STJÓRNVÖLD á Kúbu staðfestu í gær að þau hygðust leiða fjóra þekkustu andófsmenn í landinu fyrir rétt næstkomandi mánudag en mannréttindasamtök hafa að undanförnu mjög gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa haft mennina í nítján mánuði í fangelsi án dóms og laga.
Meira
STJÓRNVÖLD í Japan ættu að beita sér fyrir nokkurri verðbólgu í landinu í því skyni að vinna bug á samdrættinum í efnahagslífinu. Einn af æðstu yfirmönnum IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti yfir þessu í gær í Manila á Filippseyjum.
Meira
SKÓLABIFREIÐ með sjö börnum innanborðs er talin hafa runnið til í hálku, á veginum milli Karlskoga og Örebro í Norrköping í Svíþjóð í gær, með þeim afleiðingum að hún rakst á olíuflutningabíl. Festist bifreiðin undir olíuflutningabílnum og stóðu báðar bifreiðarnar í ljósum logum þegar lögreglu og slökkvilið bar að.
Meira
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að NATO væri reiðubúið að grípa til sinna ráða ef Júgóslavíuher hæfi sókn í Kosovo áður en friðarsamningar hæfust aftur 15. mars. Bendir margt til, að hún sé undirbúningi og í fyrrakvöld stöðvuðu Serbar eftirlitsmenn ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, á landamærunum við Makedóníu og hleyptu þeim ekki áfram fyrr en seint í gær.
Meira
Í NIÐURSTÖÐUM nefndar sem Halldór Blöndal samgönguráðherra skipaði til að gera tillögur um uppbyggingu reiðleiða, áningarstaða og skiptihólfa á miðhálendi Íslands er lagt til að á næstu árum verði 350 milljónum króna varið í málaflokkinn.
Meira
Tálknafirði-Fyrir skömmu staðfesti hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps fjárhagsáætlun fyrir árið 1999. Í áætluninni er gert ráð fyrir tekjuafgangi upp á 4,5 milljónir, eftir afborgun lána og fé til framkvæmda. Reyndar verða ekki neinar stórframkvæmdir á árinu, en unnið að viðhaldsverkefnum.
Meira
Selfossi- Kiwanisklúbburinn Búrfell hélt á dögunum sinn fimmhundraðasta fund. Til þess að fagna þessum tímamótum héldu Kiwanismenn sérstakan hátíðarfund í Golfskálanum að Svarfhólsvelli í Hraungerðishreppi þar sem í boði var þorramatur og ýmislegt góðgæti.
Meira
FARIÐ hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir Nígeríumanni en hann tengist Nígeríumanni sem lagði falskar ávísanir í banka og er talið að hann hafi ætlað að svíkja út fjármuni og koma úr landi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ekki afgreitt málið í gærkvöld.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra tilkynnti þingheimi í gær að hann hefði ákveðið að láta vinna ný svör við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingflokki óháðra, um viðskipti VSÓ-verkfræðistofunnar og ríkisins. Umrædd fyrirspurnin var lögð fram á Alþingi í nóvember sl. og er þar spurt hvaða verkefni VSÓ- verkfræðistofan hafi sinnt fyrir opinberar stofnanir frá árinu 1991.
Meira
ÁTJÁN ára piltur var handtekinn laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt grunaður um að hafa framið rán í söluturni við Hagamel í Reykjavík um klukkan 21 það kvöld. Hann hefur játað verknaðinn og telur lögreglan málið upplýst.
Meira
HARALDUR Haraldsson, framkvæmdastjóri Andra ehf., átti hæsta tilboð í hlutabréf Áburðarverksmiðjunnar hf. í Gufunesi, 1.257 milljónir króna, en tilboð í verksmiðjuna voru opnuð í gær. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur mælt með því við landbúnaðarráðherra að tilboðinu verði tekið. Haraldur þarf að staðgreiða kaupverðið í síðasta lagi fyrir kl. 14 næstkomandi miðvikudag.
Meira
BRYNJUÍSMÓTIÐ í íshokkíi 1999 verður haldið á skautasvellinu á Akureyri um helgina. Það hefst í dag, laugardag, kl. 9 og er keppt til kl. 14, en þá verður gert hlé til 16.30 þegar mótið hefst að nýju og stendur til 21.30. Á sunnudag verður byrjað kl. 9 og búist við að mótinu ljúki um kl. 14.
Meira
BÆJARSTJÓRN Grindavíkurbæjar hefur boðist til að greiða bakvaktir lögreglunnar í Grindavík í marsmánuði þar til bæjarstjórnin nær tali af dómsmálaráðherra vegna ástands sem skapast í löggæslumálefnum Grindavíkur ef niðurskurðaráform ráðuneytisins um lögregluembættið í Keflavík ná fram að ganga.
Meira
ÁHÖFN togarans Þorkels mána RE 205 háði þriggja sólarhringa baráttu upp á líf og dauða í ofviðri á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959. Hvíldarlaust börðu skipverjar ís af skipinu í tvo og hálfan sólarhring og sagði Marteinn Jónsson skipstjóri á sínum tíma að það hefði bjargað þeim.
Meira
ÚTIVIST stendur fyrir dagsferð sunnudaginn 28. febrúar. Farið verður í Byggðasafnið á Skógum en þar mun Þórður Tómasson sagnaþulur veita leiðsögn um safnið. Einnig verður boðið upp á létta gönguferð fyrir þá sem vilja. Heimsókn til Þórðar á Skógum er gott tækifæri til að kynnast sögufrægum slóðum undir Eyjafjöllum. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg kl. 10.30.
Meira
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að reglur um félagsleg réttindi á Evrópska efnahagssvæðinu hafi fært íslensku launafólki aukin réttindi. Hann segir að ASÍ vilji fylgjast vel með umræðum um Evrópumál og útilokar ekki að sambandið muni einhvern tímann lýsa yfir stuðningi við aðildarumsókn.
Meira
SAGA Kýpur er saga átaka. Árið 1960 lýstu Kýpur-Grikkir og Kýpur-Tyrkir yfir sjálfstæðu ríki á Kýpur, eftir langa og blóðuga baráttu við Breta sem höfðu farið með stjórn á eyjunni. Í kjölfar valdaráns grískra herforingja árið 1974,
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að íslensk og bandarísk stjórnvöld séu einhuga um að halda varnarsamstarfi undanfarinna áratuga áfram og að það verði staðfest með nýrri bókun árið 2001. Vel hafi tekist til við framkvæmd síðustu bókunar frá árinu 1996. Varnarviðbúnaður hér á landi sé fullnægjandi að mati íslenskra stjórnvalda miðað við núverandi aðstæður. Þetta kom m.a.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær einnar milljónar króna fjárveitingu til undirbúnings hátíðarhalda árið 2000 og verður fjárveitingin tekin upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Með þessu heimilar bæjarráð að samkeppni verði haldin um gerð útilistaverks.
Meira
DJÚPSTÆÐUR ágreiningur var áberandi á óformlegum fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) í Königswinter hjá Bonn í gær, réttum mánuði áður en frestur sá rennur út sem þeir höfðu áður gefið sér til að ná samkomulagi um uppstokkun á fjárlögum sambandsins áður en nýjum aðildarríkjum er veitt innganga í það.
Meira
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að veitingahúsi við Gnoðarvog síðdegis í gær. Þar var maður að svíða endur í kjallara hússins og er talið að ofn sem maðurinn notaði hafi bilað með þeim afleiðingum að kviknaði í. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði maðurinn slökkt eldinn sjálfur en slökkviliðið reykræsti húsnæðið á skammri stundu og varð tjón óverulegt.
Meira
YFIRVÖLD í Erítreu sögðu í gær að hersveitir Eþíópíumanna hefðu brotið sér leið í gegnum varnir Erítreuhers við landamæri ríkjanna í Badme. Héldu þau því fram að Eþíópíumenn hefðu flutt hersveitir af öðrum vígstöðvum til að ná yfirhöndinni við Badme.
Meira
KYNNINGARFUNDUR verður á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, mánudaignn 1. mars nk. og hefst hann kl. 20. Kynntar verða ferðir á vegum Orlofsnefndar í sumar. Eftirtaldar ferðir verða farnar: Hvanneyri; tvær 6 daga ferðir í júní, Hótel Örk; ein fjögurra daga ferð í maí, Snæfellsnes; ein þriggja daga ferð í júní,
Meira
71 ÁRS gömul kona, sem höfðaði mál gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. fyrir að greiða sér bætur byggðar á 7% örorkumati í kjölfar bílslyss í janúar 1995 fékk Héraðsdóm Reykjavíkur til að fallast á að varanleg örorka sín væri 70% en ekki 7% eins og örorkunefnd, sem starfar á grundvelli skaðabótalaga, komst að.
Meira
FARIÐ var yfir stöðu mála varðandi snjóflóðavarnir á Bolungarvík á fundi Bolvíkinga með fulltrúum umhverfisráðuneytisins í gærmorgun. Ákveðið var að láta fara fram skoðun á fleiri kostum á að verja byggðina en með gerð skurðar, að sögn Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu.
Meira
GIGTARFÉLAG Íslands boðar til fræðslufundar um Sjögrens-sjúkdóminn á Grand Hóteli, Reykjavík (salur Gallerí), Sigtúni 38, föstudaginn 5. mars kl. 20. Dr. Björn Guðbjörnsson er sérfræðingur í gigtarsjúkdómum og starfar sem yfirlæknir lyflækningadeilda Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Meira
SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn hafa ákveðið að fulltrúi þeirra fari ekki með í ferð borgarstjóra og fulltrúa frá stjórn veitustofnana til Japans, en ferðin hefst á sunnudag og lýkur annan sunnudag.
Meira
KVIÐDÓMUR í bænum Jasper í Texas úrskurðaði á fimmtudag að kynþáttahatarinn John William King skyldi dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt blökkumanninn James Byrd í júní á síðasta ári en morðið vakti á sínum tíma mikinn óhug í Bandaríkjunum. Tók það kviðdóminn ekki nema rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni.
Meira
Að loknu ávarpi formanns Sjálfsbjargar munu hagfræðingar ASÍ og BSRB gera grein fyrir ýmsum staðreyndum um kjör öryrkja og viðhorfum félagsmanna þessara samtaka til þeirra og baráttu þeirra og fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar segir frá dæmum um aðstæður og kjör íslenskra öryrkja við lok tuttugustu aldar.
Meira
SKOSKI lagaprófessorinn og vararektor háskólans í Edinborg, Neil MacCormick, heldur opinn fyrirlestur mánudaginn 1. mars í boði rektors Háskóla Íslands um Dreifræði og starfsbræðralag í stjórnun háskóla (Subsidiarity and Collegiality in Academic Governance).
Meira
Fyrrverandi flokksfélagar karpa um ESB TIL snarpra orðaskipta kom á milli fyrrverandi flokksfélaga í Alþýðubandalaginu, þeirra Hjörleifs Guttormssonar, þingflokki óháðra, og Margrétar Frímannsdóttur, þingflokki Samfylkingarinnar, í umræðum um utanríkismál á Alþingi á fimmtudag. Hjörleifur spurði Margréti, talsmann Samfylkingarinnar, m.
Meira
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa í sameiningu mótmælt formlega þeirri ákvörðun félagsmálaráðherra að leysa upp starfshóp um starfsmat áður en hann hefur lokið störfum.
Meira
HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, sagði á fjölmennum borgarafundi á Siglufirði á fimmtudag að sín persónulega skoðun væri sú að miða ætti við að hefja framkvæmdir við göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar innan þriggja ára. Gangagerð væri forsenda þess að Siglufjörður tilheyrði Norðurlandskjördæmi eystra eftir kjördæmabreytingu eins og áformað er.
Meira
KJARTAN Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að gagnrýni félags ungra Sjálfstæðismanna, Heimdallar, vegna verndartolla á innflutt grænmeti hitti ekki í mark þar sem engir tollar eru á innfluttu grænmeti um þetta leyti árs.
Meira
ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki staðið við fyrirheit sín frá því í upphafi kjörtímabilsins, um að verja verulegum hluta þess fjármagns sem aflaðist við sölu ríkisfyrirtækja til nýsköpunar og rannsókna í þágu atvinnulífsins. Þetta kom fram í ræðu Haralds Sumarliðasonar, formanns Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í gær.
Meira
Húsavík-Ferðamálafélag Húsavíkur boðaði til ráðstefnu nú nýlega með yfirskriftinni: Framtíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi samstarf og samvinna. Frummælendur voru Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands. Fundurinn var fjölsóttur og sóttu hann m.a.
Meira
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segist telja að göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar séu þau göng úti á landi sem mest hagkvæmni sé að ráðast í miðað við tilkostnað og þann ávinning sem þeim fylgdi, aðspurður hvort hagkvæmni eigi að ráða forgangsröðun í jarðgangagerð.
Meira
HANDHAFAR ákæruvalds á Austurlandi komu nýlega saman til fundar að Lyngási 15, Egilsstöðum til skrafs og ráðagerða að undirlagi embættis ríkissaksóknara. Á myndinni eru frá vinstri: Friðrik Pétursson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, Lilja Tryggvadóttir, fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði, Ragnheiður Harðardóttir, saksóknari, Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Neskaupstað,
Meira
"ÞARNA er greinilega allt gert til að háhyrningnum líði eins og best verður á kosið og ég efast stórlega um að háhyrningur í haldi búi nokkurs staðar við eins góðar aðstæður og þessi," sagði Árni M. Mathiesen, alþingismaður og formaður dýraverndarráðs, en hann heimsótti kví Keikós í Vestmannaeyjum í gærmorgun.
Meira
STJÓRNSKIPUÐ "sannleiksnefnd" sem var sett á fót í Guatemala í því skyni að reyna að stuðla að sáttum í landinu eftir 36 ára borgarastyrjöld, sakar í lokaskýrslu sinni herinn um að bera ábyrgð á örlögum flestra hinna u.þ.b. 200.000 manna, sem féllu eða hurfu á meðan á hinum langvinnu innanlandsskærum stóð. Skýrslan var birt á fimmtudag.
Meira
ALEXANDER Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur lýst því yfir að stjórnvöld landsins hafi gert reginmistök er þau skiluðu Rússlandi langdrægum eldflaugum og kjarnavopnum þeim sem Sovét-stjórnin hafði komið fyrir í Hvíta-Rússlandi á dögum kalda stríðsins.
Meira
GENGI hlutabréfa í Granda hf. hækkaði um 5,5% í kjölfar boðs stjórnar félagsins um að að kaupa öll hlutabréf í Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Stjórn Árness ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að þeir gangi að tilboðinu. Grandi á nú þegar rúmlega 50% hlutafjár í Árnesi og miðast tilboðið við að hlutabréf annarra eigenda verði keypt á genginu 1,3 og greitt verði með reiðufé.
Meira
FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að tilboði Haraldar Haraldssonar, framkvæmdastjóra Andra ehf., í Áburðarverksmiðjuna hf. verði tekið. Haraldur bauð 1.257 milljónir í verksmiðjuna og var það hæst þriggja tilboða.
Meira
KOMIÐ hefur fram ný hugmynd hjá vinnuhópnum um Sundabraut sem byggist á róttækum breytingum á landnotkun á svæðinu innan við leið III og hefur hún fengið vinnuheitið "Landmótunarleið". Vinnuhópurinn telur nauðsynlegt að skoða þá sparnaðarmöguleika sem felast í því að stytta Sundabrautarbrúna yfir Kleppsvíkina og Leiruvoginn,
Meira
NÁMSKEIÐ sem ber heitið Að lesa í skóginn og tálga í tré verður haldið á Tumastöðum í Fljótshlíð helgina 5.7. mars og eru það Skógrækt ríkisins og Garðyrkjuskóli ríkisins sem standa sameiginlega að því. Námskeiðið hefst kl. 16 á föstudeginum og því lýkur kl. 16 á sunnudeginum.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Guðþjónusta á Seli kl. 14 og á Hlíð kl. 16. Fundur Æskulýðsfélagsins verður kl. 17 á sunnudag. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl.
Meira
TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir nokkrum skákmótum sem eingöngu verða fyrir konur. Ekkert aldurstakmark er á þessum mótum og vonast mótshaldarar til að sjá sem flesta þátttakendur, bæði þær stúlkur sem eru virkastar svo og aðrar sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta kvennameistaramót Hellis verður haldið sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.
Meira
KVIKMYNDASÝNING verður í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 28. febrúar kl. 14. Þá verður sýnd sænska ævintýramyndin "Barna från Blåsjöfjället". Handritið gerðu Björn Norström og Jonas Sima eftir samnefndri sögu. Jonas Sima er einnig leikstjóri myndarinnar. Margir þekktir leikarar koma fram í myndinni og má nefna norska leikarann Rolv Wesenlund, Beppe Wolgers, Lasse Poysti og fleiri.
Meira
Í FRÉTT um dag tónlistarskólanna í blaðinu í gær var ranghermt að Suzuki-skólinn gengist fyrir opnu húsi á Holtavegi (húsi KFUM og K) í dag. Það munu vera Samtök foreldra og kennara fyrir stofnun nýs Suzuki-skóla sem taka á móti fólki. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn Í FRÉTT um flutning verslunarinnar Blómaverks í Ólafsvík sl.
Meira
UMHLEYPINGASAMT hefur verið undanfarna daga og útivinna því víða verið unnin við erfiðar aðstæður. Þessir menn létu veðrið ekki á sig fá heldur logsuðu við Reykjavíkurhöfn þrátt fyrir éljagang í gær.
Meira
LÖGREGLA stöðvaði sölu Heimdallar á Ingólfstorgi á bjór á kostnaðarverði í gær. Björgvin Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimdalli, sagði að um einn kassa af bjór hefði verið að ræða. Í tilkynningu frá félaginu segir að óeðlilegt sé að ríkið reki umfangsmiklar smásöluverslanir og að afnema beri einkaleyfi þess á sölu áfengra drykkja.
Meira
NORRÆNT mót ungmenna verður haldið hér á landi 21. til 28. júní á næsta ári. Það eru samtökin Nordisk Samorganation for Ungdomsarbejde sem standa að þessu móti en ábyrgðaraðili mótsins er Ungmennafélag Íslands. Verkefnastjóri mótsins er Lene Hjaltason.
Meira
Í NÝRRI skýrslu um alþjóðavæðingu og hugsanlega þróun í efnahags- og atvinnulífi landsmanna til 2010 er mælt með að peninga- og efnahagsstefnan verði miðuð við að hægt verði að óbreyttu að taka upp evruna á Íslandi á árabilinu 2005- 2010.
Meira
Mömmumorgnar í Neskirkju 10 ára Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá því mömmumorgnarnir hófust í Neskirkju. Nafnið mömmumorgnar hefur upp á síðkastið vikið fyrir heitinu foreldramorgnar, enda starfsemin ætluð báðum foreldrum ungra barna.
Meira
Hveragerði-Námskeið í vefsíðugerð var haldið nýverið í Grunnskólanum í Hveragerði. Var öllum nemendum 10. bekkjar boðið námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Það er 250.000 kr. framlag Hveragerðisbæjar til 10. bekkinga sem gerir námskeiðið kleift, en bæjarstjórn samþykkti þetta framlag sem hvatningu til nemendanna. Höfðingleg gjöf Sonju W.
Meira
ÍSHÚSFÉLAG Ísfirðinga sagði í gær upp 28 starfsmönnum í fiskvinnslu, 17 Íslendingum og 11 erlendum verkamönnum. Um 60 starfsmenn í fiskvinnslu hafa misst vinnuna á Ísafirði undanfarið, segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, en 28 starfsmönnum hjá Fiskverkun Ásbergs var nýlega sagt upp, svo og 5 starfsmönnum Básafells. Pétur segir uppsagnirnar reiðarslag.
Meira
ÍSTRAKTOR í Garðabæ frumsýnir um helgina nýja gerð af Fiat gerðunum Bravo og Brava sem eru nú boðnir með talsvert meiri staðalbúnaði og nokkuð breyttir í útliti að því er segir í frétt frá umboðinu. Sýningin stendur í dag og á morgun milli 13 og 17.
Meira
OPIÐ hús verður á kosningaskrifstofu Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarstræti 82 á Akureyri alla miðvikudaga frá kl. 17 og á laugardögum frá kl. 10. Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í stjórnmálaumræðunni. Heitt kaffi á könnunni.
Meira
STARFSMANNAFÉLAG Búnaðarbanka Íslands hf. hefur sent viðskiptaráðherra tillögu þess efnis að starfsmönnum og öðrum óbreyttum hluthöfum bankans gefist færi á að kjósa einn fulltrúa í bankaráð á næsta aðalfundi bankans.
Meira
ÍSLANDSPÓSTUR og útvarpsstöðin Matthildur 88,5 stóðu fyrir póstkortaleik í tengslum við valentínusardaginn 14. febrúar sl. Póstkort, sem á var happdrættisnúmer, voru send á öll heimili í landinu. Til þess að póstkortin gildi sem vinningar þurfa þau að hafa verið póstlögð. Dregin voru út 14 númer.
Meira
GUÐMUNDUR Stefánsson, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins. Tekur hann við starfinu í byrjun apríl. Guðmundur starfaði um árabil sem hagfræðingur Stéttarsambands bænda og síðan framkvæmdastjóri fóðurverksmiðjunnar Laxár á Akureyri. Guðmundur var bæjarfulltrúi á Akureyri í eitt ár og varaþingmaður Framsóknarflokksins.
Meira
TYRKNESKIR saksóknarar sögðu í gær að Abdullah Öcalan, Kúrdaleiðtoginn sem er í haldi á Imrali- fangelsiseyjunni í Marmarahafi, hefði játað á sig að hafa gefið fyrirskipanir um morð sem framin voru af liðsmönnum skæruliðasveita Kúrda. Kemur þetta fram í frétt BBC í gær.
Meira
Um 60 starfsmenn í fiskvinnslu hafa misst vinnuna á Ísafirði undanfarið. Í gær var 28 starfsmönnum Íshúsfélags Ísfirðinga sagt upp, 17 Íslendingum og 11 erlendum verkamönnum, sem sumir hafa dvalist vestra árum saman. Álíka margir hafa misst vinnuna hjá Fiskverkun Ásbergs og 5 starfsmönnum Básafells var nýlega sagt upp.
Meira
VAKA-Helgafell, sem fer með útgáfurétt á verkum Halldórs Laxness, hefur gengið frá samningi við bókaforlagið Harvill Press í London um rétt til þess að gefa út á ensku skáldsögurnar Sjálfstætt fólk og Brekkukotsannál og mun forlagið selja þær í yfir 50 löndum. Meðal þeirra eru Bretland, Ástralía, Indland, Nýja-Sjáland og Írland auk fjölmargra Afríkulanda og ríkja í Karíbahafi.
Meira
SKÁLDAKVÖLD verður haldið í Deiglunni í Kaupvangsstræti laugardagskvöldið 27. febrúar kl. 21, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Tekið verður á móti gestum með hörpuslætti og sellóleik þeirra Marion Herrera hörpuleikara og Stefáns Arnar Arnarssonar sellóleikara en þau munu einnig leika í hléi. Þau sem lesa úr verkum sínum eru Arnrún Halla Arnórsdóttir, Bjarki Þ.
Meira
LAGNINGARDAGAR hafa verið í Menntaskólanum við Hamrahlíð í vikunni. Hefðbundin kennsla var felld niður; skólinn skreyttur, aðalmatsal breytt í kaffihús og fyrirlestrar og námskeið haldin nemendum til skemmtunar og fræðslu. Þema lagningadaga í ár var Suðrænt og seiðandi.
Meira
BJÖRGUNARMENN í Tíról í Austurríki fundu í gær fjögur lík til viðbótar og ljóst er nú að a.m.k. þrjátíu og sjö fórust í snjóflóðunum tveimur, sem féllu á bæina Galtür og Valzur á þriðjudag og miðvikudag. Eins var enn saknað. Í gær var haldið áfram að flytja ferðamenn, sem orðið hafa innlyksa í austurrísku ölpunum, á brott frá skíðasvæðunum en nokkrir kusu þó að dvelja um kyrrt.
Meira
REYNSLA síðustu missera sýnir að auglýsendur eru fundvísir á leiðir til að fara í kringum bann laga við áfengisauglýsingum. Eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 1998 þar sem framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf.
Meira
DAGUR tónlistarskólanna er á laugardag og af því tilefni verður boðið til Tónlistarhátíðar æskunnar á Ísafirði. Tónleikar verða í sal Grunnskóla Ísafjarðar í dag kl. 15 og kl. 17 og sunnudag kl. 15.
Meira
TRILLUKARLAR á Akureyri bíða þess í ofvæni að komast í tæri við þann gula. Bjarki Arngrímsson, sem gerir út Svöluna EA, sagði að þeir sem reru með línu færu af stað í næsta mánuði en handfærakarlarnir ekki fyrr en í apríl. Bjarki stundar handfærðaveiðar og notar tímann til að gera trillu sína klára áður en hann setur á flot.
Meira
TVEIR nýir fjölmiðlar hefja göngu sína þann 1. mars nk. er 16 nemendur í hagnýtri fjölmiðlun opna háskólaútvarp og netmiðilinn ath.is Háskólaútvarpið FM 89.3: Vikuna 1.7. mars munu nemendur starfrækja útvarpsstöð sem sendir út efni frá kl. 1318 alla dagana. Útsending Háskólaútvarpsins ætti að nást um allt höfuðborgarsvæðið á bylgjulengdinni FM 89.3.
Meira
ÚTIBÚ Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Rf og Hafrannsóknastofnunar á Akureyri verða með opið hús í dag, laugardaginn 27. febrúar, frá kl. 13 til 18 þar sem starfsemi stofnananna verður kynnt, sýning verður á sjávarlífverum, kynnt verða verkefni sem unnið er að og forstjórar og starfsmenn flytja fyrirlestra. Stofnanirnar eru til húsa á Glerárgötu 36.
Meira
SAMKEPPNISSTOFNUN mun ekki úrskurða um erindi Flugfélags Íslands fyrr en 11. mars, en þá verður fundur hjá Samkeppnisráði, að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Samkeppnisstofnun. Flugfélag Íslands sendi Samkeppnisstofnun bréf í síðustu viku þar sem þess er óskað að félagið fái leyfi til að fljúga þrisvar á dag frá Reykjavík til Egilsstaða í stað tvisvar eins og nú sé raunin.
Meira
SKOÐANAKÖNNUN sem írska dagblaðið The Irish Times birti í gær sýndi að fylgi við ríkisstjórn Berties Aherns hefur hrunið í kjölfar fjármálahneykslis sem skók stjórnina fyrr í mánuðinum. Vinsældir stjórnarinnar hafa fallið um 16 prósentustig, voru 68% í október en eru nú 52%.
Meira
ÞEMADÖGUM í Hamraskóla lauk í gær með því að nemendur og kennarar klæddu sig í búninga og skemmtu sér og öðrum með gríni og glensi. Skemmtunin tókst í alla staði vel. Eftir helgina taka nemendur síðan til við lærdóminn af fullum krafti á ný.
Meira
BÚNAÐARÞING verður sett í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 28. febrúar. Þingsetning og hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarþings hefst klukkan 14. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, setur þingið og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra og Jón Helgason, fyrrverandi formaður Búnaðarfélags Íslands, flytja ávörp.
Meira
Höfn-Kaupfélag Austur-Skaftfellinga festi nýverið kaup á þremur nýjum Mercedes Benz-flutningabílum og voru þeir afhentir formlega af forstjóra, sölustjóra og verkstæðisformanni Ræsis hf. Tveir bílanna eru af gerðinni MB Actros 2648 LS 6x4, en einn er minni, af gerðinni MB Atego 1323 L 4x2. Annar stóru bílanna er með áföstum kassa en hinn er dráttarbíll.
Meira
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ og Íslensk-ameríska verslunarráðið hafa hleypt af stað átaki í kynningu á Íslandi í Bandaríkjunum með samningi við bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Fleishman-Hillard. Markmiðið er að skapa Íslandi sterka ímynd sem komi til með að efla samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum og fjölga ferðamönnum til landsins.
Meira
ÞAÐ ER VEL að Hæstiréttur hefur tekið af skarið um það að virða skuli auglýsingabann á áfengum drykkjum, án undantekninga. Eftir héraðsdóminn hefur ríkt réttaróvissa og ekkert eðlilegra en kerfið taki tillit til þess nú, þegar dómur er fallinn.
Meira
Í NÝÚTKOMNU VR-blaði er leiðari, sem ber fyrirsögnina "Fjölskylduvænna þjóðfélag, styttri vinnutími lengra fæðingarorlof". Þar fjallar formaður VR, Magnús L. Sveinsson, um komandi kjarasamningsgerð.
Meira
HRAÐINN í geisladrifum eykst sífellt, en heldur hefur samt hægt á þróuninni undanfarið. Kenwood kynnti á dögunum nýja gerð geisladrifa, 52 hraða. Hraði á geisladrifum miðast við þann hraða sem var á geisladrifum framan af og er margfeldi af því.
Meira
SÖNGLEIKURINN Rent hefur vakið mikla athygli og hlotið fjölda verðlauna en hann var frumsýndur í New York fyrir þremur árum og ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum hans. Rent hefur verið líkt við annan gífurlega vinsælan söngleik, "Hárið",
Meira
NÝLEGA var dregið í Pödduleiknum, en að honum stóðu Myndasögur Moggans, Sam-bíóin og McDonald's. Þeir heppnu voru Hlynur Hafsteinsson í 4. R.S. í Hofsstaðaskóla og Ágúst Örn Long í 3. bekk í Hamraskóla. Skilyrði fyrir vinningum var að vinningshafar byðu sínum bekk að borða á McDonald's og síðan í Sambíóin að sjá Pöddulíf.
Meira
DJ MORPHEUS, eða Samy Birnbach, er sagður goðsagnavera í danstónlistarheiminum og aðalsprautan í útgáfufyrirtækinu SSR sem hefur á síðustu árum gefið út margar vinsælar safnplötur. Hann er fæddur í Ísrael en hefur verið búsettur í Belgíu síðustu árin.
Meira
VINSÆLL útvarpsmaður í Bandaríkjunum, Doug "The Greaseman" Tracht, var rekinn sl. fimmtudag fyrir að gera ósmekklega athugasemd er hann tengdi tónlist Grammy-verðlaunahafans Lauryn Hill við hræðilegt morð á blökkumanni í Texas. Doug, sem starfaði við WARW-FM útvarpsstöðina, lék hluta úr lagi Lauryn, sem er svört, á háannatíma á miðvikudaginn var.
Meira
FIONA LAKER og Paul Westlake hönnuðu nýlega enskukennsluforritið A-Files sem á sér fáar hliðstæður. Höfundum þess hefur nefnilega tekist að búa til afar einfalt og skemmtilegt forrit til að læra ensku fljótt og á afar skemmtilegan máta, leikurinn er í raun blanda af leik og forriti en er þó ekki aðeins ætlaður fyrir þau yngstu.
Meira
KVIKMYNDAGERÐ er skyld skáldskap, en tekur sig ekki alvarlega sem slík nema örsjaldan. Kvikmyndagerðin verður þó ekki sökuð um hugmyndaleysi. Segja má að hún vinni upp skort á skáldskap með gnægð hugmynda. Þær eru þó oftar en hitt á skjön við það sem talið er fallegt í lífinu.
Meira
INTEL, helsti örgjörvaframleiðandi heims, kynnti á dögunum nýja gerð Pentium örgjörva sem fengið hefur nafnið Pentium III. Menn hafa tekið honum misjafnlega og jafnvel haldið því fram að ekki sé ástæða til að skipta út Pentium II örgjörvum eins og er, III-gerðin bæti litlu við.
Meira
MÓEIÐUR Júníusdóttir, Móa, hefur haft í nógu að snúast síðan fyrsta breiðskífa hennar með frumsömdu efni kom út í Evrópu í nóvember á síðasta ári. Í kjölfarið fylgdu tónleikaferðalög um álfuna en síðastliðið þriðjudagskvöld var Móa með tónleika á Gauki á Stöng, sem eru hluti af tónleikaröð Undirtóna. Ferð til fyrirheitna landsins
Meira
Nils Raae píanó, Ole Rasmussen bassa og Mikkel Find trommur. Verk eftir Nils Raae, Ole Rasmussen, Pál Ísólfsson og fleiri. Sunnudagur 21. febrúar. ÁRIN 1986 og 1987 ferðuðust Nils Raae og Ole Rasmussen um Ísland og héldu tónleika undir nafninu Frit Lejde. 1990 gekk trommarinn Mikkel Find til liðs við þá og Kind of Jazz varð til.
Meira
Leikstjórn: Jeremiah Chechik. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes. 86 mín. Bandarísk. Warner myndir, febrúar 1999. Aldurstakmark: 12 ár HASAR í ævintýraheimum er vinsæll efniviður kvikmynda sem ætla sér stóra hluti í miðasölu. Serían um Batman og aðrar teiknimyndasögur sem hafa verið kvikmyndaðar eru dæmi um þetta og "The Avengers" fetar máð sporin.
Meira
Menningarverðlaun DV veitt í 21. sinn MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Holti á fimmtudag. Menningarverðlaunin hlutu eftirtaldir aðilar: Í bókmenntum: Sigfús Bjartmarsson fyrir bók sína Vargatal. Í listhönnun: Sigurður Gústafsson arkitekt fyrir húsgagnahönnun.
Meira
MIKIÐ hefur verið að gerast á lófa- og handtölvumarkaði á undanförnum misserum. Vöxtur hefur verið mikill á þeim markaði, rúm 60% á síðasta ári, og því spáð að hann eigi eftir að margfaldast. Tveir framleiðendur hafa verið með yfirburði á markaðnum, 3Com á lófatölvumarkaði en Psion með sterka stöðu á handtölvumarkaði. Ýmis teikn eru á lofti um að það kunni að breytast.
Meira
NÁMSKEIÐ um efnisfræði verður haldið í Iðnskóla Hafnarfjarðar og hefst fimmtudaginn 4. mars. Unnið verður með silikon, úrítan og pólyesterkvoðu. Kennari er Helgi Skaftason, kennari í hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði. Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður leiðbeinir á námskeiðinu Grafík III. Kenndar verða aðferðir í málmgrafík með notkun sýru (línuæting, aquatinata, ljósmyndatækni).
Meira
MÁVAHLÁTUR er með tónlistPéturs Grétarssonar úr samnefndu leikriti eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu. Á plötunni eru 15 verk, þar af fjögur sönglög með textum eftir Jón Hjartarson.
Meira
FÉLAGAR úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur kynna sögu harmonikkunnar í tali og tónum á morgun, mánudag kl. 20.30, í Listaklúbbi Leikhúskjallarans, með aðstoð ungra dansara. Í fréttatilkynningu segir að talið sé að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum upp úr 1840.
Meira
Sex í sveit sýnt í 70. sinn GAMANLEIKURINN Sex í sveit, eftir Marc Camoletti verður sýndur í sjötugasta sinn á Stóra sviði Borgarleikhússins nú á sunnudag. Leikritið var frumsýnt 12. mars 1998.
Meira
Á KAMMERTÓNLEIKUM í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ í dag kl. 17 munu þau Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Gunnar Kvaran flytja píanókvartetta eftir Mozart og Brahms ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil. Tónleikarnir hefjast á píanókvartett í g-moll KV 478 eftir W.A. Mozart.
Meira
LEIKJATÖLVUVINIR bíða spenntir eftir Dreamcast-tölvu Sega, sem kemur á markað 9. september næstkomandi eins og áður hefur komið fram. Hönnuðir Sony sitja þó ekki auðum höndum og fyrir skemmstu kynntu þeir innvolsið í næstu gerð PlayStation.
Meira
STÚLKA í Kambódíu gefur þriggja mánaða sólarbirni að borða en hann var til sölu í garði í Phnom Penh fyrir 420 þúsund krónur. Birnirnir eru í útrýmingarhættu í Kambódíu en fólk frá Asíu, aðallega Suður-Kóreu, álítur þá lostæti og eru fúsir til að borga mikið fyrir þá.
Meira
"VIÐ STÓRSVEITIN ætlum að bjóða Reykvíkingum upp á tvöfalda dagskrá á tónleikunum sem hefjast kl. 17 í dag," útskýrir Kristjana. "Fyrir hlé verður leikin tónlist eftir tónskáldið Neal Hefti sem samdi mikið fyrir stórsveitir.
Meira
FATAHÖNNUÐURINN Hussein Chalayan var meðal þeirra sem sýndu á síðasta kvöldi tískuviku Lundúnaborgar á miðvikudag. Tískuvikur eru haldnar tvisvar á ári hverju í helstu tískuborgum heimsins og að þessu sinni var haust- og vetrartískan sýnd. Sokkabuxur, hnésíð pils og peysur með rúllukrögum voru meðal þess er sjá mátti á sýningu Husseins sem var hlýleg og stílhrein.
Meira
BANDARÍSKUR háskólakór frá The University of Minnesota- Crookston, Háskólakórinn og kammerkór Háskóla Íslands, Vox Academiae, syngja í Norræna húsinu þriðjudaginn 2. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru einkum trúarleg kórlög frá Ameríku en einnig lög eftir Schumann og fleiri. Stjórnandi kórsins er George French en stjórnandi íslensku kóranna beggja er Egill Gunnarsson.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikarar á flautu og hörpu eru Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Á efnisskránni er konsert fyrir flautu, hörpu og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart og sinfónía nr. 9 eftir Antonin Dvorák, "Frá nýja heiminum".
Meira
SKELFILEGA rúmast lítið af visku á einni opnu í Morgunblaðinu. Að minnsta kosti kom doktor Herdís Dröfn Baldvinsdóttir ekki nema broti af sinni visku um íslenska verkalýðshreyfingu og lífeyrissjóði fyrir á því plássi, ef marka má nýlegan greinarstúf hennar til mín, alþýðuskriffinnans.
Meira
ER HIN mikla útlánaþensla í hagkerfinu eftirspurnardrifin eða framboðsdrifin? Miklu skiptir að greina þá krafta rétt sem eru að verki á lánsfjármarkaðnum ef peningastjórnun á að ná árangri. Hækkun vaxta Ef útlánaþenslan á sér fyrst og fremst rætur á eftirspurnarhlið lánsfjármarkaðarins, þ.e.
Meira
Nú fara örlagadagar í hönd. Íslenska kýrin, sem hefur þjónað lýð þessa lands í 1100 ár gæti verið á förum út úr heiminum. Sótt hefur verið um að flytja til landsins fósturvísa úr mjólkurkúm af norskum stofni til að prófa hann hér á landi. Nokkurt kapp virðist lagt á þennan innflutning nú, þó að íslenskir bændur höfnuðu þessum stofni þegar þeir voru spurðir fyrir rúmu ári.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Íslands svaraði fyrirspurn á Alþingi í byrjun febrúar sl. Fyrirspurnin var einföld: "Hvers vegna er körlum í ríkisþjónustu mismunað hvað varðar greiðslu launa í fæðingarorlofi eftir því hvar konur þeirra starfa?" Og svar ráðherrans var heiðarlegt og skýrt. "Ég bara veit það ekki," svaraði fjármálaráðherra. Og það er ekki að undra þó hann viti þetta ekki.
Meira
FLESTIR eru sammála um mikilvægi snertingar fyrir ungbörn. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að ef ungbörn fá ekki snertingu getur það haft áhrif á tilfinningalegan þroska þeirra. Þegar við verðum fullorðin höfum við áfram sterka þörf fyrir að finna að einhver er til staðar sem snertir okkur og okkur langar til að snerta. Auðveldara að snerta börn
Meira
ALÞINGISMENN sem og aðrir landsmenn hljóta að hafa áhyggjur af því að í stjórnarskrá Íslands séu ákvæði sem þarf að breyta með nokkurra ára millibili og hafa verið orðin úrelt jafnskjótt og þau tóku gildi eftir hverja breytingu. Hér á ég auðvitað við ákvæði stjórnarskrárinnar um kosningar til Alþingis og kjördæmaskipan í landinu.
Meira
STYRJALDIR eru okkur fjarlægar, en eru samt inni á gafli hjá okkur í gegnum augu fjölmiðla á hverjum degi, mislengi eftir áhuga hvers og eins á stjórnmálum. Á milli þess sem auglýstar eru neyzluvörur kemur svona ein og ein smáfrétt um einhver fjöldamorð einhvers staðar og finnst okkur óþægilegt að hlusta á þetta.
Meira
Langt fram á þessa öld var venja að ungt fólk færi að vinna fyrir sér eins fljótt og kostur var ef vinnu var að fá. Eggert Kristjánsson var engin undantekning hvað þetta snerti. Hann stundaði sjó um skeið og síðan ýmiss konar verkamannavinnu, til dæmis byggingarvinnu.
Meira
Við andlát Eggerts Vídalín Kristjánssonar móðurbróður míns er mér ljúft og skylt að geta hans með örfáum orðum. Þegar við frændurnir kristjánarnir tveir og ég vorum litlir strákar var Eggert frændi mikið heimsóttur á Njálsgötuna.
Meira
Í dag er til moldar borinn ástkær frændi minn Eggert Kristján Vídalín Kristjánsson. Eggert fékk að sofna svefninum langa 16. þessa mánaðar án þess að líða nokkuð. Hann vaknaði um morguninn ágætlega hress, borðaði morgunmat, lagði sig eftir matinn og vaknaði ekki aftur. Sem betur fer hlaut hann slík forréttindi því að þetta voru eflaust þau einu forréttindi sem hann hlaut á lífsleiðinni.
Meira
EGGERT KRISTJÁN VÍDALÍN KRISTJÁNSSON Eggert Kristján Vídalín Kristjánsson, fæddist í Hafnarfirði 3. ágúst 1922. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Vídalín Þorláksdóttir, f. 1881, d. 1974, og Kristján Vídalín Brandsson, f. 1881, d. 1940. Systkini Eggerts eru: Dýrfinna Vídalín, f.
Meira
Látinn er, um aldur fram, okkar kæri frændi Gunnar í Álfheimum. Við urðum bæði sem börn og unglingar þeirrar gæfu aðnjótandi að dveljast um lengri eða skemmri tíma, að sumarlagi, í sveitinni hjá Gunnari og foreldrum hans og síðar eiginkonu og börnum. Hann var alltaf svo góður við okkur systkinin og munum við seint gleyma hans léttu lund og fallega brosinu, sem lét okkur líða svo vel í návist hans.
Meira
Um mitt sumarið 1990 kynntumst við Gunnari S. Benediktssyni, bónda í Álfheimum í Dalasýslu, og fjölskyldu hans. Við höfðum þá gerst kotbændur á næsta bæ og þekktum lítið til landshátta og ræktunar. Fljótlega kom í ljós að að betri nágranna en Gunnar og Fjólu, eftirlifandi konu hans, er ekki unnt að óska sér.
Meira
GUNNAR SVANUR BENEDIKTSSON Gunnar Svanur Benediktsson var fæddur á Svínhóli í Miðdölum í Dalasýslu 3. september 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 22. febrúar síðastliðinn.
Meira
Móðurbróðir okkar, Jóhann Guðmundsson, eða Jói frændi eins og við systkinin kölluðum hann, er nú allur. Jói fæddist 11. febrúar 1920 í Kolholtshelli í Villingaholtshreppi í Flóa. Hann var elstur sex systkina sem ólust upp í Kolholtshelli. Hann lærði skipasmíðar í Vestmannaeyjum og vann við þá iðn í nokkur ár. Einnig tók hann þátt í gerð Flóaáveitunnar ásamt föður sínum og bræðrum.
Meira
Jóhann Guðmundsson, skipasmiður og bóndi Kolsholtshelli, Villingaholtshreppi, Flóa, fæddist 11. febrúar 1920. Hann fluttist að Kolsholtshelli 1923 með foreldrum sínum, Guðmundi Kristni Sigurjónssyni frá Kaldárholti í Holtum og Mörtu Brynjólfsdóttur frá Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi, en faðir hennar, Brynjólfur Einarsson, var alnafni föður míns og bróðir hennar var alnafni undirritaðs.
Meira
Jóhann ólst upp í Kolsholtshelli. Hugur hans stóð snemma til smíða og var fyrsti leiðbeinandi hans í þeirri grein Jón Brynjólfsson, móðurbróðir hans, sem bjó í Vatnsholti. Hafði Jón mikla ánægju af því að leiðbeina þessum unga frænda sínum. Jóhann starfaði við bú foreldra sinna þangað til hann fór til Vestmannaeyja 1941.
Meira
JÓHANN GUÐMUNDSSON Jóhann Guðmundsson, bóndi í Kolsholtshelli, Villingaholtshreppi var fæddur í Kolsholtshelli, 11. febrúar 1920. Hann andaðist á Borgarspítalanum eftir stutta sjúkdómslegu 19. febrúar síðastliðinn. Jóhann var sonur Guðmundar Kristins Sigurjónssonar bónda og konu hans, Mörtu Brynjólfsdóttur.
Meira
Í fáeinum orðum langar mig að minnast kærrar ömmu minnar. Fyrstu minningarnar sem á hugann leita tengjast ferðalögum að sumri til seint á sjötta ártatugnum. Esjan er tekin frá Vestmannaeyjum og siglt endalaust austur með tilheyrandi sjóveiki og heitstrengingum um að verða aldrei sjómaður. Skyndilega breytist allt þegar komið er inn á Fáskrúðsfjörð í glampandi sól og logni.
Meira
Fyrir 27 árum hitti ég Bínu mína fyrst er kærastan mín fór með mig í heimsókn til móðursystur sinnar til að sýna mannsefnið. Það var vel tekið á móti mér, umvafinn hlýju frá Bínu frænku og vingjarnleika Jóa. Meðan þær frænkur töluðu saman frammi í eldhúsi, sátum við Jói inni í stofu og röbbuðum um sjómennsku, pólítík o.fl. Jói eða Jóhann Jónasson eiginmaður Bínu lést 1983.
Meira
Mig langar til að kveðja hana ömmu mína með fáeinum orðum nú þegar hún hefur lokið kafla sínum hér með okkur og um leið hafið nýjan á stað þar sem henni verður vel tekið. Nú hefur hún hitt sinn besta vin, hann afa Jóa. Þær eru margar minningarnar sem streyma að þegar mér verður hugsað til ömmu. Sumarfríin austur, reglulegu sunnudagssímtölin og sú lífsspeki sem hún hafði og deildi með öðrum.
Meira
Mig langar að kveðja langömmu mína Bínu. Alltaf þegar við komum í heimsókn tók amma Bína svo vel á móti okkur. Hún lét mig lesa fyrir sig Dúbba Dúfu bækurnar. Eftir það gaf hún mér bensínbrjóstsykur (Kóngabrjóstsykur). Hún sat mjög mikið í ruggustólnum sínum. Í jólagjöf fékk ég oftast frá henni nammi og allskonar púða sem hún hafði heklað eða prjónað.
Meira
Þegar ég hugsa til baka þá eru minningar mínar um hana ömmu mína tengdar sumardvölum okkar systra hjá þeim ömmu og afa að Innri-Búðum, Fáskrúðsfirði. Það var nefnilega föst regla eins og venjulega að foreldrar mínir færu með okkur systur til ömmu og afa í 3-4 vikur um mitt sumar, að ég held 13 sumur í röð.
Meira
JÓSEFÍNA GUÐNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR Jósefína Guðný Þórðardóttir fæddist að Kleifarstekk í Breiðdal 26. júlí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónasdóttir, f. 4. júní 1880, d. 3. júní 1945 og Þórður Gunnarsson, f. 25. júlí 1883, d. 7. janúar 1948.
Meira
Elsku mamma mín. Ég kveð þig með djúpum söknuði og þakka þér allar samverustundirnar okkar. Það er mér huggun að vita að nú ert þú í öðrum heimi, í faðmi horfinna ástvina þar sem engar þjáningar þekkjast. Mamma mín. Ég minnist þín, ó móðir, þó mér nú sértu fjær. Þig annast englar góðir og ungi vorsins blær.
Meira
Elsku amma Stína. Þá ertu farin í ferðina löngu og vist þinni hérna megin lokið. Þegar snjókornin féllu svo létt til jarðar og frostrósirnar settust á gluggann þinn þetta fallega vetrarkvöld, kvaddir þú þennan heim með sæmd, tilbúin að takast á við hið ókunna. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Þegar við lítum til baka til þess tíma er við áttum saman, er svo margt sem kemur upp í hugann.
Meira
Elsku amma Stína. Okkur langar til að kveðja þig og þakka þér samverustundirnar á liðnum árum. Það verður okkur alltaf ógleymanlegt að sjá brosið þitt og hlýjuna breiðast yfir andlitið þegar við gægðumst inn í herbergið þitt á Dalbæ.
Meira
KRISTÍN AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Kristín Aðalheiður Júlíusdóttir fæddist á Dalvík 9. apríl 1917. Hún lést á heimili sínu Dalbæ, Dalvík 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Jónsdóttir, f. 7.4. 1887, d. 25.2 1967, og Júlíus Jóhann Björnsson, f. 15.6. 1885, d. 1.6. 1946. Systkini Kristínar: Jón Egill, f. 11.3. 1908, d. 21.12.
Meira
Hún var að vestan - hún Kristín með öll beztu einkenni harðduglegs vestfirzks fólks, sem er mótað af náinni snertingu við lífið og náttúruna. Það er raunar ekki hægt að skilja andann og hugarfarið í manneskju eins og Kristínu Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði nema hafa verið langtímum saman innan um vestfirzkt fólk og tekið þátt í kjörum þess og skynjað hvernig gildismat þess er byggt upp.
Meira
Kveðja til ömmu Stínu. Ég sakna þín svo mikið. Ég sagði við þig: "Þetta er í síðasta sinn sem ég sé þig." Ég kom og fór. Það einasta sem ég veit er að þú ert farin, farin frá mér. Laufey Jónsdóttir.
Meira
Þegar ég var lítill var ég viss um að amma í gula væri amman sem skrifað var um í bókum. Ömmurnar þar eru ljúfar, skilningsríkar, skynsamar og fallegar konur og fyrirmyndin hlaut að vera amma mín. Stína Júl. var hin íslenska kona, sem samin hafa verið um lög og ljóð; atorkukonan sem skilaði góðu dagsverki en átti alltaf nóg eftir til að sinna þeim er stóðu henni næst.
Meira
KRISTJÁN JÓHANNSSON Kristján Jóhannsson fæddist á Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 28. september 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 26. febrúar.
Meira
Tár eru perlur, og í dag eru perlur í augum mínum, þegar ég kveð Ragnheiði tengdamóður mína. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 17 árum er ég fluttist í Skagafjörð. Tók hún mér þá opnum örmum og hafa þeir armar staðið mér og mínum opnir alla tíð síðan. Í tæpt ár bjuggum við saman í Varmahlíð og bar þar aldrei skugga á. Hún hafði jafna og létta lund og vildi alltaf gera gott úr öllum hlutum.
Meira
Elsku amma, þá er komið að kveðjustund og barátta þín við erfið veikindi á enda. Minningar um samveru okkar rifjast nú upp og verða þær alltaf vel geymdar í hjarta okkar. Við komum eins oft og möguleiki var á, oftast nokkrum sinnum á ári með foreldrum okkar til þín og afa. Þá leið okkur alltaf vel að vera komin í sveitina.
Meira
Nú hefur hún amma okkar í Glaumbæ lagt upp í sína hinstu ferð eftir erfið veikindi. Þegar að leiðarlokum er komið hrannast upp minningar um ömmu og þá þær fyrstu þar sem hún var að baka kleinur og ástarpunga í Glaumbæ með hjálp okkar barnabarnanna. Amma var mjög dugleg kona og var sífellt að enda hafði hún haldið stórt heimili í mörg ár.
Meira
Ég kom fyrst á heimili prestshjónanna í Glaumbæ í Skagafirði þegar ég var liðlega tvítugur. það hafði ráðist svo að ég sinnti sumarvinnu við skurðgröft þar í sveitinni með skólabróður mínum og vini, Gunnari, syni þeirra séra Gunnars og Ragnheiðar.
Meira
Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur. Fínleg kona, lágvaxin, kvik í hreyfingum enda fyrrverandi íþróttakona og bar sig ávallt glæsilega. Okkar fyrsti fundur var mér nokkurs konar áfall en aðeins í fá augnablik.
Meira
RAGNHEIÐUR MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 13. apríl 1915. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Ágúst Gíslason, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 19.8. 1888, d. 21.2. 1971, og kona hans Ágústa Áróra Þorsteinsdóttir, f. 6.8. 1884, d. 13.3. 1953.
Meira
Margs er að minnast þó hæst standi óneitanlega ferð mín með þeim systrum Kristínu og Ingibjörgu, móður minni, í heimahaga þeirra í Dýrafirði. Slíkur auður er vandfundinn sem fannst í þeirri ferð. Þarna var áratuga löng saga rifjuð upp á einni viku með hlátrasköllum og upphrópunum sem gengu á víxl.
Meira
Barn fæðist í þennan heim og veit ekki af því. Það vex og dafnar og veit ekki af því. Þetta barn gengur um götu bernskunnar og nýtur hvers skrefs í fullkomnu öryggi þess er býr við ást og umhyggju, en veit ekki af því. Barnið fullorðnast og verður að manni og að lokum verður eitthvað til þess að augu þess opnast fyrir þeirri staðreynd, að góðar minningar eru ekki sjálfgefnar eða sjálfsagðar.
Meira
Við fráfall Kristínar Jónsdóttur minnast íbúar Árborgar hennar og manns hennar, séra Eiríks J. Eiríkssonar, fyrir þann einstæða atburð, er þau gáfu Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi bókasafn sitt á afmælisdegi Kristínar, 5. október 1984. Var hér um að ræða stærstu bókagjöf í sögu þjóðarinnar, alls um 30 þúsund bindi.
Meira
Við andlát tengdamóður minnar Sigríðar Kristínar frá Gemlufalli við Dýrafjörð koma upp í huga mér þessi upphafsorð síðustu kveðju ömmu hennar og nöfnu, er hún kvaddi æskuvinu sína. Þessi kveðja hennar hefur vafalaust átt vel við þá. Og mér finnst hún eiga vel við þessi dægur, er á huga leita minningabrot úr lífi okkar.
Meira
Nú er komið að kveðjustund og þá rifjast upp skemmtilegar minningar frá liðnum árum þegar veröldin var björt og hvergi bar skugga á. Það var á sólbjörtum laugardegi í ágústmánuði árið 1969 að fundum okkar Kristínar bar fyrst saman. Svo stóð á að við hjónin áttum ungan svein sem gefa átti nafn og varð að ráði að fá séra Eirík J. Eiríksson til að skíra hann í Þingvallakirkju.
Meira
Elsku amma mín. Þú ert horfin frá okkur og skarðið er mikið. Ótal stundir og minningarbrot sækja á hugann og í sorginni gleðst ég yfir öllum þeim fjársjóði sem ég þar á. Fyrir rúmri viku áttum við systurnar yndislega stund með þér. Þú varst svo hress og kát og við svo glaðar að vera allar saman.
Meira
Dagur er að kveldi kominn. Farsælu og löngu lífsstarfi er lokið. Framundan er ferðin sem öllum er fyrirbúin. Yfir langri vegferð er heiðríkja. Dagsverki er skilað í sátt við lífið. Horft er til bjartrar heimkomu móts við ástvinina handan móðunnar miklu. Allt þetta grundvallast á staðfastri trú á lífsgildinu, sem var ríkur þáttur í fari Kristínar vinkonu minnar.
Meira
Nú er hún amma Kristín dáin. Hún var alltaf svo góð. Þegar ég var lítill sat ég oft hjá henni og hún sagði mér söguna af Búkollu eða las fyrir mig. Ég á síðustu vettlingana sem hún prjónaði á mig. Hún sendi mér pakka fyrir nokkrum dögum. Þar voru vettlingarnir og annar var fullur af nammi. Svona var amma, alltaf að gera eitthvað fyrir okkur. Ég hef oft hugsað að ég ætti bestu ömmu í heimi.
Meira
Það var að kvöldi hins 16. febrúar sem mér barst símhringing að heiman. Í símanum var móðir mín sem tjáði mér að amma mín, Sigríður Kristín Jónsdóttir frá Gemlufalli hefði verið flutt á sjúkrahúsið á Selfossi. Vissulega var mér brugðið en létti þó ögn þegar sögunni fylgdi að nokkur von væri um bata.
Meira
Í dag verður borin til grafar á Selfossi merkiskonan Kristín Jónsdóttir. Einhvern veginn er það svo að þó Kristín væri orðin vel við aldur og hefði átt við nokkurt heilsuleysi að stríða var hún einhvern veginn svo lifandi manneskja, svo glöð og skemmtileg að ekki hvarflaði að manni að við yrðum að sjá á bak henni svo snemma.
Meira
SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Sigríður Kristín Jónsdóttir fæddist í Minna-Garði í Mýrahreppi í Dýrafirði 5. október 1917. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón bóndi Ólafsson frá Hólum í Þingeyrarhreppi og Ágústa Guðmundsdóttir frá Brekku, einnig í Þingeyrarhreppi.
Meira
"Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." Elsku Þóra. Okkur langar til að minnast þín þar sem komið er að kveðjustund sem okkur finnst ótímabær. Það er margs að minnast. Gömlu góðu dagarnir okkar sem börn í sveitinni.
Meira
Elsku amma! Aldrei hef ég kynnst eins góðri og hjartahreinni manneskju og þú varst. Þú varðst aldrei reið eða hleyptir í brún, það eru ekki allir sem geta það og þetta er hverju orði sannara. Þú komst fram við alla sem jafningja hvort sem þeir voru eldri eða yngri en þú. Ég veit að enginn er fullkominn, en þú ert örugglega sú sem kemst næst því.
Meira
Mig langar í fáeinum orðum að minnast hennar Þóru á Rauðafelli. Það eru um 40 ár síðan ég hitti hana fyrst, þegar við Siggi dvöldum fáeina daga hjá frændfólki hans í vesturbænum á Rauðafelli. Síðan þá hafa ferðirnar orðið margar. Aldrei fórum við austur svo að við kæmum ekki við hjá Þóru og Ástþóri. Hún Þóra var einstök kona.
Meira
SIGURÞÓRA SIGURÞÓRSDÓTTIR Sigurþóra Sigurþórsdóttir, Rauðafelli I, fæddist á Rauðafelli III, Austur-Eyjafjöllum, 21. mars 1940. Hún lést á heimili sínu að morgni 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar: Sigurþór Skæringsson frá Rauðafelli, f. 6.7.
Meira
Elsku amma. Nú þegar þú ert farin frá okkur þá rifjast upp fyrir okkur allar þær stundir sem við áttum saman. Þegar þú sagðir okkur af því þegar þú varst lítil. Þegar þú gafst okkur vettlinga sem þú prjónaðir. Þegar við fengum að horfa á videó hjá ykkur afa. Þegar þú kenndir okkur að spila kapal. Þegar við fengum að skreyta skrítna jólatréð ykkar afa.
Meira
Tengdamóðir mín hún Þórlaug Ólafsdóttir er látin. Síminn hringdi snemma á mánudagsmorgni þann 15. febrúar en ég var staddur á lítilli eyju norður af Stavanger í Noregi. Vegna vinnu minnar og á ferðum mínum um Noreg voru þau ófá símtöl sem ég átti við hana Laugu, mér leið alltaf svo vel eftir þessi símtöl,
Meira
Elskuleg amma mín, Þórlaug Ólafsdóttir, er látin. Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að sjá þig aftur. En nú ertu búin að fá hvíld eftir erfið veikindi sem þú barðist svo hetjulega við. Minningarnar streyma fram í hugann. Þegar ég var lítil þá fékk ég svo oft að heimsækja þig og Sigga afa í Grindavík. Var það mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur systkinin þegar haldið var til ykkar.
Meira
Mig langar að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Þórlaugar Ólafsdóttur, með nokkrum orðum. En útför hennar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag. Já henni Laugu lá á, að morgni mánudagsins 15. febrúar, þegar hún kvaddi okkur. Það var eins og svo oft áður, þegar stóð til að fara eitthvað að þá var lagt af stað strax og hún var ferðbúin. Og hún var vissulega ferðbúin þennan morgun.
Meira
Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast. Þá kemur mér fyrst í huga þegar afastrákurinn minn, hann Dagur, var í heimsókn hjá Gauja afa í Grindavík. Þegar við vorum að búa okkur til að fara út í gönguferð eða í bíltúr og ég spurði hann hvert við ættum að fara, þá sagði sá stutti "langamma". Þá var stefnan tekin austur í Víðihlíð.
Meira
Við kveðjum þig, Lauga amma, með söknuð í huga. Þú varst alltaf svo hress og kát þegar við heimsóttum þig. Þegar við vorum lítil fengum við að leika okkur inni í gestaherbergi með fullan kassa af gömlu dóti. Svo komstu alltaf með góðgæti handa okkur að borða. Og svo sagðir þú okkur skemmtilegar sögur og komst okkur alltaf til að hlæja.
Meira
Lauga amma dó 15. febrúar 1999 um morguninn kl. 9.20. Ég fór að gráta af því að mér þótti svo vænt um hana. Kannski var bara gott fyrir hana Laugu ömmu að deyja. Okkur Laugu ömmu þótti mjög gaman að spila. Ég vann hana alltaf en stundum vann hún. Ó Lauga amma, ég sakna þín svo mikið. Viltu koma aftur heim, ég sakna þín svo mikið. Sigrún Inga.
Meira
ÞÓRLAUG ÓLAFSDÓTTIR Þórlaug Ólafsdóttir fæddist á Þórkötlustöðum, austurbæ í Grindavík, 15. október 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Helga Jónsdóttir frá Ísafirði, fædd 22.9. 1884, dáin 18.1. 1964 og Ólafur Þorleifsson ættaður úr Þingvallasveit, fæddur 23.8.
Meira
HAGNAÐUR hlutabréfasjóðsins Hlutabréfamarkaðarins hf., sem Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, VÍB, rekur, nam 18,1 milljón króna á síðastliðnu ári. Hagnaður fyrir skatta nam 30,2 milljónum króna. Hreinar fjármunatekjur námu 33,1 milljón króna. Ekki liggja fyrir samanburðartölur fyrir árið 1997 þar sem félagið hóf ekki starfsemi í núverandi mynd fyrr en um mitt ár 1997.
Meira
EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu aftur í verði í gær vegna þess að veik staða tæknibréfa leiddi til lækkunar í Wall Street og jákvæð skýrsla um hagvöxt í Bandaríkjunum staðfesti ugg um vaxtahækkun. Þrátt fyrir upplýsingar um meiri hagvöxt á síðasta ársfjórðungi í fyrra batnaði staða bandarískra skuldabréfa á ný.
Meira
STJÓRN Granda hf. hefur boðist til að kaupa öll hlutabréf í Árnesi hf. í Þorlákshöfn og hefur stjórn Árness ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að þeir gangi að tilboðinu. Grandi á nú þegar rúmlega 50% hlutafjár í Árnesi og miðast tilboðið við að hlutabréf annarra eigenda verði keypt á genginu 1,3 og greitt verði með reiðufé.
Meira
MEL KARMAZIN, stjórnarformaður CBS Inc., kveðst vilja kaupa NBC sjónvarpsnet General Electric fyrirtækisins og vera fús til að greiða of hátt verð til að komast að samningum. Ummæli Karmazins komu fram þegar hann svaraði gagnrýni framkvæmdastjóra Saatchi & Saatchi Plc, Allen Banks, á samþjöppun í fjölmiðlaiðnaði, sem hann kvað ógna auglýsendum og auglýsingaskrifstofum.
Meira
HELGI Kristbjarnarson hlaut viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins sem veitt voru á Iðnþingi í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Helga viðurkenninguna sem veitt er fyrir frumkvöðulsstarf og gott fordæmi.
Meira
HAGNAÐUR Teymis hf. 1998 nam rúmum 15 milljónum króna eftir skatta, og veltuaukning varð 41% frá árinu á undan. Arðsemi eigin fjár var 58% og innra virði fyrirtækisins jókst um 59% milli ára. Teymi hf. var stofnað árið 1995 með það að markmiði að þjónusta íslensk fyrirtæki á sviði gagnameðhöndlunar hvers konar.
Meira
VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands námu 166 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með bréf Þormóðs ramma- Sæbers fyrir tæpa 21 milljón króna og hækkaði gengi þeirra um 0,9%. Gengi bréfa í Vinnslustöðinni hækkaði um 5,36% en rúmlega 20 milljón króna viðskipti voru með bréf í félaginu.
Meira
Formaður Samtaka iðnaðarins gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að svíkja fyrirheit um fjárframlög til nýsköpunar og rannsókna í þágu atvinnulífsins. Elmar Gíslason fylgdist með umræðum á Iðnþingi í gær.
Meira
ÐÍslensku tölvuverðlaunin afhent í fyrsta sinn í gær Opin kerfi hf. og Friðrik Skúlason urðu fyrir valinu OPIN kerfi hf. og Friðrik Skúlason, stofnandi og eigandi samnefnds hugbúnaðarfyrirtækis, fengu Íslensku tölvuverðlaunin sem veitt voru í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í gær,
Meira
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 2,5 milljarða króna í janúar, en þá voru fluttar út vörur fyrir 8,2 milljarða og inn fyrir tæpa 10,8 milljarða. Í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands kemur fram að í janúar 1998 voru vöruskiptin óhagstæð um 5,7 milljarða á föstu gengi.
Meira
GENGI hlutabréfa í móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, deCode, hefur hækkað úr um 10,50 dollurum á hlut í 20 dollara frá áramótum. Hefur gengi þeirra því hækkað um rúm 90% það sem af er þessu ári.
Meira
VAXANDI samruni í Evrópu og aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu gæti auðveldað íslenskum útflytjendum að hasla sér völl á þýskum mörkuðum í framtíðinni. Þetta kom m.a. fram í máli þýska sérfræðingsins C.J. Nowotny, á kynningarfundi sem Þýsk-íslenska verslunarráðið stóð fyrir í Rúgbrauðsgerðinni í síðustu viku.
Meira
Þá kom ennfremur í ljós að tvö bankalán af hverjum þremur eru með sjálfskuldarábyrgð og að ábyrgðarmenn á víxlum og skuldabréfum í bankakerfinu séu að meðaltali í ábyrgð fyrir tæplega 1 milljón króna. Ljóst er að ábyrgðarskuldbindingar eru mun algengari hér en á hinum
Meira
ÞEGAR farið var í stórmarkað í vikunni til að skoða merkingar á kjöti og kjötvörum kom í ljós að sumir framleiðendur eru búnir að laga umbúðir kjötvara að nýjum reglum um merkingar á kjöti og kjötvörum. Frestur til að laga sig að reglunum rann út 10. desember sl. hvað snertir nafngiftir á kjöti og kjötvörum og ýmis sérákvæði um merkingar. Þarf að tilgreina vatnsmagn
Meira
KOMIÐ var með fyrstu páskalömbin til slátrunar hjá Sláturfélagi Vesturlands í vikunni. Um var að ræða 55 lömb og kom rúmlega helmingur þeirra frá Ásbirni Sigurgeirssyni bónda að Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Aðrir sem lögðu inn lömb voru Ólafur Guðmundsson, Sámsstöðum í Hvítársíðu, Jóhann Oddsson, Steinum í Stafholtstungum og Brynjar Hildibrandsson, Bjarnarhöfn í Helgafellssveit.
Meira
Nýtt Föndurlisti PANDURO páskaföndurlistinn er kominn til landsins. Hann kostar 100 krónur en fastir viðskiptavinir fá hann ókeypis. Listinn fæst hjá B. Magnússyni í Hafnarfirði.
Meira
NÝR GSM-sími frá Motorola, v3688, kemur á markað næstu daga í Evrópulöndum. Roy Larsen, svæðisstjóri sölu í Noregi og á Íslandi, sagði er hann kynnti símann í Reykjavík að hann væri sá minnsti sem framleiddur væri, aðeins 83 grömm og er hann álíka þungur og meðalstórt armbandsúr karla. Síminn er 8 cm á lengd, en lengist í 15 cm þegar hann er opnaður, 2,5 cm breiður og breiddin er 4 cm.
Meira
Finnski rithöfundurinn Veijo Meri sem varð sjötugur um daginn lét fara frá sér yfirlýsingu í tilefni afmælisins. Á íslensku gæti hún hljóðað svo: "Ein bók á dag er heilsunni í hag." Fleira hafði Meri að segja. Hann sagði að finnskir rithöfundar hefðu aldrei verið betri en nú. Þeir hefðu ríkan orðaforða og hefðu endurvakið gömul orð.
Meira
ÞAÐ er með eindæmum hentugt að búa ofan á neðanjarðarlestarstöð í London. Það hafa ungu hjónin Guðmundur Steingrímsson og Marta María Jónsdóttir reynt þá fimm mánuði sem þau hafa búið ytra. Engin þörf á reiðhjóli og upplagt að bregða sér á inniskónum í bæinn.
Meira
ÞAÐ er líklega álíka algengt að maður bíti hund og að knattspyrnudómari sé rotaður í kappleik. Það fáheyrða atvik átti sér hins vegar stað á Akureyri fyrir skemmstu, þegar ungur leikmaður sló dómara í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lá rotaður eftir í skamma stund.
Meira
FRÉTT frá Danmörku í fimmtudagsblaði vakti sérstaka athygli Víkverja. Þar var sagt frá viðbrögðum stjórnmálamanna í Danmörku við dómi hæstaréttar landsins sem úrskurðaði að lög sem þingið hafði samþykkt væru stjórnarskrárbrot. Víkverja þótti þessi niðurstaða hljóma kunnuglega.
Meira
FRÉST hefur af frumvarpi fyrir Alþingi um ættleiðingarmál. Þar mun m.a. vera gert ráð fyrir að fólki í óvígðri sambúð verði heimilað að ættleiða börn. Þetta hljómar undarlega. Yrði þetta ákvæði lögfest væru stjórnvöld að senda almenningi fölsk skilaboð. Verið væri að staðfesta þann algenga misskilning að réttarstaða fólks í óvígðri sambúð verði með tímanum eins og um hjón væri að ræða, t.d.
Meira
GÓUGLEÐI hefst á veitingastöðum um allt land eftir helgi en hinn 1. mars verða tíu ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð á Íslandi. Þótt hið íslenska heiti gefi það ekki til kynna er ljóst af hinu enska heiti hátíðarinnar ("The Icelandic Beer and Food Festival") að stefnt er að því að tengja hana rækilega við þessi tímamót.
Meira
SUNNUDAGINN 28. febrúar munum við fá skemmtilega heimsókn frá Glerársókn á Akureyri. Þá mun Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur Glerársóknar, koma í heimsókn ásamt kirkjukór sóknarinnar. stjórnandi kórs Glerársóknar er Hjörtur Steinbergsson. Það er sérstaklega skemmtilegt, að sr.
Meira
Spurning: Á blaðsíðu 82-83 í gömlu Heilsufræðinni var okkur kennt, að meðgöngutími kvenna væri 36 vikur, þ.e. 9 mánuðir. Nú hefur hins vegar verið rætt um að meðgöngutími kvenna hafi lengst í 42 vikur, þ.e. tíu og hálfan mánuð. Gaman væri að fá þetta á hreint, t.d. ef maður vildi gera áætlun um að eignast afkvæmi þann 9.9. 1999.
Meira
Í dag er laugardagur 27. febrúar 58. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og sjá, hönd snart mig og hjálpaði mér óstyrkum upp á knén og hendurnar. (Daníel 10, 10.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen og Hansewall, fóru í gær.
Meira
Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 994. þáttur ÞEGAR ég var barn, var ennþá sungið um sprund og hal, sem þýddi þá piltur og stúlka. Rómantík tíðarandans kom fram í því að þau voru látin ganga um græna hjalla og tala saman í sífellu.
Meira
NÚ ÞEGAR vetur konungur minnir svo hressilega á sig og vá vofir yfir þorpum vegna snjóflóðahættu er ekki úr vegi að skoða drauminn sem tæki í baráttunni við snjóinn. Menn dreymir fyrir óförum líkt og öðru sem hendir og því ættu menn að vera vakandi fyrir draumum sínum, skrá þá hjá sér og hver veit, draumurinn gæti afstýrt vánni eða dregið úr skaða hennar, ef og þegar hún kæmi.
Meira
Ég sá mynd af kíví í fyrsta skipti í þýsku matarblaði fyrir réttum tuttugu árum en skömmu síðar var farið að flytja það inn. Þótt kíví sé fyrsta framandi aldinið sem hingað fluttist er það nú orðið eins algengt eg epli og appelsínur og er því ekki lengur talið með framandi ávöxtum. Kíví er mjög vítamínríkt, í því er u.þ.b. helmingi meira C- og E-vítamín en í appelsínum.
Meira
STÖÐUMYND A SVARTUR á leik Staðan kom upp á stórmótinu í Linares á Spáni sem nú stendur yfir. Vasílí Ívantsjúk (2.710), Úkraínu, hafði hvítt, en Gary Kasparov(2.810), Rússlandi, stigahæsti skákmaður heims, var með svart og átti leik. 25. Hxc3! 26. Dxc3 Rg4 27. Da5 Re3+ 28.
Meira
SYSTRABRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst á Hólum í Hjaltadal af sr. Bolla Gústavssyni Kristbjörg Leifsdóttir og Magni Samsonarson, Guðleif Birna Leifsdóttir og Eysteinn Leifsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson. Með þeim á myndinni er Ríkey Þöll.
Meira
ÞEGAR blindur kom upp leit út fyrir að austur ætti tvo örugga slagi á tromp, enda með hjónin fjórðu og einspil í borðinu. Þetta var í Flugleiðamótinu í leik sveita Íslandspósts og Morgunblaðsins: Norður gefur.
Meira
ANDREAS Thiel, hinn 38 ára gamalreyndi markvörður Dormagen, gagnrýnir mjög stjórnunaraðferðir þýska handknattleikssambandsins, í viðtali við handknattleiksblaðið Handball Woche. Thiel hefur sjö sinnum verið valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og leikið 256 landsleiki.
Meira
Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Litháen í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í dag kl. 16.00. Íslendingar hafa ekki unnið leik í riðlinum og það verður væntanlega á brattan að sækja gegn Litháen, sem vann m.a. til bronsverðlauna á síðustu Ólympíuleikum. Þjálfararnir Jón Kr.
Meira
EINAR Þór Daníelsson, KR-ingur, hefur leikið með OFI frá Krít í grísku 1. deildinni frá áramótum og segist ánægður með dvölina. Liðið er nú í 7. sæti deildarinnar og stefnir að því verða á meðal sex efstu og tryggja sér þar með þátttökurétt í Evrópukeppninni.
Meira
Tvö stökkmót verða haldin hér á landi í næsta mánuði í framhaldi af heimsmeistarakeppni innanhúss í frjálsíþróttum í Japan. Hið fyrra verður á Akureyri á vegum Ungmennafélagsins Reynis á Árskógsströnd og hið síðara verður á vegum ÍR í Laugardalshöll. Mótið á Akureyri verður 14. mars og þar er ætlunin að keppa í langstökki, hástökki og stangarstökki karla og kvenna.
Meira
EMANUEL Petit mun ekki leika með Arsenal næstu þrjár vikurnar þar sem hann meiddist á ökkla á æfingu. "Petit verður að fá tíma til að jafna sig," segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Meira
KA-menn urðu fyrir mikilli blóðtöku á þriðjudagskvöld er Hilmar Bjarnason, leikstjórnandi liðsins, handarbrotnaði á æfingu. Hilmar brotnaði á hægri hendi og verður frá í fjórar til sex vikur. KA leikur við Aftureldingu að Varmá annað kvöld þegar 1. deildarkeppnin í handknattleik hefst á ný.
Meira
LEIKMENN Bayern M¨unchen eru nokkuð vissir um að þeir nái að leggja Kaiserslautern að velli í 8 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða, en liðin mætast í fyrri leik sínum á miðvikudaginn. Leikmenn liðsins komu saman í vikunni og var aðallega rætt um hvernig ætti að skipta bónusgreiðslum sem þeir fá fyrir að komast áfram í Evrópukeppninni.
Meira
KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, keppir í svigi heimsbikarsins í Ofterschwang í Þýskalandi á morgun, sunnudag. Þetta er næstsíðasta heimsbikarmót vetrarins í svigi en lokamótið fer fram í Sierra Nevada á Spáni 10. mars. Þar fá aðeins þeir sem eru innan við 30 á heimsbikarlistanum að vera með.
Meira
AUSTURRÍKI sigraði mjög óvænt í 4×10 km boðgöngu karla á heimsmeistaramótinu í Ramsau í gær, var sjónarmun á undan norsku sveitinni sem fyrirfram var talin sigurstranglegust enda hafði hún unnið á fjórum heimsmeistaramótum í röð.
Meira
Stuttgart verður að skipta um aðalstyrktaraðila á búningi sínum. Auglýsing frá tryggingafélaginu Göttinger hefur verið á búningum liðsins, en félagið á í miklum fjárhagsvandræðum þar sem mörg dótturfyrirtæki þess hafa orðið gjaldþrota að undanförnu.
Meira
VALENCIA, sem sló Barcelona út úr bikarkeppninni á Spáni, mætir Real Madrid í undanúrslitum fyrst heima 9. júní og síðan í Madrid 16. júní. Í hinni viðureigninni mætast Atletica Madrid og La Coruna. Úrslitaleikurinn fer fram á nýja Ólympíuleikvangnum í Sevilla 26. júní.
Meira
ÞÝSKA stórfyrirtækið Dekra tilkynnti í vikunni að það myndi ekki endurnýja samning sinn við ökuþórinn Michael Schumacher. Dekra, sem er fyrirtæki sem sér um að meta tjón fyrir tryggingafélög, hefur borgað 400 millj. ísl. kr. árlega til fyrirtækis Schumacher, sem vildi hækkun, sem Dekra réð ekki við. Tekjur Schumachers af kappakstri eru ævintýralegar, eða um tveir milljarðar ísl. kr. árlega.
Meira
BERND Schuster, fyrrverandi leikmaður Barcelona og Real Madrid, sem þjálfar nú Köln sem leikur í 2. deild í Þýskalandi, segir það tóma vitleysu að hann sé á förum frá liðinu. Schuster hefur verið orðaður við lið í Argentínu og Mexíkó. Það hefur gengið brösulega hjá liðinu í vetur og ekki víst að það nái að endurheimta sæti sitt í 1. deild, sem stefnt var að þegar Schuster var ráðinn.
Meira
SIGFÚS Sigurðsson, línumaður landsliðsins í handknattleik, verður aftur með sínum gömlu félögum í Val á sunnudagskvöld er keppni hefst að nýju í 1. deild karla eftir þriggja vikna hlé. Sigfús var atvinnumaður á Spáni fyrr í vetur með Caja frá Santander, en sneri heim fyrir áramót vegna deilna við spænska liðið.
Meira
ENSKI knattspyrnuþjálfarinn John Toshack er nú kominn aftur í sæti knattspyrnustjóra Real Madrid níu árum eftir að hann var rekinn frá félaginu. Hann tók við liðinu af Hollendingnum Guus Hiddink, sem var látinn taka pokann sinn á miðvikudag. Toshack sagðist við komuna til Madrid eiga sér þann "stóra draum" að vinna þrefalt.
Meira
LEICESTER City mætir Leedsí ensku deildinni á mánudagskvöld. Framherjarnir Tony Cotte ogEmile Heskey koma væntanlega inn í liðið aftur eftir meiðsli. Cotte á aðeins tvö mörk í að ná 200 mörkum í efstu deild.
Meira
Stangaveiðifélag Reykjavíkur heiðraði þá veiðimenn sem veiddu stærstu laxana á vatnasvæðum félagsins á síðasta sumri, á árshátíð sinni á Hótel Sögu á dögunum. Það eru stórlaxarnir sem þarna vega þyngst, en það er kannski til marks um að veiðisumarið 1998 var fyrst og fremst smálaxasumar, að aðeins einn 20 punda lax var meðal þeirra laxa sem veittu veiðimönnum sínum verðlaun að þessu sinni.
Meira
AÐALMEÐFERÐ máls ríkislögreglustjóra á hendur þremur fyrrverandi starfsmönnum Fiskiðju Sauðárkróks hf. fyrir að hafa sammælst um að tilgreina ranglega Ísland sem upprunaland við útflutning á "rússneskum" fiskafurðum til Bretlands 1994 og 1995 lauk hjá dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra á Sauðárkróki í fyrrakvöld og hefur dómstjóri verið boðaður til dómsuppkvaðningar 18. mars.
Meira
FRESTUR fyrir eigendur krókabáta í sóknardagakerfi um val á veiðikerfi rennur út 1. mars nk. Alls er um að ræða 328 krókabáta í sóknardagakerfi sem þurfa að tilkynna um val sitt en í gær höfðu um 100 tilkynningar borist Fiskistofu.
Meira
MIKIÐ hefur mælst af bakteríum í svokölluðum viktoríukarfa, sem hefur verið vinsæll á þýskum fiskmörkuðum frá því á liðnu ári, og sagði í dagblaðinu Nordsee-Zeitungá fimmtudag að búast mætti við að þetta gæti verið upphafið að endalokunum fyrir þessa fisktegund, sem flutt er inn frá Úganda, Kenýa og Tansaníu, í Þýskalandi.
Meira
ALLT bendir til að verulegur samdráttur verði í útflutningsverðmæti loðnufrystingar á vertíðinni miðað við síðasta ár. Á liðinni vertíð voru fryst tæplega 20 þúsund tonn af loðnu fyrir Japansmarkað og var áætlað verðmæti um 1,1 milljarður króna auk þess sem um 32 þúsund tonn voru fryst fyrir Rússlandsmarkað. Um 6 þúsund tonn hafa verið fryst á yfirstandandi vertíð sem senn lýkur.
Meira
ENN líður á veturinn og enn er lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að hefja skuli hvalveiðar; í hvelli, ekkert kjaftæði. Þjóðin vill það, segja flutningsmennirnir, hinar vísindalegu staðreyndir um stöðu hvalastofnanna tala sínu máli, þetta er spurning um "rétt og skyldu fullvalda þjóðar" eins og það er orðað í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Meira
"ÉG er hræddur," segir Christoph Hein og það er eins og hann sökkvi niður í gamlan, leðurklæddan stólinn. "Ég hef áhyggjur af því hvað þetta þýðir fyrir mig og ritstörfin en þetta er mikilvægt verkefni og ekki hægt að víkja sér undan því." Þótt Hein væri það raunar þvert um geð, þá var hann samt kjörinn forseti þýsku PEN- samtakanna með miklum meirihluta á þingi þeirra í Dresden.
Meira
Sagney Á gömlum kortum frá Kanada sést örnefnið Sagney og á 16. öld sögðu indíánar landkönnuðinum Cartier frá Sagney, landi hvítra manna, sem gengu í ofnum fötum og bjuggu í bæjum. Um þetta dularfulla land í Vesturheimi skrifar Hrafn E. Jónsson. Listasöfnin Um stöðu safnanna í aldarlok skrifar Hannes Sigurðsson listfræðingur.
Meira
Næturkulið krafsar í mig, keyrir allt í kaf. Langur skuggi engu líkur læðist út á haf. Hvergi banginn keyri ég og kætist yfir því, sem ég á vændum síðar, sem ég stefni í. Mikið var ég feginn því að lifa þessa nótt. Furðulegt þó hvernig fannst mér tíminn líða fljótt.
Meira
J. S. Bach: Orgelverkin (6 tríósónötur; prelúdíur, fantasíur, tokkötur og fúgur; passacaglía; canzóna, allabreve; pastorale; Orgelbüchlein; Clavierübung III; sálmalög; sálmforleikir; fúgulistin). Helmut Walcha á Schnitger-orgel Lárenzíusarkirkju Alkmaarborgar og Silbermann-orgel kirkju St. Pierre-le-Jeune í Strassborg. Archiv 419 904-2. Upptaka: ADD, 195671.
Meira
I Eirðarlaus dragbítur söngva... Þurrir dómendur á þingi að reyna til þrautar að sigrast á manninum. En hver getur sigrast á manninum? Og til hvers að sigrast á manninum? Hvað getur komið í stað mannsins? Eirðarlaus dragbítur viljaskertur elskar ekki þann sem elskar.
Meira
Það húmar um loftin. Að fer kvöldsins kal. Ég klýf minn við og lít um garðinn, sé hvar epli hanga efst í gömlu tré, eitthvað helst nú blíðan. Samt ég skal tak' upp kálið, trjánum plant' í mó, ef tíminn leyfir plægja út við brún, stafl' í köst. Nei, haustið hrímgar tún. Hlíðin fölnar upp af nýjum snjó og ég veit ég mun ei klára mitt.
Meira
Amma kveður við rúmið þitt. Ljúflingslög. Og þú brosir og augun þín búa yfir leyndarmáli ástarinnar. Litla barn. Þú ert arabísk nótt og þig dreymir um frið og bjartar nætur á Íslandi, þar sem mamma þín fæddist og þú fæðist til að sameina alla menn í friði, þegar fyrstu snjókornin falla, og sítrustréð blómstrar í austri.
Meira
Árið 1930 var haldin sögufræg málverkasýning í París, hvar sýndu meðlimir hópsins Cercle et Carré í Galerie 23 og á meðal heimsfrægra nafnanna sem koma fram á auglýsingaspjaldinu er fylgdi sýningunni er að finna nafnið Bjarnason.
Meira
Marais og Montparnasse Enn er Bragi Ásgeirsson á ferðinni og víkur nú að sögusafni Parísar, Hotel Carnavalet, í Maraishverfi á hægri bakkanum, veiðisafninu þar skammt frá, og hinu nafnkennda safni Cognaq-Jay,
Meira
ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í sölum Listasafns Íslands í dag kl. 15. Tvær sýningar í eigu safnsins og sýning á gvassmyndum Sigmars Polke, sem hingað er komin frá Þýskalandi. Fjórir frumherjar Í sal 1 eru verk eftir Þórarin B. Þorláksson (18671924), Ásgrím Jónsson (1876 1958), Jón Stefánsson (18811962) og Jóhannes S. Kjarval (18851972).
Meira
HÖFUNDUR þessarar greinar átti erindi til Boston í vor og skrapp að því loknu að gamni sínu til Québec í Kanada til að sjá Sankti Lárensdal, hvort Vínland hið góða hefði mögulega verið þar, sbr. kenningar Páls Bergþórssonar o.fl.
Meira
ÞAÐ er Bhajan (Sanskrit: sálmasöngur) í Puttaparthi í S-Indlandi og fólk syngur, hlustar á eða hugsanir streyma um hugann. Ég er loks komin til Bhagawan Sri Sathya Sai Baba. Nafnið sem er virt og dáð um allan heim og ég hafði sífellt verið að mæta á ferðum um heiminn hafði nú formgerst fyrir augum mér.
Meira
ÞEGAR FÍS, Félag íslenskra safnamanna, efndi nýlega til umræðna um stöðu og horfur í íslenskum söfnum stóðst ég ekki að blanda mér örlítið í málið þrátt fyrir að hafa aldrei unnið á safni. Ég tel mig meira að segja vera haldinn tiltölulega vægri söfnunaráráttu, svona miðað við það sem gerist og gengur í okkar síðmóderníska neyslusamfélagi.
Meira
Spurt var um útlendu tíkina Tínu sem tapaðist nýverið Mosfells í bænum. Hún hljóp bara út samkvæmt hundseðli sínu þótt hún væri fáklædd í miðsvetrar snænum. Henni var ætlað það einstæða hlutverk að auka og stórbæta kyn vorra hunda, því ætt hennar tigin og útlend var gagnmerk og innflutt af þeim sem hér kynbætur stunda.
Meira
Svo langt sem liðið er leit ég hana velkomna kassalagaða klukkuna á Lækjartorgi himnesks friðar langt frá Kína Ég gekk þar nýjum sporum í gær ofan í þessi gömlu góðu og varð ekki meint af Annað hvort væri eftir allt tilstandið kringum þá gömlu sem slær hávaðalaust Ég horfi upp til hennar gamall maðurinn hættur
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands ásamt einsöngvurum og kórum flytur óperuna Turandot eftir Giacomo Puccini í Laugardalshöll laugardaginn 6. mars kl. 16. Stjórnandi verður Rico Saccani og kórstjóri Garðar Cortes.
Meira
KVENNASÖGUSAFNI Íslands barst nýlega að gjöf málverk Gunnlaugs Blöndals af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (18561940), helstu forgöngukonu kvenréttinda á Íslandi. Verkið málaði Gunnlaugur árið 1934. Í tilefni af því hefur verið sett upp örsýning um Bríeti í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns. Þar er málverkið til sýnis ásamt skrifborði Bríetar og gögnum úr fórum hennar.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.