Greinar þriðjudaginn 29. júní 1999

Forsíða

29. júní 1999 | Forsíða | 241 orð

Clinton-hjónin í öldungadeildina?

GAMLIR vinir Bills Clintons Bandaríkjaforseta hafa undanfarið, að sögn tímaritsins New Yorker Magazine, lagt að forsetanum að bjóða sig fram til setu í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2002 fyrir Arkansas-ríki. Í fréttinni segir að forsetinn hafi enn ekki tekið ákvörðun um málið en að hann sé áhugasamur. Meira
29. júní 1999 | Forsíða | 47 orð

Fyrsti ráðherrann til Berlínar

FRANZ Müntefering, samgöngumálaráðherra Þýskalands, stillti sér upp fyrir framan myndavélarnar í gær þar sem hann hélt á kassa af skjölum er fara eiga á nýju ráðherraskrifstofuna í Berlín. Müntefering er fyrsti ráðherrann í ríkisstjórn Gerhards Schröders sem flytur skrifstofur sínar til Berlínar. Meira
29. júní 1999 | Forsíða | 276 orð

Meinað að fara um hverfi kaþólskra

SÉRSTÖK nefnd, sem starfar á vegum breskra yfirvalda, úrskurðaði í gær að sambandssinnar í Óraníureglunni á Norður-Írlandi fengju ekki að ganga fylktu liði í gegnum hverfi kaþólikka í bænum Portadown á sunnudag, en þá fer fram árleg "Drumcree-ganga" Óraníureglunnar. Meira
29. júní 1999 | Forsíða | 73 orð

Mótmæli í Kasmír

KASMÍRBÚAR sem andvígir eru íhlutun Indverja í Kasmír-héraði brenndu brúðu af Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, í Rawalpindi í gær. Aðgerðir mótmælendanna fóru fram fyrir utan skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í héraðinu og kröfðust þeir frjálsra kosninga þar sem framtíð héraðsins yrði ákveðin. Meira
29. júní 1999 | Forsíða | 472 orð

Skipulögð heimkoma flóttafólks hafin

SAMEINUÐU þjóðirnar hófu í gær fyrstu skipulögðu endurkomu flóttafólks af albönskum ættum til Kosovo-héraðs. Fylgdu gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna um 300 flóttamönnum til þorpa og bæja sem oftar en ekki höfðu verið brennd til grunna af vopnuðum sveitum Serba á leið þeirra út úr héraðinu. Meira
29. júní 1999 | Forsíða | 103 orð

Skuldirnar greiddar fyrir 2015

Í YFIRLÝSINGU Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Roberts Rubins, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í gær kom fram að tekjuafgangur fjárlaga á næstu fimmtán árum verði þúsund milljörðum bandaríkjadala hærri en áður hefur verið talið. Lýsti Bandaríkjastjórn yfir vilja sínum til að nota tekjuafganginn til að greiða niður allar skuldir ríkisins fyrir árið 2015. Meira

Fréttir

29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 486 orð

751 aðgerð frá 1938­1975?

Í DÓMSMÁLI mannsins var lögð fram greinargerð úr heilbrigðisskýrslum ársins 1985, þar sem fjallað er um ófrjósemisaðgerðir. Þar kemur fram að allt að 751 aðgerð hafi verið gerð á grundvelli laga nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, sem koma í veg fyrir að það auki kyn sitt, hafi verið gerðar frá 1938­ 1975. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 258 orð

Aðsókn eykst

NÝTT eimbað var tekið í notkun í Sundlaug Grafarvogs á fimmtudag. Þar með er nær fulllokið fyrsta áfanga sundlaugarinnar. Enn er þó eftir að bæta búningsaðstöðu fyrir fatlaða en því verki verður lokið í sumar. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Helgasyni fyrir hönd Landverndar: "Í umfjöllun í forystugrein Morgunblaðsins 27. þ.m. um opið bréf til iðnaðar- og umhverfisráðherra um virkjun Jökulsár í Fljótsdal sem birtist í Morgunblaðinu 26. þ.m. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Athygli vakin á öryggismálum í umferðinni

Íslandskort úr sandi Athygli vakin á öryggismálum í umferðinni Flateyri. TVÖ hundruð fermetra stórt Íslandskort var myndað í sand við Holt í Önundarfirði á laugardag og inn á það voru settir krossar, 751 talsins, sem tákn fyrir þá sem látist hafa í umferðarslysum á landinu frá árinu 1966. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

A-Tímorar hefja friðarviðræður

XANANA Gusmoa, leiðtogi aðskilnaðarsinna á Austur-Tímor, sagði í gær að friðarviðræður stríðandi fylkinga Austur-Tímora hefðu ekki gengið eins vel og vonast hefði verið til en gætu enn ráðið úrslitum um hvort friður kæmist á fyrir atkvæðagreiðsluna eftir tvo mánuði um framtíð landsvæðisins. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Árekstur vegna framúraksturs

ÞRIGGJA bíla árekstur varð um klukkan 14 í Grímsnesi í fyrradag, þegar ökumaður reyndi framúrakstur á Biskupstungnabraut. Ekki urðu alvarleg meiðsli á mönnum, en talsvert tjón á bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi ók fólksbifreið fram úr annarri, en í sömu svipan var vöruflutningabifreið ekið inn á Biskupstungnabraut og rakst fólksbíllinn á hana. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Banaslys í Grafarvogi

SJÖ ára drengur, Viðar Þór Ómarsson, lét lífið í Grafarvogi á laugardaginn þegar fólksbifreið var ekið á hann. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík varð slysið klukkan 15:30 á Fjallkonuvegi við Foldaskála. Drengurinn var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild. VIÐAR Þór Ómarsson. Meira
29. júní 1999 | Landsbyggðin | 338 orð

"Ber aldurinn vel"

Djúpavogi­Djúpivogur skartaði sínu fegursta í orðsins fyllstu merkingu er 410 ára verslunarafmælis var minnst dagana 17.-20. júní sl. En það var 20. júní árið 1589 sem Friðrik II. Danakonungur undirritaði leyfisbréf til handa kaupmönnum frá Hamborg til að versla á Djúpavogi. Við þennan dag hefur verið miðað upphaf byggðar við Djúpavog. Meira
29. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Biðlað til dómarans

RÚMLEGA 150 hundar af öllum stærðum og gerðum voru sýndir á árlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands og svæðafélags HRFÍ í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Dómari sýningarinnar kom frá Noregi og heitir Tore Fossum. Á myndinni er hann að skoða Bitru-Ísabellu, tíbetskan spaniel í eigu Kristjönu J. Ólafsdóttur. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Bíl stolið í Kópavogi

LÝST er eftir bíl sem stolið var frá húsi við Vallartröð 1 í Kópavogi aðfaranótt föstudags. Greip eigandinn í tómt og tilkynnti stuldinn til lögreglu. Númer bílsins er R 6615 og er það grár Ford Econoline hópbíll. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er á bílnum áberandi auglýsing frá Útilíti og ætti hann því að skera sig nokkuð úr fjöldanum. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Bílvelta við Gljúfurá

ENGINN meiddist þegar jeppi fór út af afleggjaranum frá Veiðihúsinu við Gljúfurá síðastliðið föstudagskvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi valt bíllinn og hafnaði á hvolfi fyrir utan veg. Þrír menn voru í bílnum sem er stórskemmdur og var fjarlægður af vettvangi með kranabíl. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 339 orð

Blair leggur "Bretlandi í Evrópu" lið

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fallist á að vera í forystu herferðar stjórnmálamanna úr öllum flokkum fyrir "Bretlandi í Evrópu", eftir að skipuleggjendur herferðarinnar breyttu afstöðu sinni til samræmis við afstöðu ríkisstjórnar Blairs. Greindi talsmaður forsætisráðherrans frá þessu í gær. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Bláa lónið að fyllast

Bláa lónið að fyllast HINN nýi baðstaður Bláa lónsins hefur nánast verið fylltur af vatni, en enn vantar þó um 20 sentímetra upp á að vatnið verði í þeirri hæð sem það á að vera. Að sögn Gríms Sæmundsens, framkvæmdastjóra Bláa lónsins, verður baðstaðurinn opnaður almenningi í næstu viku. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 560 orð

Blómlegt mannlíf í Grasagarðinum

Fjölmargir gripu tækifærið í gær og nutu sumarblíðunnar sem gert hefur vart við sig í höfuðborginni eftir langa bið. Erla Skúladóttir rölti um Grasagarðinn í Laugardal og tók vegfarendur tali. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Borgin tekur við leikskólum spítalanna

BERGUR Felixson framkvæmdastjóri Dagvistar barna hefur undirritað samkomulag með fyrirvara um samþykki stjórnar og borgarráðs um að Reykjavíkurborg taki við rekstri þriggja leikskóla, sem spítalarnir hafa rekið til þessa frá og með 1. september n.k. Um er að ræða samtals 85­90 heilsdagspláss á Furuborg, Skógarborg og í Öldukoti. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 261 orð

Bók um Páfagarð veldur uppnámi

PÁFAGARÐUR gerir nú hvað hann getur til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu bókar sem vakið hefur mikla reiði yfirvalda kaþólsku kirkjunnar en í bókinni er flett ofan af meintum hneykslismálum ýmissa kirkjunnar manna. Eru nokkrir háttsettir þjónar Páfagarðs sakaðir um samkynhneigð, kynferðisglæpi, framasýki og fjármálamisferli í bókinni, sem heitir "Á hverfanda hveli í Páfagarði". Meira
29. júní 1999 | Landsbyggðin | 421 orð

Búðakirkju færð ný messuklæði

Hellissandi­Hinn 17. júní við þjóðhátíðarmessu í Búðakirkju færðu niðjar Guðnýjar Ólafar Oddsdóttur og Magnúsar Valdimars Einarssonar, fyrrverandi bónda á Búðum, kirkjunni ný messuklæði til minningar um hjónin. Klæðin munu prýða kirkjuna meginhluta ársins og allan þann tíma sem ferðamannastraumur er mestur að Búðum á sumrin. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Búist við 1.000 gestum

LANDSMÓT Sambands íslenskra harmonikuunnenda verður haldið á Siglufirði um helgina og er búist við hátt í 1.000 gestum á staðinn í tengslum við mótið, en tónleikar verða haldnir víða um bæinn á meðan á mótinu stendur. Að sögn Sigrúnar Bjarnadóttur, formanns SÍH, hefst mótið formlega á morgun með aðalfundi aðildarfélaganna, sem eru 19 talsins, en lýkur á laugardag með dansleik. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 538 orð

Byrjar vel í Vopnafirði

Veiði hófst með miklum ágætum í Vopnafjarðaránum Selá og Hofsá, en veiðiskapur hófst á báðum stöðum á laugardagsmorgun. Annars virðist sem mestur þrótturinn sé úr veiðiskap í ám norðanlands á sama tíma og göngur eru að herðast í ám á Vesturlandi. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 691 orð

Bætur vegnaólögmætrarófrjósemis-aðgerðar

ÍSLENSKA ríkið hefur greitt 45 ára gömlum manni fjögurra milljóna króna bætur vegna ófrjósemisaðgerðar, sem gerð var á honum 18 ára gömlum, og dómstóll hefur dæmt ólögmæta. Aðgerðin var gerð án samþykkis mannsins og á þeirri forsendu að skera ætti hann upp við kviðsliti. Leyfi landlæknis lá fyrir á grundvelli laga nr. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 328 orð

Eignasala og sameining í öflugt fyrirtæki

STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, Gunnvarar hf. og Íshúsfélags Ísfirðinga hf., sem er dótturfélag Gunnvarar hf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu félaganna. Nýja fyrirtækið verður með öflugri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en kvótastaða þess verður 13 til 14 þúsund þorskígildistonn. Þá samþykkti stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins Básafells hf. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Einsetning kallar á aukastofur

TIL stendur að setja upp tvær aukastofur við Austurbæjarskóla síðar í sumar. Skólinn hefur verið einsetinn í þrjú ár og er nú svo komið að húsnæðið rúmar ekki alla nemendur skólans með góðu móti að sögn Guðmundar Sighvatssonar skólastjóra. Af þeim sökum hefur verið sótt um að fá tvær lausar kennslustofur sem væntanlega koma í júlí og verða staðsettar á bílastæðunum við skólann. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Engir pallar í nýja húsið

EKKI verða settir upp áhorfendapallar í nýja íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ á þessu ári, að sögn Sigurðar Guðmundssonar, íþróttafulltrúa bæjarins. Enn verður því keppt í gamla húsinu þótt þröngt geti orðið um áhorfendur þar. Verið er að kanna hvort grundvöllur sé til að ráðast í að reisa palla í nýja íþróttahúsinu fyrir 1.000 manns á næsta ári en fullbúið á húsið að rúma 2. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Enn skelfur við Grímsey

JÖRÐ tók að skjálfa við Grímsey á njan leik síðdegis í gær. Jarðskjálftahrinan sem hófst skömmu fyrir klukkan þrjú norður af Tjörnesi heldur áfram og jókst reyndar aftur skömmu fyrir klukkan sex. Klukkan 18:06 varð stærsti skjálftinn til þessa, 3,6 á Richter-kvarða. Upptökin eru sem fyrr um 30 km austsuðaustur af Grímsey. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 702 orð

Erfðaefni og hollusta matvæla

Fyrir skömmu var haldinn á Álandseyjum fundur Norræna ráðherraráðsins á sviði landbúnaðarmála. Fundinn sátu þrír fulltrúar frá Íslandi og var fjallað um mörg sameiginleg verkefni Norðurlanda en aðaláhersla lögð á tvenn málefni; varðveislu erfðaefnis nytjaplantna og húsdýra og erfðaefni skógarplantna og heilbrigði og hollustu matvæla. Dr. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 578 orð

Ég hélt að það væri hægt að treysta honum

HANN segir að sig hafi farið að gruna hvers kyns var fyrir um það bil 6 árum þegar þau gátu ekki átt börn, hann og konan hans. Hún átti fyrir börn af fyrra sambandi. Þeim hafði hann gengið í föðurstað og einkum átt gott samband við yngri son konunnar. Þegar hann fór til læknis var sambandið farið að versna mikið, konan vildi eiga fleiri börn og var farin að tala um skilnað. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fáar leiðir til lausnar

KRÖFUR byggingareglugerðar um fjölda bílastæða eru uppfylltar við íþróttasvæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur í Frostaskjóli. Nýlegt deiliskipulag er til af svæðinu og skipulagsyfirvöldum borgarinnar þótti lausnin sem þar er boðið upp á fullnægjandi. Því fer þó fjarri að bílastæði séu næg á öllum heimaleikjum knattspyrnuliðs félagsins. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fíkniefni fundust á Akranesi

MAÐUR var tekinn með fíkniefni á Akranesi undir morgun á laugardag. Talið er að um amfetamín hafi verið að ræða en magn þess var lítið að sögn lögreglu. Lögreglan hafði afskipti af manninum þar sem hann var á göngu um bæinn. Hann var færður til yfirheyrslu en hefur verið látinn laus. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 563 orð

Friðarviðræður út um þúfur í Lýðveldinu Kongó

SNURÐA hljóp á þráðinn í viðræðum um frið í Lýðveldinu Kongó í gær og varð að fresta viðræðunum eftir aðeins um hálfa klukkustund. Miklar vonir höfðu verið bundnar við ráðherraviðræðurnar, er miða að því að binda enda á borgarastyrjöld sem geisað hefur í Kongó í tæpt ár. Ekki var ljóst síðdegis í gær hvenær viðræður ráðherranna myndu hefjast að nýju. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 405 orð

Fyrirspurn send landlækni

BLAÐAMAÐUR hefur sent landlækni eftirfarandi bréf með beiðni um upplýsingar um vönunar- og afkynjunaraðgerðir, sem gerðar hafa verið samkvæmt lögum nr. 16/1938. "Með vísan til 3. greinar upplýsingalaga nr. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka

FYRSTA skipið sem leggst að bryggju til uppskipunar við nýja bryggjukantinn er væntanlegt í dag. Framkvæmdir við nýja hafnarsvæðið hafa staðið yfir í rúmt ár og er verið að taka í notkun fyrsta hluta svæðisins. Skipið sem kemur í dag er með 6.000 tonn af graníti sem notað er í malbik. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Færeyskir dagar í Ólafsvík

FÆREYSKIR dagar verða haldnir annað árið í röð í Ólafsvík dagana 2.­4. júlí. Dagskráin hefst kl. 14 með opnun markaðar í húsnæði Snæfellings. Kristinn Jónasson bæjarstjóri flytur ávarp og Lúðrasveitin Snær leikur og þá verður Færeyingur heiðraður. Dorgkeppni verður á bryggjunni fyrir yngri kynslóðina og grillveisla fyrir þátttakendur í boði Sjósnæs, stangveiðifélags Snæfellsbæjar. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 355 orð

Gerður ófrjór, en sagt að gera ætti að kviðsliti

ÍSLENSKA ríkið hefur greitt 45 ára gömlum manni fjögurra milljóna króna bætur vegna ófrjósemisaðgerðar, sem gerð var á honum 18 ára gömlum, og dómstóll hefur dæmt ólögmæta. Sams konar aðgerðir voru gerðar á tveimur systkinum mannsins, að þeim óafvitandi, á árunum 1972 og 1973. Manninum var sagt að skera ætti hann upp við kviðsliti en systur hans að hún væri með botnlangabólgu. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 280 orð

Gert ráð fyrir tveimur lóðum í Laugardal

Í TILLÖGU að deiliskipulagi fyrir Laugardal sem kynnt hefur verið í skipulags- og umferðarnefnd er gert ráð fyrir að Landssímanum verði úthlutað 25.700 fermetra lóð undir 14.000 fermetra hús auk þess sem gert er ráð fyrir 11.500 fermetra lóð við hliðina en ekki kemur fram hverjum hún er ætluð. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Góður keppnisandi meðal þátttakenda

Heimsleikar Special Olympics Góður keppnisandi meðal þátttakenda Norður-Karólínu. Morgunblaðið. HEIMSLEIKAR Special Olympics standa nú sem hæst í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, þar sem 37 íslenskir keppendur eru meðal 7.000 keppenda á leikunum. Í gær fór m.a. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 515 orð

Gæti haft áhrif á neyðarviðræður um friðarsamninginn

SÚ ákvörðun sérstakrar nefndar, sem starfar á vegum breskra stjórnvalda, í gær að banna göngu Óraníumanna næstkomandi sunnudag í gegnum hverfi kaþólskra í bænum Portadown á Norður-Írlandi setti mark sitt á neyðarviðræður sem fram fóru í Belfast um lausn á deilu um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjórnar. Meira
29. júní 1999 | Landsbyggðin | 106 orð

Heimabakarí á Húsavík

Húsavík­Hjónin Helgi Sigurðsson, bakarameistari, og Elsa G. Borgarsdóttir hafa keypt Brauðgerð KÞ á Húsavík og reka bakaríið nú undir nafninu Heimabakarí. Þau hugsa sér að reka brauðgerðina fyrst um sinn í sama formi og áður en Helgi hefur rekið brauðgerðina fyrir KÞ með góðum árangri í 16 ár. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Íslenskt par í úrslitum

GÓÐUR árangur náðist hjá íslenskum dönsurum á fyrsta degi alþjóðlegrar danskeppni sem hófst í Alassio á Ítalíu sl. laugardag. Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg gerðu sér lítið fyrir og dönsuðu sig inn í úrslit í keppni í rúmbu í flokki Unglinga II og enduðu í 6. sæti. Tuttugu og tvö pör frá ýmsum löndum voru skráð í keppnina en sigurvegararnir voru frá Slóveníu. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Kvöldgangan í Viðey

FARIÐ verður með ferjunni frá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn í kvöld kl. 19.30. Gengið verður eftir veginum, sem liggur eftir háeynni austur á Sundbakka. "Þar verður ljósmyndasýningin í skólanum skoðuð, en hún geymir margar ágætar myndir, sem tengjast lífinu í þorpinu, sem þarna stóð árin 1907­1943. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Lá við árekstri á Kennedy- flugvelli

LITLU munaði að árekstur yrði milli Boeing 757-þotu Flugleiða og Boeing 747-þotu frá Air France á Kennedy-flugvelli í Bandaríkjunum um klukkan eitt í fyrrinótt. Málsatvik eru til skoðunar hjá bandarískum flugmálayfirvöldum. Meira
29. júní 1999 | Miðopna | 1483 orð

Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands 35 ára í dag

Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands er 35 ára í dag. Af því tilefni fékk Ragna Sara JónsdóttirÖlmu Þórarinsson, fyrsta yfirlækni stöðvarinnar, og Kristján Sigurðsson, núverandi yfirlækni til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp helstu tímamót í sögu hennar. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 308 orð

Likud-flokkurinn tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi

LIKUD-flokkurinn í Ísrael sleit í gær stjórnarmyndunarviðræðum við Verkamannaflokk Ehuds Baraks, verðandi forsætisráðherra, vegna ágreinings um hversu langt skyldi ganga í friðarviðræðum við Sýrlendinga og Palestínumenn. Búist er við að Barak leggi nú allt kapp á að ná samkomulagi um stjórnarsamstarf við bókstafstrúarflokkinn Shas. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 102 orð

Litlu munaði í Manila

AIRBUS 310-þota bandaríska flutningafyrirtækisins Federal Express fór út af brautarenda í lendingu á flugvellinum í Manila á Filippseyjum í gær. Engan sakaði, en miklar skemmdir urðu á vélinni, að sögn flugvallarstarfsmanna. Þotan var að koma frá San Francisco í Bandaríkjunum. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 531 orð

Minnismerki um Sigvalda Kaldalóns ekki á leiðarenda

Minnismerki um Sigvalda Kaldalóns ekki á leiðarenda Þyrla Bandaríkjahers varð að snúa við ÞYRLA Bandaríkjahers var í gær fengin til að flytja minnismerki um Sigvalda Kaldalóns, tónskáld og lækni, frá Reykjavík norður í Kaldalón. Er það úr tilhöggnu grjóti eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 41 orð

Nigel Kennedy heldur tónleika í Belgrad

BRESKI fiðluleikarinn Nigel Kennedy hélt tónleika ásamt Fílharmoníusveit Belgrad í Sava- tónleikahöllinni í höfuðborg Serbíu á sunnudag. Meðal gesta var Milan Milutinovic, forseti Serbíu, og eiginkona hans, Olga, sem sjást hér á innfelldu myndinni. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 724 orð

Nílarfloti Napóleóns fundinn

FLÖK herskipa Napóleóns Frakklandskeisara, sem breski flotinn gjöreyddi í sjóorustu árið 1798, eru nú fundin undan ströndum Egyptalands. Kafarar hafa náð upp þúsundum muna, allt frá beyglaðri fallbyssu og gnægð af gullpeningum, til beinagrinda nokkurra Frakka, sem létu lífið í árás Nelsons flotaforingja. Meira
29. júní 1999 | Landsbyggðin | 137 orð

Ný föndurbúð í Borgarnesi

Borgarnesi-NÝ föndurbúð, Föndurborg, var opnuð í Borgarnesi 10. júní sl. Er hún til húsa að Brákarbraut 1, þar sem áður var skrifstofa Framsóknarflokksins. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Þórey S. Guðlaugsdóttir og Magnús S. Óttarsson. Verslunin verður með til sölu bútasaumsefni, Husquarna-saumavélar, tré- og útsaumsvörur. Meira
29. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Ný hársnyrtistofa í miðbænum

NÝ hársnyrtistofa hefur tekið til starfa í miðbænum á Akureyri, nánar tiltekið á Strandgötu 9 og hefur hún fengið nafnið Zone. Þar er boðið upp á almenna hársnyrtingu og förðun og er opið frá kl. 9-18 virka daga og 10-14 á laugardögum. Það eru mæðgurnar Valborg Davíðsdóttir og Íris Ragnarsdóttir sem reka hársnyrtistofuna en með þeim starfa Finnur Jörundsson og Helena Sveinbjörnsdóttir. Meira
29. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Nýjung í veisluþjónustu Bautans

VEITINGAHÚSIÐ Bautinn hefur keypt sérstakan grillvagn, sem hægt er að festa aftan í bíl og ferðast með hvert sem er, og býður því upp á grillþjónustu með öðru sniði en hingað til. Á matseðli sem Bautinn hefur kynnt kennir margra grasa, bæði er boðið upp á kjöt og fisk af ýmsu tagi. Alls kyns salöt og annað meðlæti fylgir svo með. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 899 orð

Óljósar kröfur og reikul hugtakanotkun

Í NIÐURSTÖÐUM dómsins, sem kveðinn var upp í máli mannsins, er m.a. fjallað um þær óljósu skilgreiningar og óljósu kröfur sem gerðar hafi verið um sönnun til þess að leyfi til vönunaraðgerða af þessu tagi færu fram. Fyrst var gert greindarpróf á manninum þegar hann er á 8. ári og telur sálfræðideild skóla þá að hann sé "debile". Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 486 orð

Ótrúlegar breytingar

FIMMTÍU ár eru liðin frá fyrsta stofnfundi Sendibílastöðvarinnar hf. en hann var haldinn í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 29. júní 1949. Í tilefni afmælisins verður opið hús að Klettagörðum 1, laugardaginn 3. júlí frá kl. 13. Hilmar Bjarnason, einn hluthafa Sendibílastöðvarinnar hf., hefur lengstan starfsaldur innan fyrirtækisins en hann hefur verið með frá upphafi. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 266 orð

Papadopoulos látinn

GEORGE Papadopoulos, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Grikklandi á árunum 1967­73, lést af völdum krabbameins á sjúkrahúsi í Aþenu á sunnudag, áttræður að aldri. Papadopoulos stjórnaði landinu með harðri hendi frá valdaráni hersins 21. apríl 1967 þar til í nóvember 1973 þegar Dimitrios Ioannidis, yfirmaður herlögreglunnar, steypti honum af stóli. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Porsche sýndur í Listasafni Íslands ÞÝSKI bílaf

Porsche sýndur í Listasafni Íslands ÞÝSKI bílaframleiðandinn Porsche gengst fyrir kynningu á Porsche-sportbílnum í Listasafni Íslands á fimmtudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem bifreið er sýnd í Listasafni Íslands. Við þetta tækifæri verður kynntur íslenskur umboðsaðili Porsche. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Ráðstefna um verkalýðsmál í Evrópu

FULLTRÚAR 74 verkalýðsfélaga frá 28 Evrópulöndum hittast á ráðstefnu í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í vikunni. Tilgangur með ráðstefnunni er að komast að sameiginlegri stefnumörkun um það hvernig auka megi atvinnutækifæri í álfunni og örva efnahaginn í ljósi breyttra áherslna í bankamálum. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ráðstefna um vörudreifingu

SAMTÖK verslunarinnar, FÍS, boða til ráðstefnu um vörudreifingu og samkeppnismál þriðjudaginn 29. júní kl. 10­12 í Sunnusal Hótels Sögu. Á ráðstefnunni flytur erindi Espen Gjerde, markaðsstjóri hjá Joh. Johansen í Osló, stærstu heildverslun og birgadreifingarmiðstöð í Noregi. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Segir útboðið vera sýndarmennsku

ÁRNI Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, telur að það sé sýndarmennska að bjóða út rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Útboðið fer fram í samræmi við EES-reglur, en Árni telur að skoða hefði þurft hvernig aðrar þjóðir hafa túlkað þessar reglur og segir örugglega fordæmi fyrir því að vikið sé frá þeim. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sigurður Kári gefur kost á sér

Á FUNDI með ungum Sjálfstæðismönnum í Vestmanneyjum um helgina tilkynnti Sigurður Kári Kristjánsson lögfræðingur að hann hygðist gefa kost á sér til embættis formanns SUS. Sigurður Kári hefur setið í stjórn SUS s.l. tvö ár og '95-'97 átti hann sæti í stjórn Heimdallar. Hann var formaður Orators, félags laganema veturinn '96-97, og sat í háskólaráði fyrir Vöku frá '96 til '98. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Skóli án aðgreiningar

DR. Michael Giangreco, rannsóknarprófessor við Vermontháskóla í Burlington, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands fimmtudaginn 1. júlí næstkomandi kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist: Skóli án aðgreiningar (The Reality of School for All). Í fréttatilkynningu segir: "Í fyrirlestrinum mun dr. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 1166 orð

Stefnt að 10.000 milljarða olíusjóði Tæp tíu ár eru liðin frá því Norðmenn ákváðu að stofna sérstakan sjóð í því skyni að spara

Tæp tíu ár eru liðin frá því Norðmenn ákváðu að stofna sérstakan sjóð í því skyni að spara olíuauðinn til mögru áranna og gert er ráð fyrir því að eftir áratug hafi þeir safnað andvirði 10.000 milljarða íslenskra króna. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 534 orð

Stefnt að efldu samráði um heilbrigðismál

HIÐ stóra þróunarland Kína getur lært ýmislegt af hinu litla en þróaða landi Íslandi, og öfugt. Þetta segir Yin Dakui, aðstoðarheilbrigðisráðherra Kína, sem í morgun lauk þriggja daga heimsókn sinni hingað til lands. Á meðan á heimsókn ráðherrans stóð var gengið frá sameiginlegri bókun um eflt samráð og samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Stóreykur flutningsgetu og fastlínutengingu

FULLTRÚAR hins nýja fjarskiptafyrirtækis Línu ehf., sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu í gær samning við breska fyrirtækið Nor.Web um nettengingu 100 fyrirtækja og heimila í Reykjavík í gegnum raforkukerfi Orkuveitunnar en tenging af þessu tagi mun bjóða upp á mun meiri flutningsgetu og hraða en nú þekkist með til dæmis ISDN-tengingu. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sumarkvöld í Neðstakaupstað

FYRSTA Sumarkvöldið í Neðstakaupstað á Ísafirði verður fimmtudaginn 1. júlí og munu Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Pétur Jónasson þá halda gítartónleika. Sumarkvöld verða í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað nú í sumar líkt og undanfarin fjögur ár, og verða þau haldin á fimmtudögum í júlímánuði. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 553 orð

Svartfellingar þoka sér fjær sambandsríkinu

Í KJÖLFAR ósigurs Serba í Kosovo- stríðinu þykir nú ýmislegt benda til að stjórnvöld í Svartfjallalandi hafi nú aukið andstöðu sína við júgóslavnesk stjórnvöld og um það sé nú rætt meðal ráðamanna í Podgorica að segja Svartfjallaland úr Sambandsríki Júgóslavíu og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Sönglög í Seyðisfjarðarkirkju

INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzósópran og Bjarni Þór Jónatansson, píanóleikari, eru næstu flytjendur í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á miðvikudagskvöld 30. júní, kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju. Flutt verða íslensk og bandarísk sönglög, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar Ragnarsson, Kurt Weill og George Gershwin, og lög eftir Enrique Granados. Meira
29. júní 1999 | Landsbyggðin | 483 orð

Tap í kjölfar sameiningar gróðrarstöðva

Geitagerði-Aðalfundur gróðrarstöðvarinnar Barra-Fossvogsstöðvarinnar hf. var haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, 14. júní sl. Fram kom í skýrslu formanns að sameiningin hefði gengið að vonum og starfsfólk Fossvogsstöðvarinnar hefði staðið sig vel við nýjar og breyttar aðstæður. Framkvæmdastjóri er sem fyrr Jón Kristófer Arnarson, með aðsetur á Egilsstöðum. Meira
29. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 415 orð

Tímasprengjan ríður á vaðið með Brubeck

DJASS skipar veglegan sess á Listasumri á Akureyri nú sem endranær. Boðið verður upp á tónleika í Deiglunni á hverju fimmtudagskvöldi í júlí og ágúst, og eru þeir fyrstu á dagskrá nú á fimmtudaginn, 1. júlí. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Umferðarhnútur í Grafarvogi

UMFERÐARÖNGÞVEITI myndaðist í Grafarvogi á laugardaginn var þegar umferð yfir Gullinbrú var stöðvuð. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjarvík, að tengingar á nýju brúnni hefðu staðið yfir og því óhjákvæmilegt að loka tímabundið fyrir umferð úr Grafarvoginum. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Vann GSM-síma á mbl.is

MORGUNBLAÐIÐ á Netinu, Stjörnubíó og Síminn stóðu fyrir leik á dögunum á mbl.is í tilefni frumsýningar á spennumyndinni Illur ásetningur. Veglegir vinningar voru í boði en auk miða á myndina áttu þátttakendur möguleika á að vinna bol eða húfu og síðast en ekki síst GSM-síma frá Símanum. Meira
29. júní 1999 | Landsbyggðin | 107 orð

Vann Rimini-ferð fyrir fjölskylduna

Djúpivogur-Í tengslum við Landsbankahlaupið sem var haldið 15. maí sl. var getraun fyrir alla félaga í Sportklúbbi Landsbankans sem tóku þátt í hlaupinu. Ásta Birna Magnúsdóttir á Djúpavogi vann fyrstu verðlaun sem var ferð til Rimini á Ítalíu í eina viku fyrir hana og alla fjölskylduna á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 317 orð

VG undirbýr landsfund

UM helgina var haldinn fundur í samráði Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs að Hvanneyri í Borgarfirði. Þar var rætt um undirbúning landsfundar að hausti, uppbyggingu og tilhögun flokksstarfs á næstunni og alþjóðasamskipti. Þá urðu talsverðar umræður um stjórnmál líðandi stundar, s.s. Meira
29. júní 1999 | Erlendar fréttir | 114 orð

Viðskipti á Netinu arðvænleg

VERÐMÆTI þess varnings sem keyptur er í gegnum Netið er talið munu hækka stöðugt á næstu árum og nema allt að billjón dollara árið 2003, eða um 74.000 milljarða króna, að því er segir í nýlegri rannsóknarskýrslu Alþjóðlegu upplýsingastofnunarinnar (IDC). Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 838 orð

Yfir 40 umferðaróhöpp og 54 kærðir fyrir hraðakstur

NOKKURT annríki var við umferðarlöggæslu um helgina. Afskipti voru höfð af 19 ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur og 54 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 44 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ýmist með grv. 45 eða 75

EINS og fram kemur í viðtalinu við manninn hér á opnunni voru sams konar aðgerðir gerðar á tveimur systkinum hans. Ragnar Aðalsteinsson hefur einnig farið með mál systur hans og eru atvik þar að mörgu leyti hliðstæð. Meira
29. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Þungir bensínfætur

HELGIN var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri að öðru leyti en því að hún hafði töluverð afskipti af ökumönnum sem voru með heldur þungan bensínfót. Frá sl. föstudegi og fram undir kvöld í gær voru 44 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri og næsta nágrenni og þar af 13 á sunnudagskvöld. Meira
29. júní 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslenska ríkið var með dómi, sem féll í janúar 1996 og var ekki áfrýjað, dæmt til að greiða manni 4 milljóna króna bætur vegna ólögmætrar ófrjósemisaðgerðar, sem gerð var á honum 18 ára gömlum árið 1973. Pétur Gunnarsson kynnti sér mál mannsins, dóminn og gögn um aðgerðir, sem byggðust á lögum nr. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 1999 | Leiðarar | 696 orð

BREYTT VIÐHORF HJÁ LANDSVIRKJUN

Ísamtali við Morgunblaðið í fyrradag fjallaði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, um þau álitamál, sem fyrirtækið og stjórnvöld standa frammi fyrir vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda, m.a. norðan Vatnajökuls. Meira
29. júní 1999 | Staksteinar | 479 orð

Tökum höndum saman

"LOKSINS, loksins hefur glerþakið á hinu háa Alþingi Íslendinga verið rofið." Þannig hefst leiðari kvennablaðsins 19. júní, sem kom út þann dag, og það er ritstjórinn og ábyrgðarmaðurinn Anna Gunnhildur Ólafsdóttir sem ritar hann. Meira

Menning

29. júní 1999 | Skólar/Menntun | 1151 orð

Alþjóðlegt stúdentspróf á Íslandi IB námið nemendum til boða í 800 skólum í 100 þjóðlöndum 27.000 manns tók sömu prófin víðs

IB námið nemendum til boða í 800 skólum í 100 þjóðlöndum 27.000 manns tók sömu prófin víðs vegar um heiminn sl. vor. Í MENNTASKÓLANUM við Hamrahlíð hefur verið sett á stofn námsbraut á vegum International Baccalaureate Organisation, IBO, sem nefnd hefur verið IB. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 560 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Lolita Útvötnuð útgáfa sögunnar um dónakallinn Humbert Humbert og telpukrakkann Lolitu er borinn uppi af Jeremy Irons og Dominique Sanda í hlutverkum þeirra. Útlitið er flott. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 185 orð

Bland í poka fyrir alla

TEIKNIMYNDIR, framtíðarmyndir, gamanmyndir, spennumyndir. Allar tegundir kvikmynda eru sýndar um þessar mundir í Bandaríkjunum og sjaldan áður hafa jafnmargir farið í bíó og einmitt um síðustu helgi, líklega af þessum sökum. Tarzan sveiflast úr fyrsta sætinu niður í annað og á toppnum trónir nýjasta mynd Adams Sandlers, Big Daddy. Meira
29. júní 1999 | Tónlist | 568 orð

Fögur hljómsköpun

Schola cantorum flutti íslenska og erlenda trúartónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sunnudagurinn 27. júní, 1999. TÓNLEIKAR Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, í Hallgrímskirkju s.l. sunnudagskvöld voru frábærir. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 185 orð

Hátíð samkynhneigðra á Ingólfstorgi

Á LAUGARDAGINN var þess minnst víða um heim að þrjátíu ár eru liðin síðan samkynhneigðir gerðu uppreisn gegn ofsóknum lögreglumanna í New York. Uppreisnin er nefnd eftir barnum Stonewall þar sem lögreglumenn stunduðu að berja homma og lesbíur þar til upp úr sauð. Sá atburður er talinn marka upphaf réttindabaráttu samkynhneigðra um heim allan. Meira
29. júní 1999 | Kvikmyndir | 726 orð

Hlekki brýt ég hugar

Leikstjórn og handrit: Larry og Andy Wachowskí. Framleiðandi: Joel Silver. Kvikmyndatökustjóri: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Laurence Fishburn, Carrie-Ann Moss, Hugo Weaving og Joe Pantoliano. Warner Bros. 1999. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 492 orð

Langar að kynnast siðum Íslendinga

HLJÓMSVEITIN Unwound er bandarísk nýbylgjuhljómsveit og þykir tónlist hennar í hrjúfari og þyngri kantinum, en þó gefur hún sig ekki út fyrir að spila neitt þungarokk. Unwound var stofnuð árið 1991 í smábænum Tumwater í Washingtonfylki í Bandaríkjunum og hana skipa þau Justin Trosper, söngvari og gítarleikari, Vern Rumsey bassaleikari og Sara Lund trommuleikari. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 176 orð

Lífleg mannréttindabarátta samkynhneigðra

HOMMAR og lesbíur víða um heim fögnuðu því um helgina að 30 ár eru liðin frá því að markviss mannréttindabarátta samkynhneigðra hófst með uppreisninni í New York. Yfir 200 þúsund manns tóku þátt í skrúðgöngu í Berlín í Þýskalandi sem farin hefur verið árlega í rúm 20 ár. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 517 orð

Mjór er mikils vísir Athygli vakti að margir þeir Spánverjar sem komu á fyrstu íslensku kvikmyndavikuna í Barcelona höfðu

Athygli vakti að margir þeir Spánverjar sem komu á fyrstu íslensku kvikmyndavikuna í Barcelona höfðu fyrirfram ekki hugmynd um, að á Íslandi væru framleiddar kvikmyndir. Margrét Hlöðversdóttir fylgdist með hátíðinni. Meira
29. júní 1999 | Menningarlíf | 320 orð

Nýtt tónverk við áður óbirt kvæði

HÁTÍÐ var haldin í Reykholti sl. laugardag í tilefni af því, að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar prófessors í Kaupmannahöfn. Dagskráin stóð yfir frá kl. 11 árdegis til miðnættis, en fyrir henni stóðu, ásamt afkomendum Jóns, Stofnun Árna Magnússonar, Snorrastofa, Félag íslenskra fræða, Mál og menning og Vísindafélag Íslendinga. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð

Óvinur númer eitt

ÓVINUR ríkisins fer beint í efsta sæti myndbandalistans þessa vikuna og skákar óbreyttum Ryan, sem fellur í annað sæti. Í aðalhlutverkum í þessari vinsælu spennumynd eru Will Smith og Gene Hackman. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 104 orð

Samdi 200 ljóð um Pushkin

SKÁLDIÐ Vlad Svechnikov er með ástríðu fyrir öðru skáldi, Pushkin, og til að undirstrika það lokaði hann sig af í 20 daga í bænum Vladivostok og skrifaði 200 ljóð um rússneska þjóðskáldið. Svechnikov var á hótelherbergi með penna, blöð og andagift og færði aðdáun sína í bundið mál tveimur öldum eftir fæðingu Pushkins. Meira
29. júní 1999 | Skólar/Menntun | 647 orð

Skrautlegur og skemmtilegur hópur

"Í FYRSTU var námið mjög erfitt og margir nemendur voru við það að gefast upp, segir Erna Sif Arnardóttir, 17 ára IB-nemandi, sem lokið hefur fyrsta ári á IB-braut og árs undirbúningsnámi. "Það var algjörlega ný reynsla að hafa allt námsefni á ensku og mun erfiðara en ég hafði búist við. Þó hefur það vanist og er nú orðið viðráðanlegt. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 209 orð

Spilað af lífi og sál Hilary og Jackie (Hilary and Jackie)

Framleiðandi: Andy Paterson og Nicholas Kent. Leikstjóri: Anand Tucker. Handritshöfundur: Frank Cottrell Boyce. Kvikmyndataka: David Johnson. Tónlist: Barrington Pheloung. Aðalhlutverk: Emily Watson, Rachel Griffiths, James Frain, David Morrissey, Charles Dance. (125 mín.) England. Myndform, 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
29. júní 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð

Ungfrú Rússland fegurst

UNGFRÚ Evrópa var valin úr hópi rúmlega 40 stúlkna á föstudaginn var. Það var yngismær frá Rússlandi, Elena Rogojina að nafni, sem hreppti titilinn eftirsótta. Að þessu sinni fór keppnin fram í Beirút í Líbanon og er þetta í fimmtugasta sinn sem hún er haldin. Meira
29. júní 1999 | Skólar/Menntun | 182 orð

Upplýsingatæknifræði í TÍ

UPPLÝSINGATÆKNIFRÆÐI er ný námsbraut sem spannar þrjú og hálft ár í Tækniskóla Íslands. Þar er megináhersla lögð á tölvu- og rafeindatækni, forritun, stjórnunar- og rekstrarfræði. Meira
29. júní 1999 | Menningarlíf | 105 orð

Vágakórinn syngur á Akranesi

FÆREYSKI kórinn Vágakórinn frá Vágum heldur tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Á efnisskránni er bæði veraldleg og kirkjuleg tónlist, frá Færeyjum og öðrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Kórfélagar eru 26 og er stjórnandinn Jónvør Joensen. Meira
29. júní 1999 | Menningarlíf | 824 orð

Öll fyrri met í frumflutningi verka slegin

Sumartónleikar í Skálholtskirkju í 25. sinn Öll fyrri met í frumflutningi verka slegin STÆRSTA og elsta sumartónlistarhátíð landsins, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, hefst á laugardaginn, en þetta er í í 25. sinn sem hátíðin er haldin. Meira

Umræðan

29. júní 1999 | Aðsent efni | 682 orð

Er hundur í Helga Pé?

Farþegum SVR hefur fækkað verulega á valdatíma R-listans, segir Kjartan Magnússon, í fyrri svargrein sinni um málefni SVR. Meira
29. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 453 orð

Skíðagöngur á Ok og Skjaldbreið snemmsumars

BÁÐAR þessar fallegu hraundyngjur eru í um 70 km loftlínu-fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Okið (1198 m) er við Kaldadalsveg en bezt er að koma að Skjaldbreið (1060 m) eftir línuveginum, sem liggur frá Kaldadalsvegi austur í Haukadal og er norðan til í fjallinu. Báðar þessar leiðir eru ágætlega jeppafærar og einnig má vel skrönglast þær á sæmilega háum fólksbílum. Meira
29. júní 1999 | Aðsent efni | 1064 orð

Um hvað var samið, Jakob?

Grein Jakobs Björnssonar er ekki annað, að mati Sverris Leóssonar, en yfirklór þess sem skammast sín fyrir að hafa klúðrað tækifæri til að tryggja framtíð Útgerðarfélags Akureyringa. Meira
29. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 359 orð

Vafasamir viðskiptahættir bílaumboðs

SÍÐASTLIÐIÐ haust keypti ég bíl hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum af gerðinni Hyundai Accent árgerð '96. Nú nýverið ákvað ég að skipta um bíl og fer á milli bílaumboða að leita mér að nýjum bíl með þennan sem uppígreiðslu. Alls staðar var mér hafnað um slík viðskipti þar sem bílar af þessari gerð eru svo gott sem óseljanlegir. Meira

Minningargreinar

29. júní 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Ásgeir Þór Ásgeirsson

Á fögrum stað efst í Laugarásnum stendur vinalegt og fallegt hús með útsýni til allra átta. Þessu húsi tengjast mínar fyrstu æskuendurminningar; þarna bjuggu móðurforeldrar mínir í rúm 40 ár. Eitt af öðru höfðu börn þeirra horfið úr foreldrahúsum, uns svo var komið, að amma mín og sá, sem hér er minnst, Ásgeir Þór Ásgeirsson, héldu heimili saman. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 467 orð

Ásgeir Þór Ásgeirsson

Núna er fjölskylduvinur okkar, Ásgeir Þór Ásgeirsson, allur. Hann og pabbi minn heitinn, Baldur Líndal efnaverkfræðingur, kynntust er þeir voru við nám í sama háskóla í Bandaríkjunum á fimmta áratuginum. Kynntist pabbi þá einnig mömmu heitinni, Amalíu Líndal, sem átti síðar eftir að skrifa um þessa tíma í sígildri landkynningarbók sinni, Ripples from Iceland, árið 1962. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 241 orð

ÁSGEIR ÞÓR ÁSGEIRSSON

ÁSGEIR ÞÓR ÁSGEIRSSON Ásgeir Þór Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 31. maí 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 19. júní. Foreldrar Ásgeirs Þórs voru Karólína Sveinsdóttir, f. 14.12. 1895, d. 4.4. 1991, og Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 9.8. 1897, d. 21.7. 1978. Systkini Ásgeirs Þórs eru Sveinn, f. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Friðmey Þorgilsdóttir

Við bræðurnir kveðjum ömmu okkar í dag með sorg í hjarta. Hún Fríða amma var einstök manneskja. Þegar við hugsum til baka koma upp hugljúfar minningar. Amma var sífellt að passa upp á okkur. Við gátum alltaf treyst á að ef við kíktum í heimsókn var borið í okkur allskyns góðgæti. Setningin: "Viljið þið ekki meira, strákar mínir?" hljómar í huganum þegar við minnumst gestrisni hennar. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 432 orð

Friðmey Þorgilsdóttir

Mig langar til að skrifa nokkur orð í minningu ömmu minnar sem kvaddi þennan heim að morgni 22. júní. Amma mín var hornsteinn okkar systkina meðan við ólumst upp. Alltaf var hún til staðar. Það var eins og líf hennar snerist um okkur, fjölskylduna. Annað heimili okkar var hjá henni í Stigahlíðinni, það var stutt að fara og alltaf tekið vel á móti okkur. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 182 orð

Friðmey Þorgilsdóttir

Mig langar að minnast hennar Fríðu vegna þess að ég bar mikla virðingu fyrir henni og einnig vegna þess að Fríða var ekki mikið í sviðsljósinu, a.m.k. ekki út á við. Hún kærði sig ekki um það. Hún lék samt stórt hlutverk í fjölskyldunni þar sem hún minnti alla á það sem skipti máli í lífinu. Hún var gagnrýnin en alltaf jákvæð og lífsglöð. Fríða var einstaklega þakklát kona og nægjusöm. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 657 orð

Fríða Þorgilsdóttir

Látin er hjartkær tengdamóðir mín, Fríða Þorgilsdóttir, háöldruð eða tæplega 91 árs gömul. Langur ævidagur er á enda runninn. Fríða var af þeirri kynslóð, sem upplifði ótrúlegar breytingar í íslensku þjóðlífi. Þegar hún fæddist yngst fjórtán systkina í byrjun aldarinnar, voru kröfur og viðmið með allt öðrum hætti en nú og flestum þótti nóg að geta brauðfætt sig og sína. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 266 orð

FRÍÐA ÞORGILSDÓTTIR

FRÍÐA ÞORGILSDÓTTIR Friðmey (Fríða) Þorgilsdóttir, húsmóðir og matráðskona, áður til heimilis í Stigahlíð 32, fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit 21. júlí 1908 og ólst þar upp fram að unglingsárum en síðan á Breiðabólstað á Fellsströnd. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgils Friðriksson, f. 12.8. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 546 orð

Haukur Pétursson

Haukur Pétursson var um margt einstakur maður. Hann var fastur fyrir og sannur vinur vina sinna. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir áratugum er ég var Hauki og bróður mínum til aðstoðar við sérgrein þeirra, múrverkið. Fyrr vissi ég þó af honum, því rætur okkar beggja liggja í harðbýlu Húnaþingi ­ hans á vestanverðu Vatnsnesi en mínar í Vesturhópi. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 466 orð

Haukur Pétursson

Von bráðar göngum við inn í nýja öld og annað árþúsund, e.t.v. með breyttum áherslum og venjum. En hverjar svo sem breytingarnar verða verður ekki gengið fram hjá þeim hugtökum er heita "mannkærleikur og gæska", til að byggja upp nýja tíma og betri heim í samfélagi mannanna. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 398 orð

Haukur Pétursson

Í dag kveðjum við góðan tengdaföður og afa. Það var þungt áfall sem dundi yfir fjölskylduna þegar við fréttum seint að kvöldi 16. júní að Haukur hefði látist þá fyrr um kvöldið. Hann sem var svo hress og kátur þegar við kvöddumst á Keflavíkurflugvelli um miðjan apríl síðastliðinn. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 516 orð

Haukur Pétursson

Kæri frændi minn, þú kvaddir snögglega. Ég held að fáir hafi verið viðbúnir svo snöggri burtför. Vissulega hafði hjartað stundum gengið skrykkjótt, en þú varst ávallt svo stór og sterkur, hraustlegur og frískur. Varla farinn að grána. Söknuður okkar sem horfa á eftir þér er því mikill. Allir héldu að þú ættir mörg ár eftir og við gætum notið samvista við þig. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 554 orð

Haukur Pétursson

Það var um haust fyrir 21 ári að Haukur, Ásta og Harpa opnuðu heimili sitt fyrir mér. Ég var þá að hefja menntaskólanám í borginni, fjarri foreldrahúsum. Það var stórt skref að fara að heiman en ég var svo heppin að það beið mín hlýr faðmur hjá Hauki móðurbróður mínum og hans fjölskyldu. Síðan þá hef ég átt þar mitt annað heimili. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 281 orð

HAUKUR PÉTURSSON

HAUKUR PÉTURSSON Haukur Pétursson byggingameistari fæddist 21. maí 1927 í Tungukoti, Kirkjuhvammshreppi, V-Húnavatnssýslu. Hann varð bráðkvaddur 16. júní síðastliðinn. Foreldrar Hauks voru Pétur Theodór Jónsson, f. 6. mars 1892, d. 21. september 1941, bóndi í Tungukoti og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. 12. júlí 1891, d. 31. júlí 1961. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Inga Jóna Karlsdóttir

Hún kom til Akureyrar með eiginmanni sínum, Guðmundi Karli Péturssyni yfirlækni, og vakti strax athygli fólks. Hún var glæsileg kona, há, beinvaxin og bar sig fallega, alltaf vel klædd og hárið snyrt. Hún var ein af þessum konum, sem settu svip á Akureyri á unglingsárum mínum, en það tók nokkurn tíma fyrir heimafólk að kynnast Ingu. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Inga Jóna Karlsdóttir

Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson) Merk kona er gengin. Inga Karlsdóttir er kvödd í dag og minnumst við Inner-wheel konur á Akureyri hennar með virðingu og söknuði. Inner-wheel klúbbur Akureyrar var stofnaður 7. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 672 orð

Inga Jóna Karlsdóttir

Inga Jóna Karlsdóttir, tengdamóðir mín, er látin í hárri elli. Ég minnist hennar fyrst þegar ég var nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. Var hún ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Karli Péturssyni, yfirlækni á Akureyri, gestur á dimission. Þau hjón höfðu ávallt sterkt samband við skólann á meðan Guðmundur Karl lifði. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 679 orð

Inga Jóna Karlsdóttir

Vinkona mín, Inga Karlsdóttir, hefur kvatt þetta jarðlíf, eftir langa og farsæla göngu. Mig langar til að kveðja hana með nokkrum fátæklegum orðum og þakka henni vináttu, sem aldrei bar skugga á. Það var árið 1948 á sólríkum degi í ágúst, eins og þeir gerast bestir í Eyjafirði, að ég kynntist henni fyrst. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 517 orð

Inga Jóna Karlsdóttir

Fyrstu minningarnar um Ingu tengdamóður mína eru reyndar einhverjum árum eldri en okkar fyrstu kynni. Það mun hafa verið á skólahátíð í Menntaskólanum á Akureyri, væntanlega dimission, að ég tók fyrst eftir þeim hjónum. Guðmundur Karl var að vanda senuþjófur kvöldsins með sínum líflegu ræðum, fasi öllu og framgöngu og danskúnstum. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 346 orð

INGA JÓNA KARLSDÓTTIR

INGA JÓNA KARLSDÓTTIR Inga Jóna Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1905. Hún lést 22. júní síðastliðinn á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Foreldrar hennar voru Karl Guðmundur Ólafsson skipstjóri f. 10.8. 1872, d. 18.7. 1925, frá Bygggarði á Seltjarnarnesi og Sigríður Jónsdóttir, f. 29.8. 1874, d. 7.8. 1959, frá Brekkukoti í Reykholtsdal. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 224 orð

Jónína Guðmundsdóttir

Elsku amma, það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin, og að við sjáum þig ekki fljótlega. Þú varst fastur punktur í tilverunni, alltaf svo hlý og góð, og alltaf til staðar. Það var svo gott að búa við hliðina á þér, sjá þér bregða fyrir við gluggann. Inga og Andri læddu sér gjarnan í heimsókn og fengu eitthvað gott í munninn. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 26 orð

JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Jónína Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 13. júní síðastliðinn. Útför hennar var gerð frá Selfosskirkju 18. júní. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Jón Kristjánsson

Með vorkomunni og nýbyrjuðu sumri virðist manni allt svo bjart og fallegt. Trén laufgast, grasið grænkar og blómin springa út. Nýjar vonir og væntingar bærast í brjóstum okkar og lífið verður léttara og framtíðin bjartari. Þá hættir manni til að gleyma öllu andstreymi og að sorgin geti bankað á dyrnar fyrirvaralaust. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Jón Kristjánsson

Með nokkrum orðum langar okkur systkinin að minnast og kveðja kæran móðurbróður okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 29 orð

JÓN KRISTJÁNSSON

JÓN KRISTJÁNSSON Jón Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 26. febrúar 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 18. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 25. júní. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 746 orð

Jón Rögnvaldur Jósafatsson

Bognar aldrei ­ brotnar í bylnum stóra seinast. (Steph. G. Steph.) Þessar ljóðlínur segja meira en mörg orð. Mér finnst þær eiga vel við tengdaföður minn, Jón R. Jósafatsson, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga að morgni 17. júní. Sá dagur rann upp bjartari en dagarnir á undan. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN RÖGNVALDUR JÓSAFATSSON

JÓN RÖGNVALDUR JÓSAFATSSON Jón Rögnvaldur Jósafatsson fæddist á Hofsósi í Skagafirði 19. mars 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 17. júní síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Sauðárkrókskirkju 26. júní síðastliðinn. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Kristrún G. Sigurðardóttir

Nú þegar lengstur er sólargangur og jörðin skartar sínu fegursta kveður Kristrún þetta jarðneska líf. Hún var stór hlekkur í fjölskyldunni, gift honum Gumma, móðurbróður mínum, og voru sterk tengsl á milli fjölskyldna okkar. Mörg sporin átti ég á heimili þeirra í Efstasundið. Eftir að Gummi dó fækkaði ekki heimsóknum mínum þangað og Kristrún kom alltaf með útbreiddan faðminn á móti mér. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Kristrún G. Sigurðardóttir

Elskuleg tengdamóðir mín Kristrún Sigurðardóttir eða Dúna eins og hún var kölluð af ættingum sínum hefur kvatt okkur. Það var í ársbyrjun 1995 að ég sá Kristrúnu fyrst, en nokkru síðar varð hún tengdamóðir mín og við bjuggum saman húsi í tæplega þrjú ár. Mikið hefði ég viljað kynnast Kristrúnu fyrr, því hún var svo góð og fróð kona. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Kristrún G. Sigurðardóttir

Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir stutta en hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár en minningarnar um þig munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 262 orð

KRISTRÚN G. SIGURÐARDÓTTIR

KRISTRÚN G. SIGURÐARDÓTTIR Kristrún G. Sigurðardóttir fæddist á Háfshóli í Djúpárhreppi 19. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna María Jóakimsdóttir, f. 7. sept. 1882, d. 9. jan. 1972, og Sigurður Sigurðsson bóndi á Háfshóli og Borgartúni í Þykkvabæ, f. 14. maí 1887, d. 8. júní 1954. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 302 orð

Ragna Þórunn Stefánsdóttir

Fallegu orðin um að bestu blómin grói í hjörtum, sem geta fundið til, eru mér efst í huga þegar ég hugsa til Rögnu. Hjarta hennar gat svo sannarlega fundið til og fékk að gera það ótæpilega oft og lengi á lífsleiðinni, að okkur fannst sem þótti og þykir enn vænt um hana. Sum hjörtu sleppa tiltölulega þjáningarlaust í gegnum lífið. Meira
29. júní 1999 | Minningargreinar | 57 orð

RAGNA ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR

RAGNA ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR Ragna Þórunn Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1942, dóttir hjónanna Guðrúnar Benediktsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júní síðastliðinn og lætur eftir sig eiginmann, Jón S. Guðmundsson, og tvær dætur, Guðrúnu og Helgu Kristínu. Systir Rögnu er Kristín S. Kvaran. Meira

Viðskipti

29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 206 orð

ÐEvrópsk hlutabréf hækka með bandarískum og dollar hækkar

Hlutabréf hækkuðu almennt í verði í Evrópu í gær, eftir miklar hækkanir fram eftir degi á Wall Street. Þessar hækkanir vestra róuðu taugar fjárfesta, sem óttuðust að vaxtastig í Bandaríkjunum myndi hafa slæm áhrif á markaði í Evrópu. Á gjaldeyrismörkuðunum gerðist það helst að Bandaríkjadollar styrktist heldur gagnvart evrunni, að hluta vegna hækkunarinnar á Wall Street. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Fiskmarkaður Breiðafjarðar á vaxtarlista VÞÍ

FISKMARKAÐUR Breiðafjarðar hf. hefur verið tekinn til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands og hafa hlutabréf í félaginu verið skráð á vaxtarlista VÞÍ. Bréfin verða tekin inn í heildarvísitölu vaxtarlista og vísitölu sjávarútvegs fimmtudaginn 1. júlí næstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skráð hlutafé í Fiskmarkaði Breiðafjarðar er kr. 45.000. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Landsvist stofnað á Húsavík

NÝTT fyrirtæki, Landsvist ehf., hefur verið stofnað á Húsavík og er markmið þess að vinna og miðla landsupplýsingum, sinna hugbúnaðar­ og netþjónustu, hönnun og gerð kynningarefnis og veita verkfræðilega þjónustu. Að stofnun fyrirtækisins standa; Hljóðvist og hönnun Húsavík, Orion ráðgjöf ehf., Prim ehf. Reykjavík, og Ypsilon ehf. Kópavogi. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 554 orð

Með öflugri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf., Gunnvarar hf. og Íshúsfélags Ísfirðinga hf., sem er dótturfélag Gunnvarar hf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu félaganna að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Unnið hefur verið að sameiningu félaganna þriggja í eitt félag um nokkurt skeið og verður hið nýja fyrirtæki með öflugri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Nýr framkvæmdastjóri Flugleiðahótela

BJÖRN Theódórsson, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela hf., lætur af störfum hjá félaginu hinn 1. ágúst næstkomandi og við starfi hans tekur Kári Kárason. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðahótelum segir að Björn hafi starfað hjá Flugleiðum um 30 ára skeið og verið framkvæmdastjóri hjá félaginu síðastliðin 20 ár, nú síðast hjá Flugleiðahótelum. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Samstarf um markaðsrannsóknir

ÍSLENSK miðlun ehf. og PricewaterhouseCoopers hafa gert með sér samkomulag um víðtækt samstarf við markaðsrannsóknir. Samningurinn felur í sér að íslensk miðlun mun sérhæfa sig í úthringingum vegna spurningavagna og sértækra kannana, en PricewaterhouseCoopers annast aðferðafræði og úrvinnslu kannana sem hringdar eru út frá Íslenskri miðlun. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Selur hlut sinn í Bakka hf.

ÞORBJÖRN hf. í Grindavík seldi í gær hlutabréf í nokkrum félögum, þar á meðal 39,76% hlut í Bakka hf. á Bolungarvík. Kaupandi á eignarhlutnum í Bakka hf. var Nasco ehf. í Reykjavík, en Nasco hafði keypt 60,24% hlutafjár í Bakka hf. í desember 1998 af Þorbirni og er það því orðið eigandi 100% hlutafjár í Bakka hf. Þorbjörn hf. seldi einnig hlutabréf í gær í SH, SÍF hf. og Olíufélaginu hf. Meira
29. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 231 orð

VÞÍ veitt fyrsta starfsleyfið

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur veitt Verðbréfaþingi Íslands hf. starfsleyfi til kauphallarstarfsemi frá og með 1. júlí næstkomandi, og er það í fyrsta sinn sem íslenskri kauphöll er veitt starfsleyfi á grundvelli nýlegra laga nr. 34/1998. Meira

Daglegt líf

29. júní 1999 | Neytendur | 371 orð

Bónus skoðar Akureyri og Austfirði

Forsvarsmenn Samkaupa á Ísafirði velta fyrir sér að opna þar lágverðsverslunina Kaskó, en um síðustu helgi var Bónusverslun opnuð á Ísafirði. Það veltur síðan á velgengni Bónuss á Ísafirði hvort Bónusbúðir verða á næstunni opnaðar á Akureyri, Austfjörðum og á Selfossi. Kaupás skoðar ýmsa möguleika á landsbyggðinni, m.a. Meira
29. júní 1999 | Neytendur | 159 orð

Ætla að opna Sparkaup eða Kaskó í Suðurveri

Fyrirtækið Samkaup hf. hefur fest kaup á Suðurveri við Stigahlíð í Reykjavík og tekur við rekstri verslunarinnar í haust. Að sögn Guðjóns Stefánssonar, kaupfélagsstjóra Samkaupa, er þetta fyrsta verslun kaupfélagsins í Reykjavík. Enn er óvíst hvort opnuð verður í Suðurveri lágverðsverslunin Kaskó eða þjónustubúðin Sparkaup. Guðjón segir að á næstu mánuðum sé ætlun Samkaupa hf. Meira

Fastir þættir

29. júní 1999 | Fastir þættir | 193 orð

Átta hestamót um helgina

FJÖLDI hestamóta voru haldin um helgina og má þar nefna afmælismót hjá Sindra undir Eyjafjöllum sem er 50 ára á þessu ári. Einnig er Sleipnir á Selfossi og nágrenni 70 ára á árinu og hélt félagið að venju mót sitt í samstarfi við Smára í Hreppum, íþróttamót voru haldin hjá Dreyra á Akranesi, Húnvetningar voru með íþróttamót á Króksstaðamelum í vestursýslunni og Húnaveri í austursýslunni. Meira
29. júní 1999 | Í dag | 530 orð

Gagnagrunnurinn hjá Íslenzkri erfðagreiningu er enn til umræðu og hef

Gagnagrunnurinn hjá Íslenzkri erfðagreiningu er enn til umræðu og hefur frestur til að segja sig úr honum verið framlengdur. Víkverji er þeirrar skoðunar, að það sé andstætt hagsmunum þjóðarinnar að fólk segi sig úr grunninum. Meira
29. júní 1999 | Fastir þættir | 799 orð

Hver önnur vinna "Það er kannski það eina sem við virkilega getum lært af reynslunni að grimmd mannskepnunnar eru engin takmörk

LANGÞRÁÐ sólin lét loks sjá sig á suðvesturhorninu um helgina, ekki seinna vænna fyrir gegnblauta höfuðborgarbúa sem hafa það sem af er sumars mátt vita af íbúum norðan lands og austan böðuðum í sólskini. Skylduverk númer eitt í sólinni var að slá grasflötina sem hafði þrifist vel í votviðri undanfarinna vikna. Meira
29. júní 1999 | Dagbók | 702 orð

Í dag er þriðjudagur 29. júní, 180. dagur ársins 1999. Pétursmessa og Páls. Orð

Í dag er þriðjudagur 29. júní, 180. dagur ársins 1999. Pétursmessa og Páls. Orð dagsins: Seg því við þá: Svo segir Drottinn: Hvort falla menn og standa ekki upp aftur? Eða hverfa menn burt án þess að koma aftur? (Jeremía 8, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Selfoss kom í gær. Meira
29. júní 1999 | Í dag | 381 orð

Malbikunarframkvæmdir

MIG LANGAR að koma þeim tilmælum til forsvarsmanna gatnaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, að reyna að koma því við að miklar malbikunarframkvæmdir verði unnar á nóttunni. Mig langar mest að kalla malbikunina í Grafarvogi sl. laugardag "umferðarslys", og vek athygli á því að inn í þetta stóra hverfi eru aðeins tvær leiðir. Meira
29. júní 1999 | Í dag | 241 orð

Sumardagar í kirkjunni

EINS og undanfarin ár verða guðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum hvern miðvikudag í júnímánuði. Næsta guðsþjónusta verður í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 30. júní og hefst hún kl. 14. Guðrún Jónsdóttir læknir prédikar og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffiveiitingar verða á eftir í boði Hallgrímssóknar. Meira
29. júní 1999 | Í dag | 70 orð

Vorkveðja

Ég veit þú ert komin, vorsól. Vertu ekki að fela þig. Gægstu nú inn um gluggann. Í guðs bænum kysstu mig. --Þeir eru svo fáir aðrir, sem una sér hjá mér. Já, vertu nú hlý og viðkvæm. Þú veizt ekki, hvernig fer. Meira
29. júní 1999 | Í dag | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞESSAR duglegu stelpur sem heita Auður Ýr Sigurðardóttir og Hildur Ýr Þráinsdóttir söfnuðu um daginn 1.358 krónum til styrktar Rauða Krossi Íslands. Morgunblaðið/Sverrir Meira
29. júní 1999 | Í dag | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞESSIR duglegu drengir voru með flöskusöfnun til styrktar börnunum í Albaníu og söfnuðu 5000 krónum. Þeir heita Holgeir, Tómas, Hrafnkell og Bogi. Morgunblaðið/Sverrir Meira
29. júní 1999 | Í dag | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

ANNA Lind Vignisdóttir, Kristín Hrund Reynisdóttir og Fanney Lilja Vignisdóttir voru með tombólu um daginn og söfnuðu 1.670 krónum til styrktar Rauða Krossi Íslands. Morgunblaðið/Sverrir Meira

Íþróttir

29. júní 1999 | Íþróttir | 80 orð

20 ára bið Valencia á enda

VALENCIA varð spænskur bikarmeistari um helgina eftir að hafa lagt Atletico Madrid að velli 3:0 í úrslitaleik í Sevilla. 20 ár eru síðan félagið fagnaði síðast bikartitli og þá var það Argentínumaðurinn Mario Kempes, sem gerði bæði mörk liðsins. Nú var það landi hans, Claudio Lopez, sem var hetja Valencia og gerði tvö marka liðsins. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 46 orð

Aleksic áfram hjá ÍBV

EYJAMENN hafa samið við júgóslavneska miðvallarleikmanninn Goran Aleksic um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil. Aleksic kom til landsins á dögunum fyrir tilstilli Zorans Milkovics, varnarmanns Eyjamanna, og kom inn á sem varamaður í sigurleik ÍBV á Víkingum sl. föstudagskvöld á Laugardalsvelli. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 376 orð

Andri ekki meira með

Andri Sigþórsson, framherji KR- inga, leikur ekki meira með liðinu í sumar. Andri hefur skorað þrjú mörk fyrir KR í sumar, en meiðsli, sem hrjáð hafa hann síðan í leik KR og Leifturs í deildabikarnum í vor, hafa ágerst upp á síðkastið. "Ég er búinn að vera meiddur í vöðvafestingunni við lífbeinið í tvo mánuði. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 873 orð

Arctic Open

Mótið var haldið á Jaðarsvelli 23. til 26. júní. Leiknar voru 36 holur, en par vallarins fyrir 18 holur er 71 högg. Helstu úrslit: Án forgjafar: 1. Birgir Haraldsson, GA143 2. Sigurpáll Geir Sveinsson, GA148 3. Ómar Halldórsson, GA149 4. Hjalti Atlason, GR150 Sigurður H. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 228 orð

Austfirðingar höfðu betur

Þróttur tók á móti KVA á Valbjarnarvelli á laugardag og sigruðu gestirnir með einu marki gegn engu í fremur tíðindalitlum leik. Leikurinn fór rólega af stað og hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora. Þróttarar reyndu að leika knettinum upp kantana og senda fyrir markið, en vörn KVA átti í litlum vandræðum með að bægja hættunni frá. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 315 orð

Bandaríska meistaramótið

100 m hlaup karla: 1. Dennis Mitchell9,97 2. Brian Lewis10,00 3. Tim Montgomery10,00 100 m hlaup kvenna: 1. Inger Miller10,96 2. Gail Devers10,97 3. Angela Williams11,03 200 m hlaup karla: 1. Maurice Greene19,93 2. Rohsaan Griffin19,98 3. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 52 orð

Blikar bestir B-liða

Breiðablik sigraði í keppni B-liða. Hér má sjá brosandi Blika að loknu erfiðu, en skemmtilegu móti. Aftari röð frá vinstri: Fylkir Snær Ingólfsson, Eyjólfur Bragi Árnason, Þorsteinsson, Indriði Sturluson, Haukur Baldvinsson. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Berg Guðmundsson, Trausti Steindórsson, Viktor Bragason, Aron Matthíasson, Hörður Snævar Jónsson. Morgunblaðið/Sigfús G. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 340 orð

Bolta sparkað frá morgni til kvölds

Peyjamótið í knattspyrnu, hið fimmtánda í röðinni, fór fram í Vestmannaeyjum hinn 23. til 27. júní sl. 24 félög sendu lið úr 6. flokki til þátttöku, en leikmenn voru yfir eitt þúsund. Bolta var sparkað frá morgni til kvölds auk þess sem peyjarnir höfðu ýmislegt annað fyrir stafni. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 106 orð

BRESKI kúluvarpa

BRESKI kúluvarparinn Paul Edwards á yfir höfði sér lífstíðarbann eftir að hafa öðru sinni orðið uppvís að misnotkun lyfja. MICHAEL Johnson tekur að líkindum ekki þátt í 200 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í Sevilla. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 300 orð

"Dómararnir verða að dæma réttlátt"

Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, var ómyrkur í máli eftir leikinn. "Það er tími til kominn að dómararnir fari að dæma réttlátt. Þetta er í annað skiptið núna sem dómar þeirra bitna harkalega á okkur. Fyrst uppi á Skaga og svo núna þegar vafaatriðin falla ekki okkur í skaut heldur hinum og það ætti að sjást greinilega í sjónvarpinu. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 87 orð

Einararnir frá

EINAR Þór Daníelsson, vinstri útherji KR-inga, tók út leikbann gegn Leiftri á sunnudaginn var en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks KR og Fram í síðustu viku. Þá var Einar Örn Birgisson, framherji liðsins, ekki í leikmannahópi KR en hann kom inn á gegn Fram í seinni hálfleik og þótti standa sig vel. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 160 orð

Ferðast með hjálp skiptilykla

Skagamenn lögðu í hann síðdegis á fimmtudag og lentu í London. Þaðan var flogið til Búdapest í Ungverjalandi og þaðan til Tírana, höfuðborgar Albaníu. "Við flugum til Tírana á Tubolev 154, sömu tegund flugvéla og Aeroflot notar. Það er ekkert rosalega skemmtilegur ferðamáti ­ var ekki mjög traustvekjandi. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 113 orð

Frábær tilfinning að skora

Þeir voru ánægðir með lífið, Eyjapeyjarnir sem skoruðu í úrslitaleik A-liða. Frá vinstri: Eiður Sigurbjörnsson (1), Guðjón Ólafsson (2), Gauti Þorvarðarson (1) og Arnar Eyjólfur Ólafsson (1). Þessir fjórir gerðu þau fimm mörk í úrslitaleiknum sem dugðu til sigurs í mótinu. Þeir lögðu Þrótt, Reykjavík, að velli, 5:1. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 729 orð

Frentzen vann ótrúlegan kappakstur í Frakklandi

ÞÝSKI ökuþórinn Heinz-Harald Frentzen hjá Jordan-liðinu vann óvænt sigur í franska Formúlu-1 kappakstrinum í Magny Cours á sunnudag en keppnin var tvísýnni en í nokkru öðru móti í mörg ár og fimm ökuþórar skiptust á forystu hvað eftir annað. Var þetta annar sigur Frentzens á ferlinum í Formúlu-1 og jafnframt í annað sinn sem Jordan- bíll kemur fyrstur í mark. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 69 orð

Fræknir Fjölnismenn

Yngri flokkar hins unga félags Fjölnis úr Grafarvogi er margrómað fyrir öfluga yngri flokka í knattspyrnu. Þessir drengir gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sigur í flokki E-liða. Aftari röð frá vinstri: Páll Margeir Sveinsson þjálfari, Ólafur Helgi Guðmundsson, Elvar Helgason, Birkir Örn Sveinsson, Jóhann Ingi Karlsson, Tryggvi G. Sveinsson, Ágúst Haraldsson þjálfari. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 318 orð

Getraunakeppni Evrópu 1. umferð, seinni leikir:

1. umferð, seinni leikir: Ventspils (Lettl.) - Valerenga2:0 Ventspils vann samanlagt, 2:1. St Truiden - Spartak Varna (Búlg.)6:0 St. Truiden vann samanlagt 8:1. Tiligul (Mold.) - Polonia (Póll.)0:0 Polonia vann samanlagt 4:0. OD Trencin (Slóvak.) - Pobeda (Mak.)3:1 Samanlagt 4:4. Pobeda vann vítasp.k. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 197 orð

Getum hugsanlega strítt þeim

Logi Ólafsson hefur tvívegis gert sér ferð til Belgíu og fylgst með æfingum Lokeren, andstæðingum Skagamanna í annarri umferð Getraunakeppni Evrópu. Hann var því mjög ánægður með að fá tækifæri til að etja kappi við liðið, sem Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi FH- ingur, leikur með. "Fyrst og fremst finnst mér það mjög gaman. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 161 orð

Góð byrjun hjá Þóreyju

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, stökk 4,22 metra og sigraði örugglega á móti í Kuortane í Finnlandi á laugardaginn. Þetta var fyrsta mótið sem Þórey tekur þátt í sumar, en hún hefur verið meidd í baki. Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu hjá henni því 4,22 er persónulegt met hjá Þóreyju utanhúss. Hún stökk hæst 4,21 metra í fyrrasumar. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 69 orð

Helga best í Portúgal

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik varð í þriðja sæti á alþjóðlegu móti kvennalandsliða sem lauk í Portúgal á sunnudag. Helga Torfadóttir, leikmaður Víkings, var útnefnd markvörður mótsins. Íslenska liðið sigraði í einum leik á mótinu, en tapaði tveimur. Sigurleikurinn var gegn Grikklandi, 25:18, en liðið tapaði fyrir Sviss 15:25 og svo heimastúlkum á sunnudag, 20:21. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 93 orð

Helgi ekki til Bolton

BOLTON Wanderers er ekki á höttunum eftir íslenska landsliðsmanninum Helga Kolviðssyni, miðjumanni þýska 1. deildarliðsins Mainz. Spjallsíða Bolton á Netinu hafði áður greint frá áhuga á Helga, en um helgina sagði Colin Todd, knattspyrnustjóri liðsins, að það ætti ekki við rök að styðjast. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 57 orð

Héldu merki FH á lofti

Það voru brosmildir FH-ingar úr Hafnarfirði sem hrepptu gullið í keppni D-liða. Aftari röð frá vinstri: Hugi Leifsson þjálfari, Arnar Gauti Guðmunds Eiður G. Arndal, Daði Þorkelsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Róbert Magnússon þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Örn Unnar Magnússon, Sævar Ingi Friðgeirsson, Þorkell Magnússon, Frímann Ingi Sigurgeirsson og Árni Grétar Finnsson. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 176 orð

HK-strákar prófuðu sprangið í Eyjum!

ÞEIR voru ánægðir með lífið og tilveruna strákarnir í E-liði HK sem flestir eru að stíga sín fyrstu skref á Shell-móti í Eyjum. Frá vinstri og upp: Róbert Karl Lárusson, Hörður Sigurðsson, Gísli Óskarsson, Hörður Freyr Valbjörnsson og Arnaldur Bjarnason. Fremri röð: Ásmundur Guðjónsson, Almar Ingi Björgvinsson og Pétur Geir Grétarsson. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 176 orð

HM kvenna Fer fram í Bandaríkjunum: A-RIÐILL:

Fer fram í Bandaríkjunum: A-RIÐILL: Nígería - Danmörk2:0 Mercy Akide (25.), Nkiru Okosieme (81.). 22.109. Bandaríkin - N-Kórea3:0 Shannon MacMillan (56.), Tisha Venturini, 68., 78.). 50.484. Bandaríkin sigruðu í riðlinum og Nígería varð í öðru sæti og fara áfram í 8-liða úrslit. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 198 orð

Inkster í fótspor Bradleys

Juli Inkster sigraði á PGA-meistaramóti kvenna í golfi, einu fjögurra stærstu einstaklingsmóta kvenna, um helgina og varð þannig aðeins önnur konan sem sigrar á öllum fjórum stórmótum hvers árs. Þetta er annað stórmótið þar sem hún vinnur í ár, en fyrir þremur vikum sigraði hún á opna bandaríska mótinu. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 26 orð

Í kvöld

Bikarkeppni KSÍ 16-liða úrslit, kl. 20.00: Kaplakriki:FH - Stjarnan Keflavíkurv.:Keflavík - ÍBV Kópavogsv.:Breiðablik - ÍR Valbjarnarv.:Þróttur - Víkingur Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 359 orð

Íslendingar áberandi í Noregi

FJÓRIR íslendingar voru á vellinum þegar Stabæk sigraði Viking 3:1 í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Helgi Sigurðsson gerði fyrsta mark Stabæk og lagði upp það síðasta og Ríkharður Daðason skoraði mark Vikings. Auðun Helgason þótti leika ágætlega í vörn Vikings og Pétur Marteinsson í vörn Stabæks var valinn maður leiksins í Nettavisen. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 160 orð

ÍSRAELSKIlandsliðsmaðurinn Eyal Berkovic

ÍSRAELSKIlandsliðsmaðurinn Eyal Berkovic er á förum frá West Ham. Berkovic hefur beðið framkvæmdastjóra liðsins, Harry Redknapp, um að setja sig á sölulista. Glascow Celtic mun hafa áhuga að fá Berkovic í sínar raðir. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 669 orð

Jafntefli í hörkuleik á Ólafsfirði

Leiftur tók á móti KR í Ólafsfirði sl. sunnudag í frestuðum leik úr 2. umferð. Með sigri hefðu KR-ingar tyllt sér einir á topp deildarinnar en Leiftursmenn stefndu á þriðja sætið með sigri. Hvorugu liðinu tókst ætlunarverk sitt, leiknum lauk með jafntefli, 1:1. KR komst þó aftur í efsta sætið, liðið er með 14 stig eins og ÍBV en einu marki meira í plús. Ólafsfirðingar klifruðu upp í 5. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | -1 orð

Leiftur 1:1 KR

Ólafsfjarðarvöllur 27. júní. Aðstæður: Norðan 4-7 metrar á sekúndu, skýjað, þurrt, svalt, allgóður grasvöllur. Áhorfendur: Um 600. Dómari: Gylfi Orrason, 6. Aðstoðard.: Eyjólfur Finnsson og Jóhannes Valgeirsson. Gult spjald: Leiftur: Jens Martin Knudsen (68. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 63 orð

Létu að sér kveða

Leikmenn Breiðabliks létu að sér kveða á peyjamótinu í Eyjum, stóðu uppi sem sigurvegarar í keppni B- og C-liða. Á myndinni eru leikmenn C-liðsins. Aftari röð frá vinstri: Ívar Eric Jóhann, Símon Pétur Ágústsson, Sindri Þór Kristjánsson, Jón Trausti Guðmundsson, Hreiðar Jörundsson, Daði Ingólfsson. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 51 orð

Markaskorarar

6-Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 5-Kristján Brooks, Keflavík 4-Sumarliði Árnason, Víkingi 3-Alexandre Dos Santos, Leiftri 3-Andri Sigþórsson, KR 3-Grétar Ó. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 346 orð

Maurice Greene næstum dottinn en sigraði þó

MAURICE Greene, sem nýlega setti heimsmet í 100 metra hlaupi og Michael Johson, heimsmethafi í 200 metra hlaupi áttu að mætast í 200 metra hlaupi á bandaríska meistaramótinu í Oregon um helgina og var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir einvígi þeirra. Þegar til kom dró Johnson sig hins vegar út úr keppninni vegna meiðsla í hné. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 153 orð

Metaðsókn að HM í kvennaknattspyrnu

HEIMSMEISTARAMÓT kvenna í knattspyrnu, sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum, er stærsti kvennaíþróttaviðburður sögunnar. Opnunarleikurinn fór fram á Giants-leikvanginum í New York, fyrir framan 78.972 áhorfendur. Aldrei fyrr hafa svo margir áhorfendur verið viðstaddir íþróttakeppni kvenna. Um hálf milljón miða hafði selst í forsölu og áhugi fjölmiðla hefur aldrei verið eins mikill. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 221 orð

Miðnætursólin heillar

YOSHIO Takemura frá Japan og André von Backström frá Suður- Afríku hafa tvívegis tekið þátt í Arctic-open golfmótinu og eins og hjá svo mörgum öðrum keppendum er það miðnætursólin sem heillar. Takemura býr í Nagoya City og hefur spilað golf í 30 ár. Hann hafnaði í 62. sæti í keppni án forgjafar á Arctic-open. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 229 orð

MIROSLAV Karhan varnarmaður

MIROSLAV Karhan varnarmaður slóvenska landsliðsins gekk um helgina til liðs við Real Betis frá félagi sínu Spartyak Trnava. Karhan gerði 5 ára samning við spænska félagið. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 48 orð

Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Jú, við eigum e

Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Jú, við eigum enn möguleikaNÚTÍMATÆKNI var notuðóspart til að miðla frétta tiláhugasamra aðstandendaleikmanna. Ungur og metnaðarfullur Þórsari er hérsposkur á svip að síma úrslit síðustu leikja heim tilaðstandenda sinna. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 663 orð

Mæta Arnari Viðarssyni og félögum í Lokeren

Skagamenn eru komnir í aðra umferð Getraunakeppni Evrópu, Intertoto, í knattspyrnu eftir að hafa borið sigurorð af albanska liðinu Teuta Durres, 6:3 samanlagt heima og heiman, þrátt fyrir að hafa tapað, 2:1, í Albaníu á laugardag. ÍA mætir belgíska liðinu Lokeren, sem Arnar Þór Viðarsson leikur með, í næstu umferð og verður fyrri leikurinn háður á Akranesi á laugardag. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 173 orð

Noregur

Noregur Odd Grenland - Rosenborg0:0 Lilleström - Molde0:1 Moss - Brann0:2 Stabæk - Viking3:1 Tromsö - Strömsgodset3:2 Skeid - B Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 118 orð

Ný Evrópubikarkeppni innanhúss

EVRÓPUBIKARKEPPNI í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldin í fyrsta sinn árið 2001. Þetta ákváðu forráðamenn frjálsíþrótta í Evrópu á fundi með evrópska frjálsíþróttasambandinu (EAA) eftir Evrópubikarkeppnina utanhúss á dögunum. Keppnin verður haldin þremur vikum fyrir heimsmeistarakeppnina innanhúss. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 170 orð

Ranieri til tapliðsins

SERBINN Radomir Antic var leystur frá störfum sem þjálfari Atletico Madrid eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Valencia í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar um helgina. Stjórn Atletico hefur ákveðið að fela Claudio Ranieri þjálfarastöðuna, en hann stýrði einmitt Valencia til sigurs í úrslitaleiknum. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 222 orð

Riðlakeppni er lokið

Riðlakeppni í HM kvenna í knattspyrnu lauk á sunnudag. Bandaríkin tryggðu sér fyrsta sæti í A-riðli með sannfærandi sigri á N-Kóreu, 3:0. Liðinu hefði dugað jafntefli til að ná fyrsta sætinu og þess vegna hvíldi Tony DiCicco þjálfari fjóra leikmenn sem hafa verið í byrjunarliðinu. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 73 orð

Sigrar á Svíum og Norðmönnum

ÍSLENSKA piltalandsliðið í handknattleik sigraði það norska með sextán marka mun, 31:15, á Norðurlandamótinu í Danmörku í gær. Á sunnudag lögðu íslensku piltarnir Svía að velli með tíu marka mun, 28:18, og með sigri á Dönum í dag tryggja þeir sér Norðurlandameistaratitilinn. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 47 orð

Sigursælir gestgjafar

Sigurlið gestgjafanna úr ÍBV. Aftari röð frá vinstri: Jón Ólafur Daníelsson þjálfari, Arnór Eyvar Ólafsson, Guðjón Ólafsson, Kristinn Sigurðsson, Davíð Þorleifsson og Víðir Róbertsson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Valtýr Bjarnason, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Fannar Stefnisson, Gauti Þorvarðarson og Daníel Freyr Jónsson "lukkutröll. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 122 orð

Sigurvin Ólafsson óðum að ná sér

EYJAMAÐURINN Sigurvin Ólafsson, sem gekk til liðs við Fram sl. vor, lék með 23 ára liði félagsins á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, á móti Grindavík í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar og verður aftur á fullri ferð með ungmennaliðinu gegn Skagamönnum annað kvöld. Fram vann leikinn 7:6 eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni og lék Sigurvin með allar 120 mínúturnar. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 78 orð

Teuta Durres - ÍA2:1

Tírana, Albaníu, Getraunakeppni Evrópu (Intertoto), síðari leikur (ÍA vann þann fyrri 5:1), laugardaginn 26. júní 1999. Mörk Teuta: 71. og 90. mín. Mark ÍA: Jóhannes Harðarson (40.). Gul spjöld ÍA: Ólafur Þór Gunnarsson (71. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 23 orð

Víðir - Dalvík 2 : 2

Víðir - Dalvík 2 : 2Grétar Einarsson (10., 90.), Jón Örvar Eiríksson (55.), Jóhann Hreiðarsson (60.). Þróttur R. - KVA0:1 Veigur Sveinsson (62.). Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 275 orð

Víðismenn sluppu með skrekkinn

VÍÐISMENN sluppu með skrekkinn þegar þeir mætu liði Dalvíkinga í Garðinum á laugardaginn og máttu þakka fyrir að ná öðru stiginu í leiknum sem lauk með jafntefli, 2:2, í ágætum leik. Víðismenn skoruðu fyrsta markið en Dalvíkingar svörðuð með tveimur mörkum og virtust eiga sigurinn vísan, en heimamönnum tókst að jafna metinn með marki Grétars Einarssnar á síðustu mínútu leiksins. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 301 orð

Æfa vel og hlusta á þjálfarann

Á peyjamóti eru valdir besti leikmaður mótsins og besti markvörður mótsins. Þeir fá veglega bikara að launum auk ýmissa annarra góðra verðlauna. Að þessu sinni þótti Bjarki Jónsson, Selfossi, standa sig best milli stanganna og besti leikmaðurinn var Rafn Haraldsson, Þrótti, Reykjavík. Bjarki Jónsson sagði: "Þetta kom svolítið á óvart, en þetta er toppurinn á góðu móti. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 478 orð

Ætlaði mér að vinna mótið

HEIMAMAÐURINN Birgir Haraldsson fór með sigur af hólmi í keppni án forgjafar á Arctic Open, alþjóðlegu miðnæturgolfmóti Golfklúbbs Akureyrar, sem lauk á Jaðarsvelli sl. laugardagsmorgun. Birgir lék 36 holur á 143 höggum en meistarinn frá í fyrra, Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, varð að gera sér annað sætið að góðu að þessu sinni. Meira
29. júní 1999 | Íþróttir | 52 orð

(fyrirsögn vantar)

NÆSTU LEIKIR Sunnudagur 4. júlí Grindavík - Leiftur20 Breiðbalik - ÍA20 ÍBV - Keflavík20 KR - Víkingur20 Mánudagur 5. júlí Fram - Valur20 Laugardagur 10. júlí ÍA - ÍBV14 Miðvikudagur 14. júlí Meira

Fasteignablað

29. júní 1999 | Fasteignablað | 146 orð

Atvinnuhúsnæði við Austurströnd

MJÖG líflegur sölumarkaður er fyrir atvinnuhúsnæði um þessar mundir. Fasteignamarkaðurinn við Óðinsgötu er nú með til sölu 168 fermetra atvinnuhúsnæði á Austurströnd 8 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða húsnæði sem hentar mjög vel fyrir sérverslun, heildverslun eða hvers konar þjónustu, að sögn Jóns Guðmundssonar hjá Fasteignamarkaðinum. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 511 orð

Áður en ráðizt er í íbúðarkaup

AÐ MÖRGU er að hyggja áður en ráðist er í íbúðarkaup. Mikilvægt er að setja vel niður fyrir sér hvernig fjármögnun kaupanna er háttað og gæta þess að nægileg greiðslugeta sé fyrir hendi þegar litið er til allra útgjalda kaupanda og greiðslna lánanna. Áður en kauptilboð er gert er mikilvægt að átta sig á greiðslubyrði og fjármögnun með gerð bráðabirgðagreiðslumats á netinu. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 178 orð

Danmörk Spá lækkandi verði á atvinnuhúsnæði

EFTIR nokkurra ára hægfara verðhækkanir á atvinnuhúsnæði í Danmörku, eru nú horfur á, að verð á því fari aftur lækkandi. Þetta er niðurstaða danska fasteignafyrirtækisins Sadolin & Albæk. Haft er eftir Kurt Albæk, forstjóra fyrirtækisins, að því miður mun ekki fara svo, að í kjölfar hinna sjö mögru ára frá 1989-1995, fylgi sjö góð ár. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 160 orð

Einbýlishús á einni hæð við Funafold

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu einbýlishús að Funafold 9 í Grafarvogi. Þetta er steinsteypt einingahús, reist 1985 og er á einni hæð. Það er samtals 192 ferm. með bílskúr sem er jeppatækur, þar sem hátt er til lofts. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 187 orð

Fallegt hús við Þrastahraun

FASTEIGNASALAN Ás er með til sölu vandað og vel byggt einbýlishús að Þrastahrauni 2, alls 244 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum, með aukaíbúð í kjallara. Húsið er byggt 1963 og er steinsteypt. Bílskúrinn er innbyggður. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 79 orð

Fengu ágóða sýningar

SAMTÖK iðnaðarins stóð fyrir sýningu í Laugardalshöll sem nefnd var BYGGINGADAGAR '99. Aðgangseyrir var 200 kr. fyrir fullorðna en börn yngri en 12 ára fengu frítt inn. Sýnendur og forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins tóku þá ákvörðun að láta tekjur af miðasölu renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Þegar upp var staðið reyndist ágóðinn vera 1.500.000 kr. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 1653 orð

Fjórtán þúsund ferm. nýbygging á að rísa við Smáratorg í Kópavogi

SÚ MIKLA uppbygging, sem á sér stað í austurhluta Kópavogsdals, fer ekki framhjá neinum, sem ekur Reykjanesbraut. Á örfáum árum hefur risið þarna mikil og glæsileg byggð, þar sem skiptast á íbúðarbyggingar og verzlunar- og þjónustubyggingar. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 246 orð

Flytur inn timburhús frá Finnlandi

FYRIRTÆKIÐ Gnótt í Hafnarfirði hefur fengið umboð fyrir bjálka- og einingahús frá EM House Marketing í Finnlandi. Um er að ræða sumarbústaði, saunahús og einbýlishús þar sem hver og einn getur komið með sínar hugmyndir að draumahúsinu eða nýtt sér staðlaðar teikningar, sem boðið er upp á. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 174 orð

Glæsileg íbúð í Vesturbæ

EIGNAMIÐLUNIN er með í einkasölu um þessar mundir neðri sérhæð og kjallara að Álagranda 2 í vesturbæ Reykjavíkur. Eignin er alls um 160 ferm. Þetta er timburhús sem var flutt 1984 frá Laugavegi og sett niður á nýjan kjallara. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 175 orð

Gott einbýlishús í Laugardal

KJÖREIGN er nú með í einkasölu einbýlishús að Sunnuvegi 13 í Laugardal í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1961 og er á tveimur hæðum. Alls er húsið 267 ferm. að stærð að meðtöldum innbyggðum bílskúr. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 43 orð

Grillofn í garðinum

Í þættinum Smiðjan gefur Bjarni Ólafsson ráð um hugmynd að grillofni í garðinum í máli og myndum. Ofninn er úr múrsteinum og um að gera að hafa steinahleðsluna sem jafnasta, því að þá verður ofninn fallegri á að líta. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 39 orð

Heimili- Fasteignir

FYRIRHUGUÐ stórbygging við Smáratorg í Kópavogi er meðal efnis í Fasteignablaðinu í dag. Í Markaðnum er fjallað um tilboðsgerð við íbúðarkaup og í Smiðjunni um grillofn í garðinum. Aðrir þættir eins og Lagnafréttir eru á sínum stað. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 200 orð

Iðngarðar fyrirhugaðir á Hvammstanga

STOFNAÐ hefur verið félagið Strandbær ehf. á Hvammstanga. Félagsmenn eru tíu alls. Markmið félagsins er að byggja iðnaðarhús, eins konar iðngarða, á Hvammstanga. Húsið er ætlað fyrir starfsemi félaganna og einnig til útleigu. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 805 orð

Litir hafa áhrif á líðan okkar Netið er að sumu leyti ógnvekjandi, því umfang þess er stjarnfræðilegt í augum venjulegs fólks.

Netið er að sumu leyti ógnvekjandi, því umfang þess er stjarnfræðilegt í augum venjulegs fólks. Brynja Tomer tók sér hlé frá lestri bóka og tímarita og kíkti í heimsókn á Netið í leit að fróðleik fyrir þá sem eru að byggja og endurbæta. Hún fann sitthvað sniðugt. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 823 orð

Matreitt í garðinum

UM MARGRA ára skeið hefur fjöldi landsmanna notið þess að snæða glóðarsteiktan mat úti í garði eða á ferðalagi úti í fögru umhverfi. Hægt hefur verið að kaupa svokölluð ferðagrill, einnotagrill og nú á síðari árum gasgrill. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Merktar kojur

Merktar kojur EKKI ÞAÐ að smáfólki sé yfirleitt ekki vel ljóst hvar það á að sofa, en það skaðar þó ekki að merkja kojurnar, þá sést t.d. hvítt á bláu hvar hver á sitt ríki. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 331 orð

Mun meiri eftirspurn eftir viðbótarlánum en áætlað var

ÞEGAR Íbúðalánasjóður hóf göngu sína um síðustu áramót, urðu verulegar breytingar á félagsíbúðakerfinu. Ein sú helzta var, að auk húsbréfaláns til 40 ára upp að ýmist 65% eða 70% af kaupverðinu, ef um fyrstu íbúð er að ræða, fær sá sem kaupir félagsíbúð peningalán til viðbótar upp að 90% kaupverðsins. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 640 orð

Nábýlisréttur

REGLUR nábýlisréttar, eða svokallaðar grenndarreglur, eru ólögfestar meginreglur, sem setja eignarráðum fasteignareiganda takmörk af tilliti til eigenda nágrannaeigna. Hér á landi hefur ekki verið sett heildarlöggjöf um nábýli, en í ýmsum lagabálkum eru hins vegar ákvæði, sem að meira eða minna leyti eru á því sjónarmiði reist, að takmarka verði eignarráð yfir fasteignum vegna nágrannanna. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 41 orð

Raunhæft tilboð

ALLIR sem hyggja á íbúðarkaup ættu að nota bráðabirgðagreiðslumatið til að gera sér grein fyrir hve dýra eign raunhæft er að gera tilboð í, segir Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir í þættinum Markaðurinn. Það stuðlar að meira öryggi í fasteignakaupum. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 1004 orð

Spurningar og svör um gólfhita

EFTIR að þessi stórkostlega uppgötvun , að leiða heitt vatn um hús til upphitunar, varð að veruleika, þekktist vart annað en að vatnið væri leitt eftir pípum inn í ofna sem gáfu frá sér varma öllum til þæginda og ánægju sem áttu á því kost. Það var ekki fyrr en um miðja öldina sem farið er að steypa rör inn í loftplötur sem varmagjafa. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 168 orð

Stofnfundur Búmanna í Hafnarfirði

MIÐVIKUDAGINN 30. júní nk. verður haldinn stofnfundur deildar í húsnæðisfélaginu Búmönnum fyrir Hafnarfjörð. Fundurinn verður á Gaflinum, Dalshrauni 13, og hefst kl. 20.00. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á íbúðarbyggingum fyrir fimmtuga og eldri, þar sem áherslan er á lágreistari byggð og öðruvísi fjármögnun en tíðkast hefur til þessa hjá eldra fólki. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 210 orð

Stórbygging við Smáratorg

FYRIRHUGAÐ er að reisa nær 14.500 ferm. nýbyggingu við Smáratorg 3 í Kópavogi. Að baki henni standa hinir kunnu athafnamenn, Jákup Jacobsen og Jákup Purkhus, sem gjarnan eru kenndir við Rúmfatalagerinn. Þeir félagar hafa áður látið byggja 17.000 ferm. verzlunarbyggingu við Smáratorg 1. Nú er unnið að því að hann nýbygginguna, sem verður að miklu leyti á einni hæð, er verður um 5000 ferm. Meira
29. júní 1999 | Fasteignablað | 290 orð

Stórframkvæmdir einkaaðila

EINKAFYRIRTÆKI hafa á undanförnum áratugum sýnt, að á mörgum sviðum eru þau mun hæfari en opinberir aðilar til þess að veita margs konar þjónustu og standa fyrir fjölmörgum framkvæmdum. Það er ekki lengur sjálfgefið, að opinberir aðilar viti allt bezt. Meira

Úr verinu

29. júní 1999 | Úr verinu | 93 orð

Bjarni Sæmundsson á Reykjaneshryggnum

RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Sæmundsson hélt áleiðis á Reykjaneshrygg um helgina og stendur leiðangurinn yfir til 12. júlí en verkefnið er að bergmálsmæla karfa í úthafinu í samvinnu við m.a. Rússa og Þjóðverja. Meira
29. júní 1999 | Úr verinu | 489 orð

Meiri áhersla á landvinnsluna

STJÓRN sjávarútvegsfyrirtækisins Básafells hf. á Ísafirði samþykkti í gær að selja skip, aflaheimildir og fasteignir fyrir að minnsta kosti 1,5 milljarða króna til að minnka skuldir félagsins og styrkja stöðu þess. Tap af reglulegri starfsemi Básafells fyrstu sex mánuði rekstarársins, þ.e. frá 1. september 1998 til 28. Meira
29. júní 1999 | Úr verinu | 58 orð

Risaskip í Grundarfirði

NORSKA fragtskipið Green Bergen kom til hafnar á Grundarfirði fyrir skömmu með um 150 tonn af rækju sem veidd var á Flæmingjagrunni. Fiskiðjan á Grundarfirði fékk rækjuna til vinnslu. Skipið er stærsta fragtskip sem lagst hefur við bryggju á Grundarfirði en það er 2.280 tonn, rúmlega 130 metra langt og 18 metra breitt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.