Greinar fimmtudaginn 17. júní 1999

Forsíða

17. júní 1999 | Forsíða | 103 orð

Forsetaskipti

NELSON Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, faðmaði eftirmann sinn, Thabo Mbeki, eftir að hann tók við embætti í gær. Mbeki er annar forseti landsins síðan kynþáttaaðskilnaður var afnuminn. Rúmlega fjögur þúsund boðsgestir voru viðstaddir embættistökuna og um 30 þúsund heimamenn höfðu safnast saman í Pretóríu til þess að fagna hinum nýja forseta og kveðja Mandela. Meira
17. júní 1999 | Forsíða | 207 orð

Gore hefur kosningabaráttu sína

AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær, í ræðu sem hann hélt í fæðingarborg sinni, Carthage í Tennessee, að hann sæktist eftir útnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Hóf Gore þar með formlega kosningabaráttu sína. Meira
17. júní 1999 | Forsíða | 94 orð

Stórkostlegt heimsmet

BANDARÍKJAMAÐURINN Maurice Greene bætti í gær heimsmetið í 100 metra hlaupi karla um fimm sekúndubrot, hljóp á 9,79 sekúndum á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Aþenu. Fyrra metið átti Donovan Bailey frá Kanada, 9,84 sekúndur og setti hann það á Ólympíuleikunum í Atlanta sumarið 1996. Greene, sem er á 25. Meira
17. júní 1999 | Forsíða | 460 orð

Tugir þúsunda halda heimleiðis

FJÖLDI flóttafólks er haldið hefur heim á leið til Kosovo-héraðs hefur margfaldast undanfarna daga, og hefur skapast umferðaröngþveiti við suðurlandamæri héraðsins, að því er talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði í gær. Hefðu 11.600 manns farið yfir landamærin í gær. Meira

Fréttir

17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 328 orð

33 gíslar látnir lausir

VINSTRISINNAÐIR uppreisnarmenn í Kólumbíu létu í gær lausa 33 gísla, sem þeir tóku fyrir rúmlega hálfum mánuði, en halda enn 20 manns. Gíslarnir voru leystir úr haldi í beinni sjónvarpsútsendingu í fjöllunum suður af borginni Cali. Tólf manna alþjóðleg sendinefnd tók við fólkinu. Uppreisnarmennirnir tóku gíslana höndum í kirkju í hverfi efnafólks í Cali. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 407 orð

Athugasemd frá Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara

VEGNA þeirrar athugasemdar Skeljungs hf. sem Morgunblaðið birti í gær hefur Jón Ögmundur Þormóðsson, stjórnarmaður í Flutningsjöfnunarsjóði olíufélaga, beðið Morgunblaðið um að birta tillögu þá sem sjóðurinn samþykkti þann 8. febrúar síðastliðinn, en þar koma fram viðhorf fjögurra af fimm stjórnarmönnum sjóðsins. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Atvinnulífssýning í Stykkishólmi

MEIRA en 90 aðilar munu taka þátt í Vesturvegi, stórsýningu atvinnulífsins á Vesturlandi, sem fram fer í Stykkishólmi dagana 18.­20. júní. Sýningin er hugsuð til þess að aðilar í atvinnulífinu geti kynnt sig og sína starfsemi. Ýmiss konar uppákomur verða á sýningunni s.s. söngur, tískusýningar og leikþættir. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 87 orð

Auglýsingar fjarlægðar

NÝ tækni, er gerir sjónvarpsáhorfendum kleift að taka upp dagskrá með stafrænum hætti, og horfa síðan á hana án auglýsinga, er mesta ógn sem nokkurntíma hefur stafað að bandarískum sjónvarpskeðjum, segir framkvæmdastjóri Fox­sjónvarpsins. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð

Áskorun um verndun Eyjabakka

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá níu félagasamtökum: "Fundur fulltrúa fjölmargra umhverfis-, útivistar- og hagsmunasamtaka haldinn 15. júní 1999 skorar á ríkisstjórn Íslands að láta meta umhverfisáhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun með hliðsjón af lögum nr. 63/1993. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Áþekk skólaganga kennara og nemenda

AMALÍA Björnsdóttir, lektor í Kennaraháskóla Íslands og deildarstjóri prófadeildar í Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, segir að hátt hlutfall leiðbeinenda sé við kennslustörf úti á landi og menntun þeirra almennt minni en leiðbeinenda á höfuðborgarsvæðinu. Sums staðar séu kennarar með litlu meiri menntun en nemendurnir. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 473 orð

Baráttumál að afnema dauðarefsingar í heiminum

Íslandsdeild Amnesty International kynnti í gær ársskýrslu samtakanna sem gerir grein fyrir mannréttindabrotum sem framin voru í 142 löndum árið 1998 af yfirvöldum og vopnuðum andspyrnuhópum. Í skýrslunni er sjónum beint að dauðarefsingum í löndum eins og Bandaríkjunum, Kína, Saudi-Arabíu og Sierra Leone. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Byggingafulltrúi annast manntal í Hafnarfirði

MANNTAL fyrir Hafnarfjörð færist frá og með 1. júní 1999 til embættis byggingafulltrúa, þar sem er að finna t.d. eftirlit með byggingaframkvæmdum, fasteignaskráningu, yfirferð eignaskiptasamninga og nú síðast manntal, segir í fréttatilkynningu frá byggingafulltrúa Hafnarfjarðar. Manntalsskrifstofan er flutt af 2. hæð á 3. hæð Strandgötu 6 til umhverfis- og tæknisviðs og þar er opið frá kl. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Byrjað á vinnu við Heiðarvallasvæði

ÍBÚAR í nágrenni Heiðarvallar í Kópavogi söfnuðu í vor undirskriftum til að knýja á um að hafist verði handa við þær breytingar sem kynntar hafa verið varðandi Heiðarvallarsvæðið samkvæmt skipulagi frá 1992. Í framhaldi af undirskriftasöfnun íbúanna var á fundi bæjarráðs Kópavogsbæjar í maí sl. samþykkt aukafjárveiting til framkvæmdanna að upphæð 3,5 milljónum króna. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 506 orð

Clinton beitir sér gegn barnaþrælkun

ALÞJÓÐAVINNUMÁLASTOFNUNIN (ILO) samþykkti í dag alþjóðlegan samning sem kveður á um bann við barnaþrælkun og önnur atriði er varða ómannúðlega meðferð á börnum undir átján ára aldri. Hefur samningur þessi verið í burðarliðnum undanfarna tólf mánuði en á mánudag náðist breið samstaða um orðalag hans meðal hinna 174 aðildarríkja ILO, sem aðsetur hefur í Genf í Sviss. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 846 orð

Draugabæir og ráfandi kettir

"Fimm aldir og þeir brenndu allt á einni nóttu." Þannig lýsti Fatime Boshnjaku aðkomunni þar sem hann stóð andspænis rústum hundraða íbúðarhúsa og verslana í miðborg Djakovica, byggingum sem báru kúlnahríð serbneskra hermanna ófagurt vitni. Meira
17. júní 1999 | Landsbyggðin | 909 orð

Draumur verður að veruleika

"HUGMYNDIR um siglingar á Lagarfljóti hafa verið á floti af og til í langan tíma en nákvæmlega þessi hugmynd kom upp fyrir þremur árum," sagði Benedikt Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Lagarfljótsorminum ehf., aðspurður um aðdraganda siglinganna sem hefjast á fljótinu á morgun. Einkahlutafélagið Lagarfljótsormurinn var stofnað í mars á síðasta ári í þessum tilgangi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 1363 orð

Einhugur um að finna varanlega lausn á vandanum Um

EINAR K. Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að fundurinn med bæjarstjórninni og íbúasamtökunum hefði verið gagnlegur þótt engar heildarlausnir hefðu komið fram. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 684 orð

Erfitt aðgengi en útlán aukast

BÓKASAFN Hafnarfjarðar hefur í mörg ár búið við mikil þrengsli, en engu að síður hafa útlán aukist verulega undanfarin ár. Það virðist hafa haft lítið að segja að safnið er illa staðsett og ekki einfalt að komast þangað akandi. Ráðgert er að safnið flytji í húsnæði Íslandsbanka á Strandgötu 1, jafnvel innan árs. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð

ESB undirbýr málaferli gegn Belgíu

STÓRMARKAÐIR í mörgum Asíuríkjanna fjarlægðu í gær mikið magn matvæla frá Evrópuríkjunum úr hillum sínum á sama tíma og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gerði sig líklega til að hefja málaferli gegn Belgíu vegna díoxín-mengunarmálsins, sem upp kom þar í landi fyrir skömmu og varð m.a. ríkisstjórn Jeans-Lucs Dehaene að falli í þingkosningum um síðustu helgi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Ég var bara ein af hópnum

MARGRÉT H. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, var eina konan í þeim hópi stúdenta sem útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1949 og heldur nú uppá 50 ára stúdentsafmæli sitt. Í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét það ekki hafa verið erfitt að vera ein innan um alla karlmennina, Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Faldbúningur afhentur í Byggðasafni

HÁTÍÐLEG athöfn verður í Áshúsi við Glaumbæ í Skagafirði, byggðasafni Skagfirðinga, á laugardag. Þá verður safninu afhentur faldbúningur hannyrðakonunnar Sigurlaugar Gunnarsdóttur (1828­1905) frá Ási í Hegranesi og minnst verður 130 ára afmælis fyrstu kvennasamtaka landsins, Kvenfélags Rípurhrepps, sem Sigurlaug stóð fyrir. Dagskráin hefst kl. 14 með móttöku búnings Sigurlaugar. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fálkar á hreiðri

FÁLKAPAR með þrjá bragglega unga hefur komið sér fyrir í hreiðri á Austurlandi. Að sögn heimamanna er þetta ekki í fyrsta sinn sem parið leitar á þessar slóðir og hefur sést til þeirra rífa til sín rjúpur og færa ungunum, en rjúpan er mikilvægasta fæða fálkans. Rétt er að taka fram að umhverfisráðuneytið veitti heimild til myndatöku. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fengu kort fyrir för í Dimmugljúfur

ÓLAFUR Örn Haraldsson, alþingismaður og formaður umhverfisnefndar Alþingis, færði leiðangursmönnum, sem ætla að fara niður Dimmugljúfur á gúmbátum, kort af gljúfrunum er þeir voru að leggja af stað í leiðangurinn í gærkvöld. Ólafur Örn Haraldsson afhenti kortið leiðangursmönnunum Skúla Hauki Skúlasyni, Hauki Parelíus og Hauki Hlíðkvist Ómarssyni. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 25 orð

Félagsfundur Parkinsonsamtakanna

Félagsfundur Parkinsonsamtakanna FÉLAGSFUNDUR Parkinsonsamtakanna á Íslandi verður haldinn í Áskirkju laugardaginn 19. júní kl. 14. Flutt verða erindi og Ástríður Alda Sigurðadóttir leikur á píanó. Kaffiveitingar. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Fjölbreytt dagskrá á 17. júní

DAGSKRÁ hátíðahaldanna á Akureyri í dag, 17. júní, hefst á Hamarkotsklöppum kl. 11 með hugvekju sr. Gunnlaugs Garðarssonar og söng Kórs Glerárkirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Að lokinni fánaathöfn flytur Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hátíðarávarp. Kl. 12. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 367 orð

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá

ALLIR ættu að geta fundið eitthvað spennandi fyrir sig og sína í dag, 17. júní, enda dagskráin víðast mjög fjölbreytt og svo er spáð ágætis veðri um land allt. Í Reykjavík geta borgarbúar hafið daginn við leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu klukkan 10, en forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, mun leggja blómsveig á leiðið. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fjölskylduhátíð að Laugalandi í Holtum

SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir fjölskylduhátíðinni "Í hjartans einlægni" að Laugalandi í Holtum 18.-20. júní næstkomandi. Er þetta 5 ára afmælishátíð og að venju vandað til allrar dagskrár. Boðið er upp á stutt námskeið og eru alls 25 námskeið í boði, sniðin að þörfum fullorðinna og unglinga. Námskeið eru fjölbreytileg. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Frumsýning á Coupé Fiat á Akureyri og í Garðabæ

NÝR sportbíll frá Fiat verður frumsýndur í dag á bílasýningu hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Hann heitir Coupé Fiat og hefur unnið til verðlauna sem besti Coupé bíllinn á Bretlandi tvö ár í röð. Með 5 strokka og tveggja lítra vél með forþjöppu skilar hann 220 hestöflum og er sex sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða, segir í fréttatilkynningu. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Færð á vegum

GREIÐFÆRT er um helstu þjóðvegi landsins, en víða er ófærð á fjallvegum, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Lágheiði er ófær vegna aurbleytu og á Þorskafjarðarheiði takmarkast öxulþungi við 2 tonn. Uxahryggir og Kaldidalur eru jeppafærir og Kjalvegur að norðan í Hveravelli. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Færri umsóknir um sumarvinnu hjá borginni

SAMKVÆMT yfirliti frá Vinnumiðlun skólafólks hafa 1.175 skólanemar verið ráðnir til sumarstarfa hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækja hennar en 1.575 voru ráðnir sl. sumar. Samtals hafa borist 1.824 umsóknir skólafólks en á sama tíma sl. ár höfðu 2.304 umsóknir borist. Ráðnir hafa verið 1.175 en 570 hafa ekki staðfest umsóknir sínar og enginn er á biðlista. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Gagnrýni frá stjórn Rauðsíðu

STJÓRN Byggðastofnunar hefur hafnað beiðni Rauðsíðu ehf., um 100 milljóna króna lán. Forstjóri Byggðastofnunar telur að fyrirtækið uppfylli ekki þau skilyrði sem stjórnin setti fyrir láninu og segir hann að málinu sé lokið af hálfu stofnunarinnar. Stjórn Rauðsíðu ehf. gagnrýnir þessa ákvörðun og mun ákveða næsta skref um helgina. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Gengið á Kerlingu

FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir gönguferð á Kerlingu í Svarfaðardal laugardaginn 19. júní. Gengið verður frá Þverá í Skíðadal. Mjög gott útsýni er yfir Svarfaðardalinn af Kerlingu, sem er í um 1200 metra hæð. Fararstjóri í ferðinni verður Árni Þorgilsson. Skráning í gönguna fer fram á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

"Græni herinn" á Vestfjörðum um helgina

GRÆNI herinn verður á Vestfjörðum helgina 18. og 19. júní, nánar tiltekið á Patreksfirði á föstudaginn og Ísafirði á laugardaginn. Í fréttatilkynningu segir að dagskráin á Patreksfirði hefjist á hádegi á föstudaginn með herkvaðningu, Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Gufubað um nótt

Í TILEFNI af kvennadeginum og sumarsólstöðum verður gufubaðið á Laugarvatni opið aðfaranótt sunnudagsins 20. júní til kl. 3. Í sumar er gufubaðið opið alla daga frá kl. 10-21, utan þess tíma er opnað fyrir hópa ef óskað er. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 1970 orð

Hagsmunir hinna nýju kjördæma knýja brátt dyra

Stjórnskipunarlögin sem Alþingi staðfesti í gær marka upphafið að afgerandi breytingum á kjördæmaskipan landsins. Arna Schram kannaði hvaða áhrif þessar breytingar hafa á störf stjórnmálaflokka og þingmanna á næstu mánuðum eða misserum. Meira
17. júní 1999 | Miðopna | 973 orð

Hátt hlutfall leiðbeinenda úti á landi

UM HELMINGUR af kennurum á Vestfjörðum er leiðbeinendur og er hvergi hærra hlutfall leiðbeinenda en þar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru leiðbeinendur úti á landi með minni menntun en leiðbeinendur á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að fólk með grunnskóla- og gagnfræðapróf stundi kennslu úti á landi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hefðbundinn 17. júní á Eyrarbakka

HÁTÍÐARHÖLD á þjóðhátíðardaginn 17. júní eru með hefðbundnu sniði á Eyrarbakka að þessu sinni. Kvenfélag Eyrarbakka hefur umsjón með hátíðarhöldunum. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin hefjist kl. 11 með guðsþjónustu í Eyrarbakkakirkju. Prestur er sr. Úlfar Guðmundsson prófastur Árnesinga. Kirkjukór Eyrarbakkakirkju syngur og organisti er Haukur Gíslason. Kl. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 551 orð

Heitir því að berjast gegn fátækt

THABO Mbeki sór í gær embættiseið sinn sem nýr forseti Suður-Afríku og varð þar með annar blökkumaðurinn er gegnir embættinu eftir lýðræðislegar kosningar. Í innsetningarræðu sinni sór Mbeki þess eið að berjast af öllum mætti gegn svartnætti þeirrar útbreiddu fátæktar sem hrjáð hefur íbúa landsins allt síðan aðskilnaðarstefna hvíta minnihlutans var afnumin fyrir tæpum áratug. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Heræfingum mótmælt

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mótmælir heræfingum NATO hér á landi sem fyrirhugað er að hefjist 19. júní nk. Í ályktun þingflokksins segir m.a. að stríðsleikir í náttúru Íslands með tilheyrandi ónæði séu í hrópandi ósamræmi við þá mynd af landi og þjóð, "sem við Íslendingar eigum að sýna umheiminum. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 478 orð

Hlutafé selt til einstaklinga eftir skráningu á markaði

FORSVARSMENN Landsbankans, Búnaðarbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins segja að hafinn sé undirbúningur að sölu á hluta þess eignarhluta sem bankarnir keyptu í gær í DeCODE, eignarhaldsfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, í áföngum til fagfjárfesta og stofnanafjárfesta. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Hoffmann-La Roche afneitar gagnagrunni

Í SJÓNVARPSÞÆTTI sem sýndur var í Frakklandi í fyrrakvöld um Íslenska erfðagreiningu og gagnagrunninn á heilbrigðissviði lagði talsmaður svissneska lyfjafyrirtækisins Hoffmann-La Roche áherslu á að það tengdist gagnagrunninum ekki með nokkrum hætti. Þátturinn, sem var 35 mínútna langur, var sýndur á sjónvarpsstöðinni Arte sem er samstarfsfyrirtæki Þjóðverja og Frakka. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 395 orð

Iðnaðarsafnið á Akureyri eins árs

IÐNAÐARSAFNIÐ á Akureyri var opnað 17. júní í fyrra og verður því eins árs í dag. Frá opnun þess hafa margir orðið til að efla safnið með ýmsum hætti, að sögn Jóns Arnþórssonar, umsjónarmanns. Þegar það var opnað voru kynntar þar 20 iðngreinar og 30 fyrirtæki þeim tengd, en síðan hafa fimm iðngreinar bæst við og 10 fyrirtæki. Að auki eru nokkur í undirbúningi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ísland í miðjum hópi á EM í brids

ÍSLAND er í 21. sæti af 37 þátttökuþjóðum eftir tíu umferðir í opnum flokki á Evrópumótinu í brids, en íslenska liðið vann m.a. Dani í gær og gerði jafntefli við Breta. Íslenska kvennaliðið hóf keppni í gær og vann Grikki í fyrsta leiknum, 21-9. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Íslendingar staðfesta Smugusamninginn

ALÞINGI ályktaði í gær að heimila ríkisstjórn Íslands að staðfesta samning milli ríkisstjórna Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi og lausn á Smugudeilunni svokölluðu. Samningurinn gildir út 2002 og framlengist um fjögur ár í senn sé ekki ekki sagt upp. Rússar hafa þegar staðfest samninginn en búist er við að Norðmenn samþykki hann í dag. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 385 orð

Íslensk leitarvél á Netinu gangsett

NÝ íslensk leitarvél á Netinu var formlega gangsett af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra á Hótel Holti í gær. Vélin, sem rekin er af íslenska tölvufyrirtækinu Nova Media - Nýmiðlun ehf., sérhæfir sig í að leita að ákveðnum orðum á íslenskum heimasíðum, en slóð leitarvélarinnar er: http://www.leit.is. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Kaffi List flytur

KAFFI List, sem verið hefur á Klapparstíg 26 undanfarin sjö ár, verður opið þangað til á sunnudagskvöld 20. júní nk. Veitingahúsið verður síðan opnað í nýju húsnæði á Laugavegi 20 um verslunarmannahelgina. Kaffi List er spænskur bar og tapasstaður sem hefur boðið upp á marga sérspænska rétti og suður- evrópskt andrúmsloft hefur verið þar ríkjandi alla tíð. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Kaffisala í Glerárkirkju

ÁRLEG kaffisala kvenfélagsins Baldursbrár verður haldin í safnaðarsal Glerárkirkju í dag kl. 15 til 17. Þar verður sýning á munum sem konur í félaginu hafa unnið. Einnig syngur Ellý Hreinsdóttir með undirleik Dórótheu Dagnýjar Tómasdóttur. Í tilefni 80 ára afmælis félagsins 8. júní sl. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kaupás opnar verslun á Selfossi

KAUPÁS hf. opnaði í gær fyrstu verslunina í nýrri verslunarkeðju, Kostakaupi, og er ætlunin að bjóða þar vörur á svipuðu verði og í Bónus- og Nettóverslununum. Kaupás festi á þriðjudag kaup á tveimur Nýkaupsverslunum í Reykjavík af Baugi hf og hyggst reka þar Nóatúnsverslanir. Að auki hefur Kaupás keypt Tikk Takk- verslun í Garðabæ sem verður rekin undir merkjum 11-11. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 822 orð

Kórea upp úr kreppu

SÍÐASTA ár var það versta í sögu Suður-Kóreu frá lokum Kóreustríðsins, en af völdum Asíu- kreppunnar féll landsframleiðsla um 33.8 prósent eða úr 10.307 dollurum í 6.823 á mann og hungursneyð í Norður-Kóreu ógnaði stöðugleikanum á Kóreuskaganum. Krepputímar líkt og aðrar ógnir skerpa einbeitinguna. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Leiðrétt

Í VINNSLU blaðsins á athugasemd Skeljungs í blaðinu í gær er Jón Ögmundur Þormóðsson titlaður stjórnarmaður Flutningsjöfnunarsjóðs. Það er ekki rétt. Jón er stjórnarmaður í Flutningsjöfnunarsjóði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Leiðrétting

NOKKRAR misfærslur voru í töflu yfir árangur í samræmdum prófum í tíunda bekk grunnskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ekki voru réttar tölur í einkunnum Setbergsskóla. Þá voru ekki allir dálkar réttir í einkunnum á Norðurlandi vestra og Suðurlandi. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

List á staðnum

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson, listmálari, verður í París í göngugötunni á Akureyri frá kl. 9 til 21 í dag og teiknar skyndimyndir af fólki sem þess óskar. "Þetta verður raunverulega 94. sýningin mín," sagði Steingrímur í gær. "Ég kalla þetta list á staðnum; ég er svona fimmtán til tuttugu mínútur með hverja mynd, jafnvel fljótari," sagði listmálarinn. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð

Lífið í fastar skorður

Fjölskyldurnar frá Kosovo koma sér fyrir í Fjarðabyggð Lífið í fastar skorður FJÖLSKYLDURNAR frá Kosovo úr síðari flóttamannahópnum sem kom hingað til lands hafa nú komið sér fyrir í íbúðum í Fjarðabyggð og eru óðum að venjast lífinu á Íslandi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ljósmyndasýning opnuð í Viðey

Í VIÐEY eru gönguferðir komandi helgar á þá leið, að á laugardag kl. 14.15 verður farið um norðurströnd Heimaeyjarinnar og yfir á Vesturey. Gangan hefst við kirkjuna. Þaðan verður haldið austur fyrir gamla túngarðinn og svo meðfram honum yfir á norðurströndina. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Margir gefa blóð

NEYÐARKALLI Blóðbankans hefur verið vel svarað af almenningi og fólk hefur flykkst í bankann til að gefa blóð. Við það hefur staðan batnað verulega en að sögn Bjargar Ólafsson hjá Blóðbankanum eru þau ekki enn sloppin, svo að þau vonast eftir að fleira fólk komi á næstu dögum. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 612 orð

Markáætlun styrkir þverfaglegar rannsóknir

Á morgun, föstudaginn 18. júní, verður fyrstu styrkveitingum úthlutað samkvæmt markáætlun Rannsóknarráðs Íslands um upplýsingatækni og umhverfismál. Vilhjálmur Lúðvíksson er framkvæmdastjóri RANNÍS. "Markáætlunin var undirbúin í samráði við menntamálaráðherra til að tengja betur stefnu vísinda og tækni við stefnu ríkisstjórnarinnar á sviði upplýsingatækni og umhverfismála. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Mikið um árekstra

Óvenjumikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag en engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar var þetta óvenjumikið miðað við að um miðvikudag var að ræða en það gæti hafa spilað inn í að í dag er frídagur hjá flestum. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 478 orð

Minjasafnið opnað á ný eftir miklar breytingar

MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opnað almenningi á ný eftir gagngerar endurbætur á sunnudaginn kemur, 20. júní, kl. 11, með tveimur sýningum. Sú fyrri ber heitið Eyjafjörður frá öndverðu en eins og nafnið ber með sér verður þar rakin saga byggðar í Eyjafirði allt frá landnámsöld. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Mokveiði í Þórisvatni

Veiði hófst í Þórisvatni um síðustu helgi, sex stangir voru þar á ferð og án nokkurs vafa fór þar fram mesta mokveiðin á þeirri stangaveiðivertíð sem nú er nýlega hafin. "Þeir fengu 225 urriða á einum og hálfum sólarhring og sögðust varla hafa lent í öðru eins. Þetta var allt vænn fiskur, mest 3 til 5 pund og þeir stærstu 7 punda. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Myndljóð um hús í Svartfugli

SÝNING á málverkum Gunnars R. Bjarnasonar verður opnuð í dag í Galleríi Svartfugli á Akureyri. Á sýningunni eru íslensku sjávarþorpin Gunnari hugleikið myndefni þar sem hann kallar fram mismunandi stemmningar á stílfærðan og oft ljóðræðan hátt, að því er segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni eru um 35 pastelmyndir allar málaðar á þessu ári, og nefnir hann sýninguna Myndljóð um hús. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Mörg ung hjón hófu þar búskap

NÝBORG, hús sem stóð á bakkanum fyrir ofan höfnina í Grímsey, var rifið á dögunum en það hefur staðið autt síðustu ár. Áður en Nýborg fór í eyði bjó ekkja í húsinu í um 3 ár, sem varla mátti kallast mannabústaður. Kjallari Nýborgar hafði staðið hér frá ómunatíð en byggt var ofan á hann upp úr 1950. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ný kjördæmaskipan samþykkt

ALÞINGI staðfesti í gær breytingar á stjórnarskránni sem fela m.a. í sér breytingar á kjördæmaskipan landsins. Samkvæmt hinu nýja ákvæði skulu kjördæmi vera fæst sex og flest sjö en landinu hefur verið skipt í átta kjördæmi síðustu fjörutíu árin. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 563 orð

Nýr forseti kjörinn í Lettlandi í dag

NÝR forseti Lettlands verður kjörinn í dag af 100 þingmönnum á lettneska þinginu, Saeima. Fimm frambjóðendur hafa verið tilnefndir af þeim sex flokkum sem þar eiga sæti. Eining ríkir á þinginu um utanríkisstefnu og allir frambjóðendurnir hafa lýst yfir stuðningi við að landið sæki um inngöngu í Evrópusambandið og NATO. Kosningarnar munu því eingöngu snúast um innanríkismál. Meira
17. júní 1999 | Landsbyggðin | 74 orð

Ormurinn liðast um Lagarfljót

Ormurinn liðast um Lagarfljót Gömul þjóðtrú segir það boða stórtíðindi þegar Lagarfljótsormurinn sést, hann hefur að sögn látið á sér kræla af og til frá fjórtándu öld en erfitt hefur reynst að færa sönnur á tilvist hans. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 403 orð

Óttast að á þriðja tug manna hafi farist

TALA látinna eftir jarðskjálftann sem reið yfir suðurhluta Mexíkó á þriðjudagskvöld var í gær á reiki, en óttast var að á þriðja tug manna hefði farist, og ljóst var að um 300 manns höfðu slasast. Að sögn stjórnvalda höfðu ýmsar sögufrægar byggingar og fornar minjar einnig eyðilagst í sjálftanum, sem mældist 6,7 á Richterskvarða. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

Óviðunandi að afgreiðsla taki meira en mánuð

GUÐMUNDUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að það sé óviðunandi að það taki meira en mánuð að fá afgreitt húsbréfalán frá sjóðnum. Unnið sé að því ­ og hafi raunar verið gert allt þetta ár ­ að slípa það form á lánveitingum sem sett hafi verið upp um áramótin og fá það til þess að virka betur en það hafi gert, Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 194 orð

Póllandsheimsókn lýkur

JÓHANNES Páll páfi biðst fyrir undir róðukrossi við messu í pólska fjallabænum Stary Sacz í gær. Þá hóf páfi aftur dagskrá heimsóknar sinnar til Póllands, eftir að hafa hvílst í fyrradag vegna flensu og vægs hita. Páfi messaði sjálfur, en fól aðstoðarmanni sínum að lesa upp stólræðuna. Talsmaður Vatíkansins sagði páfann vera kominn til fullrar heilsu, nema hvað rödd hans væri ekki sem skyldi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 423 orð

Refur náðist á hlaðinu

REFUR gerði sig heimakominn í garðinum við bæinn Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp sunnan við Kaldalón fyrir skömmu. Þar var hann að atast utan í lömbum þegar Indriði Aðalsteinsson bóndi kom að og skaut hann. Er þetta sjöundi refurinn sem hann nær frá sumarmálum. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Réttindalaus á stolnum bíl

LÖGREGLAN í Kópavogi hafði í gær afskipti af réttindalausum ökumanni er hafði einnig tekið bílinn ófrjálsri hendi. Hafði ökumaðurinn ekki aldur til að aka bifreið. Einnig tók lögreglan á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur í gær. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Samstarfssamningur framlengdur

SJÚKRAHÚS Reykjavíkur, Slökkvilið Reykjavíkur, Rauði kross Íslands og fagdeild Landssambands sjúkraflutningamanna hafa undirritað samstarfssamning sín á milli um áframhaldandi samstarf um menntunarmál sjúkraflutningamanna til ársins 2000. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Meira
17. júní 1999 | Landsbyggðin | 177 orð

Samstilltur hópur

Samstilltur hópur SYSTURNAR Sigríður og Hansína Halldórsdætur voru önnum kafnar við hreingerningar þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók þær tali. Þær eru hluthafar í Lagarfljótsorminum líkt og flestir þeir sem lagt hafa hönd á plóg við að búa skipið undir siglingar. Þeir sem koma að verkinu eignast hlut í samræmi við vinnuframlag. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 808 orð

Segir ráðið ganga lengra en efni eru til

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði við utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að samkeppnisráð gengi lengra en efni stæðu til í álitsgerð sinni um málefni Landssíma Íslands hf. Gagnrýndi hann jafnframt mörg atriði álitsgerðarinnar. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Sendiráð Íslands flutt til Berlínar

SENDIRÁÐ Íslands í Þýskalandi flutti starfsemi sína frá Bonn til Berlínar 1. júní síðastliðinn. Starfsemi sendiráðsins fer enn sem komið er fram á gömlu útibússkrifstofunni skammt frá nýju samnorrænu sendiráðsbyggingunni í Tiergarten. Að sögn Ingimundar Sigfússonar, sendiherra Íslands í Þýskalandi, mun sendiráðið flytja í nýja húsnæðið í byrjun júlímánaðar. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Skipateikningar sýndar á Grenivík

Í TILEFNI af aldarminningu Gunnars Jónssonar skipasmíðameistara verður sýning á skipateikningum eftir hann í félagsheimilinu á Grenivík sunnudaginn 20. júní frá kl. 14 til 18. Gunnar Jónsson fæddist 1. apríl 1899 í Hléskógum í Höfðahverfi, Grýtubakkahreppi. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Skólahátíð MA

STÚDENTAR verða brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri í dag, að vanda, og hefst athöfnin kl. 10 í íþróttahöllinni. Stúdentsefnin ganga fylktu liði í salinn, Skólameistari, Tryggvi Gíslason, flytur því næst ræðu og fulltrúar afmælisárganga, gamlir stúdentar MA, ávarpa samkomuna. Að því loknu verða brautskráðir nýstúdentar, tæplega 120 talsins. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Sláttur hafinn

ÓLAFUR Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, hóf slátt í gær og sló fimm hektara. Ólafur sagði að það hefði áður komið fyrir að sláttur hæfist um miðjan júní á þessu svæði en þetta sýndist kannski óvenjusnemmt vegna kuldans sem hafi ríkt að undanförnu. Að sögn Ólafs lá orðið á að slá þetta tún en nú yrði gert hlé í þrjá til fjóra daga en svo hæfist sláttur á ný. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Snjór á Siglufirði

ÍBÚAR Siglufjarðar vöknuðu upp við vondan draum í gærmorgun er þeir litu út um gluggann og sáu hvíta jörð. Að sögn Adolfs Árnasonar lögreglumanns var einhver snjókoma var fram yfir hádegið en þá stytti upp og var mesti snjórinn farinn í bænum þótt enn væri hann til fjalla. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sólstöðuhátíð í Lónkoti í Skagafirði

SÓLSTÖÐUHÁTÍÐ að fornum sið verður haldin í Lónkoti í Skagafirði 19. júní. Allsherjargoði mun flytja mönnum fróðleik um sólstöðuhátíð að fornu og nýju. Freysleikar flytja leikþátt sem byggður er á sögunni um Iðunni og eplin. Seiðskratti verður á svæðinu og spáir í rúnir fyrir gesti og fræðir þá sem vilja um galdrastafi. Grasakona fræðir fólk um jurtir sem tengjast sólstöðum sérstaklega. Meira
17. júní 1999 | Miðopna | 2000 orð

Stefnt að skráningu ÍE á markaði fyrir árslok Samningur var undirritaður í gær um kaup Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA),

FBA, Landsbanki, Búnaðarbanki og Hof hafa eignast 17% hlut í DeCODE Genetics Stefnt að skráningu ÍE á markaði fyrir árslok Samningur var undirritaður í gær um kaup Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA), Landsbankans, Búnaðarbankans og eignarhaldsfélagsins Hofs á hlutabréfum í DeCODE Genetics, Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 197 orð

Stjórnarmyndun innan seilingar í Ísrael

MYND virtist loks vera að komast á stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael í gær eftir að Aryeh Deri, leiðtogi Shas-bókstafstrúarflokksins, varð við þrýstingi frá Ehud Barak, leiðtoga Verkamannaflokksins og nýkjörnum forsætisráðherra, á þriðjudag og sagði af sér formennsku í Shas, en Deri var sakfelldur fyrir mútuþægni og spillingu fyrr á þessu ári. Meira
17. júní 1999 | Landsbyggðin | 164 orð

Stöðugt og gott skip

Stöðugt og gott skip ÁRBJÖRN Magnússon verður skipstjóri Lagarfljótsormsins fyrst um sinn. Árbjörn er þaulvanur sjóari, hefur stundað sjóinn í rúmlega 40 ár og verið skipstjóri á togurum í 23 ár. Hann á von á að það verði skemmtileg tilbreyting að sigla á Lagarfljóti og segir ánægjulegt að fá að taka þátt í verkefninu. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Sumarferð

MINJAR og saga gangast fyrir ferð á á slóðir Íslandsklukkunnar undir leiðsögn Árna Björnssonar þjóðháttafræðinga, næstkomandi sunnudag, þann 20. júní. Lagt verður af stað frá húsi Þjóðminjasafns Íslands kl. 9. "Farið verður göngin undir Hvalfjörð. Stansað hjá Rein, þar sem Jón Hreggviðsson bjó, síðan verður farið í kringum Akrafjall. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

SVR á þjóðhátíðardaginn

AÐ VENJU verður dagskrá í miðborg Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Hátíðarhöldin hafa áhrif á staðsetningu biðstöðva SVR í miðborginni, þar sem götum verður lokað ásamt því að fjöldi fólks leggur leið sína til miðborgar þennan dag. Leiðir 7, 110, 111, 112 og 115 munu verða með biðstöð í Tryggvagötu á móts við Tollhúsið. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Söngvökur í Minjasafnskirkjunni

SÖNGVAKA verður haldin í Minjasafnskirkjunni á Akureyri tvö kvöld í viku í júlí og ágúst í sumar, eins og undanfarin ár. Það eru Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson úr Tjarnarkvartettinum sem syngja og leika, og kynna um leið söguna. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 352 orð

Talið fullkomnasta tölvukerfi í íslenskum grunnskóla

GAGNFRÆÐASKÓLINN á Ólafsfirði, Aco hf. í Reykjavík og Haftækni hf. á Akureyri hafa gert með sér samning um kaup/rekstrarleigu til þriggja ára og þjónustu á Apple- tölvubúnaði. Samningurinn felur í sér að Aco selur Gagnfræðaskólanum tölvubúnað og Haftækni sér um uppsetningu og þjónustu á tölvukerfinu. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 517 orð

Togstreita myndast í friðargæslustjórn í Pristina

TALSMAÐUR KFOR-friðargæslusveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) sagðist í gær "ánægður og sáttur" við framgang brottflutnings serbneskra hersveita frá Kosovo sem hann sagði hafa farið nær undantekningarlaust fram samkvæmt áætlun. Þó virðist friðargæslan í héraðshöfuðborginni Pristina ekki ætla að ganga átakalaust fyrir sig og hefur spennan þar magnast mikið sl. daga. Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 674 orð

Umboðsmaður verndar gegn ágangi blaða Kvar

Kvartanir sænsku söngkonunnar Evu Dahlgren vegna ágangs kjaftablaða hefur vakið mikla athygli, skrifar Sigrún Davíðsdóttir, og vakið fólk til umhugsunar um harðnandi atgang þessara blaða. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Unnu ferð á Hróarskeldu

ÚTVARPSSTÖÐIN Mono bauð fjórum hlustendum VIP-miða á Hróarskeldu í samstarfi við Carlsberg og Ferðaskrifstofu stúdenta. Hin árlega Hróarskelduhátíð fer fram fyrstu dagana í júlí. Fram koma m.a. Manic Street Preachers, Robbie Williams, REM, Metalica og fleiri. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Vesturlandsvefur kynntur

VESTURLANDSVEFURINN var opnaður síðastliðinn vetur. Hann er heimasíða fyrir allt Vesturlandskjördæmi og sameiginlegt markaðstæki landshlutans í víðum skilningi. Formlega verður Vesturlandsvefurinn opnaður á atvinnuvegasýningunni Vesturvegi sem haldin verður í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi um næstkomandi helgi. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Vilja auka tengsl við Evrópusambandið

AUKIN tengsl við Evrópusambandið voru ofarlega á baugi á árlegum utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Palanga í Litháen 14.­15. júní. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands. Á fundinum var m.a. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Vinnuveitandi má takmarka reykingar á vinnustað

Í REGLUGERÐ heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um tóbaksvarnir á vinnustöðum, sem gekk í gildi 15. júní síðastliðinn, er þrengt enn frekar að reykingamönnum og atvinnurekendum veitt umtalsvert vald varðandi takmarkanir á reykingum á vinnustað. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 541 orð

WWF telur málið vekja athygli norsks almennings

Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature hafa opnað fyrir opinbera umræðu í Noregi um fyrirhuguð virkjunaráform norðan Vatnajökuls með því að upplýsa norska fjölmiðla um hvað sé í húfi hérlendis. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Þjóðhátíðarganga Útivistar

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir dagsferð í dag, 17. júní. Farið verður með rútu frá Umferðamiðstöðinni við Vatnsmýrarveg kl. 10.30. Í fréttatilkynningu segir að ekið verði um Þingvelli að Dímon en þaðan gengið á Dímon að Tintron og leitað að Stelpnahelli áður en gengið verður að Gjábakka. Frá Gjábakka eru gengnir fornir stígar að Almannagjá en þar gefst tækifæri til að skoða Öxarárfoss. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 507 orð

Þjónustan samþætt og færð nær íbúunum

MIÐGARÐUR, fjölskylduþjónusta sem þjónar íbúum Grafarvogs, hefur vaxið og dafnað frá upphafi starfrækslu haustið 1997. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu Miðgarðs og verkefni næg, að sögn Regínu Ásvaldsdóttur framkvæmdastjóra. Reykjavíkurborg rekur Miðgarð í tilraunaskyni til aldamóta, þá verður árangur af starfseminni metinn og ákvörðun tekin um framhald þjónustunnar. Meira
17. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Þór og Mitre í samstarf

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór og Mitre hafa undirritað samstarfssamning til fjögurra ára, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Vegna mistaka birtist ekki mynd af undirskrift samningins og birtist hún því hér með. Svala Stefánsdóttir formaður Þórs og Valdimar Magnússon frá Mitre (Hoffelli) undirrituðu samstarfssamninginn. Fyrir aftan þau standa í nýju búningunum, f.v. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 270 orð

Þreytti sjúkraprófið í Genf

ÍSLENSK fjölskylda varð að breyta ferðatilhögun í sumarfríi sínu á Ítalíu í byrjun mánaðarins til þess að dóttirin, sem stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík, kæmist í sjúkrapróf í enskum stíl. Fjölskyldufaðirinn, Sigurður Pétursson, ók samtals í átta klukkustundir frá sumarleyfisstaðnum á Norður-Ítalíu til Genfar, þar sem stúlkan þreytti prófið hjá fastanefnd Íslands í Genf, og að prófi loknu, Meira
17. júní 1999 | Erlendar fréttir | 623 orð

Þykja líklegir til að takast á um embættið

AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær formlega að hann sæktist eftir útnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári í ræðu sem hann hélt í fæðingarborg sinni, Carthage í Tennessee. Þótt afar líklegt sé að Gore verði frambjóðandi demókrata á varaforsetinn undir högg að sækja því skoðanakannanir sýna að George W. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ævintýraland skáta 17. júní

SKÁTAR munu reka ævintýraland í Hljómskálagarðinum á 17. júní. "Þar verða stærstu þrautabrautir, sem sést hafa í borginni til þessa," segir í fréttatilkynningu. Skátar munu einnig bjóða fjallakakó og kaffi í hljómskálagarðinum. Meira
17. júní 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón Svavarsson Darek Dariusz vonar að hann geti haldið vinnunni hjá Rauðsíðu þótt hann geti auðveldlega fengið vinnu annars staðar. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir stöðuna alvarlega. Hlynur Aðalsteinsson yfirverkstjóri hjá Rauðskinnu segir að fá þurfi hluta kvótans til baka. Meira

Ritstjórnargreinar

17. júní 1999 | Staksteinar | 366 orð

Áfangasigur Samfylkingar

VEFBLAÐIÐ Sameining, sem Óskar Guðmundsson gefur út á Netinu, fjallar um úrslit alþingiskosninganna á dögunum. Þar segir hann að margir hafi viljað gera lítið úr ávinningi Samfylkingarinnar í kosningunum. Í því efni veltur að sjálfsögðu mjög á þeim mælikvörðum sem menn nota. "Það er nefnilega alveg eins hægt að halda því fram að Samfylkingin hafi unnið," segir Óskar. Meira
17. júní 1999 | Leiðarar | 725 orð

FRUMKVÆÐI, SKÖPUN, ÞEKKING

Í DAG eru 55 ár liðin frá því að stofnun íslenska lýðveldisins var formlega lýst yfir á fundi Alþingis að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Á þessu ári eru og liðin 95 ár frá því Íslendingar unnu heimastjórn úr höndum Dana en þá vannst sigur í baráttunni fyrir innlendu framkvæmdavaldi og efnt var til íslensks ráðuneytis í Reykjavík. Meira

Menning

17. júní 1999 | Menningarlíf | 191 orð

47 ár af ferli Sigurjóns Ólafssonar

SÝNING á höggmyndum úr Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, fimmtudaginn 17. júní kl. 16. Sýnd verða 14 verk frá árunum 1931­1978, unnin í ólík efni s.s. brons, kopar, leir, stein, járn og tré. Verkin spanna 47 ár af ferli listamannsins. Sigurjón var einn af bestu myndhöggvurum landsins, hann fæddist á Eyrarbakka árið 1908. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 373 orð

Austin Powers snýr aftur

MIKE Myers snýr aftur og leikur Austin Powers, séntilmann og njósnara í framhaldsmyndinni Austin Powers, njósnarinn sem negldi mig. Myndin hefst árið 1999 á því að Austin Powers er á brúðkaupsferðalagi með eiginkonu sinni, hinni fögru Vanessu (Elizabeth Hurley), þegar hann fréttir að erkióvinurinn, dr. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Cirkus Cirkör með aukasýningu

CIRKUS Cirkör ­ The Scandinavian Challenge verður með aukasýningu á verkinu 00:00 í Laugardalshöll föstudaginn 18. júní kl. 20. Sýningin 00:00 gerist á broti úr sekúndu þegar árið 2000 gengur í garð, í miðri hringiðu þess þegar svífandi rykkorn rekast á háspennulínu. Sýningin er innblásin úr leikhúsi, dansi, rokktónlist og ljóðum. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 149 orð

Dansinn fær verðlaun í Portúgal

KVIKMYND Ágústs Guðmundssonar Dansinn fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna á Troia-kvikmyndahátíðinni í Portúgal sem er nýafstaðin. "Það var afar ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun," segir Ágúst í samtali við blaðamann. "Þetta er alþjóðleg hátíð sem leggur þó áherslu á evrópskar myndir og er mjög evrópsk í afstöðu sinni. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Finnskur listamaður í Galleríi Nema hvað

TEA Jääskeläinen opnar sýningu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, fimmtudag, kl. 20. Tea Jääskeläinen kemur frá Finnlandi og hefur unnið með mismunandi efni, s.s. fínan textíl, myndlist sem og hráan leir. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 147 orð

Fjölbreytt úrval af gömlu og góðu

TÓNLISTINN Gamalt og gott er mjög fjölbreyttur og þessa vikuna inniheldur hann allt frá rappi til sígildrar tónlistar. Í efsta sæti listans er safndiskurinn "Best ever classics CD" með úrvali vinsællar sígildrar tónlistar og í öðru sæti situr hinn sívinsæli diskur Abba Gold, sem hefur nú verið í meira en fjóra mánuði á listanum. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 35 orð

Forseta fagnað

Á MEÐAN Bill Clinton forseti Bandaríkjanna er á ferðalagi bíður hundurinn hans Buddy þolinmóður heima. Þegar "pabbi" kemur svo heim úr löngum ferðum er honum ákaft fagnað enda eru þeir félagar miklir mátar. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 194 orð

"Íslendingar hylla Jón Leifs"

Gagnrýnandi Svenska Dagbladet "Íslendingar hylla Jón Leifs" Undir fyrirsögninni "Íslendingar hylla Jón Leifs" skrifar Carl Gunnar Åhlén, tónlistargagnrýnandi Svenska Dagbladet í Stokkhólmi, í blað sitt 5. maí og lýsir endurmati á tónskáldinu. Meira
17. júní 1999 | Bókmenntir | 1024 orð

Í þúsund ár

Firðir og fólk 900­1900 ­ Vestur- Ísafjarðarsýsla eftir Kjartan Ólafsson. Reykjavík 1999, 603 bls. ÞESSI mikla bók er allt í senn byggðasaga, atvinnusaga, saga mannlífs og leiðarlýsing um Vestur- Ísafjarðarsýslu. Að fornu voru fimm hreppar í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Sunnan frá talið eru það Auðkúluhreppur, Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvallahreppur og Suðureyrarhreppur. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 262 orð

Listahátíðin Á Seyði sett í Skaftfelli

Á SEYÐI, Listahátíð á Seyðisfirði verður nú haldin í fimmta sinn og verður formlega opnuð í Skaftfelli, menningarmiðstöð, laugardaginn 19. júní kl. 17. Fjölda gesta er boðið við opnunina. Ávörp flytja m.a. Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Hjálmar H. Ragnarsson rektor Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri o.fl. Hljómsveitin Spaðar leikur nokkur lög við opnunina. Meira
17. júní 1999 | Tónlist | 673 orð

Litbrigði tónanna

Caput-hópurinn flutti verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, John Woolrich og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Þriðjudaginn 15. júní 1999 kl. 20.30. TÓNLEIKAR Caput-hópsins að þessu sinni voru haldnir fyrir tilstuðlan NOMUS, norræna tónlistarráðsins. Þeir voru liður í menningarsamstarfi Stóra-Bretlands og Norðurlanda, sem ber heitið Nordic Season. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1157 orð

Lýðræðið í fyrirrúmi hjá Garbage Bandaríska hljómsveitin Garbage mun leika á stórtónleikunum á þaki Faxaskála 22. júní nk. Dóra

Bandaríska hljómsveitin Garbage mun leika á stórtónleikunum á þaki Faxaskála 22. júní nk. Dóra Ósk Halldórsdóttir hringdi í trommuleikarann Butch Vig sem, áður en Garbage kom til sögunnar, vann sér það til frægðar að taka upp plötur fyrir hljómsveitirnar Nirvana og Smashing Pumkins. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 405 orð

Náttúrulegt ljósnám í Galleríi Ingólfsstræti 8

Í DAG verður opnuð sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í Galleríi Ingólfsstræti 8. Hreinn sem er búsettur í Amsterdam var einn af stofnendum SÚM-hópsins. Verk hans eru að því er segir í fréttatilkynningu fjölbreytt en þó sprottin hvert af öðru. Í senn fábrotin, en samt margbrotin og einkennast af ljóðrænu og látlausu hugmyndaverki úr ólíkum efnivið. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 248 orð

Nýjar bækur "RURA" er

"RURA" er eftir Þóru Þóroddsdóttur sjúkraþjálfa og kemur út í Færeyjum. Bókin er skrifuð samtímis á íslensku og færeysku; íslenska gerðin hefur vinnuheitið Að hreyfa sig og hjúfra. Fjallað er um skyn- og hreyfiþroska, einkum það sem á íslensku hefur verið nefnt skynreiða (sanseintegration). Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 379 orð

Sagan um Lolitu

HUMBERT Humbert er hæfileikaríkur maður; menntaður, fyndinn, snjall og ótrúlega aðlaðandi í augum kvenna. Hann er prófessor í frönskum bókmenntum, nýkominn til Nýja Englands þar sem hann ætlar að taka við nýrri stöðu. Hann gerist leigjandi myndarlegrar ekkju, Charlotte Haze (Melanie Griffith). Í hennar augum er þessi menntaði og myndarlegi maður sá sem hana hefur dreymt um. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1895 orð

Stúlkan sem fékk heiminn til að ganga af göflunum Ekki er hægt að segja annað en að leikferill Dominique Swain hafi byrjað með

Ekki er hægt að segja annað en að leikferill Dominique Swain hafi byrjað með látum. Hún lék í myndinni Lolitu sem fór fyrir brjóstið á siðgæðispostulum víða um heim. Pétur Blöndal hitti hana í Cannes og talaði við hana um myndina sem nú loks hefur verið tekin til sýninga hérlendis eftir fjögurra ára bið. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 218 orð

Um 60 höfundar á Bjørnsonhátíð

ALÞJÓÐLEGA bókmenntahátíðin í Molde í Noregi, kennd við Bjørnstjerne Bjørnson, er nú í undirbúningi og mun hún standa dagana 7.-13. ágúst. Forseti hátíðarinnar er Knut Ødegård skáld. Um sextíu rithöfundar eru þátttakendur, en mikll fjöldi gesta fylgist jafnan með hátíðinni. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 310 orð

Upprisa á rútuþaki

MAÐUR nokkur í Argentínu, Mario Paz, fótbrotnaði og handleggsbrotnaði þegar hann í hræðslu sinni hoppaði af þaki rútu sem var á ferð. Hann hafði farið upp á þakið til að fá sér frískt loft og mátti finna þar ýmislegt dót, þar á meðal líkkistu. Í líkkistunni lá bóndi sem hafði lagst ofan í hana til að fá sér blund. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Vantar aukaleikara og prest í 101 Reykjavík

LEIKPRUFUR fyrir aukahlutverk í myndinni 101 Reykjavík fara fram milli 17 og 20 í Loftkastalanum frá 21. til 23. júní. Að sögn Andreu Brabin hjá umboðsskrifstofunni Casting vantar fólk í nokkur hópatriði í myndinni og einnig á eftir að manna nokkur hlutverk. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 269 orð

Verðmætustu Hollywoodstjörnurnar

ÁRLEGA birtir blaðið "Hollywood Reporter" lista yfir þær Hollywoodstjörnur, sem taldar eru geta halað inn mesta peninga með nafni sínu einu saman. Þetta eru þeir leikarar sem auðvelda til muna fjármögnun og dreifingu kvikmyndar leggi þeir nafn sitt við hana og þar sem þeir eiga stóran aðdáendahóp á myndin einnig stóran áhorfendahóp vísan. Meira
17. júní 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Þátttakendur í Mozart-veislu

Þátttakendur í Mozart-veislu Egilsstaðir. Morgunblaðið. GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari héldu tónleika í Egilsstaðakirkju. Tónleikarnir voru liður í hátíðinni "Bjartar nætur í júní" sem haldnar eru á Austurlandi. Á efnisskrá voru einungis verk eftir Mozart. Meira
17. júní 1999 | Fólk í fréttum | 256 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁLAFOSS FÖT BEZT Laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Blístrandi æðarkollur. CATALINA, Hamraborg Föstudags- og laugardagskvöld leikurGammel dansk. Meira

Umræðan

17. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 551 orð

Auðn og gróður í 100 ár ­ Reynifellsætt gróðursetur

UM síðustu aldamót var dökkt um að litast í Rangárþingi og gróður ekki svipur hjá sjón í samanburði við gróður 100 árum áður, hvað þá fyrr. En um þær mundir höfðu menn líka hafið varnarstörf, Sandgræðslan sem síðar nefndist Landgræðslan var stofnuð, og er skemmst frá að segja að sýslan hefur breytt um svip á ný og græni liturinn komið í stað hins svarta. Meira
17. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 283 orð

Davíð og Goliat ­ Eiga hjólreiðamenn samleið með bílaumferð?

ÞESSARI spurningu er ekki hægt að svara nema játandi, en það krefst vissulega tillitssemi og tilhliðrunar á báða bóga til þess að vel fari. Ökumenn bílanna eru ekki þeir einu sem þurfa að sýna tillitssemi, það þurfa hjólreiðamenn að gera líka. Það er til dæmis sjálfsögð tillitssemi við aðra vegfarendur að vera klæddur í fatnað í skærum litum sem sjást vel. Meira
17. júní 1999 | Aðsent efni | 853 orð

Drengskapur og daglegt mál

Þegar talað er um drengskap, segir Pétur Pétursson, leikur um orðið heiður blær óspilltrar æsku, hreinlyndis og trausts. Meira
17. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 193 orð

Eiður Smári sýndi landsliðinu ekki lítilsvirðingu

ÞAÐ var ómaklet af Guðjóni Þórðarsyni landliðsþjálfara sem hann lét hafa eftir sér um Eið Smára. Er landliðsþjálfarinn búinn að gleyma meiðslum Eiðs Smára eða veit hann ekki að hann stórslasaðist í landsleik fyrir Íslands hönds og var í tvö og hálft ár að berjast við mikil meiðsli og mjög tvísýnt um árangur. Meira
17. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 302 orð

Einangrunarstöð gæludýra í Hrísey og landbúnaðarráðuneytið

MÉR er ekki hlátur í huga er ég rita þessa grein. Algjört óskipulag ríkir hvað varðar innflutning gæludýra til landsins. Undirritaður flyst til Íslands í lok júní. Að sjálfsögðu vill fjölskyldan hafa hundinn okkar með. Hann er átta ára tíbetskur terríer. Um leið og við hjónin ákváðum að flytjast heim var gengið í að afla tilskilinna leyfa fyrir innflutning hundsins. Meira
17. júní 1999 | Aðsent efni | 556 orð

Fjölmennastiíþróttaviðburð-ur ársins

Allar geta verið með, segir Laufey Jóhannsdóttir, ganga, hlaup eða skokk ­ allt eftir getu hvers þátttakanda. Meira
17. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 485 orð

Í tilefni dagsins

JÓN Sigurðsson forseti var óþreytandi að hvetja landsmenn sína til dáða alla tíð og átti það við um flest þjóðmálefni. Hann var hin praktíska sjálfstæðishetja sem var í beinu sambandi við almenning í landinu með bréfaskriftum til mörg hundruð manna um allt Ísland. Í Landsbókasafni og Þjóðarbókhlöðu eru til hvorki meira né minna en yfir 6. Meira
17. júní 1999 | Aðsent efni | 450 orð

Samkennd og gleði í Kvennahlaupi!

Frekara markmið er, segir Helga Guðmundsdóttir, að leggja áherslu á markvissa hreyfingu þeirra kvenna sem taka árlega þátt í hlaupinu og ekki síst að hvetja dætur okkar áfram. Meira
17. júní 1999 | Aðsent efni | 974 orð

Skrúður á Núpi í Dýrafirði ­ þjóðarminnismerki

Garðurinn Skrúður er lífvera, segir Hafsteinn Hafliðason, og allar lifandi verur þurfa viðurværi og umönnun. Meira
17. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 467 orð

Titian Íslands

HANN á þrjú ár í hundrað ára þessi listamaður sem nú sýnir næsta hálfa mánuð Ódáinsverk (krosssaumsmyndir) í einni allra listrænustu rakarastofu hér á landi. Minnir á Italiano Salon í Soho í New York City. Meira
17. júní 1999 | Aðsent efni | 591 orð

Varðveisla menningarverðmæta

Það hlýtur að vera vilji okkar og þjóðarstolt, segir Mist Þorkelsdóttir, að sjá sjálf um varðveislu á okkar menningu. Meira

Minningargreinar

17. júní 1999 | Minningargreinar | 25 orð

Böðvar Sveinbjarnarson

Böðvar Sveinbjarnarson Til afa. Afi minn, ég vildi að þú værir hér lengur, en lífið svona bara gengur, og ég mun alltaf muna þig. Þinn Sveinbjörn. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 1164 orð

Böðvar Sveinbjarnarson

Með Böðvari Sveinbjarnarsyni er fallinn frá einn af brautryðjendum í íslenskum rækjuiðnaði og ísfirsku atvinnulífi. Það er erfitt fyrir okkur sem erum að lifa aldaskiptin að gera okkur grein fyrir því hvernig það var fyrir unga menn að hefja lífsstarfið í miðri heimskreppunni. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 517 orð

Böðvar Sveinbjarnarson

Elsku afi, það er erfitt fyrir mig að setjast niður og skrifa þér þessa hinstu kveðju. Þó er það svo að margar ánægjulegar minningar skjóta upp kollinum og hugur minn ber mig alla leið til Ísafjarðar sem er þó svo óralangt frá þeim stað sem ég dvel nú. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 318 orð

BÖÐVAR SVEINBJARNARSON

BÖÐVAR SVEINBJARNARSON Böðvar Sveinbjarnarson fæddist á Ísafirði 7. apríl 1917. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu 5. júní síðastliðinn. Foreldrar Böðvars voru Sveinbjörn Halldórsson, bakarameistari á Ísafirði, f. 14. ágúst 1888, d. 13. september 1945, og kona hans Helga Jakobsdóttir, húsmóðir á Ísafirði, f. 24. apríl 1889, d. 26. apríl 1979. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 520 orð

Guðný Jósepsdóttir

Elsku Gunsa amma er dáin. Þess vegna erum við sorgmædd. Þess vegna eru mamma og pabbi sorgmædd. Afi er líka leiður því nú á hann enga konu. Við erum leið af því að nú fáum við ekki að hitta ömmu aftur. Hún var svo mikið veik. Gunsa amma var dásamleg kona. Hún var svo góð við okkur og þótti svo sérstaklega vænt um okkur, barnabörnin sín. Hún gaf okkur alltaf súkkulaðiköku þegar okkur langaði. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 727 orð

Guðný Jósepsdóttir

Mig langar að skrifa hér nokkur orð til minningar um hana Gunsu, tengdamóður mína. Gunsa og Siggi voru svo lánsöm að eignast þrjá yndislega syni. Þau voru komin af léttasta skeiði þegar þau felldu hugi saman og var aldursmunurinn ekki lítill. Gunsa eignaðist synina þrjá með stuttu millibili og var vel tekið á móti þeim. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 595 orð

Guðný Jósepsdóttir

Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Guðnýjar Jósefsdóttur frá Breiðumýri í Reykjadal, síðar húsfreyju á Húsavík. Þegar ég rétt rúmlega tvítug, haustið 1962, réði mig til kennarastarfa á Húsavík öllum ókunnug, var ég svo heppin að komast í húsnæði og fæði hjá Guðnýju og manni hennar, Sigurði Sigurjónssyni söngstjóra á Uppsalavegi 10, Húsavík, ættuðum frá Heiðarbót í Reykjahverfi. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Guðný Jósepsdóttir

Húsavík er fallegur bær, þar er snjóþungt á vetrum en á vorin vaknar allt til lífsins. Húsavík er mjög grænn bær á sumrin. Bæjarbúar hafa greinilega unun af garðrækt, það sést vel þegar gengið er um bæinn. Guðný Jósepsdóttir, ætíð kölluð Gunsa, var ein þeirra er ræktaði garðinn sinn vel í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 171 orð

GUÐNÝ JÓSEPSDÓTTIR

GUÐNÝ JÓSEPSDÓTTIR Guðný Jósepsdóttir fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 12.júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gerður Sigtryggsdóttir, f. 11. júlí 1896, d. 4. júlí 1978, og maður hennar Jósep Kristjánsson, bóndi á Breiðumýri, f. 29. maí 1887, d. 14. febrúar 1981. Systkini Guðnýjar: Hallur, f. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 491 orð

Guðrún Ragnheiður Benjamínsdóttir

Að leiðarlokum er margt er rennur í gegn um hugann, myndir og atvik liðinna þriggja áratuga og fjórum árum betur. Fyrstu kynni okkar voru á Skagaströnd, þar sem fjölskyldan bjó, en ég kom að heimsækja systur hennar, konuefni mitt. Guðrún var þá átta ára og afar forvitin að sjá mannsefni systur sinnar. Hafði hún hlaupið þorpið á enda til að vísa piltinum veginn að húsi þeirra. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 59 orð

Guðrún Ragnheiður Benjamínsdóttir

Elsku Gunna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig. Gróa Halla og Gunnar Örn. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 227 orð

GUÐRÚN RAGNHEIÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR

GUÐRÚN RAGNHEIÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR Guðrún Ragnheiður Benjamínsdóttir fæddist á Skagaströnd 14. febrúar 1957. Hún lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Lára Loftsdóttir, f. 1925, og Benjamín Sigurðsson, f. 1917. Guðrún var yngst þriggja systra. Þær eru: Pálfríður, f. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Jakob Hallgrímsson

Jakob Hallgrímsson Ó undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið ­ að finna gróa gras við il og gleði' í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil! Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 221 orð

Jakob Hallgrímsson

Hversu undarleg er tilveran. Fyrir stuttu var kennari hér í Tónskóla þjóðkirkjunnar með nemanda sínum að undirbúa hann fyrir æfingar sumarsins. Finna metnaðarfull verkefni til að takast á við, enda nemandinn áhugasamur og kennarinn stoltur eftir árangur vetrarins, fullur tilhlökkunar að taka sér frí eftir miklar annir. Glaðværðin ríkir og mikið er spjallað. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 1409 orð

Jakob Hallgrímsson

Við Jakob áttum báðir heima við Lokastíg þegar við vorum börn. Ég man eftir okkur eitthvað sex eða sjö ára inni í stofu hjá foreldrum hans. Þetta var mikið indælis fólk. Hallgrímur söngkennari, af merkum ættum samvinnumanna í Þingeyjarsýslum, með reykjarpípuna innan um allar bækurnar, og Margrét, kona hans, spilandi geðþekk, hláturmild og gestrisin, Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 707 orð

Jakob Hallgrímsson

Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Þessi orð listaskáldsins komu mér í hug, þegar mér voru sögð þau dapurlegu tíðindi, að Jakob Hallgrímsson væri látinn. Þótt nú sé sólargangur langur og dagarnir bjartir hið ytra, verður skyndilega dimmt í huga manns við þessar aðstæður. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 472 orð

JAKOB HALLGRÍMSSON

JAKOB HALLGRÍMSSON Jakob Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 10. janúar 1943. Hann lést í Reykjavík 8. júní 1999. Foreldrar hans eru Hallgrímur J.J. Jakobsson, söngkennari, f. 23.7. 1908, d. 16.3. 1976, og Margrét Árnadóttir, f. 29.9. 1908. Systkini Jakobs eru Hrafn, f. 13.9. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Jónína Guðmundsdóttir

Hinsta kveðja til móður minnar. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 506 orð

Jónína Guðmundsdóttir

Okkur langar að kveðja með nokkrum orðum kæra móðursystur og frænku, Jónínu Guðmundsdóttur, húsmóður, sem andaðist 13. þessa mánaðar á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Jónína var fædd hér í Reykjavík 26. september 1910, og hefði því orðið 89 ára á þessu ári. Jónína var næstyngst af fimm börnum þeirra hjóna Guðmundar Helgasonar togarasjómanns og Guðrúnar Gísladóttur konu hans. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Jónína Guðmundsdóttir

Hún Amma á Reynó hefur yfirgefið þennan heim, og heldur nú á fund við hann afa sem hún saknaði svo mikið. Aldrei er hægt að vera sáttur við fráfall nákomins ættingja en maður verður að trúa því að við taki eitthvað betra. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 238 orð

JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Jónína Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 13. júní sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Helgason, sjómaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1876 í Skálholti, Árnessýslu, d. 19. febrúar 1959 og kona hans Guðrún Gísladóttir, f. 6. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 446 orð

Laufey Ingadóttir

Elsku Laufey. Eða á ég að kalla þig "Luffu" eins og ég var vön að kalla þig þegar við vorum unglingar. Ég trúi því varla að þú sért farin. Ég vissi að þú værir mikið veik, en einhverra hluta vegna meðtók ég það ekki að þú værir dauðvona, eða kannski hef ég bara ekki leyft mér að hugsa það. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

LAUFEY INGADÓTTIR

LAUFEY INGADÓTTIR Laufey Ingadóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans hinn 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. júní. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 655 orð

Pétur Ágústsson

Pétur mágur minn og vinur er látinn. Hann barðist við heilasjúkdóm á annað ár, sú barátta var vonlaus frá upphafi og við slík örlög verður dauðinn líkn. Pétur var ungur maður þegar ég kynntist honum og mynd hans í safni minninganna er skýr, hann var fríður, bar sig vel, dökkhærður með áberandi kolsvartar augabrúnir, skemmtilegur, skapríkur, róttækur og lá ekkert á skoðunum sínum. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 571 orð

Pétur Ágústsson

Það er ekki létt að skilja eftir áralanga samleið, en eitt sinn skal hver deyja og þótt okkur takist að flýja eitt og annað í þessu jarðlífi, þá vitum við að kveðjustundin er óumflýjanleg. Nú kveðjum við tengdapabba minn Pétur Ágústsson múrarameistara. Hann hafði verið veikur um nokkurt skeið, en erfiðri baráttu hans við óvæginn heilahrörnunarsjúkdóm lauk að kvöldi þriðjudagsins 8. júní sl. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Pétur Ágústsson

Pétur Ágústsson er látinn og er kominn til hvíldar frá þeim veikindum sem drógu hann þennan farveg. Ég tel að Pétur sé sáttur við það fyrst svona var komið því það var ekki hans taktur að liggja heldur vildi hann drífa í hlutunum. Ég kynntist Pétri þegar ég hóf störf hjá Húsasmiðjunni haustið 1990. Þá var hann yfir múrefnadeildinni og kom í okkar hlut að markaðssetja MAPEI-efnin frá Ítalíu. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 509 orð

Pétur Ágústsson

Ég vil í örfáum orðum minnast míns ástkæra bróður sem nú hefur kvatt þetta tilverustig eftir erfiða sjúkralegu. Pétur var sjöunda barn Ágústs Pálssonar frá Þiljuvöllum á Berufjarðarströnd og Sigurlaugar Einarsdóttur frá Gamla-Gerði í Suðursveit. Þau hjón eignuðust ellefu börn og komust níu þeirra til fullorðinsára en tvö þeirra létust í bernsku. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 352 orð

PÉTUR ÁGÚSTSSON

PÉTUR ÁGÚSTSSON Pétur Ágústsson fæddist á Berufjarðarströnd 6. febrúar 1929. Hann lést á Landakotsspítala 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Pálsson, f. 11. ágúst 1886, d. 6. apríl 1955, og Sigurlaug S. Einarsdóttir, f. 24. september 1896, d. 24. desember 1970. Systkini Péturs voru Stefán S., f. 2. febrúar 1917, d. 22. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 456 orð

Rafn Kristinsson

Við vorum lítill hópur, þrjú fædd á sama árinu, sem ólumst upp saman í litlu götunni í Brekkubyggðinni. En nú erum við bara tvö eftir því að við misstum Rafn vin okkar í slysi. Rafn Kristinsson var alltaf fullur af lífi og fjöri og við munum eftir honum á unga aldri, hlaupandi og klifrandi út um allt. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 202 orð

Rafn Kristinsson

Elsku Rafn hefur verið tekinn frá okkur, maður á ekki orð til að lýsa þeim tilfinningum sem hellast yfir mann á slíkri stundu. Með þessum ljóðlínum langar okkur að þakka fyrir þau fáu, en gleðiríku og fallegu, ár sem við áttum með þér. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 490 orð

Rafn Kristinsson

Það er sól og fallegt veður þetta kvöld klukkan um hálfellefu, ég og sonur minn að koma heim. Þá hringir síminn, það er bróðir minn sem flytur mér þær hræðilegu fréttir að Rafn stóri strákurinn þeirra sé látinn. Það var eins og allt staðnaði. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Rafn Kristinsson

Esku Rafn. Það er svo sárt að kveðja þig, þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt. Það er svo erfitt að trúa því að við sjáum þig aldrei aftur. Nú eigum við bara allar góðu minningarnar eftir, þær geymum við alltaf í hjarta okkar. Þú varst yndislegur sonur og bróðir. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Rafn Kristinsson

Elsku besti vinur minn. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Það var mikil gæfa að fá að eiga þig sem vin, starfa með þér og stunda með þér íþróttir, því ekki var hægt að hugsa sér betri félaga og vin. Sérstaklega er mér þó minnisstæð handaboltaferðin sem við fórum sumarið '97 og henni mun ég aldrei gleyma. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Rafn Kristinsson

Nú ertu farinn frá okkur, Rabbi. Margs er að minnast. Við kynntumst þér fyrst fyrir fimm árum og urðum brátt nánir vinir og skemmtanafélagar. Auðvelt er að hugsa til baka og rifja upp góðar stundir, t.d. róló í Kögurselinu á menningarnótt. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 239 orð

Rafn Kristinsson

Við áttum ekki von á því að við ættum eftir að skrifa minningargrein um jafnaldra okkar og vin. Það er erfitt að sætta sig við að Rafn sé farinn. Þó að kynni okkar hafi ekki verið eins löng og við hefðum óskað eigum við margar góðar minningar um hann. Í fyrstu bar ekki mikið á honum en ekki leið á löngu þar til Rafn fór að taka þátt í alls kyns skemmtilegum uppátækjum. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Rafn Kristinsson

Aldrei er dauðinn jafnmiskunnarlaus og þegar allt er að vakna til lífsins, þegar sólin lengir dagana einn af öðrum og grösin spretta upp úr moldinni græn og mjúk. Aldrei er dauðinn jafnmiskunnarlaus og þegar ungu fólki er kippt af lífsins braut eins og grasi sem fellur fyrir ljánum. Fyrir örfáum vikum sátu þau andspænis mér ung og æskuglöð nemendur mínir í 4. bekk S í Menntaskólanum í Reykjavík. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Rafn Kristinsson

Tveir litlir hnokkar að leika sér og brölta í snjónum á veturna eða við aðra iðju á sumrin. Það eru okkar fyrstu minningar um Rafn þegar hann og sonur okkar Axel kynntust. Það var fyrir 15 árum að við eignuðumst góða nágranna, þau Sólborgu, Kristin og Rafn. Rafn var prúður drengur og ávallt gott að hafa hann nálægt sér. Hann var glaðvær og hafði fallegt bros. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Rafn Kristinsson

Elsku Rabbi. Í dag er stórt skarð í gamla bekknum okkar, sem fylgdist að í sex ár, sem aldrei verður fyllt. Við hefðum aldrei trúað því hversu stutt getur verið á milli lífs og dauða, það er sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig en minningarnar munu ávallt lifa í hjarta okkar allra. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 116 orð

RAFN KRISTINSSON

RAFN KRISTINSSON Rafn Kristinsson fæddist í Reykjavík 30. október 1981. Hann fórst af slysförum 8. júní síðastliðinn. Rafn var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík og hafði lokið öðru námsári þar. Foreldrar Rafns eru Kristinn Rafnsson, vélfræðingur hjá Orkustofnun Reykjavíkur, f. 24.7. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 438 orð

SIGURÐUR JÓNSSON

Sigurður Jónsson fæddist í Ærlækjarseli í Axarfirði 18. júní 1899. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Sigurðardóttir og Jón Gauti Jónsson frá Gautlöndum, bóndi og kaupfélagsstjóri. Sigurður kvæntist Kristjönu Hafstein árið 1931. Börn þeirra eru: Jón Hannes, verkfræðingur, Ragnheiður, húsmóðir, Örn, arkitekt, og Hrafn, viðskiptafræðingur. Kristjana lést árið 1952. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 146 orð

Svanberg Ólafsson

Vinur minn, Svanberg Ólafsson, er nú horfinn til æðri og betri heima. Þar veit ég að honum líður vel. Undanfarin ár hafði hann átt mjög erfitt. Hann bjó hjá mér í tvo mánuði, þá gat ég útvegað honum íbúð. Eftir það hrakaði honum mikið. Svanberg var gull af manni og vildi öllum vel. Hann var oft of greiðvikinn og fór stundum illa út úr lífinu vegna þess. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 67 orð

Svanbergur Ólafsson

Elsku Svanur, ég mun alltaf minnast þín sem góða frænda, en ég sem barn hélt alltaf að þú værir mjög ríkur því alltaf varstu að stinga einhverjum gjöfum að okkur systrunum. En þitt ríkidæmi fólst ekki eingöngu í gjafmildi þinni heldur glettninni, hlýjunni og ástinni sem alltaf geislaði af þér. Kæri Svanur, það var besta gjöfin sem þú gafst okkur, hún er mér kærust. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 816 orð

Svanbergur Ólafsson

Að fæðast í þennan heim, lifa hér og fara héðan er okkar hlutskipti, eitthvað sem við getum ekki flúið. Og þegar við fáum engu um það ráðið hvernig málum okkar er háttað hér í heimi, reynum við einfaldlega að sætta okkur við þau hlutverk sem okkur eru falin. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Svanbergur Ólafsson

Svanur átti ekki mörg ár í faðmi fjölskyldu sinnar því hann missti móður sína þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall og við það áfall leystist fjölskylda hans upp og systkinin fóru hvert í sína áttina. En er það ekki oft þannig, að þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst? Svanur átti þá því láni að fagna að einstaklega góð hjón á Akranesi tóku hann í fóstur. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 141 orð

Svanbergur Ólafsson

Elsku Svanur frændi. Nú ertu farinn. Það er erfitt að hugsa til þess en vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Ég man alltaf spenninginn sem sat innra með mér þegar ég vissi að þú ætlaðir að dvelja hjá okkur um jólin. Jólin komu aldrei almennilega nema þegar þú varst hjá okkur. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Svanbergur Ólafsson

Elsku Svanur bróðir. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér fyrir allar dásamlegu samverustundirnar sem við áttum saman á bernskuheimili okkar í Krókatúni þar sem ást og umhyggja vafði okkur örmum, hversu lánsöm við vorum, elsku Svanur minn. Ekki var hægt að hugsa sér betri bróður. Góðvildin og umhyggjan var þér ásköpuð. Meira
17. júní 1999 | Minningargreinar | 70 orð

SVANBERGUR ÓLAFSSON

SVANBERGUR ÓLAFSSON Svanbergur Ólafsson fæddist á Akranesi 12. júní 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Svanbjörg Davíðsdóttir og Ólafur Magnússon á Akranesi. Svanur átti fimm alsystkini og eina uppeldissystur. Meira

Viðskipti

17. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Hlutabréf hækka í verði og dollar heldur áfram að styrkjast gagnvart Evrópumyntum

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði síðdegis í gær í kjölfar hækkunar á verði hlutabréfa í kauphöllinni á Wall Street. Ástæður fyrir hækkuðu verði á hlutabréfum vestra voru nýjar tölur um verðbólgu í maí sem leiddu í ljós að verðbólga hafði ekki aukist að ráði milli mánuða, en verðbólga í Bandaríkjunum jókst um 0,7% í apríl miðað við mánuðinn þar á undan. Meira

Daglegt líf

17. júní 1999 | Ferðalög | 356 orð

Gamlir munir í lítilli bændakirkju

Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi Gamlir munir í lítilli bændakirkju ÁTTA manns eru nú í kirkjusókninni, en árið 1920 voru þeir áttatíu," segir Hildibrandur Bjarnason bóndi og hákarlaverkandi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og býður viðstöddum sæti á 300 ára gömlum bekkjum. Meira
17. júní 1999 | Neytendur | 216 orð

Hættuleg ferðarúm

NÝVERIÐ lést 11 mánaða gamalt barn í Hollandi er ferðarúm sem það svaf í féll saman. Orsök slyssins er talin vera sú að rúmið var ekki rétt fest saman. Samkvæmt upplýsingum frá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu er þessi ákveðna tegund ferðarúma ekki á markaði hérlendis en svo virðist vera sem mörg þeirra ferðarúma sem til sölu eru hér á landi séu sett upp á sambærilegan hátt. Meira
17. júní 1999 | Neytendur | 30 orð

Ísrokk og tómatsósa

Nýtt Ísrokk og tómatsósa NÝKAUP hefur tekið í sölu vatn sem fram að þessu hefur einungis fengist í Hard Rock og heitir Ísrokk. Einnig fæst nú í Nýkaupi Hard Rock tómatsósa. Meira
17. júní 1999 | Neytendur | 70 orð

Kryddkofinn opnaður á ný

VERSLUNIN Kryddkofinn hefur nú verið opnuð á ný á Njálsgötu 112, en hún var áður til húsa að Skeifunni 8. Í fréttatilkynningu frá Kryddkofanum kemur fram að þar sé hægt að fá úrval af austurlensku kryddi og ýmis matvæli og einnig verður boðið upp á heitan mat í hádeginu. Þá hefur vöruúrvalið aldrei verið meira en nú. Meira
17. júní 1999 | Neytendur | 38 orð

Með eða án morgunverðar

SAMSTARFSVERKEFNI Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu vill benda á, að á tveimur gististöðum í könnun, sem birtist í Morgunblaðinu 12. júní sl., er innifalinn morgunverður. Það er á Gistiheimili Akureyrar og Lönguhlíð 6, Akureyri. Meira
17. júní 1999 | Ferðalög | 183 orð

Miðnæturferð í Málmey

LAUGARDAGSKVÖLDIÐ nítjánda júní nk. verður boðið upp á miðnætursiglingu um Skagafjörð. Farið verður frá Hofsósi kl. 21 og siglt fyrir Þórðarhöfða út í Málmey. Ef aðstæður leyfa verður farið á land í Málmey og gengið um eyna með leiðsögn þar sem sögu, jarðfræði og fuglalífi verða gerð góð skil. Meira
17. júní 1999 | Ferðalög | 262 orð

Nýtt gistiheimili opnað á Akureyri

NÝVERIÐ var opnað á Akureyri nýtt gistiheimili sem hjónin Erling Ingvason og Margrét Thorarensen eiga og reka. Þetta nýja gistiheimili, Gistiheimili Akureyrar, er sérlega vel staðsett við aðalgöngugötu bæjarins, nánar tiltekið stendur það við Hafnarstræti 104. Meira
17. júní 1999 | Neytendur | 224 orð

Söluaukningin nemur allt að 70% frá því í fyrra

Lífrænt ræktað grænmeti Söluaukningin nemur allt að 70% frá því í fyrra KAUPMÖNNUM ber saman um að mikil aukning sé í sölu á lífrænt ræktuðu grænmeti nú í sumar. Meira
17. júní 1999 | Ferðalög | 164 orð

Upplýsingarit um Akranes

AKRANESKAUPSTAÐUR hefur nýlega gefið út tvö upplýsingarit um Akranes. Annars vegar er um að ræða bækling fyrir ferðamenn sem á íslensku nefnist "Fólkið, fjallið, fjaran" og vísar til þeirra einkenna sem eru á Akranesi og þess sem markverðast þykir, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Akraneskaupstað. Meira

Fastir þættir

17. júní 1999 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 17. júní, verður fimmtugur Gísli H. Árnason verktaki, Fróðengi 8, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Anna Konráðsdóttir, taka á móti gestum frá kl. 20 laugardaginn 19. júní í Kiwanis-húsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 45 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 18. júní, verður fimmtugur Guðmundur E. Lárusson, Ránargötu 17, Akureyri. Kona hans, Anna Guðmundsdóttir, verður fimmtug síðar á árinu. Í tilefni afmælanna taka þau á móti gestum í sal Landsbanka Íslands hf., Akureyri, 4. hæð, föstudaginn 18. júní kl. 21. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 33 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 18. júní, verður sextug Margrét Nilsen, hjúkrunarkona, Randabergveien 101, 4027 Stavanger, Noregi. Hún og eiginmaður hennar Halvor Nilsen halda upp á daginn í Stavangri með fjölskyldu og vinum. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 41 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 17. júní, verður sextug Ásdís Þórðardóttir, búsett í Los Angeles, Kaliforníu. Eiginmaður hennar er Valdimar Hrafnsson. Ásdís og Valdi eru stödd á Íslandi þessa dagana og halda upp á afmælið með vinum og ættingjum í kvöld. Meira
17. júní 1999 | Fastir þættir | 856 orð

Andspænis "hinum" "Okkar líkar þurfa að ná forskoti og ráða atburðarásinni, annars koma hinir og fara með okkur eins og þeim

Hvernig getur maður ákveðið hvað gera skuli þegar maður stendur frammi fyrir fólki sem hugsar eftir leiðum sem eru eins ólíkar manns eigin hugarheimi og mögulegt er? Þessi vandi kemur líklega hvað gleggst í ljós í sambýli fjarskyldra trúarheima, líkt og í Palestínu. Þetta er spurningin um mann sjálfan og "hina". Hún er tvíþætt. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 28 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 17. júní, eiga sextíu ára hjúskaparafmæli Skafti Fanndal Jónasson, verkamaður á Skagaströnd og Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, húsmóðir. Þau dvelja nú á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 35 orð

GULLBRÚÐKAUP og 80 ÁRA afmæli.

GULLBRÚÐKAUP og 80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 17. júní, eiga gullbrúðkaup hjónin Doris Konráðsson og Símon Ingvar Konráðsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Í dag verður Símon einnig áttræður. Þau munu eyða deginum með fjölskyldu og vinum. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 35 orð

HALLFREÐR ÓTTARSSON

VANDRÆÐASKÁLD (D. um 1007) Hnauð við hjartasíðu, hreggblásin, mér ási, mjök hefr uðr at öðru aflat báru skafli, marr skotar mínum knerri, mjök er ek vátr, af nökkvi munat úrþvegin eira alda sínu skaldi. Meira
17. júní 1999 | Dagbók | 950 orð

Í dag er fimmtudagur 17. júní, 168. dagur ársins 1999. Lýðveldisdagurinn. Orð d

Í dag er fimmtudagur 17. júní, 168. dagur ársins 1999. Lýðveldisdagurinn. Orð dagsins: Himinninn er himinn Drottins, en jörðina hefur hann gefið mannanna börnum. (Sálmarnir 114, 16.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Rannes og Triton koma í dag. Meira
17. júní 1999 | Fastir þættir | 504 orð

Rabarbari

Kristín Gestsdóttir segist nota nýsprottinn rabarbara talsvert í grauta, súpur og ábætisrétti. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 334 orð

Sólveig kirkjumálaráðherra í útimessu kvenna

Á KVENRÉTTINDADAGINN, laugardaginn 19. júní, kl. 20.30, efna Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands til guðsþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal. Brasskvintett, skipaður konum, leikur nokkur lög áður en guðsþjónustan hefst og eftir að henni lýkur. Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur á trompet. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 269 orð

Svar frá Nýkaupi

ÉG var að sjá í Velvakanda frá 6. júní bréf frá "ópólitískum neytanda". Þar kemur fram sú fullyrðing að Frissi fríski fáist ekki í Nýkaupi. Ég hefði gjarnan viljað koma því á framfæri að Frissi fríski er til í Nýkaupi og hefur verið frá stofnun Nýkaups. Auk þess selur Nýkaup Bragakaffi, vöru sem skrifari nefnir einnig. Meira
17. júní 1999 | Í dag | 324 orð

ÞAÐ ER margt, sem menn gera sér til dundurs og nýlega

ÞAÐ ER margt, sem menn gera sér til dundurs og nýlega bárust Víkverja í tölvupósti vangaveltur frá einhverjum tölfræðingi í Bandaríkjunum, sem var að velta fyrir sér hvernig atlæti mannkynið byggi við. Hann ímyndaði sér að mannkynið væri eitt lítið þorp, sem teldi ekki nema 100 manns og síðan fór hann að reikna. Meira
17. júní 1999 | Dagbók | 3643 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

17. júní 1999 | Íþróttir | 2414 orð

Er ekki tilbúin að vinna Völu

Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, hefur tekið stórstígum framförum og sér fram á spennandi sumar Er ekki tilbúin að vinna Völu Þóreyju Eddu Elísdóttur skaut hressilega upp á íslenska íþróttahimininn á sl. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 272 orð

Fram og Leiftur úr leik

FRAM og Leiftur féllu út í 32- liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld. Fram tapaði fyrir Víði í Garði eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni og Sindri vann Leiftur á Ólafsfirði, 1:0. Víðismenn komust í 2:0 með mörkum Kára Jónssonar og Grétars Einarssonar og þannig var staðan í hálfleik. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 398 orð

Frábært heimsmet

HEIMSMEISTARINN í 100 metra hlaupi, Maurice Greene, stóð í gær við stóru orðin er hann bætti heimsmetið í 100 metra hlaupi um 5 sekúndubrot og hljóp á 9,79 sekúndum á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Aþenu. Fyrra metið setti Kanadamaðurinn Donovan Bailey, 9,84, á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 119 orð

Heiðar með tvö og Lilleström í annað sætið

HEIÐAR Helguson skoraði tvö fyrstu mörkin í 4:1 sigri Lilleström á Vålerenga í norsku deildinni í gærkvöldi. Hann hefur nú gert 7 mörk í 10 leikjum og er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Rúnar lék einnig með Lilleström sem er nú í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir Rosenborg sem er efst. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 803 orð

Hver verður númer eitt á númer tvö?

Það er engu líkara en að hallarbylting hafi átt sér stað innan bandaríska golfsambandsins, USGA, þegar mótsstaðurinn var valinn. Stjórnarmenn sambandsins hafa í áraraðir staðið í þeirri trú að sigurvegari helsta móts þjóðar þeirra eigi að leika á pari. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 267 orð

Ísland færist upp um tvö sæti

Styrkleikalisti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, var birtur í gær. Íslendingar hækka enn og deila nú 46. sætinu með Ungverjum. Íslenska liðið hefur klifið hratt upp listann og er búið að hækka um 18 sæti síðan í desember. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 126 orð

Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ - 32 liða úrslit

Bikarkeppni KSÍ - 32 liða úrslit ÍA 23 - Keflavík0:4 - Albert Sveinsson (16., 24.), Kristján Brooks (61.), Þórarinn Kristjánsson (88.). Víðir - Fram2:2 Kári Jónsson (28.), Grétar Einarsson (44.) - Höskuldur Þórhallsson (50.), Marel Oerlmans (56.). Staðan var óbreytt eftir framlengingu, en Víðir vann eftir vítaspyrnukeppni 7:5. Meira
17. júní 1999 | Íþróttir | 92 orð

Pétur Björn laus hjá Hammarby

Pétur Björn Jónsson er laus undan samningi hjá sænska 1. deildar félaginu Hammarby og á í viðræðum við lið í 2. og 3. deild í Englandi. Pétur missti af hluta undirbúningstímabilsins í Svíþjóð og hefur ekki leikið með sænska liðinu á tímabilinu. Hann óskaði eftir því að losna undan samningi við sænska liðið í apríl og fá að ræða við önnur lið. Meira

Úr verinu

17. júní 1999 | Úr verinu | 482 orð

Málinu er nú lokið af hálfu stofnunarinnar

FORSTJÓRI Byggðastofnunar telur Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og tengd fyrirtæki ekki uppfylla þau skilyrði sem stjórn stofnunarinnar setti fyrir 100 milljóna króna lánveitingu til fyrirtækisins. Forstjórinn segir málinu lokið af hálfu Byggðastofnunar. Meira
17. júní 1999 | Úr verinu | 580 orð

"Tímabært að breyta til"

STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna samþykkti í gær að ráða Friðrik J. Arngrímsson, lögfræðing, sem framkvæmdastjóra samtakanna. Tekur hann við starfinu 1. janúar nk. Kristján Ragnarsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra LÍÚ í 30 ár og verið kjörinn formaður LÍÚ í 29 ár. Hann mun áfram gegna stjórnarformennsku í samtökunum. Meira

Viðskiptablað

17. júní 1999 | Viðskiptablað | 109 orð

129 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans, sem er í umsjá Búnaðarbanka Íslands hf., nam 129,1 milljón króna reikningsárið 1998-99. Óinnleystur gengishagnaður hækkaði um 148,6 milljónir króna á því tímabili. Hlutafé sjóðsins var 1.384,8 m.kr. í lok apríl, en var 871 milljón árið áður. Eigið fé var samtals 1.827,6 m.kr., samanborið við 949,6 m.kr. árið á undan. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 140 orð

Aco og Haftækni gera samning á Ólafsfirði

GAGNFRÆÐASKÓLINN á Ólafsfirði, Aco hf. og Haftækni hf. hafa gert með sér samning um kaup og þjónustu á Apple-tölvubúnaði. Í samningnum felst að Gagnfræðaskólinn kaupir tuttugu tölvur af Aco hf. en Haftækni hf. á Akureyri sér um uppsetningu og þjónustu á tölvukerfinu fyrir skólann, eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 491 orð

Aftasti maður í vörn

GYLFI Rútsson er fæddur árið 1962. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskólanum og síðan sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Gylfi var ráðinn til fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis árið 1986 og starfaði þar í fimm ár sem ráðgjafi. Árið 1991 fór hann til tölvufyrirtækisins Sameindar og gegndi starfi fjármálastjóra. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 158 orð

Baugur hf. selur Kaupási hf. tvær Nýkaupsverslanir

SALAN á Nýkaupsverslununum tveimur er, samkvæmt fréttatilkynningu frá Baugi hf., í samræmi við yfirlýsingar félagsins við kaupin á 10­11-verslununum, þess efnis að félagið ætlaði á næstunni að selja einhverjar af þáverandi verslunum sínum. Eins og fram hefur komið átti að fjármagna kaupin á 10­11 að hluta með útgáfu á nýju hlutafé og sölu eigna. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 1615 orð

Borgar sig að taka áhættu

KARÓLÍNA og Svavar stofnuðu fyrirtækið Þjóðráð í félagi við aðra árið 1989, en Þjóðráð sérhæfði sig í úthringingum fyrir félagasamtök og fyrirtæki. Árið 1997 seldu hjónin Þjóðráð og stofnuðu Íslenska miðlun. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 218 orð

Delta gerir dreifingarsamning við Lyfjaverslun Íslands

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við Lyfjaverslun Íslands hf. um dreifingu á framleiðsluvörum félagsins. Samkvæmt samningnum mun Lyfjaverslun Íslands annast birgðahald og dreifingu á þeim lyfjum sem Delta framleiðir fyrir innanlandsmarkað frá og með næstu áramótum. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 98 orð

ÐLandssíminn býður lausnir í gagnaflutningi

LANDSSÍMI Íslands hf., í samvinnu við Equant, býður fyrirtækjum upp á lausnir í gagnaflutningi til útlanda. Í fréttatilkynningu frá Landssímanum segir: "Equant hefur yfir að ráða stærsta fjölþjónustuneti fyrir gagnaflutning í heiminum ef litið er til landfræðilegra þátta, með 120.000 hnútpunkta í yfir 225 löndum. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 631 orð

ÐSölumiðstöðin lokar starfstöð á Akureyri

Í LOK MAÍ skýrðu stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna frá breytingum á rekstri fyrirtækisins. Liður í endurskipulagningunni var að loka starfstöð SH á Akureyri. Átta manns var sagt upp á Akureyri og 11 í Reykjavík. Árið 1995 átti Sölumiðstöðin í "stríði" við Íslenskar sjávarafurðir um það hvort fyrirtækið fengi að selja afurðir Útgerðarfélags Akureyringa. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 651 orð

ÐUppsagnir Vinnslustöðvarinnar í Þorlákshöfn

VINNSLUSTÖÐIN hf. tilkynnti þann 25. maí síðastliðinn að allri landfrystingu "í núverandi mynd" á vegum fyrirtækisins yrði hætt. Segja yrði upp 89 starfsmönnum, þar af 45 starfsmönnum í 40 stöðugildum í Þorlákshöfn. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var stofnuð fyrir sjö árum. Hún varð til úr sex fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, að kröfu Íslandsbanka. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 116 orð

ER FYRIRTÆKJUNUM EÐAKVÓTAKERFINU UM AÐ KENNA?

Fyrirtæki í sjávarútvegi kaupa kvóta, skip og fiskvinnslustöðvar til að stunda veiðar. Stundum festa fyrirtækin fé í útgerð fjarri heimabyggð sinni. Kemur þá fyrir að vinnslustöðvum er lokað, skip seld og kvóti færður á önnur skip. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 596 orð

Fjarvinnsla mál málanna

"RAUFARHÖFN er lítið samfélag með hefðbundnum atvinnutækifærum í sjávarútvegi en fjarvinnslan gefur fólki aðra atvinnumöguleika," segir Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn. Raufarhöfn er bæjarfélag á Norðurlandi eystra og íbúar þar eru rúmlega 400. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 514 orð

Framsal á ekki að vera óheft

PÉTUR Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, segir það bábilju að aðeins sé hægt að treysta einkaaðilum fyrir atvinnulífinu. Um ástandið í Bolungarvík segir hann: "Þarna er um það að ræða að veiðiheimildir eru með lögum ákvarðaðar sem eign útgerðarmanna. Þessar veiðiheimildir hafa verið notaðar hér fyrir vestan og eru tilkomnar vegna vinnu fólks í landi og á sjó. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 470 orð

Gateway söluhæst í Bandaríkjunum

ACO hf. mun hefja sölu á einkatölvum og netbúnaði frá Gateway- tölvufyrirtækinu í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Fyrst um sinn mun Aco leggja áherslu á búnað sem hentar fyrirtækjum, en í ágúst næstkomandi verður opnaður vísir að sérstakri Gateway-verslun í húsnæði Aco í Skipholti 17 þar sem einstaklingum verður einnig þjónað. Að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra Aco hf. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 751 orð

Guðbjörg ÍS seld frá Ísafirði til Þýskalands

SAMHERJI hf. ákvað að selja ísfirska skipið Guðbjörgu ÍS-46 til þýska fyrirtækisins Deutsche Fischfang Union GmbH (DFFU) í febrúar. DFFU er dótturfyrirtæki og að 99% í eigu Samherjasamstæðunnar. Guðbjörgin var smíðuð í Flekkefjord í Noregi árið 1994 fyrir Hrönn hf. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 279 orð

Heildsöluveltan á fimmta milljarð

ENN er óljóst hvort kaup Búnaðarbankans á meirihluta hlutafjár í Ágæti verða til þess að fyrirtækið sameinist Sölufélagi garðyrkjumanna. Alls voru framleidd um 11.000 tonn af kartöflum hér á landi í fyrra og um 4.000 tonn af öðrum jarðávöxtum, samkvæmt bráðabirgðatölum. Talið er að rýrnun í kartöflunum sé mikil, allt að 30%. Innflutningur á jarðávöxtum var í fyrra rúmlega 6. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 67 orð

Hundraðasta Scania-bifreiðin afgreidd

HEKLA hf. hefur afgreitt hundruðustu Scania-bifreiðina, en fyrirtækið hefur haft umboð fyrir sænsku Scania verksmiðjurnar hér á landi síðan 1995. Scania framleiðir einkum stórar vöru- og dráttarbifreiðar og er um þriðjungur af slíkum bifreiðum hérlendis framleiddur af fyrirtækinu. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 371 orð

Kaupás opnar nýja keðju

KAUPÁS hf., sem rekur verslanir Nóatúns, 11­11 og KÁ, samtals 33 verslanir, hefur til viðbótar keypt tvær Nýkaupsverslanir og eina Tikk Takk-verslun. Kaupás opnaði einnig fyrstu verslunina í nýrri keðju, Kostakaupi, á Selfossi í gær. Nýkaupsverslanirnar tvær voru keyptar af Baugi hf. Annars vegar er um að ræða Nýkaup í Hólagarði í Breiðholti og verður hún afhent hinn 1. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 535 orð

Kvótakerfið er ekki valdur byggðarasks

RAGNAR ÁRNASON, prófessor í náttúruauðlindahagfræði við Há- skóla Íslands, telur hæpið að kenna kvótakerfinu um byggðaröskun. Þar séu ugglaust margir þættir að verki og torséð að kvótakerfið breyti þar miklu, nema e.t.v. í þá átt að styrkja byggðirnar. "Við hljótum í fyrsta lagi að spyrja hvort byggðarask hafi aukist með kvótakerfinu. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 613 orð

Miklir möguleikar

"FJARVINNSLULAUSNIR opna mikla möguleika, ekki síst fyrir landsbyggðina," segir Fritz. M. Jörgensson hjá Tæknivali hf. "Með ATM-tækninni er hægt að senda og taka við gögnum, hljóði og myndum, hvert á land sem er, svo fremi að tölvubúnaður sé tengdur ATM-kerfi Landssímans. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 165 orð

Nýr framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands

STJÓRN Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands hefur samþykkt að ráða Róbert Jónsson í starf framkvæmdastjóra sjóðsins og mun hann hefja störf um næstu mánaðamót. Róbert er rekstrarhagfræðingur að mennt með MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla og með B.Sc.- gráðu frá tækniháskóla í Danmörku. Róbert hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Reykjavíkurborg sl. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 123 orð

Nýr framkvæmdastjóri IDEX ehf.

SIGURÐUR Þór Sigurðsson hefur nýlega gerst meðeigandi og tekið við sem framkvæmdastjóri IDEX ehf. á Íslandi. IDEX A/S var stofnað í Danmörku árið 1977 af Valgarð Kristjánssyni en starfsemin hefur einnig verið rekin á Íslandi frá árinu 1980. Í Danmörku hafa m.a. farið fram innkaup og umsjón með vörusendingum, en í Reykjavík er söluskrifstofa og sýningaraðstaða. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 78 orð

Nýr vefur með atvinnuauglýsingar

NÝLEGA var opnaður vefur á Netinu, job.is, sem ætlað er að miðla atvinnuauglýsingum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Að vefnum stendur fyrirtækið Nettengsl ehf. og er nú unnið að því að gera samninga við öll ráðningafyrirtæki og fyrirtæki og stofnanir sem auglýsa mikið eftir starfsfólki. Fram kemur í kynningarbæklingi frá Nettengslum ehf., að job. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 88 orð

Ný útgáfa af Lagasafni Íslands AG

Ný útgáfa af Lagasafni Íslands AG er komin út. Lögin eru nú uppfærð til 1. maí 1999. Úrlausn-Aðgengi ehf. gefur safnið út á geisladiski en þetta er í fjórða skipti sem það kemur út í því formi. Lagasafnið hefur að geyma öll gildandi lög landsins ásamt leitarkerfi. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 1233 orð

PENINGARNIR BÚNIR Í BILI?

"ENGIR peningar til" var jafnan viðkvæði þekkts bankastjóra hér á árum áður þegar lán stóðu aðeins útvöldum til boða. Margir bankamenn geta nú gert þessi orð að sínum. Seðlabankinn er að taka viðskiptabankana í karphúsið fyrir mikla útlánaaukningu síðasta árið þannig að svigrúm þeirra til að veita ný útlán er afar takmarkað. Auk þess hækkaði bankinn vexti verulega í fyrradag. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 250 orð

Samtenging síma- og tölvukerfis hjá Skýrr

HUGVIT hf. og Grunnur-Gagnalausnir hafa í samstarfi hannað lausn fyrir Skýrr hf., sem tengir saman símstöð fyrirtækisins og Atlas þjónustuborðskerfi Hugvits hf. en það byggist á Lotus Notes hópvinnukerfinu. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 646 orð

Stórtíðindi af hlutabréfamarkaði

Sala hlutabréfa í Íslenzkri erfðagreiningu hf., sem tilkynnt var í gær, eru mestu tíðindi á markaðnum frá því, að tilkynnt var um kaup FBA og Kaupþings á hlutabréfunum í Baugi á sínum tíma. Þar kemur tvennt til: annars vegar er hér um mjög háa fjárhæð að ræða og hins vegar valda framtíðarmöguleikar Íslenzkrar erfðagreiningar hf. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 60 orð

Tölvuskóli með netklúbb

Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, hefur sett af stað nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Um er að ræða svonefndan Netklúbb TV sem hægt er að skrá sig í á vefsíðu fyrirtækisins. Með því að smella á http://www.tv.is/netklubbur/ og fylla út skráningarblað fá áskrifendur reglulega send tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 397 orð

Vaxtarmöguleikar í gegnum Netið

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ InfoStream ASA í Ósló í Noregi kynnti fyrirætlanir sínar um skráningu á almennum hlutabréfamarkaði í Noregi fyrir íslenskum fjárfestum í gær, á fundi sem viðskiptastofa SPRON stóð fyrir. InfoStream er norrænt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Noregi sem hefur orðið til við samruna nokkurra fyrirtækja í þeirri grein, og er hugbúnaðarfyrirtækið Strengur hf. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 832 orð

Vildi alþjóðlegt stórveldi frá upphafi

Í EYÐIMÖRKINNI skammt norðan við Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, situr maður flötum beinum á púða nálægt opnum eldi, klæddur að hætti arabískra höfðingja, og drekkur kaffi bragðbætt með negul sem bedúínaþjónn hefur hellt í lítinn postulínsbollann. Menn íklæddir síoðum serkjum bíða í röð eftir að geta lesið upp ljóð manninum til heiðurs. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 834 orð

Þorbjörn hf. hættir bolfiskvinnslu í Bolungarvík

ÞORBJÖRN HF. í Grindavík sameinaðist rækju- og bolfiskvinnslufyrirtækinu Bakka hf. í Bolungarvík sumarið 1997. Bakki varð við það dótturfyrirtæki Þorbjörns. Bakki rak rækju- og bolfiskvinnslu í Bolungarvík og rækjuvinnslu í Hnífsdal, auk útgerðar báta og togara. Bakki hafði yfir að ráða aflaheimildum sem námu rúmlega 5. Meira
17. júní 1999 | Viðskiptablað | 77 orð

Þróunarfélagið eykur hlut sinn í Vaka

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. hefur fest kaup á 2,23% hlut í Vaka fiskeldiskerfum hf. og á Þróunarfélagið nú tæplega 34% hlut í Vaka, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands í gær. Að loknu hlutafjárútboði og skráningu Vaka fiskeldiskerfa hf. í apríl síðastliðnum átti Þróunarfélagið 31,7%. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.