Greinar föstudaginn 19. mars 1999

Forsíða

19. mars 1999 | Forsíða | 159 orð

Ágreiningur virðist aukast

ÁGREININGUR virtist í gær hafa aukizt milli ríkisstjórna aðildarlanda Evrópusambandsins um hvaða leið skuli farin til að leysa þá stjórnkerfiskreppu sem upp er komin eftir að framkvæmdastjórn sambandsins sagði öll af sér fyrr í vikunni. Meira
19. mars 1999 | Forsíða | 562 orð

Búist við að Serbar fái frest fram í næstu viku

FULLTRÚAR Kosovo-Albana í viðræðunum í Frakklandi undirrituðu í gær bráðabirgðasamkomulag um frið í héraðinu en fulltrúar Serba ekki. Var búist við, að þeim yrði gefinn frestur til þess fram á miðvikudag í næstu viku. Meira
19. mars 1999 | Forsíða | 104 orð

Hallar á jafnaðarmenn

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, viðurkenndi í gær, að flokkur sinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti á brattann að sækja hjá kjósendum en þingkosningar verða í landinu á sunnudag. Undanfarna mánuði hafa þrír stærstu flokkarnir í Finnlandi notið álíka mikils fylgis í skoðanakönnunum, um 23% hver, en í könnun, sem birt var í gær, fær Miðflokkurinn 23,8%, Hægriflokkurinn 23, Meira
19. mars 1999 | Forsíða | 108 orð

Lokaáfangi belgflugsins

LOFTBELGSFARARNIR, sem eru að reyna að komast í kringum jörðina, voru yfir Karíbahafi í gær og ákváðu þá eftir vandlega íhugun að leggja í síðasta áfangann, yfir Atlantshafið til Máritaníu í Afríku. Meira
19. mars 1999 | Forsíða | 118 orð

Útför í Lurgan

ÞÚSUNDIR syrgjenda voru við útför Rosemary Nelson, lögfræðingsins kaþólska sem myrt var á mánudag af öfgasinnuðum sambandssinnum, í bænum Lurgan á Norður-Írlandi í gær. Um tvö hundruð skólabörn stóðu heiðursvörð þegar líkbíllinn ók framhjá og fjöldi manns fylgdist þegjandi með. Meira

Fréttir

19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 305 orð

64.000 svín verða drepin

HER og lögreglu Malasíu hefur verið skipað að drepa 64.000 svín á næstu dögum vegna banvænnar veiru sem sögð er hafa orðið allt að 51 manni að bana og hefur valdið miklum ótta meðal landsmanna. Um 1.400 her- og lögreglumenn verða sendir til þriggja svæða í ríkinu Negri Sembilan í vesturhluta Malasíu til að skjóta svínin, sem eru talin bera veiruna sem veldur japanskri heilabólgu. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Allir starfsmenn SjóváAlmennra fá hlutabréf

Á FUNDI stjórnar Sjóvá-Almennra í gær var ákveðið að allir starfsmenn félagsins yrðu hluthafar í því, en starfsmennirnir eru 133 talsins. Hver starfsmaður fær afhent 6.000 kr. hlutabréf að nafnvirði, en miðað við gengi bréfa félagsins er verðmæti hvers hlutar að upphæð 150.000 krónur. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam 464 milljónum króna samanborið við 361 milljón króna árið á undan. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 430 orð

Allt þarf að gera til að sporna við þessum vágesti

ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, kynnti í gær skýrsluna "Einelti kemur öllum við," en skýrslan, sem fyrst og fremst er skrifuð með nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur í huga, hefur tvö meginmarkmið, í fyrsta lagi að koma á framfæri því helsta sem vitað er um einelti, eðli þess, orsakir og afleiðingar. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

Animal Planet á Fjölvarpinu

NÝ rás hefur bæst við á Fjölvarpinu sem er Animal Planet. Þetta er ein af sjónvarpsstöðvum Discovery og sendir út í 18 klukkustundir á sólarhring. Á Animal Planet eru sendar út vandaðar dýralífsmyndir, að sögn aðstandenda Fjölvarpsins. Gerðar hafa verið miklar endurbætur á örbylgjukerfi Íslenska útvarpsfélagsins á síðastliðnum tveimur árum. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 748 orð

Betur má ef duga skal

UM þessar mundir eru tíu ár liðin síðan þingsályktun um manneldis- og neyslustefnu var samþykkt á Alþingi Íslendinga. Meginmarkmið þingsályktunartillögunnar eru að hafa að leiðarljósi heilsusamlegt mataræði fyrir þjóðina. Manneldisfélag Íslands stendur fyrir hádegisverðarfundi miðvikudaginn 24. mars á Grand Hóteli í Reykjavík þar sem þessa verður minnst. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Boðið upp á 40% afslátt

VERSLANIR Nýkaups hafa ákveðið að veita viðskiptavinum sínum 40% afslátt af vinsælustu páskasteikunum, en tilboðið stendur í dag og á morgun eða svo lengi sem birgðir endast. Samtals verða seld 12 til 15 tonn af norðlensku taðreyktu hangikjöti, nýreyktum svínahamborgarhrygg og holdakalkúnum. Útsöluverð á úrbeinuðu hangilæri frá Kjarnafæði er 1.041 krónur kílóið í stað 1. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Bylting fyrir nemendur og kennara

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók fyrstu skóflustunguna að nýju skólahúsnæði Borgaskóla í Grafarvogi í gær. Henni til aðstoðar voru elsti og yngsti nemandi skólans, Salný Björg Emilsdóttir og Reynir Már Sveinsson. Borgaskóli hefur starfað síðan sl. haust og eru 80 nemendur í skólanum í 6 bekkjardeildum í 1. til 3. bekk. Meira
19. mars 1999 | Landsbyggðin | 141 orð

Clinton til bjargar

Flateyri-Eins og fram hefur komið í fréttum hefur veður verið með versta móti á Vestfjörðum undanfarna daga. Snjóflóð hafa fallið og færð hefur spillst. Snjóflóð féll á Hvilftarströnd og lokaði veginum til Flateyrar. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 333 orð

Deilt um nýbyggingarsvæði í borgarráði

VINNA við deiliskipulag og undirbúningur framkvæmda í Grafarholti er mun lengra kominn en við Norðlingaholt/Klapparholt og því engin efnisleg rök fyrir því að breyta framkvæmdaröðinni sem þegar hefur verið mörkuð, segir í frávísunartillögu Reykjavíkurlista vegna tillögu Sjálfstæðisflokks um að lokið verði nú þegar skipulagsvinnu í Norðlingaholti. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Dæmdar skaðabætur frá ríki vegna ógreiddra launa

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Erlu Sveinbjörnsdóttir tæpar 208 þúsund krónur vegna ógreiddra launa með vöxtum, auk þess sem allur gjafsóknarkostnaður stefnanda fyrir Héraðsdómi og EFTA- dómstólnum greiðist úr ríkissjóði samtals 1,4 milljónir kr. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Dæmd í 5 ára fangelsi fyrir að stinga mann

KONA á fimmtugsaldri, Sólrún Elídóttir, var dæmd í fimm ára fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa stungið mann með hnífi í brjóstið á heimili sínu í Kópavogi 1. mars á síðasta ári. Hæstiréttur þyngdi refsinguna, sem konunni hafði verið dæmd í héraðsdómi, um eitt ár. Talið var sannað í Hæstarétti, gegn andmælum konunnar, að hún hefði stungið manninn af ásetningi. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ekið á dreng

EKIÐ var á ungan dreng sem var að ganga yfir gangbraut á gatnamótum Lækjargötu og Hverfisgötu í Hafnarfirði síðdegis í gær. Hann var fluttur á slysadeild en var ekki talinn alvarlega slasaður. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Engin áhrif á kosningabaráttuna

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra gengst undir hjartaaðgerð á Landspítalanum um eða eftir páskana að sögn Gunnars Braga Sveinssonar, aðstoðarmanns ráðherra. Páll fékk aðkenningu að kransæðastíflu fyrir um hálfum mánuði og var aðgerðin ákveðin í kjölfar frekari rannsókna. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Erótískar danssýningar

BERNHARÐ Steingrímsson, veitingamaður á Setrinu í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri, hefur ákveðið að fara að fordæmi nokkurra kollega sinna í Reykjavík og bjóða upp erótískar danssýningar á veitingastað sínum. Bernharð á von á fimm nektardansmeyjum til starfa frá Riga í Lettlandi fljótlega eftir páska og mun bjóða upp á erótískar danssýningar öll kvöld vikunnar. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

FEB með námsstefnu um krabbamein

FJÓRÐA námsstefnan á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík, undir yfirskriftinni Heilsa og hamingja á efri árum verður haldin laugardaginn 20. mars í félagsheimili Félags eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ, og hefst hún kl. 13.30. Fjallað verður um krabbamein. Þórarinn Sveinsson yfirlæknir ræðir um einkenni, breytingu á tíðni, greiningu, meðferð og batahorfur. Meira
19. mars 1999 | Landsbyggðin | 130 orð

Félagsmiðstöð opnuð í Snæfellsbæ

Ólafsvík-Félagsmiðstöð unglinga í Snæfellsbæ hefur nú verið opnuð í Ólafsvík og hlotið nafnið "KRASS" eins og sú félagsmiðstöð sem áður starfaði á Klifi. Þessi nýja félagsmiðstöð leysir einnig af hólmi félagsmiðstöð unglinga á Hellissandi, en rútuferðir eru fyrir unglingana þar í tengslum við þjónustutímana, þrjú kvöld í viku hverri. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 305 orð

Flugmálastjórn hafði gert athugasemdir

FLUGÖRYGGISSVIÐ Flugmálastjórnar gerði úttekt hjá Flugfélagi Vestmannaeyja strax eftir slysið á Bakkaflugvelli í september sl. og löngu áður en skýrsla rannsóknarnefndar um flugslys kom út. Athugasemdir flugöryggissviðs, sem fylgist reglubundið með flugrekendum, Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Foreldranámskeið um athyglisbrest og ofvirkni

EIRÐ, samtök sérfræðinga við m.a. Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans og Upplýsinga- og fræðsluþjónustu Foreldrafélags misþroska barna, standa í sameiningu fyrir námskeiði um athyglisbrest, misþroska og ofvirkni daga 20.­21. mars nk. Námskeiðið er haldið í Gerðubergi í Breiðholti. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Framsóknarflokkurinn á Reykjanesi opnar kosningaskrifstofu

FRAMSÓKNARFLOKKURINN á Reykjanesi opnar kosningaskrifstofu sína í dag, föstudaginn 19. mars, að Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði. Opnunarhátíðin hefst kl. 16 og stendur til kl. 19. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og þingmenn flokksins í kjördæminu, þau Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason, flytja stutt ávörp við opnunina. Einnig verða skemmtiatriði og veitingar. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Framsókn opnar vefsíðu

FRAMSÓKNARFLOKKURINN á Vesturlandi hefur opnað heimasíðu. Slóðin er www.islandia.is/framsokn/vesturland. Á síðunni gefur að líta upplýsingar um frambjóðendur Framsóknarflokksins á Vesturlandi auk fjölbreyttra upplýsinga fyrir Vestlendinga. Þar er jafnframt að finna nýlegar niðurstöður úr spurningavagni Gallups. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Fundur um uppeldisskilyrði barna og unglinga

NORÐURLANDSDEILD Barnaheilla efnir til umræðufundar um uppeldisskilyrði barna og unglinga á Akureyri á morgun, laugardaginn 20. mars frá kl. 10 til 14 í Oddfellowhúsinu við Sjafnargötu. Flutt verða 12 stutt erindi um efnið, fjallað verður um þróunarverkefni Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, Nýja barnið, sagt frá reynslu foreldra af leikskóla, Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 25 orð

Geirmundur á Alabama

Geirmundur á Alabama HLJÓMSVEIT Geirmundar Valtýssonar leikur á veitingahúsinu Alabama, Dalsrauni 13, föstudagskvöld. Á laugardagskvöldinu verður diskótek. Staðurinn er opinn virka daga frá kl. 20. Meira
19. mars 1999 | Landsbyggðin | 72 orð

Góugleði í Breiðabliki

Eyja-og Miklaholtshreppi-Góugleði var haldin síðastliðið laugardagskvöld í félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi. Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi snæddu saman kvöldverð og drukku gos í boði hreppsins. Eftir máltíðina var spiluð félagsvist sem lauk með verðlaunaveitingu til þeirra sem best stóðu sig. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Guðmundur ráðherra út kjörtímabilið

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, muni gegna ráðherraembættum sínum út kjörtímabilið en nokkur umræða var um það á seinasta ári að Guðmundur léti af embætti eitthvað fyrr til að taka við starfi forstöðumanns Íbúðalánasjóðs. Meira
19. mars 1999 | Landsbyggðin | 87 orð

Gullsmiður á Egilsstöðum

Egilsstaðir­Feðgarnir og gullsmiðirnir Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson hafa opnað skartgripaverslunina Djásn í Níunni á Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Í versluninni Djásni fæst allt sem tilheyrir gullsmíði, s.s. módelskartgripir, sérsmíði, handsmíðað víravirki og alls konar skartgripir. Auk þess er grafið á skartgripi og bikara og veitt alhliða skartgripaþjónusta. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Gæsluvarðhald framlengt til 1. apríl

GÆSLUVARÐHALD Nígeríumannsins, sem innleysti falsaðar ávísanir fyrir á tólftu milljón króna í Íslandsbanka fyrir tæpum mánuði, var framlengt til 1. apríl í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að beiðni ríkislögreglustjóra. Hefur lögmaður mannsins kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Nígeríumaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 23. febrúar. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 241 orð

Hjónabandssælan felst í heimilisverkunum

Hjónabandssælan felst í heimilisverkunum Lundúnum. The Daily Telegraph. VÍSINDAMAÐUR við Brown- háskóla í Bandaríkjunum telur sig hafa fundið lausnina á viðhaldi sátta og samlyndis hjóna. Galdurinn felst í heimilisstörfunum. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 401 orð

Hlunninda skattur og vsk af sama bíl

BÍLGREINASAMBANDIÐ gagnrýnir skattalega meðferð á bifreiðum sem fyrirtæki kaupa. Bogi Pálsson, formaður Bílgreinasambandsins, segir málið tvíþætt og varði annars vegar reglur um virðisaukaskatt og hins vegar hlunnindaskatt starfsmanna fyrir tækja. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Hóta aðgerðum hefji Íslendingar hvalveiðar

SEA Shepherd-náttúruverndarsamtökin fordæma ályktun Alþingis frá því í síðustu viku um að hefja eigi hvalveiðar að nýju. Paul Watson, forseti samtakanna, minnir á að árið 1986 hafi samtökin sökkt tveimur íslenskum hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn og að efnahagsþvinganir séu því ekki eina leiðin til að bjarga hvölunum. Þetta kemur fram í skeyti á tölvupóstlista samtakanna. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 581 orð

Hugmynd um að auka veiði í Öxarfirði

STEFNT er að því ræða á fundi á mánudag þá alvarlegu stöðu í atvinnumálum sem fyrirsjáanleg er á Kópaskeri í kjölfar þess að Fiskiðjusamlag Húsavíkur, FH, ákvað á miðvikudag að loka rækjuvinnslu félagsins á Kópaskeri tímabundið milli vertíða, eða frá maí og fram í október. Þá verður dregið úr rækjuvinnslu á Húsavík og vöktum fækkað. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Hæstiréttur samþykkir ekki áfengismæla

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem deilt var um áreiðanleika áfengismæla lögreglunnar. Að mati dómsins voru ekki lögð fyrir réttinn nægilega rækileg gögn sem sönnuðu áreiðanleika þessa mælitækis og var ákærði því sýknaður af ákæru um ölvunarakstur. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Íbúar landsbyggðar taka þátt

HÁSKÓLI Íslands efnir um helgina til opins málþings um framtíð búsetu á Íslandi, þar sem leitað verður úrræða og framtíðarstefna mótuð, en með aðstoð fjarfundarbúnaðar verður dagskráin send út beint til 15 staða á landsbyggðinni. Á málþinginu hafa framsögu fjölmargir fræðimenn og fulltrúar atvinnulífs, stjórnmála, mennta- og menningarmála. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Jósi bróðir og synir Dóra á Kaffi Reykjavík

HLJÓMSVEITIN Jósi bróðir og synir Dóra leika á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudagskvöldinu leikur síðan jasshljómsveitin Furstarnir ásamt söngvaranum Geir Ólafssyni. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 323 orð

"Kartöfluáætlunin" reið baggamuninn

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu hafa komist að samkomulagi um, að fulltrúar þeirra fyrrnefndu fái að skoða n- kóresk neðanjarðarmannvirki en grunur hefur leikið á, að þar væri unnið að kjarnorkuvopnarannsóknum. Fyrir þetta ætla Bandaríkjamenn að aðstoða N-Kóreumenn við kartöflurækt. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Kirkjustarf

Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á laugardag, 20. mars. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 21 um kvöldið. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Kökubasar

KIWANISKLÚBBURINN Embla á Akureyri heldur kökubasar í Krónunni á morgun, laugardaginn 20. febrúar, frá kl. 11. Allur ágóði rennur í styrktarsjóð klúbbsins sem styrkir ýmis líknarmál svo sem kaup á reiðhjólahjálmum handa 7 ára börnum á Akureyri og nágrenni. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 23 orð

LEIÐRÉTT Rangt staðarheiti

LEIÐRÉTT Rangt staðarheiti RANGHERMT var í frétt um lista VG á Vestfjörðum að Eva Sigurbjörnsdóttir væri frá Gjögri. Hún býr á Djúpuvík á Ströndum. Meira
19. mars 1999 | Miðopna | 1263 orð

Leitin að arftaka endar ekki í Berlín Leiðtogar ESB leita nú logandi ljósi að lausn á stjórnkerfiskreppunni sem afsögn

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands og starfandi formaður ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagðist í gær vongóður um að takast myndi að ganga frá samkomulagi um uppstokkun fjármála ESB á aukafundi leiðtoga ESB-landanna í Berlín um miðja næstu Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Lést af völdum áverka við fall

FULLORÐIN kona lést í gær á sjúkrahúsi af völdum höfuðáverka sem hún hlaut er hún féll af útitröppum niður á frosna jörð á bænum Mýrdal II í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi um hádegisbil í gær. Fallið var rúmlega þriggja metra hátt og var konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún lést síðdegis. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Líðan Portúgalans óbreytt

PORTÚGALSKI skipverjinn af togaranum Santa Cristina, sem fluttur var meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir eitrunarslys um borð í togaranum á miðvikudag, er enn á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Líðan hans er óbreytt og er hann í lífshættu og liggur meðvitundarlaus í öndunarvél. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 298 orð

Loftvarnaflautur Almannavarna aftengdar

LOFTVARNAFLAUTUR Almannavarna ríkisins verða aftengdar frá og með 24. mars nk. til 1. mars árið 2000. Prófanir á þeim falla því niður á þessu tímabili en tekin verður ákvörðun fyrir 1. mars árið 2000 hvort þær verða tengdar á ný eða ekki, en flauturnar eru í eldri hverfum í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Lögreglan hættir við að kæra úrskurð

LÖGREGLAN í Reykjavík, sem kærði til Hæstaréttar úrskurð héraðsdómara þess efnis að hafna skyldi kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhaldsframlengingu yfir sex skipverjum af Goðafossi, hefur dregið kæruna til baka á þeim forsendum að ekki þyki þjóna rannsóknarhagsmunum lengur að hafa mennina í gæsluvarðhaldi. Telur lögreglan m.ö.o. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 167 orð

Málsverðir vinsælir til viðskipta

FLESTIR stjórnendur fyrirtækja í Evrópu telja best að gera viðskiptasamninga yfir hádegisverði en Ítalir kjósa frekar morgun- eða kvöldverðarfundi og Þjóðverjar vilja alls ekki blanda saman mat og viðskiptum. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Málþing um trú og heilbrigði

MÁLÞING um trú og heilbrigði verður haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, laugardaginn 20. mars kl. 13.30. Að málþinginu standa Kjalarnesprófastsdæmi og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 1396 orð

Meginverkefnið að tryggja viðunandi hagnað á árinu

Stjórn Flugleiða stefnir að því að auka hlut ferðamanna til Íslands á næstu misserum á kostnað farþegaflutninga yfir Norður-Atlantshaf. Elmar Gíslason sat aðalfund félagsins í gær. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 605 orð

Milljónatjón en meiðsli smávægileg

TVEIR menn hlutu minniháttar meiðsli þegar brot reið yfir togarann Bessa ÍS laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt þar sem hann var staddur á Dohrn-banka á leið til hafnar. Dæld kom á síðu skipsins og nemur tjónið milljónum króna að sögn Ingimars Halldórssonar, útgerðarstjóra Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal sem gerið skipið út. Þá riðu tvö brot yfir Framnes ÍS sem Gunnvör hf. Meira
19. mars 1999 | Landsbyggðin | 176 orð

Mjólkurframleiðendur í sókn

Laxamýri-Nýtt mjaltakerfi á brautum með sjálfvirkum aftökurum frá Alfa-Laval hefur verið sett upp í Grímshúsum í Aðaldal og segja bændur þar kerfið vera mikla byltingu í mjöltum. Tuttugu og fimm ár eru nú liðin síðan tankvæðing hóf innreið sína í Suður-Þingeyjarsýslu og mjaltaútbúnaður er því víða farinn að láta á sjá. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 257 orð

Mæla minnstu landbreytingar í Henglinum

HAFIN er uppsetning á tveimur síritandi GPS-landmælingartækjum sem eiga að fylgjast grannt með landbreytingum á Hengilssvæðinu í framtíðinni. Ástæðan fyrir uppsetningu landmælingartækjanna er jarðskjálftavirkni sem mældist á tímabilinu 3.­7. júní á Hellisheiðinni á síðasta ári. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Námskeið í páskaskreytingum í Garðyrkjuskólanum

GARÐYRKJUSKÓLINN gengst fyrir tveimur páskaskreytinganámskeiðum og verða bæði haldin í húsakynnum skólans. Námskeiðin standa frá kl. 10­16 og leiðbeinandi verður Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir blómaskreytir. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ógnað með haglabyssu

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærkvöldi tvo menn sem báðir segja að hinn hafi ógnað sér með haglabyssu í húsi í austurbænum. Annar fyrrnefndu mannanna tilkynnti lögreglu um miðnætti í gær að hann hefði orðið fyrir líkamsárás og sér hefði verið ógnað með haglabyssu. Hann var færður á slysavarðstofu með minniháttar meiðsl. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

ÓSKAR E. LEVY

ÓSKAR E. Levy bóndi á Ósum á Vatnsnesi lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga mánudaginn 15. mars, á áttugasta og sjöunda aldursári. Óskar fæddist 23. febrúar 1913. Foreldrar hans voru hjónin Eggert Jónsson Levy bóndi á Ósum á Vatnsnesi og Ögn Guðmannsdóttir Levy. Óskar starfaði á búi foreldra sinna á Ósum uns hann tók við jörð og búi árið 1948. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ráðstefna um öldrun

Í TILEFNI af ári aldraðra munu Bandalag kvenna í Reykjavík og Bandalag kvenna í Hafnarfirði sameinast um að halda ráðstefnu undir yfirheitinu Hvað er öldrun? Ráðstefnan verður haldin sunnudaginn 21. mars kl. 14­17 í Borgartúni 6. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Rekstur lyftunnar í Skálafelli getur hafist á ný

VINNUEFTIRLIT ríkisins gerir ekki athugasemdir við að rekstur stólalyftunnar í Skálafelli hefjist á ný. Íþrótta- og tómstundaráð, Bláfjallanefnd og Vinnueftirlitið hafa farið yfir öryggismál varðandi rekstur stólalyftunnar. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Rýming húsa afturkölluð í Bolungarvík

RÝMING húsa í Bolungarvík var afturkölluð klukkan 13.30 í gær, en húsin voru rýmd vegna snjóflóðahættu klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Átta hús, sem búið er í, voru rýmd. Að sögn sérfræðings á Veðurstofu Íslands hafa engar nýjar fréttir af snjóflóðum borist og er veðurspáin góð fram yfir helgi. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Samgöngur úr skorðum

SAMGÖNGUR fóru úr skorðum víða um land í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Félagarnir Sigurður Pálsson og Þórður Birgisson, sem voru á leið með Morgunblaðið akandi norður í land áttu í hinu mesta basli með að komast leiðar sinnar. Þeir voru að koma til Blönduóss seinni partinn í gær, eftir að hafa verið á ferðinni frá því um kl. 1 í fyrrinótt. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 417 orð

Sérfræðingar verjast gagnrýni

TVEIR meðlimir hinnar óháðu sérfræðinganefndar, sem felldu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) með skýrslu sinni um spillingu og óábyrga fjármálastjórn innan hennar, kvöddu sér hljóðs í gær til að verja skýrsluna gegn gagnrýni sem komið hefur fram á hana. Jacques Santer, fráfarandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, hefur lýst henni sem "ósanngjarnri". Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Skáldskapur og tónlist á Grandrokk

GOÐSÖGULEGT ljóða- og tónlistarkvöld verður haldið föstudagskvöldið 19. mars á Grandrokk við Smiðjustíg. Þar koma fram ýmsir vinir Þorgeirs heitins Kjartanssonar, skálds og tónlistarmanns, sem lést á síðasta ári. Rúna K. Tetzshner, ekkja skáldsins, flytur töfrakvæði við undirleik Hafþórs Gestssonar og Leós G. Torfasonar. Sr. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Skemmdir unnar á símtækinu um hverja helgi

EKKI hefur það gengið þrautalaust fyrir Landssíma Íslands að halda úti símaklefa í göngugötunni á Akureyri. Guðmundur Jóhannsson, þjónustustjóri Landssímans á Norðurlandi eystra, sagði að unnar væru skemmdir á símaklefanum um hverja einustu helgi. Símtólið er slitið reglulega af símtækinu og rúður brotnar í símaklefanum. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Skemmtanir um allt land í tilefni kosninganna

ÞÚSUND þjalir - umboðsskrifstofa listamanna og samstarfsaðilar hennar, Stöð 2, Bylgjan, Flugfélag Íslands, Guerlain, Brúðarkjólaleiga Dóru, Expo Islandia ofl. hafa ákveðið að leggja land undir fót í tilefni kosninganna sem framundan eru undir yfirskriftinni Kosningaskjálfti '99. Farið verður í hvert kjördæmi og haldin stórskemmtun þar sem gamanmál, söngur og gleði verða í fyrsta sæti. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 421 orð

Skúratov segir pólitíska andstæðinga ofsækja sig

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kallaði Júrí Skúratov, aðalsaksóknara Rússlands, á fund sinn í gær, eftir að efri deild rússneska þingsins hafði hafnað uppsögn Skúratovs, þvert á vilja forsetans. Sú ákvörðun þingsins að kollvarpa ákvörðun forsetans þykir til marks um að völd Jeltsíns fari dvínandi. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Slæmt veður og ófærð víða á landinu

AFTAKAVEÐUR og ófærð var víða á landinu í gær en verst var ástandið á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Búast má við betra veðri í dag og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða flestallir vegir opnaðir. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 416 orð

Starfsmönnum sagt að leggja eigi stofuna niður

STARFSFÓLKI Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar hefur verið greint frá því að fyrirhugað sé að leggja tillögu fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd um að leggja stofuna niður. Morgunblaðið fékk þetta staðfest hjá Róberti Jónssyni, forstöðumanni Atvinnu- og ferðamálastofu, þegar leitað var til hans vegna málsins í gær. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð

Stóðhestur réðst á 12 ára stúlku

STÓÐHESTUR réðst á 12 ára gamla stúlku í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum í Mosfellsbæ í vikunni. Stúlkan slapp að því er virðist óbrotin frá þessum hildarleik en er með lófastórt sár á síðunni og mikið marin á handlegg, læri og baki. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 492 orð

Svipaðir skilmálar og eru í viðskiptalöndum okkar

HÆSTIRÉTTUR sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Visa Íslands gegn áfrýjunarnefnd samkeppnismála, en í málinu var um það deilt hvort Visa væri skylt að veita korthöfum sínum sömu viðskiptakjör og þeim sem greiddu með reiðufé. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á, að skilmálar þeir sem hér um ræðir væru almennt óheimilir í helstu viðskiptaríkjum Íslendinga. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 447 orð

Telur farsímann hafa valdið minnisleysi

FYRRVERANDI verkfræðingur hjá brezka símafélaginu British Telecom undirbýr nú stefnu á hendur félaginu vegna heilaskemmda, sem hann segist hafa orðið fyrir við farsímanotkun í starfi fyrir BT. Eftir talsmanni símafélagsins er haft, að á grundvelli rannsókna telji félagið ótta um heilsutjón af völdum farsímanotkunar ástæðulausan, Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Tíunda Pro Kennex mótið

HIÐ árlega Pro Kennex Icelandic Open badmintonmót fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, föstudaginn 19. mars og á morgun, laugardaginn 20. mars. Er þetta tíunda árið í röð sem mótið er haldið og í tilefni af því er mikið lagt í alla umgjörð mótsins. Keppt er í meistaraflokki, A-flokki, B-flokki og flokki 40 ára og eldri. Meira
19. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Tónleikar kórs Akureyrarkirkju

KÓR Akureyrarkirkju heldur tónleika í kirkjunni á boðunardegi Maríu, sunnudaginn 21. mars kl. 17. Ásamt kórnum koma fram Michael Jón Clarke, barítón, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, mezzósópran og Douglas A. Brotchie, orgelleikari. Efnisskráin er í anda dagsins, Maríubænir verða sungnar og orgelverk tengt deginum leikið. Flutt verða kórverk eftir 16. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Tvö kjördæmisfélög stofnuð um helgina

TVÖ kjördæmisfélög Frjálslynda flokksins verða stofnuð um helgina, í Suðurlandskjördæmi og Vesturlandskjördæmi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flokknum. Stofnfundur kjördæmisfélags Suðurlands verður haldinn laugardaginn 20. mars kl. 14 á Hótel Selfossi. Stofnfundur kjördæmisfélags Vesturlands verður haldinn á Mótel Venus við enda Borgarfjarðarbrúar á sunnudag, 21. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Umframfjárþörf mætt með sölu eigna

GERT er ráð fyrir því í nýrri þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarsjóðs að umframfjárþörf borgarsjóðs á árunum 2000­2002, sem talið er að muni nema tæpum þremur milljörðum kr., verði mætt með sölu eigna. Áætlunin lögð fram í borgarstjórn í gær. Í áætluninni segir m.a. að víða megi hagræða með breyttu rekstrarfyrirkomulagi, t.d. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Var sérstaklega þakkað framlag til fræðslumála

ÁRNI Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri, lét á borgarstjórnarfundi í gær af störfum sem borgarfulltrúi og Kjartan Magnússon tók sæti hans. Árni hefur setið í borgarstjórn í þrettán ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi R-lista, og Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 642 orð

Vaxandi spenna dregur úr líkum á samkomulagi

MORÐIN tvö, sem framin hafa verið á Norður-Írlandi í vikunni, og óeirðirnar sem brutust út í bænum Portadown á miðvikudagskvöld skyggðu mjög á viðræður sem fram fóru vestur í Bandaríkjunum milli leiðtoga stríðandi fylkinga. Átökin í vikunni eru til marks um þær ógöngur sem friðarumleitanir í héraðinu eru komnar í. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Vegur um Vatnaheiði er fýsilegur kostur

VEGAGERÐ ríkisins hefur kynnt tvær tillögur um nýjan veg sem kæmi í stað leiðarinnar yfir Kerlingarskarð. Annars vegar er lagt til að gamli vegurinn verði endurbættur, en kostnaðurinn við það yrði um 490 milljónir króna. Hins vegar er lagt til að leggja nýjan veg yfir Snæfellsnesfjallgarðinn um Vatnaheiði, en kostnaðurinn við það yrði um 460 milljónir. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 273 orð

Vilja að Suu Kyi heimsæki eiginmann sinn

HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma kvaðst í gær ætla að íhuga hvort verða ætti við beiðni Bretans Michaels Aris, eiginmanns stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi, um vegabréfsáritun til að geta heimsótt eiginkonu sína. Stjórnin sagði hins vegar að skynsamlegra væri að Suu Kyi færi til Englands til að heimsækja hann þar sem hann væri fársjúkur og þyldi ekki ferðalagið. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 204 orð

Vilja skaðabætur vegna Dunblane

Vilja skaðabætur vegna Dunblane London. The Daily Telegraph. TVÆR breskar lögreglukonur hafa farið fram á tæpar fimmtíu milljónir króna í skaðabætur vegna andlegs áfalls, sem þær segjast hafa orðið fyrir í kjölfar fjöldamorðanna í skoska þorpinu Dunblane, þar sem 16 nemendur ásamt kennara voru myrtir árið 1996. Meira
19. mars 1999 | Erlendar fréttir | 148 orð

Þingmaður í staðfesta sambúð

YFIRBORGARSTJÓRI Kaupmannahafnar, Jens Mikkel Kramer, vígir ekki pör nema við hátíðleg tækifæri, en slíkt tækifæri bauðst um helgina og fór vígslan fram í fínasta sal ráðhússins. Þá vígði hann í staðfesta sambúð flokksbróður sinn, Torben Lund, fyrrverandi ráðherra og nú frambjóðanda í efsta sæti á lista Jafnaðarmannaflokksins til Evrópuþingskosninganna í júní. Meira
19. mars 1999 | Landsbyggðin | 120 orð

Þjónustumiðstöð Landssímans á Egilsstöðum

Egilsstöðum­Landssíminn hefur opnað þjónustumiðstöð á Egilsstöðum. Miðstöðin er til húsa í Níunni, sem er nýtt verslunarhúsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Markaðssvæði miðstöðvarinnar er allt Austurland. Meira
19. mars 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Þriðja kvöld Músíktilrauna

ÞRIÐJA Músíktilraunakvöld Tónabæjar og ÍTR 1999 fer fram föstudaginn 19. mars í Tónabæ og hefst kl. 20. Hljómsveitirnar sem leika á 3. tilraunakvöldi eru Dikta frá Garðabæ, Moðhaus frá Reykjavík, Smaladrengirnir frá Reykjavík, Sauna frá Reykjavík, Etanol frá Hafnarfirði, Frumefni frá Reykjavík, Tin frá Reykjavík og Niðurrif frá Reykjavík. Meira
19. mars 1999 | Fréttaskýringar | 543 orð

Þriðja tilraunakvöldið

Í KVÖLD verður Músíktilraunum Tónabæjar fram haldið, en síðustu tvo fimmtudaga hafa sextán sveitir tekist á um sæti í úrslitum og fjórar komist í náðina. Í tilraununum keppa hljómsveitir meðal annars um hljóðverstíma sem dugað hafa sumum til að koma frá sér breiðskífu í kjölfarið. Meira
19. mars 1999 | Miðopna | 1843 orð

Þurfa aukinn stuðning og val um móðurmál

EITT hundrað og sextán börn á aldrinum 0­16 ára hafa verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og hafa fengið heyrnartæki, en vitað er að u.þ.b. 15 af þessum 116 börnum nota ekki heyrnartækin. Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 1999 | Leiðarar | 583 orð

HATTONROCKALL SVÆÐIÐ

HAFNARFJARÐARTOGARINN Sjóli kom í fyrradag til hafnar með 140 tonn af blálöngu, sem veiddist á Hatton-bankanum, suður undir brezkri fiskiveiðilögsögu. Aflinn í þessari ferð skipsins var ágætur, 16­17 tonn á sólarhring, en blálangan veiðist á 400­500 metra dýpi. Sjóli mun halda aftur á miðin á Hatton-banka að lokinni löndun, en marzmánuður er bezti tíminn á þessum slóðum til blálönguveiða. Meira
19. mars 1999 | Staksteinar | 406 orð

Landsfundurinn

"ÉG SEST niður við að skrifa þennan pistil fáeinum mínútum eftir að 33. landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk á sjötta tímanum sunnudaginn 14. mars. Fundurinn hófst síðdegis á fimmtudag með glæsilegri setningarathöfn og ræðu Davíðs Oddssonar flokksformanns, sem í fundarlok hlaut stuðning rúmlega 97% fundarmanna í formannskjöri". Meira

Menning

19. mars 1999 | Menningarlíf | 235 orð

58 hlutu styrk menningarmálanefndar

MENNINGARMÁLANEFND hefur úthlutað styrkjum til menningarmála fyrir árið 1999. Á fjárhagsáætlun var til ráðstöfunar 28.228.000 krónur en að þessu sinni var 58 einstaklingum og fyrirtækjum veittur styrkur, samtals 27.650.000 kr. Bókmenntir o.fl.: Börn og bækur- Íslandsd. IBBY kr. 100.000 og Sögusmiðjan 300.000. Dansverk: Fél. ísl. listdansara kr. 300.000, Íslenski dansflokkurinn 300. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 615 orð

Apaspil í stórborginni

MIGHTY Joe Young er fjölskyldumynd í hefðbundnum Disney stíl. Í hugum flestra er górilluapinn Joe aðeins þjóðsaga en hann er heilagur verndari íbúanna í litlu afrísku þorpi. Eini raunverulegi vinur hans er Jill (Charlize Theron), en auk þess að vera sérstakur verndari hennar er hann einnig hennar nánasti félagi. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Áheyrnarpróf fyrir leikara

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ, Leikfélag Reykjavíkur og Félag íslenskra leikara efna til áheyrnarprófa fyrir leikara þriðjudaginn 23. mars kl. 17 í Borgarleikhúsinu. Ekki er um að ræða prufu fyrir nein sérstök verkefni, heldur gefst leikurum tækifæri til að kynna sig leikhússtjórum og leikstjórum atvinnuleikhúsanna, leikhópa og kvikmynda. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 98 orð

Ásgeir Smári Einarsson sýnir í Smiðjunni

SÝNING á verkum Ásgeirs Smára Einarssonar verður opnuð í Smiðjunni Artgalleri á morgun, laugardag, kl. 15. Að þessu sinni sýnir Ásgeir tuttugu olíumyndir þar sem þemað er maður og borg. Ásgeir Smári er fæddur árið 1955, hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands en nam einnig við Der Freie Künstschule í Stuttgart. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 75 orð

Einar Áskell á Selfossi

MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barnaleikritið Góðan dag Einar Áskell! í Leikhúsinu á Selfossi á morgun, laugardag kl. 14 og kl. 17. Leikritið er gert eftir hinum kunnu sögum sænska höfundarins Gunillu Bergström um Einar Áskel. Leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, sem jafnframt er leikstjóri og er leikgerðin unnin í samráði við höfundinn. Tónlist er eftir Georg Rieden. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 411 orð

Ekki bara leikföng Litlir hermenn (Small Soldiers)

Framleiðendur: Michael Finnell og Colin Wilson. Leikstjóri: Joe Dante. Handrit: Ted Eliott og Zak Penn. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Frank Langella, Gregory Smith og Kirsten Dunst. (105 mín) Bandaríkin. CIC myndbönd, mars 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 291 orð

Elísabet Taylor sætti ofbeldi í æsku

ELÍSABET Taylor greinir frá því í viðtali við Barböru Walters að faðir hennar hafi beitt hana ofbeldi í æsku þegar hún var barnastjarna í kvikmyndum. Viðtalið verður sýnt á ABC-sjónvarpsstöðinni næstkomandi sunnudag á undan Óskarsverðlaunaafhendingunni. Elísabet segist vera löngu búin að fyrirgefa föður sínum. "Ég tala aldrei um þetta. Meira
19. mars 1999 | Bókmenntir | 815 orð

Endurkoma úlfanna

Nicholas Evans, Helgi Már Bárðarson þýddi. Vaka-Helgafell, 1998. 387 bls. Prentun: Oddi hf. BRESKI rithöfundurinn Nicholas Evans hlaut skjóta frægð fyrir fyrstu bók sína, skáldsöguna The Horse Whisperer, sem Vaka-Helgafell gaf út í íslenskri þýðingu Sigríðar Halldórsdóttur árið 1997. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 78 orð

Era lífseig

ERA virðist ætla að verða lífseig í efsta sæti Tónlistans en Offspring, Creed, Fatboy Slim og Lauryn Hill koma fast á eftir. Land og synir eru ofarlega sem endranær og fimmtándi Pottþétt-diskurinn stendur undir væntingum. Tónlistin úr leikritinu Pétri Pan er í tíunda sætinu og síðan eru tíu sæti í næstu íslensku breiðskífu, sem er Gullna hliðið með Sálinni hans Jóns míns. Meira
19. mars 1999 | Leiklist | 641 orð

Ferð á ferð á Hvammstanga

Leikrit í þremur þáttum. Höfundur og leikstjóri: Hörður Torfason. Tónlist og leikhljóð: Hjörtur Howser. Leikmynd: Hörður Torfason, grímur, skart: Massimo Santanicchia, Hörður Torfason. Ljós: Gústaf Daníelsson, Karl Eggertsson. Búningar: Rebekka saumastofa/Ingibjörg og Dóra, Sigurlaug Þorleifsdóttir, Magnúsína Sæmundsdóttir, Bára Garðarsdóttir, Auðbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 948 orð

Fjaðrafok í hænsnahúsi hefðarinnar Í kvöld ráðast úrslit í Morfís, mælsku- og ræðukeppni framhaldsskólanna, og eru það lið

Í KVÖLD klukkan níu í Háskólabíói hefjast heitar umræður þegar lið MH og MA mætast í kvöld og kappræða um "hlutleysi" í Morfís- keppni framhaldsskóla. Bæði liðin hafa haft viku til undirbúnings og mæla MA-ingar gegn hlutleysi meðan MH-ingar verja málstaðinn. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 150 orð

Fjölskylda Buddy Holly reið

ÆTTINGJAR hins látna rokkara Buddy Holly hafa höfðað mál á hendur MCA hljómplötum upp á milljónir króna fyrir að hafa notað tónlist Buddys á ólöglegan hátt. Meðal annars er fyrirtækið kært fyrir að selja upptökur sem óprúttinn náungi fékk aldraða foreldra tónlistarmannsins til að láta sér í té eftir að Buddy lést. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 237 orð

Hugarheimur morðingjans Hinn ljóti (The Ugly)

Framleiðendur: Jonathan Dowling. Leikstjóri: Scott Reynolds. Handritshöfundur: Scott Reynolds. Kvikmyndataka: Simon Raby. Tónlist: Victoria Kelly. Aðalhlutverk: Paolo Rotondo, Rebecca Hobbs, Jennifer Ward-Lealand, Roy Ward. 93 mín. Nýja-Sjáland. Bergvík 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Simon er dæmdur fjöldamorðingi sem hefur dvalið í fimm ár á geðveikrahæli. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Listmunauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöldið 21. mars kl. 20.30. Boðin verða upp um 100 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Uppboðsverkin verða til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, föstudag frá kl. 10­18, laugardag kl. 10­17 og sunnudag kl. 12­17. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 413 orð

Lolita bönnuð

ÁSTRALSKIR íhaldsmenn hyggjast banna nýja útgáfu kvikmyndarinnar Lolitu sem er ástarsaga miðaldra manns og fjórtán ára stúlku. Kvikmyndaeftirlitið lauk við að skoða myndina á þriðjudag og átti að taka hana til sýninga í apríl en lögfræðingar Íhaldsflokksins segja myndina ósiðlega. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 220 orð

Málmblásaratónleikar í Salnum

KVINTETT Corretto heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Þetta eru jafnframt fyrstu opinberu málmblásaratónleikarnir í þessum fyrsta sérhannaða tónleikasal á Íslandi. Á efnisskránni verða verk frá endurreisnarskeiði til okkar dags, en yngsta verkið er eftir Jón Ásgeirsson. Þá verður flutt Toccata og fúga í d-moll eftir J.S. Meira
19. mars 1999 | Myndlist | 409 orð

Náttúran úti og inni

Til 5. apríl. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14­17. FRÁ því Ragnheiður Jónsdóttir hvarf frá grafíktækninni í upphafi þessa áratugar til að einbeita sér að kolateikningunni, hefur hún náð frábærum árangri með stórum og rismiklum myndum, alsettum strikum og skyggingum. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Ólöf Helga sýnir í galleríi Nema hvað

ÓLÖF Helga Guðmundsdóttir opnar sýningu í galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, föstudag, kl. 16. Ólöf sýnir þrívíð verk af ýmsum toga. Flest eru þau afmörkuð í tíma og rúmi, en þó alls ekki öll, segir í fréttatilkynningu. Ólöf Helga er menntaskólakennari og er nemi á 2. ári í skúlptúrdeild MHÍ. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. mars og er opin alla daga frá kl. 15­18 og kl. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 145 orð

Pönkið lifir!

Á ÁTTUNDA áratugnum hófst rokkbylting meðal íslenskra tónlistarmanna sem oft er kennd við hljómsveitina Utangarðsmenn. Tónlist þeirra var undir áhrifum frá rokki, pönki og reggí að ógleymdri íslenskri þjóðernishyggju og að margra mati hefur engin hljómsveit, hvorki fyrr né síðar, komist með tærnar þar sem þeir höfðu hælana hvað varðar kraft á tónleikum. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 83 orð

Samkeppni í frönskum ljóðaflutningi í MH

ÁRLEG samkeppni nemenda í framhaldsskólum á flutningi franskra ljóða fer fram laugardaginn 20. mars kl. 13 í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð. Þátttakendur eru 24 frá 13 skólum og munu þeir flytja eitt ljóð að eigin vali. Tveir bestu flytjendurnir hljóta 12 daga ferð til Frakklands í sumar, átta bestu frá orðabækur og aðrir þátttakendur bókaverðlaun. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 837 orð

Spenna og glæpir í Norræna húsinu

NORRÆNAR spennusögur er yfirskrift dagskrár í Norræna húsinu sem hefst kl. 15 á laugardag þar sem fjórir norrænir spennusagnahöfundar kynna sig og bækur sínar og haldnar verða umræður um spennusagnaritun. Höfundarnir eru fjórir, Leif Davidsen frá Danmörku, Håkan Nesser frá Svíþjóð, Leena Katriina Lehtolainen frá Finnlandi og Fredrik Skagen frá Noregi og taka þeir þátt í pallborðsumræðunum. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 599 orð

Spurning um siðferði

JEAN-LUC Picard (Patrick Stewart) yfirmaður á geimskipinu Enterprise fréttir að hálfmennið Lt. Commander Data (Brent Spiner) hafi gengið af göflunum og tekið hóp menningarfræðinga í gíslingu. Aðaláhyggjur Picards snúast um það hvort honum takist að bjarga Data því það verður að eyðileggja hann ef ekki tekst að gera við hann. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 127 orð

SUS efnir til ritgerðarsamkeppni

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna efnir til ritgerðasamkeppni undir yfirskriftinni Frelsispenninn. Hún er ætluð fólki á aldrinum 16­20 ára og er meginþema keppninnar mikilvægi frelsisins. Við mat á innsendu efni verður litið til stíls, rökleiðslu, málfars og annars þess sem prýtt getur góða ritsmíð. Efnið skal ekki vera lengra en 7 bls. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 941 orð

Systur í syndinni

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir leikritið Systur í syndinni eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur í kvöld, föstudagskvöldið 19. mars. Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir verkinu, Elín Edda Árnadóttir hannar leikmynd og búninga og Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson samdi tónlistina. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 103 orð

Söngleikur frumsýndur á Akranesi

SKAGALEIKFLOKKURINN og leikdeild Fjölbrautaskóla Vesturlands frumsýnir söngleikinn "Í Tívolí" í dag, föstudag, kl. 20.30, í Bíóhöllinni á Akranesi. Söngleikurinn er eftir Guðjón Sigvaldason, Steingrím Guðjónsson og leikhópinn. Tónlistin er af hljómplötu Stuðmanna "Tívolí" sem kom út '76. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 77 orð

Tolli sýnir í Listasetrinu á Akranesi

TOLLI opnar sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag kl. 15. Þar sýnir hann 30­40 olíumálverk, frá stórum verkum til lítilla verka á stærð við eldspýtustokka. Tolli nam við Myndlista- og handiðaskóla Íslands á árunum 1977­83 og við Listaháskólann í Vestur-Berlín 1984­85. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga auk samsýninga hér heima og erlendis. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Tónlistarskólatónleikar

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur tvenna tónleika á morgun, laugardag. Fyrri tónleikarnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14. Þar koma fram nemendur forskólans og flytja m.a. lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Sigursvein D. Kristinsson og Sigfús Halldórsson. Einnig verður flutt sérstök Reykjavíkursyrpa. Undirleik annast léttsveit skipuð nemendum skólans. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 207 orð

Tónlist Dave Brubecks í Salnum

MEÐ tímann að vopni er yfirskrift djasstónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 21. mars kl. 20.30. Hljómsveitin Tímasprengjan flytur dagskrá með tónlist djasspíanóleikarans Dave Brubeck. Hljómsveitina skipa kontrabassaleikarinn Gunnar Hrafnsson, píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, trommuleikarinn Pétur Grétarsson og altósaxófón-leikarinn Sigurður Flosason. Meira
19. mars 1999 | Fólk í fréttum | 603 orð

Undirheimar Lundúnaborgar

EDDY (Nick Moran) er heillandi og öllum hnútum kunnugur í undirheimunum og hann er laginn með spilastokkinn. Ásamt þremur vinum sínum, þeim Tom (Jason Flemyng), Bacon (Jason Stratham) og Soap (Dexter Fletcher) leggur hann 100 þúsund pund undir í fjárhættuspili. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 265 orð

Var kallaður meistari hins hversdagslega

BANDARÍSKI ljósmyndarinn Harry Callahan lést á mánudag, áttatíu og sex ára að aldri. Callahan var einn af fremstu ljósmyndurum samtímans og um verk hans hefur verið sagt að í þeim blandaðist saman áferðarfalleg nákvæmni bandarískra módernista eins og Ansels Adams, og rótlaus tilraunastarfsemi evrópskra módernista líkt og Ungverjans Laszlo Moholy-Nagy. Meira
19. mars 1999 | Myndlist | 551 orð

VAXTARBRODDAR

Til 23. mars. Opið frá kl. 8­19 alla virka daga, frá kl. 12­18 um helgar. RÁÐHÚSIÐ býður upp á athyglisverða sýningu þessa dagana á lokaverkefnum ungra arkitekta, innanhússhönnuða og iðnhönnuða, sem stundað hafa framhaldsnám erlendis. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 238 orð

Vel sóttir tónleikar Kammerhópsins Polaris á Miami

ÍSLENSKI kammerhópurinn Polaris hélt tónleika í Lowe-Listasafninu í Miami 11 mars sl. Þetta er fjölþjóðlegur hópur, því í honum eru þrír Íslendingar, Óskar Ingólfsson, Kjartan Óskarsson og Hrefna Eggertsdóttir, Pólverjarnir Alina og Zbgniew Dubik og Bandaríkjamaðurinn Nora Kornblueh. Um 200 manns fylltu sal listasafnsins, en uppselt hafði verið nokkrum dögum fyrir tónleikana. Meira
19. mars 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Vorfagnaður Hreims í Ýdölum

KARLAKÓRINN Hreimur heldur vorfagnað í Ýdölum á morgun, laugardag, kl. 21. Auk kórsöngs verður einsöngur, tvísöngur og tvöfaldur kvartett. Gestasöngvari verður Hildur Tryggvadóttir. Aðalsteinn Ísfjörð, Valmar Väljaots og Jaan Alavere verða með tónlistaratriði. Kynnir kvöldsins verður Flosi Ólafsson. Stjórnandi kórsins er Robert Faulkner og undirleikari er Juliet Faulkner. Meira

Umræðan

19. mars 1999 | Aðsent efni | 969 orð

Annar leikþáttur Ragnars Arnalds um ESB

Í MORGUNBLAÐINU þann 13. mars s.l. heldur Ragnar Arnalds áfram skrifum sínum um Evrópusambandið og svarar grein minni sem birtist þann 5. mars s.l. Að þessu sinni er ég að "berja höfðinu við steininn" af því að ég er ekki sammála persónulegum skoðunum Ragnars og sennilega einnig af því að mér datt í hug að leiðrétta augljósar rangfærslur hans um ESB. Meira
19. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 293 orð

Barnið þitt og barnið mitt

KVENFÉLAGIÐ Hlíf þakkar öllum sem á einhvern hátt aðstoðuðu eða styrktu tónleika til fjáröflunar vegna tækjakaupa fyrir barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Alúðarþakkir til listafólksins sem kom fram, endurgjaldslaust: Barnakór Glerárkirkju og Björn Þórarinsson, PKK, Álftagerðisbræður og Stefán R. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | -1 orð

Brotalöm í byggðastefnu

EF ÞEIR fjármunir sem varið hefur verið í "byggðastefnuna" síðustu 40 árin væru framreiknaðir til verðlags í dag trúi ég að upphæðin nemi hundruðum milljarða. Þrátt fyrir þetta tel ég að ástandið í byggðamálunum hafi aldrei verið verra, fólksflóttinn af landsbyggðinni er stöðugur og vaxandi. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 1145 orð

Hugleiðingar um kynjahlutfall grunnskólakennara

ÞÁTTUR karlmanna í kennslu á grunnskólastigi á Íslandi fer minnkandi. Karlkennarar á þessu stigi fylla nú aðeins um 20% af heildarfjölda grunnskólakennara en voru um miðja öldina nálægt 70% af heildarfjöldanum. Með áframhaldandi fækkun karla innan grunnskólanna ættu þeir að verða alveg horfnir um árið 2025. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 512 orð

Hvað verður gert í byggðamálum?

HVAÐ verður gert í byggðamálum? Í Morgunblaðinu mánudaginn 13. febr. 1999 var birtur útdráttur úr skýrslu sem Byggðastofnun hefur látið gera. Skýrsla þessi sýnir að landsbyggðin hefur borið skarðan hlut frá borði varðandi aðgang að húsnæðisstyrkjum og opinberum störfum. Einnig kemur fram að bankakerfið tapar meira á viðskiptum við Reykvíkinga en við landsbyggðarfólk. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 900 orð

Hvar er breiðbandið lagt?

Í ÞESSARI grein er fjallað um hvar breiðbandið er lagt, þ.e. út frá hvaða forgangsröð er gengið við lögnina. Í annarri grein verður leitast við að skýra hvers vegna ávinningur breiðbandsvæðingar Landssímans verði ljós smátt og smátt eftir því sem margmiðlunartækni fleytir fram. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 1169 orð

Hættur frjálsra gjaldeyrisviðskipta FRELSI í fjármálum virðist hafa stuðlað að hagsæld almennings, ekki aðeins hér á landi

FRELSI í fjármálum virðist hafa stuðlað að hagsæld almennings, ekki aðeins hér á landi heldur einnig um víða veröld. Þetta segir Jón Steinsson, sem ritar um hagfræði fyrir Morgunblaðið. Frjáls gjaldeyrisviðskipti hafa nær hvarvetna í veröldinni ýtt undir hagvöxt og almenna hagsæld. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 655 orð

Ísland, frjálsa Ísland

MARGT er það sem einkennir Ísland. Eftir að hafa búið í útlöndum tekur maður eftir einkennunum enn frekar. Það er líka mörg vitleysan sem fer fram í landi voru. Ekki er það síst vegna þessarar stjórnunarvillu sem æ fleiri Íslendingar kjósa, að snúa ekki aftur heim. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 526 orð

Líkami án sálar?

FRAM hafa komið efasemdaraddir um ágæti þess að byggja nýjan barnaspítala á lóð Landspítala vegna plássleysis og gífurlegs kostnaðar við flutning Hringbrautar. Einnig var á það bent strax í upphafi umræðnanna að barnaspítali á Landspítalalóð gæti ekki hýst alla þá starfsemi sem eðlileg teldist. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 753 orð

Minni stærðfræði?

Minnkað vægi stærðfræði í framhaldsskólum, segir Rögnvaldur G. Möller, virðist því vera í mótsögn við hið lögbundna markmið bóknámsbrauta að búa nemendur undir háskólanám. Meira
19. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 742 orð

Sjaldan er ein báran stök

ÉG HEF pappír upp á það að sagnfræðingurinn og blaðamaðurinn Jakob F. Ásgeirsson, sem vill heldur nefna sig rithöfund, stendur fremstur í flokki þeirra manna sem vilja upplýsa almenning um drápsferil "flokksríkjanna" í heiminum og stuðning íslenskra manna við þá stefnu. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 649 orð

Tölurnar á bak við prósentuleikfimina

ALMENN og vakandi umræða er ætíð af hinu góða, ef gætt er þeirra grundvallaratriða er öllu skipta. Þannig er um þjóðfélagsumræðu þá er að undanförnu hefur verið um lífskjör og allan lífsaðbúnað öryrkja á landi hér. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 568 orð

Umsókn um örorkubætur

ÞEGAR komið var á æfingar var oftast nær glatt á hjalla. Aldrei heyrði ég kvartað eða að einhver segðist ekki geta eitthvað. Einn strákanna var t.d. lista teiknari, sem ef til vill var ekki tiltökumál nema af þeirri ástæðu að hann var handalaus og teiknaði með tánum, síðar átti hann eftir að slá í gegn í sínu fagi sem sálfræðingur. Meira
19. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Útilífsævintýri á Austurlandi

HVAÐ dettur fólki í hug þegar það heyrir orðið skáti? Sumum er efst í huga skrúðgöngur, skátabúningur og fánar. Öðrum dettur í hug þrautbrautir, tjaldútilegur og fjallgöngur og enn aðrir muna eftir brandara um gamla konu sem skátar leiddu nauðuga yfir götu. Allir hafa að nokkru leyti rétt fyrir sér. Skátar eiga að starfa saman og bera virðingu fyrir hefðum hreyfingarinnar, lands og þjóðar. Meira
19. mars 1999 | Aðsent efni | 763 orð

Verkfræðikunnátta óskast

FORMAÐUR Verkfræðingafélagsins, Pétur Stefánsson, skrifaði frábæra grein í Mbl. 11.3. "Verkfræðingur óskast" þar sem hann vekur athygli á þörf á aukinni menntun og bættum aðbúnaði verkfræðinga í samfélaginu. Það sem einkennt hefir síðari hluta þessarrar aldar hérlendis er fyrst og fremst árangurinn í verklegum framkvæmdum (eg leiði hér hjá mér svindlið í fiskveiðunum). Meira

Minningargreinar

19. mars 1999 | Minningargreinar | 398 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Óðfluga dagar og lífsstundir líða, líða frá mér og frá þér. Húmið á sígur og kvöldstundin kemur, kemur að mér og að þér. Með þessum ljóðlínum Péturs Sigurðssonar kveð ég þig í dag, Beta mín, og þakka liðnu árin. Kallið er komið, dagur að kveldi kominn. Með rúm 90 ár að baki er dagsverki lokið. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Ef sérðu gamla konu ­ þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Mundu að gömul kona var ung og fögur forðum og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Og sýndu henni vinsemd í verki og í orðum, sú virðing hæfir henni og móður þinni best. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 78 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Elsku móðir, allt vil þakka þér, ást og tryggð sem naut um ára fjöld. Aðeins minning á nú eftir hér sem ornar mér fram á ævi kvöld. Börnin kveðja, brestur orð um sinn, bera sorg svo þunga í brjósti sér. Meðtak andann, mikli Drottinn minn, með oss ver á meðan dveljum hér. Far í friði, vinir færa þökk, falla tár, við hvíslum undur hljótt. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Elsku amman mín, það koma svo ótalmargar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til þín, heimsóknir mínar til þín á Leifsgötuna og þegar ég gat farið að ganga ein til þín leiðandi Einar með mér, þá fannst mér ég vera orðin svo stór, og öll skiptin er þú passaðir okkur. Ég átti því láni að fagna að alast upp með móður mína heima og þig þar líka, þar sem þú komst nærri því á hverjum degi til okkar. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 283 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Elsku besta amma, það er með ómældum söknuði að ég kveð þig í dag en jafnframt er það með miklu þakklæti fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú varst alveg einstök kona, amma. Þú umvafðir okkur systkinin og mömmu kærleik og af honum áttir þú nóg, þú umbarst allt, fyrirgafst allt og fórnaðir öllu fyrir aðra. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 489 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Himnaklukkur kalla. Það er fagurbjartur vordagur en þó nokkuð kaldur. Elísabet Guðjónsdóttir er að kveðja lífið hér á jörð. Hennar dagar eru taldir, árin orðin níutíu. Hún er vel undirbúin þennan fagra dag og vel komin að því að vera krýnd kórónu eilífs lífs. Söknuðurinn er þó mikill. Það er höggvið skarð í fjölskylduna sem er samheldin og traust. Það skarð er komið og verður áfram. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 225 orð

Elísabet Guðjónsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Betu. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en hún væri bara til. Hún kom til foreldra minna fyrir mína tíð og hjálpaði til við allt milli himins og jarðar. Þegar ég fór frá Siglufirði á sínum tíma var Beta löngu flutt þaðan og lágu leiðir okkar ekki saman aftur fyrr en í kringum 1968 í Reykjavík. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 138 orð

ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR

ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR Elísabet Guðjónsdóttir fæddist í Bolungarvík 30. september 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. mars síðastliðinn. Hún var dóttir Sigríðar Kristjánsdóttur og Guðjóns Jenssonar. Þau bjuggu allan sinn búskap í Bolungarvík. Systkini Elísabetar eru Böðvar, kenndur við Hnífsdal, f. 1905, d. 1961; Guðrún, f. 1909, d. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Gróa Jóhannsdóttir

Þótt mannanna þekking sé markað svið og mælt vér ei geiminn fáum, til ljóssins að sannleika leitum við svo langt sem með huganum náum. Hver veit þá, er þeirri lýkur leit, hve langt vér að endingu sjáum? (Þorsteinn Gíslason.) Ég vil minnast ömmu minnar í Galtarholti, Gróu Jóhannsdóttur, sem lést aðfaranótt 14. mars síðastliðinn. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 478 orð

Gróa Jóhannsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar Gróu, eða ömmu í Galtarholti eins og við systkinin kölluðum hana. Amma í Galtarholti var sterkur persónuleiki og minnisstæð þeim sem hana hittu. Hún var sérlega viljasterk og er það haft til merkis um það í minni fjölskyldu er bróðir minn var hjá henni í sveit og vildi ekki borða kjötsúpu, sem var á borðum. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 152 orð

GRÓA JÓHANNSDÓTTIR

GRÓA JÓHANNSDÓTTIR Gróa Jóhannsdóttir fæddist í Austurey í Laugardal 12. september 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Kr. Ólafsson, smiður og bóndi í Austurey og á Kjóastöðum, f. 17. október 1883, og k.h. Sigríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum, f. 12. júní 1886. Systkini Gróu voru: Rannveig, f. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 69 orð

GUÐNÝ THEÓDÓRA GUÐNADÓTTIR

GUÐNÝ THEÓDÓRA GUÐNADÓTTIR Guðný Theódóra Guðnadóttir fæddist á Jaðri í Þykkvabæ 3. maí 1908. Hún lést á Landakoti 8. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 18. mars. Í formála minningargreina um Guðnýju Theódóru, sem birtust vegna mistaka í Morgunblaðinu miðvikudaginn 17. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Guðný Th. Guðnadóttir

Elsku amma mín, Þá kom að því að þú færir til afa. Ég veit að þú varst búin að bíða lengi eftir því að fara en þú lést afa bíða eftir þér. Ég man alltaf eftir og á yndislegar minningar um komur mínar á Amtmannsstíginn. Alltaf var maður velkominn og ansi vinsælt var að stinga nefinu inn þegar maður átti leið um bæinn og þiggja appelsín og Spur hjá ykkur afa. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Guðný Th. Guðnadóttir

Elsku besta amma. Það er með ómældum söknuði að ég kveð þig í dag en jafnframt er það með miklu þakklæti fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú varst alveg einstök kona, amma. Þú umvafðir okkur systkinin og mömmu kærleik og af honum áttir þú nóg. Þú umbarst allt, fyrirgafst allt og fórnaðir öllu fyrir aðra. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 863 orð

Guðrún Birna Jónsdótir

Í dag er til moldar borin á áttugasta og þriðja aldursári Guðrún Birna Jónsdóttir. Þeir einstaklingar sem voru börn og unglingar á fyrstu áratugum aldarinnar hverfa nú óðum úr lífi okkar. Fólk sem ólst upp í smákotum umhverfis strönd landsins, flutti á mölina og gekk um götur Reykjavíkur þegar göturnar voru lagðar möl og Norðurmýrin var úthverfi í Reykjavík. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Guðrún Birna Jónsdóttir

Með þessum orðum kveð ég þig: Þótt kveðji vinur einn og einn. Og aðrir týnist mér. Ég á þann vin, sem ekki bregst. Og aldrei burtu fer. Þótt styttist dagur, daprist ljós. Og dimmi meir og meir. Ég þekki ljós, sem logar skært. Það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf. Við líkam skilji önd. Ég veit að yfir dauðans djúp. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 137 orð

GUÐRÚN BIRNA JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN BIRNA JÓNSDÓTTIR Guðrún Birna Jónsdóttir fæddist í Óspaksstaðaseli í V-Húnavatnssýslu. Hún lést á Elliheimilinu Grund 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Sigurlaug Þorleifsdóttir frá Stóra-Búrfelli í A-Húnavatnssýslu og Jón Ásmundsson frá Mýrum í Miðfirði. Guðrún flutti ung að Geithóli í fæðingarsveit sinni. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 102 orð

Haraldur Bjarnason

Elsku Haddi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Haraldur Bjarnason

Ég kynntist Hadda fyrst þegar við vorum í sama bekk í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Leiðir okkar skildu í nokkur ár að loknu námi en fáeinum árum síðar, er ég hóf störf hjá Sportval, lágu leiðir okkar saman á ný. Þá hófst sú vinátta sem staðið hefur síðan. Þar sem við höfðum báðir áhuga á veiði og útivist urðum við góðir veiðifélagar. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 75 orð

Haraldur Bjarnason

Haraldur Bjarnason Ljós var kveikt, það lýsir enn og ljósið heillar, seiðir menn, og hugsjón tendrar huga minn, þar hljómar: Vertu viðbúinn. Ég bið þig guð og bið þess heitt að bænin þessi verði eitt: Að skátaandi og skátaheit skíni og lýsi flokk' og sveit. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 199 orð

Haraldur Bjarnason

Elsku Haddi, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, þín er svo sárt saknað. Baráttunni við sjúkdóminn ógurlega er lokið og þú hefur öðlast hvíld og frið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér í veikindum þínum, hve jákvæður þú varst og aldrei brást baráttuviljinn. Þú varst svo sterkur og því verðum við sem eftir stöndum að vera sterk. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 56 orð

Haraldur Bjarnason

Takk fyrir að reynast svona góður pabbi, elsku Haddi minn. Ég á eftir að sakna þín. Faðir minn, ég þakka þér að ég varð dóttir þín. Þú laukst upp skilningi mínum á fegurð tungumálsins. Þú hjálpaðir mér að vera sjálfri mér trú á tímum raunverulegra erfiðleika. Þú varst fordæmi hins hugsandi manns. Þín dóttir Birna. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 106 orð

Haraldur Bjarnason

Haraldur Bjarnason Hugsun mín öll sem andvari þýður, yfir þér vakir í nótt. Ljóð mitt er lækurinn silfurtæri, og lindin sem gefur þér þrótt, þorsta þinn seður, á sorg þína breiðir, sefandi kyrrð sína rótt, og gefur þann unað sem ástin þér vefur, og ég hef í þögnina sótt. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 97 orð

Haraldur Bjarnason

Stór og sterkur varstu, Haddi minn. Útivera með hundunum, byssa um öxl eða veiðistöng í hendi voru þínar ær og kýr. Svo fór hnéð, síðan puttarnir og þá kom krabbinn. Þú leiðst miklar þjáningar, Haddi minn, en nei, nei, ekkert væl út á við. "Ég hef það bara nokkuð gott," sagðirðu og sýndir feiknalegan innri styrk. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 339 orð

Haraldur Bjarnason

Haddi mágur minn kom inn í fjölskylduna með Auju systur minni í apríl 1989. Auja systir mín hitti hann á balli, en hafði séð þennan myndarlega mann tvisvar áður, sveif að honum og bauð honum upp í dans. Frá þessum degi dönsuðu þau sinn lífsdans saman, sem var hamingju- og viðburðaríkur, en allt of stuttur. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Haraldur Bjarnason

Í dag kveðjum við Harald eða Hadda eins og hann var oftast kallaður. Langar mig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Fyrir u.þ.b. tíu árum hringdi Auður vinkona mín til mín en ég var þá búsett erlendis og tjáði mér að hún væri ástfangin upp fyrir bæði eyru en ég var þá á heimleið og hlakkaði til að kynnast þessum manni sem hún lýsti svo fallega. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Haraldur Bjarnason

Við Haraldur kynntumst upp úr því að ég fluttist í Garðahrepp 1960. Kynnin hófust þó í Hafnarfirði þar sem við vorum báðir félagar í Skátafélaginu Hraunbúum, ég ennþá ylfingur en Haraldur lengra kominn. Í skátastarfinu áttum við samleið árum saman og sá vinskapur, sem þá var stofnað til, hélst æ síðan. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 326 orð

HARALDUR BJARNASON

HARALDUR BJARNASON Haraldur Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 27. maí 1949. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Össur Jónasson, f. 5. mars 1900 á Bakka í Hnífsdal, d. 8. júlí 1982, og Svava Haraldsdóttir, f. 1. febrúar 1920 á Hofteigi í Jökuldal, d. 16. janúar 1991. Bræður Haraldar eru Svavar, f. 13. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Helgi Leó Kristjánsson

Við kynntumst Helga öll við mismunandi aðstæður, sum í æsku og önnur seinna meir. Í augum hvers okkar var hann sama persónan. Hann gat verið glaðlyndur, skemmtilegur og fyndinn en jafnframt einlægur vinur í raun. Hans fyrsta hugsun var ekki um hann sjálfan heldur fólkið í kringum hann. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 30 orð

HELGI LEÓ KRISTJÁNSSON

HELGI LEÓ KRISTJÁNSSON Helgi Leó Kristjánsson fæddist á Akureyri hinn 13. mars 1979. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 24. febrúar. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 2041 orð

Holgeir Nielsen

Þingmaðurinn faðir Holgeirs var af fátæku fólki kominn. Hann braust til mennta og var kjörinn þingmaður jafnaðarmanna og fulltrúi Hróarskeldu á danska þinginu í 23 ár. Hann hafði ríka réttlætiskennd og helgaði líf sitt því að berjast fyrir þá sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu, fátækt fólk, verkamenn og vinnufólk. Þá rak hann um tíma vindlagerð í Hróarskeldu. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 713 orð

Holgeir Nielsen

Holgeir Nielsen, mágur og svili okkar, er að öllum öðrum ólöstuðum einn eftirminnilegasti og besti maður sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Holgeir var svo einstæður og afbragðsmaður að það er erfitt að lýsa honum eins og við ætti. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 168 orð

HOLGEIR NIELSEN

HOLGEIR NIELSEN Holgeir Werner Nielsen tannlæknir fæddist 7. september 1907 í Hróarskeldu í Danmörku. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastliðinn. Hann var sonur Henriks Nielsens sem var þingmaður fyrir Hróarskeldu um áratuga skeið á danska þjóðþinginu og Önnu Nielsen sem var fædd Thomsen. Holgeir ólst upp í Hróarskeldu í hópi fimm systkina. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Jón Arason

Elsku afi minn. ... afi á Ökrum sem hitaðir kakó með miklum sykri og ristaðir franskbrauð með þykkum ostsneiðum og sultu á sunnudagsmorgnum. ... afi sem komst í heimsókn með ömmu og gafst okkur alltaf grænan ópal. ... afi listakokkur sem eldaðir lambalæri í hádeginu á sunnudögum með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og brúnni sósu og áttir alltaf nóg af ís og ávöxtum í eftirmat. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Jón Arason

Okkur setti hljóðar þegar við fréttum af andláti hans Jóns Arasonar. Jón var einstakt góðmenni og er það heiður að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann að samferðamanni í þann tíma sem við unnum saman. En við vorum samstarfsmenn í mörg ár hjá Gunnari Eggertssyni hf. Jón vann mestan hluta starfsævi sinnar við útkeyrslu hjá Eggert Kristjánssyni hf. og síðan Gunnari Eggertsyni hf. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 164 orð

JÓN ARASON

JÓN ARASON Jón Arason fæddist í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum 11. febrúar 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 30.4. 1894, d. 13.1. 1973, og Guðfinnur Ari Snjólfsson, f. 12.7. 1884, d. 9.4. 1966. Jón var elstur átta systkina. Hinn 5. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 435 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Elsku amma er nú farin frá okkur í annan heim og eigum við ekki eftir að njóta samveru hennar aftur í þessu lífi. Þótt dauðinn sé óhjákvæmilegur fylgifiskur lífsins kemur hann alltaf á óvart. Það er þó léttir að amma er nú laus við þær kvalir og þrautir sem hún leið síðustu vikur. Við systurnar munum vel eftir upphlutunum sem amma saumaði á okkur meðan við vorum búsettar í Englandi. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 360 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Mig langar til að kveðja elsku ömmu mína með örfáum orðum og um leið þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það var mér mikið ánægjuefni þegar mér bauðst fyrir fjórum árum að búa við hlið hennar á Austurbrúninni og líta til með henni þar sem hún var þá þegar í hárri elli. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 275 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Jónína var orðin rúmlega áttræð þegar ég kynntist sonardóttur hennar. Ég komst fljótt að því að Jónína hafði að geyma afar sterkan persónuleika og hafði mikil áhrif á umhverfi sitt. Hún var vel gefin kona, traust, kraftmikil, ákveðin og viljasterk. Hún gat líka verið hvöss og hörð í horn að taka þegar svo bar við. Krafti og dugnaði þessarar konu á níræðisaldri gleymi ég aldrei. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Þá er Jónína frænka mín látin og ævi mikilhæfrar konu að baki. Það duldist engum sem kynntist henni að hún færði mikla persónu. Það var gott að vera í návist hennar og finna þann hljóðláta styrk sem í henni bjó. Ég hefði viljað að við hefðum getað spjallað miklu meira saman, því ég veit að hún hefði getað sagt mér frá svo mörgu sem ég hefði haft áhuga á. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 992 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Heiðurskonan Jónína S. Jónsdóttir er látin á nítugasta og fjórða aldursári. Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Fólki sem hefur greind og mannkosti sem læra má af. Ég er svo lánsöm að hafa átt Jónínu sem tengdamóður og vinkonu í rúm 34 ár. Fundum okkar bar fyrst saman þegar ég hafði nýverið kynnst yngsta syni hennar, Guðfinni. Mér er það í fersku minni. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 685 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Í dag kveðjum við í Áskirkju tengdamóður mína Jónínu S. Jónsdóttur, þá merku konu. Hún verður síðar lögð til hinstu hvílu í faðm fjallanna sem hún unni svo mjög, ­ í Ísafjarðarkirkjugarði. Jónína var þeirrar kynslóðar, sem nú óðum er að hverfa, sem man tímana tvenna. Fólk sem flest var alið upp við harðæri og þröngan kost. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Það er með sárum söknuði að við kveðjum ömmu okkar, Jónínu Sigríði Jónsdóttur. Þessa konu sem hefur verið til staðar í tilveru okkar frá frumbernsku. Æskuminningar okkar allra eru svo tengdar henni, hún amma Jónína hefur alltaf "verið" og umhyggja hennar og alúð hlýjað okkur svo lengi sem okkur rekur minni til. Hún var einstök kona. Fjölskyldan var henni allt. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 685 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Þegar ég flyst frá Ísafirði sumarið 1966 ásamt fjölskyldu minni, er amma mín á sextugasta og öðru ári. Í minningum mínum frá Ísafirði er amma gömul kona, þó er hún innan við sextugt þegar ég man fyrst eftir mér. Það að ég muni eftir henni sem gamalli konu segir mest um afstætt minni bernskunnar. Alla tíð síðan hefur amma verið á þessum sama aldri í mínum huga. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 408 orð

Jónína Sigríður Jónsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Það er undarleg tilhugsun að sjá hana aldrei aftur. Að morgni sunnudags, 7. mars, kom hringing að heiman, hún var dáin. Öll vorum við undirbúin undir fráfall hennar en einhvern veginn var þetta samt svo skrýtið. Það var fremur erfitt að vera búsett erlendis og vita af henni svona veikri heima á Íslandi. En amma átti góða að. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 495 orð

Jónína S. Jónsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Amma Jó, eins og hún var kölluð á mínu heimili til aðgreiningar frá ömmu Só móðurömmu minni. Það er skrítið að missa ástvin en ég hef nú verið svo lánsöm að missa engan náskyldan fyrr. En nú fór amma mín enda orðin gömul, á 94. aldursári. Maður fer að hugsa til baka og tár læðast fram á kinnar við tilhugsunina: Aldrei amma aftur hjá okkur eða við hjá henni. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 2134 orð

Jónína S. Jónsdóttir.

Við fráfall aldinnar hjartkærrar móður merla í muna fjölmargar gamlar minningar lítils brókarlalla frá æsku- og unglingsdögum hans í firði við Djúp, sem settu síðan svip á æviferil hans allan. Á ögurstundu, þegar syni er tregt tungu að hræra, skal þess þó hér freistað að minnast góðrar og göfugrar móður nokkrum orðum. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 548 orð

JÓNÍNA S. JÓNSDÓTTIR

JÓNÍNA S. JÓNSDÓTTIR Jónína Sigríður Jónsdóttir var fædd á Hnausum í Þingi í Húnavatnssýslu hinn 3. ágúst 1905. Hún var elsta dóttir þeirra Sigríðar Halldórsdóttur frá Melum í Víkursveit í Árneshreppi á Ströndum, f.1873, d. 1952, og Jóns Ólafssonar, fyrrum bónda á Efra-Skúfi í Vindhælishreppi í Húnaþingi, f. 1850, d. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 458 orð

Sigríður Erla Jónsdóttir

Þú komst og fórst með ást til alls sem grætur, á öllu kunnir nákvæm skil, þín saga er ljós í lífi einnar nætur, eitt ljós, sem þráðir bara að vera til. (Vilhjálmur frá Skáholti) Mig setti hljóða er ég fékk andlátsfregn Sigríðar Erlu eða Siggu mömmu hennar Öddu, eins og hún var alltaf skilgreind innan minnar fjölskyldu síðastliðin ár. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR ERLA JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ERLA JÓNSDÓTTIR Sigríður Erla Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1933. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. febrúar. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 640 orð

Sigrún Lilja Hjartardóttir

Nú er elsku amma mín og nafna farin. Mér hefði aldrei dottið í hug þegar við kvöddumst í janúar að það væri í síðasta sinn sem við myndum sjást. Hún var alltaf svo andlega hress og lífsglöð. Amma hafði af og til síðustu árin átt við ýmis veikindi að stríða, en einhvern veginn vildi maður aldrei hugsa til þess að það kæmi sá dagur að hún væri ekki með okkur. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 380 orð

Sigrún Lilja Hjartardóttir

Hún Sigrún Lilja er látin. Við, sem eftir sitjum, söknum hennar en erum um leið þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt með henni margar ánægjustundir. Það eru bráðum 60 ár síðan Gunnar frændi okkar, eða Denni frændi eins og hann var alltaf kallaður í fjölskyldunni, kvæntist Sigrúnu Lilju, ungri blómarós ættaðri frá Vaðli á Barðaströnd. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Sigrún Lilja Hjartardóttir

Allir hverfa einhvern tímann yfir móðuna miklu og hinn 7. mars fór amma Sigrún á vit afa og allra hinna sem hafa horfið á braut hin seinustu ár. Þrátt fyrir að sum okkar systkinanna hefðum verið erlendis þegar við fréttum lát hennar vorum við öll jafnslegin. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 293 orð

SIGRÚN LILJA HJARTARDÓTTIR

SIGRÚN LILJA HJARTARDÓTTIR Sigrún Lilja Hjartardóttir fæddist á Vaðli í Vestur-Barðastrandarsýslu 17. maí 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Hjörtur Lárusson, bóndi á Vaðli, f. 6. ágúst 1894, d. 18. júlí 1964, og Bjarnfríður Jóna Bjarnadóttir, húsmóðir, f. 1. desember 1892, d. 4. feb. 1979. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Sigurður Kristinn Ármannsson

Í húsinu Laugavegi 18 var margt að gerast um 1970. Á neðri hæðunum var bókabúð Máls- og menningar og útgáfufyrirtækið með sama nafni. Síðan komu skrifstofur og stofnanir af ýmsu tagi, meira að segja um stund sendiráð ríkis í austri sem menn vildu helst ekki kannast við að væri til. Alþýðusambandið var smám saman að leggja undir sig efri hæðir rúblunnar. Þarna var mér holað niður á 4. Meira
19. mars 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURÐUR KRISTINN ÁRMANNSSON

SIGURÐUR KRISTINN ÁRMANNSSON Sigurður Kristinn Ármannsson fæddist á Urðum í Svarfaðardal 20. janúar 1919. Hann lést á Landakotsspítala 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 16. mars. Meira

Viðskipti

19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 452 orð

Aukin áhersla á úrvinnslu svínakjöts

SVÍNABÚIÐ í Brautarholti hefur keypt sig inn í Kjötvinnslu Sigurðar í Kópavogi. Jafnframt hefur nafni fyrirtækisins verið breytt í Kjötvinnslan Esja ehf. og aukin áhersla á úrvinnslu svínakjöts og sölu afurða á neytendamarkaði. Sigurður Ólafsson og fjölskylda hans hefur rekið kjötvinnslu undir hans nafni í tíu ár, þar af síðastliðin fimm ár í núverandi húsnæði á Smiðjuvegi 10 í Kópavogi. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Axis og GKS leggja af samstarf

AXIS húsgögn og GKS hf húsgagnagerð hafa slitið samstarfi um rekstur trésmiðjunnar að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi, en stofnað var til samstarfsins á tímum samdráttar í samfélaginu. Axis mun þann 1. apríl yfirtaka rekstur trésmiðjunnar. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Dow Jones bjargar Evrópumörkuðum

NOKKUR hækkun í Wall Street vegna þess að hagstæðar hagtölur drógu úr líkum á vaxtahækkun bjargaði málum á evrópskum mörkuðum eftir slakan dag. Dow Jones lækkaði um 30 punkta í byrjun, en um fimmleytið hafði mælzt 28 punkta hækkun, sem breytti stöðunni í Evrópu. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Ð96 milljón kr. hagnaður Fóðurblöndunnar

HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar á síðasta ári nam 86 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 78 milljónir árið á undan. Heildarvelta félagsins á árinu nam 951 m.kr. en var 899 milljónir árið 1997. Eigið fé í árslok nam 580 milljónum samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nam hlutafé 440 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var í árslok 53%. Fóðurblandan stofnaði á árinu dótturfélagið Korn ehf. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Frumkvöðlar fá viðurkenningu

Frumkvöðlar fá viðurkenningu NÍU ÍSLENSKUM frumkvöðlum frá 7 íslenskum fyrirtækjum á lista Europes 500 yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu á síðasta ári var í gær veitt viðurkenning fyrir árangurinn, í móttöku sem efnt var til þeim til heiðurs á Grand Hóteli í Reykjavík. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Fyrirlestur um 2000- vandann

EINN fremsti sérfræðingur heims um 2000-vandann, Karl Feilder sem er forstjóri fyrirtækisins Greenwich Mean Time í Bretlandi, mun halda fyrirlestur í Háskólabíói, sal 4, í dag föstudaginn 19. mars klukkan 15 ­ 18. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 632 orð

Hagnaðurinn nam 491 milljón króna

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins fékk 362 umsóknir á síðastliðnu ári, fyrsta rekstrarári sjóðsins, mun fleiri en gert var ráð fyrir. Sjóðurinn tók þátt í 22 fjárfestingarverkefnum, veitti þrjú áhættulán og úthlutaði 98 styrkjum til margvíslegra verkefna á árinu. Hagnaður sjóðsins nam 491 milljón króna í fyrra. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 443 orð

Hagnaður nam 302 milljónum árið 1998

HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðvarinnar hf. árið 1998 nam 301,5 milljónum króna, en hagnaður nam 222,2 milljónum króna árið áður. Bókfærð iðgjöld námu 2.650,8 milljónum en voru 2.558,9 milljónir árið áður. Eigin iðgjöld félagsins, en það eru bókfærð iðgjöld að frádregnum iðgjöldum til endurtryggjenda, námu 1.909,3 milljónum króna árið 1997, en þau námu 1.864,5 milljónum króna árið 1997. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 332 orð

Hagnaður um 114 milljónir króna

UMSVIF Sparisjóðs vélstjóra jukust verulega á síðasta ári og var hagnaður sparisjóðsins eftir skatta 114,3 milljónir króna en var tæpar 83 milljónir árið 1997 og jókst því um 38% milli ára. Vaxtatekjur voru 885,8 milljónir króna og höfðu vaxið um 23,6% frá árinu 1997. Vaxtagjöld voru 473,2 milljónir og var aukning þeirra 11,8%. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Hæsta verð á olíu í 5 mánuði

OLÍUVERÐ hélt áfram að hækka í gær, því að líkur eru á því að framleiðendur framfylgi fljótt nýlegu samkomulagi um niðurskurð. Viðmiðunarverð í London hækkaði um 60 sent í 13,87 dollara, hæsta verð síðan í októberbyrjun. Verð á olíu hefur hækkað um tæpa 4 dollara á einum mánuði ­ um 40% úr 9,90 dollurum um miðjan febrúar. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Íhuga stofnun Netsamtaka

FYRIRTÆKI sem eiga hagsmuna að gæta sem tengjast Netinu, eða veraldarvefnum, íhuga að stofna með sér hagsmunasamtök sem myndu vinna að þeim málum sem tengjast Netinu og vera sameiginlegur talsmaður fyrir þau. Hugmyndinni var varpað fram á námstefnu sem haldin var á Hótel Borg föstudaginn 12. mars síðastliðinn af Gæðamiðlun ehf og Hugviti ehf með hinum kunna Netsérfræðingi dr. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Marel með útibú í Bretlandi

MAREL hf. hefur stofnað útibú í Bretlandi, en árangur fyrirtækisins þar hefur verið mjög góður undanfarin ár og telur fyrirtækið framtíðarmöguleika þar mikla. Verður áhersla lögð á að selja búnað í fisk-, kjúklinga- og kjötvinnslur á Bretlandi og Írlandi. Tveir starfsmenn Marel hafa verið staðsettir í Bretlandi frá áramótum og hefur söluárangur verið mjög góður það sem af er. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 357 orð

Nissan keppir að bandalagi við Renault

NISSAN Motor Co í Japan virðist hafa færzt nær því takmarki sínu að eignast alþjóðlegan bandamann eftir viðræður forstjóra fyrirtækisins við ráðamenn franska bílafyrirtækisins Renault SA í París um helgina. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 397 orð

Tímabært að fella niður hömlur á erlendri fjárfestingu í útgerð

GÍSLI Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olíuverslunar Íslands hf., Olís, sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær að löngu væri orðið tímabært að fella niður hömlur af fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum útgerðarfélögum. Meira
19. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Öllum starfsmönnum gefinn hlutur í félaginu

HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra var 464 milljónir króna á síðasta ári, en árið 1997 var hagnaður félagsins 361 milljón króna. Er aukinn hagnaður þess m.a. rakinn til hagræðingar í rekstri samhliða auknum fjárfestingartekjum. Iðgjöld félagsins í fyrra námu 4.834 milljónum króna, og hækkuðu þau um 8% milli ára. Fjárfestingartekjur voru 1.236 milljónir króna, og hækkuðu þær um 14% milli ára. Meira

Fastir þættir

19. mars 1999 | Í dag | 25 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 19. mars, verður sextug Elín Guðmunda Guðmunsdóttir. Eiginmaður hennar er Bjarni B. Ásgeirsson. Þau eru stödd á Fiji-eyjum á afmælisdaginn. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 38 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Næstkomandi sunnudag 21. mars verður níræður Gissur Ó. Erlingsson, fyrrv. póst- og símstöðvarstjóri og fyrrv. umdæmisstjóri Rotary á Íslandi, Krummahólum 1. Hann tekur á móti gestum í dag, föstudaginn 19. mars, í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 17-19. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 392 orð

EFLAUST hafa flestir eytt heilum nóttum í að velta sér á alla enda og kanta

EFLAUST hafa flestir eytt heilum nóttum í að velta sér á alla enda og kanta án þess að ná nokkurn tímann að sofna. Slíkar nætur eru, eðli málsins samkvæmt, erfiðar og leiðinlegar. Ýmsar ástæður geta að sjálfsögðu legið að baki. Þjófavarnir í bílum verða æ algengari hér á landi og ekki veitir víst af í harðnandi þjóðfélagi. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 103 orð

Ekki alls fyrir löngu komu nokkur börn úr Laugarneshverfi á skrifstofu

Ekki alls fyrir löngu komu nokkur börn úr Laugarneshverfi á skrifstofu SKB með samtals kr. 10.300 sem þau höfðu safnað til styrktar börnum með krabbamein. Bæði höfðu þau safnað með tombólu og einnig höfðu þau gengið í hús og boðið fólki að moka snjóinn af tröppunum og gangstéttinni fyrir það. Meira
19. mars 1999 | Fastir þættir | 417 orð

"Er ljósið slokknað á altari andans?"

ÁÐUR hefur verið drepið á hve mikilvægt það er að aldraðir búi við þá gæfu að afkomendur láti sig miklu varða heilsu þeirra og afkomu. Ef mannleg samskipti eru á þann veg skipta hvorki velmegun né fátækt máli. Þetta er hluti af lífsmynstri sem sennilega á rætur sínar í lífshegðun fjölskyldna. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 332 orð

"ÉG ER innan við mínútu að sundurgreina spilið og sjá þæ

"ÉG ER innan við mínútu að sundurgreina spilið og sjá þær tvær spilaleiðir sem til greina koma, en samt er austur orðinn óþolinmóður og farinn að reka á eftir mér." Svo segir James S. Kauder í inngangi að þessu spili í bók sinni Creative Card Play (1989): Suður gefur; allir á hættu. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 449 orð

Hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ

SAMEIGINLEG hátíðarguðsþjónusta með öllum söfnuðum Borgarfjarðarprófastsdæmis verður sunnudaginn 21. mars í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Verður hún með þátttöku allra presta prófastsdæmisins, en kórar Akraness- og Saurbæjarprestakalla leiða söng undir stjórn organista sinna. Herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Meira
19. mars 1999 | Fastir þættir | 1049 orð

Hestvænar aðferðir og vöruvöndun Tamningaðaferðir íslendinga hafa verið gagnrýndar af kaupendum íslenskra hesta erlendis. Má þar

Á MÁLÞINGI um útflutning hrossa frá Íslandi á Akureyri sl. sumar kom fram kvörtun hjá mörgum erlendu framsögumannanna á því að hrossin héðan standi ekki kyrr þegar farið er á bak og hefur þetta vakið athygli manna þótt ekki sé hér neitt nýtt á ferðinni. Meira
19. mars 1999 | Fastir þættir | 789 orð

Hinir "kjósanlegu"

Í stjórnmálaumræðum erlendis er á stundum haft á orði að tilteknum ráðamönnum hafi tekist að gera flokka sína "kjósanlega". Með þessu er átt við að viðkomandi hafi tekist að fá ráðandi öfl innan flokkanna til að hverfa frá ákveðnum stefnumálum, sem sannanlega hafi fælt stóran hluta almennings frá því að ljá þeim atkvæði sitt. Meira
19. mars 1999 | Dagbók | 843 orð

Í dag er föstudagur 19. mars 78. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Öll jö

Í dag er föstudagur 19. mars 78. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Öll jörðin lúti þér og lofsyngi þér, lofsyngi nafni þínu. (Sálmarnir 66, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Hríseyjan,ogThor Lone fóru í gær. Grinna kom í gær. Meira
19. mars 1999 | Fastir þættir | 1035 orð

Jón Viktor sigrar á Hraðskákmóti Hellis

15. mars 1999 JÓN Viktor Gunnarsson varð efstur á Hraðskákmóti Hellis 1999, fékk 11 vinninga af 14 mögulegum. Annar varð Davíð Ólafsson með 10 vinning. Davíð Ólafsson varð því efstur Hellismanna og er þar með hraðskákmeistari Hellis 1999. Þetta er í annað skipti sem Davíð hlýtur titilinn, en hann varð einnig fyrsti hraðskákmeistari félagsins 1995. Meira
19. mars 1999 | Fastir þættir | 588 orð

Logi Laxdal með enn einn sigurinn

ÚRSLIT hafa borist af tveimur mótum frá síðustu helgi. Hörður hélt sitt annað mót að Varmárbökkum í Mosfellsbæ þar sem keppt var í tölti og flugskeiði en hjá Gusti var einvörðungu keppt í tölti í Glaðheimum. Gustsmenn verða með opið mót 20 mars. Frammistaða heimsmeistarans í 250 metra skeiði Loga Laxdals á mótum undanfarið hefur vakið athygli. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 600 orð

Nútíma þrælahald

ÉG undirrituð tek heilshugar undir skrif Herdísar D. Baldvinsdóttur og Guðrúnar Maríu Óskarsdóttur í Morgunblaðinu nú nýlega um vægast sagt slæleg vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi undanfarin fjölda mörg ár. Formenn t.d. Meira
19. mars 1999 | Í dag | 117 orð

STÖÐUMYND D SVARTUR leikur og heldur jafntefli.

STÖÐUMYND D SVARTUR leikur og heldur jafntefli. STAÐAN kom upp í seinni hluta Íslandsflugsdeildarinnar fyrr í þessum mánuði. Einar Hjalti Jensson(2.185), Taflfélagi Kópavogs, var með hvítt, en Jóhann Hjartarson (2.630), Taflfélagi Hólmavíkur, hafði svart og átti leik. 43. Meira

Íþróttir

19. mars 1999 | Íþróttir | 60 orð

Bergsveinn bíður

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar í handknattleik, verður að bíða fram á mánudag eftir að fá úr því skorið hvort hann er handarbrotinn eða ekki, en hann meiddist á æfingu á þriðjudagskvöldið. Höndin er talsvert bólgin og læknar geta ekki úrskurðað hversu alvarleg meiðslin eru fyrr en bólgan hefur hjaðnað. Úrslitakeppni 1. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 139 orð

Erfitt að fá miða á EM

Þjóðverjum á eftir að reynast erfitt að fá miða á leikina í lokakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer fram í Hollandi og Belgíu sumarið 2000. "Við reiknum með því að það verði erfiðara að fá miða á leikina í lokakeppni EM en það var að fá miða á leiki heimsmeistaramótsins í Frakklandi síðasta sumar," segir Wolfgang Niersbach, talsmaður þýska knattspyrnusambandsins. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 292 orð

Fjölbreytt verkefni á afmælisári

Margvísleg verkefni eru fyrirhuguð hjá Íþróttasambandi fatlaðra á árinu, en sambandið verður 20 ára á þessu ári. Meðal þeirra verkefna sem hæst ber hjá ÍF, sem var stofnað 17. maí árið 1979, er þátttaka á Special Olympics-alþjóðaleika þroskaheftra, sem haldnir verða í N-Karólínu í Bandaríkjunum 26. júní til 4. júlí, og er sagður stærsti íþróttaviðburður í heiminum á þessu ári. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 156 orð

Gunnar fer frá ÍBV

EYJAMAÐURINN Gunnar Sigurðsson, sem hefur varið mark Íslandsmeistara ÍBV í knattspyrnu sl. tvö ár, hefur ákveðið að fara frá ÍBV í kjölfar þess að landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson hefur verið fenginn til liðsins. "Ég er mjög óánægður með vinnubrögð Bjarna Jóhannssonar þjálfara í sambandi við þessi mál. Hann hefur ekkert talað við mig í marga mánuði," sagði Gunnar. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 194 orð

Heimsmeistarinn í kúluvarpi í bann

VITA Pavlysh, heimsmeistari í kúluvarpi kvenna, jafnt utan sem innan dyra, var í gær dæmd í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem hún fór í á heimsmeistaramótinu innanhúss í Maebashi í Japan fyrir hálfum mánuði. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 122 orð

Hugi Víkingur Svíþjóðarmeistari í einliðaleik

HUGI Víkingur Heimisson varð Svíþjóðarmeistari í einliðaleik í badminton 15 ára og yngri um síðustu helgi. Þá varð hann í þriðja sæti á Evrópumóti í sama aldursflokki fyrir skömmu. Hugi, sem verður 15 ára í apríl, lenti einnig í öðru sæti í tvenndarleik með Emmu Persson á sænska meistaramótinu sem fór fram í Malmö. Hann lenti í þriðja sæti í einliðaleik á sama móti í fyrra. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 314 orð

Íslendingar fengu gull, silfur og brons

ÍSLENDINGAR hlutu silfur- og bronsverðlaun í einstaklingskeppni karla á lokadegi Norðurlandamóts unglinga í keilu, um síðustu helgi. Steinþór Geirdal Jóhannsson hlaut silfurverðlaun og Ívar G. Jónasson bronsverðlaun. Áður höfðu þeir Steinþór og Hjörvar Ingi Haraldsson tryggt sér gullverðlaun í tvímenning. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 361 orð

Keegan kallar á Sutton í hópinn

KEVIN Keegan valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hann tók tímabundið við þjálfun enska landsliðsins á dögunum. Hann valdi tvo nýliða í 24 manna hóp sinn sem mætir Pólverjum í undankeppni Evrópukeppninnar á Wembley á miðvikudaginn í næstu viku. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 118 orð

Keflavík - Haukar123:81

Íþróttahúsið í Keflavík, fyrsti eða fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla fimmtudaginn 18. mars 1999. Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 21:12, 34:12, 50:31, 62:38, 75:43, 100:60, 110:74, 123:81. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 110 orð

Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa

Evrópukeppni bikarhafa 8-liða úrslit, síðari leikir: Haifa, Ísrael: Maccabi Haifa - Lokomotiv Moskva0:1 Igor Tchogainov 72., víti. 16.000. Lokomotiv vann samanlagt 4:0. Ósló, Noregi: Vålerenga - Chelsea2.3 Fredrik Kjolner 26., John Carew 42. - Gianluca Vialli 13., Bernard Lambourde 15. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 319 orð

Leifur yfirþjálfari hjá KR

LEIFUR S. Garðarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari allra yngri flokka KR frá og með 1. ágúst í sumar. Ráðning hans tengist þeim skipulagsbreytingum sem nú eiga sér stað hjá knattspyrnudeild félagsins. Með ráðningunni telur deildin að verið sé að leggja grunn að enn öflugra og betra unglingastarfi. Þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari unglinga er í fullu starfi hjá félaginu. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 95 orð

Mæta Svíum í vor

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir því sænska í vor þegar þjóðirnar taka þátt í Scandinavian Open í Noregi 7.­9. maí. Auk þess verða heimamenn og Danir með á mótinu en þjóðirnar, að Íslendingum undanskildum, verða þá í óðaönn að búa sig undir heimsmeistaramótið mánuði síðar. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 96 orð

NBA-deildin Leikir mánudag: Toronto - Charlotte

NBA-deildin Leikir mánudag: Toronto - Charlotte89:82 Orlando - Philadelphia74:73 Milwaukee - New York102:108 Minnesota - Utah83:90 Chicago - Cleveland85:89 Eftir framlengingu. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 337 orð

OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern M¨unche

OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern M¨unchen, sagði eftir sigurinn á Kaiserslautern í meistaradeild Evrópu, að lið sitt gæti lagt öll þau lið að velli, sem væru eftir ­ Manchester United, Juventus og Dinamo Kiev. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 175 orð

Óeining hjá Sviss

MIKILL kurr er í leikmönnum svissneska landsliðsins í handknattleik eftir að þjálfaranum, Peter Bruppacher, var sagt upp og forveri hans, Urs Muhlethaler, ráðinn. Bruppacher var með samning út maí á þessu ári og hafði unnið gott starf við að byggja liðið upp á ný með ungum leikmönnum eftir að hafa lent upp á kant við þá eldri með þeim afleiðingum að nokkrir þeirra hættu, m.a. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 93 orð

Rúnar liggur rúmfastur

RÚNAR Alexandersson, Gerplu, Íslandsmeistari í fimleikum, ver ekki meistaratign sína á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina, eins og til stóð. Rúnar, sem býr og æfir í Svíþjóð um þessar mundir, liggur í rúminu með flensu og keppir því ekki. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 220 orð

Stjarnan sneri við blaðinu

Það voru stálin stinn sem mættust í Garðabænum í gærkvöldi þegar Stjarnan lagði ÍS 3:2 í öðrum undanúrslitaleik liðanna. Hrinurnar enduðu 3:15, 7:15, 16:14, 15:3, 16:14. Því eru liðin jöfn og verða að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaleik við Þrótt sem lagði KA á sama tíma, 3:0. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 285 orð

Stórsigur í Keflavík

Keflvíkingar unnu stórsigur á Haukum úr Hafnarfirði þegar liðin mættust í fyrsta leik sínum í 8-liða úrslitum DHL-deildarinnar í Keflavík í gærkvöldi. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum heldur áfram. Lokatölur leiksins urðu 123:81 og telja má víst miðað við þessa frammistöðu Hafnfirðinga að þeir séu ekki líklegir til að stöðva Keflvíkinga í næsta leik sem fram fer í Hafnarfirði. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 149 orð

Strákarnir fara til Slóvakíu

ÞORBJÖRN Jensson og Einar Þorvarðarson hafa valið 17 manna hóp leikmanna 21 árs og yngri sem tekur þátt í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í þessum aldursflokki, sem haldið verður í Slóvakíu 2.­4. apríl. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 411 orð

Svíar eru með besta landslið heimsins

SVÍAR eru með besta handknattleikslandslið í heimis, segir hinn snjalli leikmaður franska landsliðsins, Jackson Richardsson. Hann tekur þó fram að jafntefli þjóðanna á heimsbikarmótinu í Svíþjóð sýni að Frakkar séu nálægt sænska liðinu í getu og Frakkar séu staðráðnir að sýna það með sigri í heimsmeistarakeppninni í Egyptalandi nú í sumar ­ en þjóðirnar eru þar saman í riðli. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 166 orð

Verður Wolfsburg "Rolls Royce" þýskrar knattspyrnu?

VW Wolfsburg ­ er það liðið sem verður næsta stórveldi í þýsku knattspyrnunni? VW stendur sem kunnugt er fyrir Volkswagen-bifreiðaverksmiðjurnar, en aðalverksmiðjur Volkswagen eru í Wolfsburg. Nú hafa forráðamenn Volkswagen opinberað framtíðaráætlanir sínar um Wolfsburg-liðið. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 102 orð

Þeir fara til Ítalíu

GUÐNI Kjartansson, þjálfari unglingalandsliðs í knattspyrnu, hefur valið sautján leikmenn sem taka þátt í alþjóðlegu móti á Ítalíu, sem hefst 28. mars. Íslenska liðið, sem leikur í riðli með Belgíu, Slóveníu og Rúmeníu, er þannig skipað: Kjartan Þórarinsson, KA og Ómar Jóhannsson, Malmö, markverðir. Meira
19. mars 1999 | Íþróttir | 416 orð

Þurfum að halda vel á spilunum

STJÖRNUSTÚLKUR hefja titilvörn sína er þær mæta Gróttu/KR í fyrsta eða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik. Valur fær Hauka í heimsókn, en hinir tveir leikirnir, Fram-ÍBV og Víkingur-FH, fara fram á morgun, laugardag. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki komast í undanúrslit. Meira

Úr verinu

19. mars 1999 | Úr verinu | 156 orð

Gengur vel í Boston

HIN árlega sjávarútvegssýning í Boston er nú haldin í 17. sinn og hófst hún síðastliðinn þriðjudag. Alls taka um 750 fyrirtæki frá 30 löndum þátt í sýningunni, þar af 16 íslenzk fyrirtæki. Á sýningunni er kastljósinu einkum beint að sjávarafurðum, en einnig kynna fyrirtæki framleiðslubúnað, kælibúnað, flutningaleiðir og svo framvegis. Gert er ráð fyrir að hátt í 15.000 gestir komi á sýninguna í Meira
19. mars 1999 | Úr verinu | 387 orð

Höfum lítinn aðgang að lögsögu annarra ríkja

ÍSLENDINGAR hafa lítinn aðgang að fiskveiðilögsögu annarra ríkja en Færeyja. Hins vegar standa yfir samningar um aðgang okkar að Barentshafinu. Að öðru leyti eru engir samningar í gangi við aðrar þjóðir um aðgang að lögsögu þeirra. Okkur er þó heimilt að stunda veiðar á norsk-íslenzku síldinni innan lögsögu Jan Mayen og innan lögsögu Noregs í mjög litlum mæli. Meira
19. mars 1999 | Úr verinu | 545 orð

Refsing felld niður

FYRRVERANDI starfsmaður Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og refsing tveggja fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins var felld niður í gær þegar kveðinn var upp dómur í ákæru ríkislögreglustjóra á hendur þremenningunum fyrir brot gegn tollalögum og almennum hegningarlögum með því að hafa sammælst um að tilgreina Ísland ranglega sem upprunaland í Meira
19. mars 1999 | Úr verinu | 145 orð

Tveir á kolmunna á Hatton-bankann

JÓN Kjartansson SU og Þorsteinn EA eru á leiðinni á kolmunnaveiðar á Hatton-Rockall svæðið, um 230 til 250 mílur vestur af Írlandi. Siglingin tekur um tvo sólarhringa og verður Jón væntanlega kominn á miðin í kvöld eða nótt en Þorsteinn þarf að taka troll og verður aðeins seinna á ferðinni. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 983 orð

Annað sjálf Birgittu

WOMB of creation, Renasissance 2001, Voices Without Restraint, goð og gyðjur, ljóð, myndverk...Vefur Birgittu Jónsdóttur, Sköpunarvömbin, liggur um víða veröld, jafnvel til heimkynna týndra mamos-indíána í Kólumbíu í Suður- Ameríku. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 436 orð

"Ég er með black hurð"

HEYRÐU, hvað þýðir mynt?" spyr Júlíus 8 ára og lítur spyrjandi á kennslukonuna. Auðna Hödd Jónatansdóttir sem sinnir kennslu í dag vindur sér á vettvang og hjálpar félögunum Júlíusi og Daníel að finna lausnarorðið. Þeir eru að glíma við snúna krossgátu þar sem fyrir koma orð eins og nám, mynt, stund og átu. "Ég held að það séu dýrin sem éta. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1337 orð

Fimmtíu fermetrar undir allt sem fólk vanhagar um

"JÚ, JÚ, ég á gjafapappír... viltu hafa hann rósóttan eða einlitan?" spyr Agnar ofan í símann þegar ég kem inn í búðina til hans. "Þá eru þetta tveir pottar af mjólk, maltbrauð, kæfa, ostur, hálstöflur, hitabrúsi og gjafapappír," bætir hann svo við. "Þetta verður komið eftir svona korter. Blessuð," segir hann og leggur tólið á. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 498 orð

Fín á skíðum

TVÍSKIPTUR skíðafatnaður er vinsælli en samfestingar og æpandi gulir og grænir litir eru óðum að víkja fyrir jarðarlitum; mosagrænu, rústrauðu og drapplituðu. Grár og svartur eru í sókn, enda sígildir litir, sem fara vel með flestum litum, t.d. hárauðu, bláu og hvítu, sem enn halda velli einir sér eða saman. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1303 orð

Fjarlæg móðir

NÚ rann það alt upp fyrir telpunni að þessi kona var ekki í fyrsta lagi mamma hennar Sölku litlu Völku, heldur lifði hún einnig útaffyrir sig, að henni sofandi, lífi sem Sölku Völku mátti ekki gruna. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1174 orð

Hlátur leystur úr læðingi

"STREITA hefur náð tökum á lífi okkar, við höfum gleymt hvernig á að hlæja, högum okkur kjánalega og erum ósátt við sjálfa okkur. Við verðum að muna hvernig á að hlæja. Heimspeki hindúa gengur m.a. út á að til þess að lifa í sátt við heiminn verði maður að vera sáttur við sjálfan sig. Slíkt tekst með því að hlæja. Þegar öllu er á botninn hvolft gaf guð okkur hláturinn, einum lífvera. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1210 orð

Lyfjagjafir og mikilvægi fræðslu

SKORTUR er á almennri fræðslu og ráðgjöf til fólks sem kemur í apótek vegna lyfjakaupa, að mati Guðrúnar Kjartansdóttur lyfjafræðings. "Víða er pottur brotinn," segir Guðrún, "en töluvert er um að sjúklingar lendi á gráu svæði milli heilbrigðisstétta og fái ekki þær upplýsingar og leiðsögn sem þeir þurfa. Meira
19. mars 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 461 orð

Óráð er algengtmeðal eldri sjúklinga

ÓRÁÐ eða deleríum af völdum lyfja, segir Ársæll Jónsson lyf- og öldrunarlæknir vera algengt ástand eldri sjúklinga inni á spítölum og hjúkrunarheimilum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.