Greinar laugardaginn 13. mars 1999

Forsíða

13. mars 1999 | Forsíða | 85 orð

Elli kerling í Kenýa

HANNAH Njoki Kinyua geispar fyrir utan heimili sitt í þorpinu Kiria, um 30 km frá Naírobí í Kenýa. Myndin var tekin í gær, en Njoki, sem er 150 ára gömul, er ekki aðeins elst í þorpinu, heldur eflaust elsti maður á lífi í heiminum í dag. Mannfræðingurinn Giovanni Perucci hefur verið að rannsaka langlífi Kikuyu ættbálksins og gat hann sér þess til að Njoki væri 150 ára gömul. Meira
13. mars 1999 | Forsíða | 167 orð

"Gleðidagur fyrir Pólland"

LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands og einn helsti hvatamaður að inngöngu landsins í Atlantshafsbandalagið, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um væri að ræða gleðidag fyrir Pólland og Evrópu. Hann teldi þó jafnframt að endurskoða þyrfti hlutverk NATO í ljósi nýrra tíma. Meira
13. mars 1999 | Forsíða | 333 orð

Schröder falið að taka við formennsku í SPD

DAGINN eftir að Oskar Lafontaine dró sig óvænt í hlé frá stjórnmálum voru í gær afleiðingar þess orðnar ljósar, að minnsta kosti hvað varðar spurninguna um hverjir taki við þeim embættum sem hann sagði af sér. Gerhard Schröder kanzlara var falið að taka við stjórn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og í embætti fjármálaráðherrans var tilnefndur maður sem er mun nær miðjunni en vinstrimaðurinn Meira
13. mars 1999 | Forsíða | 69 orð

Snyrtivörur merktar Elvis

BRESKUR athafnamaður, sem selur snyrtivörur merktar Elvis Presley, má nota nafn rokkkóngsins á söluvöru sína. Dómstóll í Lundúnum dæmdi athafnamanninum Sid Shaw í vil í gær en gæslumenn dánarbús söngvarans í Memphis í Bandaríkjunum höfðuðu mál gegn honum til þess að koma í veg fyrir notkun nafnsins með þessum hætti. Meira
13. mars 1999 | Forsíða | 352 orð

Tímamót í sögu NATO

PÓLLAND, Ungverjaland og Tékkland urðu í gær fyrstu ríki Varsjárbandalagsins sáluga til að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Innganga ríkjanna var staðfest með formlegum hætti við hátíðlega athöfn í bænum Independence í Bandaríkjunum, fæðingarstað Harry S Trumans fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Meira

Fréttir

13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

100 ára afmælishátíð KFUM og KFUK

KFUM og KFUK halda upp á 100 ára afmæli sitt með veglegum hætti í Perlunni laugardag og sunnudag. Verður þar fjölbreytt fjölskyldudagskrá þar sem börn og unglingar verða í aðalhlutverki. Hátíðin í Perlunni er stærsti viðburðurinn á afmælisári félaganna. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

21 bauð í lagningu aðveituæðar

TUTTUGU og eitt tilboð barst í lagningu 16 km aðveituæðar frá Hveravöllum til Húsavíkur. Borgarverk bauð lægst 67,9% af kostnaðaráætlun. Verkið felst í að leggja nýja aðveituæð fyrir Orkuveitu Húsavíkur frá fyrirhugaðri tengistöð á Hveravöllum að fyrirhugaðri rafstöð og aðaldreifistöð á iðnaðarsvæði sunnan við Húsavík. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Afmælisleikur mbl.is

Í TILEFNI af eins árs afmæli mbl.is 2. febrúar sl. var gestum vefsins boðið að taka þátt í leik á smávef sem gerður var af þessu tilefni. Á vefnum komu fram upplýsingar um sögu vefsins, heimsóknatölur, fjölda sérvefja sem birst hafa o.m.fl. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 135 orð

Anna María Sveinsdóttir íþróttamaður Keflavíkur

Keflavík­Anna María Sveinsdóttir, körfuknattleikskonan kunna úr Keflavík, var útnefnd íþróttamaður ársins hjá Íþrótta- og ungmennafélagi Keflavíkur sem nýlega veitti afreksmönnum félagsins viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Við það tækifæri voru stjórnarmönnum einnig veittar viðurkenningar en þess má geta að allar deildir félagsins voru reknar með hagnaði. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Arnþrúður til Frjálslyndra

ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir verður í fyrsta sæti lista Frjálslynda flokksins á Norðurlandi eystra í vor. Stjórn kjördæmisfélagsins á Norðurlandi eystra, sem jafnframt er uppstillingarnefnd, kom saman eftir stofnfund 11. mars sl. og skoraði á Arnþrúði Karlsdóttur, kaupkonu í Reykjavík, að gefa kost á sér í 1. sæti í lista flokksins í kjördæminu. Meira
13. mars 1999 | Fréttaskýringar | 560 orð

Áfram Mínus!

Músíktilraunir Tónabæjar, fyrsta tilraunakvöld af fjórum. Þátt tóku RLR, Mínus, Fuse, Raddlaus rödd, Kruml, Trekant, Leggöng tunglsins og Freðryk. Áheyrendur um fjögur hundruð. Haldið í Tónabæ sl. fimmtudagskvöld. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 307 orð

Ákveðið að stöðva lyftuna

ÁKVEÐIÐ hefur verið að stöðva rekstur stólalyftunnar í Skálafelli í kjölfar óhappa sem þar hafa orðið. Bláfjallanefnd og Vinnueftirlit ríkisins funduðu um málið í gær og ákváðu í samráði við Íþrótta- og tómstundaráð að stöðva rekstur lyftunnar tímabundið meðan unnið yrði að skoðun málsins og lagfæringum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 445 orð

Árangursríkt kerfi

"MÉR fannst forsætisráðherra fara mjög vel og skilmerkilega yfir þetta málefni, sem snertir stjórn fiskveiða," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, spurður álits á því sem fram kom um sjávarútvegsmál í ræðu Davíðs Oddssonar við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Árásarmál upplýst

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst að fullu árásarmálið sem upp kom í Grafarvogi föstudagskvöldið 5. mars þegar 18 ára piltur stakk leigubílstjóra í hnakkann með eggvopni og stal peningaveski hans. Pilturinn var handtekinn í húsi við Rósarima á laugardagsmorgun eftir ákafa leit lögreglu með leitarhunda. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 324 orð

Árásir á Írak

BANDARÍSKAR herþotur, sem hafa eftirlit med flugbannsvæðinu yfir Norður- Írak, gerðu í gær árásir á loftvarnarstöðvar Íraka norður og norðvestur af borginni Mosul eftir að flugmenn urðu varir við að vélarnar höfðu verið miðaðar út af jörðu niðri. Sneru allar vélanna heilar á húfi aftur til bækistöðva sinna í Tyrklandi að árásunum loknum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Árshátíð Alliance Francaise

ÁRSHÁTÍÐ Alliance Francaise verður haldin föstudaginn 19. mars í Risinu, Hverfisgötu 105. Dagskráin hefst kl. 20 með hátíðarkvöldverði að katalónskum hætti. Matreiðslumeistari er Fancis Fons sem ættaður er frá Katalóníu, héraði á landamærum Frakklands og Spánar. Meðan á borðhaldi stendur verða uppákomur og leikir og verður happdrætti þar sem meðal vinninga verður flugferð til Parísar. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 79 orð

Árshátíð Grunnskólans í Búðardal

Búðardal-Árshátíð Grunnskólans í Búðardal var haldin sunnudaginn 28. febrúar sl. Að venju komu allir nemendur skólans fram í hinum ýmsu atriðum og hefur árshátíð með þessu sniði verið haldin í áratugi í Búðardalsskóla. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 518 orð

Bandalag fimm þjóða gegn styrkjum til sjávarútvegs

ÍSLAND, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og Filippseyjar hafa lagt fram sameiginlega áskorun fyrir fjögurra daga fund hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, í næstu viku, um að ríkisstyrkir í sjávarútvegi verði aflagðir. Er þessari áskorun einkum talið vera beint gegn Evrópusambandinu og Japan. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Byggt undir gröfuna

STARFSMENN áhaldahúss Árborgar unnu að því í gær, þriðja daginn í röð, að ná upp traktorsgröfu sem sökk í Löngudæl á Stokkseyri. Grafan var notuð til að ryðja skautasvell sem gaf sig undan þunga tækisins. Í gær unnu sex menn með tvær gröfur og tvo bíla við að ná gröfunni upp. Þeir reyndu að byggja undir gröfuna og ná henni smám saman upp. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

CANTAT3-sæstrengurinn kominn í lag

CANTAT3-sæstrengurinn, sem bilaði 21. febrúar norðan við Færeyjar, er nú kominn í lag. Áhöfn kapalskipsins Sovereign lauk viðgerð í gærmorgun og lét strenginn síga niður á hafsbotn að nýju. Í gær voru gerð svokölluð stöðugleikapróf á strengnum. Sovereign kom á bilunarstaðinn 1. marz síðastliðinn en vegna óveðurs þurfti skipið að leita vars við Færeyjar og tafði vont veður viðgerðina um u.þ.b. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 221 orð

Eichel talinn dansa eftir höfði Schröders

TILNEFNING Hans Eichels í embætti fjármálaráðherra Þýskalands er talin verða til þess að Gerhard Schröder kanslari hafi bæði tögl og hagldir í stjórn sinni og ætti að binda enda á þann pólitíska þrýsting, sem Evrópski seðlabankinn hefur orðið fyrir síðustu mánuði, að sögn fréttaskýrenda. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Fátt jafn rækilega sannað og gildi leitar

BALDUR Sigfússon, yfirlæknir röntgendeildar á leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir engan vafa leika á um gagnsemi reglubundinnar röntgenmyndatöku við skipulagða leit að brjóstakrabbameini í konum, þrátt fyrir staðhæfingar um hið gagnstæða í niðurstöðum sænskrar rannsóknar sem kynnt er í nýjasta hefti breska læknatímaritsins British Medical Journal. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 189 orð

Fjáröflunarskemmtun í Íþróttahúsin á Höfn

KARLAKÓRINN Jökull efnir til fjáröflunarskemmtunar í dag, laugardag. í Íþróttahúsinu á Höfn. Sú skemmtun stendur frá hádegi fram á kvöld og lýkur með dansleik. Skemmtiatriði eru öll heimatilbúin af kórmönnum. Kórinn efnir til þessara skemmtunar í tilefni væntanlegrar geislaplötu sem koma mun út í vor og söngferðar til Ítalíu í júni, auk venjulegra vortónleika á heimaslóðum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 334 orð

Flokksmenn um 30 þúsund

FLOKKSMENN Sjálfstæðisflokksins eru um 30 þúsund og þar af er helmingur í Reykjavík eða um 15 þúsund. Þetta kom m.a. fram í ræðu Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. "Þessi mikli fjöldi félaga og félagsmanna segir sína sögu um styrk og skipulagslegt afl Sjálfstæðisflokksins. Meira
13. mars 1999 | Miðopna | 265 orð

Flug til Akureyrar og Sauðárkróks legðist af

SKIPTAR skoðanir komu fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um staðsetningu flugvallar í Reykjavík. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði að ef Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður og innanlandsflugið fært til Keflavíkur væri veruleg hætta á að flug frá Höfn í Hornafirði, Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Flutningabíll á hliðina

FLUTNINGABIFREIÐ frá Grundarfirði fór út af veginum í Kerlingarskarði um klukkan hálf fjögur í gær og valt á hliðina. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum þegar vindkviða feykti honum til. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Bíllinn var að flytja salt norður yfir skarðið og var unnið að affermingu hans í gær. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fyrirlestur um brjóstagjöf

BARNAMÁL, áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna, mun kynna starfsemi félagsins laugardaginn 13. mars kl. 10­17 í Hjallakirkju við Álfaheiði í Kópavogi. Hjálparmæður verða með stutta fyrirlestra sem fjalla um svefn og svefnvenjur, fjölbura á brjósti og hvort brjóstagjöf sé lífsstíll o.fl. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fyrirlestur um málfræðistol

SIGRÍÐUR Magnúsdóttir talmeinafræðingur flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 18. mars kl. 17.15 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Málfræðistol og fjallar um rannsókn á málfræðiþekkingu þriggja íslenskra málstolssjúklinga. Sigríður Magnúsdóttir er með MS-próf í talmeinafræðum frá Boston University og starfaði sem talmeinafræðingur á Reykjalundi í 12 ár. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fyrirlestur um málfræðistol

SIGRÍÐUR Magnúsdóttir talmeinafræðingur flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 18. mars kl. 17.15 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Málfræðistol og fjallar um rannsókn á málfræðiþekkingu þriggja íslenskra málstolssjúklinga. Sigríður Magnúsdóttir er með MS-próf í talmeinafræðum frá Boston University og starfaði sem talmeinafræðingur á Reykjalundi í 12 ár. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fyrirlestur um uppeldisaðferðir

DR. SIGRÚN Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, ræðir á fræðslufundi í Hofsstaðaskóla um uppeldisaðferðir og samskipti foreldra og barna mánudaginn 15. mars k. 20.30. Nefnist fyrirlestur hennar: Ræðum saman heima - uppeldisaðferðir foreldra. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fyrstu farfuglarnir komnir

FYRSTU farfuglar ársins hafa sést á suðausturhorni landsins. Það voru þrír sílamávar sem sáust við Höfn á Hornafirði í vikunni en sílamávurinn er jafnan fyrstur farfugla á vorin. Þá hefur álftum farið fjölgandi á Nesjum við Hornafjörð, sem bendir til að þær séu byrjaðar að koma erlendis frá. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fyrstu nemendur í jarðlagnatækni útskrifast

FYRSTU nemar í jarðlagnatækni eru nú að ljúka námi. Samorka hefur í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Eflingu stéttarfélag og Landssímann undirbúið nám í jarðlagnatækni. Sautján manns munu ljúka námi. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 799 orð

Gera sér vonir um breytingar á efnahagsstefnunni

TALSMENN þýzks viðskiptalífs tóku fréttinni af afsögn Oskars Lafontaines almennt fagnandi, og sögðust í gær vonast til að með því mætti gera ráð fyrir breyttum áherzlum í efnahagsstefnu Schröder-stjórnarinnar. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 371 orð

Gleðidagur Evrópu og Póllands

LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, kvaðst í samtali við Morgunblaðið nokkrum mínútum eftir að Pólland varð formlega eitt ríkja Atlantshafsbandalagsins um miðjan dag í gær, telja að um gleðidag væri að ræða fyrir Pólland og Evrópu. Hann teldi þó jafnframt að endurskoða þyrfti hlutverk NATO. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 795 orð

Góð reynsla

Nýlega tók Lára V. Júlíusdóttir við formennsku í AFS, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, sem eru skiptinemasamtök sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. AFS hefur starfað á Íslandi í 40 ár og hefur starfsemin farið sívaxandi. Lára var spurð hve lengi þessi samtök hafi verið við lýði? "Þau hafa starfað í röska hálfa öld og nær starfsemin nú til yfir fimmtíu landa í öllum heimsálfum. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 202 orð

Gönguskíðakennsla í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Kennarar frá Skíðasambandi Íslands komu í síðustu viku til Stykkishólms og buðu nemendum grunnskólans upp á kennslu á gönguskíðum, en langt er síðan það var gert síðast. Kennd eru grunnatriði skíðagöngunnar og var nemendum látinn í té skíðagönguútbúnaður. Hver hópur fékk 90 mínútna kennslu. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 248 orð

Hague boðar "nýjan" Íhaldsflokk

VORFUNDUR breskra íhaldsmanna hefst í Reading í dag og William Hague, leiðtogi þeirra, hyggst þá boða "nýjan" Íhaldsflokk og hvetja flokksbræður sína til að sætta sig við ófarirnar í síðustu kosningum og einbeita sér að framtíðinni. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Haldi sinn fund í friði fyrir mér

"ÉG ER í Póllandi og hef ekki fengið neinar nánar fréttir af ræðu Davíðs og er ekki tilbúinn að tjá mig um hana fyrr en ég kem heim," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins þegar Morgunblaðið bar undir hann það sem fram kom um sjávarútvegsmál hjá Davíð Oddssyni við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 421 orð

Hátt í 50 íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín

ÁKVEÐIÐ var í gærkvöldi að rýma hús á tilteknum svæðum á Seyðisfirði, Ísafirði og í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu. Á þessum svæðum eru samtals tíu íbúðarhús og þurftu 45-50 manns að yfirgefa heimili sín. Viðvörunarástand var ákveðið á öllu norðanverðu landinu, frá Vestfjörðum austur á Seyðisfjörð. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 730 orð

Heimilistölvunni breytt í leiktækjasal

EKKI ER langt síðan mikil umræða var um leikjatölvuherma í kjölfar þess að Connectix setti á markað Play Station-hermi sem gerði kleift að kaupa slíka leiki í G3 Macintosh- tölvum. Sony, framleiðandi PlayStation, brást hart við og kærði athæfið en málinu var vísað frá sem vonlegt er. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 401 orð

Heimsókn erlendra kennara í Gaulverjaskóla

Gaulverjabæ-Grunnskólakennarar frá Hollandi, Bretlandi og Noregi heimsóttu fyrir skömmu Gaulverjaskóla í Gaulverjabæjarhreppi og kynntu sér aðstæður í íslenskum skóla. Gauti Jóhannesson skólastjóri kvaðst fyrir þremur árum hafa frétt af þessari áætlun Evrópusambandsins og verið vel tekið á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Málin þróuðust síðan þannig að samstarf komst á. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Helmingaskipti í skafmiðadeilu svila

DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur batt enda á skafmiðadeilu tveggja svila í gær með dómsuppkvaðningu þess efnis að annar svilanna ætti að greiða hinum helminginn af andvirði bifreiðavinnings, sem kom upp á skafmiða í gosdrykkjakippu, sem keypt hafi verið sameiginlega fyrir veislu þeirra vegna fertugsafmælis beggja á síðasta ári. Bifreiðavinningurinn, að verðmæti 1. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 610 orð

Hraðar, hraðar...

Hraði eða tiftíðni örgjörvans skiptir eðlilega miklu máli í einkatölvum, þó ekki skipti hann alltaf höfuðmáli. Þegar vél er metin skiptir litlu minna máli hvernig innvols vélarinnar er að öðru leyti, hraði á móðurborði og minni, samsetning vélarinnar og stýrikerfi. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 876 orð

Hriktir í stoðum stjórnarinnar í Þýskalandi ÞRÁTT fyrir ágreining innan ríkisstjórnarinnar kom afsögn Oskar Lafontaines,

EKKI er búist við yfirlýsingum frá Lafontaine um afsögnina fyrr en í fyrsta lagi á sérstöku flokksþingi SPD þann 12. apríl, þar sem Gerhard Schröder kanslari mun sækjast eftir formlegu kjöri í flokksformannsembættið. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 348 orð

Indónesar samþykkja atkvæðagreiðslu

STJÓRN Indónesíu hefur samþykkt að efnt verði til atkvæðagreiðslu meðal íbúa Austur-Tímor um hvort þeir vilji að landsvæðið eigi að vera áfram hluti af Indónesíu og fá víðtæk sjálfstjórnarréttindi. Verði tillögunni um sjálfstjórn hafnað gæti það orðið til þess að Austur-Tímor fengi sjálfstæði. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 281 orð

Ívanov varð ekki ágengt í Belgrad

FUNDUR Ígors Ívanovs, utanríkisráðherra Rússlands, með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, í Belgrad í gær breytti engu um afstöðu forsetans til fyrirliggjandi friðarsamkomulags um Kosovo-hérað. "Stjórnvöld í Belgrad hafna algjörlega veru erlends her- eða lögregluliðs í Kosovo," sagði Ívanov í viðtali við fréttastofuna Itar-tass. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 268 orð

Íþróttamaður ársins valinn

Hellu­Fjölmenni var á 77. Héraðsþingi HSK sem haldið var á Laugalandi í Holtum fyrir stuttu. Um 90 fulltrúar frá 40 aðildarfélögum HSK og 2 sérráðum sambandsins mættu á þingið auk gesta og starfsmanna þingsins. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins

DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur hinn árlega kaffidag félagsins sunnudaginn 14. mars í Bústaðakirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 en prestur verður sr. Pálmi Matthíasson. Þegar messunni lýkur hefst kaffisala í safnaðarheimilinu. Meira
13. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 459 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður kl. 11 á morgun í safnaðarheimilinu. Föndur. Guðsþjónusta kl. 14 sama dag, flutt verður litanía séra Bjarna Þorsteinssonar, sem er með því fegursta sem íslenska kirkjan á. Æskulýðsfélagið fer í skautaferð á Vestmannsvatn á morgun, takið með ykkur nesti. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá sr. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 775 orð

Konungurinn sem lagði grundvöllinn að nútíma konungdæmi Hann þótti villtur á yngri árum, en það var áður en kóngafólk var lagt í

FYRSTI Danakonungurinn, sem virti lýðræði, sá fyrsti, sem lét taka við sig viðtal í útvarpinu og síðan í sjónvarpinu. Með öðrum orðum: Fyrsti nútímakonungur Dana. Þannig hefur Friðriks IX Danakonungs verið minnst í Danmörku í vikunni, en Íslendingar geta rifjað upp að öld er liðin frá fæðingu síðasta íslenska krónprinsins, sem lést 1972. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 406 orð

Konungur í umsátri

Knights And Merchants, leikur frá Interactive Magic fyrir Windows 95/98. Leikurinn gerir kröfu um 133 MHz pentium með 50 Mb laus á hörðum diski, DirectX þarf til og 16 Mb minni. LEIKJAFYRIRTÆKIÐ Interactive Magic gaf nýlega út einn af þeim fáu leikjum sem blanda vel saman rauntíma stríðsleikjum (Red Alert) og byggingar- og viðhaldsleikjum (Civ). Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs opnuð

KOSNINGAMIÐSTÖÐ Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs verður opnuð á morgun, sunnudag, kl. 16, á Suðurgötu 7, á horni Vonarstrætis og Suðurgötu. Listamenn flytja orð og tóna og nokkrir frambjóðendur og forystumenn flokksins ávarpa gesti. Kaffi og sætabrauð á boðstólum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNING fyrir börn verður í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 13. mars kl. 14. Sýndar verða tvær stuttar myndir sem báðar fjalla um ævintýri eftir danska ævintýraskáldið H.C. Andersen. Fyrri myndin "Hvordan det videre gik den grimme ælling" er teiknimynd þar sem á gamansaman hátt er sagt frá ljóta andarunganum, sem breyttist í svan. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kyoto-tillögu vísað til ríkisstjórnar

ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA þingmanna Samfylkingarinnar um að ríkisstjórnin undirriti nú þegar fyrir Íslands hönd Kyoto-bókunina, bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um lofslagsbreytingar, náði ekki fram að ganga á Alþingi á fimmtudag og var henni vísað til ríkisstjórnarinnar. Í áliti meirihluta umhverfisnefndar Alþingis, sem mælti með vísun tillögunnar til ríkisstjórnar, segir m.a. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 418 orð

Lafontaine lokar sig af

EKKI er nóg með að skyndileg afsögn Oskars Lafontaines úr öllum opinberum embættum hafi vakið furðu samlanda hans og reyndar umheimsins alls, sem fylgist með þýzkum stjórnmálum, heldur hefur hátterni hans daginn eftir afsögnina ekki síður valdið mönnum heilabrotum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Leiðrétt Internetið - útflutningsleið nútímans

Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær um ráðstefnuna "Internetið - útflutningsleið nútímans" féll niður annar aðstandandi ráðstefnunnar. Hið rétta er að ráðstefnan var haldin á vegum Útflutningsráðs Íslands og Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Líta þarf til styrks og stærðar flokka

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í svari við fyrirspurn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær að ekki ætti að gera kröfu til þess fyrirfram að Sjálfstæðisflokkurinn færi með forsætisráðuneytið yrði flokkurinn aðili að næstu ríkisstjórn, enda væri það samningsatriði á hverjum tíma. Á hinn bóginn þyrfti þó að líta til styrks og stærðar flokka. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Lýst eftir stolinni bifreið

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni HX-898 sem er Toyota Corolla árgerð 1986, rauð að lit. Bifreiðinni var stolið frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, mánudaginn 8. mars. s.l. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um bifreiðina hafi samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Maraþon í sundi fyrir hreyfihamlaða unglinga

UNGLINGAHÓPURINN BUSL sem er á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, mun halda maraþon í sundi. Maraþonið hefst laugardaginn 13. mars kl. 9 í sundlaug Sjálfsbjargarheimilisins í Hátúni 12, gengið inn að norðanverðu. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Málþing um streitu

NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur efnir til málþings í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 16. mars kl. 20. Málþingið ber yfirskriftina: Líf án streitu. Í fréttatilkynningu segir að fjallað verði um spurningar á borð við hvaðan streitan sé komin, hvort við getum hamið hana, hvort hægt sé að nýta hana til góðs eða þurfi að útrýma henni. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 448 orð

Mega búast við að kjör þeirra batni verulega

LANDSFUNDARFULLTRÚAR lögðu fjölmargar fyrirspurnir fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins varðandi kjör aldraðra og öryrkja og fleiri hópa þjóðfélagsins í fyrirspurnartíma á landsfundi flokksins í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra ítrekaði ummæli sín úr setningarræðu landsfundarins um að athugun hefði leitt í ljós að kjör öryrkja og aldraðra hefðu hrunið á árunum 1987­1991, Meira
13. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 189 orð

Mikil eftirspurn eftir plássi

GÍFURLEG eftirspurn er eftir plássi í því verslunarhúsnæði, sem Vatnsmýrin ehf. fyrirhugar að reisa í Vatnsmýrinni í Reykjavík, við Umferðarmiðstöðina BSÍ. Kaupfélag Eyfirðinga á 60% hlut í félaginu og sagði Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, að áhuginn væri miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Minni verðmæti þrátt fyrir meiri veiði

VETRARLOÐNUVERTÍÐIN er nú á síðasta snúningi en vertíðin hefur valdið bæði sjómönnum og framleiðendum verulegum vonbrigðum, þrátt fyrir að veiðin sé nú þegar orðin nokkuð meiri en á allri vetrarvertíðinni á síðasta ári. Meira
13. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 379 orð

Mun fleiri umsóknir en hægt er að sinna

FJARKENNSLA í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur síðustu fimm ár verið rekin sem tilraunaverkefni en því skeiði lauk um síðustu áramót. Ætlunin er að þjónustan verði framvegis mikilvægur þáttur í starfsemi Verkmenntaskólans. Á þessum tíma hefur starfsemin vaxið og dafnað og stunda nú 270 nemendur nám í fjarkennslu við skólann. Meira
13. mars 1999 | Miðopna | 343 orð

Nauðsynlegt er að selja Landssímann

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær að nauðsynlegt væri að einkavæða Landssímann. Hann gæti ekki þrifist almennilega í óbreyttu rekstrarformi í þeirri alþjóðlegu samkeppni sem framundan væri. Hann sagði einnig að selja ætti ríkisbankana. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Námskeið um að nota og styrkja bak

BAKSKÓLI Gigtarfélags Íslands hefst mánudaginn 15. mars kl. 17.­19. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkraþjálfari kennir hvernig á að nota og styrkja bak á réttan hátt. Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu baksins og helstu mein og varnir þeirra, líkamsbeitingu og vinnuvernd. Hver tími er byggður upp af bæði bóklegum og verklegum þáttum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Nemendasýning og liðakeppni í dansi á Broadway

NEMENDASÝNING Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin á Broadway sunnudaginn 14. mars nk. Þar munu allir nemendur í barna- og unglingahópum skólans ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram með sýnishorn af því sem þeir hafa lært í vetur. Húsið verður opnað kl. 13 og hefst sýningin kl. 14. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 317 orð

N-Kóreumenn harðorðir í garð Bandaríkjanna

NORÐUR-KÓRESK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau myndu ekki slaka á stefnu sinni hvað framleiðslu á eldflaugum varðar. Sökuðu talsmenn N-Kóreu Bandaríkjastjórn um að stefna að hernaðarlegum yfirráðum í Asíu. Norður-Kóreustjórn á um þessar mundir í viðræðum við Bandaríkjamenn í New York vegna neðanjarðarmannvirkis sem líklegt þykir að hýsi kjarnorkurannsóknastöð. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 157 orð

Nýtt ferðaútibú á Akranesi

Akranesi­Nýr umboðsmaður, Þórdís Arthursdóttir, hefur tekið við söluumboði Norrænu ferðaskrifstofunnar, Smyril Line, Ferðaskrifstofu Úrvals-Útsýnar og Plúsferða á Akranesi og opnað skrifstofu á Kirkjubraut 3. Þórdís er ekki alveg ókunnug ferðamálum og þjónustu vegna þeirra. Hún starfaði m.a. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 509 orð

Ógnaröld enn á ný á Haítí

ÓGNARÖLD hefur gengið í garð á ný á Haítí í Karíbahafinu. Eyjaskeggjar hafa á liðnum mánuðum mátt búa við stjórnleysi, og meiri fátækt og ofbeldi en nokkru sinni frá því að Bandaríkjastjórn kom herstjórn Raoul Cedras, hershöfðingja, frá árið 1994 og Jean-Bertrand Aristide, lýðræðislega kjörnum forseta landsins, aftur til valda. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ólafur Ólafsson ræðir um samskipti lækna og sjúklinga

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús mánudaginn 15. mars kl. 20.30 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, ræðir um samskipti lækna og sjúklinga. Í frétt frá Styrk segir að allir velunnarar félagsins séu velkomnir. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 480 orð

Pentium III

BARÁTTAN á örgjörvamarkaði tekur nýjan kipp nú um stundir, eftir að Intel kynnti nýjustu útgáfu af örgjörva sínum, Pentium III. Breytingar á milli gerða, þ.e. frá Pentium II í Pentium III, eru þó ekki mjög miklar og ekki verður verulegt aflaukning fyrr en hraðari gerðir Pentum III koma á markað síðar á árinu. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Rannsókn lokið á þætti Íslendinga í spillingarmáli

NOKKRIR Íslendingar hafa verið yfirheyrðir í tengslum við spillingarmál fyrrum framkvæmdastjóra skrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ástæða þyki til að gefa út ákæru á hendur mönnunum en rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á málinu er lokið. Meira
13. mars 1999 | Miðopna | 77 orð

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins svöruðu fjölmörgum spurningum fulltrúa á 33. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum á landsfundi flokksins fyrir hádegi í gær. Landsfundarfulltrúar báru fram fjölmargar fyrirspurnir fyrir ráðherrana um ólík málefni og stóðu umræður yfir í hálfa þriðju klukkustund. Egill Ólafsson og Ómar Friðrikssonfylgdust með umræðunum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Réðst að forstöðumanni og fangaverði

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á miðvikudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 6. mars um gæsluvarðhald vistmanns á Akurhóli í Rangárvallasýslu vegna líkamsárásar á forstöðumann heimilisins. Vistmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur fellur í máli hans, en þó eigi lengur en til til 19. apríl. Fyrir Hæstarétti kom m.a. fram að vopn hefðu fundist við húsleit í herbergi mannsins á Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Rúta með 40 manns fór út af vegi

HÓPFERÐABIFREIÐ með 40 manns fauk út af veginum við Björnólfsstaði í Langadal rétt eftir hádegið í gær. Rútan hélst á hjólunum og engan sakaði. Farþegarnir voru selfluttir í ESSO-skálann á Blönduósi þar sem þeir biðu þangað til rútan gat haldið áfram. Bifreiðin var á leiðinni frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar þegar óhappið varð. Meira
13. mars 1999 | Miðopna | 565 orð

RÚV getur ekki starfað eftir óbreyttum lögum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir nauðsynlegt að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Um slíkar breytingar verði hins vegar að skapast víðtæk samstaða og enn hafi ekki tekist sátt um breytingarnar. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sameining kennarafélaganna samþykkt

FÉLAGAR í Kennarasambandi Íslands og í Hinu íslenska kennarafélagi hafa samþykkt sameiningu félaganna í allsherjaratkvæðagreiðslu í hvoru félaganna um sig og verður stofnþing nýs kennarasambands haldið 11.-13 nóvember næstkomandi og tekur félagið síðan formlega til starfa 1. janúar árið 2000. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Samkoma Súðvíkinga, Álftfirðinga og Seyðfirðinga syðra

FÉLAG Súðvíkinga, Álftfirðinga og Seyðfirðinga syðra verður sunnudaginn 14. mars í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að lokinni messu í kirkjunni sem hefst kl. 14. Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, fyrrverandi sóknarprestur Súðvíkinga. Félagsstjórnin gengst fyrir samkomunni og dagskrá hennar. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 100 orð

Samkomulag um minni olíuframleiðslu

SAMKOMULAG tókst á fundi olíuríkja í Haag í gær um að draga úr framleiðslu olíu, sem nemur tveimur milljónum tunna á dag, í því augnamiði að hækka verð hennar á heimsmarkaði. OPEC, samtök tíu olíuframleiðsluríkja, auk Mexíkó, Venesúela og Noregs eiga aðild að samkomulaginu. Olíuverð hækkaði strax í 13 dollara tunnan í gær, sem er hæsta verð í fimm mánuði. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Samæfing björgunarsveita á Suðurnesjum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda samæfingu björgunarsveita á Suðurnesjum ásamt Almannavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Suðurnesja og slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt svæðisstjórn laugardaginn 13. mars. Fyrirhugað er að hafa æfinguna milli kl. 13 og 18. Meira
13. mars 1999 | Miðopna | 1127 orð

Sannfærður um að gjald á aflaheimildir getur hækkað

TÖLUVERÐAR umræður urðu um fiskveiðistjórnkerfið og úthlutun aflaheimilda í fyrirspurnartíma ráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að lagt hefði verið gjald á úthlutaðar aflaheimildir allt frá upphafi kvótakerfisins til að standa undir tilteknum afmörkuðum kostnaði. Meira
13. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 314 orð

Setja á laggirnar rannsóknarnet

RANNSÓKNARNET verður sett upp á vegum Rannsóknarráðs Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn er að efla rannsóknir og uppbyggingu þekkingar á Íslandi með aukinni samhæfingu og samstarfi háskólanna og stofnana atvinnuveganna. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 118 orð

Sigursteinn Guðmundsson læknir heiðraður

Blönduósi-Austur-Húnvetningar þökkuðu Sigursteini Guðmundssyni héraðslækni fjörutíu ára giftudrjúgt starf í samsæti sem haldið var honum til heiðurs í félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni á sunnudag. Það var héraðasnefnd A-Húnavatnssýslu sem stóð fyrir samkomunni fyrir hönd héraðsbúa. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

"Síberíuhraðlestin" sýnd í bíósal MÍR

KVIKMYNDIN "Síberuhraðlestin" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. mars kl. 15. Mynd þessi var gerð í Kazakhstan á áttunda áratugnum undir leikstjórn Eldars Úrazbajevs, en handritshöfundar voru þeir Alexander Adabashjan og Nikita Mikhalkov í samvinnu við Andrei Mikhalkov- Kontsalovskíj. Sagan, sem sögð er í myndinni gerist á árinu 1927. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 474 orð

Sjálfstæðisstefnan í nútíð og framtíð

ÞRÍR málefnafundir í fundaröð undir yfirskriftinni Sjálfstæðisflokkurinn í sjötíu ár voru haldnir á Hótel Sögu í fyrrakvöld í tengslum við 33. landsfund Sjálfstæðisflokksins. Flestir virtust kjósa að sækja fund um sjálfstæðisstefnuna í nútíð og framtíð í þéttsetnum Ársal en færri þátttakendur voru á fundi um Frelsi og framfarir í 70 ár og fundi undir yfirskriftinni Frjáls þjóð í frjálsu landi. Meira
13. mars 1999 | Landsbyggðin | 101 orð

Sjóvá-Almennar og Ferðaskrifstofa Austurlands í Níuna

Egilsstaðir-Sjóvá-Almennar hafa flutt í nýtt húsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum sem hefur fengið nafnið Nían. Helgi Kjærnested umboðsmaður Sjóvár-Almennra á Egilsstöðum hefur tekið við sem svæðisstjóri tryggingafélagsins á Austurlandi. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 492 orð

Sjúkdómur sem veldur blindu ættgengur

FYRSTU niðurstöður rannsóknarverkefnis um augnsjúkdóminn aldursbundna hrörnun í augnbotnum (AMD) benda til þess að hann sé ættgengur, en sjúkdómurinn er algengasta orsök blindu á Íslandi hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Þetta kom fram á aðalfundi Augnlæknafélags Íslands, sem hófst í gær í húsi félagsins í Hlíðarsmára, en um 50 manns sóttu fundinn. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Skipulagsreglur flokksins verði endurskoðaðar

MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til við landsfund flokksins að henni verði falið að skipa sérstaka nefnd til þess að endurskoða skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins og leggja tillögur að nýjum reglum fyrir næsta landsfund. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Skíðaganga og gönguferð

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja sunnudagsferða á sunnudag. Kl. 10.30 er skíðaganga yfir Leggjabrjót, gömlu leiðina milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Sú ganga er fyrir vant skíðagöngufólk. Athugun hefur leitt í ljós að skíðafæri er erfitt og því æskilegt að vera á skíðum með stálköntum. Kl. 13 er gönguferð á Reykjaborg (286 m. y.s.) og Æsistaðafjall í Mosfellssveit. Meira
13. mars 1999 | Óflokkað efni | 5540 orð

Skoðanaverksmiðju lokað

Skoðanaverksmiðju lokað Honum var fyrst hrósað ellefu ára og hné þá í ómegin; fólki var ekki hrósað í Dölunum. Hann gekk oft með kröfuspjöld milli Keflavíkur og Reykjavíkur, Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Spúlað af þrótti

ÞAU eru mörg störfin sem til falla. Eitt þeirra er að þrífa og ganga frá tækjum og búnaði sem tilheyrir undirstöðuatvinnugreininni, fiskveiðum. Maðurinn gaf sér engan tíma til að líta upp þegar hann spúlaði af þrótti á hafnarbakkanum nýverið. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Stjórnmálafundur og kjördæmafélag

SVERRIR Hermannsson boðar til almenns stjórnmálafundar í Félagslundi á Reyðarfirði í dag, laugardaginn 13. mars, kl. 15. Klukkustund fyrr verður stofnfundur kjördæmisfélags Austurlands haldinn á sama stað. Meira
13. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Svalbakur EA undir þýskan fána á ný

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur leigt frystitogarann Svalbak EA á ný til þýska útgerðarfyrirtækisins Mecklenburger Hochseefischerei, MHF. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA, sagði miðað við að skipinu öðlist nýjan fána út um miðjan apríl og það verði í leigu í um hálft ár. Sæmundur sagði að Svalbakur færi til karfaveiða á Reykjaneshrygg á vegum MHF í næsta mánuði. Meira
13. mars 1999 | Óflokkað efni | 219 orð

Svavar hefur verið á kafi í stjórn málum mjög lengi. En ætli hann hafi haft tíma fyrir eitthvað ann

Svavar hefur verið á kafi í stjórn málum mjög lengi. En ætli hann hafi haft tíma fyrir eitthvað annað? Spurningunni svarar hann ját andi. Segist til að mynda eiga hesta og vera útivistarmaður. ?vo á ég stóra fjölskyldu. Ég á þrjú börn og Guðrún á þrjú og við reynum að eyða eins miklum tíma og við getum með krökkunum okkar og barna börnum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sælkeraferð til Parísar fyrir áskrifendur

ÁSKRIFENDUR Morgunblaðsins eiga kost á að fara í sælkeraferð til Parísar með matar- og vínsérfræðingi Morgunblaðsins 9.­12. apríl nk. Steingrímur Sigurgeirsson, sem þekkir vel matar- og vínmenningu Frakka, verður fararstjóri og hann mun svara fyrirspurnum á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni í dag kl. 14­16. Flogið er til Parísar á föstudegi og gist á Home Plaza Bastille í þrjár nætur. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 218 orð

Talsmaður Starrs segir af sér eftir rannsókn á fréttaleka

CHARLES Bakaly, talsmaður Kenneth Starrs sagði af sér á fimmtudag. Uppsögnin kom í kjölfar niðurstaðna frumrannsóknar á fréttaleka frá skrifstofu Starrs til fjölmiðla í tengslum við rannsókn á málum Bill Clintons, Bandaríkjaforseta. Málið hefur nú verið sett í hendur bandaríska dómsmálaráðuneytisins og liggur Bakaly undir grun. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Tek pólitíska ábyrgð á ráðningu Svavars

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var spurður að því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hvort hann teldi viðeigandi að gera einn helsta talsmann andstæðinga utanríkisstefnu þjóðarinnar í 30 ár að sendiherra. Þar er átt við Svavar Gestsson, sem skipaður hefur verið sendiherra í Kanada. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 776 orð

Tengsl landanna innsigluð með nýjum hætti

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar í Póllandi sérstakur gestur pólska ríkisins við hátíðlega athöfn í Varsjá í gærkvöldi, til að fagna inngöngu Póllands í Atlantshafsbandalagið, en formlegur samningur þar að lútandi var undirritaður fyrr um daginn. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Tollgæslan leitar áfram og kyrrsetur skipið

TOLLGÆSLAN í Reykjavík kyrrsetti í gær Goðafoss, eitt skipa Eimskips, en leit að smyglvarningi hefur staðið yfir í skipinu eftir að smygl uppgötvaðist síðastliðinn mánudag. Skipið átti að halda áleiðis til Bandaríkjanna í gær en ekki var vitað í gærkvöld hversu lengi skipið yrði kyrrsett. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Töluverð sinnaskipti

"ÉG ER ánægð að heyra í fyrsta skipti svona afgerandi að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að viðurkenna að það þurfi að taka á og mynda þjóðarsátt um sjávarútvegsmálin, sem er langt í frá til staðar í dag," sagði Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Um 200 manns í kvöldverði Landssambands sjálfstæðiskvenna

LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna boðaði til kvöldverðar í Ásgarði í Glæsibæ á fimmtudagskvöld þar sem um 200 manns, flest konur, hlýddu á ávarp Sólveigar Pétursdóttur, frambjóðanda til varaformannsembættis Sjálfstæðisflokksins. Einnig tóku til máls frambjóðendur til miðstjórnar flokksins, Ásgerður Magnúsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Elínborg Magnúsdóttir og Birna Lárusdóttir. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ungverjalandsferð kynnt

FÉLAGIÐ Ísland ­ Ungverjaland gengst fyrir ferð til Ungverjalands dagana 22.­29. maí nk. fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Fararstjóri í ferðinni verður Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður en hann stundaði nám í Ungverjalandi til fjögurra ára. Dvalist verður í höfuðborginni Búdapest í tvo daga og síðan ferðast um landið. Áhersla verður lögð á ungverska menningu, bæði til munns og handa. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Útgerð greiði launakostnað sjómanna

"ÉG TEL að þegar litið sé til sögunnar sé sjómannaafslátturinn niðurgreiðsla á útgerðarkostnaði í landinu, þ.e.a.s. niðurgreiðsla á launakostnaði útgerðarinnar. Mín skoðun er sú að við eigum að reyna að koma þeim kostnaði af ríkinu yfir á launagreiðandann, þ.e. útgerðina. Þetta verður ekki gert í einu vetfangi miðað við hvernig mál hafa þróast á löngum tíma í þessu sambandi," sagði Geir H. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Varaformannskjör á morgun

KOSNING varaformanns Sjálfstæðisflokksins fer fram síðdegis á morgun, ef marka má dagskrá fundarins, en í dag verða m.a. umræður um ályktanir landsfundarins. Starfshópar starfa fram yfir hádegi í dag en í kvöld verður landsfundarhóf; kvöldverður og dans á Hótel Íslandi. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 307 orð

Verður að fleyta mönnum eitthvað áfram

"MENN hafa alltaf tekið málefnalegri gagnrýni. Það er auðvitað mikilvægt," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra þegar leitað var álits hans á ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um sjávarútvegsmál í setningarræðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Viðskipti stöðvuð með SR-mjöl

LOKAÐ var fyrir viðskipti með hlutabréf SR-mjöls á Verðbréfaþingi Íslands þar til klukkan 15 í gær. Ástæðuna má rekja til fréttar í Morgunblaðinu um starfsemi félagsins. Í fréttatilkynningu frá Verðbréfaþingi segir að í ljósi fréttar Morgunblaðsins um lokun tveggja fiskimjölsverksmiðja SR-mjöls hafi þingið átt von á því að félagið sendi VÞÍ frétt til birtingar áður en viðskipti hæfust kl. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 456 orð

"Viðurkenning fyrir starfsfólk okkar"

ÞÓRA Guðmundsdóttir, sem á og rekur Flugfélagið Atlanta ásamt manni sínum Arngrími Jóhannssyni, tók í gær við viðurkenningu fyrir að vera frumkvöðull ársins meðal kvenna í Evrópu, á heiðurssamkomu sem haldin var á lokakvöldi árlegrar ráðstefnu Europes 500 þar sem helstu frumkvöðlar Evrópu í atvinnulífinu koma saman og haldin er í Edinborg í Skotlandi. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Vigdís heiðursforseti Alliance Francaise

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörin heiðursforseti Alliance Francaise á stjórnarfundi félagsins á fimmtudaginn. Árni Snævarr, forseti félagsins, afhenti Vigdísi viðurkenningarskjal í tilefni heiðursnafnbótarinnar. Að sögn Árna hafa tengsl Vigdísar við Frakkland, þ.e. við franska tungu og menningu, ávallt verið mjög góð. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 357 orð

Virk samkeppni nái að þróast

SAMKEPPNISRÁÐ ákvað á fundi sínum í gær að falla ekki frá tímabundnum skilyrðum um að Flugfélag Íslands lagi sig ekki að brottfarartímum keppinautarins, Íslandsflugs, í Egilsstaðaflugi. "Tilgangurinn með þessari ákvörðun er ekki að vernda keppinaut Flugfélags Íslands. Meira
13. mars 1999 | Erlendar fréttir | 145 orð

Yehudi Menuhin látinn

FIÐLULEIKARINN heimskunni, Sir Yehudi Menuhin, lést á sjúkrahúsi í Berlín í gær, 82 ára að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Menuhin fæddist í New York í Bandaríkjunum, sonur rússneskra foreldra af gyðingaættum, en varð breskur ríkisborgari árið 1985 og var aðlaður árið 1993. Menuhin var undrabarn í tónlistinni og þótti einn besti fiðluleikari í heimi. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Þarf að stíga skrefin varlega

"ÉG hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við myndum taka upp hvalveiðar að nýju. Þetta mál er hins vegar flókið. Það kemur inn á mjög víðtæka hagsmuni okkar," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartíma ráðherra Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í gær. Meira
13. mars 1999 | Óflokkað efni | 748 orð

Þá segir Svavar ráð fyrir því gert að skipið Íslendingur, frá Breiðafirði til Grænlands, upp í E

Þá segir Svavar ráð fyrir því gert að skipið Íslendingur, frá Breiðafirði til Grænlands, upp í Eiríksfjörð, og svo niður með Kanadaströndum og til Quebec. "Skipið kemur að norðurodda Nýfundnalands, þar sem eru Leifsbúðir ­ þar sem talið er að Leifur Eiríksson hafi komið. Ég hef farið með fullt af meðframbjóðendum mínum á vinnustaði. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 758 orð

Þríeykið settist þar sem það vildi

"ÉG ER auðvitað pínulítið leið, ég neita því ekki. Ég var tilbúin til að verða að einhverju liði þarna," sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður þegar viðbragða hennar var leitað við niðurstöðunni um framboðslista Vinstri hreyfingar ­ græns framboðs í Reykjavík, þar sem hún er ekki meðal frambjóðenda. Ögmundur Jónasson sagði að sér þætti miður að Guðrún hefði ekki tekið sæti á listanum. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Ætlað forseta, ríkisstjórn Íslands og Alþingi

ALEKSANDER Kwasniewski forseti Póllands færði Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands tvær kúffullar körfur af pólska súkkulaðkexinu Prins Polo við hátíðarkvöldverð sem hinn fyrrnefndi hélt til heiðurs forseta Íslands í fyrrakvöld. Meira
13. mars 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

BLAÐAUKI um fermingar fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar er fjallað um ferminguna frá ýmsum sjónarhornum, rætt við fermingarbörn og foreldra, skoðaðar fermingarmyndir af þekktum Íslendingum o.fl. Meira

Ritstjórnargreinar

13. mars 1999 | Staksteinar | 373 orð

Svavar sendiherra ­ merk tímamót

ÓSKAR Guðmundsson ritstjóri vefritsins "Sameining" skrifar leiðara með ofangreindri fyrirsögn, sem er eins konar kveðja til Svavars Gestssonar, fyrrverandi alþingismanns og núverandi sendiherra Íslands í Kanada. Meira
13. mars 1999 | Leiðarar | 625 orð

TÆKIFÆRI SCHRÖDERS

AFSÖGN Oskars Lafontaines, sem fjármálaráðherra Þýskalands og formanns Jafnaðarmannaflokksins, SPD, var jafnóvænt og hún var óhjákvæmileg. Á því hálfa ári sem liðið er frá því stjórn Gerhards Schröders tók við völdum í Þýskalandi hefur flest farið úrskeiðis, sem gat farið úrskeiðis. Stjórnin hefur einkennst af sundurlyndi og togstreitu ráðherra, ekki síst þeirra Lafontaines og Schröders. Meira

Menning

13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 223 orð

Brosandi, ferskar og kynþokkafullar poppstjörnur

Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD voru helstu poppurum landsins veitt Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957. Valið fór þannig fram að hlustendur stöðvarinnar hringdu og bentu á þá sem þeim þóttu bestir, en alls voru veitt verðlaun í tíu flokkum. Breiðskífa ársins var valin Nákvæmlega með Skítamóral, en sú sveit var einnig kjörin hljómsveit ársins 1998. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 247 orð

Gaman að spila fyrir fleiri eyru

Íslensku tónlistarverðlaunin Gaman að spila fyrir fleiri eyru ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin voru veitt fyrir tónlistarafrek ársins 1998, á Hótel Grand á fimmtudagskvöldið, þar sem ungir og eldri tónlistarmenn skiptu með sér kuðungum kvöldsins. Ensími þótti bjartasta vonin og átti líka lag ársins. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 576 orð

Gaman á Alþingi

Alveg er eins og ríkisrásin hafi verið nokkuð lengi að undirbúa hugarfar fólks fyrir útsendingu frá Alþingi á mánudagskvöldið. Vikuna á undan hafði rásin sýnt Ókindina II, Fúll á móti, Hættuleg kynni og Nú eða aldrei á sunnudag, eins og um væri að ræða síðustu forvöð til að koma vitinu fyrir þingheim í aðfara kosninga. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 380 orð

Heilbrigt hár og frjálslegt útlit

Vor- og sumartískan í hárklippingum Heilbrigt hár og frjálslegt útlit DÚDDI og Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistarar eru nýkomin frá Frakklandi þar sem þau voru á sýningu Haute Coiffure Française á sumarlínunni í hárklippingum og litun. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 310 orð

Hótel Hekla sýnt í Skandinavíu

LEIKFÉLAGINU Fljúgandi fiskum hefur verið boðið að sýna ljóðleikinn Hótel Heklu á Íslandsdögum í Åbo og Pero's Teater í Stokkhólmi nú í mars. Leikurinn var frumsýndur í Kaffileikhúsinu nýlega. Hótel Hekla segir frá flugfreyju, sem Þórey Sigþórsdóttir leikur, sem þarf að kljást við "óþægilegan" farþega, en hann er leikinn af Hinriki Ólafssyni, á leið til útlanda. Meira
13. mars 1999 | Kvikmyndir | 164 orð

Hrokagikkir dilla sér

Leikstjórn og handrit: Whit Stillman. Aðalleikarar: Kate Beckinsale, Chloe Sevigny, Robert Sean Leonard og Jennifer Beals. Castle Rock Ent. 1998. KATE og Chloe leika vinkonur sem vinna saman, leigja saman og dansa saman næturlangt á aðaldiskóteki borgarinnar. Samt líkar þeim ekki sérlega vel hvorri við aðra. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 385 orð

Hverju orði velt við"

PÉTUR Gunnarsson rithöfundur hlaut í gær Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar. Þann dag, föstudaginn 12. mars 1999, voru 110 ár liðin frá fæðingu Þórbergs og af því tilefni voru stílverðlaunin afhent í fjórða sinn. "Í verki sínu mun hann kenna og benda yfir ókomnar aldir Íslands, sem vonandi verða margar," sagði Pétur m.a. Meira
13. mars 1999 | Kvikmyndir | 319 orð

Ketkrókur í Karíbahafinu

Leikstjóri Danny Cannon. Handritshöfundur Tray Callaway. Kvikmyndatökustjóri Vernon Leyton. Tónskáld John C. Frizzell. Aðalleikendur Jennifer Love Hewitt, Freddie Prinze Jr., Brandy Norwood, Mekhi Phifer, Muse Watson, Bill Cobbs. 100 mín. Bandarísk. Columbia 1998. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 66 orð

Kíkt í blöðin

Kíkt í blöðin HANN Bop (sýningarnafn hans er Hookwood) drepur tímann og kíkir í blöðin á meðan hann bíður eftir að komast á svið á heimsins stærstu hundasýningu sem haldin er í Bretlandi þessa dagana. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 173 orð

Opnar danshátíð í Vilnius í Litháen

ÍSLENSKI dansflokkurinn opnar danshátíð í Vilnius í Litháen mánudaginn 15. mars. Á efnisskrá verða fjögur verk, Diving og Flat Space Moving eftir Ruis Horta sem dansflokkurinn hefur sýnt í Borgarleikhúsinu að undanförnu, Minha Maria Bonita eftir Láru Stefánsdóttur og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 141 orð

Ólíkum flíkum blandað saman

HÖNNUÐURINN Stella McCartney vekur athygli fyrir meira en að vera dóttir Bítilsins Pauls McCartneys. Á tískusýningu sinni í París á miðvikudag hvarf hún aftur til fortíðar í hönnun sinni, bæði til sinna eigin unglingsára og einnig föður síns. Ólíkum efnum og fatnaði var blandað saman á snjallan hátt og þar mátti t.d. sjá hversdagsbuxur við silkikápur og spariskyrtur. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 141 orð

Ólíkum flíkum blandað saman

HÖNNUÐURINN Stella McCartney vekur athygli fyrir meira en að vera dóttir Bítilsins Pauls McCartneys. Á tískusýningu sinni í París á miðvikudag hvarf hún aftur til fortíðar í hönnun sinni, bæði til sinna eigin unglingsára og einnig föður síns. Ólíkum efnum og fatnaði var blandað saman á snjallan hátt og þar mátti t.d. sjá hversdagsbuxur við silkikápur og spariskyrtur. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 34 orð

Parísartískan

ÞELDÖKKA þokkagyðjan Naomi Campbell spígsporaði um á stuttum rauðum kjól á sýningu Jerome Dreyfuss í háborg tískunnar um síðustu helgina. Tískuvikan sem hófst um um það leyti í París stendur til 16. mars. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 358 orð

Páskamyndin í Þórshöfn

DANSINN, kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, verður páskamyndin í Þórshöfn í Færeyjum í ár. Myndin verður sýnd með færeyskum texta en þýðinguna gerði Árni Dahl, rithöfundur og lektor í færeysku. Hann hefur þegar lokið þýðingunni og hefur verið hér á landi nú í vikunni í þeim erindagjörðum að leggja síðustu hönd á tæknilega hlið verksins. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð

Spennandi hnefaleikar

Í KVÖLD verður boxað í beinni á sjónvarpsstöðinni Sýn. Að þessu sinni ber hæst bardagi Lennox Lewis og Evander Holyfield sem báðir eru margfaldir meistarar og því mikið í húfi. Lewis er 14 kílóum þyngri en Holyfield en aðspurður sagðist sá síðarnefndi ekki óttast þyngdarmuninn. "Ég er ánægður með þetta. Ég hef aldrei áhyggjur af því hversu þungir keppinautar mínir eru. Meira
13. mars 1999 | Margmiðlun | 45 orð

Spurt og svarað

MORGUNBLAÐIÐ gefur lesendum sínum kost á að leita til blaðsins með spurningar um tölvutengd efni, jaðartæki, margmiðlun og leiki. Vinsamlegast sendið spurningar á netfangið spurtþmbl.is. Með fylgi fullt nafn og heimilisfang sendanda. Spurningunum verður svarað á margmiðlunarsíðum Morgunblaðsins eftir því sem verkast vill. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 96 orð

Sungið af innlifun

Selfossi-Árleg söngvarakeppni framhaldsskólanna nálgast nú óðum. Á dögunum var fulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurlands valinn við mikla viðhöfn. Aldrei hafa fleiri keppendur skráð sig til keppninnar en að þessu sinni og var það mat dómnefndar að árangur þátttakenda hafi verið með slíkum ágætum að mjög erfitt var að velja á milli þeirra 22 keppenda sem tóku þátt í Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 101 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar, Blámi, lýkur á morgun, sunnudag. Blámi er hugleiðing Einars um stöðu Kjarvals sem táknmyndar í íslensku samfélagi nútímans. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á helstu verkum Kjarvals: Af trönum meistarans 1946­72. Leiðsögn er um sýningar safnsins alla sunnudaga kl. 16. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá kl. 10­18. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 49 orð

Verk eftir Atla Ingólfsson frumflutt í Berlín

ARDITTI-kvartettinn frumflytur strengjakvartett eftir Atla Ingólfsson í Konzerthaus Berlín í dag, laugardag, kl. 22, á Berlínartvíæringnum. Kvartettinn heitir HZH: Streichquartett nr. 1. Verkið er samið að beiðni stjórnenda Berlínartvíæringsins. Á mánudaginn heldur Atli fyrirlestur í Hochschule der Kunste um kvartettinn og sjálfan sig. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 43 orð

Will og Meg verðlaunuð

SKEMMTIKRAFTURINN Will Smith var valinn leikari ársins og Meg Ryan leikkona ársins á hinni árlegu "ShoWest"-ráðstefnu Samtaka bandarískra kvikmyndahúsaeigenda á miðvikudag. Ráðstefnan er haldin í Las Vegas og er ágætis upphitun fyrir Óskarsverðlaunaafhendinguna sem fer fram 21. þessa mánaðar. Meira
13. mars 1999 | Fólk í fréttum | 39 orð

Þaulæfðir dansarar

Þaulæfðir dansarar HINIR sex mánaða st. bernarðs- hvolpar, Chibi (sem þýðir lítill á japönsku) og Jumbo, dönsuðu vinsælan japanskan dans sem kallast "dojosukui" á hundasýningu nýlega. Þeir hafa æft stíft undanfarna tvo mánuði en dansinn er hefðbundinn japanskur veiðimannadans. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 44 orð

Þrjár strengjasveitir í Seltjarnarneskirkju

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Fram koma þrjár strengjasveitir skólans og flytja verkefni sín, samtals um 80 nemendur. M.a. verða flutt verk eftir Corelli og Bartók. Stjórnendur eru Kristján Matthíasson og Sigursveinn Magnússon. Meira
13. mars 1999 | Menningarlíf | 44 orð

Þrjár strengjasveitir í Seltjarnarneskirkju

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Fram koma þrjár strengjasveitir skólans og flytja verkefni sín, samtals um 80 nemendur. M.a. verða flutt verk eftir Corelli og Bartók. Stjórnendur eru Kristján Matthíasson og Sigursveinn Magnússon. Meira

Umræðan

13. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 963 orð

Akstur fatlaðra barna

DRENGIRNIR mínir tveir hafa notið þessarar þjónustu frá því að þeir voru eins og hálfs árs. Fyrst þegar þeir byrjuðu á Greiningastöðinni, svo tók leikskólinn Múlaborg við, því næst skólinn, sem er Öskjuhlíðarskóli og Hlíðaskóli. Þeir hafa alltaf verið sóttir á morgnana og komið heim seinni partinn, strákarnir hafa sem sagt notið þessarar þjónustu í 13 ár. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 991 orð

Á landsfundi

SKRÍTIN samkoma landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Og fjölmenn. Þeir eru ekki fáir sem öðlast duggunarlitla hlutdeild í valdstjórninni á þessum samkomum ­ eða fá að minnsta kosti að halda það. Það er einhver vellíðan í loftinu sem óinnvígðir fá ekki að kynnast; fundir hjá vinstriflokkum eru eins og þing öskurapa miðað við það fágaða samkenndarþel sem ríkir á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 567 orð

Bættar horfur á leigumarkaði

NOKKUR umræða hefur orðið nýlega um málefni Íbúðalánasjóðs og ástand og horfur á leigumarkaði. Þess vegna er ástæða til að greina frá stöðu mála hvað leigumarkaðinn varðar. Um 20% heimila í landinu eru í leiguhúsnæði. Með lagabreytingu frá því í fyrra er skylda að greiða húsaleigubætur í öllum sveitarfélögum og á allt leiguhúsnæði. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 388 orð

Frjálshyggja er ekki sama og frjálslyndi

UNGIR sjálfstæðismenn hafa riðið röftum að undanförnu og sagt lausnarorðið vera frelsi. Gildir þá einu hvort varan sem höndlað er með sé fíkniefni eða tómatar. Skefjalaus frjálshyggja þessara sömu manna beinist einnig að hlutverki ríkisins, sem á, eftir þeirra forsögn, aðeins að sinna almennri stjórnsýslu og annast löggæslu. Meira
13. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 364 orð

Grunnskóli - úrræðaleysi ­ hvert stefnum við? Opið bréf til menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og

KENNARAR og annað starfsfólk í Ölduselsskóla lýsa yfir áhyggjum af þeim fjölþætta vanda sem blasir við hvarvetna í skólastarfi. Atburðir síðustu vikna og umræður um þá hafa leitt í ljós að þessi vandi er engan veginn staðbundinn. Samkvæmt lögum er grunnskólinn fyrir öll börn og ber honum skylda til að koma til móts við margvíslegar þarfir þeirra. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 379 orð

Grænir fingur borgarfulltrúans

BORGARFULLTRÚINN Kjartan Magnússon mundar stílvopn sitt í Morgunblaðinu á fimmtudaginn og fer mikinn. Þar staðhæfir Kjartan að ungir jafnaðar- og samfylkingarmenn hafi kúvent í afstöðu sinni til tolla á innfluttum vörum og hafi nú færst frá stefnu þeirra Jóns Baldvins og Gylfa Þ. um samkeppni á matvælamarkaði. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 979 orð

Gul spjöld Hæstaréttar

LOKSINS, loksins! kom mér í hug þegar ég heyrði af gulu spjaldi sem Hæstiréttur rétti upp um kvótakerfið heitið. Já, ég tel að kvótakerfið sé ónýtt, hafi reyndar alltaf verið það, bæði sem stjórnkerfi og sem friðunartæki. Ég fylltist gleði yfir því að enn hafi grundvallarkenningar Sjálfstæðisflokksins orðið ofaná eins og alltaf þegar eitthvað víkur til framfara á voru landi. Meira
13. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 506 orð

Hraðakstur á þátt í flestum alvarlegum slysum

VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttum námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í Reykjavík í janúar. Við veltum fyrir okkur annars vegar hvers vegna við unga fólkið ökum hratt og hins vegar akstri í mikilli umferð. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 381 orð

Íbúðarbyggð og umferðarmannvirki

NÚ ER í undirbúningi bygging íbúðarbyggðar í Grafarholti og seinna á Hólmsheiði austan núverandi byggðar í Reykjavík. Á þessum svæðum hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Reykjavíkurborg stundað umfangsmikla skógrækt með góðum árangri. Gróðursetning í Grafarholt hófst árið 1982 og er farið að bera á vöxtulegum ungskógi þar. Upp úr því hófst stórtæk gróðursetning á Hólmsheiði. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 647 orð

"Krítartöflukenningar"

AÐ GEFNU tilefni langar mig að bjóða landsfundargesti í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega velkomna á heimasíðu mína (Krítartaflan, www.hi.is/Ìgylfason/index2.htm), þar sem er að finna ýmislegan myndrænan fróðleik um sjávarútvegsmál og margt fleira. Þar kemur meðal annars þetta fram: Eitt af fyrstu verkum viðreisnarstjórnarinnar árið 1959 var að taka sjávarútveginn af beinu ríkisframfæri. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 427 orð

Kúabændur og kýr

Í TVEIMUR greinum okkar um innflutning fósturvísa úr norskum kúm (Mbl. 27/2 og 6/3/ sl.) höfum við bent á fimm áhættuþætti, ef fluttir verða inn slíkir fósturvísar og ræktun á þeim hafin í landinu í stað íslensku kúnna. Fimm áhættuþættir Í fyrsta lagi fylgir öllum innflutningi sjúkdómahætta. Í öðru lagi er hætta á að íslenska kúastofninum verði útrýmt. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 427 orð

Kúabændur og kýr

Í TVEIMUR greinum okkar um innflutning fósturvísa úr norskum kúm (Mbl. 27/2 og 6/3/ sl.) höfum við bent á fimm áhættuþætti, ef fluttir verða inn slíkir fósturvísar og ræktun á þeim hafin í landinu í stað íslensku kúnna. Fimm áhættuþættir Í fyrsta lagi fylgir öllum innflutningi sjúkdómahætta. Í öðru lagi er hætta á að íslenska kúastofninum verði útrýmt. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 333 orð

Lækkum orkuverð til íslenskrar garðyrkju

LYKILLINN að framþróun og markvissri uppbyggingu íslenskrar garðyrkju er lækkun orkuverðs því of hátt orkuverð stendur í vegi fyrir frekari vexti greinarinnar. Við undirritaðir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum fram í vetur á Alþingi þingsályktunartillögu um þetta efni, en mikilvægt er að þetta mál vinnist sem fyrst í þágu lands og þjóðar. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 620 orð

Mesta hækkun almannatrygginga

Á SÍÐASTA degi Alþingis var dreift upplýsingum til þingmanna um þróun kaupmáttar launa, atvinnuleysistrygginga og almannatrygginga á þessu kjörtímabili. Satt best að segja eru þær upplýsingar sláandi. Með rökum má segja að tölurnar staðfesti að aldrei í sögu lýðveldisins hafi þessar tölur hækkað jafn mikið á einu kjörtímabili. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 980 orð

Rétturinn til upplýsinga og rétturinn til að velja

ALÞJÓÐADAGUR neytendaréttar er haldinn hátíðlegur 15. mars ár hvert og er því nk. mánudag. Þá stilla neytendasamtök um allan heim saman strengi sína. Að þessu sinni er meginverkefni dagsins: Neytendaréttur, hvar stöndum við? Alþjóðasamtök neytenda hafa sett fram átta lágmarkskröfur neytenda. Meira
13. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 512 orð

Sápukúla?

FRÉTT Morgunblaðsins sem fengin var frá Reuter og birtist á forsíðu blaðsins 10. mars sl hafði eftirfarandi fyrirsögn: "IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) veitir Brasilíu nýtt lán. Realinn styrkist". Gamla kempan Kastró hefur líkt fjármálaheiminum við sápukúlu. Ég minntist þessarar samlíkingar þegar ég las fréttina. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 946 orð

Skynsemin ræður

ÍSLENSKIR bændur höfnuðu innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm hingað til lands. Þetta var niðurstaða könnunar sem gerð var þeirra á meðal fyrir liðlega ári. Og enn hafa skynsamir bændur gengið fram fyrir skjöldu, því hálft þriðja hundrað bænda hefur í heilsíðutilkynningu í Morgunblaðinu nýverið bent á að ómæld verðmæti og einstakir erfðaeiginleikar felist í íslenska kúakyninu. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 1007 orð

Telst veiðireynsla ESB við Ísland 100 þús. tonn?

ÚLFAR Hauksson er enn að slást við staðreyndir í nýrri svargrein til mín hér í blaðinu 5. mars sl. undir fyrirsögninni "Steinrunnar staðreyndir Ragnars Arnalds". Orðaval Úlfars á einkar vel við ef haft er í huga hve seigur hann er að berja höfðinu við steininn. Meira
13. mars 1999 | Aðsent efni | 908 orð

Þingvallanefnd tapar áttum

ENN á ný hefur Þingvallanefnd ákveðið að vega að fólkinu við Þingvallavatn með því að leggja fyrir Alþingi ekki bara eitt frumvarp til laga heldur tvö frumvörp, sem ætluð eru til að auka völd nefndarinnar og áhrif umhverfis vatnið og langt út fyrir það. Alla forræðishyggjuna sem þar kemur fram er svo reynt að klæða í búning náttúru- og vatnsverndar, sem studd er rökum vafasamrar fræðimennsku. Meira

Minningargreinar

13. mars 1999 | Minningargreinar | 519 orð

Anna Jónsdóttir

Minning um skólasystur Minnisstæður er sólríkur haustdagur fyrir rúmum fimmtíu árum. Þann dag hittumst við í Reykjavík fjórtán stúlkur sem vorum að hefja nám í Húsmæðrakennaraskóla Íslands er þá var settur í þriðja sinn. Skólinn var þá til húsa í Háskóla Íslands og skólastjórinn Helga Sigurðardóttir lagði okkur lífsreglurnar í námi og skólastarfi. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 628 orð

Anna Jónsdóttir

Hún var ein af hetjum hversdagslífsins. Verkahringur hennar var stór, dagsverkið krefjandi. Þingeyingurinn Anna Jónsdóttir flutti til okkar í Blönduhlíðina í blóma lífsins. Henni fannst fjöllin gróðurlaus og ásarnir grýttir, saknaði kjarrgróðurs og berjalyngs. En Anna aðlagaðist fljótt nýju umhverfi. Þessi glæsilega, glaðlynda kona vann hug og hjörtu allra. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Anna Jónsdóttir

Það er vetur, dimmur morgunn og hríð. Stór rúta stoppar fyrir framan Héðinsminni, hálffull af krökkum. Valdimar ýtir á takka og segir um leið og dyrnar opnast: "Úthlíðin er ekki komin, ætli Jón hafi þurft að keðja"? Þeir krakkar sem ekki eru orðnir unglingar troðast hver um annan þveran út úr bílnum og ryðjast inn um dyrnar á skólanum. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 111 orð

Anna Jónsdóttir

Elsku besta amma mín! Ég vil þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem þú hefur gefið mér, og sem ég mun varðveita vel. Minningarnar um sveitina og allar góðu stundirnar sem við eyddum saman þar. Og alltaf þegar ég svaf hjá ykkur afa í sveitinni komstu og sast hjá mér og last með mér bænirnar áður en ég sofnaði. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 812 orð

Anna Jónsdóttir

Ég man enn glögglega hvenær ég hitti Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinni, ég tíu ára strákpatti, hún ung kona. Hún stóð við sveitasímann á Miklabæ í Skagafirði. Ég var þá nýkominn að Miklabæ til þeirra séra Lárusar Arnórssonar, föðurbróður míns, og Guðrúnar Björnsdóttur, konu hans. Guðrún vildi sýna Önnu strákinn sem ráðinn hafði verið í sveit til hennar og manns hennar Sigurðar Jóelssonar. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Anna Jónsdóttir

Allir þeir miklu akrar sem þú sáðir í og ræktaðir munu standa um eilífð alda. Það er því kaldhæðni örlaganna að þú skulir ekki fá að horfa yfir þá og njóta þeirra ævikvöldið þitt, af hólnum þínum fallega, því vísa ég á bug þeirri kenningu, að hver uppskeri eins og hann sáir. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 658 orð

Anna Jónsdóttir

Margar lýsingar úr Biblíunni gætu átt við hana Önnu en ég hef staðnæmst við þessa: "Leyfið börnunum að koma til mín." Hún var umkringd börnum. Bæði heima með sín sjö og svo barnabörnin, og svo voru það börnin öll sem hún kenndi í Akraskóla. Öll voru þau börnin hennar. Hún sat með þau í kjöltu sér, hneppti að þeim áður en þau fóru út. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 979 orð

Anna Jónsdóttir

Minning löngu liðin kemur upp í huga minn, minning sem oft hefur sagt mér meira en margt annað um mannkostakonuna Önnu á Ökrum. Ég hafði kafað djúpan snjó eftir þjóðveginum framan frá Miklabæ og út að Ökrum. Það var dimmt en stjörnubjart og tunglið lýsti nýfallinn snjóinn í logninu. Ákveðið erindi átti ég við húsvörðinn í Héðinsminni sem þá var Sigurður Jóelsson, eiginmaður Önnu. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 628 orð

Anna Jónsdóttir

Hún var ein af hetjum hversdagslífsins. Verkahringur hennar var stór, dagsverkið krefjandi. Þingeyingurinn Anna Jónsdóttir flutti til okkar í Blönduhlíðina í blóma lífsins. Henni fannst fjöllin gróðurlaus og ásarnir grýttir, saknaði kjarrgróðurs og berjalyngs. En Anna aðlagaðist fljótt nýju umhverfi. Þessi glæsilega, glaðlynda kona vann hug og hjörtu allra. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 173 orð

Anna Jónsdóttir

Elsku amma. Ég man það hvað okkur þótti vænt um blómið gleym- mér-ei, okkur þótti nafnið svo fallegt, en þetta blóm mun alltaf minna mig á þig. Það er margt sem við gerðum sem ég mun aldrei gleyma. Ég gleymi aldrei kvöldunum þegar við horfðum á sólina setjast, fuglarnir sungu og allt var svo fallegt og friðsælt. Þér þótti svo vænt um smáfuglana og hafðir yndi af því að heyra þá syngja. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 71 orð

Anna Jónsdóttir

Elsku langamma okkar. Þú brostir alltaf svo blítt þegar við komum í heimsókn til þín og varst okkur svo góð. Þökkum allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burtu úr þjáningum og þraut þú ert svifin á braut. Vakir vinur þér hjá hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Anna Jónsdóttir

Elsku amma í sveitinni. Þú kvaddir okkur með brosi. Þannig man ég líka alltaf eftir þér. Þú varst alltaf svo góð við mig og stússaðist í kringum mig þegar ég kom í sveitina til þín og afa. "Þrási minn, viltu ekki fá þér eitthvað?" varstu vön að segja þegar ég var rétt kominn inn úr dyrunum og áður en ég gat svarað þér varstu búin að sækja alls konar kræsingar inn í búr og setja á eldhúsborðið, Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 229 orð

Anna Jónsdóttir

Þegar ég frétti andlát Önnu Jónsdóttur fannst mér sem fleirum að hún hefði horfið of snemma af vettvangi, ég vildi ekki missa hana strax. En líf og dauði hefur sinn óbifanlega gang hvað sem við mennirnir segjum eða hugsum og ef við vitum ástvini fara sátta, megum við, sem eftir stöndum, vel við una. En tómleikinn ríkir. Við stöldrum við þegar ljós slokknar. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Anna Jónsdóttir

Elsku amma okkar. Nú ert þú farin frá okkur yfir móðuna miklu. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa stutta grein um svona mikla persónu einsog þig. Það sem einkenndi ömmu alla tíð var góðmennskan, dugnaðurinn og gestrisnin. Við eigum öll hlýjar og góðar minningar um þig. Það var alltaf mikil upplifun að koma til ykkar afa í sveitinni og fá vera hjá ykkur. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 406 orð

ANNA JÓNSDÓTTIR

ANNA JÓNSDÓTTIR Anna Jónsdóttir fæddist að Skógum í Fnjóskdal 25. júní 1925. Hún lést í Landspítalanum 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir, f. 9.11. 1892, d. 13.1. 1973, og Jón Ferdinandsson, f. 9.8. 1892, d. 9.12. 1952. Þau eignuðust sex börn: Kristín, f. 3.1. 1915; Sólveig, f. 25.9. 1917; Ragna, f. 25.11. 1919, d. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 406 orð

ANNA JÓNSDÓTTIR

ANNA JÓNSDÓTTIR Anna Jónsdóttir fæddist að Skógum í Fnjóskdal 25. júní 1925. Hún lést í Landspítalanum 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir, f. 9.11. 1892, d. 13.1. 1973, og Jón Ferdinandsson, f. 9.8. 1892, d. 9.12. 1952. Þau eignuðust sex börn: Kristín, f. 3.1. 1915; Sólveig, f. 25.9. 1917; Ragna, f. 25.11. 1919, d. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 25 orð

BÁRA MAGNÚSDÓTTIR

BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Guðríður Bára Magnúsdóttir fæddist 7. mars 1931. Hún lést á Landspítalanum 3. mars slíðastliðinn og fór útför hennar fram frá Breiðholtskirkju 12. mars. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 287 orð

BÁRA MAGNÚSDÓTTIR

Í gær kvöddum við okkar ástkæru systur og mágkonu, hana Báru, hinstu kveðju. Fyrir átta árum kenndi hún sjúkdóms og gekkst undir skurðaðgerð sem heppnaðist vel, en á síðastliðnu ári tók sjúkdómurinn sig upp. Hún barðist hetjulega við sjúkdóminn og miklar vonir voru bundnar við að hún myndi sigrast á honum. Það ríkir því mikil sorg og söknuður hjá okkur öllum að sjá á bak Báru. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Böðvar Pétursson

Böðvar Pétursson var um áratuga skeið einn af traustustu og kunnustu félagsmönnum og stuðningsmönnum Ferðafélags Íslands. Hann var lengi í hópi þeirra manna, sem lagði sérstaka stund á gönguferðir á vegum félagsins, og ferðirnar, sem hann fór þannig í góðum félagsskap, vítt og breitt um land okkar, átti hann áreiðanlega fleiri en flestir aðrir Ferðafélagsmenn. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 29 orð

BÖÐVAR PÉTURSSON

BÖÐVAR PÉTURSSON Böðvar Pétursson verslunarmaður fæddist á Blönduósi 25. desember 1922. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. mars. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 379 orð

Eyrún Maríusdóttir

Það var kærleikurinn og þjónustuviljinn sem einkenndi allt þitt líf. ­ Auðmjúk og lítillát varstu mamma mín, hvorki munnhvöt né margorð, en leitaðist við að finna fögur og hlýleg orð er hýrguðu hugann. Ég minnist þín æ fyrir gæskuna og kærleikann, svo innilegan og órjúfanlegan í hjarta þér, hvernig svo sem líðan sjálfrar þín var og mótbyr og veikindi settu á þig mark. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 71 orð

Eyrún Maríusdóttir

Til ömmu Í ljósi þú ert og gleymum því liðna. Þú varst svo góð, ég sakna þín sárt. Guð og hans englar skulu fylgja þér áfram á þínum ferðum hvert sem er. Ég elska þig amma, hvort þú ert hér eða á himni, Guð mun ætíð vaka yfir þér. Guð er okkur góður. Við alla þá sem trúa á hann. Hann vill hjálpa öllum þeim sem eiga bágt. Karítas Eyrún. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 30 orð

EYRÚN MARÍUSDÓTTIR

EYRÚN MARÍUSDÓTTIR Eyrún Maríusdóttir fæddist í Reykjavík 21. júní 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Blesastöðum þann 18. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 28. janúar. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 690 orð

Friðrik Vilhjálmsson

Friðrik Vilhjálmsson netagerðarmeistari lést á Hrafnistu hinn 27. febrúar sl. eftir erfið veikindi til margra ára. Við hittumst síðast hinn 11. febrúar sl. er við hjónin vorum á heimferð eftir ferð til útlanda, og áttum þá góða stund saman á Hrafnistu, eins og heilsa hans leyfði og miðað við aðstæður. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 306 orð

Friðrik Vilhjálmsson

Við félagarnir í Landsambandi Veiðarfæragerða minnumst heiðursfélaga sambandsins, Friðriks Vilhjálmssonar netagerðarmeistara, með miklum hlýhug og söknuði, við andlát hans þann 27. febrúar sl. Það var mikill sjónarsviptir að, þegar Friðrik varð að láta af störfum vegna veikinda um miðjan þennan áratug, en hann hélt þó alltaf góðu sambandi við okkur félagana gegnum árin. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 532 orð

Friðrik Vilhjálmsson

Friðrik Vilhjálmsson netagerðarmeistari er látinn. Ég kynntist Friðriki, eða Frissa í Hátúni eins og hann var alla jafnan kallaður á Norðfirði, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili tengdaforeldra minna er síðar urðu en Friðrik, sem hafði að nokkru alist upp í skjóli þeirra, var þar heimagangur og að hluta til í heimili en þau bjuggu í Hátúni á föðurarfleifð Hátúnsfjölskyldunnar. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 1248 orð

Friðrik Vilhjálmsson

Það var nokkuð óvænt þegar móðir mín tilkynnti okkur systkinunum haustið 1982 að hún hygðist gifta sig á ný, enda hafði hún þá búið ein frá árinu 1970 þegar þau faðir minn skildu. Þegar svo í ljós kom að væntanlegur brúðgumi var eins og hann frá Norðfirði var ekki laust við að á okkur færu að renna tvær grímur. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 33 orð

FRIÐRIK VILHJÁLMSSON

FRIÐRIK VILHJÁLMSSON Friðrik Vilhjálmsson fæddist í Hátúni í Nesi í Norðfirði 2. janúar 1921. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. mars. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Guðrún Steinsdóttir

Elsku Guðrún okkar. Á kveðjustundu kemur margt í hug þó komist fáar línur samt á blað. Við eigum hvorki þína dáð né dug né djörfung þá sem fylgir Reynistað. Frá æskudögum allar minnumst þín er ungum sonum þínum bundumst við. Sú minning ekki meðan lifum dvín, sem móðir tókstu okkur þér við hlið. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 90 orð

Guðrún Steinsdóttir

Mig langar til að minnast ömmu minnar með fallegu ljóði eftir Kristján Jónsson. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Guðrún Steinsdóttir

Okkur systurnar langar að kveðja þig elsku amma með fáeinum orðum og þakka þér allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér, þar sem þú umvafðir okkur hlýju og kærleika. Alltaf áttir þú eitthvað handa okkur er við komum til þín, nammi var alltaf í dósinni þinni, alls konar kræsingar á borðum og síðast en ekki síst hlý orð sem þú áttir alltaf handa okkur. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 79 orð

Guðrún Steinsdóttir

Elsku amma. Nú ertu dáin og ég á erfitt með að skilja það. Mér finnst skrítið að nú muntu aldrei framar senda mig og Sigrúnu eftir nammibauknum þínum. Ég sakna þín mikið og veistu það, amma, að ég ætla að biðja Guð um að passa þig vel. Ég veit að þú munt fylgjast vel með mér af himninum og það finnst mér gott. Ég elska þig, amma mín, og ég sakna ömmu minnar á Reynistað. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Guðrún Steinsdóttir

Elsku amma. Þakka þér fyrir allan tímann sem þú gafst mér. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir mig og þú gerðir allaf allt fyrir mig. Söknuður minn er mikill og minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Vonandi líður þér vel hjá Guði. Ég mun aldrei gleyma þér, þú varst svo góð. Þú varst ein af bestu ömmunum mínum og varst alltaf svo skemmtileg. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Guðrún Steinsdóttir

Við kveðjum þig með söknuði, elsku Gunna mín, nú er stórt skarð komið í systkinahópinn þegar þú kvaddir þennan heim síðastliðinn sunnudag. Það var alltaf gaman að koma til þín í heimsókn og þú tókst vel á móti okkur með einstakri gestrisni og hlýju, sem við verðum að eilífu þakklát fyrir. Við munum öll sakna þín mikið og megi guð varðveita þig. Lækkar lífdaga sól. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 356 orð

Guðrún Steinsdóttir

Þegar árum æsku sleppir og við komumst á fullorðinsár, fær lífið á sig nýja mynd og verkefni og skyldur koma í stað ærsla og æskufjörs. Eitt af því sem reynist hvað erfiðast á gangi lífsins, er að horfa á bak ættingjum og vinum sem hverfa af braut þessa jarðlífs. Eftir því sem árin líða fjölgar kveðjustundum og tilfinning tómleika fyllir hjarta og huga. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 581 orð

Guðrún Steinsdóttir

Elsku besta amma. Okkur langar að þakka þér fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú hefur alltaf og munt alltaf skipa ákveðinn sess í hjarta okkar og það tómarúm sem myndaðist við fráfall þitt verður aldrei fyllt. Í öll þessi ár hefur þú verið til staðar fyrir okkur hvenær sem er og tekið ríkan þátt í okkar lífi og fyrir það erum við þakklát. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 399 orð

GUÐRÚN STEINSDÓTTIR

GUÐRÚN STEINSDÓTTIR Guðrún Steinsdóttir fæddist á Hrauni á Skaga 4. september 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn L. Sveinsson, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga, og k.h., Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 418 orð

Guðrún Steinsson

Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur, þú sem mér fannst alltaf vera máttarstólpinn í fjölskyldunni. Núna ert þú komin á æðri staði og vonandi laus við þjáningar og erfiðleika. Síðasta ár hefur verið þér erfitt, eftir að þú gast ekki lengur gert alla hluti af þeim sama krafti og áður og þú gast ekki lengur verið 3 þínu eigin heimili. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 399 orð

Halldóra Sigurjónsdóttir

Föstudagsmorguninn 5. mars sl. hafði illvígur sjúkdómur yfirhöndina þegar Halldóra Sigurjónsdóttir, Dóra eins og flestir kölluðu hana, lést eftir mjög stutt og óvænt veikindastríð. Ekki höfðum við grun um að þetta myndi gerast svona hratt sem raun bar vitni. Siggi frændi Dóra og dætur hennar voru alltaf í mínum huga hluti af minni fjölskyldu frá því að ég man eftir mér í Þórisholti. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 1017 orð

Halldóra Sigurjónsdóttir

Mikið er nú erfitt að þurfa að kveðja þig, elsku amma. Mér finnst svo ósköp sárt að þú sért farin frá mér en svona er lífið, eins óútreiknanlegt og hugsast getur. Sem betur fer þurftir þú ekki að þjást lengi í baráttunni við sjúkdóminn sem tekur svo marga frá okkur. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 304 orð

Halldóra Sigurjónsdóttir

Í dag verður jarðsungin frá Víkurkirkju í Mýrdal Halldóra Sigurjónsdóttir eða Dóra eins og hún var ávallt kölluð. Ungur að árum kynntist ég henni er ég með foreldrum mínum heimsóttum hana í Víkina á ferðalögum okkar. Hún var góður vinur foreldra minna og uppalin á næsta bæ við æskuheimili föður míns. Ekki var því farið til Víkur nema að koma við hjá Dóru. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Halldóra Sigurjónsdóttir

Elsku amma. Það er ekki langt síðan þú varst flutt á sjúkrahúsið og pabbi og mamma sögðu okkur að þú værir mikið veik. Við vonuðumst samt til að þér myndi batna en nú ert þú svo snögglega farin, komin til Guðs þar sem þér mun örugglega líða vel. Nú ert þú hjá Sigga afa sem við kynntumst aldrei. Nú getur þú sagt honum frá okkur, hvað okkur þykir vænt um ykkur þó að þið séuð hjá Guði. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Halldóra Sigurjónsdóttir

Nú er komið að kveðjustund. Ekki hvarflaði að okkur, þegar við heimsóttum Dóru á sjúkrahúsið nýlega, að þetta yrði í síðasta sinn sem við nytum návistar hennar. Kynni okkar hófust þegar hún og Siggi fluttu í hús sambyggt æskuheimili okkar í Vík í Mýrdal. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna og trítluðum við systur yfir til þeirra og gerðum okkur heimakomnar. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 538 orð

Halldóra Sigurjónsdóttir

Hún Halldóra mágkona okkar er farin yfir móðuna miklu. Undrun sætir hvað banamein hennar bar brátt að, en hún var ekki vön að flíka því þótt eitthvað bjátaði á, en vera kann að aðdragandinn hafi verið lengri en okkur grunaði. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 278 orð

HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR

HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR Halldóra Sigurjónsdóttir fæddist í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal 22. maí 1924. Hún lést á heimili sínu í Vík 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Runólfsdóttir, f. 5. okt. 1883, d. 27. feb. 1958, og Sigurjón Runólfsson, f. 18. nóv. 1879, d. 20. júní 1976. Halldóra var þriðja í röð fjögurra systkina. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 75 orð

Haraldur Hafsteinn Guðjónsson

Elsku tengdapabbi, nú er stríði þínu lokið, þú ert kominn á æðra tilverustig. Ég kveð þig með: Frá greinum skógar glaðir söngvar óma í gljúfri hjalar foss um sumarstund, en strönd og hlíð í logaskrúði ljóma, og laufgum möttli skrýðist fósturgrund. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 30 orð

HARALDUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON

HARALDUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON Haraldur Hafsteinn Guðjónsson fæddist á Hólmavík 11. mars 1913. Hann lést 27. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 9. mars. Jarðsett var í Lágafellskirkjugarði. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | -1 orð

Helga Jónína Magnúsdóttir

Þó aðeins sé litið yfir tölulegar staðreyndir um æviferil þessarar höfðingskonu verður ljóst að hún hefur ekki setið óvirk hjá í framgöngu mála í sínu sveitarfélagi, heldur markað spor á ýmsum vettvangi, auk þess að veita forstöðu stórbúi og mannmörgu heimili. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 32 orð

HELGA JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR

HELGA JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR Helga Jónína Magnúsdóttir frá Blikastöðum var fædd að Vesturhópshólum í Þverárhreppi, V-Hún., 18. september 1906. Hún lést 24. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 8. mars. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 322 orð

Ingibjörg Árnadóttir

Þegar ég frétti andlát ömmu minnar Ingibjargar leið mér undarlega og ósjálfrátt fór ég að leiða hugann aftur í tímann. Við systkinin ólumst upp á Sauðárkróki og því var alltaf stutt að fara til ömmu og afa í Borgarey. Það var tekið vel á móti öllum sem þangað lögðu leið sína enda var þar ætíð gestkvæmt. Amma var óþreytandi í að kenna okkur að spila og tefla svo fátt eitt sé nefnt. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 31 orð

INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR

INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Ingibjörg Árnadóttir fæddist á Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu 20. júlí 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 6. mars. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 1486 orð

Ingibjörg G. Árnadóttir

Mér er svo minnisstætt sem gerst hefði í gær er ég fór í sveit í fyrsta sinn. Steingrímur móðurbróðir minn flutti mig og móður mína ásamt fleiri skyldmennum á trillu sem hann átti frá Króknum og út að Reykjum á Reykjaströnd, hins þekkta sögustaðar úr Grettissögu, og hefur það vart verið meira en klukkutíma "stím". Þetta var á fögrum vordegi árið 1952. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 1110 orð

Ingibjörg G. Árnadóttir

Ingibjörg Árnadóttir frá Reykjum er látin. Þegar Árni sonur hennar hringdi í mig og tjáði mér andlát hennar, fannst mér sem svið lífsins yrði strax snauðara við þessa dánarfregn. Ingibjörg var nefnilega ekki nein venjuleg manneskja. Hún var stórbrotin til orðs og æðis og því var það sérstök upplifun að fá að kynnast henni. Ég get vel um það borið eftir nær þriggja áratuga kynni. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Jón Hildmann Ólafsson

Nú er Jónsi farinn frá okkur og sofnaður sínum eilífa svefni, farinn á fund horfinna ástvina. Ég man ekki eftir öðru en að Jónsi frændi og Lára frænka tilheyrðu lífinu okkar. Þegar ég var lítil fórum við á öllum tímum ársins norður á Akureyri til Jónsa og Láru á Oddagötu 3 til þess að eyða smátíma þar hjá þeim og til að heimsækja aðra ættingja. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 421 orð

Jón Hildmann Ólafsson

Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Fólki sem með framkomu sinni er góð fyrirmynd í orði og verki. Fátt þroskar meir en fá að vera samferða slíku fólki. Það eru raunar forréttindi. Jón H. Ólafsson, móðurbróður minn, er látinn í Reykjavík eftir stutt veikindi. Hann var af norðlenskum bændaættum og rakti ættir sínar um Öxnadal þar sem byggð er nú í eyði. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 520 orð

Jón Hildmann Ólafsson

Fallegan vetrardag hinn 7. mars síðastliðinn hringdi systir mín og sagði mér þær sorgarfréttir að Jón frændi okkar væri dáinn eftir stutt veikindi. Jón frændi eða eins og við kölluðum hann Jónsa og stundum gamla því það var annar og yngri Jón í fjölskyldunni, var móðurbróðir minn og var alla tíð á heimili þeirra ömmu og afa á Akureyri eða þar til þau fóru á elliheimili. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 196 orð

JÓN HILDMANN ÓLAFSSON

JÓN HILDMANN ÓLAFSSON Jón Hildmann Ólafsson var fæddur í Hallfríðarstaðakoti í Öxnadal 17. mars 1921. Hann lést á Borgarsjúkrahúsinu 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Magnúsdóttir, f. 22 febrúar 1881, d. 18. júní 1970, og Ólafur Jónsson, f. 9. október 1887, d. 14. febrúar 1971. Systkini Jóns voru Lára, f. 9. ágúst 1915, d. 29. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 716 orð

Jón Þórarinsson

Það var þremur árum eftir síðari heimsstyrjöldina að "yfirvaldið" á heimilinu kallaði son sinn á þrettánda ári á sinn fund og tjáði honum að eftir tvo daga færi hann í sveit því eins og hann vissi væri afi á Ey hættur að búa en þar hafði drengurinn verið í fjögur sumur. Nú hafði "yfirvaldið" komið honum fyrir hjá Jóni föðurbróður hans á Hjaltabakka, þeim er við fylgjum í dag. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Jón Þórarinsson

Okkur langar með nokkrum orðum að minnast Jóns Þórarinssonar. Heimili Jóns og Helgu á Hjaltabakka var annað heimili móður okkur, Sigríðar, frá níu ára aldri. Við fengum því að kynnast þessu góða fólki strax sem lítil börn. Þar sem við áttum heima á Blönduósi var alltaf stutt í sveitina. Dvöldum við þar mörg sumur auk annarra góðra stunda sem tengjast okkar bestu bernskuminningum. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Jón Þórarinsson

Hjaltabakki á Ásum er kostamikil jörð að landrými og hlunnindum. Þar er útsýni mikið inn til héraðsins, en einnig blasir við breiður fjarðarbotninn og strandlengjan og fjöllin beggja vegna Húnaflóa. Þótt stundum gusti af norðaustri, býr náttúran í sínum margbreytileik yfir töfrum, t.d. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Jón Þórarinsson

Fyrsta minning mín um Jón á Hjaltabakka er sú að brúnn og hvítur Landrover H-41 ók eftir götunni á Blönduósi. Seinna beindist þó hugurinn til dóttur hans, Þóru, og hafði Jón það á orði á jóladag 1977 þegar við Þóra giftum okkur að hátíð væri til heilla best. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 437 orð

JÓN ÞÓRARINSSON

JÓN ÞÓRARINSSON Jón Þórarinsson fæddist á Hjaltabakka í Austur-Húnavatnssýslu 6. ágúst 1911. Hann lést á Vífilsstöðum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 10. desember 1875 á Hjaltabakka, d. 17. maí 1944, og Þórarinn Jónsson, bóndi og alþingismaður, f. í Geitagerði í Skagafirði 6. febrúar 1870, d. 5. september 1944. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 781 orð

Ragnar Jónsson

Ég er ein af mörgum fósturbörnum Ragnars og Þorbjargar í Bollakoti. Ég kom þangað átta ára gömul árið 1941. Þorbjörg réð sig sem ráðskona til Helga og Ragnars í Bollakoti með tvær telpur, dóttur sína Vilmundu og undirritaða. Ragnar sótti okkur á hestum að Fagurhóli í Austur-Landeyjum, og fórum við þaðan ríðandi að Bollakoti. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 280 orð

Ragnar Jónsson

Mig langar að kveðja Ragnar Jónsson með nokkrum minningarorðum. Efst í huga er þakklæti og gleði yfir því að hafa verið svo lánsöm að fá að dvelja hjá honum og Þorbjörgu ömmusystur minni að Bollakoti nokkra sumarparta. Bollakot var eins og undraheimur og ævintýri á hverju strái, álfar og huldufólk í hverjum hól. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 396 orð

RAGNAR JÓNSSON

RAGNAR JÓNSSON Ragnar Jónsson fæddist í Bollakoti í Fljótshlíð 4. ágúst 1913. Hann andaðist 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin í Bollakoti, Jón Björnsson frá Stöðlakoti í Fljótshlíð, f. 28.2. 1871, d. 1938, og Arndís Hreiðarsdóttir frá Stóru-Hildisey, Austur-Landeyjum, f. 19.6. 1876, d. 1929. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Ragnhildur M. Kjerúlf

Ég sá Ragnhildi í Sauðhaga síðast á jóladag. Mér var ljóst að kraftar húsfreyjunnar í Sauðhaga voru orðnir litlir. En eins og ævinlega tók hún mér fagnandi. Kannski er hún eina manneskjan sem alltaf tók mér fagnandi sama á hvaða æviskeiði ég var. Ragnhildur var gift Páli föðurbróður mínum og gengu þau og foreldrar mínir í hjónaband sumarið 1950. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 361 orð

Ragnhildur M. Kjerúlf

Síminn hringdi, pabbi var í símanum og lét okkur vita að Ragnhildur væri dáin. Alltaf hrekkur maður við þegar dauðann ber að dyrum. Þó vissum við að Ragnhildur var mikið veik og var búin að vera það um nokkurn tíma. Samt var hún alltaf andlega hress og kannski þess vegna gerði maður sér ekki eins grein fyrir því hvað hún var mikið veik. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 837 orð

Ragnhildur M. Kjerúlf

Þegar mér bárust þau tíðindi að Ragnhildur í Sauðhaga væri látin kom það mér ekki á óvart, því hún hafði síðastliðin misseri barist við alvarlegan sjúkdóm af miklum dugnaði og æðruleysi. Þegar sest er niður í þeim tilgangi að rita um hana nokkur minningarorð, er mér ljóst að þau verða harla fátækleg ef hugsað er til þess hversu margs er að minnast og margt sem ber að þakka. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 465 orð

RAGNHILDUR M. KJERÚLF

RAGNHILDUR M. KJERÚLF Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir Kjerúlf fæddist á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal 22. janúar 1923. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Metúsalem J. Kjerúlf frá Melum í Fljótsdal, f. 14. janúar 1882, d. 12. desember 1970, og Guðrún Jónsdóttir, sem var fædd á Hólum í Hornafirði 4. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 505 orð

Sigurður Ásgeirsson

Sigurður Ásgeirsson var hálfníræður þegar fundum okkar bar fyrst saman fyrir fjórum árum. Hann var þá nýfluttur á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi ásamt konu sinni Valgerði Magnúsdóttur. Ekki voru þau umskipti honum að öllu leyti ljúf, því helst vildi hann dvelja áfram á sínum kæru æskustöðvum, Reykjum í Lundarreykjadal. Þar var hann borinn og barnfæddur og hafði alið þar mestallan aldur sinn. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 476 orð

Sigurður Ásgeirsson

Ástkær föðurbróðir minn og vinur, Sigurður Ásgeirsson, er til moldar borinn í dag. Ég hef þekkt Sigurð alla ævi mína, en nánust voru kynni okkar þau sumur, sem ég var í sveit á Reykjum í Lundarreykjadal eða frá því að ég var sjö ára til tólf ára aldurs. Afi minn, Ásgeir Sigurðsson, og amma mín, Ingunn Daníelsdóttir, bjuggu á Reykjum og áttu þau fimm syni. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Sigurður Ásgeirsson

Elskulegur afi minn er dáinn. Með söknuð í hjarta rita ég þessi orð til minningar um hann. Afi minn var góður við bæði börn og málleysingja, sérstaklega var hann barngóður og talaði við börn sem jafningja sína, en aldrei niður til þeirra, sem er sérstæður eiginleiki. Hann var ávallt afar kurteis og háttvís og sýndi engum dónaskap eða yfirgang. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 281 orð

SIGURÐUR ÁSGEIRSSON

SIGURÐUR ÁSGEIRSSON Sigurður Ásgeirsson fæddist á Reykjum í Lundarreykjadal 28. apríl 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Sigurðsson, bóndi á Reykjum, f. 24.9. 1867, d. 4.8. 1934, og Ingunn Daníelsdóttir frá Kolugili í Víðidal, f. 9.5. 1872, d. 8.6. 1943. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 691 orð

Sigurður Sigurmundsson

Í dag verður til moldar borinn móðurbróðir minn, Sigurður Sigurmundsson bóndi og fræðimaður frá Hvítárholti í Hrunamannahreppi, en hann lést hinn 5. marz síðastliðinn eftir nokkurra ára erfið veikindi. Sigurður var að mörgu leyti óvenjulegur maður. Hann var frekar fáskiptinn um annarra hagi, en aftur á móti góður vinur vina sinna. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 769 orð

Sigurður Sigurmundsson

Fornleifarannsóknir Þjóðminjasafnsins í Hvítárholti sumurin 1963­1967 gáfu margvíslega nýja þekkingu um frumbyggð Íslands. Þar rákust menn á einkennilegar fornrústir í Holtinu vestur frá bænum. Mér var falin rannsókn þeirra, og þá kynntist ég fólkinu í Hvítárholti, Sigurði Sigurmundssyni og Elínu Kristjánsdóttir og börnum þeirra. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Sigurður Sigurmundsson

Að kvöldi föstudagsins 5. mars barst mér sú fregn að faðir minn, Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti, hefði látist þá fyrr um kvöldið. Harma ég það að sjálfsögðu, þó að ný tilværa sem hann er nú (samkvæmt minni trú) aðnjótandi, sé mikil lausn á hans langvarandi sjúkdómi. Starfsfólk Ljósheima á Selfossi sendi ég sérstakar þakkir fyrir umönnun hans síðustu vikurnar. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 681 orð

Sigurður Sigurmundsson

Elsku faðir minn, Sigurður Sigurmundsson, fyrrverandi bóndi í Hvítárholti og fræðimaður, lést hinn 5. mars síðastliðinn eftir langvarandi sjúkdómsbaráttu. Brá mér við að heyra fréttirnar og er mér mikil eftirsjón í því að hann er horfinn sjónum okkar, en gleðst því jafnframt að hann hefur öðlast eilíft frelsi í himnasölum þess ríkis sem aldrei mun undir lok líða. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 316 orð

Sigurður Sigurmundsson

Faðir minn, Sigurður Sigurmundsson, bóndi frá Hvítárholti, er látinn. Hann pabbi er dáinn. Þegar hann hafði lokið lífsstarfi sínu og sat með fyrstu prófarkirnar að síðustu bókinni, sem hann ætlaði að gefa út, í höndunum, kom kallið. Hann hafði lokið því sem ljúka þurfti. Hann kvaddi sáttur. Það sem einkenndi föður minn fyrst og fremst var þessi ótrúlegi vilji. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 506 orð

SIGURÐUR SIGURMUNDSSON

SIGURÐUR SIGURMUNDSSON Sigurður Sigurmundsson fæddist 29. júlí 1915 á Breiðumýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi, Ljósheimum, 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Kristjana Eggertsdóttir, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ágúst 1932, Sigurmundur Sigurðsson læknir, f. 24. nóv. 1877, d. 14. nóv. 1962. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 630 orð

Sveinn Klemensson

Ástæða þess að ég skrifa nokkur kveðjuorð til Sveins besta vinar míns er sú að ég var það heppin að fá að kynnast honum náið. Því var það mér ósköp erfitt er ég fékk símtal frá Elsu um að vinur minn hann Sveinn væri dáinn. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 61 orð

SVEINN KLEMENSSON

SVEINN KLEMENSSON Sveinn Klemensson, bóndi á Görðum, Reynishverfi í Mýrdal, fæddist 20. október 1936. Hann lést á heimili sínu 3. mars síðastliðinn. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Jakobína Elsa Ragnarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Eddu Sveinsdóttur, f. 17.7. 1979. Fóstursonur Sveins er Ragnar Sigurður Indriðason, f. 17.11. 1971. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Þormóður Eggertsson

Nú er elsku pabbi minn farinn í friði og laus við allar þjáningar. Mætar minningar sitja eftir í hjarta mínu. Ég kom norður mörg sumur eftir að pabbi fluttist þangað frá Reykjavík og var þá í sumardvöl með skólanum mínum í Suður-Þingeyjarsýslu, en eitt sumarið var sumardvölin í Eyjafirði. Pabbi kom alltaf í heimsókn til mín meðan ég var í sumardvölinni og frænka mín með honum. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 128 orð

ÞORMÓÐUR EGGERTSSON

ÞORMÓÐUR EGGERTSSON Þormóður Eggertsson fæddist á Þórseyri í Kelduhverfi 14. júní 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Jónsson, bóndi á Þórseyri, f. 16.1. 1893, d. 16.8. 1981, og Jakobína Hannesdóttir, húsfreyja á Þórseyri, f. 16.12. 1900, d. 6.5. 1964. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Þórunn Ólöf Jónsdóttir

Þórunn Ólöf frá Eyrarbakka var alltaf skemmtileg og hress kona. Hún var góð við allt og alla. Við munum minnast hennar sem góðu, fínu Ólu frænku. Það var alltaf hægt að koma inn til hennar og dyrnar voru alltaf opnar. Við lærðum margt og mikið af henni. Þegar við komum til hennar var alltaf bleikur lax og góður ís. Óla var mjög gjafmild. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 587 orð

Þórunn Ólöf Jónsdóttir

Nú hefur Óla frænka kvatt þennan heim. Við systkinin eigum um hana margar ljúfar og góðar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar. Það voru forréttindi fyrir okkur að eiga að tvær góðar frænkur, Ólu og Gunnu, sem bjuggu í næstu húsum við Heiðmörk, þar sem við ólumst upp. Heimili þeirra voru okkur ávallt opin og auðvelt að hlaupa á milli og fá hlý faðmlög. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 159 orð

Þórunn Ólöf Jónsdóttir

Elsku Óla frænka, eða eiginlega ætti ég að segja amma, því það varst þú mér í raun og veru. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér fyrir samveruna og góðar stundir frá því ég var barn. Það var svo gott að koma til þín og Torfa frænda og minnist ég þess sérstaklega þegar foreldrar mínir fóru til útlanda og ég átti að vera annars staðar í pössun en linnti ekki látum fyrr en ég fékk að Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Þórunn Ólöf Jónsdóttir

Kær móðursystir mín er látin. Nú þegar leiðir skilja horfi ég til liðinna ára, því hún átt stóran þátt í lífi mínu frá fyrstu tíð til hinstu stundar þar sem móðir mín og hún voru mjög nánar og samhentar systur og bjuggu í nálægð hvor við aðra. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 176 orð

ÞÓRUNN ÓLÖF JÓNSDÓTTIR

ÞÓRUNN ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Þórunn Ólöf Jónsdóttir fæddist í Sandvík á Eyrarbakka 4. júlí 1911. Hún lést á Ljósheimum á Selfossi 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir, f. 24. september 1880, d. 15. júní 1961, og Jón Guðbrandsson, f. 21. júlí 1866, d. 25. maí 1928. Þau eignuðust sjö börn: 1) Guðmunda Júlía, f. 4. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 289 orð

Þuríður Ingjaldsdóttir

Kæra vinkona. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og minnast gömlu góðu daganna sem við áttum saman. Þú varst alltaf félagslynd og lést fátt framhjá þér fara sem var að gerast í félagsstarfi í kringum okkur. Þið hjónin voruð alltaf full af gleði og söng sem geislaði af ykkur, hvort sem var á mannamótum eða heima hjá ykkur Valdimar á Grenstanga. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 593 orð

Þuríður Ingjaldsdóttir

Nú þegar Þuríður Ingjaldsdóttir, húsfreyja í Reykjavík og á Grenstanga í Austur-Landeyjum og búandi ekkja þar, hefur lokið jarðvist sinn sem farsæl húsfreyja og mikil ættmóðir telur undirritaður sér skylt að festa eftirfarandi orð á blað. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 536 orð

Þuríður Ingjaldsdóttir

Þegar lít ég í fjarska fjöllin þar sem forðum svo ungur ég var Þá var bjart yfir minningunum um svo margt sem gerðist þar. (Númi Þorbergsson) Það má með sanni segja að minningarnar séu bjartar sem tengjst æsku okkar barnabarna Þuru ömmu er við hugsum til þeirra minninga sem tengjast ömmu okkar og afa frá Grenstanga. Meira
13. mars 1999 | Minningargreinar | 651 orð

ÞURÍÐUR INGJALDSDÓTTIR

ÞURÍÐUR INGJALDSDÓTTIR Þuríður Ingjaldsdóttir fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1926. Hún lést á Landspítalanum 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ingveldur Kristjana Kristjánsdóttir húsfrú, f. 2.12. 1898, d. 19.6. 1940, og Ingjaldur Jónsson húsasmíðameistari, f. 15.11. 1894, d. 21.6. 1989. Meira

Viðskipti

13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 228 orð

27 milljóna kr. hagnaður

HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja nam liðlega 40 milljónum króna fyrir skatta en eftir tekju- og eignarskatta nam hagnaður ársins 1998 26,9 milljónum króna. Heildartekjur Sparisjóðsins námu 260 milljónum króna og rekstrargjöld að meðtöldum afskriftum voru tæplega 220 milljónir króna. Innlán og verðbréfaútgáfa Sparisjóðsins námu í árslok tæplega 1. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 140 orð

373 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins, sem er í umsjón VÍB, nam 373 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi en lækkun að fjárhæð 95 milljónir króna varð á óinnleystum gengishagnaði hlutabréfa. Hlutafé félagsins var 1.804 milljónir króna í árslok 1998 en eigið fé samtals 5.058 milljónir króna samanborið við 4.846 milljónir árið á undan. Verðmæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 2. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 173 orð

3,8% verðbólga síðustu þrjá mánuði

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í marsbyrjun hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði sem er mun meiri hækkun en almennt var spáð. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% en undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,8% verðbólgu á ári. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Almenn efnahagsáhrif helsta ástæðan

STJÓRNENDUR Eimskipafélags Íslands hf. telja að til þess geti komið að á síðari hluta þessa árs kunni að draga úr eftirspurn hér innanlands í framhaldi af efnahagssamdrætti í fjarlægari Austurlöndum, Rússlandi og Suður- Ameríku. Að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskipafélagsins, eru það því almenn efnahagsáhrif í viðskiptalífinu sem hafa þessi áhrif. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 290 orð

DaimlerChrysler í viðræður við Mitsubishi?

DAIMLERChrysler leitar enn leiða til að auka sölu sína í Asíu, þótt fyrirtækið hafi hætt við að fjárfesta í Nissan í Japan, og einn líklegasti samstarfsaðilinn er Mitsubishi Motors. Ítrekað hefur verið að takmark DaimlerChrysler, fimmta mesta bílaframleiðanda heims, sé að þrefalda söluhlutfall fyrirtækisins í Asíu í 25% úr 8% nú. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Fleirum boðið til samstarfs

KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, Kaupfélag Þingeyinga og Sölufélag Austur-Húnvetninga hafa í sameiningu ráðið ráðgjafarfyrirtækið Pricewaterhouse-Coopers ehf. til að kanna hagkvæmni sameiningar einstakra rekstrarþátta hjá kaupfélögunum. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að kanna sameiningu mjólkur- og kjötframleiðslu. Niðurstaða þessarar vinnu á að liggja fyrir í síðasta lagi í maí næstkomandi. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 444 orð

Hagnaður dróst saman um 100 m.kr

HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar nam 46 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 147 milljónir árið 1997. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 62 milljónir en var 117, 5 milljónir árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta lækkaði um helming og nam 74 milljónum á síðasta ári. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Hagnaður Hans Petersen hf. 37,5 milljónir

HAGNAÐUR Hans Petersen hf. á síðasta ári var 37,5 milljónir króna samanborið við 36,4 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru liðlega 971 milljón króna og rekstrargjöld tæplega 923 milljónir. Arðsemi eigin fjár Hans Petersen hf. árið 1998 var tæplega 20% miðað við stöðu eigin fjár í ársbyrjun, en árið 1997 var arðsemin 11%. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Hagnaður nam 32,1 milljón

HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. árið 1998 var 32,1 milljón króna eftir skatta, samanborið við 53,8 milljónir árið 1997. Heildareignir sjóðsins voru í árslok 692 milljónir samanborið við 670 milljónir árið á undan. Eigið fé sjóðsins nam í lok ársins 655 milljónum króna en var 627 milljónir króna í árslok 1997. Arðsemi eigin fjár Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 29 orð

Leiðrétting

Leiðrétting RANGAR tölur birtust í töflu með grein um afkomu Olíufélagsins hf. ­ Esso í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag og er hún því birt aftur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 620 orð

Lokað fyrir viðskipti með SR-mjöl í gær

LOKAÐ var fyrir viðskipti SR- mjöls á Verðbréfaþingi Íslands í gær allt frá opnun þingsins klukkan tíu fram til klukkan þrjú. Ástæðuna má rekja til fréttar Morgunblaðsins um starfsemi félagsins sem birtist í gær. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Miðlarar á hálum ís

KAUPHÖLLIN í Stokkhólmi hefur vísað máli Credit Suisse First Boston (CSFB) og Nordiska verðbréfafyrirtækisins til aganefndar, sem verður falið að rannsaka hvort umrædd fyrirtæki eða starfsmenn þeirra hafi brotið reglur, vegna ásakana um ólögleg viðskipti með hlutabréf í trjávörufyrirtækinu Stora. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 416 orð

Ný uppspretta aukins hagvaxtar

RAFRÆN viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum viðskiptaháttum. Þetta kom fram í máli Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á hádegisverðafundi með frammámönnum atvinnulífsins nýverið þar sem áherslur og aðgerðir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis á sviði rafrænna viðskipta voru kynntar. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 465 orð

Tapið nemur 13,4 milljónum króna

TÆKNIVAL ásamt dóttur- og hlutdeildarfélögum var rekið með 13,4 milljóna króna tapi á árinu 1998 en með 17,7 milljóna króna hagnaði árið áður. Hagnaður móðurfélags Tæknivals fyrir áhrif hlutdeildar- og dótturfélaga var 2,1 milljón króna á árinu 1998 en var 26,5 milljónir króna árið 1997. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 836 orð

Telja hluthafalýðræðið í góðu lagi hér á landi

HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, segir að það sé rangt hjá Víglundi Þorsteinssyni, formanni stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að einhver sérstök ákvæði séu í samþykktum Eimskips sem geri það flókið fyrir hluthafa að leggja fram tillögur fyrir aðalfund. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 363 orð

Verðmæti tilboðsins 875 milljónir

SKAFL hf., dótturfélag Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV), hefur gert hluthöfum Sameinaðra verktaka hf. tilboð um kaup á öllum hlutabréfum þeirra í félaginu. Með tilboðinu hyggjast ÍAV því kaupa hlutafé í Sameinuðum verktökum fyrir um 250 milljónir króna á genginu 3,50 eða fyrir um 875 milljónir að markaðsvirði. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Yahoo! í sókn í Þýzkalandi

YAHOO! netþjónustan hefur gengið til samstarfs við næststærsta fjarskiptafyrirtæki Þýzkalands til að auðvelda aðgang að Netinu. Með því að semja við Mannesmann Arcor vill Yahoo! reyna að auka þjónustu sína í landi, þar sem þýzkumælandi netverjar eru 8,4 milljónir talsins. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Þjóðarbúskapurinn á Netinu

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gefur jafnan út ritið Þjóðarbúskapinn á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Í ritinu er lýst framvindu efnahagsmála á liðnu ári og jafnframt er lýst mati stofnunarinnar á framtíðarhorfum í þjóðarbúskapnum. Að þessu sinni verður birting með eilítið öðru sniði en venjulega, því ritið verður fyrst birt á heimasíðu Þjóðhagsstofnunar www.ths.is þriðjudaginn 16. mars nk. eftir kl. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 490 orð

Þörf á betra upplýsingaflæði

VÍGLUNDUR Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að ummæli sín á aðalfundi Eimskips á fimmtudag, um að auka þyrfti hluthafalýðræði í almenningshlutafélögum á Íslandi á þann hátt að hluthafar hafi meira um stefnu og markmið félagsins að segja, sé í samræmi við nýendurskoðaða hluthafastefnu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira
13. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 590 orð

Öllum frjálst að selja upplýsingaþjónustu í síma

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað í tveimur málum sem rekja má til kvartana fyrirtækisins Miðlunar ehf. á hendur Landssímanum. Ráðið mælti fyrir um að Landssíminn skuli veita þeim, sem vilja reka upplýsingaþjónustu í síma gegn gjaldi, Meira

Daglegt líf

13. mars 1999 | Neytendur | 434 orð

Upplýsingamiðstöð fyrir neytendur

ALÞJÓÐADAGUR neytendaréttar er haldinn hátíðlegur þann 15. mars. Lágmarkskröfur neytenda voru fyrst settar fram árið 1962 af John F. Kennedy þáverandi forseta Bandaríkjanna. Alþjóðasamtök neytenda hafa síðan bætt við kröfurnar. Meira
13. mars 1999 | Neytendur | 234 orð

Verðið lægst í KEA-Nettó og Samkaupum

Á Eyjafjarðarsvæði er verð lægst í KEA Nettó og á Ísafirði er verðið lægst í Samkaupum. Þetta kemur fram í verðkönnun sem gerð var á vegum Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og Vestfjörðum. Alls var farið í 14 matvöruverslanir 3. mars sl. Ein verslun, Eló á Ísafirði, neitaði að taka þátt í könnuninni. Meira

Fastir þættir

13. mars 1999 | Fastir þættir | 638 orð

Eirðarleysi í fótleggjum

VEGNA allmikils fjölda fyrirspurna á undanförnum mánuðum er hér birt aftur spurning og svar um eirðarleysi í fótleggjum sem birt var í þessum þáttum á árinu 1997. Spurning: Að undanförnu hef ég fundið fyrir kláða á fótunum. Þetta byrjaði sem pirringur í skinninu á öðrum hælnum og færðist síðan fram með fætinum utanverðum. Meira
13. mars 1999 | Í dag | 543 orð

Fagnaðardagur í Fríkirkjunni Veginum

Á MORGUN, sunnudag, er sérstakur fagnaðardagur í Fríkirkjunni Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Tíu manna hljómsveit heldur uppi gleðisveiflu. Stuttur leikþáttur verður fluttur, vitnisburðir sagðir og mikill söngur. Herdís og Gísli flytja splunkunýja tónlist í bland við eldri. Heitt á könnunni á eftir. Húið opnað klukkan 19.30 en dagskráin hefst kl. 20. Meira
13. mars 1999 | Dagbók | 553 orð

Í dag er laugardagur 13. mars, 72. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því

Í dag er laugardagur 13. mars, 72. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum. (Korintubréf 15, 3.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen og Goðafossfóru í gær. Meira
13. mars 1999 | Fastir þættir | 627 orð

Reiðhjól, rækjukex og allt þar á milli Í Muji-verslunum fæst nánast allt milli himins og jarðar. Hrönn Marinósdóttir gluggaði í

ÍSLENDINGAR sem ferðast hafa til London og Parísar kannast sjálfsagt margir hverjir við Muji, japönsku verslunina sem selur eigin hönnun og framleiðslu af öllu mögulegu tagi; húsgögn, rafmagnstæki, reiðhjól, eldhúsáhöld, ritföng, fatnað, snyrtivörur, jafnvel kex með rækjubragði og tyggigúmmi. Bara að nefna það. Það fæst í Muji. Meira
13. mars 1999 | Fastir þættir | 1093 orð

Réttirnir frá River Cafe

RIVER Cafe í Hammersmith í London hefur á undanförnum árum unnið sér sess sem einhver umtalaðasti og vinsælasti veitingastaður Bretlands líkt og öllum þeim sem fylgjast með umfjöllun breskra fjölmiðla ætti að vera ljóst. Það voru vinkonurnar Ruth Rogers og Rose Gray sem opnuðu staðinn í ónotaðri vöruskemmu árið 1987 eftir að Rose hafði rekið Nell's Restaurant í New York um skeið. Meira
13. mars 1999 | Fastir þættir | 678 orð

Sumartíminn hlýtur að vera ykkur kær

LEIGUBÍLLINN er svartur og gamaldags, ótvírætt breskur. Bílstjórinn er gráhærður og kurteis, ótvírætt breskur. Hann talar með skemmtilega staðbundnum áherslum og afsakar þétta umferðina í miðborg Lundúna. Spyr hvort ekki sé í lagi að hann fari suður fyrir Thames, þar sé leiðin greiðari. Farþeginn kinkar kolli. "Ertu virkilega frá Íslandi?" hváir hann eftir að hafa spurt um upprunann. Meira
13. mars 1999 | Í dag | 605 orð

Svartklædda konan

MÉR fannst ég ekki geta annað en skrifað og hrósað leikritinu "Svartklæddu konunni" sem verið er að sýna í Tjarnarbíói um þessar mundir. Reyndar verð ég að segja að ég var ekkert mjög spennt að fara að sjá þetta verk og líklega hefði ég ekki farið ef mér hefði ekki verið boðið. Leikritið er sagt vera hrollvekjuleikrit og stendur síðari hlutinn vel undir því nafni. Meira
13. mars 1999 | Í dag | 605 orð

Svartklædda konan

MÉR fannst ég ekki geta annað en skrifað og hrósað leikritinu "Svartklæddu konunni" sem verið er að sýna í Tjarnarbíói um þessar mundir. Reyndar verð ég að segja að ég var ekkert mjög spennt að fara að sjá þetta verk og líklega hefði ég ekki farið ef mér hefði ekki verið boðið. Leikritið er sagt vera hrollvekjuleikrit og stendur síðari hlutinn vel undir því nafni. Meira
13. mars 1999 | Fastir þættir | 781 orð

Undir yfirborði draums

Tifar, hjalar, slarkar, slær, slítur, órast, tefur, skrifar, smalar, þjarkar, þvær, þýtur, ljórast, sefur. (Jón Jónsson frá Hvoli.) Draumar gegna mikilvægu hlutverki í lífi manns ef að er gáð. Þeir veita innsýn í sálarlíf til skilnings á eigin sjálfi. Meira
13. mars 1999 | Í dag | 595 orð

ÞAÐ ólu margir þá von í brjósti, þegar Bandaríkjaþing sýknaði

ÞAÐ ólu margir þá von í brjósti, þegar Bandaríkjaþing sýknaði Bill Clinton Bandaríkjaforseta, að þeirri umræðu myndi loks linna, sem staðið hefur sleitulaust frá því í janúar á síðasta ári. Meira

Íþróttir

13. mars 1999 | Íþróttir | 148 orð

Annað varð að víkja

VEÐRIÐ náði ekki að hindra Vestfirðinga í að mæta með 6 keppendur í Sundhöllina í Reykjavík. Þar á meðal var Linda Lyngmo sem er 13 ára og hefur æft sund í tæpa fjóra vetur og þrívegis keppt á KR-mótunum. "Ég varð að sleppa einu móti því við vorum veðurteppt," sagði Linda og sagði sundið ganga fyrir öðru. "Það er alveg nóg að vera bara í sundi því það er nóg að gera. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 529 orð

Barátta magnast

Manchester United hefur einu sinni tapað á St. James Park í Newcastle frá því að úrvalsdeildin var stofnuð, en Newcastle hefur leikið vel síðustu mánuði og aðeins tapað einum leik í síðustu ellefu leikjum. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 140 orð

Draumur Kristjáns Finnbogasonar rættist á Kýpur

KR sigraði sænska liðið Hammarby, 4:2, í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á átta liða æfingamóti á Kýpur. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni. KR mætir eistneska liðinu Flora Tallin í úrslitaleik á morgun. Teitur Þórðarson er þjálfari Flora Tallin. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 248 orð

Endasleppt í lokamótunum í Sierra Nevada

LOKAMÓTI heimsbikarsins í svigi kvenna var aflýst í Sierra Nevada á Spáni í gær eftir fyrri umferðina. Ástæðan var sú að aðstæður voru ófullnægjandi að mati eftirlitsmanns Alþjóða skíðasambandsins. Þrátt fyrir mótmæli keppenda var ákvörðunin látin standa og þar með var austurríska stúlkan Sabine Egger krýnd heimsbikarmeistari í svigi þetta keppnistímabil. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 587 orð

Erfiðir tímar hjá Schalke og Stevens

HOLLENSKI knattspyrnuþjálfarinn Huub Stevens, sem Schalke keypti lausan frá Roda Kerkrade fyrir 100 milljónir ísl. króna fyrir tæpum tveimur árum, er í sviðsljósinu um þessar mundir. Allt gengur nú á afturfótunum hjá Stevens og Schalke ­ menn eru farnir að telja dagana sem hann er áfram við stjórnvölinn hjá félaginu. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 127 orð

Fór að æfa sund vegna meiðsla

GAUTI Ásbjörnsson frá Sauðárkróki, sem er 14 ára, æfði sund af kappi fyrir nokkrum árum en sneri sér að knattspyrnu, körfubolta og frjálsum íþróttum. "Líklega hef ég bara ekki verið nógu góður í sundinu," sagði Gauti en meiðsli komu í veg fyrir frekari frama í þeim greinum því hann varð að hætta þar sem álagsmeiðsli voru of mikil og sótti nú sitt fyrsta KR-mót. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 288 orð

GLENN Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska l

GLENN Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, hefur boðið Kevin Keegan, sem gegnir þjálfarastöðunni tímabundið, aðstoð sína fyrir leik liðsins gegn Pólverjum í undankeppni EM. "Það er ávallt erfitt að stíga sín fyrstu skref í nýju starfi. Því getur reynst gott að fá aðstoð frá þeim sem reyndari eru," segir Hoddle. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 377 orð

Gusugangur í Sundhöllinni

GUSUGANGURINN var mikill í Sundhöllinni á dögunum, þegar KR hélt sitt árlega unglingamót, sem löngum hefur verið fjölmennasta sundmót á landinu. Alls komu saman 455 unglingar frá 19 félögum til að sýna sig, sjá aðra og synda. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 170 orð

Kristinn keppir í Slóveníu

SKÍÐAKAPPINN Kristinn Björnsson heldur í dag til Slóveníu þar sem hann verður við keppni í næstu viku. Kristinn tekur þátt í slóvenska meistaramótinu í svigi og stórsvigi og að auki í tveimur alþjóðlegum svigmótum sem gefa FIS-stig. Kristinn hefur æft af kappi að undanförnu og 21. mars keppir hann í svigi á austurríska meistaramótinu. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 127 orð

Körfuknattleikur

Undanúrslit í 1. deild karla: Þór Þorl. - Hamar94:88 ÍR - Stjarnan81:78 Þetta var fyrsti eða fyrri leikur liðanna. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leika til úrslita. Handknattleikur 2. deild karla: Fjölnir - Víkingur23:35 Knattspyrna Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 223 orð

Matarást

OFT er sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann og vel getur verið að þeim er datt þessi fleygu orð í hug hafi einhvern tímann tekið þátt í unglingamóti KR í sundi og gist í Austurbæjarskólanum. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 112 orð

Mikið á sig lagt

ÞAÐ var löng helgin hjá unglingunum, sem komu langt að á sundmótið. Eftir strangt rútuferðalag komu unglingar frá Óðni á Akureyri, á mynd fyrir ofan, í Austurbæjarskólann og næsta morgunn voru þeir komnir á fætur um klukkan 6 og í laugina til að hita sig upp hálftíma síðar. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 244 orð

Nágrannaslag- ur í Mílanó

Inter Mílanó og AC Mílanó mætast í nágrannaslag á laugardag. Staða liðanna er ólík. AC Mílanó er í þriðja sæti, en Inter í sjöunda sæti og fátt sem bendir til þess að Inter- liðið geti blandað sér í toppbaráttuna. Þrátt fyrir að AC Milanó sé ofar í stigatöflunni hefur liðið ekki sigrað nágrannaslaginn á San Siro- vellinum frá því í nóvember árið 1993. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 133 orð

Sigríður sigraði í tveimur mótum í Svíþjóð

SIGRÍÐUR Þorláksdóttir, skíðakona frá Ísafirði, sigraði í tveimur alþjóðlegum svigmótum í Edsbyn í Svíþjóð um liðna helgi. Í mótinu á sunnudag fékk hún 36,41 (FIS-stig), sem er besti árangur hennar í vetur. Hún var með 39,11 stig á gildandi heimslista og með árangri sínum á sunnudag ætti hún að bæta stöðu sína á listanum enn frekar. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 187 orð

Spennandi keppni á Akureyri

BÚIST er við harðri og spennandi keppni á stökkmóti Ungmennafélagsins Reynis á Árskógsströnd sem fram fer á sunnudagskvöld. Meðal keppenda eru fremstu íþróttamenn þjóðarinnar í stökkgreinum auk fjölda þekktra erlendra gesta, en alls er keppt í sex greinum á mótinu, stangarstökki, langstökki og hástökki karla og kvenna. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 125 orð

Stefán seldur frá Brann

SKAGAMAÐURINN Stefán Þórðarson var í gær seldur frá norska liðinu Brann til Kongsvinger. Stefán var keyptur til Brann frá sænska liðinu Öster sl. haust, en þar sem fjárhagsstaða Brann er mjög slæm var ákveðið að selja nokkra leikmenn og var Stefán einn þeirra. Kongsvinger keypti upp tveggja ára samning Stefáns við Brann. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 825 orð

Sund Unglingamót KR

Unglingamót KR Haldið í Sundhöll Reykjavíkur helgina 27. - 28. febrúar. 450 keppendur tóku þátt í mótinu. Á mótinu er stigakeppni milli liða og í henni sigruðu Keflvíkingar, hlutu samtals 62 þúsund stig. SH var í öðru sæti með 50 þúsund stig, þá Njarðvík með 40 þúsund og KR með 31 þúsund. 19 lið tóku þátt í keppninni. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 112 orð

Vantaði bara kaðalinn

"ÉG kvíði nú frekar mikið fyrir," sagði Eyjapeyinn Sæþór Ólafur Péturson, sem beið ásamt félögum eftir að þeirra tími kæmi í boðsundinu en hann bætti við eftir smá umhugsun, "en hlakka líka mikið til," og velti þessari speki fyrir sér um stund. Sæþór Ólafur var á sínu fyrsta KR- móti og þótti mjög gaman. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 574 orð

"Það fer enginn í skó Deckarms"

"ÞAÐ mun aldrei koma fram leikmaður í sama gæðaflokki og Joachim Deckarm. Nei, það fer enginn í skóna hans. Deckarm var stórkostlegur handknattleiksmaður, mesta skytta sem Þjóðverjar hafa eignast. Því miður fengum við ekki að njóta krafta hans lengi," sagði Heine Brandt, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, um Dackarm. Meira
13. mars 1999 | Íþróttir | 43 orð

(fyrirsögn vantar)

Unnu mestu afrek mótsinsTVEIR keppendur, stúlka og piltur, fengu bikar fyrir mestuafrek mótsins. Það voru Íris Edda Heimisdóttir frá Keflavík,sem fékk viðurkenninguna fyrir 100 metra bringusund ogJakob Jóhann Sveinsson frá Ægi, sem var útnefndur Sundmaður Reykjavíkur á dögunum, Meira

Úr verinu

13. mars 1999 | Úr verinu | 794 orð

Áætlað tekjutap um 2,4 milljarðar króna

VETRARLOÐNUVERTÍÐIN er nú á síðasta snúningi en vertíðin hefur valdið bæði sjómönnum og framleiðendum verulegum vonbrigðum, þrátt fyrir að veiðin sé nú þegar orðin nokkuð meiri en á allri vetrarvertíðinni á síðasta ári. Meira
13. mars 1999 | Úr verinu | 429 orð

Haukur GK þriðji togarinn á Hatton-bankann

TOGARINN Haukur GK hélt í gær áleiðis á Hatton-banka þar sem Ernir BA og Sjóli HF hafa verið á karfaveiðum á annan mánuð. "Ég hef verið að hugsa um að fara eftir áramót síðan í nóvember og hef fylgst með gangi mála hjá Sjóla og Erni en veðrið hefur ekki verið heppilegt til veiða fyrr en nú," sagði Eyþór Jónsson framkvæmdastjóri Jóns Erlingssonar ehf. sem gerir Hauk út. Meira

Lesbók

13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1218 orð

Á TÍMAMÓTUM MEÐ ERLENDA SLAGSÍÐU

TÍMARIT Máls og menningar er komið í nýjan búning en hönnuð hefur verið ný og stílhrein kápa á ritið. Hæfir það vel þar sem það stendur nú á talsvert merkilegum tímamótum en 60 ár eru liðin síðan það kom fyrst fyrir augu lesenda, myndað úr Rauðum pennum og "litla tímaritinu" svokallaða sem var gefið út af Máli og menningu árin 1938 og 1939. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1114 orð

Býflugnabóndinn gleymdi

Charles Koechlin: Kammerverk fyrir óbó. Sónata fyrir sjö Op. 221; Tvær mónodíur f. óbó Op. 213; Le Repos du Tityre f. ástaróbó Op. 216; Mónodía f. enskt horn Op. 216; Fjórtán stykki Op. 197 f. óbó & píanó. Lajos Lencsés, óbó/ástaróbó/enskt horn; Gaby Psa-van Riet, flauta; Parisii-strengjakvartettinn; Lucia Cericola, harpa; Lalle Randalu, píanó. CPO 999 614-2. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 319 orð

Fimm daga þjóðlagahátíð á menningarári

STOFNFUNDUR Þjóðlagafélagsins verður haldinn á morgun, sunnudag, kl. 14 í húsakynnum Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27 í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að vekja, efla og viðhalda áhuga á íslenska þjóðlaginu og þjóðlegum tónlistararfi. Á stofnfundinum verða m.a. kynnt drög að félagslögum og þau borin undir atkvæði. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3016 orð

FORINGJAR Í "HERLIÐI KRISTS"

Á síðari hluta nítjándu aldar tók að bera á vaxandi gagnrýni í garð kirkju og kristindóms víða um hinn vestræna heim í kjölfar róttækra menningarstrauma og byltingarkenndra landvinninga í vísindum. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 283 orð

Gagnrýnin fjarlægð

Gagnrýnin fjarlægð nefnist grein danshöfundarins Rui Horta. Hann telur að krafa samtímans um að við endurhæfum líkamann og færum hann bókstaflega inn á mitt sviðið gefi dansinum stórt tækifæri. Þar með sé dansskáldið krafið um að reyna að uppgötva hvað tilheyri dansinum og hinni leikrænu andrá. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1705 orð

GAGNRÝNIN FJARLÆGÐ EFTIR RUI HORTA

Borgirnar sem við búum í eru svo ofsafengnar og flóknar, að hversdagslegar athafnir krefjast þess af okkur að við reynum að velja svo að raunverulegar þarfir okkar fái einhverja athygli. Við lifum á tíma hugans, þar sem samskipti og upplýsingar eru að móta heiminn á ný. Við erum í hlutverki véla. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 205 orð

GEGNSÆI OG ÓENDANLEIKI

"SAMRYSKJA" heitir fyrsta einkasýning Mireyu Samper á neðri hæð Gerðarsafns. Sýningin fjallar um samband tvívíðra og þrívíðra verka en Mireya segist einnig fást við gegnsæi og óendanleika í verkum sínum. "Hvert verk er sjálfstætt en um leið eru þau saman hálfgerð innsetning," segir hún. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1413 orð

GÓÐ SKÁLD VERÐA TUNGUMÁLIÐ SJÁLFT

Það er sólbráð á götum Reykjavíkur þegar ég kveð dyra hjá Vilborgu Dagbjartsdóttur. Eftir kaldan vetur er sólin aftur tekin til við að ylja okkur hér úti við ysta haf og dagarnir lengjast óðum. Vetur er á förum og betri tíð í vændum. Og Vilborg er sumarkona: "Ég á afmæli 18. júlí og mér þykir ákaflega vænt um þann mánuð. Ég heiti Vilborg eins og ömmusystir mín og föðursystir. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 180 orð

HAUST

Nú hvílir drungi haustsins yfir bænum. Á gráum himni sjást ei skýja skil. Það skrúð sem varð í röðuls eldi til sem fölnað lauf nú bærist fyrir blænum. Og napur, lævís súgur berst af sænum. Hve fjarri er lífið sínum sólaryl, þá sumargeislar flóðu um glugga og þil og kitluðu blóm og runna í görðum grænum. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 967 orð

HORFT FRÁ BRÚNNI AÐ HÓPI

ALFIERI lögmaður var að kynna vettvang harmsögunnar sem var verið að segja í Borgarleikhúsinu og gerðist skammt sunnan við gömlu Brooklynbrúna milli Manhattan og Langeyjar (Long Island). Hún fjallar um tvo innflytjendur til Bandaríkjanna, en hann benti á að hún hefði svosem líka getað verið goðsaga frá Sikiley og gerst fyrir tvöþúsund árum. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

KOMA NOEMÍ

Að hálfu liðinn mars í forleik sínum og inngangi og rauðum ljóðasöng við lendur allar, stóð dögum saman kyrr og breytti um blóð og bleikti' í okkur skæra spegla sína, svo skreiðist líf þitt loksins fram og brosir; það fer á undan sumri og vetri, þeim öðrum helftum hausts um ævi þína. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 501 orð

LANDAFUNDIR OG KRISTNITAKA

LEIFUR HEPPNI Leifur Eiríksson Leifur knár í stafni stóð, stýrði knerri Eiríks jóð. Sigla undan vindi varð og Vínlands fann þá aldingarð. Í skeri sá hann lánlaust lið, við lítinn kost þar hafðist við. Því var nefndur heppni hann að hjálp hann þessum mönnum vann. Sæhafi eitt sumar var til Suðureyja. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 282 orð

LEIKIÐ Á STRADIVARIUSFIÐLU FRÁ 18. ÖLD Í NORÆNA HÚSINU

BERENT Korfker, fiðluleikari frá Hollandi, og Kana Yamaguchi, píanóleikari frá Japan, halda tónleika í Norræna húsinu í dag, sunnudag, kl. 17. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi víðs vegar um Evrópu á vegum ARSIS og reka tónleikarnir hér endahnútinn á ferðalagið. Á efnisskránni eru sónötur eftir Beethoven, Brahms, Händel og Fauré. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 209 orð

LJÓÐRÆNAR MYNDIR MEÐ MIKILLI BIRTU

"ÞETTA eru frekar ljóðrænar myndir með mikilli birtu, ég leik mér með birtu, ljós, litbrigði og form," segir Rúna Gísladóttir, sem sýnir hátt í tuttugu olíu- og akrýlmálverk í vestursal Gerðarsafns. Verkin eru unnin á síðastliðnum fjórum til fimm árum. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 550 orð

MENNING/ LISTIR

MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 184 orð

MIKILVÆGUSTU LISTKAUPSTEFNURNR 1999

BRUSSEL Antíkmarkaður Belgíu 5-14.2 BOLOGNA Arte Fiera 28.1-1.2 NEW YORK National Black Fine Art Show 29.-31.1 ZURICH KAM 8.-14.2 MADRID ARCO 11.-16.2 HASSELT Antík kaupstefna 20.-28.2 STRASSBURG START 5.-8. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2453 orð

MÓÐIR FEMÍNISMANS

Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan bók Simone de Beauvoir (1908-1986), "Hitt kynið" ("Le Deuxieme Sexe"), kom út í París. Þegar litið er yfir 20. öldina er óhætt að segja að "Hitt kynið" sé ein þeirra bóka sem hafi sett mark sitt á öldina enda olli hún straumhvörfum í kvennabaráttunni. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð

Myndmál og málshættir í Listasafni ASÍ

TVÆR súningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ í dag kl. 14. Myndlistarmennirnir Sigrid Valtingojer og Kristín Ísleifsdóttir sýna verk sín saman í Ásmundarsal og í Gryfju. Sigrid sýnir grafíkmyndir, tréristur og einþrykk. Hún hefur þróað myndmál sem vísar til arftekinna tákna og náttúruforma, sem oftast flæða yfir myndflötinn og umbreytast, sameinast eða klofna. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 903 orð

NÝTT LEIKRIT NORÉNS VELDUR HÁVÆRUM DEILUM

DANSKUR gagnrýnandi kallaði sýninguna bæði þá bestu og þá verstu sem hann hefði séð og sænskur blaðamaður hefur kært tvo leikara í sýningunni fyrir kynþáttahatur. Leikritið, sem vakið hefur svo sterkar tilfinningar, er fjögurra stunda langt nýtt leikrit eftir sænska leikritaskáldið Lars Norén, Sjö þrír. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

ÓHLUTLÆG NÁTTÚRA OG LANDSLAG

Í UPPHAFI ferils síns vann Guðrún Einarsdóttir eingöngu í hvítu og svörtu en er nú einnig farin að mála myndir í rauðum, grænum, bláum og öðrum litum. Lengi framan af segist hún ekki hafa haft neina löngun til þess að nota aðra liti. "Ætli það séu ekki svona þrjú eða fjögur ár síðan ég byrjaði að vinna í lit. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

ÓSKHYGGJA

Hatur mannfólksins bælist niður við þinn fallega andardrátt þín elskulega rödd rýfur skelfilega þögn heimsins ást þín dregur mig upp úr langvarandi lífsleiða bros þitt bælir niður mína innri kvöl og þín einstaka sál er hið eina ljós lífs míns. Höfundurinn er skólanemandi í Reykjavík. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 918 orð

STÓRT ER NÚ HÖGGVIÐ EFTIR STEINGERÐI STEINARSDÓTTUR

MAÐUR að nafni Þórður var húskarl Bjarna á Hofi, hann var ójafnaðarmaður og þóttist að því meiri að vera í þjónustu ríkismanns. Einhverju sinni mætast Þorsteinn og Þórður með sinn hvorn unghestinn í hestaati. Hestur Þórðar vék sér undan bitum stóðhestsins sem Þorsteinn atti og reiddist Þórður því. Hann slær því mikið högg á nasir hests Þorsteins sem svarar í sömu mynt. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

Tónleikar til styrktar fötluðum

ÁRNESINGAKÓRINN Í Reykjavík stendur fyrir tónleikum í Langholtskirkju í dag kl. 17 og eru þeir til styrktar fötluðum. Fram koma, auk Árnesingakórsins undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Karlakórinn Stefnir undir stjórn Lárusar Sveinssonar, Selkórinn undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, Samkór Kópavogs undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur, Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1597 orð

TRÚIN ER SNAR ÞÁTTUR Í LÍFI TAÍLENDINGA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

Fornleifar hafa leitt í ljós samfellda byggð í Taílandi í 20 þúsund ár, en ugglaust hafa menn búið þar margfalt lengur. Frumbyggjar landsins voru líklega ekki mongólskir, heldur pólynesískir, þ.e. af eyjum í Kyrrahafinu og einnig með svörtu ívafi. Ummerki hafa fundizt um háþróaða menningu í Norðaustur-Taílandi frá því um 3.600 f. Kr. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 120 orð

TRYGGV ASKÁLI

Hús, sem lætur lítið yfir sér hin ljúfa minning þar um hugann fer. Frá gömlum dögum er ég einn af þeim, er ylinn fann sem minnti á komu heim. Því húsfreyjan var hlýleg, sönn og góð, sem hér með brosið sitt við verkin stóð Úr borg og sveitum gesti að garði bar, sem góðan beina og alúð fengu þar. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1050 orð

TVEIR PÚKAR

Iðulega kemur það fyrir að vitnað er, í ræðu eða riti, í "púkann á fjósbitanum" og látið eins og allir viti deili á honum. Á því vill þó verða misbrestur því að flestir rugla saman tveimur sögum og um leið tveimur púkum, nefnilega sögunni af púkanum á kirkjubitanum sem truflaði messugerð hjá presti einum og svo sögunni um púkan og fjósamanninn. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 597 orð

ÚR BIRSTOFU TIL ÍSLANDS OG SUÐURLANDA EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON

Heiti þessarar frásagnar gæti hljómað eins og ferðaáætlun fyrir Snæfelling, heim úr sælu suðurhafa. Þetta er hins vegar ferðaáætlun frá 15. öld fyrir kaupskip frá Bristol, eða Birstofu, hafnarborginni fyrir ofan ála Avon-fljóts, en þaðan kom meginþorri þeirra ensku skipa er sigldu til Íslands til veiða og verslunar á 15. öld. Bristolbúar, sem voru um 10.000 talsins á seinni hluta 15. Meira
13. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 915 orð

ÖLL tilvist okkar á sér samsvörun í líkamanum

STÓRU bronsverkin hans Ásmundar Sveinssonar sem prýða sali Ásmundarsafns að öllu jöfnu eru komin í geymslu um tíma. Í staðinn hafa verið settar upp stórar mannamyndir úr gifsi og gúmmíi eftir Ragnhildi. Þær standa fagurlimaðar og keikar á gólfinu. Sumar hafa þó verið skornar niður í sneiðar og lúta höfði. Aðrar eru litlar og samanherptar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.