Greinar sunnudaginn 7. febrúar 1999

Forsíða

7. febrúar 1999 | Forsíða | 441 orð

Abdullah ríkisarfi tekinn við völdum í Jórdaníu

RÍKISSTJÓRN Jórdaníu lýsti í gær Hussein Jórdaníukonung óstarfhæfan og var sonur Husseins, Abdullah ríkisarfi, svarinn í embætti sem ríkisstjóri. Fer hann þá með völd í landinu í forföllum föður síns sem lá banaleguna í gær. Meira
7. febrúar 1999 | Forsíða | 137 orð

Átök á landamærum Eþíópíu og Erítreu

TIL átaka kom milli hersveita Eþíópíu og Erítreu í gær við landamæri Afríkuríkjanna tveggja og gengu ásakanir á víxl milli stjórnvalda um það hver átti upptökin að átökunum. Engar fréttir höfðu borist af mannfalli en Erítreumenn héldu því fram að þeir hefðu hrundið áhlaupi Eþíópíumanna. Vöruðu þeir íbúa Erítreu við því að búast mætti við loftárásum á landið. Meira
7. febrúar 1999 | Forsíða | 132 orð

Hundseðlið sýknað í hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR Noregs hnekkti í gær dauðadómi yfir hundinum Baldri og staðfesti þar með rétt allra hunda til að eltast við gæludýr nágrannanna. "Það átti að skjóta hundinn okkar en hann hefur nú fengið uppreisn æru," sagði Cecilie Ukvitne, eigandi hundsins, en hún býr í Björgvin. Meira
7. febrúar 1999 | Forsíða | 263 orð

Serbar sagðir hafa gefið eftir

FRÖNSK stjórnvöld sögðust í gær hafa leyst þann hnút sem kominn var á fyrirhugaðar viðræður um frið í Kosovo, sem hefjast áttu í Frakklandi í gær. Serbnesk stjórnvöld höfðu á föstudag komið í veg fyrir að samningamenn Frelsishers Kosovo (KLA) héldu til viðræðnanna og neituðu þá allir fulltrúar Kosovo-Albana að yfirgefa Júgóslavíu. Meira

Fréttir

7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Áhersla í Skaftafelli á fræðslu fyrir ferðamenn

ÁFORMAÐ er að gera talsverðar breytingar á þjónustu við ferðamenn í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Stefnt er að því að koma á fót gestastofu þar sem ferðamenn geta fræðst um náttúru og sögu Skaftafells. Um áramót tók nýr þjóðgarðsvörður, Ragnar Frank Kristjánsson, við störfum í þjóðgarðinum í Skaftafelli og vinnur hann að þessum breytingum í samvinnu við heimamenn og Náttúruvernd ríkisins. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð

Byggingarleyfi barnaspítala fellt úr gildi

ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur að leyfa byggingu barnaspítala á Landspítalalóð. Að mati nefndarinnar var grenndarkynningu svo áfátt að ekki hafi verið unnt að leggja niðurstöður hennar til grundvallar við ákvörðun um að veita leyfi fyrir byggingunni. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 890 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 7.­13. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð vikulega á heimasíðu Háskólans http: //www.hi.is/HIHome.html Mánudagur 8. febrúar: Ragnar Sigurðsson, Raunvísindastofnun, heldur áfram fyrirlestri sínum sem nefnist: "Green- föll og Lelong-tölur" á málstofu í stærðfræði. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 458 orð

Eimskip vann mál um skipaflutninga

EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur unnið mál vegna flutninga fyrir varnarliðið fyrir undirrétti í Bandaríkjunum, en málið var höfðað á hendur bandaríska hernum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra svarar gagnrýni á afskipti stjórnvalda í málinu á þá leið að þau hafi ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu en það sé skylda íslenskra stjórnvalda að halda uppi réttum túlkunum á þeim milliríkjasamningum sem Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 357 orð

Enn hallar undan fæti á Ísafirði

"ÞETTA er auðvitað áfall en maður bjóst alltaf við þessu," segir Jóhann Alexandersson á Ísafirði. Hann er háseti á Guðbjörgu ÍS og byrjaði á fyrsta togaranum sem bar það nafn fyrir um tuttugu árum. Hann segir að staðan á Ísafirði hafi versnað mjög þegar Guðbjörgin fór þaðan á sínum tíma og nú halli enn undan fæti. Meira
7. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 134 orð

Fjölbrautaskóli Vesturlands í Snæfellsbæ

Í Snæfellsbæ er starfrækt útibú frá Fjölbrautaskóla Vesturlands sem upphaflega starfaði eingöngu á Akranesi. Þetta gefur nemendum kost á að dvelja í heimabyggð sinni eilítið lengur ef þeir vilja nýta sér þetta nám. Í vetur munu 20­30 nemendur stunda nám við skólann. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fundu 200 grömm af hassi

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á á annað hundrað grömm af hassi í húsi í vesturborginni aðfaranótt laugardags. Einnig fundust tól og tæki til neyslu á fíkniefnum við húsleit. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, tveir eru enn í haldi en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum, að sögn varðstjórans í Reykjavík. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fyrirlestur um starf kennarans

KENNARINN, meistari eða þjónn? er heiti á fyrirlestri sem Helga Sigurjónsdóttir, menntaskólakennari flytur í Norræna húsinu miðvikudaginn 10. febrúar kl. 17­19. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Góð kjörsókn hjá sjálfstæðismönnum

KJÖRSÓKN var góð í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi fyrri hluta dags í gær, samkvæmt upplýsingum frá Jóni Erni Arnarsyni, yfirmanni kjörstjórnar. Umk klukkan tvö höfðu á áttunda hundrað manns kosið í Vestmannaeyjum og á fimmta hundrað á Selfossi. Samtals höfðu rúmlega sex hundruð manns kosið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Guðbjörgin var farin frá Ísafirði

SIGURÐUR R. Ólafsson, formaður Sjómannafélags Ísfirðinga, sagði að sér hefði brugðið við að heyra fréttir af því að búið væri að selja frystitogarann Guðbjörgu til Þýskalands. Ísfirðingar hefðu hins vegar verið búnir að tapa skipinu fyrir nokkru og tengsl þeirra við skipið hefðu verið orðin lítil. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð

Heiðinn blótstaður í Laxárdal í Nesjum?

Heiðinn blótstaður í Laxárdal í Nesjum? BJARNI F. Einarsson fornleifafræðingur telur að leifar sem fundust við kuml í grennd við víkingaaldarbýlið Hólm í mynni Laxárdals í Nesjum í Austur- Skaftafellssýslu bendi til þess að þar hafi verið blótstaður heiðinna manna. Ef rétt reynist er það í fyrsta sinn sem blótstaður finnst hér á landi. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 468 orð

Hugmyndir um að læknar taki vaktir í verktöku

UMBYLTA þarf vaktaskipulagi sjúkrahúsa hérlendis í kjölfar samninga lækna um útfærslu á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í samtali í nýútkomnu Læknablaðinu við Arnór Víkingsson, ritara stjórnar Læknafélags Íslands, sem á sæti í nefnd sem er að fjalla um áhrif vinnutímatilskipunarinnar á störf og vinnutíma lækna. Meira
7. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 453 orð

Hussein Jórdaníukonungur helsjúkur

HUSSEIN Jórdaníukonungur lá enn banaleguna þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Hussein, sem er sextíu og þriggja ára gamall, var fluttur með hraði heim til Jórdaníu frá Bandaríkjunum á fimmtudagskvöld eftir að ljóst var að beinmergsflutningur hafði ekki haft tilætluð áhrif en Hussein átti í höggi við krabbamein. Mun konungurinn áður hafa lýst því yfir að hann vildi deyja í heimalandi sínu. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 367 orð

Innanlandsflug Fjölgun um 21 þúsund farþega

FARÞEGUM í innanlandsflugi árið 1998 fjölgaði um 21 þúsund frá árinu 1997. Er það tæp 7% fjölgun á milli ára og voru farþegarnir alls 467 þúsund á árinu. Samsvarar þessi farþegafjölgun um 420 ferðum á ári eða rúmlega einni flugferð á dag með fullsetinni 50 sæta flugvél. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Japönsk kvikmyndasýning

KVIKMYND leikstjórans Kurosawa, Sjö Samúrajar, verður sýnd í Norræna húsinu í dag, sunnudag, kl. 14. Það er Íslensk-japanska félagið sem stendur fyrir sýningunni. Kynnir er Jónas Knútsson og er textinn á ensku. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Koma oft fram við fólk eins og óvirka neytendur

PÁLL Skúlason háskólarektor gagnrýndi fjölmiðla í ræðu sem hann flutti við brautskráningu kandídata frá Háskóla Íslands. Hann sagði þá iðulega starfa á þeim forsendum að fólk hefði engan áhuga á því að komið væri fram við það sem hugsandi verur. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 792 orð

Konur sækja í sig veðrið

Mikið hefur verið rætt að undanförnu um konur og stjórnmál. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað til þess að efla konur til áhrifa og starfa í þjóðfélaginu, m.a. til þátttöku á vettvangi stjórnmálanna. Félagið var stofnað 1907 og að sögn formannsins, Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur, er verkefnið enn hið sama, 92 árum síðar. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 344 orð

Kvótaverð aldrei hærra

LEIGUVERÐ á þorskkvóta á Kvótaþingi Íslands fór í vikulokin í 100,78 krónur og hefur aldrei verið hærra. Verðið fór í fyrsta skipti í 100 krónur á fimmtudag. Alls voru seld rúm 224 tonn af þorski á Kvótaþingi á föstudag en fyrir lágu kauptilboð í 1.200 tonn, það hæsta 101,55 krónur. Verð á þorskaflamarki var á sama tíma í fyrra 79 krónur. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

LEIÐRÉTT

Í DÓMI um sýningu Verslunarskólans á söngleiknum Dirty Dancing í blaðinu sl. laugardag er Magnea J. Matthíasdóttir sögð þýða verkið. Hið rétta er að hún þýðir eingöngu söngtexta, leikstjórinn, Jóhann G. Jóhannsson, þýðir verkið að öðru leyti. Beðist er velvirðingar á þessum misskilningi. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Loðnufrysting hafin

FJÖLDI skipa var á loðnuveiðum á hádegi í gær. Klukkan 13 voru 24 loðnuskip á miðunum, einhver voru á landleið og þrjú á útleið. Níu bátar voru austan við Ingólfshöfða og var þar mokveiði af fallegri loðnu. Húnaröstin var á leið í land með fullfermi um eittleytið, og hafði verið við veiðar frá því snemma um morguninn. Jón Axelsson skipstjóri sagði að loðnan færi til frystingar. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Námskeið um ástar- og flóttafíkn

VILHELMÍNA Magnúsdóttir heldur námskeið í Gerðubergi mánudaginn 8. febrúar kl. 20 sem ber yfirskriftina Ástar- og flóttafíkn. Í fréttatilkynningu segir að þar verði aðaláhersla lögð á að kynna leiðir til bættra samskipta ástvina og fjallað um hvernig sigrast má á ástar- og flóttafíkn. Öllum er heimilt að sækja námskeiðið. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Neskirkja

VEGNA mistaka við frágang blaðsins í gær brenglaðist frétt um sveiflusunnudag í Neskirkju. Um leið og velvirðingar er beðist á mistökunum er fréttin frá Neskirkju birt aftur: "Það verður sveifla á safnaðarstarfinu í Neskirkju í dag, sunnudaginn 7. febrúar. Sunnudagaskólinn byrjar kl. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Óperunámskeið Mozarts í Háskólanum

UNDANFARIN ár hefur Endurmenntunarstofnum Háskóla Íslands efnt til námskeiða fyrir almenning um sögu, form og stílgerðir tónlistar, þar sem ákveðið tímabil eða tónskáld hefur verið kynnt í tali og tónum. Síðustu tvö árin hefur kennslan farið fram í hátíðasal Háskólans, eftir að hann fékk fullkomin hljómtæki að gjöf, og hafa þau verið fjölsótt. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Rúmlega 2.000 höfðu kosið upp úr hádegi

SAMTALS höfðu rúmlega tvö þúsund manns kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi upp úr hádegi í gær, samkvæmt upplýsingum frá Garðari Vilhjálmssyni, formanni yfirkjörstjórnar. Um sex hundruð manns höfðu kosið í Reykjanesbæ, um sjö hundruð í Kópavogi, tæplega sjö hundruð í Hafnarfirði, um 150 í Garðabæ, um hundrað á Seltjarnarnesi, Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Rúnar efstur

RÚNAR Sigurpálsson er með 2 vinninga á Skákþingi Akureyrar sem nú stendur yfir og er efstur, en önnur umferð var tefld á fimmtudagskvöld. Þá vann Rúnar Ólaf Kristjánsson, Stefán Bergsson vann Sigurð Eiríksson, Þór Valtýsson og Halldór Brynjar Halldórsson gerðu jafntefli, en Haukur Jónsson sat yfir. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

SIGURÐUR ÁSMUNDSSON

SIGURÐUR Ásmundsson, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, lést á heimili sínu föstudaginn 5. febrúar. Sigurður var fæddur í Reykjavík 27. mars 1932. Hann var sonur hjónanna Ásmundar Ásmundssonar bakarameistara og Gróu Ástu Jafetsdóttur. Hann var næstelstur fjögurra systkina en hin þrjú eru öll á lífi. Sigurður varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1953. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sjálfkjörið í forystu

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður var einn í framboði til formanns á stofnfundi Vinstri hreyfingar-Græns framboðs í gær og var því sjálfkjörinn. Auk hans var á lista uppstillingarnefndar Svanhildur Kaaber sem varaformaður, Tryggvi Friðjónsson gjaldkeri, Jóhanna Harðardóttir ritari og meðstjórnendur voru Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Birkir Friðbertsson, Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Stuðningur við stækkun virkjunar í Bjarnarflagi

BÆJARSTJÓRN Húsavíkur samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við áform Landsvirkjunar um stækkun virkjunar í Bjarnarflagi. Jafnframt skorar bæjarstjórn á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að Alþingi heimili umræddar virkjunarframkvæmdir. Meira
7. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 1652 orð

Sýndi stjórnkænsku og gerði mistök Það var löngum sagt um Hussein Jórdaníukonung að hann væri í senn helsta tromp Jórdaníu og

HUSSEIN Jórdaníukonungur var um margt margslungnari persónuleiki en vinalegt útlit hans og jafnvel einfeldningslegt gaf til kynna. Hann gat sýnt hörku og ósvífni og skirrðist ekki við að taka áhættu en var einnig úrræðagóður, viðkvæmur og heillandi persónuleiki, rómantískur og hollur konum eins og mörg hjónabönd hans eru vitnisburður um. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Vextir íbúðalána um 5,6%

HORFUR eru á að vextir á íbúðalánum Landsbankans verði 5,55- 5,65%. Jafnframt hefur bankinn til skoðunar að lánshlutfall verði allt að 75%. Bankinn hefur m.a. átt í viðræðum við lífeyrissjóðina um samstarf á þessu sviði og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er stefnt að því að ganga frá því í byrjun næstu viku. Meira
7. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð

Æfingar í Jiu Jitsu

Æfingar í Jiu Jitsu SENSEL Allan Campell verður á Íslandi dagana 6. og 7. mars nk. og verður þá með Jiu Jitsu-æfingar báða dagana í Laugardalshöll, hliðarsal. Meira

Ritstjórnargreinar

7. febrúar 1999 | Leiðarar | 1919 orð

Á SÍÐASTA ári kom hingað til lands þáverandi aðstoðarutanríkisráðherra Þýzk

Á SÍÐASTA ári kom hingað til lands þáverandi aðstoðarutanríkisráðherra Þýzkalands. Hann kom beint af fundum í Suðaustur-Asíu um þróun efnahagsmála í þeim heimshlutum. Í samtölum hér sagði hann, að framvinda mála þar mundi byggjast mjög á því, hvort Kínverjum tækist að komast hjá því að lækka gengi gjaldmiðils síns á þessum vetri. Meira
7. febrúar 1999 | Leiðarar | 815 orð

Í ORÐI OG Á BORÐI

Í DÓMI Hæstaréttar í máli blindrar konu gegn Háskóla Íslands felst í raun og veru þessi niðurstaða: Þegar Alþingi setur lög t.d. um réttindi fatlaðra til náms ber þinginu að gera ráðstafanir til að hægt verði að framfylgja þeim lögum með því að leggja fram fjármagn til þess. Um þetta snýst dómurinn. Það er ekki nóg að setja lög, þar sem gefin eru fögur fyrirheit. Meira

Menning

7. febrúar 1999 | Menningarlíf | 870 orð

Að bresta í ljóðatrans

LEIKARARNIR tveir eru þau Þórey Sigþórsdóttir, sem leikur flugfreyju, og farþeginn Hinrik Ólafsson. Leikurinn gerist um borð í flugvél á leið til útlanda og á hótelherbergi. Ljóðum er fléttað inn í leiktextann líkt og söng í söngleikjum ­ eða eins og Linda Vilhjálmsdóttir, annar höfundanna, Meira
7. febrúar 1999 | Bókmenntir | 421 orð

Andspænis bræðrum

eftir Roy Jacobsen. Sigurður G. Tómasson þýddi. Mál og menning 1998 ­ 186 bls. NÚ FER hver að verða síðastur að skrifa kaldastríðstrylli. Mætti ætla. Múrinn fallinn, njósnarar og gagnnjósnarar farnir að gamlast, brellurnar þeirra margtuggðar og bágt að ímynda sér ferska sýn á njósnaleiki austurs og vesturs. Roy Jacobsen (f. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 171 orð

DiCaprio í fangelsi?

ALLT bendir til þess að næsta kvikmynd Leonardo DiCaprio verði Fangelsistilraunin í Stanford sem framleidd verður af 20th Century Fox en DiCaprio hefur áður leikið í þremur myndum frá kvikmyndaverinu. Hann yrði í aðalhlutverki og Lee Tamahori hefur verið orðaður við leikstjórn myndarinnar. Handritið er byggt á tilraun sem gerð var í raun og veru í Stanford- háskóla sumarið 1971. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 496 orð

Eins og á spennandi kappleik

LEIKHÚSSPORT hefst annað kvöld í Iðnó eftir nokkurt hlé og verður með ferskasta móti. Það stendur nefnilega til að keppa um Fresca-bikarinn með útsláttarfyrirkomulagi og hafa átta lið sem standa saman af 26 leikurum skráð sig til þátttöku. Liðin glíma annan hvern mánudag fram á vor og verður úrslitaglíman 26. apríl. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 264 orð

Fiðrildahúðflúr í tilefni afmælisins

BARBIE verður fertug 9. mars næstkomandi og verður haldið upp á afmælið á Wall Street í New York að sögn talsmanns Mattel-fyrirtækisins sem framleiðir dúkkuna. Barbie, sem heitir fullu nafni Barbara Millicent Roberts, hefur fylgt tískunni öll sín fjörutíu ár og gengið í gegnum margar útlitsbreytingar á ferlinum. Meira
7. febrúar 1999 | Menningarlíf | 607 orð

Gefur nýja möguleika í listrýni

TÖLVUNARFRÆÐINGAR við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum segjast hafa fundið leið til að endurgera frægar höggmyndir með miklu meiri nákvæmni en áður hefur þekkst. Segja þeir að með nýrri tækni sé kleift að framkalla stafrænar myndir á tölvutæku formi af styttum frá öllum mögulegum sjónarhornum með slíkri nákvæmni að jafnvel allra minnstu smáatriði njóti sín. Meira
7. febrúar 1999 | Menningarlíf | 567 orð

Grafton fikrar sig eftir stafrófinu

eftir Sue Grafton. Pan Books 1998. 353 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn Sue Grafton sendi á síðasta ári frá sér nýja sakamálasögu í svokallað stafrófssafn sitt en hún er þekkt fyrir að raða titlum bóka sinna í stafrófsröð. Þannig hét fyrsta sagan hennar "A is for Aliby", sem í íslenskri þýðingu kemur nokkuð neðar í stafrófinu sé hún þýdd F stendur fyrir fjarvistarsönnun. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 244 orð

Jökuldælir blóta þorra

Vaðbrekka, Jökuldal-Þorrablót Jökuldæla var haldið að venju nú á fyrrihluta þorra. Var blótað í Skjöldólfsstaðaskóla að venju, þótt uppi hafi verið raddir um að sameina þorrablót þeirra þriggja sveita er nýverið sameinuðust í Norður- Hérað og blóta í nýju íþróttahúsi í Brúarási. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð

Kominn í gleðigírinn

Kominn í gleðigírinn SKOSKI rokkarinn rámi Rod Stewart byrjar tónleikaför sína í Bandaríkjunum í næstu viku. Hann er nú í óðaönn að undirbúa reisuna og hann hefur notað Netið til að tilkynna það að nú sé sá gamli kominn í gír, eftir nýlegan skilnað við eiginkonuna Rachel Hunt. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 45 orð

Leikið í alhvítum garði

LÍTILL svartur hundur sést hér hlaupa um í lystigarðinum í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Mikil snjókoma var síðasta föstudagsmorgun og kyngdi snjónum niður, en mikill kuldi hefur verið á þessum slóðum og hefur kuldinn verið 25 gráðum undir frostmarki undanfarna daga. Meira
7. febrúar 1999 | Menningarlíf | 868 orð

Ljúfir lundar og djarfar dýfingar

Föstudagur 5. febrúar. Á FYRSTU sýningu Íslenska dansflokksins á nýju ári eru þrjú dansverk. "Flat Space Moving" og "Diving" eftir Rui Horta og "Kæra Lóló" eftir Hlíf Svavarsdóttur. Rui Horta er portúgalskur að uppruna. Hann lærði og starfaði sem dansari í New York á áttunda áratugnum en tók við stjórnun Companhia de Danca de Lisboa 1984. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 634 orð

Með sparifötin í ferðatöskunni

INGVAR Sigurðsson leikari hefur verið valinn sem fulltrúi Íslands í verkefni á vegum European Film Production á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Verkefnið nefnist "Shooting Stars" og er ætlað að koma ungum leikurum á framfæri, og eru átján leikarar kynntir til sögunnar. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 43 orð

Óskar á næsta leiti

Óskar á næsta leiti KEVIN Spacey Óskarsverðlaunaleikari og Robert Rehme, forseti bandarísku kvikmyndaakademíunnar, munu lesa upp tilnefningar til Óskarsverðlaunanna næstkomandi þriðjudag og er búist við að um 550 fjölmiðlar úr heimspressunni fylgist með viðburðinum. Óskarsverðlaunin verða afhent sunnudaginn 21. mars í Los Angeles. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 1061 orð

Ótuktarormurinn í kennslustofunni Mark Seliger er helsti ljósmyndari tónlistartímaritsins Rolling Stone, hefur fengist við

ÞAÐ eru ekki margir á ferli um sjöleytið á laugardagsmorgni. Göturnar eru auðar og eins gott því lítið sést út um frostrósirnar á framrúðunni og athyglisgáfan er ekki upp á marga fiska. Lögreglan stöðvar bílinn bara rétt til að athuga hvort bílstjórinn sé ekki vakandi. Svo er að leggja við Hótel Borg, safna saman minnispunktunum í höfðinu og leggja í hann. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 99 orð

Rómantísk jakkaföt og vígalegar yfirhafnir

ÞEGAR tískuhönnuðurinn Gianfranco Ferre sýndi fatnað sinn fyrir næsta haust og vetur gátu herrarnir velt fyrir sér mismunandi fatnaði fyrir haustið. Yfirhafnir af ýmsum stærðum og gerðum voru áberandi en einnig sýndi Ferre mýkri hliðar og voru sum jakkafötin innblásin anda rómantíkur og fyrri tíma. Á meðfylgjandi myndum er sýnishorn af herratískunni að hætti Ferre. Meira
7. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð

Sú minnsta og léttasta

NÝLEGA kynnti japanska fyrirtækið FujiFilm til sögunnar "minnstu og léttustu" digital-myndavélina á markaðnum. Myndavélin FinePix 2700 vegur aðeins 230 grömm en hún var sýnd á sýningu í Tókýó 4. febrúar sl. Á myndinni sést Kazumi Hiraiwa, starfsmaður FujiFilm, horfa í gegnum linsu vélarinnar. Áætlað er að hefja sölu á vélinni í mars. Meira
7. febrúar 1999 | Menningarlíf | 305 orð

Veirufræðingur, sundmaður og kórstjóri hlutu Menningarverðlaun VÍS

Veirufræðingur, sundmaður og kórstjóri hlutu Menningarverðlaun VÍS FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti á föstudag menningarverðlaun VÍS, en þau hlutu Margrét Guðnadóttir, prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands, Hörður Áskelsson, kórstjóri og organisti við Hallgrímskirkju, og Örn Arnarson sundmeistari, Meira

Umræðan

7. febrúar 1999 | Aðsent efni | 1408 orð

EES-SAMNINGURINN ­ FIMM ÁR Í FRAMKVÆMD

UM þessar mundir eru fimm ár liðin frá gildistöku samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Hann tók gildi hinn 1. janúar 1994. Eins og haft var á orði í umræðum um samningsgerðina á sínum tíma er þessi samningur umfangsmestur og mikilvægastur allra samninga sem Ísland og reyndar öll önnur aðildarríki EFTA hafa gert á seinni tímum. Meira
7. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 413 orð

Tal ­ Landssíminn og kröfurnar

LÍNUR þessar eru settar á blað vegna athyglisverðra krafna á hendur Landssímanum, ýmist frá forystumönnum Tals hf. eða einstökum notendum að þjónustu þeirra. Það er að vísu ekki svo að ég haldi að starfsmenn Landssímans geti ekki svarað fyrir sig. Þeir verða hins vegar að gæta ákveðinna kurteisisreglna og eiga því ekki gott með beina gagnrýni á framsetningu órökrænna krafna. Meira
7. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Þáttur fjölmiðlanna

FJÖLMIÐLAR eru farnir að fjalla um Ár aldraðra. Það var haldinn ágætur fundur í Reykjavík 20. janúar, en þá hófst fundaröð um land allt á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins og fleiri. Allt fundarefnið var vandað. Talað var um fjármál aldraðra. Um tölvukennslu aldraðra. Prýðilega fram sett. Meira

Minningargreinar

7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Í dag kveðjum við Bjarna Guðbjörnsson, fyrrverandi bankastjóra og alþingismann. Hann var eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi en það sem er mest um vert, hann var góður maður. Hann var hlýr, blíður, fullur af ást og umhyggju og vildi allt fyrir alla gera. Sérstaklega fyrir okkur sem stóðum honum næst. Hann var einnig heiðarlegur, ákveðinn og fastur fyrir og ætlaðist til þess sama af öðrum. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 450 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Ég hef líklega ekki verið nema fjögurra til fimm ára gamall en samt sé ég það svo vel fyrir mér þegar afi kom að taka á móti okkur. Við vorum að koma frá Þýskalandi og ég man hvað mér þótti skrýtið að sjá hann bíða þarna brosandi bak við einhverja glerplötu. Ég man líka hvað mér þótti gott að sjá hann þegar út var komið, fara í rauða bílinn hans afa míns sem var mér alltaf svo hlýr og góður. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Vinátta er mikilvæg í samskiptum fólks. Vinarþelið lýsir og léttir okkur gönguna í lífi og störfum. Henni má líkja við lind, sem sprettur fram í fjallshlíð, ryður sér braut til að komast í réttan farveg og rennur aldrei til baka. Á skólaárum mínum syðra fyrir hálfum sjötta áratug varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi, að velgjörðarfólk við Tjarnargötu, hjónin Arnheiður Jónsdóttir og Guðjón H. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 945 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Að morgni föstudagsins 29. janúar sl. lést Bjarni Guðbjörnsson, fv. bankastjóri Útvegsbanka Íslands, á 87. aldursári. Síðustu árin átti hann við vaxandi vanheilsu að stríða og segja má að hann hafi verið hvíldinni feginn þegar hún kom. Árið 1941, þá 28 ára gamall, réðst Bjarni til starfa í aðalbanka Útvegsbanka Íslands. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Það er alltaf sárt að kveðja þó að aðdragandi hafi verið allnokkur. Tengdafaðir minn Bjarni Guðbjörnsson er látinn eftir langvinn veikindi. Bjarni var einstakur maður og sérlega yndislegur tengdafaðir. Frá honum stafaði óumræðilega mikilli hlýju og einkenndust samskipti hans við unga sem aldna af ást, umhyggju, auðmýkt og voru laus við allan hroka. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Ágætismaðurinn Bjarni er nýlátinn. Ég held að hann hafi verið orðinn saddur lífdaga eftir erfið veikindi og fráfall kærrar dóttur. Eftir það var hann lítt fús til samskipta við aðra en sína allra nánustu. Bjarni var glæsimenni, meðal hávaxinn á síns tíma vísu, andlitið frítt með festudráttum og yfir fagurt liðað hár. Hann var sterklega vaxinn og til allra hluta knár. M.a. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 255 orð

Bjarni Guðbjörnsson

Látinn er í Reykjavík í hárri elli Björn Guðbjörnsson, fyrrum bankastjóri og alþingismaður. Með honum horfir knattspyrnufélagið Valur á bak gömlum og dyggum félaga. Björn var ári yngri en félagið, fæddur 1912. Hann ólst upp í Reykjavík og byrjaði snemma að sparka bolta. Ungur gekk hann í Val og lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins og síðar í meistaraflokki í nokkur ár. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 382 orð

BJARNI GUÐBJÖRNSSON

BJARNI GUÐBJÖRNSSON Bjarni Guðbjörnsson var fæddur í Reykjavík 29. nóvember 1912. Hann lést 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörn Guðbrandsson prentari og bókbindari í Reykjavík, f. í Miklagarði í Saurbæ 9.7. 1875, d. 26.7. 1927, og Jensína Jensdóttir, f. 25.3. 1879 á Hóli í Hvammssveit, d. 25.12. 1930. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 82 orð

Einar Jósefsson

Kveðja frá eiginkonu Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 88 orð

EINAR JÓSEFSSON

EINAR JÓSEFSSON Einar Jósefsson var fæddur 12. júní 1930 á Borgum á Skógarströnd. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósep Einarsson og Guðbjörg Eysteinsdóttir. Systkini hans eru Eysteinn Jóhann og Elsa Borg. Einar kvæntist Kristínu Jónsdóttur, f. 22. júlí 1932. Dætur þeirra eru: 1) Guðbjörg Nanna, f. 14.10. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 362 orð

Gestur Jónsson

Gestur frændi minn er síðastur af börnum þeirra Valgerðar og Jóns í Austurhjáleigu að kveðja og hverfa í faðm ljóss og friðar. Mér eru minnisstæðir þeir tímar, er eg í æsku fékk að heimsækja afa minn og ömmu í Austurhjáleigu, þar kynntist eg Gesti frænda, sem mér þótti einstaklega knár og skemmtilegur. Þegar eg eltist og þroskaðist sá eg að þetta var engin tálsýn. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 136 orð

GESTUR JÓNSSON

GESTUR JÓNSSON Gestur Jónsson fæddist á Austur- Búðarhólshjáleigu, Austur-Landeyjum, 16. apríl 1908. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson frá Hólmahjáleigu, Austur-Landeyjum, og Valgerður Gestsdóttir frá Króki í Meðallandi. Gestur var sjötti í röð átta systkina, en þau voru: 1) Guðríður, f. 15.12. 1899, d. 27.1. 1904. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 58 orð

Guðbjörn Guðmundsson

Elsku afi, hér er lítil kveðja frá mér til þín. Regnboginn er himinhár, gulur, rauður, grænn og blár. Regnboginn er sáttmáli milli Guðs og mín. Regnboginn er himinhár, gulur, rauður, grænn og blár. Til himnanna nær miskunn þín, Guð, til skýjanna trúfesti þín. (H.J.) Ég sakna þín sárt. Minning þín mun ávallt lifa hjá mér. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 42 orð

Guðbjörn Guðmundsson

Elsku afi. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þinn Markús Karl. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 490 orð

Guðbjörn Guðmundsson

Sem barn og unglingur heyrði ég mikið talað um afrek Guðbjörns móðurbróður míns á mörgum sviðum, einkum hvað varðaði hverskyns veiðiskap. Guðbjörn er fæddur á Ketilvöllum í Laugardal en fljótlega keyptu foreldrar hans Böðmóðsstaði í sömu sveit og hófu búskap þar. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 202 orð

Guðbjörn Guðmundsson

Vinur okkar og spilafélagi, Guðbjörn Guðmundsson, er látinn eftir stutta og harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann barðist eins og hetja til síðustu stundar eins og honum einum var lagið. Það skarð sem hann skilur eftir í spilaklúbbnum okkar verður vandfyllt, því hann var alveg sérstakur maður í alla staði, þéttur á velli og léttur í lund og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 33 orð

GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON

GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON Guðbjörn Guðmundsson fæddist á Ketilvöllum í Laugardal í Árnessýslu 16. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 5. febrúar. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 496 orð

Hulda Jónsdóttir

Í ævintýrum æskunnar voru góðu drottningarnar háar og spengilegar, svipsterkar með góðleg augu sem sáu allt, en sögðu aðeins það sem vel fór og horfði til betri vegar. Þær ríktu í krafti þeirrar virðingar sem þær höfðu áunnið sér með verkum sínum og viðkynningu. Nú er ein af þessum drottningum látin, hún Hulda "í hinum endanum" eins og við kölluðum hana alltaf. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 26 orð

HULDA JÓNSDÓTTIR

HULDA JÓNSDÓTTIR Hulda Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 22. júní 1917. Hún lést í Landspítalanum 28. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. febrúar. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 425 orð

Jóhann Benediktsson

Þegar ég frétti um andlát Jóhanns Benediktssonar, sem kallaður var Hanni á mínum yngri árum, þá rifjuðust upp minningar frá æskuárum mínum, þegar ég sem drengur heimsótti Hanna og ömmu mína, Sigríði, á baðstofuloftinu á Efri-Fitjum í Víðidal. Þótt baðstofuloftið væri lítið og undir súð voru móttökurnar hjá ömmu minni og Hanna hlýjar og notalegar. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 318 orð

Jóhann Benediktsson

Ég vil minnast Jóhanns tengdaföður míns í nokkrum orðum. Ég kemst ekki hjá því að nefna einnig Auði, tengdamóður mína, sem nú syrgir eiginmann sinn. Þau hjónin tóku mér strax eins og dóttur og opnuðu faðm sinn móti mér þegar ég kom með Óla mínum tilvonandi á Melhaga 7. Ég naut alls hins besta frá þeim. Þau áttu gnægð af kærleika, tryggð, hlýju og örlæti sem þau spöruðu ekki. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Jóhann Benediktsson

Góður vinur og uppeldisbróðir hefur kvatt þennan heim. Það er margs að minnast og margt að þakka eftir margra áratuga vináttu við Jóhann og fjölskyldu hans. Hlýtt verður mér um hjartarætur ef ég læt hugann reika allt aftur til þess tíma þegar ég var smástelpa á Neðri-Fitjum þar sem við ólumst upp. Jóhann var yngstur sex systkina. Strax eftir fæðingu var honum komið í fóstur til hjónanna Árna V. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 91 orð

Jóhann Benediktsson

Ég mun alltaf minnast afa. Ég mun alltaf minnast hversu góður hann var. Það var gott fyrir hann að fá að hvíla hjá Guði. Hann leigði einu sinni sumarbústað fyrir okkur. Þar var gaman. Hann var aldrei eigingjarn og hann vildi alltaf gefa stórar gjafir. Ég man þegar ég kom til ömmu og afa eftir skóla í 1. bekk. Þar lærði ég og borðaði. Ég sakna hans mjög mikið. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 227 orð

Jóhann Benediktsson

Ég minnist Jóhanns afa. Ég man þegar ég kom til afa og ömmu í 1., 2., 3., og 4. bekk. Þá lærði ég heimalærdóminn sem hann hjálpaði mér stundum með og líka amma. Til þeirra var alltaf gott að koma og hvíla sig. Hann var alltaf góður við alla og hugsaði meira um aðra en sjálfan sig. Hann gaf alltaf mjög stórar gjafir í t.d. afmælis- og jólagjöf. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 905 orð

Jóhann Benediktsson

"Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá." (Matteus 5.5 og 8.) Á fyrra mánudag töluðum við pabbi saman í síðasta sinn. Þegar við kvöddumst þrýsti hann mér lengi að sér, faðmaði mig og kyssti. Hönd hans var hlý og mjúk, faðmlagið innilegt og kossinn staðfesti kærleika hans og hlýju. Þannig var pabbi alltaf. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 219 orð

JÓHANN BENEDIKTSSON

JÓHANN BENEDIKTSSON Jóhann Benediktsson var fæddur í Kambhól í Víðidal 15. janúar 1919. Hann lést á Landakotsspítala 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Friðriksdóttir og Benedikt Benónýsson. Var hann yngstur sex alsystkina en eldri voru tvö hálfsystkini samfeðra. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 371 orð

Jón F. Arndal

Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns og Lionsfélaga Jóns F. Arndal, sem lést á Hrafnistu 30. janúar sl. eftir erfið veikindi. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Ég kynntist Jóni í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar árið 1973 en við gengum í klúbbinn um svipað leyti. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Jón F. Arndal

Í dag verður til moldar borinn vinur okkar og félagi Jón Arndal. Það fór ekki framhjá okkur félögum hans í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, að Jón átti við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Síðustu misseri voru honum mjög erfið, en samt sem áður sótti hann fundi, allt undir það síðasta og lagði alltaf gott til allra mála. Ávallt var vel hlustað á það sem Jón sagði, enda mikils virtur meðal félaganna. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 34 orð

JÓN F. ARNDAL

JÓN F. ARNDAL Jón Hjaltalín Finnbogason Arndal fæddist í Hafnarfirði 17. maí 1930. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 30. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 5. febrúar. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Katrín B. Sólbjartsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast þín, elsku frænka. Kæja frænka eins og ég kallaði hana var búin að dvelja á Hjúkrunarheimilinu Eir í eitt og hálft ár þegar hún kvaddi þennan heim að kveldi 30. janúar síðastliðinn. Hún frænka mín var alla tíð heilsuhraust kona, og var hún vel hress andlega, þó líkaminn væri farinn að gefa sig. Enda ekki nema von, kona komin á tíræðisaldur. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 185 orð

KATRÍN B. SÓLBJARTSDÓTTIR

KATRÍN B. SÓLBJARTSDÓTTIR Katrín B. Sóbjartsdóttir fæddist í Bjarneyjum 20. júní 1905. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólbjartur Júlíusson og Sigríður Gestsína Gestsdóttir. Systkini Katrínar voru: Júlíus, Kristján, Gestur, Svanfríður, Guðrún Jóna, Helgi, Salómon og Helga. Þau eru öll látin. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Katrín Sólbjartsdóttir

Katrín Sólbjartsdóttir yfirgaf þetta tilverustig klukkan tólf mínútar yfir átta að kveldi 29. janúar. Það eina sem ég bað um þegar ég kyssti hana kvöldið áður en hún fór, var að faðir/móðir alheimsins myndu bera hana öruggum höndum hinum megin. Hún missti manninn sinn í blóma lífsins. Hún og börnin hennar fjögur misstu mikið, bæði heimilisföðurinn og heimilið. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 356 orð

Lárus Ingi Guðmundsson

Þá hefur Lalli minn fengið hvíldina, sem hann þráði. Við höfum þekkst í mörg ár og unnið með Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Það sem er minnisstæðast við Lalla er brosið hans, hann var mjög brosmildur og lítið þurfti til, til að framkalla brosið. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

LÁRUS INGI GUÐMUNDSSON

LÁRUS INGI GUÐMUNDSSON Lárus Ingi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 23. júlí 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. janúar. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Magnea G. Guðjónsdóttir

Það var aldrei neitt að ömmu. Hún var aldrei veik, aldrei þreytt, aldrei leið, aldrei í vondu skapi, aldrei stressuð. Eða þannig kom hún mér fyrir sjónir. Alltaf eins og lygn sjór. Henni fannst hún aldrei hafa efni á að kvarta. Það var alltaf einhver annar sem hafði það miklu verra en hún sjálf. Ástandið nú var jú miklu, miklu betra en þegar hún var lítil. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 177 orð

Magnea Guðbjörg Guðjónsdóttir

Elsku Magga mín, hjartans þakkir fyrir allar góðu samverustundirnar, sem verða mér ógleymanlegar, það er svo ótalmargt sem kemur í huga á svona stundum, sem ekki verður skráð hér, en ég geymi í hjarta mínu, og þakka af heilum hug. Bráðum hittumst við aftur, þá tekur þú á móti mér á fallegu skýi og dýrð drottins umlykur þig. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 198 orð

MAGNEA GUÐBJöRG GUÐJÓNSDÓTTIR

MAGNEA GUÐBJöRG GUÐJÓNSDÓTTIR Magnea Guðbjörg Guðjónsdóttir fæddist í Bakkakoti á Rangárvöllum, bæ afa síns og ömmu, 6. maí 1929. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. janúar síðastliðinn. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Stefán Jóhannes Sigurðsson

Hvert eitt lítið skref og hvert eitt andartak virðist svo sjálfsagt að maður leiðir ekki hugann að því hvað lífið er stutt og þegar dagur rís að morgni veit enginn hver leggst til svefns að kveldi. Mig skorti orð og mig skortir hugsun svo brátt bar það að að Jói vinur minn lést af slysförum á besta aldri, Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

STEFÁN JÓHANNES SIGURÐSSON

STEFÁN JÓHANNES SIGURÐSSON Stefán Jóhannes Sigurðsson fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1953. Hann lést 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Íþróttahúsi Tálknafjarðar 30. janúar. Jarðsett var í Stóra- Laugardalskirkjugarði. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 516 orð

Valborg Jónasdóttir

Segja má að í lífi Valborgar Jónasdóttur hafi skipst á skin og skúrir. Hún ólst upp við gott atlæti í föðurhúsum, lauk námi og lífið brosti við henni. Hjónaband hennar og Svavars B. Björnssonar var hamingjuríkt. Þau eignuðust fjögur börn og allt virtist leika í lyndi en þá dró blikur á loft. Svavar greindist með krabbamein sem dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Valborg Jónasdóttir

Elsku amma, það er erfitt að sætta sig við að þú ert ekki á meðal okkar lengur. Þú barðist við illvígan sjúkdóm. En þú þjáist ekki lengur og þér líður vel núna. Þegar ég kom til þín á spítalann á sunnudaginn hélt ég ekki að þessi stund væri okkar síðasta. Ég spurði þig hvort þú mundir treysta þér til að fá börnin mín í heimsókn til þín og þú svaraðir: "Já, já, það er allt í lagi. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 212 orð

VALBORG JÓNASDÓTTIR

VALBORG JÓNASDÓTTIR Valborg Jónasdóttir var fædd á Akureyri 8. september 1920. Hún lést á Landspítalanum 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herdís Símonardóttir og Jónas Jón Snæbjörnsson. Valborg var næstelst þriggja systkina. Eldri bróðir hennar var Brjánn, f. 15.11. 1915, d. 16.7. 1989. Yngri bróðir hennar er Snæbjörn, f. 18.12. 1921. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 486 orð

Þórhallur Friðriksson

Með virðingu og þökk vil ég minnast Þórhalls frá Skógum, velgjörðarmanns okkar og fjölskylduvinar frá okkar fyrstu kynnum. Halli, eins og okkur var tamast að kalla hann, vann að byggingu Skógaskóla og réðst í framhaldi af því sem húsvörður skólans. Hann vann auk þess við nýsmíðar á staðnum og sá um allt viðhald meðan heilsan entist. Meira
7. febrúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÞÓRHALLUR FRIÐRIKSSON

ÞÓRHALLUR FRIÐRIKSSON Þórhallur Friðriksson fæddist á Rauðhálsi í Mýrdal 4. nóvember 1913. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 29. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 5. febrúar. Meira

Daglegt líf

7. febrúar 1999 | Ferðalög | 612 orð

Ástarhreiður við allra hæfi

EKKI er laust við að nágrannaþjóðirnar í austri og vestri séu farnar að huga að því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan enda rennur dagur elskendanna upp hinn 14. febrúar nk. Hér landi hefur lítið farið fyrir hátíðarhöldunum og hætt er við að Íslendingar verði uppteknari af bolluáti en rómantískum hugleiðingum næstkomandi sunnudag. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 241 orð

Brennsluhvati gegn sótögnum í dísil

EINS og fram kom í Bílum síðastliðinn sunnudag hefur rannsókn á vegum Rototest í Svíþjóð leitt í ljós að hættulegar sótagnir í útblæstri dísilbíla eru meiri en áður var talið. Að sögn David Butt, framkvæmdastjóra Comtec Combustion Technologies, staðfesta rannsóknir á vegum Canmet Energy Technology Center í Kanada enn frekar þessa hættu og sýna að sótagnir í dísilútblæstri geta m.a. Meira
7. febrúar 1999 | Ferðalög | 1740 orð

Einn á móti öllum

STUNDIN er runnin upp. Grafarþögn ríkir í hringnum er skrautklæddi maðurinn tekur sér stöðu fyrir framan nautið sem er másandi og blásandi. Slæðan blóðrauða, muletan, er í vinstri hönd nautabanans, sverðið í þeirri hægri. Einbeiting nautabanans er algjör er hann miðar sverðinu á "krossinn" þar sem hann hyggst reka það á kaf í kamb dýrsins rétt fyrir aftan hálsinn. Meira
7. febrúar 1999 | Ferðalög | -1 orð

Enn heillar St.Moritz

JÓHANNES Badrutt, langafi Badrutt fólksins sem í dag á og rekur Palace hótelið í St.Moritz stofnaði 1856 fyrsta lúxushótelið í St.Moritz í Sviss. Það má með sanni segja að hann hafi með því "fundið upp" vetrarheimsóknir á skíðastaði í ölpunum, enda lítið um slíkt fyrir þann tíma. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 142 orð

Forester fremstur í amerísku árekstrarprófi

ÞJÓÐVEGAÖRYGGISSTOFNUNIN, samtök á vegum bandarísku tryggingafélaganna, gekkst nýlega fyrir árekstrarprófi meðal tíu jepplinga sem eru á markaði í Bandaríkjunum. Aðeins einn bílanna fékk bestu einkunn, þ.e. Subaru Forester, en fimm þeirra voru á gráu svæði eða fengu einkunnina óviðunandi. Prófin var framkvæmd með þeim hætti að bílunum var ekið á 65 km hraða á klst á hindrun. Meira
7. febrúar 1999 | Ferðalög | 192 orð

Milljarðar íendurbæturá Schiphol

Í ÁR verður ráðist í meiri endurbætur en nokkru sinni fyrr á Schiphol- flugvellinum í Amsterdam. Fyrirhugað er að verja einum milljarði hollenskra gyllina (um 36,5 milljarðar íslenskra króna) í verkið á þessu ári og verður aðaláherslan lögð á endurbætur flugstöðvarbyggingarinnar. Meira
7. febrúar 1999 | Ferðalög | 263 orð

Mútur í framandi löndum

Í JAKARTA tala menn umsuap, í Nýju Delhí um baksheesh og í Mexíkó um la mordida. Mútur segja menn á íslensku og efalítið hafa einhverjir íslenskir ferðalangar komist í tæri við fyrirbærið á ferðalögum sínum í framandi og fátækum löndum. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 134 orð

Páfi á Cadillac

OPINBERRI heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Mexíkó og Bandaríkjanna er nýlokið. Páfi fór á viðkomustaði sína í Mexíkó á sérbyggðum Cadillac DeVille árgerð 1999. Búið var að hækka gólfið í afturhluta bílsins og koma þar fyrir stól fyrir páfa. Einnig þurfti að lengja bílinn um 76 sentimetra til að páfi ætti hægar með að komist inn í og fara út úr bílnum. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 801 orð

Sama línan en allt önnur Bjalla

NÝJA Bjallan frá Volkswagen á fátt sameiginlegt með þeirri gömlu nema bogadregnar útlínurnar og Bjöllu-nafnið. Bíllinn hefur vitaskuld fjölmargt framyfir gömlu góðu gerðina, meðal annars góða miðstöð (!), er með mun öflugri vél, ýmsum þægindabúnaði og er framdrifinn. Meira
7. febrúar 1999 | Ferðalög | 127 orð

Samstarf Landssambands hestamanna og Úrvals- Útsýnar

LANDSSAMBAND hestamannafélaga og Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hafa gert með sér samstarfssamning vegna heimsmeistaramóts í hestaíþróttum 1.­8. ágúst í Rieden í nágrenni Amberg, ekki langt frá Nurnberg í S-Þýskalandi. Fyrir utan flug, gistingu og bílaleigubíla felur samningurinn í sér að Úrval- Útsýn býður margvíslega þjónustu varðandi mótið. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 870 orð

Tíu athyglisverðir hugmyndabílar

Að jafnaði er líftími flestra hugmyndabíla skammur. Þeir eru skrautfjaðrir bílaframleiðenda og gegna stóru hlutverki við að vekja athygli á annarri framleiðslu þeirra á stóru bílasýningunum. En í mörgum tilfellum koma form þessara bíla fram á síðari stigum í framleiðslubílum og ýmis tækni sem þeir státa af reynist hinn hversdagslegasti búnaður í fyllingu tímans. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 288 orð

Vetnisbíll frá Renault

RENAULT hefur þróað Laguna með efnarafali sem nýtir vetni til að framleiða 30kW af rafmagni. Bíllinn hefur ökudrægi upp á 250 km. Bíllinn er þróaður í samstarfi Renault og nokkurra evrópskra tæknifyrirtækja og ber vitni um viðleitni Renault til að sér upp framleiðsluhæfum efnarafalsbíl. Vetnið er geymt í fljótandi formi við -253 gráðu frost. Meira
7. febrúar 1999 | Ferðalög | 200 orð

Vilja fleiri ráð-stefnur til bæjarins

"MARKMIÐ okkar er að fjölga þannig að eftir þrjú ár verði hér a.m.k. einn fundur á viku á tímabilinu apríl til október, þar sem fólk kemur og gistir," segir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir hjá Vesturferðum ehf. á Ísafirði. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 343 orð

Volvo vinnur að smíði jeppa

Á SAMA tíma og Ford kaupir Volvo berast fregnir af því að sænski bílaframleiðandinn ætli að hella sér út í jeppaslaginn fyrir alvöru með smíði á götujeppa með hátæknivæddu fjórhjóladrifi. Bíllinn verður smíðaður í Bandaríkjunum og hafa prófanir þegar hafist á frumgerðum á prófunarbrautum Volvo í Hällered í Svíþjóð. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 77 orð

VW Bentley

VOLKSWAGEN keypti á síðasta ári Bentley merkið og hófst þegar handa við hönnun lúxusbíls sem á að etja kappi við fyrirhugaðan lúxusbíl Mercedes-Benz sem kallast Maybach. Myndin að ofan sýnir frumgerð bílsins. Samkvæmt heimildum bandaríska fagritsins Automotive News verður þessi nýja glæsireið framleitt í 6-10 þúsund eintökum á ári og verðið verður frá 18 milljónum króna. Meira
7. febrúar 1999 | Bílar | 450 orð

Þrjú lúxusmerki með ólíkar áherslur

MEÐ kaupum Ford Motor Co. á Volvo Car Corp. í síðasta mánuði varð til annar stærsti bílaframleiðandi heims á eftir DaimlerChrysler. Markmið Ford með kaupunum er að verða leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á lúxusbílum í upphafi nýrrar aldar. Fyrir á Ford Jaguar og Lincoln merkin sem bæði teljast vera lúxusmerki. Meira

Fastir þættir

7. febrúar 1999 | Í dag | 27 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. febrúar, verður fimmtugur Finnur Eiríksson, prentsmiður, Vesturbergi 15, Reykjavík. Eiginkona hans er Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
7. febrúar 1999 | Í dag | 565 orð

Bústaðakirkja.

ÞRIÐJA námskeið vetrarins hjá fullorðinsfræðslu Laugarneskirkju er að hefjast. Tímarnir verða sjö og eru þeir í safnaðarheimili kirkjunnar á þriðjudagskvöldum kl. 20­21. Að loknum kennslutíma er stutt samvera í kirkjuskipinu undir heitinu "Þriðjudagur með Þorvaldi". Meira
7. febrúar 1999 | Fastir þættir | 1021 orð

Frábær árangur Helga Áss á Bermúda

Ungi Frakkinn Etienne Bacrot sigraði á alþjóðlega mótinu á Bermúda, en Helgi Áss Grétarsson náði öðru sæti. STÓRMEISTARINN Helgi Áss Grétarsson náði afar góðum árangri á lokuðu alþjóðlegu skákmóti sem haldið var á Bermúda dagana 21. janúar til 3. febrúar. Meira
7. febrúar 1999 | Fastir þættir | 889 orð

Hetjurnar okkar allra Hvers vegna skipti Kristinn um þjálfara? Er eðlilegt að maður, sem tvívegis lendir í öðru sæti á

Íslendingum þykir ákaflega vænt um hetjur sínar, ekki síst hinar látnu. Allir þekkja Laxness og Þórberg og Huseby. Eða Gunnar og Njál. Og Jónas. Íslendingum þykir reyndar líka ákaflega vænt um þær hetjur sínar sem enn eru á lífi, en bara stundum. Þegar hetjurnar gera það gott, ekki síst í útlandinu, eigum við í þeim hvert bein. Meira
7. febrúar 1999 | Í dag | 197 orð

HVAÐ er það sem makker vill? Lesandinn er í vestur, í

Þú spilar auðvitað út einspilinu í hjarta, og makker tekur með ás og spilar hjartafimmu til baka. Suður fylgir fyrst með þristi, en svo með kóng. Þú trompar kónginn, en hverju spilarðu í þriðja slag? Í svona stöðum hafa menn tilhneigingu til ofvirkni. Það er eins og engin hugsun komist að nema sú að spila makker inn til að fá aðra stungu. Meira
7. febrúar 1999 | Dagbók | 720 orð

Í dag er sunnudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 1999. Biblíudagurinn. Orð dags

Í dag er sunnudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 1999. Biblíudagurinn. Orð dagsins: Konungi eilífðar, ódauðlegum, ósýnilegum, einum Guði sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen. (1. Tímóteusarbréf 1, 17.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen kemur og fer í dag. Meira
7. febrúar 1999 | Dagbók | 124 orð

Kross 2 LÁRÉTT: 1 dymbilvika, 8

Kross 2 LÁRÉTT: 1 dymbilvika, 8 ljóstíra, 9 köggla, 10 eyktamark, 11 landspildu, 13 dýrið, 15 æki, 18 á, 21 frístund, 22 vagga, 23 eins, 24 fer illum orðum um. LÓÐRÉTT: 2 ávítur, 3 sveigur, 4 bregða blundi, 5 svigna, 6 gáleysi, 7 vangi, 12 fugl, 14 skaut, 15 útlit, 16 sorg, 17 yfirhöfn, 18 hljóðar, 19 flóni, 20 skrifa. Meira
7. febrúar 1999 | Í dag | 538 orð

Munið eftir smáfuglunum

NÚ þegar frosthörkur eru og veður válynd er ekki úr vegi að minna á smáfuglana sem erfitt eiga með að afla sér viðurværis. Gott er að gefa þeim fuglakorn en ekki síður að láta smá fitu fylgja með. Þar sem kettir eru nálægt er gott að setja fæðuna á bílskúrsþök eða svalir. Meira
7. febrúar 1999 | Fastir þættir | 207 orð

Rotna ­ grotna UM jólaleytið heyrði ég frásögn í Ríkissjónvarpinu, þar sem k

UM jólaleytið heyrði ég frásögn í Ríkissjónvarpinu, þar sem komizt var svo að orði, að gamalt tréskip væri að rotna í fjörunni. Þessi notkun so. að rotna kom mér á óvart, enda held ég flestir tali um að grotna í svipuðum samböndum sem þessu. Við athugun á OM (1983) er þessi skýring gefin við so. að rotna: úldna, leysast í sundur; detta af (t.d. um hár). Um so. Meira
7. febrúar 1999 | Í dag | 120 orð

Sunnudagur 7.2.1999: STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur.

VIÐ rifjum hér upp glæsilegustu skákina á Hoogovens stórmótinu í Hollandi sem jafnframt er ein stórkostlegasta skák sem Gary Kasparov hefur teflt. Í þessari stöðu kom lokahnykkurinn, án hans gæti hvítur gefist upp! Kasparov (2.812) hafði hvítt og átti leik gegn Búlgaranum Topalov (2.700). 36. Bf1!! ­ Hd2 (Besta tilraunin. 36. ­ Dxf1 37. Dc2+ ­ Ke1 38. Meira

Íþróttir

7. febrúar 1999 | Íþróttir | 1612 orð

Hvaða lið tekur við af Chicago

MARGT hefur breyst í NBA-deildinni í körfuknattleik frá því að Michael Jordan stal boltanum frá Karl Malone ­ og skoraði sigurkörfuna sem tryggði Chicago Bulls sjötta titilinn á tíu árum í júní síðastliðnum. Jordan hefur lagt skóna á hilluna og Chicago hefur verið stokkað upp. Án Jordans verður það hlutverk einhvers annars að endurreisa ímynd deildarinnar eftir langt verkbann. Meira
7. febrúar 1999 | Íþróttir | 46 orð

NBA-deildin

Leikir í fyrrinótt: Indiana - Washington96:81 Atlanta - Cleveland100:83 Charlotte - Philadelphia66:78 Miami - Detroit81:95 Boston - Toronto92:103 Orlando - New York93:85 San Antonio - Sacramento101:83 Denver - Meira
7. febrúar 1999 | Íþróttir | 200 orð

Utah lagði meistara Chicago

MEISTARAR Chicago Bulls máttu þola tap í sínum fyrsta leik er þeir heimsóttu Utah Jazz, 104:96. Karl Malone skoraði mest fyrir heimamenn, 21 stig, en Jeff Hornacek setti 17 stig. Toni Kukoc skoraði mest fyrir gestina ­ hann skoraði 22 af sínum 32 stigum í seinni hálfleik. Meira

Sunnudagsblað

7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 1714 orð

20 ár liðin frá valdatöku hreintrúarmanna í Íran

KLUKKAN 9.33 að morgni 1. febrúar 1979 steig skeggjaður og heldur illilegur eldri maður með svartan túrban á höfði út úr þotu á Mehrabad-flugvelli í Teheran, höfuðborg Íran. Ayatollah Ruhollah Khomeini, hinn útlægi leiðtogi íranskra bókstafstrúarmanna, var snúinn aftur eftir 15 ára dvöl í Frakklandi. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 543 orð

50 NUNNUR ERU HÉR AÐ JAFNAÐI

Hér á landi starfa og eiga heimili 48 nunnur af sex reglum. Á undanförnum árum hafa þær að jafnaði verið í kringum 50, þrátt fyrir að alltaf séu einhverjar að fara og aðrar að koma. Mismunandi er eftir reglum hvaða áherslur eru í starfi systranna, en allar reglurnar eiga það sameiginlegt að stunda bænahald og sinna safnaðarstarfi með einhverju móti. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 1439 orð

Afkastamikill ROKKARI

FÁIR tónlistarmenn eru eins afkastamiklir og bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen. Ekki er bara að hann hefur sent frá sér sautján breiðskífur um dagana, þar af eina fimmfalda og nokkrar tvöfaldar, heldur á hann mikið safn úrvalslaga sem aldrei hefur komið út; efni á fjórar til fimm breiðskífur til. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 1224 orð

Beatty og stjórnmálin Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Warren Beatty rappar í nýjustu mynd sinni, "Bulworth", sem er

Beatty hefur leikið í, leikstýrt og framleitt bíómyndir í fjóra áratugi og fáir þekkja betur innviði Hollywood-kerfisins. Myndir hans undanfarna tvo áratugi hafa vakið athygli og umtal, engin þó eins og Rauðir eða "Reds" frá árinu 1981. Svo er einnig um "Bulworth", sem Beatty gerði á síðasta ári og fékk fína dóma gagnrýnenda vestra. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 3031 orð

EKKI MÁÓTTAST ERLENDA FJÁRFESTA Tíu ár voru liðin á föstudaginn frá því Vátryggingafélag Íslands var formlega stofnað. Skapti

Vátryggingafélag Íslands var formlega stofnað 5. febrúar 1989. Axel Gíslason segir að haustið áður hafi framkvæmdastjórar félaganna tveggja sem stofnuðu VÍS, Hallgrímur Sigurðsson hjá Samvinnutryggingum og Ingi R. Helgason hjá Brunabótafélaginu, byrjað að ræða hugmyndina. "Það var ákveðið þarna um haustið að ég yrði ráðinn framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga 1. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 577 orð

Er okkur hætta búin af smáhnöttum úti í geimnum?

Færa má rök fyrir að hættulega stórir hnettir á stærð við hnöttinn með téðu skrásetningarnúmeri rekist á jörðina með þrjú hundruð þúsund ára millibili að jafnaði. Þess er skemmst að minnast að halastjarna féll niður á Júpíter, en vegna stærðar og aðdráttarafls hans er hann miklu duglegri að draga til sín slíka aukahluti en jörðin. Aðallega er hér um að ræða halastjörnur og smástirni. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 2170 orð

Er umhverfisvernd í tísku?

EINSTAKLINGAR og félög sem láta sig náttúruverndar- og umhverfismál varða hafa verið dugleg við að draga sig saman í stærri félagasamtök að undanförnu. Í síðasta mánuði voru Umhverfissamtök Íslands Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 3430 orð

Framhaldslíf bíla

UM DAGINN biluðu rúðuþurrkurnar á "þarfasta þjóninum" mínum. Daginn þann var slydduveður og framrúðan var fyrr en varði þakin hlussustórum snjókornum. Þau höfðu ekki langa viðdvöl á rúðunni, heldur urðu fljótlega að vatni sem rann í straumum niður hált glerið og skekktu alla sýn mína á veröldina í kringum mig. Við svo búið mátti ekki standa. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 582 orð

Gleði og fögnuður vegna forsetakosninga á morgun

ÞAÐ ER engu líkara en menn hafi verið dauðhræddir um að forsetinn ætlaði ekki að gefa kost á sér ­ svo innileg ­ eða þannig er það kynnt ­ var gleðin yfir því að hann féllst á að taka útnefningu Baatflokksins. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 526 orð

Grýttu páfaekrurnar

ÞEKKTUSTU vín Rhone, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar, koma tvímælalaust frá Chateauneuf-de- Pape, litlu þorpi á hæð á vinstribakka Rónar á milli borganna Orange og Avignon. Margt gefur Chateauneuf sérstöðu. Í fyrsta lagi jarðvegurinn, sem er blanda af kvartssteinum og sendnum, rauðum leir. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 2836 orð

Heppin með alltnema tungumálið Fyrir sex árum komu til landsins pólsku tónlistarhjónin Jacek og Ewa Tosik Warsawiak ásamt ungum

HANN er píanóleikari sem hefur haldið 360 tónleika um allan heim á síðasta áratug og er með æðstu menntun í píanóleik sem hægt er að ná. Hann var í einu af tuttugu efstu sætunum af tvöhundruð í alþjóðlegu Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 3065 orð

Hið rauða hjarta Frakklands Suður af borginni Lyon í Mið-Frakklandi er fyrstu vínekrur Rhone-dalsins að finna. Aðalsmerki

Hið rauða hjarta Frakklands Suður af borginni Lyon í Mið-Frakklandi er fyrstu vínekrur Rhone-dalsins að finna. Aðalsmerki Rónardalsins eru þung og öflug rauðvín þótt inn á milli megi finna hvítar gersemar og segja má að á ekrunum sem halda áfram langleiðina til Miðjarðarhafsins sé að finna þungamiðju franskrar rauðvínsframleiðslu. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 574 orð

Í upphafi Þorgils sögu skarða segir Sturla Þórðarson Þórði

Í upphafi Þorgils sögu skarða segir Sturla Þórðarson Þórði Hítnesingi draum sem er eins konar fyrirboði þess sem gerist eftir að Þorgils er kominn út til Íslands. Þar er Sturla lifandi kominn með dulræna hæfileika sína og áhuga á þeim efnum. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 3195 orð

Kapteinn Kjærnested Guðmundur Kjærnested varð frægur fyrir að bjóða stórveldunum birginn í þorskastríðunum. Nú stendur

Kapteinn Kjærnested Guðmundur Kjærnested varð frægur fyrir að bjóða stórveldunum birginn í þorskastríðunum. Nú stendur sonarsonur skipherrans og alnafni einnig í brúnni; hefur stofnað tvö skipafélög, sem sjá um alla sjóflutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli milli Íslands og Bandaríkjanna. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 530 orð

Kartöflunef eru falleg

EKKI skulu menn dæma eftir útlitinu, heldur eftir innihaldinu. Þessi setning á svo sannarlega við um kartöfluna blessaða. Hún leið lengi fyrir útlit sitt og var jafnvel talin haldin illum anda, áður en hún svo loks sigraðist á fordómum Evrópubúa. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 1747 orð

Líknandi hvítir englar Hvar er Ísland? spurðu Margrétarsystur frá Mexíkó þegar þær voru beðnar að koma hingað til lands í fyrra.

TÍU nunnur af tveimur nýjum systurreglum hafa bæst við þann hóp nunna sem fyrir voru hér á landi. Hinar nýju reglur eru Kærleiksboðberarnir eða regla Móður Teresu og Þernur heilagrar Margrétar Maríu Alacoque og Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 234 orð

Orðfimi og skrúð

FÁIR rapparar hafa fengið eins mikla og góða umfjöllun og Canibus, þó minnst af því sem skrifað hefur verið sé tengt frammistöðu hans á rappsviðinu. Fyrsta breiðskífa kappans kom út seint á síðasta ári og hefur selst metsölu, en viðtöl og greinar oftar en ekki snúist um óskylda hluti. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 234 orð

Portishead á sviði

SVEITIR sem helgað hafa sig danstónlist eru margar svo hljóðversháðar að þær geta ekki leikið á tónleikum. Nokkrar skera sig þó úr, þar á meðal öðlingsflokkurinn Portishead, sem sendi fyrir skemmstu frá sér tónleikaskífu til að undirstrika það. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 1895 orð

SKEMMTILEGUR BARNINGUR

Ásgerður Jóna Flosadóttir fæddist í Hafnarfirði 11. nóvember 1954 en flutti kornung til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp. Föðurfólk hennar er frá Fáskrúðsfirði en móðurfólk frá Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún varð stúdent frá máladeild Verzlunarskóla Íslands. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 363 orð

Skoskt þýskararokk Á BRETLANDSEYJUM má segja að tónlistin verði harðari og betri eftir því sem norðar dregur; sunnanlands eru

Á BRETLANDSEYJUM má segja að tónlistin verði harðari og betri eftir því sem norðar dregur; sunnanlands eru menn mikið til fastir í sölupoppfroðu, en norður í landi lifa hreinlífir pönkarar sem flekka ekki rokkið með söluhjali og tilgerð. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 325 orð

Slökunaræfing Metallica

MERKILEGT má telja hversu Metallica-flokkurinn hefur haldið virðingu sinni þrátt fyrir miklar vinsældir og milljónasölu, því þetta tvennt fer sjaldnast saman. Fyrir nokkrum árum sendi sveitin frá sér hverja milljónaplötuna af annarri, en fyrir jól kom út plata sem hefur líkastil komið nýjum aðdáendum á óvart. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 534 orð

Staðreyndir um Rhone

Heildarframleiðsla Rhone er um 3 milljónir hektólítra á ári og eru 90% framleiðslunnar rauðvín, 6% rósavín og 4% hvítvín. Stór hluti framleiðslunnar eru einföld vín og ódýr, framleidd í miklu magni, yfirleitt seld sem Cotes de Rhone. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 975 orð

Til fundar við fálkann Það er margt sem v

Í HAUSTBLAÐI víðlesins fuglatímarits, Living Bird, segir ritstjórinn Tim Gallagher frá Íslandsferð þá um sumarið er hann fylgdi Ólafi K. Nielsen fuglafræðingi um fálkaslóðir í Þingeyjarsýslum. Heimsóttu þeir alls 27 hreiður og þar af komust þeir að 18 þeirra til að merkja og mæla alls 52 unga. Lýsing Gallaghers á fálkunum, landi og þjóð er litrík og myndirnar margar magnaðar. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 106 orð

Tillaga að nýju hegningarlagaákvæði til að festa réttarþróun í sessi!

HVER SÁ sem hefur samræði eða önnur kynmök við konu skal sæta að lágmarki tveggja ára fangelsi nema hann sýni fram á að óþvingað, upplýst og afdráttarlaust samþykki hennar hafi legið fyrir. Sá sem brýtur gegn þessu ákvæði skal greiða konunni miskabætur að fjárhæð 400.000 kr. nema sýnt sé fram á að tjónið sé meira. Fylgi ofbeldi verknaði skal þyngja refsinguna um allt að helming. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 2554 orð

UMDEILD VIRKJUN

VIRKJUN Alta-árinnar í Norður-Noregi í lok 8. áratugarins vakti mestu mótmæli sem orðið hafa gegn virkjanaframkvæmdum þar í landi fyrr og síðar. Enn eru deildar meiningar um virkjunina og vilja sumir láta rífa hana. Guðni Einarsson heimsótti Alta og skoðaði virkjunina umdeildu. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 5141 orð

Uns sekt er sönnuð Tveir hæstaréttardómar í kynferðisbrotamálum sem féllu á fimmtudag í síðustu viku eru að mörgu leyti

ÓHÆTT mun að fullyrða að kynferðisbrot eru einhver erfiðustu mál sem koma til kasta dómskerfisins, ekki síst vegna þess hve alvarleg þau eru, en sönnunarstaðan um leið erfið vegna þess að oftast eru einungis tveir til frásagnar. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 1127 orð

Vindmyllur henta rokrassi Hefur vatnsorkan dregið athygli Íslendinga frá öðrum orkugjöfum eins og vindorku? Carsten Bluhme

"NÚ ÞEGAR Íslendingar hugleiða frekari framkvæmdir í orkumálum væri ekki úr vegi að þeir tækju vindorku með í reikninginn," segir Carsten Bluhme, verkfræðingur og framkvæmdastjóri dönsku verkfræðistofunnar Knudsen & Sørensen. Meira
7. febrúar 1999 | Sunnudagsblað | 679 orð

Þeir gerast ekki stærri

SÖGURNAR um þá stóru sem sluppu eru orðnar margtuggnar. Allir veiðimenn þekkja þær og meira að segja fjölmargir úr röðum þeirra sem stunda ekki stangaveiði komast ekki hjá því að heyra dramatískar lýsingarnar. Auðvitað nást oft stórir laxar, en miklu fleiri sleppa og fer þá allt á flug með stærð þeirra. Menn þekkja hvað veiddir stórlaxar geta stækkað með árunum. Hvað þá þeir sem sleppa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.