AÐ minnsta kosti einn lét lífið og um 80 slösuðust þegar mikill eldur kom upp í Tauern-veggöngunum í austurrísku Ölpunum snemma í gærmorgunn. Mikil ringulreið ríkti bæði inni í göngunum og við munna þeirra og urðu björgunarmenn að gefast upp við að reyna að bjarga fólki, sem enn var inni í göngunum, frá syðri munnanum, vegna mikils reyks.
Meira
AÐ minnsta kosti fjórir létu lífið og 67 slösuðust þegar mikill eldur kom upp í Tauern-veggöngunum í austurrísku Ölpunum snemma í gærmorgun. Síðdegis í gær var enn ekki fyllilega ljóst hvort einhverra væri enn saknað, en björgunarstarf hafði gengið erfiðlega vegna reyks í göngunum, og gífurlegur hiti í þeim hafði valdið því að þak þeirra hafði hrunið á kafla.
Meira
INDVERSKAR herflugvélar gerðu í gær árásir á búðir skæruliða sem berjast gegn indverskum yfirráðum í Kasmírhéraði. Indverjar hafa samþykkt tilboð Pakistana um friðarviðræður og er búist við að þær hefjist á næstu dögum.
Meira
SÉRSVEIT albönsku lögreglunnar réðist í gær til inngöngu í gríska fólksflutningabifreið þar sem albanskur byssumaður, hélt farþegum og bílstjóra í gíslingu. Í árásinni var ræninginn felldur, og einnig féll grískur farþegi sem lögreglumenn skutu í misgripum. Grísk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðir albönsku lögreglunnar og sagt þær til marks um "virðingarleysi fyrir mannslífum".
Meira
TALSMAÐUR Atlantshafsbandalagsins (NATO), Peter Daniels, sagði í gær að bandalagið myndi ekki hætta loftárásum sínum á Júgóslavíu þótt fregnir hafi borist af árangri í viðræðum Viktors Tsjernómyrdíns, samningamanns Rússa í deilunni, við júgóslavnesk stjórnvöld.
Meira
OLUSEGUN Obasanjo, hershöfðingi, sór í gær embættiseið sem réttkjörinn forseti Nígeríu og lauk þar með 15 ára valdatíð hersins í þessu fjölmennasta landi Afríku. "Ég mun standa vörð um stjórnarskrá Nígeríu, með Guðs hjálp," sagði Obasanjo.
Meira
RAUÐI kross Íslands vinnur nú að því að koma um það bil 28 manna hópi albanskra flóttamanna frá Kosovo til Íslands. Þetta eru allt nánir ættingjar Kosovo-Albana sem búsettir hafa verið á Íslandi í þrjú ár eða lengur, að sögn Hólmfríðar Gísladóttur hjá Rauða krossi Íslands. Hólmfríður sagði að það gengi seint að koma fólkinu til landsins.
Meira
NÝR landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum í gærdag að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri garðamiðstöð Gróðurvara ehf., verslunar Sölufélags garðyrkjumanna, sem staðsett verður að Stekkjarbakka 4-6 við norðurenda Mjóddarinnar í Reykjavík.
Meira
HAUKUR Ingibergsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður íslensku 2000 nefndarinnar, á sæti í stjórnarnefnd Upplýsingamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna um 2000 vandann. Hann sagði að markmið nefndarinnar, sem var sett á laggirnar í febrúar síðastliðnum, væri í grófum dráttum að reyna að fá heildaryfirsýn yfir vandann og aðstoða þá sem þyrftu á aðstoð að halda.
Meira
Á AUKAFUNDI bæjarstjórnar Öfluss hinn 26. maí sl. var vegna aðgerða stjórnar Vinnslustöðvarinnar eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: "Bæjarstjórn Ölfuss hefur þungar áhyggjur af atvinnuástandi í Þorlákshöfn vegna uppsagna starfsfólks Vinnslustöðvarinnar hf.
Meira
MAÐUR á bifhjóli slasaðist þegar á vegamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar í fyrrinótt. Að sögn lögreglu á Selfossi mættu lögreglumenn á eftirlitsferð bifhjólamanninum undir Ingólfsfjalli, á móts við Laugabakka. Radar lögreglunnar sýndi 176 km/klst. hraða á hjólinu. Að sögn lögreglu sneru lögreglumennirnir bifreið sinni við en misstu á meðan sjónar á hjólinu.
Meira
ÍSLENSKIR sokkar til sölu í Portúgal!? Alexander Kjartanssyni, 9 ára Grafarvogsbúa í sumarfríi, fannst hann kannast við glaðlegan grís á sokkaplöggum sem voru til sölu á sígaunamarkaði í Loulé, skammt frá Albufeira í Portúgal og reyndist þar vera komið vörumerki Bónus-verslananna.
Meira
Dagbók HÍ 30. maí5. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagur 31. maí: Málstofa um rannsóknir á tileinkun orðaforða og ritun á erlendum málum. Stofnun í erlendum tungumálum gengst fyrir málstofu 31. maí n.k.
Meira
STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, segist ekkert vilja segja um hvort einkavæðingu Landssímans ljúki á þessu kjörtímabili. "Ég mun fara ofan í þetta mál og kynna mér allar hliðar þess hvað undirbúninginn varðar. Á þessu stigi vil ég ekkert annað segja um málið," sagði Sturla.
Meira
Viðeyjarferjan hf. hefur sumaráætlun í dag. Ferjan hefur siglt milli Reykjavíkur og Viðeyjar frá því fyrir 1970 en Eysteinn Yngvason hefur rekið ferjuna frá árinu 1993. Hann var spurður hvort fyrirhugaðar væru einhverjar breytingar á ferðum ferjunnar í sumar? "Áætlunin er eins og hún var á síðasta ári - laugardaga og sunnudaga siglir hún á heilu tímunum, fyrsta ferð klukkan 13.
Meira
BJARKI Guðmundsson flytur fyrirlestur sinn til meistaraprófs í líffræði þriðjudaginn 1. júní sem hann nefnir: "Þættir sem hafa áhrif á vöxt mæði-visnuveiru í hnattkjarna átfrumum." Mæði-visnuveiran tilheyrir flokki lentiveira ásamt alnæmisveirunni og veldur tvenns konar sjúkdómum í sýktu fé, annars vegar lungnabólgu (mæði) og hins vegar bólgu í miðtaugakerfi (visnu).
Meira
HÚN HÉLT sig þétt saman þessi myndarlega æðarfuglsfjölskylda á Tjörninni í gær. Að sögn Arnórs Sigfússonar fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun eru ungarnir á myndinni eflaust með þeim fyrstu í ár en æðarvarp, sem nú er að hefjast, stendur yfir fram undir júlímánuð. "Ég hef heyrt svona utan að mér að þetta sé svolítið seint af stað sums staðar úti á landi.
Meira
JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, væri með gagnrýni sinni á fyrirtækið, sem birtist í blaðinu í fyrradag, fyrst og fremst að verja hagsmuni heildsala, þannig að hann væri ekki að tala fyrir munn allra í sínu félagi.
Meira
LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar hefur gefið meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala fullkomið tæki, sem er það fyrsta sinnar tegundar á landinu og er m.a. notað til þess að rannsaka mjólkursykurvanþol, sem finnst hjá um 5 til 10% manna í Vesturheimi. Tækið, sem er framleitt í Bandaríkjunum, heitir QuinTron Model DP Microlyzer og kostar um eina milljón króna.
Meira
UM DEKKIÐ valsar kappklæddur maður og reynir að halda á sér hita. Með hettu niður fyrir augu og vopnaður Kalashnikov-riffli gætir hermaðurinn fleysins. Af þessu má ekki skilja sem svo að neinum með fullu viti hugnist að ræna skipinu eða varningi þess. Skipið heitir Lepse og varningurinn um borð eru 642 mislöskuð hylki er geyma m.a. úraníum kjarnorkueldsneyti úr Lenín-ísbrjótnum.
Meira
LEIÐANGURSMENNIRNIR í ICE225 leiðangrinum voru á leið að DYE-2 ratsjárstöðinni og áttu ófarna um 180 km þangað um hádegi í gær. Ætlun þeirra var að setja upp búðir við stöðina í nótt. Þaðan verður svo haldið áleiðis til Syðri-Straumfjarðar þar sem Toyota-jepparnir verða settir í flutningaskip.
Meira
JÓN Matthíasson heldur fyrirlestur þriðjudaginn 1. júní sem ber heitið "Útsteyping kísiljárns". Fyrirlesturinn er hluti af meistaraprófsverkefni Jóns við verkfræðideild Háskóla Íslands, sem unnið hefur verið við Raunvísindastofnun Háskólans og stutt af Íslenska járnblendifélaginu.
Meira
LOUISE Arbour, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, tilkynnti á fimmtudag, að formleg ákæra og handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, og fjórum öðrum háttsettum ráðamönnum landsins. Eru þeir ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyninu.
Meira
ÁRLEG minningarguðsþjónusta um þá sem látist hafa af völdum alnæmis fer fram í Fríkirkjunni kl. 14 í dag, sunnudag. Prestur verður Hjörtur Magni Jóhannsson og organisti Guðmundur Sigurðsson. Einsöngvari verður Bryndís Blöndal.
Meira
"Við erum ekki sammála þessari skoðun ríkisskattstjóra og munum fylgja því eftir eins og við getum," sagði Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans við ákvörðun Skattstjórans í Reykjavík um að skattleggja sem hlunnindi og með 25% álagi mismuninn á verði því sem starfsmenn bankans og almenningur greiddu fyrir hlutabréf í bankanum.
Meira
NÝ aðalnámskrá fyrir leikskóla er komin út og tekur hún gildi 1. júlí næstkomandi. Miðað er við að starf í leikskólum samkvæmt nýrri aðalnámskrá hefjist haustið 1999 eða eins fljótt og unnt er. Námskráin leysir af hólmi Uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá 1993.
Meira
ÞRIÐJA ríkisstjórnin undir forsæti Davíðs Oddssonar tók við stjórnartaumunum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á föstudaginn, en það eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem stjórna landinu eins og á síðasta kjörtímabili.
Meira
FJÖLMARGIR nýttu sér endurgreiðslutilboð verslunarinnar BT en verslunin lofar að endurgreiða öll sjónvörp keypt í gær, vinni Selma Björnsdóttir Eurovision-söngvakeppnina. Jón Jón Steingrímsson, framkvæmdastjóri, taldi að um 100 tæki hefðu selst og aðeins örfá væru eftir þegar haft var samband við hann um tvöleytið í gær.
Meira
Í ÁRSSKÝRSLU Rauða kross Íslands, sem lögð var fyrir aðalfund félagsins í gær, kemur m.a. fram að tekjur félagsins á síðasta starfsári, frá 31. júlí til 31. desember 1998, voru tæplega 346 milljónir króna. Á þessum sex mánuðum varði félagið um 104 milljónum til alþjóðahjálparstarfs, sem náði til 36 landa. Af þeirri upphæð var um 60 milljónum króna varið til neyðaraðstoðar.
Meira
Stykkishólmi- Framkvæmdanefnd atvinnuvegasýningarinnar sem halda á í Stykkishólmi 18. til 20. júní efndi til samkeppni um merki sýningarinnar og heiti. Úrslit voru tilkynnt á Fosshótelinu í Stykkishólmi sunnudaginn 16. maí sl. Þátttaka var mjög góð og bárust 24 tillögur sem koma víða frá Vesturlandi. Merkið sem varð fyrir valinu sýnir m.a.
Meira
FYRIR skemmstu voru Vegagerðinni afhentir tveir nýir Caterpillar-vegheflar. Annar veghefillinn fór til Vegagerðarinnar í Vesturlandsumdæmi og hinn fór í Reykjanesumdæmi. Vegheflarnir eru af Cat 140H ES- gerð, sem er ný kynslóð veghefla frá Caterpillar. Vegheflarnir eru mjög vel útbúnir, m.a. vökvalagnir fyrir fjölplóg, snjóvæng og malardreifara.
Meira
"FÉLAGSMENN Vélstjórafélags Vestmannaeyja hafa ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu að leggja félagið niður sem stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og gerast þess í stað deild innan Vélstjórafélags Íslands. Atkvæði voru talin hinn 21. maí sl. og féllu þau þannig að 57 félagsmenn samþykktu samruna félaganna en 5 voru á móti. Samruninn tekur formlega gildi hinn 1.
Meira
SJÁLFSTÆÐISMENN á Suðurlandi héldu Þorsteini Pálssyni og konu hans Ingibjörgu Rafnar veglegt kveðjuhóf á Hótel Selfossi á föstudagskvöld. Vel á annað hundrað Sunnlendingar heiðruðu þau hjón með nærveru sinni. Fjölmargir tóku til máls og voru þeim hjónum þökkuð góð störf og vinátta við Sunnlendinga í þau sextán ár sem Þorsteinn hefur verið þingmaður kjördæmisins.
Meira
ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf. hefur fært út kvíarnar og keypt fyrirtækið Catco hf., sem staðsett er í Borgarnesi, af Árna Helgasyni og Þórhalli Guðmundssyni, en Catco, sem fæst við framleiðslu á sterkum vínum, hefur m.a. framleitt Íslenskt brennivín.
Meira
Heimsókn Anthony Giddens, prófessors og rektors hins virta háskóla, London School of Economics, fyrir rúmri viku vakti mikla athygli og umræður, ekki sízt á meðal áhugamanna um þjóðmál. Enda var Giddens kynntur hér sem einn helzti hugmyndafræðingur að baki umsköpun brezka Verkamannaflokksins, sem komizt hefur til valda í Bretlandi eftir langt stjórnartímabil Íhaldsflokksins.
Meira
STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út formlega ákæru á hendur Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem sitjandi þjóðhöfðingi er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.
Meira
KEPPNIN Ungfrú alheimur var haldin í eyríkinu Trinidad og Tobago á miðvikudag. Ungfrú Botswana, Mpule Kwelagobe nítján ára gamall verkfræðinemi, vann keppnina og var kjörin Ungfrú alheimur 1999. Mpule er þriðja stúlkan frá Afríkuríki sem vinnur keppnina frá upphafi en sigurinn kom henni algerlega á óvart.
Meira
FÖSTUDAGINN 21. maí var hátíðin Dagar lita og tóna sett í Vestmannaeyjum og stóð hún í fjóra daga. Hátíðin var haldin í áttunda skipti og eins og nafnið bendir til var bæði um listsýningu og tónlistarviðburði að ræða.
Meira
Reuters Endurgerð meistaraverks da Vincis lokið EFTIR áralanga bið var hulunni loks svipt af endurgerð meistaraverks Ítalans Leonardos da Vincis, "Síðustu kvöldmáltíðinni", í kirkju heilagrar Maríu í Mílanó á fimmtudag en tuttugu ár eru liðin síðan hafist var handa við ýmsar lagfæringar á verkinu.
Meira
GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, mánudag kl. 20. Undirleikari kórsins er Lára Bryndís Eggertsdóttir og einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Efnisskráin mun bera keim af Kanadaferð kórsins í sumar og verða íslensk og kanadísk verk áberandi, m.a. ættjarðarlög, þjóðlagaútseningar eftir Jón Ásgeirsson og "Salutatio Marie" eftir Jón Nordal.
Meira
KÓR Karlsháskóla í Prag hefur boðið Hamrahlíðarkórnum í heimsókn til Tékklands og heldur kórinn utan mánudaginn 31. maí. Kórinn mun koma fram á fernum tónleikum, m.a. hátíðartónleikum í viðhafnarsal Karlsháskóla, og syngja auk þess við tvær messur. Af þessu tilefni verður Hamrahlíðarkórsins með styrktartónleika í Háteigskirkju í dag og hefjast þeir kl. 16.00.
Meira
HRAFNHILDUR Arnardóttir myndlistarkona notaði óvenjulegan efnivið í skúlptúra sína á Hárstofunni Animal á fimmtudagskvöldið var. Í tilefni þess að hárstofan hefur fengið nýtt andlit fengu gestir nýtt útlit, ekki hjá lærðu hárgreiðslufólki heldur mótaði Hrafnhildur litrík og frumleg listaverk úr hári þeirra.
Meira
NÝLEGA var þess minnst á Lýsuhóli að 30 ár eru liðin frá því að skipulagt skólahald hófst þar í Félagsheimili Staðarsveitar. Skólastarfið á Lýsuhóli er arftaki þess stórmerka skólastarfs sem þeir sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað og Þór Gíslason á Ölkeldu héldu uppi í Staðarsveit áratugum saman. Afmælishátíðin var fjölmenn og margt góðra gesta.
Meira
GESTIR kaffihússins Í túninu heima í Mosfellsbæ hafa síðustu vikur keppt í félagsvist og réðust úrslitin nú síðastliðið fimmtudagskvöld. Sigurvegari var Ingi Bjarmar Guðmundsson og hlaut hann að launum ferð til London. Að sögn Dagnýjar Davíðsdóttur, eiganda kaffihússins, var spilað á fimmtudagskvöldum og var úrslitakvöldið það sjöunda í röðinni.
Meira
Framleiðendur: John Perrin Flynn. Leikstjóri: Jean de Segonzag. Handritshöfundar: John M. Gar og Anthony Haywood. Byggt á sögu Dennis Rodman og Tim Keown. Aðalhlutverk: Dwayne Adaway. (92 mín) Bandarísk. Skífan, maí 1999. Öllum leyfð.
Meira
Konunglegir blásarar í Ráðhúsi Reykjavíkur BLÁSARAKVINTETT konunglega danska lífvarðarins heldur tónleika í Ráðhúsinu í Reykjavík á þriðjudag kl. 17. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Svend Vermund á trompet, Stig Sønderris á trompet, Martin Cholewa á horn, Ib Lolck á básúnu og Carsten Geisler á túbu.
Meira
Lagarljóð Kópavogsskálda SKÁLDKONUR í Ritlistarhópi Kópavogs komu nokkrum ljóðum fyrir í heitu pottunum í Sundlaug Kópavogs á dögunum. Ljóðin eru 32 að tölu og yrkisefnið frjálst. Skáldkonurnar eru Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Anna S. Björnsdóttir, Helga K.
Meira
Johnny Depp fer á kostum í hlutverki Hunters S. Thompsons í Ótta og andstyggð í Las Vegas sem kom út á myndbandi í síðustu viku. Pétur Blöndal talaði við hann um myndina og fyrirmyndina.
Meira
Opið klukkan 14 til 18. Sýningin stendur til 30. maí. PÉTUR Halldórsson er líklega þekktastur fyrir olíumálverk sín þar sem hann túlkar á stórum fleti flóknar hugmyndir með grófum en markvissum strokum,
Meira
Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. Sigurður Gylfi Magnússon tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. 2. bindi. Ritstjórar: Kári Bjarnason og Sigurður Gylfi Magnússon. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1998, 423 bls.
Meira
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör og leikfélagið Annað svið hafa hafið æfingar á Sölku Völku eftir Halldór Laxness í leikgerð og leikstjórn Hilmars Jónssonar. Frumsýning er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust.
Meira
Leikstjóri: Manuel Poirier. Handrit: Poirier og Jean Francois Goyet. Aðalhlutverk: Sergei López, Sacha Bourdo, Elisabeth Vitali, Marie Matheron. Frakkland 1997. FRANSKA myndin Vestri eða "Western" er yndisleg lítil kómedía og vegamynd um tvo puttaferðalanga og vini á ferð um norðvesturhéruð Frakklands.
Meira
Hi-camp meets lo-fi, diskur Dip. Öll tónlist er eftir Jóhann Jóhannsson og Sigtrygg Baldursson. Jóhann Jóhannsson spilar á hljómborð og forritar og Sigtryggur Baldursson trommar og spilar á slagverk. Margrét Kristín Blöndal, Ása Júníusdóttir, Sara Guðmundsdóttir, Emiliana Torrini og Jón Þór Birgisson syngja, Pétur Hallgrímsson spilar á gítar,
Meira
HLJÓMSVEITIN SSSól hefur starfað af fullum krafti í tólf ár og ætlar að skella sér í ballslaginn í sumar. Í blíðunni á föstudaginn kom sveitin sér fyrir á þaki Íslandsbanka í Lækjargötu og tók lagið. Ekkert betri en ég
Meira
STÚLKNAKÓR Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í nýjum safnaðarsal Seljakirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, sönglög, ættjarðarlög og dægurlög, dagskrá sem kórinn söng í Bandaríkjunum um síðustu mánaðamót. Einnig mun kórinn syngja nokkur lög á ensku, sem stúlkurnar þurftu að læra fyrir kóramótið America Sings.
Meira
Sýningum lýkur Gallerí Kambur SÝNINGU Kristjáns Kristjánssonar á 40 tölvuklippimyndum í Galleríi Kambi í Holta- og Landsveit lýkur í kvöld, sunnudagskvöld.
Meira
KARLAKÓRINN Söngbræður í Borgarfirði ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu hélt tónleika í Reykholtskirkju á dögunum. Tónleikarnir voru vel sóttir því á fjórða hundrað gesta komu í Reykholtskirkju og nutu þess sem flutt var. Dagskráin var fjölbreytt; kórinn hóf tónleikana með að syngja fjögur lög og tók þá Diddú við með fimm lög.
Meira
FYRIR rétt rúmlega ári fóru fram kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur. R-listinn hélt þar meirhluta sínum þrátt fyrir að tveir frambjóðendur á framboðslista R- listans hefðu verið í kastljósi fjölmiðla vegna fjármálaóreiðu og skattamála. En það sem var óvenjulegt við þessar kosningar var að tæplega átta þúsund kjósendur R- lista strikuðu yfir nafn Hrannars B. Arnarsonar.
Meira
ÉG hef eins og algengt er að segja í dag orðið við óskum fjölda ágætra vina minna um að halda sýningu á nokkrum þeirra myndverka og hugverka sem ég hef fengist við að skapa. Þar eru ýmsar myndir málaðar með olíu, vatnslitum og pastel. Einnig vil ég með þessari sýningu vekja athygli á hvernig búið er að íslensku hugviti og hugvitsmönnum á Íslandi fyrr og enn í dag.
Meira
Skuggar aðventunnar eru að lengjast, en við teljum okkur sjá fyrir endann á vexti þeirra þegar birta jólaljósanna tekur við. Það er á aðventunni sem við förum að hugsa um helgi jólanna og bera boðskap þeirra saman við tilgangsleysi þess lífsgæðakapphlaups sem daglegt amstur býður okkur. Þá fer hugur okkar að leita til þeirra sem sjúkir eru eða um sárt eiga að binda.
Meira
BJARNI KONRÁÐSSON Bjarni Konráðsson læknir fæddist á Skipum í Stokkseyrarhreppi 2. desember 1915. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Kópavogi 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 27. maí.
Meira
Ég var svo lánsöm að eiga eina yndislegustu ömmu að. Til rúmlega ellefu ára aldurs bjó ég í Ólafsvík og hitti þá ömmu ag afa þegar ég kom til Reykjavíkur og einnig komu þau oft til okkar á jólunum. Ég stærði mig af því að eiga mýkstu ömmuna (og kallaði hana oft ömmu mjúku). Eitt skipti þegar hún kom í heimsókn kom vinkona mín til að sjá ömmu mjúku, því hún var með svo mjúka húð og alveg ekta amma.
Meira
DRÖFN PÉTURSDÓTTIR SNÆLAND Dröfn Pétursdóttir Snæland fæddist í Hafnarfirði 10. september 1915. Hún lést á Landspítalanum 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur V. Snæland, f. 19.2. 1883, d. 9.11. 1960 og Kristjana S. Snæland, f. 23.7. 1889, d. 30.9. 1918. Systkini Drafnar: Baldur Snæland, f. 25.2. 1910, d. 11.1. 1996; Iðunn Snæland, f. 15.6.
Meira
Það er undarleg tilfinning að setjast niður og skrifa minningargrein um ömmu sína. Ömmu, sem ég hélt að yrði alltaf til, en við ráðum ekki við mátt lífsins. Elsku hjartans amma mín, ég kveð þig með söknuði og kvíða, já kvíða,
Meira
Var hringt í þig? Nei. Um leið og hjúkrunarkonan á Landakoti spurði áttaði ég mig. Hún Gunna frænka var dáin. Ég kom beint af sjónum snemma árdegis, en hún hafði látist fyrir rúmum klukkutíma. Þú sem varst svo hress á Landspítalanum aðeins viku áður þegar ég fór út á sjó. Ég man þá daga vel þegar ég var "passaður" á Sporðagrunninu hjá Gunnu og Halla.
Meira
GUÐRÚN THEÓDÓRA BEINTEINSDÓTTIR Guðrún Theódóra Beinteinsdóttir fæddist í Reykjavík 12. október 1915. Hún lést á Landakoti í Reykjavík 11. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. maí.
Meira
"Vinnan göfgar manninn." Þessi orð hafa mér alltaf fundist eiga einkar vel við vin minn Ívar Ólafsson, því engan mann hef ég þekkt vinnusamari eða göfugri. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt að liðin séu rúm tuttugu ár síðan Ívar hringdi til mín og bauð mér vinnu á skrifstofu fyrirtækis síns og Jónasar Bjarnasonar, Járnsmiðjunnar Varma.
Meira
Ívar Ólafsson var fæddur og uppalinn Svarfdælingur en flutti ungur til Akureyrar, þar sem hann hóf nám í eldsmíði hjá Sveini Tómassyni (sem nú er látinn). Síðan lá leiðin í Vélsmiðjuna Odda þar sem Ívar vann við járnsmíði og nokkru seinna í Véla- og plötusmiðjuna Atla. Fljótt eftir 1950 hófu þeir samstarf Ívar og Björn Kristinsson (sem einnig er látinn).
Meira
ÍVAR ÓLAFSSON Ívar Ólafsson var fæddur að Krosshóli í Skíðadal 21. nóvember 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annan dag hvítasunnu, hinn 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Tryggvi Sigurðsson og Kristjana Jóndóttir.
Meira
Okkur langar með örfáum orðum að minnast hennar ömmu okkar. Þegar við hugsum til hennar Ömmu Hönnu skjóta upp kollinum minningar um hlýjan faðm, endalausa þolinmæði og takmarkalausa ást. Því voru engin takmörk sett hvað hún amma gat gefið okkur af sér og veitt okkur margt.
Meira
Elsku amma Hanna. Það er svo vont að kveðja þig, en ég verð víst að gera það samt, eins og þú sagðir svo oft: "Maður verður að gera fleira en gott þykir." Þú nefnilega varst eiginlega mamma mín í sex ár, varst heima þegar ég kom úr skólanum og hjálpaðir mér með heimalærdóminn og kenndir mér svo ótal margt um lífið og tilveruna.
Meira
Elsku mamma mín. Takk fyrir mig og börnin mín. Án þín værum við ekki þau sem við erum í dag. Ég er og verð alltaf svo stolt af þér sem móður og þeirri yndislegu manneskju sem þú varst. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, hvar og hvenær sem var og miðlaðir af þínum góðu kostum sem voru t.d. ósérhlífni og dugnaður, stór kímnigáfa, lítillæti og síðast en ekki síst umhyggja fyrir okkur öllum.
Meira
Elsku mamma mín, söknuður minn er mikill. Og erfitt til þess að vita að þú verðir aldrei með okkur aftur. Samt linar það söknuðinn og sorgina að trúa því að þér líði vel núna og sért í faðmi pabba og Krissa bróður. Guð blessi minningu þín. Ég var lítið barn og ég spurði mömmu mína hver munur væri á gleði og sorg.
Meira
Ég er hrygg og vansæl þessa dagana, því systir mín og vinkona er látin. Ég vil minnast hennar og rifja upp okkar áhyggjulausu æskustundir. Lífið er ekki dans á rósum, en sumt stendur upp úr. Við áttum góða æsku á Ísafirði og nutum ástríkis í foreldrahúsum. Áttum alltaf heima í Norðurtanganum, Tangagötunni. Þar var margt gert til gleði og gamans.
Meira
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 13. október 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Helga Gestsdóttir, f. 22. maí 1895, d. 22. september 1978, og Kristján Bjarnason, f. 1. desember 1899, d. 9. janúar 1969. Systkini Jóhönnu eru: Gestur, f. 13. október 1927, d.
Meira
Elsku amma mín. Nú eru liðin rúm tíu ár frá því að afi kvaddi okkur skyndilega og nú ert þú einnig búin að kveðja okkur. Söknuðurinn er mikill en við vitum það að hinum megin við móðuna verður tekið vel á móti þér, þar bíður afi eftir þér og svo auðvitað systir þín sem kvaddi okkur fyrir nokkrum árum.
Meira
JÓNA KRISTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Jóna Kristbjörg Gunnarsdóttir fæddist á Hæðarenda í Grindavík 2. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum sunnudaginn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Jónsdóttir, f. 2.3. 1897, d. 17.4. 1966, og Gunnar Magnús Ólafsson, f. 3.11. 1898, d. 7.5. 1956.
Meira
Þegar manni berast fregnir eins og þær sem mér bárust s.l. laugardagsmorgun, um að hann Kiddi hefði fallið frá þá um nóttina, finnur maður best hve berskjaldaður maður er gagnvart því sem öllu ræður og hversu lítil áhrif við mennirnir í raun höfum þegar að þessum málum kemur. Fyrstu viðbrögð eru e.t.v.
Meira
KRISTJÁN ÓSKAR SIGURÐSSON Kristján Óskar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 22. september 1981. Hann lést af slysförum 22. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 28. maí.
Meira
Fyrir rúmum fjörutíu árum hélt ég, þá níu ára borgarbarn, á vit ævintýranna í sveit til Ólu frænku í Kvígindisfirði. Minningarnar streyma fram í hugann. Ég sé lágvaxna, kvika húsmóður standa á bæjarhlaðinu, bera hendur að munni sér og kalla kus, kus, komið þið heim. Kýrnar voru svo hændar að Ólu að oftast hlýddu þær kalli hennar og kúasmalinn ungi slapp við að tölta út í haga að sækja þær.
Meira
ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Bæ í Múlasveit 25. maí 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. maí.
Meira
Ævin líður furðu fljótt, feigðar sniðinn hjúpur. Autt er sviðið, allt er hljótt, aðeins friður djúpur. Grípa mein hið græna tré, grefst hinn beini viður. Brákast grein þó blaðrík sé, brotnar seinast niður. (Á.K.) Í dag kveðjum við hana Heiðu frænku sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu.
Meira
Margur öðlingurinn er á stærsta vinnustað þjóðarinnar, Háskóla Íslands. Óneitanlega eru það líka forréttindi að fá að starfa með æsku landsins, skynja þekkingar- og framtakslöngun hennar, leggja sitt af mörkum í mótun mikilla einstaklinga og stækka sífellt sviðið, þar sem mannsandinn ræður ríkjum. Hæfara fólk, betra mannlíf, hamingjusamari þjóð, "ó fagra veröld".
Meira
Elsku amma. Skrýtið hvað lífið kemur manni sífellt á óvart. Sem betur fer veit maður ekki fyrirfram hvað bíður manns. Það að þú skulir vera farin frá okkur er mjög óraunverulegt. Það er ekki svo langt síðan við vorum að ræða um afmælið þitt í sumar. Ég var að segja þér frá því að mér væri boðið til Danmerkur í sumar og þú sagðir að ég mætti ekki missa af afmælinu þínu.
Meira
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist að Króki í Ásahreppi 16. ágúst 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. maí.
Meira
Kær vinkona mín er látin. Á mig sækja ótal minningar um samveru okkar Heiðu fyrr og síðar. Þegar ég sit nú og blaða í Spámanninum rekst ég á tilvitnun hans um vináttuna: "Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallið sést best af sléttunni.
Meira
Elsku frændi minn. Mig langar að minnast þín með hlýjum hug og þakka þér þær yndislegu stundir sem við áttum saman þegar ég dvaldist hjá ykkur í Bandaríkjunum, þar sem ég fékk að kynnast þeim hlýja og góða dreng sem þú hafðir að geyma.
Meira
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Stefán minn.
Meira
STEFÁN ÁGÚST SOTO Stefán Ágúst Soto fæddist í Reykjavík 21. október 1967. Hann lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 28. desember 1998. Móðir hans er Sigríður S. Benediktsdóttir Soto. Faðir hans er Reynir Harðarson. Systkini hans eru: 1) Jakob R. Garðarsson, búsettur í Reykjavík. 2) Katrín M. Soto, búsett í Bandaríkjunum. 3) Marco B.
Meira
Með þessu fallega kvæði vil ég kveðja móður mína sem nú er kvödd hinstu kveðju. Þegar ég minnist hennar þá sækja á huga minn minningar frá æskuárunum í Keflavík. Mamma hafði alltaf frá svo mörgu skemmtilegu að segja, hún hafði gaman af því að vera innan um fólk,
Meira
Í dag kveðjum við elsku ömmu sem var okkur öllum svo kær. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í bíltúr til Keflavíkur og fá pönnukökur hjá ömmu en þær voru alltaf tilbúnar þegar við mættum á staðinn. Hún amma var alltaf hress og kát og sá yngsti okkar kallaði hana alltaf "drottninguna" enda voru það orð að sönnu því amma okkar var alltaf svo fín og vel til höfð.
Meira
SVANA E. SVEINSDÓTTIR Svana E. Sveinsdóttir fæddist í Sandgerði 25. mars 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Arnoddsson, verkamaður, f. 4.10. 1895, d. 18.10. 1946, og Kristín Guðmundsdóttir, f. 17.12. 1885, d. 18.7. 1964.
Meira
Það var um miðjan ágúst 1985 að Svava hóf störf á skurðstofum St. Jósefsspítala, Landakoti. Hún var ekki há í loftinu, en snör í snúningum og ætíð var stutt í brosið. Hún féll því mjög vel inn í það litla samfélag sem samanstóð af starfsfólki skurðstofunnar.
Meira
SVAVA EYÞÓRSDÓTTIR Svava Eyþórsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 21. maí.
Meira
Fljót er sem myndlíking hins mannlega lífs. Við helga fæðingu okkar erum við skírð í því og við andlát er stráð helgu vatni fljótsins yfir kistu okkar, sem táknræn athöfn blessunar Guðs. Fljótið streymir endalaust áfram, á sama hátt og líf okkar. Það streymir umhverfis kletta og hindranir, yfir boðaföll og fellur fram sem foss, en finnur ávallt bestu leið að endamarkinu.
Meira
Lífshlaup Vals Skowronskis var um margt merkilegt, "Val hennar Gunnu frænku" eins og við systkinin kölluðum hann ávallt. Ég man vel sem ungur drengur eftir Val því mér þótti hann afar merkilegur, hann var útlendingur, hafði verið hermaður og var með flott húðflúr á handleggnum sem hann sýndi okkur krökkunum þegar við báðum hann um það.
Meira
Elsku afi. Minningar okkar um þig munu verða okkur veganesti um ókomna framtíð. Standið ekki við gröf mína og fellið tár; ég er ekki þar. Ég sef ekki. Ég er vindurinn sem blæs. Ég er demanturinn sem glitrar á fönn. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrigning. Þegar þú vaknar í morgunkyrrð er ég vængjaþytur fuglanna.
Meira
VAL SKOWRONSKI Val Skowronski fæddist í bænum Adams í Massachusetts í Bandaríkjunum 26. maí 1914. Hann lést á Landspítalanum 22. maí síðastliðinn. Foreldrar Vals voru Henry Peter Skowronski og Tekla Jaworska, þau voru fædd í Bandaríkjunum en pólsk að uppruna.
Meira
ÞÝSKI uppfinningamaðurinn Robert Bosch, (d. 1942), sem m.a. fann upp háspennukeflið, olíuverkið við dísilvélar, o.fl., fékk 1936 einkaleyfi fyrir sjálfvirkum, mekanískum búnaði sem varnaði því að bremsa læsti hjóli föstu. Það var fyrsta ABS-kerfið.
Meira
Í SÚÐAVÍK hefur verið stofnað hlutafélag um rekstur og útleigu sumarhúsa í bænum. Um er að ræða tíu íbúðir í einbýlishúsum, raðhúsum og tveggja hæða fjölbýlishúsi. Að sögn Dagbjartar Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra félagsins sem hlotið hefur nafnið Sumarbyggð hf., er markmiðið að kynna gamla bæinn sem sumarhúsaþorp og ákjósanlegan gististað miðsvæðis á Vestfjörðum.
Meira
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI er líklega þekktastur fyrir steiniðju og fjölbreyttar stein- og bergtegundir ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var árið 1993. Þar kom í ljós að langflestir aðspurðra, eða 27%, sögðu að þeim dytti Álfasteinn, steinar og fleira í þeim dúr í hug þegar það heyrði Borgarfjörð eystri nefndan.
Meira
STÆRSTI bílaviðburður ársins verður um næstu helgi þegar Fornbílaklúbbur Íslands minnist þess að 95 ár eru síðan fyrsti bíllinn kom Íslands. Klúbburinn tileinkar þessa sýningu 20. öldinni, en nú er þessari miklu bílaöld brátt lokið. Á sýningunni verða bílar frá fyrstu áratugum aldarinnar, sem líktust fremur hestvögnum en rennilegum farkostum nútímans.
Meira
MEÐ vorinu hófust hefðbundnar gönguferðir á Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn, en undanfarin ár hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í þessum skipulögðu gönguferðum. Þá hefur þátttaka Dana aukist ár frá ári eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni In Travel Scandinavia í Kaupmannahöfn.
Meira
BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhenti nýlega Hópbílum hf. fjórar rútur, þrjár af gerðinni Renault Iliade RT og RTC, 55 og 47 farþega, og eina Renault Master Minibus, sem er 15 farþega smárúta. Renault Iliade er ný rúta frá Renault sem tekur við af FR1 sem var valin rúta ársins 1991. Helstu breytingar eru meiri lipurð í akstri, betri speglar og betri aðbúnaður fyrir ökumann.
Meira
B&L heldur upp á 7 ára afmæli Hyundai á Íslandi um þessar mundir. Það var 22. maí 1992 sem B&L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, hóf sölu og innflutning á Hyundai bílum frá S-Kóreu. Á þessum 7 árum hafa verið fluttir inn til landsins 4.282 Hyundai bílar. Hyundai er breið lína bíla en nýjasta afsprengið er fjórhóladrifinn sjö manna bíll sem kostar 2.348.000.
Meira
NISSAN setti á markað í byrjun vikunnar nýja gerð jeppa. Xterra heitir hann og er mikilvægur hlekkur í markaðssókn Nissan í Bandaríkjunum þar sem markaðshlutdeild fyrirtækisins hefur fallið úr 5,2% 1995 í 3,6%. Xterra er framleiddur í verksmiðju Nissan í Smyrna í Tennessee sem lengi hefur verið talin ein skilvirkasta bílaverksmiðja heims.
Meira
Það þykir ekki lengur merkilegt að keyra yfir hálendið þvert og endilangt á bílum að vetrarlagi. En þegar búið er að ferðast á þennan hátt í um 15 ár og heimsækja flest svæði landsins, sum margsinnis, þá þarf að finna nýja staði til að skoða og nýjar leiðir til að keyra. Því tók Jóhann Ísberg vel í þá hugmynd að ferðast frá Reykjanesvita út á Font.
Meira
AÐALDUNDUR Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn dagana 17. og 18. maí sl. á Höfn í Hornafirði. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum fyrri daginn buðu heimamenn gestum upp á sérstaka dagskrá sem hófst með stuttri rútuferð um bæinn. Síðan var haldið með Lóðsinum út fyrir innsiglinguna og til baka, á leiðinni voru ýmsar uppákomur.
Meira
MEÐALEYÐSLA á bíl í lítrum hefur minnkað í takt aukinn innflutning á bílum. Þetta má lesa út úr tölum í smáritinu Samgöngu í tölum sem samgönguráðuneytið hefur gefið út. Tölurnar gefa vísbendingu um að nýir bílar eru sparneytnari en þeir eldri. Árið 1994 var meðaleyðsla bíls 1.537 lítrar en árið 1998 var meðaleyðslan 1.404 lítrar.
Meira
SUMIR hallast nú að því í bílaborginni Detroit að þess verði ekki langt að bíða að Ford taki við af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims. Sölutölur fyrstu fjóra mánuði ársins renna stoðum undir kenningar af þessu tagi.
Meira
Þeir sem óvart álpast í Rauða hverfið í Amsterdam furða sig trúlega á óvenjulegum útstillingum í sumum gluggum. Valgerður Þ. Jónsdóttir álpaðist ekki neitt heldur fór markvisst til að skoða fallegt, gamalt hverfi og fjölskrúðugt mannlífið.
Meira
DAIHATSU Cuore smábíllinn var kynntur fyrir nokkru hjá umboðinu, Brimborg í Reykjavík, og hefur fengið talsverða andlitslyftingu. Hann er snyrtilegur útlits, hvergi neina framúrstefnu að finna, hefur eins lítra og 55 hestafla vél og fáanlegur handskiptur eða sjálfskiptur.
Meira
FERÐASKRIFSTOFA Guðmundar Jónassonar hefur í samvinnu við Helga Benediktsson og David Oswin skipulagt nokkrar gönguferðir í Himalaya í haust og á næsta ári, nánar tiltekið í Nepal, Indlandi og Tíbet. Gönguferðirnar eru á flestra færi og innfæddir munu sjá um allan farangur og matseld. 13. sept. 1999. Tíbet/Nepal, tuttugu og þriggja daga ferð. Flogið til Katmandú og Lhasa. M.a.
Meira
70 ÁRA. Sjötugur verður á morgun, mánudaginn 31. maí, Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari og fréttaritari Morgunblaðsins, Nónási 4, Raufarhöfn. Eiginkona Helga er Stella Þorláksdóttir.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. apríl sl. í Djúpavogskirkju af sr. Sjöfn Jóhannesdóttur Guðrún K. Jónsdóttir og Sveinn Kristján Ingimarsson. Heimili þeirra er að Búlandi 4, Djúpavogi.
Meira
FRÉTT birtist hér í Morgunblaðinu 4. apríl í fyrra um frábærar viðtökur sem Sjálfstætt fólk, bók Halldórs Laxness, hafði fengið hjá lesendum í Bandaríkjunum sem sent höfðu Amazon-bóksölunni umsagnir á Netinu. "Tímalaust meistaraverk um okkur öll" var fyrirsögn fréttarinnar og vitnað í einn lesandann. Sex lesendur höfðu þá gefið bókinni einkunnina 9 af 10 mögulegum.
Meira
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 1012. Minnt á ferðalag. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 9.30. Laugarneskirkja. Mánudagskvöld kl. 20. 12 spora hópurinn. Óháði söfnuðurinn.
Meira
Pabbi, varst þú til í gamla daga? Það er einhvers konar fyrirspurnatími á heimili mínu og fimm ára dóttir sem semur þessa spurningu. Faðirinn kemur sér fimlega undan því að svara spurningunni beint, og þykist stoltur af.
Meira
Er einhver sem kannast við fólkið á þessum myndum? Ef svo er þá vinsamlega hafið samband við Guðrúnu A. Kristjánsdóttur, Akureyri, í síma 4621473. Bjöllur á kettina SIGRÍÐUR sem býr í Vogahverfi hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á frambæri ábendingu til kattareigenda um þeir hefðu kettina sína með bjöllu um hálsinn, sérstaklega á þessum árstíma.
Meira
Í dag er sunnudagur 30. maí, 150. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ég heyrði þetta, en skildi það ekki, og sagði því: "Herra minn, hver mun endir á þessu verða?" (Daníel 12, 8.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Lagarfoss, Mermaid Eagle og Malone koma í dag.
Meira
STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á minningarmótinu um Capablanca í Havana á Kúbu í vor. Luis Manuel Perez (2.400) hafði hvítt og átti leik gegn Maikel Gongora (2.425). Þeir eru báðir frá Kúbu. 16. Rxf7! Kxf7 17. Rg5+ Ke8 18.
Meira
Það er ánægjulegt að fá kónginn strax fram í sviðsljósið, en það skyggir á gleðina að hann er örugglega einn á ferð, sem skapar mikla stunguhættu. Hvernig er best að spila? Það virðist blasa við að drepa á spaðaás og fara í trompið. En hvað er líklegt að gerist þá? Jú; austur mun rjúka upp með hjartaás og sæja að spaðadrottningunni með gosanum.
Meira
ÞESSAR stúlkur söfnuðu kr. 9.500 með því að sýna dans í Kringlunni til styrktar Rauða kross Íslands. Þær heita Heiðdís H. Guðnadóttir, Björk Halldórsdóttir, Herdís Erlendsdóttir og Dögg Halldórsdóttir sem vantar á myndina.
Meira
Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Ég var sælust allra í bænum.
Meira
ÞETTA er auðvitað afrakstur gríðarlegrar vinnu," segir Halldór, aðspurður um hvort ekki sé erfitt verk og tímafrekt að raða saman öllum knattspyrnuleikjum á landinu og koma mótaskránum út í bókarformi.
Meira
Íslensk listasaga hefur auðgast mikið fyrir tilstilli Guðrúnar Nielsen. Hún tálgar merkilega gripi listavel og var móðir hins mikla listamanns Alfreðs Flóka. Í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sagði hin skurðhaga nafna hennar Nielsen frá æsku sinni, hjónabandsárum, samvistum við Flóka og mörgu fleiru forvitnilegu.
Meira
SAMGÖNGUBÓT EÐA NÁTTÚRUSPJÖLL Á VATNAHEIÐI? Frummatsskýrsla á umhverfisáhrifum vegar númer 56 yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi hefur verið lögð fram og samkvæmt venjubundnu ferli slíkra mála hefur Náttúruvernd ríkisins sent Skipulagsstofnun ríkisins umsögn s
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað hugmyndum um breyttan hlut skozkra þingmanna í Westminster í kjölfar sjálfstjórnarþings Skota í Edinborg. Skozka þingið hefur lögsögu í skozkum málum, sem til þess heyra, og hafa enskir þingmenn í Westminster ekkert um þau að segja, en skozkir þingmenn sitja áfram í London með atkvæðisrétt í enskum málum.
Meira
FÆÐUEFNUM má skipta í þrjá meginflokka, prótein, fitu og kolhýdröt. Flest kolhýdröt eru sykursameindir af mismunandi stærðum og gerðum. Allur sykur er samsettur úr einingum sem eru hringlaga sameindir sem kallast einsykrur eða einsykrungar. Sykur getur þannig verið einsykra, tvísykra eða fjölsykra.
Meira
BREZKUR almenningur hefur að engu fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um skaðleysi erfðabreyttra matvæla og heldur fast við að sniðganga þau áfram. Bæði er að stöðugt berast fréttir af skaðsemi efnanna og svo segja menn að sporin frá nautakjötinu og Kreutzfeldt- sjúkdómnum hræði, en þar þótti mönnum brezka ríkisstjórnin taka of seint á málum.
Meira
Ef Brandur byskup hefur ekki skrifað Hrafnkötlu virðist ljóst að einhver lærisveina hans eða rithöfundur sem var handgenginn þýðingum hans á Gyðinga sögu og Alexanders sögu hefur skrifað hana, svo augljós rittengsl sem eru milli þessara verka.
Meira
Á ÆVIDÖGUM Flóka var hann meðal kunnustu manna, bæði fyrir list sína og einkalíf sem mönnum varð tíðrætt um. Myndir hans þóttu með afbrigðum djarflegar, jafnvel "klúrar". Hann var ósmeykur við að kalla sjálfan sig séní og margir karlar öfunduðu hann af kvenhylli því af einu viðtali af mörgum mátti skilja að hann byggi í sátt og samlyndi við tvær konur.
Meira
Fegurst er Brandi ábóta lýst í Svínfellinga sögu og Steinunni systur hans þá ekki síður. Samkvæmt rítúalinu ætti henni að vera lýst sem húsfreyju Hrafnkels í sögu hans, en henni bregður að sjálfsögðu ekki einu sinni fyrir í þessari kvenmannslausu karlasögu. Brandur hefði þá líka lýst henni einsog gert er í Svínfellinga sögu.
Meira
FYRRVERANDI aðstoðarmaður og vinur Kúrdaleiðtogans Abdullah Öcalans var dæmdur til dauða í Tyrklandi á dögunum. Bróðir hans fékk einnig dauðadóm, en þeir voru báðir fundnir sekir um föðurlandssvik.
Meira
Anne-Christine Eriksson, almannatengslafulltrúi fyrir svæðisskrifstofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin var stödd hér á landi fyrir skömmu. Í samtali við Hrund Gunnsteinsdóttur sagði hún frá erindi sínu hér á landi, hlutverki annarra landa við lausn á flóttamannavandanum og stöðu mála í Kosovo.
Meira
Næstu vikur birtast í Morgunblaðinu greinar undir heitinu "Börn eru besta fólk", þar sem Þórir S. Guðbergsson og Þóra Bryndís Þórisdóttir fjalla um þroska barna og uppeldi og benda á fáein atriði sem foreldrum gæti þótt forvitnilegt að vita og gagnlegt að velta fyrir sér. Í greinaflokknum reifa þau ýmist sínar eigin hugrenningar eða tilvitnanir í fræðimenn og rannsóknir.
Meira
STAÐA kerfisstjóra við tölvudeild upplýsinga- og tæknisviðs skrifstofu Alþingis er laus til umsóknar. Deildin veitir m.a. þingmönnum og starfsfólki skrifstofunnar almenna notendaþjónustu og sér um rekstur tölvubúnaðar. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum verkefnum og þekkingu á MS Win95, MS NT og Unix-stýrikerfum.
Meira
"ÉG ER ekki ein af þeim sem alltaf vilja vera að skrifa í blöð en mér fyndist ástæða til að koma á framfæri andúð á því tiltæki að láta fólk kyssa bíla til þess að reyna að eignast þá mér finnst þetta ógeðsleg hugmynd hjá forráðamönnum bílafyrirtækis," sagði gáfuð og vel menntuð kona í samkæmi sem ég sat um daginn.
Meira
Krútsjov gerist bandarískur Washington. The Daily Telegraph. SERGEJ Krútsjov, sonur Nikíta Krútsjovs, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, hefur greint frá því að hann hyggist gerast bandarískur ríkisborgari. Sergei er 63 ára og á sínum tíma tók hann þátt í að hanna kjarnaodda sem beint var að því landi sem hann hefur nú ákveðið að gera að heimalandi sínu.
Meira
ÞRÍR vinnufélagar, Alfreð Þórðarson, 30 ára verkfræðingur, Birgir Finnsson, 33 ára tölvunarfræðingur og Þorbjörn Njálsson, 27 ára kerfisfræðingur, unnu fyrstu verðlaun í samkeppninni Nýsköpun '99. Þeir hafa þegar stofnað fyrirtækið Lux Inflecta og ætla að ráða starfsfólk og koma
Meira
FYRIR ALLLÖNGU, á hljómsveitamælikvarða, sendi hljómsveit sem hét Victory Rose frá sér lag á safnplötu. Lagið, Fljúgðu, sem mörgum þótti hálfgerð lagleysa, var mótuð bjögun, torskilin samsuða af bjögun og suði.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Spaksmannsspjarir tók til starfa í 25 fermetra húsnæði við Skólavörðustíg fyrir sex árum. Nú reka hönnuðirnir Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir fyrirtæki sitt í stóru húsnæði við Þingholtsstræti 5.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Ragnar og Ásgeir ehf., sem annast vöruflutninga og hefur aðsetur í Grundarfirði, fékk nýlega afhenta tvo nýja vörubíla frá Volvo. Eru þá 10 Volvo-bílar í flota fyrirtækisins. Bílarnir eru báðir dráttarbílar af gerðinni FH 16, með 520 hestafla vélum og loftpúðafjöðrun að aftan. Ökumannshús eru búin margvíslegum þægindum. Fyrirtækið verður 30 ára á næsta ári en það hefur m.a.
Meira
Goðafossslysið vekur enn sárar minningar í hugum margra Íslendinga. Enn velta menn því fyrir sér hvort bjarga hefði mátt fleiri mannslífum hefðu áhafnir björgunarskipa ekki verið svo uppteknar við að granda þýska kafbátnum sem skaut Goðafoss niður. Hugi Hreiðarsson rifjaði upp mannskæðustu árásina á íslenskt farskip í seinna stríði.
Meira
Mörgum spurningum er ósvarað "VIÐ hjónin erum nú ekki mjög spennt með það að vegstæðið um dalinn verði valið," sagði Ástþór Jóhannsson, ábúandi í Dal í Miklaholtshreppi, en Vatnaheiðarvegur mun liggja þvert yfir lendur hans og Katrínar Ævarsdóttur eiginkonu hans.
Meira
INNAN drum 'n bass-heimsins eru margir straumar og einna mest að gerast í jassbræðingnum. Gengur svo langt að sumir vilja nefna tónlistarformið nýjan djass, en gott dæmi um djasskotna drum 'n bass-tónlist er ný plata Mocean Worker, sem vakið hefur mikla athygli fyrir hugmyndaauðgi og listilegar tónlistarfléttur.
Meira
PORTÚGAL gat lengi vel einungis státað af tvennu er vín voru annars vegar þrátt fyrir að vera sjöunda mikilvægasta vínframleiðsluríki veraldar þegar magn er annars vegar. Í fyrsta lagi hinum einstöku púrtvínum landsins og í öðru lagi Mateus, sem lengi vel var mest selda víntegund í heimi. Önnur vín Portúgals vöktu litla athygli utan heimahaganna enda framleiðslan yfirleitt ekki ýkja spennandi.
Meira
UM 700 fyrirtæki á sviði upplýsingatækni í Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi, Noregi og á Íslandi taka nú þátt í verkefni til eins árs er miðar að uppbyggingu þjónustu fyrir starfsgreinina, segir í Íslenskum iðnaði, fréttabréfi Samtaka iðnaðarins.
Meira
Á MORGUN kemur út breiðskífa með tveggja manna hljómsveitinni Dip, fyrsta skífa sem þeir gera saman Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Baldursson. Platan sú er hljóðrituð á síðustu mánuðum þó Sigtryggur sé búsettur vestan Atlantsála en Jóhann uppi á Íslandi.
Meira
SÁ misskilningur er útbreiddur að Kvikmyndahátíðin í Cannes fari fram á hvítum sólbekk á gullinni sandströnd með kokkteil, kúbverskan vindil og útsýni yfir berbrjósta smástirni. Enda er það sú ímynd sem Hugh Hefner, útgefandi Playboy, og íkar vilja halda á lofti. Raunin er önnur.
Meira
Óli Anton Bieltvedt er fæddur á Akureyri 1962. Hann er stúdent frá Verzlunarskóla Íslandi, stundaði síðan nám í viðskiptafræðum við University of Miami og brautskráðist þaðan með MBA gráðu árið 1990. Hann hefur búið í Hong Kong frá árinu 1995 og sér um rekstur verslunarfyrirtækisins Strax þar. Hann er kvæntur Írisi Hreinsdóttur og eiga þau tvö börn.
Meira
YFIRMAÐUR sænska heraflans, Owe Wiktorin, kynnti í vikunni tillögur um róttæka uppstokkun á sænska hernum. Tillögur hans fela m.a. í sér að minnka kostnað við herrekstur, minnka sænska herinn, sem að stærstu leyti er herskylduher, en gera hann jafnframt skilvirkari og stofna innan hans þúsund manna sérþjálfaða atvinnuherdeild.
Meira
TRYGGINGASKÓLA SÍT var slitið sl. þriðjudag. Á þessu skólaári stóðust 56 nemendur próf við skólann. Við skólaslitin voru nemendum afhent prófskírteini en frá stofnun skólans hafa verið gefin út 1.053 prófskírteini frá Tryggingaskólanum.
Meira
Fáir tónlistarmenn hafa haft önnur eins áhrif í rappheimum og Slick Rick, sem mótaði að stórum hluta ímynd rappbófans sem gaf frat í allt og alla, talaði gjarnan niðrandi um konur og bleiknefja og dásamaði dóp og byssur. Rick fékk reyndar snemma að kenna á lífinu sem hann lofaði og ferill hans fór nánast út um þúfur þegar hann var fangelsaður fyrir ofbeldisverk og morðtilræði.
Meira
GEISLAVARNIR brezka ríkisins hafa að sögn The Daily Telegraphhvatt til þess að teknar verði upp viðræður milli ríkisstjórnarinnar og farsímaframleiðenda og að almenningi verði gerð ljós sú hætta, sem kann að felast í notkun farsíma.
Meira
Will Smith er væntanlegur á hvíta tjaldið í sumar í myndinni Villta, villta vestrið, en hann nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og um heim allan. Arnaldur Indriðasonskoðaði feril leikarans og myndirnar sem hann hefur leikið í á undanförnum árum og sett hafa aðsóknarmet.
Meira
Í vikunni var greint frá fyrstu löxunum sem sést hafa í íslenskri laxveiðiá er hópur manna fylgdist með 15 löxum á Stokkhylsbroti og einum í sjónmáli á Brotinu í Norðurá. Á fimmtudag sást svo til laxa í Kvíslafossi að sunnanverðu í Laxá í Kjós. Tveir sáust glöggt, báðir 10-12 pund að mati sjónarvotta, en fylgst var með í kvöldsól og glampa.
Meira
Það vilja allir hér þennan veg KRISTINN Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að allar sveitarstjórnirnar og allir íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi vildu fá umræddan veg yfir Vatnaheiði og sjálfur ætti hann erfitt með að skilja hvers vegna það færðist svo í vöxt að lífríkið væri meira metið en mannskepnan,
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.