Greinar þriðjudaginn 4. maí 1999

Forsíða

4. maí 1999 | Forsíða | 586 orð

17 óbreyttir borgarar sagðir falla í árás NATO

SERBNESKIR fjölmiðlar sögðu í gær að flugvélar NATO hefðu varpað sprengjum á rútu í Kosovo og orðið 17 manns að bana, meðal annars mörgum börnum. Starfsmenn júgóslavneskra rafveitna reyndu í gær að koma á rafmagni að nýju eftir að sprengjuárásir NATO í fyrrakvöld ollu rafmagnsleysi í um 70% Serbíu. Meira
4. maí 1999 | Forsíða | 179 orð

Héraðsstjórinn sætir rannsókn

SKÝRT var frá því í gærkvöldi að Bernard Bonnet, héraðsstjóri á Korsíku, sætti rannsókn vegna gruns um að hann hefði fyrirskipað lögreglunni að kveikja í veitingahúsi á eyjunni. Stjórnin bað Jacques Chirac forseta um að víkja Bonnet úr embætti vegna málsins. Meira
4. maí 1999 | Forsíða | 25 orð

Reuters Danadrottning í Brasilíu MARGRÉT Danadrottning f

Reuters Danadrottning í Brasilíu MARGRÉT Danadrottning fór í gær í ellefu daga opinbera heimsókn til Brasilíu og skoðar hér heiðursvörð við móttökuathöfn í Planalto-höll í Brasilíuborg. Meira
4. maí 1999 | Forsíða | 151 orð

Seinkunum í flugi mótmælt

FLUGFÉLÖG í Evrópu hafa hótað að stöðva greiðslur sínar til Eurocontrol, stofnunar sem á að samræma flugumferðarstjórn í Evrópulöndum, þar sem þau óttast að óvenju miklar tafir verði í flugumferð í álfunni í sumar. Meira
4. maí 1999 | Forsíða | 187 orð

Verkamannaflokkurinn heldur forystunni

DONALD Dewar, forsætisráðherraefni Verkamannaflokksins í þingkosningunum í Skotlandi, sem fram fara á fimmtudag, vildi í gær ekkert ræða um hvort hann hygði á stjórnarsamstarf við Frjálslynda demókrataflokkinn en nýjar fylgiskannanir sýndu að Verkamannaflokkurinn var enn nokkuð frá því að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi. Meira

Fréttir

4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð

Aðalfundur Nýrrar dögunar

AÐALFUNDUR Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, verður haldinn fimmtudaginn 6. maí nk. í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 19. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Áður auglýstur fyrirlestur um barnsmissi fellur niður. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Aðsóknarmet á Austurlandi

HÚSFYLLIR var á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar og Karlakórs Akureyrar ­ Geysis á Akureyri og Egilsstöðum um helgina. Kristján söng einnig með bræðrum sínum Svavari og Jóhanni Má á tónleikunum, auk þess sem systursynir þeirra, Örn Viðar og Stefán Birgissynir, komu fram með þeim bræðrum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 715 orð

Alþjóðadagur ljósmæðra

Ljósmæðrafélag Íslands átti 80 ára afmæli hinn 2. maí sl. en á morgun er hins vegar alþjóðadagur ljósmæðra. Af því tilefni hafa verið gefnar út á íslensku alþjóða siðareglur ljósmæðra, en þær voru samþykktar á þingi Alþjóðasambands ljósmæðra árið 1993. Ólafía M. Guðmundsdóttir á sæti í stjórn Ljósmæðrafélags Íslands. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Anarkistar á Íslandi Vilja lækka kosningaaldur

Anarkistar á Íslandi Vilja lækka kosningaaldur EITT af helstu stefnumálum Anarkista á Íslandi er að lækka kosningaaldur. Þetta kom m.a. fram á fundi þeirra með nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti nýlega. Margir nemendanna voru þó ekki sammála því að lækka beri kosningaaldurinn og sögðu m.a. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 367 orð

"Áhyggjur okkar hljóta að skipta talsverðu máli"

BARÁTTA Skoska þjóðarflokksins (SNP) fyrir sjálfstæði Skotlands hefur ekki fallið sérstaklega vel í kramið meðal aðila í viðskiptaheiminum og hvað sem líður öllum staðhæfingum SNP í þá veru að sjálfstæðu Skotlandi myndi vegna vel efnahagslega þá virðast stærri fyrirtæki í Skotlandi á þeirri skoðun að hag þeirra yrði verr borgið heldur en ella fengi SNP sínu framgengt. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 722 orð

Bandarísku hermennirnir lausir úr haldi

FANGARNIR þrír, sem serbneskir hermenn tóku til fanga fyrir rúmum mánuði, voru látnir lausir úr haldi á sunnudag fyrir tilstuðlan hins bandaríska Jesses Jacksons, sem barist hefur fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Sl. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Bílainnflutningur eykst um 38%

INNFLUTNINGUR á nýjum bílum jókst um 38,06% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru fluttir inn 5.213 bílar fyrstu fjóra mánuði þessa árs en 3.776 bílar á sama tíma í fyrra. Heldur hefur því hægt á aukningu í bílainnflutningi sem var 45% fyrstu þrjá mánuði ársins. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 412 orð

Burðarás og Hof eru meðal nýrra hluthafa

EIGNARHALDSFÉLÖGIN Burðarás og Hof eru stærstu aðilarnir í hópi nýrra hluthafa í Íslandssíma, en hlutafjáraukningu fyrirtækisins, sem stofnað var á síðasta ári af tölvufyrirtækinu Oz og einstaklingum í viðskiptalífinu, er lokið. Aðrir í hópi nýrra hluthafa eru Eignarhaldsfélag Valfells fjölskyldunnar, Tölvubankinn og Radíómiðun. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 188 orð

Ecevit reynir stjórnarmyndun í Tyrklandi

BULENT Ecevit, leiðtoga Lýðræðislega vinstriflokksins í Tyrklandi, var í gær falið að mynda stjórn í landinu. Bendir flest til, að hann neyðist til að starfa með erkifjendum sínum í Þjóðarflokknum en hann er nú næststærsti flokkur á þingi á eftir flokki Ecevits. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Eigendaskipti á Creole-Mex

NÝLEGA urðu eigendaskipti á veitingastaðnum Creole-Mex að Laugavegi 178 þar sem áður var veitingastaðurinn Gullni haninn. Creole-Mex sérhæfir sig í mexikóskum mat. Einnig er boðið upp á almennan matseðil og heimsendingarþjónustu og að auki sérstakan barnamatseðil. Mexíkóskt hlaðborð með tugum rétta er alla föstudaga og laugardaga og opið frá kl. 18. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1067 orð

Ekki verið að bera saman sambærilega hluti

Sigurður Snævarr, forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun Ekki verið að bera saman sambærilega hluti Sigurður Snævarr, forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun, hefur sent Benedikt Davíðssyni, formanni Landssambands eldri borgara, bréf þar sem hann mótmælir fullyrðingum sem Benedikt lét falla á útifundi 21. apríl sl. Meira
4. maí 1999 | Miðopna | 1302 orð

Fara velferð dýra og vélrænn landbúnaður saman? Tortryggni á vélræna landbúnaðarframleiðslu gætir hér eins og víðar, að því er

HOLLUSTA, dýraverndunarsjónarmið, hagkvæmni og ímyndin um vistvænt Ísland eru allt atriði, sem ber á góma þegar spurt er hvort ástæða sé til tortryggni gagnvart vélvæðingu íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi umræðna um mjaltavélmenni í íslenskum fjósum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fasteignagjöld í dreifbýli til athugunar

FASTEIGNGJÖLD í dreifbýli voru meðal þess sem Davíð Oddsson forsætisráðherra var spurður um á fjölmennum stjórnmálafundi á Ísafirði á sunnudag. Dæmi var tekið um að íbúðarhús sem hefðu minna en hálft verðgildi á við sambærileg hús á höfuðborgarsvæðinu væru skattlögð með sama skattstofni og í Reykjavík. Meira
4. maí 1999 | Landsbyggðin | 117 orð

Fengu hjálma og veifur

Vestmannaeyjum-Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum afhenti nýlega öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Eyjum reiðhjólahjálma og veifur á hjól að gjöf. Að sögn Páls Ágústssonar, forseta Helgafells, er stefnt að því að það verði fastur liður í starfsemi klúbbsins á komandi árum að afhenda börnum í fyrsta bekk hjálma að gjöf á hverju vori. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Fjölmenni á Hængsmóti

HÆNGSMÓTIÐ, opið íþróttamót fyrir fatlaða fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri sl. föstudag og laugardag. Um 250 keppendur víðs vegar af landinu mættu til leiks að þessu sinni en keppt var í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, bogfimi, borðtennis og lyftingum. Hængsmótið var nú haldið í 17. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 422 orð

Foreldrar eru uggandi um öryggi barna

FORELDRAR og íbúar í nágrenni Kópavogsskóla eru uggandi vegna öryggis barna sinna í umferðinni í grennd við skólann. Aukin umferðarhætta á Digranesvegi, sem liggur við skólann, var í brennidepli á fundi þar sem þessi mál voru rædd, en nýlega slasaðist 8 ára drengur er keyrt var á hann þegar hann var að ganga yfir götuna. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1337 orð

Forsendur valdar í andstöðu við ráðleggingar ASÍ

BRÉF Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings ASÍ, er stílað til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis og skrifstofustjóra fjármálaráðuneytis. Bréf hennar fer hér í heild: "Í dag var ykkur sent afrit af bréfi Sigurðar Snævarrs forstöðumanns á Þjóðhagsstofnun til Benedikts Davíðssonar. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fundir Samfylkingar

ÁSTA R. Jóhannesdóttir alþingismaður og Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem skipar 2. sæti lista Samfylkingarinnar í Norðurlandi vestra, halda fundi með lífeyrisþegum og eldri borgurum á Blönduósi og Sauðárkróki í dag, þriðjudag. Fundurinn á Blönduósi verður haldinn í Dvalarheimili aldraðra kl. 10.30 og fundurinn á Sauðárkróki verður haldinn í Félagsheimilinu Ljósheimum kl. 16. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 40,8% fylgi, yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var dagana 30. apríl til 2. maí og birt var í Ríkisútvarpinu í gær. Fylgi flokksins hefur dalað örlítið frá síðustu skoðanakönnun Gallup sem birt var 18. apríl sl. en þá naut hann 44,9% fylgis. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fyrirlestur á vegum matvælafræðiskorar

INGIBJÖRG Gunnarsdóttir, matvælafræðingur og meistaranámsstúdent í næringarfræði, heldur MS-fyrirlestur miðvikudaginn 5. maí um verkefnið: Næringarástand sjúklinga á Landspítalanum. Fyrirlesturinn er á vegum matvælafræðiskorar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands og verður haldinn í VR II við Hjarðarhaga í stofu 157 kl 14. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fyrirlestur um varðveislu minninga

SUSAN Tucker, bókasafnsfræðingur og Fulbright fræðimaður frá Tulane University í New Orleans, flytur opinberan fyrirlestur miðvikudaginn 5. maí í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Susan Tucker hefur tvo undanfarna mánuði stundað rannsóknir við Borgarskjalasafn. Fyrirlesturinn nefnist: Varðveisla minninga. Orð og myndir í úrklippubókum amerískra kvenna. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 2240 orð

Gallar á kvótakerfinu særa réttlætiskennd fólks

­Hverjar eru helstu kosningaáherslur Framsóknarflokksins og hvað aðgreinir hann frá öðrum flokkum? "Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 306 orð

Góð byrjun í Elliðavatni og Minnivallalæk

TIL þessa í vor hefur nær eingöngu verið veitt á slóðum sjógöngusilungs, en nú bætast við nokkrir staðir þar sem bráðin er staðbundinn silungur. Um helgina voru t.d. Elliðavatn og Minnivallalækur opnuð og voru staðarhaldarar mjög ánægðir með veiðiskapinn. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 420 orð

Góð tilfinning að bjarga mannslífi

TVEIR reykkafarar frá Brunavörnum Suðurnesja björguðu manni úr brennandi kjallaraíbúð við Hafnargötu í Keflavík um klukkan 5 í gærmorgun. Maðurinn lá sofandi í rúmi sínu þegar að var komið og var töluverður reykur kominn inn í herbergi hans innan úr íbúðinni. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 159 orð

Gusmao hugsanlega gefnar upp sakir

DÓMSMÁLARÁÐHERRA Indónesíu sagði í gær að hann teldi réttast að Xanana Gusmao, leiðtoga sjálfstæðissinna á Austur- Tímor, yrði veitt almenn uppgjöf saka. Þannig geti Gusmao, sem verið hefur í haldi sl. sjö ár, lagt enn meir af mörkum við friðarumleitanir á svæðinu. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Hafna tillögu BSÍ

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt: "Aðalfundur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sem haldinn var 27. apríl sl. hafnaði einróma tillögu skipulagsnefndar ASÍ um inngöngu félagsins í Verkamannasamband Íslands. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir hefur ekki óskað aðildar að Verkamannasambandi Íslands og telur hagsmunum sínum betur borgið utan þess. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Hávaði og hraðakstur

TALSVERT var um að kvartað væri undan hópum unglinga víðs vegar um borgina um helgina. Í flestum tilvikum var um að ræða að krakkar söfnuðust saman við skólasvæði og í sumum tilvikum voru unnar einhverjar skemmdir á nærliggjandi eignum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Helmingurinn til Dalvíkurbyggðar

UM helmingur þeirra 50 flóttamanna, sem væntanlegir eru til landsins í vikunni, mun fara til Dalvíkurbyggðar, en hinn helmingur hópsins verður búsettur á Reyðarfirði, samkvæmt frétt frá félagsmálaráðuneytinu. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Jesse Jackson hefur viðdvöl á Íslandi

BLÖKKUMANNALEIÐTOGINN Jesse Jackson átti, ásamt nítján öðrum fulltrúum í bandarískri sendinefnd, skamma viðdvöl hér á landi í gærmorgun á leið sinni frá Serbíu, þar sem nefndin hafði fengið þrjá bandaríska hermenn lausa úr haldi. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON

JÓHANN Þórir Jónsson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Skákar, lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnudaginn 2. maí síðastliðinn, á fimmtugasta og áttunda aldursári. Hann fæddist 21. október 1941 í Reykjavík. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

KEA opnar matvöruverslun í Kópavogi

KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, tekið húsnæði Borgarbúðarinnar í vesturbæ Kópavogs á leigu og hyggst opna þar matvöruverslun í byrjun næsta mánaðar. Um er að ræða svokallaða "þægindaverslun," með lengri afgreiðslutíma en lágvöruverslunin Nettó, sem KEA opnaði í Reykjavík á síðasta ári. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Kosningamál rædd í Stykkishólmi

Kosningamál rædd í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið. KOSNINGASTOFA Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til starfa í Lionshúsinu í Stykkishólmi. Kosningastofan var opnuð með "opnu húsi" þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kveðjuhóf haldið fyrir Ólaf G. Einarsson

KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi hélt kveðjuhóf fyrir Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis og fyrrverandi ráðherra, í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardag. Ólafur lætur af þingmennsku í vor, en hann hefur verið alþingismaður Reykjaneskjördæmis síðan 1971. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Kærir Stöð 2

HÚMANISTAFLOKKURINN hefur ákveðið að kæra Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið að kynna framboð sitt á sjónvarpsstöðinni á sama hátt og aðrir flokkar sem bjóða fram á landsvísu. Í fréttatilkynningu frá flokknum segir m.a. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 495 orð

Leiddur fyrir rétt og ákærður fyrir morð

TUTTUGU og tveggja ára gamall verkfræðingur var í gær leiddur fyrir rétt í London og ákærður fyrir morð eftir að þrjár naglasprengjur, sem hann er sakaður um að hafa komið fyrir á ýmsum stöðum í London undanfarnar tvær vikur, höfðu orðið þremur að bana og sært meira en eitt hundrað manns. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Léleg afla- brögð í Barentshafi

ÞÝSKI frystitogarinn Kiel frá Cuxhaven kom til löndunar á Akureyri í gærmorgun eftir 88 daga veiðiferð í Barentshafið. Togarinn kom með 285 tonn af flökum að landi, mest þorski, og er aflaverðmætið um 85 milljónir króna. Auk þess sem landað er úr skipinu á Akureyri verður ráðist í viðhaldsframkvæmdir um borð næstu 10 daga. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 423 orð

Lík fjallgöngumanns finnst eftir 75 ár

LÍK breska fjallgöngumannsins George Mallory fannst á laugardag, en hann hvarf ásamt samlanda sínum, Andrew Irvine, fyrir 75 árum er þeir voru komnir langleiðina upp á Everestfjall. Fundurinn hefur kveikt að nýju vangaveltur um það hvort Nýsjálendingurinn Edmund Hillary, sem hefur verið talinn fyrsti maðurinn til að komast á topp þessa hæsta fjalls heims árið 1953, hafi, er allt kemur til alls, Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Líklegt að afhending afgangsorku skerðist

LANDSVIRKJUN áætlar að skerða þurfi afhendingu á afgangsorku næsta vetur vegna bágborins vatnsbúskapar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að um þessar mundir sé meiri snjór á hálendinu en á sama tíma í fyrra en skort hefur rigningu og þess vegna sé hætta á því að snjórinn gufi upp en skili sér ekki í farvegi ánna. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ljósmyndasýningu að ljúka

WORLD Press Photo fréttaljósmyndasýningunni í Kringlunni lýkur þriðjudaginn 4. maí. Sýningin er stærsta og virtasta fréttaljósmyndasýning í heimi og á hverju ári sér um ein milljón manna sýninguna í 35 löndum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Meirihluti fylgjandi aðildarviðræðum

Í SKOÐANAKÖNNUN sem birt var í DV í gær kemur fram að tveir af hverjum þremur þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, ESB. Úrtak könnunarinnar var 600 manns og var því jafnt skipt milli höfuðborgarinnar og landsbyggðar. 53% sögðust fylgjandi aðildarviðræðum, 27,7% sögðust andvíg en 15,2% voru óákveðin og 4,1% svaraði ekki spurningunni. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 412 orð

Minnisvarði í vestnorrænni réttarsögu

NORSKI lögfræðingurinn Peter Örebech segir að dómur Hæstaréttar frá 3. desember 1998 sé minnisvarði í vestnorrænni réttarsögu. Hann sé þriðja tilvikið í þúsund ár þar sem "ráni valdhafanna á sameign þjóðar" er hafnað og ákvæði Frostaþingslaga og Grágásar séu loks viðurkennd rétt. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 796 orð

Misjafnar undirtektir lækna við flutning æðaskurðdeildar frá Lan

LÆKNAR á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru ekki sammála um ágæti þess að sameina æðaskurðlækningar sjúkrahúsanna tveggja á SHR. Læknar æðaskurðdeildar á Landspítala vilja efla deildina þar en á SHR telja læknar eðlilegt að slík deild sé í nánu sambandi við aðalslysadeild landsins. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 502 orð

Mistök í uppsetningu háspennulínu

MISTÖK í uppsetningu háspennulínu í Grafarvogi urðu þess valdandi að spennu sló ekki út þegar línan fór í sundur og féll til jarðar við Gufunesveg síðastliðinn laugardag. Háspennulínan lá í um hálfa klukkustund á túni með 1.100 volta rafstraumi áður en straumur var rofinn handvirkt. Myndaðist talsverður reykur þegar grassvörðurinn sviðnaði. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Mælt með gömlu vinnsluaðferðinni

KÍSILIÐJAN hefur sent umhverfismat vegna vinnslu í Syðri-Flóa í Mývatni til Skipulagsstofnunar og mælir þar með að sú aðferð sem höfð hefur verið við vinnsluna í Ytri-Flóa verði einnig notuð þar. Ný aðferð, undirskurðartækni, sem verið hefur til umræðu að undanförnu, er ekki talin vera umhverfisvænni og auk þess er hún fjárhagslega óhagkvæmari. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 6. maí kl. 19. Kennsludagar verða 6., 10. og 11. maí. Kennt verður frá kl. 19­23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Námskeið um prófun hugbúnaðar og Intranet

TVEIR erlendir leiðbeinendur verða með tvö tölvunámskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ dagana 6. og 7. maí nk. Fyrra námskeiðið nefnist Prófun hugbúnaðar. Kennari verður Hans Schaefer, en hann hefur unnið að hugbúnaðargerð frá árinu 1979 og sem ráðgjafi í prófun hugbúnaðar og gæðastjórnun frá 1987. Hann er m.a. ráðgjafi hjá stærstu bönkunum í Skandinavíu og hjá símafyrirtækjunum L.M. Meira
4. maí 1999 | Landsbyggðin | 197 orð

Nemendur taka þátt í að hanna skólalóðina

Grundarfirði­Opið hús var í Grunnskóla Eyrarsveitar á degi umhverfisins, 25. apríl. Dagurinn er hugsaður sem hvatning til skólafólks og almennings að kynna sér betur samskipti manns og náttúru og sem tækifæri fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fjölmiðla að efla opinbera umræðu um umhverfismál. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 644 orð

Netanyahu fordæmdur fyrir ósvífinn áróður

ÍSRAELAR, sem misst hafa ástvini sína í sjálfsmorðsárásum palestínskra öfgamanna, fordæmdu í gær Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fyrir að nota þriggja ára gamlar myndir af sprengjutilræði í strætisvagni í kosningaáróðri sínum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 489 orð

Rannsóknir hafa leitt til sakamála ytra

EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur undanfarna mánuði gripið til þess ráðs að senda rannsóknarlögreglumenn efnahagsbrotadeildar til Evrópu og Norður-Ameríku í því skyni að rannsaka svik í tengslum við innflutning bifreiða. Jón H. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 683 orð

Ríkið og skipan menningarmála á nýrri öld

MIKILVÆGI menningarmála var rækilega undirstrikað á fundi sem Bandalag íslenskra listamanna bauð til frambjóðendum þeirra flokka, sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum, á Hótel Borg síðdegis í gær. Á fundinum var meðal annars deilt um hlutverk ríkisins í skipan menningarmála og áætlun um menningarhús á landsbyggðinni. Meira
4. maí 1999 | Landsbyggðin | 53 orð

Rúllur á kafi

Laxamýri-Víða er mikið fannfergi í Þingeyjarsýslu og haft er við orð að í Reykjahverfi hafi ekki verið jafnmikill snjór í rúmlega 60 ár. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit við hjá Jóni Frímanni Jónssyni í Bláhvammi var hann að huga að heyrúllum sem eru einhvers staðar langt undir fönninni við fjárhúsin. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Samstarfssamningur við fjögur félög undirritaður

BÆJARSTJÓRN Dalvíkurbyggðar hefur undirritað samstarfssamning við fjögur félög í sveitarfélaginu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Félögin eru Ungmennafélagið Reynir, Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður, Hestamannafélagið Hringur og Sundfélagið Rán. Mikil uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað í Dalvíkurbyggð samhliða öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi frjálsra félaga. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Sex tilboð í stúdentagarða

SEX tilboð bárust Félagsstofnun stúdenta á Akureyri vegna 10 til 12 íbúða sem hún vill kaupa eða láta byggja fyrir sig. Tilboðin voru byggingafyrirtækjunum Eykó, Fjölni, Hyrnu, KGB, SJS-verktökum og Timbru. KGB bauð 7­8 íbúðir við Höfðahlíð 1, en aðrir voru með lóðir ofan við Hlíðarbraut, í Giljahverfi. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sjálfstæðisflokkur fengi þrjá þingmenn

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi þrjá kjördæmakjörna þingmenn á Suðurlandi samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði á fylgi flokkanna í kjördæminu fyrir Ríkisútvarpið dagana 25. til 29. apríl sl. Flokkurinn hefur í dag tvo þingmenn úr kjördæminu. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Sjálfstæðisflokkurinn höfuðandstæðingurinn

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, sagði á stjórnmálafundi í Ólafsfirði í gærkvöld að Sjálfstæðisflokkurinn væri höfuðandstæðingur hreyfingarinnar í íslenskum stjórnmálum. Hann kom inn á þetta atriði m.a. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sjálfstæðisflokkur með nær helmings fylgi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur 49,2% fylgis, af þeim sem afstöðu taka, í skoðanakönnun sem PricewaterhouseCoopers gerði fyrir Stöð 2 og birt var í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar á laugardag. Samfylkingin nýtur 24,5% fylgis, Framsóknarflokkurinn 17% fylgis og Vinstrihreyfingin­grænt framboð 7,1% fylgis. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Skattaafsláttur hjóna verði að fullu millifæranlegur

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á kosningafundi á Eskifirði á föstudag, að stefna bæri að því að gera skattafrádrátt hjóna millifæranlegan að fullu. Nú er leyfilegt að millifæra 80% hans. Davíð sagði að barnabætur þyrfti að skoða í heild sinni. Hann minnti einnig á að stór hluti þjóðarinnar borgaði enga beina skatta. Meira
4. maí 1999 | Landsbyggðin | 617 orð

Skiptar skoðanir um niðurrif Miklagarðs

Í UMRÆÐUM sem fram fóru nýlega í bæjarstjórn Árborgar um framtíð hússins Miklagarðs, sem stendur í hjarta Eyrarbakka, kom fram nokkuð eindregið sú skoðun að rífa ætti húsið. Húsið er í eigu bæjarfélagsins og er illa farið. Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka, telur að Mikligarður hafi sögulegt gildi og að með endurbyggingu þess sé hægt að leysa geymsluvandamál safnsins. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Skipta þarf um sand í sandkössum

SAMSTARFSHÓPUR Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlitssvæða hefur fjallað um vandamál sem tengjast sníkjudýrasmiti af völdum katta og telur rétt að koma eftirfarandi ábendingum til almennings: Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Skóburstun á Lækjartorgi

ÞAÐ er ekki verra að mæta sumrinu á hreinum og gljáandi skóm. Ekki skemmir fyrir að fá að sitja í hægindastól meðan fagmaðurinn sinnir verki sínu og virða fyrir sér úr hásætinu mannlífið á Lækjartorgi. Að vísu bendir höfuðfatið í þessu tilfelli til annars en konungstignar. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 370 orð

Sólveig Baldursdóttir hlaut starfslaun

SÓLVEIG Baldursdóttir myndhöggvari hlaut starfslaun listamanns Akureyrarbæjar en tilkynnt var um það í hófi sem menningarmálanefnd Akureyrarbæjar efndi til nýlega. Þröstur Ásmundsson, formaður menningarmálanefndar, sagði Sólveigu metnaðarfullan listamann, sem numið hefði list sína á Íslandi, í Danmörku og á Ítalíu, en hún vinnur verk sín jafnt í ítalskan marmara sem íslenskt blágrýti, Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 161 orð

Stjórnarandstaðan vill að landið lúti stjórn Milosevics

STJÓRNARANDSTAÐAN í Svartfjallalandi gagnrýndi ríkisstjórn landsins harðlega í gær fyrir að kenna ríkisstjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, um er loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á brú í Svartfjallalandi, urðu fimm manns að bana, þ.ám. þremur börnum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Stjórnmálafundur um Kísiliðjuna

SVEITARSTJÓRN Skútustaðahrepps hefur óskað eftir því að þeir flokkar sem bjóða fram við komandi Alþingiskosningar mæti til opins stjórnmálafundar í Skjólbrekku í Mývatnssveit í kvöld, þriðjudagskvöldið, 4. maí, kl. 20.30. Talsmenn flokkanna flytja framsöguræður og hefur sveitarstjórn sérstaklega óskað eftir því að nokkur atriði komi fram í ræðunum. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Stóðhestasýning í Gunnarsholti Ungu hestarnir

Stóðhestasýning í Gunnarsholti Ungu hestarnir í aðalhlutverki Morgunblaðið/Valdimar KristinssonGARPUR frá Auðsholtshjáleigu vakti mikla athygli er hann fékk 8,37 fyrir hæfileika, sem er afargott hjá fjögurra vetra hesti. Knapi er Erlingur Erlingsson. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Styður aukna hagkvæmni og skilvirkni

LÆKNARÁÐ styður alla viðleitni til að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri stóru sjúkrahúsanna, segir m.a. í ályktun frá aðalfundi læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur sem haldinn var fyrir síðustu helgi. Þá segir í ályktuninni að lögð skuli áhersla á að efla góða samvinnu milli stóru sjúkrahúsanna með það fyrir augum að bæta enn frekar þjónustuna. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Svartir borðar á gatnamótum

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglarnir, festu upp svarta borða á ljósastaura við helstu gatnmót Reykjavíkur á laugardagsmorgun og blöktu þeir þar uns taka átti þá niður í gærkvöldi. Tilgangurinn með uppsetningunni var sá að minna vegfarendur á alvarleg bifreiða- og bifhjólaslys sem orðið hafa við gatnamótin. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Um 5.000 manns samankomin á Ingólfstorgi

1. MAÍ hátíðarhöld fóru vel fram víða um land á laugardaginn. Um 5.000 manns komu saman á Ingólfstorgi, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, að lokinni göngu niður Skólavörðustíg og Bankastræti frá Hallgrímskirkju. Á Ingólfstorgi fluttu ræður þau Halldór Björnsson, formaður Eflingar, og Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannasambands Íslands. Meira
4. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Unnið að eflingu vetrarferða

ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar stóð nýlega fyrir stofnfundi vegna ferðaþjónustuverkefnis sem hefur fengið heitið "Stefnum norður". Markmið þessa verkefnis er að vinna að eflingu á vetrarferðamennsku á Norðurlandi. Til að vinna að þessu verkefni voru kallaðir til fulltrúar ferðaþjónustuaðila, flugfélaga og ferðaskrifstofa. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 929 orð

Vanþóknun lýst á veiðiskapnum

VEIÐISTJÓRI, formaður Skotveiðifélagsins og Fuglaverndarfélags Íslands lýsa vanþóknun á veiðum á friðuðum fuglum sem uppvíst hefur orðið um síðustu daga norðanlands og sunnan. Veiðistjóri segir þessar veiðar siðlausar og formaður SKOTVÍS segir þær bera vott um siðblindu og græðgi. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 259 orð

Vaxandi áhugi á stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG

MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi að svo virtist sem vaxandi áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins og jafnvel VG, Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, að þessir flokkar störfuðu saman og mynduðu stjórn að loknum alþingiskosningunum 8. maí nk. Meira
4. maí 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Yfir 64% vilja Davíð sem næsta forsætisráðherra

YFIR 64% landsmanna vilja helst fá Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra á næsta kjörtímabili, samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn dagana 22. til 25. apríl sl. Meira
4. maí 1999 | Erlendar fréttir | 959 orð

Þykir umdeildur en öflugur stjórnmálamaður

ALEX Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP), sagði í samtali við Morgunblaðið að Íslendingar gætu átt von á vinsamlegum og frjósömum samskiptum við sjálfstætt Skotland, en SNP hefur sem kunnugt er á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi. Meira
4. maí 1999 | Miðopna | 1591 orð

Öruggur eftir tíu ára stríð

Flóttafólkið frá Kosovo er óðum að koma sér fyrir hér á landi. Flestir hafa fengið vinnu og munu hefja störf innan skamms auk þess sem fjölskyldurnar flytja fljótlega til Hafnarfjarðar. Ragna Sara Jónsdóttir settist niður með Osman Haziri og hlýddi á sögu fjölskyldunnar, sem hefur lifað við óöryggi og ógnir síðustu tíu ár. Meira

Ritstjórnargreinar

4. maí 1999 | Leiðarar | 598 orð

FLUTNINGUR RÍKISSTOFNANA

DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, svaraði spurningu á kosningafundi á Akureyri fyrir helgina um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina. Forsætisráðherra ítrekaði í svari sínu þá skoðun, sem hann hefur áður lýst, að farsælla sé að ákvarða nýjum ríkisstofnunum stað úti á landi fremur en að rífa grónar stofnanir upp með rótum og flytja út á land. Meira

Menning

4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 154 orð

Að stríði loknu Týndu töskurnar (Left Luggage)

Leikstjóri: Jeroen Krabbe. Handrit: Edwin De Vries. Kvikmyndataka: Walther Vanden Ende. Tónlist: Hennie Vrienten. Aðalhlutverk: Isabella Rossellini, Laura Fraser og Jeroen Krabbe. (96 mín.) Bretland. Skífan, apríl 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
4. maí 1999 | Myndlist | 362 orð

Afstrakttjáning frá Hollandi

Opið frá 11­23 alla daga. Sýningin stendur til 5. maí. ÞÓTT Íslendingar hafi einkum kynnst hollenskri myndlist gegnum þau fjölbreyttu konsept- og nýlistaráhrif sem hingað hafa borist þaðan lifir afstraktmálverkið líka góðu lífi meðal þessara frænda okkar á flatlendinu við Norðursjó. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 915 orð

Beinið stendur nakið eftir

ÖNNUR ljóðabók Sindra Freyssonar heitir Harði kjarninn (Njósnir um eigið líf) og er nýútkomin. Fyrsta ljóðabók Sindra kom út árið 1992 og fyrir síðustu jól kom út fyrsta skáldsaga hans. Hann hefur líka samið smásögur og leikrit. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 53 orð

Bestur í "Grand tourismo"

Í MORGUNBLAÐINU hinn 22. apríl misritaðist að Helgi Þór Haraldsson hefði lent í öðru sæti á tölvuleikjamóti er Skífan hélt á dögunum. Rétt er að hann varð í fyrsta sæti og er hér með beðist velvirðingar á mistökum þessum. Morgunblaðið/Þorkell HELGI Þór Haraldsson sigurvegari ásamt Vilbergi Gestssyni frá Skífunni. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 689 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

One True Thing Sú ímynd sem við búum til af foreldrum okkar í bernsku og endist flestum til æviloka er umfjöllunarefnið í tregafullri endurskoðun dóttur sem snýr aftur til föðurhúsanna við erfiðar kringumstæður. Stórleikur Streep, Hurt og Zellweger er þó það sem gefur myndinni mest gildi. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 131 orð

Diana Ross og Arne Naess skilja

SÖNGKONAN Diana Ross og norski skipajöfurinn Arne Naess hafa slitið samvistum og eru að sækja um skilnað eftir 13 ára hjónaband, að því kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þau eiga tvo syni, Ross, sem er 11 ára, og Evan, sem er 10 ára og segir í tilkynningunni að þau verði áfram miklir vinir og að velferð tveggja sona þeirra sé þeim efst í huga. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 130 orð

Don Johnson upp að altarinu í þriðja sinn

LEIKARINN Don Johnson giftist Kelley Phleger á fimmtudag í síðustu viku. Brúðhjónin höfðu verið trúlofuð í ár. Johnson, sem er 49 ára, hefur verið giftur tvisvar áður. Fyrst var hann giftur leikkonunni Melanie Griffith og eignuðust þau stúlkubarn, Dakota, árið 1990. Þá á hann son með leikkonunni Patti D'Arbanville-Quinn. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 189 orð

Dönsk gleðisveifla með Shu-bi dua

DANSKA gleðisveitin Shu-bi dua hélt uppi góðri stemmningu á tónleikum sínum í Broadway á Hótel Íslandi á föstudagskvöldið. Fjölmennt var á tónleikunum og eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var stemmningin frábær og brosið ekki langt undan hjá gestunum, enda sveitin þekkt fyrir léttleikandi kímnigáfu í tónlist sinni. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 600 orð

Einsleitt pönk

Tónleikar Fugazi í bílageymslu Ríkisútvarpsins. NAFN bandarísku sveitarinnar Fugazi hefur ekki farið mjög hátt hér á landi, sveitin hefur þó náð nokkurri athygli í sínu heimalandi og þá einkum í Washington og nærsveitum en þaðan eru meðlimir hennar. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 656 orð

Frumsýna Stólinn hans afa

HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu frumsýnir í dag kl. 12.30 vinnustaðaleikritið Stóllinn hans afa eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikþátturinn tekur 25 mínútur í flutningi og í framhaldi frumsýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu verður ferðast með leikþáttinn og hann sýndur á vinnustöðum og hjá stéttarfélögum og félagasamtökum. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð

Geiri í kvennafans

TÍSKUSÝNING var haldin í Tískuhúsi Sissu á laugardaginn var og var þar hægt að sjá fyrirsætur sýna glæsilega kjóla. Einnig kom söngvarinn með skæru röddina, Geir Ólafsson, og söng nokkra Sinatra-slagara fyrir gesti verslunarinnar. Á myndinni sést Geir í föngulegum fansi sýningarstúlkna. Meira
4. maí 1999 | Leiklist | 397 orð

GRÍN OG GAMAN LEIKLIST

eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri, hönnuður leikmyndar og lýsingar: Stefán Sigurjónsson. Tónlist: Stefán Arnarson. Höggmynd: Hjördís Bergsdóttir. Leikhljóð: Eiríkur Hilmarsson. Búningar: Dagbjört Jóhannesdóttir. Förðun: Regína Gunnarsdóttir. Ljósa- og hljóðmaður: Sigurður Ragnarsson. Meira
4. maí 1999 | Myndlist | 1089 orð

Hringekja hrollsins

Opið alla daga á tíma Kringlunnar. Til 4. maí. Aðgangur ókeypis. RÝNIRINN er einn þeirra sem frá fyrstu tíð hefur fylgst með sýningunum World Press Photo, og á stundum fjallað um þær. Einnig hefur hann rekist á þær erlendis, einkum er honum ein minnisstæð, sem sett var upp í kynningar- og sýningarými forhallar Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 371 orð

Japanir vilja verða smiðir

JAPÖNSK ungmenni vilja fremur líta til jarðbundinna og hagkvæmra starfa í dag nú þegar þjóðin hefur búið við mikinn afturkipp í efnahagslífinu um nokkurt skeið. Ungir Japanir vilja nú frekar munda hamar og nagla en ferðast um með stresstösku og klæðast jakkafötum og bindi. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 180 orð

Jordan enn vinsælastur

RAPPARINN og leikarinn Will Smith bætti verðlaunagrip í safnið um helgina er hann var valinn vinsælasti söngvarinn þegar afhending Nickelodeon-barnaverðlaunanna fór fram í tólfta sinn. Í fyrra var hann valinn vinsælasti leikarinn og árið þar áður vann hann æðstu verðlaun hátíðarinnar. Rosie O'Donnell var kynnir og á meðal gesta voru 8 þúsund krakkar ásamt fjölskyldum sínum. Meira
4. maí 1999 | Tónlist | 1217 orð

Jón Leifs

Flutt voru verk eftir Jón Leifs og þess minnst, að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Flytjendur voru Þórunn Guðmundsdóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson, Guðjón Óskarsson, Einar Clausen, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Finnur Bjarnason og Kammersveit Reykavíkur, undir forustu Rutar Ingólfsdóttur. Stjórnandi var Johann Arnell. Laugardaginn 1. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 287 orð

Jóns Leifs minnst á 100 ára fæðingarafmæli

ÞESS var minnst á laugardaginn, 1. maí, að hundrað ár voru liðin frá fæðingu tónskáldsins Jóns Leifs. Dagskráin hófst í Fossvogskirkjugarði um morguninn með því að tónskáld lögðu blómsveig á leiði Jóns og nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík blésu í trompeta Ísland farsælda frón. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 224 orð

Natalie Portman í nýrri kvikmynd

LEIKKONAN Natalie Portman sem fer með eitt aðalhlutverkið í stórmyndinni "Star Wars: Episode I ­ The Phantom Menace" stendur nú í samningaviðræðum um hlutverk ófrískrar táningsstúlku í kvikmynd sem gerð er eftir vinsælli sögu Billies Letts "Where the Heart is". Meira
4. maí 1999 | Tónlist | 143 orð

NÝ ADELE

Á SÝNINGU Íslensku óperunnar á Leðurblökunni á laugardagskvöldið tók Hrafnhildur Björnsdóttir við af Þóru Einarsdóttur í hlutverki Adele, þjónustustúlku Eisensteinhjónanna. Þar sem þegar hefur verið fjallað um sýninguna verður aðeins látið nægja að geta þess að sýningin í heild hefur slípast og er allur leikur og söngur í góðu jafnvægi. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Nýjar bækur KAÞÓLSKA kirkjan frá 1

KAÞÓLSKA kirkjan frá 14. öld til okkar daga er fyrirlestraröð sem biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, dr. Jóhannes Gijsen, flutti um sögu kirkjunnar í fyrravetur. Í fréttatilkynningu segir að biskupinn hafi að nýju farið yfir efnið, samræmt það og endurskoðað. Þýðandi er Þorkell Ólason. Útgefandi er Kaþólska kirkjan. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 187 orð

Nýjar geislaplötur HRAUSTIR menn

HRAUSTIR menn er safnplata með lögum sem Karlakór Reykjavíkur gaf út á nokkrum hljómplötum á árunum 1971­1975, með lögum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Sigvalda Kaldalóns, Sigfúsar Einarssonar o.fl. Stjórnandi kórsins á þessum tíma var Páll P. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 692 orð

Oliver Reed lést um helgina

DÝRSLEGT aðdráttarafl og háskaleg hegðun eiga sjaldan við um hina yfirveguðu bresku leikarastétt en hvort tveggja var ríkur þáttur í breska leikaranum og vandræðaseggnum Oliver Reed sem lést um helgina úr hjartaáfalli á krá í Vanilla á Möltu. Hann var 61 árs. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 122 orð

Ó María!

ÞAÐ ER löngu ljóst að eitthvað sjá menn við Maríu sem fékk gríðarlega aðsókn í kvikmyndahúsum hérlendis og hefur nú trónað í efsta sæti myndbandalistans í mánuð. Þessi stórslysagamanmynd heldur sínu þótt margar afbragðsmyndir keppi um hituna eins og Truman-þátturinn og Út úr sýn. Meira
4. maí 1999 | Tónlist | 621 orð

PÓLSK VALKYRJA

STYRKTARFÉLAG Íslenzku óperunnar bauð upp á fyrstu lifandi kynnin af ungu pólsku sópransöngkonunni Agnesi Wolsku við píanómeðleik Elsebethar Brodersens á síðdegistónleikum í Gamla bíói á hátíðisdegi verkalýðsins við furðugóða aðsókn miðað við tímasetningu. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 152 orð

Sjö fengu styrk úr Málræktarsjóði

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Málræktarsjóði í fimmta sinn. Íslensk málnefnd stofnaði sjóðinn 7. mars 1991. Fjölmargir einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki auk ríkisins hafa lagt honum til fé. Ætlunin er að sjóðurinn komist upp í a.m.k. 100 milljónir króna um framlagi Lýðveldissjóðs og má reikna með að því marki verði náð á þessu ári. Alls bárust 16 umsóknir um samtals 12,5 milljónir króna. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 37 orð

Sólarsirkus í Kanada

MEÐLIMIR hins víðfræga sirkuss sólarinnar æfa hér atriði úr sýningu sem frumsýnd var í Montreal á föstudaginn. Sýningar standa yfir út júnímánuð áður en flokkurinn leggur land undir fót og sýnir listir sínar víðar. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 187 orð

Stefnumótabasl Handan við hornið (Next Stop Wonderland)

Framleiðandi: Mitchell B. Robbins. Leikstjóri, klippari og handritshöfundur: Brad Anderson. Kvikmyndataka: Uta Briesewitz. Tónlist: Cladio Ragazzi. Aðalhlutverk: Hope Davis og Alan Gelfant. (95 mín.) Bandarísk. Skífan, apríl 1999. Öllum leyfð. Meira
4. maí 1999 | Skólar/Menntun | 1885 orð

Útikennsla leiðréttir innikennslu Umhverfismennt og upplýsingatækni eru góðar greinar saman Eiga íslensk börn í erfiðleikum með

Umhverfismennt og upplýsingatækni eru góðar greinar saman Eiga íslensk börn í erfiðleikum með gang úti í guðsgrænni náttúrunni? ALDAMÓTABÖRNIN eru/verða innibörn ólíkt fyrri kynslóðum sem voru allan liðlangan daginn undir beru lofti. Aldamótabörnin eru tölvubörn og þau lesa heiminn af skjánum. Meira
4. maí 1999 | Fólk í fréttum | 257 orð

Var þjóðin með timburmenn?

VONBRIGÐI urðu meðal tónleikahaldara á sunnudaginn þegar í ljós kom að aðsókn á tónleika til styrktar flóttafólki í Kosovo var mun dræmari en búist hafði verið við. Tónleikarnir voru haldnir klukkan þrjú á sunnudaginn í stærsta salnum í Háskólabíói sem rúmar 1.000 manns en aðeins komu tæplega 200 manns á tónleikana. Meira
4. maí 1999 | Menningarlíf | 237 orð

"Vorið vaknar" í Borgarleikhúsinu

HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á leikritinu Vorið vaknar eftir þýska leikskáldið Frank Wedekind. Fyrirhugað er að frumsýna verkið í september. Aðalpersónur verksins eru Wendla, Moritz og Melchior, sem standa á þröskuldi fullurðinsáranna. Meira

Umræðan

4. maí 1999 | Aðsent efni | 374 orð

Af litlum neista

Brennuvargarnir kvarta, segir Andrés Andrésson, yfir vatnstjóninu sem slökkviliðsmennirnir valda Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 698 orð

Anna Kristín á þing

Það var ánægjulegt að heyra að Kristján Möller og Anna Kristín, segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, báru af í málflutningi sínum. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 857 orð

Bjargvætturinn heitir Ólafur Örn

Þegar kemur að hálendinu, segir Össur Skarphéðinsson, er Reykjavík hornreka. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 818 orð

Davíð og góðærið

Stjórnarflokkarnir reyna að slá pólitískar keilur út á þetta, segir Jón Sigurðsson, eins og góðærið sé orðið til fyrir þeirra tilverknað. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 412 orð

Er verið að stela framtíð okkar?

Er ekki skynsamlegt að leita leiða til að nýta raforkuna, spyr Gunnar Ólafsson, og vinna þannig á raunhæfan hátt gegn mengun andrúmsloftsins? Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 567 orð

Gerum ekki geðsjúk börn að pólitísku deilumáli!

Börnin okkar eru veik og finnst okkur foreldrum hálfskrítið til þess að hugsa, segir Jenný Steingrímsdóttir, að þau séu orðin að pólitísku bitbeini. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 704 orð

Grunnrannsóknirliggja í eðli háskóla

Umhverfisrannsóknum á Norðurlandi, segir Halldór Blöndal, á að stjórna frá Háskólanum á Akureyri eða í nánum tengslum við hann. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 452 orð

Réttlæti og hagkvæmni í skattamálum

Rétt er að taka tillit til þess, segir Árni Þór Sigurðsson, að lágtekjufólk hefur að jafnaði miklu meiri tíma aflögu en hátekjufólk. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 212 orð

Sjálfstæðisflokkurinn er forystuaflið

Við þessar aðstæður er brýnt að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins, segir Einar K. Guðfinnsson, sem telur flokkinn meginafl í íslenskum stjórnmálum. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 703 orð

Stebbi stál

Vilja Íslendingar, spyr Rannveig Tryggvadóttir, láta frelsi sitt fyrir rússneskan gjafakvóta? Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 273 orð

Stefna Sjálfstæðisflokksins er 10 mánaða fæðingarorlof

Hvoru foreldri, segir Ásdís Halla Bragadóttir, verða tryggð full laun í a.m.k. 3 mánuði. Meira
4. maí 1999 | Aðsent efni | 662 orð

Þjóðin og auðlindaarður

Auðlindagjald, segir Árni Ragnar Árnason, leggst misjafnt á landshluta og byggðarlög. Meira

Minningargreinar

4. maí 1999 | Minningargreinar | 626 orð

Guðjón Matthíasson

Alltaf finnst mér skemmtilegast að flytja mál mitt beint, það er án stuðnings blaðs. En eigi að vanda sig og vera formlegur er sjálfsagt best að festa hugsanirnar á pappír. Það geri ég hér með. Ég var í áttræðisafmæli frænku minnar fyrir nokkrum árum, sem við skulum nefna Guðrúnu. Þar söfnuðust margir ættmenn hennar saman að vonum og nutu ágætra veitinga. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 376 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

"Settu stút á munninn," sagði amma Hildur við mig, smástelpuna í heimsókn hjá henni og afa á Akureyri og mundaði varalitinn. Svo málaði hún varirnar á mér vandlega, þetta voru fyrstu kynni mín af þessari snyrtivöru. Dálítið löngu síðar spurði ég hvort ég mætti losna við varalitinn, ég væri orðin svo afskaplega þreytt á að ganga um með stút á munninum. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 51 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

Elsku amma mín. Ég sakna þín svo mikið. Vonandi líður þér vel uppi hjá Guði. Þú gerðir svo margt fyrir mig, eins og að lesa, syngja og passa mig. Svo gafst þú mér fullt af dóti og varst alltaf svo góð. Bless elsku amma mín. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 444 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

"Þegar þú er sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur yfir því sem var gleði þín." (Kahlil Gibran.) Með þessum fáu orðum langar mig að minnast yndislegrar frænku, sem alltaf var mér svo hlý og góð. Ævinlega hefur verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar. Þegar ég var yngri bjuggum við hlið við hlið í sama stigagangi í Skarðshlíðinni. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

Elsku Hildur. Fyrstu árin sem að ég og Jón Viðar sonur ykkar Níelsar vorum saman, bjuggum við hjá ykkur á Hafnarbrautinni á Hornafirði. Foreldrar mínir höfðu flutt þaðan og skilið mig eftir í ykkar höndum þar sem ég vildi ekki fara frá Hornafirði af skiljanlegum ástæðum. Þá tókuð þið Níels við "uppeldinu" og upp frá því varð ég sem dóttir ykkar. Við eyddum miklum tíma saman, m.a. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

HILDUR Marý Sigursteinsdóttir fæddist 18. ágúst 1940 á Akureyri. Hún lést á Landspítalanum 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigursteinn Jónsson, vélstjóri frá Grenivík, f. 12. júlí 1911, d. 18. ágúst 1949 og Þóra Kristjánsdóttir, ráðskona frá Eyrarhúsum í Tálknafirði f. 28. apríl 1913. Hún lifir dóttur sína og hefur um árabil búið á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 598 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

Þverskorin mallar ýsan í pottinum og stutt í að fiskispaðanum verði sveiflað. Ævintýrahöllinni er skellt aftur á blaðsíðu 94 og 5. Nú er orðið brýnt að gera sér upp erindi yfir í djéið. Kannski fá lánaðan býant hjá þeim fyrir handan. Enginn tekur sérstaklega eftir því þó köflóttar Heklubuxur bregði sér af bæ. Stendur heima. Verið að hræra spaghettíinu fimlega saman við hakkið á pönnunni. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 38 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

Elsku amma. Nú ertu hjá Guði og englunum. Við söknum þín svo mikið, elsku amma, þú varst alltaf svo góð. Við ætlum að hjálpa afa og passa hann. Bless elsku amma. Ástarkveðjur. Nína og Orri. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 144 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

"Ég lifi hjá mömmu og mamma hjá mér í minningu heilagri hvar sem ég er. Ég veit að hún gætir mín vökul og hlý, vonirnar rætast, við sjáumst á ný." (Geir G. Gunnlaugsson) Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 20 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

Hildur Marý Sigursteinsdóttir Elsku amma mín. Takk fyrir allt sem við áttum saman. Guð geymi þig. Þín nafna Hildur K Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 125 orð

Jón Baldursson

Fyrir stuttu kvaddi ég afa minn og nú er komið að því að kveðja þig, Jón minn. Þessi hræðilegi sjúkdómur hafði undirtökin. Jón, þú þarft ekki að kveljast meira eftir langvarandi þjáningar og mig langar að minnast þín með þessum orðum. Ég hef alltaf dáð þig mjög fyrir það hvernig maður þú varst, alltaf með svo marga í kringum þig og þá sérstaklega börn. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

JÓN ODDGEIR BALDURSSON

JÓN ODDGEIR BALDURSSON Jón Oddgeir Baldursson fæddist á Stokkseyri 15. ágúst 1953. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 24. apríl. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 715 orð

Kati Grund Böhme

Grund-systkinin þóttu öll fögur ásýndum og fáguð í allri framkomu, með góða menntun, listræn og gædd gleði og næmu auga á það sem spaugilegt skeði í hinu daglega lífi. Foreldrarnir voru bæði fædd og uppalin í Hamborg. Fjölskyldan var mjög músíkhneigð og spiluðu báðir foreldrarnir frábærlega á píanó, fiðlu og sítar. Þannig lærðu börnin líka að spila og meta músík. Meira
4. maí 1999 | Minningargreinar | 119 orð

KATI GRUND BÖHME

KATI GRUND BÖHME Kati Grund Böhme fæddist í Sehwerin í Þýskalandi 14. júlí 1927. Hún lést í Travemünde 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Adolph Grund, skattstjóri í Sehwerin og síðar Lübeck, og Erna Grund. Systkini hennar voru Peter, Lotar og Jutta, sem öll eru látin. Meira

Viðskipti

4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 256 orð

41% samdráttur milli ára

HEILDARVELTAN á Verðbréfaþingi Íslands fyrstu fjóra mánuði ársins var rúmir 75 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrra var hún rúmir 126 milljarðar króna. Er þetta 41% samdráttur á milli ára. Velta með húsbréf stendur nokkurn veginn í stað, velta með hlutabréf eykst mjög mikið en velta með aðra flokka hefur minnkað talsvert eins og sést í meðfylgjandi töflu. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 159 orð

7,6 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Ólafsfjarðar nam 7,6 milljónum króna á árinu 1998 en ef tekið er tillit til 64 milljóna söluhagnaðar nemur hagnaður ársins 71,6 milljónum króna. Vaxtatekjur á árinu námu alls um 90 milljónum á árinu og aðrar tekjur 17 milljónum. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Ekki reiknað með hagnaði af reglulegri starfsemi

ARNAR Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells hf., segir að hvergi hafi komið fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í nóvember síðastliðnum að hagnaður yrði af reglulegri starfsemi þess á rekstrarárinu. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Fasteignarekstur aðskilinn frá verktakastarfsemi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að aðskilja fasteignarekstur Íslenskra aðalverktaka frá verktakastarfseminni. Fasteignastarfsemin verður rekin í félaginu Landsafli hf. sem er 80% í eigu Íslenskra aðalverktaka hf. og 20% í eigu Landsbanka Íslands hf. Úlfar Örn Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsafls hf. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Ísland í öðru sæti

SAMKVÆMT vikublaðinu The Economist er Ísland nú í öðru sæti hvað snertir fjölda banka miðað við höfðatölu en hér á landi eru rúmlega 45 bankar á hverja 100 þúsund íbúa ef marka má útreikninga blaðsins. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Íslandsbanki spáir 3% verðbólgu

ÍSLANDSBANKI spáir 3,0% verðbólgu yfir árið og 2,4% milli ársmeðaltala 1998 og 1999. Í maí er búist við 0,3% hækkun neysluverðsvísitölunnar sem jafngildir 4,0% verðbólgu á ársgrundvelli. Í verðbólguspá bankans kemur fram að óvissa ríki um erlend áhrif á verðlagsþróun næstu missera. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 564 orð

Kaflaskil í verslunarsögunni

KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, og Kaupfélag Þingeyinga, KÞ, hafa gengið til samstarfs um stofnun einkahlutafélagsins Matbæjar ehf. um rekstur matvöruverslana KÞ, alls þriggja talsins, á Húsavík og í Reykjahlíð við Mývatn. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félögunum mun rekstur Matbæjar verða í höndum KEA. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Met slegið í París

VERÐ á evrópskum hlutabréfamörkuðum steig nokkuð í gær og er talið að uppgangurinn á Wall Street undanfarna daga valdi þar mestu um en Dow Jones vísitalan hækkaði um næstum eitt prósent fyrri part dags. Verðbréfamarkaðir í London og Tokyo voru lokaðir í gær en í París var nýtt met slegið þegar CAC-40 vísitalan náði 4,442.84. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 525 orð

Taka áhættu með því að veðja á að jenið styrkist ekki

SLÖK afkoma í sex mánaða uppgjöri nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja hefur að hluta til verið rakin til gengistaps og þá aðallega gengistaps á skuldum í japönskum jenum, en að sögn Einars Pálma Sigurðssonar, sérfræðings hjá Viðskiptastofu Íslandsbanka, hafa lágir grunnvextir á jeni valdið því að algengt er að fyrirtæki hafa valið að vera með 10­40% af lánum sínum í jenum. Meira
4. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Wallenberg mótmælir

Á AÐALFUNDI Scania sem haldinn var nýlega krafðist Marcus Wallenberg, forstjóri eingarhaldsfélagsins Investor, þess að Volvo seldi hlutafé sitt í fyrirtækinu en Investor er stærsti eigandinn í Scania. Volvo hefur að undanförnu keypt hlutabréf í Scania og er eignarhlutdeildin nú komin upp í um 20 prósent. Meira

Daglegt líf

4. maí 1999 | Neytendur | 150 orð

Brún án sólar

ÞEIR sem vilja vera brúnir allt árið án þess að liggja í sólböðum eða á ljósabekkjum geta nú fengið TanTowel blautþurrkur og orðið brúnir með því að strjúka yfir andlit og/eða líkama. Jakob R. Meira
4. maí 1999 | Neytendur | 107 orð

Ilmgufubað

HAFINN er innflutningur á ilmgufubaði sem er gegnsætt frístandandi hylki sem ýmist einn eða tveir sitja inni í. Í botni gufubaðsins er einskonar hraðsuðupottur sem síður vatnið og gerir gufuna lausa við sýkla. Í fréttatilkynningu frá Hermanni Níelssyni á Egilsstöðum sem flytur ilmgufuböðin til landsins kemur fram að lítið hylki sé yfir hitaranum fyrir mismunandi ilmolíur. Meira
4. maí 1999 | Neytendur | 44 orð

Kraftur frá Blå Band

KOMINN er á markað nýr kraftur frá Blå Band í Danmörku sem nefnist "Touch of Taste". Í fréttatilkynningu frá Nathan & Olsen hf. kemur fram að hægt sé að fá sex mismunandi tegundir, kálfa-, grænmetis-, kjúklinga-, fiski-, villisveppa- og humarkraft. Meira
4. maí 1999 | Neytendur | 55 orð

Sand verslun í Kringlunni

NÝLEGA var verslunin Sand opnuð í nýja hluta Kringlunnar. Í fréttatilkynningu frá Sand kemur fram að verslunin selji fatnað á karla og konur undir eigin merki en Sand verslanir eru bæði víða í Skandinavíu og annarsstaðar í Evrópu. "Fyrirtækið leggur áherslu á einfaldan og sígildan tískufatnað úr vönduðum efnum", segir í fréttatilkynningunni. Meira
4. maí 1999 | Neytendur | 281 orð

Tómatar helmingi dýrari en agúrkur

ÞEGAR íslenskir tómatar komu á markað var kílóið af þeim selt á rétt innan við 800 krónur. Kílóið hefur síðan lækkað um að meðaltali 200 krónur og kostar nú rétt innan við 600 krónur. Búið er að setja hámarkstolla á innflutta tómata. Til samanburðar má geta þess að kílóverð af íslenskum agúrkum er um 300 krónur. Meira

Fastir þættir

4. maí 1999 | Í dag | 37 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 4. maí, er sjötug Laufey Karlsdóttir, Flyðrugranda 20, Reykjavík. Þau Laufey og Jónas Dagbjartsson hafa boðið fjölskyldum sínum og vinum að fagna með sér á heimili sínu í dag eftir kl. 17. Meira
4. maí 1999 | Í dag | 417 orð

Bænahópur, íhugun og samræður í Strandbergi

BÆNAHÓPUR sá sem kom saman fyrir páska og fermingar á miðvikudögum í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju kl. 20­21.30 mun nú hittast þar aftur á sama tíma fram yfir hvítasunnu. Komið er saman í Stafni, hinni látlausu og fögru kapellu Strandbergs. Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason leiða hópinn. Meira
4. maí 1999 | Fastir þættir | 129 orð

Hesturinn í góðum haga

BEITARMÁLEFNI höfða orðið mikið til hestamanna af skiljanlegum ástæðum og um miðjan mánuðinn gangast Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Garðyrkjuskóli ríkisins fyrir námskeiði í húsakynnum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins sem ætlað er fyrir hestamenn og aðra er koma að nýtingu lands til hrossabeitar. Meira
4. maí 1999 | Dagbók | 675 orð

Í DAG er þriðjudagur 4. maí, 124. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Hinum

Í DAG er þriðjudagur 4. maí, 124. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Hinum snauða verður eigi ávallt gleymt, von hinna hrjáðu bregst eigi sífellt. (Sálmarnir 9, 19.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill, Yefin Krivosheyev, Sava River ogGoðafoss fóru í gær. Meira
4. maí 1999 | Í dag | 689 orð

Kennum krökkunum leiki

EIN króna, fallin spýta, myndastyttuleikur, 12345- dimmalimm og margir fleiri leikir voru stundaðir uppá kraft hér áður fyrr, það er samt ekki svo ýkja langt síðan. En í dag, því miður, kunna krakkar fæsta af þessum leikjum. Þeir hafa gleymst alveg ótrúlega hratt og ætla ég ekki að skilgreina af hverju, heldur tala um hvort við getum ekki gert eitthvað til að þeir komist í umferð aftur. Meira
4. maí 1999 | Fastir þættir | 785 orð

Sigurður Páll sigrar á Landsmótinu í skólaskák

30. apríl­2. maí SIGURÐUR Páll Steindórsson varð Íslandsmeistari í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák, sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður hlaut 10 vinninga í 11 umferðum. Jafn honum varð Guðjón Heiðar Valgarðsson. Þeir háðu einvígi um efsta sætið á mótinu. Sigurður Páll sigraði í einvíginu, hlaut tvo vinninga gegn einum vinningi Guðjóns Heiðars. Meira
4. maí 1999 | Fastir þættir | 788 orð

Um nýju Hollywood "Andúð menningarvitanna á Hollywoodframleiðslunni er því fyrst og fremst fordómar sem, eins og endranær,

Hollywood er nú á sínu öðru blómaskeiði. Hið fyrra, sem kallað er klassíska skeiðið, varði frá þriðja áratugnum fram að stríði. Á þessu tímabili framleiddu stóru kvikmyndaverin gæðamyndir á færibandi sem áhorfendur gleyptu við. Meira
4. maí 1999 | Fastir þættir | 1163 orð

Ungu hestarnir í aðalhlutverki

EKKERT er jafn órækur vitnisburður um ræktunarframfarir eins og góð frammistaða ungu hrossanna á sýningum. Og það á við um nýafstaðna kynbótasýningu á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti þar sem dæmd voru 53 hross, þar af 44 í fullnaðardómi. Þótt sýningin sé fyrst og fremst stóðhestasýning var það geldingur sem var stjarna sýningarinnar. Meira
4. maí 1999 | Fastir þættir | 1189 orð

Vel dansað í Hafnarfirði

EINS og fram hefur komið í Morgunblaðinu fór fram Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum helgina 24.-25. apríl. Íslandsmeistarakeppni í dansi með grunnsporum er ákaflega viðamikil keppni, ekki síst vegna fjölda þeirra aldurshópa og flokka sem þar keppa venjulega. Meira
4. maí 1999 | Í dag | 659 orð

Víkverji fer víða. Á dögunum kom hann ásamt konu sinni til Amsterdam á

Víkverji fer víða. Á dögunum kom hann ásamt konu sinni til Amsterdam á leið heim eftir mikið ferðalag. Til Amsterdam var komið með lest og á brautarstöðinni var farið að leita hótels fyrir nóttina, en heim skyldi flogið daginn eftir. Á brautarstöðinni á Schiphol-flugvelli er borð með upplýsingum um hótel og hægt að hringja beint í þau. Meira

Íþróttir

4. maí 1999 | Íþróttir | 424 orð

Aftur tvöfaldur sigur hjá Kiel

Kiel varð Þýskalandsmeistari í handknattleik. Liðið, sem flestir höfðu afskrifað eftir fyrri umferð 1. deildarkeppninnar, lék frábærlega seinni helming deildarinnar og tapaði aðeins tveimur stigum í síðustu 16 umferðunum. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 405 orð

AUSTURRÍSKI landsliðsmaðurinn Tony

AUSTURRÍSKI landsliðsmaðurinn Tony Polster hjá "Gladbach" og Rainer Bonhof, þjálfari liðsins, eiga ekki skap saman. Hnútukast þeirra í milli er nú fastur liður í blöðunum. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 108 orð

Ágúst þjálfar kvennalið Vals

ÁGÚST Jóhannsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Vals í handknattleik í stað Ragnars Hermannssonar. Samningur Ágústs er til tveggja ára, en verður endurskoðaður eftir eitt ár. Ágúst lék með Gróttu/KR í vetur og var aðstoðarmaður Ólafs Lárussonar, þjálfara þess. Hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár og tók við þjálfun kvennaliðs Gróttu/KR veturinn 1997­98. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 124 orð

Barcelona óstöðvandi

FÁTT virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verði spánskur meistari í vor. Liðið vann Deportivo Coruna, 4:0, með mörkum frá Luis Figo, Luis Enrique Martinez, Rivaldo og Patrick Kluivert. Barcelona yfirspilaði Deportivo langtímum saman og Turu Flores, markvörður Deportivo, kom í veg fyrir stærri ósigur sinna manna með góðri markvörslu. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 255 orð

Birkir varði vítaspyrnu

BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV [á mynd], varði vítaspyrnu Kjartans Einarssonar undir lok fyrri hálfleiks er ÍBV og Breiðablik áttust við í 16-liða úrslitum deildabikarkeppninnar um helgina. Með því kom Birkir í veg fyrir að Blikar kæmust yfir í leiknum, en markalaust var í leikhléi. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 134 orð

Bolton missti dýrmæt stig

EIÐUR Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson voru báðir í liði Bolton sem gerði jafntefli 1:1 við Wolves í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Þeim var báðum skipt út af í síðari hálfleik. Colin Todd, knattspyrnustjóri Bolton, sagði að lið sitt hefði átt að vinna leikinn miðað við þau færi sem það fékk en hefði verið refsað fyrir mistök sín. Bolton er í 6. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 80 orð

Brynjar skaut Örgryte á toppinn

BRYNJAR Björn Gunnarsson skoraði sigurmark Örgryte í 1:0 sigri á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Með sigrinum fór Örgryte í efsta sæti deildarinnar, hefur tíu stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar. Brynjar var að sögn sænska dagblaðsins Aftonbladetbesti leikmaður vallarins, en markið gerði hann með skalla á 65. mínútu. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 211 orð

Einar Þór á heimleið

EINAR Þór Daníelsson, sem leikið hefur með gríska knattspyrnuliðinu OFI, er á heimleið og mun spila með KR í sumar. Samningur hans við gríska liðið rann út 1. maí, en ákveðið var að hann myndi vera hjá liðinu til 16. maí og spila þrjá leiki til viðbótar. Keppnistímabilinu lýkur 30. maí í Grikklandi. OFI er í 6. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 389 orð

Erfiðleikar hjá Schwartau

MIKLIR fjárhagserfiðleikar eru hjá þýska handknattleiksliðinu Bad Schwartau. Leikmenn liðsins hafa ekki fengið laun síðan í febrúar og um helgina tilkynnti liðið að Mike Bezdiek landsliðsmaður, sem kom til liðsins frá Lemgo fyrir þetta tímabil, myndi hætta hjá liðinu. Samningur hans sem gildir til 2001 verður leystur upp og fær leikmaðurinn bætur frá félaginu og frjálsa sölu. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 331 orð

Fögnuður í Willst¨att

"ÉG hef sjaldan upplifað önnur eins fagnaðarlæti. Stuðningsmenn liðsins réðu sér vart fyrir kæti og það mætti ætla að við hefðum orðið heimsmeistarar," sagði Gústaf Björnsson, leikmaður þýska 2. deildar liðsins Willst¨att, sem vann Hameln 24:21 á heimavelli um helgina og tryggði sér sæti í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 138 orð

Glasgow Rangers meistari

GLASGOW Rangers tryggði sér skoska meistaratitilinn í 10. sinn á 11 árum er liðið lagði Glasgow Celtic 3:0 á sunnudag. Leikur liðanna þótti skrautlegur, en þremur leikmönnum var vikið af velli og Hugh Dallas, dómari leiksins, fékk aðskotahlut í höfuðið svo úr blæddi meðan á leiknum stóð. Gert var að sárum dómarans og lauk hann leiknum án frekari vandkvæða. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 290 orð

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupako

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, keppti í 800 metra hlaupi á móti í Athens í Georgíuríki á laugardaginn og hafnaði í 5. sæti. Guðrún hljóp á 2.12,82 mín., sem er nærri því besta sem hún hefur hlaupið þessa vegalengd á. GUÐRÚN varð síðan í 2. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 224 orð

Helgi og Heiðar skoruðu

HELGI Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Stabæk er liðið vann Lilleström 2:1 í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hefur gert þrjú mörk fyrir liðið í fyrstu fjórum umferðunum. Heiðar Helguson skoraði mark Lilleström, en liðið sótti hart að marki Stabæk undir lokin en tókst ekki að jafna metin. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 136 orð

Hermann upp í 2. deild

Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Brentford tryggðu sér sæti í 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina. Liðið lagði Exeter 3:0 fyrir framan um 10 þúsund áhorfendur á heimavelli sínum, Griffin Park. Hermann sagði að liðið væri í 3. sæti en markmiðið væri að vinna deildina. "Við eigum tvo leiki eftir gegn Swansea og Cambridge, sem er í efsta sæti deildarinnar. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 598 orð

Ingibergur vann í fjórða sinn

INGIBERGUR Sigurðsson, Víkverja, stóð uppi sem sigurvegari í Íslandsglímunni, keppninni um Grettisbeltið, fjórða árið í röð á laugardaginn. Ingibergur hafði nokkra yfirburði í Íslandsglímunni að þessu sinni, fékk 6 vinninga úr sjö viðureignum, lagði fimm andstæðinga sína, en gerði í tvígang jafnglími. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 92 orð

Ingi Þór þjálfar KR

Ingi Þór Steinþórsson verður að öllum líkindum næsti þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik. Búist er við að körfuknattleiksdeildin geri samning við Inga Þór, sem var aðstoðarþjálfari meistaraflokks síðasta vetur, til tveggja ára, en hann hefur jafnframt þjálfað yngri flokka hjá KR um árabil. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 181 orð

Jafnar Ingibergur met að ári?

INGIBERGUR Sigurðsson hefur nú unnið Grettisbeltið fjögur ár í röð og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að jafna met Sigurðar Greipssonar og Guðmundar Ágústssonar sem unnu Íslandsglímuna fimm ár í röð. Sigurður gerði það á árunum 1922 til 1926 og Guðmundur frá 1943 til 1947. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 363 orð

Keppnisleyfi frá Júgóslavíu ókomin til KSÍ

Flest bendir til þess að færri leikmenn frá Júgóslavíu [Serbíu og Svartfjallalandi] leiki með íslenskum knattspyrnuliðum í sumar en oft áður. Ástæðan er að vegna stríðsins á Balkanskaga hafa Knattspyrnusambandi Íslands ekki borist keppnisleyfi frá knattspyrnusambandi Júgóslavíu. Án þeirra fá knattspyrnumenn ekki leikheimild hér á landi. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 63 orð

Kirsten kvartaði undan Eyjólfi

EYJÓLFUR Sverrisson átti mjög góðan leik með Herthu Berlín gegn Leverkusen á útivelli, 2:2. Eyjólfur, sem gætti hins hættulega Ulf Kirsten, var valinn í lið vikunnar á sjónvarpsstöðinni SAT 1. Kirsten kvartaði mikið við dómara leiksins yfir hörku Eyjólfs og sýndu sjónvarpsstöðvar nokkur atvik þar sem má segja að Eyjólfur hafi teflt á tæpasta vað í baráttu sinni við Kirsten. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 491 orð

KRISTÓFER Sigurgeirssonkom i

KRISTÓFER Sigurgeirssonkom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er lið hans Aris vann AIK 2:0 í grísku 1. deildinni um helgina. Arnar Grétarsson var ekki í leikmannahópi AIK. Einar Þór Daníelsson, leikmaður OFI, tók út leikbann um helgina. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 277 orð

Mikil gleði hjá Walsall

"ÞAÐ var einstök upplifun að sjá þúsundir stuðningsmanna liðsins hlaupa inn á völlinn og fagna sæti í 1. deild að leik loknum," sagði Bjarnólfur Lárusson, leikmaður Walsall, en hann og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru í liði Walsall sem vann Oldham, 3:1, á heimavelli sínum á laugardag. Sigurinn tryggði Walsall 2. sætið í 2. deild ensku knattspyrnunnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 230 orð

Oliver Kahn sá rautt

Gífurleg fallbarátta er hafin í þýsku 1. deildarkeppninni. Þegar sjö umferðir eru eftir eru að minnsta kosti tíu lið sem þurfa að hafa áhyggjur af falldraugnum. Eftir síðustu umferð eru Mönchengladbach, Frankfurt og Bochum í fallsætunum þremur. Þau töpuðu öll leikjum sínum og staða liðanna erfið því þau eru öll að leika illa sem stendur. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 216 orð

Rúnar kosinn leikmaður aprílmánaðar

RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Lilleström, var um helgina útnefndur besti leikmaður aprílmánaðar í norsku 1. deildinni. Að kjörinu stóðu Norska ríkissjónvarpið, NRK, og norska knattspyrnusambandið. "Það er mjög ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu fyrir fyrsta mánuð deildakeppninnar," sagði Rúnar við Morgunblaðið. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 542 orð

San Antonio á siglingu

SAN Antonio Spurs kemur inn í úrslitakeppnina á miklu skriði eftir gott gengi undanfarnar vikur. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 34 leikjum og vann tvo stórleiki um helgina. Baráttan um efstu sætin í Vesturdeildinni hefur verið hörð undanfarnar vikur eftir að San Antonio fór að setja strik í reikninginn. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 706 orð

Snilldarleg kænska færði Ferrari sigur

MICHAEL Schumacher var fagnað sem þjóðhetju á Ítalíu eftir að hann hafði ekið Ferrari- bíl sínum til sigurs í San Marínó-kappakstrinum á sunnudag. Allt gekk honum í hag í keppninni og snilldarleg keppniskænska stjórnenda Ferrari-liðsins færði liðinu fyrsta sigurinn í þessu móti frá 1983 eða í 16 ár. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 643 orð

Spennan magnast

MANCHESTER United og Arsenal unnu góða sigra á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Leeds tryggði sér sæti í Evrópukeppni með stórsigri á West Ham. Á botni deildarinnar stendur baráttan á milli Southampton, Blackburn og Charlton um hvaða lið heldur sæti sínu í deildinni. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 356 orð

Stefnir á Ólympíuleikana í Sydney

Ég átti ekkert frekar von á sigri því ég hef aðeins æft glímu að jafnaði einu sinni í viku í vetur og heldur ekki keppt eins mikið og áður," sagði Ingibergur Sigurðsson, handhafi Grettisbeltisins, fjórða árið í röð. "Ég var ekki eins öruggur og oft áður, var ekki viss um styrk minn fyrir mótið. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 330 orð

Útlitið betra hjá AC Milan

KAPPHLAUP Lazio og AC Milan um ítalska meistaratitilinn magnast enn, nú þegar þrjár umferðir eru eftir. Bæði lið unnu sína leiki um helgina og því heldur Lazio enn eins stigs forskoti á AC Milan, hefur 62 stig. Lazio sótti Udinese heim og vann 3:0, með mörkum Sinisa Mihajlovic úr vítaspyrnu á 30. mínútu og frá Christian Vieri á 49. mínútu og Roberto Mancini á 58. mínútu að viðstöddum 32. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 132 orð

Þorvaldur hættur hjá Oldham

ÞORVALDUR Örlygsson er hættur að leika með enska félaginu Oldham í 2. deild, en samningur hans við liðið er útrunninn. Hann segir ekkert ákveðið hvað hann taki sér fyrir hendur: hvort hann haldi áfram að leika knattspyrnu í Englandi, hætti eða flytji heim. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 106 orð

Þórður Guðjónsson kom Genk á bragðið

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði fyrsta mark Genk í 4:1 sigri á Sint-Truiden um helgina en með sigrinum heldur Genk tveggja stiga forystu í belgísku deildinni þegar þrjár umferðir eru óleiknar. Þórður skoraði mark sitt á 6. mínútu. Lið Genk réð lögum og lofum á leikvellinum og var sigur þess síst of stór. Bjarni, bróðir Þórðar, var einnig í byrjunarliði Genk í þriðja leiknum í röð. Meira
4. maí 1999 | Íþróttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Golli Handknattleiksmenn ársinsMARINA Zoueva, Fram, og Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu, voru kjörin bestu leikmenn 1. deildar kvenna og og karla á lokahófiHSÍ á föstudagskvöldið að Hótel Sögu. Bjarki var einnig valinn besti sóknarmaðurinn og fékk sérstök háttvísiverðlaun. Meira

Fasteignablað

4. maí 1999 | Fasteignablað | 159 orð

Áhugavert atvinnuhúsnæði við Tangarhöfða

HÖFÐI var að fá í sölu áhugavert atvinnuhúsnæði að Tangarhöfða 5 í Reykjavík. Húsnæði þetta er steinsteypt, byggt 1975 og 574 fermetrar alls. Húsið er nýlega málað að utan og mikið endurnýjað, en malbikuð bílastæði eru fyrir framan. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 656 orð

Ákvarðanataka í fjöleignarhúsum

Í FJÖLEIGNARHÚSALÖGUNUM er að finna ítarlegar reglur um vald og heimildir húsfélags til að taka ákvarðanir sem eru bindandi fyrir eigendur. Er meginreglan sú að einfaldur meirihluti eigenda getur tekið ákvarðanir um málefni fjöleignarhúss. Frá þessu eru hins vegar ýmsar mjög víðtækar og veigamiklar undantekningar sem taldar eru upp í lögunum með tæmandi hætti. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 231 orð

Árþúsundahvelfingin yfir 80.000 ferm.

BREZK stjórnvöld eru fastákveðin í því að gera London að borg árþúsundaskiptanna um næstu áramót. Fé, sem nemur yfir 600 milljörðum ísl. kr., verður varið í nýjar byggingar og samgöngumannvirki, en gert er ráð fyrir, að rúml. 30 millj. manns muni heimsækja London á næsta ári, það er fjórum sinnum fleiri en íbúarnir. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 35 orð

Balletskór á vegg

Balletskór á vegg ÞESSIR skemmtilegu skór eru búnir til úr uppbleyttum pappír sem mótaður er í líki ballettskóa og síðan málaður og skreyttur. Loks er svo bundin silkibönd í skóna og þeir hengdir upp sem hýbýlaprýði. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 44 orð

Gamall vaskur

ÞESSI vaskur er í baðherbergi í lúksusíbúð í Kaupmannahöfn. Hann kemur frá lungnadeild gamals sjúkrahúss í Vínarborg og beinir huga manns óneitanlega að berklaveiki og þess háttar. Hann er hins vegar dæmi um þá gömlu hluti sem margir halda upp á vegna sögulegs gildis. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 169 orð

Gott verzlunarhúsnæði til leigu

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er til leigu mjög gott um 400 ferm. verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi og Sparisjóður Kópavogs var að flytja í að Hlíðarsmára 19, Kópavogi. Að sögn Ingileifs Einarssonar, hjá Ásbyrgi er húsnæðið í dag tilbúið til afhendingar og er hægt að leigja það í allt að þrennu lagi. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Heima er best

Heima er best PÚÐAR eru í uppáhaldi hjá sumum. Þessi ber hina notalegu áletrun Home Sweet Home - heima er best. Hvernig væri að draga fram nál og enda og sauma svona p Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 190 orð

Matstofa Miðfells við Funahöfða til sölu

EIGNAMIÐLUNIN er nú með til sölu Matstofu Miðfells að Funahöfða 7. Verið er að selja bæði fasteign, allar vélar, tæki og annan búnað, sem fylgir starfseminni. Fyrirtækið er í fullum rekstri og er umsvifamikið á sínu sviði að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eignamiðlunni. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 1645 orð

Meiri áherzla lögð á sérhannað atvinnuhúsnæði í nýbyggingum

EFTIRSPURN eftir góðu verzlunar- og skrifstofuhúsnæði er nú svo mikil, að það er líkast því sem markaðurinn fyrir slíkt húsnæði hafi verið sveltur um árabil. Sáralítið var raunar byggt á tímabili af skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og var það í takt við þann samdrátt, sem ríkti í byggingarstarfsemi hér á landi yfirleitt. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 234 orð

Ný löggjöf um húsaleigu í deiglunni

EFTIR fimm ára undirbúningsvinnu eru nú horfur á, að lagt verði fram frumvarp til nýrra húsaleigulaga í danska þjóþinginu, þegar það kemur saman eftir sumarleyfi. Frumvarpið nær bæði til atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis í einkaeigu, sem leigt er út. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 326 orð

Rúmgóð húseign með góðu útsýni

MUN meiri hreyfing er nú á myndarlegum einbýlishúsum en áður, enda er eftirspurn eftir þeim meiri. Hjá fasteignasölunni Ási er nú til sölu 366 ferm. einbýlishús að Háahvammi 13 í Hafnarfirði. Í húsinu er innbyggður 23 ferm. bílskúr. Þetta er hús á þremur hæðum, jarðhæð, aðalhæð og ris. Húsið er steinsteypt, byggt 1981. Möguleiki er á að hafa séríbúð á jarðhæð með sérinngangi. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 30 orð

Samvalin blóm

Samvalin blóm BLÓM í kerum eru skemmtilegt skraut á stéttar, en það skiptir máli hvernig blómunum er raðað í kerin. Hér eru valin saman gul og blá blóm með góðum árangri. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 30 orð

Sérkennilega málaðar barnakojur

Sérkennilega málaðar barnakojur ÞESSAR kojur eru æfintýrarúm fyrir börnin að leika sér í og klifra upp í. Málningin er líka óvenjuleg og minnir á gamla tíma, en litavalið er mjög nýtískulegt. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 29 orð

Skemmtileg viðbót í eldhúsinu

Skemmtileg viðbót í eldhúsinu ÞESSIR galvaniseruðu pottar sem hengdir eru á vegg geta verið bæði skemmtileg og nauðsynlegt viðbót í eldhúsinu. Pottarnir voru sýndir í október hefti Homes & Gardens. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 27 orð

Skipsgólf!

Skipsgólf! EIKARPARKETIÐ hér er með ljósum röndum úr aski. Það ber nafnið skipsgólf en er ekki vatnshelt eins og fyrirmyndin. Það heitir Eik/Ask og er framleitt í Stavanger. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 665 orð

Skólpinu dælt, ofnarnir lofttæmdir

Skólpdælur af mismunandi stærðum voru sýndar á lagnasýningunni í Frankfurt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Athygli vakti einnig, að talsvert var þar sýnt af vegghita. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 31 orð

Sumarlegur blómapottur

Sumarlegur blómapottur SVONA blómapottar koma fólki í gott skap. Þessi er handmálaður og skreyttur en það þarf kannski ekki að hafa svona mikið fyrir honum - minna mætti sem sagt gagn gera. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 154 orð

Sveitakrá og fasteign í Mosfellsbæ

FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN er með til sölu fasteignina Ás í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús þar sem nú er rekin sveitakráin Áslákur. Íbúð er á efri hæð hússins, sem er 82 ferm. Á lóðinni stendur 67 ferm. bílskúr sem í dag er nýttur sem listgallerí. Einnig er 15 ferm. geymsluskúr á lóðinni. Hún er 3207 fermetrar að stærð og öll gróin. Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 700 orð

Úrræði Íbúðalánasjóðs við greiðsluvanda

VEL UNNIÐ greiðslumat veitir góða vísbendingu um greiðslugetu umsækjanda og tekur mið af aðstæðum hans þegar kaup eru gerð. En þó að vel hafi verið vandað til greiðslumats við íbúðarkaup og umsækjendur hafi ætlað sér nokkurt svigrúm til að mæta óvæntum útgjöldum, Meira
4. maí 1999 | Fasteignablað | 209 orð

Vel skipulagt raðhús í Seljahverfi

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu vel skipulagt 210 ferm. raðhús að Kambaseli 57. Þetta er steinhús, byggt 1982 og er á þremur hæðum. "Þetta er sérstaklega fallegt hús og vel skipulagt," sagði Einar Guðmundsson hjá Fold. "Húsið stendur á mjög góðum stað í Seljahverfi, en það er tvær hæðir og rishæð. Meira

Úr verinu

4. maí 1999 | Úr verinu | 164 orð

Fiskmarkaðurinn sér um rekstur hafnarinnar

FISKMARKAÐUR Djúpavogs hf., sem Búlandstindur hf. hefur starfrækt frá byrjun árs, tók yfir daglegan rekstur hafnarinnar á Djúpavogi sl. laugardag, 1. maí. "Þetta er liður í því að styrkja undirstöður Fiskmarkaðarins og létta af höfninni og sveitarfélaginu ákveðnum þáttum sem við teljum að séu betur komnir í höndum annarra," sagði Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri við undirritun samningsins. Meira
4. maí 1999 | Úr verinu | 260 orð

Framtíðarbörn á Djúpavogi

FORSVARSMENN Búlandstinds hf. og Gautavíkur hf. undirrituðu um helgina samning við Grunnskóla Djúpavogs þess efnis að fyrirtækin kosta námsefni til tölvukennslu frá Tölvuskólanum Framtíðarbörnum næstu þrjú árin og gefa þannig skólabörnum á Djúpavogi kost á besta námsefni sem kostur er á í tölvufræðslu. Meira
4. maí 1999 | Úr verinu | 40 orð

Netagerðin verður hlutafélag

NETAGERÐIN Höfði verður rekin sem sérstakt hlutafélag eftir 1. maí nk. Fyrirtækið er alfarið í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur og hefur verið rekið undir merki FH. Kári Páll Jónasson netagerðarmeistari sagði reksturinn hafa gengið vel í gegnum tíðina. Meira
4. maí 1999 | Úr verinu | 252 orð

Túnfiskveiðarnar eru spennandi kostur

SAMNINGAR um smíði túnfiskveiðiskips voru undirritaðir sl. laugardag milli Stíganda ehf. í Vestmannaeyjum, útgerðarfélags Ófeigs VE, og HuangPu skipasmíðastöðvarinnar í Kína. Er hér um að ræða fyrsta sérhannaða túnfiskveiðiskipið sem samið er um smíði á fyrir Íslendinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.