Greinar sunnudaginn 18. júlí 1999

Forsíða

18. júlí 1999 | Forsíða | 44 orð

AP Sjávarleikar undirbúnir VERKAMENN í Brúnei sn

AP Sjávarleikar undirbúnir VERKAMENN í Brúnei snyrta runna fyrir utan væntanlega gististaði þátttakenda í 20. Sjávarleikunum, sem haldnir verða í Brúnei í næsta mánuði. Rúmlega fjögur þúsund þátttakendur og starfsmenn frá tíu ríkjum Asíu og Eyjaálfu mæta til leikanna, að viðbættum um eitt þúsund fjölmiðlamönnum. Meira
18. júlí 1999 | Forsíða | 35 orð

Reuters Í garði Havels DAGMAR Havlova, forsetafrú í

Reuters Í garði Havels DAGMAR Havlova, forsetafrú í Tékklandi (t.h.) fylgir Nane Annan, eiginkonu Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um garðinn við sumarhús Havelhjónanna í Hradecek í Norðaustur-Tékklandi. Annanhjónin voru í tveggja daga heimsókn í Tékklandi. Meira
18. júlí 1999 | Forsíða | 117 orð

Saddam vígreifur

SADDAM Hússein, forseti Íraks, birti Vesturlöndum harðorða yfirlýsingu í sjónvarpsávarpi til írösku þjóðarinnar í gær. Hélt Saddam ávarpið í tilefni af 31 árs afmæli 17. júlí-byltingarinnar sem kom Baath-flokki hans til valda í Írak. Meira
18. júlí 1999 | Forsíða | 236 orð

Segja Kínverja hafa í hótunum

TAÍVANAR sökuðu í gær Kínverja um að nota fjölmiðla í Hong Kong til að hóta sér og sögðu ekkert hæft í fréttum um aukinn hernaðarviðbúnað á meginlandinu. Lin Chong-pin, varaformaður taívanskrar stjórnarnefndar sem mótar stefnu í meginlandsmálefnum, sagði í gær að "það sem meginlandið segir og það sem það gerir er ekki endilega það sama". Meira
18. júlí 1999 | Forsíða | 421 orð

Væntir samninga innan 15 mánaða

EHUD Barak, nýkjörinn forsætisráðherra Ísraels, vonast til að ganga endanlega frá friðarsamningum við nágrannaríkin innan fimmtán mánaða, að því er ísraelska útvarpið greindi frá í gær, og hafði eftir háttsettum embættismanni sem starfaði náið með Barak. Meira

Fréttir

18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

709 manns skipta um trúfélög

ALLS skiptu 709 manns um trúfélag á fyrstu sex mánuðum ársins, eða 0,3% landsmanna. Þar af skráðu 382 sig úr þjóðkirkjunni, eða 54%. Af þeim kusu 92 að vera utan trúfélaga, 92 létu skrá sig í Fríkirkjuna í Reykjavík og 62 í Óháða söfnuðinn. Flestar nýskráningar á tímabilinu voru í kaþólsku kirkjuna, eða 135. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Alltof litlar rannsóknir á lífríki Laxár í Aðaldal

Laxamýri-Óánægju hefur gætt meðal landeigenda við Laxá í Aðaldal með það hve litlar rannsóknir fara fram á lífríkinu í ánni. Nýlega hélt stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns fund með Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, til þess að ræða með hvað hætti væri hægt að bæta úr því ástandi sem nú ríkir. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 335 orð

Breytt verði fyrirkomulagi á afgreiðslu undanþágna

SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim tilmælum til samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir því að breytt verði fyrirkomulagi um veitingu undanþágna frá leigubílaakstri þannig að ekki verði hætta á samkeppnislegri mismunun. Meira
18. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 391 orð

Clinton gagnrýnir strandgæsluna fyrir hörku

BILL Clinton Bandaríkjaforseti gagnrýndi bandarísku strandgæsluna á dögunum fyrir að beita óþarflega mikilli hörku í samskiptum við flóttamenn frá Kúbu og hét hann að tryggja að fyrir hendi yrði "skipuleg, örugg og lögleg" leið fyrir flóttafólk kommúnistastjórnar Fidels Castro á Kúbu til að koma til Bandaríkjanna. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Dafnar vel í vætutíð

VEÐRIÐ hefur leikið við fýlinn í Mýrdalnum í sumar. Hann nýtur sín betur í vætutíð en þurrki og eru því líkur á því að unginn verði vænn í haust. Hefð er fyrir því í Mýrdal að fýlsunginn sé nytjaður þegar hann flýgur úr hreiðri á haustin. Myndin var tekin við fýlshreiður í Fagradalshömrum. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 504 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók HÍ 18.­24. júlí. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudagur 20. júlí: Miðstöð í erfðafræði auglýsir fyrirlestur í kennslustofu á þriðju hæð í Læknagarði klukkan 16. Fyrirlesari er Dr. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Engar nýjar vísbendingar

Á HÁDEGI í gær höfðu engar nýjar vísbendingar komið fram sem hjálpað gætu lögreglu við að hafa hendur í hári Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa banað manni á heimili hans á Leifsgötu aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Vitað er að Þórhallur Ölver hélt til Kaupmannahafnar á miðvikudagskvöldið og er hans nú leitað af morðdeild lögreglunnar þar. Meira
18. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 48 orð

Enginn sefur í Detroit

TENÓRARNIR þrír, Placido Domingo (t.v.), Jose Carreras og Luciano Pavarotti (t.h.), eru enn að og í gærkvöldi héldu þeir konsert á Tiger-leikvanginum í Detroit í Bandaríkjunum. Fyrst þurftu þeir þó að taka æfingu og hita upp, og þá var óþarfi að vera í kjólfötunum. Meira
18. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1706 orð

Evrópusamband í Austurvegi Evrópusambandið undirbýr nú stækkun til austurs. Kjartan Emil Sigurðsson fjallar um aðdraganda

ÞEIR voru mættir í salinn allir þrír; nýskipaður utanríkisráðaherra Danmerkur, nýr maður í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og varaforsetinn í framkvæmdastjórninni. Fyrir enda borðsins voru tveir stólar fyrir mennina þrjá. Fundurinn byrjaði og samanlagður fréttamannaskari gjörvallrar Evrópu fylgdist spenntur með. En skyndilega hljóp snurða á þráðinn. Meira
18. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 876 orð

Gullið tækifæri

Á FUNDI leiðtoga helstu iðnríkja heims (G7) í Köln í júní síðastliðnum, voru gefnar áhugaverðar yfirlýsingar um samskipti ríku landanna við þau fátæku. Í fyrsta lagi var gefið í skyn, án afdráttarlausrar viðurkenningar, að síðustu tilraunir til að minnka skuldir þróunarlandanna hefðu mistekist. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Hollendingur horfinn með kvikmyndatökubúnað

ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan hf. leigði um síðustu helgi manni hjá hollensku fyrirtæki kvikmyndatökubúnað og átti hann að skila honum á mánudaginn. Ekkert hefur hins vegar spurst til mannsins eða búnaðarins síðan um helgina og er málið nú í athugun hjá lögreglu. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður segir málið í raun afskaplega óljóst. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 335 orð

Hugmyndir Columbia að skýrast

JAMES F. Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia Ventures, og David M. Brewer, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, áttu á föstudag fund með fulltrúum iðnaðarráðuneytisins varðandi hugmyndir fyrirtækisins um hugsanlega byggingu álvers á vegum Norðuráls á Austurlandi. Meira
18. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 159 orð

Kólumbía fer fram á hernaðaraðstoð

STJÓRNVÖLD í Kólumbíu hafa farið þess á leit við Bandaríkjastjórn að hún veitti þeim 500 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð svo binda megi enda á átökin við skæruliðasveitir FARC og ELN sem látið hafa til sín taka á undanförnum vikum. Kemur þetta fram í frétt Netútgáfu BBC. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Landsmenn friðsamir í upphafi helgar

LANDSMENN virðast almennt hafa verið hinir rólegustu í upphafi helgarinnar og að sögn lögreglumanna bar fátt til tíðinda aðfaranótt laugardagsins. Í Reykjavík voru sjö ökumenn gripnir fyrir ölvunarakstur, en að öðru leyti mun nóttin hafa verið róleg. Á Akureyri komu upp tvö fíkniefnamál og voru þrír menn handteknir með smávægilegt magn fíkniefna. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 290 orð

Mikilvægast að vera góður sálusorgari

HELMINGUR presta, sem þátt tóku í könnun guðfræðinema, telur að mikilvægasti þátturinn í fari prests sé að vera góður sálusorgari og fjórðungur telur presti mikilvægast að vera vel menntaður guðfræðingur. Næstmikilvægasti eiginleikinn er af mörgum talinn að vera góður ræðumaður og að prestur sé félagslyndur. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Mjúkar lendingar með fallhlíf

OFT er spennandi fyrir áhorfendur að fallhlífarstökki að fylgjast með hvernig stökkvurunum tekst til með lendinguna. Tveir stökkvarar svifu tignarlega til jarðar í gærkvöldi í Laugardalnum í Reykjavík. Lentu þeir á fyrirfram ákveðnum stöðum - eða næstum því - þar sem annar þeirra hafnaði reyndar í runna en hinn sveif mjúklega niður á malbikið, eins og sjá má. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Námskeið gegn reykingum í Hveragerði

HALDIN hafa verið námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði sl. þrjú ár. Fjögur námskeið verða haldin til áramóta og hefst það fyrsta 6. september nk. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Gert er ráð fyrir því að þeir sem sækja þessi námskeið hafi tekið endanlega ákvörðun um að hætta að reykja og hafi slökkt í síðustu sígarettunni áður en námskeiðið hefst. Meira
18. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 418 orð

Námsmenn mótmæla í Teheran

ÁTÖK brutust út í Teheran og fleiri borgum Írans á mánudag, fimmta daginn í röð, og beitti lögregla kylfum og táragasi gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta og aukins fjölmiðlafrelsis í landinu. Við Teheran-háskóla voru hrópaðar niður tilraunir til að lesa upp yfirlýsingu frá Ayatollah Kamenei, æðsta trúarleiðtoga Írans. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Ný sundlaug tekin í notkun í Stykkishólmi

Ný sundlaug tekin í notkun í Stykkishólmi Stykkishólmi. ÞEIR vöknuðu snemma forráðmenn Stykkishólmsbæjar á föstudagsmorguninn og margir aðrir bæjarbúar, enda ástæða ærin. Klukkan sjö um morgun var tekin í notkun ný og fullkomin sundlaugaraðstaða í Stykkishólmi. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Nýtt stéttarfélag flugliða stofnað í haust

RÁÐGERT er að stofna nýtt verkalýðsfélag, Félag íslenskra flugliða, í haust en flugfélagið Atlanta hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis. Í því verða flugfreyjur og flugþjónar sem starfa við verkefni félagsins á Íslandi. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Rífandi stemmning á landsmótinu

LANDSMÓT skáta við Úlfljótsvatn stendur nú sem hæst. Mótið hefur gengið vel fyrir sig og verið góð stemmning meðal þátttakenda. Á föstudaginn heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, landsmótið. Forsetinn er verndari skátahreyfingarinnar og gaf sér góðan tíma á svæðinu. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Samnýting sex félaga

FRÚ INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra opnaði formlega á föstudaginn Þjónustusetur líknarfélaga sem er að Tryggvagötu 2, 4. hæð. Að þjónustusetrinu standa sex samtök; Parkinsonsamtökin á Íslandi, LAUF, landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Samtök sykursjúkra, Félag nýrnasjúkra, Tourette-samtökin og Umsjónarfélag einhverfra. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 557 orð

Segjast hætta yfirvinnu frá mánaðamótum

ALLMARGIR trésmiðir á Akureyri hafa tilkynnt vinnuveitendum sínum að þeir muni leggja niður yfirvinnu og tekur sú ákvörðun þeirra gildi fljótlega eftir verslunarmannahelgi, en tilkynna þarf slíkt með eins mánaðar fyrirvara. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Staðfesting komin frá Norðmönnum

NORÐMENN hafa tilkynnt utanríkisráðuneytinu formlega að Smugusamningurinn hafi verið samþykktur af öllum aðilum og að hann hafi öðlast gildi hinn 15. júlí síðastliðinn. Tómas H. Heiðar, fulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, segir að staðfesting Norðmanna á samþykki rússneskra yfirvalda hafi borist á föstudagskvöld. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 217 orð

Tekur tilboð Skotveiðifélagsins ekki alvarlega

JÓHANN Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun ekki taka alvarlega hugmyndir stjórnar Skotveiðifélags Íslands um að standa fyrir fjársöfnun til að endurgreiða fyrirtækinu þann kostnað sem það hefur lagt í rannsóknir vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda á Austurlandi. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tófa á teig

Blönduósi-Þeir urðu heldur betur undrandi kylfingarnir í einum ráshópnum á fyrsta degi meistaramóts golfklúbbsins Óss þegar þeir ætluðu að hefja leik á sjöundu braut á golfvellinum í Vatnahverfi. Við bekkinn á aftari teig á sjöundu braut sat tófa og fylgdist með kylfingum ljúka leik á sjöttu braut. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 796 orð

Vetrarsiglingar óráðnar

Forstöðumenn bílaferjunnar Fagranessins, þeir Hjalti Hjaltason, Magnús Jóhannesson og Jóhann Jóhannsson, hafa í hyggju að taka upp þá nýbreytni að fara í eina til tvær siglingar til Grænlands um miðjan ágúst. Hjalti var spurður hvað hefði ráðið þessari ákvörðun. "Við höfum sjálfir oft komið til Grænlands, bæði á þessu skipi og á gamla Fagranesinu. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 438 orð

VIKAN 10/7­17/7

Nýtt ljósleiðarakerf LÍNA, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, og Íslandssími hf. hafa ákveðið að hefja samstarf við uppbyggingu ljósleiðaranets á veitusvæði Orkuveitunnar. Heildarfjárfesting í gagnaflutningsnetinu og tengingum er um einn milljarður og greiðir Íslandssími hf. um 350 milljónir fyrir réttindin. Meira
18. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þýfi komið í leitirnar

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á verðmætan veiðibúnað, sem stolið var við Rangárflúðir, bústaði veiðimanna við Ytri-Rangá 11. júlí sl. Lögreglan hafði tvo menn í haldi vegna málsins og við húsleit fundust átta af þeim tíu stöngum sem stolið var og ennfremur hafði lögreglan vísbendingar um tvær stangir til viðbótar. Meira

Ritstjórnargreinar

18. júlí 1999 | Leiðarar | 600 orð

LÝSI TIL GRINDAVÍKUR?

Í Morgunblaðinu í gær birtist athyglisverð frétt um hugmyndir forráðamanna hins gamalgróna fyrirtækis, Lýsis hf., um flutning á starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. Fram kemur, að núverandi húsnæði fyrirtækisins sé orðið óhagkvæmt og þess vegna stefnt að nýbyggingu. Meira
18. júlí 1999 | Leiðarar | 2274 orð

(fyrirsögn vantar)

Í LÍTILLI BÓK SEM kom út í Glasgow árið 1921 færði sagnfræðingurinn Alexander McGill, skoskur maður en af írsku bergi brotinn, rök fyrir því að írskir þjóðfrelsismenn gætu margt vitlausara gert en kynna sér sögu sjálfstæðisbaráttunnar íslensku og það hvernig Íslendingum af staðfestu og óbilandi viljastyrk hefði á endanum tekist að tryggja sér fullveldi árið 1918. Meira

Menning

18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð

Apaskinn

ÞESSI litli api heitir Kema og hér sést Keith Lloyd yfirapahirðir í dýragarði Lundúna knúsa hann. Kema var yfirgefinn af móður sinni rétt eftir að hann fæddist og þarf því starfsfólk dýragarðsins að sinna honum. Það er vel hugsað um Kema og er honum gefið að borða á fjögurra tíma fresti og bráðum mun hann, ásamt mörgum öðrum vel völdum dýrum, leika í heimildarmynd um dýragarðinn. Meira
18. júlí 1999 | Menningarlíf | 174 orð

Finnskur djasskvintett í Norræna húsinu

FINNSKI djasskvintettinn Mr. Fonebone heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 21. júlí kl. 21. Djasskvintettinn Mr. Fonebone var stofnaður 1994 af Antti Rissanen (Mr. Bone) og Mikko Innanen (Mr. Fone), og sama ár var geisladiskur "Sounds in the Snow" með Mr. Fonebone gefinn út á vegum Sibelíusar-akademíunnar. Meira
18. júlí 1999 | Menningarlíf | 532 orð

Frjósemin mögnuð

Leikgerð gerði Bergur Þór Ingólfsson eftir skáldsögu Mikhails Búlgakovs. Íslensk þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir, Hlynur Páll Pálsson, Esther Talía Casey, Sólveig Guðmundsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Stefán Hallur Stefánsson. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 839 orð

Góð myndbönd

Mjög skrítin og alveg sérstaklega vitlaus mynd en skemmtileg á köflum og sprenghlægileg inn á milli, og óhætt að mæla með við flesta sem leita sér að stundarafþreyingu. Fjárhættuspilarinn (The Gambler) Skemmtileg saga sem fléttar saman skáldskap og raunveruleika á margslunginn hátt. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 170 orð

Hátíð í Neskaupstað

BYLGJULESTIN og veðurguðirnir settu mikinn svip á 70 ára afmælishátíð Neskaupstaðar sem fram fór dagana níunda til ellefta júlí síðastliðinn. Bylgjulestarfólk var á staðnum á laugardeginum en þá náði hátíðardagskráin hámarki í mikilli veðurblíðu, glaðasólskini og yfir 20 stiga hita eða svokölluðu austfirsku sumarveðri. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 243 orð

Hljómsveitir í knattspyrnu

KNATTSPYRNUMÓT rokkara og poppara var haldið í vikunni og mættu margar vinsælustu hljómsveitir landsins æstar til leiks. Mikill keppnisandi var í meðlimum hljómsveitanna og fannst blaðamanni aðdáunarvert hversu leiknir sumir þeirra voru með knöttinn. Meira
18. júlí 1999 | Menningarlíf | 262 orð

Íslenska tríóið í Seattle og Vancouver

ÍSLENSKA tríóið lék á tónleikum í Seattle í Bandaríkjunum og Vancouver í Kanada 21. og 23. maí sl. Tónlistargagnrýnandi dagblaðsins Seattle Post-Intelligencer, Philippa Kiraly, skrifaði m.a. um tónleika í Nordic Heritage Museum: "Tónleikaröðinni Mostly Nordic lauk með vönduðum leik Íslenska tríósins... Meira
18. júlí 1999 | Menningarlíf | 121 orð

Jass í Álafoss föt bezt

JASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Kaffihúsinu Álafoss föt bezt, Mosfellsbæ, mánudagskvöldið 19. júlí. Kvartett Ólafs Jónssonar mun leika ásamt gestum frá Danmörku. Flytjendur eru Ólafur Jónsson og Haukur Gröndal, saxófónar og gestir frá Kaupmannahöfn: Morten Lundsby, kontrabassaleikari og Stefan Pasborg, trommuleikari. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 69 orð

Manson í kvikmynd

KVIKMYNDAHÚSAGESTIR geta farið að undirbúa sig fyrir hneykslanlega mynd því enginn annar en rokkarinn athyglissjúki Marilyn Manson mun leika, semja handrit og tónlist myndar sem verður eitthvað í líkingu við The Wall þeirra Pink Floyd-manna. Meira
18. júlí 1999 | Menningarlíf | 144 orð

Óperukór Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn Tón

Óperukór Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn Tónleikar í Hafnarborg DANSKI leikhúskórinn "DET lille operakor" frá Danmörku hefur tónleikaferð sína um Ísland með tónleikum í menningarhúsinu Hafnarborg miðvikudaginn 21. júlí kl. 20.30. Danskir söngvar ráða mestu í fyrri hluta tónleikanna. Þeir eru eftir Niels W. Gade, P.E. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 726 orð

"Sprund" og "kallur" keppa

FEGURÐARSAMKEPPNI Færeyja 1999 eða "Vakurleikakapping Føroya" eins og heimamenn kjósa að kalla hana verður haldin í Badmintonhöllinni í Þórshöfn í lok ágúst. Bæði herra og ungfrú Færeyjar verða valin eða "Føroya sprund" og "kallur". Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 540 orð

Tilraunakennd raftónlist í aldarlok

STRÁKARNIR í Stilluppsteypu eru allir í listaskóla á meginlandi Evrópu en eru komnir á klakann og halda tónleika í kvöld í Iðnó. Hljómsveitina skipa þeir Sigtryggur Sigmarsson sem býr í Þýskalandi, Heimir Björgúlfsson og Helgi Þórsson sem báðir eru búsettir í Hollandi. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 169 orð

Tómur hasar Á ystu nöf (Recoil)

Framleiðsla: Richard Peppin. Leikstjórn: Art Camacho. Handrit: Richard Preston Jr. Kvikmyndataka: Ken Blakey. Aðalhlutverk: Gary Daniels og Gregory McKinney. 97 mín. Bandarísk. Myndform, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
18. júlí 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Tónleikar í Hveragerði

TRÍÓ-tónleikar verða haldnir í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl. 20.30. Flytjendur eru Eydís Franzdóttir óbóleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð tríósins um landið en í ágúst halda þær stöllur í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 582 orð

Vatnslitir og fisktrönur

UNNUR Jórunn Birgisdóttir listakona er á leið til danska bæjarins Esbjerg ásamt fisktrönum og þurrkuðum þorskhausum. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu niðri við höfnina og verða trönurnar og hausarnir sem þeim fylgja einnig hluti af sýningunni. Unnur ætlar að sýna vatnslitamyndir sem flestar eru af fisktrönum og íslensku landslagi. Meira
18. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 549 orð

Þróað rokk

Pilsner fyrir kónginn, fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Klamedíu x. Meðlimir sveitarinnar eru Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Jón Geir Jóhannsson, Snorri Hergill Kristjánsson, Þráinn Árni Baldvinsson og Örlygur Benediktsson. Lög eru öll eftir meðlimi sveitarinnar en textar eru flestir eftir Braga Valdimar Skúlason. Gjorby margmiðlun gefur út en Skífan dreifir. Meira

Umræðan

18. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 380 orð

Engum greiði gerður með Greiðabílum

ÞETTA er leiðinda lífsreynslusaga af mölinni þar sem aðalpersónurnar eru ísskápur, eigandi hans, vinur eigandans og greiðabílstjóri. Söguþráðurinn er ekki margbrotinn en orðbragðið heldur óvandað og spurning hvort það geti talist við hæfi siðprúðra lesenda Morgunblaðsins sem eiga nú annars góðu að venjast. Meira
18. júlí 1999 | Aðsent efni | 1630 orð

HUGMYND AÐ SAMGÖNGUBÓTUM OG STÆKKUN SVEITARFÉLAGA Samþjöppun byggðar með betri vegum og styttingu vegakerfis er leið til að

Samþjöppun byggðar með betri vegum og styttingu vegakerfis er leið til að stækka atvinnu- og þjónustusvæði og stöðva þar með fólksflótta af landsbyggðinni að mati J. Ingimars Hanssonar, rekstrarverkfræðings. Hann gerir hér grein fyrir hugmyndum sínum, sem hann hefur unnið að um árabil. Meira
18. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 271 orð

Til grunnskólakennara, sérstaklega í Reykjavík og Kópavogi

BORGARSTJÓRINN í Reykjavík býður ný starfskjör. Kópavogsbær tekur undir. Með þeim hrapa kjör grunnskólakennara niður til okkar sem kennum við framhaldsskólana. Við höfum verið á botninum frá síðustu samningum. Þá nefnilega ­ ekki bara féllust samningamenn okkar á svona tillögur. Nei, ónei. Þeir börðust fyrir þeirri náð að fá að gera slíkan samning. Meira

Minningargreinar

18. júlí 1999 | Minningargreinar | 438 orð

Bjarni Ragnar Jónsson

Ég frétti í kvöld að vinur minn Bjarni R. Jónsson væri látinn. Þó að hann hafi kannski ekki verið þekktur á Íslandi sem skákfrömuður, þá var hann það. Hann var skákstjóri flestra skákmóta hjá Taflfélagi Kópavogs og hélt hraðskákmótum gangandi tvisvar í viku í fjölda ára. Hann sleppti einungis hátíðardögum eins og jólum og gamlársdag. Kannski páskadegi líka. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 357 orð

Bjarni Ragnar Jónsson

Einn af máttarstólpum Taflfélags Kópavogs, Bjarni Ragnar Jónsson, er fallinn frá langt um aldur fram. Það var mikið áfall fyrir okkur skákfélagana að heyra um andlát hans. Bjarni var einn af stofnfélögum Taflfélags Kópavogs sem var stofnað árið 1966. Hann tók strax mikinn þátt í starfseminni og tefldi á skákmótum hjá félaginu. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 74 orð

BJARNI RAGNAR JÓNSSON

BJARNI RAGNAR JÓNSSON Bjarni Ragnar Jónsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Bjarnadóttir, d. 16.12. 1987 og Jón Guðjónsson, d. 22.12. 1972. Bróðir Bjarna er Björgvin Jónsson, f. 15.11. 1934 í Vestmannaeyjum. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 368 orð

Esther Alexandersdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku mamma mín. Þú varst mér allt í einu og öllu. En þú varst fyrst og fremst mamma mín og betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér, þú varst líka besta vinkona mín og trúnaðarvinur. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 63 orð

ESTHER ALEXANDERSDÓTTIR

ESTHER ALEXANDERSDÓTTIR Esther Alaxendersdóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1938. Hún lést á heimili sínu eftir stutt veikindi að kveldi 12. júlí síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 5.2. 1916, d. 19.2. 1987, og Alexander Stefánsson, f. 26.6. 1913. Dóttir Estherar er Margrét S. Alexandersdóttir, f. 26.4. 1964. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Jóna Guðrún Bjarnadóttir

Elsku amma mín, nú hefur þú loks fengið hvíldina sem þú hefur svo lengi þráð og ég veit að afi hefur beðið þín og tekið vel á móti þér. Nú getur ykkur liðið vel saman aftur eftir langan aðskilnað. Fyrstu minningar mínar af ömmu eru þær að einhvern tíma þegar hún var hjá okkur í Borgarnesi þá spurði ég hana hvað hún væri gömul og hún sagðist vera 63 ára og þá sagði ég að við værum alveg Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 578 orð

Jóna Guðrún Bjarnadóttir

Hún amma okkar er dáin. Þótt það sé mjög sárt að hugsa til þess að við sjáum hana aldrei aftur í þessu lífi má segja að það hafi verið gott að hún fékk hvíldina. Það er ekki svo langt síðan hún talaði um að hún vildi fara og hitta afa sem dó fyrir 27 árum. Þau eru örugglega búin að hittast hinum megin og líður vel. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 290 orð

JÓNA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR

JÓNA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Jóna Guðrún Bjarnadóttir fæddist í Miðdal í Kjós 15. júní 1915. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson (1892­1985) bóndi fyrst í Miðdal, síðar Hól og Dalsmynni á Kjalarnesi og síðast bjó hann í Reykjavík, og Álfdís Helga Jónsdóttir (1894­ 1947). Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 767 orð

Kristján Thorlacius

Það eru ætíð viss þáttaskil í lífi manns, þegar andlát náins ættingja eða vinar ber að, jafnvel þótt um nokkurn aðdraganda hafa verið að ræða. Þannig leið mér að minnsta kosti þegar ég frétti um andlát Kristjáns Thorlaciusar, fyrrverandi formanns BSRB, fyrir nokkrum dögum. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTJÁN THORLACIUS

KRISTJÁN THORLACIUS Kristján Thorlacius fæddist á Búlandsnesi hinn 17. nóvember 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 10. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 16. júlí. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Ólafur Dagur Ólafsson

Elsku Óli Dagur okkar. Við systkinin vorum bæði svo lánsöm að kynnast þér. Við dvöldumst á sumrin hjá ykkur og ólumst upp með þér. Núna þegar við hugsum til baka hrannast minningarnar upp, allt sem við gerðum saman. Við vitum ekki hvar við eigum að byrja enda áttum við svo margar skemmtilegar samverustundir. Þú varst svo ákveðinn og jafnframt með skýrar hugmyndir. Þú vissir hvað þú vildir. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Ólafur Dagur Ólafsson

Komið er að kveðjustund ungs vinar okkar, Ólafs Dags Ólafssonar. Með þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum með honum viljum við minnast hans með þessu ljóði Guðmundar Guðmundssonar, þar sem okkur finnst það eins og talað til hans. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 545 orð

Ólafur Dagur Ólafsson

Kæri litli vinur. Nú hefur sorgin kvatt dyra hjá fjölskyldu þinni og vinum. Þú varst svo ungur, aðeins níu ára, en hafðir þó reynt svo margt. Kynni okkar hófust þegar þú byrjaðir í skólanum sex ára gamall. Þú varst félagslyndur og fullur áhuga á að taka þátt í öllu. Þótt líkamleg fötlun hamlaði hreyfigetu þinni voru íþróttir einn af uppáhalds tímunum þínum. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 313 orð

Ólafur Dagur Ólafsson

Okkur langar í fáum orðum að minnast Ólafs Dags sem var nemandi okkar í Brautarholtsskóla. Það er margs að minnast eftir þau þrjú ár sem við vorum þar saman. Óli Dagur var sannarlega eftirminnilegur nemandi, glaður drengur og áhugasamur um það sem fram fór í skólanum. Hann átti auðvelt með að umgangast krakkana og tók virkan þátt í skólastarfinu. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 47 orð

Ólafur Dagur Ólafsson

Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. (Sandell ­ Fr. Fr.) Elsku Rúnar Geir, Anna, Ólafur Ingi, María Ósk og Guðbjörn Már. Guð geymi ykkur og styrki. Innilegar samúðarkveðjur frá vinum í Reykjadal. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 316 orð

Ólafur Dagur Ólafsson

Elsku Óli Dagur, þegar við kvöddumst í Fífutjörninni um daginn hvarflaði ekki að neinum að það væri í síðasta skipti. Við töluðum um að það væri kominn tími til að fá fólkið í heimsókn uppí Hveratún. Þú kvaddir okkur með þínu mjúka handtaki í stólnum þínum út við dyr eins og þú gerðir alltaf. Meira
18. júlí 1999 | Minningargreinar | 23 orð

ÓLAFUR DAGUR ÓLAFSSON

ÓLAFUR DAGUR ÓLAFSSON Ólafur Dagur Ólafsson fæddist á sjúkrahúsi Suðurlands 14. desember 1989. Hann lést 6. júlí síðastliðinn. Útför hans fór fram 10. júlí. Meira

Daglegt líf

18. júlí 1999 | Bílar | 210 orð

Aflmesti vörubíll landsins

KRAFTUR hf., umboðsaðili MAN á Íslandi, afhenti nýlega aflmesta vörubíl sem fjöldaframleiddur er í Evrópu. Bíllinn er af gerðinni MAN 27.604 DFAT og er nú í eigu Norðurverks ehf. á Sauðárkróki. Vél hans er 600 hestöfl við 1.800 snúninga á mínútu og togið er 2.700 Nm við 1.100 til 1.450 snúninga á mínútu. Meira
18. júlí 1999 | Ferðalög | 998 orð

Búðarápí HalifaxÁ kanadísku sjónvarpsstöðinni CBC var nýverið sagt að Íslendingar "elskuðu að versla" og einkum skírskotað til

Á kanadísku sjónvarpsstöðinni CBC var nýverið sagt að Íslendingar "elskuðu að versla" og einkum skírskotað til innkaupa þeirra í Halifax.Valgerður Þ. Jónsdóttir og Árni Sæberg ljósmyndari könnuðu málið ... og gerðu smáinnkaup. Meira
18. júlí 1999 | Ferðalög | 1104 orð

Djass við upptök MississippiFjölmargir Íslendingar leggja leið sína til Minneapolis árlega, enda fljúga Flugleiðir þangað nær

Fjölmargir Íslendingar leggja leið sína til Minneapolis árlega, enda fljúga Flugleiðir þangað nær daglega yfir sumarmánuðina. Vernharður Linnetvar þar á ferð nýlega og kynntist vel djassinum í Tvíburaborgunum Minneapolis og St. Paul. Meira
18. júlí 1999 | Bílar | 1586 orð

Einn af stærstu iðnrisum veraldar

FIAT bílaverksmiðjurnar urðu 100 ára þann 11. júlí síðastliðinn. Þessa var minnst með eftirminnilegum hætti í Lingotto, höfuðstöðvum Fiat í Tórínó sl. sunnudag. Viðstaddir voru um 2.000 blaðamenn allstaðar úr heiminum, forseti og forsætisráðherra Ítalíu, þjóðarleiðtogar annarra landa ásamt mörgum af æðstu embættismönnum landsins. Meira
18. júlí 1999 | Ferðalög | 239 orð

Elsta fiskiskip í eigu Íslendinga

Í SJÓMANNAGARÐINUM á Hellissandi kennir margra grasa en safnið var byggt í sjálfboðavinnu að frumkvæði Sjómannadagsráðs á Hellissandi og í Rifi. Þar eru ýmsir gripir sem tengjast sjónum svo sem hvalbein og gamlar vélar en einnig minnismerki um sjómenn eftir Ragnar Kjartansson og örnefnakort sem nær frá Öndverðarnesi að Enni. Gamla Þorvaldarbúð endurgerð Meira
18. júlí 1999 | Ferðalög | 263 orð

Fræðsluferð á hálendið norðan Vatnajökuls

UMHVERFISVERNDARSAMTÖK Íslands og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir fræðsluferð á hálendið norðan Vatnajökuls í samvinnu við ferðaskrifstofuna Ultima Thule 7. og 8. ágúst næstkomandi. Ferðin verður farin frá Egilsstöðum og kostar 4.000 krónur. Innifalið í verði er rútuferð frá Egilsstöðum, nesti í hádeginu og leiðsögn. Meira
18. júlí 1999 | Ferðalög | 239 orð

Lítið kver um Laugaveginn

FERÐAFÉLAG Íslands hefur gefið út nýtt 40 blaðsíðna kver um, Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Höfundar texta eru land- og líffræðingarnir Guðjón Ó. Magnússon og Leifur Þorsteinsson, sem báðir eru þaulkunnugir á þessum slóðum. Meira
18. júlí 1999 | Bílar | 202 orð

Nýr Benz C

NÝ kynslóð C-línu bíll Mercedes-Benz, sem kemur á markað næsta vor, verður mjög líkur flaggskipinu, S-bílnum, í útliti. Bíllinn verður nokkru stærri en fyrri gerð og verður á lengri undirvagni. Að utan verður sömu stílbrögðum beitt og í S-bílnum. Búist er við að C-bíllinn verði með búnaði sem fram til þessa hefur eingöngu verið í stærri bílum framleiðandans, þ.e. Meira
18. júlí 1999 | Bílar | 482 orð

Nýr Punto og jeppi í burðarliðnum

FIAT kynnti nýja kynslóð Fiat Punto í Tórínó fyrr í vikunni um leið og 100 ára afmæli fyrirtækisins bar upp. Á blaðamannafundi, sem um 1.200 blaðamenn frá 66 löndum voru viðstaddir í Lingotto í Tórínó, sátu fyrir svörum Paolo Cantarella, aðalframkvæmdastjóri Fiat, og Roberto Testore, sem kemur Cantarella næstur að völdum. Meira
18. júlí 1999 | Ferðalög | 1099 orð

Siglingar í bland við sögu og menningu

Í Lónkoti við Málmeyjarsund mætast sjórinn og sveitin. Ferðamenn eru velkomnir og ýmis afþreying er í boði. Hrönn Marinósdóttir og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari brugðu sér af bæ, lituðust um í Lónkoti og fóru í siglingu með Svölunni SK 37. Meira
18. júlí 1999 | Bílar | 839 orð

Snarpur Ford Focus og líflegur

FORD Focus var kynntur hérlendis í mars en bíllinn er sem kunnugt er arftaki Escort. Focus er nýr bíll frá grunni, mun meiri bíll og álitlegri en Escort þótt hann sé ekki miklu stærri um sig. Bíllinn er fáanlegur í ýmsum gerðum; sem hlaðbakur, stallbakur og langbakur og með mismunandi miklum búnaði. Hægt er að velja 1,4 lítra eða 1,6 lítra vélar og verðið er frá tæplega 1. Meira
18. júlí 1999 | Bílar | 222 orð

Xenon ljós breiðast út

NÝ gerð aðalljósa er farin að sjást hér á landi. Um er að ræða notkun á Xenon gasi sem gefur mikla og góða birtu og er t.d. notað við flóðlýsingu íþróttavalla. Í fréttabréfi Frumherja hf. er sagt frá því að Xenon ljósapera notar um 45 W og sér sérstakur háspennustartari, sem notar 25.000 volta spennu, um að kveikja ljósið. Meira

Fastir þættir

18. júlí 1999 | Í dag | 38 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 18. júlí, verður sjötíu og fimm ára Margrét Scheving Thorsteinsson, Efstaleiti 12, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Bent Scheving Thorsteinsson. Þau eru erlendis og á afmælisdaginn stödd á Hotel St. Petersburg, St. Pétursborg, Rússlandi. Meira
18. júlí 1999 | Fastir þættir | 809 orð

Að hlífa Eyjabökkum Heimurinn

Að hlífa Eyjabökkum Heimurinn hefur nóg til að fullnægja þörfum mannanna en ekki græðgi þeirra, sagði Mahatma Gandhi. Manneskjan hefur lært af reynslunni, að til að vegna vel, þarf að bera virðingu fyrir öðrum. Manneskjur geta elskað, hver aðra og einnig dýrin sín. Meira
18. júlí 1999 | Fastir þættir | 1364 orð

Benóný og Sovétmeistarinn

SÍÐASTA sunnudag var birtur hluti úr kaflanum Rússaslagurinn úr bókinni um Benóný Benediktsson sem kom út fyrir nokkru. Hér á eftir er birt ein magnaðasta skák Benónýs gegn sjálfum Sovétmeistaranum Mark Taimanov. Skákin var tefld á minningarmóti um Guðjón M. Sigurðsson árið 1956. Meira
18. júlí 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Þann 4. júlí sl. voru gefin saman í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Linda Björk Halldórsdóttir og Róbert John Snow III. Heimili þeirra er í San Antonio, Texas. Meira
18. júlí 1999 | Í dag | 116 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. Meira
18. júlí 1999 | Í dag | 592 orð

Hver á myndina?

SÍÐASTLIÐINN vetur var þessi mynd af "Gunnari pólití" birt í Velvakanda og gaf sig þá fram stúlka sem ætlaði að ná í myndina en hefur ekki gert það. Er hún beðin um að hafa samband í síma 569-1318 og nálgast myndina. Ábyrgð í ferðaþjónustu ÉG hafði verið að velta fyrir mér hvert ætti að halda í sumarleyfið. Meira
18. júlí 1999 | Dagbók | 926 orð

Í dag er sunnudagur 18. júlí, 199. dagur ársins 1999. Skálholtshátíð. Orð dagsi

Í dag er sunnudagur 18. júlí, 199. dagur ársins 1999. Skálholtshátíð. Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hósea 2, 21.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Victoria kemur og fer í dag. Meira
18. júlí 1999 | Dagbók | 124 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 létta á fæti, 8 síð

Kross 2LÁRÉTT: 1 létta á fæti, 8 síðla, 9 refsa, 10 spil, 11 þvaðra, 13 stal, 15 karlfugl, 18 veita ráðningu, 21 hátíð, 22 kvenguð, 23 sleifin, 24 beinbrýtur. LÓÐRÉTT: 2 snjókomunni, 3 sjúga, 4 kyns, 5 lágfótan, 6 hæðir, 7 opi, 12 duft, 14 hátterni, 15 mann, 16 sjúkdómur, 17 sori, 18 æki, 19 gerði hreint, 20 hafa undan. Meira
18. júlí 1999 | Í dag | 59 orð

KVEÐIÐ Á SANDI

Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. STAKA Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega, og það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. HAUST Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Meira
18. júlí 1999 | Fastir þættir | 677 orð

Maðurinn, lífríkið og trúin

Séreigindir mannsins felast að mati Stefáns Friðbjarnarsonar m.a. í Guðstrú hans, listgáfum, þekkingarþorsta, réttlætistilfinningu, samvizku og siðaskyni. Meira
18. júlí 1999 | Í dag | 793 orð

Umræðan að undanförnu um Reykjavík sem borg hinna rauðu ljósa hefur va

Umræðan að undanförnu um Reykjavík sem borg hinna rauðu ljósa hefur vart farið framhjá neinum og ekki heldur mótmæli nokkurra íbúa í gamla Grjótaþorpinu í miðborginni. Gengur málflutningur íbúanna út á að ekki sé lengur svefnfriður vegna ónæðis af völdum tveggja skemmtistaða í næsta nágrenni, skemmtistaða sem raunar eiga ekkert sameiginlegt annað en að skilgreinast sem slíkir. Meira
18. júlí 1999 | Fastir þættir | 777 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1014. þáttur Umsjónarmanni hefur borist svofellt vingjarnlegt og skorinort bréf frá Magnúsi Erlendssyni á Seltjarnarnesi: "Ágæti Gísli. Meira

Íþróttir

18. júlí 1999 | Íþróttir | 1003 orð

Fáráður kaupir fláráðan!

Margir knattspyrnumenn og þjálfarar hafa hinsvegar varið þessa fjárfestingu Inter og sagt hana í fullu samræmi við þróunina í alþjóðlegri knattspyrnu ­ það verði hreinlega að verðleggja þá allra bestu umtalsvert Meira

Sunnudagsblað

18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 3254 orð

Að eiga sér fósturland og föðurland

Í Nakskov býr Henrik Lund, sem man bernsku sína á Íslandi í upphafi aldarinnar eins og hún hefði gerst í gær og rifjaði hana upp með Sigrúnu Davíðsdóttur. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 2897 orð

Á að setja kvóta Á UMFJÖLLUN UM KONUR?

Ekki er hægt að skýra frá umfjöllun fjölmiðla um íþróttir kvenna án þess að athuga hvert mat þeirra sem í standa í hringiðunni miðri er. Því ræddi Finnur Friðriksson við hóp íþróttakvenna og þjálfara úr ýmsum greinum, auk forsvarsmanna tveggja íþróttafélaga og foreldra tveggja íþróttakvenna. Tíminn konum dýrmætur Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 125 orð

ÐÍslenskir aðalverktakar kaupa Komatsu-ýtu

GENGIÐ hefur verið frá kaupum Íslenskra aðalverktaka á stærstu jarðýtu sem flutt hefur verið til landsins. Kraftvélar ehf., umboðsaðili Komatsu á Íslandi, afhentu Íslenskum aðalverktökum hf. ýtuna við Vatnsfellsvirkjun þar sem Íslenskir aðalverktakar vinna að framkvæmdum. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 992 orð

Er Guð dáinn?

Á næsta ári heldur íslenska þjóðin upp á þúsund ára kristni í landinu. Ellert B. Schram spyr sig hver sé staða kirkjunnar á þeim tímamótum. Upp á hvað munum við halda? Blómlegt kirkjustarf eða markvissa hnignun? Almenna og útbreidda guðstrú eða söguleg endalok trúarinnar í lífi íslensku þjóðarinnar? Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1791 orð

GALDURINN AÐ FINNA RÉTTAR VÉLAR Á GÓÐUM KJÖRUM

"ATLANTA fær verkefni sín af því að orðstír þess er góður, fyrirtækið getur boðið hagstætt verð og starfsfólkið hefur sýnt að það er fært um að leysa úr ótrúlegustu málum," sagði Magnús Gylfi Thorstenn, forstjóri Atlanta, Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 286 orð

Glæpajass og spjaralaust brass

MEISTARI Barry Adamson var að senda frá sér sína sjöttu sólóplötu, "The Murky world of Barry Adamson", þar sem hann grillar saman lög af fyrri plötunum fimm og þrjú ný. Það mætti spyrja sig hvort þessi hálfgerða "best of"-plata eigi erindi út eftir aðeins fimm platna sólóferil, sérstaklega þar sem Barry er fjarri því dauður úr öllum æðum, enda með spánnýja plötu á teikniborðinu. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1156 orð

Gregg Toland, Welles og Kane

Fyrr á þessu ári gerði bandaríska kvikmyndaakademían á því könnun hverjar væru hundrað bestu bíómyndir sem framleiddar hafa verið. Kvikmynd Orson Welles, Borgari Kane eða "Citizen Kane", lenti í fyrsta sæti og ekki í fyrsta skipti; hún er iðulega sögð besta kvikmynd sem gerð hefur verið í slíkum könnunum. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 49 orð

GSM-þjónusta á Indlandi

VIÐSKIPTAVINIR Landssímans geta nú notfært sér GSM-þjónustu Hutchison Max í Mumbai (Bombay) stærstu borg Indlands. Þetta er 107. reikisamningur Símans GSM við erlent farsímafyrirtæki. Fyrir hafði Landssíminn samning við eitt símafélag á Indlandi; Sterling Cellular Limited. Geta viðskiptavinir Landssímans nú verið í GSM-sambandi í 54 löndum. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1244 orð

Hannar geisladiskaumslög fyrir fræga tónlistarmenn

Það eru að verða tíu ár síðan Hjalti Karlsson kom fyrst til New York að læra grafíska hönnun í Parsons School of Design. Nú starfar hann að ýmsum verkefnum hjá hönnunarstofunni Sagmeister Inc.. þar í borg en stofan hefur sérhæft sig í hönnun umslaga utan um geisladiska. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 539 orð

HLAUPATÓNLIST FYRIR KÚREKA

KÚREKABRÆÐURNIR Viðar Hákon Gíslason og Þorvaldur H. Gröndal, fyrrverandi meðlimir Kvartetts Ó. Jónssonar og Grjóna, hafa verið að smíða saman töffararokk á skrifstofunni sinni meðfram því að spila á bassa og trommur með Unun og eru tilbúnir með efni á heila plötu sem bíður nú örlaga sinna. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1299 orð

Hún starfar í tískuheiminum

UMBOÐSSKRIFSTOFAN Bryan Bantry, þar sem Ásta vinnur, er rétt hjá Central Park, á efstu hæð við 58. stræti, vestan megin. Þar vinnur Ásta frá níu til fimm og segist vera heppin að þurfa ekki að vinna lengur, því oftast sé vinnudagurinn mun lengri í New York. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 768 orð

Jú, listin í dag er fín ­ en slank," hélt Gunnlaugur áfram. "Ég skal út

Jú, listin í dag er fín ­ en slank," hélt Gunnlaugur áfram. "Ég skal útskýra betur fyrir þér orðið slank. Það merkir grannur á íslenzku. Og það er bara fínt á dönsku, mundu það. Ég held mikið uppá suma nútímamálara ­ Léger, Picasso, Miro, Juan Gris og fleiri. En hreinir abstraktmálarar eins og Kandinsky, Herbin og Mondrian falla mér síður í geð. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 5136 orð

Konur, íþróttir OG KASTLJÓS FJÖLMIÐLA

Raddir sem benda á mismunun kvenna í umfjöllun fjölmiðla hafa náð upp á yfirborð þjóðfélagsumræðunnar nokkrum sinnum á undanförnum áratug. Ekki síst hefur umræðan um skort á umfjöllun um konur í íþróttum verið hávær og hefur nú aftur skotið upp kollinum. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1209 orð

Kvendjassistum fer fjölgandi

Sunna kom til Bandaríkjanna árið 1993 til að nema djasspíanóleik við William Paterson University í New Jersey og útskrifaðist þaðan með BM-gráðu þremur árum síðar. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Scott McLemore, sem er trommuleikari og lagahöfundur en þau hafa leikið víða saman. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 3144 orð

Kynheilbrigði, konur og mannfjölgun Á nýafstaðinni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjöldaþróun gat að líta ljósaskilti á

MANNFJÖLDARÁÐSTEFNA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Í NEW YORK Kynheilbrigði, konur og mannfjölgun Á nýafstaðinni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjöldaþróun gat að líta ljósaskilti á neðstu hæð byggingar Sameinuðu þjóðanna í New York. Ljósin blikkuðu í sífellu. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 146 orð

Námsmannaþjónusta veitir styrki

ÁRLEGUM námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Sparisjóðurinn hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á námsfólki frá Suðurnesjum og er þetta níunda árið sem Námsmannastyrkirnir eru veittir. Eftirtaldir námsmenn fengu 100.000 kr. styrk hver í ár: Jón Valgeirsson en hann lýkur Cand. Pharm. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 506 orð

Ofveiði á hrygningarslóð?

ÞAÐ er fremur erfitt að fá veiðitölur úr Laxá á Ásum, en það síðasta sem við fréttum var að komnir voru eitthvað yfir 200 laxar úr ánni, en það eru nokkrir dagar síðan. Talan kann að vera eitthvað ónákvæm, en breytir ekki þeirri staðreynd að lítil veiði hefur verið í ánni miðað við það sem menn vænta og ætlast til í Laxá á Ásum. Þegar hún er upp á sitt besta veiðast í henni milli 1.000 og 1. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 899 orð

Orkuboltinn NEW YORK

Í New York, þessum nafla alheimsins, er að finna þó nokkra Íslendinga, annaðhvort við nám eða störf. Þeir virðast una sér vel í borginni sem hefur upp á svo margt að bjóða og eru að gera athyglisverða hluti ­ samt langar þá flesta heim. Að minnsta kosti þá sem Hildur Einarsdóttir talaði við þegar hún var þar nýlega á ferð. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1570 orð

PÓSTVERSLUN ER FRAMTÍÐIN

Eygló Harðardóttir fæddist 12. desember 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og nam listasögu, starfsmannastjórnun og viðskiptafræði í háskóla í Stokkhólmi í þrjú ár. Einnig hefur hún stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 2277 orð

Salik Grænlendingur

SALIK Hard er ásamt fjölskyldu sinni líklega nokkuð gott dæmi um náið og á margan hátt flókið samband Grænlendinga og Dana. Faðir hans er grænlenskur í húð og hár, móðir hans dönsk. Salik eyddi bernskuárunum í Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 335 orð

Schröder sendir vinstrimönnum tóninn

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, sendi gagnrýnendum sínum á vinstrivæng Jafnaðarmannaflokksins (SPD) tóninn á blaðamannafundi á miðvikudag, með því að lýsa því yfir að ekkert myndi lengur aftra sér frá því að stýra flokknum lengra inn á miðjuna, í stíl við það sem Tony Blair, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, hefur gert. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 185 orð

Starfssvið "Markaðsstjóra til leigu" víkkað

STARFSEMI verkefnisins "Markaðsstjóri til leigu" verður breytt og þjónustunni ekki einvörðungu sinnt af ráðgjöfum Útflutningsráðs Íslands heldur mun þar að auki verða unnið með sjálfstætt starfandi ráðgjöfum og ráðgjafafyrirtækjum. Í frettablaði útflutningsráðs, Útherja, segir að komið verði upp gagnabanka um ráðgjafana á vefsíðu ráðsins, www.icetrade.is. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 538 orð

Sumarkvillar

ÍSLENSKU sumri fylgir ekki bara holl útivera, hreyfing og ferskt grænmeti heldur einnig ýmislegt sem af heilsufarsástæðum ber að varast. Sumir eru illa haldnir af frjókornaofnæmi, auðvelt er að brenna í sólinni ef ekki er farið varlega, hér eru nokkur skordýr sem geta stungið og einnig vaxa hér fáeinar eitraðar plöntur. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1760 orð

Tekist verði á við verkefni framtíðar

Bændaskólinn á Hvanneyri hefur verið ein af undirstöðunum í landbúnaði hér á landi í 110 ár og er frá 1. júlí landbúnaðarháskóli. Kristján Jónsson ræddi við rektor nýja háskólans, Magnús B. Jónsson, um framtíðarhorfurnar. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 383 orð

TILRAUNAÚTGÁFA Í NÁGRENNINU

12 TÓNAR hafa tekið í dreifingu efni frá nýrri norskri útgáfu, Rune Gramofon, sem sérhæfir sig í framúrstefnulegri tímamótatilraunatónlist. Á rúmu ári hefur útgáfan sent frá sér tíu plötur af ýmsum toga, með allt frá upphafsmönnum raftónlistar í Noregi, dauðadjössurum og súrrealískum diktafónleikurum út í rúllandi rokk og ról. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1638 orð

Tónlistarmaður alþýðunnar

FELA Ransome Kuti, tók sér síðar nafnið Anikulapo Kuti, lést fyrir rúmum tveimur árum úr alnæmi. Hann lifði ævintýralegu lífi, var óþreytandi baráttumaður gegn kúgun og alræði alla ævi og fékk að kenna á því hjá yfirvöldum í Nígeríu, sem beittu hann ýmsu harðræði, fangelsuðu og pyntuðu og siguðu hernum á hann oftar en einu sinni. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 327 orð

Umsjónarmaður áfangaheimilis

FANGAHJÁLPIN Vernd vill ráða umsjónarmann áfangaheimilis samtakanna í Reykjavík. Um fullt starf er að ræða, ætlast er til að umsjónarmaðurinn búi í húsinu í íbúð sem fylgir starfinu. Tekið er fram að algjör reglusemi sé áskilin og laun séu samkvæmt samkomulagi. Vélvirkjar/járnsmiðir á verkstæði BIFREIÐA- og vélaverkstæðið RÁS ehf. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 476 orð

Úr bændaskóla í háskóla

Í MARS voru samþykkt á Alþingi ný lög um búnaðarfræðslu og 1. júlí síðastliðinn breyttist Bændaskólinn í Búnaðarháskólann á Hvanneyri samkvæmt þeim. "Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi sem veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun í búfræði er miðast við að þeir geti tekið að sér sérfræðistörf fyrir íslenskan landbúnað Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 543 orð

Verkkunnátta við Turkana- vatnið

Mannfræðingar hafa lengi rannsakað lífsmáta og verkgetu forfeðra okkar sem fyrst komu fram í Austur-Afríku fyrir meira en 3,5 milljónum ára. Á undanförnum árum hefur mikill fjöldi "verkfæra" fundist í Eþíópíu, Kenía og Tansaníu. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 2508 orð

Vestfirðingar eru EKKI bölvaðir asnar

Það er gaman að taka hús á Konráði Eggertssyni sjómanni og hrefnuveiðimanni í sumarhúsi hans í Þernuvík í Mjóafirði. Hvalveiðar liggja niðri nú um stundir og Konráð hefur drýgt tekjurnar með því að sigla með ferðamenn um Ísafjarðardjúp og svo hefur hann komið sér upp vísi að æðarvarpi. Meira
18. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 651 orð

Þegar gamli sófinn varð "versta frænkan"

Í MANNLEGUM samskiptum er mikilvægt að kunna að sættast. Til að það megi takast þarf fólk oft að teygja sig talsvert til að brúa þá gjá sem ósættið myndar á milli þess. Þetta varð mér nokkuð vel ljóst sunnudagsmorgun einn þegar ég heyrði á tal tveggja telpna, fjögurra og sex ára gamalla, sem voru að leik í stofu, inn af stofu þeirri sem ég sat í og las Morgunblaðið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.