Greinar sunnudaginn 7. mars 1999

Forsíða

7. mars 1999 | Forsíða | 417 orð

Serbneskir harðlínumenn í Bosníu hóta hernaði

HARÐLÍNUMENN í Serbneska lýðveldinu í Bosníu hafa hótað að grípa til vopna og verja bæinn Brcko en alþjóðlegur dómstóll hefur úrskurðað, að hann skuli vera hlutlaus og heyra hvorki undir Serba né sambandsríki Króata og múslima í Bosníu. Meira
7. mars 1999 | Forsíða | 219 orð

Þreyttir á norskri áreitni

FÆREYINGUM finnst yfirgangur Norðmanna gagnvart færeyskum sjómönnum keyra svo úr hófi, að Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hefur farið fram á sérstakan fund með norskum yfirvöldum til að ræða málið. "Það er nú orðið þannig, að Norðmenn eru orðnir okkar mestu fjendur. Meira
7. mars 1999 | Forsíða | 138 orð

Öfgafull umhverfisvernd

ÆTLA mætti, að myndin af Jesú með appelsínusneið yfir höfði sér í stað árunnar væri nútímalistaverk en svo er ekki. Hún er liður í áróðursherferð bandarískra umhverfisverndarsamtaka, PETA, sem berjast fyrir "siðlegri meðferð á dýrum" og meðal annars gegn kjötáti, sem þau líkja við mannát. Meira

Fréttir

7. mars 1999 | Smáfréttir | 39 orð

AÐALFUNDUR félagsins Ísland­Palestína verður haldinn í veitin

AÐALFUNDUR félagsins Ísland­Palestína verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekka við Bankastræti sunnudaginn 7. mars kl. 15. Auk venjulegra aðalfundarstarfa segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir mannfræðingur frá ferð sinni til Jerúsalem, Ramallah, Gaz og Tel Aviv og frá starfi palestínskra og ísraelskra mannréttindasamtaka. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Auglýst eftir umsóknum á næstu vikum

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra skýrði frá því í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag að auglýst verði eftir umsóknum um rekstrarleyfi gagnagrunns á heilbrigðissviði á næstu vikum. "Undirbúningur málsins er í fullum gangi, bæði í ráðuneytinu og hjá Landlæknisembættinu," sagði hún m.a. við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar, þingflokki óháðra. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Ágæt loðnuveiði við Stokksnes

ÁGÆT loðnuveiði var aðfaranótt laugardagsins við Stokksnes. Að sögn Sturlu Þórðarsonar, skipstjóra á Berki NK, glæddist veiðin þegar dimma tók á föstudagskvöld og gengu veiðarnar vel fram undir morgun en í birtingu lögðust loðnutorfurnar á botninn. Börkur var með fullfermi, 1.800 tonn, á leið til löndunar á Norðfirði þegar rætt var við Sturlu í gærmorgun, laugardag. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Árásarmaður handtekinn

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á tólfta tímanum í gærmorgun, laugardag 18 ára pilt, sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra í Grafarvogi á föstudagskvöld. Pilturinn var handtekinn í húsi við Rósarima í Grafarvogi og er hann grunaður um að hafa veitt leigubílstjóra á sextugsaldri áverka með eggvopni á hálsi og stolið peningaveski hans á föstudagskvöld. Meira
7. mars 1999 | Erlendar fréttir | 1035 orð

Brúin milli draumsýna og veruleika Í markaðsheimi nútímans er ekki lagt í framkvæmdir án meðfylgjandi framtíðarhugsjóna,

"FERJUR tengja, brýr sameina," sagði Christian Wichmann Matthiessen, prófessor í landafræði við Kaupmannahafnarháskóla, þegar hann lýsti fjálglega áhrifum væntanlegrar brúar yfir Eyrarsund fyrir erlendum blaðamönnum nýlega. Orð hans eru í hnotskurn það sem brúarframkvæmdirnar snúast um. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Dregið í jólaleik Everest

DREGIÐ hefur verið um verðlaun í jólaleik Everest, útivistarverslunar í Skeifunni 6. Vinningar voru afhentir á dögunum. Jólagjafakort frá Everest var jafnframt happdrættismiði þar sem handhafar kortanna gátu unnið til verðlauna, skíðaferðir innanlands með Flugfélagi Íslands eða Íslandsflugi. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Eldur í eldhúsinnréttingu

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út vegna bruna á Karlagötu á föstudagskvöld. Kviknað hafði í út frá feitispotti og hafði eldurinn læst sig í eldhúsinnréttingu. Íbúar höfðu náð að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang en þurftu að flýja út vegna mikils reyks. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 2003 orð

Falsanir leiða til fangelsisdóms Hálfs árs fangelsisdómur sá er kveðinn var upp yfir eiganda og framkvæmdastjóra Gallerís Borgar

HIÐ svokallaða málverkafölsunarmál var höfðað með ákæru 1. júlí 1998 og var ákæran í tveimur liðum. Í fyrri lið ákærunnar var fjallað um þá hlið sem snéri að meintum fjársvikum og skjalafalsi, þ.e. að ákærði Pétur Þór Gunnarsson eigandi Gallerís Borgar hefði blekkt þrjá viðskiptavini gallerísins til að kaupa hver sitt málverk, Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Fái 80% launa í fæðingarorlofi

STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur mun leggja tillögu fyrir aðalfund félagsins á morgun sem felur í sér að allir foreldrar í fæðingarorlofi fái 80% af mánaðarlaunum sínum. Gunnar Páll Pálsson, hagfræðingur VR, Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fermingarmyndir á Netinu

LJÓSMYNDAVERIÐ Aurora hefur tekið upp þá nýbreytni að leyfa viðskiptavinum sínum að velja úr fermingarmyndum á vefsíðu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tveir ljósmyndarar, Halldór Kolbeins og Kristján Logason, taka myndirnar en hægt er að sjá útlit þeirra þá þegar og gera viðeigandi breytingar á útliti og uppstillingu strax. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fjölgað í borgarráði

TVEIR nýir fulltrúar voru kjörnir í borgarráð á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag. Er það gert í kjölfar breytinga á samþykktum fyrir stjórn borgarinnar í byrjun ársins. Af hálfu Reykjavíkurlistans var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjörin til setu í borgarráði og Anna Geirsdóttir til vara. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Flugferðum til Færeyja verði fjölgað

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Finnbogi Arge, ferðamála- og samgönguráðherra Færeyja, vilja fjölga flugferðum milli landanna og gera Ísland að viðkomustað Færeyinga á leið til Bandaríkjanna og Færeyjar að viðkomustað Íslendinga á leið til Danmerkur. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Formúla-1 á mbl.is

Nýjum vef um formúlu-1 kappaksturinn verður hleypt af stokkum á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, en í dag fer fyrsti kappakstur ársins fram í Melbourne í Ástralíu. Á vefnum er að finna ýmsan fróðleik um formúlu-1. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Framadagar í Háskólanum

FJÖRUTÍU íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína fyrir nemendum í Háskóla Íslands á síðasta degi svonefndra Framadaga sl. föstudag. Var kynningin mjög fjölsótt. Framadagar hafa verið haldnir í Háskólanum árlega frá árinu 1995 að frumkvæði AIESEC, alþjóðlegs félags viðskipta- og hagfræðinema. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 480 orð

Frumkvöðull í uppbyggingu skinnaiðnaðar

ÞORSTEINN Davíðsson, fyrrverandi verksmiðjustjóri á Akureyri, er 100 ára í dag, sunnudaginn 7. mars. Hann fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal og ólst upp þar í dalnum. Foreldrar hans voru Arndís Jónsdóttir og Davíð Sigurðsson. Eiginkona Þorsteins var Þóra Guðmundsdóttir frá Arnarnesi, en hún lést árið 1957. Þau eignuðust þrjá syni, Ingólf, Guðmund og Héðin. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Fundur í Ráðhúsinu á baráttudegi kvenna

Í TILEFNI af alþjóðlegum baráttudegi kvenna verður opinn fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 8. marz klukkan 17. Ræðumaður dagsins verður Rannveig Traustadóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, og fjallar hún um konur í minnihlutahópum. Ávörp flytja María S. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 375 orð

Fyrirmynd sótt í breskan sjónvarpsþátt

HÉRLENDIS er staddur 60 manna hópur Breta í boði nokkurra alþjóðlegra fyrirtækja sem Bretarnir starfa hjá og með í för kvikmyndatökulið sem festa mun á filmu ævintýri þeirra á Íslandi. Bretarnir komu hingað til lands á fimmtudag og meðal þess sem þeir gera sér til dægrastyttingar er akstur á vélsleðum, akstur á torfærujeppum, rallý-kross, Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Gestir frá Færeyjum

HÉR á landi eru staddir fjórir Færeyingar í tengslum við aðalfund færeyska sjómannaheimilisins. Þeirra á meðal er Jóhann Olsen, en hann og kona hans veittu gömlu sjómannastofunni við Skúlagötu forstöðu um árabil. Havsteinn Ellingsgaard frá Runavík í Færeyjum er einnig hér nú, en hann mun dvelja hér á landi í þrjár vikur við störf í tengslum við sjómannaheimilið. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 432 orð

Kosovo-Albanir samningafúsir

VAXANDI vonir eru um, að Kosovo- Albanir muni samþykkja fyrirliggjandi tillögur um bráðabirgðasjálfstjórn næstu þrjú árin innan Serbíu. Hafa Albaníuþing og fulltrúar vestrænna lagst á eitt um að fá þá til þess og afsögn Adems Demaci, eins helsta harðlínumannsins í röðum UCK, Frelsishers Kosovo, hefur einnig ýtt undir það. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

LEIÐRÉTT Rangt heiti í yfirfyrirsögn

Rangt heiti var í yfirfyrirsögn yfirlýsingar frá forsvarsmönnum VSÓ á bls. 10 í gær. Hið rétta er að nafni fyrirtækisins var breytt fyrir nokkrum árum úr Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar í VSÓ Ráðgjöf ehf. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
7. mars 1999 | Erlendar fréttir | 247 orð

Loðdýrabú bönnuð í Bretlandi?

FRUMVARP um bann við loðdýrabúum í Bretlandi hefur verið samþykkt við aðra umræðu á breska þinginu og greiddi enginn atkvæði gegn því. Í Bretlandi eru nú 13 minkabú og er stefnt að því að loka þeim og bæta eigendunum tjónið. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Málþing um búsetu á Íslandi

HÁSKÓLI Íslands, í samvinnu við ýmis byggðarlög á landsbyggðinni, mun 20.­21. mars næstkomandi halda málþing um framtíð búsetu á Íslandi. Þinginu verður sjónvarpað í gegnum myndsendibúnað til fjórtán staða á landsbyggðinni og munu áhorfendur þar geta beint fyrirspurnum til fyrirlesara. Dagskrá málþingsins skiptist í fjóra hluta. Meira
7. mars 1999 | Erlendar fréttir | 1351 orð

Meta forsetann meira en sjálfstæðið Þótt Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta- Rússlands, sé virtur í heimalandinu hefur honum

ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands er mikill snilldarmaður. Það finnst að minnsta kosti aðstoðarmönnum hans, honum sjálfum og kannski stórum hluta Hvítrússa. Svona er forsetanum lýst á heimasíðu stjórnarinnar í Minsk: "Kraftmikill og fróðleiksfús persónuleiki A.G. Lúkasjenkó kemur fram í hinum fjölmörgu áhugamálum hans. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Myndakvöld hjá Útivist

Myndakvöld hjá Útivist FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir myndakvöldi á morgun, mánudag, kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 11. Gestur kvöldsins verður Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og segir hann frá jarðhræringum í Grímsvötnum á Vatnajökli. Einnig verður kynnt skíðaganga yfir Vatnajökul sem Útivist stendur fyrir næstkomandi sumar. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ný fjórðungskort af Íslandi

MÁL og menning hefur gefið út þrjú ný fjórðungskort af Íslandi í mælikvarða 1:300 000. Kortin ná yfir Norðvesturland, Norðausturland og Suðausturland. Áður útkomið kort af Suðvesturlandi hefur nú verið endurskoðað og leiðrétt. Eitt aðaleinkenni kortanna er hæðarlíkan í náttúrulegum litum þar sem sérstök áhersla er lögð á gróðurlendur landsins og myndræna skyggingu hálendisins. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ný viðbygging við Nesskóla tekin í notkun

NÝ viðbygging við Nesskóla var nýlega tekin í notkun. Viðbyggingin sem var til sýnis íbúum Fjarðabyggðar nú á dögunum er um 800 fm að stærð á tveimur hæðum. Í viðbyggingunni eru kennslustofur auk tölvustofu. Þá er stórbætt aðstaða kennara og stjórnenda skólans. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 721 orð

Opinn fundur í Ráðhúsinu

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa í mörg ár staðið fyrir opnum fundi 8. mars og í ár verða auk þess félags fjórtán önnur félög, flest stéttarfélög, sem eiga aðild að fundinum. Konur eru í meirihluta í flestum þessum félögum. Fjögur ávörp verða flutt, þau flytja María S. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 384 orð

Samkomulag í Smugudeilunni

ÞORSKKVÓTI Íslendinga í Barentshafi fyrir árið 1999 verður 8.900 lestir samkvæmt samkomulagi um lausn Smugudeilunnar sem skrifað var undir á föstudag. Norðmenn munu fá aflaheimildir innan íslensku lögsögunnar í staðinn. Refsiaðgerðum norskra yfirvalda gagnvart íslenskum skipum sem veitt hafa í Smugunni verður hætt. Áburðarverksmiðjan seld Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Sárast að valda vonbrigðum

KRISTINN Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, segir um gengi sitt í svigkeppni heimsbikarsins í vetur að sárast sé að valda vonbrigðum, því hann vildi svo gjarnan gera betur. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Kristin í Morgunblaðinu í dag. Kristinn sló eftirminnilega í gegn á heimsbikarmóti í Park City í Bandaríkjunum í nóvember 1997, náði þá óvænt öðru sæti. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Selur tæki sín til um 30 landa

FORSVARSMENN hátæknifyrirtækisins Flögu hf. sjá fram á stóraukna framleiðslu á rannsóknartækjum þeim sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á. Helgi Kristbjarnarson, stofnandi Flögu hf., segir í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að árið 1997 hafi fyrirtækið selt alls 10 tæki en nú liggi fyrir pöntun frá einu fyrirtæki upp á alls 25 tæki og þannig sé útlit fyrir stóraukna framleiðslu. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Skákmót fyrir 25 ára og eldri

TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagins. Boðið er upp á skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Þessi skákmót verða einu sinni í mánuði til að byrja með. Þriðja fullorðinsmót Hellis verður haldið á morgun, mánudag kl. 20.00. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Monrad-kerfi. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

Skólar verði fjárhagslega og faglega sjálfstæðir

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins lögðu til á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld að gerðir yrðu rekstrar- og þjónustusamningar við grunnskóla borgarinnar til að tryggja þeim faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði. Var lagt til að settur yrði starfshópur á laggirnar til að undirbúa málið. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 701 orð

Stefnan einróma samþykkt fyrir 22 mánuðum

JÓN Ingvarsson segist staðráðinn í því að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna en eins og fram kom í blaðinu í gær hefur Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs hf., ákveðið að bjóða sig fram til formennsku á aðalfundi SH sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Styrkir til að sækja um námskeið í Ólympíu

ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands hefur auglýst eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (yngra en 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu dagana 20. júlí til 5. ágúst. Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Verðlaun í eldvarnaviku

Verðlaun í eldvarnaviku MEÐ árlegri eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í desember er lögð áhersla á að ná til grunnskólabarna. Skólarnir voru heimsóttir og nemendum þriðja bekkjar gafst tækifæri til að taka þátt í getraun. Bárust alls 2.500 svör af þeim 5 þúsund sem höfðu þátttökurétt. Meira
7. mars 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

"Víma er gríma"

MENNTASKÓLINN í Kópavogi helgaði heila viku í febrúar baráttunni gegn vímuefnum. Hver kennari fjallaði um vímuvarnir í kennslu sinni auk þess sem samkoma var haldin þar sem viðstaddir voru fræddir um skaðsemi vímuefna og flutt voru tónlistar- og skemmtiatriði. Í Vímuvarnavikunni var haldin samkeppni meðal nemenda skólans um slagorð og veggspjald gegn vímuefnum. Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 1999 | Leiðarar | 684 orð

EIGNIR OG TEKJUR ÖRYRKJA

Fimmtudaginn 21. janúar sl. var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að Garðar Sölvi Helgason, örorkulífeyrisþegi, hefði birt bréf í fréttabréfi Geðhjálpar, þar sem segir m.a.: "Ég vil leyfa mér að mótmæla þeirri grundvallarbreytingu í almannatryggingamálum, sem felst í reglugerð heilbrigðisráðherra sem afnemur greiðslu frekari uppbótar á lífeyri til þeirra, sem eiga "peningalega eign" yfir 2, Meira
7. mars 1999 | Leiðarar | 1779 orð

ReykjavíkurbréfÁBYRGÐ EVRÓPU var þema málþings sem COEUR-samtökin (Council

ÁBYRGÐ EVRÓPU var þema málþings sem COEUR-samtökin (Council on European Responsibilities) efndu til í Bellevue-höll í Berlín í síðustu viku. Þar kom saman hópur manna úr stjórnmálum og viðskiptalífi ásamt mennta- og listamönnum til að ræða þau risavöxnu verkefni er Evrópa stendur frammi fyrir. Meira

Menning

7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 1392 orð

Bætti á sig 20 kílóum í kleinuhringjum Benicio Del Toro bætti á sig 20 kílóum fyrir myndina Hræðsla og viðbjóður í Las Vegas.

ÞAÐ er eitthvað kæruleysislegt í fari Benicio Del Toro; eins og hann vilji helst liggja bara í rúminu alla daga; eins og honum standi nákvæmlega á sama um allt og alla. Og alveg örugglega þetta viðtal. En samt hefur maður á tilfinningunni að hann geri allt vel sem hann tekur sér fyrir hendur. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 338 orð

Fjóla Bjartmarz á meðal ræðumanna

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ á Bretlandseyjum er fjölmennur félagsskapur sem fer ört stækkandi og lætur nærri að hið árlega þorrablót félagsins, sem haldið var á Cumberland-hótelinu við Marble Arch í London, hafi verið fjölmennasta þorrablót sem félagið hefur haldið. Tæplega fimm hundruð Íslendingar voru samankomnir þar til að taka þátt í glæsilegum veisluhöldum og gæða sér á þorramatnum. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 468 orð

Góð myndbönd"U.S. Marshals"

"U.S. Marshals" Algjör formúlumynd en gott dæmi um hvernig slíkar myndir geta heppnast. Tommy Lee Jones er frábær að vanda, mikill hasar og mikil læti. Hinn mikli Lebowski (The Big Lebowski) Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 420 orð

Grísinn leggur land undir fót

MYNDIN um Babe í borginni er framhald myndarinnar um grísinn Babe, sem vildi vera fjárhundur. Sem kunnugt er var myndin sú tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir nokkrum árum. Í framhaldsmyndinni leggur Babe land undir fót, fer úr sveitinni og í borgina til þess að reyna að hjálpa fólkinu. Meira
7. mars 1999 | Menningarlíf | 435 orð

Gömul kynni endurvakin

SÖNGKONURNAR Elsa Waage alt og Sólrún Bragadóttir sópran koma fram á tónleikum Styrktarfélags Íslensku óperunnar í Óperunni þriðjudagskvöldið 9. mars kl. 20.30. Báðar eru þær búsettar erlendis og koma sérstaklega til landsins vegna tónleikahaldsins, en Elsa býr nú á Ítalíu og Sólrún í Þýskalandi. Með þeim á píanó leikur Gerrit Schuil. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð

Hönnunin vekur athygli erlendis

LJÓSMYNDIR frá veitingastaðnum Rex hafa birst í erlendum tímaritum að undanförnu. Það var hönnuðurinn Sir Terence Conran sem fékk það verkefni að hanna staðinn sem er til húsa í Austurstræti 9 í miðbæ Reykjavíkur. "Eigendurnir vildu eitthvað nýtt og virkilega flott," sagði James Soane er tók þátt í hönnunarvinnunni og ber mörgum saman um að það hafi gengið eftir. Meira
7. mars 1999 | Menningarlíf | 1159 orð

Ljósmyndin og listamaðurinn

ÞEGAR Picasso féll frá 1973 lét hann eftir sig ógrynni efnis um listsköpun sína, sem nú er geymt í Picasso-safninu í París. Meðal þessa efnis voru yfir 17.000 ljósmyndir, bæði myndir, sem Picasso tók sjálfur og myndir, sem aðrir tóku af honum og verkum hans, og einnig ljósmyndir og póstkort, sem hann safnaði hvaðanæva að. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 131 orð

Monica selst vel

Monica selst vel EKKI er að sjá að Bandaríkjamenn séu orðnir leiðir á kynlífshneyksli Monicu Lewinsky því bókin um hana selst eins og heitar lummur. Bókin, sem skrifuð er af ævisagnaritaranum Andrew Morton, kom í verslanir á fimmtudag og hefur þegar selst mjög vel. Meira
7. mars 1999 | Menningarlíf | 64 orð

Píanótónleikar endurfluttir

ÞORSTEIN Gauti Sigurðssona píanóleikari flytur píanótónleika sína í annað sinn í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 9. mars kl. 20.30. Tónleikar Þorsteins Gauta hefjast á þremur smástykkjum eftir G. Gershwin, þá Gnossíu eftir Eric Satie og hina Tunglskinssónötu Beethovens. Eftir hlé verða fluttar Etýður eftir Fr. Chopin op. 10 nr. 4, 6 og 8 og tónleikunum lýkur með sónötu op. 26 eftir S. Barber. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 445 orð

Raddrugl í raffrumskógi

Inuals dansar, diskur Tryggva Hansen. Lög (tölvugrunnar, raddir o.fl.): Tryggvi Hansen, Sí.Vala, Biogen, Nonni, Varði. Textar: Tryggvi Hansen, nema tveir sem eru eftir Hallgrím Pétursson. Tekið upp í heimahljóðveri Tryggva 1998 og gefið út og hljóðblandað af honum sjálfum. Lengd: Um 35 mín. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 88 orð

Reeves aftur á hvíta tjaldið

Reeves aftur á hvíta tjaldið KEANU Reeves hefur lítið sinnt kvikmyndaferlinum að undanförnu vegna þess að hann hefur verið með rokksveit sinni Dogstar á tónleikaferðalagi. Sveitin hefur fengið dræmar undirtektir hjá gagnrýnendum en á sér engu að síður stóran áhangendahóp. Meira
7. mars 1999 | Menningarlíf | 283 orð

Sigurður Örlyggson sýnir í SPRON

OPNUÐ verður sýning á málverkum Sigurðar Örlyggssonar í dag, sunnudag, kl. 14, í útibúi SPRON í Mjódd. Sigurður Örlygsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1946. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1967­1971, við Den Danske Kunstakademi 1971­1972 og hjá Richard Mortensen við Art Students League of New York 1974­ 1975. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 174 orð

Skipsflauta Titanic hljómar á ný

SKIPSFLAUTAN af Titanic mun hljóma í dag í St. Paul í Minnesota í fyrsta skipti síðan skipið ósökkvandi hvarf í sjóinn árið 1912. Sagnfræðingar og fólk sem lifði slysið af eru þeirrar skoðunar að hin gríðarstóra bronsflauta hafi verið það síðasta sem ríflega 1.500 manns heyrðu áður en þeir létust þegar skipið fór í kaf að næturlagi 14. til 15. apríl í Atlantshafi. Meira
7. mars 1999 | Menningarlíf | 743 orð

Snýr sér aftur að blaðamennsku

HANN hefur þegar unnið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, segist enn eiga nokkrar bækur óskrifaðar og mun brátt halda upp á sjötíu og tveggja ára afmæli sitt. Það kom því íbúum Kólumbíu nokkuð á óvart þegar rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez festi nýlega kaup á dagblaði, sem átti við fjárhagserfiðleika að stríða, og hóf sjálfur störf á ritstjórn þess. Meira
7. mars 1999 | Menningarlíf | 558 orð

Undarleg fjölskyldumál

eftir Tam Hoskyns. Penguin Books 1999. 249 síður. Tam Hoskyns heitir nýr breskur spennusagnahöfundur sem vert er að veita nokkra athygli. Hún hefur einungis sent frá sér tvær bækur og er því rétt að byrja að feta sig áfram á spennusagnasviðinu. Hún býr í London og hefur reynslu af vinnu í sjónvarpi og á leiksviði en fyrsta skáldsaga hennar heitir The Talking Cure". Meira
7. mars 1999 | Leiklist | 382 orð

Uppskeruhátíð æskunnar

Leikrit, smákökkur að hætti Bersa með 1/4 teskeið af hjartasalti og dansar úr hugmyndasmiðju hópsins. Leikstjóri: Þórhallur Gunnarsson. Danshöfundur: Eygló K. Benediktsdóttir. Búningastjórn: Anna Rakel Aðalsteinsdóttir. Hljómsveitarstjórn: Ómar Guðjónsson. Ljós: Jóhann Pálmason. Hljóð: Hrafnkell Pálsson. Förðun: Jóhanna, Margrét, Áslaug og Sigrún. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Victoria orðin léttari

KRYDDPÍAN Victoria Adams fæddi sveinbarn síðastliðinn fimmtudag og hefur snáðanum verið gefið nafnið Brooklyn Joseph að sögn föðurins og fótboltahetjunnar Davids Beckams. "Við erum bæði í sjöunda himni," sagði Beckham fréttamönnum í gær fyrir utan sjúkrahúsið í London. Meira
7. mars 1999 | Fólk í fréttum | 193 orð

Vænir vesalingar Vesalingarnir (Les Misérables)

Framleiðendur: Sarah Radclyffe og James Gorman. Leikstjóri: Bille August. Handrit: Rafael Yglesias. Byggt á skáldsögu Victor Hugo. Kvikmyndataka Jörgen Persson. Tónlist: Basil Poledouris. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Geoffrey Rush, Uma Thurman og Claire Danes. (134 mín.) Bresk/þýsk/bandarísk. Skífan, mars 1999. Bönnuð börnum innan 12 ára. Meira

Umræðan

7. mars 1999 | Kosningar | 166 orð

Jóhann í broddi fylkingar

Jóhann í broddi fylkingar Eggert Herbertsson, rekstrarfræðinemi við Samvinnuháskólann á Bifröst, skrifar: Ég tel það mikið happ fyrir Samfylkinguna á Vesturlandi hversu frambærilegir einstaklingar eru í framboði. Í mínum huga er engin vafi um hvernig best væri að manna efsta sætið. Meira
7. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 560 orð

Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík

VIRÐULEGI borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í Morgunblaðinu miðvikudaginn l7. feb. sl. birtist örlítið bréfkorn frá mér til blaðsins. Tilefnið var umfjöllun Morgunblaðsins 31. jan. og 3. feb. sl. um veitingu vínveitingaleyfis til bráðabirgða til handa svonefndum Erotic Club Clinton (hér eftir ECC) í Aðalstræti 4B. Meira
7. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 265 orð

Unga fólkið og greifarnir

MIKLAR þjóðfélagsbreytingar munu halda áfram ef við kjósum núverandi stjórnarflokka til valda næsta kjörtímabil. Allt gerræðið verður þá fest í sessi og við sitjum uppi með lénsveldi, verðum komnir nokkrar aldir aftur í tímann. Með sægreifastétt sem valdhafa. Meira
7. mars 1999 | Aðsent efni | 2120 orð

Var ofveiði 1983? Hrun í vaxtarhraða og ofveiði getur ekki farið saman, segir Kristinn Pétursson. Þessu grundvallaratriði í

VAR OFVEIÐI orsök minnkunar þorskstofnsins 1983? Geta ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar rökstutt ofveiði? Er veiðiráðgjöf, um að draga úr veiði þegar þorskstofn minnkar vegna fallandi vaxtarhraða, (fæðuskortur) ­ hættuleg ráðgjöf? Hér á eftir koma tvö dæmi um misheppnaða veiðiráðgjöf, óvænta stækkun stofnsins '75­'80 og óvænta minnkun hans strax í kjölfarið. Meira

Minningargreinar

7. mars 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Björgvin Jörgensson

Daginn lengir, sól hækkar á lofti og vetur konungur linar brátt tök sín. Vorið er á næsta leiti. Aldrei vitnar náttúran eins sterklega um mátt lífsins. Hærra og hærra stígur á himinból, hetjan lífsins sterka hin milda sól. Geislastraumum hellir á höf og fjöll. Hlær svo roðna vellir og bráðnar mjöll. Svo kveður séra Friðrik Friðriksson. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Björgvin Jörgensson

Kveðja frá KFUM í Reykjavík "Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns." (Matt. 25:21). Þannig er að leiðarlokum tekið á móti þeim sem hafa kappkostað að ávaxta talentur sínar. Guði til dýrðar og náunganum til blessunar. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 751 orð

Björgvin Jörgensson

"Nú er á brautu borinn vigur skær..." (J.H.) Vinur góður og kær, sem lengi hefur barist trúarinnar góðu baráttu, hefur nú fullnað skeiðið. Já, og hann varðveitti vissulega þá lifandi trú á hinn krossfesta og upprisna, sem hann ungur eignaðist, og með "lífið í Jesú nafni" (Jóhs. 20,31). Því leyndi hann ekki. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Björgvin Jörgensson

Við fráfall Björgvins Jörgenssonar er genginn góður æskulýðsleiðtogi og einlægur kristinn bróðir. Eftir Björgvin liggja spor samfelldrar þjónustu er hafði það eitt markmið að leiða unga sem aldna til trúar á Jesú Krist. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 410 orð

BJÖRGVIN JÖRGENSSON

BJÖRGVIN JÖRGENSSON Björgvin Jörgensson fæddist í Merkigerði á Akranesi hinn 21. júlí 1915. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi hinn 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jörgen V. Hansson, vélstjóri og smiður, fæddur á Elínarhöfða við Akranes 20. nóvember 1881, d. 8. febrúar 1953 á Akranesi, og Sigurbjörg Halldórsdóttir, fædd 13. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 882 orð

Finnur Kári Sigurðsson

Kæri bróðir, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Hugur okkar reikar vestur til Súðavíkur. Við vorum orðin fimm systkinin, og nú áttum við von á einu systkini í viðbót. Við óskuðum þess að við fengjum bróður og helst átti hann að vera ljóshærður með brún augu. Okkur varð að ósk okkar, við eignuðumst fallegan lítinn bróður og vorum öll afar hrifin af honum. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 490 orð

Finnur Kári Sigurðsson

Kári frændi var partur af tilveru minni frá því ég man eftir mér, sérstaklega þó bernskunni. Þegar ég var stelpa var ég svo lánsöm að í móðurfjölskyldu minni var "ættaróðal" ­ heimili ömmu minnar og afa, Ólafar Halldórsdóttur og Sigurðar Hallvarðssonar, í Steinagerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík ­ eða Steinó eins og það var alltaf kallað. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 152 orð

FINNUR KÁRI SIGURÐSSON

FINNUR KÁRI SIGURÐSSON Finnur Kári Sigurðsson var fæddur 15. júní 1937 í Súðavík í Norður-Ísafjarðarsýslu. Hann lést á Landspítalanum þann 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Halldórsdóttir, f. 9. mars 1896, d. 1. mars 1985, og Sigurður Hallvarðsson, f. 14. febrúar 1892, d. 24. febrúar 1977. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Helga Jónína Magnúsdóttir

Elsku amma mín. Þú kenndir mér svo ótal margt sem ég mun ávallt vera þér þakklát fyrir. Samt var það eitt sem þú kenndir mér best; að vera ég sjálf og lifa lífinu fyrir mig og engan annan. Það var alltaf gott að koma til þín og vera hjá þér því þú hafðir alltaf tíma fyrir mig. Þegar ég var smástelpa var ég vön að vera hjá þér tímunum saman og þá spiluðum við rommí og margt fleira. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 330 orð

HELGA JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR

HELGA JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR Helga Jónína Magnúsdóttir frá Blikastöðum var fædd að Vesturhópshólum í Þverárhreppi, V.- Hún. 18. september 1906. Foreldrar hennar voru Þorlákur Magnús Þorláksson bóndi þar, síðar að Blikastöðum í Mosfellssveit, og fyrri kona hans Marsibil Sigurrós Jónsdóttir. Hinn 18. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 367 orð

Helga Magnúsdóttir

Kynni mín og fjölskyldu minnar af Helgu Magnúsdóttur á Blikastöðum hófust síðla sumars 1973 en þá var nýtt hús okkar í byggingu í Mosfellssveit. Við höfðum selt íbúð okkar í Kópavogi og leitaði ég þá íbúðar til leigu um 3­4 mánaða skeið en ætlan þeirra Blikastaðahjóna var að leigja til lengri tíma. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 390 orð

Helga Magnúsdóttir

Helga Jónína Magnúsdóttir frá Blikastöðum er látin 92 ára að aldri. Helga var kosin í hreppsnefnd Mosfellssveitar 1954 og endurkjörin 1958 og sat í hreppsnefnd til 1962. Helga tók við oddvitastörfum í ágústmánuði 1958 og gegndi þeim til loka þess kjörtímabils. Helga var ein af fyrstu konum til að gegna ábyrgðarstörfum fyrir sveitarfélag hér á landi. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 349 orð

Helga Magnúsdóttir

Með nokkrum orðum langar okkur til þess að kveðja bestu ömmu í öllum heiminum sem yfirgaf Hótel Jörð á afmælisdaginn hans Grétars Inga þann 24. febrúar s.l. "Langar ykkur í eitthvað elskurnar" var amma vön að segja þegar við komum til hennar. Hún sá til þess að maður var aldrei svangur og með magann fullan af jólakökum og kleinum, eða öðru slíku góðgæti sem alltaf var nóg til af. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 483 orð

Helga Magnúsdóttir

Heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands, frú Helga Magnúsdóttir frá Blikastöðum, er látin 92 ára að aldri. Helga Magnúsdóttir kom víða við í félagsmálum, en jafnframt þeim störfum rak hún eitt stærsta kúabú landsins að Blikastöðum ásamt eiginmanni sínum Sigsteini Pálssyni. Helga Magnúsdóttir vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu Kvenfélagasambands Íslands. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 796 orð

Helga Magnúsdóttir

Langri og farsælli ævi er lokið. Helga á Blikastöðum hefur kvatt, elskuleg eiginkona, móðir og heilladísin hans frænda míns. Nafn hennar tengist Blikastöðum í hugum allra, sem kynntust henni, en þar var hún húsmóðir frá árinu 1942 er þau hjónin, hún og Sigsteinn Pálsson frá Tungu í Fáskrúðsfirði, tóku við búi að föður hennar látnum. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 418 orð

Helga Magnúsdóttir

Það voru 11 framsýnar konur sem komu saman á Völlum á Kjalarnesi þann 26. desember árið 1909 og stofnuðu Kvenfélag Kjalarneshrepps, en árið 1912 á fundi sem haldinn var að Reykjum, var borin upp tillaga Guðrúnar Jósepsdóttur, sem var fyrsti formaður félagsins, um að breyta nafninu í Kvenfélag Lágafellssóknar og féll hún í góðan jarðveg, Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 599 orð

Helga Magnúsdóttir

Þegar Helga Magnúsdóttir frá Blikastöðum er kvödd hinstu kveðju leita margar góðar minningar á hugann. Hún var á sínum tíma ein af forystukonum í Mosfellssveit og brautryðjandi margra framfaramála. Á sjötta áratug þessarar aldar var hlutur kvenna ekki stór í sveitarstjórnum. Helga var snemma kölluð til starfa á þeim vettvangi. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Helga Magnúsdóttir

Með þessum línum vil ég fá að leggja örfá af þeim myndbrotum sem ég eignaðist af Helgu á Blikastöðum. Hún var afar merk kona, greind og lét sig varða bæði menn og málefni. Það er mikils virði að hafa fengið að kynnast konu eins og Helgu Magnúsdóttur. Fyrsta myndbrotið er af húsfreyjunni á Blikastöðum, virðuleg kona sem vakti athygli. Sem barn var ég í sveit á sumrin. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Helga Magnúsdóttir

Það var fyrir fjörutíu árum að ég kynntist frú Helgu Magnúsdóttur á Blikastöðum. Ég hafði heyrt hennar getið og séð hana nokkrum sinnum. Það litu allir upp til hennar sem ég hafði talað við og báru henni einstaklega gott orð. Nú atvikaðist það svo að ég þurfti að skipta um vinnu og þegar ég frétti af miklum byggingaframkvæmdum að Varmá sótti ég um starf sem múrarameistari við framkvæmdirnar. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Helga Magnúsdóttir

Heiðurskonan Helga Magnúsdóttir, eða amma Helga eins og við ávallt kölluðum hana, er látin. Við sem eftir sitjum og söknum hennar sárt eigum í huga okkar óteljandi minningar sem ávallt munu ylja okkur. Það er ómetanlegt. Helgu kynntist ég fyrir um ellefu árum er ég og Óli, dóttursonur hennar, fórum að vera saman. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Hildur Halldórsdóttir

Nú hefur Hildur lokið sínu ævistarfi. Ég var náið tengd henni um langt árabil, og get ekki látið hjá líða að þakka henni og manni hennar, Sigurði mági mínum sem lést fyrir sex árum, fyrir alla hjálpina sem við nutum hjá þeim. Við Ingólfur áttum öruggt, hlýtt og traust athvarf á heimili þeirra í hvert sinn sem við komum suður. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 694 orð

Hildur Halldórsdóttir

Hildur frænka er látin eða "Stórveldið", eins og Siggi kallaði hana alltaf, er farin til Sigga síns eða þannig hugsa ég það. Þegar ég var lítil stelpa komu þau hjón oft í heimsókn í Kópavoginn til okkar og við fórum oft í Hafnarfjörðinn til þeirra og man ég það að ef við komum í kaffi vildu þau oftast að við værum lengur og borðuðum hjá þeim. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 68 orð

HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR

HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR Hildur Halldórsdóttir fæddist að Hallsstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu 1. janúar 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Jónsdóttir og Halldór Guðbrandsson. Börn Hildar eru Agnar Breiðfjörð Kristjánsson, f. 7.8. 1939, og María Kristjánsdóttir, f. 22.9. 1942. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 544 orð

Kári Sigurðsson

Sem drengur var ég í sveit í Fagradal í Vopnafirði og undi mér vel. Fagridalur er mjög afskektur og jafnan voru það einu mannaferðirnar þegar pósturinn kom ríðandi á hálfsmánaðarfresti með Tímann, nokkur sendibréf og ýmislegt smálegt í tösku sinni sem hann hafði til sölu. Í einni ferðinni var sendibréf til mín með þeim tíðindum að foreldrar mínir hefðu keypt hús í Smáíbúðahverfinu. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 434 orð

Kristín Ásgeirsson

Þegar ég minnist Kristínar Ásgeirsson í ljósi þess sem hún innti af höndum og lét eftir sig, finnst mér hún skipa sess meðal hinna sönnu, íslenzku mæðra. Kvenna sem stóðu raunar í þrautlausum stórræðum við að ala börn, fóstra og fræða börn, sjá þeim fyrir öllu, sem þurfti með hið ytra og innra, beina þeim til lærdóms, vanda til við að leggja framtíðarlífsgrundvöll fyrir þau sem einstaklinga, Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 600 orð

KRISTÍN ÁSGEIRSSON

KRISTÍN ÁSGEIRSSON Kristín Ásgeirsson Jónsdóttir Antonssonar fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1901. Hún fékk friðsælt andlát í svefni á Carleton- Willard Village í Bedford, Massachusetts, Bandaríkjunum, og var jarðsett 1. mars sl. þar vestra. Foreldrar hennar voru Jón Antonsson, stýrimaður, Reykjavík, f. 28. ágúst 1879, d. 19. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 1218 orð

Ragna Gunnarsdóttir

Nú hefur Ragna frænka sofnað svefninum langa. Síðastliðin ár voru þessari glæsilegu konu erfið. Alzheimer-sjúkdómurinn lagðist á hana með fullum þunga fyrir þó nokkrum árum, fram að því var hún heilsuhraust og afar ungleg miðað við aldur. Þrátt fyrir sjúkdóminn hélt hún reisn sinni til síðustu stundar og persónuleiki hennar kom tíðum fram í gegnum sjúkdómseinkennin. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 224 orð

Ragna Gunnarsdóttir

Ragna granni á 65 er farin í ferðalagið langa. Fyrir um fjórum áratugum fylgdist ég sem barn á 63 með henni gera galdra í garðinum hjá sér að mér fannst. Hún setti örsmá korn niður í moldina, strauk mjúkum höndum yfir, og viti menn, að upp komu ýmiskonar blóm og grænmeti. Það sem meira var, að margt, t.d. kálið og grænmetið, var tekið inn í eldhús og borðað með matnum. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 775 orð

Ragna Gunnarsdóttir

Á morgun er til grafar borin móðursystir mín, Ragna Gunnarsdóttir. Ragna var fædd í Hornafirði, í Þinganesi í Nesjasveit, 29. ágúst 1905. Ung að árum giftist hún Guðjóni Bernharðssyni gullsmið og áttu þau sín fyrstu búskaparár á Akureyri en fluttust með son sinn, Gunnar Bernhard, til Reykjavíkur, Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 481 orð

Ragna Gunnarsdóttir

Brot minninga um ömmu. Langir grannir fingur þínir struku yfir augabrúnir þínar, eilítið snaggaralega, þú teygðir þig í varalitinn í fallega hulstrinu og barst hæfilegan lit á varirnar, ýttir aðeins upp í fallega glansandi hárinu þínu og þú varst tilbúin. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 475 orð

Ragna Gunnarsdóttir

Amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum sem þó gætu fyllt nokkrar blaðsíður, en eins og í þínum anda þá gætum við hófs. Það var alltaf svo gott að koma til hennar. Enginn hasar eða læti og alltaf tími til að sinna málum og aðstoða þegar með þurfti. Hún ræddi hlutina og skoðaði, sagði sína meiningu og svo kom: Eigum við ekki að koma að spila núna. Það var endalaust hægt að spila. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 606 orð

Ragna Gunnarsdóttir

Ragna Gunnarsdóttir frá Þinganesi er látin á háum aldri. Sækja þá á hugann hugljúfar minningar. Fjórtán ára unglingur var að hleypa heimdraganum. Haldið var frá Flateyri í Menntaskólann á Akureyri. Það var stigið af skipsfjöl að kvöldlagi og ekið frá bæjarbryggjunni upp í bæinn. Komið var í nýjan heim. Það var mikill munur á við heimabyggðina. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 279 orð

RAGNA GUNNARSDÓTTIR

RAGNA GUNNARSDÓTTIR Ragna Gunnarsdóttir var fædd að Þinganesi í Nesjum á höfuðdag, 29. ágúst, 1905. Hún var elsta barn Gunnars Jónssonar, f. 13.1. 1877, d. 23.3. 1948, bónda að Þinganesi og síðar bóksala á Höfn og konu hans, Ástríðar Sigurðardóttur, f. 30.3. 1880, d. 23.2. 1918. Alsystkini Rögnu: Signý Benedikta, f. 16.10. 1908, d. 9.2. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Ragnheiður Guðrún Ólafsdóttir

Elsku mamma, það er erfitt að setjast niður og skrifa til þín hinstu kveðju ­ þú sem alltaf hefur verið svo sjálfsagður hlutur í lífi okkar og þeirra sem næst þér stóðu. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur þyrftum við á þér að halda, hafðir skoðanir á málum, Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir

Mig langar að skrifa örfá orð í minningu hennar Rögnu frænku. Ragnhildur Guðrún, föðursystir mín, var fædd í Vestmannaeyjum 8. apríl 1917, elst fjögurra systkina sem kennd voru við Oddhól, þar í bæ. Frá ungdómsárum átti hún lengst af heima á Akureyri og seinna í Reykjavík og þar bjó hún, nánar tiltekið í Barmahlíð 14, þegar ég man fyrst eftir henni. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir

Ragnhildur móðursystir mín, eða Ragna frænka eins og ég kallaði hana alltaf, er látin. Nú þegar leiðir okkar skilja og ég horfi til liðinna ára minnist ég hennar sem konunnar sem átti stóran þátt í uppeldi mínu. Ég fæddist á heimili hennar og Magnúsar eiginmanns hennar á Akureyri og bjó þar hjá þeim ásamt móður minni þar til þau fluttu búferlum til Reykjavíkur árið 1957. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 90 orð

Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir

Elsku amma. Við systurnar kveðjum þig með söknuði og trega ­ stundir okkar með þér koma aldrei aftur, en minningarnar lifa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir

Amma okkar Ragna lést þriðjudaginn 23. febrúar. Við minnumst hennar sem umhyggjusamrar og hlýrrar konu sem gott var að vera nálægt. Reglulega kom hún í heimsókn upp á Skaga enda átti hún lengi vel tíu barnabörn, á þremur heimilum á Akranesi. Okkur er minnisstætt hve hátíðleiki jóla og páska var mun meiri í þau skipti sem amma dvaldist hjá okkur. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 322 orð

RAGNHILDUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR

RAGNHILDUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir fæddist að Oddhól í Vestmannaeyjum 8. apríl 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Andrés Guðmundsson, f. 14. október 1888, d. 20. mars 1955 og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, f. 7. september 1884, d. 15. ágúst 1937. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Sigurður Helgason

Á morgun verður til moldar borinn mágur minn Sigurður Helgason. Siggi, eins og hann var alltaf kallaður, greindist með illkynja sjúkdóm seint á haustdögum. Þá var strax séð að engri lækningu yrði við komið. Hann lést á heimili móður sinnar aðfaranótt 25. febrúar sl. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Sigurður Helgason

Okkur vinnufélögum Sigurðar Helgasonar var illa brugðið þegar við fréttum hversu alvarleg veikindi hans voru. Og minnir það óneitanlega á hversu lífið er hverfult, að maður í blóma lífsins skuli einn dag fara til rannsóknar og síðan fá þann úrskurð að ekkert sé hægt að gera og örstutt sé til endaloka. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 244 orð

SIGURÐUR HELGASON

SIGURÐUR HELGASON Sigurður Helgason fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1954. Hann lést 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans: Helgi Kristinn Jónsson prentari, f. 27. maí 1932, d. 3. apríl 1993 og Þóra Guðmundsdóttir, aðstoðarstúlka hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, f. 16. febrúar 1932. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 205 orð

Stefán Karl Jónsson

Elsku afi. Hvers vegna varstu tekinn frá okkur svona fljótt? Af hverju? Þú sem varst alltaf svo hress þrátt fyrir veikindin. Það er margt sem við minnumst þegar við lítum til baka. Sérstaklega allar stundirnar okkar í Tjarnargerði á sumrin, þegar við skírðum dúkkurnar okkar og allar bátsferðirnar. Þá var gaman og mikið hlegið. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 82 orð

Stefán Karl Jónsson

Elsku afi og langafi. Nú ert þú kominn til guðs og englanna. Þú varst okkur öllum svo góður og okkur þykir svo vænt um þig. Það var alltaf svo gaman þegar þú varst að passa okkur. Þá var oft farið í bíltúr og skoðað allt mögulegt. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Stefán Karl Jónsson

Elsku pabbi og fósturpabbi. Já, þau eru bitur örlögin nú eins og svo oft áður. Þungt högg svo óvænt. Þú komst heim af sjúkrahúsinu á fimmtudaginn og varst svo bjartsýnn og glaður. Svo kom föstudagurinn og þið mamma sátuð við eldhúsborðið með kertaljós og drukkuð kaffi eins og aðra morgna. En rétt á eftir kom kallið öllum að óvörum og það dimmdi í hjörtum okkar allra. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 29 orð

STEFÁN KARL JÓNSSON

STEFÁN KARL JÓNSSON Stefán Karl Jónsson fæddist á Akureyri 20. mars 1938. Hann lést á heimili sínu 26. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. mars. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 1004 orð

Þorsteinn Davíðsson

Þegar stjórn SÍS fór að hugsa til þess, um 1920, að auka mætti verðmæti íslenskra skinna og skapa um leið atvinnu með því að verka þau að einhverju leyti hér innanlands, vildi svo til að Ingólfur Bjarnason stjórnarmaður í SÍS, hafði mjög dugmikinn vinnumann heima hjá sér í Fjósatungu, Þorstein Davíðsson að nafni. Meira
7. mars 1999 | Minningargreinar | 557 orð

Þorsteinn Davíðsson

Á þessari öld hefur Ísland hafist úr fátækt og komist í röð efnðustu þjóða heimsins. Bændasamfélag hefur á einni öld breyst í iðnaðar- og þjónustusamfélag, sem eru nú að taka á sig mynd upplýsinga- og hátæknisamfélags. Þessi hraða þróun hefur gengið áfallalítið. Í næsta nágrenni við okkur búa þjóðir sem enn hafa ekki náð því að ganga í gegn um þetta þróunarferli án verulegra skakkafalla. Meira

Daglegt líf

7. mars 1999 | Ferðalög | 178 orð

Asísk fegurð

"ASÍSKIR listamenn eru undir miklum áhrifum af undraverðum hraða borgarlífsins," segir Kjeld Kjeldsen, sem hefur veg og vanda af uppsetningu sýningar þar sem þemað er asískar borgir á tíunda áratugnum, Cities on the Move 4 ­ The Asian City of the 90s. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 369 orð

Bjalla til öryggis á ferðalögum

FERÐAMENN staddir í ókunnri stórborg þurfa oft að varast ýmsar hættur, ekki síst konur sem gjarnan eru álitnari auðveldari fórnarlömb árásarmanna en karlar. Fyrirtækið Quorum í Bandaríkjunum hefur sérhæft sig í persónulegum öryggistækjum og selur til dæmis mjög góðar þjófa- og nauðgunarbjöllur. Nýjasta gerðin sem kölluð er My Paal er hönnuð með ungu kynslóðina í huga. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 923 orð

Frísklegur Ford Focus og snöggur

Focus er fyrst og fremst skemmtilega nýstárlegur bíll í útliti og þar er blandað saman bogadregnum og köntuðum línum. Hjólaskálar eru afmarkaðar með bogum og brotnum línum, brot er í vélarlokinu, stuttur og breiður hliðarlisti setur ákveðinn svip á bílinn, Meira
7. mars 1999 | Bílar | 161 orð

Fyrsti Rover undir BMW

ROVER 75 er fyrsti bíllinn í nýrri kynslóð Rover bíla sem framleiddur er eftir að BMW keypti fyrirtækið árið 1994. Yfir 700 milljónum sterlingspunda, um 84 milljörðum ÍSK, var varið í þróun og hönnun nýja bílsins sem leysir af hólmi Rover 600 og 800. Undirbúningur að framleiðslu bílsins tók fjögur ár. Rover Group er stærsti bílaframleiðandi Bretlands. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 76 orð

GM viðurkennir að Sintra var mistök

GENERAL Motors hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Opel Sintra aðeins tveimur árum eftir að bíllinn kom fyrst á markað. Aðeins 41 þúsund bílar hafa selst frá því bíllinn var frumkynntur síðla árs 1996 en GM hafði ráðgert að salan yrði 40 þúsund bílar á ári. Stjórnendur GM segja að margt hafi lagst á eitt. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 296 orð

Golfferðir til Spánar og Írlands

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn bjóða upp á þrjár golfferðir á næstunni. Um er að ræða tvær ferðir til Spánar og eina til Írlands. Vikuna 24.-31. mars er í boði ferð á nýjan áfangastað, Sancti Petri, rétt við borgina Cadiz í Andalúsíu á Suður-Spáni. Dvalið verður á Tryp Costa Golf hótelinu, en rétt þar hjá er Novo Sancti Petri, 27 holu golfvöllur hannaður af Severiano Balesteros þar sem m.a. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 664 orð

Hafnarsvæðiðeftirsóknarverðast

ERLENDIR ferðamenn í Hafnarfirði róma gott viðmót og þjónustulund bæjarbúa, höfnina, Sjóminjasafnið, Hellisgerði og náttúrufegurðina. Aftur á móti finnst þeim þörf á nákvæmari gönguleiðamerkingum sem og merkingum og leiðarvísum við þrjár aðkomuleiðir í bæinn. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 181 orð

Landnáma kynnir Nepal og Tíbet

LANDNÁMA efnir til kynningar á páskaferð ferðaskrifstofunnar til Tíbet og Nepal í Norræna húsinu á mánudagskvöld, 8. mars, kl. 20.30 þar sem Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, mun lýsa ferðatilhögun í máli og myndum. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | -1 orð

Lítil heimsborg á miðbaug

ÞEKKTASTA borg Suður-Ameríku er Rio De Janeiro í Brasilíu. Hún er ímynnd lífsfjörs og glæsileika. Suður-amerískar borgir eru um margt heillandi; ef ekki heillandi þá forvitnilegar. Flestar bera þær að hluta sterkt suður-evrópskt svipmót af nýlenduyfirráðum Spánverja og Portúgala, einkum er byggingarstíllinn víða með einkennum 17.-19. aldar stíls af Íberíuskaganum. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 663 orð

Matargestir hvattir til að kvarta yfir stólunum

OLIVER Twist þurfti að safna talsverðum kjarki áður en hann stóð upp og bað um meiri súpu í matsal munaðarleysingjahælisins í samnefndri skáldsögu Charles Dickens. Á veitingastaðnum sem við höfundinn er kenndur, Dickens Inn í Lundúnum, er hins vegar óþarfi að biðja um ábót því frambornir skammtar eru ríflegir. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 100 orð

Mazda Premacy MAZDA frumkynnir lítinn fjölnotabíl á bílasýningu

Mazda Premacy MAZDA frumkynnir lítinn fjölnotabíl á bílasýningunni í Genf sem hefst í næstu viku. Bíllinn heitir Premacy og mun keppa við bíla eins og Renault Megane Scénic og Nissan Tino. Hann verður settur á markað í Evrópu um mitt ár. Hann verður í fyrstu fáanlegur með tveimur gerðum 1,8 lítra, 16 ventla véla með tveimur yfirliggjandi knastásum. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 423 orð

Mikilvægasti bíll í sögu Rover

Á BLAÐAMANNAFUNDI í Sanlucar del Mayor, þar sem Rover 75 var kynntur, sagði Bernard Carey, yfirmaður viðskiptatengsla Rover, að fyrirtækið hefði hleypt mörgum bílum af stokkunum á síðustu misserum, svo sem MGF sportbíllinn, Land Rover Freelander og nýr Land Rover Discovery. "En Rover 75 er sá mikilvægasti í sögu Rover. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 288 orð

Páskaferðir Ferðafélagsins

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til fjölda styttri og lengri ferða um páskana. Lengsta ferðin er skíðagönguferð sem lagt verður í miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 19 og komið til baka á páskadag. Farið verður á Lakasvæði með gistingu í húsum að Hunkubökkum, við Blágil og Miklafell. Farangur verður fluttur á vélsleðum á milli gististaða. Á skírdagsmorgun kl. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 122 orð

Rover 75 2.0 V6

Vél: 1.991 rúmsentimetri, sex strokka, þverstæð, 24 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar, fjölinnsprautun, 150 hestöfl við 6.500 snúninga á mínútu, 185 Nm tog við 4.000 snúninga á mínútu. Drifkerfi: Getrag 283 beinskiptur 5 gíra, framhjóladrifinn. Einnig fáanlegur með JATCO FPO fimm þrepa sjálfskiptingu með aðlögun og sport- og vetrarstillingu. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 865 orð

Rover 75 hefur útlitið og vandvirknina með sér

ROVER 75, sem kynntur var á bílasýningunni í Birmingham á síðasta ári, vakti í fyrstu þau lítil viðbrögð hérlendis og eðlilegast var kannski að yppta öxlum og segja að þessi bíll kæmi okkur lítið við hérna uppi á Íslandi. Rover fólksbílar hafa ekki verið fluttir inn til landsins um áratuga skeið og var þá ekki vitað að Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. hygðust hefja sölu á þessu fornfræga merki. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 139 orð

Skipulag með tilliti til ferðaþjónustu

ÍSAFJARÐARBÆR boðar til málþings um Hornstrandir 16. og 17. apríl nk. Málþingið er haldið í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og er markmiðið að ræða skipulag svæðisins, sérstaklega með tilliti til vaxandi umsvifa ferðaþjónustu þar. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 78 orð

Skíðavika á Ísafirði

Á pálmasunnudag, 28. mars, verður árleg skíðavika á Ísafirði formlega sett. Á dagskrá verða jafnt hefðbundin skíðamót með keppendum víðsvegar að, sem óhefðbundin mót fyrir unga sem aldna, reynda sem óreynda. Á meðan á skíðavikunni stendur, verður mikið um sýningar og listviðburði í bænum auk þess sem skoðunarferðir, skemmtisiglingar og tölvuleikjamót eru á dagskrá. Meira
7. mars 1999 | Ferðalög | 181 orð

Spánn í efsta sæti vinsældalistans

UM 47 milljónir ferðamanna fóru í frí til Spánar á síðasta ári og alls 70 milljónir manna lögðu leið sína þangað í ýmsum erindagjörðum í lengri eða skemmri tíma. Þetta er metaðsókn þó svo að spænskar sólarstrendur hafi lengi heillað veðurbarða ferðamenn frá norðlægari slóðum. Fjölgun þeirra milli áranna 1998 og 1997 var um 10% samkvæmt upplýsingum frá spænska ferðamálaráðinu. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 363 orð

Toyota Yaris - litli risinn

NÝI smábíllinn Toyota Yaris verður kynntur hér á landi helgina 20.-21. mars um svipað leyti og hann er frumkynntur á mörkuðum annars staðar í Evrópu. Fyrstu bílar verða þó ekki afhentir fyrr en eftir páska. Í fyrstu verður bíllinn aðeins fáanlegur með 1,0 lítra vél sem er 68 hestöfl. Í haust verður hann síðan fáanlegur með 1,3 lítra vél. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 57 orð

VW og Skoda til Íslenskra aðalverktaka

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. gengu nýlega frá kaupum á 22 nýjum bifreiðum af Heklu hf. Um er að ræða sendibíla, fólksbíla og pallbíla af gerðunum Volkswagen og Skoda sem ætlaðir eru til margvíslegra verkefna hjá kaupanda. Myndin sýnir þegar fulltrúar Íslenskra aðalverktaka taka við fyrstu 10 bílunum af framkvæmdastjóra og sölumönnum Heklu. Meira
7. mars 1999 | Bílar | 57 orð

Öryggishöfuðpúði frá Renault

RENAULT hefur þróað nýja gerð höfuðpúða sem núna eru komnir í flest allar gerðir Renault. Öryggispúðinn opnast við högg og styður við hálsinn og dregur verulega úr líkum á hálshnykkjum. Hálshnykkir eru ein algengasta tegund meiðsla við umferðaróhöpp og hafa bílaframleiðendur kappkostað við að auka öryggisbúnað sem dregur úr líkum á slysum af þessu tagi. Meira

Fastir þættir

7. mars 1999 | Í dag | 32 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. mars, verður sjötugur Björn Ásgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, Grandavegi 47, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingibjörg Jónasdóttir. Þau dvelja á heimili dóttur sinnar að Eiðistorgi 3 á afmælisdaginn. Meira
7. mars 1999 | Í dag | 27 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8. mars, verður sjötug Ástríður Þ. Þórðardóttir, Einigrund 6, Akranesi. Eiginmaður hennar er Guðmundur Magnússon byggingameistari. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
7. mars 1999 | Í dag | 671 orð

EFTIRFARANDI bréf barst í vikunni: " Til ritstjórnar Morg

EFTIRFARANDI bréf barst í vikunni: " Til ritstjórnar Morgunblaðsins. Í pistli Víkverja í Morgunblaðinu 28. febrúar s.l. eru tvö atriði, sem ekki eru Morgunblaðinu sæmandi sem vönduðum fjölmiðli. Þar sem skrif Víkverja eru nafnlaus á ábyrgð blaðsins, verður að krefjast vandaðra vinnubragða, svo sem að leitað sé þekkingar á málum áður en skrifað er um þau. Meira
7. mars 1999 | Í dag | 199 orð

Fjórfættur ­ ferfættur FYRIR stuttu rakst ég á viðtal í mánaðarriti, þar sem

FYRIR stuttu rakst ég á viðtal í mánaðarriti, þar sem m.a. kom fram, að sá, sem talað var við, hafði um eitt skeið stundað fjárgæzlu. Til þess að taka af allan vafa, við hvað hann ætti, tók hann þetta fram: "en þetta fé sem um ræðir var fjórfætt." Kom þá í ljós, að gæzlumaður hafði verið að fylgjast með ferðum sauðfjár í landi Reykjavíkur. Hér var það lo. Meira
7. mars 1999 | Fastir þættir | 886 orð

Göngur og ógöngur Ekki væri úr vegi að sameina hátíðirnar hreinlega, í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Að allir, sem fengju sér

SKILYRÐI fyrir því að Alþingi Íslendinga sé starfhæft er að þar sitji fólk sem til þess hefur verið kjörið. Og skilyrði fyrir því að kosningar geti farið fram er að framboðslistar hafi verið útbúnir með einhverjum hætti. Um þetta er ekki deilt. Meira
7. mars 1999 | Dagbók | 714 orð

Í DAG er sunnudagur 7. mars 66. dagur ársins 1999. Æskulýðsdagurinn. Orð da

Í DAG er sunnudagur 7. mars 66. dagur ársins 1999. Æskulýðsdagurinn. Orð dagsins: Hvort er auðveldara að segja við lama manninn: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða segja: Statt upp, tak rekkju þína og gakk? (Markús, 2, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Margrét kemur í dag. Meira
7. mars 1999 | Fastir þættir | 641 orð

Merkasta löggjöf Íslands sögu

STERKAR líkur standa til þess að "Guð vors lands" hafi verið lofsunginn hér frá fyrstu mannvist í landinu. Elztu frásögn um búsetu hér er að finna í ritinu "De mensura orbis terrae" (um stærð jarðar), sem skráð var af írskum munki og sagnaritara, Dicuil að nafni, árið 825, að því talið er. Meira
7. mars 1999 | Í dag | 615 orð

Um Sundabraut

NÚ virðist vera að skýrast, hvar fyrirhuguð "Sundabraut" mun liggja, en hún verður mikilvæg tengibraut milli þéttbýlishluta á "norður-Reykjavíkur"-svæðinu og auk þess og aðalbrautin til og frá Reykjavík vestur og norður um land. Ekki er að efa að brautin er löngu tímabær og víst er að frá upphafi verður mikil umferð á henni þar sem hún tengist Kleppsmýrarvegi við Gelgjutanga. Meira
7. mars 1999 | Í dag | 747 orð

Æskulýðsdagurinn í Hallgrímskirkju

Í DAG, sunnudaginn 7. mars, er Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í Hallgrímskirkju verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Kl. 10.00 verður Fræðsluerindi um "Upprisu hinna fátæku", Trú á endurholdgun í póstmódernísku samfélagi sem dr. Pétur Pétursson prófessor annast. Kl. 11 er messa og barnastarf. Meira

Íþróttir

7. mars 1999 | Íþróttir | 4407 orð

Engin lægð svo djúp að maður komist ekki upp aftur

Engin lægð svo djúp að maður komist ekki upp aftur Hann er fæddur árið 1972 á Ólafsfirði og hefur unnið tólf Íslandsmeistaratitla á ferlinum. Þar með telst hann sigursælasti skíðamaður Íslands í alpagreinum á landsmóti. Meira
7. mars 1999 | Íþróttir | 549 orð

Erfitt fyrir fyrrverandi stjörnur að þjálfa

GÓÐIR tímar! ­ slæmir tímar!er fyrirsögn á grein í hinu virta þýska íþróttablaði Kicker, þar sem fjallað er um knattspyrnustjörnur, sem hafa síðan orðið þjálfarar. Þar segir að allir þjálfarar hafi það erfitt, en sérstaklega sé erfitt fyrir fyrrverandi stjörnur að þjálfa í atvinnumennskunni. Meira
7. mars 1999 | Íþróttir | 739 orð

Norðurlandametið að falla í Japan

EFTIR nokkuð misjafnan fyrri keppnisdag í sjöþrautarkeppni heimsmeistaramótsins í Maebashi í Japan er Jón Arnar Magnússon í 4. sæti með 3.546 stig en efstur er Tékkinn Roman Sebrle, hefur önglað saman 3.616 stigum. Annars er keppnin mjög jöfn því Tékkinn Tomás Dvorák er í öðru sæti, fjórum stigum á undan Jóni og Pólverjinn Sebastian Chmara er þriðji, tveimur stigum á undan Jóni Arnari. Meira
7. mars 1999 | Íþróttir | 428 orð

Verður að vera tilbúinn að gera það sem þarf

Það gekk upp og ofan á fyrri degi, 60 metra hlaupið og hástökkið var slakt en hins vegar voru tvær greinarnar góðar, einkum þó langstökkið," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnar Magnússonar, að lokinni keppni á fyrri degi. "Byrjunin var slæm, sextíumetrar voru allt of hægir. Viðbragðið var í lagi en síðan rétti hann illa úr sér og ég veit ekki hvað hann var hugsa og hlaupið varð slakt. Meira

Sunnudagsblað

7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1266 orð

Af hógværum Ástrala Ástralska leikkonan Cate Blanchett hlaut á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í

CATE Blanchett vakti fyrst athygli í myndinni Óskar og Lúsinda þar sem hún lék á móti Ralph Fiennes. Leikstjóri Elísabetar, Indverjinn Shekhar Kapur, sá brot úr þeirri mynd fyrir tilviljun á sjónvarpsskjá þegar leit stóð sem hæst að leikkonu í hið mikilvæga titilhlutverk myndarinnar og sagði við sjálfan sig að þarna hefði hann loksins fundið þá Elísabetu sem hann vantaði. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 287 orð

Átján þúsund reikningar á skrá hjá Lánstrausti hf.

UPPLÝSINGAFYRIRTÆKIÐ Lánstraust hf. býður nú til sölu upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækja á Netinu. Nú þegar hafa um átján þúsund reikningar verið skráðir í gagnagrunn fyrirtækisins. Lánstraust hf. hefur unnið að undirbúningi þessarar þjónustu um tveggja ára skeið að sögn Reynis Grétarssonar framkvæmdastjóra þess. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 305 orð

Blautlegir kviðlingar

RAPPSTÚLKAN Foxy Brown er fræg fyrir það hversu opinská hún er í tali, lætur fjúka í blautlegum kviðlingum á skífum sínum, og margur vill gleyma því að hún er hörku rappkvendi. Brown fær færi á að sanna það á nýrri breiðskífu sinni og nýtir tækifærið til hins ýtrasta. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 503 orð

Dansrokktechnosúpa

ENGIN danssveit hefur náð eins almennum vinsældum og Underworld. Víst hafa margar náð að koma lögum efst á lista og stöku jafnvel nálgast almennar vinsældir, en Underworld hefur þó vinninginn, eins og sannaðist fyrir margt löngu þegar sparkvinir kyrjuðu vers úr Born Slippy á kappleikjum í Engandi. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1922 orð

FLAGA TEKUR FLUGIÐ

Eftir Hildi Friðriksdóttur Helgi Kristbjarnarson fæddist 25. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1975, doktorsprófi í taugalífeðlisfræði frá Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi 1983 og varð sérfræðingur í geðlækningum árið 1985. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 381 orð

Fumherjar og hetjur

4 Hero er með helstu brautryðjendum í drum'n'bass, þó flokkurinn hafi ekki verið iðinn við að gefa út eða trana sér fram. Á síðasta ári kom út plata sem víða var talin með bestu skífum ársins og fyrir skemmstu var sama plata endurgerð, verulega frábrugðin. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1566 orð

Færandi hendi

Neyðarhjálp Rauða krossins í Rússlandi Færandi hendi Margir Rússar búa nú við þröngan kost vegna efnahagsöngþveitis og breyttra aðstæðna í landinu. Barnmargar fjölskyldur og einstæðir foreldrar berjast í bökkum. Talið er að 500 þúsund heimilislaus börn séu í Rússlandi. Eftirlaun gamla fólksins duga engan veginn til framfærslu. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 485 orð

Gljúfurá kom á óvart en ætti að jafna sig

"ÉG KLÓRA mér í hausnum yfir frammistöðu Gljúfurár í Borgarfirði síðasta sumar. Hún fór úr takt við árnar í kring, en seiðaárgangurinn sem fór úr ánni sumarið 1997 var sá langbesti sem ég hef séð í mælingum frá vorinu 1995 og hefði samkvæmt öðrum gögnum átt að skila mjög góðri sumarveiði. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1987 orð

Guð launar fyrir hrafninn "Guð launar fyrir hrafninn", segir máltækið, en hver skyldu laun guðs vera ef hrafninum yrði eytt á

FÁIR íslenskir fuglar, ef nokkrir, eiga sér tvær jafn skarpar og ólíkar hliðar á hrafninn. Annars vegar sjá menn áberandi glettinn og hrekkjóttan æringja, vel greindan af fugli að vera, hins vegar sjá menn Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 4205 orð

Hálffullt vatnsglas eða hálftómt Jón Hlöðver Áskelsson var lengi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og einnig á kafi í

SKÓLASTJÓRI einn daginn, fullur starfsorku; maður sem sér fram á að hafa meira en nóg að gera á þeim vettvangi að minnsta kosti næstu tvo áratugina. En skyndilega er hann orðinn fatlaður; einhvern veginn í lausu lofti, 42 ára að aldri. Harkar þó af sér og eftir langa og stranga endurhæfingu telur hann sig geta tekið aftur við stjórn tónlistarskólans. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1145 orð

Krabbameinsfélag Reykjavíkur í hálfa öld Á morgun, 8. mars, er hálf öld liðin frá því fyrsta krabbameinsfélagið,

MEGINTILGANGUR Krabbameinsfélags Reykjavíkur hefur alltaf verið að styðja baráttuna gegn krabbameini með því að fræða almenning um krabbamein og krabbameinsvarnir, stuðla að aukinni menntun heilbrigðisstétta og styðja við bakið á fólki sem greinist með Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 562 orð

Lífsglaðar súkkulaðikanínur

Í byrjun febrúar voru flestar betri súkkulaðibúðir Brussel-borgar komnar með páskaútstillingar. Súkkulaðikanínur á stærð við menn brosa við manni á hverju horni, það ber tilætlaðan árangur því oft bráðnar maður fyrir þessu sæta brosi og gengur sem í leiðslu inn í viðkomandi súkkulaðibúð. Hér var mikil súkkulaðsýning um daginn þar sem ólíkir framleiðendur sýndu afurðir sínar og gáfu sýnishorn. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1473 orð

Mikilvægasta vinnan

ÁSTHILDUR Elva Bernharðsdóttir var ekki nema 27 ára gömul þegar hún greindist með krabbamein. Við tók læknismeðferð og var strax ákveðið að hún færi í skurðaðgerð og geislameðferð. Nokkrum mánuðum seinna kom í ljós að meinið hafði náð að dreifa sér og tók þá við erfið lyfjameðferð og önnur geislameðferð. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 175 orð

Ný stafræn prentvél

FJÖLRITUNARSTOFA Daníels Halldórssonar tók nýverið í notkun fyrstu XEROX DocuTech stafrænu prentvélina á Íslandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að vélin hefur vakið mikla athygli víða erlendis og hún sé óðum að leysa af hólmi hina hefðbundnu offsetfjölritun. "Öll vinnsla er miklu fljótvirkari en áður þar sem þessi vél skilar jafnvel fullbúnum bæklingum. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 294 orð

Óskað eftir framleiðslustjóra

ÖFLUGT framleiðslufyrirtæki leitar að kröftugum einstaklingi til að sinna starfi framleiðslustjóra, segir í auglýsingu frá Ráðningaþjónustu Gallups. Háskólamenntun á sviði tækni-, viðskipta- eða rekstrarfræði er æskileg. Einnig er farið fram á reynslu og hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 190 orð

Penninn fær nýtt upplýsingakerfi

Penninn fær nýtt upplýsingakerfi PENNINN hf. og Navís-Landsteinar hf. hafa gert með sér samning um uppsetningu og aðlögun á upplýsingakerfinu Navision Financials fyrir starfsemi fyrirtækisins. Einnnig munu rekstrarráðgjafar Navís-Landsteina hf. stýra þarfagreiningu innan fyrirtækisins í samvinnu við stjórnendur Pennans hf. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 332 orð

Rússneski Rauði krossinn

RAUÐA kross starfið í Rússlandi hófst í Sankti Pétursborg 1867 og eru Rauða kross samtökin í landinu ein þau elstu í heiminum. Árið 1917 var rússneski Rauði krossinn gerður að deild í heilbrigðisráðuneyti Sovétríkjanna og var því ekki raunverulega frjáls félagasamtök almennra borgara á Sovéttímanum. Menn voru skikkaðir til þátttöku og félagsgjöld innheimt sem nefskattur. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1213 orð

Sagan af Svarthöfða Stjörnustríð, Fyrsti hluti, verður frumsýndur í vor en óhætt er að fullyrða að fárra mynda hefur verið beðið

Myndin, sem á frummálinu heitir fullu nafni "Star Wars: Episode I, The Phantom Menace" (t.d. Stjörnustríð: Fyrsti hluti, Skuggaógnin), er nú á lokastigi eftirvinnslu. Þótt hún sé fjórða myndin í bálknum hefst Stjörnustríðssagan með henni en hún gerist heilli kynslóð á undan fyrri Stjörnustríðsbálknum. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 643 orð

Saga um hestHrafnkatla er skáldsaga einsog aðrar Íslendinga sögur,

Hrafnkatla er skáldsaga einsog aðrar Íslendinga sögur, með rætur í heiðindómi, þangað sem hún sækir goðsögulegan kraft og efnivið sem ofinn er inní reynslu höfundar úr umhverfi hans og samtíð. Sagan sækir efnivið í Freysdýrkun og þannig - og einungis þannig - væri hægt að tengja hana Svínfellingum sem voru Freysgyðlingar og áttu trúfræðilegar rætur í átrúnaði á frjósemisguðinn Frey. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 749 orð

Sjúkdómar og sýklar

ÞAÐ vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom að sár í maga og skeifugörn stafa í langflestum tilfellum af bakteríusýkingu. Flestum þótti þetta afar ótrúlegt í fyrstu og það tók í raun allmörg ár að sannfæra vísindamenn um að svo væri. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 209 orð

Súpa og sjónmæling

Við heimsóttum eitt af þremur súpueldhúsum Rauða krossins í Sankti Pétursborg. Þangað koma um 200 eftirlaunaþegar og 70 götubörn á hverjum degi til að borða. Ýmist borðar fólk á staðnum eða tekur matinn með sér heim. Þennan dag var á boðstólum kjötsúpa, brauð og ávaxtasafi. Súpukrafturinn kom í dósum frá Þýskalandi og var farið að ganga á birgðirnar. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 551 orð

Úrgangur er af hinu góða

Það á við í aðalatvinnuvegi fortíðarinnar hér á Íslandi og erlendis, að hver sveitabær var nánast lokuð efnahringrás. Skepnur átu af landinu. Menn átu skepnurnar og af landinu. Menn og skepnur skiluðu landinu aftur frálagi sínu í líki þvags, saurs og örlítils af öðru rusli, og í því miklu af næringarefnum og snefilefnum. Landið fékk á ný allnokkuð af því sem það gaf. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1825 orð

Úr heimi harmonikunnar Harmonikan hefur skipað veglegan sess í skemmtanalífi Íslendinga, við undirleik hennar hefur mörg

Í MANNLEGU lífi eru margskonar kennileiti sem varða veginn. Sum þessara kennileita þykir okkur vænt um vegna þess að þau minna okkur á glaðar og góðar stundir eða tengja okkur tímabilum sem okkur þykir gaman að heyra um. Harmonikan er eitt þessara kennileita sem tengja okkur við skemmtilegar stundir í fortíð og nútíð. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 706 orð

"Veit ekki hvers vegna ég þarf nú að þjást"

"Veit ekki hvers vegna ég þarf nú að þjást" Tatjana Grígoríevna á fleiri orður en hún getur borið með góðu móti. Hún er 74 ára og barðist gegn Þjóðverjum í umsátrinu um Leningrad, eins og St. Pétursborg hét um hríð. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 244 orð

Vildi verða harmonikuleikari að atvinnu

EINN af hinum ungu og upprennandi harmonikuspilurum landsins er Matthías Kormáksson. Hann byrjaði að spila ellefu ára gamall. "Alveg síðan ég var lítill hefur mér fundist þetta hljóðfæri vera heillandi," segir hann. Fram til þess tíma voru kynni Matthíasar af hormoniku helst bundin við útvarpið. "Ég byrjaði að læra hjá Viðari Hörgdal, kennara í Kópavogi. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 2420 orð

Vilja vernd en deila um leiðir

Frumvörp um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og verndun vatnasvæðis Þingvallavatns Vilja vernd en deila um leiðir Stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess er efni tveggja frumvarpa til laga, sem vart verða afgreidd á þessu þingi, enda nýkomin fram. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 495 orð

Vill einhver íslenskur bóndi fá okkur?

Í St. Pétursborg hittum við einn af skjólstæðingum Rauða krossins, Veru Sargonoltsevu, einstæða fertuga móður sem býr með sjö börnum sínum og einu barnabarni í lélegri tveggja herbergja íbúð. VERA hefur verið einstæð í fjögur ár. Hún segir að þegar í ljós hafi komið að yngsta barnið hennar var mikið fatlað hafi bóndinn látið sig hverfa og ekkert sinnt fjölskyldunni síðan. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 2053 orð

Vorum "populerir"

Karl Jónatansson spilaði fyrst opinberlega árið 1935 í síldarverksmiðjunni að Krossanesi. Hann var ellefu ára gamall og sat nú þarna og spilaði fyrir dansi svo norsku sjómennirnir og verksmiðjustarfsmennirnir gætu skemmt sér svolítið milli vinnutarnanna. "Á ballinu var skotið saman handa stráknum og fékk ég 7 krónur 30 aura í hattinn sem látinn var ganga á milli manna fyrir mig. Meira
7. mars 1999 | Sunnudagsblað | 647 orð

Það er líf eftir krabbamein

"ÉG HELD að það sé hægt að deyja úr hræðslu," segir Ingileif Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur en hún greindist með krabbamein fyrir fimm árum. "Maður verður ekki var við slík viðbrögð þótt fólk fái sjúkdóma eins og sykursýki, liðagigt og astma þótt það séu ólæknandi sjúkdómar sem geta kollvarpað lífi fólks, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.