Greinar fimmtudaginn 11. febrúar 1999

Forsíða

11. febrúar 1999 | Forsíða | 306 orð

Aukin spenna eftir yfirlýsingu Milosevics

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, jók í gær spennuna í Kosovo-friðarviðræðunum í Rambouillet í Frakklandi er hann lýsti því yfir að niðurstöður viðræðnanna yrðu skilyrðislaust að fela í sér að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Meira
11. febrúar 1999 | Forsíða | 122 orð

Bresk heimili lykta verst

BRETAR búa á verst þefjandi heimilum Evrópu ef marka má nýja könnun bandarískra hreinlætisvöruframleiðenda. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að á fleiri breskum heimilum eru höfð gæludýr en í nokkru öðru Evrópulandi og meira er reykt innan veggja breskra heimila en annars staðar. Þá eru 98% þeirra teppalögð sem eykur enn á fnykinn. Meira
11. febrúar 1999 | Forsíða | 188 orð

Minni stuðningur við sakfellingu

STUÐNINGUR meðal öldungadeildarþingmanna repúblikana við að sakfella Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og svipta hann embætti virtist í gær vera óðum að skreppa saman. Öldungadeildin, sem gegnir hlutverki kviðdóms í réttarhaldinu, hélt í gær bak við luktar dyr áfram lokaumræðu um hvernig málinu skuli lykta. Meira
11. febrúar 1999 | Forsíða | 390 orð

Skilyrði fyrir bótum hert

RÍKISSTJÓRN Bretlands lagði í gær fram frumvarp um grundvallarbreytingar á greiðslum atvinnuleysisbóta og almannatrygginga. Í frumvarpinu er lagt til að skilyrði fyrir bótagreiðslum verði hert, m.a. með því að þiggjendur atvinnuleysisbóta fari reglulega í viðtal til atvinnuráðgjafa, ella missi þeir bótarétt. Meira
11. febrúar 1999 | Forsíða | 241 orð

Von dvínar um björgun fólks

AÐ MINNSTA kosti tíu manns fórust í snjóflóðum sem féllu á þorpin Le Tour og Montroc í frönsku Ölpunum í fyrradag og björgunarsveitir mokuðu í gær mörgum tonnum af snjó af rústum húsa sem eyðilögðust. Snjóþykktin í flóðunum var um sex metrar, en þetta eru mestu snjóflóð sem sögur fara af á þessu svæði. Meira

Fréttir

11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 622 orð

145 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands

EFTIRTALDIR 145 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands laugardaginn 6. febrúar. Auk þess luku fimm nemendur starfsréttindanámi frá félagsvísindadeild og tveir nemendur 30 eininga djáknanámi frá guðfræðideild. Guðfræðideild (5) Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 965 orð

Alþýðuflokknum spáð sterkri útkomu

FLEST bendir til að alþýðuflokksmaður verði í efsta sæti í prófkjöri Samfylkingar á Norðurlandi eystra. Baráttan um fyrsta sætið á Norðurlandi eystra stendur ekki síst á milli Svanfríðar Jónasdóttur alþingismanns og Sigbjörns Gunnarssonar, fyrrverandi alþingismanns. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 666 orð

Atferlismeðferð eykur sjálfstæði

Ídag, fimmtudaginn 11. febrúar, hefst námstefna á vegum Umsjónarfélags einhverfra sem ber yfirskriftina Atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Anna-Lind Pétursdóttir er í stjórn Umsjónarfélags einhverfra og hefur haldið utan um undirbúning námstefnunnar. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Áfallahjálp fyrir börn

GUÐRÚN Alda Harðardóttir lektor við Háskólann á Akureyri verður með fyrirlestur um áfallahjálp fyrir börn á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og nágrenni í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. febrúar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst hann kl. 20. Allir eru velkomnir á fundinn. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 145 orð

Ástralía verði lýðveldi

ÁSTRALSKI dómsmálaráðherrann tók um liðna helgi undir kröfur þeirra sem vilja að Ástralía verði gerð að lýðveldi. Elísabet Englandsdrottning er formlega séð þjóðhöfðingi Ástrala en stöðugar kröfur hafa verið að undanförnu um að Ástralía yrði gerð að lýðveldi, og sýndi nýleg skoðanakönnun að meirihluti Ástrala styður hugmyndina. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 210 orð

Bandaríkjamenn skjóta á S-Írak

BANDARÍSKAR herþotur skutu flugskeytum á írösk loftvarnarbyrgi yfir flugbannsvæðinu í Suður-Írak í gær. Sneru allar flugvélanna aftur til bækistöðva sinna í Tyrklandi heilu og höldnu, að sögn talsmanna bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Írakar segja, að einn maður hafi fallið. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 167 orð

Ber á móti vanrækslu

EDMOND Herve, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Frakklands, sagði í gær á öðrum degi réttarhaldanna vegna hins svokallað "blóðhneykslis", að hann hefði ekki tekið þátt í umræðum á sínum tíma um skimun blóðs í leit að alnæmisveirunni. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Biskup vígir fjóra djákna DJÁKNAVÍGSLA fór fram í Dómki

Biskup vígir fjóra djákna DJÁKNAVÍGSLA fór fram í Dómkirkjunni sunnudaginn 7. febrúar sl. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, vígði þá eftirtalda djáknavígslu: Guðrúnu Kristínu Þórsdóttur til starfa á vegum Félags aðstandenda Alzheimersjúklinga og þjónustu í Áskirkju í Reykjavík. Lilju Hallgrímsdóttur til þjónustu í Keflavíkursókn. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 440 orð

Dulbjuggu Rússafisk og seldu út

EMBÆTTI Ríkislögreglustjóra hefur höfðað mál á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og markaðsstjóra Fiskiðju Sauðárkróks hf. fyrir að hafa tilgreint ranglega uppruna sjávarafurða sem þeir fluttu til Bretlands. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 300 orð

Efnahagsaðgerðir Lukashenkos

ALEXANDER Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hvatti í gær stjórn sína til að ná hagkerfinu upp úr efnahagsþrengingum þeim sem hrjáð hafa landið undanfarin misseri. Forsetinn, sem er hlynntur ríkisbúskap, hefur hafnað markaðsumbótum og kennir iðnrekendum og landbúnaði um fall gjaldmiðils landsins. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 239 orð

ESB hvatt til að lækka niðurgreiðslur til landbúnaðar

FJÁRMÁLARÁÐHERRUM nokkurra Austur-Evrópulanda þykir hægt ganga í umbótaátt innan Evrópusambandsins, bæði hvað varðar innri stjórnun ESB og lækkun niðurgreiðslna á útlfluttum landbúnaðarvörum. "Við erum sammála um að ESB þurfi að hraða umbótum svo að það geti betur tekið á móti nýjum aðildarlöndum," sagði Leszek Balcerowicz, fjármálaráðherra Póllands, Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 422 orð

"Ég er konungur hér um slóðir"

MEÐAL þeirra sem samhryggst hafa Jórdönum vegna fráfalls Husseins Jórdaníukonungs eru radíóamatörar víðs vegar um heiminn, en konungurinn var um langt árabil virkur radíóamatör. Vitað er um fáeina íslenska radíóamatöra sem komust í samband við konunginn í krafti þessa sameiginlega áhugamáls þeirra. Einn þeirra er Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur og radíóamatör. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 110 orð

Fimmta kjörtímabil Assads

Sýrlenskir farandverkamenn í Líbanon hylla Assad forseta sinn fyrir framan kjörstað í Beirút en kosið var um það í gær hvort Hafez al-Assad muni sitja í forsetastóli fimmta kjörtímabil sitt í röð. Forsetinn hefur setið síðan árið 1970 þegar hann rændi völdum án blóðsúthellinga og batt enda á áralangan ófrið í landinu. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 29 orð

Fjör í Kærabæ FJÖRMIKLIR krakkar eru á leikskólanum Kærabæ á Fásk

Fjör í Kærabæ FJÖRMIKLIR krakkar eru á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði. Strákarnir voru úti að leik sér einn fallegan en kaldan febrúardag og höfðu gaman af heimsókn ljósmyndara Morgunblaðsins. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 548 orð

Frakkar amast við "ofurvaldi" Bandaríkjanna

FRAKKAR hafa að undanförnu unnið að því að styrkja ýmsar alþjóðlegar stofnanir og það, sem fyrir þeim vakir, er að skilgreina möguleika Bandaríkjamanna á einhliða aðgerðum sem eitt af mestu áhyggjuefnunum nú um stundir. Þeir vilja með öðrum orðum takmarka völd Bandaríkjanna og sannfæra önnur ríki um, að best sé að vinna saman að því að skerða þau. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Fræðslufundur með Ara Trausta

ARI Trausti Guðmundsson heldur erindi á fræðslufundi Félags vélsleðamanna sem haldinn verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. febrúar, en hann hefst kl. 20.30. Á dagskrá er fræðsluerindi og myndasýning þessa kunna náttúruunnanda og fjallafara, Ara Trausta, en hann er með fróðustu mönnum um veðurfar, jarðfræði og náttúru landsins. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fræðslukvöld um fugla og fuglaljósmyndun

JÓHANN Óli Hilmarsson heldur mynda- og fræðslukvöld á vegum Líffræðifélagsins um fugla og fuglaljósmyndun í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20. Jóhann Óli mun sýna skyggnur úr safni sínu og fjalla um ýmis gagnleg atriði varðandi fuglaljósmyndun, til að mynda um útbúnað og tækni. Aðgangur er ókeypis og allir sem hafa áhuga eru velkomnir. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Fyrirlestur um framleiðslu á surimi

FYRIRLESTUR um framleiðslu á surimi verður haldinn á vegum matvælafræðiskorar Háskóla Íslands og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16 í húsakynnum Endurmenntunatstofnunar við Tæknigarð á Dunhaga 5. Flytjandi verður dr. Jae W. Park, Associate Professor, OSU Seafood Lab við ríkisháskólann í Oregon. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fyrirlestur um leit að nýjum genum

ÞORKELL Andrésson sameindalíffræðingur flytur erindi á föstudagsfyrirlestri Líffræðistofnunar, 12. febrúar. Fyrirlesturinn nefnist "Leit að nýjum genum sem taka þátt í að aflétta G2/M stöðvun í Xenopus eggfrumum." Erindið verður haldið að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 815 orð

Gjaldskrá Hitaveitunnar lækkaði um 12% er notendum fjölgaði

MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í Iðnsögu Íslands komi fram að unnt hafi verið að lækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um 12% eftir að Kópavogur og Hafnarfjörður tengdust veitunni. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Götumarkaður og útsölulok í Kringlunni

GÖTUMARKAÐSSTEMMNING verður í Kringlunni í dag, fimmtudag, þegar verslanir slá sameiginlega botninn í útsölutímabilið með því að koma með vörurnar út í göngugötuna og halda götumarkað. Götumarkaðurinn verður fram á laugardag. Í Ævintýra-Kringlunni á 3. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 389 orð

Heima ræður mamma

JAFNRÉTTISBARÁTTAN hefur skilað konum töluvert áfram í þjóðfélaginu ef marka má vaxandi atvinnuþátttöku kvenna utan heimilis. Heima virðist þróunin í jafnréttisátt þó ganga hægar, því ef marka má nýja danska könnun á verkaskiptingu og kynjahlutverkum á heimilinu eru konurnar nokkurn veginn einráðar þar. Hvorki eiginmenn né börn fá miklu um verkaskiptingu ráðið og mamma talar líka langmest. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 502 orð

Helmingur byggðar á snjóflóðahættusvæði

UM helmingur byggðar í Bolungarvík er á snjóflóðahættusvæði samkvæmt áfangaskýrslu um snjóflóðahættu og snjóflóðavarnir sem verkfræðistofan Hnit hefur unnið. Lagt er til í skýrslunni að ráðist verði í snjóflóðavarnir með því að grafa um eins kílómetra langan skurð, 30 metra djúpan og um 20 metra breiðan, sem myndi kosta rúmlega einn milljarð króna. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 735 orð

Húsin splundruðust og feyktust hundruð metra

BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að fórnarlömbum snjóflóða sem féllu á tvö þorp í frönsku Ölpunum í fyrradag, en björgunarstarfið gekk erfiðlega í fyrstu vegna slæmra aðstæðna. Snjóflóðin hrifu með sér 17 hús og nokkur þeirra feyktust allt að 400 metra. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 248 orð

Íhaldsflokkurinn vill öfluga lávarðadeild

BRESKIR aðalsmenn fá aukið svigrúm til að yfirfara lagafrumvörp frá því sem nú er, samkvæmt tillögum breska Íhaldsflokksins í málum lávarðadeildarinnar, sem Liam Fox, talsmaður flokksins í stjórnskipunarmálum, hefur lagt drög að. Vill hann að nefndum verði komið á laggirnar sem yfirfari mál áður en umræður hefjast í lávarðadeildinni. Meira
11. febrúar 1999 | Miðopna | 2247 orð

Ísland hefur setið eftir í alþjóðavæðingunni Á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í gær kom meðal annars fram að íslenska

Alþjóðleg samkeppni var ofarlega á baugi á viðskiptaþingi Verslunarráðs Ísland hefur setið eftir í alþjóðavæðingunni Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 293 orð

Íslendingar lausir frá Lech

"VIÐ fórum í rútu, troðfullri af fólki og farangri, og náðum að keyra í um tvær stundir áður en snúið var við, vegna annað hvort snjóflóðs eða slyss á veginum," segir Ólafur Björgúlfsson tannlæknir sem verið hefur veðurtepptur ásamt konu sinni og þúsund ferðamönnum öðrum í bænum Lech í Austurríki síðan á laugardag. Meira
11. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 127 orð

Jóhann G. Möller íþróttamaður ársins á Siglufirði

Siglufirði-Jóhann G. Möller var kjörinn íþróttamaður ársins 1998 á Siglufirði. Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Ísafirði hefur um langt árabil heiðrað íþróttamenn sem þótt hafa skarað fram úr hinum ýmsu íþróttagreinum sem og kjörið íþróttamann ársins. Útnefningar fóru fram að Hótel Læk að viðstöddu fjölmenni. Jóhann G. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kjördæmisfélag í Reykjavík

STOFNFUNDUR kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík verður haldinn í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) í kvöld, fimmtudag. Fundurinn hefst kl. 18 og verður kjörin stjórn kjördæmisfélagsins. Frjálslyndi flokkurinn býður fram lista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar, segir í fréttatilkynningu. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Kristján ÓF til heimahafnar

KRISTJÁN ÓF 51 kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Sæunni Axels ehf. í Ólafsfirði nýlega. Fyrirtækið keypti skipið um síðustu áramót af Stálskipum í Hafnarfirði. Kristján ÓF, sem hét áður Særún HF 4, er 240 tonna línuveiðibátur með 14 manns í áhöfn. Aflinn úr fyrstu veiðiferðinni var um 31 tonn en leiðindaveður var á miðunum og náðu þeir aðeins að vera 3­4 daga á veiðum. Meira
11. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 193 orð

Krosskonur á kvennamóti

Borgarfirði-Nýlega voru 80 konur úr trúfélaginu Krossinum í fjóra daga á hótelinu í Reykholti án allra karla og barna. Tilgangurinn með því að vera saman einar og sér var sá að þær verði betri eiginkonur og húsfreyjur og geti rætt sín mál í rólegheitum án íhlutunar karlanna. Sátu þær undir predikunum um það sem betur mætti fara í samskiptum þeirra. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 458 orð

Leiklistarskólinn fær aðstöðu á Lindargötu til 15. maí

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra skýrði frá því í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að gengið hefði verið frá samkomulagi, milli viðkomandi aðila, um bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Nemendaleikhúss Leiklistarskóla Íslands á þann veg að skólinn fengi húsnæðið á Lindargötu 9 til umráða fram til 15. maí nk. Meira
11. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 76 orð

Lögfræðiskrifstofa opnuð í Neskaupstað

Neskaupstað-Lögmannastofan Lögmenn Austurlands ehf. opnaði á dögunum formlega útibú á Egilsbraut 11 í Neskaupstað. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin einn dag í viku en markmiðið er að auka afgreiðslutímann. Það fer þá eftir viðtökunum sem starfsemin fær, en auk hefðbundinnar lögfræðiþjónustu reka Lögmenn Austurlandi Fasteigna- og skipasölu Austurlands. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 303 orð

Meira en 300 manna saknað eftir ferjuslys

YFIR 300 manns er saknað eftir að ferja fórst undan ströndum Borneó í Indónesíu um síðustu helgi. Mönnum ber ekki saman um aðdraganda slyssins og hefur því verið haldið fram að ferjan hafi ekki verið ætluð farþegum, heldur til flutnings á timbri. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 731 orð

Mest fé til rannsókna á smitandi próteini og íslensks kafbáts

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands veitti í gær 73 styrki úr Tæknisjóði og 170 styrki úr Vísindasjóði. Stærsta styrkinn úr Tæknisjóði hlaut Hafmynd til frekari þróunar á íslenskum kafbáti og stærstu tvo styrkina úr Vísindasjóði hlutu Ástríður Pálsdóttir og Stefanía Þorgeirsdóttir til rannsókna á hlutverki og arfgerð príon-próteins sem veldur Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum í mönnum, riðu í sauðfé og kúafári. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 919 orð

Mikil óvissa um hver nær 1. sætinu Mikil spenna ríkir um hver verður í fyrsta sæti Samfylkingar á Norðurlandi vestra, en það

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur alla tíð verið sterkasta aflið á vinstri kanti stjórnmálanna á Norðurlandi vestra. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn meira en helmingi fleiri atkvæði en Alþýðuflokkurinn, Þjóðvaki og Kvennalistinn til samans. Meira
11. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 212 orð

Mótmæla kjördæmabreytingu og styðja hvalveiðar

FUNDUR var haldinn í Félagi sjálfstæðismanna í Borgarfjarðarsýslu að Hvanneyri sl. sunnudagskvöld. Gestur fundarins og aðalræðumaður var Guðjón Guðmundsson alþingismaður. Í ræðu sinni fór Guðjón, sem er stjórnarmaður í Byggðastofnun, m.a. yfir helstu atriði í tillögu til þingsályktunar í byggðamálum fyrir árin 1998­2001 sem nú bíður afgreiðslu Alþingis. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 545 orð

Nýir valdhafar segja Slóvakíu á réttri leið

MIKULAS Dzurinda, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði á mánudag að stjórn sinni hefði á fyrstu 100 dögunum frá því hún tók við völdum af hinni umdeildu stjórn Vladimirs Meciars tekizt að koma landinu á braut sem stefndi út úr fyrri einangrun frá umheiminum og efnahagskreppunni sem henni fylgdi. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Píanótónleikar

TÓNLEIKAR píanónemenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir á fimmtudagskvöld, 11. febrúar í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og hefjast þeir kl. 20.30. Fram koma lengra komnir píanónemendur af öllu starfssvæði Tónlistarskólans og flytja þeir fjölbreytta dagskrá. Aðgangur er ókeypis og eru foreldrar og aðrir velunnarar skólans hvattir til að mæta og hlýða á hina ungu píanóleikara. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Ráðstefna um hálendið

FIMM málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins efna til ráðstefnu um virkjanir og verndun hálendisins í Valhöll í dag, fimmtudaginn 11. febrúar. Ráðstefnan hefst kl. 16 og er áætlað að hún standi til kl. 18. Meira
11. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 149 orð

Ráðstefna um málefni aldraðra í Eyjum

Vestmannaeyjum-Ráðstefna undir yfirskriftinni, Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri, var haldin í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum á sunnudag. Ráðstefnan var liður í ráðstefnuröð sem haldin er um allt land og reyndar um allan heim að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna til að kynna málefni aldraðra. Að ráðstefnunum koma sveitarstjórnir, verkalýðsfélög og félög eldri borgara. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Rændi hótel

NOKKRUM tugum þúsunda króna var stolið úr afgreiðslu hótels við Rauðarárstíg skömmu eftir miðnætti. Maður sem grunaður var um ránið náðist rúmlega hálfri klukkustund síðar og er hann góðkunningi lögreglunnar. Hann var óvopnaður en tókst að grípa seðla með sér úr afgreiðslu hótelsins. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sagði sig úr úthlutunarnefnd

SIGRÚN Valbergsdóttir hefur sagt sig úr úthlutunarnefnd rithöfundalauna og sæti hennar hefur Ingi Bogi Bogason tekið. Sigrún óskaði eftir þessu til þess að koma í veg fyrir að spurningar vöknuðu um hæfi hennar til setu í úthlutunarnefndinni. Sigrún býr með bókaútgefanda. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni lausn frá störfum í nefndinni. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 402 orð

Saltfiskur notaður til að lokka kennara

Saltfiskur notaður til að lokka kennara GUÐBRANDUR S. Ágústsson, skólastjóri Patreksskóla, notaði í gær saltfisk til að reyna að lokka nemendur Kennaraháskóla Íslands vestur á Firði. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Sameining félaganna samþykkt

SAMÞYKKT var í atkvæðagreiðslu félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Einingu og Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, að sameina félögin í eitt starfsgreinaskipt félag. Atkvæðagreiðslunni lauk í gærkvöldi. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Samningar ófullnægjandi

LANDSSÍMINN ákvað í gær að stöðva útsendingu sex norrænna sjónvarpsrása á breiðvarpi sínu, vegns óvissu um höfundarréttarmál vegna útsendinganna sem hófust um miðjan janúar í kynningarskyni. Stöðvunin er tímabundin. Gjaldtaka fyrir áskrift að útsendingum norrænu stöðvanna var ekki byrjuð. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 58 orð

Schröder innan um aðalsfólk

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sat í gær mikla veislu í Bonn, sem haldin er á hverju ári fyrir "konunga og drottningar og annað aðalsfólk" á kjötkveðjuhátíðunum, sem hefjast í dag og munu standa næstu sex daga. Hér er hann með kjötkveðjuprinsinn Andreas sér á hægri hönd og prinsessuna Bonnu Marion á þá vinstri. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 341 orð

Segir lækna gera of mikið úr veikindum sínum

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, sagðist í gær staðráðinn í að tryggja pólitískan og efnahagslegan stöðugleika í landinu en hann átti í gær viðræður við leiðtoga dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins. Var haft eftir talsmönnum Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, að hann væri hlynntur hugmyndum Prímakovs. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 997 orð

Segir skip hans óhæf til siglinga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Van Ommeren-skipafélaginu, vegna viðtals við Guðmund Kjærnested, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag: "Kæru herrar: Ég er stjórnarmaður hjá Van Ommeren Shipping (USA) LLC, og vinn við fyrirtækið sem sérfræðingur í sjóflutningum og lögfræðilegur ráðunautur. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Sjaldan gefur á sjó

LEIÐINDATÍÐ lengst af það sem af er árinu hefur gert sjómönnum í Grímsey lífið leitt en þeir hafa lítið getað róið af þeim sökum. Komust þeir í nokkra róðra í janúar og það sem af er febrúarmánuði hefur sjaldan viðrað til sjósóknar. Nóg er af fiski í sjónum og aflast vel loks þegar gefur. Um þessar mundir eru 6 bátar gerðir út frá Grímsey. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 519 orð

Sjónvarpsverið mun kosta 500 til 600 milljónir

FYRIRHUGAÐ er að reisa um 5.000 fermetra sjónvarpsver á þremur hæðum á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti, að sögn Guðjóns Magnússonar, arkitekts og einns forsvarsmanna Íslenska sjónvarpsversins ehf. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Skattskýrslum skilað

STÖÐUGUR straumur fólks lá að skrifstofum Skattstjórans í Reykjavík í gærkvöldi, enda síðustu forvöð að skila inn skattskýrslunni. Þó eru undantekningar þar á, því ef sótt er um frest hjá skattstjóraembættum um land allt eða á vef Ríkisskattstjóra má skila skýrslunum síðar. Mikill fjöldi fólks virtist þó hafa talið fram í tíma og var fólk að skila inn umslögum langt fram eftir kvöldi. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 323 orð

Sótt um 100 hektara undir kvikmyndaver

TVÍTINDAR TM hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að þeim verði úthlutað um 100 hektara landsvæði undir kvikmyndaver ef til þess kæmi að Miramax Dimension film fengi þá fyrirgreiðslu, sem óskað hefur verið eftir. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist fagna þeim atvinnutækifærum sem myndu skapast ef af yrði. "Þetta yrði vítamínsprauta fyrir atvinnulífið," sagði hann. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Spurningakeppni

ÚRSLIT spurningakeppni sem kvenfélagið Baldursbrá hefur staðið fyrir í vetur verða kunn föstudagskvöldið 12. febrúar, en nú eru fjögur lið eftir í keppninni. Keppnin fer fram í Safnaðarsal Glerárkirkju og hefst hún kl. 20.30. Liðin fjögur sem keppa til úrslita eru Karlakór Akureyrar-Geysir og Rúvak og Eldri borgarar og símamenn. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Sækir um niðurfellingu lendingargjalda

LUXAIR, sem ráðgerir að hefja áætlunarflug milli Lúxemborgar og Íslands í lok næsta mánaðar, hefur skrifað íslenskum yfirvöldum og sótt um niðurfellingu eða afslátt af lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Erindi fyrirtækisins hafði í gær ekki borist flugvallarstjóranum í Keflavík en hann sagði gjaldskrá í gildi og ekki heimild til niðurfellingar. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 519 orð

Sætti kynferðislegri áreitni á vinnustað

KÆRUNEFND jafnréttismála kemst að þeirri niðurstöðu í áliti að kona af erlendu bergi brotin hafi sætt kynferðislegri áreitni á vinnustað hér á landi af yfirmanni sem gegndi leiðbeiningarstöðu gagnvart konunni. Farið var fram á að vinnustaðurinn bæri fébótaábyrgð af þessum sökum en ekki var fallist á það í álitinu. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Söngnámskeið í Gerðubergi

INGVELDUR Ýr söngkona hefur haldið söngnámskeið í Gerðubergi í vetur. Næsta námskeið verður helgina 13.­14. febrúar kl. 12. Námskeiðin eru ætluð byrjendum á öllum aldri. Þátttakendur læra grunnatriðin í söng; öndun, heilbrigða líkamsstöðu og einfaldar raddæfingar. Kennt er í hóptímum og einkatímum. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Telja kvótaverð vera allt of hátt

LÖGMAÐUR Landssamtaka útgerða kvótalítilla skipa, segir marga útgerðarmenn tilbúna að grípa til örþrifaráða, enda sé rekstrargrundvöllur útgerða af þessu tagi gersamlega brostinn. "Margir útgerðarmenn segjast tilbúnir að fara á sjó og fiska í trássi við lög verði ekki gripið til einhverra aðgerða. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Tæp 50% vilja viðræður um aðild

TÆPLEGA 50% aðspurðra í könnun sem PricewaterhouseCoopers gerði fyrir Verslunarráð Íslands eru sammála því að íslensk stjórnvöld hefji viðræður án skuldbindinga við Evrópusambandið um aðild að sambandinu. Rúmlega 20% voru ósammála en 21% kváðust ekki vita það eða neituðu að svara. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tæp 60% vilja Jóhönnu sem leiðtoga

58,7% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun, sem DV hefur gert, vilja að Jóhanna Sigurðardóttir verði leiðtogi Samfylkingarinnar. 28,15 nefna Margréti Frímannsdóttur sem leiðtoga. 54,5% þeirra stuðningsmanna Samfylkingarinnar, sem afstöðu tóku, vilja að Jóhanna verði leiðtogi framboðsins en 28,1% úr þeim hópi nefnir Margréti. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Um 450 á viðskiptanámskeiði

FYRSTI hluti námskeiðs vegna samkeppni um viðskiptaáætlanir undir kjörorðinu Nýsköpun '99 hófst í gær og er aðsókn margfalt meiri en aðstandendur verkefnisins bjuggust við. G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri segir um 300 manns sitja námskeiðið í Reykjavík en til viðbótar fylgjast með því 100­150 manns úti á landi gegnum fjarfundabúnað. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Um 750 flugliðar á sex breiðþotum

ATLANTA hefur nýlokið samningum um pílagrímaflug fyrir þrjú erlend flugfélög og er það nú talsvert meira að umfangi en í fyrra. Flugið hefst 18. febrúar og lýkur 30. apríl. Verða notaðar sex breiðþotur til flugsins og er tala flugliða alls kringum 750. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Útflutningur á íslenskri dægurlagatónlist

MAGNÚS Árni Magnússon, þingmaður jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að skipuð skuli nefnd fagaðila og aðila úr menntamálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og utanríkisráðuneyti til að skoða hvernig íslenska ríkið geti stutt útflutning á íslenskri dægurlagatónlist. Meira
11. febrúar 1999 | Miðopna | 994 orð

Vextir af verðtryggðum lánum lækki í 3,5%

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Viðskiptaþingi Verslunarráðs í gær að gera mætti ráð fyrir að langtímavextir af verðtryggðum lánum yrðu einungis um og yfir 3,5% á næstu misserum. Í máli hans kom fram að haga yrði íslenskri löggjöf þannig að alþjóðlegt fjárstreymi yrði sem mest um Ísland. Að því væri verið að vinna með frumvarpi um alþjóðleg viðskiptafélög. Meira
11. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 162 orð

Viagra breska fyrir þingmenn

BRESKUR þingmaður og læknir segist hafa gefið út lyfseðla fyrir getuleysislyfinu Viagra fyrir samstarfsmenn sína í breska þinginu. Howard Stoate, þingmaður Verkamannaflokksins, segist hafa útvegað lyfið til að vekja athygli á lélegri læknisaðstöðu fyrir breska þingmenn. Meira
11. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Vísa á bug að verið sé að hygla félaginu

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist frá Eimskipafélagi Íslands hf. vegna viðtals við Guðmund Kjærnested, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag: "Eins og fram hefur komið í fréttum tók Eimskip þátt í útboði á vegum Bandaríkjahers um flutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Meira
11. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 574 orð

"Þekking okkar liggur í veiðum og vinnslu á bolfiski"

MAGNÚS Gauti Gautason, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells hf. á Dalvík, gerði á aðalfundi félagsins í gær, grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á rekstri fyrirtækisins að undanförnu og kynnti fyrirhugaðar breytingar, sem lúta að því að snúa taprekstri á síðasta rekstrarári yfir í hagnað. Meira

Ritstjórnargreinar

11. febrúar 1999 | Staksteinar | 414 orð

Hvort er meira eitt kíló eða einn metri?

SVAVAR Gestsson alþingismaður segir á vefsíðu sinni, Hugmynd, að í umræðum eftir prófkjör samfylkingarinnar í Reykjavík sé mikið talað um það hver hafi unnið sigur "og eftir því sem fleiri bíða afhroð eru fyrirsagnirnar stærri og fréttamaturinn lystilegri". Meira
11. febrúar 1999 | Leiðarar | 571 orð

SAMSTARF UM HEILBRIGÐISMÁL

AUKIÐ SAMSTARF milli Íslendinga og Færeyinga í heilbrigðismálum er í undirbúningi, en ráðherrar þessa málaflokks, Ingibjörg Pálmadóttir og Helena Dam, ræddu um slíka samvinnu á fundum sínum í Þórshöfn nýlega. Færeyingar telja sig geta bæði fengið ódýrari þjónustu á Íslandi og betri á ýmsum sviðum heldur en í Danmörku. Meira

Menning

11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 64 orð

Alan James sýnir í Horninu

ALAN James opnar sýningu á olíumálverkum og verkum unnum með blandaðri tækni í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, á laugardaginn kl. 16. Alan stundaði myndlistarnám í Myndlistaskóla Akureyrar 1994­97. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, og tekið þátt í samsýningu. Sýningunni lýkur miðvikudaginn 3. mars og verður opin alla daga kl. 11­24, en sérinngangur opinn kl. 14­18. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 318 orð

Áhorfendur taka virkan þátt í minningarathöfn

SPUNALEIKRITIÐ Jarðarför ömmu Sylvíu verður frumsýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ, annað kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30 en það hefur nú gengið í fjögur ár samfleytt í Soho Jewish Theater í New York. Alls taka 21 leikari þátt í sýningunni og eru þeir allir á sviðinu allan tímann. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 135 orð

Bond- píurnar aftur á stjá

ÞAÐ LÍTUR út fyrir að Bond- píur úr eldri myndum um leyniþjónustumanninn breska eigi eftir að skjóta upp kollinum í næstu mynd Heimurinn er ekki nógu stór eða "The World Is Not Enough". Rætt hefur verið við Ursulu Andress sem lék á móti Sean Connery í Dr. No og Honor Blackman sem lék í Gullfingrieða "Goldfinger". Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 170 orð

Brenndur rappgrautur Vel tengdur (I Got the Hook Up)

Framleiðandi: Jonathan Heuer. Leikstjóri: Michael Martin. Handrit: Master P, Carrie Mingo og Leroy Douglas. Aðalhlutverk: Master P. og A.J. Johnson. (93 mín) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Djass í Djúpinu

DJASSTRÍÓIÐ Svartfugl heldur tónleika í Djúpinu, kjallara veitingastaðarins Hornið við Hafnarstræti, fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl. 21. Tríóið mun flytja eigin útsetningar af verkum eftir Cole Porter, eitt af helstu tónskáldum bandarískrar djass- og dægurlagamenningar. Svartfugl skipa Sigurður Flosason saxafónleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 291 orð

Fjölskylduharmleikur sem gerist í nútímanum

LEIKRITIÐ Fjörbrot fuglanna eftir Elías Snæland Jónsson, rithöfund og ritstjóra, verður frumsýnt í Dresden í Þýskalandi í apríl næstkomandi, í borgarleikhúsi unga fólksins, Theater Junge Generation. Leikritið var valið til þátttöku í evrópskri leikskáldasamkeppni fyrir um fimm árum. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 686 orð

"Heiður að vera treyst fyrir svo feitum bita"

BJARNI Thor Kristinsson bassasöngvari mun syngja hlutverk Ochs baróns í Rósariddaranum eftir Richard Strauss í óperunni í Wiesbaden í Þýskalandi á næsta leikári. Um er að ræða eitt stærsta óperuhlutverk sem skrifað hefur verið fyrir bassarödd og er Bjarni, að því er næst verður komist, fyrsti Íslendingurinn sem tekst það á hendur. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Keppni í akstri á ís

Á ÁRI HVERJU er haldin heimsmeistarakeppni í vélsleðaakstri á ís og í "snjókrossi" í bænum Eagle River í Wisconsin í Bandaríkjunum. Dagana 21.-24. janúar sl. fór hún fram í 36. skiptið en árlega laðar keppnin að sér um 20 þúsund vélsleðaáhugamenn. Að þessu sinni hlaut Mike Houle heimsmeistaratitilinn á Ski- Doo í Formula 1. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Láttu ekki deigan síga, Guðmundur frumsýnt á Breiðumýri

LEIKRITIÐ Láttu ekki deigan síga, Guðmundur eftir Hlín Agnarsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur verður frumsýnt að Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu föstudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Það er Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar og nemendur Framhaldsskólans á Laugum sem að sýningunni standa. Tónlist skipar veglegan sess í sýningunni og er höfundur hennar Jóhann G. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 360 orð

Leynigesturinn fastur í fréttatíma

FYRSTI leikurinn um Fresca-bikarinn fór fram á mánudagskvöldið í Iðnó en þar öttu kappi liðin Þrjú á Palli og Þúsund og einn spuni. Síðarnefnda liðið hafði reyndar heitið Tjarnartríóið en þegar því barst óvænt liðsauki var nafninu breytt til að styggja ekki aðra kvartetta kennda við Tjörn. Unnu með 48 gegn 43 Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 55 orð

Lífæðar 1999 á Akranesi

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 12. febrúar kl. 15. Sýningin var fyrst opnuð á Landspítalanum í Reykjavík 8. janúar og var vegleg sýningarskrá gefin út í tilefni sýningarinnar. Frá Sjúkrahúsi Akraness mun sýningin halda áfram ferð sinni kringum landið en þann 19. mars verður opnað á Ísafirði. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 40 orð

Lukkudýr Evrópukeppninnar

Lukkudýr Evrópukeppninnar í fótbolta árið 2000 sést hér halda á Evrópubikarnum þegar dýrið var kynnt opinberlega í fyrsta skipti hinn 7. febrúar. Lukkudýrið, sem enn hefur ekki fengið nafn, er ljón með makka í belgísku og hollensku fánalitunum. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 227 orð

Mario Lanza var enginn engill

MARIO Lanza, söngvarinn holdugi sem naut aðdáunar fólks um gjörvalla veröldina fyrir meðfædda hæfileika sína, var orðljótur maður með eindæmum og kynlífssjúkur, ef marka má nýja ævisögu hans. Segir í bók Rolands Bessettes Mario Lanza: Tenor in Exile að Lanza, sem hét upphaflega Alfred Corcozza og var frá Philadelphiu, hafi m.a. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 805 orð

Nýr hljómur á gömlum stað Svartfugl er nýtt djasstríó með óvenjulega hljóðfæraskipan. Nýtt í heiminum, segir tríóið sem Hildur

Siggi: Hvað hljóðið varðar finnst mér þetta einn besti staður í Reykjavík til að halda tónleika á, það hlýtur að vera viðurinn í loftinu og á gólfinu. Svo tengist hann líka sameiginlegri fortíð okkar. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 381 orð

Of mikið kynlíf

KÖNNUN sem gerð var í Bandaríkjunum um kynlíf í sjónvarpi leiddi í ljós að sjaldan er þar reynt að upplýsa unglinga um mikilvægi öruggs kynlífs. Rúmlega helmingur allra sjónvarpsþátta inniheldur kynlífstengt efni en aðeins í 9% tilvika töluðu persónur þáttanna um þá áhættu og ábyrgð sem fylgir því að stunda kynlíf. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 376 orð

Richard Boone

EINN litríkasti djassleikari okkar heimshluta, básúnublásarinn og söngvarinn Richard Boone, er látinn tæplega 69 ára gamall. Það þurfti ekki að koma þeim sem til þekktu á óvart. Hann hafði verið hlekkjaður við súrefniskútinn síðasta ár og er vinur hans, Tony Bennett, Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 130 orð

Skemmtilegt Himnaríki

Himnaríki, leikrit Árna Ibsens, hefur fengið mjög góða dóma í Svíþjóð og hafa borist fleiri lofsamlegar umsagnir blaða. Sveri Hansell skrifar t.d. í Dagens Nyheter um íslenskan gamanleik hjá Upsala stadsteater og segir snilldarlegt að skipta verkinu í tvo hluta sem leiknir séu samtímis. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 178 orð

Spuni í leik, tónum og á dansgólfinu

Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var haldið upp á tveggja ára afmæli Nellýs Café og að sögn Stefáns Stefánssonar framkvæmdastjóra staðarins var mikið um dýrðir og góð stemmning. "Við hófum teitið á einkapartýi milli kl. 9 og 10 þar sem vinir og velunnarar Nellýs mættu og héldu upp á tímamótin. Síðan var húsið opnað og komu yfir 300 manns í afmælisveisluna. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 298 orð

Stærsta fjöldabrúðkaup sögunnar

MEIRA en 40 þúsund pör giftu sig á sunnudaginn var og að sögn Sameiningarkirkjunnar hefur aldrei annar eins fjöldi para gift sig sama daginn í sömu athöfn. Sum brúðhjónanna höfðu aldrei hist áður en brúðkaupsdagurinn rann upp. Önnur voru viðstödd athöfnina til að endurnýja brúðkaupsheit sín og enn fleiri tóku þátt í gegnum Netið. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 40 orð

Sýning framlengd

SÝNING Ásgerðar Búadóttur í Gallerí Ingólfsstræti 8 verður framlengd til sunnudagsins 21. febrúar. Á sýningunni eru níu vefverk sem hún hefur unnið á síðasta ári, sérstaklega fyrir sýningarrýmið í Ingólfsstræti 8. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14­18. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 46 orð

Sýningum lýkur Norræna húsið

DEAIDIT ­ Sjónhverfingum, sýningu á verkum fimm samískra listakvenna, lýkur nú á sunnudag. Ráðhúsið Ljósmyndasýningu Magnúsar Baldvinssonar í Ráðhúsinu lýkur núna um helgina. Stöðlakot Sýningu Guðmundar Odds - "Úr Goddaveri" í Gallerí Stöðlakoti lýkur á sunnudaginn. Opið er daglega klukkan 14 - 18. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 39 orð

Trump með fríðu föruneyti DONALD Trump stillti sér u

Trump með fríðu föruneyti DONALD Trump stillti sér upp við hlið Kimberly Ann Pressler sem nýlega var krýnd ungfrú Bandaríkin. Hún mun í maí keppa um titilinn "Ungfrú alheimur" og verður keppnin haldin á Trinidad og Tobago að þessu sinni. Meira
11. febrúar 1999 | Menningarlíf | 34 orð

Upplestur í Kópavogi

UPPLESTUR verður í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, fimmtudaginn 11. febrúar frá kl. 17­18. Að þessu sinni mun Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) ljóðskáld með meiru lesa úr verkum sínum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 379 orð

Þjóðlegt, alþjóðlegt og óþjóðlegt

Stefnumót er röð tónleika á vegum tónlistartímaritsins Undirtóna. Á þriðjudagskvöld fór fram í fjórða sinn slíkt kvöld, en þátt tóku Plastic, Nova, Sigur Rós og Dj Frímann. Það var haldið á Gauki á Stöng fyrir fullu húsi. Meira
11. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 680 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 493 orð

Aðalflugvöllur innanlandsflugs ­ ekki hvort heldur hvenær

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR hefur verið frá því að nútímasamgöngur hófust aðalflugvöllur þjóðarinnar, fyrst í öllum flugsamgöngum en síðan í innanlandsflugi. Nú kalla nýir tímar, önnur viðhorf og ný tækni á nýjar ákvarðanir. Nýlega var samþykkt tillaga mín í skipulags- og umferðarnefnd um endurskoðun á legu Reykjavíkurflugvallar þegar litið er til lengri framtíðar en gildandi aðalskipulag nær til. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 480 orð

Að gera verðmæti úr þekkingu

ÍSLAND þróast nú ört í áttina að þekkingarþjóðfélagi. Náttúrulegar auðlindir, sem verið hafa undirstaða efnahagskerfisins, hafa fengið við hlið sér þekkinguna sem aðra meginauðlind. Þekkingarnáma vex við að af henni er tekið. Grundvöllur slíkrar "námavinnslu" er íslenskt rannsókna- og menntakerfi, öflug þekkingarfyrirtæki, fjármálamarkaður og alþjóðleg viðmið. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 445 orð

Bankavextir og aldraðir

ÁRSREIKNINGAR bankanna birtast nú hver af öðrum. Hagnaðartölur eru hærri en oftast áður og arður til hluthafa umtalsverður. Þetta eru góð tíðindi, sem þakka má hagstæðu árferði í efnahagslífi, dugandi bankafólki, hagræðingu í rekstri og umtalsverðum vaxtamun inn- og útlána. Fyrir nokkrum dögum átti ég erindi í bankastofnun fyrir háaldraða konu. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 613 orð

Börn voru meðal fórnarlamba mannréttindabrota í stjórnartíð Pinochet

HINN 16. október á síðasta ári, eftir 25 ára baráttu, eygðu fórnarlömb mannréttindabrota í Chile í fyrsta sinn von um að réttlætið næði fram að ganga. Augusto Pinochet var handtekinn. Breska lávarðadeildin hefur ekki enn tekið endanlega ákvörðun um framsal hershöfðingjans. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 929 orð

Enn betri framhaldsskóli

Í FYRSTA skipti í íslenskri skólasögu er samtímis verið að vinna að námskrám fyrir bæði grunn- og framhaldsskóla. Þetta hefur átt sér langan aðdraganda. Í skýrslu um mótun menntastefnu sem birt var í júni 1994 segir: "Aðalatriði í námskrárgerð er því ekki, hvaða námsgreinar á að kenna, heldur hvaða kunnáttu, skilning, færni og námsreynslu nemendur ættu að hafa öðlast við námslok, Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 605 orð

Ég er táknmálstúlkur

Á SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ heyrnarlausra og heyrnarskertra er rekin túlkaþjónusta sem sinnir þörfum heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra einstaklinga. Þessir einstaklingar þurfa ýmist táknmálstúlk, rittúlk eða daufblindratúlk. Störf þessara túlka eru að mörgu leyti svipuð, en þó ekki að öllu leyti. Meira
11. febrúar 1999 | Kosningar | 130 orð

Ég kýs Kristínu í 1. sæti!

Ég kýs Kristínu í 1. sæti! Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lögmaður á Akureyri, skrifar: Það hvarflar oft að mér þegar ég horfi á fréttaskot frá Alþingi að mig sárvanti málsvara á þing. Málsvara sem er rökfastur, heiðarlegur og snýr sér beint að kjarna málsins. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 725 orð

Gagnrýnandinn í aldingarðinum

HLÆGILEGUR er "listdómur" Halldórs Björns Runólfssonar, "Aldingarðurinn", um sýningu Sveinbjörns Halldórssonar í Galleríi Horninu, í Morgunblaðinu í dag (föstudag 5. feb., bls. 31). Svo ófagleg er sú ritsmíð, svo ómálefnaleg, röklaus, yfirlætisleg og hreint sagt marklaus, að með ólíkindum er. Meira
11. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 568 orð

Gegn hvalveiðum

ÞAÐ ER furðanlega algengt að þeir sem telja sig fara fyrir hefðbundnum sjónarmiðum innan samfélagsins telji sig hafa staðreyndir málsins sín megin. Jafnframt að þeir sem hafa andstæð sjónarmið séu eingöngu með hræðsluáróður byggðan á tilfinningahita. Þeir velta ógjarnan fyrir sér að til eru annars konar staðreyndir, sem oft blasa við og eru oft og tíðum þroskaðri en þeirra. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 949 orð

Hringbraut flutt til einskis?

Í BYRJUN desember sl. barst flestum íbúum í hverfinu á móts við Umferðarmiðstöðina bréf frá Borgarskipulagi Reykjavíkur þar sem áform um tvær nýjar byggingar á svæðinu voru kynnt og íbúunum boðið að gera athugasemdir. Meira
11. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 530 orð

Hvalir eða ferðamenn Frá Óla Tynes: ÉG ER satt að segja dálítið beggja b

ÉG ER satt að segja dálítið beggja blands í hvalveiðideilunni. Annars vegar þykir mér sjálfsagt að nýta sjálfbærar auðlindir, en hins vegar þykir mér dálítið vænt um hvali, eftir að hafa synt með þeim hér á árum áður, meðan ég stundaði froskköfun víða um heim. Mér fannst samt dálítið skrýtinn málflutningur á blaðamannafundi sem hvalaskoðunarforstjórar héldu 28. janúar síðastliðinn. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 928 orð

Hvernig á að brjótast inn í gagnagrunna?

MARGIR halda því fram að upp komi ný siðferðileg og lögfræðileg álitaefni, þegar gögn eru færð í tölvutækt form. Þetta er ekki svo, eins og ég hef bent á grein sem birtist hér í blaðinu 2. september síðastliðinn. Meira
11. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Jesús gegn kvíða

ALLTAF munu þeir verða til sem reyna að afvegaleiða fólk frá sannleikanum, þeir sem segja að það þurfi einhvern ákveðinn þroska til þess að lesa og skilja Biblíuna, sem betur fer fara þeir með rangt mál, Biblían er öllum aðgengileg, það eina sem þarf til að skilja stórkostlegan boðskap hennar er auðmýkt gagnvart Guði og vilja til að lifa í náð hans. Meira
11. febrúar 1999 | Kosningar | 527 orð

Kísiliðjan og byggðirnar Leggist starfsemi Kísiliðjunnar af, segir

KÍSILIÐJAN í Mývatnssveit er eina stóriðja landsins utan suðvesturhorns landsins. Hin síðari ár hafa verið gerðar harðar atlögur að verksmiðjunni í þeim tilgangi að henni verði lokað. Rannsóknir á lífríki Mývatns hafa staðið í áratugi. Ekkert hefur komið fram í þeim rannsóknum sem sýnir með óyggjandi hætti að kísilgúrtaka á botni vatnsins skaði lífríkið. Meira
11. febrúar 1999 | Kosningar | 132 orð

Kjósum Önnu Kristínu í prófkjörinu

Kjósum Önnu Kristínu í prófkjörinu Kristín Ögmundsdóttir, bankamaður, skrifar: Næstkomandi laugardag gefst okkur Norðlendingum kostur á að velja fulltrúa okkar á lista Samfylkingarinnar. Það er lykilatriði að valdir séu traustir og hæfir einstaklingar sem geta veitt kjördæminu forystu til framtíðar. Meira
11. febrúar 1999 | Kosningar | 120 orð

Kristín er fulltrúi minn

Kristín er fulltrúi minn Rögnvaldur R. Símonarson, Björk, Eyjafjarðarsveit, skrifar: Síðasta áratug hefur fjölgun starfa hér á landi nær eingöngu verið í opinbera geiranum. Að öllum líkindum mun þessi þróun halda áfram. Mjög brýnt er að væntanleg fjölgun opinberra starfa verði að miklu leyti á landsbyggðinni. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 679 orð

Landbúnaður ­ Radíus Reykjavík

ÞAÐ VAR ofurlítið skoplegt en þó ánægjulegt að hlusta á bæjarstjórann á Seltjarnarnesi halda fram hugmyndum um að eðlilegt væri að færa landbúnaðarstofnanir út úr Reykjavík. Hann mælir með Akureyri sem viðtökustað. Hann vill efla einn byggðakjarna til mótvægis við suðvesturhornið. Meira
11. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Lokun Bólstaðarhlíðar til frambúðar

ÞAÐ mun aldrei ríkja einhugur um aðgerð eins og lokun á götu. Mjög skiptar skoðanir geta verið um hvað hefði frekar átt að gera til að bæta umferðaröryggi. Bólstaðarhlíð er skilgreind sem íbúðargata og var lokun hennar eina úrræðið til að koma í veg fyrir óþarfa umferð um hana, var það niðurstaðan þegar slysatölur voru skoðaðar, umferðarþungi um götuna og fyrirsjáanleg vaxandi umferð um hana. Meira
11. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 363 orð

Misrétti ­ en hvað er til ráða?

SAGT er að hér ríki trúfrelsi, og eitthvað í þá veru á að vera tryggt í stjórnarskrá lýðveldisins. Þó er engan veginn um jafnrétti að ræða, og þeim, sem taka sér stöðu utan trúfélaga, er gert að greiða sóknargjöld, en andstætt öðrum veitist þeim enginn íhlutunarréttur um það, hvert þessi gjöld þeirra renna. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 573 orð

Ný von um réttlæti og frelsi

FYRSTI landsfundur Frjálslynda flokksins var haldinn um helgina 23. og 24. jan. Eftir afar neikvæða umfjöllun fjölmiðla voru aðstandendur Frjálslynda flokksins ekkert of bjartsýnir á viðtökur almennings. Þegar hinsvegar fólk tók að streyma að fundarstaðnum, Rúgbrauðsgerðinni, strax kl. 9 um morguninn þ. 23 jan. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 707 orð

Radíóamatörar

FÉLAGIÐ Íslenskir radíóamatörar var stofnað 14. ágúst 1946 og var því frá upphafi ætlað það hlutverk að kynna og efla radíókunnáttu Íslendinga og stuðla þannig að tækniframförum og hvetja ungt fólk til að taka þátt í tæknivæðingu þjóðarinnar. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 887 orð

Sérlög um Háskóla Íslands ­ hverju náðu stúdentar fram?

SÍÐASTLIÐIÐ vor hófst vinna í háskólaráði Háskóla Íslands við sérlög um Háskólann út frá nýrri rammalöggjöf um háskólastigið. Alls fékk háskólaráð þrenn frumvarpsdrög til umsagnar. Lauk vinnunni í nóvember og sendi háskólaráð þá menntamálaráðherra umsögn um frumvarpið. Meira
11. febrúar 1999 | Aðsent efni | 632 orð

Sorp eða sannleikur

ÞANN 27. janúar síðastliðinn birtist grein á forsíðu Dags með fyrirsögninni: "Bæjarstjóri í mokstri". Þar er greint frá því hvernig við nemendur 3. bekkjar MA áttum að hafa brugðist skyldum okkar. Við tókum að okkur snjómokstur fyrir aldraða fyrir milligöngu Akureyrarbæjar eftir vangaveltur í upphafi um það hvort við ættum að taka það að okkur. Að mínu mati hafði framkvæmd þessa verks gengið vel. Meira
11. febrúar 1999 | Kosningar | 129 orð

Veljum Kristínu iðjuþjálfa

Veljum Kristínu iðjuþjálfa Ásthildur Lárusdóttir, bankastarfsmaður, skrifar: Laugardaginn 13. febrúar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Loksins er gerð alvöru tilraun til að sameina vinstri menn til átaka á landsvísu. Nú er það okkar kjósenda að velja og tryggja Samfylkingunni öfluga forustu. Meira

Minningargreinar

11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 380 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Það er mér enn í fersku minni þegar fundum okkar Aðalheiðar B. Rafnar bar fyrst saman fyrir meir en aldarfjórðungi. Hún bauð mig velkominn inn á heimili hennar og Jónasar Rafnar á hispurslausan og einfaldan hátt. Jafnvel við fyrstu kynni gat ekki dulist að þar fór sterk kona, en um leið hlý, einlæg og umhyggjusöm. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Í dag er Aðalheiður B. Rafnar kvödd hinstu kveðju. Aðalheiður, eða Alla frænka eins og við kölluðum hana, var gift Jónasi föðurbróður okkar. Þegar við vorum börn á Akureyri bjuggu Alla og Jónas þar einnig ásamt dætrum sínum þremur og var samgangur milli heimila okkar mikill. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 646 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Kær vinkona, Aðalheiður Rafnar, er látin. Þakklæti fyrir hálfrar aldar vináttu fyllir hugann. Aðalheiður Rafnar var hreinskiptin og sterkur persónuleiki, bráðvel gefin og glæsileg kona. Hún var hjúkrunarfræðingur að mennt, en lét af hjúkrunarstörfum þegar dæturnar fjórar fæddust með stuttu millibili. Þótt Aðalheiður léti af störfum fylgdist hún alltaf vel með í sinni starfsgrein. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 846 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Örlögum sínum ræður enginn og ævilok verða ekki umflúin. En þrátt fyrir þessa vissu og þótt erfiðir sjúkdómar steðji að, kemur dauði ástvinar þeim, sem eftir lifa, alltaf í opna skjöldu. Það er ætíð sárt að sjá á bak sínum nánustu, heyra ekki oftar rödd þeirra og geta ekki lengur notið umhyggjunnar og hlýjunnar af samvistunum við þá. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Aðalheiður amma hefur kvatt þennan heim. Dæmalaus ástúð og umhyggja ömmu fyrir öllu og öllum var einstæð. Hún var ávallt boðin og búin til skrafs og ráðagerða, áhugasöm og ráðgjóð. Við barnabörnin komum svo sannarlega ekki að tómum kofunum hjá henni. Sjálf var hún í miðjum hópi níu systkina sem voru alla tíð mjög náin. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 574 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Kallið er komið. Amma Alla sefur nú vært. Það voru þung spor að fara til átta ára langömmustelpu og segja henni fréttirnar. Ísland var óralangt í burtu, þar sem við vissum að fjölskyldan væri samankomin í bænastund. Við áttum okkar í Belgíu, skoðuðum myndir og minntumst fallegra stunda með ömmu. Það var gott að geta komið til hennar kveðju, áður en hún skildi við. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 173 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Ástkær amma mín og nafna er látin. Hún var sterk og glæsileg kona, hlý og góð amma af þeirri kynslóð sem helgaði sig heimilinu, ættmóðir samhentrar og náinnar fjölskyldu. Með ástúð vakti hún yfir afkomendum sínum og studdi til náms og þroska með ráðum og dáð. Við amma vorum nánar og ræddum oft saman um heimsins gagn og nauðsynjar. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Aðalheiður B. Rafnar

Að kvöldi sunnudagsins 31.janúar bárust okkur þær fregnir að hún elsku Alla systir og móðursystir mín væri látin. Okkur setti hljóða.Við vissum að hún hefði verðið flutt á spítla og okkur óraðaði ekki fyrir því að þetta yrði hennar hinsta ferð. Okkur langar að minnast hennar í örfáum orðum. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 343 orð

AÐALHEIÐUR B. RAFNAR

AÐALHEIÐUR B. RAFNAR Aðalheiður B. Rafnar fæddist í Reykjavík 25. maí 1923. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi sunnudagsins 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. í Reykjavík 3. júní 1889, d. 31. desember 1974, lengst af skipstjóri á skipum Eimskipafélags Íslands, og kona hans Halldóra Jóhanna Sveinsdóttir, húsmóðir, f. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Baldur Guðmundsson

Það er kannski í takt við tímann nú þegar kvennahreyfingin á Íslandi virðist vera um það bil að fara undir yfirborðið á ný að hann Baldur Guðmundsson skuli einnig hverfa af sjónarsviðinu. Hann var einhver mesti og staðfastasti femínisti sem við höfum kynnst og eyddi megninu af tíma sínum og peningum í að útbreiða fagnaðarerindi kvenfrelsisbaráttunnar. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Baldur Guðmundsson

Baldur frændi var ekki allra. Hann bjó niðrí bæ og var fastakúnni í bókabúðunum við Laugaveginn. Okkur var sagt að hann hefði orðið veikur í höfðinu sem unglingur og aldrei borið sitt barr eftir það. Baldur frændi kom stundum í heimsókn og ræddi þá við mömmu um alla heima og geima, stundum ílentist hann og stundum ekki. Hann dýrkaði konur og fallegasta nafn sem hann vissi var nafnið Ásdís. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 509 orð

Baldur Guðmundsson

Það var nokkuð öruggt að um það leyti sem tryggingabæturnar voru greiddar út í byrjun hvers mánaðar kom Baldur Guðmundsson á skrifstofu Veru eða Kvennalistans með bækur í poka sem hann hafði verið að kaupa. "Þið þurfið á þessu að halda í baráttunni," sagði hann og bætti við bókum í safnið sem er að mestu hans gjöf til þeirrar hreyfingar sem hann batt svo miklar vonir við. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Baldur Guðmundsson

Kvennahreyfingin fyrr og nú hefur átt sína menn. Baldur Guðmundsson var einn þeirra. Ég man eftir honum fyrst uppi í Sokkholti, húsnæði Rauðsokkahreyfingarinnar. Þar var hann tíður gestur. Ekki bara gestur, því hann kom alltaf færandi hendi. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 82 orð

BALDUR GUÐMUNDSSON

BALDUR GUÐMUNDSSON Baldur Guðmundsson fæddist 4. mars árið 1925. Hann lést á Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn. Hann ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd 4. nóvember 1897, dáin 1985, og Guðmundur Jóhannsson, skipstjóri, fæddur 4. apríl 1886, dáinn 1974. Systkini Baldurs: Jóhann Kristinn f. 1921; Gíslin f. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Ellen Sighvatsson

Kynni mín af Ellen hófust á fyrri hluta áttunda áratugarins. Á þeim árum stundaði ég skíðaíþróttina af miklu kappi. Í flestum mótum sem haldin voru á þessum árum minnist ég eldri konu, á óskilgreindum aldri, en þó vel fullorðin sem fylgdist með af miklum áhuga. Áhugi hennar var ekki minni en margra keppendanna, svo vel lifði hún sig inn í hverja keppni. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 122 orð

Guðbjörn Guðmundsson

Guðbjörn minn, mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun ávallt minnast þín fyrir góðmennsku í minn garð og ekki síður fyrir glettnina sem einkenndi öll okkar samskipti. Síðast er ég sá þig sastu meðal rósa er þú eigin höndum annast mjúklátt hafðir. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 283 orð

Guðbjörn Guðmundsson

Elsku afi minn, mikið sakna ég þín. Það er nú bara þannig að það er a.m.k. eitt sem að enginn tekur frá mér og það eru minningarnar um hann afa minn "Bængbæng". Fyrst man ég eftir afa mínum í Glaðheimum 20. Þar bjó ég hjá honum ásamt fjölskyldu minni fyrstu ár ævi minnar. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 33 orð

GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON

GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON Guðbjörn Guðmundsson fæddist á Ketilvöllum í Laugardal í Árnessýslu 16. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 5. febrúar. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Okkur langar í fáum orðum að kveðja og minnast góðs félaga og fjölskylduvinar. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt ber að þakka. Við bræðurnir eigum ógleymanlegar minningar um allar þær stundir sem Hilmar og faðir okkar eyddu saman. En varla leið sá dagur að þeir töluðu ekki saman og ekki var til sá hlutur sem þeir vildu ekki gera hvor fyrir annan. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Með fárra vikna millibili hafa tveir góðkunnir Ármenningar fallið valinn. Fyrst kvaddi öðlingurinn Jóhann Jóhannesson, Jói Long, og nú hefur maðurinn með ljáinn sótt heim Hilmar Þorbjörnsson lögregluvarðstjóra, sem á árum áður var sprettharðastur allra Íslendinga. Hilmar var annar tveggja keppenda Íslands sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 607 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munnt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran / Gunnar Dal.) Elsku Hilmar, mig langar í örfáum orðum að minnast þín þar sem komið er að kveðjustund. Það varð ekki hjá því komist að bera mikla virðingu fyrir þér, þú varst svo lífsreyndur og fróður maður. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Okkur nýliðunum leið nú víst heldur skringilega í nýja glerfína gallanum og vissum sannast sagna ekki hverju við áttum von á þegar varðstjórinn kallaði okkur inn á teppið hjá sér, vel raka bak við eyrun, á fyrstu vaktinni á miðborgarstöð lögreglu sumarið 1975. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 639 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Hann er horfinn snöggt og óvænt ­ svo óvænt að það orkar á vini hans og velunnara sem reiðarslag. Mér hefði aldrei komið til hugar annað en að hann Hilmar Þorbjörnsson, lögregluforingi, mundi lifa langtum lengur en raun varð á enda þótt hann væri stríðsmaður og hefði iðulega verið í eldlínu allar götur frá því hann sinnti löggæzlu og eftirlitsstörfum fyrir botni Miðjarðarhafs á vegum Sameinuðu Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 362 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Það var brátt yfir brottför hans af þessu tilverustigi. Eins og hann hefði þotið úr startholum spretthlaupskeppninnar hér á árum áður þegar hann hljóp hraðast allra Íslendinga og sigraði á stórmótum úti í heimi. Hann var greinilega tilbúinn og stundin var komin. Kallið kom þar sem honum leið best heima hjá henni Ágústu sinni. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 378 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Ég vil með nokkrum minningarbrotum kveðja vin minn og góðan félaga sem látinn er langt um aldur fram. Hilmari Þorbjörnssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni kynntist ég fljótlega eftir að ég hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur fyrir hartnær þrem áratugum. Fljótlega sá ég í Hilmari mann sem vert væri að hafa sem fyrirmynd í þessu lífsstarfi mínu. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 347 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Fallinn er frá, langt um aldur fram, Hilmar Þorbjörnsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og góður félagi og samstarfsmaður um margra ára skeið. Andlát hans bar brátt að og kom okkur, fyrrverandi starfsfélögum hans í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, mjög á óvart, þótt víst væri kominn til sögunnar krankleiki, sem hrjáir margan manninn, nú um stundir. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Í dag kveð ég góðan vin og félaga, Hilmar Þorbjörnsson. Það var þungt högg og óvægið þegar ég frétti andlát hans. Tæpum tveim tímum áður kvaddi ég hann, hressan og glaðan. Við höfðum verið að leika snóker sem við höfðum báðir gaman af og ákváðum að við myndum hittast aftur næsta dag og halda leik áfram. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 167 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Ég kynntist Hilmari Þorbjörnssyni þar sem leiðir okkar lágu saman í Snarfara, félagi sportbátaeigenda hér í Reykjavík. Hilmar hafði þá verið í félaginu lengi og unnið að uppbyggingu félagsins og hafnaraðstöðu þess í Elliðavogi þar sem félagið hefur núverandi hafnaraðstöðu sína og var fyrsta smábátahöfn á landinu. Hilmar var m.a. gjaldkeri og bryggjuformaður í Snarfara, það gustaði af manninum. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Andlátsfregn Hilmars, samstarfsmanns míns til margra ára, kom mér mjög á óvart. Skömmu fyrir ferðina hans löngu höfðum við setið saman á fundi og eftir að fundi lauk ræddum við saman litla stund um dag og veg og ég hafði orð á því við hann að mér þætti fas hans allt bera þess merki að honum liði vel í því starfi sem hann var tiltölulega nýkominn í hjá ríkislögreglustjóra. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 299 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Kæri vinur. Ég var enn á barnsaldri þegar ég átti því láni að fagna að kynnast þér og þinni indælu konu, Ágústu Ósk, og börnum ykkar, þegar þið fluttuð í Mosfellssveitina. Ég laðaðist strax að ykkur og ykkar fallega og sérstaka heimili þar sem ég var ævinlega velkomin sem það væri mitt annað heimili. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 103 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Hilmar afi er dáinn. Það er erfitt að hugsa sér það að eiga ekki eftir að hitta þig aftur. Mér var hugsað til þess þegar ég var 3ja eða 4ra ára og fór með mömmu í heimsókn til þín í vinnuna á löggustöðina og þú leyfðir mér að setjast á löggumótorhjól, ég man hvað mér þótti það gaman og hvað mér fannst þú alltaf flottur í löggufötunum þínum. Elsku Hilmar afi. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Skömmu eftir að skipulagsnefnd og umferðarnefnd Reykjavíkur voru sameinaðar fyrir rúmum þremur árum tók Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sæti í nefndinni sem áheyrnarfulltrúi frá umferðardeild Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík. Fljótlega kom í ljós yfirgripsmikil þekking hans á umferðarmálum í borginni og voru umferðaröryggismál honum ákaflega hugleikin. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Hilmar Þorbjörnsson

Mér brá þegar ég frétti af andláti Hilmars Þorbjörnssonar, vinar míns. Um dauðans óvissan tíma veit enginn. Oft kveður hann dyra fyrirvaralaust, eins og hér varð raunin á. Við sjáum samferðafólk okkar hverfa bak við tjaldið mikla, sem aðskilur lifendur og dauða. Hugurinn fyllist söknuði og því meir, sem kynni voru nánari. Ég talaði við Hilmar í síma tveimur dögum fyrir andlát hans. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 359 orð

HILMAR ÞORBJÖRNSSON

HILMAR ÞORBJÖRNSSON Hilmar Þorbjörnsson var fæddur í Reykjavík 23. október 1934. Hann lést á heimili sínu 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Þórðarson, málarameistari í Reykjavík, f. 14. maí 1907 í Reykjavík, d. 5. okt. 1976, og kona hans, Charlotta Steinþórsdóttir, f. 29. des. 1908 í Stykkishólmi, d. 3. maí 1990. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 2205 orð

Kristján Jónsson

Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í vetrarbúningi sínum. Það stirndi á Vaðlaheiði og Súlur í sólskininu. Sólargeislarnir teygðu sig skærir inn um gluggana á Fjórðungssjúkrahúsinu. Draga varð að hálfu fyrir gluggana. Tjaldið var dregið að fullu fyrir hjá kærum tengaföður mínum. Hann andaðist þennan dag, miðvikudaginn 3. þ.m. Kristján hafði fengið fjögur hjartaáföll á einum mánuði. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 539 orð

Kristján Jónsson

Elsku afi minn, nú ertu kominn til ömmu og ég veit að hjá henni líður þér vel. Fyrstu fjögur ár ævi minnar bjuggum við í Reykjavík. Síðan fluttum við til Akureyrar og bjuggum á miðhæðinni hjá afa og ömmu eða eins og við kölluðum ykkur "afi og amma uppi". Þá fórum við Magnús bróðir minn oft upp til ykkar í heimsókn. Þá voru nú oft látnar á fóninn vísur úr vísnabókinni. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 116 orð

Kristján Jónsson

Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við að nú ertu farinn frá okkur, en hjá ömmu veit ég að þér líður vel. Ég á eftir að sakna þess að þú komir ekki að borða hjá okkur á sunnudögum eins og þú gerðir svo oft. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna, til dæmis veiðitúrarnir á klettinn hjá Svalbarðseyri eða á Hjalteyri og með þér veiddi ég minn fyrsta fisk. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Kristján Jónsson

Elskulegur afi minn, Kristján Jónsson, er dáinn. Ég minnist afa míns sem frekar sérstaks manns, annars vegar afa í niðursuðunni og hins vegar afa uppi. Afi í niðursuðunni var strangur maður og gjarnan kallaður "kallinn", en samt held ég að öllum hafi líkað við hann innst inni, a.m.k. fannst mér gott að vinna hjá honum og gott veganesti fyrir framtíðina að vera "alinn" upp við strangan vinnuaga. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Kristján Jónsson

Nú eru þau bæði horfin yfir móðuna miklu, Þrúða og Kristján, sameinuð á ný. Ég efa ekki að Þrúða hefur tekið vel á móti Didda sínum. Ég var sex ára er ég vandi komur mínar fyrst á heimili þeirra hjóna, þá nýbyrjuð í 1. bekk Barnaskóla Akureyrar. Sessunautur minn var Anna María, dóttir þeirra, og tókst með okkur góður vinskapur sem haldist hefur æ síðan. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 385 orð

Kristján Jónsson

Akureyri hefur haft sérstöðu sem iðnaðarbær. Hvergi voru umsvif SÍS meiri og hér voru einstaklingar sem sköruðu framúr fyrir dugnað, áræði og framsýni. Einn þessara manna var Kristján Jónsson sem er til moldar borinn í dag. Hann verður mér ævinlega minnisstæður, hlýr og yfirlætislaus. Hann hafði mikinn innri kraft og vilja og hugur hans var bundinn fyrirtækinu. Niðursuðuverksmiðja K. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 399 orð

Kristján Jónsson

Ég verð að játa að mér brá ónotalega þegar ég frétti lát fyrrverandi vinnuveitanda míns, Kristjáns Jónssonar, sem oftast var kenndur við Niðursuðu KJ. Þótt mér væri kunnugt um að Kristján væri búinn að vera veikur undanfarnar vikur kom lát hans mér á óvart. Mig langar til að minnast þessa heiðursmanns með nokkrum fátæklegum orðum. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 468 orð

Kristján Jónsson

Pabbi minn. Ferðalag, já þú varst búinn að ákveða að fara í ferðalag. Það vissum við öll, en þú ætlaðir bara til Kanarí með Hjalta vini þínum 4. janúar. Þú varst búinn að pakka niður og allt var í röð og reglu, eins og þú varst alltaf vanur að hafa það. En snemma á nýársdagsmorgun veiktist þú og varst fluttur á sjúkrahús. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 1792 orð

Kristján Jónsson

Kristján Jónsson, K. Jónsson á Akureyri, er allur. Í dag er komið að því sem ég ákvað fyrir löngu að ég myndi gera, skrifa mína síðustu kveðju til þín. Til manns sem ég hef virt svo mikils, manns sem hefur kennt mér svo margt. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 620 orð

Kristján Jónsson

Það er undarlegt að hugsa til þess að afi minn sé dáinn. Ég man þegar ég kvaddi hann síðast. Það var í haust, eftir að hann hafði dvalist hérna heima og hélt norður á leið. Ég horfði á eftir honum niður tröppurnar og útí bíl og veifaði til hans. Þá varð mér hugsað til þess hvort þetta væri nokkuð í síðasta skipti sem ég sæi hann. Sú varð og raunin og mun ég aldrei gleyma þessu andartaki. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 214 orð

KRISTJÁN JÓNSSON

KRISTJÁN JÓNSSON Kristján Jónsson fæddist á Akureyri 31. október 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björn Kristjánsson, f. 16.11. 1890, d. 22.11. 1962, og Lovísa Jónsdóttir, f. 7.6. 1892, d. 23.2. 1974. Systkini Kristjáns eru: María, f. 1918; Mikael, f. 1922, d. 1984; Jón Árni, f. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Ragnheiður Ingimundardóttir

"Eitt sinn verða allir menn að deyja." Þessi ljóðlína kom upp í hugann er við fréttum að hún Ragna hans Einars væri látin. Maðurinn með ljáinn hefur höggvið skarð í okkar góða félagsskap, Golfklúbb Borgarness. Þau hjónin voru meðal stofnenda hans og hafa alla tíð síðan verið virkir og góðir félagar. Rögnu kynntumst við flest í gegnum starfið í golfklúbbnum. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Ragnheiður Ingimundardóttir

Við áttum létt spjall að kvöldi. En að morgni hafði hún kvatt þetta líf. Án aðdraganda. Hún hafði oft haft orð á því við mig að svona vildi hún fara þegar þar að kæmi. Nú hefur henni orðið að ósk sinni. En alltof fljótt, finnst okkur hinum. Hún hafði oft á orði að hún vildi ekki verða gömul og farlama. Meira
11. febrúar 1999 | Minningargreinar | 105 orð

RAGNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR

RAGNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Ragnheiður Ingimundardóttir fæddist á Hvoli, Saurbæ í Dalasýslu 20. apríl 1933. Hún lést á heimili sínu 31. janúar síðastliðinn. Árið 1959 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Jónssyni trésmið, f. 29. janúar 1922. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Ómar, f. 29.11. 1955 og á hann tvö börn, Viktor, f. 17.6. Meira

Viðskipti

11. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Dollar styrkist gegn jeni

HÆKKUN á verði bréfa í netfyrirtækjum eftir opnun í Wall Street í gær varð til þess að heldur lifnaði yfir kauphallarviðskiptum í Evrópu eftir slakan dag, en vestra virtust veður öll válynd. Um 1% lækkun brezku FTSE-vístölunnar snerist upp í 0,17% hækkun á lokagengi, sem mældist 5.770,2 punktar. Meira

Daglegt líf

11. febrúar 1999 | Neytendur | 89 orð

Berserkjabrennivín

BERSERKJABRENNIVÍN nefnist ný tegund af brennivíni sem komin er á markað. Í fréttatilkynningu frá Sprota ehf. segir að nokkrir kunnáttumenn austan hafs og vestan með áratugareynslu í áfengisfræðum og þekkingu á víngerð hafi undanfarin misseri einbeitt sér að því að búa til milt brennivín. Blandan var sett saman hjá Sprota­ Engjaáss-verksmiðjunni í Borgarnesi. Meira
11. febrúar 1999 | Neytendur | 112 orð

Brauð og blóm

Í GÆR hófst sala á fimm nýjum brauðtegundum í Nýkaupi. Um er að ræða þrjár tegundir ítalskra brauða, ólífubrauð, tómatabrauð og parmesan-brauð. Í fréttatilkynningu frá Nýkaupi segir að ennfremur sé boðið upp á franskt "baguette" brauð og sömu tegund af brauðum sem búin eru til úr súrdeigi. Meira
11. febrúar 1999 | Neytendur | 832 orð

Dregur í sig bragð af kryddinu

"Ég bjó alltaf til tófú (sojabaunahlaup) áður en það fékkst hér á landi," segir Gunnhildur Emilsdóttir en hún rekur matstofuna Á næstu grösum. "Það er hægt að gera marga skemmtilega rétti með þessari afurð því hún er svotil bragðlaus og dregur í sig allt krydd sem notað er við matargerðina. Meira
11. febrúar 1999 | Neytendur | 133 orð

Hafa aðhald með verði á höfuðborgarsvæðinu

FLEST stéttarfélögin innan ASÍ á höfuðborgarsvæðinu og Neytendasamtökin hafa gert með sér samkomulag um eftirlit með verðlagi og um gerð verðkannana á vörum og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er til eins árs og tók gildi frá og með 1. febrúar sl. Meira
11. febrúar 1999 | Neytendur | 25 orð

Sorbet í 1 lítra öskjum

Nýtt Sorbet í 1 lítra öskjum EMMESSÍS hefur sett á markað Sorbet í eins lítra öskjum. Sorbet er fitusnauður krapís sem fæst með appelsínu- eða sítrónubragði. Meira
11. febrúar 1999 | Neytendur | 60 orð

Tófú er próteinríkt

TÓFÚ er góður próteingjafi sem inniheldur litla fitu. Það er mikilvæg afurð fyrir þá sem borða ekki kjöt og fisk og líka fyrir þá sem vilja auka próteinneyslu sína og halda fituneyslu í skefjum. Tófú inniheldur kalk og í sojavörum eru ákveðin jurtaefni (phytochemicals) sem menn telja að geti jafnvel átt þátt í að varna myndun krabbameins. Meira

Fastir þættir

11. febrúar 1999 | Fastir þættir | 864 orð

Af vondum kennslubókum Að óreyndu

Af vondum kennslubókum Að óreyndu hefði maður talið óhugsandi að hægt væri að skrifa íslenska bókmenntasögu síðari hluta tuttugustu aldar án þess að nefna Kristján Karlsson á nafn. Meira
11. febrúar 1999 | Dagbók | 917 orð

Í dag er fimmtudagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Á

Í dag er fimmtudagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Áður en þeir kalla mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra. (Jesaja 65, 24.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kristrún, Reykjafoss og Margrét EA fóru í gær. Meira
11. febrúar 1999 | Fastir þættir | 662 orð

Safnaðarstarf Tónlist í guðsþjónustunni VIÐ fö

VIÐ föstuinngang og í upphafi föstu býður Reykjavíkurprófastsdæmi eystra til fræðslukvölda í Seljakirkju í Breiðholti. Fyrsta í röð þessara fræðslukvölda er í kvöld, fimmtudaginn 11. febrúar, og hefst kl. 20.30. Þar mun Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri við Langholtskirkju, fjalla um tónlistina í guðsþjónustunni. Að loknu erindi hans mun gefast tækifæri til umræðna yfir kaffibolla. Meira
11. febrúar 1999 | Í dag | 641 orð

Sorphirðugjald

FYRIR nokkrum dögum skrifaði ÞDJ í Velvakanda um sorphirðugjaldið í Reykjavík. ÞDJ heldur því fram, að í þeim hverfum þar sem tekin verður upp sorphirða á 10 daga fresti í stað 7 daga, jafngildi það hækkun á sorphirðugjaldi þótt gjaldið sé þar lægra en annars staðar. Í þessu sambandi er rétt að árétta að kostnaður við sorphirðu var áður greiddur sem hluti af fasteignasköttum. Meira
11. febrúar 1999 | Í dag | 494 orð

VÍKVERJI

VÍKVERJI þurfti á dögunum að eiga ofurlítil samskipti við Landmælingar Íslands, nánar tiltekið að panta hjá stofnuninni loftmynd. Þjónustan sem Víkverji fékk var í alla staði til fyrirmyndar, allt þar til kom að þeirri spurningu hvernig ætti að nálgast umrædda mynd. Þá vandaðist málið vegna þess að Landmælingar Íslands eru nú komnar upp á Akranes og orðin vík milli vina. Meira

Íþróttir

11. febrúar 1999 | Íþróttir | 406 orð

Allir vilja vera með þegar vel gengur

ÓLAFUR Gottskálksson markvörður og félagar hans í skoska 1. deildar liðinu Hibernian hafa unnið ellefu leiki í röð í deildinni. Það er nýtt met í 124 ára sögu félagsins. Liðið er nánast búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni næsta tímabil, hefur 17 stiga forskot á Falkirk, sem er í öðru sæti, þegar tíu umferðir eru eftir. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 210 orð

Arnar veðjar á Leicester

ARNAR Gunnlaugsson, nýi framherjinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City, spáir því að liðið komist í úrslit deildarbikarkeppninnar. Leicester leikur í undanúrslitum deildarbikarsins í næstu viku gegn Sunderland, toppliði 1. deildar, og er það seinni viðureign liðanna ­ fyrri leikinn vann Leicester á heimavelli Sunderland, 1:2. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 248 orð

CHARLES Barkley leikmaður

CHARLES Barkley leikmaður Houston Rockets var sektaður um 350.000 krónur fyrir að senda áhorfendum tóninn með dónalegum hætti í fyrsta leik liðsins á keppnistímbilinu gegn Los Angeles sl. föstudag. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 354 orð

FRANCK Leboeuf, varnarmaður Che

FRANCK Leboeuf, varnarmaður Chelsea og franska landsliðsins, vill fá kauphækkun hjá Chelsea, annars verði hann að íhuga framtíð sína hjá félaginu. LEBOEUF hefur um 115 milljónir í árslaun hjá Chelsea, en er samt ekki sáttur. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 50 orð

Frímann fékk gullkross GSÍ

FRÍMANN Gunnlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, GSÍ, sem lét af störfum á dögunum, var sæmdur æðsta heiðursmerki sambandsins ­ gullkrossi GSÍ, á ársþingi þess um sl. helgi. Þrír stjórnarmenn sem gengu úr stjórn, Hannes Guðmundsson, fyrrverandi formaður, Samúel Smári Hreggviðsson og Ólafur Jónsson, voru sæmdir gullmerki GSÍ. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 189 orð

Gunnar Gunnarsson dregur fram skóna

GUNNAR Gunnarsson hefur dregið fram handknattleiksskóna og hyggst leika með Víkingi í 2. deildinni það sem eftir er keppnistímabilsins. "Það var alltaf ákveðið að Gunnar léki með okkur, spurningin var bara sú hvenær hann myndi byrja," sagði Sigurður Gunnarsson þjálfari Víkings, en liðið er nú í 3. sæti 2. deildar og á í harðri baráttu við Þór frá Akureyri og Fylki um sæti í 1. deild næsta haust. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 39 orð

Handknattleikur

Þýskaland Deildarkeppnin Gummersbach - Shutterwald28:23 Nettelstedt - Niederw¨urzbach28:28 Bikarkeppnin Lemgo - Bielefeld34:25 Essen - Nordhorn29:28 Magdeburg - Dormagen26:17 THW Kiel - Dutenhofen29:22 Í undanúrslitum leika: THW Kiel - Magdeburg og Essen - Lemgo. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 38 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla:kl. 20 Akranes:ÍA - Tindastóll Borgarnes:Skallagrímur - Snæfell Grindavík:UMFG - Keflavík Strandgata:Haukar - KR Valsheimili:Valur - Þór Ak. 1. deild karla: Seljaskóli:ÍR - Þór Þ. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 55 orð

Knattspyrna

Vináttuleikir Wembley í London: England - Frakkland0:2 - Nicolas Anelka 69., 76. 74.111. Pisa, Ítalíu: Ítalía - Noregur0:0 22.500. Split, Króatíu: Króatía - Danmörk0:1 Ebbe Sand 45. 10.000. Portúgal - Holland0:0 30.000. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 300 orð

Krefja Beckenbauer um opinbera afsökun

ÞÝSKA landsliðið í knattspyrnu hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Bandaríkjamenn og Kólumbíumenn á Flórída. Þjóðverjar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum, 3:0, og náðu jafntefli við tíu Kólumbíumenn á þriðjudagskvöldið, 3:3. Kólumbíumenn léku tíu allan síðari hálfleikinn og voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 88 orð

Liðin England:

Liðin England: 1-David Seaman (13-Nigel Martyn 46.); 2-Lee Dixon (14-Rio Ferdinand 72.), 5-Tony Adams, 6-Martin Keown (16- Paul Scholes 86.), 3-Graeme Le Saux; 7- David Beckham, 4-Paul Ince, 8-Jamie Redknapp (15-Jason Wilcox 86.), 11-Darren Anderton; 10-Michael Owen (17-Andy Cole 64.), 9-Alan Shearer. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 132 orð

MARCEL Desailly, leikmaður franska l

MARCEL Desailly, leikmaður franska landsliðsins og enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, sendi enskum knattspyrnumönnum tóninn í samtali við franska dagblaðið L'Equipe í gær. Frakkinn sagði að enskir leikmenn spiluðu meira af kappi en forsjá og væru alltof ákafir í leikjum. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 165 orð

Martha varð sjöunda

MARTHA Ernstsdóttir, ÍR, varð í 7. sæti einstaklinga í Evrópukeppni félagsliða í víðavangshlaupum sem fram fór á Ítalíu um síðustu helgi. Sveit ÍR hafnaði hins vegar í 16. sæti af 22 keppnisliðum. Auk Mörthu voru í sveitinni Bryndís, systir hennar, Fríða Rún Þórðardóttir, sem nýlega gekk til liðs við félagið frá Aftureldingu og Anna Jeeves. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 356 orð

Meistarakeppni hætt

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, verður haldið um aðra helgi á Hótel Loftleiðum. Fyrir þinginu liggja að venju margar tillögur, t.d. að færa bikarúrslitaleik karla og leggja niður ­ í bili að minnsta kosti ­ meistarakeppni KSÍ. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 201 orð

Mótmæla breytingum á HM

FORRÁÐAMENN stærstu knattspyrnudeilda í Evrópu hyggjast taka höndum saman í því skyni að koma í veg fyrir hugmyndir Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, um heimsmeistarakeppni í knattspyrnu á tveggja ára fresti. Talsmenn deildanna segja að álagið á leikmenn og lið sé þegar í hámarki og ekki sé gerlegt að fjölga leikdögum né draga úr þeim stuttu sumarfríum sem þegar eru við lýði. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 83 orð

Mykland beit mótherja

NORSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Erik Mykland var heldur betur í sviðsljósinu um helgina, er lið hans, Panathinikos, sigraði Paniliakos 1:2. Mykland fékk að líta rauða spjaldið fjórum mínutum fyrir leikslok fyrir að ráðast á mótherja og bíta hann í eyrað. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 173 orð

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Philadelphia ­ Detroit

Leikir í fyrrinótt: Philadelphia ­ Detroit 90:86 Toronto ­ Milwaukee 77:91 Miami ­ Boston 101:108 Minnesota ­ San Antonio 74:70 Chicago ­ Atlanta 71:87 Dallas ­ Utah 79:90 Phoenix ­ Sacramento 95:112 Seattle ­ Golden State Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 517 orð

Nicolas Anelka braut ísinn

FRÖKKUM tókst loks að sigra Englendinga í landsleik í knattspyrnu Á Wembley, en liðin áttust við í vináttulandsleik í gærkvöld. Heimsmeistarar Frakka, sem höfðu ekki sigrað á Wembley síðan 1957, sýndu mikla yfirburði gegn Englendingum og sigruðu 2-0 með mörkum frá hinum 19. ára Nicolas Anelka, leikmanni Arsenal. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 366 orð

Ný skýrsla vekur hörð viðbrögð

Forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sögðust í gær ætla að rannsaka fyrir sitt leyti ásakanir þær sem fram koma í niðurstöðum óháðrar siðanefndar Salt Lake borgar á framferði undirbúningsnefndar borgarinnar vegna vetrarleikanna 2002. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 56 orð

Stefán og Elías hætta í stjórn KSÍ

TVEIR fulltrúar í aðalstjórn Knattspyrnusambands Íslands hyggjast ekki gefa kost á sér til endurkjörs á ársþingi sambandsins sem haldið verður um aðra helgi. Þetta eru þeir Elías Hergeirsson og Stefán Gunnlaugsson. Þeir Elías og Stefán hafa setið í stjórn KSÍ í áraraðir. Elías er núverandi gjaldkeri sambandsins, en Stefán meðstjórnandi. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 283 orð

Stjarnan slapp fyrir horn

HANDKNATTLEIKSDEILD Stjörnunnar var dæmd í 50.000 króna sekt og fékk alvarlega áminningu á fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í fyrradag. Það var gert í framhaldi af skýrslu sem handknattleiksdómararnir Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson sendu aganefnd eftir leik Stjörnunnar og KA í 18. umferð 1. deildar karla á miðvikudaginn í síðustu viku. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 59 orð

Undankeppni EM

Undankeppni EM 6. RIÐILL: Limassol, Kýpur: Kýpur - San Marínó4:0 Vassos Melanarkitis 18, Michalis Constantinou 32, 45, Marios Christodoulou 88. 3.000. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 151 orð

Þjóðverjar undrandi á nýrri reglugerð FIFA

ÞÝSK knattspyrnuyfirvöld segjast undrandi á nýrri reglugerð Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) um sætafjölda á leikvöllum fyrir lokakeppni HM. Þjóðverjar hafa sótt um að halda HM í knattspyrnu árið 2006 en reglugerð FIFA útilokar velli þar í landi sem knattspyrnuyfirvöld tóku fram í umsókn sinni. Í reglugerð FIFA er gert ráð fyrir að vellir á lokakeppni HM taki að minnsta 40 þúsund manns. Meira
11. febrúar 1999 | Íþróttir | 39 orð

Þrjú heimsmet Kristínar

Kristín Rós Hákonardóttir sló þrjú heimsmet hreyfihamlaðra í flokki S7 á sundmóti Ármanns um síðustu helgi. Hún synti 50 metra skriðsund á 35,68 sekúndum, 100 metra bringusund á 1.38,33 mínútum og 200 metra bringusund á 3.37,18 mínútum. Meira

Úr verinu

11. febrúar 1999 | Úr verinu | 632 orð

Kemur Íslendingum til góða í framtíðinni

RÚSSNESKI togarinn Belarius var væntanlegur til Húsavíkur seint í gærkvöldi með um 30 tonn af þorski fyrir Fiskverkun GPG en togarinn Mír frá sama fyrirtæki landaði álíka miklum afla á Húsavík á mánudagskvöld. Meira
11. febrúar 1999 | Úr verinu | 182 orð

Þróttur kaupir Póls-flokkara

FISKVERKUNIN Þróttur hf. í Grindavík hefur hafið vinnslu á ferskum fiski og saltfiski. Vegna þess hafa verið fest kaup á saltfiskflokkara frá Póls ásamt innvigtunarvog fyrir fiskmóttöku. Það er Eltak ehf. sem selur þessi tæki fyrir Póls á Ísafirði. Flokkarinn heitir Póls FL-185, en slíkir flokkarar geta flokkað í tvo gæðaflokka og allt að 16 stærðarflokka samtímis. Meira
11. febrúar 1999 | Úr verinu | 394 orð

Ætla að róa í trássi við lög

KVÓTALITLAR útgerðir sjá nú fram á að þurfa að binda báta sína vegna hækkandi verðs og lítils framboðs á leigukvóta. Viðskiptaverð á þorskaflamarki var 103,55 krónur á Kvótaþingi Íslands í gær. Lögmaður Landssamtaka útgerða kvótalítilla skipa, segir marga útgerðarmenn tilbúna að grípa til örþrifaráða, enda sé rekstrargrundvöllur þessara útgerða gersamlega brostinn. Meira

Viðskiptablað

11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 301 orð

Atlanta í 20 sæti

SJÖ íslensk fyrirtæki eiga sæti á hinum árlega lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu sem gefinn hefur verið út. Þar skipar flugfélagið Atlanta tuttugasta sætið annað árið í röð. Þetta er í þriðja sinn sem listinn er valinn. Eitt íslenskt fyrirtæki, stoðtækjafyrirtækið Össur hf. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 52 orð

AUGLÝSINGAHERFERÐIR

Titill auglýsingar: Frelsi til að velja Auglýsandi: Fjárvangur Framleiðandi: Gott fólk Titill auglýsingar: Thule bjór Auglýsandi: Sól Víking Framleiðandi: Gott fólk/Hugsjón Titill Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 439 orð

Breytingar á Hrafnistu

AÐ undanförnu hefur verið unnið að framtíðarsýn Hrafnistu og hefur það leitt af sér umfangsmiklar skipulagsbreytingar á rekstri heimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði, sem nú taka gildi. Samkvæmt nýju skipuriti fer ein yfirstjórn með daglegan rekstur beggja Hrafnistuheimilanna. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 55 orð

DAGBLAÐAAUGLÝSINGAR

Titill auglýsingar: Sneið til þín Auglýsandi: Íslensk garðyrkja Framleiðandi: Eimreiðin Titill auglýsingar: Greind Auglýsandi: Tóbaksvarnanefnd Framleiðandi: AUK auglýsingastofa Titill Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 109 orð

ÐÍsberg ehf á nýjum stað

HEILDVERSLUNIN Ísberg ehf hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði. Hið nýja aðsetur er að Auðbrekku 1 í Kópavogi. Húsnæðið er 300 fm að stærð, en fyrra húsnæði var farið að þrengja að starfseminni. Í fréttatilkynningu kemur fram að heildverslunin Ísberg ehf flytur inn og selur aðallega tæki og vörur í stærri eldhús og mötuneyti, auk húsgagna og skólahúsgagna. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 165 orð

Europay Ísland

Vöruskiptin við útlönd í desember voru hagstæð um 800 milljónir en í desember 1997 voru þau óhagstæð um 100 milljónir. Allt árið 1998 voru fluttar út vörur fyrir 136,6 milljarða króna en inn fyrir 162,1 milljarð króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 25,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 100 milljónir á föstu gengi. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 907 orð

Ferðaþjónusta orðin önnur stærsta gjaldeyrislindin

MIKILL vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustunni undanfarin ár. Hún hefur vaxið mest allra atvinnugreina og hefur sífellt meira vægi í þjóðarbúskap Íslendinga. Fjölgun ferðamanna til landsins var 5­15% á síðustu 10 árum, en reiknað er með að umsvif greinarinnar vaxi um 6% að jafnaði til ársins 2006 á heimsvísu. Erlendir ferðamenn voru rúmlega 230. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 33 orð

GEFENDUR VERÐLAUNA

Kvikmyndaðar auglýsingar: Stöð 2 Útvarpsauglýsingar: RÚV Dagblaðaauglýsingar: Morgunblaðið Tímaritaauglýsingar: Fróði Umhverfisgrafík: Silkiprent Vöru- og firmamerki: Margt smátt Auglýsingaherferðir: DV Markpóstur: Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 457 orð

Hallinn 25,5 milljarðar á síðasta ári

Í DESEMBERMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 13,7 milljarða og inn fyrir 12,9 milljarða króna fob. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 800 milljónir en í desember 1997 voru þau óhagstæð um 100 milljónir á föstu gengi, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Allt árið 1998 voru fluttar út vörur fyrir 136,6 milljarða króna en inn fyrir 162,1 milljarð króna fob. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 185 orð

Íslandsbanki og Gæðamiðlun í samstarfi

ÍSLANDSBANKASVEITIN; Íslandsbanki, Glitnir og VÍB, hefur gert þjónustusamning við Gæðamiðlun, www.gm.is, um áframhaldandi mótun og framkvæmd vefstefnu félaganna en Gæðamiðlun hannaði nýtt vefsvæði Íslandsbanka, www.isbank.is. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 53 orð

KVIKMYNDAÐAR AUGLÝSINGAR

Titill auglýsingar: Lífið er langur vegur Auglýsandi: Tryggingamiðstöðin Framleiðandi: Ydda Titill auglýsingar: Brúðkaup Auglýsandi: Síminn ­ GSM Framleiðandi: Íslenska auglýsingastofan Titill Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 218 orð

Listin að stjórna

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands heldur ráðstefnu og sýningu á Hótel Loftleiðum hinn 18. febrúar nk. undir yfirskriftinni: Listin að stjórna. Tveir erlendir gestafyrirlesarar halda aðalerindi á ráðstefnunni. Auk þeirra mun munu innlendir stjórnendur og sérfræðingar flytja erindi í tveimur þemasölum. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 246 orð

Markaðssetja Axapta hugbúnað á Norðurlöndum

HINN 1. mars næstkomandi mun Tæknival hf. opna útibú í Kaupmannahöfn, Tæknival A/S, sem mun einbeita sér að því að markaðssetja og þjónusta Axapta viðskiptahugbúnaðinn á Norðurlöndum. Starfsmenn hjá útibúinu í Kaupmannahöfn verða þrír til að byrja með og framkvæmdastjóri verður Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er núverandi forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 759 orð

Metnað í menntakerfið

AGNAR Hansson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Viðskiptaháskólans í Reykjavík en hann var áður staðgengill framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Þar áður starfaði Agnar hjá Íslandsbanka og VÍB. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 51 orð

Námskeið hjá Hraðlestrarskólanum

HRAÐLESTRARSKÓLINN mun halda sérstakt námskeið fyrir fólk í atvinnulífinu á þriðjudag, 16. febrúar nk. Námskeiðið verður haldið á Hótel Loftleiðum kl. 17­19.30, þrjá þriðjudaga í röð. Þátttakendur rúmlega þrefalda lestrarhraðann að jafnaði og bæta eftirtekt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hraðlestrarskólanum. Skráning er í síma 5659500. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 70 orð

Nýr framkvæmdastjóri Axels hugbúnaðar

BJÖRN EYDAL ÞÓRÐARSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Axels hugbúnaðar ehf. Hann lauk prófi í alþjóðaviðskiptum frá Florida Atlantic University árið 1993. Árin 1994-1997 starfaði hann við markaðs- og söluráðgjöf hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. hjá Marás ehf., Bílskúrshurðaþjónustunni og Kompass á Íslandi. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 60 orð

ÓVENJULEGASTA AUGLÝSINGIN

Titill auglýsingar: Hefur þú frelsi til að velja? Auglýsandi: Fjárvangur Framleiðandi: Gott fólk Titill auglýsingar: 3. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 537 orð

Skoðanir á ríkisrekstri

REKSTUR og afkoma íslenska þjóðarbúsins er nokkuð sem snertir hagsmuni allra landsmanna. Það er að sjálfsögðu vilji allra að ríkisbúskapurinn sé rekinn á sem hagkvæmastan hátt þar sem yfirvöld tryggja íbúum landsins sem jafnasta hlutdeild í því sem til skiptanna er. Hvaða áhersluatriði skuli höfð að leiðarljósi við þá úthlutun er m.a. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 1894 orð

Sparisjóðirnir með 56% heildarskatta móðurfélaga

Innlánsstofnanir greiddu 3,1 milljarð króna í skatta á tímabilinu 1991 til 1997 Sparisjóðirnir með 56% heildarskatta móðurfélaga Sparisjóðirnir greiddu ríflega helming allra skattgreiðslna innlánsstofnana á tímabilinu 1991­1997 eða rúmlega 1,7 milljarða króna. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 306 orð

Starfsfólk í Skulda- og áhættustýringu FBA

SKULDA- og áhættustýring er eitt þriggja meginsviða FBA. Sviðið hefur yfirumsjón með áhættustýringu bankans, annast lánaeftirlit og stýrir erlendri og innlendri fjármögnun bankans. Nýlega hóf nýr starfsmaður, Haukur Baldvinsson, störf á sviðinu og það skipa nú eftirfarandi starfsmenn: TÓMAS KRISTJÁNSSON er framkvæmdastjóri skulda- og áhættustýringar. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 422 orð

Sækir um starfsleyfi sem lánastofnun

HAGNAÐUR Europay Ísland nam um 108 milljónum króna á liðnu ári. Heildareignir Europay Ísland voru tæpar 2.960 milljónir króna í árslok og hækkuðu um 400 milljónir á milli ára. Markaðshlutdeild félagsins er um fjórðungur af íslenska greiðslukortamarkaðinum. Meginstarfsemi fyrirtækisins hefur verið greiðslumiðlun, útgáfa greiðslukorta og lánastarfsemi henni tengd. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 53 orð

UMHVERFISGRAFÍK

Titill auglýsingar: Verslanir símans Auglýsandi: Landssíminn Framleiðandi: Nonni og Manni Titill auglýsingar: We leave the light on Auglýsandi: Ferðamálaráð Framleiðandi: Gott fólk Titill Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 223 orð

Útflutningsleið nútímans

HINN 11. mars 1999 standa Útflutningsráð Íslands og Samtök hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi í samvinnu við Gæðamiðlun og Hugvit fyrir ráðstefnu í Háskólabíói fyrir stjórnendur fyrirtækja sem selja eða sjá fram á að selja vörur eða þjónustu á Netinu. Innlendir og erlendir fyrirlesarar, þar á meðal dr. Jakob Nielsen og Suzan Nolan, munu fjalla um lykilþætti vefviðskipta. Dr. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 183 orð

Útnefningar á athyglisverðustu auglýsingu ársins 1998

ÍMARK, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, heldur nú í 13. sinn samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins, AAÁ- samkeppnina. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Íslenska markaðsdeginum sem haldinn verður í Háskólabíói föstudaginn 19. febrúar. Alls bárust 432 tillögur um auglýsingar og annað kynningarefni. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 49 orð

ÚTVARPSAUGLÝSINGAR

Titill auglýsingar: Tal ­ stór dagur Auglýsandi: Tal hf. Framleiðandi: Fíton/Tvíhöfði Titill auglýsingar: Gjaldeyrir NY Auglýsandi: Landsbankinn ­ Gjaldeyrisútibú Framleiðandi: Gott fólk/Upptekið Titill Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 53 orð

VEFUR FYRIRTÆKJA

Titill auglýsingar: www.gm.is Auglýsandi: Gæðamiðlun ehf. Framleiðandi: Gæðamiðlun ehf. Titill auglýsingar: www.mbl. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 422 orð

Verðbólgan 0,9% síðustu þrjá mánuði

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í febrúarbyrjun lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, en spár höfðu almennt gert ráð fyrir hækkun vísitölunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði einnig um 0,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% verðbólgu á ári. Meira
11. febrúar 1999 | Viðskiptablað | 1928 orð

Viðskipti og verksmiðjur Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gert víðreist að undanförnu í því skyni að efna

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ferð og flugi um tvær heimsálfur Viðskipti og verksmiðjur Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gert víðreist að undanförnu í því skyni að efna til samstarfs við fjarlægar þjóðir á sviði nýsköpunar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.