Greinar laugardaginn 24. apríl 1999

Forsíða

24. apríl 1999 | Forsíða | 222 orð

Árásirnar færast nær Milosevic

LOFTÁRÁSIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Júgóslavíu hafa færst æ nær Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Forsetabústaður Milosevic eyðilagðist í loftárásum í Belgrad á miðvikudagsnótt og í gær hæfðu flugskeytin höfuðstöðvar serbneska ríkissjónvarpsins (RTS). Jamie Shea, talsmaður NATO sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að loftárásum yrði haldið áfram eins lengi og þörf krefði. Meira
24. apríl 1999 | Forsíða | 690 orð

Bandalagið hyggst ekki hvika frá skilyrðum sínum

Í GÆR komu leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) saman í Washington í tilefni hátíðarfundar bandalagsins þar sem 50 ára afmæli þess var fagnað. Fundurinn, sem haldinn er í sama mund og átökin í Júgóslavíu standa sem hæst, tók að miklu leyti mið af þeim viðsjárverðum tímum sem ríkja á Balkanskaga. Við upphaf fundarins samþykktu leiðtogar aðildarríkjanna ályktun um ástandið í Kosovo. Meira
24. apríl 1999 | Forsíða | 144 orð

Stjórn Statoil sagt upp

NORSKA ríkisstjórnin sagði stjórn hins ríkisrekna Statoil- olíufyrirtækis upp störfum í heild sinni í gær. "Það fer best á því að skipa nýja stjórn," sagði Anne Enger Lahnstein, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, á blaðamannafundi í Ósló í gær. Sagði hún ástæðu uppsagnanna vera u.þ.b. 30% umframkostnaður við Asgard-borpallinn í Norðursjó. Meira

Fréttir

24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

59% telja rétt að styðja loftárásir Nato

UM 59% þeirra sem afstöðu tóku í nýlegri skoðanakönnun Gallup telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá ríkisstjórn Íslands að styðja loftárásir Nato. Mikill meirihluti karla styður ákvörðunina, eða 79%, en rösklega 49% kvenna. Yngra fólk er einnig hlynntari henni en eldra. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nýtur mun meira fylgis hjá stuðningsmönnum stjórnarflokkanna en annarra. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Aðalfundur á mánudag

NORRÆNA félagið á Akureyri heldur aðalfund sinn mánudaginn 26. apríl. Fundurinn er haldinn í Glerárgötu 26 og hefst kl. 20. Félagið hefur staðið fyrir fjölbreyttu starfi undanfarin ár, auk þess sem Nord Job er mikilvægur þáttur í starfi Norrænu félaganna. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 788 orð

Allir flokkar vilja breytingar

MIKLAR umræður urðu um sjávarútvegsmál á kappræðufundi með fulltrúum stjórnmálaflokkanna, sem áhugahópur um auðlindir í almannaþágu hélt sl. miðvikudagskvöld. Frambjóðendur fimm stjórnmálasamtaka gerðu grein fyrir stefnu sinni í sjávarútvegsmálum og svöruðu fyrirspurnum. Bátar undir sérstakri stjórn Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 413 orð

Arðsemi í ferðaþjónustu of lítil

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Háskólans á Akureyri og Ferðamálaráðs Íslands um samstarf á sviði kennslu og rannsókna á sviði ferðamála var undirritaður í háskólanum í vikunni. Það voru Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs, sem skrifuðu nöfn sín á samninginn. Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 63 orð

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Fáskrúðsfirði-Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var haldin í Félagsheimilinu Skrúð þar sem krakkarnir voru með ýmsar uppákomur, m.a. leikritið Karnival dýranna sem myndin er af. Í lokin söng nýstofnaður kór skólans. Áhugakonur í bænum afhentu skólanum peningagjöf að upphæð 320.000 kr. sem söfnuðust á konukvöldi sem haldið var og Rósa Ingólfsdóttir stjórnaði. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 535 orð

Ástandinu um borð lýst af áhöfn sem gíslatöku

UM 350 af 450 farþegum um borð í Boeing 747-júmbóþotu Atlanta- flugfélagsins, sem er leigð frá félaginu til Air Afrique, voru með uppsteyt um borð í vélinni hinn 13. apríl sl. þegar á daginn kom, að vélin hafði ekki lent með þá á áfangastað, Sokoto í Nígeríu, heldur í Kano. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Bingó í Grensáskirkju

BINGÓ verður haldið í safnaðarheimili Grensáskirkju sunnudaginn 25. apríl kl. 14­16 til styrktar 4. flokki Fram í fótbolta karla. Margir góðir vinningar í boði og eru allir velkomnir. Bingóspjaldið kostar 250 kr. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Björguðu furulundi frá bruna

TVEIMUR lögreglumönnum úr Hafnarfirði tókst í gær með naumindum að bjarga stórum furulundi í Heiðmörk frá bruna. Það var um klukkan 16 að lögreglumennirnir urðu varir við sinueld sem kveiktur hafði verið í Heiðimörk við Hjallaveg. Þeir kölluðu á slökkvilið en hófu jafnframt strax sjálfir slökkvistarf og tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í stóran furulund í grenndinni. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Blaðið Hlemmur komið út

FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur gefið út hverfisblað sem ber nafnið Hlemmur. Þessu blaði er dreift í öll hús í hverfinu sem miðast við Lækjargötu og Kringlumýrarbraut. Hópurinn sem stendur að útgáfu þessa blaðs kallar sig Samtaka og er samstarf Félagsþjónustunnar í Reykjavík, lögreglunnar, Austurbæjar-, Hlíða- og Háteigsskóla, Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Boðið upp á listrænar kvikmyndir

NÝJA BÍÓ á Akureyri vígði á sumardaginn fyrsta, annan kvikmyndasal í húsnæði sínu við Ráðhústorg og tekur hann 92 gesti í sæti. Um leið var hleypt af stokkunum þeirri nýbreytni í bíólífi bæjarbúa að bjóða upp á reglulegar sýningar á "listrænum" kvikmyndum, þ.e. daglega kl. 19.00 allan ársins hring. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Borgarafundur með ungum frambjóðendum

JCI, Junior Chamber Ísland, boðar til borgarafundar í Háskólabíói í dag kl. 14. Yfirskrift fundarins er: Hvað ætla flokkarnir að gera fyrir ungt fólk á nasta kjörtímabili? Fyrir svörum verða ungir frambjóðendur allra stjórnmálaflokkanna. Á fundinum verður óvænt uppákoma þar sem frambjóðendur fá erfitt verkefni að glíma við. Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 513 orð

Breytingar í póstdreifingu

Reykholti-Talsverðar umræður urðu um framtíð póstdreifingar og ferðir áætlunarbíla á opnum fundum sem haldnir voru í Borgarfjarðarsveit um helgina, en útlit er fyrir að flokkun á pósti verði flutt úr Reykholti niður í Borgarnes og eru menn uggandi um hvaða afleiðingar það muni hafa. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 357 orð

Brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga

BROTIÐ var gegn ákvæðum jafnréttislaga við ráðningu í stöðu yfirlæknis við barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Þetta kemur fram í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála frá 8. apríl síðastliðnum. Telur kærunefndin að brotið hafi verið á rétti konu sem sótti um starfið. Þeim tilmælum er beint til Ríkisspítala að fundin verði viðunandi lausn á málinu. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Bæði fyrirtækin hafa lækkað verð undanfarið

BÆÐI Tal og Landssíminn hafa lækkað gjaldskrár sínar vegna símtala í GSM-símkerfinu að undanförnu. Tal lækkaði gjaldskrá sína á sumardaginn fyrsta í kjölfar lækkunar Landssímans sem tók gildi um miðjan mánuðinn, en lækkunin var kynnt um síðustu mánaðamót. Svo dæmi séu tekin kostar mínútan nú 19 kr. á dagtíma hjá Tal miðað við 600 kr. mánaðargjald, en 18 kr. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 176 orð

Connery til liðs við þjóðernissinna

SKOZKI þjóðernisflokkurinn brýst nú um hart eftir að skoðanakannanir sýna minnkandi fylgi flokks og formanns. Hefur flokkurinn leitað til kvikmyndaleikarans Sean Connery um aðstoð og er hann væntanlegur í kosningaslaginn eftir helgina. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Danshátíð í Hafnarfirði

DANSNEFND ÍSÍ stendur fyrir danshátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 24. og 25. apríl. Báða dagana fer fram Íslandsmeistaramótið í samkvæmisdönsum með grunnaðferð, keppt verður í öllum keppnis- og aldursflokkum, samhliða Íslandsmeistaramótinu verður keppt í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 3046 orð

Draumur hittir veruleika

Eftir áratuga samkeppni og heitingar þurfti að beita mikilli lagni til að eyða tortryggni milli A-flokkanna. Aðdragandi Samfylkingar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista var ekki áfallalaus. Kristján Jónsson ræddi við ýmsa sem að málinu komu. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

ÐÖlfushreppur selur hlut sinn í Vinnslustöðinni

ÖLFUSHREPPUR seldi nú í vikunni síðustu hlutabréf sín í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum fyrir 28 milljónir króna að nafnvirði á genginu 1,75, eða fyrir 49 milljónir króna. Að sögn Sesselju Jónsdóttur, sveitarstjóra Ölfushrepps, er Kaupþing hf. kaupandi bréfanna, en Kaupþing hefur áður annast sölu á bréfum Ölfushrepps í Vinnslustöðinni. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Efling frumkvöðlamenntunar á Norðurlöndum

UM þessar mundir eru staddir hér á landi tæplega fimmtíu kennarar og stjórnendur norrænna grunn- og framhaldsskóla, sem ásamt um tíu íslenskum starfssystkinum taka þátt í námstefnu um frumkvöðlamennt, sem haldin er á Hótel Keflavík dagana 16. til 19. apríl. Námstefnan er liður í fjögurra ára samstarfsverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hófst árið 1997 og lýkur árið 2000. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Ekki fráhvarf heldur framtíðarsýn

WILLIAM Hague, formaður Íhaldsflokksins, hefur brugðizt hart við gagnrýni þeirra, sem segja vanhugsaða stefnubreytingu felast í ummælum hans og Peter Lilley varaformanns um að einkaframtakið sé ekki eina lausnin í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum, en þessi ummæli hafa verið túlkuð sem fráhvarf frá Thatcherismanum. Í grein í The Times í gærmorgun segir Hague m.a. Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 458 orð

Engar sjúkraskrár á pappír lengur

PAPPÍR er nánast að hverfa úr meðhöndlun og vinnslu með sjúkraskrár á sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Húsavík. Heilbrigðisstofnunin Húsavík, eins og hún heitir nú, hefur samið við hugbúnaðarfyrirtækið Gagnalind um að taka upp sjúkraskrárkerfið Sögu og segir Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, Meira
24. apríl 1999 | Miðopna | 1586 orð

Er ASÍ ófært um að leysa deilur um skipulagsmál?

Rafiðnaðarmenn hóta úrsögn vegna deilna um skipulagsmál ASÍ Er ASÍ ófært um að leysa deilur um skipulagsmál? Ágreiningur hefur verið um skipulagsmál ASÍ í mjög langan tíma, en sambandinu hefur ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að leysa deiluna. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Eyþór Arnalds fundar með ungu fólki

EYÞÓR Arnalds, framkvæmdastjóri Oz, verður á fundi Sjálfstæðisflokksins í Edinborgarhúsinu á sunnudag kl. 15 og er fundurinn ætlaður ungu fólki á Vestfjörðum. Á fundinum "gefst tækifæri til að hlusta á og ræða við Eyþór Arnalds um hvað er helst að gerast á sviði tölvu- og fjarskiptatækni og hvaða möguleikar standa okkur til boða," segir í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ferðafélagsferðir að Básendum

FERÐAFÉLAG Íslands efnir á degi umhverfisins, sunnudaginn 25. apríl, til tveggja ferða og eru þær báðar tileinkaðar því að 200 ár eru frá Básendaflóðinu er varð þann 9. janúar árið 1799. Þetta alræmda sjávarflóð olli miklum skaða á Suðvesturlandi. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Félagsfundur á mánudag

FÉLAG einstæðra foreldra heldur almennan félagsfund mánudaginn 26. apríl nk. kl. 20 á Fosshóteli KEA. Fundarefni verða þau málefni sem félagið hefur sett sér sem forgangsmál, eins og réttindi barna til samneytis við báða foreldra, fæðingarorlof, meðlagsgreiðslur, skattfríðindi barna í stað bóta, Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 87 orð

Fjallkonan

Drangsnesi-Fréttaritari Morgunblaðsins á Drangsnesi hitti Fjallkonu Íslands á ferð sinni til fjalla í blíðskaparveðri á dögunum. Þarna stóð hún hnarreist og stolt og bar með sér svipmót óblíðra náttúruafla hinna vestfirsku fjalla. Aðspurð um ætt og uppruna sagðist hún vera Vestfirðingur og ekkert annað. Hvorki vildi hún tjá sig um kosningarnar eða kjördæmamálið. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 593 orð

Fjárskortur og kommúnísk arfleifð til trafala

Á VALDATÍMA Sovétríkjanna var hyggilegt fyrir unga Letta að gerast meðlimir í æskulýðssamtökunum Komsomol, þótt opinberlega væri það ekki skylda, því ella var lítil von til þess að hljóta góða menntun og starfsframa. Inga Pelsa gekk í Komsomol fjórtán ára gömul eins og jafnaldrar hennar. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Forsetar Lögþings Færeyja í heimsókn

FORSETI og varaforsetar Lögþings Færeyja koma í opinbera heimsókn til Íslands nk. þriðjudag í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. Finnbogi Ísakson, forseti Lögþingsins, og varaforsetarnir Eyðun Viderø, Vilhelm Johannesen og Edmund Joensen, munu hitta að máli forseta Íslands, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, forseta Alþingis, Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 283 orð

Forseti Íslands setur kristnihátíð

KRISTNIHÁTÍÐ verður sett við hátíðarguðsþjónustu í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 25. apríl, kl. 11. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur hátíðina að viðstaddri ríkisstjórn Íslands, forsetum Alþingis, vígslubiskupum, próföstum, þingmönnum, fulltrúum úr bæjarstjórn Akureyrar og fleiri gesta. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Framsóknarsamba á Suðurlandi

Selfossi-Nú þegar kosningar nálgast óðfluga grípa frambjóðendur til ýmissa ráða í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér og flokknum. Einn þessara frambjóðenda er Ísólfur Gylfi Pálmason, sitjandi þingmaður Sunnlendinga fyrir Framsóknarflokkinn. Ísólfur Gylfi tók sig til og samdi "Framsóknarsömbu", lag í suðrænum anda. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs auglýstir

NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokkra styrki til umsóknar fyrir fréttamenn á Norðurlöndunum. Styrkjunum er ætlað að efla áhuga fréttamanna á norrænni samvinnu og auka möguleika þeirra á að skrifa um málefni annarra Norðurlanda s.s. með því að gera þeim kleift að fjármagna ferðalög tengd greinaskrifum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fundur um vímunefnavandann

LANDSSAMBAND framsóknarkvenna boðar til fundar um vímuefnavandann í Kornhlöðunni laugardaginn 24. apríl kl. 14. Á fundinum kynnir Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Vímuvarnaráðs nýjar áherslur í vímuvörnum og Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn kynnir nýjungar í löggæslumálum. Sigurbjörg Björgvinsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins á Reykjanesi kynnir síðan áherslur leikmanns. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fyrirlestur um reynslusporin

FYRIRLESTUR um "Eru reynslusporin leið til andlegrar eða trúarlegrar vakningar?" verður haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 14 í Norræna húsinu. Fyrirlesari er sr. Anna Pálsdóttir sem um árabil starfaði sem ráðgjafi áfengissjúklinga, fíkniefnaneytenda og fjölskyldna þeirra. Hún vann síðan lokaritgerð sína í guðfræðideild HÍ út frá verkefni um reynslusporin. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 570 orð

Greiddu fyrir búnaðinn með sérfræðiaðstoð

ÍSLENSK erfðagreining tók í gær í notkun nýjan tækja- og hugbúnað til genarannsókn frá bandaríska fyrirtækinu Affymetrix sem kostar samtals um eina og hálfa milljón dollara, eða á annað hundrað milljónir króna. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 355 orð

Hafa útvegað um 200 milljónir kr.

ERFÐARANNSÓKNARFYRIRTÆKIÐ Urður, Verðandi, Skuld (UVS) hefur gert rammasamning við Ríkisspítala um vísindasamstarf á líftæknisviði. Fyrirtækið einbeitir sér að krabbameinsrannsóknum en það hefur gert sambærilegan samning við Krabbameinsfélag Íslands. UVS er alfarið í eigu Íslendinga og íslenskra fjárfesta. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Halda kvótadag í Kringlunni

UNGT fólk í Samfylkingunni minnti m.a. á stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum í Kringlunni í gær og dreifðu m.a. barmmerkjum og kortum með slagorðinu Hverjir eiga kvótann? Á bakhlið kortanna er því m.a. haldið fram að sautján útgerðarfyrirtæki eigi 42% kvótans en framan á þeim er mynd af Davíð Oddssyni, Kristjáni Ragnarssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Þorsteini Pálssyni. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Háskólafyrirlestur um Sæmund og Ara

JOHN Kristian Megaard, mag.art., sagnfræðingur frá Noregi flytur opinberan fyrirlestur mánudaginn 26. apríl kl. 16.15 í boði Heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist "Sæmundr og Ari. Hva kan kildene fortelle om forholdet mellom de to første islandske forfattere?" og verður fluttur á norsku. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 692 orð

Hefur dregist að fá húsið afhent

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segist ekki þekkja dæmi þess að ráðuneyti selji hvert öðru húseignir en landbúnaðarráðuneytið hefur krafist kaupverðs fyrir að afhenda Gunnarsstofnun húsið Skriðu á Skiðuklaustri. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hjálparstarf aðventista í Albaníu

HJÁLPARSTOFNUN aðventista (ADRA) undirritaði samning við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna 4. apríl sl. þar sem Hjálparstofnuninni er falin yfirumsjón matvæladreifingar og hjálparstarfs á flóttamannasvæðinu norðan Albaníu við landamæri, segir í fréttatilkynningu frá aðventistum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Hjúkrunarfræðinám í öllum landshlutum?

FULLTRÚAR Reykjanesbæjar og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjarkennslu í hjúkrunarfræði fyrir nemendur búsetta á Suðurnesjum. Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að bjóða upp á 1. árs nám í hjúkrunarfræði í Reykjanesbæ veturinn 1999­2000 með hjálp beinna útsendinga í gegnum myndfundabúnað frá fyrirlestrum nyrðra. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 812 orð

Hlutafélagsrekstur er til skoðunar

LANDSVIRKJUN hyggst skipta starfsemi sinni um næstu áramót í framleiðslusvið annars vegar og flutningasvið hins vegar og verða sviðin með aðskilið bókhald og tvær gjaldskrár. Þetta kom fram í máli Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, á samráðsfundi fyrirtækisins í gær. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hugur gefur Rauða krossinum vélbúnað

HUGUR hf. afhenti á miðvikudag Rauða krossi Íslands þúsundasta Útvörðinn en það er vélbúnaður í tölvuvætt tímaskráningarkerfi sem er í eigu fyrirtækisins. Tímaskráningarkerfið samanstendur af vélbúnaðinum Útverði og hugbúnaðinum Bakverði. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Húsfriðunarnefnd veitir 178 styrki

Húsfriðunarnefnd veitir 178 styrki Á FUNDI Húsfriðunarnefndar ríkisins nýlega voru samþykktar styrkveitingar úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 1999. Veittir voru 178 styrkir samtals að upphæð 59.050.000, aðallega til endurbygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 2004 orð

Hver sáttahöndin upp á móti annarri

Meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins var í harðri andstöðu við formann flokksins í samfylkingarmálunum. Kristján Jónssonræddi við ýmsa heimildarmenn, þeir kusu flestir nafnleynd. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ítreka breytingar á núverandi skattalögum

FUNDUR miðstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, sem haldinn var 10. apríl sl., lýsir yfir ánægju með áherslu Framsóknarflokksins á menntamál í verkefnaskrá flokksins fyrir næsta kjörtímabil og hyggst beita sér af alefli fyrir efndum þeirra fyrirheita sem þar koma fram fái flokkurinn fylgi til þess að taka þátt í næstu ríkisstjórn. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Jakobína Mathiesen kjörin heiðursfélagi

KRABBAMEINSFÉLAG Hafnarfjarðar átti 50 ára afmæli 10. apríl 1999. Stofnfundur félagsins var haldinn í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu, 10. apríl 1949. "Aðeins um einum mánuði áður var Krabbameinsfélag Reykjavíkur stofnað og voru þetta upphafssporin í markvissri og samhæfðri baráttu gegn krabbameini hér á landi, en sameiginlegt félag fyrir allt landið, Krabbameinsfélag Íslands, var svo stofnað 27. Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 243 orð

Jarðhæð Sparisjóðs Húnaþings og stranda endurbætt

Jarðhæð Sparisjóðs Húnaþings og stranda endurbætt Hvammstanga-Sparisjóður Húnaþings og Stranda hefur opnað endurbætta jarðhæðina í Sparisjóðshúsinu á Hvammstanga, en þar er m.a. afgreiðsla sjóðsins. Öll aðstaða starfsfólks og viðskiptavina er nú stórbætt. Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 153 orð

Kántrýbær færir út kvíarnar

Skagaströnd-Rekstraraðilar Kántrýbæjar á Skagaströnd gerðu nýlega samning við Olís hf. um að taka að sér veitingarekstur í Blönduskálanum á Blönduósi. Verður veitingasalan þar rekin undir nafninu Kántrýgrillið í framtíðinni. Að undanförnu hefur rekstur Blönduskálans legið niðri vegna fjárhagsörðugleika fyrri rekstraraðila. Olís hf. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

KIRKJUSTARF

HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli sunnudaginn 25. apríl kl. 11. Almenn samkoma kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband mánudaginn kl. 15. Krakkaklúbbur fyrir 6­10 ára miðvikudaginn 28. apríl kl. 17. Flóamarkaður föstudaginn 30. apríl frá kl. 10­18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund laugardaginn 24. apríl kl. 20­21. Sunnudagur 25. apríl kl. 11. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Kosningavefur ÍU

ÍSLENSK upplýsingatækni hefur nú sett upp kosningavef sem beinir sjónum sínum að kosningabaráttunni á Vesturlandi. Viðræður eru í gangi um þátttöku allra stjórnmálaflokkanna í þessum vef. Slóðin er http://www.kasmir. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Kvikmyndasýningar í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu sunnudaginn 25. apríl kl. 14. Sýnd verður sænska kvikmyndin um villihundinn Alban. Myndin fjallar um villihundinn Alban, sem sker sig úr hópnum, þar sem hann er með annað eyrað uppsperrt en hitt lafandi. Annars lifir hann venjulegu hundalífi meðal hinna hundanna í flokknum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kynningarfundur um komu flóttamanna

HAFNARFJARÐARDEILD Rauða kross Íslands efnir til opins kynningarfundar vegna komu flóttafólks frá Kosovo til bæjarins. Fundurinn verður haldinn í Gaflinum mánudaginn 26. apríl kl. 20.30. Á fundinum mun Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, flytja erindi um flóttamenn á Balkanskaga, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri ræðir um móttöku flóttamanna, Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 884 orð

Landhernaður orðinn raunhæfur kostur

LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hétu því í gær að loftárásum bandalagsins á Júgóslavíu yrði haldið áfram uns stjórnvöld í Belgrad drægju hersveitir sínar frá Kosovo-héraði. Þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar og ríkan pólitískan vilja til að halda árásunum til streitu, hefur í vikunni gætt vissra breytinga í yfirlýsingum um hernaðaráætlanir NATO á Balkanskaga. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1224 orð

Leggja má veiðigjald á aflaheimildir

Úr skýrslu AuðlindanefndarÁlitsgerð Sigurðar Líndal og Þorgeirs Örlygssonar á nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 81 orð

Leikskólabörn í snjóþotuferð

Leikskólabörn í snjóþotuferð Seyðisfirði-Hefð er orðin fyrir snjóþotuferð leikskólabarna á Seyðisfirði. Ein slík ferð var farin í veðurblíðunni á sunnudaginn var eftir mikinn óveðurskafla daganna á undan. Haldið var upp í skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði sem er vinsæll útivistarstaður Austfirðinga yfir vetrartímann. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Leikskólarnir opnir

OPIÐ hús verður laugardaginn 24. apríl í leikskólum og á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar í Breiðholti, Hlíðum og nokkrum hverfum í Austurbæ. Það er orðinn árlegur viðburður að leikskólar Reykjavíkur hafi opið hús á vorin fyrir foreldra og aðra áhugasama gesti þar sem þeir geta kynnt sér afrakstur vetrarstarfsins með börnunum og þá blómlegu menningu sem dafnar í leikskólunum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Líknardeild opnuð í Kópavogi

LÍKNARDEILD hefur verið opnuð í Kópavogi og er þar um að ræða nýjung í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að um áratugur sé síðan farið var að ræða stofnun líknardeildar hér á landi í anda hinnar svokölluðu hospice- hugmyndafræði, sem byggist á því að þegar lækningu sjúklings verði ekki lengur við komið fái hann meðferð, sem miði að því að viðhalda lífsgæðum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Ljósmyndasýning í Kringlunni

Ljósmyndasýning í Kringlunni FRÉTTALJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo var sett í Kringlunni í gær af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Sýningin, sem er stærsta og virtasta fréttaljósmyndasýning í heimi, er að þessu sinni sett upp á Íslandi fyrst landa fyrir utan heimalandið Holland. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 654 orð

"Ljúkum verkinu þótt það reynist erfitt og tímafrekt"

JAMIE Shea, talsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði á blaðamannafundi í Washington í gær að leiðtogar aðildaríkjanna 19 væru algjörlega sammála um nauðsyn þess að herförinni gegn Serbum í Kosovo lyki með sigri. Talsmaðurinn lét þessi orð falla er leiðtogarnir ræddu um átökin í Kosovo en það var fyrsta málið á dagskrá þriggja daga fundar leiðtoga NATO sem hófst í Washington í gær. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Lóðir í Giljahverfi ganga út

BYGGINGANEFND Akureyrar úthlutaði í vikunni SJS verktökum tveimur lóðum í Giljahverfi, undir 8 hæða fjölbýlishús, annars vegar við Tröllagil og hins vegar við Drekagil. Þessar lóðir eru úr 1. áfanga Giljahverfis og því komnar nokkuð til ára sinna en hafa nú loks gengið út. Akureyrarbær auglýsti nýlega lausar til umsóknar 6 íbúðarhúsalóðir í 3. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Málefni eldri borgara til umræðu

MÁLEFNI eldri borgara verða til umræðu í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Reykjavík, Ármúla 23, í dag, laugardag, kl. 14. Þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verða á fundinum og fara yfir stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum. Jóna Einarsdóttir harmonikkuleikari og Jóhannes Kristjánsson eftirherma létta fundarmönnum lund. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Málefni útlendinga á Íslandi

MÁLEFNI útlendinga á Íslandi verða til umfjöllunar á sérstökum fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík á sunnudag kl. 14 í Ármúla 23. Stjórnendur verða þau Guðrún Ögmundsdóttir og Heimir Már Pétursson, frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis. Ingibjörg Hafstað flytur erindi um útlendinga á Íslandi. Guðjón Atlason fjallar um atvinnuréttindi innflytjenda. Síðan verða fyrirspurnir og umræður. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Málþing og myndlistarsýning

MÁLÞING um gildi myndmenntakennslu í grunnskólum verður haldið í Bókasafni Háskólans á Akureyri í dag laugardag og stendur frá kl. 13-16. Á málþinginu flytja erindi; Sigurður Ólafsson, Rósa Krisín Júlíusdóttir, Arna Valsdóttir, Börkur Vígþórsson, Guðmundur Ármann, Gréta Mjöll Bjarnadóttir og Björn Sigurðsson en fundarstjóri er Sigrún Magnúsdóttir. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 720 orð

Með frið að leiðarljósi

ALÞJÓÐLEGAR sumarbúðir, CISV, standa fyrir unglingabúðum í sumar á Íslandi í þrjár vikur, frá 3. júlí til 25. júlí. Sumarbúðirnar verða haldnar í Klébergsskóla á Kjalarnesi og eru fyrir fjórtán ára unglinga. Í búðunum verða unglingar frá tíu þjóðlöndum. Þórný Jakobsdóttir er formaður Íslandsdeildar CISV. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Mjög góð aðsókn í leikhúsið

METAÐSÓKN var hjá Leikfélagi Akureyrar um síðustu helgi. Á helginni, frá fimmtudegi til mánudags, voru 10 leiksýningar í Samkomuhúsinu og var uppselt á þær flestar. Alls komu yfir 1.700 manns í leikhúsið á þessar sýningar. Tvær sýningar voru á uppfærslu LA á "Systrum í syndinni" og aðrar tvær sýningar á "Kabarett" í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 289 orð

NATO hefur uppfyllt meginmarkmið sitt

BILL Clinton forseti, Javier Solana framkvæmdastjóri, forsetar, starfsbræður, herrar mínir og frúr: Atlantshafsbandalagið (NATO) er einstakt í sinni röð. Sagan varðveitir engin dæmi um annað hernaðar- eða varnarbandalag frjálsra ríkja sem starfað hefur jafn lengi og af slíkri eindrægni. Það sem mestu skiptir er árangur starfsins. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest níu mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir 46 ára gömlum karlmanni, sem sakfelldur var fyrir tilraun til samræðis við stúlku gegn vilja hennar á meðan hún svaf ölvunarsvefni og gat því ekki spornað við verknaðinum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Nýir kostir í boði

Í komandi Alþingiskosningum er óvenju mikið um ný framboð.Oft hefur verið reynt að binda enda á sundrungu vinstriaflanna er hófst þegar kommúnistar klufu sig út úr Alþýðuflokknum 1930. Árið 1938 gekk Héðinn Valdimarsson úr Alþýðuflokknum til liðs við kommúnista og stofnaður var Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ný kvikmynd um Mývatn og rannsóknir á lífríki þess

Á DEGI umhverfisins á sunnudag standa Fuglaverndarfélag Íslands og Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmaður fyrir kvikmyndasýningu í bíósal Hótels Loftleiða kl. 16. Þar verður frumsýnd kvikmynd Magnúsar "Undir smásjánni ­ Mývatn". Kvikmyndin fjallar um lífríki Mývatns og starf Náttúrurannsóknarstöðvarinnar þar við að fylgjast með breytingum á fuglastofnun og vatnalífi. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð

Ný og endurbætt útgáfa

UPPLÝSINGAR um mörg hundruð ný lyf er að finna í nýrri útgáfu Íslensku lyfjabókarinnar sem nú er komin út í fjórða sinn. Bókin kom síðast út 1992 en í nýju útgáfunni hefur fjöldi lyfja fallið út og upplýsingar um önnur hafa breyst. Þá eru í bókinni nýir kaflar, m.a. um breytingaskeið kvenna og um náttúrulækningar. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Opið hús Samvinnuháskólans á Bifröst

EINS og mörg undanfarin ár verður staðið fyrir opnu húsi í Samvinnuháskólanum á Bifröst og að þessu sinni hefur laugardagurinn 24. apríl orðið fyrir valinu. Á opnu húsi gefst þeim er hyggja á nám og öðrum áhugasömum kostur á að sækja Bifröst heim og kynna sér þær aðstæður sem nemendum eru búnar. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Opnun skrifstofunnar stór áfangi

Á DEGI bókarinnar í gær heimsótti Björn Bjarnason menntamálaráðherra Bókmenntakynningarsjóð í nýjum húsakynnum sjóðsins á Hallveigarstöðum við Túngötu. Skrifstofa sjóðsins var nýlega opnuð fyrir tilstilli menntamálaráðuneytisins en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 1982 verið án húsnæðis og að sögn formanns sjóðsins, Jónínu Michaelsdóttur, Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Óánægja með vinnubrögð borgarstjóra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Fundur formanna svæðafélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Vestmannaeyjum 18. apríl 1999, lýsir yfir megnri óánægju með ummæli og vinnubrögð borgarstjórans í Reykjavík. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 460 orð

Óskað eftir þrefaldri upphæðinni sem í boði var

ÞEGAR sölu á hlutabréfum í almennu útboði í Baugi hf. lauk í gær höfðu 5.729 skráð sig fyrir hlut í fyrirtækinu. Áskrifendur óskuðu samtals eftir að kaupa um 311,5 milljónir króna að nafnverði á genginu 9,95 eða 3,1 milljarð að söluverði. Í boði voru 10% af hlutabréfum í fyrirtækinu, 100 milljónir króna að nafnverði, eða 995 milljónir að söluverði. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 360 orð

Rafiðnaðarmenn hætta störfum innan ASÍ

FÉLAGSMENN í Rafiðnaðarsambandinu (RSÍ) samþykktu samhjóða á þingi sambandsins, sem lauk í gær, að rafiðnaðarmenn hættu öllum afskiptum af ASÍ. Ástæðan er samþykkt laga- og skipulagsnefndar ASÍ sem meinaði Félagi símamanna að ganga óskipt í ASÍ. Rafiðnaðarmenn krefjast þess að ályktun skipulagsnefndar verði dregin til baka. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

RICHARD BJÖRGVINSSON

RICHARD Björgvinsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, er látinn á 74. aldursári. Richard var bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1974 til 1990 og sat í bæjarráði í mörg ár. Richard fæddist á Ísafirði 1. ágúst 1925. Hann var sonur Björgvins Bjarnasonar útgerðamanns og Elínar Samúelsdóttur húsmóður. Hann varð stúdent frá MA 1946 og lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1953. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 435 orð

Ríkisreikningur tilbúinn fyrir lok júnímánaðar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ríkisbókhaldi: "Að gefnu tilefni vill Ríkisbókhald upplýsa að unnið er að uppgjöri ríkissjóðs og ríkisstofnana miðað við árslok 1998. Ríkisreikningur fyrir árið 1998, sem er á rekstrargrunni, er nú í fyrsta sinn gerður upp í samræmi við ákvæði laga 88/1997 um fjárreiður ríkisins sm voru samþykkt á Alþingi í maí 1997. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Safna fé með bílaþvotti

STÚDENTAR við Fjölbrautaskólann við Ármúla efna til fjáröflunar laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. apríl með því að þvo og bóna bíla á pílaplani skólans, beint á móti Hótel Íslandi. Þvotturinn kostar 990 kr. á hvern fólksbíl og 1.490 kr. á hverja jeppabifreið. Á staðnum verða seldar veitingar á meðan nemendur tjöruhreinsa, sápuþvo, þurrka og bóna bílinn að utan, segir í fréttatilkynningu. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sagnfræðistyrkir

Sagnfræðistyrkir ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fór fram fyrir nokkru. Styrki úr sjóðnum að þessu sinni, 150 þús. kr. hvor, hlutu Halldór Bjarnason, cand.mag. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Samfylkingin tapar

FYLGI Samfylkingarinnar er á niðurleið en Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri hreyfingin ­ grænt framboð bæta við sig, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar DV á fylgi stjórnmálaflokkanna sem framkvæmd var síðasta vetrardag. Hins vegar eru 27,5% óákveðin og 10,1% neitaði að svara. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Samstarf skoðað

LÖGMAÐUR Atlantsskipa ehf. og Transatlantic Lines í Bandaríkjunum, sem séð hefur um flutninga fyrir varnarliðið á Miðnesheiði, hefur sent upplýsingar um samstarf Eimskips og Samskipa um Ameríkusiglingar sem félögin áttu árið 1997, til athugunar hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Lögmaðurinn, Matthew D. Schwarts, hjá lögmannsstofunni Dyer, Ellis & Joseph í Washington D.C. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 237 orð

Sex særast í skotárás á Englandi

SEX manns særðust, þar af fjórir alvarlega, þegar tveir menn hófu skothríð úr bíl sínum á fólk er beið eftir strætisvagni við verslun í bænum Rochdale á Englandi í gær. Að sögn fjölmiðla í Bretlandi höfðu mennirnir rænt verslun í Rochdale og síðan tekið BMW-bifreið og eiganda hennar traustataki er þeir reyndu að komast undan á flótta. Meira
24. apríl 1999 | Landsbyggðin | 122 orð

Skoðunarstofa á Hvammstanga

Hvammstanga-Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar á Hvammstanga og Frumherji hf., skoðunarstofa í Reykjavík, hafa gert með sér samkomulag um rekstur á skoðunarstofu á Hvammstanga. Stöðin verður í húsnæði vélaverkstæðisins. Bjarki Sigurðsson, starfsmaður Frumherja á Sauðárkróki, segir að skoðunarstofunni verði þjónað frá Sauðárkróki og verði hún opin annan hvern miðvikudag kl. 8­17. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 775 orð

"Smáþjóðir geta oft skipt máli"

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti erindi í National Press Club í Washington í fyrradag í tilefni af 50 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Í erindinu fjallaði ráðherrann m.a. um mikilvægi Íslands sem "brúar yfir Atlantshaf" og sagði að smáþjóðir gætu gegnt veigamiklu hlutverki innan bandalagsins. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Spaðadrottningin í bíósal MÍR

RÚSSNESKA óperukvikmyndin Spaðadrottningin frá árinu 1960 verður sýnd sunnudaignn 25. apríl kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er fjórða kvikmyndin af átta sem MÍR sýnir nú í apríl og maí í tilefni þess að 200 ár eru senn liðin frá fæðingu rússneska þjóðskáldsins Alexanders Púshkins, en allar kvikmyndirnar eru byggðar á verkum skáldsins. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Starfsemi Landsvirkjunar skipt í tvennt

NÝ STJÓRN Landsvirkjunar var kosin á ársfundi fyrirtækisins í gær og ganga Kristín Einarsdóttir og Jakob Björnsson úr stjórninni. Þá ákvað fundurinn að greiða út 234,8 milljónir króna í arðgreiðslur til eigenda vegna síðastliðins árs og skiptist sú upphæð eftir eignarhlutfalli í samræmi við sameignarsamning eigenda. Hagnaður fyrirtækisins í fyrra nam 283 milljónum króna en 1. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 234 orð

Stjórnvöld láti af þátttöku í stríðinu

STJÓRN Sósíalistafélagsins hélt fund sunnudaginn 18. apríl sl. og ræddi meðal annars um stríðið í Kosovo. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: "Stjórn Sósíalistafélagsins fordæmir stríð Nató-ríkjanna gegn Júgóslavíu og krefst þess að íslensk stjórnvöld láti af þátttöku í því tafarlaust. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Sumri heilsað á Nóaborg

BÖRNIN á leikskólanum Nóaborg í Stangarholti veifuðu listilega gerðum fánum sínum á móti sólu í gær, enda þykir það jafnan fallegur siður í upphafi sumars meðal ungra sem aldinna. Víst má telja að innivera freisti fárra sem eiga kost á útiveru þessa dagana þar sem hver góðviðrisdagurinn hefur rekið annan víða um land í vikunni. Meira
24. apríl 1999 | Miðopna | 410 orð

Sumrinu fagnað

SUMARDAGURINN fyrsti var haldinn hátíðlegur víða um land á fimmtudag en útlit er fyrir gott sumar ef marka má þá speki að ef vetur og sumar frjósi saman sé góð tíð í vændum. Í Reykjavík og nágrenni var mikið um uppákomur í tilefni dagsins en töluvert var um það að hverfi tækju sig til og héldu sinn eigin sumarfögnuð. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Syntu í sólarhring

SÓLARHRINGSSUND Sundfélagsins Óðins var þreytt í nýju sundlauginni á Akureyri frá síðasta vetrardegi og fram á sumardaginn fyrsta. Allir sem æfa sund með félaginu tóku þátt í að synda inn í sumarið. Tilefnið er fjáröflun og var áheitum safnað í fyrirtækjum í bænum. Um 100 iðkendur syntu þennan sólarhring, einn í einu, 50 metra í senn. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sýning um samspil manns og náttúru

ÖNNUR sýningin sem haldin er undir þemanu Samspil manns og náttúru var opnuð í Perlunni sumardaginn fyrsta. Tilgangur hennar er að kynna vörur og þjónustu sem leiða til vist- og umhverfisvænna samspils manns við náttúruna og sjálfan sig. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 936 orð

Taldir hafa ætlað að myrða hundruð manna

LÖGREGLUMENN í Colorado hafa fundið stóra sprengju í eldhúsi framhaldsskólans í Littleton þar sem tveir vopnaðir unglingar urðu 13 manns að bana áður en þeir sviptu sig lífi á þriðjudag. Að sögn lögreglunnar leikur nú grunur á að tilræðismennirnir hafi notið aðstoðar annarra ungmenna og að þeir hafi ætlað að drepa hundruð manna með því að sprengja skólann í loft upp. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1379 orð

Til menningarauka?

GUNNAR Gunnarsson rithöfundur settist að á Skiðuklaustri í Fljótsdal 1930 þegar hann fluttist heim eftir áralanga búsetu erlendis. Hann lét reisa á jörðinni hús, sem er um 600 fermetrar að grunnfleti og á sér ekki marga líka í íslenskri byggingasögu, að því er leikmannsaugað fær greint. Arkitekt hússins var þýskur. Meira
24. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Tvær umsóknir um starfið

TVÆR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri en umsóknarfrestur rann út sl. miðvikudag. Umsækjendur eru Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, og Helgi Þorbjörn Svavarsson, sem búsettur er í Noregi. Nýr skólastjóri tekur við af Atla Guðlaugssyni fyrir næsta skólaár en Atli sagði upp stöðu skólastjóra vegna óánægju með kjaramál sín. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Ungt Samfylkingarfólk stofnar félag

VAKNING, félag ungs Samfylkingarfólks á Suðurlandi, var stofnuð á Selfossi 21. apríl sl. Samkvæmt upplýsingum félagsins hafa um eitt hundrað manns gerst stofnaðilar að félaginu. Olav Veigar Davíðsson var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Vakningar á Suðurlandi. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vefsíða um Júgóslavíu

BANDARÍSKA sendiráðið kunngerir að Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna (USIA) hefur opnað vefsíðu sem hefur að geyma nýjar og milliliðalausar upplýsingar um ástandið í Júgóslavíu. "Í grein í Washington Post frá 17. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 925 orð

Veik stjórn jafnt sem veik stjórnarandstaða

Veik stjórn og veik stjórnarandstaða komu í ljós í þingumræðum í sænska þinginu í vikunni, segir Sigrún Davíðsdóttir er kynnti sér stöðu mála í sænskum stjórnmálum. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 767 orð

Viðbrögð stjórnvalda og El Al sögð hafa verið óviðunandi

HOLLENSK stjórnvöld og ísraelska flugfélagið El Al eru harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu um brotlendingu flutningavélar El Al í íbúðarhverfi í útjaðri Amsterdam í október 1992, og eftirmál slyssins. Segir í skýrslunni að viðbrögð stjórnvalda og El Al í kjölfar slyssins hafi einkennst af óviðunandi seinagangi en fjörutíu og fjórir létust í slysinu, Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð

Vilja að kappræðurnar fari fram í sjónvarpssal

SIGMUNDUR Guðbjarnason, formaður Mannverndar, samþykkti í gær í bréfi til Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að taka áskorun hans um að mæta til kappræðna um lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Í bréfinu segist Sigmundur kjósa að þeir Kári ræðist við í sjónvarpssal í beinni útsendingu um næstu mánaðamót. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Vilja hækkun lífeyris aldraðra

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi um málefni aldraðra í Hnífsdal sunnudaginn 18. apríl sl.: "Fundur um málefni aldraðra haldinn í Hnífsdal 18. apríl 1999 telur mjög brýnt að öldruðum verði tryggður nægjanlegur lífeyrir svo að þeir geti við starfslok haldið virðingu og reisn í samfélaginu. Meira
24. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 369 orð

Þjóðernissinnar boða breyttar áherslur

SKOSKI þjóðarflokkurinn (SNP) varð fyrir miklu áfalli á fimmtudag þegar ný skoðanakönnun sýndi að fylgi flokksins, fyrir þingkosningar sem fram eiga að fara 6. maí næstkomandi, hefur minnkað verulega. Er nú farið að hitna undir Alex Salmond, leiðtoga SNP, Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Þrír þjóðarleiðtogar höfðu viðdvöl hér

ÞRÍR þjóðarleiðtogar hafa á undanförnum dögum haft viðdvöl hér á landi á leið sinni á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Washington, þar á meðal Vaclav Havel, forseti Tékklands, sem hitti hér að máli Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Havel og Mikulas Dzurinda, forsætisráðherra Slóvakíu, voru hér báðir á ferðinni sumardaginn fyrsta. Meira
24. apríl 1999 | Óflokkað efni | 129 orð

ÞÝSK LJÓÐ OG MYNDVERK

Á SÝNINGUNNI Skuggaspeglar, sem er samvinnuverkefni Goethe-Zentrum og Listasafns Kópavogs, er viðfangsefnið samfundir og gagnkvæmur innblástur orðs og myndar. Sýningin er þannig til komin, að sögn Guðbjargar Kristjánsdóttur, forstöðumanns safnsins, Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ættarmót Hallbjarnarættar

ÆTTARMÓT Hallbjarnarættar verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 2. maí nk. og hefst kl. 14. Þarna hittast afkomendur Hallbjarnar E. Oddssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og eiga saman síðdegisstund yfir kaffispjalli og kökum. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ökuskóli tekur til starfa í Hafnarfirði

TEKIÐ hefur til starfa nýr ökuskóli, Ökuskóli Hafnarfjarðar, og hefur hann aðsetur í Flensborgarskóla, Hafnarfirði. Skólinn er í eigu Þórs Arnarssonar og Ólafs Árna Traustasonar, sem eru löggiltir kennarar og ökukennarar frá Kennaraháskóla Íslands. Meira
24. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Öllu tjaldað til

TELJA má víst að ávöxtur mökunar tjaldaparsins á myndinni líti dagsins ljós snemma í júnímánuði er ungar skríða úr tveimur til þremur eggjum. Tjaldurinn verpir í byrjun maí og eftir að ungarnir hafa skriðið úr eggi njóta þeir umönnunar foreldra sinna sem mata þá í 7­10 daga. Um það leyti ættu ungarnir að vera farnir að geta leitað sér að æti án aðstoðar. Meira

Ritstjórnargreinar

24. apríl 1999 | Staksteinar | 329 orð

Launajafnvægi

KENNARAR í Reykjavík eru búnir að bíta það í sig að allir eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta segir m.a. í Degi. Hólmavík Í ÞÆTTI Odds Ólafssonar í dagblaðinu Degi, sem nýlega birtist og bar fyrirsögnina "Þjóðleg byggðaþróun" segir m.a. Meira
24. apríl 1999 | Leiðarar | 699 orð

NATO ÁTÍMAMÓTUM

LEIÐTOGAR þeirra nítján ríkja er aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu, NATO, komu í gær saman í Washington í Bandaríkjunum, til að minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá því stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður í borginni. Meira

Menning

24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

25 fyrirtæki kærð

FJÖLSKYLDUR þriggja nemenda sem voru myrtir af hinum 14 ára Michael Carneal í Heath framhaldsskólanum 1. desember 1997 lögðu fram kæru á mánudaginn þar sem forsvarsmenn kvikmyndarinnar Körfuboltadagbækurnar með leikaranum Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tölvuleikja eru gerðir ábyrgðir fyrir harmleiknum. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 541 orð

Ást í flösku

EFTIR sársaukafullan skilnað gerir Theresa Osborne (Robin Wright Penn) það að tilgangi lífsins að hugsa um son sinn og vinna sem rannsóknamaður fyrir dagblaðið Chicago Tribune. Hún reynir að koma fyrir sem áreiðanleg, metnaðargjörn og fjarlæg en þannig felur hún vonbrigði sín yfir hjónabandinu sem brást og þann ásetning sinn að gefa ekki færi á sér aftur. Meira
24. apríl 1999 | Margmiðlun | 257 orð

Bylta í hermisglímu

SONY hefur undanfarið átt í stríði við Connectix, fyrirtæki sem framleitt hefur ýmsa herma, þar á meðal leikjahermi fyrir PlayStation á Macintosh-tölvum. Fyrstu lotu í deilu fyrirtækjanna vann Connectix, en á fimmtudag vann Sony. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Daði Guðbjörnsson sýnir á Álftanesi

DAÐI Guðbjörnsson sýnir málverk í Haukshúsum á Álftanesi 24. og 25. apríl. Daði á rætur að rekja á Álftanesið og ólst þar upp fram á unglingsár. Það er Lista- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi sem stendur fyrir sýningunni. Húsið er opið frá kl. 14­18 báða dagana. VERK Daða Guðbjörnssonar sem sýnd eru á Álftanesinu minna á vorið. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Dagskrá Lágmenningarhátíðar '99:

27. apríl ­ Fugazi og Mínus í bílageymslu Útvarpshússins. 20. maí ­ Wise Guys og Les Rythmes Digitales á Hótel Íslandi. 21. maí ­ Wise Guys og L.R.D. í Sjallanum á Akureyri. 22. maí ­ Wise Guys og L.R.D. í Reykjavík. 29. maí ­ John Spencer í Útvarpshúsinu. 8. júní ­ Shellac og Bisund á Gauki á Stöng. Lok júní ­ (dags. augl. síðar) Pavement í Útvarpshúsinu. 28. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 206 orð

Dýrkeypt dópneysla Fíkn (Addicted)

Framleiðendur: Nigel Thomas, Peter Watson-Wood. Leikstjóri: Henry Cole. Handritshöfundur: Tim Sewell. Kvikmyndataka: John Peters. Tónlist: Barrie Guard. Aðalhlutverk: Elizabeth Hurley, C. Thomas Howell, Joss Ackland, Claire Bloom, Jeremy Brett. 97 mín. Bretland. Myndform 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 640 orð

Faðmlag við landið

VORIN eru góður tími fyrir ljóð og í viku bókarinnar þegar sumarið byrjar er tilvalið að gefa út ljóðabók. Ein þeirra sem þá kemur út heitir Blálogaland og er eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Hún er fædd 1973 og hefur áður birt skáldskap í blöðum og tímaritum og fengið fyrir hann viðurkenningar. Þetta er fyrsta bók Sigurbjargar. Meira
24. apríl 1999 | Tónlist | 541 orð

Ferskt og hugfangandi

Einleiksverk eftir Giuliani, Sor, Legnani, Hübler, Dowland, Britten, Tarrega, Albeniz, Sörensen, Villa- Lobos og Rojko. Magnus, Andersson, gítar. Fimmtudaginn 22. apríl kl. 17. SÆNSKI gítarleikarinn Magnus Andersson hélt tónleika hér á landi í fyrsta sinn í Norræna húsinu sumardaginn fyrsta með mestmegnis sígildum viðfangsefnum. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Fiðlu- og píanótónleikar á Ísafirði

SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í sal Grunnskólans á Ísafirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna eru sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Robert Schumann og W.A. Mozart, auk verka eftir Brahms, Bartók og Jón Leifs. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð

Garbage aflýsir tónleikum

BANDARÍSKA rokksveitin Garbage hefur aflýst fjölda tónleika í fyrrum ríkjum Sovétríkjanna vegna ótryggs stjórnmálaástands, sagði í litháísku dagblaði á þriðjudaginn var. Haft var eftir sveitinni að "stjórnmálaástandið í Evrópu" hefði gert það að verkum að sveitin treysti sér ekki til að fara í tónleikaförina í maí og júní eins og áætlað hafði verið. Meira
24. apríl 1999 | Margmiðlun | 420 orð

Geimveruræktun á rannsóknarstöðvum

Civilization: Call to Power er nýjasti leikurinn í Civilization-röðinni. Leikurinn er gefinn út af Activision sem nýlega náði höfundarréttinum af Microprose. Í CIVILIZATION: Call to Power (Civ 3) er markmiðið að byggja upp háþróuðustu siðmenningu heims eða útrýma öllum hinum. Þetta er ekki eitthvað sem tekst á minna en degi heldur getur þetta tekið margar vikur eða jafnvel mánuði. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Gítar Islancio á Kaffi Krók

TRÍÓIÐ Gítar Islancio leikur á sæluviku-tónleikum á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun, sunnudag kl. 21. Tríóið er skipað Gunnari Þórðarsyni og Birni Thoroddsen sem leika á gítara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Tónlistin sem tríóið flytur er swing í anda gítarleikarans Django Reinhardts. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 568 orð

Hálfvitar eða ekki

Idioterne fjallar um hóp ungs fólks, sem á það sameiginlega áhugamál að láta aðra halda að það sé hálfvitar. Þau halda til í húsi og eyða tónstundum sínm í að æfa sig í að láta eins og vitleysingar og kanna á allan mögulegan hátt áður óþekkt tækifæri sem fávitahátturinn veitir til að ganga á hólm við samfélagið. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Hnefunum beitt í hafnabolta

NEI, þetta er ekki nýjasta tíska hjá hnefaleikaköppum. Þeir eru ekki komnir í hafnaboltabúninga ennþá og hringur þeirra talsvert minni umfangs en grænir vellir hafnaboltaíþróttarinnar. En stundum getur mönnum sárnað svo mikið að hnefarnir einir eru látnir um samskiptin. Sú staða kom upp í hafnaboltaleik milli Mariners liðsins frá Seattle og Anaheim Angels frá Kaliforníu. Meira
24. apríl 1999 | Tónlist | 804 orð

Jón Leifs í salnum

Sigrún Eðvaldsdóttir, Finnur Bjarnason, Marta Halldórsdóttir, Örn Magnússon og Camerarctica kvartettinn skipaður Hildigunni Halldórsdóttur, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Guðmundi Kristmundssyni og Sigurði Halldórssyni fluttu tónlist eftir Jón Leifs. Fimmtudagskvöld kl. 20.30. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 560 orð

Kennararnir eru geimverur

FRAMHALDSSKÓLINN Herrington High á glæsta fortíð að baki en er á niðurleið. Veggirnir eru ljótir, kennslubækurnar gamaldags, kennararnir útbrunnir. Það eru ekki til peningar til að fara í vettvangsferðir, fyrir tölvum eða til þess að leyfa nemendum að setja upp söngleik. Á göngum skólans er að finna framtíð Ameríku; einfarar, leiðtogar, bókaormar, nördar, íþróttahetjur og tískufrík. Meira
24. apríl 1999 | Margmiðlun | 239 orð

Kosningaforrit fyrir alþingiskosningar

EDDA hugbúnaður ehf. sendi á dögunum frá sér fyrstu útgáfu nýs kosningaforrits sem fengið hefur heitið Kosningavaki X99. Það er ætlað til að auðvelda notendum að fylgjast með aðdraganda komandi alþingiskosninga en í því er meðal annars reiknilíkan sem reiknar út skiptingu þingsæta á milli flokka í samræmi við núgildandi kosningalög. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 76 orð

Kór Hafnarfjarðarkirkju í Hásölum

KÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju á morugun, sunnudag kl. 16. Meðal annars verða fluttir madrigalar, mótettur, íslensk þjóðlög, lög úr söngleikjum og fleira. Stjórnandi er Natalia Chow en hún mun einnig syngja einsöng. Undirleikari er John Gear. Kór Hafnarfjarðarkirkju er skipaður 30 manns. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Kvöldvökukórinn syngur í Háteigskirkju

KVÖLDVÖKUKÓRINN heldur tónleika í Háteigskirkju í dag, laugardag kl. 17. Sungin verða innlend og erlend lög. Stjórnandi er Jóna Kristín Bjarnadóttir. Undirleik annast Jakob Hallgrímsson. Kórinn syngur í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á morgun, sunnudag kl. 17. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 1437 orð

KÆRKOMIN TÆKIFÆRI Tónlist Brian Ferneyhough endurspeglar hraðan, óræðan og firrtan samtímann á ákaflega heiðarlegan hátt skrifar

Tónlist Brian Ferneyhough endurspeglar hraðan, óræðan og firrtan samtímann á ákaflega heiðarlegan hátt skrifar Úlfar Ingi Haraldsson í grein sinni um tónskáldið en á morgun gefst kostur á að heyra tónlist þessa framsækna tónskálds á tvennum tónleikum í flutningi Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Magnusar Andersson gítarleikara. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 351 orð

Lágmenning erlíka menning

HLJÓMALIND stendur fyrir röð tónleika sem nefnist "Lágmenningarborgin Reykjavík árið 1999" og munu bæði erlendir og innlendir tónlistarmenn koma þar fram. Tónleikar í bílageymslu Meira
24. apríl 1999 | Myndlist | 738 orð

MÁLVERK Í EYJUM

Opið 14­18 frá föstudegi til sunnudags. Sýningin stendur til 25. apríl. UM FJÓRÐU sýninguna á myndlistarvori Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sjá þeir Tumi Magnússon og Kristján Steingrímur Jónsson en þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa fengist við að teygja og víkka skilgreiningar málverksins með ýmsum hætti. Meira
24. apríl 1999 | Margmiðlun | 640 orð

Ný PlayStation

SEGA-menn búa sig sem óðast undir markaðssetningu á Dreamcast-tölvu sinni, en eins og kunnugt er kemur hún á markað 9. september næstkomandi. Helsti keppinauturinn á leikjatölvumarkaðnum verður vísast Sony, er spillti nokkuð gleði Sega-vina með því að kynna nýja gerð PlayStation, PlayStation II, PSX2, sem er talsvert öflugri tölva á pappírnum. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 793 orð

Shakespeare nútímans væri í Hollywood Stórmyndin Shakespeare ástfanginn, sem hlaut fyrir skömmu sjö óskarsverðlaun, hefur farið

Stórmyndin Shakespeare ástfanginn, sem hlaut fyrir skömmu sjö óskarsverðlaun, hefur farið sigurför um heiminn. Rósa Erlingsdóttir spjallaði við John Madden leikstjóra og Marc Norman handritshöfund á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 241 orð

Sjálfstætt fólk efst

VIÐ athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær tilkynnti Anna Elín Bjarkadóttir bókavörður hver hlýtur titilinn Bók aldarinnar á Íslandi. Í tíu efstu sætunum höfnuðu eftirtaldar bækur: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness (1934­35) sem telst því Bók aldarinnar, Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness (1943), Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson (1993), Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 207 orð

Skyldi engan undra

SÆNSKA fyrirtækið sem framleiðir Absolut vodka tekur Ísland fyrir í sinni nýjustu auglýsingaherferð. Fyrir tólf árum fór fyrirtækið af stað með röð auglýsinga þar sem ein borg eða svæði er tekið fyrir hverju sinni og helsta einkenni þess notað til kynningar. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 661 orð

Sparklistin ofar öllu

SÍÐASTLIÐINN sunnudag gekk svo mikið á í boltaleikjum, að sama var hver þriggja stöðvanna var opnuð, alls staðar var sparklið að djöflast á grænum völlum eða þá handboltalið á parketi og mátti sjá að þar væri enginn ballett á ferð. Nýlega varð að færa barnatíma frá klukkan sex að kvöldi sunnudags til sjö að kvöldi og hefur þó barnatíminn frá upphafi verið sýndur klukkan sex. Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Styrktartónleikar í Fella- og Hólakirkju

BARNA- og unglingakór Fella- og Hólakirkju heldur á norrænt kóramót, sem nefnist Norbusang, um miðjan maí nk. Styrktartónleikar verða haldnir í kirkjunni sunnudaginn 25. apríl kl. 16. Á efnisskránni eru kórsöngur, einsöngur og hljóðfæraleikur. Mótið er haldið í Grankulla í Finnlandi. Norbusang er haldið árlega og verður næsta mót haldið á Íslandi árið 2000. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 112 orð

Vilja allar líkjast Monroe

RICHARD Grasso stjórnarformaður kauphallarinnar í New York sést hér í hópi fjölda kvenna sem allar hafa kvikmyndastjörnuna Marilyn Monroe að fyrirmynd. Það var fyrir tilstuðlan Zale samsteypunnar sem Monroe-eftirhermurnar mættu á svæðið á fimmtudaginn um það leyti sem bjalla kauphallarinnar hringdi og boðaði upphaf viðskipta dagsins en Zale samsteypan rekur fjölda skartgripaverslana og Meira
24. apríl 1999 | Menningarlíf | 65 orð

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja

KVENNAKÓR Suðurnesja heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 25. apríl kl. 20.30.Stjórnandi er Agota Joó. Píanóundirleik annast Vilberg Viggósson. Annar hljóðfæraleikur er í höndum Þórólfs Þórssonar á bassa, Baldurs Jósefssonar á trommur, Ásgeirs Gunnarssonar á harmoníku, Erlu Brynjarsdóttur og Gróu Margrétar Valdimarsdóttur á fiðlu og Birnu Rúnarsdóttur á þverflautu. Meira
24. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 86 orð

Ýktar fregnir af andláti

VINIR og ættingjar þjóðlagatónlistarmannsins Daves Swarbricks kunnu vel að meta minningargrein um hann í dagblaðinu Daily Telegraph en þeir urðu jafnvel enn hrifnari þegar þeir komust að því að hann var enn á lífi. Dagblaðið baðst afsökunar á miðvikudag fyrir að hafa birt frétt um andlát hans daginn áður. Meira
24. apríl 1999 | Tónlist | 658 orð

Önd mín miklar Drottin

Kórverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson, Þorkel Sigurbjönsson, Jón Leifs, Pärt, Atla Heimi Sveinsson, Bruckner, Brahms og Mendelssohn. Mótettukór Hallgrímskirkju u. stj. Harðar Áskelssonar. Miðvikudaginn 21. apríl kl. 20. Meira

Umræðan

24. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 210 orð

40 milljörðum hent

ÞAÐ er ótrúlegt en þó sennilega nokkuð til í því að langt til 200.000 tonnum af fiski og fiskafskurði sé hent í sjóinn árlega. Ef þessar tölur eru mildaðar um helming standa eftir 100.000 tonn. Sé 1 kg reiknað á 100 kr. er hér um að ræða 10 milljarða á ári eða 40 milljarða á kjörtímabili. Ég er nú svo grænn að halda að eitthvað væri hægt að gera fyrir þessar krónur. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 626 orð

Að sjá hlutina í samhengi

Samfylkingin, segir Þuríður Backman, virðist hafa a.m.k þrjár stefnur í umhverfismálum. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 452 orð

Ávöxtun Skógarsjóðsins

Fé til skógræktar er ekki útgjöld, segir Ásgeir Svanbergsson, heldur arðberandi innstæða. Skógrækt: ábati og ávöxtun. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 716 orð

Barnafjölskyldur fá réttláta kjarabót

Það hefur lengi verið skoðun mín, segir Ólafur F. Magnússon, að gjöld barna og unglinga vegna heilbrigðisþjónustu eigi að vera þau sömu og hjá lífeyrisþegum. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 489 orð

Betri heilbrigðisþjónusta

Ríkið hefur nánast, segir Árni M. Mathiesen, einkaleyfi á því að veita heilbrigðisþjónustu. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 534 orð

Breytingar til batnaðar

Margvíslegar lagfæringar hafa orðið á síðustu árum á starfsumhverfi landbúnaðarins. Hjálmar Jónsson fjallar um þær lagfæringar. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 694 orð

Burt með sjómannaafsláttinn, bætum kjör öryrkja

Ég ákæri þá þingmenn, segir Stefán Gissurarson, sem ekki þora að breyta samkvæmt samvisku sinni í þessu máli. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 501 orð

Bætum lífskjör í sveit

Þingsályktun um stefnu í byggðamálum, segir H. Edda Þórarinsdóttir, hefur að markmiði að bæta skilyrði til búsetu á landsbyggðinni. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 408 orð

Caritas Ísland efnir til söfnunar fyrir flóttafólk á Balkanskaga

Grimmdin er ógurleg, segir Sigríður Ingvarsdóttir, og aðstæður í flóttamannabúðunum eru ógnvekjandi. Meira
24. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 716 orð

Eftir okkar höfði nú ­ eftir þeirra höfði svo

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fiskveiðistefnuna og hvernig best væri að útfæra hana þannig að hagkvæmast væri fyrir þjóðfélagið, útgerðina og gæti jafnframt verndað fiskistofna fyrir ofveiði. Margar tillögur hafa komið fram en engin þeirra byggist á raunverulegri verndun fiskistofna. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 525 orð

Framsókn, Schengen og sölumenn dauðans

Aðild að Schengen samkomulaginu, segir Hjörleifur Guttormsson, gæti gert baráttuna gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna frá meginlandinu erfiðari. Meira
24. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 534 orð

Hreinn og blæbrigðaríkur söngur

GLÉRÁRKIKJA á Akureyri var þéttsetin áheyrendum laugardagskvöldið 10. apríl sl. á tónleikum Karlakórsins Heimis úr Skagafirði. Hrifnir söng- og tónlistarunnendur létu ánægju sína óspart í ljós með glymjandi lófataki að hverju lagi loknu en mörg þeirra voru klöppuð upp til endursöngs. Hnökralaus var þó flutningurinn ekki. Lag nr. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 754 orð

Hvar er best að búa?

Lítill skilningur virðist oft vera fyrir hendi, segir Soffía Gísladóttir, þegar landsbyggðarmaður og Reykjavíkurmaður hittast og bera saman bækur sínar. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 638 orð

Hvar er Esjan?

Eru þessir fjölgenasjúkdómar kannski flóknari, spyr Alfreð Árnason, en látið var í veðri vaka í upphafi? Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 450 orð

Í fjötrum frelsis ­ er það þinn vilji?

Tökum nú höndum saman gegn böli eiturlyfja, segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, og kjósum Framsóknarflokkinn. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 1169 orð

Kristnihátíðin 2000 ­ þakkarhátíð

Lokasamveran við tilbeiðslutjaldið í Vancouver á sínum tíma, segir Hermann Þorsteinsson, gleymist ekki. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 621 orð

Níðst á öldruðum og öryrkjum

Það er skiljanlegt að lífeyrisþegar mótmæli, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þegar skerðingar og álögur á kjörtímabilinu eru skoðaðar. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 490 orð

Nýjar fréttir og gamlar

Það hefur hingað til ekki þótt vænlegt til árangurs í samningaviðræðum, segir Jón Steindór Valdimarsson, að gefa sér fyrirfram að þær séu tilgangslausar. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 516 orð

Sjálfstæðisflokkur skilar auðu!

Hvað eru sjálfstæðismenn í raun að "segja" við kjósendur, spyr Guðmundur Árni Stefánsson, þegar þeir þegja um framtíðina? Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 396 orð

Skattlagning Smugukvótans?

Er ekki nóg að skattleggja hagnaðinn, spyr Svanur Guðmundsson, ef hann verður þá einhver? Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 531 orð

Staða öryrkja lagfærð

Ég hef náð fram brýnustu breytingum sem forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins lögðu áherslu á, segir Ingibjörg Pálmadóttir, í byrjun árs. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 595 orð

Styður ríkisstjórnin baráttuna gegn barnaþrælkun eða ekki?

Með aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, segir Ari Skúlason, liggur einfaldlega ekki fyrir hvort þau styðja alþjóðlega baráttu gegn barnaþrælkun. Meira
24. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 635 orð

Vegna þess ­ til Sigurðar Rúnars Ragnarssonar

NOKKUÐ finnst mér nú leiðin krókótt milli okkar, Sigurður, ef við þurfum orðið bréfaskriftir gegnum Morgunblaðið til að ræðast við um málefni Kísiliðjunnar eða hvað annað sem væri. En þú velur aðferðina og bréfaskriftir eru svo sem mjög í tísku um þessar mundir, ekki vantar það. Svarið verður stutt að þessu sinni því ég á annríkt. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 747 orð

Vill þögli meirihlutinn láta niðurlægja sig?

Formenn stjórnarflokkanna, segir Jón Sigurðsson, ætla að gefa sameign þjóðarinnar endanlega að afloknum kosningum. Meira
24. apríl 1999 | Aðsent efni | 397 orð

Þjóð í vanda

Á hálfri öld hefir okkur tekizt að brjótast úr viðjum fátæktar og úrræðaleysis, segir Sverrir Hermannsson, til þess að geta búið þegnum landsins hin beztu kjör, efnalega og andlega. Meira

Minningargreinar

24. apríl 1999 | Minningargreinar | 144 orð

Árni Sædal Geirsson

Okkur langar með féinum orðum að kveðja góðan vin okkar, hann Árna Sædal Geirsson, í hinsta sinn. Það er ekki auðvelt að hripa niður minningarorð um svo góðan vin og mætan mann sem hverfur frá okkur svo snögglega og er það ægi sárt ekki síst fyrir þær sakir að Árni er á besta aldri er hann fellur frá. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 586 orð

Árni Sædal Geirsson

Tempus fugit ­ tíminn líður. Eftir því sem árunum fjölgar virðist hann líða hraðar og hraðar. Félagar, samstarfsmenn og vinir hverfa yfir móðuna miklu. Sumir langt fyrir aldur fram. Enn einn þeirra er nú horfinn sjónum. Árni Sædal Geirsson, samstarfsmaður úr starfi jafnaðarmanna á Vestfjörðum. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 167 orð

Árni Sædal Geirsson

Látinn er vinur okkar og Kiwanisfélagi Árni Sædal Geirsson. Árni var félagi í Kiwanisklúbbnum Básum, Ísafirði, og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Hann var forseti Bása starfsárið '82­'83. Hann var svæðisstjóri Þórssvæðis árið '91­'92. Árni var fjölhæfur og áreiðanlegur klúbbfélagi. Ef eitthvað stóð til var hann alltaf með fyrstu mönnum til að mæta á svæðið. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Árni Sædal Geirsson

Demanturinn fellur og brotnar, umhverfið breytist og geislar frá ljósbroti varpa ekki lengur geislum sínum um allt. Allt verður litlaust. Þú ert farinn í ferðalagið langa og fórst í skyndi. Einhvern veginn finnst okkur eins og þú komir aftur eins og úr mörgum þeim ferðum sem þú fórst þegar við vorum lítil. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 296 orð

ÁRNI SÆDAL GEIRSSON

ÁRNI SÆDAL GEIRSSON Árni Sædal Geirsson fæddist á Akranesi 22. mars 1948. Hann lést á heimili sínu 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrea Kristín Kristmundsdóttir, f. 13. okt. 1908 á Blönduósi, d. 25. nóv. 1992, og Geir Jónsson vélstjóri, f. 8. apríl 1906 í Reykjavík, d. 12. júlí 1979. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Ásbjörn Ólason

Ég vil minnast vinar míns Ásbjörns Ólasonar með nokkrum orðum. Ekki kann ég að rekja ættir hans. Ásbjörn keypti gróðrarstöðina Víðigerði í Biskupstungum ásamt konu sinni Kristínu árið 1968. Þá hófust kynni okkar Ásbjörns, sem fóru vaxandi með hverju ári sem leið. Áður hafði hann verið á Þórustöðum í Ölfusi um árabil. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Ásbjörn Ólason

Það var 4. október 1955 að ég kynntist Ásbirni fyrst. Hann var mættur til að taka á móti mér, þar sem ég lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir fjögurra tíma flug frá Stafangri í Noregi. Þá sá ég að hér fór traustur maður, og tókst með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Fyrstu sjö árin okkar á Íslandi dvöldumst við á sama bæ. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 217 orð

ÁSBJÖRN ÓLASON

ÁSBJÖRN ÓLASON Ásbjörn (Stö) Ólason fæddist í Vinstra í Guðbrandsdal í Noregi 22. febrúar 1920, næstyngstur af níu systkinum. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 13. apríl síðastliðinn. Tvö systkina hans eru nú á lífi. Ásbjörn var garðyrkjufræðingur frá garðyrkjuskólanum Staup í Þrændalögum 1942. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Björn Hafsteinsson

Fallinn er frá eftir skamma sjúkralegu góður vinur og samstarfsfélagi, Björn Hafsteinsson. Með trega minnumst við okkar góða félaga og vinar og þökkum allar góðu stundirnar á liðnum árum, en samstarf margra okkar hefur varað í mörg ár. Við vonuðumst til að veikindin væru eitthvað sem hægt væri að sigrast á en raunveruleikinn er annar. Komið er að kveðjustund sem erfitt er að sætta sig við. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 448 orð

Björn Hafsteinsson

Krakkar mínir!! Þurfið þið alltaf að vera að rífast? Við Bjössi horfðum hvort á annað og skildum ekki hvað var verið að tala um. Við vorum alls ekki að rífast, við rifumst aldrei. Aftur á móti rökræddum við og skiptumst á skoðunum á þeim nótum sem nútíma vísindi telja nauðsynlegar til að byggja upp samskiptahæfni og siðgæðiskennd barna. Kannske vorum við bæði dálítið raddsterk og ákveðin. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Björn Hafsteinsson

Síminn hringir. Það er Elsa mágkona. Hún hefur ekki góðar fréttir að færa í þetta sinn. Hann Bjössi bróðir er dáinn. Þögn. Hvað er svo sem hægt að segja þegar engin orð lýsa því sem um hugann fer? Bjössi (Björn) mágur minn var fæddur 7. maí 1948, elstur átta systkina. Tvær systur og sex bræður. Ég var svo heppin að ná í Steina og Sigrún svilkona krækti um svipað leyti í hann Bjössa. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð

BJÖRN HAFSTEINSSON

BJÖRN HAFSTEINSSON Björn Hafsteinsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1948. Hann lést á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 23. apríl. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Einar Ingvarsson

Við sitjum hér og rifjum upp kynni okkar af bróður, mági og félaga. Kemur þá fyrst í hugann hve dagfarsprúður og hlýr Einar Ingvarsson var. Sem ungur maður varð hann fyrir höfuðmeiðslum á togara sem ollu eirðarleysi, þannig að hann átti erfitt með að einbeita sér lengi í senn að því sem hann tók sér fyrir hendur. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 185 orð

EINAR INGVARSSON

EINAR INGVARSSON Einar Ingvarsson fæddist í Berjanesi í V-Landeyjum 14. ágúst 1922. Hann lést 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Sigurðsson, f. 30. mars 1901 á Nesi í Norðfirði, d. 11. janúar 1979, og Hólmfríður Einarsdóttir, f. 22. apríl 1896 í Berjanesi í V-Landeyjum, d. 25. ágúst 1979. Systkini Einars eru: Sigurður, f. 1. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 1264 orð

Guðbjörg Sigurðardóttir

Hún kom ung, umkomulaus, án nokkurra eigna og niðurbrotin eftir að hafa misst eiginmann sinn, sem hún hafði verið gift í tíu daga, til föður míns og afa með litla föðurlausa telpu sér við hlið, sem var næstum það eina, á tímum þegar samhjálpin var takmörkuð. Flestir voru fátækir og nokkrir á mörkum þess að vera bjargálna og orðið áfallahjálp þekkti enginn né hvað það merkti. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 261 orð

GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Guðbjörg Sigurðardóttir fæddist 14. júlí 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Gísli Magnússon, bóndi í Vonarholti í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, og síðari kona hans, Kristrún Jónsdóttir. Hún var næstyngst fimm systkina. Eitt þeirra, Sigurbjörn, dó í bernsku. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 1086 orð

GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR

Keldudalur er falleg jörð, vel í sveit sett í miðju héraði sunnan og vestanvert í Hegranesi. Jörðin dregur nafn sitt af dragi eða dalverpi sem markast af fallegum klettaborgum norðvestanvert við bæjarhúsin. Frá þessum klettum er mjúkur hallandi til suðurs og suðausturs síðan í mjúkum sveig til suðvesturs sem endar í keldum og kílum sem renna saman við Eylendið austan Héraðsvatnanna. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 422 orð

Helga Magnea Kristjánsdóttir

Helga Magnea Kristjánsdóttir Nú er ei annað eftir en inna þakkar mál og hinstri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfir vorri sýn. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Helga Magnea Kristjánsdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast hennar ömmu minnar, Helgu Magneu. Ég hef alltaf verið svolítið montin af því að vera sú eina af öllum hennar afkomendum sem var skírð Magnea. Mér fannst ég eiga smá part í ömmu sem enginn annar átti. Það var fastur punktur þegar ég var lítil að skreppa niður í Víðivelli og þar var amma og mikið bakaði hún góðar kleinur. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 119 orð

HELGA MAGNEA KRISTJÁNSDÓTTIR

HELGA MAGNEA KRISTJÁNSDÓTTIR Helga Magnea Kristjánsdóttir fæddist á Akureyri 17. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Ludvik Jónsson bókbindari og Kathinka Louise Vik. Helga ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal hjá afa sínum og ömmu, síra Jóni Þorsteinssyni og Helgu Magneu Möller. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 682 orð

Höskuldur Egilsson

Ljúfur og góður vinur hefur verið kallaður frá okkur langt um aldur fram. Höskuldur Egilsson er látinn eftir erfiða sjúkdómsbaráttu aðeins 56 ára gamall. Útför hans fór fram frá Heydalakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Lionsfélagar stóðu heiðursvörð er kistan var borin úr kirkju. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð

HÖSKULDUR EGILSSON

HÖSKULDUR EGILSSON Höskuldur Egilsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 3. apríl. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Jón Bjarnason

Nú þegar Nonni móðurbróðir minn er farinn frá okkur, en því verður ekki breytt, langar mig til að minnast hans í nokkrum kveðjuorðum í þakkarskyni fyrir allar þær gleði- og ánægjustundir sem hann veitti okkur á liðnum árum þegar hann gisti hér á Sogaveginum, er hann var að leita sér lækninga. Hann hafði góðan húmor, var skemmtilegur, hreinskilinn og sá ávallt spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 45 orð

JÓN BJARNASON

JÓN BJARNASON Jón Bjarnason fæddist á Hóli í Breiðdal í Suður-Múlasýslu 21. júní 1930. Hann lést 8. apríl síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru Jóhanna Elísabet húsmóðir og Bjarni Methusalem Jónsson, bóndi, sem bæði eru látin. Útför Jóns fór fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 17. apríl. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 198 orð

Jón Oddgeir Baldursson

Í dag kveðjum við þig með sárum söknuði, elskulegi tengdasonur. Þú varst alltof fljótt tekinn frá okkur. Þú varst búinn að berjast við sjúkdóm, sem óhjákvæmilega setti mark sitt á þig og lagði þig að velli að lokum og hefur þú eflaust orðið hvíldinni feginn, saddur lífdaga, en svo ungur. En við sem eftir lifum höfum margs að minnast. Þú varst aldrei iðjulaus á meðan kraftarnir entust. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 116 orð

Jón Oddgeir Baldursson

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Jón Oddgeir Baldursson

Elsku bróðir og mágur. Dauði þinn er sorglegri en fátækleg orð fá tjáð. Þú varst hetja í þínu veikindastríði, stóðst lengur en stætt var. Eftir að þú varst orðinn veikur fórstu að endurnýja og laga ýmislegt í húsinu ykkar. Þú vissir að hverju stefndi og vildir búa í haginn fyrir hana Siggu. Þannig varst þú, alltaf að hugsa um aðra, aldrei um sjálfan þig. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 338 orð

Jón Oddgeir Baldursson

Jón bróðir er nú dáinn. Enda þótt við fjölskylda hans værum meðvituð um hans miklu veikindi, þá engu að síður þegar kallið kemur fylgir því áfall, doði og sorg. Jón bróðir barðist hetjulegri baráttu við þann vágest sem á hann herjaði. En einmitt þessi hetjulega barátta lýsir vel mínum elskulega bróður, svo kraftmikill að við hin horfðum og hlustuðum á agndofa. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Jón Oddgeir Baldursson

Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi er fallinn frá. Það er erfitt að sætta sig við að maður á besta aldri er hrifinn burt frá ástvinum sínum. En honum er örugglega ætlað stórt hlutverk á nýjum stað. Jón var alveg einstaklega góður maður og ef einhvers staðar vantaði hjálp var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd hvort sem það var innan fjölskyldunnar eða vinirnir. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 260 orð

JÓN ODDGEIR BALDURSSON

JÓN ODDGEIR BALDURSSON Jón Oddgeir Baldursson fæddist á Stokkseyri 15. ágúst 1953. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Þóra Guðmundsdóttir, f. 17. sept. 1930, og Baldur Oddgeirsson, f. 9. des. 1925, d. 7. apríl 1996. Systkini Jóns eru: 1) Guðmundur Svanþór, f. 26. júlí 1951, kvæntur Helgu Snorradóttur. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 69 orð

Lárus Kjærnested

Lárus Kjærnested Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Lárus Kjærnested

Afa verður hvorki lýst í fáum né mörgum orðum, því svo einstakur var hann í mínum huga. Ég bjó hjá afa og ömmu á Hraunteignum fyrstu ár ævi minnar. Amma fór með mig á leikskólann og afi Lárus sótti mig. Síðan hefur heimili þeirra verið mitt annað heimili. Afi Lárus var mikill sundmaður og fórum við oft í sund saman þegar hann var búinn að vinna á daginn. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Lárus Kjærnested

Elsku afi, alltaf varstu svo góður við alla. Man ég hvað mér fannst gaman að koma til þín á Hrafnistu að tala við þig og sjá þig hlæja. Og þegar við komum til þín með súkkulaði varstu alltaf svo ánægður því þér þótti það svo gott. Og það var svo erfitt að sjá þig deyja því mikið barðistu fyrir því að vera hér með okkur. En þótt það sé sárt þá var það best fyrir þig að fá að fara. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Lárus Kjærnested

Við fráfall Lárusar Kjærnested verður manni hugsað til æskuáranna er ég fluttist í Laugarneshverfið. Þá kynntist ég strax fjölskyldunni á Hraunteig 30, Magga vini mínum og foreldrum hans, Lalla er hér er kvaddur og Gunnu konu hans. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Lárus Kjærnested

Móðurbróðir okkar Lárus Kjærnested hefur nú fengið lausn frá stríði ströngu. Aldrei kvartaði hann á meðan hann mátti mæla ­ sagðist alltaf hafa það ágætt ­ enda enginn hávaðamaður um eigin hagi. Hann hafði ljúfa lund, var hlýr og glettinn ­ lagði aldrei illt til nokkurs manns ­ hætti að heyra, ef honum líkaði ekki umræðan. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 461 orð

Lárus Kjærnested

Lárus afi er dáinn. Það er erfitt að trúa því en það er víst staðreynd en þannig er það nú með þetta líf, öll deyjum við einhvern tímann. En það er alltaf sárt að horfa á eftir ástvini sínum. Afi var búinn að vera með alzheimer-sjúkdóminn í mörg ár og dvaldi sín síðustu ár á Hrafnistu í Reykjavík. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 421 orð

Lárus Kjærnested

Glaður, hress og umfram allt góður afi er það fyrsta sem kemur upp í huga minn er ég minnist Lalla afa. Það gustaði ávallt af honum og mér eru ógleymanlegar allar Skoda-bifreiðarnar sem afi átti. Vegna vinnu sinnar voru honum hæg heimatökin ef litur bílanna var farinn að fara í taugarnar á honum en þá var einfaldlega málað, með málningu frá Hörpu að sjálfsögðu, yfir gamla litinn. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 168 orð

Lárus Kjærnested

Á morgun er til moldar borinn Lárus Lúðvík Kjærnested tengdafaðir minn eftir langt og strangt veikindastríð. Lárus eða Lalli eins og hann var ætíð kallaður var verkstjóri í málningarverksmiðjunni Hörpu hf. í áratugi, en hann byrjaði að starfa þar aðeins 17 ára gamall og vann þar þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Ég kynntist Lalla þegar ég byrjaði að starfa í Hörpu. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 31 orð

LÁRUS LÚÐVÍK KJÆRNESTED

LÁRUS LÚÐVÍK KJÆRNESTED Lárus Lúðvík Kjærnested fæddist í Hafnarfirði 20. mars 1920. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. apríl. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Lukka Þórhildur Elísdóttir

Elsku systir mín. Mig langar að þakka þér fyrir samverustundirnar. Á meðan þú varst barn pössuðum við Óskar bróðir þig, vegna þess að þú varst svo lasburða og áttir erfitt með að vera ein. Við minnumst allra heimsóknanna austur til þín, sem við fórum, ég, Óskar maðurinn minn og Pétur dóttursonur minn, sem sat langdvölum hjá þér. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 90 orð

LUKKA ÞÓRHILDUR ELÍSDÓTTIR

LUKKA ÞÓRHILDUR ELÍSDÓTTIR Lukka Þórhildur Elísdóttir fæddist á Hólshúsum á Borgarfirði eystra 27. september 1908. Hún lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 13. apríl síðastliðinn. Lukka var dóttir Elís Guðjónssonar frá Norðfirði og Guðbjargar Gísladóttur frá Melum á Kjalarnesi, sem bjuggu lengst á Hólshúsum, Húsavík, Borgarfirði eystra. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 774 orð

Magnús Bergsteinsson

Kær vinur okkar, Magnús Bergsteinsson, lést 10. mars sl. Hann var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 18. mars af séra Árna Sigurbjörnssyni. Magnús var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur á Spítalastígnum, sonur hjónanna Ragnhildar Magnúsdóttur frá Laugarvatni og Bergsteins Jóhannessonar. Magnús gerði húsasmíðar að sínu lífsstarfi. Hann naut í iðn sinni mikils og verðugs trausts. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 28 orð

MAGNÚS BERGSTEINSSON

MAGNÚS BERGSTEINSSON Magnús Bergsteinsson var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1915. Hann lést á heimili sínu 10. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. mars. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 150 orð

Margrét Dóróthea Betúelsdóttir

Í örfáum orðum viljum við minnast góðrar vinkonu okkar, hennar Möggu Bet. eins og við kölluðum hana alltaf. Baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm er lokið. Hún mætti veikindum sínum með miklu hugrekki og fram í það síðasta gerði hún að gamni sínu þótt hún væri sárþjáð. Það sýnir svo vel hve mikil kjarnakona hún var. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 30 orð

MARGRÉT DÓRÓTHEA BETÚELSDÓTTIR

MARGRÉT DÓRÓTHEA BETÚELSDÓTTIR Margrét Dóróthea Betúelsdóttir fæddist í Görðum í Aðalvík 14. maí 1928. Hún lést á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalínskirkju 23. apríl. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 546 orð

Reynir V. Dagbjartsson

Elsku afi. Þessi orð sem ég skrifa hér eru síðustu orðin sem ég segi í það síðasta skiptið sem ég á eftir að sjá þig. Daginn sem ég frétti hve alvarlega þú hafðir fengið fyrir hjartað hélt ég að þú myndir samt harka af þér og hafa þig upp úr þessu. Eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum á ævi þinni, allar þjáningar og sorgir, varstu harðjaxl í mínum augum og barst með stolti nafn þitt. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 30 orð

REYNIR V. DAGBJARTSSON

REYNIR V. DAGBJARTSSON Reynir V. Dagbjartsson fæddist í Hafnarfirði 5. nóvember 1932. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 13. apríl síðastliðinn. Reynir var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 21. apríl. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 561 orð

Sigríður Guðmundsdóttir Hjartarson

Gimli er kauptún norðan Winnipeg í Kanada á vesturströnd samnefnds vatns og hefur frá 1875 verið heimkynni Íslendinga, sem fiskað hafa á vatninu. Þar í bæ hefur um langt skeið verið starfrækt elliheimilið Betel. Vistlegt og dáð athvarf hafa Kanadabúar af íslensku ætterni átt í þessu heimili aldraðra. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 52 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR HJARTARSON

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR HJARTARSON Sigríður Guðmundsdóttir Hjartarson fæddist í Úthlíð í Biskupstungum 31. mars 1907. Hún lést í Kanada 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Hjartarson og Sigrún Eiríksdóttir. Sigríður átti fimm systkini og er eitt þeirra nú á lífi. Útför hennar fór fram frá útfararkapellu Gimlibæjar. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 1021 orð

Sigurður Sigurðsson

Fósturfaðir minn var allur að kvöldi tólfta apríl eftir nokkurra vikna sjúkdómslegu. Þegar ég horfi núna á ljósmyndir af honum þá er eins og hugurinn festist við orðalagið gamla, að deyja er að vera allur, Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 803 orð

Sigurður Sigurðsson

Góður vinur og samferðamaður er látinn. Með honum er horfinn fastur punktur í tilveru síðustu áratuga og þátttakandi í lífi okkar á Selfossi. Siggi mágur var tryggur maður með hlýtt hjarta, trúr sínu samfélagi og hafði gaman af því að fylgjast með því sem var á döfinni í kringum hann og í uppvexti ungviðisins innan fjölskyldunnar. Meira
24. apríl 1999 | Minningargreinar | 229 orð

SIGURÐUR SIGURÐSSON

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson fæddist í Túni á Eyrarbakka 29. nóvember 1915. Hann andaðist á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigmundsson frá Eystri- Hól í Vestur-Landeyjum, f. 10.6. 1865, d. 9.12. 1945, og Sigríður Árnadóttir, einnig frá Hóli, f. 14.4. 1873, d. 25.8. 1932. Bjuggu þau á Eyrarbakka. Meira

Viðskipti

24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Algeng tölvuveira á ferðinni

MÁNUDAGINN 26. apríl næstkomandi verður ein útbreiddasta tölvuveira hérlendis, W32/CIH.1003, virk, en hún verður virk þennan dag á hverju ári. Veiran getur gert sumar einkatölvugerðir óstarfhæfar og er viðbúið að einhverjir tugir tölvunotenda muni verða fyrir óþægindum af þessum sökum. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 150 orð

AT&T býður 4.200 milljarða í MediaOne

BANDARÍSKI símarisinn AT&T hefur gert tilboð í MediaOne Group Inc. kapalsjónvarpsstöðina upp á rúma 4.200 milljarða íslenskra króna, eða 58 milljarða bandaríkjadala. Áður hafði Comcast Corp boðið 48,2 milljarða dala í sjónvarpsstöðina. Forsvarsmenn MediaOne sögðust mundu skoða tilboðið, en vilja ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Dow og dollar lækka en bréf símafyrirtækja hækka

DOW Jones vísitalan lækkaði lítillega eftir opnun markaða í gær, og helstu markaðir í Evrópu höfðu einnig lækkað lítillega við lokun þrátt fyrir hækkanir hlutabréfa í símafyrirtækjum sem hækkað höfðu vegna vona um fleiri stóra samruna í þeim geira. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 204 orð

ÐVÍS með ráðstefnu um ábyrgð á umhverfinu

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands gengst næstkomandi þriðjudag fyrir ráðstefnu um ábyrgð á umhverfinu og verður dr. Jürg Spühler, sem er svissneskur sérfræðingur í umhverfismálum og umhverfisábyrgð, aðalræðumaður á ráðstefnunni. Mun hann fjalla um umhverfismál m.a. í ljósi samstarfs aðila sem tengjast umhverfismálum, skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna og dreifingu áhættu, m.a. með vátryggingum. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 314 orð

ÐVSÍ telur brýnt að bæta úr ágöllum virðisaukaskattkerfisins

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands og aðildarsamtök þess hafa komið á framfæri til nefndar fjármálaráðuneytisins um endurskoðun á framkvæmd virðisaukaskatts ýmsum ábendingum um nokkra helstu ágalla skattkerfisins sem brýnt sé að bæta úr. Að sögn Þórarins V. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 298 orð

Gengi Baugs skiptir meira máli

Í GREIN Margeirs Péturssonar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag kemur fram gagnrýni á viðskiptatengsl Baugs hf. og Gaums hf., sem er í eigu forstjóra Baugs hf., Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og föður hans, Jóhannesar Jónssonar. Segir í greininni að þar sem Gaumur hf., sem virðist stefnumótand hluthafi í Baugi hf., sé í viðskiptum við Baug hf. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Kaupir í Básafelli hf.

VERÐBRÉFAÞINGI Íslands barst í gær tilkynning um að Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður, hefði keypt hlutabréf í Básafelli hf. fyrir 57,84 milljónir króna að nafnvirði. Það jafngildir um það bil 7,6% hlutafjár í félaginu. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Lloyds-TSB leitar út

BRESKI bankinn Lloyds-TSB er á höttunum eftir samstarfsaðila í bankageiranum utan Bretlands. "Það er ekkert leyndarmál að við myndum vilja stækka með samruna eða kaupum á tryggingafyrirtækjum, íbúðalánasjóðum og svipuðum aðilum," segir Peter Ellwood aðalbankastjóri Lloyds-TSB. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Samanlagðar rekstrartekjur tæplega 30 milljarðar

SAMANLAGÐAR rekstrartekjur Eimskips og Samskipa námu tæplega 29 milljörðum króna á síðasta ári, en félögin hafa bæði skilað ársreikningum fyrir 1998. Rekstrartekjur Eimskipafélagsins voru tæplega 17 milljarðar á árinu en 12 milljarðar hjá Samskipum sem juku tekjur sínar um rúmlega 88% frá fyrra ári. Hagnaður Eimskipafélagsins var öllu meiri, eða 1.315 milljónir króna á móti 154 m.kr. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 382 orð

Sóknarfæri hjá Baugi

VERÐMÆTI matvörukeðjunnar Baugs hf. gæti legið á bilinu 14-15 milljarðrar króna ef fyrirtækið er borið saman við úttekt Merryl Lynch á nokkrum stórmörkuðum í Evrópu og því umtalsverð sóknarfæri fyrir hendi hjá félaginu. Að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Kaupþings, myndi Baugur verða metið á allt að 50% hærra verði miðað við forsendur Merryl Lynch. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Starfsmenn keyptu fyrir 7 milljónir

ÚTBOÐI á nýju hlutafé í Nýherja lauk nýlega, en boðið var út hlutafé að nafnvirði 24 milljónir króna. Starfsmenn Nýherja skráðu sig fyrir 7,07 milljóna króna hlutafé að nafnverði, en hefðu getað skráð sig fyrir rúmum 20 milljónum. Hluthafar Nýherja sem höfðu forkaupsrétt á afgangnum keyptu fyrir 16,93 milljónir króna, eða það sem uppá vantaði. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Stjórnunarnámstefnur

DR. PAUL R. Timm heldur tvær námstefnur sem eru sérsniðnar að þörfum stjórnenda og starfsfólks íslenskra fyrirtækja miðvikudaginn 28. apríl. Dr. Timm er mörgum Íslendingum kunnur en hann hefur fimm sinnum áður komið til landsins til að vera með námstefnur. Hátt í 2.500 manns hafa sótt námstefnur hans hér á landi frá því hann kom fyrst til landsins árið 1995. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 375 orð

Tilboð Landssímans hafði skaðleg áhrif á samkeppni

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppnisráðs í þá veru að Landssíminn hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni á markaði með því að bjóða 10.000 manns endurgjaldslausa Netáskrift. Engu að síður eru felldir úr gildi tveir töluliðir af þremur í úrskurði Samkeppnisráðs. Í ákvörðun Samkeppnisráðs, sem Landssíminn kærði 12. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 270 orð

Velgengnin sýnir stórhug eigenda

FLUGFÉLAGINU Atlanta hf. hafa verið veitt útflutningsverðlaun forseta Íslands 1999. Afhending verðlaunanna, sem nú eru veitt í ellefta sinn, fór fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sumardaginn fyrsta. Hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur B. Jóhannsson tóku við verðlaununum fyrir hönd Atlanta, úr hendi forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Vill framleiða Viagra í Kína

PFIZER Inc. lyfjarisinn ætlar að sækja um leyfi til að hefja framleiðslu og sölu getuleysislyfsins Viagra í Kína. Ef leyfi fæst yrði lyfið framleitt í verksmiðju Pfizer fyrirtækisins í borginni Dalian, en prófunum á lyfinu lauk nýlega í borgunum Peking og Shanghai. Lyfið yrði ekki selt sem heilsuvara heldur sem lyf gegn lyfseðli, og undir ströngu eftirliti lækna. Meira
24. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Vísitölur launa og byggingakostnaðar

LAUNAVÍSITALA miðað við með allaun í mars 1999 er 181,2 stig, og hækkar um 0,2% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3963 stig í maí 1999. Vísitala byggingakostnaðar Meira

Daglegt líf

24. apríl 1999 | Neytendur | 212 orð

Endurbætt hönnun Baby Carrier burðarpoka

VERSLUNIN Fífa og markaðsgæsludeild Löggildingarstofu vilja vekja athygli á því að hönnun Baby Carrier burðarpoka hefur verið endurbætt til þess að koma í veg fyrir hugsanleg slys. Fyrirtækið Baby Björn hefur bent á að eldri hönnun Baby Carrier burðarpoka er með þeim hætti að börn sem eru léttari en 4,5 kg geta runnið niður um hliðarop pokanna. Meira
24. apríl 1999 | Neytendur | 561 orð

Hráefnið í pítsurnar rannsakað í Detroit

PÍTSA er ekki bara pítsa. Að minnsta kosti hafa Eyþór Guðjónsson og félagar hans, sem hyggjast opna pítsustaðinn Little Caesars í Reykjavík nú í sumar, heldur betur komist að raun um það sér og öðrum bæði til undrunar og ánægju. Meira
24. apríl 1999 | Neytendur | 117 orð

Silicol Dental fyrir munn og góm

ÝMUS efh. hefur sett á markað Silicol Dental munnskol. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að með því að skola munninn reglulega með Silicol Dental megi styrkja tannholdið og gera það sveigjanlegra. Ennfremur að prófanir hafi sýnt að þetta sé áhrifamikil leið til þess að stöðva tannholdsblæðingu. Meira

Fastir þættir

24. apríl 1999 | Í dag | 59 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 24. apríl, verður fertugur Vilhjálmur Jón Guðjónsson, stoðtækjasmiður, Grettisgötu 6, Reykjavík. Hann mun halda upp á afmæli sitt sama dag með vinum og vandamönnum með því að fara með þá í óvissuferð. Lagt verður af stað frá umferðarmiðstöð BSÍ kl. 21 og verður fólki skilað aftur á sama stað milli klukkan eitt og tvö. Meira
24. apríl 1999 | Í dag | 34 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 24. apríl, verður sjötíu og fimm ára Jóhannes Jóhannesson, Sandholti 19, Ólafsvík. Eiginkona hans er Þuríður Kristjánsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn en taka á móti gestum síðar. Meira
24. apríl 1999 | Í dag | 34 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Næstkomandi þriðjudag, 27. apríl, verður áttræður Þorsteinn Sigurðsson, Frostafold 24. Hann og eiginkona hans, Aðalbjörg Magnúsdóttir, munu taka á móti gestum sunnudaginn 25. apríl, milli kl. 15-18 í Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ 105. Meira
24. apríl 1999 | Í dag | 36 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Næstkomandi miðvikudag, 28. apríl, verður áttatíu og fimm ára Bergþóra Þorgeirsdóttir frá Helgafelli, Skólastíg 14, Stykkishólmi. Í tilefni afmælisins tekur hún á móti gestum sunnudaginn 25. apríl kl. 15-18 á sama stað í föndurstofu. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 411 orð

Af hverju kemur sinadráttur?

Spurning: Karlmaður hringdi og hafði þetta að segja: Að undanförnu hef ég nokkrum sinnum fengið heiftarlegan sinadrátt í hægri fótlegg. Þetta lýsir sér þannig að kálfinn verður grjótharður og ég get ekki hreyft fótinn á meðan þetta er að ganga yfir. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 810 orð

Draumur förusveins

SVIÐ draumsins eru mörg og vísa bæði til liðins tíma þar sem minningar hvíla sem fljótandi form í sal minninganna og ríki dauðans sem sýnist í hvítu ástandi, yfir til framtíðar sem ekki er komin en virðist þó til. Draumurinn gefur í skyn með hátterni sínu að þessi svið séu bæði raunveruleg og "til", þó veraldleg skynjun okkar megni ekki að meðtaka þá "óra" sem eðlilegan hlut. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 864 orð

Eitrið í huganum "En af einhverjum ástæðum virðast flestir Serbar hafa komið sér upp einstaklega erfiðum sálarflækjum sem ganga

EITT af því ógeðfelldasta við deilurnar á Balkanskaga er ofstækisfull þjóðræknin og stanslausar lygar með tilvísun í söguna, jafnvel við Íslendingar, sem erum þó sjóaðir í að upphefja eigið ágæti, eigum erfitt með að skilja þetta. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 672 orð

FERMINGAR 25. APRÍL

Fermingar í Grafarvogskirkju 25. apríl kl. 10.30. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Sigurður Arnarson. Fermd verða: Alexander Harðarson, Dyrhömrum 4. Andri Valgeirsson, Hverafold 24. Anna Magnúsdóttir, Logafold 15. Birgir Rafn Gunnarsson, Fannafold 45. Guðmann Sveinsson, Logafold 169. Helena Konráðsdóttir, Funafold 2. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 1069 orð

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur

Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11 í Fríkirkjunni. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 712 orð

Hákon sigraði í Mouton Cadet- keppninni Mouton Cadet-matreiðslukeppnin var haldin öðru sinni nú í vikunni og fylgdist

ÞAÐ var einvalalið ungra matreiðslumanna sem kom saman í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi á sumardaginn fyrsta til að taka þátt í Mouton Cadet-matreiðslukeppninni. Keppni þessi, sem haldin er í samvinnu við franska vínframleiðandann Baron Philippe de Rothschild í Bordeaux, var fyrst haldin árði 1997 og bar þá Elmar Gíslason, matreiðslumeistari í Perlunni sigur úr býtum. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 743 orð

Heimsmeistarakeppnin í skák í Las Vegas

30. júlí­29. ágúst HANNES Hlífar Stefánsson verður meðal keppenda í næstu heimsmeistarakeppni FIDE. Töluverð óvissa hefur ríkt um keppnina, en í fréttatilkynningu sem FIDE gaf út fyrir nokkrum dögum er staðfest að keppnin fari fram í Caesars Palace hótelinu í Las Vegas dagana 30. júlí til 29. ágúst. Heildarverðlaun eru 3.000.000 dala, eða um 220 milljónir íslenskar krónur. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 469 orð

Hvar er fjallið Ararat?

1. Íslenskur söngvari sló í gegn erlendis nýlega. Hver er hann? 2. Dagur bókarinnar er haldinn hátíðlegur 23. apríl. Hvaða þekktur íslenskur rithöfundur var fæddur þann dag? 3. Hvaða ár var Þjóðleikhúsið vígt, hvaða leikverk var vígslusýning hússins? Hver var fyrsta frumuppfærsla Þjóðleikhússins? SAGA 4. Meira
24. apríl 1999 | Dagbók | 531 orð

Í dag er laugardagurinn 24. apríl, 114. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er laugardagurinn 24. apríl, 114. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir gjörvallri jörðinni. (Sálmarnir 47,3.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson ogHansiwall fóru í gær. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 846 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1002. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1002. þáttur FRÁ Birni Ingólfssyni skáldi á Grenivík hefur umsjónarmanni borist efni, það sem honum þykir fengur að birta: 1)Tilgáta um nýyrðið þarsíðast. Einhver málfátæklingur kom óvenju illa niður eftir "gleðina" sem haldin var helgina fyrir síðustu helgi. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 689 orð

KR-messa í Neskirkju

ÞAÐ verður KR-stemmning í guðsþjónustu í Neskirkju nk. sunnudag 25. apríl kl. 11. Félagar úr hinum ýmsu meistaraflokkum á vegum KR aðstoða við helgihaldið, ræðumaður verður Hörður Felixson, einn af "gömlu, góðu" KR-ingunum og síðan flytur söngglaðasti KR-ingurinn, Bubbi Morthens, nokkur lög. Prestur er sr. Halldór Reynisson, nýlega ættleiddur KR-ingur. Á undan guðsþjónustunni frá kl. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 1401 orð

Okkar sjónarmið urðu ofan á Stjórnarmenn Heimdallar, starfsárið 1968­ 1969, komu nýlega saman til hádegisverðarfundar og rifjuðu

Á AÐALFUNDI Heimdallar hinn 24. október árið 1968 var Steinar Berg Björnsson kjörinn formaður félagsins. Með honum í stjórn völdust ungir og áhugasamir menn, sem að sjálfsögðu höfðu kjörorð félagsis að leiðarljósi: "Gjör rétt, þol ei órétt. Meira
24. apríl 1999 | Í dag | 402 orð

ÞAÐ er ánægjulegt hvað fer fjölgandi þeim stöðum í miðborginn

ÞAÐ er ánægjulegt hvað fer fjölgandi þeim stöðum í miðborginni, þar sem hægt er að setjast inn og fá sér létta og góða máltíð, hvort sem er í hádeginu eða á kvöldin, án þess að kostnaðurinn íþyngi buddunni um of. Yfirleitt kostar máltíð vel innan við þúsundkallinn á mann, sem ekki getur talist dýrt, t.d. miðað við það verð sem sett er á heimsendar pítsur. Meira
24. apríl 1999 | Í dag | 437 orð

Þakkir frá nemendum

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Fyrir nokkru var bekknum okkar boðið í veislu á McDonalds vegna þess að við gáfum pitsusjóðinn til flóttamannanna frá Kosovo. Við viljum þakka Pétri Þ. Péturssyni fyrir frábæra hamborgara og falleg viðurkenningarskjöl. Við í Selásskóla gleymum aldrei hvað þetta var gaman. 2. KÁ og kennarinn okkar Kristbjörg Ásta Ingvarsdóttir. Meira
24. apríl 1999 | Fastir þættir | 1686 orð

Þekkir einhver Gunnar Bjarnason?

SÁ SEM bar upp þessa spurningu reyndist vera sonur blaðamanns sem fylgdist með Ameríkureiðinni miklu árið 1976. Hann kynntist Gunnari Bjarnasyni fyrrverandi hrossaræktarráðunaut meðan á ferðinni stóð og héldu þeir sambandi um hríð. Meira

Íþróttir

24. apríl 1999 | Íþróttir | 83 orð

Alfreð leystur frá störfum hjá Hameln

ALFREÐ Gíslason, handknattleiksþjálfari hjá Hameln, var leystur frá störfum eftir að liðið tapaði á heimavelli fyrir Willst¨att, 27:24. Leikurinn var fyrri leikur liðanna um sæti í 1. deild í Þýskalandi ­ steinni leikurinn fer fram í Willst¨att 1. maí. Gústaf Bjarnason skoraði fimm mörk fyrir Willst¨att, en í herbúðum liðsins er einnig Magnús Sigurðsson. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 67 orð

Eyjamenn lögðu HB

ÍBV vann færeyska liðið HB í vítaspyrnukeppni í Þórshöfn í Færeyjum á fimmtudag. Liðin gerðu 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma og voru Færeyingarnir fyrri til að ná forystu í bæði skiptin. Eyjamenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni, skoruðu úr öllum spyrnum, en leikmenn HB, sem er bikar- og Færeyjameistari, brenndu af einni spyrnu. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 200 orð

Falur Jóhann bestur

FALUR Jóhann Harðarson, bakvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Keflavíkur, hefur verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í körfuknattleik í vetur að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins, annað árið í röð. Falur lék stórt hlutverk í titilsókn Keflvíkinga á nýafstöðnu tímabili og leikur hans í oddaleik úrslitarimmunnar við Njarðvík gerði gæfumuninn. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 428 orð

Fer fram á sigur

"VIÐ vöknuðum ekki fyrr en alltof seint og hugarfarið var ekki rétt og munurinn sem var á liðunum um tíma segir allt," sagði Kristján Arason, þjálfari FH. "Það voru mér mikil vonbrigði hvernig mínir menn mættu til leiks nú eftir sigur í síðasta leik. Ég var alveg brjálaður við menn í hálfleik, en því miður hreif það ekki fyrr en leikmenn höfðu fengið tvö kjaftshögg til viðbótar. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 487 orð

FH-ingar vöknuðu af værum blundi

AFTURELDING hafði betur í viðureign sinni við FH er liðin mættust þriðja sinni að Varmá á sumardaginn fyrsta í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik, lokatölur 26:23. Þar með hafa Mosfellingar unnið tvo leiki í einvíginu en Hafnfirðingar einn og næsta viðureign verður í Kaplakrika annað kvöld klukkan 20.30. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 90 orð

Finnst eins og ég hafi brugðist

Ég er óánægður með minn þátt í leiknum og þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar ég hitti ekki á mikilvægum augnablikum og mér finnst eins og ég hafi brugðist á örlagastundu," sagði Brenton Birmingham, hinn geðþekki Bandaríkjamaður í liði Njarðvíkinga, og vildi kenna sér um tapið. Hann sagði að sér hefði líkað vel í Njarðvík í vetur, en um áframhaldið hefði ekki verið rætt. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 98 orð

Gintaras lék með

SAVUKYNAS Gintaras, leikstjórnandi Aftureldingar, lék með liðinu í fyrsta skipti í úrslitarimmunni gegn FH að Varmá fimmtudagskvöldið. Gintaras er meiddur á hné og hefur ekkert getað leikið af þeim sökum. Nú kom hann til leiks þegar ellefu og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik og lék með í sókninni nær því án undantekningar til leiksloka. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 113 orð

Gísli til liðs við Eyjamenn

Gísli Guðmundsson, markvörður Selfyssinga og unglingalandsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV, en samningur hans við Selfoss rennur út í sumar. Forráðamenn ÍBV hafa áætlanir um að Gísli taki við af Sigmari Þresti Óskarssyni, sem er hættur keppni eftir 24 ár í meistaraflokki. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 585 orð

Keflavíkurhjartað er stærst

SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, þótti djarfur er hann sagði í viðtali við Morgunblaðið, eftir fjórða leik liðanna sem lið hans tapaði, að hann væri þess fullviss að Keflvíkingar færu með sigur af hólmi í oddaleiknum. Var hann ekkert hræddur um að skjóta sig í fótinn með þessum ummælum? Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 561 orð

Keflvíkingar eru bestir

Keflvíkingar eru bestir, það er ekki spurning. Það sýndu þeir og sönnuðu í hreinum úrslitaleik við nágranna sína frá Njarðvík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Keflavík á fimmtudagskvöldið, þar sem þeir sigruðu, 88:82, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 49:40. Þetta var fimmta viðureign liðanna í úrslitaviðureigninni og var staðan jöfn fyrir leikinn, 2:2. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 560 orð

Kemur dagur eftir þennan dag

ÞÓTT Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, hafi verið afar vonsvikinn eftir að hafa tapað Íslandsmeistaratigninni, benti hann á að það markaði alls engan heimsendi, það kæmi dagur eftir þennan dag ­ lífið snerist um meira en körfuknattleik. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 223 orð

Mest skorað á Kýpur í Evrópu

MESTA sóknarknattspyrnan í Evrópu um þessar mundir er leikin á Kýpur ef marka má lista yfir mörk að meðaltali í leik í þrjátíu efstu deildum karla, sem birtur var nýlega. Frændur vorir Norðmenn koma næstir og Belgar eru í þriðja sæti. Nokkra athygli vekur að ýmsar sterkar og frægar deildir í Evrópu eru nokkru neðar á listanum og áhorfendur þar sjá ekki jafn mörg mörk í hverjum leik. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 375 orð

Sjáum bikarinn í hillingum

"ÞVÍ miður kemur upp óþarfa bráðlæti í sóknarleik okkar þar sem menn leika ekki fyrir heildina heldur vilja fara gera allt upp á eigin spýtur og í hópíþrótt gengur það ekki," sagði Siggeir Magnússon, aðstoðarþjálfari Aftureldingar. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 140 orð

Skagamenn án útlendings

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍA ætlar ekki að fá til sín erlendan leikmann fyrir næsta vetur, vegna erfiðs fjárhags deildarinnar. Sigurður Sverrisson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍA, segir að skuldir félagsins hafi verið greiddar markvisst niður síðastliðin tvö ár en skuldastaðan krefjist þess að útgjöldum sé haldið í lágmarki. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 344 orð

Skaut þegar færi gafst

FALUR Jóhann Harðarson var stigahæstur Keflvíkinga í oddaleiknum, gerði 29 stig og gerði fimm þriggja stiga körfur úr níu tilraunum, tvær þeirra voru sannarlega ævintýralegar. Hann var staddur langt fyrir utan þriggja stiga línuna, en ákvað eigi að síður að láta vaða og sá ekki eftir því. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 48 orð

Þannig vörðu þeir

(Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja) Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 23/3; 8(2) langskot, 4(3) eftir gegnumbrot, 1(1) úr hraðaupphlaupi, 3(1) úr horni, 4(2) af línu, 3(0) vítaköst. Magnús Árnason, FH, 18/2; 6(0) langskot, 2(1) eftir gegnumbrot, 2(1) úr hraðaupphlaupi, 5(2) úr horni, 1(1) af línu, 2(0) vítaköst. Meira
24. apríl 1999 | Íþróttir | 201 orð

Þetta líkar mér

DAMON Johnson hefur verið sigursæll með Keflvíkingum síðan hann gekk til liðs við þá fyrir tveimur og hálfu ári. Á fyrsta tímabilinu unnu Keflvíkingar allt sem í boði var, en veturinn eftir lék Johnson með Akurnesingum. Hann gekk síðan aftur til liðs við Keflavík í haust og varð aftur Íslandsmeistari. Meira

Sunnudagsblað

24. apríl 1999 | Sunnudagsblað | 1317 orð

Réttar tegundir ­ skítur og skjól

Auður Ottesen, ræktunar- og umhverfisstjóri hjá Mógilsá, rannsóknarstöð í skógrækt, hefur síðast liðið ár gert úttekt á gróðri á þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum. Rannsókn hennar var kostuð af Umhverfisdeild varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Meira
24. apríl 1999 | Sunnudagsblað | 517 orð

Sígandi lukka er best

STANGAVEIÐIFÉLAG Keflavíkur hefur gefið út félagsblað sitt og er það helgað fjörutíu ára afmæli félagsins sem var reyndar á síðasta ári. SVFK er eitt af öflugri stangaveiðifélögum landsins og býður upp á furðu gott úrval veiðisvæða þar sem ekki er hvað síst boðið upp á silungsveiði, sjóbirting og sjóbleikju. Meira

Úr verinu

24. apríl 1999 | Úr verinu | 323 orð

Ársstörfum farmanna hefur fækkað um 64%

Á NÝLIÐNUM aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands, stéttarfélagi skipstjóra og stýrimanna á kaupskipum og varðskipum, var vakin athygli á sífækkandi störfum íslenskra farmanna á undanförnum árum. Telur félagið hættu á að haldi fram sem horfir líði íslensk farmannastétt undir lok að nokkrum árum liðnum. Meira
24. apríl 1999 | Úr verinu | 118 orð

Friosur í Chile fær togara frá Kanada

FRIOSUR SA í Chile, dótturfyrirtæki Granda hf., keypti togara í Kanada í staðinn fyrir togarann Friosur Vl, sem brann í fyrra, og kemur hann til Chagabugo í næstu viku. Þetta er þriðji kanadíski ísfisktogari fyrirtækisins en hinir voru keyptir 1995. Meira
24. apríl 1999 | Úr verinu | 203 orð

Ísfang á Ísafirði kaupir Meleyri á Hvammstanga

ÓLAFUR B. Halldórsson, fyrir hönd Ísfangs hf. á Ísafirði, hefur keypt meirihluta hlutabréfa í rækjuverksmiðjunni Meleyri hf. á Hvammstanga. Kaupsamningur var undirritaður á sumardaginn fyrsta á Ísafirði. Meleyri hf. er elsta starfandi hlutafélag um rækjuvinnslu á Íslandi. Starfsstöðin er með þrjár pillunarvélar, vel búin búnaði og er með stærri rækjuverksmiðjum á landinu. Meira

Lesbók

24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð

ANDLIT OG NÁTTÚRUHRIF

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag. Annars vegar gefst fólki kostur á að sjá Andlit að austan, teikningar Jóhannesar S. Kjarvals af austfirsku bændafólki, hins vegar Nátúruhrif sem byggist á verkum þekktra afstraktlistamanna sem unnið hafa út frá hughrifum frá náttúrunni. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

Á ÍSAVORI

Sólin á bágt, hennar sigur sjaldan mun hafa verið fjær en í vor. Þó liggur hún ekki á liði sínu, en leggur nótt við dag og sparar sér hvergi spor. Jörðin er hvít, særinn jökull, júní svo dapur, fegurð hans sein í för. Því hnöttur vor bregður hrímþoku-skildi við hlývinda-blaki og oddbrýtur geislans ör. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 882 orð

Á LAUGAVEGINUM 1940

Það var haustið 1940. Ég var að verða 10 ára og hafði fengið að fara til Reykjavíkur með ömmu minni og við bjuggum hjá foreldrum hennar að Vegamótastíg 9, Þorbjörgu og Ingvari frá Apavatni. Þau höfðu þá fyrir nokkru brugðið búi og flutzt suður og Ingvar seldi hangiket og smér fyrir bændur fyrir austan: var þess vegna nefndur Ingvar hangiket. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2339 orð

ÁRATUGURINN 1911-1921 ­ SÍÐARI HLUTI

Annar áratugur aldarinnar var mikið framfaraskeið. Togaraflotinn fór vaxandi, Eimskipafélag Íslands var stofnað, Morgunblaðið hóf að koma út, Flugfélag Íslands var stofnað, og hvert skáldið af öðru birtist á ritvellinum: Gunnar Gunnarsson, Þórbergur Þórðarson, Halldór Kiljan Laxness og Davíð Stefánsson þar á meðal. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

BARNABÓKAVERÐLAUN FYRIR BLÍÐFINN OG KAPALGÁTUNA

ÞORVALDUR Þorsteinsson og Sigrún Árnadóttir hlutu Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem úthlutað var miðvikudaginn 21. apríl. Þorvaldur hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, sem bókaútgáfan Bjartur gefur út. Sigrún hlaut verðlaun fyrir bestu þýðingu á bókinni Kapalgátan eftir Jostein Gaarder sem Mál og menning gefur út. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

BÁLSÁR Í DRAUMI

Með eld í hjarta,gengur hún gangstíginn.Með logandi auguhverfur hún á bakvið brunninn.Með sviða í maga,gengur hún sigruð,á vit sannleikans.Hún opnaði augu sínog hnífurinn rauf kyrrðina.Fann gylltu tárin dreypa,blóðið brenna á vit hins efnislega.Vaknaði og var á varðbergi. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3864 orð

BRYNJÓLFUR BISKUP

Fræðastarfsemi Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups var mikil og áhrifarík eins og fram kemur í nýlegu ritverki eftir greinarhöfundinn: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Ritin samdi Jón lærði að beiðni Brynjólfs biskups Sveinssonar til skýringar á Eddunum. Hér er gerð stutt grein fyrir ævi biskupsins og fræðastarfsemi hans. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 283 orð

BYGGT Á SPEGLUN

VERK Þórs Vigfússonar á sýningu hans á neðri hæð safnsins sem ber yfirskriftina Brothættir staðir má lesa afturábak og áfram í ýmsar áttir, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar sameinast á einum stað pælingar um liti, rými þeirra, samvirkni og merkingu, brothætt endurvarp spegilmálverksins út/inn í rýmið og samtal við sögulegar víddir listasögunnar. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2500 orð

EÐLI KVENNA Í RITUM HEIMSPEKINGA

EÐLI KVENNA Í RITUM HEIMSPEKINGA FRÁ ARISTÓTELESI TIL GUNNARS DAL EFTIR SIGRÍÐI ÞORGEIRSDÓTTUR Heimspekingar hafa alla tíð reynt að komast að eðli hlutanna. Eðli kvenna var þar ekki undanskilið. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 399 orð

(efni 24. apríl)

Fræðastarfsemi Brynjólfs biskups Sveinssonar var mikil og áhrifarík, skrifar Einar G. Pétursson í Árnastofnun. Hann hefur nýlega gefið út ritverk um Eddurit Jóns lærða, en ritin samdi Jón að beiðni Brynjólfs biskups. Í greininni fjallar Einar um ævi þessa fræga Skálholtsbiskups og fræðastarfsemi hans, sem er þó minna kunn en mótlætið sem hann varð fyrir í persónulegu lífi sínu. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

HEIMSLISTASAFNIÐ Það hlýtur að vera hverjum næmum og forvitnum manni viðburður að sækja heim Louvre safnið í París, Og fyrir

ÞEGAR ég lít til baka skil ég ekki hve það tók mig langan tíma að nálgast Louvre eftir endurnýjunina. Gamla safnið sem ég kunni vel að meta hafði ég skoðað nokkrum sinnum, fyrst vorið 1952, og var fullur eftirvæntingar að nálgast hin miklu umskipti sem svo mikið orð fór af. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 835 orð

INNGANGUR AÐ HEIMSBÓKMENNTUM Sænska skáldið og fyrrverandi ritstjóri Dagens Nyheter, Olof Lagercrantz, hefur skrifað margar

Sænska skáldið og fyrrverandi ritstjóri Dagens Nyheter, Olof Lagercrantz, hefur skrifað margar bækur um ævi annarra skálda. ÖRN ÓLAFSSON hefur kynnt sér þær og telur þær merkan inngang að heimsbókmenntum. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

Í SAGNAHEIMI Í GERÐUBERGI

Í SAGNAHEIMI er yfirskrift ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir sem hefst í dag kl. 10.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Ráðstefnan er liður í Viku bókarinnar og hefst dagskráin á fyrirlestri Þuríðar Jóhannesdóttur bókmenntafræðings, sem hún nefnir Um bóklestur í sagnaheimi skjámiðla. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 121 orð

Í SKÁLHOLTSKIRKJU

Kom þú, elsku Kristur minn, komdu nú með friðinn þinn, hann svo fylli hjart' og sinn hingað þegar kem ég inn. Sál mín þráir þennan frið þegar sit ég hljóð og bið. Yndislega altarið er svo gott að dvelja við. Er ég horfi upp til þín ást úr þínum augum skín, aldrei mettast augu mín af að líta þessa sýn. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2061 orð

JESÚS KRISTUR EFTIRLÝSTUR Opnun sýningarinnar "Jesús Kristur ­ eftirlýstur" í Listasafninu á Akureyri á morgun, sunnudag, og

Opnun sýningarinnar "Jesús Kristur ­ eftirlýstur" í Listasafninu á Akureyri á morgun, sunnudag, og Kirkjulistahátíðar Akureyrarkirkju sama dag markar upphaf hátíðahalda vegna 1000 ára afmælis kristni í landinu. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR brá sér norður í vikunni og fræddist um ímynd Jesú Krists í evrópskri og íslenskri listasögu hjá sýningarstjóranum Haraldi Inga Haraldssyni. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

KOLBEINN BJARNASON Á EINLEIKSTÓNLEIKUM

KOLBEINN Bjarnason flautuleikari heldur tónleika í Salnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 25. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru aðrir í röð einleikstónleika sem félagar í Caput tónlistarhópnum standa fyrir á þessu ári, þar sem merkum verkum frá þessari öld verður gert hátt undir höfði, en fyrir tveimur vikum hélt Sigurður Halldórsson sellóleikari fyrstu tónleikana í þessari röð. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 837 orð

KOSTUN ER BEGGJA HAGUR

Breski viðskiptafræðingurinn Gavin Buckley hélt námskeið um kostun menningarstofnana í boði Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Norræna hússins á þriðjudag. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Gavin um hugmyndirnar að baki samstarfi atvinnufyrirtækja og menningarstofnana. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 978 orð

LUTOSLAWSKI Á LÉTTUM NÓTUM

Witold Lutoslawski: The Complete Piano Music. Tvær stúdíur (1941) og Þjóðlög (1945) f. einleikspíanó; Paganini-tilbrigði (1943) og Örmynd (1953) f. 2 píanó; Fimm söngvar (1957), Eitt orð, eitt tákn (1942), Ég myndi giftast (1952) og Bukoliki I-V f. einsöng & píanó; Dansforspil I-V f. klarínett & píanó (1954); Grafskrift um Alan Richardson f. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1012 orð

MAÐURINN Í GRÁ-HVÍTU

Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari opnar í dag sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu. HILDUR EINARSDÓTTIR leit inn á vinnustofu hennar í bakhúsi við Framnesveginn og komst að því að maðurinn er sem fyrr í fyrirrúmi í verkum Steinunnar. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 147 orð

MONET UM MIÐJA NÓTT

SÝNINGUNNI Monet á tuttugustu öldinni lauk um síðustu helgi í Royal Academy of Arts í London og var safnið haft opið allan sólarhringinn í lokin og gátu samt ekki allir sem vildu skoðað sýninguna. Sýningin á málverkum frá síðustu tuttugu starfsárum Monets var opnuð 23. janúar sl. og henni lauk síðdegis á sunnudag. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 281 orð

NÁTTÚRUHRIF- ÍSLENSK NÁTTÚRA Í AFSTRAKTLIST EFTIRSTRÍÐSÁRANNA

NÁTTÚRUHRIF- ÍSLENSK NÁTTÚRA Í AFSTRAKTLIST EFTIRSTRÍÐSÁRANNA VERKIN á sýningunni eru úr eigu Listasafns Íslands. Verkin eru eftir marga þekktustu afstraktlistamenn landsins sem gjarna hafa unnið út frá hughrifum frá náttúrunni. Sýnd verða verk eftir m. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 814 orð

nordAl

VERK Ólafar Nordal á sýningu hennar í Vestursal eiga það sammerkt að vera steypt í ál. Þar vinnur hún með þemu úr fortíðinni og tengir þau þeim veruleika sem við búum við nú. Í yfirskrift sýningarinnar nordAl segist hún vera að tengja saman nafnið sitt, efnið í verkunum og landið sem þau eiga rætur sínar í. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 481 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

SKUGGASPEGLAR, ÁL OG BROTHÆTTIR STAÐIR

Þrjár sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 15. Í Vestursal er sýning Ólafar Nordal, nordAl. Í Austursal er sýningin Skuggaspeglar, sem er samvinnuverkefni Goethe- Zentrum og Listasafns Kópavogs. Á neðri hæð safnsins er sýning Þórs Vigfússonar, Brothættir staðir. Allar standa sýningarnar fram til sunnudagsins 9. maí. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1427 orð

UPPVAXTARÁR VIÐ LANDEYJASAND EFTIR HALLFRÍÐI GUÐBRANDSDÓTTUR Fjölskyldan hafði sest að í Hallgeirseyjarhjáleigu vegna þess að

SIGRÍÐUR systir mín skrifaði mér um opnun Safns Kaupfélags Rangæinga, þar sem hún sá hluti, sem pabbi okkar, Guðbrandur Magnússon, hafði notað á meðan hann stýrði Kaupfélagi Hallgeirseyjar 1920 til '28. Meira
24. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

ÞÚ

Í fyrstu varst þú sem hjalandi lækur. Niðurinn yndislegi náði beint að hjarta mínu. Seinna varðst þú sem sterkur foss. Greipst mig heljarafli með þínum mikla krafti. Að lokum varst þú sem stórt ógnandi fljót. Niðurinn hljóðnaður ljúfi lækurinn þagnaður. Meira

Ýmis aukablöð

24. apríl 1999 | Blaðaukar | 166 orð

Þrjú afrekstré meðal nýbúa

MYNDIRNAR, sem hér fylgja, eru af fagursköpuðum einstaklingum trjáflóru Íslands. Þau eru misgömul, eins og greint er frá í texta undir hverri mynd. Aldur er talinn frá gróðursetningu. Þau eru öll gróðursett í útjörð. Lerkitréð er elst og vex enn þokkalega, um 30 cm á ári. Sitkagrenið og alaskaöspin vaxa enn um 40-50 cm á ári. Líklegt er, að hin tvö síðastnefndu verði a.m.k. 25 m há. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.