Greinar fimmtudaginn 18. mars 1999

Forsíða

18. mars 1999 | Forsíða | 127 orð

Eiga aðeins Atlantshafið eftir

Eiga aðeins Atlantshafið eftir Genf. Reuters. BELGFARIÐ Breitling Orbiter var komið yfir Karíbahaf í gærkvöldi og belgfararnir þurfa nú aðeins að komast yfir Atlantshafið til að verða fyrstir til að fljúga í loftbelg umhverfis jörðina án viðkomu á leiðinni. Meira
18. mars 1999 | Forsíða | 333 orð

Sáttasemjarar segja Serba neita að semja

SÁTTASEMJARAR Tengslahópsins svokallaða í viðræðunum um frið í Kosovo sögðu í gær að Serbar hefðu neitað að semja um að koma áætlun um sjálfstjórn héraðsins í framkvæmd og ekkert benti til þess að viðræðurnar bæru árangur. Bandaríkjamenn sögðust hafa miklar áhyggjur af liðsflutningum Júgóslavíuhers til Kosovo og sökuðu Serba um að undirbúa stríð við Atlantshafsbandalagið. Meira
18. mars 1999 | Forsíða | 329 orð

Segjast ekki taka fleiri pólitískar ákvarðanir

FULLTRÚARNIR tuttugu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sem sagði öll af sér á mánudagskvöld, sögðust í gær ekki ætla að taka fleiri pólitískar ákvarðanir og hvöttu til þess að ný framkvæmdastjórn yrði mynduð eins fljótt og auðið væri. Meira
18. mars 1999 | Forsíða | 124 orð

Verkfall í Færeyjum

VÍÐTÆKT verkfall hefur skollið á í Færeyjum þar sem stærsta stéttarfélag landsins, Starfsmannafélagið, og færeyska landstjórnin hafa ekki náð samkomulagi í launadeilu sinni. Allar opinberar skrifstofur eru nú lokaðar vegna verkfallsins og starfsemi landstjórnarinnar hefur því lamast. Meira
18. mars 1999 | Forsíða | 80 orð

Öfgahópur hótar að hefna morðs

EIN af skæruliðahreyfingum mótmælenda á Norður-Írlandi stefndi friðarumleitunum í frekari hættu í gærkvöldi með því að hóta að hefna morðs á fyrrverandi skæruliða, Frankie Curry, sem var sleppt úr fangelsi á mánudag. Meira

Fréttir

18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 322 orð

18 þúsund Írakar bíða við landamæri Sádí-Arabíu

STJÓRNVÖLD í Írak hunsuðu í gær flugbann Vesturveldanna annan daginn í röð þegar þau sendu flugvél fulla af múhameðstrúarmönnum áleiðis til Sádí-Arabíu en þar fer í hönd hámark árlegrar pílagrímahátíðar, haj. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 500 orð

40% félaga í verkalýðsfélaginu missa vinnuna

STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavíkur ákvað í gær að leita eftir sölu á frystitogara félagsins, Húsvíkingi ÞH-1, og verður skipið selt ef viðunandi verð fæst, að sögn Einars Svanssonar, framkvæmdastjóra FH. Stjórn FH ákvað einnig í gær að loka rækjuvinnslu félagsins á Kópaskeri tímabundið á milli vertíða eða frá maí og fram í október. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Aðhald aukið í ríkisfjármálum

YNGVI Harðarson hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám segir að þeir séu sammála Þjóðhagsstofnun um það að brýn þörf sé á aðhaldi í opinberum fjármálum, en töluvert mikið álag sé á peningastefnu Seðlabankans nú. Rit Þjóðhagsstofnunar um Þjóðarbúskapinn, framvinduna 1998 og horfurnar í ár kom út í gær. Meira
18. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 504 orð

Ako-plast vill kaupa húsnæði Rafveitunnar

FORSVARSMENN Ako-plasts á Akureyri hafa sent bæjarráði kauptilboð í húsnæði Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg. Húsnæðið er um 1.800 fermetrar að stærð og þar af er skrifstofuálma hússins um 440 fermetrar. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Alvarlegar athugasemdir gerðar

RANNSÓKNARNEFND flugslysa gerði fjölmargar athugasemdir í nýrri skýrslu vegna flugslyss sem varð á Bakkaflugvelli í Landeyjum hinn 13. september sl. Fjögurra sæta eins hreyfils lágþekja í eigu Flugfélags Vestmannaeyja með þrjá menn innanborðs steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak og brotlenti. Flugmaðurinn hlaut alvarleg meiðsl við brotlendinguna en farþegarnir meiddust minna. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Arnþrúður ekki fram

ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir hefur ákveðið að vera ekki í framboði í næstu kosningum til Alþingis á vegum Frjálslynda flokksins í Norðurlandi eystra. Arnþrúður segir að hún telji réttara að þar verði í forustu aðili sem búsettur er í kjördæminu og þekki betur til mála þess. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 979 orð

"Atburðarásin einkenndist af röð happa"

REFASKYTTAN Guðbrandur Sverrisson frá Bassastöðum í Strandasýslu hefur legið á sjúkrahúsi í rúma viku eftir slys við refaveiðar í Balafjöllum á Ströndum 8. mars sl. Hann varð fyrir skoti úr eigin byssu rétt eftir klukkan 13 er hann var á veiðum og komst særður á vélsleða sínum niður af fjallinu og segir atburðarásina, frá því þegar skotið hljóp úr haglabyssunni, Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ályktun í sjávarútvegsmálum breytt

BROTIST var inn á heimasíðu Framsóknarflokksins á Netinu á þriðjudagsmorgun og nýjum texta bætt við ályktun flokksins í sjávarútvegsmálum. Nýi textinn var aðallega árás á Halldór Ásgrímsson, formann flokksins. Skemmdarvargurinn lét ekki þar við sitja heldur breytti hann einnig uppsetningu forsíðunnar. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Árshátíð Bergmáls

LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál heldur árshátíð sína í Safnaðarheimili Háteigskirkju laugardaginn 20. mars. Húsið verður opnað kl. 18.30. Borðhald og þríréttuð máltíð hefst kl. 19. Pöntun aðgöngumiða fyrir laugardag, verð miða er 2.000 kr. Fjölbreytt skemmtiatriði. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Bæklingur um grindarlos kominn út

BÆKLINGUR um grindarlos er kominn út. Hann er gefinn út af Faghópi sjúkraþjálfara sem vinnur að málefnum kvenna tengdum meðgöngu of fæðingu. Öll vinna sjúkraþjálfara var unnin í sjálfboðavinnu. Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Heilbrigðisráðuneytið, Stoð og Össur styrktu gerð bæklingsins. Hann er tólf síður með skýringarmyndum. Fjallað er um grindarlos, hvað það er og hvað sé til ráða, s.s. Meira
18. mars 1999 | Miðopna | 1395 orð

Dómarar gerðir ábyrgir fyrir lausn vandamála

JULIUS Lang var nýlega í heimsókn hér á landi í boði Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna; heimsótti lagadeild Háskólans og kynnti aðilum í stjórnsýslunni starfsemi dómstólsins sem heitir Samfélagsdómstóll Manhattan eða Midtown Community Court. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Eina konan sem sótti um var ráðin

RÁÐNING á bæjarverkstjóra sprengdi meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Grindavík ekki alls fyrir löngu. Nýi meirihlutinn hefur nú gengið frá ráðningu bæjarverkstjóra. Umsækjendur um starfið voru 15, þar af ein kona, Ágústa H. Gísladóttir. Varð niðurstaðan sú að ráða Ágústu í starfið, sem jafnan hefur verið karlavígi og sjálfsagt eitt af þeim síðari til að falla. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

Erindi um minka við sjó á Íslandi

FÖSTUDAGSFYRIRLESTUR Líffræðistofnunar verður haldinn 19. mars að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menja von Schmalensee, MS nemi, mun flytja erindi um rannsóknarverkefni sitt. Erindið nefnist: Minkar við sjó á Íslandi. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Flestir vilja sama stjórnarmynstur áfram

FLESTIR, eða 47% landsmanna, vilja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Í könnuninni var spurt hvaða flokkar fólk vildi að mynduðu samsteypustjórn á næsta kjörtímabili. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 775 orð

Flugvélin ofhlaðin og undirbúningur óvandaður

RANNSÓKNARNEFND flugslysa gerir fjölmargar alvarlegar athugasemdir í skýrslu sinni vegna flugslyss sem varð á Bakkaflugvelli í Austur-Landeyjum 13. spetember sl. Fjögurra sæta, eins hreyfils lágþekja í eigu Flugfélags Vestmannaeyja ehf., sem var í þjónustuflugi á milli Bakka og Eyja, með þrjá menn innanborðs, steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak og brotlenti. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Formannsskipti hjá Blindrafélaginu

HALLDÓR Sævar Guðbergsson var kosinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi sem haldinn var 13. mars sl. og tekur hann við af Helga Hjörvari sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Blindrafélagið, sem eru samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagna 60 ára afmæli á þessu ári. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Framlengingar krafist

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI mun í dag leggja fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi Nígeríumannsins sem innleysti falsaðar ávísanir í Íslandsbanka fyrir á tólftu milljón króna fyrir tæpum mánuði. Ekki hafði verið ákveðið af hálfu embættisins í gær hversu langrar framlengingar átti að krefjast, en gæsluvarðhald mannsins rennur út klukkan 16 í dag. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Framsókn opnar kosningaskrifstofu

Framsóknarflokkurinn á Vesturlandi hefur opnað kosningaskrifstofu að Brákarbraut 1 í Borgarnesi. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Magnús Stefánsson alþingismaður ásamt öðrum frambjóðendum voru á staðnum og ræddu um menn og málefni við gesti og gangandi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn alla virka daga frá 14 til 19. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fræðslufundur skógræktarfélaganna um lerki

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund þriðjudaginn 16. mars kl. 20.30 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þetta er annar fræðslufundur ársins í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbankans. Aðalerindi kvöldsins flytur Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins og kallst það "Lerki". Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fundur í Breiðholtsskóla um fíkniefnavandann

BREIÐHOLTSSKÓLI ásamt foreldrafélagi skólans heldur fund fimmtudaginn 18. mars kl. 20. Málefnið er viðvörun frá nokkrum sem lifðu af fíkniefnavandann. Fundurinn er fyrir foreldra og kennara barna í 8., 9. og 10. bekk Breiðholtsskóla. Á fundinum verður sýnd myndin "Marita II, viðvörun frá nokkrum sem lifðu af". Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 114 orð

Fundur um stöðu aldraðra

FRAMKVÆMDASTJÓRN um Ár aldraðra hefur í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Landssamband eldri borgara og verkalýðsfélögin hrundið af stað fundarherferð til að efla umræðu um málefni aldraðra í samfélaginu. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 786 orð

Garðar standast mun stærri snjóflóð

MÆLINGAR á ummerkjum eftir snjóflóðið sem féll á Flateyri í febrúar sl. benda til þess að varnargarðarnir ofan við byggðina muni standast mun stærra flóð, t.d. flóð sambærilegt því sem féll í október 1995, samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsókna á ummerkjum eftir flóðið, sem unnar hafa verið af starfsmönnum Veðurstofu Íslands og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Meira
18. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Gífurlegur áhugi fyrir störfunum

STARFSFÓLKI svarþjónustunnar í upplýsinganúmerinu 118 á Akureyri hefur fjölgað um 10 á síðustu mánuðum, úr 17 í 27, frá því að forsvarsmenn Landssíma Íslands kynntu fyrirhugaðar breytingar í byrjun desember sl., þess efnis að flytja fjölda starfa í upplýsinganúmerinu frá Reykjavík til Akureyrar. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Gullprjónar ársins 1999 afhentir

Gullprjónar ársins 1999 afhentir GARNBÚÐIN Tinna hefur veitt Gullprjóna ársins 1999. Að þessu sinni hlaut handmenntadeild 8. bekkjar Foldaskóla viðurkenninguna en henni hefur Nanna Baldursdóttir, kennari, stýrt undanfarin ár. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 701 orð

Hafði grafið sig í fönn uppi í fjalli er hann fannst

Á ANNAÐ hundrað manns voru í gærmorgun kallaðir út til leitar að ungum manni sem villst hafði um frá bíl sínum á Möðrudalsöræfum í blindbyl. Maðurinn fannst heill á húfi rúmum fimm tímum eftir að hann hafði farið frá bílnum og hafði hann þá grafið sig í fönn hátt uppi í fjalli, um 1-2 km frá bílnum. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Hagnaður 706 milljónir króna

HAGNAÐUR Samherja hf. á árinu 1998 var 706 milljónir króna en 204 milljónir króna árið 1997. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að rekstur Samherja hafi gengið vel á árinu og öll dótturfélög félagsins erlendis hafi verið rekin með hagnaði. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að þegar á heildina sé litið sé hann sáttur við afkomu félagsins á árinu. Meira
18. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Hagnaður nam 7,6 milljónum kr.

REKSTUR Gúmmívinnustofunnar hf. á Akureyri skilaði 7,6 milljóna króna hagnaði árið 1998. Það er nokkru lakari afkoma en á árinu áður sem raunar var eitt besta rekstrarár Gúmmívinnustofunnar frá upphafi, samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Mikil söluaukning frá áramótum gefur á hinn bóginn vonir um uppsveiflu á yfirstandandi ári, að því er fram kemur í tilkynningunni. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Hádegisverðarfundur Samfylkingarinnar

SAMFYLKINGIN í Reykjaneskjördæmi verður með hádegisverðarfund í Tilverunni, Hafnarfirði, laugardaginn 20. mars kl. 12. Sex efstu menn Samfylkingar í Reykjaneskjördæmi mæta og flytja stutta tölu og sitja síðan fyrir svörum. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar og Fjarðarlistinn standa fyrir þessari samkomu, segir í fréttatilkynningu. Fram verður boðin súpa, kaffi og konfekt. Meira
18. mars 1999 | Fréttaskýringar | 526 orð

Hljómar úr bílskúrnum

ÁRLEG hljómsveitarkeppni Tónabæjar, sem kallast Músíktilraunir, hófst í síðustu viku. Keppnin í ár er sú sautjánda frá 1982 en hún byggist á því að þrjú til fjögur kvöld keppa bílskúrssveitir hvaðanæva að um sæti í úrslitum. Sigurlaun tilraunanna eru hljóðverstímar sem hafa dugað margri hljómsveitinni til að komast á plast. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Hæstiréttur úrskurðar fyrir helgi

HÆSTIRÉTTUR Íslands mun í síðasta lagi á morgun, föstudag, kveða upp úrskurð sinn vegna kæru Lögreglunnar í Reykjavík á þeim úrskurði héraðsdómara að hafna kröfu um níu daga framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir sex skipverjum af Goðafossi vegna smyglmálsins, sem kom upp í upphafi síðustu viku. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Innbrot í tvö fyrirtæki

TILKYNNT var um innbrot í Tölvubæ og Leigulistann í Skipholti 50b í gærmorgun. Hurðir voru spenntar upp og skemmdar í báðum fyrirtækjunum. Stolið var tómum peningakassa úr Tölvubæ og símtæki úr húsnæði Leigulistans. Unnið er að rannsókn málsins hjá lögreglunni í Reykjavík. Meira
18. mars 1999 | Miðopna | 1569 orð

Íhaldsmenn í eldhúskróknum Breskir íhaldsmenn héldu vorfund sinn um helgina. Freysteinn Jóhannsson í London fylgdist með umræðum

"VIÐ verðum að vera frjáls", sagði William Hague, formaður brezka Íhaldsflokksins, á vorfundi hans um helgina. Hann var þá að vísa til fortíðar flokksins, sem nú væri tímabært að líta af og horfa þess í stað fram á veginn. Og vissulega er orðið tímabært að Íhaldsflokkurinn losni af klafa fortíðarinnar og freisti þess að ná stöðu sem raunverulegur valkostur við Verkamannaflokkinn. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 184 orð

Íþróttamaður ársins kjörinn í Ólafsvík

Ólafsvík-Á aðalfundi Ungmennafélagsins Víkings í Ólafsvík miðvikudaginn 10. mars sl. var Hjörtur Ragnarsson kjörinn íþróttamaður ársins 1998. Hann hefur verið einn af þjálfurum félagsins og virkur í allri íþróttastarfsemi þess. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Kosningafundur á Laugarvatni

HALDINN verður kynningarfundur vegna komandi alþingiskosninga laugardaginn 20. mars kl. 17 í íþróttahúsi KHÍ á Laugarvatni. Á fundinn munu mæta eftirtaldir formenn eða varaformenn stjórnmálaflokka: Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokkur, Sverrir Hermannsson, Frjálslyndi flokkurinn, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingin, Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokkur og Steingrímur J. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

LEIÐRÉTT Leiðrétting við grein

UNDIRRITAÐUR vill koma fram eftirfarandi leiðréttingu vegna greinar eftir hann "Um lýðræði og upplýsingastreymi í íslensku þjóðfélagi" er birtist í Morgunblaðinu í gær, 17. þ.m. Þar fullyrðir undirritaður að Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hafi veitt ákveðnu fyrirtæki lán á þriðja hundrað milljónir kr. á árinu 1997. Fullyrðing þessi er byggð á veðbókarvottorði frá sýslumanninum í Reykjavík dags. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 153 orð

Lögreglumaður segir upp störfum

Grindavík-Það voru ekki liðnir margir dagar frá því bakvaktir voru teknar af lögreglunni í Grindavík þangað til fyrsti lögreglumaðurinn í Grindavík sótti um starf annars staðar. Ástæður munu vera þessi niðurskurður á bakvöktum. Umræddur lögreglumaður, Bjarni Bjarnason, sagðist vera á leiðinni til Hafnarfjarðar og hæfi þar störf 1. júní. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 146 orð

Mandela í Noregi Reuters

Mandela í Noregi Reuters Osló. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, lofaði Norðurlöndin í gær fyrir stuðning þeirra við baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni á sama tíma og stórveldin hefðu forðast afskipti af málinu. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 70 orð

Mannfall í eyðimörkinni

Reuters Mannfall í eyðimörkinni ERITREUSTJÓRN sýndu fréttamönnum í gær lík a.m.k. 300 eþíópískra hermanna, sem þau segja hafa fallið í orrustu nærri Asmara, höfuðborg Eritreu. Sögðu þau herinn hafa eyðilagt alls 57 skriðdreka Eþíópíumanna og náð sex óskemmdum. Eþíópíustjórn vísar fullyrðingunum á bug og segir þær áróðursbragð. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 719 orð

Móðir samtíma femínisma

Í tilefni 50 ára útgáfuafmælis tímamótaverksins Hins kynsins eftir franska heimspekinginn og rithöfundinn Simone de Beauvoir stendur Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir málþingi á morgun, föstudaginn 19. mars. Sigríður Þorgeirsdóttir er einn skipuleggjenda málþingsins. "Hitt kynið var tímamótaverk. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 563 orð

Nóg að gera fyrir umhverfisfræðinga

SJÖ deildir Háskóla Íslands eru kjölfestan í meistaranámi í umhverfisfræðum ásamt Umhverfisstofnun Háskólans. Úr umhverfisfræðum mun því útskrifast breiður hópur nemenda en að sögn Geirs Oddssonar forstöðumanns Umhverfisstofnunar er brýn þörf í þjóðfélaginu fyrir starfskrafta þeirra. "Það er skortur á fólki með framhaldsmenntun í umhverfisfræðum," segir hann. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 76 orð

Ný trévöruverslun

Patreksfirði-Nýverið var opnuð ný verslun á Patreksfirði. Ber verslunin nafnið Gosi, eftir spýtu drengnum Gosa í samnefndu ævintýri, en á boðstólum eru trévörur, sem eru að mestu leyti unnar af Guðrúnu Ósk Þórðardóttur, eiganda verslunarinnar. Guðrún er einnig með á boðstólum ýmiss konar föndur og annað til föndurgerðar. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Opið frá miðnætti á föstudaginn langa og páskadag

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákveðið að heimila skemmtanahald frá miðnætti föstudaginn langa og á páskadag til kl. 4 og eftir atvikum með áfengisveitingum. Heimildin er byggð á lögum nr. 32 frá árinu 1997. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ólafur Ólafsson kosinn formaður

AÐALFUNDUR Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn 7. mars sl. í félagsheimili félagsins, Ásgarði, Glæsibæ. Í skýrslu stjórnar kemur fram að síðasta ár var mjög viðburðaríkt í sögu félagsins. Þar bar hæst kaup og flutningar í Glæsibæ sem hefur breytt allri aðstöðu hjá félaginu. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Portúgalskur skipverji á gjörgæsludeild

SKIPVERJI af portúgalska togaranum Santa Cristina, sem liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, var fluttur meðvitundarlaus með alvarleg eitrunareinkenni á sjúkrahús eftir mengunarslys um borð í togaranum nokkru eftir hádegi í gær. Maðurinn liggur nú á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í öndunarvél og verður í henni áfram að sögn sérfræðings á deildinni. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Ráðstefna um öryggismál í ferðaþjónustu

RÁÐSTEFNA um öryggismál í ferðaþjónustu verður haldin fimmtudaginn 18. mars á Hótel Loftleiðum við Reykjavíkurflugvöll undir yfirskriftinni: Er Ísland öruggur áfangastaður ferðamanna? Hefst hún kl. 9. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 189 orð

Regnhlífarsamtök í umhverfismálum

Ólafsvík-Um þrjátíu manna hópur úr Snæfellsbæ hefur stofnað regnhlífarsamtök í umhverfismálum. Starfsvettvangur samtakanna er Snæfellsbær og er þeim ætlað að gera alhliða átak í náttúru- og umhverfisverndarmálum og virkja þá aðila sem áhuga hafa á þessum málum, öllum íbúum Snæfellsbæjar til hagsbóta. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 41 orð

Reuters Fáni NATO dreginn að húni í fyrsta sinn

Reuters Fáni NATO dreginn að húni í fyrsta sinn UNGVERSKUR hermaður dregur að húni fána Atlantshafsbandalagsins (NATO) í fyrsta sinn við bækistöðvar ungverska flughersins í Kecsekemet í gær. Ungverjaland, Tékkland og Pólland gerðust formlega meðlimir NATO við hátíðlega athöfn 12. mars síðastliðinn. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 84 orð

Reuters Ómannúðleg meðferð PALESTÍNUMAÐURINN Amin A

Reuters Ómannúðleg meðferð PALESTÍNUMAÐURINN Amin Abu Sneineh hlaut í gær frelsi sitt að nýju en fjölskylda hans hafði neytt hann til að dvelja í helli með geitum fjölskyldunnar og hænsnum undanfarin fimm ár. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 432 orð

Ríkið sýnir mikið aðhald

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að nauðsynlegt sé að allir aðilar sem hlut eigi að máli auki aðhald hjá sér þegar halli sé á viðskiptajöfnuði. Ríkissjóður sýni mikið aðhald í ár og því beri útkoma fjárlaganna skýrast vitni. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 96 orð

Síminn opnar þjónustumiðstöð

Keflavík­Síminn opnaði nýlega nýja þjónustumiðstöð að Hafnargötu 40 í Keflavík. Að sögn Stefáns Þórs Sigurðssonar þjónustustjóra verður þar boðið uppá alla almenna símaþjónustu fyrir Reykjanes. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 499 orð

Sjúkdómsgenið líklega einangrað innan tveggja ára

UM þriðjungur allra hornhimnuígræðslna á Íslandi eiga rætur sínar að rekja til sjúkdóms, sem á íslensku er kallaður arfgeng hornhimnuveiklun. Þetta hlutfall er mun hærra á Íslandi en annars staðar og varð sú staðreynd kveikjan að rannsóknum þeirra Gordons Klintworths, prófessors í meinafræði við Duke-háskóla í Durham í Norður-Karólínu, og Friðberts Jónssonar, sérfræðings á Landspítalanum, Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 107 orð

Skák á bekk með íþróttum

BRETAR hafa ákveðið að taka skák í hóp íþrótta. Þetta þýðir fyrst og fremst að skákmenn fá nú aðgang að opinberum íþróttasjóðum og ættu að fá sneið af lottókökunni. Tony Banks íþróttamálaráðherra hefur að sögn dagblaðsins The Independent lýst vilja ríkisstjórnarinnar til þess að breyta lögum svo skákin megi teljast íþróttagrein í Bretlandi til jafns við fótbolta og aðrar greinar. Meira
18. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Skákmót

SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur sjö mínútna mót í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. mars og hefst það kl. 20. Á sunnudag verður á sama stað fimmtán mínútna mót og hefst það kl. 14. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | -1 orð

Skálakaffi opnar formlega

Selfossi-Skálakaffi, vímulaust kaffihús sem er til húsa í Tryggvaskála á Selfossi, var opnað formlega síðastliðið fimmtudagskvöld. Skálakaffi er ætlað að hýsa aldurshópinn 16-17 ára en sá aldurshópur hefur verið nokkuð utanveltu hvað varðar samastað til þess að hittast á en krakkar á þessum aldri eru of gömul fyrir félagsmiðstöðvar og of ung fyrir skemmtistaði. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 327 orð

Skólanemar fjalla um framtíð Húsavíkur

Húsavík-Framhaldsskólinn á Húsavík boðaði að lokinni þemaviku skólans til ráðstefnu með yfirskriftinni "Húsavík í framtíð ­ horfinn heimur eða höfuðstaður?" Magnús Halldórsson nemi setti ráðstefnuna og skýrði frá undirbúningi hennar. Nemendum var skipt í tólf hópa sem störfuðu sjálfstætt og voru einn eða tveir framsögumenn fyrir hvern hóp. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 499 orð

Snilldarleikur hjá Kára

KENT W. Small, augnlæknir og prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA), sagði að stofnun Íslenskrar erfðagreiningar hefði verið snilldarleikur af hálfu Kára Stefánssonar, bæði út frá viðskiptalegu og fræðilegu sjónarhorni. "Hvað varðar framfarir í læknavísindum þá var þetta eitthvað sem varð hreinlega að gera og það að fá samþykki stjórnvalda var lykillinn," sagði Small. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 418 orð

Stal úr alþjóðlegum hjálparsjóðum fyrir börn

SÉRA Allan Boesak, fyrrverandi baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, var í gær fundinn sekur um þjófnað og svik varðandi fé, sem einstaklingar og erlendar hjálparstofnanir höfðu gefið til hjálpar börnum, sem áttu um sárt að binda vegna aðskilnaðarstefnunnar. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Styttur varðar

HAFNAR eru umfangsmiklar endurbætur á Dómkirkjunni í Reykjavík sem munu standa fram á haust. Rétt þótti að smíða kassa utan um stytturnar við kirkjuna til að varna skemmdum meðan á framkvæmdum stendur. Við kirkjuna er brjóstmynd Sigurjóns Ólafssonar af sr. Bjarna Jónssyni, minnismerki Julius Schou af Hallgrími Péurssyni og brjóstmynd Ríkharðs Jónssonar af Jóni Vídalín biskupi. Meira
18. mars 1999 | Landsbyggðin | 135 orð

Svartlist á Hellu flytur

Hellu­Prentsmiðjan Svartlist á Hellu hefur flutt starfsemi sína um set, en fyrirtækið hóf starfsemi í nóvember 1996 í þröngu leiguhúsnæði á Hellu. Eigendur Svartlistar, hjónin Svanur Guðmundsson og Kristjana Ó. Valgeirsdóttir, hafa nú fest kaup á húsnæði sem áður hýsti Skattstofu Suðurlands við Þrúðvang á Hellu. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 608 orð

Taka mið af auknum markaðsbúskap

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra kynnti drög að frumvarpi til raforkulaga á ársfundi Orkustofnunar í gær og Þorkell Helgason orkumálastjóri kynnti umhverfisstefnu Orkustofnunar. Finnur sagði markmiðið með breytingunum vera að koma á markaðsbúskap í viðskiptum með raforku, um leið og stuðlað væri að þjóðhagslegri hagkvæmni á nýtingu orkulindanna. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Taka verður upp ákvæði eldri leigusamninga

FRÁ og með 1. apríl næstkomandi verður ekki unnt að verðtryggja húsaleigu með því að miða við verðbótahækkun húsaleigu sem Hagstofan hefur reiknað út síðastliðin fimmtán ár, þar sem lög um verðbótahækkun húsaleigu falla þá úr gildi. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 253 orð

Talið styrkja stöðu flokksins fyrir komandi kosningar

ARYEH Deri, leiðtogi flokks strangtrúaðra gyðinga í Ísrael, var í gær fundinn sekur um mútuþægni og spillingu við lok umdeildra réttarhalda sem mjög hafa aukið spennu í aðdraganda þingkosninganna, sem fram eiga að fara 17. maí næstkomandi. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 551 orð

Tilboð er raunhæft

ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda hf. vísar á bug fullyrðingum Brynjólfs Ómarssonar og Hauks Þórs Haukssonar sem birtust í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að tilboðsgengi Granda í hlutabréf í Árnesi í Þorlákshöfn sé langt neðan við raunverulegt verðmæti félagsins. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 243 orð

Trittin segir drifkraftinn farinn

JÜRGEN Trittin, umhverfisráðherra Þýzkalands og einn leiðtoga þýzkra græningja, sagði í viðtali sem útdrættir voru birtir úr í gær, að brotthvarf Oskars Lafontaines úr ríkisstjórninni hefði svipt samstarfsstjórn jafnaðarmanna (SPD) og græningja öllum raunverulegum umbótadrifkrafti. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Undirbúningsnefnd skipuð

TILNEFNT hefur verið í samstarfsnefnd menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar vegna nýrrar tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar. Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra, verður formaður nefndarinnar, skipaður af menntamálaráðherra. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 301 orð

Úrskurðað í máli Pinochets eftir viku

BRESKA lávarðadeildin mun kveða upp úrskurð sinn næstkomandi miðvikudag yfir Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, um það hvort hann verði framseldur til Spánar. Ákveði lávarðadeildin að framselja hann ekki mun Pinochet fara frjáls ferða sinna. Meira
18. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Útivistarskógar ­ ræktun og rekstur

RÁÐSTEFNA um útivistarskóga verður haldin í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Galtalæk, á morgun, föstudaginn 19. mars og hefst hún kl. 9. Skógræktarfélag Eyfirðinga og Skógræktarfélag Íslands efna til ráðstefnunnar. Víða hefur orðið árangursríkt samstarf sveitarfélaga og skógræktarfélaga um ræktun og rekstur útivistarsvæða fyrir almenning. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Vann 35 milljónir

ÍSLENDINGUR hafði allar tölur réttar í Víkingalottóinu í gær og fékk í sinn hlut um 35 milljónir króna en Finni og Norðmaður, sem höfðu einnig valið réttar tölur, fengu jafn mikið í sinn hlut. Vinningsmiðinn var seldur í Glæsibæ, Álfheimum. Að sögn Bolla Valgarðssonar, markaðsstjóra Íslenskrar getspár, er þetta í sjötta sinn sem Íslendingur fær hæsta vinning í Víkingalottóinu. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Verið að álykta til langs tíma

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að með ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um eftirlaun til aldraðra sé verið að álykta til langs tíma. Þeir sem hafi staðið að undirbúningi þessarar ályktunar hafi gert sér grein fyrir því að það sé vart hægt að reikna með að það sé hægt að hrinda svona metnaðarfullum áformum í framkvæmd á einni nóttu og ekki ætlast til þess. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

VG ákveður framboðslista

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs á Vesturlandi ákvað framboðslista sinn fyrir alþingiskosningarnar 8. mars í hóteli Venus í Hafnarskógi sunnudaginn 14. mars sl. Var tillaga að listanum samþykkt samhljóða. Listinn er þannig skipaður: 1. Halldór Brynjólfsson deildarstjóri, Borgarnesi, 2. Hildur Traustadóttir landbúnaðarstarfsmaður, Brekku, Andakílsvirkjun, 3. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

VG ákveður lista

KJÖRDÆMAFÉLAG Vinstrihreyfingingarinnar ­ græns framboðs á Austurlandi hélt fund á Reyðarfirði laugardaginn 13. mars sl. þar sem samþykktur var framboðslisti hreyfingarinnar vegna alþingiskosninga 8. maí nk.: 1. Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur Egilsstöðum, 2. Gunnar Ólafsson jarðfræðingur, Neskaupstað, 3. Gunnar Pálsson bóndi, Refstað, Vopnafirði, 4. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Vinna hafin á ný við hafnargarðinn

DREGIÐ var úr vinnu við nýjan grjótgarð í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun mánaðarins eftir að garðurinn sökk um 2,5 metra á einni nóttu á um 50 metra kafla. Sigið hefur stöðvast og er vinna hafin á ný að sögn Más Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarhafnar. Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Yfirheyrðir vegna gruns um líkamsárás

RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur yfirheyrt tvo grunaða menn vegna rannsóknar á margþættu sakamáli sem upp kom síðastliðinn mánudag þegar brotist var inn á heimili karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði og honum veittir talsverðir áverkar. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 367 orð

Yfirtakan sögð stríða gegn almannahagsmunum

GENGI hlutabréfa í bresku fjölmiðlasamsteypunni BskyB og knattspyrnufélaginu Manchester United féll nokkuð í gær vegna ótta um að samkeppnisyfirvöld hefðu hafnað fyrirhuguðum kaupum BskyB á Manchester United Meira
18. mars 1999 | Innlendar fréttir | 421 orð

Þjóðarsátt takist um velferðarsamninga

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ætlar að beita sér fyrir þjóðarsátt um gerð velferðarsamninga til margra ára. Hún segir að örorkubætur hafi hækkað á undanförnum árum en ekki nægjanlega mikið, að mati ráðuneytisins. Meira
18. mars 1999 | Erlendar fréttir | 973 orð

Þjóðverjar reyna að tryggja árangur á Berlínarfundinum

RÍKISSTJÓRNIR aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) lögðu í gær allt kapp á að komast að niðurstöðu um það hverjir gætu tekið við af hinum 20 meðlimum framkvæmdastjórnar sambandsins, sem sögðu af sér allir sem einn um miðnætti á mánudagskvöld, og hvenær og lögformlega hvernig þau umskipti ættu að fara fram. Meira

Ritstjórnargreinar

18. mars 1999 | Staksteinar | 353 orð

Beðið fardaga

MEÐAL þess sem afgreitt var á síðustu dögum Alþingis var ný löggjöf um náttúruvernd, þriðju heildarlögin um þennan málaflokk. Fyrstu náttúruverndarlögin voru sett 1956, endurskoðuð frá grunni 1971 og í þriðja sinn í tveimur áföngum 1996 og 1999. Meira
18. mars 1999 | Leiðarar | 597 orð

ÞENSLUMERKI Í GÓÐÆRINU

VAXANDI þensla er mesta vandamálið í efnahagslífinu um þessar mundir að mati Þjóðhagsstofnunar. Leggur hún til, að stjórnvöld slái á eftirspurn til að koma í veg fyrir röskun á efnahagslegu jafnvægi og dragi úr vexti þjóðarútgjalda til að koma á jöfnuði í utanríkisviðskiptum. Meira

Menning

18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 87 orð

Aldargamall KR-ingur

KR-DAGURINN var haldinn hátíðlegur 16. febrúar síðastliðinn, en þá hélt Knattspyrnufélag Reykjavíkur upp á 100 ára afmæli félagsins. Eins og alkunna er er Vesturbærinn ekki nógu stór til að rúma alla KR-ingana og finnast þeir því víða í öðrum hverfum borgarinnar. Ríkharður Már Ellertsson er sjö ára snáði í Húsaskóla í Grafarvogi. Meira
18. mars 1999 | Kvikmyndir | 176 orð

Alltaf á uppleið

Leikstjórn og handrit: Tom Di Cillo. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Catherine Keener, Daryl Hannah, Maxwell Caulfield, Christopher Lloyd og Cathleen Turner. Lakeshore Entertainment. JOE er einn af þeim leikurum sem vinna sem þjónar og fer næstum daglega í áheyrnarpróf í von um að nú muni hann fá hlutverk, verða virtur leikari og líf hans breytast til hins betra. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 1081 orð

Allt getur gerst þegar jörðinni sleppir Í kvöld gefst djarflyndu fólki kostur á að taka þátt í og kanna framandlegar slóðir því

ÞEGAR gengið er inn í geimstöðina Iðnó við Tjörnina tekur á móti farþegunum ábúðarmikil áhöfn. Árið er 2099 og geimferjan er að leggja af stað. Gestir eru skannaðir áður en þeim er vísað til sætis og sagt að spenna sætisólarnar. Síðan hefst ferðalag sem aldrei verður endurtekið, í það minnsta ekki í sömu mynd. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 655 orð

Alþjóðleg hönnun og íslenskar ljósmyndir

TVÆR sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag, fimmtudag, kl. 20. Þetta eru sýning á alþjóðlegri hönnun eftir þá Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young og myndum íslenska ljósmyndarans Spessa. Hönnuðirnir eru á meðal hinna fremstu á alþjóðavettvangi á sviði hönnunar. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 2018 orð

Andlit á andlit ofan Óvenjulega fjölbreytt úrval af portrettum gefur að líta við Trafalgartorg í London. Freysteinn Jóhannsson

SKOPTEIKNINGAR eru Bretum í blóð bornar. Dagblöðin eru iðin við að birta þær og oft fylgja forsíðufréttum skopmyndir, sem segja meira en þúsund orð. Til dæmis birti The Times á dögunum skopmynd, sem tengdi saman nýorðna benzínhækkun og mikil flóð í Mið-Englandi. Teikningin sýndi tvo ökumenn, sem sátu á bílþökunum og bílarnir með vatn upp á miðjar hliðar. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 702 orð

Besta leiðin til að ná sambandi við hinn alþjóðlega listheim

ÞÁTTTAKA á listamessunni Arco '99 í Madríd í síðastliðnum mánuði og listamessunni í Stokkhólmi í síðustu viku hefur nú þegar borið umtalsverðan árangur fyrir Gallerí Ingólfsstræti 8 og listamenn á þess snærum, að sögn Eddu Jónsdóttur, eiganda gallerísins. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 316 orð

Blekkingarleikur aðalsfólks til að halda lífi

LEIKLISTARFÉLAG Menntaskólans við Sund frumsýnir í kvöld Kirsuberjagarðinn sem er síðasta og eitt þekktasta verk rússneska leikritaskáldsins Antons Tsjekhov. Jónas Kristjánsson þýddi verkið og leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Alls taka tólf leikarar þátt í sýningunni sem allir voru á leiklistarnámskeiði í umsjón Vigdísar í skólanum í vetur. "Leikritið gerist snemma á 19. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 153 orð

Burt með grannar fyrirsætur!

FYRIRSÆTUR sem vilja taka þátt í tískusýningum í Barcelona á næsta ári þurfa að bæta utan á sig, annars eiga þær á hættu að verða verkefnalausar. Aðstandendur Salon Gaudi tískusýningarinnar, sem er ein sú virtasta á Spáni, hafa tilkynnt að á næsta ári ráði þeir ekki sýningarstúlkur sem nota minna en númer 40 af fötum. Það jafngildir stærð 10 í Bandaríkjunum og 8 í Bretlandi. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 37 orð

Einar Már les í Gerðarsafni

UPPLESTUR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, verður í dag, fimmtudag, kl. 17­18. Einar Már Guðmundsson rithöfundur, les úr bók sinni Fótspor á himnum, ásamt fleiri verkum. Aðgangur er ókeypis. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 50 orð

Elle á frímerki

EINNI mest ljósmynduðu konu heims, fyrirsætunni Elle Macpherson, hlotnast sá heiður að fá sitt fagra andlit prentað á frímerki. Frímerkin fríðu verða gefin út á heimsfrímerkjasýningunni sem fram fer í Ástralíu hinn 21. mars. Það er sjálfsagt engin tilviljun að Macpherson er einmitt áströlsk eins og frímerkin. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð

Geta naggrísir talað? Dagfinnur læknir (Dr. Doolittle)

Framleiðandi: John Davis, Joseph M. Singer og David T. Friendly. Leikstjóri: Betty Thomas. Handrit: Nat Maudlin og Larry Levin. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Ossie Davis og Oliver Platt. (93 mín) Bandaríkin. Skífan, mars 1999. Myndin er öllum leyfð. Dagfinnur (Eddie Murphy) er ósköp venjulegur fjölskyldufaðir sem gegnir annasömu starfi sem læknir á einkastofu. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 82 orð

Handmálaðar neglur

EINS og sjá má á meðfylgjandi mynd eru neglur fyrirsætunnar sem á glasinu heldur afar skrautlegar svo ekki sé meira sagt. Enda skartar hún tilbúnum handmáluðum listaverkanöglum sem listakonan Christina David bjó til og sýndar voru í M¨unchen á þriðjudaginn. Á nöglunum má m.a. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 275 orð

Heiðurslyfta

NELSON Mandela, einn vinsælasti stjórnmálamaður samtímans, var heiðraður á óhefðbundinn, og víst óhætt að segja einstakan, hátt síðastliðinn þriðjudag af friðarfrumkvöðlinum Sri Chinmoy. Sri Chinmoy lyfti Mandela, sem stóð á þar til gerðum heiðurspalli, með annarri hendi, heila 30 sm, Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Judith Ingólfsson fær Stradivarius

JUDITH Ingólfsson fiðluleikara var um síðustu helgi afhent rúmlega 300 ára gömul Stradivarius fiðla til afnota næstu fjögur árin en fiðlan var áður í eigu hins þekkta fiðluleikara Josef Gingold. Tilefnið er að Judith vann Alþjóðlegu fiðlukeppnina í Indianapolis í september síðastliðnum. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 139 orð

Lífæðar 1999 opnuð á Ísafirði

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Sjúkrahúsi Ísafjarðar á morgun, föstudag kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokkum á Landspítalanum í byrjun janúar sl. en þaðan fór hún til Sjúkrahúss Akraness. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 173 orð

Ljóðatónleikar í Hafnarkirkju

FINNUR Bjarnason, barítónsöngvari, og Gerrit Schuil, píanóleikari, halda ljóðatónleika í Hafnarkirkju í Hornafirði á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Flutt verða sönglög eftir Schumann, lög sem búa yfir rómantískri fegurð og fágun, segir í fréttatilkynningu. Schumann var uppi á fyrri hluta 19. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 70 orð

Ljóðskáld í forsæti

ÞAÐ eru fleiri forsætisráðherrar en Davíð Oddsson, sem yrkja ljóð. Nú hefur forsætisráðherra Íra, Bertie Ahern, vakið athygli fyrir ljóð, sem er framlag hans til einskonar dagbókar, sem gefin er út til styrktar bágstöddum á Írlandi. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 207 orð

Málþing um "Hitt kynið"

RANNSÓKNASTOFA í kvennafræðum stendur fyrir málþingi á morgun, föstudag kl. 14­17.30 í hátíðasal Háskóla Íslands.Málþingið erhaldið í tilefni 50ára útgáfuafmælis tímamótaverksins "Hittkynið" eftirfranska heimspekinginn og rithöfundinn Simone de Beauvoir. Á málþinginu taka fræðimenn úr heimspeki, bókmenntafræði og mannfræði á ýmsum þáttum kenninga og rita Beauvoirs. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 164 orð

Monet og Pollock

Monet og Pollock TVÆR málverkasýningar standa nú yfir í London sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér. Þetta eru sýningar á verkum franska málarans Claude Monet og bandaríska málarans Jackson Pollock. Sýningin á verkum Monet (1840­1926) nefnist Monet á tuttugustu öld og er í Royal Academy. Í Lesbók Morgunblaðsins 14. Meira
18. mars 1999 | Menningarlíf | 157 orð

Nýr einleikur í tilefni 15 ára afmælis

HUGLEIKUR frumsýnir nýjan einleik, Þrjátíu ár, eftir Sigrúnu Óskarsdóttur, um miðjan apríl, en þá mun leikfélagið fagna 15 ára starfsafmæli sínu. Þá verður haldið málþing um leikfélagið og stöðu þess og stefnu innan leiklistarheimsins. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 47 orð

Sirkus sólarinnar á ferðalagi

HINN kanadíski Sirkus sólarinnar sýndi fjölmiðlum listir sínar í Melbourne síðastliðinn miðvikudag. Sirkusinn er í Asíu- og Kyrrahafsferð um þessar mundir og mun heimsækja auk Ástralíu, Kína, Taívan, Singapúr og Japan. Í hópnum eru 130 listamenn, tveir sjúkraþjálfarar, fjórir kokkar og einn kennari. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 74 orð

Stærsta bindi í heimi

ÞETTA risavaxna hálsbindi er ekki hannað fyrir lágvaxna menn enda tilgangurinn annar en sá að prýða karlmannshálsa. Bindið er hannað með það í huga að koma því inn í heimsmetabók Guinness sem tókst enda bindið 57 metra langt, tæplega fimm metra breitt og vegur 180 kíló. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 184 orð

Tilfinningasamir rokkarar

ÁRLEGA eru nokkrir rokkarar heiðraðir fyrir framlag sitt til rokktónlistar á lífsleiðinni. Athöfnin er kölluð "Rock and Roll Hall of Fame" og að þesu sinni voru meðal annarra Paul McCartney, Bruce Springsteen og Billy Joel teknir í rokkdýrlingatölu en athöfnin var haldin í 14. skipti á mánudag. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 35 orð

Til þjónustu reiðubúin

ÞAÐ er ekki amalegt að vera kappakstursmaður og njóta kvenhylli þar að auki. Formúlu 1-keppandinn Eddie Irvine fær hér sólarvörn á varirnar hjá ónafngreindri blómarós á milli æfinga á Montmelo-brautinni á Spáni. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 74 orð

Valinkunnir tónlistarmenn skemmta

SÖNGKONURNAR Whitney Houston, Mariah Carey og Celine Dion verða meðal þeirra sem syngja á Óskarsverðlaunaafhendingunni 21. mars. Einnig mun hljómsveitin Aerosmith flytja lagið "I Don't Want to Miss a Thing" úr myndinni Ragnarökeða "Armageddon" og Peter Gabriel og Randy Newman syngja "That'll do". Meira
18. mars 1999 | Fjölmiðlar | 719 orð

Vilja alnetið á sjónvarpsskjáinn

Vilja alnetið á sjónvarpsskjáinn Bandarískar sjónvarpsstöðvar ætla á næsta ári að hefja útsendingar á stafrænu hágæðasjónvarpi. Microsoft og fleiri tölvufyrirtæki reyna nú að fá sjónvarpsstöðvar til að nota útsendingartækni sem notuð er í tölvum, þá geti notendur notað sjónvarpstækið fyrir tölvupóst og alnetsráp. Meira
18. mars 1999 | Tónlist | 479 orð

Vor í Kópavogi

Samkór Kópavogs undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur flutti alþýðlega tónlist. Einsöngvari; Svana Kristín Ingólfsdóttir. Píanóleikari; Claudio Rizzi. Þriðjudagurinn 16. mars 1999. SAMKÓR Kópavogs hélt vortónleika sína í Salnum sl. þriðjudagskvöld, en slíkir tónleikar eru uppgjör þeirrar vinnu, sem kórfólk og stjórnandi hafa innt af hendi í skammdeginu. Meira
18. mars 1999 | Leiklist | -1 orð

Væntingar og vonbrigði

Texti og tónlist eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Pálína Jónsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Davíð Þór Jónsson, Steinunn Ólafsdóttir og Sigurþór Albert Heimisson. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Tónlistarstjórn og útsetningar: Margrét Örnólfsdóttir. Brúður: Helga Arnalds. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 49 orð

Yfir eyðimörkina á kameldýrum

ÞRÍR kanadískir ævintýramenn komu ríðandi á kameldýrunum sínum eftir götum Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum eftir fjörutíu daga ferð þvert yfir eyðimörkina. Þeir fóru sömu leið og farin var fyrir fimmtíu árum af breska ævintýramanninum Wilfred Thesiger sem fór fyrstur vestrænna manna yfir sandeyðimörkina miklu. Meira
18. mars 1999 | Fólk í fréttum | 733 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

18. mars 1999 | Aðsent efni | 200 orð

Bjarnveig Jakobsdóttir

Hún amma er dáin. Fréttin um að Badda amma væri dáin barst okkur snemma morguns laugardaginn 6. mars. Södd lífdaga og glöð með að fá að fara á stað þar sem hún var viss um að biði sín nýtt líf. Amma var ein af þeim sem las mikið um hvað biði sín hinum megin móðunnar og ég held að hún hafi trúað því að þar væri nýtt líf mun ánægjulegra en það sem hún lifði í lokin. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 643 orð

Brottkast sjávarafla ­ leiðir til úrbóta

Í SÍFELLDRI umræðu um kvótamál koma við og við upp fullyrðingar um að stórum hluta sjávarafla sé kastað í sjóinn aftur. Hversu umfangsmikið brottkastið er getur enginn sagt til með vissu, þó svo að sumir kasti fram tölum þar að lútandi og telji það jafnvel nema hundruðum þúsunda tonna. En slíkt er vitaskuld skot út í bláinn. En það er hægt að slá því föstu að brottkastið er staðreynd. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 695 orð

Flugvöllur í Skerjafirði

Flugtæknilega er staðsetning flugvallar úti í Skerjafirði betri kostur en núverandi staðsetning. Hvað varðar umræðu um hugsanleg vandkvæði með fugla á flugvelli í Skerjafirði þá er rétt að benda á að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar er ein sú óheppilegasta sem hægt er að finna á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til fugla og hættu á árekstrum við þá. Meira
18. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Frambjóðanda Framsóknarflokksins svarað

Á kjörtímabilinu hafa ungir framsóknarmenn stundum agnúast sérstaklega út í störf mín. Hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði í því efni. Nýr og ungur frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, Birkir J. Jónsson framhaldsskólanemi, hefur nú í tveimur bréfum til Morgunblaðsins leitast við að gera samskipti mín við framhaldsskólanema tortryggileg. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 927 orð

Gegn her í landi

Á ÞESSU ári er liðin hálf öld frá því að Ísland gekk í hernaðarbandalagið NATO. Tveimur árum eftir inngönguna var kominn hingað bandarískur NATO-her. Það voru yfirvöldin sem komu þessu í kring. Þjóðin var aldrei spurð og í hjarta sínu er hún mótfallin herstöðvunum. Inngangan í NATO var ákveðin á þingi 30. mars 1949. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli til að mótmæla inngöngunni. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 357 orð

Hafnarfjarðarflugvöllur

AÐ undanförnu hafa verið töluverðar umræður um framtíð flugvallar á Reykjavíkursvæðinu og þá gjarnan verið þrjár hugmyndir á lofti. Í fyrsta lagi að halda núverandi flugvallarstæði í Reykjavík, í öðru lagi að gera fyllingu fyrir flugvöll úti í Skerjafirði og í þriðja lagi að leggja niður flugvöllinn í Reykjavík og nota Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflug. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 400 orð

Hvað með lávarðadeild?

NÚ ÞEGAR ráðamenn þjóðarinnar hafa skipað fimmta stjórnmálaforingjann í feita stöðu á skömmum tíma hlýtur að vakna þessi spurning: Því ekki að stíga skrefið til fulls og stofna lávarðadeild fyrir þessa menn og hætta þessum látalátum? Stjórnmálaforingjarnir gætu þá gengið að því vísu að komast í notalegheitin þegar þeir gerast vígmóðir á vettvangi stjórnmálanna. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 934 orð

Kristnihátíðin árið 2000 ­ þakkarhátíð

"ÞAKKLÆTI er ekki aðeins stærst allra dygða heldur og foreldri allra annarra dygða" ­ Cicero. Þessi Þingvallamynd af Alþingishátíðinni 1930 hefur lengi verið fyrir augum mér, fyrst um árabil á vinnustað mínum erlendis, þar sem hún var mér sem innblástur og minnti mig stöðugt á ­ í velsældinni þar ­ að ég er og verð Íslendingur alla mína daga, Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 662 orð

Kúabændur og kýr ­ svarbréf

Í GREINUM "tríós" Stefáns Aðalsteinssonar fyrrverandi forstöðumanns Norræna genabankans fyrir búfé, Ólafs Ólafssonar fyrrverandi landlæknis og Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis í nautgripasjúkdómum, sem birtust í Mbl. 27.2. sl. og framhald (Mbl. 6.3. sl.), sem andsvar við greinum Þórólfs Sveinssonar (Mbl. 2.3.) Landssamands kúabænda og Jóns Gíslasonar formanns fagráðs í nautgripatækt (Mbl. 4.3. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 565 orð

Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri

EITT af síðustu verkum Alþingis var að lögfesta frumvarp til laga um búnaðarfræðslu. Það mál hafði verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og fjölmargir aðilar komið að málinu. Samkvæmt lögunum eru ákvæði um búnaðarnám og garðyrkjunám samræmd í einni löggjöf um búnaðarfræðslu, sem taka til menntastofnana landbúnaðarins. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 1002 orð

Leggjum af skæklatog um skáld

EITTHVAÐ hefur Jakobi F. Ásgeirssyni (JFÁ) rithöfundi þótt skorta á röksemdafærslu hjá mér þegar ég svaraði ,Viðhorfa"pistli hans frá 11. feb. í Mbl. 25. sama mánaðar. Til þess bendir fyrirsögn greinar hans ,Þegar rökin þrýtur" 5. mars sl. Líklegt er að hvor éti úr sínum poka hvað það snertir úr þessu og gildir þá einu hve lengi menn vegast á með hjálp gæsalappa á síðum Mbl. Meira
18. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 340 orð

Opið bréf til bæjarráðs Akraness

KENNARAR Tónlistarskólans á Akranesi svara bréfi bæjarráðs, dagsettu 18. febrúar 1999, þar sem greint er frá höfnun erindis þeirra varðandi beiðni um viðbótarsamning sambærilegan þeim er grunnskólakennarar á Akranesi gerðu sl. vor. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 512 orð

Smáa letrið í EES og utanríkisstefna ASÍ

"FYRIR 5-7 árum voru margir sömu skoðunar og Páll er nú. Sem betur fer hafa flestir valið að kynna sér málin og reyna að læra af sögunni." Þannig skrifar Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, 10. mars í Morgunblaðið í svari við gagnrýni undirritaðs á þá yfirlýsingu Ara, að Ísland ætti að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Meira
18. mars 1999 | Aðsent efni | 943 orð

Útúrsnúningar draga ekki upp jafnréttisklukkuna

ÞVÍ miður kýs Páll Pétursson félagsmálaráðherra að svara okkur með útúrsnúningi 10. mars sl., enda er erfitt fyrir hann að halda uppi málefnalegri umræðu í þeirri stöðu sem hann hefur komið jafnréttismálunum með því að leggja lýðræðislegt nefndarstarf Starfshóps um starfsmat niður með valdboði. Meira

Minningargreinar

18. mars 1999 | Minningargreinar | 144 orð

BERTA FRERCK HREINSSON

BERTA FRERCK HREINSSON Berta Frerck Hreinsson fæddist í Bad Segeberg í Sleswig-Holstein 4. ágúst 1914. Hún lést í Reykjavík 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Luise og Wilhelm Frerck. Systkini hennar voru Emmy, Anny, Elfriede, Wilhelm, Karl Hermann. Þau eru öll látin. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Bettý

Leiðir okkar Bettýar lágu þannig saman að einkasonur hennar, Agnar Agnarsson, og ég vorum bekkjarfélagar frá átta ára aldri, lengst af nágrannar og leikfélagar. Örlögin höguðu því svo til að við Agnar áttum saman fjölda áhugamála, til að mynda að hjóla til veiða með veiðistöng að vopni til ýmissa vatna í nágrenni höfuðborgarinnar. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 417 orð

Bjarnveig Jakobsdóttir

Elskulega amma mín er látin. Hún er eflaust hvíldinni fegin enda langt og strangt lífsstarf að baki. Fólk af hennar kynslóð lifði við erfiðari kjör og meira vinnuálag en við yngra fólkið getum gert okkur í hugarlund. Hún ólst upp á Skarði á Snæfjallaströnd í hópi stórrar og hörkuduglegrar fjölskyldu þar sem vart var hægt að hugsa sér erfiðari aðstæður til lífsframfæris. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 232 orð

Bjarnveig Jakobsdóttir

Það er erfitt fyrir litla sál að skilja þegar einhver deyr sem manni er kær. Ég kynntist þér fyrst fyrir nokkrum árum þegar þú dvaldir á heimili ömmu minnar í Kópavogi. Þá var ég ósköp veik og var mikið á spítala, en þegar ég kom með mömmu minni í heimsókn þá stóðu dyrnar hjá þér ávallt opnar fyrir mér. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 153 orð

BJARNVEIG JAKOBSDÓTTIR

BJARNVEIG JAKOBSDÓTTIR Bjarnveig Jakobsdóttir fæddist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 8. desember 1914. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Símonía Sigurðardóttir og Jakob Sigurjón Kolbeinsson frá Unaðsdal. Bjarnveig var elsta barn þeirra hjóna. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Guðfinna Þorleifsdóttir

Mín elskulega föðursystir Guðfinna Þorleifsdóttir er látin eftir stutta legu. Þó söknuðurinn sé mikill eru þakklæti mitt og gleði einnig einlæg, því þannig vildir þú, Finna frænka, fá að hverfa frá okkur öllum sem höfum fengið að njóta samveru þinnar svo lengi. Sambýli foreldra minna með Finnu og Halldóri á Grenimel 5 var einstakt, byggt á einlægri vináttu, elsku og virðingu. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Guðfinna Þorleifsdóttir

Í dag kveðjum við okkar ástkæru systur og mágkonu hana Guðfinnu hinstu kveðju. Ég man enn glögglega hvenær ég hitti Finnu fyrst, en svo var hún ávallt kölluð meðal ættingja og vina. Og síðar varð hún mágkona mín, þar sem ég giftist Haraldi bróður hennar. Nú þegar Finna er horfin þá er Haraldur einn eftir af átta systkinum. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Guðfinna Þorleifsdóttir

Nú er hún amma Finna farin frá okkur. Það var svo margt sem hún amma kenndi okkur með sögunum sem hún sagði frá æsku sinni og með leiðsögn hennar og réttsýni lærðum við að meta það mikilvæga í lífinu. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 67 orð

Guðfinna Þorleifsdóttir

Elsku Guðfinna mín. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst mér ómetanleg þegar ég bjó hjá þér og því gleymi ég aldrei. Hjartahlýrri konu er vart hægt að finna. Það var alltaf svo gaman að tala við þig, þú varst svo kát og ávallt stutt í hláturinn. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Ég man þig um ókomna tíð. Þín vinkona, Kristín Björk. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 716 orð

Guðfinna Þorleifsdóttir.

Ekki veit ég hvernig Guðfinnu hefir litist á unga manninn, sem 1953 var farinn að gera hosur sínar grænar fyrir dótturinni og gerast þaulsætinn í meyjarskemmunni á Grenimel 5. En hvernig sem því var varið, fann ég aldrei annað en hið hlýja viðmót, sem að mér sneri alla tíð og aldrei breyttist. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 284 orð

GUÐFINNA ÞORLEIFSDÓTTIR

GUÐFINNA ÞORLEIFSDÓTTIR Guðfinna Þorleifsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1910. Hún lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Þ. Thorlacius sjómaður, f. 4. júlí 1865, d. 8. febr. 1916, og Jónína Guðnadóttir, f. 1. febrúar 1888, d. 21. des. 1964. Systkini Guðfinnu eru: Haraldína Thorlacius, f. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 394 orð

Halldóra Danivalsdóttir

Þessi litli sálmur kom upp í huga mér þegar ég frétti andlát Halldóru Danivalsdóttur. Ég hitti Halldóru fyrst fyrir nokkrum árum og kom hún mér fyrir sjónir sem heilsteypt, sterk hugsjónakona, með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þessum skoðunum sínum kom hún á framfæri tæpitungulaust þegar við átti. Halldóra var mjög pólitísk og alla tíð trú sinni vinstri sannfæringu. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Halldóra Danivalsdóttir

Í dag verður vinkona okkar hún Halldóra "amma" jarðsett. Fljótlega eftir að við mæðgurnar fluttum til Reykjavíkur fyrir rúmum 20 árum urðum við svo lánsamar að kynnast henni Halldóru. Hún var einstök kona sem gott var að eiga að. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Halldóra Danivalsdóttir

Elsku Dóra frænka, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert farin yfir móðuna miklu, þangað sem við munum öll fara að lokum. Nú getur þú gengið á fjöll og gert allt sem þig langaði að gera en gast ekki gert síðustu æviárin. Elsku frænka mín, þú varst svo stolt og dugleg kona, og svo glæsileg á velli, það sópaði að þér hvar sem þú fórst. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 166 orð

HALLDÓRA DANIVALSDÓTTIR

HALLDÓRA DANIVALSDÓTTIR Halldóra Danivalsdóttir fæddist á Litla-Vatnsskarði í Austur- Húnavatnssýslu 10. ágúst 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Danival Kristjánsson, bóndi í Selhaga og á Litla-Vatnsskarði, og Jóhanna Jónsdóttir. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Helga Friðbjörnsdóttir.

Í dag er kvödd hinstu kveðju kona sem var okkur afar kær. Hún var ekki amma okkar í þeirri merkingu orðsins, en þrátt fyrir að vera óskyld okkur var það þannig að frá okkar fyrstu kynnum kölluðum við hana Helgu ömmu. Hún umvafði okkur ætíð elsku sinni, hlýju og kærleika. Helga var einstaklega blíð og þægileg kona og kom okkur ætíð þannig fyrir sjónir að vilja ekki láta hafa mikið fyrir sér. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 767 orð

Helga Soffía Friðbjörnsdóttir

Svona hefst uppáhaldsljóðið hennar mömmu. Mér fannst stundum hún hafa full mikið dálæti á því en núna geri ég mér grein fyrir að það segir allt um mannsævina. Hún mamma mín var ekki ein af þeim sem mikið fór fyrir hér á jörðinni, hún gerði ekki kröfur til annarra heldur fannst hún aldrei geta gert nógu mikið fyrir fjölskyldu sína og vini. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 69 orð

Helga Soffía Friðbjörnsdóttir

Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma, þessa bæn kenndir þú okkur þegar við kúrðum hjá þér. Hún mun alltaf minna okkur á þig og allar stundirnar sem við áttum saman. Minningin um þig mun lifa með okkur að eilífu. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 319 orð

HELGA SOFFÍA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR

HELGA SOFFÍA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR Helga Soffía Friðbjörnsdóttir fæddist á Króki í Flóa 2. september 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Guðmundsdóttir, f. 5. júlí 1874, d. 10. maí 1938, og Friðbjörn Jónsson, f. 9. janúar 1867, d. 5. október 1941. Fósturforeldrar hennar voru Jón Gíslason, f. 9. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Helgi Eðvarðsson

Nú þegar sól er farin að hækka á lofti og daginn farið að lengja kveð ég vin minn hann Helga. Þau þrjú ár sem ég hef þekkt Helga hafa aðeins verið góð ár. Þegar kynni okkar hófust var ég í vandræðum með að komast til Akureyrar með torfærujeppa sem ég er með. Hringdi ég þá í Helga Óskars sem er vinur Helga. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Helgi Eðvarðsson

Elsku litli bróðir okkar, nú hefur þú kvatt okkur allt of snemma. Við munum sakna þín mikið. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku bróðir. Þú varst alltaf svo kraftmikill og duglegur. Snemma byrjaðir þú að gera við dótið okkar, þú vildir endilega laga dúkkurnar og hjólin okkar, enda valdir þú þér það ævistarf að gera við bíla. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Helgi Eðvarðsson

Okkur systkinin langar til að senda þér hinstu kveðju, nokkur þakkarorð fyrir samfylgdina, þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst okkur, þakka þér fyrir að nenna að druslast með okkur frændsystkinin að sunnan þegar við heimsóttum ykkur til Akureyrar, bíltúrana, skíðaferðirnar upp í fjall og allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 319 orð

Helgi Eðvarðsson

Elsku frændi, það hryggir okkur meira en orð fá lýst að geta ekki fylgt þér til grafar í dag, að geta ekki fylgt þér seinustu skrefin þín á þessari jörð, að geta ekki verið nálægt fjölskyldu þinni þegar hún þarf á huggun að halda, en svona er lífið, við því getum við ekkert gert, hvorki við né þú. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 177 orð

Helgi Eðvarðsson

Ég kynntist Helga Eðvarðssyni fyrst um það leyti sem hann varð kærasti Valgerðar systur minnar. Hann var alltaf kraftmikill og líflegur og afburða skíðamaður, eins og mikill fjöldi verðlaunapeninga ber vitni. Hann var góður bifvélavirki og handverksmaður. Helgi og Vala eignuðust Eðvarð Þór 1987 en slitu samvistum. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Helgi Eðvarðsson

Nú lengir daginn óðum og blessuð sólin skín. Ofurlitlir grænir stilkar páskaliljanna brjóta sér leið upp á yfirborð jarðar til að verma sig svo þeir nái að dafna og opna gulu blómin sín. Hve sárt getur það verið þegar Vetur konungur nær aftur yfirhöndinni og fellir hinar ungu plöntur til jarðar. Því miður þá gerist það stundum. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 187 orð

HELGI EÐVARÐSSON

HELGI EÐVARÐSSON Helgi Eðvarðsson var fæddur á Akureyri 26. apríl 1963. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Eðvarð P. Ólafsson blikksmíðameistari, nú búsettur í Reykjavík, og Bára Ólafsdóttir saumakona, nú búsett í Hafnarfirði. Þau slitu samvistum. Systur Helga eru: 1) Ólöf, f. 19. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 424 orð

Júlíana Silfá Einarsdóttir

Þegar ég sest niður og pára þessar línur á blað, hrannast upp minningarnar og erfitt er að velja úr, því að margar eru stundirnar sem ég varði með henni ömmu minni. Hún amma var mjög tengd mér í æsku þar sem hún dvaldi ásamt afa á heimili foreldra minna á haustin og hluta af vetri. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 32 orð

JÚLÍANA SILFÁ EINARSDÓTTIR

JÚLÍANA SILFÁ EINARSDÓTTIR Júlíana Silfá Einarsdóttir fæddist í Bíldsey á Breiðafirði 5. apríl 1896. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 17. mars. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Magnús Bergsteinsson

Elsku afi. Við systurnar komum saman eina kvöldstund nú fyrir skömmu til að semja til þín okkar hinstu kveðju. Myrkrið grúfði sig utan við gluggann en inni fyrir sátum við hugsi og störðum í kertalogann, þar sem við sáum minningarnar birtast eina af annarri meðan við reyndum að færa söknuð okkar í orð. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 414 orð

Magnús Bergsteinsson

Í dag verður Magnús Bergsteinsson byggingameistari til moldar borinn. Með Magnúsi er sannur Valsmaður genginn. Ungur að árum gekk hann til liðs við Knattspyrnufélagið Val og fylgdi þar í fótspor eldri bróður síns, Jóhannesar, sem enn er á lífi. Með sanni má segja að Magnús hafi ásamt félögum sínum gert "garðinn frægan". Hann var óvenju leikinn og hæfileikaríkur knattspyrnumaður. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 369 orð

Magnús Bergsteinsson

Nú þegar tengdafaðir minn Magnús Bergsteinsson byggingameistari hefur rekið sinn síðasta nagla og sagt skilið við þennan heim, langar mig að minnast hans í nokkrum orðum og rifja upp okkar fyrstu kynni. Það var að hausti og árið var 1962 þegar ég barði að dyrum á Snorrabraut 24 sem var þá heimili þeirra Magnúsar, Elínar Svövu og fjölskyldu þeirrar stúlku sem ég hafði verið að elta um tíma. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 85 orð

Magnús Bergsteinsson

Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið. Þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 315 orð

MAGNÚS BERGSTEINSSON

MAGNÚS BERGSTEINSSON Magnús Bergsteinsson var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1915. Hann lést á heimili sínu 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 20.11. 1879, d. 27.12. 1935, og Bergsteinn Jóhannesson, f. 6.1. 1875, d. 21.5. 1940. Tveir bræður Magnúsar eru á lífi, þeir Jóhannes Ragnar, f. 3.1. 1912, og Gunnar Kristinn, f. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 990 orð

Sigríður Aðalheiður Pétursdóttir

Skammt er nú milli kveðjustunda. Miðvikudaginn 17. mars kvöddum við systur mína, Sigríði Aðalheiði Pétursdóttur, en hinn 28. janúar sl. var eiginmaður hennar, Hjálmar Kristjánsson, til moldar borinn. Sigríður fæddist í Hnífsdal, dóttir hjónanna Péturs Sigurðar Péturssonar og Petrínu Sigrúnar Skarphéðinsdóttur. Þar fæddust einnig bræðurnir Hallgrímur og Magnús Björn. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 634 orð

Sigríður Aðalheiður Pétursdóttir

Það var vorið 1955, ég var rétt sjö ára og Hallgrímur bróðir minn fimm ára, að foreldrar mínir festu kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin var einungis tilbúin undir tréverk og að því stefnt að flytja inn um haustið. Þetta vor urðum við jafnframt að flytja úr þeirri íbúð sem við höfðum haft á leigu í nokkur ár. Vandi foreldra minna var að brúa bilið yfir sumarið. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 625 orð

Sigríður Aðalheiður Pétursdóttir

Elsku hjartans amma, nú kveðjum við þig, aðeins sjö vikum eftir að við kvöddum hann afa. Söknuður okkar og missir er mikill, því ómetanlegt var að eiga ykkur að. Nú er lokið mikilvægum kafla í sögu lífs okkar allra. En við erum sterk, því við eigum svo margs að minnast. Við hugsum til baka og gleðjumst yfir óteljandi minningum um yndislegt fólk, sem gaf okkur svo margt. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Sigríður Aðalheiður Pétursdóttir

Enn er komið að kveðjustund, vinkona mín, hún Sigga, er öll. Hvíldin hefur verið kærkomin, heilsan var smám saman að fjara út, lífslöngunin horfin, enda lézt eiginmaður hennar, Hjálmar, fyrir nokkrum vikum. Við áttum því láni að fagna að eiga þau að nágrönnum í tæp 29 ár, og með okkur tókst náin vinátta. Fannst mér Sigga stundum ganga næst móður minni, svo kær var hún mér. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 171 orð

SIGRÍÐUR AÐALHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR

SIGRÍÐUR AÐALHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR Sigríður Aðalheiður Pétursdóttir fæddist í Hnífsdal 15. september 1915. Hún lést á Landakotsspítala 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir, f. 28.11. 1892, d. 10.5. 1933, og Pétur Sigurður Pétursson, f. 1.1. 1893, d. 24.11. 1921. Sigríður giftist hinn 16.11. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Sjöfn Aðalsteinsdóttir

Kall dauðans kemur okkur mannfólkinu alltaf á óvart, jafnvel þó að við vitum að ekkert okkar fær undan því komist. Nú hefur tengdamóðir okkar, Sjöfn Aðalsteinsdóttir, lokið lífsgöngu sinni og af því tilefni setjum við þessi fátæklegu orð á blað. Við kynntumst henni bæði fyrir rúmum 10 árum þegar við hófum, um svipað leyti, sambúð með tveimur yngstu börnum hennar, þeim Þór og Önnu. Meira
18. mars 1999 | Minningargreinar | 154 orð

SJÖFN AÐALSTEINSDÓTTIR

SJÖFN AÐALSTEINSDÓTTIR Sjöfn Aðalsteinsdóttir var fædd í Reykjavík 10. október 1935. Hún lést á heimili sínu 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalsteinn Jóhannsson rennismiður, f. 8. desember 1910 , d. 8. apríl 1987, og kona hans María Davíðsdóttir húsmóðir og verkakona, f. 8. september 1905, d. 27. maí 1987. Meira

Viðskipti

18. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 212 orð

CMGI segir fleiri hafa áhuga á Lycos

CMGI Inc., netfjárfestingarsjóður sem berst gegn skilmálum fyrirhugaðs samruna netþjónustunnar Lycos Inc. og USA Networks Inc., segir að önnur fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa Lycos. Peter Mills úr stjórn CMGI neitaði að nefna hugsanlega bjóðendur á ráðstefnu netfjárfesta í New York. Aðspurður sagði hann að verðmæti Lycos hefði rýrnað um 35% með samningnum við USA Networks. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 213 orð

ÐHarðnandi slagur á Atlantshafi

BANDARÍKJAMENN njóta um þessar mundir góðs af lægstu flugfargjöldum yfir Atlantshaf frá upphafi að því er fram kemur í frétt norska blaðsins Boarding. Flugmiði frá New York til London og til baka kostar í dag allt niður í 17 þúsund íslenskar kr. með sköttum. Að sögn blaðsins hóf British Airways verðstríðið upphaflega en stóru bandarísku félögin fylgdu þegar eftir. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 494 orð

"Evran er stórt stökk inn í hið óþekkta"

Álit bresks Evrópuþingmanns sem hélt erindi hér á landi um Bretland og evruna "Evran er stórt stökk inn í hið óþekkta" NÚ ÞEGAR tilkoma evrunnar er orðin staðreynd þurfa bresk stjórnvöld að meta út frá efnahagslegum forsendum hvort af þátttöku Breta í hinni sameiginlegu mynt Evrópusambandsins (ESB) v Meira
18. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Lægra lokaverð vegna hiks í Wall Street

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa lækkaði í gær þegar Dow Jones hikaði við 10.000 punkta múrinn eftir opnun í Wall Street. Þýzka Xetra DAX vísitalan lækkaði um 0,56%, en byrjunarverð Dow var lítið hærra en lokaverð á þriðjudag, sem mældist 9930,47 punktar, og lækkaði í um 9880 punkta. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Tal með samninga um allan heim

VIÐSKIPTAVINIR Tals geta nú notað símakort sín í flestum Evrópulöndum, helstu borgum á austurströnd Bandaríkjanna og í Asíu, en alls hefur Tal gert þjónustusamninga við 35 erlend farsímafélög í 28 löndum. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 204 orð

VW beinir sjónum að Asíu

VOLKSWAGEN AG, mesti bílaframleiðandi Evrópu, stefnir að því að tæplega tvöfalda fjölda þeirra bíla, sem hann selur til Asíu, úr 8% í 15% af heildarsölu. VW fer þannig að dæmi DaimlerChrysler AG, sem einnig leggur áherzlu á Asíumarkað til að auka vöxt og viðgang fyrirtækisins. DaimlerChrysler stefnir að því að sala fyrirtækisins í Asíu verði 20­25% af heildarsölu. Meira

Daglegt líf

18. mars 1999 | Neytendur | 398 orð

Lekastaumsrofi helsta öryggistæki rafkerfisins

ÞESSA dagana er verið að dreifa bæklingi um raflagnir og rafmagnsöryggi á hvert heimili á landinu. Með því er verið að vekja fólk til umhugsunar um þá hættu sem getur fylgt gömlum raflögnum og hjálpa fólki að meta ástand raflagna og rafbúnaðar með einföldu krossaprófi. Meira
18. mars 1999 | Neytendur | 83 orð

Mígreniupplýsingalína

GLAXOWELLCOME á Íslandi hefur tekið í notkun upplýsingalínu fyrir þá sem þjást af mígreni. Greitt er fyrir símtalið eins og fyrir venjulegt símtal. Í fréttatilkynningu frá GlaxoWellcome kemur fram að upplýsingalínan veiti almennar upplýsingar um mígreni fyrir sjúklinga og aðstandendur, greiningu og fleira. Meira
18. mars 1999 | Neytendur | 35 orð

Soja í hylkjum

KOMIÐ er á markað hérlendis bætiefnið Phyto-Soya, en það er úr sojabaunum. Í fréttatilkynningu frá innflytjandanum Dentalíu kemur fram að hylkin séu framleidd í Frakklandi hjá fyrirtækinu Arkopharma. Hylkin fást í apótekum. Meira
18. mars 1999 | Neytendur | 323 orð

Stórar matarsýkingar hafa orðið í slíkum boðum

MARGAR fermingarveislur eru framundan og stærstu matarsýkingar sem komið hafa upp hér á landi hafa verið í tengslum við fermingarveislur. Rögnvaldur Ingólfsson sviðsstjóri hjá matvælasviði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir að full ástæða sé til að brýna fyrir fólki að fara varlega með viðkvæm matvæli sem eiga að vera á hlaðborðum í fermingarveislum. Meira
18. mars 1999 | Neytendur | 107 orð

Stærsta gólfþvottavélin

NÝLEGA var hafinn innflutningur á gólfþvottavélum frá fyrirtækinu FLOOR á Ítalíu. Í fréttatilkynningu frá Tandri hf., sem sér um innflutninginn, kemur fram að undanfarið hafi fyrirtækið selt 25 vélar af ýmsum stærðum og gerðum, en nýlega festi Íslensk-ameríska verslunarfélagið hf. kaup á BOXER 100 STD gólf-þvottavél fyrir vöruskemmu sína á Tunguhálsi 11 í Reykjavík. Meira

Fastir þættir

18. mars 1999 | Í dag | 384 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhannesarbréf lesin og skýrð. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu á milli kl. 14-16. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

LAUGARDAGINN 13. mars var austurlandsmót í parasveitakeppni spilað í Fellaskóla, Fellabæ. Tíu sveitir mættu til leiks og voru níu umferðir spilaðar, sjö spil í umferð. Mót þetta átti að halda í haust en var aflýst þá vegna lélegrar þátttöku en þátttaka nú var með ágætum. Það var Bridgefélag Fljótsdalshéraðs sem stóð fyrir mótinu nú. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson auka jafnt og þétt forystu sína í butlertvímenningi félagsins, en staða efstu para er nú þessi: Óskar Sigurðsson ­ Sigurður Steingrímss. 166Friðbjörn Guðmundss. ­ Björn Stefánss.121Ómar Óskarsson ­ Hlynur Vigfússon83Rúnar Gunnarsson - Einar Gunnarsson75Birgir Kjartansson - Árni Kristjánsson74Anna G. Meira
18. mars 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júní sl. í Fríkirkjunni af sr. Gunnari Sigurjónssyni Margrét Erlingsdóttir og Þórður Gíslason. Heimili þeirra er að Veghúsum 25, Reykjavík. Meira
18. mars 1999 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Pétur Pétursson ljósmyndastúdíó. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september sl. í Háteigskirkju af sr. Jóni Þór Eyjólfssyni Sigurbjörg Jakobsdóttir og Sævar Örn Gunnlaugsson. Meira
18. mars 1999 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júní sl. í Fríkirkjunni af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Aðalheiður Björk Matthíasdóttir og Jón Ingi Björnsson. Heimili þeirra er að Tómasarhaga 42, Reykjavík. Meira
18. mars 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júní sl. í Lágafellskirkju af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur Bára Guðmundsdóttir og Valdimar P. Magnússon. Heimili þeirra er að Rósarima 5, Reykjavík. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 537 orð

Eggjakrem og tertur

Hitið bakarofn í 70C, setjið súkkulaðið í einfalt lag á eldfastan, þykkan disk eða fat þar sem það bráðnar á 7 mínútum. Engin gufa fer í súkkulaðið, sem helst lengi mjúkt á heitum diskinum, og hægt er að sitja í rólegheitum við verkið. Verra er að setja þetta í örbylgjuofn þar sem diskurinn hitnar ekki í honum og súkkulaðið er því fljótara að kólna og stífna. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 846 orð

Ferskir vindar í viðskiptalífinu Stjórnarformannsskiptin í SH e

KRAFAN um ábyrgð og arðsemi hefur um sumt átt erfitt uppdráttar í íslensku viðskiptalífi. Öðrum þræði er það vegna smæðar samfélagsins en ekki síst vegna pólitískra ítaka í atvinnulífinu. Í skjóli hafta og pólitísks skömmtunarvalds mynduðust blokkir í viðskiptalífinu þar sem pólitískur bakgrunnur og fjölskyldubönd réðu tíðum meira um frama manna en hæfileikar, dugnaður og áræði. Meira
18. mars 1999 | Dagbók | 847 orð

Í dag er fimmtudagur 18. mars 77. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og ha

Í dag er fimmtudagur 18. mars 77. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins." (Markús 2, 27.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson ogSkapti komu í gær. Meira
18. mars 1999 | Í dag | 675 orð

Skák/skál

HINGAÐ til hefur það ekki þótt fara saman að stunda íþróttir og drekka áfengi. En nú er öldin önnur. Nýstofnað íþróttafélag í Reykjavík, Grand-Rokk skákfélagið, hefur blandað þessu tvennu saman með ágætum árangri. Þetta sannaðist áþreifanlega í Deildakeppni Skáksambands Íslands sem lauk um síðustu helgi. Meira
18. mars 1999 | Í dag | 534 orð

VÍKVERJA varð það á að líta á gosflösku, sem hann var að drek

VÍKVERJA varð það á að líta á gosflösku, sem hann var að drekka úr og þar eru upplýsingar um innihald vökvans í flöskunni. Þar segir að í flöskunni sé kolsýrt vatn, litarefni sýrur, bragðefni, m.a. koffein, rotvarnarefni og fenýlalanín. Magn hvers efnis um sig er alls ekki nefnt. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 616 orð

Þjóðkirkja

Í OKKAR heimshluta, þar sem trúfrelsi ríkir, er skipan kirkjumála með ýmsum hætti. Víða eru starfandi þjóðkirkjur, sums staðar tengdar ríkisvaldinu, svo sem á Norðurlöndum. Aðrar hafa fullt sjálfstæði í innri málum þótt ríkisvaldið veiti þeim stuðning, eins og t.d. í Þýzkalandi. Í Bandaríkjunum er á hinn bóginn ekki þjóðkirkja, en trúarlíf þar er samt sem áður fjölbreytt og mikið. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 74 orð

(fyrirsögn vantar)

EKKI mættu nógu margir til spilamennsku mánudaginn 15. mars til að hægt væri að byrja á fjögurra kvölda barometer þannig að lag væri á. Þess í stað var spilaður eins kvölds Howell-tvímenningur og þess freistað hvort ekki mæta fleiri næsta kvöld. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 63 orð

(fyrirsögn vantar)

Aðaltvímenningur Bridsfélags Húsavíkur hófst mánudagskvöldið 15.3. sl. í boði Vátryggingafélags Íslands. 16 pör mættu til leiks. Spilaðar verða alls 15 umferðir á 4 kvöldum. 7 spil á milli para, með barómeterútreikningi. Að loknum 3 fyrstu umferðunum er staða efstu para þannig: Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 126 orð

(fyrirsögn vantar)

Um síðustu helgi var spilaður seinni hluti landsliðskeppninnar í opnum flokki. Fjórar sveitir tóku þátt í keppninni. Sveit Jakobs Kristinssonar sigraði með nokkrum yfirburðum. Sveitina skipa: Jakob Kristinsson, Ásmundur Pálsson, Anton Haraldsson, Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon. Meira
18. mars 1999 | Fastir þættir | 86 orð

(fyrirsögn vantar)

Um helgina fór fram bæjarkeppni milli Bridsfélags Suðurnesja og Borgarbyggðar. Á laugardag var spiluð sveitakeppni á sex borðum, þrír tólfspilaleikir. Suðurnesin höfðu betur með 288 stigum gegn 245. Á sunnudag var spilaður tvímenningur með þátttöku 16 para, þar urðu úrslit þessi: 1. Karl ­ Gunnlaugur (Suðurnes)302. Kristján ­ Alda (Borgarbyggð)273. Meira

Íþróttir

18. mars 1999 | Íþróttir | 50 orð

Bergsveinn úr leik?

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður bikar- og deildarmeistara Aftureldingar í handknattleik, er hugsanlega handarbrotinn. Hann meiddist á æfingu ig er kominn í gifs. Það verður ljóst eftir læknisskoðun í dag hvað meiðsli Bergsveins eru alvarleg ­ hvort að hann missi af úrslitakeppninni? Afturelding mætir HK í 8-liða úrslitum eftir viku. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 94 orð

Birkir fer til Eyja

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, mun leika með ÍBV í sumar. Hann staðfesti það í gærkvöldi í samtali við Morgunblaðið. Samningur hans við Bolton rann út í gær, þannig að hann er laus allra mála við Bolton í byrjun maí "Ég hef sett stefnuna á að vera kominn heim í byrjun maí og mun þá hefja æfingar á fullum krafti með Eyjamönnum. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 532 orð

Ekki árenni- legir með þessu varn- varnarkerfi

Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með sigurinn gegn Ungverjum og ekki síður varnarleik sinna manna. "Það sannaðist að með þessu varnarkerfi erum við ekki árennilegir. Það var gott að komast að því eftir skellinn gegn Frökkum," sagði þjálfarinn og var ekki laust við að honum væri létt. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 467 orð

Íslenska liðið í lægð

DANIEL Constantini, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að íslenska landsliðið í handknattleik sé vissulega í lægð um þessar mundir, en sú lægð sé vonandi aðeins tímabundin ­ liðið eigi leikmenn í fremstu röð og eigi því að geta rétt úr kútnum. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 333 orð

Keflvíkingar ríða á vaðið gegn Haukum

ÚRSLITAKEPPNIN í körfuknattleik karla hefst í kvöld með leik Keflvíkinga og Hauka í Keflavík. Annað kvöld leika síðan Grindavík og KR í Grindavík, KFÍ og Tindastóll á Ísafirði og Njarðvík og Snæfell í Njarðvík. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram, en síðan þarf að vinna þrjá leiki í undanúrslitum og úrslitum. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 127 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið

Reykjavíkurmótið Fylkir - Víkingur2:2 Þórhallur Dan Jóhannesson, Arnaldur Geir Schram ­ Sigurður Suighvatsson, Deildarbikarkeppnin FH - Selfoss6:0 Haukur Úlfarsson. Meistaradeild Evrópu Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 437 orð

Mistök að hafa ekki valið Duranona

Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segir að miðað við frammistöðu Julians Róberts Duranonas gegn Ungverjum í gærkvöldi sé ljóst að það hafi verið mistök að velja hann ekki í liðið gegn Ungverjum í undanriðli HM fyrr í vetur. Ísland sigraði Ungverja 29:22 í lokaleik riðlakeppni heimsbikarmótsins í gærkvöldi og hafnaði í þriðja sæti A-riðils. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 652 orð

Mjög sætur hefndarsigur

GJÖRBREYTTUR varnarleikur og hárrétt hugarfar var lykillinn að stórsigri íslenska landsliðsins í handknattleik á því ungverska í lokaumferð riðlakeppni heimsbikarmótsins í Svíþjóð í gærkvöldi. Íslendingar, sem steinlágu með tíu marka mun fyrir Frökkum á þriðjudagskvöld, voru óþekkjanlegir í smekkfullri íþróttahöllinni í Alvhögsborg í Trollhattan og höfðu öruggan sigur, 29:22. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 205 orð

Réðum ekki við Duranona og Ólaf

FORRÁÐAMENN ungverska liðsins voru allt annað en kátir eftir leikinn gegn Íslendingum. Eftir frábæra frammistöðu í tveimur leikjum gegn Frökkum og Svíum varð það hlutskipti þeirra að verma botnsætið í A-riðli heimsbikarmótsins ­ vegna taps í innbyrðisleik gegn Íslendingum. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 257 orð

Ríkharður áfram í Stavangri

Ríkharður Daðason segist gera ráð fyrir að framlengja samning sinn við norska knattspyrnufélagið Víking frá Stavangri til 2001. Tveggja ára samningi Ríkharðs við félagið lýkur í haust og hann segist ætla að gefa sér nokkra daga til að skoða tilboð Víkings áður en hann tekur endanlega ákvörðun. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 155 orð

Sex reknir úr IOC

ALÞJÓÐA ólympíunefndin (IOC) lýsti í gær yfir stuðningi við Juan Antonio Samaranch, forseta IOC, á aukaþingi í Lausanne í Sviss. Á fundinum var sex fulltrúum vísað úr nefndinni vegna spillingar. Tveggja daga aukaþing IOC var kvatt saman vegna spillingarmála sem tengjast vetrarleikunum í Salt Lake City, sem hefjast árið 2002. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 662 orð

Shevchenko sá um að afgreiða meistarana

EVRÓPUMEISTARAR síðasta árs, Real Madrid, féllu úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er þeir töpuðu 2:0 fyrir Dynmo í Kænugarði í gær. Í raun má segja að þeir hafi staðið höllum fæti eftir fyrri leikinn á heimavelli sem endaði með jafntefli. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 106 orð

St. Otmar gefur ekki eftir

ST. Otmar, lið Júlíusar Jónassonar, vann mikilvægan sigur, 29:25, á heimavelli á gestum sínum í Endingen í gærkvöldi og heldur þar með efsta sæti svissnesku 1. deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hefur St. Otmar leikið tólf leiki í röð í úrslitakeppni átta liða án þess að tapa og hefur 22 stig. TV Suhr, sem komið er að fótum fram fjárhagslega heldur sínu striki í humátt á eftir St. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 489 orð

TVEIR ungir knattspyrnumenn hjá ÍA

TVEIR ungir knattspyrnumenn hjá ÍA eru við æfingar hjá Stuttgart þessa dagana. Það eru þeir Reynir Leóssson og Jóhannes Gíslason, sem fer frá Stuttgart til Ítalíu, þar sem hann leikur með alþjóðlegu móti unglingalandsliðinu. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 203 orð

Zoran Milijkovic í eins árs bann

ZORAN Milijkovic, sem hefur leikið með Íslandsmeisturum ÍBV sl. tvö tímabil, var dæmdur í eins árs keppnisbann í heimalandi sínu Júgóslavíu fyrir skömmu. Hann lék þar með liðinu Zemun og fékk að líta rauða spjaldið og upp úr því brutust út ólæti þar sem leikmenn gengu í skrokk dómara leiksins. Milijkovic var sagður eiga þar hlut að máli og því fékk hann svo langt leikbann. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 440 orð

(fyrirsögn vantar)

FYRIRHUGAÐ var að þau fjögur lið sem kæmust ekki í undanúrslit léku saman æfingaleiki í Svíþjóð. Norðmenn hættu við þátttöku ­ sögðu að þeir hefðu tapað öllum þremur leikjunum heima, gegn Rússum, Þjóðverjum og Egyptum, þannig að þeir hefðu ekkert að gera til Svíþjóðar. Meira
18. mars 1999 | Íþróttir | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Gísli Hjaltason Á krossgötum"VIÐ erum enn einu sinni komnir að krossgötum..." getur Davíð Sigurðsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins verið að hugsa eftirstórtap gegn Frökkum. Davíð hefur aðstoðað þrjá landsliðsþjálfara frá 1983 ­ Bogdan, Þorberg Aðalsteinsson og Þorbjörn Jensson. Meira

Úr verinu

18. mars 1999 | Úr verinu | 472 orð

Nýtt upplýsingakerfi frá Radiomiðun fyrir skip

ÞJÓNUSTUBANKI Radiomiðunar var kynntur í fyrradag og formlega tekinn í notkun af Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra. "Þetta er mikilvægt skref fyrir upplýsingaþjónustuna," sagði hann eftir að hafa klippt á borðann. Hann óskaði þeim sem stóðu að verkefninu til hamingju með áfangann og sagði bankann gera siglingar öruggari og árangursríkari. Meira
18. mars 1999 | Úr verinu | 563 orð

Sjóli HF með 140 tonn af Hatton-bankanum

TOGARINN Sjóli úr Hafnarfirði kom í gær til heimahafnar með um 140 tonn af blálöngu af Hatton- banka, langt suður af landinu. Þetta er langbezti túr sem íslenzkur togari hefur gert á þessum slóðum, en auk Sjóla hefur Ernir reynt fyrir sér á þessum slóðum nú á útmánuðum. Áður hafa tilraunir Íslendinga til veiða á þessu svæði skilað mjög litlum árangri. Meira
18. mars 1999 | Úr verinu | 389 orð

Um 40% umfangsmeiri en síðast

ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin sem verður haldin í Smáranum í Kópavogi 1. til 4. september nk. verður umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. "Útlitið er mjög gott, allur undirbúningur virðist vera á áætlun, að minnsta kosti hvað okkur varðar, og vegna mikillar eftirspurnar eftir rými hefur verið ákveðið að bæta við 1. Meira

Viðskiptablað

18. mars 1999 | Viðskiptablað | 128 orð

22 milljónir í hagnað 1998

HAGNAÐUR af starfsemi Kaupfélags Héraðsbúa var 22 milljónir króna á síðasta ári. Aðalstarfsemi KHB er verslunarrekstur og afurðastöðvarekstur á Austurlandi en félagið er með rekstur á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Eskifirði og Borgarfirði eystri. Á sl. ári var fjárfest fyrir 145 milljónir króna sem eru mun meiri fjárfestingar en undanfarin ár. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 236 orð

Aukin framlög til markaðsmála í ferðaþjónustu

SAMNINGUR um stofnun Markaðsráðs ferðaþjónustunnar var undirritaður í gær. Að Markaðsráði ferðaþjónustunnar standa ríkið, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og er tilgangur ráðsins að vinna að sameiginlegri markaðssetningu Íslands. Samkvæmt samningnum munu framlög aðilanna þriggja til Markaðsráðs ferðaþjónustunnar nema 415 milljónum króna samtals á næstu fjórum árum. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 210 orð

Ávöxtun á hlutafé nam 6,6% á árinu

HAGNAÐUR Almenna hlutabréfasjóðsins 1998 var samkvæmt rekstrarreikningi 45 milljónir króna. Lækkun varð á óinnleystum gengishagnaði um 1,3 milljónir króna á árinu. Hlutafé félagsins var 451 milljón króna í árslok 1998 en var 464 milljónir í árslok 1997. Eigið fé var samtals 817 milljónir króna samanborið við 818 milljónir í lok ársins á undan. Innra virði félagsins í árslok var 1,81. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 438 orð

Besta afkoma fyrirtækisins frá upphafi

HEKLA hf. skilaði rúmlega 278 milljóna króna hagnaði á síðastliðnu ári, samanborið við 226 milljónir árið 1997, og nemur aukningin um 23% á milli ára. Velta fyrirtækisins jókst um 16% á milli ára, nam 7.980 milljónum í fyrra, samanborið við 6.899 milljónir árið áður. Þetta er besta rekstrarafkoma á 66 ára ferli fyrirtækisins. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 77 orð

CEBIT hefst í dag

TÖLVU- og hugbúnaðarsýningin CEBIT hefst í borginni Hannover í Þýskalandi í dag. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fimm íslensk fyrirtæki verða með kynningarbás á sýningunni, en það eru Fakta, Hópvinnukerfi, Hugbúnaður, Netverk og Landsteinar International. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 707 orð

Dótturfélög erlendis skiluðu öll hagnaði

REKSTRARHAGNAÐUR Samherja hf. á árinu 1998 var 706 milljónir króna en var 204 milljónir króna árið 1997. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að rekstur Samherja hafi gengið vel á árinu og öll dótturfélög þess erlendis hafi verið rekin með hagnaði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í fréttinni að þegar á heildina er litið sé hann sáttur við afkomu félagsins á árinu. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 61 orð

ÐNýr framkvæmdastjóri Glaxo

HJÖRLEIFUR Þórarinsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome ehf. á Íslandi. Hjörleifur útskrifaðist sem lyfjafræðingur (cand. pharm.) frá Lyfjafræðiháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1984. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 600 orð

Evrópskir og bandarískir neytendur ólíkir

SUZAN Nolan er bandarísk en býr í Frakklandi. Hún er forstjóri markaðsrannsókna- og Netráðgjafarfyrirtækisins Bluesky International Marketing, sem einbeitir sér að Netmarkaðnum í Evrópu. Meðal viðskiptavina fyrirtæksins eru ýmis leiðandi fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu, auk Microsoft fyrirtæksins, Apple tölvuframleiðandans, bílaframleiðandanna Opel og Ford, og fleiri. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 148 orð

Flugkerfi hf. í nýtt húsnæði

FLUGKERFI hf. fluttu starfsemi sína nýlega í nýtt og rúmgott 525 fermetra húsnæði í Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Flugkerfi hf. voru sett á stofn síðari hluta árs 1997 en hluthafar í fyrirtækinu eru Flugmálastjórn Íslands og Háskóli Íslands. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 498 orð

Fordæmi í Brussel

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um afsögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á mánudag. Atburðurinn þykir marka tímamót í sögu sambandsins, enda sambærilega atburði ekki að finna í sögu ESB, því aldrei áður hefur það gerst að framkvæmdastjórn hafi þurft að víkja vegna spillingar. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 146 orð

ÍS-bréf lækka um 8,3%

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands námu alls 908 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með húsbréf og húsnæðisbréf fyrir samtals 620 milljónir. Líflegt var á hlutabréfamarkaði og námu viðskipti þar samtals 189 milljónum. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,58%. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 372 orð

Nýir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar

INGIBJÖRG Gylfadóttir hefur verið ráðin til rannsóknarstarfa hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1991 og útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún leggur nú stund á mastersnám í líftækniverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 136 orð

Nýr framkvæmdastjóri Ísafls ehf.

GEIR Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri jarðvinnufyrirtækisins Ísafls ehf. Geir lauk B.S.-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1990 og starfaði hjá Húsameistara ríkisins 1991 til 1992. Hann lauk M.S.- prófi í rekstrarverkfræði og framkvæmdafræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1993. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 1112 orð

Ný útgáfa af Notes

UNDANFARIN misseri hafa verið sviptingar á markaði fyrir póstforrit og hópvinnubúnað. Segja má að Exchange frá Microsoft hafi lagt að velli alla helstu keppinauta sína á póstsviðinu, þó sumir þeirra lifi enn við þokkalega heilsu, en þrátt fyrir atlögu Microsoft-manna að hópvinnubúnaði hefur þeim ekki orðið ýkja ágengt á því sviði. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 839 orð

Samlegðaráhrifin efla samkeppnisstöðuna

LÍKT og á flestum sviðum alþjóðlegs viðskiptalífs hefur samkeppni í ferðamannaþjónustu færst mjög í aukana á síðustu árum. Þróunin hefur kallað á aukið hagræði í rekstri fyrirtækja í greininni. Sameiningin sem hér um ræður er að mörgu leyti söguleg þar sem tvær Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 248 orð

Sementsverksmiðjan hf. með 103 millj. hagnað

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Sementsverksmiðjunnar hf. á síðasta ári var 128,6 milljónir króna en árið áður var hagnaðurinn 31,1 milljón króna. Hagnaður af óreglulegum liðum varð 553 þúsund krónur og skattar 26,5 milljónir króna. Hagnaður af allri starfsemi eftir skatta varð 102,6 milljónir króna samanborið við 19,1 milljón árið 1997. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 1258 orð

Smærri fyrirtæki munu vinna á

DR. Jakob Nielsen er talinn í hópi tíu áhrifamestu manna í heiminum þegar kemur að málefnum Netsins og framtíð þess. Hann hefur ritað bækur og blaðagreinar auk þess að vera einn eftirsóttasti fyrirlesari heims á sínu sviði. Dr. Meira
18. mars 1999 | Viðskiptablað | 1667 orð

Tenging við erlendar kauphallir kemur vel til greina

ÐMargvíslegar breytingar framundan á Verðbréfaþingi Íslands hf. Tenging við erlendar kauphallir kemur vel til greina Rafræn skráning íslenskra hlutabréfa mun færa Verðbréfaþing Íslands (VÞÍ) nær alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og kemur vel til greina að tengja þingið við eina eða fleiri erlendar kauphallir. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 105 orð

Alla leið frá Oxford

ELÍN Gísladóttir fylgir fjórum börnum sínum á aldrinum 5-13 ára reglulega í Íslenska skólann í London og ekur til þess alla leið frá Oxford. Hún og eiginmaður hennar tala íslensku við börnin á heimilinu og halda að þeim verkefnabókum, en Elín telur engu að síður nauðsynlegt að koma með börnin í skólann svo þau þjálfist í talmálinu, Meira
18. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 360 orð

"Á Englandi er alltaf einhver að deyja ..."

DAGLEGT líf fékk leyfi til þess að birta brot úr ritgerðum sem nokkrir nemendur Íslenska skólans skrifuðu um muninn á því að vera barn á Íslandi og á Englandi. Þar sem sum barnanna hafa búið ytra frá því þau hófu skólagöngu þurfti að lagfæra stafsetningu á stöku stað en orðaröð er óbreytt: "Þegar ég fer til Englands þá hlakka ég svo til að koma til Íslands aftur til þess að fara á hestbak og Meira
18. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 877 orð

Konurnar voru í áhrifastöðum

LISTAKONAN Borghildur Anna Jónsdóttir hefur búið á tveimur stöðum ­ í Lundúnum og Reykjavík ­ í ellefu ár og tekur því fjarri að hún hyggist setjast að ytra. "Ég segi alltaf að ég hafi hérna tímabundið aðsetur ­ ég er námsmaður," segir hún og brosir við. Meira
18. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1194 orð

Sveitamennska á sunnudögum

ÍSLENDINGAR á erlendri grundu virðast hlaupa í kekki, eins og varaformaður Íslendingafélagsins í London kemst svo skemmtilega að orði. Þeir búa gjarnan í litlum þyrpingum og halda talsvert hópinn. Fulham er eitt þekktasta Íslendingahverfið í London og nú hefur skóli íslenskra barna fengið inni í Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.