Greinar fimmtudaginn 20. maí 1999

Forsíða

20. maí 1999 | Forsíða | 147 orð

Barak minntur á skuldbindingar

PALESTÍNUMENN hvöttu í gær nýkjörinn forsætisráðherra Ísraels, Ehud Barak, til að bregðast fljótt við, afhenda Palestínumönnum þegar land á Vesturbakkanum og sleppa hundruðum palestínskra fanga, eins og Ísraelar skuldbundu sig til í samningunum sem kenndir eru við Ósló. Meira
20. maí 1999 | Forsíða | 97 orð

Engar stúdentshúfur?

VERA kann að ný verkfallsógn valdi því að engar stúdentshúfur sjáist á götum Færeyja þetta vorið. Færeyskir framhaldsskólakennarar hóta að hefja verkfall í vikunni, en verði af því falla meðal annars niður lokapróf stúdentsefna. Meira
20. maí 1999 | Forsíða | 264 orð

Gefur þjóðinni fyrirheit um bætt lífskjör

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti Sergej Stepashín í embætti forsætisráðherra með miklum meirihluta atkvæða í gær. Nýi forsætisráðherrann lofaði að bæta lífskjör milljóna Rússa sem hafa orðið fyrir barðinu á efnahagsþrengingunum eftir hrun Sovétríkjanna. Meira
20. maí 1999 | Forsíða | 191 orð

Hollandsstjórn segir af sér

STJÓRN Hollands ákvað í gær að segja af sér eftir að Wim Kok forsætisráðherra mistókst að fá einn af stjórnarflokkunum, miðflokkinn D66, til að hætta við að slíta stjórnarsamstarfinu. Stjórnin féll vegna deilu um tillögu þess efnis að stjórnarskránni yrði breytt þannig að hægt yrði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál og kjósendur fengju vald til að hnekkja ákvörðunum þingsins. Meira
20. maí 1999 | Forsíða | 74 orð

Kosningabaráttan hafin í Indónesíu

Reuters Kosningabaráttan hafin í Indónesíu STUÐNINGSMENN indónesíska "Lýðræðisflokksins­Baráttu" fara fylktu liði eftir breiðstræti í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Þúsundir áhangenda alls 48 stjórnmálaflokka sem bjóða fram í þingkosningunum er fram fara í landinu 7. júní nk. Meira
20. maí 1999 | Forsíða | 354 orð

NATO vísar klofningsfréttum á bug

TALSMENN Atlantshafsbandalagsins fullyrtu í gær að stefna þess gagnvart Kosovo skilaði árangri og vísuðu á bug frásögnum þess efnis, að klofningur væri kominn upp í röðum NATO-ríkjanna. Sögðu þeir loftárásirnar, sem nú hafa staðið í nærri tvo mánuði, vera við það að buga herstyrk Serba. Meira
20. maí 1999 | Forsíða | 102 orð

Nýtt Stjörnustríðsæði

Reuters Nýtt Stjörnustríðsæði TVEIR aðdáendur Stjörnustríðs- kvikmyndanna, búnir sem geimstormsveitarmenn, ræða við lögreglu fyrir utan kvikmyndahús í New York í fyrrinótt, er nýjasta Stjörnustríðsmyndin, "Episode 1 ­ The Phantome Menace", var frumsýnd. Meira

Fréttir

20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 541 orð

Aðildarríkin lýsa stuðningi við stefnumið Íslands

ÞAU málefni sem Ísland leggur áherzlu á í dagskrá formennskutíðar sinnar í ráðherranefnd Evrópuráðsins hlutu góðan hljómgrunn á fundi fastafulltrúa allra aðildarríkja ráðsins í Strassborg í gær, þar sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti áherzluatriði íslenzku formennskudagskrárinnar. Formennskutímabil Íslands hófst 7. maí og varir í sex mánuði. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Alvarlegt vinnuslys í Kópavogi

RÚMLEGA fimmtugur maður féll af vinnupalli um þrjá metra niður á stétt í vesturbæ Kópavogs í gær, en maðurinn var sendur á gjörgæslu þar sem hann liggur nú með alvarlega höfuðáverka. Slysið átti sér stað um klukkan 11 í gærmorgun við Vesturvör í Kópavogi. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 497 orð

Athugasemd í deilu um veiðivöruverslun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi Vigfússyni: "Ekki er það ætlun mín að standa í fjölmiðlastríði við það ágæta fólk er rekur heildverslunina Veiðimanninn ehf. En sökum ósanninda sem koma fram í tilkynningu frá Paul D.A.O/Keeffe, Ágústínu Ingvarsdóttur og Valdimar Ólafssyni (stjórn Veiðimannsins ehf.) tel ég nauðsynlegt að eftirfarandi leiðrétting verði birt. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 692 orð

Aukin hjartsláttartíðni, vökvatap og hærri líkamshiti

UMFANGSMIKLAR hitaálagsmælingar, sem gerðar voru á hópum starfsmanna í kerskálum álversins í Straumsvík, leiddu í ljós að starfsmennirnir verða fyrir miklu áreiti vegna hita við störf sín á vöktum í skálunum, sem valda m.a. talsverðu vökvatapi, aukinni hjartsláttartíðni og stígandi líkamshita, samkvæmt upplýsingum Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðarmanns í álverinu. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Aukin þjónusta við foreldra vímubarna

Aukin þjónusta við foreldra vímubarna SAMSTARFSSAMNINGUR milli félagsmálaráðuneytisins annars vegar og Vímulausrar æsku og Foreldrahópsins hins vegar var undirritaður 14. maí sl. Meira
20. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Ársfundur FSA

ÁRSFUNDUR Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri verður haldinn í dag, fimmtudaginn 20. maí, í fyrirlestrarsal Háskólans á Akureyri í Oddfellowhúsinu á Sjafnarstíg 3 og hefst hann kl. 14. Á fundinum verða fluttar skýrslur um starfsemi sjúkrahússins á liðnu ári og fjallað um stöðu þess nú. Viðurkenningar verða veittar þeim starfsmönnum sem starfað hafa í 25 ár. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Bráðaþjónusta nýtur forgangs

GENGIÐ hefur verið frá áætlun um lokanir á legudeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samkvæmt áætluninni fækkar heildarlegudögum um 5% miðað við fulla starfsemi. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lokanirnar nú væru svipaðar og í fyrra. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 253 orð

Bretar í EMU innan fimm ára?

FLEIRI en átta af hverjum tíu íbúum Bretlands telja að Bretar muni ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) innan fimm ára, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var í gær. Könnunin, sem gerð var fyrir dagblaðið The Independent, sýndi einnig að fólk treystir Verkamannaflokki Tonys Blairs best allra flokka til að verja hagsmuni Bretlands á vettvangi Evrópumála. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 295 orð

Býður 150­170 milljónir í viðbót

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti í gær nýjar tillögur til lausnar kjaradeilu kennara í Reykjavík og borgarinnar. Þær gera ráð fyrir að borgin verji 150­170 milljónum til viðbótar til skólastarfs á næsta skólaári. Borgarstjóri kynnti tillögurnar fyrir kjararáði kennara í gær og á fundi með skólastjórum í Reykjavík. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 113 orð

Eiginmaður Benazir Bhutto pyntaður?

ASIF Ali Zardari, eiginmaður Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan, var í gær fluttur alblóðugur í andliti úr fangaklefa á sjúkrahús, að sögn lögmanns Zardaris, en Zardari afplánar nú fangelsisdóm vegna spillingar. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Ekkert til fyrirstöðu að leita samkomulags

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ekkert sé því til fyrirstöðu af Íslands hálfu að leitað verði leiða til að ná samkomulagi við Færeyinga um mörk lögsögunnar á milli Íslands og Færeyja. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 572 orð

Endurgreiðsla á tannlæknakostnaði fatlaðra og langveikra barna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Landssamtökunum Þroskahjálp: "Að undanförnu hafa staðið yfir deilur vegna þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði við tannlækningar fatlaðra barna. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Eyða um 220 þúsundum á mann

Kaupæði Íslendinga í Kanada Eyða um 220 þúsundum á mann Í FRÉTTUM á kanadísku sjónvarpsstöðinni CBC var nýlega fjallað um kaupæði Íslendinga sem sagðir eru hópast til borgarinnar Halifax með fúlgur fjár. Meðaleyðslan er sögð vera um þrjú þúsund dollarar á mann, eða um 220 þúsund krónur. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Fagnaðarfundir á Eiðum

Fagnaðarfundir á Eiðum ÞAÐ voru fagnaðarfundir á Eiðum um síðustu helgi þegar Beciri-fjölskyldan sameinaðist á ný eftir langan aðskilnað, sem einkenndist af óvissu og ótta eftir að hluti fjölskyldunnar yfirgaf hörmulegt ástand í heimalandi sínu. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ferðafélagsferðir um hvítasunnuna

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til þriggja lengri ferða um hvítasunnuna og tveggja dagsferða. Á föstudagskvöldið 21. maí kl. 19 verður farið austur í Öræfasveit og er ætlunin að ganga á Hvannadalshnúk í Öræfajökli. Gist er að Hofi. Á laugardagsmorguninn 22. maí kl. 8 er farið vestur á Snæfellsnes þar sem stefnt er að gönguferð á Snæfellsjökul og farið víðar um nesið. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ferðakynning Ferðaskrifstofu stúdenta

FERÐAKYNNING og útgáfuhátíð sumarbæklings Ferðaskrifstofu stúdenta 1999 verður haldin á Kaffi Thomsen fimmtudaginn 20. maí nk. Jón Gnarr segir í tali og tónum frá ferðalögum sínum m.a. til Mallorca og Óslóar, kynnum af ólíkum menningarsamfélögum og ferðast með viðstöddum í huganum um heiminn með hliðsjón af ferðamöguleikum Ferðaskrifstofu stúdenta. Kynningin hefst kl. 20. Meira
20. maí 1999 | Miðopna | 661 orð

Frjáls för ferðamanna tryggð innan Evrópu

SCHENGEN-samstarfið svokallaða gengur fyrst og fremst út á frjálsa för fólks um innri landamæri allra aðildarríkja þess, sem þýðir að hefðbundnu landamæraeftirliti á innri landamærum Schengen-svæðisins er hætt en þess í stað er slíku eftirliti þeim mun betur sinnt á ytri landamærum svæðisins. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fræðslufundur LAUF

LAUF, félag flogaveikra barna, verður með fræðslufund fimmtudaginn 20. maí í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 4. hæð, og hefst hann kl. 20.30. Gengið er inn í húsið Grettisgötumegin. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir taugasjúkdómalæknir flytur erindi um einkenni staðbundinnar flogaveiki í aftari hluta heila. Að venju er boðið upp á veitingar á vægu verði. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fullfermi á 14 dögum

"ÞAÐ HEFUR verið mjög góð veiði síðustu vikurnar og virðist lítið vera að draga úr henni," sagði Ásmundur Ásmundsson, skipstjóri á Víði EA, í gær en skipið var þá að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg. "Veiðin hefur verið mjög góð hjá flestum, um 20-30 tonn í hali eftir 10-12 klukkustunda tog. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1663 orð

Fyrirtæki verða að laga sig að nýjum aðstæðum Frekar þungt hljóð var í starfsfólki SH á Akureyri eftir að stjórnendur SH höfðu

Stjórnendur Sölumiðstöðvarinnar skýra frá lokun starfsstöðvar á Akureyri Fyrirtæki verða að laga sig að nýjum aðstæðum Frekar þungt hljóð var í starfsfólki SH á Akureyri eftir að stjórnendur SH höfðu skýrt því frá breytingum sem leiða til þess að starfsstöðin á Akureyri verður lögð niður. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 323 orð

Fyrrverandi bæjarstjóri segir ákvörðunina svik

JAKOB Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, sagði í gær að ákvörðun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um endurskipulagningu, sem meðal annars felur í sér að starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri verður lögð niður um mánaðamótin, væri svik. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Giddens í ReykjavíkurAkademíunni

BRESKI félagsvísindamaðurinn Anthony Giddens verður á opnum fundi í ReykjavíkurAkademíunni kl. 9.50 á föstudaginn 21. maí. ReykjavíkurAkademían er á fjórðu hæð í JL- húsinu, Hringbraut 121. Þar mun Giddens ræða verk sín og hugmyndir ásamt þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Ólafi Stephensen stjórnmálafræðingi. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Gistu nótt í snjóhúsi

SKOTARNIR þrír, sem skiluðu sér ekki niður af Vatnajökli á tilskildum tíma á mánudag, fundust um klukkan 11 í gærmorgun er þeir voru á leið niður jökulinn hjá Sandfelli, en þar höfðu þeir tjaldað í fyrrinótt og voru nýlagðir af stað er þeir mættu björgunarsveitarmönnum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Gott vatn og góð veiði

TVEGGJA daga holl með fjórum stöngum hafa verið að fá 10 til 15 sjóbirtinga í Fitjaflóði að undanförnu og að sögn Agnars Davíðssonar á Fossum í Landbroti eru menn nokkuð ánægðir með þann gang mála. Meira
20. maí 1999 | Landsbyggðin | 47 orð

Góð þátttaka í Landsbankahlaupinu

FJÖLDI barna tók þátt í Landsbankahlaupinu á Neskaupstað eins og svo oft áður. Veður var gott, áhugi krakkanna mikill og hart barist en allir voru ánægðir að hlaupinu loknu og gæddu sér á pylsum sem starfsfólk bankans grillaði af miklum móð. Meira
20. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Greiðslur vegna glasafrjóvgunar auknar

AÐALSTEINN Á. Baldursson var endurkjörinn formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur á aðalfundi félagsins sl. sunnudag en hann hefur verið formaður frá árinu 1994. Á fundinum kom fram að samkvæmt ársreikningum stendur félagið á sterkum grunni og varð hagnaður af öllum sjóðum þess. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 513 orð

Grunur um að tvö börn hafi dáið

GESTUR Pálsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins, telur að ill meðferð á börnum, og þar með talið líkamlegt ofbeldi, sé algengari á Íslandi en opinberar tölur gefi til kynna. Líkamlegt ofbeldi á börnum sé hins vegar í eðli sínu dulið vandamál og því verði hin raunverulega tíðni slíkra tilfella alltaf óþekkt. Þetta kom m.a. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 704 orð

Hafa varað við verðbólgu í á annað ár

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN og Seðlabankinn hafa í á annað ár varað eindregið við þenslu í hagkerfinu og hættu á verðbólgu. Stofnanirnar hafa eindregið hvatt til að aðhalds sé gætt í ríkisútgjöldum og Seðlabankinn hefur tvívegis hækkað vexti til þess að slá á eftirspurn. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Harmonikuleikarar til Færeyja

Harmonikuleikarar til Færeyja ÞRJÁTÍU harmonikuleikarar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur héldu í gær af stað til Færeyja þar sem þeir munu meðal annars halda tónleika í Norræna húsinu. Þeir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og sigla með Smyrli til Færeyja. Meira
20. maí 1999 | Miðopna | 1896 orð

Hernaðaríhlutun til verndar mannréttindum David Scheffer, farandsendiherra Bandaríkjanna í málum tengdum stríðsglæpum, var

David Scheffer, farandsendiherra Bandaríkjanna í málum tengdum stríðsglæpum, var staddur hér á landi í vikunni. Hann ræddi við Steingrím Sigurgeirsson og Hrund Gunnsteinsdóttur um afstöðu Bandaríkjastjórnar til Alþjóðlega glæpadómstólsins og Kosovo-deilunnar. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Herra Ísland til Manila

ANDRÉS Þór Björnsson, Herra Ísland 1998, fer á vegum Fegurðarsamkeppni Íslands til Manila á Filippseyjum, til að keppa um titilinn Herra ársins 1999. Keppnin fer fram 29. maí nk. en fram að því dvelja keppendur í Manila og undirbúa sig fyrir keppnina. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hjólreiðafólk undir smásjá lögreglu

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi hóf sérstakt umferðarátak á þriðjudaginn og verður hjólreiðafólk sérstaklega undir smásjánni þar sem lögreglan mun beina athygli sinni að reiðhjólareglum og notkun öryggishjálma. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Hjólreiðakeppni á Þingvöllum

KEPPNISTÍMABIL hjólreiðamanna hófst hinn 25. apríl sl. með keppni á Þingvöllum. Keppendur í meistaraflokki hjóluðu 68 km eða fjóra hringi í þjóðgarðinum en aðrir styttra. "Keppnin var mjög jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en komið var nálægt endamörkum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Hraðkaup kaupir einu matvöruverslunina

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur á milli Stykkiskaupa ehf. í Stykkishólmi og Hraðkaups. Samningurinn felur í sér að Hraðkaup kaupir fasteignir og verslunarrekstur Stykkiskaupa að Borgarbraut 1 í Stykkishólmi. Nýir eigendur taka við rekstri verslunarinnar 1. júní n.k. og verður hann með óbreyttum hætti fyrst um sinn. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Hundrað manns yfir á rauðu ljósi

UM 100 ökumenn, sem ekið hafa yfir gatnamót á rauðu ljósi, eiga vona á kærum í pósti ásamt gíróseðli á næstu dögum. Í öllum tilvikum er stuðst við myndir sem teknar voru á myndavélar lögreglunnar sem eru á gatnamótum borgarinnar. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Íslensk áhöfn á Panayota

SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Alþjóða flutningamannasambandið hafa náð samkomulagi við Atlantsskip um að íslensk áhöfn fari um borð í skipið Panayota í eigu Bridgestone Shipping Ltd., sem Atlantsskip hefur á leigu. Skipið kom til landsins í gær með farm fyrir varnarliðið. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kátir krakkar á Hjallaróló

ÞEIM brá heldur betur í brún krökkunum á Hjallaróló í Kópavogi þegar undarlegur fugl birtist í sandkassanum hjá þeim. Þau virtu hann vel fyrir sér um stund, bæði frá uppréttu sjónarhorni og á hvolfi. Í sömu andrá mundaði skrýtni fuglinn undarlegt tæki sem hann var með um hálsinn og smellti af. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 354 orð

Kjósendur áttu að fá vald til að "leiðrétta" þingið

WIM Kok, forsætisráðherra Hollands, mistókst í gær að afstýra því að samsteypustjórn sín félli vegna ágreinings um tillögu þess efnis að stjórnarskránni yrði breytt þannig að kjósendum yrði gert kleift að "leiðrétta" þingið og hnekkja ákvörðunum þess við sérstakar aðstæður. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kvikmyndasýning GoetheZentrum

GOETHE-Zentrum, Lindargötu 46, sýnir fimmtudaginn 20. maí kl. 20.30 þýsku spennumyndina "Ein Richter in Angst" frá árinu 1996. Þetta er síðasta kvikmyndasýning Goethe-Zentrum á þessu vori en þráðurinn verður tekinn upp aftur í haust. Myndin greinir frá dómara einum sem þykir ósveigjanlegur og vægðarlaus í starfi. Hann er sakaður um morð á vændiskonu en heldur fram sakleysi sínu. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

LEIÐRÉTT

Í GREIN Gísla Ragnarssonar í blaðinu í gær misritaðist skammtastærð af D-vítamíni. Þar sem stendur milligrömm, eða mg, átti að standa míkrógrömm, en af tæknilegum ástæðum skilaði það sér ekki inn í greinina. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 474 orð

Leyndar myndavélar ólögmætar án dómsúrskurðar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða starfsmanni í verslun Navy Exchange á Keflavíkurflugvelli 200.000 krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum vegna ólögmætrar myndatöku á vinnusvæði hans. Jóhannes K. Sveinsson, lögmaður starfsmannsins, segir dóminn sæta nokkrum tíðindum þar sem verið sé að teygja friðhelgi einkalífsins lengra en áður hafi verið talið. Meira
20. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 327 orð

Litlu mátti muna að illa færi

LITLU munaði að illa færi er eldur kom upp utan við trésmíðaverkstæði byggingafélagsins Hyrnu ehf. á Gleráreyrum á Akureyri snemma í gærmorgun. Starfsmaður fyrirtækisins, sem var að mæta til vinnu klukkan rúmlega 6, varð eldsins var og lét lögreglu vita. Slökkvilið Akureyrar kom fljótlega á vettvang og gekk slökkvistarf greiðlega. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 489 orð

Lofar umbótum og herferð gegn efnahagsglæpum

SERGEJ Stepashín, sem var skipaður forsætisráðherra Rússlands í gær eftir að hafa farið með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslu í dúmunni, hét því að knýja fram efnahagslegar umbætur, bæta lífskjör almennings og skera upp herör gegn efnahagsglæpum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Lokað á David Letterman

ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá 1, hefur hætt beinum útsendingum frá þætti David Letterman. Hólmgeir Baldursson sjónvarpsstjóri segir ástæðuna þá að einhver hafi kært þessar útsendingar til útvarpsréttarnefndar sem sendi þá áréttingu til sjónvarpsstöðvarinnar að útsendingarnar brytu í bága við ákvæði útvarpslaga um þýðingaskyldu. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lokaverkefni hjúkrunarfræðinga kynnt

VÆNTANLEGIR BS-kandídatar í hjúkrunarfræði kynna lokaverkefni sín föstudaginn 21. maí kl. 13­16.15 og meistaranemar í hjúkrunarfræði kynna rannsóknaráætlanir sínar á sama tíma í Eirbergi, húsnæði námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eiríksgötu 34. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Málstofa efnafræðiskorar

DR. ARVI Freiberg, eðlisfræðideild háskólans í Tartu, Eistlandi, flytur erindi á málstofu efnafræðiskorar föstudaginn 21. maí kl. 13.15 í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 4­6. Erindið nefnist "Excitons in Photosynthesis". Í fréttatilkynningu segir: "Þróuð hafa verið einföld líkön sem hafa svipaða ljósefnafræðilega eiginleika og ljóstillífunarkerfi í bakteríum. Dr. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Metrar á sekúndu í stað vindstiga

VEÐURSTOFA Íslands tekur upp eininguna metra á sekúndu í allri veðurþjónustu sinni í stað vindstiga 1. júní næstkomandi. Guðmundur Hafsteinsson, forstöðumaður þjónustusviðs, segir að þetta sé gert í samræmi við breyttar aðstæður þar sem vindmælar séu nú í ört vaxandi mæli notaðir til að mæla vindhraða í stað þess að vindstyrkur sé áætlaður. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 900 orð

Mikil ólga í ísraelskum stjórnmálum Úrslit ísraelsku kosninganna á mánudag hafa komið miklu róti á stjórnmál þar í landi. Sigrún

MIKIL ólga er í ísraelsku stjórnmálalífi eftir úrslit kosninganna á mánudag. Þannig tilkynnti Benny Begin, sonur Menachems Begins fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Þjóðareiningarflokksins, í gær að hann hygðist hætta í stjórnmálum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 900 orð

Mikil sköpunargleði og metnaður í þessum litlu skólum

ÞRIGGJA daga opinber heimsókn forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, til Eyjafjarðar hófst í gærmorgun. Valsárskóli í Svalbarðsstrandarhreppi var fyrsti viðkomustaður forseta og fylgdarliðs en í skólanum eru 72 nemendur auk 15 manna starfsliðs að meðtöldum Gunnari Gíslasyni skólastjóra. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Milt veður en vætusamt

HVÍTASUNNUHELGIN er framundan og margir hyggja á ferðalög um landið. Veðurstofan segir útlit fyrir ágætt veður um land allt á laugardag en heldur vætusamt verði hátíðardagana, nema þá helst á Norðurlandi. Fremur hlýtt verður í veðri. Það mun því viðra bærilega á ferðalanga um helgina. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Námsstefna um lausnarmiðuð meðferðarstörf

FÉLAG fagfólks í fjölskyldumeðferð, FFF, stendur fyrir námsstefnu um lausnarmiðuð meðferðarstörf. Fyrirlesari verður finnski geðlæknirinn Ben Furman. Námsstefnan verður haldin dagana 25. og 26. maí í Norræna húsinu kl. 9­16 báða dagana. Meira
20. maí 1999 | Landsbyggðin | 79 orð

Ný sjúkrabifreið af hent

Egilsstaðir-Rauði kross Íslands hefur fært Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum nýja sjúkrabifreið til afnota. Bifreiðin er rúmgóð, vel innréttuð og býður upp á góða vinnuaðstöðu. Sjúkrarými er eins og best gerist í sjúkrabílum hér á landi. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Orlofsvikur Bergmáls að Sólheimum

BERGMÁL, líknar- og vinafélag, efnir til tveggja orlofsvikna að Sólheimum í Grímsnesi. Fyrri vikan, 28. maí til 4. júní, verður fyrir blinda og aðra sem þurfa aðstoð. Seinni vikan, 21.­29. ágúst, verður fyrir krabbameinssjúka. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Ræðir við þingmenn um ráðherrasæti

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf í gær að ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hverjir kæmu til greina sem ráðherraefni flokksins í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Davíð kallar hvern og einn til sín og er ekki búist við að fundunum ljúki fyrr en eftir helgi. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Safnað fyrir börn á Indlandi

ÚTVARPSSTÖÐIN Lindin, sem sendir út á bylgjulengdinni 102,9, stendur fyrir söfnun til styrktar munaðarlausum börnum á Indlandi í dag, fimmtudag. Söfnunin er í samvinnu við ABC hjálparstarf, en sl. laugardag hljóp Eiður Aðalgeirsson 102,9 km og safnaði áheitum fyrir samtökin. Eiður hóf ferð sína á Reykjanestá, hljóp vítt og breitt um Reykjanesið og lauk förinni nálægt Rauðavatni. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 147 orð

Sakfelldur fyrir rassskellingu

BRESKUR maður, sem rassskellti dóttur sína á almannafæri, var í gær sakfelldur fyrir líkamsárás fyrir dómi í Edinborg í Skotlandi. Mun dómsuppkvaðning fara fram síðar, að sögn dómsmálayfirvalda. Maðurinn mun hafa rassskellt átta ára gamla dóttur sína sex eða sjö sinnum á beran bossann eftir að hún harðneitaði að leyfa tannlækni að draga úr sér tönn. Meira
20. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Samið um uppbyggingu á félagssvæðunum

SAMNINGAR um uppbyggingu hjá tveimur íþróttafélögum á Akureyri, Golfklúbbi Akureyrar og Skotfélagi Akureyrar voru undirritaðir í gær. Fyrir liggja drög að uppbyggingarsamningi við Siglingaklúbbinn Nökkva, en samningur við klúbbinn verður undirritaður síðar. Þórarinn B. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 571 orð

Samkeppnin ræður verðinu

ÁSTÆÐUR þess að stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu bjóða mismunandi verð á ávöxtum eins og verið hefur undanfarna daga er hörð samkeppni þeirra. Verslanir Bónuss og Hagkaups hafa síðustu daga boðið epli og appelsínur á 75­86 krónur en t.d. verslanir Nóatúns og Nýkaups á 198 krónur. Miðað við 130 kr. Meira
20. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 503 orð

Samstarfssamningur við háskólann undirritaður

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugur hf. hefur tekið formlega í notkun ný húsakynni að Hvannavöllum 14 á Akureyri. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi fyrirtækisins á undanförnum misserum og til marks um það má nefna að starfsmenn á Akureyri eru nú 10 talsins en þar var einungis einn starfsmaður fyrir þremur árum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sauðfé við Vesturlandsveg

MARGT sauðfjár er um þessar mundir á ferli við Vesturlandsveg og þykir lögreglu í Borgarnesi rétt að vara fólk við, þar sem oft getur skapast hætta þegar sauðfé hleypur yfir vegi. Að sögn lögreglunnar er þetta árstíðabundinn vandi en á vorin þegar sauðburður er í hámarki er hættan mest. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 452 orð

Segja Atlantsskip gefa rangar upplýsingar

LÖGMENN skipafélagsins Van Ommeren segja að ranglega hafi verið greint frá eignarhaldi Atlantsskipa fyrir áfrýjunardómstól í Washington-borg. Dómstóllinn féllst sl. mánudag á beiðni Atlantsskipa og Transatlantic Lines um frestun á framkvæmd úrskurðar alríkisdómstólsins í Washington í máli Eimskipafélagsins og Van Ommeren gegn Bandaríkjaher vegna sjóflutninga fyrir varnarliðið í Keflavík. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 269 orð

Serbar mótmæla stríðinu í Kosovo

HÁVÆR mótmæli gegn stríðsrekstri Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, hafa brotist út í a.m.k. tveimur borgum í suðurhluta Júgóslavíu. Hófust mótmælin á laugardag er um tíu líkkistur hermanna bárust til bæjanna og hrópuðu mótmælendurnir, sem að mestu leyti voru foreldrar hermanna; "við viljum syni okkar til baka, ekki líkkistur!" Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1008 orð

"Serbaæði" grípur um sig í Rúmeníu í stað "NATO- æðis" Loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hafa haft þau áhrif á

SÚ ákvörðun rúmensku ríkisstjórnarinnar að leyfa orrustuþotum Atlantshafsbandalagsins (NATO) að fljúga innan lofthelgi Rúmeníu, er sú erfiðasta sem nokkur ríkisstjórn í fyrrverandi kommúnistaríki hefur tekið frá því að Nicolea Ceausescu féll frá. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 225 orð

Settar verði hömlur á ofbeldisefni í sjónvarpi

HÓPUR menntamanna hvatti til þess sl. þriðjudag að viðskiptanefnd bandarísku öldungardeildarinnar samþykkti lagafrumvarp sem banna myndi sýningar á ofbeldisríku myndefni á þeim tímum sem líklegast er að börn séu meðal áhorfenda. Telja þeir að rekja megi ofbeldishneigð unglinga til ofbeldis í sjónvarpi. Meira
20. maí 1999 | Landsbyggðin | 171 orð

Siglt á afrakstri nýsköpunar

ÁRLEGUR báta- og siglingadagur Barnaskólans í Vestmannaeyjum var haldinn um síðustu helgi. Er þetta í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn og var fjöldi frumlegra og fjölbreytilegra báta settur á flot á Tjörninni í Herjólfsdal. Bátarnir voru afrakstur nýsköpunarnáms sem börnin hafa stundað við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 690 orð

Sinna víðtæku hjálparstarfi á Balkanskaga

ADRA, alþjóðlegt hjálparstarf aðventista, hefur að undanförnu sinnt víðtæku hjálparstarfi á Balkanskaga. Finn Eckhoff er forstöðumaður Aðventkirkjunnar á Íslandi. "Kirkjan okkar er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum þar sem starfsemin hófst um miðja síðustu öld, árið 1864. Síðan hefur starfið breiðst út um allan heim og núorðið eru aðventkirkjur í flestum löndum heims. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Síðasti dagur Kosovo- söfnunar

SÍÐASTI dagur söfnunar Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Kosovo-Albana sem enn eru í flóttamannabúðum er í dag. Einstaklingar og fyrirtæki geta tilkynnt framlög með því að hringja í síma 7 50 50 50. Forsvarsmenn söfnunarinnar vonast til að almenningur taki við sér á þessum síðasta degi söfnunarinnar. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sjávarútvegsráðherra Rússa boðið til landsins

N.A. Érmakov, sjávarútvegsráðherra Rússlands, hefur verið boðið í opinbera heimsókn hingað til lands. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins, bauð Þorsteinn Pálsson Érmakov hingað til lands á fundi FAO í febrúar sl. og síðan var boðið ítrekað fyrir fáum dögum. "Við höfum ekki enn fengið til baka svar um hvenær það hentar honum. Meira
20. maí 1999 | Landsbyggðin | 111 orð

Skagamenn sterkir í skólaskák

Grundarfjörður­Skólaskákmót Vesturlands var haldið í Grundarfirði nýlega. Heldur var þátttaka dræm, þátttakendur voru allir frá Akranesi og Grundarfirði því skólar í öðrum bæjum á Vesturlandi sendu ekki lið á mótið. Liðin frá Akranesi voru mjög sterk, enda stendur nemendum þar til boða kennsla í skák allan veturinn. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Stefna fram úr fjárlagaheimild

ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs voru 9,4 milljarðar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og útlit er fyrir að þau fari fram úr heimild í fjárlögum sem er 23,3 milljarðar króna. Þau voru um 3,7 milljörðum króna hærri en á sama tímabili í fyrra, meðallán hafa hækkað úr 2,5 í 3 milljónir króna og umsóknir eru 39% fleiri. Meira
20. maí 1999 | Landsbyggðin | 113 orð

Svölur í fjárhúsi

Hnausum í Meðallandi-Nú er sauðburður víða hafinn og nóg að gera hjá bændum. Á Ytri-Lyngum hér í sveit er stórt og gott fjárhús og þar í fjárhúsinu hafa fjórar svölur stundað flugnaveiðar í nokkra daga. Ekki er vitað hvar þær sofa en þær birtast í dögun og eru við veiðarnar allan daginn og mjög spakar við heimafólk. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tafir vegna álags á mbl.is

VEGNA mikils álags á netþjóni Morgunblaðsins hefur Morgunblaðið á Netinu verið þungt í vöfum síðustu daga og gengur lesendum því erfiðlega að tengjast vefjum blaðsins. Verið er að endurnýja og uppfæra vélbúnað svo hægt sé að mæta þessu álagi en búast má við að tafir verði næstu tvo daga. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 457 orð

Til marks um þíðu í samskiptum landanna

MOHAMMAD Khatami, forsetI Írans, lauk í gær fimm daga heimsókn sinni til Sádi-Arabíu og hélt heim á leið en heimsóknin er sögð marka þáttaskil í samskiptum landanna tveggja, sem eldað hafa grátt silfur saman allt frá byltingu bókstafstrúarmanna í Íran árið 1979. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Tilraunasamningur ekki grundvöllur að sátt

ÞORSTEINN Sæberg, skólastjóri í Árbæjarskóla og formaður Skólastjórafélags Íslands, segir að það sé orðið ljóst að svokallaður tilraunakjarasamningur geti ekki orðið grundvöllur að lausn ágreinings milli Reykjavíkurborgar og kennara í Reykjavík um kjaramál. Hann segir hins vegar þörf á að breyta vinnutíma kennara líkt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur lagt áherslu á. Meira
20. maí 1999 | Erlendar fréttir | 301 orð

Trimble sakaður um að ganga á bak orða sinna

TONY Blair boðaði leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Norður-Írlandi á sinn fund í London í gær til að reyna enn að leysa afvopnunardeiluna svokölluðu, sem stendur friðarsamkomulaginu á N-Írlandi fyrir þrifum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Umferðarátak á Suðvesturlandi

LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi gangast fyrir umferðarátaki dagana 18. til 25. maí. Að þessu sinni munu lögregluliðin beina athygli sinni að reiðhjólafólki, reiðhjólareglum, notkun öryggishjálma á reiðhjólum en auk þess munu lögreglumenn fylgjast með dekkjabúnaði ökutækja en óheimilt er að aka um á negldum hjólbörðum að sumarlagi. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Víðtæk samvinna á sviði umhverfismála

Á DEGI umhverfisins, 25. apríl í síðasta mánuði, var undirritaður samstarfssamningur Garðyrkjuskóla ríkisins, Hveragerðisbæjar, Ölfushrepps, Heilsustofnunar NLFÍ, Dvalarheimilisins Áss og Rekstrarfélags Ölfusborga um átak á sviði umhverfismála og umhverfisfræðslu. Umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, var viðstaddur undirritunina. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þriðji áfangi Póstgöngunnar

Í ÞRIÐJA áfanga Póstgöngunnar 1999, raðgöngu Íslandspósts á milli pósthúsa verður gengið frá Kúagerði að pósthúsinu í Vogum. Boðið verður upp á rútugerðir frá BSÍ kl. 19, pósthúsinu í Kópavogi kl. 19.15, pósthúsinu í Garðabæ kl. 19.30, pósthúsinu í Hafnarfirði kl. 19.45 og til Reykjavíkur frá pósthúsinu í Vogum. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Þrjár nýjar verslanir í Firði

ÞRJÁR nýjar verslanir voru opnaðar í verslunarmiðstöðinni Firði í miðbæ Hafnarfjarðar nýlega. Þær eru: Skóglugginn, verslun þar sem áherslan er lögð á skó frá Luciano Barachini, Gregor og fleiri merki. Einnig mun Skóglugginn bjóða upp á töskur, veski og aðrar leðurvörur; Silla "No Name make up studio" opnaði nýja snyrtivöruverslun sem m.a. Meira
20. maí 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

Ætla á jökul í dag

ICE225 jeppaleiðangurinn Ætla á jökul í dag JEPPALEIÐANGURINN ICE225 ráðgerir að aka upp á Grænlandsjökul í dag, að því er Arngrímur Hermannsson leiðangursstjóri sagði í gær. Ferðin sóttist seint úr fjörunni innst í Nuuk-firði og upp að Tasersuaq- vatni sem er við jökuljaðarinn. Meira

Ritstjórnargreinar

20. maí 1999 | Leiðarar | 706 orð

OFBELDISMENNING

CLINTON Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert áhrif ofbeldis í kvikmyndum að umræðuefni. Í vikulegu útvarpsávarpi síðastliðinn laugardag hvatti hann til þess að dregið yrði úr ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpi. Forsetinn sagði að draga yrði verulega úr ofbeldinu og kvað sérfræðinga hafa áætlað að "venjulegir Bandaríkjamenn sjái 40. Meira
20. maí 1999 | Staksteinar | 371 orð

Skattamálin

Í LEIÐARA Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands Íslands, var fyrir skömmu fjallað um skattamálin. ÞAR segir m.a. að skattamálin verði meðal mikilvægustu málefna í næstu kjarasamningum. "Mikil vinna hefur verið unnin og henni er ekki lokið. Hún hefur miðað að því að safna sem víðtækustum upplýsingum um kerfið eins og það er og skilgreina þá möguleika sem eru til staðar. Meira

Menning

20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 480 orð

Allir bornir saman við Almodovar

Tuttugu og tvær myndir keppa um gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Pétur Blöndal og Halldór Kolbeinsljósmyndari spá í spilin og hátíðina. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 649 orð

Bjart er í sumum húsum Skúli Helgason fjallar um nýjustu plötu Suede: Head Music.

Skúli Helgason fjallar um nýjustu plötu Suede: Head Music. ÍSLENDINGAR eru þekktir fyrir að slá niður hælum þegar reynt er að draga þá í dilka. "Ég á mig sjálfur"-mottóið er jafn lifandi í okkar alþýðumenningu og Bjartur í bókmenntunum. Þess vegna hafði ég samúð með bresku hljómsveitunum sem fyrr á þessum áratug reyndu að forðast stimpilinn Britpoppari. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 588 orð

Bryður viagra og er með fjórar í takinu

ÞEGAR gestir óku upp að lúxusvillu glaumgosans Hughs Hefner í Beverly Hills fyrir nokkrum árum skelltu flestir upp úr er þeir sáu varúðarskiltið "börn að leik" við heimreiðina því Hugh var þekktur fyrir að vera flest annað en fjölskyldumaður á árum áður. Nú geta gestirnir hætt að brosa því ýmislegt hefur breyst á undanförnum mánuðum. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 190 orð

Dæmdur fyrir símahlerun

BLAÐAMAÐURINN Eric Ford hlaut dóm síðastliðinn mánudag fyrir að hlera símann hjá leikarahjónunum Tom Cruise og Nicole Kidman. Ford var dæmdur til sex mánaða dvalar á lokuðu heimili auk þess sem hann fékk rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt og þarf að inna af hendi 150 klukkutíma starf í þágu samfélagsins. Meira
20. maí 1999 | Leiklist | 263 orð

Geimferð til Sólheima

Leikstjórn: Gunnar Sigurðsson. Leikmynd: Gerhard König. Lýsing: Graham Meginley, Peter Leonard. Förðun: Guðrún Halldórsdóttir. Leikendur: Árni Georgsson, Haukur Þorsteinsson, Eyrún Briem, Anja Egilsdóttir, Ármann Eggertsson, Kristján Ólafsson, Sigurður Gíslason, Valgerður Pálsdóttir, Erla Sigmundsdóttir, Úlfhildur Stefánsdóttir, Gísli Halldórsson, Erla Leifsdóttir, Ólafur Benediktsson, Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 676 orð

Höggmyndagarðurinn endurbættur og aðgengilegri

Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar opnuð í dag Höggmyndagarðurinn endurbættur og aðgengilegri Endurnýjaður höggmyndagarður Ásmundarsafns við Sigtún verður vígður í dag, á fæðingardegi myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 315 orð

Íslenskir kórar í Royal Albert Hall

KÓR Vídalínskirkju í Garðabæ og Álftaneskórinn munu taka þátt í Proms-vortónleikaröðinni í Royal Albert Hall nú í júníbyrjun. Kórarnir tveir, sem munu koma fram saman undir nafninu Ísafoldarkórinn, syngja með Lundúnakórnum við undirleik Konunglegu fílharmóníunnar. Meira
20. maí 1999 | Myndlist | 683 orð

Jesús er ekki fjarri

MIÐNÆTTISRÁPARAR og miðbæjarsvefnpurkur er viðamikil sýning sem sett var upp í hinu fræga og alræmda Rauða hverfi Amsterdam-borgar. "Midnightwalkers & Citysleepers", eins og enski titillinn hljómar, gefur ágæta mynd af sókn listarinnar inn á samfélagssviðið, en þátttakendurnir eru á þriðja tug, flestir af evrópsku bergi brotnir. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 29 orð

Lesið úr ljóðabókinni Urðargaldur

Lesið úr ljóðabókinni Urðargaldur HJALTI Rögnvaldsson leikari les úr ljóðabókinni Urðargaldur eftir Þorstein frá Hamri á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, í kvöld, fimmtudag kl. 21.30. Urðargaldur kom út árið 1987. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 135 orð

Lífæðar 1999 opnuð á Akureyri

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar á morgun, föstudag, kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokkunum á Landspítalanum og kemur nú frá Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð

Lítill skóli með stórt hjarta

AFMÆLISTÓNLEIKAR Tónskóla Eddu Borg vegna tíu ára afmælis skólans voru haldnir á Grand Hóteli síðastliðinn laugardag. Fjölmennt var á tónleikunum þar sem nemendur á aldrinum 5­19 ára spiluðu fyrir boðsgesti. Í Tónskóla Eddu Borg eru um 200 nemendur og 17 kennarar eru við skólann. Að sögn skólastjórans, Eddu Borg, er skólinn "lítill en með hrikalega stórt hjarta". Meira
20. maí 1999 | Tónlist | 601 orð

Ljóðasöngleikjatónlist

Hlín Pétursdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir íslenska og erlenda höfunda. Þriðjudagurinn 18. maí, 1999. SÍÐUSTU Tíbrár-tónleikarnir að þessu sinni voru söngtónleikar, þar sem Hlín Pétursdóttir sópransöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari fluttu söngverk eftir Mozart, Mendelssohn, Strauss, Weill, Þorkel Sigurbjörnsson og Pál Ísólfsson. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 456 orð

Marsbúi fyrir rétti

KANADAMAÐURINN Rene Joly lögsótti verslanir og opinberar stofnanir nýlega fyrir að hafa reynt að koma sér fyrir kattarnef vegna þess að hann sé Marsbúi. Dómari vísaði málinu frá á þeim grundvelli að Joly héldi því fram að hann væri ekki jarðarbúi og því væri réttarleg staða hans engin. Meira
20. maí 1999 | Kvikmyndir | 244 orð

Moðhausar á mörkunum

Leikstjóri Yves Simoneau. Handritshöfundar Joseph Brutsman, Tony Peck. Kvikmyndatökustjóri David Franco. Tónlist Mark Ishman. Aðalleikendur Marlon Brando, Charlie Sheen, Donald Sutherland, Thomas Haden Church, Mira Sorvino, Martin Sheen. 96 mín. Kanadísk. Malofilm Distr., 1998. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 297 orð

Morad búin að eignast son

BRASILÍSKA fyrirsætan Luciana Morad fæddi dreng á sjúkrahúsi í New York samkvæmt frétt í breska blaðinu Sun í gær. Drengurinn var skráður á fæðingarvottorðið sem Lucas Jagger. Blóðprufa á þó eftir að skera úr um hvort Mick Jagger er örugglega faðir hans. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 233 orð

Nýjar bækur "ETHIC

"ETHICS and action in thirteenth-century Iceland"er eftir Guðrúnu Nordal sérfræðing á Árnastofnun. Bókin er 11. bindið í ritröðinni The Viking Collection. Studies in Northern civilization. Ritstjórar ritraðarinnar eru Preben Meulengracht Sørensen og Gerd Wolfgang Weber. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 25 orð

Raf- og tölvutónlist á skólatónleikum

Raf- og tölvutónlist á skólatónleikum VORTÓNLEIKAR Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Nemendur frumflytja raf- og tölvutónlistarverk sín. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 173 orð

Ráðstefna um landnám norrænna manna

STOFNUN Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um landafundi og landnám norrænna manna við Norður-Atlantshaf dagana 9.­11. ágúst nk. Ráðstefnan hefur yfirskriftina Vestur um haf og mun viðfangsefnið verða: a) fornleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landafundi þeirra og veru fyrir vestan haf; b) hvernig þessar heimildir hafa verið túlkaðar á 19. og 20. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 393 orð

Rómantík í menntaskóla Frumsýning

KVIKMYNDIR/Regnboginn, Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri sýna rómantísku gamanmyndina She's All That með Freddie Prinze Jr. og Rachael Leigh Cook í aðalhlutverkum. Rómantík í menntaskóla Frumsýning Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 135 orð

Síðustu sýningar

SÍÐUSTU sýningar á verðlaunaleikritinu Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson verða í dag, fimmtudag, og föstudaginn 21. maí í Iðnó. Leikritið er það fyrsta sem sýnt hefur verið í Hádegisleikhúsinu sem hleypt var af stokkunum í upphafi þessa árs. Leitum að ungri stúlku er verðlaunaleikrit í leikritasamkeppni sem efnt var til þegar Iðnó var opnað á ný. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Smámyndasýning í Sneglu

Í SNEGLU listhúsi er komu sumarsins fagnað með smámyndasýningu í innri sölum listhússins. Notuð er "stórvals- upphenging" og er hægt að kaupa myndir af sýningunni og taka með sér, þannig að sýningin verður breytileg frá degi til dags, segir í fréttatilkynningunni. Myndirnar eru unnar með fjölbreytinni tækni og í ýmis efni, s.s. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 169 orð

Stjörnustríð um öll Bandaríkin

BIÐIN eftir nýju Stjörnustríðsmyndinni er á enda hjá þúsundum aðdáenda í Bandaríkjunum því þegar klukkan sló tólf á miðnætti á þriðjudag var "Star Wars: Episode I: The Phantom Menace" frumsýnd í rúmlega 2.000 kvikmyndahúsum um allt landið. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 144 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á myndasögum eftir 18 norræna teiknara, sem hefur yfirskriftina Myndasögur í mýrinni, lýkur laugardaginn 22. maí. Myndasöguhöfundarnir eru allir í fremstu röð teiknara á Norðurlöndum og víðar. Sýningin er opin frá 14­18, en Norræna húsið verður lokað á hvítasunnudag 23. maí. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 1463 orð

TENGING TVEGGJA HEIMA

"ÞETTA er meira landið sem þið byggið. Stórbrotið. Ég fór að Gullfossi og Geysi á sunnudaginn og þótti mikið til þeirra koma. Það rigndi reyndar heil ósköp og blés í þokkabót en það sló mig ekki út af laginu, ég er fæddur og uppalinn í Sankti Pétursborg ­ hann skvettir vel úr sér þar líka. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 290 orð

Tré Sigurðar Árna til Feneyja

SIGURÐUR Árni Sigurðsson myndlistarmaður sem tekur þátt í Feneyja Biennale sýningunni fyrir Íslands hönd hefur lagt lokahönd á verk sín fyrir sýninguna. Þegar Morgunblaðið talaði við Sigurð Árna sagði hann verkin vera nýfarin frá sér. "Þeir voru einmitt að fara út með málverkin," sagði hann. En fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningi á listaverkum mun flytja þau sjóleiðis til Feneyja. Meira
20. maí 1999 | Menningarlíf | 406 orð

Verkið talar

Á TÓNLEIKUNUM í kvöld verður frumflutt á Íslandi hljómsveitarverk Karólínu Eiríksdóttur, Þrjár setningar. Verkið var samið árið 1993 fyrir New Music-tónlistarhátíðina í Stokkhólmi og frumflutt þar af Sinfóníuhljómsveitinni í Málmey undir stjórn Leifs Segerstams. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 74 orð

Votta Lindu virðingu

ÁTTA af þekktustu tónskáldum Breta ætla að votta Lindu McCartney heitinni virðingu sína með því að halda tónleika í sumar þar sem öll verkin verða samin henni til heiðurs. Tónleikarnir verða haldnir 18. júlí í Lundúnum en þeir verða endurfluttir í New York þann 4. desember. Meira
20. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1003 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

20. maí 1999 | Aðsent efni | 229 orð

17. júní 1999

Rétt hlýtur að teljast, segja Haukur Már Helgason og Halldór Arnar Úlfarsson, að afstöðulausir biðjist undan þátttöku á meðan þeir gera upp hug sinn. Meira
20. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 527 orð

Aðför?

HALLDÓR Ásgrímsson hélt því fram daginn eftir kosningar að gerð hefði verið aðför að sér á sjónvarpsstöðvunum. Undir þetta tóku aðrir stjórnmálaforingjar og gagnrýndu mjög fréttamenn fyrir það hvernig þeir héldu á málum í aðdraganda kosninganna. Frétttamennirnir eru ekki yfir gagnrýni hafnir. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 444 orð

Átt þú ástvin með geðsjúkdóm?

Það er reynsla margra, segir Sæunn Kjartansdóttir, að auðveldara geti reynst að tala um viðkvæm mál við ókunnuga heldur en vini eða fjölskyldu. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 1055 orð

Dagbókarkorn kennara

Við viljum aðeins fá greitt fyrir alla vinnuna, segir Ásta Elín Hallgrímsson, sem hefur bæst ofan á kennsluna og undirbúninginn. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 789 orð

Foreldrar ­ Læknar ­ Alþingismenn

"Á ÉG að gæta bróður míns?" Þetta flaug mér í hug, þegar ég las samþykkt frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins hinum síðasta. Ég gríp hér inn í fréttina, þar sem ályktað er, að það sé á valdi hvers einstaklings að velja og hafna hvaða íþrótt hann stundar hverju sinni. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 847 orð

Framsókn og sölumenn dauðans

Hvað vitum við með vissu, spyr Kristján B. Jónasson, um "sölumenn dauðans" sem réttlætir stórfelldan fjáraustur í baráttunni við þá? Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 497 orð

Heilsuefling á vinnustað er fjárfesting til framtíðar!

Vonandi verður stjórnendum fyrirtækja ljóst, segja Dagrún Þórðardóttir og Þórunn Sveinsdóttir, að dýrmætasta auðlind þeirra eru ánægðir og hraustir starfsmenn og að arðbærasta fjárfesting framtíðarinnar felst í þeim. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 729 orð

Illugaþáttur

EINN er sá útvarpsmaður, sem hefur frjálsari hendur í umfjöllun um samlanda sína en flestir þeir sem ég hefi hlýtt á leyfa sér, heitir sá Illugi Jökulsson og flytur pistla sína á rás tvö flesta fimmtudagsmorgna og við þennan mann er svo mikið haft að a.m.k. svæðisútvarp Norðurlands rýfur útsendingar sínar svo flestir geti fengið notið þeirra hlunninda að hlýða á boðskap hans. Meira
20. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 179 orð

Kjaradómur

NÚ ÞEGAR kjaradómur hefur fellt dóm sinn um kjör alþingismanna, ráðherra og fleiri yfirmanna í íslensku þjóðlífi er vert að hugsa aðeins til baka og skyggnast inn í kosningaloforð flokkanna. Bæði Vinstri-grænir og Samfylkingin stóðu fastar á því en fótunum að jafna skyldi kaupmátt landsmanna og er það hið besta mál. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 1000 orð

Ódýr, en ekki ósnertanlegur

Landssíminn hefur ekki ástundað undirverðlagningu þótt verð á þjónustu fyrirtækisins sé lágt, skrifar Ólafur Þ. Stephensen, sem hér svarar Birni Davíðssyni. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 587 orð

Ríkisstjórn Íslands krafin svara

Hvernig ætla íslenskir ráðamenn að svara þeim börnum sem í framtíðinni fæðast vansköpuð, spyr Ögmundur Jónasson, vegna þeirra vopna og þess hernaðar sem nú er beitt í Júgóslavíu? Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 897 orð

Rúmast starfsgreinasambönd ekki innan ASÍ?

Núverandi skipulag verkalýðshreyfingarinnar, segir Guðmundur Gunnarsson, er æði mótsagnarkennt. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 513 orð

Sjúkraliðar fá áheyrn

MÖNNUN fagfólks inn á heilbrigðisstofnanir er langt frá því að vera í góðu lagi. Mikið hefur vantað á að stöður sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu mannaðar. Sjúkraliðar hafa ítrekað bent á að menntun þeirra leyfir útvíkkun á starfssviði, en einstaka stéttir hafa barist gegn því. Sé menntun sjúkraliða skoðuð í réttu ljósi sést að sjúkraliðar vinna störf undir getu og vilja. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 585 orð

Slysavarnir

Slys eru algengasta dánarorsök barna og unglinga í okkar heimshluta, segir Ólafur Gísli Jónsson. Mikilvægi þess að halda uppi öflugum slysavörnum er því augljóst. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 987 orð

Tóm tjara

Ingólfur Jónsson tók upp símann, hringdi í vegamálastjóra að okkur áheyrandi, segir Halldór Jónsson, og tilkynnti honum að Vesturlandsvegurinn yrði steyptur. Búið. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 337 orð

Treystum böndin

Áhersla er lögð á að stuðla að þátttöku aldraðra á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Hildur Björg Hafstein og Margrét Erlendsdóttir segja hér frá samstarfsverkefni áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja og framkvæmdastjórnar Árs aldraðra. Meira
20. maí 1999 | Aðsent efni | 815 orð

Varnarbandalag í vígahug

Samþykki Íslands á yfirstandandi árásum NATO á Júgóslavíu, segir Loftur Altice Þorsteinsson, er því skýlaust brot á friðarhefðum þjóðarinnar ok sáttmálum sem hún er aðili að. Meira

Minningargreinar

20. maí 1999 | Minningargreinar | 458 orð

Björg Bóasdóttir

Lokið er langri vegferð og gifturíkri sem mörgum mætum verkum er vörðuð. Hugur leitar heim í átthagana til þess góða samferðafólks sem nú kveður eitt af öðru. Og nú er það hún Björg, mín góða vinkona, sem kölluð er af sviði og vissulega er það svo þegar skæður vágestur herjar á heilsu og líf, þá getur dauðinn orðið sem líknsamur gestur. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

BJÖRG RANNVEIG BÓASDÓTTIR

BJÖRG RANNVEIG BÓASDÓTTIR Björg Rannveig Bóasdóttir fæddist á Reyðarfirði 15. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 14. maí. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 182 orð

Camilla Bjarnason

Hún stóð kyrr og beið. Hún þekkti sig hér. Hér á þeim stað þar sem engu var lengur að tapa. Nú var hún ekki lengur hrædd. Það var ekkert framar að óttast. Hún hafði alltaf vitað að fyrr eða síðar kæmi hún að þessum stað. Því að ekkert er öruggt. Ekkert. Dauðinn og lífið ganga hönd í hönd. Sólin kastar skuggum sínum ­ og fyrr eða síðar fallast þau í faðma. Tvennt en um leið eitt. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 458 orð

Camilla Bjarnason

Hún Camilla frænka er látin eftir langa og hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Mér þykir almættið höggva í sama knérunn með of stuttu millibili í þetta sinn, því það eru ekki mörg misseri síðan Hörður, pabbi Camillu og móðurbróðir minn, lést eftir stutta sjúkdómslegu, langt um aldur fram. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 510 orð

Camilla Bjarnason

Sú frétt að Camilla, vinkona okkar og samherji í guðfræðideild, væri látin kom okkur ekki á óvart, svo hart sem hún var leikin af sjúkdómi þeim, sem hún varð að glíma við frá haustinu 1994. Við undirrituð kynntumst Camillu í guðfræðideild Háskóla Íslands, en þar hófum við nám haustið 1993. Hún hafði þá stundað nám við deildina nokkru lengur ásamt Birgi Thomsen. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

CAMILLA BJARNASON

CAMILLA BJARNASON Camilla Bjarnason fæddist 8. mars 1949. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 7. maí síðastliðinn. Útför Camillu var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 17. maí. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Eiríkur Björn Friðriksson

Það var á kosningadaginn síðasta laugardag sem afi okkar kvaddi en það hafði verið ljóst um nokkurt skeið að hverju stefndi. Afi Eiríkur var orðinn gamall maður og fannst sínu starfi hér lokið og var sáttur við að kveðja. Afi var af þeirri kynslóð Íslendinga sem ólst upp við mikla fátækt og kröpp kjör og þurfti ungur að sjá sér farborða. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 499 orð

Eiríkur Björn Friðriksson

Það voru sorgarfréttir sem mamma færði mér símleiðis að kvöldi laugardagsins 8. maí síðastliðins. Ég og bróðir minn, Gunnar, vorum rétt búnir að borða kvöldmat með kærustum okkar og nýsestir í sófann þegar síminn hringdi. Um leið og ég heyrði að þetta var langlínusamtal, þá vissi ég hvers var að vænta. "Jæja Eiríkur minn," sagði hún, "hann afi þinn er dáinn. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

EIRÍKUR BJÖRN FRIÐRIKSSON

EIRÍKUR BJÖRN FRIÐRIKSSON Eiríkur Björn Friðriksson fæddist að Auðnum í Ólafsfirði, 11. júní 1913. Hann lést 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 14. maí. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 348 orð

María Benediktsdóttir

Elsku besta amma mín. Þegar fréttin af brottför þinni barst mér alla leið til Ameríku fannst mér óhugsandi að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur. Það var afskaplega erfitt að geta ekki komið heim og kvatt þig í hinsta sinn. Lokaprófin stóðu sem hæst í háskólanum og brottför þín olli mér miklu hugarangri. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR

MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR María Benediktsdóttir fæddist í Ytra-Tungukoti í Blöndudal, A- Húnavatnssýslu, 25. maí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. maí. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar, hennar Ólafar ömmu, með eftirfarandi orðum. Ég á margar og dýrmætar minningar tengdar henni. Flestar tengjast ættaróðalinu fyrir vestan í Kvígindisfirði þar sem amma var alltaf á sumrin og tók á móti fjölmörgum ættingjum og vinum í gegnum tíðina. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Bæ í Múlasveit, 25. maí 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. maí. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 634 orð

Páll Árnason

Elsku pabbi, þú ert farinn frá okkur. Við vorum oft búin að halda að stutt væri eftir en alltaf komstu að einhverju leyti út úr öllum barningnum sem stóð yfir síðustu fjögur árin en sá síðasti hafði betur þó að seiglan væri mikil hjá þér og ekki var hægt að segja að þú værir að gefast upp. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

PÁLL ÁRNASON

PÁLL ÁRNASON Páll Árnason fæddist í Keflavík 31. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 4. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 206 orð

Svava Matthíasdóttir

Elsku amma. Þú fórst alltof snöggt frá okkur, þó að þér líði miklu betur núna þá eigum við eftir að sakna þín mikið. Þegar við vorum lítil og þú hafðir heilsu til þá hafðir þú alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með okkur. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 311 orð

Svava Matthíasdóttir

Elsku amma, sunnudagskvöldið 9. maí sl. komst þú til okkar í mat í nýju íbúðina okkar í Mosó. Þú varst lengi búin að ætla að koma og taldir í þig kjarkinn þennan daginn, við þökkum guði fyrir það því þar fengum við að eyða með þér þínum síðustu stundum. Mamma keyrði þig heim þetta kvöld og kvaddi þig bara nokkuð hressa, miðað við oft áður. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 143 orð

Svava Matthíasdóttir

Elsku mamma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú kvaddir þennan heim mjög snögglega og vildi ég óska þess að ég hefði getað verið hjá þér á þeirri stundu, en svona er lífið, maður veit ekki hvenær hlutirnir gerast. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa komið til okkar þennan dag því þessi minning verður mér, Gústa og stelpunum ómetanleg. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Svava Matthíasdóttir

Lífið er óútreiknanlegt og gæðum þess misskipt. Nú ert þú dáin og horfin á braut þangað sem bíður þín örugglega betra hlutskipti en þú máttir þola í þessu lífi. Mótlætið var mikið og hvert áfallið dundi yfir eins og aldrei ætti að una þér því að geta verið hamingjusöm og ánægð. Við höfum gengið í gegnum margt saman í gegnum árin, bæði erfiða tíma og skemmtilega. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Svava Matthíasdóttir

Elsku amma, það er skrítið að vera að kveðja þig í síðasta sinn, en eins og þú sagðir alltaf sjálf þá sjáumst við nú aftur. Það er ótrúlegt hvað þú hefur alltaf verið brosmild og jákvæð miðað við það sem þú hefur mátt þola og þú fannst alltaf mikið til með öðrum en talaðir aldrei um þínar þjáningar. Þó að maður hafi ekki alltaf stoppað lengi hjá þér varstu alltaf jafn þakklát fyrir komuna. Meira
20. maí 1999 | Minningargreinar | 130 orð

SVAVA MATTHÍASDÓTTIR

SVAVA MATTHÍASDÓTTIR Svava Matthíasdóttir fæddist að Minni-Borg í Grímsnesi hinn 9. september 1933. Hún lést á heimili sínu, Hátúni 12, 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Matthías Eyjólfsson og Sigrún Sigurjónsdóttir. Eftirlifandi systkini Svövu eru Guðmunda Matthíasdóttir og Eyjólfur Matthíasson. Meira

Viðskipti

20. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Vaxtaákvörðun festir dollar í sessi

DOLLAR hafði verið ekki hærri gegn jeni í sjö mánuði í gær og evrópsk ríkisskuldabréf lækkuðu vegna yfirlýsingar bandaríska seðlabankans um að hann útiloki ekki vaxtahækkun í framtíðinni. Í Wall Street hækkaði byrjunargengi Dow Jones vísitölunnar um 0,2% og þurrkaði út 0,15% lækkun á lokagengi á þriðjudag. Meira

Daglegt líf

20. maí 1999 | Neytendur | 346 orð

Lækkandi tíðni Campylobacter-sýkla í kjúklingum

Í NÝLEGRI könnun heilbrigðiseftirlitanna á höfuðborgarsvæðinu á Campylobacter-mengun í algengum kjöttegundum kemur fram að engir Campylobacter-sýklar fundust í lamba-, nauta- eða svínakjöti en þeir fundust hins vegar í nokkrum kjúklingasýnum. Er þetta í samræmi við fyrri kannanir hérlendis. Meira
20. maí 1999 | Neytendur | 201 orð

Þrettánda 11-11 verslunin opnuð á morgun

NÝ verslun í 11-11 verslanakeðjunni verður opnuð við Laugaveg 116 í Reykjavík á morgun, föstudag. Er þetta þrettánda 11-11 verslunin en það er Kaupás sem rekur 11-11 búðirnar ásamt verslunum KÁ og Nóatúns. Meira

Fastir þættir

20. maí 1999 | Í dag | 39 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 20. maí, verður níræð Guðbjörg Guðsteinsdóttir, húsfreyja á Nesjavöllum í Grafningi. Í tilefni afmælisins tekur Guðbjörg á móti gestum í veitingasal Úlfljótsvatnsskála við Úlfljótsvatn í Grafningi laugardaginn 22. maí milli kl. 15 og 18. Meira
20. maí 1999 | Í dag | 444 orð

ALÞINGI hefur gefið út ársskýrslu um störf 123. þingsins og reks

ALÞINGI hefur gefið út ársskýrslu um störf 123. þingsins og reksturinn á síðasta ári og er þetta í fyrsta skipti sem slík skýrsla er gefin út. Víða er komið við og fróðlegt að fletta þessu riti. Á síðasta þingi var heildarfundartíminn 384 klukkustundir, en 654 tímar á þinginu á undan. Meira
20. maí 1999 | Fastir þættir | 74 orð

A-V

Vortvímenningi félagsins lauk fimmtud. 13. maí. Lokastaða efstu para: Murat Serdar ­ Ragnar Jónsson735 Valdimar Sveinsson ­ Eðvarð Hallgrímss.721 Georg Sverrisson ­ Bernodus Kristinsson711 Magnús Aspelund ­ Helgi Viborg710 Bestum árangri síðasta kvöldið náðu: N-S Meira
20. maí 1999 | Fastir þættir | 772 orð

Davíð og Golíat?

Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með málaferlum út af flutningum fyrir bandaríska varnarliðið hér á landi. Forráðamenn skipafélagsins "Atlantsskipa" hafa haldið því fram að íslensk stjórnvöld hafi gengið erinda Eimskipafélagsins með afskiptum sínum af málinu. Meira
20. maí 1999 | Dagbók | 856 orð

Í dag er fimmtudagur 20. maí, 140. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En G

Í dag er fimmtudagur 20. maí, 140. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En Guð hefir heyrt, gefið gaum að bænarópi mínu. (Sálmarnir 66, 19.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Claudia, Kristrún, Askur og Mælifell fóru í gær. Polar Siglir kom í gær. Meira
20. maí 1999 | Í dag | 377 orð

Kirkjuferð aldraðra Keflvíkinga

KEFLAVÍKURKIRKJA býður eldri borgurum í kirkjuferð á Seltjarnarnesi miðvikudaginn 26. maí nk. Rútur leggja af stað frá Kirkjulundi við Kirkjuveg kl. 13 og taka síðan upp ferðalanga á Suðurgötu (við Hvamm) og Faxabraut (við Hlévang og á stoppistöð). Áætluð heimkoma er kl. 18. Á Seltjarnarnesi verður m.a. skoðað Lyfjafræðisafnið og Læknaminjasafnið. Seltjarnarneskirkja verður heimsótt, sr. Meira
20. maí 1999 | Í dag | 85 orð

SVEITIN MÍN

Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrotting, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Meira
20. maí 1999 | Í dag | 352 orð

Svo lögum hlýðið eða land flýið

"Skik følg eller land fly". Hver sagði þessi fleygu orð og hvað merkja þau? Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hér sé átt við að fólk sem flytur eða flýr til annarra landa og sest þar að, verði að afneita trú sinni eða fá þeir að rækja hana áfram, Meira
20. maí 1999 | Fastir þættir | 414 orð

Topalov efstur í Sarajevo

16.­26. maí 1999 BÚLGARSKI stórmeistarinn Veselin Topalov sigraði Michael Adams í annarri umferð stórmeistaramótsins í Sarajevo. Með þessum sigri og sigrinum á Timman í fyrstu umferð er Topalov nú efstur á mótinu, hálfum vinningi á undan þeim Alexander Morozevich og Alexei Shirov. Úrslit annarrar umferðar urðu þessi: Meira
20. maí 1999 | Fastir þættir | 217 orð

(fyrirsögn vantar)

26. apríl sl. lauk þriggja kvölda fyrirtækjakeppni félagsins, með þátttöku 11 sveita. Öruggir sigurvegarar urðu spilarar í sveit Íslandsbanka ­ Skeljungs hf. sem hlutu alls 1.227 stig. Spilarar, Sigurður ­ Björk og Haraldur ­ Guðmundur. 2. Spariskattur 1.164 stig, spilarar, Guðrún ­ Ólafur og Kristín ­ Bogi. 3. Sjálfstæðir atvinnurekendur 1. Meira

Íþróttir

20. maí 1999 | Íþróttir | 246 orð

Bikarinn í eigu Lazio

ÍTALSKA liðið Lazio er Evrópumeistari bikarhafa, vann Mallorca frá Spáni, 2:1, í úrslitaleik sem fram fór á Villa Park í Birmingham í gærkvöldi. Þetta var í 39. og síðasta sinn sem keppt er um þennan titil. "Ég er mjög ánægður. Þetta var fyrsti sigur Lazio í Evrópukeppni og þetta er einnig í síðasta sinn sem keppt er um Evrópubikarinn og því er hann okkar eign. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 69 orð

DAVOR Suker, landsliðsmaður Króata,

DAVOR Suker, landsliðsmaður Króata, er á förum frá Real Madrid. Suker hefur ekki fengið að æfa með aðalliðinu síðan 6. maí vegna þess að hann hefur gagnrýnt þjálfarann John Toshak í spænskum fjölmiðlum. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 175 orð

Dönsk skytta til KA

Handknattleiksdeild KA hefur gengið frá samningi við danska rétthenta skyttu, Bo Stage. Um er að ræða 24 ára gamlan leikmann sem lék með Viborg í dönsku deildinni í vetur. Samningur Danans og KA er til tveggja ára og verður endurskoðaður að ári. Einnig hefur Magnús A. Magnússon, línumaður, gengið frá eins árs samningi við KA, en hann lék áður með Gróttu/KR. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 246 orð

Eiður Smári og Guðni á Wembely

BOLTON tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni gegn annaðhvort Watford eða Birmingham City. Bolton lék síðari leikinn í úrslitakeppni 1. deildar við Ipswich Town á útivelli í gær eftir að hafa unnið heimaleikinn 1:0. Ipswich vann leikinn í gær 4:3 eftir framlengingu og komst Bolton áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 325 orð

Ein erfiðasta barátta sem ég hef háð

"ÞAÐ er mikill léttir fyrir mig og fjölskyldu mína að þessu sé lokið. Þetta hefur verið ótrúleg barátta ­ ein erfiðasta sem ég hef háð. Við erum í sjöunda himni," sagði Viggó Sigurðsson, sem vann mál sitt gegn þýska handknattleiksliðinu Wuppertal fyrir dómstólum í Wuppertal í gær. "Ég vann fullan sigur. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 195 orð

Fanney á leið heim frá Noregi

FANNEY Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður og leikmaður norska handknattleiksliðsins Tertnes, hefur hafnað nýju tilboði frá félaginu og er á leið til Íslands. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um með hvaða liði hún kunni að leika næsta vetur. Fanney hefur leikið með liðinu í tvo vetur. Fyrra árið lenti liðið í fjórða sæti og í öðru sæti á nýliðnum vetri og í undanúrslit EHF-bikarsins. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 142 orð

Ísland í sama sæti

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu er í 48. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Landsliðið er í sama sæti og það var í apríl, en á þessum tíma hefur það keppt einn leik, unnið Möltu 2:1. Landsliðið hefur hækkað sig um 16 sæti frá því í desember á síðasta ári. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | -1 orð

Knattspyrna

Evrópukeppnin Úrslitaleikur í keppni bikarhafa: Birmingham, Englandi: Lazio - Real Mallorca2:1 Christian Vieri 7., Pavel Nedved 81. - Dani 11. 33.021. England Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 179 orð

Knattspyrna

Evrópukeppnin Úrslitaleikur í keppni bikarhafa: Birmingham, Englandi: Lazio - Real Mallorca2:1 Christian Vieri 7., Pavel Nedved 81. - Dani 11. 33.021. England Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 36 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Brynjar Gauti Da

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Brynjar Gauti Dansinn stiginnKNATTSPYRNUMENN eru byrjaðir að sýna fótmennt sína á grasbölum landsins. Hér reynaþeir Sigurður Örn Jónsson, KR, og Skagamaðurinn Pálmi Haraldsson með sér á KR-vellinum.Fjórir leikir í efstu deild karla fara fram í kvöld. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 93 orð

Kristinn frá vegna meiðsla

KRISTINN Hafliðason leikur ekki með Íslands- og bikarmeisturum ÍBV í fyrstu leikjum Íslandsmótsins. Kristinn hefur verið meiddur á hné í nokkurn tíma og er nýlega farinn að hreyfa sig á ný eftir nokkra hvíld. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 331 orð

Mikill léttir að vinna Kýpur

"ÞAÐ er okkur mikill léttir að vera búnir að vinna Kýpur," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik, eftir 74:69- sigur á Kýpur í fyrsta leik liðsins í undanriðli Evrópumóts landsliða í Spisska Nova Ves í Slóvakíu í gær. Staðan í hálfleik var 38:30 fyrir Ísland. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 308 orð

Mitt var meira alvöru mark

"ÉG vissi að ég hefði átt metið, en hélt um tíma að það hefði verið slegið fyrr en það er víst ekki," sagði Einar Magnússon, tannlækir í Keflavík, en hann skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í knattspyrnu árið 1960, þá eftir 31 sekúndu. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 261 orð

STEVE Bruce hefur sagt starfi sínu lausu s

STEVE Bruce hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri hjá 1. deildarfélaginu Sheffield Utd. Hann segist hafa neyðst til þess að segja af sér eftir aðeins 10 mánaða setu vegna þess að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 1018 orð

Við rennum blint í sjóinn

FYRSTU umferð efstu deildar Íslandsmótsins lýkur í kvöld þegar Grindavík fær Fram í heimsókn, Íslands- og bikarmeistarar ÍBV taka á móti Leiftri, Valsmenn sækja nýliða Breiðabliks heim og Víkingar mæta Keflvíkingum á Víkingsvelli. Allir leikirnir hefjast klukkan átta. Sem kunnugt er vann KR liðsmenn ÍA, 1:0, í opnunarleik mótsins á KR-velli á þriðjudagskvöldið. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 60 orð

Viggó til Spánar?

EITT kunnasta handknattleikslið Spánar hafði samband við Viggó Sigurðsson í gær og kannaði hvort hann væri tilbúinn að koma til Spánar og þjálfa. "Eins og staðan er nú, get ég ekki sagt hvaða lið þetta er. Ég sagði við þann sem hringdi, að ég væri opinn fyrir viðræðum ef ég fengi uppkast af tilboði í hendurnar," sagði Viggó. Meira
20. maí 1999 | Íþróttir | 1236 orð

Þarf að hlúa betur að landsliðinu

Katrín Jónsdóttir leikmaður Kolbotn í Noregi Þarf að hlúa betur að landsliðinu Knattspyrnukonan Katrín Jónsdóttir, sem gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Kolbotn í Noregi árið 1997, Meira

Úr verinu

20. maí 1999 | Úr verinu | 360 orð

Kolmunninn færist norðar

SÆMILEGA hefur gengið á kolmunnaveiðunum suðvestur af Færeyjum undanfarna daga, en svo virðist sem kolmunninn sé að færast norðar. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva hafa íslensk skip landað um 18.000 tonnum af kolmunna á Íslandi frá áramótum og erlend skip um 8.000 tonnum, en auk þess hafa íslensk skip landað milli 2.000 og 3.000 tonnum í Færeyjum. "Við fengum um 1. Meira
20. maí 1999 | Úr verinu | 186 orð

Ný torfa

RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson fann nýja síldartorfu þó nokkuð norðar í Síldarsmugunni en veiðin hefur verið til þessa. Síldin var stygg og erfið viðureignar en norskt rannsóknaskip er væntanlegt á svæðið í dag til að kanna málið frekar. Hins vegar er Árni Friðriksson á landleið. Meira
20. maí 1999 | Úr verinu | 431 orð

Vill úreldingu endurgreidda

ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. hefur krafið ríkissjóð um endurgreiðslu á um 145 milljónum króna vegna afnáms reglna um endurnýjun fiskiskipa með dómi Hæstaréttar í desember sl. Ætla má að fjölmargar útgerðir sem varið hafa hundruðum milljóna króna til kaupa á úreldingarrétti á undanförnum árum, fylgist grannt með framvindu málsins. Meira

Viðskiptablað

20. maí 1999 | Viðskiptablað | 72 orð

1,6 milljónir hafa átt netviðskipti

NÝLEG skýrsla fyrirtækisins Intelligence um netviðskipti á Norðurlöndum sýnir að alls hafa 1,6 milljónir íbúa í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi keypt vörur eða þjónustu á Netinu. Í Svíþjóð hafa um 950.000 manns átt viðskipti gegnum Netið, í Noregi 250.000, Finnlandi 200.000 og Danmörku 250.000. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 467 orð

66% aukning útlána frá sama tímabili í fyrra

SAMKVÆMT upplýsingum frá Íbúðalánasjóði námu útlán sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins rúmum 9,4 milljörðum og er það tæplega 66% aukning frá sama tímabili í fyrra en þá voru lánaðir um 5,7 milljarðar. Á sama tímabili jókst fjöldi afgreiddra umsókna úr 2.299 á árinu 1998 í 3.191 umsóknir í ár, eða um tæp 39%. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 1229 orð

Alvöru kennitölur fyrirtækja

Í því írafári sem geisað hefur á hlutabréfamörkuðum er einfalt að gleyma sér. Einfalt að gleyma því að hlutabréf er ekki lottómiði heldur þátttaka í atvinnurekstri. Sumir halda því fram að nóg sé að kaupa tíu áhættusöm hlutabréf því tölfræðin hafi sýnt fram á að eitt af hverjum tíu komi til með að heppnast það vel að það bæti upp fyrir slakan árangur hinna níu. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 120 orð

Amazon snýr sér að matvöru

AMAZON.com, stærsta smásöluverzlunin á netinu, ætlar að snúa sér að sölu á matvöru og kaupa 35% hlut í HomeGrocer.com, matvörubúð og heimsendingarþjónustu á veraldarvefnum, fyrir 42,5 milljónir dollara. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 294 orð

Buffett kaupir hlut í Allied Domecq

MESTA ráðgáta verðbréfaviðskipta í Bretlandi á þessu ári er leyst: drykkjarvörufyrirtækið Allied Domecq Plc. segir að bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett hafi keypt 2,2% hlut í því. Buffett, sem er talinn slyngasti fjárfestir heims, skýrði frá því í síðasta mánuði að fyrirtæki hans, Berkshire Hathaway, í Omaha, Nebraska, sem hefur 15 milljarða dollara til ráðstöfunar, Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 157 orð

Búnaðarbankinn kaupir Compaq-netþjón

BÚNAÐARBANKINN festi nýverið kaup á Compaq ProLiant 5500-netþjóni hjá Tæknival. Er netþjónninn búinn tveimur Intel XEON örgjörvum. Samhliða kaupunum var gerður þjónustusamningur milli Tæknivals og Búnaðarbankans. Í fréttatilkynningu kemur fram að netþjóninum sé ætlað að sjá um allar fyrirspurnir afgreiðslukerfis bankans sem keyrt er á Microsoft SQL gagnagrunni. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 1139 orð

Bæði skemmtun og hagur af félagsskapnum

"TILGANGURINN með þessum klúbbi er eiginlega sá að þeir Íslendingar sem starfa að fjármálum, tryggingamálum, skiparekstri eða annarri sérfræðiþjónustu í London komi saman og hittist í hádeginu yfir léttum hádegisverði. Þeir kalla gjarnan til sín íslenska stjórnmálamenn eða forkólfa í íslensku atvinnulífi eða stjórnsýslu sem sína gesti. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 104 orð

ÐGengi bréfa í Vinnslustöðinni hækkaði mest

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands námu samtals 97,5 milljónum króna í gær og lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,14%. Mest viðskipti voru með bréf í Baugi, eða fyrir samtals 15,5 milljónir króna. Lokagengið var 9,93, sem er 1,2% hækkun frá deginum áður. Gengi bréfa Vinnslustöðvarinnar hækkaði mest í gær, eða um 4,17%, og námu viðskipti með bréf félagsins alls 8,7 milljónum króna. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 69 orð

ÐHolton- Hilda ehf. undirbýr markaðsátak vestanhafs

FYRIRTÆKIÐ Holton-Hilda ehf. hefur fengið fjárhagsstuðning frá iðnaðarráðuneytinu til að koma íslenskum ullarvörum á markað í Bandaríkjunum og Kanada, en að sögn Tom Holton, eiganda fyrirtækisins, er áætlað að markaðssetningin kosti um 10 milljónir króna. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 102 orð

ÐLaunakerfi og starfsmannakerfi beintengd

HEKLA hefur nú um nokkurt skeið notað FOCAL-starfsmannakerfi frá Hópvinnukerfum ehf. og hjá fyrirtækinu er nú verið að vinna við að uppfæra launakerfi fyrirtækisins og verður þá hægt að beintengja á milli launakerfis og starfsmannakerfis. Í fréttatilkynningu kemur fram að í starfsmannakerfið séu skráðar allar upplýsingar er snerta starfsmenn, s.s. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 94 orð

ÐRíkisvíxlar fyrir 630 milljónir

ÚTBOÐI á þriggja, fimm og ellefu mánaða ríkisvíxlum lauk með opnun tilboða hjá Lánasýslu ríkisins síðstliðinn þriðjudag , en með þessu tilboði skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 300 til um það bil 4.000 milljónir króna. Í frétt frá Lánasýslu ríkisins kemur fram að alls bárust sex gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 1. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 164 orð

ÐUpp og niður

Hlutabréfaviðskipti/síðasta vika Viðskipti á íslenskum hlutabréfamarkaði voru heldur minni en áður en talsverður dagamunur var á viðskiptum. Almennt urðu litlar breytingar á gengi hlutabréfa en úrvalsvísitala aðallista VÞÍ lækkaði óverulega. Upp Jökull hf. - 1,90 - 1,60 - 18,8% Pharmaco hf. - 14,00 - 12,90 - 8,5% Sæplast hf. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 217 orð

ÐVersnandi samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja

MERKI um versnandi samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja má víða finna um þessar mundir og myndi aukið aðhald í opinberum rekstri bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þetta kemur fram í grein Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem hann hefur skrifað undir nafninu "Aukið aðhald virkasta vopnið" í ritið Íslenskur iðnaður, sem kom út í gær. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 605 orð

"Ekki bjartsýnir á miklar hækkanir"

"MEÐAL V/H-hlutfall á bandarískum hlutabréfamarkaði var fremur lágt á áttunda áratugnum og byrjun þess níunda, en nú verður vissulega að telja að það sé fremur hátt í Bandaríkjunum." Þetta sagði Frank Satterthwaite, forstjóri Vanguard verðbréfasjóðafyrirtækisins í Evrópu, Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 392 orð

Fyrirtækjasvið Íslandsbanka fær nýtt nafn

FYRIRTÆKJASVIÐ Íslandsbanka hefur fengið nýtt heiti og mun héðan í frá kallast Íslandsbanki ­ Fyrirtæki og Markaðir, í daglegu tali F&M. Fyrirtækjasvið Íslandsbanka hefur einkum sinnt þjónustu við stærri fyrirtæki, stofnanir og sjóði, en að sögn Tryggva Pálssonar, yfirmanns F&M, er ekki um eiginlegar skipulagsbreytingar að ræða. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 975 orð

Gengisstýring erlendra lána Gengi íslensku krónunnar hefur verið í brennidepli að undanförnu. Íslensk fyrirtæki hafa í auknum

Gengi íslensku krónunnar hefur verið í brennidepli að undanförnu. Íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli fjármagnað rekstur sinn með erlendu lánsfé enda vextir erlendis mun lægri en hér á landi, skrifa þeir Arnar Jónsson og Ísak Hauksson. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 188 orð

Gjaldtaka fyrir miðlun upplýsinga

VERÐBRÉFAÞING er nú að ganga frá stöðluðum samningi sem ætlunin er að gera við upplýsingaveitur og er stefnt að því að tekið verði gjald fyrir að miðla upplýsingunum. Framvegis verður því einungis þeim sem gert hafa slíkan samning heimilt að dreifa verðbréfaupplýsingunum með skipulegum hætti. Upplýsingaveitan fær þá aðgang að upplýsingum um m.a. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 150 orð

Hópvinnukerfi ehf. í nýtt húsnæði

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hópvinnukerfi ehf. flutti nýlega í nýtt húsnæði við Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Fyrirtækið var stofnað af Herði Olavsyni tölvunarfræðingi og Kristínu Björnsdóttir rekstrarhagfræðingi í desember 1995, og eru þau nú eigendur ásamt TölvuMyndum hf. sem keypti helmingshlut í Hópvinnukerfum á síðasta ári. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 2037 orð

HUGSUNIN ELUR AF SÉR MESTU VERÐMÆTIN

Lykillinn að hagsæld á næstu öld er að leita uppi þekkingu sem hægt er að selja með hagnaði, segir Thomas A. Stewart, einn af ritstjórum bandaríska tímaritsins Fortune í samtali við Kristján Jónsson. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 556 orð

Langaði að verða stjörnufræðingur

Eyþór Arnalds er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá MH árið 1984, burtfararprófi í sellóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987, BA-prófi í tónvísindum frá sama skóla árið 1988, stundaði eftir laganám við HÍ og hélt síðan í framhaldsnám í tónvísindum í Bandaríkjunum og Hollandi. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 203 orð

Minni sala D. Telekom

SALA Deutsche Telekom dróst saman um 6,66% á fyrsta ársfjórðungi 1999, en hagnaður símrisans jókst nokkuð og gerði honum kleift að hrista af sér hótun France Telecom um lögsókn. Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst nettóhagnaður Deutsche Telekom í 535 milljónir evra úr 531 milljón í fyrra, en tekjur drógust saman um 8,26 milljarða evra. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 104 orð

Ný bók í Bókaklúbbi atvinnulífsins

Bókaklúbbur atvinnulífsins hefur gefið út bókina Greining ferla í fyrirtækjum. Bókin er 30. bókin sem kemur út í ritröð klúbbsins og Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Í bókinni er fjallað um hvað felst í greiningu og stjórnun ferla (process management). Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 69 orð

Nýr framkvæmdastjóri hjá Verðbréfastofunni

ÞORBJÖRN Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Verðbréfastofunnar, og mun hann gegna því starfi ásamt Jafet Ólafssyni núverandi framkvæmdastjóra. Þorbjörn er 52 ára að aldri. Hann varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 1993. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 113 orð

Nýsköpun '99 - verðlaunaafhending

AFHENDING verðlauna fyrir bestu viðskiptaáætlanirnar í samkeppni Nýsköpunarsjóðs, Viðskiptaháskólans, KPMG Endurskoðunar og Morgunblaðsins - Nýsköpun '99 - verður í Iðnó næstkomandi fimmtudag og hefst athöfnin kl. 17:30. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans, stýrir athöfninni en Davíð Oddsson forsætisráðherra mun afhenda verðlaunin. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 360 orð

Ráðið í stöður hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar

INGIBJÖRG Hrund Þráinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður einstaklingssviðs hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ingibjörg er 32 ára. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1986 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1992. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 87 orð

Risar í landbúnaði semja

NEW Holland, evrópskur landbúnaðar- og byggingarvélaframleiðandi, hefur samþykkt að greiða 4,3 milljarða dollara fyrir bandaríska keppinautinn Case Corp. Ef samningurinn fær samþykki eftirlitsyfirvalda verður hið sameinaða fyrirtæki í fremstu röð framleiðenda landbúnaðarvéla ásamt Caterpillar og John Deere í Bandaríkjunum og Komatsu í Japan. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 122 orð

Selur Sony kvikmyndadeildina?

SONY Corp. íhugar að selja hluta skemmtanaiðnaðar síns og er það liður í tilraunum til að bæta hag hluthafa, að sögn Financial Times. Tamaotsu Iba fjármálastjóri sagði blaðinu að engin ákvörðun hefði verið tekin, en margar leiðir kæmu til greina. Seinna gaf Sony út tilkynningu, þar sem sagði að engar fyrirætlanir væru uppi um að selja skemmtanadeildina. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 96 orð

Sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir

LÖGMENN, Lágmúla 7, Reykjavík, hafa sameinað rekstur sinn undir nafninu Lex ehf. Í fréttatilkynningu kemur fram að eigendur stofunnar hafi sérhæft sig í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir hérlendis og erlendis auk banka og sveitarfélaga. Lex ehf. á og rekur innheimtufyrirtækið Gjaldskil sf. sem einnig er í Lágmúla 7. Lögmenn, Lágmúla 7, f.v. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 476 orð

Símalínur óþarfar

KOMINN er á markað nýr posi fyrir greiðslukort, svokallaður GSM-posi, sem gerir mönnum kleift að taka við debet- og kreditkortagreiðslum án þess að vera tengdir símalínu eða rafmagni. Það er Point á Íslandi sem flytur GSM-posann inn og hefur jafnframt, að sögn Elvars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, þróað hugbúnað fyrir posann. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 405 orð

Spáð að Welteke taki við af Tietmeyer

Welteke er sósíaldemókrati og ekkert er talið því til fyrirstöðu að Roman Herzog forseti skipi hann í embættið til átta ára að tillögu bankans og þýzku stjórnarinnar að sögn The Wall Street Journal Europe. Þýzki seðlabankinn hefur ekki lengur vald til að móta peningamálastefnuna, en seðlabankastjórinn á sæti í 17 manna stjórn evrópska seðlabankans (ECB). Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 463 orð

Starsfólk fyrirtækjaþjónustu FBA

Erlendur Magnússon er framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu. Hann er með BA próf í alþjóða samskiptum með áherslu á stjórnmálafræði frá Hamline University og M.Sc. í alþjóða samskiptum með áherslu á hagfræði frá London School of Economics. Hann starfaði í London hjá Scandinavian Bank Group 1989­1990 og Nomura Bank International frá 1991­1997. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 292 orð

Tilboð fyrir Íslendinga á Mallorca

BÍLALEIGAN Hasso-Ísland ehf. flutti nýverið í nýtt húsnæði á Álfaskeiði 115 í Hafnarfirði. Ástæðan fyrir flutningnum er aukin umsvif hjá fyrirtækinu sem hefur starfað í fjögur ár. Að sögn Sigurðar S. Bjarnasonar, framkvæmdastjóra bílaleigunnar, hefur bílaleigubílum fyrirtækisins fjölgað úr tíu í um fimmtíu og segir hann að í sumar verði þeim fjölgað um helming. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 139 orð

Tilboð samþykkt hjá Borgarráði

Borgarráð hefur samþykkt að taka tilboði Ericsson Cable í Svíþjóð, sem Johan Rönning hf. hefur umboð fyrir hér á landi, vegna kaupa á háspennustrengjum í kjölfar útboðs sem fram fór samkvæmt EES-reglum. Alls bárust 14 tilboð og hljóðaði tilboð Ericson Cable upp á tæplega 20,8 milljónir íslenskra króna. Borgarráð hefur einnig samþykkt að taka tilboði Valar hf. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 676 orð

Tvíhliðasamningur við Rússa

SMUGUSAMNINGURINN svokallaði er mikilvægur fyrir margra hluta sakir. Þótt miklu máli skipti að fá veiðiheimildir í Smugunni, skiptir það enn meiru máli að með þessum samningum eru settar niður deilur, sem hafa verið mikill Þrándur í Götu allra eðlilegra viðskipta Íslands og Rússlands á sviði sjávarútvegs. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 119 orð

Tölvu- og verkfræðiþjónustan fær liðsauka

NÝLEGA voru tveir starfsmenn ráðnir til Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, Grensásvegi 16. HAFSTEINN Ingibjörnsson var ráðinn til kennslu og ráðgjafar um tölvumál. Hafsteinn er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti af tölvu- og stjórnunarsviði viðskiptabrautar. Hann er með iðnrekstrar- og vörustjórnunargráðu frá Tækniskóla Íslands. Áður gegndi Hafsteinn m.a. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 237 orð

Tölvutengd tússtafla

FYRIRTÆKIÐ J. Ástvaldsson hf. er um þessar mundir að kynna tækninýjung, tölvutengda tússtöflu, sem ekki hefur verið áður á markaði hér á landi. Taflan, sem er framleidd af fyrirtækinu Quartet í Bandaríkjunum, er búin nemum sem skynja allt það sem skrifað er á hana. Upplýsingar eru síðan fluttar yfir í tölvu, þar sem sérhannaður hugbúnaður, Ibid, sér um að þýða boðin. Meira
20. maí 1999 | Viðskiptablað | 151 orð

Vélaframleiðendur sameinast

FYRIRTÆKIN Case og New Holland hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki, sem verður í kjölfarið einn af stærstu framleiðendum heims á vinnuvélum fyrir landbúnað og verktakaiðnað. Sparnaður af sameiningunni er talinn nema um 400-500 milljónum dollara. Hjá hinu nýja fyrirtæki starfa nærri 40.000 manns og áætlað er að heildarvelta þess verði 12 milljarðar dollara. Meira

Ýmis aukablöð

20. maí 1999 | Dagskrárblað | 1031 orð

Með fiðrildi í maganum

Selma varð heldur hissa í fyrstu þegar hún var beðin um að taka þátt í Eurovision-söngvakeppninni, og þurfti aðeins og hugsa málið. Hildur Loftsdóttir hitti söngkonuna sem kýldi á 'ða. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.