorsteins Hængssonar og Sveins Sölvasonar.
Meira
EINN fremsti millivegahlaupari fyrr og síðar og tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi, Bretinn Sebastian Coe, gagnrýndi bandarísk íþróttayfirvöld fyrir meðferð mála spretthlauparans Dennis Mitchell.
Meira
FINNSKI nýliðinn hjá Chelsea, Mikael Forssell, skoraði í tvígang er hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lundúnaliðsins gegn Oxford í öðrum leik liðanna í 4. umferð bikarkeppninnar í gærkvöldi. Chelsea vann öruggan sigur, 4:2. Forssell, sem er 17 ára og kom til liðs við Chelsea í desember sl.
Meira
ÍSLANDS- og bikarmeistarar Valsmanna eru í miklum öldudal og í gærkvöldi töpuðu þeir fjórða deildarleik sínum í röð, nú gegn Fram á heimavelli 23:24. Sigur gestanna var þó máske mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, því Framarar höfðu lengst af mjög örugga forystu, mest átta mörk í seinni hálfleik.
Meira
SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram í handknattleik, svo gott sem gengið frá þriggja ára samningi um þjálfun þýska 2. deildar liðsins Bayer Dormagen. Það eina sem skilur á milli er að Guðmundur á eftir að ganga frá öllum lausum endum hjá vinnuveitendum sínum hér á landi.
Meira
JÓHANNA Rós Ágústsdóttir í Gerplu, Íslandsmeistari í þolfimi og Íþróttamaður Kópavogs 1998, varð í níunda sæti á Opna hollenska meistaramótinu í þolfimi, sem fór fram um helgina. Hún fékk samtals 14,1 stig fyrir listfengi, erfiðleika og tækni en franska stúlkan sem sigraði fékk 15,45 stig.
Meira
KA-MENN gerðu góða ferð suður þrátt fyrir mótvind á leiðinni í flugvélinni, skelltu Stjörnunni í Garðabænum, 26:25. Leiknum var seinkað um tíu mínútur vegna þess hve seint KA-liðið kom úr fluginu. "Ég vil þakka Stjörnunni fyrir að seinka leiknum fyrir okkur meðan við vorum að ná okkur niður á jörðina eftir flugið," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, kampakátur eftir annan sigur liðsins í röð.
Meira
Úrvalsdeildin: Manchester United - Derby1:0 Dwight Yorke 65. 55.174. Staða efstu liða: Man. Utd. 24138351:2647 Chelsea 231110234:1943 Aston Villa
Meira
Markverðir: David Seaman (Arsenal), Nigel Martyn (Leeds), Richard Wright (Ipswich). Varnarmenn: Martin Keown (Arsenal), Andy Hinchcliffe (Sheff. Wed.), Graeme Le Saux (Chelsea), Gary Neville (Man. Utd.), Rio Ferdinand (West Ham), Sol Campbell (Tottenham), Gareth Southgate (Aston Villa), Tony Adams (Arsenal).
Meira
ENSKA úrvalsdeildarfélagið Manchester United er langríkasta og tekjuhæsta knattspyrnufélag í heimi. Yfirburðir félagsins eru slíkir að velta þess er næstum helmingi meiri en velta spænska stórliðsins Barcelona sem er í öðru sæti. Þetta kemur fram í nýrri könnun alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche og breska knattspyrnutímaritsins FourFourTwo sem birt var í gær.
Meira
MEISTARAEFNIN úr Mosfellsbæ lentu heldur betur í kröppum dansi í bráðfjörugum leik í gærkvöldi. Haukar úr Hafnarfirði voru í heimsókn og eftir miklar sveiflur voru gestinir með pálmann í höndunum er þrjár mínutur voru til leiksloka, 24:21, en heimamenn bitu á jaxlinn og gerðu síðustu þrjú mörkin og liðin skiptu á milli sín stigunum.
Meira
SVISSNESKA stúlkan Martina Hingis sigraði þriðja sinni í einliðaleik á Opna ástralska mótinu í tennis um síðustu helgi. Hún gerði raunar gott betur því hún sigraði einnig í tvíliðaleik og var það einnig í þriðja sinn. Árangur hennar setur hana í flokk þeirra allra bestu frá upphafi.
Meira
RÓBERT Sighvatsson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Bayer Dormagen til næstu þriggja ára. Róbert hefur verið í herbúðum liðsins sl. tvö ár og hefði samningur hans runnið út í vor. "Ég fékk tilboð frá fleiri liðum, bæði í 1. og 2. deild, en kaus að vera áfram hjá Dormageno og þar kom einkum tvennt til.
Meira
RÚSSLAND ætlar að leika við Andorra í Vladíkavkaz, sem er í Suður-Rússlandi rétt við landamæri Georgíu, í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu 31. mars. Að undanförnu hafa Rússar yfirleitt leikið í Moskvu en þeir töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni, síðast á móti Íslandi á Laugardalsvelli í október sem leið,
Meira
RÚSSNESKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Dimitri Torgovanov, sem hefur leikið með Frankfurt í Þýskalandi, er genginn til liðs við 2. deildarliðsins Solingen.
Meira
PETER Schmeichel, markvörður Man. Utd., verður fyrirliði landsliðs Danmerkur í leik gegn Króatíu í Split 10. febrúar. Bo Johansson, landsliðsþjálfari Dana og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti í gær átján manna landsliðshóp sinn, sem heldur til Króatíu. Markverðir: Peter Schmeichel (Man. Utd.), Thomas Sörensen (Sunderland).
Meira
TIM Sherwwod er á leið til Tottenham frá Blackburn Rovers þar sem hann hefur ekki leikið stórt hlutverk upp á síðkastið. Talið er að Tottenham greiði um 4 milljónir punda, um 480 milljónir króna, fyrir kappann. "Ég er að vonast til þess að frá þessu verði gengið á morgun [í dag]," sagði David Pleat, framkævmdastjóri Tottenham, í gærkvöldi.
Meira
RÚNAR Geirmundsson, formaður aðalstjórnar Fylkis, harmar mjög að leggja þurfi niður körfuknattleiksdeild félagsins. Hann segir að rekstrargrundvöllur deildarinnar sé brostinn. "Meðan ekki fæst fólk til að starfa fyrir deildina og fáir vilja greiða æfingagjöld, er þessu sjálfhætt. Það þýðir ekkert að halda áfram meðan skuldir hlaðast upp.
Meira
Tveir Íslendingar eru meðal keppenda á heimsmeistaramóti 18-20 ára í norrænum greinum sem nú stendur yfir í í Salfelden í Austurríki. Þeir kepptu í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð í gær. Baldur Ingvarsson frá Akureyri hafnaði í 67. sæti og var þremur mínútum á eftir sigurvegaranum, sem er frá Þýskalandi.
Meira
VALDIMAR Grímsson og Dagur Sigurðsson voru taldir bestu menn Wuppertal er liðið vann sinn fyrsta leik á árinu er það tók á móti Frankfurt á heimavelli í gærkvöldi, 28:24. Valdimar gerði 6/3 mörk og var markahæstur ásamt Stig Rasch. Dagur Sigurðsson skoraði 5 mörk og Geir Sveinsson var með eitt, þá skoraði Dimitrí Filippov 5/2 mörk fyrir Wuppertal.
Meira
Pan Pacifico open í Tókíó Einliðaleikur kvenna, fyrsta umferð: Elena Likhovtseva (Rússl.) vann Elena Tatarkova (Úkraínu) 4-6 6-4 6-2 5-Steffi Graf (Þýskalandi) vann Samantha Reeves (Bandar.) 6-0 6-1 Mariaan de Swardt (Suður-Afríku) vann Miho Saeki (Japan) 6-3 6-4 Mary Joe Fernandez (Bandar.
Meira
ÞAÐ var ekki Viggó Sigurðsson sem gleymdi að setja vinstrihandarskyttuna Mirza Saric á leikskýrslu fyrir leik Wuppertal við Kiel í Wuppertal, eins og mátti lesa úr frétt um Viggó og Wuppertal í gær. Viggó var aftur á móti afar óhress eftir að dómarar leiksins stöðvuðu hann eftir aðeins eina mín. og sýndu Saric rauða spjaldið, þar sem hann lék án þess að vera á leikskýrslu.
Meira
HOWARD Wilkinson, sem tekið hefur til bráðabirgða við stjórn enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri í uppnámi yfir atburðum síðustu daga og uppsögn Glenn Hoddles, en jafnframt ánægður með þann heiður sem sér hefði verið sýndur.
Meira
Við vorum viðbúnir og búnir að æfa mótleik við þessari vörn en það gekk samt ekki upp auk þess, sem þeir vildu frekar vinna," sagði Gunnar Már Gíslason úr HK eftir 21:18 tap fyrir Gróttu/KR á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
Meira
Þjóðverjinn G¨unther H¨uber kom til landsins um helgina á vegum Badmintonsambands Íslands, BSÍ, og starfar næstu mánuði við að kynna, efla og kenna íþróttina á landsbyggðinni. Badmintonsambandið fékk 20.000 dollara styrk, um 1,4 millj. kr., frá Ólympíusamhjálpinni vegna verkefnisins og sóttust nokkrir erlendir þjálfarar eftir starfinu.
Meira
ÞRÍR bestu snókerspilarar landsins, Jóhannes B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson og Jóhannes R. Jóhannesson eru farnir til Frakklands, þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri sveitakeppni í Grenoble. Keppt verður í fjórum riðlum, efsta liðið í hverjum riðli kemst í undanúrslit.
Meira
BARCELONA, Long Beach og Montreal hafa sótt um að halda heimsmeistarakeppnina í 50 metra laug í sundi 2003. Alþjóða sundsambandið ákveður mótsstað 30. mars áður en HM í 25 metra laug hefst í Hong Kong. HM í 50 metra laug 2001 verður í Fukuoka í Japan.
Meira
Reuters Með sigurbros á vörAUSTURRÍSKA stúlkan Alexandra Meissnitzer fagnaði í gærsigri í risasvig á heimsmeistaramótinu í skíðaíþróttum semfram fer þessa dagana í Vail í Coloradoríki í Bandaríkjunum.Meissinitser sigraði á tímanum 1.20,53, landa hennar, Renate Götschl var önnur á 1.
Meira
ANDEY ÍS 440 kom frá Póllandi til heimahafnar í Súðavík um síðustu helgi að lokinni lengingu og svo gagngerum endurbótum, að heita má að um nýtt skip sé að ræða. Andey er í eigu Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og kom inn í fyrirtækið þegar Frosti hf. í Súðavík sameinaðist því.
Meira
LOÐNUSKIPIN héldu flest úr höfn í gærmorgun eftir þriggja daga brælu á miðunum. Flest bendir nú til þess að loðnan sé gengin upp á landgrunnið og voru mörg skip komin í land í gær til að taka um borð grynnri nætur.
Meira
GÓÐ flokkun loðnunnar skiptir höfuðmáli á komandi loðnuvertíð. Japanskir kaupendur hafa lítinn sem engan áhuga á smáloðnu og verð fyrir minnstu stærðarflokkana hefur lækkað mikið frá síðustu vertíð. Afkoma framleiðenda hér á landi byggist því á hvernig loðna kemur úr hafinu þegar frystingin hefst á næstu vikum.
Meira
2000-vandinn hjá Kópavogsbæ GENGIÐ hefur verið frá samningi á milli Tæknivals hf. og bæjarsjóðs Kópavogs um allsherjar úttekt á 2000-heldni allra tölva og tölvubúnaðar sem heyrir undir Kópavogsbæ. Þetta er stærsti úttektarsamningur á 2000-vandanum sem Tæknival hefur gert til þessa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Meira
AUKNING varð á öllum sviðum í rekstri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á nýliðnu ári, 1998. "Við erum ákaflega stolt af þessum árangri sem er að þakka fyrst og fremst duglegu og áhugasömu starfsfólki og viðskiptavinum okkar sem margir hafa sótt til okkar þjónustu þau 13 ár sem fyrirtækið hefur starfað," segir Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar,
Meira
UPPHAF ehf. á og rekur AKOplast á Akureyri en auk þess á félagið meirihluta í Kexsmiðjunni á Akureyri. Stefnt er að því að sameina rekstur AKOplasts og Plastos- umbúða í eitt fyrirtæki á næstu vikum en ekki liggur fyrir hvort framleiðsla fyrirtækisins verði í húsnæði AKOplasts á Akureyri eða í húsnæði
Meira
LJÓST er að ákvörðun fjármálaráðherra um niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á þessu ári um 21 milljarð króna, þar af 16 milljarða af innlendum skuldum, hefur haft góð áhrif á fjármagnsmarkaðinn. Vextir á langtímabréfum hafa farið lækkandi og bankar eru farnir að lækka vexti á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum inn- og útlánum sínum.
Meira
ATM-Rannsóknarverkefnið (Asynchronous Transfer Mode) er íslenskt verkefni sem felst í að skoða kosti bandvíðra fjarskipta, einkum fyrir fjarmenntun og fjarlækningar. Verkefnið má upphaflega rekja til samevrópska Amuse-verkefnisins sem Landssíminn vann að um fjögurra ára skeið.
Meira
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Malasíu ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd. Þangað kom hann frá Suður-Afríku þar sem hann festi í sessi samstarf ráðuneytisins við þarlenda aðila vegna nýsköpunar í iðnaði. Hæst bar verkefni vegna byggingar polyol-verksmiðju. Aðdragandi málsins er að árið 1994 var fyrirtækið Ískem ehf.
Meira
FRÁ því útgáfa á sérritinu Iceland Business á ensku hófst fyrir fjórum árum hafa aldrei komið út jafnmörg rit og á síðastliðnu ári eða alls fjögur. Í fréttatilkynningu kemur fram að eftirtalin sérrit komu út á árinu 1998: The Digital Island hugbúnaðarframleiðsla á Íslandi Iceland's Seafood Industry sjávarútvegur, veiðar, vinnsla,
Meira
NÁMSKEIÐ vegna samkeppni um viðskiptaáætlanir undir kjörorðinu Nýsköpun '99 hefjast eftir tæpa viku eða nánar tiltekið miðvikudaginn 10. febrúar nk. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, að sögn G. Ágústs Péturssonar, verkefnisstjóra, og þegar hafa vel á þriðja hundrað aðilar óskað eftir gögnum til þátttöku í verkefninu.
Meira
VERÐ hlutabréfa í Pirelli hjólbarðafyrirtækinu hækkaði um allt að 6,8% þegar skýrt var frá betri hagnaði en búizt hafði verið við og fréttir bárust um hugsanlega uppstokkun í greininni vegna væntanlegra samninga Goodyear í Bandaríkjunum og Sumitomo í Japan.
Meira
IBM hefur boðað útgáfu nýrra hlutabréfa að dæmi Microsoft og verð bréfa í fyrirtækinu hækkaði um 4,50 dollara í 186,50 dollara í bandarískum kauphallarviðskiptum. Útistandandi hlutabréfum IBM fjölgar í um 4,69 milljarða við útgáfu hinna nýju hlutabréfa í maí. IBM gaf síðast út ný hlutabréf í janúar 1997. Verð bréfa í fyrirtækinu hefur hækkað um 85% á 12 mánuðum.
Meira
ÍSLENSK fjölskylda hyggst opna Kentucky Fried-veitingastað á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á næstu vikum. Veitingastaðurinn Pizza 67 var áður í sama húsnæði en rekstri hans var hætt um miðjan síðasta mánuð.
Meira
Íslensk fyrirtæki 1999 ÚT ER kominn 29. árgangur bókarinnar Íslensk fyrirtæki. Hefur fyrirtækjum fjölgað um 10% sem kaupa skráningu í bókina, miðað við síðasta ár. Í bókinni birtast enn ítarlegri upplýsingar en áður um fjölda fyrirtækja.
Meira
LÝSI HF. hefur gert samning um dreifingu og sölu á vörum sínum við malasískt fyrirtæki, ABC Exhibition Services. Undirritun samningsins fór fram á kaupstefnu íslenskra fyrirtækja, sem haldin var í gær í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu.
Meira
Á FUNDINUM kom fram að fyrirtæki mega gera ráð fyrir töluverðum kostnaði við það að koma sínum málum í lag fyrir aldamótin. Sem dæmi hefur verið talið að meira en 80% danskra fyrirtækja þurfi að reiða fram yfir eina milljón króna til að gera tölvukerfi sín 2000-held.
Meira
Í FRAMTÍÐINNI munu íslenskir fjárfestar, við mat á fjárfestingakostum, væntanlega leggja vaxandi áherslu á hlutverk æðstu stjórnenda fyrirtækja í þeim efnum. Til þess að fyrirtæki nái markmiðum um arðsemi eigin fjár getur hæfni stjórnandans og hlutdeild hans í viðgangi fyrirtækisins vegið þungt.
Meira
Jón S. Helgason er fæddur í Reykjavík 5. febrúar 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1989 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1993. Jón hóf störf hjá KPMG Endurskoðun hf. í október 1993 og löggildingu til endurskoðunarstarfa í byrjun árs 1998. Hann starfaði hjá SPRON meðfram námi.
Meira
ÞRÍR nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á undanförnum mánuðum til kennslu, ráðgjafar og útgáfumála. ÁRNI Stefán Guðnason hóf störf í september sl. við kennslu og tölvuumsjón. Hann er vélfræðingur að mennt frá Vélskóla Íslands og starfaði í 14 ár sem kennari við Bændaskólann á Hólum, m.a. í tölvukennslu.
Meira
SÆVAR Helgason, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Sjávarútvegssjóði Íslands og Hlutabréfasjóði Norðurlands hjá Kaupþingi Norðurlands. Sævar tekur við starfinu af Tryggva Tryggvasyni. Sævar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1993 og sveinsprófi í málaraiðn árið 1994. Hann lauk B.Sc.
Meira
SIGURÐUR Þór Sigurðsson, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari, hefur hafið störf hjá Verðbréfastofunni hf. Sigurður Þór lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum á Akureyri árið 1984, viðskiptafræðiprófi af fjármála- og reikningshaldssviði frá Háskóla Íslands vorið 1991 og löggildingarprófi í verðbréfamiðlun í júlí 1998. Sigurður Þór hefur m.a.
Meira
HAGNAÐUR Nýherja hf. á síðasta ári nam 113 milljónum króna samanborið við 74 m.kr. hagnað árið á undan. Ljóst er að mikil umskipti hafa átt sér stað á rekstrinum undanfarin misseri eftir 105 milljóna króna tap félagsins árið 1996. Hagnaður af reglulegri starfsemi í fyrra nam 151 milljón króna og hækkaði um 97 milljónir frá 1997.
Meira
RENNIVERKSTÆÐI Péturs Einarssonar hefur keypt Formstál og Harðmálmsskerpingu Elísar. Framvegis verða þessi 3 fyrirtæki rekin undir nafninu Skerpingar og renniverkstæði Péturs Einarssonar. Framleiðsla verður á ABM steypumótatengjum og almenn rennismíði. Auk skerpinga á sagarblöðum, skurðarhnífum og fræsitönnum fyrir járnsmiði, trésmiði og pappírsiðnað.
Meira
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Landsteinar hefur gengið frá samningi við Tívolí í Kaupmannahöfn um sölu, uppsetningu og aðlögun á heildarverslunarkerfi fyrir starfsemi skemmtigarðsins. Í fréttatilkynningu frá Landsteinum segir að kerfið frá Landsteinum muni stýra rekstri allra verslana í Tívolí en það hefur sjálfvirk samskipti við afgreiðslukassa verslananna,
Meira
BANDARÍSKA hjólbarðafyrirtækið Goodyear Tire & Rubber Co. hefur skýrt frá því að það hyggist koma á fót alþjóðlegu bandalagi ásamt Sumitomo Rubber Industries Ltd. í Japan og segja upp 2.800 manns, eða 3% starfsliðs Goodyear, með uppstokkun, sem muni gera fyrirtækið að mesta hjólbarðaframleiðanda heims.
Meira
SJÁLFSTÆTT starfandi arkitektar stofnuðu fyrir nokkru sérstakt félag til að sinna þeim málum sem mest snerta þessa aðila. Formaður félagsins var kjörin Albína Thordarson, Gestur Ólafsson, varaformaður og ritari, Ævar Harðarson, gjaldkeri og meðstjórnendur Gylfi Guðjónsson og Richard Briem.
Meira
EYSTEINN segir að ástæða þess að starfsemi fyrirtækisins var endurmetin sé sú að aðstæður, einkum í alþjóðlegu samhengi, séu síbreytilegar. Útflutningur sé meiri og orðin ein helsta kjölfestan í plastumbúðaframleiðslu fyrirtækisins. "Að sama skapi hefur innflutningur aukist og markaðurinn orðið harðari.
Meira
LANDSBANKI Íslands hf. og Jón Ólafsson í Skífunni kynntu í gær samstarf um uppbyggingu á Arnarneslandi. Stefnt er að því að framkvæmdir á svæðinu hefjist sem fyrst en báðir aðilar leggja áherslu á að eiga gott samstarf við bæjaryfirvöld í Garðabæ. Landsbankinn fjármagnaði kaupin á Arnarneslandi og hyggst í framhaldi bjóða fjármögnun í tengslum við uppbyggingu á svæðinu. Halldór J.
Meira
AÐ HALDA sérstakt endurmenntunarnámskeið fyrir stjórnendur hér á landi og að fá til þess erlenda kennara er nýbreytni í starfsemi fyrirtækjanna Íslandsbanka, Flugleiða og Sjóvár-Almennra. Vaninn hefur verið að senda
Meira
Forathuganir gefa til kynna að hagkvæmt sé að reisa polyol- verksmiðju hér á landi. Fjárfesting í slíkri verksmiðju gæti numið um tíu milljörðum króna og er þá kostnaður við gufuöflun ekki meðtalinn. Verksmiðjan yrði best í sveit sett nálægt kraftmiklu gufuaflssvæði og höfn og má búast við að hún veiti á milli 60-70 manns vinnu.
Meira
EINS og fram kom í Morgunblaðinu um síðustu helgi lánar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins fé til sjávarútvegsfyrirtækisins Pesquera Siglo í Guaymas í Mexíkó, sem er í eigu Granda og Þormóðs Ramma/Sæbergs og mexíkóskra aðila, án ábyrgða íslensku eignaraðilanna.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.