Greinar laugardaginn 12. júní 1999

Forsíða

12. júní 1999 | Forsíða | 81 orð

Heimilislaus eftir óveður

Heimilislaus eftir óveður HJÓNIN Orville og Judy Bernhöft standa fyrir framan rammgerða skemmu er gjöreyðilagðist er skýstrokkur gekk yfir Íslendingabæinn Mountain í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. Þau er meðal fimm Vestur-Íslendinga er misstu heimili sitt í veðrinu. Meira
12. júní 1999 | Forsíða | 157 orð

Hóta "allsherjarstríði"

SKÆRULIÐAHREYFING Kúrdíska verkamannaflokksins (PKK) hefur hótað að heyja "allsherjarstríð" dæmi tyrkneskir dómstólar leiðtoga þeirra, Abdullah Öcalan, til dauða. Cemil Bayik, yfirmaður PKK í fjarveru Öcalans, lýsti þessu yfir í útsendingu frá gervihnattasjónvarpsstöðinni CTV, í Lundúnum í Englandi. Meira
12. júní 1999 | Forsíða | 851 orð

Ívanov skipar Rússum að yfirgefa Kosovo

ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í nótt að rússneskar hersveitir er héldu inn í Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, hefðu gert það í leyfisleysi og að þeim hefði verið skipað að yfirgefa Kosovo þegar í stað. "Það er óheppilegt að rússneskar hersveitir skuli hafa komið til Pristina. Það er verið að grafast fyrir um ástæðurnar. Meira

Fréttir

12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð

Aðalfundur Tourette-samtakanna

TOURETTE-samtökin halda aðalfund sinn í dag, laugardag, kl. 14, á Tryggvagötu 26, 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og síðan verða flutt erindi. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Afnema á GSM-magnafslátt fyrir 1. sept.

STJÓRNENDUR Landssímans hf. hafa ákveðið að kæra ákvörðun samkeppnisráðs vegna kæru Tals hf. til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Kærufrestur er fjórar vikur og skal úrskurður áfrýjunarnefndar liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti. Samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs ber Landssímanum m.a. að fella magnafslætti í GSM- þjónustu fyrirtækisins niður fyrir 1. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Allar leiðir opnar

GUÐFINNA Gestsdóttir var dúx Framhaldsskóla Vestfjarða í vor. Árangur hennar er athyglisverður fyrir þær sakir að hún tók sér tíu ára hlé frá námi áður en hún lauk stúdentsprófi. Á árunum tíu stofnaði hún fjölskyldu og rak blómabúð. Guðfinna á tvö börn og segir vissulega mikla vinnu að reka heimili samhliða námi en "börnin voru ósköp ljúf og sæt við mömmu sína". Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 363 orð

Alltaf gengið vel að læra

ELFAR Þórarinsson var meðal þeirra nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum sem fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Ekki er hefð fyrir því í þeim skóla að nemendur séu yfirlýstir dúxar heldur tíðkast að veita viðurkenningar. Elfar lauk námi á málabraut og fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í frönsku, dönsku, þýsku og íslensku. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð

Arbour hættir

LOUISE Arbour, yfirsaksóknari hjá stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna, mun láta af störfum í september en hún hefur verið útnefnd dómari við hæstaréttinn í Kanada. Kemur tilkynning um þetta einungis tveimur vikum eftir að Arbour gaf út ákæru á hendur Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta fyrir stríðsglæpi. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Aurskriður féllu úr Eyrarhlíð við Ísafjörð

AURSKRIÐUR féllu úr Eyrarhlíð við Ísafjörð í gærkvöldi ofan við Urðarveg og Hjallaveg. Flæddi vatn inn í kjallara tveggja húsa og skriðurnar fylltu garðana fyrir ofan húsin. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var allt slökkvilið Ísafjarðar kallað út til að dæla vatni úr kjallara í fjölbýlishúsum við Urðarveg en talsverður vatnselgur kom úr hlíðinni. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 707 orð

Áfengiseinkasölu gert að endurgreiða ríkisaðstoð

SAMKEPPNISRÁÐ telur í úrskurði sínum um málefni Landssímans að fyrirtækinu hafi verið veitt a.m.k. 11,5 milljarða ríkisaðstoð þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag. Það stangist á við lög og fari gegn ákvæðum EES-samningsins. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Áhugamaður um eðlisfræði og knattspyrnu

JENS Hjörleifur Bárðarson stúdent af eðlis- og náttúrufræðibraut var dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor. Jens sýndi framúrskarandi árangur í stærðfræði, eðlisfræði, náttúrufræðum og þýsku. Fyrir þennan árangur var hann verðlaunaður og hlaut að auki sérstök verðlaun fyrir besta heildarárangur stúdenta, meðaleinkunn hans var 9,33. Framtíðin leggst vel í Jens. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Áhugi ræður árangri

SELMA Rut Þorsteinsdóttir er fyrsti dúx Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem útskrifast af myndlistarbraut. "Nám er vinna og ef maður vinnur vel nær maður árangri," sagði Selma í samtali við Morgunblaðið og hún segir áhuga skipta miklu um árangur. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Á leið til Ítalíu

JENNÝ Sif Steingrímsdóttir náði bestum námsárangri stúdenta frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í vor. Athygli vekur að Jenný lauk stúdentsprófi á þremur árum. Jenný segist vera mjög ákveðin og skipulögð í námi. "Ég reyndi að læra í eyðum í skólanum og þurfti lítið að læra heima," sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Árbók Slysavarnafélagsins komin út

"ÁRBÓK Slysavarnafélags Íslands er komin út en hún hefur nú verið gefin út í sjötíu ár. Aðalefni bókarinnar er sem fyrr starfsskýrslur síðastliðins árs, ársreikningur, upplýsingar um banaslys og bjarganir og tilkynningar og aðgerðir frá björgunarmiðstöð félagsins. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Bók samin til styrktar SKB

SYSTKININ Lárus og Rakel Gunnarsbörn hafa að undanförnu selt bók sem þau hafa samið og sett saman til styrktar börnum með krabbamein. Bókina kalla þau Smásögur og inniheldur hún efni úr ýmsum áttum m.a. upplifun barnanna í tengslum við krabbameinsmeðferð bróður þeirra. 10. apríl sl. afhentu þau SKB 8.300 kr. eða andvirði seldra eintaka. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Dúx, bassi og safnvörður frá Glaumbæ

ATLI Gunnar Arnórsson frá Glaumbæ í Skagafirði hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur við útskrift og skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í vor. Atli Gunnar lauk prófi af eðlisfræðibraut og auk viðurkenninga fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og raungreinum hlaut hann sams konar viðurkenningar fyrir árangur í íslensku, ensku og þýsku. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Er til skoðunar í iðnaðarráðuneytinu

ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis, segir hugmyndir erlendra fjárfesta um hugsanlega olíuhreinsunarstöð á Austurlandi til skoðunar í ráðuneytinu. Engir nýir áfangar séu í málinu í bili. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Fá 80 þúsund kr. eingreiðslu

NÝR kjarasamningur Sambands íslenskra bankamanna og viðsemjenda þeirra var undirritaður í hádeginu í gær og telur Friðbert Traustason, formaður SÍB, hann gefa kringum 7% launahækkun á samningstímanum að meðtalinni 80 þúsund króna eingreiðslu um næstu mánaðamót. Launin hækka um 0,3% 1. júlí og um 3,5% 1. janúar næstkomandi en samningstíminn er út næsta ár. Meira
12. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Fjarkennsla á leikskólabraut hefjist í haust

STEFNT er að því að hefja fjarkennslu á leikskólabraut við Háskólann á Akureyri í haust. Háskólanefnd HA hefur falið rektor, Þorsteini Gunnarssyni, að leita eftir fjármagni til þess og heilbrigðisnefnd hefur einnig verið falið að kanna möguleika á því að bjóða upp á fjarnám fyrir fyrsta ár í hjúkrunarfræði haustið 2000. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fjölskylduhátíð Þroskahjálpar

ÁRLEG fjölskylduhátíð landssamtakanna Þroskahjálpar verður haldin að Steinsstöðum í Skagafirði dagana 25.­27. júní nk. Þetta verður í fimmta skipti sem hátíðin er haldin að Steinsstöðum en þar er öll aðstaða mjög góð, gott aðgengi, mjög gott leiksvæði og sundlaug. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Flýta ber sölu Landssímans

ÞÓRARINN V. Þórarinsson stjórnarformaður telur að flýta beri sölu Landssíma Íslands hf., í framhaldi af úrskurði samkeppnisráðs um málefni fyrirtækisins, því aðeins á markaði fáist raunveruleg niðurstaða um verðmæti fyrirtækisins. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 467 orð

Frelsisherinn var "fallbyssufóður" Ástralskur læknir hjúkraði særðum hermönnum Frelsishers Kosovo í helli steinsnar frá

FRELSISHER Kosovo (UCK), sem nú telst meðal sigurvegara í átökunum í Júgóslavíu, varð fyrir óþarflega miklu mannfalli og liðhlaupi á síðustu dögum stríðsins, að mati ástralsks skurðlæknis sem hlynnti að særðum liðsmönnum hersins. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Fugla- og náttúruskoðun í Flóa

FUGLA- og náttúruskoðun verður í friðlandinu í Flóa sunnudaginn 13. júní. Einnig verður skoðaður árangur af endurheimt votlendis og kynntar fyrirhugaðar framkvændir. Samstarf Fuglaverndarfélagsins og Eyrarbakka, síðar hins sameinaða sveitarfélags í vestanverðum Flóa, Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Fækkun alls staðar nema á Austurlandi

TALNING á rjúpu á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í vor sýnir að fækkun er hafin á Norður- og Norðausturlandi, fækkun sem hófst á Suðausturlandi á síðasta ári heldur áfram og fækkun er á Suðvestur- og Vesturlandi. Greinileg aukning er hins vegar á Austurlandi og varpstofn yfir meðallagi. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Geimveruleikrit í Tjarnarbíói

TILRAUNALEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir geimveruleikritið P.s. á að njúka pleisið? í Tjarnarbíói við Tjarnargötu. Tilraunaleikhúsið er áhugamannaleikhús, stofnað 6. apríl sl., og er geimveruleikritið fyrsta verkefni þess. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann. Geimveruleikritið er tilraun til leikhús-"naivisma", þ.e. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Gengið á Reykjaveginum með FÍ

FERÐAFÉLAGIÐ efnir til gönguferðar frá Djúpavogi að Méltunnuklifi, sem er hluti af Reykjaveginum svonefnda, á morgun, sunnudag. Reykjavegurinn er nafn á gönguleið eftir miðbiki Reykjanesskagans frá Reykjanesvita að Þingvöllum. Áfanginn, sem farinn verður í 5-6 klst. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 383 orð

Greiðslustöðvun KÞ framlengd

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur samþykkt framlengingu á greiðslustöðvun Kaupfélags Þingeyinga um þrjá mánuði, eða til 10. september nk. Beiðni um framlengingu var tekin fyrir á Akureyri í gær. Ragnar Baldursson hdl. Meira
12. júní 1999 | Landsbyggðin | 567 orð

Gæti orðið safnstöð við útflutning

ÁFORMAÐ er að byggja nýja hafskipahöfn í Hornafirði, Faxeyrarhöfn, og samkvæmt hafnaáætlun verður hafist handa við framkvæmdina á árinu 2000. Unnið er að undirbúningi á vegum hafnarstjórnar og hjá Siglingastofnun. Formaður hafnarstjórnar segir að nýja höfnin auki mjög samkeppnishæfni staðarins og telur ekki óraunhæft að skipafélögin taki upp beinar siglingar til Evrópu. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hald lagt á skartgripi

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur í fórum sínum talsvert magn af skartgripum sem lögreglan lagði hald á við húsleit 20. maí sl. í tengslum við handtöku karlmanns, sem grunaður er um aðild að innbrotum. Meðal skartgripanna er handsmíðuð barmnæla, sem er frá Jens gullsmiði og er merkt "Snorri". Biður lögreglan þann sem kannast við næluna að hafa samband við rannsóknardeild. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 118 orð

Handtökur vegna morðsins á Paust

NORSKA lögreglan handtók í gær karlmann og konu í tengslum við morðið á Anne Orderud Paust og foreldrum hennar. Hún gegndi starfi einkaritara varnarmálaráðherra Noregs. Maðurinn og konan voru kærð fyrir brot á lögum um skotvopnaeign en að sögn lögreglu tengist ákæran einnig ákveðnum ummerkjum, sem fundust þar sem morðin voru framin. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 52 ára gamlan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt og eignaskatt, lögum um tekjustofna sveitarfélaga og almennum hegningarlögum. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða 1,8 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Henti amfetamíni út um glugga

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði ferð bifreiðar í gærkvöldi við Stekkjarbakka, sem í var aðili þekktur að fíkniefnamisnotkun. Sat hann í farþegasæti bifreiðarinnar og sást hann henda ætluðum fíkniefnum út um glugga hennar. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Fíkniefnin, sem voru nokkur grömm af amfetamíni, fundust og lagði lögreglan hald á þau. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Hestamenn afboðuðu komu sína

MIKIÐ rok og rigning á Nesjavöllum varð þess valdandi í gær að hestamenn sem hugðu á áningu í Nesjabúð hættu við ferðina vegna afleits veðurs á staðnum. Í samtali við Morgunblaðið um kvöldmatarleytið í gær sagðist Hörður Ingi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesjabúðar, hafa varað hestamenn við að koma fyrr um daginn, en hann átti von á fjörutíu mönnum og sextíu hestum um kvöldið. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Hundruð fugla misstu hreiður sín

GÍFURLEGIR vatnavextir eru í ám í Eyjafirði í kjölfar hlýindanna að undanförnu og jafnvel minnstu bæjarlækir eru kolmórauðir og vatnsmiklir. Svarfaðardalsá flæddi yfir bakka sína og hafa hundruð fugla, í það minnsta, í friðlandi Svarfdæla misst hreiður sín, að sögn Þorgils Gunnlaugssonar bónda á Sökku. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 385 orð

Hvetja til aukinnar frímerkjasöfnunar

LANDSSAMBAND íslenzkra frímerkjasafnara hélt landsþing sitt laugardaginn 28. maí sl. Á þinginu var samtökunum kjörin ný stjórn og skipa hana eftirtaldir: Sigurður R. Pétursson formaður, Bolli Davíðsson, Garðar Schiöth, Gunnar R. Einarsson, Hálfdán Helgason, Jón Zalewski og Þór Þorsteins. Varamenn eru Eiður Árnason og Guðni Fr. Árnason. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Hvítir kollar Hvítir

Hvítir kollar Hvítir kollar hafa sett sterkan svip á mannlífið síðustu vikur. Nær allir framhaldsskólar landsins hafa nú útskrifað nemendur. Eftir áralangt nám hafa nemendurnir nú uppskorið laun erfiðisins og við þeim blasir framtíðin, full af spennandi viðfangsefnum. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Hækkaði sekt um rúmar 12,5 milljónir

HÆSTIRÉTTUR hækkaði sekt, sem 42 ára gamall karlmaður hafði hlotið í héraði fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, úr 4 milljónum króna í rúmlega 16,6 milljónir króna á fimmtudag. Þá staðfesti Hæstiréttur 4 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 1733 orð

Ísland stóra systir í vestnorrænu samstarfi Glögglega kom í ljós á kvennaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Færeyjum um síðustu

TÆPLEGA sextíu konur frá vestnorrænu löndunum þremur; Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, tóku þátt í kvennaráðstefnu Vestnorræna ráðsins Í Færeyjum um síðustu helgi. Flestar hafa þær mikla reynslu og þekkingu á málefnum tengdum jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ísraelsk þjóðlög og tónlist

"ÞRIÐJUDAGINN 15. júní nk. mun ísraelska þjóðlagasöngkonan Einat Saruf skemmta gestum í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt gítarleikaranum Tamir Harpaz. Tónleikarnir eru haldnir í boði sendiherra Ísraels á Íslandi, sem hefur aðsetur í Osló, og aðalræðismanns Ísraels á Íslandi. Einat Saruf er vinsæl söngkona í heimalandi sínu en hún syngur bæði þjóðlög og nýrri ísraelsk sönglög. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Jeppasýning hjá B&L

NÝR Land Rover Discovery H verður kynntur um helgina í húsakynnum B&L á Grjóthálsi 1. Nýr Discovery er stærri og mun kraftmeiri en fyrirrennari hans og hefur nánast allur verið hannaður að nýju, segir í fréttatilkynningu. Discovery er til í þremur útgáfum, Bace, S, og XS, 5 eða 7 sæta, bæði sjálfskiptur og beinskiptur og kostar frá 3.300.000 kr. Meira
12. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa sunnudaginn 13. júní kl. 21.00. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Morgunbæn í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 9.00. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 13. júní kl. 11.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjölskylduferð í Kjarnaskóg laugardaginn 12. júní kl. 13.00. Hafið með ykkur nesti og góða skó og eyðum deginum saman. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Kjarvalsmyndin í viðgerð

MÁLVERK eftir Kjarval, sem keypt var á flóamarkaði í Svíþjóð fyrir skömmu, er komið til landsins. Tryggvi P. Friðriksson, annar eigandi Foldu, Grétar Eyþórsson, fulltrúi eigandans, og Elínbjört Jónsdóttir, eigandi Foldu, skoðuðu málverkið, en því hefur verið komið í heinsun og viðgerð hjá Morkinskinnu. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Kynna sér fiskveiðistjórnun á Íslandi

LANDBÚNAÐARNEFND brezka þingsins kemur til Íslands í næstu viku til að kynna sér sjávarútveg hér með áherzlu á fiskveiðistjórnun. Það er landbúnaðarnefndin sem fer með sjávarútvegsmál í Bretlandi eins og víðar í Evrópu. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT í blaðinu í gær, um Námsstefnu um nám og námserfiðleika í lestir og ritun, sem fram fer á mánudag, láðist að geta þess að þátttakendur eru beðnir að skrá sig hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Leiðrétting

RANGHERMT var í Morgunblaðinu í gær að Jón Sigurðsson, sem lést síðastliðinn miðvikudag, hefði átt fjögur börn. Börn hans og Ólafar Jónu Sigurgeirsdóttur eru þrjú. Einnig vantaði í starfsferil Jóns að hann hefði verið framkvæmdastjóri Borgarkringlunnar. Meira
12. júní 1999 | Landsbyggðin | 211 orð

Leikskóli vígður

Eskifirði-Nýlega var nýr leikskóli vígður á Eskifirði. Leikskólinn er þriggja deilda leikskóli, alls 468 fm að stærð. Deildirnar eru sjálfstæðar, hver með sinn inngang en tengjast miðgangi sem liggur að sal og eldhúsi skólans. Starfsmannarými er að norðanverðu í byggingunni og tengist einnig miðgangi. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Litið á búskapinn

FRÆNKURNAR Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir úr Reykjavík og Diljá Barkardóttir frá Egilsstöðum fengu að fara með afa sínum, Halldóri Sigurðssyni, þegar hann átti erindi að Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Fengu þær að líta á búskapinn. Sauðburður stóð enn yfir og fylgdust þær með tvílembingum koma í heiminn. Myndin var tekin þegar kindin var að kara fyrra lambið. Meira
12. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Líf og fjör á sjómannadaginn

SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Grímsey sl. sunnudag, en það voru félagar í Slysavarnafélaginu sem sáu um dagskrána. Sjómenn og aðstandendur þeirra gerðu sér ýmislegt til skemmtunar og fengu nokkrir þeirra góða dýfu í höfninni. Börnin fengu að prófa björgunarstólinn og þeir eldri reyndu fyrir sér í belgjaslag. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Lífræn framleiðsla hjá Þörungaverksmiðjan

TIL stendur að veita Þörungaverksmiðjunni hf. á Reykhólum sérstaka viðurkenningu um að starfsemin sé lífrænt vottuð og mun stjórn verksmiðjunnar taka á móti viðurkenningunni á aðalfundi Þörungaverksmiðjunnar hinn 14. júní nk. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskar afurðir unnar úr sjávargróðri hljóta þá viðurkenningu að vera lífræn framleiðsla. Meira
12. júní 1999 | Landsbyggðin | 162 orð

Lítið af hákarli á grunnslóð

Lítið af hákarli á grunnslóð Húsavík. Morgunblaðið. "HÁKARLAVEIÐIN var léleg í vetur, ég fékk aðeins 2 hákarla, en ég fékk þó 5 í fyrra. Það er eins og hann gangi nú ekki á grunnslóðir. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Mannréttindasamtök innflytjenda

STOFNFUNDUR Mannréttindasamtaka innflytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra verður í dag, laugardag kl. 14 í sal Miðstöðvar nýbúa við Skeljanes, (SVR endastöð leiðar 5) vestan við Reykjavíkurflugvöll. Í fréttatilkynningu segir: "Samtökin munu m.a. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Mikið hefur áunnist en stríðinu er ekki lokið

EUGENE Braunwald, prófessor í Boston í Bandaríkjunum, hélt heiðursfyrirlestur á norrænu þingi hjartalækna í Reykjavík. Fyrirlestur hans nefndist, Þróun hjartalækninga á næstu öld. Braunwald er talinn einn þekktasti hjartalæknir heims og er í hópi þeirra manna sem hvað mestan þátt hafa átt í þróun nútíma hjartalækninga. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 735 orð

Mikil þörf á hjúkrunarheimili

NÝLEGA var haldinn umræðufundur um vistunarmál langveikra barna á vegum Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga sem er deild innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðrún Ragnars er formaður Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga. Hún var spurð hvað hefði komið fram á þessum fundi. "Það er mikil þörf á hjúkrunarrými fyrir langveik börn. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Nið'r á höfn um helgina

ÝMISLEGT verður til fróðleiks og skemmtunar á fræðslutorginu á miðbakka Reykjavíkurhafnar um helgina. Eins og undanfarin sumur er m.a. hægt að skoða þar sýnishorn af lífríki hafnarinnar í sérstökum sælífskerum þar sem líkt er eftir þeim umhverfisþáttum sem þörungarnir og dýrin búa við í höfninni. Þá er hægt að líkja eftir á leiktækjum hreyfingum krabba, beitukónga og krossfiska. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð

Ný meðferð við krabbameini í þvagblöðru kynnt

JOHN A. Heaney, sérfræðingur í krabbameini í þvagblöðru, kynnti nýjan meðferðarmöguleika við þessum sjúkdómi á þingi norrænna þvagfæraskurðlækna sem lauk í gær. Heaney, sem er prófessor og deildarforseti þvagfærafræðideildar Læknaskólans í Dartmouth, New Hampshire, Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð

Nýr formaður og mikið starf framundan

Á SÍÐASTA aðalfundi UNIFEM á Íslandi tók Sigríður Margrét Guðmundsdóttir við formennsku í UNIFEM af Margréti Einarsdóttur sem gegnt hefur því starfi um árabil. Margrét situr þó enn í stjórninni sem meðstjórnandi. Einnig kom Kristín Jónsdóttir ný inn í stjórnina og tók hún við starfi gjaldkera. Á miðvikudaginn var kom nýja stjórnin í fyrsta skipti saman í nýja húsnæðinu að Laugavegi 7. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ný sending af blaðakerrum

FYRSTA sending af nýjum blaðakerrum fyrir blaðbera Morgunblaðsins kom í apríl. Reynslan af kerrunum er góð og þykja þær hljóðlátari og léttari en þær gömlu. Blaðakerrurnar taka 30 blöð. Nú er ný sending komin og mun dreifing þeirra til umboðsmanna og blaðbera halda áfram hjá áskriftardeild blaðsins. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Ný útgáfa af Lagasafni Íslands AG

NÝ útgáfa af Lagasafni Íslands AG er komin út. Lögin eru nú uppfærð til 1. maí 1999. Úrlausn-Aðgengi ehf. gefur safnið út á geisladisk. Þetta er í fjórða skipti sem það kemur út á geisladisk. Lagasafnið hefur að geyma öll gildandi lög landsins ásamt leitarkerfi sem reynst hefur vel. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 461 orð

Ný von fyrir kransæðasjúklinga

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga afhentu hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans leysigeislatæki að gjöf í vikunni. Var tækið keypt fyrir söfnunarfé sem fyrirtæki, félög og einstaklingar létu af hendi rakna. Gjöfin var til minningar um Sigurð Helgason, fyrrverandi formann samtakanna, og Jón Júlíusson, fyrrverandi varaformann. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 131 orð

Páfi ávarpar pólska þingið

JÓHANNES Páll páfi flutti í gær sögulega ræðu á pólska þinginu og skoraði á þjóðir Evrópu að gera strax ráðstafanir til þess að fyrirbyggja nýjan klofning og ný stríðsátök í álfunni. Páfi brýndi ennfremur fyrir stjórnmálamönnum í lýðræðisríkjunum að gleyma ekki andlegum gildum og einblína ekki á efnahagslega og pólitíska hagsmuni álfunnar, Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ráðinn til Skjávarps

ÁGÚST Ólafsson, útibússtjóri Íslenska útvarpsfélagsins á Egilsstöðum og fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skjávarps hf. á Höfn í Hornafirði. Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndari, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 á Egilsstöðum, hefur einnig ráðið sig hjá Skjávarpi. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 498 orð

Samningur um að skrá muni í sérstakt skráningarkerfi á Netinu Markmiðið að draga úr þjófnuðum

SAMBAND íslenskra tryggingafélaga (SÍT), ríkislögreglustjóri og eigandi skráningarkerfisins Crime- On-Line gerðu í dag með sér samstarfssamning um notkun kerfisins. Markmið samstarfsins er að fækka þjófnuðum og koma í veg fyrir sölu þýfis með því að koma á víðtækri skráningu á munum í kerfið. Sé hlut stolið skráir eigandinn þjófnaðinn í kerfið. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 1027 orð

Sá stóri tætti sundur húsin

ÞETTA átti að vera ósköp venjulegur sunnudagur í Íslendingabyggðum Norður-Dakóta. Kristín Hall var að halda upp á níræðisafmælið sitt í samkomuhúsinu í Edinborg. Hún ólst upp á bænum þar sem Káinn var vinnumaður lengst af. Kristín hafði boðið mörgum Vestur-Íslendingum til veislunnar enda er töluvert um þá á þessu slóðum. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Segja málið byggt á upplognum sökum

LÖGMENN Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra í Malasíu, sögðust í gær hafa undir höndum segulbandsupptökur þar sem heyra mætti saksóknara í málinu gegn Anwar reyna að fá gamlan kunningja Anwars til að vitna gegn honum, en í staðinn lofuðu saksóknarar manninum, Nallakarruppan Solaimalai, vægri refsingu vegna ákæru sem hann átti yfir höfði sér. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 306 orð

Sjálfstæði ekki talið útilokað

PÓLITÍSK framtíð Kosovohéraðs er óljós, samkvæmt friðarsáttmálanum, en embættismenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) segjast sjá fyrir sér að það verði alþjóðlegt verndarsvæði sem að nafninu til heyri undir Júgóslavíu en kunni í framtíðinni að verða sjálfstætt ríki. Meira
12. júní 1999 | Miðopna | 1092 orð

Sjúkdómar veiddir í Netið

Ronald E. LaPortesegir, að með því að nota Netið til að auka aðgang að upplýsingum um tíðni sjúkdóma og auðvelda dreifingu læknisfræðilegra upplýsinga sé hægt að styrkja mjög forvarnarstarf á sviði heilbrigðismála.Jón Ásgeir Sigurvinssonræddi við hann og hlustaði á fyrirlestur, sem hann hélt. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 774 orð

Skyndilega daglegur gestur á sjónvarpsskjánum

LÍKLEGA vissu ekki margir hver Jamie Shea var áður en Atlantshafsbandalagið (NATO) hóf loftárásir á Júgóslavíu fyrir tveimur og hálfum mánuði. Frá því í mars hefur þessi mjög svo beinskeytti talsmaður í höfuðstöðvum NATO í Brussel hins vegar verið nánast daglegur gestur á heimilum íbúa hins vestræna heims, og þótt víðar væri leitað, og að mörgu leyti orðið andlit bandalagsins út á við, Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Smíðarnar lágu beint við

ÖSSUR Imsland lauk húsasmíðanámi frá Iðnskólanum í vor og hlaut flestar viðurkenningar nemenda við útskrift frá skólanum. Össur var hógvær í samtali við Morgunblaðið og sagði námshæfileikana ekki meðfædda, hann hafi þurft að erfiða nokkuð við námið. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 595 orð

Stefnir á sálfræði og fótbolta

HJALTI Jónsson, tvítugur Eyjapeyi, fékk hæstu einkunn nýstúdenta sem brautskráðir voru frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í vor. Ekki er reiknuð út meðaleinkunn hjá stúdentum sem brautskráðir eru í Eyjum en Hjalti sagðist mjög sáttur við þær einkunnir sem hann fékk. Hjalti útskrifaðist af náttúrfræðibraut eftir þrjú og hálft ár, eða sjö annir. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 257 orð

Stór útskriftarárgangur

MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið í þrítugasta sinn 28. maí síðastliðinn. Björns Bjarnasonar, fyrrverandi rektors skólans, var minnst við upphaf athafnarinnar. Árangursríkt og þroskandi félagslíf nemenda varð Eiríki S. Guðmundssyni rektor að umtalsefni í ávarpi. Hann greindi frá því að nemendur héldu tónleika og söngkeppni í vetur og settu upp Kirsuberjagarðinn eftir Tjékov. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sveitarstjórinn á Raufarhöfn sagði upp

SVEITARSTJÓRINN á Raufarhöfn, Gunnlaugur Júlíusson, hefur sagt upp störfum og hefur hann jafnframt beðist lausnar sem sveitarstjórnarmaður. Mun varamaður hans, Björg Eiríksdóttir, taka sæti hans. "Á fundi sveitarstjórnar Raufarhafnarhrepps þann 10. júní sagði Gunnlaugur Júlíusson upp starfi sínu sem sveitarstjóri Raufarhafnar. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Svínakjöti eytt vegna gruns um belgískan uppruna

DÍOXÍN-mengun hefur ekki fundist í belgískum matvælum eða öðrum matvælum hér á landi. Sendingu af hitameðhöndluðu svínakjöti hefur þó verið fargað hér á landi, að beiðni innflytjandans, af því að varan gat verið af belgískum uppruna. Í gær var gefin út auglýsing um takmörkun á innflutningi tiltekinna matvæla frá Belgíu. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sýnir flytur starfsemi sína

SÝNIR sf. ­ Teikniþjónustan hefur flutt starfsemi sína frá Bolholti 6 að Nethyl 2, 110 Reykjavík. "Sýnir sf. sérhæfir sig í margmiðlunartækni og flytur inn, selur og leigir fjölbreytt úrval af ráðstefnubúnaði, eins og skjávörpum frá DAVIS og PLUS fyrir tölvur og myndbandstæki ásamt tölvu- tengdum skriftöflum, Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 351 orð

Sökkti þýskum kafbáti við Ísland fyrir 55 árum

Sökkti þýskum kafbáti við Ísland fyrir 55 árum FAGURGLJÁANDI Katalína- flugvél lenti í Reykjavík um klukkan 17 í gær, sem væri vart í frásögur færandi nema sakir þess að í einum leiðangri sínum í seinni heimsstyrjöldinni fyrir 55 árum sökkti áhöfn hennar þýskum kafbáti hér við land. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

The Boys í Norræna húsinu

RÚNAR og Arnar Halldórssynir, sem áður voru kallaðir The Boys, verða sérstakir heiðursgestir Bergþóru Árnadóttur í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Einnig koma fram Ósk Óskarsdóttir, Aðalbjörg (Alla-Magga) leikur á munnhörpu, Birgitta Jónsdóttir, dóttir Bergþóru, stígur á stokk með söng og ljóðalestri og trúbadorinn Bjarni Tryggvason flytur nokkur lög. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 517 orð

Til Frakklands eða út á land

ERNA Þórey Björnsdóttir varð stúdent af myndlistar- og handmenntabraut Verkmenntaskólans á Akureyri í vor. Í VMA tíðkast ekki að gefa meðaleinkunnir eða heiðra dúxa, þannig að formlega er enginn slíkur til. Þó er vitað að Erna Þórey var að minnsta kosti með þeim hæstu á stúdentsprófi; "ég reiknaði sjálf út meðaleinkunnian mína og fékk út 9,2," segir hún við Morgunblaðið. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 1097 orð

Tillit tekið til breytinga á gæðum með skipulegum hætti

Útreikningar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs síðustu misserin Tillit tekið til breytinga á gæðum með skipulegum hætti Vísitöluútreikningar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki nægilegt tillit til gæða og meta því ranglega hækkanir þegar verðmæti vöru og þjónustu eykst. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Tómstundaiðkun bitnaði lítið á náminu

STEINAR Björnsson, sem náði besta heildarárangri nemenda á stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor, hefur gefið sér tíma til að sinna ýmsu öðru en náminu. Steinar hefur spilað knattspyrnu og handbolta með Fjölni og leikur á trompet í skólahljómsveit Grafarvogs. Hann kennir á trompet auk þess að læra sjálfur á hljóðfærið. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 269 orð

Tveggja tíma leit gerð að neyðarsendi

NEYÐARSENDIR fór í gang í flugskýli á flugvellinum við Tungubakka í Mosfellssveit klukkan 16.30 í gær er hann datt niður úr hillu. Sendar sem þessi fara í gang við högg og eru í flugvélum og skipum til að gera vart við slys. Námu flugvélar í háloftunum norðan Skarðsheiðar merki hans vel og var brugðist við til að leita sendinn uppi. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Tæplega 60 af 80 hafa dregið uppsögn til baka

TÆPLEGA 60 leikskólakennarar í Kópavogi höfðu í gær dregið uppsagnir sínar til baka í kjölfar tilboðs um nýjan kjarasamning frá bæjaryfirvöldum, að sögn Sigurrósar Þorgrímsdóttur, nýráðins formanns leikskólanefndar Kópavogs. Alls höfðu um 80 leikskólakennarar sagt upp störfum vegna óánægju með kaup og kjör. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ungur maður laminn

UNGUR maður var laminn í heimahúsi í Vestmannaeyjum aðfaranótt föstudags. Hringt var í lögregluna rétt fyrir kl. 5 vegna óláta í húsi þar sem nokkur ungmenni sátu við drykkju. Hafði tveimur mönnum sinnast sem endaði með því að fjögur ungmennanna réðust að öðrum þeirra og veittu honum talsverða áverka. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Úr vöndu að ráða

Úr vöndu að ráða PÓSTKORTASALA er óaðskiljanlegur hluti ferðamannatímabilsins og til að auðvelda ferðamönnum aðgang að þeim stilla bókakaupmenn þeim gjarnan upp fyrir framan verslanir sínar. Er oft út vöndu að ráða þar sem úrvalið af póstkortum er mikið og geta menn því varið drjúgum tíma í að velja. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 321 orð

Vaxandi spenna á Gulahafi

ÞRJÚ norður-kóresk varðskip sigldu aftur inn í suður-kóreska landhelgi í gær, að sögn til þess að vernda eigin fiskibáta, eftir að suður-kóresk herskip höfðu reynt að reka þau á brott. Þetta var fimmti dagurinn í röð sem spennuástand ríkir á Gulahafi milli flota Kóreuríkjanna tveggja, vegna deilu þeirra um fiskimið á svæðinu. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Verður mikill hvati að verkefnum Landmælinga

Á FUNDI fulltrúa íslenskra stjórnvalda og fulltrúa bandarísku kortastofnunarinnar NIMA (National Mapping Agency) sem fram fór í Washington dagana 4.­7. júní sl. var lokið við gerð rammasamnings á milli NIMA og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins með beinni tilvísun í varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Verkefnaáætlun Umhverfisverndarsamtaka Íslands sexþætt

FULLTRÚARÁÐ Umhverfisverndarsamtaka Íslands hélt föstudaginn 4. júní fund um stefnumótun og verkefnaáætlun samtakanna. Heiðursforseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, stjórnaði fundi. Steingrímur Hermannsson formaður opnaði umræðuna með nokkrum orðum um starf samtakanna í víðu samhengi. Meira
12. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Verk Þorvaldar og Aðalheiðar sýnd

TVÆR sýningar verða opnaðar í dag í Listasafninu á Akureyri; í austur- og miðsal eru sýnd málverk eftir Þorvald Skúlason frá sjöunda og áttunda áratugnum og í vestursal opnar ung listakona, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, sýningu á nýjum verkum. Sýninguna nefnir hún Heima. "Þorvaldur Skúlason (1906­ 1984) er mikilvægur brautryðjandi í íslenskri listasögu 20. Meira
12. júní 1999 | Erlendar fréttir | 470 orð

Vilja "búa" til nýtt land handa Jeltsín að stjórna

EFTIR að hafa um áraraðir leitað að heppilegum arftaka Borís Jeltsíns í embætti forseta Rússlands hafa ráðamenn í Kreml loks fundið mann sem þeim finnst tilvalinn til að leysa Jeltsín af hólmi þegar hann lætur af embætti um mitt næsta ár. Sá maður er enginn annar en Borís Jeltsín. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 340 orð

Þriðja þota Íslandsflugs

ÍSLANDSFLUG tók nýja þotu í notkun í gær sem félagið hefur tekið á leigu til þriggja ára. Er hún af gerðinni Boeing 737-300 QC sem þýðir að hægt er að nota hana jöfnum höndum til farþega- og fraktflugs þar sem stuttan tíma tekur að setja í hana sætin og taka þau úr. Þetta er þriðja þota Íslandsflugs. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Ætlar að verða arkitekt

"ARKITEKTÚR er það fag sem mig langar að læra og ég hef sett stefnuna á Frakkland næsta haust, en þangað til mun ég einbeita mér að því að vinna fyrir hluta af námskostnaðinum," sagði Bjarnfríður Einarsdóttir, nýstúdent og dúx úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í samtali við Morgunblaðið. Bjarnfríður er 20 ára og búsett í Garði. Foreldrar hennar eru Einar Bjarnason og María Anna Eiríksdóttir. Meira
12. júní 1999 | Innlendar fréttir | 407 orð

Ökukennari og starfsmenn Umferðarráðs liggja undir grun

ÖKUKENNARI, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á föstudaginn í síðustu viku, að beiðni ríkislögreglustjóra í þágu rannsóknar á meintum fölsunum á ökuprófgögnum, var látinn laus á fimmtudagskvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

12. júní 1999 | Leiðarar | 761 orð

SAMKEPPNISRÁÐ OG LANDSSÍMINN

VIÐAMIKIÐ álit samkeppnisráðs um málefni Landssímans vekur upp margar spurningar. Að því er virðist skiptist þetta álit í meginatriðum í tvennt. Annars vegar er um að ræða harkalega gagnrýni á fyrrverandi ríkisstjórn fyrir það, hvernig staðið var að breytingum á rekstri Pósts og síma og þá sérstaklega á mati á eignum Landssímans. Meira
12. júní 1999 | Staksteinar | 373 orð

Vandi fylgir vegsemd hverri!

BÆJARMÁLAFÉLAG Hveragerðis gefur út blað sem nefnist Ingólfur. Þar er fjallað um fjármál Hveragerðis að loknu mesta framkvæmdaári þeirra Hvergerðinga frá upphafi og látið í ljós það álit að nú þurfi að herða takið um budduna. Meira

Menning

12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 369 orð

Að láta halda sér uppi á snakki

MÉR finnst mjög gaman að hlæja. Ánægjulegasta vítamínssprauta í heimi. Ég dregst líka mikið að fólki sem er fyndið og mig dreymir stöðugt um að giftast Eddie Murphy. Samt hef ég aldrei viljað fara á uppákomu af neinu tagi. Einhvern veginn hef ég skömm á þeirri móðursýki sem hellist yfir salinn um leið og grínari stígur á svið. Grínari: Góða kvöl... Meira
12. júní 1999 | Menningarlíf | 1347 orð

Bjartar nætur í júní Bjartar nætur í júní er yfirskriftin á tónlistarveislu eftir Mozart sem haldin er á Austurlandi dagana

ÓPERUSTÚDÍÓIÐ hefur unnið við breytingar á Alþýðuskólanum á Eiðum og gert upp salarkynni hans þannig að mögulegt sé að flytja verkið þar. Alls verða fjórar sýningar á Töfraflautunni, 13., 15., 17. og 19. júní. Mozart-tónleikar verða fluttir í Egilsstaðakirkju hinn 14. júní. Það eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari sem flytja. Meira
12. júní 1999 | Menningarlíf | 100 orð

Einsöngstónleikar í Tónleikasal Söngskólans

HRÓLFUR Sæmundsson baritonsöngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, þriðjudagskvöldið 15. júní kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Hrólfs frá Söngskólanum í Reykjavík. Á tónleikunum verður ljóðaflokkurinn Dichterliebe, ástir skáldsins, Op. Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 335 orð

EITRAÐUR ORMUR

Alltaf er sama fjörið í vírusaheimum. Nýr vírus eða ormur fer nú um heiminn eins og eldur í sinu, eyðir skrám og spillir hugarró tölvunotenda. Ormurinn kallast Worm.ExploreZip og líkt og svo margir félagar hans nýtir hann sér vanhugsaða samþættingu hugbúnaðar í Windows til að dreifa sér. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 161 orð

Fjölskylda í vanda Ísing (The Ice Storm)

Leikstjórn: Ang Lee. Aðalhlutverk: Kevin Kline, Joanne Allen og Sigourney Weaver. 108 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, júní 1999. Aldurstakmark: 12 ár. Taívanski leikstjórinn Ang Lee á að baki fáar en frábærar kvikmyndir, bæði í heimalandi sínu, Englandi og Bandaríkjunum. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 174 orð

Fór á mis við frægðina

Fór á mis við frægðina FYRIR tæpum fjörutíu árum yfirgaf trommarinn Carlo Little rokkhljómsveit sem barðist í bökkum. Carlo, sem er sextugur, sagðist í samtali við Express-dagblaðið hafa leikið með Rolling Stones áður en þeir urðu heimsfrægir á sjöunda áratugnum. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 665 orð

Frumsamið frelsið Á fjörutíu daga ferð kemur Robin Nolan Trio tvisvar við á Íslandi og heldur ferna tónleika um helgina.

Á fjörutíu daga ferð kemur Robin Nolan Trio tvisvar við á Íslandi og heldur ferna tónleika um helgina. Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 59 orð

Glide-deila

Glide-forritunarskilin eru eign 3Dfx og dugðu lengi til að halda yfirburðastöðu þess á skjáhraðlamarkaði. Svar Creative við því var að setja saman Glide-hermi sem kallast Unified og má fá á heimasíðu fyrirtækisins. Þeir sem ekki hafa þegar sótt sér slíkan hermi ættu að haska sér, því 3Dfx hefur stefnt Creative og krefst þess að fyrirtækið hætti að dreifa Unified. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 68 orð

Heiðursmaðurinn Karl

KARL Bretaprins og leikkonan Elizabeth Hurley voru meðal fjölda annarra stjarna er mættu á góðgerðarsamkomu sem efnt var til í London á dögunum. Samkoman bar heitið "Diamonds are forever" og var haldin af tískufyrirtækjunum Versace og De Beers sem sýndu þar hönnun sína. Karl prins var heiðursgestur á samkomunni. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 397 orð

Hljómsveit fyrir stelpur

Oddný Þóra Logadóttir, 12 ára fimleikamær, hlustaði á nýjasta geisladisk Backstreet Boys, Millenium. ÞEGAR ég fékk diskinn Millenium með Backstreet Boys um daginn hafði ég aðeins heyrt eitt lag af honum sem mikið hefur verið spilað í útvarpinu. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 54 orð

ÍSBJARNARBAÐ

HITABYLGJA hefur gengið yfir Austur-Rússland þar sem þessi litli húnn á heima í dýragarði. Kalt bað nokkrum sinnum á dag bætir, hressir og kætir og á það við um fleiri heldur en ísbirni ættaða úr norðri. Því mannfólkið á einnig erfitt með að þola þann hita sem verið hefur í landinu að undanförnu. Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 609 orð

Keppt á miðjunni

NÆSTU mánuðir verða spennandi í meira lagi fyrir leikjavini, því ekki er bara að mikið sé væntanlegt af forvitnilegum leikjum, heldur verður hart barist á skjákortamarkaði og úr vöndu að ráða fyrir kaupendur korta. 3Dfx er nafn sem allir kannast við og eflaust þekkja flestir TNT. Færri kannast aftur á móti við skjákjortaframleiðandann S3, sem var þó næstsöluhæstur allra á síðasta ári. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 169 orð

Krakkar í keilu

KEILUHÖLLIN í Öskjuhlíð hefur í 13 ár boðið krökkum á leikjanámskeiðum og unglingum í vinnuskólanum að koma frítt í keilu einu sinni yfir sumartímann með leiðbeinendum sínum. Á hverju sumri koma því um 3.500 börn og unglingar og fá leiðbeiningar um reglur leiksins, hvernig eigi að halda á og kasta kúlunni og fá að spila tvo leiki. Meira
12. júní 1999 | Tónlist | 299 orð

Létt og lipur söngskrá

Lögreglukór Reykjavíkur. Flytjendur: Píanó: Carl Möller. Bassi: Birgir Bragason. Gítar: Hilmar Jensson. Upptaka fór fram í Seltjarnarneskirkju og Tónlistarhúsinu í Kópavogi í apríl 1999. Stjórn upptöku annaðist Sigurður Rúnar Jónsson. LR001 Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 187 orð

Liðsstjóraleikur Esso

OLÍUFÉLAGIÐ, Íslenskar getraunir og Margmiðlun hafa opnað vef sem nefnist Liðsstjórinn. Á honum er leikur ætlaður knattspyrnuáhugamönnum. Leikurinn Liðsstjórinn byggist á Landssímadeildinni. Í upphafi er liðsstjórum úthlutað spilapeningum eða einingum sem þeir nota til að kaupa og setja saman lið úr leikmannahópi Landssímadeildarinnar. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 211 orð

Lífið eftir dauðann Hvaða draumar okkar vitja (What Dreams May Come)

Framleiðsla: Stephen Simon og Barnet Bain. Leikstjórn: Vincent Ward. Handrit: Ron Bass. Kvikmyndataka: Eduardo Serra. Tónlist: Michael Kamen. Aðalhlutverk: Robin Williams, Annabella Sciorra og Cuba Gooding jr. 113 mín. Bandarísk. Háskólabíó, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
12. júní 1999 | Menningarlíf | 49 orð

Maður í mislitum sokkum sýndur á Stóra sviðinu

NÚ ER lokið leikferð Þjóðleikhússins um landið með leikritið Maður í mislitum sokkum, eftir Arnmund Backman. Sýningum verður haldið áfram í Þjóðleikhúsinu og verður þessi gamanleikur nú færður upp á Stóra svið. Sýningar á Stóra sviðinu verða 18., 19. og 20. júní. Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 376 orð

Meira ofbeldi

OFBELDI í tölvuleikjum kom nokkuð við sögu í hrannvígum í menntaskóla vestan hafs fyrir skemmstu. Í ljós kom að piltarnir sem gengu berserksgang voru Doom-aðdáendur, sem er reyndar heldur gamall leikur, og í kjölfarið hófst umræða um að banna slíka leiki og draga úr ofbeldisefni í sjónvarpi. Nýr leikur Interplay varð síðan til að hella olíu á eldinn, því annað eins ofbeldi hefur sjaldan sést. Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 153 orð

Minnkandi fartölvur

FARTÖLVUR verða sífellt minni og minni og nú hafa IBM og Compaq bæst í þann slag. Fyrir stuttu kynnti IBM smávaxna fartölvu sem byggist á WindowsCE en í næstu viku kemur á markað lítil ThinkPad sem keyrir Windows 9x, eða NT. Compaq kynnir í næsta mánuði smávaxna Armada-tövu. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 805 orð

Mismunandi rætur

Rock From the Cold Seas, safndiskur með vestnorrænum rokksveitum. Á disknum koma fram Siisisoq, Grönt Fót Slím, Bisund, Sagittarius, Hatespeech, Johan Anders Baer, Mínus, Piitsukkut, Diatribes, Johan Sara Jr. & Group, Alsæla, Inneruulat og Wimme, 200, Nuuk Posse og Chokeaboh. Geisladiskurinn var hljóðritaður í Kanada, á Íslandi, í Samalandi, Færeyjum og Grænlandi en samsettur í Færeyjum. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 788 orð

Nýir tímar

Ágætis byrjun Sigur Rósar. Sigur Rós skipa þeir Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Kjartan Sveinsson, en á plötunni er Ágúst Sævar Gunnarsson meðal liðsmanna. Einnig kom við sögu strengjaoktett, SS-sveitin lék á blásturshljóðfæri og Pétur Hallgrímsson á fetilgítar. Álafosskórinn söng með í einu lagi. Upptökustjóri var Ken Thomas. Addi 800 kom að lokavinnslu með hljómsveitinni. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 229 orð

Ofurvenjuleg kvikmyndastjarna

Ofurvenjuleg kvikmyndastjarna NÝJASTA kvikmynd Juliu Roberts, "Notting Hill", segir frá bókabúðareiganda í London, sem leikinn er af Hugh Grant. Hann hittir kvikmyndastjörnu, sem Roberts leikur, og fella þau hugi saman. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 556 orð

Rafstuð í tærnar

Einn helsti messías dansheimsins, Luke Slater, verður á Gauk á stöng í kvöld. Kristín Björk Kristjánsdóttir grennslaðist fyrir um hetjuna. LUKE Slater var snöggur að komast að því hvernig hann vildi lifa lífinu. Þegar hann var fjórtán ára fór hann að kitla plötuspilarana og hékk öllum stundum með hóp af félögum sem sáu um dansinn meðan hann sneri spilurunum. Meira
12. júní 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Ráðhústónleikar Blásarakvintettsins

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag kl. 16. Blásarakvintettinn, er kammerhópur Reykjavíkur, skipaður þeim Bernharði Wilkinson, sem leikur á flautu, Daða Kolbeinssyni á óbó, Einari Jóhannessyni á klarinett, Jósef Ognibene á horn og Hafsteini Guðmundssyni á fagott. Þeir félagar hafa staðið í ströngu í vetur og hafa m.a. Meira
12. júní 1999 | Margmiðlun | 555 orð

Siglt niður sjö fjöll

Tölvufyrirtækin Midway og Kemco gáfu nýlega út nýjasta snjóbrettaleikinn á markaðinum fyrir Nintendo 64. Leikurinn ber heitið Twisted Edge Snowboarding. Skömmu áður hafði sjálfur risinn, Nintendo, sent frá sér sinn eigin snjóbrettaleik, 1080 Snowboard. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 621 orð

Sjónvarp með fortíð

Sjónvarpið á sér sögu. Það kom í ljós þegar sýndur var þáttur sl. sunnudagskvöld með Guðrúnu Á. Símonar, þeirri ágætu söngkonu og íslensku frægðarmanneskju um miðja öldina. Náttúrulega var hún fengin til að syngja í sjónvarpið fyrrum, enda náði íslenskt sjónvarp að festa rætur hér á meðan hún var og hét. Benti þessi þáttur um Guðrúnu Á. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 363 orð

Spéfuglarnir í Madness saman á ný

Ný breiðskífa frá Madness Spéfuglarnir í Madness saman á ný HLJÓMSVEITIN Madness var jafn einkennandi fyrir byrjun níunda áratugsins og Margaret Thatcher, axlapúðar og Sinclair- leikjatölvur. En meðan hinir hlutirnir hafa fallið í gleymsku eða safnað ryki kemur Madness fram á sjónarsviðið með smáskífuna Lovestruck. Meira
12. júní 1999 | Menningarlíf | 39 orð

Sumardjass á Jómfrúnni

SUMARDJASS, tónleikaröð veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu, heldur áfram í dag, laugardag, kl. 16­18. Þá kemur fram tríó skipað Óskari Guðjónssyni saxafónleikara, Þórði Högnasyni bassaleikara og trommuleikaranum Einari Scheving. Tónleikarnir fara fram utandyra, á Jómfrúrtorgi, ef veður leyfir. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 423 orð

Vændiskonur þotuliðsins

EINN fínasti melludólgur Hollywood, sem reyndar er kona að nafni Heidi Fleiss, hefur verið handtekinn og kærður fyrir að standa fyrir einum umfangsmesta og vinsælasta vændiskvennahring kvikmyndaborgarinnar. Meira
12. júní 1999 | Fólk í fréttum | 97 orð

(fyrirsögn vantar)

Jón Þór Birgisson, gítarleikari og söngvari Sigur Rósar, verður fyrir svörum: Hvers vegna Sigur Rós?Hljómsveitin fæddist á sama tíma og systir mín sem heitir Sigurrós. Af hverju syngja á íslensku?Orðaforðinn er svo stór og kunnuglegur. Eigið þið ykkur fyrirmyndir í tónlist? Nei. Meira

Umræðan

12. júní 1999 | Aðsent efni | 3058 orð

Heimsborgarinn Björn Bjarnason magister

Orðgnótt hans og kynngi máls, alþjóðlegur andblær er kryddaði frásagnir hans, segir Pétur Pétursson var sprottið úr húnvetnskum jarðvegi. Meira
12. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 439 orð

Hvar áttu fatlaðir að kjósa?

FJÖLSKYLDAN kaus ekki! Hver var ástæðan? Aðgengi fatlaðra að opinberum stöðum er mismunandi, sumstaðar allgott, á mörgum stöðum sæmilegt og á nokkrum stöðum algjörlega ófært. Í mörgum undanförnum kosningum hefur fötluðum því verið gert mögulegt að kjósa í Hátúni, en þar hefur verið sérstök kjördeild. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 1055 orð

Með kveðju frá leiðbeinanda

Lögverndun kennaraheitisins var og er fyrst og fremst, segir Unnur Sólrún Bragadóttir, þáttur í kjarabaráttu kennara en ekki velferð nemenda. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 859 orð

Mönnun á hjúkrunarheimilum aldraðra

Ef ekkert verður að gert, segir Sveinn H. Skúlason, má líkja okkur við fólk, sem situr á vélsleða á fullri ferð í átt að jölulsprungu. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 874 orð

Nokkrir lærdómar handa Samfylkingu

Samfylkingin verður að læra að lifa við innri ágreining, segir Gunnar Karlsson, ræða hann, taka tillit til minnihlutaskoðana, komast lýðræðislega að niðurstöðum og sætta sig við þær. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 1605 orð

PÓLITÍSKUR PANTLEIKUR

Hinn pólitíski pantleikur hefur alltaf verið ónothæfur til að velja fulltrúa á Alþingi, segir Erlingur Sigurðarson, og hefur í raun gert kosningar hérlendis að leikhúsi fáránleikans. Meira
12. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 469 orð

Ranghermi leiðrétt

Sannleikann má aldrei í hel þegja. Ég hef nú beðið í hálft ár eftir leiðréttingu á vísuhöfundi. Bókin Glymja járn við jörðu, útgefin af Skjaldborg síðla árs 1998 og ritstýrt af Árna frá Reykjum, dóttursyni hins fræga prests Árna Þórarins, er á margan hátt skemmtileg aflestrar enda er Sveinn Guðmundsson, sem bókin fjallar um, sérstakur maður sem víða og oft hefur brotið á. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 966 orð

Sekkjapípur á Íslandi á steinöld? Tónlistargagnrýni Jón ætti ekk

Jón ætti ekki að rugla saman eigin smekk við faglegan tónlistarflutning hljóðfæraleikara, segir Volker Dellwoum gagnrýni Jóns Ásgeirssonar á sekkjapípuleik hans. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 628 orð

Sjónvarpið ætti að skammast sín Sjónvarpsefni Sá sem e

Sá sem er ábyrgur fyrir þessu, segir Geir Hólmarsson, á að svara fyrir þetta mál og biðjast afsökunar. Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 626 orð

Til hvers er hernaðurinn gegn Íslandi?

HálendiðOg hafa þessir villuráfandi byggðastefnumenn, spyr Steinunn Sigurðardóttir, aldrei hugsað út í það að óbyggðir og náttúrufegurð séu verðmæti í sjálfum sér? Meira
12. júní 1999 | Aðsent efni | 499 orð

Öflugt starf Tónlistarskóla Rangæinga Menntun Það hefu

Það hefur verið ánægjulegt, segir Ísólfur Gylfi Pálmason, að fylgjast með framþróun Tónlistarskólans á undanförnum árum. Meira

Minningargreinar

12. júní 1999 | Minningargreinar | 576 orð

Anna Anika Betúelsdóttir

Anna föðursystir mín var mér nær sem fósturmóðir á mótunarárum ungs drengs í sveitinni á Kaldá. Ég átti þess kost að kynnast lífinu í sveit og sveitastörfum á árunum 1954 til 1962 eða í níu sumur. Anna og Guðmundur bróðir hennar bjuggu á Kaldá ásamt ömmu, Önnu Jónu, sem þá var háöldruð og átti við veikindi að stríða. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 175 orð

ANNA ANIKA BETÚELSDÓTTIR

ANNA ANIKA BETÚELSDÓTTIR Anna Anika Betúelsdóttir fæddist í Höfn í Hornvík hinn 19. desember 1901. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Betúel Betúelsson (f. 1857, d. 1952) frá Dynjanda og Anna Jóna Guðmundsdóttir (f. 1875, d. 1959) frá Hesteyri. Þau bjuggu í Höfn frá 1895 til 1934. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 602 orð

Bjarni Gíslason

Það nálgast aldamót. Ný og óþekkt öld gengur senn í garð og um leið kveður sú tuttugasta sem við teljum okkur þekkja nokkuð vel. Við aldarlok vantar æði mikið upp á að við nútímabörn getum tileinkað okkur og skilið aðstæður fólks sem fæddist á fyrstu tugum aldarinnar. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Bjarni Gíslason

Þau eru orðin mörg árin frá því mér bauðst fyrst að dvelja um sumartíma í sveitinni hjá Bjarna móðurbróður mínum og Bryndísi, konu hans. Ef til vill þótti það ekkert tiltökumál á þeim tíma þegar flest borgarbörn fengu tækifæri til að kynnast lífinu í sveitinni með þeim hætti en boðið var sannarlega höfðinglegt þar sem ég bættist í stóra barnahópinn þeirra bara eins og ekkert væri sjálfsagðara. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 179 orð

Bjarni Gíslason

Í minningunni um hann afa minn Bjarna Gíslason frá Stöðulfelli situr efst í huga mér það jákvæða hugafar sem hann tamdi sér. Af því reyndi ég að draga þann lærdóm að vinna á mínum þrautum á jákvæðan hátt. Víst er að maður getur gert þær léttari með því að taka á þeim á réttan hátt og í kjölfarið gert lífið hamingjuríkara. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 711 orð

Bjarni Gíslason

Þetta erindi kemur mér oft í hug þegar ég kveð góðan vin úr bændastétt hinsta sinni. Og nú verður það yfirskrift fátæklegra orða um Bjarna Gíslason bónda á Stöðulfelli. Hann var einn af þeim sem höfðu þann lífsmáta að ganga um jörð sína með lotningu, hann unni henni, hún var hans helgidómur, bóndans nægtabrunnur. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Bjarni Gíslason

Það eru ekki margir dagar síðan ég kom í heimsókn til þín í sveitina og Benedikt litli stökk upp í rúm til þín og heilsaði þér með sínum göslagangi. Nokkrum dögum seinna kom ég í heimsókn til þín á sjúkrahúsið og spjallaði við þig. Þá var mikið af þér dregið. Þegar við kvöddumst virtist mér þú vera sáttur. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman í sveitinni. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 1011 orð

Bjarni Gíslason

Haustið 1911 hófst saga Bjarna Gíslasonar í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi. Samvistir foreldra hans urðu ekki langar. Faðir hans lést aðeins tveimur árum síðar og varð móðir hans að taka sig upp með börn sín og flytjast til foreldra sinna í Sandlækjarkoti. Þar var Bjarni síðan tekinn í fóstur af móðurforeldrum sínum. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 302 orð

BJARNI GÍSLASON

BJARNI GÍSLASON Bjarni Gíslason fæddist í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi 24. október 1911. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Hannesson, frá Skipum í Stokkseyrarhreppi, f. 1875, d. 1913, og Margrét Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti, f. 1885, d. 1930. Hann var næstyngstur fjögurra systkina. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 685 orð

Hilmar Hermóðsson

Elsku Himmi, ég sit hér við eldhúsgluggann, sólin er komin hátt á loft yfir Hvammsheiðinni, fuglarnir eru vaknaðir og kveða morgunsöngvana sína. Mér verður starsýnt heim í Árnes og minningarnar sækja fram í hugann. Júní, þessi sólríkasti mánuður ársins, þú kveður okkur og við stöndum eftir með spurn í hjarta. Júní fyrir nær 40 árum, ég kem í heimsókn með stóra bróður. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 56 orð

Hilmar Hermóðsson

Hilmar Hermóðsson Það dimmir í öllum dalnum af dauðans volduga skugga. Söknuð ástvina allra ekkert megnar að hugga. Drúpir hver jurt í dalnum daggtárum blómið grætur umvafið ást og mildi albjartar sumarnætur. Guð sem hvert böl vill bæta bið ég í faðm þig taki. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 227 orð

Hilmar Hermóðsson

Fregnin um andlát þitt kom eins og reiðarslag. Fram í hugann brutust myndbrot, minningar frá því að ég sem barn kom norður, frá unglingsárum, fullorðinsárum og nú síðast frá fermingu Esterar dóttur þinnar um hvítasunnuna. Góðar minningar og ljúfar. Það er sárt að standa frammi fyrir því að þú sért farinn en það er staðreynd sem ekki verður umflúin og maður verður að reyna að sætta sig við. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Hilmar Hermóðsson

Elskulegur móðurbróðir minn, Hilmar, er látinn. Það er alltaf sárt að missa náinn ættingja, en sérstaklega er það sárt þegar þeir fara frá okkur í blóma lífsins. Frá því ég man eftir mér, hef ég eytt heilu og hálfu sumrunum í Árnesi og þar var Himmi ætíð til staðar. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 409 orð

Hilmar Hermóðsson

Síðustu tólf mánuðir hafa verið kaldir og erfiðir. Himinninn grár og þungur, kuldahrollur í herðum, oft á tíðum sást lítið út úr augum vegna snjóbylja. Hálka á vegum, freri í túnum, vorverk ganga seint vegna snjóa og bleytu. Í þessu erfiða árferði kom það stóra áfall, að bróðir minn, Hilmar, lést hinn 1. júní sl. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 621 orð

Hilmar Hermóðsson

Lífið er stundum miskunnarlaust og hart. Það er sárt að sjá á eftir góðum dreng í blóma lífsins. Hann fór án þess að kveðja, sem var honum ólíkt. Mér var illa brugðið þegar mér barst sú harmafregn suður til Rómar að Hilmar mágur minn væri látinn. Það voru erfið spor heim á hótel úr hringiðunni að tilkynna systur hans andlát bróður síns. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 589 orð

Hilmar Hermóðsson

Ungir vorum við er leiðir okkar lágu saman í Laugaskóla veturinn 1969­1970. Þú hafðir þá þegar dvalið þar í tvo vetur og varst öllu lífsreyndari og fróðari sveitapilti vestan úr Kinn. Eitt var það öðru fremur sem leiddi til okkar kynna, þú hafðir nokkru áður kynnst systur minni, Áslaugu Önnu, og með ykkur tekist samband sem átti eftir að standa og þola blítt og strítt í hartnær hálfan mannsaldur. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 278 orð

Hilmar Hermóðsson

Þegar ég lít um öxl og rifja upp kynni mín af Hilmari Hermóðssyni, sé ég fagra daga á fjöllum, stundir gleði og sorgar í stórri fjölskyldu á rúmlega tíu ára samleið. Ég sé hjartagóðan mann, fáskiptinn og þöglan í fjölmenni en smástríðinn og gamansaman í þröngum hópi. Ég sé stilltan síðsumarsdag í Árnesi þegar menn ákveða að róa austur yfir Laxá og fara til berja í Hvamminum. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 169 orð

HILMAR HERMÓÐSSON

HILMAR HERMÓÐSSON Hilmar Hermóðsson fæddist í Árnesi í Aðaldælahreppi í S-Þingeyjarsýslu 30. ágúst 1953. Hann lést á heimili sínu í Árnesi 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hermóður Guðmundsson frá Sandi í Aðaldal og Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir frá Nesi í sömu sveit. Hilmar var yngstur fjögurra systkina. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 302 orð

Magnús Guðmundsson

Enn fækkar í hópnum sem útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands vorið 1944. Þegar við á sólbjörtu vorkvöldi hittumst til þess að halda upp á að 55 ár voru liðin frá því að við urðum kennarar, var bekkjarbróðir okkar Magnús Guðmundsson, að kveðja þennan heim. Í nóvember 1996 andaðist kona hans, Guðrún Björnsdóttir, og það var mikill missir fyrir Magnús. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Magnús Guðmundsson

Æskuminningar okkar systranna um afa okkar og ömmu eru órjúfanlega tengdar húsinu sem þau áttu að Hlíðargötu 2 og stóra garðinum sem þar er. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn og leika sér í skóginum í garðinum sem var eins og víðáttumikill frumskógur í augum krakka og alltaf var hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 466 orð

Magnús Guðmundsson

Hann pabbi er dáinn, einhvern veginn er það hálf óraunverulegt. Ég man að þú sagðist ætla að verða allra karla elstur og mér datt varla annað í hug en að þú myndir ná þér aftur þegar þú varst lagður á sjúkrahúsið. Ég veit að fráfall mömmu fyrir rúmlega tveimur árum varð þér þungt. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 227 orð

MAGNÚS GUÐMUNDSSON

MAGNÚS GUÐMUNDSSON Magnús Guðmundsson fæddist í Sandvík 26. júlí 1923. Hann lést á Landsspítalanum í Reykjavík 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Grímsson úr Biskupstungum og Sesselja Sveinsdóttir frá Barðsnesi í Norðfirði. Systkini hans eru: Helga, f. 1916; María, f. 1917; Óskar, f. 1918, d. 1991; Einar f. 1919, d. 1998; Sveinn, f. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 360 orð

Sigurður Árnason

Afreksmenn Íslands. Ég mundi halda að hann Sigurður Árnason afi minn væri einn af þeim. Ekki í einhvers konar afreksíþróttum heldur í lífinu sjálfu. Sigurður Árnason, Siggi í teppi þekktu flestir hann undir. Ef ég færi að telja allar þær góðu minningar sem ég á um hann held ég að heilt Morgunblað væri ekki nægjanlegt. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 26 orð

SIGURÐUR ÁRNASON

SIGURÐUR ÁRNASON Sigurður Árnason fæddist á Akranesi 24. júlí 1923. Hann lést 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 3. júní. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 402 orð

Snorri Sveinn Friðriksson

Fyrir rúmum fjórum áratugum, haustið 1958, þegar ég hóf nám í Handíða- og myndlistaskólanum kynntist ég vini mínum Snorra Sveini Friðrikssyni. Í hópnum sem innritaðist í skólann þetta haust var eitthvað á annan tug og varð hann fljótt samstæður. Snorri hafði sótt námskeið við skólann áður og kunni því meira fyrir sér en flest okkar. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 499 orð

Snorri Sveinn Friðriksson

Snorri Sveinn stýrði rólegu deildinni hjá Ríkissjónvarpinu. Undir hans stjórn var ævinlega unnið ofsalaust og af yfirvegun, en jafnframt af augljósri virðingu fyrir yfirmanninum. Og samt gerði yfirmaðurinn fátt til að hefja sig yfir einn eða annan. Bæði var að hann þurfti þess ekki og þá ekki síður að slíkt hefði verið andstætt eðli hans. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SNORRI SVEINN FRIÐRIKSSON

SNORRI SVEINN FRIÐRIKSSON Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðárkróki 1. desember 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 8. júní. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 452 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku Bubbi minn, ég finn ekki orðin sem lýsa söknuði mínum til þín. Þú varst besti vinur sem hægt var að hugsa sér. Þú varst eini strákurinn sem ég gat talað við um allt, ég gleymi aldrei stundunum okkar saman, ég man þegar ég gekk með Birtu og var að upplifa erfið tímamót í lífi mínu og við töluðum í síma, stundum oft á dag í marga tíma, Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 146 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku besti bróðir. Skyndilega ertu farinn ­ hrifinn burt frá okkur þegar okkur fannst lífið fyrst vera að byrja. Það er hræðilega erfitt að sætta sig við og munum við sakna þín sárt og mikið. Þó vitum við að þú verður með okkur hvern einasta dag, munt vaka yfir hverju okkar fótspori og við heyrum þig segja: Þótt ég sé látinn harmið mig eigi með tárum. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 385 orð

Sæbjörn Jónsson

Sæbjörn Jónsson Ef heilsa mér vinur, þótt höf okkur skilji með hvítnandi földum og svipula bylji, um ókönnuð djúpin, með hættur og hlíf Og háreysti og ólgu: hið daglega líf. Hina hlýju úð, sem að hafdjúpin brúar. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Sæbjörn Jónsson

Sæbjörn Jónsson Elsku hjartans Bubbi okkar. Það er svo ótal margt sem við ætluðum að segja, en einhvernveginn var bara aldrei rétti tíminn. En ef þú sérð og heyrir hvað sálir okkar segja, þá heyrirðu þær hvísla, hann var of ungur til að deyja. Þig geymir móðir hafsins, þín gætir Guð á himnum. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku Bubbi minn. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja en mig langar til að segja nokkur orð um þig, frá mér til þín. Þú varst ekki nema rétt um tveggja ára gamall þegar ég kom fyrst til að passa þig í Hnífsdal og kom ég á hverju ári þangað til þú varst kominn á unglingsár. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Sæbjörn Jónsson

Þegar við fréttum að þú elsku fallegi drengurinn okkar Sæbjörn værir farinn frá okkur að eilífu, setti okkur hljóða. En þegar við fórum að átta okkur fór að rifjast upp fyrir okkur þegar við sáum þig fyrst og vissum þá hvað sú tilfinning er að vera orðin afi og amma með þá ábyrgð sem því fylgir. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 208 orð

Sæbjörn Jónsson

Það reynist mér erfitt að skrifa þessa grein um vin minn Bubba sem hvarf svo skyndilega langt um aldur fram. Ég kynntist Bubba fyrst þegar hann hóf störf um borð í Nökkva Hu-15 fyrir um 2 árum, þó ég hafi þekkt hann lítillega áður því faðir hans er vélstjóri um borð og hafði ég tala við hann áður, en ekki kynnst honum fyrr en hann byrjaði á Nökkvanum. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 146 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku Bubbi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég á erfitt með að skrifa þetta því að þetta er allt svo óraunverulegt. Þegar ég hugsa um þig, elsku Bubbi, finnst mér ég heyra röddina þína. Þú varst góður vinur og áttir marga góða vini, þar á meðal mig. Við áttum margar góðar stundir í Breiðholtinu. Það var alltaf líf og fjör hjá þér, þegar ég hlusta á Doors mun ég alltaf minnast þín. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Sæbjörn Jónsson

Okkur langar með þessum fáu orðum að kveðja Bubba frænda sem nú er horfinn á braut. Það er skrýtið að setjast niður og skrifa minningargrein um einhvern sem maður hélt að yrði alltaf til staðar, en það verður ekki við æðri máttarvöld ráðið, þau ákváðu að þín væri þörf annars staðar. Ekki grunaði okkur það þegar við hittumst um síðustu jól að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum þig. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 260 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku Bubbi frændi, ég átti ekki von á að kveðja þig í hinsta sinn svo ungan. Lífið er ráðgáta og tilgangur þess óskiljanlegur þegar þú í blóma lífsins ert hrifinn í burtu svo snögglega og án viðvörunar. Síminn hringir, Bubbi er dáinn, tíminn stöðvast og við tekur ólýsanleg sorg okkar allra. Ég var á fimmtánda ári þegar að þú komst í heiminn og fylgdist með uppvexti þínum frá fæðingu. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku Bubbi okkar. Okkur setur hljóð. Hve örlögin geta verið grimm. Hvernig er hægt að ætlast til þess að við skiljum tilgang þess, að þú sért hrifinn burt í blóma lífsins. Þú leist oft inn til ömmu og afa á Eyjó, þegar þú komst í bæinn og er okkur einkar minnisstætt, þegar þú komst óvænt inn um dyrnar í haust og amma var með saumaklúbb. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 482 orð

Sæbjörn Jónsson

Elsku Bubbi minn. Ég bjóst aldrei við því að ég þyrfti að kveðja þig svo snögglega, en mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Ef ég hefði bara fengið tækifæri til að segja þér í eigin persónu hversu mikil áhrif þú hafðir á mig og hvað sá tími sem við eyddum saman í æsku er mér mikilvægur. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 143 orð

SÆBJÖRN JÓNSSON (BUBBI)

SÆBJÖRN JÓNSSON (BUBBI) Sæbjörn Jónsson fæddist í Reykjavík 8. júní 1977. Hann fórst af slysförum þann 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingunn Björgvinsdóttir, nemi, f. 15. nóvember 1958, og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, vélstjóri, f. 9. ágúst 1957. Þau skildu árið 1988. Sambýlismaður Ingunnar er Ragnar Thorarensen, prentari, f. 15. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 24 orð

ÞORSTEINN SIGURÐSSON

ÞORSTEINN SIGURÐSSON Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 3. desember 1926. Hann lést 30. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 4. júní. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Þórey Björk Ingvadóttir

Okkur langar til að minnast góðrar vinkonu sem svo fyrirvaralaust var hrifin á brott úr þessu jarðneska lífi og við fengum því miður ekki að njóta langra samvista við. Við eigum það allar sameiginlegt að hafa kynnst Þóreyju sem liðveitendur hennar og hafa tengst Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR

ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27. október 1966. hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 21. maí. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 528 orð

Þórhalla Steinsdóttir

Nú, þegar Halla frá Litla-Garði, eins og Þórhalla Steinsdóttir var jafnan kölluð, hefur lokið jarðvist sinni, fer ekki hjá því að margar góðar minningar um hana komi upp í hugann. Hún var óvenju falleg kona er hélt glæsileik sínum allt fram á síðustu ár. Halla fluttist árið 1933 frá Borgarfirði til Þórshafnar þar sem hún giftist frænda mínum, Karli Ágústssyni. Meira
12. júní 1999 | Minningargreinar | 461 orð

ÞÓRHALLA STEINSDÓTTIR

ÞÓRHALLA STEINSDÓTTIR Þórhalla Steinsdóttir húsmóðir fæddist á Bakkagerði í Borgarfirði eystra 10. mars 1916. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórhildur Sveinsdóttir húsmóðir, f. 27. júlí 1894 í Neshjáleigu í Loðmundarfirði, d. 11. des. Meira

Viðskipti

12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 573 orð

Áætlar 309 milljóna króna hagnað í ár

SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda hf., SÍF, reiknar með 306 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 1999 af áætlaðri 20,8 milljarða króna veltu. Áætlanir SÍF gera ráð fyrir 652 milljóna króna veltufé frá rekstri, en það var 614 milljónir árið 1998 og er því gert ráð fyrir 5% aukningu þess. Þetta er samkvæmt rekstraráætlun fyrirtækisins sem birt var í gær. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Breytingar á samsetningu úrvalsvísitölu VÞÍ

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar, Íslenska járnblendifélagið, Síldarvinnslan, SR-mjöl og Vinnslustöðin verða tekin út úr úrvalsvísitölu Aðallista Verðbréfaþings Íslands um næstu mánaðamót. Þau félög sem koma ný inn í vísitöluna í stað þeirra sem detta út eru: Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, Landsbanki Íslands, Búnaðarbanki Íslands, Tryggingamiðstöðin og Opin kerfi. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 65 orð

ÐGaumur eignast Hard Rock

GAUMUR hf., eignarhaldsfélag Bónus-feðga, hefur keypt allt hlutafé í Hard Rock Café veitingastaðnum í Kringlunni af fyrri meðeiganda, Kristbjörgu Kristinsdóttur. Jóhannes Jónsson í Bónusi segir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að nýr framkvæmdastjóri hafi verið ráðinn að Hard Rock og heitir hann Einar Bárðarson. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 611 orð

Einungis 3% telja sig hafa leyst vandann

NÝVERIÐ kynnti Skýrslutæknifélag Íslands niðurstöður nýrrar símakönnunar sem Gallup gerði fyrir félagið um undirbúning fyrirtækja fyrir árþúsundaskiptin. Þar kom meðal annars fram að einungis 3% telja sig hafa leyst vandann, 7% fyrirtækjanna höfðu ekki hafið athugun, Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 550 orð

Heildarlausn á ensku

MIKE Handley er vel þekktur sem sjónvarpsþulur og blaðamaður í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Íslands árið 1985 og oft eftir það. Í febrúar sl. ákvað hann að setjast hér að og stofna fyrirtækið Enska málstöð á sviði þýðinga, textagerðar og yfirlestrar. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 373 orð

Hlutabréf í Calsberg lækka

HLUTABRÉFIN í brugghúsinu Carlsberg hafa á undanförnu ári lækkað um 40 prósent, en á þeim tíma hafa hlutabréfin í hollenska Heineken, helsta keppinaut Carlsbergs, hækkað um 40 prósent. Rekstrarhagnaður Carlsbergs minnkaði um 70 milljónir danskra króna frá október 1998 til mars 1999 miðað við sama tíma árið áður, varð 638 milljónir. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Mesta peningaþvætti Bandaríkjanna

PATRICK Bennett var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eitt mesta peningaþvætti í sögunni. A.m.k. 30 tilvik peningaþvættis þóttu sönnuð og að Bennett hefði svikið um 700 milljónir dollara af fjárfestum. Bennett stjórnaði fyrirtæki sem sérhæfði sig í leigu skrifstofubúnaðar. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Nýtt tilboð frá Norsk Hydro og Statoil

NORSK Hydro og ríkisrekna olíufyrirtækið Statoil hafa gert tilboð í olíufyrirtækið Saga Petroleum sem hljóðar upp á 135 norskar krónur fyrir hvern hlut og er það tíu krónum hærra verð en franska fyrirtækið Elf Aquitaine hefur boðið, samkvæmt fréttum norska blaðsins Aftenposten. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Söluverð ekki gefið upp

LYFJAVERSLUN Íslands hf. hefur selt eigin hlutabréf í félaginu fyrir rúmar 32 milljónir að nafnvirði, sem eru 10,74% hlutafjár. Stærsti einstaki kaupandinn er Jóhann Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Securitas ehf., en hann keypti 5,74% hlut. Jóhann Óli átti ekki hlut í félaginu áður. Í samtali við Sturlu Geirsson, forstjóra Lyfjaverslunar Íslands hf. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Verð hlutabréfa hækkar í Evrópu og evran styrkist

VERÐ hlutabréfa í Evrópu hækkaði nokkuð í gær í kjölfar birtingar nýrrar vísitölu framleiðslukostnaðar í Bandaríkjunum. Vísitalan hafði hækkað um 0,2% frá síðustu mælingu og er það nokkurn veginn í samræmi við væntingar. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Verðlaun veitt á norrænu auglýsingahátíðinni

FINNSKA auglýsingastofan Hasan & Partners og sænska framleiðslufyrirtækið Modfilm & Co áttu auglýsinguna sem vann Grand Prix- verðlaun ársins á tíundu norrænu auglýsingahátíðinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hátíðin var haldin á Málmey í Svíþjóð í byrjun þessa mánaðar. Meira
12. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 386 orð

Vildi fá 2,5 milljónir fyrirfram

GUNNAR Óskarsson, markaðsstjóri Sameyjar ehf., fékk skringilega hringingu í gærmorgun. Í símanum var erlendur maður, sem sagðist vera að vinna að evrópskum sjónvarpsþætti. Eftir að hafa talað við hann í nokkra stund, kom í ljós að hann vildi fá sem nemur 2,5 milljóna króna fyrirframgreiðslu fyrir að fjalla um fyrirtækið í þættinum. Meira

Daglegt líf

12. júní 1999 | Neytendur | 512 orð

Allt að 133% verðmunur á gistingu

ALLS reyndist 133% verðmunur á gistingu fyrir einn í uppbúnu rúmi í herbergi án baðs, en minnstur nam verðmunurinn 12,8% á uppbúnu rúmi með baði. Þetta kemur fram í verðkönnun sem samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ félaga á höfuðborgarsvæðinu gerðu á 26 gistiheimilum við Eyjafjörð og á Akureyri í síðustu viku. Meira
12. júní 1999 | Neytendur | 159 orð

Fellihýsi á Netinu

Í VOR var fyrirtækið Netsalan ehf. stofnað, en það selur bandarísk fellihýsi á Netinu. Að sögn Kristins Benediktssonar hjá Netsölunni ehf. er þessi leið farin til að ná niður kosnaði til neytenda. "Við vildum bjóða fellihýsi á lægra verði en sést hefur hér á landi og ákváðum að hafa enga yfirbyggingu á fyrirtækinu til að ná því markmiði að hafa verðið lágt. Meira

Fastir þættir

12. júní 1999 | Í dag | 58 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Þann 14. júní nk. verður fimtugur Vínarbóndinn Hreiðar Hreiðarsson. Af því tilefni ætla þau hjónin, Hreiðar og Þórdís, að bjóða frændum, vinum og kunningjum að njóta með sér kvöldstundar. Þeir sem eiga þess kost mæti kl. 19 að kvöldi afmælisdagins við Blómaskálann Vín til lítillar óvissuferðar. Að öðrum kosti frá kl. 21 í Blómaskálann og Íslandsbæinn. Meira
12. júní 1999 | Í dag | 54 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Hjónin í Efri-Hrepp í Skorradal, Gyða Bergþórsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson, hafa bæði náð sjötugsaldri og vel það. Af því tilefni bjóða þau vinum og vandamönnum til afmælis- og starfslokateitis í garði og bílskúr að heimili sínu þann 16. júní nk. kl. 19-24. Gestir eru beðnir að klæða sig eftir aðstæðum og veðri. Meira
12. júní 1999 | Í dag | 29 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 13. júní, verður áttræð Ásdís Pálsdóttir, Jöldugróf 17, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu frá kl. 15­18 í dag. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 971 orð

Blámenn í París Einn eftirminnilegasti flytjandi rokksögunnar er Screamin' Jay Hawkins sem gerði frægt lagið I Put a Spell on

FLESTIR tónlistarunnendur kannast eflaust við lagið I Put a Spell on You, en færri kannski við þann sem samdi lagið og gerði vinsælt á sínum tíma, löngu áður en John Fogerty og félagar hans í Creedence Clearwater Revival slógu í gegn með það um heim allan. Höfundur lagsins, Jalacy J. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 321 orð

Borgað fyrir að reykja ekki?

DANSKA ríkið hefur mikinn kostnað af reykingum, svo það er til mikils að vinna að fá ungt fólk til að hætta að reykja. Svo mikils að réttlætanlegt væri að ríkið verðlaunaði krakka í reyklausum efstu bekkjum grunnskólans með fimm þúsund krónum, ríflega fimmtíu þúsund íslenskum á ári fyrir að reykja ekki. Hugmyndin kemur frá hugmyndahóp vikuritsins Mandag Morgen. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 210 orð

Bólusetningar í sparnaðarskyni

SPARA má miklar fjárupphæðir í Bandaríkjunum á ári hverju með því að bólusetja öll börn á skólaaldri gegn inflúensu. Sparnaðurinn fælist einkum í því að foreldrar þyrftu ekki að vera frá vinnu yfir veikum börnum sínum auk þess sem líkur á því að þeir legðust veikir sjálfir myndu vitanlega minnka. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 516 orð

Brauð á grillið

Ýmsir hafa komið að máli við KRISTÍNU GESTSDÓTTUR og beðið um þær brauðuppskriftir á grillið sem birtust fyrir ári. Þeir hafa klippt uppskriftirnar úr blaðinu en lagt þær á svo góðan stað að þær finnast ekki. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 228 orð

Farsímar valda Bretum áhyggjum

MIKIL umræða hefur verið í Bretlandi um hugsanlega skaðsemi farsíma vegna frétta um tvær nýjar rannsóknir, sem benda til þess að mikil farsímanotkun kunni að auka líkurnar á heilaæxli. Umræðan hefur meðal annars orðið til þess að öryggissérfræðingar lögreglunnar í Lundúnum hafa ráðlagt starfsmönnum hennar að nota ekki farsíma lengur en í fimm mínútur í senn nema brýn nauðsyn beri til. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 521 orð

Feitt fæði handa langhlaupurum

BOÐSKAPUR undanfarinna ára hefur verið sá að heilsu okkar vegna skulum við losa okkur við fituna úr fæðunni og af skrokknum. Ný bandarísk rannsókn leiðir aftur á móti í ljós að keppnisfólk í íþróttum veiki varnir sínar gegn sýkingum og bólgum ef það borðar mjög fitusnautt fæði. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 783 orð

Guðspjall dagsins: ÁSKIRKJA:

ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson, sem stjórnar söng Dómkórsins. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 514 orð

Hósti og uppgangur? Loftskipti lungnanna

Spurning: Undanfarnar vikur hef ég hóstað upp úr mér ljósu slími, en er þó hvorki kvefaður né með inflúensu, a.m.k. er ég hitalaus. Síðustu daga hef ég einnig fundið fyrir vægum verk fyrir brjóstinu. Gæti þetta stafað af reykingum? (Ég reyki u.þ.b. einn pakka af sígarettum á dag og hef gert í mörg ár). Meira
12. júní 1999 | Í dag | 447 orð

Hver þekkir myndlistarmanninn? RUT hafði samband við Velvaka

RUT hafði samband við Velvakanda. Hún sagðist hafa keypt fjögur málverk og væri að reyna að hafa uppi á myndlistarmanninum. Á myndinni stendur E. Jónsdóttir og aftan á henni Elísabet Jónsdóttir. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband eftir kl. 19 við Rut í síma 5578162. 7. Meira
12. júní 1999 | Dagbók | 866 orð

Í dag er laugardagur 12. júní, 163. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ef

Í dag er laugardagur 12. júní, 163. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn ­ og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. (Rómverjabréfið, 10, 9. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 875 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þáttur 1.00

Þáttur 1.009 MARGAR sagnir, sem enda á -na, fela í sér breytingu, upphaf einhvers verknaðar eða ástands. Þær ganga gjarna undir heitinu byrjunarsagnir (lat. verba incoativa). Breytingin, sem þessar sagnir tákna, getur verið missnögg og tekið mislangan tíma. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 859 orð

Logið fyrir harðstjóra "Fyrsta fórnarlambið í sérhverri styrjöld er sannleikurinn."

Á VALDASKEIÐI nasista gáfu þeir meðal annars út blað sem hét Völkischer Beobachter og var málgagn foringjans, umfjöllun var í samræmi við skoðanir hans. Gyðingum var kennt um allt illt í heiminum og á skopmyndum voru þeir gjarnan sýndir í líki rottu. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 787 orð

Metþátttaka í opnum flokki

Evrópumótið í sveitakeppni hefst um helgina á Möltu og stendur yfir næstu tvær vikur. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu á slóðinni: http://www.bridge.gr/tourn/Malta.99/malta.htm. ÍSLENDINGAR senda lið til keppni í opnum flokki og kvennaflokki á Evrópumótinu í brids, sem sett verður á Möltu í dag, en einnig er keppt þar í öldungaflokki og tvímenningi kvenna. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 1314 orð

Óttinn við elliheimilið Frumkvöðlar knattspyrnufélagsins Árvakurs komu nýlega saman til að rifja upp eftirminnileg atvik og

ÞEGAR boltinn fer að rúlla á knattspyrnuvöllum landsins ár hvert eru liðsmenn íþróttafélaganna gjarnan kallaðir til skrafs og ráðagerða, strengirnir stilltir fyrir komandi átök. Frumkvöðlar Knattspyrnufélagsins Árvakurs í Reykjavík komu líka saman við upphaf keppnistímabilsins, en tilgangurinn kannski annar en hjá öðrum félögum. Meira
12. júní 1999 | Í dag | 59 orð

SNORRI STURL· USON

(1179/1241) Snyðja lætr í sólroð snekkjur á Manar hlekk, árla sér, ungr jarl, allvaldr breka fall; lyfta kná of liði oft lauki of kjalar raukn, greiða náir glygg váð, greipum mæta dragreip. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 236 orð

Tengsl mígrenis og loftþrýstingsbreytinga?

Niðurstöður vísindarannsókna benda til þess að meiri líkur séu á að mígrenisjúklingar fái höfuðverkjaköst þegar loftþrýstingur eykst, og jafnvel þegar lofthiti hækkar. Greint var frá þessu á ráðstefnu Samtaka bandarískra geðlækna fyrir skemmstu. Dr. Meira
12. júní 1999 | Fastir þættir | 682 orð

Vaxandi draumar

ÆTLA mætti að sumarið og gróandinn hefðu græðandi áhrif á draumalífið en svo virðist ekki vera, samt breytir hlýjan og gróskan draumum manna að því leyti að þeir eiga greiðari aðgang að vökuvitundinni á sumarnóttum en í klakaböndum vetrar. Þessu veldur ylur og birta sumars sem gerir menn afslappaðri og móttækilegri fyrir boðum nætur. Meira
12. júní 1999 | Í dag | 472 orð

VÍKVERJI fékk ofanígjöf í lesendabréfi nú í vikunni fyrir pistil sinn um Evrópusöng

VÍKVERJI fékk ofanígjöf í lesendabréfi nú í vikunni fyrir pistil sinn um Evrópusöngvakeppnina síðastliðinn laugardag. Skoðanaskipti eru af hinu góða og sjálfsagt hefur bréfritari eitthvað til síns máls, en rök hans nægðu þó ekki til að breyta afstöðu Víkverja til "tyrkneska framlags" Þjóðverja í keppninni. Meira

Íþróttir

12. júní 1999 | Íþróttir | 219 orð

Alþjóðlegt miðnæturmót

Miðnæturmót í skvassi verður haldið hér á landi dagana 18.­20. júní í Veggsporti í Reykjavík. Margir af sterkustu skvassspilurum Evrópu mæta til leiks. Keppendur verða 32 í karlaflokki og 16 í kvennaflokki, þar af 24 erlendir í karlaflokki og ellefu í kvennaflokki. Mótið er viðurkennt af Alþjóða skvasssambandinu og eru veitt peningaverðlaun fyrir efstu sætin. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 202 orð

Ben Johnson á ÓL í Sydney?

BEN Johnson, spretthlaupari og fyrrverandi heimsmethafi í 100 metra hlaupi frá Kanada, segist vera vongóður um að geta keppt á næstu Ólympíuleikum, sem fram fara í Sydney eftir rúmt ár. Johnson, sem verður 39 ára þegar leikarnir fara fram, féll á lyfjaprófi eftir að hafa komið fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 141 orð

Carl Lewis með skemmt bak

EINN fremsti íþróttamaður heims og nífaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum, Carl Lewis, er með nær ónýtt bak og þjáist auk þess af liðagigt og eymslum í hjám og ökklum sem hann losnar ekki við það sem hann á eftir ólifað. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 194 orð

Dalvík hafði betur

ÞAÐ VAR ekki boðið upp á rismikla knattspyrnu í Borgarnesi þegar Davíkingar sóttu Skallagrímsmenn heim og tóku með sér norður öll þrjú stigin sem voru í boði, lokatölur 2:1. Ef marka má þennan leik þá bíður beggja liða erfitt sumar takist þeim ekki að leika betur en þau sýndu að þessu sinni. Fyrsta markið kom á 11. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 92 orð

Eyjólfur með Stjörnuna

EYJÓLFUR Bragason tekur við Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í kvennahandknattleik af Aðalsteini Jónssyni, en í gær undirritaði Eyjólfur tveggja ára samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem Eyjólfur þjálfar meistaraflokkslið í kvennaflokki en hann hefur þjálfað nokkur karlalið og unglingalandslið pilta. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 329 orð

Ferill de Bruin er á enda

Sundferill írska ólympíumeistarans, Michelle de Bruin [Smith], er á enda eftir að alþjóðlegur í íþróttadómstóll í Lausanne í Sviss staðfesti í vikunni fjögurra ára keppnisbann yfir henni sem Alþjóða sundsambandið hafði áður kveðið á um. De Bruin tókst ekki að hreinsa mannorð sitt af þeim ásökunum að hafa falsað lyfjapróf sem af henni var tekið í janúar á síðasta ári. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 99 orð

Fowler áfram í Liverpool

ROBBIE Fowler, sóknarmaður Liverpool, hefur bundið enda á sögusagnir um að hann sé á förum frá Liverpool. "Ég hef fengið nóg af þeim orðrómi að ég vilji fara frá Liverpool. Ég er mjög ánægður hér og get fullvissað alla um að ég vil leika fyrir Liverpool og vinna titla með liðinu," sagði Fowler eftir viðræður við forráðamenn Liverpool í gær. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 52 orð

Framarar til Þýskalands

KARLALIÐ Fram í handknattleik heldur til Þýskalands í sumar til að taka þátt í sex liða móti í Werningerode, en Framarar fögnuðu sigri í mótinu í fyrra. Fram leikur í riðli með Magdeburg og pólska meistaraliðinu. Í hinum riðlinum leika tékkneska liðið Pilsen, Schaffhausen frá Sviss og eitt þýskt lið. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 452 orð

Fylkir tyllti sér á toppinn

FYLKISMENN tylltu sér á topp fyrstu deildar karla er þeir lögðu Víðismenn á útivelli, 2:0. Þá unnu Þróttarar sinn fyrsta leik í deildinni í sumar er þeir sóttu þrjú stig norður yfir heiðar í greipar KA-manna með 2:1 sigri. Davlíkingar fóru hins vegar með þrjú stig úr sinni ferð í Borgarnes er þeir lögðu leikmenn Skallagríms, 2:1. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 190 orð

Fylkismenn sigruðu í Garðinum

Árbæjarlið Fylkis krækti sér í dýrmæt stig í Garðinum í gærkvöldi þegar liðið sigraði heimamenn 2:0 í baráttuleik. Í hálfleik var staðan 0:0 en mörk Fylkis komu á fyrstu og síðustu mínútum síðari hálfleiks. Sunnan stinningsgola og rigningarúði setti mark sitt á leikinn sem var lengstum barátta á miðjunni. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 302 orð

Fyrsti sigur Þróttar

Hvorki gengur né rekur hjá KA- mönnum í 1. deildinni þrátt fyrir góðan mannskap og háleit markmið og í gær töpuðu þeir á heimavelli fyrir Þrótti, 1:2. Hörðustu stuðningsmenn liðsins eru samkvæmt heimildum blaðsins farnir að beina spjótum sínum að Einari Einarssyni þjálfara. Sigurinn var hins vegar kærkominn fyrir Þrótt, enda þeirra fyrsti í deildinni. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 140 orð

Íslendingaorrustur í Þýskalandi

BOÐIÐ verður upp á Íslendingaorrustur í Þýskalandi þegar handknattleikurinn byrjar þar á ný 28. ágúst. Í fyrstu umferð fær Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, og Ólafur Stefánsson, landa sína hjá Dormagen í heimsókn ­ Guðmund Guðmundsson, þjálfara, og leikmennina Róbert Sighvatsson, Daða Hafþórsson og Héðinn Gilsson. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 254 orð

MARTIN O'Neill, kn

MARTIN O'Neill, knattspyrnustjóri Leicester, skrifaði undir nýjan samning við liðið í gær ­ samning sem gildir til ársins 2002. O'Neill keypti Arnar Gunnlaugsson til liðsins . Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 90 orð

Ragnar ráðinn til Álaborgar

RAGNAR Guðmundsson, sundþjálfari og fyrrverandi sundmaður úr Ægi, hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá sundfélagi Álaborgar í Danmörku, en félagið er það öflugasta og fjölmennasta í Danmörku. Opnar það síðsumars eina fullkomnustu æfingamiðstöð Danmerkur. Þar verður höfuðáhersla lögð á æfingar í sundi og verður Ragnar yfirmaður þess verkefnis. Ragnar tekur við starfi sínu 1. september nk. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 450 orð

Ráða peningarnir ferðinni?

BLÖÐ á Spáni voru harðorð í garð Johns Toshack, þjálfara Real Madrid, eftir að liðið mátti þola sitt stærsta tap í 46 ár í bikarleik gegn Valencia í vikunni. Sögðu tapið sögulega niðurlægingu fyrir Real, sem ætti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Toshack. Þá voru stuðningsmenn liðsins óhressir. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 177 orð

Sex kylfingar til Ítalíu

RAGNAR Ólafsson, landsliðseinvaldur í golfi, hefur valið sex kylfinga til að keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða sem fer fram á Ítalíu 10. júlí ­ á Monticello-vellinum. Ragnar mun undirbúa hópinn, sem hann valdi eftir þrjú fyrstu stigamót Golfsambandsins, fyrir Ítalíuferðina og er liður í þeim undirbúningi þátttaka fimm kylfinga í opna welska meistaramótinu í næstu viku. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 811 orð

Spennandi leikir á Skaganum og í Keflavík

"ÉG sé fátt sem getur ógnað stöðu KR-inga á toppi deildarinnar um þessar mundir," sagði Guðmundur Torfason, fyrrverandi þjálfari Grindvíkinga, sem spáir í spilin í Íslandsmeistabaráttunni. Fimmta umferð efstu deild karla hefst í dag eftir hlé. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 268 orð

Þjóðverjar féllu úr keppni

HEIMSMEISTARAR Rússa, Júgóslavar, Svíar og Spánverjar komust í gær í fjögurra liða úrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi. Undanúrslitin fara fram á morgun og þá mæta Rússar Spánverjum og Svíar liðsmönnum Júgóslavíu, en þeir lögðu Þjóðverja í afar jöfnum leik í gær, 22:21, þar sem Þjóðverjar fóru illa að ráði sínu á lokakaflanum. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 170 orð

Þrefað um kaupverð Dervic

IZUDIN Daði Dervic hefur ekki fengið félagsskipti úr Þrótti yfir Val vegna þess að knattspyrnudeildir félaganna hafa ekki komið sér saman um kaupverð á leikmanninum. Daði, sem er samningsbundinn Þrótti til áramóta, hefur óskað eftir að samningi hans við félagið verði rift og ætlar að senda tilkynningu til samninga- og félagsskiptanefndar KSÍ um að nefndin taki afstöðu til samningsins. Meira
12. júní 1999 | Íþróttir | 265 orð

Þrír Danir mæta til leiks

Ein helsta keppni fjallahjólreiðamanna hér á landi fer fram á sunnudaginn þegar Bláa lóns- keppnin verður þreytt. Alls verður hjóluð 57 kílómetra leið frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði um Kaldárselsveg og Djúpvatnaleið til Grindavíkur en markið er við Bláa lónið. Keppendur verða ræstir af stað klukkan 11 fyrir hádegi. Í ár er reiknað með að a.m.k. Meira

Sunnudagsblað

12. júní 1999 | Sunnudagsblað | 798 orð

Laxasúpan mikla úr Kjósinni

ÞAÐ fer lítið fyrir skemmtilegum hefðum á bökkum íslenskra laxveiðiáa, utan að einstakir veiðimenn hafa sínar kenjar og siði, en það er annað mál. Tekist hefur að koma upp nokkurs konar hefð í tengslum við opnun Norðurár, Meira

Úr verinu

12. júní 1999 | Úr verinu | 386 orð

Aflaverðmætið nemur um 20 milljónum króna

HÁKON ÞH landaði liðlega 5.400 tonnum af kolmunna eftir tveggja mánaða úthald en fór síðan á síldina. Samkvæmt upplýsingum frá íslenskum löndunarhöfnum og færeyska veiðieftirlitinu er afli íslensku skipanna á árinu um 26.300 tonn og er hlutur Hákons því um 20% en aflaverðmæti skipsins er um 20 milljónir króna. Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Gjögurs hf. Meira
12. júní 1999 | Úr verinu | 320 orð

Mörg skip á landleið með fullfermi

"ÞAÐ hefur verið mjög góð veiði hjá flestum skipunum og mörg hver fengið mjög stór köst. En síldin hefur verið dálítið stygg og stundum fæst ekki neitt," sagði Sveinbjörn Orri Jóhannsson, stýrimaður á síldarskipinu Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, í samtali við Morgunblaðið í gær en skipið var þá á landleið með fullfermi af síld úr norsk- íslenska síldarstofninum. Meira
12. júní 1999 | Úr verinu | 250 orð

Verðmætið aukist um 3,5 milljarða

HEILDARVERÐMÆTI fiskaflans fyrstu þrjá mánuði ársins var um 16.922 milljónir króna en var á sama tíma í fyrra 13.379 milljónir króna. Verðmæti fiskaflans í mars sl. var 7.124 milljónir króna sem er um eins milljarðs króna aukning frá sama mánuði síðasta árs. Meira

Lesbók

12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

ÁST

Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og Guð á himnum að vin. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 314 orð

Efni

Þykkvibær er elsta sveitaþorp á Íslandi og hvergi annars staðar mynda sveitabæir viðlíka þéttbýli. Matthías Jochumsson kallaði Þykkbæinga í kvæði "hrossaketsætur á hundaþúfu" og oft hefur verið þröngt í búi á sléttlendinu í Djúpárhreppi, en nú nýta bændur góð náttúruskilyrði til kartöfluræktar eins og landsmenn vita. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1297 orð

EILÍF ÁST, FRAMTÍÐARMAÐURINN OG REYNSLUHEIMUR KVENNA Polylogue 153 er samsýning 15 listamanna frá París sem nú stendur yfir í

EILÍF ÁST, FRAMTÍÐARMAÐURINN OG REYNSLUHEIMUR KVENNA Polylogue 153 er samsýning 15 listamanna frá París sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Polylogue er félag áhugamanna, listunnenda, safnara og menntamanna sem hafa það að markmiði að styðja listamenn og koma verkum þeirra á framfæri. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2220 orð

ENDURREISNARMAÐUR MYRTUR EFTIR JÓNAS KNÚTSSON

Æ, þessar síbrotaástríður mínar sem eiga sér engan samastað. Úr ljóði eftir Pasolini. ANNAN nóvember árið 1975 fannst illa leikið lík skáldsins og leikstjórans Pier Paolo Pasolini á berangri í Ostia á Ítalíu. Klukkan hálftvö sama dag veitti ítalska lögreglan gráum Alfa Romeobíl eftirför. Bifreiðin hafði verið í eigu Pasolini. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1193 orð

FRÆGÐIN ER FORGENGILEG

Aðeins örfáir einstaklingar í sögunni hafa gert eitthvað nægilega gott - eða nægilega illt - til þess að frægð þeirra lifir öld fram af öld. Þetta á við um höfunda helztu trúarbragðanna, og herstjórnendur sem lögðu undir sig lönd og höfðu áhrif á gang sögunnar; menn eins og Gengis Khan, Alexander mikli, Cesar og Napóleon. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3075 orð

"FYRIRHEITNA LANDIÐ" Á FLATNESKJUNNI

"FYRIRHEITNA LANDIÐ" Á FLATNESKJUNNI SÖGUR OG SAGNIR ÚR ÞYKKVABÆ Eftir VILMUNDUR HANSEN Elsti þéttbýliskjarni á Íslandi er Þykkvibær í Djúpárhreppi. Þykkvibær mun vera í landnámi Þorkels bjálfa sem bjó á Háfi. Allt landnámið var að heita ein samfelld slétta, fyrir utan þrjá hóla. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 330 orð

HUGLEIÐING FYRIR KLARINETT

KLARINETTLEIKARINN Einar Jóhannesson mun flytja einleiksverk Atla Heimis Sveinssonar, Þér hlið, lyftið höfðum yðar, í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Það mun verða öðru sinni sem Einar flytur verkið, sem tekur sextíu mínútur í flutningi. Atli Heimir Sveinsson segir, að verkið sé fremur hugleiðing fyrir klarinett en tónverk í eiginlegum skilningi. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

LEIKHÚSMOLAR FRÁ LUNDÚNUM Tuttugu árum eftir að leikrit David Hare, Plenty (Gull og grænir skógar), var fyrst sýnt í

LEIKHÚSMOLAR FRÁ LUNDÚNUM Tuttugu árum eftir að leikrit David Hare, Plenty (Gull og grænir skógar), var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu brezka, gengur leikritið nú aftur á fjölunum í London, þar sem Cate Blanchett fer á kostum í hlutverki Susan Traherne. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

LEITANDI

Einlæg er stúlkan ögrandi spyr örlagahjólið það rúllar sem fyrr Leitar að svörum leitar að þér skiljandi lítið hve lokað allt er Ætlunarverkið er andanum háð fjölþætt, Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 386 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð

RÁNSFENG SKILAÐ EFTIR HARALD JÓHANNSSON

Í AUSTURRÍSKA þjóðþinginu voru á sl. ári samþykkt lög sem eru afdráttarlaus tilskipun um að listaverkum sem nasistar á árunum 1938­1945 tóku ófrjálsri hendi úr höndum eigenda sinna, skuli skilað, lagasetningu þessari sem er númer 181 frá 1998 skal þegar framfylgt. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 399 orð

SIGURÐUR ÁRNI FÆR GÓÐAR VIÐTÖKUR Í FENEYJUM

SÝNINGAR á Feneyjatvíæringnum, þ.á m. Sigurðar Árna Sigurðssonar myndlistarmanns, verða opnaðar almenningi í dag. Að sögn Ólafs Kvaran, forstöðumanns Listasafns Íslands, sem staddur er í Feneyjum, hefur sýningarskáli Sigurðar Árna vakið mikla athygli. Stöðugur straumur fólks hefur legið um skálann að skoða verk hans, auk þess sem hann hefur fengið töluverða athygli frá erlendum fjölmiðlum. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2076 orð

TIL UMRÆÐU

ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐAN er í öndvegi í vorhefti Skírnis sem hefst með tveimur greinum um kvótakerfið. Atli Harðarson, heimspekingur, leitar svara við spurningunni hvort kvótakerfið sé ranglátt og mannfræðingarnir Gísli Pálsson og Agnar Helgason rita grein undir heitinu Kvótakerfið: kenning og veruleiki, þar sem kannaðar eru forsendur laganna um kvótakerfið og hvort markmið þeirra hafi náðst. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð

TRÍÓ SUÐURLANDS Á FYRSTU TÓNLEIKUM

FYRSTU tónleikarnir í árlegri sumartónleikaröð í Stykkihólmskirkju 1999 verða í dag, sunnudag. Að þessu sinni er það Tríó Suðurlands sem ríður á vaðið kl. 17. Á efnisskrá tónleikana eru tvö verk: Haydn píanótríó nr. 25 í G-dúr og Beethoven píanótríó op. 1 nr 3 í c-moll. Í Tríói Suðurlands eru þau Agnes Löve, píanóleikari, Ásdís Stross, fiðluleikari og Páll Einarsson, sellóleikari. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2327 orð

TRÖLLASKAGI EFTIR BJARNA E. GUÐLEIFSSON

Á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er hrikalegt fjalllendi, sem nýtur sín vel úr flugvél. Hálendið er sundurskorið af djúpum dölum, og í dalbotnum og undir fjallahnjúkum eru víða sístæðar jökulfannir og jöklar. Skaginn á milli þessara tveggja héraða hefur frá fornu fari líklega ekki haft neitt samheiti, en nú er hann almennt nefndur Tröllaskagi. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2523 orð

VALTÝSKAN OG DR. VALTÝR VORU Á HVERS MANNS VÖRUM EFTIR ÁRNA ARNARSON

ÍSLENSK STJÓRNMÁL FYRIR 100 ÁRUM VALTÝSKAN OG DR. VALTÝR VORU Á HVERS MANNS VÖRUM EFTIR ÁRNA ARNARSON Menn greindi á um "Hafnarstjórn" eða "heimastjórn" fyrir 100 árum. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

VERÖLDIN OG ÉG

Þú undurfagra veröld með lýsandi stjörnur og litrík blóm. Að ég skulu vera hluti af þér þetta eina líf sem ég á, þetta blik á óravíðu hafi þínu, þessi örmjói geisli sem lýsir uns hann dreifist og er gleyptur, - svo bjartur og hlýr meðan hann er. Þetta litla, skæra vetrarblóm á grýtta melnum, nýkomið undan snjó og veturinn í nánd. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

VORREGNIÐ

Eins og flauelsmjúk slæða komu orðin og fylltu hverja smugu og urðu hluti af snertingunni. Eins og svalur regnskúr vættu orðin þurran akurinn í nýju landnámi. Og úr sverðinum spruttu litskrúðug blóm sem teygðu sig móti orðunum. Og blómin og orðin stigu dans í algleymi augnabliksins. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2137 orð

"ÞETTA ER NÁTTÚRLEGA ENGU LÍKT"

"ÞETTA ER NÁTTÚRLEGA ENGU LÍKT" ÍSLENSKUR SKÓLAMAÐUR LÍTUR Á MENNTUN OG MANNLÍF Í INDLANDI EFTIR JÓN BALDVIN HANNESSON Í septemberbyrjun 1998 fékk greinarhöfundurinn boð um að kynna sér einkaskóla, City Montessori School (CMS), í borginni Lucknow í Indlandi. Meira
12. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 601 orð

ÞRÍLEIKUR ÖRSÖGUR EFTIR HELGU ÞÓRARINSDÓTTUR ÁMÆLI

Þú mættir stundvíslega inn í líf mitt og ég fagnaði komu þinni. Eins og áttunda mánuði ársins. Aðdraganda haustsins. Í öllum þínum litum. Lyginni líkastur, en mér fannst ég hafa himinn höndum tekið. Ég sem hafði svo lengi búið í öruggum heimi hugsanna minna, flutti nú með þér í tilbúinn heim blekkinganna. Þar sem ég bjó um tíma við falskt öryggi. Og ég hætti að sjá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.