Greinar fimmtudaginn 1. júlí 1999

Forsíða

1. júlí 1999 | Forsíða | 107 orð

Fríhafnarverzlun hætt

TOLLFRJÁLSRI verzlun var hætt innan Evrópusambandsins (ESB) á miðnætti sem þýðir að þeir sem ferðast milli ESB-landa munu ekki lengur geta keypt virðisaukaskatts- og tollfrjálsan varning í flughöfnum eða ferjum á þessum leiðum. Meira
1. júlí 1999 | Forsíða | 219 orð

Hugsanleg uppstokkun á ríkisstjórn Júgóslavíu

MOMIR Bulatovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, boðaði í gær til fundar allra stjórnarflokkanna á þingi Sambandsríkis Júgóslavíu, sem fara á fram í dag, og þykir til marks um að stjórnvöld í Belgrad hyggi á uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Meira
1. júlí 1999 | Forsíða | 245 orð

Íkveikjur í Þýskalandi

STUÐNINGSMENN Abdullah Öcalans, leiðtoga skæruliðahreyfingar Verkamannaflokks Kúrda (PKK), kveiktu í gær í ellefu byggingum sem eru í eigu Tyrkja búsettra í Þýskalandi. Voru íkveikjurnar liður í mótmælaaðgerðum Kúrda vegna dauðadómsins sem kveðinn var upp yfir Öcalan á þriðjudag. Meira
1. júlí 1999 | Forsíða | 533 orð

Reynt til þrautar að ryðja hindrunum úr vegi

VIÐRÆÐUR leiðtoga stríðandi fylkinga á Norður-Írlandi um myndun heimastjórnar og afvopnun öfgahópa í héraðinu héldu áfram fram á nótt í stjórnarbyggingum við Stormont-kastala í Belfast þrátt fyrir að breski forsætisráðherrann Tony Blair hefði sett miðnætti sem "endanlegan" frest fyrir deilendur að finna lausn á deilumálum sínum. Meira

Fréttir

1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 503 orð

Alda mótmæla gegn Milosevic

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í vikunni telja líklegt að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, færi að finna fyrir auknum þrýstingi frá samlöndum sínum um að segja af sér embætti, ekki síst er fólk færi að finna í auknum mæli fyrir þeim skaða sem loftárásir Atlantshafsbandalagsins hafa valdið í Júgóslavíu. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 670 orð

Á annað hundrað harmonikuleikarar hittast

Siglfirðingar búast við allt að þúsund gestum á Siglufjörð um helgina sem hittast þar í tengslum við sjöunda landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda. Ómar Hauksson er formaður Félags harmonikuunnenda á Siglufirði. "Landsmót íslenskra harmonikuunnenda er haldið á þriggja ára fresti og verður hjá okkur á Siglufirði að þessu sinni dagana 1.­4. júlí. Meira
1. júlí 1999 | Óflokkað efni | 62 orð

Á fætur, mamma!

VORIÐ hefur verið heldur napurt á norðanverðu landinu og tafið nokkuð störf bænda og búaliðs. Náttúran er þó söm við sig og ungviðið lítur dagsins ljós, en þetta litla folald var að kjá utan í móður sína og vildi greinilega fá þá gömlu á smáhreyfingu í kuldanum. Hún virðist þó einhvern veginn vera meira fyrir að hvíla sig. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 571 orð

Álandseyingar "bjargvættir" Svía og Finna

London, Mariehamn. Reuters, AP. ÓFÁIR Svíar og Finnar hugsa nú sjálfsagt hlýlega til hinna þrjózku Álandseyinga, sem frá miðnætti í nótt eru einu þegnar Evrópusambandsins (ESB), sem mega reka áfram fríhafnarverzlun fyrir fólk sem ferðast frá einu ESB-landi til annars. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 313 orð

Bangemann veldur titringi

MARTIN Bangemann, annar af tveimur fráfarandi fulltrúum Þýzkalands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sem um árabil hefur haft iðnaðar- og fjarskiptamál á sinni könnu innan hennar, vakti í gær hörð viðbrögð er hann tilkynnti að strax og hann léti endanlega af störfum fyrir framkvæmdastjórnina myndi hann taka við starfi hjá spænska símafyrirtækinu Telefonica SA. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 157 orð

Barr höfðar mál á hendur Hvíta húsinu

EINN af sækjendum Repúblikanaflokksins í réttarhöldunum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrra hefur höfðað mál á hendur Hvíta húsinu og krafið það um skaðabætur fyrir að hafa með ólögmætum hætti atað mannorð hans auri. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Bílaleigan Geysir kaupir 70 Peugeot-bíla BÍLA

Ástæðuna fyrir því að Peugeot varð fyrir valinu segir Garðar K. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Geysis, vera þá að viðskiptavinirnir, sem flestir eru Evrópubúar, séu mjög ánægðir með þessa bíla og hafi þeir reynst vel. PÁLL Halldórsson, framkvæmdastjóri Jöfurs, afhendir Garðari K. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Bjartviðri spáð áfram

SPÁÐ er áframhaldandi bjartviðri alls staðar á landinu næstu daga nema helst á Austurlandi. Landsmenn hafa notið góða veðursins eftir föngum og sum fyrirtæki í höfuðborginni voru lokuð í gær vegna sólar. Mikið fjölmenni var í Laugardalslauginni í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins gekk fram á þær Gyðu Gunnarsdóttur, Líbertu Óskarsdóttur og Kötlu Völudóttur. Bros/4. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 474 orð

Bros á hvers manns vörum

HELDUR birti yfir borgarbúum þegar langþráð sólin fór loks að sýna sig. Fólk lét ekki segja sér það tvisvar að drífa sig út og njóta veðurblíðunnar. Það hafa áreiðanlega bæst margar freknur á andlit flestra landsmanna í gær því bjartviðri var alls staðar nema á Austurlandi, þar var alskýjað. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Dregið í happdrætti KA

DREGIÐ hefur verið í happdrætti Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, og komu vinningar á eftirfarandi númer: 1. vinningur: Bifreið af gerðinni Toyota Yaris Terra 1,0, að verðmæti 998.000 kr., kom á miða nr. 543. 2. vinningur: Fellihýsi af gerðinni Palomino, að verðmæti 360.000 kr., kom á miða nr. 1457. 3.­7. vinningur: Vöruúttektir hjá Seglagerðinni Ægi, hver að verðmæti 50.000 kr. Meira
1. júlí 1999 | Landsbyggðin | 182 orð

Eðalvagn í bæinn

Grindavík-"Royal limousine"- þjónustan er nafnið á nýjasta fyrirtækinu í Grindavíkurbæ. Það eru þau Sigmar Edvardsson, Linda Kristín Oddsdóttir, Hjalti Allan Sverrisson og Ragna Kristín Ragnarsdóttir sem eiga þessa glæsilegu bifreið. Að sögn þeirra félaga, Sigmars og Hjalta, hefur fyrirtækið farið vel af stað; fyrsti túrinn var kl.19 hinn 16. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 351 orð

Ekki vettvangur viðræðna um tollalækkanir

APEC, Efnahagssamvinnuráð Asíu- og Kyrrahafsríkja, er nú ekki lengur vettvangur samningaviðræðna um tollalækkanir eftir að viðskiptaráðherrar aðildarríkjanna samþykktu á fundi sínum á Nýja- Sjálandi í gær að leiða viðræðurnar til lykta innan Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 118 orð

Eldsvoði í sumarbúðum

TUTTUGU og þrjú börn létust er eldur braust út í sumarbúðum skammt frá Hwasung á vesturströnd Suður-Kóreu skömmu eftir miðnætti að staðartíma í gær. Tvö börn og einn fullorðinn slösuðust í eldsvoðanum. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 524 orð

Eldsvoði og erfiður vetur að baki

FYRSTA fyrirtækið sem byggir yfir starfsemi sína á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarfirði verður Ósey hf. Húsnæði fyrirtækisins brann í nóvember sl. og hefur veturinn verið erfiður vegna aðstöðuleysis, að sögn Hallgríms Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þegar húsið brann ofan af fyrirtækinu var ætlunin að taka í notkun nýtt húsnæði eftir 3 mánuði. Meira
1. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 2113 orð

Enginn sannfært mig um að kostir séu fleiri en gallar Enginn sannfært mig um að kostir séu fleiri en gallar

Hver er framtíð knattspyrnuliða íþróttafélaganna á Akureyri? Í blaðinu í gær ræddu formenn knattspyrnudeilda KA og Þórs um lélega æfingaaðstöðu í bænum og félagslega stöðu, sem væri ekki nógu góð. Skapti Hallgrímsson heldur hér áfram samtali við Stefán Gunnlaugsson í KA og Árna Óðinsson í Þór. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

Eyddu 814 milljónum í bíómiða

ÁRIÐ 1998 eyddu landsmenn um 814 milljónum króna í aðgöngumiða í kvikmyndahús og var um 91% þeirra keypt á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fjölgaði kvikmyndahúsagestum um 30 þúsund milli áranna 1997 og 1998, þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestum utan höfuðborgarsvæðisins hefði fækkað um 40 þúsund á tímabilinu. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 732 orð

Fagnar niðurstöðu ríkissaksóknara

ÞÓRÐUR Ingvi Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri eignarhaldsfyrirtækisins Lindar, kveðst fagna þeirri niðurstöðu embættis ríkissaksóknara að ákæra ekki stjórnendur Lindar eða bankastjóra Landsbankans vegna málefna fyrirtækisins. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fimmta skógargangan í kvöld

FIMMTA skógarganga sumarsins í röð gangna á vegum skógræktar- félaganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands verður í kvöld, fimmtudaginn 1. júlí, kl. 20.30. Göngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Skógargöngurnar eru helgaðar athygli verðum ræktunarsvæðum skógræktarfélaganna á Suðvesturlandi. Þetta eru léttar göngur, miðaðar við hæfi allra aldurshópa. Meira
1. júlí 1999 | Landsbyggðin | 98 orð

Fjarnám fyrir sjómenn

Neskaupstaður­Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Stýrimannaskólans í Reykjavík, Verkmenntaskóla Austurlands, Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Skipakletts á Reyðarfirði og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands um fjarnám fyrir sjómenn. Samstarfið tekur til þess náms sem heyrir undir sjávarútvegsbraut skólanna. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Flóttamenn boðnir velkomnir

HAFNARFJARÐARBÆR hélt í gær formlega móttöku fyrir þá 23 flóttamenn frá Kosovo sem búsettir eru í bænum. Hófst athöfnin í Hásölum, sal safnaðarheimilis þjóðkirkjunnar við Strandgötu þar sem Magnús Gunnarsson bæjarstjóri ávarpaði gesti og söng- og tónlistaratriði voru flutt. Þá flutti einn Kosovo- Albananna ávarp. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Framhaldsskólaferð í Þórsmörk

FERÐAFÉLAGIÐ Benjamín dúfa stendur dagana 2.­4. júlí næstkomandi fyrir árlegri ferð framhaldsskólanna í Þórsmörk. Að Benjamín dúfu standa nemendafélög Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Menntaskólans við Sund, Verzlunarskóla Íslands og Framtíðin, Menntaskólanum í Reykjavík. Ferðin kostar 4500 kr. Innifalið í því eru rútuferðir báðar leiðir og tjaldstæði í Húsadal til tveggja nátta. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Framleiðir frystibúnað

FYRIRTÆKIÐ Thermo Plus Europe á Íslandi (TPEI) hóf nýlega framleiðslu í Reykjanesbæ á frystibúnaði fyrir bifreiðar og vörugeymslur. TPEI var stofnað árið 1998 í þeim tilgangi að framleiða og selja frystibúnað. Vonast er til að verksmiðjan verði fullgerð á næstu vikum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
1. júlí 1999 | Landsbyggðin | 155 orð

Gáfu varamannaskýli á knattspyrnuvöllinn

Blönduósi-Birnurnar, en svo heitir lítill samhentur kvennahópur sem styður við bakið á knattspyrnumönnum í Hvöt á Blönduósi, afhentu á dögunum bæjaryfirvöldum ný og glæsileg varamannaskýli sem komið hefur verið upp við íþróttaleikvanginn á Blönduósi. Pétur Arnar Pétursson, formaður bæjarráðs, veitti varamannaskýlunum móttöku fyrir hönd bæjaryfirvalda. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 365 orð

Gera lítið úr leynilegum viðræðum

STJÓRN Pakistans gerði í gær lítið úr friðarumleitunum Niaz Naik, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, sem hafði spáð því að deilan um árásarliðið á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír yrði leyst á næstunni. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Gönguferð og messa fyrir heyrnarlausa í Viðey

Í VIÐEY er nú ýmissa kosta völ. Þangað er hægt að fara í "lautatúr" á eigin vegum. Þar er hægt að fara í gönguferð með leiðsögn eða staðarskoðun, einnig í messu aðra hverja helgi. Í Viðeyjarskóla er ljósmyndasýning. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu stendur öllum opið, einnig hestaleigan og svo geta menn fengið reiðhjól að láni endurgjaldslaust. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Hátt á þriðja þúsund manns í Þórsmörk

UNDANFARIN sumur hefur fyrsta helgin í júlí verið önnur mesta ferðahelgi sumarsins, næst á eftir verslunarmannahelginni. Lögreglan býst við gífurlegri umferð um helgina vegna þess hve veðurspáin er góð og hefur gert ráðstafanir vegna hennar. Búist er við að hátt á þriðja þúsund manns verði í Þórsmörk um helgina. Í fyrra voru þar um 3. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Herrifflakeppni og sýning

HIÐ íslenska byssuvinafélag heldur keppni í skotfimi með herrifflum laugardaginn 3. júlí kl 10 árdegis á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur. Mæting er stundvíslega kl. 9.30. Skotið verður í 3 greinum: 100 m standandi með opnum sigtum - 20 skot, 300 m liggjandi með opnum sigtum - 20 skot og 300 m liggjandi með sjónauka - 20 skot. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hundasýning í Kópavogi

DEILDARSÝNING cavalier- deildar HRFÍ verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi laugardaginn 3. júlí og hefst kl. 10. Dómari er Fiona Bunce frá Englandi. Sýndir verða um 60 hundar af cavalier-kyni. Aðgangur er ókeypis og eru allir sem áhuga hafa boðnir velkomnir. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hyggjast endurvinna 90% sorps

BÆJARRÁÐ Vesturbyggðar, fyrir hönd bæjarstjórnar Vesturbyggðar, og Íslensk umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ hafa undirritað viljayfirlýsingu um umhverfisþjónustu, sem felur í sér endurvinnslu 90% sorps. Segir í fréttatilkynningu að stefnt sé að gerð verksamnings fyrir 15. júlí. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er stefnt að því að Íslensk umhverfistækni ehf. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Höfuðmeiðsli í vinnuslysi

KARLMAÐUR var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með höfuðmeiðsli eftir að hafa fallið af vinnupalli við nýbyggingu í Lindahverfi í Kópavogi í gær. Meiðslin voru þó ekki talin alvarlegs eðlis. Fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins var kvaddur á vettvang til að kanna aðstæður. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Jökulsárhlaup þreytt í fyrsta sinn

SUMARSTARFSEMI þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum hófst í byrjun júní. Um helgina verður sérstaklega mikið lagt í dagskrána. Meðal þess sem er í boði er rölt í fylgd landvarða um Hljóðakletta og botn Ásbyrgis, gönguferðir í nágrenni Vesturdals og Ásbyrgis, barnastundir á sunnudag bæði í Ásbyrgi og Vesturdal, Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Katel flytur í Nóatún 17

KATEL, innrömmun- og gjafavöruverslun, er flutt úr Listhúsinu í Nóatún 17 (Nóatúnshúsið). Katel er gamalt innrömmunarfyrirtæki með mikið úrval rammalista, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Einnig eru seldir þar speglar sem hægt er að fá innrammaða. Ráðgjöf er veitt í innrömmun og uppsetningu listaverka. Einnig er verslunin með gjafavörur, myndir og veggspjöld. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 332 orð

Komið til móts við kvartanir íbúa vegna hávaða

NÝJAR reglur um takmarkanir á flugi um Reykjavíkurflugvöll tóku gildi 21. júní síðastliðinn. Þeim er ætlað að draga úr hávaða og óþægindum í íbúðahverfum næst flugvellinum. Reglur um aðflug og brottflug eru þrengdar og þotum og flugvélum yfir 5,7 tonn, sem ekki hafa hávaðavottorð, er bannað að nota völlinn. Meira
1. júlí 1999 | Landsbyggðin | 83 orð

Leiðin út í Dyrhólaey opnuð ferðamönnum

Fagradal-Leiðin út í Dyrhólaey hefur verið lokuð allri umferð nú í vor af umhverfisástæðum, en var opnuð 25. júní. Að sögn Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, starfsmanns upplýsingamiðstöðvarinnar í Vík, hefur mikið verið spurt um Dyrhólaey það sem af er sumri og er því opnunin kærkomin fyrir ferðamenn þessa lands. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 469 orð

LEIÐRÉTT Nafn Guðjóns A. Kristjánssonar féll niður

Í umfjöllun í blaðinu í gær um breytingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum var eftirfarandi haft eftir Guðjóni A. Kristjánssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Þau mistök urðu að nafn Guðjóns féll niður. Leiðréttist það hér með og birtist aftur það sem haft var eftir honum. "Það er mjög erfitt ástand á Vestfjörðum eins og þetta lítur út núna. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 400 orð

"Maður spyr sig hvenær þessu ljúki..."

ÞVERÁ ásamt Kjarrá hefur gefið nærri 550 laxa það sem af er vertíð og er vel á annað hundrað löxum á undan næstu verstöð sem er Norðurá. Óstöðugt vatnsmagn hefur þó, eins og víðar, staðið veiðiskap fyrir þrifum og gerir aflatöluna enn glæsilegri. Meira
1. júlí 1999 | Miðopna | 2188 orð

Menntun og nýsköpun undir sama þaki

Menntun og nýsköpun í atvinnulífinu tengist í áformum Hornfirðinga um uppbyggingu svokallaðra Nýheima á Höfn. Einnig er ætlunin að þar verði upplýsingamiðstöð á vegum sýslusafnsins. Heimamenn sjá fyrir sér frjótt starfsumhverfi fyrir starfsfólk og nemendur, möguleika til að auka aðdráttarafl Framhaldsskólans og nýjungar í atvinnulífinu. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1062 orð

Miklabraut morgundagsins úr vírum

Undirritaður hefur verið í Lundúnum samningur fulltrúa hins nýja fjarskiptafyrirtækis Línunnar ehf. við breska fyrirtækið Nor.Web um að 100 heimili og smá fyrirtæki í Reykjavík fái nettengingu í gegnum raforkukerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Finnur Friðriksson fylgdist með og ræddi við Helga Hjörvar, formann verkefnisstjórnar Línunnar. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 300 orð

Mörg deilumál eru enn óleyst

FIMM daga viðræðum stríðandi fylkinga Austur-Tímora lauk í gær án þess að verulegur árangur næðist. Fylkingarnar samþykktu aðeins að virða samning þeirra frá 18. júní og mörg deilumál eru því enn óleyst. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Netnotendur fengu of háan reikning

NOKKRIR viðskiptavinir Landssímans, sem nota Netið, urðu heldur hissa er þeir fengu símareikninginn sinn um þessi mánaðamót, því í stað þess að vera rukkaðir um 78 aura eða 1,56 krónur á mínútuna höfðu þeir verið rukkaðir um 33 krónur á mínútuna. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, þýðir þetta að sumir hafi fengið reikning upp á tugi þúsunda króna. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 298 orð

Niðurstaðan dæmir stóryrði ómerk

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kveðst fagna málalyktum Lindarmálsins. "Mér finnst ágætt að málinu sé lokið, þó svo að það hafi á engan hátt snert mig, vegna þess að Lindarmálinu sem slíku var öllu lokið mörgum mánuðum áður en ég tók við sem ráðherra. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 423 orð

Nýgengi krabbameins á eftir að aukast um 30%

HELGI Sigurðsson krabbameinslæknir segir í samtali við tímaritið Lyfjatíðindi, sem var að koma út, að nýgengi krabbameins muni aukast um 30% hér á landi til ársins 2010. Ástæðan sé fyrst og fremst aldurssamsetning þjóðarinnar. Meira
1. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 261 orð

Nýir rekstraraðilar í Blómavali

AKUREYRINGARNIR Halla Einarsdóttir og Jón Bjarnason taka í dag, 1. júlí, við rekstri Blómavals í Glerhúsinu svokallaða við Hafnarstræti á Akureyri. Að sögn Jóns verður verslunin rekin með svipuðu sniði áfram en þó með nýju nafni, sem ekki hefur verið ákveðið enn. Meira
1. júlí 1999 | Smáfréttir | 32 orð

NÝLEGA afhenti Guðrún Eyjólfsdóttir, markaðsstjóri hjá Hans Petersen hf

NÝLEGA afhenti Guðrún Eyjólfsdóttir, markaðsstjóri hjá Hans Petersen hf., Esther Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, 538.540 kr. framlag í styrktarsjóð Umhyggju. Framlagið er ákveðinn hluti af ágóða vegna sölu jólakorta Hans Petersens hf.um sl. jól. Meira
1. júlí 1999 | Landsbyggðin | 329 orð

Nýr golfskáli í Tungudal vígður

Ísafirði-Vígsluhátíð eins glæsilegasta golfskála landsins var haldin í Tungudal í Skutulsfirði á laugardag. Og skálinn er ekki aðeins glæsilegur, heldur veldur tilkoma hans gjörbyltingu í þeirri þjónustu sem Golfklúbbur Ísafjarðar getur veitt. Hér er vissulega um að ræða stærstu þáttaskil í tuttugu og eins árs sögu hans. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Ný tíu miða kort ekki bundin ökutæki

STJÓRN Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, samþykkti í gær að leggja til við bandaríska tryggingafyrirtækið John Hancock Ltd. ­ stærsta lánveitanda félagsins ­ að breyta gjaldskrá ganganna frá og með 1. ágúst nk. Gert er ráð fyrir að gjald fyrir einstakar ferðir ökutækja breytist ekki en boðið er upp á ný tíu miða afsláttarkort sem ekki eru bundin við ákveðið ökutæki. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 2120 orð

Nýtt en ekki minna hlutverk Líkt og aðrir seðlabankar EMU-ríkjanna hefur finnski seðlabankinn þurft að endurskoða hlutverk sitt,

ÞVÍ heyrist oft fleygt í Finnlandi núorðið að með aðild Finna að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, sé finnski seðlabankinn aðeins útibú frá Seðlabanka Evrópu, ECB og vegi því ekki þungt. Esko Ollila bankastjóri við finnska seðlabankann lítur stöðu bankans heima og heiman öðrum augum. "Við eigum hlut í ECB, höfum eitt atkvæði í stjórn hans líkt og stóru löndin. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Næturganga á Heklu

FERÐAFÉLAG Íslands efnir á föstudagskvöldið, 2. júlí, til næturgöngu á Heklu og verður brottför kl. 18 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Þetta er árleg næturganga félagsins sem frestað var um síðustu helgi vegna slæms veðurs. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 913 orð

Of mikill vafi lék á vitneskju ákærða um fíkniefnin

FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sýknaði Bretann Kio Alexander Briggs í gær af ákæru ríkissaksóknara fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn 2.031 töflu af MDMA 1. september sl., sem fannst í tösku ákærða við komu hans til landsins sama dag. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Plöntugreining Alviðru

HEIÐRÚN Gunnarsdóttir, líffræðingur, verður leiðsögumaður í plöntugreiningarferð Alviðru laugardaginn 3. júlí kl. 14­17. Gengið verður um land Alviðru og Þrastarskóg og hugað að flórunni. Eftir gönguna verður boðið upp á kakó og kleinur á Alviðru. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir 12­15 ára en frítt fyrir börn. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 73 orð

Rússarnir keppa

RÚSSNESKU skákmeistararnir Anatólí Karpov og Garry Kasparov leiddu saman hesta sína á skákborðinu á móti í Frankfurt í Þýskalandi í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 sem þessir menn, sem báðir hampa heimsmeistaratitli, öttu kappi saman. Skákinni lauk með jafntefli eftir 38 leiki. Aðrir keppendur á mótinu eru Viswanathan Anand, frá Indlandi, og Rússinn Vladimir Kramnik. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Samgöngur V-Norðurlandanna verði bættar

SAMGÖNGURÁÐHERRAR Norðurlandanna funduðu í Reykjavík á þriðjudag og ræddu þeir m.a. um að bæta samgöngur á Vestur-Norðurlöndum og þá einkum flug- og sjósamgöngur milli Íslands, Grænlands og Færeyja. Einnig var rætt um vistvænar samgöngur, nýtingu nýrrar upplýsingatækni og umferðaröryggisdaga á Eystrasaltssvæðinu. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Samningaviðræðum ekki lokið

ÞÓRIR Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að samningur hafi ekki enn verið endurnýjaður við Krabbameinsfélag Íslands, eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag, vegna þess að verið sé að gera breytingar á samningnum og samningaviðræðum sé ekki lokið. Forsvarsmenn heilbrigðisráðuneytisins hefðu hins vegar talið að Krabbameinsfélaginu væri ljóst hver staða málsins væri. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Símsvarinn venjulega á íslensku og ensku

SÍMSVARI Háskóla Íslands, sem fer í gang eftir lokun skiptiborðs, flytur að öllu jöfnu símaskilaboð á íslensku og síðan á ensku. Vegna bilunar í símsvaranum í síðustu viku gerðist það að skilaboðin voru einungis flutt á ensku. "Símsvarinn fyllist af kveðjum á ákveðnum tíma og það þarf að hreinsa reglulega út af honum. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Stálu bíl og klesstu á TVEIR ungir menn sem lei

Stálu bíl og klesstu á TVEIR ungir menn sem leið áttu um Skeifuna í Reykjavík á þriðjudag, stálu þaðan nýlegum bíl, af BMW-gerð, en eigandi bílsins hafði skilið hann eftir í gangi á meðan hann skrapp frá um stund. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sýknaður í héraðsdómi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Bretann Kio Alexander Briggs af ákæru um stórfelldan innflutning á fíkniefnum. Bretinn hafði áður verið dæmdur í héraðsdómi í sjö ára fangelsi, en Hæstiréttur vísaði málinu aftur í hérað vegna þess að héraðsdómur hafði ekki tekið afstöðu til framburðar lykilvitnis í málinu. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð

Sýnir vel ríka ábyrgð stjórnenda félaga

"MÉR finnst þessi dómur sýna hversu ábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna félaga er rík og þeir geta ekki yfirfært þá ábyrgð á neina aðra," sagði Þorvarður Gunnarsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, Meira
1. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Sæplast tekur við í Kanada og Noregi

SÆPLAST hf. á Dalvík tók í gær formlega við rekstri tveggja verksmiðja sem fyrirtækið keypti á dögunum af norska fyrirtækinu Dynoplast A/S. Nýju verksmiðjurnar eru í St. John í Kanada og Salangen í Noregi. Verksmiðjur Sæplasts eru þar með orðnar fjórar; fyrir er sú upphaflega á Dalvík og önnur á Indlandi. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 331 orð

Tafir á flugi í Sviss

TUGIR þúsunda flugfarþega urðu fyrir margra klukkustunda töfum í Zürich í Sviss í gær á meðan tæknimenn flugumferðarstjórnar reyndu að gera við tölvubilun áður en sumarfrísumferðin hefst. Um fimmtíu þúsund farþegar fara um Kloten­flugvöll daglega, og sagði talsmaður flugvallaryfirvalda að í gær hefði töfin verið að meðaltali um tvær klukkustundir. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 194 orð

Tuttugu og sjö farast í flóðum í Japan

UM tuttugu og sjö hafa látið lífið og a.m.k. tólf er enn saknað eftir gífurleg flóð og aurskriður í kjölfar úrfellis í vesturhluta Japans, af því er lögregla skýrði frá í gær. Rigningin, er hófst sl. mánudag, var hvað mest í Hiroshima, en þar létust 22. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Tvær rússneskar hervélar við landið Taldar tengjast

Tvær rússneskar hervélar við landið Taldar tengjast heræfingu Rússa FYLGST var með ferðum tveggja langdrægra rússneskra herflugvéla af gerðinni Tupolev TU-95MS á loftvarnasvæði landsins aðfaranótt föstudagsins 25. júní síðastliðins. F-15 orrustuþotur varnarliðsins flugu í veg fyrir vélarnar og fylgdust með ferðum þeirra. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Tökur hafnar með Victoriu Abril

TÖKUR Á myndinni 101 Reykjavík með spænsku leikkonunni Victoriu Abril hófust í gær í Kvikmyndaveri Íslands og tókust mjög vel að sögn aðstandenda. Þær standa yfir til loka júlí á svæðinu 101 Reykjavík, í Kvikmyndaveri Íslands og víðar um landið, m.a. á Snæfellsjökli. Í öðrum aðalhlutverkum verða Hilmir Snær Guðnason, Hanna María Karlsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 484 orð

Upplogin langferð

Upplogin langferð ÞRETTÁN ára drengur frá Hondúras komst á forsíður allra helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum og raunar víðar um heim þegar hann greindi frá erfiðu ferðalagi sínu frá Hondúras til New York, í þeirri von að finna föður sinn. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta VERKEF

Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta VERKEFNASTYRKUR Félagsstofnunar stúdenta var veittur sl. þriðjudag í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Að þessu sinni voru tveir styrkir veittir. Georg Lúðvíksson hlaut styrk fyrir cand. Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 147 orð

Versnandi staða

ÆÐSTI áfrýjunardómstóll Frakklands staðfesti í gær ákærur á hendur Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, en Juppé er sakaður um að hafa átt þátt í meintu fjármálamisferli forystumanna RPR-flokks Jacques Chiracs Frakklandsforseta á árunum 1988­1994, en Chirac var þá borgarstjóri í París. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1115 orð

Veruleg aukning umsvifa við höfnina Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar í Hafnarfjarðarhöfn verði um einn milljarður

Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar í Hafnarfjarðarhöfn verði um einn milljarður króna, en velta hafnarinnar er um 160 milljónir á ári. Í grein Eiríks Páls Jörundssonar kemur fram að tilgangurinn með stækkuninni er að skapa fleiri störf og aukin verðmæti með frekari umsvifum. Hafnarfjörður Meira
1. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 86 orð

Vextir hækka

BANDARÍSKI seðlabankinn hækkaði í gær vexti um 0.25% og miða aðgerðir bankans að því að lægja þá miklu uppsveiflu sem orðið hefur í bandarísku hagkerfi sl. misseri. Alan Greenspan seðlabankastjóri hafði lýst yfir áhyggjum sínum af því að verðbólga kynni að aukast ef bankinn hæfi ekki fyrirbyggjandi aðgerðir í formi vaxtahækkunar. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 585 orð

Vélbúnaðurinn kostar 1.760 millj.

LANDSVIRKJUN ákvað í gær að ganga til lokasamninga við General Electric-Hydro í Kanada og franska fyrirtækið Clemessy, um sameiginlega framleiðslu og uppsetningu og vél- og rafbúnaði Vatnsfellsvirkjunar. Hekla hf. er umboðsaðili þessara fyrirtækja hérlendis. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Vilja fækka sölustöðum

81,2% ÍSLENDINGA vilja eiga þess kost að geta setið á reyklausum svæðum á kaffi- og veitingahúsum og 55,9% eru hlynnt því að fækka sölustöðum tóbaks. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem PricewaterhouseCoopers vann nýverið fyrir tóbaksvarnanefnd. Könnunin, sem náði til alls landsins, var gerð í gegnum síma dagana 19. maí til 7. júní og samanstóð úrtakið af 1. Meira
1. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 572 orð

Þarf kraftaverk til að eitthvað breytist

ÞRJÁTÍU og sjö starfsmönnum Skinnaiðnaðar á Akureyri var sagt upp í fyrradag, eins og fram kom í blaðinu í gær, og þurfa þeir, að öllu óbreyttu, að finna sér aðra vinnu í byrjun október. Í gærumóttöku var öllum starfsmönnum sagt upp og eru þeir ekki bjartsýnir á framhaldið. Þeir segjast vonast til að eitthvað fari að rofa til, en til þess þurfi kraftaverk. Meira
1. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 163 orð

Þórarinn V. hættur hjá VSÍ

ÞÓRARINN V. Þórarinsson tekur formlega við stöðu forstjóra Landssímans hf. í dag. Jafnframt lætur hann af störfum framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands Íslands, en þeirri stöðu hefur hann gegnt í 13 ár. Samtals hefur hann starfað hjá VSÍ í 19 ár. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júlí 1999 | Staksteinar | 401 orð

Stöðugleikinn

Þessar hækkanir eru mikil ögrun við launþega og alla landsmenn. Þeir sem standa fyrir þeim hafa svikizt undan merkjum. Þetta segir í VR-blaðinu. Opinberir aðilar Í síðasta tölublaði VR-blaðsins segir m.a. í forustugrein: "Verðhækkunaralda hefur að undanförnu flætt yfir landsmenn. Opinberir aðilar hafa verið þar í fararbroddi. Meira
1. júlí 1999 | Leiðarar | 605 orð

VERÐBÓLGAN ER OF MIKIL

ENDURMAT Þjóðhagsstofnunar á efnahagshorfum á þessu ári sýnir, að verðbólga verður meiri en áður var gert ráð fyrir, eða 3% í stað 2,5%. Viðskiptahallinn verður 31 milljarður króna í stað 28 milljarða. Hagvöxtur verður hins vegar nokkru meiri, eða 5,1% í stað 4,8%. Áfram er spáð 2% atvinnuleysi að meðaltali á árinu og er það óbreytt frá fyrri spá. Meira

Menning

1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 345 orð

8-villt í sumarskapi

Í KVÖLD geta áhugamenn um kvikmyndir og tónlist safnast saman og haldið upp á áhugamál sín því Go-kvöld er á Gauknum í tilefni af frumsýningu samnefndrar myndar í Stjörnubíói á föstudagskvöldið. Hljómsveitin 8-villt mun leika fyrir gesti af sínum frumsömdu lögum, auk þess sem leikin verða nokkur lög úr myndinni Go. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 235 orð

Á vit óræðra drauma

FYRIR skömmu komu 22 konur saman á Tálknafirði til þess að fagna 43 ára útskriftarafmæli frá Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Þær komu víðsvegar að, m.a. frá Bandaríkjunum. Hópurinn hefur komið saman reglulega, fyrst með tíu ára millibili, þá liðu fimm ár á milli endurfunda og nú hefur verið miðað við að ekki líði meira en tvö ár milli þess sem þær hittast. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 170 orð

Ávöxtum rigndi yfir Reeves

EF TIL vill óskar Keanu Reeves þess helst að hann hefði bara haldið sig við kvikmyndir. Á tónleikum hljómsveitar hans Dogstar um helgina á Glastonbury-hátíðinni var ávöxtum og plastflöskum nefnilega fleygt að sveitinni þegar hún tróð upp. Fyrst var epli fleygt inn á sviðið en í kjölfarið fylgdu tennisboltar, vatnsgusur og loks plastflöskur. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 310 orð

Beitti konu sína ofbeldi

Í VIÐTALI við blaðið Sunday Timesjátar gítarleikarinn Eric Clapton að hafa beitt eiginkonu sína, Pattie Boyd, ofbeldi er þau voru gift á níunda áratugnum. "Ég var gjörsamlega háður áfengi og eiturlyfjum. Fólk tiplaði á tánum í kringum mig því það vissi ekki hvort ég var í góðu skapi eða slæmu," sagði Clapton. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 221 orð

Dauft diskótek Miðja alheimsins (54)

Leikstjórn og handrit: Mark Christopher. Kvikmyndataka: Alexander Gruszynski. Aðalhlutverk: Mike Myers, Ryan Phillippe, Salma Hayek og Neve Campbell. (96 mín.) Bandaríkin. Skífan, júní 1999. Bönnuð innan 16 ára. Samhliða endurnýjuðum vinsældum diskótónlistar á dansgólfum víða um heim hafa diskókvikmyndir af ýmsu tagi sprottið upp eins og gorkúlur. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 137 orð

Elton John á kúpunni?

POPPARINN og eyðsluklóin Elton John hefur sótt um 2.800 milljóna króna lán til að borga skuldir sínar, samkvæmt heimildum blaðsins Sunday Times. Hann er þekktur fyrir að safna bílum, húsum, skartgripum og öðrum veraldlegum hlutum og ver einnig dágóðum fúlgum í fatnað. Meira
1. júlí 1999 | Tónlist | 608 orð

Frábær samleikur

Sigurbjörn Bernharðsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk eftir Janácek, Dvorák, Schönberg og Beethoven. Þriðjudagurinn 29. júní, 1999. SVO virðist sem ýmsar breytingar séu að verða á tónleikahaldi, er einkum birtist í því að einleikstónleikum hefur smátt og smátt fækkað en kammertónlist orðið æ vinsælli, öfugt við það sem var fyrir nokkrum áratugum, Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 594 orð

Fönkið er alls staðar Hljómsveitin Jagúar átti sterka innkomu í tónlistarlíf Reykjavíkur fyrir nokkrum mánuðum með fönktónlist

FYRSTU tónleikar hljómsveitarinnar Jagúar vöktu mikla og í raun óvænta athygli en en þeir voru haldnir í versluninni Spútnik á Menningarnótt í Reykjavík í fyrrasumar. Þar spiluðu þeir fönktónlist sína fyrir troðfullu húsu og var dansað svo mikið og kröftulega að það þurfti að mála gólfið aftur. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 131 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

KJARTAN Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju, leikur í hálftíma á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12. Á efnisskránni eru þrjú orgelverk: Passacaglia í d-moll eftir Buxtehude, Fantasie í G-dúr eftir Johann Sebastian Bach og Partita yfir "Veni Creator Spiritus" eftir Flor Peeters. Kjartan lærði hjá Páli Ísólfssyni og síðar var hann við nám hjá Prof. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 61 orð

Hetja í það heilaga

HASARHETJAN Jean Claude Van Damme er gengin í það heilaga á ný. Það var Gladys Potugues sem gekk í annað sinn með leikaranum að altarinu en hjúin giftu sig í fyrsta sinn árið 1986 og skildu nokkrum árum síðar. Giftingin fór að þessu sinni fram í kirkju í strandbænum Knokke- Heist í Belgíu sem er heimaland kappans. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 1016 orð

JACQUES TATI

FRANSKI háðfuglinn Tati er einn þeirra manna sem illmögulegt er að sjá fyrir hugskotssjónum. Einna helst man maður eftir pípunni og frakkanum. Á sinn einstaka hátt tókst honum að gera atburðarásina að þungamiðju mynda sinna en halda sér sjálfum til hlés ­ þó hann sé í nánast hverju einasta atriði. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 81 orð

Kanadískir kúrekar

KÚREKASÝNING kvenna var haldin í Kanada um síðustu helgi og mátti þar sjá marga góða takta. Að hanga á baki nauts er ekki eins auðvelt og það sýnist og Hannah MacLean átti í fullu fangi með að halda sér á baki. Samt tókst henni að vera í 8 sekúndur á baki hins tryllta tudda og sigraði í þeirri grein. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 62 orð

KEIKÓ, hvalur í heimsreisu, Keiko Home At Last

KEIKÓ, hvalur í heimsreisu, Keiko Home At Last er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Enska þýðingin er eftir Edward Barry Rickson. Bókin skiptist í þrjá hluta: The Zoo, The Adventure og The Freedom. Í bókinni er að finna heimspekilegar vangaveltur m.a. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 181 orð

Kirkjusýning á Hólahátíð

HEYR himnasmiður er yfirskrift sýningar á skagfirskum kirkjum og skrúð sem opnuð verður á Hólum í Hjaltadal á morgun, laugardag. Sýningin er sett upp í tilefni 1000 ára afmælis kristni á Íslandi og er samstarfsverkefni Kristnihátíðarnefndar Skagafjarðarprófastsdæmis, Hólastaðar, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 155 orð

Lög í anda sumarsins á Hornafirði

Í HAFNARKIRKJU, Hornafirði, verða tónleikar með Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara og Sólveigu Önnu Jónsdóttur píanóleikara á morgun, föstudag, kl. 20:30. Á efnisskránni, sem er í anda sumars, eru m.a. verk eftir Ludwig van Beethoven, Fritz Kreisler, Jean Sibelius, Johan Svendsen, Jón Þórarinsson, Sigfús Einarsson svo og íslensk þjóðlög og ljúflingslög eftir ýmsa höfunda. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 142 orð

Michael Jackson með brunasár á sjúkrahús

POPPARINN Michael Jackson var fluttur á sjúkrahús með minniháttar brunasár vegna flugeldasýningar góðgerðartónleikum sem hann kom fram á í München á sunnudagskvöld. Hann var útskrifaður strax morguninn eftir og í fyrstu var ekki látið uppi hver orsök sjúkrahúsheimsóknarinnar hefði verið. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Nýjar bækur ANNÓ er lj

ANNÓ er ljóðabók eftir Kristian Guttesen. Í bókinni er blandað safn af nýjum og eldri ljóðum höfundar. Enn sem fyrr fjalla ljóð Kristins um ástina, dauðann og samspil þeirra í lífinu, segir í fréttatilkynningu. Kristian er 25 ára gamall, búsettur í Danmörku. Annó er þriðja ljóðabók hans. Útgefandi er höfundur. Verð: 570 kr. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 119 orð

Nýjar bækur KVEDDU mig

KVEDDU mig er prósabók eftir Davíð Stefánsson. Þetta er önnur bók höfundar, hin fyrri bar titilinn Orð sem sigra heiminn og kom út árið 1996. Fyrsti hluti Kveddu mig samanstendur af smáum og látlausum ljóðmyndum úr daglega lífinu sem mynda stóra og nokkuð órjúfanlega heild, segir í fréttatilkynningu. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 57 orð

Sagan endurtekur sig

Í ÞRIÐJA skipti á 47 árum eru fimm liðir í ætt þessara kvenna á Þingeyri. Myndin var tekin í Þingeyrarkirkju þegar séra Guðrún Edda Guðmundsdóttir skírði þá yngstu, en þann dag átti sú elsta áttræðisafmæli. Þær heita í aldursröð Unnur Þórarinsdóttir, Erla Ebba Gunnarsdóttir, Soffía Steinunn Jónsdóttir, Erla Ebba Gunnarsdóttir og Soffía Sóley Árnadóttir. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 2224 orð

Sólargeisli af suðrænum slóðum Það er upphefð fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá spænsku leikkonuna Victoriu Abril til landsins.

Það er upphefð fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá spænsku leikkonuna Victoriu Abril til landsins. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðavettvangi, m.a. silfurbjörninn í Berlín, og er kunnust fyrir samstarf sitt við leikstjórann litríka Pedro Almodovar. Pétur Blöndal talaði m.a. við hana um ballett, 101 Reykjavík, gulu pressuna og vitaskuld Ísland. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 57 orð

Steingrímur St. Th. í Krúsinni

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson opnar sína 96. sýningu heima og erlendis í Krúsinni, gamla Alþýðuhúskjallaranum, á Ísafirði í dag 1. júlí. Á sýningunni eru 49 ný verk, mest olía og akrýl. Við opnunina mun Steingrímur lesa kafla úr óprentaðri lífsbók sinni sem koma mun út í haust. Sýningin stendur til 5. júlí. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð

Stórstjörnur safna fé

HIN síunga Grace Jones kom fram á "Live Ball" góðgerðarhátíðinni um síðustu helgi en hátíðin er haldin árlega. Að þessu sinni fór hún fram í Hofburg höllinni í Vínarborg. Hún er haldin til að safna fé til rannsókna á alnæmi og síðustu sjö árin hafa samtals safnast yfir 140 milljónir króna á hátíðinni. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 236 orð

Sumartónleikar í Skálholtskirkju

SUMARTÓNLEIKAR í Skálholtskirkju hefjast á laugardag og er hátíðin nú haldin í 25. sinn og sem fyrr verða tónleikar í Skálholtskirkju fimm helgar í júlí og ágúst. Þá verða einnig flutt erindi í Skálholtsskóla um efni tengt tónleikunum og tónlistarfólk tekur virkan þátt í guðsþjónustum í Skálholtskirkju. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 126 orð

SVIF er ljóðabók eftir Þórar

SVIF er ljóðabók eftir Þórarin Torfason. Í bókinni eru fimmtíu og þrjú ljóð sem skiptast í tíu misstóra kafla eða hluta. Nafn hvers hluta dregur fram það þema sem ljóðin í kaflanum hverfast um. Í fréttatilkynningu segir að ljóð bókarinnar séu knöpp og hnitmiðuð. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 81 orð

Söngskemmtun á Fáskrúðsfirði

BERGÞÓR Pálsson, barítón og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari halda söngskemmtun í Skrúð á Fáskrúðsfirði í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Bergþór hefur sungið í flestum óperu-, óperettu- og söngleikjauppfærslum íslenskra leikhúsa síðan 1991, auk þess að halda fjölda tónleika, ýmist einn eða með ýmsum kórum landsins. Anna Guðný hefur um árabil komið fram sem einleikari, m.a. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 279 orð

Tekatlar og garðálfar á Eskifirði

HELGA Unnarsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu þessa dagana á Eskifirði, en hún útskrifaðist úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans nú í vor. Að sögn Helgu var hún alltaf ákveðin í að halda fyrstu einkasýninguna í heimabyggð sinni og segist hún því hafa haldið til haga þeim skólaverkum sem henni fundust bitastæð. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | 39 orð

Vágakórinn syngur í Reykholti

VÁGAKÓRINN frá Vágum í Færeyjum mun halda söngskemmtun í Reykholti í Borgarfirði í dag, fimmtudag kl. 17. Á söngskránni er bæði kirkjuleg og veraldleg tónlist. Kórinn syngur einnig nokkur íslensk lög. Stjórnandi kórsins er Jonvør Joensen. Meira
1. júlí 1999 | Menningarlíf | -1 orð

Ætlað að torvelda hugmyndamál samtímans Rafritið Kistan, vefrit um hugvísindi, verður opnað á veraldarvefnum í dag, fimmtudaginn

BÚAST má við því að hið nýja vefrit, Kistan, sem formlega verður opnað á veraldarvefnum í dag, eigi eftir að verða líflegur vettvangur umræðu um menningu og fræði þrátt fyrir nafnið. Ásetningur ritsins er, að sögn Matthíasar Viðars Sæmundssonar ritstjóra þess, þríþættur. Meira
1. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 893 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁSGARÐUR, Glæsibæ Dansleikur sunnudagskvöld frá kl. 20. Hljómsveitin Caprí-tríó leikur. CATALÍNA, Hamraborg Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Þotuliðið. Meira

Umræðan

1. júlí 1999 | Aðsent efni | 673 orð

Alþjóðleg ráðstefna námsefnisútgefenda

Ráðstefnur sem þessar, segir Bryndís Jónsdóttir, skapa grundvöll fyrir samvinnu, sem er mikilvæg fyrir litla þjóð sem okkar. Meira
1. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 301 orð

Áhugaverðir sjónvarpsþættir

RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur nýlega hafið sýningu á þáttaröðinni "Maður er nefndur". Þegar hafa birst fjórir þættir, þar sem rætt hefur verið við þjóðkunna Íslendinga, þá Gunnar Eyjólfsson, einn fremsta leikara landsins í áratugi, Benedikt Davíðsson, öflugan verkalýðsleiðtoga og áður forseta ASÍ, Pétur Pétursson, fyrrum útvarpsþul og nú sagnaþul og einstakan upplesara, og Ásgeir Pétursson, Meira
1. júlí 1999 | Aðsent efni | 688 orð

Framtíðin byrjar núna, Ragnar! Kortafyrirtæki

Aldrei grunaði mig, segir Þorsteinn Geirsson,að framkvæmdastjóri fyrirtækis eins og Europay Ísland hf. væri jafn illa að sér um grunnforsendur þeirrar tækni sem hann sjálfur er að fara að taka í notkun fljótlega. Meira
1. júlí 1999 | Aðsent efni | 598 orð

Hjúkrun á heimilum fyrir aldraðra

SÆLL og blessaður, Sveinn. Bestu þakkir fyrir greinina þína hér í blaðinu, 12. júní sl., þar sem þú fjallar um skort á starfsfólki á hjúkrunarheimilum aldraðra, bæði hvað varðar hjúkrunarfræðinga og fólk í umönnunarstéttum þ.e. sjúkraliða og sóknarstarfsmenn (reyndar hefur Sókn nú sameinast meira verkalýðsfélögum undir samheitinu Efling). Meira
1. júlí 1999 | Aðsent efni | 899 orð

Markaðsfræði fyrir æðarbændur Dúnn Mér gengur best í s

Mér gengur best í samkeppni, segir Jón Sveinsson, hún er dúngreininni í heild holl. Meira
1. júlí 1999 | Aðsent efni | 705 orð

Málskrípi hrossaræktarmanna

Það er óskiljanlegt hvað kemur umræddum greinarhöfundum til þess að hafna viðurkenndri málvenju, segir Grímur Gíslason, og nota í staðinn klaufaleg nýyrði sem engan veginn falla að íslensku máli. Meira
1. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 259 orð

Sjónarmið umhverfissinna

ÉG ER nýlega komin heim úr minni fyrstu Íslandsferð. Þetta var hvalaskoðunarferð og var heimsókn til Keikós meira að segja hluti af ferðinni. Við áttum tíu unaðslega daga á Íslandi, sem var ekki nándar nærri nóg. Land ykkar er fagurt, þjóðin ljúf og vinaleg. Sem náttúruljósmyndari og umhverfissinni hef ég uppi áform um að snúa aftur með ljósmyndahóp minn. Meira
1. júlí 1999 | Aðsent efni | 952 orð

Um aðferðir í kjarabaráttu

Ég hélt að forystumenn ASÍ hefðu þroskast það mikið, segir Eiríkur Brynjólfsson, að þeir væru búnir að vinna sig út úr launalögguhlutverkinu. Meira
1. júlí 1999 | Aðsent efni | 849 orð

Urð og grjót

ÞEGAR þessi grein er skrifuð er komið fram yfir Jónsmessu, en samt bólar ekkert á sumrinu, á þessu horni landsins að minnsta kosti. Þetta minnir mann óneitanlega á þá staðreynd, að oft er ákaflega lítill munur á sumri og vetri á Íslandi og við búum sannarlega á mörkum hins byggilega heims. Meira

Minningargreinar

1. júlí 1999 | Minningargreinar | 109 orð

EINAR KARLSSON

EINAR KARLSSON Einar Karlsson fæddist í Reykjavík 7. mars 1939. Hann lést á Landspítalanum 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Tómasdóttir ljósmóðir og Karl Guðmundsson, rafvélavirkjameistari og sýningarstjóri í Tjarnarbíói og síðar Háskólabíói. Þau eru bæði látin. Systkin Einars eru: Ásta Guðrún, f. 6.10. 1926, látin; Guðmundur, f. 2.10. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 281 orð

Fríða Þorgilsdóttir

Ef það er satt sem sagt hefur verið að menning sé að vanda sig var Fríða Þorgilsdóttir sannur fulltrúi menningarinnar. Hún vandaði sig við allt sem hún gerði, einnig það að lifa. Fríða var lágvaxin kona, fíngerð og falleg. Árin fóru mjúkum höndum um hana. Hún líktist veikbyggðu blómi undir lokin. Hún var hógvær og prúðmannleg, alltaf glaðleg og hlý. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

FRÍÐA ÞORGILSDÓTTIR

FRÍÐA ÞORGILSDÓTTIR Fríða Þorgilsdóttir fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit 21. júlí 1908. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 29. júní. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Guðmundur Karlsson

Oft er sagt að maður sé það sem maður borðar. Sjaldnar heyrist að maður sé það sem maður skynjar og upplifir, að sérhver minning um fólk og hluti, atvik og umhverfi sé enn eitt stykkið í kotrunni sem byggir persónuleika manns. Ég þekkti Guðmund heitinn nánast ekki neitt. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDUR KARLSSON

GUÐMUNDUR KARLSSON Guðmundur Karlsson fæddist í Reykjavík 2. október 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 24. júní. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson

Þegar maður fréttir um lát gamals samstarfsmanns og vinar leitar hugurinn til fortíðarinnar og minninganna. Hjálmar Eyþórsson var ráðinn fastur starfsmaður lögreglunnar í Húnavatnssýslu 1964 fyrstur manna. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 356 orð

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson

Elsku pabbi minn, með örfáum orðum vil ég þakka þér fyrir mig. Þú varst einstakur faðir sem veittir mér í uppvextinum það öryggi, umhyggju og ást sem er barni svo mikils virði. Þú áttir svo auðvelt með að sýna góðvild og hlýju og ég bar mikla virðingu fyrir þér alla tíð. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 135 orð

Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson

Fyrstu kynni mín af þér voru þegar ég fékk að fara á Blönduós í heimsókn til þín og ömmu, þá var ég aðeins sex ára gamall. Fyrir sex ára dreng var gaman að fá að vera með afa sínum, þó ekki væri annað en skreppa í bíltúr út í Vísi að kaupa mjólk og brauð fyrir ömmu. Ég man eftir mörgum ferðum út í Kálfshamarsvík. Þar hugsaðir þú um bátinn þinn og ég fékk að hjálpa til. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 495 orð

HJÁLMAR HÚNFJÖRÐ EYÞÓRSSON

HJÁLMAR HÚNFJÖRÐ EYÞÓRSSON Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson fæddist á Blönduósi 4. desember 1917. Hann andaðist að Engimýri í Öxnadal 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Eyþór Jósef Guðmundsson, f. 19. mars 1895 á Þingeyrum í Sveinstaðarhreppi í A-Hún., d. 3. júní 1956, og kona hans Anna Vermundsdóttir, f. 28. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 406 orð

Ingibjörg Einarsdóttir

Það var ekkert smátt við hana móður mína. Í útliti var hún hávaxin og stórbeinótt. Persónuleiki hennar var stórbrotinn. Hún var greind, listræn og tilfinninganæm. Þegar ég var sex ára og mamma fertug, skildu leiðir foreldra minna eftir stutt hjónaband. Hún fluttist með okkur systkinin, mig, Sigríði og Einar, til Reykjavíkur frá Eyrarbakka. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 137 orð

Ingibjörg Einarsdóttir

Ingibjörg Einarsdóttir Móðir. Ég sigli minn sjó fram á haust. Til suðurs hver fold er í kafi.En Sóley rís úti, sveipuð laust í svellgljá og kvöldroða trafi. Hér á að draga nökkvann í naust. Nú er ég kominn af hafi. Í förum, við öldu og áttar kast, margt orð þitt mér leið í minni. -Draumarnir komu. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 126 orð

Ingibjörg Einarsdóttir

Elsku amma mín. Það var sárt að vera langt í burtu frá þér þegar þú kvaddir þennan heim. En þegar frá leið fann ég að þú hafðir hlotið það sem þú hafði lengi þráð, hvíld og frið. Okkur þótti svo vænt um hvor aðra alla tíð og ég mun alltaf minnast þín, elsku amma, fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 318 orð

INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR

INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson skósmiður, f. 6. febrúar 1885, d. 5. júní 1980, og María Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 11. maí 1888, d. 22. ágúst 1979. Ingibjörg var næstelst sex systkina; hin eru Jón, f. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 267 orð

Jóhann Karl Sigurðsson

Nú þegar Jóhann Karl Sigurðsson er látinn langar mig til að minnast hans og kveðja með nokkrum orðum. Ég hóf störf hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað árið 1965 sem tæknifræðingur. Þá var Jói framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Starf sem hann gegndi allt til ársloka 1995 eða í 31 ár. Síðan var ég ráðinn framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar 1968, aðeins 28 ára gamall. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Jóhann Karl Sigurðsson

Með Jóhanni Karli Sigurðssyni í Neskaupstað er fallin frá ein styrkasta stoð samfélagsins á Norðfirði um marga áratugi. Frá 1960 að telja hafði Jóhann á hendi framkvæmdastjórn fyrir aðalútgerð í kaupstaðnum, fyrst Nesútgerðinni 1960­64 og síðan útgerð Síldarvinnslunnar um 30 ára skeið. Jóhann átti ásamt framkvæmdastjórum Síldarvinnslunnar hf. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANN KARL SIGURÐSSON

JÓHANN KARL SIGURÐSSON Jóhann Karl Sigurðsson fæddist í Neskaupstað 14. maí 1925. Hann lést á heimili sínu í Neskaupstað 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Norðfjarðarkirkju 22. júní. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 1189 orð

Jóhann K. Sigurðsson

Jóhann Karl Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Neskaupstað, er látinn 74 ára að aldri. Það var ljóst fyrir örfáum vikum að hverju stefndi, en samt eru menn óviðbúnir þegar slík tíðindi berast, því það er svo erfitt að sætta sig við, að jafn kraftmikill og lifandi maður, sem sett hefur svo mikinn svip á umhverfi sitt, skuli skyndilega horfinn af sjónarsviðinu. Jóhann ­ eða Jói Sig. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 557 orð

Jóhann Magnússon

Hinsta siglingin hans Jóhanns Magnússonar, fyrrum skipstjórnar- og yfirhafnsögumanns, er hafin. Á síðustu tveimur árum var hann orðinn sjúkur og heilsu hans hrakaði stöðugt. Það var erfitt að horfa upp á jafnglæsilegan mann missa heilsuna, en við erum þakklát fyrir það, að þessi hæfileikaríki frændi og vinur skyldi fá yfir 80 ár til að vera með okkur og hlúa að fjölskyldu sinni. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 424 orð

Jóhann Magnússon

Öðlingurinn Jóhann Magnússon hefur kvatt þennan heim. Ég hef þekkt Jóhann eins lengi og ég man eftir mér. Jói, eins og hann var yfirleitt kallaður af fjölskyldu og vinum, var besti vinur hans Péturs föður míns sem lést fyrir rúmlega 15 árum. Þrátt fyrir að hann væri horfinn af sjónarsviðinu hélt fjölskyldan góðu sambandi við Jóa og Margréti, hans góðu konu. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 345 orð

Jóhann Magnússon

Þegar ég var barn var Jói frændi togaraskipstjóri og fór stundum í siglingar. Ég man ekkert eftir þeim árum en mér hefur verið sagt frá þríhjólinu sem hann keypti handa mér í einni siglingunni. Ég fékk slíka ást á hjólinu að ég hélt í stýrið í svefni fyrstu nóttina. Seinna kom Jói í land og var skipstjóri á Magna og síðar yfirhafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 561 orð

Jóhann Magnússon

Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa nokkur kveðjuorð til öðlingsins Jóhanns Magnússonar, tengdaföður míns. Hvar ætti ég helst að bera niður í því mikla lífsstarfi sem Jói afrekaði með sóma á ævi sinni. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 822 orð

Jóhann Magnússon

Mig langar að minnast afa míns sem lést á Hrafnistu hinn 23. júní síðastliðinn. Að missa vin er alltaf erfitt, þó svo að fólk sé komið á efri ár og búast megi við kallinu hvenær sem er. En það er svo einkennilegt að í miðri sorginni birtast manni ljóslifandi allar góðu stundirnar og minningarnar streyma fram og það birtir á ný. Ég hef alltaf umgengist afa og ömmu á Sporðagrunninu mikið. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 299 orð

Jóhann Magnússon

Gróin er sú æskugrund, er gefin var þér forðum. Farinn ert á frelsarans fund ­ fæst sorgin tjáð með orðum? (Magnús Sigurðsson.) Afi var alveg einstakur í okkar augum, því hann var í rauninni eini afinn sem við öll þekktum. Hann var mikil hetja og það var ekkert sem hann gat ekki gert. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 332 orð

JÓHANN MAGNÚSSON

JÓHANN MAGNÚSSON Jóhann Magnússon fæddist í Reykjavík 15. júlí 1918. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. júní 1999. Foreldrar hans voru Magnús Kristinn Jóhannsson skipstjóri, f. 16. júlí 1894, d. 27. febrúar 1928, og kona hans, Guðný Kristín Hafliðadóttir saumakona, f. 9. október 1895, d. 8. apríl 1984. Bræður Jóhanns eru: Hafliði, f. 6. júlí 1917, d. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Sigríður Sigurðardóttir

Mig langar að minnast vinkonu minnar og trúsystur, Sigríðar Sigurðardóttur. Hún var gift heiðursmanninum Sigurjóni Kristjánssyni og þau eignuðust tvö börn, Sigrúnu og Kristján, sem nú lifa móður sína. Við Sigríður kynntumst fyrst á okkar unglingsárum er við sóttum kristilegar samkomur bæði í KFUM og í Kristniboðshúsinu Betaníu og einnig kom hún oft heim á æskuheimili mitt. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 674 orð

Sigríður Sigurðardóttir

Þetta upphaf eins hinna mörgu sálma sr. Björns Halldórssonar, prófasts í Laufási, kom í hug minn, þegar bróðurbörn mín, Sigrún og Kristján, hringdu til mín sunnudaginn 20. júní til að segja mér lát móður sinnar og mágkonu minnar, Sigríðar Sigurðardóttur. Þessi fregn kom mér mjög á óvart. Daginn áður kom hún í heimsókn til mín og dvaldi hjá mér nokkrar klukkustundir. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 118 orð

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Dalshöfða í Hörglandshreppi 23. desember 1911. Hún lést í Reykjavík 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Káradóttir og Sigurður Sigurðsson. Fósturforeldrar hennar voru Guðrún Hansdóttir-Wiium og Sigurður Jónsson á Maríubakka í Fljótshverfi. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 986 orð

Sverrir Tryggvason

Þegar hugsað er til upphafs byggðar á Íslandi er það meðal annars tími víkingaferða og hernaðar sem menn leiða hugann að. Ekki finnst okkur við fyrstu sýn að mannslíf hafi verið hátt metin í þeim hernaðarátökum sem einkenna tíma víkinganna. En þegar betur er að gætt kemur í ljós að á þessum róstutímum var það talið gæfumerki að bjarga mannslífum. Meira
1. júlí 1999 | Minningargreinar | 24 orð

SVERRIR TRYGGVASON

SVERRIR TRYGGVASON Sverrir Tryggvason fæddist í Víðikeri í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu 15. júlí 1920. Hann lést 8. júní síðastliðinn. Útförin fór fram 19. júní. Meira

Viðskipti

1. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 2514 orð

Verðbréfafyrirtækin spá auknum hagnaði

SPÁ verðbréfafyrirtækjanna gerir ráð fyrir auknum hagnaði í sex mánaða milliuppgjörum hjá flestum þeirra fyrirtækja sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ. VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIN gera ráð fyrir að fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Íslands muni skila 4.845 milljóna króna hagnaði eftir reiknaða tekjuskatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, samanborið við 1. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Vextir hækkaðir í Bandaríkjunum

DOW JONES hlutabréfavísitalan í New York hækkaði þónokkuð í gær eftir að tilkynnt var um að vextir yrðu hækkaðir um 0,25%, úr 4,75% í 5%. Fyrr um daginn hafði vísitalan lækkað um 0,47. Í Evrópu hækkuðu hlutabréf mest í París þar sem verð hlutabréfa hækkaði almennt um 0,73%, sé miðað við CAC-40 hlutabréfavísitöluna. Meginástæðan var hækkað verð hlutabréfa í frönskum bönkum. Meira

Daglegt líf

1. júlí 1999 | Ferðalög | 81 orð

Bjartar nætur í Húnaþingi vestra

FERÐAMÁLAFÉLAG Vestur- Húnavatnssýslu, í samvinnu við þjónustufyrirtæki á svæðinu, hefur gefið út bæklinginn Bjartar nætur. Bæklingurinn inniheldur handhægar upplýsingar fyrir hinn almenna ferðamann, m.a. eru taldir upp áhugaverðir staðir. Einnig er bent á hvar ýmsa þjónustu er að finna, t.d. hvar er hægt að komast í silungsveiði eða hvar sveitaböllin eru haldin þetta sumarið. Meira
1. júlí 1999 | Neytendur | 192 orð

Ekki grilla yfir logandi kolum

Við grillun er mikilvægt að gefa sér góðan tíma og bíða þar til hætt er að loga í kolunum. Brenni maturinn spillir það bragðinu og heilsuskaðleg efni myndast. Því borgar sig að skera af það sem hefur brunnið. Þetta kemur fram á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins en þar er að finna ýmis ráð fyrir þá sem grilla. Meira
1. júlí 1999 | Neytendur | 86 orð

Fæðubótarefni

Lyfjafyrirtækið Pharmaco hf. hóf nýverið innflutning á fæðubótarefninu Prologic. Efnið inniheldur mótefnabætt eggjaduft sem blandað er saman við m.a. mjólkurprótín, vítamín og steinefni. Í fréttatilkynningu frá Pharmaco hf. kemur fram að það er bandaríska fyrirtækið DCV Bio Nutrition sem framleiðir Prologic en einn af framkvæmdastjórum þess er íslenski efnaverkfræðingurinn Örn Aðalsteinsson. Meira
1. júlí 1999 | Neytendur | 312 orð

Gegnsteikið hakkað kjöt og kjúklinga

Á sumrin eru matvæli í auknum mæli grilluð úti. Í útilegum þegar vel útbúinna eldhúsa nýtur ekki við og eldað er við óvenjulegar aðstæður eykst hætta á sýkingum. Vegna aukinnar tíðni campylobacter-sýkinga hér á landi og hættu á öðrum matarsjúkdómum vill heilbrigðiseftirlitið á höfuðborgarsvæðinu brýna fyrir fólki rétta meðferð kjöts og annarra matvæla. Meira
1. júlí 1999 | Ferðalög | 161 orð

Hótel Eldborg formlega opnað

HÓTEL Eldborg hefur nú tekið til starfa á ný í Laugargerðisskóla. Þórdís Eiríksdóttir og Margrét Jóhannsdóttir leigja skólahúsnæðið til hótelhalds. Opnað var fyrstu helgina í júní en formleg opnunarhátíð fór fram föstudagskvöldið 11. júní. Auk vina og vandamanna, var ýmsum aðilum sem að ferðamálum standa, boðið að koma og kynna sér sveitina og hótelið. Meira
1. júlí 1999 | Neytendur | 142 orð

Síðasti neysludagur

Spurt: Þurfa kaupmenn að merkja sérstaklega kjöt sem komið er á síðasta neysludag? Svar: "Kaupmenn þurfa ekki að merkja kjöt þannig en það væru góðir viðskiptahættir að vekja athygli á því," segir Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríksins. Meira
1. júlí 1999 | Ferðalög | 179 orð

Skemmtiferðaskip á Húsavík

Skemmtiferðaskipið Explorer, sem siglir undir bandarískum fána, lagðist að bryggju á Húsavík síðastliðinn miðvikudag, eftir að hafa farið til Grímseyjar og farþegar séð miðnætursólina á siglingu á Skjálfanda í hinu fegursta veðri. Farþegarnir, sem eru um 100, bandarískir og enskir, notuðu daginn til að skoða Mývatnssveit, en nokkrir af áhöfninni, sem eru um 70 manns, skruppu í Ásbyrgi. Meira
1. júlí 1999 | Neytendur | 58 orð

Sumarslátrun á dilkum

Sumarslátrun á dilkum hófst í gær, miðvikudag, hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga. Kjötið fer til Ferskra kjötvara og í fréttatilkynningu frá sláturhúsinu kemur fram að það muni annast dreifingu á því í verslanir. Stefnt er að því að slátra vikulega fram að sláturtíð, alls á annað þúsund dilkum. Fyrstu lömbin koma að þessu sinni úr Akrahrepp. Meira
1. júlí 1999 | Ferðalög | 700 orð

Sögu- og gönguferðir á Snæfellsnesi

Ferðalangar sem leggja leið sína vestur undir Jökul ættu að gefa gaum að því sem hér er nefnt Söguferðir Sæmundar. Ólafur Jens Sigurðsson hitti Sæmund Kristjánsson, sagnamann í Rifi, sem er þekktur orðinn fyrir að gjörþekkja Snæfellingasögur og að vera staðkunnugur í grennd við Jökulinn. Meira
1. júlí 1999 | Neytendur | 58 orð

Þjónusta við neytendur

Löggildingarstofan hefur opnað heimasíðu og er tilgangurinn með henni að opna neytendum og viðskiptavinum Löggildingarstofu þægilega og skjóta leið að upplýsingum og fræðsluefni. Í fréttatilkynningu frá Löggildingarstofu kemur fram að á heimsíðunni sé að finna ábendingar um hættulega vöru á markaði og neytendur geti sent inn fyrirspurnir eða komið skoðunum á framfæri. Slóðin er www.ls. Meira

Fastir þættir

1. júlí 1999 | Í dag | 248 orð

Flíkur á götunni

ÉG var á ferðinni í Kópavogi á mánudaginn og þegar ég ók austur Hrauntungu framhjá húsi númer 4 á miðri götunni lágu flíkur, vandaðar flíkur. Sá sem getur lýst flíkunum fyrir mér, getur hringt í síma 8957517. Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 172 orð

Helgigöngur í Stóra- Núpsprestakalli

Í TILEFNI 1000 ára kristni í landinu verða stundaðar helgigöngur í Stóra-Núpsprestakalli. Nú í sumar og næsta sumar verður gengið á tólf fjöll, holt og fell í Stóra-Núpsprestakalli. Fjallræða frelsarans verður lesin í þessum helgigöngum. Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 130 orð

HVÍTUR leikur og vinnur Staða

HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á gífurlega sterku atskákmóti sem nú stendur yfir í Frankfurt í Þýskalandi. Vladímir Kramnik (2.751) hafði hvítt og átti leik gegn Anatólí Karpov (2.710), FIDE- heimsmeistara. 20. Bxg7+! - Kxg7 21. Rf5+ - exf5 22. Hxe7 - Rxe7 23. Meira
1. júlí 1999 | Dagbók | 894 orð

Í dag er fimmtudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En h

Í dag er fimmtudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss og Tino fóru í gær. Otto N. Meira
1. júlí 1999 | Fastir þættir | 1280 orð

Karpov verður með í Las Vegas

30. júlí ­ 29. ágúst ANATOLY Karpov, heimsmeistari FIDE, hefur nú sent frá sér bréf þar sem hann staðhæfir að hann verði meðal þátttakenda í heimsmeistarakeppninni í Las Vegas. Bréfið var birt á nýrri heimasíðu FIDE. Þetta eru óvænt tíðindi eftir gagnrýni hans á stjórnendur FIDE og undirbúning heimsmeistarakeppninnar. Meira
1. júlí 1999 | Dagbók | 131 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 stygg, 4 kasta, 7 þ

Kross 1LÁRÉTT: 1 stygg, 4 kasta, 7 þjóðhöfðingja, 8 guggin, 9 greinir, 11 eyðimörk, 13 fugl, 14 endurtekið, 15 heit, 17 nóa, 20 ílát, 22 malda í móinn, 23 með öndina í hálsinum, 24 dreg í efa, 25 digri. Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 94 orð

MINNI INGÓLFS

Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði. Skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón: hló við Frón. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Himinfjöll, földuð mjöll, fránu gulli brunnu. "Fram til sjár," silungsár sungu, meðan runnu. Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 217 orð

NÚ er að

Suður gefur og NS eru á hættu: -- -- -- 1 spaðiPass 4 tíglar Pass 4 hjörtuPass 5 tíglar Pass 6 spaðarPass Pass Pass Stökk norðurs í fjóra tígla sýnir stuttlit (einspil eða eyðu) og slemmuáhuga. Meira
1. júlí 1999 | Fastir þættir | 871 orð

Orð forstjórans "Frá mínum bæjardyrum séð er mjög mikilvægt að við Íslendingar skiljum að maðurinn er hluti af náttúrunni."

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, virtist verða tvísaga í viðtali í Morgunblaðinu nýlega. Annars vegar hélt hann því fram, að þegar virkjunarkostir væru ræddir þyrfti að taka tillit til þess sjónarmiðs, að maðurinn sé hluti af náttúrunni. Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 682 orð

VVÍKVERJI dagsins er að fara til Danmerkur og verður raunar staddur

VVÍKVERJI dagsins er að fara til Danmerkur og verður raunar staddur þar, þegar þessi Víkverjapistill birtist. Þar ætlar hann að dveljast í nokkrar vikur og gat raunar vel hugsað sér að leigja sér bíl þar til þess að geta farið um og skoðað hið margrómaða danska landslag, sem skáldið raunar lýsti sem "neflausri ásýnd", en af fyrri kynnum af Danmörku, veit Víkverji, Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, fimmtudaginn 1. júlí, Hafsteinn Vilhjálmsson, Trönuhjalla 1, Kópavogi. Eiginkona hans er Helga Georgsdóttir. Þau eru að heiman. Meira
1. júlí 1999 | Í dag | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

40 ÁRA afmæli. Fertugur er í dag, fimmtudag 1. júlí, sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju. Kona hans, Þóra Harðardóttir kennari, varð fertug 20. apríl sl. Þau hjónin taka á móti gestum í safnaðarheimili Grensáskirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 17.30­ 19.30. Í stað gjafa er óskað eftir framlögum inn á bankareikning Grensáskirkju nr. Meira

Íþróttir

1. júlí 1999 | Íþróttir | 301 orð

Ágæta möguleika á að komast áfram

DREGIÐ var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. ÍBV leikur gegn albönsku meisturunum SK Tirana. Bjarni Jóhannesson, þjálfari Vestmannaeyinga, sagði að drátturinn hefði sína kosti og galla. "Þetta verður leiðinlegt ferðalag og langt en það hefði geta verið verra. Við hefðum getað lent á móti liði frá Aserbaídsjan eða Armeníu. Aftur á móti eigum við ágæta möguleika á því að komast áfram. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 159 orð

Boris Becker hættir

BORIS Becker, tenniskappinn snjalli frá Þýskalandi, hefur keppt í síðasta sinn á stórmóti og hyggst leggja spaðann á hilluna síðar í mánuðinum. Hann lék síðasta leik sinn í gær á móti Ástralanum Pat Rafter í 16 manna úrslitum Wimbledon-tennismótsins. Rafter sigraði 6-3 6-2 6-3. Becker á að baki 16 ára feril sem atvinnumaður. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 208 orð

Dæmigerður bikarleikur

ATLI Eðvaldsson var himinlifandi með að lið hans hafði loks náð að létta af þeim álögum sem hvíldu á því. Aldrei áður hafði liðið náð að leggja Fylki í Frostaskjóli. En eru hin ýmsu meintu "álög" KR-liðsins ofarlega í huga leikmanna, að mati Atla? "Auðvitað eru slíkir hlutir ofarlega í huga. Við lékum við lið sem hefur aldrei tapað á þessum velli, enda sást það að þetta er gott lið. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 254 orð

Enginn má við margnum

ÞRÁTT fyrir að vera einum færri í 88 mínútur gáfust Víðismenn frá Garði ekki upp fyrr en í fulla hnefana að Hlíðarenda í gærkvöldi en urðu að játa sig sigraða fyrir efstu deildarliði Vals, 3:1. Það var ekki bara að gestirnir frá Garði væru einum færri heldur hallaði á þá í dómgæslunni, því eftir strangt brot í byrjun leyfði dómarinn harðan leik. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 435 orð

Friðrik Ingi Rúnarsson tekinn við þjálfun landsliðsins

Landsliðsnefnd KKÍ tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, hefur tekið við þjálfun landsliðsins í körfuknattleik. Ekki reyndist áhugi innan KKÍ fyrir að endurnýja samning við Jón Kr. Gíslason sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár. Friðrik mun ekki láta af störfum sem þjálfari Njarðvíkur en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 314 orð

Fyrirhafnarlítill Skagasigur

Fyrirhafnarlítill Skagasigur Skagamenn gerðu það sem ætlast var til af þeim í Laugardalnum í gærkvöldi þegar þeir lögðu ungmennalið Fram að velli með þremur mörkum gegn engu. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 180 orð

Heiðar maður leiksins

HEIÐAR Helguson var kosinn maður leiksins í Nettavisen þegar Lillestrøm sigraði Haugasund 3:1 í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Hann gerði tvö marka liðsins af miklu harðfylgi eins og hans var von og vísa. Bæði mörkin komu eftir rimmu við markvörð Haugasunds. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 249 orð

"Kom mér í opna skjöldu"

"MITT markmið er hreint og klárt, ef okkur tekst ekki að komast áfram tel ég að það eigi að stokka upp spilin og skipta um þjálfara," sagði Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, áður en hann hélt með liðið í undankeppni Evrópumótsins. Hann lagði starf sitt að veði og náði þeim árangri sem hann ætlaði sér. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 189 orð

KR-ingar mæta Kilmarnock

KR-ingar drógust á móti skoska liðinu Kilmarnock í Evrópukeppni félagsliða. Atli Eðvaldsson var ánægður með dráttinn. "Þetta er stutt ferðalag og það skiptir miklu máli í þessari keppni. Ég veit ekki mikið um þetta lið en það verða hæg heimatökin að afla upplýsinga því að Jóhannes bróðir minn er búsettur í Skotlandi, einnig er David Winnie öllum hnútum kunnugur í skoskri knattspyrnu. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 108 orð

Leiftur mætir Anderlecht

LEIFTURSMENN frá Ólafsfirði drógust gegn belgíska liðinu Anderlecht í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í gær. Fyrri leikur liðanna verður háður í Belgíu hinn 12. ágúst nk., en sá síðari fer fram 26. ágúst. Anderlecht hafnaði í þriðja sæti belgísku deildarkeppninnar á liðnu keppnistímabili, á eftir meisturum Genk, liði Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Guðjónssona, og Club Brugge. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 109 orð

Man. Utd ekki með í bikarkeppninni

STJÓRN Manchester United hefur þegið boð enska knattspyrnusambandsins um að draga sig út úr ensku bikarkeppninni, en liðið er núverandi bikarmeistari. Sambandið vill að United taki þátt í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem fara á fram í Brasilíu á næstu leiktíð, því búist er við að það hjálpi Englandi í baráttunni um að halda HM 2006. Meira
1. júlí 1999 | Íþróttir | 533 orð

Svona eiga bikarleikir að vera

SEM fyrr lentu KR-ingar í kröppum dansi er þeir tóku á móti 1. deildarliði Fylkis í 16- liða úrslitum bikarkeppninnar í Frostaskjóli í gærkvöldi. Eftir að hafa lent undir, 2:0, hrökk Vesturbæjarliðið í gang og hafði sigur, 4:3, eftir stórskemmtilegan leik. Varamaðurinn Arnar Jón Sigurgeirsson gerði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Meira

Úr verinu

1. júlí 1999 | Úr verinu | 137 orð

2 milljóna námsstyrkur

HAFRANNSÓKNASTOFNUN auglýsti fyrir skömmu styrk til meistara- eða doktorsnáms í veiðarfærafræðum og nemur styrkurinn að hámarki tveimur milljónum króna á ári í allt að þrjú ár. Svona hár styrkur er nýmæli hjá Hafrannsóknastofnun en að sögn Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra var ákveðið að fara þessa leið vegna mikilvægis menntunar á umræddu sviði og á næstunni yrði a.m.k. Meira
1. júlí 1999 | Úr verinu | 320 orð

"Á að geta orðið mjög gott félag"

"MÉR lízt vel á það sem er að gerast með sameingingu Gunnvarar, Íshúsfélags Ísfirðinga og Hraðfrystihússins. Þess vegna ákvað ég að fara í það í samvinnu við Þormóð ramma­Sæberg að kaupa hlut í hinu sameinaða fyrirtæki. Þegar eignir hafa verið seldar og hagrætt í rekstrinum á þetta að geta orðið mjög gott félag," segir Þorsteinn Vilhelmsson í samtali við Morgunblaðið. Meira
1. júlí 1999 | Úr verinu | 169 orð

Áfram samstarf við Japani

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN og MAR Co. Ltd. í Japan hafa gert samning um áframhald samstarfs um tilraunaveiðar á túnfiski innan íslenskrar efnahagslögsögu á þessu ári. Samningurinn er sambærilegur við samninga sem gerðir hafa verið sl. þrjú ár samkvæmt sérstakri heimild sjávarútvegsráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að fimm japönsk túnfiskveiðiskip veiði innan lögsögunnar 1. ágúst til 30. Meira
1. júlí 1999 | Úr verinu | 118 orð

Fá kvóta í Máritaníu

RÚSSAR fá 250.000 kvóta í Máritaníu í ár samkvæmt samningi sem þjóðirnar gerðu með sér fyrir skömmu en 1996 gerðu þær samning varðandi fiskveiðar sem gildir út líðandi ár. Það sem af er samningstímabilinu hafa Rússar veitt meira en 500.000 tonn í lögsögu Máritaníu og greitt Máritönum 20% aflans fyrir kvótann. Mikil samvinna er á milli þjóðanna í sjávarútvegsmálum. Meira
1. júlí 1999 | Úr verinu | 338 orð

"Kvótinn er meinið"

"ÞAÐ er nauðsynlegt að endurskipuleggja reksturinn. Verð á leigukvóta er allt of hátt og sömu sögu er að segja af mörkuðunum. Þess vegna segjum við fólkinu upp störfum. Kvótinn er meinið, að þurfa að leigja til sín allan fisk. Það stendur þessu öllu fyrir þrifum," segir Sigfús Jóhannsson, eigandi og framkvæmdastjóri Unnar ehf. á Þingeyri, í samtali við Morgunblaðið. Meira
1. júlí 1999 | Úr verinu | 54 orð

Marokkó lokar á útlendinga

RÍKISSTJÓRN Marokkó hefur hvatt spænsk sjávarútvegsfyrirtæki til að stofna fyrirtæki með sjávarútvegsfyrirtækjum í Marokkó þar sem erlendum skipum verður ekki leyft að stunda veiðar innan lögsögu Marokkó eftir áramót. Um 500 spænsk skip stunda veiðar við Marokkó en sjávarútvegsráðherra Spánar er að leita nýrra veiðisvæða fyrir flotann víðs vegar um heiminn. Meira
1. júlí 1999 | Úr verinu | 190 orð

Nýr Gandí til Vestmannaeyja

NÝR Gandí sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn á þriðjudagsmorgun. Um er að ræða 10 ára gamalt skip, 34 metra að lengd og 8,20 metra á breidd, sem útgerðarfyrirtækið Gandí ehf. í Vestmannaeyjum keypti í Álasundi í Noregi fyrir 250 milljónir króna. Meira

Viðskiptablað

1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 654 orð

Alþjóðavæðingaræði hefur runnið á smásala

Breytingar á matvörumarkaði leiða til breytinga á hlutverkum þeirra sem að verslun koma Alþjóðavæðingaræði hefur runnið á smásala ÞRÓUN verslunar undanfarin ár hefur leitt til mikillar hagræðingar og samþjöppunar á markaði, meðal annars í matvöruverslun. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 2028 orð

BANKARNIR VIÐURKENNA VERÐMÆTI DECODE

KAUP Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans og Búnaðarbankans á 17% hlut í deCODE Genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, sýna svo ekki verður um villst að í ÍE liggur eitt magnaðasta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir. Það er ekki nóg með að fyrirtækið hafi flutt til landsins fjölda vísindastarfa og sérþekkingu. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 144 orð

Búnaðarbankinn tekur lán í evrum

BÚNAÐARBANKINN hefur undirritað lánssamning við 12 erlenda banka að fjárhæð 72,5 milljónir króna, sem jafngildir um 5,6 milljörðum króna, samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum. Fram kemur að upphaflega hafi verið áætlað að taka að láni nokkru lægri upphæð en vegna góðra móttaka á markaðinum hafi verið ákveðið að hækka lánsfjárhæðina. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 518 orð

Deloitte & Touche og Löggiltir endurskoðendur sameinast

GENGIÐ verður frá sameiningu fyrirtækjanna Deloitte & Touche- endurskoðunar hf. og Löggiltra endurskoðenda hf. í dag og mun hið nýja fyrirtæki bera nafnið Deloitte & Touche hf. Fyrirtækið á aðild að alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte & Touche Tohmatsu sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 164 orð

Draga kæruna til baka

KÆRA vegna greiðslustöðvunar Kaupfélags Þingeyinga, sem nokkrir kröfuhafar höfðu ákveðið að leggja fram í Hæstarétti, hefur verið dregin til baka, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Ragnar Baldursson, héraðsdómslögmaður og lögmaður kröfuhafanna, að kæran hefði verið afturkölluð en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 208 orð

Eigið fé um 6 milljarðar króna

STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf og Gunnvarar hf hafa undirritað samrunaáætlun, en fyrirtækin munu sameinast í haust. Samkvæmt henni verður eigið fé sameinaðs félags um 6 milljarðar króna, en hlutafé á nafnvirði um 600 milljónir króna. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 164 orð

Einar Farestveit semur við Sensormatic

EINAR Farestveit & Co hf. tók nýlega við söluumboði fyrir bandarísku samsteypuna Sensormatic Electronic Corporation sem framleiðir rafeindaöryggistæki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Einari Farestveit & Co. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 129 orð

Fáar konur forstjórar í Noregi

EINUNGIS eitt prósent æðstu yfirmanna fimmhundruð stærstu fyrirtækja Noregs eru konur, samkvæmt athugun norska blaðsins Dagens Næringsliv. Aðeins ein þeirra er forstjóri í fyrirtæki sem skráð er á hlutabréfamarkaði. Að sögn Monu Larsen Asp, hjá skrifstofu jafnréttismála í Noregi, hafa tilraunir undanfarinna ára til að fjölga konum í stjórnunarstöðum mistekist. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 141 orð

Fóðurblandan hf. kaupir TP Fóður ehf.

FÓÐURBLANDAN hf. hefur keypt alla hluti einkahlutafélagsins TP Fóðurs ehf. og tekur við rekstri félagsins 1. júlí nk., eins og segir í fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni hf. Markmið Fóðurblöndunnar með kaupunum er að styrkja félagið enn frekar á innlendum fóðurmarkaði. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 244 orð

Heildsalar verða markaðsmenn

ÍSLENSKIR kaupmenn hafa í auknum mæli farið í samstarf við erlendar innkaupakeðjur og hér á landi hafa myndast fyrirtæki um sameiginleg innkaup. Þessi fyrirtæki hafa í mörgum tilfellum flutt sjálf inn vörur í stað þess að kaupa þær í gegnum heildsala. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 307 orð

Innkaupakeðjur eru framtíðin

SAMÞJÖPPUN á matvörumarkaði hefur getið af sér smásölukeðjur og með sameiginlegum magninnkaupum hafa orðið til innkaupakeðjur. Fjórmenningarnir sem rætt var við eru sammála um að framtíðin feli jafnvel í sér samstarf við erlendar innkaupakeðjur. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 294 orð

Íslendingar framleiði hágæðavöru

INNKAUPAKEÐJURNAR hafa einnig verið í aðstöðu til að þrýsta verðum framleiðenda niður, þannig að í sumum tilvikum minnkar ágóði hans af framleiðslunni. Er þá ástæða til að ætla að gæði vörunnar fari minnkandi eða að aukin gæðaskipting verði á markaði. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 182 orð

Kvikmyndahúsagestum utan höfuðborgarsvæðis fækkar

KVIKMYNDAHÚSAGESTUM utan höfuðborgarsvæðisins fækkaði um tæplega 40.000 á árinu 1998 frá fyrra ári. Hins vegar fjölgaði gestum kvikmyndahúsanna á höfuðborgarsvæðinu um ríflega 67.000 á árinu, eins og segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Fækkun kvikmyndahúsagesta utan höfuðborgarsvæðisins er að miklu leyti að rekja til þess að kvikmyndahúsum utan borgarinnar fækkaði um 5 á milli ára. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 770 orð

Landsmenn leystir úr fjötrum kommúnisma

Kristrún Sveinbjörnsdóttir stundar nám við FIU-háskólann á Miami, í stjórnun og alþjóðaviðskiptafræði. Í maí lenti hún í ævintýri sem hún sagði Ívari Páli Jónssyni frá. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 115 orð

Leiðrétting frá Búnaðarbankanum

Morgunblaðinu hefur borist leiðrétting frá Búnaðarbanka Íslands vegna fréttar um lánshæfismat Moody's á bankanum: "Í fréttatilkynningu Moody's stendur: "Mikilvægi innlána fyrir fjármögnun bankans hefur minnkað á undanförnum árum, þó nema þau enn um 60% af heildarfjármögnun hans." "Í frétt Morgunblaðsins er sagt að innlán bankans hafi minnkað, sem er rangt. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 222 orð

Markvissar aðgerðir í útflutningi

UNDANFARNA tíu mánuði hafa sex íslensk fyrirtæki tekið þátt í þróunarverkefninu "Útflutningsaukning og hagvöxtur" á vegum Útflutningsráðs Íslands, Íslandsbanka, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Í móttöku sem efnt var til í gær, veitti Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Kjartani Ólafssyni, framkvæmdastjóra Fakta ehf. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 114 orð

Netfangaskráin komin út

NETFANGASKRÁIN 1999 er komin út. Þetta er í þriðja sinn sem Netfangaskráin er gefin út og hefur bókinni verið dreift til fyrirtækja og handhafa netfanga í 15.000 eintökum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Miðlun ehf., sem gefur skrána út. Bókin skiptist í þrjá kafla. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 276 orð

Netverslun mest fyrir sérvöru

HVORT tveggja verður til, Netverslun og hefðbundin verslun, að mati Sigurðar. "Það hentar vöruflokkum misvel að vera seldir í fjarsölu, hvort heldur er á Netinu, í póstverslun eða símasölu. En víst er að Netið er ögrun sem verslunin getur ekki horft fram hjá og því fyrr sem fyrirtæki hefja verslun á Netinu, því betra fyrir þau", segir Sigurður. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 419 orð

Opnar þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu

MÁLNINGARFRAMLEIÐANDINN Harpa hf. hefur ákveðið að opna þrjár málningarverslanir á höfuðborgarsvæðinu og er markmiðið með því að auka þjónustu við viðskiptavini og bæta framboð á framleiðsluvörum Hörpu á svæðinu. Harpa rekur verslun fyrir almenning og fagmenn í húsakynnum söludeildar Hörpu á Stórhöfða 44 í Reykjavík. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 74 orð

Ríkari þrátt fyrir réttarhöldin

ÞÓTT Bill Gates, stofnandi Microsoft, hafi eflaust ekki haft ýkja gaman af ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Microsoft og réttarhöldunum vegna hennar, virðast þau ekki hafa haft neikvæð áhrif á auðæfi hans. Í samantekt CNN-fn á Netinu sést að verð hlutabréfa í Microsoft var 43,03 dollarar við upphaf réttarhaldanna en er nú 84,38 dollarar. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 276 orð

Smásalar þurfa ekki að óttast erlendar keðjur

ÆTLI það sé ástæða til að óttast að erlendar keðjur gleypi smásölumarkaðinn á Íslandi? Jóhannes telur að ákveðin hætta sé af því að stórar erlendar keðjur taki yfir íslenskan smásölumarkað. "Þessi fyrirtæki hafa svo yfirgengilegan styrkleika og þekkingu á öllum sviðum markaðarins að það er full ástæða til að vera á varðbergi. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 154 orð

Stefnir í betri afkomu FBA en spáð var

KANNAÐ uppgjör FBA fyrir fyrstu sex mánuði ársins 1999 verður birt 5. ágúst nk. ásamt endurskoðaðri rekstraráætlun fyrir síðari hluta ársins. Gera má ráð fyrir að afkoma FBA fyrstu sex mánuði ársins 1999 verði mun betri en áætlað var í rekstraráætlun bankans fyrir árið 1999 sem birt var í útboðslýsingu FBA í október 1998. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 132 orð

Valréttarlíftrygging til þriggja ára

Sparisjóður Hafnarfjarðar býður nú í samstarfi við Alþjóða líftryggingafélagið hf. svokallaða valréttarlíftryggingu sem er fjárfesting til þriggja ára og er tengd svokölluðum valréttarsamningi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 514 orð

Vil hafa nóg fyrir stafni

Þóranna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1968. Hún lauk prófi í lyfjafræði frá HÍ árið 1994 og starfaði hjá NM Pharma frá 1994 til 1996. Þóranna stundaði nám við IESE í Barcelona frá 1996 og lauk þaðan MBA-prófi árið 1998. Hún starfaði hjá Íbúðalánasjóði og kenndi rekstrarfræði fyrir lyfjafræðinema í HÍ frá árinu 1998, eða þar til hún tók við núverandi starfi sínu. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 123 orð

Þyrping kaupir hús Nýherja

FASTEIGNAFÉLAGIÐ Þyrping hf. hefur keypt hús Nýherja hf. við Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Söluhagnaður eignarinnar nemur um 129 milljónum króna og í tilkynningu Nýherja til Verðbréfaþings kemur fram að hækkun tekjuskattsskuldbindinga vegna innlausnar á söluhagnaði er um 39 milljónir og nettó söluhagnaður því um 91 milljón. Meira
1. júlí 1999 | Viðskiptablað | 140 orð

(fyrirsögn vantar)

ERLENT BREYTINGAR Á MATVÖRUMARKAÐI 6 KVIKMYNDAHÚSAGESTUM FÆKKAR Á LANDSBYGGÐINNI 3 Harpa opnar 3 nýjar verslanir Málningarframleiðandinn Harpa hf. hefur ákveðið að opna þrjár málningarverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Harpa rekur verslun fyrir almenning og fagmenn í húsakynnum söludeildar Hörpu á Stórhöfða 44 í Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.