Greinar sunnudaginn 9. maí 1999

Forsíða

9. maí 1999 | Forsíða | 68 orð

Á leið til Íslands

FJÖRUTÍU og sjö flóttamenn frá Kosovo kvöddu í gærmorgun ættingja sína með tárum áður en þeir stigu upp í langferðabifreið og héldu frá Brazda-búðunum við Skopje í Makedóníu en endanlegur áfangastaður þeirra er Ísland. Meðal þeirra sem nú koma eru 24 ættingjar rafvirkjans Nazims Beqiris sem þegar er kominn til landsins. Meira
9. maí 1999 | Forsíða | 814 orð

Kínverjar æfir og kalla árásina stríðsglæp

TALSMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) sögðu í gær að í loftárásum bandalagsins á Belgrad seint á föstudag hefðu verið gerð "hræðileg mistök" er sprengjum var varpað á sendiráð Kína í höfuðborginni með þeim afleiðingum að fjórir fórust, þar af tveir kínverskir blaðamenn, og 21 særðist. Um þrjátíu manns voru sofandi inni í sendiráðsbyggingunni er sprengjurnar féllu. Meira
9. maí 1999 | Forsíða | 388 orð

Tilfinningaþrungin kveðjustund

STUNDIN var tilfinningaþrungin þegar fjörutíu og sjö flóttamenn stigu upp í langferðabifreið í Brazda-búðunum við Skopje í Makedóníu í gærmorgun ­ og lögðu af stað til nýrra heimkynna; Íslands. Fólkið var glatt að komast úr búðunum en táraflóðið fór ekki framhjá neinum viðstaddra þegar það kvaddi vini og ættingja sem eftir urðu í búðunum. Meira
9. maí 1999 | Forsíða | 200 orð

Vilja banna trúarflokk

HELSTI saksóknari tyrkneska ríkisins bjó í gær mál á hendur Íslamska dyggðaflokknum með það fyrir augum að banna hann og reka fulltrúa hans af þingi. Líkti hann flokknum við blóðsugu, sem ráðist hefði gegn hinu veraldlega, tyrkneska lýðræði en upphafið er það, að einn þingmanna hans, kona, mætti við þingsetningu með íslamskan höfuðklút. Meira

Fréttir

9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Aðalfundur FAAS

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra minissjúkra heldur aðalfund sinn mánudaginn 10. maí í húsnæði Thorarensen­Lyf að Vatnagörðum 18. Eftir venjuleg aðalfundarstörf mun Jón Snædal, öldrunarlæknir, ræða það nýjasta í málefnum Alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra. Fundurinn er öllum opinn. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 259 orð

Breyting á deiliskipulagi Hafnarfjarðar kynnt

Breyting á deiliskipulagi Hafnarfjarðar kynnt Nýtt hús rís við Fjarðargötu SKIPULAGS- og umhverfisdeild Hafnarfjarðarbæjar hefur undanfarið kynnt tillögu um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar, en fyrirhugað er að reisa þriggja hæða byggingu á Fjarðargötu 19. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Ekkert borið á fugladauða

EKKERT hefur borið á fugladauða enn sem komið er vegna olíuslyssins í Seyðisfjarðarhöfn á fimmtudag þegar um 500 lítrar af hráolíu fóru í sjóinn þegar verið var að dæla olíu milli tanka á kolmunnaveiðiskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar þar sem áhrifa olíumengunarinnar fer ekki að gæta fyrr en þegar lengra líður frá, að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ferskur fiskur fluttur að nýju til Belgíu

DÓTTURFÉLAG Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Icelandic Benelux NV, hefur hafið að nýju vikulegt fraktflug með ferskan fisk til Oostende í Belgíu eftir tveggja ára hlé. Flogið er á laugardögum með 737-300 Boeing vél Flugleiða, sem leigð er til verkefnisins. Fyrsta fragtflugið var í gærmorgun með 16 tonn af ferskum fiski, sem dreift er til Belgíu, Frakklands, Englands, og Hollands. Meira
9. maí 1999 | Erlendar fréttir | 397 orð

Fjórir létu lífið og sendiráðið nær ónýtt

KÍNVERJAR greindu frá því í gær að þrír hefðu fallið og 21 særst er sprengjum var varpað á sendiráð þeirra í Belgrad skömmu fyrir miðnætti í gær. Tveir blaðamenn létu lífið í árásinni, Xu Xinghu, er starfar fyrir dagblaðið Guangming og Shao Yunhuan, er starfaði fyrir hina opinberu fréttastofu Xinhuan. Þá lét Zhu Ying, eiginkona Xu, lífið. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Flogið með 16 tonn af ferskum fiski

DÓTTURFÉLAG Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Belgíu, Icelandic Benelux NV, hefur endurvakið vikulegt fraktflug með ferskan fisk til Oostende í Belgíu. Icelandic Benelux NV hefur leigt Boeing 737-300-þotu frá Flugleiðum sem mun flytja fisk til Oostende á hverjum laugardegi og koma til baka með almenna frakt frá Oostende til Keflavíkur. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fræðslufundur á Greiningarstöð

FUNDUR verður haldinn á vegum Foreldra- og styrktarfélags Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Greiningarstöðvarinnar, Digranesvegi 5 (4. hæð), Kópavogi, þriðjudaginn 11. maí kl. 20.30. Þar mun Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og starfsmaður Greiningarstöðvar, kynna það svið innan stöðvarinnar sem sinnir börnum með hreyfihamlanir. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fræðsluráð málmiðnaðar sér um sveinspróf

NÝLEGA var undirritaður samningur milli Fræðsluráðs máliðnaðarins og menntamálaráðuneytisins um að Fræðsluráðið tæki að sér umsýslu sveinsprófa og eftirlit með gerð og framkvæmd námssamninga í málmiðngreinum og veiðarfæragerð. Þessar greinar eru: Blikksmíði, flugvélavirkjun, málmsteypa, mótasmíði, netagerð, rafsuða, rennismíði, skipa- og bátasmíði, stálsmíði, stálskipasmíði og vélvirkjun. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fyrirlestur um feminisma og erfðavísindi

VÍSINDA- og félagsfræðingurinn dr. Hilary Rose flytur opinberan fyrirlestur þriðjuaginn 11. maí kl. 17 í Þjóðarbókhlöðunni sem hún nefnir "Feminismi og ný erfðavísindi". Fyrirlesturinn er í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. "Erfðafræði og mannkynbætur eiga sér rætur í 19. öldinni og hafa verið miðlægar í vísindum, menningu og samfélagspólitík 20. aldar. Meira
9. maí 1999 | Erlendar fréttir | 424 orð

Fyrstu skref friðaráætlunar

Á FUNDI utanríkisráðherra vesturveldanna og Rússlands á fimmtudag var komist að samkomulagi um fyrstu skref sem miða að því að leysa deiluna um Kosovo og gera þúsundum flóttamanna kleift að snúa aftur til héraðsins. Viktor Tsjernómýrdin, sérlegur sendifulltrúi Rússa í Kosovo- deilunni, fundaði með Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta á mánudag. Meira
9. maí 1999 | Erlendar fréttir | 241 orð

Grýttu sendiráð og líktu Clinton við Hitler

UM þrjú þúsund námsmenn mótmæltu í rúma fjórar klukkustundir fyrir utan bandaríska sendiráðið í Peking í gær, vegna loftárása Atlantshafsbandalagsins (NATO) á kínverska sendiráðið í Belgrad á föstudag. A.m.k. fjórir létu lífið í árásunum og um 20 manns slösuðust. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Gæti ráðist af yfirlýsingum flokkanna

SIGURÐUR Líndal lagaprófessor segir að haldi ríkisstjórn meirihluta sínum og forystumenn flokkanna, sem að henni standa, lýsi því yfir að þeir vilji halda áfram stjórnarsamstarfi sé engin ástæða fyrir forsætisráðherra að biðjast lausnar. Í kosningunum 1963, 1967 og 1995 héldu ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta og kom þá ekki til þess að stjórnirnar bæðust lausnar. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Hlutafjáraukning Íslandssíma

EIGNARHALDSFÉLÖGIN Burðarás og Hof eru stærstu aðilarnir í hópi nýrra hluthafa í Íslandssíma eftir hlutafjáraukningu. Fyrirtækið var stofnað á síðastliðnu ári af tölvufyrirtækinu Oz og einstaklingum í viðskiptalífinu. Aðrir í hópi nýrra hluthafa eru Eignarhaldsfélag Valfells fjölskyldunnar, Tölvubankinn og Radíómiðun. Svik vegna bílainnflutnings Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hundi vísað af kjörstað

ÁRVÖKULIR lögreglumenn sem stóðu vörð við í Hagaskóla í Reykjavík tóku eftir þessu lymskulega "áróðursbragði" írsks setters sem eigandinn ætlaði að skilja eftir fyrir utan skólann. Þar eð áróður á og við kjörstað er stranglega bannaður var hundinum snarlega vísað á brott með X-D merkið í ólinni og varð að dúsa inni í bíl meðan eigandinn greiddi atkvæði. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Kínaklúbbur Unnar til Tíbet

KÍNAKLÚBBUR Unnar, undir stjórn Unnar Guðjónsdóttur, fer til Kína/Tíbet í haust, 17. september til 8. október. Í þessari þriggja vikna för verður ferðast um Tíbet í viku, farið verður til Lhasa, Shigatse og Gyantse. Síðan verður farið til Xian, Chengdu, Emei, Shanghai, Suzhou og Beijing. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 438 orð

Kjörsókn víða betri úti á landi en í Reykjavík

FRAMKVÆMD alþingiskosninganna fór vel af stað og um hádegisbilið í gær höfðu engin vandamál komið upp hjá kjörstjórnum, "aðeins smámál sem við leysum strax," eins og einn kjörstjórnarmaður orðaði það. Á hádegi höfðu 10.752 kosið eða 13,04% kjósenda en í síðustu þingkosningum höfðu 13,45% kosið á hádegi. Kjörsókn var hins vegar orðin meiri í nokkrum landsbyggðarkjördæmanna. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Kóramót í Breiðagerðisskóla

Kóramót í Breiðagerðisskóla Á FÖSTUDAG var haldið 80 manna kóramót í Breiðagerðisskóla þar sem barnakórar þriggja skóla hittust og sungu hver fyrir annan. Hér er Kór Hólabrekkuskóla sem flutti þrjú lög. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Rangt nafn TVÍBURASYSTURNAR Eva Dögg og Alda Mjöll Sveinsdætur syngja einsöng við messu í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 11 í dag. Nafn Öldu misritaðist í messutilkynningu í gær og er beðist velvirðingar á því. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherr

Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir, komu með leiguflugvél frá Reykjavík á kjörstað á Höfn í Hornafirði skömmu fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Vegna lélegra flugskilyrða voru þau um einn og hálfan tíma á leiðinni en venjulegur flugtími er um ein klukkustund. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Morgunblaðið/Kristján STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfi

Morgunblaðið/Kristján STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, kom til Akureyrar í gærmorgun og hafði meðferðis yfir 20 utankjörfundaratkvæði, sem hann fór með á skrifstofu sýslumanns. Þar tók á móti honum Ingvar Þóroddsson, fulltrúi sýslumanns. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Oddastefna á Keldum og í Gunnarsholti

ODDASTEFNA verður haldin á Keldum og í Gunnarsholti sunnudaginn 16. maí. Hún hefst klukkan 13 með messu í Keldnakirkju, prestur séra Sigurður Jónsson í Odda. Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins, setur síðan Oddastefnu og Keldnabær verður skoðaður undir leiðsögn Drífu Hjartardóttur. Um klukkan 16 verður Oddastefnu haldið áfram í Gunnarsholti í fundarsal fræverkunarstöðvarinnar. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Opið hús í Tjarnarskóla

NEMENDUR og kennarar Tjarnarskóla, einkaskólans við Tjörnina, taka á móti gestum í skólanum að Lækjargötu 14b, sunnudaginn 9. maí kl. 14­17. Þessa dagana stendur yfir kynning á skólastarfinu fyrir nemendur sem hyggja á nám í 8. bekk að hausti og munu nemendur skólans sýna rannsóknarverkefni vetrarins sem sýna frumkvæði og dugnað ungu kynslóðarinnar. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 669 orð

Samræmdar upplýsingar

Miðgarður, þjónustumiðstöð fyrir Grafarvogsbúa, opnaði hinn 30. apríl sl. hverfisvef. Þetta er upplýsingavefur þar sem fram koma upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er í Miðgarði og fjöldamargt annað. Sigríður Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Miðgarðs. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Sex sagnfræðingar rita nýja verslunarsögu

HÓPUR sagnfræðinga kynnir fyrirhugaða rannsókn á sögu íslenskrar utanríkisverslunar í boði Sagnfræðingafélags Íslands þriðjudaginn 11. maí. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12.05­13 og er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagins sem nefnd hefur verið: Hvað er félagssaga? Þessi fundur er sá 23. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Sigur í Noregi

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik lagði Norðmenn að velli á opna Norðurlandamótinu, sem hófst í Noregi í gær, 23:22. Sigurinn var öruggur, staðan 12:8 í hálfleik. Mörk liðsins skoruðu Ólafur Stefánsson 5, Valdimar Grímsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson 3, Aron Kristjánsson 2, Dagur Sigurðsson, Konráð Olavson, Rúnar Sigtryggsson og Magnús Már Þórðarson eitt hver. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Slasaður eftir bílveltu

UNGUR ökumaður bifreiðar var fluttur slasaður á sjúkrahús Heilsugæslunnar í Neskaupstað eftir bílveltu á Austurvegi á Reyðarfirði nálægt miðnætti á föstudagskvöld. Hann hlaut háls- og höfuðáverka og brjóstholsáverka en meiðsli hans voru ekki það alvarleg að talin væri þörf á aðgerð á honum við komu á sjúkrahús. Að sögn læknis hans horfir vel með líðan hans, sem er nú með atvikum góð. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð

Um 40 milljónir veittar til nýrra rannsókna

VÍSINDAMENN hjá Krabbameinsfélagi Íslands hafa nú fengið í annað sinn bandarískan styrk að upphæð 40 milljónir króna til þess að rannsaka brjóstakrabbamein. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til rannsókna á brjóstakrabbameini og sjaldgæft er að þeir séu veittir til aðila utan Bandaríkjanna. Íslenska rannsóknin sem styrkurinn er veittur til mun beinast að samspili umhverfis og erfða. Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Um 8.200 utankjörfundaatkvæði

SAMTALS höfðu rúmlega 8.200 manns greitt atkvæði í utankjörfundaatkvæðagreiðslu um klukkan 11 í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Árnadóttur, kjörstjóra utankjörfundar, höfðu þar af um 6.200 komið og kosið í Hafnarbúð, þar sem er kjörstaður utankjörfundar, um 1250 atkvæði höfðu borist utan af landi eða erlendis frá, Meira
9. maí 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Þing þarf að kalla saman innan tíu vikna

UMBOÐ þess þings sem setið hefur frá síðustu kosningum rennur út þegar nýtt þing hefur verið kjörið og skal kalla það saman innan tíu vikna frá kjördegi, að sögn Ólafs G. Einarssonar, fráfarandi forseta Alþingis. Meira

Ritstjórnargreinar

9. maí 1999 | Leiðarar | 590 orð

SKOTAR FLÝTA SÉR HÆGT

SKOTAR virðast vilja flýta sér hægt varðandi sjálfstæði og aðskilnað frá Englandi. Það virðist vera ein helsta niðurstaða fyrstu kosninganna til nýs þings Skotlands, er haldnar voru á fimmtudag. Hafa Skotar nú eignast eigið þing í fyrsta skipti frá árinu 1707. Meira
9. maí 1999 | Leiðarar | 1851 orð

Þegar þetta Reykjavíkurbréf er skrifað er verið að opna kjörst

Þegar þetta Reykjavíkurbréf er skrifað er verið að opna kjörstaði í þingkosningum, sem að öllum líkindum verða hinar síðustu á þessari öld. Ekki eru nema rúmlega 95 ár frá því að við fengum heimastjórn og Hannes Hafstein tók við stjórnartaumunum. Meira

Menning

9. maí 1999 | Menningarlíf | 300 orð

Að kasta lífi sínu á glæ á stórkostlegan hátt

ÞEGAR leikverkið Ormstunga - Ástarsaga, eftir leikarana Benedikt Erlingsson og Halldóru Geirharðsdóttur og leikstjórann Peter Engkvist, nú er sýnt í sænskum búningi er undirtitillinn ekki "ástarsaga" heldur: "Að kasta lífi sínu á glæ á stórkostlega hátt". Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 347 orð

Barbra Streisand syngur á aldamótahátíð

Barbra Streisand syngur á aldamótahátíð FJÖLDI þekktra listamanna mun koma fram á hátíðum víðsvegar um heiminn um aldamótin og nú hefur hin sívinsæla Barbra Streisand bæst í hópinn. Eftir mánaða vangaveltur um hvort hún myndi syngja inn nýju öldina hefur MGM garðurinn í Las Vegas loks gefið út yfirlýsingu þess efnis. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 168 orð

Ein af perlum síðasta árs Truman-þátturinn (The Truman Show)

Leikstjórn: Peter Weir. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Ed Harris, Laura Linney og Natasha McElhone. 99 mín. Bandarísk. CIC-myndbönd, apríl 1999. Öllum leyfð. Þessi bráðskemmtilega saga um mann sem er stærsta sjónvarpsstjarna í heimi án þess að vita af því sjálfur var án efa ein af bestu kvikmyndum síðasta árs, Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 140 orð

Færeysk stemmning á Gauknum

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem Íslendingar heyra færeyska tónlist þrátt fyrir ótvíræðan skyldleika þjóðanna. Þess vegna vakti það mikla lukku á fimmtudagskvöldið er færeyska hljómsveitin TAXI lék fyrir dansi á Gauki á Stöng. Færeyingar búsettir á Íslandi fjölmenntu á staðinn og sýndu íslensku gestunum hvernig á að dansa polka. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 734 orð

Góð myndbönd

Hefðbundin, en þó ótrúlega nýstárleg, spennandi og skemmtileg þjóðvegamynd frá Ástralíu sem veitir ómetanlegt mótvægi við einsleita sauðhjörðina frá Hollywood. Fullkomið morð (A Perferct Murder) Áferðarfalleg og sæmilega spennandi endurgerð Hitchcock-myndarinnar "Dial M For Murder". Leikarar góðir en myndin óþarflega löng og gloppótt. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Hönnun, kvæði og klæði í Listaklúbbnum

LJÓÐ í litum sumars er yfirskrift dagskrár í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á morgun, mánudag, kl. 20.30. Fatakönnuðir frá Gallerí Mót sýna verk sín við íslensk samtímaljóð. Ljóðin eru valin af Lindu Vilhjálmsdóttur, en nemendur úr Leiklistarskóla Íslands leggja hönnuðunum lið með framsetningu, módelstörfum og flutningi ljóða. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 45 orð

Leikfélagi ársins

Leikfélagi ársins HIN 23 ára Heather Kozar kom fram á blaðamannafundi í Beverly Hills í síðustu viku er hún var útnefnd "Leikfélagi ársins 1999" af Playboy-tímaritinu. Heather er frá Green í Ohio. Hún fékk sjö milljónir króna í verðlaun frá tímaritinu, auk bíls og mótorhjóls. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 284 orð

Ljóðið komið í öruggt skjól

Ljóðið komið í öruggt skjól NÚ GETA hraktir ferðalangar sem leita þurfa skjóls í neyðarskýlum um landið loks fengið andlega næringu þar sem þeir sitja vafðir inn í teppi með beljandi hríðina á gluggum. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 800 orð

Minningarathafnir í Berlín og Rehbrücke Um síðastliðna helgi var Jóns Leifs minnst með menningarviðburðum í Rehbrücke og Berlín.

Um síðastliðna helgi var Jóns Leifs minnst með menningarviðburðum í Rehbrücke og Berlín. Rósa Erlingsdóttir kynnti sér dagskrána og spjallaði við aðstandendur hátíðarhaldanna. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 227 orð

Nýjar bækur ORÐSTÖÐULYKILL að gotn

ORÐSTÖÐULYKILL að gotnesku biblíunni, "A Concordance to Biblical Gothic" er eftir Magnús Snædal. Verkið er í tveimur bindum. Í I. bindi (104 síður) er inngangur að verkinu og þeir gotnesku textar sem orðstöðulykillinn er reistur á. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Opnunarhátíð myndlistarsýningar barna í Mjóddinni

ÁRLEG myndlistarsýning á verkum leikskólabarna í Bakkahverfi, sem haldin er í göngugötunni og húsnæði SVR í Mjódd, verður opnuð í dag, þriðjudag kl. 14. Sýningin er liður í samstarfi leikskólanna í Bakkahverfi. Myndlistarsýningin er sýnishorn af afrakstri vetrarstarfsins í leikskólunum. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 460 orð

Róandi stuð!

Söngkonan Ragnheiður Eiríksdóttir fjallar um geisladisk hljómsveitarinnar Texas "The Hush" sem kemur út 10. maí næstkomandi hjá Mercury útgáfunni. ÞEGAR ég kom heim til mín um daginn, beið mín geisladiskur í póstkassanum. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 705 orð

Snoðaða söngkonan gerir kraftaverk Sinéad O'Connor, sem reif mynd af Jóhannesi Páli páfa II í beinni útsendingu í sjónvarpinu,

Sinéad O'Connor, sem reif mynd af Jóhannesi Páli páfa II í beinni útsendingu í sjónvarpinu, er orðin prestur. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 185 orð

Sýning á verkum úr einkasafni Hitlers

MÁLVERK af kraftalegum ungmeyjum og vöðvastæltum þjóðsagnapersónum eru áberandi á sýningu, sem var opnuð nú um helgina í borginni Weimar í Þýskalandi, á verkum úr einkasafni Adolfs Hitlers. Eins og kunnugt er taldi Hitler að í sér blundaði listamaður og reyndi hann ítrekað að hljóta inngöngu í listaháskólann í Vín á þriðja áratugnum. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 73 orð

Söngveisla í Vinaminni

KVENNAKÓRINN Ymur frá Akranesi og Söngbræður úr Borgarfirði halda sameiginlega tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi í dag, þriðjudag, kl. 20:30. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend lög. Stjórnandi Kvennakórsins Yms er Dóra Líndal Hjartardóttir og undirleikari Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. Stjórnandi Söngbræðra er Jerzy Tosik- Warszawiak. Á uppstigningardag, 13. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 29 orð

Tónleikar á skíðasvæði

Tónleikar á skíðasvæði ROKKARINN Bob Dylan kom fram á tónleikum á skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki hinn 1. maí. Dylan og hljómsveit hans eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu. Meira
9. maí 1999 | Menningarlíf | 48 orð

Vortónleikar Samkórs Vestmannaeyja

SAMKÓR Vestmannaeyja heldur vortónleika sína á morgun, miðvikudag, kl. 20.30, í Safnaðarheimilinu í Vestmannaeyjum. Á efnisskrá eru m.a. Eyjalög, bítlalagið Follow the Sun, Braggablús, Austurstræti og Capri Katarína. Hljómlistarmenn koma fram í nokkrum laga kórsins. Í kórnum eru um 40 söngfélagar og stjórnandi er Bára Grímsdóttir. Meira
9. maí 1999 | Fólk í fréttum | 195 orð

Þurrkuð kind og hvalkjöt

Færeysk vörukynning í Perlunni Þurrkuð kind og hvalkjöt FÆREYSK vörusýning og kaupstefna var haldin í Perlunni á föstudag og laugardag og kynnti þar fjöldi færeyskra fyrirtækja vörur sínar og þjónustu. Meðal þeirra var Plátufelagið Tutl hf. Meira

Umræðan

9. maí 1999 | Aðsent efni | 1486 orð

1. áfangi Sundabrautar í jarðgöng

Jarðgöngin eru umhverfislega góð lausn, segir Óskar Bergsson. Þau leiða umferðina úr augsýn og létta á umferð gegnum hverfin við Sæbraut og Kleppsveg. Meira
9. maí 1999 | Aðsent efni | 656 orð

Fimm brauð og tveir fiskar

90 milljónir manna bætast á ári hverju við matborð heimsins. Stefán Friðbjarnarsonveltir því fyrir sér, hvort vaxandi menntun og þekking nægi til að brauðfæða þennan manngrúa. Meira
9. maí 1999 | Aðsent efni | 1121 orð

FLUGRABB

Heilinn er eitt viðkvæmasta líffæri líkamans, segir Leifur Sveinsson. Þung högg á höfuðið, hvort sem er í hnefaleikum eða knattspyrnu, geta valdið ævarandi skaða. I Hnefaleikar og áfengisauglýsingar Meira
9. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 133 orð

Sjálfhverf afstaða?

MARSHA Lorraine Daniel úr Mosfellsbæ telur það merki um sjálfhverfa afstöðu að Stöð 2 og Sjónvarpið hafi tekið fram í fréttum um mannskæða skýstróka í Bandaríkjunum að Íslendingar hafi ekki beðið bana (Mbl. 7/5). Íslenskar fréttastofur flytja fréttir fyrir Íslendinga og þeir vilja vita hvort landsmenn þeirra, ef til vill vinir og ættingjar sem búsettir eru ytra, hafi sloppið við hamfarirnar. Meira
9. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 432 orð

Yfirvöld og hjólreiðar

Samkvæmt umferðarlögum eru hjólreiðar hluti af umferðinni, þeim er ætlaður staður meðal kraftmikilla bíla, en hafa heimild til nota af gangbrautum. Svo er að sjá sem almennt sé, af yfirvöldum, litið svo á að reiðhjól séu skemmtitæki. Það hvarflar vart að nokkrum í þeim geira samfélagsins hvert heilbrigði og hagræði er að slíku farartæki til samgangna. Meira

Minningargreinar

9. maí 1999 | Minningargreinar | 333 orð

ÁGÚST ÁRNI JÓNSSON

ÁGÚST ÁRNI JÓNSSON Ágúst Árni Jónsson var fæddur á Dalvík 14. janúar 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Emil Ágústsson, sjómaður á Dalvík, f. 1888, d. 1947 og Jóhanna S. Halldórsdóttir, f. 1891, d. 1975. Systkini Árna eru: Páll, d. 1982. Hann bjó á Siglufirði; Óli d. 1963 og Halldór Ragnar, d. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Árni Jónsson

Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar mér bárust fregnirnar. Svo stutt síðan amma fór og nú þú. Þetta stóð nú ekki til eins og þú sagðir mér sjálfur þegar við hittumst á laugardaginn. Sumarið á næsta leiti og þú ætlaðir að gera svo margt. Allar veiðiferðirnar sem þú ætlaðir með Geira, ferðin norður, sem nú verður ekkert úr. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 1055 orð

Árni Jónsson

Elskulegur tengdafaðir minn hefur kvatt þetta líf. Hann gerði það ekki með miklum látum og fór nokkuð snögglega, eiginlega án þess að láta vita af sér. Hann var svo sem enginn hávaðamaður í lifanda lífi, hrópaði ekki á torgum, barst aldrei á. Ég held að hann hafi langað til að fá að fara með þessum hætti, fyrirvaralaust eftir skammvinn veikindi. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Þórir hefur fengið hvíldina. Hann var kvæntur Siggu föðursystur okkar og hefur verið fastur punktur í fjölskyldu okkar frá því við munum eftir okkur. Við andlát hans streyma fram minningar um ljúfan mann sem tók öllum sem jafningjum, börnum jafnt sem fullorðnum. Þegar fjölskyldan hittist gaf hann sér tíma til að leika við okkur þegar við vorum yngri, eða spjalla þegar við uxum úr grasi. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 1368 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Mannlýsingar eru erfið grein. Sjaldnast tekst að lýsa manni þannig að helstu eðlis- og skapgerðareinkenni hans komi glöggt fram. Þegar Brad Darrak ritaði bók sína Bobby Fischer versus the rest of the world lýsti hann Jóhanni Þóri á einum stað sem "The lazy guy with the brilliant ideas". Þórir hló hjartanlega að þessari lýsingu. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 756 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Látinn er vinur og mágur, fjölskyldufaðir og barnavinur. Þannig þekktum við hann. Aðrir þekktu hann sem eldhuga sem gaf sig á vald óbilandi áhuga á skákíþróttinni sem er líka list. Hann stuðlaði að eflingu hennar í landinu flestum öðrum fremur. Enn aðrir þekktu hann af samskiptum í rekstri fyrirtækis. Allir þekktu hann að hýrlegu viðmóti, gamansemi, bjartsýni, örlæti og hugmyndaflugi. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Í dag kveð ég kæran mág minn, Jóhann Þóri Jónsson. Ég var aðeins sjö ára gömul þegar hann kvæntist systur minni, Sigríði Vilhjálmsdóttur, og hefur hann skipað stóran sess í mínu lífi síðan. Ég var mikill heimagangur hjá þeim og sótti í að passa börnin þeirra, Kristínu Maríu, Hannes og Steinar, og vera með þeim. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 343 orð

JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON

JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941. Hann lést 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Bjarnfinnur Ólafsson og Aðalheiður Sigríður Guðmundsdóttir. Kjörforeldrar Jóhanns Þóris voru Guðrún Jóhannsdóttir, kennari, og Jón Ólafsson, starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur. Systkini Jóhanns Þóris eru: 1) Guðm. G. Þórarinsson. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 34 orð

VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON

VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson stórkaupmaður fæddist á Sæbóli í Aðalvík 12. júlí 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. maí. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 814 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Elsku afi minn. Ég trúi því varla enn að þú sért dáinn. Kannski er það vegna þess að ég á svo ótal margar og góðar minningar um þig að þú ert enn ljóslifandi í huga mér. Þú varst svo ofboðslega góður við mig og varst alltaf að segja að ég væri alveg jafn dugleg og hún amma Aðalheiður nafna mín. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 627 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Elsku afi minn. Þótt ég eigi erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að þú sért farinn, þá reyni ég að hugga mig við það að nú situr þú í himnaríki með ömmu. Ég veit að þér líður vel og þú fylgist með og passar uppá okkur, sem eftir lifum. Þú spurðir mig oft hvað mig hafði dreymt um nóttina, en ég gat ekki alltaf svarað þér. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 218 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Við leiðarlok langar mig að kveðja Vilhjálm H. Vilhjálmsson, sem svo sannarlega gaf lífi þeirra lit er kynntust honum. Aðrir munu sjá um að rekja æviferil Vilhjálms, en mín minningabrot eru mörg. Skal þökkuð sú hugulsemi er ungum dreng voru færðar gjafir við heimkomu frá útlöndum, það gleymist ekki. Meira
9. maí 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Ég heyrði það í útvarpinu á föstudag að hann Villi í Hólmi væri dáinn og þó að það kæmi ekki á óvart þá hrekkur maður alltaf við. Vilhjálmur sem alla jafna var kenndur við fyrirtæki sitt Heildverslunina Hólm var búinn að búa hér á Seltjarnarnesi frá 1955 og við höfum alltaf haft gott samband og unnið saman í pólitíkinni alla tíð. Meira

Daglegt líf

9. maí 1999 | Bílar | 124 orð

475 hestafla Porsche

PORSCHE AG í Þýskalandi hefur undanfarið verið að prófa nýja gerð Porsche 911 Turbo sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september. Bíllinn er með 3,2 lítra vél og tveimur forþjöppum og millikæli. Bíllinn skilar 475 hestöflum og verður hann með sex gíra Tiptronic hálfsjálfskiptingu og fjórhjóladrifinn. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 920 orð

Adrenalín - íslenski sportbíllinn

EINN óvenjulegasti sportbíllinn á bílasýningunni í Laugardalshöllinni í næstu viku er án efa Adrenalín sem smíðaður er af Gunnari Bjarnasyni og Theódóri Sighvatssyni. Áður hefur verið fjallað um Adrenalín á þessum vettvangi og var síðast skilið við hann í árslok 1997 þegar bíllinn var ennþá ófullgerður. Nú verður hann frumsýndur í endanlegri gerð á sportbílasýningunni. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 888 orð

Alfa Romeo 156 með Formula 1 skiptingu

ÍSTRAKTOR hf. í Garðabæ tók við umboðinu fyrir Alfa Romeo á Íslandi um það leyti sem veruleg umskipti og endurnýjun varð hjá þessum fornfræga ítalska bílaframleiðanda. Hver bíllinn öðrum skemmtilegri hefur komið frá Alfa Romeo en það var 156 sem sló svo eftirminnilega í gegn og var kjörinn bíll ársins í Evrópu 1998. Fjallað hefur verið um flestar útfærslur 156 á þessum síðum, þ.e. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 112 orð

Audi TT 180 hestafla

STÆRSTA sportbílasýning sem haldin hefur verið á Íslandi verður í Laugardalshöllinni dagana 13.-16. maí næstkomandi. Af þessu tilefni er sérstaklega fjallað um sportbíla í blaðinu í dag. Meðal sýningargripa í Laugardalshöllinni verður Audi TT Coupé, sem kom til landsins fyrr í þessari viku. Þetta er óvenjulega hannaður bíll sem hefur vakið mikla athygli hvarvetna í Evrópu. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 661 orð

Áhugamenn um bætta reykvíska bílamenningu

TVEIR ungir menn, Brynjólfur Þorkelsson og Hákon Ásgeirsson hafa skipulagt sportbílasýninguna sem stendur yfir dagana 13. til 16. maí nk. í Laugardalshöllinni. Brynjólfur er ekki að halda sína fyrstu sportbílasýningu. Árið 1997 stóð hann fyrir myndarlegri sýningu í Íþróttahúsi Digranesskóla um mitt sumar og fékk þá Hákon til að aðstoða sig. Meira
9. maí 1999 | Ferðalög | 967 orð

Áhugaverð vinna er mikil gæfa

Þáttaskil urðu í íslenskri ferðaþjónustu þegar Birgir Þorgilsson lét af störfum um áramót eftir ríflega hálfrar aldar starf. Um árabil starfaði hann sem ferðamálastjóri og síðar formaður Ferðamálaráðs Íslands.Hrönn Marinósdóttir ræddi við Birgi um árin í ferðaþjónustunni og lífið eftir sjötugt. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 906 orð

Bifreiðakostnaður 1999

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda reiknar út á hverju ári kostnað við rekstur og eign fólksbíls miðað við eitt ár sem hér er birtur. Við útreikningana er stuðst við þrjá verðflokka nýrra bíla, árgerð 1999, sem annars vegar er ekið 15.000 km og hins vegar 30.000 km á ári. Endurnýjun ökutækis miðast við árlegan akstur þ.e. eftir 5 ár miðað við 15.000 km á ári og eftir 3 ár miðað við 30.000 km á ári. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 141 orð

Einföldun vörugjalds kerfis aukið úrval

Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á aðalfundi Bílgreinasambandsins um síðustu helgi segir að breytingar vörugjaldsflokka undanfarinna ára hafi sýnt að einföldun kerfisins hafi leitt til aukins úrvals bíla á markaðnum en breytingarnar hafi ekki leitt til þenslu í sölu umfram þá aukningu sem sjá mátti fyrir með auknum kaupmætti og sveiflur fyrri ára í sölu. Meira
9. maí 1999 | Ferðalög | 344 orð

Færeyjaferð Ferðafélags Íslands

FÆREYJAFERÐ Ferðafélags Íslands er sögð við allra hæfi, en þetta er þriðja árið í röð sem félögum stendur Færeyjaferð til boða og er því komin á þessar ferðir góð reynsla. Ferðin er sem fyrr skipulögð í samvinnu við Kunningarstovan og Felagið Torshavn í Færeyjum og ferðaskrifstofu Vestfjarðaleiðar. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 619 orð

Hvers vegna sportfelgur?

FELGUR sportbíla eiga það sameiginlegt að vera léttari en felgur úr stáli. Efni þeirra er oftast ál blandað magnesíum sem er 75% léttara en stál og 33% léttara en ál. Léttari felgur bæta aksturseiginleika bíls. Skýringin er fólgin í áhrifum krafta; annars vegar vegna snúningstregðu og hins vegar vegna miðflótta- og þyngdaraflsins. Meira
9. maí 1999 | Ferðalög | 151 orð

Íslensk bændagisting í Danmörku

UNDANFARIN þrjú sumur hafa íslensk hjón rekið lítið gistiheimili á gömlum bóndabæ rétt vestan við Billund á Jótlandi. Hjónin, Bryndís og Bjarni, bjóða gistingu í herbergjum með 3 til 6 rúmum, og kostar gisting fyrir tvo í herbergi um 2.000 íslenskar krónur. Innifalið í verði er morgunverðarhlaðborð. Dönsk sveitasæla Meira
9. maí 1999 | Bílar | 478 orð

Jaguar 340 Saloon sem Halldór Laxness átti

HALLDÓR Laxness Nóbelskáld keypti sér nýjan bíl í maí árið 1968 af gerðinni Jaguar 340 Saloon. Halldór átti bílinn í þrettán ár en seldi hann þá Jóhanni Gíslasyni sem hefur undanfarin ár verið að gera hann upp. Bíllinn er ekinn aðeins 65 þúsund km og er allur eins og nýr og hefur ekkert verið sýndur opinberlega síðustu árin. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 339 orð

Lexus í keppni við þýsku gæðamerkin

LEXUS hefur hafið undirbúning fyrir allsherjar markaðssetningu undir eigin nafni í Evrópu en fram til þessa hefur bíllinn einkum verið seldur af umboðsaðilum Toyota. Lexus er hágæðamerki Toyota og nú stendur til að aðgreina það frá móðurfyrirtækinu og gefa því nýtt líf í harðri samkeppni við BMW, Audi og Mercedes-Benz. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 391 orð

Pabbi var alltaf með bíladellu

SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, dóttir Nóbelsskáldsins, fór oft með föður sínum í ökuferðir á Jaguar bílnum. Hún fékk bílinn líka lánaðan í nokkur ár þegar hún fluttist ásamt fyrrverandi manni sínum til Englands til náms. Þar bauð auðkýfingur frá Texas háa upphæð í bílinn vegna þess hve glæsilegur hann var og auk þess með stýrið "réttum megin". Meira
9. maí 1999 | Bílar | 327 orð

Sindra-Stál sýnir DeLorean

SINDRA-STÁL sýnir DeLorean árgerð 1981 í Laugardalshöllinni. DeLorean á sér merkilega sögu. Þetta er eini fjöldaframleiddi bíllinn úr ryðfríu stáli. Hönnuður bílsins var verkfræðingur sem byrjaði 24 ára gamall að vinna við bílaiðnaðinn og varð fljótlega yngsti aðstoðarforstjóri General Motors í Bandaríkjunum. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 821 orð

Sjónræn upplifun

ÞAÐ er þriggja ára bið eftir bílnum í Þýskalandi og hingað til lands koma aðeins sex á þessu ári. Sá fyrsti er kominn og er þegar seldur og svo er einnig um hina fimm ókomnu. Audi TT Coupé 1,8 turbo heitir hann og er óvenjulega hannaður bíll sem byggir á gömlum formum en er samt dreginn nútímalegum línum. Hann er í raun engu líkur og einn af þeim bílum sem vekja óskipta athygli á götunum. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 902 orð

Stærri og meiri Yaris en sýnist

YARIS er nafnið á nýja smábílnum frá Toyota sem hefur slegið í gegn á Íslandi. Komnir eru nærri 100 bílar á götuna og er nú nokkurra vikna bið eftir bílum. Yaris er með eins lítra, 16 ventla og 68 hestafla vél og er boðinn í fjórum útgáfum sem kosta frá um milljón og uppí rúmar 1.200 þúsund krónur. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 406 orð

Stærsta sportbíla- sýningin til þessa

AVITAL bílasýningin, sem verður í Laugardalshöllinni frá 13. til 16. maí næstkomandi er stærsta sportbílasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fyrirtæki á sýningunni eru hátt á fjórða tug, þar á meðal öll bifreiðaumboðin að einu undanskildu. 70 af glæsilegustu sportbílum landsins verða þarna sýndir auk nokkurra bíla sem voru sérstaklega fluttir inn til landsins vegna sýningarinnar. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 146 orð

Sýningargripirnir

HÉR gefur að líta lista yfir nokkra af helstu sýningarbílunum á Avital sportbílasýningunni í Laugardalshöll. Mitsubishi Eclipse GSX, 1995. Mitsubishi 3000GT VR-4, 1993. Alfa Romeo 156 V6, 1999. Mazda RX7, 1994. Mercedes Benz CLK blæjubíll, 1999. Mercedes Benz SLK grár, 1998. Cheville SS, 1970. Nissan 300 ZX, 1996. Camaro hvítur. Toyota Supra. Meira
9. maí 1999 | Ferðalög | 240 orð

Tvær hestaferðir kringum Drangajökul

SVAÐILFARI, fyrirtæki bændanna að Laugalandi í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp, býður upp á tvær átta daga hestaferðir kringum Drangajökul í sumar. Tveir leiðsögumenn fara með um sex manna hópa og gist verður bæði í íbúðarhúsnæði og rúmgóðu átta manna tjaldi, svokölluðu Lavu eins og Samar nota. Kamína er í tjaldinu og safna þarf rekaviði í eldinn. Meira
9. maí 1999 | Bílar | 103 orð

Úr hönnun Skoda í Rolls-Royce

NÝR yfirhönnuður hjá Rolls- Royce og Bentley, Dirk van Braeckel, hefur undanfarin fimm ár verið yfirhönnuður Skoda. Tékkneska bílaverksmiðjan er í eigu Volkswagen sem á síðasta ári keypti Rolls-Royce og Bentley. Rolls-Royce kemst hins vegar í eigu BMW árið 2003. Meira
9. maí 1999 | Ferðalög | 1269 orð

Þar sem tíminn stendur í stað

Bærinn Stillwater lúrir við St. Croix ána í Minnesota fylki í um klukkustundar akstursfjarlægð frá flugvellinum í Minneapolis. Þegar Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsækir tvíborgirnar er hún ekki í rónni fyrr en hún hefur spókað sig á aðalgötunni í þessum litla notalega bæ. Meira

Fastir þættir

9. maí 1999 | Í dag | 30 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 9. maí, verður áttræður Þórir Guðmundsson, Bræðraborgarstíg 19, fyrrverandi innkaupastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann og eiginkona hans Arnfríður Snorradóttir dvelja á Kanaríeyjum um þessar mundir. Meira
9. maí 1999 | Í dag | 26 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 9. maí, verður níræður Friðrik Einarsson, fyrrv. yfirlæknir á Borgarspítalanum. Eiginkona hans er Ingeborg Einarsson. Þau eru að heiman í dag. Meira
9. maí 1999 | Fastir þættir | 1080 orð

Allir sem einn, eða þannig

Það kemur stundum fyrir að hópur fólks er afgreiddur sem einn maður. Kannast ekki einhver við að hafa einhvern tíma sagt, þó ekki væri nema við sjálfan sig, eitthvað á þá leið að þetta væru nú meiri bölvaðir hálfvitarnir þessir ­ og svo afgreitt heila stétt manna, eftir að hafa átt í útistöðum við einhvern einn. Meira
9. maí 1999 | Dagbók | 876 orð

Í DAG er sunnudagur 9. maí, 129. dagur ársins 1999. Bænadagur. Mæðradagurinn. O

Í DAG er sunnudagur 9. maí, 129. dagur ársins 1999. Bænadagur. Mæðradagurinn. Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Matteus 10, 32.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss og Hanse Duo koma í dag. Meira
9. maí 1999 | Í dag | 29 orð

Í dag, sunnudaginn 9. maí, verður níutíu og fimm ára Hólmfríður

Í dag, sunnudaginn 9. maí, verður níutíu og fimm ára Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, fyrrum húsfreyja á Bræðraá, Sléttuhlíð, Skagafirði, nú til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni að Esjugrund 33, Kjalarnesi. Meira
9. maí 1999 | Í dag | 218 orð

Kveða - kveðja Ruglingur eða misskilningur virðist vera í málvitund einhverr

Ruglingur eða misskilningur virðist vera í málvitund einhverra um beygingu ofangreindra sagnorða. Fyrra sagnorðið (so) fer eftir svonefndri sterkri beygingu (sb) og hefur fjórar kennimyndir (km): kveða (nh) - kvað (1.p.et.þt.) - kváðum (1.p.ft.þt.) - kveðið (lh.þt.). Síðara so. beygist veikt, þ.e. hefur þrjár km: kveðja (nh) - kvaddi (1.p.et.þt.) - kvatt (lh.þt.). Meira
9. maí 1999 | Í dag | 397 orð

Messa og kaffisala Kvenfélags Breiðholts

Í DAG, sunnudaginn 9. maí, sem er mæðra- og bænadagurinn, verður að venju messa og kaffisala í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14 í umsjá Kvenfélags Breiðholts. Guðrún Kristín Þórsdóttir prédikar og kvenfélagskonur annast ritningarlestur. Meira
9. maí 1999 | Í dag | 464 orð

NÚ HEFUR verið stofnað nýtt og stórt stéttarfélag í Reykjavík, sem hl

NÚ HEFUR verið stofnað nýtt og stórt stéttarfélag í Reykjavík, sem hlotið hefur nafnið Efling. Þetta félag verður til úr sameiningu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Starfsmannafélagsins Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahúsum. Meira
9. maí 1999 | Í dag | 20 orð

PERLUBRÚÐKAUP.

PERLUBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 9. maí, eiga 30 ára brúðkaupsafmæli Erla og Macky Ross, Miami, Flórída. Síminn hjá þeim er 0013058930077. Meira
9. maí 1999 | Í dag | 479 orð

Sagan af hunangsflugunni góðu

ÞAÐ var á árunum þegar ég fór að bera út póst að hunangsflugan varð innlyksa hjá mér. Ó, hvílík hljóð. Æ, gefðu mér líf. Og vitaskuld brá maður sér í brækur dýralæknis, náði henni með matarsigti heimilisins og þarna flaug hún frjáls líkt og Bjartur í Sumarhúsum. Meira

Sunnudagsblað

9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 310 orð

Bóluefni skortir í heiminum í dag til að sporna við stórubólu

NÆGILEGT bóluefni er ekki til í heiminum ef stórubólufaraldur brytist út að nýju. Sérfræðingar óttast að stórubóluvírusinn heyri ekki sögunni til og að auki bendir ýmislegt til að hryðjuverkamenn hafi komist yfir sjaldgæf bóluefnasýni sem þeir hyggjast nota til framleiðslu efnavopna. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti vísindaritsins The Lancet í gær. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 3117 orð

Chicagoför Matthíasar Jochumssonar

CHICAGÓFÖR mín nefnir Matthías Jochumsson eftir heimkomuna bækling sinn um heimssýninguna 1893 og fróðlegt ferðalag. (Árni Matthíasson blaðamaður á Mbl. varðveitti þennan ófáanlega bækling langalangafa síns.) Heimssýningin í Chicago er einhver sú glæsilegasta sem efnt hefur verið til, með miklum tækniundrum og byggingu fjölmargra glæsiskála. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 450 orð

Dagbók frá Damaskus Er einhver forseti með flensu?

Þá er íslenski hópurinn kominn og farinn og flakkaði víða um Sýrland, tyllti sömuleiðis niður tá í Jórdaníu og Líbanon, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Þetta var sérdeilis jákvætt og ánægjulegt fólk og fór glatt og með góðar minningar og vonandi nýjar hugmyndir. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 540 orð

Er betra að fara upp úr gufuhvolfinu á leið héðan til Kaupmannahafnar?

EIGI flug að vera geimflug þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: Í fyrsta lagi þarf að komast upp úr gufuhvolfinu, sem er skilgreiningaratriði einnig, því að þéttleiki loftsins minnkar smám saman. Í yfir hundrað kílómetra hæð frá jörðu er hann orðinn nógu lítill til að hafa ekki áhrif á stuttar geimferðir, svo sem yfir heimshöf. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 406 orð

Fífill í haga

Hér í Belgíu eru vorboðarnir að mörgu leyti ólíkir þeim íslensku. Líkt og á Íslandi er það auðvitað gróðurinn sem tekur við sér og það mun fyrr, kirsuberjatrén fyrst allra trjáa. Maður verður hins vegar ekki var við hina ljúfu vorboða lóur eða húsflugur, en þeim mun meira af hinum hvimleiðu moskítóflugum, sem herja grimmt á holdið. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1941 orð

Frá Íslandi á Crufts í annað sinn

HIN árlega Crufts-hundasýning í Birmingham í Bretlandi er ný afstaðan. Var hún haldin helgina 11.­14. mars sl. í National Exibition Center sem er gífurlega stórt sýningarsvæði rétt við flugvöllinn í Birmingham. Að venju sótti hópur Íslendinga, sem láta sig hundarækt og hundahald varða, þessa sýningu ásamt um 110 þúsund öðrum gestum hvaðanæva úr heiminum. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1216 orð

Fögur tré af fræjum spretta

EINS og ég hefi sagt ykkur frá áður, er feiknarleg gróðursæld í Flórída. Næstum allt virðist hægt að rækta hér og spretta jurtir, blóm og tré svo undrum sætir. Sem margir aðrir nýburar áttuðum við okkur ekki nógu vel á þessu, komandi frá kaldara loftslagi þar sem urtirnar uxu hægt og virðulega. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 198 orð

Glæpagengi berjast í Grosní

ÁTÖK brutust út milli glæpahópa aðfaranótt föstudags í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, að því er embættismenn skýrðu frá í gær. Óttast er að fjórir hafi látist og enn fleiri særst. Að sögn vitna létust fjórir í átökunum en Kazbek Makhashev, aðstoðarforsætisráðherra, vildi ekki staðfesta þær fregnir. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1835 orð

HEIMURINN ER EITT FJARSKIPTAKERFI

Tal á eins árs afmæli um þessar mundir, en fyrirtækið er fyrsta einkarekna fjarskiptafyrirtækið á Íslandi eftir að samkeppni á símamarkaði var gefin frjáls 1. janúar 1998. Umsvif fyrirtækisins hafa farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að því standa og menn huga að nýjum markmiðum mun fyrr en reiknað hafði verið með. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 282 orð

Helsta rokksveit Skota

MOGWAI-flokkurinn telst ekki bara helsta rokksveit Skota, heldur er margra mál að þar fari ein fremsta sveit Bretlandseyja. Þó er Mogwai ekki allra, tónlistin á það til að vera tyrfin og tónmálið flókið. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1299 orð

Í deiglunni kveikti leiklistaráhugann

Skoski leikarinn Robert Carlyle hefur verið mjög áberandi í myndum bresku nýbylgjunnar, að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem skoðaði feril þessa öra leikara, nýju myndina hans, Plunkett og Macleane, og hvers vegna hann tók upp á því að leika óþokkann í nýjustu Bond-myndinni, sem frumsýnd verður um næstu jól. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 4610 orð

Jómfrú fórnað á altari Triers Tökur á dans- og söngvamyndinni Dansari í myrkri undir leikstjórn Lars von Trier hefjast í

"ERTU með skilríki?" spyr einkennisklæddur vörður valdsmannslega. "Eehh, nei, ja, jú, ég er með ökuskírteini," stamar blaðamaður sem er að flýta sér. "Ég er að fara að taka viðtal við Björk og Lars von Trier." Maðurinn ygglir sig, skoðar skilríkin vendilega og lítur tortryggnislega á blaðamann. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 2704 orð

Mér líður vel með hlutina eins og þeir eru

Ef marka mætti fjölmiðla gætu menn dregið þá ályktun að listsköpun á Íslandi væri sér reykvíst fyrirbæri. Því fer þó fjarri að svo sé. Einn þeirra listamanna, sem starfa að sköpun sinni utan höfuðborgarpunktsins er Elías Hjörleifsson, myndlistarmaður á Hellu. Pjetur Hafstein Lárusson tók á honum hús fyrir skömmu og fer spjall þeirra hér á eftir. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1784 orð

"Morðingi eða heigull"

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði fyrir skömmu að "nokkur hundruð hermenn gerðust nú liðhlaupar í viku hverri" úr herjum Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Hann sagði herinn og lögreglusveitir vera að ráða sérstakan hóp manna til að þvinga karlmenn til að berjast í hernum. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 3152 orð

Níræður framsýnismaður

Níræður hugsar dr. Friðrik Einarsson, fyrsti yfirlæknir skurðdeildar Borgarspítalans, af meiri framsýni um uppbyggingu spítalanna en margir eftirkomenda hafa gert. Það heyrði Elín Pálmadóttirá ummælum hans um að vandi mundi ekki steðja að uppbyggingu spítalanna nú, ef skammsýni og frávik frá langtímaáætlunum hefðu ekki sett þá í spennitreyju. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 920 orð

Nú er að bíða eftir sáttinni

Flokkarnir lögðu mismikla áherslu á kvótamálið en ég er í engum vafa um að undiraldan og óánægjan átti sinn þátt í því að stjórnarflokkarnir buðust til að leita sátta, skrifar Ellert B. Schram og segist vera í þeim hópi þúsunda Íslendinga sem bíða eftir því að loforðin um breytingar verði efnd. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1078 orð

Ólík reynsla og aðbúnaður

Um miðbik marsmánaðar fóru þær Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur og Guðrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur á heimsráðstefnu ráðgjafa um brjóstakrabbamein sem haldin var í Brussel. Yfirskrift ráðstefnunnar var Second World Conference On Breast Cancer Advocacy - Influencing Change. Þetta var önnur heimsráðstefna þessara samtaka, hin fyrri var haldin fyrir tveimur árum. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1898 orð

Rannsóknir eins og þær gerast bestar

RANNSÓKNIR í lyfjafræði hafa átt allan hug Þorsteins Loftssonar, prófessors, á undanförnum árum. Til marks um það er langur listi fræðigreina og einkaleyfa sem hann hefur komið að. Nú síðast hefur Þorsteinn fengið samning við sænskt lyfjafyrirtæki um rannsóknir á Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 568 orð

Samhent Suede

ROKKSVEITIN knáa Suede hefur átt sérkennilega ævi. Ekki er bara að sveitin var almennt talin besta hljómsveit Bretlands áður en hún gaf út sína fyrstu smáskífu, heldur var hún talin af eftir að gítarleikari hennar og annar helsti lagasmiður sagði skilið við hana fyrir fimm árum. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1940 orð

Skógrækt og sauðfjárrækt fara saman

Orri Hrafnkelsson frá Hallgeirsstöðum í Hlíð hefur unnið merkt brautryðjandastarf sem skógræktarmaður á Fljótsdalshéraði. Sigurður Aðalsteinssonræddi við Orra um áhuga hans á skógrækt, trésmíðar og sauðfjárbeit. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 554 orð

Stangaveiðisýning í uppsiglingu

Stór og mikil stangaveiðisýning, "Stangaveiðisýningin '99", verður á Radison SAS Hótel Sögu um næstu helgi. Sýningarstjóri er Stefán Á. Magnússon sem víða hefur sett upp stórsýningar tengdar ýmsum málaflokkum síðustu árin. Heiðursgestur er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem heldur upp á 60 ára afmæli sitt um svipað leyti, nánar tiltekið mánudaginn 17. maí. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1516 orð

STÓR STYRKUR Í NÝJA KRABBAMEINSRANNSÓKN Vísindamenn hjá Krabbameinsfélagi Íslands hafa nú fengið í annað sinn bandarískan styrk

"ÞETTA rannsóknarverkefni beinist að því að komast nær því ef mögulegt er hver eru áhrif erfða og umhverfis á brjóstakrabbamein," sagði Jórunn Eyfjörð í upphafi samtals sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 696 orð

Tönn í sængurgjöf

Stöku börn fæðast með tennur eða taka tennur á fystu dögum eftir fæðingu. Það hefur ekki verið skoðað hversu algengt slíkt er hér á landi en ef tekið er mið af könnunum sem gerðar hafa verið erlendis ætti slíkt að henda um það bil eitt barn af hverjum þúsund. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1225 orð

Villti, tryllti Villi

Will Smith er væntanlegur á hvíta tjaldið í sumar í myndinni Villta, villta vestrið, en hann nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og um heim allan. Arnaldur Indriðasonskoðaði feril leikarans og myndirnar sem hann hefur leikið í á undanförnum árum og sett hafa aðsóknarmet. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 190 orð

Örkumlsútgáfa undirbúin

ÖRKUMLSFÉLAGAR hafa látið lítið á sér bera undanfarið, enda eru þeir að leggja drög að útgáfu sem hljóðrituð verður í byrjun júní. Að sögn talsmanns sveitarinnar eru þeir félagar að semja lög og hyggjast einnig taka upp lög eftir aðra. Meira
9. maí 1999 | Sunnudagsblað | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

HÖFUÐSMIÐUR þáttanna um Simpson-fjölskylduna, Matt Groenig, hóf fyrir stuttu nýja þáttaröð sem kallast Futurerama. Líkt og tíðkaðist í Simpson-þáttunum koma til liðs við hann tónlistarmenn og leggja til raddir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.