MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þegar hefði verið ákveðið að gera árásir á serbnesk skotmörk ef viðræðurnar um frið í Kosovo færu út um þúfur vegna þrákelkni Serba.
Meira
FRUMVARP til dýraverndunarlaga, sem m.a. kveður á um réttindi mannapa, er til umfjöllunar í nýsjálenska þinginu. Verði það að lögum verða simpansar, górillur og órangútan-apar fyrstu dýrin sem tryggður er rétturinn til lífs, og vernd gegn grimmilegri og lítillækkandi meðferð, sem þýðir í raun vernd gegn næstum öllum tegundum tilrauna.
Meira
GERT er ráð fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiði atkvæði í dag um ákæruna á hendur Bill Clinton og talið er að mikið vanti á að forsetinn verði sakfelldur og sviptur embættinu þar sem nokkrir þingmenn repúblikana hafa lagst gegn sakfellingu.
Meira
DÓMARAR, lögfræðingar og stjórnmálamenn í öllum flokkum Ítalíu brugðust í gær ókvæða við þeirri niðurstöðu æðsta áfrýjunardómstóls landsins að ekki hefði verið hægt að nauðga konu vegna þess að hún klæddist gallabuxum.
Meira
FRÁ því að heilbrigðisráðuneytið gerði samning við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn um líffæraígræðslur á íslenskum sjúklingum hafa 16 stórar aðgerðir verið gerðar þar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra heimsótti spítalann á miðvikudag og ræddi við lækna sem þar starfa.
Meira
UMRÆÐA um kynferðislega áreitni sem þjóðfélagslegt vandamál hefur á seinni árum farið vaxandi. Einkum hefur athyglin beinst að stöðu kvenna á vinnustöðum, hversu útbreitt sé að þær verði að þola kynferðislega ágengni samstarfsmanna eða yfirmanna og aðra niðurlægjandi hegðun sem skerði sjálfsvirðingu þeirra og hvernig eigi að bregðast við þessum vanda.
Meira
BETUR fór en á horfðist þegar jeppi og fólksbíll rákust saman skammt frá Marbæli í Skagafirði í gærkvöldi. Jeppinn hafnaði á hvolfi í skurði utan vegar og telur lögreglan að notkun bílbelta og veltigrind jeppans hafi komið í veg fyrir að ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist. Jeppinn er mikið skemmdur en fólksbíllinn minna. Engan sakaði í slysinu.
Meira
Raufarhöfn-Á fundi sem stuðningsmenn R-listans héldu 7. febrúar sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: "R-listinn lýsir yfir áhyggjum vegna slæmrar fjárhagsstöðu Raufarhafnarhrepps og óvissu í atvinnumálum. Ljóst er að fjárfestingar Jökuls hf. hafa ekki skilað þeim atvinnutækifærum sem þeim var ætlað.
Meira
KRISTINN Olsen, einn af stofnendum Loftleiða, er 81 árs gamall og því hættur að fljúga en þrátt fyrir það er enn ýmislegt sem tengir hann við háloftin. Hann hefur nefnilega eignast góðan vin, sem er álft. "Hún kemur úr sjónum á morgnana og bíður eftir að ég hendi til sín brauði," sagði Kristinn.
Meira
BRESKA ríkisútvarpið, BBC, hefur tilkynnt um verulegar breytingar á starfseminni í því skyni að ná til fleiri hlustenda um heim allan. Meðal annars verður netþjónustan aukin og einnig FM-útsendingar en dregið úr stuttbylgjuútsendingum þar sem annarra kosta er völ. Þá verður hætt að útvarpa á þýsku.
Meira
BIKARMÓT Skíðasambands Íslands í skíðagöngu verður haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Mótið hefst á laugardag kl. 14 en þá verður gengið með frjálsri aðferð. Á sunnudag verður gengið með hefðbundinni aðferð og hefst mótið þann dag kl. 11.
Meira
BJÖRN Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, sækist eftir formennsku í nýju stéttarfélagi sem verður til við sameiningu Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Þorsteinn Arnórsson, formaður Iðju, sækist hins vegar eftir formennsku í iðnverkadeild innan félagsins, sem jafnframt gefur sæti í aðalstjórn sameiginlegs félags.
Meira
BRETAR og Spánverjar eru aftur komnir í hár saman út af Gibraltar og hafa þeir síðarnefndu hótað að viðurkenna ekki ökuskírteini, sem þar eru gefin út, og banna flugvélum, sem þangað stefna, að fljúga inn yfir spænska lofthelgi. Hafa Bretar mótmælt þessum vangaveltum harðlega og ætla að taka þær upp hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Meira
ELDHAMRI GK, 250 tonna stálbáti, var bjargað í gær vélarvana um eina mílu út af Krísuvíkurbjargi. Um 40 mínútum eftir að tilkynning barst frá bátsverjum náðu björgunarsveitarmenn á björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni að koma taug í Eldhamar.
Meira
BJÖRGUNARSVEITIR fundu í gærmorgun ellefta fórnarlamb snjóflóðanna mannskæðu í þorpunum Montroc og Le Tour við rætur Mont Blanc í frönsku Alpahéruðunum. Talsmaður sveitanna sagði að líkið væri af konu og að reynt væri að fá það staðfest hvort um sömu manneskju sé að ræða og saknað hefur verið. Ekkert lát hefur verið á snjóflóðum á svæðinu en ekkert manntjón hefur þó orðið.
Meira
MANNRÉTTINDASAMTÖK fylgjast nú grannt með framgangi réttarhalda, sem hófust í Moskvu á miðvikudag, yfir söfnuði votta Jehóva þar í borg en saksóknarar hafa farið fram á að söfnuðurinn verði leystur upp. Óttast margir að réttarhöld þessi marki fyrsta skrefið í þá átt að takmarka trúfrelsi í Rússlandi.
Meira
SAMNINGANEFND fulltrúardeildar Bandaríkjaþings lagði til á miðvikudag að flugvélögum yrði gert skylt að greiða farþegum skaðabætur ef meira en tveggja tíma seinkun yrði á áætlunarflugi. Samkvæmt lagatillögunni skulu skaðabætur vera tvisvar sinnum hærri en sú upphæð sem farseðillinn kostaði sé seinkunin tveir tímar, þrefalt hærri sé hún þrír tímar o.s.frv.
Meira
SAMTALS hafa 38.007 hross verið seld til útlanda á árunum 1946 til 1998, samkvæmt heimildum Félags hrossabænda. Flest þessara hrossa hafa verið seld til Þýskalands á eða samtals 16.105 hross. Þá hafa næstflest verið seld til Svíþjóðar eða alls 7.159 en þar á eftir kemur útflutningur til Danmerkur með samtals 4.313 hross.
Meira
NÝ SPRUNGA í stjórnarsamstarfi jafnaðarmanna (SPD) og græningja í Þýzkalandi kom í ljós í gær, þegar ráðamenn úr röðum græningja höfnuðu því að semja um málamiðlun í umdeildum áformum stjórnarinnar um breytingar á löggjöf um þýzkan ríkisborgararétt. Gerhard Schröder kanzlari sakaði hina vinstri sinnuðu græningja um að fylgja of róttækri stefnu í þessu máli.
Meira
Djúpavogi-Á dögunum varð Festi hf. í Grindavík aðaleigandi Fiskmjölsverksmiðju Búlandstinds hf. á Djúpavogi. Ber nýja fyrirtækið nafnið Gautavík hf. Fyrirtækið gerir út skipið Þórshamar GK 75. Fyrirtækið er öflugt í sjávarútvegi og hefur yfir að ráða 2,5% af loðnukvóta landsmanna.
Meira
FÁIST tilskildar heimildir er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu Landsvirkjunar að hefja nýjar virkjunarframkvæmdir þegar á þessu ári, segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í tilefni af áhuga Kenneths Petersons, eiganda Norðuráls, á að auka álframleiðslu um 50% og hefja framkvæmdir við stækkun álversins á Grundartanga á árinu,
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði á opnum stjórnmálafundi, sem Framsóknarfélag Reykjavíkur efndi til í gærkvöldi, útilokað að Framsóknarflokkurinn muni fara með forystu og eiga forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn, nema hann fái góða kosningu í þingkosningunum í vor.
Meira
HÆGGENGAR veirusýkingar nefnir Margrét Guðnadóttir prófessor fyrirlestur sinn fyrir almenning sem hún flytur í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, laugardaginn 13. febrúar kl. 15. Í fyrirlestri sínum mun Margrét, sem er forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í veirufræðum, m.a.
Meira
STARFSMENN Húsdýragarðsins í Laugardal vigtuðu í gær nautið Guttorm. Þrjú ár eru síðan Guttormur var síðast vigtaður, en starfsmenn garðsins leiða líkum að því að hann sé stærsta naut á landinu af íslensku kyni. Við vigtun fyrir þremur árum vó Guttormur 780 kg og hefur hann bætt töluverðu á sig, því í gær reyndist hann vega 897 kg.
Meira
"EF heimilið væri þér kært" (Éslí darog tebé tvoj dom) nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 14. febrúar kl. 15. Myndin var gerð á árinu 1967 undir leikstjórn Vassilys Ordynskís sem samdi tökuritið ásamt hinum kunna stríðsfréttaritara og rithöfundi Konstantín Simonov og fræðimanninum E. Vorobjov.
Meira
AÐGERÐIR félaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur, þegar þeir hindruðu affermingu álskauta í Straumsnesi í október á síðasta ári, voru úrskurðaðar ólögmætar af Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara í dómi á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp á þriðjudag. Héraðsdómari staðfesti allar kröfur stefnenda í máli Íslenska álfélagsins hf.
Meira
JÓHANNES Dagsson opnar myndlistarsýningu á Kaffi Karólínu á morgun, laugardaginn 13. febrúar. Á sýningunni eru olíumálverk byggð á hugleiðingum um kvenlíkamann. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhannesar. Hann hefur lokið tveggja ára námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri en er nú við nám í heimspeki og bókmenntum í Háskóla Íslands. Sýningin stendur til 13. mars næstkomandi og er aðgangur ókeypis.
Meira
SUNNUDAGINN 14. febrúar gengst Húnvetningafélagið í Reykjavík fyrir menningar- og skemmtidagskrá í Húnabúð, Skeifunni 11. Á dagskrá eru tónlistaratriði, upplestur, ljóðaflutningur og frásagnir. M.a. munu þeir Páll á Höllustöðum og Pálmi á Akri segja frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu af Alþingi.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur: "Sjómannafélag Reykjavíkur hefur fylgst með umfjöllun Mbl. um flutninga á vegum Bandaríkjahers milli Íslands og Norfolk. Ljóst er að mikil átök eiga sér stað um þetta mál og almenningur sér ekki nema rétt toppinn á ísjakanum.
Meira
INGIMAR Ólafsson Waage opnar myndlistarsýningu í Bókasafni Háskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 13. febrúar, kl. 15. Á sýningunni verða landslagsmálverk unnin í olíu á árunum 1996 til 1999. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var við framhaldsnám í Frakklandi. Ingimar hefur haldið tvær einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.
Meira
Reuters Íranska byltingin 20 ára MIKIL hátíðahöld hafa verið í Íran vegna 20 ára afmælis íslömsku byltingarinnar. Komu um 100.000 manns saman á Frelsistorginu í Teheran í gær til að hlýða á ræðu Mohammads Khatamis forseta en hann lagði áherslu á,
Meira
JÓN Björnsson sálfræðingur, áður félagsmálastjóri Akureyrar og nú framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg, heldur fyrirlestur á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri á morgun, laugardaginn 13. febrúar, kl. 14 í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Aðgangur er ókeypis.
Meira
SÚ STAÐREYND að Keikó er aftur kominn til Íslands gæti forðað Íslendingum frá gjaldþroti, að sögn dagblaðsins The Times, sem gefið er út í Lundúnum. Vegna gífurlegs áhuga ferðamanna á Keikó og aðlögun hans að íslensku vistkerfi, sé íslenska ríkisstjórnin undir enn meiri þrýstingi að hefja ekki hvalveiðar á ný.
Meira
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag kl. 14. Fermingarbörn eru minnt á fræðsluna þennan dag kl. 11 sem og messuna. Kyrrðar- og bænastund verður kl. 21 á sunnudagskvöld í Grenivíkurkirkju. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í Möðruvallakirkju kl. 14 á sunnudag í umsjón Söru Helgadóttur og sóknarprests.
Meira
Kjötkveðjuhátíð í Köln ÞÆR brosa sínu blíðasta konurnar tvær sem voru meðal gesta á kjötkveðjuhátíðinni í elsta hluta Kölnar í Þýskalandi prýddar litríkum fjöðrum í tilefni kvennadags hátíðahaldanna, en hann er haldinn hátíðlegur þegar vika er til föstu.
Meira
KÓPURINN, sem fannst við höfnina í Reykjavík og gekkst undir aðgerð þar sem kýli var fjarlægt af baki hans, er enn til umönnunar í Húsdýragarðinum. Að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur, rekstrarstjóra Húsdýragarðsins, líður kópnum eftir atvikum vel. Sárið grær hins vegar ekki alveg nógu vel og var von á dýralækni til að loka sárinu.
Meira
Kringlan stækkar FRAMKVÆMDUM við stækkun Kringlunnar miðar vel. Nú er unnið að því að grafa grunn nýbyggingarinnar og er það verk tafsamt vegna þess hve mikið þarf að sprengja. Verið er að reisa byggingarkrana við grunn nýbyggingarinnar, sem auðveldar mönnum vinnuna.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Háskóla Íslands annars vegar og frumvarp til laga um Háskólann á Akureyri hins vegar. Þá hefur hann lagt fram frumvarp til laga um breytingu á nýsettum lögum um Kennaraháskóla Íslands. Með tveimur fyrstnefndu frumvörpunum er verið að samræma lög um Háskóla Íslands og lög um Háskólann á Akureyri lögum um háskóla nr.
Meira
RÖNG fyrirsögn var á frásögn af ræðu Davíð Oddssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþingi Verslunarráðs í gær. Í ræðu forsætisráðherra sagði orðrétt. "Gera má ráð fyrir að raunvextir af verðtryggðum lánum til langs tíma verði einungis um og yfir 3,5% á næstu misserum,
Meira
Um 400 flugliðar taka þátt í pílagrímaflugi Atlanta sem hefst í næstu viku. Verða þá alls 750 flugliðar í starfi hjá félaginu en í frétt blaðsins í gær mátti skilja að sá fjöldi annaðist pílagrímaflugið. Biðst blaðið velvirðingar á því.
Meira
ÞAÐ eru fleiri en höfuðborgarbúar sem eltast við gæludýr sem ekki vilja vera heima hjá sér. Þær stöllur Heiðdís og María hlupu kappklæddar á eftir kettinum Loka, sem Heiðdís á, um Eyrarlandsveginn á Akureyri og gerðu árangurslausar tilraunir til að fá hann til að koma heim.
Meira
ÖNNUR umræða fór fram á Alþingi í gær um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, en það kveður á um breytingu á núverandi kjördæmaskipan landsins, með það m.a. að markmiði að draga úr misvægi atkvæða.
Meira
SLYSAVARNAFÉLAG Íslands stendur fyrir málþingi um heimaslys á Hótel Héraði, laugardaginn 13. febrúar kl. 14. Áhersla verður lögð á að fjalla um tíðni heimaslysa, stöðu slysaskráningar, öldrunarmál og tíðni slysa hjá öldruðum ásamt brunavörnum. Meðal fyrirlesara eru: Halla Eiríksdóttir hjúkrunarforstjóri sem mun fjalla um tíðni heimaslysa og hvert beri að stefna.
Meira
FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskriftina "Af vettvangi vísindasögunnar" laugardaginn 13. febrúar nk. í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.
Meira
GUÐMUNDUR Kjærnested, eigandi TransAtlantic Lines, segir að reynslan sýni að skip á borð við Sly Fox, sem fyrirtæki hans hefur notað til flutninga milli Bandaríkjanna og Íslands fyrir varnarliðið, sé mjög svipað og skipið Strong Icelander, sem skipafélagið Van Ommeren notaði í flutninga fyrir varnarliðið til fjögurra ára. Skilji hann því ekki ummæli Johns P.
Meira
Rommí frumsýnt á Renniverkstæðinu Mikill áhugi fyrir verkinu LEIKRITIÐ Rommí eftir Bandaríkjamanninn D.L. Coburn verður frumsýnt á Bing Dao-Renniverkstæðinu á Akureyri í kvöld. Leikritið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Iðnó í Reykjavík frá því í haust og virðist ekkert lát á aðsókn þar.
Meira
SIGRÍÐUR Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu og formaður Kvenréttindafélags Íslands, segir að verði nýtt frumvarp til breytinga á jafnréttislögum lögfest á Alþingi verði Ísland með bestu lög í heimi hvað varðar ákvæði um kynferðislega áreitni á vinnustöðum.
Meira
Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útför Hilmars Þorbjörnssonar ÚTFÖR Hilmars Þorbjörnssonar aðstoðaryfirlögreglumanns fór fram frá Bústaðakirkju í gær. Hilmar var fæddur í Reykjavík 23. október 1934 og lést á heimili sínu 29. janúar síðastliðinn.
Meira
PÁLL Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður afhenti Ólafi G. Einarssyni Alþingisforseta 63 eintök af myndbandi um Eyjabakka í gær, ætlað hverjum þingmanni. Á myndbandinu eru sérstæð atriði af heiðargæsum og hreindýrum úr mynd Páls, sem nefnist Oddaflug. Með gjöfinni vildi Páll hreyfa andmælum við hugsanlegar virkjanaframkvæmdir á Eyjabökkum.
Meira
Samstarfssamningur Landssímans og Listasafns Íslands Myndlistin út til fólksins LANDSSÍMINN verður aðalstyrktaraðili Listasafns Íslands næstu tvö starfsár safnsins, 1999 og 2000, og nemur styrkurinn samtals um tólf milljónum króna.
Meira
ÖLFUSHREPPUR hefur fallið frá forkaupsrétti sínum á hluta í sjö jörðum í hreppnum sem Reykjavíkurborg keypti á liðnu hausti vegna nýtingar á jarðhita. Í framhaldi af því skrifuðu sveitarfélögin undir viljayfirlýsingu um samstarf í jarðhita- og orkumálum, hafnamálum og umhverfismálum. Verður m.a.
Meira
TAÍVANSKA stjórnin fordæmdi í vikunni ákvörðun kínversku ríkisstjórnarinnar um að beina nýjum flugskeytum að Taívan og sagði það bæði andlega og hernaðarlega ógn við íbúa eyjunnar. Þetta hefur verið staðfest af hernaðarleyniþjónustu Bandaríkjanna og Taívan. Fréttaskýrendur spá vaxandi ólgu á svæðinu, en líklegt þykir að samskipti ríkisstjórna Kína og Bandaríkjanna bíði einnig hnekki í kjölfarið.
Meira
KARLMAÐUR var handtekinn við komu Flugleiðavélar á Keflavíkurflugvelli um klukkan 20 í gærkvöldi. Vélin var að koma frá London og hafði maðurinn ógnað flugfreyjum og áreitt þær kynferðislega, að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Var maðurinn mjög drukkinn og fékk að dúsa í fangageymslum lögreglunnar yfir nóttina.
Meira
Óli G. í Ketilhúsinu ÓLI G. Jóhannsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu í Ketilhúsinu í Grófargili á Akureyri laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Þar sýnir Óli um 40 verk sem eru unnin í akrýl á striga. Yfirskrift sýningarinnar er; Í villubirtu hugmyndanna, en hún stendur aðeins yfir í tvo daga, laugardag og sunnudag.
Meira
SAMSTARF Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Íslenskrar málstöðvar hefur staðið í nokkur ár, eða frá árinu 1994 þegar þessir aðilar skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að vinna saman að íslenskri málrækt. Í þessum samningi kemur m.a.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Sæunn Axels ehf. á Ólafsfirði, sem rekur saltfiskverkun og fiskþurrkun á Ólafsfirði og í Reykjavík, hefur gert samning við kínverska aðila um fullvinnslu saltfisks og sölu afurðanna á erlendum mörkuðum. Fyrstu gámarnir með hráefni eru á leiðinni til landsins og verður fiskurinn þurrkaður og unnin á Ólafsfirði. Gert er ráð fyrir að hann verði svo seldur á mörkuðum í löndum Suður-Ameríku.
Meira
Sigurbjörg Hjartardóttir, íþróttamaður ársins á Húsavík Húsavík-Kjör íþróttamanns Húsavíkur fyrir árið 1998 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hótel Húsavík um síðustu helgi. Að þessu sinni var valin Sigurbjörg Hjartardóttir.
Meira
HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingflokki óháðra, hefur lagt fram á Alþingi fimm fyrirspurnir til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, er varða framkvæmd laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hver fyrirspurn er í nokkrum liðum og spyr Hjörleifur m.a. að því hvenær verði auglýst eftir umsækjendum um rekstrarleyfi gagnagrunns á heilbrigðissviði.
Meira
SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa af því áhyggjur að hugsanleg samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu um að hefja hvalveiðar við Ísland muni stefna í voða miklum hagsmunum ferðaþjónustunnar. "Aðeins það að Alþingi samþykki slíka tillögu getur valdið skaða," segir í ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar.
Meira
Reuters Stefnir í verkföll í Þýzkalandi ÞÝZKIR málmiðnaðarverkamenn leggja hér áherzlu á kjarakröfur sínar í kröfugöngu við höfuðstöðvar Opel-bifreiðaverksmiðjanna í Rüsselsheim í gær.
Meira
STOFNUN hlutafélags með erlendum aðilum um framleiðslu á vetni í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi er á næsta leiti. Eignarhaldsfélag íslenskra aðila mun fara með 51% eignarhald í aðalfélaginu en 49% eignarhald verður á höndum erlendra aðila, þ.ám. stórfyrirtækisins Daimler- Chrysler. Háskóli Íslands er aðili að málinu.
Meira
RÍKISSTJÓRN Brasilíu tilkynnti í gær, að hún myndi lána sambandsríkinu Minas Gerais fyrir helmingi skulda þess en ríkið er skuldugast hinna 27 sambandsríkja Brasilíu. Viðræður hafa staðið að undanförnu milli ríkisstjórnarinnar og sambandsríkjanna í því augnamiði að sefa fjárfesta, sem óttast að stjórnin geti ekki knúið fram sparnaðaraðgerðir til að minnka fjárlagahallann.
Meira
FRAMSÓKNARMENNIRNIR Ísólfur Gylfi Pálmason og Hjálmar Árnason hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stuðning stjórnvalda við íslenska matreiðslumenn. Í tillögunni segir: "Alþingi ályktar að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að skipa starfshóp er fái það hlutverk að gera tillögur um hvernig stjórnvöld geti stutt íslenska matreiðslumenn í þeirri viðleitni að auka útflutning á
Meira
FÉLAG áhugamanna um heimspeki efnir til sýninga á fræðsluefni um heimspekisöguna. Um er að ræða nýlega þýska sjónvarpsþætti þar sem þýski heimspekingurinn Hans-Georg Gadamer segir sögu heimspekinnar. Þættirnir eru sex talsins og tekur hver þeirra hálftíma í sýningu.
Meira
AÐ minnsta kosti 20 manns fórust og 35 manna var enn saknað í gær eftir mikinn eldsvoða í lögreglustöð í borginni Samara í Mið-Rússlandi. "Byggingin brann til grunna að heita má og líklegt, að sum líkanna séu orðin að ösku," sagði talsmaður borgaryfirvalda en hún taldi, að þó væri enn veik von um að finna fólk, sem tekist hefði að flýja niður í kjallarann.
Meira
TVEIR óbreyttir borgarar féllu í árásum bandarískra herþotna á skotmörk í Norður-Írak í gær, að sögn stjórnvalda í Bagdad. Höfðu bandarískar herþotur skotið flugskeytum á skotmörk í Suður-Írak í fyrradag og sögðu Írakar þá að einn hefði fallið. Sneru allar herþotur Bandaríkjamanna heilu og höldnu í gær til bækistöðva sinna í Incirlik í Tyrklandi, að sögn talsmanna Bandaríkjahers.
Meira
MÁLEFNANEFNDIR Sjálfstæðisflokksins stóðu fyrir ráðstefnu um virkjanir og verndun hálendisins í Valhöll í gær. Þátttaka á ráðstefnunni var góð, en sex framsögumenn tóku til máls auk þess sem efnt var til pallborðsumræðna að erindunum loknum. Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, gerði grein fyrir stefnu stjórnvalda varðandi hagnýtingu orkulindanna.
Meira
LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um að heildarlaun á mánuði fyrir 18 ára og eldri verði ekki undir 88 þúsund krónum fyrir fulla dagvinnu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Gísli S. Einarsson, þingmaður jafnaðarmanna, en meðflutningsmenn eru Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, sem líka eru þingmenn jafnaðarmanna.
Meira
HRUND Gunnsteinsdóttur verður í dag veittur verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta fyrir B.A. verkefni sitt í mannfræði, "Hið falda handrit Óformleg andspyrna í stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu". Verkefnastyrkur Félagsmálastofnunar stúdenta er veittur þrisvar á ári.
Meira
SVÆÐISRÁÐ Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra hefur skorað á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast með skjótum og róttækum hætti við þeim alvarlega vanda, sem blasir við í atvinnumálum á svæðinu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær.
Meira
ODDUR V. Gíslason, nýr og öflugur björgunarbátur Grindvíkinga, hlaut eldskírn sína í gær þegar Eldhamri GK 13, 229 tonna togbáti, var bjargað þar sem hann rak vélarvana í átt að Krísuvíkurbjargi með níu manna áhöfn. "Okkur rak í rúman klukkutíma.
Meira
"MEGINMARKMIÐIÐ er að við náum samstöðu um skynsamlega nýtingu auðlinda sjávar meðal þeirra sem málið varðar verulega, þannig að við getum stundað hvalveiðar í atvinnuskyni, en hefjumst ekki handa með þeim hætti að litið verði á það sem ögrun við umheiminn," segir í álitsgerð sem Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SH,
Meira
ÞÝSK fyrirtæki eru reiðubúin til þess að stofna bótasjóð fyrir fórnarlömb helfararinnar gegn gyðingum að því tilskildu að fallið verði frá frekari skaðabótakröfum á hendur þeim. Þetta er niðurstaða tveggja daga samningaviðræðna sem fram fóru í Washington á milli fulltrúa þýskra stjórnvalda og samtaka gyðinga í Bandaríkjunum og Ísrael.
Meira
AÐILD ÍSLANDS að Evrópusambandinu hefur ekki þótt nauðsynleg undanfarin ár, enda fullnægir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þörfum íslenzks atvinnulífs og óbreytt sjávarútvegsstefna ESB er ekki fýsilegur kostur fyrir Íslendinga. Þróunin í Evrópu er hins vegar hröð og kann að hafa mikil áhrif á afstöðu Íslands í næstu framtíð.
Meira
"ORÐ ERU til alls fyrst. Sum þeirra festast á pappír. Á pappírnum berast þau inn í þingnefndir, skúffuríkan samastað kosningaloforða og framtíðarheimili þingmála, sem falla ekki að lundarfari ráðherra. Vissulega er affarasælt að orð séu undanfari athafna. Það er ekki vænlegt að skjóta fyrst og spyrja svo." Þannig hefst leiðari Bæjarins bezta á Ísafirði.
Meira
Leikstjórn og handrit: Gary Ross. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Reese Witherspoon, Jeff Daniels, Joan Allen, William H. Macy og J.T Walsh. New Life Cinema 1998. LITLI bandaríski fyrirmyndarbærinn Pleasantville er hjarta bandarískra gilda sjötta áratugarins, þar sem vísitölufjölskyldan brosandi blómstar í öllum sínum höftum og ómannlega púritanisma.
Meira
DONALD O'Connor liggur nú á sjúkrahúsi í Palm Springs í Kaliforníu alvarlega veikur af lungnabólgu. O'Connor gat sér góðan orðstír á sjötta áratugnum í söngvamyndinni "Singin' in the Rain" þar sem hann lék á móti Gene Kelly.
Meira
MÖGULEIKHÚSIÐ og Kvennakór Reykjavíkur standa fyrir tvennum barnatónleikum í Möguleikhúsinu við Hlemm, laugardaginn 13. febrúar kl. 14 og kl. 16. Það eru 30 félagar úr Kvennakórnum sem syngja lög fyrir börn úr kvikmyndum og söngleikjum sem flest börn kannast við, eins og Konungi ljónanna, Hundalífi, Mary Poppins, Tónaflóði, Skógarlífi og Mulan. Undirleikari er Þórhildar Björnsdóttur.
Meira
ÞRÁTT fyrir kulda og trekk safnaðist múgur og margmenni saman fyrir framan Zoo Palast á miðvikudag til að fylgjast með opnun Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Opnunarmyndin var Aimee & Jaguar, lesbísk ástarsaga byggð á sannri sögu sem gerðist í síðari heimsstyrjöldinni. Var henni tekið með fagnaðarlátum ólíkt fyrri forsýningu fyrir fjölmiðla, þar sem henni var fálega tekið.
Meira
BÓKMENNTAFÉLAGIÐ efnir í febrúar og mars til fimm kvölda lærdómsnámskeiðs tengt efni bókarinnar "Um uppruna dýrategunda og jurta" eftir Þorvald Thoroddsen. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Steindór J. Erlingsson, en hann undirbjó útgáfu bókarinnar og ritaði formála.
Meira
KARLAKÓRARNIR Þrestir og Karlakór Hreppamanna halda tónleika í Hásölum í Hafnarfirði, tónleikasal Tónlistarskólans og Hafnarfjarðarkirkju á laugardaginn kl. 16 og verður miðasala við innganginn. Í Karlakór Hreppamanna eru um 30 söngmenn og hefur hann aðsetur sitt að Flúðum í Hrunamannahreppi. Kórinn var stofnaður 1. apríl 1997 og er yngsti karlakór landsins.
Meira
Gítardúettinn Dou-de- mano leikur á laugardaginn kl. 17 í Hveragerðiskirkju og í Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 18. febrúar. Dúettinn skipa gítarleikararnir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson. Á tónleikunum verður flutt suður-amerísk tónlist, m.a. verk eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla (f. 1921, d. 1992), Kúbverjan Leo Brouwer (f. 1939) og Celso Machado (f. 1953) frá Brasilíu.
Meira
"ERT þú náinn ættingi hinnar látnu?" er spurt kurteislegri röddu af prúðbúnum gyðingi með kollu á höfði. Staðurinn er Helsenrott útfararstofnunin sem nú um stundir rekur starfsemi sína í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar. Um leið og gestir stíga inn í húsið eru þeir komnir úr Mosfellsbænum og inn í heim gyðinga í New York.
Meira
SEINT á áttunda áratugnum varð aflóga sjónvarpsmyndver á 54. stræti í New York borg að miðpunkti næturlífs heimsborgarinnar. Studio 54 hlaut heimsfrægð og þessi hugarsmíð manns að nafni Steve Rubell (Mike Myers) varð tákngervingur þessa tímabils þegar diskótónlistin var allsráðandi í útvarpi og Farrah Fawcett og Brooke Shields voru aðalstjörnurnar.
Meira
RICHARD Wagner-félagið á Íslandi sýnir á laugardag kl. 14 í Norræna húsinu fyrsta hluta kvikmyndar Tonys Palmers um ævi Richards Wagners. Palmer vann að gerð myndarinnar í sjö ár - hún er um átta tímar að lengd, kostaði um 11 milljónir dollara í framleiðslu og er tekin upp í mörgum þeim borgum, þar sem Wagner lifði og starfaði, eins og München, Vín, Siena, Búdapest, Nürnberg, Bayreuth og Feneyjum.
Meira
Á 96. árlegu leikfangasýningunni sem var opnuð á mánudaginn í Manhattan eru hasarmyndahetjur hvers konar fremstar í flokki. Á annað þúsund leikfangaframleiðendur taka þátt í sýningunni sem stendur yfir í átta daga. Búist er við fjölda heildsala á sýninguna og mun val þeirra ráða miklu um það hvaða leikföng verða söluhæst á þessu ári.
Meira
Framleiðandi: Bill Boyes. Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit: Kay Mellor. Kvikmyndataka: David Odd. Aðalhlutverk: Brenda Blethyn, Julie Walters og Kris Kristofferson. (98 mín) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Myndin er öllum leyfð. Hér segir frá mágkonunum Dawn og Jackie sem vinna saman færibandavinnu í litlum bæ í Norður- Englandi.
Meira
Opið frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir kr. 200. Sýningin stendur til 14. febrúar. BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG Íslands heldur nú sýningu í Gerðarsafni og má þar sjá verk eftir tuttugu og fjóra ljósmyndara sem allir starfa fyrir dagblöð eða tímarit, eða þá fyrir auglýsingastofur eins og Ari Magg, sem á margar ágætar myndir á sýningunni.
Meira
MADONNA mun á næstunni leika æsifréttamann í rómantískri gamanmynd. Handritið er eftir leikritaskáldið Andrew Fishman og eru Warner-bræður sagðir hafa borgað mjög háar upphæðir fyrir það. Í myndinni, sem kölluð hefur verið "Ton 80", leikur Madonna fréttakonu, sem fær það verkefni að finna og koma upp um ómannblendinn kvenrithöfund sem skrifað hefur bækur um sjálfshjálp kvenna.
Meira
Lífið er enginn dans á rósum fyrir maurana á Mauraeyju. Hvert einasta sumar hellist yfir þá heill her af engisprettum. Þær krefjast vænnar sneiðar af ávöxtum erfiðis mauranna og setja blett á lífið í þessu friðsæla samfélagi. Söguhetja myndarinnar heitir Flik og er maur, sem er ekki jafnhefðbundinn í hugsun og hinir maurarnir.
Meira
RAPPARINN Ol' Dirty Bastard úr Wu Tang hefur verið sýknaður af ákæru lögreglu um morðtilræði. Rapparinn, sem heitir réttu nafni Russell Jones, var handtekinn af óeinkennisklæddum lögregluþjónum 15. janúar eftir að skotum hafði verið hleypt af í Brooklyn í New York. Tókst ekki að sýna fram á fyrir rétti að hann hefði tekið þátt í skotbardaganum og var hann sýknaður af ákærunni.
Meira
"ÉG vinn bæði í tísku- og listaheiminum og sundurgreini þetta tvennt ekki svo mikið. Ég lít fremur á það sem tvenns konar samhengi en tvo ólíka heima. Sumt á einfaldlega betur heima uppi á vegg í galleríi og annað lítur betur út á síðum tískutímarita," segir hollenska listakonan Inez van Lamsweerde, en sýning á tíu ljósmyndum hennar verður opnuð í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20.
Meira
MYNDIN Savior fjallar um Joshua, fyrrverandi liðsforingja í Bandaríkjaher, sem missir eiginkonu sína (Nastassja Kinski) og barn í sprengingu sem verður í Parísarborg. Öfgasamtök múslíma bera ábyrgð á sprengingunni og Joshua bregst við með því að ganga inn í næstu mosku og skjóta þar til bana fólk sem liggur á bæn.
Meira
SÆNSKA textíllistakonan Gun Johansson opnar sýningu á verkum sínum í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 13. febrúar kl. 16. Á sama tíma verður opnuð sýning í Sverrissal á tréristum Sigurlaugs Elíassonar. Gun Johansson hlaut menntun sína við Högskolan för Design och Konsthantverk í Gautaborg árin 195660.
Meira
TÓNLISTARKENNARAR í Stykkishólmi efna til tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 14. febrúar. Á tónleikunum koma fram Hólmgeir Sturla Þórsteinsson píanóleikari, sem mun flytja 32 tilbrigði í c-moll eftir Beethoven, Lárus Pétursson gítarleikari, en hann flytur frumsamda tónlist og verk eftir Villa-Lobos.
Meira
TÓNLISTARFÉLAG Austur-Héraðs gengst fyrir tónleikum til styrktar Óperustúdíói Austurlands. Tónleikarnir verða í Egilsstaðakirkju kl. 17 á morgun,laugardag. Óperustúdíó Austurlands var stofnað sl. haust, í stjórn þess er tónlistarfólk víða af Austurlandi og er Keith Reed listrænn stjórnandi þess. Fyrsta verk Óperustúdíósins verður Töfraflautan eftir W.A.
Meira
VAKA-Helgafell hefur sett á stofn nýjan bókaklúbb, Stóra bókaklúbbinn. Stóri bókaklúbburinn byggist á gömlum merg en í honum sameinast Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins og Bókaklúbbur Vöku- Helgafells. Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins er elsti starfandi bókaklúbbur landsins; stofnaður fyrir um fjórum áratugum og hafði þegar mest var um 25.000 félagsmenn.
Meira
Til 19. febrúar. Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. GABRÍELA Friðriksdóttir hefur náð merkilegum árangri á þeim örskamma tíma sem liðinn er frá því hún sagði skilið við listnámið. Án þess að festa sig á einni ákveðinni bylgjulengd í hinu margradda háloftaútvarpi samtíma listhræringa eins og títt er um listamenn sem taka frumspor sín, kýs hún að halda öllum dyrum opnum.
Meira
Laugardaginn 13. febrúar mun Þorsteinn S. Guðjónsson opna sýningu sína á fimm vatnslitamyndum í sýningarsal Venusarhópsins að Súðarvogi 16. Þetta eru myndir sem hann gerði árið 1996 en þetta er í fyrsta skipti sem þær eru hafðar til sýnis. Eiga þær það allar sammerkt að fyrirmyndir verkanna eru fengnar úr íþróttasíðum dagblaðanna. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 14 til 18 um helgar en frá kl.
Meira
HAMRABORGARHÓPURINN heldur sína árlegu listahátíð, wex'99 á laugardaginn á Kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu. Hátíðin hefst kl. 15 og lýkur um kl. 18. Meðlimir hópsins munu kynna þá list sem þeir hafa framið frá síðustu hátíð, sýna myndverk, lesa ljóð og smásögur, leika frumsaminn leikþátt og að lokum mun hljómsveitin Tvö dónaleg haust halda tónleika.
Meira
FYRIR nokkrum dögum barst skrifstofu landlæknis bréf frá börnum í 2. bekk P í Kársnesskóla í Kópavogi. Bréfið var svohljóðandi: "Kæri landlæknir! Mér er illa við reykingar. Ég var að spá í hvort þú gætir gert mér greiða og sett upp veggspjöld, sem stendur á með rauðum stórum stöfum: EKKI REYKJA Í FERMINGARVEISLUM.
Meira
UNDANFARIN misseri hefur hart verið tekist á um stjórnun fiskveiða á Íslandsmiðum. Aflaheimildirnar hafa safnast á hendur fárra og stórra útgerða og heilu sjávarþorpin hafa verið skilin eftir kvótalaus og geta sér engar bjargir veitt. Auðlindir sjávar eru sameign íslensku þjóðarinnar og tryggja þarf að svo sé með skýrum hætti.
Meira
NÚ ER gaman að vera til. Nú er gaman að vera samfylkingarsinni. Langþráður draumur íslensks jafnaðar- og félagshyggjufólks er að verða að veruleika. Við erum að móta sterka breiðfylkingu þeirra sem hafa í heiðri manngildi fremur en auðgildi. Þetta eru merkir atburðir í íslenskri stjórnmálasögu, ef til vill þeir merkustu í áratugi. Ég er ein þeirra sem sé fram á drauminn minn rætast.
Meira
VARÐANDI "Tal-skrif" mín sem birtust í Mbl. 10 feb. sl. Eftir umhugsun, ábendingar og hin ýmsu viðbrögð varðandi áðurnefnt bréf mitt til blaðsins vil ég að eftirfarandi komi fram: Þjónustusími Tals. Bréfið hið fyrra var ritað eftir að ég hafði lent í að bíða eftir sambandi við þjónustufulltrúa.
Meira
Í BRÉFI til Morgunblaðsins þann 10. febrúar heldur Kristján Friðbert Friðbertsson fram staðhæfulausum og beinlínis röngum fullyrðum um þjónustu Tals hf. Sætir það furðu að einstaklingur veitist á þennan hátt að Tali að því er virðist með þeim ásetningi að valda fyrirtækinu tjóni.
Meira
ÞEGAR ég var ungur drengur og ólst upp í litlu sjávarþorpi undir Jökli hafði ég ekki mikið vit á vinnubrögðum sem tíðkuðust til sjós. Þó vissi ég, að ef maður ætlaði að draga bát með handafli að bryggju, þá varð maður annaðhvort að vera um borð í bátnum og toga í bryggjuna eða vera á bryggjunni og toga í bátinn.
Meira
Kjósum Önnu Kristínu í fyrsta sæti Jóhann Svavarsson, rafveitustjóri hjá RARIK, skrifar: Í prófkjöri Samfylkingarinnar á laugardag veljum við nýja forystu félagshyggjufólks í Norðurlandskjördæmi vestra.
Meira
Kjósum Örlyg og Kristínu Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Akureyrar, skrifar: Samfylkingingin er komin á fulla ferð. Glæsileg þátttaka í prófkjörum að undanförnu sýnir áhuga fólks á að vera með í mótun og ráða hverjir verða málsvarar þessa nýja afls.
Meira
Kraftmikla konu á þing Ágúst Frímann Jakobsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Hvammstanga, skrifar: Nú er komið að því að velja fólk á lista Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra. Á laugardaginn fer fram opið prófkjör þar sem fólkinu í kjördæminu gefst kostur á að velja fulltrúa sína á Alþingi.
Meira
Kristínu á þing! Hjörleifur Hjartarson í Svarfaðardal skrifar: Ein þeirra sem bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingar í Norðurlandskjördæmi eystra er Kristín Sigursveinsdóttir. Mig langar að vekja athygli væntanlegra kjósenda á þessari frábæru og frambærilegu konu.
Meira
Ný rödd jafnréttis Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri á Akureyri, skrifar: Prófkjör Samfylkingar á Norðurlandi eystra fer fram á laugardaginn kemur og Kristín Sigursveinsdótttir býður sig fram til 1.2. sætis.
Meira
ÉG finn mig knúinn til að koma nokkrum athugasemdum á framfæri í tilefni af listgagnrýni Halldórs Björns Runólfssonar um sýningu í Galleríi Horninu í Morgunblaðinu föstudaginn 5. febrúar sl., sem átti samkvæmt fyrirsögn að fjalla um eina tiltekna sýningu, en tók í raun fyrir 50, þ.e. allar þær sýningar sem verið hafa í galleríinu.
Meira
AFSTAÐIN prófkjörshrina vekur óneitanlega nokkrar spurningar. Ekki aðeins að þátttaka í prófkjöri virðist ná langt út fyrir stuðningsmannaraðir viðkomandi flokka, heldur virðist kostnaður frambjóðenda við kynningu og auglýsingamennsku vera orðinn slíkur, að hann einn og sér hlýtur að draga verulega úr áhuga hugsanlegra frambjóðenda.
Meira
UNDANFARNAR vikur höfum við orðið vitni að fæðingu Samfylkingarinnar í prófkjörum hennar í Reykjavík og á Reykjanesi. Í þessum prófkjörum hefur berlega komið í ljós að Samfylkingin er raunveruleg fjöldahreyfing fólksins.
Meira
DAVÍÐ Oddsson er þeirrar náttúru að honum fer illa að lenda í mótlæti. Þá er einsog köttur hafi verið króaður af úti í horni: Hann setur upp kryppu og hvæsir, en ekki einsog kisa að þeim sem að henni veitist heldur í allar áttir og helst að fólki sem ekkert hefur gert á hlut hans.
Meira
KÆRI Ólafur. Eins og þú veist sem fyrrverandi gagnrýnandi er ekkert eins hvimleitt og svar við gagnrýni. Það er svo óendanlega tilgangslaust að þrefa um álit gagnrýnanda að það tekur engu tali. En vegna þess að þú ert ekki einn um að andmæla gagnrýni minni á sýningu Sveinbjörns Halldórssonar á Horninu sjá Morgunblaðið 5. febrúar, bls. 31 kýs ég að svara þér með fáeinum orðum.
Meira
Styðjum Kristínu í annað sætið! Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, skrifar: Kristín Sigursveinsdóttir, iðjuþjálfi, gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra.
Meira
AÐSTANDENDUR og vinir veikrar móður, er greinst hefur með krabbamein á svo háu stigi að meðferð hefur verið hætt, hafa ákveðið að standa fyrir söfnun fyrir fjölskylduna. Móðirin er þrítug og á tvö börn, þriggja og sex ára. Allar ytri aðstæður eru mjög erfiðar, en heimilisfaðirinn getur ekki stundað vinnu þeirra vegna. Opnaður hefur verið reikningur fyrir fjölskylduna, nr.
Meira
HÉR ER fram haldið frá fyrri grein að bregðast við skrifum Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum í Mbl. 29. og 30. janúar. En snúum okkur að þeim fiskverndarsjónarmiðum, sem Magnús heldur greinilega, að fiskveiðistjórnin beinist að.
Meira
ÞETTA er stór spurning en álit þjóðfélagsins á félagsráðgjöf er frekar lélegt, viðurkenningin er engin og endurspeglast t.d. í litlu fjármagni til félagsþjónustu samanborið t.d. við það fjármagn sem sett er í þjónustu skólaskrifstofa.
Meira
NEYSLA löglegra og ólöglegra vímuefna hefur farið vaxandi meðal íslenskra ungmenna frá árinu 1990 samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem birtar eru í ritinu Vímuefnaneysla ungs fólks og aðstæður. (Útgefið 1998.) Þær sýna jafnframt sveiflur í útbreiðslu vímuefna síðustu áratugi mismikið eftir hvaða efni á í hlut.
Meira
Önnu Kristínu í fyrsta sæti Nína Þóra Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur, skrifar: Það er mikilvægt nú þegar hallar á landsbyggðina að eignast öfluga þingmenn. Í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra gefst okkur kostur á því að velja öfluga konu til forystu.
Meira
Einhverntímann heyrði ég haft fyrir satt að um fimmtugt hefði fólk að öllu venjulegu lokið hálfu lífsstarfi sínu og ætla ég það ekki allfjarri sanni. Samkvæmt þessari kenningu hlaut Guðlaug mágkona mín og vinkona að sætta sig við að verða að sleppa síðari helming sinnar ætlunar, en það held ég ekki hafi hentað vel áhuga hennar og skaplyndi.
Meira
Kæra frænka. Þá er komið að kveðjustund. Það er undarleg tilfinning að kveðja einstakling sem hefur verið hluti af lífi manns frá upphafi. Við vorum systradætur og samgangur því mikill innan fjölskyldunnar á æskuárum okkar, bæði á heimilunum og í sumarbústaðnum.
Meira
Er ekki broslegt að bogna og barnslegt að hræðast, er ljósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast. Er ekki gott að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólega kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn. (Sig. Einarsson í Holti.
Meira
Vinkona mín, Guðlaug Jónsdóttir, er látin. Við kynntumst í stúdentadeild Kennaraskólans. Skammt var milli heimilis míns og foreldra hennar á Bergstaðastræti, svo að leiðir okkar lágu ef til vill meira saman en annars hefði orðið. Stúdentadeildirnar voru tvær, en okkar árgangur þurfti að taka tvö ár til kennaraprófs.
Meira
Kveðja frá samstarfsfólki í Seljaskóla Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Nú hefur Guðlaug Jónsdóttir lagt augu sín aftur til hinstu hvíldar og í dag kveðjum við hana. Miðvikudagsmorguninn 3.
Meira
Elsku vinkona mín Guðlaug, eða Gulla eins og við kölluðum hana alltaf, er látin langt um aldur fram. Ég var hjá henni sunnudaginn 31. janúar sl. og við gerðum mikið að gamni okkar. Við spjölluðum um gamla daga og rifjuðum m.a. upp mörg áramót sem við fjölskyldur okkar áttum saman.
Meira
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR Guðlaug Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1948. Hún lést á heimili sínu að Bergstaðastræti 44 í Reykjavík miðvikudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru hjónin Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, f. 1920 og Kristín Haraldsdóttir, f. 1917.
Meira
Mín elsta og besta vinkona Ingiríður Jóhannesdóttir hefur lokið sinni löngu æviferð, en hún hefði orðið 99 ára á þessu ári. Nú eru liðin 64 ár síðan ég kynntist henni þegar ég kom til hennar sem drengur í sveit, þá á tíunda ári. Það er ekki hægt að minnast Ingu, nema frænka hennar, fóstra og nafna fylgi með því þær fylgdust að, meðan báðar lifðu.
Meira
Ingiríður Jóhannesdóttir er látin á nítugasta og níunda aldursári. Ung og í blóma lífsins flutti hún í Vatnsdalinn ásamt móðursystur sinni og fóstru Ingiríði Þorleifsdóttur frá Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi er alltaf var einhleyp en hafði tekið nöfnu sína til umönnunar og uppfósturs af systur sinni og mági er búsett voru að Móbergi í Langadal. Áttu þau hjón margt barna og voru fátæk.
Meira
Hjartans þakkir fyrir liðnar samverustundir, alúð og umhyggju sem þú sýndir alltaf. Hjarta þitt var hlýtt og gott hugurinn rór og mildur fas þitt allt bar fagran vott um fórnarlund og skyldur Trúin var þitt traust og von trú á föður hæða trú á guð hinn góða son, er gekk um til að fræða.
Meira
Í örfáum orðum vil ég minnast elskulegrar langömmu minnar sem farin er, og sit ég með söknuð í hjarta og hlýjar minningar sem ég mun ávallt eiga um hana. Efstar eru mér í huga heimsóknir þínar til okkar. Þá var mikið spilað á spil og oft glatt á hjalla enda af ýmsu að taka. Alltaf vildir þú gleðja þá sem í kringum þig voru. Það lék allt í höndunum á þér.
Meira
Í örfáum orðum langar mig að minnast þín og þakka fyrir öll árin sem við vorum saman. Sé varslan örugg og skortir ei skjól, er skeiði gróandans nemur. Þá geturðu reitt þig á næturnar þar er reynslu frostnóttin kemur. (Indriði Þórkelsson, Fjalli.) Ég var ársgömul þegar amma mín tók mig í fóstur.
Meira
INGIRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Ingiríður Jóhannesdóttir fæddist á Móbergi í Engihlíðarhreppi í Langadal í A-Hún. 8. september 1900. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 2. febrúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Elísabet Þorleifsdóttir og Jóhannes Halldórsson á Móbergi. Systkini Ingiríðar eru Óskar bóndi í Fagranesi í Langadal, f. 21.6.
Meira
Kristín Eyjólfsdóttir var fósturdóttir prestshjónanna á Reynivöllum í Kjós, séra Halldórs Jónssonar og frú Kristínar Hermannsdóttur. Prestshjónin á Reynivöllum tóku Kristínu að sér sem hvítvoðung vegna þess að hún hafði þá misst báða foreldra sína. Séra Halldór og frú Kristín reyndust Kristínu afar vel og naut hún sérstakrar umhyggju og ástúðar fósturforeldra sinna.
Meira
KRISTÍN J. EYJÓLFSDÓTTIR Sæbjörg Kristín Jóna Eyjólfsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Borgargerði við Reyðarfjörð 27. júlí 1904. Hún lést 8. febrúar síðastliðinn.
Meira
Marta Jónsdóttir, vinkona mín til margra ára, er látin. Þar sem því hagar þannig til að ég get ekki verið við útför hennar í dag, lét ég verða af löngun minni, að senda kveðjuorð. Ég veit, að þau mega ekki vera lofræða um hana sjálfa, það er svo andstætt vilja hennar og í misræmi við hana sjálfa og hvernig hún lifði. Aðeins nokkrar staðreyndir.
Meira
"Marta á allt gott skilið!" þessa setningu sagði móðir mín í tíma og ótíma. Hún sagði þetta svo oft, að þessi setning grópaðist í huga og hjarta okkar systkinanna. Mamma, Sigurborg Eyjólfsdóttir, d.1997, og Marta voru mjög góðar vinkonur. Báðar voru þær afburða duglegar í höndunum. Ég man vel þegar þær voru að sníða á borðstofuborðinu heima í Sörlaskjóli.
Meira
MARTA JÓNSDÓTTIR Marta Jónsdóttir var fædd 14. júní 1911 á Vatneyri við Patreksfjörð. Foreldrar hennar voru Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961, og Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, bæði frá Patreksfirði. Systkini hennar eru: Tvö elstu börnin, sem hétu Sigurður og Rannveig, létust í æsku. 1) Sigurður Kristinn, f.
Meira
Elsku afi. Ég minnist stundanna sem við áttum saman í bókaherberginu þínu á Grenimelnum, ég, þú og "Ole Lund Kirkegaard". Þú last prófarkir af mikilli einbeitni og ég las um Gúmmí-Tarsan og félaga á milli þess sem við tókum í nefið. Áhugi þinn á köttum var einstakur. Ég fylgdist með kynnum ykkar Heródesar allt frá upphafi til enda.
Meira
VALDIMAR JÓHANNSSON Valdimar Jóhannsson var fæddur að Skriðulandi í Arnarneshreppi í Eyjafirði 28. júní 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. febrúar.
Meira
Nú hefur Valgarður, tengdafaðir minn, kvatt sína fögru veröld eftir langan dag. Ég sá Valgarð fyrst fyrir rúmum áratug. Hann bar með sé virðuleika hins roskna embættismanns, en um leið alþýðleika og tilgerðarleysi hins óbreytta leikmanns. Hann var prúðmannlegur í fasi, svipurinn eilítið fjarrænn og úr bláum augunum skein græskulaus góðvild.
Meira
Elsku pabbi. Við ævilok ástvinar reikar hugurinn víða og minningarnar hrannast upp. Við andlát pabba er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðan og kærleiksríkan föður. Það er gott að minnast föður sem vildi öllum vel og var öllum góður. Fjölskyldu sína elskaði pabbi umframt allt, og það sem einkenndi hann helst var einstök ljúfmennska.
Meira
Mig langar til að minnast fóstra míns, Valgarðs Kristjánssonar, í fáeinum orðum. Þegar við nánasta fjölskylda Valgarðs sátum saman í kringum rúmið hans á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum og vissum hvert stefndi hrönnuðust upp minningar.
Meira
VALGARÐUR KRISTJÁNSSON Valgarður Kristjánsson fæddist á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði 15. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján H. Benjamínsson, f. 24.10. 1866, d. 10.1. 1956, og Fanney Friðriksdóttir, f. 6.1. 1881, d. 13.8. 1955. Valgarður átti ellefu systkini og af þeim eru eftirlifandi Svava, f.
Meira
Að lokum varðstu svo veik að ekki mátti laufblað falla til jarðar án þess að þú kveddir. Það var alltaf skrítið að sitja eftir inni í eldhúsinu þínu þegar þú lokaðir útidyrunum, farin eftir góðgerðum fyrir gestinn. Nú hefurðu lokað dyrunum. Ég hugga mig við að þú skildir mig eftir á heimili þínu, en það er sál mín orðin. Heimkynni þín.
Meira
Elsku Vala mín. Í minningum mínum varstu alltaf jákvæð, hress og skemmtileg. Nú 35 árum eftir að við kynntumst hugsa ég oft um það hvernig þér tókst það. Einstæð sjö barna móðir keypti fokhelt raðhús eftir að hafa mátt ganga frá Heródesi til Pílatusar til að eignast það. En það tókst og í Ásgarðinum var alltaf fullt af fólki, mikil glaðværð en aldrei friður.
Meira
Nú þegar þú kveður og ert frjáls vinan mín góða, gleðst ég vegna þín og yfir að hafa átt þig að vini, notið elsku þinnar og trausts. Frá fyrstu stundu skýrði lífsbirting þín vitund mína um gildin góðu, gladdi mig og hvatti.
Meira
Hugurinn hvarflar til heimilis Völu frænku og Óla í Brennu þegar ég sem unglingur kom suður frá Seyðisfirði til að fara í Verzlunarskólann og leigði herbergi í næsta húsi við þau. Mér var alltaf vel tekið í Brennu, þangað sótti ég þegar mér leiddist, þar voru börn sem mér þótti vænt um og Vala hlúði að mér og sýndi mér ómælda umhyggju sem ég þurfti svo sannarlega á að halda.
Meira
Elsku amma Vala, nú ertu farin. Ég mun ávallt minnast þín eins og þú varst þegar ég bjó hjá þér þessa tvo vetur sem unglingur. Ég var í Réttó og þú bjóst í Ásgarðinum svo ekki var langt fyrir mig að fara í skólann, og það var ekki heldur langt fyrir mig að koma til þín í hverjum einustu frímínútum þótt þær væru ekki nema tíu mínútur að lengd, þá mátti ég samt til með að fara heim til þín í spjall.
Meira
Í dag verður borin til grafar frá Fossvogskirkju tengdamóðir mín, sómakonan Valgerður Árnadóttir. Mér er enn í fersku minni okkar fyrstu kynni. Ég var þá 19 ára og kom til að eiga stefnumót við elstu dóttur Valgerðar, Margréti. Ég barði að dyrum að Ásgarði 29, þar sem Valgerður bjó með börnin sín sjö.
Meira
Heilræðavísur ömmu minnar, Valgerðar Árnadóttur, eru mér minnisstæðari en klassískur kveðskapur Hallgríms Péturssonar, enda ekki síðri. Amma kenndi að ganga úr sæti fyrir eldra fólki í strætó þótt enginn annar gerði það, gefa með sér þótt ekki væri mikið til skiptana og skila alltaf fullkomnu verki þótt enginn sæi til eða kynni að meta það.
Meira
Hún Vala var alltaf fastur punktur í tilverunni. Hún var frumbyggi í raðhúsunum eins og foreldrar okkar. Barnahópurinn var stór eins og hjá flestum í hverfinu og hún var vinkona okkar. Frá barnsaldri heimsóttum við Völu, fyrst til að sækja eitthvað eða skila fyrir mömmu, seinna til að tala við hana um það sem var að gerast í heiminum.
Meira
Nú er hún amma mín í Ásgarði orðin engill. Mikið er erfitt að vera án hennar. Amma mín hefur alltaf verið klettur í mínu lífi, að eiga svona ömmu eins og hana eru forréttindi, fyrir utan að vera alltaf til staðar þá kenndi hún mér svo margt. Minningin um að sitja hjá henni og hlusta á rás 1 og sauma út er eitthvað sem ég mun ylja mér við alla ævi.
Meira
Mamma kallaði hana kaptein Johnson eða bara Johnson. Við höfum enga hugmynd um af hverju enda skiptir það ekki máli. Fyrir okkur var hún ekki einungis móðursystir heldur tók líka að sér hlutverk ömmu og vinkonu. Vala hafði þann hæfileika að taka öllum einsog þeir voru af guði gerðir. Fyrir bragðið eignaðist hún vini á öllum aldri.
Meira
Ég var barn þegar ég kynntist Valgerði Árnadóttur, mágkonu móðursystur minnar. Gunna frænka kallaði hana Völu mágkonu og í rómnum var virðing og væntumþykja. Löngu seinna varð Vala mágkona mín líka. Á aldarfjórðungsvináttu okkar bar aldrei skugga. Hún var afbragð annara kvenna. Á tregastundum við fráfall hennar er eins og huganum verði fró að gömlum myndum bróður hennar.
Meira
VALGERÐUR ÁRNADÓTTIR Valgerður Árnadóttir fæddist á Vopnafirði 8. desember 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Valgerðar voru: Árni Jónsson, ritstjóri og alþingismaður frá Múla, f. 24.8. 1891, d. 2.4. 1947 og kona hans, Ragnheiður Jónasdóttir, húsfreyja frá Brennu í Reykjavík, f. 16.11. 1892, d.
Meira
Finnbogi Lárusson, faðir Þorbjörns, var þekktur athafnamaður á Búðum fyrstu þrjá áratugi aldarinnar og hafði mikil umsvif í verslun og útgerð og keypti þar að auki fisk til verkunar af bátum er reru á vorvertíðum frá Búðum. Þegar Þorbjörn var aðeins fárra ára gamall fluttu foreldrar hans til Ólafsvíkur þar sem faðir hans hóf verslunarrekstur og rak hann verslun sína um árabil.
Meira
ÞORBJÖRN FINNBOGASON Þorbjörn Finnbogason skipstjóri fæddist á Búðum á Snæfellsnesi hinn 14. janúar 1926. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. febrúar síðastliðinn 73 ára að aldri. Hann var þriðja barn af fimm hjónanna Laufeyjar Einarsdóttur og Finnboga Lárussonar.
Meira
Þorsteinn Hannesson sat í útvarpsráði, þegar unnið var að undirbúningi íslenzks sjónvarps. Fundum okkar bar fyrst saman skömmu eftir að ég var ráðinn fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu 1965, ári áður en útsendingar hófust. Raunar má segja að Sjónvarpið hafi orðið til á rúmu ári og voru fulltrúar í útvarpsráði mjög ötulir við allan undirbúning ásamt fyrstu stjórnendum.
Meira
Þorsteinn Hannesson óperusöngvari kom til starfa við Tónlistarskólann í Reykjavík 1955, er hann var ráðinn yfirkennari söngdeildar skólans. Þar starfaði hann samfleytt til ársins 1966. Árin þar á undan hafði Þorsteinn verið aðaltenór við The Covent Garden Opera í London árin 194754.
Meira
Þorsteinn Hannesson var kominn á eftirlaun þegar ég kynntist honum fyrst. Hann hafði þá nýlega látið af störfum sem tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og einmitt tekið að sér vörslu og endurskráningu á eldri hluta hljóðritasafns Ríkisútvarpsins. Safnið beið þarna eftir nýju útvarpshúsi og þótt það hafi varla getað talist í bráðri hættu vantaði sárlega gæslumann.
Meira
Ég kynntist Þorsteini Hannessyni í London 1954. Ég hafði heyrt lofsamlega talað um hann og heyrt hann syngja á tónleikum í Austurbæjarbíói. Þeir tónleikar eru mér í fersku minni, ekki eingöngu vegna þess hversu bjarta og fallega tenórrödd Þorsteinn hafði heldur líka vegna persónuleikans.
Meira
Mér fannst ég vera búin að þekkja Þorstein Hannesson árum saman þegar ég kynntist honum á Útvarpinu um miðjan níunda áratuginn. Við urðum strax vinir, eins og við hefðum alltaf verið það. Reyndar hafði ég áður kynnst börnum hans, í Tónlistarskólanum, og hann þekkti foreldra mína frá fornu fari, þannig að við vissum svo sem hvort af öðru.
Meira
ÞORSTEINN HANNESSON Þorsteinn Hannesson söngvari fæddist á Siglufirði 19. mars 1917. Foreldrar hans voru Kristín Björg Þorsteinsdóttir, húsmóðir, f. 1881, d. 1932, og Hannes Jónasson bóksali, f. 1877, d. 1957. Systkini Þorsteins voru: Hallfríður, f. 1902; Jónída María, f. 1905; Kristín Nanna, f. 1910; Steindór, f. 1914; og Jóhann, f. 1919.
Meira
ÞORVALDUR ÁRNI GUÐMUNDSSON Þorvaldur Árni Guðmundsson var fæddur í Hafnarfirði 16. nóvember 1921. Hann lést á hjartadeild Landspítalans að kvöldi 2. febrúar. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og Vilborg Þorvaldsdóttir.
Meira
ÞÓRARINN MAGNÚSSON Þórarinn Magnússon fæddist í Neðradal í V-Skaftafellssýslu 17. febrúar 1921. Hann lést á Landakoti 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 23. janúar.
Meira
Hann afi minn var sá duglegasti, dyggasti, ákveðnasti og trúfastasti maður sem ég hef kynnst. Hann átti svo mikið af góðum eiginleikum sem ég get aðeins vonað að ég geti einhvern tíma tileinkað mér. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að alast upp hjá honum og ömmu, því eins sérstakur og góður maður afi var, þá var amma engu síðri. Þau voru alveg frábær saman.
Meira
VELTA Hugar-forritaþróunar og dótturfyrirtækja á síðasta ári nam um 500 milljónum króna sem er um 50% aukning frá 1997. Í frétt frá félaginu kemur fram að verulegur vöxtur hefur átt sér stað á öllum sviðum starfseminnar, þ.e. í Concorde, Ópusallt, tímaskráningu og Intermec handtölvubúnaði. Alls starfa nú um 100 starfsmenn hjá fyrirtækinu og hefur þeim fjölgað um 30 á sl. ári.
Meira
ENGIN sérstök viðbrögð munu verða af hálfu Íslandsbanka vegna nýrra íbúðaveðlána sem Landsbanki Íslands hefur tilkynnt að séu á næsta leyti. Þetta kemur fram hjá Jóni Þórissyni , framkvæmdastjóra útibúasviðs hjá Íslandsbanka.
Meira
TÍU stærstu hluthafar í 70% íslenskra fyrirtækja eiga yfir 60% alls hlutafjár og í 35 af 66 félögum hafa 10 eða færri hluthafar yfir vægi sem nægir til að hægt sé að breyta samþykktum viðkomandi félaga. Þetta kemur fram í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, sem kannaði eignaraðild stærstu hluthafa þessara fyrirtækja.
Meira
KAUPÞING hf. seldi í gær fjórum aðilum 11,31% eignarhlut sinn í Sæplasti hf. að nafnvirði 11,087 milljónir króna á genginu 4,29, eða fyrir 47,565 milljónir króna. Kaupþing var stærsti hluthafinn í Sæplasti og eftir söluna er eignarhlutur Kaupþings í Sæplasti innan við 0,5% af heildarhlutafé félagsins. Meðal kaupendanna eru stærstu eigendur Borgarplasts hf.
Meira
Frumkvöðlar fræðast ÞÁTTTAKENDUR í verkefninu Nýsköpun '99 samkeppni um viðskiptaáætlanir fylltu sali Viðskiptaháskólans í Reykjavík síðdegis á miðvikudag sl., þegar þar var haldinn fyrsti hluti námskeiðs fyrir þátttakendur á vegum Viðskiptaháskólans og endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG.
Meira
Á HÁDEGISFUNDI í gær, þar sem Fjármálaeftirlitið kynnti fulltrúum lífeyrissjóða starfsemi sína og eftirlit Fjármálaeftirlitsins með lífeyrissjóðunum, kom meðal annars fram að fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að móta innra eftirlit innan lífeyrissjóðanna og að fjármálaeftirlitið mun fylgjast með fjárfestingarstefnu sjóðanna.
Meira
VERÐ hlutabréfa í olíurisanum Shell lækkaði um 3% þegar frá því var skýrt í gær að hagnaður félagsins hefði snarminnkað í fyrra. Hagnaður 1998 minnkaði um 95% í 210 milljónir punda miðað við 4,67 milljarða árið áður. Skuldinni var skellt á kostnað við endurskipulagningu auk 33% lækkunar á hráolíuverði og samdráttarins í Asíu.
Meira
SKÝRR hf. samstæðan, hagnaðist um 55,8 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður félagsins 32,2 milljónir króna á árinu 1997. Veltufé félagsins frá rekstri var 162,6 milljónir króna, sem er 37,7 m.kr. hækkun frá árinu áður og rekstrartekjur námu 1.103,5 m.kr. sem er 19,7% hækkun frá árinu áður. Eigið fé félagins hinn 31. desember 1998 nam 246,7 m.
Meira
GÓÐ afkoma fyrirtækja, meiri stöðugleiki í Wall Street og minni ótti við bandaríska vaxtalækkun leiddu til hækkunar á lokaverði á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær. Staðan í Wall Street batnaði vegna jákvæðra hagtalna og þar sem Greenspan seðlabankastjóri kom ekki á óvart í vitnisburði fyrir þinginu.
Meira
Ísland tekur þátt í veldisvexti Radisson SAS HÓTEL Saga og Hótel Ísland bættust á miðvikudag formlega við alþjóðlegu hótelkeðjuna Radisson SAS sem starfrækir 111 hótel í 34 löndum. Af því tilefni kom hingað til lands forseti Radisson SAS Hotels Worldwide, Kurt Ritter, og ávarpaði fund blaðamanna frá átta þjóðlöndum.
Meira
MIKIL fjölgun nýrra flutningaskipa á heimsmarkaði, samfara minnkandi umsvifum í Asíu, hefur leitt til þess að leiguverð á kaupskipum hefur farið lækkandi. Ástandið virðist þó ekki hafa skilað sér að fullu inn á markaðinn enn sem komið er og að sögn fulltrúa íslenskra skipafélaga hafa verðlækkanirnar ekki haft áhrif á þeirra rekstur.
Meira
FRÉTTA- og upplýsingafyrirtækið Reuters hefur skýrt frá 7% minni hagnaði fyrir skatta og býst við að tekjur aukist hægar á þessu ári. Hagnaðurinn í fyrra nam 580 milljónum punda og minnkaði annað árið í röð. Peter Job aðalframkvæmdastjóri sagði að róttæk endurskipulagning væri hafin á fyrirtækinu til að auka hagræðingu og búast mætti við að áhrifanna færi að gæta á síðari hluta ársins.
Meira
60 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 13. febrúar, verður sextugur Guðjón Jónsson, Urðarbakka 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður Sigurðardóttir. Þau ætla að taka á móti gestum í Framheimilinu, Safamýri 28, á afmælisdaginn frá kl. 1720.
Meira
60 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 14. febrúar verður Vésteinn Ólason prófessor sextugur og kona hans, Unnur A. Jónsdóttir kennari, verður sextug 5. apríl. Þau taka á móti vinum og ættingjum í Ásmundarsafni við Sigtún sunnudaginn 14. febrúar kl. 1719.
Meira
Árið er 1988 og þú ert að spila rúbertubrids í hörðum félagsskap að aflokinni Bridshátíð. Makker þinn er Zia Mahmood. Þú ert í vestur og færð það erfiða hlutskipti að velja útspil gegn alslemmu í spaða á hættunni, sem þú hefur reyndar sjálfur doblað.
Meira
Farið er að síga á seinni hlutann í Board-A-Match-sveitakeppni bílstjóranna og hefir sveit Friðbjörns Guðmundssonar örugga forystu og er nú með 209 stig. Röð næstu para er annars þessi: Birgir Kjartansson187Óskar Sigurðsson179Vinir170Sigurður
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Sigurveig Grímsdóttir og Kristinn R. Sigmundsson. Heimili þeirra er að Skógarási 11, Reykjavík.
Meira
TVEIR þingmenn, þeir Ágúst Einarsson og Gísli S. Einarsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um hertar refsingar við fíkniefnabrotum. Lagt er til að lágmarksrefsing við alvarlegum brotum verði tvö ár. Á netsíðu Ágústar Einarssonar segir að kannanir hafi leitt í ljós að mikill meirihluti almennings telji að fíkniefnabrot séu alvarlegust allra afbrota og að refsingar séu of vægar.
Meira
ÍREGNBOGANUM þessa dagana er verið að sýna franska gamanmynd, Kvöldverðarleikinn, eða The Dinner Game eins og hún heitir á ensku í auglýsingu kvikmyndahússins. Myndin er ein af eftirhreytunum frá kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum, og Víkverja finnst það hálfgerð synd að alltof fáir virðast vita af þessari perlu.
Meira
UNDANFARIÐ hafa málefni Flateyringa og meðferð fjár þess sem safnaðist á vegum "Samhugar í verki" verið til umræðu í fjölmiðlum og ekki allir á eitt sáttir um það hvernig þeim fjármunum var varið er inn komu í söfnunarátakinu sem hleypt var af stokkunumk í kjölfar snjóflóðsins sem þar féll haustið 1995.
Meira
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur heldur fyrirlestur í safnaðarheimili Langholtskirkju sunnudagskvöldið 14. febrúar kl. 20.00. Fjallað verður um sorgina og sorgarreynslu, en einnig sérstaklega um makamissi. Einstaklingur sem missir er hluti af heild, fjölskyldu sem og vinahópi, og því eru ætíð margir sem líða vegna fráfalls. Þetta fræðsluerindi á því að geta komið mörgum að gagni.
Meira
STÖÐUMYND HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í þýsku deildakeppninni, Bundesligunni, sem nú stendur yfir. Þekktasti stórmeistari Þjóðverja, Robert Hübner(2.575), hafði hvítt og átti leik gegn Frakkanum Pelletier (2.525) sem var að leika 32. Hd6-d2? 33. Rd5+! exd5 34.
Meira
Eftir 14 umferðir af Aðalbarómeter er staða efstu para eftirfarandi: Baldur Bjartmarsson Halldór Þorvaldsson157 Siguður Ámundason Jón Þór Karlsson153 Frímann Stefánsson Páll Þórsson141 Jens Jensson Jón Steinar Ingólfsson124 Páll Ágúst Jónsson Ari Már Arason95 Hæsta skor 8.
Meira
ANDRE Agassi var vikið úr keppni fyrir að bölva línuverði og andstæðingi á Sybase Open-tennismótinu í San Jose í Kaliforníu á miðvikudag. Agassi, sem lék gegn Cecil Mamiit, sigraði í fyrstu lotunni, 6-0, jafnt var í annarri lotu, 6-6, og fór keppnin í upphækkun. Þegar staðan var 5-0 fyrir Mamiit sagði línuvörður við dómara leiksins að Agassi hefði sent sér tóninn tvisvar sinnum.
Meira
GRINDVÍKINGAR unnu efsta lið deildarinnar, Keflavík, örugglega á heimavelli 92:75, eftir að hafa haft forystu í hálfleik 45:40. Gestirnir áttu ekki góðan leik og fór mesta orkan og einbeiting hjá þeim í að röfla í dómurunum. Ljóst er að ef Keflvíkingar hverfa ekki af þessari braut eru framundan margir tapleikir hjá þeim.
Meira
ÍS skellti Stjörnunni ÞAÐ var hart barist í Ásgarði þegar Stjarnan fékk ÍS í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppninnar en gestirnir höfðu betur, 3:2. Hrinurnar voru jafnar en þær enduðu 25:21, 22:25, 30:28, 21:25 og 13:15 fyrir ÍS, en Stjarnan skoraði 113 stig í leiknum á móti 112 hjá ÍS.
Meira
LANDSLEIKUR Englands og Frakklands reyndist á endanum heldur dýrt spaug fyrir Englands- og bikarmeistara Arsenal, sem áttu samtals sjö fulltrúa í leiknum. Fyrirliðinn Tony Adams nefbrotnaði í átökum við frönsku heimsmeistarana, varnarmaðurinn Lee Dixon var fluttur á sjúkrahús með heilahristing og Martin Keown verður frá keppni í þrjár vikur hið minnsta, vegna tognunar.
Meira
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður hjá Bolton, hefur verið iðinn við markaskorun með varaliði félagsins og skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Hann hefur skorað í sigurleikjum gegn varaliðum Manchester City, Blackburn og í jafnteflisleik gegn varaliði Coventry.
Meira
FRANSKI miðvallarleikmaðurinn Franck Sauzee hefur gert samning við skoska 1. deildarliðið Hibernian til loka leiktíðar. Hann mun því leika fyrir framan Ólaf Gottskálksson markvörð liðsins, sem virðist nú þegar hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Meira
ROGER Lemerre, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að landsliðsferill Davids Ginola, leikmanns Tottenham, sé líklega á enda. Hann muni vart leika fleiri landsleiki fyrir hönd Frakka. Ginola hefur þótt leika frábærlega fyrir Tottenham á leiktíðinni og margir veðja á hann sem leikmann ársins í vor.
Meira
ÞÝSKA handboltaliðið Gummersbach er enn á ný í vandræðum, og nú vegna hins nýja styrktaraðila sem kom til hjálpar á síðustu stundu fyrir áramót. Forráðamenn fyrirtækisins sætta sig nefnilega ekki við að stjórnin, sem verið hefur við völd síðustu tvö árin, sitji áfram. Þeir vilja að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn og hann komi frá fyrirtækinu sjálfu.
Meira
ÍSLENSKU stúlkurnar, Sigríður Þorláksdóttir frá Ísafirði, Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri og Theodóra Mathiesen úr KR, féllu allar úr keppni í fyrri umferð stórsvigsins á heimsmeistaramótinu í Vail í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Sigríður komst lengst þeirra í brautinni, komst niður fyrir miðja braut og var millitími hennar 47,97 sekúndur.
Meira
AUSTURRÍSKA skíðadrottningin Alexandra Meissnitzer varð heimsmeistari í stórsvigi kvenna í Vail í Colorado í gær. Þetta voru önnur gullverðlaun hennar á mótinu því hún sigraði einnig í risasviginu. Þar með fetaði hún í fótspor landa síns, Hermanns Maiers, sem hefur einnig unnið tvenn gullverðlaun.
Meira
ALEXANDRA Meissnitzer frá Austurríki nældi í önnur gullverðlaun sín á heimsmeistaramótinu í Vail er hún sigraði í stórsvigi kvenna í gær, en hún hlaut einnig gullið í risasvigi. Hún varð fyrst austurrískra kvenna til að sigra í stórsvigi síðan Marianne Jahn gerði það 1962. Austurríska skíðafólkið hefur nær einokað keppnina í Vail og unnið til fimm gullverðlaun af sjö mögulegum.
Meira
FRAKKAR eru með besta knattspyrnulandslið Evrópu. Þetta virðist samdóma álit enskra og franskra fjölmiðla eftir vináttulandsleik þjóðanna á miðvikudagskvöld, þar sem heimsmeistarar Frakka höfðu mikla yfirburði. Á sama tíma virðist kreppa ríkjandi hjá öðrum stórveldum á sviði knattspyrnunnar, t.d. Englandi, Þýskalandi og Ítalíu.
Meira
Charlotte - Cleveland77:87 New Jersey - Orlando81:89 New York - Washington 101:88 Houston - Sacramento 92:82 Denver - LA Lakers 98:103 Golden State - Seattle 82:89 Portland - Indiana 100:92 Vancouver - LA Clippers
Meira
Sybasen open tennismót karla í San Jose í Kaliforníu: Fyrsta umferð: 2-Andre Agassi (Bandaríkjunum) vann Todd Woodbridge (Ástralíu) 6-2 6-1 4-Michael Chang (Bandaríkjunum) vann Fernando Meligeni (Brasilíu) 6-3 6-2 Christian Ruud (Noregi) vann 5-Mariano Puerta (Argentínu) 6-2 4-6 6-3 Sebastien Lareau (Kanada) vann
Meira
Theódór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið leikmannahóp sinn sem fer til Króatíu og leikur þar tvo leiki í undankeppni HM 19. og 21. febrúar. Landsliðshópur Theódórs er þannig skipaður: Fanney Rúnarsdóttir, Ternes, Helga Torfadóttir, Bryne og Hugrún Þorsteinsdóttir, Fram, markverðir.
Meira
Valur skrapar botninn VALSMENN unnu sanngjarnan sigur á Þór 97:73 í lítt áferðarfögrum leik að Hlíðarenda. Þeir höfðu töglin og hagldirnar allan leikinn og varla má segja að Þórsarar hafi séð ljósglætu. Í fyrri hálfleik tóku Valsmenn strax frumkvæðið og þó munurinn væri ekki mikill voru þeir að leika mun betur en Þórsarar.
Meira
Tindastóll betri á Skaganum Tindastólsmenn gerðu góða ferð til Akraness og unnu, 68:75. ÍA varð nýlega fyrir áfalli þegar Bjarni Magnússon og Brynjar Sigurðsson ákváðu að hætta að leika fyrir ÍA. Fyrirfram mátti ætla að róðurinn yrði þungur. Skagamenn mættu þó mjög grimmir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt.
Meira
Útlendingahersveitin vann Leikur Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi var spennandi en afspyrnu leiðinlegur. Staðan var 32:33 í hálfleik og gestirnir úr Stykkishólmi, sem sumir nefna útlendingahersveitina, fóru heim með bæði stigin, 67:68. Hittni beggja liða var léleg í byrjun og átti lítið eftir að breytast. Tómas kom heimamönnum yfir í fyrsta sinn 14:13.
Meira
Auðveldur sigur KR-inga "LEIKURINN þróaðist á annan veg en við ætluðum okkur. Við vorum slakir, einbeitingarlausir, skoruðum ekki úr auðveldum færum og vorum í sífelldum eltingarleik hver við annan um boltann," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Hauka, eftir ósigur sinna manna gegn KR í gærkvöldi.
Meira
Þorlákshöfn. ÍSFÉLAG Þorlákshafnar og verktakafyrirtækið Ístak hf. hafa skrifað undir samning um smíði tæplega 2.400 fermetra kæli- og frystigeymslu sem standa mun á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn. Um alverktöku er að ræða og á að ljúka verkinu fyrir 1. ágúst 1999.
Meira
SEX nemendur útskrifast frá Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna í dag en þetta er fyrsta útskrift skólans. Sjávarútvegsskólinn er hluti af þróunaraðstoð Íslendinga en Hafrannsóknarstofnun rekur hann í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins auk þess sem fleiri stofnanir og fyrirtæki leggja hönd á plóg.
Meira
ARNÞÓR EA varð var við mikla loðnu austur af Rauða torginu í fyrrinótt og er hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson væntanlegur á svæðið fyrir helgi til að kanna stöðuna. Sævar Ingvarsson, skipstjóri á Arnþóri EA, sagði að torfan hefði náð rétt norður fyrir Reyðafjarðardýpi og verið utan við landgrunnskantinn á 2.000 til 2.500 metra dýpi.
Meira
Ást á áttræðisaldri Víða má finna fleyg orð og speki um ástina. Lífssýnin sem þar endurspeglast er jafnt ljúf og fögur sem bölsýn og kaldhæðin. Á einum stað í skáldsögunni Undir Helgahnúk segir sögupersónan Snjólfur til dæmis: "Ást er hugtak handa nýfermdum úngmeyjum.
Meira
HVAÐA MYND ER Erótísk Falleg Huggandi Ögrandi Kraftmikil? Hvað gerir okkur ólík og veldur því að á meðan einum sýnist eitt þykir öðrum allt annað um nákvæmlega sömu hugmyndina. Anna G. Ólafsdóttir ákvað að gera tilraun til að nálgast svarið í léttum leik.
Meira
"Ég var innan við þrítugt þegar ég fór að vinna við námsráðgjöf, sem þá var mjög ung og lítt þróuð atvinnugrein hér á landi. Eftir um átján ár á þeim vettvangi, þar sem ég hef fylgst með námsráðgjöfinni vaxa fiskur um hrygg og átt þar hlut að máli,
Meira
"ÉG er hér að svipast um eftir ekkju," sagði Jónas Jónsson, fyrrverandi byggingarmeistari, galvaskur og örlítið hreifur, þegar kunningjafólk hans bauð honum sæti við borðið hjá sér í Kringlukránni föstudagskvöld eitt í september 1994.
Meira
HUGSJÓNIN er um að persónur eigi óháð kyni jafna möguleika í samfélaginu til að rækja hlutverk sín og einnig að laun og atvinnutækifæri ráðist ekki af kyni. Jafnrétti verður ekki náð með einu átaki. Það er langtímaverkefni og hulunni yfir misgengi kynjanna er svipt rólega af samfélaginu.
Meira
"ÉG hélt mig alveg á mottunni í kvennamálum og datt síst af öllu í hug að ég myndi kynnast ástinni aftur á elliheimili," segir Hörður Steinþórsson, sem eignaðist ekki einungis kærustu heldur vísi að nýrri fjölskyldu fyrir tæpu ári. Kærastan heitir Valgerður Árnadóttir og segir Hörður að börnin hennar átta og allt hennar fólk hafi tekið sér einstaklega vel.
Meira
Á 18. og 19. öld tíðkaðist að kvenfólk hengdi öskupoka til gamans í klæði karlmanna er þeir uggðu ekki að sér. Þetta glettnislega uppátæki færðist í upphafi líðandi aldar til barna sem gengu grímuklædd um bæinn og festu litríka öskupoka í flíkur vegfarenda. Enn ganga grímuklædd börn um bæinn en minna fer fyrir öskupokum en áður.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.