MÓTMÆLAAÐGERÐIR Kúrda vegna handtöku skæruliðaleiðtogans Abdullahs Öcalans í fyrradag héldu áfram í gær víðs vegar í Evrópu og skutu ísraelskir öryggisverðir þrjá menn til bana eftir að hópur Kúrda hafði brotist inn í sendiráð Ísraels í Berlín í Þýskalandi. Særðust einnig sextán manns.
Meira
MIRON Cozma, leiðtogi rúmenskra námamanna, var handtekinn í gær eftir að til harðra átaka kom milli námamanna og lögreglu en fyrr í vikunni var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Höfðu námamenn, vopnaðir kylfum, keðjum og eggvopnum efnt til fjölmennrar mótmælagöngu skammt frá Búkarest til að mótmæla nýuppkveðnum fangelsisdómi gegn Cozma.
Meira
"NÚ ætla ég rétt að klára morgunkaffið og svo sjáum við til," sagði glaðbeittur Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, er Morgunblaðið ræddi við hann í gærmorgun um úrslit heimastjórnarkosninganna á Grænlandi. Hann viðurkenndi þó að niðurstaðan væri ekki sem best fyrir flokk sinn, Siumut. Missti flokkurinn einn þingmann. Hinn stjórnarflokkurinn, Atassut, missti tvo menn.
Meira
SERBAR ítrekuðu í gær fyrri yfirlýsingar um að friðargæslusveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) fengju ekki að koma til Kosovo, náist samkomulag í viðræðum um frið í Kosovo, sem nú standa yfir í Rambouillet í Frakklandi. Ítrekuðu talsmenn Frelsishers Kosovo (UCK) einnig að afvopnun hersins kæmi ekki til greina.
Meira
Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórninni, tjáði blaðamönnum í Brussel í gær að framkvæmdastjórnin hefði komizt að þeirri niðurstöðu að afnám fríhafnarverzlunar myndi hafa mjög takmörkuð áhrif á vinnumarkaðinn til lengri tíma litið og við það að afnema
Meira
KVÖRTUNARNEFND ferðaskrifstofa hefur fengið 14 kærumál til meðferðar vegna meintra vanefnda ferðaskrifstofa á síðastliðnum fimm árum. Átta málum lauk á þann veg að kæranda voru greiddar bætur, í fjórum tilvikum var ekki fallist á kvörtun kæranda og tveimur málum var lokið án afskipta nefndarinnar.
Meira
NÆSTI hópur flóttamanna kemur til landsins í júní og hefur honum verið valinn staður í Fjarðabyggð. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að um 25 einstaklingar verði í þessum hóp en ekki sé ljóst hve margar fjölskyldurnar verða né heldur hvar fólkið verður til heimilis.
Meira
UM 16 milljarða króna viðskipti Kaupþings hf. með verðbréf utan Verðbréfaþings Íslands hf. á tímabilinu frá því í byrjun desember til febrúarbyrjunar voru ekki tilkynnt vegna galla í nýju tölvukerfi fyrirtækisins. Svipað tilvik kom upp á síðasta ári er Landsbanka Íslands láðist að tilkynna utanþingsviðskipti fyrir um 17 milljarða vegna tæknilegra atriða.
Meira
AF ÞEIM 50 jökulsporðum sem mælingamenn hafa skilað umsögn um hopuðu 38 í fyrra, sex gengu fram en tveir stóðu í stað. Að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings á Orkustofnun, er gert ráð fyrir að jöklarnir haldi áfram að minnka á næstu árum. "Þetta er að vísu mjög ótrygg spá og er háð úrkomu og hita á komandi tímum," sagði Oddur.
Meira
ÍKVÖLD klukkan 20.30 heldur dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson fyrirlestur í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði um þjóðsögur og þjóðtrú sem tengjast sjó og vötnum. Þessi fyrirlestur er í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands og er annar í röð fjögurra slíkra. Teknar verða m.a.
Meira
HEFÐ fyrir hátíðahöldum barna á öskudaginn er sterk á Akureyri en allt frá því á síðustu öld hafa akureyrsk börn klætt sig upp í búninga af margvíslegu tagi og haldið út í bæ þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni en flestum þykir mest um vert að komast á sem flesta vinnustaði þar sem sungið er hástöfum fyrir starfsfólkið sem launar með sælgætispoka í flestum tilfellum.
Meira
Útboð Flugleiða á EES-svæðinu gæti tekið 78 mánuði STARFSHÓPUR á vegum samgönguráðuneytisins undirbýr nú útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á nokkrum flugleiðum til dreifðra byggða á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra.
Meira
APÓTEKARAFÉLAG Íslands var stofnað 12. september 1929 og verður því 70 ára á þessu ári. Í tilefni þessara tímamóta þótti stjórn AÍ við hæfi að stuðla að endurútgáfu Íslensku lyfjabókarinnar og þar sem fyrri útgefendur höfðu horfið til annarra starfa og sáu sér ekki fært að gefa bókina út að sinni var ákveðið að Apótekarafélag Íslands keypti útgáfuréttinn.
Meira
HAFT var eftir Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, í gær að hann hugleiddi nú að fresta áformum um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í maí. Sagði heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar að Arafat hefði sagt á fundi á mánudag að myndi stjórn sín kjósa frestun yrði það gert gegn loforðum erlendra ríkja um að þau myndu viðurkenna hið nýja ríki, þegar af stofnun þess yrði.
Meira
ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að tillögur Sigurðar Guðmundssonar landlæknis um nám í svonefndum landsbyggðarlækningum við Háskólann á Akureyri væru áhugaverðar og nám af þessu tagi hentaði þeim áherslum sem lagðar hefðu verið innan heilbrigðisdeildar háskólans. "Við erum albúin að fást við þetta verkefni," sagði Þorsteinn.
Meira
SKÝRSLUTÖKUR vegna veiða Vatneyrar BA umfram kvóta fóru fram hjá ríkislögreglustjóra í gær en skipið landaði afla á Patreksfirði á þriðjudag. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins í samvinnu við sýslumanninn á Patreksfirði og voru áhöfn skipsins og fulltrúi útgerðarinnar yfirheyrð í Reykjavík í gær.
Meira
"ALLT formlegt fyrirkomulag mála hérlendis er varða baráttu gegn peningaþvætti er í góðu horfi og uppfyllir vel þær kröfur sem við höfum gengist undir í tengslum við evrópska samvinnu," segir Jón H. Snorrason saksóknari hjá embætti ríkislögreglustjóra. "Ísland er komið miklu lengra en t.d.
Meira
Framleiðslutæki og kvóti Stöðfirðinga og Djúpavogsbúa er í höndum sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum héruðum. Skapar þetta ákveðna óvissu á stöðunum og ótta við að einn góðan veðurdag kunni að fara fyrir þeim eins og Breiðdælingum.
Meira
"ÞAR SEM fyrir liggur að ekki næst samkomulag milli Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri um sameiginlega byggingu heimavistar þá leggst bæjarstjórn Akureyrar ekki gegn því að framkvæmdir við viðbyggingu og breytingar á heimavist MA hefjist sem fyrst," segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar.
Meira
EFNT verður til djasstónleika í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri fimmtudagskvöldið 18. febrúar og hefjast þeir kl. 21. Þar leikur þekkt danskt tríó, Kind of Jazz, en það skipa Nils Raae á píanó, Ole Rasmussen á kontrabassa og Mikkel Find á trommur. Djasstríóið Kind of Jazz hóf leik sinn árið 1990 og hefur verið á tónleikaferðum um Danmörku þvera og endilanga auk fleiri landa.
Meira
Vaðbrekku, Jökuldal-Elfríð Pálsdóttir frá Dalatanga er mikill veiðiáhugamaður og var á dögunum að dorga gegn um ís á Urriðavatni. Elfríð var búin að fá tvær bröndur þegar fréttaritara bar að garði. Sagði hún að betur hefði aflast daginn áður, en þá fékk hún 800 gramma fisk. Í fyrra fékk hún mest 18 fiska yfir daginn.
Meira
BORGARLÖGMAÐUR hefur nú tekið saman álit sem svar við kröfum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir hönd bæjarbúa um endurgreiðslu oftekinna gjalda Hitaveitu Reykjavíkur. Kjarninn í því áliti er sá að hitaveitugjöld notenda séu ekki þjónustugjöld í lagalegum skilningi.
Meira
26 ÁRA gamall maður, búsettur í Kópavogi, var á mánudag dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi fyrir tilraun til ólögmæts innflutnings í janúar 1997 á 32 þúsund töflum er hann taldi innihalda karlkynshormón með anabóliskri verkun, en svo reyndist ekki vera.
Meira
NÝTT íslenskt fyrirtæki, Vistorka, hefur undirritað samstarfssamning við félögin DaimlerChrysler, Norsk Hydro og Shell-samsteypuna um stofnun Íslenska vetnis- og efnarafalafélagins ehf. Samkvæmt verkefnaáætlun félagsins verður m.a.
Meira
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur staðfest reglur um áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. Eru reglurnar settar samkvæmt ákvæðum 5 gr. laga nr. 136/1997 um háskóla. Með reglum þessum er kveðið á um að ein áfrýjunarnefnd starfi fyrir allt háskólastigið vegna kærumála háskólanema, samkvæmt 5. gr. laga nr. 136/1997 um háskóla, en ekki sérstakar nefndir fyrir hvern háskóla.
Meira
FLOKKUR umbótasinna og Miðflokkurinn í Eistlandi hafa aukið fylgi sitt samkvæmt niðurstöðum nýbirtrar skoðanakönnunar, en kosningar fara fram þar í landi í mars. Á sama tíma fer fylgi stærsta flokksins í stjórninni, Samsteypuflokksins, ört minnkandi.
Meira
LANDSBANKI Íslands hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur til að afhenda ríkisskattstjóra upplýsingar um innstæður, vaxtatekjur og afdregna staðgreiðslu 1.347 einstaklinga á árinu 1997. Hafði bankinn áður hafnað þessari beiðni ríkisskattstjóra og borið fyrir sig bankaleynd.
Meira
VARASAMT er að færa einstaka málaflokka undir sérdómstóla nema fyrir því séu færð veigamikil rök, að mati Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra. Þetta kom fram á málþingi Orators, félags laganema við HÍ, á þriðjudag um samspil löggjafarvalds og dómsvalds.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Borgarholtsskóla og Fræðsluráðs málmiðnaðarins þess efnis að endurmenntun málmiðnaðarmanna fari fram í skólanum. Eygló Eyjólfsdóttir, skólameistari Borgarholtsskóla, og Hákon Hákonarson, formaður Fræðsluráðs málmiðnaðarins, undirrituðu samninginn, sem gildir í fimm ár.
Meira
MAGNÚS Jóhannsson grasafræðingur flytur erindi á föstudagsfyrirlestri Líffræðistofnunarinnar 19. febrúar sem hann nefnir: Frjópípur: vöxtur, samkeppni og val. Erindið verður haldið á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meira
UM þessar mundir stendur Félag heyrnarlausra fyrir sölu happdrættismiða um allt land. Markmið félagsins er að bæta stöðu heyrnarlausra og heyrnarskertra í samfélaginu, stuðla að réttindum þeirra til jafns við aðra og rjúfa félagslega einangrun þeirra með öflugu félagslífi, fræðslu og ráðgjöf.
Meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlega tilkynningu um að stofnunin telji að ákvæði laga, sem veita Íslendingum skattaafslátt vegna kaupa á innlendum hlutabréfum, stangist á við 40. grein samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og tilskipun ESB um frjálsa fjármagnsflutninga.
Meira
ALLT útlit er fyrir harða kosninga- baráttu milli forsetaframbjóðenda í Nígeríu, en kosningar verða haldnar í lok þessa mánaðar. Þær marka tímamót í stjórnmálum landsins og eru bundnar vonir við að þær muni binda enda á fimmtán ára stjórn hersins.
Meira
Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, sem haldinn var sl. þriðjudag í Kópavogi, var einróma samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 8. maí 1999. Hann er skipaður eftirfarandi:
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB), sem leiðtogar ESB fólu að kanna möguleikana á því að fresta fyrirhuguðu afnámi tollfrjálsrar verzlunar innan sambandsins með tilliti til þess að hætta sé á að afnámið kosti mörg þúsund störf, komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki sé hyggilegt að hnika frekar við áður ákveðinni dagsetningu afnámsins. Það á að óbreyttu að ganga í gildi 1. júlí nk.
Meira
KÚRDAR eiga enga vini nema fjöllin," segir gamalt kúrdískt orðatiltæki, sem ýmsum þykir auðvelt til sanns vegar að færa. Bretland, Bandaríkin, Íran, Írak og Tyrkland eru meðal þeirra þjóða sem svikið hafa gefin fyrirheit við Kúrda á þessari öld, að ógleymdum bellibrögðum og tækifærismennsku þeirra eigin leiðtoga í baráttunni fyrir sjálfstæði kúrdísku þjóðarinnar.
Meira
FUNDUR verður fyrir foreldra og kennara barna í 9. og 10. bekk Hagaskóla fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20 í kjölfar kynningar fyrir nemendur í þessum bekkjum skólans þar sem sýnd var myndin "Marit 2", viðvörun frá fólki sem lifði af og rætt um fíkniefnavandann. Foreldrafélagið hvetur alla foreldra og forráðamenn til að mæta.
Meira
HEILBRIGÐIS- og umhverfisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að í febrúar verði fylgst með hversu margir koma og gefa fuglunum sem halda til á Tjörninni og jafnframt að meta hversu mikið þeim er gefið. Í greinargerð með tillögu þeirra Ólafs K.
Meira
SKOTVEIÐIFÉLG Íslands efnir til ráðstefnu laugardaginn 20. febrúar kl. 14 í Ársal, Hótel Sögu. Formaður SKOTVÍS, Sigmar B. Hauksson, mun setja ráðstefnuna. Dr. Anthony Fox heldur erindi sem hann nefnir Heiðagæsin: Þýðing Íslands fyrir heiðagæsastofninn. Næstur á mælendaskrá verður Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líffræðingur, og ber erindi hans yfirskriftina Heiðagæsin og virkjanir.
Meira
Í TILEFNI 50 ára afmælis kvennadeildar Landspítalans færði kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands deildinni 4 millj. kr. að gjöf til kaupa á lækningatækjum. Kvennadeild R.RKÍ hélt fræðslu- og kynningarfund 28. janúar sl. í Fákafeni 11. Tilgangur fundarins var að kynna starfsemi kvennadeildar fyrir nýjum sjúkravinum.
Meira
ÖSKUDAGUR fór fram með hefðbundinni gleði og kátínu barna um allt land. Í Reykjavík var að vonum mikill fjöldi grímuklæddra barna á ferðinni. Vegna veðurs var færra á ferli utandyra en undanfarna Öskudaga. Vonandi að bræðurnir átján fylgi ekki sínum baldna bróður.
Meira
MAÐUR vopnaður hnífi ógnaði afgreiðslustúlku á sautjánda ári í söluturni á horni Garðastrætis og Vesturgötu um klukkan hálfníu í gærkvöldi og komst á brott með 10-15 þúsund krónur. Ræninginn var fremur þéttvaxinn, klæddur blárri úlpu og með sokk fyrir andliti.
Meira
KOSNINGARNAR í Bandaríkjunum haustið 2000 eru enn langt undan en í einu ríki, New York, er þegar farið að gæta nokkurs kosningaskjálfta. Þar verður tekist á um laust öldungadeildarþingsæti og spennan snýst nú um það hvort forsetafrúin, Hillary Clinton, muni takast á um það við hinn vinsæla borgarstjóra, Rudolph Giuliani. Komi til þess má búast við grimmum og jafnvel óþverralegum slag.
Meira
HÚMANISTAFLOKKURINN hefur ákveðið að bjóða fram í næstu alþingiskosningum, segir í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í gær. Flokkurinn hefur ákveðið að bjóða fram í Reykjavík og á Reykjanesi og stefnan er að reyna að bjóða fram í öllum kjördæmum, sagði Kjartan Jónsson, sem skipar 1. sæti listans í Reykjavík. Methúsalem Þórisson skipar 2. sæti listans í Reykjavík.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur veitt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra umboð til að bjóða fram aðstoð Íslands við framkvæmd friðarsamkomulagsins í Kosovo, sem vonast er eftir að takist á næstu dögum. Halldór sagði ekki hægt að fullyrða á þessu stigi með hvaða hætti þessi aðstoð yrði veitt af Íslands hálfu.
Meira
ÍSLENSKIR knattspyrnumenn verða á faraldsfæti um páskana. Þegar hafa 26 knattspyrnulið, eða samtals um 600 knattspyrnumenn, ákveðið að fara í æfingaferð á þessum tíma. Flest liðanna fara til Portúgals og Spánar. Þessar ferðir eru liður í undirbúningi félaganna fyrir Íslandsmótið, sem hefst 20. maí.
Meira
"ÉG veit ekki hvort fólk leggur út í óvissuna, einu sinni enn, við erum komin með upp í kok. Það er mín skoðun að fólkið fari ef hér verður bras eina ferðina enn," sagði Helena Hannesdóttir, verkstjóri í frystihúsi Snæfells hf. á Stöðvarfirði, við blaðamenn sem litu við í frystihúsinu. Vinna er flesta daga í frystihúsi Snæfells, þótt illa gangi að fá hráefni.
Meira
FÉLAG heyrnarlausra hefur lagt fram stefnu á hendur Ríkisútvarpinu vegna þess að það telur að hagsmuna heyrnarlausra sé ekki gætt við útsendingar í tengslum við alþingiskosningarnar í vor. Félagið vill að umræðufundur frambjóðenda fyrir kjördag verði túlkaður og textaður beint fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og vísar í því sambandi til mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna,
Meira
ALMENNUR kynningarfundur um starfsemi mannréttindasamtakanna Amnesty International verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar í stofu 202 í Odda, húsnæði Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, og hefst hann kl. 20.30.
Meira
RÉTTARHÖLD hófust í fyrradag í borginni Jasper í Texas í Bandaríkjunum yfir John "Bill" King, 24 ára gömlum manni, sem sakaður er um að hafa myrt blökkumann. Er hann sagður hafa gert það til að öðlast "virðingu" í flokki kynþáttahatara, sem hann ætlaði að koma á fót.
Meira
STJÓRN Sambands íslenskra viðskiptabanka mun fljótlega meta hvort áfrýja beri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þess efnis að Landsbanka Íslands hf. beri að skila ríkisskattstjóra upplýsingum um innstæður, vaxtatekjur og afdregna staðgreiðslu 1.347 einstaklinga sem hann hefur farið fram á. Halldór J.
Meira
VEGNA misskilnings var sagt í Morgunblaðinu í gær að Björn Jónsson hefði verið einn af stofnendum Morgunblaðsins. Hið rétta er að Ólafur, sonur Björns, stofnaði Morgunblaðið árið 1913 ásamt Vilhjálmi Finsen. Björn stofnaði hins vegar blaðið Ísafold árið 1874 og var ritstjóri þess nær óslitið til 1909. Hann lést árið 1912. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum.
Meira
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, hafði í gær setið lengst allra samfellt í embætti forsætisráðherra eða í 2.850 daga óslitið. Áður hafði Hermann Jónasson, Framsóknarflokki, setið lengst samfellt í embætti forsætisráðherra eða í 2.849 daga á fjórða og fimmta áratug þessarar aldar.
Meira
HREPPSNEFND hins nýja sveitarfélags í Borgarfirði (Sveitarfélags Borgarfjarðar) ákvað á fundi sínum í fyrri viku að leyfa vegagerð utan vegasvæðis í landi Steðja. Að sögn Auðuns Hálfdánarsonar deildarstjóra hjá Vegagerðinni verður nú gengið til samninga við Stefán Eggertsson bónda á Steðjum um framhald framkvæmda og líklegt að hafist verði handa eftir u.þ.b. mánuð.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela byggingarnefnd skóla, í samráði við menningarmálanefnd, byggingardeild borgarverkfræðings og arkitekt nýbyggingar við Melaskóla, að gera tillögu að því hvernig standa megi að listmótun í nýbyggingu skólans. Tekið er fram að athuga skuli hvort slík listmótun geti orðið hluti handriðs í skála eða tæknisamstæðu við aðalinngang.
Meira
SNORRI Halldórsson, efnafræðingur hjá Institut for kemiteknik, DTU, Kaupmannahöfn, flytur erindi í málstofu efnafræðiskorar föstudaginn 19. febrúar kl. 12.20 í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 46. Erindið nefnist: Þróun reiknilíkana sem meta jafnvægi milli vökva og gass. Allir eru velkomnir. Í fréttatilkynningu segur: "Gífurlegar framfarir hafa orðið á sviði efnaverkfræði á þessari öld.
Meira
LANDFESTAR voru leystar á golfvelli á suður- Spáni í gær er tveir Bretar héldu í leiðangur umhverfis jörðina í loftbelg. Um tuttugu slíkar tilraunir hafa verið gerðar en Bretarnir verða fyrstir til, takist þeim ætlunarverk sitt.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt skipan sex fulltrúa í miðborgarstjórn Reykjavíkur og jafn marga til vara. Aðalmenn eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem jafnframt er formaður, Bolli Kristjánsson, Þorkell Sigurlaugsson, Eva María Jónsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Meira
STÆRÐFRÆÐIKEPPNI Flensborgarskólans fyrir grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 20. febrúar nk. og hefst kl. 10 í Flensborgarskólanum. Í upphafi var keppnin fyrst og fremst ætluð grunnskólanemendum í Hafnarfirði en á hverju ári bætast sífellt fleiri í hóp þeirra sem taka þátt í keppninni.
Meira
MÓTÁS bauð hæst í byggingarétt á lóðum á Þróttarsvæði við Holtaveg. Tilboðin voru opnuð hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík á þriðjudag og bárust tólf tilboð. Boðið var í lóðir fyrir fjögur einbýlishús og 10 íbúðir í parhúsum samkvæmt samþykktu skipulagi. Tilgangurinn með útboðinu var að byggingar verði samstæðar á byggingarsvæðinu.
Meira
"ANDÓFSKOSNINGAR" er orðið, sem Grænlendingar nota yfir niðurstöðu landsþingskosninganna í fyrradag. Siumut, grænlenski jafnaðarmannaflokkurinn undir stjórn Jonathans Motzfeldts, missti eitt sæti á landsþinginu og Atassut, borgaralegur samstjórnarflokkur Siumut, missti tvö sæti.
Meira
Vaðbrekku, Jökuldal-Nýtt hagsmunafélag í ferðaþjónustu var stofnað nýlega í Golfskálanum á Ekkjufelli. Á fimmta tug manna sat stofnfundinn og nær starfssvæði félagsins frá Streitishvarfi í Breiðdal norður á Bakkafjörð. Markaðsskrifstofa Austurlands stofnaði og stendur að baki ferðamálafélaginu en hún mun hafa á sinni könnu að markaðssetja Austurland.
Meira
HÁTT í 100 lítrar af olíu láku í sjóinn úr dælu olíuskilju varðskipsins Ægis um klukkan 15 í fyrradag, þar sem það lá við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn. Starfsmenn frá mengunarvörnum sjávar hjá Hollustuvernd ríkisins og starfsmenn Reykjavíkurhafnar komu á vettvang. Tveir dælubílar hreinsuðu olíuflekkinn upp af sjávarborðinu. Hreinsunarstarf tók um tvær klukkustundir.
Meira
LÖGREGLAN þurfti margsinnis að hafa afskipti af skólaballi framhaldsskóla sem haldið var á veitingastað í Ármúla í fyrrakvöld og voru meðal annars tvö ungmenni handtekin fyrir að veitast að lögregluþjónum. Þá var lagt hald á ætluð fíkniefni og grunur lék á að gestir á dansleiknum hefðu losað sig við fíkniefni á salerni staðarins þegar laganna verðir komu á vettvang.
Meira
VEGINUM um Óshlíð var lokað klukkan tíu í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði féllu að minnsta kosti þrjú snjóflóð á veginn í gærkvöldi. Vegna snjóflóðahættu um kvöldið var ákveðið að reyna ekki að opna veginn fyrr en nú í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skömmu fyrir miðnætti hafði þó dregið úr hættunni enda komið logn.
Meira
RAFORKUVINNSLA á landinu nam samtals 6.276 GWh á árinu 1998 og hafði aukist um 12,4% frá árinu á undan. Aukningin skýrist fyrst og fremst af aukinni raforkunotkun hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík og tilkomu verksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Á síðustu tveimur árum hefur raforkuvinnsla aukist um samtals 1.163 GWh sem er rúmum fjórðungi meira en öll vinnsla Blönduvirkjunar á síðasta ári.
Meira
VARÐBERG, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, hefur ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk í tilefni af því að í vor eru 50 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið stendur nú á margan hátt á tímamótum vegna breytinga í stjórnmálum og öryggismálum í heiminum.
Meira
Skagaströnd-Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þorgrímur Þráinsson rithöfundar voru á ferðinni í grunnskólunum í Austur-Húnavatnssýslu einn daginn fyrir skömmu. Komu þau í skólana og lásu upp úr verkum sínum fyrir nemendurna við góðar undirtektir. Að lestri sínum loknum svöruðu þau spurningum krakkanna um það sem þeim lá á hjarta.
Meira
INNFLUTNINGUR á erfðabreyttum matvælum til Íslands er ekki bannaður og engar reglur gilda um innflutning á slíkum matvælum. Að sögn Elínar Guðmundsdóttur, matvælafræðings hjá Hollustuvernd ríkisins, hefur verið rætt um að setja slíkar reglur. Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræðum, telur ekki brýnt að setja slíkar reglur. Hann telur litla hættu stafa af erfðabreyttum matvælum.
Meira
LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir Búasögu eftir Þór Rögnvaldsson í síðasta sinn föstudagskvöldið 19. febrúar. Leikendur eru Þorsteinn Bachmann, sem fer með hlutverk Búa, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Halldór Gylfason, Pétur Einarsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Theodór Júlíusson og Valgerður Dan.
Meira
RANNSÓKNARNEFND flugslysa telur sig hafa komist að því hvers vegna drapst á öðrum hreyfli Dornier-vélar skömmu eftir flugtak á Sauðárkróki á mánudagskvöldið. Að sögn nefndarmanna er ástæðan sú að svokallaður síkveikibúnaður vinstri hreyfilsins var ekki rétt stilltur miðað við aðstæður. XXXXXXX
Meira
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu harðlega við utandagskrárumræður á Alþingi í gær, kynningarbækling ríkisstjórnarinnar um hálendi Íslands, sem dreift var meðal landsmanna fyrir skömmu. Umræðan fór fram að ósk Hjörleifs Guttormssonar, sem sagði bæklinginn vera áróðursrit ríkisstjórnarinnar.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að innan ekki langs tíma verði haldinn sameiginlegur fundur íslenskra, norskra og rússneskra yfirvalda til að reyna að ná samningum um veiðar í Smugunni. Málið var til umræðu milli Halldórs og Knuts Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, í gær. "Næsti fundur um málið verður að vera milli þessara þriggja þjóða," segir Halldór.
Meira
"FRÁ HUGMYND til veruleika" er yfirskrift styrktaruppákomu sem haldin verður í kvöld á vegum Dyslexíufélagsins, félags stúdenta með dyslexíu, og Vöku fls. í Þjóðleikhúskjallaranum. Dyslexíufélagið var stofnað á síðasta ári innan Háskóla Íslands en dyslexía er skilgreind sem örðugleikar við lestur, málnotkun og meðferð talna.
Meira
LANDHELGISGÆSLAN og Slysavarnarfélag Íslands munu fá viðbrögð við kröfu sinni um björgunarlaun frá Daimei Fishery Co. Ltd. og tryggingafélagi þess í næstu viku vegna björgunar japanska túnfiskveiðiskipsins Fukuyoshi Maru 68, sem strandaði við Jörundarboða í Skerjafirði 13. október á síðasta ári.
Meira
GESTUR í "Kvöldstundinni" í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtudag kl. 21, verður djasssöngkonan Tena Palmer. Henni til fulltingis verður píanótríó, með þeim Kjartani Valdemarssyni, sem leikur á píanó, Þórði Högnasyni bassaleikara og Matthíasi Hemstock trommuleikara. Tríóið og Tena flytja m.a.
Meira
TVEIMUR verkstjórum Íshúsfélags Ísfirðinga hefur nú verið sagt upp störfum eftir 25 og 29 ára starf hjá fyrirtækinu. Þessar uppsagnir koma í kjölfar stjórnarskipta í félaginu fyrr í þessum mánuði og uppsagnar framkvæmdastjórans.
Meira
TVÖ ný námskeið eru að hefjast hjá Biblíuskólanum. Fyrra námskeiðið heitir: Af hverju var Jesús svona einstakur? Kennt verður 22. og 24. febrúar kl. 2022. Kennari er Christian Bastke. Hann er þjóðverji, búsettur í Bandaríkjunum og kennir og predikar úti um allan heim. Námskeiðsgjald er 1.000 kr.
Meira
MEÐ ÞVÍ að þrjú Norðurlandanna gegna á þessu ári formennsku í nokkrum af mikilvægustu milliríkjasamstarfsstofnunum Evrópu gefst tækifæri til að beina athygli að málefnum sem Norðurlönd hafa borið sérstaklega fyrir brjósti á alþjóðavettvangi. Þetta eru utanríkisráðherrar Norðurlandanna fimm sammála um, en reglulegur samráðsfundur þeirra fór fram í Reykjavík í gær.
Meira
ÚRSLIT Íslandsmeistarakeppni unglinga í frjálsum dönsum fer fram í Tónabæ föstudaginn 19. febrúar kl. 20. Keppendur eru 120 talsins á aldrinum 1317 ára og koma af öllu landinu. Keppt verður í hóp- og einstaklingsdansi. Margt verður til skemmtunar, s.s.
Meira
STJÓRNVÖLD í Úsbekistan hafa fordæmt sprengjutilræði í höfuðborginni Tashkent á þriðjudag harðlega og gáfu í gær í skyn að erlent ríki væri viðriðið tilræðin. Í gær var greint frá því að af þeim 130 sem særðust í árásunum væru 96 enn á sjúkrahúsi vegna sprengjusára en alls hafa fimmtán látist af sárum sínum.
Meira
Garði-Landslagsarkitektarnir Björn Jóhannsson og Björn Axelsson sigruðu í hugmyndasamkeppni, sem Gerðahreppur stóð að, vegna fyrirhugaðs skrúðgarðs og útivistarsvæðis í miðbænum en úrslit keppninnar voru tilkynnt sl. laugardag í samkomuhúsinu. Þeim til aðstoðar við vinnslu tillögunnar var Guðbjörg Björnsdóttir, grafískur hönnuður.
Meira
VERULEGAR misfærslur í fjárhagsbókhaldi Vestur-Landeyjahrepps komu fram við endurgerð ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 1997. Einar Sveinbjörnsson, löggiltur endurskoðandi, lagði fram greinargerð vegna vinnu við ársreikninginn á hreppsnefndarfundi V-Landeyjahrepps í gær og var reikningurinn tekinn til fyrri umræðu.
Meira
HÁTTSETTUR talsmaður Talebanastjórnarinnar í Afganistan sagði á þriðjudag, að hann hefði enga hugmynd um hvers vegna Saudi-Arabinn Osama bin Laden, sem grunaður er um ýmis hryðjuverk, hefði yfirgefið aðsetur sitt í suðurhluta landsins.
Meira
"Það er best að segja sem minnst, breytingarnar eru varla gengnar yfir og menn vita lítið hvað er framundan," sagði Jóhann Þórisson fiskverkandi á Djúpavogi þegar blaðamaður hitti hann í smábátahöfninni. Jóhann rekur litla saltfiskverkun í þorpinu og var ásamt syni sínum, Guðna Þóri, og Björgvini Sveinssyni að útbúa Haförn til veiða en Guðni gerir bátinn út.
Meira
TYRKNESKA sjónvarpið sýndi í gær myndir af Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan handjárnuðum með bundið fyrir augu og bundnum niður í sæti flugvélarinnar, sem flutti hann frá Kenýa til Tyrklands. Þegar bindið var tekið frá augum hans sagði einn grímuklæddu, tyrknesku sérsveitarmannanna: "Velkominn heim." "Þakka þér fyrir," sagði Öcalan. "Mér er annt um Tyrkland og Tyrki."
Meira
TÖLUVERT hefur verið rætt um þann stöðugleika í efnahagsmálum, sem einkennt hefur þennan áratug og þau heilladrjúgu áhrif, sem hann hefur haft á þjóðlífið. Minna hefur verið rætt um þann pólitíska stöðugleika, sem sömuleiðis hefur ríkt þennan áratug, sem bezt kemur fram í því, að í gær náði Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
Meira
HÁTÆKNIFYRIRTÆKI eins og DeCode Genetics og OZ eru fyrirtæki framtíðarinnar. Á þeirra vettvangi liggja sóknarfærin fyrir íslenzkt atvinnulíf. Þetta segir í leiðara Viðskiptablaðsins nýlega. Jákvæðar fréttir
Meira
Appelsínuslagur á Ítalíu ÍTALIR halda kjötkveðjuhátíð eins og Þjóðverjar en þar er öllu meiri hætta á meiðslum. Hér sést mynd frá hátíðinni í Ivreu á Ítalíu þar sem menn klæddir skikkjum að hætti miðalda riddara alræmds konungs eru á hestvagni á meðan "almúgariddarar" gera aðför að þeim.
Meira
UPPLESTUR verður haldinn í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, í dag, fimmtudag, frá kl. 1718. Árni Ibsen, ljóðskáld, leikskáld og þýðandi frá Hafnarfirði, mun lesa úr ljóðum sínum.
Meira
Smáskífa er væntanleg frá Bellatrix í mars og fyrirhugað er að sveitin fylgi smáskífunni eftir með tónleikum víðs vegar í Bretlandi. Platan g, sem kom út á síðasta ári, hefur fengið frábæra dóma í breskum tónlistarblöðum og eiga þarlendir vart orð til að lýsa hrifningu
Meira
Ekki búin að gefa upp alla von SÖNGKONAN og leikkonan Julie Andrews gekkst undir aðgerð á hálsi árið 1997 og hefur ekki getað sungið síðan. Julie lék og söng á sjöunda áratugnum í kvikmyndunum Mary Poppins og Tónaflóði sem báðar nutu mikilla vinsælda.
Meira
Fjölskylduskemmtun á Ísafirði Fjölskyldan dansar kokkinn SKAPAST hefur löng hefð fyrir því á Ísafirði að nemendur í 10. bekk grunnskólans og foreldrar þeirra ásamt kennurum komi saman og blóti þorra. Foreldrar hafa að mestu undirbúið skemmtunina, séð um skemmtiatriðin og undirbúið salinn.
Meira
FIÐLAN sem Dmitríj Sitkovetskíj leikur á í kvöld er merkilegur gripur. Hún er smíðuð árið 1717, fyrir 282 árum, af sjálfum Antonio Stradivari, sem yfirleitt er talinn fremsti fiðlusmiður sem uppi hefur verið. "Þetta er frábært hljóðfæri sem ég var svo lánsamur að eignast fyrir sextán árum. Fiðlur verða ekki betri.
Meira
GÍTARDÚETTINN Dou-de-mano í leikur Njarðvíkurkirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á tónleikunum verður flutt suður-amerísk tónlist, m.a. verk eftir Manuel Ponce, Astor Piazzolla, Leo Brouwer og Celso Machado. Gítardúettinn Duo-de-mano hefur starfað með hléum síðan síðla árs 1994 og leikið við ýmis tækifæri, á tónleikum og í sjónvarpi. Dúettinn skipa þeir Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason.
Meira
GUNNHILDUR Björnsdóttir opnar myndlistarsýningu á Hótel Selfossi á morgun, föstudag. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og hefur sýningin yfirskriftina Vetrarblik. Gunnhildur stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistarakadeíuna í Helsinki og Listaskólanum Valand í Gautaborg.
Meira
Í THUNDERBOLT leikur Jackie Chan bílahönnuð í japanskri bílaverksmiðju þar sem hann hefur hannað bíl sem er með fullkominni árekstrarvörn. Hann reynsluekur bílnum sjálfur án leyfis og er rekinn fyrir bragðið og flytur þá til heimahaganna í Hong Kong. Þar hefur um skeið átt sér stað ólögleg keppni í kappakstri sem fram fer að næturlagi og hafa margir látið lífið í keppninni.
Meira
Haust- og vetrartíska Philips Treacey Hugmyndaauðgi í hattagerð Á TÍSKUVIKUNNI í New York sýndi írski tískuhönnuðurinn Philip Treacy hönnun sína fyrir næstkomandi haust og vetur og voru herlegir hattar í aðalhlutverki, enda hattagerð hans sérsvið.
Meira
Hundaat MENN frá Uzbekistan halda mið-asískum fjárhundum sínum meðan þeir slást. Hundaat er vinsælt tómstundagaman í Uzbekistan og skipuleggja hundaeigendur allt upp í 12 hundaslagi á dag um helgar.
Meira
ENDUR fyrir löngu veiktist háttsettur maður í Kína alvarlega. Í þá daga var því trúað að fólk yrði veikt ef illir andar tækju sér bólstað í því en til að varna öndunum inngöngu brá maðurinn á það ráð að fá tvo herforingja til að standa vörð við útidyrnar heima hjá sér. Innan skamms öðlaðist maðurinn fulla heilsu á ný og þakkaði það varðmönnunum.
Meira
Ilmandi afmæli FATAHÖNNUÐURINN Gianfranco Ferre átti 20 ára starfsafmæli á dögunum og í tilefni þess hannaði hann nýjan dömuilm, Ferre 20. Hérlendis hefur heildverslunin Forval umboð fyrir vörur Gianfranco Ferre og var haldin afmælisveisla á veitingahúsinu Vegamótum í tilefni nýja ilmsins og var gestum boðið upp á veitingar.
Meira
LEIKARINN Pierce Brosnan lítur á hina fögru ítölsku leikkonu Mariu Grazia Cuccinotta eftir komu þeirra til Bilbao á Spáni á mánudag. Hún er þekktust fyrir rómaða frammistöðu sína í ítölsku myndinni Il Postino sem tilnefnd var til óskarsverðlauna.
Meira
RÚLLETTURNAR, frækið lið hins konunglega ástralska flughers, sýndu listir sínar á opnunardegi Áströlsku flugsýningarinnar suðvestur af Melbourne á þriðjudag. Rúlletturnar eru þekktar fyrir listflug sitt og hafa sýnt um allan heim.
Meira
LISTAMAÐUR mánaðarins í Listakoti, Laugavegi 70, er Sigríður Helga Olgeirsdóttir leirlistakona. Sigríður Helga sýnir að þessu sinni jarðbrennda leirskúlptura sem vísa til náttúruforma. Frá því að hún útskrifaðist 1992 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands hefur hún verið með tvær einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.
Meira
Í TJARNARSKÓLA eru heimaverkefni unnin á skemmtilegan og frumlegan hátt. Í vetur hefur heimavinna nemenda falist í viðamiklum rannsóknarverkefnum þar sem sérhver nemandi velur sér viðfangsefni og kannar það ofan í kjölinn. Verkefnunum er síðan skilað á u.þ.b. fimm vikna fresti. Þau eru ýmist í formi ritgerða, veggmynda, líkana, á geisladiskum, myndböndum, ljósmyndum eða snældum.
Meira
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 1418. Aðgangur ókeypis. Til 28. febrúar. SANDBLÁSTUR er táknræn athöfn í tvennum skilningi. Annars vegar eyðir hún og sverfur með því að mjatla allt efni ofan í örfínt ryk. Hins vegar varðveitir hún með því að grafa í hvaða efnivið sem vera skal þær rúnir sem ætlað er að standi.
Meira
Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Berlín voru um síðastliðna helgi kynntir átján ungir og upprennandi leikarar frá alls fjórtán Evrópulöndum. Verkefni þetta, sem nú er staðið að í annað skipti, kallast Stjörnur á uppleið eða "Shooting Stars" og er á vegum European Film Promotion. Kvikmyndasjóður Íslands sem er aðili að verkefninu tilnefndi Ingvar Sigurðsson, sem nú tók þátt, fyrstur íslenskra leikara.
Meira
Unnur Sveinbjarnardóttir og Einar Jóhannesson og Anna Guðný Guðmundsdóttir léku verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bruch, Brahms og Schumann. Þriðjudagurinn 16. febrúar, 1999. UNNUR og Einar luku prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrir 30 árum.
Meira
HANN er ungur kvikmyndaleikstjóri og er að leita að stúlku til þess að leika aðalhlutverkið í stuttmynd. Hún er þrettánda stúlkan sem kemur í prufu til hans út af hlutverkinu en sjálf er hún að fara í prufu í fyrsta sinn.
Meira
Bresku tónlistarverðlaunin fyrir árið 1998 Robbie Williams sópaði að sér verðlaunum HANN hefur verið kallaður prins breskrar popptónlistar og ekki að ástæðulausu ef marka má vegtyllur hans á þriðjudaginn þegar hann hlaut þrenn verðlaun á "Brit Awards"-hátíðinni, sem er Grammy-verðlaunahátíð þeirra í Bretlandi.
Meira
UNGUR missti hann föður sinn. Móðir hans átti því ekki annarra kosta völ en leggjast af alefli á árarnar vinna fyrir fjölskyldunni. Og hvaða fag varð fyrir valinu? Auðvitað tónlist, eins og hún átti kyn til. "Hún er þriðji ættliður atvinnutónlistarfólks, ég sá fjórði," segir sonurinn. "Píanóið er hennar líf og yndi og ég átti góða æsku.
Meira
ÞRENNIR tónleikar eru ákveðnir á vegum Styrktarfélags Íslensku óperunnar. Þar koma fram Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Isabel Fernholz, Sólrún Bragadóttir og Elsa Waage syngja við undirleik Gerrit Schuil og á þriðju tónleikunum syngur pólsk sönkona, Agnes Wolska, við undirleik Elsebeethar Brodersen.
Meira
ÉG SKORA á alla Íslendinga sem á penna geta haldið, þar á meðal skólafólk, að skrifa nafn sitt á þau eyðublöð sem fást hjá landlækni, í mótmælaskyni gegn þeirri löggjöf um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem þrýst var í gegn á Alþingi 17. desember 1998. Þessi nýju lög svipta Íslendinga almennum mannréttindum og ná yfir merg þjóðarinnar.
Meira
Á örfáum árum hefur Reykjavík glatað forystuhlutverki sínu á mörgum sviðum, ekki síst í skipulagsmálum. Vöxtur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mikill, en þó minnstur í Reykjavík. Kostir húsbyggjenda hafa verið fáir og fjöldinn hefur leitað í Kópavog. Þar í bæ hafa menn byggt upp mikil íbúðarsvæði og öfluga þjónustu á tíma stöðnunar í Reykjavík.
Meira
MARGT hefur verið talað um prófkjör vinstrimanna og sérstaklega í Reykjavík. Vinstrimenn hafa tekið þá ákvörðun einu sinni enn að sameinast mót Sjálfstæðisflokknum að þeirra sögn. En það eru fáir sem sjá annað en að þetta veki enn meiri sundrungu hjá vinstraliðinu en áður hefur þekkst.
Meira
NÚ eru liðin meira en 2 ár síðan byrjað var að leggja 10% skatt á tekjur af fjármagni, 10% af þeim arði sem fjármagnið skilaði til eigenda. Mér datt þá fljótlega í hug að líklegt væri að lífeyrir, sem lífeyrisþegar fengu frá tryggingasjóðum væri að verulegu leyti af fjármagni, sem kæmi fram við ávöxtun á hinum reglubundnu greiðslum,
Meira
STÚDENTAR með sértæka námsörðugleika (dyslexíu) rekast á margar hindranir á skólaferli sínum. Nemendur með sértæka námsörðugleika geta átt í erfiðleikum með lestur, stafsetningu og skrifað mál og átt í talnaörðugleikum. Oft eiga þeir erfitt með að ná tökum á skriflegu máli (t.d. stafrófi, talna- og nótnalestri) en örðugleikarnir geta einnig haft áhrif á tjáningu tungumáls að einhverju leyti.
Meira
FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur sýnt það enn og aftur að hann er flokkur unga fólksins. Í nýafstöðnu prófkjöri á Norðurlandi vestra náðu tveir ungir menn glæsilegum árangri. Annars vegar er það Árni Gunnarsson, sem lenti í öðru sæti og hins vegar Birkir Jón Jónsson, sem náði fjórða sætinu. Báðir hlutu þeir afgerandi kosningu og eru vel að úrslitunum komnir.
Meira
UNDANFARIN á hefur það tíðkast að stórframkvæmdir á vegum opinberra og hálfopinberra fyrirtækja eru boðnar út í svokölluðum alútboðum. Hér má t.d. benda á Búrfellslínu, miðlunarframkvæmdir og byggingar virkjana. Ef við lítum á Búrfellslínu mátti skipta því verkefni upp í nokkra þætti.
Meira
FEGINN varð ég að hafa látið af því verða að sjá leikrit Ragnars Arnalds, alþingismanns, um Miklabæjar-Solveigu. Átti ég auðvelt með að fylgjast með hverri setningu, en það stafaði meðal annars af góðum leik og þó einkum því, að vel er ritað, á góðri íslensku. "Tunga Íslands yrkir sjálf...
Meira
Í STJÓRNARTÍÐINDUM B 1998 nr. 285, 18. maí 1998, er auglýst ný reglugerð um raforkuvirki. Í henni segir að tilgangur hennar sé að draga sem mest úr hættu og tjóni af raforkuvirkjum, þ.ám. neysluveitum, það er í raflögnum í íbúðarhúsnæði og álíka húsnæði. Þetta er vissulega góður ásetningur þeirra sem setja reglurnar. Í kafla 1.6.5. reglugerðarinnar stendur m.a.
Meira
ÞAÐ hefur löngum verið vinsælt fjölmiðlaefni að taka viðtöl við Íslendinga sem gera það gott erlendis. Oft eru það fagrar konur sem giftast auðugum mönnum og duglegir karlmenn sem komast til metorða í atvinnulífi. Ósjaldan fléttast inn í þessi viðtöl alhæfðar lýsingar á lifnaðarháttum og einkennum heimamanna, séðum með augum nýbúanna. Hinn 10.
Meira
UM bréf frá talsmanni félagsins Zion, vinir Ísraels, Ólafi Jóhannssyni, í Morgunblaðinu 24. janúar bls. 49. Vini Ísraels hafa kannski vantað í skólann þegar mannkynssagan og landafræðin fjölluðu um Palestínu. Biblían er ekki áreiðanleg landafræðibók.
Meira
VORMENN Íslands hafa alltaf þurft að kemba sig í gegnum framsóknarflókann til að sjá til sólar. Vistbönd bænda í SÍS-veldinu voru gerð upp með brostnum vonum og bakverk. Bændur áttu aldrei neitt í SÍS þegar vel gekk, en aftur á móti alltaf skuldirnar þegar illa gekk. Ekki gátu þeir legið úr sér ótuktina í Bændahöllinni. Hún var aldrei hugsuð þannig.
Meira
BRÉF þetta er ritað vegna atviks sem henti mig sem Netnotanda. Forsaga málsins er sú að í október-nóvember 1998 breytti Landssíminn hf. hjá sér notendakerfinu, en ég er Netnotandi og sæki mína þjónustu þangað. Fór að bera á vandræðum með að ná sambandi við Netið og hringdi ég til að athuga hvenær þetta myndi lagast. Svörin voru alltaf þau sömu, "eftir tvær til þrjár vikur".
Meira
ÁRIÐ 1991, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við völdum, námu skuldir ríkissjóðs 87.995 kr. (áttatíuogsjömilljörðumníuhundruðníutíuogfimmmilljónum króna) reiknaðar á verðlagi ársins 1998. Árið 1996 í árslok námu skuldir ríkissjóðs 174.466 kr. (eitthundraðsjötíuogfjórummilljörðumfjögurhundruðsextíuogsexmilljónum króna) á sama verðlagi. Þær höfðu því hækkað um 86.
Meira
ÁRIÐ 1991, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við völdum, námu skuldir ríkissjóðs 87.995 kr. (áttatíuogsjömilljörðumníuhundruðníutíuogfimmmilljónum króna) reiknaðar á verðlagi ársins 1998. Árið 1996 í árslok námu skuldir ríkissjóðs 174.466 kr. (eitthundraðsjötíuogfjórummilljörðumfjögurhundruðsextíuogsexmilljónum króna) á sama verðlagi. Þær höfðu því hækkað um 86.
Meira
TÆPLEGA er neitt ríkara í mannlegu eðli en sjálfsbjargarviðleitnin. Það er því ekki undarlegt að aldraðir kveinki sér undan allri þeirri umræðu er flæðir yfir þá og aðra í mynd aumkunarverðrar forræðishyggju nú á ári aldraðra. Það er sorglegt hve mjög hin neikvæða umfjöllun um þennan aldurshóp hefur rænt marga þeirra gleði elliáranna.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU fimmtudaginn 11. febrúar síðastliðinn birtist grein eftir Jakob F. Ásgeirsson undir fyrirsögninni "Af vondum kennslubókum". Þar fjallar Jakob um bókina Sögur, ljóð og líf eftir Heimi Pálsson sem hefur að geyma bókmenntasögu 20. aldar og er einkum ætluð framhaldsskólanemum.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU 20. desember síðastliðinn birtist viðtal Jakobs F. Ásgeirssonar við Ragnar Arnalds alþingismann. Tilefni viðtalsins var útkoma bókar þess síðarnefnda sem ber heitið Sjálfstæðið er sívirk auðlind. Í viðtalinu kemur fram að ástæðan fyrir bókarskrifum Ragnars sé "skrímslið ógurlega ESB".
Meira
NÚVERANDI valdhafar hafa mikið verið gagnrýndir fyrir það, að þeir séu sýknt og heilagt að seilast ofan í vasa fátæks fólks og lasburða, ef þeir þurfa að rétta við hag hins opinbera, en hlaði á sama tíma undir þá, sem efnameiri eru. Þetta ætti kannski ekki að koma svo mjög á óvart.
Meira
FRÉTTABLAÐ Eflingar, hins sameinaða félags D&F, FSV og Sóknar vakti nýlega athygli á máli ungs Seltirnings, Kristins Magnússonar, sem lenti í ryskingum í miðborg Reykjavíkur í lok september sl. Málið hafði alvarlegar afleiðingar fyrir Kristin og fjölskyldu hans og er um margt dæmigert fyrir stöðu ungs fólks á vinnumarkaði.
Meira
STÚDENTAR við Háskóla Íslands kjósa sér á hverju ári fulltrúa í Stúdentaráð. Stúdentaráð er lýðræðislega kjörin fulltrúasamkunda og vettvangur hagsmunabaráttu stúdenta. Allir nemendur Háskólans hafa kjörgengi og kosningarétt og geta þannig með beinum hætti haft áhrif á hvernig hagsmunabarátta þeirra er rekin, jafnt innan Háskólans sem utan hans.
Meira
ÞEGAR ég las greinina um hinar nýstárlegu minkaveiðar á Íslandi, sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember síðastliðinn, fannst mér upplagt að leggja orð í belg, eins konar viðbæti. Ástæðan er sú, að ýmislegt hljómar kunnuglega og er ekki eins nýstárlegt mér eins og mörgum öðrum. Afi minn, Guðmundur Ragnar Brynjólfsson, fyrrv.
Meira
SÉRLÖG um Háskóla Íslands hafa verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Frumvarp þess efnis hefur verið gert opinbert og verður lagt fram af ríkisstjórninni á næstunni. Í þessu frumvarpi er að finna ýmsar gagngerar breytingar á stjórn Háskólans og er markmið þeirra breytinga að auka sjálfstæði skólans og gera stjórn hans skilvirkari og markvissari en nú er.
Meira
FÖSTUDAGINN 29. janúar síðastliðinn geystist fram á ritvöllinn á síðum Morgunblaðsins útgerðarmaður úr Vestmannaeyjum, Magnús nokkur Kristinsson, og fór mikinn í grein sinni er bar yfirskriftina "Jólagrautur Alþingis".
Meira
ÞEGAR tvö lið eigast við í bikarúrslitaleik í fótbolta ráðst úrslitin á skoruðum mörkum í viðkomandi leik. Um þetta eru allir sammála, ekki satt? Okkur þætti það óeðlilegt og í hæsta máta óréttlátt ef annað liðið hefði þyngra vægi en hitt fyrir leikinn, t.d. fengi að byrja með tveggja marka forskot. En þannig er það í bikarúrslitaleiknum sem fram fer í vor, þ.e.a.s. kosningunum til Alþingis.
Meira
NOKKUÐ undarleg virðast viðbrögð formanns Framsóknarflokksins í nýhafinni kosningabaráttu: Hann hefur marg tönnlast á því að Framsóknarflokkurinn gangi óbundinn til kosninga. Á sama tíma er hann að senda Samfylkingunni tóninn um ónýta vinstri stefnu.
Meira
SAGT hefur verið að þrennt sé nauðsynlegt til þess að þjóð nái samkomulagi um að vernda stór, ósnortin svæði, eða víðerni; víðernin séu minnkandi, þjóðarleiðtogarnir vel menntaðir og þjóðin sé vel stæð.
Meira
Undurblíð hvarmaljós elskulegrar ömmu minnar eru nú slokknuð. Á nítugasta og níunda aldursári lét hún augun aftur í hinsta sinn og sameinaðist eilífðinni ofurhægt og hljótt. Eftir stöndum við flokkurinn hennar, horfum um öxl og minnumst þeirra gjafa er hún gaf okkur, hverju og einu.
Meira
Þegar fréttir af andláti vina og vandamanna berast hvarflar hugurinn gjarnan á vit minninganna. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti að Björg Valdimarsdóttir væri öll. Ekki er ætlunin í þessari stuttu kveðju að rekja æviferil Bjargar, enda er ég aðeins kunnugur litlum hluta hans. Veit þó að á langri ævi mátti hún þola sorg og ástvinamissi sem ung kona en stóð keik af sér storma lífsins.
Meira
Björg Valdemarsdóttir er látin 98 ára að aldri. Það var árið 1946 sem við Björg hittumst fyrst. Elsti sonur hennar, Björn, hafði boðið mér til Hríseyjar til að kynnast tilvonandi tengdafólki. Björg var þá og fram á síðustu stund glæsileg kona. Það sem einkenndi hana var hve hún var fáguð í framkomu, ákveðin en háttvís og örugg.
Meira
Hinn 20. september árið 1900 fæddist í Ólafsfirði stúlka er skírð var Björg. Þennan umrædda dag gerði aftaka veður fyrir öllu norðurlandi sem olli skipa- og mannskaða. Í ljósi þessa fékk stúlkan viðurnefnið Bylja-Björg. Ekki festist nafnið við hana, hefur sjálfsagt ekki þótt viðeigandi, því stúlkan varð hvers manns hugljúfi er hún óx úr grasi.
Meira
Björg Valdemarsdóttir Svo leggur þú á höfin blá og breið á braut frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum.
Meira
BJÖRG VALDEMARSDÓTTIR Björg Valdemarsdóttir fæddist að Litla Árskógi í Eyjafirði 20. september árið 1900. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdemar Guðmundsson, skipstjóri og bátasmiður, f. í Fagraskógi 11. júlí 1860, og kona hans Þórdís Hallgrímsdóttir, bónda á Stóru-Hámundarstöðum.
Meira
Okkur systurnar langaði að kveðja hana ömmu Eddu með nokkrum orðum. Amma og afi hafa alla okkar tíð búið í sama húsi og við, og þar sem amma var heimavinnandi var hún mjög stór hluti af okkar lífi. Okkur elstu systurnar passaði hún eftir skóla, gaf okkur að borða og lagði um leið lífsreglurnar.
Meira
Mig langar í fáeinum orðum að minnast Eddu, tengdamóður minnar. Fyrst og fremst vil þakka henni fyrir að hafa átt hana Kötu, og þann stuðning sem hún veitti okkur við uppeldi dætra okkar. Það var lán okkar hjóna og ekki svo lítils virði að vita af þeim í öruggu skjóli að afloknum degi í leikskólanum og síðar í grunnskólanum.
Meira
Við fráfall Eddu móðursystur minnar leitar hugurinn til baka og ekki síst til bernskuáranna. Til þess tíma þegar hluti af hinu daglega lífi var að fá fréttir af Nesinu og ferðirnar á milli Kópavogs- og Nesfjölskyldnanna voru tíðari en í dag.
Meira
EDDA ÞÓRZ Edda Þórz var fædd í Brekku í Reykjavík 4. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Iðunn Sigurðardóttir, f. 5.10. 1897, d. 2.5. 1981 og Þórður Þórðarson, f. 25.3. 1894, d. 9.8. 1982. Edda átti eina systur, Sif Þórz, danskennara, f. 16.6. 1924. Maki hennar er Valgarð J. Ólafsson, f. 24.9. 1919.
Meira
Hann Einar Hannesson, vinur okkar, er farinn úr þessum heimi og kemur aldrei aftur til þess að sækja okkur í sunnudagaskólann. Einar kom á hverjum sunnudegi á rauða bílnum sínum, flautaði fyrir utan húsið okkar og þá vorum við tilbúnir að fara með honum og Gísla Val sem alltaf var með langafa sínum. Áður en farið var í sunnudagaskólann var oftast farið niður á bryggju að kíkja á bátana.
Meira
EINAR HANNESSON Einar Hannesson fæddist í Vestmannaeyjum 17. júní 1913. Hann lést í Landspítalanum 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. febrúar.
Meira
Sumir menn kjósa að vinna verk sín í hljóði. Og slíkir menn kenna manni oft, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Einn þessara manna var Gunnlaugur Eyjólfsson. Lungann úr sinni starfsævi, á fjórða áratug, vann hann hjá P. Árnason sf. allt þar til hann fór á eftirlaun.
Meira
GUNNLAUGUR EYJÓLFSSON Gunnlaugur Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 15.1. 1924. Hann lést á heimili sínu Lindargötu 22 4. febrúar 1999. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. 9.1. 1896, d. 5.9. 1977 og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, f. 5.4. 1894, d. 20.1. 1988.
Meira
Í dag kveðjum við fyrrverandi samstarfsmann, Gunnlaug Pétursson, sem lést aðfararnótt sunnudagsins 31. janúar á 84. aldursári. Gunnlaugur var meðal fyrstu starfsmanna Þjóðhagsstofnunar er hún hóf starfsemi árið 1974 og vann hér þar til hann fór á eftirlaun árið 1985.
Meira
GUNNLAUGUR PÉTURSSON Gunnlaugur Pétursson var fæddur á Háafelli í Hvítársíðu 7. maí 1915. Hann lést 31. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. febrúar.
Meira
Amma Björg kvaddi í síðustu viku á þann hljóðláta og virðulega hátt, sem henni sæmdi. Allar eigum við góðar minningar um hana. Fyrstu ár okkar þegar amma var búsett í Reykjavík en við á Siglufirði hlökkuðum við alltaf mikið til að fá að vera nálægt henni. Seinna varð það svo sannarlega að veruleika þegar við fluttum suður og bjuggum um tíma hjá ömmu og afa á Kleppsveginum.
Meira
Elsku afi minn, takk fyrir allar okkar stundir og hestinn minn hann Sörla sem þú gafst mér á hestamannamótinu á Kaldármelum fyrir tveimur árum. Afi, ég mun alltaf hugsa vel um hann Sörla. Afi, það verður skrýtið að koma til ömmu Sigrúnar og engin afi þar, en ég veit að þú ert hjá guði. Þú varst alltaf í góðu skapi og þannig mun ég alltaf minnast þín, elsku afi minn.
Meira
Það er svo ótrúlegt þegar litið er til baka, hvað árin líða hratt og það, sem manni finnst hafa gerst fyrir ekki svo löngu og er ferskt í minningunni, er allt löngu liðið. Samferðafólkið fellur frá hvað af öðru og allt í einu er farinn hópur fólks sem manni þótti vænt um. Fólkið manns, sem hittist alltaf á mannamótum í fjölskyldunni og deildi saman gleði og sorgum.
Meira
Elsku pabbi. Þá hafa englarnir tekið á móti þér eftir langa baráttu. Það var ótrúlegt hvað þú áttir alltaf mikið af áhugamálum og varst duglegur að stunda þau. Það leið ekki sá dagur að þú værir ekki að grúska í einhverju, annaðhvort var það golfið, spilamennskan, eða hestamennskan og alltaf stundaðir þú þessi áhugamál með okkur börnunum þínum sem er eitt af því besta sem feður geta gert.
Meira
Elsku frændi. Þriðjudaginn 9. febrúar fékk ég þá sorgarfrétt að þú hefðir fengið hvíldina eftir þjáningar liðinna mánaða. Minningar streyma fram í hugann, þar sem þú og þín fjölskylda hafið alltaf verið stór partur af okkar lífi. Fyrir utan gamla góða daga hér á árum áður er eftirminnileg sumarbústaðarheimsókn sumarið 1988 og ferðin í sumar yfir Sprengisand.
Meira
Það er oft erfitt að sætta sig við það þegar kallið kemur og sjá á eftir ættingja í blóma lífsins yfirgefa þennan heim. Hann nafni frændi er farinn. Sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit, því hefur maður komist að. Það var á síðastliðnu ári að nafni tjáði mér að hann væri með hinn illræmda sjúkdóm sem oft er erfitt að koma í veg fyrir að fari sínu fram.
Meira
SKÚLI ÍSLEIFSSON Skúli Ísleifsson var fæddur í Tröð á Álftanesi 10. ágúst 1942. Hann lést á heimili sínu 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ísleifur Magnússon frá Heinabergi á Skarðsströnd í Dalasýslu, f. 19. júlí 1914, d. 2. október 1983, og Guðríður Gestsdóttir frá Dal á Snæfellsnesi, f. 18. febrúar 1918, d. 1. ágúst 1979.
Meira
Þegar nefnt er nafn Þorgeirs Ibsen koma í hugann mörg orð sem tengjast honum. Höfðingi, heiðursmaður, stjórnandi, sögumaður, fræðimaður, og síðast ekki síst eiginmaður, faðir og afi. Það varð einmitt þannig sem við þekktum hann best. Ekkert stóð hjarta hans nær en Ebba, börnin og barnabörnin. Hann umvafði þau með kærleik og elsku og studdi þau og hvatti til dáða.
Meira
ÞORGEIR IBSEN Þorgeir Guðmundur Ibsen fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 26. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. febrúar.
Meira
Síðastliðinn aðfangadag sá ég Þorstein í síðasta skipti. Hann sagði þá eins og svo oft áður: "Já, mikið man ég nú vel eftir þér tveggja ára gömlum liggjandi á gólfinu." Síðan eru liðin tuttugu og þrjú ár. Þorsteinn var erfitt og óþjált nafn fyrir lítinn dreng sem kunni ekki að segja "r". Því fékk hann nafnið Skeggi og nafnið festist við hann og hélst þótt skeggið væri stundum rakað af.
Meira
ÞORSTEINN HANNESSON Þorsteinn Hannesson, söngvari fæddist á Siglufirði 19. mars 1917. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 12. febrúar.
Meira
DOLLAR hafði ekki verið hærri gegn jeni í tvo mánuði í gær eftir yfirlýsingar japanskra embættismanna um að þeir mundu sætta sig við lækkun jens og óvissa ríkti í Wall Street vegna mótsagnakenndra hagtalna. Olíuverð lækkaði í innan við 10 dollara tunnan í fyrsta skipti síðan í desember og nægar birgðir mæla gegn hækkun í bráð. Síðdegis seldist dollar á 119,13/18 jen.
Meira
NÁMSKEIÐ um forvarnir í söluturnum verður haldið á vegum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Kaupmannasamtakanna og lögreglunnar í Reykjavík næstkomandi laugardag. Er það einkum ætlað ungum starfsmönnum söluturna og hvetur Pétur A. Maack, varaformaður VR, eigendur söluturna og foreldra til að senda unglingana á námskeiðið.
Meira
FYRSTA netblómabúðin sem starfrækt er hérlendis verður opnuð formlega í dag á vegum blómabúðarinnar Blóma og ávaxta. Neytendur alls staðar að úr heiminum geta nú pantað blóm á Netinu og sent hvert á land sem er innan Íslands. Sylvía Sigurþórsdóttir er eigandi Blóma og ávaxta. Hún keypti verslunina fyrir fimm mánuðum, meðal annars með þann möguleika í huga að opna netverslun.
Meira
Í DAG, fimmtudaginn 18. febrúar, hefst í Hagkaupsverslunum útsala á svínakjöti. Samkvæmt upplýsingum Victor Kiernan hjá Hagkaup nemur lækkunin 20% til 40%, og segir hann að því sé um talsverða kjarabót að ræða fyrir neytendur. Hins vegar er tekið fram að um takmarkað magn er að ræða eins og alltaf þegar svona útsölur fara í gang, eða um alls um 15 tonn.
Meira
Margaretha, póstverslun með hannyrðavörur, hefur verið starfrækt á Íslandi frá síðastliðnu sumri. Í fréttatilkynningu frá póstversluninni segir að nýr vörulisti sé kominn til landsins og að honum sé dreift um land allt, fólki að kostnaðarlausu. Í listanum er að finna hannyrðavörur fyrir byrjendur og fagfólk.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, verður fimmtugur Guðjón H. Bernharðsson, kerfisfræðingur og framkvæmdastjóri Tölvubankans hf. Eiginkona hans er Helga Jónsdóttir. Þau hjónin eru núna á ferðalagi í Mexíkó.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, verður fimmtug Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Vesturgötu 32, Akranesi. Eiginmaður hennar er Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri. Þau hjónin taka á móti gestum í Fjölbrautaskóla Akraness í dag kl. 17.3019.30.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, er fimmtugur Júlíus H. Gunnarsson, Sólvallagötu 12, Keflavík. Hann og eiginkona hans, Ástríður Sigurvinsdóttir, taka á móti vinum og vandamönnum í Kiwanishúsi Keflavíkur, Iðavöllum 3c, Keflavík, laugardaginn 20. febrúar, kl. 20-23.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, verður sjötug Kristlaug Vilfríður Jónsdóttir, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, fulltrúi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Kristlaug og maður hennar, Kristinn Bjarnason, verða að heiman á afmælisdaginn á heimili dóttur þeirra að: 20 Lincoln Avenue, Wimbledon, London S.W.- 5JT.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, verður áttræður Karl Sigmundsson frá Heiðarhúsum í Reykjavík, til heimilis að Völvufelli 46, Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru 7. Karl hefur verið starfsmaður Reykjavíkurborgar í 25 ár.
Meira
ANNAR fyrirlestranna í röð fyrirlestra á föstuinngangi og á föstu, sem Reykjavíkurprófastsdæmi eystra býður upp á, verður í dag, fimmtudaginn 18. febrúar. Fyrirlesturinn er í Seljakirkju og hefst kl. 20.30. Þar mun sr. Kristján Valur Ingólfsson fjalla um guðfræði guðsþjónustunnar, innihald hennar og merkingu. Að fyrirlestrinum loknum gefst tóm til umræðna yfir kaffibolla.
Meira
KONU þessa vantaði uppskriftir í brauðvélina sína. Ég á enga brauðvél, en get ekki ímyndað mér annað en að allar almennar brauðuppskriftir henti í slíka vél og ætla því að reikna með því. Í fyrra las ég í blaði viðtal við par sem ætlaði að fara að búa. Það var spurt hvaða heimilistæki væru nauðsynleg og svaraði að það þyrfti ísskáp, þvottavél, ryksugu, kaffivél og brauðvél. Þá höfum við það.
Meira
Í dag er fimmtudagur 18. febrúar, 49. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!" (Matteus 17, 5.
Meira
MIKIÐ fannst Víkverja ánægjulegt að fylgjast með fyrsta þættinum um "Kalda stríðið", sem ríkissjónvarpið hefur hafið sýningar á. Þættirnir, sem gerðir eru af Turner-samsteypunni í samvinnu við fleiri aðila, eru afskaplega vel gerðir og koma þar fram ýmsar myndir, sem ekki hafa sést áður. Í þættinum síðastliðið mánudagskvöld kom berlega í ljós í viðtölum, m.a.
Meira
NORSKA landsliðið og sveit Zia spiluðu saman í síðustu umferð Flugleiðamótsins. Leikurinn var sýndur á töflu og var hin besta skemmtun, því bæði voru spilin fjörleg og svo var vel á þeim haldið. Á næstu dögum verður litið á nokkur spil úr leiknum og við byrjum á glæsilegum varnartilþrifum hjá Zia og Shenkin: Suður gefur; NS á hættu.
Meira
ÉG undirritaður skrifaði niður hugleiðingar mínar um feimni, einmanaleika og makaleit, og fékk þær birtar í Velvakanda þriðjudaginn 9. febrúar sl. Viðbrögðin voru með slíkum eindæmum; síminn nánast þagnaði ekki og það var greinilegt að nú hafði ég stungið á einstaklega viðkvæmu kýli, þ.e. hvernig fólk ber sig að við makaleit hér á landi.
Meira
STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp á opnu móti í Malaga á Spáni sem lauk á mánudaginn. Spánski stórmeistarinn San Segundo(2.480) hafði hvítt og átti leik gegn landa sínum Gallardo. 12. Bxf7+! Kf8 (Eftir 12. Kxf7 13. Dh5+ er svartur óverjandi mát í þriðja leik) 13.
Meira
OTTMAR Hitzfeld, sem gerði Borussia Dortmund að Evrópumeistara í knattspyrnu, er greinilega réttur maður á réttum stað sem þjálfari Bayern M¨unchen. Fáir efast nú um að ráðning hans var rétt. Hitzfeld hefur náð að bæta ímynd Bayern, sem er oft nefnt FC Hollywood vegna stöðugra yfirlýsinga stjarnanna í liðinu og varð liðið oft að athlægi fyrir vikið.
Meira
EISENACH gerði góða ferð til L¨ubeck í gærkvöldi og lagði þar heimamenn í Bad Schwartau að velli, 29:26, og er nú komið í 10. sæti þýska handknattleiksins með 19 stig, en lið Bad Schwartau er í 14. sæti með 14 stig, einu stigi frá Dutendhofen sem er í næst neðsta sæti.
Meira
TVÆR enskar knattspyrnukonur, Karen Burke og Susan Smith, hafa gert samning við ÍBV og leika með kvennaliði þess í sumar. Nær samningurinn til loka keppnistímabilsins. Burke, 26 ára frá Everton, og Smith, 19 ára frá Tranmere, hafa báðar leikið með enska landsliðinu. Von er á leikmönnunum áður en Íslandsmótið hefst í maí.
Meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um gengi Kristins Björnssonar í vetur og menn verið að velta fyrir sér gengi hans í skíðabrekkunum. Öllum er það ljóst að árangurinn hefur ekki verið góður og margir haft skoðanir á erfiðleikunum, sem fyllilega eðlilegt er.
Meira
HERMANN Hreiðarsson, leikmaður 3. deildarliðsins Brentford í Englandi, skoraði mark í 2:1-ósigri liðsins gegn Swansea á þriðjudag. Hermann skoraði einnig gegn Torquay United um síðustu helgi. Hann sagði að Brentford hefði leikið sinn besta leik á útivelli gegn Swansea í langan tíma, en það hefði ekki nægt til sigurs. Brentford er í 4. sæti 3. deildar.
Meira
STAÐA efstu liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er óbreytt eftir fjölmarga leiki í gærkvöldi. Jafntefli, 1:1, varð niðurstaðan í viðureign Manchester United og Arsenal og hin sömu urðu úrslitin í viðureign Chelsea og Blackburn, þar sem þjálfari Chelsea, Gianluca Vialli, fékk að líta rauða spjaldið.
Meira
KALLE Palander, skíðamaðurinn ungi frá Finnlandi sem varð heimsmeistari í svigi, fékk höfðinglegar móttökur er hann kom heim til Finnlands frá Bandaríkjunum á þriðjudag. Hann fékk eina og hálfa milljón króna að gjöf frá heimabæ sínum, Torneå. Um leið var hann útnefndur "besta fyrirmynd æskunnar í Lapplandi".
Meira
England Deildarbikarinn Undanúrslit, síðari leikur: Leicester - Sunderland1:1 Tony Cottee 54. - Niall Quinn 34. 21.231. Leicester City vann samtals 3:2. Úrvalsdeildin: Aston Villa - Leeds1:2 Riccardo Scimeca 76. - Jimmy Floyd Hasselbaink 8., 31. 37.510.
Meira
UM 600 íslenskir knattspyrnumenn verða við æfingar erlendis um páskana samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofunum Úrvali- Útsýn og Samvinnuferðum- Landsýn, sem standa fyrir ferðum knattspyrnuliðanna.
Meira
ÞRJÁTÍU og sjö kunnustu dómarar Evrópu komu saman í Portúgal á dögunum, þar sem þeir báru saman bækur sínar um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir ýmis mistök. Greidd voru atkvæði um hvort að koma ætti upp markmyndavélum til að skera úr um hvort knötturinn færi inn fyrir marklínu eða ekki. 35 dómarar samþykktu þá tillögu að koma markmyndavélum upp á knattspyrnuvöllum, tveir voru á móti.
Meira
ÁSTRALSKA sundkonan Susan O'Neill bætti í gær 18 ára gamalt heimsmet í 200 metra flugsundi í 25 metra laug á heimsbikarmóti sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi. Hún synti vegalengdina á 2:05.37 mín. og bætti metið sem Mary Meagher frá Bandaríkjunum setti í Gainsville í Flórída 2. janúar 1981 um 0,28 sekúndur.
Meira
FORRÁÐAMENN japanska bílaframleiðandans Toyota sögðu á dögunum að fyrirtækið hygðist senda lið til þátttöku í Formúlu 1-kappakstrinum næstu fimm árin. Undirbúningur að slíku hefst strax á þessu ári en Toyota hefur lið í flestum öðrum akstursíþróttum sem keppt er í í heiminum.
Meira
EFTIR hina háðulegu Bandaríkjaferð þýska landsliðsins í knattspyrnu, hefur þýska knattspyrnusambandið sett upp vinnureglur. Uli Stielike, aðstoðarþjálfari liðsins, verður að setja tönn fyrir tungu næstu vikur og mánuði. Sambandið hefur fyrirskipað að aðeins einn talsmaður sé fyrir landsliðshópnum, það sé Erich Ribbeck, þjálfari.
Meira
KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Fulham, hefur samþykkt að stjórna enska landsliðinu í næstu fjórum leikjum þess. Keegan vildi ekki semja við enska knattspyrnusambandið til lengri tíma. Hann kveðst samningsbundinn Fulham og hyggst enska knatttspyrnusambandið halda áfram leit sinni að arftaka Glenn Hoddle, sem rekinn var úr starfi. Sagður rétti maðurinn í starfið
Meira
ÞÓRARINN Kristjánsson úr Keflavík og Framarinn Freyr Karlsson léku með varaliði Wimbledon í gærkvöldi gegn varaliði Brentford, en þeir eru til reynslu hjá Joe Kinnear og lærisveinum hans í Wimbledon.
Meira
Þrír leikmenn Internazionale voru reknir af leikvelli fyrir mótmæli á 77. mínútu í 2:0 tapleik liðsins fyrir Parma á San Siro-leikvanginum í gær, fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar. Fjaðrafokið varð á 77. mínútu í kjölfar þess að Juan Veron skoraði fyrsta mark Parma í leiknum með föstu skoti frá markteigshorni.
Meira
BEITIR NK varð var við loðnu um níu mílur austur af Hvalnesi um miðjan dag í gær og fékk 50 tonn af smárri loðnu í fyrsta kasti. "Ég hitti á litla torfu," sagði Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á Beiti, við Verið. "Þetta var prufukast en það er loðna hérna. Hún er svipuð og loðnan sem er vestar við sjáum lítinn mun.
Meira
FISKAFLI landsmanna í janúar sl. var meira en helmingi meiri en í janúar á síðasta ári, samkvæmt bráðabrigðatölum Fiskistofu. Mest munar um mun betri loðnuveiði en loðnuaflinn í janúar sl. varð nærri sexfalt meiri en í sama mánuði í fyrra. Þá jókst þorskafli janúarmánuðar nokkuð frá fyrra ári. Þorskafli skuttogara í mánuðinum jókst um meira en helming frá janúarmánuði á síðasta ári.
Meira
NIÐURSTAÐA könnunar á þekkingu fólks á stöðu hvalastofna, hvalveiðum og viðhorfum til hvalveiða í fjórum löndum, sýnir annars vegar að almenningur telur alla hvalastofna í heiminum í hættu, en viðurkennir afar litla þekkingu á þessum málum. Hins vegar kemur fram að meirihluti aðspurðra er hlynntur veiðum úr hvalastofnum, sem vísindalega er sannað að þoli veiðar.
Meira
EIGENDUR Little Caesar's- pítsukeðjunnar eru bandarísku hjónin Michael og Marian Ilitch. Þau stofnuðu keðjuna fyrir réttum 40 árum, árið 1959, í Detroit í Bandaríkjunum, þar sem þau eru búsett.
Meira
JÜRGEN Schrempp, stjórnarformaður DaimlerChrysler AG, hefur sagt að hann búist við að taka ákvörðun um kaup á hlut í japanska bílaframleiðandanum Nissan Motor Co. á næstu tveimur eða þremur mánuðum.
Meira
UM 16 milljarða króna viðskipti Kaupþings hf. með verðbréf utan Verðbréfaþings Íslands hf. á tímabilinu frá því í byrjun desember til febrúarbyrjunar voru ekki tilkynnt vegna galla í nýju tölvukerfi fyrirtækisins. Svipað tilvik kom upp á síðasta ári er Landsbanka Íslands láðist að tilkynna utanþingsviðskipti fyrir um 17 milljarða vegna tæknilegra atvika.
Meira
APPLE-fyrirtækið bandaríska er merkilegt fyrir margt. Það var á sínum tíma í fararbroddi í að móta einkatölvuna og gera hana ekki bara að almenningseign, heldur að tæki sem hver sem er gat notað. Síðustu ár hafa aftur á móti verið fyrirtækinu erfið og ekki er langt síðan menn voru teknir að semja minningargreinar og panta kransa, þar á meðal undirritaður.
Meira
FYRSTI Little Caesar's pítsustaðurinn verður opnaður í Reykjavík næsta sumar og verður þá fyrsti staður Little Caesar's í Evrópu, en félagið rekur nú 4.600 staði sem flestir eru í Bandaríkjunum.
Meira
HEILDSÖLUFYRIRTÆKIN Valdimar Gíslason ehf. og Íspakk ehf., hafa sameinast undir nafninu Valdimar Gíslason ehf. en fyrirtækin hafa þjónustað matvælaiðnað og verslun til margra ára. Að sögn Einars Þórhallssonar framkvæmdastjóra og eins eigenda fyrirtækisins var ástæðan fyrir sameiningunni sú að með sameiningu næst aukin hagræðing í innkaupum,
Meira
Borgarnesi-Hyrnan í Borgarnesi var nýlega valin fyrirtæki ársins í Borgarbyggð fyrir árið 1998. Tilkynnt var um valið á samkomu er atvinnumálanefnd Borgarbyggðar efndi til. Í máli Andrésar Konráðssonar, formanns atvinnumálanefndar, kom fram að huga þurfti að ýmsum þáttum atvinnulífsins við valið.
Meira
LÍKLEGT er að nýafstaðnar opinberar heimsóknir Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Taílands og Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til Malasíu, ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd, muni greiða fyrir auknum viðskiptum á milli Íslands og þessara landa.
Meira
VÖRUBÍLADEILD Nissan Motor Co. í Japan, Nissan Diesel Motor Co., hyggst loka verksmiðju sem framleiðir meðalstóra vörubíla og segja upp 3.000 starfsmönnum vegna endurskipulagningar. Ráðstöfunin mun líklega hjálpa Nissan í viðræðum fyrirtækisins við DaimlerChrysler, sem hafa staðið í eitt ár, að sögn sérfræðinga.
Meira
VALGERÐUR Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu við undirbúning og uppbyggingu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Valgerður lauk prófi í sjúkraþjálfun frá Kaupmannahöfn árið 1979 og mastersgráðu í þjálfunarlífeðlisfræði og hjartaendurhæfingu frá Wisconsinháskóla í Madison, USA,
Meira
MÖGULEGIR samrunar fyrirtækja hafa verið mikið í sviðsljósinu bæði innanlands sem utan undanfarin ár. Innanlands hefur umbúðamarkaðurinn ekki farið varhluta af umræðunni. Nýverið keyptu aðilar er tengjast Borgarplasti rúm 11% í Sæplasti og hafa kaupin ýtt undir umræðu um hvort fyrirtækin séu á leið í eina sæng.
Meira
STJÓRNARFORMAÐUR Nýherja hf. gefur í skyn að Þróunarfélag Íslands hf. geri sér leik að því að hafa áhrif á gengi hlutabréfa félagsins sem skráð séu á Verðbréfaþingi íslands. Hann segir einnig að einstök verðbréfafyrirtæki bjóði hlutafélögum á Verðbréfaþingi þá þjónustu að halda gengi bréfa þeirra uppi gegn framlagi frá viðkomandi félögum.
Meira
Emmanuel Jacques, formaður Fransk-íslenska verslunarráðsins, telur samskipti landanna eiga eftir að eflast og vaxa í framtíðinni. Elmar Gíslason hitti hann að máli á dögunum og fræddist m.a. um áherslubreytingar og væntingar innan ráðsins.
Meira
NEWS CORP, fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdochs, segir að hagnaður á öðrum fjórðungi reikningsárs þess hafi dalað, en hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í verði vegna þess að sérfræðingar spá því að sjónvarpsstarfsemin muni ná sér á strik á næstu sex mánuðum.
Meira
"MEGINMARKMIÐ Kína eru ekki lengur sósíalismi og hvorki eru né verða kapítalismi, heldur eru meginmarkmiðin styrkur, eining og stöðugleiki Kína. Menn eru nú að endurskoða allt annað en þessi meginmarkmið. Íhaldssemi kemur ekki endilega af hugmyndafræðilegri trú á sósíalismann, þó eitthvað sé til af því ennþá.
Meira
NÝTT íslenskt fyrirtæki, Vistorka, hefur tekið höndum saman við stórfyrirtækin, DaimlerChrysler, Norsk Hydro og Shell samsteypuna um að stofna hér á landi Íslenska vetnis- og efnarafalafélagið ehf. Félaginu er ætlað er að kanna framleiðslu- og notkunarmöguleika vetnis sem framtíðarorkugjafa og voru samningar þess efnis undirritaðir í Reykjavík í gær.
Meira
TALIÐ er að viðskipti á Netinu hafi verið fyrir 550 milljarða króna á síðasta ári, sem eru þrisvar sinnum meiri viðskipti heldur en árið 1997. Það ár voru viðskipti fyrir 168 milljarða króna. Búist er við að verslun á Netinu verði fyrir tæplega 7.600 milljarða króna árið 2003 og að 40 milljónir heimila komi til með nýta sér þann möguleika að versla á Netinu.
Meira
Stjórnarformaður Nýherja hf. gefur í skyn að Þróunarfélag Íslands hf. geri sér leik að því að hafa áhrif á gengi hlutabréfa félagsins sem skráð séu á Verðbréfaþingi íslands. Hann segir einnig að einstök verðbréfafyrirtæki bjóði hlutafélögum á Verðbréfaþingi þá þjónustu að halda gengi bréfa þeirra uppi gegn framlagi frá viðkomandi félögum.
Meira
HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. hefur keypt hluti Tanga hf., Vopnafjarðarhrepps og Lárusar Grímssonar í Skálum ehf., en samtals er um að ræða 26% hlut þessara aðila og á Hraðfrystistöð Þórshafnar nú 61,7% hlutafjár í fyrirtækinu. Kaupin hafa verið til skoðunar í nokkurn tíma þar sem misjöfn sjónarmið hafa verið uppi meðal stærstu hluthafa um rekstur fyrirtækisins og framtíðaruppbyggingu þess.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.