FREGNIR hafa borist af því frá Kosovo, að a.m.k. tuttugu starfsmanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sé saknað síðan eftirlitsmenn stofnunarinnar voru kallaðir frá héraðinu rétt áður en loftárásir NATO á Júgóslavíu hófust.
Meira
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum gáfu í gær í skyn að loftárásir á Júgóslavíu myndu halda áfram um ótakmarkaðan tíma uns Serbar hættu þjóðernishreinsunum gegn Kosovo-Albönum, eða þar til búið væri að leggja hersveitir Serba í rúst.
Meira
Landssíminn hefur ákveðið að lækka verð á farsímaþjónustu sinni frá og með 15. apríl næstkomandi og gefa viðskiptavinum sínum þannig hlutdeild í góðri afkomu síðasta árs, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Lækkun á mínútuverði á dagtaxta í helstu áskriftarflokkum nemur 1018%.
Meira
STÆRÐFRÆÐIKEPPNI Flensborgarskólans fyrir grunnskólanema í 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk var haldin í fjórða sinn í Flensborgarskólanum fyrir nokkru. Áskell Harðarson og Einar Birgir Steinþórsson útbjuggu verkefnin. Nemendur og kennarar Flensborgarskólans aðstoðuðu við framkvæmd keppninnar. Kennarar í grunnskólunum auglýstu keppnina og skráðu þátttakendur.
Meira
EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur til rannsóknar kæru lögmanns fyrir hönd fréttastofu Sjónvarps, fréttamanns og myndatökumanns á hendur lögreglumanni, sem lögð var fram skömmu eftir að lögreglan kærði Loga Bergmann Eiðsson, fréttamann Sjónvarps, eftir atvik á vettvangi fréttaöflunar hinn 31. janúar sl. sem leiddi til handtöku fréttamannsins.
Meira
BLÍÐVIÐRI var í Hlíðarfjalli við Akureyri í gærdag og eins og vera ber á slíkum degi voru margir skíðamenn í brekkunum. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks verði á skíðum í fjallinu um páskana en það er sá tími þegar hvað flestir leggja þangað leið sína. Þessir ungu menn sem sjást á myndinni voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og nutu leiðsagnar kennara sem hjálpaði þeim af stað.
Meira
SERBNESKAR öryggissveitir hafa smalað saman hundruðum albanskra íbúa Pristina, höfuðstaðar Kosovo, og flutt þá með lest úr héraðinu, að sögn albanskra flóttamanna í Makedóníu í gær. Embættismenn í Makedóníu töldu þetta lið í tilraunum Serba til að flæma alla albanska íbúa borgarinnar burt.
Meira
ALÞINGI unga fólksins, sem staðið hefur yfir síðan á mánudag, lauk í gær með atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur. Alls voru þrjár tillögur bornar fyrir þingið, en þær fjölluðu um ungt fólk og menntun á 21. öldinni, um umhverfisvernd á Íslandi og um opnun Íslands fyrir flóttamönnum.
Meira
ALÞJÓÐLEG próf í spænsku á Íslandi verða haldin föstudaginn 14. maí 1999. Spænskukennarar Háskóla Íslands annast framkvæmd prófanna á vegum Menningarmálastofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfir prófin á Spáni. Prófin verða haldin í Háskóla Íslands og fer innritun fram hjá nemendaskrá, aðalbyggingu. Frestur til að innrita sig rennur út 9. apríl og geta allir sem vilja skráð sig.
Meira
SERBINN Arkan, sem heitir réttu nafni Zeljko Raznjatovic, er eftirlýstur vegna gruns um aðild að stríðsglæpum að því er greint var frá hjá Stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær. Dómstóllinn fjallar um stríðsglæpi sem framdir voru í Júgóslavíu 1991-1995. Nafn Arkans er að finna í skjölum yfir grunaða stríðsglæpamenn sem hingað til hafa verið innsigluð.
Meira
UM 4.000 manns héldu til útlanda frá Leifsstöð í gær og á mánudag. Uppselt var í flestar sólarlandaferðir hjá Samvinnuferðum-Landsýn, Úrval-Útsýn og Heimsferðum auk þess sem fjölmargir fóru út á eigin vegum, ýmist í stórborgarferðir eða á skíði.
Meira
HÆGT og bítandi fer veðrið norðanlands að batna upp úr 20. apríl að því er fram kemur í aprílspá Veðurklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð, en sumartunglið kviknar 16. apríl og verða breytingar til hins betra í kjölfar þess. Eyfirðingar ættu því ekki að setja vetrarflíkurnar inn í skáp strax, því fram að þessum tíma verður veðrið svipað og verið hefur, kalt og einhver éljagangur.
Meira
FÉLAGARNIR Denis Pedersen og Christian Holm frá Bolholti á Rangárvöllum hafa lokið 27 daga ferð sinni yfir Vatnajökul. Þeir lögðu upp frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og héldu þaðan til Jökulheima, fóru um Grímsvötn, Snæfellsskála út Fljótsdalsheiði niður í Bessastaði í Fljótsdal.
Meira
ÞREMUR fingrum, tákni serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, er hér haldið á lofti við hlið bandaríska fánans alsettum hakakrossum á mótmælafundi í Belgrad í gær. Herstjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur heimilað að skotmörkum í Júgóslavíu verði fjölgað.
Meira
OLÍUFÉLAGIÐ hf. (Esso) hækkar í dag verð á bensínlítranum, bæði 95 oktana og 98 oktana, um 1,90 krónur og einnig hækkar verð á dísilolíu um 40 aura á bensínstöðvum. "Við erum alltaf sakaðir um að hækka eldsneytisverð hratt og lækka hægt, miðað við þróun á heimsmarkaði, en ef við værum að selja bensín á því verði sem það er skráð þessa dagana ytra,
Meira
VIÐ óhappi lá þegar línubáturinn Gyllir frá Flateyri varð stjórnlaus um tíma vegna vélarbilunar í námunda við Flateyrarodda. Orsök bilunarinnar má rekja til þess að teinn brotnaði í stýringunni. Röð tilviljana olli því að hægt var að bregðast skjótt við og forða línubátnum frá því að reka upp í fjöru. Sómabáturinn Clinton sem lá við bryggju var fenginn til að draga Gylli í land.
Meira
BIRGIR Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur hengt upp nokkur verka sinna á Karólínu Restaurant í Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Frá því veitingastaðurinn var opnaður síðla árs í fyrra hafa verk eftir Erró prýtt veggi hans en nú leysa verk Birgis þau af hólmi.
Meira
KVIKMYNDAHÚSIN hafa í sameiningu ákveðið að hafa opið alla páskana. Aukast því enn möguleikar fólks á skemmtunum yfir páskana. Það er af sem áður var þegar allt var lokað og lítið hægt annað að gera en dvelja heima við. Sífellt fleiri möguleikar bjóðast nú fólki sem vill gera sér eitthvað til upplyftingar og er lengri afgreiðslutími kvikmyndahúsanna einn kosturinn í viðbót.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynning til birtingar: "Hér með tilkynnist að útskriftarnemendur Fiskvinnsluskólans vorið 1999 munu taka upp heitið Fisktæknir í stað Fiskiðnaðarmaður. Átta nemendur munu útskrifast þann 14. maí 1999. Útskriftarárgangur Fiskvinnsluskólans vorið 1999."
Meira
SEX tónlistarmenn koma fram á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbbs Akureyrar í kvöld, skírdagskvöld kl. 22, en þeir eru Margot Kiis, söngkona, Jóel Pálsson, saxófónleikari, Ómar Einarsson, gítarleikari, Stefán Ingólfsson, bassaleikari, Karl Petersen, trommuleikari og Benedikt Brynleifsson á slagverk. Á efnisskránni eru lög af djassvinsældalistanum fyrr og síðar í bland við nýrri djass.
Meira
FYRSTA flug Luxair frá Luxemborg til Keflavíkur verður á sunnudaginn, en aðeins er búið að bóka í tæplega helminginn af þeim sætum sem eru í boði, sem þýðir að minna en 60 sæti eru bókuð. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Eric Barnich, starfsmann markaðsdeildar Luxair, en hann sagði að svo virtist sem lítil eftirspurn væri í þetta flug.
Meira
"ÞETTA er svipað því að skipta um vinnustað, atvinnutækið er annað, umhverfið og áfangastaðirnir aðrir og starfsfólkið annað. En þetta leggst mjög vel í mig," sagði Sigríður Einarsdóttir flugstjóri í samtali við Morgublaðið í gær en í dag fer hún í fyrstu ferð sína þar sem hún er að ljúka þjálfun sem flugstjóri á Boeing 757-200 þotu Flugleiða.
Meira
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að aukastörf kennara lagadeildar Háskóla Íslands við samningu lögfræðilegra álitsgerða séu ekki skaðleg samkeppni eða stríði gegn markmiði samkeppnislaga eða einstökum ákvæðum laganna. Því er staðfest sú ákvörðun Samkeppnisráðs að ekki sé ástæða til íhlutunar ráðsins.
Meira
"VIÐ teljum íslensk stjórnvöld ekki hafa nein efnisleg rök til að neita MK-flugfélaginu ehf. um tilnefningu til flugs til Bandaríkjanna, enda hefur deildarstjóri loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar greint samgönguráðuneytinu frá því að ekkert væri því til fyrirstöðu," sagði Ingimar Haukur Ingimarsson, framkvæmdastjóri MK-flugfélagsins ehf.
Meira
Það kennir ýmissa grasa í kvikmyndahúsunum yfir páskahátíðina sem bjóða upp á ævintýramyndir og spennumyndir og gamanmyndir. Arnaldur Indriðason kynnti sér úrvalið og skoðaði hvað Mel Gibson, Drew Barrymore, James Ivory og Alicia Silverstone og margir fleiri eru að sýsla hér um páskana.
Meira
ÞORSTEINI Pálssyni dómsmálaráðherra hefur ekki fyrr borist til eyrna fréttir af ástandi sem margir bæjarbúar á Höfn í Hornafirði hafa áhyggjur af vegna fíkniefnamisnotkunar ákveðins hóps og vandamála sem hún leiðir af sér, eins og kom fram á fjölmennum borgarafundi í Sindrabæ á þriðjudagskvöld og greint var frá í Morgunblaðinu í gær.
Meira
LANDSSÍMINN hefur ákveðið að lækka verð á farsímaþjónustu frá og með 15. apríl næstkomandi. Þannig mun kosta 18 krónur á mínútu að hringja í almenna símkerfið og NMT-kerfið í stað 20 kr. nú og nemur lækkunin 10%.
Meira
ÍRAK hefur breyst úr "tiltölulega velmegandi þjóðfélagi í verulega fátækt" frá Persaflóastríðinu 1991. Til að bæta ástandið og komast yfir versta hjallann ætti að leyfa erlendar fjárfestingar í olíuiðnaði Íraka. Þetta kom fram í skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem birt var í vikunni.
Meira
LÖGREGLUSKÓLI ríkisins auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um skólavist í þriðja sinn eftir að skólinn tók að starfa eftir nýjum lögreglulögum sem tóku gildi í júlí 1997. Fyrir þann tíma réðu lögreglustjórar hverjir sátu skólann en nú er hverjum frjálst að sækja um skólavist, sé hann til þess hæfur og á aldrinum 20 til 35.
Meira
EFTIR mikla bið og vangaveltur er nú fjölgunar von hjá Jóakim prins, yngri syni Margrétar Þórhildar Danadrottningar, og Alexöndru prinsessu, eiginkonu hans. Danska hirðin tilkynnti í vikunni að prinsessan vænti sín í september en gegndi skyldum sínum eftir því sem hægt væri fram eftir sumri.
Meira
AÐ SÖGN starfsfólks í Leifsstöð er ávallt mikið að gera rétt fyrir páska. Tollverðir upplýstu blaðamenn um að 1.200 manns hefðu farið utan á þriðjudagsmorgun í 11 fullum vélum og 1.100 í gærmorgun í tíu fullum vélum. Líklega hefðu alls um 2.
Meira
STOFNAÐUR hefur verið foreldrahópur innan Málbjargar. Markmið Málbjargar er að vinna að málefnum þeirra sem stama. Foreldrahópurinn samanstendur af foreldrum barna sem stama og er markmiðið að auka þekkingu innan skólakerfisins á stami ásamt því að miðla öðrum þekkingu um meðferðir við stami. Stofnfundur var haldinn 3. mars og verður næsti fundur haldinn miðvikudaginn 7. apríl kl 20.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá framboðslistum Frjálslynda flokksins vegna komandi alþingiskosninga í Austurlandskjördæmi, Norðurlandskjördæmi vestra og Reykjaneskjördæmi. Listarnir eru þannig skipaðir: Reykjaneskjördæmi
Meira
Á FUNDI fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í fyrrakvöld, var framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 1999 ákveðinn. Listinn verður þannig skipaður: 1. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 2. Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, 3. Jónína Bjartmarz, lögfræðingur, 4. Vigdís Hauksdóttir, garðyrkjufræðingur, 5.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá framboðslista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Eftirfarandi skipa listann: 1. Sverrir Hermannsson, viðskiptafræðingur. 2. Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir. 3. Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. 4. Erna V. Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 5. Óskar Þór Karlsson, framkvæmdastjóri fiskverkunar.
Meira
Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins á Netinu yfir páskana og hefst fréttavakt upp úr klukkan 9 á morgnana alla daga yfir hátíðirnar nema páskadag en þá hefst fréttavaktin um hádegisbil. Hægt verður að hringja í símanúmerið 569-1229 til að ná sambandi við fréttamann. Slóð Fréttavefjarins er http://www.mbl.
Meira
KVENFÉLAGASAMBAND Íslands gaf fyrir skömmu tvö sjónvarpstæki með innbyggðu myndbandstæki á fæðingadeild Landspítala Íslands. Gjöf þessi er vegna 50 ára afmælis fæðingadeildarinnar, sem er í ár. Drífa Hjartardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, afhenti þessi tæki ásamt fulltrúum úr stjórn KÍ, en Álfheiður Árnadóttir, deildarstjóri á meðgöngudeild,
Meira
GUNNAR Kr. Jónasson opnar sýningu á verkum sínum í Ketilhúsinu næstkomandi laugardag, 3. apríl kl. 16. Gunnar er fæddur 1956, búsettur á Akureyri og lærði járnsmíði í Slippnum, en söðlaði um eftir nokkurra ára starf og keypti auglýsingastofuna Stíl. Samhliða rekstri stofunnar stundaði hann nám við málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri á árunum 1986- 1989.
Meira
NÍGERÍUMENNIRNIR tveir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hérlendis í á annan mánuð vegna ávísanasvikamáls voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. apríl í gær. Ríkislögreglustjóri birti þeim ákæru í gær, þar sem þeir eru ákærðir fyrir skjalafals og fjársvik með því að hafa notað tvo falsaða tékka, sem annar ákærðu útvegaði hjá erlendum samverkamönnum ákærðu í Bretlandi,
Meira
RAUÐI kross Íslands hefur sent þriggja milljóna króna framlag vegna neyðar flóttafólksins sem streymt hefur frá Kosovo í Júgóslavíu til nágrannaríkjanna að undanförnu og Hafnarfjarðardeild félagsins hefur þegar ákveðið að leggja fram 500 þúsund krónur að auki.
Meira
ARI Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, veitti viðtöku Pálsvörðu á aðalfundi Ferðafélags Íslands 17. mars sl. Pálsvarðan er veitt fyrir sérstakt framlag til kynningar á íslensku náttúrufari og eflingar á heilbrigðri útiveru.
Meira
YFIRMAÐUR matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna (WFP), Catherine Bertini, sagði í gær að fólk sem enn væri innilokað í hinu stríðshrjáða Kosovo-héraði stæði frammi fyrir hungursneyð innan tíu daga ef alþjóðleg matvælaaðstoð bærist ekki.
Meira
HÚSASMIÐJAN hf. og Kaupfélag Eyfirðinga hafa undirritað samkomulag þess efnis að rekstur byggingavörudeildar KEA sameinist Húsasmiðjunni frá og með 15. maí næstkomandi. KEA mun eignast 20% hlut í Húsasmiðjunni eftir þessar breytingar. Eiríkur S.
Meira
MANNLAUS íbúð í Þórufelli skemmdist töluvert er kviknaði í uppþvottavél í eldhúsi íbúðarinnar í gær. Tilkynnt var um reyk sem lagði frá glugga íbúðarinnar klukkan 12.48 og vissu slökkviliðsmenn ekki hvort einhver væri inni er komið var á vettvang, en gengu fljótlega úr skugga um að svo var ekki.
Meira
PETER Salmon, framkvæmdastjóri golfdeildar Úrvals Útsýnar, var í golfkennslu hjá golfsnillingnum fræga Seve Ballesteros um miðjan marsmánuð, en Ballesteros var m.a. fyrirliði evrópska Ryder Cup liðsins á síðasta ári. Salmon var í hópi 20 annarra starfsmanna ferðaskrifstofa, sem var boðið til Malaga af spænska ferðamálaráðinu.
Meira
LAUGARDAGINN 3. apríl verður í fyrsta sinn haldið Íslandsmeistaramót á snjóbrettum og fer mótið fram á skíðasvæði KR í Skálafelli. Mótið er haldið á vegum Skíðasambands Íslands og hefst á laugardag kl. 14.00. Keppt verður í brettastökki og snjóbrettaati (Boardercross), þar sem fjórir renna sér hlið við hlið og leika listir og þrautir.
Meira
Ólafsvík-Fyrir páskana er algengt að hópar barna úr skólum og leikskólum heimsæki kirkjurnar til að fræðast þar um efni og innihald allra þeirra frídaga sem jafnan fylgja dymbilviku og páskum.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Fermingarguðsþjónustur verða í kirkjunni kl. 10.30 og 13.30 í dag, skírdag. Helgistund og altarisganga kl. 20.30 um kvöldið. Lestur Passíusálma hefst kl. 12 á hádegi á morgun, föstudaginn langa. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel kirkjunnar á klukkutíma fresti meðan á lestri stendur, en áætlað er að lesturinn taki um fimm klukkustundir. Guðsþjónusta á Hlíð kl.
Meira
PÁSKAR ganga nú í garð og þó að eðli þeirra sé trúarlegs eðlis til að minnast upprisu Krists eru fjölmargir siðir og venjur tengdar páskum sem minni helgi hvílir yfir. Kanínur eru eitt þeirra fornu tákna um frjósemi og nýtt líf sem páskunum fylgja, ásamt hænuungum og eggjum sem boða nýtt líf með vorkomunni.
Meira
ÍT ferðir standa fyrir kynningu á námi og knattspyrnu við bandaríska háskóla í fundarsal ÍBR á 2. hæð í Laugardal (gengið inn um dyr næst Laugardalshöll) laugardaginn 3. apríl kl. 12. "Gregory Moss-Brown, aðstoðarþjálfari karlaliðs Hartwick-háskóla, mun fræða þá sem áhuga hafa á að komast á knattspyrnustyrk hvað þurfi til og eftir hverju skólar leita.
Meira
HÚMANISTAFLOKKURINN hélt landfund sinn laugardaginn 27. mars að Fosshótel Lind Reykjavík. Á fundinum var samþykkt kosningastefnuskrá flokksins vegna alþingiskosninganna í vor. Kjörin var stjórn Húmanistaflokksins en hana skipa: Júlíus Valdimarsson, talsmaður, Methúsalem Þórisson, Kjartan Jónsson, Ragnar Sverrisson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Stefán Bjargmundsson,
Meira
ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu er enn taplaust í 4. riðli undankeppni EM í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli gegn Úkraínu á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Leikmenn íslenska liðsins stóðu sig frábærlega í þéttum varnarleik gegn heimamönnum og létu mark þeirra í seinni hálfleik ekki slá sig út af laginu heldur jöfnuðu skömmu síðar með marki varnarmannsins Lárusar Orra Sigurðssonar.
Meira
Í Staksteinapistli Morgunblaðsins í gær er sagt að Björgvin Sigurðsson hafi stjórnað kosningabaráttu Svanfríðar Jónasdóttur í prófkjörinu, sem fram fór fyrir norðan á dögunum. Þessi fullyrðing er fengin á vefsíðu Vef-Þjóðviljans, en hún mun svo hafa verið tekin þar út eftir að Björgvin benti rekstraraðilum vefsíðunnar á þessar rangfærslur.
Meira
SJÚKRAÞJÁLFUNIN Táp ehf., Hlíðasmára 14 í Kópavogi, mun eftir páskana standa fyrir leikfiminámskeiði fyrir konur 60 ára og eldri. Um er að ræða sex vikna námskeið sem hefst þann 12. apríl og verður kennt á mánudag og miðvikudag kl.13.1514.
Meira
FYRSTU lóur sumarsins á höfuðborgarsvæðinu sáust í gær á túni í Kópavogi. Þar voru fimm fuglar á ferð sem voru allir komnir í fullan sumarskrúða. Talið er að lóurnar séu nýkomnar því að stórir hópar af tjöldum, stelkum og skógarþröstum hafa verið að koma síðustu daga. Líklegt er að fleiri lóur fari að sjást um og upp úr helgi, því þá er spáð austlægum áttum.
Meira
MEÐALVERÐ sjávarafurða hefur lækkað um 6,8% frá því í október á síðasta ári og er meðalverðið það sem af er þessu ári 1,6% undir meðalverði síðasta árs. Þessa verðlækkun má nánast eingöngu rekja til lækkunar á verði mjöls og lýsis, að því er fram kemur í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnunar.
Meira
RÍKISLÖGMAÐUR fer með vörn þeirra mála sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn í þeim einkamálum sem ríkið höfðar á hendur öðrum," segir Skarphéðinn Þórisson hæstaréttarlögmaður en forsætisráðherra skipaði hann nýlega í embætti ríkislögmanns og tekur hann við embættinu hinn 1. maí næstkomandi. "Það má segja að embætti ríkislögmanns reki lögfræðiskrifstofu ríkisins í einkamálum.
Meira
FIMM borgarráðsfulltrúar sátu hjá á fundi á þriðjudag, þar af tveir fulltrúar meirihlutans við afgreiðslu tillögu menningarmálanefndar um ráðningu Signýjar Pálsdóttur í starf menningarmálastjóra Reykjavíkurborgar.
Meira
Höfn-Undanfarnar vikur hefur óánægja bæjarbúa og ótti við fáeina einstaklinga sem taldir eru viðriðnir neyslu og sölu á fíkniefnum verið að magnast á Hornafirði og lýsir sér best í afar fjölmennum borgarafundi í fyrrakvöld, þegar nálega fjórði hver íbúi mætti til að taka þátt í umræðum um vaxandi fíkniefnavanda á staðnum.
Meira
ALEXANDER Avdejev, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ætti sök á ófremdarástandinu í Kosovo, ekki síður en Atlantshafsbandalagið. Rússneskir ráðamenn hafa fordæmt árásir NATO á Júgóslavíu en mjög sjaldgæft er að þeir gagnrýni stjórnvöld í Belgrad.
Meira
KFUM og KFUK býður til fagnaðar í aðalstöðvum sínum við Holtaveg í Reykjavík sunnudaginn 4. apríl kl. 9 til að minnast og fagna upprisu frelsarans Jesú Krists frá dauðum og til að njóta saman samfélags og morgunhressingar, segir í fréttatilkynningu.
Meira
ÚRSLITAKEPPNI í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 19981999 fór fram laugardaginn 20. mars í Háskóla Íslands. Síðastliðið haust mættu 698 nemendur úr 22 skólum í forkeppni og þeim, sem stóðu sig best þar, var boðið að taka þátt í úrslitakeppni. Til úrslitakeppninnar mættu 33 keppendur.
Meira
NÝ blóma- og gjafavöruverslun hefur verið opnuð að Brekkuhúsum 1 í Grafarvogi. Verslunin, sem ber heitið Okkar á milli, er með mikið úrval af gjafavörum. Einnig er starfrækt gjafavöruverslun í Mjódd.
Meira
"VOLVO mun kynna nýjungar árlega næstu árin og þar er ég einkum að tala um stærri bílana en með S80 erum við að sækja ákveðnar inn á markað lúxusbíla en verið hefur," segir Hans Höglund, framkvæmdastjóri fólksbíladeildar Volvo, sem hefur aðsetur í Brussel, en hann var staddur hérlendis á dögunum í tengslum við frumsýningu Brimborgar á S80 bílnum frá Volvo.
Meira
DÓMSTÓLL í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur dæmt tóbaksfyrirtækið Philip Morris til að greiða 81 milljón dollara, um 5,8 milljarða króna, í skaðabætur til fjölskyldu manns sem lézt úr lungnakrabbameini eftir að hafa reykt þrjá pakka á dag af Marlboro-sígarettum í fjóra áratugi.
Meira
Ólafsvík-Sú hefð hefur skapast í Ólafsvíkurkirkju á föstunni að fulltrúar hinna ýmsu félaga koma saman í kirkjunni og lesa upp úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Nýlega komu saman í Ólafsvíkurkirkju fulltrúar sjö félaga í Ólafsvík og lásu þeir jafnmarga sálma.
Meira
Hvammstanga-Hefð hefur myndast fyrir því að slátrað sé dilkum fyrir páska. Í sláturhúsi Ferskra afurða á Hvammstanga var slátrað um 500 dilkum um helgina. Dilkarnir komu úr Húnaþingi vestra og úr Dölum. Kjötið verður í verslunum Nýkaups nú fyrir páska. Samhliða slátruninni efndi Búnaðarsamband V-Hún og Bændaskólinn á Hvanneyri til námskeiðs með sauðfjárbændum.
Meira
FJÖLSKYLDURÁÐ heldur ráðstefnu fimmtudaginn 8. apríl nk. í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, með yfirskriftinni Fjölskyldan: Hornsteinn eða hornreka. Ráðstefnan hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Meira
FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær að tímakaup yfirvinnu blaðamanna, sem starfa eftir vaktavinnufyrirkomulagi hjá dagblaðinu DV, skuli reiknað af mánaðarlaunum sem samanstanda af grunnlaunum og vaktaálagi. Ágreiningur hefur verið um hvort yfirvinna skuli greidd af grunnlaunum eingöngu eða að vaktaálagi meðtöldu.
Meira
GRÆNI hatturinn, nýr veitingastaður við göngugötuna í Hafnarstræti á Akureyri, var formlega opnaður í gærkvöldi. Hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson eiga og reka staðinn, sem er í kjallara hússins, en á efri hæðinni reka þau kaffihúsið Bláu könnuna. Báðir staðirnir eru reyklausir.
Meira
FORSÆTISRÁÐHERRAR Bretlands og Írlands sneru í gærkvöld aftur til Hillsborough á Norður- Írlandi í því augnamiði að reyna til hins ýtrasta að stuðla að því að viðræður um lausn afvopnunardeilunnar fengju farsæla lausn. Á föstudaginn langa verður eitt ár liðið frá því að hið sögulega páskasamkomulag um frið náðist á milli fylkinga mómælenda og kaþólskra á N-Írlandi.
Meira
BORGARRÁÐ frestaði á þriðjudag afgreiðslu á ákvæði til reynslu í eitt ár, sem gerir ráð fyrir rýmri veitingatíma áfengis. Samþykkt var að heimila veitingatíma lengst fram til kl. 3 aðfaranótt laugardags, sunnudags og almennra frídaga á tilgreindum svæðum í borginni en veitingastöðum er jafnframt heimilt að hafa opið allan sólarhringinn.
Meira
AÐALFUNDUR SÍF samþykkti í gær samruna við Íslandssíld, en áður höfðu hluthafar Íslandssíldar samþykkt samrunann. Jafnframt var á fundinum samþykkt heimild til hlutafjáraukningar að upphæð 250 milljónir króna að nafnvirði. Friðrik Pálsson, fyrrum forstjóri SH, var kjörinn formaður stjórnar á fundinum í stað Sighvats Bjarnasonar, sem gaf ekki kost ár sér til áframhaldandi setu.
Meira
Ekkert lát er á deilum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fjöldi lækna hefur lýst yfir að þeir muni ekki senda upplýsingar um sjúklinga sína í grunninn. Heilbrigðisráðuneytið telur lækna ekki hafa skýlausan rétt til að hafna því að upplýsingar verði fluttar í grunninn. Landlæknir segir erfitt fyrir stjórnir stofnana að ganga gegn vilja yfirlækna.
Meira
NÝLEGA var haldið snjórbrettamót á vegum Snjóbrettadeildar Fram. Keppt var í svokölluðu "Boardercross" en þá eru fjórir keppendur ræstir í einu í hraða- þrautabraut og eftir útsláttarkeppni stendur sá sem hraðast fer uppi sem sigurvegari.
Meira
ÁRMANN Snævarr varð 28 ára gamall prófessor í sifjarétti við Háskóla Íslands. Hann var rektor háskólans frá 1960-1969 og er heiðursdoktor við 5 erlenda háskóla og ennfremur frá Háskóla Íslands. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að
Meira
Á 40 ÁRA afmælisárinu sem nú er að ljúka ákvað stjórn Styrktarfélags vangefinna að styrkja nokkur félög sem miða að þátttöku þroskaheftra í sínu starfi. Var eftirtöldum félögum veittur styrkur til starfsemi sinnar: Átaki, félagi þroskaheftra, Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, Íþróttafélaginu Ösp, Leiklistarklúbbnum Perlufestinni, Íþróttafélaginu Gáska og Íþróttafélaginu Björk.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti á mánudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ríkið var sýknað af rúmlega 10 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja fyrrverandi rekstraraðila meðferðarheimilis fyrir börn á grundvelli samnings við Barnaverndarstofu.
Meira
TAP Íslenska útvarpsfélagsins á síðasta ári nam 113 milljónum króna en 60 m.kr. voru í hagnað árið á undan. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 544 milljónum og hækkaði um 73 milljónir frá fyrra ári. Tap af reglulegri starfsemi nam 142 milljónum.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ábending frá Forvarna- og fræðsludeild Lögreglunnar í Reykjavík: "FRAMUNDAN er páskafríið og á mörgum stöðum verður enginn heima en það eykur hættuna á innbrotum. Því vill lögreglan benda á nokkur atriði sem rétt er að skoða áður en haldið er að heiman. Undirbúningur
Meira
EYFIRSKIR tónlistarmenn koma fram á veitingastaðnum Við Pollinn í kvöld, skírdagskvöld, og hefst dagskráin kl. 21 og stendur fram undir miðnætti. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitin 1 & sjötíu, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Sara og sóknarbörnin, Ópíum, Freyvangsleikhúsið flytur atriði úr Hamingjuráninu, og þá koma fram söngkonurnar Sigrún Arngrímsdóttir,
Meira
JÓN Gnarr og Sigurjón Kjartansson, betur þekktir sem Tvíhöfði, hafa verið kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur af ríkissaksóknara og mæta fyrir dóm á þriðjudagsmorgun. Ákæran sem liggur til grundvallar varðar uppákomu á þingpöllum Alþingis hinn 18. desember sl. Ákærðu eru sakaðir um að hafa sammælst um og skipulagt framúrkall á þingfundi til truflunar á fundaratriði Alþingis.
Meira
ERLINGUR Jón Valgarðsson og Aðalsteinn Svanur Sigfússon opna myndlistarsýninguna Tvísýni í Deiglunni í Grófargili á laugardag. Á sýningunni flétta þeir verk sín saman í tvíþætta innsetningu, annars vegar þrívítt verk Erlings sem nefnist Rými fyrir hugsanir og hinsvegar ljósmyndir Aðalsteins Svans í tveimur myndröðum, Útsýni og Innsýn.
Meira
STOFNFUNDUR Íslenskrar orku var haldinn í húsakynnum Hita- og vatnsveitu Akureyrar í gærmorgun. Stofnendur fyrirtækisins eru Hita- og vatnsveita Akureyrar, Jarðboranir hf., Kelduneshreppur, Landsvirkjun, Orkuveita Húsavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins, Rafveita Akureyrar og Öxarfjarðarhreppur.
Meira
FRJÁLS félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar hafa ákveðið að hefja veitingu umhverfisverðlauna, sem verði hvatning, viðurkenning og þakklætisvottur til einstaklinga, sem hafa með störfum sínum haft jákvæð áhrif á þróun umhverfis- og náttúruverndar á Íslandi.
Meira
ÚTLIT er fyrir gott útvistarveður víðast hvar á landinu fram til laugardags, en reiknað er með vætu á sunnudag og mánudag að sögn Unnar Ólafsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt víðast hvar á landinu á morgun, föstudaginn langa, með vægu frosti á Norðurlandi, en 04 stiga hita sunnan og vestan til.
Meira
MJÓLKURSAMSALAN stóð fyrir bókmenntagetraun í tilefni af endurnýjuðum samstarfssamningi fyrirtækisins og Íslenskrar málnefndar og nýju útliti og breyttum áherslum í íslenskuátaki þessara aðila.
Meira
HÁSKÓLI Íslands, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið hafa samið um að koma á fót Hafréttarstofnun Íslands og var samningur undirritaður í gær. Hafréttarstofnun Íslands verður rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands sem lýtur sérstakri stjórn og hefur sjálfstæðan fjárhag.
Meira
UMFERÐARRÁÐ hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Framundan eru nokkrir frídagar hjá flestum, eitt lengsta samfellda frí á árinu. Þess vegna leggja margir upp í ferðalög, lengri og skemmri, njóta þess að vera úti í náttúrunni eða heimsækja vini og kunningja. Undirbúningur ferðarinnar skiptir miklu máli til að vel takist.
Meira
HJÓNIN Inga Þorvaldsdóttir og Birgir Árnason á Straumnesi á Skagaströnd hafa lengi haft þann sið að gefa fuglum í garði sínum eða í fjörunni neðan við. Hafa þau haft ómælda ánægju af þessum kostgöngurum sínum, en fyrir sjö árum birtist þar fyrst sá óvæntasti og um leið án nokkurs vafa sá vígalegasti, þ.e.a.s. þessi fallegi fálki.
Meira
NÆSTU vikunámskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði hefjast 12. apríl, 26. apríl og 3. maí. Fullt er þann 12. apríl en nokkur pláss laus á hin síðari. Fleiri námskeiðum verður eft til vill komið á, segir í fréttatilkynningu.
Meira
Eyja- og Miklaholtshreppi-Lýsuhólsskóli í Staðarsveit á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Það var í janúar 1969 sem skólahald í Staðarsveit fluttist í félagsheimilið á Lýsuhóli sem þá var nýbyggt.
Meira
UM PÁSKA minnast kristnir menn um allan heim dauða og upprisu Jesú Krists. Í hugum margra nútíma Íslendinga er páskavikan einnig kærkomið frí á mörkum vetrar og vors, dagar ferðalaga, útiveru og samvista fjölskyldunnar. Tími birtu og gleði. Ekki er öllum glatt í sinni.
Meira
DANIELLE (Drew Barrymore) er einstök 16. aldar stúlka sem leggur óstjórnlega ást á bækur og getur hún t.d. auðveldlega vitnað orðrétt í Útópíu eftir Thomas More. Atgervi hennar og fegurð eru jafnframt ómótstæðileg þannig að jafnvel prinsinn sjálfur (Dougray Scott) fellur fyrir henni.
Meira
BAROKKLJÓÐLIST Norðurlanda (Nordische Barocklyrik) er komin út í Þýskalandi hjá A. Francke Verlag T¨ubingen und Basel í úgáfu Wilhelms Friese en hann er af góðu kunnur fyrir rit um norræn fræði og þýðingar á fornum bókmenntum og nýjum. Inngangur er eftir Wilhelm Friese og þýðir hann einnig og velur ljóðin.
Meira
ÞEIR Ismael Merchant og James Ivory eru sjálfsagt þekktastir fyrir þær kvikmyndir sínar sem gerðar eru eftir sögum sem gerast á Englandi, en meðal þeirra eru A Room With a View, Howard's End og The Remains of the Day. Þeim þótti heldur fatast flugið þegar þeir gerðu myndirnar Jefferson In Paris og Surviving Picasso, enda voru þeir þá ekki á sömu slóðum og í fyrri myndum sínum.
Meira
ALLS taka 125 manns þátt í flutningi H-moll messu Bachs í Langholtskirkju í dag, skírdag, og á morgun, föstudaginn langa. Tuttugu nýir félagar voru teknir inn í Kór Langholtskirkju eftir áramótin þegar farið var að æfa verkið og syngja nú alls 90 manns í kórnum en kammersveit kirkjunnar telur 30 hljóðfæraleikara.
Meira
UNGMENNI sem höfðu lokið sjö vikna námskeiði hjá fyrirtækinu Casting sýndu föt frá Sautján og Smash í Kringlunni síðastliðinn föstudag. "Casting er fyrirsætuskrifstofa sem sérhæfir sig í að hafa fólk á öllum aldri og alls konar týpur á skrá," sagði Andrea Brabin, annar eigandi og framkvæmdastjóri Casting.
Meira
FREYJA Önundardóttir myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Listakoti á Laugavegi 70, laugardaginn 3. apríl, kl 14. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Fossar, eru ný málverk af fossum, huglægum fossum listamannsins.
Meira
Kristinn H. Árnason flutti tónlist eftir Fernando Sor, Jóhann Sebastian Bach, Jón Ásgeirsson, Joaquín Turina og Isaac Albeniz. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. KRISTINN H. Árnason er frábær gítarleikari.
Meira
Hið árlega Páskabarokk verður í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, laugardaginn 3. apríl kl. 17. Flutt verða verk eftir Joseph Haydn, samin á tímabilinu 17851975; kaflar úr strengjakvartettinum Sjö síðustu orð Krists, Lundúnatríóin fyrir tvær flautur og selló, ensk sönglög og Surprise-sinfónían í útsetningu Johanns Peters Salomons, konsertmeistara Haydn í London.
Meira
MERKISHUNDURINN Buddy, sem Josh Framm (Kevin Zegers) á, er enn við sama heygarðshornið þegar hann hleypur inn á völlinn í miðjum körfuboltaleik og skorar glæsilega körfu. Þegar tveir sirkuseigendur sjá Buddy í sjónvarpinu, þau Natalya (Nora Dunn) og Popov (Perry Anzilotti), ákveða þeir að Buddy sé tilvalin stjarna fyrir sirkusinn þeirra í Moskvu og veita þau honum eftirför í ísbíl.
Meira
SÆNSK-íslenski samstarfssjóðurinn hefur veitt Inge Knutsson þýðanda menningarverðlaun sjóðsins. Hann er jafnframt fyrsti verðlaunahafi sjóðsins úr hópi þeirra sem skarað hafa fram úr við menningarsamskipti Íslands og Svíþjóðar. Inge Knutsson hefur á undanförnum árum verið afkastamikill kynnir og þýðandi íslenskra bókmennta í Svíþjóð, mjög oft t.d.
Meira
INGUNN Jensdóttir sýnir silki- og vatnslitamyndir í Eden, Hveragerði, dagana 31. mars til 11. apríl. Ingunn hefur haldið sýningar árlega síðastliðin 15 ár, m.a. átta sinnum í Eden. Hún starfar einnig sem leikstjóri. Sýningin er opin á sama tíma og Eden. INGUNN Jensdóttir með eitt verka sinna.
Meira
HINN heimsþekkti bandaríski djass- og blússöngvari Joes Williams lést fyrir páska af völdum lungnasjúkdóma, að sögn talsmanna sjúkrahússins í Las Vegas. Williams var áttræður að aldri. Williams var einn af síðustu "stórbands"-söngvurunum en hann þótti hafa afar kraftmikla barítón- rödd og þótti jafnvígur á blúslög, sígild lög og ballöður.
Meira
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 7. apríl kl. 12.30. Þá flytur Kammersveit Reykjavíkur Kvartett í g-moll fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló KV 478 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kammersveitina skipa Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari.
Meira
Áhrif Odin leikhússins í Holsterbro ná langt út fyrir Danmörku. Sigrún Davíðsdóttir sá afmælissýningu leihússins og rifjar upp heimsókn hópsins til Íslands fyrir um þremur áratugum.
Meira
"HJÁLPA oss að sigrast á óttanum við dauðann í öruggri von um upprisu og eilíft líf," biður prestur í ónefndri jarðarför og orðar hugsanir og þrár margra syrgjenda í kirkjunni. Óttinn við dauðann hefur fylgt manninum frá ómunatíð og flestir forðast að dvelja við þá hugsun að líf þeirra muni
Meira
BJARNI Þór Sigurbjörnsson opnar sína fyrstu einkasýningu í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, laugardaginn 3. apríl kl. 16. Bjarni Þór hefur stundað nám á hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði og verið aðstoðarmaður og lærlingur hjá Jónasi Braga Jónassyni glerlistamanni um nokkurt skeið.
Meira
GRAFÍKHEFÐIN er ekki gömul á Íslandi. Guðmundur Einarsson frá Miðdal telst vera fyrsti reglulegi grafíklistamaður þjóðarinnar hann var alltént fyrstur til að halda hér sérstaka grafíksýningu árið 1925.
Meira
VERK Michelangelos og Shakespeares standa upp úr því sem gert hefur verið á sviði lista á þessu árþúsundi að mati lesenda brezka blaðsins Sunday Times. Menn voru beðnir að nefna þau tíu verk, sem þeir teldu skara fram úr á sviði menningar, og höfnuðu verk þeirra tveggja í fimm efstu sætunum.
Meira
Í SKOTINU, sýningaraðstöðu aldraðra í Hæðargarði 31, eru sýndir munir og myndir frá Grænlandi í eigu frú Ingeborgar og dr. Friðriks Einarssonar sem um árabil fór sjúkraflug til Grænlands og starfaði þar nokkur sumur. Sýningin stendur út apríl og er opin alla virka daga frá kl. 916.30.
Meira
SÝNING á myndasögum í hasarblaðinu Blek verður opnuð á Kakóbarnum í Hinu húsinu við Ingólfstorg þriðjudaginn 6. apríl, en blaðið er nú komið út í fimmta sinn. Höfundar verkanna á sýningunni eru allir meðlimir Bleks. Þeir eru Kjartan Arnórsson, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Jan Pozok, Þorsteinn S. Guðjónsson, Mick Morris, Ómar Örn Hauksson og Eyrún Edda Hjörleifsdóttir.
Meira
ILMUR María Stefánsdóttir opnar sýningu á Mokkakaffi miðvikudaginn 7. apríl. Á sýningunni eru sex lágmyndir eða þrívíðar veggmyndir sem allar eru unnar út frá starfsemi mannslíkamans. Myndirnar eru gerðar úr ýmsum efnum, s.s. ljósleiðurum, matarlími, vír, gúmmí, o.fl. Ilmur María Stefánsdóttir er fædd 1969 og útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995.
Meira
NORRÆNA húsið í samstarfi við norræna sendikennara við Háskóla Íslands stofnaði nýlega til umræðna um norrænar spennusögur og var boðið til þeirra fjórum þekktum og mikið lesnum höfundum á Norðurlöndunum, Leif Davidsen frá Danmörku, Håkan Nesser frá Svíþjóð, Leenu Katriina Lehtolainen frá Finnlandi og Fredrik Skagen frá Noregi.
Meira
eftir Östen Kjellman. 668 bls. Valkyria Förlag. Gautaborg. 1998. Í BÓK þessari er saman dreginn geysimikill fróðleikur um norræna fornmenning, og raunar germanska yfirleitt. Höfundur minnir á þá viðteknu skoðun að menningin hafi borist til Norðurlanda með kristninni,
Meira
KYNÞÁTTAHYGGJA er eftir Jóhann M. Hauksson. Í kynningu segir að kynþáttahyggja sé í augum flestra óljósar hugmyndir um yfirburði eins kynstofns yfir annan, eða að minnsta kosti um greinilegan mismun þeirra. Í þessari bók leggur Jóhann M.
Meira
DRAUMALANDIÐ Romantic Art Songs of Iceland er með söng amerísku sópransöngkonunnarJudith Gans við píanóundirleikJónasar Ingimundarsonar. Á plötunni eru þrjátíu söngvar eftir fimmtán íslensk tónskáld, m.a.
Meira
Framleiðandi: Paul Freeman. Leikstjóri: Steve Miner. Handrit: Robert Zappia og Matt Greenberg. Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis. (85 mín.) Bandarísk. Skífan, mars 1999. Bönnuð innan 16 ára. Árið 1978 sendi John Carpenter frá sér hrollvekjuna "Halloween" og hratt þannig af stað áratugslangri bylgju kviðristar-hryllingsmynda, sem innihélt m.a.
Meira
ÓRATÓRÍAN Messías eftir Georg Friedrich Händel verður flutt í Ísafjarðarkirkju föstudaginn langa kl. 20.30. Það eru Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar, einsöngvarar og hljómsveit undir stjórn Ingvars Jónassonar sem flytja verkið. Ingvar æfir sértaklega hljómsveit atvinnumanna sem fer vestur af þessu tilefni.
Meira
BLAST from the Past er rómantísk gamanmynd um afleiðingar þess að verða ástfanginn. Adam er tímaskekkja, hann fæddist í kjarnorkubyrgi neðanjarðar í bakgarði foreldra sinna, hins ofsóknarbrjálaða snillings Calvins Webbers (Christopher Walken) og hinnar dæmigerðu húsmóður, Helenar (Sissy Spacek). Adam hlaut afar óvenjulegt uppeldi, svo ekki sé meira sagt, en það var allt vegna misskilnings.
Meira
Leikstjórn: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala og J. Ivory eftir bók Kaylie Jones. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Barbara Hershey, Leelee Sobieski, Jesse Bradford og Dominique Blanc.
Meira
PASSÍUSÁLMAR séra Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík á föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13.30 og gert er ráð fyrir að hann standi í u.þ.b. fimm klukkutíma. Ragnar Fjalar Lárusson hefur umsjón með lestrinum.
Meira
SEX ungir einsöngvarar flytja samsöngsatriði úr óperum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn 7. apríl kl. 20.30. Flutt verða m.a. atriði úr óperum eftir Verdi, Beethoven, Bizet og Mozart. Undirleikari á píanó er ungur hljómsveitarstjóri frá Austurríki, Kurt Kopecky.
Meira
VALGARÐUR Gunnarsson opnar sýningu í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu, laugardaginn 3. apríl kl. 15. Valgarður sýnir 20 myndir unnar með olíu á striga. Myndefnið er úr ýmsum áttum, séð fyrirbæri, minningar um fólk og umhverfi, einfaldað í fáa fleti þar sem litur og áferð verða aflvaki verkanna. Valgarður hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis.
Meira
KVENNAKÓR Kirkjukórs Fella- og Hólakirkju flytur Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi föstudaginn langa kl. 17. Einsöngvarar með kórnum eru Kristín Sigurðardóttir, Lovísa Sigfúsdóttir og Soffía Stefánsdóttir. Undirleikari á píanó er Krystyna Cortes.
Meira
Framleiðandi: Simon Relph. Leikstjóri: David Leland. Handrit: Keith Dewhurst og David Leland. Byggt á sögu Angelu Huth. Kvikmyndataka: Henry Braham. Aðalhlutverk: Catherine McCormack, Rachel Weisz, Anna Friel og Steven Mackintosh. (110 mín.) Bretland. Myndform, mars 1999. Myndin er öllum leyfð.
Meira
Í BYGGÐASAFNI Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opnuð sýning á völdum verkum Matthíasar Sigfússonar, í dag, skírdag kl. 14. Sýndar verða "bæjamyndir" Matthíasar, en hann var vinsæll málari í sunnlenskum sveitum og því oft fenginn til að mála mynd af sveitabænum, ýmist þeim gamla niðurrifna eftir gömlum ljósmyndum eða þá frá staðnum.
Meira
NÆSTKOMANDI laugardag verður opnuð sýning í Listasafni Íslands á málverkum, grafík og skúlptúr frá áttunda áratugnum sem gefur yfirlit yfir nýjar hugmyndir sem komu fram á þessum tíma um inntak og form myndlistar.
Meira
NEMENDUR Listdansskóla Íslands sýndu afrakstur vetrarins á árlegri nemendasýningu skólans í Þjóðleikhúsinu síðastliðið mánudagskvöld. Nánast allir nemendur skólans komu fram á sýningunni, en 120 börn og unglingar á aldrinum 8 til 18 ára stunda nám við skólann.
Meira
DAÐI Guðbjörnsson listmálari opnar málverkasýningu í Galleríi Regnbogans, Hverfisgötu 54, laugardaginn 3. apríl. Þar verða sýnd fimm stór olíumálverk og ein vatnslitamynd. Daði er fæddur árið 1954. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 196976, Myndlista- og handíðaskóla Íslands 197680 og við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam, Hollandi 198384.
Meira
ÞRJÚ skáldverka Halldórs Laxness komu nýlega út samtímis á þýsku í innbundnum útgáfum samkvæmt samningum sem Vaka-Helgafell hefur gert við Steidl-forlagið í Þýskalandi en það hefur verið aðalútgefandi á verkum Halldórs þar í landi á undanförnum árum. Þetta eru skáldsögurnar Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir Jökli og Paradísarheimt.
Meira
Hvað kostar að ferðast um þetta net? spyr Hannes Jóhannssonog bendir á að markaðurinn muni ávallt leitast við að nota hagkvæmustu lausnina hverju sinni.
Meira
Hvernig í ósköpunum, spyr Heimir Pálsson, eiga kennarar að vera færir um að kenna námsgreinina móðurmál með 5-7 eininga nám í íslensku í 90 eininga kennaranámi?
Meira
NOKKUR hlýleg orð og þakklæti til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir þá umhyggju og aðstoð er þetta einvala lið af færu fólki veitti okkur fjölskyldunni í veikindum sem komu eins og reiðarslag. Allt í einu var fullfrískur maður, er aldrei hafði verið misdægurt í sínu lífi, orðinn fárveikur af krabbameini. Hans sjúkdómur dró hann til dauða á fimm mánuðum.
Meira
HVAÐ getum við foreldrar gert til þess að auka tímann með börnunum okkar? Hvað getum við gert til að þau nái eyrum okkar og við eyrum þeirra. Hvað getum við gert til þess að byggja upp traust og vináttu við börnin okkar? Spjallað saman fyrir nóttina
Meira
Niðurstöður mínar eru þær, segir Bjarni Bragi Jónsson, að vara við því að raska þeirri meginskipan lífeyriskerfis og félagslegrar aðstoðar, sem byggð hefur verið upp.
Meira
Páskasólin veitir okkur bjartsýni, gleði, djörfung, dug og trú. Og við höldum áfram og fylgjum honum allt til upprisu á páskadegi þegar sigurinn er unninn.
Meira
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, skrifar í Morgunblaðið þar sem hann býsnast yfir sjómannaafslættinum og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að sjómannaafslátturinn komi útgerð í landinu ekkert við.
Meira
EITT það skemmtilegasta sem undirritaður gerir er að fylgjast með beinum sjónvarpsútsendingum RUV frá íþróttakappleikjum. Oftast eru íþróttafréttamenn sangjarnir og hlutlausir í lýsingum og í raun gaman að hlusta á þeirra fróðleik. Í lýsingu sjónvarpsins á leik KA og Fram í úslitakeppni Nissan- deildarinnar í handknattleik þann 29.
Meira
ALLT frá því að ég fór á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta til Ghana í Vestur-Afríku hefur hugtakið sjálfboðavinna verið mér hugleikið. Sjálfboðavinna til lengri tíma er lítt þekkt hugtak á Íslandi en þeim mun betur þekkt sunnar í Evrópu, að ekki sé talað um í fjarlægari löndum. Þó er það svo að árlega fer fjöldi manns frá Íslandi til annarra landa til að stunda þar sjálfboðavinnu í eitt ár.
Meira
Nú í dag, fyrsta apríl, eru liðin hundrað ár frá fæðingu Ásgeirs Bjarnþórssonar, sem á sínum tíma var einn af okkar ágætustu listmálurum einkum í gerð andlitsmynda, en eftir hann liggur einnig fjöldi landslagsverka og allmargar fágaðar kyrralífsmyndir. Auk þess að vera góður listmálari var hann mikill og fjölhæfur fræðasjór og fagurkeri.
Meira
Mig langar að minnast hennar Huldu föðursystur minnar með nokkrum orðum. Ég kynntist Huldu og Sam þegar ég var barn heima í Hnífsdal. Þau bjuggu í Reykjavík en komu oft vestur í heimsókn. Þegar ég var 17 ára fluttist ég suður og fór að læra. Var þá oft erfitt að hafa ekki mömmu og pabba nærri. Á þeim árum bjuggu Hulda og Sam á Víðimelnum og áttu þau eftir að reynast mér vel.
Meira
HULDA VALDIMARSDÓTTIR RITCHIE Hulda Valdimarsdóttir Ritchie fæddist í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp 22. desember 1917. Hún lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. mars.
Meira
Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar langar mig til með nokkrum orðum að minnast bróðursonar míns, Höskuldar Egilssonar frá Breiðdalsvík, sem er látinn langt um aldur fram, aðeins 56 ára gamall. Að sjálfsögðu kynntist ég Höskuldi vel allt frá fæðingu hans og meðan hann var í föðurgarði.
Meira
Kæri vinur. Það er svo margt sem mennina skilur að og sameinar þá þó um leið. Það er ekki svo langt síðan við hittumst fyrst. Þó eru nokkur ár síðan við kynntumst og fundum beggja áhugasvið; djasstónlistina.
Meira
HÖSKULDUR EGILSSON Höskuldur Egilsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1943. Hann lést í Landspítalanum 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Egill Gestsson tryggingamiðlari, f. 6.4. 1916, d. 1.11. 1987, og kona hans Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir húsmóðir, f. 5.3. 1915, d. 7.12. 1986. Þau bjuggu í Reykjavík.
Meira
Hin öra framþróun og bætt lífsskilyrði Íslendinga síðastliðna hálfa öld er ævintýri líkust, þegar frumstæðum atvinnurekstri til sjávar og sveita hefur verið breytt á þann veg sem best gerist meðal fremstu þjóða heims. Snar þáttur þessa ævintýris er líf og starf manna, víðsvegar um landið, sem með dugnaði, áræði og góðum gáfum í veganesti hófust upp úr sárri fátækt til mikilla umsvifa og athafna.
Meira
Soffanías Cecilsson er fallinn eftir harðvítuga baráttu sem hann háði við illkynja sjúkdóm mest heima á heimili sínu í Grundarfirði með ómetanlegri hjálp og aðstoð eiginkonu og barna. Dauðinn hafði beitt ljánum baráttan var búin. Þó var þetta ekki ósigur. Soffanías vissi vel að hverju stefndi og var viðbúinn að taka dauðanum.
Meira
Aldraður féll að foldu fjörvindar sókn binda. Þekkja má þjóðleg verkin þessleg að margir blessa. Dugnað og dáð magna daglegt líf mannvit hagar. Skuggar skjótast um glugga skerðist framtak og gerðir. Lund þín var ljós á fundum lagvirk og ei til baga. Beinskeytt þá best var leitað, bjargföst en varla löstur.
Meira
Þeim fækkar óðum þeim mönnum sem hófu atvinnurekstur í sjávarútvegi fyrir miðja þessa öld. Við kveðjum nú einn af þessum framsýnu mönnum, Soffanías Cecilsson fiskverkanda og útgerðarmann. Hann hefur sett svip sinn á útgerð og fiskvinnslu í Grundarfirði í meira en hálfa öld, enda einn frumkvöðlanna þar og hefur staðurinn vaxið og dafnað með honum.
Meira
Nú er hann Soffi farinn í enn eitt ferðalagið. Að þessu sinni snýr hann ekki aftur, en afar ólíklegt er að þetta sé síðasta ferðalagið hans. Það væri afar ólíkt honum. Soffi hefur í raun verið ferðamaður allt sitt líf, frá því hann fæddist á Búðum undir Kirkjufelli fyrir nær 75 árum.
Meira
Miðvikudaginn 24. mars sl. barst mér andlátsfregn Soffa móðurbróður míns. Hann hafði barist við illvígan sjúkdóm í nokkur misseri og farinn að kröftum fékk hann hvíldina. Soffanías var þriðji í röð þeirra fimm systkina frá Búðum í Eyrarsveit, eina systirin elst, en þeir bræður voru fjórir. Af þeim lést Guðbjartur 1994 og nú hefur skarðið stækkað í systkinahópinn.
Meira
SOFFANÍAS CECILSSON Soffanías Cecilsson fæddist á Búðum undir Kirkjufelli í Grundarfirði 3. maí 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Runólfsdóttir húsmóðir, f. 21.2. 1898 að Spjör í Grundarfirði, d. 16.11. 1972, og Cecil Sigurbjarnarson sjómaður, f. 23.8. 1896 í Garðshorni við Grundarfjörð, d.
Meira
Ágætur kennari minn, Þorleifur Einarsson, er látinn. Votta ég aðstandendum hans samúð mína. Brotthvarf þessa mikilsmetna manns skilur eftir stórt skarð í kennarahópi jarð- og landfræðiskorar Háskóla Íslands sem erfitt er að fylla. Þorleifur var kennari sem hver nemi óskar sér.
Meira
Látinn er Þorleifur Einarsson jarðfræðingur um aldur fram, lærifaðir, samstarfsmaður, félagi og vinur til margra ára og íslenzk jarðfræði hefur misst einn af sínum allra beztu sonum. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1969 þegar Þorleifur kenndi í fyrsta sinn námskeið sitt í jarðsögu við náttúrufræðiskor verk- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands,
Meira
Ég man hvað ég varð undrandi þegar skeggjaður, úfinn og útiklæddur maður kom askvaðandi inn gang iðnaðarráðuneytisins og spurði með fjarlægð í augum hvar herbergi Magnúsar Kjartanssonar væri. Hann hafði ekki fyrir því að forvitnast um hvort Magnús væri á staðnum eða hvort hann væri upptekinn, heldur gekk rakleiðis inn á skrifstofu hans og lokaði á eftir sér.
Meira
Skjótt skipast veður í lofti. Í byrjun mars ræddumst við Þorleifur við í síma. Lék þá allt í lyndi og hann hress að vanda. Áður en mánuðurinn er úti er Þorleifur allur, horfinn án nokkurrar viðvörunar. Þorleifi kynntist ég fyrst, þegar fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur haustið 1947 og tók sér búsetu í Vogunum.
Meira
Það eru tæpir þrír áratugir síðan ég kynntist Þorleifi Einarssyni fyrst, en með tímanum varð samstarf okkar allnáið, enda unnum við á sömu stofnun svo að segja hlið við hlið og höfðum ætíð mikil samskipti. Við vorum ekki alltaf sammála og sátum ekki inni á gafli hvor hjá öðrum löngum kvöldstundum, en samt tel ég Þorleif til bestu vina minna.
Meira
Á æviskeiði þeirra, sem komnir eru yfir miðjan aldur mælist tíminn í áratugum og hálfum öldum. Vangaveltur þessu líkar koma í hugann nú við lát vinar míns Þorleifs Einarssonar jarðfræðings. Við höfðum þekkst í nær 40 ár, þegar hann var allur. Fundum okkar bar fyrst saman árið 1961, þegar ég hóf störf á búnaðardeild atvinnudeildar Háskólans. Þorleifur starfaði á iðnaðardeild.
Meira
Þegar okkur barst það til eyrna á þriðudagsmorgni að vinur okkar, samstarfsmaður og fyrrum lærifaðir, Þorleifur Einarsson prófessor, væri látinn urðu okkar fyrstu viðbrögð þau að telja einhvern misskilning á ferðinni. Þorleifur væri ekki farinn lengra frá okkur en til Þýskalands, í rannsóknarleyfi.
Meira
ÞORLEIFUR EINARSSON Þorleifur Jóhannes Einarsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hann lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 31. mars.
Meira
EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær, en Dow Jones hikaði aftur við 10.000 punkta markið og það dró úr hækkunum. Í London og Frankfurt hækkaði lokagengi um 0,5%, en í París um meira en 1,3%. Viðskipti voru í dræmara lagi vegna páska. Evrópsk skuldabréf styrktust eftir hækkun bandarískra ríkisskuldabréfa vegna ánægju með að bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum í fyrrakvöld.
Meira
LÍKUR hafa aukizt á því að brezki lyfjarisinn Glaxo Wellcome semji við annað fyrirtæki um samruna nokkrum árum eftir að hann varð til við það að Glaxo í Bretlandi keypti bandaríska lyfjafyrirtækið Wellcome um miðjan þennan áratug.
Meira
NU ofna- og grillhreinsir var á markaði um skeið en hann er talinn varasamur og hefur verið innkallaður. Sigurður V. Hallsson, verkefnisstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þessi hreinsivökvi innihaldi sterka lausn af kalíumlút en hann er í varasömum og algjörlega ómerktum sprautubrúsum.
Meira
Hversu mikið pasta? ÞAÐ vefst oft fyrir fólki hversu mikið þarf að taka til af hráum hrísgrjónum svo þau verði t.d. 450 grömm þegar búið er að sjóða þau. Sama má segja um pasta. Við rákumst á leiðbeiningar um þessi mál í breska tímaritinu Prima fyrir skömmu.
Meira
Kæra Stína, með þessum línum langar mig til að kveðja þig. Nú ert þú komin á nýjan stað þar sem þér líður vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri Sveinbjörn, ég sendi þér og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Kristín S. Jóhannsdóttir frá Hóli.
Meira
Elsku amma mín er dáin. Ég veit að núna líður þér vel, amma, og að þetta var það sem þú þráðir en samt er ofboðslega sárt að vera búinn að missa þig. Ég var búinn að ákveða að koma í sumar í heimsókn til ykkar ömmu og afa með frumburð minn, Hönnu Björgu, sem fæddist í janúar síðastliðnum en ég get þó huggað mig við að þú fékkst að sjá mynd af henni hjá Ásu.
Meira
Það var yndislegur vetrarmorgunn hinn 21. mars sl., sól, stillur og frost. Á slíkum dögum gleymist hinn langi og strangi vetur sem ríkt hefur frá því snemma í haust og ekkert fararsnið er á. Fegurðin var óendanleg, fjöllin og láglendið runnu saman í eina hvíta breiðu og himinn og haf urðu óljós. Þögnin svo þykk, fáir á ferli.
Meira
KRISTÍN SIGURBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir fæddist á gamla Hóli á Hauganesi við Eyjafjörð 14. maí 1916. Hún lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Sigurðardóttir húsmóðir, d.10.2. 1918, og Jóhann Sigurður Jónsson sjómaður, d.30.10. 1955. Kristín var yngst sex alsystra.
Meira
VÖRUVERÐ í Nóatúni hækkaði um 11,3% í versluninni við Nóatún og um 12,6% í versluninni við Hringbraut þegar verðkannanir voru gerðar þar með tveggja daga millibili 24. og 26. mars síðastliðinn. Starfsfólk samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gerði verðkönnun hinn 24. mars sl.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, skírdag, er fimmtugur Ingimar Halldórsson, Sunnuholti 4 á Ísafirði, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal. Hann og eiginkona hans, Kristín Karlsdóttir, taka á móti gestum í sal frímúrara frá kl. 17-20 á afmælisdaginn.
Meira
60 ÁRA afmæli. Föstudaginn 2. apríl verður Davíð Pétursson, bóndi og oddviti á Grund í Skorradal, sextugur. Eiginkona hans er Jóhanna Guðjónsdóttir húsmóðir. Þau eru erlendis á afmælisdaginn.
Meira
70 ÁRA afmæli. Laugardaginn 3. apríl verður sjötugur Gísli Kristján Karlsson, Nýbýlavegi 98, Kópavogi. Eiginkona hans er Guðmunda Eiríksdóttir. Þau verða stödd í Portúgal á afmælisdaginn.
Meira
70 ÁRA afmæli. GYÐA Bergþórsdóttir, Efri-Hrepp, Skorradalshreppi, verður sjötug þann 6. apríl næstkomandi. Hún verður að heiman þann dag, en stefnir ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Þorsteinssyni, að starfslokateiti þegar sumrar. Nánar síðar.
Meira
80 ÁRA afmæli. Föstudaginn 2. apríl verður áttræður Guðlaugur Ágústsson, Bauganesi 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Svanhild Ágústsson. Þau taka á móti gestum laugardaginn 3. apríl í Kornhlöðunni, Lækjarbrekku, milli kl. 14 og 18.
Meira
90 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 2. apríl, verður níræður Gunnar Ól. Hálfdánarson, Lerkihlíð 7, Reykjavík. Sambýliskona hans er Magnea Guðjónsdóttir. Hann verður staddur á afmælisdaginn á Broncemar á Grand Canary.
Meira
Hin fullkomna bylting er bylting hugarfarsins, segir einn kunnasti andófsmaður samtímans, Aung San Suu Kyi, foringi Lýðræðishreyfingarinnar í Búrma. Hún heldur því fram að það sé í rauninni ekki valdið sem spillir, heldur óttinn. Óttinn við að missa völdin spillir þeim sem hafa þau og óttinn við valdbeitingu spillir þeim sem hún bitnar á.
Meira
Í dag er fimmtudagur 1. apríl, 3. dagur ársins 1999. Skírdagur. Orð dagsins: Veit mér þína dásamlegu náð, þú sem hjálpar þeim er leita hælis við þína hægri hönd fyrir ofsækjendum. (Sálmarnir 17, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseduokom og fór í gær.
Meira
KVÖLDVAKA verður við krossinn í Hjallakirkju í Kópavogi á föstudaginn langa, 2. apríl, kl. 20.30. Þá er leitast við að lifa atburði dagsins á myndrænan hátt og minnast dauða Krists með táknrænum hætti. Í kórdyrum kirkjunnar verður reistur kross sem minnir á krossinn á Golgatahæð, þann sem frelsari okkar var negldur á og líflátinn.
Meira
Kristín Gestsdóttir er ekki ánægð með þau nöfn sem passíualdinið fær hér á landi, ýmist er það ástaraldin eða ástríðualdin, en þótt þetta aldin heiti á ensku passion-fruit og passion þýði bæði passía og ástríða á aldinið ekkert skylt við ástríðu heldur tengist eingöngu píslarsögu Krists, passíunni.
Meira
MIG langar enn og aftur að minna á þetta undursamlega SD-smyrsl. Við sem erum með hinn hvimleiða psoriasis exem sjúkdóm ættum öll að eiga það í ísskápnum hjá okkur og nota það minnst tvisvar á dag á sýkta bletti.
Meira
STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á opnu móti í Lugano í Sviss í mars. E. Sedina (2.370) var með hvítt, en rúmenski stórmeistarinn Florin Gheorghiu(2.450) hafði svart og átti leik. 31. He1+ 32. Bxe1 Hxe1+ 33. Kf2 Rd3+ 34. Kf3 Rxb2 35.
Meira
Sagnhafi yfirtekur tíu blinds heima með gosa og spilar tígli upp á kóng. Makker sýnir tvílit og þú dúkkar því. Þá spilar sagnhafi tíguldrottningunni, væntanlega til að reyna að fella gosann annan. Þú drepur og átt slaginn, og tían kemur frá suðri, eins og þú bjóst við. En hvað gerirðu nú? Þetta er eitt af skemmtilegri dæmum í bók Martins Hoffmans, Defence in Depth.
Meira
27. mars 4. apríl JÓHANN H. Ragnarsson stöðvaði sigurgöngu Sævars Bjarnasonar í áskorendaflokki með því að gera jafntefli við hann í fimmtu umferð. Engu að síður heldur Sævar vinnings forystu á mótinu. Önnur helstu úrslit í fimmtu umferð urðu þau, að Davíð Kjartansson gerði jafntefli við Sigurð Pál Steindórsson og Sigurbjörn Björnsson sigraði Jón Árna Halldórsson.
Meira
VÍKVERJI þurfti nú nýlega að eiga viðskipti við fyrirtækið Frumherja, bifreiðaskoðun, sem áður var Bifreiðaeftirlit ríkisins, og hafði einokun á að skoða bíla landsmanna í áratugi. Einkaleyfi Bifreiðaeftirlitsins var afnumið fyrir nokkrum árum og Bifreiðaeftirlitinu breytt í hlutafélag.
Meira
50 ÁRA afmæli. Annan dag páska, 5. apríl, verður fimmtugur Hannes R. Óskarsson múrarameistari.Hann og eiginkona hans, Ásta M. Eggertsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu, Hjarðarlundi 7 á Akureyri, frá kl. 15. á afmælisdaginn.
Meira
"GOTT kaffi er gott, þegar það er gott," var haft eftir sr. Jóhanni heitnum dómkirkjupresti, og umsjónarmaður segir: Góð bréf eru góð, þegar þau eru góð. Og nú ætla ég að birta slík bréf, annað svo að kalla heilt, en hitt er svo efnismikið og ýtarlegt, að það kemur í tveimur hlutum: Og þá er það fyrst Ingvar Gíslason fv. menntamálaráðherra: "Kæri Gísli.
Meira
"NÚ VORUM við í hlutverki sem við þekkjum betur, það er að segja að verjast, leikur okkar er skipulagðari og lið eiga erfiðara með að opna vörn okkar. Það að við þekkjum þetta hlutverk ásamt mikill trú á að hægt væri að ná jafntefli varð þess valdandi að niðurstaðan varð eins ánægjuleg og raun bar vitni um," sagði Steinar Adolfsson af yfirvegun í Kænugarði.
Meira
NÆR þriggja áratuga bið golfkennarans Sigurðar Péturssonar tók enda á mánudagskvöld er hann fór holu í höggi á Islantilla- golfvellinum á Spáni. Íslenska landsliðið í golfi var þar í æfingaferð og Sigurði tókst að ná draumahögginu á 8. holu, sem er 151 m löng. "Tilfinningin var hreint og beint frábær," sagði Sigurður, sem trúði því ekki í fyrstu að biðin væri loks á enda.
Meira
BJÖRGVIN Björgvinsson var á styttri skíðum en allir hinir keppendurnir í sviginu á landsmótinu í gær. Hann var á Elan- skíðum sem voru aðeins 173 sm og því aðeins minni en hann sjálfur. Aðrir keppendur voru á skíðum sem eru 185195 sm. "Þetta er það nýjasta frá Elan. Ég var að fá þessi skíði fyrir nokkrum dögum og þau virka vel, sérstaklega ef snjórinn er ekki of harður.
Meira
"ÞAÐ var meiriháttar að halda jöfnu eftir að hafa verið undir," sagði markaskorarinn Lárus Orri Sigurðsson. "Síðan var það ekki verra að fá þessa "sendingu" frá Þórði og ná að skora með henni. Ég stóð rétt á markteigshorninu og náði að stýra boltanum, það var engu líkt að sjá boltann í netinu, alveg meiriháttar.
Meira
ÞESSI úrslit eru stórkostleg og ekki skemmir fyrir að hafa getað svarað eftir að hafa lent undir, það er meira en mörg lið hafa getað gert í Kænugarði þótt þau væru hærra skrifuð en við," sagði Birkir Kristinsson sem var öryggið uppmálað í marki Íslands. "Fáir áttu von á því að við gerðum jafntefli, hvað þá að jafna og halda því.
Meira
FYLKIR tryggði sér rétt til að leika í 1. deild í handknattleik karla í gærkvöldi er liðið vann Völsung 33:18 í Árbæ. Það eru liðin 20 ár síðan Fylkir átti lið í deildinni. Víkingur, sem hafði áður endurheimt 1. deildarsæti sitt, vann Breiðablik 36:23.
Meira
ÞAÐ tók á taugar Guðjóns Þórðarsonar, landsliðsþjálfara Íslands, og samherja hans...þegar klukkan tifaði og ljóst var að ævintýri væri að gerast í Kænugarði. Guðjón athugar hvað tímanum líður og þegar hann heyrði lokaflautið fagnaði hann ásamt lærisveinum sínum ákaft. Landsliðið hefur leikið níu leiki í röð undir stjórn Guðjóns án þess að bíða ósigur.
Meira
GRÍÐARLEG öryggisgæsla var á landsleiknum í Kænugarði. Alls voru kallaðir út 3.500 vopnaðir lögreglu- og hermenn til þess að gæta þess að ekki syði upp úr fyrir leik, meðan á honum stóð ellegar þegar flautað yrði af. Fjölmargir þessara manna voru með hunda, sérstaklega æfða til þess að berjast við vandræðagemlinga sem gera sér það að leik að hleypa öllu í bál og brand. Voru þessir 3.
Meira
GUÐJÓN Þórðarsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er einn fimm þjálfara sem koma til álita sem næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Frá þessu var greint í breskum fjölmiðlum í gærkvöldi eftir frábær úrslit íslenska liðsins í Kænugarði 1:1-jafntefli við Úkraínu.
Meira
HARALDUR Ingólfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, hefur verið í byrjunarliði sænska liðsins Elfsborg í æfingaleikjum að undanförnu. Haraldur fékk fá tækifæri með liðinu sl. keppnistímabil.
Meira
HAUKUR Arnórsson, skíðamaður úr Ármanni sem varð Íslandsmeistari í stórsvigi í fyrra, lýsti því yfir í gær að hann hefði ákveðið að leggja skíðin á hilluna eftir skíðalandsmótið á Ísafirði. "Ég hef verið slæmur í bakinu og því ekki ráðlegt að vera að keppa öllu lengur. Þetta er orðið ágætt og nú sný ég mér að einhverju öðru," sagði hann við Morgunblaðið.
Meira
HAUKUR Eiríksson fylgdi sigri sínum eftir í 30 km göngunni með því að sigra í 15 km göngunni með frjálsri aðferð í Tungudal í gær. Þar með varð hann þrefaldur Íslandsmeistari sigraði einnig í göngutvíkeppni og því konungur skíðagöngunnar hér á landi. Sigur hans var nokkuð öruggur í gær og var hann tæplega mínútu á undan Ólafi Björnssyni frá Ólafsfirði.
Meira
HELGI Sigurðsson lék sinn 25. landsleik gegn Úkraínu og má því vænta þess að fá gullúr frá Knattspyrnusambandinu við fyrsta tækifæri. Sigurður Jónsson náði hins vegar að leika sinn 50. landsleik í leiknum við Andorra sl. laugardag. Báðir voru þeir í byrjunarliði Íslands í gær. Rúnar Kristinsson var leikjahæstur íslensku leikmannanna í gær, hann spilaði 73. leik sinn fyrir A-landsliðið.
Meira
"VIÐ nýttum okkur það að þegar lið skora mörk þá eiga þau til að vera værukær á eftir, það henti okkur á móti Frökkum heima, nú vorum það við sem skoruðum skömmu eftir að Úkraínumenn höfðu komist yfir. Þetta var virkilega ánægjulegt og ég er stoltur af öllum leikmönnum liðsins sem unnu saman samkvæmt því sem lagt var upp fyrir leikinn og létu ekki bugast," sagði Guðjón Þórðarson,
Meira
KEVIN Keegan, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur gefið í skyn að hann muni framlengja samning sinn við enska knattspyrnusambandið. Keegan ætlaði upphaflega að stýra liðinu í fjórum leikjum þar til í júní og áréttaði að hann vildi ljúka samningi sínum hjá 2. deildar liðinu Fulham.
Meira
Íþróttahúsið í Keflavík, annar leikur í úrslitakeppni kvenna um Íslandsmeistaratitlinn, miðvikudagur 31. mars 1999. Gangur leiksins: 0:4, 2:4, 4:16, 17:25, 23:32, 30:33, 38:49, 44:57, 49:61.
Meira
KNATTSPYRNA Morgunblaðið/RAXKátt á hjalla að leik loknumÞAÐ var aldeilis frábær stemmning í búningsherbergi íslenska landsliðsins að loknum leiknum við Úkraínu, sem lyktaði með jafntefli, 1:1. Þeir sjást hér landsliðsmennirnir (f.v.
Meira
KRISTINN Björnsson undirstrikaði að hann er besti skíðamaður landsins með því að sigra í svigi á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í gær og varð þar með þrefaldur Íslandsmeistari því hann sigraði einnig í stórsvigi og alpatvíkeppni, sem er sameiginlegur árangur í svigi og stórsvigi.
Meira
"ÆTLI ég geti ekki sagt að við séum komin með níu fingur á titilinn. Ég hef ekki trú á að við töpum tveim leikjum í röð í Hagaskólanum, en að sjálfsögðu stefnum við á að sigra í næsta leik," sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR- stúlkna, eftir að þær höfðu sigrað Keflavík, 61:49, í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Keflavík í gær.
Meira
EMMA Furuvik sem keppir fyrir Svíþjóð vakti athygli fyrir góðan árangur á Skíðamóti Íslands og alþjóðamótunum á Ísafirði, þar sem hún vann bæði svigið og stórsvigið á alþjóða FIS-mótinu sem fram fór samhliða Skíðamóti Íslands á Ísafirði.
Meira
MIÐAVERÐ á leik Úkraínu og Íslands var 84 krónur í ódýrustu sæti en hæst var það 450 krónur fyrir bestu sætin. Þetta er sama verð og var á leik Dynamo Kiev og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Verðið þætti ekki hátt heima á Íslandi en þegar litið er til þess að verkamaður hefur í mánaðarlaun um 840-1.000 krónur ber að skoða verðið í öðru ljósi.
Meira
THEODÓRA Mathiesen úr KR varð Íslandsmeistari í svigi kvenna og var þetta jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar. "Loksins, loksins tókst það. Ég átti þetta inni því ég hef svo oft þurft að sætta mig við annað sætið. Ég var búin að bíða lengi eftir þessum sigri, mörg ár. Það var kominn tími á þennan sigur. Markmiðið var að vinna stórsvigið líka, en þar féll ég, en svigið var mitt.
Meira
Nýttum færin okkar vel "Það var gífurleg pressa á okkur í síðari hálfleik og því var einstaklega ánægjulegt þegar flautað var af," sagði Rúnar Kristinsson. "Úkraínumenn léku eins og við áttum von á, það er að þeir sóttu hratt upp kantana og ég held að við höfum leyst verkefni okkar vel af hendi. Við markinu var lítið að gera, það var vel að því staðið af hálfu Úkraínu.
Meira
ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson, leikmaður norska liðsins Strömgodset, hefur að öllum líkindum lagt skóna á hilluna. Óskar, sem er 25 ára, hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða frá því síðastliðið sumar og litlar vonir eru til þess að hann nái sér góðum.
Meira
"ÉG hef verið hjá sjúkraþjálfurum í D¨usseldorf verið í sjúkraþjálfun um fimm klukkustundir á dag. Þjálfunin hefur gengið ágætlega og ég styrkist með hverjum degi," sagði Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður hjá Essen. Patrekur meiddist illa í desember, sleit krossbönd í hné.
Meira
SIGURÐUR Jónsson nefbrotnaði á 31. mínútu er hann lenti í samstuði við hinn snjalla Andrei Shevchenko, rétt utan vítateigs. Um tíma var jafnvel talið að Sigurður þyrfti að fara út af en hann harkaði af sér og var nefið allt skakkt og bólgíð í leikslok. Sigurður lét það ekki á sig fá heldur lék út leiktímann.
Meira
BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri varð tvöfaldur meistari þar sem hún sigraði í tvíkeppni og stórsviginu og varð önnur í sviginu. "Ég get ekki annað en verið mjög ánægð með uppskeruna. Það hefur ekkert gengið of vel hjá mér á mótum í vetur. Ég hef farið oft út úr en ég hef verið að keyra vel á æfingum. Ég er staðráðin í að halda áfram að æfa næsta vetur.
Meira
Olympiysky-leikvangurinn í Kænugarði, 4-riðill í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu miðvikudaginn 31. marz 1999. Aðstæður: Hægviðri og bjart, 14 gráðu hiti, völlurinn þurr og blettóttur. Mark Úkraínu: Vladislav Vaschuk (59.). Mark Íslands: Lárus Orri Sigurðsson(64.). Markskot: Úkraína 17 - Ísland 7.
Meira
VOPNAÐIR lögreglumenn á þremur bifreiðum fylgdu íslenska landsliðinu frá hóteli sínu á leikvöllinn fyrir leik í gær og hið sama gerðist að leik loknum. Aldrei var stöðvað á leiðinni heldur ekið yfir á rauðu ljósi, gegn umferð og fleiri umferðarreglur brotnar til þess að koma íslenska liðinu á leikstað.
Meira
Í ÚKRAÍNU er knattspyrnan ópíum fólksins, knattspyrnumenn þjóðarinnar og einkum þeir sem leika með einu fremsta félagsliði heims, Dynamo Kiev, eru þjóðhetjur, þeir hafa gert þjóðina stolta. Í þessu landi þar sem fátækt er mikil og einn herrann hefur því miður tekið við af öðrum, með misjafnlega góðum árangri við að stjórna þjóðinni, er knattspyrnan það sem allir geta sameinast um,
Meira
Hong Kong hefur oft verið nefnd höfuðvígi frjálsrar og um leið harðrar samkeppni í heiminum. Afleiðingar þessarar samkeppni má sjá víða, t.d. í góðum lífskjörum þegnanna, mun betri kjörum en landar þeirra á meginlandi Kína njóta. Þá hefur Hong Kong-búum vegnað vel í samkeppni við nágrannaþjóðir sínar og er auðheyrt að þeir eru stoltir af því sem þeir hafa áorkað.
Meira
"ÉG NOTA gagnasafn Morgunblaðsins töluvert mikið. Áður klippti ég út greinar í Morgunblaðinu sem mér fannst áhugaverðar, til dæmis þær sem fjölluðu um kvótamál, skattamál eða lífeyrismál og kom mér upp úrklippusafni. Núna nægir mér að skrifa hjá mér höfund greinarinnar og þá get ég alltaf fundið hana í gagnasafninu.
Meira
Evrópsk kvikmyndagerð stendur um margt á tímamótum um þessar mundir. Margrét Rún Guðmundsdóttir segir ótvíræðan sóknarhug ríkjandi á þessum öðrum helsta kvikmyndamarkaði heims og uppi eru áform um að reisa evrópska Hollywood í Köln.
Meira
STEINDÓR Hjörleifsson leikari er fæddur í Hnífsdal árið 1926, einn fimm systkina, sonur hjónanna Hjörleifs Steindórssonar og Elísabetar Þórarinsdóttur. "Alla stráka í Dalnum dreymdi um það að verða formenn og aflakóngar.
Meira
Í APRÍLMÁNUÐI verður gagnasafn Morgunblaðsins og blað dagsins öllum opið sem aðgang hafa að Netinu, án endurgjalds, eins og skýrt er nánar í þessari grein. Þá leitaði Morgunblaðið til þriggja notenda gagnasafnsins og spurði um reynslu þeirra af safninu.
Meira
"ÉG HEF notað gagnasafn Morgunblaðsins til að finna ýmsar greinar og fréttir og held því áreiðanlega áfram. Safnið hefur ekki verið gallalaust, en mér finnst mikið öryggi í þessum gagnagrunni, enda er Morgunblaðið mikill samtímaannáll og flest það sem er til umræðu í þjóðfélaginu er að finna í blaðinu með einum eða öðrum hætti.
Meira
VATN ræður úrslitum um það hvort við lifum eða deyjum. Fái mannslíkaminn ekki vatn til daglegs brúks dregur fljótt af honum og hann tekur að visna. Hérlendis er vatnið sjálfsagður hlutur en því er ekki svo farið um nærri þrjá milljarða manna sem ekki hafa aðgang að hreinu og heilnæmu vatni.
Meira
SÖGUÞEKKING Íslendinga ætti að kenna þeim í reynslu sannfræði að valt er að treysta stórveldum hvað stefnufestu varðar. Þar skipast skjótt veður í lofti og veltur á ýmsu um fylgi við menn og málefni. Þessa dagana fylkja vestræn stórveldi liði og fara með hernaði gegn Serbum.
Meira
Á GÖTUHORNI í St. Pétursborg voru tveir sölubásar hlið við hlið. Þar norpuðu tvær fullorðnar konur í 30 stiga gaddi, kafdúðaðar og afgreiddu vegfarendur. Í öðrum básnum voru til sölu egg, 10 stk. á 8 rúblur og 50 kópeka (27 kr.), í búðinni hinum megin við götuna kostaði sami skammtur 11 rúblur og 80 kópeka (38 kr.). Hin konan var að selja mjólk og mjólkurafurðir.
Meira
DORGVEIÐIMÓT barna og unglinga innan vébanda Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldið á ísnum á Reynisvatni um síðustu helgi og tókst með afbrigðum vel að sögn Stefáns Á.Magnússonar, skipuleggjanda mótsins fyrir hönd SVFR. 25 börn og unglingar innan félagsins mættu og með þeim foreldrar og yngri systkini og því var mikið líf og fjör á ísnum í blíðskaparveðri.
Meira
Gaman er að fregna af löndum sem vekja athygli erlendis. Því sleppti Elín Pálmadóttir ekki frá viðtali hjónunum Haraldi Bjarnasyni, sérfræðingi í geislagreiningum, sem m.a. er þekktur fyrir að leysa upp blóðsega í bláæðum með nýjum aðferðum, og Katrínu Frímannsdóttur, sem kennir Minneapolisbúum á skíðum og vinnur að doktorsritgerð um mat á skólastarfi.
Meira
"GAGNASAFN Morgunblaðsins nýtist nemendum Viðskiptaháskólans mjög vel við ritgerðasmíð og undirbúning fyrirlestra. Við kennum nemendum að nýta sér gagnagrunna og þetta er einn af þeim sem þeir nota mest.
Meira
"Ég kom til Suður-Afríku árið 1991 til að heimsækja systur mína sem bjó í Pietermaritzburg í KwaZulu/Natal og ílentist hér," segir Jón R. Möller sem nú er giftur maður og býr í Höfðaborg og starfar sjálfstætt sem kerfisfræðingur.
Meira
SUÐUR-AFRÍKA er háþróað iðnríki og þar er mest hagsæld í Afríku. Þjóðin á þó í margþættum vanda sem endurspeglast í átökum hinna mörgu kynþátta sem landið byggja og lifa við mjög mismunandi kjör. Það sem veldur íbúunum nú hvað mestum áhyggjum er að glæpa- og hryðjuverkastarfsemi fer vaxandi í landinu, morð og sprengjutilræði eru daglegt brauð.
Meira
ÞEIR eru ekki ýkja margir Íslendingarnir sem búa í S-Afríku en þá er að finna í öllum helstu borgum landsins og vinna þeir við mismunandi störf. Einn þeirra er Krístín Þórðardóttir Blewitt sem býr í úthverfi Jóhannesarborgar. Þegar við heimsóttum hana stóð yfir hjá henni grillveisla eða braai eins og innfæddir kalla það.
Meira
S-AFRÍKA er stórbrotið land, hrífandi fagurt og gróðursælt. Það býr yfir miklum náttúruauðlindum en þar hafa fundist ýmsir eðalmálmar í jörðu eins og gull, demantar og úraníum og þar er rekinn öflugur iðnaður. Landið hefur því öll einkenni háþróaðs iðnríkis en á hinn bóginn er að finna þar svo mikla fátækt á svæðum þar sem blökkumenn búa að það minnir helst á kjörin í þróunarlöndunum.
Meira
VIÐ BRAUTARSTÖÐ úti í sveit sunnan við Sankti Pétursborg, stóð maður og stappaði niður fótum í frostinu. Hann sagðist heita Valerí og vera á höttunum eftir kolahlassi sem var þarna á vörubíl. Kolin voru handa manni sem hann vinnur stundum hjá. Valerí býr í litlu þorpi sem heitir Taitsí og sagði hann að fyrir löngu hafi þar verið finnskt land.
Meira
Arnþrúður Jónsdóttir hefur dvalið rúma fjóra mánuði í Suður-Afríku við tímabundin störf. Þegar ég hitti hana í Höfðaborg þar sem hún býr er hún á leiðinni heim. Á Íslandi rekur hún fyrirtæki sem heitir Vistaskipti og nám sem starfar að því að senda ungt fólk í starfsnám erlendis, í málaskóla, sem skiptinema eða í vist sem au pair.
Meira
ÞAÐ VAR hráslagalegt vetrarkvöld í Moskvu og napurt að stíga út á hála gangstéttina úr glæsilegu anddyri Svissneska demantshótelsins þar sem dyravörður klæddur að kósakkasið bukkaði sig og beygði fyrir gestum.
Meira
"MÉR lízt vel á þetta verkefni. Ég kem inn í félagið í miklum uppgangi. Það hefur verið að stækka og dafna. Sighvatur Bjarnason, sem nú lætur af störfum sem stjórnarformaður, getur verið mjög stoltur af því að hætta með félagið á þessum tíma," sagði Friðrik Pálsson, nýkjörinn formaður stjórnar SÍF, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
GENGI hlutabréfa í SÍF hf. hækkaði á árinu 1998 um 39,86% en gengi bréfanna var skráð í lok ársins 1997 á 4,20 samanborið við 5,86 í lok ársins 1998. "Gengisbreyting þessi verður að teljast mjög viðunandi í ljósi þess að hlutabréfavísitala Verðbréfaþings Íslands hækkaði aðeins um 9,76% frá upphafi ársins til ársloka.
Meira
"ÞEGAR SÍF var gert að hlutafélagi 1993 var markaðsvirði hlutafjár tæpar 300 milljónir króna. Það er nú ríflega 6.000 milljónir. Markaðsverðmæti félagsins hefur því meira en tuttugufaldast á þessu tímabili, sem hlýtur að teljast frábær árangur," sagði Sighvatur Bjarnason, fráfarandi formaður stjórnar SÍF, meðal annars í skýrslu sinni til aðalfundar SÍF í gær.
Meira
HLUTAFÉLÖG hafa að undanförnu sent frá sér afkomutölur fyrir síðastliðið ár. Félög sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands senda frá sér afkomutilkynningu nokkru fyrir aðalfund en ársreikningur félaga á að liggja frammi viku fyrir aðalfund svo hluthafar geti kynnt sér hann.
Meira
HAGNAÐUR Bakkavarar og dótturfyrirtækja á árinu 1998 nam samtals 20 milljónum króna en árið 1997 var hagnaðurinn 3 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um 38% en þær námu 719 milljónum króna 1998 samanborið við 521 milljón króna árið 1997. Veltufé frá rekstri nam 78 milljónum króna en var 22 milljónir króna 1997.
Meira
HAGNAÐUR Globus Vélavers hf. á síðasta ári var 32,1 milljón króna eftir skatta, en hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 42,3 m.kr. Þetta er besta afkoma fyrirtækisins frá upphafi, að sögn Magnúsar Ingþórssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og kveðst hann þokkalega sáttur við niðurstöðuna.
Meira
Blómaval og Barri í samstarf BLÓMAVAL og Barri/Fossvogsstöð, sem yfirtók alla starfsemi Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogsstöðinni á síðasta ári, hafa tekið upp samstarf um sölustarfsemi í Fossvogsstöð og mun Blómaval sjá um alla sölustarfsemi í stöðinni frá og með næstu mánaðamótum.
Meira
MAGNÚS Kr. Ingason hefur tekið við stöðu forstöðumanns bókhalds Flugleiða frá og með 1. mars 1999. Hann ber ábyrgð á daglegum rekstri bókhalds og uppgjörum á rekstri félagsins. Magnús lauk viðskiptafræðinámi af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1994 og löggildingu til endurskoðunarstarfa á árinu 1999. Magnús hóf störf hjá KPMG Endurskoðun hf.
Meira
SÆVAR Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands en hann hefur verið starfandi framkvæmdastjóri félagsins frá því að fráfarandi framkvæmdastjóri lét af störfum um síðustu mánaðamót. Sveinn Torfi Pálsson mun áfram gegna stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra félagsins. Sævar er 26 ára að aldri.
Meira
ESB hefur rutt hindrunum úr vegi fyrir stofnun ráðgerðs 10 milljarða dollara bandalags brezka fjarskiptarisans British Telecom og bandaríska risans AT&T. Framkvæmdastjórn sambandsins sagði í yfirlýsingu að "viss samræmingarmál í Bretlandi hefðu verið leyst með skuldbindingum af hálfu AT&T". Að kröfu ESB mun AT&T selja dótturfyrirtæki sitt ACC UK.
Meira
HAGNAÐUR Stálsmiðjunnar á síðasta ári nam 31 milljón króna en var 67 m.kr. árið á undan. Heildarvelta félagsins á árinu var 819 milljónir en var 769 milljónir árið 1997 og jókst því um 6,5%. Samkvæmt rekstaráætlunum var gert ráð fyrir töluvert betri afkomu í fyrra.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunar Landssíma Íslands hf. yfir nafni á Frítals-þjónustu farsímafélagsins Tals hf. Þessi úrskurður var kveðinn upp á fundi samkeppnisráðs á mánudeginum 29. mars síðastliðnum.
Meira
TAP Íslenska útvarpsfélagsins á síðasta ári nam 113 milljónum króna samanborið við 60 milljóna króna hagnað árið á undan. Samkvæmt ársreikningi félagsins hækkuðu áskriftartekjur um 176 milljónir á milli ára, eða úr 1.297 milljónum í 1.473 m.kr. í fyrra. Tekjur af auglýsingum á síðasta ári námu 556 m.kr. en voru 507 milljónir árið á undan. Samanlagt námu rekstrartekjur síðasta árs 2.
Meira
Þorgeir Ibsen Þorgeirsson er framkvæmdastjóri nýrrar deildar Netsins og nýrra upplýsingamiðla innan sölu- og markaðssviðs Ford Motor Company í Bandaríkjunum. Sverrir Sveinn Sigurðarsonræddi við hann um framtíðina í bílaviðskiptum og væntanleg áhrif Netsins og nýrra upplýsingamiðla í þeim geira.
Meira
TVÖ fyrirtæki á vettvangi almannatengsla og alhliða kynningar- og markaðsþjónustu, Fremri kynningarþjónusta á Akureyri og Nestor í Reykjavík, hafa gert með sér samning um samstarf. Þjónustan sem Fremri og Nestor bjóða er hvers konar kynning á starfsemi fyrirtækja, félaga og stofnana, umsjón útgáfuverkefna, skipulagning og framkvæmd markaðsaðgerða, funda, ráðstefna, sýninga og annarra viðburða.
Meira
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur sent norskum stjórnvöldum viðvörun um það að norska löggjöfin kunni að brjóta í bága við tilskipanir ESB um fjarskiptamál. Það þykir ekki samræmast reglum EES að umsjón með eignarhaldi á samkeppnisfyrirtæki í landinu sé í höndum sama aðila og setur reglugerðir fyrir fjarskiptamarkaðinn í landinu en norska ríkisrekna símafyrirtækið Telenor er að fullu í eigu norska
Meira
Hagnaður Globus Vélavers hf. á síðasta ári var 32,1 milljón króna eftir skatta, en hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 42,3 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins það sem af er þessu ári hafa aukist um liðlega 60% samanborið við sama tíma í fyrra.
Meira
Nýherji býður út nýtt hlutafé NÝHERJI hefur falið FBA, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., að annast útboð nýs hlutafjár í félaginu sem áætlað er að fari fram seinnihluta aprílmánaðar og í byrjun maí. Seld verða ný hlutabréf að fjárhæð krónur 24 milljónir að nafnverði eða sem nemur 10% aukningu hlutafjár félagsins.
Meira
ÞORVALDUR E. Sigurðssonhefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustudeildar Skýrr hf. Þorvaldur er 35 ára og er menntaður rafmagnsverkfræðingur. Hann hefur starfað við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, verið stundakennari við HÍ en undanfarin tíu ár hefur hann starfað sem deildarstjóri kerfisfræðisviðs hjá Kögun hf.
Meira
HRANNAR Pétursson fréttamaður á Sjónvarpinu hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi ÍSAL frá 11. maí nk. Hrannar er fæddur á Húsavík 5. ágúst 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1993 og BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1996.
Meira
OPIN kerfi hf. og Computer 2000 á Íslandi hf. hafa náð samkomulagi um kaup Opinna kerfa á 90% eignarhlut í félaginu og er stefnt að því að ganga frá samningum þess efnis næstkomandi þriðjudag. Computer 2000 er heildsölufyrirtæki og hefur umboð fyrir merki eins og Microsoft, Creative Labs, Phillips, Hitachi o.fl. Félagið sérhæfir sig alfarið í umboðssölu en selur ekki vörur beint til notenda.
Meira
WARREN BUFFETT, hinn kunni bandaríski auðmaður og fjárfestingapáfi, stendur frammi fyrir vandræðalegu tapi upp á næstum því einn milljarð Bandaríkjadala, um 70 milljörðum íslenskra króna, á einu fyrirtæki hans, Cologne Re, sem er þýzkur endurtryggjandi.
Meira
HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Vaki- fiskeldiskerfi stefnir á skráningu hlutabréfa sinna á Vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands með vorinu. Hluthafar eru nú 86 en fjölgar líklega á næstunni þar sem fyrr í þessari viku hófst hlutabréfaútboð hjá félaginu sem
Meira
VERSLUNARRÁÐ hefur sent bréf til dómsmálaráðherra Þorsteins Pálssonar þar sem ráðherra er hvattur til að hafa forgöngu um breytingar á 20. grein áfengislaga sem varðar áfengisauglýsingar. Í bréfinu er lýst þeirri skoðun að bann við áfengisauglýsingum feli í sér verulega mismunun á stöðu innlendra og erlendra framleiðenda á áfengi,
Meira
ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hlaut önnur verðlaun í auglýsingasamkeppni á vegum sænska fyrirtækisins PLM Beverage Can AB fyrir auglýsinguna Brosandi Egils Gull. Þetta er í fyrsta skipti sem Ölgerðin tekur þátt í þessari keppni og var auglýsingin send inn á síðustu stundu eftir að menn frá PLM voru hér á ferð um miðjan mars og hrifust af auglýsingunni og hvöttu Ölgerðina til að senda hana í
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.