Greinar þriðjudaginn 20. apríl 1999

Forsíða

20. apríl 1999 | Forsíða | 568 orð

Búist við miklum flóttamannastraumi næstu daga

ÓTTAST er, að allt að 840.000 manns verði rekin frá Kosovo á næstu tíu dögum, en þessu fólki hafa Serbar smalað saman á nokkrum stöðum í héraðinu og halda því í gíslingu með stórskotaliðsvopnum. Ekki er vitað hvað orðið hefur um mikinn fjölda albanskra karlmanna, á bilinu 100­500.000, en þeir hafa ekki komið með fjölskyldum sínum til nágrannalandanna. Meira
20. apríl 1999 | Forsíða | 135 orð

Herinn við öllu búinn

Í HELSTU borgum í Bandaríkjunum er verið að koma upp leynilegum stjórnstöðvum og ganga frá áætlunum um að kalla út vopnaða hermenn af ótta við, að aldamótaveiran svokallaða valdi verulegri röskun í samfélaginu. Er þá meðal annars átt við víðtækt rafmagnsleysi, sem hefði síðan áhrif um allt þjóðfélagið. Meira
20. apríl 1999 | Forsíða | 373 orð

Töldu að herbílar væru á ferð

FRAM kom á fréttamannafundi í Brussel í gær, að hugsanlegt væri, að óbreyttir borgarar hefðu fallið í tveimur árásum NATO-flugvéla á skotmörk skammt frá Djakovica í Kosovo á miðvikudag í síðustu viku. Flugmennirnir hefðu þó talið sig vera að ráðast á hernaðarleg skotmörk og margt væri enn mjög óljóst í þessu máli. Meira
20. apríl 1999 | Forsíða | 100 orð

Þýski Ríkisdagurinn endurvígður

ÞÝSKA þingið var formlega flutt frá Bonn til Berlínar í gær er gamla þinghúsið þar, Ríkisdagurinn eða Reichstag, var tekið í notkun eftir endurnýjun og breytingar, sem kostuðu rúmlega 23 milljarða ísl. kr. Meira

Fréttir

20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 457 orð

500 árásarferðir á einum degi

LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbandalagsins (NATO) á skotmörk í Júgóslavíu var haldið áfram í gær eftir árásir helgarinnar sem voru harðasta árásarlotan í stríðinu á Balkanskaga til þessa. Talsmenn NATO sögðu á sunnudag að yfir 500 árásarferðir höfðu verið farnar á einum sólarhring og að ráðist hefði verið á herflutningabíla, júgóslavneskar MiG-21 orrustuþotur á jörðu niðri, auk olíu- og vopnaverksmiðja. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 505 orð

Aðild að NATO mikilvæg

Forseti Lettlands fundaði með forseta Íslands á Bessastöðum Aðild að NATO mikilvæg GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, sem staddur er í opinberri heimsókn á Íslandi, sagði á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær að til að tryggja öryggi Lettlands væri afar mikilvægt fyrir landið að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Aðild Letta að NATO efst á baugi

VALDIS Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, sagði í gær að þeir gömlu draugar, sem nú væru að rumska í Austur-Evrópu, hefðu ekki áhrif á umsókn Letta um aðild að Atlantshafsbandalaginu, en með tilvísun í gamla drauga átti hann við þá umræðu sem skapast hefur í kjölfar andstöðu Rússa við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins á Balkanskaga. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 972 orð

Albanar sagðir upp á náð og miskunn NATO komnir

SERBNESKIR hermenn og albanskir landamæraverðir skiptust á skotum á landamærum Júgóslavíu og Albaníu í gær. Engin meiðsl urðu í átökunum, sem stóðu í um fimmtán mínútur, og Serbar fóru ekki yfir landamærin eins og þeir gerðu í síðustu viku, þegar þeir áttu í hörðum bardögum við skæruliða Frelsishers Kosovo (UCK). Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Auka þarf sanngirni í skattamálum

Grundarfirði. Morgunblaðið. Á FUNDI í Grundarfirði á laugardag sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra að auka þyrfti sanngirni í skattamálum. Hann var spurður um stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi jaðarskatta og tekjutengdar bætur. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 352 orð

Aukinn hraði samhliða bættri færð

HELGIN var fremur róleg hjá lögreglunni. Talsverð umferð var í borginni sem gekk án alvarlegra slysa. Ljóst er þó að umferðarhraðinn hefur aukist aðeins samhliða bættri færð og mun lögreglan fylgjast með því að öllum reglum um hámarkshraða verði fylgt. Umferðarmálefni Umferðarslys varð á Bústaðavegi við Litluhlíð síðdegis á föstudag. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ákærður fyrir árás á lögreglu

MAÐUR á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa veitt lögregluþjóni áverka við skyldustörf á þorrablóti í Rangárþingi í janúar síðastliðnum. Á umræddu þorrablóti veittust fjórir menn að lögregluþjónum, en einn þeirra var ákærður fyrir brot gegn 106. grein almennra hegningarlaga eða brot gegn valdstjórninni. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Barnfóstrunámskeið

RAUÐA KROSSDEILD Kópavogs gengst fyrir barnfóstrunámskeiðum nú í vor sem fyrr. Námskeiðin eru í fjögur skipti. Fyrra námskeiðið verður haldið dagana 19., 21., 26. og 28. maí nk. Það síðara dagana 20., 25., 27. og 31. maí. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 479 orð

Bólusetja þarf þúsundir fjár

AFBRIGÐI lungnapestar sem ekki hefur verið greint í sauðfé á Íslandi áður og talið er alvarlegra en það afbrigði, sem þekkt er hér, hefur komið upp á bæ í Borgarfirði. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, og Halldór Runólfson yfirdýralæknir munu í dag funda með þeim bændum af Hvítársíðu, úr Hálsasveit, Reykholtsdal og Flókadal sem reka fé sitt á afrétt, um bólusetningu sauðfjár þeirra. Meira
20. apríl 1999 | Landsbyggðin | 807 orð

Byggðin styrkt með Nýheimum á Höfn

Höfn-Undirbúningur að stofnun Nýheima er nú á lokastigi á Hornafirði. Hugmyndin á bak við Nýheima felur í sér að sameina undir einu þaki Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu, Nýherjabúðir og nútíma upplýsingaveitu fyrir námsfólk, skólamenn og almenning. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 606 orð

Ecevit og hægrisinnaðir þjóðernissinnar sigruðu

BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, og flokkur hægrisinnaðra þjóðernissinna, Þjóðernissinnaði framtaksflokkurinn (MHP), voru sigurvegarar þingkosninganna í Tyrklandi á laugardag. Flokkur Ecevit fékk mest fylgi en ekki er víst að hann geti myndað nýja samsteypustjórn vegna óvæntrar fylgisaukningar MHP. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Eigendaskipti á Regnhlífabúðinni

EIGENDASKIPTI hafa orðið á snyrtivöruversluninni Regnhlífabúðinni, Laugavegi 11, en hún hefur verið starfrækt þar frá árinu 1936. Nýr eigandi er Sóley Herborg Skúladóttir en hún hefur verið framkvæmdastjóri og eigandi Lýv heildverslunarinnar sl. fjögur ár. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 715 orð

Ekki er ráðlegt að setja öll stóriðjueggin í sömu körfu

MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Stefánsson, frambjóðandi í Austurlandskjördæmi, héldu framboðsfund Samfylkingarinnar í Hótel Héraði á Egilsstöðum á sunnudag. Í framsögu Gunnlaugs kom fram að setja verður byggðamálin í algeran forgang á næsta kjörtímabili og var hann með tillögu í fimm liðum um hvernig best væri að framkvæma það. Meira
20. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Eldur í potti

SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að fjölbýlishúsi við Tjarnarlund sl. sunnudagsmorgun. Þar var nokkur reykur í íbúð, frá potti á eldavél. Ekki var um mikinn eld að ræða og lítil hætta á ferðum en reykræsta þurfti íbúðina. Skemmdir eru ekki taldar hafa verið miklar. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 438 orð

Engin teikn á lofti um að málamiðlun sé í sjónmáli

BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, funduðu í gær með leiðtogum helstu stjórnmálaflokka á Norður-Írlandi í London í því augnamiði að reyna að leysa þann vanda sem nú steðjar að friðarumleitunum í héraðinu. Enginn árangur náðist á fundinum og teikn voru á lofti um það í gær að málamiðlun í afvopnunardeilunni svokölluðu væri líkleg. Meira
20. apríl 1999 | Miðopna | 2223 orð

Er hægt að skattleggja söluhagnað veiðiheimilda?

Ekki er ágreiningur um að hagnaður af sölu á varanlegum veiðiheimildum sé einn stærsti ókostur núverandi kvótakerfis Er hægt að skattleggja söluhagnað veiðiheimilda? Ríkisskattstjóri segir í svari til Steingríms J. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1184 orð

Erlendir starfsbræður blekktir til fylgilags Íslensk erfðagreining efndi til blaðamannafundar í gær til að koma fram

LÆKNAFÉLAG Íslands lagði í síðustu viku í Chile spurningar fyrir fund Alþjóðasambands lækna um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í ályktun Alþjóðasambandsins, þar sem lýst er yfir andstöðu við lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði, Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 776 orð

Flokkurinn verði stærstur í landsbyggðarkjördæmum

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var gestur á fundi flokksins á Akureyri á laugardag. Hann nefndi í upphafi ræðu sinnar að kosningabarátta flokksins væri öflug og hún hefði farið snemma af stað, en ástæðan væri m.a. sú að skoðanakannanir hefðu mælt flokkinn með 13% fylgi en á sama tíma hefðu um 70% viljað sjá flokkinn í ríkisstjórn. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Framboðsfundur á Bíldudal

SJÁLFSTÆÐISMENN á Vestfjörðum halda framboðsfund á Bíldudal þriðjudaginn 20 apríl, í félagsheimilinu kl. 20.30. Ræðumenn verða Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, Þórólfur Halldórsson sýslumaður og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

Framsóknarflokk urinn tapar á Vesturlandi

FRAMSÓKNARFLOKKURINN tapar einum þingmanni á Vesturlandi í komandi alþingiskosningum samkvæmt skoðanakönnun sem héraðsblaðið Skessuhorn hefur gert á fylgi flokkanna og birti í liðinni viku. Flokkurinn fær 24,8% fylgi samkvæmt könnuninni, en fékk 34,1% fylgi í síðustu kosningum. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 425 orð

Fráfarandi bæjarstjóri segist halda launum fram í janúar 2001

SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum Borgarbyggðarlistans og Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Borgarbyggðar. Hefur Borgarbyggðarlistinn óskað eftir viðræðum við sjálfstæðismenn, sem fara væntanlega fram á morgun. Kristín Þ. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fræðslufundur á Greiningarstöð

FUNDUR á vegum Foreldra- og styrktarfélags Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Greiningarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, 4. hæð, Kópavogi. Þar mun Evald Sæmundsen, sálfræðingur og starfsmaður Greiningastöðvar, kynna það svið innan stöðvarinnar sem fjallar um einhverfu og málhamlanir. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fræðslufundur skógræktarfélaganna um skjólbelti

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Þetta er þriðji fræðslufundur ársins í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbankans. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Meira
20. apríl 1999 | Landsbyggðin | 61 orð

Fyrsta dekk hjá Marinex

Hveragerði-Sólningarverksmiðjan Marinex ehf. í Hveragerði hóf á laugardag framleiðslu hjólbarða til útflutnings. Fyrirtækið hefur komist inn á markaði erlendis þrátt fyrir harða samkeppni og hafa að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins öflugir fjárfestar frá Kanada og Svíþjóð óskað eftir að eignast hlut. Meira
20. apríl 1999 | Miðopna | 543 orð

Gagnlegt að skoða þetta viðfangsefni

Í SVARI ríkisskattstjóra við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni alþingismanni kemur fram að erfiðasta viðfangsefnið við hugsanlega skattlagningu á hagnaði af sölu veiðiheimilda er sá hagnaður sem þegar hefur verið innleystur í formi hlutabréfaverðs í sjávarútvegsfyrirtækjum. Ríkisskattstjóri telur nauðsynlegt að þessi hluti hagnaðarins verði einnig skattlagður til að gæta jafnræðis. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

Gaul-slysið rannsakað upp á nýtt

BREZKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að rannsaka það upp á nýtt þegar 36 manns fórust með togaranum Gaul frá Hull, sem sökk fyrir 25 árum norður af Noregi, án þess að frá honum heyrðist neyðarkall eða bitastætt brak fyndist nokkurn tímann. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Grunur um íkveikju

GRUNUR leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss við Miðstræti í Vestmannaeyjum síðdegis í gær. Var eldurinn byrjaður að læsa sig í loft og veggi kjallarans er hann var slökktur en að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum mátti litlu muna að stórbruni yrði. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 675 orð

Gömlu dægurlögin í sumarsveiflu

Sumarsveifla er yfirskrift tveggja tónleika sem Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur á sumardaginn fyrsta. Jóhanna V. Þórhallsdóttir er stjórnandi léttsveitarinnar. "Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur var stofnuð haustið 1995 á þeim tíma sem aðsóknin í Kvennakór Reykjavíkur var mjög mikil og hundrað konur þegar komnar í kórinn. Meira
20. apríl 1999 | Landsbyggðin | 201 orð

Hafinn útflutningur til Danmerkur

Búðardal -Hitabakstrar sem framleiddir eru úr íslenskum leir í Búðardal hafa reynst vel, að sögn Baldvins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Megins ehf. sem framleiðir bakstrana. Nú er verið að athuga möguleika á útflutningi og eru komin á föst viðskipti við dreifingaraðila í Danmörku. Þangað hafa farið fimm sendingar, alls á þriðja tonn. Meira
20. apríl 1999 | Landsbyggðin | 181 orð

Haldið upp á afmælisár ME

Egilsstöðum-Menntaskólinn á Egilsstöðum fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Fjölmargt verður gert til þess að minnast afmælisins. Á sumardaginn fyrsta verður skólinn með opinn dag og verður kennsla með nokkuð hefðbundnum hætti þennan dag en gestum boðið að sitja í kennslustundum og fylgjast með skólastarfinu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 501 orð

Heildsöluálagning á Íslandi ekki óeðlilega há

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., segir í viðtali nú um helgina að afkomutölur úr heildsölu á Íslandi séu of háar. Hann telur að heildsölumarkaðurinn verði að taka sig á og að miklar breytingar séu framundan. "Sá tími er liðinn að menn fái eitthvert umboð og lifi góðu af fáránlega hárri heildsöluálagningu," segir Jón. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Hlaut meiðsl við að stökkva frá borði togara

TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gær vegna mála af margvíslegum toga sem komu upp á borð hennar. Um klukkan 21 stukku tveir skipverjar frá borði portúgalsks togara, sem var að láta úr Reykjavíkurhöfn. Yngri maðurinn sem er 24 ára gamall fótbrotnaði á báðum fótum að því er talið var við fallið sem var mjög hátt, að sögn lögreglu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hlutabréf lækka um 7,7%

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum sendi í gærmorgun frá sér afkomuviðvörun þar sem ljóst er að afkoma félagsins fyrstu sex mánuði rekstrarársins er langt undir þeim væntingum sem gerðar voru til rekstrar þess á tímabilinu. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni lækkaði í gær um 7,7% á Verðbréfaþingi Íslands eftir að afkomuviðvörunin var birt. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 389 orð

Hægri-öfgasamtök segjast ábyrg fyrir ódæðinu

BRESKA lögreglan sagði í gær að samtök hægri öfgamanna sem kalla sig "Combat 18" hefðu lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræði í Brixton- hverfinu í London á laugardag, en þá sprakk naglasprengja í erilsömu vöruhúsi Iceland-verslunarkeðjunnar með þeim afleiðingum að fjörutíu og átta manns særðust. Meira
20. apríl 1999 | Smáfréttir | 27 orð

ITC-deildin Korpa heldur kynningarfund þriðjudaginn 20. apríl kl. 20

ITC-deildin Korpa heldur kynningarfund þriðjudaginn 20. apríl kl. 20 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð. Á dagskrá er m.a. kynning á ITC og ferðasögur. Allir velkomnir. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Íbúðarhús í Stykkishólmi stórskemmdist í bruna

Stykkishólmi-ÍBÚÐARHÚS við Aðalgötu 17 í Stykkishólmi stórskemmdist í eldi í gærmorgun. Þrennt var í húsinu er eldurinn kom upp, kona með tvö börn, og björguðust þau öll úr brunanum. Tilkynnt var um brunann klukkan 8.43 og var allt slökkvilið kallað út ásamt lögreglu. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 151 orð

Kabila undirritar vopnahléssamning

LAURENT Kabila, forseti Lýðveldisins Kongó, og Yoweri Museveni, forseti Úganda, undirrituðu um helgina samning um vopnahlé í átökum stjórnarhers Kabila og uppreisnarmanna, sem njóta stuðnings Úgandamanna og Rúandamanna. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kirkjan biðji fyrir friði í Kosovo

Flóttamenn frá Kosovo þakka íslensku þjóðinni Kirkjan biðji fyrir friði í Kosovo ALBÖNSKU flóttamennirnir sem búsettir eru hér á landi afhentu biskupi Íslands þakkarbréf um helgina, þar sem íslensku þjóðinni er m.a. þakkað fyrir hlýlegar móttökur. Meira
20. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Kirkjustarf

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta í Bægisárkirkju kl. 14 á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Kór kirkjunnar syngur hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar. Organisti er Birgir Helgason. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Hjalti Þórhallsson, Staðarbakka, Hörgárdal. Meira
20. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta í Svalbarðskirkju á sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 13.30. Þessi börn verða fermd: Hrönn Helgadóttir, Stapasíðu 11d, Akureyri. Jón Ragnar Guðmundsson, Svalbarði. Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju á laugardag, 24. apríl kl. 11. Þetta er síðasta samvera vetrarins í kirkjuskólanum. Meira
20. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

Kiwanisfólk gaf 7 ára börnum reiðhjólahjálma

ÞAÐ var handagangur í öskjunni í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð um helgina, en þrátt fyrir kulda og trekk stóðu þar yfir Vordagar. Líkt og venja er til á Vordögum voru félagar í Kiwanisklúbbunum Kaldbak og Emblu mættir í Sunnuhlíðina og færðu þeir öllum sjö ára börnum á Akureyri og nágrenni reiðhjólahjálma og veifur en þetta er níunda árið í röð sem Kaldbakur færir börnum reiðhjólahjálma, Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 371 orð

Kongress kveðst geta myndað nýja stjórn

KONGRESSFLOKKURINN á Indlandi kvaðst í gær geta myndað ríkisstjórn með flokkunum sem felldu stjórn Atals Beharis Vajpayees forsætisráðherra á laugardag. Kongressflokkurinn, undir stjórn Soniu Gandhi, gat þó ekki sýnt fram á að hann gæti tryggt sér meirihlutastuðning á þinginu eftir tveggja daga samningaumleitanir fyrir luktum dyrum. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Kynningarfundur Ljósbrots

LJÓSBROT, nýlega stofnaður klúbbur áhugaljósmyndara, verður með kynningarfund í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, í B-sal, laugardaginn 24. apríl og hefst hann kl. 14. Fyrirhuguð starfsemi klúbbsins kynnt og skráning nýrra félaga. Allir þeir sem áhuga hafa á ljósmyndun, jafnt byrjendur og þeir sem lengra eru komnir eru boðnir velkomnir á þennan fund. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Lagning standi yfir til 2010

Á VEGAÁÆTLUN til næstu fjögurra ára er gert ráð fyrir 228 milljónum vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að mest verði veitt til framkvæmdanna á árunum 2007 til 2010 eða 1,467 milljónum. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Leggur áherslu á verk stjórnmálaflokka

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lagði áherslu á það á fundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á sunnudag að kjósendur legðu mat á störf og árangur ríkisstjórnarinnar líkt og þegar fólk væri valið til starfa en þá væri gjarnan litið til verka viðkomndi, hvernig til hefði tekist og hvernig ætla mætti að til tækist eftir ráðningu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

LEIÐRÉTT

Í upptalningu Söru Bartels Bailey, í viðtalinu Undir heillastjörnu sl. sunnudag, á helstu valdamönnum þriðja ríkisis sem réttað var yfir í Nurnberg 1946 til 1947, slæddist óvart með nafn Göbbels. Hið rétta er að Göbbels lét lífláta sig sjálfur áður en til réttarhaldanna kom. Hann lét eitra fyrir börn sín sex þann 1. maí 1945. Klukkan 8.30 sama kvöld fékk hann SS. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 581 orð

Leita leiða í baráttu við sjúkdóma í miðtaugakerfi

LYFJARISINN Astra-Zeneca hefur hafið samstarf við Þorstein Loftsson, prófessor í lyfjafræði, og rannsóknarhóp hans hjá Háskóla Íslands og var samkomulag þar að lútandi handsalað í seinasta mánuði. Tilgangur samstarfsins er að leita að nýjum aðferðum í baráttunni við ýmsa sjúkdóma í miðtaugakerfinu, þar á meðal MS-sjúkdóminn og alzheimer, með notkun svokallaðra sýklódextrína. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Léttari og hljóðlátari blaðakerrur

VERIÐ er að taka í notkun nýjar kerrur fyrir blaðbera Morgunblaðsins sem gera þeim starfið auðveldara og tryggja ótruflaðan nætursvefn áskrifenda því þær eru léttari og hljóðlátari en þær gömlu. Verið er að dreifa kerrunum til blaðbera þessa dagana en þær eru ætlaðar þeim sem bera út meira en þrjátíu blöð. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Linux á Íslandi opnar Linux-vef

OPNAÐUR hefur verið vefur félagsins Linux á Íslandi http: //www.linux.is. Vefurinn er ætlaður sem hjálpar- og fræðslutæki fyrir þá sem annaðhvort þurfa eða vilja læra á Linux. Á vefnum er að finna helstu upplýsingar um öryggisgalla, uppfærslur á Linux og kynning á stýrikerfinu, auk mikils magns hjálparskjala. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Litlu munaði að eldur læstist í íbúðarhús

SLÖKKVILIÐIÐ í Hveragerði var kallað út vegna sinubruna við bæinn Bræðraból í Ölfusi á sunnudag. Eldurinn kom upp í kringum kl. 18 og þá hafði eldurinn náð talsverðri útbreiðslu en vindátt var mjög óhagstæð og mátti minnstu muna að eldurinn næði að íbúðarhúsinu á Bræðrabóli. Meira
20. apríl 1999 | Miðopna | 746 orð

Lyfin notuð sem gjaldmiðill

Berklar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál í Rússlandi og lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. Sjúkdómurinn breiðist ört út um þessar mundir og er ástandið í fangelsum sérstaklega slæmt. Ragna Sara Jónsdóttirræddi við hjúkrunarfræðinginn Áslaugu Arnoldsdóttur sem starfar meðal berklaveikra fanga í Georgíu. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 199 orð

Mælast til olíusölubanns á Serba

TALSMAÐUR NATO sagði í gær að bandalagið hefði mælst til þess við olíuútflutningsríki að þau hættu að selja Júgóslavíu olíu. Jamie Shea, formælandi NATO, sagði ennfremur að bandalagið væri að leita leiða til að koma í veg fyrir olíusendingar til Júgóslavíu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Námskeið í vistmenningu á Sólheimum

FYRSTA námskeið á Íslandi um vistmenningu (Permaculture Design Course) var haldið á Sólheimum á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu frá Sólheimum. Nú í sumar er fyrirhugað annað námskeið 10.­20. júní. Námskeiðið er alþjóðlega viðurkennt og er samtals 72 klst. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Námskeið um uppruna Íslendinga

NÁMSKEIÐ verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands mánudaginn 26. apríl um uppruna Íslendinga. Umsjón með námskeiðinu hefur Dr. Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
20. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Níu handteknir um helgina

NÍU manns voru handteknir um síðustu helgi vegna fjögurra fíkniefnamála sem upp komu á Akureyri. Um fjögur aðskilin mál er að ræða. Af þeim níu sem handteknir voru viðurkenndu fimm aðild sína að þeim, en fjórir báru af sér alla sök. Meira
20. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 349 orð

Næstu skref að sameina afurðastöðvar á Norðurlandi

NÆSTU skref varðandi þær skipulagsbreytingar sem nú standa yfir hjá Kaupfélagi Eyfirðinga eru að ljúka þeirri vinnu sem nú er í gangi varðandi sameiningu afurðastöðva á Norðurlandi. Þar á að leitast við að mynda sem sterkust tengsl við framleiðendur á svæðinu m.a. með eignatengingu og er markmiðið það að Norðlendingar verði í fararbroddi í afurðavinnslu og markaðssetningu hér á landi. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Opinn fundur og skemmtikvöld

SAMFYLKINGIN á Vesturlandi efnir til opins fundar um sjávarútvegs- og byggðamál á veitingastaðnum Kristjáni IX í Grundarfirði föstudaginn 23. apríl kl. 20. Frambjóðendur gera grein fyrir áherslum Samfylkingarinnar í þessum efnum og svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir eru velkomnir. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Opinn fundur stjórnmálafræðinga

FÉLAG stjórnmálafræðinga stendur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20 undir yfirskriftinni "Alþingiskosningar 1999". Stjórnmálafræðingarnir dr. Svanur Kristjánsson, dr. Stefanía Óskarsdóttir, dr. Ólafur Þ. Harðarson og dr. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ólsaragleði í Hveradölum

SJÖTTA Ólsaragleðin verður haldin í Skíðaskálanum Hveradölum laugardaginn 24. apríl nk. og hefst kl. 20. Rútuferð verður frá Hreyfilsplaninu við Grensásveg kl. 19. Boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð, skemmtun og dans og eru brottfluttir og búandi Ólsarar hvattir til að mæta, segir í fréttatilkynningu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 506 orð

Reykjavík tryggður vöxtur til norðurs með Sundabraut

Í HVAÐA átt vex höfuðborgarsvæðið á næstu árum? Til norðurs eða til suðurs? Borgar sig að hefja landfyllingar í Reykjavík og hver verður framtíð Reykjavíkurflugvallar? Þessar spurningar og fleiri voru ræddar á ráðstefnu Reykjavíkurlistans sem haldin var í Norræna húsinu sl. laugardag undir yfirskriftinni "Byggðastefna í borg". Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Samfylkingin á Seyðisfirði

OPINN stjórnmálafundur verður í Slysavarnafélagshúsinu, Seyðisfirði kl. 20.30 í kvöld. Málshefjendur verða Guðmundur Árni Stefánsson, frambjóðandi Samfylkingar í Reykjaneskjördæmi, og Einar Már Sigurðarson, frambjóðandi Samfylkingar á Austurlandi. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 326 orð

Samspil manns og náttúru í Perlunni

ÖNNUR sýningin sem haldin er undir þemanu Samspil manns og náttúru verður opnuð í Perlunni sumardaginn fyrsta kl. 13.30. "Tilgangur hennar er að kynna vörur og þjónustu sem leiða til vist- og umhverfisvænna samspils manns við náttúruna og sjálfan sig. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 701 orð

Schröder segir tíma nýs "Berlínarlýðveldis" runninn upp

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, lýsti því í gær yfir að tími nýs "Berlínarlýðveldis" væri runninn upp. Schröder sagði við hátíðlega athöfn sem fram fór í þinghúsinu í Berlín, Reichstag, að nágrannar Þýskalands þyrftu ekki að óttast flutning höfuðstöðva þýsku sambandsstjórnarinnar frá Bonn til Berlínar sem tók með formlegum hætti gildi í gær. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 31 orð

Sighvatur í Hrútafirði

SIGHVATUR Björgvinsson og Karl V. Matthíasson, efstu menn á lista Samfylkingar á Vestfjörðum, fara yfir stefnumál Samfylkingarinnar og svara fyrirspurnum í veitingaskálanum Brú, Hrútafirði kl. 15 í dag. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

Sjálfstæðisflokkur með meira fylgi

FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist heldur meira í nýlegri skoðanakönnun Gallup en í sambærilegri könnun Gallup sem gerð var um tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Framsóknarflokkurinn nýtur svipaðs fylgis nú og í könnuninni fyrir síðustu alþingiskosningar, en Samfylkingin nýtur heldur minna fylgis en flokkarnir fjórir sem að henni standa. Meira
20. apríl 1999 | Landsbyggðin | 284 orð

Sjávarsaltpúðar góðir við verkjum

Sjávarsaltpúðar góðir við verkjum Hveragerði-Góð virkni sjávarsalts við hinum ýmsu kvillum hefur löngum verið þekkt, en heldur hefur venjulegu fólki gengið erfiðlega að nálgast þá góðu eiginleika sem sjávarsaltið hefur upp á að bjóða. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Stjórnarflokkar með svipað fylgi

FRAMSÓKNARFLOKKUR fær 34,3% fylgi og Sjálfstæðisflokkur 31,7% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Gallup á fylgi flokkanna á Norðurlandi vestra, sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið dagana 13. til 18. apríl. Samfylkingin fær 24,1%, Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð 7,6%, Frjálslyndi flokkurinn 2% og Húmanistaflokkurinn 0,2%. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 28 orð

Stjórnmálafundur á Reyðarfirði

OPINN stjórnmálafundur verður á Tærgesen, Reyðarfirði kl. 20.30 í kvöld. Málshefjendur verða Bryndís Hlöðversdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Gunnlaugur Stefánsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar á Austurlandi. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 954 orð

Stöðugur straumur flóttafólks frá Kosovo

GÍFURLEGUR straumur flóttafólks var frá Kosovo um helgina sem þykir styðja þær staðhæfingar að þjóðernishreinsanir serbneskra hersveita hafi aukist verulega sl. daga. Um 50.000 manns eru taldir hafa farið yfir landamærin til Albaníu og Makedóníu um helgina. Hefur fólkið greint frá aftökum og nauðgunum hermanna á Kosovo- Albönum. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 533 orð

Tveir styrkir veittir til útgáfu fræðsluefnis

TVEIR styrkir verða í ár veittir úr Minningarsjóði prófessors dr. phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar, sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns dags. 8.12. 1948. Þetta er í þriðja sinn sem veittir eru styrkir úr sjóðnum, það var gert í fyrsta sinn sumardaginn fyrsta 1995. Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í þriðja sinn nú í vor. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Ungir sem aldnir í Gjábakka og Gullsmára

KÓPAVOGSBÆR í samráði við Félag eldri borgara í Kópavogi, ætlar að opna félagsheimilin Gjábakka og Gullsmára á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, fyrir fólk á öllum aldri. Í báðum félagsheimilum verður dagskrá frá kl. 13­17. Sömu dagskráratriði verða í báðum félagsheimilum sem mætti raunar kalla félags- og menningarsetur, á sitt hvorum tíma. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Unglingar viðurkenna árás

TVEIR unglingspiltar, 14 og 15 ára, hafa viðurkennt að hafa ráðist á konu um áttrætt í Bökkunum í Breiðholti í síðustu viku og rænt hana. Við árásina tóku sig upp gömul meiðsl konunnar og þurfti hún að leggjast á sjúkrahús í kjölfarið. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Verðlaun afhent í myndasamkeppni fréttaritara

ALLS fengu sautján fréttaritarar og ljósmyndarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni verðlaun og viðurkenningar í samkeppni um bestu ljósmyndir frá árunum 1997 og 1998. Verðlaun voru afhent við athöfn í anddyri Morgunblaðshússins síðastliðinn laugardag, í tengslum við aðalfund Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Verkefnið flókið en bent á leið

RÍKISSKATTSTJÓRI segir það flókið úrlausnarefni skattalega að setja reglur um skattlagningu hagnaðar sem myndast við sölu veiðiheimilda og erfiðast verði að skattleggja hagnað af sölu veiðiheimilda sem innleystur hafi verið í verði hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Viðhorf og reynsla af fjölskyldumiðaðri hjúkrun

ELÍN Margrét Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri flytur fyrirlesturinn "Viðhorf og reynsla slysa- og bráðahjúkrunarfræðinga af fjölskyldumiðaðri hjúkrun" mánudaginn 26. apríl kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Vilja fá flóttamenn sem fyrst

FLÓTTAMANNARÁÐ vill að tekin verði ákvörðun um komu næsta flóttamannahóps til landsins sem fyrst. Vonast er til þess að málið skýrist á fundi ráðsins í dag. Að sögn Guðjóns Bragasonar, ritara Flóttamannaráðs, er vilji til þess að móttöku flóttamanna ljúki sem fyrst. Er það í fyrsta lagi vegna mannúðarsjónarmiða, að koma fólki úr yfirfullum flóttamannabúðum í Makedóníu. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Virða fyrir sér útsýnið

MARGIR höfuðborgarbúar stunduðu sundfarir á sunnudaginn, enda viðraði þá mætavel til þess konar þolrauna. Á slíkum degi stinga sér margir beint til sunds og synda sem ákafast um stund á meðan aðrir sóla sig í skjóli eða virða fyrir sér sundgarpana og reyna að ráða í það hvenær henti best að sæta færis að koma sér í umferð í þéttskipaðri lauginni ­ sumum til hinnar mestu forvitni, Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Völlur í Engey virðist of nálægt fjöllum

ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, segir að hugmyndir Friðriks Hansens Guðmundssonar verkfræðings um nýjan Reykjavíkurflugvöll í Engey hafi ekki komið til skoðunar hjá Flugmálastjórn, en í fljótu bragði virðist starfsmönnum stofnunarinnar sem völlurinn yrði of nálægt fjallgörðum norðan við borgina. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Þakkar Íslendingum stuðninginn

GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, bar Íslendingum þökk frá lettnesku þjóðinni fyrir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði Lettlands í ágúst árið 1991. Þetta kom fram í ræðu forsetans þegar tekið var á móti honum og eiginkonu hans Aina Ulmane á Bessastöðum í gærkvöld. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Ætlar að búa hálft árið í Reykjavík

FORELDRAR þýska drengsins Tilmans Bartschs, sem þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir það að verkum að hann þolir ekki hita yfir tuttugu gráðum, ætla að leigja eða kaupa húsnæði á höfuðborgarsvæðinu til þess að hann geti dvalist hér fimm til sex mánuði á ári, meðan of heitt er fyrir hann í heimalandinu. Tilman, sem er tólf ára gamall, kom hingað sl. Meira
20. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 311 orð

Öfugur blástur æsti eldinn

ELDURINN, sem kom upp í jarðgöngum undir Mont Blanc í síðasta mánuði, varð jafn mikill og raun bar vitni vegna þess, að ítalskur loftræstistokkur dældi lofti inn í göngin í stað þess að blása því út. Kemur það fram í bráðabirgðaskýrslu franskra yfirvalda. Meira
20. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ölmusa eða laun?

VINSTRIHREYFINGIN ­ grænt framboð boðar til fundar í fundaröðinni "Rauða smiðjan - jafnrétti til lífs" um velferðarmál þriðjudagskvöldið 20. apríl kl. 20.30. Frummælendur verða Garðar Sverrisson varaform. Öryrkjabandalagsins, Margrét Guðmundsdóttir og "brotamaður kerfisins", einstaklingur sem kerfið hefur neytt út í brotamennsku til að geta lifað af. Meira

Ritstjórnargreinar

20. apríl 1999 | Leiðarar | 588 orð

HEIMSÓKN FORSETA LETTLANDS

GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, er nú staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Með heimsókninni er Ulmanis að endurgjalda heimsókn forseta Íslands til Lettlands á síðasta ári. Valdis Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, er einnig með í för og átti hann í gær fund með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra. Meira
20. apríl 1999 | Staksteinar | 371 orð

Orkulindir

MENN hafa einblínt svo á nýtingu fiskistofna, að það hefur viljað gleymast að t.d. raforkuframleiðslan getur hæglega velt umtalsvert meira fé en sem nemur verðmæti sjávarafla upp úr sjó. Þetta segir í Viðskiptablaðinu. Nýjar leiðir Meira

Menning

20. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 897 orð

Athyglisvert náttúrufar á Suðurnesjum Yst á skaganum skríður Atlantshafshryggurinn á land Bókin er með litmyndum og allan texta

Yst á skaganum skríður Atlantshafshryggurinn á land Bókin er með litmyndum og allan texta á ensku og íslensku Á Suðurnes leggja flestallir Íslendingar leið sína og á flugvöllinn fara um milljón farþegar árlega. Suðurnes eru aðeins um 1-2% af flatarmáli Íslands, en þar og á suðvesturhorni landsins búa um 70% þjóðarinnar. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 1277 orð

Ástir þriggja kynslóða

Í KVIKMYNDAVERINU við Seljaveg er verið er að taka upp fyrstu kvikmynd Ragnars Bragasonar, Fíaskó. Þegar leikstjórinn og handritshöfundurinn birtist á svæðinu óma fagnaðarlætin um allt því Ragnar er hetjan á svæðinu; nýbakaður faðir tvíburadrengja hleypur hann af fæðingardeildinni og hellir sér beint út í næstu töku. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 178 orð

Berkov sæmdur heiðursmerkjum

PRÓFESSOR Valerij Berkov frá Sankti Pétursborg var sæmdur norska heiðursmerkinu "Ridder 1 av Kongens Fortjenstorden" við hátíðlega athöfn í háskólanum í Ósló 15. apríl sl. Heiðursmerkið hlýtur hann fyrir framlag sitt til að efla þekkingu á norsku og norrænum málum og menningu í Rússlandi og víðar, og fyrir framúrskarandi fræðimennsku. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 658 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

One True Thing Sú ímynd sem við búum til af foreldrum okkar í bernsku og endist flestum til æviloka, er umfjöllunarefnið í tregafullri endurskoðun dóttur sem snýr aftur til föðurhúsanna undir erfiðum kringumstæðum. Stórleikur Streep, Hurt og Zellweger er þó það sem gefur myndinni mest gildi. Meira
20. apríl 1999 | Tónlist | 666 orð

Borgarsöngur

Borgarkórinn og einsöngvararnir Sigurður Bragason og Anna Margrét Kaldalóns fluttu íslensk og erlend lög, Jón Sigurðsson lék á píanó, Sigvaldi Snær Kaldalóns stjórnaði. Sunnudagskvöld kl. 20.30. Meira
20. apríl 1999 | Myndlist | 526 orð

Brauð dagsins, mynd vikunnar

Opið frá 14­18 fimmtudag til sunnudags. Sýningunni lýkur 25. apríl. SÝNING Gretars Reynissonar ber yfirskriftina "1998" og er eins konar framhald eða tilbrigði við sýningu sem hann hélt í febrúar á síðasta ári. Á þeirri sýningu var viðfangsefnið árið 1997, en allt það ár hafði Gretar á hverjum degi unnið litla teikningu á krossviðarplötu og auk þess eina sjálfsmynd á pappír. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 259 orð

Breiðnefsbræður stinga saman goggum

GÆSLUMENN í dýragarði í Ástralíu eru himinlifandi yfir fæðingu breiðnefstvíbura, þeirra fyrstu sem koma í heiminn í gæslu manna síðan 1944. Gæslumaðurinn Leslie Fisk sagðist hafa orðið undrandi þegar hann sá á myndbandi sem tekið var upp í greni breiðnefjanna að litli, nýfæddi breiðnefsunginn átti sér tvíbura en það hefur ekki gerst áður í dýragarði. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 451 orð

Bretar á Broadway

BREZKIR fjölmiðlar gera mikið úr því, að stór hluti þeirra leikrita, sem nú er sýndur á Broadway í New York, og reyndar utan Broadway líka, sé brezkur og reyndar sé aðeins eitt nýtt leikrit bandarískt þar á fjölunum þetta leikárið, sem eigi reyndar ákaflega erfitt uppdráttar hjá áhorfendum. Meira
20. apríl 1999 | Tónlist | 494 orð

Drungi og dýrð

Sjostakovitsj: Tríó í e-moll Op. 67; Schubert: Tríó í B-dúr Op. 99. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Anssi Karttunen, selló; Gerrit Schuil, píanó. Kirkjuhvoli í Garðabæ, laugardaginn 17. apríl kl. 17. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 207 orð

Ekkert lát á vinsældum Mary

FÁAR kvikmyndir hafa notið jafn gífurlegra vinsælda undanfarið og gamanmyndin Það er eitthvað við Maríu með Cameron Diaz, Ben Stiller og Matt Dillon í aðalhlutverkum. Fádæma aðsókn var á myndina þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum og ekkert lát virðist á vinsældunum eftir að hún var gefin út á myndbandi. Heldur myndin enda toppsætinu aðra vikuna á lista. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Elton bregður á leik

ROKKSTJÖRNURNAR Elton John og Sting brugðu á leik á tónleikum á laugardaginn þegar þeir dönsuðu um sviðið við lagið "Love and Marriage" og hafði Sting brúðarslör á höfði þrátt fyrir að báðir væru að öðru leyti herralega klæddir. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 215 orð

Forveri Drakúla vakinn upp

EFTIR 120 ár í glatkistunni kemur fyrsta saga Bram Stokers, höfundar Drakúla, nú fyrir almenningssjónir á ný. Í grein í The Sunday Timessegir að þessa fyrstu sögu sína, sem kalla má Hæg er leið til helvítis (Primrose Path), hafi Stoker skrifað, þegar hann var 27 ára, röskum tveimur áratugum áður en Drakúla greifi leit dagsins ljós 1897. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 53 orð

Franskt kvöld í Kaffileikhúsinu

TÓNLIST Francis Poulenc í leikhúsformi, sem flutt var í Kaffileikhúsinu 27. mars sl., verður endurtekin í kvöld, þriðjudag kl. 21. Flutt verða fimm verka Poulenc, samin á árunum 1919­1940. Í fyrstu eru ljóðin flutt af Sævari Sigurgeirssyni, leikara, en síðan tekur Þórunn Guðmundsdóttir, söngkona, við þeim og flytur ásamt hljóðfæraleikurum. Meira
20. apríl 1999 | Kvikmyndir | 398 orð

Hlutverk Simons í lífinu

Leikstjórn og handrit: Mark Steven Johnson. Aðalhlutverk: Ian Michael Smith, Joseph Mazzello, Oliver Platt, David Strathairn, Ashley Judd og Jim Carrey. SIMON Birch er önnur aðalpersónan í samnefndri bíómynd, sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 625 orð

Hringlaga handklæði seldust ekkert en þá komu kvikmyndirnar

MENNIRNIR bak við myndina Það er eitthvað við Mary eru bræðurnir Peter og Bob Farrelly sem eru báðir nýskriðnir yfir fertugt og búa í litlum bæ í Nýja-Englandi. Mynd þeirra um Mary sem þeir bæði skrifuðu handritið að og leikstýrðu er að fara yfir 340 milljóna dollara markið sem er besta gengi myndar frá bræðrunum, en aðrar myndir á lista þeirra eru Heimskur heimskari og keilumyndin Kingpin. Meira
20. apríl 1999 | Myndlist | 916 orð

Hönnun á alþjóðavísu

Opið alla daga frá 10­18. Til 24. maí. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. MÓTUN og hönnun hluta, fartækja, bygginga og umhverfis er það sem hvert metnaðargjarnt nútímaþjóðfélag leggur ómælda áherslu á nú um stundir og hefur farið stigmagnandi alla öldina. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 168 orð

Illa gefnir glæpamenn Innbrotsmenn (Safe Men)

Framleiðsla: Andrew Hauptman. Handrit og leikstjórn: John Hamburg. Kvikmyndataka: Michael Barrett. Tónlist: Theodore Shapiro. Aðalhlutverk: Sam Rockwell, Steve Zahn og Mark Buffalo. 85 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, apríl 1999. Öllum leyfð. Stundum lendir maður í að horfa á undarlegar kvikmyndir sem erfitt er að setja í flokk með öðrum myndum. Meira
20. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 356 orð

Jarðsaga Reykjanesskaga

REYKJANESSKAGI dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af, eins og mynd 2.02 sýnir. Þessi kafli um jarðfræði fjallar um skagann í heild. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 187 orð

Krýningarmessa Mozarts í Langholtskirkju

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika sumardaginn fyrsta, og laugardaginn 24. apríl, kl. 17 í Langholtskirkju báða dagana. Viðfagnsefnið eru íslensk lög m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Þórarin Guðmundsson, Eyþór Stefánsson, Sigfús Einarsson og Björgvin Þ. Valdimarsson. Einnig eru á efnisskránni lög eftir Hans Nyberg, G. Bizet, G.F. Händel og Krýningarmessa W.A. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Kvennaraddir í sumarsveiflu

Á SUMARDAGINN fyrsta mun Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur bjóða til söngveislu í Íslensku óperunni, kl. 17 og 20. Á dagskrá eru íslensk og erlend lög. Með Léttsveitinni leika Árni Scheving, Pétur Grétarsson, Rúnar Georgsson, Tómas R. Einarsson og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, sem er undirleikari kórsins. Einsöngvari er Jón Kr. Ólafsson. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð

Lifandi gínur í sýningargluggum

FRANSKI hönnuðurinn Chantal Thomas tók upp á því nýlega að fá lifandi gínur til að standa í sýningargluggum Lafayette gallerísins frá 13. apríl til 8. maí næstkomandi. Sex gluggum var breytt í dyngjur þar sem gínurnar eru og kynna undirfatnað. Uppátækið hefur þegar vakið töluverða athygli enda tilbreyting frá stífum og starandi plastgínum annarra verslana. Meira
20. apríl 1999 | Tónlist | 534 orð

Meistaraverk í kyrrþey

Ýmis erlend kórverk. Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Einleikur á flautu: Eyjólfur Eyjólfsson. Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, sunnudaginn 18. apríl kl. 17. ÓDAUÐLEG orð Churchills um RAF eftir orrustuna um England 1940 hafa áður orðið manni umritunarsnið útlegginga. Meira
20. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 396 orð

Mikill áhugi á framhaldsnámi við KHÍ

FRAMHALDSDEILD hins nýja Kennaraháskóla Íslands býður þeim stéttum sem skólinn þjónar framhaldsnám á nokkrum námsbrautum. 170 nemendur stunda nú nám við deildina, ýmist í fjarnámi eða staðbundnu námi. Unnt er að ljúka framhaldsnámi við Kennaraháskólann með tvennum hætti, formlegri viðurkenningu (diplómu) eða meistara-prófi (M.Ed.). Alls hafa tuttugu nemendur lokið meistaragráðu frá skólanum. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

Mónó býður í bíó

Í TILEFNI þess að útvarpsstöðin Mónó var að opna vefsíðu var gestum þeim sem kíktu á síðuna og skráðu sig boðið í bíó síðastliðið fimmtudagskvöld. Sýnd var mynd Nicolas Cage, 8MM og fengu þeir 200 fyrstu sem skráðu sig frítt í bíó. Á heimasíðunni verður boðið upp á ýmislegt sem mun eflaust gleðja unga fólkið svo sem bíóferðir, partí, tónleika, svo eitthvað sé nefnt. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 64 orð

Námskeið í hlustun á klassíska tónlist

ÁTTA kvölda námskeið í hlustun á sígildri tónlist hefst mánudaginn 3. maí og verður á efstu hæð veitingastaðarins Caruso, Þingholtsstræti 1. Á námskeiðinu verða tekin fyrir valin tónverk og fjallað um helstu atriði er varða stíl, form, uppbyggingu og listrænt gildi. Grannt verður hlustað á nokkur lykilverk tónbókmenntanna, m.a. verða mismunandi flytjendur bornir saman. Meira
20. apríl 1999 | Bókmenntir | 681 orð

Njósnir um eigið líf

eftir Sindra Freysson. Forlagið 1999 ­ 104 bls. EINN meginkostur nútímaljóðsins er sá að þar ræður ímyndunaraflið ríkjum. Við verðum að líta á það sem sjálfstæðan heim handan veruleikans. Samt má alveg eins segja að ljóðin séu veruleikinn sjálfur í búningi ljóðsins. Meira
20. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 153 orð

Ný bók

Út er komin hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands bókin Skólastarf og gæðastjórnun eftir dr. Börk Hansen dósent við Kennaraháskólann og Smára S. Sigurðsson gæðastjóra við Iðntæknistofnun. Í bókinni eru skýrð á aðgengilegan hátt tiltekin sjónarmið við stjórnun skóla sem sótt eru til hugmynda um gæðastjórnun. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 109 orð

Nýjar bækur HJÓNASVIPUR er

HJÓNASVIPUR er eftir hjónin Sturlu Friðriksson og Sigrúnu Laxdal. Bókin er safn vísna og gamankvæða sem hjónin, Sturla og Sigrún, hafa ort í ferðum á hrossum um hálendi landsins í fylgd félaga sinna. Í bókinni eru hestavísur og ýmsar aðrar ferskeytlur, stökur og kviðlingar. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 116 orð

Nýjar bækur KOKKTEILAR e

KOKKTEILAR er eftir David Biggs í þýðingu Atla Magnússonar. Bókin er prýdd fjölda litmynda og í henni eru yfir hundrað aðgengilegar uppskriftir að jafnt sígildum sem óvenjulegum hanastélum, segir í fréttatilkynningu. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 78 orð

Óperutónleikar í Egilsstaðakirkju

ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands heldur óperutónleika í Egilsstaðakirkju á morgun, miðvikudag kl. 20.30. Þetta eru fjáröflunartónleikar vegna uppfærslu á Töfraflautunni eftir Mozart á komandi sumri á Eiðum og endir á söngferðalagi hópsins um Austurland nýlega. Á efnisskránni eru óperuaríur, dúettar og kórar, m.a. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 154 orð

Píanótónar á Háskólatónleikum

Á SÍÐUSTU Háskólatónleikum vetrarins í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30, leikur píanóleikarinn Unnur Fadila Vilhelmsdóttir sónötu opus 31 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven og Etude-Tableaux opus 39 nr. 2 eftir Sergei Rachmaninov. Beethoven (1770­1827) lauk við sónötuna árið 1802. Hún er í fjórum köflum og einkennist af léttleika og húmor, segir í fréttatilkynningu. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 91 orð

Rauða kryddið á ferð og flugi

KRYDDPÍAN fyrrverandi Geri Halliwell er búin að gefa út sína fyrstu smáskífu á sólóferlinum. Ár er nú liðið síðan hún stökk úr kryddhillunni og sagði skilið við þær Victoriu, Emmu, Mel C og Mel B. Lagið hennar heitir "Look at me" og á eflaust eftir að hljóma á öldum ljósvakans á næstunni en breiðskífa er væntanleg innan skamms. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Reykjalundarkórinn syngur inn sumarið

REYKJALUNDARKÓRINN heldur tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld, síðasta vetrardag, kl. 20.30. Kórinn er að mestu skipaður starfsmönnum Reykjalundar og mökum þeirra og er þetta þrettánda starfsár hans. Efnisskráin er fjölbreytt, sígild tónverk, bæði innlend og erlend. Ásdís Arnalds syngur einsöng með kórnum. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Rökkurkórinn fagnar sumri

RÖKKURKÓRINN úr Skagafirði heldur í sína árlegu vorferð og heldur tónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 22. apríl kl. 21. Þá heldur kórinn tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 23. apríl kl. 20.30, þá í Hlégarði, Mosfellsbæ, ásamt Reykjalundarkórnum, laugardaginn 24. apríl kl. 14 og um kvöldið syngur kórinn á Jörvagleði í Dalabúð kl. 20.30. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 229 orð

Sigurvegarinn keppir í Kína

FORDKEPPNIN fór fram í Héðinshúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Keppnin var glæsileg að vanda þar sem ungar fyrirsætur freista þess að komast á samning erlendis en allir keppendur eru á samning hjá fyrirsætuskrifstofunni Eskimo models er stóð að keppninni en sjónvarpsstöðin Sýn sýndi beint frá keppninni. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Skólatónleikar í Borgarhólsskóla

SÖNGDEILD Tónlistarskóla Húsavíkur verður með tónleika í sal Borgarhólsskóla í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram þau Ásta Magnúsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Garðar Eggertsson og Kristján Þórhallur Halldórsson, en þessir nemendur eru að ljúka 6. stigi í söngnámi. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 432 orð

Stutt og sterk saga um kynþáttahatur

DANIR hlutu Óskarinn í ár fyrir bestu stuttmyndina "Valgaften" eða "Kosninganóttin" eftir Anders Thomas Jensen. Þetta er þriðji Óskarinn sem fellur frændum okkar í skaut, því áður höfðu Bille August og Gabriel Axel fengið Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 55 orð

Sumargleði í Norræna húsinu

SUMARGLEÐI Barna og bóka ­ Íslandsdeildar IBBY verður haldin í Norræna húsinu sumardaginn fyrsta og hefst klukkan 14. Veittar verða árlegar viðurkenningar félagsins fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga. Einnig verða veitt verðlaun í samkeppninni Ljóð unga fólksins, sem er á vegum almenningsbókasafna. Framtíðarskáld lesa úr ljóðum sínum. Aðgangur er ókeypis. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 259 orð

Sungið inn í sumarið í Hallgrímskirkju

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju kveður veturinn með tónleikum að kvöldi síðasta vetrardags í Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 21. apríl kl. 20. Eingöngu verða flutt kórverk án undirleiks; mótettur eftir Bruckner, Brahms og Mendelssohn, auk verka eftir Arvo Pärt og íslenska höfunda. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 103 orð

Sýning á dagbókarskrifum

HJÁ Máli og menningu kemur út á morgun, miðvikudag, sýnisbók með úrvali dagbókarskrifa Íslendinga frá Degi dagbókarinnar sem haldinn var 15. október sl., en safninu eru enn að berast aðföng. Af þessu tilefni mun Landsbókasafn efna til sýningar á nokkrum af þeim nýju aðföngum sem bárust í átakinu 15. október sl. Sýningin mun standa út aprílmánuð. Meira
20. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 78 orð

Sýning á hafnaboltamyndum

HAFNABOLTAMAÐURINN Joe DiMaggio varð strax í lifanda lífi goðsögn meðal áhugamanna leiksins. Á ferli hans voru gefin út sjö hafnaboltamyndir með kappanum sem eru fágætir safngripir í dag. Á sýningu sem opnuð var í Metropolitan-safninu í Bandaríkjunum nýverið verða myndirnar til sýnis næstu mánuðina, sú elsta frá nýliðaári hans í boltanum 1936. Meira
20. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 166 orð

Uppeldi

2. TBL. Uppeldis 1999 er komið út. Blaðið er litprentað og kennir ýmissa grasa í efnisvali. Þar má telja meðal annars tengsl móður og barns, hvaða áhrif hafa þau á heilaþroska barnsins, sagt frá námskeiðinu Börn eru líka fólk, sem Stefán Jóhannsson fjölskylduráðgjafi stendur fyrir, Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Varúlfaminnið í miðaldabókmenntum

AÐALHEIÐUR Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur heldur erindi í Skólabæ annað kvöld, miðvikudag, kl. 20.30, er nefnist "Um dýrið innra. Varúlfar í íslenskum midaldabókmenntum". Aðalheiður fjallar um helstu einkenni varúlfaminnisins í íslenskum miðaldabókmenntum og er á það litið frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað verður um upptök minnisins og uppruna hérlendra sagna, þ.ám. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 234 orð

Vika bókarinnar

Í VIKU bókarinnar sem hefst í dag, þriðjudag verður eftirfarandi dagskrá: Súfistinn Bókmenntakvöld verður á Súfistanum, kaffihúsinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30. Þar verða fjórar nýjar og væntanlegar ljóðabækur kynntar og lesið verður úr tveimur nýjum þýðingum. Meira
20. apríl 1999 | Bókmenntir | 569 orð

Viskan og bænin

eftir óþekktan höfund og Balthasar Garcián í þýðingu Ísaks Harðarsonar. Forlagið. 1998. VISKAN og bænin eru tvær hliðar á vitundarlífi manna og þeim má hæglega stilla upp sem andstæðum. Bænin er andleg brú yfir til guðdómsins en viskan er áþreifanlegur lærdómur aldanna, nærtækur og höndlanlegur. Ísak Harðarson hefur verið drjúgur við þýðingar að undanförnu. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 136 orð

Vortónleikaferð framundan

KARLAKÓR Selfoss er um þessar mundir að hefja sína árlegu vortónleikaröð og verða tónleikar kórsins á eftirtöldum stöðum: Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 23. apríl kl. 20.30, Þorlákskirkju Þorlákshöfn sunnudaginn 18. apríl kl. 16, Fjölbrautaskóla Suðurlands 22. apríl kl. 20.30. Á Blönduósi tekur kórinn þátt í Húnavöku laugardaginn 24. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Öðlingakvöld á Múlanum

KVARTETT Ómars Axelssonar leikur á Múlanum í kvöld, þriðjudag kl. 21.30, á Múladjassviku sem nú stendur yfir. Tónleikarnir bera yfirskriftina Gulldrengir meðal hljómlistarmanna til margra ára. Hljómsveitin, sem skipuð er Ómari Axelssyni, píanóleikara, Hans Jenssyni, saxófónleikara, Gunnari Pálssyn, kontrabassaleikara og Þorsteini Eiríkssyni trommuleikara, leikur þekkt djasslög. Meira

Umræðan

20. apríl 1999 | Aðsent efni | 819 orð

60 ár frá ákvörðun um stofnun DAS

Um 200 aldraðir eru nú í þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili, segir Guðmundur Hallvarðsson, og tæplega 200 bíða eftir að fá inni á vistheimili. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 800 orð

Af hverju Grænt framboð?

Þeirri öfugþróun sem íslensk stjórnvöld standa nú fyrir á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, verður að linna. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 515 orð

Annað sterkasta aflið í íslenskum stjórnmálum

Alþýðubandalagsmenn ákváðu með miklum meirihluta atkvæða, segir Ragnar Arnalds, að taka þátt í stofnun þessa volduga stjórnmálaafls. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 504 orð

"Er skynsamlegt að breyta?"

Íslendingar, segja þeir Pétur Björnsson ogHalldór K. Högnason, mega ekki glutra niður árangri undanfarinna ára. Meira
20. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Er sæmandi að börn öryrkja sjái fyrir foreldrum sínum og heimili?

ÞVÍ ER þannig farið þegar öryrki fer og leitar fjárhagsaðstoðar hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, sem nú heitir Félagsþjónusta Reykjavíkur, að byrjað er á því að kanna hverjar fjölskylduaðstæður hans eru og reiknað út hvað hann hefur sér til framfærslu á mánuði. Og ekkert nema allt gott um það að segja. En við skulum skoða hvernig þessi útreikningur fer fram. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 816 orð

Heimir Pálsson veldur nýju hneyksli

MESTI hrakfallabálkur íslenskra bókmenntagagnrýnenda, Heimir Pálsson, hefur sent frá sér nýja bók: Sögur, ljóð og líf. Undirtitill: íslenskar bókmenntir á 20. öld. Og hann er sannarlega við sama heygarðshornið hvað snertir rangfærslur og atvinnuróg. Í 1. útgáfu Strauma og stefna eftir Heimi var hvergi getið um Gunnar Gunnarsson, Kristmann eða Guðmund Daníelsson. Þeirra er nú getið. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 561 orð

Hvað eru mennirnir að segja?

Ef fólk leggur það á sig, segir Kolbrún Halldórsdóttir, komast nú einhverjir að þeirri niðurstöðu að allir séu flokkarnir að syngja sama lagið. Meira
20. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 325 orð

Hvatningarávarp til borgarstjóra ­vegna sérkennilegrar hegðunar kennara 15. apríl sl.

NÚ ER þér vandi á höndum og berst hér aðstoð úr óvæntri átt við lausn hans. Hin áður dagfarsprúða og löghlýðna stétt, grunnskólakennarar, kom þér vafalaust á óvart með því undarlega framferði sem hún sýndi í dag. Auðvitað ætti þetta fólk að fara að lögum og þegja þakklátt. Meira
20. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 824 orð

Kvótinn séreign ­ Hvers vegna?

ÉG GET ekki orða bundist lengur yfir þeim tvískinnungi og óréttlæti, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt í verki á undanförnum árum og áratugum, sem er: Kvótaúthlutun til handa þeim er höfðu stundað fiskveiðar við Ísland í 3 ár á D- degi árið 1983. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 663 orð

Milli fjalls og fjöru ­ Skógarsjóðurinn

Markmið sjóðsins, segir Þórður Þórðarson, er að stuðla að skógrækt á Íslandi. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 839 orð

Nátttröll

Kirkjunnar mönnum, prestum og öðrum sem þykjast tala í nafni kristindómsins, segir Ragnar Fjalar Lárusson, hættir of oft til að vilja kaupa friðinn hvað sem það kostar. Meira
20. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 261 orð

Opið bréf til Tryggingastofnunar ríkisins, heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis

MÉR FINNST orðin full ástæða til að láta heyra frá mér, þar sem meðferðin á öryrkjum er orðin algjörlega óviðunandi í þessu velferðarríki. Ég er 38 ára gömul og er 75% öryrki. Ég er mikill gigtarsjúklingur með hrygggigt og vöðvagigt ásamt því að vera asmasjúklingur. Einnig er ég einstæð móðir með þrjú börn á framfæri. Meira
20. apríl 1999 | Kosningar | 483 orð

Ótrúleg umræða

Skrúðmælgi foringjanna nú rétt fyrir kosningar um nauðsyn þess að ná sáttum um sjávarútvegsmálin, segir Sverrir Hermannsson, er glært froðusnakk. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 285 orð

Sjálfvirkur sleppibúnaður í öll skip

Ég óska íslenskum sjómönnum til hamingju með, segir Halldór Blöndal, að nú skuli vera völ á sjálfvirkum sleppibúnaði. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 589 orð

Skattheimtumönnum svarað

Ég myndi síðastur manna halda því fram að regluverk LÍN sé fullkomið, segir Björgvin Guðmundsson sem telur víðs fjarri að líkja stúdentum við sveltandi börn í þriðja heiminum. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 167 orð

Vegna "Péturs Gauts"

GUÐMUNDUR G. Þórarinsson verkfræðingur ritar í Lesbók Morgunblaðsins 17. þ.m. grein um leikritið Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen og birtir þar mjög snjalla hugleiðingu um þetta merkilega skáldverk. Mig langar til að hafa orð á því, að tveimur ljóðlínum, sem hann vitnar til í þýðingu minni, hef ég breytt nokkuð frá því sem er í útgáfutexta. Þar sem segir á frummáli í 911. og 912. Meira
20. apríl 1999 | Aðsent efni | 463 orð

Velferðarþjóðfélag?

Ég vil ekki þurfa að velja um hvort barnið mitt hlýtur góða menntun sem kostar mig lífeyrissparnaðinn, segir Drífa Snædal, eða laka menntun í ríkisreknum skóla. Meira
20. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 453 orð

Yfir 40% aldraðra hafa fjárhagsáhyggjur

Í MORGUNBLAÐINU 8. apríl sl. birtist frétt þar sem sagt er frá ummælum Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um niðurstöður könnunar á högum aldraðra. Ég er enginn sérfræðingur um málefni aldraðra en verð að segja að mér þykja túlkanir Ingibjargar á niðurstöðunum sem fram koma í þessari frétt með ólíkindum svo ég get ekki stillt mig um að benda á nokkur atriði. Meira

Minningargreinar

20. apríl 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Ágústa Kristín Bass

Í dag kveðjum við Kristínu Bass frá Brekku. Það var eins og reiðarslag þegar okkur barst það til eyrna að hún Stína okkar væri öll. Hvers vegna Stína? Hvers vegna tekur skaparinn hana frá okkur svona fljótt? Við sem áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman bæði í leik og starfi. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 551 orð

Ágústa Kristín Bass

Í dag kveðjum við kæra vinkonu og skólasystur, Ágústu Kristínu Bass. Stína, eins og hún var kölluð, var ein í hópi fjörutíu og tveggja ungra stúlkna víðsvegar að af landinu, sem komu til náms í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði veturinn 1962 - 63 og er önnur úr þessum hópi sem kveður þetta jarðneska líf. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 372 orð

Ágústa Kristín Bass

Nú er dag tekur að lengja og gróður fer að vakna úr vetrardvala, ber skyndilega skugga á tilveru okkar. Enn á ný erum við minnt á dauðann. Stína vinkona er kölluð burt svo fljótt sem örskot. Við sitjum eftir sem lömuð. Stína var náttúrubarn, fædd í maí, og var vorið hennar tími. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 394 orð

Ágústa Kristín Bass

Með örfáum orðum langar mig að minnast og kveðja Stínu frænku á Brekku. Mér fannst alltaf sem hún Stína væri líka frænka mín, eins og mannsins míns, vegna tengsla hennar og móðurafa míns. En blóðtengd var hún hvorugu okkar. Stína átti alveg sértakan sess í hjörtum okkar. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 558 orð

Ágústa Kristín Bass

Hún Stína er dáin. Þessar fréttir virtust svo ótrúlegar og óraunverulegar þegar þær bárust okkur systkinunum daginn sem hún dó. Að þessi lífsglaða kona, sem maður sá svo auðveldlega fyrir sér brosandi og með gamanyrði á vör, hefði verið kölluð burt svo skyndilega. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 178 orð

Ágústa Kristín Bass

Ágústa Kristín Bass Snert hörpu mína himinborna dís svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÁGÚSTA KRISTÍN BASS

ÁGÚSTA KRISTÍN BASS Ágústa Kristín Bass fæddist á Akranesi 21. maí 1945. Hún lést á heimili sínu 7. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ 17. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Daðína Matthildur Guðjónsdóttir

Það var suðvestan andvari, sléttur sjór og sólskin. Í austri glampaði á snjóþakta Goðeyju og fjallstoppana. Heima var frændgarðurinn allur að fylgja henni ömmu minni til grafar en ég stóð á dekki við Noregsstrendur og beindi ásjónunni til vesturs og reyndi að láta hug og hjarta vera hjá frændum og vinum. Amma Dadda tróð aldrei neinum um tær. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 34 orð

DAÐÍNA MATTHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR

DAÐÍNA MATTHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR Daðína Matthildur Guðjónsdóttir fæddist á Arnarnúpi í Kelduhverfi í Dýrafirði hinn 30. desember 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 17. mars. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 668 orð

Guðbjörg María Gísladóttir

Þegar ég var lítil stelpa og bjó í Garðahreppi ­ nú Garðabæ ­ kom Bubba oft í heimsókn til foreldra minna. Mér fannst Bubba alltaf vera ein úr minni fjölskyldu, hún var meira en einhver frænka. Á þessum árum átti Bubba VW ­ hvíta bjöllu ­ hún kom í öllum veðrum, hún komst allt á bjöllunni, Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Guðbjörg María Gísladóttir

Þú lagðir yfir land og sjó lífsbraut ævi þinnar. Gleði og orka í brjósti bjó. Það blessun saman tvinnar. Fallin er í valinn mikilhæf og góð vinkona mín. Frá þeim degi, er ég kynntist henni fyrst, hef ég hrifist af dugnaði hennar, þrautseigju og ekki síst styrk hennar bæði í mótbyr og meðbyr. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR

GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR Guðbjörg María Gísladóttir fæddist í Borg í Skötufirði hinn 12. apríl 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 32 orð

HELGA EIÐSDÓTTIR

HELGA EIÐSDÓTTIR Helga Regína Eiðsdóttir fædist að Krókum í Fnjóskadal 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Dalvík 2. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dalvíkurkirkju 9. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 540 orð

Helga Regína Eiðsdóttir

Föstudagurinn langi stóð svo sannarlega undir nafni. Við vorum vaktar snemma um morguninn og okkur sagt að amma Helga væri dáin. Á skírdag þegar við sáum þig síðast varstu við þín daglegu störf eins og ekkert hefði í skorist. Allt benti til þess að þér væri að batna og þú talaðir um hvað væri á dagskrá í nánustu framtíð. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Helga Sigmarsdóttir og Kjartan Magnússon

Kær frænka, Helga Sigmarsdóttir, frá Mógili á Svalbarðsströnd, er látin. Hún kvaddi þetta jarðlíf á sólfögrum páskadegi, jafn kyrrlátt og hljótt eins og hún lifði. Ég var smástelpa þegar ég kom að sunnan í heimsókn í Mógil að beiðni föður Helgu. Hann var ekkjumaður eftir langömmusystur mína og var ég látin heita í höfuðið á konu hans. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 105 orð

Helga Sigmarsdóttir og Kjartan Magnússon

Einhvern veginn finnst manni að ástvinir manns lifi að eilífu og allt verði ætíð óbreytt. Svo er auðvitað ekki. Lífið gengur sinn gang og dauðinn er jú hluti af tilverunni. Elsku amma og afi. Við kveðjum ykkur með söknuði, en minnumst með þakklæti allra yndislegu stundanna, sem við áttum með ykkur. Við trúum því að nú líði ykkur vel og þið haldið saman á vit nýrra ævintýra. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Helga Sigmarsdóttir og Kjartan Magnússon

Kjartan afi í Mógili, var stór hluti af lífi mínu, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara en að hafa litlar frænkur konu sinnar í fóstri, ekki bara á sumrin heldur seinna árið um kring. Það var fátt sem togaði mig meira burt frá ástríku heimili foreldra minna en hugsunin um Mógil, sólina sem ávallt skein í Eyjafirði, trésmíðalyktina og fjósalyktina af Kjartani, Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 246 orð

Hólmfríður S. Árnadóttir

Í örfáum orðum langar okkur að minnast ömmusystur okkar, Hólmfríðar S. Árnadóttur. Lillý frænka, eins og hún var alltaf kölluð, var alveg einstök kona með stórt hjarta, sem allir nutu góðs af. Lillý reyndist Jóhönnu frábær systir, umvafði hana umhyggju sinni og næmum kærleika allt til hinstu stundar, en Jóhanna gekk aldrei heil til skógar. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 33 orð

HÓLMFRÍÐUR S. ÁRNADÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR S. ÁRNADÓTTIR Hólmfríður S. Árnadóttir fæddist á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði 18. ágúst 1916. Hún lést á Elliheimilinu Grund 5. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 15. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 662 orð

Höskuldur Egilsson

Elsku pabbi. Kveðjustundin er runnin upp. Það er svo margt sem mig langar að segja þér enda skipar faðir alltaf órjúfanlegan sess í lífi ungrar stúlku. Fyrst kemur upp í huga mér innilegt þakklæti fyrir traust uppeldi og ómælda ást. Þú kenndir mér snemma að þekkja muninn á réttu og röngu og þú sást ávallt til þess að ég fylgdi eigin sannfæringu. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð

HÖSKULDUR EGILSSON

HÖSKULDUR EGILSSON Höskuldur Egilsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 3. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 730 orð

Iðunn Geirdal

Mín elskulega móðursystir og besta vinkona er horfin frá mér, eins og margir aðrir. Hún kallaði mig alltaf systur sína enda ólumst við upp saman úti í Grímsey. Foreldrar hennar og afi og amma mín voru Steinólfur Eyjólfsson Geirdal, kennari og útgerðarmaður með meiru, og Hólmfríður Sigurgeirsdóttir Geirdal ljósmóðir. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 31 orð

IÐUNN STEINÓLFSDÓTTIR GEIRDAL

IÐUNN STEINÓLFSDÓTTIR GEIRDAL Iðunn Eyfríður Steinólfsdóttir Geirdal fæddist í Grímsey 18. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 30. mars. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 1671 orð

Ingvar Kristinn Þórarinsson

Ingvar Þórarinsson ólst upp við ástríki og öryggi á heimili foreldra sinna í Þórarinshúsi á Húsavík á þeim dögum þegar hjólbörur voru helstu flutningatæki almennings og fólk gaf sér tíma til að leysa snærishnúta í stað þess að skera á tauma utan af pinklum og pökkum. Nánast engu var hent. Hver varð að búa að sínu og snæristaumur gat komið í góðar þarfir í eigin þágu eða annarra. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 29 orð

INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON

INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON Ingvar Kristinn Þórarinsson fæddist á Húsavík 5. maí 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 7. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 17. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Jóhann Salberg Guðmundsson

Þegar við systkinin fæddumst, áttum við fjórar ömmur og einn afa. Þar til fyrir rúmum tveim vikum áttum við afa og ömmu, en nú er afi farinn yfir móðuna miklu. Einingin "amma og afi" er dottin í sundur og Helga, amma okkar, er orðin ekkja. Einhvern veginn hefur manni fundist að afi og amma séu eins konar eilífðarvél, sem gangi og gangi á meðan maður sjálfur er til. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 30 orð

JÓHANN SALBERG GUÐMUNDSSON

JÓHANN SALBERG GUÐMUNDSSON Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 4. september 1912. Hann lést á Landspítalanum 19. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. mars. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 547 orð

Júlíana Björnsdóttir

Látin er Júlíana Björnsdóttir heiðursfélagi í Kvenfélagi Bessastaðahrepps og elsti Álftnesingurinn. Ung kom hún að Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Sú ferð hafði farsælan endi. Hún giftist bóndasyninum Sveini Erlendssyni. Hann var sonur Erlends bónda og hreppstjóra á Breiðabólsstöðum Björnssonar. Bræðurnir Björn og Sveinn tóku við búinu eftir hans dag. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Júlíana K. Björnsdóttir

Fallin er frá okkar elsta félagskona og heiðursfélagi, Júlíana K. Björnsdóttir. Minning okkar um Júlíönu er sérstaklega ljúf. Hún var hin sanna kvenfélagskona, sem vann öll þau störf sem hún tók að sér fyrir félagið okkar, með bros á vör, og aldrei hvörfluðu að henni önnur laun en að gleðjast yfir vel unnu verki. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 536 orð

Júlíana K. Björnsdóttir

Elsku amma. Fyrir u.þ.b. þrjátíu og fimm árum grét ég mig um tíma í svefn á hverju kvöldi af því að ég óttaðist svo að ég færi að missa ykkur afa sem mér þótti svo óumræðilega vænt um. Ég var fyrsta barnabarn ykkar og heimili ykkar var mitt annað. Ég var svo lánsöm að fá að njóta sérstaks ástríkis ykkar og nær daglegra samvista við ykkur allan minn uppvöxt. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 832 orð

Júlíana K. Björnsdóttir

Klukkan slær tólf á hádegi: "Nú verða sagðar fréttir." Þetta eitt - klukknahljómur og hádegisfréttir kalla nú fram ótal minningar; tregablandnar tilfinningar. Einhvern veginn finnst manni fráleitt að hægt sé að segja hádegisfréttir án þess að amma hlusti á þær; standi með krosslagðar hendur við eldhúsvaskinn og fylgist með fólkinu sínu nærast um leið og hún fræðist um stöðu heimsmálanna. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 879 orð

Júlíana K. Björnsdóttir

Milli austfirskra fjalla er Lagarfljótið, nú ísilagt, teygir sig út dalinn og gæti fljótt á litið minnt á Hrútafjörðinn, það umhverfi sem var henni svo kært; kemur fregnin sem hefur legið í loftinu nokkra hríð. Í þessu stórbrotna umhverfi á þeim tíma þegar vorið er ekki komið enn og Vetur konungur ræður ríkjum og minnir mann á hversu harðbýlt er í þessu landi og óblíð náttúruöflin. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 478 orð

JÚLÍANA K. BJÖRNSDÓTTIR

JÚLÍANA K. BJÖRNSDÓTTIR Júlíana K. Björnsdóttir fæddist á Geithóli í Staðarhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 2. febrúar 1908. Hún andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Þórðarson og kona hans Sólveig Sæmundsdóttir og var Júlíana elst fjögurra barna þeirra. Systkini hennar eru: Sæmundur, f. 27.1. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 431 orð

Kjartan Ó. Kjartansson

Ég man eftir tóbaksklútum á öllum snúrunum í þvottahúsinu á Njarðargötu 47. Ég man eftir að læðast upp til Kjartans og fá brjóstsykur þegar amma og Kata voru í djúpum samræðum á neðri hæðinni. Ég man eftir að fara heim af Njarðargötunni um páska með tvö páskaegg númer sex. Ég man eftir bakinu á Kjartani sitjandi á stól hreyfast góðlátlega upp og niður þegar hann hló. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 66 orð

KJARTAN Ó. KJARTANSSON

KJARTAN Ó. KJARTANSSON Kjartan Ó. Kjartansson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1913. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 15. mars síðastliðinn. Hinn 4. júní 1938 kvæntist Kjartan Guðríði Rósborgu Jónsdóttur frá Súðavík, f. 6. febrúar 1915, d. 17. júlí 1981. Eignuðust þau tvo syni; Kjartan Þór, f. 18. maí 1947, og Jón Grétar, f. 1. ágúst 1949. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Sigríður Árnadóttir

Förinni var heitið til fyrirheitna landsins. Lítill strákur úr Reykjavík með foreldrum sínum á leið til bæjarins sem var sveipaður töfrum, baðaður norðansólinni og umvafinn trjám svo langt sem augað eygði. Akureyri. Þangað var gaman að koma. Þar var mitt Disneyland. Auðvitað var gist hjá Ubbu og Kára. Annað kom ekki til greina. Þar var ætíð nóg pláss, þótt herbergin væru ekki stór. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 451 orð

Sigríður Laufey Árnadóttir

Sigríður Laufey Árnadóttir ­ Ubba frænka ­ var af eyfirskum og austfirskum ættum. Faðir hennar var Árni S. Jóhannsson, síðast aðalgjaldkeri KEA og bæjarfulltrúi á Akureyri og móðir hennar var Nikolína Sigurjóna Sölvadóttir ömmusystir mín, ættuð úr Loðmundarfirði og frá Brú á Jökuldal. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÍÐUR LAUFEY ÁRNADÓTTIR

SIGRÍÐUR LAUFEY ÁRNADÓTTIR Sigríður Laufey Árnadóttir fæddist að Gröf í Eyjafjarðarsveit 13. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 8. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 16. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 413 orð

Sigurborg Guðmundsdóttir

Látin er í hárri elli ástkær ömmusystir mín, Sigurborg Guðmundsdóttir. Bogga frænka, en svo var hún kölluð af öllum í stórfjölskyldunni, giftist ekki og eignaðist ekki börn. Hún var samt alla tíð sem besta ættmóðir afkomenda Valgerðar systur sinnar, er lést fyrir rúmum þrjátíu árum. Bogga frænka var einhver sú kærleiksríkasta og gjafmildasta manneskja, sem ég hef kynnst. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 32 orð

SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR Sigurborg Guðmundsdóttir fæddist á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp 13. mars 1901. Hún lést 2. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 568 orð

Sveinn Jónsson

Sveinn Jónsson vélstjóri er fallinn frá. Vélstjórastéttin og þá kælimenn sérstaklega hafa misst úr sínum röðum mikinn frumkvöðul kæliþróunar á Íslandi. Óhætt er að segja að margir færustu burðarásar verkþekkingar kælifyrirtækjanna í dag séu mótaðir af handbragði hans. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SVEINN JÓNSSON

SVEINN JÓNSSON Sveinn Jónsson vélstjóri fæddist á Hlíðarenda í Ölfusi 8. febrúar 1917. Hann lést á Hrafnistu 3. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 16. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 362 orð

Þórður Thors

Á skólaárum okkar hét Þórður Thors aldrei annað en "Daddi" Thors. Sjálfur var ég undirritaður af skólafélögunum í barnaskóla og menntaskólanum sjaldan kallaður annað en "Addi". Steingrímur Hermannsson var alltaf kallaður "Denni" og Guðjón Lárusson, læknir, var í barnaskóla kallaður "Lillibó", en því hættum við félagarnir, þegar í menntaskóla var komið. Eftir það nefndist hann "Gaui Lár". Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 243 orð

ÞÓRÐUR THORS

ÞÓRÐUR THORS Þórður Thors fæddist í Reykjavík 5. janúar 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Richard Thors forstjóri í Rvík, f. 29.4. 1888, d. 6.4. 1970, og Jóna Þórðardóttir Thors, f. 9.8. 1891, d. 9.10. 1968. Systkini Þórðar eru: Unnur Briem, f. 21.3. 1916, d. 7.1. 1992; Thor R. Thors, f. 5.6. Meira
20. apríl 1999 | Minningargreinar | 126 orð

(fyrirsögn vantar)

Kjartan Magnússon, bóndi og smiður á Mógili á Svalbarðsströnd, var fæddur í Lyngholti í Ólafsfirði 12. febrúar 1911. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Sölvason og Halldóra Þorsteinsdóttir. Helga Sigmarsdóttir húsfreyja var fædd á Mógili 3. nóvember 1912. Hún lést á Seli 4. apríl síðastliðinn. Meira

Viðskipti

20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Aukning í slipptökum á árinu

SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri skilaði 12 milljóna króna hagnaði árið 1998, en það er fimmta árið í röð sem hagnaður verður af starfseminni. Heildarvelta félagsins var 758 milljónir króna, rekstrargjöld námu um 734 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta var 16,8 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Buffett: Bréf of dýr.

WARREN Buffett, hinn áhrifamikli fjárfestir, hefur ráðið einkafjárfestum frá því að kaupa bandarísk verðbréf og telur þau af dýr, jafnvel fyrir milljarðamæringa eins og sig. Buffett sagði í viðtali við BBC að bréf "nánast allra" fyrirtækja, sem hann kynni að hafa áhuga á að kaupa, væru of dýr. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 365 orð

ÐSeðlabankinn fagnar rafrænum greiðslumiðlum

Birgir Ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri, telur engan vafa leika á að útgáfa og notkun rafrænna greiðslumiðla hér á landi muni leiða til aukins sparnaðar og hagræðis í atvinnulífinu og hjá einstaklingum í framtíðinni. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Evrópsk bréf hækka með Dow en Evra lækkar

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í gær og eru það viðbrögð við samrunum stórfyrirtækja og áframhaldandi hækkunum á Wall Street. Evran náði hins vegar sögulegu lágmarki vegna áhyggna yfir því hver kostnaður yrði af stríðsrekstri í Kosovo. Breska FTSE 100 vísitalan stórhækkaði, um nálægt 100 stig eða 1,5%, og var í sögulegu hámarki 6. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 782 orð

Fjárfest í verkefnum með mikla vaxtarmöguleika

PÁLL Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, mun á næstunni láta af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins og taka að sér starf framkvæmdastjóra nýs áhættufjármagnsfyrirtækis sem hann er að stofna ásamt eigendum eignarhaldsfélagsins Hofs hf. Að sögn Páls er stefnt að fjölgun hluthafa í nýja félaginu síðar á árinu. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Hagnaður mun minni en spáð var

TÖLVURISINN Compaq, sem er stærsti framleiðandi einkatölva í heiminum, tilkynnti á sunnudag að forstjóri fyrirtækisins, Eckhard Pfeiffer, hefði sagt upp störfum og eru ástæður uppsagnar taldar vera slæmar afkomutölur fyrir fyrsta fjórðung ársins. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 454 orð

Meira tap en reiknað var með

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum sendi í gærmorgun frá sér afkomuviðvörun þar sem ljóst er að afkoma félagsins fyrstu sex mánuði rekstrarársins er langt undir þeim væntingum sem gerðar voru til rekstrar þess á tímabilinu. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni lækkaði í gær um 7,7% á Verðbréfaþingi Íslands eftir að afkomuviðvörunin var birt. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Ný störf í fjarvinnslu

FJARVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Íslensk miðlun var opnað á Raufarhöfn á laugardag. Fyrirtækið er hlutafélag í eigu Íslenskrar miðlunar ehf. og Raufarhafnarhrepps. Það byggir starfsemi sína á fjarvinnslu og starfar sem útstöð Íslenskrar miðlunar ehf. sem hefur aðsetur í Reykjavík. Íslensk miðlun Raufarhöfn hf. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 363 orð

Telur verðið of hátt

"VERÐLAGNING á hlutabréfum í Baugi er að mínum dómi verulega há," segir Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Fjárvangi, um verðlagningu á 10% hlutafjár í Baugi hf. að nafnverði 100 milljónir króna á genginu 9,95, en almennt útboð á hlutabréfum í Baugi hf. hófst í gær. Markaðsverð bréfanna er því 995 milljónir króna og markaðsvirði félagsins tæpir 10 milljarðar. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Verðbólgan mælist nú 3,5%

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í aprílbyrjun 1999 var 186,4 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í apríl var 188,3 stig og hækkaði um 0,3%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,0%. Meira
20. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Þriðjungur afgreiðslustaða leggst af

ÞRIÐJUNGUR þeirra afgreiðslustaða banka í Bretlandi þar sem hefðbundin bankastarfsemi fer fram mun verða horfinn árið 2005, ef tekið er mið af nýlegri rannsókn, sem dagblaðið The Wall Street Journal hefur birt. Meira

Daglegt líf

20. apríl 1999 | Neytendur | 363 orð

Vanbúin reiðhjól alltof algeng

Á þessum árstíma eru margir að velta fyrir sér reiðhjólakaupum og aðrir farnir að taka hjólin sín fram eftir veturinn. Samkvæmt reglugerð eiga reiðhjól í umferð að vera með nauðsynlegum skyldubúnaði en að sögn Birnu Hreiðarsdóttur deildarstjóra hjá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu er alltof algengt að hjólreiðamenn séu með vanbúin reiðhjól í umferðinni. Meira

Fastir þættir

20. apríl 1999 | Í dag | 34 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. apríl verður sextug Guðný Ósk Einarsdóttir, Miðvangi 4, Hafnarfirði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar, Vesturbraut 21, Hafnarfirði, efir kl. 20 á afmælisdaginn. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 28 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. apríl, verður sextug Sigríður Auðunsdóttir, verslunarmaður, Dalalandi 10, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Rúgbrauðsgerðinni milli kl. 17-19, fimmtudaginn 22. apríl. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 308 orð

Ábending

ÉG vil benda öllum á, sem láta sig mjólkurframleiðslu og nautgriparækt varða, að kynna sér gaumgæfilega greinar þær sem Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur skrifað í tilefni af hugsanlegri ræktun á norskum kúastofni hér á landi. Þar skrifar maður sem hefur bæði menntun og þekkingu til að ræða þessi mál á hlutlausan og ábyrgan hátt, með hagsmuni bænda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 95 orð

BANDARÍSK kona sem getur ekki um aldur vill skrifast á við 30-50 ár

BANDARÍSK kona sem getur ekki um aldur vill skrifast á við 30-50 ára karlmenn: Stephanie Neal, P.O. Box 370, Fincastle, VA 24090, U.S.A. FJÓRTÁN ára slóvösk stúlka með áhuga á bókmenntum, teikningu o.fl.: Noemi Csokas, Stefanikova 38, Sturovo 94301, Slovakia. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst sl. í Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal af sr. Svavari Alfred Jónssyni Brynhildur Bjarnadóttir og Sigurður Friðleifsson. Heimili þeirra er að Möðruvöllum 3, Hörgárdal. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júní sl. í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Ásta Knútsdóttir og Jörgen Nystrand. Heimili þeirra er Klubbacken 19, 12939, Hägersten, Svíþjóð. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Saurbæjarkirkju í Eyjafjarðarsveit af sr. Hannesi Erni Blandon Elísabet Inga Ásgrímsdóttir og Þór Jóhannsson. Heimili þeirra er að Krónustöðum, Eyjafjarðarsveit. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Íris Valgeirsdóttir og Garðar Geirfinnsson. Heimili þeirra er að Fellsbraut 4, Skagaströnd. Meira
20. apríl 1999 | Dagbók | 727 orð

Í DAG er þriðjudagur 20. apríl 110. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ég heyrði þ

Í DAG er þriðjudagur 20. apríl 110. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ég heyrði þetta, en skildi það ekki, og sagði því: "Herra minn, hver mun endir á þessu verða?" (Daníel 12, 8) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kristrún, Santa Ísabel, Snorri Sturluson, Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 603 orð

Lagt til að samræma fótabúnað í kynbótadómum og gæðingakeppni

HROSSABÆNDUR héldu aðalfund samkvæmt samþykkt síðasta fundur en þar var ákveðið að breyta fundartíma. Í stað þess að halda fundinn um miðjan nóvember verður hann haldinn framvegis síðla vetrar. Ástæðan er sú að á haustfundunum var alltaf verið að samþykkja tæplega ársgamla reikninga en nú eru bornir upp tiltölulega nýlegir reikningar. Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 580 orð

MH rauf sigurgöngu FB

MENNTSKÆLINGAR úr Hamrahlíðinni rufu sigurgöngu Fjölbrautaskólans í Breiðholti og vísast er þessi sigur einhver sárabót fyrir lánleysi Hamrahlíðinga í spurningakeppni framhaldsskólanna. Hlutu þeir 475,7 stig en næstur kom Fjölbrautaskólinn í Ármúla með 457,5 stig, Menntaskólinn við Sund varð í þriðja sæti með 446,8 stig, Iðnskólinn í Reykjavík í fjórða sæti með 440, Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 444 orð

Michael Adams sigrar í Dos Hermanas

5. ­ 18. apríl ENSKI stórmeistarinn Michael Adams sigraði á stórmeistaramótinu í Dos Hermanas og náði þar með einhverjum besta árangri sínum á skákferlinum. Adams fékk sex vinninga í níu umferðum og tapaði ekki skák. Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 401 orð

Opin gæðingakeppni hjá Fáki

FÁKSMENN héldu um helgina opna gæðingakeppni þar sem einnig var keppt í 100 metra flugskeiði. Í síðasta þætti áttu að vera úrslit frá norður-þýska stóðhestamótinu og birtast þau hér. Úrslit þessara tveggja móta urðu annars sem hér segir: Opin gæðingakeppni Fáks A-flokkur 1. Ragnar Hinriksson á Skúmi frá Húnavöllum. 2. Auðunn Kristjánsson á Tomba frá Stóra-Hofi. 3. Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 845 orð

Um bókmenntastofnunina "Þetta er hin altalaða barátta um valdið yfir sannleikanum."

Er til eitthvað sem heitir opinbert og viðurkennt viðhorf til bókmennta? Og ef svo er: Hvernig verður það þá til? Og hvar? Hér verður því haldið fram að til sé bókmenntastofnun sem móti viðhorf til bókmennta og skilning á þeim. Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 696 orð

Vorboði ­ Eranthis hyemalis

ÁGÆTI lesandi. Það fer vel á því að fylgja Blómi vikunnar úr hlaði á þessu ári með ósk um gleðilegt og gott sumar. Veturinn hefur verið misjafn eftir landshlutum eins og gengur, skipst á skin og skúrir, ég ætti heldur að segja hret og þíðviðri og oft hefur vorað fyrr en nú þar sem vetrarveður hafa geisað alveg fram á sumarmál og illveðurskafli liðlega viku fyrir sumarkomu með tilheyrandi snjókomu, Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 453 orð

Vorferð sunnudagsskóla Árbæjarkirkju

EFTIR góðan vetur í starfi sunnudagsskólans verður uppskeruhátíð fjölskyldunnar haldin í Ölveri (miðja vegu milli Akraness og Borgarness) laugardaginn 24. apríl. Ath. breyting frá áður auglýstum tíma. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 12.30. Áætluð heimkoma verður u.þ.b. kl. 17. Viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur til að koma með börnum sínum. Meira
20. apríl 1999 | Fastir þættir | 259 orð

Þriggja móta stigakeppni

GEYSISMENN í Rangárvallasýslu luku á laugardag þriggja móta keppni sem hófst í byrjun febrúar. Hlutu keppendur stig fyrir frammistöðuna á hverju móti og telst sá sigurvegari sem flestum stigum samanlagt hefur náð. Keppt var í þremur aldursflokkum og að sjálfsögðu var tölt viðfangsefnið á öllum mótunum eins og tíðkast á vetrarmótum. Meira
20. apríl 1999 | Í dag | 435 orð

(fyrirsögn vantar)

FLUTNINGAR geta tekið tíma og reynt á þolrifin hjá fólki. Kunningjar Víkverja hafa fundið fyrir því undanfarna mánuði þar sem þau hafa endurnýjað gamalt hús nánast frá grunni. Óhætt er að segja að verkið hafi tekist vel og er fjölskyldan að koma sér fyrir í nýja húsinu þessa dagana. En á ýmsu hefur gengið meðan breytingarnar stóðu yfir. Meira

Íþróttir

20. apríl 1999 | Íþróttir | 135 orð

Aron og félagar í góðri stöðu

ARON Kristjánsson og félagar hans í danska liðinu Skjern unnu bikarmeistara Kolding 23:18 í fyrsta leik liðanna í úrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik á laugardaginn. Aron stóð sig vel og gerði þrjú mörk í leiknum. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður meistari, en næst verður leikið í Kolding á laugardag. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 413 orð

Bergsveinn í stuði

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, var í stuði gegn sínum gömlu félögum úr FH, varði mjög vel og þar af fimm vítaköst. Hann byrjáði á því að verja vítakast frá Guðmundi Petersen, síðan varði hann fjögur vítaköst í röð í seinni hálfleik ­ fyrst frá Val Arnarsyni, þá Lárusi Long, Guðjóni Árnasyni og Sigursteini Arndal, Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 254 orð

BJARNÓLFUR Lárusson og Sigurður Rag

BJARNÓLFUR Lárusson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson komu inn á hjá Walsall gegn Macclesfield Town í 2. deildinni. Walsall sigraði 2:0 og er í 2. sæti deildarinnar og á góða möguleika á að komast upp í 1. deild. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 215 orð

DANIEL Passarella hefur gert

DANIEL Passarella hefur gert þriggja ára samning um að þjálfa landslið Úrúgvæ. Passarella, sem var fyrirliði Argentínu er landslið hennar varð heimsmeistari 1978, hætti sem landsliðsþjálfari þjóðar sinnar sl. sumar. Passarella fær hálfa sjöttu milljón í laun á mánuði í Úrúgvæ. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 69 orð

Einar danskur meistari

DANSKA blakliðið Gentofte, sem Einar Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar úr Garðabæ, leikur með, gerði það gott um helgina. Liðið lagði Kaupmannahafnarliðið Holte í úrslitakeppninni og tryggði sér þar með Danmerkurmeistaratitilinn. Úrslitin teljast söguleg þar sem lið Holte hefur unnið meistaratitilinn frá því 1986 utan einu sinni þegar Gentofte vann í fyrsta skipti 1996. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 613 orð

Einvígið hjá Man. Utd og Arsenal

ALLT útlit er nú fyrir einvígi Manchester United og Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu, en bæði lið unnu sannfærandi sigra um helgina. Ekki skiptu þótt margir í liði United væru hvíldir á laugardag gegn Sheffield Wednesday, auðveldur 3:0- sigur vannst engu að síður og í gærkvöldi skellti Arsenal nágrönnum sínum í Wimbledon 5:1 á heimavelli. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 327 orð

Ekkert sem hindrar okkur

ÞEGAR Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, var beðinn um að útskýra fyrir lesendum, hversu mikilvægur annar sigur liðs hans á Njarðvík var, sagði hann: "Menn hugsa einfaldlega aðeins um einn leik í einu, líta ekki mikið framar á veginn. Njarðvíkingarnir eru komnir upp að vegg núna. Þeir mega ekki tapa aftur. Fyrir okkur var þetta bara unninn leikur og við ætlum að vinna næsta leik líka. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 310 orð

Ekki búnir að vinna neitt ennþá

Keflvíkingar eru nú komnir í sömu stöðu og þeir voru í gegn Njarðvíkingum í úrslitarimmu liðanna árið 1991. Þá komust þeir yfir, 2:1, en töpuðu næstu tveimur leikjum og horfðu á nágranna sína hampa Íslandsbikarnum eftir hreinan úrslitaleik. Falur Harðarson, bakvörður Keflavíkur, var í Keflavíkurliðinu sem mátti bíta í hið súra epli. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 1498 orð

England

Úrvalsdeildin: Arsenal - Wimbledon5:1 Ray Parlour 34, Patrick Vieira 49, Ben Thatcher 56 sm., Dennis Bergkamp 57, Nwanko Kanu 59 - Carl Cort 70. 37.982. Charlton - Leeds1:1 Graham Stuart 20. - Jonathan Woodgate 24. Rautt spjald: Richard Rufus (Charlton) 65. 20.043. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 609 orð

FH-múrinn hrundi að Varmá

LEIKMENN FH-liðsins, sem komu svo skemmtilega á óvart með því að slá Stjörnuna og Fram út á leið sinni í úrslitarimmuna við Aftureldingu, brotlentu að Varmá, þar sem þeir mættu sér sterkari mönnum. Hreyfanlegir og útsjónarsamir leikmenn Aftureldingar brutu niður sterkasta vígi FH-inga ­ "Varnarmúrinn," sem Stjarnan og Fram náðu ekki að vinna á. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 552 orð

FH-stúlkur fögnuðu

"VIÐ liðum fyrir það langt fram eftir leik hvað við byrjuðum illa og gerðum mikið af mistökum í sókninni í síðari hálfleik," sagði Gústaf Björnsson, þjálfari Fram, í Safamýrinni á laugardaginn eftir að lið hans hafði beðið 26:24 ósigur fyrir FH í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum en átti möguleika á að jafna undir lokin. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 109 orð

Fowler enn í vandræðum

ROBBIE Fowler, leikmaður Liverpool, varð fyrir líkamsárás á hóteli í borginni á sunnudag. Tveir karlmenn réðust á leikmanninn, sem er líklega nefbrotinn eftir átökin. Árásarmennirnir hafa verið kærðir og mæta fyrir rétt í maí. Árásin hefur ekki áhrif á frammistöðu Fowler á leikvellinum því enska knattspyrnusambandið hefur dæmt hann í sex leikja bann. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 150 orð

Fram - FH24:26

Íþróttahús Fram í Safamýri, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, þriðji og oddaleikur í undanúrslitum, laugardaginn 17. apríl 1999. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 2:7, 5:7, 6:8, 7:10, 7:12, 9:13, 11:16, 13:16, 14:18, 17:19, 19:20, 20:23, 21:26, 24:26. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 67 orð

Gintaras tekinn af leikskýrslu

SAVUKYNAS Gintaras var á leikskýrslu sem Afturelding gaf út fyrir leikinn gegn FH, en eins og hefur komið fram meiddist hann í leik gegn Haukum. Aðeins fimm mín. áður en leikurinn hófst var nafn hans tekið af skýrslunni og nafn Hilmars Stefánssonar sett á hana. Hilmar fékk að spreyta sig undir lok leiksins, ásamt tveimur öðrum ungum leikmönnum ­ Nielsi Reynissyni og Hauki Sigurvinssyni. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 340 orð

Guðrún byrjar keppni í Brasilíu og Japan

Þessi hásinameiðsli eru orðin árviss hjá mér, það liggur við að ég geti skráð þau fyrirfram inn á daga- talið hjá mér," sagði Guðrún Arnardóttir, Íslandsmethafi í sprett- og grindahlaupum, en hún hefur dvalist við æfingar í Athens í Bandaríkjunum í vetur og verður þar áfram næsta mánuðinn. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 35 orð

Gyða meistari fyrir 17 árum

GYÐA Úlfarsdóttir, markvörður FH, er eini leikmaður liðsins sem orðið hefur Íslandsmeistari í meistaraflokki ­ hún var í sigurliði FH 1981 og 1982. Þá voru flestir félagar kornabörn, sumir ekki fæddir. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 155 orð

Júlíus meistari í Sviss?

ST Ottmar, lið Júlíusar Jónassonar, tapaði fyrir Suhr 29:24 í öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn um helgina. Júlíus gerði tvö mörk í leiknum. Liðin standa jöfn að vígi, 1:1, og þurfa því að leika hreinan úrslitaleik og fer hann fram á heimavelli St Ottmar annað kvöld. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 97 orð

Keflavík - UMFN108:90

Íþróttahúsið í Keflavík, þriðji leikur liðanna í úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik sunnudaginn 18. apríl 1999.. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 15:7, 28:28, 39:3552:43, 67:46, 85:61, 96:70, 108:90. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 329 orð

Krydd í tilveruna

ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, varð um helgina Evrópumeistari (EHF-bikarmeistari) með þýska liðinu Magdeburg. Lið hans vann spænska félagið Valladolid 33:22 í síðari úrslitaleik liðanna í Magdeburg á sunnudag og vann því samanlagt 54:47. Ólafur skoraði fimm mörk í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 365 orð

Megum ekki ofmetnast

"ÞAÐ sem ég er ánægðastur með er varnarleikurinn í síðari hálfleik og síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari UMFA. "Auðvitað bjuggum við okkur undir allar hugsanlegar varnaraðferðir FH-inga og höfðum fulla trú á því að við gætum leyst þá þraut að mæta framliggjandi vörn. Eins ef þeir tækju Bjarka og jafnvel fleiri úr umferð eins og raun varð á. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 148 orð

NBA-deildin

Leikir aðfaranótt laugardags: Toronto - Cleveland90:91 Eftir framlengingu. Washinton - Chicago87:70 Atlanta - Orlando91:79 Boston - Miami82:81 Detroit - New York80:71 Minnesota - Vancouver89:75 Philadelphia - Indiana93:83 Milwaukee - Charlotte94:95 San Antonio - Portland81:80 Phoenix - Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 456 orð

Njarðvíkingar rótburstaðir

NJARÐVÍKINGAR riðu ekki feitum hesti frá þriðju viðureign sinni við Keflvíkinga í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þeir voru nánast rótburstaðir og hafa sjálfsagt orðið þeirri stundu fegnastir þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur urðu 108:90, en í leikhléi var staðan 52:43. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 151 orð

Ólafur fjórði Evrópumeistari Íslendinga

ÓLAFUR Stefánsson varð Evrópumeistari félagsliða í handknattleik með þýska liðinu Magdeburg um helgina er liðið vann spænska liðið Valladolid. Ólafur er fjórði Íslendingurinn sem nær að verða Evrópumeistari í handknattleik. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 447 orð

Óvæntur sigur Lilleström á meisturunum Rosenborg

Lilleström, lið þeirra Rúnars Kristinssonar og Heiðars Helgusonar, hefur heldur betur komið á óvart í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðið sigraði Brann um síðustu helgi 1:3 og bætti um betur um helgina og sigraði meistara Rosenborg örugglega 3:2 á heimavelli. Leikmenn Lilleström sýndu af sér fádæma baráttu og voru mun betri aðilinn í leiknum og sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 260 orð

Sóknin brást

"VIÐ lékum ágætlega í fyrri hálfleik og fram í þann síðari en þá misnotuðum við góð færi á mikilvægum kafla og leikmenn Aftureldingar stungu okkar af. Eftir það náðum við aldrei að nálgast þá," sagði Kristján Arason, þjálfari FH. "Þá hafði það einnig mjög mikið að segja að Bergsveinn varði mjög vel í marki Aftureldingar á sama tíma og Magnús náði sér ekki á strik hjá okkur. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 167 orð

Todd lofar Eið Smára og Guðna

EIÐUR Smári Guðjohnsen var hetja Bolton er liðið vann Ipswich Town 2:0 á heimavelli í ensku 1. deildinni um helgina. Eiður Smári skoraði eitt mark og átti einnig þátt í öðru marki Bolton-liðsins. Fyrra mark Bolton kom eftir skot frá Eiði Smára sem markvörður Ipswich varði en hélt ekki boltanum og Bob Taylor fylgdi á eftir og skoraði. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 85 orð

Tveir hættir hjá Víkingum

Ásgeir Halldórsson, sem gekk til liðs við Víkinga í vetur, er hættur hjá liðinu. Hann gerði tveggja ára samning við liðið í vetur, en hefur ekki æft með því að undanförnu. Ásgeir vildi ekki tjá sig um ástæður þess að hann hætti hjá liðinu í samtali við Morgunblaðið. Ásgeir lék með Fram og Breiðabliki áður en hann gekk til liðs við Víkinga. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 148 orð

UMFA - FH31:23

Íþróttahúsið að Varmá; fyrsti leikur liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik sunnudaginn 18. apríl 1999. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 4:4, 4:6, 6:6, 6:8, 9:8, 9:9, 11:9, 13:10, 13:12, 14:14, 16:14, 16:15. 16.16. 20:16, 20:17, 24:17, 24:19, 27:20, 30:22, 31:22, 31:23. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 683 orð

Við þurfum auðvitað að mæta í grænum búningi

LEIKAÐFERÐIN, sem Friðrik Ingi Rúnarsson og lærisveinar hans í Njarðvíkurliðinu beittu, var ekki orsök þess mikla afhroðs, sem þeir biðu fyrir nágrönnum sínum og erkifjendum úr Keflavík á sunnudagskvöld, segir þjálfarinn. En tveir aðrir veigamiklir þættir brugðust þegar á hólminn var komið. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 44 orð

Þannig vörðu þeir

(Innann sviga, skot aftur til mótherja). Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 24/5; 10(1) langskot, 3(3) eftir gegnumbrot, 3(2) úr hraðaupphlaupi, 1(0) úr horni, 2(1) af línu, 5(1) úr vítakasti. Magnús Árnason, FH, 11; 3(1) langskot, 2(1) eftir gegnumbrot, 2(2) úr hraðaupphlaupi, 4(3) af línu. Meira
20. apríl 1999 | Íþróttir | 469 orð

(fyrirsögn vantar)

MAGDEBURG, sem varð Evrópumeistari sl. sunnudag eftir stórsigur á Valladolid, varð síðast Evrópumeistari fyrir 18 árum. FLENSBURG sigraði í borgakeppni Evrópu, vann Ciudad Real í síðari leik liðanna á Spáni 21:26 á sunnudag og samanlagt 53:48. Meira

Fasteignablað

20. apríl 1999 | Fasteignablað | 33 orð

Afar frumlegur garðdúkur

HANN er úr visnuðum kastaníulaufblöðum þessi sérkennilegi dúkur. Hönnuður hans, Walda Pairon, safnar blöðunum í garðinum sínum og saumar þau svo í bómullardúk. Þetta tekur langan tíma en árangurinn er glæsilegur. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 163 orð

Atvinnuhúsnæði á góðum stað í Hafnarfirði

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Hraunhamri atvinnuhúsnæði á Melabraut 24 til 26 í Hafnarfirði. Þetta steinhús er í byggingu og afhendist fljótlega tilbúið undir tréverk og fullbúið að utan. Alls er um að ræða 805 fermetra húsnæði á tveimur hæðum og er efri hæð ofan götu", hún er 402,5 fermetrar, neðan götu" er húsnæði af sömu stærð. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 297 orð

Aukinn þrýstingur í fasteignahneyksli í München

KRÖFUR um að HypoVereinsbank AG í München greiði sumum fjárfestum skaðabætur vegna umdeildra afskrifta á fasteignum hafa færzt í aukana vegna þess að flokkur þýzkra sósíaldemókrata (SPD) hefur sagt að hann muni einnig fara fram á bætur. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 168 orð

Einbýli með bílskúr á Seltjarnarnesi

HJÁ Miðborg í Reykjavík er til sölu einbýlishús við Sævargarða á Seltjarnarnesi. Er það alls tæplega 200 fermetrar að flatarmáli auk 30 fermetra bílskúrs, byggt 1976. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, stofu, borðstofu, hol, eldhús, baðherbergi, þvottahús, geymslu og tvö til þrjú svefnherbergi. Á efri hæð er um það bil 24 fermetra vinnustofa og þaðan er gott útsýni. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Ekki alltaf bundinn

Ekki alltaf bundinn HAFI eigandi íbúðar í fjölbýli ekki verið með í ráðum við ákvörðun um sameiginleg málefni er hann ekki bundinn af þeim. Sandra Baldvinsdóttir bendir þó á undantekningar frá þessari meginreglu. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 253 orð

Eyland í V-Landeyjum til sölu

FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN er með til sölu núna jörðina Eyland í Vestur-Landeyjahreppi. Þetta er um 250 hektara jörð sem allt er gróið land. Gott íbúðarhús er á jörðinni, ágætlega við haldið, að sögn Magnúsar Leopoldssonar hjá Fasteignamiðstöðinni. Einnig er á jörðinni fjós, hlaða og skemmur. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Frumleg hilla

Frumleg hilla ÞESSI frumlega hilla fyrir föt er hönnuð af Christian Hvidt og henni geta fylgt bæði spegill með hillu eða skáp. Einnig er hægt að fá hilluna með eða án ljóss. Margir aðrir möguleikar eru í dæminu. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 684 orð

Getur eigandi stöðvað framkvæmdir?

Eigandi verður að hafa uppi andmæli við framkvæmd, sem hann telur að ekki hafi verið ákveðin með löglegum hætti, segir Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Það þarf að gerast án ástæðulauss dráttar og strax og tilefni er til. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 327 orð

Gott raðhús á Kjalarnesi

FASTEIGNASALAN Gimli er með um þessar mundir í sölu raðhús á Esjugrund 50 á Kjalarnesi. Þetta er steinhús á tveimur hæðum með kjallara, milliraðhús 264 fermetrar að stærð. Húsið er byggt árið 1979 en er ekki alveg fullbúið. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 1286 orð

Hvaða lærdóm má daga af brunanum í Gautaborg?

HINN 29. október sl. fékk slökkviliðið í Gautaborg boð um að eldur væri laus í sal Makedóníska félagsins á Hisingen í útjaðri Gautaborgar. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði út um glugga á annarri hæð og mikinn reyk lagði frá húsinu. 60 ungmenni dóu þessa nótt og um 200 slösuðust en 3 létust síðar af afleiðingum brunans. Þetta er mannskæðasti bruni í Svíþjóð á friðartímum. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 40 orð

Hönnun og brunavarnir

EITT og annað má læra af brunanum mikla í félagsheimili í Gautaborg, segir Böðvar Tómasson. Bendir hann á að hönnun innréttinga, val á húsgögnum og öðrum búnaði skipti ekki síður máli þegar hugað skal að brunavörnum. /30 Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 36 orð

Kommóða í empirestíl

Kommóða í empirestíl Líklega hefur þessi kommóða verið smíðuð um 1810 til 1820. Hún er úr álmi sem mikið var notaður í húsgögn í Suður-Jótlandi í Danmörku á þessum tíma. Sennilega er skreytingin yngri en kommóðan sjálf. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 187 orð

Ladbroke breytir nafni sínu í Hilton

BREZKA orlofsfyrirtækið Ladbroke hefur skýrt frá fyrirætlunum um að breyta nafni sínu í Hilton Group. Fyrirtækið mun nota vörumerkið til að leggja meiri áherzlu en hingað til á hótelrekstur og efla bandalag sitt við Hilton Hotels í Bandaríkjunum. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 783 orð

Lagnafréttir Lagnasýning í Frankfurt

ANNAð hvert ár er haldin mikil sýning og kaupstefna í Frankfurt þar sem framleiðendur og seljendur lagnaefnis, tóla og tækja sýna allt það nýjasta og besta sem finnst á þeim markaði. Þetta er alþjóðleg sýning, þó er ekki mikið um að framleiðendur utan Evrópu sýni þar, en hún er sótt af lagnamönnum hvarvetna í heiminum. Sýningarsvæðið er engin smásmíði, líklega um 200. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 49 orð

Lagnasýning í Frankfurt...

Á annað hundrað lagnamenn sóttu í ári sýningu sem haldin er annað hvert ár í Frankfurt í Þýskalandi. Sigurður Grétar Guðmundsson greinir hér frá ýmsu sem þar hefur verið að gerjast gegnum árin en hátt í þrjátíu ár eru frá því þeir tóku að sækja sýninguna. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 25 orð

Naumhyggja í fyrrrúmi

Naumhyggja í fyrrrúmi NAUMHYGGJAN (minimalismi) hefur verið talsvert í tísku undanfarið. Hér má sá dæmi af því tagi. Lampinn ber nafnið Sapporo og gólflampinn heitir Spilil. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 31 orð

Póstkassar við sumarhús

Póstkassar við sumarhús ÞEIR SEM eru svo lánssamir að eiga sumarhús, gætu útbúið svona póstkassa, á meðan þeir bíða eftir vorinu. Þarna er greinilega gert ráð fyrir þremur kössum fyrir þrjá bústaði. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 1336 orð

Reynt að hefja byggingaframkvæmdir á miðju árinu

HÁLF öld er liðin á þessu ári frá stofnun Sindra-Stáls hf. í Reykjavík. Einar Ásmundsson stofnaði fyrirtækið ásamt nokkrum öðrum aðilum til að annast innflutning á stáli og málmum, vélum og tækjum fyrir málm- og byggingariðnað. Það var í fyrstunni lengi vel til húsa við Hverfisgötu en síðasta aldarfjórðunginn hefur aðsetur þess verið við Borgartún 31. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 225 orð

Sindri á leið á nýjan stað

SINDRI í Reykjavík eða Sindra- stál, eins og fyrirtækið heitir formlega, fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu. Stofnandi þess var Einar Ásmundsson ásamt fleirum og þjónaði fyrirtækið í fyrstunni einkum málm- og byggingariðnaði. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 230 orð

Soros eflir fasteignaveldi sitt í Bretlandi

DELANCEY, fasteignafyrirtæki undir verndarvæng Georgs Soros, hins þjóðsögulega fjármálamanns, hefur gert 218 milljóna punda tilboð í keppinautinn Greycoat í Bretlandi. Auk hans stendur að tilboðinu James Ritblat, sonur Johns Ritblat, sem stjórnar fasteignarisanum British Land og er kunnur maður í brezka fasteignaheiminum. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 222 orð

Stöðugt meira byggt í Khöfn

MIKIL gróska er framundan í byggingu skrifstofuhúsnæðis í Kaupmannahöfn. Þannig mun skrifstofuhúsnæði í Höfn tvöfaldast á næstu tveimur árum miðað við árin 1996 og 1997. Frá þessu segir í danska viðskiptablaðinu Børsen samkvæmt nýrri skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Sadolin & Albæk A/S. Á árunum 1996-1997 var lokið við smíði skrifstofuhúsnæðis upp á 70.000 fermetra árlega. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 258 orð

Tveir til þrír íbúar að meðaltali í hverri íbúð

MEÐALFJÖLDI íbúa í íbúð er nokkuð misjafn eftir sveitarfélögum og getur líka verið nokkuð misjafn innan sveitarfélaga, meðal annars í Reykjavík. Þessi fjöldi er einnig breytilegur eftir árum. Meðalfjöldi íbúa í íbúð hefur lækkað úr þremur í 2,5 í Reykjavík á síðustu tveimur áratugum. Meira
20. apríl 1999 | Fasteignablað | 346 orð

Um 18 þúsund manns sóttu Byggingadaga '99

UM 18 þúsund manns sóttu sýninguna Byggingadagar '99 sem haldin var í Laugardalshöll í Reykjavík um síðustu helgi. Þar sýndu um 70 fyrirtæki í byggingariðnaði vöru sína og framleiðslu og nokkur fyrirtæki kynntu ýmsa þjónustu er tengist heimilum og rekstri húsnæðis, svo sem hvað varðar öryggismál og tryggingar. Meira

Úr verinu

20. apríl 1999 | Úr verinu | 288 orð

Eftirlitskerfi ekki tilbúið

STRANGAR kröfur um vinnslu umfram flatningu og flökun um borð í vinnsluskipum eru til þess fallnar að hafa eftirlit með kvótaútreikningum skipanna. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA verið sviptur vinnsluleyfi vegna þess að enginn eftirlitsmaður frá Fiskistofu var um borð þegar þar var unninn fiskur í bita. Meira
20. apríl 1999 | Úr verinu | 131 orð

Sama fjölskyldan á meirihluta

MEIRIHLUTI hlutabréfa í Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. á Ísafirði er í eigu sömu fjölskyldunnar en nýstofnað eignarhaldsfélag Gunnvarar hf. keypti þriðjung hlutabréfa Gunnvarar af Íslandsbanka hf. fyrir helgi. Áður hafði bankinn keypt umrædd bréf á 450 milljónir kr. Meira
20. apríl 1999 | Úr verinu | 383 orð

"Þekking á hafinu er forsenda framfara"

NÝTT hafrannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson RE, var sjósett við formlega athöfn í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile á laugardag. Ingibjörg Rafnar, eiginkona Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, gaf skipinu nafnið. Meira

Ýmis aukablöð

20. apríl 1999 | Blaðaukar | 232 orð

Frönsk súkkulaðikakameð jarðarberjum

FRANSKAR súkkulaðikökur einkennast af því að í þeim er lítið hveiti og því eru þær þungar í sér. Til eru fjölmargar uppskriftir að frönskum súkkulaðikökum og hér bætist ein við, en kökur af þessu tagi hafa notið mikilla vinsælda hér á landi á síðustu árum. Þessa köku er fljótlegt að gera og hana verður að baka að minnsta kosti einum degi áður en hún er borðuð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.