Greinar þriðjudaginn 13. júlí 1999

Forsíða

13. júlí 1999 | Forsíða | 93 orð

Átök þrátt fyrir samkomulag

PAKISTÖNSKUM loftvarnabyssum og sprengikúlum var beitt til árása á indverskan þjóðveg í Kasmírhéraði í gærkvöldi og var þetta sögð ein mesta árás sem gerð hefur verið í átökum íslamskra skæruliða og Indverja í héraðinu undanfarna tvo mánuði. Indverjar svöruðu í sömu mynt. Meira
13. júlí 1999 | Forsíða | 486 orð

Khatami Íransforseti hvetur til stillingar

ÁTÖK brutust út á ný í Íran í gær er lögregla beitti kylfum til að stöðva mótmæli námsmanna í Teheran, sem krefjast lýðræðisumbóta í landinu. Borgaryfirvöld hafa bannað mótmælaaðgerðir í dag, en áróðursstofnun stjórnvalda hefur hvatt almenning og námsmenn til að mæta til fjöldafundar við Teheran- háskóla á morgun. Meira
13. júlí 1999 | Forsíða | 150 orð

Kosið á Netinu?

Kosið á Netinu? London. The Daily Telegraph. BRETAR íhuga nú að gefa almenningi kost á að greiða atkvæði í þingkosningum á Netinu. Gætu kjósendur, samkvæmt þessum áætlunum, neytt atkvæðisréttar síns án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt. Meira
13. júlí 1999 | Forsíða | 223 orð

Mitterrand sagður hafa þegið fé af Ceausescu

NICOLAE Plesita, sem var yfirmaður rúmensku öryggislögreglunnar Securitate á valdatíma kommúnista, hefur haldið því fram að Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu, hafi veitt Francois Mitterrand fjárhagslegan stuðning áður en hann var kjörinn forseti Frakklands, að sögn rúmenskra fjölmiðla í gær. Meira
13. júlí 1999 | Forsíða | 94 orð

ReutersFriðsamlegar göngur á N-Írlandi KIRFILEGA merktur

ReutersFriðsamlegar göngur á N-Írlandi KIRFILEGA merktur Óraníureglunni í Portadown á Norður- Írlandi fór þessi ungi trymbill fyrir göngu reglubræðra í bænum í gær, en þá var helsti hátíðisdagur Óraníumanna á N-Írlandi og svonefnd göngutíð náði hámarki. Meira

Fréttir

13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

122 nemendur útskrifast frá Endurmenntunarstofnum HÍ

Í SÍÐASTA mánuði voru útskrifaðir 122 nemendur úr lengra námi Endurmenntunarstofnunar HÍ. Aldrei hafa fleiri útskrifast í einu frá stofnuninni og fór útskriftin fram í fyrsta skipti í Háskólabíói. Í þetta skipti voru útskrifaðir fjórir hópar frá jafnmörgum námsbrautum. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | -1 orð

297 umsóknir um hreindýraveiðileyfi

Vaðbrekka, Jökuldal.- Alls bárust 297 gildar umsóknir um hreindýraveiðileyfi til hreindýraráðs fyrir tilskilinn frest, sem var 25. júní. Umsóknirnar eru nokkru færri en veiðileyfin sem til boða stóðu. Þessar umsóknir skiptast með mismunandi hætti niður á veiðisvæðin, fleiri umsóknir eru á sum svæði en veiðileyfi eru fyrir, en aftur færri umsóknir en leyfi á öðrum svæðum. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | 237 orð

Aðgengi í Þórðarhelli lagfært

Árneshreppi-Í landi Litlu-Ávíkur er hellir er Þórðarhellir heitir eftir Þórði útilegumanni sem á að hafa verið uppi um árið 1700. Þetta hefur verið allvinsæl gönguleið ferðafólks undanfarin ár en alltaf öðru hverju hafa fallið skriður fram af klettunum og lent við hellisopið og aur inn í opið þar sem inngangan er lægst. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 829 orð

Athugasemd frá Brunamálastofnun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd Brunamálastofnunar ríkisins við ummæli slökkviliðsstjórans í Reykjavík um úttekt Brunamálastofnunar á brunavörnum í grunnskólum: "Vegna gagnrýni slökkviliðsstjórans í Reykjavík í Morgunblaðinu þann 6. júlí sl. á skýrslu Brunamálastofnunar um brunavarnir í grunnskólum skal eftirfarandi tekið fram. Meira
13. júlí 1999 | Miðopna | 1556 orð

Atvinnuleysi með allra minnsta móti

Á níunda tug uppsagna starfsfólks á Akureyri á síðustu vikum Atvinnuleysi með allra minnsta móti Flestum kom á óvart þegar nú um mitt sumar bárust fregnir af uppsögnum starfsfólks hjá ýmsum stórum fyrirtækjum á Akureyri, m.a. Slippstöðinni og Skinnaiðnaði. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Áður verið bent á tengsl fíkniefna og nektardansmeyja

Í LÖGUM um atvinnuréttindi útlendinga er gert ráð fyrir að ákveðnar starfstéttir séu undanþegnar kröfum um atvinnuleyfi vegna vinnu í allt að fjórar vikur á ári. Hingað til hafa erlendar nektardansmeyjar fallið undir þessa undanþágu. Í kjölfar mála sem sýna tengsl fíkniefnainnflutnings og nektardansmeyja hefur verið ákveðið að endurskoða lögin. Meira
13. júlí 1999 | Miðopna | 1432 orð

Á mörkum heiðni og kristni

Á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði er nú unnið að fornleifauppgreftri og hefur fundizt þar kirkja frá upphafi kristni í landinu, en önnur slík hefur ekki fundizt. Pétur Kristjánsson fór á vettvang og kynnti sér rannsóknir fornleifafræðinganna. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 387 orð

Beint úr þotunni í Piper Cub TVÆR eins hreyfil

Beint úr þotunni í Piper Cub TVÆR eins hreyfils smáflugvélar tóku á móti Hilmari Bergsteinssyni flugstjóra er hann lenti Boeing 737-400-þotu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli nýverið eftir síðustu ferð sína. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Bílastæðum við Nönnustíg fjölgað Hafnar

Bílastæðum við Nönnustíg fjölgað Hafnarfjörður GAMLA netagerðarhúsið á mótum Nönnustígs og Reykjavíkurvegar var rifið fyrir stuttu síðan. Ekki er ráðgert að byggja á lóðinni aftur og verður hún notuð undir bílastæði. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | 492 orð

Brjóstmynd afhjúpuð af Guðmundi Jónssyni skólastjóra

Grund-620 fyrrverandi nemendur Bændaskólans á Hvanneyri gáfu á 110 ára afmæli Bændaskólans skólanum brjóstmynd af Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi skólastjóra, ásamt 300.000 kr. minningagjöf um frú Ragnhildi Ólafsdóttur skólastjórafrú, sem verja á til lagfæringar á gamla skrúðgarðinum á Hvanneyri. Brjóstmyndin var afhjúpuð við athöfn í Skrúðgarðinum á Hvanneyri. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 476 orð

Bætir horfur fyrir friðarumleitanir

HÁTÍÐAHÖLD Óraníureglunnar á Norður-Írlandi fóru friðsamlega fram þegar svokölluð göngutíð Óraníumanna náði árlegu hámarki í gær en þá voru þrjúhundruð og níu ár liðin síðan mótmælandinn Vilhjálmur af Óraníu vann fullnaðarsigur á Jakobi Stúart, síðasta kaþólska konungnum í Bretlandi, við Boyne-ánna á Írlandi. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Dýrmætum veiðibúnaði stolið

LÖGREGLAN á Hvolsvelli rannsakar þjófnað á dýrmætum veiðibúnaði í fyrrinótt við tvo bústaði veiðimanna, Rangárflúðir, við Ytri- Rangá. Tíu veiðistöngum og -hjólum að verðmæti 6­800 þúsund var stolið umrædda nótt, en búnaðurinn er í eigu fjögurra Íslendinga og tveggja Bandaríkjamanna. Meira
13. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 474 orð

Einkennilegur málflutningur

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir málflutning framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar um tillögu sína þess efnis að selja hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa einkennilegan. Tillagan var lögð fyrir fund bæjarráðs á fimmtudag í síðustu viku og er stefnt að því að selja um 20% hlut Akureyrarbæjar í ÚA í næsta mánuði. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ekkert gerist fyrr en eftir stjórnarfund

EKKI hefur verið boðað til stjórnarfundar hjá Básafelli hf. sem sl. föstudag gerði samning við Ingimund hf. og Látra hf. um sölu á Sléttanesi ÍS. Skipið var selt með fyrirvara um samþykki stjórnar. "Í rauninni gerist ekkert fyrr en stjórn Básafells hefur afgreitt málið á stjórnarfundi," sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 668 orð

Enn hallar undan fæti hjá Milosevic

UM fimm þúsund manns mótmæltu ríkisstjórn Serbíu og kröfðust afsagnar Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta í Kikinda, í Vojvodina við landamæri Ungverjalands sl. sunnudag. Mótmælin voru, líkt og þau sem haldin hafa verið annars staðar í Serbíu sl. daga, skipulögð af Bandalagi lýðræðisflokka í Vojvodina og Samtökum um breytingar sem eru regnhlífarsamtök stjórnarandstöðuflokka Serbíu. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Er undrandi á úrskurðinum

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segist ekki vera samþykkur úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði tveggja kærumála að félagsmálaráðherra hefði átt að ráða kærendur, tvær konur, í stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík fremur en karlmann þann sem ráðinn var. Konurnar óskuðu eftir því í október og nóvember sl. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 769 orð

Eyðibýlagöngurnar alltaf vinsælar

GESTUM Þjóðgarðsins á Þingvöllum er boðið í skipulagðar gönguferðir um helgar og börnum sem eru þar á ferð stendur til boða að taka þátt í sérstakri barnastund. Sigurborg Rögnvaldsdóttir er landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. "Við bjóðum upp á skipulagða dagskrá frá og með miðjum júnímánuði og fram eftir hausti. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fellihýsi fuðraði upp

ELDUR kviknaði í fellihýsi í Þjórsárdal á laugardaginn með þeim afleiðingum að það brann til kaldra kola. Engin slys urðu á fólki. Hlöðver Magnússon, eigandi fellihýsisins, segir að í fellihýsinu hafi verið hjón með tvö börn. "Fjölskyldufaðirinn var að sjóða sér egg um morguninn þegar hann heyrði hljóð sem hann kannaðist ekki við. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 998 orð

Forðum fólki frá stólnum Kópavogur

IÐANDI mannlíf einkennir starfsemi Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. Þar er fólk stöðugt að finna sér verkefni til að forðast aðgerðaleysið og gengur vel. Fólkið vill breyta viðhorfi samfélagsins til eldri borgara og telur sig í fullu fjöri löngu eftir að eftirlaunaaldri er náð. Á laugardaginn var venju samkvæmt margt til skemmtunar gert. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Fóru létt með Viðeyjarsund

ÞEIR Kristinn Magnússon og Fylkir Þ. Sævarsson gerðu sér lítið fyrir á sunnudaginn og syntu úr Sundahöfn yfir í Viðey og aftur til baka. Að sögn Kristins er það tæplega tveggja kílómetra leið og voru þeir félagar 57 mínútur á leiðinni. "Markmiðið var að klára sundið en ekki að ná góðum tíma," bendir Kristinn á. Meira
13. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Framtak ellefu kvenna í Hrísey

PERLAN, handverkshús í Hrísey, tók til starfa í fyrrasumar. Þá tóku sig til ellefu konur úr hópi eyjarskeggja og stofnuðu fyrirtæki sem gæti selt framleiðslu þeirra sjálfra. Handverkshúsið hlaut nafnið Perlan og sjálfar kalla þær sig Perlurnar. Perlan er staðsett á neðri hæð veitingastaðarins Brekku. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Friðarhlaupinu lokið

FRIÐARHLAUPINU undir yfirskriftinni "Hlaupið inn í nýtt árþúsund", lauk á Ingólfstorgi sl. laugardag. Hlaupið var meðfram ströndum landsins um 2.800 kílómetra leið með þátttöku á annað þúsund manns. Níu manna hópur hlaupara fylgdi hópnum frá upphafi og sáu íþrótta- og ungmennafélög um allt land að mestu um að skipuleggja þátttöku almennings. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 514 orð

Fyrsti hluti kerfisins tekinn í notkun í haust

Íslandssími og Lína, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu í gær samning um þróun, uppbyggingu og viðhald ljósleiðaranets á veitusvæði Orkuveitunnar. Áætlað er að heildarfjárfesting í gagnaflutningsnetinu og tengingum við það verði 1 milljarður króna. Skv. samkomulaginu mun Íslandssími greiða um 350 milljónir kr. fyrir réttindin. Meira
13. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Fyrstu húsin brátt tilbúin

BJÁLKAHÚS hafa risið eitt af öðru við Ólafsfjarðarvatn í Ólafsfirði á síðustu dögum. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, eins af forsvarsmönnum Hótels Ólafsfjarðar, er húsunum meðal annars ætlað að auka gistirými hótelsins. Einnig mun nærveran við vatnið og bátar sem þar verða til leigu vonandi verða til þess að lífga upp á Ólafsfjarðarvatn að nýju, sagði Ásgeir. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Gaf sig fram við lögreglu

PILTUR, sem lýst var eftir í síðustu viku vegna grófrar líkamsárásar í Fossvogi, gaf sig fram við lögreglu á laugardaginn. Lögregla telur málið að fullu upplýst. Pilturinn, sem er nýorðinn 16 ára, á við andlega vanheilsu að stríða. Læknir hans áttaði sig á því um hvern væri að ræða af fréttaflutningi um árásina og hafði samband við piltinn. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Golfferðir til suðurstrandar Spánar

Nú gefst golfleikurum á Íslandi tækifæri til að fara til suðurstrandar Spánar og spila golf á frábærum golfvöllum og gista á glæsilegu íbúðarhóteli sem er staðsett 100 m frá strönd og er innan við 10 km frá þremur frábærum golfvöllum og þar af einum þar sem Spænska meistaramótið var eitt sinn haldið. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 94 orð

Grænfriðungar handteknir undan ströndum Noregs

NORSKT strandgæsluskip tók nítján Grænfriðunga höndum í gær og gerði skip þeirra, Síríus, upptækt eftir mótmælaaðgerðir gegn norskum hvalveiðum í Norðursjó. Lars Haraldsen, talsmaður Grænfriðunga, sagði að skotið hefði verið að gúmmíbát Grænfriðunga er þeir reyndu að sigla í veg fyrir hvalveiðiskipin og að þetta væri í fyrsta sinn sem slíkt gerðist. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Harður árekstur í Þjórsárdal

JEPPI OG fólksbíll skullu saman á Þjórsárdalsvegi, við Sundlaugarveg, á laugardag. Tildrög slyssins voru þau að fólksbíllinn tók framúr vöruflutningabíl og lenti þá framan á jeppanum. Við áreksturinn kviknaði í fólksbílnum og kom slökkvilið Gnúpverjahrepps til að slökkva eldinn. Jeppann var hægt að keyra af slysstað. Fjórir hlutu meiðsl í árekstrinum og voru fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 467 orð

Heildarkostnaður áætlaður um einn milljarður

ÍSLANDSSÍMI hf. og Lína, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, undirrituðu í gær samning um þróun, uppbyggingu og viðhald ljósleiðaranets á veitusvæði Orkuveitunnar. Taka á fyrsta hluta kerfisins í notkun í haust. Áætlað er að heildarfjárfesting í gagnaflutningsnetinu og tengingum við það verði um einn milljarður króna. Skv. samkomulaginu mun Íslandssími greiða um 350 milljónir kr. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 124 orð

Hjálpargögn á Suðurpólinn

FLUGVÉL á vegum bandaríska hersins flaug um helgina með hjálpargögn á Suðurskautslandið frá Nýja-Sjálandi til sjúkrar konu sem er þar við rannsóknarstörf. Ferðin gekk vel fyrir sig þrátt fyrir myrkur og mikinn kulda, en á þessum árstíma er um 67 gráða frost á Suðurskautslandinu. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 947 orð

Hraðari uppbygging og öflugri flutningsgeta

"ÍSLANDSSÍMI ætlar að hefja þjónustu í haust. Vonandi verðum við með fyrstu viðskiptavinina í október. Uppbyggingin mun eiga sér stað í skrefum," sagði Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma hf. á fréttamannafundi í gær, þar sem samkomulagið við Línu var kynnt. Forsvarsmenn Íslandssíma og Línu sögðu samstarfsverkefnið marka tímamót. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 581 orð

Hugsamlegt að Hagavatn tæmist

Talið að stíflugarður í Sandvatni hafi brostið vegna framhlaups Hagafellsjökuls Hugsamlegt að Hagavatn tæmist TALIÐ er að stíflugarður, sem reistur var 1985 í Sandvatni, hafi brostið á að minnsta kosti einum stað vegna framhlaups Hagafellsjökuls, og telja menn um talsvert skarð að ræða að sögn Margeirs Ingólfssonar, Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 219 orð

Illri meðferð á fílum mótmælt

UM 5.000 manns efndu á sunnudag til mótmæla við búgarð suður- afrísks fílasala, sem dómstóll hafði ávítt fyrir illa meðferð á fílum, til að krefjast þess að hann sleppti fjórtán ungum fílum sem eru enn í umsjá hans. Mótmælin hófust eftir að sjónvarpsstöðvar sýndu myndbandsupptökur af barsmíðum á fílunum. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 401 orð

Indverjar gefa skæruliðum frest til að hörfa

HER Indlands gerði í gær hlé á tveggja mánaða loftárásum á skæruliða, sem höfðu ráðist inn á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír, og gaf þeim frest til föstudagsins kemur til að fara af svæðinu. Talsmaður indverska hersins varaði við því að ráðist yrði á skæruliðana ef þeir færu ekki af svæðinu áður en fresturinn rennur út. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 542 orð

Innbrotum fækkað um 33% á tveimur árum

ÁTJÁN innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina, þ.e. í átta bíla, eina verslun, sumarbústað og átta íbúðarhúsnæði. Í síðastnefndu tilvikunum var sex sinnum farið inn um glugga í kjallarahúsnæði og eina geymslu fjölbýlishúss. Níu einstaklingar voru handteknir vegna þessara mála. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Ísland í 9. sæti á lista SÞ yfir lífsgæði í heiminum

ÍSLAND er í 9. sæti á lista sem Sameinuðu þjóðirnar hafa birt þar sem metin eru lífsgæði í 174 löndum. Í umfjöllun um listann kemur fram að þótt tækniframfarir auki lífsgæði fjölmargra víða um heim leiði þær einnig til þess að bilið milli ríkra og fátækra aukist. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Íslenskt par í 5. sæti á heimsmeistaramóti í brids

GUÐMUNDUR Halldórsson og Sigurbjörn Haraldsson enduðu í 5. sæti á heimsmeistaramóti bridsspilara, 25 ára og yngri, sem lauk í Tékklandi um helgina. Alls tóku 186 pör í mótinu, þar af sex íslensk, og spila fjögur þeirra í landsliðum Íslands í þessum aldursflokki á Norðurlandamóti sem hefst í Reykjavík á mánudaginn kemur. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Jarðskjálftar við Kleifarvatn

HRINA jarðskjálfta, sem áttu upptök sín við suðurenda Kleifarvatns, varð síðdegis í gær. Kippur sem var um 3,5 á Richter fannst víða á höfuðborgarsvæðinu kl. 17.59. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur taldi þessa hrinu ekki merki um neitt sérstakt. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

KRISTJÁN THORLACIUS

KRISTJÁN Thorlacius, fyrrverandi formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, er látinn, 81 árs að aldri. Kristján fæddist hinn 17. nóvember árið 1917 á Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu, sonur Ólafs Thorlacius héraðslæknis og Ragnheiðar Pétursdóttur Eggerz. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | 235 orð

Kríuvarp dregur að sér fjölda fuglaskoðara

Hellissandi-Í nágrenni Rifs á Snæfellsnesi er eitt stærsta kríuvarp í landinu. Seinni hluta júlímánaðar og framan af ágúst, skömmu áður en krían hverfur til suðrænna landa að nýju, skreiðist hún með unga sína út á hlýtt slitlag þjóðvegarins á milli Hellissands og Rifs og situr þar í breiðum. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | 73 orð

Kvenfélagskonur gáfu sjúkrarúm

Keflavík-Nýlega afhentu kvenfélagskonur í Kvenfélagi Keflavíkur í Reykjanesbæ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tvö rafknúin sjúkrarúm að gjöf og kostaði hvort rúm um 200 þúsund krónur. Að sögn starfsfólks munu rúmin koma sér vel og þá sérstaklega þegar um þunga sjúklinga er að ræða sem þarf oft að lyfta. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Kvöldganga á slóðum Jóns Arasonar í Viðey

BOÐIÐ verður upp á gönguferð á vegum staðarhaldara í Viðey í kvöld. Að þessu sinni verður rifjaður upp þáttur Herra Jóns Arasonar Hólabiskups í sögu staðarins. Lagt verður af stað klukkan 20:30 frá Klettsvör í Sundahöfn. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 548 orð

Landbúnaðarfræðingur í sjávarútvegsmálin

KOMI til þess að Ísland hefji viðræður um aðild að Evrópusambandinu (ESB) á næstu fimm árum yrði Austurríkismaðurinn Franz Fischler sá sem mest myndi mæða á í þeim viðræðum af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, þar sem honum hefur verið falið að sinna sjávarútvegsmálum ESB til viðbótar við landbúnaðarmálin, Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Landsmót skáta sett í kvöld á Úlfljótsvatni

LANDSMÓT skáta verður sett á Úlfljótsvatni kl. 19 í kvöld og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Bandalags ísl. skáta, er von á um 3.500 þátttakendum á mótið og koma þeir víða að. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

LEIÐRÉTT Eignasafn ÍS-15

Með viðtali við þrjá sérfræðinga hjá Búnaðarbankanum sl. laugardag, birtist skýringarmynd sem sýndi eignasamsetningu Fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans, ÍS-15. Í töflunni kom fram að hluti bréfa í Flugfélagsinu Atlanta af eignasafni ÍS-15, væri nú 8,9%. Hið rétta er að ÍS-15 mun á næstu dögum fjárfesta í hluta af þeim bréfum Atlanta sem Búnaðarbankinn á og miðaðist skýringarmyndin við það. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lítil meiðsl er sjónvarpstæki féll á börn

TVÖ BÖRN sluppu með minniháttar meiðsl þegar sjónvarpstæki féll á þau á laugardaginn. Atvikið átti sér stað í leikherbergi í verslun Hagkaups við Smáratorg. Ellefu ára drengur meiddist í öxl og fimm ára stúlka hruflaðist á hné, en slysið varð þegar barn klifraði upp í hillu sem gaf sig undan þunganum. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 420 orð

Lofa að koma skriði á friðarumleitanirnar

EHUD Barak, nýi forsætisráðherrann í Ísrael, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, komu saman í fyrsta sinn á sunnudag og áréttuðu loforð sín um að koma skriði á friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna. Meira
13. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 376 orð

Nálgumst borgarana með öðrum hætti

ÞORSTEINN Pétursson, sem sjaldan er kallaður annað en Steini P., hefur í sumar hjólað um Akureyrarbæ en slíkt fyrirkomulagt við löggæslu er nýlunda í bænum. Þorsteinn starfaði hjá lögreglunni á Akureyri í 18 ár, en hætti störfum fyrir 10 árum og vann við tollgæslu. Hann hóf störf í lögreglunni að nýju um síðustu áramót og sá m.a. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Nefnd skipuð um tvískráningu skipa

BÚIÐ er að gera ráðstafanir til að skipa nefnd, sem fjalla á um tvískráningu skipa og samning þess efnis við Eistland, Lettland, Litháen og Rússland, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Í Morgunblaðinu í gær undrast Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, seinagang samgönguráðuneytisins, sem enn hefur ekki svarað erindi LÍÚ en það var sent ráðuneytinu í lok apríl Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

CLINTON Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt þá ætlan sína að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi. Er það frú Barbara J. Griffiths, sem síðustu árin hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hún tekur við af núverandi sendiherra Bandaríkjanna, Day Olin Mount, sem hér hefur starfað síðustu árin. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | -1 orð

Oddvitaskipti á Norður- Héraði

Vaðbrekku, Jökuldal-Katrín Ásgeirsdóttir hefur tekið við oddvitaembætti á Norður-Héraði. Katrín tók við embættinu af Arnóri Benediktssyni sem verið hefur oddviti Norður-Héraðs frá því að sveitarfélögin á Norður-Héraði sameinuðust í janúar 1998. Arnór hafði áður verið oddviti Jökuldalshrepps frá árinu 1986 eða í tólf ár. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Óvíst með laun í ágúst

NOKKRIR þeirra kennara í Reykjavík sem sögðu upp starfi sínu á liðnu vori hafa snúið sér til Kennarasambands Íslands og beðið það að kanna stöðu sína þar sem þeir hafa komist á snoðir um að þeim verði ekki greidd laun fyrir ágúst. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Robin Nolan Trio í Kaffileikhúsinu

ROBIN Nolan Trio heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld þriðjudaginn 13. júlí kl. 21. Þar leika Robin Nolan á sólógítar, Jan P. Brouwer á ryþmagítar og Paul Meader á kontrabassa. Tríóið leikur sígaunadjass í anda gítaristans Djangos Reinhardt, auk þess að flytja lög gömlu meistaranna og eigin lög sem má finna á nýútkomnum geisladiski "The Latin Affair". Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Samgönguráðherra ræður aðstoðarmann

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur ráðið sér aðstoðarmann og er það Jakob Falur Garðarsson stjórnmálafræðingur. Jakob Falur er 33 ára Ísfirðingur og stjórnmálafræðingur frá Háskólanum í Kent. Síðustu árin hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti. Sambýliskona hans er Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og eiga þau einn son. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sex bráðatilfelli vegna e-töfluneyslu ungmenna

SAMKVÆMT gögnum lögreglunnar í Reykjavík hafa komið upp a.m.k. sex bráðatilfelli síðan í vor vegna e-töfluneyslu ungmenna, einkum á aldrinum 16­19 ára. Um nýliðna helgi kom nýjasta tilvikið upp þegar ung stúlka var færð undir læknishendur vegna sjúkdómseinkenna af völdum e-töfluneyslu. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sigraði í fegurðarsamkeppni

18 ÁRA gömul stúlka úr Garðabæ, Elva Björk Barkardóttir, bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Miss Teen Tourism World, sem haldin var í Tallin í Eistlandi síðastliðið laugardagskvöld. Elva Björk, sem lenti í fimmta sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands í vor, hreppti einnig titilinn "Miss Bikini World" í keppninni, en þann titil völdu áhorfendur. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sitja ráðstefnu Al Gore um framúrskarandi stjórnsýslu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Helga Jónsdóttir borgarritari eru þessa dagana á ráðstefnu í Bandaríkjunum, sem haldin er á vegum Al Gores, varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefnis demókrata, um stjórnunarhæfni. Ráðstefnan, sem nefnist Skarað fram úr í stjórnkerfinu, lýkur á fimmtudag. Meira
13. júlí 1999 | Landsbyggðin | 127 orð

Sjóferðir frá Breiðdalsvík

Egilsstöðum-Hafnar eru skoðunarferðir á sjó frá Breiðdalsvík. Skoðaðir eru staðir eins og Breiðdalseyjar, Andey, Seley, Skrúður og siglt á Fáskrúðsfjörð. Ferðirnar eru áætlunarferðir og tekur hver túr um 2 klst. Það er Elís P. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Skýrist á næstu dögum

FYRIRTÆKI "Rauða hersins" svokallaða á Vestfjörðum hafa afturkallað beiðni sína um greiðslustöðvun og virðist nú geta komið í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækjanna. Beiðni um gjaldþrotaskipti hafði ekki borist Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 225 orð

Skæruliðar munu berjast áfram

SKÆRULIÐAR sem barist hafa í Lýðveldinu Kongó lýstu því yfir á sunnudag að þeir myndu halda baráttu sinni áfram eftir að missætti sem upp kom í þeirra röðum kom í veg fyrir að þeir undirrituðu vopnahléssamning í Lusaka um helgina. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð

Snæfellsþjóðgarður verði stofnaður

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Austurlands hafa lagt fram tillögu um að stofnað verði til Snæfellsþjóðgarðs sem taki til Snæfellsöræfa, að Eyjabökkum meðtöldum. Stjórn NAUST mun senda tillöguna til annarra náttúruverndar- og útivistarsamtaka með ósk um að þau fjalli um hana. Er því beint til þeirra að afstaða til málsins liggi fyrir þegar aðalfundur NAUST verður haldinn síðustu helgi ágústmánaðar. Meira
13. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Stefnt er að vígslu næsta vor

ENDURBYGGINGU Vallarkirkju í Svarfaðardal hefur miðað vel áfram. Nú er búið að gera nýja altaristöflu, hafin smíði á nýjum predikunarstól og framkvæmdum að utan mestu lokið. Þegar Morgunblaðið leit þar við á dögunum var Snorri Guðvarðsson að mála veggi kirkjunnar að innan. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 506 orð

Sæl þrátt fyrir tilfinningasveiflur

SOPHIA Hansen hitti dætur sínar tvær þær Rúnu, sem er orðin 16 ára, og Dagbjörtu, sem er 18 ára, í um tvær og hálfa klukkustund í gær í tyrkneska fjallaþorpinu Divrigi. Að sögn Sophiu á hún von á að hitta þær á ný í dag en hæstiréttur í Ankara dæmdi henni árið 1997 umgengnisrétt við þær frá 1. júlí til 31. ágúst ár hvert. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Söfn vel sótt á safnadeginum

ÍSLENSKI safnadagurinn var haldinn við góða aðsókn á sunnudaginn. Í tilefni dagsins sameinuðust þrjátíu og fjögur söfn á landinu um að hafa sýningar, sérstaka dagskrá og leiðsögn, bæði innan- og utandyra. Gerður Róbertsdóttir, fjölmiðlafulltrúi íslenska safnadagsins, sagði að með þessum degi væri reynt að ýta undir samstarf milli safna og auka áhuga almennings á þeim. Meira
13. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Söngvaka

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. júlí og hefst hún kl. 21. Á söngvöku eru flutt sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu, s.s. rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Flytjendur eru Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson úr Tjarnarkvartettinum. Dagskráin stendur í klukkustund. Miðaverð er 700 krónur. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 462 orð

Talsvert um hraðakstur

TILTÖLULEGA rólegt var hjá lögreglu þessa helgi, en bókuð eru rúmlega fjögur hundruð verkefni sem lögreglumenn leystu. Talsvert var um hraðakstur í umdæminu um helgina og urðu lögreglumenn að hafa afskipti af 29 ökumönnum sem ekki virtu lögbundin hraðamörk. Ökumaður á 18. ári var stöðvaður á föstudagskvöld eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 138 km hraða á Kringlumýrarbraut. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 405 orð

Tímabundinn ósigur

ÍBÚAR Grjótaþorps eru ósáttir við þá niðurstöðu borgarráðs að heimila Hlaðvarpanum að selja vínveitingar og hafa opið til klukkan þrjú um helgar. Leyfið fékkst síðastliðinn fimmtudag, og segjast þau Oddur Björnsson og Sólveig Eggertsdóttir íbúar Grjótaþorps forviða á þeirri niðurstöðu. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Tungufljót kolmórautt MIKLIR vatnavextir eru nú í Tungufljóti og

Tungufljót kolmórautt MIKLIR vatnavextir eru nú í Tungufljóti og Hvítá vegna framskriðs Hagafellsjökuls út í Hagavatn. Jökulvatn er komið í Tungufljót, sem er bergvatnsá, og ógnar það lífi í fljótinu. Fossinn Faxi í Tungufljóti er mórauður af jökulframburði úr framhlaupinu í Hagafellsjökli. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 365 orð

Umhverfisslys sagt yfirvofandi í Alaska

NOKKRIR yfirmenn BP Amoco olíufyrirtækisins hafa greint frá því að umhverfisslys, mun umfangsmeira en Exxon Valdez-slysið fyrir tíu árum síðan, sé yfirvofandi í Alaska. Sex starfsmenn BP Amoco ­ sem haldið hafa nafni sínu leyndu ­ skrifuðu fyrir skömmu Sir John Browne, aðalframkvæmdastjóra fyrirtækisins, Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Varúðarlending á Húsafelli

TVEGGJA hreyfla flugvél, TF-GTM, af Partinavia-gerð, lenti á Húsafellsflugvelli kl. fjögur á laugardag. Talið er að flugvélin hafi lent í miklum mótvindi og verið orðin bensínlítil en ekki bensínlaus eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Tveir voru um borð í flugvélinni, flugmaður og farþegi, og sakaði hvorugan. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Viðskipti eins og óskyldir aðilar væru

SAMKEPPNISRÁÐ hefur með ákvörðun sinni lagt fyrir Útfararþjónustu Akraneskirkju og Útfararþjónustu Borgarfjarðar að öll viðskipti þeirra og lögbundinnar starfsemi á vegum viðkomandi sóknarnefnda og kirkjugarðsstjórna fari fram eins og um viðskipti óskyldra aðila væri að ræða eigi síðar en um næstu áramót. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Yfirheyrðir vegna leikfangabyssu

LÖGREGLAN í Reykjavík elti uppi fjóra pilta í fyrrinótt við Sæviðarsund en tilkynnt hafði verið að þeir hefðu skotvopn um hönd. Í ljós kom að um leikfangabyssu var að ræða. Piltarnir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en síðan sleppt. Tilkynnt hafði verið að þeir hefðu skotið með byssunni út um bílglugga og talið að hætta stafaði af. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þrír grunaðir um þjófnað

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók þrjá menn á föstudag, eftir að lögreglumenn í hefðbundinni eftirlitsferð veittu þeim athygli við akstur, en mennirnir eru kunnir fyrir afbrot. Í bifreið sem þeir óku fannst margskonar varningur sem talinn er vera þýfi. Meira
13. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Þrír ölvaðir ökumenn teknir á hálendinu

FJALLALÖGREGLAN tók þrjá ökumenn fyrir ölvun við akstur á hálendinu á föstudagskvöld og afgreiddi mál þeirra á staðnum. Tók læknir, sem var í för með tveim lögreglumönnum frá Vík í Mýrdal, blóðsýni úr þeim í lögreglubifreið og færði lögreglumaður bifreiðarnar í skála þeirra. Meira
13. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 526 orð

Ættingjar bera ekki kala til hermannanna

LIÐSMENN Frelsishers Kosovo (UCK) og ættingjar og aðstandendur báru á sunnudag tvo Kosovo- Albana sem skotnir voru til bana í Pristina af breskum friðargæsluliðum 3. júlí sl., til grafar. Sorgmæddir ættingjar mannanna sögðust ekki bera kala til friðargæsluliðanna bresku og sögðu að um óhapp hefði verið að ræða. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júlí 1999 | Leiðarar | 605 orð

SKATTAR OG FJÁRFESTING

BEIN ERLEND fjárfesting í íslenzkum atvinnurekstri er tiltölulega mjög lítil og nam 31,7 milljörðum í lok síðasta árs. Síðustu þrjú árin hefur fjárfesting erlendra aðila hér á landi numið 8,7 milljörðum að meðaltali, en fimm árin þar á undan var hún nær engin. Meira
13. júlí 1999 | Staksteinar | 344 orð

Útvegur og byggð

Í leiðara blaðsins um sjávarútvegsstefnu með byggðatengingu segir: "Talsmaður Samfylkingarinnar notaði frasann "sjávarútvegsstefna með byggðartengingu" óspart í síðustu kosningabaráttu yfir það fyrirkomulag sem hún vildi sjá í íslenskum sjávarútvegi að afloknum kosningum. Meira

Menning

13. júlí 1999 | Skólar/Menntun | 238 orð

Aukin menntun ­ fleiri möguleikar

NÁMSFLOKKAR Hafnarfjarðar og Flensborgarskólinn hafa tekið höndum saman um að efla símenntun ­ fullorðinsfræðslu frá og með haustinu 1999. Væntanlega munu fleiri skólar og fræðslustofnanir koma þar að á næstu árum, segir í fréttatilkynningu frá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 617 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Matrix Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í "Speed"-formi. Óvenju útpæld afþreying. Lolita Útvötnuð útgáfa sögunnar um dónakallinn Humbert Humbert og telpukrakkann Lolitu er borin uppi af Jeremy Irons og Dominique Sanda í hlutverkum þeirra. Útlitið er flott. Meira
13. júlí 1999 | Menningarlíf | 227 orð

Einar Már deilir verðlaunum með Kerstin Ekman

MENNING Norðurlandananna var á þessu ári kynnt íbúum Castel Coffredo á Ítalíu og liður í þeirri kynningu voru Giuseppi Acerbi- bókmenntaverðlaunin sem hafa verið veitt frá árinu 1993. Fyrirfram var ákveðið að verðlunahafinn yrði norrænn skrifar Ivan Z. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 65 orð

Elizabeth Taylor heiðruð

ÞAÐ VÆRI nú ekki ónýtt að láta hjartaknúsarann indæla Barry Manilow halda í höndina á sér og syngja fyrir sig eina vellmjúka ballöðu eða svo. Það fékk leikkonan dáða Elizabeth Taylor að reyna um helgina þegar hún var heiðruð á tíu ára afmæli Angel Food-samtakanna sem færa fársjúkum eyðnisjúklingum mat daglega. Elizabeth hlaut Angle-verðlaunin fyrir stuðning sinn við samtökin til margra ára. Meira
13. júlí 1999 | Skólar/Menntun | 611 orð

Er Ísland fyrirmynd í skógrækt? Tveir nemendur við Yale háskólann í Bandaríkjunum vinna nú að rannsóknum sínum í vistfræði í

Tveir nemendur við Yale háskólann í Bandaríkjunum vinna nú að rannsóknum sínum í vistfræði í Hallormsstaðaskógi. Meðal annars er spurt um hæfni lerkis, furu og íslenska birkisins til að safna og varðveita kolefni innan vistkerfisins. Anna Ingólfsdóttir innti þessa nemendur um fyrstu niðurstöður. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 117 orð

Fjölmennasta ástargangan

ÞESSAR fallegu og skemmtilega skrautlegu konur voru greinilega í góðum gír nú um helgina þegar þær voru hluti af einni milljón dans- og gleðióðra ungmenna sem tóku þátt í hinni árlegu teknóhátíð "Love Parade" í Berlín, þar sem yfirskriftin í ár var "Tónlistin er lykillinn". Meira
13. júlí 1999 | Menningarlíf | 222 orð

Gítartónleikar í Seyðisfjarðarkirkju

NÆSTI flytjandi í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni miðvikudagskvöldið 21. júlí kl. 20.30, í Seyðisfjarðarkirkju, er Arnaldur Arnarson, gítarleikari, búsettur í Barcelona. Á efnisskránni er frumflutningur á 10 íslenskum þjóðlögum eftir Jón Ásgeirsson í nýrri (1999) útsetningu fyrir gítar, ásamt tónlist eftir J.S. Bach, Fernando Sor, Francisco Tárrega og Isaac Albéniz. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 35 orð

Hártískan í Kína

Hér sjást kínverskar fyrirsætur sýna framúrstefnulegar hárgreiðslur á hársýningu Vidal Sassoon í Bejing. Kína er að verða öflugur þátttakandi í alþjóðlega tískuheiminum og hinn nýlegi kínverski tískumarkaður veltir nú milljörðum bandaríkjadala árlega. Meira
13. júlí 1999 | Tónlist | 694 orð

Höfuð, eyru og hjarta

Tryggvi M. Baldvinsson: Missa Comitis generosi. Einar Jónsson, básúna; Pétur Grétarsson, slagverk; Sönghópurinn Hljómeyki. Stjórnandi: Bernharður Wilkinsson. Sunnudaginn 11. júlí kl. 13. Meira
13. júlí 1999 | Tónlist | 483 orð

Í greipum draums og dauða

Jón Leifs: Söknuður og Sjávarljóð úr Erfiljóðum Op. 35 (frumfl. 10.7. 1999). Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla. Sönghópurinn Hljómeyki. Stjórnandi: Bernharður Wilkinsson. Sunnudaginn 11. júlí kl. 16:40. Meira
13. júlí 1999 | Bókmenntir | 713 orð

Keikó

Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Translated from Icelandic by Edward Barry Rickson. Artwork: Stíll ehf. Hallgrímur Ingólfsson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon Vöxtur. Growth Publication House, 1999 ­ 33 bls. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 407 orð

Kókó synti til sigurs

Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var stuttmyndahátíð í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Á hátíðinni voru sýndar 13 stuttmyndir en þar af voru þrjár sem ekki tóku þátt í keppni um bestu myndina. Ein þeirra var Slurpinn & co. eftir þau Reyni Líndal og Katrínu Ólafsdóttur en hún var sigurmynd Stuttmyndadaga sem haldnir voru í Reykjavík í maí síðastliðnum. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 212 orð

Leggjast í dvala

GLEÐISVEITIN Casino hefur glatt margan lipran dansarann undanfarin misseri, og ekki laust við að sumir yrðu fúlir þegar fréttist að allt það gaman væri á enda, og að hljómsveitin hélt sinn seinasta dansleik sl. laugardagskvöld á Akureyri þar sem var troðfullt út að dyrum. Meira
13. júlí 1999 | Menningarlíf | 450 orð

Ljóð frá Ljósalöndum

HRAFN Andrés Harðarson gaf nýlega út þrjár bækur. En þær eru Vængstýfðir draumar, þýðingar lettneskra ljóða, Úr viðjum, ljóðabók við myndskreytingar Gríms Marínós Steindórssonar myndlistarmanns, og Tónmyndaljóð sem nú er endurútgefin í enskri þýðingu. Meira
13. júlí 1999 | Bókmenntir | 400 orð

Menningarheimsókn

eftir H. E. Sørensen. Forlaget Melbyhus, 1998 - 160 bls. FJÖLDI ferðamanna kemur til Íslands á ári hverju. Eins og gengur er áhugi þeirra á landinu af misjöfnum toga. H. E. Sørensen, danskur maður frá Suður-Jótlandi, hefur gefið út bók um ferð sína um landið og nefnir Island. En kulturhistorisk rejse. Eins og nafnið bendir til segir hann þar frá menningarheimsókn til landsins. Meira
13. júlí 1999 | Skólar/Menntun | 810 orð

Námstækni og akademísk vinnubrögð

Námstækni og akademísk vinnubrögð HÁSKÓLANÁM ReykjavíkurAkademían og Endurmenntunarstofnun HÍ bjóða nú í ágúst upp á stutt undirbúningsnámskeið í akademískum vinnubrögðum og annarri tækni sem auðveldar nemendum að koma skoðunum sínum og verkefnum frá sér, skriflega sem munnlega. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 186 orð

Óvinur ríkisins enn efstur

ÞAÐ eru ekki mikil hreyfing á myndunum í efstu sætunum á myndbandalistanum þessa vikuna. Óvinur ríkisins er í efsta sæti þriðju vikuna í röð, "Very Bad Things" fer úr fjórða sætinu í annað og þá fer Björgun óbreytts Ryans úr öðru sæti í það þriðja og Umsátrið úr því þriðja í það fjórða. Meira
13. júlí 1999 | Kvikmyndir | 435 orð

Plágurnar 10

Leikstjóri: Stephen Sommers. Handritshöfundar: Stephen Somners, Kevin Jones, ofl. Kvikmyndatökustjóri: Adrian Biddle. Tónskáld: Jerry Goldsmith. Aðalleikendur: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah, Kevin J. Connor, Jonathan Hyde, Arnold Vosloo. 125 mín. Bandarísk. Universal, 1999. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 451 orð

Styrkur unga fólksins

Styrkur unga fólksins er ráðstefna sem er haldin í Skautahöll Reykjavíkur dagana 14. til 18. júlí. Það er hreyfingin Sókn gegn sjálfsvígum sem stendur að baki ráðstefnunni. Þau Hilmar Kristinsson og Linda B. Magnúsdóttir eru ábyrgðarmenn ráðstefnunnar en hreyfingin Sókn gegn sjálfsvígum er sprottin upp úr söfnuðinum Frelsinu. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 191 orð

Suðræn stemmning í hávegum

ÞRÁTT FYRIR gráan himinn og þungbúið veður var stemmningin suðræn og létt innandyra á Jómfrúnni sl. laugardag, þar sem Tríó Ómars Einarssonar lék fyrir gesti. "Corcovado" og "Desafinado" voru á meðal fjölmargra laga eftir brasílíska tónskáldið Antonio Carlos Jobim sem voru á dagskrá djasstríósins, sem einnig lék nokkra létta svingstandarda. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 275 orð

Tónlistarstjörnur aldarinnar

TÓNLISTARSTJÖRNUR aldarinnar eru tíundaðar í nýjasta hefti tónlistarblaðsins Q. Lesendur blaðsins hafa valið John Lennon heitinn skærustu stjörnuna en fast á hæla honum fylgir félagi hans úr Bítlunum, Paul McCartney. Í þriðja sæti situr þeim yngri maður, Kurt Cobain að nafni, sem stytti sér aldur árið 1994 og söng með hljómsveitinni Nirvana. Meira
13. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 532 orð

Trallað og tjúttað í Njálsbúð

ÓMAR Ragnarsson söng forðum að ekkert jafnaðist á við sveitaball og það eru svo sannarlega orð að sönnu. Um það voru ballgestir í Njálsbúð í það minnsta sammála á laugardagskvöldið er Stuðmenn tróðu þar upp. Í för með þeim voru tveir eðal tónlistarmenn; þeir Addi rokk og Úlfur skemmtari og aldursbilið var því brúað á sviðinu þótt flestir gestanna væru undir tvítugu. Meira

Umræðan

13. júlí 1999 | Aðsent efni | 823 orð

Að ósekju vegið að Halldóri

Hárfín lína, segir Óskar Guðmundsson, getur verið á milli aðhalds og eineltis. Meira
13. júlí 1999 | Aðsent efni | 933 orð

Að spila með eða á kvótakerfið?

Samanlagt, segir Guðjón A. Kristjánsson, nemur útstreymið fjórum til fimm milljörðum króna. Meira
13. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 132 orð

"Húsið" í Hnífsdal

PÁLSHÚS heitir húsið ­ byggt 1897. Fjórar hæðir og er stórt. Stendur í Brekkunni undir Búðarhyrnu. Þetta er afspyrnuglæsilegt hús, sem lætur þó lítið yfir sér. Páll Halldórsson, langafi Hermanns Skúlasonar hafnarstjóra á Ísafirði, er maðurinn sem lét reisa þetta sérstæða hús. Fjórar kynslóðir hafa búið í Pálshúsi, eða allar götur frá því 1897 til ársins 1994. Meira
13. júlí 1999 | Aðsent efni | 535 orð

Hver er í fýlu?

Ég man þá tíð, segir Birgir Hólm Björgvinsson, þegar Grandinn og vesturhöfnin iðuðu af athafnalífi. Meira
13. júlí 1999 | Aðsent efni | 778 orð

Íbúasamtök Grjótaþorps mótmæla rangfærslum borgarstjóra

Svar forseta borgarstjórnar, segir Finnur Guðsteinsson, var með ólíkindum. Meira
13. júlí 1999 | Aðsent efni | 624 orð

Íþróttir í sjálfheldu Þátttaka Þegar árangur næst, segir Ellert B. Schram, hefnist okkur fyrir það.

Í FRÉTT Morgunblaðsins þann 9. júlí sl. segir frá því að kostnaður af Kínaferð yngra handknattleikslandsliðs kvenna til þátttöku í heimsmeistarakeppninni kosti 6,5 milljónir króna. Í fréttinni er gerð grein fyrir því hvernig HSÍ og stúlkurnar fjármagna ferðina, en að langmestu leyti er það gert með söfnun og sníkjum. Meira
13. júlí 1999 | Aðsent efni | 985 orð

Maður er nefndur

Þáttaröðin "Maður er nefndur" er gerð af vanefnum með blessun Sjónvarpsins, segir Geir Hólmarsson, og það eigum við áskrifendur ekki að líða. Meira
13. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Ósmekklegur áróður Sláturfélags Suðurlands

ÞAÐ ER með ólíkindum að fyrirtæki eins og Sláturfélag Suðurlands skuli með afar ósmekklegri auglýsingu matvæla vera með rætinn áróður á einstakling og reyndar alla Vestmannaeyinga. Á ég þar við auglýsingu SS á pylsum frá fyrirtækinu þar sem verið er að leika Árna Johnsen alþingismann á niðurlægjandi hátt. Meira
13. júlí 1999 | Aðsent efni | 1035 orð

Sorgardagur í Grjótaþorpi

Leita þarf aftur til valdatíma kommúnista Ráðstjórnarríkjanna, segir Oddur Björnsson, að sambærilegum valdhroka. Meira
13. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 1203 orð

Svör til Halldórs Jónssonar

HALLDÓR Jónsson verkfræðingur beindi 10 spurningum til mín í Morgunblaðinu 7. júlí sl. Mun ég nú leitast við að svara þeim eftir bestu getu, en svörin eru mismikil að vöxtum. 1. Hvers vegna er ekki skylda að nota stefnuljós á Íslandi? Í 31. grein umferðarlaga er skýrt kveðið á um það að ökumenn skuli nota stefnuljós. Svo virðist sem margir haldi að þetta ákvæði sé ekki afdráttarlaust. Meira
13. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Viðbjóður og smán til sölu!

NÝVERIÐ heyrði ég sagt frá því að verið sé að vinna að því að lyfta á stall einni mestu smán sem framin hefur verið á Íslandi, og gera hana að söluvöru til ferðamanna. Það galdrafár sem kom yfir þjóðina á sautjándu öldinni er ekki til að minnast með stolti. Meira

Minningargreinar

13. júlí 1999 | Minningargreinar | 466 orð

Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir

Kæra Ásta. Nú sest ég niður til þess að skrifa nokkur orð um þig elsku frænka og það er svo ótal margt sem flýgur í gegnum huga mér á þessari stundu. Þú ert alveg einstök persóna og átt sjálfsagt fáa þér líka. Þú varst alla þína tíð svo grönn og ungleg í hreyfingum. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 559 orð

Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir

Ásta Guðmundsdóttir, föðursystir mín, er fallin frá; senn höggvast skörð í þá kynslóð sem stóð í blóma lífsins þegar ég var að alast upp, var í augum barns kjarni mannfélagsins, skorður þess og merking. Ásta var lærð hárgreiðslukona en starfaði stutt við þá grein. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir

Elskuleg frænka mín Ásta Guðmundsdóttir hefur lokið lífshlaupi sínu og kveður okkur nú þegar sumarið er í blóma. En sumarblómin hennar Ástu blómstruðu ekki í gluggunum hennar heldur fengu þau undursamlegt líf í hannyrðum hennar. Útsaumur Ástu var aðdáunarverður, hrein listaverk. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 188 orð

ÁSTA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

ÁSTA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist 18.12. 1915 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristjánsdóttir, f. 23.6. 1889 í Auraseli í Fljótshlíð, d. 8.6. 1960 og Guðmundur Helgason sjómaður og vigtarmaður í Vestmannaeyjum, f. 5.2. 1884 á Grímsstöðum í V-Landeyjum, d. 15.12. 1977. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 383 orð

Ásta Guðmundsdóttir

Elsku Ásta frænka! Nú ert þú farin til þeirra heimkynna, sem bíða okkar allra, þegar við yfirgefum þessa jörð. Við Guðný getum því miður ekki kvatt þig eins og við helst vildum með tónum, sem okkur er tamast, en þess í stað vildi ég senda þér örlitla kveðju í orðum. Ég var ekki hár í loftinu, þegar þú komst inn í líf mitt og ég man eftir þér. Ætli ég hafi ekki verið u.þ.b. þriggja ára. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 609 orð

Guðrún Meyvantsdóttir

Elsku amma, mig langar að kveðja þig í hinsta sinn með nokkrum orðum. Það er ávallt sárt að þurfa að kveðja en það er gott að hugga sig við það að nú hefur þú fengið hvíld og frið. Elsku amma, það er eins og lífið komi okkur sífellt á óvart þó að endirinn sé hins vegar ávallt hinn sami. Ég sit hér og horfi á mynd af þér sem var tekin á 75 ára afmæli þínu. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Guðrún Meyvantsdóttir

Elsku Gunna frænka í Kefló (en þannig vorum við systurnar vanar að kalla hana). Nú ertu loksins búin að fá hvíldina og líður vel á himnum. Okkur langar að minnast þín í nokkrum orðum. Alltaf var gaman að hitta þig. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og myndarskapurinn fram úr hófi glæsilegur, saumaðir allt sjálf, heilu dressin og kjólana, svo ekki sé minnst á baksturinn. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 123 orð

GUÐRÚN MEYVANTSDÓTTIR

GUÐRÚN MEYVANTSDÓTTIR Guðrún Meyvantsdóttir fæddist á Máná við Siglufjörð 1. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Meyvant Meyvantsson og Kristbjörg Jónsdóttir. Eiginmaður Guðrúnar var Bárður Bárðarson, f. 9. mars 1908, d. 20. ágúst 1978. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 322 orð

Þorvaldur Brynjólfsson

Með þessum orðum viljum við systurnar minnast afabróður okkar, Þorvaldar Brynjólfssonar. Valdi, eins og við vorum vanar að kalla hann, dvaldi löngum hjá ömmu og afa á Lundi 1 þegar við vorum að alast upp á Lundi 2. Örstutt er á milli bæja og var alltaf daglegur samgangur. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 898 orð

Þorvaldur Brynjólfsson

Við systkinin á Lundi í Lundarreykjadal áttum því láni að fagna að alast upp í túnfætinum hjá ömmu okkar og afa, Gísla Brynjólfssyni og Sigríði Jónsdóttur. Þar nutum við samvista við Þorvald afabróður okkar, sem nú er allur. Fyrir þau kynni er ég ævinlega þakklátur, enda var Þorvaldur sérstakur persónuleiki í jákvæðustu merkingu þess orðs. Meira
13. júlí 1999 | Minningargreinar | 178 orð

ÞORVALDUR BRYNJÓLFSSON

ÞORVALDUR BRYNJÓLFSSON Þorvaldur Brynjólfsson fæddist á Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd 24. ágúst 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson, f. 1.10. 1871, d. 17.7. 1959, bóndi á Hrafnabjörgum og kona hans, Ástríður Þorláksdóttir, f. 10.7. 1872, d. 30.3. 1956, húsmóðir. Meira

Viðskipti

13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 761 orð

Gott verð á bréfunum að mati Kauðþings

VERÐ hlutabréfa í Íslenska járnblendifélaginu hf. lækkaði á Verðbréfaþingi Íslands um 0,7% í gær eftir að hafa hækkað um 16,73% í síðustu viku. Ástæðuna fyrir verðhækkuninni má rekja til nokkurrar verðhækkunar á járnblendi undanfarnar vikur. Virðist það vera að taka við sér eftir um tveggja ára tímabil verðlækkana. Ástæður verðlækkana á kísiljárni má rekja til nokkurra þátta, m.a. Meira
13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Íslenskar sjávarafurðir hækka um 6,3%

ÚRVALSVÍSITALA aðallista VÞÍ lækkaði um 0,17% í gær. Lokagildi hennar var 1.200 stig, sem er 9,37% hækkun frá áramótum, en undanfarnar vikur hefur úrvalsvísitalan verið að hækka og síðastliðna viku um 1,95%. Viðskipti á Verðbréfaþingi voru lítil í gær, aðeins um 172 milljónir króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 88 milljónir króna. Meira
13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Íslenskir aðalverktakar bjóða í Ármannsfell

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. sem eiga nú 75% hlut í Ármannsfelli, gerðu í gær öðrum hluthöfum í Ármannsfelli hf. tilboð um að kaupa hlutabréf þeirra í Ármannsfelli hf. Tilboðið gildir til 30. júlí nk. Tilboðið miðast við að eigendur hlutabréfa í Ármannsfelli hf. geta valið um að fá hlutabréf í Íslenskum aðalverktökum hf. í stað hlutabréfanna í Ármannsfelli hf. Meira
13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Stærsta lögfræðifyrirtæki heims

ÞRJÚ lögfræðifyrirtæki í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi áætla að sameinast og mynda stærsta lagafirma heims með um 2.700 lögfræðinga í vinnu og yfir 73 milljarða króna ársveltu. Meðeigendur breska lögfræðifyrirtæksins Clifford Chance hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að sameina fyrirtæki sitt hinu bandaríska Rogers & Wells lagafirma hinn 1. janúar næstkomandi. Meira
13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 499 orð

Útlit fyrir aukin umsvif á árinu

UMBOÐS- og heildverslunin Austurbakki hf. hefur gert samning við Búnaðarbankann Verðbréf um umsjón með hlutafjárútboði félagsins og skráningu þess á Verðbréfaþingi Íslands. Gert er ráð fyrir að útboðið fari fram á haustmánuðum. Umsvif Austurbakka hf. hafa aukist síðustu ár og var veltuaukning á milli áranna 1997 og 1998 33%, úr 927 milljónum í 1.230 milljónir. Meira
13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 363 orð

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,4%

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júlíbyrjun 1999 var 189,5 stig (maí 1988=100 stig) og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% sem jafngildir 6,8% verðbólgu á ári. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að neysluverðsvísitala án húsnæðis var í byrjun júlí 191 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Meira
13. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 215 orð

(fyrirsögn vantar)

Í Bretlandi reynidst vísitala heildsöluverðs óbreytt í júní frá fyrri mánuði sem þýðir 1% hækkun á ársgrundvelli. Í kjölfar birtingar þessara hagtalna lækkaði evran og náði lágmarki sínu í 1,0114 gagnvart dollar, í 0,6516 gagnvart pundi og í 123,63 gagnvart jeni. Meira

Daglegt líf

13. júlí 1999 | Ferðalög | 267 orð

Farfuglaheimili á Langanesi

Þórshöfn-Á bænum Ytra-Lóni á Langanesi var opnað farfuglaheimili fyrir skömmu, en gamli bærinn á staðnum var gerður upp með þessa þjónustu í huga. Þarna búa ung hjón, Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller, ásamt börnum sínum. Mirjam segir það hafa verið mikil vinna að gera upp gamla bæinn. Meira
13. júlí 1999 | Neytendur | 145 orð

Lyf við offitu komið á markað

Xenical nefnist lyf sem skráð er til notkunar við offitu og komið er á markað hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Thorarensen Lyf/Roche kemur fram að lyfið, sem er lyfseðilsskylt, virki eingöngu í meltingarveginum. Það hamlar virkni ensímsins lípasa sem brýtur niður fitu og hindrar þannig að líkaminn nýti um þriðjung af þeirri fitu sem neytt er. Meira
13. júlí 1999 | Neytendur | 250 orð

Lykilatriði að taka raftæki úr sambandi

ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa 24 húsbrunar orðið af völdum raftækja. Að sögn Jóhanns Ólafssonar, deildarstjóra rafmagnsöryggisdeildar Löggildarstofu, hafa á síðustu árum flestir alvarlegir húsbrunar vegna raftækja orðið af völdum sjónvarpstækja og annarra skyldra raftækja s.s. myndlykla, myndbandstækja og hljómflutningstækja. Meira
13. júlí 1999 | Ferðalög | 279 orð

Nýir aðilar með gisti- og greiðasölu

Laxamýri,Morgunblaðið NÝIR rekstraraðilar hafa tekið við gisti- og greiðasölunni í Barnaskóla Bárðdæla sem nefnist Kiðagil, en það eru þau Sigurlína Tryggvadóttir og Magnús Skarphéðinsson. Um árabil hefur verið veitinga-og gistiþjónusta í skólanum á sumrin því umferð um Bárðardal eykst til muna þegar Sprengisandsleið opnar og einnig er orðin hefð fyrir kaffihlaðborðum á sunnudögum. Meira
13. júlí 1999 | Neytendur | 74 orð

Svínakjötsverð lækkar um 6%

Í DAG, þriðjudag, lækka allar svínakjötsvörur frá Ferskum kjötvörum um 6% til neytenda og er um varanlega verðlækkun að ræða. Í fréttatilkynningu frá kjötvinnslunni Ferskum kjötvörum og Svínabúinu á Kjalarnesi kemur fram að lækkunin sé komin til vegna hagræðingar og framfara í framleiðslu á svínakjöti. Kjötvörur frá Ferskum kjötvörum eru á boðstólum víða um land, m.a. Meira
13. júlí 1999 | Neytendur | 165 orð

Vinningum í töppum gosflaskna hefur fækkað

Hefur vinningum í töppum gosflaskna Vífilfells fækkað frá í fyrra? Fjölgaði flöskum í leiknum með þátttöku Sprite, Fresca og Fanta? "Í fyrra voru vinningarnir um 250.000 talsins og þar á meðal voru mjög margir "sumarglaðningar" sem voru smávinningar á við lyklakippur, penna og segla á ísskápa", segir Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri kóladrykkja hjá Vífilfelli. Meira

Fastir þættir

13. júlí 1999 | Í dag | 104 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10­12. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. Meira
13. júlí 1999 | Í dag | 116 orð

Á æskustöðvunum

Um ítra æskudaga ég átti lítinn hvamm þar sem að blómin brosa og brunar lindin fram. Þar undi' eg allar stundir þar átti' eg konungshöll sem skreytt var öll með skeljum og skein sem aprílmjöll. Í hvammnum greri hrísla á hólnum ein hún bjó svo lág en limafögur mót ljósi sólar hló. Meira
13. júlí 1999 | Fastir þættir | 621 orð

Egill og Blæja með óvæntan sigur á síðustu stundu

Töltúrslit Íslandsmótsins sviku ekki. Spennan var mögnuð í keppni bestu töltara landsins og lífgaði upp á frekar dapran mótsbrag þar sem veður og vellir voru með versta móti. Valdimar Kristinsson fylgdist með gangi mótsins í þrjá blauta daga þar sem á þriðja hundrað knapar öttu saman fákum sínum. Meira
13. júlí 1999 | Fastir þættir | 182 orð

Fimm sigrar í röð í fjórgangi

ÁSGEIR Svan og Farsæll frá Arnarhóli fara með gott veganesti á heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Nú unnu þeir það fágæta afrek að sigra í fjórgangi á Íslandsmóti fimmta skiptið í röð, árangur sem seint verður leikinn eftir. Aðal spennan í fjórgangi snerist um það hvort þeim félögum tækist að sigra enn einu sinni. Meira
13. júlí 1999 | Í dag | 312 orð

Hver þekkir fólkið?

MEÐFYLGJANDI mynd er tekin á Úlfljótsvatni í Grafningi. Íslenskir skátar leita að upplýsingum um hvaða fólk er á myndinni og hver ljósmyndarinn er. Vitað er að myndin er tekin allnokkru áður en að skátar hófu að stunda skátastarf á Úlfljótsvatni. Þeim sem geta gefið upplýsingar er bent á að hafa samband í síma 5621390 eða senda tölvupóst til helgigþscout. Meira
13. júlí 1999 | Dagbók | 690 orð

Í dag er mánudagur 13. júlí, 194. dagur ársins 1999. Margrétarmessa. Orð dagsin

Í dag er mánudagur 13. júlí, 194. dagur ársins 1999. Margrétarmessa. Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóhannes, 14,20.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Explorer Kom og fór í gær. Meira
13. júlí 1999 | Fastir þættir | 1140 orð

Kasparov gegn heiminum: 3,5 milljónir uppflettinga á vefnum

ÁHUGI á hvers kyns skákviðburðum á Netinu er mikill og nýjasta dæmið um það er skákin Kasparov gegn heiminum. Að þessu sinni er það Microsoft sem nýtir sér þau markaðstækifæri sem skákin býður upp á. Áður hafði t.d. IBM fengið gríðarlega góða kynningu út á einvígið Kasparov ­ Deep Blue sem sló öll aðsóknarmet á Netinu og vakti heimsathygli. Meira
13. júlí 1999 | Fastir þættir | 297 orð

Ormur og Atli unnu létt í fimmgangi "Alltaf með hjartsl

"Maður fær alltaf hjartslátt í keppni um toppsætin og svo var einnig nú þótt mörgum hafi virst sigurinn fyrirhafnarlítill að þessu sinni," sagði nýbakaður Íslandsmeistari í fimmgangi, Atli Guðmundsson, en hann keppti á yfirburðahestinum Ormi frá Dallandi. "Ég stefndi vissulega á fyrsta sætið því hesturinn býður svo sannarlega upp á það. Meira
13. júlí 1999 | Fastir þættir | 829 orð

Um hnattvæðingu "Ein af meginorsökum hnattvæðingarinnar er að ríki hafa æ minna hlutverki að gegna og eru að vissu leyti að

Hnattvæðing er eitt af þessum dularfullu hugtökum sem skjóta upp kollinum nánast fyrirvaralaust, virðast gagnsæ og auðskilin en eru í raun ísjakar á rúmsjó ­ einungis toppurinn stendur upp úr. Í alþjóðlegum stjórnmálum hefur hnattvæðing (e. Meira
13. júlí 1999 | Fastir þættir | 1693 orð

Úrslit

Meistaraflokkur ­ tölt 1. Egill Þórarinsson, Stíganda, á Blæju frá Hólum, 7,83/8,33 2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 8,03/8,32 3. Hans Kjerúlf, Freyfaxa, á Laufa frá Kollaleiru, 8,00/8,17 4. Vignir Siggeirsson, Sleipni, á Ofsa frá Viðborðsseli, 7,60/8,02 5. Björgvin D. Sverrisson, Létti, á Hring frá Húsey, 7,70/7,83 6. Meira
13. júlí 1999 | Í dag | 608 orð

VÍKVERJI brá sér ásamt konu sinni til Bandaríkjanna í síðustu v

VÍKVERJI brá sér ásamt konu sinni til Bandaríkjanna í síðustu viku til að heimsækja vini og venslafólk í smábæ í Wisconsin. Mikil hitabylgja gekk þá yfir þessar slóðir og náði hitinn allt að 40 stigum í forsælu. Íslendingar sækja að öllu jöfnu í hitann til að orna sér eftir kuldann hér heima, en 40 stig og glampandi sólskin leyfir Víkverji sér að kalla "grenjandi blíðu". Meira
13. júlí 1999 | Í dag | 23 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu 1.257 kr. með tombólu til styrktar Rauða

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu 1.257 kr. með tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Birgitta Gunnarsdóttir, Thelma Rut Elísdóttir og Tinna Heiðdís Elvarsdóttir. Meira
13. júlí 1999 | Í dag | 26 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu 2.513 kr. með tombólu til styrktar Rauða

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu 2.513 kr. með tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Ingibjörg Sigurðardóttir, Tinna Björk Guðmundsdóttir, Ásta Björk Halldórsdóttir og Ásta Björk Árnadóttir. Meira

Íþróttir

13. júlí 1999 | Íþróttir | 284 orð

18 erlendir bílar í alþjóðarallið

MIKILL áhugi er fyrir alþjóðarallinu sem haldið verður hér á landi í september. Nú þegar hafa 18 erlendir bílar skráð sig til þátttöku og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þetta er í 20. skipti sem alþjóðarallið fer fram og því um tímamótarall að ræða. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 114 orð

20 ára ferill Ian Rush á enda

Welski markahrókurinn Ian Rush hefur lagt skóna á hilluna eftir 20 ára feril. Rush, sem er 38 ára, hóf ferilinn árið 1980 er hann var keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool. Hann lék með liðinu í 15 keppnistímabil og skoraði 346 mörk í 658 leikjum. Árið 1984 var hann valinn leikmaður ársins í Englandi er hann gerði 49 mörk á tímabilinu. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 406 orð

Alltaf gaman að skora á móti KR-ingum

"HÉÐAN á ég góðar minningar," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Watford, sem lék á als oddi eftir að hann kom inná sem varamaður eftir leikhlé ­ gerði sigurmark úr aukaspyrnu sem lengi verður skrafað um og gleymist seint. Síðast er hann lék á Laugardalsvelli varð hann bikarmeistari með Keflavík eftir magnþrungna rimmu við ÍBV, ekki í einum leik heldur tveimur. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 489 orð

Alltaf gaman að vinna Argentínumenn

BRASILÍA, Úrúgvæ, Chile og Mexíkó unnu andstæðinga sína í spennandi og fjörugum leikjum í átta liða úrslitum Ameríkukeppninnar í knattspyrnu, sem leiknir voru um helgina. Brasilíumenn mættu Argentínumönnum á sunnudag þar sem Brasilíumenn höfðu sigur, 2:1. Ronaldo skoraði sigurmarkið en hann hefur gert fjögur mörk í keppninni. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 110 orð

Bandarísku stúlkurnar heimsmeistarar

LANDSLIÐ Bandaríkjanna í knattspyrnu kvenna varð á laugardag heimsmeistari í knattspyrnu með því að leggja kínverska landsliðið að velli í úrslitaleik í Pasadena í Kaliforníu. Markalaust var í úrslitaleiknum eftir hefðbundinn leiktíma og framlengingu, en í vítaspyrnukeppni höfðu bandarísku stúlkurnar betur, 5:4. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 65 orð

Bannað að leggja við völlinn

MEÐAN á leiknum stendur verður umferð norðan Hásteinsvallar ekki leyfð frá kl. 17:30 til 20. Verða sett upp skilti til að minna á það. Bílastæði verða ekki leyfð austan og sunnan Hásteinsvallar, nema fyrir fatlaða. Þetta er vegna öryggiskrafna Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og eru áhorfendur beðnir um að taka tillit til þess. Þeim er í staðinn bent á bílastæðin við íþróttamiðstöðina. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 34 orð

Bein lýsing á FM-sport

LEIKNUM verður lýst beint á útvarpi ÍBV, FM-Sport, og hefst útsendingin kl. 16:30. Vestmannaeyingar á höfuðborgarsvæðinu geta heyrt útsendinguna og lýsingu frá leiknum á Netinu gegnum heimasíðu ÍBV. Slóðin er: www.eyjar.is/ibv/fotbolti. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 192 orð

CRAIG Brown landsliðsþjálfari,

CRAIG Brown landsliðsþjálfari, Skota í knattspyrnu, gæti átt á hættu að missa stöðu sína, að því er kemur fram í dagblaðinu News of the World. Landsliðsþjálfarinn er sagður hafa sungið and-kaþólskan söng á símsvara vinkonu sinnar. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 87 orð

Dortmund vill fá Hamann

FORRÁÐAMENN þýska liðsins Dortmund eru tilbúnir að greiða Newcastle 840 millj. ísl. kr. fyrir þýska miðvallarleikmanninn Dietmar Hamann. Newcastle keypti Hamann frá Bayern 540 millj. ísl. kr. Arsenal hefur einnig sýnt áhuga á Hamann, en Ruud Gullit, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Dortmund hefur styrkt lið sitt verulega að undanförnu. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 560 orð

Eykur áhuga í Bandaríkjunum

LANDSLIÐSKONAN Ásthildur Helgadóttir, sem hefur leikið með bandarísku skólaliði samhliða námi sínu í verkfræði, þekkir vel til kvennaknattspyrnunnar í Bandaríkjunum. Hún segir að heimsmeistaramótið, sem nýlega er lokið, eigi eftir að hafa mjög jákvæð áhrif á útbreiðslu kvennaknattspyrnunnar, sérstaklega í Bandaríkjunum. "Mótið vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og víðar. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 296 orð

Fylkir á sigurbraut

Fylkir vann KVA á Eskifirði 4:1 í 1. deild karla í blíðskaparveðri á laugardaginn. Öll mörkin voru gerð í síðari hálfleik. Fylkir er með yfirburðastöðu í deildinni, hefur hlotið 21 stig og hefur nú sjö stiga forskot á ÍR, sem er í öðru sæti. Fylkir var meira með boltann í fyrri hálfleik en náði sjaldan að skapa sér verulega hættuleg færi. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 144 orð

"Fyrsta flokks tækling"

SUMAR tæklingar leikmanna Watford fóru fyrir brjóstið á Atla Eðvaldssyni, þjálfara KR, einkum þó í seinni hálfleik. Eftir eina slíka dæmdi Kristinn Jakobsson dómari brot, en Graham Taylor, knattspyrnustjóri Watford, þusti þá á fætur, kallaði til dómarans og sagði þetta hafa verið fyrsta flokks tæklingu. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 275 orð

Fyrsti sigur Coulthard

ÖKUÞÓRINN David Coulthard sigraði í Formúlu-mótaröðinni, sem fram fór í Silverstone í Englandi á sunnudag. Michael Schumacher fótbrotnaði er hann klessukeyrði Ferrari-bíl sinn og er talið að hann verði frá keppni í allt að átta vikur. Þá varð Mika Hakkinen fyrir því óláni að dekk losnaði undan bíl hans. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 479 orð

Gjafmildir Garðbæingar

STJÖRNUMENN reyndust grönnum sínum úr ÍR höfðingjar heim að sækja í leik liðanna í Garðabæ á sunnudag. Ekki stóð steinn yfir steini í liði heimamanna en Breiðhyltingar léku við hvern sinn fingur og sigruðu með fimm mörkum gegn einu og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 967 orð

Glæsimark í afmælisgjöf

Glæsimark í afmælisgjöf Á sunnudagskvöld fagnaði Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hundrað ára afmæli sínu. Var þá efnt til kappleiks við sveit atvinnumanna frá Watford í Englandi, sem klæddust búningi félags síns í fyrsta sinn síðan þeir komu, sáu og sigruðu á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 467 orð

Gott að lyfta sér upp

Þormóður Egilsson var hress og kátur þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir afmælisleikinn. Fyrst og fremst fagnaði hann að fá tækifæri til að leika hraðari knattspyrnu en hann er vanur. "Þetta var mjög skemmtilegt. Það var töluvert meiri hraði í þessum leik en gengur og gerist í deildarkeppninni hér heima. Það er náttúrlega meira krefjandi. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 223 orð

Helgi iðinn við markaskorun

Helgi Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Stabæk er liðið tapaði óvænt fyrir nýliðunum í Odd Grenland 5:2. Pétur Marteinsson var í liði Stabæk en báðir Íslendingarnir fengu fjóra í einkunn hjá Nettavisen. Helgi hefur verið drjúgur við markaskorun það sem af er tímabilinu í Noregi, hefur gert 13 mörk og er í 2-3 sæti yfir markahæstu leikmenn í úrvaldeildinni. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 132 orð

INDRIT Fortuzi heitir helsti markahrók

INDRIT Fortuzi heitir helsti markahrókur albanska liðsins. Sá skoraði fimmtán mörk í aðeins tólf leikjum á leiktíðinni í fyrra, en annar framherji liðsins Hekuran Jakupi gerði þá átta mörk í fimmtán leikjum. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 478 orð

JOHN Hartson er sagður á leið til

JOHN Hartson er sagður á leið til West Ham á ný en hann var keyptur þaðan til Wimbledon, fyrir tæplega 900 milljónir króna síðastliðinn vetur. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 403 orð

Langþráður sigur

PÁLL Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson, núverandi Íslandsmeistarar, eru búnir að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í ralli. Sú bið var loks á enda um helgina þegar þeir komu fyrstir í mark í Hólmavíkurrallinu. Páll Halldór sagðist vera búinn að vera í ralli í tíu ár með smá hléum og þráð sigur. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 93 orð

Lokeren mætir Metz

LOKEREN, sem sló ÍA út úr Getraunakeppni Evrópu, mætir franska liðinu Metz í þriðju umferð. Liðin sem mætast í umferðinni eru: Espanyol (Spáni) - Montpellier (Frakklandi), Ceahlaul Piatra Neamt (Rúmeníu) - Juventus (Ítalíu), Trabzonspor (Tyrklandi) - Perugia (Ítalíu), Heerenveen (Hollandi) - Hammarby (Svíþjóð), West Ham (Englandi) - Jokerit (Finnlandi), Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 109 orð

Lyttle kemur, Rosenthal fer

WATFORD gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í sl. viku og ætlar Graham Taylor, knattspyrnustjóri liðsins, sér greinilega að styrkja liðið fyrir átökin í úrvalsdeildinni. Um leið var tilkynnt að einn þekktasti leikmaður liðsins væri á förum, ísraelski markahrókurinn Ronnie Rosenthal. Hann féll úr liðinu síðasta vetur og er ekki talinn eiga framtíð fyrir sér í Watford. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 184 orð

Mark Eyjólfs dugði ekki

EYJÓLFUR Sverrisson skoraði mark fyrir Herthu Berlín, þegar liðið mátti þola tap fyrir Dortmund í þýsku deildarbikarkeppninni, 2:1. Eyjólfur jafnaði fyrir Herthu með skoti úr vítateig, en rétt fyrir leikslok varð félagi hans, Hendrik Herzog, fyrir því óhappi að senda knöttinn í eigið mark og tryggja Dortmund sigur. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 446 orð

Mistök Skagamanna

SKAGAMENN eru úr leik í Getraunakeppni Evrópu, Intertoto, eftir að hafa tapað, 3:1, öðru sinni fyrir belgíska liðinu Lokeren, sem Arnar Þór Viðarsson leikur með. Arnar og félagar kvöddu Akranes með sigur í farteskinu, eftir að hafa verið manni færri í um 67 mínútur. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 67 orð

Næstu leikir

Miðvikudagur 14. júlí kl. 20: Víkingur - Fram. Fimmtudagur 15. júlí kl. 20: Valur - Grindavík, Keflavík - KR, Leiftur - Breiðablik. Föstudagur 16. júlí kl. 20: ÍA - ÍBV. Miðvikudagur 21. júlí kl. 20: Valur - Breiðablik. Fimmtudagur 22. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 637 orð

Páll Halldór og Jóhannes "stálu" sigrinum

PÁLL Halldór Halldórsson og aðstoðarmaður hans, Jóhannes Jóhannesson, sem aka MMC Lancer, sigruðu í Hólmavíkurrallinu sem fram fór um helgina. Þetta var fyrsti sigur þeirra í rallkeppni, en þeir eru núverandi Íslandsmeistarar. "Ég er búinn að vera í þessu meira og minna frá 1988 og aldrei unnið, en það kom loksins að því. Það er mun skemmtilegra að vinna svona rall en vera Íslandsmeistari. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 136 orð

QPR vill fá Marel

Enska fyrstudeildarfélagið Queens Park Rangers hefur óskað eftir að fá Marel Baldvinsson, leikmann úrvalsdeildarliðs Breiðabliks og 21 árs landsliðsins, til reynslu í vikutíma. Enska félagið hefur óskað eftir að fá Marel til sín sem fyrst til æfinga en ef hann færi yrði það sennilega ekki fyrr en eftir keppnistímabilið hér á landi. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 54 orð

Reykjanesbær til London

ÚRVALSLIÐ frá Reykjanesbæ, skipað leikmönnum úrvalsdeildarliða Keflavíkur og Njarðvíkur, mætir Greater London Leopards í undankeppni Evrópukeppni félagsliða. Leikið verður 15. og 22. september og kemst það lið sem fer með sigur af hólmi áfram í riðlakeppni. Með Lundúnaliðinu léku fimm Bandaríkjamenn sl. keppnistímabil. Liðið varð í áttunda sæti í deildarkeppninni í Englandi. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 171 orð

Ribbeck velur fimm nýliða

ERICH Ribbeck, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið fimm nýliða í 20 manna landsliðshóp sinn sem tekur þátt í knattspyrnumóti í Mexíkó 24. júlí til 4. ágúst. Það eru markverðirnir Simon Jentzsch, Karlsruhe SC, og Robert Enke, Benfica, varnarmaðurinn Frank Baumann, Werder Bremen, og miðvallarleikmennirnir Ronald Maul, Bielefeld, og Bernd Schneider, Leverkusen. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 141 orð

Ríkharður sagður hafa valdið vonbrigðum

Forráðamenn austurríska félagsins Sturm Graz fylgdust með Ríkharði Daðasyni hjá Viking gegn Moss í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Í dagblaðinu Rogalands Avis segir að forráðamönnum austurríska liðsins hafi ekki þótt mikið til um frammistöðu Ríkharðs í leiknum. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 54 orð

Stefán fór til Oxford

STEFÁN Þór Þórðarson, sem fært hefur mikið líf í framlínu Skagamanna upp á síðkastið, hélt í gær til Englands þar sem hann verður til reynslu um tíma hjá 2. deildarliðinu Oxford. Ekki er ljóst hversu lengi Stefán verður ytra, en næsti leikur Skagamanna í deildinni er á föstudagskvöld, heima gegn ÍBV. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 420 orð

Uppselt og bandarískur sigur á HM í annað sinn

BANDARÍKJAMENN eru heimsmeistarar í knattspyrnu kvenna eftir að hafa borið sigurorð af Kínverjum í úrslitaleik mótsins fyrir framan 90 þúsund áhorfendur á Rose Bowl- leikvanginum í Kaliforníu á sunnudag. Ekki tókst liðunum að skora í venjulegum leiktíma eða framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til. Þar hafði bandaríska liðið betur, 5:4, og vann þar með HM í annað sinn. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 703 orð

"Við ætlum að blása til sóknar"

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna taka í dag á móti albanska liðinu SK Tirana í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst kl. 18 og fer fram á heimavelli ÍBV, Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 550 orð

Vissi að harka myndi færast í leikinn

SKIPTAR skoðanir voru um þá ákvörðun Atla Eðvaldssonar, þjálfara KR, hvort það hefði verið við hæfi að nota tíu varamenn í leiknum gegn Watford. Atli segir að viðureignin við Keflavík í deildarkeppninni á morgun hefði verið honum ofarlega í huga og hann hefði einfaldlega ekki viljað taka áhættuna á að einhver lykilmanna myndi meiðast. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 542 orð

Vonandi flytur hann sjálfstraustið til Englands

SIGUR gegn sterku liði í fyrsta leik okkar á undirbúningstímabilinu hlýtur að vera viðunandi," sagði Graham Taylor, knattspyrnustjóri Watford, eftir leikinn. "Ég verð þó að hrósa KR-liðinu, leikmenn þessu eru margir hverjir mjög sterkir og leiknir með knöttinn. Þeir yfirspiluðu okkur nánast í fyrri hálfleik, en svo náðum við sem betur fer að rétta úr kútnum í þeim síðari." Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 610 orð

Vorum ömurlegir í síðari hálfleik

LOGI Ólafsson, þjálfari ÍA, sagði að lið hans hefði fengið tækifæri til að komast áfram í næstu umferð, bæði á Akranesi og í Belgíu. "Okkur gekk illa að sækja undan vindinum í síðari hálfleik. Ég tel okkur hafa eyðilagt möguleika okkar í þessari keppni á síðustu tíu mínútunum í fyrri leiknum ytra. Þar fengum við tvö mörk á okkur í lokin. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 51 orð

Wright meiddist

NICK Wright, einn besti leikmaður Watford og sá sem skoraði bogaskotið glæsilega gegn Bolton á Wembley, gat ekki leikið gegn KR-ingum á Laugardalsvelli. Wright meiddist í nára á æfingu liðsins á KR-velli á laugardagsmorgun og varð því að hvíla eftir það. Hann sagði þó að meiðslin væru alls ekki alvarleg. Meira
13. júlí 1999 | Íþróttir | 261 orð

Þekkti alla í liði mótherjanna

SIGURÐUR Örn Jónsson, varnarmaður KR, fann sig vel í vörn vesturbæjarliðsins gegn Watford, enda þekkti hann leikmenn enska liðsins vel síðan í vetur er hann og Bjarni Þorsteinsson, félagi hans úr KR- vörninni, æfðu með Watford um margra vikna skeið. "Þetta var bráðskemmtilegt," sagði Sigurður Örn eftir leikinn. Meira

Fasteignablað

13. júlí 1999 | Fasteignablað | 809 orð

Bænahúsið á Núpstað

ÞAR SEM leiðir voru torfærar staldraði fólk við áður en lagt var af stað á torfarna leið og fól sig forsjón Guðs og vernd. Hinn 22. júní sl. birtist smiðjugrein um Kapelluna í hinu illfæra hrauni rétt við Straum sunnan Hafnarfjarðar. Töluverð viðbrögð fólks og áhuga á slíkum bænastöðum hefi ég fundið og hefi því hug á að segja stundum frá þvílíkum stöðum í smiðjunni. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 208 orð

Glæsilegt hús á Seltjarnarnesi

GÓÐ hús á Seltjarnarnesi hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu einbýlishús að Suðurmýri 8. Þetta er timburhús, byggt 1996 og er á tveimur hæðum, alls 166 ferm. að stærð. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 226 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Flatahraun

GÓÐ hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði. Hjá Hraunhamri í Hafnarfirði er til sölu atvinnuhúsnæði að Flatahrauni 31 þar í bæ. Þetta er steinhús, 480 ferm. að stærð, byggt 1984. Verið er að byggja viðbyggingu við húsið og er hún tæplega tilbúin undir tréverk. Viðbyggingin er tvisvar sinnum 220 ferm. að stærð og á tveimur hæðum. Samtals er því allt húsið 920 ferm. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 292 orð

Gömlum húsum bjargað frá glötun

Seyðisfirði-Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur, í samráði við Húsafriðun ríkisins, ákveðið að stefna að því að húsið Sunnuhvoll (Gamla- Sýslumannshús) við Vesturveg á Seyðisfirði verði gert upp og notað sem upplýsingamiðstöð og undir aðra starfsemi ferða- og menningarmálaráðs bæjarins. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 36 orð

Hagnýt ráð

Á NETINU má finna ýmis hagnýt ráð fyrir seljendur fasteigna. Brynja Tomer fann snjalla vefsíðu með góðum ráðleggingum. Smáatriðin eiga að vera í lagi og húsnæðið aðlaðandi, þegar væntanlega kaupendur ber að garði. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 376 orð

Hagnýt ráð fyrir seljendur

MIKILL fjöldi af vefsíðum er á Netinu fyrir þá sem vantar upplýsingar um viðhald húsa, endurbætur og þess háttar. Þær eru til á flestum heimsins tungumálum, en virðast þó flestar vera á ensku. Ein þeirra er: http://homedoctor.net. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 291 orð

Meðalverð í fjölbýli hæst á Seltjarnarnesi að meðaltali

MEÐALVERÐ á fermetra í 2ja herb. íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er hæst í Kópavogi eða 88.987 kr., eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu, sem sýnir meðalverð á fermetra í íbúðum, er skiptu um eigendur á tólf mánaða tímabili frá maí 1998-apríl 1999. Í 3ja herb. íbúðum er meðalverð á fermetra hins vegar hæst á Seltjarnarnesi eða 90.784 kr. og einnig í 4ra herb. íbúðum eða 82.471 kr. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 264 orð

Mikilvægt að vangoldin iðgjöld brunatrygginga séu gerð upp

TALSVERÐ brögð hafa verið að því við eigendaskipti á fasteignum undanfarin misseri, að vangoldin brunatryggingariðgjöld seljenda af fasteignum eru ekki gerð upp. Kaupendur fasteigna geta orðið fyrir miklum óþægindum af þessum sökum, þar sem vangoldnum iðgjöldum brunatryggingar fylgir lögveð í eigninni. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 268 orð

Nítján hótelíbúðir við Höfðabakka

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi eru nú til sölu hótelíbúðir að Höfðabakka 1 í Reykjavík. Um er að ræða 19 hótelíbúðir á stærðarbilinu 38,5-68 ferm. Húsið er nýlegt, en það er steinsteypt og á þremur hæðum. Íbúðirnar eru á hálfri millihæð og allri efstu hæð. Á jarðhæð hússins er ýmis þjónusta Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 239 orð

Nýjar íbúðir í Vesturbænum

LÍTIÐ sem ekkert er eftir af lóðum í vesturbæ Reykjavíkur og framboð þar á nýjum eignum af þeim sökum lítið. Nýjar íbúðir í Vesturbænum vekja því ávallt athygli, þegar þær koma á markað. Við Boðagranda 2 og 2a eru nú hafnar framkvæmdir við tvö lyftuhús á fimm hæðum með 14 íbúðum hvort eða alls 28 íbúðum. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 1808 orð

Nýjar útsýnisíbúðir rísa við Boðagranda

ÞAÐ HEYRIR vissulega til tíðinda á fasteignamarkaðnum, þegar nýjar íbúðir í vesturbæ Reykjavíkur koma á markað. Við Boðagranda 2 og 2a eiga að rísa tvö lyftuhús á fimm hæðum með 14 íbúðum hvort eða alls 28 íbúðum. Jarðvinna stendur nú sem hæst, en gert er ráð fyrir, að fyrstu íbúðirnar verði afhentar eftir 12-14 mánuði og verklok verði eftir 18 mánuði. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 643 orð

Sérkenni fasteignamarkaðarins

FASTEIGNAMARKAÐURINN hér á landi, þ.e. sá hluti hans þar sem íbúðarhúsnæði gengur kaupum og sölum, býr yfir vissum séreinkennum sem velta má nokkuð fyrir sér. Reyndar er það svo, að íbúðarhúsnæði er vel rúmur helmingur alls húsrýmis í landinu, eða um 45 milljónir rúmmetra, meðan atvinnuhúsnæði er "aðeins" allt í allt um 39 milljónir rúmmetra. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 136 orð

Steypubíll með steypudælu

STEINSTEYPAN ehf í Hafnarfirði hefur nýverið keypt steypubíl með steypudælu sem nær allt að 22 metra. Steypubíll með steypudælu hefur ekki áður verið fluttur til landsins en tækið getur losað steypu í mót þar sem áður þurfti að nota tvö tæki, steypubíl og steypudælubíl. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá Steinsteypunni. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Stór markaður

HLUTFALLSLEGT umfang fasteignamarkaðarins er mjög mikið hér á landi, segir Jón Rúnar Sveinsson í þættinum Markaðurinn. Um það bil 75% alls íbúðarhúsnæðis getur gengið kaupum og sölum á fasteignamarkaði. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 123 orð

Sumarbústaður í Skorradal

SUMARBÚSTAÐIR í Borgarfirði hafa verið eftirsóttir, ekki hvað sízt í Skorradal. Nú er fasteignasalan Kjöreign þar með einn sumarbústað til sölu. Þetta er timburhús í landi Vatnsendahlíðar á svæði I, byggt 1985 og er það 52,8 ferm. að stærð. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 499 orð

Svalaskýli

MEÐ svalaskýli er átt við opnanlegan skjólvegg utan um svalirnar. Samkvæmt byggingarreglugerð skal í þegar byggðum fjölbýlishúsum sækja um byggingarleyfi fyrir svalaskýlum sem gildir fyrir allt húsið, samkvæmt ákvæðum laga um fjöleignarhús. Með umsókninni skal fylgja skriflegt samþykki meðeigenda í samræmi við lög um fjöleignarhús. Meira
13. júlí 1999 | Fasteignablað | 212 orð

Vaxandi áhugi þéttbýlisfólks á jörðum

TALSVERÐ hreyfing er nú á jörðum. "Það virðist svo sem þéttbýlisfólk sé farið að skoða þann möguleika að komst yfir jarðir í enn meira mæli en var og eru þá jafnvel nokkrir saman um hverja jörð," segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Meira

Úr verinu

13. júlí 1999 | Úr verinu | 319 orð

"Ég kunni alltaf vel við mig í Frakklandi"

SIGHVATUR Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, hefur verið ráðinn forstöðumaður heildsöludeildar hjá Gelmer-Iceland Seafood S.A., Boulogne sur Mer, í Frakklandi frá 1. september nk. Meira
13. júlí 1999 | Úr verinu | 231 orð

Fleiri skip á kolmunna

ÁGÆTIS kolmunnaveiði var fyrir helgina en bræla hefur hamlað veiðum síðustu daga. Þorsteinn EA landaði 700 tonnum á Norðfirði í gær. Hörður Már Guðmundsson skipstjóri sagði að veiðarnar hefðu gengið vel í síðustu viku en skipin hafi lítið getað gert um helgina vegna veðurs. Skipin hafa verið að leita í kringum Þórsbankahólfið og er búist við að fiskurinn gefi sig þegar veður tekur að lægja. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.