Greinar laugardaginn 26. júní 1999

Forsíða

26. júní 1999 | Forsíða | 149 orð

Hagvöxtur meiri en spáð var

HAGVÖXTURINN í Bandaríkjunum var meiri á fyrsta fjórðungi ársins en spáð hafði verið og hagnaður fyrirtækja jókst um 6,2%, sem er mesta hækkun í fjögur ár, samkvæmt hagtölum sem bandaríska viðskiptaráðuneytið birti í gær. Meira
26. júní 1999 | Forsíða | 195 orð

Leggja SÞ til herlið

BRETAR og Frakkar urðu í gærkvöldi fyrstir þjóðanna sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að undirrita samning við samtökin um að hafa ávallt 5-8.000 hermenn til reiðu vegna hugsanlegra friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira
26. júní 1999 | Forsíða | 489 orð

Mikið mannfall í óeirðum í Kosovo

AÐ MINNSTA kosti fjórtán íbúar Pristina, höfuðstaðar Kosovo, biðu bana í gær og fyrradag í mestu óeirðum sem blossað hafa upp í héraðinu frá því hersveitir NATO fóru þangað fyrir hálfum mánuði. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði að senda þyrfti alþjóðlegar lögreglusveitir til héraðsins sem fyrst til að koma á lögum og reglu. Meira
26. júní 1999 | Forsíða | 365 orð

Senda skriðdreka í átt að Líbanon

ÍSRAELAR sendu skriðdreka í átt að landamærunum að Líbanon í gær eftir að hafa gert harðar loftárásir á landið til að hefna flugskeytaárásar íslömsku hreyfingarinnar Hizbollah á norðurhluta Ísraels í fyrrakvöld. Moshe Arens, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði mjög líklegt að Hizbollah gerði fleiri árásir og heimilaði hernum að grípa til "sérstakra aðgerða" til að vernda íbúa bæja í norðurhlutanum. Meira

Fréttir

26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Alltaf jafn skemmtilegt

BÖRN úr öllum tólf leikskólum Kópavogs fjölmenntu á fimmtudaginn á sumarhátíð skólanna sem haldin hefur verið árlega um nokkurt skeið. Um 1300 krakkar mættust við Fannborg og gengu þaðan í skrúðgöngu með Lúðrasveit Kópavogs og skátunum niður í Hlíðargarð, þar sem hátíðin fór fram. Í Hlíðargarði var margt til skemmtunar gert. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Allur ferjurekstur ríkisins boðinn út

SAMKVÆMT heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun að bjóða út allan ferjurekstur á vegum ríkisins á EES-svæðinu eftir næstu áramót. Útboðið er skylda samkvæmt reglum EES-svæðisins, en Vestmannaeyingar hafa snúist öndverðir gegn þessum áformum. Um hálfum milljarði er varið á fjárlögum á hverju ári til ferjurekstrarins. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Atvinnumenn í heimsókn

ÞAÐ varð uppi fótur og fit á knattspyrnuæfingu hjá sjöunda flokki Þórs á Akureyri í gærmorgun, þegar tveir af atvinnumönnum Íslands komu í heimsókn. Þar voru á ferð Lárus Orri Sigurðsson og bróðir hans Kristján Örn, sem báðir eru á mála hjá Stoke City í Englandi. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Aukið umferðareftirlit á hálendinu

Í SAMRMÆMI við aukna umferð um hálendið á síðari tímum og aukna þörf löggæslu á þeim slóðum, sem og bættan bifreiðakost lögreglu, hefur lögreglan á Suðurlandi í samráði og með tilstyrk Ríkislögreglustjóra og í samstarfi við Umferðarráð, ákveðið að halda uppi virku eftirliti á hálendinu sunnan jökla yfir helsta ferðamannatímann í sumar, þ.e. frá júlíbyrjun fram í miðjan ágúst. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 341 orð

Ákveða byggingu minnisvarða um helförina

ÞÝSKA þingið greiddi í gær atkvæði um tillögu um byggingu minnisvarða í Berlín um þær sex milljónir gyðinga sem fórust í helför nasista. Tillaga bandaríska arkitektsins Peters Eisenman varð fyrir valinu hjá þingmönnum en bygging minnisvarðans hefur verið umdeilt mál í Þýskalandi síðastliðinn tíu ár. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ályktun vegna atvinnu- og byggðamála

ÞINGFLOKKUR og miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna atvinnu- og byggðamála: "Staða margra byggða, sem eiga nánast allt sitt undir veiðum og vinnslu sjávarfangs er um þessar mundir víða mjög völt og atvinna fólks í mikilli óvissu. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Átta tíma sólstöðuhlaup

SKOKKARAR og aðrir útivistargarpar finna sér ætíð tilefni til að leggja land undir fót og eru hlaup kennd við Jónsmessu eða sólstöður orðin mjög vinsæl. Fæstum dettur þó í hug að hlaupa stanslaust í þriðjung úr sólarhring en sú varð raunin hjá tveimur kunnum hlaupurum á Akureyri, Sigurði Bjarklind og Karli Á. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Biskup predikar í hátíðarguðsþjónustu

Dagskrá helgarinnar í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefst í dag klukkan 13:00 með barnastund. Farið verður frá þjónustumiðstöð og gengið í Hvannagjá þar sem farið verður í leiki og sagðar sögur. Þessi dagskrá er ætluð börnum á aldrinum 5­12 ára en að sjálfsögðu eru allir velkomnir, að því er segir í fréttatilkynningu. Æskilegt sé þó að börn undir þeim aldri séu í fylgd með fullorðnum. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð

Bílum lagt á víð og dreif

KNATTSPYRNUFÉLAG Reykjavíkur stendur ráðþrota frammi fyrir miklum vanda sem fylgir þrengslum í kringum svæði félagsins við Frostaskjól. Áhorfendur á heimaleikjum KR-inga í knattspyrnu neyðast oft á tíðum til að leggja bílum sínum á gangstéttum og flötum víðs vegar í Vesturbænum vegna skorts á bílastæðum. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Bólstaðarhlíð lokað til frambúðar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að auglýsa tillögu um lokun Bólstaðarhlíðar til frambúðar og verður það gert á næstunni. Skylt er að auglýsa og kynna íbúum hverfisins fyrirætlanirnar þar sem lokun götunnar felur í sér breytingu á umferðarskipulagi borgarinnar. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 116 orð

Bóluefni gegn leghálskrabbameini?

VÍSINDAMENN gera nú prófanir á nýju bóluefni sem gæti hjálpað til við að útrýma leghálskrabbameini í konum, sem er næstbanvænasta krabbameinstegundin í konum, á eftir brjóstkrabbameini. Um tvö hundruð þúsund konur deyja af völdum leghálskrabbameins á ári hverju en tiltekinn vírus (HPV) veldur leghálskrabbameini og smitast vírusinn við samfarir. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 340 orð

BUGL og barnaverndarstofa reki saman bráðamóttöku

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að setja á laggirnar bráðamóttöku fyrir 8-10 unglinga sem eiga við hegðunar- og geðraskanir að stríða og verður bráðamóttakan, sem opin verður allan sólarhringinn, rekin sameiginlega á ábyrgð heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda, þ.e. Barnaverndarstofu og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Meira
26. júní 1999 | Miðopna | 1347 orð

Deilt um hvort skipta eigi borginni þversum eða langsum

Gert er ráð fyrir því að Reykjavík verði skipt í tvö kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar en kjördæmamörkin verða væntanlega ákveðin á næsta þingi. Í grein Örnu Schram kemur fram að ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig skipta beri borginni; hvort henni eigi að skipta langsum eða þversum. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Dæmdir fyrir dráp á helsingja og heiðagæs

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt þrjá Akureyringa á þrítugsaldri í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Einnig voru mennirnir sviptir skotvopna- og veiðileyfum, auk þess sem haglabyssur þeirra og skot voru gerð upptæk. Þá voru tveir þeirra dæmdir til að greiða 35.000 krónur í málsvarnarlaun. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 942 orð

Einfari og blygðunarlaus klækjarefur

MARTIN Frankel, verðbréfamiðlarinn sem hvarf fyrir skömmu með um 200 milljarða króna í farteskinu, virðist hafa verið ósvífinn og blygðunarlaus klækjarefur, ef marka má frásagnir kunningja, nágranna og viðskiptafélaga. Þá draga dómskjöl upp vafasama mynd af honum. Frankel, sem er 44 ára, hefur ávallt látið lítið fyrir sér fara. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

ESSO og Landmælingar Íslands gefa út Íslandskort

ÍSLANDSKORT ESSO, ávöxtur samstarfs Olíufélagsins hf. og Landmælinga Íslands, er nýkomið út. Kortið, sem er í hlutföllunum 1:750.000, er til sölu á öllum bensín- og þjónustustöðvum ESSO. Það nýstárlega við þessa útgáfu er að kort af öllum kaupstöðum landsins eru á bakhlið þess. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ferðamenn planta trjám

Ferðamenn planta trjám Fagradal. Morgunblaðið. ­Á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal hefur verið fitjað upp á þeirri nýbreytni að allir gestir frá ákveðinni ferðaskrifstofu í Þýskalandi planta einni trjáplöntu í landi Höfðabrekku. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Flest innanstokks fengið að láni

KOSTNAÐUR við hönnun og starfsmannaráðningar á skrifstofu ráðstefnunnar Konur og lýðræði við árþúsundamót var um 200.000 krónur, að sögn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, formanns undirbúningsnefndar. En að hennar sögn er þetta gott dæmi um það hversu mikið er hægt að gera fyrir litla peninga. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð

Flugmenn American hrjótandi í háloftunum

NOKKRIR flugmenn bandaríska flugfélagsins American Airlines hafa sofið undir stýri, samkvæmt frásögn blaðsins USA Today en blaðið vitnar til skjala samtaka atvinnuflugmanna sem það hefur komist yfir. Í skýrslu flugmannasamtakanna (APA) segir að fyrst og fremst megi kenna stefnu félagsins hvað hvíldartíma varðar um það að flugmenn dotti undir stýri í háloftunum. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 415 orð

Framsóknarmenn féllust að lokum á ráðninguna

STJÓRN Landssíma Íslands hf. samþykkti einróma í gær að ráða Þórarin V. Þórarinsson forstjóra fyrirtækisins í stað Guðmundar Björnssonar, sem látið hefur af störfum forstjóra. Friðrik Pálsson var kjörinn stjórnarformaður Landssímans og kynntar voru umfangsmiklar breytingar á skipuriti fyrirtækisins. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Fyrirlestur og skoðunarferð

MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir fyrirlestri um miðaldaverslunarstaðinn að Gásum á morgun, sunnudaginn 27. júní kl. 14 í húsi Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54. Að loknum fyrirlestri verður farin skoðunarferð að friðlýstum leifum hins forna verslunarstaðar. Fyrirlesari og leiðsögumaður verður dr. Helgi Þorláksson. Kostnaður vegna rútuferðar er 300 krónur og eru allir velkomnir. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 733 orð

Fyrirætlanir Rússa urðu að engu

HIN ófyrirséða innreið um 200 rússneskra hermanna til Kosovo- héraðs 12. júní sl. var hluti af mun stærri hernaðaraðgerð rússneskra hermálayfirvalda þar sem fyrirhugað var að senda a.m.k. 1.000 hermenn til héraðsins. Þar áttu hersveitir Rússa að taka sér stöðu í norðvesturhluta Kosovo og mynda friðargæslusvæði undir rússneskri stjórn. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Góður árangur mjólkurframleiðenda

STAÐA og horfur í mjólkurframleiðslu á félagssvæði Mjólkursamlags KEA var til umræðu á árlegum fundi samlagsins og bænda í vikunni. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk en 83 mjólkurframleiðendur á félagssvæði KEA, eða réttur helmingur, framleiddi úrvalsmjólk allt árið í fyrra. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð

Góð útkoma íslensks lambakjöts

ÍSLENSKT lambakjöt er hollara en lambakjöt frá öðrum Evrópulöndum og þykir auk þess vera bragðgott. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu niðurstöðum evrópskrar rannsóknar á framleiðslu og gæðum lambakjöts. Rannsóknin er samstarfsverkefni rannsóknastofnana í sex Evrópulöndum; Englandi, Frakklandi, Grikklandi, Íslandi, Ítalíu og Spáni. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Græni herinn í Hrísey

GRÆNI herinn heimsótti Hrísey á dögunum og tók þar til hendinni ásamt hópi heimamanna, við að tína rusl, gróðursetja og mála. Græni herinn er hópur sjálfboðaliða sem hefur það einmitt að markmiði að taka til hendinni vítt og breitt um landið, svo og að sameina krafta áhugasamra sjálfboðaliða til að rækta og fegra byggðir og ból með samstilltu átaki. Meira
26. júní 1999 | Miðopna | 1375 orð

Guðmundur Björnsson valdi þann kostinn að hverfa frá

Stjórn Landssímans samþykkti í gær að ráða Þórarin V. Þórarinsson í starf forstjóra og hefur Guðmundur Björnsson látið af því starfi. Á hluthafafundi í gær gekk Þórarinn úr stjórn fyrirtækisins og var Friðrik Pálsson kjörinn formaður stjórnar þess. Jafnframt voru tilkynntar umfangsmiklar breytingar á skipuriti fyrirtækisins. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hafist handa á fuglaskoðun

FÖST dagskrá á vegum Alviðru, umhverfisfræðsluseturs Landverndar við Sogsbrú, verður alla laugardaga í sumar kl. 14 til 16. Fræðsludagskráin hefst í dag, laugardag, með fuglaskoðun. Plöntuskoðun, flokkun og endurvinnsla úrgangs, jarðfræði Alviðru og nágrennis, lífrænir lifnaðarhættir, skógarganga, kransagerð úr náttúrulegum efnum og gerð flugdreka eru á sumardagskránni. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 760 orð

Hafnar gagnrýni og lofar að gæta hlutleysis í starfi

GREG Dyke, nýr yfirmaður breska ríkisútvarpsins, BBC, reyndi í gær að lægja öldur, sem urðu þegar tilkynnt var um skipan hans í starfið á fimmtudag. Dyke lýsti því yfir á fréttamannafundi í London að hann hefði slitið öll tengsl við breska Verkamannaflokkinn og lofaði hann jafnframt að gæta ýtrasta hlutleysis í starfi. Meira
26. júní 1999 | Landsbyggðin | 204 orð

Hátíðahöld í sæmilegu veðri

Húsavík­Hátíðahöldin 17. júní á Húsavík hófust með ávarpi Ingólfs Freyssonar, formanns Völsunga, en að þessu sinni sáu Völsungar og Skátafélagið Víkingur um hátíðahöldin. Messu flutti séra Sighvatur Karlsson, Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 454 orð

"Hefur ekki kynnt sér málin"

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segist undrandi á ummælum Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, í Morgunblaðinu í gær, en þar gagnrýndi Halldór félagsmálayfirvöld fyrir að taka ekki á vanda fiskverkafólks "Rauða hersins" á Vestfjörðum. Sagði Halldór meðal annars að viðbrögð félagsmálaráðuneytisins væru með öðrum hætti ef vandinn kæmi upp í Norðurlandi vestra. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Hjólabrettamót í Skautahöllinni

HJÓLABRETTAMÓT verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal í dag, laugardag, kl. 14. Keppt verður í einum opnum flokki og er öllum heimil þátttaka, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekkert keppnisgjald er en aðgangseyrir er krónur 300, sem renna til Brettafélags Reykjavíkur. Fyrir mótinu standa Egils orka, Týndi hlekkurinn og Brettafélag Reykjavíkur. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 425 orð

Hófdrykkja hvorki skaðleg né bein heilsubót

Hófdrykkja hvorki skaðleg né bein heilsubót HÓFLEG áfengisneysla er ekki heilsubætandi, öfugt við það sem ýmsar rannsóknir hafa bent til, og mikil drykkja tvöfaldar líkurnar á því, að karlmenn deyi af völdum heilablóðfalls, að því er segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar og breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 488 orð

Hressir ferðamenn þrátt fyrir hryssingslegt veður

Á ÍSLANDI er allra veðra von og flestir erlendir ferðamenn eru undir það búnir að hér á landi er engu að treysta þegar veðrið er annars vegar. Flestir mæta því vel útbúnir hingað til lands, en að sjálfsögðu vonast þeir einnig eftir góðu veðri. Engum finnst eftirsóknarvert að skríða út úr tjaldi á hryssingslegum og köldum rigningarmorgni hér uppi á Fróni. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hvalfjarðargöng lokuðust vegna mengunar

HVALFJARÐARGÖNGIN lokuðust í um sex mínútur í gær vegna loftmengunar. Búnaður í göngunum lokar sjálfkrafa fyrir umferð ef mengunin fer yfir ákveðin mörk á meðan verið er að hreinsa göngin. Er þetta í þriðja skipti frá því göngin voru opnuð sl. sumar sem göngin lokast vegna mengunar en skv. upplýsingum sem fengust í gjaldskýli ganganna í gær var óvenjulega mikil umferð um göngin í gærdag. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 342 orð

Íslendingur dúx í Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn

SIGURGEIR Guðlaugsson fékk hæstu einkunn við útskrift úr Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstudag, fékk 10,8 sem hann segir að sé gróflega áætlað kringum 9,5 á íslenskan mælikvarða. Sigurgeir segir námið hafa verið stíft, inntökuskilyrði séu ströng en af 50 nemendum sem hófu námið voru 35 sem luku því. Meira
26. júní 1999 | Landsbyggðin | 82 orð

Kvennahlaup ÍSÍ á Tálknafirði

Tálknafirði­ Kvennahlaup ÍSÍ var þreytt á Tálknafirði, eins og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu. Þátttaka var heldur dræmari en undanfarin ár, en sextíu og fjórar konur þreyttu hlaupið að þessu sinni, í góðu veðri. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Landeiganda gert að fjarlægja leikmyndina

LEIKMYND, sem notuð var í Myrkrahöfðingjanum, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, hefur staðið á Vatnsleysuströnd síðan tökum á myndinni lauk fyrir um tveimur árum. Að sögn Sigurðar Valtýssonar, byggingarfulltrúa Vatnsleysustrandarhrepps, hefur landeiganda verið send beiðni um að fjarlægja leikmyndina, þar sem leyfið fyrir henni var aðeins veitt til tveggja ára og er að renna út. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Land í eigu ríkis þinglýst Landssíma

LANDSSÍMI Íslands hf. lét þinglýsa sem sinni eign 7,5 hektara landspildu úr landi Vatnsenda í fyrra sem Ríkisútvarpið hefur farið með sem sína eign allt frá því hún var keypt árið 1929 og greitt af fasteignagjöld í marga áratugi. Ríkislögmaður og Ríkisendurskoðun hafa komist að þeirri niðurstöðu að fjármálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, fyrir hönd ríkissjóðs og Landssíma Íslands hf. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Leysum málin innan hverfisins

ÁHERSLA hefur verið lögð á forvarnarstarf í löggæslunni í Grafarvogi undanfarin misseri. Sævar Gunnarsson, varðstjóri í hverfastöðinni við Hverafold, segir það hafa skilað sýnilegum árangri. Með aðstoð forvarnarfulltrúa lögreglunnar, sem vinnur náið með skólunum, fjölskyldum og starfsfólki Miðgarðs, hefur tekist að vinna í málum á byrjunarstigi og leysa þau innan hverfisins. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Líkar vel að keyra Búkollu

Keflavík. Morgunblaðið. "ÉG er búin að vera í þessu starfi núna í eitt ár og líkar vel," sagði Sigríður Alma Ómarsdóttir, 26 ára Keflavíkurmær, sem starfar við akstur á Komandsu Moxy trukk hjá Íslenskum aðalverktökum sem eru að reisa nýtt fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ. Meðal starfsmanna er Komandsuinn í daglegu tali kallaður "Búkolla". Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 611 orð

Lögreglan með séraðgerðir gegn fíkniefnafólki

LÖGREGLUMENN í Reykjavík hafa undanfarnar vikur haft sérstakt eftirlit með aðilum, sem grunaðir eru um eða upplýsingar liggja fyrir um að höndli með fíkniefni. Í 58 tilvikum hafa verið höfð afskipti af 92 einstaklingum og voru 32 þeirra handteknir. Þjófagóss fannst á sex stöðum, áhöld til fíkniefnaneyslu á níu stöðum og nálar eða sprautur á fimm stöðum. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð

Mbeki flytur stefnuræðu sína

THABO Mbeki, nýkjörinn forseti Suður-Afríku, sagði í stefnuræðu sinni í gær að nauðsynlegt væri að koma til móts við fátækustu ríki heimsins. Hann sagði að Suður-Afríka myndi láta meira að sér kveða um málefni Afríkuríkja og leggja sitt af mörkum til að leysa deilur í álfunni. Meira
26. júní 1999 | Landsbyggðin | 146 orð

Messur ætlaðar ferðafólki

Hellissandi­ Á sl. sumri tók sóknarnefnd Búðakirkju upp á þeirri nýbreytni að hafa fjórar messur sem sérstaklega voru ætlaðar ferðafólki. Sóknarnefndin hefur ákveðið að í sumar verði þetta með sama hætti og verður fyrsta messan á morgun, 27. júní, kl. 11 árdegis. Síðan verður messað 11. júlí og 25. júlí á sama tíma. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Mótmæli byggð á misskilningi

GERÐUR G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segist telja að mótmæli foreldra barna í Melaskóla vegna húsnæðismála skólans og ófullnægjandi úrbóta í tengslum við einsetningu skólans í haust byggist á misskilningi. Gerður segir að með viðbyggingunni sem tekin verður í notkun í haust hafi skólinn nægt húsnæði til að einsetja starfsemi sína. Meira
26. júní 1999 | Landsbyggðin | 109 orð

Námskeið fyrir ófaglært starfsfólk

Egilsstöðum-Sérhæfninámskeið í umönnun aldraðra var haldið fyrir ófaglært starfsfólk á Sjúkrahúsunum á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Námskeiðið stóð yfir í vetur og tók um 100 stundir. Meðal námsefnis var sjálfstyrking og námstækni, heilsuefling, þróunarsálfræði, siðfræði, samskipti og bókleg og verkleg umönnun. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Námskeið í erlendum hringdönsum

ENSKI hringdanskennarinn June Watts verður með námskeið í hringdönsum í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30, Kópavogi, þann þriðjudaginn 29. júní. Námskeiðið fer fram á ensku, með túlkun ef þörf er á. Það byrjar kl. 20.00 og er tvo og korter tíma. Nú stendur yfir námskeið hennar í Brekkubæ í Hellnum. Það hófst í gær, föstudag, og lýkur á morgun, sunnudag. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Námsstyrkir fyrir karla

FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur ákveðið að veita tvo 150 þúsund króna styrki til náms í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands á skólaárinu 1999­2000. Styrkurinn verður eingöngu veittur karlmönnum sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráðgjöf. Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor og fyrrverandi borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútímafélagsþjónustu í Reykjavík. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 337 orð

Nánast allt selt fyrir löngu síðan

TALSVERT aukin eftirspurn hefur verið hjá ferðaskrifstofum eftir sólarlandaferðum eftir þráláta vætutíð sunnanlans síðustu daga og vikur. Fulltrúar nokkurra ferðaskrifstofa, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segja að ferðamöguleikum sé tekið að fækka þar sem síðustu sætin séu að seljast upp, einkum í ferðir til sólarstranda. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Niðjamót á Núpi

AFKOMENDUR Sigríðar Finnsdóttur og Bernharðar Jónssonar frá Hrauni á Ingjaldssandi, halda niðjamót á Núpi í Dýrafirði dagana 16.­ 18. júlí nk. Þar koma einnig til leiks afkomendur systkina Sigríðar, þeirra Eiríks Finnssonar og Guðnýjar Finnsdóttur. Þau sem hafa ákveðið að koma til þessa samfundar eru beðin að skrá þátttöku sína sem allra fyrst. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 389 orð

Nýtt blað fyrir garðeigendur við sjávarsíðuna

RÆKTUN á Suðurnesjum er heiti á nýju blaði fyrir garðeigendur á því svæði. Í því er að finna greinar um reynslu af ræktun garða við sjávarsíðuna og ráðleggingar til garðeigenda sem búa við slíkar aðstæður. Að sögn Páls Péturssonar hjá Rit og Rækt ehf., sem gefur blaðið út, voru margir sem misst höfðu trúna á það að hægt væri að rækta blómlega garða við sjávarsíðuna. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Olíulekinn er enn til staðar

OLÍA heldur áfram að streyma í Hafnarfjarðarhöfn og skiptir magnið þúsundum lítra, að sögn starfsmanna í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki er vitað hvaðan olían kemur en hafnarstarfsmenn telja að hún komi ekki frá skipum. Olían hefur dreifst um alla höfnina og nær út fyrir hana. Erfitt er að dæla henni upp vegna þess hve dreifð hún er. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

Prófasturinn í Ísafjarðarprófastsdæmi hættir

SÉRA Baldur Vilhelmsson hættir sem prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi á sjötugasta afmælisdaginn, 22. júlí, en verður áfram prestur í Vatnsfirði þar til prestakallið verður lagt niður. Hann var fyrst settur prestur í Vatnsfirði í júníbyrjun 1956, þá nýútskrifaður guðfræðingur úr Háskóla Íslands. Vatnsfjarðarsókn er með fámennari og afskekktari prestaköllum á landinu að sögn sr. Meira
26. júní 1999 | Óflokkað efni | 159 orð

Ráðningar fylgja stækkun fyrirtækisins

HOLBERG Másson, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Netverks, hyggst einbeita sér að fjármögnunar- og tæknivinnu fyrir fyrirtækið á næstunni. Í frétt blaðsins í gær var ranglega haft eftir honum að aðrir myndu taka það verk að sér. Holberg hefur dregið sig úr daglegum rekstri, þar sem fyrirtækið vex ört þessa dagana. Hann gegnir nú stöðu varaformanns og framkvæmdastjóra stjórnar. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 396 orð

Ríkið sýknað af kröfum kartöfluinnflytjenda

ÍSLENSKA ríkið var í gær sýknað af öllum kröfum í þremur málum, sem innflytjendur franskra kartaflna höfðuðu til að endurheimta oftekin gjöld af innflutningnum. Um var að ræða tvö mál fyrirtækisins Dreifingar og eitt á vegum Ekrunnar. Ekran krafðist í sínu máli 23,2 milljóna króna endurgreiðslu verðjöfnunargjalds. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Rúmlega þrjátíu héðan taka þátt

37 ÍSLENSKIR keppendur, auk þjálfara, foreldra og aðstandenda, eru komnir til Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til að taka þátt í alþjóðaleikum þroskaheftra (Special Olympics) sem skipuleggjendur segja stærsta íþróttaviðburð í heiminum á þessu ári. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 482 orð

Sala til erlendra ferðamanna margfaldast

VERSLUN erlendra ferðamanna hér á landi hefur nær fjórfaldast á þremur árum ef miðað er við endurgreiðslur virðisaukaskatts til ferðamanna, sem hafa vaxið úr 270 milljónum kr. upp í tæplega einn milljarð kr. á síðasta ári, skv. upplýsingum Hauks Þórs Haukssonar, formanns Samtaka verslunarinnar. Samtökin gera ráð fyrir að mögulegt sé að auka þessa verslun upp í fimm milljarða kr. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Samstarf Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Íslenska útvarpsfélagsins

"ÞANN 24. maí síðastliðinn bauð Íslenska útvarpsfélagið M-12 áskrifendum og fjölskyldum þeirra í Fjölskyldu­ og húsdýragarðinn og voru tæplega 14 þúsund manns sem nýttu sér boðið. Í kjölfar af þessum vel heppnaða degi var undirritaður samstarfssamningur milli Íslenska útvarpsfélagsins og Fjölskyldu­ og húsdýragarðsins. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Samþykktu tillögur heilbrigðisráðherra

HEILBRIGÐIS- og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum í Stavanger dagana 21. og 22. júní tvær tillögur, sem Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, bar upp. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sex framkvæmdastjórar stýra sjö sviðum

STJÓRN Landssíma Íslands hf. samþykkti í gær viðamiklar breytingar á skipuriti fyrirtækisins og ráðningu nýs framkvæmdastjóra, Agnars Más Jónssonar tölvunarfræðings, til viðbótar þeim fimm sem fyrir voru. Unnið hefur verið að skipulagsbreytingunum frá því í fyrrahaust. Fram kom á fréttamannafundi Landssímans í gær að að afloknum breytingunum muni Landssíminn skiptast í sjö svið. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Sjómaður sóttur með þyrlu

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann norður fyrir Horn í gærmorgun. Hafði handleggur hans farið í spil og var brýnt að koma honum undir læknishendur. Þyrlan lagði upp frá Reykjavík kl. 9 í gærmorgun og lenti á ný á Reykjavíkurflugvelli um kl. 13. Gekk ferðin vel enda veður gott á leiðinni, ekki mikill vindur og skyggni sæmilegt. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Stofnun Landbúnaðarháskóla á Hvanneyri

SUNNUDAGINN 4. júlí verður þess minnst að 110 ár eru frá því að Bændaskólinn á Hvanneyri hóf starfsemi. Jafnframt verður því fagnað að Landbúnaðarháskóli tekur formlega til starfa, samkvæmt nýjum búfræðslulögum sem taka gildi hinn 1. júlí 1999. Hátíðin hefst kl. 13:30 við heimavist skólans. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 824 orð

Styrkþegar verða að snúa til heimalandsins

FULLBRIGHT-STYRKJUM, sem veittir eru til háskólanáms í Bandaríkjunum, fylgir sú kvöð að styrkþegar verða að snúa aftur til síns heimalands að námi loknu og dvelja þar í tvö ár áður en þeir geta snúið aftur til Bandaríkjanna og fengið þar atvinnuleyfi. Meira
26. júní 1999 | Landsbyggðin | 76 orð

Sumarstemmning á Bakkafirði

Bakkafirði­Mikil sumarblíða hefur verið á Bakkafirði síðustu vikur og er það mat manna að hlýindin hafi verið meiri þessa viku en allt síðastliðið sumar. Á dögunum bauð hljómsveitin Bohja-band íbúum Bakkafjarðar upp á létta sumarsveiflu undir berum himni og mæltist þetta framtak þeirra félaga vel fyrir. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Sýning á Harley Davidson

Í TILEFNI af opnun nýrrar verslunar fyrir Harley Davidson vélhjól og fatnað verður sýning á nýjum og notuðum Harley Davidson vélhjólum í dag, laugardag og á morgun sunnudag. Verslunin verður til húsa á Kleppsvegi 33. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 540 orð

Tillögur Blairs falla í grýttan jarðveg

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði í gær heyrinkunnar hugmyndir sínar um hvernig best sé að leysa deilur um afvopnun öfgahópa á Norður-Írlandi áður en frestur, sem stríðandi fylkingum var gefinn til að setja á laggirnar heimastjórn á N-Írlandi, rennur út næstkomandi miðvikudag. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 387 orð

Tjöld felld en mótið heldur áfram

HVASSVIÐRI gekk yfir Eyjar í gærmorgun og voru tjöld og tjaldvagnar farnir að skemmast í óveðrinu. Meðlimir Björgunarfélags Vestmannaeyja fóru inn í Herjólfsdal og aðstoðuðu fólk við að fella tjöldin og tjöldin á tjaldvögnunum áður en meira tjón hlytist af. Í Eyjum eru nú um 1.200 þátttakendur á árlegu pollamóti í knattspyrnu. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Trygging skipsins bætir ekki tjónið á Fiskihöfninni

BALDUR Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri, átti í vikunni fund með fulltrúa tryggingafélagsins sem færeyska verktakafyrirtækið Sandgrevstur tryggir dýpkunarskipið Vitan hjá, vegna þeirra skemmda sem urðu á austurkanti Fiskihafnarinnar fyrir síðustu helgi. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð

Tveir gagnabankar um hross sameinaðir

HROSSARÆKTENDUR og áhugamenn um hestamennsku eiga þess nú kost að fá aðgang að tveimur gagnabönkum um hross á Netinu og borga aðeins fyrir annan þeirra. Gagnabankarnir tveir sem um ræðir eru Veraldarfengur, sem er starfræktur af Bændasamtökum Íslands, og Hestur, sem er hrossabanki Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 334 orð

Tölvuaðgengi orðið almennt á Norðurlöndum

UPPLÝSINGATÆKNI og lýðræði ásamt rafrænum viðskiptum voru til umræðu á norrænni embættismannaráðstefnu á Grand Hotel í Reykjavík 22. júní 1999. Á ráðstefnunni kom meðal annars fram sú skoðun að fyrri áhyggjur um að fólk skiptist í þá sem hefðu og hefðu ekki aðgengi að tölvum og Netinu væru að verða óþarfar. Meira
26. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Vel heppnuð tónlistarhátíð í Mývatnssveit

TÓNLISTARHÁTÍÐ í Mývatnssveit var haldin í fyrsta skipti á dögunum, og tókst mjög vel, að sögn Margrétar Bóasdóttur, sem var listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Alls komu fram tíu tónlistarmenn, fyrst með lifandi tónlist á veitingahúsum í sveitinni 17. júní. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 748 orð

Vélavinna bönnuð

Ásumrin, ekki síst, steðja margvíslegar hættur að fólki sem starfar á vinnuvélum við landbúnaðarstörf. Dráttarvélaslys voru tíð á árum áður en þeim hefur sem betur fer fækkað. Sú þróun hefur m.a. orðið fyrir aukið eftirlit og fræðslu. Þórhallur Steinsson starfar við eftirlit með vélum hjá bændum á vegum Vinnueftirlits ríkisins á Suðurlandi. Meira
26. júní 1999 | Landsbyggðin | 165 orð

Viðurkenningar fyrir gæðamjólk

Blönduósi­Fjórtán mjólkurframleiðendur fengu fyrir skömmu afhentar viðurkenningar frá mjólkursamlagi Sölufélags A-Húnvetninga (SAH) fyrir gæðamjólk. Þessar viðurkenningar voru veittar í kaffisamsæti í félagsheimilinu á Blönduósi sem SAH hélt gæðamjólkurframleiðendunum. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Vörubíll valt undir Hafnarfjalli

VÖRUBIFREIÐ norðurleið fór út af veginum við Hafnarfjall og valt á hliðina í gærkvöldi. Ökumaður missti bílinn út af veginum þegar sprakk á framdekki og kom hann niður á hliðinni í mjúkum jarðvegi. Tvennt var í bílnum og meiddist hvorugt. Ekki var ljóst hvort miklar skemmdir urðu á bílnum eða á gröfu sem fest var á palli bílsins. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 369 orð

Walter Schwimmer næsti aðalframkvæmdastjóri

ÞING Evrópuráðsins hefur ákveðið að Austurríkismaðurinn Walter Schwimmer verði næsti aðalframkvæmdastjóri ráðsins. Hinn 1. september næstkomandi tekur Schwimmer við embættinu úr höndum Daniel Tarschys frá Svíþjóð og mun gegna því í fimm ár. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Yfir 500 ökumenn kærðir á 8 vikum

LÖGREGLAN á Blönduósi hefur á einni viku kært 143 ökumenn fyrir of hraðan akstur í Húnavatnssýslu og hafa flestir verið teknir á þjóðvegi 1. Margir hafa verið teknir á um og yfir 130 km hraða. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Yfirlýsingin fékk ekki staðist

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til Bílabúðar Benna að gæta þess í bifreiðaauglýsingum að samræmi sé milli auglýstra og skráðra hestafla og sýna þurfi fram á að yfirlýsingar um aukið vélarafl standist. Meira
26. júní 1999 | Innlendar fréttir | 697 orð

Þinglýsing Landssíma verði gerð ógild

RÍKISLÖGMAÐUR og Ríkisendurskoðun hafa komist að þeirri niðurstöðu að samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, fyrir hönd ríkissjóðs, og Landssíma Íslands hf. hafi verið óheimilt að að gefa út yfirlýsingu 13. maí 1998 þess efnis að 7,5 hektara landspilda úr landi Vatnsenda væri eign Landssíma Íslands hf. Ríkissjóður var áður skráður eigandi hennar. Meira
26. júní 1999 | Erlendar fréttir | 259 orð

Þjálfari Korbut hafnar ásökunum

ÞJÁLFARI Olgu Korbut, sem náði heimsathygli á áttunda áratugnum fyrir glæsilega frammistöðu sína í fimleikum, hafnar öllum ásökunum hennar, sem settar voru fram í nýlegu blaðaviðtali, um að hann hafi ekki aðeins þjálfað efnilegar fimleikastúlkur heldur einnig reynt að þjálfa þær upp sem hugsanlegar hjákonur sínar. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júní 1999 | Staksteinar | 429 orð

Sáttatal án innstæðu

HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, fjallar um sáttatal ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum og líkir því við töfraþulu ríkisstjórnarinnar". HJÖRLEIFUR segir: Ríkisstjórnin hefur fundið upp töfraorð sem leysa á hvers kyns ágreining sem rísa kann af stefnu hennar. Þetta töfraorð er SÆTTIR. Meira
26. júní 1999 | Leiðarar | 587 orð

SKULDIR ÞRÓUNARRÍKJANNA

leiðariSKULDIR ÞRÓUNARRÍKJANNA LEIÐTOGAR G7-ríkjanna ákváðu á fundi í Þýskalandi um síðustu helgi að afskrifa allt að þriðjung skulda þróunarríkjanna í samvinnu við Alþjóðabankann. Er talið að ef fleiri ríki ákveða að taka þátt í niðurfellingu skulda verði hægt að fella niður allt að 70% af skuldum 33 fátækustu ríkja heims. Meira

Menning

26. júní 1999 | Margmiðlun | 128 orð

AltaVista til sölu

ERFIÐLEIKAR eru í rekstri Compaq, sem má sumpart rekja til kaupa fyrirtækisins á Digital fyrir nokkru. Nú stendur yfir endurskipulagning á rekstri fyrirtækisins og meðal annars stendur til að selja ýmsar eignir, þar á meðal AltaVista. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 132 orð

Dench við sjúkrabeð eiginmannsins

ENSKA leikkonan Judi Dench þurfti að segja skilið við uppfærslu Davids Hare á leikritinu "Amy's View" á Broadway vegna veikinda eiginmanns síns, Michaels Williams. Dench missti af sýningu á miðvikudagskvöld og flaug til London til að vera með eiginmanni sínum, sem er þjakaður af slæmri lungnasýkingu. Hún verður hjá honum um helgina. Meira
26. júní 1999 | Tónlist | 782 orð

Dönsk-íslensk sveifla með svörtum blæ

Finn Ziegler fiðlu, Árni Scheving víbrafón, Oliver Antonus píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Einar Valur Scheving trommur. Fimmtudagur 24. júní. FINN Ziegler er kominn til Íslands í annað sinni. Fyrst kom hann hingað fyrir fjórum árum og lék þá á Hótel Borg og Djasshátíð Egilsstaða. Þá var hann sólisti með íslenskri hrynsveit. Meira
26. júní 1999 | Margmiðlun | 410 orð

Ekta teiknimyndaandi

Leikjafyrirtækið Infogrames hefur ávallt verið duglegt við að hanna leiki sem fjalla um Bugs Bunny og félaga hjá Looney Tunes: Því má jafnvel halda fram að fyrirtækið sé helsti sérfræðingur í slíkum leikjum. Það hefur gefið út leiki fyrir PC, Playstation, Color Gameboy og Nintendo 64. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 811 orð

Erum korktappar

EINAR Snorri Einarsson og Eiður Snorri Eysteinsson hlutu á dögunum viðurkenningu á alþjóðlegri sjónvarpsauglýsingahátíð í Cannes sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Eyrún Baldursdóttir hringdi til Cannes og ræddi við Einar um nokkur viðfangsefna þeirra félaga. Meira
26. júní 1999 | Tónlist | 610 orð

Fallega syngjandi kvennakór

Kvennakór Kaupmannahafnar flutti íslenska og erlenda söngva, undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkonu en undirleikari var Valgerður Andrésdóttir. Fimmtudagurinn 24. júní, 1999. NAFNIÐ Kvennakór Kaupmannahafnar er svolítið villandi því svo mætti halda, að kórinn væri að einhverju leyti á vegum borgarinnar og jafnvel mannaður dönsku söngfólki. Meira
26. júní 1999 | Skólar/Menntun | 988 orð

Framsýnir endurnýja þekkinguna Endurmenntun er mikilvæg brú á milli rannsókna og vinnumarkaðar Fólki á öllum aldri getur valið

Endurmenntun er mikilvæg brú á milli rannsókna og vinnumarkaðar Fólki á öllum aldri getur valið sér tíma til að stunda nám TVISVAR sinnum á hverju ári koma meðlimir EUCEN-samtakanna saman og hafa gert frá árinu 1991. Meira
26. júní 1999 | Margmiðlun | 773 orð

Fullkomið, öruggt og ókeypis stýrikerfi

LINUX-stýrikerfið hefur náð ótrúlegri útbreiðslu á skammri ævi og sumir vilja meina það eigi eftir að ógna yfirburðum Windows stýrikerfa Microsoft ef svo heldur fram sem horfir. Hröð útbreiðsla Linux byggist ekki síst á því hversu sjálfboðaliðar hafa verið ötulir við að þróa stýrikerfið og endurbæta, aukinheldur sem þeir hafa verið óþreytandi við að útbreiða fagnaðarerindið. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Halla Margrét syngur með Kammerkór Biskupstungna

HALLA Margrét Árnadóttir sópransöngkona syngur einsöng með félögum úr Kammerkór Biskupstungna á tónleikum í Skálholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 21. Kammerkórinn og Barnakór Biskupstungna eru nýkomnir úr söngferðalagi um Ítalíu, en þar heimsóttu kórarnir m.a. Höllu Margréti í Parma og sungu með henni á tónleikum. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 866 orð

Hús í húsi og heimsfrægur leikari

Í stórri vélsmiðju við hlið Loftkastalans er verið að ljúka við hús fyrir tökur á myndinni 101 Reykjavík. Vélsmiðjan er fyrsta kvikmyndaverið á Íslandi. Eyrún Baldursdóttir kom sér þar fyrir og ræddi við aðstandendur myndarinnar, Baltasar Kormák og Peter Steuger. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 288 orð

Íbúarnir bíða í röð eftir að gefa blóð

ÞAÐ var óneitanlega dálítið í anda skáldsagna hrollvekjuhöfundarins Stephens Kings þegar íbúar Maine biðu í röðum eftir því að gefa honum blóð. Það átti sér þó eðlilegar skýringar því hann var í átta tíma skurðaðgerð, sinni þriðju á nokkrum dögum, eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 1207 orð

Íslensk poppstjarna í Japan Kristjana Brynjólfsdóttir, kölluð Nanný, fór til Englands fyrir nokkrum árum til að læra dans og er

NANNÝ er fædd og uppalin á Íslandi og byrjaði að læra ballett aðeins fjögurra ára gömul. Hún fór svo í djassballett og nútímadans á unglingsárunum en hélt samt alltaf áfram í klassískum ballett líka. Þegar hún var 18 ára og hafði lokið þremur árum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla ákvað hún að taka sér frí í eitt ár og fara til Englands til að læra dans. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 327 orð

Karakterarnir sem bönkuðu upp á Sólrún Trausta Auðunsdóttir er Selfyssingur og myndlistarmaður að mennt. Hún starfar sem ræstir

Sólrún Trausta Auðunsdóttir er Selfyssingur og myndlistarmaður að mennt. Hún starfar sem ræstir til að vera sem næst áru sinni. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 590 orð

Klæmst á Hemingway

Á laugardagskvöld fyrir viku sýndi Stöð 2 gamla mynd um Ernest Hemingway, "Ástir á stríðsárunum" (In Love and War), þar sem segir frá margfrægu ævintýri sem Hemingway upplifði undir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri á Ítalíu, en þangað fór hann átján ára gamall til að aka særðum mönnum frá vígvöllunum á vegum Rauða krossins og koma þeim undir læknishendur. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 399 orð

Leiklistarhátíðin í Tampere

Hin árlega leiklistarhátíð í Tampere í Finnlandi verður haldin dagana 10.­15. ágúst. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er Leikhús fyrir börnin og er boðið upp á fjölmargar sýningar úr finnsku leikhúsi frá liðnu leikári, bæði fyrir börn og fullorðna. Meira
26. júní 1999 | Margmiðlun | 378 orð

Leitarsetur Netscape

NÝLEGAR kannanir sýna að líkt og í mannheimum er erfitt fyrir ný fyrirtæki að hasla sér völl á Netinu. Þannig aukast sífellt vinsældir þeirra fyrirtækja sem fyrst voru á Netið, en þau sem reynt hafa að koma sér þar fyrir síðustu misseri eiga erfitt uppdráttar. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 167 orð

Musica Colorata í Stykkishólmskirkju

GESTIR á öðrum sumartónleikum Stykkishólmskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 eru Musica Colorata. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir G.Fr. Händel, J. Sibelius, C.P.E. Bach, Oliver Kentish, J.W. Kalliwoda og C. Cui. Musica Colorata skipa Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó, og Peter Tompkins, óbó. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Nýjar bækur OKKAR á milli

OKKAR á milli er fyrsta ljóðabók Arthúrs Björgvins Bollasonar. Í fréttatilkynningu segir að í fáum en skýrum dráttum dragi höfundur upp sterkar myndir af íslenskri náttúru, undrum hennar og furðum, hann veltir á sinn hátt fyrir sér eilífðarspurningum um tímann, Meira
26. júní 1999 | Margmiðlun | 284 orð

Nýr örgjörvi frá AMD

INTEL hefur algjöra yfirburði á örgjörvamarkaði og þó mörg fyrirtæki hafi reynt að skáka því hefur fáum tekist. Eina fyrirtækið sem stendur uppi í hárinu á Itel nú um stundir er AMD, sem kynnti í vikunni nýjan örgjörva og öflugan. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 56 orð

Nýtt gallerí á Laugaveginum

NÝTT gallerí, One o one, verður opnað í dag, laugardag, á Laugavegi 48b, inn af samnefndri verslun. Eigendur gallerísins eru Rui Pedro Andersen, Anna María Helgadóttir, Berglind Dögg Häsler og Egill Tómasson. Galleríið verður opnað með sýningu á verkum Húberts Nóa, sem sýnir fimm pör af málverkum undir nafninu; "as above, so below". Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Pétur Gautur í Sparisjóðnum í Garðabæ

SUMARSÝNING verður opnuð í Sparisjóðnum í Garðabæ á verkum Péturs Gauts myndlistarmanns mánudaginn 28. júní kl. 17:30. Pétur Gautur er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam íslenska listasögu við Háskóla Íslands, málun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og leikmyndahönnun við Ríkisleiklistarskólann í Kaupmannahöfn. Meira
26. júní 1999 | Skólar/Menntun | 381 orð

Reynslunni miðlað til Evrópu

EINN þekktasti endurmenntunarfrömuður heims er Bandaríkjamaðurinn Harold Miller og heldur hann erindi á ráðstefnunni sem fer fram nú um helgina. Miller var formaður NUCEA, "National University Continuing Education Association" í rúm tuttugu ár og hlaut m.a. Julius M. Nolte-verðlaun samtakanna fyrir framlag sitt til sviðsins. Meira
26. júní 1999 | Margmiðlun | 196 orð

S3 kaupir Diamond

SKJÁHRAÐLAFRAMLEIÐANDINN S3 sækir nú fram á hraðlamarkaði með miklum þunga og keypti í vikunni skjákortaframleiðandann Diamond. Með þeim kaupum er S3 ekki aðeins með framleiðslu á örgjörvum og kortum á sömu hendi, heldur hefur fyrirtækið einnig komið sér inn á margmiðlunarmarkað, því Diamond framleiðir meðal annars Rio MP3-spilara. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Sumardjass á Jómfrúnni

KRISTJANA Stefánsdóttir söngkona heldur tónleika á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, í dag, laugardag, kl. 16. Með henni leika Árni Heiðar Karlsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. Þau flytja blandaða dagskrá af þekktum djasslögum ásamt öðru efni. Tónleikar á Jómfrúnni eru utandyra ef veður leyfir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
26. júní 1999 | Menningarlíf | 49 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNNI Cellulose lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin er farandsýning sem gerð er af Skinn, samtökum um listamiðlun í Norður-Noregi. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Jane Balsgaard, Gabriella Göransson, Gjertrud Hals og Hilde Hausen Johansen. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga kl. 14­18. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 129 orð

Sögusagnir um tilhugalíf Gwyneth Paltrow

Á DÖGUNUM birtist umfjöllun í tímaritinu New York þar sem líkur eru leiddar að ástarsambandi Gwyneth Paltrow við óþekktan mann. Sá er 28 ára lögfræðingur að nafni Lee Eastman og mun hafa verið skyldur Lindu Eastman McCartney heitinni, konu bítilsins Paul McCartney. Að öðru leyti er hann ótengdur skemmtanaiðnaðinum og blaðið hermir að Gwyneth líki það ágætlega. Meira
26. júní 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð

Söngelskur hnefaleikakappi

HEIMSMEISTARANUM í hnefaleikum, Oscar De la Hoya, virðist fleira í lófa lagið en að lumbra á andstæðingum í hringnum. Hann skrifaði í vikunni undir samning upp á hundruð milljóna við útgáfufyrirtækið EMI og felur hann í sér útgáfu á plötum bæði á ensku og spænsku. Meira
26. júní 1999 | Margmiðlun | 206 orð

Voodoo fyrir Makka

MAKKAVINIR hafa lengi harmað hlutskipti sitt þegar tölvuleikir eru annars vegar, þeir hafa verið færri og tæknilega ófullkomnari en best hefur gerst í PC-heimum. Um það leyti sem iMakkinn kom á markað lýsti Apple því aftur á móti yfir að framvegis yrði leikjum gert hærra undir höfði en hingað til, sem hefur meðal annars skilað þeim árangri að leikjaframboð hefur stóraukist. Meira

Umræðan

26. júní 1999 | Aðsent efni | 921 orð

Alþjóðasamtök Gídeonfélaga 100 ára Tímamót Nokkuð hefu

Nokkuð hefur fjölgað í alþjóðasamtökum Gídeonfélaga á þeim 100 árum sem liðin eru frá því félagið var stofnað, segir Sigurbjörn Þorkelsson, en félagsmenn eru nú um tvö hundruð þúsund og starfar félagið í 172 löndum. Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 750 orð

Eyjabakkar - Mat valkosta, forsenda farsællar lausnar

Á ríður að aðilar þæfi ekki formsatriði lengi fyrir sér, heldur gangi rösklega að því að leysa málið, segir Jón Helgason í opnu bréfi til iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra Meira
26. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 463 orð

Hálfdrættingar og veggjatítlur

RÍKISÚTVARPIÐ þrástagast á því í sjónvarpsauglýsingum að áhorfendur eigi ekki að sætta sig við litla sneið af "kökunni", eins og komist er að orði. Síðan er brugðið upp teikningu er sýnir skiptingu eftir sjónvarpsstöðvum. Þá kemur í ljós að Ríkissjónvarpið fær 52% "kökunnar" í sinn hlut. Með öðrum orðum röskan helming. Það eru öll ósköpin eftir nær sjö áratuga einokun á öldum ljósvakans. Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 657 orð

Hefur raunveruleikinn á röngu að standa?

Tölvur eru til þess að þjóna fólki, segir Þorsteinn Haraldsson. Fólkið á ekki að þjóna tölvunum. Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 771 orð

HIV fer ekki í manngreinarálit Alnæmi

Yfir 70% HIV-smitaðra í Evrópu eru á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Sigurlaug Hauksdóttir hvetur fólk til að sýna aðgát ef það stofnar til skyndikynna.Eru margir smitaðir? Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 682 orð

Hugleiðingar eftir kosningar

ÞÁ HEFUR þjóðin fengið nýja ríkisstjórn, sem tók við völdum af sjálfri sér hinn 28. maí s.l., eftir alllangt samningaþóf, hvort góðærið frá fyrri árum eða eitthvað annað hefur þvælst fyrir þeim er ekki vitað, kannski stöðugleikinn, ekki hefur útfærsla á samkomulaginu tafið þá, því samkvæmt því sem Morgunblaðið hefur eftir forsætisráðherra laugardaginn 29. Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 983 orð

Notkun uppsagna í kjarabaráttu

Með því að nota hópuppsagnir sem þrýstitæki er ekki einungis verið að brjóta friðarskylduna, segir Ari Skúlason, heldur er einnig verið að leika sér að einu af fjöreggjum launafólks, ráðningarverndinni. Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 284 orð

"Réttindakennari" ­ kennari

Af hverju samþykkja menn að hafa ófaglært fólk við kennslustörf, spyr Sigrún Ólafsdóttir, en ekki önnur störf? Meira
26. júní 1999 | Aðsent efni | 372 orð

"Valdahroki Davíðs"

Við höfum ekkert við ríkisrekinn fjölmiðil, segir Hreggviður Jónsson, á öldum ljósvakans að gera árið 2000. Meira
26. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 138 orð

Vestfirzk menning

JÓNSMESSA var liðin. Vestfirðir eins og þeir hafa alltaf verið ­ óumbreytanlegir eins og mannfólkið sem gistir kjálkann, en hann er síðasti vonarpeningur sjálfstæðrar þjóðar af víkingakyni. Patreksfjörður er ennþá höfuðstaður Vestfjarða ­ ber kaþólskt nafn og er seintekinn eins og allt gott, öllu heldur heiðarlegt, fólk. Meira

Minningargreinar

26. júní 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Þær vegast á systurnar, gleði og sorg, í þessu lífi. Á laugardaginn fagnaði fjölskyldan á útskriftardegi Iðu Brár, á sunnudagskvöldið var Benedikt, faðir hennar, látinn. Það er sárt til þess að hugsa að hann Benni sé nú horfinn okkur öllum. Við þekktum hann fyrst sem Benna í Sparisjóðnum eins og Vestmanneyingar kölluðu hann. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Það er sannarlega erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Benni sé dáinn. Það er sárt að finna sorgina og söknuðinn hjá Sigrúnu og hans nánustu. Elsku Benni. Þú varst mér sem besti faðir þegar ég var lítil stúlka. Ég var hjá ykkur Sigrúnu í Vestmannaeyjum tvo til þrjá mánuði á hverju ári, þar sem þú varst að hvíla mig á leikskólanum. Þú sagðir að lítil börn þyrftu að kynnast fjölskyldulífi. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Mig langar með örfáum orðum að minnast Benedikts Ragnarssonar sparisjóðsstjóra sem fallinn er frá langt um aldur fram. Mér er minnisstætt þegar Sigrún frænka mín kom og kynnti Benna fyrir okkur hjónunum. Við sáum strax að alvara var á ferðum. Milli okkar skapaðist strax vinátta sem entist ævi Benna út. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 800 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Í sólskini og blíðviðri austur á Flúðum sátum við hjónin síðastliðinn sunnudag og lögðum á ráðin um fyrirhuguð ferðalög okkar í sumar, sem ég hugðist nota m.a. til að hitta og ræða við vini okkar og kunningja í sparisjóðum hér og þar um landið. Einn viðkomustaðurinn átti að vera Vestmannaeyjar. Þar átti ég hauk í horni sem var ágætur vinur minn, Benedikt Ragnarsson, sparisjóðsstjóri. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 107 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Kæri Benni. Ekki óraði okkur fyrir því þegar þú kvaddir okkur miðvikudaginn 16. júní að við sæjum þig ekki aftur. Helgin var framundan og mikið stóð til, en hins vegar fara hlutirnir ekki alltaf eins og áætlað er. Skil milli lífs og dauða geta verið ærið stutt. Við samstarfsfólk þitt viljum að endingu kveðja góðan vin og félaga gegnum árin. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 573 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Þegar stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja kom saman til fundar miðvikudaginn 16. júní sl. kom engum til hugar að það væri síðasti fundurinn sem Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri sæti með okkur. Hann tjáði okkur að hann ætlaði með Sigrúnu eiginkonu sinni til Reykjavíkur morguninn eftir til að vera viðstaddur útskrift Iðu Brár dóttur þeirra í Háskóla Íslands 19. júní. En veröldin er hverful. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 865 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Elsku hjartans pabbi minn. Mikið er þetta skrýtið, ég held að ég átti mig ekki á þessu enn. Mér líður svo einkennilega. Þegar ég frétti um andlát þitt var það fyrsta sem ég vonaði að ekki væri líf eftir dauðann því ég vorkenndi þér svo að vera einn frá okkur öllum því þú varst ekki tilbúinn að deyja svona ungur. Sú hugsun hefur breyst nú sem betur fer. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 484 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Elsku pabbi. Það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért farinn frá mér. Þú varst mér alltaf svo góður enda þótt í seinni tíð hefðum við alltaf haft mikið til að þrasa um. Þú hafðir alveg einstaklega gaman af því að stríða mér og geta æst mig aðeins upp. Ég veit að þú vildir mér alltaf það besta og varst alltaf að hugsa um framtíðina fyrir mig. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður afi, þolinmóður og áhugasamur um allt sem við gerðum. Þegar við kíktum niður í sparisjóð til þín gafstu þér alltaf tíma til að spjalla við okkur og monta þig við Stínu, hvað þú ættir myndarlegar afastelpur. Svo var gaman þegar þú sagðir okkur prakkarasögur af pabba þegar hann var lítill. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Samt varstu alltaf að stríða okkur en það var bara gaman. Þegar Kamilla var hjá þér á laugardaginn tókstu hjartalínuritið úr sambandi og hristir þig allan til og settir það svo aftur í samband. Þú varst svo mikill stríðnispúki. Samt vildir þú nú ala okkur upp og siðaðir okkur til ef við vorum óþekk. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 331 orð

Benedikt G. Ragnarsson

Það var gosárið 1973, sem Benni fór að venja komur sínar í Árbæinn, til mömmu. Þá vorum við systkinin sex og tíu ára. Trúlega hefur hann fengið vægt sjokk af sýninni, sem við blasti í fyrsta skipti. Eldhúsið allt útatað í djúsi, Óskar Örn hálfber að leika Súpermann og Bjarney að reyna að siða hann til. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 336 orð

BENEDIKT G. RAGNARSSON

BENEDIKT G. RAGNARSSON Benedikt Grétar Ragnarsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. júlí 1942. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Benediktsson, verkstjóri, frá Borgareyri í Mjóafirði, og Guðmunda Valgerður Jónsdóttir, húsmóðir, frá Búrfelli í Hálsasveit. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 66 orð

Benedikt Grétar Ragnarsson

Benedikt Grétar Ragnarsson Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð, Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Benedikt Grétar Ragnarsson

Elskulegi frændi okkar Benedikt, eða Benni frændi eins og við kölluðum hann alltaf, er dáinn. Þegar Iða Brá, dóttir hans, hringdi í mömmu á sunnudagskvöld og tilkynnti þessa sorgarfrétt, var eins og dimmdi yfir. Bjartasta nóttin var framundan, en hún varð skyndilega sú dimmasta. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Guðjón Bárðarson

Í dag verður ástkær afi okkar borinn til grafar og langar okkur systkinin að minnast hans í nokkrum orðum. Það er óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla í kringum hann afa. Hann var einn af þeim mönnum sem alltaf þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni og hlutirnir áttu helst að gerast í gær. Það var eins þegar við komum í heimsókn. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 115 orð

Guðjón Bárðarson

Guðjón Bárðarson Þau fjarlægjast óðum hin indælu vor, þá æskan og þrestirnir sungu. Og löngu eru horfin mín léttstígu spor, á landinu í Skaftártungu. Þú kunnir það ætíð, á einstakan hátt, ástúð og glaðværð að sýna. Hjá frænku og þér hef ég indælast átt, um æskunnar dagana mína. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 205 orð

Guðjón Bárðarson

Með fáum orðum sem segja þó lítið af öllu sem þakka bæri og í hug kemur er við í dag tökum á móti Guðjóni frá Hemru og kveðjum hinstu kveðju frá Grafarkirkju. Þegar mér barst andlátsfregn hans, kom mér í hug: En hvað þetta er líkt honum Guðjóni, ekki draga til morguns, sem gera á í dag. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Guðjón Bárðarson

Elsku afi. Hinn 17. júní sl. fengum við þau sorgartíðindi að þú værir dáinn. Það er erfitt að trúa og sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur. En við vitum samt að þú munt alltaf vera með okkur, elsku afi. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur og alltaf var stutt í stríðnina hjá þér sem við krakkarnir höfðum óspart gaman af. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 849 orð

Guðjón Bárðarson

Guðjón Bárðarson var stór partur af uppvexti mínum og barnæsku. Hann var mér allt í senn fóstri, frændi, kennari og vinur. Ég var ekki nema níu ára þegar ég fór fyrst að Hemru í sveit til þeirra Guðjóns og Bjargar vorið 1966. Það varð upphafið að sjö sumra "vinnumennsku" minni hjá þeim hjónum að meðtöldum páskafríum og jólafríum. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 244 orð

GUÐJÓN BÁRÐARSON

GUÐJÓN BÁRÐARSON Guðjón Bárðarson fæddist á Ljótarstöðum í Skaftártungu 18. apríl 1915. Hann lést á heimili sínu 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bárður Gestsson bóndi á Ljótarstöðum, f. 17.10. 1878, d. 21.10. 1917, og Guðrún Þórðardóttir húsmóðir f. 1.12. 1888, d. 18.4. 1965. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 439 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Elsku amma mín. Nú ert þú horfin á braut á vit ævintýranna sem bíða okkar fyrir handan. Ég er viss um að afi og synir þínir hafa tekið vel á móti þér og hugur minn segir mér að þér líði örugglega vel þar sem þú ert. En samt er svo skrýtið að við eigum ekki eftir að hittast meir hérna megin, eigum ekki eftir að spila meira. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Þegar ég sest niður og skrifa kveðjuorð til móður minnar koma margar minningar í hugann. Þessi yndislega kona lifði það að halda upp á nítugasta og áttunda afmælisdag sinn umvafin ættingjum. Efst ber þó allar þær hannyrðir sem eftir hana liggja en afköst hennar voru með ólíkindum í þeim efnum og eru ótaldir litlir fingur og fætur sem sokkarnir hennar góðu og vettlingar hafa vermt. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 93 orð

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurðardóttir fæddist á Markeyri í Skötufirði 16. maí 1901. Hún lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Evlalía Guðmundsdóttir og Sigurður Þórðarson. Systkini hennar voru fjögur og er eitt þeirra á lífi, Þórður Sigurðsson, 93 ára. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 1384 orð

Helga Káradóttir

Helga Káradóttir Lyftum upp hjörtum í hæðirnar nú, horfum á Jesú í lifandi trú. Sjáum hann stríða við syndir og neyð, sjáum hann líða á krossinum deyð. Þökkum og lofsyngjum drottin í dag, dýrðlegan flytjum nú lofgjörðar brag. Honum, sem lifði og leið fyrir oss, og lífið sitt blessaða endaði á kross. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 501 orð

Helga Káradóttir

Elsku amma, ég get ekki trúað því að þú sért farin, búin að kveðja þennan heim, þú sem alltaf hefur verið til staðar í mínu lífi eins og traustur klettur, góðhjörtuð og hjálpsöm við þína nánustu og aðra. Þrátt fyrir háan aldur varstu ung í anda og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum þig og hjá öðrum. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 477 orð

Helga Káradóttir

Nokkur minningarorð um Helgu mömmu, ástkæra tengdamóður mína. Þegar ég fyrst kom í heimsókn til Helgu með tilvonandi eiginmanni mínum, Ársæli, var hún komin á tíræðisaldur. Hún var hress og lífsglöð og virtist vera við góða heilsu. Frá fyrstu kynnum bauð hún mig alltaf velkomna á sitt heimili, með sínu óþvingaða og kærleiksríka viðmóti. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 442 orð

HELGA KÁRADÓTTIR

HELGA KÁRADÓTTIR Helga Káradóttir fæddist í Vestur-Holtum í Vestur-Eyjafjallahreppi 30. maí 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 13. júní síðastliðinn, 95 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Kári Sigurðsson, útvegsbóndi og formaður í Vestmannaeyjum, f. 12.7. 1880 í Selshjáleigu í Vestur- Landeyjum, d. 10.8. 1925, og kona hans, Þórunn Pálsdóttir, f. 12. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 84 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku besti frændi minn. Ég er svo sár að þú sért farinn frá okkur, ég trúi því varla, en ég veit að þú ert hjá okkur og fylgist með okkur. Þú hefur alltaf verið besti frændi minn. Núna færðu að kynnast pabba þínum. Ég var svo ánægð þegar þú komst að horfa á mig keppa og við unnum 17­1 og við héldum bæði upp á Man. Utd. Mér þykir svo vænt um þig, vonandi líður þér vel. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 125 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jói frændi. Okkur langar svo að segja þér hvað okkur þótti og þykir enn mikið vænt um þig. Við vorum svo glaðar því þú varst kominn aftur til ömmu, fluttur úr ljóta bleika húsinu. Þú komst til okkar á hverjum degi, við áttum bara eftir að fara í kríueggjaleitina, en afi fer bara seinna með okkur fyrir þig. Við ætlum að passa ömmu og afa voða vel. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 254 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jón Freyr minn. Hér sit ég og skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Þig hef ég þekkt frá því að þú varst smágutti og vinur hans Svavars Steins, sonar míns. Ég gæti skrifað heila bók um öll prakkarastrikin sem þið frömduð á uppvaxtarárum ykkar. Það má nefna sérstaklega allar ferðirnar sem þið þrír, þú, Svabbi og Gísli vinur ykkar, fóruð upp í gryfju á ykkar "glæsilega" Böggýbíl. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 82 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku vinur. Ég hefði viljað sjá hamingju í augunum á þér. Ég hefði viljað halda í höndina á þér. Ég hefði viljað sjá þig hlæja. Ég hefði viljað halda utan um þig. Ég vona að þú finnir hamingjuna við endann á göngunum. Ég vona líka að þar sem þú ert núna þorir þú að vera þú sjálfur. Þú varst í raun bara lítið barn í of stórum líkama. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 97 orð

Jón Freyr Óskarsson

Kæri vinur minn. Skarðið sem þú skildir eftir í veröld minni er ófyllanlegt, því svona vin er erfitt að finna. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, ég mun ætíð geyma þær. Þegar sólargeislinn brotnar á vatninu, sé ég bros þitt, þegar stjörnurnar blika á himnum, sé ég augun þín, þegar blærinn strýkur vanga mína finn ég þig, bara þig. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 410 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jón Freyr minn, þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilbúin að viðurkenna að einhver hafi verið of góður fyrir þennan heim. Þú varst það, svo viðkvæmur, blíður og heiðarlegur, en þú komst þér út í líferni sem þú vildir ekki lifa í, þú hafðir alltaf svo mikið samviskubit út af öllu. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 25 orð

Jón Freyr Óskarsson

Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ó.S.) Óskar Valur og Ólína. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 130 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jón Freyr minn. Nú þýðir ekki lengur að segja: "Blessaður, viltu koma að leika?" Ég var svo glaður þegar þú komst heim, ætlaðir að hætta og vera hér hjá ömmu, ég ætlaði að passa þig, vera með þér, taka þig með mér og mínum vinum þangað sem við fórum. Við Heimir leituðum að þér allt föstudagskvöldið, við vorum ákveðnir í að sækja þig, hvar sem þú værir. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jón Freyr. Það er svo skrýtið að sitja hér og ætla að skrifa kveðjuorð til þín. Við héldum öll að þú yrðir hjá okkur þar til við yrðum gömul. Ég man nú fyrst eftir þér tæplega fjögurra ára og þá var nú fjör í kringum þig. Þú alltaf með kisuna, hann Snúð, hvert sem þú fórst, stóri bróðir svo montinn af þér en þú hálffeiminn við mig. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 780 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku drengurinn minn. Það er erfitt að horfast í augu við það sem hefur gerst. Ég veit að þú gast ekki meir, bardaginn var orðinn þér um megn. Ég á svo margar góðar minningar sem ég get yljað mér við og ég ætla að gleyma hinum. Þú varst of viðkvæmur til að takast á við þennan harða heim. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 79 orð

Jón Freyr Óskarsson

Elsku Jón Freyr minn. Ég vil þakka þér fyrir allt og þú veist hvað mér þótti vænt um þig. Þegar þú varst í Portúgal og hringdir í ömmu og spurðir: "Er allt í lagi hjá Munda frænda? Mig dreymdi hann svo illa," þá stóð reglulega illa á hjá mér. Ég veit þú passar Aron minn fyrir mig, þú varst svo mikill barnakall. Ég vona að þér líði vel. Hvíl í friði. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 148 orð

JÓN FREYR ÓSKARSSON

JÓN FREYR ÓSKARSSON Jón Freyr Óskarsson fæddist í Keflavík 23. nóvember 1977. Hann lést hinn 18. júní síðastliðinn. Móðir hans er Valborg Jónsdóttir frá Kolfreyju í Fáskrúðsfirði, f. 25.1. 1936, og faðir hans var Óskar Hlíðberg frá Sauðárkróki, f. 14.8. 1936, d. 29.7. 1979. Fósturfaðir hans frá 10 ára aldri var Högni Jensson frá Skagaströnd, f. 21.8. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 443 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Mig langar að minnast með örfáum orðum mágs míns, Jóns Jósafatssonar, eða hans Nonna eins og hann var alltaf kallaður af fjölskyldu og vinum. Hann kvaddi þennan heim að morgni þjóðhátíðardagsins, 17. júní eftir, 13 ára baráttu við hinn erfiða sjúkdóm, krabbameinið. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 607 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði mín sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 844 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Mig langar að minnast vinar míns og mágs, Jóns R. Jósafatssonar, með örfáum orðum. Hann var ekki fyrir mörg orð heldur komst beint að kjarna málsins, því sem skipti máli. Trúr var hann og traustur á hverju sem gekk. Alltaf rólegur og yfirvegaður. Fjörutíu ár eru liðin síðan ég kom á Hólaveg 14 og kynntist Ingibjörgu systur hans. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 301 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Sannleikann vildirðu segja en sitja ekki og þegja. Þó brekkan sé há þú beygir ei hjá. Örlögin aldrei þig beygja. (H.J.) Þegar dóttir mín var lítil kallaði hún hann "Nonna ljós". Ég tel það réttnefni ­ hann var mikið ljós en jafnframt mikil hetja. Hann kvaddi núna á þjóðhátíðardaginn, eftir áralanga baráttu. Mér fannst sá dagur henta honum vel. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 593 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Mig langar til að minnast og kveðja frænda minn og vin, Jón Rögnvald Jósafatsson. Minningar æskudaga hrannast upp, ég bjó í Reykjavík en kom strax að vori norður og dvaldi þar oftast sumarlangt hjá ömmu okkar. Foreldrar Jóns og systkin bjuggu á næsta bæ, sem hét Sæland, og var stöðugur samgangur. Við vorum oftast saman í bæði starfi og leik, enda fædd á sama ári. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Jón Jósafatsson hóf störf hjá Sauðárkrókshöfn árið 1989. Hann hafði góðan undirbúning þegar hann tók við starfi hafnarvarðar. Aðeins 14 ára gamall hóf Jón útgerð eigin báts, en skipstjórn og útgerð var hans aðalstarf í áratugi. Lengst af gerði Jón út vélbátinn Tý í samstarfi við þá Steingrím Garðarsson og Friðrik Jónsson. Segja má að starfsvettvangur Jóns hafi alla tíð tengst sjósókn og útgerð. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 216 orð

JÓN RÖGNVALDUR JÓSAFATSSON

JÓN RÖGNVALDUR JÓSAFATSSON Jón Rögnvaldur Jósafatsson fæddist á Hofsósi í Skagafirði 19. mars 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 17. júní síðastliðinn. Faðir hans var Jósafat Sigfússon, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990, og móðir Jónanna Sigríður Jónsdóttir, f. 25.9. 1907. Hún dvelur nú á öldrunardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Kristján Sigurðsson

Hinsta kveðja. Látinn er í hárri elli, 96 ára, vinur minn og góðkunningi foreldra minna, Kristján Sigurðsson, verkstjóri frá Siglufirði. Mig langar að senda kveðju mína norður yfir heiði en hugur minn verður við jarðarför Stjána míns. Kristján hef ég þekkt alla mína ævi, sem eru margir áratugir. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 717 orð

Kristján Sigurðsson

Kristján fæddist í Siglufirði. Foreldrar hans voru hjónin Andrea Sæby og Sigurður Jónsson. Ekki er ég fróður um ættir Kristjáns, svo þær verða ekki raktar í þessum minningarorðum. Því ættir skipta ekki öllu heldur manngildi sérhvers einstaklings. Árið 1970 á haustdögum lágu leiðir okkar Kristjáns saman í félagsskap sem okkur var báðum hugstæður, en þar á ég við Sameignarf. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Kristján Sigurðsson

Nú er jarlinn á Eyri horfinn sjónum okkar og Siglufjörður verður ekki sami bærinn og hann hefur verið í mínum huga frá því ég var lítil stelpa á Melunum. Kæri fóstri minn, mikið mun ég sakna þín, að heyra þig ekki oftar segja frá gamla tímanum, eða ræða um lífið og tilveruna. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 554 orð

Kristján Sigurðsson

Vinur minn, Stjáni á Eyri, er allur. Löngum og athafnasömum æviferli er lokið. Hann fæddist í byrjun þeirrar aldar sem nú er að ljúka ­ í upphafi vors í íslensku, og þá sér í lagi siglfirsku atvinnulífi; "síldarævintýrið" var framundan. Kristján fæddist 4. nóvember 1902. Árið eftir er í fyrsta sinn söltuð á Siglufirði síld sem veidd er á hafi úti (reknetasíld). Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 267 orð

KRISTJÁN SIGURÐSSON

KRISTJÁN SIGURÐSSON Kristján Sigurðsson fæddist á Siglufirði 4. nóvember 1902. Hann lést 16. júní síðastliðinn. Forldrar hans voru: Andrea Sæby, f. 24.10. 1883, d. 14.10. 1970 og Sigurður Jónsson, f. 23.12. 1875, d. 28.1. 1932. Systkini hans voru: Kristinn , f. 24.12. 1904, d. 25.8. 1974, Kristín Björg, f. 6.6. 1906, d. 6.4. 1997, Pálína, f. 1.8. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 785 orð

Ólafur Halldórsson

Ólafur Halldórsson, föðurbróðir minn, hefur lokið einstaklega fallegri siglingu sinni í þessari jarðvist. Hann ólst upp í stórum og athafnamiklum systkinahópi á Ísafirði í umsjá foreldra sem studdu öll góð málefni og ruddu erfiða braut fram á veginn. Móðir hans, Svanfríður Albertsdóttir, varð heiðursfélagi Slysavarnafélags Íslands og Kvenfélagsins Óskar á Ísafirði. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 1089 orð

Ólafur Halldórsson

Heimspekingurinn Nietzche sagði að Guð væri dáinn og átti þar við ofurmennið svokallaða í víðum skilningi. Sama segi ég um þig pabbi minn, þú varst og verður alltaf ofurmenni í mínum huga. Ef ég ætti að lýsa þér í einni setningu þá væri það; stór maður með stórt og gott hjarta. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 819 orð

Ólafur Halldórsson

Vinur minn, félagi, samstarfsmaður og sameignarmaður til margra ára, Ólafur Halldórsson, er nú allur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Óli Hall, eins og hann var oftast kallaður, kynntumst fyrst um 1962. Árið 1965 fór ég til hans á m/b Gylfa ÍS-303 þar sem hann hafði nýhafið skipstjórn. Óli var einstakur skipstjóri. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 402 orð

Ólafur Halldórsson

Hjartkær bróðir okkar og vinur er horfinn af sjónarsviðinu og yfir móðuna miklu. Ólafur, bróðir okkar, sem lést að morgni 19. júní síðastliðins hafði þjáðst lengi af sykursýki og vegna þess misst neðan af báðum fótum, sjónin var að minnka og nýrun að gefa sig. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Ólafur Halldórsson

Mig langar hér að minnast og kveðja Ólaf Halldórsson skipstjóra frá Ísafirði. Eiginkona Ólafs, Sesselja Ásgeirsdóttir, lést 31. janúar 1993. Börn þeirra eru Hugljúf, Margrét, Hrólfur, Ásgerður, Halldór, Einar, Elín og Guðjón, sem lést 1994. Eftir að Ólafur varð ekkjumaður dvaldi hann fern jól hér fyrir sunnan á heimili sonar síns, Halldórs, og dóttur minnar, Vilborgar. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 523 orð

Ólafur Halldórsson

Elsku afi. "Ættu öll börn svona afa, vitran og skynsaman, blíðan og þolinmóðan, miskunnsaman og ákveðinn, gjöfulan og snjallan, væru nú ekki vandræði í henni veröld." (Pam Brown.) Elsku besti afi okkar, nú ert þú búinn að yfirgefa þessa jörð og ert kominn til hennar elsku ömmu okkar sem þú hefur saknað svo mikið síðan hún féll frá. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 117 orð

ÓLAFUR HALLDÓRSSON

ÓLAFUR HALLDÓRSSON Ólafur Halldórsson fæddist á Ísafirði 16. júlí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar laugardaginn 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Sigurðsson og Svanfríður Albertsdóttir. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Þórey Björk Ingvadóttir

Elskuleg frænka mín, Þórey Björk, gaf okkur sem þekktum hana einstæða sýn á lífið. Hún var jákvæð í hugsun, sjálfstæð og ákveðin í því sem hún tók sér fyrir hendur auk þess sem hún var glaðleg og falleg stúlka. Hún var réttsýn og skörp og vildi læra tungumál og sjá sig um í heiminum. Hún kaus að fara til Bandaríkjanna og fór þangað í vist um nokkurra ára skeið. Meira
26. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR

ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27. október 1966. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 21. maí. Meira

Viðskipti

26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 165 orð

115,9 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Íslenska hlutabréfasjóðsins á síðasta rekstrarári, 1. maí 1998 til 30. apríl 1999, nam 115,9 milljónum króna samanborið við 72,6 milljónir króna rekstrarárið á undan. Hlutafé félagsins var 1.247 milljónir króna í lok rekstrarársins, en eigið fé nam samtals 2.615 milljónum króna samanborið við 2.290 milljónir í lok rekstrarársins á undan. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Compaq selur hugsanlega AltaVista

COMPAQ, stærsti tölvuframleiðandi heims, hyggst jafnvel selja AltaVista, leitarvél sína á Netinu. Fyrirtækið stendur í viðræðum við fjárfestingarfyrirtækið CMGI, sem til þessa hefur m.a. aðstoðað netfyrirtæki við skráningu á verðbréfamarkað. Ekkert hefur enn verið ákveðið um sölu AltaVista en samningur er talinn líklegur. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 347 orð

Dregur saman með eignum og skuldum

SKULDIR íslenskra heimila námu um 440 milljörðum króna í lok árs 1998, samkvæmt bráðabirgðatölum. Á sama tíma námu eignir heimilanna um 992 milljörðum króna, ef eign í lífeyrissjóðum er undanskilin, en 1.338 milljörðum króna að henni meðtalinni. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Evra í stað EMU-mynta

GENGISSKRÁNINGARVOG íslensku krónunnar hefur verið endurskoðuð í ljósi utanríkisviðskipta ársins 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Síðast var vogin endurskoðuð í júní á síðasta ári, en nýja vogin mun mæla gengisbreytingar þar til næsta endurskoðun fer fram, sem verður um svipað leyti á næsta ári. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Hækkuðu um 209% fyrsta daginn

HLUTABRÉF í Juniper fyrirtækinu, sem framleiðir tækjabúnað til að stýra gagnaflutningum um Netið, hækkuðu um 209%, eða úr 34 dollurum hvert bréf í 97,5 dollara, fyrsta daginn sem bréf í fyrirtækinu voru skráð á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. "Ég er ekki viss um hvað hefur gerst með markaðinn. Ég held að markaðurinn þurfi á einhverju róandi lyfi að halda. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 279 orð

Skuldasamsetning endurspegli tekjumynstur

Í MORGUNPUNKTUM Kaupþings í gær svara Kaupþingsmenn gagnrýni Flugleiða á staðhæfingar Kaupþings um óhagstæð áhrif gengisþróunar evru og dollars á afkomu Flugleiða. Í Morgunpunktunum segir að Kaupþing hafi ekki verið að deila á Flugleiðir hvað varðar varnaraðgerðir vegna gengisþróunar dollars og evru. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 461 orð

Stærsti hluti fjárfestinganna í stóriðnaði

STÆRSTUR hluti erlendrar fjármunaeignar á Íslandi er í stóriðnaði, s.s. járnblendi- og áliðnaði, eða 63%, að því er fram kemur í grein í júníhefti Hagtalna mánaðarins. Erlendir fjárfestar hér á landi eru flestir frá Sviss og Bandaríkjunum. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 698 orð

Sveiflur í gengi krónunnar eftir vaxtahækkun

GENGI íslensku krónunnar hefur sveiflast nokkuð að undanförnu í kjölfar vaxtahækkunnar Seðlabankans 15. júní síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur gengisvísitala krónunnar verið á bilinu 112,95 til 114,02 frá því Seðlabankinn hækkaði vextina en virðist nú vera að stöðvast í kringum 113 stiga markið, var þannig til dæmis 113,40 um hádegi í gær. Meira
26. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Vaxtaþróun í Bandaríkjunum veldur skjálfta á mörkuðum

FJÁRFESTAR hafa áhyggjur af því að vextir í Bandaríkjunum muni hækka í næstu viku þegar Markaðsnefnd bandaríska Seðlabankans hittist. Áhyggjur þeirra höfðu nokkur áhrif á stöðu dollarsins, hún varð veikari, en þegar fram kom hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði, styrktist hún aftur. Meira

Daglegt líf

26. júní 1999 | Neytendur | 170 orð

Áfengisverslun opnuð í Mosfellsbæ

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins opnaði síðastliðinn miðvikudag nýja verslun í Þverholti í Mosfellsbæ. Eru verslanir fyrirtækisins þar með orðnar 29 talsins. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði í samtali við Morgunblaðið að hin nýja verslun í Mosfellsbæ væri að flestu leyti sambærileg við vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir m.a. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 129 orð

Bónus opnar verslun á Ísafirði

BÓNUS opnar í dag nýja verslun á Ísafirði og verður hún til húsa í Ljóninu, Skeiði 1. Að sögn Finns Magnússonar, innkaupastjóra Bónuss, verður hin nýja verslun á Ísafirði algerlega sambærileg verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar verðlag og afgreiðslutíma. "Þarna verður opið frá 12­18.30 frá mánudegi til fimmtudags, frá 12­19. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 85 orð

Býður heimsend ingu hádegismatar

NÝTT matreiðslufyrirtæki, Hollur matur, býður fyrirtækjum upp á heimsendingu matar í hádeginu. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að um holla og ljúffenga grænmetisrétti frá öllum heimshornum sé að ræða og að eingöngu sé notað ferskt lífrænt ræktað grænmeti við eldamennskuna. Mun skammturinn kosta 600 krónur. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 208 orð

Ekki vandamál á Íslandi

ÞORKELL Jóhannesson, prófessor á rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfjafræði, segir að magn solanins í íslenskum kartöflum sé almennt vel fyrir neðan sett mörk, en nýverið voru birtar niðurstöður sænskrar rannsóknar þar sem í ljós kom að solaninmagnið í vissum tegundum kartaflna á sænskum markaði er ofan markanna. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 101 orð

Flugnafæluáburðurinn Mygga

FLUGNAFÆLUÁBURÐURINN Mygga er nú aftur fáanlegur hér á landi, en í fréttatilkynningu frá Ísfarm ehf., sem tekið hefur við innflutningi á áburðinum, kemur fram að hann hafi um langt skeið verið afar vinsæll hér sem annars staðar á Norðurlöndunum. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 33 orð

Gervibrúnka

B. Magnússon hefur hafið innflutning á gervibrúnku frá No7 en hún inniheldur sólvörn og næringu. Í fréttatilkynningu frá B. Magnússyni kemur fram, að varan fæst í apótekum og hjá B. Magnússyni í Hafnarfirði. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 682 orð

Íslenskt lambakjöt hollt og gott

ÍSLENSKT lambakjöt er hollara en lambakjöt frá öðrum Evrópulöndum og fær einnig háa einkunn fyrir bragðgæði. Kemur þetta fram í fyrstu niðurstöðum evrópskrar rannsóknar á framleiðslu og gæðum lambakjöts. Í greinargerð um rannsóknina, sem umsjónarmenn hennar hérlendis hafa sent frá sér, má lesa að hún hófst árið 1997 og mun henni ljúka árið 2000. Meira
26. júní 1999 | Neytendur | 66 orð

Íspinnar

LÚXUS-ávaxtaíspinni er kominn á markað. Í fréttatilkynningu frá Kjörís segir að hann sé búinn til úr mjólkurís með ávaxtakrapfyllingu, hjúpaður Síríus súkkulaði og stökkum kúlum. Þá er einnig hafin framleiðsla á svokölluðum Gormi, sem er risafrostpinni með sítrónu- og jarðarberjabragði. Chupa-sleikjóís er nýjung þar sem sleikjó leynist í vanilluís. Meira

Fastir þættir

26. júní 1999 | Fastir þættir | 733 orð

Aldur drauma

ÉG HEF í Draumstöfum vitnað nokkuð í þekkta drauma frá liðinni tíð, drauma sem hafa túlkað framtíðina í stóru sem smáu samhengi og verið eins konar leiðarljós á getu draumsins og þau tákn sem hann notar. Við draumskoðun má greina drauminn með hliðsjón af aldri hans en einnig má skoða drauminn út frá aldri dreymandans og uppsafnaðri reynslu. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 988 orð

Austlensku stóðhestarnir skila góðu

HÉRAÐSSÝNINGUM á Austurlandi er nú lokið en tvær sýningar voru haldnar, önnur á Stekkhólma á Héraði þar sem fjórðungsmótið verður haldið. Athygli vekur að stóðhestar fæddir á Austurlandi eru að skila góðum afkvæmum og má þar nefna Kjark frá Egilsstöðum og Hrannar frá Höskuldsstöðum en einnig var ein hryssa undan Hjörvari frá Ketilsstöðum ofarlega. Meira
26. júní 1999 | Í dag | 111 orð

Á SPREN· GISANDI

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Þei, þei! þei, þei! þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 343 orð

Bráðdrepandi útblástur

FLEIRI dauðsföll má rekja til útblásturs úr bifreiðum en til bílslysa, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Dr. Carlos Dora vann rannsókn þessa fyrir stofnunina og var hún gerð í þremur löndum, Frakklandi, Austurríki og Sviss. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 1001 orð

Eru gerlar í fiski? Gerlar eru allt í kringum okkur þó við sjáum þá ekki með berum augum. Í þessum pistli, sem er annar í

GERLAR, örðu nafni bakteríur, eru svo smáir að ógerlegt er að sjá þá eina sér með berum augum. í reynd er þvermál gerlanna oftast aðeins um 1/1000 úr mm. Þannig gætu 1000 gerlar rúmast hlið við hlið innan 1 mm! Hvað útlit varðar eru gerlarnir heldur fábreytilegir. Við skoðun í smásjá sést að þeir eru yfirleitt kúlulaga eða staflaga (priklaga). Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 783 orð

Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. L

Verið miskunnsamir. Lúk. 6 ÁSKIRKJA: Safnaðarferð um Suðurnes. Lagt upp frá Áskirkju kl. 9.30. Guðsþjónusta í Hvalsneskirkju kl. 11. Kvöldverður við Bláa lónið. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ferm verður Hanna Dís Hannesdóttir, Lindarbyggð 14, Mosfellsbæ. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
26. júní 1999 | Í dag | 224 orð

Göngumessa við vörðu sr. Sigurðar B. Sívertsen

EFNT verður til göngumessu á morgun, sunnudag, við vörðu sr. Sigðurðar B. Sívertsen, í Leirunni. Sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen þjónaðist Útskálaprestakalli lengur en nokkur annar prestur, eða í 54 ár. Hann hætti prestsskap árið 1886. Hann var mikils metinn og hafði mikil áhrif á samfélagið á sinni tíð. Sagan á bak við vörðuna er sú að vetur einn var sr. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 589 orð

Hvernig er best að grennast?

Spurning: Ég hef alltaf verið mikil útivistar- og íþróttamanneskja og stundað reglulega erfiða þolfimi. Ég hætti að reykja fyrir 2 árum og það gekk vel því að ég var dugleg að hreyfa mig (engin aukakíló). Ég fór svo í háskólanám nú í haust og þar sem enginn tími hefur verið til iðkunar á hreyfingu hafa aukakílóin 5 (kg) fengið að koma óáreitt. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 458 orð

HÖNNUN Beðið eftir nýrri öld Árlega er h

HÖNNUN Beðið eftir nýrri öld Árlega er haldin mikil hönnunarsýning í Mílanó á Ítalíu. Aðalsýningarefnið er húsgögn en annað hvert ár er innréttingum gerð sérstaklega góð skil og hin árin áhersla lögð á lýsingu. Í ár voru það innréttingarnar sem fengu að njóta sín. Sigríður Heimisdóttir var á sýningunni. Meira
26. júní 1999 | Dagbók | 610 orð

Í dag er laugardagur 26. júní, 177. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Jes

Í dag er laugardagur 26. júní, 177. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Jesús sagði þeim: "Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir." (Jóhannes 6, 35.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Stapafell kom og fór í gær. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 858 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson

AÐ GEFNU mörgu tilefni endurbirti ég hér kafla úr 872. þætti: Orðasambandið að vinna með dugir ekki með þolfalli, en er auðvitað jafnsjálfsagt með þágufalli. Við vinnum oft með einhverjum öðrum. Hitt að vinna með eitthvað, einhvern heyrist því miður oft um þessar mundir og sést á prenti. Meira
26. júní 1999 | Í dag | 776 orð

Jói ríki eða Jói í Bónus!

UNDIRRITAÐUR sá nýlega í sjónvarpi viðtal við tvo bræður sem reka matvöruverslun í vesturbæ Reykjavíkur. Í viðtalinu fullyrtu bræðurnir að vöruverð hjá þeim væri í 70% tilfella það sama og í stórmörkuðum. Það væri aðeins í völdum vöruflokkum sem vörur væru seldar við lægra verði í stórmörkuðum vegna skrums og auglýsingamennsku. Þetta væri verðugt rannsóknarefni. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 467 orð

Ringó frá Stóra- Sandfelli með 8,77 í A-flokki

BLÆR á Neskaupstað hélt um síðustu helgi sitt árlega félagsmót sem að þessu sinni var opið. Mótið var um leið úrtaka fyrir fjórðungsmót þar sem valdir voru fulltrúar félagsins á mótinu í gæðingakeppni. Þar voru hross frá þeim hjónum Sigurði Sveinbjörnssyni og Guðbjörgu Friðjónsdóttur atkvæðamikil eins og oft áður. Meira
26. júní 1999 | Í dag | 581 orð

SAGAN kennir að Ísland hafi byggst er norrænir menn fe

SAGAN kennir að Ísland hafi byggst er norrænir menn fengu sig fullsadda af konungsvaldi í Noregi. Víkverji hefur áður verið í vafa en er nú sannfærður um að þessi kenning sé röng; hann hallast frekar að framkomnum skýringum í þá veru að forfeður vorir hafi flúið góða veðrið í gamla landinu. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 181 orð

Silíkonið talið vera skaðlaust

Silíkonið talið vera skaðlaust Washington. AP. SILÍKONÍGRÆÐSLUR í brjóst valda ekki alvarlegum sjúkdómum en algengt er að ígræðlingurinn opnist og leki, sem getur valdið verkjum og orðið til þess að brjóstin afmyndist og konur þurfi að gangast undir aðra skurðaðgerð. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 833 orð

Stækkandi heimur "Og sumir háma í sig japanskar teiknimyndir og tölvuleiki, snæða sushi og surimi, lesa hækur og þekkja Kurosawa

HVAÐ ætli ég hafi oft tekið undir þá skoðun að heimurinn sé að minnka vegna aukinna samskipta? Þetta er augljóst. Ferðalög milli landa og heimsálfa taka nú margfalt skemmri tíma en áður vegna tæknibyltinga, fjarskipti og netvæðing gera okkur kleift að eiga dagleg samskipti við fólk hinum megin á hnettinum. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 557 orð

Tryggingafélög mismuna geðsjúkum

FÓLK sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða sætir ósanngjarnri mismunun af hálfu tryggingafélaga, að því er bresku geðhjálparsamtökin Mind greina frá. Segja samtökin að í ljós hafi komið, að mörgum hafi verið neitað um tryggingar, eða þeir mátt sæta skilyrðum, vegna þess að þeir hafi einhverntíma á ævinni átt við geðsjúkdóma að etja. Meira
26. júní 1999 | Fastir þættir | 391 orð

Æfingin hjálpar reyklausum

KONUR, sem eru að hætta að reykja, ættu að stunda líkamsrækt af krafti vilji þær ná árangri. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að þær konur, sem iðka líkamsrækt, eru tvisvar sinnum líklegri til að ná að sigrast á tóbakinu en þær kynsystur þeirra, sem ekki auka til muna hreyfingu og brennslu. Meira
26. júní 1999 | Í dag | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur varð miðvikudaginn 23. júní Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Lyngbergi 2, Þorlákshöfn. Eiginkona hans er Sólveig Einarsdóttir. Í tilefni afmælisins taka þau hjónin á móti ættingjum og vinum við sumarhús fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn í Kjós. Hátíðin hefst í dag kl. 18 með mat og drykk. Boðið er upp á tjaldstæði. Meira
26. júní 1999 | Í dag | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 15. maí í Háteigskirkju af sr. Gísla Kolbeinssyni, Jónína Þorvaldsdóttir og Eiríkur Rúnar Hauksson. Þau eru til heimilis að Ferjubakka 2, Reykjavík. Meira

Íþróttir

26. júní 1999 | Íþróttir | 122 orð

Bragi og félagar dæma í Ríga

BRAGI Bergmann, sem er alþjóðlegur FIFA-dómari, dæmir leik FK Ventspils og Vålerenga í Inter-Toto keppninni sem fram fer í Ríga í Lettlandi á laugardaginn. Með honum sem aðstoðardómarar fara Kári Gunnlaugsson og Haukur Ingi Jónsson. Þetta verður frumraun Hauks Inga á erlendum vettvangi. Þeir félagar dæmdu saman leik ÍBV og KR í Vestmannaeyjum sl. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 258 orð

Fjör í Borgarnesi

Leikur Skallagríms og ÍR í gærkveldi var bæði opinn og skemmtilegur og þegar upp var staðið voru mörkin sex, þrjú mörk gegn þremum. Leikurinn fór fjörlega af stað og á sjöundu mínútu komst Arnór Gunnarsson í gott færi en Vilberg, markmaður Skallagríms, varði skot hans vel. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 232 orð

Fylkir í góðum málum

Sigurganga Fylkis heldur áfram í 1. deildinni og liðið situr sem fastast í efsta sæti. Í gærkvöldi voru það KA-menn sem þurftu að sjá á eftir þremur stigum til Árbæinga. Fylkir sigraði, 2:0, í leik sem þó var jafnari en tölurnar gefa til kynna. Strax á 5. mín. var dæmd aukaspyrna á Milisic rétt utan vítateigs KA. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 50 orð

Fyrir tómum leikvangi í Moskvu

RÚSSNESKU meistararnir Spartak Moskva þurftu að leika síðasta heimaleik tímabilsins fyrir tómum leikvangi. Til þess var liðið dæmt eftir að hundruð áhangenda liðsins slógust við lögreglu eftir útileik við Saturn Ramenskoye í síðustu viku. Þar með varð liðið af um 2,6 milljóna króna tekjum vegna miðasölu. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 906 orð

Gengur "Lúsin" frá leikmönnum Atlético?

Valencia og Atlético de Madrid mætast í dag í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Ásgeir Sverrisson spáir í viðureignina og segir frá athyglisverðustu leikmönnunum. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 92 orð

Guðmundur á danska meistaramótið

GUÐMUNDUR Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, hefur dvalið í Danmörku upp á síðkastið og verið við æfingar með danska og sænska borðtennislandsliðinu. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi hans fyrir Evrópumeistaramót unglinga í Tékklandi um miðjan júlí. Þar keppir Guðmundur í einliðaleik og í tvíliðaleik með Dananum Michale Maze. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 139 orð

Landsleikur í Færeyjum

LANDSLIÐ Möltu í knattspyrnu karla kemur ekki til landsins til að leika vináttulandsleik 18. ágúst, eins og ákveðið hafði verið. Ástæðan fyrir því er sú að liðið leikur á sama tíma leik við Króatíu í undankeppni EM sem var frestð vegna ástandsins í Kosovo. Íslenska landsliðið mun aftur á móti leika vináttuleik gegn Færeyingum sama dag í Þórshöfn. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 93 orð

Laun dómara

DÓMARAR fá greitt fyrir þá leiki sem þeir dæma í mótum á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Dómari í úrvalsdeild karla, 1. deild karla og bikarkeppni KSÍ fær 6.250 krónur á leik, en aðstoðardómari 5.000 krónur. Dómari í 2. og 3. deild karla og meistaradeild kvenna fær 5.000 krónur, en aðstoðardómari 3.500 krónur fyrir leik. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 1045 orð

Meiri kröfur og betri dómgæsla

Dómarar hafa oft fengið harkalega gagnrýni fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum í gegnum árin. Mörgum ber hins vegar saman um að þeir hafi staðið sig betur í sumar og færri gagnrýnisraddir heyrst en áður. Bragi Bergmann, alþjóðlegur FIFA-dómari, frá Akureyri segir í samtali við Val B. Jónatansson að ástæður þess séu m.a. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 152 orð

NBC keypti köttinn í sekknum

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin NBC hagnast líklega ekki á sjónvarpsrétti sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. Stöðin keypti einkarétt á beinum útsendingum í Bandaríkjunum frá fernum Ólympíuleikum, 1996, 2000, 2004 og 2008 fyrir 280 milljarða króna fyrir nokkrum árum. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 271 orð

Tilraun með nýja gerð grasvallar í Keflavík

Í Keflavík er unnið að tilraun með nýja gerð grasvallar hér á landi, þar sem blandað er saman gervigrasi og náttúrulegu grasi, sem síðar í sumar á að leggja á hluta knattspyrnuvallarins. Verkefnið er tilraunaverkefni Reykjanesbæjar, fyrirtækisins Vatns og lands og bandarísks fyrirtækis sem hugmyndina á. Efnið sem um er að ræða er svokallað sportgras. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 542 orð

Útisigur og efsta sætið á ný hjá ÍBV

EKKI þurftu Íslandsmeistarar ÍBV að sýna nein glæsitilþrif til þess að leggja Víking 2:1 og komast á ný í efsta sæti Íslandsmótsins í knattspyrnu, er liðin áttust við á Laugardalsvelli. Fyrri hálfleikur var efalaust einn sá slakasti sem sést hefur til liðanna í efstu deild í sumar, Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 379 orð

Öruggur sigur hjá Stjörnunni

Það var fátt um fína drætti þegar Garðbæingar tóku á móti grönnum sínum úr Hafnarfirði í 1. deildinni í gær. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu, grófum brotum á báða bóga og getuleysi dómara, en þeir höfðu enga stjórn á því sem fór fram á vellinum. Úrslitin voru sanngjörn, Stjarnan skoraði fjögur mörk gegn einu marki frá FH. Meira
26. júní 1999 | Íþróttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuters KRÓATINN Mijjana Lucic kom flestum að óvörum í þriðju umferð Wimbledon-mótsins í tennis í gær er hún lagði Monicu Selesí tveimur settum, 7:6, 7:6. Lucic er í 156. sæti heimslista tenniskvenna en Seles er í allra fremstu röð og var fyrir nokkrummisserum talin sú allra besta. Meira

Úr verinu

26. júní 1999 | Úr verinu | 253 orð

"Engin ástæða til svartsýni ennþá"

LÍTIL loðnuveiði var á miðunum norður úr Langanesi í gær en nú eru 8 íslensk skip komin á veiðarnar. Auk íslensku skipanna eru nokkur norsk skip á miðunum. Þrjú skip héldu af miðunum í fyrrinótt með fullfermi, Örn KE, Guðmundur Ólafur ÓF og Súlan EA. Kristinn Snæbjörnsson, stýrimaður á Súlunni EA, sagði erfitt að eiga við loðnuna þó ekki þyrfti að kasta oft. Meira
26. júní 1999 | Úr verinu | 604 orð

Útvegurinn greiði fyrir rannsóknir og eftirlit

FÁTT er því til fyrirstöðu að útvegurinn á Íslandi taki þátt í kostnaði við rekstur eftirlits og hafrannsókna og sjái jafnvel um framkvæmd þessara þátta. Þetta er mat Ragnars Árnasonar, prófessors við Háskóla Íslands, en í skýrslu um kostnað við rekstur fiskveiðistjórnunarkerfisins hér á landi varpar Ragnar fram hugmyndum um aukna þátttöku sjávarútvegsins í rekstrinum. Meira

Lesbók

26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1153 orð

ASTRUP FEARNLEY-LISTASAFNIÐ Í ÓSLÓ EFTIR MARGRÉTI REYKDAL

ÍSLENSKU áhugafólki um myndlist eru vel kunn listasöfn víða um heim. En ný musteri listarinnar hafa reyndar risið í þeim mæli á síðustu árum, að af nógu er að taka. Ferðum Íslendinga til Noregs hefur fjölgað undanfarin ár, og sumum er vettvangur myndlistar í Ósló vel kunnur. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

AUGU ALHEIMSINS

Bak við augu alheimsins dansa álfameyjarnar á túrkisbláum klæðum Ætti ég að slást í hópinn? AUGA GUÐS Auga Guðs vakir í lítilli tjörn. Ég læðist hljóðlega framhjá. Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 267 orð

ÁFANGAR ­ BROT ­

Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1286 orð

CITY MONTESSORI SKÓLINN (CMS) EFTIR JÓN BALDVIN HANNESSON Árangur skólans er ótrúlegur. Enginn annar skóli getur, svo vitað sé,

Árangur skólans er ótrúlegur. Enginn annar skóli getur, svo vitað sé, státað af því að 99% nemenda fái A í öllum samræmdum prófum. Nemendur hafa auk þess unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga í alþjóðlegum samkeppnum. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3304 orð

EYTT OG TÝNT OG TRÖLLUM GEFIÐ EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

Menningarverðmæti hafa víða farið forgörðum, en landshlutar og sýslur hafa haft af mismiklu að taka. Yfirleitt stendur þetta í réttu hlutfalli við sögustaði, menntasetur og kirkjujarðir, en einnig verzlunarstaði frá fyrri öldum. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2660 orð

­ ÉG VORKENNI ÞESSUM VESLINGUM"

Það var fremur heitt þennan dag og maður þreyttist fljótt í fótunum á glerhörðum steininum. Ég hafði gengið Slottshólmann þveran og endilangan í leit að Árnasafni, en án árangurs. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 328 orð

FRUMFLUTT VERK EFTIR OLIVER KENTISH

KAMMERKÓRINN Schola Cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar á tónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30 og eru tónleikarnir tileinkaðir flutningi Davíðssálma gegnum aldirnar. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2546 orð

FRÆÐIMAÐURINN JÓN HELGASON

Þess er minnst nú að 30. júní nk. eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar, prófessors og skálds í Kaupmannahöfn. Með tilliti til ævistarfs hans þar, segir greinarhöfundurinn, "hlýtur Jón Helgason frá Rauðsgili að teljast til hinna aflrömmustu afreksmanna, hvort sem verk hans eru metin eftir magni eða gæðum". Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1700 orð

GÓÐUR MAÐUR Á BRETLANDI William Boyd er einn fræknasti rithöfundur Breta af yngri kynslóðinni segir JÓNAS KNÚTSSONí umfjöllun um

William Boyd er einn fræknasti rithöfundur Breta af yngri kynslóðinni segir JÓNAS KNÚTSSONí umfjöllun um skáldið og verk þess. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

HAFIÐ Í VERKUM EYJASKÁLDA

Í JÚLÍ í sumar gengst Norræna stofnunin á Álandseyjum fyrir dagskrá um hafið í ljóðum og sögum norrænna eyjaskálda. "Hafið" nefnist dagskráin í flutningi leikara á sænsku og eru skáldin frá Álandi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Dagskráin er samvinnuverkefni Norrænu stofnananna á Álandseyjum og Grænlandi og norrænu húsanna í Færeyjum og á Íslandi. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

HVINURINN

Að hlusta á hvininn þjóta yfir auða jörð er annað en að heyra blástur í dimmum skógi furunála sem detta ekki af stofninum háa og þrekvaxna þó vindur æði um. Vætan frá himninum hindrast af gróðri. Nær ekki að hella sér beint á jörðina með hávaða. Gnauðandi vindur og misstórir dropar lemja ekki rúðuna í þægilega misjöfnum takti með hvin. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

ÍGRIPAVINNA Á STOLNUM STUNDUM

Þann 14. apríl sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Péturs Sigurðssonar tónskálds frá Sauðárkróki. Hann samdi á stuttri ævi 34 sönglög. Meðal þekktustu laga hans eru Ætti ég hörpu, Erla góða Erla og Vor. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð

ÍSLAND

Gott er að vita áður en ég var til, varst þú til. Ísland með sínum fossum, jöklum, hrauni og fannbreiðum. Minntu okkur á að láta þig í friði, eða minnsta kosti bera virðingu fyrir þér. Ísland rektu upp öskur og yfirgnæfðu skvaldrið frá okkur. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 223 orð

ÍSLENSKIR LISTAMENN Á SAMSÝNINGU GRAFÍKLISTAMANNA

SAMSÝNING norrænna grafíklistamanna stendur þessa dagana yfir í Óðinsvéum og eru fimm íslenskir grafíklistamenn meðal þátttakenda. Sýningin er liður í átaki Fjónska grafíkverkstæðisins í því að kynna grafíklist, listform sem hefur átt undir högg að sækja. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3373 orð

KORNATAL SMÁSAGA EFTIR HELGA INGÓLFSSON

"TELJA sandkorn?" Gelon prins gaut augum í glettinni undrun til hirðgæðinganna, sem fylgt höfðu honum inn í vinnustofuna, og þeir endurguldu brosið. Íbúar Sýrakúsu allir, stafkarlar sem stórbokkar, þekktu furðufuglinn þann arna, ef ekki af raun, þá af afspurn. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 740 orð

KVÆÐI Í SYKURTÖNG

FYRRI útgáfa Úr landsuðri eftir Jón Helgason kom út 1939. Þar er meðal eftirminnilegra kvæða ferhendan Það var eitt kvöld: Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 450 orð

LISTAMAÐUR OG FYRIRTÆKI

RÝMISVERK eftir Halldór Ásgeirsson myndlistarmann var í gær afhjúpað hjá Íslenskri erfðagreiningu en verkið var unnið að frumkvæði listamannsins í samstarfi við fyrirtækið. Að sögn Halldórs eru um tvö ár síðan hann lagði þessa hugmynd fyrir Unni Jökulsdóttur, yfirmann upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 623 orð

Lífið, orkan og árin

Framkvæmdastjórn árs aldraðra, Lesbók Morgunblaðsins og Hans Petersen hafa ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni í tilefni árs aldraðra 1999. Markmiðið með keppninni er að fá sem flestar og bestar myndir sem sýna aldraða í nýju ljósi og brjóta upp hefðbundnar og ef til vill úreltar hugmyndir almennings um aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 394 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

ORGELIÐ

Aðeins einn músíkant kunni sitt fótalag á orgelið í sauðskinnsskóm Hljómborð handóða var falskara en allir syndarar til samans og þar með aldrei tekið til hendi að óþörfu Kórinn tók þessu afskaplega vel Alltaf var fullt útúr dyrum þegar fótspilið var þanið fjallhátt undir lestri Fjallræðunnar í umhverfisvænni Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1058 orð

SUNNAN SEX

ÞEIR eru nokkuð margir sem slá á símann til mín til að ræða hitt og þetta um veðrið og veðurlagið. Seinasta samtalið fjallaði um metra á sekúndu, nýju mælieininguna í veðurfréttunum. Viðmælandanum þótti sem þessir metrar á sekúndu væru býsna áberandi og engu líkara en veðurfregnirnar yrðu að nútíma ljóði sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Bla bla bla ­ metrar á sekúndu. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 241 orð

VAN GOGH-SAFNIÐ OPNAÐ Á NÝ EFTIR ENDURBÆTUR

VAN Gogh-safnið í Amsterdam hefur verið opnað formlega á nýjan leik og var Beatrix Hollandsdrottning meðal gesta sem mættu til opnunarhátíðarinnar. Safnið hefur verið lokað í tíu mánuði á meðan kostnaðarsamar endurbætur fóru fram á híbýlum þess og jafnframt var japanski arkitektinn Kisho Kurokawa fenginn til að hanna nýbyggingu, sem byggð var við safnið. Meira
26. júní 1999 | Menningarblað/Lesbók | 965 orð

"ÞAÐ SEM Á SÉR STAÐ GERIR STAÐ AÐ STAÐ"

SÝNINGIN er sett upp í samvinnu Listasafns Kópavogs og Listamiðstöðvar Languedoc Roussillon í Séte. Heiti sýningarinnar, Út úr kortinu / En dehors des cartes, sem komið er frá einum listamannanna, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.