TVEIMUR rússneskum geimförum mistókst í gær að endurvarpa sólarljósinu á myrka staði á jörðu. Voru allar tilraunir þeirra til að opna spegilinn árangurslausar. Spegillinn er risastór, 25 metra breiður þegar hann hefur verið felldur út, en hann flæktist í loftneti strax í fyrstu tilraun til að opna hann.
Meira
FLOGIÐ var í skyndi með Hussein Jórdaníukonung áleiðis heim frá Bandaríkjunum í gærkvöldi, þar sem beinmergsflutningsaðgerð sem hann gekkst undir vegna krabbameins skilaði ekki þeim árangri sem vonazt hafði verið til. Varð konungurinn fyrir líffærabilun í kjölfar aðgerðarinnar, að því er talsmenn konungshallarinnar í Amman greindu frá.
Meira
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að heimila birtingu valinna kafla úr yfirheyrslum sem fram fóru í upphafi vikunnar yfir Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, og öðrum vitnum í réttarhaldinu til embættismissis yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta.
Meira
STUÐNINGSFÓLK Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, hrópar slagorð fyrir utan brezka sendiráðið í höfuðborginni Santiago í gær. Endurteknum málflutningi í máli Pinochets fyrir lávarðadeild brezka þingsins, æðsta áfrýjunardómstóli Bretlands, lauk í gær,
Meira
"ÆVINTÝRI holdsveikinnar" á í harðri samkeppni við "Um eistnakrabbamein í reykháfssópurum og öðrum" sem fáránlegasti bókartitill allra tíma, í keppni sem rithöfundarnir Russell Ash og Brian Lake hafa efnt til. Gætu þó bókatitlarnir "Gerðu það sjálfur líkkistur fyrir gæludýr og menn" og "Handsprengjukast sem háskólaíþrótt" gert þeim skráveifu.
Meira
SERBNESKA þingið samþykkti nærri því samhljóða í gær að fulltrúar Serba skyldu taka þátt í viðræðum um frið í Kosovo-héraði, sem fara eiga fram í Frakklandi um helgina. Þingið sagði hins vegar útilokað að erlent herlið sæi um að fylgja framkvæmd hugsanlegs friðarsamkomulags eftir.
Meira
TAP af rekstri sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells hf. á Dalvík nam 380 milljónum króna á síðasta rsktrarári. Mest varð tapið af rækjuvinnslu 112 milljónir króna, 67 milljónir af útgerð, 50 milljónir af starfsemi í Sandgerði og 32 milljónir af pökkunarstöð fyrirtækisins í Hrísey.
Meira
EFTIRFARANDI tilkynning hefur borist frá MS-félagi Íslands Af gefnu tilefni vill stjórn MS- félags Íslands taka fram að frá því í haust hafa verið seldir sérprentaðir afmælisspilastokkar til einstaklinga og fer sala þessi fram í gegnum síma. Spilasalan stendur enn yfir og verður næstu vikur. Engin önnur fjársöfnun stendur yfir gagnvart einstaklingum.
Meira
KOLBEINN Árnason, formaður Íbúasamtaka Grjótaþorps, segir að samtökin hafi aldrei gert athugasemdir við rekstur veitingastaðar í Fichersundi, heldur hafi þau lagst gegn rekstri skemmtistaðar þar, þar sem slíkur rekstur eigi ekki heima í skipulögðu íbúðarhverfi. Í Morgunblaðinu s.l.
Meira
Áform um veitingarekstur í Fálkahúsinu Í ERINDI byggingarfulltrúa sem lagt hefur verið fram til kynningar í borgarráði kemur fram að fyrirspurn hafi borist um hvort leyft verði að breyta miðhluta hússins við Hafnarstræti 13, Fálkahússins, í veitingahús og fundaraðstöðu.
Meira
ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að einn bankastjóri verði við Seðlabanka Íslands í stað þriggja eins og nú er gert ráð fyrir í lögum um Seðlabankann.
Meira
DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag frumvarp til laga um kosningar til Alþingis, en þar er um að ræða heildarendurskoðun gildandi laga. Fyrst og fremst er um að ræða breytingar á ýmsum tæknilegum atriðum varðandi kosningar til Alþingis og eiga nýju lögin að hafa tekið gildi fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Meira
ALRÍKISDÓMSTÓLL í Washington í Bandaríkjunum kvað upp dóm sl. miðvikudag í máli sem Eimskipafélag Íslands hf. höfðaði vegna útboðs sjóflutninga fyrir varnarliðið. Flutningarnir voru boðnir út á síðasta ári og úthlutað til Transatlantic Lines-Iceland ehf.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að veita Sjóklæðagerðinni hf. 5,5 milljóna króna stofnstyrk úr Framkvæmdasjóði Akureyrar vegna flutnings á starfsemi fyrirtækisins til Akureyrar. Samþykktin kemur í framhaldi af viðræðum forsvarsmenna bæjarins og fyrirtækisins. Sjóklæðagerðin hf.
Meira
VERA má að rauðvín frá Chile sé ekki eins hátt skrifað hjá víngæðingum og það bezta sem Frakkland hefur upp á að bjóða, en af nýjum vísindalegum rannsóknum að dæma mun það chileska vera hollara. Vísindamenn við háskólann í Glasgow komust að því, að ákveðnir ávextir, grænmeti og vín innihalda hlutfallslega mikið af flavónóli,
Meira
DANSLEIKUR fyrir fatlaða verður haldinn í Árseli laugardagskvöldið 6. febrúar frá kl. 2023. Dansleikurinn er furðufataball og þeir sem mæta í furðufötum borga 300 kr. en hinir 400 kr. Aldurstakmark er 16 ára.
Meira
Dregið í Kappakstursleik DREGIÐ hefur verið í Kappakstrinum mikla, leik sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Stjörnubíói, Liverpool og Ásbirni Ólafssyni ehf. Í leiknum svöruðu þátttakendur nokkrum léttum spurningum um sígildu leikbrúðumyndina Álfhól: Kappaksturinn mikla sem Stjörnubíó endurfrumsýndi nýlega með íslensku tali og endurbættri hljóðrás.
Meira
HÁSKÓLABÍÓ í samvinnu við Sálarrannsóknarskólann stendur að sýningu á myndinni "Egypski Prinsinn" eða "The Prince of Egypt" á föstudagskvöldið 5. febrúar kl. 21 í Háskólabíói. Mynd þessi, sem er teiknimynd, fjallar um sögusvið Gamla testamentisins, og er öðrum þræði saga Móses og ættkvíslar Davíðs, og herleiðingarinnar og því upphafs Ísraelsþjóðarinnar.
Meira
Einar Trausti Sveinsson íþróttamaður Borgarbyggðar 1998 Borgarnesi-EINAR Trausti Sveinsson íþróttamaður, sem var þriðji í spjótkasti á heimsmeistaramóti fatlaðra á liðnu ári, hefur verið kjörinn bæði íþróttamaður Borgarbyggðar og Borgarfjarðar.
Meira
FJÓRIR hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu grunaðir um aðild að þjófnaði glæsibifreiðar af Jagúargerð. Einn mannanna, sem handtekinn var á þriðjudag, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Meira
Laxamýri-Fjölmennur bændafundur var haldinn á Breiðumýri í vikunni og voru afuðasölumál mjólkuriðnaðarins á Norðurlandi aðalumræðuefnið. Á fundinn mætti Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda og hélt erindi um málefni atvinnugreinarinnar í heild og þá einkum um nauðsyn þess að hafa sterkari tök á sölumálunum til þess að færa mjólkurbændum betri kjör.
Meira
SKYNSAMLEG efnahagsstjórn reist á stöðugu gengi og aðhaldi í ríkisfjármálum hefur treyst uppsveifluna í sessi, segir meðal annars í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um efnahagsmál á Íslandi. Hins vegar feli fjárlög vegna yfirstandandi árs ekki í sér nægilegt aðhald í ríkisfjármálum.
Meira
STJÓRN Félags ungra tannlækna hefur sent frá sér ályktun þar sem auknum réttindum aldraðra og öryrkja til endurgreiðslu vegna tannlæknisþjónustu er fagnað. Segir að einnig beri að fagna lengingu endurgreiðslualdurs unglinga í 18 ár.
Meira
ÍRSKA stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórn landsins á þingfundi í gær vegna þeirrar ákvörðunar embættis saksóknara að fara einungis fram á manndrápsdóm yfir fjórum liðsmönnum Írska lýðveldishersins (IRA) sem nú viðurkenna að hafa staðið fyrir morðinu á írskum lögreglumanni sumarið 1996. Staðhæfði Bertie Ahern forsætisráðherra að stjórnvöld hefðu ekkert haft með ákvörðunina að gera.
Meira
FJÓRAR einkasýningar og ein safnsýning verða opnaðar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, á morgun, laugardag, kl. 16. Að einkasýningunum standa listamennirnir Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunnar Straumland og Jón Sæmundur Auðarson. Umsjónarmenn safnsýningarinnar eru Pétur Örn Friðriksson og Birgir Snæbjörn Birgisson.
Meira
Fornleifagröftur landnámsbýlisins á Snæfellsnesi Fjármögnun frekari rannsókna hafin DR. BJARNI F. Einarsson fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur Írskubúðir á Snæfellsnesi, segir að rannsóknir muni halda áfram í búðunum um leið og fjármagn fæst til verksins.
Meira
FJÖLBREYTT kvöld-og helgarnámskeið verða á vegum Menntasmiðjunnar og jafnréttisnefndar í febrúar. Mikil eftirspurn er meðal kvenna eftir byrjendanámskeiðum í tölvutækni og ensku. Einnig hefur mikið verið spurt um sjálfsstyrkinganámskið og kynningu á vinnu með drauma.
Meira
KÍNVERSK stjórnvöld hafa hert tök sín á Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins, sent aukinn herafla þangað og handtekið hundruð manna, sem grunuð eru um trúarofstæki og hryðjuverk. Hafa mannréttindasamtök sakað Kínverja um tilviljanakenndar handtökur og pyntingar en þau neita því.
Meira
LYKILATRIÐI friðarviðræðna Serba og Kosovo-Albana um Kosovo, sem hefjast eiga á morgun, laugardag, í Rambouillet í Frakklandi, er að þær gangi skjótt fyrir sig, að mati nokkurra þeirra embættismanna sem að þeim standa.
Meira
FORMAÐUR allsherjarnefndar Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, hefur kallað allsherjarnefnd saman á fund strax eftir helgi m.a. til að ræða niðurstöður nýgengins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem komst að þeirri niðurstöðu að skerðing skaðabóta, vegna aldurs tjónþola á grundvelli skaðabótalaga, teldist brjóta í bága við jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar.
Meira
Í TILEFNI alþjóða trúarbragðadagsins sem er sunnudaginn 7. febrúar verður staðið fyrir fundi um hlutverk trúarbragða í fjölhyggju þjóðfélagi í stofu 102 í Odda og hefst fundurinn klukkan 15. Ýmsir aðilar sem tengjast trúarbrögðum á einn eða annan hátt í mannlífi þjóðfélagsins standa fyrir fundinum. Þetta eru m.a.
Meira
PRÓFESSOR Nathaniel Lichfield heldur fyrirlestur um þróun svæðisskipulags á Vesturlöndum undanfarin 50 ár á Grand Hótel í Reykjavík laugardaginn 6. febrúar. Skipulagsfræðingafélag Íslands og samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið standa fyrir fyrirlestrinum. Hann er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
Meira
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra mun í næstu viku eiga fund í Þórshöfn með Helenu Dam á Neystabø, sem fer með heilbrigðismál í færeysku landsstjórninni. Á fundinum verður rætt um hugsanlega samvinnu á milli Íslands og Færeyja á sviði heilbrigðismála.
Meira
GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir alþingismaður hefur ákveðið að taka 8. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu prófkjörs um síðustu helgi. Guðný hafði áður lýst því yfir að hún ætlaði ekki að taka sætið.
Meira
HLJÓMSVEITIN Gus Gus heldur tónleika í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli 20. febrúar næstkomandi. Þar flytur hljómsveitin m.a. efni af nýrri breiðskífu This Is Normal sem kemur út 26. apríl um allan heim. Gus Gus fer til London 26. febrúar og heldur tvenna tónleika þar.
Meira
REPÚBLIKANAR í öldungadeild Bandaríkjaþings leggja nú mikið kapp á að tryggja að réttarhöldunum í máli Bills Clintons forseta ljúki ekki með því að hann verði sýknaður af ákærunum um að hafa framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar án þess að verða víttur með einhverjum hætti.
Meira
SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar í gær brást Háskóli Íslands á árunum 1990 til 1994 skyldu sinni til að gera almennar ráðstafanir sem fylgja námi fatlaðs nemanda við skólann. Fyrir vikið fékk blindur nemandi við viðskiptadeild, Ragna Guðmundsdóttir, ekki þá aðstoð og aðstöðu sem fötlun hennar krafðist. Voru henni dæmdar kr. 600.
Meira
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurðað að 7. grein sameignarsamnings um húseignina Kaupang á Akureyri standi ekki í vegi fyrir því að hluti húseignarinnar sé leigður undir gleraugnasölu, en önnur gleraugnasala er fyrir í húsinu.
Meira
HEIMSFERÐIR hafa nú opnað bókunarþjónustu á Netinu, en undanfarið ár hefur ný heimasíða Heimsferða verið í þróun og eru nú birtar nýjustu upplýsingar um allar ferðir Heimsferða um leið og þær fara á markaðinn. Viðskiptavinir geta skoðað upplýsingar um alla áfangastaði fyrirtækisins og um leið skoðað upplýsingar um alla gististaði, verð, ferðatilhögum og leitað hagnýtra upplýsinga.
Meira
"ÞAÐ mátti ekki tæpara standa að við kæmumst út," sagði Gestur Árskóg, bílstjóri á Dalvík, sem ásamt föður sínum, Jóhannesi Árskóg, slapp með naumindum út úr brennandi vöruflutningabíl sínum á þjóðveginum milli Húsavíkur og Akureyrar, á móts við Aðaldalsflugvöll í gærdag. "Ég fann skyndilega lykt í bílnum og svo fór að rjúka upp um gólfið.
Meira
Fyrir skömmu birtist í blöðunum auglýsing þar sem tímaritið Húsfreyjan boðaði sauma- og prjónakeppni í samvinnu við iðnaðarráðuneytið. Segir í auglýsingunni að keppnin sé ætluð áhugafólki um prjóna- og saumaskap. Keppt verður í fjórum flokkum. Umsjónarmenn þessarar keppni eru Inger Anna Aikman og Margrét Blöndal.
Meira
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. var valið "Fyrirtæki ársins 1998 á Akureyri". Við athöfn þar sem veitt var viðurkenning vegna þessa var einnig tilkynnt að Kaupþing Norðurlands hlyti sérstaka viðurkenningu fyrir framlag til atvinnulífs og Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, hlaut viðurkenningu fyrir frumkvæði og áræði í starfi.
Meira
XANANA Gusmao, leiðtogi uppreisnarmanna í Austur-Tímor, kvaðst í gær ekki hafa hugsað sér að verða leiðtogi stjórnvalda í A- Tímor, hvort sem landið hlýtur sjálfstæði eða verður fullvalda ríki innan Indónesíu. Gusmao afplánar nú tuttugu ára fangelsisdóm í Jakarta en verður senn fluttur í stofufangelsi.
Meira
INGIBJÖRG Pálsdóttir Eggerz sendiherrafrú og listmálari lést 2. febrúar sl. á Borgarspítalanum 82 ára að aldri. Ingibjörg var fædd 18. júlí 1916, dóttir Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti útgerðarmanns, stórkaupmanns og ræðismanns Íslands í Færeyjum, og Hildar Stefánsdóttur frá Auðkúlu.
Meira
JÓHANNES Gíslason bassasöngvari kemur fram á 8. stigs tónleikum í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit á sunnudagskvöld, 7. febrúar kl. 20.30. Á tónleikunum flytur Jóhannes innlend og erlend sönglög og aríur við undirleik Dorotheu D. Tómasdóttur píanóleikara og Hannesar Þ. Guðrúnarsonar gítarleikara. Jóhannes lauk 8.
Meira
Jökulvatn fellur í Gígju HRIKALEG náttúra blasir við þegar komið er að upptökum Gígju, en þar streymir nú hlaupvatn undan Skeiðarárjökli. Hlaupið óx hægt en örugglega í gær og mældist rennslið í Skeiðará um 1.700 rúmmetrar á sekúndu í gærkvöldi. Rennslið í Gígju var um 200 rúmmetrar á sekúndu.
Meira
ÆTTLEIÐINGUM barna á Íslandi hefur farið fækkandi síðustu tólf árin og voru þær fæstar 28 árið 1995. Áður hafði ættleiðingum hins vegar farið fjölgandi og voru flestar 89 árið 1985. Þetta kemur m.a. fram í frumvarpi til nýrra ættleiðingalaga, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra og starfandi dómsmálaráðherra, mælti fyrir á Alþingi í gær.
Meira
LEICESTER City, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, festi í gær kaup á íslenska landsliðsframherjanum Arnari Gunnlaugssyni frá 1. deildarliðinu Bolton. Kaupverð Arnars er talið vera á bilinu 240 til 290 milljónir króna og þar með er ljóst að Arnar er dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Bolton fékk formlegt tilboð í gær og gekk að því.
Meira
KRISTJÁN Jónsson, forstjóri á Akureyri, lést 3. febrúar síðastliðinn, 80 ára að aldri. Kristján fæddist á Akureyri 31. október 1919. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, verkstjóri í síldarsöltun, og Lovísa Jónsdóttir. Kristján hóf strax og hann hafði aldur til störf með föður sínum á síldarplönum, bæði á Akureyri og Siglufirði.
Meira
NÚ á vormisseri ætlar Taflfélagið Hellir að gangast fyrir nokkrum mótum sem eingöngu verða fyrir konur. Ekkert aldurstakmark er á þessum mótum og vonast aðstandendur mótsins til að sjá sem flesta þátttakendur, bæði þær stúlkur sem eru virkastar svo og aðrar sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma. Fyrsta mótið verður haldið laugardaginn 6. febrúar og hefst kl. 13.
Meira
VINALÍNAN og Rauðakrosshúsið halda sameiginlegan kynningarfund um starfsemi sína í Sjálfboðamiðstöð R-RKÍ að Hverfisgötu 105 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14 og kl. 20 fyrir verðandi sjálfboðaliða. Vinalínan er starfrækt af Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og er símaþjónusta fyrir 18 ára og eldir sem opin er öll kvöld kl. 2023.
Meira
DEUTSCHE Bank, stærsti banki í Þýskalandi, lánaði fé til ýmissa fyrirtækja, sem tóku á sínum tíma þátt í að reisa útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Kom þetta fram í gær hjá Manfred Pohl, yfirmanni sögustofnunar bankans. Kemur þetta á heldur slæmum tíma fyrir bankann en ýmsir ættingjar þeirra, sem létu lífið í Helförinni, hafa krafist bóta af honum.
Meira
Í GREIN Elsu Pétursdóttur, Fréttaannáll rjúpnavinar 1998, sem birtist í gær, misritaðist ártal. Hið rétta er að veiðikort voru fyrst tekin í notkun árið 1995 en ekki 1996 eins og stendur í greininni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
Meira
"LOÐNAN byrjaði að veiðast skömmu eftir hádegi, hún er stór og falleg og við sjáum mikið af henni en hún er hins vegar talsvert dreifð," sagði Sigurður Sigurðsson skipstjóri á Erni KE um klukkan 22 í gærkvöldi, en þá var skipið á veiðum um tíu mílur suðaustur af Hrollaugseyjum.
Meira
TVEIM málverkum var stolið af sýningu á veitingastaðnum Við Tjörnina í síðustu viku. Verkin eru eftir Sigríði Gísladóttur myndlistarmann og höfðu verið í tvo mánuði á sýningunni ásamt fjórum öðrum málverkum. Hin stolnu málverk eru bæði máluð með olíu á striga. Annað þeirra nefnist Sárabindi og er 34x34 cm að stærð.
Meira
TÍU bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Prófkjörið fer fram á laugardag. Menn bjóða sig fram í mismunandi tilgangi, sumir ganga með þingmann í maganum en aðrir virðast frekar vonast eftir varaþingmannssæti.
Meira
"ÞAÐ eru greinilega margir sem kenna í brjósti um fuglana þegar tíðin er slæm því sprenging hefur orðið í sölu fuglafóðurs hjá Kötlu," sagði Kristinn Vagnsson markaðsstjóri í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið Katla, sem stofnað var árið 1954, hefur í gegnum tíðina selt Íslendingum púðursykur, sósujafnara og rasp, en ásamt þessu hefur fyrirtækið selt fuglafóður í nokkur ár.
Meira
JEROME W. Church, herforingi og yfirmaður upplýsinga- og fræðsludeildar SHAPE (Supreme Headquarters Allied Powers Europe), heldur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála, Hótel Sögu, laugardaginn 6. febrúar nk. sem hefst kl. 12.
Meira
HANDVERKS- og tómstundamiðstöðinni Punktinum hefur verið sagt upp núverandi húsnæði á Gleráreyrum, þar sem áður var skóverksmiðja. Landsbanki Íslands á húsnæðið, en Punkturinn hefur verið starfræktur í því síðustu fimm ár. Kristbjörg Magnadóttir, forstöðumaður Punktsins, sagði að öðrum sem einnig væru í húsnæðinu hefði einnig verið sagt upp, þ.e.
Meira
HULDA Ólafsdóttir, sem hafnaði í 3. sæti Kvennalistahólfsins í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, kveðst ekki vonsvikin vegna þeirrar ákvörðunar Guðnýjar Guðbjörnsdóttur að hætta við að yfirgefa listann. Um tíma stefndi í að Hulda settist í 8. sætið í stað Guðnýjar, en í gærmorgun tilkynnti Guðný að hún hygðist þiggja sætið vegna fjölda áskorana.
Meira
Þorlákshöfn-Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gengst fyrir námstefnu um góða nýtingu neysluvatns fyrir matvælafyrirtæki, vatnsveitustjóra, starfsmenn vatnsveitna, tæknifólk og aðra sem áhuga hafa á góðri nýtingu neysluvatns. Fyrsti hluti námstefnunnar hefur þegar verið haldinn í Þorlákshöfn. Þátttaka var mjög góð eða um 35 manns víða af landinu.
Meira
INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að gatnagerðargjöld séu lögð á til að innheimta kostnað við gatnagerð. Ummæli borgarstjóra um að gjöldin kunni að hækka í Reykjavík sé dæmi um nýja leið til að auka skattheimtu og gjöld borgarbúa. "Gatnagerðargjöld byggjast ekki á verði á landi," segir Inga Jóna.
Meira
ÁHEYRENDUR risu úr sætum og hylltu Sinfóníuhljómsveit Íslands, einleikarann, Björn Steinar Sólbergsson, og hljómsveitarstjórann, En Shao, að loknum flutningi á Orgelkonsert Jóns Leifs í Hallgrímskirkju í gærkvöldi.
Meira
ÓVISSA ríkir um hvert verður framhald sjóflutninga fyrir varnarliðið í kjölfar niðurstöðu alríkisdómstóls í Washington í máli sem Eimskip höfðaði vegna útboðs flutningadeildar bandaríska hersins. Í dómnum segir að hnekkja beri þeirri ákvörðun Bandaríkjahers að ganga að tilboðum Atlantsskipa ehf.
Meira
Paparnir á Oddvitanum PAPARNIR, hinu einu og sönnu, leika á skemmtistaðnum Oddvitanum, Strandgötu 53 á Akureyri, á laugardagskvöld, 6. febrúar. Húsið verður opnað kl. 22. Forsala aðgöngumiða er í Bílasölunni Ósi.
Meira
PÁLL Gíslason handknattleiksmaður var valinn íþróttamaður Þórs árið 1998, en hann hefur verið lykilmaður í handknattleiksliði félagsins til fjölda ára. Lið Þórs er einmitt í efsta sæti í annarri deild um þessar mundir. Páll er einnig liðtækur knattspyrnumaður og hefur leikið fjölda leikja með Þór en í fyrrasumar gekk hann til liðs við Leiftur í Ólafsfirði þar sem hann leikur enn.
Meira
FLUGVÖLLURINN verður ekki færður á þessu skipulagstímabili, um það þarf enginn að efast, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í gær, en skipulagstímabilið nær til ársins 2016. Fram kom á fundi borgarstjórnar að nú er að ljúka vinnu við deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið.
Meira
UNGVERSKA rokkhljómsveitin Omega hyggst skrá sig á hlutabréfamarkaðnum í Búdapest fyrir lok ársins. Einn hljómsveitarmannanna, Janos Kobor, segir að hljómsveitin hyggist halda tónleika síðar á árinu og þeir sem vilji sækja þá þurfi að kaupa hlutabréf sem verði seld á svipuðu verði og aðgöngumiðar.
Meira
SAMKVÆMT 2. mgr. 11. gr. laga nr. 133/1994, um atvinnuréttindi útlendinga, hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið upphæð vasapeninga er greiða skal útlendingi sem ráðinn er í vist á íslenskt heimili (au pairráðning). Ráðuneytið hefur ákveðið að þessi upphæð skuli ekki vera lægri en 27.254 kr. á mánuði á árinu 1999.
Meira
DÓMUR hefur fallið í máli sem höfðað var af tveimur félagasamtökum og fjórum læknum gegn andstæðingum fóstureyðinga í Portland í Oregon-fylki. Samkvæmt dómnum ber baráttusamtökum gegn fóstureyðingum að greiða læknunum 107 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir að birta nöfn, myndir og persónulegar upplýsingar þeirra á vefsíðu samtakanna.
Meira
RÚMT eitt ár er liðið frá því að punktakerfi vegna ökumanna sem brjóta af sér í umferðinni var tekið í notkun. Í desember á síðasta ári höfðu 14.866 aðilar fengið punkta í skrá Ríkislögreglustjóra, þar af 11.022 karlar. Þetta kemur fram í BA-verkefni Ástu Dísar Óladóttur og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur um punktakerfið við félagsvísindadeild.
Meira
VATN jókst í Skeiðará í gær og treysta vatnamælingamenn sér ekki til að fullyrða hvort hlaupið í ánni hefur náð hámarki. Engar teljandi skemmdir hafa orðið á mannvirkjum í hlaupinu. Jarðvísindamenn ætla í dag að fara upp að Grímsvötnum og skoða aðstæður þar. Í fyrrakvöld mældu vatnamælingamenn rennslið í Skeiðará og reyndist það vera 1.300 rúmmetrar á sekúndu.
Meira
ÁRLEGT sólarkaffi Arnfirðingafélagsins verður haldið á sunnudaginn 7. febrúar í Áskirkju í Reykjavík. Dagskráin hefst með guðsþjónustu kl. 14. Þar prédikar prestur fæddur í Austmannsdal í Ketildölum og uppalinn á Bíldudal, sr. Sigurjón Einarsson, fyrrverandi prófastur. Sóknarpresturinn, sr.
Meira
ÞÝSKA dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung hefur birt lesendabréf frá Þór Whitehead sagnfræðingi þar sem hann gagnrýnir harkalega skrif blaðsins um Goethe-miðstöðina í Reykjavík. Frankfurter Allgemeine Zeitungbirti 23.
Meira
VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð heldur stofnfund sinn föstudag og laugardag 5. og 6. febrúar í Borgartúni 6 í Reykjavík. Setningarathöfn hefst klukkan 17.30 og eftir matarhlé verður skipað í starfsnefndir og fundarsköp afgreidd. Þá er á dagskrá fyrri umræða um lagafrumvarp, tillaga að stefnuyfirlýsingu og 1. útgáfu málefnahandbókar og almennar umræður.
Meira
SÆNSKA verktakafyrirtækið Skanska Dredging var með lægsta tilboðið í dýpkun innsiglingarinnar til Grindavíkur, en tilboðin voru opnuð í gær. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar var 456.440.000 krónur og bauð sænska fyrirtækið 403.786.660 krónur, sem er 88,5% af kostnaðaráætlun. Van Oord ACZ var með hæsta tilboðið, en það hljóðaði upp á 1.031.574.000 krónur.
Meira
ÁTTA sveitir yngri flokka mættu til leiks í sveitakeppni grunnskóla sem Skákfélag Akureyrar gekkst fyrir nýlega. Fóru leikar þannig að A-sveit Brekkuskóla sigraði, fékk 23 vinninga af 28 mögulegum.
Meira
"ÞAÐ kemur mér mjög á óvart ef einhver ágreiningur er um þá forgangsröðun sem verið hefur um uppbyggingu í heilsugæslunni í Reykjavík," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra um ályktun sem samþykkt var í borgarráði um heilsugæsluna í borginni. Í ályktuninni er lýst óánægju með þjónustu heilsugæslunnar í Grafarvogi og víðar í borginni.
Meira
HÓPUR fólks sem vísað var úr breskri þotu sem var á leið til Jamaíka í Karíbahafinu kom í fyrradag aftur til Bretlands eftir að hafa verið strandaglópar í þrjá daga í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst að fullu ránið í söluturninum á Grundarstíg á miðvikudagskvöld. Tveir menn stóðu að ráninu og beið annar þeirra fyrir utan söluturninn meðan hinn fór inn og ógnaði afgreiðslustúlku með dúkahnífi og rændi úr peningakassanum nokkur þúsund krónum, sem mennirnir skiptu á milli sín.
Meira
SÖNGSVEITIN Drangey heldur sitt árlega þorrakaffi í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 7. febrúar nk. Húsið verður opnað kl. 14.30. Veisluhlaðborð verður að skagfirskum sið og söngsveitin tekur lagið fyrir gesti undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Undirleikari verður Ólafur Vignir Albertsson.
Meira
ÆÐRULEYSISGUÐSÞJÓNUSTA verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 7. febrúar kl. 20.30. Tilgangurinn með henni er að benda á tengslin milli Biblíunnar og 12 reynsluspora AA-samtakanna. Hjörtur Steinbergsson organisti leikur á orgelið fyrir athöfnina og í henni, en auk hans annast Snorri Guðvarðarson, Viðar Garðarsson og Inga Eydal tónlist. Sr.
Meira
HILLARY Rodham Clinton og dóttir hennar, Chelsea, á forsíðu tímaritsins People. Birtir það grein um þær mæðgur þrátt fyrir höfð mótmæli Hvíta hússins, sem þakkaði jafnframt öðrum fjölmiðlum fyrir að hafa látið Chelsea að mestu í friði.
Meira
RANNSÓKNIR eru grunnurinn að framförum á öllum sviðum atvinnulífs og menningar. Framsæknar þjóðir á borð við Bandaríkin, Japan og Svíþjóð hafa haft þetta að leiðarljósi enda standa þær framarlega í vísindum, tækni og menningu.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir á vefsíðu sinni: "Tími Jóhönnu Sigurðardóttur kom loksins í prófkjöri bræðingsins eða Samfylkingarinnar í Reykjavík laugardaginn 30. janúar. Hún sigraði þar glæsilega marga skæða keppinauta. Er einsýnt, að hún á að taka við forystu í Samfylkingunni á landsvísu."
Meira
Til 10. febrúar. Opið daglega frá kl. 1123.30. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ væri synd ef Gallerí Hornið tæki upp á því að hætta starfsemi án þessa að hafa boðið gestum sínum upp á verulega góða sýningu. En það geta ekki allir verið góðir. "Einhvers staðar verða vondir að vera," sagði óvætturin í Drangey, um leið og hún reyndi að steypa Guðmundi biskup góða fyrir björg.
Meira
AUKASÝNING verður á barnaleikritinu Góðan dag Einar Áskell í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun, laugardag, kl. 14. Leikritið er gert eftir hinum kunnu sögum sænska höfundarins Gunillu Bergström um Einar Áskel og byggist á þremur bókum um Einar Áskel. Leikarar eru Skúli Gautason og Pétur Eggerz.
Meira
TOMAS Straussler fæddist 3. júlí 1937 í borginni Zlín á Mæri í Tékkóslóvakíu, en borgin var áður nefnd Gottwaldov upp á þýsku. Faðir hans, sem var læknir, var sendur til Singapúr af fyrirtæki sem hann starfaði hjá og fjölskyldan varð þar innlyksa er Japanar tóku borgina í heimsstyrjöldinni síðari.
Meira
SVEINN Einarsson fjallar um Biblíuna og leikhúsið í Bústaðakirkju kl. 15.30 á biblíudaginn, sunnudaginn 7. febrúar. Sérstaklega mun hann taka fyrir helgileikjahefðina, fjalla um þróun hennar í helgihaldi og hvernig kristin mótív hafa komið fram í leikritum í gegnum tíðina. Arnar Jónsson og Ragnheiður Elva Arnardóttir munu lesa upp úr nokkrum verkanna sem verða til umfjöllunar.
Meira
ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur áfram þeirri stefnu að bjóða til liðs við sig þekktum danshöfundum frá Evrópu, í bland við íslenska frumsköpun. Rui Horta, þekktur kraftmikill danshöfundur sem samið hefur verk fyrir nokkra af fremstu ballettflokkum Evrópu, þar á meðal Cullberg Ballet í Svíþjóð og Nederlands Dans Teater.
Meira
Hutchence með sólóskífu og kvikmynd SÖNGVARINN Michael Hutchence var að vinna að sólóplötu áður en hann stytti sér aldur árið 1997 og verður hún gefin út í sumar, að því er ástralska útgáfufyrirtækið V2 Records tilkynnti á miðvikudag.
Meira
"AÐ NJÓTA leiklistar" er yfirskrift námskeiðs undir stjórn Jóns Viðars Jónssonar leiklistarfræðings, sem fer fram í stofu 201 í Odda og hefst kl. 20.30 þriðjudagskvöldið 9. febrúar. Námskeiðið er haldið á vegum Félags íslenskra háskólakvenna og er öllum opið. Þátttakendur hittast fyrst sunnudagskvöldið 7. febrúar í Iðnó, til að sjá sýningu Hvunndagsleikhússins á Frú Klein eftir Nicholas Wright.
Meira
Í KVÖLD mun breski plötusnúðurinn Justice troða upp í Norðurkjallara MH á vegum Listafélags skólans. Justice leikur harða elektrókennda drum og bass tónlist en sækir einnig innblástur frá djassi. Koma hans til landsins er á vegum Virkni, en næsta Virknikvöld er á Kaffi Thomsen á sunnudagskvöldið og mun Justice koma þar fram ásamt DJ Adda og DJ Óla.
Meira
Leikstjórn: Shekhar Kapur. Handrit: Michael Hirst. Aðalhlutverk: Cate Blanchett, Joseph Fiennes, Christopher Eccleston, Geoffrey Rush, Sir Richard Attenborough. Polygram 1998.
Meira
SÉRSTAKT kvennakvöld verður í Borgarleikhúsinu á sunnudag, í tilefni þess að aftur eru hafnar sýningar á Mávahlátri eftir Kristínu Marju Baldursdóttir. Kvennakvöldið hefst kl. 19 með því að Ingibjörg Hafstað kynnir verkið í forsal leikhússins. Eftir sýningu gefst kostur á að taka þátt í umræðum með þátttöku leikstjóra verksins, Þórhildar Þorleifsdóttur, og leikara í forsal.
Meira
GUNNAR Helgason hefur tekið við hlutverki Agnars af Jóni Stefáni Kristjánssyni í tölvuskopleiknum Vírusi sem Stoppleikhópurinn sýnir í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Næsta sýning verður á morgun, laugardag.
Meira
Á FÖSTUDAGINN var sagði sænski ráðherra menningarinnar, Marita Ulvskog, 22. kvikmyndahátíð Gautaborgar setta. Danska myndin Maðurinn sem vildi ekki deyja eða "Manden som ikke ville dö" framleidd af Final Cut Produktions 1999, var opnunarmyndin að lokinni 12 mínútna sænskri stuttmynd Ferðin eða "Färden" eftir Koresh Mirhosseini,
Meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú verk, íslenzkt og erlend í bland, í Borgarleikhúsinu í kvöld "Mig langar til að gleðja það er allt og sumt" Kæra Lóló er nýtt verk sem Hlíf Svavarsdóttir hefur samið fyrir Íslenska dansflokkinn og verður frumsýnt á stóra sviði B
Meira
JÓN Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður heldur námskeið um teiknimyndagerð í fyrirlestrasal MHÍ, Barmahlíð, Skipholti 1 er hefst 13. febrúar. Farið verður yfir grundvallaratriði í klassískri teiknimyndagerð og hún tengd nútíma tölvutækni í gerð teiknimynda. Námskeið í módelteikningum hefst 15. febrúar.
Meira
TÓNLEIKAR eldri nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar verða haldnir í sal grunnskólans á Ísafirði á morgun, laugardag, kl. 17. Á dagskrá verða verk eftir Händel, Beethoven, Grieg, Schumann, Debussy og fleiri klassíska höfunda.
Meira
Það mallar ýmislegt góðgæti í pottunum hjá Gus Gus sem heldur fyrstu tónleika með lögum af nýrri breiðskífu 20. feb. í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Pétur Blöndaltalaði við lagahöfundana Sigurð Kjartansson og Daníel Ágúst um allt frá Eurovision til skapaháraraksturs.
Meira
ÞAÐ kann að hafa tekið Butabi bræðurna óvenju langan tíma að hafa klárað framhaldsskólanámið, en engu að síður hafa þeir nú að því loknu gert sér grein fyrir því að framtíðin gæti boðið upp á ýmislegt fleira en starf í silkiblómabúð föður þeirra.
Meira
Opið alla daga á tímum Ráðhússins. Til 14. febrúar. Aðgangur ókeypis. ÝMSUM mun þykja undarlegt, að ekki birtist regluleg listrýni varðandi sýningar í Tjarnarsal Ráðhússins, en hér er í mörg horn að líta. Fyrst og fremst er um að ræða opið rými sem úthlutað er í ýmsum tilgangi eins og hefð er að víða um heim.
Meira
"ÞAÐ er athyglisvert að sjá Era á toppi listans, því þetta er alveg nýtt efni," segir Kristján Helgi Stefánsson kynningarfulltrúi Japís sem bætir því við að hann hafi ekki átt von á því að sjá írsku sveitina U2 víkja fyrir tiltölulega nýjum listamanni. "En ég held að talsvert hafi verið spilað í útvarpinu af þessari plötu Era og það hefur alltaf áhrif.
Meira
Jón Leifs: Requiem (stj. Hörður Áskelsson); Orgelkonsert. Bruckner: Sinfónía nr. 6. Björn Steinar Sólbergsson, orgel; Mótettukór Hallgrímskirkju; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Ens Shaos. Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.
Meira
Gus Gus byrjaði í ágúst árið 1995. Breiðskífan Gus Gus kom út á Íslandi í nóvember árið 1995. Polydistortion kom út í apríl árið 1997 og var endurgerð fyrri breiðskífunnar. Hún kom út samtímis á helstu mörkuðum heims og hefur selst í yfir 250 þúsund eintökum. Breska tískufyrirtækið Dr.
Meira
Opið 1419 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 14. febrúar. GUÐBJÖRG Lind tekur sér eyjar sem viðfangsefni á stórri sýningu sem nú stendur í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru fleiri en tuttugu málverk sem öll eru af eyjum og mynda í raun eins konar tegundaskrá yfir eyjar sýna fjölbreytta lögun þeirra og þær ólíku nafngiftir sem eyjum tengjast.
Meira
MYNDLISTARMAÐURINN G.R. Lúðvíksson opnar sýningu á veðurteikningum á Mokkakaffi á morgun, laugardag. Þetta er önnur sýningin af tólf í sýningarröðinni Land og þjóð 1999. Á sýningunni eru veðurteikningar sem unnar eru þannig að penni hangir í bandi yfir striganum, í pennann er fest fjöður og vindurinn feykir pennanum til og frá eftir vindstyrk og átt.
Meira
Í BÆNUM Pleasantville í Bandaríkjunum hefur aldrei rignt. Þar hefur aldrei borið á hatri og árásargirni; jafnvel tár þekkjast ekki. Þar hefur heldur aldrei sprungið dekk undir bíl. Enginn þar hefur séð rauða rós eða listaverk yfirleitt. Fyrr en nú, að tveir nútímatáningar sem gæða þennan dularfulla, svarthvíta svefnbæ, sem virðist fastur í 6.
Meira
Ágætu Kópavogsbúar Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, skrifar: Í PRÓFKJÖRI samfylkingarinar hér á Reykjanesi er í framboði mikið ágætisfólk. Það er mikilvægt fyrir framgang listans að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og taki þannig þátt í að velja öflugan og sigurstranglegan lista.
Meira
Baráttumaðurinn Árni Johnsen Guðlaugur Friðþórsson sjómaður, Vestmannaeyjum, skrifar: ÁRNI Johnsen er ólíkur flestum mönnum sem nú sitja á þingi Íslendinga. Fyrir það að skera sig úr hefur hann mætt andstöðu og rógi, þeirra sem vilja að allir séu steyptir í sama mót.
Meira
Birna Sigurjónsdóttir í 3. sætið í Reykjaneskjördæmi Hallveig Thordarson framhaldsskólakennari: Ein af þeim sem gefur kost á sér í 34. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi er Birna Sigurjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Snælandsskóla í Kópavogi.
Meira
Birnu í 3. til 4. sæti Hafdís Bára Kristmundsdóttir, kennari, skrifar: Birna Sigurjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri og varabæjarfulltrúi í Kópavogi, býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar nú um helgina.
Meira
SUÐURLAND á sér bjarta framtíð. Þar eru landkostir miklir, undirlendi mikið og samfellt með glæsilegum möguleikum til hvers kyns landbúnaðar. Ef einhvers staðar er hægt að byggja upp traustan, samkeppnishæfan landbúnað á Íslandi, þá er það á Suðurlandi. Staða framleiðslufyrirtækja sunnlenskra bænda er sterk og getur skapað bændum tekjur. Hins vegar er staða bænda of veik almennt talað.
Meira
Drífa Hjartardóttir trúverðugur kostur Anna Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar: Ég þekki vel til lífsviðhorfa og framgöngu Drífu Hjartardóttur sem nú gefur kost á sér til setu í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.
Meira
Eining um trausta forystu Rannveig er sameiningartákn Gunnar Magnússon forstöðumaður tölvudeildar RÚV, Ekrusmára 16, Kópavogi, skrifar: Það er fágætt í stjórnmálum að alþingismenn njóti almennt virðingar og stuðnings þvert á flokkspólitískar línur. Þessu er samt þannig farið með Rannveigu Guðmundsdóttur.
Meira
Eining um trausta forystu, Rannveigu í 1. sæti Sólveig Helga Jónasdóttir myndlistarkennari, Kópavogsbraut 91, Kópavogi, skrifar: Um næstu helgi er prófkjör Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Margt mjög frambærilegt fólk gefur kost á sér í því prófkjöri, bæði konur og karlar.
Meira
UNDIRRITAÐUR er hissa á að ekkert hefur heyrst frá körfuknattleiksunnendum og þá helst íþróttafréttamönnum um þá ákvörðun stjórnar körfuknattleiksdeildar Knattspyrnufélags Reykjavíkur að færa heimaleiki meistaraflokks karla úr íþróttahúsi Seltjarnarness yfir í íþróttahús Hagaskóla. Ákvörðun þessi er afar undarleg svo ekki sé meira sagt.
Meira
Ég kýs Rannveigu eining um trausta forystu Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Furugrund 73, Kópavogi, skrifar: Stórkostleg þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sýnir hug fólksins til samstöðu og sameiningar þeirra sem vilja skapa réttlátt þjóðfélag á Íslandi.
Meira
ÉG HEF lengi verið þeirrar skoðunar að lækka ætti áfengisverð á Íslandi og selja vín í matvöruverslunum. Samt runnu á mig tvær grímur um daginn þegar vinur minn benti mér á að ég hefði eignast skoðanabróður sem hefði tjáð sig um málið í Bréfi til Moggans á sunnudaginn var. Þar hefði hann viðrað hugmyndir um að lækka ætti verð á vínum og selja þau víðar en í ríkinu enda væru þau hollustudrykkir.
Meira
FERÐAÞJÓNUSTA er ein af undirstöðuatvinnugreinum á Íslandi, þó ung sé að árum. Hún fer stöðugt vaxandi og gert er ráð fyrir mikilli aukningu á næstu árum. Erlendum ferðamönnum fjölgar á ári hverju og voru þeir 232.219 alls á árinu 1998 en það er um 15% aukning frá fyrra ári og voru gjaldeyristekjur 26,3 milljarðar. Áhugi Íslendinga á að ferðast um eigið land er einnig alltaf að aukast.
Meira
Framsækinn og dugandi þingmaður Grímur M. Steindórsson, listamaður, skrifar: Senn fara í hönd prófkjör vegna uppröðunar á lista í kosmandi Alþingiskosningum. Þá vaknar spurningin um starfandi þingmenn og aðra sem sækjast eftir kjöri. Hafi menn sannað sig er það af því að þeir hafa upp á eitthvað að bjóða.
Meira
Fremstir meðal jafningja Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar, skrifar: Í komandi alþingiskosningum verður tekist á um hvort hér eigi að ríkja áfram frjálshyggjustefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks,
Meira
Gest Pál í 5. sætið á Reykjanesi Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, Laugarnesvegi 110, skrifar: Ætli Samfylkinginn að ná árangri í kosningunum vor verður hún að auka fylgi sitt meðal ungs fólks. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt hættulega lítinn stuðning við framboðið meðal yngstu kjósendanna. Þessari þróun þarf að snúa við.
Meira
Í VERSLUNUM eru í flestum tilfellum heilu hilluraðirnar fullar af sælgæti. En það er ekki nóg, þegar komið er að kössunum blasa við manni hillur á mörgum hæðum sem passa fyrir framan búðarkassana. Það getur verið erfitt að komast hjá því að kaupa þar ýmislegt sem maður ætlaði alls ekki að kaupa í upphafi. Þessu er náttúrlega stillt upp svona til þess að auka sölu varningsins. Í dag, 5.
Meira
Guðmundur Árni, alvöru alþýðuhetja Haukur Helgason fv. formaður félagsmálaráðs Hafnarfjarðar og fv. skólastjóri Öldutúnsskóla, Brekkuhvammi 18, Hafnarfirði, skrifar: SEM formaður félagsmálaráðs Hafnarfjarðar um margra ára skeið kynntist ég sönnum alþýðuforingja, Guðmundi Árna Stefánssyni, kornungum bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Meira
Guðmundur Árni, fæddur foringi Unnur A. Hauksdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skrifar: Guðmundur Árni Stefánsson er fæddur foringi og hefur fylkt liði frá fyrstu bernsku. Ástæðan er einfaldlega sú að þar sem Guðmundur Árni fer blómstra þeir sem heyra undir hann og njóta sín til hins ýtrasta.
Meira
Hagsmunir garðyrkjunnar og dreifbýlisins Ragnar Kristinn Kristjánsson sveppabóndi, Flúðum, Hrunamannahreppi, skrifar: Hinn 6. febrúar nk. gefst öllum kosningabærum Sunnlendingum, 18 ára og eldri, tækifæri til að hafa áhrif á hvernig listi sjálfstæðismanna á Suðurlandi til Alþingiskosninganna verður skipaður.
Meira
ÞEGAR við teljum 10 ár byrjar fyrsta árið okkar á milli 0 og 1 og svo næsta á milli 1 og 2 og svo framvegis þar til við komum að tíunda árinu okkar sem er frá 9 til 10 þannig að næsti tugur byrjar um leið og 10 hefur verið fyllt og á milli 10 og 11 er ellefta árið okkar að líða. Af þessu leiðir þá að um leið og árið 2000 gengur í garð erum við byrjuð á árþúsundinu 3000.
Meira
Á SÍÐASTLIÐNU hausti samþykkti kirkjuþing starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Með hugtakinu kynferðisbrot er átt við kynferðislegt ofbeldi annars vegar og kynferðislega áreitni hins vegar. Hér er um að ræða brot þar sem meintur gerandi er starfsmaður kirkjunnar.
Meira
Kjartan Ólafsson í forystusveit sunnlendinga Nína Guðbjörg Pálsdóttir, bankastarfsmaður á Selfossi, skrifar: Við Sunnlendingar erum svo heppnir að hafa úrvals frambjóðanda í prófkjöri sjálfstæðismanna næstkomandi laugardag. Hann er Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, og gefur kost á sér í forystusveit listans.
Meira
Kjartan Ólafsson í fremstu víglínu Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri skrifar: Kjartan Ólafsson garðyrkjubóndi á Hlöðutúni í Ölfusi býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi. Hann er ötull og trúverðugur í hverri forystusveit.
Meira
Kjósum Valdimar Loftur Ingi Sveinsson, húsasmíðameistari og golfari, skrifar: Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi sem fer fram 5. og 6. þessa mánaðar eru margir góðir fulltrúar í boði og því gæti verið vandi úr að velja fyrir marga. Þegar ég lít yfir listann staðnæmist ég við einn ákveðinn mann, Valdimar.
Meira
Kristín Á. Guðmundsdóttir góður kostur Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði, skrifar: Kristín Á. Guðmundsdóttir sjúkraliði er ein þeirra sem eiga erindi á þing. Hún gefur kost á sér í 1.3. sæti samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Kristín er verðugur fulltrúi þeirra sem vilja breytingar.
Meira
Í DAG hefst prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Nítján frambjóðendur sækjast eftir að komast í eitt af sex efstu sætunum á framboðslista Samfylkingarinnar á Reykjanesi til alþingiskosninganna í vor. Óhætt er að fullyrða að Reyknesingar standa frammi fyrir sögulegu tækifæri nú um helgina. Tækifæri sem ég hvet þá til þess að nýta.
Meira
Lúðvík Geirsson í öruggt sæti á Reykjanesi Guðni Kjartansson, sérkennari og félagi í Bæjarmálafélagi Fjarðarlistans, skrifar: Dagana 5. og 6. febrúar gefst íbúum á Reykjanesi tækifæri til að velja forystu Samfylkingarinnar í kjördæminu.
Meira
Lúðvík í eitt af efstu sætunum Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsingafulltrúi BSRB, skrifar: EFTIR glæsilegt prófkjör samfylkingarinnar í Reykjavík er mikilvægt að vel takist til þegar Reyknesingar velja fulltrúa jöfnuðar og félagshyggju í prófkjöri samfylkingarinnar um helgina.
Meira
SAMKVÆMT leikreglum evrópska efnahagssvæðisins þá verður að bjóða út verk á öllu svæðinu og til að mynda verðum við Íslendingar að gefa öðrum Evrópubúum færi á að bjóða í smíði virkjana, skipa og margs fleira hér á landi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvernig væri nú að fara að hugsa á hinn veginn og byggja upp iðnað hér á landi. Dæmi: Evrópskur bílaframleiðandi leitar tilboða í smíði 100.
Meira
SKATTAKERFI okkar er meingallað, ekki síst tekjuskattskerfið. Einkenni skattakerfis okkar er m.a. að sem hlutfall af skatttekjum er tekjuskattur einstaklinga hár, tekjuskattur fyrirtækja lágur, trygginga- og launaskattar lágir og virðisaukaskattur hár. Ég hef undanfarið kynnt hugmyndir að róttækri breytingu í skattamálum, þ.e.
Meira
Menn eru misgóðir til verka Árni Möller, bóndi Þórustöðum, skrifar: NÚ, ÞEGAR Jón Hólm Stefánsson gefur kost á sér í annað sæti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi er mér ljúft að rita þessar línur honum til stuðnings í þeirri baráttu. Félagsmál af öllu tagi hafa verið Jóni hugleikin allt frá unglingsárunum á Snæfellsnesi.
Meira
NÚ UM helgina er komið að Reyknesingum að fjölmenna á kjörstað og velja forystusveit fyrir samfylkingarsveit kjördæmisins. Fylgjum eftir glæsilegri þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og gerum prófkjörið á Reykjanesi ekki síður eftirminnilegt. Tökum þátt í því að velja forystu fyrir nýtt og öflugt stjórnmálaafl og horfum með bjartsýni til nýrrar aldar, sameinuð og samhent.
Meira
LJÓSMYNDARAFÉLAG Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands gangast nú fyrir sameiginlegri sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin var opnuð með viðhöfn laugardaginn 30. janúar. Á þeirri hátíðarstundu létu ljósmyndarar það ekki skyggja á gleði sína að sýningarsalir voru ólýstir, kösturum beint í loftið eða á veggina til hliðar við myndirnar.
Meira
FULLYRÐA má að samvinna Íslands við hin Norðurlöndin hafi verið þjóðinni happadrjúg. Í norrænni samvinnu hafa Íslendingar sótt dýrmæta þekkingu og verið jafnrétthár hluti af mikilsverðum ríkjahóp, norrænni fjölskyldu. En á sama hátt og við ræðum um "frændur okkar" Norðurlandabúa, þá eru íbúar Vestur-Norðurlanda "náfrændur okkar" og samskipti í þeim frændgarði ber að efla.
Meira
ÞEIR aðilar sem helst hafa haft sig í frammi gegn hvalveiðum halda sig gjarnan langt frá staðreyndum og reka sinn hræðsluáróður meira á tilfinningalegum nótum. Við hjá Sjávarnytjum flytjum mál okkar á málefnalegum grunni og höldum okkur við staðreyndir málsins, svolítið sem við viljum gjarnan sjá andstæðinga hvalveiða gera meira af.
Meira
Í UMRÆÐUNNI um hvenær aldamótin koma heyrist stundum það sjónarmið að þau verði um næstu áramót vegna þess að upphafsár tímatalsins hafi verið "árið núll". Þetta er mikill misskilningur. Hvorki í tímatalinu né í rökvísi hinnar einföldu talningar sem hún byggist á er gert ráð fyrir árinu núll. Tímatalning er ekkert öðruvísi en önnur talning.
Meira
Ólaf Björnsson á Alþingi Þorsteinn Sverrisson, tölvunarfræðingur, skrifar: Íslensk stjórnmál eru margbrotin. Góður stjórnmálamaður þarf hæfileika og þekkingu til þess að fást við erfið löggjafarmál en má um leið ekki tapa augum af hugsjónum sínum og hagsmunum sinna umbjóðenda.
Meira
Ólaf Björnsson á Alþingi Þórður M. Sigurjónsson, Fosshólum, Holta- og Landsveit, skrifar: TRAUSTUR og kjarkmikill. Ég kynntist Ólafi Björnssyni þegar ég þurfti að leita réttar míns vegna kvótamáls sem ég lenti í vegna bótalausrar niðurfellingar á framleiðslurétti til mjólkurframleiðslu.
Meira
Ólafur Björnsson á erindi á þing Benedikt Olgeirsson, forstöðumaður rekstrardeildar innanlandsflutninga Eimskips, skrifar: Ég hef þekkt Ólaf í 20 ár og strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að þar fór kröftugur og áræðinn drengur, vel til forystu fallinn.
Meira
Ólafur Björnsson á erindi á þing Eymundur Sigurðsson verkfræðingur skrifar: Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður sækist eftir 1.3. sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi. Af kynnum mínum af Ólafi get ég fullyrt að hann yrði öflugur fulltrúi Sunnlendinga og þjóðarinnar allrar á þingi.
Meira
Óli Rúnar er ósérhlífinn framkvæmdamaður Guðmundur Sigurðsson, Selfossi,skrifar: Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast Óla Rúnari Ástþórssyni í gegnum starf mitt fyrir nokkrum árum,
Meira
Prófkjör Samfylkingar, horfum til framtíðar Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, skrifar: PRÓFKJÖRIÐ í Reykjavík um síðustu helgi sýndi greinilega hug fólks til Samfylkingarinnar. Sigurinn var glæstur og Samfylkingin vann. Á Reykjanesi er mikilvægt að ná fram sömu niðurstöðu með því að raða niður á sterkan lista.
Meira
Rannveig hefur leiðtogahæfileika Erna Aradóttir, leikskólastjóri, skrifar: Rannveig hefur verið í forystu Jafnaðarmanna udanfarin misseri og hefur henni farnast það afburða vel. Hún er þekkt fyrir lipurð í mannlegum samskiptum og stefnufestu þar sem stefnumið jafnaðarmanna eru annars vegar.
Meira
Rannveig hefur vaxið af hverju verki! Hörður Zopaníasson, fyrrv. skólastjóri, Tjarnarbraut 12, Hafnarfirði, skrifar: Rannveig Guðmundsdóttir var í síðasta prófkjöri Alþýðuflokksins valin til að skipa 1. sæti A-listans. Þannig varð hún forystumaður jafnaðarmanna í Reykjaneskjördæmi. Þann sess hefur hún skipað með mikilli prýði.
Meira
Rannveig leiði samfylkinguna Þóra Guðmundsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, skrifar: Ég hef fylgst með Rannveigu hin síðari misseri og treysti engum betur en henni til að leiða lista samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Rannveig hefur barist ötulega fyrir bættri afkomu íslensku barnafjölskyldunnar.
Meira
Rannveig til forystu Petrína Baldursdóttir, varaþingmaður og leikskólastjóri í Grindavík, skrifar: HELGINA 5. og 6. febrúar næstkomandi veður prófkjör samfylkingar haldið í Reykjaneskjördæmi. Þar býður sig fram til forystu Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður. Ég styð Rannveigu heilshugar í 1.
Meira
Rannveigu í 1. sæti Loftur Þór Pétursson bólstrari skrifar: Hún hefur dýrmæta reynslu í stjórnmálum og hefur alla tíð barist ötullega fyrir Samfylkingunni. Rannveig hefur ávallt verið heiðarleg í sínum störfum og með því áunnið sér traust fólks úr öllum flokkum á Reykjanesi.
Meira
Samfylking til þjóðarheilla Sigurgeir Ólafsson Jafnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar, skrifar: Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður hefur gríðarlega reynslu jafnt í landsmálum sem sveitarstjórnarmálum og óvenju skýra pólitíska yfirsýn ásamt sterkri réttlætiskennd.
Meira
Sigríði í annað sæti Margrét Guðmundsdóttir Kópavogi skrifar: Ég vil hvetja fólk til að fjölmenna í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjanesi og kjósa Sigríði Jóhannesdóttur alþingismann, en hún sækist eftir öðru sætinu. Sigríður hefur sýnt að hún er góður og heiðarlegur fulltrúi almennings á þingi.
Meira
Sigríði Jóhannesdóttur í 2. sæti Kristinn Hilmarsson, talmeinafræðingur, Keflavík, skrifar: Ég skora á alla jafnaðarmenn að tryggja Sigríði Jóhannesdóttur 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Sigríður hefur alltaf verið ötull baráttumaður fyrir jöfnuði og réttlæti.
Meira
Skúli á erindi Svanur Kristjánsson prófessor, Reykjavík, skrifar: VELHEPPNUÐU prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýlokið og framundan er prófkjör á Reykjanesi. Meginforsenda þess að Samfylkingin hljóti gott brautargengi í komandi þingkosningum eru sigurstranglegir listar í öllum kjördæmum.
Meira
Stétt á stétt Sigurður Jónsson, bóndi, Ásgerði, Hrunamannahreppi, skrifar: Á Alþingi eiga að sitja menn úr atvinnulífinu. Ef tekið er meðaltalsfylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og sett á Suðurland er ekki langt í að 4. maður komist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Meira
Í ÞJÓðMÁLAUMRÆÐUNNI er stundum reynt að gera einföld mál flókin. Og ýmsir halda því fram að pólitík sé fyrir fáeina útvalda sérfræðinga hér og þar. Þetta er fjarri öllu sanni. Stjórnmál snúast þvert á móti um grundvallaratriði og mark og mið. Þegar jafnaðarmenn nefna til sögunnar frelsi, jafnrétti og bræðralag, þá hafa þeir merkimiðar klár og skýr viðmið.
Meira
Sunnlendingar, kjósum Drífu Hjartardóttur í annað sætið Jóna Sigurbjartsdóttir skrifar: Hinn 6. febrúar nk. fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. 10 hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér. Einn þeirra er Drífa Hjartardóttir, bóndi og varaþingmaður.
Meira
Valdimar í 5. sæti Jenný Lind, húsmóðir og öryrki, skrifar: Nú þegar velgjörðarmaður okkar; Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið valin til að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík þarf að velja annað eins baráttufólk í Reykjaneskjördæmi. Í framboði er fólk með ólíka reynslu og atvinnu.
Meira
Valþór á erindi Bergur Sigfússon, nemi, skrifar: Ég heyri það oft frá mér eldra fólki að við unga fólkið tökum ekki nógan þátt í stjórnmálum. Ég er á öndverðri skoðun og varð var við áhuga ungs fólks er ég tók þátt í starfi Kópavogslistans fyrir bæjarstjónarkosningarnar sl. vor.
Meira
Veljum Jón Hólm Guðjón Sigurðsson, skólastjóri í Hveragerði, skrifar: Þótt ég sé ekki sjálfstæðismaður vil ég hvetja þá til að velja Jón Hólm Stefánsson í öruggt þingsæti í því prófkjöri sem fer fram 6. febúar nk. Þessa hvatningu mína byggi ég á löngum kynnum mínum af Jóni Hólm og hans störfum.
Meira
Veljum Þórunni Ása Richardsdóttir, Lækjarhjalla 22, skrifar: Prófkjör Samfylkingarinnar á Reykjanesi snýst fyrst og fremst um það að velja það fólk sem við treystum best til þess að leiða kvenfrelsissinna, jafnaðarmenn og félagshyggjufólk í þessu kjördæmi til nýrrar framtíðar í nýjum stjórnmálaflokki á nýrri öld.
Meira
Nokkur umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um fangelsismál í kjölfar skýrslu óháðrar nefndar sem skipuð var til að kanna orsakir sjálfsvíga á Litla-Hrauni sl. ár og koma með tillögur til úrbóta. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur margt fram sem athygli er vert og nauðsynlegt að sem flestum sé kunnugt um.
Meira
Víðtæk reynsla Sigurður Bjarnason, varaoddviti í Þorlákshöfn, skrifar: Jón Hólm Stefánsson, bóndi að Gljúfri í Ölfusi býður sig fram í 2. sæti á lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi. Ég tel að með því að velja Jón í þessa forystusveit væri vel valið.
Meira
STJÓRNMÁLAMENN hafa um langan aldur verið skotspónn fjölmiðla og verk þeirra miskunnarlaust sett undir mæliker frá degi til dags. Allir hafa á því skoðun sem þeir eru að gera, enginn þeirra má gera mistök í starfi öðru vísi en um það vitnist og flestir úti í þjóðfélaginu telja sig vita betur hvernig eigi að stýra landinu en þeir.
Meira
Þjóðmálaumræða og Árni Johnsen Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður, Vestmannaeyjum, skrifar: Sunnlendingar ganga nú að kjörborði til þess að velja framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar. Fáir alþingismenn gjörþekkja kjördæmi sitt betur en Árni Johnsen.
Meira
Fyrir rúmum þrjátíu árum varð ég þess aðnjótandi að kynnast fjölskyldu Ásu og Aðalsteins sem þá bjó á Ásvallagötu en þar bjuggu þau hjón ásamt þrem gjafvaxta dætrum sínum, Guðrúnu, Steinunni og Ingibjörgu og ljósgeisla heimilisins, Aðalsteini dóttursyni þeirra.
Meira
ÁSA NORBERG Ása Norberg fæddist á Hólanesi á Skagaströnd hinn 10. apríl 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Siemsen, húsmóðir, f. 16. febrúar 1871, d. 26. október 1953, og Carl Emil Berndsen, kaupmaður á Skagaströnd, f. 11. september 1874, d. 15.
Meira
ÁSGRÍMUR GUÐMUNDSSON Ásgrímur Guðmundsson fæddist á Siglufirði 22. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 23. janúar.
Meira
Elsku Ási. Betri tengdaföður var ekki hægt að hugsa sér. Manngæska þín og hlýleiki voru einstök. Ég mun ætíð þakka þær stundir sem ég fékk með þér og sérstaklega þann tíma sem þú dvaldir hjá mér síðastliðið sumar. Í hvert skipti sem ég hengi þvott á þvottastaurinn úti, man ég daginn sem við tvö steyptum þann staur og hvað við vorum stolt af afreki okkar.
Meira
Ég var svo ógurlega heppin að fá að kynnast Dæju fyrir rúmum tveimur árum þegar ég flutti inn á heimili dóttur hennar þar sem hún bjó. Ég gekk þá með 22. langömmubarn hennar. Mikil eftirvænting var í fjölskyldunni þar sem barnið átti að koma í heiminn 23. okt. 1997 og var mikið talað um það að ég yrði að halda í mér a.m.k. til 2. nóv.
Meira
Komið er að kveðjustund. Fyrir hönd Hvítabandsins vil ég þakka Dagmar Sigurðardóttur fyrir áratuga fórnfús störf í þágu félagsins. Hún gekk í Hvítabandið árið 1953, og tók strax virkan þátt í starfi félagsins að bættri velferð samborgaranna. Dagmar var glaðvær, starfsöm og full af áhuga, allt eiginleikar sem prýða góða félagskonu, enda mjög gott að starfa með henni.
Meira
Dagmar Sigurðardóttir, móðursystir mín, eða Dæa eins og hún var oftast kölluð, fæddist inn í íslenskt samfélag 1906. Á þeim árum voru engin þægindi og í sveitinni var unnið hörðum hörðum til að komast af. Föður sinn missti hún ung en móðir hennar hélt saman heimilinu og ól börnin upp. Síðar bættist hálfbróðir í hópinn.
Meira
Þannig var Dagmar okkar, þessi aldna hetja, sem tókst að halda bæði reisn og virðuleik til æviloka. Enda ekki hennar lífstíll að vera að kvarta, oftar gerði hún góðlátlegt grín að hlutunum. Þeim varð vel til vina Hönnu og henni, enda undi hún sér einkar vel í "glerinu" og naut þess að vera þar með glaðværum konum. Ekki var setið auðum höndum og afköstin voru ótrúleg.
Meira
Elskuleg amma mín og nafna er látin, 92 ára gömul. Fráfall hennar varð óvænt þótt heilsa hennar hafi verið farin að bila hin síðustu ár. Fyrstu ellefu ár ævi minnar átti ég ásamt foreldrum og systkinum heimili í sama húsi og amma og afi. Vestarlega í gamla bænum í Reykjavík við Brekkustíginn eignuðust þau gamalt hús á stórri lóð.
Meira
DAGMAR SIGURÐARDÓTTIR Magnea Dagmar Sigurðardóttir fæddist á Skammbeinsstöðum í Holtum, 11. nóvember 1906. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Þorsteinsdóttir, f. 23.8. 1877, d. 22.1. 1941, og Sigurður Jakobsson, f. 25.9. 1877, d. 15.6. 1911, bæði úr Landsveit.
Meira
Í dag, 5. febrúar, er Gísli Magnússon, píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar, sjötugur. Gísli fæddist á Eskifirði, yngsta barn þeirra Sigríðar Jónsdóttur frá Norðfirði og Magnúsar Gíslasonar sýslumanns. Systkini hans eru Guðný fædd 1919, Þorbjörg fædd 1921, og Jón fæddur 1926.
Meira
Vinur minn Gísli Magnússon píanóleikari er sjötugur í dag. Á þessum merku tímamótum langar mig til þess að senda honum örlitla kveðju. Ég gerði mér fyrst grein fyrir tilvist Gísla á unglingsárum, en þá var fósturföður mínum, Hafsteini Guðmundssyni, falið að hanna plötuumslag utan um hljómplötu, sem Fálkinn h/f gaf út.
Meira
Nú er kær vinkona látin. Það eru 30 ár síðan ég kynntist Gauju og um leið tókust með okkur kærleikar sem héldust þrátt fyrir aðskilnað í nokkur ár. Minningarnar þjóta í gegnum huga minn og á ég eftir að sakna margs, hlýjunnar frá þér, bjarta brossins og setningarinnar sem þú sagðir svo oft við mig "þú ert svo sæt".
Meira
Hún Gauja systir er dáin. Hún hefur lokið sínu hlutverki í þessu jarðlífi og tekst nú á hendur ný verkefni í skjóli hins mikla ljóss. En þvílíkur kraftur og barátta allt fram á það síðasta og æðruleysið sem þessi elska sýndi var ótrúlegt. Gauja átti heimili sitt í Skálatúni í Mosfellsbæ frá sjö ára aldri, en þar var hún meðal vina sinna og jafningja.
Meira
Þeim fer nú fækkandi elstu vinunum mínum á Skálatúni. Minningar fylla hugann. Ég minnist þess er ég var nýkomin heim frá námi í Noregi og farin að starfa á Skálatúnsheimilinu, í ársbyrjun 1958, að þær mæðgur Brynhildur og Guðbjörg komu að máli við mig til þess að leita eftir dvöl á heimilinu fyrir Gauju. Guðbjörg hét hún í höfuð fyrrnefndrar ömmu sinnar.
Meira
Þannig man ég frænku mína Gauju, þegar ég sá hana fyrst og einnig þegar við kvöddumst síðast. Einlægni og hlýja ljómuðu úr brúnu augunum. Gauja gekk ekki heil og margvíslegir voru erfiðleikarnir að yfirstíga, en umhyggja móður, föður, ömmu, afa og ættmenna, sem stóðu þétt saman um velferð hennar, styrktu hana og þau hvort annað á kærleiksríkan hátt.
Meira
Okkur langar til að minnast vinkonu okkar, Guðbjargar Sigmundsdóttur, með nokkrum orðum. Gauja kom til okkar í "kjallarann" í þroskaþjálfun, þar var hún dugleg og áhugasöm um allt sem hún tók þátt í. Við áttum margar yndislegar stundir með Gauju. Ofarlega í huga okkar er sumarbústaðaferð sem við fórum síðasta sumar. Þar var mikið sungið, borðað, hlegið og dansað.
Meira
Elsku Gauja frænka. Nú þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að kveðja þig rifjast upp fyrir okkur allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum með þér. Frá því við munum eftir okkur hefur verið ánægjulegt að heimsækja þig upp í Skálatún, fara í ísbíltúr, eða hittast hjá ömmu í Ljósheimum. Gleðin skein ávallt af þér þegar þú komst hlaupandi á móti manni, kysstir og knúsaðir.
Meira
Elsku Gauja mín, nú ertu komin til afa og ég veit að hjá honum líður þér mjög vel. Það var alltaf svo gaman að vera með þér þar sem þú varst alltaf svo glöð og kát og þótti þér gaman að punta þig þar sem þú vildir vera svo sæt og fín. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman þegar ég var í pössun heima hjá ömmu og afa í Ljósheimunum.
Meira
Mig langar fyrir hönd okkar í Suðurhlíð á Skálatúni að minnast Guðbjargar eða Gauju eins og við kölluðum hana. Hún gaf lífinu gildi með sinni geislandi gleði og hreinu sálu. Það eru forréttindi í lífi manns að fá móttökur á hverjum morgni sem ylja manni svo um hjartarætur að þrátt fyrir amstur lífsins fyllist maður gleði og hlýju innra með sér.
Meira
GUÐBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR Guðbjörg Sigmundsdóttir var fædd 15. desember 1951 í Reykjavík. Hún lést hinn 29. janúar síðastliðinn í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar hennar eru Sigmundur Sigfússon, flugumferðarstjóri, f. 24.12. 1929, d. 26.1. 1982, og Brynhildur Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 15.3. 1930. Systkini hennar eru: 1) Guðmundur Stefán, f. 15.10.
Meira
Kynni okkar Guðbjörns hófust fyrir tæpum 30 árum þegar við Sólrún dóttir hans hófum okkar búskap. Þegar ég lít til baka eftir öll þessi ár streyma minningarnar að, allar þær stundir sem við vörðum saman bæði við leik og störf, en Guðbjörn var umsvifamikill byggingameistari hér á árum áður og hafði marga menn í vinnu.
Meira
Tengdafaðir minn, Guðbjörn Guðmundsson, trésmíðameistari frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, er látinn. Það er erfitt að viðurkenna þá staðreynd að stórhuginn og karlmennið Guðbjörn sem aldrei féll verk úr hendi sé horfinn yfir móðuna miklu. Hann dyttar ekki lengur að húsinu sínu eða sumarbústaðnum.
Meira
Elsku pabbi. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst sterkur persónuleiki og fórst þínar eigin leiðir en varst jafnframt hlýr og viðkvæmur og máttir ekkert aumt sjá. Ef einhver veiktist fylgdist þú alltaf vel með og varst alla tíð góður við þá sem voru minnimáttar og urðu á vegi þínum. Öll börn hændust að þér enda varstu sérstaklega barngóður.
Meira
"Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli." (Æðruleysisbænin.) Elsku pabbi. Mig langar til að þakka þér allt sem þú hefur fyrir mig gert í gegnum tíðina. Öll okkar samskipti hafa einkennst af gagnkvæmri virðingu og allt sem þú sagðir stóðst.
Meira
GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON Guðbjörn Guðmundsson húsasmíðameistari í Reykjavík fæddist 16. júní 1920 á Ketilvöllum í Laugardal í Árnessýslu en flutti fjögurra ára gamall með foreldrum sínum að Böðmóðsstöðum í sömu sveit. Hann lést á heimili sínu, Vesturhúsum 14 í Reykjavík, aðfaranótt 27. janúar síðastliðins.
Meira
Hann Ingvar hennar ömmu er dáinn. Á 91. aldursári kvaddi hann þennan heim. Minningarnar hrannast upp. Ungar stúlkur Í Ólafsvík bíða þess að nýi vinurinn hennar ömmu komi í heimsókn. Ekki var laust við að nokkur spenna lægi í loftinu. Ekki spillti fyrir að þegar maðurinn loks birtist var í farteski hans tveir brjóstsykurspokar og þetta líka unaðslega gula plötutyggjó. Ísinn var brotinn.
Meira
INGVAR BJÖRGVIN JÓNSSON Ingvar Björgvin Jónsson fæddist í Holtaseli á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 19. nóvember 1908. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 4. febrúar.
Meira
Ágæti vinur, þín verður sárt saknað. Núna ert þú farinn á vit annarra og æðri heima. Þegar við fréttum af brotthvarfi þínu, þá var eins og tómarúm hefði myndast í huga okkar. Við áttum erfitt með að sjá hvernig þetta yrði án þess að hafa þig. Það er svo margt sem hægt væri að nefna en flest það virðist lífilfjörlegt núna.
Meira
JÓN ÁRNASON Jón Árnason fæddist í Reykjavík hinn 1. apríl 1953. Hann lést á heimili sínu hinn 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. febrúar.
Meira
Nú er hann bróðir minn dáinn, langt fyrir aldur fram, af völdum torkennilegs sjúkdóms. Eftir situr sorgin og stór spurn sem ekki fæst svar við. Ég minnist þín sem stóra bróður sem fórst svo snemma á sjóinn. Alltaf var skrúfað upp í útvarpinu og sussað er skipafréttirnar voru lesnar heima á Brekkugötunni.
Meira
Það var stór stund í lífi okkar á Siglufirði vordag einn árið 1956, þegar Litlafellið sigldi í blíðskaparveðri inn spegilsléttan fjörðinn. Stýrimaðurinn á skipinu var Jón F. Arndal sem nýlega hafði kvænst Margréti Jóhannsdóttur, eða Grétu frænku, eins og við vorum vön að kalla hana.
Meira
Í dag kveðjum við vin okkar, Jón F. Arndal, með söknuð í huga. Hann hafði verið veikur í nokkur ár en hafði, af sínum meðfædda sjálfsaga, dugnaði og æðruleysi, ekki látið bera á því hve sjúkdómurinn lék hann grátt. Það var svo í júlílok, á síðasta sumri, sem mjög fór að draga úr honum þrótt og hann treysti sér ekki til að fara í gönguferðirnar okkar lengur.
Meira
Skammt er um liðið síðan föðuramma mín lést í hárri elli og nú er lokið æviskeiði föður míns þrátt fyrir mun lægri aldur. Langt er síðan ljóst var að hverju dró og það kom okkur í fjölskyldunni ekki á óvart, að skammt yrði á milli móður og sonar. Eftir situr minning um góðan föður sem ekki var aðeins faðir sona sinna, heldur vinur og félagi.
Meira
JÓN F. ARNDAL Jón Hjaltalín Finnbogason Arndal fæddist í Hafnarfirði 17. maí 1930. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósefína Lilja Vigfúsdóttir Hjaltalín frá í Brokey á Breiðafirði og Finnbogi Jóhannsson Arndal síðar forstjóri Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar. Hálfsystkini Jóns voru Kristiníus F.
Meira
Mér er bæði ljúft og skylt að skrifa nokkur minningarorð um tengdamóður mína, Rósu Gísladóttur, sem nú er öll, rétt tæplega áttræð að aldri. Þótt heilsu hennar hafi hrakað sl. tvö ár bar andlát hennar að svo fyrirvaralaust, að ekki gafst tóm til að kveðja. Ég kynntist Rósu fyrir um tuttugu árum og varð okkur strax vel til vina.
Meira
Elskuleg móðursystir mín er látin. Mig langar að minnast hennar í fáeinum orðum. Didda frænka var mikill og skemmtilegur persónuleiki, sem hafði afdráttarlausar skoðanir. Eitt var áberandi í fari hennar, en það var áhugi hennar á unga fólkinu. Hún naut sín í návist þess og umgekkst það sem algjöra jafningja.
Meira
Það gerist eitthvað sérstakt milli æsku og fullorðinsára og tengsl sem þá myndast liggja eins og leyniþræðir í gegnum allt lífið. Í kring um tvær góðar vinkonur í barnaskóla myndaðist smátt og smátt hópur sem við lok menntaskóla hafði fengið á sig fullorðinssvip.
Meira
Það er íhugunarefni, hve vinátta frá æskuárum getur orðið endingardrjúg. Þetta kom í hugann þegar ég frétti lát Rósu Gísladóttur, gamallar vinkonu frá Akureyri. Það var lán mitt að kynnast henni snemma, og við urðum fjótt mjög samrýmdar. Auk samveru í Menntaskólanum, sungum við saman í Kantötukór Akureyrar, dönsuðum þjóðdansa hjá Ólafi Daníelssyni og vorum báðar strákar á matrósafötum.
Meira
Elsku Rósa frænka. Líf okkar er undarlegt ferðalag. Það eru um það bil tíu ár síðan við fluttum nær því á sama tíma frá Akureyri til Reykjavíkur. Þú komst þér fyrir í Jöklafoldinni, þar sem þú hefur búið síðan, fyrst með Ingu dóttur þinni og fjölskyldu, en eftir lát hennar með Ómari, Rósu og Ragnheiði. Þú fluttir til þess að verða þeim stoð í erfiðum veikindum.
Meira
Þó að Rósa mágkona mín hafi kennt talsverðs lasleika í tvær vikur kom andlátsfregnin okkur á óvart því daginn áður taldi hún sig vera á batvegi og lék á als oddi. Þegar frá líður sýnist manni samt sem þetta hafi verið góður kostur að hafa fengið að lifa í 80 ár án þess að ruglast í ríminu á nokkurn hátt og fá svo að kveðja fyrirvaralaust heima hjá sér umkringd þeim sem henni þótti vænt um.
Meira
RÓSA GÍSLADÓTTIR Rósa Gísladóttir fæddist á Akureyri 31. mars 1919. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli R. Magnússon og Herdís Finnbogadóttir. Rósa var önnur í röðinni af fjórum systkinum, en þau eru Sigríður, Finnbogi og Magnús.
Meira
Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Stefaníu Ívarsdóttur, sem lést í Landspítalanum 28. janúar sl. Á slíkri stundu sem þessari koma fram margar góðar minningar um sómakonu sem lét sér meira annt um fjölskylduna og náungann heldur en um sjálfa sig. Ég kynntist Stefaníu árið 1962 þegar ég kom inn í fjölskylduna þegar ég kynntist konu minni Guðnýju.
Meira
Stefanía Þórstína Ívarsdóttir Vetrarkyrrðin vakir Yfir einstakri sál. Rís roði úr rökkri Vermir sem bál. Brosir sólin bjarta bræðir frosið tár af kinn. Í þínu himneska hjarta heyrist söngurinn þinn. Laus úr viðjum veraldlegra kvala. Lögst í friðsælan himneskan dvala. (G. Breiðfjörð.
Meira
Elsku amma Stebba. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Það var einhvern veginn svo, að þrátt fyrir að þú hafir nokkrum sinnum farið á sjúkrahús áður, þá komst þú alltaf aftur heim. Við reiknuðum alltaf með því að sjá þig aftur í Seljahlíð fljótlega.
Meira
Stefanía, mágkona mín, ólst upp í foreldrahúsum í Görðum í Grindavík ásamt fimm systkinum sínum. Guðný móðir þeirra var mikil húsmóðir, listhneigð, sem á yngri árum lék á hljóðfæri sér og öðrum til skemmtunar. Ívar faðir þeirra stundaði sjómennsku frá unga aldri fram á efri ár. Var hann félagslyndur og söngmaður góður.
Meira
STEFANÍA ÞÓRSTÍNA ÍVARSDÓTTIR Stefanía Þórstína Ívarsdóttir fæddist í Grindavík 3. mars 1924. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 28. janúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðný Stefánsdóttir, f. 3. apríl 1896, d. 31. janúar 1993, og Ívar Magnússon, f. 19. september 1892, d. 24. janúar 1962. Systkini Stefaníu voru: Jóhanna Sigurhildur, f. 2.
Meira
Góður og traustur vinur, Steinar Þórðarson, er dáinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Hraunbæ 168 í Reykjavík. Daginn áður hitti ég hann á litlu kaffistofunni sem hann heimsótti svo oft og naut þess að ræða við góðvini sína. Hann virtist þá mjög hress en hjarta hans var farið að gefa sig og hafði hann átt við vanheilsu að stríða síðustu árin.
Meira
Við andlát fósturbróður míns og frænda, Steinars Þórðarsonar, langar mig til að minnast hans með örfáum orðum. Ég vil þakka þér, elsku Steinar minn, allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég kom til elskulegra foreldra þinna í fóstur sex ára gömul, er ég missti móður mína, og þú reyndist mér svo vel, bæði þá og alla tíð.
Meira
Ekki alls fyrir löngu kom út á bók drjúgur þáttur úr sunnlenzkri menningarsögu á þessari öld, Saga Sigurðar Greipssonar og Haukadalsskóla. Margir koma við þá sögu og margir eru heimildarmenn hennar, sem vænta mátti. Einhverjum kynni þó að koma á óvart, að þar á Norðlendingur einn býsna mikinn hlut að, og hefur þó aldrei verið háreysti um hann né afrek hans.
Meira
STEINAR PÁLL ÞÓRÐARSON Steinar Páll Þórðarson var fæddur að Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði 16. ágúst 1919. Hann andaðist í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Hjálmarsson, f. 3.8. 1879, d. 2.1. 1978, frá Stafni í Deildardal, bóndi á Háleggsstöðum og kona hans, Þóranna Þorgilsdóttir, f. 2.5. 1879, d. 11.9.
Meira
Elsku pabbi. Þá ertu horfinn úr þessum heimi og þrautum þínum lokið. Síðustu mánuðir höfðu verið þér erfiðir en ekki heyrðist þú kvarta og um jólin komstu sárkvalinn í sameiginlega jólaboðið okkar og höldum við að þú hafir meira gert þetta fyrir okkur hin til að gleðja okkur og skyggja ekki á jólagleðina.
Meira
Okkur starfsmenn Vestmannaeyjahafnar langar til að minnast vinnufélaga okkar, Þórarins Ögmundar Eiríkssonar, sem er látinn. Hann hafði glímt við erfiðan sjúkdóm, sem hann tókst á við af æðruleysi og kjarki. Hann byrjaði sjómennsku ungur, eins og títt var um unga menn þá, var m.a. á Voninni VE-113 með Guðmundi í Holti og Elliðaey að mestu frá 19471953.
Meira
Elsku afi. Nú ertu farinn á brott frá okkur eins og hún amma. Eftir að amma dó varst þú eins og vængbrotinn fugl þar sem þú saknaðir hennar svo mikið. Þú varst aðeins farinn að jafna þig eftir fráfall ömmu þegar veikindi þín komu í ljós. En nú ertu laus við allar þær þjáningar sem veikindunum fylgdu og ert kominn til ömmu, þar sem engan sársauka er að finna, aðeins hamingju.
Meira
Elsku afi. Þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður maður. Þú fékkst mann alltaf til þess að sjá björtu hliðarnar á öllum málum. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér og hélst þú honum fram á síðustu stundu þrátt fyrir erfið veikindi. Það er margt sem ég á eftir að að sakna, afi minn.
Meira
Elsku afi. Þú kvaddir okkur á bóndadaginn, hægt og hljóðlega, þrautum þínum var lokið. Þetta voru búin að verða erfið veikindi hjá þér og þú áttir oft erfitt með að skilja þennan hluta lífsins þar sem þú varst hraustur maður. Þrátt fyrir allt þá var stutt í spaugið. Gott dæmi um það var á aðfangadagskvöld.
Meira
ÞÓRARINN ÖGMUNDUR EIRÍKSSON Þórarinn Ögmundur Eiríksson var fæddur í Dvergasteini Vestmannaeyjum 3. desember 1924. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlía Sigurðardóttir, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979, frá Syðstu Grund, Eyjafjöllum, og Eiríkur Ögmundsson, f. 14. júní 1884, d. 4.
Meira
Samferðamenn okkar kveðja einn af öðrum og leggja upp í þá ferð sem öllum er fyrirbúin. Þótt brottgangur af þessum heimi lúti lögmáli og segja megi að hvíldin sér kær, þegar árum fjölgar og þrekið dvín, þá fylgir því engu að síður söknuður og tregi að sjá á eftir góðum vinum yfir móðuna miklu.
Meira
Þórhallur Friðriksson er látinn. Við kynntumst Þórhalli þegar við fluttum að Skógum fyrir rúmum tuttugu árum. Hann var þá ráðsmaður Skógaskóla, en því starfi hafði hann gegnt frá árinu 1951. Áður hafði hann unnið við byggingu skólans og var því einn af frumbyggjum skólastaðarins. Þórhallur var í alla staði mikill heiðursmaður.
Meira
Þá er þessu erfiða og langa stríði lokið og fyrir það er ég þakklát, þótt sorg og söknuður sé mikill. Ég er þakklát fyrir öll góðu árin okkar, hvað þú varst okkur systrunum góður faðir, elskaðir okkur takmarkalaust, stoltur, hvetjandi og sönn og góð fyrirmynd í einu og öllu. Þú varst ekki bara góður við okkur, systkinum þínum, frændfólki og vinum varstu afskaplega traustur og góður.
Meira
Það lætur nærri að það séu liðin um tíu ár frá því að ég kynntist Þórhalli Friðrikssyni. Það var í hans heimabyggð og vorum við hjónin þar ásamt móður minni og var tilgangur þessarar ferðar okkar að kaupa jörð. Margt var um manninn á staðnum og þekkti ég þar ekki nokkurn mann nema sýslumann Rangæinga og áleit að það sama gilti einng hjá eiginmanni mínum og móður.
Meira
"Mínir vinir fara fjöld." Þórhallur Friðriksson, fyrrum húsvörður Skógaskóla, er horfinn um móðuna miklu. Ég átti með honum og hans ágætu konu, Elínu Þorsteinsdóttur, 35 samveruár hér í Skógum og fyrir mig var það dapur dagur er þau fluttu brott héðan árið 1994. Þórhallur var af mjög merkum ættstofnun í Vestur-Skaftafellssýslu.
Meira
ÞÓRHALLUR FRIÐRIKSSON Þórhallur Friðriksson, fæddist á Rauðhálsi í Mýrdal 4. nóvember 1913. Hann lést á Ljósheimum, Selfossi, föstudaginn 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Oddsdóttir, f. 1875, d. 1959, og Friðrik Vigfússon, f. 1871, d. 1916. Systkini hans eru: Vigfús, f. 1897, d. 1918; Sigurður, f. 1898, d. 1980; Þorbergur, f. 1899, d.
Meira
VERÐ á silfri hækkaði á miðvikudag á sama tíma og orðrómur var á kreiki um að bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett stæði á bak við mikla eftirspurn, sem hefur dregið úr birgðum. Verð á silfri til afhendingar í marz hækkaði um 7,5 sent únsan í 5,543 dollara, sem var 9,5% hækkun á einni viku og 21% hækkun síðan silfrið lækkaði mest í 4,58 dollara 3. desember.
Meira
TÆPLEGA 400 manns munu sækja árlega ferðakaupstefnu Flugleiða, "Mid Atlantic Travel Seminar", sem hefst í dag og lýkur á sunnudag. Kaupstefnan er nú haldin í sjöunda sinn og hefur fjöldi þátttakenda aldrei verið meiri. Á ferðakaupstefnunni mætast fulltrúar úr ferðaþjónustu frá Norður-Ameríku, Íslandi og öðrum ríkjum Norðurlanda, bæði kaupendur og seljendur.
Meira
TVEGGJA prósenta hækkun á verði hlutabréfa varð að engu og lokagengi lækkaði yfirleitt í evrópskum kauphöllum í gær vegna neikvæðrar byrjunar í Wall Street. Í gjaldeyrisviðskiptum lenti evra í mestu lægð gegn dollar vegna vaxtafundar evrópska seðlabankans (ECB), en brezk vaxtalækkun hjálpaði evrunni gegn pundi.
Meira
FULLTRÚAR Landssímans afhentu í gær Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra GSM-síma, sem er framleiddur með valmynd á íslensku og með séríslensku bókstöfunum ð og þ. Síminn er finnskur og ber heitið Benefon io.
Meira
ENGLANDSBANKI kom á óvart í gær með því að lækka vexti meira en búizt hafði verið við, í 5,5%, sem er fimmta vaxtalækkun á jafnmörgum mánuðum. Brezkir vextir hafa ekki verið lægri í 4 1/2 ár og eru nú lægri en áður en vaxtahækkanir hófust eftir valdatöku Verkamannaflokksins 1997.
Meira
UNGUR íslenskur athafnamaður, Þór Guðmundsson, hefur átt góðu gengi að fagna í rekstri vínveitingahúsa í Frakklandi undanfarin ár ásamt félaga sínum og meðeiganda Paul Chantler. Þeir félagar reka nú þrjá bari í landinu, tvo í París og einn í Toulouse auk þess sem þeir hyggjast opna tvo staði til viðbótar á þessu ári.
Meira
Í ÁLITI sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 20.28. janúar sl., segir meðal annars að eftirtektarvert sé að dregið hefur úr verðbólgu í landinu samhliða uppsveiflu í efnahagslífinu, en uppsveiflan hefur m.a. leitt af sér verulega tekjuaukningu og næga atvinnu.
Meira
Í ÁLITI sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 20.28. janúar sl., segir meðal annars að eftirtektarvert sé að dregið hefur úr verðbólgu í landinu samhliða uppsveiflu í efnahagslífinu, en uppsveiflan hefur m.a. leitt af sér verulega tekjuaukningu og næga atvinnu.
Meira
ALÞJÓÐABANKINN segir að vera megi að hrávöruverð muni aldrei ná sér aftur fyllilega á strik eftir verðfallið í kjölfar Asíukreppunnar og sérfræðingar telja að hafið sé tímabil lækkandi hrávöruverðs til langframa.
Meira
ALÞJÓÐABANKINN segir að vera megi að hrávöruverð muni aldrei ná sér aftur fyllilega á strik eftir verðfallið í kjölfar Asíukreppunnar og sérfræðingar telja að hafið sé tímabil lækkandi hrávöruverðs til langframa.
Meira
LANDSBANKINN gerir ráð fyrir vaxandi samkeppni á fjármagnsmarkaði í ár og að þetta verði upphafsár samþjöppunar í bankakerfinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar þegar ársfjórðungsskýrsla Landsbanka Íslands hf. var kynnt í gær.
Meira
60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 8. febrúar nk. verður sextug Guðlaug Björnsdóttir, Hólavegi 15, Dalvík. Eiginmaður hennar er Hilmar Daníelsson. Þau hjónin taka á móti gestum í Bergþórshvoli (Kiwanishúsinu á Dalvík) að kvöldi laugardagsins 6. febrúar nk. kl. 20.
Meira
60 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 6. febrúar, verður sextugurÖrn Gíslason, Sólheimum, Bíldudal. Eiginkona hans er Valgerður Jónasdóttir. Þau taka á móti gestum í Baldurshaga, Bíldudal, á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18.
Meira
NÚNA um helgina skaust ótrúlegur bleðill inn um bréfalúguna mína. Á forsíðu hans stendur "Ný leið í sorphirðumálum." Þar er kynnt nýtt fyrirkomulag gjaldaálagningar vegna sorphirðu. Samkvæmt því á taka upp sérstakt sorphirðugjald (les "hækkun á gjaldi vegna sorphirðu er framundan"). Tilraun með sorphirðingu á 10 daga fresti á að fara fram í sumum útverfum Reykjavíkur frá og með miðju ári.
Meira
ATHYGLISVERT mál kom upp í vikunni sem snýr að rétti fjölmiðlafólks til að sinna sínu starfi. Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður Sjónvarpsins var handtekinn á brunastað í málningarverksmiðjunni Hörpu og látinn dúsa talsverðan tíma í lögreglubíl. Fréttastofa Sjónvarpsins hyggst kæra aðgerð lögreglunnar og ætlar að leggja fram myndbandsupptöku máli sínu til stuðnings. Georg Kr.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. september í Grensáskirkju af sr. Halldóri Gröndal Brynja Kristín Þórarinsdóttir og Oddur Steinarsson. Heimili þeirra er á Leifsgötu 5, Reykjavík.
Meira
ÍSKALDUR vindurinn nísti í gegnum merg og bein. Laufið reyndi að feykjast til en fraus jafnharðan fast, meira að segja eftirlitsmyndavélarnar virkuðu ekki sem skyldi þetta febrúarkvöld í Reykjavík.
Meira
AF ÞEIM stóðhestum sem seldir hafa verið skal fyrstan frægan telja Hjörvar frá Ketilsstöðum sem hefur unnið sér ýmislegt til frægðar. Ber þar hæst 10 í einkunn fyrir skeið sem hefur verið óumdeildur dómur. Þá stóð hann efstur á fjórðungsmóti á Gaddstaðaflötum í A-flokki gæðinga og í fimmta sæti í A- flokki á landsmótinu sl. sumar.
Meira
Hallgrímskirkja. "Orgelandakt" kl. 12.1512.30. Orgelleikur, ritningalestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 1113. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina er súpa og brauð. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund.
Meira
SÁ ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki að knapinn kunni Sigurbjörn Bárðarson hyggist flytjast búferlum með fjölskylduna austur á jörð sína Oddhól á Rangárvöllum. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti hann að hugurinn stefndi austur en búferlaflutningar væru ekki fyrirhugaðir alveg á næstunni.
Meira
Í dag er föstudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 1999. Agötumessa. Orð dagsins: Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. (Títusarbréfið 2, 11.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn og Helgafell,komu í gær.
Meira
TAMNINGAR og þjálfun eru í fullum gangi á tamningastöð Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga á Melgerðismelum í Eyjafirði. Í hesthúsinu eru 32 hross á járnum og það eru þeir Birgir Árnason og Stefán Birgir Stefánsson sem sjá um þjálfunina.
Meira
STARFSEMI Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður með nokkuð öðrum hætti í vetur en verið hefur undanfarin ár. Samtökin munu ekki reka tamningastöð í vetur en þess í stað hefur Þórði Þorgeirssyni verið leigð öll aðstaðan í Gunnarsholti fram í apríl en þá munu samtökin nota vesturhelming hesthússins fyrir stóðhesta sem notaðir verða í sæðistöku.
Meira
FÆÐINGARHRÍÐIRNAR að kaupunum á 65% hlut í stóðhestinum Galsa frá Sauðárkróki ætla að verða langar og erfiðar því síðastliðinn sunnudag skárust Vestur-Húnvetningar úr leik og eftir standa Sunnlendingar, Skagfirðingar og Austur- Húnvetningar.
Meira
Lesandinn er í vestur og tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í tígli, en sagnhafi trompar tíguldrottningu makkers í þriðja slag. Hann spilar svo hjarta á ásinn og spaða til baka á drottninguna. Hefur vestur einhverju hlutverki að gegna, eða verður hann bara að bíða og sjá? Sagnhafi fer inn í borð til að spila trompinu af því hann þarf á því að halda.
Meira
GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, segir að synd sé að sjá á eftir góðum vini og félaga í Arnari Gunnlaugssyni. "En jafnframt hlýt ég að gleðjast fyrir hans hönd og óska honum velgengni á nýjum vettvangi," sagði Guðni. Fyrirliðinn hefur átt í erfiðum meiðslum á þessari leiktíð, en Bolton hefur gengið ágætlega upp á síðkastið og er sem stendur í þriðja sæti.
Meira
LEICESTER City, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, festi í gær kaup á íslenska landsliðsframherjanum Arnari Gunnlaugssyni frá 1. deildarliðinu Bolton Wanderers. Kaupverð Arnars er talið vera á bilinu 240 til 290 milljónir króna og þar með er ljóst að Arnar er dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu.
Meira
LEICESTER City, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, festi í gær kaup á íslenska landsliðsframherjanum Arnari Gunnlaugssyni frá 1. deildarliðinu Bolton Wanderers. Kaupverð Arnars er talið vera á bilinu 240 til 300 milljónir króna og þar með er ljóst að Arnar er dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu.
Meira
Óhætt er að segja að Íslands- og bikarmeistarar Valsmanna í handknattleik hafi ekki náð að fylgja eftir frábæru gengi á síðustu leiktíð í efstu deild karla. Meistararnir eru sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig, eða jafnmörg og ÍR sem er í áttunda sæti.
Meira
ÞÝSKA 2. deildarliðið Pfullendorf hefur leitað eftir því við Fjalar Þorgeirsson, markvörð Þróttar, að hann leiki með liðinu til loka leiktíðarinnar í Þýskalandi. Báðir markverðir liðsins hafa meiðst á skömmum tíma og sárvantar liðið því markvörð. Pfullendorf dvelur þessa dagana í æfingabúðum á Spáni, en innan skamms hefst keppni aftur í þýsku knattspyrnunni eftir vetrarhlé.
Meira
FRAMARAR hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir "knattspyrnubaráttuna" í sumar. Þeir hafa fengið níu nýja leikmenn í herbúðir sínar. Það eru þeir Ágúst Gylfason frá Brann, Steinar Þór Guðgeirsson, ÍBV, Sævar Pétursson, Breiðabliki, Friðrik Þorsteinsson, Skallagrími, Ívar Jónsson, HK, Ómar Sigtryggsson, Stjörnunni, Valdimar K.
Meira
GORAN Stojanovic, landsliðsmarkvörður Júgóslava í handknattleik og markvörður hjá þýska félaginu Kiel, hefur ákveðið að ganga á næstu leiktíð í raðir Bad Schwartau sem Sigurður Bjarnason leikur með. Gerði hann samning við Bad Schwartau til vorsins 2001.
Meira
ÞÝSKA tenniskonan Steffi Graf gagnrýndi stöllur sínar Lindsay Davenport og Martinu Hingis fyrir ummæli þeirra um frönsku tenniskonuna Amelie Mauresmo, en báðar sögðu á opna ástralska meistaramótinu að Mauresmo léki eins og karlmaður.
Meira
Spánn Bikarkeppnin: Barcelona - Benedorm3:0 Frank de Boer 21, Sergi Barjuan 38, Giovanni 77. 20.000. Barcelona vann samtals 4:0. De Boer skoraði sitt annað skallamark á fimm dögum.
Meira
Víkingsstúlkur tryggðu sér rétt til að leika til úrslita um bikarinn eftir að hafa skellt Þrótti eftir 65 mínútna leik í Víkinni í gærkvöldi, 3:1. Það þurfti hins vegar kalda vatnsgusu til að vekja hinar veraldarvönu Víkingsstúlkur því þær töpuðu fyrstu hrinunni 25:22 eftir að jafnt hafði verið á flestum tölum.
Meira
MAGNÚS Árnason markvörður FH var í miklum ham og átti mestan þátt í að FH-ingar eygja enn von um að komast í úrslitakeppnina því hann varði 24 skot í 25:19 sigri á Eyjamönnum í Kaplakrika í gær hélt þar með álögunum yfir leikmönnum ÍBV, sem hafa ekki unnið leik uppi á landi, en aftur á móti alla heimaleiki sína.
Meira
MARCELO Bielsa hóf landsliðsþjálfarastarf sitt hjá Argentínu með sigri. Argentínumenn fögnuðu sigri í Venezuela fyrir framan 30 þús. áhorfendur í Maracaibo, 2:0. Bielsa tefldi eingöngu leikmönnum sem leika í Argentínu.
Meira
RONALDO hefur átt erfitt uppdráttar hjá Internazionale á þessari leiktíð, en nú segist hann vera að sækja í sig veðrið á ný og segir liðsmönnum Manchester United að þeir skuli vera viðbúnir öllu þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu 3. mars nk.
Meira
LIVERPOOL sendi í gær tvo Argentínumenn heim eftir aðeins tvo daga. Það voru þeir Gaston Fernando Pezzuti og Carlos Maximiliano Estevez, sem komu frá Racing Club. Þeir áttu að vera við æfingar í tíu daga. Ian Cotton, talsmaður Liverpool, sagði að þeir félagar hefðu ekki staðið undir væntingum.
Meira
ALBERTO Tomba er mættur á heimsmeistaramót í skíðaíþróttum í sjöunda sinn og í fyrsta skipti er hann ekki á meðal keppenda en Tomba hefur dregið sig úr keppni þeirra bestu. Það kom greinilega fram á þeirri athygli sem Tomba hefur fengið í Vail þar sem heimsmeistaramótið fer fram, en fjölmiðlamenn hafa ekki sýnt honum sömu athygli og áður.
Meira
ÞRIGGJA daga ráðstefnu Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, um lyfjamál og viðbrögð við lyfjaneyslu íþróttamanna, lauk í Lausanne í Sviss í gær og þrátt fyrir að einhverjir séu á yfirborðinu ánægðir með niðurstöðuna er ljóst að fundurinnm tókst ekki eins vel og lagt var upp með.
Meira
EVRÓPUMEISTARINN í 200 metra hlaupi karla, Bretinn Dougie Walker, má keppa á meðan mál hans um meinta lyfjamisnotkun verður rannsakað til hlítar, eftir því sem talsmenn breska frjálsíþróttasambandsins segja. Í síðustu viku kom í ljós að a.m.k. annað lyfjasýnið sem tekið var hjá Walker á æfingu fyrr í vetur reyndist innihalda lyf sem eru á bannlista.
Meira
FRAMBOÐ af fiskblokkum í Bandaríkjunum er nú með minnsta móti. Eftirspurn er mikil og verð hátt. Í nóvember voru birgðir af blokk úr alaskaufsa rúmlega 8.000 tonn. Það er 28% minna en á sama tíma árið áður, en þrátt fyrir það höfðu þessar birgðir aukizt um 19% frá því í októberlok. Birgðir af þorskblokk í lok nóvember voru 2.
Meira
SJÖ ríki hafa nú misst leyfi til innflutnings á fiski til Evrópusambandsins. Frestur þeirra til að uppfylla kröfur ESB um aðbúnað í fiskvinnslu rann út um síðustu mánaðamót. Önnur 14 ríki, sem voru í sömu sporum, hafa verið færð yfir á biðlista og hafa því tíma til ársloka árið 2000 til að uppfylla umræddar kröfur.
Meira
TAP af rekstri sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells hf. á síðasta rekstrarári nam 380 milljónum króna. Afkoma einstakra rekstrareininga innan félagsins var nokkuð ólík. Rekstur frystihúss fyrirtækisins á Dalvík gekk vel og einnig útgerð ísfisktogaranna Björgúlfs og Kambarastar. Hins vegar varð mikið tap af flestum öðrum þáttum í rekstri félagsins.
Meira
ANTÍKHÚSGÖGN, saga þeirra og byggingarstíll, hafa verið sérstakt áhugamál Ólafs um tíu ára skeið. Hann hafði varðveitt nokkra slíka gripi eftir afa sinn og ömmu, Ólaf Bjarnason og Ástu Ólafsdóttur í Brautarholti, og segir þar líklega kveikjuna að þessum áhuga sem síðan hafi aukist með árunum.
Meira
ANTÍKHÚSGÖGN Í SVEITINNI/2SAGA KURTEISINNAR OG BREYTINGAR Í GEGNUM TÍÐINA/4EIGA ÍSLENDINGAR EINHVERJA BESTU UNGLINGA Í EVRÓPU?/6FAÐIR OG SONUR/7DÝRALÆKNASTOFA D
Meira
ÍSLENDINGAR þurfa ekki að hafa áhyggjur af velferð lands og þjóðar í höndum íslenskrar æsku ef tekið er mið af samevrópskri könnun á söguvitund unglinga. Ekki er þar vísað til gáfna heldur almenns viðhorfs til lífsins og tilverunnar. Íslensk ungmenni eru í eðli sínu velviljuð hlynnt lýðræði, jafnrétti og mannréttindum þjóðrækin og trúuð á guð sinn.
Meira
SJÚKUM og hrjáðum hundum, köttum, kanínum, páfagaukum, hömstrum og hvers kyns gæludýrum er ekki í kot vísað á Dýralæknastofu Dagfinns, sem nýverið tók til starfa á Skólavörðustígnum. Þar sem áður var óhrjálegur bílskúr hefur Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir látið reisa 60 fm hús, sem fellur vel að umhverfinu, og er, ytra sem innra, hannað með þarfir gæludýra og eigenda þeirra í huga.
Meira
ALLT fram á seinustu áratugi hafa sálfræðingar og aðrir trúað því að faðirinn hafi litlu sem engu hlutverki að gegna í lífi barna fyrr en þau séu orðin þriggja til fjögurra ára. Þær kenningar hafa meira að segja komið fram að hluta-viðvera föðurins í fjölskyldunni skapaði barninu hollar og nauðsynlegar hindranir.
Meira
Borðsiði hafði hún lært af samvisku. Aldrei hraut nokkur matarbiti af vörum hennar, og fingrunum dýfði hún aldrei á kaf í sósuskálina. Hún kunni vel þá list að bera mat að munni sér án þess að dropi félli á bringuna. Af kurteisi hafði hún mesta dálæti. Hún þerraði efri vörina svo vandlega að fiturönd sást aldrei á barmi bikarsins eftir að hún hafði fengið sér sopa.
Meira
ÍmyndaðsviðsljósSUMUM líður illa í fjölmenni vegna þess að þeir hafa á tilfinningunni að allra augu beinist að þeim og fylgst sé grannt með orðum þeirra og athöfnum. Einkum þykir þeim augun vera á vaktinni ef þeim verður á að vera klaufalegir. Flestir hafa efalítið einhvern tíma upplifað slíka tilfinningu, sem sálfræðingar nefna sviðsljóssbrellu.
Meira
KURTEISI finnst flestum nauðsynleg í daglega lífinu. Þú kemur fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Kurteisi virkar því oft sem smurolía í samskiptum. Kurteisi er að taka tillit til annarra. Reglur um hvernig skuli haga sér hafa þó breyst í gegnum tíðina. Fyrr á öldinni voru gefnar út bækur um framkomu og margt af því sem þar stendur þykir nánast hlægilegt í dag.
Meira
SPARIBAUKUR er lítill stokkur eða hylki til að safna peningum í og geyma þá. Sparibaukur er tákn um fyrirhyggju einstaklings. Hann er eitt form hugmyndarinnar að geyma til að eiga fyrir því sem bíður í framtíðinni, safna til að eiga fyrir því sem þarf og líka til að búa sig undir ófyrirséð óhöpp. Kunnáttan að spara er eftirsóknarverð.
Meira
ÍSLENDINGAR kunna að sumra mati ekki að standa í biðröð, þeir ryðjast upp rúllustigann og skella síðan hurðinni á nefið á næsta manni í stað þess að halda henni opinni. Tillitsleysi í umferðinni finnst einnig mörgum of algengt.
Meira
ÞÓRA Kristín Jónsdóttir kennari í Hagaskóla segir hóp nemenda í skólanum hvorki kunna almennar kurteisisvenjur né mannasiði. "Síðast í morgun bauð ég nemanda á gangi skólans góðan dag en hann tók ekki undir kveðjuna fyrr en ég endurtók hana," segir hún aðspurð um kurteisi nemanda. Slíkt segir hún vera daglegt brauð.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.