Greinar fimmtudaginn 29. apríl 1999

Forsíða

29. apríl 1999 | Forsíða | 336 orð

20 Serbar falla í árás NATO

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ viðurkenndi í gær að leysistýrð sprengja hefði misst marks og sprungið í íbúðahverfi í bænum Surdulica í suðurhluta Serbíu í fyrradag. Embættismenn í bænum sögðu að lík tuttugu óbreyttra borgara, þar af sex barna, hefðu fundist í rústum húsa, sem eyðilögðust í sprengjuárásinni, og óttast væri að fleiri hefðu beðið bana. Meira
29. apríl 1999 | Forsíða | 88 orð

Mikil sprenging í Sofíu

ÖFLUG sprenging varð í gærkvöldi í tveggja hæða íbúðarhúsi í einu af úthverfum Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, og forseti landsins og innanríkisráðherrann flýttu sér á staðinn. Yfirvöld í Búlgaríu greindu ekki frá orsök sprengingarinnar en margir íbúar hverfisins sögðust óttast að eitt af flugskeytum NATO í árásunum á Júgóslavíu hefði lent á húsinu, en Sofía er um 60 km frá Júgóslavíu. Meira
29. apríl 1999 | Forsíða | 173 orð

PLO frestar því að stofna ríki

ÞING Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) ákvað í gær að lýsa ekki yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis í næstu viku, eins og hótað hafði verið, og fresta því fram yfir kosningarnar í Ísrael. Palestínski embættismaðurinn Nabil Amr, sem á sæti á þingi PLO, sagði að ákveðið hefði verið að framlengja umræðu um stofnun Palestínuríkis fram yfir kosningarnar 17. maí. Meira
29. apríl 1999 | Forsíða | 650 orð

Vuk Draskovic vikið úr ríkisstjórn Júgóslavíu

VUK Draskovic, aðstoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, var vikið úr stjórn sambandsríkisins í gær, daginn eftir að hann hvatti til þess að erlent friðargæslulið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna yrði sent til Kosovo. Stjórn Júgóslavíu sagði að Draskovic hefði verið leystur frá störfum vegna þess að hann hefði látið í ljós skoðanir sem væru í andstöðu við afstöðu hennar í Kosovo-deilunni. Meira

Fréttir

29. apríl 1999 | Smáfréttir | 30 orð

AÐALSAFNAÐARFUNDUR Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudag

AÐALSAFNAÐARFUNDUR Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl kl. 20. Fundurinn hefst í kirkjunni með helgistund en færist síðan yfir í sal Safnaðarheimilisins. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Alþjóðlegur dagur dansins

ALÞJÓÐLEGI dansdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 29. apríl. Hlutverk dagsins er að færa saman allar tegundir dans og brjóta niður pólitísk, menningarleg og þjóðfélagsleg höft. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim með dansskemmtunum og sýningum en haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 1982. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 363 orð

Bildt erindreki SÞ á Balkanskaganum?

ENN á ný er nafn Carl Bildts nefnt í tengslum við alþjóðlega stöðu og nú í tengslum við væntanlegt starf erindreka Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaganum og í Kosovo. Tveir erindrekar verða skipaðir og í gær var tilkynnt að Eduard Kukan, utanríkisráðherra Slóvakíu, verður annar þeirra. Bildt hefur hafnar orðrómnum og hefur sett ofan í við Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svía, fyrir að ala á þessu. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Breytingar á bensínstöð

STARFSMENN Skeljungs voru ekki að hækka bensínverðið eins og hugsanlega hefur hvarflað að einhverjum vegfarendum sem áttu leið fram hjá bensínstöðinni. Verkefni þeirra var einungis að endurnýja tölurnar og hressa stafina við í sumarbyrjun. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Breytingar gerðar á listum húmanista

YFIRKJÖRSTJÓRN í Reykjavík fór á fundi sínum síðastliðinn laugardag yfir framboðslista sem komið hafa fram og þurfti að gera tvær breytingar á lista húmanista, í samkomulagi við umboðsmann listans, til þess að hann væri rétt fram borinn. Tveir frambjóðendur listans uppfylltu ekki kjörgengisskilyrði, annar vegna aldurs og hinn vegna þess að hann er ekki íslenskur ríkisborgari. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Bréf í 21 hlutafélagi lækkaði í verði í gær

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Verðbréfaþings Íslands lækkaði um 2,73% í gær, sem er næstmesta lækkun sem átt hefur sér stað á einum viðskiptadegi frá því að þingið tók til starfa. Mesta lækkunin átti sér stað á síðasta ári, er vísitalan lækkaði um 2,76%. Á aðallista lækkaði gengi bréfa í 21 hlutafélagi í gær en fjögur stóðu í stað. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Ekki um annað að ræða en stinga sér út í

ÞRÍR menn, tveir lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður, stungu sér í sjóinn við Sandgerðisbót í fyrrakvöld en þá hafði bíll lent í sjónum. Ökumaður var einn í bílnum og komst hann sjálfur út. Hann var í mikilli geðshræringu eftir atburðinn og þótti því ekki annað óhætt en að athuga hvort fleiri hefðu verið í bílnum að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 295 orð

Ellefu handteknir vegna smyglmáls

TOLLGÆSLAN í Hafnarfirði, ríkistollstjóri, Tollgæslan í Reykjavík og lögreglan í Hafnarfirði vinna að rannsókn máls sem tengist innflutningi á um 1200 lítrum af sterku áfengi sem flutt var til landsins í flutningaskipinu Hvítanesi. Ellefu manns voru handteknir í gær og yfirheyrðir vegna málsins, þar af níu manna áhöfn skipsins. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 731 orð

Fatlaðir eigi sama rétt og aðrir þegnar

FRAMLÖG til málefna fatlaðra, forgangsröðun, viðhorf, skólamál, loforð og efndir komu til umræðu á fundi Þroskahjálpar, Styrktarfélags vangefinna og Foreldrasamtaka fatlaðra með fulltrúum stjórnmálaflokka í fyrrakvöld. Frambjóðendur sex flokka voru spurðir um stefnuna í málefnum fatlaðra og þroskaheftra en fundinn sátu um hundrað manns. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 217 orð

Félagar yrðu um 15 þúsund

ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Iðju, félagi verksmiðjufólks, að óska eftir viðræðum við Eflingu ­ stéttarfélag um sameiningu félaganna. Stefnt er að því að félögin verði sameinuð um næstu áramót og verða þá ein stærstu launþegasamtök landsins með um 15 þúsund félagsmenn. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Firmakeppni í pílukasti

PÍLUKASTSFÉLAG Grandrokks stendur fyrir firmakeppni í pílukasti laugardaginn 1. maí kl. 14. Um er að ræða opið mót og verður hver sveit skipuð fjórum keppendum. Þátttakendur geta skráð sig á Grandrokk, Smiðjustíg 6, til kl. 13.30 á laugardag. Keppnisgjald er 1.000 kr. fyrir hverja sveit og hljóta þrjár efstu verðlaun. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 990 orð

Flóttamenn streyma frá Kosovo

ÞÚSUNDIR kvenna, barna og gamalmenna af albönskum ættum hafa flúið Kosovo-hérað undanfarna sólarhringa og hefur fólkið leitað skjóls í nágrannaríkinu Albaníu. Þar hefur fólkið sagt hjálparstarfsmönnum frá óhæfuverkum serbneskra hersveita sem höfðu brennt þorp og bæi, rænt híbýli og skipað karlmönnum út úr húsum sínum. Sumir flóttamanna sögðu að fólk hefði verið myrt. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

Flugfreyjur ræða inngöngu í RSÍ

ÁGREININGUR um félagsaðild flugfreyja hefur orðið til þess að forysta Flugfreyjufélags Íslands vill skoða hvort félagið eigi að ganga inn í Rafiðnaðarsambandið. Hefur forystan átt óformlegar viðræður við Rafiðnaðarsamband Íslands í því skyni en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fundur með Davíð Oddssyni á Akureyri

OPINN stjórnmálafundur með Davíð Oddssyni verður haldinn í Nýja bíói á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið, 29. apríl kl. 20.30. Almenningi gefst á fundinum kostur á að spyrja forsætisráðherra um þau mál sem efst eru á baugi í kosningabaráttunni. Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra taka þátt í umræðunni. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fundur um málefni öryrkja

MÁLEFNI öryrkja verða í brennidepli í kvöld á fundi sem Samfylkingin í Reykjavík boðar til í kosningamiðstöð sinni í Ármúla 23. Gestgjafar verða Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir en Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, flytur ávarp. Dúettinn Súkkat kemur einnig fram á fundinum sem hefst kl. 20.30. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 443 orð

Fyrirtækið hefur hug á samstarfi um nýtingu gagna

TVÖ FYRIRTÆKI hafa sótt um hjá heilbrigðisráðuneyti að fá að gera og starfrækja gagnagrunn á heilbrigðissviði en umsóknarfrestur rann út í gær. Fyrirtækin eru Íslensk erfðagreining og TölvuMyndir hf. sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins. Heilbrigðisráðuneytið hafði gert ráð fyrir að velja mætti og ræða við allt að þrjá umsækjendur. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 25 orð

Gluggaþvottur í Bankastræti

Gluggaþvottur í Bankastræti ÞESSI kona ætlaði að láta sólargeisla sumarsins skína óhindraða inn um gluggana sína í Bankastrætinu, en sumarið er komið samkvæmt almanakinu. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 318 orð

Halonen fer fram

TARJA Halonen, utanríkisráðherra Finnlands, tilkynnti í gær að að hún myndi gefa kost á sér sem forsetaefni í forkosningu innan Jafnaðarmannaflokksins. Kom yfirlýsing hennar í kjölfar yfirlýsingar Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, um að hann muni ekki bjóða sig fram í forskosningunum innan flokksins, þótt hann hafi ekki beinlínis útilokað framboð. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Harður árekstur í Hafnarfirði

TVEIR voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á mótum Flatahrauns og Bæjarhrauns í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan 14 í gær. Að sögn læknis á slysadeild voru meiðsl hinna ekki alvarleg. Bifreiðirnar skemmdust töluvert og voru fluttar á brott með kranabifreið. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 585 orð

Hálf öld frá komu Esjustelpnanna

FIMMTÍU ár eru nú liðin síðan á fjórða hundrað þýskra vinnukvenna og vinnumanna komu til Íslands fyrir tilstilli Búnaðarfélags Íslands og ríkisstjórnarinnar til starfa á bóndabæjum um land allt. Konurnar voru stundum nefndar Esjustelpurnar, vegna þess að stærsti hluti þeirra kom með strandferðaskipinu Esju til landsins. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hátíð á 100 ára afmæli KFUM og K

KFUM og KFUK efna til hátíðarsamkomu í kvöld, fimmtudaginn 29. apríl 1999, kl. 20.30, vegna 100 ára afmælis félaganna, í aðalstöðvum sínum við Holtaveg. KFUK var stofnað þennan dag af æskulýðsleiðtoganum sr. Friðriki Friðrikssyni fyrir 100 árum. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 684 orð

Heildstæður skóli eða skipti við unglingastig?

Heildstæður grunnskóli eða skipti við unglingastig? er heiti málþings sem haldið verður á morgun, föstudaginn 30. apríl. Málþingið er haldið að frumkvæði SAMFOK, sem er samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. Auk SAMFOK standa að því Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Skólastjórafélag Reykjavíkur og Kennarafélag Reykjavíkur. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 532 orð

Hugsanlegir vitorðsmenn yfirheyrðir

LÖGREGLUMENN, sem rannsaka fjöldamorðin í skóla í Colorado í Bandaríkjunum í síðustu viku, eru nú að kanna hvort þrír unglingar, sem voru handteknir rétt eftir morðin, hafi ætlað að taka þátt í ódæðinu. Við handtökuna voru þeir í hermannaklæðnaði og sögðust hafa flýtt sér á vettvang er þeir heyrðu sagt frá atburðinum í útvarpi. Þá voru útvarpsstöðvarnar þó ekki búnar að segja frá voðaverkunum. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 631 orð

Íhaldsmenn deila hart um stefnubreytingu

JÁRNFRÚIN varð agndofa og öskugrá þegar henni varð ljóst hvert Peter Lilley og William Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins, voru að fara með nýlegum ummælum sínum um einkaframtakið og velferðarmálin sem túlkuð eru sem fráhvarf Íhaldsflokksins frá Thatcherismanum. Meira
29. apríl 1999 | Miðopna | 1107 orð

Íslenskir fræðimenn standa framarlega

ÍSLENSKIR fræðimenn standa framarlega og koma vel út í samanburði við erlenda starfsbræður sína, þegar tekið er tillit til afkasta þeirra, áhrifa og birtinga á greinum og rannsóknum, svo eitthvað sé nefnt. Ekki síst á þetta við um lyfjafræði, læknisfræði og jarðfræði, en staða annarra greina er einnig með ágætum. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Ítarlegur málefnasamningur samþykktur

MÁLEFNASAMNINGUR, sem samþykktur var í viðræðum fulltrúa Borgarbyggðarlistans og Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld, um myndun nýs meirihluta í Borgarbyggð, var lagður fyrir fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og félagsfund Borgarbyggðarlista í gærkvöld. Staða bæjarstjóra verður auglýst á næstunni. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Jens farinn að keyra á ný

LEIGUBÍLSTJÓRINN Jens R. Pálsson var kvaddur af starfsfélögum sínum með pompi og prakt fyrr á þessu ári. Jens lét af störfum á 75 ára afmælisdegi sínum í janúar á þessu ári en er nú kominn aftur á göturnar. Jens var minnst sem eins mesta vinnuþjarks stöðvarinnar og hafði keyrt mest allra bílstjóra á BSR í þau 54 ár sem hann hafði starfað í þjónustu stöðvarinnar. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Jesus Christ Superstar sýnd í Borgarbíói

AF óviðráðanlegum orsökum verður að fresta sýningu á kvikmyndinni Jesus Christ Superstar sem vera átti í kvöld, fimmtudagskvöld, en hún verður þess í stað sýnd á sunnudag, 2. maí, kl. 17 í Borgarbíói. Þetta er ein af stórmyndum áttunda áratugarins, var frumsýnd árið 1973 og naut mikilla vinsælda. Hún er byggð á söngleikshandriti að rokkóperu eftir Tim Rice. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kjósendur yfir 200 þúsund í fyrsta sinn

KJÓSENDUM á kjörskrá fyrir alþingiskosningarnar 8. maí hefur fjölgað um 5% frá því í kosningum árið 1995, en nú eru 201.525 kjósendur á kjörskrá og er það í fyrsta skipti sem kjósendur eru fleiri en 200.000 en í síðustu kosningum voru 191.973 manns á kjörskrá. Í fyrstu alþingiskosningunum árið 1874 voru 6.183 kjósendur á kjörskrá, en kjósendur fóru yfir 50.000 árið 1931. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Komið í veg fyrir að rusl sé sent sem hjálpargögn

"ÞÓTT flóttamenn séu illa á sig komnir er ekki þar með sagt að þeir geti notað það sem við hinir betur settu köllum rusl," sagði Jo E. Asvall, svæðisstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn, er hann kynnti átak WHO til að gera heilbrigðisaðstoð við flóttamenn í Kosovo sem besta. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 485 orð

Lagabreyting og skýrari reglur um símahleranir

NEFND, sem dómsmálaráðherra skipaði til að fjalla um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu, leggur m.a. til að lögum um símahleranir verði breytt og skýrari reglur verði settar um þær. Ennfremur eru lagðar til breytingar á almennum hegningarlögum um vitnavernd. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Landsmót í skólaskák

ÚRSLITAKEPPNI Landsmótsins í skólaskák fer fram dagana 29. apríl til 2. maí nk. Keppnisstaður er Skákmiðstöðin, Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á fimmtudagskvöld, fjórar umferðir á föstudag og laugardag og síðasta umferðin verður á sunnudagsmorgun. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Langjökull skríður enn fram

FRAMHLAUP heldur enn áfram í suðurhluta Langjökuls, nánar tiltekið í eystri Hagafellsjökli, en þess varð vart á liðnu hausti. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur, sem flaug yfir jökulinn nýverið, telur að hann eigi eftir innan við einn kílómetra fram á jökulsporðinn og að hann gæti skriðið út í Hagavatn og geti þá valdið flóði. Hreyfingar jökulsins hafa verið rannsakaðar síðustu tvö árin. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

LEIÐRÉTT

Í viðhorfsgrein í gær brást blaðamanni minnið að nokkru varðandi sögu Lindarbæjar sem leikhúss. Sú saga hófst talsvert löngu áður en Leiklistarskóli Íslands fékk þar inni með Nemendaleikhúsið því Þjóðleikhúsið hafði afnot af Lindarbæ sem Litla sviði frá því á sjöunda áratugnum og einnig höfðu ýmsir leikhópar fengið þar inni með sýningar sínar. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 562 orð

Léleg þjónusta bitnar á geðheilsu foreldra

FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna boðaði til fundar með frambjóðendum þar sem athygli þeirra var vakin á málefnum og aðstæðum geðsjúkra barna. Með fundinum vildi félagið vekja athygli á málstað félagsins og voru t.a.m. sagðar þrjár dæmisögur úr daglegu lífi geðsjúkra barna. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 377 orð

Lítill munur á stærstu flokkum

LÍTILL munur er á fylgi þriggja stærstu flokkanna á Vestfjörðum samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði dagana 22.­27. apríl fyrir Ríkisútvarpið. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur 31,7% og tvo menn kjörna, Framsóknarflokkur fengi 26,8% og einn mann kjörinn, Samfylkingin fengi 25,2% og einn mann kjörinn og Frjálslyndi flokkurinn fengi 9, Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 170 orð

Lögregla talin viðriðin íkveikju

RÍKISSTJÓRN Frakklands beið álitshnekki í vikunni er þrír lögreglumenn voru kallaðir til Frakklands í vikunni eftir að hafa setið í varðhaldi á Korsíku vegna gruns um aðild þeirra að bruna sem varð í veitingahúsi á eyjunni. Aðskilnaðarsinnar á Korsíku halda því fram að lögreglan hafi staðið að baki íkveikjunni í því augnamiði að skella skuldinni á skæruliðasveitir sem starfrækar eru á eyjunni. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

MARGRÉT K. JÓNSDÓTTIR

MARGRÉT Katrín Jónsdóttir, forstöðukona á Löngumýri, Skagafirði, er látin á 63. aldursári. Margrét fæddist 1. febrúar 1937 í Strandhöfn, Vopnafirði, en var alin upp í Reykjavík frá 14 ára aldri. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson málarameistari og Hrafnhildur Helgadóttir. Margrét lauk prófi frá Kennaraháskólanum 1967, með handavinnu sem aðalfag. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 296 orð

Mikið rót á kúabændum

AÐALFUNDUR Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði í vikunni. Fram kom í máli Sigurgeirs Hreinssonar á Hríshóli, formanns BSE, að í samningi sem gerður var milli ríkisvaldsins og Bændasamtaka Íslands verði ráðunauta- og ráðgjafarþjónusta færð á fimm leiðbeiningarmiðstöðvar víðsvegar um land. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Mjaltavélmenni í íslensk fjós

NÝ TÆKNI í mjöltum gæti á næstu árum gjörbreytt vinnu kúabænda. Hópur Íslendinga kynnti sér þessa nýju tækni, mjaltavélmenni, í Hollandi í síðasta mánuði. Þóroddur Sveinsson, forstöðumaður Tilraunabúsins á Möðruvöllum, hefur kynnt mjaltavélmennin í Eyjafirði að undanförnu og segir hann áhugann mikinn. Búnaðurinn með öllu tekur um 15 fermetra gólfpláss. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Mjólk innkölluð vegna bragðgalla

MJÓLKURBÚ Flóamanna þurfti að innkalla nokkur hundruð lítra af mjólk vegna bragðgalla, sem fannst við eftirrannsókn. Mjólkinni hafði verið dreift um svæðið austur af Vík. Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjóri sagði að ákvörðunin hefði alfarið verið í höndum Mjólkurbúsins, því ekki hefði borist nein kvörtun vegna þessa. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 58 orð

Mótmæli í Peking

ÞÚSUNDIR Kínverja efndu til mótmæla í Peking um síðustu helgi og kröfðust þess að fá að stunda í friði ákveðna tegund hugleiðslu, sem kallast "falun". Lét lögreglan fólkið að mestu afskiptalaust en varaði það þó við að að ögra yfirvöldunum. Leiðtogi hugleiðslusafnaðarins býr í Bandaríkjunum og segir hann, að safnaðarfólkið skipti tugum milljóna í Kína. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ormur frá Dallandi hlaut 9,17

GÆÐINGURINN Ormur frá Dallandi hlaut 9,17 í einkunn fyrir hæfileika í kynbótadómi í Gunnarsholti í gær. Er þetta næsthæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið fyrir hæfileika í kynbótadómi. Hlaut hann m.a. 10,0 í einkunn fyrir vilja. Ormur varð í 3. sæti A-flokks gæðinga á landsmótinu á Melgerðismelum sl. sumar. Eigendur Orms eru Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 405 orð

Rafiðnaðarmenn hætta störfum fyrir ASÍ

GUÐMUNDUR Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, fullyrðir í bréfi til forseta ASÍ, að afgreiðsla laga- og skipulagsnefndar ASÍ á dögunum sé í ósamræmi við fyrri samþykktir miðstjórnar sambandsins. Í bréfinu er ASÍ tilkynnt um að fulltrúar RSÍ í nefndum og ráðum á vegum ASÍ hafi hætt störfum. Meira
29. apríl 1999 | Miðopna | 404 orð

Rannsóknir og þróunarstarf eflt

FERÐAMÁLARÁÐ Íslands og Rannsóknarráð Íslands gerðu á þriðjudag með sér samning um rannsóknir á sviði ferðaþjónustu. Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, segir samninginn endurspegla vilja beggja ráðanna til að efla rannsóknir og þróunarstarf í ferðamálum og að með honum eigi að ýta undir slíkt starf. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 731 orð

Rannsökuðu vetrarbrautarþyrpingu

FJÓRIR nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík fengu fyrstu verðlaun Hugvísis, samkeppni ungs fólks í vísindum og tækni, sem afhent voru í gær. Sigurliðið fékk 200 þúsund krónur í verðlaunafé og boð að auki um að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem haldin verður í Grikklandi næsta haust. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ráðstefna Komið og dansið

KOMIÐ og dansið, samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku á Íslandi, standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl kl. 9­14.30. Efni ráðstefnunnar er undir yfirskriftinni "Verum saman" en sambærilegt átak undir nafninu "Vær sammen" hefur á undanförnum árum verið samtarfsverkefni lögreglu, kirkju, skóla og félagsþjónustu í samstarfi við Kom og Dans í Noregi, segir í fréttatilkynningu. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ráðstefna um barnavernd og félagsráðgjöf

FRÆÐSLUNEFND Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa boðar til ráðstefnu um barnavernd og félagsráðgjöf á Grand Hóteli föstudaginn 30. apríl kl. 9­16. Á ráðstefnunni verður fjallað um ýmsa þætti barnaverndar og nýjar áherslur á því sviði. Dr. Guðrún Kristinsdóttir, dósent við KHÍ, mun ræða um hvað er barnavernd og fjalla um helstu áherslur. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 327 orð

Reyklaust gistiheimili opnað í göngugötunni

NÝTT gistiheimili verður opnað í göngugötunni á Akureyri innan skamms, fyrir ofan Akureyrar Apótek. Það hefur fengið nafnið Gistiheimili Akureyrar og er í eigu hjónanna Margrétar Thorarensen og Erlings Ingvasonar. Gistiheimilið er á þremur hæðum, með alls 19 herbergi og 30-40 gistirými og verður fyrsta reyklausa gistiheimili landsins, samkvæmt því sem næst verður komist að sögn Erlings. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 2405 orð

Reynt að skáka þeim stóru Nýir flokkar og framboð hafa komið fram á sjónarsviðið fyrir alþingiskosningarnar og smáflokkar, sem

BARÁTTUHUGUR liðsmanna Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs hefur eflst að undanförnu vegna góðs gengis í skoðanakönnunum. En hvernig varð þessi nýi flokkur, yst á vinstrivæng, til? Umhverfismál og gömul Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Ræða kynlíf og barneignir

Fundur á vegum Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir og stefnu stjórnmálaflokkanna í þeim málum verður haldinn á Kakóbarnum í Hinu húsinu kl. 17. Sameiginlegur fundur á Akranesi Sameiginlegur stjórnmálafundur flokkanna sem bjóða fram í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Bíóhöllinni, Akranesi, og hefst kl. 20.30. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 149 orð

Samstaða NATO kann að bresta

GEORGE Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að hætta væri á því að brestir kynnu að myndast í samstöðu Atlantshafsbandalagsins (NATO) ef Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti standi loftárásirnar áfram af sér. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skagfirskt veislukaffi og hlutavelta

KVENNADEILD Skagfirðingafélagsins í Reykjavík heldur að venju hlutaveltu 1. maí í Drangey, Stakkahlíð 17 í Reykjavík. Þá verður einnig skagfirskt veislukaffi á borðum, selt á vægu verði. Hlutaveltan hefst klukkan 14 og er hún haldin til eflingar starfsemi kvennadeildarinnar sem hefur starfað í 35 ár. Hún hefur einkum styrkt líknar- og menningarmál heima í héraði. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 541 orð

Skattar lækki og opinber fyrirtæki einkavædd

"SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN leggur áherslu á að tryggja áfram efnahagsbata og stöðugleika þannig að skattar geti haldið áfram að lækka. Fyrirtæki í opinberri eigu verða einkavædd, samkeppni á orkumarkaði innleidd, fjármagnsmarkaður gerður virkari og opinber eftirlitsstarfsemi gerð hagkvæmari," segir í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins, sem birt var í gær. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Skíðaganga um Kröflusvæðið

ÁRLEG Súluganga Ferðafélags Akureyrar verður farin næstkomandi laugardag, 1. maí. Þátttakendur geta hvort heldur sem er farið gangandi eða á skíðum. Lagt verður af stað kl. 9. Um helgina efnir Ferðafélagið til helgarferðar, skíðagöngu um Kröflusvæðið en gist verður í skála á Þeistareykjum. Meira
29. apríl 1999 | Landsbyggðin | 198 orð

Skóflustunga tekin að sundlaugarsvæði

Reykholti- Á árlegum kynningardegi Samvinnuháskólans á Bifröst um helgina var tekin fyrsta skóflustungan að nýju sundlaugarsvæði sem á að hefja framkvæmdir við á næstunni. Árni Geir Þórmarsson, fyrrverandi formaður nemendasambandsins, tók skóflustunguna, en reiknað er með að fyrsta áfanga framkvæmdanna, setlaug og vaðlaug, verði lokið fyrir sumarið, Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð

Stjórnvvöld hleypi fleirum í orkugeirann

STOFNSAMNINGUR einkahlutafélagsins Þeistareykja ehf. var undirritaður í gangnamannaskála á Þeistareykjum í gær. Stofnendur félagsins eru Orkuveita Húsavíkur, Aðaldælahreppur, Reykdælahreppur, Hita- og vatnsveita Akureyrar og Rafveita Akureyrar. Tilgangur félagsins er nýting jarðhita á Þeistareykjum í S-Þingeyjarsýslu og önnur starfsemi sem tengist orkuöflun og orkunýtingu. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 204 orð

Strandgæzl· uskip Færeyinga smíðað í Noregi

FÆREYSKA landstjórnin hefur ákveðið að taka tilboði norskrar skipasmíðastöðvar í smíði nýs strandgæzluskips fyrir Færeyinga. Komizt var að þessari niðurstöðu eftir að færeysku skipasmíðastöðinni sem boðið hafði í verkið hafði verið gefið færi á að lækka sitt tilboð. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Sýknaðir af ákæru vegna lausagöngu hrossa

FIMM ábúendur í svokallaðri Sólheimatorfu í Mýrdalshreppi í V-Skaftafellsýslu voru sýknaðir af ákæru sýslumanns í Héraðsdómi Suðurlands á þriðjudag. Var ákærðu gefið að sök að hafa ekki haft hross sín í öruggri vörslu, þannig að þau gengu margoft, um það bil 30 saman, laus við þjóðveg nr. 1, þar sem hann liggur fyrir neðan bæinn Framnes í Mýrdalshreppi, á tímabilinu frá 1. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Sýning á kirkjumunum

SÝNING á kirkjumunum stendur nú yfir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, en hún er á vegum Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru 34 gripir úr eyfirskum kirkjum sem flestir hafa verið fengnir að láni hjá sóknarnefndum. Þá eru teikningar Jóns biskups Helgasonar af kirkjum í Eyjafirði á sýningunni. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

Tillaga um að leggja niður stjórnir

Í SKÝRSLU faghóps heilbrigðisráðuneytisins um málefni sjúkrahúsa er því varpað fram hvort nauðsynlegt sé að sjúkrastofnanir hafi sérstaka stjórn, hvort ekki sé nægilegt að forstjóri og framkvæmdastjórnir beri fulla ábyrgð á rekstrinum gagnvart eiganda. Meira
29. apríl 1999 | Landsbyggðin | 414 orð

Tíu bændur byrjaðir að rækta skóg

Reykholti-Um 45 manns mættu á annan aðalfund Félags skógarbænda á Vesturlandi sem haldinn var í Reykholti. Félagið er nú tæplega tveggja ára gamalt og hefur vaxið ört á þeim tíma, og nú eru í því liðlega 90 eigendur eða ábúendur lögbýla. Meira
29. apríl 1999 | Landsbyggðin | 145 orð

Tombóla til styrktar tónleikaferð

Hrunamannahreppi­Krakkar úr Flúðaskóla seldu blóm og héldu tombólu við verslunina Grund á Flúðum einn góðviðrisdaginn fyrir skemmstu. Börnin voru að safna fyrir Vestmannaeyjaferð og söfnuðu vel en einstaklingar og fyrirtæki í sveitinni styrkja einnig ferðina. Þangað ætla þau að fara 1. maí og gista í heimahúsum eina nótt. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Umræðufundur um Evrópusambandið

UMRÆÐUFUNDUR verður í kosningamiðstöð Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs á Suðurgötu 7 í kvöld, fimmtudaginn 29. apríl. Fundurinn hefst kl. 20.30. Frummælandi verður Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur og lýsir hún inntaki framsögunnar svo að því er fram kemur í fréttatilkynningu: "Aðild að Evrópusambandinu yrði ekki aðeins aðför að forsjá okkar yfir fiskimiðunum. Meira
29. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Unglingakór í söngferð um Norðurland

UNGLINGAKÓR Selfosskirkju syngur á þremur stöðum norðanlands um helgina. Kórinn syngur á Kirkjulistarviku í Akureyrarkirkju á morgun, föstudag, kl. 17.15 og í Vesper, aftansöng, í kirkjunni kl. 18. Laugardaginn 1. maí heldur kórinn tónleika í Skjólbrekku í Mývatnssveit kl. 20.30 og sunnudaginn 2. maí kl. 15 í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Raufarhöfn. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Upplýsingar á Netinu um kosningarnar

Á UPPLÝSINGASÍÐU dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna alþingiskosninganna 8. maí nk. er nú að finna ýmsar upplýsingar er tengjast kosningunum og framkvæmd þeirra. Þar má m.a. finna upplýsingar um kjörskrár vegna kosninganna, leiðbeiningar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra og auglýsingu um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á stofnunum og í heimahúsi, Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Útboð innan tíu daga

VONIR standa til að útboð vegna varnarliðsflutninganna verði eftir tíu daga eða jafnvel skemur, að sögn Williams Merrigan, lögfræðings hjá flutningadeild bandaríska hersins. Í viðtali í gær við Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlantsskipa ehf., kom fram að flutningadeild Bandaríkjahers hefði ákveðið að fresta útboði þar til deilur íslensku skipafélaganna hefðu verið leystar. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Valborgarhátíð í Viðey

EINS og venja er heldur Íslensk- sænska félagið upp á Valborgarmessu með sænsku hlaðborði, skemmtun og brennu að kvöldi 30. apríl. Að þessu sinni verður Valborgarhátíðin í Viðey og mun Herman af Trolle, nýskipaður sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, flytja hátíðarræðuna. Meðal skemmtiatriða er Glúntasöngur Ingimars Sigurðssonar og Þorsteins Guðnasonar við undirleik Reynis Jónassonar. Meira
29. apríl 1999 | Miðopna | 1482 orð

Vantar tæki, hugbúnað og fólk Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur skoðað stöðu tungutækni hérlendis og telur hana slæma.

Lagt til að milljarði króna verði varið í að efla tungutækni hérlendis Vantar tæki, hugbúnað og fólk Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur skoðað stöðu tungutækni hérlendis og telur hana slæma. Íslendingar séu aftarlega á merinni á þessu sviði. Meira
29. apríl 1999 | Landsbyggðin | 460 orð

Varla nokkur bíll í lausagangi lengur

Þorlákshöfn­ Undanfarnar vikur hafa nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Þorlákshöfn unnið að verkefni sem miðar að því að draga úr óþarfa mengun af völdum bíla sem ganga lausagang. Hugmyndin er að vekja bæjarbúa til umhugsunar um umhverfi sitt og ekki væri verra ef áhrifin næðu út fyrir bæjarfélagið. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Vinstrihreyfingin með 3,2%

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Reykjanesi voru birtar rangar upplýsingar um stuðning við Vinstrihreyfinguna. Fullyrt var að flokkurinn hefði fengið 7,5% stuðning. Þetta er ekki rétt því að 3,2% svarenda lýsti yfir stuðningi við Vinstrihreyfinguna í kjördæminu. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Vírusar hafa ekki áhrif á Apple

ACO hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd: ÞEIR tölvuvírusar sem hafa verið að hrjá "suma" landsmenn hafa alls engin áhrif á Apple-tölvur. Að gefnu tilefni viljum við hjá Aco koma þeirri athugasemd á framfæri við fjölmiðla og aðra að tölvuveirur þær sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga hafa engin áhrif á Apple-tölvur. Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 318 orð

Voru serbneskir öfgamenn að verki?

EKKERT hefur enn komið fram, sem bendir til þess hver hafi myrt bresku sjónvarpskonuna Jill Dando, en lögreglan vinnur með ýmsar kenningar. Ein er sú, að morðinginn sé geðtruflaður maður, sem hafi fengið Dando "á heilann"; að um hafi verið að ræða misheppnað rán og nú síðast, að serbneskir öfgamenn hafi verið að verki. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 801 orð

Þá þekktu þingmenn hvern einasta kjósanda

UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er yfirleitt opnuð þremur mánuðum fyrir kjördag og sambærilegar skrifstofur eru opnaðar um svipað leyti víða um land. Hlutverk þessara skrifstofa er eins og nafnið gefur til kynna að afla upplýsinga um Meira
29. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 819 orð

Þótti á skjön við stefnu stjórnvalda

FYRRVERANDI leiðtogi stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórn Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, Vuk Draskovic, var í gær rekinn úr embætti aðstoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, en hann hefur gegnt því embætti frá því í janúar sl. Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 376 orð

Þrír 12 punda komnir á land

Mikill fiskur er í ánum í kring um Klaustur og seigla vetrar mun trúlega lengja nokkuð vorveiðina þetta árið. Stærstu fiskar vorsins eru Þrír 12 punda sjóbirtingar , allir veiddir á flugu og var tveimur þeirra gefið líf á nýjan leik. Fiskarnir komu úr Geirlandsá, Tungulæk og Vola, sem er reyndar ekki við Klaustur, heldur rétt austan við Selfoss. Prýðilega hefur veiðst víða að undanförnu Meira
29. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Þrír í gæsluvarðhald vegna rannsóknar

ÞRÍR karlmenn á aldrinum 19­44 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí vegna rannsóknar á þjófnaðarmáli í kjölfar húsleitar í íbúð í Eddufelli á þriðjudagskvöld. Við leit fann lögregla allskyns varning sem var ætlað þýfi, jafnvel úr mörgum innbrotum. Húsráðandi og tveir aðrir menn voru handteknir og er rannsókn málsins á frumstigi. Meira

Ritstjórnargreinar

29. apríl 1999 | Leiðarar | 705 orð

AÐSTOÐ VIÐ LESBLINDA

ÍLENZKA skólakerfið hefur langt því frá tekið með skipulegum og eðlilegum hætti á vanda þeirra nemenda, sem eiga við lesblindu að stríða og veldur einstaklingunum oft miklum erfiðleikum og þjáningum. Lesblinda (dyslexía) getur birzt í ýmsum myndum, m.a. í erfiðleikum í lestri og skrift, skorti á einbeitingu, ofvirkni og ósamhæfðum hreyfingum. Meira
29. apríl 1999 | Staksteinar | 418 orð

Hannover- sýningin

GÓÐUR árangur af sýningunni í Hannover skiptir miklu fyrir íslenzkt atvinnulíf, segir m.a. í Viðskiptablaðinu. Þema Í LEIÐARA Viðskiptablaðsins um Hannover-sýninguna segir: "Það er rétt ákvörðun hjá ríkisstjórn Íslands að taka þátt í heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000, á næsta ári. Þema sýningarinnar. Meira

Menning

29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 51 orð

Asíski óskarinn

LEIKARARNIR Anthony Wong og Sandra Ng voru valin besti leikari og besta leikkona á 18. Hong Kong-kvikmyndaverðlaunahátíðinni sem haldin var 24. apríl. Bæði eru þau Hong Kong-búar og léku í myndum er fjölluðu um klíkur. Mynd Anthonys, Beast Cops, vann einnig til verðlauna fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmynd. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

FRESTUR til að skila handritum í samkeppnina Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 1999 er til 1. maí nk. Þau skal senda til Vöku-Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt "Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness". Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi í lokuðu umslagi. Verðlaunin, sem nema 500.000 krónum, eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna. Meira
29. apríl 1999 | Tónlist | 1326 orð

ELLINGTON Í HEILA ÖLD

The complete RCA Victors recordings 1927­1973. Hljómsveit Duke Ellingtons auk smásveita undir stjórn Johnny Hodges, Rex Stewards og Barney Bigards; Esquer all-American award winners, Metronome all- stars og dúettar með Jimmy Blanton, Billy Strayhorn og Earl Hines. 24 diskar, RCA-Victor/Japis 1998. Diskar 1­7: The early recordings (1927-1934). Diskar 8­13: The early forties recordings (1940­42). Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 300 orð

Firring stríðsins Frelsarinn (Savior)

Framleiðendur: Janet Yang, Oliver Stone. Leikstjóri: Predrag Antonijevic. Handritshöfundur: Robert Orr. Kvikmyndataka: Ian Wilson. Tónlist: David Robbins. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Natasa Nikovic, Sergei Trifunovic, Stellan Skarsgård, Nastassja Kinski, Jean Marc-Barr. 103 mín. Bandaríkin. Bergvík 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 643 orð

"Fótspor á himnum" fær góðar viðtökur í Danmörku

Þegar merkisrithöfundar gefa út bækur í Danmörku, er eftir því tekið, segir Sigrún Davíðsdóttir. Slíkar móttökur fær nýjasta bók Einars Más Guðmundssonar og þar að auki góða dóma. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 630 orð

Galdur að halda í einlægnina

Nemendaleikhúsið í Lindarbæ frumsýnir í kvöld Krákuhöllina, nýtt leikrit eftir Einar Örn Gunnarsson. Hávar Sigurjónsson leit inn á æfingu í Nemendaleikhúsinu þegar allt var í fullum gangi rétt fyrir frumsýningu og ræddi við hópinn sem útskrifast í vor úr Leiklistarskóla Íslands. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 698 orð

Hef mestan áhuga á fólki

Einar Örn Gunnarsson stígur fram á sviðið sem leikritahöfundur í Nemendaleikhúsinu í kvöld. Hávar Sigurjónsson ræddi við Einar Örn um reynsluna af leikritaskrifum og vinnunni í leikhúsinu. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 1143 orð

Hljómur hjartans

GÍTARINN er það hljóðfæri sem stendur hjartanu næst, í orðsins fyllstu merkingu, þegar listamaðurinn hefur leik, leggur hann hljóðfærið sér á brjóst. Þegar Manuel Barrueco leikur er sagt að þetta tvennt, gítarinn og hjartað, renni saman, verði eitt. Slíkt vald hefur hann á hljóðfærinu, slík er ástríða hans, tilfinning fyrir listinni. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 1423 orð

Innblástur augnabliksins

HANN veit ekki hvers vegna hann kallar þetta nýja verk sinfóníu. Kannski vegna þess að það er margþætt og margar raddir leika í senn. Í tónlistarsögunni getur orðið sinfónía nefnilega merkt ótalmargt. "Það er erfitt að flokka verk mín, enda er þetta mest stjórnleysi og óskapnaður. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 139 orð

Kvennakórinn í Bolungarvík í tónleikaferð

KVENNAKÓRINN í Bolungarvík heldur í tónleikaferð á Snæfellsnes um helgina og heldur þar tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í Ólafsvíkurkirkju á morgun, föstudag, kl. 20.30 en hinir síðari í kirkjunni á Grundarfirði laugardaginn 1. maí kl. 17. Þá heldur kórinn tónleika í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 2. maí kl. 15. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Kvæðakvöld í Kaffileikhúsinu

DAGSKRÁ verður í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtudag kl. 21, í tengslum við útgáfu á geisladisknum Raddir, sem kom út í samvinnu Árnastofnunar og Smekkleysu. Margir af helstu kvæðamönnum landsins munu kveða rímur, drykkjuvísur, danskvæði, barnagælur og þulur. Einnig verða flutt gömul sálmalög. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 97 orð

Kvöldkjólar fyrir brúðkaupið

VÆNTANLEG brúður Edwards prins hefur ákveðið að í brúðkaupi þeirra í júní eigi konurnar að mæta í kvöldkjólum og skilja eftir dragtirnar og volduga hattana heima, sagði í blaðinu Sun á mánudaginn. Blaðið bar ótilgreinda vinkonu Sophie Rhys-Jones fyrir vitneskjunni. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 378 orð

Köttur réðst á innbrotsþjóf

MIMI, sem er persneskur köttur búsettur í Kína, réðst á innbrotsþjóf sem hún sá í átökum við eiganda sinn, Sham Man-ling er var nýkominn heim. Sham slasaðist á hægri hendi en sagði lögreglunni að Mimi hefði klórað andlit og höfuð ódæðismannsins sem forðaði sér en komst undan með skartgripi að verðmæti 500 þúsund krónur. Reið naut á götum úti Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 199 orð

Metverð fyrir ástralskt málverk

MÁLVERK eftir ástralska listmálarann Sir Sidney Nolan af útlaganum Ned Kelly var selt fyrir metfé á uppboði í Ástralíu á mánudagskvöld, að sögn talsmanna Sothebys-uppboðshaldaranna. Hefur aldrei fengist jafn hátt verð fyrir ástralskt nútímamálverk. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 571 orð

Myndasagan best þegar hún er algjört skrípó Í dag verður opnuð sýning Halldórs Carlssonar á íslenskum myndasögum í dagblöðum og

Í dag verður opnuð sýning Halldórs Carlssonar á íslenskum myndasögum í dagblöðum og tímaritum í anddyri Norræna hússins. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti Halldór, sem er að leggja lokahönd á heimildamynd um íslenskar myndasögur. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 123 orð

Námskeið í Hafnarfirði

TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar gengst á morgun fyrir námskeiði þar sem Manuel Barrueco mun leiðbeina lengst komnu gítarnemum landsins. Námskeiðið stendur frá kl. 10 til 16.30. Barrueco nýtur mikillar virðingar sem kennari en hann efnir oft til Master Class-námskeiða í tengslum við tónleika sína í hinum ýmsu löndum. Þá hefur hann um árabil sinnt kennslu í heimaborg sinni, Baltimore. Meira
29. apríl 1999 | Bókmenntir | 752 orð

Nokkrum ljóðum ríkari

Eftir Þorstein frá Hamri. Iðunn 1999, 54 bls. EF einhverjir héldu að með útgáfu Ritsafns Þorsteins frá Hamri í fyrra væri verið að setja punktinn aftan við höfundarverk hans verða þeir hinir sömu að hugsa málið upp á nýtt. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 574 orð

Stöðnun er dauði

ÓSKAR Guðjónson saxafónleikari hefur verið stór þáttur í "improve groove"-kvöldunum á veitingastaðnum rex síðustu tvo mánuðina. Óskar hefur spunnið þar á tenór- og sópransaxófón með mörgum af fremstu plötusnúðum landsins svosem Alfred more, Margeiri, Árna Einari og Andrési. Plötusnúðarnir hafa lagt Óskari til takta og bassalínur úr flestum kimum elektrónískrar tónlistar. Meira
29. apríl 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU tvímenninganna, Birgis Andréssonar og Ólafs Lárussonar, lýkur nú á sunnudag. Sýningin er liður í kynningu safnsins á starfandi listamönnum, sem eru ættaðir af Suðurlandi, en báðir eiga rætur að rekja til Flóans. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14­17. Nýlistasafnið Sýningunni "Ef ég stjórnaði heiminum" lýkur nú á sunnudag. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 406 orð

Söng á Íslandi á stríðsárunum

SÖNGKONAN þýska Marlene Dietrich söng fyrir bandaríska hermenn í seinni heimsstyrjöldinni og blés eflaust mörgum þeirra eldmóð í brjóst. Annað kvöld ætlar Sif Ragnhildardóttir að syngja lög Marlene og inn á milli segir Arthur Björgvin Bollason frá ferli hennar og hvernig lögin urðu til. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 160 orð

Winslet og Rush í lokaviðræðum

BÚIST er við að á næstu dögum muni samningar takast við Geoffrey Rush og Kate Winslet um hlutverk í myndinni "Quills" sem fjallar um ævi markgreifans illræmda de Sade. Forráðamenn Fox-kvikmyndaversins eiga einnig í viðræðum við Joaquin Phoenix um hlutverk í sömu mynd en búist er við að tökur myndarinnar hefjist í sumar í Evrópu og mun Philip Kaufman leikstýra. Meira
29. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 744 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

29. apríl 1999 | Aðsent efni | 159 orð

Áskorun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Bárði G. Halldórssyni, formanni Samtaka um þjóðareign: "Eftir að Samtök um þjóðareign hófu umræðuna um gjafakvótann og lénsveldið hafa allir stjórnmálaflokkar lýst yfir vilja til einhverra breytinga. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 809 orð

Ef sverðið er of stutt

Með sterkri Samfylkingu, segir Heimir Már Pétursson, gæti kona orðið forsætisráðherra á Íslandi í fyrsta skipti í sögunni. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 552 orð

Fordómar nærast á vanþekkingu

Illa grundaðir fordómar gagnvart Sverri Hermannssyni, segir Bergljót Jónatansdóttir, eiga ekki að hafa áhrif á ákvörðun kjósenda um hvað þeir gera í kjörklefanum. Meira
29. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 211 orð

Fækkum hálskrögum

AFTANÁKEYRSLUR eru venjulegustu óhöppin á götum landsins hjá okkur ungu ökumönnunum og notkun hálskraga hefur aukist jafnt og þétt. Það er hins vegar ekki víst að notendur þessara hálskraga hafi óskað sér þess í upphafi dags að þurfa bera einn slíkan áður en að deginum lyki. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 265 orð

Orðsending frá egóista

Verra er þegar stjórnmálaforingja hungrar svo í ráðherrastóla, segir Steinþór Heiðarsson, að þeir hætta að gera greinarmun á hagsmunum og hugsjónum. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 373 orð

Skýr efnahagsstefna Samfylkingarinnar

Samfylkingin er málsvari einyrkja, segir Ágúst Einarsson, og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 223 orð

Stjórnmálamaður framtíðarinnar

Drífa Snædal hefur sterka pólitíska hugsjón, segir Guðrún Gestsdóttir, byggða á réttlætiskennd og heilbrigðri skynsemi. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 340 orð

Styðjum réttar breytingar

Kosningarnar í vor snúast um Samfylkinguna, að sögn Sveins Kristinssonar, og munu verða fyrsta prófraun þessarar miklu hreyfingar fólksins. Meira
29. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Táknmál

Í FRÉTTABRÉFI Félags heyrnarlausra birtist nýlega grein eftir Svandísi Svavarsdóttur sem hún nefnir "Hvað er táknmál?" Í greininni víkur hún orðum að skyldleika íslenska og danska táknmálsins og tilgreinir þrjár ástæður fyrir þeim skyldleika, íslensk heyrnarlaus börn ytra í námi á nítjándu öldinni, Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 956 orð

Til hamingju, KFUK 100 ára

KFUK og KFUM, segir Stína Gísladóttir, hafa í 100 ár lagt áherzlu á æskulýðsstarf. Meira
29. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 243 orð

Um hugverkaþjófnað

ÞAÐ HEFUR lengi loðað við okkur Íslendinga að taka verk annarra til handargagns, nýta þau í eigin þágu, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Blöð og tímarit birta ljósmyndir, teikningar eða ritmál án þess að geta höfunda, skreyta greinar með "stolnum" hugverkum, ritverkum, teikningum eða ljósmyndum. Í mörgum tilvikum er um gamlar ljósmyndir, teikningar, málverk eða ritmál að ræða. Meira
29. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 281 orð

Undarleg hegðun eftirlitsmanns í Ölfusborgum!

UM páskana, nánar tiltekið á föstudaginn langa, var mér boðið í heimsókn til vinafólks míns sem var með sumarbústað á leigu í Ölfusborgum. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað að ég er svo óheppinn að vera í hjólastól. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að umræddur bústaður var efst og fjærst húsi eftirlitsmannsins og var aðgangur að svæðinu lokaður fyrir bílaumferð með hliði. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 1012 orð

Við lok samvistar

Hvað kostar það að hjálpa ekki fjölskyldum sem upplifa vanda sem þær þurfa hjálp með spyr Þuríður Hjálmtýsdóttir. Og hver á að borga reikninginn þegar allt er komið í óefni? Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 510 orð

"Vika bókarinnar"

ÞÓTT blóðugar ógnir í heimi særi sálir aldraðra sem annarra, hefur verið bjart yfir í vitund þeirra er enn halda óskertri hugsun sinni. Öllum sem eiga langa ævi að baki er ljóst að bókin er einn sterkasti miðillinn. Og þegar Vika bókarinnar kemur eins og skært ljós inn í eril daganna með grip til allra átta vekur það ómælda gleði og vonir þeim öldruðum sem enn fylgjast með í hugsun. Meira
29. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 417 orð

Vímuvarnadagur Lions 1. maí - túlípanamerkið

LIONSHREYFINGIN á Íslandi heldur nú árlegan Vímuvarnadag í 7. sinn. Dagurinn hefur verið haldinn fyrsta laugardag í maí frá árinu 1992. Tilgangur Vímuvarnadagsins er að vekja athygli á og styðja við bakið á vímuefnavörnum meðal ungu kynslóðarinnar. Það eru Lionsklúbbarnir í byggðarlögum landsins sem hafa veg og vanda af skipulagningu dagsins í sinni heimabyggð, hver með sínum hætti. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 834 orð

Þáttaskil á öllum skólastigum

Öll skólastigin hafa tekið miklum breytingum segir Björn Bjarnasonog hvetur til að athyglin beinist næst að háskólunum. Meira
29. apríl 1999 | Aðsent efni | 909 orð

Þegar tilgangurinn helgar meðulin

Ágreiningurinn er um það einkaframtak, segir Geir Waage, að NATO skyldi beitt án samráðs við SÞ. Meira

Minningargreinar

29. apríl 1999 | Minningargreinar | 467 orð

Arína Margrét Sigurðardóttir

Við kölluðum hana alltaf Möggu frænku. Þannig var hún okkur systkinunum, þótt skyldleikinn væri enginn. Hún var konan hans Hálfdans föðurbróður okkar. Pabbi átti þennan eina bróður og mamma var einbirni. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Arína Margrét Sigurðardóttir

Elsku amma okkar er látin. Það varð okkur mikið áfall að frétta af skyndilegu andláti ömmu. Hún virkaði alltaf miklu sterkari og hraustari en hún í rauninni var, enda var hún ekki mikið fyrir að kvarta við aðra. Við bræðurnir hefðum gjarnan viljað fá að njóta þess lengur að eiga ömmu að, en erum þakklátir fyrir þau ár sem við áttum með henni. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 706 orð

Arína Margrét Sigurðardóttir

Með þessum fáu orðum langar mig til að minnast elskulegrar tengdamóður minnar sem nú er látin. Margrét var ein af þessum sterku konum sem ávallt hélt fullri reisn þrátt fyrir ágjöf í lífsins ólgusjó. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 634 orð

Arína Margrét Sigurðardóttir

Mín elskulega systir er dáin, horfin. Magga systir er farin yfir móðuna miklu, það er erfitt að trúa því, þó vissu bæði ég og aðrir ættingjar hennar að kallið gæti komið hvenær sem væri. Mig setti hljóða um stund, en hugsun mín snerist svo upp í þakklæti, fyrir að hafa eytt deginum áður með henni, fyrst á hennar fallega heimili og síðan heima hjá einni dóttur minni. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 297 orð

ARÍNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

ARÍNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Arína Margrét Sigurðardóttir, húsfreyja og verslunarmaður, fæddist í Enni í Refsborgarsveit í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu hinn 10. september 1919. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 16. apríl síðastliðinn. A. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Loftur Jónsson

Elsku pabbi. Þá er samfylgd okkar hér á jörðinni lokið. Þú átt æðra verk fyrir höndum þar sem hæfileikar þínir og trú munu nýtast vel. Eftir sitjum við hin með dýrmætar minningar sem munu koma til með að lýsa okkur á dimmum sorgarstundum. Þú varst mín stoð og stytta í gegnum allt mitt líf. Þitt trausta handtak og hlýja faðmlag veittu mér meir en nokkur orð. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 762 orð

Loftur Jónsson

Mágur minn, Loftur Jónsson, andaðist á Landspítalanum síðasta vetrardag eftir langa og harða baráttu við erfiða sjúkdóma. Hinn 10. apríl sl. varð hann 62 ára og áttum við systkini hans og makar þá ánægjulega stund á yndislegu heimili þeirra Ástu í Blikanesi 19 í Garðabæ. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Loftur Jónsson

Hann afi var alltaf mjög góður. Ég var ekki oft hjá honum af því að ég bý í Ameríku en þegar ég kom til hans var mjög gaman. Sérstaklega var gaman að vera með afa á Hnausum. Þar fannst honum afa svo gaman að tína bláber. Ég gleymi því aldrei hvað afi var gjafmildur. Í fyrrasumar sátum við tvö fyrir utan söluskála í Borgarnesi á leið til Hnausa. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 358 orð

Loftur Jónsson

Það var um haust árið 1980 að ég hitti Loft í fyrsta skipti. Við höfðum verið að draga okkur saman, ég og dóttir hans, Ingibjörg, í nokkrar vikur. Það var ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir þessum hávaxna og glæsilega manni. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 492 orð

Loftur Jónsson

Það eru ekki margir dagar síðan nánasta fjölskylda Lofts var saman komin í Blikanesinu til að halda upp á 62. afmælisdag hans. Það var óvenjulega bjart yfir honum þennan dag þar sem hann sat í stól sínum og hlustaði og fylgdist með því sem fram fór. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 201 orð

LOFTUR JÓNSSON

LOFTUR JÓNSSON Loftur Jónsson fæddist í Reykjavík hinn 10. apríl 1937. Hann lést á Landspítalanum hinn 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurður Loftsson, forstjóri, f. 11. desember 1881, d. nóvember 1958, og Brynhildur Þórarinsdóttir, húsmóðir, f. 14. maí 1905, d. ágúst 1994. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 479 orð

Þorgerður Gísladóttir

Enginn ræður sínum næturstað. Nú er lokið lífsgöngu hennar Gerðu frænku. Mér verður hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þegar ég var að alast upp og lengi frameftir þá voru Gerða og Olli alltaf með okkur systkinunum þegar eitthvað stóð til. Það voru afmæli og fleiri hátíðir. Pabbi minn og Gerða voru mjög samrýnd og það átti við um þau öll, systkinin af Grettisgötunni. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 292 orð

Þorgerður Gísladóttir

Nú er hún amma mín farin eftir langvarandi veikindi og aldrei aftur heyrum við prakkaralegan hláturinn hennar. Fyrstu minningarnar sem ég á af ömmu tengi ég við súkkulaði. Ég man að þegar hún kom til mín brosti hún og hló um leið og hún seildist niður í eitt hólfið í veskinu sínu og dró þar upp súkkulaði með hnetum og rúsínum. Hún átti alltaf súkkulaði í veskinu sínu. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 298 orð

Þorgerður Gísladóttir

Hún Gerða föðursystir mín var snar þáttur í lífi mínu og okkar systkina. Fyrst þegar ég minnist hennar átti hún heima ásamt manni sínum, Þórólfi, í Þingholtsstræti, gegnt verslun sem hét Indriðabúð. Við systkinin vorum tíðir gestir hjá þeim hjónum á uppvaxtarárum okkar, einkum á sunnudögum. Gerða var höfðingi heim að sækja. Meira
29. apríl 1999 | Minningargreinar | 147 orð

ÞORGERÐUR GÍSLADÓTTIR

ÞORGERÐUR GÍSLADÓTTIR Þorgerður Gísladóttir fæddist í Reykjavík 30. apríl 1914. Hún lést í Reykjavík 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Jóhannsdóttir frá Nesjavölllum í Grafningi, f. 1876, d. 1949, og Gísli Guðmundsson frá Saurbæ, f. 1852, d. 1920. Systkini Þorgerðar voru Katrín, f. 1903, látin; Þorleifur, f. Meira

Viðskipti

29. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Lítil hreyfing á hlutabréfamörkuðum

VERÐ hlutabréfa í Evrópu sveiflaðist almennt lítið í gær í takt við litlar breytingar á Wall Street en samt sem áður sló FTSE vísitalan í London nýtt met. Um miðjan dag hafði Dow Jones vísitalan hækkað um 20 punkta og var haft eftir verðbréfamiðlurum vestra að hreyfingin væri ennþá upp á við á markaðnum. Meira

Daglegt líf

29. apríl 1999 | Neytendur | 429 orð

Kaplamjólk vandmeðfarin

LESANDI hafði samband við neytendasíðuna og spurði hvar hægt væri að kaupa kaplamjólk. Fyrir nokkrum árum sagði hann að slík mjólk hefði fengist í Hagkaupi og Kolaportinu. Eftir því sem næst verður komist er kaplamjólk, sem er mjólk úr hryssum, ekki lengur fáanleg í verslunum. Meira
29. apríl 1999 | Neytendur | 311 orð

Merkingar úðabrúsa kannaðar

HOLLUSTUVERND ríkisins og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga standa fyrir eftirlitsverkefni þar sem kannaðar verða merkingar úðabrúsa og nær átakið til heilbrigðiseftirlitssvæða um allt land, að því er segir í fréttatilkynningu. Margs konar vörur eru á úðabrúsum, s.s. hreinlætisvörur, snyrtivörur, málningarvörur, bíla-, véla- og rafeindavörur. Meira
29. apríl 1999 | Neytendur | 47 orð

Smellur á markað

MJÓLKURSAMSALAN hefur sett á markað nýja jógúrt í tveggja hólfa dós undir heitinu Smellur. Bragðtegundirnar eru tvær; Smellur með jarðarberjum og Smellur með banönum. Í hliðarhólfinu eru svokölluð sprengikorn, í þeim er kolsýra og heyrast því smellir þegar kornin blotna. JÓGÚRT með blönduðum sprengikornum. Meira
29. apríl 1999 | Neytendur | 112 orð

Stjörnusnakk og salsasósur

IÐNMARK hefur hafið sölu á nýju Stjörnusnakki og salsasósum. Þetta eru Texas-tortillaflögur með kryddi; Cool Ranch seasoning, og Osta-tortillaflögur, kryddaðar með cheddar- og parmesanosti. Meira

Fastir þættir

29. apríl 1999 | Í dag | 20 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. apríl, verður sjötug Anna Ingadóttir, Grænuhlíð 14, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri. Meira
29. apríl 1999 | Í dag | 33 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Næstkomandi laugardag, 1. maí, verður áttræð María Magnúsdóttir, fyrrverandi verslunarmaður og kennari, til heimilis að Bogabraut 24, Skagaströnd. María tekur á móti gestum í Félagsheimilinu Fellsborg, Skagaströnd, kl. 14­17 á afmælisdaginn. Meira
29. apríl 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí sl. í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Kristín Rafnsdóttir og Haukur Grettisson. Heimili þeirra er að Borgarhlíð 1d, Akureyri. Meira
29. apríl 1999 | Í dag | 400 orð

EKKI getur það nú talist til tíðinda að Íslendingar séu óstundvísir, því

EKKI getur það nú talist til tíðinda að Íslendingar séu óstundvísir, því líklega erum við nokkuð ofarlega á lista á heimsmælikvarða, að því er þann leiða ósið varðar. Það er langt síðan Víkverji áttaði sig á þessu og nánast sætti sig við þessa óumbreytanlegu staðreynd, sem hann telur þó enn vera landlægan dónaskap. Meira
29. apríl 1999 | Í dag | 621 orð

Fyrirspurn til frambjóðenda

ÉG HEF ekki heyrt einn einasta frambjóðanda lýsa yfir stuðningi við okkur öryrkjana um að efla endurþjálfun og menntun okkar. Samfylkingin lofar öllu fögru um að hækka bæturnar, en ég er bara ekki búin að gleyma hvað Alþýðuflokkurinn gerði síðast þegar hann var í ríkisstjórn, en þá skar hann mikið niður sem bitnaði illa á mörgum. Meira
29. apríl 1999 | Dagbók | 740 orð

Í dag er fimmtudagur 29. apríl, 119. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Hann svara

Í dag er fimmtudagur 29. apríl, 119. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Hann svaraði honum: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. (Matteus, 22, 37. Meira
29. apríl 1999 | Fastir þættir | 744 orð

Kosningabaráttan

Kosningabaráttan Um stórmál og smámál, kvótaumræðuna, Samfylkingarraunir og kosningainnleg biskupsins. Meira
29. apríl 1999 | Í dag | 896 orð

Vorferðalag barnastarfs Seltjarnarneskirkju

FARIÐ verður í vorferðalag barnastarfsins sunnudaginn 2. maí nk. Við byrjum á því að hittast kl. 11 og taka þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju. Að henni lokinni bíður rúta eftir okkur sem flytur okkur að Reynisvatni. Við komum til með að syngja mikið, fara í leiki og grilla pylsur. Æskilegt er að börn komi í fylgd með foreldrum sínum, enda er þetta fjölskyldudagur. Meira

Íþróttir

29. apríl 1999 | Íþróttir | 401 orð

Áfall að fara til KR

FALUR Harðarson lék eitt ár með KR, árið eftir að hann lauk BS-prófinu í Bandaríkjunum 1994. Hver er munurinn á því að leika með KR og Keflavík? "Hann er mikill. Satt að segja varð ég fyrir hálfgerðu áfalli þegar ég kom til KR. Ég var undrandi á því metnaðarleysi sem var ríkjandi hjá flestum leikmönnum liðsins. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 2250 orð

Án samherjanna væri ég ekki neitt

FALUR Jóhann Harðarson er besti körfuknattleiksmaður landsins um þessar mundir og kórónaði tímabilið með stórleik í úrslitaleiknum við Njarðvík, en þar hóf hann körfuknattleiksferilinn fyrir 20 árum. Valur B. Jónatansson ræddi við Fal um líf körfuboltamannsins. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 260 orð

Árangurinn lofar góðu

HALLDÓR Jóhannsson varð í fjórða til fimmta sæti á Heimsbikarmótinu í þolfimi, sem fram fór í Tókýó í Japan 17.-18. apríl sl. Halldór, sem keppir fyrir hönd Fimleikadeildar Ármanns, keppir í einstaklingsflokki og varð í fjórða sæti á sama móti í fyrra. "Þetta var mjög jöfn og erfið keppni og flestir sterkustu keppendur í heiminum í dag voru á meðal þátttakenda. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 372 orð

Besti árangur í sögu félagsins

Árangur enska 2. deildar félagsins Walsall, sem Bjarnólfur Lárusson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson leika með, hefur komið flestum á óvart í vetur en það getur um helgina tryggt sér sæti í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bjarnólfur segir að liðið þurfi aðeins tvö stig í síðustu þremur leikjum í deildinni til þess að komast upp í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 104 orð

Dortmund datt í lukkupottinn

ÞÝSKA stórliðið Borussia Dortmund datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum er umboðs- og markaðsfyrirtækið UFA ákvað að kaupa 20% af auglýsinga- og markaðsrétti félagsins. Ekki er um neinar smáupphæðir að ræða. UFA greiðir 4 milljarða ísl. króna og þar af 2 milljarða við undirskrift sem styrkir félagið gífurlega í væntanlegum leikmannakaupum. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 74 orð

Drengjaliðið til Danmerkur og Englands

ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu (U-16) tekur þátt í Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Esbjerg í Danmörku í júlí nk. Þar er liðið í riðli með Spánverjum og Portúgölum. Drengjalandsliðið tekur svo að venju þátt í Opna Norðurlandamóti drengjalandsliða í knattspyrnu, sem að þessu sinni fer ekki fram á einu Norðurlandanna, heldur í Englandi í ágúst, Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 124 orð

Ekki sannfærandi hjá okkur

"VIÐ vorum ekki nægilega sannfærandi í leik okkar. Nýttum ekki að við vorum með yfirhöndina og lentum því oft í hálfgerðum vandræðum," sagði Ríkharður Daðason, sem skoraði sigurmark Íslands með skalla á 54. mínútu, en yfirgaf völlinn strax í kjölfarið. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 225 orð

Falur og Anna María best

KÖRUKNATTLEIKSFÓLK fjölmennti á lokahóf Körfuknattleikssambandsins, sem fram fór í Veitingahúsinu Stapanum í Reykjanesbæ á laugardagskvöld. Að venju voru útnefndir leikmenn ársins meðal karla og kvenna, nýliðar ársins, þjálfarar ársins auk þess sem úrvalslið efstu deilda karla og kvenna voru kynnt. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 130 orð

Framarar vilja Heimi

EKKI hefur enn verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara meistaraflokks Fram í handknattleik, en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins undanfarin ár, hefur sem kunnugt er samið við þýska liðið Bayer Dormagen. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 97 orð

Íslenska liðið betra

JÚGÓSLAVINN Josef Illic, sem hefur þjálfað Möltubúa frá 1997, sagði eftir leikinn að íslenska liðið hefði verið betra, en leikmenn hefðu ekki verið eins grimmir og hann reiknaði með. "Ég er sáttur við leik minna manna, en mér er ljóst að við eigum langt í land til að geta stjórnað leikjum og náð að festa okkur í sessi. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 272 orð

JUDIT Rán Esztergál handknattleik

JUDIT Rán Esztergál handknattleiksmaður með Haukum hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs kvenna hjá félaginu. Judit hefur leikið með liðinu undanfarin ár. Hún tekur við af Andrési Gunnlaugssyni sem hætti eftir nýliðna leiktíð. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 138 orð

Katrín skoraði fyrir Kolbotn

KATRÍN Jónsdóttir, leikmaður með Kolbotn í Noregi, skoraði eitt mark fyrir lið sitt er það vann Aphene Moss 3:1 í úrvalsdeildinni, sem hófst um síðustu helgi. Kolbotn, sem er fyrir utan Ósló, lenti í fjórða sæti í fyrra og Katrín sagði markmið þess væri að ná eitt af þremur efstu sætunum í ár. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 126 orð

Keegan áfram?

ENSKA knattspyrnusambandið hefur borið til baka fregnir dagblaðs um að Kevin Keegan, landsliðsþjálfari, hafi framlengt samning sinn við sambandið. Keegan hafði samið um að stýra landsliðinu í fjórum leikjum, en dagblaðið The Daily Mail segir að hann sé svo ánægður í starfinu að hann vilji halda áfram. Sjálfur segir Keegan að ekki sé ólíklegt að hann haldi áfram. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 194 orð

Knattspyrna Deildabikarinn

Deildabikarinn Þór - Dalvík2:2 KA - Völsungur3:0 England Undankeppni EM-landsliða Tbilisi: Georgía - Noregur1:4 Zaza Dzhanashia 58. - Stefen Iversen 16., Tore Andre Flo 27., 38., Ole Gunnar Solskjaer 35. 20.000. Ríga, Léttalndi: Léttland - Albanía0:0 Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 97 orð

KR-ingar ræða við Óskar

SAMNINGUR Óskars Kristjánssonar við kvennalið KR rann út í vor og ekki hefur verið gengið frá framlengingu hans. "Ég var spenntur fyrir þessu tilboði Körfuknattleikssambandsins og vildi ganga frá þeim málum fyrst, enda er sá samningur til lengri tíma," segir Óskar, en hann gerði eins árs samning við KR fyrir leiktíðina og skilaði sem kunnugt er tveimur titlum í hús. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 116 orð

Lékum illa

"ÞAÐ var mikill klaufaskapur hjá okkur að fá á okkur mark rétt fyrir leikhlé. Þá var það sárgrætilegt að markið var alls ekki löglegt, sá sem skoraði var rangstæður þegar hann spyrnti knettinum í netið," sagði Eyjólfur Sverrisson, sem fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem mark Möltubúa kom úr í leiknum. "Þetta var engin aukaspyrna ­ maðurinn hljóp á mig og lét sig síðan falla. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 83 orð

Malta - Ísland1:2

Ta'qli, þjálfarleikvangur Möltu, vináttulandsleikur, miðvikudaginn 28. apríl 1999. Mark Möltu: Michael Cutaajar (44.). Mörk Íslands: Þórður Guðjónsson (37.), Ríkharður Daðason (54.). Gult spjald: Heiðar Helguson (84. mín.) - fyrir brot. Dómari: Marco Tura frá San Marinó. Áhorfendur: Um 200. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 377 orð

Miklar framfarir verið á síðustu árum

Óskar Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik. Samningur Óskars gildir til 1. júlí árið 2000, en hann gerði KR að Íslands- og bikarmeisturum í vetur og var útnefndur þjálfari ársins í 1. deild kvenna á dögunum. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 104 orð

Möltubúar notuðu sex varamenn

Möltubúar voru með sex varamenn í leiknum gegn Íslendingum í gær og notuðu þá alla í leiknum. Fjórir leikmenn voru á varamannabekk Íslendinga og fengu þeir allir að spreyta sig. Heiðar Helguson, sem leikur með norska liðinu Lilleström, fékk nýliðamerki KSÍ eftir leikinn. Hann kom inn á fyrir Ríkharð Daðason á 54. mínútu og lék þar með fyrsta landsleik sinn. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 527 orð

Mölturiddararnir lagðir á Ta'qli

ÞAÐ voru engir meistarataktar sem urðu til þess að Íslendingar lögðu Mölturiddara að velli á Ta'qli, þjóðarleikvanginum, á Möltu í gær, 2:1. Íslenska liðið var betra - réð gangi leiksins, en náði ekki að nýta sér það að fullu. Það átti í erfiðleikum með að brjóta niður varnarmúr Mölturiddaranna, sem var þéttur fyrir. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 131 orð

Ólafi boðið til borgar stjórans

ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans hjá þýska handknattleiksliðinu Magdeburg voru nýlega boðaðir til borgarstjóra Magdeburgar, Dr. Willi Polte. Tilefnið var að skrifa nöfn sín í hina "gullnu" bók borgarinnar, vegna sigursins í Evrópukeppninni á dögunum. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 107 orð

Ronaldo tekjuhæstur

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo, leikmaður Inter Milan, og David Beckham, Manchester United, eru tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt könnun sem franska tímaritið France Football gerði og birt var í gær. Ronaldo fær um 650 milljónir íslenskra króna fyrir tímabilið og er þá tekið með laun og bónus frá Inter Milan og auglýsingatekjur, sem er langstærsti hlutinn af heildartekjunum. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 133 orð

Sigurinn var aðalatriðið

"ÉG veit að leikurinn sjálfur var ekkert augnayndi, en þetta hafðist ­ við fögnuðum sigri. Leikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur á köflum, við duttum niður. Bilið á milli fremstu og öftustu manna var oft mikið, þannig að við hleyptum Möltubúum óþarflega mikið inn í leikinn," sagði Þórður Guðjónsson, Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 462 orð

Sjálfum okkur verstir

Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari Íslands, var ánægður með sigur íslenska liðsins í gær á Möltu, 1:2, en langt frá því að vera ánægður með leik sinna manna. "Við gáfum á stundum of mikið eftir. Það vorum við sem vorum með yfirhöndina, en strákarnir náðu ekki að nýta sér það. Eftir fyrra mark okkar vonaði ég að við næðum góðum tökum á leiknum og bættum fljótlega við marki. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 184 orð

Skoti til liðs við Grindavík

Alister McMillan, 23 ára Skoti, leikur með Grindvíkingum í efstu deild í sumar. McMillan, sem er varnar- og miðjumaður hefur leikið með Clydebank í skosku 1. deildinni. Hann hefur skrifað undir samning við Grindvíkinga sem gildir út tímabilið. McMillan kom til Grindavíkur fyrir rúmri viku og spilar sinn þriðja leik með félaginu gegn KR í deildabikarkeppninni á laugardaginn. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 45 orð

Stig Rasch frá Wuppertal?

STIG Rasch, stórskytta Wuppertal, er hugsanlega á leið til Dormagen eða Lemgo. Stig átti viðræður við Dormagen á mánudag og á þriðjudag ræddi hann við Lemgo. Viðræður leikmannsins hafa vakið mikla athygli í Wuppertal, þar sem leikmaðurinn er samningsbundinn næsta ár. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 353 orð

Stærri leikmannahóp

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari, telur réttast að fara með stærri leikmannahóp í æfingaferðir með landsliðinu, 18 leikmenn í stað 16 eins og nú er. Ástæðan er sú að meiðist einn eða fleiri leikmenn, kemur það verulega niður á hópnum öllum eins og raunin varð vegna meiðsla fyrirliðans Sigurðar Jónssonar. "Það má ekki mikið gerast til að mikil vandræði skapist af þessu," segir Guðjón. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 272 orð

Sveinn rauf sigurgöngu Sigmars

Sveinn Margeirsson, Tindastóli, sigraði í víðavangshlaupi ÍR, sem haldið var í 84. skipti á sumardaginn fyrsta. Sveinn, sem hljóp 5 km á 15,59 mínútum, vann í fyrsta skipti í hlaupinu og stöðvaði sigurgöngu Sigmars Gunnarssonar, UMSB, sem hafði unnið síðustu sex ár á undan. Stefán Ágúst Hafsteinsson, ÍR, var annar, og Burkni Helgason, ÍR, í þriðja sæti. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 546 orð

Sögufrægur sigur Skota á Þjóðverjum

FJÖLMARGIR vináttulandsleikir og leikir í undankeppni Evrópumótsins fóru fram í gærkvöld. Óvænt úrslit urðu í Bremen er Skotar unnu sinn fyrsta sigur á Þjóðverjum í 40 ár. Norðmenn unnu stórsigur í Georgíu og Englendingar gerðu jafntefli við Ungverja í Búdapest. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 163 orð

Tveir Skotar komnir til Víkinga

Knattspyrnudeild Víkings hefur gert samning við Colin McKee, 26 ára skoskan miðvallarleikmann, um að hann leiki með liðinu í sumar. McKee lék með skosku félögunum Falkirk, Stirling Albion og Ross County í vetur, en er væntanlegur til landsins í næstu viku. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 153 orð

Valur á leið utan?

VALUR Örn Arnarson, leikmaður FH í 1. deild karla í handknattleik, mun líklega leika í Danmörku á næstu leiktíð, en þangað er hann á leið í framhaldsnám. Valur Örn lýkur námi frá Kennaraháskóla Íslands í vor og hefur í hyggju að bæta við sig námi í íþróttafræðum og hefur sótt um skólavist í nokkrum skólum í Danmörku. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 312 orð

Við slökuðum alltof fljótt á

Leikur okkar var alls ekki nægilega góður. Við byrjuðum vel, sóttum grimmt að Möltubúum og unnum af þeim knöttinn. Þá lékum við ágætlega en um leið og við skoruðum fyrra markið var eins og allir slökuðu á ­ ætluðu sér að slappa af og eiga hér góða kvöldstund. Því fór sem fór," sagði Rúnar Kristinsson. Meira
29. apríl 1999 | Íþróttir | 462 orð

(fyrirsögn vantar)

GUNNAR Pettersen verður næsti þjálfari norska liðsins Tertnes frá Bergen, en með því leikur íslenska landsliðskonan Fanney Rúnarsdóttir. Pettersen hefur verið þjálfari Sandefjord og hætti þar störfum í vor þrátt fyrir tilboð um að vera áfram. Meira

Úr verinu

29. apríl 1999 | Úr verinu | 224 orð

Ekki í samræmi við rétt Íslands

ÁVINNINGUR Íslands af nýgerðum þríhliða Smugusamningi milli Íslands, Noregs og Rússlands er alltof lítill og ekki í samræmi við sanngjarnan rétt Íslendinga til veiða í Barentshafi. Þetta er mat aðalfundar Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar í Reykjavík sem haldinn var á dögunum. Meira
29. apríl 1999 | Úr verinu | 206 orð

Lægra verð fyrir gulllax

FJÖLMARGIR togarar hafa undanfarnar vikur verið á gulllaxveiðum djúpt suður af landinu. Gulllax hefur lítið verið nýttur hér við land en veiðar hófust að einhverju marki í fyrra og þá fékkst þokkalegur afli. Gulllaxin var þá einkum seldur frosinn til Rússlands en heldur lægra verð fæst fyrir hann nú, auk þess sem veiðarnar hafa ekki gengið eins vel og í fyrra. Meira
29. apríl 1999 | Úr verinu | 155 orð

Nýr hífingarbúnaður

FJÓLMUNDUR Fjólmundsson á Hofsósi hefur hafið framleiðslu á krókum til notkunar við löndun 660 lítra fiskikera og hálfkera. Nýi búnaðurinn eykur öryggi við löndun, að sögn Fjólmundar, auk þess sem hann sparar vinnukraft. Krókarnir eru þeim eiginleikum gæddir að geta híft fleiri en eitt kar í einu og ekki þarf lengur að halda við er kör eru hífð. Meira

Viðskiptablað

29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 31 orð

Aðalfundi frestað

Aðalfundi frestað AÐALFUNDI Jökuls hf. á Raufarhöfn, sem halda átti föstudaginn 30. apríl, hefur verið frestað til mánudagsins 17. maí og verður hann á Hótel Norðurljósum, Raufarhöfn, og hefst kl. 14. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 790 orð

"Ástæðan verri afkomuvæntingar"

"ANDRÚMSLOFT á hlutabréfamörkuðum hefur breyst mjög á skömmum tíma. Fyrir tveimur til þremur vikum voru allir reiðubúnir að kaupa, en núna er mikið framboð af bréfum á markaðnum og færri sem bera sig eftir þeim sem leiðir til verðlækkunar, eins og sást best í dag, miðvikudag, þegar að varð næst mesta lækkun úrvalsvísitölu frá árinu 1993, Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 93 orð

ÐSparisjóður Kópavogs fjölgar útibúum

SPARISJÓÐUR Kópavogs skilaði 27,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er besta afkoma hans frá upphafi. Eigið fé Sparisjóðsins í árslok var 276 milljónir króna og jókst það um 107 milljónir frá árinu áður eða um 63%. Þann 25. apríl sl. opnaði Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs formlega nýjar höfuðstöðvar Sparisjóðsins að Hlíðasmára 19. Húsnæðið er um 1. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 1805 orð

Einkaleyfi einn af hornsteinum tækniþróunar

FJÖLDI einkaleyfa er talinn góður mælikvarði til að meta árangur rannsókna- og þróunarstarfs. Mun færri einkaleyfi eru veitt íslenskum aðilum gefin út hér á landi en í nágrannalöndunum sem virðist benda til að mun minni rannsóknir og þróun eigi sér stað hér á landi en annars staðar, Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 517 orð

Erlenda banka í matvörumarkaði?

TIM Evans er markaðsstjóri fjármálaþjónustu hjá Hewlett-Packard tölvufyrirtækinu í Bandaríkjunum, en sú deild annast þróun og markaðssetningu á tæknilausnum fyrir banka og aðrar fjármálastofnanir. Hann talaði um framtíðarsýn í fjármálaþjónustu á 10 ára afmælisráðstefnu Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna sem haldin var á dögunum. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 484 orð

Forsendur fyrir sölu til hluthafa brostnar

Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. keypti í gær 7,86% hlut í Vöruveltunni hf., sem rekur 10-11 verslanakeðjuna, af aðilum á vegum Landsbréfa og Lífiðnar, til viðbótar við þau 27,14% sem félagið átti áður. Í beinu framhaldi seldi Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. 35% hlut sinn í Vöruveltunni hf. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 133 orð

Framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Skeljungi

FRIÐRIK Þ. Stefánsson forstöðumaður beinna viðskipta hjá Skeljungi hf. hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda, hjá sama fyrirtæki. Með breytingum sem gerðar voru á skipuriti félagsins í desember síðastliðnum varð til markaðssvið stórnotenda sem eitt fjögurra meginsviða Skeljungs hf. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 105 orð

Fyrirtækjalausnir Nýherja

Nýherji efnir til ráðstefnu fyrir viðskiptavini Nýherja 7. og 8. maí á Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnan ber heitið "Fyrirtækjalausnir Nýherja". Haldnir verða á fjórða tug fyrirlestra í fimm sölum og verða margir erlendir fyrirlesarar. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 89 orð

Fyrsta eintak AutoCAD 2000 afhent

NÝLEGA afhenti CAD ehf., sölu og þjónustuaðili AutoCAD á Íslandi, fyrsta eintakið af teikniforritinu AutoCAD 2000 hér á landi, en AutoCAD er útbreiddasta teikniforrit í heiminum með meira en 3 milljónir seldra eintaka, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 133 orð

Heimasíða íslenska sendiráðsins í Brussel

Sendiráð Íslands í Brussel mun á næstunni opna heimasíðu þar sem Íslendingar geta m.a. nálgast upplýsingar um málefni EES-samningsins og erlendir aðilar geta fengið upplýsingar um Ísland. Starfshópur innan sendiráðsins sá um hönnun og vinnslu síðunnar í samstarfi við MCW í Þýskalandi en einnig var haft samráð við ýmsar stofnanir og fyrirtæki um útlit og innihald. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 577 orð

Heimild til 300 milljóna kr. hlutafjáraukningar

HLUTHAFAR í Samskipum samþykktu á aðalfundi félagsins í gær að veita stjórninni heimild til að auka hlutafé um 300 milljónir króna í þeim tilgangi að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins í framhaldi af fjárfestingum Samskipa erlendis. Heimildin gildir til loka ársins 2001. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 83 orð

Hvassaleitisskóli stækkaður

Borgarráð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íbyggðar ehf., í stækkun og endurbætur á Hvassaleitisskóla. Tilboð Íbyggðar hljóðar upp á 140.629.336 krónur sem er 83,17% af kostnaðaráætlun. Borgarráð samþykkti einnig að taka tilboði lægstbjóðanda, RBG vélaleigu/verktaka ehf., í endurnýjun gangstétta og veitukerfa 4. áfanga 1999-Stekki. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 501 orð

Kenningar og veruleiki

ÁGÚST Freyr Ingason stjórnar alþjóðasjóðum Búnaðarbankans, sem eru skráðir í Lúxemborg. Hann hefur numið bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og starfað bæði hér heima, í Englandi og í Finnlandi, en þar starfaði hann til ársins 1997 hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Nú sækist hann eftir alþjóðlegum "gæðastimpli" sem enginn annar Íslendingur í fjármálageiranum hefur krækt sér í. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 1793 orð

MEÐ HÁTÆKNI ÁFYRSTA FARRÝMI?

ÍSLENSKRI viðskiptasendinefnd, sem var á ferð í Suðaustur-Asíu í febrúar fyrir atbeina Útflutningsráðs Íslands og utanríkisráðuneytisins, gafst m.a. kostur á að heimsækja það ráðuneyti sem hefur með höndum að framfylgja viðamikilli margmiðlunaráætlun landsins, sem hleypt var af stokkunum fyrir nokkrum árum. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 191 orð

Mikil veltuaukning hjá Margmiðlun

VELTA Margmiðlunar hf. meira en tvöfaldaðist á síðasta ári og hagnaður jókst einnig verulega, nam rúmlega 3,7 milljónum króna á móti um 2,6 milljónum árið á undan. Eignir fyrirtækisins í lok ársins námu 51 milljón og var eigið fé þar af 31,5 milljón en hagnaður af reglulegri starfsemi varð tæplega 5 milljónir samanborið við hér um bil 7 milljóna króna tap árið 1997. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 2078 orð

NETIÐBREYTIRÖLLU!

NETIÐ hefur valdið breytingum á mörgum sviðum, en sennilega þó hvergi eins byltingarkenndum og í bandarískum verðbréfaviðskiptum. Almennir fjárfestar standa nú nærri því eins vel að vígi og atvinnumenn í stórum verðbréfafyrirtækjum og fjárfestingabönkum á Wall Street. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 129 orð

Samningur um einkarétt á matskerfum

HÖNNUN hf. hefur fengið einkarétt hér á landi á sérstakri tegund ráðgjafar við fyrirtæki í umhverfis- og öryggismálum. Einkarétturinn felur í sér að fyrirtækið hefur leyfi til að nota matskerfi sem þróuð hafa verið af Det Norske Veritas og taka meðal annars tillit til ISO-gæðavottunar. Samningur milli fyrirtækjanna tveggja hefur verið undirritaður og þegar öðlast gildi. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 173 orð

Seldar á dollar

NÝVERIÐ var tilkynnt að fyrirtækið Laura Ashley, sem einkum framleiðir fatnað og innanstokksmuni, hefði ákveðið að selja allar verslanir sínar í Bandaríkjunum fyrir 1 dollar. Ástæðan fyrir sölunni er að mjög illa hefur gengið í rekstrinum undanfarið og hefur sala á framleiðsluvörum fyrirtækisins dregist verulega saman. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 731 orð

Sérhæfðir í alþjóðasamningum

OPNUÐ hefur verið ný málflutningsstofa í Kringlunni 4-12, Íslenskur málflutningur og alþjóðaráðgjöf, IMA, sem sérhæfð er í alþjóðasamningum og alþjóðaráðgjöf er snýr að lögfræðilegum málefnum, einkum og sér í lagi alþjóðlegum viðskiptasamningum. Að sögn eigenda stofunnar, þeirra Guðmundar Pálmasonar hdl., Baldvins Björns Haraldssonar hdl. og Ásgeirs Á. Ragnarssonar hdl. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 241 orð

Skapar 12-14 ný störf

ÍSLENSK MIÐLUN mun á næstunni hefja starfsemi á Stöðvarfirði og er áætlað að 12-14 starfsmenn muni þar sinna markaðs- og upplýsingastörfum fyrir fyrirtækið. Stefnt er að því að hefja rekstur eystra í byrjun ágúst og verður framkvæmdastjóri ráðinn á næstu dögum. Íslensk miðlun á Stöðvarfirði ehf. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 983 orð

Sóknarfæri í Þýskalandi

Óskar Sigmundsson hefur verið búsettur í Þýskalandi síðastliðin 13 ár, lengstum sem sölustjóri SH í Hamborg. Hann segir í samtali við Elmar Gíslasonað Íslendingar eigi að fara varlega í áformum um fyrirhugaðar hvalveiðar sem geti haft mjög skaðleg áhrif á viðskiptahagsmuni okkar erlendis í framtíðinni. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 599 orð

Útboð líklega innan skamms

"VIÐ vonumst til að útboð vegna varnarliðsflutninganna verði eftir tíu daga eða jafnvel skemur," segir William Merrigan, lögfræðingur hjá flutningadeild bandaríska hersins, en í viðtali í gær við Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlantsskipa ehf., kom fram að flutningadeild Bandaríkjahers hefði ákveðið að fresta útboði þar til deilur íslensku skipafélaganna hefðu verið leystar. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 888 orð

Veltur á fjölskylduábyrgðinni

HLUTUR kvenna í fyrirtækjarekstri er heldur rýr hér á landi þrátt fyrir að aðstæður séu að mörgu leyti mun betri hér en víða annars staðar. Um 18% hérlendra fyrirtækja eru rekin af konum að því er fram kemur í skýrslu nefndar sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið skipaði til að gera úttekt á atvinnurekstri kvenna. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 47 orð

Versluninni Byggt og búið lokað

Vegna framkvæmda við tengibyggingu Kringlunnar þurfti að loka versluninni Byggt og búið á núverandi stað. Aðalgangur Kringlunnar kemur til með að liggja þvert í gegnum svæðið sem áður hýsti verslunina. Byggt og búið verður opnuð aftur á svipuðum slóðum í Kringlunni í haust. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 426 orð

Vinnslustöðin ekki rekstrarhæf eining? ÞA

Vinnslustöðin ekki rekstrarhæf eining? ÞAÐ er nokkuð útbreidd skoðun á markaðnum, að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sé ekki rekstrarhæf eining. Milliuppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, bendir til þess að sú skoðun eigi við rök að styðjast. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 67 orð

Vírusar ógna ekki Apple

AÐ GEFNU tilefni vilja forsvarsmenn Aco, umboðsaðila Apple-tölva á Íslandi, koma því á framfæri að þeir tölvuvírusar sem hrjáð hafa suma landsmenn að undanförnu hafa engin áhrif á tölvur af Apple- gerð. Einnig segja forsvarsmenn Aco, að rétt sé að benda á að Apple-notendur muni ekki verða fyrir vandræðum vegna svokallaðs 2000 vanda þar sem Apple tölvur séu stilltar fram til ársins 29. Meira
29. apríl 1999 | Viðskiptablað | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón Svavarsson Axis opnar trésmiðju að nýju TRÉSMIÐJA Axis hefur verið opnuð að nýju eftir töluverðar breytingar. Meðal breytinga er ný tölvustýrð plötusög, sem keypt var til að standast samkeppnina á húsgagnamarkaðnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.