Greinar þriðjudaginn 6. júlí 1999

Forsíða

6. júlí 1999 | Forsíða | 128 orð

5.000 fangar náðaðir í Alsír

Reuters 5.000 fangar náðaðir í Alsír YFIRVÖLD í Alsír leystu 300 íslamska uppreisnarmenn úr haldi í gær, daginn eftir að Abelaziz Bouteflika, forseti landsins, náðaði 5.000 fanga, eða um þriðjung þeirra sem hafa verið dæmdir í fangelsi vegna uppreisnar heittrúaðra múslíma í landinu. Meira
6. júlí 1999 | Forsíða | 326 orð

Afvopnun forsenda stjórnarsetu Sinn Féin

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði sambandssinna á Norður-Írlandi um það í gær að þeir hefðu engu að tapa þótt þeir legðu blessun sína yfir framkvæmdaáætlun um hvernig staðið skuli að myndun heimastjórnar í héraðinu og afvopnun öfgahópa sem Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, lögðu fram á föstudag. Meira
6. júlí 1999 | Forsíða | 310 orð

Deila NATO og Rússa leyst

EMBÆTTISMENN Atlantshafsbandalagsins og Rússlandshers leystu í gær deilu, sem hafði komið í veg fyrir að Rússar gætu sent fleiri hermenn til friðargæslu í Kosovo um helgina. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Moskvu sagði að Rússar gætu nú hafið liðsflutningana hvenær sem væri. Meira
6. júlí 1999 | Forsíða | 94 orð

Fá greitt fyrir að halda sig frá betli

YFIRVÖLD í Graz, næststærstu borg Austurríkis, hafa ákveðið að greiða erlendum betlurum andvirði 20.000 króna á mánuði fyrir að halda sig frá götunum. Allt að 40 betlurum verður vísað í kirkjur borgarinnar þar sem þeir eiga að fá peninga fyrir ýmis viðvik í stað þess að íþyngja vegfarendum í miðborginni. "Við erum ekki að tala um reglulega vinnu. Meira
6. júlí 1999 | Forsíða | 340 orð

Hóta að lama allt atvinnulíf landsins

PAKISTANSKIR stjórnarandstöðuflokkar og skæruliðasveitir sem berjast í Kasmír brugðust í gær harðlega við fregnum um að stjórn Pakistans hefði ákveðið, í samráði við Bill Clinton Bandaríkjaforseta, að stuðla að því að skæruliðar, sem taldir eru berjast við indverska herinn með fulltingi Pakistana, hverfi frá þeim hluta Kasmír sem Indland stjórnar. Meira

Fréttir

6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 330 orð

14 særðust í sjálfsmorðsárás

FJÓRTÁN manns særðust er ung kúrdísk kona gerði sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í borginni Adana í suðurhluta Tyrklands í gær. Tyrknesk stjórnvöld telja víst að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni vegna dauðadóms yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan, sem kveðinn var upp í síðustu viku. Meira
6. júlí 1999 | Landsbyggðin | 639 orð

200 harmonikur hljómuðu í firðinum

Siglufirði-Landsmót harmonikuunnenda var haldið um helgina. Mótið, sem haldið er á þriggja ára fresti, var hið 7. í röðinni og ákveðið hefur verið að næsta landsmót verði á Ísafirði árið 2002. Mótshaldið gekk í alla staði vel og sóttu um 700-800 manns alls staðar af að landinu Siglufjörð heim um helgina. Talið er að um 150-200 harmonikur hafi verið á svæðinu mótsdagana. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

3100 stjúpur mynda skjaldarmerkið

SKJALDARMERKI Reykjavíkurborgar hefur verið myndað með 3100 bláum og hvítum stjúpum sem plantað hefur verið í Ártúnsbrekkunni. Í fyrra var í fyrsta skipti skjaldarmerkið búið til með blómum í Ártúnsbrekkunni en þá var það gert nær Bíldshöfðanum og sást því ekki eins vel af þeim sem leið áttu um brekkuna. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 560 orð

Almenn fargjöld hækka um fjórðung

MEIRIHLUTI stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að hækka fargjöld SVR um 9­25%, mest á almennum fargjöldum en minnst á farmiðakortum barna. Nýja gjaldskráin tekur gildi 8. júlí, á fimmtudag. Breytingin var samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa R-listans gegn tveimur atkvæðum fulltrúa sjálfstæðismanna. Erindið verður nú sent borgarráði til meðferðar. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku

FJÖGURRA vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku hófst í gær í Háskóla Íslands. Heimspekideild og Stofnun Sigurðar Nordals gangast fyrir námskeiðinu en stofnunin annast skipulagningu þess. Þetta er í ellefta skiptið sem stofnunin sér um undirbúning námskeiðsins og forstöðumaður hennar stjórnar því. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Annríki hjá Borgarneslögreglunni

LÖGREGLAN í Borgarnesi tók sex ökumenn fyrir ölvun við akstur um s.l. helgi og voru fimm þeirra við akstur í Húsafelli. Fjölmenni var í Húsafelli um helgina og töluvert af yngra fólki innan um fjölskyldufólkið. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var mikið annríki hjá henni um helgina enda margt um manninn í héraðinu og fjölmargir á leiðinni í gegnum umdæmið. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 790 orð

Ákvæðisvinna á færibandi er bönnuð

Ný reglugerð um vinnu barna og unglinga tekur gildi 1. september næstkomandi. Hún er í samræmi við tilskipun sem gildir á evrópska efnahagssvæðinu um vinnuvernd barna og ungmenna. Magnús Erlingsson er lögfræðingur Vinnueftirlits ríkisins. "Þessi nýja reglugerð setur ýmis mörk og skilgreinir betur hvaða vinna telst hættuleg fyrir börn og unglinga. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 491 orð

Bandarískir þingmenn vilja bjóða Bretum aðild að NAFTA

ÁHRIFAMENN á Bandaríkjaþingi vilja hefja undirbúning að því að bjóða Bretum aðild að Fríverslunarsamtökum Norður- Ameríkuríkja, NAFTA, sem valkost við Evrópusambandið. Áhugi á málinu virðist þó meiri meðal bandarískra stjórnmálamanna en Breta sjálfra. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 124 orð

Barak gagnrýndur af konum

Reuters Barak gagnrýndur af konum EHUD Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, tekur við embætti forsætisráðherra í dag þegar hann skýrir þinginu frá myndun nýrrar samsteypustjórnar. Barak var kjörinn forsætisráðherra í kosningunum 17. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 176 orð

BBC sökuð um aðstoð við barnamorðingja

TALSMENN bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC hafa vísað því á bug að starfsmenn stöðvarinnar hafi aðstoðað mann við að hafa uppi á tveimur börnum sínum sem hann síðan myrti í Ísrael. Maðurinn, Araz Tivoni, hellti bensíni yfir börnin og kveikti í þeim er hann heimsótti þau í fjölskylduathvarf í Ísrael. Meira
6. júlí 1999 | Landsbyggðin | 231 orð

Benda á mikilvægi Eiðaskóla

Samtök Eiðavina Benda á mikilvægi Eiðaskóla AÐALFUNDUR Samtaka Eiðavina var haldinn á Eiðum nýverið. Um 40 manns sóttu fundinn. Formaður samtakanna, Vilhjálmur Einarsson, greindi frá störfum stjórnar, Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 791 orð

Ber að loka skólunum standi hann við skýrsluna

"ÞAÐ hefur komið skýrt fram hjá okkur að við teljum þetta ekki raunhæft mat hjá Brunamálastofnun. Það stendur hins vegar í lögunum að ef slökkviliðsstjóri framfylgir ekki þeim kröfum sem brunamálastjóri telur að eigi að gera þá getur hann tekið sér vald slökkviliðsstjóra. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Bjartar sumarnætur

FÁTT er eins fagurt og íslenskar sumarnætur. Í veðurblíðunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarna viku hafa aðstæður fyrir rómantíska næturgöngu verið ákjósanlegar. Það er vonandi að sem flestir hafi nýtt sér það því útlit er fyrir að þykkni upp á næstu dögum. Veðurspá segir von á breytilegri átt með stöku skúrum. Meira
6. júlí 1999 | Miðopna | 1427 orð

Blair reynir að fá sambandssinna á sitt band

Drumcree-ganga Óraníumanna á N-Írlandi fór friðsamlega fram Blair reynir að fá sambandssinna á sitt band Skrúðganga Óraníumanna í Drumcree á Norður-Írlandi fór að mestu leyti friðsamlega fram á sunnudag. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 247 orð

Blóðug átök kosta þúsundir lífið

STJÓRNVÖLD í Addis Ababa í Eþíópíu sögðu á sunnudag að þau myndu ekki virða vopnahlé við nágrannaríkið Erítreu fyrr en þarlend stjórnvöld drægju hersveitir sínar frá Badme-svæðinu á landamærum ríkjanna, og höfnuðu þar með friðartillögum Líbýumanna til lausnar átökunum. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Brotajárn endurunnið í Krossanesi

HEILMIKILL brotajárnshaugur hefur myndast á svæðinu fyrir ofan Krossanesverksmiðjuna. Þar má sjá vél hamast við að tæta járnarusl og breyta heilu bílunum í fyrirferðarlitla kassa. Þarna er á ferðinni járnpressa frá fyrirtækinu Hringrás sem er endurvinnslufyrirtæki. Þeir eru í samvinnu við Sorpeyðingu Eyjafjarðar og sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu sem sjá um móttöku á járnarusli. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 101 orð

Bætur vegna nýja embættisins

44 ÁRA breskri skrifstofukonu voru í gær dæmdar skaðabætur vegna streitu sem rakin var til þess að hún fékk stöðuhækkun gegn vilja sínum. Konunni var veitt stöðuhækkun á skrifstofu borgarstjórnar Birmingham árið 1993 og hún sagði af sér fjórum árum síðar af heilsufarsástæðum. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Drengur á hjóli fyrir bíl

EKIÐ var á átta ára gamlan dreng sem var á reiðhjóli í Stóragerði á Akureyri um klukkan 18.30 í gærkvöldi. Svo virðist sem drengurinn hafi hjólað út af göngustíg og í veg fyrir bifreiðina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fara hvergi fyrr en laun verða greidd

GENNADIY Karmanov, skipstjóri á togaranum Odincova, segir að skipverjar fari hvergi fyrr en þeir hafi fengið laun sín að fullu greidd. Enn mun hins vegar ekki hafa fundist leið til að hægt sé að verða við kröfum þeirra. Birgir Björnsson, starfsmaður hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, segir skuld Sæmundar Árelíussonar, útgerðarmanns Odincova, við skipverja nema á annan tug milljóna króna. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fáeinir langt komnir með fyrri slátt

SÍÐUSTU helgina í júní hófu nokkrir bændur hér í uppsveitum Árnessýslu heyskap. Spretta er afar misjöfn og er sumstaðar komið all gott gras á tún sem voru alfriðuð við beit í vor. Menn notfærðu sér góða þurrkinn í síðustu viku þegar hitinn komst yfir 20 gráður suma dagana. Nýtingin á því heyi sem slegið var þá er með afbrigðum góð. Er fyrri sláttur langt kominn á fáeinum bæjum. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fjórir fluttir á slysadeild

FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bifhjóla og bifreiðar við Geitháls um klukkan 16 á sunnudag. Ökumaður fyrra hjólsins og farþegi hans voru fluttir á sjúkrahús og tveir menn úr bifreiðinni, en enginn þeirra reyndist alvarlega slasaður. Meira
6. júlí 1999 | Miðopna | 2062 orð

Fleiri ferðir og breytingar á áfangastöðum

Flugleiðir markaðssetja sig sem norrænt flugfélag á alþjóðlegum markaði Fleiri ferðir og breytingar á áfangastöðum Töluverðar breytingar hafa orðið og eru fyrirhugaðar á áfangastöðum Flugleiða. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð

Flugleiðir hætta flugi til Hamborgar í haust

FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að leggja niður áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Hamborgar 1. nóvember nk. Í staðinn verður ferðum fjölgað til Kaupmannahafnar og flogið verður þrisvar daglega í stað tvisvar á dag eins og nú er. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 250 orð

Forsætisráðherrann segir af sér

VILIS Krishtopans, forsætisráðherra Lettlands, tilkynnti í gær að hann segði af sér embætti og komið með því þriggja flokka minnihlutastjórn sinni í alvarlega kreppu. Pólitískar væringar og efnahagsþrengingar hafa veikt samsteypustjórnina verulega undanfarna tvo mánuði og höfðu fáir trú á að stjórninni tækist að sitja út kjörtímabilið. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Furðubátakeppni á Laugarvatni

FURÐUBÁTAKEPPNI verður haldin á Laugarvatni laugardaginn 10. júlí kl. 14. Verðlaun verða í boði fyrir frumlegustu furðufarartæki á vatni. Sýndir verða stórir bátar, litlir bátar, fjarstýrðir bátar og módelbátar. Mannheld fley verða að geta siglt að minnsta kosti tvo metra. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

"Fyllirí og djöfulgangur"

Á ÞRIÐJA þúsund manns heimsótti Þórsmörk um seinustu helgi og var talsverð ölvun á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli, og meiri erill en oft áður. Tveir gistu fangageymslur lögreglu og ellefu voru teknir grunaðir um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudags. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Fyrsta átaksvikan í hverfum

NÚ er umhverfis- og fegrunarátakið Reykjavík í sparifötin að fara af stað í hverfunum og verður Grafarvogur fyrstur vikuna 4.­11. júlí. Menningarskálinn var fluttur í hverfið mánudaginn 5. júlí og hverfið verður merkt með fánum og merkjum. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Fyrsta söngvakan

SÖNGVÖKUR Minjasafnsins á Akureyri eru yfirlit íslenskrar tónlistarsögu í tali og tónum en fyrsta söngvakan fer fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. júlí, kl. 21, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Flytjendur á söngvökunni eru Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Halim Al farinn til fjalla

SOPHIA Hansen, sem nú er stödd í Tyrklandi, hefur enn ekki fengið að sjá dætur sínar, en á fimmtudaginn lét hún reyna á umgengnisrétt sinn við þær en án árangurs þar sem Halim Al og fjölskylda hans eru nú stödd í fjallaþorpinu Divrigi. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Pétur Harðarson, stuðningsmann Sophiu. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Helmingur ökumanna í Grindavík án bílbelta

BÍLBELTANOTKUN í Grindavík og í Sandgerði er lítil miðað við önnur bæjarfélög á Suðurnesjum þótt þar sé hún heldur ekki mikil. Þetta kom fram í könnun sem umferðaröryggisfulltrúi Suðurnesja lét framkvæma. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 745 orð

Héraðsdómur þyngdi dóm sinn

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 49 ára gamlan Reykvíking í fjögurra ára fangelsi fyrir grófa kynferðislega misnotkun á hendur dóttur sinni á árunum 1988 til 1992, eða frá því hún var níu ára gömul. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal 400 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og 100 þúsund króna þóknun skipaðs réttargæslumanns stúlkunnar. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Huga að öflugra innra eftirliti

RÍKISSKATTSTJÓRI og skattstjóri Skattstofu Reykjanesumdæmis telja þörf á að skattayfirvöld komi upp innra eftirliti til að koma í veg fyrir að starfsmenn brjóti af sér í opinberu starfi. Í síðustu viku var starfsmaður Skattstofu Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um tæplega 11 milljóna króna svik á virðisaukaskatti. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Hvalamiðstöðin á Húsavík hlaut styrk

HVALAMIÐSTÖÐIN á Húsavík hlaut á síðasta ári styrk frá náttúruverndarsamtökunum World Wide Fund for Nature (WWF) sem nam 10.000 Bandaríkjadölum, eða um 740.000 íslenskum krónum. Réði styrkurinn miklu um að hægt var að hefja starfsemi miðstöðvarinnar. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Hvetur til þjóðarátaks gegn fátækt

SÉRA Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hvatti til þess í predikun sinni við útvarpsmessu síðastliðinn sunnudag að efnt yrði til þjóðarátaks gegn fátækt. Tilefnið segir hann vera það að í lok hvers mánaðar komi til hans fólk og leiti aðstoðar kirkjunnar vegna þess að það eigi ekki fyrir mat. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Hæglætisveður framundan

FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík eru flestir sammála um að veðrið verði svipað í júlímánuði og það var í nýliðnum júnímánuði, þ.e. hæglætis norðlæg átt, hafgola, bjart og hlýtt flesta daga fram í næstu viku, eða til 13. júlí, þegar nýtt tungl kviknar í norðnorðaustri og hundadagar hefjast. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 521 orð

Hænsnahús í garðinum

Börnin á leikskólanum Krakkakoti eru í náinni snertingu við náttúruna alla daga Hænsnahús í garðinum ÁlftanesUNNIÐ er að gerð gæðahandbókar fyrir leikskólann Krakkakot í Bessastaðahreppi. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 845 orð

Innbrot, slagsmál og umferðarmálefni meðal verkefna

LÖGREGLAN í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina. Nokkur fjöldi árekstra varð um helgina og í fjórtán tilvikum þurftu ökumenn/farþegar að fara á slysadeild til skoðunar með mismunandi alvarlega áverka. Mikil ölvun og slagsmál voru í miðbænum á föstudagskvöld. Voru 11 manns handteknir, en engin alvarleg meiðsl hlutust þó af. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ísafoldarhúsið flutt

Morgunblaðið/Halldór ÍSAFOLDARHÚSIÐ, sem áður var Austurstræti 8-10, er komið á nýjan stað, Aðalstræti 10. Húsið var flutt í hlutum og nú er verið að setja það saman í upprunalegri mynd við hliðina á Fógetanum, eins og sést á myndinni. Í gær var reisugildi haldið og fánar dregnir að húni. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Keppti um sæti í landsliði Bandaríkjanna í brids

EKKI munaði miklu um helgina að íslensk kona, Hjördís Eyþórsdóttir, ynni sér rétt til að spila fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramóti kvenna í brids sem haldið verður á Bermúda í janúar á næsta ári. Hjördís og fimm bandarískar spilakonur spiluðu úrslitaleik um landsliðssætin en töpuðu honum. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Kvöldganga á Vestureyna í Viðey

FARIÐ verður með ferjunni frá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn í kvöld kl. 19.30. Gengið verður af Viðeyjarhlaði og yfir á Vestureyna. Á þeirri leið er margt að sjá, sem tengist sögu og náttúrufari og verður það rætt. Á Vestureynni er svo hið þekkta umhverfislistaverk Áfangar eftir R. Serra. Það verður skoðað og útskýrt. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 479 orð

Kynþáttahatari myrti tvo og svipti sig lífi

HVÍTUR kynþáttahatari í Bandaríkjunum, sem varð tveim að bana, særði sex og skaut á enn fleiri á föstudag, laugardag og sunnudag, svipti á endanum sjálfan sig lífi, að því er bandaríska alríkislögreglan, FBI, greindi frá í gær. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 348 orð

Leeson kominn heim

BRESKI fjármálabraskarinn Nick Leeson, sem olli gjaldþroti Barings- banka með svikum og misheppnuðum viðskiptum, kom aftur heim til Bretlands á sunnudag, eftir að hafa setið í þrjú og hálft ár í fangelsi í Singapúr. Leeson kvaðst við heimkomuna vera fullur iðrunar vegna gerða sinna, en sagðist hafa tekið út sína refsingu og að hann hygðist nú hefja nýtt líf. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGT var farið með nafn golffélaga Gissurar Ó. Erlingssonar í blaðinu sl. sunnudag. Nafn meðspilarans er Þráinn Valdimarsson. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 306 orð

Leiðtogar gera lítið úr hættu af stjórnarslitum

ÞESSI vika virðist ætla að verða enn ein stormasöm vikan í lífi hinnar átta mánaða gömlu "rauð- grænu" ríkisstjórnar Gerhards Schröders, kanzlara Þýzkalands, í þetta sinn aðallega vegna innri ágreinings um kjarnorkumál. Meira
6. júlí 1999 | Landsbyggðin | 427 orð

Leyft að veiða 404 hreindýr á þessu hausti

Vaðbrekku, Jökuldal- Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglur um hreindýraveiðar á yfirstandandi ári. Alls er leyft að veiða 404 hreindýr á þessu ári, 195 tarfa og 209 kýr. Einnig er æskilegt að kálfar sem fylgja kúm séu einnig felldir. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til 15. september. Þó má hefja veiðar á törfum 20. júlí trufli það hvorki kýr né kálfa. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Lést í bílslysi

KARLMAÐUR beið bana í umferðarslysi á Borgarfjarðarvegi við Eiða um klukkan 11 á sunnudagsmorgun er vörubifreið, sem hann stýrði, valt á veginum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var maðurinn látinn er að var komið. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni. Hinn látni hét Reynir Hólm, vörubifreiðarstjóri, til heimilis að Strandgötu 92 á Eskifirði. Hann var fæddur 7. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 957 orð

Lífrænum úrgangi breytt í verðmæti Hvernig má breyta lífrænum úrgangi í dýrmætan áburð sem græðir upp sár landsins í landnámi

FYRSTI farmur moltu sem unninn hefur verið úr lífrænu sorpi þátttakenda í umhverfisátakinu Skil 21, var borinn á uppgræðslusvæði verkefnisins við Úlfarsfell í gær. Pappír, timbur og matarleifar frá mörgum stórfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu hafa þar með fengið hlutverk við að græða upp land í stað þess að valda Meira
6. júlí 1999 | Landsbyggðin | 104 orð

Lúpínubreiður á Mýrdalssandi

Fagradal-Þegar ekið er yfir Mýrdalssand sjá menn ekki lengur eingöngu svartan sand heldur breiður af lúpínu og grasi sem hefur verið sáð í sandinn í hundruðum hektara, en Mýrdalsandur er að verða einn stærsti fræbanki landgræðslunnar á landinu. Á þessum tíma árs er lúpínan einstaklega fallega fagurblá á að líta. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir vitnum að því þegar trjádrumbur hrundi af vörubifreið, sem ók eftir Reykjanesbraut framhjá Hvammabraut. Drumburinn steyptist ofan á vélarhlíf jeppa sem ók í gagnstæða átt, með þeim afleiðingum að jeppinn skemmdist töluvert. Atburðurinn átti sér stað miðvikudaginn 30. júní um klukkan 13.15. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð

Margar útgerðir hættar veiðum

LEIGUVERÐ á þorskkvóta hækkaði enn á Kvótaþingi Íslands í gær, þegar kílóið fór í 120 krónur og hefur verðið aldrei verið jafn hátt. Alls voru viðskipti með rúm 157 tonn af þorski á þinginu í gær. Leiguverð á ýsu, sem fór í 58 krónur fyrir helgi, stóð í stað í gær, en aðeins voru viðskipti með rúm 6 tonn. Þá voru ennfremur leigð 35 tonn af skarkola og fór verðið upp í 70 krónur fyrir kílóið. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Námskeið í orkuheilun

RAHUL Patel, sérfræðingur frá Bandaríkjunum í orkuheilun, heldur námskeið í Reykjavík í ágúst nk. Í fréttatilkynningu segir: "Rahul hefur ferðast um allan heim og kynnt sér hinar ýmsu heilunaraðferðir sem ólíkir menningarheimar hafa notað frá örófi alda. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 91 orð

Nánara samband grannríkja

Nánara samband grannríkja BORÍS Jeltsín og Leoníd Kuchma, forsetar Rússlands og Úkraínu, áttu óformlegan fund sín í milli sl. sunnudag og eyddu deginum m.a. í veiðiskap á sveitasetri forseta Rússlands rétt fyrir utan Moskvu. Fundi þjóðarleiðtoganna var ætlað að "blása nýju lífi í samband ríkjanna," að sögn talsmanna Jeltsíns. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Opinn fundur um átök á fjarskiptamarkaði

UNGIR framsóknarmenn standa fyrir opnum fundi um átök á fjarskiptamarkaði sem ber yfirskritina: Samkeppni í hættu? Fundurinn verður haldinn í dag, þriðjudaginn 6. júlí, kl. 12.10 á Kaffi Reykjavík. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 989 orð

Opnum Balkanskaga

SLOBODAN Milosevic Júgóslavíuforseti hefur látið í minni pokann fyrir hinum hernaðarlega mætti NATO og við getum andað léttar. Til að réttlæta aðgerðir okkar verðum við hins vegar að tryggja að framtíðin verði betri, ekki einungis fyrir íbúa Kosovo heldur alla þá er byggja þetta svæði, þar með talda þá er búa í þeim hluta þar sem Milosevic ræður enn ríkjum. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1398 orð

"ÓHÓFLEG ÓGN VIÐ SIGLINGAUMHVERFIÐ"

Atlantsskip ehf. ákváðu að segja upp leigusamningi sínum um flutningaskipið Panayiota í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld kyrrsettu skipið tímabundið og gerðu alvarlegar athugasemdir við ástand þess. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Rjúpnaveiði takmörkuð ef þörf krefur

TAKMARKANIR á rjúpnaveiði verða teknar til skoðunar um leið og tillögur þess efnis berast ráðuneytinu, segir Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins. "Í fyrra lagði Náttúrufræðistofnun til að veiðitími yrði styttur. Þær tillögur bárust seint og að höfðu samráði við veiðistjóra var ákveðið að stytta ekki veiðitímann. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Róleg þrátt fyrir fjölmenni

MIKILL fjöldi fólks var á Akureyri um helgina, en tvö stór fótboltamót voru þá haldin í bænum. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri gekk helgin óhappalaust fyrir sig þrátt fyrir að margir væru á ferli. Tjaldstæðið á Akureyri var smekkfullt og þá gistu margir í tjöldum í kringum félagssvæði Þórs. Einhverjar kvartanir bárust um ónæði þegar fór að líða á nóttina. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Selja siglingar með Arcadia

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ingólfs og Príma: "Í frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag er sagt frá komu nýjasta og stærsta skemmtisiglingaskips Breta, Arcadia, til Íslands, en skipið liggur í Sundahöfn í dag. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Slapp vel úr slysi eftir grjóthrun

SJÖ ára telpa, sem slasaðist í Fljótavík á Hornströndum á sunnudag er hún varð fyrir grjóthruni og talið var að hefði slasast alvarlega, slapp óbrotin úr slysinu og var ekki þörf á aðgerð á henni við komu á sjúkrahús. Að sögn aðstoðarlæknis á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur var búist við að telpan gæti því útskrifast af sjúkrahúsi í síðasta lagi í dag. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Sótt um byggðakvóta fyrir Þingeyri

BÆJARRÁÐ Ísafjarðar samþykkti í gær að sækja um byggðakvóta fyrir Þingeyri. Umsókn þess efnis verður send Byggðastofnun í dag. Bæjarstjóri og bæjarráð Ísafjarðar funduðu með stjórn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri í gærkvöld. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sprenging varð þegar fólkið var nýkomið út

MIKIÐ eignatjón varð á Reyðarfirði er íbúðarhús við Hafnargötu eyðilagðist í eldi sem kom upp rétt fyrir klukkan 7 á sunnudagsmorgun. Hjón með þrjú börn á aldrinum 9-16 ára leigðu húsnæðið og náðu þau að komast út úr húsinu áður en slökkvilið kom á vettvang. Mikill eldur var þá í húsinu og brann þar allt sem brunnið gat. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Sr. Birgir tók fyrstu skóflustunguna

FYRSTA skóflustungan að nýju íbúðahverfi sem Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hefur til umráða á svonefndum reit 1 á Eyrarlandsholti var tekin nýlega, en það gerði séra Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur á Akureyri. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Stakk konu sína með hnífi

KARLMAÐUR á fertugsaldri misþyrmdi konu sinni hrottalega í sumarhúsi í Vík aðfaranótt sunnudags eftir að ágreiningur kom upp milli þeirra hjóna. Hann gekk í skrokk á henni og stakk hana m.a. mörgum sinnum með hnífi. Tvö börn voru með hjónunum í húsinu. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Stærsta verkefnið á sviði gatnagerðar

FRAMKVÆMDIR við lagningu Borgarbrautar og gerð nýrrar brúar yfir Glerá eru nú í fullum gangi en stefnt er að því að opna fyrir umferð um næstu mánaðamót. Í dag, þriðjudag, verður leiðin frá Tryggvabraut og upp að Háskólanum á Akureyri við Sólborg opnuð fyrir umferð en þar hafa menn verið að malbika nánast dag og nótt undanfarið. Meira
6. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 229 orð

Suharto kærir Time

LÖGMENN Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, höfðuðu í gær mál á hendur fréttablaðinu Timevegna greinar sem birtist í blaðinu þar sem því var haldið fram að Suharto hefði rakað saman eignum að verðmæti fimmtán millarða dollara, um eitt þúsund milljarða ísl. króna, meðan á þrjátíu og tveggja ára valdatíma hans í Indónesíu stóð. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

TF-GRÓ auglýst til sölu

RÍKISKAUP hafa auglýst TF-GRÓ, þyrlu Landhelgisgæslunnar, til sölu, en Alþingi samþykkti sl. vetur heimild til að selja þyrluna. Að sögn Stefáns Melsted, lögfræðings hjá Landhelgisgæslunni, hefur þyrlan verið mjög lítið notuð síðustu ár. Hann sagði að það væri mat Landhelgisgæslunnar að ekki væri lengur þörf fyrir hana. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Tvær vinnsluholur boraðar

BYRJAÐ er að bora tvær vinnsluholur á Kröflusvæðinu. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, eru þessar boranir lokahnykkurinn á framkvæmdum sem hafnar voru fyrir þremur árum og miðuðust við að koma virkjuninni í fulla stærð, 60 megavött. Kröfluvirkjun hefur verið rekin af fullu afli í tæpt ár. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ung stúlka slasaðist í bílveltu

SAUTJÁN ára stúlka meiddist talsvert þegar bifreið sem hún ók valt við bæinn Breiðaból á Svalbarðsströnd laust eftir klukkan 20 í gærkvöld. Kalla þurfti til tækjabifreið slökkviliðs og klippa stúlkuna út úr bifreiðinni. Hún var flutt á slysadeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vaxandi áhugi á svæðinu

FRAMTÍÐ Hrauna við Straumsvík er óráðin, en samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995­2015 er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði notaður undir hafnar- og iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum stofnaði áhugafólk um verndun Hrauna Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar til þess að vekja athygli á þessu einstaka svæði. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 332 orð

Vegagerðin vinnur að úrbótum

VEGAGERÐIN vinnur að ákveðnum breytingum sem greiða eiga fyrir umferð til og frá Reykjavík og draga þannig úr þeim töfum sem oft vilja verða á miklum ferðahelgum. Jón Rögnvaldsson, aðstoðarvegamálastjóri, segir þó að ekki sé hægt að koma með öllu í veg fyrir tafir. Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Veitt viðurkenning kvenskáta

STJÓRN heimssamtaka kvenskáta WAGGGS (World Association of Girl Guides and Girl Scouts) ákvað fyrir tveimur árum að á þingi samtakanna yrðu konur heiðraðar sem þykja hafa skarað framúr og verið hvatning fyrir stúlkur og ungar konur í heiminum. Viðurkenning þessi hlaut nafnið "Women of Outstanding Acivement Award". Meira
6. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Vopnað rán í myndbandaleigu

VOPNAÐ rán var framið í myndbandaleigu við Grensásveg, sem opin er allan sólarhringinn, aðfaranótt sunnudags. Hafði maður ógnað starfsstúlku með hnífi, tekið nokkra tugi þúsunda úr sjóðvél og hlaupið á brott. Góð lýsing fékkst á manninum er hann framdi ránið og handtók lögreglan hann tæpri klukkustund eftir ránið þar sem hann var kominn inn á veitingahús í nágrenni við Hlemmtorg. Meira
6. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Þrjátíu og ein umsókn

SKÓLANEFND Akureyrarbæjar auglýsti fyrir nokkru styrki til náms í kennara- og leikskólakennaradeild Háskólans á Akureyri. Upphæð styrkjanna verður 60.000 krónur á mánuði eða alls um 560.000 krónur yfir skólaárið. Skilyrði fyrir umsókn eru að styrkþegar skuldbindi sig til að inna af hendi vinnuframlag við leik- og grunnskóla Akureyrar, eitt ár fyrir hvert styrkár. Meira
6. júlí 1999 | Landsbyggðin | 73 orð

Örnefnamerkingar og loftmynd

Ísafirði-Lokið er við að merkja 28 örnefni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Einnig hefur verið sett upp stór loftmynd af nesinu sem örnefnin eru merkt inn á. Frumkvöðull að þessum merkingum er Páll Aðalsteinsson, fyrrverandi skólastjóri í Reykjanesi, og kostaði hann gerð merkjanna og myndarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

6. júlí 1999 | Leiðarar | 609 orð

AÐSTÆÐUR ÞROSKAHEFTRA

AÐSTÆÐUR þroskaheftra á Íslandi eru, sem betur fer, aðrar og betri en þær voru fyrir örfáum áratugum. Viðhorf til þroskaheftra hafa breyst mikið í áranna rás, þannig að nú gætir vart fordóma í þeirra garð, sem voru landlægir lengi vel. Meira
6. júlí 1999 | Staksteinar | 379 orð

Gæðastýring

NEYTENDUR munu gera ákveðnar kröfur um hollustu og hreinleika segir í ritstjórnargrein í Bændablaðinu, þar sem fjallað er um gæðastýringu í landbúnaði. Öryggi Í RITSTJÓRNARGREININNI segir m.a.: "Gæðastýring hefur haslað sér völl innan ýmissa atvinnugreina á liðnum árum. Meira

Menning

6. júlí 1999 | Skólar/Menntun | 883 orð

"Atvinnuleysið hefur andlit konu"

ÞEGAR borið er að garði í húsakynnum Nordens folkliga akademi í Gautaborg eru smáir hópar í hrókasamræðum á víð og dreif fyrir framan húsið. Sólin skín og mávarnir garga yfir haffletinum. Konurnar tala saman á ensku með hljómfalli ólíkra tungumála og konurnar frá Rússlandi og Eystrasaltslöndunum bregða fyrir sig rússneskunni þegar eitthvað þarfnast nánari útskýringar. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 173 orð

Ágæt en ofmetin. Björgun óbreytts Ryans (Saving Private Ryan)

Leikstjórn: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Edward Burns, Tom Siezmore og Matt Damon. 169 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. STEVEN Spielberg hefur gerst metnaðarfyllri með árunum og er þessari stóru og miklu mynd greinilega ætlað að vera mesta stríðsmynd allra tíma. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 560 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Matrix Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í "Speed"­formi. Óvenju útpæld afþreying. Lolita Útvötnuð útgáfa sögunnar um dónakallinn Humbert Humbert og telpukrakkann Lolitu er borin uppi af Jeremy Irons og Dominique Sanda í hlutverkum þeirra. Útlitið er flott. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 49 orð

Buxur eða pils

NÚ GETUR karlpeningurinn farið að spá hvort þeir eigi að fá sér stuttbuxur eða bara stutt pils fyrir sumarið 2000. Á sýningu Giorgio Armani í Mílanó síðastliðinn föstudag var sumartíska næstkomandi sumars kynnt og þar voru m.a. þessir tveir ungir herramenn sumarlega klæddir að hætti Armani. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Cher heimsækir krabbameinssjúkan pilt

SÖNG- og leikkonan Cher heimsótti 11 ára dreng sem er með krabbameinsæxli við heila er hún var á tónleikaferðalagi í Tampa á dögunum. Eric Campbell er mikill aðdáandi Cher og hlustar daglega á lag hennar "Believe" á leið sinni í geislameðferð sem hann verður að gangast undir. "Henni líkaði vel við mig," sagði Eric eftir að söngkonan hafði faðmað hann og smellt á hann kossi. Meira
6. júlí 1999 | Tónlist | 625 orð

Concordia

Flutt voru verk eftir Geist, Finger, Buxtehude, Nicolai og J.S. Bach. Flytjendur: Þrír gambaleikarar, orgel- og semballeikari, ásamt Robin Blaze kontratenór. Laugardaginn 3. júlí. Seinni tónleikarnir á sumartónleikunum í Skálholti um síðustu helgi voru helgaðir barokktónlist sem oftast var leikin á þrjú gamba- hljóðfæri, Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 115 orð

Glaðbeittir golfarar

HIÐ árlega golfmót viðskiptavina Opinna kerfa var haldið síðastliðinn föstudag á Hvaleyrarvelli. Um hundrað manns tóku þátt svo að völlurinn var fullur af glaðlegum golfurum. Veðrið lék við keppendur þótt sólin léti sig vanta og sýndu margir mjög góð tilþrif með kylfurnar. Keppt var í svokallaðri punktakeppni og var góð stemmning ríkjandi allt til síðasta höggs. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 153 orð

Háskaleikur Sjálfsvígskóngarnir (Suicide Kings)

Framleiðsla: Wayne Rice. Leikstjórn: Peter O'Fallon. Handrit: Josh McKinney og Gina Goldman. Kvikmyndataka: Christopher Baffa. Tónlist: Graeme Revell. Aðalhlutverk: Henry Thomas, Sean Patric Flanery, Christopher Walken og Dennis Leary. 102 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
6. júlí 1999 | Tónlist | 516 orð

Hymni scholares

Frumfluttar voru útsetningar Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar á hymnum úr íslenskum handritum frá 17. öld, m.a. Söngkveri Skálholtssveina. Flytjendur: Margrét Bóasdóttir, Finnur Bjarnason og Hilmar Örn Agnarsson. Laugardaginn 3. júlí. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 839 orð

Írskir frændur vorir með íslenzkan(?) útlitshönnuð... Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður skrifar um nýjustu plötu írsku sveitarinnar

Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður skrifar um nýjustu plötu írsku sveitarinnar Cranberries, Bury the Hatchet. HLJÓMSVEITIN Cranberries frá Limerick á Írlandi sendi fyrir skömmu frá sér 4. breiðskífuna. Meira
6. júlí 1999 | Skólar/Menntun | 692 orð

Íslendingur efstur í stærðfræðikeppni

Marteinn Þór Harðarson tók þátt í þrettándu norrænu stærðfræðikeppninni og náði öllum stigunum. Gunnar Hersveinn hitti hann og Geir Agnarsson stærðfræðing, umsjónarmann keppninnar. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 34 orð

Kidman á tennismóti

LEIKKONAN Nicole Kidman fylgdist spennt með lokaviðureign bandarísku tennisleikaranna Pete Sampras og Andre Agassi á sunnudaginn var. Sampras fór með sigur af hólmi í viðureign kappanna og vann lokasettið með 7-5. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 219 orð

Konan innra með Will Smith fær að leika sér

NÝJASTA kvikmynd leikarans Wills Smiths var frumsýnd í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Þar leika hann og Kevin Kline félaga stuttu eftir þrælastríðið sem berjast um ástir sömu konunnar en hún er leikin af hinn töfrandi Selmu Hayek. "Kevin Kline er ekki fallegur sem kona," sagði Smith í viðtali fyrir frumsýningu og átti við atriði þar sem félagarnir neyðast til að dulbúa sig sem kvenmenn. Meira
6. júlí 1999 | Menningarlíf | 237 orð

Leikið á gítar, óbó og blokkflautu

NÆSTU flytjendur í tónleikaröðinni "Bláa kirkjan" miðvikudagskvöldið 7. júlí kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju eru Jacqueline FitzGibbon, óbó og blokkflauta, og Hannes Guðrúnarson, klassískur gítar. Á efnisskránni er m.a. Meira
6. júlí 1999 | Myndlist | 580 orð

Menningarandlit

Til 22. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18, en einnig mánudaga þegar sumardagskrá er haldin, frá kl. 19­20. Aðgangseyrir 200 kr. NORSKI ljósmyndarinn Kay Berg hefur myndað hátt á annað hundrað listamanna og menningarfrömuða frá þeim 9 borgum sem kallaðar verða menningarborgir Evrópu árið 2000. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 124 orð

Nicolas Cage sem Ofurmennið?

OFURMENNIÐ lifir! Kannski. Lengi vel hefur Warner Bros.- fyrirtækið slegið því á frest að ráðast í nýja mynd um hið fljúgandi og fjallmyndarlega Ofurmenni. Nú hefur hins vegar dregið til tíðinda því handritshöfundurinn William Wisher hefur verið ráðinn til að koma verkefninu á koppinn. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 162 orð

Óvinur ríkisins á toppnum

ENGAR breytingar eru á þremur efstu sætum Myndbandalistans í þessari viku frá síðustu viku og er Óvinur ríkisins enn í efsta sætinu, Björgun óbreytts Ryans í öðru sæti og Umsátrið í því þriðja. Þrjár nýjar myndir koma inn á lista vikunnar og fer efst kaldhæðna gamanmyndin Mjög slæmir hlutir með þeim Christian Slater og Cameron Diaz í aðalhlutverkum, en hún er í fjórða sæti listans. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 385 orð

Rómantískur og ævintýralegur dagur

Á SUNNUDAG gengu fótboltakappinn David Beckham og söngkonan Victoria Adams í það heilaga að Luttrellstown, einu íburðarmesta hóteli Írlands. Athöfnin sjálf fór fram í kapellu í garðinum sem er nefnd eftir Victoriu Bretadrottningu er eitt sinn var gestur í Luttrellstown. Meira
6. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 650 orð

Saga íslenskrar dægurtónlistar

"ÞESSI öld sem er að líða er fyrsta öld dans- og dægurtónlistar á Íslandi," segir Ólafur Laufdal, "og það sem við ætlum að gera er að rifja upp feril allra þeirra hljómsveita, söngvara, kvartetta, tríóa og annarra sem þar hafa komið við sögu. Meira
6. júlí 1999 | Skólar/Menntun | 1148 orð

Styrkur, nytsemd og sköpun náms Markmiðið er alltaf að auka lífsleikni nemenda Sjálfstraustið eflist gagnvart göllum

Markmiðið er alltaf að auka lífsleikni nemenda Sjálfstraustið eflist gagnvart göllum samfélagsins UNDANFARIN fimm ár hefur verið rekinn daglýðháskóli fyrir konur á Akureyri að norrænni fyrirmynd. Hefð og aðstæður fyrir slíka starfsemi eru þó um margt ólíkar því sem gerist á Norðurlöndum. Meira
6. júlí 1999 | Menningarlíf | 236 orð

Tékknesk tónlist í Ráðhúsinu

KÓR Karlsháskóla í Prag heldur ferna tónleika á Íslandi í þessari viku og verða þeir fyrstu haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur nú í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins í kvöld verður eingöngu veraldleg tékknesk tónlist, auk þess sem Hallfreður Örn Eiríksson mun fjalla um Tékkland. Dagskráin í Ráðhúsinu tengist því að Prag, líkt og Reykjavík, verður ein menningarborganna árið 2000. Meira
6. júlí 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Vestan fjögur í Ísafjarðarkirkju

TÓNLEIKAR verða í Ísafjarðarkirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 21.30. Sönghópurinn "Vestan fjögur" frá Flateyri og Söngfjelagið úr Neðsta flytja veraldleg og kirkjuleg lög frá endurreisnar- og barroktímanum. Efni söngtextanna, sem eru á ýmsum tungumálum, fjallar aðallega um ást og tilbeiðslu. Meira
6. júlí 1999 | Tónlist | 412 orð

Yfirvegun í leik og túlkun

Mark A. Anderson frá Bandaríkjunum lék verk eftir Reger, Clérambault, Preston, J.S. Bach og Vierne. Sunnudaginn 4. júlí. Við lok einhvers sólarbesta dag sumarsins var haldið til Hallgrímskirkju til að hlusta á bandarískan orgelleikara, Mark A. Anderson, leika á Klais-orgel kirkjunnar. Meira

Umræðan

6. júlí 1999 | Aðsent efni | 1041 orð

Enn um aðferðir í kjarabaráttu Hópuppsagnir Samkvæmt vinnulö

Samkvæmt vinnulöggjöfinni eru hópuppsagnir bannaðar sem tæki í kjarabaráttu, segir Ari Skúlason í svari til Eiríks Brynjólfssonar. Meira
6. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 340 orð

Grein Stefáns Kristjánssonar í Sportveiðiblaðinu

FYRIR skömmu kom Sportveiðiblaðið út. Þar er á undarlegan svo ekki sé sagt sóðalegan hátt vakin athygli á annars þörfu málefni, sem er verndun Elliðaánna. Höfundur greinarinnar er Stefán Kristjánsson. Þar fá flestir sem að málum hafa komið ádrepu, en starfsmenn Veiðimálastofnunar einna harðasta hríð. Ádrepan var á mjög lágu plani, svo fæst af því er svara vert. Meira
6. júlí 1999 | Aðsent efni | 1001 orð

Um "leiðbeinendur" og kennara með leyfisbréf Engar rannsókni

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða munur er á árangri af störfum kennara með leyfisbréf og hinna. Meira
6. júlí 1999 | Aðsent efni | 1136 orð

Verðjöfnun á rafmagni til stjóriðju?

Ég minnist þess ekki, segir Jakob Björnsson, að hafa séð áður hugmyndir um að verðjafna stóriðjurafmagn. Meira
6. júlí 1999 | Aðsent efni | 499 orð

Víkurskóli

Gert er ráð fyrir að árið 2002 verði allir skólar borgarinnar einsetnir, segir Sigrún Magnúsdóttir, og Borga- og Víkurskóli í Borgarholtshverfum risnir. Meira

Minningargreinar

6. júlí 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Guðrún Jónsdóttir

Amma mín Guðrún andaðist á fögrum sumardegi 24. júní síðastliðinn þegar landið skartaði sínu fegursta. En jafnvel þegar sólin skín og fuglar syngja geta sorglegir atburðir eins og þessi gerst. Amma var lengi búin að vera veik og mér finnst gott að vita að hún skuli vera komin til afa og guðs. Tár renna niður vanga, þrautir þínar eru á enda. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 191 orð

Guðrún Jónsdóttir

Elsku amma mín var búin að bíða eftir hvíldinni sem loksins kom. Afi farinn fyrir þremur árum. Sjón og heyrn löngu búin að gefa sig. Ekki eftir neinu að bíða í rauninni, en líkaminn þrjóskaðist við þangað til núna. Fyrir okkur hin er sársaukinn og söknuðurinn samt til staðar. Þótt þetta væri það sem hún vildi og mátti búast við á hverri stundu, er sárt að sjá á eftir ömmu sinni. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 458 orð

Guðrún Jónsdóttir

Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. (H. Halldórsd. frá Dagverðará.) Gunna, en það var hún kölluð af fjölskyldu og vinum, fæddist í Suðursveit og bjó þar fram yfir áttrætt, þar til þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur ásamt Helga syni sínum, og bjó hún hér síðustu 14 æviárin. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 119 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Suðurhúsum, Borgarhöfn í Suðursveit, 27. júní 1904 og lést á Hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 24. júní 1999. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson og Guðrún Bergsdóttir. Þau eignuðust 15 börn, af þeim komust 10 til fullorðinsára. Þau eru öll látin nema Jónína, sem búsett er á Höfn í Hornfafirði. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 120 orð

Guðrún Þorgeirsdóttir

Elsku amma langa. Nú ertu komin til afa Villa, ömmu Hildar, systra þinna og annarra sem þér þótti vænt um. Það er örugglega mjög gaman hjá ykkur öllum en samt sakna ég þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góð við mig, passaðir mig oft og varst alltaf svo blíð og aldrei reið. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 1189 orð

Guðrún Þorgeirsdóttir

Hlýja, mýkt og ástúð eru orðin sem koma fyrst upp í hugann þegar við hugsum um ömmu Gu. Hún var mjúk hvernig sem á hana var litið. Persónuleikinn var mjúkur sem kom fram í óvenjulega jákvæðri framkomu og frá henni streymdi einstök hlýja og alltumvefjandi ástúð. En amma Gu var líka mjúk í bókstaflegri merkingu því hún var alla tíð svolítið þybbin. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | -1 orð

Guðrún Þorgeirsdóttir

Hún var dóttir Þorgeirs Guðjónssonar verkamanns og konu hans, Jódísar Ámundadóttur. Þau höfðu ung flust austan úr Flóa til höfuðstaðarins á fyrsta áratug þessarar aldar. Heimili þeirra stóð lengi við Bergstaðastræti, en í byrjun fjórða áratugarins reistu þau sér þriggja hæða steinhús við Öldugötu hér í borg. Börn eignuðust þau fjögur, þrjár dætur og einn son. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 752 orð

Guðrún Þorgeirsdóttir

Við andlát Guðrúnar Þorgeirsdóttur rifjast upp fyrir mér minningar frá fyrri árum. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni og eiga hana að góðum vini alla tíð. Kynni okkar hófust þegar við fórum að draga okkur saman við Hildur dóttir hennar. Á þeim árum bjuggu Gunna og Villi í eins konar fjölskylduhúsi á Öldugötu 25a í Reykjavík. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 175 orð

GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR Guðrún Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1915. Hún lést á Borgarspítalanum 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgeir Guðjónsson, verkamaður, f. 28.10. 1887, d. 14.12. 1953, og kona hans Jódís Ámundadóttir, f. 26.6. 1876, d. 6.5. 1961. Systkini Guðrúnar voru: 1) Sigríður, f. 17.7. 1915, d. 30.11. 1993. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Helena Bojkow Clausen

Góð vinkona mín Helena Bojkow Clausen er látin. Á bjartasta tíma ársins, tímanum sem hún elskaði, kvaddi hún þennan heim. Við deildum húsi, en einnig gleði og sorgum í meira en tuttugu ár. Þegar við fluttumst hingað á Kársnesbrautina voru börnin mín þriggja, átta og tólf ára gömul en synir þeirra Hans Arreboes nær uppkomnir. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 482 orð

Helena Bojkow Clausen

Sagt er að uppvaxtarár hvers manns móti viðhorf hans og skoðanir og jafnvel persónuleika. Á uppvaxtarárum mínum átti ég því láni að fagna að næstu nágrannar okkar í Vesturbænum í Kópavogi voru móðurbróðir minn Arreboe, Helena, kona hans, og synir þeirra tveir, Andri og Michael. Samgangur var mikill og alltaf auðvelt að fara yfir til Helenu. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 201 orð

HELENA BOJKOW CLAUSEN

HELENA BOJKOW CLAUSEN Helena Bojkow Clausen fæddist í Vindinge Sogn í Svendborg- amti í Danmörku 27. apríl 1922. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dimitri Bojkow verkamaður, f. 25. nóvember 1893, d. 1970, og Leontina Torba húsmóðir, f. 17. febrúar 1898, d. 1948. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Hjördís Karen Guðmundsdóttir

Þetta vísubrot eftir Guðmund Inga Kristjánsson kemur upp í hugann þegar Hjördísar Karenar er minnst. Svo vestfirsk var hún, sterk og stæðileg eins og vestfirsku fjöllin. Það gustaði af henni, alltaf frísk og full af orku og hreysti, kraftmikil og lífleg. Engin lognmolla, heldur hressandi andblær, sem hafði lag á að hrífa aðra með sér. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 159 orð

Hjördís Karen Guðmundsdóttir

Hún Hjördís amma er dáin langt um aldur fram. Ég vil þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Amma var alltaf svo góð við mig og alveg einstaklega þolinmóð. Ég veit að ég mun aldrei gleyma fríinu sem við áttum saman í Skötufirðinum síðastliðið sumar. Á hverjum degi löbbuðum við upp í á og veiddum silung. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 150 orð

Hjördís Karen Guðmundsdóttir

Látin er kær samstarfskona og langar mig að minnast hennar með fáeinum orðum. Ég kynntist Hjördísi fyrir fimm árum, er hún hóf störf hjá mér við heimilisþjónustu í Mosfellsbæ. Sá ég fljótlega að þarna fór dugmikil, jákvæð og ekki síður einlæg kona, en það var hún bæði gagnvart aðstoðarþegum sínum og samstarfsfólki. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 310 orð

HJÖRDÍS KAREN GUÐMUNDSDÓTTIR

HJÖRDÍS KAREN GUÐMUNDSDÓTTIR Hjördís Karen Guðmundsdóttir fæddist á Borg í Ögurhreppi, N-Ísafjarðarsýslu, 11. desember 1943. Hún lést á Landspítalanum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Snjólaug Magnea Long Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 31.7. 1913, og Guðmundur Magnús Magnússon, skipstjóri og bóndi á Borg í Ögurhreppi, f. 27.6. 1897, d. 23.11. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 946 orð

Jón Halldórsson

Nonni frændi lét mig löngum njóta nafns, föðurnafns síns, fylgdist með öllum mínum athöfnum af áhuga, hélt upp á mig og gerði mér gott við hvert færi. Þvílíkt atlæti er auðvitað óverðskuldað, en það er gott þeim sem nýtur, einkanlega óhörðnuðum dreng en raunar einnig fullvöxnum manni. Jón og Halldór, nöfnin tengdu okkur ævinlegum böndum; hafa reyndar fylgst að í ætt okkar í ríflega 230 ár. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Jón Halldórsson

Kær vinur minn, Jón Halldórsson, er látinn. Ég kynntist Jóni vini mínum 1963 þegar ég hóf starf sem matreiðslumaður á ms. Dettifossi. Okkar kynni áttu eftir að verða mikil og góð. Hann reyndist mér vel allan þann tíma sem við vorum saman til sjós og naut ég aðstoðar hans þegar ég fór að leysa af sem bryti á Dettifossi. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Jón Halldórsson

Komdu sæll afi minn. Svona kenndi hún mamma mín mér að heilsa þér þegar ég var lítil og svo fór ég inn í eldhús og kyssti þig á kinnina þar sem þú sast svo oft á stólnum þínum og gluggaðir í blöðin eða réðir krossgátur. Þú krafðist kurteisi og hlýðni, enda sjálfur alinn upp á þann veg. Það eru svo fáir eftir sem hafa lífsýn eins og þín var og er það miður að mörgu leyti. Meira
6. júlí 1999 | Minningargreinar | 239 orð

JÓN HALLDÓRSSON

JÓN HALLDÓRSSON Jón Halldórsson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, f. 9.8. 1892, d. 20.10. 1945, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 17.5. 1897, d. 24.5. 1985, húsmóðir. Meira

Viðskipti

6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 102 orð

ÐManchester United í Mið- Austurlöndum

FORRÁÐAMENN hins sigursæla knattspyrnufélags Manchester United á Bretlandi hafa tekið saman höndum við eitt af leiðandi verslunarfyrirtækjum í Mið- Austurlöndum, Gray Mackenzie, í fyrirætlunum um að opna þar keðju af "Theatre of Dreams"-verslunum. Meira
6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 84 orð

ÐNetið í þjónustu Murdochs

RUPERT Murdoch var fyrstur með gervihnattasjónvarpið og nú hefur hann tekið Netið í þjónustu sína, eins og segir á fréttavef BBC. Murdoch hefur nú hafið samstarf við japanska fjárfestingarfélagið Softbank um að selja skuldabréf á Netinu. Meira
6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 191 orð

ÐReglum breytt vegna Hæstaréttardóms

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur breytt reglum um útreikning stimpilgjalds af endurútgefnum og skilmálabreyttum skuldabréfum, í tilefni af dómi Hæstaréttar í máli nr. 63/1999, frá 10. júní 1999. Breytingarnar eru sem hér segir, Meira
6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 204 orð

ÐSamningur um Íslensku ánægjuvogina

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands, Samtök iðnaðarins og Gallup hafa gert með sér samstarfssamning um mælingar á svonefndri evrópskri ánægjuvog, en íslenski hluti verkefnisins nefnist Íslenska ánægjuvogin. Evrópska ánægjuvogin er samræmd mæling á ánægju viðskiptavina fyrirtækja í fjölmörgum greinum atvinnulífs tólf Evrópuþjóða sem standa að verkefninu. Samstarfsverkefnið er m.a. Meira
6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Evrópskar hækkanir vegna tilboðs í olíufélagið Elf

MIKLAR hækkanir urðu í evrópskum kauphöllum í gær eftir að fréttir bárust af 43 milljarða dollara, rúmlega 3.200 milljarða íslenskra króna, tilboði franska olíufélagsins TotalFina í olíufélagið Elf. Hlutabréf í Elf hækkuðu um 21% og fylgdi rúmlega 3% hækkun á verði hlutabréfa í orkufyrirtækjum í kjölfarið víðsvegar um álfuna. Meira
6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Gengi krónunnar hækkaði um 0,7% í júní

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands dróst saman um 700 milljónir króna í júní og nam í lok mánaðarins 31,1 milljarði króna. Til samanburðar nam gjaldeyrisforðinn 29,6 milljörðum króna í lok desember 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands um helstu liði í efnahagsreikningi bankans. Meira
6. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 454 orð

Lánar BYKO-LAT 1,9 milljónir evra

Í GÆR var undirritaður samningur um lán Norræna fjárfestingarbankans til BYKO-LAT, dótturfyrirtækis BYKO hf. í Lettlandi. Lánið nemur 1,9 milljónum evra, eða um 146,7 milljónum íslenskra króna, og er til sjö ára. Meira

Daglegt líf

6. júlí 1999 | Neytendur | 145 orð

Engin ein skýring á ástandinu

LYFJAVERSLANIR stóðu sig verst með verðmerkingar í sýningargluggum þegar Samkeppnisstofnun gerði könnun í 786 sérverslunum á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir skömmu. Í yfir 90% tilvika var verðmerkingum þar áfátt eða vörurnar óverðmerktar. Meira
6. júlí 1999 | Neytendur | 711 orð

Mismunandi reglur gilda eftir flugfélögum

KORNABÖRN á aldrinum 0­2 ára eru ekki talin með sem farþegar á farþegalista þegar þau ferðast í flugvél og þær reglur sem gilda um öryggi ungbarna í flugi lúta einungis að því með hvaða hætti spenna skuli börn niður í fang þess sem ferðast með barnið. Meira
6. júlí 1999 | Neytendur | 148 orð

Myndgæði ekki í beinu hlutfalli við hærra verð

PANASONIC TX28XD3 fékk hæstu heildareinkunnina í gæðakönnun hjá fyrirtækinu International Testing af þeim 26 tegundum sem fást hér á landi. Það er 28 tommu sjónvarp, 50 riða og kostar um 60.000 krónur hjá Elko. Þá fékk Grundig ST 70-700 næsthæstu heildareinkunnina fyrir myndgæði. Það er 50 riða og 28 tommu. Sjónvarpið kostar um 58.000 krónur hjá Sjónvarpsmiðstöðinni. Meira

Fastir þættir

6. júlí 1999 | Fastir þættir | 208 orð

AV

Mánudaginn 28. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 16 para. Meðalskor var 168 og efstu pör voru: NS Óli Þór Kjartansson ­ Kjartan Ólason199 Þórir Flosason ­ Magnús Þorsteinsson192 Þorvaldur Pálmason ­ Jón Viðar Jónmundsson183 AV Frímann Stefánss. ­ Vilhj. Sigurðsson jr. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 115 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14­16. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10­12. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Meira
6. júlí 1999 | Fastir þættir | 487 orð

Góðir toppar á fámennu móti

Hestamenn á Austurlandi blésu til leiks um helgina er þeir héldu fjórðungsmót á mótssvæði Freyfaxa, Stekkhólma, um helgina. Mótið var minna í sniðum en þessi mót hafa verið en hestakostur þeirra austanmanna er síst lakari en hann hefur verið. Fékk Valdimar Kristinsson ásamt öðrum mótsgestum að líta margan góðhestinn þá þrjá daga sem mótið stóð yfir. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 74 orð

HÁSUMAR

Það er svo ljúft að leika sér við ljós og sunnan þíðu, því maður á heima hvar sem er hjá hásumarsins blíðu. Hún jörð er glöð og gestrisin og geimurinn himinblái, og maður á vin á hverjum hlyn og höll á hverju strái. Hvert í átt, sem út ég lít, allt er sig að laga: Seljan orðin kolla-hvít, komið er í haga sólskinið með sumarlanga daga. Meira
6. júlí 1999 | Dagbók | 684 orð

Í dag er þriðjudagur 6. júlí, 187. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því

Í dag er þriðjudagur 6. júlí, 187. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebreabréfið 13, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Thor Lone og Helgafell koma í dag. Meira
6. júlí 1999 | Fastir þættir | 674 orð

Kasparov sigrar á Frankfurt-skákmótinu

29. júní­2. júlí KASPAROV vann enn einn sigurinn á þessu ári þegar hann varð efstur á Frankfurt-skákmótinu sem lauk á föstudaginn í Frankfurt í Þýskalandi. Kasparov náði að sigra Karpov í fjórðu og síðustu viðureign þeirra á mótinu og með þeim sigri náði hann nánast að gulltryggja efsta sætið, þótt tvær umferðir væru eftir á mótinu. Meira
6. júlí 1999 | Dagbók | 125 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 lygar, 4 ánægð, 7 a

Kross 1LÁRÉTT: 1 lygar, 4 ánægð, 7 auðugur, 8 Æsir, 9 nytjaland, 11 húsagarður, 13 drepa, 14 útrýmdi, 15 verkfæri, 17 glaða, 20 liðamót, 22 kryddtegund, 23 ófúst, 24 reiður, 25 rugla. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 462 orð

Leið 7 aftur um Eskihlíðina

VIÐ breytinguna á leiðarkerfi SVR 1. júní sl. hætti leið 7 að ganga Eskihlíðina og fer núna út á Loftleiðir og í Skógarhlíð. Mig langar til að benda á að við Eskihlíð eru fjölmargar blokkir og margt fólk, bæði ungt og gamalt. Þar eru tveir leikskólar og einn skóli rétt fyrir ofan Eskihlíðina. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 302 orð

Sex efstu þjó

Sex efstu þjóðirnar á Evrópumótinu öðlast rétt til þátttöku á HM, sem haldið verður á Bermuda í janúar á næsta ári. Þær eru Ítalía, Svíþjóð, Noregur, Búlgaría, Frakkland og Pólland. Tvær síðastnefndu þjóðirnar mættust undir lok mótsins, þegar Frakkar voru í öðru sæti í skotfæri við titilinn, en Pólverjar í því sjöunda og því í hörkubaráttu um HM-sæti. Austur gefur; AV á hættu. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 97 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á ofursterku atskákmóti, Siemens- mótinu í Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. Indverjinn Vyswanathan Anand(2.781) hafði hvítt og átti leik gegn Rússanum Vladímir Kramnik (2.751). 16. Hxe7! - Kxe7 17. Db4+ - Kd8 (Eftir 17. - c5 18. Meira
6. júlí 1999 | Fastir þættir | 866 orð

Um heila Einsteins "Heili Einsteins hefur verið táknmynd snillingsins á þessari (efnis)mössuðu öld á svipaðan hátt og ljóð

Í Ameríku á "jet"-liðið sína eigin þotu. Á Íslandi starfar "jet"- liðið hjá Flugleiðum. Þetta á ekki bara að vera háð heldur einnig dæmi um afstæði, tilfinningu sem var svo rótgróin í líkama mannsins og sál að hún varð ekki orðuð fyrr en í byrjun þessarar aldar. Meira
6. júlí 1999 | Fastir þættir | 1167 orð

Úrslit

A-flokkur 1. Skör frá Eyrarbakka, Hornfirðingi, eig.: Ómar Antonsson og Ómar I. Ómarsson, kn.: Daníel Jónsson, 8,43/8,63 2. Gróði frá Grænuhlíð, Hornfirðingi, eig.: Kjartan Hreinsson, kn.: Sigurður Sigurðarson, 8,33/8,45 3. Blika frá Glúmsstöðum, Freyfaxa, eig.: Hallgrímur Kjartansson, kn.: Ragnheiður Samúelsdóttir, 8,21/8,44 4. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

70 ÁRA afmæli. Í gær, 5. júlí, varð sjötugur Hermann Ólafur Guðnason, yfirverkstjóri á Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, til heimilis í Skálagerði 3. Hann og eiginkona hans, Elsa Níelsdóttir, taka á móti gestum föstudaginn 9. júlí milli kl. 17 og 20 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞESSAR duglegu stelpur söfnuðu peningum fyrir Barnaspítala Hringsins. Þær söfnuðu fé með hlutaveltu og sölu handmálaðra hluta. Árangurinn var 6.750 krónur. Stelpurnar heita Arna Hrund Jónsdóttir, Erla Björk Jónsdóttir, Harpa Heiðrún Hannesdóttir og Sigurbjörg Stefánsdóttir. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 400 orð

(fyrirsögn vantar)

NÝVERIÐ var opnað kaffihús í Nauthólsvík þar sem hægt er að sitja úti og njóta veðurblíðunnar þegar hún er til staðar, sem er því miður allt of sjaldan. Miklar framkvæmdir eru í Nauthólsvíkinni í sumar og verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður og hvort Reykvíkingar eignist þar útivistarperlu. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. júlí, eru tvíburarnir Kjartan Björn Guðmundsson flugstjóri, Hverafold 37 Reykjavík, og Gunnar Sigurður Guðmundsson, prentsmiður og eigandi Offsetþjónustunnar í Reykjavík, Akurholti 17, Mosfellsbæ, fimmtugir. Eiginkona Kjartans er Rós Ingadóttir og sambýliskona Gunnars er Steinunn Jónsdóttir. Meira
6. júlí 1999 | Í dag | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

90 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. júlí, er níræður Sigurþór Skæringsson. Hann tekur á móti gestum á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, laugardaginn 10. júlí kl. 15­17. Meira

Íþróttir

6. júlí 1999 | Íþróttir | 61 orð

Ari utan í nám

ARI Allansson, skytta úr Val, leikur ekki með liðinu í 1. deild karla á næstu leiktíð. Ari er á leið út í nám ­ dvelur í Barcelona næsta vetur og lærir spænsku. Ari hyggst ekki leika handknattleik ytra, heldur einbeita sér að náminu, og óvíst er hvort hann tekur upp þráðinn að nýju er hann kemur aftur heim. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 116 orð

Á förum til Moskvu

"ÉG er sáttur við mótið og það er fínt að breyta til nú þegar laugin hér er orðin svona góð," sagði Örn Arnarson úr SH eftir mótið og var byrjaður að hugsa um Evrópumeistaramótið í Moskvu. "Ég held utan til Moskvu næsta sunnudag og þar stefni ég á að vinna tvær af þremur greinum mínum en það er raunhæfur möguleiki á að komast á verðalaunapall. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 156 orð

Birgir Leifur ekki á Opna breska

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi frá Akranesi, tók þátt í forkeppni að undankeppni fyrir Opna breska mótið, sem hefst eftir tíu daga. Birgir Leifur lék Ormskirk-völlinn nærri Southport í Englandi á 72 höggum, tveimur yfir pari og var ekki á meðal þeirra ellefu sem komust áfram í undankeppnina. "Svona er þetta bara. Það mátti alveg við þessu búast," sagði Birgir Leifur. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 206 orð

Björgvin fór holu í höggi

BJÖRGVIN Þorsteinsson, gamalreyndur kylfingur úr GA, fór holu í höggi á Evrópumóti landsliða, sem lauk á Ítalíu um helgina. Björgvin sló höggið góða á 13. braut Monticello-vallarins, en hún er afar löng af par-3 holu að vera ­ um 210 metrar. Við höggið notaði Björgvin 3-járn. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL KFS -GG 5: 0R

B-RIÐILL KFS -GG 5: 0REYNIR S. -VÍKINGUR ÓL. 5: 0BRUNI -NJARÐVÍK 2: 1ÞRÓTTUR V. -REYNIR S. 1: 5VÍKINGUR ÓL. -BRUNI 2: 4 REYNIR S. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 479 orð

Dvorak bætti met O'Brien um 103 stig

TÉKKNESKI tugþrautargarpurinn Tomas Dvorak, sem Íslendingum er að góðu kunnur sem keppandi á stórmótum ÍR í Laugardalshöllinni, gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet Bandaríkjamannsins Dan O'Brien á heimavelli í Prag. Dvorak hlaut 8.994 stig er hann sigraði í úrvalsdeild Evrópubikarkeppninnar í fjölþraut á Strahov-vellinum í Prag. Með því bætti hann met O'Brien um hvorki meira né minna en 103 Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 369 orð

Dýrkeypt einbeitingarleysi

EINBEITINGARLEYSI undir lokin reyndist Skagamönnum dýrkeypt í fyrri viðureign þeirra gegn belgíska liðinu Lokeren í 2. umferð Getraunakeppninnar í Lokeren á laugardag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var jafnt, 1:1, en Belgarnir skoruðu tvö ódýr mörk undir lokin og hrósuðu því 3:1-sigri. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 364 orð

Dýrkeyptur sigur

Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga, sagði að sigurinn gegn Víkingum væri kærkominn en einnig dýrkeyptur því hann kvaðst áhyggjufullur yfir þeim meiðslum sem Einar Örn varð fyrir er hann gerði annað mark sitt í leiknum. "Ég vona að meiðslin séu ekki alvarleg og það yrði slæmt fyrir liðið ef hann yrði frá á ný. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 78 orð

EINAR Þór Daníelsson leikmaður KR

EINAR Þór Daníelsson leikmaður KR var heiðraður fyrir leik liðsins gegn Víkingum á sunnudagskvöld fyrir 200 leiki fyrir Vesturbæjarliðið. Einar, sem hefur skorað 48 mörk fyrir liðið, lék sinn fyrsta leik með því í mars 1992. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 81 orð

Elva Rut komst áfram

ELVA Rut Jónsdóttir, fimleikafélaginu Björk, komst í 30 manna úrslit í fjölþraut á Ólympíuleikum háskólanema, sem haldnir eru í Palma á Mallorca. Elva hlaut 35,5 stig og hafnaði í 20. sæti í fjölþrautinni. Hún tekur þátt í keppni í einstökum áhöldum í dag. 183 keppendur tóku þátt í fimleikakeppninni en margar af sterkustu fimleikaþjóðum heims áttu þar þátttakendur. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 150 orð

Er ákveðin í að vinna meira

SKAGASTÚLKAN Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var hin hressasta að loknum sigri í 100 metra skriðsundi en hún setti einnig Íslandsmet unglinga í 50 metra flugsundi á föstudaginn. "Ég er mjög ánægð með árangurinn því ég hef verið í þungum æfingum að undanförnu og átti ekki von á góðum árangri. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 162 orð

Fimm stórlaxar til Lazio og sá sjötti á leiðinni

ÍTALSKA stórliðið Lazio festi í gær kaup á tveimur landsliðsmönnum og gekk endanlega frá kaupum á þremur öðrum. Aukinheldur er talið ljóst að innan skamms verði gengið frá kaupum liðsins á Nicolas Anelka, framherja Arsenal. Lazio, sem varð Evrópumeistari bikarhafa í vor, gengur undir nafninu milljarðaliðið á Ítalíu og víst er að listinn sem birtur var í gær dregur ekki úr því. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 52 orð

Finnur Hansson í Neistann

FINNUR Hansson, íslenskur handknattleiksmaður sem leikið hefur í Færeyjum að undanförnu, hefur skipt úr H71 til Neistans í færeysku 1. deildinni. Frá þessu var skýrt á forsíðu Dimmalætting nýverið. Finnur er skytta og var á síðustu leiktíð einn helsti burðarás H71 ásamt föður sínum, Hans Guðmundssyni, þeim mikla markakóngi. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 917 orð

Fótboltabakterían arfgeng á Skaganum

SKAGAMENN hafa löngum átt mikilli velgengni að fagna á knattspyrnuvellinum og þar liggja hæfileikarnir í nokkrum ættum. Þegar blaðamaður rakst á þrjá Skagastráka á leið upp á KA-svæðið sló hann því strax föstu að þeir væru af fótboltaættum. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 411 orð

Ísland í aðra deild

AFLEITUR seinni dagur varð til þess að tugþrautarmenn féllu úr 1. deild niður í þá aðra á Evrópubikarkeppninni í tugþraut sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð um helgina. Íslenska liðið var í fjórða sæti af átta eftir fyrri daginn, en náði sér alls ekki á strik á seinni degi keppninnar. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 86 orð

Íslenska liðið í erfiðum EM-riðli

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik karla dróst í D-riðil Evrópukeppni landsliða, en dregið var í París á laugardag. Sex lið eru í hverjum riðli, nýkrýndir Evrópumeistarar Ítala og gestgjafarnir Tyrkir komast beint í úrslitakeppnina 2001 ásamt sex efstu þjóðunum á EM í París sem er nýlokið. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 182 orð

Jafntefli hefði verið sanngjarnt

PÁLL Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, var ánægður í leikslok. "Ég var ekki í aðstöðu til að sjá hvort boltinn var inni eða ekki. En við hefðum átt að vera búnir að koma boltanum í netið fyrr og stundum er þetta svona. Þetta var mjög jafnt allan leikinn og sigur hefði getað fallið öðru hvoru liðinu í skaut. En í kvöld vorum það við, en jafntefli hefðu ekki verið ósanngjörn úrslit. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 341 orð

Kínverjar sprengdu upp vonir Norðmanna

HEIMSMEISTARAR Norðmanna í knattspyrnu kvenna lágu heldur betur í því er þeir töpuðu 5:0 fyrir Kínverjum í undanúrslitum HM í Bandaríkjunum á sunnudag. Kínversku stúlkurnar mæta bandaríska liðinu í úrslitaleik mótsins á laugardaginn, en Brasilía og Norðmenn leika um bronsið sama dag. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 193 orð

KR-ingar hyggjast bæta við sig

KR-ingar hyggjast styrkja leikmannahóp sinn á næstunni fyrir átökin í seinni hluta Íslandsmótsins, en meiðsli hafa hrjáð liðið nokkuð að undanförnu. Þannig er ekki enn ljóst hversu lengi Andri Sigþórsson verður frá keppni og Einar Örn Birgisson, sem skoraði tvö mörk gegn Víkingum á sunnudag, meiddist um leið og hann gerði seinna mark sitt og varð að fara strax af leikvelli. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 591 orð

Meistaraheppni Eyjamanna

ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV máttu teljast heppnir að næla í öll þrjú stigin gegn Keflvíkingum í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Lokatölur uðru 1:0 fyrir ÍBV og gerði Ívar Ingimarsson eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik. ÍBV er jafnt KR að stigum á toppi deildarinnar, með 17 stig eftir átta umferðir, en Keflvíkingar eru aðeins með sjö stig í botnbaráttunni. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 202 orð

Misnotaði þrjár vítaspyrnur í sama leiknum

MARTIN Palermo, landsliðsmaður Argentínu, náði þeim einstæða "árangri" að misnota þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Þetta gerði hann í leik Argentínu og Kolombíu í Ameríkubikarnum í knattspyrnu á sunnudaginn var. Kolombía komst með sigrinum í 8-liða úrslit keppninnar en Argentína þarf að vinna Uruguay annað kvöld til að komast þangað. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 91 orð

Morgunblaðið/Þorkell Kanína gerir mjólkursýrupróf

Morgunblaðið/Þorkell Kanína gerir mjólkursýrupróf MÖRGUM brá í brún þegar kanína birtist á sundlaugarsvæðinu og enn lyftist brúnin þegarkanínan byrjaði að hvetja sundfólkið í Ægi en þegar sama vera fór að gera mjólkursýrupróf ásundfólki Ægis fór hakan að síga verulega á sumum áhorfendum. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 281 orð

Mörkin skipta máli

Við misstum dampinn um miðbik síðari hálfleiks og vorum heppnir að þeir nýttu ekki færin sín en við nýttum okkar og það eru ekki færin sem skipta máli, heldur mörkin," sagði Jón H. Eðvaldsson, markvörður Víðis frá Garði, eftir 2:1 sigur á ÍR-ingum í Breiðholtinu á laugardaginn en hann átti mestan þátt í sigrinum fyrir að hafa ítrekað varið úr dauðafærum Breiðhyltinga. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 86 orð

Nýtt Evrópumet í stangarstökki

ÚKRAÍNSKI stangarstökkvarinn Angela Balakhonova stökk 4,55 m á Grand Prix II móti í París á laugardag. Hún bætti þar með Evrópumetið í greininni og komst nálægt heimsmeti Ástralans Emmu George sem er 4,60. Hún sigraði með yfirburðum í greininni. Næst kom Tatiana Grigorieva frá Ástralíu með 4,41 m. Völlurinn sem keppt er á var byggður sérstaklega fyrir HM í knattspyrnu í fyrrasumar. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 366 orð

Óli afi

"JÁ, ég er víst kallaður þetta af krökkunum í Sundfélagi Hafnarfjarðar," sagði Ólafur Guðmundsson, hress, sprækur og sjötugur garpur, sem einnig gengur undir nafninu "Óli afi" enda hafa börn hans og barnabörn látið að sér kveða í sundinu. Sjálfur var hann liðtækur sundmaður. "Ég byrjaði að keppa á stríðsárunum í kringum 1943, keppti fyrir ÍR á sínum tíma og hef verið viðloðandi sundið síðan. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 57 orð

Ómar leikur með Hamri

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Hamars hefur fengið liðsstyrk frá Sauðárkróki fyrir átökin sem bíða nýliða úrvalsdeildar á næstu leiktíð, en Ómar Sigmarsson, leikmaður Tindastóls, hefur ákveðið að ganga í raðir Hamars. Fyrir er Úkraínumaðurinn Oleg Kríjanovskí, en Pétur Ingvarsson, fyrrverandi leikmaður Hauka, er bæði leikmaður og þjálfari liðsins. Hamarsmenn hafa hug á frekari aukningu á leikmannahóp sínum. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 188 orð

Óvíst með Einar Örn

Einar Örn Birgisson, leikmaður KR, meiddist í leik gegn Víkingum og verður hugsanlega frá í nokkrar vikur. Einar hafði komið inn á í leiknum og gerði tvö mörk en tognaði aftan í læri er hann skoraði síðara markið. "Það var einstakt að skora tvö mörk fyrir framan þessa stórkostlegu áhorfendur hér á KR-vellinum. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 163 orð

Pétur Björn til Chester

PÉTUR Björn Jónsson, fyrrum leikmaður sænska liðsins Hammarby, hyggst skrifa undir samning við enska þriðju deildar liðið Chester City. Pétur sagði að hann mundi að öllum líkindum skrifa undir samning við forráðamenn enska liðsins í dag eða á miðvikudag. Fyrirhugaður samningur Péturs, sem er 27 ára, er til fimm ára. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 92 orð

Raufoss skoðar Björn

BJÖRN Jakobsson, leikmaður KR, æfði nokkra daga með norska 1. deildarfélaginu Raufoss fyrir skömmu. Björn þótti standa sig vel ytra, lék einn æfingaleik með liðinu og skoraði öll þrjú mörk þess sem tapaði 4:3. KR-ingar óskuðu eftir að fá hann til sín á ný vegna meiðsla í herbúðum þeirra, en hann lék með þeim gegn Víkingum í efstu deild á sunnudagskvöld og skoraði eitt mark. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 70 orð

RÍKARÐUR Ríkarðsson var fjarri góðu gam

HJÖRTUR Reynisson úr Ægiheldur í næstu viku á Ólympíuleika æskunnar. Hjörtur, sem er 16 ára, var valinn af landsliðsnefnd til að fara fyrir Íslands hönd. YNGSTU keppendurnir á sundmótinu í Hveragerði um helgina verða 11 ára á árinu en sá elsti er 26 ára. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 246 orð

Ríkharður í sviðsljósinu

RÍKHARÐUR Daðason var í sviðsljósinu hjá Viking sem vann Odd Greland 3:1 í norsku knattspyrnunni um helgina. Hann skoraði tvö mörk og gerði eitt sjálfsmark. Helgi Sigurðsson skoraði fyrir Stabæk og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 115 orð

Samið um veðrið

ÞEGAR rætt var við KA-menn í upphafi síðustu viku um fyrirhugað mót var nokkuð þungt í þeim hljóðið. Veðurstofan var búin að spá norðanátt alla vikuna. Ekki kræsileg tilhugsun að fóstra þúsund fjöruga stráka í norðanbáli, brunagaddi, bleytu, sudda og drullu. Nei, þá var vissara að semja um betri spá. KA-menn gerðu sér ferð út á Dalvík og náðu hagstæðum samningum við Veðurklúbbinn í Dalbæ. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 442 orð

Sárt að synda

"ÉG synti of hratt og fékk að kenna á því síðustu metrana og það var orðið frekar sárt að synda," sagði Eydís Konráðsdóttir frá Keflavík að loknum sigri í 200 metra flugsundi á sunnudaginn. Hún synti vel um helgina og setti nokkur Íslandsmet en er farin að huga að Evrópumeistaramótinu í Moskvu í júlí. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 200 orð

Sáttur við eitt núll sigur

"ÞAÐ var enginn afgangur af þessum sigri hjá okkur," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. "Þetta hefði getað fallið hvorum megin sem var. Þeir fengu kannski engin dauðafæri, nokkur hálf færi. Mér fannst leikurinn fjörugur og leikmenn viljugir að leggja sig fram. Það er erfitt að spila við sama liðið tvo leiki í röð, sérstaklega í ljósi þess að hafa unnið bikarleikinn í Keflavík. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | -1 orð

Sigursælir Vesturbæ- ingar

Þegar komið var fram á laugardaginn dró til tíðinda á mótinu. Tíðindin snerust ekki um það að sólin var enn í feluleik þann daginn. Nei, það var komið að úrslitaleikjunum, leikjum um sæti. Hápunktur mótsins, að flestra mati, fyrir utan komandi lokahóf og verðlaunaafhendingu. Rétt eins og undangengin ár voru lið af Reykjavíkursvæðinu áberandi í úrslitunum. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 399 orð

Sjötti sigur Fylkis í röð

Fylkismenn unnu sinn sjötta sigur í sjö leikjum þegar þeir tóku á móti Þrótti á heimavelli sínum á sunnudag. Leikurinn fór 2:1 en sigurinn hefði getað orðið stærri. Lið Fylkis er nú langefst í deildinni með 18 stig, næst koma ÍR og Víðir með 11 stig. "Þetta eru mikil vonbrigði," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Þróttar. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 270 orð

Slæm byrjun á Ítalíu

LANDSLIÐ Íslands í golfi hafnaði í átjánda sæti í Evrópukeppni landsliða á Ítalíu, sem lauk um helgina, eftir að hafa tapað fyrir Belgum, 5:0, í leik um 17. sætið. 22 þjóðir tóku þátt í mótinu, en Ítalir urðu hlutskarpastir ­ lögðu Þjóðverja í úrslitaleik. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 576 orð

Spánarveður, sandalar og 13 met

SPÁNARSTEMMNING ríkti í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði um helgina þegar þar hófst á föstudaginn Meistaramót Íslands í sundi. Áður en yfir lauk höfðu 13 met fokið, þar af tvö heimsmet Kristínar Rósar Hákonardóttur í flokki fatlaðra og Eydís Konráðsdóttir sett glæsilegt Íslandsmet í 50 metra flugsundi. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 142 orð

Sutton til Chelsea

ENSKA úrvalsdeildarliðið Chelsea keypti í gær landsliðsmiðherjann Chris Sutton frá Blackburn. Kaupverð leikmannsins er sagt um tíu milljónir punda, eða um 1,2 milljarðar króna og fyrir vikið er Sutton kominn í hóp tuttugu dýrustu leikmanna heims. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 162 orð

TOTTENHAM hefur fest kaup á varnarmann

TOTTENHAM hefur fest kaup á varnarmanninum Chris Perry frá nágrannaliðinu Wimbledon. Kaupverðið mun vera ríflega fjögur hundruð milljónir króna og er Perry ætlað að leika við hlið Sol Campbell í hjarta varnarinnar. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 66 orð

Tveir á leið til Leifturs

LEIFTURSMENN hyggjast styrkja lið sitt á næstu dögum og leggja áherslu á að fá miðjumann eða -menn til liðs við sig. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að fyrir valinu verði tveir miðvallarleikmenn, annar Færeyingur en hinn Dani. Búist er við að gengið verði frá félagaskiptum leikmannanna tveggja í þessari viku. Næsti leikur Leifturs í deildinni er 15. júlí nk. ­ gegn Breiðabliki. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 553 orð

Tvöfaldur banda- rískur sigur á Wimbledon

Pete Sampras og Lindsey Davenport frá Bandaríkjunum sigruðu í einliðaleik karla og kvenna á Wimbledon-tennismótinu sem fram fór á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Sampras lék til úrslita við landa sinn Andre Agassi, nýbakaðan sigurvegara Opna franska mótsins, og sigraði í þremur settum, 6-3, 6-4 og 7-5. Sampras var í aðalhlutverki í viðureigninni, lék stórvel og átti sigurinn skilið. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 438 orð

Umdeilt mark réð úrslitum

GRINDVÍKINGAR tóku á móti Leiftri á sunnudaginn í blíðskaparveðri. Hart var barist á vellinum, enda gat sigur komið öðru liðinu í þriðja sætið í deildinni. Úrslitin réðust ekki fyrr en í leikslok þegar Brasilíumaðurinn í liði Leifturs, Braga Silva, skoraði umdeilt mark og tryggði þar með gestunum sigur, sem var gegn gangi leiksins. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 864 orð

Valsmenn neituðu að gefast upp

VALSMENN róa lífróður í efstu deild karla um þessar mundir og sá róður sýnist ekki ferð án fyrirheits, ef marka má frammistöðu liðsins í hádramatískum leik gegn Frömurum á Laugardalsvelli í gærkvöld. Eftir dapran fyrri hálfleik tóku hjólin að snúast svo um munaði í þeim síðari og liðin gerðu tvö mörk hvort og skildu jöfn, 2:2. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 227 orð

"Við áttum skilið jafntefli"

SIGURÐUR Björgvinsson, þjálfari Keflvíkinga, sagðist mjög óhress með að liðið hefði ekkert fengið út úr þessum leik. "Við áttum skilið minnst eitt stig. Það er oft viðloðandi lið sem eru í neðri hlutanum að vera óheppin. Það kom í okkar hlut í þessum leik. Það fellur meira með liðunum sem eru ofar í deildinni, enda kannski eðlilegt þar sem meira sjálfstraust er hjá þeim. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 112 orð

Víkingar í æfingaferð til Þýskalands

KARLALIÐ Víkings í handknattleik heldur í æfingaferð til Þýskalands um miðjan ágúst. Gert er ráð fyrir að liðið dvelji ytra í vikutíma, leiki nokkra æfingaleiki og taki þátt í æfingamóti í norðurhluta landsins. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | -1 orð

Vona að liturinn náist úr

VÍKINGURINN Gunnar Jack var nýbúinn að láta úða einhverjum hroða í hárið á sér og var líka dálítið málaður í framan. Að sjálfsögðu voru litirnir rauður og svartur. Eitthvað var nú málningin klístruð og ekki laust við að hún hefði komist í búninginn líka. Gunnar vonaði að liturinn næðist einhvern tíma úr en kvaðst annars ánægður með að vera svona rækilega merktur félaginu. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 602 orð

Vægðarlausir KR-ingar í Frostaskjóli

KR-ingar sýndu gestum sínum, Víkingum úr Fossvoginum, enga vægð er þeir tóku á móti þeim í Frostaskjólinu í áttundu umferð efstu deildar Íslandsmótsins á sunnudagskvöld. KR-ingar, sem unnu 4:1, sýndu sínar bestu hliðar og gerðu Víkingum lífið leitt með skemmtilegri spilamennsku og hröðum sóknaraðgerðum. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 95 orð

Woods aftur efstur á heimslistanum

BANDARÍKJAMAÐURINN Tiger Woods, á myndinni, komst aftur í efsta sæti heimslistans í golfi er hann sigraði í móti helgarinnar á bandarísku PGA-mótaröðinni og skaut þannig landa sínum, David Duval, ref fyrir rass. Keppni atvinnumanna beggja vegna Atlantshafsins harðnar stöðugt, því barist er um sæti í liðum Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-keppninni, sem fer fram í Massachusetts-ríki í september. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 154 orð

Þetta var ekki mark

"ÞETTA var út í hött," sagði Guðjón Ásmundsson í leikslok og átti varla orð til að lýsa vonbrigðum sínum með mark Leiftursmanna. Guðjón lék mjög vel í vörn Grindavíkur og náði að halda færeyska sóknarmanninum Uni Arge í skefjum allan leikinn. "Ég var í mjög góðri aðstöðu til að sjá þetta. Boltinn fór aldrei inn fyrir og þetta er ótrúlega svekkjandi. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 208 orð

Þjálfari Kilmarnock fylgdist með

BOBBY Williamson, knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Kilmarnock, var meðal áhorfenda á leik KR og Víkings. Williamson var að kortleggja leik KR-liðsins, en það mætir einmitt Kilmarnock í UEFA-keppninni í haust. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 76 orð

Þrjú Íslendingalið á æfingamóti

ÍSLENDINGALIÐIN Leicester, AEK Aþena og Hertha Berlín taka þátt í æfingamóti sem haldið verður í byrjun ágúst í Grikklandi. Þrír Íslendingar leika með liðunum: Arnar Grétarsson með gríska liðinu AEK, Arnar Gunnlaugsson Leicester og Eyjólfur Sverrisson með Herthu Berlín. Auk þess tekur gríska liðið PAOK þátt í mótinu en leikið verður með úrslátafyrirkomulagi. Meira
6. júlí 1999 | Íþróttir | 144 orð

(fyrirsögn vantar)

HLYNUR Stefánsson, fyrirliði ÍBV, lék á ný með liði sínu gegnKeflavík eftir meiðsli. Hann meiddist í leik gegn KR 19. júní og var þá búist við að hann yrði frá í fjórar til fimm vikur. Meira

Fasteignablað

6. júlí 1999 | Fasteignablað | 936 orð

Ákvarðanir byggist á þekkingu, ekki geðþótta

ÁKVARÐANATAKA er oft erfið og of oft koma menn sér hjá að taka ákvarðanir, benda heldur á einhvern annan og segja sem svo: Hann segir að þetta verði að vera svona. Oftast er þetta þá einhver, sem er hærra í goggunarröðinni, sem höfðað er til og stundum vilja þeir sem neðar eru beinlínis hlíta þessu hærra valdi í flestu, sérstaklega þó ef vafi er um ákvörðun, Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Dökkur viður með stáli og gleri

Dökkur viður með stáli og gleri ÍTALSKA fyrirtækið Boffi sem sérhæfir sig í framleiðslu eldhúsinnréttinga sýnir hér hvernig hægt er að nota með góðum árangri wengétré" með bæði stáli og gleri og alveg ljósu trégólfi. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 199 orð

Einbýlishús eða tvíbýli á Arnarnesi

HJÁ fasteignasölunni Skeifan er nú í sölu tvíbýlishús að Þernunesi 13 á Arnarnesi. Þetta er steinhús, byggt 1978 og er á tveimur hæðum. Húsið er alls 350 fermetrar og skiptist í tvær íbúðir. Efri hæð ásamt geymslu og bílskúr er 234 ferm., en neðri hæð með bílskúr er 116 ferm. Húsið selst fokhelt að innan, en eignin lenti í brunatjóni fyrir um það bil fimm árum. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 1653 orð

Framkvæmdir að hefjast á Álftanesi við nýtt hverfi með 58 húsum

ÁLFTANES hefur lengi haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Náttúran og friðsældin eru áberandi og tjarnir eins og eins og Kasthúsatjörn, Lambhúsatjörn, Bessastaðatjörn og Skógtjörn setja sinn svip á umhverfið, ekki hvað sízt á sumrin, þegar þær iða af fuglalífi. Mikið er af opnum svæðum, en landið liggur lágt og byggðin lágreist en háhýsi engin. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 45 orð

Fyrir hávaxið fólk?

ÞAÐ GEFUR eldhúsi óneitanlega skemmtilegt yfirbragð að hengja upp í loftið fallegar pönnur og aðra koppa og kirnur. En óneitanlega þarf nokkuð hávaxið fólk til þess að sækja þessa hluti og setja þá á sinn stað - nema húsmóðirin standi upp á stól. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 310 orð

Glæsilegt hús með verðlaunagarði

HJÁ fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu 200 ferm. einbýlishús að Holtagerði 58 í Kópavogi. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1961 og það er 194 ferm. að stærð. Því fylgir bílskúr, sem byggður var 1980 og er 36 ferm. og frístandandi. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 205 orð

Gott einbýlishús í Þingholtunum

HJÁ Fasteignasölunni Höfða er nú í sölu einbýlishús á þremur hæðum á Bjargarstíg 16 í Þingholtunum í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1914, sem hefur verið mikið endurnýjað og er í góðu ástandi. Því fylgir lokað bílastæði Bjargarstígsmegin. Alls er eignin 162 ferm. að stærð. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 28 orð

Góð hitakanna

Góð hitakanna HITAKÖNNUR eru ennþá nauðsynlegar þótt sjálfvirku kaffikönnurnar hafi leyst þær sums staðar af hólmi. Þessi hitakanna þykir sérlega glæsileg. Hún er frá fyrirtækinu Alfi og kallast Twist. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 493 orð

Húsaleigusamningar

HÚSALEIGULÖGIN gilda bæði um íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Lögin eru almennt ófrávíkjanleg hvað varðar réttindi og skyldur leigjanda og frelsi aðila húsaleigusamnings til að semja sig undan lögunum, getur verið ýmsum takmörkunum háð. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Klunnalegir fætur

HÉR ER notalegt svefnherbergi með nokkuð sérstökum vegg fyrir ofan rúmið, einskonar harmonikkuvegg. Fæturnar á litla borðinu fremst á myndinni eru líka athyglisverðar - óneitanlega fremur klunnalegir miðað við stærð borðplötunnar. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 833 orð

Leiktæki í garðinn

ÞAR sem börn eiga heima er auðvitað nauðsynlegt að ætla þeim svæði í heimagarðinum, þeim er þörf á hreyfingu og atferli svo að mótandi athafnaþörf þeirra fái útrás í sköpun og leikjum. Meðal þess sem fólki kemur fljótlega í hug þegar hugað er að leik lítilla barna í heimagarði er sandkassinn sem er ómissandi og gagnast börnum lengi til þess að móta og byggja. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 366 orð

Minna um eignaskipti í fasteignakaupum

ÚTBORGUN er yfirleitt hærra hlutfall af kaupverði í stærri einbýlishúsum en í íbúðum í fjölbýli eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Athygli vekur, hve hlutfall útborgunar er hátt í stærstu einbýlishúsunum. Í blokkaríbúðum er hlutfall útborgunar hins vegar mjög svipað, hvort heldur um litlar eða stórar íbúðir er að ræða. Hér er byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 42 orð

Notkun plaströra

MARGIR velkjast í vafa um, hvernig og hvort nota megi plaströr í lagnakerfi, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Það er ekki óeðlilegt, þetta er tiltölulega ungt efni og ekki af því sama reynsla og t. d. stálrörum. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 425 orð

Nýjar sérhæðir á Þróttarsvæðinu

NÝJAR íbúðir á grónum svæðum vekja ávallt athygli, þegar þær koma á markað. Kostir þeirra eru m. a. þeir, að öll þjónusta er þá þegar til staðar í næsta nágrenni eins og verzlanir, bankar og pósthús og búið að reisa skólabyggingar, íþróttamannvirki og annað af því tagi. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 209 orð

Nýtt hverfi á Álftanesi

NÚ ERU að hefjast framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi fyrir vestan Sjávargötu á Álftanesi og stendur það við ströndina. Úlfarsfell annast fjármögnun, holræsalögn og vegagerð, en Ármannsfell byggir húsin. Úlfarsfell og Ármannsfell eru bæði dótturfélög Ísl. aðalverktaka. Byggð verða 58 hús og skiptast þau í 23 einbýlishús, 18 parhús, 9 raðhús og 8 keðjuhús. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 42 orð

Sandkassi og vagn

BÖRNIN þurfa að hafa leiktæki og aðstöðu við sitt hæfi í garðinum heima hjá sér, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þar lýsir hann því í máli og myndum, hvernig smíða á sandkassa og lítinn vagn á hjólum. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 347 orð

Sérhönnuð sólstofa Sólstofur njóta vaxandi vinsælda hér á landi og ekki að undra, því þær færa aukna birtu í húsið á sumrin og

Sólstofur njóta vaxandi vinsælda hér á landi og ekki að undra, því þær færa aukna birtu í húsið á sumrin og talsverðan hita. Brynja Tomerkíkti á Netið og fann m.a. breskan framleiðanda, sem einbeitir sér að þeim sem eiga nóg af peningum. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 26 orð

Sígildur fellistóll

Sígildur fellistóll Mogens Koch hannaði þennan sígilda fellistól. Hann hefur um árabil verið framleiddur úr hinum ýmsu efnum, svo sem beyki, með leðri og líka í maghogni. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 218 orð

Skemmtilegt hús á Hellu

SALA á eignum fyrir austan fjall er að lifna við að sögn Sveins Óskars Sigurðssonar hjá Eignavali. Einkum á þetta við um Hveragerði og Selfoss. "Það á sér stað umtalsverð uppbygging á nýju svæði á Selfossi um þessar mundir," sagði Sveinn. "Auk þess er líf að færast í fasteignamarkaðinn austar, svo sem á Hellu. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 583 orð

Skilyrt veðleyfi

HÚSBRÉFAKERFIÐ er ekki peningalánakerfi, þar sem lánsfjárhæð er greidd út í peningum heldur svokallað skuldabréfaskiptakerfi. Við kaup á fasteign gefur kaupandi út skuldabréf til seljanda, svokallað fasteignaveðbréf. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 97 orð

Smáhýsi á tjaldstæðunum í Vík

Fagradal-Þýsk ferðaskrifsstofa Wave Reisen hefur reist 5 smáhýsi á tjaldstæðunum í Vík í Mýrdal. Að sögn Gísla Daníels Reynissonar sem rekur tjaldstæðin í Vík í sumar geta gist í húsunum 18 manns í svefnpokum en í húsunum er ekkert vatn eða önnur þægindi, einungis ljóstýra í lofti. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 145 orð

Timburhús með góðu útsýni í Firðinum

HÓLL í Hafnarfirði er nú með í sölu 120 ferm. einbýlishús að Krosseyrarvegi 11 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt 1931, járnklætt, hæð, ris og kjallari. "Kjallarinn er allur nýlega endurnýjaður með m.a. gufubaði," sagði Guðjón Árnason hjá Hóli. "Ofnakerfi er allt nýlegt í húsinu. Á hæðinni eru tvær stofur, eldhús og baðherbergi. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 40 orð

Tungl og stjörnur

EKKI ÞAÐ, að við Íslendingar höfum ekki nægilega oft myrkan stjörnuhiminn fyrir augunum. En fyrir þá sem hafa sérstakt yndi af þeirri sjón er þessi mynd birt. Það er t. d. hægt að mála stigauppganginn hjá sér svona. Meira
6. júlí 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Vel búið um heimilishundinn

Vel búið um heimilishundinn ÞAÐ SKAÐAR ekki að gera ráð fyrir heimilishundinum þegar hannað er nýtt hús. Hér sefur hvutti vel enda er hiti í gólfinu undir körfunni svo honum er alltaf hlýtt. Meira

Úr verinu

6. júlí 1999 | Úr verinu | 197 orð

Demantssíld innan íslensku lögsögunnar

FÆREYSKA nótaskipið Jón Sigurðsson landaði rúmlega 700 tonnum af síld á Norðfirði á sunnudag. Síldin veiddist um 70 mílur norðaustur af Langanesi og er hún því gengin talsvert inn í íslensku lögsöguna. Hún er orðin feit af átu og hentar vel til manneldis. Haraldur Jörgensen, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, sagði að þetta væri afbragðssíld. Meira
6. júlí 1999 | Úr verinu | 109 orð

Enskur togari á Eskifirði

ENSKI togarinn Southella HD 240 kom til Eskifjarðar fyrir helgi en slíkt hefur ekki gerst í tugi ára. Hann þurfti á þjónustu að halda, tók m.a. ís og kassa vegna karfaveiða í Rósagarðinum en til stendur að hann landi í gáma á Eskifirði. Jón Kjartansson í vélarskipti Meira
6. júlí 1999 | Úr verinu | 156 orð

Nýtt minna skip í stað Helgu RE

RÆKJUFRYSTITOGARINN Helga RE, sem hefur verið á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni, landaði í Kanada í gær og var aflaverðmætið um 78 milljónir króna. Skipið hefur verið selt til Grænlands með fyrirvara um samþykki stjórnar ytra og verður afhent í lok nóvember en í staðinn er stefnt að því að fá minna skip smíðað í Póllandi. Meira
6. júlí 1999 | Úr verinu | 393 orð

Uppfyllti ekki sett skilyrði

STJÓRN Byggðastofnunar hafnaði í gær lánsbeiðni fyrirtækja Rauða hersins svokallaða á Vestfjörðum þar sem skilyrði sem stofnunin setti fyrir lánveitingu þóttu ekki uppfyllt. Er þetta í annað sinn sem stofnunin synjar fyrirtækjunum um lánveitingu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.