Greinar laugardaginn 15. maí 1999

Forsíða

15. maí 1999 | Forsíða | 266 orð

Barak gæti náð kjöri á mánudag

EHUD Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, hefur aukið forskot sitt á Benjamin Netanyahu og líkurnar á því að hann verði kjörinn forsætisráðherra í fyrstu atrennu á mánudaginn kemur hafa aukist verulega, ef marka má skoðanakönnun sem birt var í gær. Meira
15. maí 1999 | Forsíða | 582 orð

Hundrað Kosovo-búar sagðir hafa beðið bana

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ rannsakaði í gær ásakanir Serba um að flugvélar þess hefðu gert mannskæða árás á þorpið Korisa í suðvesturhluta Kosovo í fyrrinótt. Að minnsta kosti hundrað manns er sagt hafa fallið í árásinni og 50 særst. Meira
15. maí 1999 | Forsíða | 294 orð

Segjast vissir um að sigra Borís Jeltsín

ANDSTÆÐINGAR Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í dúmunni, neðri deild þingsins, kröfðust þess í gær að hann yrði sviptur embættinu fyrir "glæpsamlega" óstjórn á átta ára valdatíma sínum. Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir ræddu hvort ákæra ætti forsetann til embættismissis og andstæðingar hans sögðust vongóðir um að málshöfðunin yrði samþykkt í dúmunni í dag. Meira

Fréttir

15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 636 orð

106 hafa sagt upp

ALLS hafa 106 grunnskólakennarar í Reykjavík sagt upp störfum, en 30 uppsagnir bárust Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, má rekja flestar uppsagnirnar til óánægju með launakjör, eða um 75 þeirra. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

10. bekkingar sýna í Ketilhúsi

SÝNING á vetrarstarfi 10. bekkja grunnskóla Akureyrar í myndmennt verður haldin í dag, laugardaginn 15. maí, frá kl. 14 til 18 í Ketilhúsinu. Sýningin er liður í náminu þar sem nemendurnir fá að kynnast því hvernig það er að setja upp sýningu á opinberum vettvangi og auðvelda þannig aðgang þeirra og skilning á listsýningum almennt. Sýnd verða verk eftir rúmlega 60 ungmenni. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

30 ára afmæli Húmanistahreyfingarinnar

HALDIÐ verður upp á 30 ára afmæli Húmanistahreyfingarinnar, með hátíð á Ingólfstorgi, í dag kl. 15. "Á dagskrá verða m.a. ávörp, ljóð, tónlist og önnur skemmtun. Grillað verður á torginu, eldgleypar, andlitsmálarar og aðrir málarar láta til sín taka," segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: "Húmanistahreyfingin starfar nú í 70 löndum. Á Íslandi hefur hreyfingin starfað í 20 ár. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Aurskriða féll í Svartárdal

AURSKRIÐA féll í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu síðdegis á uppstigningardag. Skriðan féll úr hlíð fyrir sunnan bæinn Brattahlíð. Fór hún yfir veginn og lokaði honum. Vegurinn var opnaður skömmu fyrir hádegi í gærmorgun, en tafir urðu á ferð mjólkurbílsins sem komst ekki inn að bæjunum fyrr en eftir hádegi. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Bensín hækkar um 1,50 kr. lítrinn

BENSÍN hækkaði í verði um 1,50 kr. lítrinn á uppstigningardag og er nú verðið á lítranum af 95 oktana bensíni 75,10 kr. hjá öllum olíufélögunum þegar ekki er um sjálfsafgreiðslu að ræða. Verðið á 98 oktana bensíni er 79,80 kr. lítrinn. Verðið á dieselolíu er óbreytt 28,20 kr. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 148 orð

Bíræfnir þjófar á adamsklæðunum

TVEIR naktir þjófar, sem málað höfðu á sér andlitið og sett trjágreinar í hár sitt, birtust skyndilega á golfvelli í Afríkuríkinu Zimbabwe og tóku að dansa stríðsdans í kringum tvær óttaslegnar konur áður en þeir hurfu á brott með töskur kvennanna, að sögn dagblaðs í Zimbabwe í vikunni. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 617 orð

Bresk stjórnvöld standa ráðþrota

BRESK stjórnvöld stóðu í gær ráðþrota frammi fyrir þeim vanda sem skapaðist á miðvikudag þegar í ljós kom að nöfn eitt hundrað manna, sem sagðir voru starfsmenn bresku leyniþjónustunnar, SIS, höfðu verið gerð opinber á Netinu. Fullyrt er að lífi mannanna og limum sé stefnt í hættu með nafnbirtingunni og tókst að fá síðunni, sem upphaflega birti nöfnin, lokað. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Bættur verði launamunur tveggja deildarstjóra

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur beint því til Akureyrarbæjar að deildarstjóra leikskóladeildar bæjarins verði bættur munur sem var á kjörum hennar og deildarstjóra öldrunardeildar. Deildarstjórinn hafði farið fram á að kærunefndin kannaði hvort synjun bæjaryfirvalda á því að miða launakjör sín við kjör atvinnumálafulltrúa og til vara við kjör deildarstjóra öldrunardeildar bryti gegn Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 2065 orð

Deilt um hvort flýta beri flokksstofnun

Þrátt fyrir vonbrigði með úrslit kosninganna virðast flestir innan Samfylkingarinnar vera einhuga um að vinna beri að stofnun stjórnmálaflokks en ágreiningur er um hvort beri að gera það strax. Ekki eru allir á einu máli um stöðu Samfylkingarinnar, hugsanlegt stjórnarsamstarf og forystu hreyfingarinnar til framtíðar. Meira
15. maí 1999 | Miðopna | 2980 orð

ÐKaupfélag í kröppum dansi

Kaupfélag Þingeyinga á í miklum rekstrarerfiðleikum um þessar mundir og hafa Landsbanki Íslands hf. og Kaupfélag Eyfirðinga lagt sín lóð á vogarskálarnar í tilraun til að bjarga KÞ frá gjaldþroti. Hallur Þorsteinsson kynnti sér málefni kaupfélagsins og ræddi m.a. við Halldóru Jónsdóttur, formann stjórnar KÞ. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð

Ekki á döfinni að lækka félagsgjöld

FORYSTUMENN í verkalýðshreyfingunni segja það ekki á döfinni að lækka félagsgjöld sinna félagsmanna eða aðildarfélaga. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag lækka iðgjöld til Samtaka atvinnulífsins, sem stofnuð verða næsta haust með sameiningu Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, úr 0,34% í 0,21%. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 412 orð

Ekki greitt fyrir mjólkurinnlegg og mikil óvissa ríkjandi

BÆNDUR í Þingeyjarsýslu eru slegnir eftir fund í Ýdölum í Aðaldal í fyrrakvöld þar sem farið var yfir stöðu Kaupfélags Þingeyinga, KÞ, en á fundinn mættu m.a. Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, og Sigurður Sigurgeirsson, útibússtjóri Landsbanka Íslands á Akureyri. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Enginn vandi

LÍTILL stúfur lagði af stað í leiðangur. Með kröftugu handtaki, ákveðnum svip og eindregnu totti á snuddunni komst hann að því að það væri sko enginn vandi að klifra upp í tré ­ ég kemst miklu hærra ef ég bara vil! Trén við Laugaveginn eru líka skemmtilegri en búðargluggarnir. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fagranes í stað Herjólfs

KOMIÐ hefur í ljós að skemmdir á "ugga" Herjólfs eru enn meiri en áætlað var þannig að viðgerðin mun taka lengri tíma. Nú er áætlað að viðgerðin í slipp taki um 7 sólarhringa og heimkoma skipsins frestast því a.m.k. fram yfir hvítasunnu ef allt stenst. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Fernir vortónleikar

FERNIR vortónleikar verða á vegum Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar á þessu vori. Fyrstu tónleikarnir voru á Rimum í Svarfaðardal í síðustu viku, en næstu tónleikar verða í Árskógsskóla á sunnudag, 16. maí kl. 13 og svo verða tvennir tónleikar í sal tónlistarskólans sama dag kl. 14.30 og 16. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Fiskimjöl á lóðir

KROSSANES hf. hefur ákveðið að bjóða öllum íbúum Akureyrar sem þess óska ókeypis fiskimjöl til að bera á húsalóðir sínar. Mjölið verður afhent eftir helgi, á mánudag 17. maí, og þriðjudaginn 18. maí frá kl. 8 til 12 og 13 til 17 báða dagana. Fiskimjölið verður afhent í pokum en í hverjum poka er hæfilegt magn mjöls til að bera á lóð af hefðbundinni stærð. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fjallasyrpa Útivistar

UNDANFARIN ár hefur Útivist haft fjallasyrpur á ferðaáætlun. Nú býður Útivist upp á tvenns konar göngu í tengslum við fjallasyrpu. Bæði er gengið á valin fjöll og boðið upp á láglendisgöngur. Fjallasyrpan er á dagskrá hálfsmánaðarlega ýmis á sunnudegi eða laugardegi og verður gengið á átta fjöll. Fyrsta fjallið, 16. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fjölskyldugarðurinn opnaður í dag

FJÖLSKYLDUGARÐURINN verður opnaður í dag, laugardaginn 15. maí, eftir vetrarfrí. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á garðinum t.d. er komin ný torfærubraut ásamt því að fjölbreytni fyrir yngstu kynslóðina hefur aukist til muna, segir í fréttatilkynningu. Einnig breytist opnunartími Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins og sumardagskrá tekur gildi. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 268 orð

Foreldrar Louise Woodward handteknir

BRESKA lögreglan handtók á fimmtudag foreldra bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, sem sakfelld var fyrir að hafa orðið kornabarni að bana í Bandaríkjunum, í tengslum við rannsókn á meintri misnotkun þeirra á styrktarsjóði sem settur var á laggirnar til að greiða fyrir málsvörn Woodward. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 761 orð

Forsetinn hvetur til sátta um frekari virkjunarframkvæmdir

NÝORTUR lofsöngur og hefðbundin ávörp voru á dagskrá í stöðvarhúsinu að Sultartanga í gær, er lagður var hornsteinn að virkjuninni þar. Að athöfn lokinni var virkjunarsvæðið skoðað og síðan þáðu gestir veitingar í Árnesi, þar sem Steinþór Gestsson á Hæli ávarpaði gesti. Í ávarpi sínu hnykkti hr. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fullorðinsmót Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagsins. Boðið er upp á skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Fimmta fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 19. maí kl. 20. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Monrad-kerfi. Tefldar verða 10 mínútna skákir. Engin þátttökugjöld eru í fullorðinsmótum Hellis. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Gengið um Ástjarnarsvæðið

FJÓRÐA gönguferð vorsins á vegum Grænu smiðjunnar verður sunnuaginn 16. maí. Þá verður gengið um Ástjarnarsvæðið við Hafnarfjörð undir leiðsögn Trausta Baldurssonar og Guðríðar Þorvarðardóttur. Gangan hefst klukkan 13.30 og boðið er upp á rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 13 fyrir þá sem vilja. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 271 orð

Grafið undan stöðu Bandaríkjanna og Bretlands

ÓTTAST er, að verulega hafi verið grafið undan stöðu og styrk Bandaríkjanna og Bretlands sem kjarnorkuvelda með þjófnaði á háleynilegum skjölum í bandarískri rannsóknastöð. Kom þetta fram í fréttum BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 72 orð

Gúmmíkúlnahríð á Vesturbakka

ÍSRAELSKIR hermenn skutu í gær gúmmíhúðuðum kúlum og táragasi að Palestínumönnum, sem auknum byggingarframkvæmdum gyðinga á Vesturbakkanum. Hafa þeir síðastnefndu lagt undir sig ný svæði þar að undanförnu en þeir óttast, að slík útþensla verði stöðvuð beri Ehud Barak, frambjóðandi Verkamannaflokksins, Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 462 orð

Gögn í Alger Hissmálinu gerð opinber

BANDARÍSKUR alríkisdómari úrskurðaði á fimmtudag að gera skyldi opinber gögn sem notuð voru í hinu umtalaða Alger Hiss-njósnamáli fyrir hálfri öld síðan. Hiss, sem var fyrrverandi starfsmaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, var dæmdur fyrir njósnir á vegum Sovétríkjanna í víðfrægum réttarhöldum árið 1950 en alla tíð síðan hefur nokkur vafi þótt leika á því hvort Hiss var sekur. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Hafa rétt til þess að áfrýja

BANDARÍSK stjórnvöld hafa lagt fram tilkynningu um rétt til áfrýjunar, vegna dóms sem kveðinn var upp í máli Eimskipafélags Íslands gegn Bandaríkjaher í byrjun febrúar. Í dómnum segir að hnekkja beri þeirri ákvörðun Bandaríkjahers að ganga að tilboðum TransAtlantic Lines og Atlantsskipa um sjóflutninga fyrir varnarliðið. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Hallbeck í Horninu

MARIT K. Hallbeck opnar málverkasýningu í Galleríi Horninu í dag, laugardag, kl. 16. Þetta er hennar fyrsta sýning hér á landi. Myndirnar á sýningunni eru olíumálverk á léreft og tilraunir gerðar með sandi. Flest verkin eru máluð í vinnustofu listakonunnar í Tromsö, í vetrardimmu Norður- Noregs. Sýningin stendur til 18. júní. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Handavinnusýning í Hvassaleiti 56­58

HANDAVINNUSÝNING Félagsstarfs aldraðra í Hvassaleiti 56­58 verður haldin sunnudaginn 16. og mánudaginn 17. maí frá kl. 13­17 báða dagana. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið sl. vetur. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

"Harmar lítilsvirðingu"

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Verkalýðsfélaginu Víkingi: "Félagsfundur í verkalýðsfélaginu Víkingi 12. maí harmar þá lítilsvirðingu sem kjarasamningum verkafólks hefur verið sýnd með hækkunum launa í ýmsum starfsgreinum langt umfram gerða kjarasamninga. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hjóladagur á Seltjarnarnesi

SLYSAVARNADEILD kvenna á Seltjarnarnesi í samvinnu við lögregluna og björgunarsveitina Albert stendur fyrir hjóladegi laugardaginn 15. maí kl. 11 á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Lögreglan skoðar hjólin, slysavarnakonur athuga hjálma og björgunarsveitin verður með hjólaþrautir. Hjólaður verður hringur með lögregluna í broddi fylkingar. Þá fá allir hressingu, Frissa fríska og prins póló. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Hornsteinn lagður að Sultartangavirkjun

GESTIR streyma að stöðvarhúsinu að Sultartanga, þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti lagði hornstein að virkjuninni í gær. Í ávarpi sínu við athöfnina hvatti Ólafur Ragnar menn til að huga vel að breyttu verðmætamati, þar sem óspillt náttúra kynni að verða meira metin á komandi öld en nú. Því bæri að íhuga vel frekari virkjunarframkvæmdir. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hönnunarog handverkssýning KÍ

NEMENDUR við smíðaval Kennaraháskóla Íslands halda sýningu á vinnu sinni í Listgreinahúsi skólans í Skipholti 37 í Reykjavík á laugardag og sunnudag kl. 13­17. Á sýningunni verða einkum nytjahlutir. Lögð er áhersla á listræna hönnun, fallegt handbragð og nýjar áherslur í kennslu samkvæmt námskrá grunnskólans. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 469 orð

Innihélt "óhróður, ósannindi og dylgjur"

LÖGMAÐUR Framsóknarflokksins óskaði eftir því í gær með formlegum hætti, fyrir hönd flokksins og formanns hans, Halldórs Ásgrímssonar, að Íslandspóstur hf. upplýsi hvaða einstaklingur kom fyrir kosningar með bækling til dreifingar hjá fyrirtækinu og í umboði hvers, þar sem vegið var að Halldóri og fleiri aðilum. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1088 orð

Íslenskir bankamenn komu upp um fjársvikatilraunirnar

EFNAHAGSBROTADEILD Ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar mál, sem varðar skjalafals og tilraun til alvarlegra fjársvika, þar sem útlendir aðilar reyndu með skipulögðum hætti að svíkja um 66 milljónir króna út úr þremur íslenskum fyrirtækjum sama daginn, síðastliðinn miðvikudag. Meira
15. maí 1999 | Landsbyggðin | 314 orð

Jón Páll Halldórsson gerður að heiðursfélaga

Ísafirði-Jón Páll Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri á Ísafirði, var gerður að heiðursfélaga Styrktarsjóðs verzlunarmanna í Ísafjarðarbæ á aðalfundi hans sl. mánudag. Sjóðurinn er elsta formlega félag á Ísafirði sem enn starfar, verður 109 ára næsta vetur, en nafn hans og tilgangur hafa tekið breytingum í samræmi við þarfir nýrra tíma. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, með þátttöku 50 ára fermingarbarna. Kór Laugarneskirkju kemur í heimsókn og syngur í messunni. Organisti er Gunnar Gunnarsson. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17 sama dag. Morgunbæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömumorgunn, grillað í Kjarnaskógi á miðvikudag, 19. maí. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

KK og Magnús í Ólafsfirði

KRISTJÁN Kristjánsson, KK og Magnús Eiríksson héldu tónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði síðasta miðvikudagskvöld. Þeir voru vel sóttir og tókust frábærlega vel að sögn gesta. Eru þessir tónleikar liður í tónleikaferðalagi KK, en hann hefur verið á ferðinni um landið undanfarna daga og fengið góða aðsókn. Meðal annars komu 40 manns á tónleika hans í Grímsey. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Klemmdist milli krana og vinnupalls

KARLMAÐUR var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir vinnuslys við borholu á Nesjavöllum síðdegis í gær. Hann hlaut brjóstáverka en er ekki talinn alvarlega slasaður. Verið var að hífa vinnupalla upp á bíl með krana er slysið varð og er talið að eitthvað hafi farið úrskeiðis við hífinguna með þeim afleiðingum að maðurinn klemmdist á milli kranans og pallsins. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Knattspyrnudagar á Akranesi

KNATTSPYRNUFÓLK á Akranesi gerir sér dagamun í dag, laugardag, og mun stjórn Knattspyrnufélagsins kynna starfsemi félagsins með margvíslegum hætti. Dagskráin hefst kl. 13 með aðalfundi stuðningsmannafélagsins ÍA vina og þar mun starfsemi félagsins í sumar verða kynnt auk venjulegra aðalfundarstarfa. Kl. 14 hefst almennur félagsfundur í Knattspyrnufélagi ÍA. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kynning á verkefnum nemenda

OPIN kynning á verkefnum nemenda Viðskiptaháskólans verður haldin mánudaginn 17. maí, þriðjudaginn 18. maí og miðvikudaginn 19. maí í þingsölum 101 og 201 í húsnæði skólans, Ofanleiti 2, Reykjavík. Vinna nemenda hófst eftir áramót og lýkur með þessari kynningu. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Laun almenns verkafólks hækki um 30%

FUNDUR stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem haldinn var miðvikudagskvöldið 11. maí, fagnar því að nú skuli hafa verið gert lýðum ljóst hvaða svigrún ríkisstjórnin telur vera til launahækkana án þess að stöðugleika í efnahagslífi sé stefnt í hættu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Leikskólakennarar að yfirgefa BSRB

REIKNAÐ er með að tillaga um allsherjaratkvæðagreiðslu um úrsögn Félags íslenskra leikskólakennara úr BSRB verði samþykkt á fulltrúaráðsfundi félagsins í dag. Jafnframt er búist við að samþykkt verði að láta samhliða fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um aðild að nýju kennarasambandi sem er verið að stofna. Meira
15. maí 1999 | Landsbyggðin | 94 orð

Léku körfubolta í sólarhring

Hrunamannahreppi-Um 30 nemendur í 10. bekk Flúðaskóla léku körfubolta í 24 tíma um síðustu helgi. Þau voru að safna peningum fyrir skólaferðalag. Mörg fyrirtæki og einstaklingar hétu á þau og söfnuðu þessir ungu og efnilegu íþróttamenn um 70 þúsund krónum. Nemendur í 10. bekk Flúðaskóla eru 36, þau eru úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum og af Skeiðum. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Lokaáfangi Selvogsgöngu

SJÖTTA ferð ársins í þjóðleiðasyrpu Ferðafélagsins og þriðji og síðasti áfangi Selvogsgöngu verður genginn sunnudaginn 16. maí í samvinnu við Ferðafélag Íslands og Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Lægsta tilboði frá SJS-verktökum tekið

BÆJARRÁÐ hefur ákveðið að taka tilboði frá SJS-verktökum í byggingu skautahallar á Krókeyri, svæði Skautafélags Akureyrar, en frávikstilboð frá fyrirtækinu var það lægsta sem barst. Alls bárust fjögur tilboð í bygginguna, frá SJS-vertökum upp á tæplega 193 milljónir, Ármannsfelli upp á 268 milljónir, Arnarfell bauð 244 milljónir og Ístak 276, Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Mótmælir vaxandi launamun milli stétta

STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar hefur sent frá sér ályktun þar sem hún segist mótmæla harðlega sífellt vaxandi mun á kaupi og kjörum verkafólks miðað við flestar aðrar hærra launaðar stéttir þjóðfélagsins. "Einungis á tveimur árum hafa laun verkafólks dregist verulega aftur úr. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Myndatökur við Jökulsárlón

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jónasi Runólfssyni formanni og Eysteini Péturssyni gjaldkera, fyrir hönd Sameigendafélagsins Fells: "Vegna umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið m.a. um athafnasemi og myndatökur í landi jarðarinnar Fells þ.m.t. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Nesstofusafn opið á ný

NESSTOFUSAFN verður opnað eftir vetrarlokun laugardaginn 15. maí. Eins og undanfarin ár verður safnið opið yfir sumarmánuðina á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13­17. Nesstofusafn er lækningaminjasafn. Þar gefur að líta muni tengda sögu heilbrigðismála á Íslandi síðustu aldirnar. Safnið er til húsa í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 294 orð

Notuð til að auðvelda aðgang að WTO?

DAGBLÖÐ kínverska kommúnistaflokksins sögðu í gær, að árás NATO-ríkjanna á kínverska sendiráðið í Belgrad væri liður í flóknu og víðtæku samsæri um að sundra Kína og valda þar upplausn og eyðileggingu. Þrátt fyrir stóryrðin bendir margt til, að kínverska stjórnin sé nú tilbúin til að taka aftur viðræður við Bandaríkjastjórn um ýmis hagsmunamál ríkjanna. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Nýr Renault Mégane frumsýndur

#NÝR Renault Mégane bíll verður kynntur í nýju húsi B&L að Grjóthálsi 1 á laugardag frá kl. 10­16 og sunnudag kl. 12­16. Renault Mégane er öruggasti bíllinn í sínum flokki samkvæmt öryggisprófunum NACP, og einnig var Mégne valinn öryggasti bíllinn af bílablaðinu NACP, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Opið hús á dýralæknastofu

DÝRALÆKNASTOFAN í Lyngási 18 í Garðabæ hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarna mánuði og hefur stofan verið stækkuð úr rúmum 70 fermetrum upp í tæpa 240 fermetra, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Opið hús á Elliðavatni

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hefur undanfarin ár unnið að undirbúningi þess að á Elliðavatni verði stofnað fræðasetur í steinhlöðnu íbúðarhúsi sem Benedikt Sveinsson lét byggja á árunum 1860­1862 en það hefur nokkuð sérsakt byggingarsögulegt gildi. Þess má geta að það er fæðingarstaður Einars Benediktssonar, þjóðskálds og athafnamanns. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Opinber fyrirlestur

DR. Jussi Hanhimäki, lektor við London School of Economics, flytur fyrirlestur mánudaginn 17. maí kl. 17.15 á vegum sagnfræðiskorar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um viðbrögð Vestur-Evrópubúa við uppgangi McCarthyismans í Bandaríkjunum á fyrri hluta 6. áratugarins og áhrif hans á samskipti Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu. Meira
15. maí 1999 | Landsbyggðin | 745 orð

Opnun Bláa lónsins seinkar

UM 100 manns vinna af fullum krafti við framkvæmdir á nýrri baðaðstöðu Bláa lónsins á Reykjanesi. Upphaflega átti að opna í lok mánaðarins, en því hefur nú verið seinkað fram í miðjan júní. Í raun má líkja framkvæmdasvæðinu við stórt baðkar sem búið er að taka tappann úr, því þar sem nú eru vinnuskúrar, malarhaugar, vörubílar og nýtt baðhús var áður lón í miðju hrauninu. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 286 orð

Patten í framkvæmdastjórnina

BREZKA ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að tilnefna Chris Patten, fyrrverandi ríkisstjóra Hong Kong, í embætti annars tveggja fulltrúa Bretlands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), að því er brezkir fjölmiðlar greindu frá í vikunni. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Reiðhjóladagur í samvinnu við kaupmenn á Laugavegi

LÖGREGLAN verður með reiðhjólaskoðun og Slysavarnafélag Íslands með fræðslu um öryggisbúnað tengdan hjólreiðum laugardaginn 15. maí kl. 13­14.30 við Laugaveg 77 bak við Landsbanka Íslands, Hverfisgötumegin. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Reyndu að svíkja út 66 milljónir króna

ÚTLENDIR aðilar reyndu með skipulögðum hætti að svíkja um 66 milljónir króna út úr þremur íslenskum fyrirtækjum sama daginn, síðastliðinn miðvikudag. Þeim tókst ekki ætlunarverk sitt vegna árvekni bankastarfsmanna en þeir frömdu fullframin skjalafalsbrot með því að falsa undirskriftir yfirmanna fyrirtækjanna m.a. og sendu bönkunum millifærslubeiðnir í nafni fyrirtækjanna. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Rolling Stones hættir við tónleika á Íslandi

ROKKHLJÓMSVEITIN Rolling Stones mun ekki halda tónleika hérlendis í næsta mánuði eins og til hefur staðið um talsvert skeið. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum tónleikanna, þeim Ragnheiði Hanson og Guðrúnu Kristjánsdóttur, segir að þessi ákvörðun hafi komið þeim í opna skjöldu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Rúmlega tvöfalt meira áhorf

PÁLL Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir að áhorf á fréttaþáttinn 19.20 hafi mælst rúmlega helmingi meira en hlustun á kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Halldóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri útvarpsins, sagði í Morgunblaðinu sl. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1319 orð

Saklaust fórnarlamb NATO

NÝ VIÐMIÐ eru nú notuð í Búlgaríu þegar tími er annars vegar. Annars vegar er miðað við ástandið fyrir Kosovo-stríðið og hins vegar eftir að það hófst. Áður en stríð hófst í Júgóslavíu gátu Kostov forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hreykt sér af því að hafa hreinsað til eftir óstjórn fyrrverandi ríkisstjórnar sósíalista í landinu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Samiðn hættir í miðstjórn ASÍ

MIÐSTJÓRN Samiðnar hefur samþykkt að fulltrúar sambandsins dragi sig í hlé og hætti að mæta á fundi miðstjórnar og skipulagsnefndar ASÍ. Þessi ákvörðun nær til Finnbjarnar Hermannssonar, formanns Samiðnar, Arnars Friðrikssonar, formanns Félags járniðnaðarmanna, og Hákonar Hákonarsonar, formanns Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 734 orð

Sammála stefnumörkun NATO

RÁÐSTEFNA um Atlantshafsbandalagið er haldin í dag í tilefni af því að í vor voru fimmtíu ár liðin frá stofnun bandalagsins. Það eru Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, sem er félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sem standa að þessari ráðstefnu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Segir að frekara mat sé nauðsynlegt

SKIPULAGSSTOFNUN hefur lokið mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á hringvegi milli Smyrlabjargaár og Staðarár í Suðursveit. Niðurstaða skipulagsstjóra skiptist í tvo hluta því framkvæmdinni er skipt í tvo áfanga, en skipulagsstjóri fellst á fyrri áfanga en ekki hinn síðari. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Skattamálin hjá yfirskattanefnd

SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI hefur falið yfirskattanefnd að úrskurða um skattamál Hrannars Björns Arnarssonar, sem skipaði 3. sæti Reykjavíkurlistans í síðustu borgarstjórnarkosningum. "Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu skattrannsóknarstjóra og þann farveg sem málið er komið í," sagði Hrannar Björn í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 275 orð

Stjórnarsáttmáli undirritaður í Skotlandi

LEIÐTOGAR Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata í Skotlandi undirrituðu í gær stjórnarsáttmála og hefur því samsteypustjórn flokkanna tveggja formlega tekið við völdum í Skotlandi, en kosið var á nýtt heimastjórnarþing í síðustu viku. Frjálslyndir fá tvö ráðherrasæti en að öðru leyti er heimastjórnin skipuð fulltrúum Verkamannaflokksins. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tal með samning við Kanada

TAL hefur gert samning um notkun GSM-síma í Kanada og var opnað fyrir notkun þeirra í gær. Tal er fyrsta íslenska farsímafyrirtækið sem býður upp á notkun GSM-síma í Kanada. Samningurinn er gerður milli Tals og Microcell Connexions Inc. Það býður þjónustu í öllum helstu borgum Kanada, t.d. Calgary, Montreal, Winnipeg, Toronto og Vancouver. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Tekin með 300 e-töflur og tæp 200 grömm af amfetamíni

TÆPLEGA þrítug hollensk kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. júlí í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglustjórans í Reykjavík fyrir að hafa reynt að smygla 300 e-töflum og tæpum 200 grömmum af amfetamíni til landsins við komu sína frá Amsterdam á miðvikudagseftirmiðdag. Fíkniefnin hafði konan falið inni í líkama sínum , en þau fundust við leit tollgæslu. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tekinn á 146 km hraða

LÖGREGLAN á Blönduósi tók 19 ára gamlan ökumann á 146 km hraða á Norðurlandsveginum í V- Húnavatnssýslu í gær. Mun hann að öllum líkindum missa ökuleyfi sitt, að sögn lögreglunnar. Rammt kvað að hraðakstri í umdæmi Blönduósslögreglunnar í gær, en á tæplega þriggja klukkustunda tímabili síðdegis voru 11 ökumenn stöðvaðir á Norðurlandsveginum á 110­146 km hraða. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tilboð hjá Stillingu

STILLING, Skeifunni 11, efnir til ferðahelgar þar sem ýmsar vörur í bílinn og verkfæri verða á tilboði. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé einstakt tækfæri til að kaupa ferðakassa, toppgrindur, gasgrill, verkfæri, borvélar, hjólkoppa og margt fleira á góðu verði. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Tveir Íslendingar fara til Albaníu í maí

RAUÐI kross Íslands sendir tvo nýja starfsmenn til hjálparstarfa í Albaníu í þessum mánuði og munu þeir taka þátt í aðstoð Alþjóða Rauða krossins við flóttafólkið frá Kosovo. Annar þeirra, Jón Hafsteinsson bílstjóri, leggur af stað í dag og verður hlutverk hans að aka með hjálpargögn, svo sem teppi, matvæli og hreinlætisvörur, til flóttamannabúðanna í Albaníu, en hinn, Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Tvöfalt maraþonhlaup

EIÐUR Aðalgeirsson, 44 ára Húsvíkingur búsettur í Hafnarfirði, ætlar sér að hlaupa a.m.k tvöfalt maraþonhlaup, sem er rúmlega 84 km. Hann ætlar að hlaupa frá Reykjanesvita og áleiðis til Þingvalla, en hlaupið hefst klukkan 9 í dag. Tilgangur hlaupsins er að safna áheitum til styrktar heimilislausum börnum á Indlandi. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Unnið hörðum höndum að því að bjarga Aldini

ÞORGEIR Hlöðversson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga, segir það lykilatriði að viðhalda því atvinnustigi og þeirri uppbyggingu atvinnulífs sem Kaupfélag Þingeyinga stóð fyrir í sýslunni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fengu starfsmenn fyrirtækisins Aldins hf., sem KÞ á um 30% hlut í, laun sín ekki greidd í gær. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Uppboð og hátíð í Ölfushöll

VIÐSKIPTANETIÐ hf. heldur vöruuppboð og fjölskylduhátíð í Ölfushöllinni Ingólfshvoli, Ölfusi, laugardaginn 15. maí. Húsið verður opnað 10.30 fyrir þá sem vilja skoða uppboðsmuni. Uppboðið verður formlega sett kl. 13 af sveitarstjóra Ölfushrepps. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Útför Gunnars Guðmundssonar

ÚTFÖR prófessors Gunnars Guðmundssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Prestur var séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, Schola Cantorum söng, organisti var Hörður Áskelsson, Szymon Kuran lék á fiðlu og Vilhjálmur Guðjónsson á saxófón. Líkmenn voru, frá vinstri: Jónas Hallgrímsson, Ásgeir B. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Útskriftartónleikar

ELVÝ G. Hreinsdóttir mezzósópran syngur íslensk og erlend sönglög við undirleik Dórótheu D. Tómasdóttur píanóleikara í Freyvangi, Eyjafjarðarsveit annað kvöld, sunnudagskvöldið 16. maí, kl. 2.30. Um er að ræða 8. stigs tónleika vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Elvý lauk 8. stigi frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir ári, en tónleikarnir eru lokaþáttur námsins. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 375 orð

Vatnavextir í Rín

MIKLIR vatnavextir ofarlega í ánni Rín urðu til þess að loka þurfti fyrir allri skipaumferð á um tvö hundruð kílómetra svæði milli Basel við landamæri Sviss og Þýskalands og borgarinnar Mannheim í Þýskalandi í gær. Flóðin voru talin stafa af miklum rigningum og bráðnandi snjó í svissnesku Ölpunum en Rín er ávallt lokað fyrir skipaumferð þegar vatnshæð í ánni nær yfir 7,5 metra. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Vekja athygli á umferðarmálum

UMFERÐARÖRYGGISFULLTRÚAR verða starfandi í sumar á vegum Umferðarráðs og Slysavarnafélags Íslands eins og undanfarin tvö sumur. Þeir verða á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Hlutverk þeirra er að vekja athygli á umferðarmálum og hvetja sem flesta til að leggja þeim lið heima í héraði. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

"Verslunin Veiðimaðurinn ekki starfandi"

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn verslunarinnar Veiðimannsins: "Í morgunblaðinu þann 13.5. 1999 birtist frétt, sem er efnislega röng. Þar segir að Verslunin Veiðimaðurinn sé í eigu Bráðar ehf. Verslunin Veiðimaðurinn er í eigu Veiðimannsins ehf. Bráð ehf. tók verslunina á kaupleigu með 10 ára samningi. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli

VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í gær er flugmaður tveggja hreyfla flugvélar af gerðinni Piper Aztec tilkynnti hugsanlega bilun í lendingarbúnaði vélarinnar. Ljós sem sýna að lendingarhjól séu komin niður og læst kviknuðu ekki í mælaborði vélarinnar og lét flugmaðurinn því vita hvers kyns var. Atvikið átti sér stað klukkan 17. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Vilja ljúka samningum sem fyrst

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, í Pétursborg í Rússlandi og sagði Halldór að það væri vilji beggja aðila að ljúka sem fyrst samningum um samstarf Íslendinga og Rússa á sviði sjávarútvegsmála. "Við ræddum um Smugusamkomulagið og væntanlegan sjávarútvegssamning milli Íslands og Rússlands. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1563 orð

Víkingar í hlutverki Netsins fyrir þúsund árum Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í síðasta mánuði ræðu í

ÉG VIL þakka Connie Newman, ritara Smithsonian-stofnunarinnar og [Robert] Fri framkvæmdastjóra og öllum þeim sem viðkoma stofnuninni fyrir linnulaus störf við að "halda liðinni tíð í heiðri og setja okkur framtíðina fyrir sjónir". Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vorsýning í Gullsmára

VORSÝNING eldri borgara í Kópavogi verður í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, helgina 15. og 16. maí. Laugardaginn 15. maí hefst sýningin kl. 13.30 með ávarpi forstöðumannsins, Sigurbjargar Björgvinsdóttur. Að því loknu verður skemmtidagskrá þar sem stutt atriði úr Smellinum ­ lífið er bland í poka verður fyrst á dagskrá. Það er Margrét Bjarnadóttir sem stjórnar. Meira
15. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 282 orð

Þrennir útskriftartónleikar um helgina

FJÓRIR nemar við Tónlistarskólann á Akureyri ljúka prófi frá skólanum á þessu vori. Þrír þeirra verða með útskriftartónleika um helgina og einn síðar. Vilhjálmur Sigurðarson trompetleikari heldur útskriftartónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 14. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 473 orð

Þriggja mánaða verðbólguhraðinn ekki jafnmikill í fimm ár

VERÐBÓLGUHRAÐI síðustu þriggja mánaða hefur ekki verið jafnmikill í rúm fimm ár eða frá því í októbermánuði árið 1993 þegar þriggja mánaða hækkun neysluverðsvísitölunnar umreiknuð til árshækkunar mældist 7,6%. Síðan þá hefur þriggja mánaða verðbólguhraðinn mestur orðið 5% í október 1995, þar til nú að hann mælist 6,2%, samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs í maímánuði. Meira
15. maí 1999 | Erlendar fréttir | 395 orð

Þroskaðri og sterkari flokkur

ÞÝZKIR Græningjar, sem standa ásamt jafnaðarmönnum að þýzku ríkisstjórninni, stóð í gær að flestra mati uppi sem þroskaðri og sterkari stjórnmálaflokkur, eftir hávaðasamt átakaflokksþing í Bielefeld á fimmtudag þar sem róttækir andstæðingar hernaðaraðgerða Atlantshafsbandalagsins í Júgóslavíu voru kveðnir í kútinn og hugsanlegri upplausn ríkisstjórnarsamstarfsins þar með afstýrt. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 631 orð

Örfá tilvik greidd á undanförnum árum

SIGLINGANEFND Tryggingastofnunar, sem styrkir læknisaðgerðir á Íslendingum á erlendri grundu, getur samþykkt erindi sem berast eftir að ferð hefur verið farin, að því tilskildu að öll málsatvik séu ljós að mati nefndarinnar og kostnaður innan eðlilegra marka. Meira
15. maí 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Valdimar KristinssonSænskur sigur í Skeifukeppninni SIGURINN í keppninni um Morgunblaðsskeifuna á Hólaskóla kom í hlut sænsku stúlkunnar Söndru Maríu Marin en lokaþáttur keppninnar fór fram á uppstigningardag. Hlaut hún 8,49 í einkunn. Meira

Ritstjórnargreinar

15. maí 1999 | Staksteinar | 342 orð

Mælikvarðar á tekjuskattskerfið

"MEGINMARKMIÐ tekjuskatta eru tvíþætt," segir í grein í Vinnunni, málgagni ASÍ, "annars vegar tekjuöflun fyrir ríkissjóð og hins vegar tekjujöfnun milli þegnanna. Verkalýðshreyfingin telur tekjujöfnunina vera mjög mikilvægt markmið. Því eru ekki allir sammála og telja að tekjuöflun sé eina takmark skattheimtunnar. Meira
15. maí 1999 | Leiðarar | 669 orð

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands Íslands, sem haldinn var nú í vikunni, samþykkti sameiningu tvennra félagasamtaka atvinnuveitenda, Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, sem upphaflega var Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Meira

Menning

15. maí 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Anna Jóa sýnir í Listvangi

NÚ stendur yfir málverkasýning Önnu Jóa í galleríi Listvangi, Laugavegi 170, 3. hæð, en það er gallerí verðbréfafyrirtækisins Fjárvangs. Til sýnis eru 12 ný verk auk myndraðar sem hún sýndi nýlega í Slunkaríki á Ísafirði. Anna Jóa hefur lokið sex ára listnámi í Reykjavík og París. Hún er nú á leið til St. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 153 orð

Austin Powers gert að halda sig á mottunni

Austin Powers gert að halda sig á mottunni KVIKMYNDAEFTIRLITIÐ í Singapore hefur gert athugasemd við "dónalegt" orðalag í myndinni Austin Powers. Í kjölfar þess hafa breytingar verið gerðar og í stað undirtitilsins "The Spy Who Shagged Me" er nú "The Spy Who Shioked Me", samkvæmt dagblaðinu Straits Times. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 73 orð

Burtfararpróf Eyjólfs Eyjólfssonar

EYJÓLFUR Eyjólfsson heldur flaututónleika í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum, í dag, laugardag kl. 17. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs í þverflautuleik. Ingunn Hildur Hauksdóttir leikur með Eyjólfi á píanó. Á efnisskránni eru Sónata í h- moll eftir J.S. Bach, Grande Sonate concertante eftir Friedrich Kuhlau, Sónatína eftir O. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1441 orð

Engin poppdúkka sjöunda áratugarins

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður fjallar um Dusty Springfield og nýlega safnplötu með helstu lögum hennar. 2. MARS síðastliðinn tapaði söngkonan Dusty Springfield lokabaráttu sinni við brjóstakrabbamein, sem hún hafði barist við síðastliðin fimm ár. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Fjölbrautaskóli Suðurlands

15. maí 1999 | Skólar/Menntun | 253 orð

Geta allir lært réttritun?

Geta allir lært réttritun? VETURINN 1994 til 1995 gerði dr. Ragnheiður Briem kennslufræðingur könnun á námsárangri í réttritun hjá fyrsta árs nemum í Menntaskólanum í Reykjavík. Fjöldi nemenda, sem tóku þátt í allri könnuninni, var um 280. Í Lestrarmiðstöð KHÍ höfðu 17 þeirra um haustið greinst með mismunandi alvarleg einkenni dyslexíu, þ.e. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 245 orð

Gospel á Grænlandi

MARGRÉT Pálmadóttir, stjórnandi Gospelsystra, nýjasta blóms í garði Kvennakórs Reykjavíkur, söng í Nuuk á Grænlandi nýverið og fékk lofsamlega dóma. Norræni kvennakórinn í Nuuk er skipaður fjölda kvenna búsettra á Grænlandi en á rætur sínar að rekja til Kvennaráðstefnunnar í Turku á Finnlandi árið 1994. Meira
15. maí 1999 | Skólar/Menntun | 84 orð

Heimsókn á Morgunblaðið

HÓPUR 26 nemenda úr 9. bekk frá Steinerskolen í Þrándheimi í Noregi heimsótti Morgunblaðið nýlega. Með þeim voru tveir kennarar og tveir foreldrar. Steinerskólinn er byggður upp á sama hátt og Waldorf-skólarnir og eru angi af þeirri skólastefnu. Krakkarnir voru hér í sex daga og heimsóttu m.a. Meira
15. maí 1999 | Margmiðlun | 384 orð

IBM vinnur með Nintendo

MIKIÐ stríð er í uppsiglingu á leikjatölvumarkaði; skammt er í að Sega sendi Dreamcast á markað á Vesturlöndum og eftir rúmt ár kemur PlayStation II frá Sony. Minna hefur verið látið með Nintendo, en þar á bæ hyggjast menn senda frá sér nýja vél innan tíðar sem skáka á báðum vélunum sem áður eru nefndar. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 591 orð

"Ich bin ein Berliner"

HELSTU tíðindi vikunnar sem er að líða voru að sjálfsögðu alþingiskosningarnar og þær umræður, sem hafa orðið í fjölmiðlum síðar um væntanlega og sjálfsagða stjórnarmyndun. Tilvist flokka byggir öðrum þræði á því að ná nægu fylgi til að geta myndað ríkisstjórn. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 75 orð

Indjánalist í Galleríi Geysi

Í GALLERÍI Geysi, Hinu Húsinu v/Ingólfstorg, mun Dante opna málverkasýningu í dag, laugardag, kl. 16. Dante á uppruna sinn að rekja til Osage-ættbálksins í Oklahoma, Bandaríkjunum. Verk Dante endurspegla ólíka menningarheima, hinn vestræna heim og heim frumbyggja Norður-Ameríku. Sýningin í Galleríi Geysi stendur til 30. maí og er opin mánud.- fimmtud. frá kl. 8­22. Föstudaga frá kl. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 69 orð

Lopez kynnir nýju plötuna

LEIKKONAN Jennifer Lopez er að kynna nýju plötuna sína, "On the 6" víða og á miðvikudaginn var hún stödd í Madrid, höfuðborg Spánar, til að kynna afurðina. Leikkonan, sem hefur vakið athygli fyrir góðan leik að undanförnu, Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 118 orð

Maraþontónleikar í Félagsheimili Kópavogs

250 NEMENDUR úr Kársnes- og Þinghólsskóla syngja á maraþontónleikum í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 15. maí. Sungið verður frá kl. 9 að morgni til kl. 19 að kveldi. Fram koma fimm kórar, Litli kór Kársnesskóla, Stúlknakór og Drengjakór Kársnesskóla, Barnakór Kársness og Skólakór Kársness. Yngstu kórsöngvararnir eru 8 ára og þeir elstu 16. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Myndlistarsýning í Kirkjuhvoli

MYNDLISTARSÝNING á vegum Félagsstarfs aldraðra í Garðabæ, verður opnuð í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag, laugardag, kl. 13. Á sýningunni eru málverk, glerlist, leirlist og keramik. Sýningin verður opin frá kl. 13­17 til og með fimmtudeginum 20. maí. Meira
15. maí 1999 | Margmiðlun | 276 orð

Need for Speed endurbættur

EINN vinsælasti akstursleikur allra tíma í PC-heimum er Need for Speed, sem komið hefur út í þremur útgáfum. Síðasta útgáfa leiksins þótti standast samjöfnuð við flesta akstursleiki í leikjatölvum og enn á að bæta við í næstu útgáfu af leiknum sem væntanleg er með haustinu. Need for Speed III þótti með bestu leikjum síðasta árs og var einnig í hópi vinsælustu leikja ársins. Meira
15. maí 1999 | Leiklist | 737 orð

Niðurtalning hjálparfrumna í New York

Höfundur tónlistar og texta: Jonathan Larson. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Dansahöfundur: Aletta Collins. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Hljóðstjórn: Ívar Ragnarsson og Sveinn Kjartansson. Meira
15. maí 1999 | Skólar/Menntun | 215 orð

Nýjar bækur

ÞRIÐJI árgangur af Ritmennt, ársriti Landsbókasafns Íslands ­ Háskólabókasafns, er nýkominn út. Í ritinu er rúmlega tugur greina og frásagnarþátta. Má ætla að einna mest nýjung þyki að grein þar sem bandarískur prófessor, Dick Ringler, lýsir því strembna viðfangsefni að þýða ljóð Jónasar Hallgrímssonar á ensku, Meira
15. maí 1999 | Skólar/Menntun | 1165 orð

Reynslusaga réttritunar kennara I Nemandi í þjálfun fækkaði stafsetningarvillum úr 100 í 44 á lokaprófi Dyslexíunemendur geta

Nemandi í þjálfun fækkaði stafsetningarvillum úr 100 í 44 á lokaprófi Dyslexíunemendur geta tekið jafnhröðum framförum í réttritun og aðrir Á stíðstýmum er nýugini oft hætuleg (les: Á stríðstímum er nýjungagirni oft hættuleg) Þegar við íslenskukennarar sjáum stafsetningu í þessum dúr þurfum við ekki að velkjast í vafa. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 641 orð

Síðasta útskrift MHÍ MYNDLIST

Opið frá kl. 14­18 til sunnudagkvölds 16 maí. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 600 krónur. ÞAÐ ERU mikil tímahvörf í sögu íslenzkrar myndmenntar er Myndlista- og handíðaskólinn, sem starfað hefur óslitið í 60 ár er lagður niður, en verður þess í stað deild í Listaháskóla Íslands. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 58 orð

Síðustu sýningar á Sex í sveit

SÍÐUSTU sýningar á Sex í sveit í Borgarleikhúsinu verða 15., 21. og 29. maí nk. Í fréttatilkynningu segir að Sex í sveit sé dæmigerður flækjufarsi þar sem margfaldur misskilningur vindur upp á sig. Leikendur eru: Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 851 orð

Sköpunarferlið er paradísarmissir

VYTAUTAS nam við listaakademíuna í Vilnius, og þegar á námsárunum var hann byrjaður að vinna við Þjóðleikhúsið og önnur atvinnuleikhús í landinu. Söngleikurinn Rent er fimmta verkefni Vytautasar fyrir Þjóðleikhúsið, en áður hannaði hann sviðsmynd og búninga í Mávinum, Don Juan, Þremur systrum og Hamlet, og nú seinast í Músum og mönnum fyrir Loftkastalann. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 182 orð

Stúlknaraddir í Keflavík

STÚLKNAKÓR Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í Frumuleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík í dag, laugardag, kl. 17. Þetta eru jafnframt vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík. Kórinn er nýkominn heim úr tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem hann tók þátt í kóramótinu American Sings í Washington D.C. 1. maí sl. ásamt 10.000 ungmennum frá Ameríku. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 44 orð

Stærsta landspendýrið?

Stærsta landspendýrið? FRANSKIR fornleifafræðingar hafa fundið í Pakistan leifar dýrs sem hefur að öllum líkindum verið stærsta landspendýr jarðarinnar fyrir 35 milljónum ára. Á myndinni sést samanburður á dýrinu og manneskju en samkvæmt fornleifafræðingunum var dýrið fimm metra hátt og sjö metrar á lengd. Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 78 orð

Söngskemmtun í Egilsstaðakirkju

SÖNGSKEMMTUN KÓRS félagsstarfs aldraðra í Reykjavík (KFAR) og kóra aldraðra á Héraði verður í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 16. maí kl. 15. KFAR verður á söngferðalag helgina 14.­16. maí og mun syngja fyrir Héraðsbúa og nágrenni ásamt kórum aldraðra á Héraði. KFAR skipa 48 konur og karlar og kemur fram sem blandaður kór, kvennakór (Hvannir) og karlakór (KKK). Meira
15. maí 1999 | Margmiðlun | 547 orð

Tilraunaútgáfa Quake III

BESTI tölvuleikur allra tíma er að margra mati Quake II, ekki síst fyrir það hversu frábær leikurinn er sem netleikur. Þrátt fyrir það þótti mörgum það óðs manns æði þegar framleiðandinn, iD Software, lýsti því yfir að næsta gerð Quake yrði aðeins netleikur. Skammt er síðan fyrstu kynningarútgáfurnar af Quake III Arena, bárust á Netið og mikil og vaxandi spenna fylgdi í kjölfarið. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 144 orð

Tískusýning með ljóðrænum blæ

Tískusýning með ljóðrænum blæ ÓHEFÐBUNDIN tískusýning var haldin í Listaklúbbi Leikhúskjallarans síðastliðinn mánudag. Hólmfríður Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Listaklúbbsins, Meira
15. maí 1999 | Menningarlíf | 46 orð

Tónleikar í Stykkishólmskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 16. Þar verða flutt verk eftir Allessandro Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Händel, Henry Purcell og Aldrovandini. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 271 orð

Tónlist í tilefni sumars

NÚNA um helgina stendur yfir músíkhelgi í Háskólabíói á vegum Hreyfimyndafélagsins. Sýndar verða kvikmyndirnar Jesus Christ Superstar, Hárið, Footloose og Dirty Dancing. Vilhjálmur Alvar Halldórsson hjá Háskólabíói segir að hugmyndin með Músíkhelginni sé að koma fólki í stuð fyrir sumarið og rifja upp lög og dansa fyrri ára. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Umfangsmikil fegurð

Umfangsmikil fegurð EF þú hrífst af leikkonunni Andy MacDowell og fyrirsætunni Claudiu Schiffer ættir þú að gera þér ferð til Berlínar þar sem risastór auglýsing með myndum af þeim blasir við hjá Kaiser-Wilhelm-minningarkirkjunni. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 445 orð

Uppgjör í undirheimum New York Frumsýning

KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna spennumyndina Belly með röppurunum Nas og DMX og söngkonunni T­Boz úr stúlknasveitinni TLC í aðalhlutverkum. Uppgjör í undirheimum New York Frumsýning Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 139 orð

Vandi ástarinnar Skuggamyndir (Portraits Chinois)

Leikstjórn: Martine Dugowson. Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter og Romane Bohringer. 106 mín.. Háskólabíó, apríl 1999. Aldurstakmark: 12 ár. HÉR segir frá vinahópi sem starfar að fatahönnun og kvikmyndagerð í París. Ástin er meginviðfangsefni myndarinnar og leitin að lífsförunauti í brennidepli. Meira
15. maí 1999 | Fólk í fréttum | 435 orð

Ævaforn matreiðslubók seld

Stutt Ævaforn matreiðslubók seld HEIMSINS elsta matreiðslubók seldist á uppboði í Swindon fyrir 10.000 pund á dögunum, að því er fram kemur í bresku dagblaði. Ritið var skrifað árið 1480 af ítölskum eðlisfræðingi að nafni Bartholomaeus Platina og hefur að geyma um 300 mataruppskriftir á latínu. Meira

Umræðan

15. maí 1999 | Aðsent efni | 937 orð

Að beita sér á viðeigandi hátt

Alexandertækni er aðferð, segir Þóra Gerður, til að kenna fólki að beita sér á viðeigandi hátt í leik og starfi, með sem minnstri spennu og mestri hagkvæmni. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 742 orð

Athugasemd við grein kaupmanns í kortastríði

Bankarnir hafa verið ötulir talsmenn þess, segir Finnur Sveinbjörnsson, að allt kapp verði lagt á að varðveita þann dýrmæta stöðugleika í efnahagsmálum sem ríkt hefur hér á landi um nokkurra ára skeið. Meira
15. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 234 orð

Eftir kosningar

ÞAÐ VAR sannarlega dapurlegt að sjá Halldór Ásgrímsson á sunnudagskvöldið 9. maí sl. ráðast á fréttamenn Sjónvarpsins fyrir að hafa spurt hann um gjafakvótaeign fjölskyldu hans í umræðuþætti nokkrum dögum fyrr. Að sjálfsögðu var það skylda fréttamannanna að gera slíkt í þessum þætti og framkoma Halldórs á sunnudagskvöldið eru hreinir ritskoðunartilburðir, sem ekki er hægt að sætta sig við. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 621 orð

Kanntu brauð að borða?

ÞAÐ ER ekki mikil hefð fyrir því að borða brauð á Íslandi. En það er mikil hefð fyrir því í löndum kringum okkur að brauð séu alveg ómissandi með mat og ekki er sá matsölustaður til að ekki sé brauð borið á borð. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 275 orð

Kínversk yfirvöld endurskoði afstöðu til mótmæla

Hin nýlegu mótmæli gegn sendiráðum aðildarríkja NATO í Kína minna á virkni námsmanna í Kína, segir í yfirlýsingu Amnesti International, en sýna jafnframt að mótmæli geta oft eingöngu farið fram með samþykki ríkisvaldsins. Meira
15. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 284 orð

LILLU-kórinn

ÞEGAR kvennakórar eða barnakórar syngja tandurhreint og túlka lög sín vel, þá dettur mér alltaf í hug englasöngur. Ég hefi fylgst með kórsöng á Íslandi í meira en hálfa öld: kirkjukórum, samkórum, karlakórum, barnakórum og einstaka uppákomum t.d. flutningi á ýmsum stórverkum tónbókmenntanna fyrr á öldinni sem er að líða. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 922 orð

"Læknamafían" styður Kára

Að svo miklu leyti sem íslenzk "læknamafía" er til, segir Jóhann Tómasson, fylkir hún sér að baki Kára og gagnagrunninum. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 922 orð

Samfylkingin vann

Mér er með öllu óskiljanlegt, segir Óskar Guðmundsson, hvað mönnum gengur til þegar þeir reyna að gera lítið úr árangri Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 631 orð

Skoðanakannanir og lýðræði

Eru upplýsingar um niðurstöður skoðanakannana á undan kosningum lýðræðisvirkar? spyr Erlendur Jónsson.Ýmislegt sýnist mér benda til þess, að svo sé ekki. Meira
15. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 697 orð

Skömm Íslands Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur: Í NÝLIÐINNI kosningabaráttu

Í NÝLIÐINNI kosningabaráttu barst málefni Júgóslavíu og vera okkar Íslendinga í Nato nokkrum sinnum í tal. Húmanistaflokkurinn ásamt fleiri framboðum fordæmdi þátttöku okkar í stríðsátökunum. Svör fulltrúa stjórnarflokkanna voru jafnan á eina leið. Meira
15. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 216 orð

Verkalýðurinn

HANN Björn Grétar Sveinsson minntist ekkert á það hvort stjórnarandstöðunni hefði verið kunnugt um nýjustu launahækkanir embættismanna. Þeir sem sitja í stjórnarandstöðu í næstu stjórn hafa kannski manndóm í sér til þess, að þiggja eitthvað minni launahækkanir, eða jafnvel ekki neinar, komi það öðrum til góða. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 354 orð

Æskan er samtíðin

Við stöndum í mikilli þakkarskuld við SÁÁ, segir herra Karl Sigurbjörnsson. Þess vegna hljóta allir að taka því vel þegar SÁÁ leitar liðsinnis okkar og Álfurinn góði knýr dyra. Meira
15. maí 1999 | Aðsent efni | 601 orð

Öryggismál smábáta

Gera verður þá kröfu til Siglingastofnunar, segir Jóhann Páll Símonarson, að hún stórauki eftirlit með þessum bátum og öðrum skipum. Meira

Minningargreinar

15. maí 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Björn Bjarnason

Afi Björn var góður maður. Hann var líka gáfaður maður. Það var sama hvað hann var spurður um, alltaf hafði hann svör á reiðum höndum, hvort sem um var að ræða stærðfræðilegar spurningar eða stjarnfræðilegar. Þessir eiginleikar, góðmennskan, gáfurnar og þolinmæðin, hafa án efa nýst honum vel í starfi sínu sem kennari og síðar skólameistari. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 445 orð

Björn Bjarnason

Genginn er góður maður, Björn Bjarnason stærðfræðingur. Björn kenndi um árabil í Menntaskólanum í Reykjavík og miðlaði fjölda ungmenna af næmum skilningi sínum og einlægum áhuga á kennslugrein sinni, stærðfræðinni. Árin 1961­1963 kenndi hann Z-bekknum í MR sem var blandaður bekkur pilta og stúlkna. Stúlkurnar voru þar í miklum meirihluta en þó ekki svo að þær næðu að fylla heilan bekk. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 809 orð

Björn Bjarnason

Á sjöunda áratug þessarar aldar hófst hér á landi menntunarsprenging, sem ekki sér enn fyrir endann á. Á þeim tíma lýsti hún sér einkum í stóraukinni ásókn ungmenna í nám til stúdentsprófs. Skólar þeir sem fyrir voru sprengdu af sér nemenda- og umsækjendafjöldann og stofna þurfti nýja skóla, mennta- og fjölbrautaskóla, hvern af öðrum, oft án mikils undirbúnings yfirvalda. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 1258 orð

Björn Bjarnason

Þegar Björn Bjarnason brautskráðist í stærðfræði úr Hafnarháskóla í ársbyrjun 1945 störfuðu hér á landi þrír menn með stærðfræði sem aðalgrein á háskólaprófi. Ólafur Daníelsson, þá kominn undir sjötugt, var sá brautryðjandi, er aldarfjórðungi fyrr hafði mótað stærðfræðideild Menntaskólans, Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 833 orð

Björn Bjarnason

Sennilega er góður kennari í raun mesti velgjörðarmaður í lífi manns næst á eftir foreldrum og ástvinum. Samskiptin geta staðið árum saman, og tengslin verða því sterkari, sem árin verða fleiri. Stundum þarf ekki árin til. Nemandinn lærir af kennaranum meira en það, sem í bókunum stendur. Kannski er nemandinn að læra kennarann sjálfan. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Björn Bjarnason

Fregnin um andlát Björns Bjarnasonar, fyrrverandi rektors Menntaskólans við Sund, vakti sorg en jafnframt hlýjar minningar í hugum fyrrverandi samstarfsmanna hans og nemenda. Björn Bjarnason varð rektor á öðru starfsári Menntaskólans við Tjörnina en það hét skólinn meðan hann var í Miðbæjarskólanum. Hann var rektor skólans frá 1970 til 1987 er hann lét af störfum. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason, mágur minn, lést 4. maí eftir erfið veikindi, sem hann bar af æðruleysi og tók með jafnaðargeði eins og honum var eiginlegt. Kynni okkar Björns eru orðin löng. Hann og Erla kona hans, systir mín, komu heim til Íslands frá Danmörku með Esjunni í júlí 1945. Höfðu þau þá bæði lokið háskólanámi. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 191 orð

BJÖRN BJARNASON

BJÖRN BJARNASON Björn Bjarnason fæddist í Bolungarvík 6. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Eiríksson, kaupmaður og útgerðarmaður, og kona hans Halldóra Benediktsdóttir. Hann var elstur fimm bræðra, nöfn hinna eru: Halldór f. 1920, látinn; Benedikt, f. 1925; Eiríkur, f. 1927; og Birgir. f. 1931. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Ester Sigurðardóttir

Nú erum við að kveðja tengdamóður mína Ester Sigurðardóttur frá Siglufirði. Þrátt fyrir háan aldur kom brottför hennar okkur öllum á óvart, hún hafði gengist undir aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar og allt lofaði góðu. Þá var eins og æðri máttarvöld gripu í taumana og lífið fjaraði út. Á sama árstíma og á sama sjúkrahúsi lést eiginmaður hennar árið 1987. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 227 orð

Ester Sigurðardóttir

Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig t.d. þegar ég var yngri og kom með rútunni norður til að vera um sumarið hjá þér og afa, sama hvað klukkan var, alltaf stóðstu í glugganum á Hvanneyrarbrautinni og beiðst eftir mér. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Ester Sigurðardóttir

Nokkur kveðjuorð, Ester mín, til að þakka þér góða viðkynningu öll þau ár sem við höfum átt saman. Þau kynni hófust er þið Steini fósturbróðir minn giftust. Alla tíð var gott samband á milli okkar og barnanna okkar. Eftir að ég flutti suður hittumst við reglulega annaðhvort á Siglufirði eða hér fyrir sunnan. Alltaf heimsóttir þú mig þegar þú komst suður og síðast hittumst við um jólin. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Ester Sigurðardóttir

Elsku amma og langamma. Andlát þitt bar óvænt að og við söknum þín mikið. Þótt þú værir orðin 86 ára varstu enn heilsuhraust, minnið óbrigðult og enn fórstu allra þinna ferða og þurftir ekki aðstoð við heimilishaldið. Það er sárt að fá ekki að kyssa þig og knúsa einu sinni enn og skrítið verður að heimsækja Siglufjörð í framtíðinni. Margs er að minnast og erfitt að koma því öllu í orð. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Ester Sigurðardóttir

Elsku mamma mín, ég vil minnast þín með þessum erindum: Krjúpum hljóð við hvílu þína klökk við heyrum dauðans óm, vekur rödd hans söknuð sáran svíður undan slíkum róm. Þegar byrstur kallar: komdu, kveðja verða börn og mann. Þarf að hlýða miklum mætti miskunn enga sýnir hann. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 242 orð

ESTER SIGURÐARDÓTTIR

ESTER SIGURÐARDÓTTIR Ester Sigurðardóttir fæddist 15. september 1912. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Ásgrímsdóttir, f. 22.9. 1876, d. 16.3. 1941, og Sigurður Sigurðsson, f. 10.7. 1869, d. 12.8. 1949. Systkini Esterar voru Guðrún Sigurðardóttir, d. 8. mars 1988; Ásgrímur, d. 5.4. 1988; Pétur, d. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Guðbjörg Svandís Jóhannesdóttir

Þú Guð sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Elsku amma, mig langar að skrifa nokkur orð til að þakka þér, allt já allt frá því ég man fyrst eftir mér, alltaf varstu þú til staðar tilbúin að hjálpa og gera allt fyrir mig til að mér liði sem best. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐBJöRG SVANDÍS JÓHANNESDÓTTIR

GUÐBJöRG SVANDÍS JÓHANNESDÓTTIR Guðbjörg Svandís var fædd í Vatnsdal í Patreksfirði hinn 29. júní 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl síðastliðinn. Útför Guðbjargar Svandísar fór fram frá Eyrarbakkakirkju 7. maí. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 525 orð

Guðmundur Kristmundsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast Guðmundar, bróður míns, sem andaðist 11. maí sl. eftir langvinn veikindi. Nú, þegar hann er allur, sækja fyrst og mest á hugann minningar frá uppvexti mínum um stóran bróður, sjö árum eldri, góðviljaðan og skilningsríkan. Þær minningar verða fæstar tjáðar hér eða á torg bornar. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 369 orð

Guðmundur Kristmundsson

Hrunamannahreppur er án efa ein af blómlegri sveitum landsins, þar stendur búskapur óvenju styrkum fótum á traustum og gömlum grunni. Það er óbilandi áhugi og dugnaður manna sem stundað hafa búskap sinn af miklum eldmóð er skapað hafa þetta samfélag. Nú er einn af sterkustu bústólpum þessarar sveitar genginn, móðurbróðir okkar, Guðmundur Kristmundsson í Skipholti. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 283 orð

GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON

GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON Guðmundur Kristmundsson fæddist 15. september á Kaldbak í Hrunamannahreppi 15. sept. 1930. Hann lést að heimili sínu Skiphoti 11. maí síðastliðinn. Foreldrar: Kristmundur Guðbrandsson, lengst bóndi á Kaldbak í Hrunamannahreppi, f. 1. maí 1897, d. 24. des. 1954, og kona hans, Elín Hallsdóttir, f. 12. júní 1896, d. 20. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Guðrún Ingólfsdóttir

Okkur langar að minnast móðursystur okkar, hennar Gunnu á Söndum eins og hún var ávallt kölluð af okkur systkinunum. Gunna frænka ólst upp í litla húsinu hennar ömmu í Hnífsdal eins og móðir okkar. Ung að árum fluttist hún suður með manni sínum, Jóni Hafliða Magnússyni, hófu þau búskap í Reykjavík en ekki leið á löngu þar til þau festu kaup á jörð á Suðurlandi, að Fornu-Söndum undir Eyjafjöllum. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 1395 orð

Guðrún Ingólfsdóttir

Ég vil með þessum ljóðlínum minnast elskulegrar systur minnar Guðrúnar Ingólfsdóttur. Guðrún var elst okkar systkinanna, var tólf ára gömul er ég fæddist. Sem títt var á þessum árum fóru unglingar snemma að heiman til að vinna fyrir sér og skildi þar leiðir okkar, í bili. Guðrún kynntist eiginmanni sínum Jóni Magnússyni (20.5. 1916 ­ 7.7. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 342 orð

Guðrún Ingólfsdóttir

Mig langar að senda hér nokkur kveðjuorð um nágrannakonu okkar Guðrúnu á Fornusöndum. Nú ertu búin að fá hvíldina Gunna mín. Það er gott til þess að hugsa að þú sért komin til hans Nonna þíns, sem þú elskaðir svo mikið. Og ekki óttaðist þú dauðann, því trú þín var mikil. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 564 orð

Guðrún Ingólfsdóttir

Það var snemma á 6. áratugnum að ung hjón fluttu úr Reykjavík austur fyrir fjall og festu sér jörðina Fornu-Sanda í V-Eyjafjallasveit til að hefja þar búskap og gerðust um leið nágrannar okkar, sem höfðum flutt frá Vestmannaeyjum nokkrum árum fyrr. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 208 orð

GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR

GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR Guðrún Ingólfsdóttir fæddist í Æðey við Ísafjarðardjúp 31. desember 1925. Hún andaðist 3. maí síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Jónsson, f. í Bolungarvík 11. desember 1900, d. 17. janúar 1969, og kona hans Guðbjörg Torfadóttir, f. í Asparvík á Ströndum 18. maí 1900, d. 8. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 635 orð

Hulda Sigurðardóttir

Góð kona er gengin. Lát hennar kom ekki á óvart enda lífsgangan orðin löng. Síðustu árin voru Huldu erfið vegna sjóndepru sem ágerðist uns hún blindaðist nær alveg. Við systur áttum samleið með Huldu í 56 ár. Við fráfall hennar rifjast upp margar ljúfar og góðar minningar sem verma hugann. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 302 orð

Hulda Sigurðardóttir

Farið hefur fram í kyrrþey útför Huldu að ósk hennar sjálfrar. Hulda er fædd í Ólafsvík, dóttir hjónanna Guðríðar Árnadóttur og Sigurðar Vigfússonar sjómanns. Ólst þar upp á ástríku heimili með þremur bræðrum, sem nú eru allir látnir, Árna, Friðrik og Guðmundi. Var hún næst yngst í þeim systkinahópi. Á kreppuárunum fluttist hún til Reykjavíkur eins og svo margt ungt fólk af landsbyggðinni. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 148 orð

HULDA SIGURÐARDÓTTIR

HULDA SIGURÐARDÓTTIR Hulda Kristjana Sigurðardóttir fæddist 17. júní 1910 í Ólafsvík. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 3. maí síðastliðinn. Foreldrar Huldu voru þau Sigurður Vigfússon, sjómaður, f. 20. júlí 1869, d. 20. febrúar 1946, og kona hans Guðríður Árnadóttir, f. 5. júlí 1874, d. 2. september 1944. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Jóhanna U. Erlingsson Indriðadóttir

Mín kæra systir er dáin eftir erfiða baráttu við vondan sjúkdóm. Ekki get ég í fáum orðum, svo vel sé, lýst þeim áhrifum sem systir mín hafði á mig. Því læt ég nokkra ljóðstafi duga. Á meðan köld nóttin hvílir yfir þráir garðurinn yl sólarinnar. Fiskarnir á fljótsbakkanum þrá að komast aftur út í vatnið. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 653 orð

Jóhanna U. Indriðadóttir Erlingson

Elsku hjartans Jóhanna mín. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin. Ég á bágt með að trúa því, ég vil helst ekki trúa því. Mér finnst eins og þú sért á ferðalagi og komir aftur seinna. Þú þarft bara smá hvíld til að safna orku og byggja þig upp síðan kemurðu aftur ­ ég trúi því. Ég er sannfærð um það, elsku Jóhanna mín, að á þessu ferðalagi líður þér vel. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 354 orð

Jóhanna U. Indriðadóttir Erlingson

Elsku Jóhanna frænka. Mig langar til að skrifa fáein kveðjuorð til þín sem ert farin frá okkur. Það var kominn tími á að skipta góðum leikmanni út, leikmanni sem hafði barist hetjulega en þurfti að fara að fá hvíldina sína. Þú varst óumræðilega stór, svo stór að oft sá ég ekki sjúkdóminn sem þú gekkst með. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 136 orð

Jóhanna U. Indriðadóttir Erlingsson

Það var harmafregn sem okkur vinunum barst þegar okkur var tilkynnt um lát Jóhönnu. þó svo að hún hafi átt við erfið veikindi að stríða síðustu ár þá bjuggumst við ekki við að svo fljótt mundi hún fara frá okkur. Það var í Menntaskólanum í Hamrahlíð sem við kynntumst henni, þegar hún og vinur okkar Gísli byrjuðu saman. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 522 orð

Jóhanna U. Indriðadóttir Erlingsson

Einhverra hluta vegna þá býst maður við eilífu lífi og að ekkert komi fyrir mann eða ástvini sína, það eru bara hinir sem verða fyrir áföllum á lífsleiðinni. En þannig virkar lífið ekki og að komast að því á svo sáran hátt er hræðilegt. Þú varst svo sterk alltaf og lést aldrei neitt á sjá og aldrei heyrði maður þig kvarta. Hvar þú fékkst allan þennan styrk veit ég ekki. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 30 orð

JÓHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR

JÓHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR Jóhanna Unnur Erlingson Indriðadóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1978. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 28. apríl síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Langholtskirkju 5. maí. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Jóhanna Unnur Indriðadóttir

Mér finnst skrítið að tvíburasystir mín sé dáin og það er söknuður í hjarta mínu, Sis. Þrátt fyrir söknuðinn í hjarta mínu þá get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa til þín og samverustunda okkar. Sis, hetjan mín, þú barðist vel og mikið og þú vannst. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 216 orð

Jóhanna Unnur Indriðadóttir

Þegar ég frétti andlát Jóhönnu Indriðadóttur brá mér, þótt mér hefði kannski ekki átt að bregða eftir þá baráttu sem Jóhanna hefur háð. Enn samt spyr maður um sanngirni. Af hveju fékk Jóhanna ekki tíma fyrir líffæraflutning, sem hefði getað gefið henni nýtt tækifæri, en það átti Jóhanna svo sannarlega skilið að fá eftir hina hetjulegu barráttu undanfarin ár. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Marteinn Guðmundur Ólsen

Elsku pabbi okkar, þar sem þú hefur nú tapað baráttunni við hræðilegan sjúkdóm, langar okkur til að minnast þín með nokkrum orðum. Eftir að þið mamma skilduð urðu stundirnar sem við systkinin áttum með þér dýrmætari en nokkuð annað, allt snerist um að fá að fara til pabba. Þú varst sjómaður af lífi og sál og sjórinn átti hug þinn allan allt fram á síðasta dag. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 284 orð

MARTEINN GUÐMUNDUR ÓLSEN

MARTEINN GUÐMUNDUR ÓLSEN Marteinn Guðmundur Ólsen fæddist í Vestmannaeyjum 20. febrúar 1938. Hann lést á heimili sínu Hátúni 12, 9. maí síðastliðinn. Móðir hans var Anna Guðmundsdóttir, f. 13.12. 1920, d. 14.6. 1988, og faðir hans var Mons Ólsen, f. 9.6. 1917, en hann drukknaði við Kanada. Bróðir Marteins er Karl Eron, f. 3.12. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 126 orð

Pétur Kristinn Þórarinsson

Hann afi minn var alveg eins og afar eiga að vera. Þegar ég var lítil hnáta tók hann mig í fangið og sagði skrítnar sögur og fór með skemmtilegar vísur. Það voru engin takmörk fyrir þeim kynstrum af vísum sem hann kunni eftir sig og aðra, og einu sinni orti hann eina vísu bara handa mér. Það fer heldur ekkert á milli mála að hjá honum lærðum við bróðir minn að yrkja. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 522 orð

Pétur Kristinn Þórarinsson

Þá er komið að hinstu kveðju, faðir minn. Fáa grunaði við fæðingu þína þá er þú varst skírður skemmri skírn að líf þitt ætti eftir að vara þó þetta lengi og bera gæfu til að verða faðir okkar sex barnanna þinna og ættfaðir okkar afkomenda. En lífsviljinn var sterkur hjá þér þá og oft síðar er á reyndi við áföll og veikindi. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 363 orð

Pétur Þórarinsson

Ég man óljóst eftir komu Péturs Þórarinssonar, frænda míns, að Gljúfurá, en þangað kom hann með ömmu okkar, Þuríði Gísladóttur. Hann var einu og hálfu ári eldri en ég, stærri, kjarkmeiri og lífsreyndari enda kominn frá dálitlum byggðakjarna, Hrauni í Keldudal. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 92 orð

Pétur Þórarinsson

Skammt er skúra milli skarðast frændgarður, bróðir. Skáld hafa skerta hylli, skundar þú feðra slóðir. Allvel í ljóðum lýstir, lífsglaður stundum varstu. Raungóður hugsjón hýstir hagleik og tryggð barstu. Vandratað virðist stundum vegir og brautir hálar. Andann oftlega fundum aðgát í návist sálar. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 417 orð

PÉTUR ÞÓRARINSSON

PÉTUR ÞÓRARINSSON Pétur Kristinn Þórarinsson, Njálsgötu 34, Reykjavík, fæddist að Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð 16. nóvember 1922. Hann lést á líknardeild Landspítalans 7. maí síðastliðinn. Faðir hans var Þórarinn Ágúst Vagnsson, fæddur að Hallsteinsnesi í A- Barðastrandarsýslu, sem kvæntist móður hans hinn 12.2. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 338 orð

Þorsteinn Ásgrímsson

Frændi minn, Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi, hefur lokið ævidegi sínum. Hann fékk ekki að njóta ævikvölds í þessum heimi. Ástvinir hans og samferðamenn sjá á eftir honum með söknuði. Dagurinn hans var starfsdagur, miklar annir við fundi, margháttuð félagsstörf og ferðalög, sem allt bættist við bústörfin heima á Varmalandi. Það er fagurt á Varmalandi. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 442 orð

Þorsteinn Ásgrímsson

Enn standa Skagfirðingar frammi fyrir lögmáli alls þess er lifir. Burt er kallaður öðlingur er ávann sér virðingu samferðamanna langt umfram það sem venjulegt má teljast. Fallinn er í valinn sá er oftast var settur til forystu þá tryggja þurfti góðum málum brautargengi. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 406 orð

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson

Látinn er Þorsteinn Ásgrímsson frá Varmalandi í Sæmundarhlíð eftir þunga sjúkdómsraun síðastliðið ár. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast hans með fáeinum orðum, sem góðs granna úr Staðarhreppi og ekki síður sem forystumanns í framvarðasveit ýmissa félagssamtaka í Skagafirði til langs tíma. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 280 orð

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson

Með nokkrum orðum viljum við kveðja elskulegan móðurbróður okkar, Þorstein eða Dodda eins og við kölluðum hann ávallt, sem látinn er eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þrátt fyrir að ljóst væri að hverju stefndi er áfallið alltaf mikið þegar kallið kemur, það er eitthvað svo endanlegt. Á stundum sem þessum streyma fram minningar frá liðnum árum og af mörgu er að taka. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 463 orð

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson

Þegar ég sest niður til að minnast vinar míns Þorsteins Ásgrímssonar frá Varmalandi, þá hvarflar hugurinn til löngu liðins tíma. Ekki vegna þess að ég eigi endurminningar tengdar Þorsteini frá unglingsárum mínum, heldur vegna þess, að þá var enn að finna í sveitum landsins, þá íslensku menningu sem þar hafði varðveist og þróast allt frá landnámsöld. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 968 orð

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson

Árið 1934 hófu ung og efnalítil hjón búskap á smábýlinu Kötlustöðum í Vatnsdal. Er það gott dæmi um þá þröngu kosti er frumbýlingar urðu að sætta sig við þegar og á meðan þröngbýlt var í sveitum landsins og jarðir nýttar af miklum mannafla og erjaðar af fólki með handverkfærum einum tækja. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 692 orð

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson

Nú heilsar sumarið með geislum sólar en skugga ber á bjarta daga því að Doddi móðurbróðir minn er látinn aðeins 62ja ára að aldri. Hann hafði háð harðvítugt stríð við krabbamein um hálfs annars árs skeið en lotið í lægra haldi. Kona hans Ebba vék ekki frá honum dag og nótt og stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Meira
15. maí 1999 | Minningargreinar | 302 orð

ÞORSTEINN ERLINGS ÁSGRÍMSSON

ÞORSTEINN ERLINGS ÁSGRÍMSSON Þorsteinn Erlings Ásgrímsson fæddist að Ási í Vatnsdal 23. september 1936. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 13.1. 1910, d. 31.3. 1946 og Ásgrímur Kristinsson, f. 29.12. 1911, d. 20.8. 1988, búendur á Ásbrekku í Vatnsdal. Meira

Viðskipti

15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 99 orð

7.000 sagt upp starfi hjá Boeing

BOEING-flugvélaframleiðandinn í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 7.000 stafsmönnum vegna þess að ekkert varð úr sölu herflugvéla til Grikklands. Um þriðjungi 20.000 starfsmanna Boeing flugvélaverksmiðjunnar í St. Louis verður sagt upð störfum fyrir mitt næsta ár vegna þess að gríski flugherinn ákvað að kaupa ekki F-15 orrustuþotur fyrirtækisins. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Alríkið í mál gegn American Airlines

STJÓRN Bandaríkjanna hefur farið í mál við flugfélagið American Airlines sem er sakað um að brjóta lög um hringamyndun með meintum einokunarháttum. American Airlines er næststærsta flugfélag Bandaríkjanna. Því er gefið að sök að reyna að hafa einokun á flugþjónustu til og frá Dallas-Fort Worth alþjóðaflugvellinum í Texas. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 1358 orð

Arðsemin er aðalforsendan

ÞRÍR af ráðamönnum álsviðs risafyrirtækisins Norsk Hydro voru í kynnisferð hér á landi í vikunni og meðal þeirra var Jon Harald Nielsen, forstjóri Hydro Aluminium Metal Products sem er álbræðsluhluti álsviðs Norsk Hydro. Nielsen tók við starfi sínu 1. janúar sl. af Eivind Reiten og hefur ekki komið áður til Íslands. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 318 orð

Aukin umsvif fyrirhuguð

BERNHARD A. Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgáfu- og miðlunarfyrirtækisins Vöku-Helgafells hf. Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells, mun verða starfandi stjórnarformaður þess og einbeita sér að útfærslu þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið um aukin umsvif Vöku-Helgafells. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 252 orð

ÐPharmaco kaupir í Baugi

Pharmaco lyfjafyrirtækið hefur selt hlut að nafnverði 2.050.000 krónur í Opnum kerfum hf., og voru það viðskipti fyrir um 205 milljónir króna. Við þetta minnkar hlutur þess í Opnum kerfum úr 11,4% í 6,5%. Jafnframt hefur Pharmaco keypt hlut í Baugi að nafnverði 15 milljónir króna sem er að markaðsvirði um 150 milljónir, sem jafngildir 1,5% af hlutafé í Baugi. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Hærra verð vestanhafs vekur ugg í Evrópu

EVRÓPSK hlutabréf og skuldabréf féllu í verði í gær, því að óvenjumikil hækkun á verðlagi í Bandaríkjunum jók líkur á bandarískri vaxtalækkun. Í London og París lækkaði verð helztu hlutabréfa um 2,4% og 2,1%, en í Frankfurt varð um 1,25% lækkun. Kl. 6 að ísl. tíma hafði Dow Jones lækkað um 200 punkta. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Microsoft eykur ítök í Bretlandi

MICROSOFT reynir að auka áhrif sín á sviði áskriftarsjónvarps í Bretlandi með því að semja um kaup á 30% hlut í kapalsjónvarpsdeild brezka fjarskiptafyrirtækisins Cable & Wireless fyrir 4 milljarða dollara, samkvæmt blaðafréttum. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Microsoft og Sony í samstarf

MICROSOFT Corp. og Sony Music Entertainment deild Sony Corp. hafa ákveðið að taka upp samvinnu og kynna hugbúnaðar-, tónlistar- og myndbandsvarning sameiginlega á netinu. Bandalagið á að gera hvoru fyrirtæki um sig mögulegt að kynna deildir beggja fyrirtækjanna á netinu og standa fyrir hljóðrænum og myndrænum uppákomum á vefnum, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 495 orð

Nútímalega staðið að stofnun fyrirtækisins

AMERICAN Automar Inc. skipafélagið í Bandaríkjunum er eigandi 51% hlutafjár í Transatlantic Lines LLC (TLL), sem séð hefur um hinn bandaríska hluta varnarliðsflutninga frá því á seinasta ári. Transatlantic Lines er systurfyrirtæki Atlantsskipa ehf sem sér nú um hinn íslenska hluta flutninganna en var nýlega hafnað í forvali forvalsnefndar utanríkisráðuneytisins vegna væntanlegs útboðs hins Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 276 orð

Nýtt skipulag á flugrekstrarsviði Flugleiða

SIGÞÓR Einarsson tekur við nýrri stöðu forstöðumanns viðskiptadeildar á flugrekstrarsviði Flugleiða 1. júlí næstkomandi. Viðskiptadeild mun bera ábyrgð á viðskiptaþáttum flugreksturs félagsins, svo sem afgreiðslusamningum, stöðvastjórn erlendis, innkaupum tengdum flugrekstri og nýtingu framleiðsluþátta. Meira
15. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 138 orð

TWA og Continental vinsælustu

FARÞEGAR helztu flugfélaga Bandaríkjanna voru ánægðastir með þjónustu TWA-flugfélagsins og Continental Airlines í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu. TWA nýtur mestra vinsælda á styttri leiðum en 500 mílur, en Continental á lengri leiðum að því er fram kom í könnun ráðgjafarfyrirtækisins J.D. Power & Associates og tímaritsins Frequent Flyer. Skýrslan er niðurstaða mats á 6. Meira

Daglegt líf

15. maí 1999 | Neytendur | 169 orð

Allt að 71% verðmunur á sömu tegund hjálma

VERÐ á hjólreiðahjálmum er mjög mismunandi og það munar allt að 71% á sömu tegund og stærð hjálma eftir verslunum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun á reiðhjólahjálmum sem gerð var á vegum Samkeppnisstofnunar. Könnunin náði til 26 verslana, reiðhjóla­ og byggingavöruverslana svo og stórmarkaða og bensínafgreiðslustöðva. Meira
15. maí 1999 | Neytendur | 76 orð

Bakarameistarinn með brauðkynningu

Í tilefni kynningarátaks Landssambands bakarameistara og Samtaka iðnaðarins verður Bakarameistarinn í Suðurveri og Mjódd með sérstaka kynningu á brauðum bakarísins næstu daga. Kynningin hefst formlega í dag, laugardag, klukkan 7.30. Meira
15. maí 1999 | Neytendur | 54 orð

Kísilþykkni

HEILSA ehf. hefur hafið sölu á Silica Forte frá Cost Medic en það eru töflur sem ætlaðar eru fyrir hár, húð og neglur. Í fréttatilkynningu frá Heilsu ehf. kemur fram að í töflunum sé kísilþykkni sem unnið er úr elftingu. Töflurnar innihalda einnig B-vítamín og bíótín. Silica Forte fæst í Heilsuhúsinu og lyfjaverslunum. Meira
15. maí 1999 | Neytendur | 21 orð

Vegna tæknilegra mistaka birtust ekki rétt helgartilbo

Vegna tæknilegra mistaka birtust ekki rétt helgartilboð á neytendasíðu síðastliðinn fimmtudag.Tilboðin eru því birt aftur í dag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira

Fastir þættir

15. maí 1999 | Í dag | 47 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 15. maí, er fimmtugur Kári Geirlaugsson. Til að minnast þessara tímamóta býður hann vinum og kunningjum að fagna með sér í aðalstöðvum KFUM og K við Holtaveg milli kl. 16 og 19. Í tilefni dagsins verða tónleikar sem hefjast stundvíslega klukkan 16. Meira
15. maí 1999 | Í dag | 38 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 15. maí, verður níræð Björg Lilja Jónsdóttir, Álagranda 8, Reykjavík. Björg er ættuð úr Fljótum í Skagafirði. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum í veislusal að Hátúni 12, frá klukkan 15­18. Meira
15. maí 1999 | Í dag | 57 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 16. maí, verður níræður Jóhann Þorvaldsson, fyrrverandi skólastjóri, Siglufirði. Af því tilefni tekur hann, ásamt ástvinum sínum, á móti gestum á afmælisdaginn frá klukkan 10­12 og 16­19, að Ljósheimum 18, 1. hæð, Reykjavík. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 665 orð

Af hverju stafar sein magatæming? Þarmalömun

Spurning: Ég hefi nýlega fengið rannsókn og sjúkdómsgreiningu á sársauka og uppþembu í maga eða undir bringspölum strax og einhverrar fæðu er neytt, sama hversu lítið það er. Tjáði rannsóknarlæknir á Landspítala mér á nærgætinn hátt að um væri að ræða þarmalömun, en við þessu væri til meðal og myndi ég fá ávísun á cisapridum, þ.e. Prepulsid 10 mg, 1 töflu þrisvar á dag fyrir mat. Meira
15. maí 1999 | Í dag | 869 orð

Árleg kirkjureið til Langholtskirkju

Á MORGUN, sunnudaginn 16. maí, eru hestamenn boðnir sérstaklega velkomnir í Langholtskirkju. Hestamenn leggja af stað á gæðingum sínum frá félagsheimili Fáks kl. 9.30 og kl. 10.30 frá hesthúsunum við Bústaðaveg, en messan hefst kl. 11. Fjórtán ár eru síðan þessi siður var tekinn upp og hefur haldist nær óslitinn síðan. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 988 orð

Bes, guð drauma

Í EGYPTALANDI hinu forna á tímum faraóanna var lífið líkast draumi, það byggðist mjög á myndrænum túlkunum, táknum og númerafræði. Myndheimur daglegs lífs snerist um einn ás, Amon Ra, Guð guðanna. Orð hans og gerðir ummynduðust í höndum lægri guða og presta yfir í tákn, liti og myndrænar merkingar sem enn í dag eru mönnum ráðgáta. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 65 orð

Fermingar 16. maí

Ferming í Hveragerðiskirkju kl. 10.30. Prstur sr. Jón Ragnarsson. Fermd verða: Arna Hjartardóttir, Borgarheiði 5v. Dagrún Ösp Össurardóttir, Borgarhrauni 34. Davíð Örn Jónsson, Arnarhreiði 21. Norbert Martin Ævar Sischka, Kambahrauni 49. Sindri Þór Hilmarsson, Heiðmörk 28. Trausti Geir Torfason, Varmahlíð 15. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 1086 orð

Guðspjall dagsins: Þegar huggarinn kemur.

Guðspjall dagsins: Þegar huggarinn kemur. (Jóh. 15.) Meira
15. maí 1999 | Dagbók | 532 orð

Í dag er laugardagur 15. maí, 135. dagur ársins 1999. Hallvarðsmessa. Orð dagsi

Í dag er laugardagur 15. maí, 135. dagur ársins 1999. Hallvarðsmessa. Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Matteus 10, 31.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Enniberg, Polar Siglir, Freyja, og Maersk Baltic fóru í gær. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 905 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1005. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1005. þáttur Próf. Þorkell Jóhannesson sendir mér hið vinsamlegasta bréf sem ég birti með þökkum og örlitlum útúrdúrum í hornklofum frá sjálfum mér: "Kæri Gísli: Ég óska þér innilega til hamingju með 1000. þáttinn um íslenskt mál í Morgunblaðinu 10. apríl síðastliðinn. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 868 orð

Jafnari og jafnari "Hægrimönnum er látið eftir að skaffa, vinstrimanna er bara að heimta og dudda sér við að hrósa sjálfum sér

SAMFYLKINGIN, framtíðarvon þeirra vinstrimanna sem geta vel hugsað sér að óhreinka sig á stjórnarstörfum, slapp fyrir horn. Það mátti búast við að upp úr ösku Alþýðubandalagsins sprytti líka flokkur til ofurvinstri sem legði höfuðáherslu á ýmis brýn vandamál ársins 1899 og bætti síðan við miskunnarlausri kröfuhörku í umhverfismálum í trausti þess að Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 826 orð

Kasparov á stórmeistaramóti í Sarajevo

16.­26. maí 1999 ENN eitt skákmótið með sterkustu skákmönnum heims hefst í Sarajevo á mánudaginn. Meðal þátttakenda er Gary Kasparov. Eftir frábæran árangur hans í Wijk aan Zee og Linares bíða skákáhugamenn spenntir eftir því að fá að fylgjast með taflmennsku hans í Sarajevo. Það var ekki síst ótrúlega vandaður byrjanaundirbúningur Kasparovs sem vakti aðdáun. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 1103 orð

Stangveiði Stangveiðimenn eru nú að búa sig undir vertíðina og reyndar hafa margir þeirra notað veturinn til að hnýta flugur,

MEÐ auknum frístundum í nútíma samfélagi hafa opnast ýmsir möguleikar til að sinna hugðarefnum sínum og áhugamálum. Áhugamálin geta verið eins misjöfn og mennirnir eru margir og hægt er að stunda áhugaverða tómstundaiðju sem kostar viðkomandi ekki nokkurn skapaðan hlut, nema tímann sem í hana fer. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 1099 orð

Varan er til en bragðið vantar Er vöruúrval í íslenskum matvöruverslunum sambærilegt við það sem gengur og gerist annars staðar

ÞAÐ hafa orðið miklar breytingar á íslenskum matvörumarkaði á síðustu árum. Það eru ekki mörg ár síðan margt af því sem við teljum sjálfsagt í dag var talinn munaður, árstíðabundin lúxusvara eða var bara hreinlega ekki fáanlegt. Ferskt lambakjöt allt árið. Nýir ávextir. Ferskir kjúklingar. Ætar kartöflur. Innfluttir ostar. Svona mætti lengi telja. Meira
15. maí 1999 | Fastir þættir | 31 orð

Veiðimaður í fullum skrúða

Veiðihúfa 2.400 Veiðigleraugu 2.800 Veiðijakki og vesti 28.800 Microfiber vöðlur 29.900 Vöðluskór 15.870 Flugustöng m/hjóli 43.300 Maðkastöng m/hjóli 26.600 Kaststöng m/hjóli 15.800 Laxataska 15.800 Háfur 4. Meira
15. maí 1999 | Í dag | 587 orð

Víkverji er meðlimur í kiljuklúbbi Máls og menningar og hefur verið þa

Víkverji er meðlimur í kiljuklúbbi Máls og menningar og hefur verið það lengi. Hefur sú ráðstöfun komið sér vel enda er Víkverji í hópi fjölmargra Íslendinga, sem hefur þann hátt á að "lesa sig í svefn". Meira
15. maí 1999 | Í dag | 477 orð

Þakka fyrir góða þjónustu

ÉG vil þakka fyrir góða þjónustu á Cafe Mílanó í Skeifunni. Við pöntuðum okkur brauð en það slys varð að kunningjakona mín missti brauðið sitt í gólfið. En áður en hún gat tekið brauðsneiðina upp var þjónustustúlkan komin með aðra brauðsneið handa henni í staðinn fyrir þá sem hún missti. Finnst okkur þetta alveg einstök þjónusta. Elísabet Aradóttir. Meira

Íþróttir

15. maí 1999 | Íþróttir | 107 orð

Aberdeen fylgist með Rúnari

RÚNAR Kristinsson, leikmaður Lilleström, hefur verið orðaður við skoska úrvalsdeildarfélagið Aberdeen. Í Nettavisen er Keith Burkinshaw, einn forráðamanna skoska liðsins, sagður hafa fylgst með Rúnari í leik með Lilleström gegn Moss á fimmtudag. Rúnar skoraði sigurmark Lilleström úr vítaspyrnu í leiknum. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 92 orð

Aðalsteinn ekki til Eyja

Aðalsteinn Jónsson hefur gefið ÍBV afsvar um að hann þjálfi karlaliðið þess næsta vetur. Aðalsteinn verður erlendis í sumar og er ekki væntanlegur aftur hingað til lands fyrr en í ágúst. Aðalsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ánægður með þann áhuga sem Eyjamenn hefðu sýnt sér en taldi sig ekki geta tekið við starfinu vegna þess hve langt væri liðið á undirbúningstímabilið Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 30 orð

Fedúkíns þjálfar Fram

RÚSSNESKI handknattleiksþjálfarinn Antatolíjs Redúkíns hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik. Hann skrifaði undir tveggja ára samning á fimmtudaginn. Fedúkíns var þjálfari CSKA Moskva á árunum 1989­1998. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 261 orð

Forseti alþjóðaólympíunefndar fatlaðra í heimsókn

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra heldur upp á tuttugu ára starfsár sitt um þessar mundir, en félagið var stofnað 17. maí 1979. Á þessum tímamótum kemur Robert D. Steadward, forseti alþjóðaólympíunefndar fatlaðra, IPC, í heimsókn til landsins til að heiðra ÍF og einnig mun hann ræða við forráðamenn í íslensku íþróttalífi. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 55 orð

Guðleif bætti metið

GUÐLEIF Harðardóttir úr ÍR bætti Íslandsmetið í sleggjukasti á Vormóti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði um sl. helgi. Hún kastaði sleggjunni 45,27 metra og bætti fimm daga gamalt eigið metið um 0,58 metra. Björgvin Víkingsson, sem er 15 ára gamall hlaupari úr FH, setti sveinamet í 400 metra hlaupi, hljóp á 51,04 sek. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 186 orð

Guðrún varð fimmta í Qatar

GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni hafnaði í 5. sæti í 400 metra grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fór í Qatar á uppstigningardag. Guðrún hljóp á 55,91 sekúndu, en Íslandsmet hennar er 54,59. Þetta er þriðja mót Guðrúnar á keppnistímabilinu og í öll skiptin hefur hún hlaupið undir 56 sekúndum. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 150 orð

Herdís í annan uppskurð

HERDÍS Sigurbergsdóttir, handknattleikskona úr Stjörnunni, gekkst undir annan uppskurð í vikunni, en sem kunnugt er sleit hún hásin í landsleik fyrir fjórum mánuðum og fór þá í aðgerð. Um síðustu helgi kom í ljós við skoðun að hún þyrfti í aðra aðgerð. Í framhaldinu var hún sett í gifsi og verður í því að minnsta kosti í tíu vikur. "Þetta er mikið áfall fyrir mig. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 48 orð

Júgóslövum meinuð þátttaka

JÚGÓSLAVNESKA kvennalandsliðið í körfuknattleik fær ekki að vera með í Super-cup sem fram fer í Rotenburg í Þýskalandi eftir tvær vikur. Þýska körfuboltasambandið sagðist ekki geta tekið þá áhættu sem fylgdi því að Júgóslavar tækju þátt í móti í Þýskalandi á meðan stríðsástand varir í Júgóslavíu. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 198 orð

KR-ingar bíða eftir "grænu ljósi" á Bjarka frá Brann

KR-ingar hafa náð samkomulagi við Bjarka Gunnlaugsson, leikmann norska úrvalsdeildarliðsins Brann, um að hann leiki með KR í sumar. Félagið bíður nú eftir samþykki frá Brann um að Bjarki fái að leika hér á landi. Jafnframt hafa KR-ingar sótt um leikheimild fyrir Bjarka til norska knattspyrnusambandsins. Ekki liggur fyrir hvenær Bjarki verður löglegur með KR ef af verður. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 88 orð

LEIFTUR Nýir leikmenn

Nýir leikmenn Max Peltonen frá Vasa (Finnlandi) Alexandre Santos frá Ceres (Brasilíu) Sergio De Macedo frá Ceres (Brasiliu) Alexander Da Silva frá Bodofoga (Brasilíu) Sámal Joensen frá Götu (Færeyjum) Hlynur Birgisson frá Örebro (Svíþjóð) Ingi Hrannar Heimisson frá Þór Ak. Örlygur Þ. Helgason frá Þór Ak. Hilmar Ingi Rúnarsson frá Þór Ak. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 175 orð

Páll hefur þjálfað 22 ár í röð

PÁLL Guðlaugsson er fertugur og hefur verið þjálfari samfleytt í 22 ár. Hann hóf ferilinn hjá Tý í Vestmannaeyjum, þjálfaði þar 4. flokk en þá voru í liðinu leikmenn eins og Birkir Kristinsson og Hlynur Stefánsson. Síðan fór hann til Færeyja og þjálfaði þar mörg lið auk þess sem hann var landsliðsþjálfari þar í sjö ár. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 363 orð

PIERRE van Hooijdonk framher

PIERRE van Hooijdonk framherji Nottingham Forest, sem verið hefur á söluskrá félagsins alla leiktíðina segir nú að sér liggi ekkert á að fara frá félaginu þrátt fyrir að það hafi fallið niður úr úrvalsdeildinni. Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur sýnt áhuga á pilti fyrir 480 milljónir króna. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 249 orð

Rúnar með sigurmark Lilleström

RÚNAR Kristinsson skoraði sigurmark Lilleström er liðið vann Moss 1:0 í sjöttu umferð norsku úrvalsdeildarinnar á fimmtudag. Mark Rúnars kom úr vítaspyrnu á 38. mínútu eftir að brotið hafði verið á Heiðari Helgusyni innan vítateigs. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 193 orð

Rússar velja

Oleg Romantsev, landsliðsþjálfari Rússa, valdi í gær hóp 19 leikmanna sem mætir Hvít-Rússum í vináttulandsleik á miðvikudaginn í næstu viku. Er sá leikur hugsaður sem upphitun fyrir átökin við Frakka og Íslendinga snemma í næsta mánuði í undankeppni Evrópukeppninnar. Í hópnum eru sex leikmenn frá meistaraliði Spartak Moskvu. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 760 orð

Spenna á Old Trafford og Highbury

LOKADANSINN um enska meistaratitilinn verður stiginn á morgun þegar meistaraefnin, Manchester United og Arsenal, taka á móti Tottenham og Aston Villa á heimavöllum sínum, Old Trafford og Highbury, í lokaumferðinnni. Manchester-liðið hefur eins stigs forskot á Arsenal og markatalan er örlítið hagstæðari sem munar tveimur mörkum. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 54 orð

Stórtap fyrir Wales

ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði 5:0 fyrir Wales í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Kaupmannahöfn. Þar með hafnaði Ísland í 23. sæti á mótinu og hefur fært sig upp um þrjú sæti frá síðasta heimsmeistaramóti. Þetta er besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti frá upphafi en alls tóku landslið 51 þjóðar þátt. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 162 orð

Tveir leikir gegn Kýpur

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla leikur tvo leiki gegn Kýpur í Kaplakrika í forkeppni Evrópukeppni landsliða um helgina. Fyrri leikurinn verður kl. 16 í dag, seinni leikurinn kl. 20.30 annað kvöld. Svisslendingar leika einnig í riðlinum. Evrópukeppnin fer fram í Króatíu í janúar 2000. Julian Róbert Duranona getur ekki leikið, þar sem hann kemur til landsins á mánudaginn. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 230 orð

Viggó, FH og Gummersbach

"ÉG veit að Viggó hefur átt í samningaviðræðum við Gummersbach. Það eru algjör svik við okkur. Hann ætlaði að koma heim og taka við FH-liðinu, gera tveggja ára samning við FH," sagði Páll Jóhannsson, formaður handknattleiksdeildar FH. "Við töldum að það væri hundrað prósent búið að ganga frá ráðningu Viggós ­ gerðum við hann heiðursmannasamkomulag," sagði Páll. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 612 orð

Öðruvísi leikmenn og aðrar áherslur

PÁLL Guðlaugsson þjálfar Leiftur nú annað árið í röð, tók við af Óskari Ingimundarsyni fyrir síðasta tímabil. Liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og lék einnig til úrslita í bikarkeppninni. Leiftur hefur verið í efstu deild frá 1994. Margir spáðu því þá að liðið yrði ekki langlíft í efstu deild, en þær spár hafa ekki gengið eftir. Meira
15. maí 1999 | Íþróttir | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuters Legið í valnumFINNAR og Tékkar mætast í úrslitum heimsmeistaramótsins í íshokkíi í Lillehammer í dag.Finnar lögðu Svía, 1:0, í undanúrslitum og Tékkar unnu Kanadamenn 5:4 í framlengdum ogæsispennandi leik. Á myndinn liggur markvörður Kanadamanna, Ron Tugnutt, á ísnum eftirað Tékkar höfðu skorað sigurmarkið. Meira

Úr verinu

15. maí 1999 | Úr verinu | 334 orð

Askur fær ekki að veiða rækju við Jan Mayen

NORSKA sjávarútvegsráðuneytið segir að ástand rækjustofnsins við Jan Mayen sé ekki gott og telur að aukin ásókn sé ekki æskileg. Þess vegna hafnaði það erindi sjávarútvegsráðuneytisins fyrir hönd Ljósavíkur hf. í Þorlákshöfn sem óskaði eftir að Askur ÁR, einn bátur fyrirtækisins, fengi að veiða rækju við Jan Mayen. Jón B. Meira
15. maí 1999 | Úr verinu | 40 orð

NETIN GEFA VEL

SKIPVERJARNIR á Þorsteini Gísla GK voru nokkuð ánægðir með sig enda ekki ástæða til annars með 6-7 tonn af þorski eftir daginn. Svipaða sögu er að segja af öðrum netabátum og Grindavíkurhöfn iðaði af lífi. Meira
15. maí 1999 | Úr verinu | 595 orð

Norðmenn óttast stjórnlausar veiðar

TALSMENN sjómanna og útgerðarmanna í Noregi hafa gagnrýnt Smugusamninginn harkalega. Meðal annars hafa þeir bent á að hvergi sé minnst á hugsanlegar rækjuveiðar Íslendinga í samningnum. Rækjustofnar hafi minnkað hratt við Ísland á undanförnum árum, á sama tíma og aflabrögð rækju glæðist mjög í Barentshafi. Meira
15. maí 1999 | Úr verinu | 501 orð

Rækjuveiði Húsvíkings í Smugunni að glæðast

VEL hefur gengið hjá rækjutogaranum Húsvíkingi ÞH í Smugunni í Barentshafi að undanförnu eftir dræma veiði fyrstu dagana, að sögn Einars Svanssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. "Þetta hefur verið að glæðast dag frá degi," sagði hann og bætti við að ekki stæði til að hætta þessum veiðum á næstunni. Meira
15. maí 1999 | Úr verinu | 48 orð

Skylt að nota seiðaskilju

ÍSLENZKA sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð, þar sem notkun seiðaskilju við rækjuveiðar íslenzkra skipa í Barentshafi er skylduð. Reglugerðin gildir fyrir veiðar í Smugunni og við frágang og rimlabil gilda sömu reglur og við úthafsrækjuveiðar í lögsögu Íslands og við rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Meira

Lesbók

15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

60 MÍNÚTNA EINSEMD HJALTI RÖGNVALDSSON ÞÝDDI

Á ströndinni. Í heitum rúmfötum sandsins. Við dvínandi þrumugný öldunnar. Fjær er Kaldhæðni Örlaganna tíu ára stúlka þjótandi á brimbretti. Framandi rödd tegundarinnar sem gægist fram úr rústum ímyndunarinnar. Þvöl hönd glæpamannsins sem flettir nótnahefti. Ósnertanleg flæmingjanýlenda. Stóll í eyðimörkinni. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1369 orð

BREZK MÁLARALIST SÍÐUSTU ÁRA Brezk málar

Brezk málaralist á sér ríkulega hefð og fígúratíft málverk í Bretlandi hefur með einhverjum hætti sinn eigin svip og býr þó yfir mikilli fjölbreytni. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 291 orð

(efni 15. mai)

Fornar miðhálendisleiðir Örnefni á miðhálendinu vísa til fornra þjóðleiða milli landsfjórðunga, segir Halldór Eyjólfsson í grein sinni. Leit hans beinist að fornum hestagötum um austurhluta Sprengisands og Ódáðahrauns norður að Sellandafjalli. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 865 orð

FJÖLHAGINN Í LISTINNI Magnús Á. Árnason hefur verið nefndur fjölhagi vegna þess að hann fékkst við svo margar listgreinar, var

Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Á. Árnasonar verður opnuð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag. Magnús Á. Árnason fæddist í Narfakoti, Innri Njarðvík 1894. Árið 1918 hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám í myndlist og tónsmíðum um tólf Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 791 orð

FRÁSAGNIR AF VERND Erik Fosnes Hansen te

Erik Fosnes Hansen telst ekki afkastamikill rithöfundur en bækur hans hafa sumar vakið heimsathygli, ekki síst saga sem tekur mið af Titanicslysinu. ÖRN ÓLAFSSON segir um nýja bók höfundarins, Frásagnir af vernd, að af rykföllnum forngripum rísi heill heimur, þrunginn lífi, lit og tilfinningum. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1206 orð

GÖMUL KYNNI VIÐ MYNDLISTARMENN

"Þú verður ráðherra," sagði Einar Jónsson við greinarhöfundinn sem þá var ungur drengur. Gunnfríður gaf honum kaffi og reri fram í gráðið, þeir Þorvaldur Skúlason sátu þegjandi, þurftu ekki að tala, en Karl Kvaran kvaðst helst mála þegar hann hlustaði á þætti um landbúnað. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

HAUGBÚI

Hugur minn er haugbúi sem kveður um tungl og úlfa kvíður því stöðugt að haugurinn verði rofinn Óttast mest að ekkert finnist gullið. HAUGROF Þú raufst hauginn með geislum gammsins skreiðst inn Nú tveir draugar í haugnum. Höfundurinn er háskólakennari í Lillehammer í Noregi. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

HEIÐIN Úr þrítugri drápu

Heiðin er líf, sem eg lofa, leggst gjarna niður að vexti jarðar og sæki í svörðinn sárglaður bót minna tára. Undurheitum með höndum hlýjum á degi nýjum vin sinn að baðmi vænum vefur hún skáld og sefar. Höfundurinn er guðfræðingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Ljóðið er endurbirt vegna þess að við birtingu þess í Lesbók 13. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2330 orð

HÉRAÐSKIRKJUR EFTIR LÝÐ BJÖRNSSON

Til álita kemur að kirkjurnar á Helgafelli, Þingeyrum og Munkaþverá hafi verið efldar sem héraðskirkjur áður en klaustur voru stofnuð á þessum jörðum. Héraðskirkjan í Kjalarnesþingi hefur væntanlega verið í Reykjavík. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð

KLISJUM SNÚIÐ Á HVOLF

ÞORRI Hringsson opnar einkasýningu í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu, í dag kl. 16. Í sýningarskrá ritar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur m.a.: "Þorri tekur klisjur um list og lyst og matargerðarlist og snýr þeim á hvolf í þessum ólystugu listaukum. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

LÁRVIÐARSKÁLD BARNANNA

ÞÓTT brösuglega gangi að finna eftirmann Ted Hughes á lárviðarskáldsstóli og menn deili um framtíð embættisins, hefur fyrsta lárviðarskáld barnanna verið útnefnt refjalaust. Það er teiknarinn Quentin Blake, sem hefur verið útnefndur lárviðarskáld barnanna fyrstur manna og heldur hann embættinu í tvö ár og fær um 1200 þúsund krónur fyrir. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1810 orð

LEITAÐ FORNRA MIÐHÁLENDISLEIÐA

Örnefni á miðhálendinu vísa til fornra þjóðleiða milli landsfjórðunga, en uppblástur og eldgos hafa máð út öll ummerki um reiðgötur og vörður eru fallnar. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 471 orð

OLÍUVERK OG NYTJAHLUTIR Í HAFNARBORG Tvær einkas

Tvær einkasýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag kl. 16. Í aðalsal sýnir Margrét Jónsdóttir listmálari olíumálverk og Guðný Hafsteinsdóttir sýnir nytjahluti úr postulíni og gleri í Sverrissal. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

RÓMANTÍK OG GRÁR GÁSKI Á KAMMERTÓNLEIKUM

KAMMERTÓNLEIKAR verða í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Það eru þau Virginía Eskin, Alína Dubik, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sif Tulinius, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky sem flytja Píanókvartett nr. 2 eftir Gabriel Fauré og tvö verk fyrir söngrödd og strengjakvartett, Dover Beach eftir Samuel Barber og La Tentation de Saint Antoine eftir Werner Egk. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1789 orð

SJÁLFSKIPUÐ ÚTLEGÐ Í lok opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Póllands í mars sl. bauð hr. Ólafur Ragnar Grímsson til

UNDIRRITAÐUR var við stjórnvöl Sinfóníuhljómsveitar pólska Útvarpsins, sem átti aðild að tónleikunum, að þessu sinni, en Wodiczko stjórnaði henni á árum áður, og valdi til flutnings verk eftir jafnaldrana Zygmunt Krauze og Atla Heimi Sveinsson. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2405 orð

STYRJALDAR ÁRIN Á SUÐURLANDI EFTIR GUÐMUND

ÁRLA morguns 10. maí 1940 urðu Sunnlendingar þess varir, að allt símasamband við Reykjavík hafði verið rofið. Fréttist brátt austur fyrir fjall, að um nóttina hefði landið verið hernumið. Hermenn streymdu á land í Reykjavík og hefðu tekið mikilvægustu staði. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

TÓNLEIKAR ÁRNESINGAKÓRSINS

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Einsöng syngja Árni Sighvatsson, Ingibjörg Marteinsdóttir, Karl Jóhann Jónsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð

UNDIRBÚNINGUR HAFINN FYRIR TÓN- OG DANSVERKIÐ BALDR

FINNSKI danshöfundurinn Jorma Uotinen var nýverið staddur hér á landi vegna undirbúnings við verkið Baldr sem fyrirhugað er að frumsýna á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, 18. ágúst árið 2000, á vegum Reykjavíkur menningarborgar Evrópu. Uotinen er danshöfundur verksins en tónverkið Baldr er eftir Jón Leifs. Byggir það á atburðum norrænnar goðafræði og lýsir átökum góðs og ills. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2442 orð

UPPREISNIN Á GRÆNLANDI ÁRIÐ 1271 EFTIR GUÐMUND

Eina heimildin um uppreisnina er Grænlandsannáll danska sagnaritarans Lyschanders sem bundinn er í rím og fylgir hér með í íslenskri þýðingu. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1033 orð

VALDSMENN OG VEIKLEIKI

GAGNRÝNI á spillt embættismannakerfi fyrir misnotkun valds og fyrirgreiðslu við vini og vandamenn er vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla hér á landi sem annarsstaðar. Mismunun og spilling hefur verið fylgifiskur mannsins frá örófi alda. Forfeður okkar voru duglegir klögumenn. Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1668 orð

VOVEIFLEG DAUÐSFÖLL UPPSPRETTA LJÓÐA Það vakti mikla athygli þegar 33 ára gamalt skáld, Durs Gr¨unbein, fékk hin virtu

"ÉG hef lengi furðað mig á því hvernig dauðann ber stundum að höndum hér á Vesturlöndum," segir hinn kunni en umdeildi austur- þýski rithöfundur Durs Gr¨unbein. Árum saman hefur hann klippt út úr blöðunum fréttir um voveifleg dauðsföll og þær eru sú uppspretta, sem hann eys af í nýju ljóðasafni, "Til hinna verðmætu dauðu". Meira
15. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 208 orð

ÞANKAREFURINN HALLBERG HALLMUNDSSON ÞÝDDI

Ég ímynda mér þennan miðnæturstundarskóg: Eitthvað fleira er á kreiki en einsemd klukkunnar og auð síðan sem fingurnir á mér reika um. Út um gluggann er enga stjörnu að sjá; en eitthvað nær, og þó dýpra inni í myrkri, er að rjúfa einsemdina: Kalt ­ af örnæmi á við dimman snjó ­ snertir trýni refs teinung, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.