Greinar föstudaginn 5. mars 1999

Forsíða

5. mars 1999 | Forsíða | 75 orð

D'Alema undrandi yfir sýknudómi

MASSIMO D'Alema, forsætisráðherra Ítalíu, lýsti í gær undrun sinni yfir sýknudómi herréttar í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum yfir bandarískum herflugmanni sem varð tuttugu farþegum í kláfferju að bana á Ítalíu á síðasta ári. D'Alema kvað dóminn óskiljanlegan og ekki fullnægja réttlætinu. Meira
5. mars 1999 | Forsíða | 91 orð

Fimmtán uppreisnarmenn vegnir

HÁTTSETTUR herforingi í Úgandaher lýsti því yfir í gær að fimmtán skæruliðanna sem myrtu erlenda ferðamenn í Bwindi-þjóðgarðinum á mánudag hefðu verið vegnir. Naut her Úganda aðstoðar herflokka frá Rúanda við leitina að morðingjunum. Sagði herforinginn að setið hefði verið fyrir uppreisnarmönnunum á vegi á milli Goma og Kisoro í austurhluta Kongó. Meira
5. mars 1999 | Forsíða | 120 orð

Mun minni stuðningur meðal sambandssinna

STUÐNINGUR meðal norður- írskra sambandssinna við Belfast- friðarsamkomulagið, sem náðist á páskum í fyrra, hefur minnkað verulega ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem greint var frá í gær. 55 prósent sambandssinna studdu samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í maí á síðasta ári en skoðanakönnun, sem gerð var fyrir BBC á N- Írlandi, Meira
5. mars 1999 | Forsíða | 321 orð

Reiði í höfuðstöðvum ESB

ÁKVÖRÐUN bandarískra stjórnvalda um að herða aðgerðir í "bananadeilunni" við Evrópusambandið (ESB) með því að hrinda í raun í framkvæmd hótunum um að setja á 100% refsitolla á valdar vörur frá ESB-löndum, olli í gær reiði í höfuðstöðvum ESB. Meira
5. mars 1999 | Forsíða | 445 orð

Stjórnvöld í Belgrad efla landamæravarnir

STJÓRNVÖLD í Júgóslavíu tilkynntu í gær að efla ætti landamæravarnir til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þeirra "laumuðust" yfir landamærin. "Ákvörðunin er tekin til þess að efla landamæravörslu í Júgóslavíu og koma í veg fyrir að hryðjuverkahópar komist inn í Kosovo-hérað," segir í opinberri tilkynningu sem Tanjug- fréttastofan birti. Meira

Fréttir

5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

13 nýjar kærur til ríkislögreglustjóra

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA bárust 13 nýjar kærur á miðvikudag þar sem farið er fram á opinbera rannsókn á meintum fölsunum á 48 málverkum eftir þjóðkunna íslenska listmálara. Flest verkanna eru eftir Þórarin B. Þorláksson, Mugg, og Þorvald Skúlason. Einn lögmaður lagði kærurnar fram fyrir hönd eigendanna, sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

911 m.kr. hagnaður Landsbankans

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. nam 911 milljónum króna á árinu 1998 samanborið við 326 milljónir árið 1997 og jókst hagnaður bankans því milli ára um 584 milljónir króna, eða 179,2%. Þessi afkoma er betri en gert var ráð fyrir í útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans, en þar var hagnaður ársins áætlaður rösklega 700 milljónir. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 199 orð

Abdullah stokkar upp í stjórn sinni

ABDULLAH, nýr konungur Jórdaníu, tók sína fyrstu stóru stjórnvaldsákvörðun í gær þegar hann leysti forsætisráðherrann Fayez al- Tarawnah frá störfum og fékk Abdul-Raouf al-Rawabdeh, gamalreyndan stjórnmálamann, til að mynda nýja ríkisstjórn. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 450 orð

Almenningur, ríkið og sveitarfélög eignist kvóta

ÁHUGAHÓPUR um auðlindir í almannaþágu leggur til að almenningi, ríki og sveitarfélögum verði afhentar veiðiheimildir sem geti síðan ráðstafað þeim á frjálsum markaði. Lagt er til að hluta af tekjum af sölu veiðiheimilda verði, a.m.k. tímabundið, varið til að rétta hag íbúa í þeim byggðarlögum sem atvinna hefur minnkað vegna samdráttar í fiskveiðum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Ásta þiggur níunda sætið

ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur ákveðið að þiggja níunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við alþingiskosningar í vor. "Þetta leggst ágætlega í mig. Ég bjóst ekki við því að mér yrði boðið þetta sæti. Ég hafði uppi önnur áform og er reyndar að hætta sem formaður hjá hjúkrunarfræðingum í vor og hafði ráðstafað mér annað næsta vetur. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 101 orð

Blackmun látinn

HARRY Blackmun, fyrrverandi forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, lést í gær, níutíu ára að aldri. Blackmun, sem lét af störfum árið 1994 eftir tuttugu og fjögurra ára setu sem hæstaréttardómari, er helst minnst fyrir dóm sem hann felldi árið 1973 í máli Roe gegn Wade. Þar lýsti hæstiréttur því yfir að konur hefðu stjórnarskrárbundinn rétt til að fara í fóstureyðingu. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 103 orð

Blásið á sögusagnir um ágreining í Kreml

KREMLVERJAR báru til baka fregnir um að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafi fyrirskipað Jevgení Prímakov forsætisráðherra að reka kommúnista úr ríkisstjórn Rússlands. Slíkt hefði getað bundið enda á tiltölulega stöðugt stjórnarfar í Rússlandi síðustu misserin. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Blóðgjafar heiðraðir

BLÓÐBANKINN heiðraði fyrir nokkru blóðgjafa sem hafa reglulega gefið blóð. Í þeim hópi var Þórður Bergmann Þórðarson sem 125 sinnum hefur gefið blóð. Við sama tækifæri var þeim sem gefið hafa blóð 50, 75 og 100 sinnum þakkað fyrir hinar dýrmætu innlagnir í Blóðbankann, en stór hópur fólks gefur blóð reglulega. Meira
5. mars 1999 | Landsbyggðin | 257 orð

Breiðfirsk atvinnuvegasýning í Stykkishólmi í sumar

Stykkishólmi-Aðalfundur Eflingar Stykkishólms var haldinn 22. febrúar sl. Tilgangur félagsins er að vinna að framfaramálum í menningar- og atvinnulífi Stykkishólms og félagar eru fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar sem stunda atvinnurekstur. Félagar í Eflingu Stykkishólms eru 45 talsins. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Brotist inn í Týnda hlekkinn

BROTIST var inn í verslunina Týnda hlekkinn við Laugaveg síðastliðna nótt og þaðan stolið þremur snjóbrettum ásamt peningum úr kassa. Þjófarnir spenntu upp hurð á framanverðri versluninni og fóru sömu leið út aftur með ránsfenginn. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Deilan um afvopnun öfgahópa enn í hnút

BRESK stjórnvöld staðfestu í gær að þau hugleiddu nú að fresta framsali á völdum sínum á Norður- Írlandi í hendur heimastjórnarþinginu í Belfast, sem áætlað hafði verið að færi fram 10. mars. Valdaframsalið getur ekki farið fram fyrr en tíu manna heimastjórn hefur tekið til starfa en sambandssinnar neita hins vegar staðfastlega að setja heimastjórnina á fót með aðild Sinn Féin, Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 223 orð

Deilt um grundvöll morðákæru

LÖGFRÆÐINGUR Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu, hvatti í gær stjórnvöld í landinu til þess að ákæra Rahim Noor, fyrrverandi lögreglustjóra, fyrir morðtilraun vegna barsmíða sem hann veitti Anwar þegar ráðherrann fyrrverandi var fyrst fangelsaður. Lögmaður Rahims Noors sagði hins vegar fyrir rétti í gær að enginn grundvöllur væri fyrir slíkri ákæru. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 259 orð

Draumurinn um hreint form

"DRAUMURINN um hreint form" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 6. mars, kl. 16. Sýningin fjallar um íslenska abstraktlist frá árunum 1950 til 1960 auk tengsla við byggingarlist og hönnun. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Dularfullt arnarhvarf rannsakað

Dularfullt arnarhvarf rannsakað GRUNUR leikur á að haförn hafi verið skotinn á Hrífunesheiði í Skaftártungum fyrr í þessari viku og hefur lögreglan í Vík málið nú til rannsóknar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Tveir bændur sem lagt höfðu æti fyrir ref urðu öðru hvoru varir við haförn á sveimi þar í kring og sótti fuglinn að ætinu. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Erindi um breytingar hjá NATO

WERNER Bauwens, einn yfirmanna alþjóðadeildar Atlantshafsbandalagsins í Brussel, heldur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála, Hótel Sögu, á laugardag kl. 12. Í tilefni 50 ára afmælis NATO vilja félögin leggja áherslu á fræðsluerindi um starfsemi bandalagsins, bæði hvað varðar öryggis-, hernaðar- og pólitísku hliðina. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Erindi um hálshnykk og mjóbaksverki

LANDLÆKNIR, Samband íslenskra tryggingafélaga, slysamálaráð og Tryggingastofnun ríkisins standa fyrir tveimur fundum á Hótel Loftleiðum, þingsölum 1­3, í dag, föstudag. Fyrri fundurinn hefst kl. 9.30 til hádegis og fjallar um hálshnykk og sá síðari hefst kl. 14.­15.30 og fjallar um mjóbaksverki. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 325 orð

Finnar búast við inngöngu í NATO

YFIR þriðjungur Finna býst við því að Finnland gerist aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) innan fárra ára, samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem birt var í gær. 37% sögðust reikna með því að af aðild yrði fljótlega, 31% sagði það hugsanlegt og 27% töldu það ólíklegt. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 879 orð

Fjórir frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu

FJÓRIR frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Samfylkingar á Vesturlandi, sem fram fer um helgina. Þau eru Dóra Líndal Hjartardóttir tónlistarkennari, Gísli S. Einarsson alþingismaður, Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnmálafræðingur og Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismaður. Hörð barátta er um fyrsta sætið milli Gísla og Jóhanns, en Hólmfríður stefnir einnig ákveðið á annað sætið. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fjögur útköll Slökkviliðsins í Reykjavík

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík sinnti fjórum útköllum í fyrrinótt vegna bruna og vatnsleka, en tjón varð ekki teljandi í neinu tilfellanna. Á miðvikudagskvöld fór Slökkviliðið að húsi við Rauðarárstíg þar sem brunndæla hafði bilað í kjallara hússins og valdið vatnsleka. Nokkrum mínútum síðar fór slökkviliðið að árekstri á Kringlumýrarbrautinni til að hreinsa upp olíu frá skemmdri bifreið. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Glæsileg hross á Leirutjörninni

FJÖLMÖRG glæsileg hross voru sýnd á árlegum vetrarleikum Hestamannafélagsins Léttis í hestaíþróttum, sem fóru fram á ísilagðri Leirutjörninni á Akureyri. Tæplega 100 hross tóku þátt í leikunum en keppt var í tölti og skeiði, kynbótahross voru sýnd, svo og hross af ræktunarbúum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Göngubrautir í Haukadal

Í HAUKADALSSKÓGI í Biskupstungum við Geysissvæðið eru nú troðnar brautir fyrir gönguskíðafólk allar helgar fram yfir páska. Haukadalsskógur er gott útivistarsvæði jafnt sumar sem vetur og umhverfið ævintýralegt, segir í fréttatilkynningu. Veður er iðulega mjög milt á þessum slóðum og náttúruperlurnar í nágrenninu skarta sínum fegursta vetrarbúningi, segir ennfremur. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hagnaðurinn nam 1.355 millj.

HAGNAÐUR af rekstri Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga þess nam 1.315 milljónum króna á árinu 1998, samanborið við 627 milljónir árið á undan. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 16.573 milljónum króna á síðasta ári en voru 16.287 milljónir árið 1997. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, segist þokkalega ánægður með afkomu síðasta árs. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Hagyrðingakvöld í Grafarvogi

HAGYRÐINGAKVÖLD verður haldið í Íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi sunnudagskvöldið 7. mars kl. 20.30. Hagyrðingarnir sem verða á pallinum eru Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri, Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi, Hermann Jóhannesson skrifstofumaður, Ástvaldur Magnússon, fyrrv. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Hamingjuránið frumsýnt

FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frumsýnir á laugardag, 6. mars, leikritið Hamingjuránið eftir finnska leikskáldið Benght Alfors. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson. Alls taka 15 leikarar þátt í sýningunni og er aðalhlutverk í höndum þeirra Heimis Gunnarssonar, Auðrúnar Aðalsteinsdóttur, Jóhannesar Gíslasonar og Steinþórs Þráinssonar. Verkið er þýtt og staðfært af Þórarni Eldjárn. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 23 orð

Handverk í Hafnarfirði

Handverk í Hafnarfirði HANDVERKSMARKAÐUR verður alla laugardaga í mars í Firði, miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem boðið verður upp á handverk sem tengist páskunum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 902 orð

"Hef mikinn metnað"

JÓN Magnús Guðmundsson bóndi hefur verið með fuglarækt á Reykjum í Mosfellssveit frá því árið 1947. Frá 1947 til 1960 var rekið hlutafélag um fuglaræktina og sá Jón um reksturinn, en árið 1960 keypti hann fyrirtækið og hefur æ síðan rekið sjálfstæðan búskap á Reykjum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Heiðraður fyrir framlag til skógræktar

GUÐMUNDUR H. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Byko, hlaut heiðursviðurkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs í ár vegna framtaks í skógrækt og umhverfismálum í Kópavogi. Guðmundur ræktaði upp skóg á sex hektara svæði í Vatnsendalandi í Kópavogi og færði á síðasta ári Skógræktarfélagi Kópavogs landið til eignar og umsjónar. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 180 orð

Helgarakstur í sumar

FRAMKVÆMDANEFND Akureyrarbæjar hefur ákveðið að helgarakstri strætisvagna verði fram haldið í sumar en upphaflega var um að ræða tilraun fram á vorið. Hins vegar mun akstur á laugardögum hefjast tveimur tímum seinna í sumar en nú er, eða kl. 10 eins og á sunnudögum. Ásgeir Magnússon formaður framkvæmdanefndar sagði að unnið væri að endurskoðun á skipulagi strætisvagnana. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 771 orð

Hreinleikinn okkar vopn í framtíðinni

"Ég er auðvitað mjög stoltur og ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli, sem ásamt eiginkonu sinni, Bylgju Sveinbjörnsdóttur, hlaut landbúnaðarverðlaun 1999 fyrir árangursrík störf í þágu landbúnaðar sem afhent voru við setningu Búnaðarþings. "Ég er auðvitað ekki dómbær á hvort valið var rétt. Meira
5. mars 1999 | Miðopna | 2823 orð

Hugmyndir um skattafslátt landsbyggðarfólks

Svartsýni og neikvæð umræða er áberandi meðal fólks og sveitarstjórnarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra vegna stöðugs brottflutnings fólks af svæðinu. Sveitarstjórnir og fyrirtæki vinna að ýmsum aðgerðum til að hamla gegn þróuninni en viðmælendur Helga Bjarnasonar telja það ekki duga. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 277 orð

Hægrimaðurinn Haider vinnur á

JÖRG Haider, leiðtogi austurríska hægriflokksins FPÖ, virðist ætla að verða sigurvegari fylkisstjórnarkosninga sem fram fara í þremur fylkjum Austurríkis á sunnudag. Í Salzburg, Tíról og Kärnten kjósa um helgina samtals 1,23 milljónir Austurríkismanna ný héraðsþing. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Í ævintýraheimi á bókasafninu

ÞESSI unga kona var svo hugfangin af ævintýrum skógardýrsins Húgós að hún leit ekki einu sinni upp þegar ljósmyndari læddist að henni á Borgarbókasafninu í gær. Að sögn bókavarða er það þó á sumrin sem börnin lesa mest af bókasafnsbókum, ólíkt fullorðna fólkinu sem grúfir sig yfir bækurnar í skammdeginu. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 513 orð

Keppti við 5 árum eldri nemendur

TÍU ára gamall strákur úr Reykjavík, Bjarni Björnsson, varð einn af tíu efstu í stærðfræðikeppni Flensborgarskólans fyrir grunnskólanema sem haldin var fyrir skömmu. Keppinautar hans eru í 10. bekk, eða fimm árum eldri en hann. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudag, 7. mars, kl. 14 í Svalbarðskirkju. Ræðuefni: Er kærleikurinn á Netinu? Unglingar aðstoða í messunni. Fermingarfræðsla verður í kirkjunni á sunnudag kl. 11 og kyrrðarstund kl. 21 um kvöldið. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 398 orð

Konurnar stóðust ekki þrek- og styrkleikapróf

ENGIN sex kvenna, sem voru í hópi 27 umsækjenda um stöður hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, verður ráðin. Halldór Halldórsson, starfsmannastjóri hjá Slökkviliðinu, segir að konurnar hafi staðið sig með prýði í inntökuprófum en ekki staðist þrek- og styrkleikapróf. Fyrir þremur vikum voru stöðurnar auglýstar og sóttu á bilinu 45­50 manns um þær. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Kostnaðurinn nemur 5-6 milljörðum

STJÓRN Smyril Line, útgerðar farþegarferjunnar Norrænu, hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að byggingu nýs farþegaskips í stað Norrænu sem nú er orðin 30 ára gömul. Nýja skipið verður 155 metra langt, 27 metra breitt og um 30 þúsund brúttótonn að stærð. Skipið getur tekið 1.500 farþega og 500-1.000 bíla, eftir því hve mikil fragt er tekin með. Norræna sem nú er í notkun tekur 1. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Kröfu um framlengingu svarað í dag

GÆSLUVARÐHALD Nígeríumannsins, sem innleysti falsaðar ávísanir fyrir á tólftu milljón króna í Íslandsbanka í síðustu viku rann út í gær og tók dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sér frest til morguns, í dag, föstudag, til að svara kröfu ríkislögreglustjóra um hálfsmánaðar framlengingu á gæsluvarðhaldi mannsins. Annar Nígeruímaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Leitað leiða til að gera rekstur hagkvæmari

IÐNAÐARNEFND Alþingis hefur nú til umfjöllunar lagafrumvarp iðnaðaráðherra þess efnis að Rafmagnsveitum ríkisins verði heimilt að stofna og eiga hlut í félögum sem hafa það að megintilgangi að framleiða, flytja, dreifa eða selja orku. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 657 orð

Lét eyða fóstri meðan á sambandinu við Clinton stóð

Í BÓK Andrews Mortons, Monica's Story, sem gefin var út í gær, greinir Monica Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, frá því að meðan á sambandi hennar við Bill Clinton Bandaríkjaforseta stóð, hafi hún átt í þriggja mánaða ástarsambandi við starfsmann í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, og varð hún vanfær af hans völdum en lét eyða fóstrinu. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Lyfsölum dæmdar 150 milljónir

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær héraðsdóm þess efnis að Tryggingastofnun ríkisins skuli endurgreiða 26 lyfsölum skerðingu á endurgreiðslu lyfjaverðs samkvæmt reglum almannatrygginga um sjúkratryggingar. Skerðingin var í gildi í sex ár samkvæmt ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 320 orð

Mál Garðars Sölva rætt á Alþingi

SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál Garðars Sölva Helgasonar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudag og spurði Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra m.a. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 513 orð

Miðflokkar sterkir en stjórninni spáð falli

ÞRÁTT fyrir að stefna virðist í kreppu í efnahagslífi Eistlands virðast þarlendir kjósendur vilja velja miðjustjórn í þingkosningum sem fram fara á sunnudag. Stjórn Marts Siimanns virðist þó ólíkleg til að halda völdum. Síðustu skoðanakannanir benda til að fylgi kjósenda dreifist á marga flokka og að allt að þriðjungur sé enn óákveðinn. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Músíktilraunir að hefjast

FYRSTA tilraunakvöld Músíktilrauna Tónabæjar verður fimmtudaginn 11. mars þar sem gestasveit verður Unun. Annað tilraunakvöld verður 18. mars og gestasveitir verða Ensím og Súrefni. Þriðja tilraunakvöldið verður 19. mars þar sem gestasveitir verða Jagúar og Sigurrós. Fjórða tilraunakvöldið verður að lokum 25. mars þar sem gestasveitir verða Snær og 200.000 naglbítar. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Mynd án veggs

JÓN Laxdal Halldórsson opnar sýningu í Galleríi Svartfugli á morgun, laugardaginn 6. mars kl. 16, en þá hefst sýningarhald að nýju eftir vetrarfrí í galleríinu. Á sýningunni er eitt verk "Mynd án veggs" en það heitir eftir samnefndu ljóði Stefáns Harðar Grímssonar í ljóðabókinni Farvegir frá árinu 1981. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Námskeið um Ísrael og páskana

Á NÆSTA námskeiði Biblíuskólans við Holtsveg verður fjallað um Ísrael Biblíunnar og nútímans í ljósi páskanna. Kynnt verður land og þjóð og hvernig land, náttúra og alþjóðapólitík, hafa mótað trú og menningu Ísraelsmenna í gegnum aldirnar. Kennt verður þrjú þriðjudagskvöld, 9.­23. mars kl. 19­22. Leiðbeinandi verður Hróbjartur Árnason guðfræðingur. Námskeiðsgjald er kr. 2.000. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Neró vaktar Laugaveginn

LEIÐIR flestra Íslendinga liggja um Laugaveg fyrr eða síðar, enda ein helsta verslunargata í þéttbýli hérlendis. Hundurinn Neró hafði komið sér vel fyrir og virti hús og mannlíf fyrir sér af mikilli athygli þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann í gær. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 429 orð

Nýjar ásakanir á hendur Cresson

EDITH Cresson, annar tveggja fulltrúa Frakklands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), virðist nú hafa auknar ástæður til að óttast um stól sinn eftir að nýjar ásakanir hafa komið fram á hendur henni. Hún hefur áður verið sökuð um "einkavinavæðingu" og fjármálaspillingu. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 35 orð

Pabbatími í dýragarðinum

Reuters Pabbatími í dýragarðinum TÍGRISHVOLPARNIR Mirko og Mischa virða föður sinn, Sascha, fyrir sér er þeir hittu hann í fyrsta skipti í gær. Fjölskyldan býr í Hagenbeck-dýragarðinum í Hamborg og eru hvolparnir nýorðnir sex mánaða gamlir. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ráðstefna um menntun kvenna

KVENRÉTTINDASAMBAND Íslands gengst fyrir ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 6. mars kl. 10­13. Yfirskrift ráðstefnunnar er Menntunin; mátturinn og dýrðin? Á ráðstefnunni flytja erindi þau Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður KRFÍ, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Jón Torfi Jónasson, prófessor í HÍ, Valgerður Bjarnadóttir, Meira
5. mars 1999 | Landsbyggðin | 173 orð

Rætt um framtíð Reykholtsstaðar

Reykholti - Sameinað sveitarfélag norðan Skarðsheiðar fundaði á dögunum með Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra á Hótel Reykholti. Miklar breytingar hafa orðið á staðnum undanfarið og ný fyrirtæki og stofnanir litið dagsins ljós, samtímis því sem skólahald Héraðsskólans hefur lagst af. Meira
5. mars 1999 | Landsbyggðin | 100 orð

Samstarf Grindvíkinga og SL

Grindavík­Fyrir 21 ári, eða þegar Samvinnuferðir Landsýn h.f. hóf starfsemi, sína hófst samstarf knattspyrnudeildar UMFG og SL. Nýlega var undirritaður þriggja ára samningur sem er auglýsinga- og styrktarsamningur. Að sögn Þorsteins Guðjónssonar, markaðsstjóra SL, er hér um að ræða einfaldan rammasamning sem gefur tilefni til að frekara samstarf geti orðið. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 302 orð

Samvinna herja Úganda og Rúanda

HÁTTSETTUR herforingi í Úgandaher lýsti því yfir í gærkvöldi að fimmtán skæruliðanna sem myrtu erlenda ferðamenn í Bwindi-þjóðgarðinum á mánudag, hafi verið vegnir. Naut úgandíski herinn aðstoðar rúandískra herflokka við leitina að morðingjunum. Féllu þrír rúandískir hermenn í átökum við skæruliðahópinn. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 378 orð

Skipan samvinnunefndar miðhálendis mótmælt

HÉRAÐSNEFND Þingeyinga mótmælir því að fulltrúar annarra en þeirra sveitarfélaga sem liggja að miðhálendinu eigi sæti í samvinnunefnd miðhálendis, en í frumvarpi til breytinga á skipulags- og byggingarlögum sem nú er til umfjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir að í nefndinni séu meðal annars fulltrúar úr öllum kjördæmum auk eins fulltrúa frá félagssamtökum um útivist. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Skíðagönguferð

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til skiðagönguferðar fram Eyjafjarðarárbakka á morgun, laugardaginn 6. mars, kl. 9. Þetta verður stutt og þægileg ganga sem hentar allri fjölskyldunni þannig að foreldar eru hvattir til að taka börn sín með í ferðina en það er ókeypis fyrir börn. Skráning í ferðina er á skrifstofu félagsins sem er opin í dag, föstudag, frá kl. 17.30 til 19. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 1474 orð

Stefna áhugafólks um auðlindir í almannaþágu

Fiskistofnarnir verði varðveittir og arðsemi þeirra tryggð handa komandi kynslóðum. Sjálfbær þróun Þetta fellur að markaðri stefnu um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Tryggt verði fullt jafnræði í aðgangi landsmanna að auðlindum sjávar. Dómur Hæstaréttar Hæstiréttur hefur með dómi sínum 3. desember 1998 kveðið skýrt á um jafnræðið. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Sýndi stórkostlegt gáleysi við framúrakstur

RÚMLEGA fertugur maður var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og 150 þúsund króna sekt auk ökuleyfissviptingar í tvö ár fyrir að hafa ekið í veg fyrir bifreið á öfugum vegarhelmingi við framúrakstur í Hvalfirðinum sumarið 1997 þar sem vegsýn var skert vegna hæðar á veginum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tollar á kjarnfóðurblöndum verði lækkaðir

BÚNAÐARÞING samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að beina því til Bændasamtaka Íslands að vinna að lækkun tolla á innfluttum kjarnfóðurblöndum en þó þannig að heildarhagsmunir landbúnaðar væru hafðir að leiðarljósi. Jafnframt vill Búnaðarþing að séð verði til þess að tollurinn renni í Framleiðnisjóð landbúnaðarins og verði ráðstafað þaðan til búgreina eftir uppruna hans. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 406 orð

Tyrkir gera lítið úr ummælum forseta síns

TALSMENN tyrkneska utanríkisráðuneytisins reyndu í gær að gera lítið úr ummælum Suleyman Demirel Tyrklandsforseta, sem sagði á miðvikudag að árásir bandarísku flugsveitanna á olíudælustöð Íraka við borgina Mosul, hafi verið ótækar. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 153 orð

Umdeilt auglýsingabann í Póllandi

Umdeilt auglýsingabann í Póllandi Varsjá. Reuters. Í ATKVÆÐAGREIÐSLU á pólska þinginu í gær var samþykkt að banna útvarps- og sjónvarpsauglýsingar sem höfða ættu til barna. Sagði Krystyna Czuba, formaður menningarnefndar þingsins, að slíkar auglýsingar trufluðu tilfinningalíf barna sem vilja líkjast þeim jafnöldrum sínum sem hafa úr meiru að moða. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Ummælum formanns Dýralæknafélagsins vísað á bug

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu vegna yfirlýsinga formanns Dýralæknafélags Íslands í Ríkissjónvarpinu 25. febrúar 1999 um gildistöku nýrra dýralæknalaga: "Í fréttatíma RÚV 25. febrúar kom fram gagnrýni formanns Dýralæknafélags Íslands, Eggerts Gunnarssonar, á hendur landbúnaðarráðuneytinu vegna framkvæmdar nýrra dýralæknalaga. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Undanþága frá reglugerð verður ekki veitt

EKKI stendur til að endurskoða reglugerð nr. 245/1996 sem gekk í gildi 1. maí 1996 og kveður á um að frekari bætur skuli ekki greiddar til öryrkja sem eiga meira en 2,5 milljónir í peningum eða verðbréfum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Úrskurði um upphæð námslána áfrýjað

RÉTTINDASKRIFSTOFA stúdenta hefur áfrýjað til Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna þeim úrskurði stjórnar Lánasjóðsins í máli stúdents við Háskóla Íslands að grunnnámslán til einstaklings dugi fyrir lágmarksframfærslu einstaklings. Réttindaskrifstofan kærði í október sl. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Veiðarfærin í viðgerð

Veiðarfærin í viðgerð ÚTLENSKIR togarar hafa á undanförnum árum í auknum mæli látið gera við veiðarfæri sín hér á landi og er það góð búbót fyrir ýmis íslensk fyrirtæki sem því sinna. Að sögn hafnsögumanna í Reykjavíkurhöfn eru það til dæmis portúgalskir, rússneskir og spænskir togarar sem nota þjónustu Íslendinga. Meira
5. mars 1999 | Erlendar fréttir | 308 orð

"Villimannleg aftaka"

WALTER LaGrand, þýskur ríkisborgari, var tekinn af lífi í gasklefa á miðvikudaginn í Arizona. Bróðir hans, Karl, hlaut sömu örlög í síðustu viku, en hann fékk banvæna sprautu. Voru þeir dæmdir til dauða fyrir að drepa bankamann í misheppnuðu ráni fyrir 17 árum. Meira
5. mars 1999 | Innlendar fréttir | 665 orð

Þessi mál snerta alla landsmenn

Skattamál er heitið á ráðstefnu sem haldin verður á vegum Landssamtaka iðnverkafólk og Verkamannasambands Íslands í dag, föstudaginn 5. mars. Að sögn Kristjáns Bragasonar, vinnumarkaðsfræðings og starfsmanns Verkamannasambands Íslands, eru innan þessara tveggja landssamtaka um 40.000 verkamenn sem er hátt hlutfall af vinnandi fólki hér á landi. Meira
5. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Þór skákmeistari

ÞÓR Valtýsson varð skákmeistari Akureyrar, en Skákþingi Akureyrar lauk í vikunni. Þór fékk 4,5 vinninga á mótinu. Rúnar Sigurpálsson varð í öðru sæti, hlaut 4 vinninga og Ólafur Kristjánsson varð þriðji, fékk jafnmarga vinninga og Rúnar en færri stig. Á eftir þeim komu Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Sigurður Eiríksson og Haukur Jónsson. Meira

Ritstjórnargreinar

5. mars 1999 | Leiðarar | 563 orð

ATVINNULÍFIÐ KOSTI EFTIRLITIÐ

FYRIRTÆKI og sjóðir á fjármálamarkaði greiða 198 milljónir króna á árinu í eftirlitsgjöld til nýrrar ríkisstofnunar, Fjármálaeftirlitsins, sem tók til starfa í upphafi ársins. Gjaldtökunni er ætlað að standa undir öllum rekstrarkostnaði við eftirlitið, sem nær til vátryggingarfélaga, banka og annarra innlánsstofnana, lífeyrissjóða, verðbréfafyrirtækja, verðbréfasjóða, Meira
5. mars 1999 | Staksteinar | 424 orð

Varnir gegn snjóflóðum

STJÓRNVÖLD hafa ákveðið að byggja snjóflóðavarnir fyrir 10 milljarða á næstu 10­15 árum segir nýlega í leiðara Austurlands. Ofanflóð Í leiðara Austurlands, sem nefndist Snjóflóðavarnir, segir m.a.: "Vetur konungur hefur minnt rækilega á sig síðustu daga. Meira

Menning

5. mars 1999 | Menningarlíf | 1286 orð

"Að þora að opna gluggann út í heiminn"

BANDALAG íslenskra listamanna hélt sinn fyrsta stjórnarfund undir stjórn hins nýkjörna forseta um miðjan síðasta mánuð og samþykkti þá meðal annars tvær ályktanir. "Bandalagið er einskonar útvörður listalífsins í landinu og sem slíkt á stöðugri vakt, ­ ekki bara til að vernda hagsmuni listamanna, Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 63 orð

Af frumbyggjum og yngismeyjum

Af frumbyggjum og yngismeyjum Á SUNNUDAG fer fram fyrsti kappaksturinn í Formúlu 1 á þessu ári. Að þessu sinni fer keppnin fram í Ástralíu og var keppendum fagnað á misjafnan máta við komu þeirra þangað. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 223 orð

Dansinn í Rúðuborg

KVIKMYNDIN Dansinn verður sýnd í aðalkeppninni á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg sem hefst 10. mars og lýkur 21. mars. Þar verður hún í hópi tíu mynda frá Norðurlöndum sem keppa um verðlaun á hátíðinni. "Mér hefur verið boðið ásamt Pálínu Jónsdóttur sem leikur aðalkvenhlutverkið," segir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 30 orð

Djassað í Rangárþingi

DJASSKVÖLD verður á Hótel Hvolsvelli í kvöld, föstudag kl. 22. Fram koma Kristjána Stefánsdóttir, söngkona, og tríó skipað Sigurði Flosasyni, saxafónleikara, Ólafi Stolzenwald, kontrabassaleikara og Birni Thoroddsen, gítarleikara. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 224 orð

Fegurðardrottningin frá Línakri hjá LR

HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur standa yfir æfingar á leikriti Martins McDonagh, Fegurðardrottningin frá Línakri. Leikritið er kómedía með harmrænum undirtóni þar sem segir af samskiptum mæðgnanna Mag og Maureen, sem búa saman í litlu þorpi á Írlandi. Þau samskipti einkennast af mikilli grimmd og minna á leik kattar að mús þar sem mæðgurnar skiptast á um að vera í hlutverki kattarins. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 83 orð

Finnur Arnar sýnir í 12 Tónum

FINNUR Arnar opnar sýningu í 12 Tónum laugardaginn 6. mars kl. 16. Að þessu sinni sýnir Arnar tvö verk sem tengjast því að vera íslenskur á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Finnur Arnar útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Nýlistasafninu í fyrra. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 136 orð

Gerðarlegir geimbúar í bíóferð

HALDIN var forsýning á 9. Star Trek kvikmyndinni á miðvikudaginn var og stóð Háskólabíó og að sýningunni í samvinnu við ævintýraverslunina NEXUS VI sem býður upp á mikið úrval af ýmiss konar Star Trek varningi. Aðdáendur Star Trek á Íslandi fjölmenntu á myndina sem heitir fullu nafni Star Trek Insurrection. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 473 orð

Helgi Þorgils sýnir málverk

FYRSTA myndlistarsýningin í fimm sýninga röð, sem haldin verður undir yfirskriftinni Myndlistarvor Íslandsbanka í Vestmannaeyjum, verður opnuð á morgun, laugardag. Það er Helgi Þorgils Friðjónsson sem ríður á vaðið og sýnir málverk í gamla áhaldahúsinu á horni Græðisbrautar og Vesturvegar. Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun og stendur fram til sunnudagsins 14. mars. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 238 orð

Hvað viltu verða?

Árshátíð eldribekkinga í Gerðaskóla var haldin í gær og sýndu unglingarnir af því tilefni leikrit sem þau hafa sjálf samið en þau hafa verið á leiklistarnámskeiði hjá Mörtu Eiríksdóttur frá því í byrjun janúar. Leikritið heitir Hvað viltu verða?og er alfarið samið af þeim sjálfum. Leiksýningin fjallar um unga stúlku sem er að ljúka námi. Meira
5. mars 1999 | Myndlist | 305 orð

Í MÓÐU FORTÍÐAR

Opið daglega frá 14­18. Sýningunni lýkur 7. mars. GUNILLA Möller sýnir nú í Stöðlakoti bæði málverk og teikningar. Á neðri hæð eru átta málverk sem tengjast minnum um fornöld, grísk hof og súlnaraðir. Myndirnar eru mjög varfærnislega málaðar og sýna viðfangsefnið eins og í grárri þoku svo fínlegri drættir týnast og áhorfandinn sér aðeins stærri útlínur hlutanna. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 98 orð

Jón Laxdal sýnir í Galleríi Svartfugli

SÝNINGAHALD hefst að nýju eftir vetrarfrí í Galleríi Svartfugli í Grófargili. Þá opnar Jón Laxdal Halldórsson myndlistarsýningu. Á sýningunni er eitt verk, "Mynd án veggs", sem heitir eftir samnefndu ljóði Stefáns Harðar Grímssonar í ljóðabókinni "Farvegir" frá 1981. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Karlar í kvennabaráttu

KARLAR í kvennabaráttu verður yfirskrift tónlistardagskrár á vegum Listaklúbbsins mánudaginn 8. mars. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna koma stelpurnar eða konurnar af plötunni Áfram stelpur og úr sýningunni Ertu nú ánægð kerling? saman að nýju. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 75 orð

Léttklæddar að vetri til

Vetrartískan í Mílanó Léttklæddar að vetri til SÝNING hönnuðanna Erreuno og Roberto Cavalli 2. mars sl. þótti stórglæsileg og voru skinn og ýmis dýramynstur í hávegum höfð hjá þeim báðum. Sýningarstúlkurnar voru þó fremur léttklæddar svona um hávetur. Tískuvikunni á Ítalíu lýkur í dag með sýningu Versace. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Ljósmyndasýning í Japis

NÚ stendur yfir í verslun Japis á Laugavegi 13 ljósmyndasýning Orra Jónssonar. Sýningin samanstendur af níu ljósmyndum úr seríu sem nefnist "Projector". Orri stundaði nám við School of Visual Arts í New York og útskrifaðist þaðan vorið 1996. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 276 orð

Lýðræðiskerfið útilokar konur frá stjórnmálum

GEGNUM glerþakið ­ valdahandbók fyrir konur (Krossa glastakt ­ Markhandbok för kvinnor)er eftir Mariu Herngren, Evu Swedenmark og Annicu Wennström í þýðingu Bjargar Árnadóttur. Bókin kom út í Stokkhólmi árið 1998 og byggist á viðtölum við um hundrað konur úr öllum stjórnmálaflokkum Norðurlandanna. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 451 orð

Mamma og pabbi eru alveg í skýjunum

"ÉG ER bara safnari," segir Birgir Örn Thoroddsen og lítur mæðulega í kringum sig í vinnustofu sinni í Fjarðarási 26 í Árbænum, sem er yfirfull af gítörum, kössum, gömlum segulbandstækjum, plakötum af Marilyn Monroe og öllu mögulegu drasli. Það er sem ævisaga hans sé skráð í hverjum litlum hlut í herberginu og hann hefur ekki týnt niður neinu, hvorki punkti né kommu. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 1366 orð

Málar gamla tímann

SIGURLAUG Jónasdóttir er úr listelskri og listrænni fjölskyldu. Þau voru tólf systkinin og mörg þeirra hafa vakið athygli fyrir listfengi sitt. Leifur bróðir hennar dó ungur úr berklum en lærði að mála hjá Gunnari Gunnarssyni, syni Gunnars skálds, á Reykjalundi og vöktu verk hans mikla athygli þar. Sigurlaug segir hann hafa verið þeirra fyrstan til að byrja listiðkun. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 128 orð

Naskir á vinsæl lög

EFTIR fjórar vikur á lista trónir Era enn á toppnum og rokksveitin Creed situr einnig sem fastast í öðru sætinu. Lauryn Hill, sem fékk fjölda verðlauna á nýafstaðinni Grammy-verðlaunahátíð, er komin í fimmta sætið með breiðskífu sína Miseducation of Lauryn Hill. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 166 orð

Námskeið og fyrirlestrar í MHÍ

NÁMSKEIÐ í teiknimyndagerð hefst 14. mars. Farið verður yfir grundvallaratriði í klassískri teiknimyndagerð og hún tengd við nútíma tölvutækni. Einnig verða kynntar aðrar tegundir hreyfimynda. Kennari er Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður. Kennt verður í Skipholti 1. Námskeið í ljósmyndun verður haldið í Laugarnesi vikuna 15.­18. mars. Farið verður m.a. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 171 orð

Norrænar bókakynningar í Norræna húsinu

BÓKAKYNNINGAR norrænu sendikennaranna við Háskóla Íslands fara fram sunnudaginn 7. mars. Nú verða kynningarnar allar á einum degi og kynna sendikennararnir áhugaverðar bækur og rithöfunda sem sendu frá sér skáldverk á árinu 1998. Dagskráin hefst kl. 14 og henni lýkur um kl. 16.30. Elisabeth Alm sendikennari fjallar um sænskar skáldsögur og talar m.a. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 212 orð

Norræn samsýning í Hafnarborg

SAMSÝNING sjö norræna listamanna í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð laugardaginn 6. mars kl. 16. Listamennirnir tilheyra hópi er nefnist "NON ART GROUP" sem á upptök sín í Helsinki 1974. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 330 orð

Ný norræn leikritun

Á vegum Norræna sumarháskólans hefur verið starfandi um tveggja ára skeið vinnuhópur í leikhúsfræðum sem kemur saman tvisvar á ári með námstefnum og námskeiðum. Þriðji fundur hópsins var haldinn í Reykjavík dagana 26. og 27. febrúar með þátttöku fulltrúa frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 207 orð

Nýtt leikrit frumsýnt á Hvammstanga

LEIKFÉLAG Hvammstanga frumsýnir nýtt leikrit eftir Hörð Torfason í félagsheimilinu á morgun, laugardag, kl. 21. Leikritið heitir "Árið er 999 ef þér kemur það við" og fjallar um upptaktinn að kristnitöku Íslendinga sem átti sér stað árið 1000. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 127 orð

Risaball fyrir unga fólkið

Samfés-tónleikar í Hafnarfirði Risaball fyrir unga fólkið Í KVÖLD verður haldið Samfés-ball í Íþróttahúsinu á Strandgötu í Hafnarfirði fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára. Húsið verður opnað klukkan 19:30 og eiga tónleikarnir að hefjast hálftíma síðar. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Samleikstónleikar í Tónskóla Eddu Borg

Í TILEFNI af ári aldraðra heldur Tónskóli Eddu Borg samleikstónleika til heiðurs eldri borgurum. Tónleikarnir verða í Seljakirkju á morgun, laugardag, kl. 14. Nemendur koma einungis fram með samleiksatriði, s.s. píanó og fiðlur, þverflautur og píanó, klarinett og fagott, kammerhópur og svo rytmahljómsveit, sem samanstendur af tveimur saxófónum, básúnu, trompet, bassa og píanói. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 477 orð

Seiðandi undirleikur martraða

Sjón flytur ljóð við tónlist Baldurs J. Baldurssonar. Smekkleysa gefur út 1998. Tekið upp í hljóðveri Oz sumar og haust '98. 65,20 mín. ÞAÐ ER oft tilefni eftirvæntingar þegar ljóðskáldið hittir tónlistarmanninn í geislasamförum eins og gerist á Kanildúfum. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 75 orð

Sesselja Björnsdóttir í Galleríi Horninu

SESSELJA Björnsdóttir opnar einkasýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 6. mars kl. 16­18. Sýningin ber yfirskriftina Ókannað rými og eru þar sýnd olíumálverk. Sesselja stundaði listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, MHÍ og École des Beaux Arts í Toulouse á árunum 1980­1989. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 657 orð

Stormasöm tilvera Frumsýning

MYNDIN The Ice Storm er gerð eftir skáldsögu rithöfundarins Ricks Moodys og er sögusviðið bærinn New Canaan í Connecticut árið 1973. Þar búa vel stæðir en á vissan hátt ófullnægðir betri borgarar sem eru rétt að kynnast kynlífsbyltingunni sem kom til skjalanna seint á sjöunda áratugnum og fjallar myndin um tvær fjölskyldur sem á vissan hátt endurspegla bandarískt samfélag á þessum tíma. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 286 orð

Söngtónleikar á Húsavík

KARLAKVARTETTINN Út í vorið heldur söngtónleika í sal tónlistarskólans á Húsavík, laugardaginn 6. mars kl. 16. Efnisskráin mótast mjög af þeirri hefð sem ríkti meðal íslenskra karlakvartetta fyrr á öldinni og hefur einkum verið sótt í sjóði Leikbræðra og M.A. kvartettsins. Má því á efnisskránni finna lög eins og: Haf, blikandi haf, Óla lokbrá og Ó Pepíta. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 36 orð

Tíska í Moskvu

RÚSSNESKA hönnunarkeppnin um kjól ársins var haldin í fjórða sinn hinn 2. mars. Aðeins rússneskir hönnuðir taka þátt í keppninni og hér sést mjög svo framúrstefnulegur kjóll Olgu Polukhina, sem var meðal keppenda. Meira
5. mars 1999 | Fólk í fréttum | 598 orð

Vorum poppstjörnur í Danmörku! Frá bárujárnsklæddu húsi rétt fyrir utan Reykjavík barst Sunnu Ósk Logadótturkraftmikil tónlist

"ÉG á mér sáluhjálp, sárabót/sólarglætu í skuggunum/en þar til ég fann hana, fór ég um/og fylgdi þeim sem þefa af klámblöðum/- já öfuguggunum." Á þessum orðum hefst texti lagsins Kavíar er hljómsveitin Klamedía-X flytur. Sveitin, sem vann Rokkstokk-keppnina sl. sumar, skipa þau Áslaug H. Hálfdánardóttir söngkona, Bragi V. Skúlason og Þráinn Á. Meira
5. mars 1999 | Tónlist | -1 orð

Það sem skiptir máli

Flutt voru verk eftir Mozart og Mendelssohn. Einleikari: Edda Erlendsdóttir. Stjórnandi: Rico Saccani. Fimmtudaginn 4. mars 1999. Það er sérkennilegt að bæði verkin eftir Mozart á þessum tónleikum, Parísar-sinfónían og síðasti pínanókonsertinn, eru verk þar sem meistarinn var ekki í sínu besta formi. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 214 orð

Örn Magnússon leikur á Höfn

ÖRN Magnússon, píanóleikari leikur á tónleikum í Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði sunnudagskvöldið 7. mars n.k. Örn Magnússon er fæddur í Ólafsfirði árið 1959 og hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Hann tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum á Akureyri 1979 og stundaði framhaldsnám í Manchester, Berlín og London fram til ársins 1986. Meira
5. mars 1999 | Menningarlíf | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

5. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Aldamótalausnin!

MARGIR hafa tjáð sig í fjölmiðlum um það hvenær aldamótin séu. Ýmist eru þau sögð um næstu áramót eða áramótin 2000/2001. Báðir deiluaðilar hafa talsvert til síns máls. Í blaðinu 23. febrúar er spurt hvort Jesús hafi fæðst árið 1 eða árið 0 og hvort árin hafi farið frá -1 yfir í 1. Þá hefur Jesús væntanlega fæðst árið -1 og orðið 0 ára árið 1. Meira
5. mars 1999 | Kosningar | 229 orð

Atorku söm kona

Atorku söm kona Kristmar J. Ólafsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Borgarbyggð skrifar: Laugardaginn 6. mars verður efnt til prókjörs um röðun á lista Samfylkingar á Vesturlandi. Í prófkjörinu verður fólk valið í þrjú efstu sæti listans. Meira
5. mars 1999 | Kosningar | 612 orð

Ástríðufullur baráttumaður

Ástríðufullur baráttumaður Björn Guðmundsson, trésmíðameistari, Garðabraut 6, Akranesi, skrifar: Sumir menn sjást ekki fyrir þegar þeir standa andspænis ranglæti. Þá hleypur þeim þvílíkt kapp í kinn að þeir láta einskis ófreistað til að rétta hlut þess sem á er hallað. Slíkir ástríðumenn eru bestu baráttumennirnir. Meira
5. mars 1999 | Kosningar | 243 orð

Breyttir tímar, samfylking félagshyggjufólks

Á MORGUN, laugardag, er prófkjör samfylkingar á Vesturlandi. Undirritaður hvetur Vestlendinga til þátttöku í því prófkjöri. Við sem erum í framboði leggjum áherslu á jafnrétti, félagshyggju og kvenfrelsi. Við viljum frelsi til athafna og sköpunar og í atvinnulífi, en við setjum frelsinu þær skorður, að athafnir manna gangi ekki á frjálsræði annarra. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 737 orð

Dýralæknar og stjórnsýsla landbúnaðarráðuneytis

AÐ UNDANFÖRNU hefur talsvert verið fjallað í fjölmiðlum um slaka stjórnsýslu í ráðuneyti landbúnaðarmála. Þótt eflaust megi skoða framgöngu formanns landbúnaðarnefndar, Guðna Ágústssonar, í ljósi baráttu þeirra framsóknarmanna um stólinn sem losnar þegar Guðmundur Bjarnason hættir ráðherradómi, voru ummæli hans engu að síður orð í tíma töluð. Má segja að bragð sé að þá samflokksmaðurinn finnur. Meira
5. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 351 orð

ER Rafiðnaðnaðarsamband Íslands orðið málsvari verktakanna á Íslandi?

ÉG HEF fylgst með skrifum í Morgunblaðinu í mörg ár og aldrei orðið eins hissa á umfjöllun um vinnu erlendra verktaka hér á landi. Mér er minnisstætt þegar erlendir suðumenn komu hingað til að vinna sem verktakar við álverið í Hvalfirði. Meira
5. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 451 orð

Falleinkunn skólakerfisins

BIRT hefur verið niðurstaða könnunar sem gerð var um námsárangur í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur fram að börn foreldra með háskólamenntun ná mun betri námsárangri en börn sem eiga foreldra á öðru menntunarstigi. Ástæður fyrir þessu eru eflaust margar, en niðurstaða könnunarinnar er algjör falleinkunn skólakerfisins og því hálfgert vanhæfnisvottorð á þá sem hafa byggt upp námskerfið. Meira
5. mars 1999 | Kosningar | 137 orð

Gísla Einarsson í 1. sætið

Gísla Einarsson í 1. sætið Guðrún Konný Pálmadóttir, fyrrv. oddviti í Búðardal, skrifar: Gísli Einarsson hefur verið forystumaður jafnaðar- og félagshyggjumanna hér á Vesturlandi síðastliðin ár. Hann er þingmaðurinn okkar og það er auðvelt að vera stoltur af honum. Meira
5. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 610 orð

Hér þarf að reikna dæmið betur

VARLA getur nokkur maður ímyndað sér hvernig það er þegar líkaminn hættir að starfa eðlilega og við taka þær hrellingar sem því fylgja. Við skulum fylgjast með einum slíkum. Um er að ræða sjúkling með stíflaðan þvaglegg. Við búum í Kópavogi og klukkan er 5:00 að nóttu og því komið langt fram yfir þann tíma sem Heilsugæsla Kópavogs starfar. Þar er engin kvöldþjónusta hvað þá næturþjónusta. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 873 orð

Í sátt við land og þjóð

SÚ KRÖFTUGA og sívaxandi bylgja umhverfis- og náttúruverndar sem nú fer um landið hefur varla farið fram hjá nokkrum Íslendingi. Hún hefur þegar leitt til þess, að yfirgæfandi meirihluti landsmanna vill að náttúrugersemum norðan Vatnajökuls verði þyrmt og að fallið verði frá fyrri hugmyndum um gerð uppistöðulóns við Eyjabakka. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 266 orð

Í tilefni kæru níu íbúa til ríkislögreglustjóra

HVAÐ vakir fyrir kærendum? Málið er upplýst. Fyrrverandi oddviti greiddi fjögurra og hálfrar milljónar króna ábyrgð úr eigin vasa; hefur greitt skuld sína við sveitarsjóðinn. Nú virðast, í hinni nýju kæru, hafa sameinast sökunautar og kærendur í Vestur-Landeyjahreppi frá því fyrir nokkrum árum. Meira
5. mars 1999 | Kosningar | 131 orð

Jóhann Ársælsson til forystu Þórunn Sigþórsdóttir, stuðningsfulltrúi Sty

Jóhann Ársælsson til forystu Þórunn Sigþórsdóttir, stuðningsfulltrúi Stykkishólmi, skrifar: Um næstu helgi er sameiginlegt prófkjör Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Samtaka um kvennalista undir merki Samfylkingar á Vesturlandi þar sem skipað verður í þrjú efstu sæti væntanlegs framboðslista. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 551 orð

Kvótaþegar og bótaþegar

ÞANN 28. febrúar sl. stóðu Sjálfsbjörg og ASÍ fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um kjör öryrkja og var yfirskrift fundarins "Lífsýn öryrkja á nýrri öld". Athygli almennings hefur verið vakin á bágum kjörum öryrkja með ýmsum hætti um langa hríð, og allir minnast hógværra og kyrrlátra mótmæla öryrkja við Alþingishúsið sl. haust er Davíð Oddsson flutti stefnuræðu sína. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 502 orð

Norræna bókakynningin 1999

BÓKAKYNNINGIN verður haldin í Norræna húsinu 7. og 20. mars. Hún hefur þegar fengið nokkuð neikvæða athygli í Morgunblaðinu. Jóhann Hjálmarsson, fastur gagnrýnandi blaðsins og áhugamaður um norræn menningarmál, skrifar um hana í blaðinu 20. febrúar. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 743 orð

Nú stefnir í, að það verði mörg Breiðdalsvíkin

BEINHÖRÐ og köld rökleiðsla, byggð á staðreyndum um það, sem hefur verið og er að gerast í sjávarbyggðunum allt í kring um land, leiðir til afdráttarlausrar niðurstöðu um, að það er innbyggður ágalli í gildandi fiskveiðistjórnarkerfi, sem beinlínis veldur því, að sjávarbyggðir eru á krókalausri leið til að leggjast af. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 933 orð

Steinrunnar staðreyndir Ragnars Arnalds

RAGNAR Arnalds stingur niður penna í Morgunblaðinu þann 23. feb. s.l. og svarar grein minni sem birtist þann 18. feb. Ragnar heldur því fram að hann sé að bera fram fyrir lesendur nokkrar alþekktar staðreyndir. Ég hafi einungis fram að færa persónulegar skoðanir og óskhyggju. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 619 orð

Tími Sólborgar er kominn

ÞEGAR ég sá jólaleikritið Dómsdag í sjónvarpinu kveikti ég strax á því að svipaða sögu heyrði ég fyrir 40 árum. Því var haldið fram á heimili foreldra minna að presturinn hefði átt barnið. Einar Benediktsson hefði tekið sér skáldaleyfi og eignarréttur hans á jörðunum Kollavík, Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 988 orð

Þegar rökin þrýtur

FYRIR skömmu vakti ég athygli á því á síðum Morgunblaðsins að Kristjáns Karlssonar skyldi að engu getið í nýlegri kennslubók eftir Heimi Pálsson um bókmenntasögu tuttugustu aldar. Minnti ég á að Heimir hefur áður verið staðinn að því að sleppa höfuðskáldi úr fyrri gerðum bókmenntasögu sinnar ­ þegar hann reyndi að má út nafn Gunnars Gunnarssonar. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 567 orð

Þurrt að kalla

EINS og kunnugt er hafa íslenskir veðurfræðingar tekið upp á því að lýsa úrkomu hér á landi með því að nota orðið þurrt. Í spám sínum eiga þeir til að segja að á næstunni verði þurrt að kalla ­ þótt þeir sjái reyndar úrkomu framundan í veðurkortunum. Með því móti eru þeir að skrökva svolítið að þjóðinni ­ svona til að fegra aðeins horfurnar. Meira
5. mars 1999 | Aðsent efni | 380 orð

Örorkubætur eiga ekki að vera hegning fyrir fólk!

MÁLEFNI öryrkja hafa töluvert verið til umræðu að undanförnu og það ekki að ástæðulausu. Sú smán sem öryrkjum er skömmtuð af borði allsnægtanna í góðærisþjóðfélaginu er skömm og lýsir helst mannfyrirlitningu þeirra sem um stjórnartaumana halda. Það er liðin tíð að öryrkjar hafi ekki aðferðir til að beita í baráttuskyni. Meira

Minningargreinar

5. mars 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Baldur Óli Jónsson

Nú er afi Baldur dáinn. Eftir erfið veikindi kvaddi hann þennan heim aðfaranótt 25. febrúar sl. og er nú hjá ástvinum sínum á himnum að rifja upp gamla tíma úr bakaríinu á Eskifirði. Þegar ég heimsótti afa kvöldið áður en hann hélt á fund ástvina sinna átti ég ekki von á að hann myndi kveðja þennan heim þá um nóttina, Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Baldur Óli Jónsson

Mig langar að skrifa hér nokkrar línur um hann "afa" blessaðan sem nú hefur kvatt þetta jarðneska líf eftir nokkur veikindi. Það var árið 1990 að ég fór fyrst til Norðfjarðar með mínum manni til að heimsækja afa hans og ömmu sem þá bjuggu þar. Afi og Mammý voru þau ávallt kölluð af þeim sem þau þekktu og gerði ég það líka. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Baldur Óli Jónsson

Elsku afi okkar. Nú þegar þú ert farinn sækja margar minningar að manni og allar eru þær góðar. Fyrst er ég hugsa til þín man ég það er ég kom í fyrsta skipti í heimsókn á Norðfjörð aðeins sjö ára gömul. Þá kom okkur strax vel saman og bað ég þig þá að koma með mér í göngutúr og sýna mér bæinn. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 210 orð

BALDUR ÓLI JÓNSSON

BALDUR ÓLI JÓNSSON Baldur Óli Jónsson var fæddur á Eskifirði 17. september 1913. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson, bakari á Eskifirði, f. 30. mars 1871, d. 9. júní 1954, og Elín Ragnheiður Þorsteinsdóttir, f. 24. júní 1879, d. 27. febrúar 1968. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 704 orð

Bára Lýðsdóttir

Elsku amma í Túni (Nóatúni) var svo sannarlega Amma með stórum staf. Hún var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem nú er að hverfa af sjónarsviðinu, kynslóðar sem velktist ekki í vafa um það að hlutverk húsmóður, móður og ömmu var hið mikilvægasta af öllum, vitandi að skilyrðislaus ást og umhyggja er það sem börnum kemur best þegar frá líður. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Bára Lýðsdóttir

Kæra amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú skipaðir ávallt sérstakan sess í hug mínum og hjarta. Máltækið segir að sjaldan sé ein báran stök. Þú varst einstök Bára, amma með stóru a-i. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá því að þú og afi komuð í heimsókn til okkar vestur. Þessar heimsóknir voru okkur systkinunum mikið tilhlökkunarefni. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 194 orð

Bára Lýðsdóttir

Elsku besta amma mín, nú kveð ég þig í bili, en minningin um stundir okkar lifir að eilífu. Áður en þú veiktist hittumst við á hverjum degi og stundum oft á dag. Við sátum tímunum saman inni í stofu og töluðum um heima og geima. Allt sem kom upp í kollinum á okkur gátum við sagt hvor annarri. Oft var svo gaman að við veltumst um af hlátri. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Bára Lýðsdóttir

Ömmusystir mín, Bára Lýðsdóttir, er öll. Ég sá hana nokkrum dögum áður og Bára steig nokkur létt dansspor um leið og við kvöddumst. Þar sást lyndiseinkunn hennar, glaðlyndið og gæskan. Mér þótti afar vænt um hana og fannst birta yfir öllu þegar hún kom heim í heimsókn. Sjaldnast gleymdi hún að koma með ávöxt eða brjóstsykur handa þeim minnstu. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Bára Lýðsdóttir

Hver ævistund er dýrmæt þegar henni er varið til heilla og blessunar samferðamönnum. Slík ævistund er á enda runnin hjá elskuverðri móðursystur minni og trúnaðarvini Báru Lýðsdóttur. Bára var búin að stríða við veikindi undanfarin misseri og dvaldi síðustu ár á Hrafnistu í Reykjavík, annars hafði hún verið heilsuhraust alla ævi, varla orðið misdægurt. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 323 orð

Bára Lýðsdóttir

Mér er minnisstætt þegar ég ungur kynntist Báru Lýðsdóttur fyrst, en þá var hún nýgift Ferdinand, bróður mínum. Það vakti athygli mína hvað þessi unga og fríða kona bar með sér góðan þokka, og hversu látlaus og stillileg hún var í orði og fasi. Viðkynningin var einkar góð því Bára var einlæg og hispurslaus í máli og sanngjörn. Vináttubönd voru strax hnýtt og slaknaði aldrei á. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 295 orð

BÁRA LÝÐSDÓTTIR

BÁRA LÝÐSDÓTTIR Bára Lýðsdóttir fæddist á Gilsbakka í Skógarstrandarhreppi 27. mars 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lýður Illugason, ættaður úr Helgafellssveit á Snæfellsnesi, f. 5.9. 1872, d. 4.8. 1946, og kona hans Kristín Hallvarðsdóttir, ættuð af Skógarströnd á Snæfellsnesi, f. 2.6. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 202 orð

Benedikt Jónsson

Nú er baráttunni hans Benna lokið og nú líður honum loks vel. Ég hitti Benna fyrst á Reykjalundi sumarið '93 þar sem við vorum bæði í endurhæfingu en ég kynntist honum ekki fyrr en í desember sl. Þar vorum við aftur komin í endurhæfingu en nú á Grensásdeild en í þetta skipti vorum við búin að liggja saman á sjúkrahúsi áður. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 517 orð

Benedikt Jónsson

"Sérhver gefi eins og hann hefir ásett sér í hjarta sínu. Ekki með ólund eða með nauðung, því Guð elskar glaðan gjafara." (2. Kor. 9.7.) Elsku besti vinur minn, Benni, dó að morgni 25. febrúar. Þetta bænakort dró ég að kvöldi 11. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 503 orð

Benedikt Jónsson

Benedikt eða Benni frændi eins og hann var gjarnan kallaður í fjölskyldunni ólst upp hjá foreldrum sínum á Höfnum á Skaga og kynntist því störfum í æsku bæði til lands og sjávar. Ungur lauk hann námi í Íþróttaskólanum í Haukadal og búfræðinámi á Hvanneyri og kom heim að því loknu. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 180 orð

BENEDIKT JÓNSSON

BENEDIKT JÓNSSON Benedikt Jónsson fæddist á Höfnum á Skaga 7. maí 1947. Hann lést á endurhæfingarstöð Grensásdeildar 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir, f. 27. maí 1917, d. 2. maí 1971, og Jón G. Benediktsson, f. 23. maí 1921. Alsystir Benedikts er Steinunn Birna, f. 23. apríl 1945, og hálfsystir Lára Bjarnadóttir, f. 17. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Böðvar Pétursson

Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. Þú þessi kraftmikli maður sem áttir erfitt með að stoppa og hugsaðir vel um heilsu þína. Hinsvegar veit ég að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líður vel og þú færð útrás fyrir hreyfiþörf þína. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 262 orð

Böðvar Pétursson

Í dag er kvaddur kær félagi úr röðum íslenskra bókaútgefenda, Böðvar Pétursson, ljúfmenni og annálaður dugnaðarforkur, sem lengst af starfaði hjá bókaútgáfunni Helgafelli og síðan Vöku- Helgafelli. Böðvar Pétursson er meðal þeirra sem setið hafa lengst í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda. Hann var kjörinn í stjórn félagsins 1966 og starfaði þar óslitið til 1988. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 1279 orð

Böðvar Pétursson

Ekki er algengt að fólk vinni hjá sama fyrirtæki í hálfa öld. Um þessar mundir eru einmitt liðin 50 ár frá því að Böðvar Pétursson réðst til starfa hjá bókaforlaginu Helgafelli sem Ragnar Jónsson, kenndur við Smára, hafði þá nýverið sett á stofn. Þar hafði Böðvar starfað í 36 ár þegar við hjónin keyptum forlagið 1985 og sameinuðum það bókaútgáfunni Vöku sem þá var á fimmta ári. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 54 orð

Böðvar Pétursson

Elsku langafi, við vildum að þú værir ennþá hjá okkur. Þú varst svo góður við okkur. Við þökkum þér fyrir hvað þú varst tillitssamur við okkur. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Takk fyrir allar bækurnar sem þú gafst okkur, þú ert besti afi í heimi. Elín Ósk, Eva Ósk og Eyrún Ósk. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Böðvar Pétursson

Böðvar Pétursson var aldursforseti Vöku-Helgafells í tvennum skilningi. Hann var elstur að árum og hafði starfað við bókaútgáfu lengur en nokkurt okkar eða frá árinu 1949 er hann hóf störf hjá Helgafelli og síðar Vöku-Helgafelli 1985. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 312 orð

Böðvar Pétursson

Ég vil í fáeinum orðum minnast Böðvars Péturssonar sem kenndi mér að hlaupa á fjöll. Mér er í fersku minni mín fyrsta ferð með Ferðafélagi Íslands fyrir rúmum tuttugu árum. Ég og vinkona mín ákváðum að drífa okkur í gönguferð með ferðafélaginu vegna ítrekaðra áskorana og varð Baula fyrir valinu. Ég mætti galvösk snemma morguns á Umferðarmiðstöðina, en vinkonan svaf yfir sig. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 29 orð

BÖÐVAR PÉTURSSON

BÖÐVAR PÉTURSSON Böðvar Pétursson, verslunarmaður fæddist á Blönduósi 25. desember 1922. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. mars. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Guðrún Jóna Ibsen

Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin því mér finnst ekki svo langt síðan þú hljópst á eftir mér á bökkum Ölfusár hlæjandi og glöð. Þegar þessar hræðilegu fréttir komu að þú hefðir greinst með krabbamein hrundi hluti af heimi mínum. Ég gat ekki trúað því að þú værir veik, sérstaklega af því að þú varst svo sterk og sýndir sjaldan nokkurn veikleika. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Guðrún Jóna Ipsen

Ung hetja er gengin. Það voru ekki löng kynni sem ég hafði af lífsbaráttukonunni Guðrúnu Jónu, tengdadóttur móðursystur minnar ­ en góð og þroskandi. Með ótrúlegum styrk ræddi hún um lífið og tilveruna á svo hreinskilinn og heiðarlegan hátt að það heillaði hvern þann er á hlustaði. Hún ætlaði ekki að kveðja þennan heim. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 337 orð

Guðrún Jóna Ipsen

Orð fá engum harmi lýst. Þessi orð eru það eina sem kemur mér í hug þegar ég sest niður og ætla að skrifa minningu um systur mína. Konu sem með hugrekki sínu og baráttuþreki sýndi að maður getur sigrað um leið og maður tapar. Ég kann engin orð sem geta lýst því þakklæti sem býr í brjósti mér fyrir það eitt að hún skuli hafa verið systir mín. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 139 orð

GUÐRÚN JÓNA IPSEN

GUÐRÚN JÓNA IPSEN Guðrún Jóna Ipsen fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1967. Hún lést á Kvennadeild Landspítalans hinn 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Einar Werner Ipsen, f. 25. nóvember 1938, fyrrum sjómaður, og Guðfinna Íris Þórarinsdóttir, f. 27. janúar 1943. Guðrún átti fjóra bræður: Jón Rúnar, f. 15. febrúar 1965, d. 16. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Guðrún Jón Ibsen

Elsku Guðrún. Hversvegna örlög þín eru svo sár veit ekki nokkur, alls ekki ég en ég veit þú lifir, hvað svo sem gerist andi þinn sterkur sem styrkasta stál. Tárin þau streyma en öll til einskis þú kemur ei aftur hve mörg kunna að falla. Þau veita þó huggun, sorgin svo grimm en lífið þó bjart því von mér þú veittir. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 85 orð

Halla Baldvinsdóttir

Elsku amma, nú ertu farin, farin eins og fugl sem flýgur á brott en skilur eftir spor í snjónum. Því í hvert sinn sem við munum sjá spilastokk, lopapeysu eða heyra vissa tónlist, tónlist sem þú unnir svo að dansa við, munu læðast um okkur minningar um þig. Minningar um hlýja brosið þitt, minningar um hlýja hjartað þitt og sál, minningar um hlýja heimilið þitt. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Halla Baldvinsdóttir

Það er erfitt að ætla sér að kveðja hjartfólgna tengdamóður sem einnig var sannur félagi og vinur með fátæklegum orðum. Halla var mér alla tíð sem önnur móðir og erfitt er að sætta sig við að hún sem var svo lífsglöð og kraftmikil skyldi greinast með þennan illkynja sjúkdóm. Nú hefur hún kvatt þessa jarðvist eftir stutta en stranga baráttu. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Halla Baldvinsdóttir

Elsku amma, nú ert þú horfin frá mér og á ég mjög erfitt með að sætta mig við það. Þú varst alltaf mjög glaðleg og fannst mér mjög gaman að hafa þig hjá mér. Þú kenndir litlu systur minni, Sigurveigu, að puttaprjóna og spila á spil og eftir það voruð þið oft tvær saman inni í eldhúsi að spila. Við áttum allar mjög vel saman, við áttum margar góðar stundir, t.d. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 172 orð

HALLA BALDVINSDÓTTIR

HALLA BALDVINSDÓTTIR Halla Baldvinsdóttir fæddist á Skriðukoti, Svarfaðardal, 8. október 1923. Hún lést á heimili sínu 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldvin Arngrímsson og Margrét Kristjánsdóttir. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 179 orð

HANNA ALVILDA INGILEIF HELGASON

HANNA ALVILDA INGILEIF HELGASON Hanna Alvilda Ingileif Helgason, f. Eriksson, fæddist í Reykjavík 9. september 1910. Hún lést í Landspítalanum hinn 27. febrúar síðstliðinn. Foreldrar hennar voru Konstantin Vilhelm Eriksson, pípulagningameistari í Reykjavík, fæddur í Finnlandi 28. nóvember 1879, d. 22. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Hanna Helgason

"Sæl elskan, þetta er bara ég." Einhvern veginn finnst mér sú staðreynd óraunveruleg, að ég fái ekki oftar að heyra þessa setningu af vörum minnar elskulegu tengdamóður. Næstum hvern dag í 40 ár töluðum við saman í síma, eða hún kom í dyragættina hjá okkur meðan hún bjó í sömu götu um árabil, og oftast hófst samtalið á þennan hátt: "Sæl elskan, þetta er bara ég." Hönnu á ég mikið að þakka. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 93 orð

Hanna Helgason

Elsku langamma. Ég gleymi þér aldrei. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom til þín og þú bakaðir handa mér svo góðar pönnukökur og hitaðir súkkulaði. Þegar ég var lítil var ég alltaf svo hrædd við litla leikfangahundinn sem þú áttir, ég fór að gráta en þú fórst að skellihlæja því það var svo fyndið. Fyrir rúmu ári vorum við að spila bingó, ég vann og fékk fulla krukku af nammi. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 727 orð

Hanna Helgason

Elsku amma. Það var einhvern veginn það síðasta sem við bræður áttum von á síðastliðinn laugardag, að vera kallaðir upp á spítala þar sem þú lægir fyrir dauðanum. Aðeins sólarhring áður, þrátt fyrir að liggja lærbrotin á sjúkrahúsi, hálfkvartaðir þú yfir því að læknarnir hefðu ekki lagað hnéð sem var að angra þig, fyrst þú varst nú komin þarna á annað borð. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Hanna Helgason

Lágvaxin kona með fjörleg augu og stutt í brosið. Hún stendur með stafinn, í rauðu kápunni, á leið í heimsókn. Ófærð, hálka eða snjór, aftraði henni ekki frá að fara í heimsóknir. Hún lét sér annt um allt sitt fólk. Fjölskyldan var stolt hennar. Væntumþykjan, ánægjan, gleðin yfir að eiga þessa stóru, góðu fjölskyldu skein í gegn í öllu umtali hennar. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 380 orð

Hanna Helgason

Elskuleg amma okkar er fallin frá. Amma Hanna var eina barn foreldra sinna. Faðir hennar var finnskur og voru engin tengsl við heimaland hans. Hafði amma oft á orði að það hefði alltaf verið draumur sinn að eignast systkini. Amma kom úr lítilli fjölskyldu en bætti heldur en ekki úr, því að sjálf eignaðist hún 4 börn, 17 barnabörn, og 27 langömmubörn. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 587 orð

Inga Jónsdóttir

Nú hefur frænka mín, kær og góð vinkona gegnum árin, Inga Jónsdóttir frá Lunansholti á Landi, kvatt þetta líf. Nú að leiðarlokum langar mig til að minnast hennar nokkrum orðum. Æskuheimilið átti hún heima í Lunansholti í hópi kærra foreldra og systra. Þegar Inga var tæpra 10 ára andaðist móðir hennar og þá breyttist margt í lífi ungrar stúlku og systra hennar. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 989 orð

Inga Jónsdóttir

Ingiríður Jónsdóttir andaðist 20. febrúar síðastliðinn 72 ára að aldri. Farsælli ævi mætrar konu er lokið. Inga bar nafn föðurömmu sinnar, Ingiríðar Árnadóttur, fyrrverandi húsfreyju í Lunansholti. Inga, eins og hún var jafnan nefnd, var önnur i röð fimm systra en hinar eru Oddný, Sigríður Theódóra, Guðrún og Þuríður. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Inga Jónsdóttir

ÉG kynntist Ingu fyrir um það bil 30 árum þegar hún flutti ásamt fjölskyldu sinni í Hraunbæ 78. Þá hófst okkar vinskapur sem hélst óslitinn síðan. Þar fékk ég og mín fjölskylda góða nágranna. Þegar ég hugsa um Ingu kemur upp í huga mér hlýja og góðmennska en það voru þeir eiginleikar sem einkenndu hana. Samverustundir okkar urðu fleiri og nánari með árunum. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 115 orð

Inga Jónsdóttir

Elsku amma, þakka þér fyrir allan tímann sem þú gafst okkur, allar ferðirnar austur í Lunansholt, sem við fórum með ykkur afa, fyrst við sem erum eldri en seinna tóku þau yngri við. Líka allar næturgistingarnar í Hraunbænum og kjötsúpuveislurnar sem þú hélst fyrir okkur. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir okkur og vildir gera allt fyrir okkur. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 811 orð

Inga Jónsdóttir

Landnámsjörðin Lunansholt í Landsveit er búsældarlegt býli, stórt og gott ræktunarland sem liggur vel til nytja, að mestu sjálfþurrkað með góðum halla og frjósömum jarðvegi. Jörðin stendur á fallegum stað í sveitinni og útsýnið eftir því. Fjallahringurinn víðfeðmur og hæstu fjöllin krýnd hvítum kolli en í suðri brotnar brimaldan við sæbarða strönd. Inga var fædd og uppalin í Lunansholti. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Inga Jónsdóttir

Góð frænka og nágranni til margra ára er látin. Í fari Ingu var hlýja og mildi. Hún bar umhyggju fyrir öðrum og var mjög greiðvikin. En fyrir sjálfa sig skipti minna máli. Inga var félagslynd, minnug og fróð um menn og málefni. Það verður allt annað en auðvelt að hugsa sér Lunansholt án hennar. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Inga Jónsdóttir

Kveðja frá skólasystrum. Ég man þá tíð, í minni hún æ mér er, þá ársól lífsins brann mér heit á vanga og vorblóm ungu vakti í brjósti mér, sem velkja náði ei hretið enn hið stranga. (Þýð. St. Thor. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Inga Jónsdóttir

Hún Inga er dáin. Fréttin kom ekki alveg á óvart í ljósi síðustu vikna. Þó er eins og við séum aldrei viðbúin þegar kallið kemur. Að hugsuðu máli er ég þakklát fyrir að hún þurfti ekki að berjast lengur, svo harkalega sem vágesturinn knúði dyra. Við fjölskyldan minnumst sambýlisáranna í Hraunbænum og eigum í rauninni mjög erfitt með að hugsa okkur gamla húsið okkar án Ingu. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 343 orð

INGA JÓNSDÓTTIR

INGA JÓNSDÓTTIR Inga Jónsdóttir fæddist 28. júní 1926 í Lunansholti í Landsveit. Hún lést í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sæmundsdóttir (1898­1936) frá Lækjarbotnum í Landsveit og Jón Eiríkur Oddsson (1888­1968), bóndi í Lunansholti. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 218 orð

Ingiríður Jónsdóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast móðursystur minnar, hennar Ingu. Hún lést á Borgarspítalanum 20. febrúar sl. , þar sem hún naut góðrar aðhlynningar síðustu dagana. Inga greindist með illkynja sjúkdóm sl. haust, sem að lokum lagði hana að velli. Hún var ótrúlega sterk og dugleg í baráttu sinni við þennan erfiða sjúkdóm, hún gafst aldeilis ekki upp strax. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Systir mín, Kristín, andaðist á sunnudagsmorgun eftir langvarandi sjúkdómslegu. Hún var hjartahlý kona, gædd þeim eðliskostum sem áunnu henni ástsæld og virðingu allra þeirra sem áttu kost á því að kynnast henni. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Þann 28. febrúar síðastliðinn lést hún Krissý frænka mín og skilur það eftir sig stórt skarð í mínu lífi. Eftir erfið veikindi sem stóðu í rúmlega ár hefur hún loks fundið frið og er hún nú komin til afa. Allt frá því að við fluttum heim frá Bandaríkjunum þegar ég var 10 ára hef ég verið velkominn hjá þeim Krissý og Linda. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 165 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Það var fyrir tæplega 36 árum "á Borginni" að mér var bent á Krissý. Hún stóð í hópi ungra kvenna, reykjandi sígarettu með löngu munnstykki og var áberandi glæsileg. Þessi glæsileiki fylgdi henni æ síðan. Það var sama á hverju hún tók, hvort hún var í flugfreyjustarfinu eða heima við, þjónandi gestum á tá og fingri. Jafnvel í banalegunni var hún umkringd þessum sérstaka ljóma. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Það er með ómældum söknuði að við kveðjum Krissý frænku í dag en jafnframt er það með miklu þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Hún var eina systir pabba og miðpunktur föðurfjölskyldu okkar. Hvar sem hún kom streymdi frá henni hlýja og gagnvart okkur var ást hennar og væntumþykja einstök. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 648 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Elsku Krissý mín. Guð og englarnir völdu handa þér fallegan dag til að stíga upp til himna. Sólin tindraði á himninum og allt var svo bjart og fagurt, hvergi sást ský á himni. Og í himnaríki beið afi Gunnlaugur eftir þér með útbreiddan faðminn, langþráðir endurfundir tveggja engla sem mér þótti svo innilega vænt um. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 524 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Hún lifði með reisn og hún dó með reisn. Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir, hún Krissý, hefur lagt augun aftur. Í hægu andláti sofnaði hún inn í eilífðina með blítt bros á vör, heima hjá sér og með eiginmanninn sér við hlið. Helfregnin kom ekki á óvart, þar sem illvígur sjúkdómur hafði herjað á hana undangengið ár. Hún barðist að hætti hetjunnar, en allt kom fyrir ekki. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 465 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Okkar góða og glæsilega æskuvinkona, Kristín Katrín, er látin. Það er sárt að þurfa að sætta sig við ósigur hennar í stríðinu við hinn grimma gest. Fáum er gefinn sá styrkur og það baráttuþrek sem hún hafði. Hún var lífsglöð og bjartsýn til hinstu stundar, hún ætlaði sér að hafa betur í þessum ójafna leik. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 218 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Krissý fæddist á Jónsmessunni, þegar sólargangur er hvað lengstur, og hún var alla tíð sólskinsbarn, sem varpaði geislum sínum á umhverfi sitt og samferðafólk. Það var fjölskyldu minni mikið lán að eignast hana að vini þegar hún giftist bróður mínum. Mér varð fljótlega ljóst eftir að við kynntumst að hún væri óvenju vel gerð manneskja. Krissý var falleg kona og glæsileg. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Hún Krissý var einstakur gleðigjafi sem kunni svo sannarlega að gefa. Að gefa af sjálfri sér, að gefa öðrum hlutdeild í sinni innri fegurð. Hún var gullfalleg kona sem fellur frá í blóma lífsins. Hún barðist við veikindi sín af einstökum krafti. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Fyrir 8 árum hófum við störf á nýjum vinnustað sem var Forvarna- og endurhæfingarstöðin Máttur. Þar áttum við eftir að kynnast mörgu góðu fólki og mynda við það tengsl sem eru órjúfanleg. Starfsandi þessa vinnustaðar var mjög sérstakur og þar hélst nánast óbreytt starfslið í öll þau átta ár sem stöðin starfaði. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 246 orð

Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir

Elskuleg vinkona Kristín Gunnlaugsdóttir eða Krissý eins og hún var kölluð, er látin um aldur fram. Krissý hafði einstaka útgeislun sem heillaði alla sem umgengust hana, hún var ákaflega glæsileg og ætíð svo hress og kát að það smitaði út frá sér. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 240 orð

KRISTÍN KATRÍN GUNNLAUGSDÓTTIR

KRISTÍN KATRÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir fæddist í Stokkhólmi 24. júní 1945. Hún andaðist á heimili sínu, Stigahlíð 53, hinn 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Bernhöft Pétursson, f. 11. ágúst 1912, og Gunnlaugur Pétursson, fyrrv. borgarritari, f. 2. febrúar 1913, d. 29. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 624 orð

María Steingrímsdóttir

Hún María amma mín er látin, hrifin burt svo skyndilega og skilur eftir sig tómarúm sem aldrei verður aftur fyllt. Sorgin er mikil og söknuðurinn sár, en á kveðjustund ber mér þó að þakka af heilum hug fyrir að hafa fengið hennar notið í 25 ár. Hún Mæj-amma varð aldrei gömul. Aldursárin töldust 64 en þau segja minnst. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 357 orð

María Steingrímsdóttir

Hún María okkar var á leið til suðrænna stranda með Helga sínum er för hennar var beint til annarrar strandar, enn fegurri og bjartari. Okkur setti hljóðar þegar við heyrðum að hún var horfin úr þessu lífi, svo alltof snemma. Þau Helgi höfðu lent í bílslysi með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú eru orðnar. Við erum búnar að vera saman í saumaklúbbi í 35 ár og aldrei hefur fallið úr ár. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 209 orð

MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR

MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR María Steingrímsdóttir fæddist á Grímsnesi á Látraströnd hinn 14. maí 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar hinn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steingrímur Jónsson, d. 7.12. 1972, og Aðalrós Björnsdóttir, d. 7.7. 1991. Bræður Maríu eru Þorsteinn, f. 25.3. 1933, og Jón Eyfjörð, f. 11.2. 1950. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 265 orð

Nína Skúladóttir

Elsku bróðurdóttir mín, þú varst svo ung, svo falleg og svo góð. Þetta er líkast lýsingu á henni Dimmalimm, elsku Nína mín. Ég trúi því að ég geti talað við þig. Það er svo gott að trúa því að við lifum þótt við deyjum. Veistu Nína, þú hefur gefið mér trúna. Núna trúi ég því að þú búir annarstaðar og sért komin til hans pabba míns eða pabba okkar allra. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 70 orð

Nína Skúladóttir

Elsku Nína. Mikið hvað ég sakna þín. Þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman í gamla daga heima hjá mömmu þinni í Stóragerðinu. Einnig þau skipti sem við hittumst á heimili þínu í Bandaríkjunum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallg. Pétursson. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 100 orð

Nína Skúladóttir

Fátt er meira harmsefni en þegar lífsþráður ungs og gjörvulegs fólks slitnar. Erfitt er þá á heilum sér að taka. Þannig er nú við ótímabært andlát Nínu Skúladóttur. Við kynntumst Nínu með Þórði syni okkar fyrir rúmlega tveimur árum. Hún kom síðan mikið á heimili okkar í þau skipti sem hún dvaldi á Íslandi. Nína var okkur hjónum með nærveru sinni sem ljós, ­ ljúfur engill. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 170 orð

Nína Skúladóttir

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, Og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 502 orð

Nína Skúladóttir

Kæra Nína. Ef eitthvað bjátaði á hjá þér, ljáðum við þér alltaf eyra. Nú þegar okkur liggur svo mikið á hjarta, leitum við til þín. Leiðir okkar hafa legið saman víða og sporin eftir djúp. Við höfum alist upp í sömu götunni í Reykjavík, farið í sama framhaldsskólann og búið í sömu erlendu borgunum, þar sem innbyrðis vinátta okkar allra styrktist. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Nína Skúladóttir

Hún kom eins og högg fregnin um andlát ungrar vinkonu minnar Nínu Skúladóttur ­ já, það er skammt á milli lífs og dauða. Á óþyrmilegan hátt erum við minnt á þessi sannindi, að hverjum manni er skammtaður tími og forlög ráða. Við urðum vinir þegar hún var lítil stúlka og var að alast upp ásamt bróður sínum Þorvaldi, hjá foreldrum sínum Susann og Skúla. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 555 orð

Nína Skúladóttir

Elsku Nína mín. Í dag föstudag hef ég ákveðið að skrifa þér nokkrar línur til þess eins að segja þér hvernig mér líður. Það má vel vera að ég ætti frekar að biðja þig að segja mér hvernig þér líður, en þegar allt kemur til alls hefur þú nú sjálfsagt fundið þinn innri frið og ró og þarf því ekki frekari málalenginga við. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Nína Skúladóttir

Elskuleg frænka okkar er látin í blóma lífsins, ótal minningar streyma fram í hugann, flestar frá áhyggjulausum æskudögum. Við vorum á líku reki frænkurnar og lékum okkur oft saman. Marga helgina fórum við klyfjaðar af Barbie-dóti í heimsókn hver til annarrar. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 113 orð

Nína Skúladóttir

Elsku Nína, nú þegar komið er að þessari erfiðu kveðjustund þá rifjast upp fyrir mér allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman. Minningarnar eru margar en það sem stendur upp úr er hversu yndisleg manneskja þú varst og hversu lánsöm ég var að eignast þig fyrir vin. Við höfum verið samferða nánast allt okkar líf og þú hefur reynst mér góður og traustur vinur og ég mun sakna þín mjög mikið. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 158 orð

NÍNA SKÚLADÓTTIR

NÍNA SKÚLADÓTTIR Nína Skúladóttir var fædd 9. desember 1968. Hún lést 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Skúli Þorvaldsson, f. 7.3. 1941, og Susann Mariette Schumacher, f. 17.8. 1942. Föðurforeldrar Þorvaldur Guðmundsson, f. 9.12. 1911, d. 10.1. 1998, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 11.4. 1908. Móðurforeldrar Harry Bertil Schumacher, f. 5.1. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Stefán Karl Jónsson

Við vorum ekki tilbúin að kveðja þig strax. Þegar þú komst heim af sjúkrahúsinu á fimmtudaginn þá héldum við að þú værir búinn að ná þér af veikindunum en þú fórst svo strax frá okkur á föstudagsmorgun. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért búinn að yfirgefa okkur. En þú ert eflaust á góðum stað þar sem þér líður vel. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 136 orð

STEFÁN KARL JÓNSSON

STEFÁN KARL JÓNSSON Stefán Karl Jónsson fæddist á Akureyri 20. mars 1938. Hann lést á heimili sínu 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Forberg Jónsson, f. 12.12. 1909, d. 12.2. 1990, og Helga Stefánsdóttir, f. 18.5. 1918. Systkini eru: María Jónsdóttir, húsmóðir á Akureyri, Dómhildur Jónsdóttir, verslunarm. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 824 orð

Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson

Það er ekkert auðvelt fyrir okkur sem nú lifum við þægindi og góðan aðbúnað að setja okkur inn í þær aðstæður sem ríktu í byrjun þessarar aldar norður við ysta haf. En hörð lífsbarátta fólksins sem þar bjó mótaði það og skapgerð þess. Um annað var ekki að gera en að duga eða drepast eins og rammíslenskt máltæki orðar það, og þeir sem þraukuðu gegnum erfiðleikana uppskáru síðar árangur erfiðisins. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 581 orð

Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson

"Eitt sinn verða allir menn að deyja." Þessi laglína kom upp í huga mér þegar hringt var til mín frá hjúkrunarheimilinu Grund og mér tilkynnt um andlát Sveins Bæringssonar. Mig langar með nokkrum minningabrotum að kveðja vin. Sveinn hét fullu nafni Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson. Svein sá ég fyrst fyrir u.þ.b. fimmtíu árum eða í kringum 1950. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 390 orð

Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson

Bróðir minn Sveinn er nú lagður af stað í hinstu ferðina. Ekki hafa kennimennirnir upplýst okkur um samastað framliðinna þó þeir séu á þokkalegu kaupi hjá almættinu. Hann var elskulegur bróðir hjálpfús og nærgætinn. Seint þótti honum ganga að upplýsa verkalýðsstéttina um samtakamátt sinn og lítill árangur af löngum verkföllum. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 247 orð

SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON

SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson fæddist að Furufirði í Grunnavíkurhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 18. ágúst 1906. Hann lést 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bæring Bæringssson, bóndi í Furufirði, f. 15.7. 1863, d. 10.4. 1925 og Guðrún Tómasdóttir, f. 11.9. 1868, d. 19.12. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Nú er hann Sævar okkar farinn, langri og erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Sævar hafði frá árinu 1990 ekið sumum barnanna, sem hjá okkur dvelja, í skóla og á dagvistarstofnanir og var hann orðinn eins og einn af okkur starfsfólkinu. Börnin þekktu hann orðið vel og þótti vænt um hann. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 269 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Fallinn er frá frændinn góði. Ég man hann frá barnæsku. Í kjallaraíbúðinni í Samkomuhúsinu gamla á Blönduósi, í Hreppshúsinu þar, í húsinu, sem foreldrar hans byggðu uppi á brekkunni á Blönduósi, og ég man hann í Mosgerðinu í Reykjavík, eftir að foreldrar hans fluttu suður, einnig á Hvammstanga, eftir að hann stofnaði sitt fallega heimili þar, með sinni ástkæru konu, Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Okkur langar til að minnast hans Sævars með nokkrum orðum. Sævar tók að sér akstur á vegum Vistheimilisins frá árinu 1990. Hann hefur því oft verið daglegur gestur hér á þessum árum, stundum oft á dag. Sævar var öruggur og góður bílstjóri. Það var gott að geta treyst honum fyrir akstri með börnin. Þau hændust að Sævari því hann var hress og skemmtilegur. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 270 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Mörg ár eru nú liðin síðan við hjónin kynntumst Sævari og konu hans. Hvernig þau kynni bar að er löngu hætt að skipta máli, en hitt jafn víst að það voru góð kynni og eru búin að endast alla tíð síðan og eins og gerist með eðalvín batnað með árunum. Að kynnast góðu fólki er gæfa hvers manns og er okkur því sorg í huga er við kveðjum Sævar, vin okkar og klúbbfélaga. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 312 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Elskulegur vinur okkar Sævar Sigurgeirsson lést að morgni 23. febrúar síðastliðins. Fregnin um andlát hans kom okkur hjónum ekki alveg á óvart. Hann var búinn að heyja hetjulega baráttu við vágestinn mikla um árabil, þó hvað hetjulegast síðastliðna mánuði. Minningabrotin eru mörg, og geislandi persónutöfrar Sævars heitins ylja hnuggnum hug. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 658 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum minningabrotum frá æsku okkar og þakka þér ævilanga vináttu. Við ólumst upp norður á Blönduósi, sem þá var lítið þorp þar sem allir þekktu alla og þar bundumst við vináttuböndum. Þótt leiðir skildu um tíma, fylgdumst við samt alltaf hvort með öðru. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 320 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Allir fá sína upphringingu og alltaf er það fyrirvaralaust þó svo að það megi búast við því. Sævar Sigurgeirsson, vinur minn og mágur, var kallaður burt að morgni 23. febrúar. Það var mjög óvænt þótt allir vissu að hans ögurstund væri runnin upp. Sævar átti sér fáa jafningja af samferðamönnum okkar í lífinu. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 511 orð

Sævar Frímann Sigurgeirsson

Það er erfitt er að sætta sig við að fólk í blóma lífsins falli frá. Með nokkrum orðum langar mig að minnast bróður míns sem nú er látinn. Þau eru orðin tæp tíu árin sem hann hefur barist við þann sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Þessi ár voru miserfið fyrir hann og var aðdáunarvert að fylgjast með hvað hann var sterkur allan tímann. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 252 orð

SÆVAR FRÍMANN SIGURGEIRSSON

SÆVAR FRÍMANN SIGURGEIRSSON Sævar Frímann Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 4. september 1940. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 30.3. 1918, d. 30.12. 1987, og Sigurgeir Magnússon, f. 27.9. 1913. Þau eignuðust sjö börn: Magnús, f. 27.9. 1937, d. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 633 orð

Sævar Sigurgeirsson

Vinátta stúlknanna okkar hófst í skóla, á þeim aldri þegar fólk getur lagað sig að öðrum en þó haldið eiginleikum sínum óskertum, bundist böndum sem aldrei bresta en þrengja þó aldrei að. Smám saman komum við strákarnir inn í hópinn, hver úr sinni áttinni. Þær fundu okkur hingað og þangað og sýndu vinkonum sínum með eftirvæntingu og stolti. Kvíði fyrir framtíðinni var ekki til. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 318 orð

Vigfús Runólfsson

Í dag verður jarðsunginn elskulegur afi okkar, Vigfús Runólfsson, sem var án efa besti afi sem hugsast getur. Nú þegar afi er farinn frá okkur hrannast minningarnar upp. Allar minningarnar sem við eigum um hann afa okkar verða okkur lengi ljóslifandi. Hann afi virtist hafa allan heimsins tíma til þess að sinna okkur systrum þegar við komum í heimsókn til hans og ömmu í Krókatúnið. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 416 orð

Vigfús Runólfsson

Aðfaranótt miðvikudagsins 24. febrúar sl. lést á Sjúkrahúsi Akraness sómamaðurinn Vigfús Runólfsson. Vigfús, eða Fúsi eins og hann var alla tíð kallaður, var starfsmaður hjá Þorgeir & Ellert hf. í samtals 56 ár og ákaflega eftirminnilegur persónuleiki öllum þeim sem kynntust honum. Það var árið 1936 að Vigfús flutti á Akranes og hóf nám í vélvirkjun og rennismíði hjá afa mínum og alnafna. Meira
5. mars 1999 | Minningargreinar | 203 orð

VIGFÚS RUNÓLFSSON

VIGFÚS RUNÓLFSSON Vigfús Runólfsson var fæddur á Hóli í Svínadal 19. september 1916. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Guðmundsson, bóndi í Gröf í Skilmannahreppi, f. 3.4. 1887, d. 2.12. 1985 og Þórunn Jónína Markúsdóttir, kona hans, f. 11.10. 1884, d. 11.9. 1970. Meira

Viðskipti

5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 229 orð

120 m.kr. fiskvinnslubúnaður

MAREL hf. hefur gengið frá sölu á fiskvinnslubúnaði ásamt tilheyrandi hugbúnaði við bandarískt fyrirtæki fyrir vinnslu á bolfiski og laxi. Gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði afhentur í maí næstkomandi og nemur samningsupphæðin um 120 milljónum króna. Hörður Arnarson, staðgengill Geirs A. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Dell og IBM semja um tækni

BANDARÍSKU tölvurisarnir IBM Corp. og Dell Computer Corp. hafa skýrt frá gerð 16 milljarða dollara tæknisáttmála, hins víðtækasta sem um getur á sviði upplýsingatækni. Samningurinn er til sjö ára og samkvæmt honum mun Dell kaupa tölvutækni af IBM og innbyrða hana í Dell tölvukerfi. Gert er ráð fyrir að síðar muni Dell einnig nota fullkomna hálfleiðaratækni frá IBM. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Deutsche bankar í Frakklandi

DEUTSCHE Bank, stærsti banki Þýzkalands, bankar á dyr í Frakklandi, þar sem hann ætlar að koma á fót bankakeðju. Hingað til hefur Deutsche ekki tekizt að ná því marki að eignast franska fjármálastofnun. Bankinn hyggst bæta úr því með því að ráða 150 starfsmenn og opna 10 útibú. Auk þess verður veitt síma- og tölvuþjónusta í París. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Goldman Sachs setur bréf í sölu

EIGENDUR bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs & Co. munu greiða um það atkvæði eftir helgi hvort breyta skuli einu síðasta stóra einkafyrirtækinu í Wall Street í almenningshlutafélag. Bankinn hyggst setja hlutabréf í sölu í vor og mun hann verða metinn á 20 milljarða dollara. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 1411 orð

Hagnaðurinn jókst um 179% milli ára

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. nam 911 milljónum króna á árinu 1998 samanborið við 326 milljónir árið 1997 og jókst hagnaður bankans því milli ára um 584 milljónir, eða 179,2%. Þessi afkoma er betri en gert var ráð fyrir í útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans, en þar var hagnaður ársins áætlaður rösklega 700 milljónir. Arðsemi eiginfjár var 12,4% á árinu 1998 samanborið við 4,9% árið 1997. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Hærri Dow þrýstir upp verði

HÆKKUN í Wall Street þrýsti upp verði evrópskra hlutabréfa fyrir lokun í gær, en evran lenti í nýrri lægð vegna þýzkra hagtalna og ákvörðunar evrópska seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 640 orð

Hætta rekstri dótturfélagsins Maras Linija

HAGNAÐUR af rekstri Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga þess nam 1.315 milljónum króna á árinu 1998, samanborið við 627 milljónir árið á undan. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 16.573 milljónum króna á síðasta ári en voru 16.287 árið 1997. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 329 orð

Ráðstöfunarfé jókst um 32,6%

Á ÁRINU 1998 nutu 4.187 lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna að fjárhæð 1.219 milljónir króna úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna, en á árinu fjölgaði lífeyrisþegum um 9,9% og lífeyrisgreiðslurnar hækkuðu um 20,6%. Ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu 1998 var 12.091 milljón króna og nemur aukningin 32,6% frá fyrra ári. Að teknu tilliti til sölu innlendra verðbréfa á árinu 1998 er aukning milli ára 7,9%. Meira
5. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Starfsmenn fyrirtækisins ein stór fjölskylda

HARALDUR Haraldsson nýr stjórnarformaður og eigandi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi ásamt öðrum nýjum stjórnarmönnum og eigendum, kynnti sig og fyrirætlanir sínar með verksmiðjuna á fundi í Áburðarverksmiðjunni í gær. Að sögn Haraldar gekk fundurinn mjög vel og var góður andi á honum að hans sögn. Hann sagði að á fundinum hefði m.a. Meira

Fastir þættir

5. mars 1999 | Í dag | 267 orð

Bræðrafélag Fríkirkjunnar

Bræðrafélag Fríkirkjunnar er með félagsfund á morgun, laugardaginn 6. mars, kl. 12 í safnaðarheimilinu á Laufásvegi 13. Á dagskrá eru m.a. málefni sem alla varða, þ.e. lífeyrissparnaður og efri árin. Gestur fundarins og ræðumaður verður Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og formaður FÍB, en hann mun fjalla um fjárhagslegan undirbúning efri áranna, lífeyrissparnað og tryggingar. Meira
5. mars 1999 | Í dag | 390 orð

CARL Bernstein, annar úr hinum heimsfræga blaðamannadúetti stórblaðs

CARL Bernstein, annar úr hinum heimsfræga blaðamannadúetti stórblaðsins The Washington Post, segir fjölmiðlun í Bandaríkjunum "afskræmda af frægðardýrkun, slúðri og æsifréttamennsku". Rannsóknarblaðamennska Bernsteins og félaga hans, Bob Woodwards, fletti á sínum tíma ofan af Watergate-hneykslinu svokallaða, sem varð Richard Nixon Bandaríkjaforseta að falli eins og frægt varð. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 1253 orð

Fjallað verði um reiðvegi í vegalögum og vegaáætlun

Ef tillögur tveggja nefnda sem samgönguráðherra setti á fót til að fjalla um reiðvegamál ná fram að ganga þurfa hestamenn ekki að velkjast í vafa um hvort og hvar þeir megi fara um ríðandi. Ekki er talin vanþörf á enda hefur umferð ríðandi fólks sennilega aldrei verið meiri en nú. Ásdís Haraldsdóttir kynnti sér tillögurnar. Meira
5. mars 1999 | Í dag | 677 orð

Flugvöllur og húsabyggð á hafi úti

NÝLEGA hafa komið fram þær hugmyndir að byggja heilt íbúðarhverfi í sjó fram í Skerjafirði og annan stærsta flugvöll landsins á Lönguskerjum úti í fjarðarmynni. Hugmyndirnar virðast hafa komið fram sökum landleysis í þessu strjálbýlasta landi og strjálbýlustu höfuðborg í Evrópu. Hinn pólitíski hráskinnsleikur að baki er einkennandi fyrir íslensk stjórnmál. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 222 orð

Gestgjafarnir sýndu aðstöðu og hross með stolti

ARINBJÖRN Jóhannsson, sem betur er þekktur fyrir að skipuleggja hestaferðir frá Brekkulæk í Miðfirði, aðallega fyrir Þjóðverja, er nú farinn að horfa í hina áttina. Nú er hann byrjaður að skipuleggja ferðir fyrir Íslendinga til að skoða hrossabúgarða í Þýskalandi. "Ég hef oft hugsað um að gera þetta," sagði hann í samtali við blaðamann eftir vel heppnaða kynningarferð til Þýskalands. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 192 orð

Gustur og Halldór hittast á ný

ÞAÐ var óneitanlega mikil eftirvænting í hópi hrossaræktenda sem fóru á dögunum til Þýskalands þegar komið var á hestabúgarðinn Wiesenhof. Ekki hvað síst hjá Halldóri Sigurðssyni á Efri-Þverá sem átti von á að hitta aftur stóðhestinn Gust frá Grund sem hann seldi þangað fyrir nokkrum árum. Um leið og komið var að Wiesenhof var farið að litast um eftir kappanum. Meira
5. mars 1999 | Í dag | 49 orð

Hver fann gráu ullarkápuna Sá sem hefur einhverjar upplýsing

Sá sem hefur einhverjar upplýsingar um gráu kápuna og fleira sem fannst í Austurstræti aðfaranótt sunnudagsins 21. febrúar er vinsamlegst beðinn að hringja í síma 5578879 því enginn kannast við málið í símanum sem gefinn var upp sl. þriðjudag í Velvakanda. Þessara hluta er sárt saknað. Meira
5. mars 1999 | Dagbók | 679 orð

Í dag er föstudagur 5. mars, 64. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sælir

Í dag er föstudagur 5. mars, 64. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sælir eru friðflytjendur, því þeir munu Guðsbörn kallaðir verða. (Matteus 5, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Baldvin Þorsteinssonkom og landaði í gær. Kyndill kom og fór í gær. Ottó M. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 913 orð

Kasparov með örugga forystu í Linares

20. feb.­12. mars KASPAROV sigraði Ivanchuk í níundu umferð Linares-skákmótsins og hélt þar með 1 vinnings forystu á mótinu. Úrslit í níundu umferð urðu sem hér segir: Meira
5. mars 1999 | Dagbók | 123 orð

Krossgáta 1432 Kross 2 LÁRÉTT: 1 ójafna, 8 þrautir, 9 manns

Krossgáta 1432 Kross 2 LÁRÉTT: 1 ójafna, 8 þrautir, 9 mannsnafn, 10 elska, 11 flýtinn, 13 yndi, 15 nagg, 18 afundið, 21 skaut, 22 bál, 23 svefnfarir, 24 hafsauga. LÓÐRÉTT: 2 jurt, 3 ákæruskjalið, 4 hljóminn, 5 munnbita, 6 sundfæris, 7 sigra, 12 kropp, 14 beita, 15 digur, 16 gamla, 17 mánuður, 18 bylgjur, 19 húsdýrin, 20 fá af sér. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 181 orð

Nethringur íslenska hestsins

BANDARÍSK kona, JudyRyder Duffy, hefur nýlega sett á fót Nethring íslenska hestsins (Icelandic Horse Webring). Hún er einnig stofnandi tölvupóstslista sem fjalla um íslenska hestinn, svo sem Icelandichorse hjá oneline.com, þar sem áhugafólk um íslenska hestinn getur komið skilaboðum og skoðunum sínum á framfæri í gegnum tölvupóst. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 745 orð

Pólitískt gengissig II

ÞEIR sem orðnir eru miðaldra og þaðan af aldurhnignari geta vísast ávallt verið sammála um að fari heimurinn ekki beinlínis versnandi gefi þróunin að minnsta kosti sjaldnast tilefni til bjartsýni. Þetta mat er enda nauðsynlegt þó ekki sé nema til annars en að skapa umræðuefni þegar veðrinu og framgöngu ungviðisins í tilverunni sleppir. Meira
5. mars 1999 | Fastir þættir | 518 orð

Rúllutertur með ávöxtum

ÞEGAR börnin mín voru í heimilisfræði í grunnskóla bökuðu þau öll oft rúllutertu með mikilli sultu, kannski veldur sultumagnið því að ég hefi aldrei kennt mínum nemendum að baka rúllutertu, þó auðvitað megi draga úr sultunni og setja ýmislegt annað í staðinn, svo sem búðinga og krem auk rjóma og ávaxta. Meira
5. mars 1999 | Í dag | 146 orð

STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og heldur jafntefli

STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og heldur jafntefli STAÐAN kom upp í einvígi sem þeir Anatólí Karpov (2.710), FIDE heimsmeistari og Jeroen Piket (2.615), Hollandi heyja nú í Mónakó. Staðan kom upp í sjöundu skákinni og stendur Karpov sem hefur svart höllum fæti. Meira
5. mars 1999 | Í dag | 167 orð

ZIA á sér marga aðdáendur og áhangendur. Einn þeirra er

ZIA á sér marga aðdáendur og áhangendur. Einn þeirra er Roger Allen, kanadískur stærðfræðiprófessor. Hann fylgdist með Zia á síðasta Vanderbilt-móti og sendi þetta spil í pressuna: Á1092 KG86 G975 5 D3 ÁD10973 32 KG2 Zia var sagnhafi í fjórum hjörtum án þess að andstæðingarnir hefðu neitt sagt. Meira
5. mars 1999 | Dagbók | 3624 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

5. mars 1999 | Íþróttir | 406 orð

Auðveldur sigur meistara Chelsea

MEISTARAR Chelsea réðu lögum og lofum í viðureign sinni við norska liðið Vålerenga og unnu þægilegan 3:0 sigur sem gefur þeim talsvert öryggi fyrir síðari leikinn í Ósló eftir tvær vikur, en Chelsea á titil að verja í þessari keppni. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 134 orð

Ágóðaleikur fyrir Papin

HEIMSMEISTARAR Frakka hafa samþykkt að leika gegn heimsúrvali knattspyrnumanna í ágóðaleik til styrktar markahrókinum Jean- Pierre Papin, sem nýlega lagði skóna á hilluna. Leikurinn fer fram 30. maí nk. á Stade Velodrome, heimavelli Marseille. Í heimsúrvalinu verða margir frábærir leikmenn, t.d. Paolo Maldini, Roberto Baggio, David Beckham, Lothar Matth¨aus, Aaron Winter og George Weah. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 278 orð

Barátta í Hagaskóla

KR-ingar höfðu sigur á liði Skallagríms, 83:74, í baráttuleik í Hagaskóla í gærkvöld. KR-ingar höfðu lengst af forystu en leikmenn Skallagríms voru aldrei langt undan. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins sem KR-ingar sigu fram og tryggðu sér sigur, einkum fyrir tilstuðlan Keith Vassells, sem átti skínandi leik. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 94 orð

Dani til liðs við KR-liðið

Jesper Vinter Sörensen, danskur landsliðsmaður, er genginn til liðs við lið KR í körfuknattleik. Jesper, sem verður 22 ára á þessu ári, lék með BK Amager í vetur en liðið er úr leik í dönsku deildinni. Hann var stigahæsti danski leikmaðurinn í deildinni og 7. stigahæsti leikmaður deildarinnar með 19,6 stig að meðaltali í leik. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 68 orð

Eiður Smári á skotskónum

EIÐUR Smári Guðjohnsen gerði tvö mörk fyrir varalið Bolton í 3:1 sigri gegn varaliði Wolves á Molineux á miðvikudagskvöld. Guðni Bergsson og Birkir Kristinsson léku einnig. Lánssamningur sem Bolton gerði við Birki rennur út undir lok mánaðarins. Átta þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum, sem þykir mikið þegar varalið eiga í hlut. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 319 orð

Erum klárir í slaginn

"Við erum klárir í slaginn, búnir að jafna okkur á tímamuninum að mestu og bíðum bara eftir því að keppnin hefjist," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar sjöþrautarkappa, staddur á hóteli í Maeebashi í Japan í gær. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 168 orð

Guðni Bergsson að styrkjast

GUÐNI Bergsson, leikmaður Bolton, sem hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna fjóra mánuði, er farinn að æfa að nýju með liði sínu. Hann segist gera sér vonir um að komast í aðallið félagsins á næstu vikum. Guðni, sem gekkst undir tvo uppskurði vegna nárameiðsla, er farinn að leika með varaliði félagsins. "Ég þarf að komast í betri leikæfingu áður en ég verð klár í slaginn með aðalliðinu. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 71 orð

Ingólfur æfir og keppir í Stavanger

SELFYSSINGURINN Ingólfur Snorrason æfir og keppir með karatedeild Stavanger í Noregi um þessar mundir. Hann hélt utan 22. febrúar og verður þar fram að páskum. Tvö mót eru á dagskrá hjá honum á þessum tíma, Skandinavian open í Svíþjóð og Noregsmeistaramótið, en þar keppir Ingólfur með liði Stavanger. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 37 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Akureyri:Þór - Haukar20.30 Ísafjörður:KFÍ - Valur20 1. deild karla: Borgarnes:Stafh. - Breiðablik 20 Hveragerði:Hamar - Þór Þ.20 1. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 257 orð

Launagreiðslur éta upp tekjur

ÞÝSKA knattspyrnusamandið hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir fjárhagsstöðu félaganna sem leika í fyrstu deild í Þýskalandi. Tapa liða er að meðaltali um sautján milli. ísl. kr. á keppnistímabili. Sambandið bendir á að lið eins og Bayern M¨unchen er að hagnast um 16 milljónir þýskra marka, um tæpar 700 milljónir ísl. kr. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 122 orð

Lazio í góðum málum

CHELSEA, Lazio og Lokomotiv Moskva standa vel að vígi að loknum fyrri leikjum átta liða úrslita Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í gær. Chelsea lagði Vålerenga 3:0 á Stamford Bridge og Lokomotiv sigraði Haifa frá Ísrael með sömu markatölu í Moskvu. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 60 orð

Man. Utd. efst á blaði

MANCHESTER United er efst á blaði hjá veðbankanum William Hill í London yfir það lið sem líklegt er að verði Evrópumeistari í ár. Staðan hjá veðbankanum er þannig eftir fyrri leikina í 8-liða úrslitum: 9-4 Manchester United 3-1 Juventus 10-3 Bayern M¨unchen 11-2 Dynamo Kiev Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 220 orð

Nool og Chmara líklegastir

EVRÓPUMEISTARINN í tugþraut, Eistlendingurinn Erki Nool, er af mörgum talinn sigurstranglegasti keppandinn í sjöþrautinni á HM. Árangur hans á móti í Tallin fyrir mánuði bendir til að hann sé í mjög góðri æfingu. Þar fékk hann 6.309 stig og setti landsmet. Nool varð í 2. sæti í sjöþraut á HM 1997 og í 4. sæti 1995. Tékkarnir Roman Sebrle og Tomas Dvorák eru einnig afar öflugir. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 86 orð

Schmeichel vill til Ítalíu

DANSKI landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel hjá Manchester United segist vilja enda knattspyrnuferil sinn á Ítalíu. "Ég stefni að því að leika tvö ár á Ítalíu áður en ég held á ný heim til Danmerkur," sagði Schmeichel, 35 ára, í viðtali við danska blaðið Ekstra-Bladet í gær. "Þá mun æskudraumur minn rætast." Schmeichel, sem hefur varið mark Man. Utd. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 243 orð

Seigir Grindvíkingar

Grindavík knúði fram sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í gærkvöldi, 73:64. Snæfell, sem lék án Jóns Þórs Eyþórssonar, var Grindvíkingum erfiður hjalli í leiknum. Leikurinn fór varfærnislega af stað en bæði lið sýndu ágætan varnarleik þó hittni væri í daprara lagi. Í seinni hluta hálfleiksins virtist sem Grindavík ætlaði að síga fram úr þegar liðið náði 9 stiga forystu. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 860 orð

Stefnir á gull eða silfur

"SÍÐAST vann ég bronsverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramóti og því langar mig til þess að vinna aðra tegund af málmi að þessu sinni, þá er ég að tala um gull eða silfur, en það er hins vegar alveg ljóst að ég mun verða óánægður með bronsið," segir Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og Íslands- og Norðurlandamethafi í sjöþraut karla. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 279 orð

Tindastóll var engin hindrun

Tindastóll var engin hindrun KEFLAVÍK krækti sér í tvö mikilvæg stig er það vann Tindastól á Sauðárkróki 109:98. Þar með heldur Keflavíkurliðið fjögurra stiga forystu í úrvalsdeildinni þegar tveimur umferðum er ólokið. Keflvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og höfðu fimm stiga forsytu í hálfleik, 59:54. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 510 orð

UMFN - ÍA111:87

Íþróttahúsið í Njarðvík, Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild karla, fimmtudaginn 4. mars 1999. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 23:15, 36:15, 40:17, 59:47, 68:61, 92:72, 100:77, 111:87. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 110 orð

Vill banna kollspyrnur

DAVID Kernick, liðslæknir enska 3. deildarliðsins Exeter, hefur lagt til að kollspyrnur í knattspyrnu verði bannaðar utan vítateigs til þess að vernda leikmenn fyrir heilaskemmdum. Hann segir útilokað að fá því framgengt að kollspyrnur verði bannaðar með öllu því þær séu svo snar þáttur í leiknum, ekki síst upp við mark. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 240 orð

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar unnu Skagamenn nokkuð örugglega, 111:87, þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvíkingar náðu fljótlega yfirburða stöðu því að eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 40:17. Þetta var besti kafli Njarðvíkinga í leiknum og þá sýndu þeir svo sannarlega hvers megnugir þeir eru. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 289 orð

(fyrirsögn vantar)

ANDREI Kanchelskis, leikmaður Glasgow Rangers í Skotlandi, hefur gagnrýnt ákvörðun Oleg Romantsev , þjálfara rússneska landsliðsins, fyrir að velja sig ekki í landsliðshópinn gegn Armeníu og Andorra í undankeppni EM. Meira
5. mars 1999 | Íþróttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

5. mars 1999 | Úr verinu | 415 orð

Fiskmarkaðurinn í Eyjum er fluttur í nýtt húsnæði

FISKMARKAÐUR Vestmannaeyja flutti fyrir skömmu í nýtt húsnæði en á sama tíma og nýja húsnæðið var tekið í notkun voru sjö ár liðin frá fyrsta uppboði markaðarins. Fiskmarkaðurinn keypti 400 fermetra húsnæði við Friðarhöfn af Eimskipafélaginu og byggði síðan 280 fermetra við það. Meira
5. mars 1999 | Úr verinu | 183 orð

Fylgst með uppboði í Bremerhaven

NÝLEGA var Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á ferð í Þýskalandi, þar sem hann sótti m.a. heim fyrirtæki sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu Íslendinga. Förin var farin í tilefni þess að sjávarútvegsráðherra var beðinn um að vera ræðumaður á aðlafundi Þýsk-íslenska verslunarráðsins, sem haldinn var í Hamborg. Meira
5. mars 1999 | Úr verinu | 76 orð

Nýtt skip frá Ísafirði

SKIPASMÍÐASTÖÐIN hf. á Ísafirði og útgerðarfélagið Þiljur ehf. á Bíldudal undirrituðu í gær samning um smíði á nýju skipi. Um er að ræða eins þilfars frambyggt fiskiskip, 30 brúttótonn og 15,7 metra langt sem sérhannað verður til veiða á línu og dragnót. Smíði skipsins hefst innan skamms og áætlað er að því verði hleypt af stokkunum á ágúst á þessu ári. Meira
5. mars 1999 | Úr verinu | 176 orð

Sjóslysum fækkaði

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins fékk 459 tilkynningar um slys á sjómönnum 1995 en árið 1994 var tilkynnt um 486 slys. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1995, sem er nýkomin út, en nefndin rannsakaði 107 mál vegna slysa 1995 og eitt frá 1993. Nefndin kannaði 12 skipstapa. Meira
5. mars 1999 | Úr verinu | 138 orð

Skýrslur um markaðina

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands fær reglulega markaðsskýrslur frá Globefish og Eastfish sem bæði eru hluti af FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna). Þessar skýrslur eru með því besta sem gert er varðandi þá markaði sem teknir eru fyrir hverju sinni. Þar má m.a. finna upptalningu á lykilfyrirtækjum og opinberum aðilum, auk tölulegra upplýsinga um viðkomandi markaðssvæði. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1248 orð

Afhjúpun á glansmynd dópsins Hulunni er svipt af neytandanum og upphafin áhrif eiturlyfja opinberast í fræðsluefni nefndu

"ÉG var að taka til í herbergi sonar míns, hann hafði reyndar bannað mér það, og ég fann þar ólöglegt vímuefni," segir móðir barns í grunnskóla, sem hefur verið svo heppin að hafa haft meiri tíma í vetur en oft áður til að sinna börnum sínum. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 245 orð

Ábyrgð á mörgum hjónaböndum

HVORKI heimilisfang né nánari útskýringu á starfsemi Trúnaðar er að finna í símaskránni. Hulda Helgadóttir svarar hringingu og upplýsir að starfsemin felist í hjónamiðlun eða a.m.k. að koma á kunningsskap milli karls og konu, 18 ára og eldri, og fullum trúnaði sé heitið. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 298 orð

Á sandöldum í Kitty Hawk

"GUNNAR ­ jú, rétt, þetta er hjá Fyrsta flugs félaginu," svarar Gunnar Þorsteinsson, sem segist ekki vera með flugdellu heldur flugmáladellu. "Allsendis ólíkt, enda er ég alveg heilbrigður að því leyti að ég hef aldrei getað hugsað mér að verða flugmaður. Við erum fimm félagar með flugmáladellu, sem stöndum að Fyrsta flugs félaginu. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 993 orð

Blómstrandi kvikmyndagerð í MK

BLAÐAMENNIRNIR eru í raun ósköp venjulegir nemendur í MK en brugðu sér í önnur hlutverk í tímum hjá Neil McMahon, írskum enskukennara og kvikmyndafræðingi. Myndin heitir The Iceland Files, er tíu mínútna löng og fjallar um flóttamannastefnu íslenskra stjórnvalda í gegnum tíðina en í myndinni eru rakin einstök dæmi, Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 11 orð

BÓKAMARKAÐUR/2ÞJÓÐBÚNINGAR/3LEYNDARD

BÓKAMARKAÐUR/2ÞJÓÐBÚNINGAR/3LEYNDARDÓMAR SÍMASKRÁRINNAR/4 AFHJÚPUN Á GLANSMYND DÓPSINS/6 MÓÐURMISSIR OG SYSTKINARÖÐIN/7BLÓMSTRANDI KVIKMYNDAGERÐ Í Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 952 orð

Bækur bækur og aftur bækur

Bækur bækur og aftur bækur Á bókamarkaði kemur saman alls konar fólk; heildsalar og húsmæður, unglingar og alþingismenn til að glugga í bækur, jafnvel kaupa bækur. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 249 orð

Geisladiskar með ljósmyndum

"AUGLÝSINGASTOFAN Næst, góðan daginn," segir símastúlkan, en er vel með á nótunum þegar spurt er um Hugarflugfélagið ehf. Hún gefur línuna til Björns Valdimarssonar, sem ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Líbu Ásgeirsdóttur, á og rekur fyrirtækin. Þau eru bæði grafískir hönnuðir og stofnuðu Hugarflugfélagið, sem er útgáfufyrirtæki, fyrir tveimur árum. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 252 orð

Glæpur í beinu sambandi

EITT dularfyllsta nafnið í símaskránni er efalítið Crime-On-Line, sem útleggst á íslensku sem glæpur í beinu sambandi. "Þetta númer er ótengt, leitið upplýsinga," segir röddin í símanum þegar hringt er í 567 0410, númer Crime-On-Line samkvæmt skránni. Stúlkan í 118 segir rétta númerið, 554 5825, og upplýsir jafnframt að á sama stað sé Njáll Harðarson til húsa. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 233 orð

Hópur eiganda dvalarréttar

"DOMINIO Do Sol klúbburinn er félag eigenda dvalarréttar á hóteli, sem er innan RCI-ferðakeðjunnar, sem nær til yfir 200 landa. Nafn klúbbsins er dregið af Hotel Dominio Do Sol í Algarve í Portúgal, en í því hóteli er dvalarrétturinn og þangað fara flestir," útskýrir Magnús Eyjólfsson gjaldkeri, sem hefur símanúmer klúbbsins stillt á farsímann sinn. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 290 orð

Inntak sýrunnar

KVIKMYNDIN Fear and loathing in Las Vegas með Johnny Depp og Benicio del Toro er sýnd núna í Reykjavík og á Akureyri, en söguhetjurnar eru fíkniefnaneytendur. Að ánetjast við fyrsta sniff eru örlög söguhetjunnar Roul Duke sem prófar LSD árið 1965 og sex árum síðar er hann enn að og er í sólarhringsneyslu. Myndinni er leikstýrt af Terry Gilliam og hún er byggð á sögu blaðamannsins Hunters S. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 320 orð

Kynslóð heimasíðunnar

KYNSLÓÐ heimasíðunnar rennur upp úr grunnskólum landsins, og rafræn síða sérhvers einstaklings verður ómissandi þáttur af sjálfsmynd hans ævina á enda. Á síðunni opinberar hann áhugamál sín, afrek, fjölskylduhagi, skoðanir og ritsmíðar. Hann segir hver hann er, birtir mynd af sér og rekur ef til vill ættir sínar til Jóns Arasonar. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 98 orð

Leyndardómarsímaskrárinnar

LeyndardómarsímaskrárinnarÞótt símaskráin sé ekki ýkja skemmtileg lesning er hún hið mesta þarfaþing með öllum sínum Önnum og Hönnum, Guðrúnum og Sigríðum, Guðmundum, Jónum og Sigurðum og öðrum ofurvenjulegum nöfnum. En ef grannt er skoðað gefur þar líka að líta nokkur öllu óvenjulegri. Valgerður Þ. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1326 orð

Móðurmissir og systkinaröðin Flest gerum við okkur grein fyrir því hvaða áfall það er ungu barni að missa móður sína. En við

VIÐ fráfall móður riðlast hlutverkaskiptingin á heimilinu. Sú ábyrgð og þau störf sem hún hafði með hendi, skiptast óhjákvæmilega á milli þeirra sem eftir lifa, eiginmanns og barna. Ábyrgðin skiptist þó ekki jafnt, heldur fer það eftir systkinaröðinni hver fær hvaða þætti. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 234 orð

Selur drauma

Á BLAÐSÍÐU 192 í símaskránni er Fossafélagið Títan ehf. Starfsemin er ekki skilgreind og röddin á símsvarandum er engu meira upplýsandi, en biður vinsamlegast um að lesin séu skilaboð. Tveimur klukkutímum síðar hringir Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður, sem segir markmið félagsins að selja drauma. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 256 orð

Sjálfbær þróun í húsbyggingum

"GÓÐAN daginn, þetta er Einar Þorsteinn hjá Tilraunastofu burðarforma. Ég er ekki við í augnablikinu en skiljið eftir skilaboð." Þannig svarar Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, framkvæmdastjóri, eigandi og eini starfsmaður Evrópsku hvolfþakamiðstöðvarinnar á símsvaranum. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 215 orð

Til varnar steypu

EIGANDI Íslensks aðals, Jón Örn Kristleifsson, svarar á símsvara og gefur upp númerið í aðalbækistöðvum fyrirtækisins; GSM-símanum. "Tölva, bréfsími, sími og tölvupóstur heima hjá mér á Ægisíðunni duga Íslenskum aðli prýðilega," segir Jón Örn, sem fyrir tveimur árum stofnaði fyrirtækið. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 214 orð

Vísa hvor á annan

"HALLÓ," svarar karlmaður, svolítið andstuttur. "Jú, þetta er hjá Tveimur mönnum á bíl. Tveir í staðinn fyrir einn og kostar sama og einn, 5.000 kr. á klukkutímann eða 1.250 kr. á korterið, líka um helgar og á hátíðisdögum. Miklu ódýrara og svo býð ég líka geymslu fyrir búslóðir." Röddina á Oliver Edvardsson, búslóðageymslueigandi, rafvirkjanemi og fyrrum sendibílstjóri. Meira
5. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 802 orð

Þjóðbúningar fyrir alls konar konur Vegur íslenska þjóðbúningsins hefur vaxið undanfarin ár meðal almennings og sífellt fleiri

ÁSDÍS Birgisdóttir, verslunarstjóri í þjónustudeild Heimilsiðnaðarfélagsins, segir ótvírætt að aldamótin eigi sinn þátt í auknum áhuga íslenska kvenna á þjóðbúningnum. "Þessi þróun er í fullu samræmi við það sem er að gerast í öðrum löndum þar sem þjóðernisvitund virðist vera að vakna í auknari mæli," segir hún. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.