Greinar fimmtudaginn 15. júlí 1999

Forsíða

15. júlí 1999 | Forsíða | 128 orð

Djukanovic ljær máls á sjálfstæði

MILO Djukanovic, forseti Svartfjallalands, sagði í gær að Svartfellingar myndu stefna að fullu sjálfstæði ef viðræður þeirra við Serba um framtíð júgóslavneska sambandsríkisins bæru ekki árangur. Djukanovic, sem hefur lengi verið upp á kant við stjórnvöld í Belgrad, vill að dregið verði úr völdum júgóslavnesku stjórnarinnar og að sjálfstjórnarréttindi Svartfjallalands verði aukin. Meira
15. júlí 1999 | Forsíða | 456 orð

Friðarsamkomulagið í uppnámi

ENGAR líkur virtust á því í gær að heimastjórn kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi yrði skipuð í dag, eins og áætlað hafði verið, eftir að sambandssinnar ítrekuðu í gær að afstaða þeirra væri enn sú að þeir gætu ekki samþykkt að setjast í stjórn með fulltrúum Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins (IRA) nema IRA byrjaði afvopnun fyrst. Meira
15. júlí 1999 | Forsíða | 481 orð

Íransstjórn segist hafa náð valdi á ástandinu

ÍRANSSTJÓRN sagði í gærkvöldi að öryggissveitir hefðu náð valdi á uppþotum þeim sem skekið hafa höfuðborgina Teheran frá því í síðustu viku, en þessar nýjustu óeirðir þykja hinar alvarlegustu frá því í byltingunni sem kom klerkastjórninni til valda í landinu árið 1979. Meira
15. júlí 1999 | Forsíða | 124 orð

Kjötbanni aflétt

BANNI við útflutningi nautakjöts frá Bretlandi verður aflétt 1. ágúst, nærri þremur og hálfu ári eftir að Evrópusambandið (ESB) kom því á, þegar "kúariðufárið" stóð sem hæst. Þetta var tilkynnt í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel í gær, en það sló fljótt á fögnuð brezkra bænda yfir tíðindunum er þeir komust að því hve miklum takmörkunum útflutningurinn verður háður eftir sem áður. Meira

Fréttir

15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

39 tungumál töluð í leik- skólum

Í FYRRAHAUST voru 272 börn af erlendum uppruna á leikskólum Reykjavíkurborgar. Þessi börn töluðu samtals 39 tungumál, en fjölmennustu tungumálahóparnir voru börn sem töluðu ensku, taílensku, filipseysk mál, frönsku og þýsku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Dagvistar barna fyrir árið 1998. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Akureyrarmaraþon um helgina

HIÐ árlega Akureyrarmaraþon fer fram næstkomandi laugardag, 17. júlí. Þrjár vegalengdir verða í boði fyrir hlaupara, hálft maraþon, 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk. Hlaupið hefst á Akureyrarvelli kl. 12 en forskráning þarf að berast fyrir fimmtudaginn 15. júlí en skráningu lýkur föstudagskvöldið 16. júlí. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 471 orð

Ankannaleg notkun sem valdið getur misskilningi

INGÓLFUR Á. Jóhannesson, dósent við Háskólann á Akureyri, hefur síðustu misseri bent ýmsum opinberum og hálfopinberum stofnunum á að staðarheitið/örnefnið Mývatn sé notað á ankannalegan hátt sem valdið geti misskilningi. Beinist gagnrýni Ingólfs að því að notkun þessa staðarheitis eða örnefnis, Mývatns, er látið vísa til annars svæðis, þ.e. Reykjahlíðar eða til stærra svæðis, þ.e. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 897 orð

Atlanta og Flugleiðir auglýsa eftir flugmönnum

Flugrekstrarstjórar Atlanta og Flugleiða segjast ekki hafa orðið varir við alvarlegan skort á flugmönnum. Fram hefur komið að t.d. í Bandaríkjunum sé skortur á flugmönnum orðinn svo alvarlegur að landshlutaflugfélög eru farin að ráða til sín flugmenn með allt niður í 800 flugtíma reynslu í stað 2.000 áður. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Austurlensk sælkerabúð á Suðurlandsbraut

OPNUÐ hefur verið austurlensk sælkerabúð á Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík. Verslun þessi er rekin af veitingahúsinu Nings og leggur aðaláherslu á vörur frá Asíu, þó þar megi einnig finna sælkeravörur frá Ítalíu, Mexíkó og Spáni. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Ávaxta tvo milljarða fyrir lífeyrissjóð

SPARISJÓÐURINN í Keflavík og Kaupthing Luxembourg S.A. hafa tekið upp samstarf sem felur í sér að Kaupthing sjái um eignastýringu og ávöxtun fjármuna erlendis fyrir viðskiptavini Sparisjóðsins. Fyrsti samningurinn þar að lútandi hefur nú verið undirritaður og er hann við Lífeyrissjóð Suðurnesja. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Bilun í Cantat III í gærkvöld

BILUN varð um kl. 20 í gærkvöld í Cantat III-sæstrengnum sem liggur um Ísland frá Evrópu og Ameríku. Talið er að hún sé skammt norðan við Færeyjar. Rúmri klukkustund síðar var búið að koma sambandi á til Vesturheims en búist var við að samband til Evrópu kæmist í lag þegar liði á nóttina. Meira
15. júlí 1999 | Landsbyggðin | 199 orð

Bryggjuhátíð á Drangsnesi

Drangsnesi-Laugardaginn 17. júlí nk. verður Bryggjuhátíð haldin á Drangsnesi í fjórða sinn. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem foreldrar og börn skemmta sér saman. Hátíðin stendur í einn dag en hann er vel nýttur. Byrjar hátíðin kl. 10 um morguninn í Kokkálsvíkurhöfn á dorgveiðikeppni barnanna. Boðið er upp á ferðir út í Grímsey á Steingrímsfirði. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 348 orð

Brýnt að hraða einkavæðingu fjármálastofnana

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að margt sé neikvætt í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Iðn- og atvinnurekendasamtaka Evrópu um starfsskilyrði frumkvöðla á Ísland. "En þar er jafnframt margt jákvætt að finna. Ég tel að við höfum verið á réttri leið á undanförnum árum, en hins vegar er það þekkt að við búum við viss vandamál sem skerða samkeppnishæfni okkar," segir Halldór. Meira
15. júlí 1999 | Landsbyggðin | 89 orð

Bútasaumssýning á Höfn

Höfn-Allsérstök sýning er nú í Pakkhúsinu á Höfn, það eru tæplega tuttugu bútasaumskonur sem sýna afrakstur vetrarins. Rúmlega fjörutíu konur sóttu námskeið sl. vetur á vegum Handraðans, sem er félag handverksfólks á Hornafirði, kennarar komu frá Frú Bóthildi í Reykjavík. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 280 orð

Deilt um notkun þýzku á ESB- fundum

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær að finnsk stjórnvöld myndu ekki gefa eftir í tungumáladeilu sem upp er komin við Þýzkaland og Austurríki. Deilan snýst um að Þjóðverjar og Austurríkismenn krefjast þess að hægt sé að nota þýzku á óformlegum fundum ráðherraráðs Evrópusambandsins (ESB), en Finnar, sem tóku í byrjun þessa mánaðar við formennsku í ráðinu, Meira
15. júlí 1999 | Landsbyggðin | 189 orð

Einmuna blíða á Búnaðarbankamóti

Borgarnesi-Hið árlega Búnaðarbankamót í knattspyrnu var haldið í Borgarnesi helgina 2.­4. júlí sl. en mótið er fyrir 4.­7. flokk. Keppendur komu víðsvegar að af landinu: Rangárvöllum, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Sandgerði, Garði, Bessastaðahreppi, Blönduósi, Bolungarvík, Hvammstanga auk heimamanna. Voru keppendur um 800 talsins. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ekið á gangandi vegfaranda

EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Miklubraut um miðjan dag í gær á móts við Framheimilið. Hin slasaða hlaut höfuðmeiðsl við ákeyrsluna og var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og lögð inn á gæsludeild. Að sögn læknis á slysadeild var hin slasaða ekki í hættu og virtist hún hafa sloppið vel þrátt fyrir að ekið hafði verið nokkuð harkalega á hana. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fangi undir læknishendur

EINN fjögurra gæsluvarðhaldsfanga í tengslum við rannsókn lögreglunnar á tilraun til smygls á um 1.000 e-töflum til landsins, sem leitarhundur tollgæslunnar þefaði uppi í hraðpóstsendingu 7. júlí, var settur í umsjón geðlæknis í gær, tveimur dögum áður en varðhald hans átti að renna út. Lét lögreglan það í hendur læknis hans að ákveða um framhaldið, m.a. með tilliti til innlagnar hans á sjúkrahús. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 764 orð

Ferðamannafjós í Mývatnssveit

ÓLÖF Hallgrímsdóttir bóndi á Vogabúi, Vogum í Mývatnssveit, hefur ásamt fjölskyldu sinni opnað svokallað ferðamannafjós. Úr kaffistofu hafa gestir útsýni inn í fjósið, yfir mjaltabásinn og sjá mjólkina fossa í rörin sem liggja í gegnum kaffistofuna inn í mjólkurhúsið. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1180 orð

Finnum mismunandi leið til lausnar á vandanum

"ÞEGAR við skurðlæknar frá ýmsum spítölum eða löndum hittumst finnst okkur jafnan áhugavert að ræða hvernig þetta eða hitt er gert hjá hinum og þarna erum við oft að ræða hrein smáatriði en það getur oft gefið okkur ný sjónarhorn á hlutina," segir bandaríski skurðlæknaprófessorinn við Yale-New Haven-háskólaspítalann, Dana K. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Fjölbreytt dagskrá á Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey

HIN árlega Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey verður haldin um næstu helgi, dagana 16. til 18. júlí, og er þetta í þriðja sinn sem hátíð þessi er haldin í eynni. Gestir fá afhent vegabréf ásamt dagskrá hátíðarinnar um borð í ferjunni og verður að því búnu haldið í gegnum tollinn þar sem stimplað verður í vegabréfin. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fyrirlestur um jarðfræði og vatnafar

PÁLL Imsland jarðfræðingur heldur fyrirlestur um jarðfræði og vatnafar í ofanverðu Ölfusi og Flóa laugardaginn 17. júlí nk. kl. 14­16 í Alviðru, umhverfisfræðslusetri við Sogsbrú. Stutt ganga verður í hlíðar Ingólfsfjalls. Boðið er upp á kakó og kleinur á Alviðru. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir fullorðna. Allir velkomnir. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 956 orð

Færri komast að en vilja

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við nýbyggingu Landakotsskóla. Jafnframt er unnið að endurbyggingu gamla prestbústaðarins. Ætlunin er að bæta við þremur efstu bekkjum grunnskólans en hingað til hafa nemendur verið á aldrinum 5­2 ára. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Gengið í Glerárdal

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar í Glerárdal um komandi helgi. Gengið verður inn Glerárdal og í Lamba, skála félagsins þar, á föstudagskvöld. Á laugardag verður gengið á fjöll við dalbotninn og gist aftur í Lamba um nóttina, en á sunnudeginum verður gengið heim um Bægisárdal. Rúta tekur göngufólk þar og ekur til Akureyrar. Fararstjóri er Ingvar Teitsson. Meira
15. júlí 1999 | Landsbyggðin | -1 orð

Gróðursetning hafin á efra Jökuldal

Vaðbrekku, Jökuldal- Gróðursetning er hafin á efra Jökuldal á vegum Héraðsskóga. Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins stækkaði svæði Héraðsskóga til Norður-Héraðs á síðasta vetri með samningi þar um. Nú hafa níu bændur á Norður-Héraði gert samning við Héraðsskóga um nytjaskógrækt á Norður-Héraði og fleiri samningar eru í deiglunni. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Græni herinn á Seyðisfirði, Húsavík og Ólafsfirði

ÍBÚAR Seyðisfjarðar, Húsavíkur og Ólafsfjarðar verða kvaddir til að gegna herþjónustu í Græna hernum nú um helgina. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Dagskráin hefst á Seyðisfirði á fimmtudaginn en þar eiga hermenn Græna hersins að mæta til starfa í félagsheimilið klukkan 12 á hádegi. Meira
15. júlí 1999 | Miðopna | 456 orð

Göngubrú í Hagavatni farin

GÖNGUBRÚIN við affallið úr Hagavatni, Farið, brast undan ágangi ísjaka aðfaranótt miðvikudags. Að sögn Margeirs Ingólfssonar, formanns hreppsráðs í Biskupstungum, stendur eingöngu vestari stöpull brúarinnar eftir. Hákon Halldórsson var staddur við affallið þegar göngubrúin lét sig undan þunga ísjaka um hálftólfleytið á þriðjudagskvöld. Að sögn Hákons var það mögnuð sjón. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Harður árekstur í Kópavogi

HÖRÐ aftanákeyrsla varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi, um klukkan 11 í gærmorgun. Ökumenn voru einir í bílunum og fékk annar hnykk á háls. Hann var fluttur á slysadeild. Hinn slasaðist ekki en bílarnir skemmdust töluvert. Vegna framkvæmda var Hafnarfjarðarvegurinn þrengdur þar sem slysið varð. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 126 orð

Hóta Pakistönum vopnavaldi

GEORGE Fernandez, varnarmálaráðherra Indlands, sagði í gær að brottflutningur skæruliða múslíma í Kasmír af því landsvæði sem þeir hafa verið að berjast um yfirráð yfir við indverska herinn, færi fram samkvæmt áætlun. Fernandes varaði hins vegar pakistönsk stjórnvöld við því að vopnavaldi yrði beitt ef skæruliðarnir yrðu ekki farnir af svæðinu á föstudag. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1120 orð

Huldukonan í lífi Murdochs

HINN áttunda júní sl. skildi Rupert Murdoch, eigandi News Corp. fjölmiðlarisans, við Önnu, eiginkonu sína til þrjátíu ára. Sautján dögum síðar, giftist Murdoch á ný, að þessu sinni hinni 32 ára gömlu, kínverskættuðu, Wendy Deng. Einkalíf Murdochs hefur ekki verið mikið til umfjöllunar í slúðurblöðum beggja vegna Atlantsála og stafar það e.t.v. af því að Murdoch á flest þeirra. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Húfa á Pollinum

Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa verður með uppákomu á veitingahúsinu Pollinum í kvöld, fimmtudagkvöldið 15. júlí. Hljómsveitina skipa Hreinn Laufdal og Rögnvaldur gáfaði og mun hann einnig flytja ljóð og gamanmál milli laga. Hljómseitin sem er álitin "besta" hljómsveit landsins mun útdeila gjöfum til viðstaddra og reyna þannig að standa undir væntingum svo þeir haldi titlinum. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Hvorugt kærumálið þótti líklegt til sakfellis

RÍKISSAKSÓKNARI hefur fellt niður tvö kærumál sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu síðan í vetur eftir atvik sem upp kom á vettvangi fréttaatburðar hinn 31. janúar síðastliðinn við húsnæði málningarverksmiðjunnar Hörpu hf. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 397 orð

Ísland færist úr þrítugasta sæti í það átjánda

SAMKEPPNISSTAÐA Íslands hefur í ár færst í 18. sætið úr því 30. í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum. Hefur Ísland þar með skipað sér á svipaðan bekk og önnur Norðurlönd. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 149 orð

Kasakar heimila geimskot

STJÓRN Kasakstans afnam í gær bann við geimskotum frá Baikonur- geimferðamiðstöðinni og heimilaði Rússum að skjóta á loft Progress- birgðaflaug sem á að flytja nýjan búnað í rússnesku geimstöðina Mír. Meira
15. júlí 1999 | Landsbyggðin | 115 orð

Krakkar á sundnámskeiði í Kolviðarneslaug

Eyja-og Miklaholtshreppi-Lokið er sundnámskeiði sem haldið var í Laugagerði. Aðalheiður Helgadóttir, íþróttakennari við Laugagerðisskóla, hélt námskeiðið á eigin vegum eftir að skóla lauk í vor. Hún fékk aðstöðu í Kolviðarneslaug og í íþróttahúsi Laugagerðisskóla og naut aðstoðar Guðríðar Pétursdóttur sérkennara. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Kristniboðsmót

KRISTNIBOÐSMÓT á vegum Kristniboðssambandsins verður haldið að Löngumýri í Skagafirði dagana 16. til 18. júlí. Mótið hefst föstudagskvöldið 16. júlí með samkomu þar sem Sigríður Halldórsdóttir talar. Biblíulestur í umsjá Benedikts Arnkelssonar verður á laugardagsmorgun og kristniboðssamkoma sem sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði sér um verður síðdegis. Um kvöldið verður vitnisburðarsamkoma. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 670 orð

Kröfur um sakfellingu ítrekaðar

Hæstiréttur hefur dómtekið e-töflumál ríkissaksóknara gegn Kio Alexander Briggs eftir að sýknudómi héraðsdóms yfir ákærða var áfrýjað 30. júní. Við flutning málsins í gær ítrekaði ríkissaksóknari kröfur ákæruvaldsins um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru, ásamt greiðslu sakarkostnaðar og upptöku e-taflnanna. Dóms er að vænta innan skamms. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 235 orð

Lee sagður svíkja kínversku þjóðina

KÍNVERJAR fóru í gær hörðum orðum um Lee Teng-hui, forseta Taívans, og sökuðu hann um að stefna að formlegum aðskilnaði Taívans frá kínverska meginlandinu með því að falla frá þeirri opinberu afstöðu að aðeins væri til "eitt Kína". Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 712 orð

Leggst bæði á dýr og menn

Votheysveikisýkillinn eða Listeria monocytogenes er skæður sjúkdómsvaldur manna og dýra. Kristín Björg Guðmundsdóttir er að byrja á lokaáfanga doktorsverkefnis síns um votheyssýkilinn í sauðfé, fóðri þess og umhverfi. "Sýkillinn hefur verið rannsakaður í búfé áður. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

LEIÐRÉTT Varð formaður BSRB 1960 Í FRÉTT um an

Í FRÉTT um andlát Kristjáns Thorlacius var ekki rétt farið með hve lengi Kristján var formaður BSRB. Hann var kjörinn formaður BSRB á þingi bandalagsins haustið 1960 (ekki 1973) og lét af formennsku haustið 1988. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Leikjadagskrá og harmonikuhátíð í Árbæjarsafni

ÁRBÆJARSAFN býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa sunnudaginn 18. júlí. Harmonikufélag Reykjavíkur heldur lokadag Harmonikuhátíðarinnar hátíðlegan í safninu. Slegið verður upp harmonikuballi þar sem félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur spila fyrir dansi á Torginu ef veður leyfir, annars verða gömlu dansarnir stignir í húsinu Lækjargötu 4. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1158 orð

Lengi verið vindasamt í írönskum stjórnmálum

MÓTMÆLAAÐGERÐIR námsmanna í Teheran undanfarna daga hafa enn á ný varpað ljósi á þá togstreitu sem kraumar undir niðri á milli harðlínuafla og hófsamra í Íran. Þessi togstreita á sér gamlar rætur og því fer fjarri að þær hafi fyrst blossað upp með kjöri umbótasinnans Mohammads Khatamis í embætti forseta árið 1997. Meira
15. júlí 1999 | Landsbyggðin | 105 orð

Mareind stækkar

Grundarfirði-Rafeindafyrirtækið Mareind hefur verið rekið af Halldóri Kr. Halldórssyni rafeindavirkja síðan 1993. Hann flutti reksturinn til Grundarfjarðar í janúar 1994. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Minjar um mannabyggð

ÝMISLEGT markvert fannst í fornleifauppgreftri við Alþingishúsið sem lauk í síðustu viku. Fornleifastofnun Íslands stóð að uppgreftrinum í samráði við Árbæjarsafn. Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu nýs þjónustuskála við Alþingishúsið. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Ný kappsiglingaskúta bætist í flotann

SIGLINGAFÉLAGIÐ Brokey í Reykjavík hefur keypt kjölbát, kappsiglingaskútu af gerðinni Secret 26. Skútan hefur um nokkurra ára skeið staðið við félagsheimili Ýmis í Kópavogi. Félagar í Brokey munu hafa aðgang að henni, í áhöfn eru að meðaltali 5 manns. "Þessi gerð er vinsæl, Besta, Sif, Sigurborg, Sigyn, Skeggla, Þerna og bátur Brokeyjar eru af sömu gerð. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 257 orð

Nýmæli í samskiptum Ítalíu og Íslands

EFTIR að Björn Bjarnason menntamálaráðherra undirritaði nýjan samning um menningarsamskipti Íslands og Ítalíu ásamt ítölskum ráðamönnum í Róm hefur verið unnið að krafti á Ítalíu að auknum samskiptum milli landanna. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Ný NMT- farsímastöð á Gagnheiði

LANDSSÍMI Íslands tók í vikunni í notkun nýja NMT-farsímastöð á Gagnheiði, en með henni mun NMT-samband á Háreksstaðaleið, nýrri leið yfir Möðrudalsöræfi, batna til mikilla muna, að sögn Ólafs Stephensen forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Um tveggja rása stöð er að ræða, þannig að a.m.k. tveir geta verið í sambandi í einu á þessum slóðum. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 646 orð

Óvíst hvað vakir fyrir Draskovic

ÁKVÖRÐUN Vuk Draskovics, leiðtoga stjórnarandstöðuflokksins Endurreisnarhreyfing Serbíu (SPO), þess efnis að vilja skipuleggja mótmæli gegn Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta á eigin spýtur en ekki í samvinnu við aðra stjórnarandstöðuflokka hefur vakið reiði meðal leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Meginvandamál stjórnarandstöðunnar gegn Milosevic sl. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Rabbfundur um villidýraveiðar erlendis

HALDINN verður rabbfundur ásamt myndasýningu um villidýraveiðar á erlendri grund föstudaginn 16. júlí, kl. 20, í Betri stofu, efri hæð Kaffi Reykjavíkur. Sýndar verða sérvaldar myndir úr veiðiferðum til S-Grænlands, hreindýra-, snæhéra- og bleikjuveiði, ásamt villisvína- og hjartarveiðum í Póllandi. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Robin Nolan tríó í Deiglunni

HIÐ víðþekkta Robin Nolan tríó leikur á þriðja Tuborgdjassi á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagkvöldið 15. júlí kl. 21.30. Robin Nolan Trio staldrar hér við á leið sinni frá Kanada þar sem þeir hafa leikið á virtum djasshátíðum og fjölmörgum tónleikum auk þess að halda námskeið. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Rætt um málefni sjávarútvegsins

TVÍHLIÐA viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga um sjávarútvegsmál og málefni norðurskautsins hefjast í Reykjavík í dag og lýkur þeim á morgun. Þetta eru fyrstu viðræður af þessu tagi sem þjóðirnar eiga saman. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Safn heimspekirita afhent

Á TÍU ára afmæli Háskólans á Akureyri ánafnaði Páll S. Árdal fyrrverandi heimspekiprófessor í Ontario í Kanada Bókasafni Háskólans á Akureyri heimspekibókasafn sitt. Athöfn verður í hátíðarsal háskólans föstudaginn 16. júlí kl. 16 þar sem ættingjar Páls frá Kanada afhenda gjöfina formlega. Flutt verða ávörp við athöfnina, m.a. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sala stakra korta álitaefni

LANDMÆLINGAR Íslands hafa hætt lausasölu á stökum kortum úr verki Haraldar heitins Sigurðssonar, Kortasögu Íslands, eftir að kvörtun vegna lausasölunnar kom fram af hálfu ekkju höfundarins. Ástæða fyrir lausasölunni var aukaupplag kortanna, sem Landmælingar fengu frá Menningarsjóði. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Sala togarans Sléttaness staðfest

STJÓRN Básafells hf. í Ísafjarðarbæ hefur staðfest samning um sölu togarans Sléttaness með aflaheimildum til Ingimundar hf. og Látra ehf. í Reykjavík. Það er því ákveðið að togarinn verður seldur og nemur verð hans og þeirra aflaheimilda, sem honum fylgja, um 1,5 milljörðum króna. Togarinn verður afhentur nýjum eigendum á tímabilinu 15. október til fyrsta nóvember. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sigurður og Prins frá Hörgshóli síðastir í liðið

SIGURÐUR Sæmundsson landsliðseinvaldur hefur nú valið þá tvo knapa sem eftir var að velja í íslenska landsliðið í hestaíþróttum. Síðastur inn í liðið er valinn Sigurður Sigurðarson með Prins frá Hörgshóli en þeir sigruðu í gæðingaskeiði á nýafstöðnu Íslandsmóti og urðu í öðru sæti í fimmgangi á mótinu. Þá urðu þeir Íslandsmeistarar í fimmgangi í fyrra. Áður hafði Sigurður valið Jóhann R. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Sjöunda skógarganga sumarsins í kvöld

SJÖUNDA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður í kvöld, fimmtudaginn 15. júlí kl. 20.30. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru þetta árið helgaðar athyglisverðum ræktunarsvæðum skógræktarfélaganna á Suðvesturlandi. Þetta eru léttar göngur, við hæfi allra aldurshópa. Meira
15. júlí 1999 | Miðopna | 1544 orð

Skyggir jafnvel á aðdraganda væntanlegra forsetakosninga Fari svo fram sem horfir munu þau Hillary Clinton, forsetafrú

EF eitthvað er að marka þann gífurlega áhuga sem bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clintons Bandaríkjaforseta, á fyrstu dögum baráttu hennar vegna kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings, Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

SMS-kerfi Símans GSM eflist

VERULEGAR endurbætur á SMS- smáskilaboðakerfi Símans GSM voru gerðar aðfaranótt 15. júlí þar sem stjórntölva kerfisins var tvöfölduð og eykur það bæði rekstraröryggi og afkastagetu en notkun viðskiptavina Símans GSM á þjónustu kerfisins hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna mánuði, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 445 orð

Staðan víðast mjög góð

"ÞAÐ voru komnir 205 laxar á land úr Haffjarðará í gærkvöldi, það er mikið og fallegt vatn í ánni og bullandi ganga," sagði Einar Sigfússon í gærmorgun, talan sem hann nefnir á því við þriðjudagskvöld. Þetta er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og kvartaði þó enginn þá. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Stöðvunarskylda vegna tíðra slysa

STÖÐVUNARSKYLDUMERKI var nýlega komið upp á mótum Urðarbrautar og Kópavogsbrautar. Ástæðan er nokkuð há slysatíðni á gatnamótunum, að sögn formanns umferðarnefndar Kópavogs. Harðir árekstrar ökutækja hafa orðið á þessum stað, strætisvagnar hafa meðal annars lent í árekstrum á gatnamótunum. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 587 orð

Taka þarf tillit til smæðar og mismunandi reglna

ÞÓR Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir að þeir sem gagnrýni háan rekstrarkostnað íslenskra fjármálastofnana verði að taka tillit til smæðar markaðarins og starfsreglna sem dragi úr tekjumöguleikum hér á landi. Hann bendir einnig á að það séu ekki bankar og sparisjóðir sem séu umsvifamestir á markaðnum heldur lífeyrissjóðirnir. Meira
15. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Teknir með fíkniefni

TVEIR menn voru handteknir af fulltrúum í rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri í vikunni vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Þeir reyndust við eftirgrennslan vera undir áhrifum fíkniefna og viðurkenndu við yfirheyrslur neyslu og kaup á fíkniefnum. Óverulegt magn fíkniefna fundust í íbúð sem þeir dvöldu í. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tímapantanir hjá læknum á Netinu?

Um næstu áramót verður tæknilega framkvæmanlegt að panta tíma hjá lækni gegnum Netið og koma fyrirspurnum áleiðis til lækna með tölvupósti. Í haust verður sett upp tölvukerfi fyrir eina heilbrigðisstofnun hér á landi sem er svipað í uppbyggingu og kerfið sem hannað var fyrir embætti ríkisskattstjóra og gerir fólki kleift að fylla út skattframtalið á Netinu. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Tryggir tengingu við Nesjavallaveg

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið frumathugun á umhverfisáhrifum af lagningu nýs Hafravatnsvegar milli Langavatns og Hafravatns í Mosfellsbæ. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á þessu ári og að fyrsta áfanga, sem er 3,4 km, verði lokið fyrir Kristnitökuhátíðina árið 2000. Markmiðið með lagningu vegarins er að tryggja greiðar samgöngur milli Suðurlandsvegar og Nesjavallavegar. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 311 orð

Uppbygging á Balkanskaga

FINNSK stjórnvöld staðfestu í gær að ráðstefna um stöðugleika og uppbyggingu á Balkanskaga yrði haldin í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, 29.­30. júlí næstkomandi. Ráðgert er að aðildarríki Evrópusambandsins (ESB), níu Evrópuríki utan bandalagsins, Bandaríkin, Kanada og Japan styðji uppbyggingar- og stöðugleikaáætlunina. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 263 orð

Vatnsmýrin fyrir hús undir rannsóknastarfsemi?

"ÞAÐ eina sem ég hef heyrt er að fyrirtækið sé að velta fyrir sér að byggja og það er eðlilega spennandi fyrir fyrirtæki af þessu tagi að leita eftir því að vera í nánd við aðra rannsóknastarfsemi," segir Páll Skúlason háskólarektor um þá hugmynd forráðamanna Íslenskrar erfðagreiningar að falast eftir lóð á háskólasvæðinu. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Viðurkenningar til starfsmanna varnarliðsins

YFIRMAÐUR Flotastöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Allen A. Efraimson, veitti nýlega starfsmönnum Varnarliðsins viðurkenningar vinnueftirlits Varnarliðsins fyrir slysalaust ár. Slíkar viðurkenningar eru veittar árlega verkstjórum, bílstjórum og öðrum sem vinna við störf sem krefjast sérstakrar árvekni. Meira
15. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 339 orð

Vopnaeftirlitsmenn til Bagdad

HÓPUR alþjóðlegra vopnaeftirlitsmanna hélt í gær til Bagdad, höfuðborgar Íraks, og er markmið ferðarinnar að loka tilraunastofu sem fulltrúar vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) skildu eftir er þeir héldu frá landinu við upphaf loftárásanna seint á síðasta ári. Þá munu eftirlitsmennirnir eyða talsverðu magni af sinnepsgasi er varð eftir við brottför UNSCOM. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Þýskir slökkviliðsmenn á Íslandi

ÞÝSKIR áhugaslökkviliðsmenn komu í heimsókn til slökkviliðsmanna í Reykjavík um síðustu mánaðamót. Eru þeir frá smábæ sem heitir Seelenberg í Schmitten sem er hérað norðan Frankfurt. Samskipti reykvískra slökkviliðsmanna og slökkviliðsmanna frá Seelenberg hafa staðið frá árinu 1973. Hingað kom 26 manna hópur með mökum og gistu þeir á heimilum slökkviliðsmanna í Reykjavík. Meira
15. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Örn Evrópumeistari

ÖRN Arnarson, sundkappi úr SH, varð í gær Evrópumeistari unglinga í 200 metra skriðsundi á EM í Moskvu. Hann er fyrstur íslenskra sundmanna til að hljóta Evrópumeistaratitil unglinga, en hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi fullorðinna í 25 metra laug í fyrra. Örn synti á 1.51,56 mínútum í úrslitunum og var 14/100 úr sekúndu á undan næsta keppanda. Íslandsmet hans í greininni er 1. Meira

Ritstjórnargreinar

15. júlí 1999 | Leiðarar | 690 orð

ÓFULLNÆGJANDI STARFSUMHVERFI

HVER VINNUSTUND hér á landi gefur minna af sér en í flestum þróuðum ríkjum. Ein helzta skýringin á því er, að starfsumhverfi frumkvöðla í íslenzku atvinnulífi er ófullnægjandi. Þau verðmæti, sem ein vinnustund gefur af sér á Íslandi, er aðeins 64% af því, sem er í Lúxemborg, og 75% af því, sem er í Frakklandi. Að þessu leyti er Ísland í 18. sæti af 29 ríkjum OECD. Meira
15. júlí 1999 | Staksteinar | 380 orð

Raunvísindi

FYRSTU nemendur hafa verið innritaðir til doktorsnáms í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttabréfi hans. Mikil aðsókn Í FRÉTTABRÉFINU, þar sem fjallað er um rannsóknarnám í raunvísindadeild, segir ma.: "Aðsókn í MS-nám við deildina hefur frá upphafi verið mikil. Meira

Menning

15. júlí 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Áslaug Hallgrímsdóttir sýnir í Stöðlakoti

ÁSLAUG Hallgrímsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 laugardaginn 17. júlí kl. 14. Sýnd verða 17 verk, öll unnin á þessu ári með pastel á pappír. Áslaug stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1963­64 og 1981­84, síðast í málunardeild. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 92 orð

Baski sýnir í Listasetrinu Kirkjuhvoli

SÝNING Baska (Bjarna Ketilssonar) hefst laugardaginn 17. júlí í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sýnir Bjarni um 20 olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni. Bjarni er fæddur á Akranesi 1966 og nam við Myndlistaskóla Akureyrar 1994­96. Hann lauk námi í málun hjá Listaakademíunni Aki akademi voor belddenge kunst í Hollandi 1998. Meira
15. júlí 1999 | Tónlist | 699 orð

Blítt og heitt

Sönglög eftir Quilter, Gibbs, Bridge, de Falla, Guridi, Montsalvatge og Turina. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran; Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó. Þriðjudaginn 13. júlí kl. 20:30. ÞÁ ER sumartónleikavertíðin hafin enn á ný í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi, sem um árabil hefur glatt ekki aðeins höfuðborgarbúa í júlí og ágúst með vandaðri sígildri tónlist, Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 59 orð

Brynja sýnir á Hríseyjarhátíð

BRYNJA Árnadóttir opnar sýningu á pennateikningum í félagsheimilinu Sæborg í Hrísey laugardaginn 17. júlí kl. 14. Þetta er níunda einkasýning Brynju. Hefur hún áður verið með á samsýningu í Keflavík og haldið sýningar í Reykjavík, Hafnarfirði, Siglufirði, Keflavík og Skagafirði. Sýningin stendur til 8. ágúst og er opin alla daga frá kl. 14­18. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Djass í Kaffileikhúsinu

ÞRIÐJU tónleikarnir í röðinni Bræðingi verða haldnir í Kaffileikhúsinu fimmtudaginn 15. júlí kl. 21. Á efnisskrá verða lög hljóðrituð af Miles Davis á árunum 1951­ 1954. Þetta tímabil á ferli Davis einkennist af tilraunastarfsemi, ekki síst í sambandi við mannaval, en upp úr tímabilinu varð til einn frægasti kvintett djasssögunnar, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 225 orð

Fyrsta sýning Ferðaleikhússins á "Light Nights"

FYRSTA sýning Ferðaleikhússins á "Light Nights" á þessu sumri verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12. Sýningar verða síðan haldnar á hverju fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldi í allt sumar til 28. ágúst. Sýningarnar hefjast kl. 21 og standa yfir í u.þ.b. 2 klst. Þetta er 29. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 488 orð

Gerum kröfur um gæði

DJASSKLÚBBUR Akureyrar hefur síðustu fimm ár staðið fyrir svokölluðum heitum fimmtudögum í Deiglunni, Listagilinu. Djasstónleikar þessir hafa vakið athygli fyrir fjölbreytta flytjendur, innlenda sem erlenda. Meira
15. júlí 1999 | Myndlist | 338 orð

Helgimyndir

Opið þegar Ráðhúsið er opið. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ eru haldnar ýmsar sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur, og fer ekki sögum af þeim öllum í almennri rýni blaðsins, en sá velur og hafnar sem umboðið fær hverju sinni. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 53 orð

Karla Dögg í Galleríi Geysi

KARLA Dögg Karlsdóttir opnar sýningu í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, laugardaginn 17. júlí kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er "Landsköp". Karla Dögg útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1999 og sýnir hún glerskúlptúra á þessari sýningu. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Sýningin stendur til 1. ágúst. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 75 orð

Listahátíð í Lónkoti

HALDIN verður listhátíð að Lónkoti í Skagafirði laugardaginn 17. júlí. Dagskráin hefst kl. 13.30 og lýkur með dansleik um nóttina. Meðal efnis verða klassísk píanóverk flutt af Þorsteini Gauta Sigurðssyni, rithöfundarnir Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson lesa úr verkum sínum, Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik og Djasstríó Ólafs Stephensen flytur djass. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 225 orð

Lofsamlegir dómar fyrir söng í "Fidelio"

ÓLAFUR Bjarnason tenórsöngvari fær mjög lofsamlega dóma í þýzkum dagblöðum fyrir frammistöðu sína í óperu Beethovens, "Fidelio", í útisviðsuppfærslu á tónlistarhátíðinni "Eutiner Sommerspiele" í Slésvík-Holtsetalandi, en óperan var "opnunarstykki" hátíðarinnar sem hófst fyrr í mánuðinum. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 75 orð

Lög Miles Davis

Í KVÖLD mun djasshljómsveit, leidd af Matthíasi Hemstock, leika í Kaffileikhúsinu. Leikin verða lög sem Miles Davis hljóðritaði á árunum 1951 til 1954 en mörg þeirra heyrast örsjaldan hér á landi. Hjómsveitina skipa, auk Matthíasar sem leikur á trommur, Kjartan Valdemarsson á píanó, Sigurður Flosason á altosaxófón, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 136 orð

Málverkasýning á Drangsnesi

Drangsnesi. Morgunblaðið. DÓSLA, Hjördís Bergsdóttir, opnar málverkasýningu í Grunnskólanum á Drangsnesi laugardaginn 17. júlí. Þetta er 10. einkasýning hennar. Dósla er fædd og uppalin í Reykjavík. Stundaði nám við Grohe- schule Mannheim 1969­70. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 30 orð

Málverkasýning á Reyðarfirði

MYNDLISTARMAÐURINN Steingrímur St. Th. heldur 97. sýningu sína á Hótel Norðurljósi, Raufarhöfn, dagana 15.­19. júlí. Steingrímur sýnir 20 nýjar myndir auk þess að mála skyndimyndir á staðnum. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 63 orð

Málverkasýning í Eden

JÓN Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Eden, Hveragerði, mánudaginn 19. júlí kl. 21. Á sýningunni eru olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Þetta er 15. einkasýning Jóns Inga en síðasta sýning hans var í Horsens á Jótlandi á síðastliðnu ári. Jón Ingi hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum Myndlistarfélags Árnessýslu. Sýningunni lýkur 2. ágúst. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 106 orð

Myndlistarsýning í Varmahlíð

RAGNHILDUR Magnúsdóttir opnar myndlistarsýningu laugardaginn 17. júlí kl. 14 í Galleríi Ash Lundi, Varmahlíð í Skagafirði undir yfirskriftinni Andlit ­ einstaklingurinn á tímamótum. Á sýningunni eru grafíkmyndir og eitt málverk. Ragnhildur er uppalin á Akureyri. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 1115 orð

Myndlistin í jafnaðarmennsku og/eða stjörnukerfi.

ÞAÐ er ekki á hverjum degi að menn setjast niður heilan dag til að ræða í hörgul málefni myndlistar og sýningahalds. Í fyrirlestrasal Arkitektaskólans í Rotterdam ­ með upphækkuðum sætaröðum og langborði ­ tókst á hópur listamanna, safnstjóra, gagnrýnenda og sýningastjóra. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð

Nicholson í umferðaróhappi

LEIKARINN Jack Nicholson slapp naumlega, aðeins með nokkrar skrámur, er hann klessti Bensinn sinn síðastliðinn fimmtudag. Jack, sem er 62 ára gamall, var að beygja inn á Los Angeles Mulholland aðreinina þegar BMW var keyrt inn í hliðina á Bensinum. Talsmaður lögreglunnar sagði að hvorki áfengi né eiturlyf kæmu við sögu árekstursins og að Jack væri aðeins lítilsháttar slasaður. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Píanótónleikar í Árbæjarsafni

Á FIMMTU laugardagstónleikum Árbæjarsafns kl. 14 kemur fram ungt og efnilegt tónlistarfólk. Það eru píanóleikararnir Oddný Sturludóttir, Ástríður Haraldsdóttir og Þóranna Dögg Björnsdóttir ásamt Þóri Viðar sem spilar á kontrabassa. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð

Sigur Rós á ferðalagi

HLJÓMSVEITIN Sigur Rós er að leggja af stað í tónleikaferð um landið. Ferðin verður farin í fjórum lotum og byrjað á því að fara í vestur, svo norður, þá austur og að lokum suður. Fyrsta ferðin verður farin núna um helgina og annað kvöld spila þeir félagar í Keflavík, á laugardagskvöldið á Akranesi og svo á sunnudagskvöldið á Ísafirði. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð

Stallone semur

LEIKARINN Sylvester Stallone og bróðir hans Frank hafa komist að samkomulagi í tveimur málum er þeir höfðuðu gegn framleiðendum myndarinnar "The Good Life" sem aldrei komst á hvíta tjaldið. Deilurnar hófust árið 1997 er Stallone krafði framleiðendur myndarinnar um 1. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 148 orð

Svartur húmor Mjög slæmir hlutir (Very Bad Things)

Leikstjórn og handrit: Peter Berg. Aðalhlutverk: Christian Slater, Cameron Diaz, Jon Favreau og Daniel Stern. 111 mín. Bandarísk. Myndform, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. ÞESSI gamanmynd fjallar um steggjapartí sem fer illa og er eiginlega martröð steggsins. Fjöldi þekktra leikara fer með helstu hlutverk í myndinni, sem er kolsvört og blóðrauð til skiptist. Meira
15. júlí 1999 | Menningarlíf | 253 orð

Tónleikar í Stykkishólmi og Reykholti

TRÍÓ-tónleikar verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 17. júlí kl. 17 og í Reykholtskirkju sunnudaginn 18. júlí kl. 16. Flytjendur eru Eydís Franzdóttir óbóleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 476 orð

Tölvuleikur í ævintýramynd

ÞAÐ er árið 2564. Sambandsríkið stendur í blóðugri styrjöld við blóðþyrstar geimverur, Kilrathi. Þær hafa náð valdi á tölvustýrðu siglingatæki sem þær ætla að nota til að komast að baki víglínunum og ráðast á jörðina. Það eina sem getur komið í veg fyrir eyðileggingu jarðarinnar eru þrír hugdjarfir geimherforingjar og herflokkur þeirra. Christopher Blair (Freddie Prinze jr. Meira
15. júlí 1999 | Bókmenntir | 897 orð

Um kynþætti og aðra hjátrú

eftir Jóhann M. Hauksson. 1999. Mál og menning, Reykjavík. 158 bls. ÞAÐ kemur manni alltaf jafn mikið á óvart hve kynþáttahatur er öflugt í mannlegu félagi. Það kannast allir við blóði drifna sögu nazistanna fyrr á öldinni. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 176 orð

Undirförla fyrirsætan Traustur vinur (My Very Best Friend)

Framleiðendur: Richard Davis og Laurette Hayden. Leikstjóri: Joyce Copra. Aðalhlutverk: Jacklyn Smith, Jill Eikenberry og Tom Mason. (88 mín.) Bandaríkin. CIC- myndbönd, júní 1999. Bönnuð innan 12 ára. Dana er fyrrverandi fyrirsæta sem notað hefur útlitið sér til framdráttar og vaðið yfir fólk alla tíð. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 262 orð

Vilja ekki Austin Powers

YFIRVÖLD í Malasíu hafa bannað sýningar á myndinni Austin Powers: Njósnarinn sem negldi mig. Hinn dularfulli og sjarmerandi spæjari mun því ekki komast á vinsældalistann þar í landi sem er aðallega byggt múslímum. Kvikmyndaeftirlit Malasíu taldi of mikið tal og meiningar um kynlíf í myndinni og því var ákveðið að banna sýningar á henni. Meira
15. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 1012 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁLAFOSS FÖT BEZT Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Býsna gott en hana skipa Magnús Gunnarsson, fyrrum Þeysari, söngvari og gítarleikari, Guðni Jónsson, gítar, Tómas Ragnarsson, Meira

Umræðan

15. júlí 1999 | Aðsent efni | 1010 orð

Aldahvörf í íslenskum stjórnmálum Alþjóðavæðingin, segir Stefán

Í NÝAFSTÖÐNUM alþingis- kosningum buðu jafnaðarmenn, félagshyggjumenn og jafnréttissinnar sameiginlega fram undir merkjum Samfylkingar. Hin nýja hreyfing er getin og fædd en þótt fyrstu skrefin hafi af skiljanlegum ástæðum verið óstyrk, á afkvæmið eftir að vaxa og dafna. Það er eftir að finna hreyfingunni nýtt skipulag og marka skýrari stefnu. Meira
15. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 507 orð

Blessið en bölvið ekki

ÞESSI ORÐ sanda í Heilagri ritningu og það eru mikil sannindi í þessu. En það er nú kanske ekki það sem fólkið í landinu hefir í heiðri í dag. Bæði í reiði og gleði heyrir maður þetta bölv og ragn. Á kappleikjum og bæði hjá keppendum og áhorfendum heyrum við hrópin og sagt: Mikið helvíti er þetta gott ef gengur vel en ef tapað er þá er sagt ja djöfullinn, þetta fór ekki vel, Meira
15. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 114 orð

Breiðvíkingakappi hét Björn

Í GREIN í Morgunblaðinu 1. júlí sl. er sagt frá gönguferðum á Snæfellsnesi. Þar er sagt frá ferð um Kambsskarð, þeirri leið, sem sagan segir að Bjarni Breiðvíkingakappi hafi farið að heimsækja Þuríði, húsfreyju að Fróðá. Í Eyrbyggjasögu bls. 70 segir svo: "En þegar Þuríður kom til Fróðár, vandi Björn Ásbrandsson þangað komur sínar og var það alþýðumál, að með þeim Þuríði væru fíflingar. Meira
15. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 525 orð

Einn maður, eitt atkvæði

Ef forseti Íslands hefur ekki undirritað lög um kosningar og kjördæmaskipan enn hefur hann enn tækifæri til að synja því staðfestingar. Samkvæmt Sigurði Líndal lagaprófessor, sem annaðist endurskoðun á stjórnarskránni, er þetta mikilvægur réttur sem forsetinn á að geta nýtt sér ef hann telur að lagasetning gæti brotið í bága við almenn lýðréttindi í landinu. Meira
15. júlí 1999 | Aðsent efni | 825 orð

Er kvennamenning klám?

Og enn á ný, í þetta sinn rétt undir lok 20. aldar, segir Guðmundur Ásgeirsson, er leikhússtarfsemi kvenna líkt við vændi. Meira
15. júlí 1999 | Aðsent efni | 579 orð

Hræsni, eða hvað?

Raunverulegar en jafnframt raunalegar forvarnir ríkisstjórnarinnar, segir Sigurður Magnússon, virðast vera að gefa allt frjálst, vínsölu og dreifingu áfengis. Meira
15. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 322 orð

Hverfell!

AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkuð verið rætt og ritað um örnefnið Hverfell og hafa verið skiptar skoðanir meðal Mývetninga um hvort sé réttara Hverfell eða Hverfjall. Landmælingum Íslands hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa breytt nafninu á kortum sínum yfir í Hverfell fyrir nokkrum árum eftir að hafa rannsakað uppruna orðsins. Meira
15. júlí 1999 | Aðsent efni | 515 orð

Innantómt slagorð eða lykill að nýju lýðræði ?

Virk þátttaka almennings er einn af hornsteinunum í hugmyndafræðinni um sjálfbæra þróun, segir Stefán Gíslason, og þar með hugmyndafræðinni á bak við Staðardagskrá 21. Meira
15. júlí 1999 | Aðsent efni | 398 orð

Lögmætar og ólögmætar hópuppsagnir

Uppsagnir vegna rekstrarbreytinga og hópuppsagnir starfsmanna sem liður í kjarabaráttu, segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, eru tvennt ólíkt. Meira
15. júlí 1999 | Aðsent efni | 575 orð

Nokkur orð um ósannindi Sjónvarpsþættir Mér er illa vi

Mér er illa við, segir Björn Br. Björnsson, að Jónas Sigurgeirsson reyni að tengja nafn Hugsjónar við sitt vonda verk. Meira
15. júlí 1999 | Aðsent efni | 687 orð

Opið bréf til forseta borgarstjórnar.

Hér dugar ekkert annað, segir Oddur Björnsson, en skýlaus afturköllun allra tón- og dansleikjahaldsleyfa. Meira
15. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 216 orð

Um vit og strit Stefáns

STEFÁN Snævarr, doktor í heimspeki, skrifar í sunnudagsblað Mbl. 11. júlí sl. afbragðsádrepu til varnar menntun og gegn heimskunni sem tröllríður hverju samfélagi. Margt í þessari grein er vel og hnyttilega orðað eins og Stefáns er von og vísa og honum er heitt í hamsi gagnvart menntahatri þeirra sem þó eiga allt sitt undir því að framfarir og tækniþróun eigi sér áfram stað undir stjórn fólks sem Meira

Minningargreinar

15. júlí 1999 | Minningargreinar | 656 orð

Ásdís Guðrún Kjartansdóttir

Fyrstu kynni mín af Ásdísi Kjartansdóttur hófust árið 1973 þegar við hófum báðar nám í dönsku við Háskóla Íslands. Það vakti undrun og aðdáun hjá okkur samstúdentum Ásdísar að hún skyldi leggja á sig að koma daglega með rútu frá Hveragerði til Reykjavíkur til að sækja tíma. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSDÍS GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR

ÁSDÍS GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR Ásdís Guðrún Kjartansdóttir fæddist 8. júní 1930 í Reykjavík og lést á Landsspítalanum að morgni 1. júlí síðastliðins. Útför hennar fór fram hinn 8. júlí. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 444 orð

Birgir Steindór Kristjánsson

Þau óvæntu og sviplegu tíðindi bárust miðvikudaginn 7. júlí að Birgir Steindór Kristjánsson hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Birgir, eða Bói eins og hann var oftast kallaður, var eiginmaður Siggu, föðursystur minnar og við andlát hans er höggvið stórt skarð í föðurfjölskyldu mína. Bói var einnig góður vinur og nágranni um árabil. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 486 orð

Birgir Steindór Kristjánsson

Nú kveðjum við hinstu kveðju kæran vin. Okkur langar með fátæklegum orðum að minnast hans þótt tregt sé tungu að hræra. Birgir var giftur Sigríði móðursystur okkar og frá fyrstu tíð hefur Bói, eins og hann var kallaður, alltaf verið hluti af okkar lífi. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 152 orð

BIRGIR STEINDÓR KRISTJÁNSSON

BIRGIR STEINDÓR KRISTJÁNSSON Birgir Steindór Kristjánsson fæddist á Ísafirði 9. ágúst 1931. Hann lést 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Lárusson, framkvæmdastjóri, f. 11.7. 1905 að Saurbæ í V.-Húnavatnssýslu, d. 5.12. 1973 og kona hans Björg Steindórsdóttir, húsmóðir, f. 18.5. 1909 að Brandsbæ, Hafnarfirði, d. 30.7. 1935. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Eiður Baldvinsson

Það er margs að minnast frá elsta læknahúsinu, Aðalstræti 14, á Akureyri. Þar var fólkið ekki þjófhrætt, ef einhver var heimavið voru allar dyr ólæstar, en ef fólkið brá sér af bæ, hékk lykillinn að íbúðinni á snaga á bak við derhúfu, svo vinir gátu farið inn að vild. Það sem einkenndi Eið og hans föðurfólk var gestrisni, húsið stóð öllum opið. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 476 orð

Eiður Baldvinsson

Ég mætti gömlum manni í morgunskúra veðri. Karlinn hann var klæddur í kápu úr brúnu leðri. Ég sá hann vildi'eitthvað segja svo ég aðeins beið. Já, einmitt sagð'ann já, einmitt. Og fór sína leið. Þessi vísa er ein af mörgum vísum sem Eiður Baldvinsson, uppeldisbróðir móður minnar, Ástu Ottesen, kenndi mér. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 295 orð

Eyjólfur Sverrisson

Það var ánægjulegt að eiga samskipti við Eyjólf Sverrisson. Hann er einn af þeim samferðamönnum sem standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg. Eyjólfur hafði marga kosti en líklega er mér efst í huga hversu góð áhrif hann hafði á nánasta umhverfi sitt og samstarfsmenn. Þessi eiginleiki Eyjólfs birtist í mörgum myndum. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

EYJÓLFUR SVERRISSON

EYJÓLFUR SVERRISSON Eyjólfur Sverrisson fæddist í Reykjavík 15. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum laugardaginn 3. júlí síðastliðinn og fór útförin fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. júlí. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 325 orð

Guðrún JÓnsdóttir

Amma mín hefur verið um sjötugt þegar ég kynntist henni fyrst fyrir um 25 árum. Að sjálfsögðu voru þá bestu ár hennar að baki en krafturinn og dugnaðurinn leyndi sér ekki. Ég var skírður í höfuðið á afa mínum að fyrra nafni og ömmu minni að seinna nafni og kallaði hún mig alltaf báðum nöfnum. Amma var góð kona og hreinlynd og vel liðin af öllum sem kynntust henni. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 24 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Suðurhúsum, Borgarhöfn í Suðursveit, 27. júní 1904. Hún lést 24. júní síðastliðinn. Útför hennar fór fram 6. júlí. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Guðsteinn Þorsteinsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast Guðsteins Þorsteinssonar, fyrrum bónda í Köldukinn í Holtum. Ég hef sennilega verið innan við tíu ára aldur þegar ég kynntist Guðsteini fyrst. Þau bjuggu þá austur í Köldukinn, hann og Aðalheiður föðursystir mín og mér hafði verið boðið austur í réttir. Ekki man ég mikið úr þessari för annað en að ég kom sæll og glaður heim í helgarlok. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Guðsteinn Þorsteinsson

Okkur langar til að minnast afa okkar, Guðsteins Þorsteinssonar, með nokkrum orðum. Varla er hægt að minnast afa án þess að minnast á ömmu um leið, bæði höfðu þau mjög gaman af garðrækt og öllu sem náttúrunni viðkom. Það var árviss viðburður hjá okkur krökkunum að fara á vorin með þeim og gróðursetja tré við sumarbústaðinn þeirra í Köldukinn. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 236 orð

GUÐSTEINN ÞORSTEINSSON

GUÐSTEINN ÞORSTEINSSON Guðsteinn Þorsteinsson, bóndi og fyrrv. lagermaður hjá SÍS, til heimilis að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, fæddist í Köldukinn í Holtum og ólst þar upp. Foreldrar Guðsteins voru Þorsteinn Einarsson, bóndi í Köldukinn í Holtum, og seinni kona hans, Guðrún Guðjónsdóttir. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Gunnar Hjaltason

Kveðja frá Íþróttafélagi Reykjavíkur Gunnar Ásgeir Hjaltason var einn af þeim mönnum sem lögðu fram mikið og óeigingjarnt starf fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur og þá sérstaklega skíðaíþróttina, sem var honum einkar hugleikin. Gunnar var mjög virkur í félagsstarfi skíðadeildar ÍR allt frá upphafi. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, sat m.a. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 414 orð

Gunnar Hjaltason

Þegar sumarsólin var rétt um það bil að ná hámarki og gróðurinn að fylla loftið angan, hvarf hann af okkar sjónarsviði, listamaðurinn fjölfróði og drenglyndi, Gunnar Ásgeir Hjaltason. Um ætt hans verður hér ekki fjallað enda munu það gera þeir, sem mér eru til þess hæfari. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 34 orð

GUNNAR HJALTASON

GUNNAR HJALTASON Gunnar Ásgeir Hjaltaon fæddist á Ytri-Bakka við Eyjafjörð 12. nóvember 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landakoti 7. júlí. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Helga Finnbogadóttir

Augnablikin þjóta inn í eilífðina og allt í einu er einn af föstu punktunum í tilverunni horfinn, að heimsækja ömmu. Það er alltaf sárt að missa einhvern sem er manni kær. Við vissum að amma var orðin veikburða, en þegar símtalið barst okkur til Barcelona og Kaupmannahafnar, um að hún hefði sofnað svefninum langa, Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 541 orð

Helga Finnbogadóttir

Helga frænka er látin. Það kom reyndar ekki alveg á óvart að hún skyldi kveðja okkur nú, því síðustu árin hafði tekið sig upp aftur hjartasjúkdómur sem hafði nær dregið hana til dauða eftir aðgerð fyrir 12 árum. Helga var glaðvær og ræðin og kunni skil á ótrúlegum fjölda fólks sem hún var í tengslum við eða hafði áhuga á. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 23 orð

HELGA FINNBOGADÓTTIR

HELGA FINNBOGADÓTTIR Jórunn Helga Finnbogadóttir fæddist í Tjarnarkoti, Innri- Njarðvík, 30. júní 1916. Hún lést 3. júlí síðastliðinn. Útför hennar fór fram 9. júlí. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 798 orð

Hulda Davíðsson

Fátt var skemmtilegra en að láta hugann reika kvöldstund með ömmu. Samræðurnar fóru um heima og geima. Skemmtileg bók, sem amma var nýbúin að lesa, gat verið upphitun fyrir sniðuga mataruppskrift sem henni hafði dottið í hug og hún hvatti okkur til að prófa áður en talið leiddist að erfðabreyttum matvælum eða öðrum atburðum líðandi stundar. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Hulda Davíðsson

Ég kynntist Huldu fyrir tæpum tuttugu árum á heimili vinkonu minnar, Helgu Guðrúnar, en Hulda var amma hennar. Þrátt fyrir fimmtíu ára aldursmun varð okkur strax vel til vina og segir það kannski meira um Huldu en mörg orð. Hulda var ung í anda og við þrjár sátum og spjölluðum oft tímunum saman um lífið sjálft og Hulda sagði sögur frá fyrri tíð. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Hulda Davíðsson

Fráfall Huldu bar nokkuð brátt að höndum þó allir vissu að hún gekk ekki heil til skógar síðasta árið. Hulda var vel greind kona með mikla andlega reisn þrátt fyrir háan aldur. Hún mat það meir að vera með fjölskyldu sinni, barnabörnum og langömmubörnum, Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 119 orð

HULDA DAVÍÐSSON

HULDA DAVÍÐSSON Hulda Davíðsson fæddist í Hafnarfirði 9. maí 1913. Hún lést í Reykjavík 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Davíðsson stórkaupmaður, f. 7.10. 1886, d. 11.12. 1969, og Jóhanna Davíðsson listmálari, f. 3.12. 1888, d. 10.7. 1966. Systir Huldu var Elín Davíðsson, f. 24. júlí 1920, d. 8. janúar 1971. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 1018 orð

Jóna Þuríður Bjarnadóttir

Hún Jóna er látin eftir langt og strangt veikindastríð. Á hana herjuðu erfiðir sjúkdómar sem smám saman drógu úr henni allan mátt. Það var sorglegt að horfa upp á þá baráttu fyrir aðstandendur og vini hennar. Jóna Bjarnadóttir og Ármann Böðvarsson hafa lengst af búið á Vallargötu 14 í Vestmannaeyjum. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Jóna Þuríður Bjarnadóttir

Elsku frænka, nú ert þú búin að fá lausn frá þínum veikindum, og komin þangað sem engin veikindi eru til og komin til hans litla bróður þíns og ég veit að hann hefur tekið á móti þér og leiðir þig sér við hlið. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 221 orð

Jóna Þuríður Bjarnadóttir

Elsku Jóna mín, nú er hvíldin komin og þjáningarnar að baki, ég er þess fullviss að pabbi hefur tekið á móti þér opnum örmum. Minningarnar eru margar sem koma upp í huga mér frá því ég var lítil stúlka í heimsókn hjá þér í Vestmannaeyjum. Alltaf varstu tilbúin að taka á móti mér og umvafðir mig ástríki þínu. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 179 orð

JÓNA ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR

JÓNA ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR Jóna Þuríður Bjarnadóttir fæddist á Bæjarskerjum við Sandgerði 20. október 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, sjómaður og verkamaður í Sandgerði, f. 7.9. 1893, d. 3.10. 1972 og kona hans Guðrún Benediktsdóttir, f. 6.6. 1893, d. 11.12. 1934. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 300 orð

MARGRÉT HANNESDÓTTIR

Í dag er Margrét Hannesdóttir, Langholtsvegi 15 í Reykjavík, 95 ára. Hún fæddist á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, hjónunum Hannesi Jónssyni, bónda þar, landsþekktum pósti og vatnamanni, og Þórönnu Þórarinsdóttur. Margrét er elst tíu barna þessara heiðurshjóna og eru átta þeirra á lífi. Tveir bræðra hennar búa á Núpsstað en hin annars staðar á landinu. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Viðar Þór Ómarsson

Við vorum ekki gamlir þegar við kynntumst fyrst á leikskólanum Jöklaborg. Þú varst alltaf svo brosmildur og kátur. Ég rifja oft upp hvað mér fannst gaman í grillveislunni hjá þér. Þegar ég flutti í Kópavoginn og frétti síðan að þú værir að flytja þangað var ég svo glaður því ég hélt að Kópavogurinn væri bara ein gata og við gætum þá leikið okkur mikið saman eins og við gerðum þegar við bjuggum Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 150 orð

Viðar Þór Ómarsson

Kom huggari mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilíf bak við árin. (Vald. Briem. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Viðar Þór Ómarsson

Allt of oft lesum við um fullorðna og börn sem verða fórnarlömb umferðarslysa. Okkur bregður við og um stund hugsum við til þeirra sem eiga um sárt að binda. Af eigingirni vonum við að fréttin snerti aðra en okkur. Þannig er það líka oftast, en ekki alltaf. Það varð helkalt í sólinni á suðrænni eyju þegar mér barst fregnin af andláti eins nemanda míns, Viðars Þórs. Meira
15. júlí 1999 | Minningargreinar | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

15. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Methækkun á Nasdaq

BANDARÍSKA Nasdaq vísitalan hafði í lok dags í gær hækkað um 39,90 stig og fór þar með í 1.398,17 stig. Þetta mun vera methækkun á vísitölunni. Dow Jones iðnaðarvísitalan lækkaði hins vegar um 26,92 stig og var 11.148,10 stig við lokun markaða í gær. Nokkrar verðhækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær. Meira

Daglegt líf

15. júlí 1999 | Neytendur | 236 orð

Einungis eitt íslenskt fyrirtæki með merkið

Á FUNDI Norrænu umhverfismerkisnefndarinnar sem haldinn var fyrir skömmu í Stykkishólmi voru samþykktar tvær nýjar viðmiðunarreglur fyrir Norræna umhverfismerkið. Var önnur þeirra unnin að frumkvæði og undir forystu Hollustuverndar ríkisins, þ.e. umhverfismerkingar á iðnaðarhreinsiefni. Meira
15. júlí 1999 | Neytendur | 51 orð

Flugnagildrur

P.H. Björnsson heildverslun hefur hafið innflutning á vistvænum skordýra- og flugnagildrum sem eru án eiturefna og lyktar. Í fréttatilkynningu frá P.H. Björnssyni kemur fram að gildrurnar eru í formi límborða sem eru límdir neðst á gluggakarma, þétt upp við rúður. Gildrurnar fást á öllum bensínstöðvum Olís, í Byko og víðar. Meira
15. júlí 1999 | Neytendur | 93 orð

Svínakjötsútsala í Nóatúni

Í DAG, fimmtudag, hefst svínakjötsútsala í Nóatúni. Um er að ræða 40 tonn af nýju, fersku svínakjöti. Að sögn Jóns Þ. Jónssonar markaðsstjóra í Nóatúni er ástæða verðlækkunarinnar sú að Nóatún er að hefja viðskipti við svínabúið Brautarholt en hann segir það vera eitt stærsta og fullkomnasta svínabú á Íslandi. Meira
15. júlí 1999 | Neytendur | 629 orð

Tæknilega framkvæmanlegt um áramótin

FRAM til þessa hafa sjúklingar ekki getað pantað tíma hjá lækni með tölvupósti eða beðið um endurnýjun lyfseðils með þeim hætti. Það eru öryggissjónarmið sem búa að baki þeirri ákvörðun að leyfa ekki rafrænar sendingar innan heilbrigðiskerfisins nema ströngustu öryggiskröfur séu uppfylltar. Meira
15. júlí 1999 | Ferðalög | -1 orð

Ýtt úr vör í Vatnsfirðinum

Boðið er upp á dagsferðir á kajak á Vatnsfirði, sem henta flestum, sem á annað borð renna hýru auga til þessarar ört vaxandi vatnsíþróttar, eins og Örlygur Steinn Sigurjónsson reyndi fyrir skömmu. Meira

Fastir þættir

15. júlí 1999 | Í dag | 37 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 16. júlí, verður fertgur Páll Ægir Pétursson, skipstjóri, Esjugrund 26, Kjalarnesi. Eiginkona hans er Helga Bára Karlsdóttir. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Gusts, Álalind í Kópavogi kl. 18 á afmælisdaginn. Meira
15. júlí 1999 | Í dag | 43 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 15. júlí, verður fimmtugur Sigmar Ólafsson, vélfræðingur, Langholtsvegi 82, Reykjavík. Sigmar er kvæntur Pálínu Pálsdóttur og eiga þau 3 dætur. Sigmar og Pálína taka á móti vinum og vandamönnum milli kl. 18-20 í dag í Rafveituheimilinu við Elliðaár. Meira
15. júlí 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. janúar sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Guðlaug Jónsdóttir og Sigurður Ingi Halldórsson. Heimili þeirra er í Miðtúni 76, Reykjavík. Meira
15. júlí 1999 | Í dag | 429 orð

Fúsk í þýðingum sjónvarpsins

ÞAÐ gengur fram af mér fúskið í þýðingu á erlendum þáttum í ríkissjónvarpinu. Sl. sunnudagskvöld var sýnd bresk bíómynd sem heitir "Fyrirheitna landið" og var mjög sérstæð mynd. Fólk sem skilur svolítið í ensku hefði fundist betra að hafa myndina textalausa því textinn fylgdi ekki talinu og datt út annars slagið. Meira
15. júlí 1999 | Dagbók | 957 orð

Í dag er fimmtudagur 15. júlí, 196. dagur ársins 1999. Svitúnsmessa hin s. Orð

Í dag er fimmtudagur 15. júlí, 196. dagur ársins 1999. Svitúnsmessa hin s. Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóhannes 14,15.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Albatros kemur og fer í dag. Þerney, Brúarfoss og Arnarfell fara í dag. Meira
15. júlí 1999 | Í dag | 82 orð

ÍSLAND

Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir, landið, sem aldregi skemmdir þín börn, hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir, hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn. Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá, fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá. Meira
15. júlí 1999 | Fastir þættir | 707 orð

Jarðvegur og jarðvegslífverur

ÞAÐ sem við í daglegu tali köllum mold er jarðvegur sem myndast hefur úr grotnandi bergi og lífveruleifum. Jarðvegseiginleikarnir ráðast af þeim tíma sem liðinn er frá því bergið myndaðist, lífverurnar námu land og því loftslagi sem ríkti á tímanum sem jarðvegsmyndunin átti sér stað. Meira
15. júlí 1999 | Fastir þættir | 657 orð

Shirov með 2-0 forystu gegn Judit Polgar

10.­18. júlí 1999 ALEXEI Shirov, sem nú býr á Spáni, vann góðan sigur gegn Judit Polgar í annarri skákinni í einvígi þeirra sem nú stendur yfir í Prag í Tékklandi. Staðan í einvíginu er þar með orðin 2-0, Shirov í hag. Shirov hafði svart og tefldi franska vörn gegn kóngspeðsbyrjun Judit Polgar. Svarti kóngurinn fann sér skjól á kóngsvængnum, en hvítur hrókaði langt. Meira
15. júlí 1999 | Í dag | 348 orð

Skálholtshátíð 1999

AÐ vanda verður Skálholtshátíð haldin helgina sem næst er Þorláksmessu á sumri sem er þann 20. júlí. Að þessu sinni hefst hátíðin laugardaginn 17. júlí með aftansöng í Skálholtsdómkirkju kl. 18. Kl. 21 á laugardagskvöldið verða athyglisverðir tónleikar. Þar mun strengjasveit ungs fólks undir stjórn Lilju Hjaltadóttur flytja verkið Gloria eftir Vivaldi. Meira
15. júlí 1999 | Fastir þættir | 823 orð

Tækni og skynsemi "Ert þú ekki einn af þessum strákum? ­Hvaða strákum? ­Þessum alvöru strákum, þú veist, þessum strákum sem hafa

Er hægt að halda því fram, svo nokkurt vit sé í, að heilbrigð skynsemi sé fólgin í einhverju öðru en tæknilegri rökvísi? Í bókinni Umhverfing (Háskólaútgáfan, 1998) spyr Páll Skúlason heimspekingur, og rektor Háskóla Íslands, þeirrar spurningar, hvort "tæknitrúin [sé] ekki einfaldlega rödd heilbrigðrar skynsemi á okkar dögum," (bls. 23). Meira
15. júlí 1999 | Fastir þættir | 578 orð

Þorskur og aðmírálsfiðrildi

Kristín Gestsdóttir sá aðmírálsfiðrildi á Garðaholti föstudaginn 9. júlí sl. Meira
15. júlí 1999 | Í dag | 453 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI gerði sér vonir um að tekist hefði að tryggja þriggja ára frið um kjaramál grunnskólakennara þegar samningar náðust milli Kennarasambands Íslands og sveitarfélaganna haustið 1997, en samningarnir fólu í sér 33% meðaltalshækkun grunnlauna. Þetta hefur því miður ekki gengið eftir þrátt fyrir að báðir aðilar hafi samþykkt þennan samning með lögformlegum hætti. Meira

Íþróttir

15. júlí 1999 | Íþróttir | 72 orð

Beint á RÚV

SJÓNVARPIÐ sýnir beint frá Opna breska mótinu eins og síðustu ár. Í dag hefst útsending kl. 13 og stendur til 18.30. Sömu sögu er að segja af útsendingunni á morgun. Að auki verða valdir kaflar sýndir eftir síðari kvöldfréttir. Um helgina hefjast útsendingar einnig kl. 13, en á laugardag lýkur sendingum kl. 17.50 og kl. 17.15 á sunnudag. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 101 orð

Besti árangur Elvu Rutar

Elva Rut Jónsdóttir, Fimleikafélaginu Björk, hafnaði í 21. sæti í úrslitum í fjölþraut á Ólympíuleikum háskólanema sem haldnir voru á Mallorca fyrir skömmu. Árangur hennar á mótinu er sá besti sem hún hefur náð fram að þessu. Elva hlaut 34,30 stig í 30 manna úrslitakeppninni. Þar tryggði hún sér sæti með því að hafna í 19. sæti og fá 35,5 stig í undankeppninni. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 117 orð

Bæjarar mæta Brimarbúum

ÞÝSKU meistararnir í Bayern M¨unchen tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar í Þýskalandi með 1:0- sigri á Borussia Dortmund. Raunar fengu Bæjarar hjálp frá Christian Wörns, varnarmanni Dortmund og þýska landsliðsins, því hann varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 79 orð

Eyjamenn gerir Króata tilboð

HANDKNATTLEIKSDEILD ÍBV hefur gert Miro Barisic, 22 ára kratískum leikmanni tilboð um að leika með liðinu næsta vetur. Barisic er örvhent skytta og hefur leikið fjóra landsleiki fyrir hönd Króatíu. Hann hefur leikið með Badel Zagrab og Pipo í króatísku 1. deildinni. Eyjamenn eiga von á svari frá Króatanum í þessari viku. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 531 orð

Ég er alsæll

ÖRN Arnarson, sundkappi úr SH og íþróttamaður ársins, náði þeim glæsilega árangri að verða Evrópumeistari unglinga í 200 metra skriðsundi á EM í Moskvu í gær. Hann er fyrstur íslenskra sundmanna til að hljóta Evrópumeistaratitil unglinga, eins og hann gerði líka í fyrra er hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi fullorðinna í 25 metra laug. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 213 orð

Formúlu-bílar í eiturlyfjaflutningum

Breska tollgæslan telur sig hafa upplýsingar um að bílar, sem notaðir hafi verið í Formúlu-1-mótaröðinni, hafi verið notaðir til þess að flytja eiturlyf á milli landa. Í dagblaðinu The Sunday Times segir að tollverðir hafi fengið ábendingu um flutning eiturlyfja í Formúlu-bílum og gámum sem flytja þá milli landa fyrir 18 mánuðum og hafi fylgst grannt með flutningi þeirra um Dover, Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 605 orð

Fram fékk þrjú stig á silfurfati

EF ósanngirni er til í knattspyrnu þá urðu áhorfendur vitni að henni á Laugardalsvelli í gær er Fram vann Víking óverðskuldað 2:0. Víkingar voru betri í afskaplega slökum leik, en lánleysið var algjört hjá þeim og má segja að þeir hafi fært Safamýrarstrákunum þrjú stig á silfurfati í síðari hálfleik. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 271 orð

Garðb· æingar sóttu öll stigin í Garðinn

Stjarnan úr Garðabæ gerði góða ferð suður með sjó í gærkvöldi þegar liðið mætti Víði í Garði. Garðbæingar unnu sannfærandi sigur, 5:2, og eru því áfram í toppbaráttunni. Leikur Víðismanna olli vonbrigðum eftir ágætt gengi og enn er það varnarleikurinn sem er helsti höfuðverkurinn. Ætli Víðismenn að halda í þá bestu í deildinni verða þeir að taka þennan þátt fyrir og það fyrr en seinna. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 800 orð

Gengið um öngstræti Hogans

Opna breska mótið í golfi hefst í dag á Carnoustie-golfvellinum í Skotlandi. Edwin Rögnvaldsson skoðaði mótsstaðinn á vordögum og skilur vel hvers vegna keppendum er ekki rótt, en Carnoustie þykir á meðal erfiðari golfvalla heims. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 149 orð

Heiðmar til Wuppertal

HEIÐMAR Felixson, leikmaður Stjörnunnar í handknattleik, er á leið til viðræðna við þýska 1. deildarliðið Wuppertal. Í hans stað hefur Stjarnan gert samning við rússneska skyttu, Edouard Moskalenko. Stjarnan veitti Heiðmari heimild til viðræðna við þýska liðið og fer hann af landi brott í dag. Er búist við að hann skrifi undir samning við þýska liðið á næstu dögum. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 264 orð

KR-stúlkur til Eyja

Íslandsmeistarar KR í kvennaknattspyrnu sækja Eyjastúlkur heim í undanúrslitum bikarkeppninnar hinn 23. júlí nk. Eyjastúlkur skelltu Valsstúlkum óvænt í Eyjum í gærkvöldi, 2:0. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast bikarmeistarar Blika og Grindvíkingar suður með sjó. Mikill fögnuður braust út á meðal Eyjamanna eftir sigurinn á Val. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 67 orð

KSÍ samþykkti ósk Leifturs

Knattspyrnusamband Íslands hefur samþykkt ósk Leifturs um að leika gegn belgíska liðinu Anderlecht í Evrópukeppni félagsliða á Akureyri í stað Ólafsfjarðar. Forráðamenn Leifturs fóru fram á það við KSÍ að leikurinn yrði færður til Akureyrar, en þar þykja aðstæður boðlegri fyrir leiki í Evrópukeppni. Leiftur leikur fyrri leikinn gegn Anderlecht í Belgíu þann 12. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 431 orð

Lítum út eins og viðvaningar

MIKIÐ er rætt og ritað um golfvöllinn í Carnoustie, eða "Ókindina" eins og einhver keppandinn tók upp á að nefna hann. Bandaríkjamaðurinn Payne Stewart, sem sigraði í Opna bandaríska mótinu í Pinehurst í síðasta mánuði, sagði að keppnin gæti orðið skrautleg ef veðurguðirnir legðu ekki blessun sína yfir opna breska mótið, hið 128. í röðinni. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 334 orð

NEWCASTLE er tilbúið að greiða Ipsw

NEWCASTLE er tilbúið að greiða Ipswich Town um 700 milljónir króna fyrir Kieron Dyer. Leikmaðurinn, sem er 20 ára, hefur verið fastamaður í 21. landsliði Englendinga og tók nýverið sæti í landsliðshóp Kevins Keegans. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 111 orð

Rútur segist hættur með Eyjamönnum

RÚTUR Snorrason, leikmaður ÍBV, segist hættur með liðinu vegna óánægju með fá tækifæri í sumar. Hefur leikmaðurinn, sem lítið hefur leikið með ÍBV á tímabilinu og var ekki í leikmannahópi liðsins í Evrópuleik þess gegn SK Tirana á þriðjudag, tilkynnt stjórn ÍBV þetta. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 501 orð

Stórleikur á Skaganum

ÍSLANDS- og bikarmeistarar ÍBV þurfa að fara upp á fasta landið til viðureignar við Skagamenn í undanúrslitum bikarkeppni karla, en dregið var á Hótel Loftleiðum í gær. Hugsanlegt er að annað kvöld verði forsmekkur að því sem koma skal, þegar liðin mætast á Akranesi í deildarkeppninni. KR-ingar önduðu léttar er í ljós kom að þeir fengu heimaleik gegn Breiðabliki. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 654 orð

"Verðum að geta boðið upp á aðstöðu fyrir áhorfendur"

ÞRÍR heimavellir liða í efstu deild karla í knattspyrnu uppfylla ekki lágmarkskröfur Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) um aðstöðu fyrir áhorfendur og hafa forráðamenn liðanna haft frest frá Knattspyrnusambandi Íslands til að leggja fram framkvæmdaáætlun vegna byggingar skipulagðrar áhorfendaaðstöðu, eða sæta heimaleikjabanni ella. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 34 orð

Víkingur gegn Bordeaux

ÍSLANDSMEISTARAR Víkings í borðtennis karla mæta franska liðinu Bordeaux í Evrópukeppni meistaraliða. Viðureignin fer fram í Reykjavík 21. ágúst. Víkingsliðið er skipað Guðmundi E. Stephensen, Markúsi Árnasyni, Kristjáni Jónssyni og Adam Haraldssyni. Meira
15. júlí 1999 | Íþróttir | 178 orð

(fyrirsögn vantar)

Opna breska mótið er elsta atvinnumannamót heims og er rekið af hinum konunglega og forna golfklúbbi St. Andrews í Skotlandi, sem hefur yfirumsjón með ýmsum málefnum tengdum golfíþróttinni alls staðar í heiminum nema í Norður- og Mið-Ameríku, en þar heldur bandaríska golfsambandið um stjórnartaumana. Meira

Úr verinu

15. júlí 1999 | Úr verinu | 123 orð

Kolaveiðar í Bugtinni

Dragnótaveiðar í Faxaflóa mega hefjast 15. júlí ár hvert og standa þær til 15. desember. Fjórtán bátar hafa leyfi til veiðanna og mega þeir veiða 35 tonn af skarkola hver. Það er lækkun um 25 tonn frá síðasta ári. Hlutur bolfisks má ekki fara yfir 15% af heildarafla. Veiðarnar má aðeins stunda frá sjö að morgni til sjö að kvöldi og ekki má veiða um helgar. Meira
15. júlí 1999 | Úr verinu | 128 orð

Ráðstefna um uppsjávarfiska

RÁÐSTEFNA um uppsjávarfiska verður haldin í Dublin á Írlandi dagana 7-8. september nk. Á ráðstefnunni verður einkum fjallað um helstu stofna smærri uppsjávarfiska, s.s. síld og makríl, og markaði fyrir afurðirnar. Á ráðstefnunni, sem nú er haldin í þriðja sinn, verða fulltrúar allra helstu sölusamtaka og framleiðenda í heiminum, auk virtra vísindamanna. Meira
15. júlí 1999 | Úr verinu | 420 orð

Útvegsmenn mjög órólegir yfir töfinni

"Við erum orðnir mjög órólegir yfir þeirri töf sem orðin er á því að Rússar staðfesti Smugusamninginn. Án þess megum við ekki hefja veiðar, en nú er bezti veiðitíminn að ganga yfir. LÍÚ hefur þó ekki í hyggju að stefna fjölda skipa þangað án þess að staðfesting hafi fengizt. Meira

Viðskiptablað

15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 407 orð

Ávaxtar 2 milljarða fyrir Lífeyrissjóð Suðurnesja

SPARISJÓÐURINN í Keflavík og Kaupthing Luxembourg S.A. hafa tekið upp samstarf sem felur í sér að Kaupthing sjái um eignastýringu og ávöxtun fjármuna erlendis fyrir viðskiptavini Sparisjóðsins. Markmiðið með samstarfinu er að bjóða viðskiptavinum Sparisjóðsins þjónustu á sviði eignastýringar með það að markmiði að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu, Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 215 orð

Breytingar hjá Kassagerðinni

Páll Einar Halldórsson hefur tekið við nýju starfi framleiðslustjóra hjá Kassagerðinni. Páll hóf störf sem gæðastjóri árið 1993 og mun sinna því samhliða nýju starfi. Páll lauk M.Sc.-prófi í hag- og rekstrarverkfræði frá Ålborg Universitetscenter (AUC) í Dammörku 1991. Páll er kvæntur Báru Melberg Sigurgísladóttur svæðanuddara og eiga þau fjögur börn. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 116 orð

Disney sameinast Infoseek

TILKYNNT hefur verið um samning Buena Vista netfyrirtækisins, sem er í eigu Walt Disney-fyrirtækisins, og netfyrirtækisins Infoseek um að sameinast á Netinu undir heitinu go.com. Hluthafar í Infoseek fá 1,15 hlut í go.com fyrir hvern hlut í Infoseek. Disney á nú 42% í Infoseek og eftir samrunann verður hlutur þess í go.com 72%. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 460 orð

Ein versta viðskiptaákvörðun sögunnar?

BANDARÍSKA kvikmyndaverið 20th Century Fox samþykkti með herkjum árið 1974 að semja við ungan kvikmyndagerðarmann um töku kvikmyndar sem hann hafði samið söguþráðinn að. Hann skyldi halda kostnaði lágum við gerð myndarinnar og fá lægri laun sjálfur af kvikmyndinni. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 2027 orð

EKKI OFSELJA ÍSLAND!

VERÐBÓLGAN er komin á skrið á nýjan leik, hækkandi vextir, viðskiptahalli, sparnaður lítill, neysla alltof mikil og versnandi viðskiptakjör. Mörg verðbréfafyrirtæki lýstu hlutabréfamarkaðinn ofmetinn snemma sumars. Sjónvarpsfréttatímar eru orðnir framhaldsþættir um rekstrarerfiðleika, greiðslustöðvanir og lán sem eiga að bjarga öllu því sem búið er að tapa. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 77 orð

Endurbygging Faxagarðs

Borgarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við verktaka á grundvelli tveggja tilboða. Tekið var tilboði Ístaks hf. í verkefnið "Faxagarður ­ endurbygging 3. áfanga skv. útboði" að upphæð 27.630.934 krónur sem er 100,56% af áætlun, og tilboði Þ.G. Verktaka ehf., Heiðars Jónssonar og Stjörnublikks ehf. í verkið "viðbætur í safnæðum í 3. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 96 orð

Flutt í nýtt húsnæði

Hugbúnaðarfyrirtækið Hospitality Solution Center (HSC) hefur flutt starfsemi sína úr Skeifunni 11 að Grensásvegi 12a. HSC hefur hlotið vottun frá Navision Software sem fullgildur sölu- og þjónustuaðili fyrir Navision hugbúnað. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum fyrir ferðamannaþjónustu og hefur þróað sérskrifaðar lausnir fyrir hótel og veitingahús sem viðbætur ofan á Navision Financials Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 634 orð

Guðmundur Örn Ingólfsson framkvæmdastjóri Máka

Guðmundur Örn Ingólfsson framkvæmdastjóri Máka Stuðlar að nýsköpun MÁKI hf. á Sauðárkróki er í forsvari fyrir Evreka-verkefnið AquaMaki II, en það er eitt stærsta Evreka-verkefnið sem Íslendingar hafa tekið þátt í. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 104 orð

Meintur galli hjá Toyota

BANDARÍSKA ríkið hefur stefnt Toyota í Bandaríkjunum vegna meintra galla á tölvustýrðum mengunarnemum í 2,2 milljónum Toyota- bifreiða af árgerðunum 1996-1998. Dómsmálaráðuneytið ber fyrir sig bandarísk mengunarvarnarlög og freistar þess að fá gert við tölvurnar sem stýra mengunarvarnarbúnaðinum. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 75 orð

Methagnaður Ford

FORD-bifreiðaframleiðandinn í Bandaríkjunum tilkynnti methagnað upp á rúma 184 milljarða íslenskra króna eða 2,48 milljarða dollara, fyrir annan ársfjórðung ársins 1999. Hagnaðurinn hefur því aukist um 4% frá sama tíma á árinu áður, aðallega vegna góðs gengis á mörkuðum í Norður-Ameríku. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 342 orð

Mímisbrunnur kynnir nýjan hugbúnað

Mímisbrunnur ehf. kynnti á dögunum fyrstu útgáfu af mb logix hugbúnaðinum sem fyrirtækið hefur þróað. mb logix er hugbúnaður sem ætlaður er til að skipuleggja dreifikerfi fyrirtækja. mb logix hugbúnaðurinn nýtir sér stafrænar landfræðilegar upplýsingar og birtir leiðaskipulag á korti. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 192 orð

Netviðskipti í Evrópu í þróun

SÚ umbreyting sem hefur orðið á bandarísku efnahagslífi í kjölfar mjög aukinnar netnotkunar undanfarin fimm ár mun einnig verða í Evrópu innan tíðar, að því er fram kemur í skýrslu frá bandaríska endurskoðunarfyrirtækinu Morgan Stanley. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 457 orð

Nýir starfsmenn Íslandssíma

Geir Ragnarsson er yfirmaður tæknisviðs Íslandssíma. Geir lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Aalborg Universitet 1988 og hlaut þjálfun í fjarskiptatækni í Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi. Hann starfaði við uppbyggingu og rekstur símstöðva og tengdra kerfa hjá Landssíma Íslands frá 1989 og var yfirmaður Kerfistæknideildar frá 1997. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 352 orð

Nýr "hr. Yen" fram á sjónarsviðið

NÝR aðstoðarfjármálaráðherra alþjóðamála í Japan, Haruhiko Kuroda, tók við embætti í seinustu viku við reglubundna tilfærslu embættismanna í japanska fjármálaráðuneytinu. Kuroda sýndi við sitt fyrsta opinbera embættisverk að hann er öllu varkárari í framkomu og yfirlýsingum en fyrirrennari hans í embætti, Eisuke Sakakibara, sem fékk viðurnefnið "hr. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 113 orð

Nýr slökkvibúnaður

IB innflutningsmiðlun ehf. á Selfossi hefur hafið innflutning á nýrri gerð bandarísks slökkvibúnaðar sem er léttari og öflugri en hefðbundnir slökkvibílar með vatnsdæluafköst upp að 4.000 lítrum á mínútu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. "Þessi bandaríski búnaður nefnist "the Snuffer" en á íslensku "eldbítur". Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 370 orð

Nýtt starfsfólk hjá Áliti

Anna G. Sigurvinsdóttir sinnir skjalastjórnun og upplýsingaöflun í verkefnum tengdum árþúsundaskiptunum. Hún lýkur BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ í febrúar árið 2000. Anna er gift Draupni Guðmundssyni tölvunarfræðingi og eiga þau eina dóttur. Arnaldur F. Axfjörð er ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Áliti. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 83 orð

Olíuverð hækkar

VERÐIÐ á fatinu af Brent-hráolíu skv. framvirkum samningi fyrir ágústmánuð fór í 19,36 dollara í gær, og nálgast efri mörk á 18­20 dollara marki sem samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa sett sér. Ástæða hækkunarinnar er að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum hafa minnkað meira og eldsneytisnotkun aukist meira en búist var við. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 205 orð

Opin kerfi velja söluaðila ársins

Karel Rafnsson, sölustjóri EST á Akureyri, var nýverið valinn söluaðili ársins fyrir lausnir frá Hewlett-Packard af Opnum kerfum, umboðsaðila HP á Íslandi. Þetta var kunngert á dögunum þegar Opin kerfi héldu netþjónaveislu sína í tilefni af nýrri línu netþjóna sem HP var fyrir skemmstu að setja á markað. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 406 orð

Rafeyrir notaður í fyrsta skipti á Íslandi

SPARISJÓÐUR Kópavogs, Smartkort ehf. og Kópavogsbær hafa síðastliðið ár unnið að útgáfu rafeyriskorta, svokallaðra smartkorta, sem er samheiti yfir fjölnota kort með örgjörva. Í gær var tilraunaverkefni á vegum áðurnefndra aðila hleypt af stokkunum þegar Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, notaði rafeyriskort sem greiðslumiðil í fyrsta skipti á Íslandi. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 51 orð

Sjávarútvegssýning

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins fyrir viku var greint frá því að ein stærsta sjávarútvegssýning Suður-Ameríku verði haldin í Argentínu í vetur. Í fréttinni var rangt farið með hvenær sýningin verður haldin, en hún stendur frá 11.-13. nóvember en ekki október eins og kom fram í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 437 orð

Skemmtisjóður bætir starfsandann

BRYNHILDUR Sverrisdóttir fæddist á Akureyri árið 1953, en ólst að mestu upp í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum árið 1973 og stundaði nám í félags- og hagfræði í Université d'Aix-en-Provence á árunum 1974­1976. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 584 orð

Skiptar skoðanir um verð á járnblendi

VERÐ á járnblendi hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin tvö ár. Líkt og greint var frá á viðskiptasíðum Morgunblaðsins á þriðjudag má meðal annars rekja ástæðu verðlækkana til minnkandi eftirspurnar eftir kísiljárni sem orsakaðist af efnahagsþrengingum í Rússlandi og Asíu á síðastliðnu ári. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 2009 orð

STARFSEMI EVREKA STYRKT Ekkert íslenskt verkefni var samþykkt á árlegum ráðherrafundi Evreka, rannsóknarsamstarfs

EVRÓPURÍKIN ákváðu á árinu 1985 að snúa bökum saman og hefja samstarf um rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífinu undir yfirskriftinni Evreka. Markmiðið var að styrkja samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Japan. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 91 orð

Útsölur að hefjast

FLESTAR verslanir í Kringlunni byrja útsölur sínar í dag. Næsta víst er að víða verður handagangur í öskjunni í verslununum. Einhverjar verslanir eru þegar byrjaðar með útsölu og má þar nefna verslanirnar Evu og Gallerí á Laugaveginum. Þar hófst útsalan á þriðjudagsmorgun og þegar þær voru opnaðar mátti sjá fólk í biðröð eftir að komast inn. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 279 orð

Vaxtarsjóðurinn með 14,5% raunávöxtun

FYRSTU sex mánuði ársins skilaði Vaxtarsjóðurinn, sem er í vörslu VÍB, 14,5% raunávöxtun sem á ársgrundvelli jafngildir 30,3% raunávöxtun. Sjávarútvegssjóður Íslands, í vörslu Kaupþings Norðurlands, sýndi neikvæða raunávöxtun á sama tímabili eða -4,88%, á ársgrundvelli -9,52%. Meira
15. júlí 1999 | Viðskiptablað | 138 orð

Volvo dýrari í Bretlandi

ÍMYND Volvo-bílaframleiðandans versnaði nokkuð eftir að talsmenn fyrirtækisins viðurkenndu leynilega samninga um að halda bílaverði í Bretlandi allt að 40% hærra en í Evrópulöndum á meginlandinu. Forsvarsmenn Volvo í Bretlandi hafa nú gefið skriflega yfirlýsingu um að athæfið endurtaki sig ekki. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.