Greinar laugardaginn 3. júlí 1999

Forsíða

3. júlí 1999 | Forsíða | 163 orð

CNRT á A-Tímor vill deila völdum

AÐSKILNAÐARSINNAÐIR Falantilskæruliðar stóðu vörð á meðan foringi þeirra ræddi við indónesíska embættismenn skammt fyrir utan Dili, höfuðstað Austur-Tímor, í gær. Þetta var fyrsti fundur uppreisnarforingja með indónesískum yfirvöldum til þess að ræða friðarumleitanir fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins, sem Sameinuðu þjóðirnar munu standa fyrir í næsta mánuði. Meira
3. júlí 1999 | Forsíða | 520 orð

Fagnað sem sögulegum áfanga að friði

EFTIR fimm daga maraþonviðræður í Belfast lögðu forsætisráðherrar Bretlands og Írlands í gær fram áætlun um það hvernig hægt væri að hrinda í framkvæmd þeim ákvæðum friðarsamkomulagsins frá því í fyrra sem kveða á um myndun heimastjórnar í héraðinu og afvopnun Írska lýðveldishersins (IRA) og annarra öfgahópa. Meira
3. júlí 1999 | Forsíða | 335 orð

Kouchner stýrir starfi SÞ í Kosovo

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipaði í gær Bernard Kouchner, heilbrigðisráðherra Frakklands og einn stofnanda alþjóðlegu hjálparsamtakanna Læknar án landamæra, í stöðu yfirmanns Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og mun hann stjórna hjálpar- og uppbyggingarstarfi SÞ í héraðinu. Meira
3. júlí 1999 | Forsíða | 166 orð

Nýstárleg refsing í Dublin

MAÐUR sem létti á sér utan í hraðbanka á O'Connell-stræti í Dublin hefur verið dæmdur til að standa við bankann í kvöld og bera skilti sem á stendur: Ég biðst afsökunar. The Irish Times greindi frá þessu í gær. Meira

Fréttir

3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

14,5 milljónir króna greiddar í björgunarlaun

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um björgunarlaun vegna björgunar japanska túnfiskveiðiskipsins Fukuyoshi Maru 68, sem strandaði við Jörundarboða í Skerjafirði 13. október sl. Mun tryggingafélag skipsins greiða Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélagi Íslands 14,5 milljónir króna fyrir björgunina og skiptist féð jafnt á milli björgunaraðilanna. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Aðildarríki OSPAR hraða að gerðum gegn geislamengun

AÐILDARRÍKI OSPAR-samningsins um vernd Norðaustur-Atlantshafsins samþykktu að hraða aðgerðum til að draga úr losun á geislavirkum efnum á fundi sínum í Hull í Bretlandi, sem er nýlokið. Á fundinum var einnig samþykkt ný 25 ára áætlun til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum olíu- og jarðgasvinnslu í hafinu en aðildarríki OSPAR höfðu áður samþykkt slíkar framkvæmdaáætlanir varðandi hættuleg efni, Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Aukið þjóðvegaog hálendiseftirlit

Í SAMVINNU við lögreglustjórana hefur ríkislögreglan ákveðið að auka sérstaklega þjóðvega- og hálendiseftirlit í sumar. Umferðardeild ríkislögreglustjóra mun nota sérútbúnar bifreiðir til að fylgjast m.a. með ökuhraða. Sá útbúnaður sem notaður verður er hraðamyndavél og má reikna með þeim bifreiðum um allt land, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Á ferð og flugi í Barnabergi

BÖRN á aldrinum sjö til þrettán ára eru hvött til tjáningar og sköpunar í listasmiðju í Barnabergi. Myndlist, tónlist og leiklist er tvinnað saman á þriggja vikna námskeiði sem nú stendur yfir. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar þar að garði gerðu börnin tilraunir með skutlur og önnur farartæki, enda meginviðfangsefni smiðjunnar að fjalla um hreyfingu og ferðalög. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Álfaskeið malbikað

LAGT hefur verið nýtt malbik á Álfaskeið í Hafnarfirði en gatan var steypt árið 1976. Að sögn Halldórs Ingólfssonar, verkfræðings hjá Hafnarfjarðarbæ, hefur gatan verið ónýt í mörg ár og sagði hann að spurning um malbik eða steypu nálgaðist trúarbrögð. Hins vegar væri erfitt að segja til um hvort væri betra. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 714 orð

Árlegt mót Byssuvinafélagsins

Í DAG klukkan 10 verður opnuð herminja- og byssusýning. Hún er haldin samhliða herrifflakeppni sem er árlegt mót Hins íslenska byssuvinafélags. Sýning er haldin í húsi við hliðina á útisvæði Skotfélags Reykjavíkur í Leirdal sem er fyrir neðan hitaveitugeymana við Vesturlandsveg í nágrenni Hafravatns. Skotkeppnin hefst líka klukkan 10 og eru keppendur beðnir að mæta ekki seinna en klukkan 9. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Átak sendir ríkisstjórninni áskorun

STJÓRN íbúasamtakanna Átaks beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér nú þegar fyrir varanlegum aðgerðum til lausnar á þeim bráða vanda sem steðjar að Þingeyri í atvinnumálum og bendir á eftirfarandi: "Ríkisstjórnin aðstoði þá, Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Backgammon- félag stofnað

STOFNAÐ hefur verið backgammon-félag og er megintalgangur þess að stuðla að vexti og viðgangi spilsins. Mótahald verður ein leið til að ná þessu markmiði og verður fyrsta mót félagsins haldið kl. 17 sunnudaginn 4. júlí á veitingastaðnum Grand Rokk, Smiðjustíg 6, Reykjavík. Sigurvegari á mótinu fær kr. 10.000 að launum. Meira
3. júlí 1999 | Óflokkað efni | 527 orð

Bandaríkin langstærsti markaðurinn fyrir slagverkstónlist

ÁSKELL Másson tónskáld hefur undirritað samning við bandaríska útgáfufyrirtækið HoneyRock, sem sérhæfir sig í útgáfu á slagverkstónlist, um útgáfu á átta tónverkum. Verkin verða öll gefin út á prenti, auk þess sem út verður gefin sérstök tónverkaskrá yfir verk Áskels. "Þetta eru einleiksverk, kammerverk og konsertar, þar sem slagverk er í aðalhlutverki," segir hann. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bílvelta á Hellisheiði

BÍLVELTA varð austarlega á Hellisheiðinni um klukkan 18.30 í gærkvöld. Bifreiðin sem er að Toyota gerð, fór margar veltur út fyrir veginn. Fjórir ungir menn voru í bílnum en sluppu þeir allir án teljandi meiðsla, að sögn vaktahafni læknis á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að hans sögn hlutu mennirnir aðeins smá skrámur og fengu þeir að fara heim að lokinni skoðun. Meira
3. júlí 1999 | Miðopna | 1624 orð

Brunamálastofnun setur út á eldvarnir í skólum

Í SKÝRSLU frá Brunamálastofnun, sem verið er að vinna um þessar mundir, kemur fram það mat að brunavörnum sé verulega áfátt í grunnskólum á landsbyggðinni. Á síðasta ári kom út sambærileg skýrsla um grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri sem unnin var árið 1997 þar sem ástandið er talið síst skárra. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Brunavörnum er verulega áfátt

AÐ MATI Brunamálastofnunar er brunavörnum í skólum hér á landi verulega áfátt. Í skýrslu sem stofnunin er að vinna um brunavarnir í grunnskólum á landsbyggðinni kemur fram að ástandið er gott í aðeins 7,8% skólanna, sæmilegt í 41,2%, slæmt í 49% og óviðunandi í 2%. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 444 orð

Byggt yfir gjána fyrir 200 milljónir

TILLAGA arkitektanna Auðar Sveinsdóttur og Benjamíns Magnússonar um skipulag miðbæjar Kópavogs hefur verið valin til áframhaldandi útfærslu. Vinnuhópur um samanburðartillögur kynnti tillöguna á fimmtudag. Leitað var til þriggja aðila til að setja fram tillögu, en auk tillögu Auðar og Benjamíns komu tillögur frá annars vegar Alark og Landmótum og hins vegar Hornsteinum ehf. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Dagskrá í þjóðgarðinum á Þingvöllum

HELGARDAGSKRÁ Þjóðgarðsins á Þingvöllum hefst laugardaginn 3. júlí kl. 13 með barnastund. Farið verður frá þjónustumiðstöð og gengið í Hvannagjá þar sem verður litað og leikið og náttúran skoðuð. Þessi dagskrá er ætluð börnum á aldrinum 5­12 ára. Áætlaður tími 1 klst. Kl. 13 verður farið frá þjónustumiðstöð og gengið inn í Hrauntún eftir Leirastíg, að Lambagjá og Sleðaásrétt. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 348 orð

Ehud Barak og Arafat ræðast við

NÝKJÖRINN forsætisráðherra Ísraels, Ehud Barak, átti í gær símafund með forseta heimastjórnar Palestínumanna, Yasser Arafat, og var það í fyrsta sinn sem leiðtogarnir ræddust við síðan Barak náði kjöri í kosningunum fyrir einum og hálfum mánuði. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 205 orð

Ekki til marks um breytta stefnu Rússa

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki telja að flug tveggja rússneskra sprenguflugvéla inn fyrir íslenskt loftvarnarsvæði sé til marks um breytta stefnu rússneskra stjórnvalda gagnvart Vesturlöndum. Hann kvaðst telja flugið hafa átt að reyna á viðbragðsgetu Bandaríkjanna, og bætti því við að fljótt hefði verið brugðist við. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fannst heill á húfi eftir langa útivist

34 ÁRA gamall karlmaður var fluttur í öryggisskyni á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir að björgunarsveitarmenn fundu hann við Helgustaðarskarð í Reyðarfirði um klukkan fjögur í fyrrinótt. Ekkert amaði að manninum utan þess að hann var orðinn þreyttur eftir gönguna. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Farbann Briggs staðfest í Hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gærmorgun ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann á Bretann Kio Alexander Briggs, sem sýknaður var af ákæru um stórfellt smygl á e-töflum til landsins hinn 1. september í fyrra. Farbannið má þó ekki gilda lengur en til 1. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er hugsanlegt að mál Briggs verði tekið fyrir í sumar, rétt fyrir réttarhlé. Meira
3. júlí 1999 | Miðopna | 691 orð

Fjallað um öryggi í söluturnum

RÁÐHERRA félagsmála hefur samþykkt nýja reglugerð um vinnu barna og unglinga sem unnin var af nefnd á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Reglugerðin tekur gildi 1. september næstkomandi. Fátt er um nýjungar í reglugerðinni enda byggir hún á lögunum. Þó má nefna að í 13. gr. er sérstaklega fjallað um hættu þá er steðji að ungmennum sem starfa í söluturnum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum o.fl. Meira
3. júlí 1999 | Landsbyggðin | 325 orð

Fjölmenn ættamót

Kálfafellsstað-Tíðarfar í júní hefur verið allgott en þó fór úthögum lengi vel lítt fram vegna kulda. En nú er allt að braggast með besta móti í hita og vætu, og grasið þýtur upp, ekki hvað síst á sandtúnunum. Eins hefur mannlíf verið hér í blóma með hátíðum og tildragelsi. Hinn 18. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Flugmenn töpuðu í Félagsdómi

FÉLAGSDÓMUR sýknaði í gær Vinnuveitendasamband Íslands af kröfum tuttugu flugmanna sem töldu að Flugfélag Íslands hefði brotið ákvæði kjarasamnings um forgang að vinnu. Flugmennirnir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra þegar Flugfélagið tók á leigu Fokker-50-flugvélar í eigu Flugleiða, en samkvæmt leigusamningnum fylgdi áhöfn með vélunum. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Fluttu starfsemina í Sætún

Fluttu starfsemina í Sætún SMUR-, bón- og dekkjaþjónustan sf., sem áður var til húsa í Tryggvagötu 15, er nú flutt í nýtt húsnæði í Sætúni 4. Að sögn Páls Jóhannssonar, annars eiganda fyrirtækisins, varð að flytja starfsemina þar sem Reykjavíkurborg, sem á húsnæðið í Tryggvagötu, ætlar að koma þar upp aðstöðu fyrir Borgarbókasafnið. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Framkvæmdir gætu hafist seint í ágúst

VERIÐ er að fara yfir tilboðin átta sem bárust í lokuðu útboði í framkvæmdir við endurnýjun Reykjavíkurflugvallar. Jón Ásbjörnsson, fulltrúi Ríkiskaupa, sem sér um útboðið, tjáði Morgunblaðinu að nokkur tími myndi enn líða þar til niðurstaða lægi fyrir en tilboðin voru opnuð 23. júní. Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 517 orð

Frekara samstarf mögulegt

SVEITARFÉLÖGIN Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur og Ólafsfjarðarbær hafa undirritað samning um samstarf á sviði sérfræðiþjónustu skóla, þjónustu við fatlaða og um eflingu heilsugæslu. Sveitarfélögin þrjú hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að undirbúningi að samþættingu skóla- og félagsþjónustu í kjölfar þeirrar ákvörðunar að Skólaþjónusta Eyþings var lögð niður. Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 251 orð

Fyrstu tónleikarnir af fimm um helgina

TÓNLEIKAR að sumri í Akureyrarkirkju hafa verið árlegur viðburður síðustu 12 ár og gengið undir nafninu Sumartónleikar á Norðurlandi. Frá og með þessu sumri mun tónleikaröðin ganga undir nafninu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Kristni í þúsund ár verður þema tónleikanna að þessu sinni. Tónleikarnir verða haldnir fimm sunnudaga í röð frá júlíbyrjun til fyrsta sunnudags í ágústmánuði. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Gáfu tæplega 400.000 kr. í Kosovo-söfnun

Gáfu tæplega 400.000 kr. í Kosovo-söfnun LANDSSÍMINN hefur afhent Rauða krossi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar 382.500 kr. sem söfnuðust til styrktar flóttafólki frá Kosovo í símakosningunni vegna Eurovision-keppninnar á dögunum. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Gítar og óbóleikur í Deiglunni

GÍTARLEIKARINN Hannes Þ. Guðrúnarson og óbóleikarinn Jaqueline Fitzgibbon halda tónleika á Listasumri '99 í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 3. júlí kl. 18. Efnisskrá tónleikanna spannar m.a. verk eftir J. Dowland, Vivaldi og M. Giuliani, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Gilfélaginu. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Grafningsvegur endurbyggður

Í TENGSLUM við kristnitökuhátíðina á Þingvöllum á næsta ári er nú verið að endurbyggja Grafningsveg efri frá Nesjavöllum að Þingvallavegi. Alls eru þetta tólf kílómetrar. Hæð vegarins er breytt og hann breikkaður á kafla en yfirleitt liggur hann á sama stað og núverandi vegur. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð

Grunaður um að hafa dregið sér 11 millj.

SÉRFRÆÐINGUR á virðisaukaskattsdeild Skattstofu Reykjaness hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt brot á virðisaukaskattslögum og brot í opinberu starfi. Maðurinn hefur játað að hafa dregið sér rúmlega 10.869.000 krónur á 14 mánaða tímabili með því að færa inn tölur um viðskipti fyrirtækis sem var í hans eigu. Fyrirtækið var í reynd ekki með neina starfsemi. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hafnarfjarðarmeistaramót í dorgveiði

ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir dorgveiði við Flensborgarbryggju þriðjudaginn 6. júlí. Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er keppnin ætluð öllum á þessum aldri. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Handtóku tölvuþjóf

MAÐUR sá, sem lögreglan leitaði að eftir að hann hafði greitt fyrir tölvur o.fl. með fölsuðum ávísunum, hefur verið handtekinn. Hluti af vörunum hefur verið endurheimtur, þ.ám. tölva, fartölva, lófatölva og farsími, og þeim komið til eigenda sinna. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 525 orð

Hátt boðið í Miðfjarðará

VEL var boðið í veiðirétt í Miðfjarðará, en tilboð í réttinn næstu þrjú árin voru opnuð á lögmannastofu í Reykjavík í gærdag. Alls bárust sex tilboð í ána og var fyrirtækið Lax-á ehf. með langhæsta boðið, 31.850.000 krónur. Næsthæsta boðið var frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem bauð 27.100. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Heiðraðir fyrir að hafa komið í veg fyrir stórfellt brunatjón

Heiðraðir fyrir að hafa komið í veg fyrir stórfellt brunatjón VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands heiðraði á fimmtudag þá sjö starfsmenn vélsmiðjunnar J. Hinrikssonar við Súðarvog í Reykjavík sem með skjótum viðbrögðum og áræðni tókst að koma í veg fyrir stórbruna þar fimmtudaginn 24. júní sl. Meira
3. júlí 1999 | Miðopna | 142 orð

Heimilisfang Sveitarfélag Ástand

Heimilisfang Sveitarfélag ÁstandRimaskóli Rvk GottAusturbæjarskóli Rvk SlæmtÁlftamýrarskóli Rvk SlæmtÁrbæjarskóli Rvk SlæmtBreiðagerðisskóli Rvk SlæmtBreiðholtsskóli Rvk SlæmtFellaskóli Rvk SlæmtFossvogsskóli Rvk SlæmtHlíðaskóli Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Helgrímur geymdar á háalofti Háskólans

Á HÁALOFTI í vesturálmu aðalbyggingar Háskóla Íslands eru geymdar tvær helgrímur, önnur af Einari Benediktssyni skáldi og hin af konu sem enginn vissi lengi hver var. Nú hefur hins vegar komið í ljós að um er að ræða helgrímu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur að því er fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi Háskóla Íslands. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 387 orð

Hjólagarpar í slökkvistöð

Félagsaðstaða Íslenska fjallahjólaklúbbsins hefur batnað til muna Hjólagarpar í slökkvistöð VesturbærFÉLAGAR í Íslenska fjallahjólaklúbbnum eru óðum að koma sér fyrir í gamalli slökkvistöð á mótum Brekkustígs og Framnesvegs. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Íslendingar náðu 20. sæti

ÁGÆTUR árangur náðist hjá íslensku pörunum í heimsmeistarakeppninni í flokki Unglinga I í standard-dönsum sem fram fór í Alassio á Ítalíu sl. sunnudag. Hilmar Jónsson og Ragnheiður Eiríksdóttir höfnuðu í 20. sæti og Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg í 27.­28. sæti. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 585 orð

Íslenska ríkið og Mosfellsbær sýknuð

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað íslenska ríkið og Mosfellsbæ af kröfum eigenda fasteignar í Mosfellsbæ um bætur. Kröfurnar byggðust á því að eigendurnir hefðu við kaup á fasteigninni ekki verið upplýst um að veðskuld hvíldi á henni. Málsatvik voru þau að veðlán Búnaðarbankans hvíldi á landspildu í eigu Byggingarfélagsins Hamra hf. við Aðaltún í Mosfellsbæ. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 478 orð

Íslenzkur sjómaður heiðraður

Þýzkir kafbátar í Reykjavíkurhöfn Íslenzkur sjómaður heiðraður TVEIR þýzkir kafbátar lögðust að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær, en þetta er í annað sinn frá því fyrir síðari heimsstyrjöld sem það gerist. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Kaffihlaðborð í Kiðagili

KIÐAGIL er lítill ferðamannastaður sem rekin er í Barnaskólanum í Bárðardal yfir sumartímann, eða frá 20. júní til ágústloka. Þar eru í boði veitingar, herbergi og svefnpokapláss. Kaffihlaðborð er alla sunnudaga í sumar milli kl. 14 og 17 og verður eitthvað skemmtilegt um að vera meðan á því stendur, lifandi tónlist, handverkskonur við vinnu sína eða eitthvað því um líkt. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Kaþólski biskupinn á Ísafirði

HERRA Jóhannes Gijsen biskup blessar Kapellu heilags Jóhannesar, postula og guðspjallamanns, Mjallargötu 7, Ísafirði, sunnudaginn 4. júlí kl. 15. Einnig les biskup hátíðlega messu í hinni nýju kapellu. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

KEA opnar í lok ágúst

UNDIRBÚNINGUR er hafinn að opnun KEA matvöruverslunar í húsnæði gömlu Borgarbúðarinnar í Kópavogi. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, segir fyrirhugað að opna verslunina seinni hluta mánaðarins. "Þetta verður þægindabúð," sagði Sigmundur. "Áhersla lögð á til þess að gera hnitmiðað vöruval og langan opnunartíma". Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, þátttakendur á Sumartónleikum, Marta Halldórsdóttir og Kári Þormar, taka þátt í messunni. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Sumartónleikar kl. 17. á morgun. Morgunbæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun, 6. júlí. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 21 annað kvöld. Hildur Tryggvadóttir syngur einsöng. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Kjaranefnd hækkar laun embættismanna

KJARANEFND hefur ákveðið breytingar á launum ráðuneytisstjóra og þriggja embættismanna í fjármálaráðuneytinu. Kjaranefnd tók síðast ákvörðun um laun ráðuneytisstjóra 30. desember sl. en skv. úrskurðinum nú hækka laun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um 2,5% og laun annarra ráðuneytisstjóra um 4,5%. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 449 orð

Kóreuríkin slíta viðræðum

FULLTRÚAR Suður-Kóreu slitu í gær viðræðum við sendinefnd Norður-Kóreu sem fram hafa farið í Peking undanfarna daga. Sökuðu þeir N-Kóreumenn um að hafa brotið gefin loforð um viðræður um málefni fjölskyldna sem sundruðust í Kóreustríðinu 1953. Þá hefur ríkisstjórn S-Kóreu ákveðið að hætta við landbúnaðaraðstoð sína við N- Kóreu uns viðræðum verði fram haldið. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Laufey og Skör efst gæðinga

LAUFEY frá Kollaleiru og Hans Kjerúlf stóðu efst eftir forkeppni í B-flokki gæðinga á fjórðungsmótinu sem haldið er á Stekkhólma á Héraði. Hlutu þau 8,64 í einkunn sem þykir góður árangur því klárinn fór á týrstökki og hefur því fengið mjög lága einkunn fyrir það atriði. Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Laust embætti prests

BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests í Akureyrarprestakalli sem veita á frá 1. september. Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomanndi. Séra Svavar A. Jónsson hefur gegnt framangreindu embætti frá því síðla árs 1995. Hann tekur við embætti sóknarprests Akureyrarprestakalls af séra Birgi Snæbjörnssyni en hann lætur af embætti 1. september vegna aldurs. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Lax-á með hæsta boð í Miðfjarðará

TILBOÐ í veiðiréttinn í Miðfjarðará næstu þrjú árin voru opnuð í Reykjavík í gærdag og reyndist Lax-á ehf. vera með langhæsta tilboðið, 31.850.000 krónur á ári, verðtryggt. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með næsthæsta tilboðið, 27.100.000 krónur. Fjögur önnur tilboð bárust, á bilinu 24.000.000 til 26.900.000 krónur. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Lárusardagur á Árbæjarsafni

DAGSKRÁ tengd minningu Lárusar Sigurbjörnssonar, sem oft hefur verið nefndur "Safnafaðir Reykjavíkur", verður haldin sunnudaginn 4. júlí á Árbæjarsafni. Lárus Sigurbjörnsson var skipaður skjala- og minjavörður í Reykjavík árið 1954. Þá hafði hann allt frá árinu 1929 unnið ötullega að því að safna saman skjölum og ýmsu öðru sem tengdist sögu bæjarins. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 242 orð

Leeson látinn laus

Leeson hlýtur nú frelsi þremur og hálfu ári áður en hann hafði setið af sér þann sex og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut í desember 1995 fyrir fjársvika- og blekkingarstarfsemi sem hann hafði gripið til í því skyni að reyna að fela hve gífurlegum upphæðum hann hefði tapað í afleiðsluviðskiptum sem hann gerði í nafni Barings-banka í Singapore. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

LEIÐRÉTT

Í frásögn á miðopnu í gær um skýrslu nefndar um unga afbrotamenn varð meinleg villa. Þar segir að nefndin telji vænlegan kost að komið verði á fót sérstöku fangelsi eða fangelsisdeild fyrir börn. Hið rétta er að í nefndarálitinu segir að nefndin telji það vænlegri kost að fangar undir 18 ára aldri afpláni refsingu með vistun á meðferðarheimili en að komið verði á fót sérstöku fangelsi eða Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Leikið í sól og blíðu

ÞÓRSVÖLLURINN iðaði af lífi og fjöri í sólskininu í gærdag, en þar fór fram í ellefta sinn svonefnt Pollamót. Í því taka þátt knattspyrnumenn 30 ára og eldri. Jóhann Jónsson hjá Þór sagði að veðrið hefði leikið við þátttakendur, sól og blíða, en örlítil gola náði að Þórssvæðinu og kældi hina kappsömu fótboltamenn dálítið. "Aðstæður eru eins og best verður á kosið," sagði Jóhann. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Leita orsaka kláfferjuslyss

RANNSÓKN hófst í gær á hugsanlegum orsökum kláfferjuslyssins í St. Etienne í frönsku Ölpunum á fimmtudag þar sem tuttugu manns fórust þegar kláfferja féll áttatíu metra til jarðar, í því sem nefnt hefur verið versta kláfferjuslys allra tíma í Frakklandi. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 171 orð

Lenda á halastjörnu

Lenda á halastjörnu Lundúnum. The Daily Telegraph. ÁÆTLUN um að lenda geimfari á halastjörnu var afhjúpuð af evrópskum vísindamönnum í Lundúnum á fimmtudag. Áætlunin gerir ráð fyrir að geimfarið, sem bera mun nafnið Rosetta, muni fljúga um himingeiminn í átta ár uns það er handan reikistjörnunnar Júpíter. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 16 orð

Lesbók

Lesbók Málþing um stöðu ljóðlistarinnar. Þrælasalar í norðurhöfum. Turnar á staurum í Hollandi. Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Lokað vegna mengunar

HVALFJAÐARGÖNGIN lokuðust vegna mengunar um klukkan sjö í gærkvöld, en þá náði umferðin í gegnum þau hámarki, samkvæmt upplýsingum úr gjaldskýli ganganna. Starfsmaður skýlisins sagði að gífurleg umferð hefði verið í gegnum göngin frá því seinnipart dags og fram á kvöld og þegar þau lokuðust var nánast bíll við bíl. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Lækkun á verðskrá

VERÐSKRÁ Landssímans fyrir svokallaða Frame Relay-gagnaflutningsþjónustu, sem veitt er á ATM-neti Landssímans, lækkaði 1. júlí sl. Í fyrsta lagi er nú gjald fyrir leigulínu innanbæjar í ATM-hnút innifalið í gjaldi fyrir Frame Relay- þjónustu. Þetta á jafnt við á höfuðborgarsvæðinu og þeim þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni þar sem ATM-hnútar hafa verið settir upp. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 75 orð

Mario Puzo látinn

BANDARÍSKI rithöfundurinn Mario Puzo, sem skrifaði meðal annars söguna um Guðföðurinn, lést á heimili sínu á Long Island í gær. Hann var 78 ára. Auk Guðföðursins, sem kom út 1969 og hefur selst í um 21 milljón eintaka um allan heim, skrifaði hann sjö skáldsögur og hafði nýlokið einni er hann lést. Hún kemur út á næsta ári. Puzo var fæddur í New York, og voru foreldrar hans ítalskir innflytjendur. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 315 orð

Matargjafir bárust úr mörgum áttum

ÁKALL skipverja togarans Odincova um hjálp frá íslenskum almenningi virðist ætla að bera tilætlaðan árangur. Í gær tóku unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur sig saman og notuðu útborgun sína til að kaupa mat handa skipverjunum. Innflytjendur matvæla brugðust einnig vel við hjálparbeiðninni og komu varningi um borð í Odincova. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 545 orð

Málinu vísað frá dómi vegna vanreifunar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu þess efnis að lýst yrði ógild og ólögmæt synjun Fiskistofu um að veita honum sérstakt veiðleyfi eða veiðiheimildir, í þeim tegundum sjávarafla, sem tilgreindar voru í umsókn hans til sjávarútvegsráðuneytisins 9. desember 1996. Meira
3. júlí 1999 | Landsbyggðin | 373 orð

Merki valið fyrir Landsmót UMFÍ 2001

Egilsstöðum-Haldin var samkeppni um merki fyrir Landsmót UMFÍ árið 2001 sem haldið verður á Egilsstöðum. Alls bárust 27 tillögur frá 25 höfundum um merkið. Dómnefnd skipuð Birni Ármanni Ólafssyni, Önnu Ingólfsdóttur og Stefaníu Steinþórsdóttur gerði tillögu um þrjú merki. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Mikil umferð á þjóðvegunum

MIKIL umferð var á þjóðvegum landsins í gærdag og fram á kvöld og að sögn lögreglu gekk hún greiðlega fyrir sig. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað enda var búist við þungri umferð vegna þess hve veðurspáin fyrir helgina var góð. Frá höfuðborgarsvæðinu var þung umferð bæði á Vesturlands- og Suðurlandsvegi. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Ný náttúruverndarlög taka gildi

NÝ lög um náttúruvernd nr. 44/1999 taka gildi 1. júlí. Þau taka við af lögum sem að stofni til eru frá 1971. Samkvæmt fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins eru helstu nýmæli og breytingar samkvæmt hinum nýju lögum þessar: Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Ný reglugerð um vinnu barna og unglinga

NÝ reglugerð um vinnu barna og unglinga hefur verið samþykkt af félagsmálaráðherra og tekur gildi 1. september 1999. Mun reglugerð þessi hafa áhrif á vinnu barna og unglinga undir 18 ára aldri, segir í fréttatilkynningu frá Vinnueftirliti ríkisins. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Nýr leikskóli í haust

FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu nýs leikskóla við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ. Leikskólinn, sem þjóna á íbúum í Höfðahverfi, verður tekinn í notkun í haust. Að sögn byggingarfulltrúa bæjarins er fyrirhugað að grunnskóli verði starfræktur í hluta leikskólans og færanlegum skólastofum næsta vetur. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Nýtt hafnaráð skipað

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað nýja fulltrúa og varafulltrúa í hafnaráð. Í ráðið voru skipuð þau Sigríður Finnsen og Einar K. Guðfinnsson en sem varamenn þeir Jóhann Guðmundsson, Kristinn Jónasson og Ásgeir Logi Ásgeirsson. Samgönguráðherra skipar hafnaráð sér til ráðuneytis um hafnamál. Í hafnaráði skulu eiga sæti fimm fulltrúar og jafnmargir varamenn. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Olíutankar fluttir

UM þessar mundir er unnið að því að flytja olíutanka úr Laugarnesi, en í fyrra var olíustöðin sem þar hafði verið um áratuga skeið lögð niður. Að sögn Hannesar Valdimarssonar, hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar, sér fyrirtækið Olíudreifing ehf. um að flytja tankana, sem munu ýmist vera sendir út á land eða komið fyrir í olíustöðinni í Örfirisey. Á flutningunum að ljúka nú í sumar. Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Opnun búgarðsins á Þórisstöðum

Á ÞÓRISSTÖÐUM á Svalbarðsströnd verður í dag, laugardaginn 3. júlí, opnaður búgarður. Búgarður er nokkurs konar samheiti yfir húsdýra- og fjölskyldugarð í sveit, en auk hefðbundins kúabús er starfrækt veitingastofa á Þórisstöðum. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Samið um lokur og fallpípur

LANDSVIRKJUN hefur samið við franska fyrirtækið Alstom Hydro um smíði og uppsetningu á lokum og fallpípum Vatnsfellsvirkjunar. Franska fyrirtækið var með lægsta tilboðið í verkið og hljóðar samningurinn upp á 300 milljónir króna. Meira
3. júlí 1999 | Landsbyggðin | 292 orð

Signetshringurinn geymdi verbúðarlykil

Signetshringurinn geymdi verbúðarlykil Ísafirði-Minjasafninu í Ósvör í Bolungarvík hefur bæst góður gripur, sem er meira en hundrað ára gamall lyklahringur sem jafnframt var signetshringur. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Sigurrós með þaktónleika

HLJÓMSVEITIN Sigurrós leikur laugardaginn 3. júlí kl. 14 á þaki plötuverslunarinnar Músík & myndir, Austurstræti 22. Þetta eru aðrir tónleikarnir af þremur sem M&M verða með mánaðarlega í sumar. Þriðju og síðustu þaktónleikarnir verða svo 7. ágúst. Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Sjávarútvegsráðherra heimsótti Akureyri

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var á ferð á Akureyri í gærdag. Hann hitti forsvarsmenn verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og Sjómannafélags Eyjafjarðar, kynnti sér starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja, heimsótti Háskólann á Akureyri, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Verðlagsstofu skiptaverðs og Útvegsmannafélag Norðurlands. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 461 orð

Skæruliðar Kúrda herða árásir sínar í Tyrklandi

KÚRDÍSKIR skæruliðar hafa hert árásir sínar í Tyrklandi til að hefna dauðadómsins yfir leiðtoga sínum, Abdullah Öcalan, að sögn tyrkneskra embættismanna í gær. Skæruliðarnir skutu fjóra menn til bana á kaffihúsi í bænum Elazig í austurhluta landsins í fyrrakvöld. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 737 orð

Stofnað verði eitt félag um almenningssamgöngur

Í TENGSLUM við vinnu að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið hafa danskir ráðgjafar frá Nes Planners, sem vinna að skipulaginu, sett fram hugmyndir að skipan almenningssamgangna á svæðinu. Þær fela meðal annars í sér að stofnað verði félag, sem beri eitt ábyrgð á skipulagningu samgangnanna. Meira
3. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Söguganga Minjasafnsins

MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir sögugöngu um Oddeyri sunnudaginn fjórða júlí. Lagt verður upp frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Gera má ráð fyrir að gönguferðin taki um einn og hálfan tíma. Leiðsögumaður verður Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri Minjasafnsins. Þátttaka í göngunni er ókeypis og eru allir velkomnir segir í fréttatilkynningu frá Minjasafninu. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1183 orð

Tilraun til að rjúfa "umbótateppuna" í Þýzkalandi Í síðustu viku kynnti þýzka ríkisstjórnin umfangsmikla áætlun um umbætur á

MEÐ umfangsmikilli umbótaáætlun, sem felur í sér skatta- og útgjaldabreytingar sem spara eiga þýzka ríkiskassanum 30 milljarða marka, um 1.200 milljarða króna, strax á næsta ári, reynir nú Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlari að reka af sér það slyðruorð í innanlandsmálum, sem fjölmiðlar og stjórnarandstaða voru farin að bera á hann með síauknum þunga. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 570 orð

Tíföld flutningsgeta öflugustu nettengingar

LANDSSÍMINN hyggst í árslok bjóða netnotendum á höfuðborgarsvæðinu upp á ADSL-tengingu sem hefur flutningsgetuna 1000 kb til notandans og um 400 kb frá honum, sem er um tíföld flutningsgeta ISDN-tengingar, sem er öflugasta tengingin sem netnotendur býðst nú. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tívolí komið í Hafnarfjörð

TÍVOLÍIÐ er komið til Hafnarfjarðar og verður þar í næstu viku eins og fyrri sumur. Að sögn Friðriks Ármanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Miðbæjar Hafnarfjarðar, eru kaupmenn mjög ánægðir með framtakið og kvarta ekki undan hávaðanum. "Rekstraraðilar í húsinu fagna svona uppákomum," sagði hann. "Þetta eykur mannlífið í bænum. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tólf sóttu um starf bæjarstjóra

RUNNINN er út umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra í Stykkishólmi. Tólf sóttu um starfið. Þeir eru: Arinbjörn Sigurgeirsson, Eygló Gunnþórsdóttir, Friðrik Óskarsson, Guðmundur Þór Guðmundsson, Gunnar O. Sigurðsson, Lilja Tryggvadóttir, Marías Sveinsson, Óli Jón Gunnarsson, Óskar Thorberg Traustason, Pétur Oddsson, Stefán Ólafsson og Valbjörn Steingrímsson. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1466 orð

Trimble var tregur til að treysta orðum Sinn Féin

EFTIR að Kanadamaðurinn John de Chastelain birti skýrslu sína í gær um afvopnun öfgahópanna á Norður-Írlandi vöknuðu vonir enn á ný um að hægt yrði að finna lausn á deilum leiðtoga stríðandi fylkinga um myndun heimastjórnar og afvopnun Írska lýðveldishersins (IRA). Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 384 orð

Um 8 milljónir í erlendri smámynt

ALLS söfnuðust um 8 milljónir króna í söfnun á erlendri smámynt til styrktar langveikum börnum, sem Landsbanki Íslands hf. stóð fyrir meðal viðskiptavina sinna í desember og janúar sl. Söfnunarféð verður í varðveislu Landsbankans en sjóðsstjórn Styrktarsjóðs Umhyggju mun annast framlög til einstakra verkefna. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 783 orð

Upplýsingamiðstöð neytenda stofnuð fljótlega

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ neytenda verður stofnuð fljótlega. Þetta kom fram í máli Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á blaðamannafundi á fimmtudag þar sem kynnt var skýrsla starfshóps um stefnumörkun í málefnum neytenda. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 281 orð

Úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur

FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur fyrir skólaárið 1999­2000. Úthlutunin nemur alls 8 milljónum króna og fer stærsti hlutinn, eða 5,9 milljónir til 7 móðurskóla í fjórum greinum. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Útilistaverk á Hafnarbakkanum

Á MIÐBAKKANUM í Reykjavík, Fræðslutorginu, eru tvö útilistaverk og sýnir annað ströndina eins og hún var með vörum og smábryggjum áður en höfnin var gerð 1913­17 og einnig hvernig hún hefur breyst síðan. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Útvarp nýrrar aldar

27 ÁRA gamall safnvörður frá Eyrarbakka, Þorvaldur Gunnarsson, bar sigur úr býtum í þáttagerðarsamkeppninni Útvarp nýrrar aldar, sem Bylgjan stóð fyrir í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Bestu þættirnir í samkeppninni verða sendir út fimm næstu sunnudaga á Bylgjunni, segir í fréttatilkynningu frá Bylgjunni. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Vatnsforðinn undir meðallagi

VATNSBÚSKAPUR í lónum Landsvirkjunar er nokkru undir því sem gerist í meðalári. Vatnsforði lónanna er um 55% en Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að í meðalári sé hann yfirleitt kringum 70% á þessum árstíma. Meira
3. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 63 orð

Vilja sumartíma

Reuters Vilja sumartíma KLUKKUR á útsölu í Tókýó í Japan í gær. Hópur þarlendra þingmanna reynir nú að fá samþykkt frumvarp sem myndi leiða í lög sumartíma í landi hinnar rísandi sólar. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 674 orð

Vinna sótt í auknum mæli til Reykjavíkur

Ný samantekt sem unnin var af Aflvaka hf. um flæði vinnuafls á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu sína í auknum mæli til fyrirtækja í Reykjavík. Ómar Friðriksson skoðaði niðurstöður. Meira
3. júlí 1999 | Landsbyggðin | 131 orð

Víkingahátíð á Seyðisfirði

Víkingahátíð á Seyðisfirði Seyðisfirði-Víkingahátíðin á Seyðisfirði var haldin um nýliðna helgi. Þótt veður hafi ekki verið eins og best verður á kosið er talið að á annað þúsund manns hafi sótt hátíðina. Stórt samkomutjald var reist framan við Hótel Seyðisfjörð og víkingatjöld meðfram Lóninu við hótelið. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 339 orð

Þorskkvótinn er kominn í 118 kr.

VERÐ á kvóta hefur hækkað mikið síðustu daga og náði verð á þorskkvóta sögulegu hámarki í gær þegar kílóið fór í 118 kr. Hilmar A. Kristjánsson, framkvæmdastjóri KM-kvóta, sagði að lág kvótastaða og hátt afurðaverð skýrði þessa hækkun að stærstum hluta, auk þess sem hann taldi að tilkoma Kvótaþings hefði stuðlað að verðhækkun. Meira
3. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Þyrla sótti dreng upp á Langjökul

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- Sif, sótti 10 ára gamlan sænskan dreng upp á Langjökul síðdegis í gær vegna meiðsla er hann hlaut er hann féll af vélsleða. Ekki var þó um eins alvarlega áverka að ræða og fyrst var talið, en ljóst var þó að pilturinn myndi ekki þola bílflutning af jöklinum á sjúkrahús. Þyrlan lenti með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli klukkan 17. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júlí 1999 | Leiðarar | 799 orð

BIRNIR Á FLUGI

TVÆR rússneskar sprengjuflugvélar, svokallaðir "Birnir" af gerðinni TU-95, flugu inn fyrir íslenska loftvarnarsvæðið á föstudag fyrir viku. Vélarnar flugu réttsælis í kringum landið og var þeim fylgt eftir af F15-orrustuþotum af Keflavíkurflugvelli. Nokkrum dögum áður höfðu tvær Blackjack- sprengjuþotur flogið meðfram strandlengju Noregs. Meira

Menning

3. júlí 1999 | Menningarlíf | 43 orð

Ars Magica sýnir á Ísafirði

ARS Magica-hópurinn hefur dvalið á Ísafirði undanfarnar tvær vikur og búið til eitt sameiginlegt verk með ýmsum táknrænum tilvísunum og verður það meginverk sýningarinnar Ars Magica á Silfurtorgi á Ísafirði laugardaginn 3. júní og sunnudaginn 4. júní kl. 13­18. Meira
3. júlí 1999 | Margmiðlun | 203 orð

Brennari frá Creative

GEISLADISKABRENNSLA er vandaverk eins og þeir þekkja sem reynt hafa. Bæði er að brennarinn verður að vera í góðu lagi og gagnastreymi frá tölvunni má ekki bregðast. Geisladiskabrennsla er sífellt algengari, enda kosta diskar fyrir slíkt lítilræði og brennarar hafa einnig lækkað í verði samhliða því sem hraði þeirra hefur aukist. Meira
3. júlí 1999 | Margmiðlun | 175 orð

Burt með suðið

FLESTIR sem átt hafa við hljóð og hljóma í tölvu þekkja suðið sem sífellt heyrist úr hljóðkortinu. Margir framleiðendur hafa freistað þess að losna við suðið og til eru lausnir sem flestar eru alldýrar. Creative kynnti á dögunum suðlaust hátalarakerfi fyrir almennan markað. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 63 orð

Don Johnson faðir á ný

RÓLYNDISDAGAR hjónakornanna Dons Johnsons og Kelley Phleger eru senn á enda því þau eiga von á sínu fyrsta barni. Don sem er 49 ára giftist Kelley í apríl en hún er 31 árs barnaskólakennari. Hann á fyrir tvö börn; með Patti D'Arbanville á hann Jesse sem er sextán ára og með leikkonunni Melanie Griffith á hann dótturina Dakota. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 108 orð

Eiga í sérstöku vináttusambandi

LEIKKONAN Catherine Zeta-Jones hefur staðfest að eiga í "sérstöku vináttusambandi" við leikarann Michael Douglas. "Hann er sú manngerð sem auðvelt er að láta sér líða vel nálægt," sagði hún í viðtali við tímaritið Hello!. "Michael hefur alltaf reynst mér mjög vel. Hann hefur stutt mig þegar ég hef þarnast vinar og hann er töfrandi persóna og mikill herramaður. Meira
3. júlí 1999 | Margmiðlun | 299 orð

Evrópsk margmiðlunarverðlaun

MIKILL vilji er fyrir því innan Evrópusambandsins að efla framþróun í margmiðlun. Meðal annars til að gera henni hærra undir höfði voru sett á stofn Europrix-verðlaunin sem veitt verða í annað sinn í haust. Meira
3. júlí 1999 | Margmiðlun | 703 orð

Gagnleg uppfærsla Vinsælasti hugbúnaðarvöndull heims er Office-pakkinn frá Microsoft. Árni Matthíasson skoðaði nýjustu útgáfu

VINSÆLASTI hugbúnaðarvöndull heims er Office-pakkinn frá Microsoft, sem inniheldur allan helsta hugbúnað sem almennir tölvunotendur þurfa að nota, hugbúnaður til ritvinnslu, tölvureiknir, glæruforrit og pótsforrit í grunnútgáfunni, en til er útgáfa af Office sem inniheldur meðal annars gagnagrunn og umbrotsforrit. Síðasta útgáfa af Office kallaðist Office 97 og kom út 1996. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 645 orð

Heimur fullur af hatri

VIÐ, SEM af einhverjum ástæðum horfum meira á sjónvarp en almennt er venjan og fylgjumst yfirleitt nokkuð með fjölmiðlum af gömlum vana, sjáum glöggt að fjölmiðlun er ekki sú sama og hún var. Nú er eitur í beinum margra sem fjölmiðlum stjórna að vinna áhorfanlegt efni eða áheyrilegt úr því sem liðið er og skiptir engu máli hve forvitnilegt það er ef ekki er hægt að troða poppi með því eða Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 188 orð

Helgimyndir í Tjarnarsal

"VINDURINN blæs hvar sem hann vill" er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, laugardag, kl. 15. Sýndar verða "collage"-myndir (klippimyndir) með blandaðri tækni eftir 12 konur. Hópurinn á það sameiginlegt að hafa áhuga á sköpun og myndlist og hafa verið á námskeiði í helgimyndagerð hjá Öldu Ármönnu Sveinsdóttur myndlistarkennara, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. júlí 1999 | Bókmenntir | 662 orð

Í fótspor lávarðar

eftir Tim Moore. Abacus. Bretlandi 1999 ­ 280 bls. FERÐASAGAN líkt og önnur mannanna verk dregur dám af sinni samtíð hvað varðar form og innihald. Sögur af svaðilförum og þess háttar eiga vitaskuld alltaf upp á pallborðið en ég býst við því að kórrétt formúla hinnar póstmódernísku ferðasögu hljóti að vera eftirlíking af slíkum sögum. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 180 orð

Jakkafötin víkja

Á TÍSKUVIKUNNI á Mílanó hefur karlatíska næsta vors og sumars verið kynnt. Það sem helst hefur vakið athygli er að hönnuðir hafa lagt jakkafötin á hilluna og í stað þeirra er kominn fatnaður sem hentar best í sumarfríið. Gallabuxur, stuttermabolir og fráhnepptar skyrtur eru áberandi ásamt glansandi efnum og stílhreinum sniðum. Tom Ford er bandarískur og hannar fyrir Gucci. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 71 orð

Langþráð rigning

VEÐURBLÍÐAN hefur svo sannarlega leikið við okkur Íslendinga að undanförnu og við munum varla hvernig regndropi lítur út. En í New York hellirigndi á fimmtudaginn eftir þriggja vikna þurrka og flestir borgarbúar héldu sig innan dyra. Hin sjö ára Shanice Bell stóðst þó ekki freistinguna og hljóp út til að busla í pollunum. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 673 orð

Lítil vin í hjarta bæjarins María Reyndal er nýráðinn listrænn stjórnandi Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum. Dóra Ósk

María Reyndal er nýráðinn listrænn stjórnandi Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti Maríu og forvitnaðist um hvort breytingar fylgdu nýjum stjórnanda. Meira
3. júlí 1999 | Margmiðlun | 355 orð

Martraðir hjá strumpum?

Infogrames er þekkt fyrir að gera mikið af góðum leikjum er byggðir eru á teiknimyndum. Nýjasti leikur fyrirtækisins, er ber heitið The Smurfs' Nightmare, gefur fyrri leikjum ekkert eftir og stefnir í að hann slái í gegn hjá Color Game Boy-eigendum. Leikinn er ekki hægt að nota í venjulegar Game Boy-tölvur. Meira
3. júlí 1999 | Tónlist | 1447 orð

Meistaraverk Ellingtons á sjötta áratugnum

Duke Ellington og hljómsveit 1956. Such sweet thunder. Duke Ellington og hljómsveit 1956­57. Black, brown and beige. Duke Ellington og hljómsveit ásamt Mahaliu Jackson 1958. Anatomy of a murder. Duke Ellington og hljómsveit 1959. First time. Duke Ellington og Count Basie ásamt hljómsveitum sínum. 1961. Sony/Skífan 1999. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 76 orð

Merktar á maganum

STUÐNINGSMENN bandaríska landsliðsins í fótbolta hafa fjölmennt á leiki liðsins undanfarið en nú ríður mikið á að sýna samstöðu í verki því Heimsmeistaramót kvenna er hafið. Þann 1. júlí spiluðu bandarísku stúlkurnar við lið Þjóðverja og sigruðu, 3-2. Áhangendur liðsins voru að vonum ánægðir með árangurinn og voru stoltir af sínum stúlkum. Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 112 orð

Miðsumartónleikar í Hveragerðiskirkju

TÓNLEIKAR verða í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 4. júlí kl. 16.30 á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna. Þar leika Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu og Sólveig Anna Jónsdóttir á píanó. Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 133 orð

Nýtt leikrit í Brúðubílnum

BRÚÐUBÍLLINN frumsýnir leikritið Í útlegð mánudaginn 5. júlí kl. 14 niður við Tjörn við Tjarnarborg. Kl. 10 þann dag verður forsýning á gæsluvellinum í Barðavogi. Þriðjudaginn 6. júlí eru sýningar í Dalalandi kl. 10 og á Holtsvelli, Kópavogi, kl. 14. Leikritið er byggt upp á þremur litlum leikþáttum og ýmsar persónur koma fram. Trúðarnir Dúskur og Hnappur segja frá Trénu í garðinum. Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 182 orð

Orgelverk á Kirkjulistahátíð

Á FIMMTU tónleikum Kirkjulistahátíðar sunnudaginn 4. júlí kl. 20.30 flytur Mark A. Anderson frá Bandaríkjunum orgelverk. Á efnisskránni eru verk eftir Clérambault og Bach frá barokktímabilinu, rómantísk verk eftir Reger og Vierne og aðgengilegt nútímaverk eftir enska tónskáldið Simon Preston, sem starfað hefur sem organisti Westminster Abbey. Lokaverkið á tónleikunum eru tveir þættir úr 3. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 460 orð

Pönkið var aldrei búið

"VIÐ ERUM búnir að spila í 3 til 4 mánuði og æfum ekkert alltof mikið," segir Ágúst Rúnarsson, söngvari þungarokksveitarinnar Gyllinæðar. "Kallaðu okkur bara Gústa, Magga og Danna," leiðréttir hann blaðamann og skírskotar til félaga sinna Daníels Ívars Jenssonar gítarleikara og Magnúsar Arnar Magnússonar trommara. Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 248 orð

Ritverk um Árnesinga

HRUNAMENN I­II er fyrsta útgáfa í ritverki um ættir Árnesinga og ábúð í Árnessýslu, en áætlað er að það ritverk komi út á næstu 4­5 árum. Í ritverkinu Hrunamenn I­II er rakin ábúðarsaga Hrunamanna frá 1890 til vorra daga. Sagt er frá ábúendum hvers bæjar og afkomendum þeirra og rakinn æviferill látinna ábúenda. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 217 orð

Robbie er nýi kóngurinn

SÚ VAR tíðin að Elvis Presley var kóngurinn en þegar nær dregur aldamótum virðist sem að hann neyðist til að afsala sér krúnunni því til leiks er mættur vinsæll rokkprins. Í skoðannakönnun sem gerð var af Rock Circus-safninu í London nýverið er engum blöðum um það að fletta að Robbie Willams er sá sem flestir Bretar vilja rokka með á gamlaárskvöld þetta árið. Meira
3. júlí 1999 | Bókmenntir | 809 orð

Skrifað með vinstri hendi

eftir Karen Blixen. Íslensk þýðing: Gunnlaugur R. Jónsson. Mál og menning, 1999, 115 bls. ÞEGAR Karen Blixen yfirgaf Afríku líkti hún því við að hægri hönd hennar væri hægt limuð af og hún skrifar: "Aldrei framar gæti ég setið hest eða skotið úr byssu og héðan í frá yrði ég að skrifa með vinstri hendi." Feril sinn sem rithöfundur hóf Blixen eftir að hún fluttist frá Afríku. Meira
3. júlí 1999 | Margmiðlun | 148 orð

Tíu tungumál til

ÞRÁTT fyrir kaup AOL á Netscape heldur þróun þar áfram, þó ekki bóli á lokagerð Gecko, næstu útgáfu af Netscape-vafranum. Á dögunum kynnti Netscape tíu nýjar útgáfur af vafra sínum. Microsoft hefur gengið á undan með gott fordæmi í að staðfæra Explorer-vafra sinn, því hann er nú til í 26 tungumálum, þar af þremur gerðum af kínversku og tveimur af portúgölsku. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 167 orð

Tóm leiðindi Ástfanginn (Fall)

Framleiðsla: Terence Michael. Handrit og leikstjórn: Eric Schaffer. Kvikmyndataka: Joe De Salvo. Tónlist: Amanda Kravat. Aðalhlutverk: Eric Schaffer. 93 mín. Bandarísk. Háskólabíó, júní 1999. Öllum leyfð. Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 56 orð

Tréskurðarsýning í Straumi

TRÉSKURÐARSÝNING verður opnuð í Listamiðstöðinni í Straumi sunnudaginn 4. júlí kl. 13. Þar mun kennarinn Sigga á Grund sína listmuni sína ásamt nemendum en hún hefur að undanförnu haldið námskeið í listgreininni. Verkin gera mönnum kleift, sem áhuga hafa, að fylgjast með öllu tréskurðarferlinu, þ.e. frá óhefluðu borði með teikningu á að margræðu listaverki. Meira
3. júlí 1999 | Menningarlíf | 302 orð

Viðurkenningu fyrir listaframlag í Hafnarfirði

MINNINGARSJÓÐUR um hjónin Sverri Magnússon og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, frumkvöðla að stofnun Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, var stofnaður 1993. Viðurkenning var nú veitt í fimmta sinn. Tríó Reykjavíkur skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 418 orð

Villta vestrið líður undir lok

THE Hi-Lo Country fjallar um tvo kúreka og vini, Big Boy (Woody Harrelson) og Pete (Billy Crudup), sem búa og starfa í Nýju-Mexíkó rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þeir eru miklir vinir og ganga saman í gegnum þykkt og þunnt, kunna allt sem hægt er að kunna um lífið á hestbaki úti á sléttunni, sem er lífsmáti sem er að deyja út á þessum tíma, Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 372 orð

Þegar kviknaði í en bara í þykjustunni

ÞAÐ jaðraði við tortryggni í rödd Björns Leifssonar í World Class þegar blaðamaður hringdi í hann á afmælisdegi hans í fyrradag og kynnti sig, enda var hann kannski búinn að fá nóg af undarlegum símtölum þennan dag. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 160 orð

Ægileg della Andstæðingar (Opposite Corners)

Framleiðsla: Eric E. Schaffer. Leikstjórn: Louis D'Esposito. Handrit: Joseph Garzilli, Irvin S. Bauer og Elio Lupi. Kvikmyndataka: Glenn Kershaw. Tónlist: John Frizzell. Aðalhlutverk: Cathy Moriarty og Anthony John Dennison. 102 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
3. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 556 orð

Ævinlega! Skúli Helgason skrifar um nýjustu plötu Red Hot Chili Peppers, Californication.

Skúli Helgason skrifar um nýjustu plötu Red Hot Chili Peppers, Californication. ÞETTA er ekki sagan endalausa eins og hjá Stones, en Red Hot Chili Peppers er orðin 16 ára gömul sveit og getur meira að segja montað sig af því í ellinni að hafa verið brautryðjandi fyrir stefnu sem reyndar féll saman áður en ættmóðirin gat sagt: Viltu nammi, Meira

Umræðan

3. júlí 1999 | Aðsent efni | 575 orð

Endurmenntunar-stofnun Háskóla Íslands

Nú er svo komið, segir Ólafur Helgi Kjartansson, að hver maður verður að halda við menntun sinni. Meira
3. júlí 1999 | Aðsent efni | 1036 orð

Handtaka í boði Eimskips eða Coke?

Við, sem vinnum í þessum málaflokki, segir Davíð Bergmann Davíðsson, vitum vel hverjir standa að innflutningi og sölu fíkniefna og það veit lögreglan einnig. Meira
3. júlí 1999 | Aðsent efni | 752 orð

Minnaríkisútvarp?

Evrópusamband útvarpsstöðva, segir Jón Ásgeir Sigurðsson, telur markaðinn ekki geta boðið upp á gæðadagskrár, sem höfði til allra þjóðfélagshópa. Meira
3. júlí 1999 | Aðsent efni | 391 orð

Ný öryggismálastefna og áhrif "lítilla" ríkja

Aðildarríki ESB, segir John Maddison, njóta þess að eiga vísan stuðning allra samstarfsríkjanna. Meira
3. júlí 1999 | Aðsent efni | 818 orð

Ræningjar komu til Rómaborgar

Aldrei áður, segir Júlíus Hafstein, hafa álögur á borgarbúa verið hækkaðar jafn mikið á jafn stuttum tíma. Meira
3. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Stór dagur í Vatnaskógi

Í VATNASKÓGI hefur KFUM í Reykjavík starfrækt sumarbúðir síðan árið 1923. Á hverju sumri dvelja um 1.000 drengir í Vatnaskógi, viku til tíu daga í senn. Ein vika er fyrir unglinga, pilta og stúlkur, tvær helgar fyrir feðga, ein helgi fyrir karla og um verslunarmannahelgina er staðurinn opinn fjölskyldum. Þegar sumarstarfi lýkur taka við tveggja til þriggja daga fermingarnámskeið sem um 1. Meira

Minningargreinar

3. júlí 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Ari Ísberg

Til elskulegs afa okkar. Sunnudaginn 27. júní öðlaðist sál hans frið og ró er hann lést á Borgarspítalanum. Vissulega tók það á að heyra þessar fregnir, en við vitum að þótt líkami hans sé dáinn mun afi ávallt lifa í hjarta okkar. Við vitum að hann er glaður þar sem hann er nú og feginn hvíldinni. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 219 orð

ARI ÍSBERG

ARI ÍSBERG Ari Guðbrandur Ísberg fæddist 16. september 1925 í Möðrufelli í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbrandur Magnússon Ísberg, lengst af sýslumaður í Húnavatnssýslu, f. 28.5. 1893, d. 13.1. 1984, og Árnína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg, húsfreyja, f. 27.1. 1898, d. 3.10. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Ester Sveinsdóttir

Ég býst ekki við að sá orðstír sem Ester frænka mín gat sér, væri hann metinn á nútíma mælikvarða, fengi háa einkunn þar sem auður og völd virðast höfð í mestum hávegum. Hennar orðstír fólst í nægjusemi, trúnaði við vinnuveitendur og síðast en ekki síst í gæðum og tryggð við þá sem hún umgekkst og nutum við þess systkinabörnin hennar og okkar afkomendur. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 47 orð

ESTER SVEINSDÓTTIR

ESTER SVEINSDÓTTIR Ester Sveinsdóttir fæddist á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá 27. apríl 1914 og ólst upp hjá fósturforeldrum í Jórvík í sömu sveit, en fluttist til Reykjavíkur um 1940 og bjó þar æ síðan. Hún lést 5. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 10. maí. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 641 orð

Helga Káradóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sumarið er rétt að byrja hér sunnanlands, þó er okkur kalt í sálu og sinni, því í dag kveðjum við kæra vinkonu, sem komin var til ára sinna en þó var eins og í okkar huga yrði hún alltaf hjá okkur. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 113 orð

Helga Káradóttir

Elsku Helga. Ég vil skrifa þér nokkrar línur frá okkur Andreu Ósk og þakka þér fyrir tímann sem við fengum að kynnast þér. Hlýjan sem kom frá þér var alveg yndisleg og góðvildin sem þú sýndir öllum bar af og þegar ég hugsa til þín þá er það líka dugnaðurinn sem var alveg ólýsanlegur. Takk fyrir allar samverustundirnar með okkur Andreu Ósk. Guð varðveiti þig. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Helga Káradóttir

Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Mín elskulega frænka, Helga Káradóttir, hefur nú kvatt þennan heim 96 ára gömul. Hún var yndisleg kona sem gaf mér mikið af sjálfri sér og er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk til að kynnast Helgu. Og það verða margar dýrmætar stundir með henni sem ég geymi í fjársjóði minninganna um ókomna tíð. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 50 orð

HELGA KÁRADÓTTIR

HELGA KÁRADÓTTIR Helga Káradóttir fæddist í Vestur-Holtum í Vestur- Eyjafjallahreppi 30. maí 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 13. júní síðastliðinn. Útför hennar var gerð hinn 26. júní. Greinarnar sem fara á eftir áttu að birtast sunnudaginn 27. júní. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 451 orð

Helgi J. Sveinsson

Helgi J. Sveinsson var hluti af veröld minni frá blautu barnsbeini. Hann naut velgengni í starfi en ég kýs að minnast hans vegna þeirrar ræktarsemi sem hann sýndi sínum nánustu og öðrum þeim tengdum. Að slíku búa þeir sem njóta og sá sem veitir á skilið að honum sé vottuð virðing. Helgi var kvæntur eftirlifandi frænku minni sem ég þekkti fyrstu árin einungis undir gælunafni sínu, Stella. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HELGI J. SVEINSSON

HELGI J. SVEINSSON Helgi J. Sveinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1918. Hann lést á Landspítalanum 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. júlí. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Ingibjörg Bergmann Eyvindsdóttir

Ingibjörg Bergmann Eyvindsdóttir Ingibjörg Bergmann Eyvindsdóttir var fædd í Keflavík 30. september 1921. Hún lést 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dagbjört Jónsdóttir og Eyvindur Bergmann. Alls urðu systkinin sjö. Ingibjörg varð ekkja árið 1946 eftir Sigurð Pál Ebeneser Sigurðsson, f. 29.10. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 428 orð

Ingibjörg Bergmann Eyvindsdóttir

Elsku Bubba frænka er farin frá okkur. Það er margs að minnast frá liðnum árum. Alltaf var jafn notalegt að hitta Bubbu og Skúla, manninn hennar. Að koma í heimsókn til þeirra var eins og að fara svolitla stund aftur í tímann og upplifa aftur andrúmsloftið frá því að við vorum litlar og rifjuðust upp gömlu góðu dagarnir þegar við fórum til ömmu Dagbjartar, meira að segja lyktin var sú sama. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 538 orð

Ingibjörg Bergmann Eyvindsdóttir

Síminn hringdi og viðmælandinn sagði: "Hún Bubba er dáin." Ha, hún Bubba dáin? Hún sem var nýlega komin heim af spítala eftir stutta dvöl og var orðin allnokkuð spræk. Hvorki við né líklega hún, áttum von á að þetta væri í aðsigi enda nær hugsunin sjaldnast til endaloka lífsins. En svona er tilveran. Hennar heittelskaði maður, Skúli Sigurbjörnsson, lést í janúar 1998 og nú er Bubba farin. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson var öflugur liðsmaður hvar sem hann fór. Áhugasamur og heill, kraftmikill og hollur þeim hagsmunum og málstað sem hann kaus að verja hverju sinni. Hann var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn en kvikur í hreyfingum, snareygður og bar með sér áhuga á mönnum og málefnum. Honum var lagið að umgangast fólk og stofna til kynna; hann var félagsmálamaður í þess orðs bestu merkingu. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 534 orð

Jón Sigurðsson

"Vantar þig eitthvað?" "Nei, ekkert elsku drengurinn minn." "Þá sjáumst við á morgun." Það er undarlegt til þess að hugsa að þetta skuli hafa verið síðustu orðin okkar feðganna, töluð eftirmiðdags þann dag er pabbi lést. Ég heimsótti hann á hjartadeildina ásamt afastrákunum hans, Guðjóni Bjarka og Jóni Axeli, og stönsuðum við hjá þeim gamla í rúman hálftíma. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 303 orð

Jón Sigurðsson

Sú harmafregn barst mér að morgni fimmtudagsins 10. júní að Jón væri dáinn. Við þessi sorgartíðindi flugu í gegnum hugann margar góðar minningar um einstakan mann, mann sem var alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd, sama hvað bjátaði á. Ég á honum svo óendanlega mikið að þakka fyrir öll þau skipti sem hann og Ollý opnuðu heimili sitt fyrir mér. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 541 orð

Jón Sigurðsson

"Æi! Komdu og kysstu mig," segir Jón kankvís á svip og með glettnisblik í augum. Hlær lágum hlátri ­ og skellir svo á mann rembingskossi ­ hreppstjórakossi eins og við kölluðum hann. Jón var ávallt hress og kátur, eins og hann var þegar við, Haraldur bróðir minn og ég, hittum hann óvænt á göngu í Kringlunni. "Viljið þið kaffi og tertu? Ég býð," segir Jón snöggt. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 33 orð

JÓN SIGURÐSSON

JÓN SIGURÐSSON Jón Sigurðsson fæddist í Ólafsvík 8. desember 1941, en ólst upp í Borgarnesi. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hinn 9. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 21. júní. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Jósef Borgarsson

Kær vinur og vinnufélagi er fallinn frá, langt um aldur fram. Hann hafði átt við þrálát veikindi að stríða um nokkurt skeið og var hann því frá vinnu af og til þess vegna. En um leið og kraftar leyfðu var hann kominn aftur til vinnu. Vonuðum við því að svo myndi einnig verða nú. Jósef var myndarlegur maður á velli, gekk teinréttur með brjóstkassann fram, gráan makka og síbrosandi. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 355 orð

Jósef Borgarsson

Þegar minnst er Jósefs Borgarssonar, kemur mér fyrst í hug hans hlýja handtak, þegar hann heilsaði manni, með eftirfarandi orðum: "Heill og sæll, kæri vinur." Þessi fallegu orð og framsetning þeirra lýsa vel hans innra manni. Hann hélt stundum nokkuð lengi í hönd manns og ræddi þá gjarnan um málefni líðandi stundar í léttum dúr. Allt fór þetta virðulega fram, eins og honum var líkt. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 744 orð

Jósef Borgarsson

Haustið 1977 leituðu tveir hreppsnefndarmenn af Suðurnesjum til Iðntæknistofnunar um aðstoð vegna atvinnumála í byggðarlagi þar sem ekkert var fyrir nema hverfandi smábátaútgerð og fiskvinnsla. Sem starfsmanni var mér falið erindi Hafnahrepps, eins fámennasta sveitarfélags á Suðvesturlandi, en þó stærst að flatarmáli á Suðurnesjum þótt íbúarnir væru innan við 100. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 360 orð

Jósef Borgarsson

Vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jósef Borgarsson, er nú látinn, langt fyrir aldur fram, eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um nokkurra ára bil. Leiðir okkar Jósefs lágu fyrst saman í alvöru þegar ég var ráðinn til starfa hjá Hitaveitu Suðurnesja í október 1982, en Jósef sat í stjórn fyrirtækisins frá 16. maí 1980 til 30. mars 1983. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 299 orð

Jósef Borgarsson

Jósef Borgarsson er allur. Með honum er horfinn öðlingsdrengur, sem allir hljóta að minnast með hlýju. Ég hygg að fundum okkar hafi fyrst borið saman á vettvangi sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum á sjöunda áratugnum. Jósef var þá oddviti Hafnahrepps. Það fór ekki hjá því að maður veitti honum strax athygli, þar sem hann var ætíð glaðvær og hress í tali og lagði gott til allra mála. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 159 orð

Jósef Borgarsson

Kynni okkar Jósefs spanna ekki langan tíma, eða níu ár, þ.e. frá því að ég kom sem bæjarstjóri til Njarðvíkur. Við grófum það fljótt upp að við vorum frændur frá Hornströndum og það með stórum staf upp frá því. Jósef var einstaklega opinn og glaðvær maður sem gaman var að hitta og má segja að lýst hafi af honum enda brosið bjart og fas allt mjög höfðinglegt. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Jósef Borgarsson

Síðasta verk Jósefs Borgarssonar, áður en hann kenndi sér snögglega meins, var að setja upp íslenska fánann á sjómannadaginn. Jósef hafði hafið sjóróðra ungur með föður sínum og var stíft róið. Sú saga gekk á Suðurnesjum að skipstjóri á trollbát kemur niður í lúkar úti við Eldey og segir að ekki sé veður til að láta trollið fara. Stýrimaður gengur þá á dekk og lítur til veðurs. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 302 orð

JÓSEF BORGARSSON

JÓSEF BORGARSSON Guðjón Jósef Borgarsson fæddist á Hesteyri í Jökulfjörðum 14. september 1934, næstelstur fjögurra sona þeirra Borgars Gunnars Guðmundssonar sjómanns og bónda frá Hesteyri og Jenseyjar Magdalenu Kjartansdóttur frá Aðalvík. Bræðurnir Jón Halldór, Svavar Gunnar Sigurgeir og Guðmundur Jóhannes lifa bróður sinn. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 118 orð

Margrét Bárðardóttir

Nú þegar leiðir okkar elskulegrar mágkonu minnar skilur langar mig að minnast hennar með fáeinum línum. Ég kynntist Margréti árið 1952 þegar ég giftist systur hennar, Steinunni Jónu, og æ síðan höfum við, ég og mitt fólk, notið tryggðar hennar. Hún var góður félagi, trygglynd, skemmtileg og gædd góðri kímnigáfu og þessum eiginleikum hélt hún fram á síðasta dag. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Margrét Bárðardóttir

Margrét Bárðardóttir lést á Landspítalanum 21. júní sl. eftir baráttu við illvígan sjúkdóm, baráttu sem hún háði af sama dugnaði og æðruleysi og hún gerði allt annað í sínu lífi. Hún var ógift og barnlaus og bjó með móður sinni og annaðist hana þar til hún lést 1984. Magga kom sér sjálf til mennta og tók Kennarapróf 1963, en ekki lét hún þar við að sitja heldur bætti við sig stúdentsprófi 1970. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Margrét Bárðardóttir

Kynni okkar Margrétar Bárðardóttur hófust fyrst þegar ég hóf kennslu við Flensborgarskólann fyrir margt löngu og áttum við samstarf þar í yfir 20 ár. Hún sem efnafræðikennari, en ég sögu- og dönskukennari, svo faglega séð vorum við ekki samstarfskonur. En samverustundum á kennarastofu og utan hennar fjölgaði með árunum. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 83 orð

MARGRÉT BÁRÐARDÓTTIR

MARGRÉT BÁRÐARDÓTTIR Margrét Bárðardóttir fæddist í Dufþaksholti í Hvolhreppi 29. maí 1932. Hún lést á deild 11E á Landspítalanum 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bárður Bergsson, f. 11.11. 1887, d. 30.4. 1939 og Guðlaug Jónsdóttir, f. 18.5. 1896, d. 5.8. 1984. Margrét var næstyngst sjö systkina. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 785 orð

Ólafur Halldórsson

Ólafur Halldórsson, föðurbróðir minn, hefur lokið einstaklega fallegri siglingu sinni í þessari jarðvist. Hann ólst upp í stórum og athafnamiklum systkinahópi á Ísafirði í umsjá foreldra sem studdu öll góð málefni og ruddu erfiða braut fram á veginn. Móðir hans, Svanfríður Albertsdóttir, varð heiðursfélagi Slysavarnafélags Íslands og Kvenfélagsins Óskar á Ísafirði. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 819 orð

Ólafur Halldórsson

Vinur minn, félagi, samstarfsmaður og sameignarmaður til margra ára, Ólafur Halldórsson, er nú allur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Óli Hall, eins og hann var oftast kallaður, kynntumst fyrst um 1962. Árið 1965 fór ég til hans á m/b Gylfa ÍS-303 þar sem hann hafði nýhafið skipstjórn. Óli var einstakur skipstjóri. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Ólafur Halldórsson

Mig langar hér að minnast og kveðja Ólaf Halldórsson skipstjóra frá Ísafirði. Eiginkona Ólafs, Sesselja Ásgeirsdóttir, lést 31. janúar 1993. Börn þeirra eru Hugljúf, Margrét, Hrólfur, Ásgerður, Halldór, Einar, Elín og Guðjón, sem lést 1994. Eftir að Ólafur varð ekkjumaður dvaldi hann fern jól hér fyrir sunnan á heimili sonar síns, Halldórs, og dóttur minnar, Vilborgar. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 26 orð

ÓLAFUR HALLDÓRSSON

ÓLAFUR HALLDÓRSSON Ólafur Halldórsson fæddist á Ísafirði 16. júlí 1929. Hann lést í Sjúkrahúsi Ísafjarðar 19. júní og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 26. júní. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 151 orð

Ósvald Salberg Tórshamar

Litli vinur okkar, Ósvald, þá er komið að kveðjustund. Rifjast þá upp minningar um okkar kynni sem hófust í janúar þegar Sara Lind lagðist inn á spítalann og dvaldi langdvölum með þér í herbergi. Okkur varð fljótt ljóst að þrátt fyrir þín erfiðu veikindi varstu sannkallaður sólargeisli. Þú heillaðir alla með þínu fallega brosi og virtist þurfa svo lítið til að gleðjast. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 620 orð

Ósvald Salberg Tórshamar

Elsku litla hetjan mín. Já, þú varst hetja sem margir aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þrátt fyrir öll þín veikindi og erfiði brostir þú alltaf í gegnum sársaukann. Þú reyndir að gera gott úr öllu saman, elsku litli drengurinn minn. Pabbi saknar þín óskaplega mikið og þú munt alltaf eiga vissan stað í hjarta mínu. Þetta var yndislegur tími, þessir tíu mánuðir sem ég átti með þér. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Ósvald Salberg Tórshamar

Elsku Ósvald Salberg. Við fengum lítið að kynnast þér, en það sem við heyrðum og það sem við sáum á myndum var yndislegt, þú varst mikið veikur en samt oftast brosandi og kátur. Við komum einu sinni í heimsókn til þín á spítalann og sú heimsókn situr föst í minni okkar, þar sem þú lást í fangi okkar og skoðaðir okkur. Því miður urðu heimsóknirnar ekki fleiri en þessi var sérstök. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 921 orð

Ósvald Salberg Tórshamar

Nú ertu farinn, elsku vinur, og hefur flutt til herrans á himnum, þar hefur Róbert Freyr, bróðir þinn, tekið á móti þér, og afi og amma líka og fleiri góðir ættingjar sem á undan hafa farið. Tíu mánuðir er ekki löng ævi, en erfiður tími fyrir lítinn dreng. Nú eruð þið tveir bræðurnir farnir frá okkur til Guðs og við vitum að þar líður ykkur vel, þar eruð þið í góðum höndum. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Ósvald Salberg Tórshamar

Mig langar til að minnast lítillar hetju í nokkrum orðum. Hetju sem barðist en varð að lokum að játa sig sigraða. Það var hringt í mig í hádeginu hinn 23.júní og mér færðar þær fréttir að Ósvald Salberg hefði látist um morguninn. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig mér leið, en tómleiki, söknuður og sorg komast næst því að lýsa tilfinningum mínum. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 101 orð

ÓSVALD SALBERG TÓRSHAMAR

ÓSVALD SALBERG TÓRSHAMAR Ósvald Salberg Tórshamar, Heimagötu 28, Vestmannaeyjum, fæddist á Landspítalanum 19. ágúst 1998. Hann lést í Sjúkrahúsi í London 23. júní 1999. Ósvald var sonur Ósvalds Alexanders Tórshamars og Ágústu Salbjargar Ágústsdóttur og var hann áttunda barn þeirra hjóna. Systkini Ósvalds eru: 1) Jóhann Ágúst, f. 29.8. 1977. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 401 orð

ÓSVALD SALBERG TÓRSHAMAR

Ég man þegar ég sá þig fyrst, þú varst lítill á vökudeild og varst mjög veikur, þú lást í rúminu vakandi og horfðir á mig. Ég spurði pabba hvort ég mætti halda á þér og hann sagði já. Ég var svo glöð að fá að halda á þér en þennan dag átti ég að fara til Eyja. Svo fékk ég ekki að sjá þig lengi, lengi en loks þegar ég fékk að sjá þig varstu orðinn stærri og leist miklu betur út. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 245 orð

ÓSVALD SALBERG TÓRSHAMAR

Það var 5. október sem við komum með litlu dóttur okkar á barnadeild. Í sama herbergi varst þú, elsku Ósvald, svo agnarsmár, aðeins rúmlega mánaðargamall. Á næstu mánuðum áttum við eftir að kynnast, bæði í sorg og gleði, alltaf varst þú sólargeislinn okkar, svo mikil hetja, allir fylgdust með þínum framförum hvort sem það var starfsfólk eða foreldrar barna á spítalanum. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 208 orð

ÓSVALD SALBERG TÓRSHAMAR

Elsku litli frændi minn. Mig tekur það mjög sárt að þú sért farinn frá okkur eftir svona stuttan tíma, aðeins 10 mánaða gamall. Þitt litla góða hjarta var svo veikt að þú varðst að fara á betri stað, því þér var ætlað betra hlutverk hinum megin. Þú sem fékkst ekki að koma heim til Eyja, vegna veikinda þinna. Ég fékk ekki að sjá þig vegna þess hversu veikur þú varst. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Thelma Rún Sigurgeirsdóttir

Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, Lof sé Guði, búin ertu'að stríða. Upp til sælu sala Saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. ( M. Joch.) Hann var sólríkur, morgunninn sem þú komst í heiminn, elsku litla vina. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 177 orð

Thelma Rún Sigurgeirsdóttir

Í dag kveðjum við elsku litlu frænku okkar og sonardóttur, hana Thelmu Rún. Hún fæddist á Sjúkrahúsi Akraness 16. júní og lést á Landspítalanum 17. júní. Stuttur var sá tími sem við fengum að hafa þig á meðal okkar en sá tími var yndislegur og mikil var gleðin og hamingjan hjá foreldrum þínum og systkinum. Gleðin skein úr augum þeirra þegar þú fæddist í þennan heim. Um hádegi 17. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 115 orð

Thelma Rún Sigurgeirsdóttir

Okkur langar í örfáum orðum að kveðja litla sólargeislann okkar, hana Thelmu Rún, sem lést á Landspítalanum 17. júní. Þú veittir okkur öllum mikla gleði þann stutta tíma sem þér auðnaðist að vera á meðal okkar en nú ert þú komin til systur þinnar, hennar Thelmu Hrundar, svo nú leikið þið tvær systurnar ykkur saman hjá Guði. Meira
3. júlí 1999 | Minningargreinar | 65 orð

THELMA RÚN SIGURGEIRSDÓTTIR

THELMA RÚN SIGURGEIRSDÓTTIR Thelma Rún fæddist á Akranesi 16. júní 1999. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurgeir Ragnar Sigurðsson f. 29.10. 1964 og Herdís Jónsdóttir f. 4.4. 1969. Systkini Thelmu Rúnar eru Anna Ósk f. 8.10. 1986, Thelma Hrund f. 23.1. 1992, d. 14.9. 1992 og Daníel Aron f. 19.3. 1994. Meira

Viðskipti

3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 365 orð

100 milljónir veittar í styrki frá upphafi

ÚTHLUTAÐ var úr Pokasjóði verslunarinnar í fjórða sinn í gær. Af þeim ríflega 100 umsóknum sem bárust voru 27 verkefni einstaklinga og fyrirtækja styrkt með 30 milljónum króna samtals. Með þessu hefur verið úthlutað 100 milljónum króna úr sjóðnum og var áfanginn markaður með því að skreyta grenitré á Miklatúni með pokum frá verslunum og fyrirtækjum sem aðild eiga að sjóðnum. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 368 orð

Áætlað að leysa Íshaf upp á næstunni

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Ker ehf., sem er í eigu Olíufélagsins hf., keypti nýlega upp mikinn hluta bréfa í Hlutabréfasjóðnum Íshafi hf. með það fyrir augum að undirbúa endalok á starfsemi sjóðsins. Í apríl síðastliðnum gerði Ker öllum öðrum hluthöfum í Íshafi kauptilboð þar sem þeim var boðið andvirði bréfa sinna á genginu 1,21. Að sögn Jóhanns Magnússonar, framkvæmdastjóra Kers ehf. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 360 orð

Bæði GSM- og gervihnattasími

ERICSSON, fjarskiptarisinn í Svíþjóð, hefur kynnt nýjan farsíma sem bæði er ætlaður til símtala gegnum GSM-símkerfi og gegnum hið væntanlega Globalstar gervihnattasímkerfi sem ná mun um mestallan hnöttinn, og byrjað verður að gangsetja í október næstkomandi. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 133 orð

ÐAuknir flutningar frá Flæmska hattinum

EIMSKIP hf. hefur tekið flutningaskipið Selfoss í notkun vegna aukinnar flutningaþarfar og þjónustu við N-Ameríku. Ein mesta rækjuveiði frá upphafi veiða er á Flæmska hattinum um þessar mundir og rækjan er flutt á markað í Japan og Kína og fer um Ísland til fullvinnslu, m.a. í Danmörku. Aukin flutningaþörf frá N-Ameríku til Evrópu Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 205 orð

ÐBúnaðarbankinn skákaði alþjóðlegum bönkum

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. spáði næst raunverulegu gengi dollars í júnímánuði og skákaði þar með 60 alþjóðlegum fjármálastofnunum, samkvæmt könnun sem Reuters-fréttastofan hefur gert. Búnaðarbankinn gerði gengisspá í byrjun júní og var 0,48% frá raunverulegu gengi dollarsins við lokun kauphalla í London 30. júní sl. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 116 orð

ÐFyrsti ársfundur Lífeyrissjóðs sjómanna

Á FYRSTA ársfundi Lífeyrissjóðs sjómanna, 15. júní, kom fram að raunávöxtun sjóðsins hefði verið 8% á árinu 1998, en meðalraunávöxtun seinustu fimm ára er 7,4%. Lífeyrissjóður sjómanna er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og námu eignir hans rúmum 32 milljörðum króna í árslok 1998. Á árinu 1998 greiddu 6.338 sjóðfélagar til sjóðsins. Iðgjöld ársins námu 1. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 70 orð

ÐHættir hjá Burnham

HJÁLMAR Kjartansson hefur hætt störfum sem einn framkvæmdastjóra Burnham International á Íslandi frá og með 30. júní síðastliðnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem stjórn Burnham International hefur sent til Verðbréfaþings Íslands. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 144 orð

ÐVerðlækkun á gagnaflutningsþjónustu Landssímans

VERÐ á svokallaðri Frame Relay gagnaflutningsþjónustu yfir ATM- net Landssímans hefur verið lækkað að meðaltali um 25%, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstöðumanns gagnalausna hjá Landssímanum. Gjald fyrir leigulínu innanbæjar í ATM-hnút er nú innifalið í gjaldi fyrir Frame Relay-þjónustu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 116 orð

ÐWal-Mart gerir samning um bóksölu á Netinu

VERSLANAKEÐJAN Wal-Mart hefur gert samning við þriðja stærsta netbóksölufyrirtæki í Bandaríkjunum, Books-A-Million, um að selja viðskiptavinum Wal- Mart á Netinu bækur. Books-A-Million starfrækir 177 verslanir í 17 ríkjum Bandaríkjanna. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu úr 6,21 dollara í 13,75 dollara þegar tilkynnt hafði verið um samninginn. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Jákvæð viðbrögð við atvinnuleysisskýrslu

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í gær eftir að skýrsla um atvinnuleysi í Bandaríkjunum kom út. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,4% og var 11.112,33 stig í lok dagsins. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 4,3% í júní og er það örlítil hækkun frá því í maí þegar það mældist 4,2%. Launþegum í Bandaríkjunum fjölgaði um 268.000 í júní eftir 5.000 manna fækkun í maí. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Landsbankinn greiðir 338 milljónir í arð til ríkissjóðs

LANDSBANKI Íslands hf. hefur greitt hluthöfum sínum arð að fjárhæð 400 milljónir króna eða sem samsvarar um 6,2% af hlutafé. Eignarhlutur ríkisssjóðs í bankanum nemur um 85% og nemur arðgreiðsla ríkissjóðs því um 338 milljónum króna. Arðgreiðslan til ríkissjóðs var lögð inn á Kjörbók í Landsbankanum sem Geir Haarde, fjármálaráðherra, veitti viðtöku í gær frá Halldóri J. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Liður í þróun á útivistarvörumarkaði

SEGLAGERÐIN Ægir ehf. hefur keypt rekstur og lager Skeljungsbúðarinnar á Suðurlandsbraut 4 og hefur þegar tekið við rekstrinum. Verður hann óbreyttur fram í miðjan ágúst þegar Skeljungsbúðin verður sameinuð útivistarverslun Seglagerðarinnar, Everest í Skeifunni. Kaupverð er trúnaðarmál að sögn Óla Þórs Barðdal hjá Seglagerðinni. Færri og stærri útivistarvöruverslanir Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Málning ætlar ekki að opna verslanir

MÁLNING EHF. hyggst ekki fara út í rekstur málningarverslana á sama hátt og Harpa hf. hefur nú ákveðið að gera á höfuðborgarsvæðinu og mun fyrirtækið í stað þess halda áfram að selja vörur sínar í gegnum aðra eins og hingað til, að sögn forráðamanna fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Harpa hf. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Polaroid stöðvar auglýsingu

POLAROID-myndavélaframleiðandinn hefur stöðvað sýningu sjónvarpsauglýsingar sem gerð var til að kynna nýja myndavélategund frá fyrirtækinu. Auglýsingin sýndi viðskiptavin hraðbanka taka mynd af stöðu reiknings síns þar sem sýnd var einnar milljónar dollara innistæða. Á miðnætti er innistæðan svo sýnd hrapa. Meira
3. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Xerox og 3M gera samning

XEROX hefur gert samning við 3M um framleiðslu þess síðarnefnda á hugverki Xerox-manna, svokölluðum rafpappír (e. electronic paper). Rafpappír er nokkurs konar millistig pappírs og tölvuskjás. Hann er mun færanlegri og sveigjanlegri en tölvuskjár og aðeins þykkari en venjulegur pappír. Meira

Daglegt líf

3. júlí 1999 | Neytendur | 253 orð

Of oft illa eða ekki verðmerkt í sýningargluggum

Inni í verslunum eru verðmerkingar í 83,3% tilvika óaðfinnanlegar, í 15,3% tilvika er þeim áfátt og í 1,4% tilvika eru vörurnar óverðmerktar. Þetta kemur fram í athugun Samkeppnisstofnunar á því hvernig væri staðið að verðmerkingum í 786 sérverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. júlí 1999 | Neytendur | 222 orð

Selja á aðra milljón mjólkurkexpakka á ári

UM ÞESSAR mundir er verið að breyta umbúðum fimm kextegunda frá Fróni. Að sögn Eggerts Magnússonar, eiganda kexverksmiðjunnar Fróns, hafa sumar þessara kextegunda verið í óbreyttum umbúðum síðastliðin 25 ár en fyrirtækið er orðið 73 ára. "Fyrirtækið hefur verið í uppsveiflu síðastliðin ár og er nú með sem nemur 35-40% hlutdeild á kexmarkaðnum. Meira
3. júlí 1999 | Neytendur | 1051 orð

Strangari kröfur í lífrænni framleiðslu Í auknum mæli stendur neytendum nú til boða að kaupa matvörur sem eru vistvænar eða

Í auknum mæli stendur neytendum nú til boða að kaupa matvörur sem eru vistvænar eða lífrænar. En hver er til dæmis munurinn á vistvænt og lífrænt ræktuðum kartöflum? Meira

Fastir þættir

3. júlí 1999 | Fastir þættir | 237 orð

Alnæmisfaraldur í Moskvu

ALNÆMISTILFELLUM hefur fjölgað svo stórlega í Moskvu á þessu ári að líkja má útbreiðslunni við faraldur. Tilfellum fjölgar raunar ört um allt Rússland en stjórnvöld þar eystra segja erfitt að bregðast við sökum fjárskorts. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 227 orð

Auknar líkur á hegðunarvanda

NIÐURSTÖÐUR bandarískrar rannsóknar benda til þess að tengsl kunni að vera á milli reykinga móður á meðgöngu og tiltekinna hegðunarvandamála hjá börnum þeirra. Vitað hefur verið um tengsl á milli reykinga móður og fæðingarþyngdar barna og aukinnar hættu á fósturláti, en hingað til hafa vísbendingar um tengsl við geðrænan vanda barnanna verið óljósar. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 226 orð

Bylting í hjartalækningum?

NÝ tækni kann að gera læknum fært að framkvæma ákveðnar tegundir hjartaaðgerða án þess að opna brjóst sjúklingsins. Hér er um að ræða nýja tegund kanna sem sendir frá sér hátíðnihljóðbylgjur er aftur framkalla myndir af hjarta og æðum. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 760 orð

FRÓÐLEIKUR UM FISK Hvernig geymum við fisk?

Eitt af því sem dregur úr áhuga fólks á fiski er það viðhorf að hann skemmist hratt. Þess vegna er mikilvægt að fólk læri að meðhöndla fiskinn þannig að ferskleikinn vari sem lengst. Í þessari þriðju grein af sex frá Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins er fjallað um hvernig geyma á fisk. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 553 orð

Fylgir andleg vanheilsa Tourette- heilkenninu?

Spurning: Er hugsanlegt að þeir sem hafa svokallað Tourette-heilkenni (Tourette syndrome) geti einnig átt við andlega vanheilsu að stríða að vissu marki, sem ef til vill má rekja til þessa sjúkdóms? Ég þekki tvo einstaklinga sem báðir hafa Tourette-heilkenni og þeir eru báðir lokaðir fyrir ákveðnum þáttum í fari sínu eða blindir á eigin hegðun, sem hefur komið þeim afar illa. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 928 orð

Gamlir draumar

SAGA drauma er löng og margar ritaðar heimildir eru til um drauma Íslendinga og draumfarir. Fari maður á bókasafn og kíki í bækur um þjóðlegan fróðleik má eyða löngum stundum við lestur drauma fólks víðsvegar af landinu á öllum tímum. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 215 orð

Gangráður hlaðinn með leysigeilsa

VÍSINDAMENN í Japan hafa hannað nýjan hjartagangráð, sem hægt er að endurhlaða án skurðaðgerðar með því að beita sömu leysitækni og geislaspilarar byggjast á. Gangráðarnir sem nú eru notaðir endast aðeins í fjögur til tíu ár og þeir sem nota þá þurfa að gangast undir minniháttar aðgerð til að hægt sé að skipta um rafhlöður. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 829 orð

Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi

Jesús kennir af skipi. Lúk. 5. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Dómkórinn syngur. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 299 orð

Helgiganga á goslokaafmæli

ÞAÐ er að komast á hefð að fara í helgigöngu frá krossinum í Eldfelli niður á Skans um goslokin. Vestmannaeyingar eru þannig í takt við nágranna sína á Norðurlöndum sem iðka helgigöngur í æ ríkari mæli. Helgigöngur virðast höfða vel til nútímafólks þar sem saman fer andleg og líkamleg endurnæring. Helgigöngur af ýmsum toga eru að verða að tískusveiflu í nágrannalöndum okkar. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 449 orð

Herferð gegn húðkrabbameini

TESSA Jowell, aðstoðarheilbrigðismálaráðherra Bretlands, hefur skorað á breskar sólbaðsstofur að meina fólki undir 16 ára aldri að nota ljósabekki og vara við því að þeir geti aukið líkurnar á húðkrabbameini. Þessi áskorun er liður í herferð breskra heilbrigðisyfirvalda sem miðar að því að draga úr tíðni húðkrabbameins. Meira
3. júlí 1999 | Dagbók | 570 orð

Í dag er laugardagur 3. júlí, 184. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Guð

Í dag er laugardagur 3. júlí, 184. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss í stað í himinhæðum með honum. (Efesusbréfið 2, 6. ) Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket, Meersburg, U25 og U15 komu í gær. Selfoss fór í gær. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 791 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1012. þáttur

ÓSKAR Þór Kristinsson (Sailor) spyr mig gjarna þungra spurninga sem ég get ekki svarað hjálparlaust. Nú er vandamálið hvers vegna sagt sé reimt , þegar og þar sem draugagangur er. Ásgeir Blöndal Magnússon á reyndar í vandræðum með þetta, og er sem jafnan, að orð verða því fleiri sem örugg vissa er minni. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 757 orð

Kasparov tekur forystuna í Frankfurt

29. júní ­ 2. júlí KASPAROV og Karpov mættust í þriðja sinn við skákborðið á fimmtudaginn í sjöundu umferð Frankfurt skákmótsins. Eins og fyrri viðureignir þeirra í mótinu endaði skákin með jafntefli. Töluvert hefur verið fjallað um þetta skákmót í þýskum fjölmiðlum og ljóst er að innbyrðis viðureignir Kasparovs og Karpovs vekja mikla athygli. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 450 orð

MÁLFAR dagskrárgerðarfólks á ljósvakamiðlunum er sívinsælt umræ

MÁLFAR dagskrárgerðarfólks á ljósvakamiðlunum er sívinsælt umræðuefni og ósjaldan heyrir maður dæmi um ambögur ljósvakans ljósvíkinga, eins og Ólafur Haukur Símonarson kallaði þá í dægurlagi fyrir nokkrum árum. Auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé, en staðreyndin er sú að hinar einkareknu útvarpsstöðvar hafa oftar sætt slíkri gagnrýni en rásir Ríkisútvarpsins. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 308 orð

Minnisleysi tengt E-vítamínskorti

VÍSINDAMENN hafa dregið fram í dagsljósið marktæka fylgni á milli E-vítamínmagns í blóði og minnisleysis hjá eldri borgurum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að eldra fólk sem sleppti iðulega máltíðum eða neytti matar með óreglulegum hætti átti frekar við minnsleysi að stríða en þeir sem snæddu á fyrirfram ákveðnum tímum. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 857 orð

Réttlæti á sparkvelli "Tregðulögmál í höfðinu á eina raunverulegu íhaldi samtímans, talsmönnum gömlu ríkisafskiptanna og

HVENÆR sem ég heyri einhvern segja að það eigi "bara að láta markaðinn ráða" bíð ég eftir að heyra nauðsynlegan fyrirvara, annars get ég ekki tekið almennilega mark á skoðunum þess sem talar. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 371 orð

Sjúklingar í fyrirrúmi

ÉG hafði samband við Velvakanda fyrir stuttu vegna þess að ég lenti í slysi og var látin fara ósjálfbjarga heim af slysadeild. Ég lenti í hinum mestu erfiðleikum út af þessu, en nú hef ég hugsað mér að stofna hagsmunasamtök sjúklinga og nú þegar hefur margt fólk haft samband við mig og margir hafa áhuga á að vera með í slíkum samtökum. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 632 orð

VÍKVERJI er enn á báðum áttum í gagnagrunnsmálinu. Nánar tiltekið h

VÍKVERJI er enn á báðum áttum í gagnagrunnsmálinu. Nánar tiltekið hefur hann enn ekki gert upp við sig hvort hann segir sig úr grunninum. Verst þykir Víkverja að þurfa að ákveða hvort hann segir börn sín úr grunninum eða ekki. Hann telur sig hafa fylgst grannt með þessu máli en játar að hann áttar sig enn ekki á hverjir hagsmunir barna hans eru í þessu samhengi. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

80 ÁRA afmæli. Í dag laugardaginn 3. júlí verður áttatíu ára Hulda Sigurjónsdóttir, Miðvangi 16, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Páll Guðjónsson fyrrverandi kaupmaður. Þau verða að heiman í dag. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

70 ÁRA afmæli. Í dag laugardaginn 3. júlí verður sjötugurHannes Þ. Sigurðsson, fyrrverandi deildarstjóri, Miðleiti 12, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
3. júlí 1999 | Fastir þættir | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

Reykingar Agavandræði barna bendluð við reykingar á meðgöngu Næring E-vítamínrík fæða virðist fækka elliglöpunum Krabbamein Bretar vara ungt fólk við notkun ljósabekkja Hjartalækningar Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

60 ÁRA. Sextugur verður á morgun sunnudag 4. júlí Sigurður Geirdal bæjarstjóri 12 í Kópavogi. Hann er kvæntur Ólafíu Ragnarsdóttur. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn í Félagsheimili Kópavogi milli kl. 17-20. Meira
3. júlí 1999 | Í dag | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

50 ÁRA afmæli. Þann 4. júlí verður fimmtug Bjarney K. Friðriksdóttir, Gnoðarvogi 48, Reykjavík.Í tilefni þess langar hana og mann hennar Pétur Sveinsson að bjóða ættingjum og vinum að eiga með þeim kvöldstund laugardaginn 3. júlí frá kl. 20 og fram undir miðnættið í Drangey, Stakkahlíð 17 í Reykjavík. Hlökkum til að sjá ykkur. Meira

Íþróttir

3. júlí 1999 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA FYLKIR

1. DEILD KARLA FYLKIR 6 5 0 1 12 7 15ÍR 6 3 2 1 16 13 11FH 7 3 1 3 16 12 10STJARNAN 7 3 1 3 14 10 10VÍÐIR 6 2 2 2 12 14 8DALVÍK 7 2 2 3 10 13 8SKALLAGR. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 359 orð

Argentínumenn gagnrýndir enn og aftur

SUÐUR-Ameríkukeppnin í knattspyrnu hefur þótt fara afar vel af stað og þegar hafa sést tilþrif sem fréttnæm hafa talist, jafnt á Kópaskeri sem í Kuala Lumpur. Brasilíumenn virðast vera með sterkasta liðið en nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð Argentínumanna og þeir sakaðir um að tefla fram slöku liði og hvíla stjörnur sínar. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 102 orð

Bould kveður Arsenal

STEVE Bould, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, er á leið til Sunderland, nýliðanna í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, sem hefst í næsta mánuði. Bould var einn af hinum "fimm fræknu" og er þá átt við firnasterku vörn Arsenal-liðsins, sem auk hans var skipuð þeim Tony Adams, Lee Dixon, Nigel Winterburn og Martin Keown. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | -1 orð

Dalvík lyfti sér upp

Heimaleikir Dalvíkinga hafa reynst hin besta skemmtun og í gær vann liðið góðan sigur á Stjörnunni, 2:1, og lyfti sér þar með af botni deildarinnar þar sem nágrannarnir í KA sitja nú einir. Dalvík hefur 8 stig og er í 7. sæti en liðið sækir einmitt KA heim í næstu umferð. Stjarnan var miklu beittari lengi vel og Atli Már Rúnarsson hafði nóg að gera í marki Dalvíkur. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 361 orð

Dýrasti leikmaður í sögu Laugardalsvallar

ÍTALÍUMEISTARAR AC Milan gengu í gær frá kaupum á úkraínska landsliðsmiðherjanum Andriy Shevchenko frá Dynamo Kiev. Kaupverð Shevchenko, sem er 22 ára og talinn einn besti framherji í heimi, er um 1,8 milljarðar króna, en samningurinn er til fimm ára. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 1022 orð

Eyjamenn ótrúlegir

Efstu lið úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, KR og ÍBV, fara með sigur af hólmi í leikjum sínum á Íslandsmótinu á sunnudag, samkvæmt spá Njáls Eiðssonar, þjálfara ÍR í fyrstu deild. Edwin Rögnvaldsson tók hann tali og innti hann álits á leik liðanna í efstu deild og verkefnum þeirra í áttundu umferð, sem hefst með þremur leikjum á sunnudagskvöld. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 387 orð

FH-ingar sluppu fyrir horn

FH-INGAR tóku á móti KA-mönnum á heimavelli sínum í gærkvöldi, staðráðnir í að gera betur en mánudag þegar liðið tapaði þar 0:4 fyrir Stjörnunni í bikarkeppninni. KA komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og lengi leit út fyrir að enn færi illa fyrir Hafnfirðingum á heimavelli. En í síðari hálfleik lánaðist þeim að koma boltanum í netið ­ 1:1. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 241 orð

Fjögur Íslandsmet

Sundmeistaramót Íslands hófst í sundlauginni í Laugarskarði í Hveragerði í gær en því lýkur á morgun. Tvö Íslandsmet fullorðinna voru sett auk þriggja unglingameta við kjöraðstæður. Eydís Konráðsdóttir setti Íslandsmet í 50 metra flugsundi kvenna, synti á 28,76 sek. eftir að hafa synt á 28,85 sek. um morguninn. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 287 orð

Frjálsíþróttir Stigamót í Lausanne

Stigamót í Lausanne Helstu úrslit: 100 m hlaup karla: 1. Ato Boldon (Trínidad)9,86 2. Maurice Grenne (Bandar.)9,93 3. Jason Gardener (Bretl.)9,98 100 m hlaup kvenna: 1. Marion Jones (Bandar.)10,80 2. Sevatheda Fynes (Bahama-eyjum)10,91 3. Inger Miller (Bandar. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 78 orð

Guðrún keppti ekki

GUÐRÚN Arnardóttir keppti ekki í 400 metra grindahlaupi á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Lausanne í gær, eins og hún hafði stefnt að. "Ég er enn að reyna að fá mig góða af meiðslunum. Ég hljóp í fyrsta skipti í heila viku í dag. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 191 orð

Hin unga Dokic er úr leik

PETE Sampras þótti heppinn þegar andstæðingur hans í fjórðungsúrslitum á Wimbledon, Mark Philippoussis, hætti keppni vegna meiðsla. Þegar hann hætti hafði Philippoussis unnið fyrsta settið 6­4. Sampras mætir heimamanninum Tim Henman í undanúrslitum. Í gær sigraði Henman Frakkann Cedric Pioline 4­6, 2­6, 6­4 og 3­6. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Andre Agassi og Patrick Rafter. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 124 orð

Knattspyrna 1. deild karla

1. deild karla Dalvík - Stjarnan2:1 Atli Viðar Björnsson (24.-vsp.), Guðmundur Kristinsson (40.) - Boban Ristic (80.). FH - KA1:1 Brynjar Þ. Gestsson (66.) - Ásgeir Ásgeirsson (22.) 3. deild karla Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 184 orð

Körfuknattleikur Evrópukeppni landsliða

Evrópukeppni landsliða Leikið var í undanúrslitum í Bercy-höllinni í París í gærkvöldi. Ítalía - Júgóslavía71:62 Gregor Fucka 17, Andrea Meneghin 16, Carlton Myers 11 ­ Dejan Bodiroga 17, Pedrag Danilovic 14, Vlado Scepanovic 12. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 197 orð

"Leikið eins og Brasilíumenn"

BANDARÍKIN sigruðu Þýskaland 3:2 og Brasilía lagði Nígeríu 4:3 í fjórðungsúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í Bandaríkjunum. Sigurliðin mætast í undanúrslitum á sunnudag. Hin liðin sem leika til undanúrslita eru Noregur og Kína. Leikur Bandaríkjanna og Brasilíu var hörkuspennandi. Brandi Chastain í bandaríska liðinu skoraði sjálfsmark á fimmtu mínútu. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 612 orð

Sigraði en bað móður sína afsökunar

ATO Boldon frá Trínidad varð fyrstur manna á þessu ári til að koma á undan Maurice Greene í mark í 100 m hlaupi karla á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, í Lausanne í Sviss í gær. Greene mátti því þola fyrsta ósigur sinn síðan hann setti glæsilegt heimsmet í síðasta mánuði. Michael Johnson sýndi einnig að hann væri kominn í góða æfingu eftir að hafa átt við lærmeiðsl að stríða. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 76 orð

Tennis

8-manna úrslit á Wimbledon. Einliðaleikur karla: 2-Patrick Rafter (Ástalíu) vann 8-Todd Martin (Bandar.) 6-3 6-7 (5-7) 7-6 (7-5) 7-6 (7-3) 6-Tim Henman (Bretlandi) vann Cedric Pioline (Frakklandi) 6-4 6-4 4-6 6-3 4-Andre Agassi (Bandar. Meira
3. júlí 1999 | Íþróttir | 205 orð

UM HELGINA Knattspyrna

Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla: ÍR-völlur:ÍR - Víðir14 2. deild karla: Leiknisvöllur:Leiknir R. - Tindastóll14 Siglufjörður:KS - HK14 3. deild karla: Skeiðisvöllur:KÍB - Augnablik14 Njarðvíkurvöllur:Njarðvík - KFS20 1. Meira

Úr verinu

3. júlí 1999 | Úr verinu | 278 orð

Búmenn sem kvarta ekki

LANDVINNSLAN hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hefur gengið mjög vel á árinu og betur en undanfarin ár. "Það er margt sem kemur til," sagði Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA, við Morgunblaðið spurður um ástæður velgengninnar. "Ytri aðstæður hafa batnað verulega. Meira
3. júlí 1999 | Úr verinu | 611 orð

Engin ákveðin lína

AFKOMA í landvinnslu er ákaflega misjöfn, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. "Nokkur fyrirtæki, Útgerðarfélag Akureyringa og fleiri, eru með tiltölulega tryggt hráefni, kaupa lítið á mörkuðum, eru með samfellda vinnslu í frystingu og hafa verið að ná þokkalegum árangri," segir hann. Meira
3. júlí 1999 | Úr verinu | 104 orð

Leikmenn KVA í uppskipun

MIKILL kostnaður fylgir rekstri knattspyrnudeilda og félög vinna að tekjuöflun með ýmsum hætti. Um liðna helgi kom erlent skip með 10.000 síldartunnur frá Svíþjóð til Eskifjarðar á vegum Samherja. Meistaraflokkur KVA tók að sér uppskipunina og eftir að hafa unnið Þrótt 1:0 í 1. Meira

Lesbók

3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 241 orð

26 NORRÆNIR MYNDLISTARMENN VALDIR

ÞRÍR Íslendingar eru í hópi 26 myndlistarmanna, sem hefur verið boðið að taka þátt í norrænu listsýningunni Carnegie Art Award í Kunstnernes Hus í Ósló 15. október. Listamennirnir eru: Kjell Anderson, Svíþjóð, Claus Carstensen, Danmörku, Jesper Christiansen, Danmörku, Lena Cronqvist, Svíþjóð, Anne Katrine Dolven, Noregi, Cecilia Edelfalk, Svíþjóð, Guðrún Einarsdóttir, Íslandi, Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð

AÐ BERA ALDURINN

Ég átt hefði að geta þinn afmælisdag munað Því ýmiskonar forsendur styðja það í senn, en þetta er því líkast sem mig gæti ekki grunað að gömul yrðir þú eins og venjulegir menn. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2398 orð

Á LANDLEIÐ SMÁSAGA EFTIR ÁSGEIR JAKOBSSON

Veður fór að. Báturinn var að draga lóðir. Pilturinn var frammi á bóg að stokka upp lóðirnar. Það var geigur í honum. Hann þóttist verða þess var, eftir því sem veður og sjór óx, að tónninn í mönnunum við verkin á dekkinu hafði breytzt. Sumir voru orðnir hvassari og háværari en þeim var tamt, aðrir voru aftur á móti orðnir eilítið hljóðari. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1177 orð

Er ég banani?

Er ég banani? er barnaspil sem sló í gegn um jólin í fyrra. Það er óneitanlega skemmtilegt að heyra fólk spyrja þessarar spurningar, ­ en maður á ekki von á henni í alvöru. Ég er ekki banani og þú ekki heldur. Við erum heldur ekki tómatar, ­ og verðum það ekki. Jafnvel þótt við borðum erfðabreyttan tómat í hvert mál. Maður hefði haldið að þetta væri almennt á hreinu, ­ en svo er ekki. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 676 orð

"FAGNANDI SIGUR ANDANS YFIR DAUÐANUM"

Breska gömbusveitin Concordia flytur kammerverk frá barokktímanum á Sumartónleikum í Skálholti um helgina. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR ræddi við stjórnandann, Mark Levy, sem leikur á upprunalega barokkgömbu frá árinu 1675. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 938 orð

GLÆSILEG VIÐBÓT VIÐ ÍSLENSKA TÓNLISTARSÖGU

Við setningu Sumartónleika í Skálholti í dag verða frumfluttar fimm nýjar útsetningar Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar á sálmum úr gömlum íslenskum tónlistarhandritum, m.a. úr Hymni scholares, söngkveri Skálholtssveina, sem fjallað er um hér að framan. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR heyrði hljóðið í tónskáldinu og flytjendunum. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1313 orð

HYMNI SCHOLARES SÖNGKVER SKÁLHOLTSSVEINA Hymni scholares - söngkver Skálholtssveina er eitt hinna gömlu íslensku

Hymni scholares - söngkver Skálholtssveina er eitt hinna gömlu íslensku tónlistarhandrita sem verið er að draga fram á vegum Collegium Musicum. HRAFN SVEINBJARNARSON segir frá þessu merka handriti, sem er hið eina sem varðveitt er hér landi en auk þess er eitt handrit varðveitt í Danmörku og annað á Englandi. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 737 orð

KVÖLD

Á grunnsævi kvölds flæðir gullinn straumur um þéttriðin net nakinna trjánna og fyllir þau ljóskvikum fiskum Bráðum kemur rökkrið undir brúnum seglum og vitjar um aflann. (Lauf og stjörnur, 1966.) Þetta litla kvöldljóð Snorra Hjartarsonar byggist á tvöfaldri mynd. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 297 orð

Land

"Í hvert sinn sem ég kem á þessa staði birtast þeir mér í nýju ljósi. Ég fæ alltaf ferskt sjónarhorn og það er mér jafnmikil glíma að fanga þá nú sem í fyrsta sinn," segir Páll Stefánsson ljósmyndari um ljósmyndabók sína Land sem Iceland Review hefur gefið út. Páll hefur áður gefið út nokkurn fjölda ljósmyndabóka í samvinnu við Iceland Review en segir þetta vera sína persónulegastu bók. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1180 orð

LJÓÐLISTIN ER VÍÐA Í SÓKN EN Á LÍKA VIÐ VANDA AÐ ETJA

Ljóðið var viðfangsefni málþings í Goethestofnuninni í Rotterdam, sem Skafti Þ. Halldórssonsótti og segir hér frá. Hann telur ljóst af málþinginu að víða í heiminum sé ljóðlistin í mikilli sókn enda þótt hún eigi einnig við nokkurn vanda að stríða. Hér á landi koma árlega út um 80 titlar ljóðabóka, sem seljast í um samtals 20.000 eintökum. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

LJÓÐ UM ÞIG

Þú ert tíminn og skáldskapur skáldskaparins flytur þér óviss tíðindi. Tíminn er aðeins til í þér og þú ert bergmál hans. Þú endurvarpar tíma þínum hvar sem þú ferð eða ferð ekki. Skýin flytja boð þín og hafið speglar þau. Jörðin og hafið geyma þig í draumum sínum því ekkert hefur aldrei verið til. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1253 orð

MEÐ KEISURUM OG ÖÐRU FYRIRFÓLKI

Modest Mussorgsky: Boris Godounov, upprunalegar gerðir frá 1869 og 1872. Einsöngur: 1869-gerðin: Nikolai Putilin (Boris), Nikolai Ohotnikov (Pimen), Viktor Lutsuk (Grigory), Fyodor Kuznetsov (Vaarlam), Zlata Bulycheva (Fyodor), Konstantin Pluzhnikov (Shuisky), Liubov Sokolova (kráareigandi) o.fl. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

NÍUNDA KAMMERHÁTÍÐ KIRKJUBÆJARKLAUSTURS

ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 13., 14. og 15. ágúst, í níunda sinn. Þessi tónlistarhátíð er orðin fastur liður í tónlistarlífi Íslendinga. Efnisskráin, sem er blanda hljóðfæraleiks og söngs er flutt af alþjóðlegu tónlistarfólki. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 214 orð

NORRÆNT HÚS Í NEW YORK

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við byggingu Norræns húss í New York og er áætlað að húsið verði opnað á næsta ári. Húsið er byggt fyrir tilstilli Bandarísk-skandinavíska menningarsjóðsins (American-Scandinavian Foundation), m.a. fyrir fjárstyrki frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 457 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

ÓSÝNILEG ÁSJÓNA SPEGILSINS

Var gærdagurinn hulinn þokukenndri þögn sem með mildu bliki seiðandi töfraþulu dægranna máði burt sporin og gróf ásýndina í bláhvíta auðnina Tónabrot tímans seytlar varfærnislega og þytur liðinna daga logar í sólþurrkuðum blöðum sem eitt sinn tjáðu hendingar dauðadæmdrar ástar Var þá bros spegilsins Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2057 orð

RÓMANTÍSKUR ÞJÓÐERNISSINNI MEÐ SNILLIGÁFU.

Alphonse Mucha fæddist árið 1860 í bænum Ivancice á Mæri sem þá tilheyrði Austurríska keisaradæminu en varð síðar hluti fyrra lýðveldisins Tékkóslóvakíu 1918 og tilheyrir nú Tékklandi. Hann var annar í röðinni af sex systkinum sem faðir hans Andreas Mucha átti með tveimur konum. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 459 orð

Sköpunarkraftur og gróandi

HLÍF Ásgrímsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir opna í dag sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ. Myndefni listakvennanna er samspil ljóss og gróanda og sköpunarkrafturinn. Í frétt Hlífar, sem sýnir í Ásmundarsal, segist hún leitast við að kalla fram sjónræna lýsingu á tilfinningunni að skapa. Hlíf segir ákveðna ögrun felast í þessu viðfangsefni. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð

TILTEKT Í MEÐALASKÁPNUM ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÞÝDDI

Glös og túbur sem lykta af löngu gleymdum kvillum áburður gegn horfnum líkþornum kröftugar mixtúrur mót innanmeinum sem lögðust á sál og líkama jafnt á nóttu sem á degi nú horfin á braut afleyst af seinni tíma kvillum. Dropar til mýkingar ungum augum sem nú hafa séð of mikið en þó ekki nóg. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 973 orð

TURNAR Á STULTUM Í HOLLANDI

Holland hefur lengi verið þéttbýlasta land í Evrópu. Landnotkun og landnýting skiptir þar svo miklu máli að menn verða bæði að byggja þétt og hátt ef eitthvað ræktarland á að verða eftir fyrir rósirnar og túlipanana. Á málverkum frá 17.öld má sjá, að þá var þéttleikinn farinn að einkenna hollenskar borgir; húsin voru - og eru enn - eins og mjóar sneiðar sem pakkað er þétt saman. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð

UNNIÐ MEÐ MYRKRINU ÁRIÐ 2000

LJÓSAHÁTÍÐ er eitt þeirra verkefna sem Reykjavík 2000 stendur fyrir á næsta ári. Hátíðin er samvinnuverkefni norrænu menningarborganna þriggja, Helskinki, Bergen og Reykjavíkur, og sér Hanna Styrmisdóttir um skipulagningu. Að sögn Hönnu á hugmyndin rætur sínar að rekja til Helsinki en þar hefur ljósahátíðin Valon voimat verið haldin í nóvember og desember undanfarin ár. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 434 orð

UPPLÝSINGIN

Ulrich Im Hof: The Enlightenment. A Historical Introduction. Translated by William E. Yuill. ­ The Making of Europe. Ed. Jacques Le Goff. Blackwell 1997. Oft er og var talað um að ljósið kæmi úr austri ­ "Ex oriente lux" ­ en með upphafi breytinganna á heimsmynd Evrópubúa á síðari hluta 18. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1138 orð

VALKYRJUR OG HAFGÚUR HÉR heldur Bragi Ásgeirsson á

HÉR heldur Bragi Ásgeirsson áfram að segja frá vöskum og hugumstórum Parísarkonum, eins og hann gerði í greininni Amasónur og Sírenur, sem birtist í Lesbókinni 19. júní. Hér nefnir Bragi til sögunnar m.a. Janet Flamner, Djunu Barnes, Adrienne Monnier, Hildu Doolittle, Giselu Freud og Nancy Gunard og einnig koma James Joyce og Esra Pound við sögu. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 203 orð

VANDAMÁL Pavel Bartoszek þýddi.

HUBERT DEBRZANIECKI VANDAMÁL Pavel Bartoszek þýddi. Ég fæddist sem vandamál Mér fannst spínat vont Mér fannst leiðinlegt í fótbolta og að læra málfræði. Ég fæddist sem vandamál Mér fannst vont að drekka vodka Ég elskaði hvorki land mitt né það að tala um pólitík. Meira
3. júlí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3523 orð

ÞRÆLASALAR Í NORÐURHÖFUM

Höfundar hundraða bóka um Kólumbus hafa átt mjög erfitt með að skrifa um eðli verslunar á 15. öld. Það var ekki fyrr en nýlega að fræðimenn þorðu að tengja sykurframleiðslu, þrælakaupmennsku og Kólumbus saman. Frá lokum síðustu aldar hefur skömm og hneisa tengst sögu nýlenduþrælahalds Evrópumanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.