Greinar sunnudaginn 13. júní 1999

Forsíða

13. júní 1999 | Forsíða | 66 orð

Flutti messu þrátt fyrir óhapp

GREINA mátti sáraumbúðir á höfði Jóhannesar Páls páfa í gær er hann flutti messu í bænum Sandomierz í Póllandi. Greindu talsmenn páfagarðs frá því að páfi hefði hrasað á föstudag og meitt sig lítillega, með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor. Þrátt fyrir óhappið lét páfi engan bilbug á sér finna og engar breytingar voru gerðar á dagskrá Póllandsheimsóknar hans. Meira
13. júní 1999 | Forsíða | 839 orð

Hersveitir NATO halda inn í Kosovo

FRIÐARGÆSLUSVEITIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) streymdu loft- og landleiðina inn í Kosovo-hérað frá Makedóníu í dagrenningu á laugardag aðeins örfáum klukkustundum eftir óvænta atburði næturinnar er um 200 manna rússnesk hersveit fór inn í héraðið úr Serbíu í norðri og tók sér stöðu við flugvöllinn í Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo. Meira

Fréttir

13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 422 orð

11,5 milljarða ríkisaðstoð

SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu í sérstöku áliti sem birt var á fimmtudag að Landssími Íslands hf. njóti ólögmæts forskots í samkeppni á fjarskiptamarkaði þar sem fyrirtækinu hafi verið veitt ríkisaðstoð sem nemi a.m.k. 10 milljörðum kr. þegar Póst- og símamálastofnun var gerð að hlutafélagi, vegna vanmats á eignum þess. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Atlanta flutti breska hermenn til Makedóníu

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta flaug tvær ferðir á mánudag og þriðjudag frá Bretlandi til Skopje í Makedóníu, með breska hermenn til friðargæslustarfa í Kosovo. Um leiguflug var að ræða og flaug Atlanta fyrir varnarmálaráðuneyti Breta. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Bjarg staðnæmdist rétt ofan við íbúðarhús

HELJARMIKIÐ bjarg féll úr Eyrarhlíð á Ísafirði aðfaranótt laugardags í kjölfar mikilla skriðufalla. Staðnæmdist bjargið, sem giskað var á að hefði verið 12­15 tonn að þyngd, nokkra tugi metra frá íbúðarhúsum við Urðarbraut eftir 600 metra langt ferðalag ofan úr fjalli á um 70 km hraða á klst. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 497 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ vikuna 11.­17. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudagur 15. júní: Dr. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Dregið í lukkupotti hársnyrtistofu

Dregið í lukkupotti hársnyrtistofu DREGIÐ hefur verið í lukkupotti hársnyrtistofunnar Lúðvíks XIV. Ýmsir vinningar voru í boði og hlaut Ólöf M. Tryggvadóttir utanlandsferð með Úrval/Útsýn. Jóhanna K. Jónsdóttir hreppti gistingu, þríréttaðan kvöldverð ásamt morgunverði fyrir tvo á Hótel Selfossi og Hjördís Þorfinnsdóttir fékk laxveiðileyfi í Laxá í Kjós. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Fólki leyft að snúa heim eftir tólf tíma

ALMANNAVARNANEFND Ísafjarðarbæjar leyfði íbúum 24 húsa, sem rýmd höfðu verið á Ísafirði, þar af tveggja fjölbýlishúsa, að snúa heim um hádegisbil í gær. Húsin höfðu verið rýmd vegna skriðufalla úr Eyrarhlíð sem stóðu yfir frá klukkan 18 á föstudagskvöld til klukkan 2 eftir miðnætti aðfaranótt laugardags að undanskilinni smáskriðu sem féll klukkan 7.30 í gærmorgun. Meira
13. júní 1999 | Erlendar fréttir | 433 orð

Friður í augsýn

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag ályktun sem heimilar K-FOR, alþjóðlegum friðargæslusveitum skipuðum hermönnum 19 Atlantshafsbandalagsríkja og ellefu samstarfsríkja bandalagsins, að fara inn í Kosovo- hérað til að m.a. tryggja heimkomu um einnar milljónar Kosovo- Albana. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Fyrirlestur um Zen í Gerðubergi

ZEN-kennarinn Kwong Roshi heldur fyrirlestur um Zen í menningarmiðstöðinni Gerðubergi annað kvöld, mánudag, kl. 20. Að fyrirlestrinum loknum verður stofnfundur Zen á Íslandi haldinn og hægt er að kynnast íslenska Zen-hópnum. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta er í þrettánda sinn sem Kwong Roshi kemur til Íslands. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Gerist ekki mikið heitara

ÍBÚAR á Norður- og Austurlandi hafa síðustu daga notið einmuna veðurblíðu, sólin hefur skinið glatt og að sögn Haraldar Eiríkssonar á Veðurstofu Íslands fór hitinn upp í 26 stig á Dalvík og á Vopnafirði. Haraldur segir að svona hitabylgju reki ekki oft á fjörur Íslendinga, oftast gerist þetta ekki nema einu sinni á sumri. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Heimsókn undirbúin

TÆPLEGA tveir tugir japanskra embættismanna hafa undanfarið unnið að undirbúningi heimsóknar Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, til Íslands síðar í mánuðinum. Hafa Japanirnir haft aðsetur í ráðstefnusal á Hótel Loftleiðum og felst vinna þeirra aðallega í því að skipuleggja ýmis tæknileg atriði í kringum heimsóknina. Meira
13. júní 1999 | Erlendar fréttir | 1054 orð

HVAÐ VERÐUR UM SERBANA? Margir velta nú

"VIÐ munum grafa upp jarðneskar leifar ástvina okkar og taka þær með okkur, það er ekki möguleiki að Serbar verði hér áfram." Þetta voru fyrstu viðbrögð serbnesks íbúa í Kosovo við þeim fregnum að útlit væri fyrir að albönskumælandi meirihlutinn muni senn snúa aftur til eyðilagðra heimila sinna, og hann hefur án efa lög að mæla. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 682 orð

Karlar sárafáir á leikskólum

FYRIR skömmu var haldið í Reykjavík málþing Félags íslenskra leikskólakennara og Leikskóla Reykjavíkurborgar. Á þinginu var fjallað um stöðu karla innan leikskólans. Þröstur Brynjarsson er varaformaður Félags íslenskra leikskólakennara. Hann var spurður um hver væri staða karla innan leikskólans. "Svar við þessari spurningu er margþætt. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 29 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Rangt nafn Í umfjöllun um dúxa í framhaldsskólum í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með nafn Gunnhildar Gestsdóttur sem varð dúx Framhaldsskóla Vestfjarða. Er beðist velvirðingar á því. Meira
13. júní 1999 | Erlendar fréttir | 595 orð

"Ljósmóðir" verður "heimilislæknir" Friðarsáttm

MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti segir að hann hafi verið í hlutverki "ljósmóður" þegar friðarsamningar um Kosovo voru í vinnslu. Í framtíðinni eigi hann hins vegar von á að gegna starfi "heimilislæknis". Ef hans er þörf verður hann reiðubúinn að leggja sitt lóð á vogarskálarnar en ef allt gengur vel ætlar hann að einbeita sér að starfi sínu sem forseti. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Lýðveldisdagar á Laugaveginum

KAUPMENN á Laugaveginum efna til lýðveldisdaga í verslunum á Laugaveginum dagana 14.­16. júní. Í fréttatilkynningu segir að Laugavegurinn verði í sparifötunum, skrýddur blöðrum og borðum. Alla þessa daga verður mikið um alls kyns uppákomur á götunni og þá sérstaklega á milli kl. 16 og 18. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð

Með því besta sem völ er á

FEÐGARNIR Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson festu nýlega kaup á Subaru Impreza-bifreið frá Bretlandi, en þeir hyggjast aka henni í komandi rallkeppnum sumarsins. Að sögn Jóns er hér um afar öflugan bíl að ræða, 300 hestöfl, og stefna þeir á að aka bílnum í næstu keppni sem fram fer á föstudaginn. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 514 orð

Mest lækkun á dánartíðni á Íslandi

DÁNARTÍÐNI af völdum leghálskrabbameins lækkaði mest á Íslandi af Norðurlöndunum á árunum 1986 til 1995 eða um 76%, næstmest eða um 73% í Finnlandi, 60% í Svíþjóð, 55% í Danmörku og 43% í Noregi. Nýgengi hefur á tímabilinu lækkað mest í Finnlandi, eða um 75%, á Íslandi lækkaði það um 67% og um 34-55% á hinum þremur Norðurlöndunum. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Náðu áfangastað eftir erfiða ferð

NÍU hestamenn með 60 hross, sem riðu frá Kolviðarhóli yfir Hellisheiði að Villingavatni í Grafningi á föstudagskvöld, náðu áfangastað sínum eftir erfiða ferð yfir Hellisheiði í dimmri þoku og slagveðursrigningu um klukkan tvö eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Norrænir laganemar keppa

Norrænir laganemar keppa FIMMTÁNDA Norræna málflutningskeppnin fer fram í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur og í Hæstarétti Íslands um helgina. Þar etja tólf lið frá lagadeildum háskóla á Norðurlöndunum kappi í málflutningi um tilbúið mál er varðar Mannréttindarsáttmála Evrópu. Meira
13. júní 1999 | Erlendar fréttir | 872 orð

Rússneski herinn með eigin utanríkisstefnu?

INNRÁS rússneskra hersveita í Kosovo á undan KFOR-friðargæslusveitum NATO, aðfaranótt laugardagsins, er talin til mars um vaxandi óánægju innan rússneska hersins og ágreining milli hers og stjórnvalda í Rússlandi. Fyrr um daginn höfðu rússneskir ráðamenn fullvissað Vesturlönd um að Rússar myndu ekki halda inn í Kosovo á undan KFOR. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Selkópur í Húsdýragarðinum

Selkópur í Húsdýragarðinum LÍTILL selkópur fæddist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal aðfaranótt föstudagsins þegar urtan Kobba, sem er ellefu vetra, kæpti. Fyrir nákvæmlega einu ári fæddist selkópurinn Rán í húsdýragarðinum, og fékk hún því skemmtilega afmælisgjöf að þessu sinni. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Símgjöld til Bandaríkjanna lækka

LANDSSÍMINN hefur ákveðið í tilraunaskyni að lækka verð á símtölum til Bandaríkjanna í sumar, frá 1. júlí til 31. ágúst nk., og nemur lækkunin 20% á dagtaxta. Mínútugjald lækkar þannig úr kr. 40 í kr. 32, sem er svipað verð og gildir til Bretlands, Þýskalands og Norðurlandanna. Næturtaxti verður sá sami og dagtaxtinn. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Stórbruna afstýrt í Grjótaþorpi

ELDUR kviknaði í húsum við Mjóstræti 10 í Grjótaþorpi í Reykjavík í gærmorgun og lagði mikinn reyk yfir miðborgina. Um tíma var óttast að eldurinn myndi breiðast út til nærliggjandi húsa og var allt tiltækt lið slökkviliðsins sent á vettvang en fljótlega tókst að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva í húsunum sem hann hafði læst sig í. Slökkvistarf tók um 20 mínútur. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Söngnámskeið í Gerðubergi

INGVELDUR Ýr heldur söngnámskeið fyrir byrjendur á öllum aldri í Gerðubergi dagana 15. og 16. júní. Þátttakendum verður veitt innsýn í söng, raddbeitingu og tónlist. Kennd verða grunnatriði í söng; öndun, heilbrigð líkamsstaða, ásamt einföldum raddæfingum, einnig fyrstu skrefin í tónheyrn og nótnalestri. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Tilboðsdagar Aðalbílasölunnar

AÐALBÍLASALAN við Miklatorg verður með tilboðsdaga 14.-16. júni og verður opið til klukkan 22 þessa daga. Allt að 30% afsláttur verður á verði bíla. Ýmsar uppákomur verða og veitingar, auk þess sem glaðningur fylgir hverjum bíl, segir í fréttatilkynningu frá Aðalbílasölunni. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Útilífsnámskeið í Breiðholti

ÚTILÍFSNÁMSKEIÐ á vegum skátafélaganna í Breiðholti fyrir börn á aldrinum 9­12 ára hejast á mánudögum kl. 10. Hvert námskeið stendur yfir í viku. Hægt er að skrá sig á fleiri námskeið. Á námskeiðinu verður sigið og klifrað, fjallahjólasport prófað, siglingar stundaðar, farið í sund og fleira. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 419 orð

Viðtalstímar hjá sendiherrum Íslands

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Viðtalstímar verða sem hér segir: Þriðjudagur 15. Meira
13. júní 1999 | Erlendar fréttir | 608 orð

Þúsundir NATO-hermanna halda inn í Kosovo

HERMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) tóku að streyma inn í Kosovo í gær en þeir munu fara fyrir friðargæslusveitunum KFOR sem standa eiga vörð um friðinn í Kosovo og tryggja að flóttafólk komist til síns heima óáreitt. Óvissa ríkti hins vegar í herbúðum NATO um þátttöku Rússa í aðgerðunum eftir að rússneskar hersveitir héldu í leyfisleysi af stað inn í Kosovo í fyrrakvöld. Meira
13. júní 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Öxnadalsá reif úr vegkanti

VEGNA óvenjumikilla vatnavaxta í Öxnadalsá hófst Vegegerðin á Akureyri handa, skömmu fyrir hádegi í gær, við að keyra grjóti í vegkant á þremur 30-50 metra löngum vegköflum á milli bæjanna Steinsstaða II og Efstalands í Öxnadal. Hafði áin rifið úr vegkantinum á umræddum köflum, en ekki var þörf á að loka veginum um Öxnadalinn vegna aðgerða Vegagerðarinnar, en einhverjar tafir urðu þó á umferð. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 1999 | Leiðarar | 2031 orð

Upplýsingar af margvíslegu tagi eru nú aðgengilegri fyrir fólk

Upplýsingar af margvíslegu tagi eru nú aðgengilegri fyrir fólk en áður var. Þar kemur bæði til breytt afstaða til miðlunar upplýsinga, þ.e. að það þykir sjálfsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum, sem áður voru á tiltölulega fárra höndum og svo, að töluvtæknin auðveldar mjög aðgengi að upplýsingum. Gagnvart hinum almenna borgara er það ekki sízt Netið, sem þar á hlut að máli. Meira
13. júní 1999 | Leiðarar | 648 orð

VÍSITÖLUR OG GÆÐI

Landsmönnum leizt ekki á blikuna, þegar upplýst var að hækkun á iðgjöldum af bílatryggingum í kjölfar nýrra skaðabótalaga mundi leiða til þess að vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig. Þess vegna kom það mjög á óvart, þegar upplýst var, að þessi hækkun yrði ekki nema 0,18 prósentustig. Meira

Menning

13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 176 orð

Framhjáhald og fláræði Tortryggni (Suspicious Minds)

Framleiðandi: Jean Zaloum. Leikstjóri: Alain Zaloum. Handrit: Alain Zaloum og Brenda Newman. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Jayne Heitmeyer og Garey Busey. (91 mín.) Bandarísk. Skífan, júní 1999. Bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 771 orð

Góð myndbönd

Sterk og einföld mynd franska leikstjórans Abbas Kiarostami gefur innsýn í ytri og innri baráttu ólíkra persóna á fjarlægu heimshorni. Þjófurinn Ljúfsár og heillandi kvikmynd um lítinn dreng sem finnur langþráða föðurímynd í manni sem er bæði svikahrappur og flagari. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 138 orð

Hjónabönd systkina Játvarðs

* Anna giftist Mark Phillips 14. nóvember 1973. Þá var hún 23 ára en hann 25 ára. Athöfnin fór fram í Westminster Abbey og horfðu rúmlega 500 milljónir manna á hana í sjónvarpinu. Þau skildu í byrjun árs 1992 og hún giftist Timothy Laurence 12. des. sama ár. * Karl krónprins kvæntist Díönu Spencer 29. júlí 1981. Hann var þá 32 ára og hún 20 ára. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1269 orð

Hundrað áhrifamestu mennirnir í Hollywood Hverjir eru það sem ráða því hvaða myndir eru gerðar, hverjir leika í þeim og hverjir

ÞAÐ er bandaríska kvikmyndatímaritið Premiere sem tekur saman þennan lista árlega og í ár er ástralski auðmaðurinn Rupert Murdoch, eigandi Fox-kvikmyndaversins, í fyrsta sæti. Fox er sagt hafa 29 prósent kvikmyndamarkaðarins utan Bandaríkjanna og hefur rakað inn dollurum á myndum eins og Það er eitthvað Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1092 orð

LÍFIÐ ER SIRKUS Sirkuslistin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og eitt besta dæmið um það er Cirkus Cirkör sem sýnir á Íslandi.

Sirkuslistin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og eitt besta dæmið um það er Cirkus Cirkör sem sýnir á Íslandi. Sigrún Davíðsdóttir hitti tvo listamenn úr þeim hópi. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 752 orð

Nýju fötin Skítamórals Strákarnir í Skítamóral eru að gefa út breiðskífu þriðja sumarið í röð sem fylgt verður eftir með

"PLATAN heitir Skítamórall og fannst okkur kominn tími á breiðskífu sem bæri nafn hljómsveitarinnar," segir Arngrímur Fannar og strákarnir taka undir það og segja að þar að auki sé mjög erfitt að finna nöfn á breiðskífur og í raun hljómsveitir líka. Um nafnið Skítamórall segir Einar Ágúst: "Við erum hvorki ánægðir né óánægðir með þetta nafn, við bara heitum þetta. Meira
13. júní 1999 | Menningarlíf | 67 orð

Nýtt vefrit BE

BENEDIKT á Auðnum eða Bensier nýtt vefrit. Ritið er ofið í Vefinn og fjallar um málefni bókasafna, bókmenntir og lestur. Hægt er að senda inn efni sem felur í sér stefnu blaðsins, s.s. hugleiðingum, erindum og ræðum, ritgerðum og öðru því sem horfið hefur í gleymskunnar dá. Slóðin að vefritinu er: http: //www.amtsbok. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 186 orð

Rosie O'Donnell skotið skelk í bringu

BANDARÍSKA gamanleikkonan Rosie O'Donnell hefur undanfarin tvö ár verið kynnir á afhendingu Tony-verðlaunanna á Broadway, sem þykja eftirsóttust í leikhúsheiminum í Bandaríkjunum. Vinsældir O'Donnells hafa stóraukið áhorfið og er afhendingin orðið mjög vinsælt sjónvarpsefni vestanhafs. Meira
13. júní 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Sara Vilbergsdóttir sýnir í Osló

NÚ stendur yfir sýning Söru Vilbergsdóttur í IS Kunst gallery & café í Oslo. Verkin málar Sara með akríl á striga og eru þau unnin á þessu og síðasta ári. Sara útskrifaðist frá MHÍ 1985 og frá Statens kunstakademi í Oslo 1987. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum m.a. í Danmörku, Finnlandi og Bandaríkjunum. Meira
13. júní 1999 | Menningarlíf | 337 orð

SYfirlitssýning á verkum Sóleyjar Eiríksdóttur í Hafnarborg

Í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð yfirlitssýningu á verkum myndlistarkonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur á morgun, mánudag, kl. 20:00. Sóley var fædd árið 1957 og lést árið 1994. Sóley stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, fyrst við kennaradeild og síðan í leirlistadeild. Hún lauk námi árið 1981. Meira
13. júní 1999 | Menningarlíf | 21 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Sölva Helgasonar Lónkot SÝNINGU Arnar Inga Gíslasonar, í Gallerí Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði, lýkur þriðjudaginn 15. júní. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 253 orð

Söngheilar og safnplötur

NÝLEGA kom út breiðskífan Hi- camp meets lo-fi með dúettinum Dip en hann skipa Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Baldursson. Þeir munu halda útgáfutónleika í Iðnó hinn 16. júní en ýmislegt annað er að frétta af þeim félögum. Lag á tveimur safnplötum Meira
13. júní 1999 | Menningarlíf | 238 orð

Verk Hróðmars Inga frumflutt

FRUMFLUTNINGUR á tónverkinu Septett eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson er eitt þess sem er á efnisskrá CAPUT-tónleika sem haldnir verða í FÍH-salnum á þriðjudagskvöldið kl.20.30. Hróðmar samdi Septett í fyrra en þá voru fjöldamörg ár síðan hann hafði samið tónverk fyrir hljóðfæri eingöngu og kvað hann það löngu orðið tímabært. Meira
13. júní 1999 | Menningarlíf | 1739 orð

Það sem skiptir máli er rétta augnablikið Íslenskur leikhúsmaður, Kristján Ingimarsson, hefur að undanförnu verið að vekja

ÞEGAR komið var inn í Kanonhallen í Kaupmannahöfn á Junge Hunde-leikhússhátíðinni nú á dögunum, blasti við heljarinnar sviðsmynd þar sem hrúgað var saman eldhústækjum eins og ofnum, þvottavélum, eldavélum, þurrkurum og meira að segja sturtuklefa. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 493 orð

Þrautseigja og þolinmæði

Á NÍUNDA áratugnum kom fram á sjónarsviðið fjöldi rokkhljómsveita sem léku létta rokktónlist og ljúfar ballöður. Sveitir sem í þennan flokk falla létu flestar í minni pokann við upphaf tíunda áratugarins fyrir nýjum rokksveitum á borð við Pearl Jam og Nirvana. Meira
13. júní 1999 | Fólk í fréttum | 436 orð

Ævintýri sem endar vel?

ÞÁ ER enn eitt konunglega brúðkaupið í vændum í Bretlandi. Játvarður yngsti sonur Elísabetar og Filippusar mun kvænast Sophie Rhys-Jones laugardaginn 19. júní. Þar sem öll systkini Játvarðs eru fráskilin gera Bretar heldur raunsærri væntingar til þessa hjónabands en áður hafa verið gerðar til konunglegra hjónabanda. Meira

Umræðan

13. júní 1999 | Aðsent efni | 640 orð

Hús í hjarta borgar

Það fer vel á því, segir Stefán Friðbjarnarson, að hin öldnu söguríku hús, Alþingishúsið og Dómkirkjan, standi hlið við hlið í hjarta höfuðborgar landsins. Meira
13. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 312 orð

Tvenns konar ræðismenn

Í MORGUNBLAÐINU 22. maí s.l. birtist grein eftir Hreggvið Jónsson, fyrrverandi alþingismann, um mál Svavars Gestssonar, þar sem gætir misskilnings um stöðu og starfsemi ræðismanna. Fáfræði um þessi mál er mjög útbreidd á okkar ágæta landi sem og annars staðar, og fyrst alþingismenn vita ekki betur, ætti almúganum að vera vorkunn. Meira

Minningargreinar

13. júní 1999 | Minningargreinar | 1005 orð

Árni Guðmundsson

Vinur minn og félagi Árni Guðmundsson málarameistari lést á Landspítalanum föstudaginn 4. júní síðastliðinn eftir langvarandi sjúkdóm sem enn hefur ekki fundist lækning við. Árni var fæddur 20. nóvember 1933 í Reykjavík og var því 66 ára er hann lést. Foreldrar voru Guðmundur Jónsson og Ólína Guðbjörg Þorgrímsdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Árni Guðmundsson

Okkur langar að minnast Árna með nokkrum orðum. Við vorum svo lánsamar að kynnast Árna þegar hann og móðir okkar hófu sambúð. Árni og mamma áttu einstaklega vel saman og bjuggu sér fallegt heimili þar sem allir voru velkomnir. Það var yndislegt að sjá hversu hamingjusöm þau voru saman allt frá fyrstu kynnum. Þau stóðu þétt saman og styrktu hvort annað bæði í gleði og sorg. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Árni Guðmundsson

Okkur langar til að minnast þín, kæri vinur, þar sem samstarf okkar spannaði yfir 30 ár. Það bar margt á góma á þeim langa ferli. Við byrjuðum saman í Iðnskólanum í Reykjavík 1954 og lukum saman námi eftir fjögur ár og þegar við náðum fullgildum réttindum í málaraiðn hófum við samstarf sem var mjög farsælt og ánægjuríkt. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

ÁRNI GUÐMUNDSSON

ÁRNI GUÐMUNDSSON Árni Guðmundsson, málarameistari fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1933. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 4. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 11. júní. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Elísabet Lúðvíksdóttir

Með þessum fallega sálmi vil ég kveðja þig. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, elsku mamma mín. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum við sumaryl og sólardýrð. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 113 orð

ELÍSABET LÚÐVÍKSDÓTTIR (FÆDD BETTY LAU)

ELÍSABET LÚÐVÍKSDÓTTIR (FÆDD BETTY LAU) Elísabet fæddist í Rostock í Þýskalandi 26. september 1917. Hún ólst upp í Þýskalandi, en fluttist til Íslands 1949. Hún lést 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ludvig Lau í Rostock og Minnie Lau. Dætur hennar eru: 1) Guðrún Jónsdóttir, f. 17.12. 1953, maki Pálmi Sveinbjörnsson. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Elísabet Lúvíksdóttir

Elsku amma mín. Hvernig er hægt að kveðja þig? Það er sárt, sárt að þú sért farin, geta ekki lengur talað við þig. Ég hugsa mikið til þín. En ég á fallegar og góðar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mínu. Ég veit að þú ert komin til hvítu mávanna þinna. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 482 orð

Guðrún Árnadóttir

Það var rigning og himinninn þungbúinn. Umgjörðin hæfði þeim fréttum sem Guðmundur sonur Dúnu og frændi minn hafði að flytja mér: "Hún mamma lést í morgun." Dúna frænka mín er látin. Hún og Alfreð, eiginmaður hennar, sem hún giftist fyrir 53 árum, ganga um þessar mundir saman í landi kærleikans og haldast í hendur, eða hönd undir hönd. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 246 orð

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Guðrún Árnadóttir, húsmóðir og hárgreiðslumeistari, fæddist 23. ágúst 1924. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. júní síðastliðinn. Hún var dóttir Valgerðar Bjarnadóttur húsmóður, f. 4. júlí 1899 í Hellukoti á Stokkseyri, d. 13. september 1973, og Árna Guðmundssonar bifreiðastjóra, f. 26. marz 1900 á Kambi í Holtum, d. 18. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 574 orð

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

Þá klukkur glymja yfir moldum Guðrúnar Árnadóttur, eiginkonu Alfreðs heitins Guðmundssonar fyrrum forstöðumanns Kjarvalsstaða, þykir mér rétt og skylt að minnast hennar örfáum orðum. Alfreð hefði viljað það og Kjarval trúlega krafist þess. Guðrúnu og Alfreð kynntist ég seint að ráði en var þeim þó meira en sjónkunnur áður. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 803 orð

Hannes Ingólfur Guðmundsson

Líf hans eins og fjaraði út ­ hann gaf upp andann þann þriðja í jólum á síðasta ári. Hannes Ingólfur var gamall Reykvíkingur, sem kvaddi heiminn með þeim hætti að honum tókst til hinztu stundar að varðveita sjálfsvirðingu, sem honum var eiginleg og eðlislæg og hann var gæddur í ríkara mæli en margur annar. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 112 orð

HANNES INGÓLFUR GUÐMUNDSSON

HANNES INGÓLFUR GUÐMUNDSSON Hannes Ingólfur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1926. Hann lést í Reykjavík 27. desember 1998. Foreldrar hans voru Emilía Sigmundsdóttir, f. 24. nóvember 1906, d. 13. apríl 1974, og maður hennar Guðmundur Hannesson línumaður, f. 29. nóvember 1901, d. 13. febrúar 1990. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 71 orð

Hjördís Jónsdóttir

Kæru Þóroddur Elmar, Þórunn, Þorbergur Ísak, Sólveig, Jón, Bryndís, Svandís, Valdís, Fanný amma og Helgi afi, Guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk í ykkar miklu og sáru sorg. Blessuð sé minning kærrar frænku okkar. Birna, Brynjar og Fanný Berit. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR

HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR Hjördís Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1970. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 30. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 8. júní. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 483 orð

Ingveldur Einarsdóttir

Enn hefur verið höggvið skarð í frændgarðinn af þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Hún Inga frænka er dáin. Þrátt fyrir háan aldur fannst mér einhvern veginn að hennar tími væri ekki komnn. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig hélt Inga andlegum kröftum sínum ótrúlega vel. Ekki man ég eftir mér öðruvísi en Inga frænka væri hluti tilveru minnar. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Ingveldur Einarsdóttir

Að þeim degi hlaut að koma að guð gæti ekki beðið lengur eftir að fá Ingveldi ömmusystur mína til sín. Það er því engan veginn algilt að þeir deyi allir ungir sem guðirnir elska, því hún Inga var komin langt á sitt æviskeið þegar því lauk og ég veit fyrir víst að hún var elskuð af öllum jafnt Guði sem mönnum. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 576 orð

Ingveldur Einarsdóttir

Ingveldur Einarsdóttir móðursystir mín andaðist á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 4. þessa mánaðar á 97. aldursári. Inga frænka var alla tíð fastur punktur í tilverunni hjá mér. Inga hélt heimili með foreldrum sínum og tveimur systkinum, þeim Þorsteini og Guðborgu, en þegar afi og amma voru fallin frá héldu systkinin áfram heimilið að Rauðarárstíg 30. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 114 orð

INGVELDUR EINARSDÓTTIR

INGVELDUR EINARSDÓTTIR Ingveldur Einarsdóttir var fædd í Reykjavík hinn 21. september 1902. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 4. júní síðastliðinn. Foreldrar Ingiveldar voru Einar Einarsson, f. 9. apríl 1858 að Háholti í Gnúpverjahreppi, d. 8. janúar 1952 og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir, f. 2. apríl 1869, d. 15. júlí 1961. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 565 orð

Thore Foss

Í faðmi eiginkonu og einkadóttur kvaddi Thore Foss þessa jarðvist. Við vinir fjölskyldunnar og nábúar til margra ára söknum vinar í stað. Thore varð mikill Íslandsvinur eftir að dóttir hans, Sigrid vinkona okkar, fluttist til Íslands með eiginmanni sínum, Guðmundi. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 115 orð

THORE FOSS

THORE FOSS Thore Foss fæddist í Steinkjer í Noregi 15. ágúst 1916. Hann lést á hjúkrunarheimili í Voss 6. júní síðastliðinn. Ungur kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Ruth, og gengu þau í hjónaband 29. mars 1952. Þau eignuðust eina dóttur, Sigrid, f. 20. janúar 1954, sem búsett hefur verið á Íslandi síðan 1976. Meira
13. júní 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Með fáum orðum langar okkur að kveðja góðan og tryggan fjölskylduvin, Þorstein Sigurðsson, sem allt frá fyrstu kynnum sýndi okkur vinsemd og tryggð af fölskvalausu og hlýju hjarta. Minningar frá gömlum samverustundum streyma fram að leiðarlokum þegar löng og sársaukafull sjúkdómslega er að baki og þráð hvíld er fengin. Meira

Daglegt líf

13. júní 1999 | Ferðalög | 180 orð

Alpaævintýri eldri borgara

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn býður í ágúst upp á tveggja vikna Alpaferð fyrir eldri borgara, sem skrifstofan kýs að kalla Úrvals- fólk. Ferðin nefnist Alpaævintýri Úrvals-fólks og er nú á dagskrá í sjötta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Úrvali-Útsýn er ferðin sniðin að þörfum roskinna ferðalanga. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 222 orð

Búið betur að Stonehenge

BREZK yfirvöld hafa boðið út byggingu og rekstur nútímalegrar ferðamannamiðstöðvar við Stonehenge, en einnig verður vegum þar í kring breytt svo minna ónæði verði af umferð við steindrangana. Steindrangarnir í Stonehenge, nærri Salisbury, eru með merkustu fornminjum á Englandi, en að þeim hefur verið þrengt með vegarlagningu og svo þykir aðstaða fyrir ferðamenn til lítillar fyrirmyndar. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 93 orð

C-línu hlaðbakur

MERCEDES-BENZ vinnur nú að þróun nýrrar gerðar C bíls, tveggja dyra hlaðbaks, sem á að koma á markað á næsta ári. Bíllinn á að keppa m.a. við BMW 3 Compact. Nýi hlaðbakurinn er með bogadregnu þaki og fremur grunnu farangursrými. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 162 orð

Einstök náttúrufegurð við Merkurker

Í árlegri vorferð starfsmannafélags Sjóvá-Almennra var nýlega farið um Suðurland. Byrjað var að fara í vélsleðaferð á Sólheimajökul en að því búnu var haldið að Skógarfossi. Hápunktur ferðarinnar var þegar Merkurker var heimsótt en það er staðsett skammt fyrir ofan Nauthúsagil neðan Eyjafjallajökuls. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 91 orð

Ekinn 1.599.000 kílómetra

BANDARÍKJAMAÐURINN Jim Jeter er eigandi fólksbíls sem talið er að sé langlífasti bíll í heimi með tilliti til aksturs. Bíllinn er Toyota Starlet smábíll, árgerð 1982, og hefur Jeter ekið honum 999.421 mílu, eða 1.599.000 kílómetra. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 381 orð

Ensk hefðarfrú fylgir

ÓHÆTT er að segja að ekki sé allt lárétt og lóðrétt í gamla veiðihúsinu við Langá sem nú hefur verið breytt í gistiheimili og veitingahús. Húsið sem byggt var árið 1884 hefur heilmikla sál, húsgögnin minna á löngu liðna tíð, í koníaksstofunni er gólfin skökk og halla, bollastellin sem drukkið er úr eru hvert af sinni tegundinni og næturgagn er að finna undir rúmum, í það minnsta sumum þeirra. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 1823 orð

Gengið í dal guðanna Í byrjun október sl. gerðu 7 félagar úr Slysavarnafélagi Íslands út leiðangur til Nepal. Tilgangurinn var

KHUMBUDALUR Gengið í dal guðanna Í byrjun október sl. gerðu 7 félagar úr Slysavarnafélagi Íslands út leiðangur til Nepal. Tilgangurinn var að klífa fjallið Ama Dablam, sem rís 6.856 m yfir Khumbudalnum þar sem sherpar eiga heimkynni sín. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 161 orð

Gengið yfir Fimmvörðuháls

ÁRLEG Jónsmessunæturganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls verður helgina 25.-27. júní nk. Lagt verður af stað á föstudagskvöldi og gengið yfir hálsinn um nóttina. Farangur verður fluttur inn í Bása og þurfa þátttakendur því eingöngu að ganga með nesti og nauðsynlegan fatnað. Í Básum verður dvalið fram á sunnudag. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 194 orð

Hótel Framnes stækkar

HÓTEL Framnes í Grundarfirði stendur við sjávarsíðuna, á sérstökum stað milli hraðfrystihúss og bensíntanks. Fjallið Helgrindur gnæfir yfir. Staðsetningin á sér þá einföldu skýringu að þar til í fyrrasumar var þar verbúð með beitingarskúr á neðstu hæðinni en veiðarfærageymslum á þeirri efstu. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 71 orð

Hvalaskoðun með Húna

HÚNI II er nú að hefja annað sumarið með hvalaskoðun frá Hafnarfirði. Að þessu sinni er um fastar áætlunarferðir að ræða og verður farið alla daga nema sunnudaga frá Óseyrarbryggju kl. 10. Ferðirnar taka þrjá til fjóra klukkutíma. Einnig verður boðið upp á sjóstöng á sunnudögum kl. 14 og hægt er að panta sérferðir á öðrum tímum. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 97 orð

Hyundai styrkir HM 2002

STJÓRNARFORMAÐUR Hyundai bílaverksmiðjanna tilkynnti fyrir skemmstu að Hyundai yrði aðal styrktaraðili heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem verður haldin í Suður Kóreu árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem Hyundai er styrktaraðili á alþjóðavettvangi en um leið markar þetta upphaf að nýrri ímynd sem Hyundair ráðgerir að skapa sér. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 863 orð

Með svipmót tryllitækja 5. áratugarins

FÁIR af hinum stóru framleiðendum hafa ungað út jafn mikið af óvenjulegum og glæsilegum hugmyndabílum og Chrysler. Talað er um endurfæðingu Chrysler í þessu samhengi en þar á bæ eru menn ófeimnir við að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem ögn íhaldssamari framleiðendum myndi blöskra við. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 269 orð

Mustang 35 ára

FORD Mustang fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári en fáir bílar hafa notið viðlíkra vinsælda í allri bílasögunni. Í tilefni af tímamótunum hefur Ford varið miklum fjármunum til að setja á markað nýja gerð þessa spræka kraftabíls. Breytingarnar eru sjáanlegar í skarpari línum, enn aflmeiri vél og aksturseiginleikum. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 192 orð

Nýjar reglur um skráningu tjónabíla

NÝJAR reglur um skráningu á tjónabifreiðum í ökutækjaskrá gengu í gildi um síðustu mánaðamót. Samkvæmt nýju reglunum skal skrá í ökutækjaskrá tjón bifreiða sem getur haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og akstursöryggi og í skráningarskírteini að bifreiðin sé tjónabifreið. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 409 orð

Picasso á markað síðar á árinu

CITROËN er sprelllifandi þótt lítið spyrjist til hans hér á landi. Nýlega sýndi Citroën lítinn fjölnotabíl sem vakið hefur mikla athygli fyrir óvenjulega hönnun. Bíllinn kallast Picasso og hefur Citroën neyðst til að gefa út yfirlýsingu um að nafngiftin sé með fullu samþykki fjölskyldu Pablo Picasso. Ekki er enn ljóst hvort Brimborg hf. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 97 orð

Renault Twingo 978.000 kr.

RENAULT Twingo vakti mikla athygli þegar hann kom fyrst á markað 1993. Hann er afar óvenjulegur í formi, smábíll með óvenjumiklu innanrými. Verðið er með þeim hætti að yngri sem eldri gætu ráðið við það. Bíllinn kemur nú með loftpúða í stýri, rafdrifnum framrúðum og speglum og fjarstýrðri samlæsingu. Vél: 1,2 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 45 orð

Ræsir til Stuttgart

RÆSIR hf., umboðsaðili Mercedes-Benz, fór í maí síðastliðinumí árlega kynningarferð til höfuðstöðva Mercedes-Benz í Stuttgart. Með í för var hópur leigubifreiðastjóra. Hópurinn skoðaðiverksmiðjur, fornbílasafn, tilraunabraut og þær nýjungar semeru í boði frá Mercedes-Benz. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 70 orð

Sátt um hertar aðgerðir

SÁTT virðist ríkja um hertar aðgerðir lögreglu til að stemma stigu við umferðarlagabrotum. Í BA- verkefni Ástu Dísar Óladóttur og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur við félagsvísindadeild Háskóla Íslands kemur fram að 87,4% telja að hertar aðgerðir lögreglu skili sér með fækkun slysa og betri hegðun ökumanna í umferðinni. Alls tóku 628 manns afstöðu til spurningarinnar. Meira
13. júní 1999 | Ferðalög | 160 orð

Sjóminjasafn á veitingastað

Á VEITINGASTAÐNUM Kristjáni IX í Grundarfirði geta gestir, ásamt því að njóta matar og drykkjar, skoðað vísi að sjóminjasafni Grundarfjarðar, Saga siglinganna. Á veggjum veitingastaðarins eru kort og myndir af munum sem tengjast sögu siglinga til og frá Grundarfirði. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 604 orð

SKIPTA DEMPARAR MÁLI?

SPURNINGUNNI er fljótsvarað: Demparar eru þýðingarmikil öryggistæki bíls. Það fengu viðskiptavinir bandarískrar stórverslunar að reyna á sjálfum sér um árið. Útbúin var 50 metra afgirt braut á bílastæðinu með niðurmúruðum hálfkúlum á 90 sm bili á alla kanta og fólki boðið að aka demparalausum bíl eftir henni. Fæstir entust hálfa brautina - bílinn var óhemjanlegur nema farið væri fetið. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 139 orð

Skynrænn líknarbelgur

BOSCH hefur þróað nýja gerð líknarbelgja sem skynja á hvaða augnabliki það skilar mestum árangri að þeir blásist út. Búnaðurinn kallast Intelligent Airbag Sensing System og hefur í sér búnað sem stjórnar því hvort líknarbelgur blásist upp með einni eða tveimur gashleðslum. Meira
13. júní 1999 | Bílar | 925 orð

Stæltari Land Rover með nýrri dísilvél

MEÐ nýrri dísilvél og forþjöppu er Land Rover Defender orðinn heldur skemmtilegri bíll í meðförum en umboðið, B&L, fékk þessa nýju gerð til landsins fyrir allnokkru og hefur þegar selt nokkra tugi. Auk Defender nafnsins ber hann og heitið Storm. Meira

Fastir þættir

13. júní 1999 | Í dag | 32 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. júní, verður fimmtugur Halldór Olgeirsson, tónlistarmaður og verslunarmaður, Logafold 22. Hann tekur á móti gestum á Gullöldinni, Hverafold 3-5, Grafarvogi, sunnudaginn 13. júní frá kl. 17-21. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 30 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 15. júní nk. verður sjötug Sigríður Halldórsdóttir, Norðurgarði 6, Hvolsvelli. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 16. júní frá kl. 19-22. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 537 orð

Bílastæði í stað útivistarsvæðis

ÍBÚAR í Stekkjahverfi í Breiholti mótmæla harðlega ummælum frá borgarfulltrúum R-lista um að nýtt skipulag í Norður- Mjódd hafi verið gert í samráði við íbúa hverfisins. Það er algjör umsnúningur á sannleikanum. Sannleikurinn er sá að verið er að teikna gróðrarstöð á svæði sem ávallt hefur verið hugsað sem opið svæði. Meira
13. júní 1999 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Föstudaginn 4. júní spilaði 21 par Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóferss.271Sæmundur Björnss. - Alfreð Kristjánss.257Eysteinn Einarsson - Þórhallur Árnason224Lokastaða efstu para í A/V: Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss.2260Ingibjörg Kristjánsd. - Þorsteinn Erlingss. Meira
13. júní 1999 | Fastir þættir | 168 orð

Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson "Þótt á himni hækki sól..."

STEFÁN Vilhjálmsson formaður Bridsfélags Akureyrar sendi þættinum eftirfarandi línur um sumarbrids á Akureyri: Hinn 1. júní spiluðu 9 pör. Efstir urðu þeir félagar af Kjötiðnaðarstöð KEA, Hans Viggó og Stefán V. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. sept. sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Hjördís Kjartansdóttir og Ómar Hjaltason. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 317 orð

FERTUGASTA og fjórða Evrópumótið í sveitak

FERTUGASTA og fjórða Evrópumótið í sveitakeppni hefst í dag á Möltu. Í opna flokknum keppa 37 þjóðir, en 22 í kvennaflokki. Ísland sendir lið í báða flokka. Í opna flokknum spila Ásmundur Pálsson, Jakob Kristinsson, Anton Haraldsson, Sigurbjörn Haraldsson, Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson, en fyrirliði og þjálfari er Ragnar Hermannsson. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 97 orð

Fjórtán ára ítalskur piltur á Sikiley með margvísleg áhugamál, vi

Fjórtán ára ítalskur piltur á Sikiley með margvísleg áhugamál, vill m.a. eignast pennavini til að geta æft sig í ensku: Gianluca Tumminello, Contrada Serrone Mule, 92107 Sambuca De Sicilia (AG), Italy. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 124 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. Meira
13. júní 1999 | Dagbók | 692 orð

Í dag er sunnudagur 13. júní, 164. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En l

Í dag er sunnudagur 13. júní, 164. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En lögmálið spyr ekki um trú. Það segir: "Sá sem breytir eftir boðum þess, mun lifa fyrir þau." (Galatabréfið 3, 12.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Arina Artica koma og fara á morgun. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 165 orð

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur Nýstárleg byrjanataflmennska getur boðið hættunni heim eins og sést af þessari skák sem tefld var á meistaramóti Eistlands í vor. Kaido Kulaouts (2.426) hafði hvítt og átti leik gegn Kalle Kiik (2.439). 5. Bxf7+! ­ Kxf7 6. Dh5+ ­ g6 7. Dd5+ ­ e6 8. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 138 orð

SUMARKVEÐJA

Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika á kinn, þau kyssir geislinn þinn. Meira
13. júní 1999 | Í dag | 667 orð

Víkverja barst nýlega í hendur nýjasta hefti Munins, blaðs

Víkverja barst nýlega í hendur nýjasta hefti Munins, blaðs skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Um margt athyglisvert blað, en ritstjórn blaðsins fær þó falleinkunn fyrir myndir af sjálfri sér. Sjö manns skipa ritstjórnina og er mynd af hverjum og einum með kynningu á viðkomandi. Meira
13. júní 1999 | Fastir þættir | 952 orð

Þegar veðrið er milt Hvers vegna ætti ég að muna hvernig veðrið var í gær eða í fyrrasumar? Eða kynna mér hvernig veðrið verður

Það fer ekki hjá því að þetta Viðhorf taki mið af því að höfundur þess er staddur á Akureyri. Ekki svo að skilja að hugsun manns taki ávallt mið af umhverfinu, oftast gerir hún það reyndar en ekki alltaf ­ skyldi maður ætla. Meira

Íþróttir

13. júní 1999 | Íþróttir | 816 orð

Flúði land til að verða meistari

EINAR Sigurðsson, landsliðsmaður í blaki, vakti athygli fyrir góða frammistöðu í Danmörku á nýloknu tímabili. Hann varð danskur meistari með Gentöfte og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu, auk þess sem hann var valinn í lið ársins í Danmörku. "Það er varla hægt að gera betur í danska blakinu en þetta. En ég ætla mér enn meiri frama," sagði hann. Meira
13. júní 1999 | Íþróttir | 101 orð

Halldór þriðji á HM

HALLDÓR Jóhannsson hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem fram fór í Hannover um síðustu helgi. Þetta er besti árangur sem Halldór hefur náð í þau fjögur skipti sem hann hefur tekið þátt í HM. "Árangurinn var framar björtustu vonum," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. júní 1999 | Íþróttir | 377 orð

Sögulegt hjá Knicks

New York Knicks gerði sér lítið fyrir og sló Indiana Pacers út í úrslitum Austurdeildar NBA með sigri á föstudagskvöld í Madison Square Garden, 90:82. Knicks vann þar með einvígið 4:2 og er framganga liðsins orðin söguleg. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppninnar sem áttunda og síðasta liðið úr annarri hvorri deildinni kemst í lokaúrslit. Meira

Sunnudagsblað

13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1560 orð

100 brot úr aldarspegli Fyrsti þáttur

"ÞESSI hugmynd kviknaði, þegar við Ólafur Harðarson vorum að vinna að handritum vegna þáttaraðar um tuttugustu öldina. Þá sáum við hversu athyglisverð og fróðleg gömlu viðtölin við menn undir nöfnunum Maður er nefndur og Kona er nefnd voru. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 245 orð

Dráttarvélinni stjórnað með stýripinna

Dráttarvélinni stjórnað með stýripinna BÚJÖFUR ehf. hefur hafið kynningu á nýrri gerð Valmet Valtra-dráttarvéla, "High Tech". Í vélunum er ný gerð gírkassa, með innbyggðum vendigír sem stjórnað er með einni stýristengdri stöng, eins konar stýripinna, þar sem með léttri handarhreyfingu er skipt milli afturábak og áfram. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1199 orð

Flúðadans í gljúfrunum Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir leiðangur sem ætlunin er að fara síðar í mánuðinum á gúmbátum um

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir leiðangur sem ætlunin er að fara síðar í mánuðinum á gúmbátum um Dimmugljúfur í Jökulsá á Brú. Skúli H. Skúlason segir hér frá æfingaferð sem farin var um síðustu helgi í Jökulsá eystri í Skagafirði, þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Morgunblaðsins var með í för niður flúðirnar. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 130 orð

Foreldrar handteknir

BRESK hjón voru handtekin fyrir að skilja tvö ung börn sín ein eftir á hótelherbergi í Flórídaríki í Bandaríkjunum á meðan þau fóru að horfa á flugeldasýningu. Adam-hjónin voru í St. Petersburg með fimm ára dóttur sína og eins árs son. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1584 orð

Framandi fuglafána Fossvogsdals

Framandi fuglafána Fossvogsdals Ísland á sína fuglafánu sem þykir ekki sérlega fjölbreytt miðað við það sem gengur og gerist erlendis. Það þykir stafa af landfræðilegri einangrun landsins auk norðlægrar hnattstöðu. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 256 orð

Framkvæmdastjóri útgerðarfélags

ÚTGERÐARFÉLAG Breiðdælinga á Breiðdalsvík vill ráða framkvæmdastjóra er sinnt geti stjórnun og almennum skrifstofustörfum. Fyrirtækið rekur frystihús og hausaþurrkun og starfa þar um 40 manns. Organisti í Mosfellsbæ AUGLÝST er eftir organista í fullt starf í Mosfellsprestakalli í Lágafellssókn og verður hann einnig kórstjóri. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 328 orð

FRUMLEG SKÖPUNARGÁFA

Sumir verða frekar frægir fyrir það hverjum þeir hafa spilað með en hvað þeir hafa gert á eigin spýtur. Ekki er það nema eðlilegt, mönnum er mismikið gefið af frumlegri sköpunargáfu, en aðrar ástæður geta líka legið að baki, líkt og var með Chuck E. Weiss. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 601 orð

Greind og innsæi

ÞAÐ er algeng skoðun að andlegt atgervi mannskepnunnar byggist fyrst og fremst á þeim stóra heila sem náttúran hefur gefið okkur. Iðulega heyrir maður höfuðstóra og ennismikla menn tala um höfuðlag sitt sem sönnun mikillar greindar. Gáleysislegar karlrembur tala einnig á stundum um stærðarmun á heila kynjanna sem óyggjandi sönnun andlegra yfirburða karla. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1338 orð

Hnútaþrautir og russrútur Árviss vorboði á Íslandi er dimmisjón framhaldsskólanna. Hópar útskriftarnema í grímubúningum setja

"RUSS" er orðið sem notað er yfir dimmisjón norskra nema. Í stað þess að láta sér nægja að klæðast grímubúningum í einn dag klæðast Norðmennirnir sérstökum russgöllum, sem eru yfirleitt smekkbuxur eða heilir samfestingar ásamt russhúfu í stíl, og fagna lokum skólagöngu í heilan mánuð samfleytt! Russið hefst reyndar strax í byrjun síðasta skólaárs fyrir lokapróf, Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2912 orð

Íbúar Austur-Héraðs deila um sameiningu grunnskólans á Eið

Íbúar Austur-Héraðs deila um sameiningu grunnskólans á Eiðum við Egilsstaðaskóla Yfirlýsing um vilja eða stjórnarskrá? Hluti íbúa Austur-Héraðs berst af hörku gegn sameiningu grunnskólans á Eiðum við Egilsstaðaskóla og segir þau brot á loforðum sem gefin voru við sameiningu sveitarfélaganna. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 179 orð

Íslensk miðlun og Tæknival í samstarf

TÆKNIVAL hf. og Íslensk miðlun ehf. hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér viðamikla samvinnu fyrirtækjanna á sviði upplýsingamiðlunar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Tæknivali. Tæknival mun leggja til hönnun og þróun tæknilegra lausna sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi Íslenskrar miðlunar. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 313 orð

Kaffigesturinn í Tærgesenshúsi

Ég gaf mig á tal við kaffigestinn sem var í Tærgesenshúsi um leið og ég. Hann kvaðst oft koma við í Tærgesenshúsi þegar hann ætti leið um þessar slóðir. "Mér finnst svo notalegt hérna," sagði Karl Hjelm og bætti við að hann hefði sem stráklingur gist í þessu húsi í nokkra daga, verið veðurtepptur. "Síðan finnst mér ég hreinlega eiga heima hérna," segir hann og brosir. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 562 orð

Lifandi í aðalhlutverki TÓNLIST

ÞJÓÐLEG popptónlist á sér ýmsar birtingarmyndir og sínar sveiflur. Fyrir fimmtán árum var hún í sókn um alla veröld, lét síðan undan síga en kom svo aftur hálfu sterkari. Enn er þjóðleg tónlist að sækja í sig veðrið og enn á nýjum vettvangi, nú sem heilsusamlegt krydd í danstónlist. Gott dæmi um það er nýleg útgáfa, M.E.L.T. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1946 orð

Logn og sól í Hvalfirði Mörg þeirra hugsjónamála sem Samtök um ós

"UM þessar mundir eru ákveðin tímamót í starfi samtakanna. Mörg þeirra hugsjónamála sem samtökin hafa barist fyrir hafa náð fram að ganga og getum við því með stolti staðið upp frá þessu verkefni. Þetta hefur einnig verið afar tímafrekt og krefjandi og því eðlilegt að nýtt fólk taki nú við kyndlinum," segir Ólafur Magnússon, Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 183 orð

Margaret Cook í illdeilum

MARGARET Cook, fyrrverandi eiginkona Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, lenti í heiftarlegu rifrildi við fyrrverandi eiginkonu núverandi elskhuga síns á dögunum. Margaret gerði lítið úr gagnrýni, sem hún hefur sætt fyrir að tala opinskátt um "stórkostlegt" kynlíf sitt með Robin Howie, fyrrverandi fjármálastjóra, sem hún kynntist í gegnum stefnumótaþjónustu. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 153 orð

MS Outlook hópvinnulausn

VKS, Verk- og kerfisfræðistofan hf., hefur gert samning við hollenska hugbúnaðarfyrirtækið TMfusion B.V. um sölu og þjónustu á hópvinnulausnum fyrirtækisins hér á Íslandi. Ennfremur mun VKS þýða lausnina yfir á íslensku en hún er nú fáanleg á hollensku, frönsku, ensku og þýsku. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2595 orð

Runni númer NÍU Margir halda því fram að ævintýraþráin minnki þegar menn nálgast miðjan aldur. Selma Jóhannsdóttir hins vegar

Bandarísk könnun sem gerð var á níunda áratugnum sýndi að þegar konur verða fimmtugar fari þær fyrst að blómstra. Áður höfðu menn álitið hið gagnstæða og komu niðurstöður því nokkuð á óvart. Um þessa könnun hafði Selma Jóhannsdóttir ekki hugmynd þegar hún ákvað að gera róttækar Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 226 orð

Safn til heiðurs Clash

CLASH-flokkurinn, sem hélt fræga tónleika í Laugardalshöllinni fyrir langa löngu, hafði mikil áhrif á framþróun rokksins þótt ekki hafi þau verið jafn mikil og margra samtímamanna. Einna mestra vinsælda naut sveitin í Bandaríkjunum og þaðan kom safnskífa helguð henni fyrir skemmstu með ýmsum listamönnum, flestum bandarískum. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2574 orð

Sagan á bak við söguna

Allir vita að það er ekki á vísan að róa í þessari tilveru. Menn leggja frá landi og vita hreint ekki hvað við tekur á ströndinni hinum megin. Um þetta var ég að hugsa þegar ég horfði yfir á fjöllin hinum megin við Reyðarfjörðinn. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 130 orð

Skáldin grugga vötn sín til að þau virðist djúp

Skáldin grugga vötn sín til að þau virðist djúp Saraþústra Ég lít til himins eins og fugl sem fer með fögnuð sinn og gleði hingað út og vorið þitt og veröld fylgir mér og vötn sem gjálfra enn við lítinn fót. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 387 orð

Stofn "stálhausa" í Þorleifslæk?

ÞÓTT mest fari fyrir laxveiðinni í umræðunni þessa dagana gengur silungsveiði einnig afar vel. Merkilegir fiskar veiddust í Þorleifslæk um síðustu helgi og að sögn ekki í fyrsta skipti. Þetta voru tveir 4 punda nýgengnir "stálhausar", sem er bein þýðing úr ensku. Um er að ræða "steelhead", sem er sjógenginn regnbogasilungur. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1626 orð

Sumarmyndirnar frá Hollywood 1999 Tarzan, Obi - Wan Kenobi, Austin Powers, Adam Sandler, Julia Roberts, Tom Cruise, öll verða

SUMARIÐ er tíminn þegar kvikmyndahúsin fyllast af léttmeti og enginn tekur neitt alvarlega lengur. Í Bandaríkjunum hefur George Lucas þegar rakað inn milljónunum á Stjörnustríði og núna um helgina verður frumsýnd þar vestra framhaldsmyndin um meistaranjósnarann með slæmu tennurnar, Austin Powers. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 1829 orð

Sundkóngur Íslands í 4 ár en ókrýndur konungur til fjölda ára

Jónas Halldórsson sem var ókrýndur sundkonungur landsins um árabil fagnar 85 ára afmæli sínu í dag. Hann var líka farsæll sundþjálfari og 51 ári eftir að Jónas kom Atla Steinarssyni í Ólympíulið Íslands 1948, settust þeir félagar að spjalli um gömlu góðu dagana. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 838 orð

Tungumál og málþroski

HVERNIG lærum við að tala? Höfum við meðfæddan hæfileika fyrir málvitund? Þroskast tungumálahæfileiki og lærum við mál án þess að einhver kenni okkur það? Af hverju eru tungumál svo ólík í heiminum og jafnvel margar mállýskur í sama landi? Þannig hafa menn spurt um aldir og spyrja enn. Um allan heim er unnið hörðum höndum við rannsóknir á máli. Málvísindi eru viðamikil fræðigrein. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 641 orð

Vinnum þannig að sem flestir verði sáttir

Vinnum þannig að sem flestir verði sáttir Egilsstöðum. Morgunblaðið. NEMENDUR á Egilsstöðum og Eiðum munu næsta vetur stunda nám í einum sameinuðum skóla sem áður voru Grunnskólinn á Eiðum og Egilsstaðaskóli. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 4178 orð

"VÍÐTÆKARI SÁTT ER MARKMIÐIÐ" Víðt

NÝSKIPAÐUR sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen, segir eitt veigamesta verkefni nýrrar ríkisstjórnar vera að ná víðtækari sátt um fiskveiðistjórnunina, en nú er. Hann telur ólíklegt að hægt sé að ná þjóðarsátt um þessi mál. Til þess séu ágreiningsefnin of ólík. Markmiðið sé að heildarhagsmunir séu hafðir að leiðarljósi með það í huga að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila arði. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 778 orð

ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/ðEru Íslendingar þeir einu sem hafa áhuga? Eurovis

Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég samviskusamlega horft á Eurovision-keppnina frá því hún var fyrst sýnd hér í sjónvarpi, töluvert löngu áður en Ísland gerðist aðili að þessari mjög svo umtöluðu keppni hér á landi. En aldrei fyrr en núna hef ég horft á þessa keppni í útlöndum. Það var talsvert ólíkt reynslu þeirri sem ég áður hafði. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 173 orð

Ætlaði í blómabúð en endaði í Ósló

ÁTTATÍU og sjö ára gamall ellilífeyrisþegi sem búsettur er í Gautaborg á vesturströnd Svíþjóðar ákvað að fá sér bíltúr í því skyni að kaupa blóm. Fyrir mistök tók hann ranga beygju, lenti uppi á þjóðvegi og endaði í Noregi ­ þremur klukkustundum og tvö hundruð og fimmtíu kílómetrum síðar. Meira
13. júní 1999 | Sunnudagsblað | 2211 orð

ÖLLU REDDAÐ

Ragnar Haraldsson vöruflutningabílstjóri fæddist 21. desember 1936 á Hólmavík. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó síðan í Mosfellssveit. Hann stofnaði og rak um tíma verktakafyrirtæki með bræðrum sínum. Flutti til Grundarfjarðar árið 1969 og hóf þar útgerð rækjubáts. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.