Greinar fimmtudaginn 22. júlí 1999

Forsíða

22. júlí 1999 | Forsíða | 120 orð

Bonn kvödd

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, afhjúpar hér veggspjald með skilaboðunum "skilnaðarorð verða að vera stutt eins og ástarjátningar", sem tekin eru að láni hjá 18. aldar-skáldinu Theodor Fontane og beint er til Bonn-borgar, sem ríkisstjórn og þing Þýzkalands eru þessa dagana að yfirgefa eftir 48 ára farsælt starf í hinni friðsælu borg á Rínarbökkum. Meira
22. júlí 1999 | Forsíða | 93 orð

Húsmæðraverkfall í Mexíkó

Í DAG gætu karlar í Mexíkó neyðst til að strauja sjálfir fötin sín og elda handa sér mat, nokkuð sem fáir þeirra hafa vanist á að gera, efni þarlendar húsmæður til verkfalls eins og boðað hefur verið. Meira
22. júlí 1999 | Forsíða | 44 orð

Neyðaraðstoðar beðið

VEÐURFRÆÐINGAR vöruðu við því í gær að líkur væru á afar miklum flóðum í Bangladesh vegna mikilla monsún-rigninga að undanförnu. Þúsundir heimilislausra á flóðasvæðum landsins bíða nú neyðaraðstoðar, þar á meðal þetta fólk í Manikgonj-sýslu, um 40 km norður af höfuðborginni Dhaka. Meira
22. júlí 1999 | Forsíða | 214 orð

Skæruliðar hunsa samkomulag

TUGIR skæruliða hunsuðu í gær samkomulag Indverja og Pakistana um að hverfa frá vígstöðvum þeim sem þeir höfðu náð tangarhaldi á innan indversku markalínunar í Kasmír-héraði. Talið er að sextán manns að minnsta kosti hafi fallið á yfirráðasvæði Indverja í gær er skæruliðarnir, sem berjast í nafni Pakistana, gerðu árás á liðsmenn indverska hersins. Meira
22. júlí 1999 | Forsíða | 320 orð

Taívanar reyna að sefa reiði Kínverja

STJÓRNVÖLD á Taívan hafa dregið verulega í land með yfirlýsingar sínar um "tvö kínversk ríki". Hafa þær farið mjög fyrir brjóstið á Pekingstjórninni, sem hefur ítrekað haft í hótunum um innrás í Taívan. Ákveðið hefur verið, að háttsettir, bandarískir embættismenn reyni að miðla málum í deilunni á næstu dögum. Meira
22. júlí 1999 | Forsíða | 352 orð

Öll þrjú líkin fundin

KAFARAR bandarísku strandgæzlunnar fundu í gær lík allra sem um borð voru í einkaflugvél Johns F. Kennedys yngra, sem fórst undan strönd eyjarinnar Martha's Vineyard aðfaranótt laugardags að íslenzkum tíma. Fyrst fannst lík Kennedys sjálfs í braki úr vélinni á 30 m dýpi. Síðar um daginn fundust jarðneskar leifar eiginkonunnar Carolyn Bessette Kennedy og systur hennar, Lauren Bessette. Meira

Fréttir

22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 335 orð

300 keppendur frá 62 löndum

Morgunblaðið ­ Padova ÞRÍTUGUSTU ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru settir á mánudaginn við hátíðlega athöfn í Verdi-óperunni í Padova á Ítalíu. Borgarstjóri Padova ávarpaði gesti og fulltrúi ítalska menntamálaráðuneytisins flutti kveðju ráðherra. Formaður framkvæmdanefndar leikanna, Paolo Violini, setti ólympíuleikana formlega, en þeir standa til 27. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð

350 milljónir til að kynna Ísland

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að skipaður verði sjö manna stýrihópur til að ákveða hvernig haldið verður á kynningu á Íslandi í Norður-Ameríku. Samgönguráðuneytið mun tilnefna tvo nefndarmenn, utanríkisráðuneytið tvo og þrír stærstu hagsmunaaðilar vestanhafs, Flugleiðir, Coldwater Seafood og Icelandic Seafood einn fulltrúa hver. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

8. skógarganga sumarsins

ÁTTUNDA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður í kvöld, fimmtudaginn 22. júlí, kl. 20.30. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru þetta árið helgaðar athyglisverðum ræktunarsvæðum skógræktarfélaganna á Suðvesturlandi. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Agnes M. Sigurðardóttir skipuð prófastur

SÉRA Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, hefur af biskupi Íslands verið skipuð prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Tekur skipanin gildi 23. júlí næstkomandi og gildir til fimm ára. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Aldrei verður sátt um bjarglausar byggðir

Á FUNDI forsvarsmanna Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum nýlega var samþykkt ályktun þar sem segir m.a.: "Frá öndverðu hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt höfuðáherslu á að vara við þeim afleiðingum sem núgildandi fiskveiðilöggjöf og framkvæmd hennar hefur óhjákvæmilega í för með sér og kemur æ betur í ljós. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Alvarlegt bílslys við Þingvelli

MJÖG harður tveggja bíla árekstur varð í Þingvallahreppi, í brekkunni við Vinarskóg nálægt Kárastöðum, klukkan 21.55 í gærkvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, var kvödd á vettvang og flutti hún tvo slasaða á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Lenti hún þar um klukkan 23. Alls slösuðust fimm manns, en hinir þrír voru fluttir af slysstað með sjúkrabílum til Reykjavíkur. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 256 orð

Áformum flýtt um eitt ár

BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að hefja bólusetningu við heilahimnubólgu í haust. Þetta er ári fyrr en ætlað var en þar sem tilraunir með bólusetninguna bæði í Bretlandi og annars staðar hafa gengið framar vonum var ákveðið að flýta áætluninni. Börn og unglingar verða í forgangshópi í upphafi og er gert ráð fyrir að fimmtán milljónir barna verði bólusettar þegar í haust. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 525 orð

Bendir til meiri framkvæmda í sveitum

UMSÓKNIR til Lánasjóðs landbúnaðarins og lánveitingar sjóðsins hafa aukist mjög undanfarið hálft annað ár miðað við næstu ár á undan, að sögn Guðmundar Stefánssonar framkvæmdastjóra sjóðsins. Hann segir þetta benda til aukinna framkvæmda í sveitum landsins. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 296 orð

Biður um snarlega afgreitt samþykki

ROMANO Prodi, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), fór auðmjúklega fram á það við Evrópuþingið í gær, að það samþykkti vífilengjulaust skipan hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hvatti þingmenn til að láta ekki freistast til að teygja enn meira á því uppnámsástandi sem stjórnkerfi sambandsins hefur verið í frá því í marz sl., þegar framkvæmdastjórn Jacques Santers sagði öll af Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Breiðdælingar komu frystihúsinu í gang

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá hreppsnefnd Breiðdalshrepps: "Síðustu vikur hafa talsmaður "Rauða hersins" og fleiri aðilar á Vestfjörðum tjáð sig í fjölmiðlum um að stjórnvöld hafi bjargað öllum málum á Breiðdalsvík þegar frystihúsinu þar var lokað fyrir síðustu áramót. Stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin að gera neitt fyrir Vestfirðinga. Meira
22. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 300 orð

Byggingaverktakar vísa málinu til VSÍ

BYGGINGAVERKTAKAR á Akureyri hafa vísað máli húsasmiða sem tilkynnt hafa að þeir muni ekki vinna yfirvinnu frá og með næstu mánaðamótum til Vinnuveitendasambands Íslands. Húsasmiðir tóku þessa ákvörðun til að þrýsta á um hærri laun, en þeir hafa gert kröfu um að fá greiddar 1.000 krónur á tímann í dagvinnu til samræmis við það sem tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Dómkirkjan í vatnsbaði

UNDANFARIÐ hefur verið unnið af kappi við endurbætur á Dómkirkjunni. Í vikunni var verið að hreinsa múr kirkjunnar með háþrýstitæki og einnig hefur turn kirkjunnar verið réttur við. Að mörgu er að hyggja þegar jafn gamalt og sögufrægt hús er tekið jafn rækilega í gegn og nú er gert. Er ekkiofsögum sagt að kirkjan verði eins og ný þegar þessu mikla verki lýkur. Meira
22. júlí 1999 | Miðopna | 999 orð

Eldstöðin lætur lítið á sér kræla

Almannavarnanefnd Mýrdalshrepps ákvað á fundi í gær að fella úr gildi viðbúnaðarstig á svæðinu undir Mýrdalsjökli og heimila á ný ferðir um jökulinn. Hefur eldstöðin undir jöklinum lítið látið á sér kræla síðustu tvo sólarhringa og eru líkurnar á Kötlugosi því ekki lengur taldar meiri en venjulega. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fagnar ákvörðun utanríkisráðuneytis

KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, kveðst fagna þeirri ákvörðun utanríkisráðuneytis í samráði við heilbrigðisráðuneyti að taka ábyrgð á kostnaði vegna veikinda 73 ára Íslendings sem legið hefur að undanförnu á sjúkrahúsi í Taílandi. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

FBA eignast frystihús Rauðfeldar

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins átti hæsta tilboð í fasteignir fiskvinnslufyrirtækisins Rauðfeldar ehf. á Bíldudal á síðara nauðungaruppboði sem fram fór á Bíldudal í gær. Sýslumaður hefur átta vikna frest til að samþykkja tilboðin. Rauðfeldur ehf. er eitt fjögurra frystihúsa "Rauða hersins" svokallaða. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Fjórir sóttu um Akureyrarprestakall

FJÓRIR umsækjendur eru um embætti prests í Akureyrarprestakalli en séra Svavar A. Jónsson, sem gegnt hefur því embætti síðustu árin, hefur verið skipaður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli frá 1. september næstkomandi. Meira
22. júlí 1999 | Landsbyggðin | 436 orð

Fjöldi manns sótti sæluhelgi á Suðureyri

Suðureyri-Hin árlega sæluhelgi á Suðureyri stóð yfir dagana 15.­18. júlí. Að vanda mættu fjölmargir gestir til staðarins til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Brottfluttir Súgfirðingar fjölmenntu að vanda ásamt öðrum gestum. Var því troðfullt út að dyrum í hverju húsi og komust færri að en vildu. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fluttur í gæsluvarðhaldsfangelsi

ÞÓRHALLUR Ölver Gunnlaugsson, sem héraðsdómur hefur úrskurðað í varðhald til 21. desember vegna rannsóknar lögreglunnar á manndrápi á Leifsgötunni, var fluttur úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í gæsluvarðhaldsfangelsi á Litla-Hrauni í gær. Þar mun hann sitja í varðhaldi á meðan rannsókn málsins fer fram, sem og ákæru- og dómsmeðferð. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 559 orð

Fundargerðir nefnda og ráða komnar á Netið

ÖLL sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp vefsíðum, þar sem veittar eru upplýsingar um stofnanir þeirra og þar er jafnframt hægt að nálgast fundargerðir nefnda og ráða. Ekkert þeirra hefur enn tengt skjalasafnið við Netið líkt og bæjaryfirvöld á Höfn í Hornafirði, Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fylgi Samfylkingar minnkar um þriðjung

Í FYRSTU könnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokka eftir kosningar kemur fram að Sjálfstæðisflokkur myndi nú fá 45% fylgi sem er nærri 5 prósentustigum meira en í kosningunum. Samfylkingin fengi rúmlega 18% sem er nærri 8 prósentustigum minna en í kosningunum eða nærri þriðjungi minna fylgi. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Gervigrasið fór á landsmót skáta

SKÁTAR á landsmótinu á Úlfljótsvatni sátu á gamla gervigrasinu, sem áður var á vellinum í Laugardal, og sungu varðeldasöngva á kvöldin. Bandalag ísl. skáta bauð tæpar 65 þús. krónur í um 650 fermetra af grasinu þegar það var boðið út. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Bandalags ísl. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 84 orð

Hótaði að deyja líka

ARGENTÍNSKUR lögreglumaður kom á dögunum í veg fyrir að 18 ára gömul stúlka stykki fram af vatnsturni með því handjárna hana við sjálfan sig og segja henni að ef hún myndi fremja sjálfsmorð yrði hún að taka hann með sér. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 28 orð

Húsbyggingar í Laugardal

Húsbyggingar í Laugardal ARON Kári Stefánsson (t.v.) og Jóel Daði Ólafsson hafa undanfarið staðið fyrir húsbyggingum í Laugardal. Húsið er glæsilegt og vinunum til mikils sóma. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hvatning til rannsóknar- og þróunarverkefna

NÝVERIÐ auglýstu fyrirtækin Línuhönnun hf., LH-tækni ehf., Forverk ehf. og Rekstur og Ráðgjöf ehf. styrki til umsóknar á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Markmiðið með þessum styrkjum er að leggja lóð á vogarskálar menntunar í landinu og að hvetja menn til rannsóknar- og þróunarverkefna. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 414 orð

Í fangelsi fyrir farsímanotkun

DÓMARI í Manchester í Bretlandi hefur dæmt 28 ára gamlan mann í eins árs fangelsi fyrir að ógna öryggi farþegaflugvélar í millilandaflugi með því að neita að slökkva á farsímanum sínum. Var Neil Whitehouse fundinn sekur um að hafa með "glannaskap og gáleysi" stefnt flugvél British Airways, með 91 farþega innanborðs, í voða. Vélin var á leið frá Madríd til Manchester í september sl. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 310 orð

Íslenska útvarpsfélagið stefnir á næsta vor

ÍSLENSKA útvarpsfélagið stefnir að því að næsta vor verði hægt að greiða áskrift að sjónvarpstöðvunum á Netinu, að sögn Hilmars Sigurðssonar markaðsstjóra. "Það er stefnt að því að hægt verði að gerast áskrifandi, breyta áskriftarpakka og greiða fyrir, allt á Netinu. Þetta mun að sjálfsögðu bæta þjónustu okkar mikið og minnka álag á kerfið hjá okkur. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 725 orð

Kannar áhrif fólksfjölgunar á jörðina

Lítið hefur heyrst frá Bjarna Tryggvasyni geimfara síðustu misseri en hann hefur m.a. unnið að undirbúningi næstu geimferðar. Bjarni sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa verið í þjálfun frá því í ágúst í fyrra og að fyrst nú sé honum leyfilegt að tjá sig við fjölmiðla. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 724 orð

Kleinumeistari og hattakeppni

Í dag, fimmtudag, verður Mærudögum hleypt af stokkunum á Húsavík en það er hátíð sem haldin hefur verið þar sl. fimm ár. María Axfjörð er meðal þeirra sem hafa séð um skipulagningu hátíðarinnar. "Mærudagar voru fyrst haldnir fyrir fimm árum og voru í upphafi einskonar uppskeruhátíð eftir veturinn. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Krossinn með 50 milljóna bæjarábyrgð

BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt skuldbreytingu á lánum áhvílandi á fasteign trúfélagsins Krossins við Hlíðarsmára 10, vegna 50 milljón króna bæjarábyrgðar. Að sögn Sigurðar Geirdals bæjarstjóra eru og/eða hafa öll stærri trúfélög í bænum sem sótt hafa um fengið bæjarábyrgðir vegna framkvæmda. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Kröfu um frávísun hafnað í Héraðsdómi

KRÖFU Gunnars Sólnes verjanda John Haralds Östervold skipstjóra á norska loðnuskipinu Österbris og Havbraut AS, útgerð skipsins, um að máli þeirra verði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðdegis í gær. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrradag og stóðu vitnaleiðslur einnig yfir í gær. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 458 orð

Kveðst ekki setja sér föst tímamörk

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær telja sig geta tryggt skjótan árangur í friðarumleitunum í Miðausturlöndum en sagðist ekki setja sér nein föst og ófrávíkjanleg tímamörk. Barak ræddi við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær eftir sex daga ferð til Bandaríkjanna. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Leiðrétting frá Kjararannsóknanefnd

KJARARANNSÓKNANEFND hefur sent frá sér leiðréttingu vegna upplýsinga sem nefndin sendi frá sér í síðustu viku um breytingar á launum milli 1. ársfjórðungs 1998 og 1. ársfjórðungs 1999. "Dagvinnulaun hafa hækkað að meðaltali um 6,3% á tímabilinu hjá heildarhópnum í stað 5,8%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5% á sama tíma þannig að kaupmáttur dagvinnulauna jókst um 4,7%. Meira
22. júlí 1999 | Landsbyggðin | 38 orð

Litfagurt fiðrildi í heimsókn

Borgarnesi-Það vakti mikla athygli, fiðrildið sem birtist skyndilega í útibúi Sparisjóðs Mýrasýslu í Hyrnunni í Borgarnesi í blíðviðrinu um daginn. Fróðir menn segja að það hafi komið með hlýjum vindum frá meginlandi Evrópu. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Loksins þurrkur á Suðurlandi

MIKIL blíða var á Suðurlandi í gær og gafst bændum því langþráð tækifæri til að sinna heyskap eftir mikla vætutíð undanfarið. Var raunar einnig þurrt á þriðjudaginn og sögðust bændur hafa nýtt þessa tvo daga til að koma sem mestu heyi í hús. Voru þeir þó sammála um að enn þyrfti nokkurra daga þurrk til að klára mætti sláttinn og bjarga heyskapnum þannig fyrir horn þetta sumarið. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Miðstöðin hefur sölu á málningu

MIÐSTÖÐIN í Vestmannaeyjum opnaði nýlega málningardeild í verslun sinni. Miðstöðin hefur annast pípulagnaþjónustu í Eyjum í áratugi en auk þess rekið verslun með pípulagnaefni, hreinlætistæki, flísar og fleira. Málningarvöruverslun Gísla og Ragnars, sem haft hefur umboð fyrir vörur frá Málningu hf., hætti rekstri fyrir skömmu eftir 36 ára rekstur. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 239 orð

Mitchell reynir að blása lífi í glæðurnar

GEORGE Mitchell, bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi, kom til Belfast í gær og ræddi þar við leiðtoga stríðandi fylkinga en Mitchell samþykkti á þriðjudag að gerast sérlegur aðstoðarmaður breskra og írskra stjórnvalda við endurskoðun á friðarsamkomulaginu á Norður-Írlandi, sem hann átti svo mikinn þátt í að náðist á föstudaginn langa í fyrra. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 197 orð

Mótmæli við Bundeswehr-athöfn

NÝLIÐAR í þýzka hernum, Bundeswehr, sóru eiðstaf sinn í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn við Bendlerblock-bygginguna í Berlín í fyrradag, þar sem aðsetur yfirstjórnar þýzka hersins var á tímum síðari heimsstyrjaldar. Athöfnin fór fram 55 árum upp á dag eftir að fjöldi hermanna var tekinn af lífi við bygginguna. Höfðu þeir tekið þátt í "20. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Mynduðu Golf

HALDINN var Golfdagur Heklu og Hard Rock Café við Húsgagnahöllina 20. júní sl. Fjöldi manns kom á staðinn og tók þátt í skemmtuninni. Einnig fór fram stærsta loftmyndataka á Íslandi en Árni Sæberg ljósmyndari tók loftmynd af svæðinu þar sem orðið "Golf" var myndað úr Golfbifreiðum gesta er mættu á svæðið, eins og myndin sýnir. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 334 orð

Notadrjúgur farsími

AYAKO Fujisawa sýnir nýja gerð farsíma, sem japanska fyrirtækið NTT Docomo markaðssetur, og var kynnt í aðalstöðvum fyrirtækisins í Tókýó í gær. Hægt er að nota símann til að versla á fjármálamörkuðum, kaupa flugmiða og fleira. Mörg japönsk fyrirtæki eru rétt að byrja að hasla sér völl í netheimum og rafræn viðskipti eru enn lítil í Japan. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Nýjar íslenskar kartöflur í Nóatúni

NÝJAR íslenskar kartöflur eru væntanlegar í Nóatúnsbúðirnar um hádegisbilið í dag. Matthías Sigurðsson framkvæmdastjóri segir nýjar kartöflur hafa komið ívið fyrr á markað síðasta sumar. Nýtt hvítkál er einnig væntanlegt í dag. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 297 orð

Ný kæra í kjölfar brunans í Gautaborg

ÓBREYTTUR borgari í Gautaborg hefur kært eigendur samkomuhússins, sem brann í október með þeim afleiðingum að 63 ungmenni létu lífið. Kæran kemur fram í kjölfar þess að saksóknari hefur fallið frá ákærum á hendur fjórum ungmennum er skipulögðu skemmtunina, að sögn sænsku fréttastofunnar TT. Það var fimmtudaginn 29. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 745 orð

Ný leikrit, tónlist, messur og sýningar

Fjölmargar hátíðarguðsþjónustur, samkomur, sýningar, tónleikar og aðrir viðburðir eru nú í undirbúningi víða um land vegna kristnihátíðar. Næstu vikur og mánuði verður sitthvað um að vera í mörgum prófastsdæmum. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 53b

SKIPULAGS- og umferðarnefnd hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 53b en þar hafa íbúar í bakhúsi mótmælt nýbyggingunni sem rísa á við Laugaveg. Nýja tillagan verður sett í fjögurra vikna kynningu að fengnu samþykki borgarráðs. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Omega undirbýr sendingar til yfir 70 landa

KRISTILEGA sjónvarpsstöðin Omega er að undirbúa víðtækar útsendingar á dagskrá stöðvarinnar til 73 landa. Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri segir að verið sé að ganga frá samningum við eigendur gervihnattakerfa og gerir hann ráð fyrir að útsending á efni Omega geti hafist seint á árinu. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Rannsóknastyrkir í nafni sendiherrahjóna

Í KVEÐJUHÓFI, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hélt til heiðurs bandarísku sendiherrahjónunum um síðustu helgi, tilkynnti Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, formaður samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyja, að ákveðið hefði verið að stofna til rannsóknastyrks í nafni sendiherrahjónanna. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

"Raunveruleikinn lætur ekki að stjórn"

ÁSBJÖRN Leví Grétarsson, 23 ára húsasmiður úr Hafnarfirði, verður vígður búddamunkur fyrstur Íslendinga hér á landi á sunnudag. Ásbjörn segist hafa gengið í Búddistafélag Íslands fyrir tveimur árum, en áður hafi hann mikið lesið sér til um trúarbrögðin. Hann stundar svokallaðan Therevada búddisma, sem er af elsta skóla búddismans og leggur áherslu á göfuglyndi. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 412 orð

Ráðgjafanefnd um eftirlit hins opinbera

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd til ráðgjafar um eftirlit og eftirlitsreglur hins opinbera. Nefndarmenn eru Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Ágúst Þór Jónsson verkfræðingur, Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Granda, Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 517 orð

Repúblikanar deila um eigin skattatillögur

Stórfelldar skattalækkanir ræddar á Bandaríkjaþingi Repúblikanar deila um eigin skattatillögur FORYSTUMENN repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings reyndu í gær að koma í veg fyrir klofning í eigin þingflokki vegna tillögu þeirra um stórfelldar skattalækkanir á næsta áratug. Meira
22. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 371 orð

Rusl skilið eftir við læstan gáminn

NOKKRIR bændur í Svarfaðardal eru langþreyttir á umgengni við ruslagám er þeir tóku saman á leigu og staðsettu rétt fyrir ofan veginn nálægt bænum Hreiðarstöðum. Bændurnir leigðu gáminn þegar hætt var að hafa ruslagáma á vegum Gámaþjónustunnar í sveitarfélaginu. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Rúmar 905 þúsundir eru til ráðstöfunar

NÝR skiptafundur í þrotabúi Miklagarðs hf., sá þriðji og síðasti, var haldinn 9. júlí síðastliðinn og komu þar fram nýjar eignir búsins. Voru það rúmar 905 þúsundir króna eða 0,66% en þar var einkum um að ræða endurgreiddan virðisaukaskatt og smávægilegar vaxtatekjur. Meira
22. júlí 1999 | Miðopna | 1239 orð

Samningaleiðin talin eina lausnin

HAUKUR Jóhannesson forseti Ferðafélags Íslands kveðst fagna þeirri ákvörðun úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála að fella úr gildi deiliskipulag fyrir Hveravelli sem sveitarstjórn Svínavatnshrepps samþykkti í maí í fyrra. FÍ kærði samþykkt sveitarstjórnarinnar til úrskurðarnefndarinnar. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Sigketill í Eystri-Hagafellsjökli

Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson GREINILEGA má sjá merki hlaupsins í Hagavatni á dögunum í Eystri-Hagafellsjökli, þar sem jökullinn hefur krosssprungið í kjölfar þess að vatnið hljóp fram og myndast hefur stór sigketill. Í fjarska má greina Hagavatn. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Siglt í sól og blíðu

KRAKKAR á námskeiðum siglingaklúbbsins í Siglunesi brugðu á leik í blíðviðrinu sem gladdi íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær. Börnin nýttu blíðuna til að róa kajökum, kanóum og árabátum. Boðið er upp á heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára í Siglunesi. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sjávarútvegsráðherra heimsækir Vestfirði

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra heimsækir norðanverða Vestfirði þessa vikuna en þetta er önnur heimsókn hans í röð heimsókna um landið í sumar og haust. Á Vestfjörðum mun ráðherra hitta fulltrúa stéttarfélaga og heimsækja útgerðarfyrirtæki. Árni hóf dagskrá sína í gær á því að hitta fulltrúa Eldingar, félags smábátaeigenda. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Skattskrár um næstu mánaðamót

SKATTSTJÓRAR landsins munu leggja fram skattskrár sínar föstudaginn 30. júlí næstkomandi. Verður landsmönnum því ljóst um mánaðamót hvort þeim beri að greiða viðbótarskatt eða hvort þeir geta vænst endurgreiðslu. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 170 orð

Stjórnarandstæðingar teknir af lífi í Írak

ÍRASKIR stjórnarandstæðingar héldu því fram í gær að Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði fyrirskipað aftökur fimmtíu og átta pólitískra fanga í fangelsi í Bagdad í apríl síðastliðnum. Ekki var hægt að staðfesta fréttirnar en í yfirlýsingu Kommúnistaflokks Íraks, sem hefur aðsetur í London, Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Stjórn Byggðastofnunar kynnt drög

DRÖG að reglum um úthlutun 1.500 þorskígildistonna á ári til byggða í vanda liggja fyrir hjá þróunarsviði Byggðastofnunar og verða lagðar fyrir stjórnarfund stofnunarinnar á Sauðárkróki í dag, fimmtudag. Um er að ræða aflaheimildir til veiða á þorsk, ýsu, ufsa og steinbít, samkvæmt bráðabirgðaákvæði sem skotið var inn í lög um stjórn fiskveiða. Gert er ráð fyrir að 1. Meira
22. júlí 1999 | Landsbyggðin | 105 orð

Stofna íbúasamtök Bíldudals

STOFNUÐ hafa verið hagsmunasamtök íbúa Bíldudals. 53 íbúar mættu á stofnfundinn á mánudagskvöld en allir íbúar gamla Bíldudalshrepps verða félagsmenn. Til umræðu var að stofna íbúasamtök á síðasta ári en ekki varð úr. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 300 orð

Styrkir stoðir vopnahlés ETA

TALIÐ er hugsanlegt að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, muni útvíkka skilmála vopnahlés samtakanna eftir að tuttugu og tveimur fyrrverandi leiðtogum Herri Batasuna, stjórnmálaarms ETA, var sleppt úr haldi í gær. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 413 orð

Talið vera mikið áfall fyrir PKK

BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að háttsettur liðsmaður skæruliðahreyfingar Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefði verið tekinn höndum í ótilgreindu Evrópuríki og færður til Tyrklands. Hafa talsmenn PKK haldið því fram að maðurinn, Cevat Soysal, hafi verið handtekinn í fyrrum Sovétlýðveldinu Moldóvu fyrir um viku og færður í hendur tyrkneskum fulltrúum þar í landi. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Tonnið á um 1.450 dollara

ÁLVERÐ á heimsmarkaði fór yfir 1.400 dollara á tonn á heimsmarkaði um síðustu mánaðamót í fyrsta skipti á þessu ári. Það hefur síðan haldið áfram að mjakast upp á við og er nú um 1.450 dollarar á tonnið. Álverð er þó enn lágt í sögulegu samhengi. Meira
22. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Tuborgdjass á heitum fimmtudegi

DANSKIR djassleikarar, ásamt einum Íslendingi, leika á fjórðu tónleikum Tuborg-djass á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld. Þeir Morten Lundsby á kontrabassa og Stefan Pasborg á trommur koma frá Danmörku og með þeim leikur Haukur Gröndal á saxófón. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tveir á slysadeild

ÖKUMENN tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á Eyjafjarðarbraut vestri um miðjan dag í gær. Tildrög slyssins voru þau að bíl sem ekið var í átt til Akureyrar var lagt út í kant þar sem ökumaður hugðist ræða við ökumann annarrar bifreiðar sem einnig hafði verið lagt út í kant nokkru utar. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Tvöfaldur ólympíumeistari í Reykjavíkurmaraþon

EINN mesti maraþonhlaupari heims á áttunda og níunda áratugnum, Þjóðverjinn Waldemar Cierpinski, hefur boðað komu sína í Reykjavíkurmaraþon sem fram fer eftir röskar fjórar vikur. "Það er fengur að fá þennan frækna kapphlaupara hingað," segir Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþons. Meira
22. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Tvö fyrirtæki meðal umsækjenda

TVÖ fyrirtæki eru á meðal umsækjenda um starf stjórnanda á þjónustusviði hjá Akureyrarbæ. Umsóknarfrestur um starfið er nýlega runninn út. Í starfinu felst umsjón með tölvu- og upplýsingamálum. Fyrirtækin tvö eru annars vegar Álit ehf. í Reykjavík og Tæknival á Akureyri. Aðrir umsækjendur eru Agla Þórunn Sigurðardóttir, Akureyri, Benedikt H. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 425 orð

Vel búið bókasafn

ÞÓTT Grafarvogskirkja sé enn hálfköruð er bókasafnið í kirkjunni fullbúið. Foldasafn var opnað í desember 1996. Það er á tveimur hæðum, bjart og rúmgott. Fólk á öllum aldri, leikskólabörn jafnt sem ellilífeyrisþegar, sækir safnið. Margir koma oft, tylla sér niður í setustofu safnsins og lesa tímarit og blöð. Aðsóknin mætti þó vera meiri, að sögn Unu Svane, sem stýrir Foldasafni. Meira
22. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 148 orð

Verkamannaflokkurinn sigurviss

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagðist í gær vonast til að flokkur sinn myndi næla sér í sæti íhaldsmanna í Eddisbury í aukakosningum í dag. Kosningaspár segja að mjótt verði á mununum og gaf spá sem gerð var sl. föstudag til kynna að báðir flokkar hlytu um 40% atkvæða. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Viðbúnaðarstigi aflétt en hvatt til aðgæslu

VIÐBÚNAÐARSTIG hefur nú verið fellt úr gildi á svæðinu undir Mýrdalsjökli. Var ákvörðun þar að lútandi tekin á fundi almannavarnefndar Mýrdalshrepps í gær að höfðu samráði við jarðvísindamenn, en nú eru ekki lengur taldar meiri líkur en venjulega á að af Kötlugosi verði. Ákvörðun almannavarnanefndarinnar byggist m.a. Meira
22. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Vindur á Akureyri

Morgunblaðið/Golli ÞAÐ var frekar kuldalegt um að litast á Akureyri í gær og talsverður vindur með köflum, en hann feykti meðal annars um koll sólhlíf og fatastöndum í göngugötunni. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 281 orð

Þrír skólar hafa sparað níu milljónir

TILRAUN með aukið fjárhagslegt sjálfstæði þriggja skóla í Kópavogi var gerð á síðasta skólaári og sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri að það hefði gefist einstaklega vel og sparað um 3 milljónir í rekstri skólanna eða samtals 9 milljónir. Sagðist hann gera ráð fyrir að allir skólar myndu taka þátt í þessari tilraun á næsta skólaári. Meira
22. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð

Önnur geimferð Bjarna Tryggvasonar í undirbúningi

BJARNI Tryggvason geimfari hefur verið í þjálfun fyrir aðra geimferð sína síðan í ágúst í fyrra. Af þeim sökum hefur lítið heyrst frá honum, þar sem nemendur mega ekki tjá sig opinberlega fyrsta ár þjálfunar. "Fyrsta stig þjálfunarinnar fól í sér að læra á stjórnkerfi geimferjunnar og hefðbundnar kerfisaðgerðir. Þessum hluta lauk í mars. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 1999 | Leiðarar | 590 orð

UPPLÝSINGATÆKNI OG SKÓLI

UPPLÝSINGATÆKNIN verður sífellt stærri þáttur í lífi landsmanna. Nú þegar eru Íslendingar reyndar komnir í hóp mestu Netnotenda í heimi en um 80% landsmanna hafa aðgang að Netinu á heimili eða í vinnu samkvæmt nýlegri könnun. Meira
22. júlí 1999 | Staksteinar | 281 orð

Útboð

Full þörf er á að halda áfram umbótastarfi á sviði opinberra innkaupa og útboðsmála segir í leiðara "Íslenzks iðnaðar" Stöðnun Leiðarinnn nefnist "Opinber innkaup og útboðslög" og segir m.a. í síðari hluta hans: "Eftir umtalsverðar framfarir á sviði útboðsmála hefur ríkt stöðnun á þessu sviði og jafnvel afturför. Meira

Menning

22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 172 orð

Að drepa tímann Klukkan tifar (Clockwatchers)

Framleiðandi: Gina Resnick. Leikstjóri: Jill Sprecher. Handrit: Jill og Karen Sprecher. Kvikmyndataka: Jim Denault. Aðalhlutverk: Toni Collette, Parker Posey, Lisa Kudrow og Alanna Ubach. (96 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1999. Öllum leyfð. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Bræðingurinn KK og djasstríó

DJASSARARNIR Óskar Guðjónsson, Þórður Högnason, Einar Valur Scheving og KK leiða saman hesta sína fimmtudaginn 22. júlí. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Óskar Guðjónsson var valinn "Blásturshljóðfæraleikari ársins" þrjú ár í röð og var valinn til að taka þátt fyrir Íslands hönd í "Jazz Orkester Norden". Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 161 orð

Dauðinn kemur í heimsókn Má ég kynna Joe Black (Meet Joe Black)

Leikstjórn: Martin Brest. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Anthony Hopkins og Claire Forlani. 173 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, júní 1999. Öllum leyfð ÞAÐ er mikið kjöt á beinunum í þessari mynd um dauðann. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 112 orð

Det lille Operakor í Stykkishólmskirkju

SÉRSTAKIR gestatónleikar verða í tónleikaröð Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, þegar danskur óperukór frá Konunglega danska leikhúsinu heldur tónleika,sem hefjast þeir kl. 20.30. Det lille Operakor var stofnaður vorið 1997. Kórinn samanstendur af 16 menntuðum söngvurum sem ýmist syngja í óperukór Konunglega danska leikhússins eða starfa sem einsöngvarar þar. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 178 orð

Ekki alvond Skuldadagar (Pay Back Time)

Leikstjóri: John Raffo. Aðalhlutverk: Peter Gallagher, Frances McDormand og John Lithglow. (94 mín.) Bandaríkin. Skífan, júní 1999. Bönnuð innan 16 ára. JOHNNY er ljósmyndari hjá lögreglunni sem þarf á degi hverjum að horfast í augu við hrylling hversdagsins í gegnum linsuna. Hann hefur því tamið sér tilfinningaleysi gagnvart starfinu sem smitað hefur alla hans tilveru. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 206 orð

Ekki bara vinir?

VINSÆLASTA kjaftasagan í Hollywood um þessar mundir er um leikarana Jim Carrey og Renee Zellweger og hvort þau eigi í ástarsambandi. Turdildúfurnar hafa verið vinir um tíma og voru talsmenn þeirra duglegir að minna á að þau væru "bara vinir". Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 522 orð

Formstúdíur úr pappa og bókverk

Í GALLERÍI Ingólfsstræti 8 opnar í dag sýning á verkum þriggja listakvenna. Í verkum þeirra Svövu Björnsdóttur, Svövu Þórhallsdóttur og Rúnu Þorkelsdóttur kennir töluverðrar fjölbreytni, en Rúna sýnir blómum skrýdd pappírsþrykk, Svava Björnsdóttir skúlptúra úr pappamassa og postulínsvasa eftir ömmu sína, Svövu Þórhallsdóttur, sem nú er látin. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 152 orð

Fyrirlestur um leiðangur kanadískra og íslenskra listamanna

KANADÍSKIR og íslenskir listamenn verða með fyrirlestra í Hafnarborg, lista- og menningarstofnun Hafnarfjarðar, föstudaginn 23. júlí og hefst hann kl. 20.30. Í fyrirlestrinum List/Náttúra ­ samvirkni kynnir Boreal Art Nature-hópurinn nokkur verkefni og starfsaðferðir í listrænni vinnu sinni með náttúruna sl. 11 ár. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 158 orð

Fönksveitin Jagúar

HLJÓMSVEITIN Jagúar hefur spilað fönktónlist sína fyrir fullu húsi á Astró síðustu þrjú fimmtudagskvöld. Þeir spila þar einnig í kvöld og verða það síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð þeirra. Þeir hafa fengið góða plötusnúða til liðs við sig á þessum kvöldum, þeir Þossi, Herb Legowitz og Páll Óskar í gervi dr. Love hafa þegar spilað með þeim og í kvöld verður það svo dj. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 144 orð

Goðsögn sem lifir Hagnýtir galdrar (Practical Magic)

Leikstjórn: Griffin Dunne. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Nicole Kidman, Stockard Channing og Dianne Wiest. 100 mín. Bandarísk. Warner myndir, júlí 1999. Aldurstakmark: 12 ár. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 163 orð

Hálffertugir og fúlir Fimm ásar (Five Aces)

Framleiðendur: Charles Sheen og Elie Samana. Leikstjóri: David O'Neill. Handrit: O'Neill og David Sherill. Aðalhlutverk: Charles Sheen og Christopher McDonald. (96 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1999. Öllum leyfð. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 548 orð

James Bond í villta vestrinu

LEYNILÖGREGLUMENNIRNIR James West (Will Smith), sem er sjarmerandi og úrræðagóður, og Artemus Gordon (Kevin Kline), sem er meistari í dulargervum og snjall uppfinningamaður, eru sendir hvor fyrir sig til að hafa hendur í hári hins illa snillings dr. Arliss Loveless (Kenneth Branagh). Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 218 orð

Jerry Springer á þing?

DEMÓKRATAR Í Ohio hafa farið þess á leit við sjónvarpþáttastjórnandann Jerry Springer að hann bjóði sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Formaður flokksins í Hamilton-sýslu, Tim Burke, segist hafa rætt við Springer og David Leland, formann flokksins í Ohio- ríki. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 67 orð

Lífæðar á Vopnafirði

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar, sem ferðast hefur verið með milli sjúkrastofnana á Íslandi á árinu, verður opnuð í heilsugæslustöðinni á Vopnafirði á morgun, föstudag, kl. 15. Að sýningunni stendur Íslenska menningarsamsteypan art.is en hún er styrkt af lyfjafyrirtækinu Glaxo Wellcome á Íslandi. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson listfræðingur. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 1108 orð

Ómur af íslenskri sönghefð Nýstofnaður þjóðlagahópur, Bragarbót, heldur sína fyrstu opinberu tónleika í Kaffileikhúsinu annað

ER ÍSLENSK sönghefð að gleymast? Eru Íslendingar að tapa niður kunnáttunni til að kveða og "stinga kvint"? Þeir spyrja stórt félagarnir í þjóðlagahópnum Bragarbót sem kemur nú fram á sjónarsviðið í Kaffileikhúsinu. En eiga þeir ekki kollgátuna? Þessi angi á arfi okkar á undir högg að sækja, einkum meðal yngra fólks. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 632 orð

Rokksveit framtíðarinnar

Þorkell Máni Pétursson, dagskrárgerðarmaður á X-inu fjallar um nýjustu plötu Limp Bizkit, Significant Other. JÁ, JÁ, já, jóa, jíbbí og jey; nýja Limp Bizkit-platan er komin í hús. Limp Bizkit er ein af þessum frábæru sveitum sem hafa verið að koma upp í rokkinu undanfarið og ganga undir skilgreiningunni "hiphop massive" eða "rapcore". Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 397 orð

Sáttir við kvenmannsleysið

HLJÓMSVEITIN GusGus hélt tónleika í San Francisco hinn 20. maí síðastliðinn og voru tónleikarnir mánuði seinna frumsýndir á Netinu í gegnum heimasíðu Apple-tölvurisans. "Við gerðum samning við Apple-QuickTime og þetta var hluti af honum," sagði Baldur Stefánsson, einn meðlima hljómsveitarinnar. "Tónleikarnir voru auglýstir á titilsíðu apple. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 85 orð

Slapp með skrekkinn

SHANE Lynch úr strákasveitinni Boyzone slapp með skrámur er bíll hans fór út af veginum í rallíkeppni í Suður-Wales í síðustu viku. "Þetta var lærdómsrík reynsla," sagði Shane eftir byltuna. "Við lentum í lausamöl og bíllinn rann til," útskýrði hann. Bíllinn endaði úti í skurði en þegar atvikið átti sér stað var Shane í þriðja sæti keppninnar. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 81 orð

Sýning á vefnaði á Akranesi

SNJÓLAUG Guðmundsdóttir, Brúarlandi, heldur sýningu á vefnaði og flóka í Listahorninu, Kirkjubraut 3, Akranesi og stendur hún til 26. júlí. Á sýningunni eru landslagsmyndir unnar í flóka og ofin veggstykki. Ennfremur eru sýnishorn af skartgripum unnum úr skeljum. Snjólaug er vefnaðarkennari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 381 orð

Taugaspenna í völundarhúsi

SEX ólíkir einstaklingar vakna upp við vondan draum þegar þeir komast að því að þeir eru innilokaðir í völundarhúsi þar sem dauðagildrur eru við hvert fótmál. Quentin (Maurice Dean Wint) er lögreglumaðurinn borubratti í hópnum sem virðist hafa leiðtogahæfileikana. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 308 orð

Uppboð á leikmunum á Netinu

KVIKMYNDAVER eiga mörg hver fullar vöruskemmur af leikmunum sem bíða þess eins að verða hent eða mölétnir. En nú verður breyting þar á því fyrirtækin Universal og New Line verða fyrstu kvikmyndaverin sem munu bjóða upp leikmuni og hluti úr bíómyndum og þáttum á Netinu. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 115 orð

Veiðimenn og villidýr

Á ÞRIÐJUDAG var komið að tískuhúsi Christian Dior og Ungaro að sýna tískulínu sína fyrir komandi haust og vetur á tískuvikunni í París. Það er breski hönnuðurinn John Galliano sem hannar fyrir tískuhús Christian Dior og var greinilegt að hann sótti hugmyndir sínar til veiðimanna og villidýra. Einnig mátti sjá fatnað sem hentað gæti á geimferðaöld sem margir telja vera að ganga í garð. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 418 orð

Viagra fyrir plöntur

ÍSRAELSKIR rannsóknarmenn segja líftíma plantna geta tvöfaldast sé þeim gefinn viss skammtur af ristruflanalyfinu viagra, en að það geti líka haft sínar neikvæðu afleiðingar. "Plöntur eru ekki það ólíkar fólki, segir Yaacov Leshem, prófessor í plöntulíffræði við Bar- Ilan-háskólann í Jerúsamlem, en hann hefur verið í forsvari fyrir rannsókninni seinustu mánuði. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 191 orð

Vinirnir fá launahækkun

LEIKARARNIR í Vinum gætu fengið allgóða launahækkun skrifi þau undir samning um að leika í enn einni þáttaröðinni, þeirri sjöttu. Þeir sem þekkja til í Hollywood segja þau geta átt von á því að fá sem svarar um sautján milljónum króna á mann fyrir hvern þátt en núna fá þau sem svarar um sjö milljónum króna. Meira
22. júlí 1999 | Menningarlíf | 185 orð

Þriðja tónleikahelgin í Skálholti

VERK eftir tónskáldin Snorra Sigfús Birgisson, Svein Lúðvík Björnsson og Hans-Henrik Nordström verða frumflutt á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina. Dagskráin hefst kl. 14 á laugardag í Skálholtsskóla með erindi sr. Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups um Skálholt í sögu og tíma. Kl. Meira
22. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 911 orð

(fyrirsögn vantar)

ASTRÓ Útvarpsstöðin FM957 heldur upp á 10 ára afmæli stöðvarinnar á föstudagskvöld kl. 20.30 fyrir fjöldann allan af einstaklingum sem sumir hverjir tóku sín fyrstu skref á FM957. Kl. Meira

Umræðan

22. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 231 orð

Á að setja klafa á forsetaembættið?

FYRIR nokkru voru laun æðstu manna þjóðarinnar birt í fjölmiðlum. Þar kom fram að forseti Íslands hefur ekki nema 600.000 kr. í laun á mánuði. Þetta eru smámunir einir fyrir þjóðhöfðingja og ekki sæmandi. Tvær til þrjár milljónir væru nærri lagi og það skattfrjálsar. Meira
22. júlí 1999 | Aðsent efni | 873 orð

Ef viljinn í verki er sýndur

Nauðsynin að lyfta hinum almenna kjaragrunni öryrkja er svo ótvíræð, segir Helgi Seljan, að blaðagreinar eins og þessi ættu að vera óþarfar. Meira
22. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Flugvöllurinn og gömlu húsin í Skerjafirði

HINN 10. júlí rakst ég á smápistil hér í blaðinu frá Snorra Bjarnasyni þar sem hann óskar eftir gömlum myndum "frá Skerjafirði, eins og hann var fyrir stríð, áður en flugvöllurinn kom". Snorri, sem er gamall Skerfirðingur, er að skrifa bók, þar sem hann fjallar m.a. um gömlu byggðina í Skerjafirði eins og hún var fyrir daga flugvallarins. Meira
22. júlí 1999 | Aðsent efni | 383 orð

Hugleiðing um persónuvernd á Internetinu

Ég tel, segir Björn Leví Gunnarsson, að það vanti reglur um vernd og ábyrgð á Internetinu í íslenska löggjöf. Meira
22. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 421 orð

Kommúnistaklíkan

ÞEGAR ég var að hreyta skömmum í sjálfstæðismenn hér á árum áður, þegar hugsjónir Marx og Leníns heilluðu stórhugann, var á stundum laumað að mér athugasemdinni: Vinstrimenn eru bara ekkert betri. Þeir eru verri ef eitthvað er. Þetta þótti mér vera íhaldsleg ósvífni. Meira
22. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 208 orð

Lítil útskýring á mistökum

Í UMSÖGN sinni um hljómdisk Caput-hópsins með tónlist Leifs Þórarinssonar í DV 8. júlí sl. hefur Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi DV, mörg orð um þá skömm að geta ekki flytjenda tónlistarinnar á umslagi disksins. Af því tilefni vil ég að eftirfarandi komi fram: Diskurinn er gefinn út af útgáfufyrirtæki bandaríska tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Gunthers Schullers. Meira
22. júlí 1999 | Aðsent efni | 600 orð

Staðgreidd unglingafargjöld SVR verði lækkuð

150% hækkun á staðgreiddu unglingafargjaldi SVR, segir Ólafur F. Magnússon, vekur spurningar um fjölskyldustefnu R-listans. Meira
22. júlí 1999 | Aðsent efni | 921 orð

Svefnfriður eða vökustríð

"Kvenréttindakonur", "kvennahreyfingin" og "Hlaðvarpastelpur" eru orð sem hafa, að mati Elísabetar Jökulsdóttur, verið notuð í niðrandi merkingu í blaðagreinum íbúa Grjótaþorps. Meira
22. júlí 1999 | Aðsent efni | 698 orð

Um hvað snýst kennaradeilan í Reykjavík?

Það var ekki gert ráð fyrir þessari auknu vinnu í síðustu kjarasamningum, en Jóna Linda Hilmisdóttirsegir það merg málsins í deilunni. Meira

Minningargreinar

22. júlí 1999 | Minningargreinar | 587 orð

Andrés Pálsson

Okkur bræðrum á Hjálmsstöðum langar til að minnast frænda okkar og nágranna til allmargra ára í örfáum orðum. Andrési eigum við margt að þakka bæði í starfi og leik. Eftir að afi dó má segja að Andrés hafi komið í hans stað og þá sérstaklega Daníels. Sem börn sóttum við allir mikið í Andrés því alloft gerði hann ýmislegt til að skemmta okkur börnunum. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Andrés Pálsson

"Uppi í hvömmunum við Hjálmsstaðaá er minn uppáhaldsstaður, áin bugðast svo fallega gegnum skóglendið, öll í smáfossum. þarna get ég setið og unað mér einn í náttúrunni ­ maður þarf líka að vera einn." Þannig kemst föðurbróðir minn, Andrés Pálsson á Hjálmsstöðum, að orði í viðtali við Morgunblaðið þann 8. nóvember síðastliðinn. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ANDRÉS PÁLSSON

ANDRÉS PÁLSSON Andrés Pálsson fæddist á Hjálmsstöðum í Laugardal hinn 7. júní 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 21. júlí. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 1717 orð

BALDUR VILHELMSSON

Í dag á stórafmæli sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Hann vígðist þangað ungur guðfræðingur og þar hefur hann þjónað af dyggð í full 43 ár með merka og trausta konu sér við hlið, frú Ólafíu Salvarsdóttur frá Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. Svo víðlent er prestakallið að messuferð þeirra hjóna að Unaðsdal liggur um 200 kílómetra landveg. Þau sr. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 474 orð

GUÐRÚN INGIBJÖRG L. GUÐJÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN INGIBJÖRG L. GUÐJÓNSDÓTTIR Guðrún Ingibjörg L. Guðjónsdóttir var fædd 6. janúar 1916. Hún lést 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 6.1. 1883, d. 15.3. 1962 og Guðjón Líndal Jónsson, f. 20.9. 1883, d. 19.12. 1960. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 324 orð

Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Gunnhildur, móðursystir mín, er látin. Andlát hennar kom ekki á óvart því heilsu hennar fór ört hnignandi síðustu misserin. Gunnhildur var 10. barn foreldra sinna, Valgerðar Jónasdóttur og Steins Ásmundssonar. Á þriggja ára afmælisdegi sínum fór hún í fóstur til föðursystur sinnar, Guðrúnar Hildar, og Björns, eiginmanns hennar. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar, Gunnhildar Björnsdóttur, í fáeinum orðum. Mér eru minnisstæðar heimsóknir okkar til hennar og Lísu á Vatnsstíginn þegar ég var lítill drengur. Lísa, kötturinn hennar, var að sjálfsögðu hluti af fjölskyldunni á meðan hún lifði og átti hún marga kettlinga. Eftirminnilegastur þeirra var þó Grámuska. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Mig langar að minnast Gunnhildar, tengdamóður minnar, nokkrum orðum, nú þegar hún kveður okkur að sinni. Ég var ung þegar leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum 35 árum, og hún í blóma lífsins, og ég man vel eftir litlu íbúðinni á Vatnsstígnum þegar ég var að kynnast mannsefninu mínu. Við Gunnhildur höfum því átt ágæta samfylgd í drjúgan mannsaldur. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 292 orð

GUNNHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR

GUNNHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR Gunnhildur Birna Björnsdóttir var fædd að Spena í Miðfirði 6. júlí 1919. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinn Ásmundsson, f. 11.8. 1883 á Mýrum í Hrútafirði, d. 24.3. 1968, og Valgerður Jónasdóttir, f. 14.7. 1884 að Óspaksstöðum, d. 15.5. 1928. Systkini: Friðjón, f. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Heiður Guðmundsdóttir

Ég kveiki á kertum mínum, við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum, hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi, ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi, á Hausaskeljastað. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Heiður Guðmundsdóttir

Elskuleg móðir vinkonu minnar er látin. Elsku Heiður, það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur, en ég veit að þú ert á góðum stað og þér líður vel. Ofarlega í minningunni eru stundirnar er ég kom inn á heimilið með Guggu, þá var manni ávallt tekið vel og við sátum og spjölluðum um heima og geima. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 91 orð

HEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

HEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Heiður Guðmundsdóttir, f. 26. desember 1941, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Guðmundur Símonarson (látinn). Hinn 31. desember 1961 giftist Heiður Skildi Þorlákssyni, f. 30. mars 1937. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sólveig, f. 26. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 357 orð

Ingibjörg Líndal Guðjónsdóttir

Elskuleg móðursystir mín, Ingibjörg Guðjónsdóttir, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 11. júlí sl. eftir stutta legu. Hún veiktist skyndilega og þegar andlátsfregnin barst myndaðist tómarúm og sár söknuður. Á þessari erfiðu kveðjustund sækja að ljúfar minningar sem gott er að muna og þakka. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 667 orð

Ingibjörg Líndal Guðjónsdóttir

Allt er breytt, allt svo hljótt. Amma Ingibjörg er dáin, farin til Guðs. Heimur minn verður aldrei samur. En minningin er mér svo kær. Vissan sem amma gaf mér og okkur öllum um að sólin kæmi alltaf aftur upp gefur okkur styrk. Hún "lifir þótt hún deyi". Ingibjörg amma átti sterka og djúpa trú og trúin var gjöf hennar til okkar allra. Amma kenndi mér svo margt um lífið og tilveruna, t.d. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 697 orð

Ingibjörg Líndal Guðjónsdóttir

Kynni mín af Ingibjörgu, tengdamóður minni, sem kvödd er í dag, hófust árið 1958 á Seyðisfirði. Ég var nýbyrjaður að vinna í frystihúsinu hjá Sigurði Kára, manni hennar, og vann þar einnig dóttir þeirra, Jóhanna Sigríður. Á laugardagsmorgni var ég einn á ferð í bíl föður míns framhjá heimili þeirra í Steinholti. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Jón Halldór Þórarinsson

Jón Halldór Þórarinsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 589 orð

Jón Halldór Þórarinsson

Elsku afi minn, nú hefurðu fengið hvíldina og ert kominn til Guðs eftir langa og hrausta ævi. Ég trúi að margir sem á undan eru farnir hafi tekið á móti þér. Afi var einn af þeim sem lifðu mikla breytingatíma og starfsævin var löng og tilbreytingarík. Hann fæddist og ólst upp í Garðinum. Varð snemma sjómaður á opnum bátum, togurum og síldarbátum en kom í land þegar hann slasaðist. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 533 orð

Jón Halldór Þórarinsson

Elsku afi, nú ertu loksins kominn til Ástu ömmu sem þú ávallt saknaðir, eftir erfitt ár. Mig langar til þess að þakka fyrir þær stundir sem ég átti með þér. Ég var svo stolt af þér, alltaf svo glæsilegur og góður. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Jón Halldór Þórarinsson

Elsku langafi, nú ertu loksins kominn til Ástbjargar langömmu. Það eru ekki allir sem ná 98 árum og ekki eru margir sem fara á rúntinn 92 ára með fullan bíl af konum frá elliheimilinu. Langafi átti fjögur börn, mörg barnabörn og enn fleiri barnabarnabörn og alltaf sá hann sér fært um að mæta í veislur og boð meðan heilsan leyfði, Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 214 orð

JÓN HALLDÓR ÞÓRARINSSON

JÓN HALLDÓR ÞÓRARINSSON Jón Halldór Þórarinsson fæddist í Þórðarbæ í Garði 17. apríl 1901. Hann lést 13. júlí síðastliðinn. Jón Halldór ólst upp í Steinboga, Garði. Foreldrar hans voru Jónía Ingibjörg Jónsdóttir, f. 11.10. 1868, d. 6.3. 1954, og Þórarinn Jónsson, f. 27.8. 1866, d. 7.9. 1943. Þórarinn og Ingibjörg eignuðust fimm börn: Jón, f. 26.3. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 1504 orð

Ólafur Ketilsson

Föðurbróðir minn, Ólafur Ketilsson, bílstjóri og sérleyfishafi á Laugarvatni, andaðist hinn 9. júlí sl. Þar hefur Elli kerling mikinn öldung að velli lagt. Foreldrar hans voru þau Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum og kona hans Kristín Hafliðadóttir. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 179 orð

ÓLAFUR KETILSSON

ÓLAFUR KETILSSON Ólafur Ketilsson fæddist á Álfsstöðum á Skeiðum 15. ágúst 1903 og andaðist hinn 9. júlí s.l. Foreldrar hans voru þau Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum, og kona hans, Kristín Hafliðadóttir. Systkini hans voru Brynjólfur, Valgerður, Helgi, Sigríður (dó ung), Sigurbjörn, Ellert, Kristín, Hafliði og Guðmundur. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Þuríður Guðnadóttir

Margar góðar minningar hrannast upp þegar Dídí frænka er kvödd. Við ólumst upp í fjölmennum fjölskyldureit austur í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Þá, sem ávalt síðar, var Dídí jafnan glöð og jákvæð og við sem vorum örlítið yngri litum upp til stóru frænku þegar við vorum litlar stelpur í sveitinni. Við tókum fagnandi á móti henni þegar hún kom heim í sveitina í fríunum sínum. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 280 orð

Þuríður Guðnadóttir

Lífið er stundum svo skrýtið og ósanngjarnt. Við bræðurnir höfum misst báðar ömmur okkar á síðastliðnu hálfa ári. Dídí amma er nú farin þegar svo mörg verkefni biðu hennar, öll litlu barnabörnin hennar sem hefur fjölgað um fimm á síðustu fimm árum. Við bræðurnir höfðu verið einu barnabörnin hennar í tæp 14 ár. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 718 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku Dídí mín! Það er erfitt til þess að hugsa að þú skulir vera farin frá okkur. Nú ert þú búin að fá lausn frá veikindum þínum sem voru þér svo erfið, sérstaklega þegar þú misstir röddina. Það var erfitt fyrir konu eins og þig að missa röddina, eiga erfitt með að tjá sig við stóran vinahóp og yndislega fjölskyldu. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 384 orð

Þuríður Guðnadóttir

Ævinlega var kátína og tilhlökkun þegar hópurinn úr félagsstarfinu í Seljahlíð hittist. Nú er stórt skarð rofið í hópinn þegar Dídí er á braut. Kynni okkar hófust í Seljahlíð fyrir um 12 árum. Við vorum ekki bara vinnufélagar heldur urðum við góðar vinkonur og þó nokkrar okkar séum komnar í önnur störf höfum við alltaf mikið samband og hittumst reglulega. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 376 orð

Þuríður Guðnadóttir

Hugurinn hverfur til fortíðar. Hvar á lífsleiðina sem gripið er niður er það nánasta umhverfi, vinir og kunningjar sem skapa það athvarf sem gerir okkur að því sem við erum. Leiðin markast svo ótrúlega fljótt. Ungir drengir sem stigu sín fyrstu skref út í lífið rötuðu saman í grunnskóla og myndaðist vinskapur sem hefur dugað í gegnum árin. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku Dídi. Þegar söknuðurinn er svona sár er svo gott að vita til þess að minningarnar lifa að eilífu. Í minningum mínum ert þú alltaf brosandi eða hlægjandi og með sama stríðnisglampan í augunum og amma Lóa. Lít ég það margt, sem líkjast þér vill guðs í góðum heimi: brosi dagroða, blástjörnur augum, liljur ljósri hendi. (Jónas Hallgrímsson. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Þuríður Guðnadóttir

Ágæt kona Þuríður Guðnadóttir hefur kvatt, langt fyrir aldur fram. Við sem eftir sitjum hvílum höndur í skauti og getum lítt hafst að. Þegar örlögin grípa miskunnarlaust inn í líf okkar reynum við að kryfja til mergjar hin æðstu rök, en fá virðast koma að gagni og engin sanngirni virðist í nánd. Hvað skal gert þegar engin orð né athafnir virðast duga? Þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 144 orð

Þuríður Guðnadóttir

Með söknuð og sorg í hjarta kveðjum við systur og mágkonu, Þuríði Guðnadóttur, sem nú er látin langt um aldur fram. Það eru ótal ljúfar minningar sem við eigum eftir öll árin sem leiðir okkar lágu saman. Minningar um samverustundir með þér og fjölskyldu þinni munu lifa í hjarta okkar alla tíð og létta okkur söknuðinn. Margs er að minnast marg er hér að þakka. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Þuríður Guðnadóttir

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sætt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Dídí frænka. Nú hefur þú fengið að sofna eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 518 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku Dídí. Við munum eftir þér daginn sem þú dóst, það var eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vildum ekki trúa þessu, að okkar yndislega besta Dídí "amma" væri dáin. Hún átti jú við mikil veikindi að stríða, við vissum það, en maður fattar bara ekki alveg hvernig það er fyrr en það gerist. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 86 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku amma Dídí, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við eigum eftir að sakna þín mikið en nú vitum við að þér líður betur hjá Guði. Elsku amma, minningin um þig á eftir að lifa með okkur. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Þuríður Guðnadóttir

Minningarnar hrannast upp og tárin trítla þegar raunveruleikinn rennur upp, Dídí er farin, ég sé hana aldrei aftur í þessu lífi og það er svo sárt. Þær eru margar spurningarnar sem koma upp í hugann á svona stundu, eins og: Af hverju þurftir þú að ganga í gegnum svona mikil veikindi? Er einhver tilgangur? og: Hver er hann þá? Hún var einstök kona í mínum augum, bæði falleg, Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 327 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku systir mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért horfin úr okkar systkinahóp. Þetta er fyrsta skarðið í hóp okkar og við munum sakna þín sárt og sár er missir þíns manns, barna og barnabarna. Þú skapaðir þeim svo fallegt heimili, alltaf varstu að smíða eitthvað fallegt og föndra til að fegra heimilið og sumarbústaðinn. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 634 orð

Þuríður Guðnadóttir

Þann 13. júlí sl. hringdi Palli, stjúpfaðir minn, í mig og tilkynnti mér þau sorglegu tíðindi að móðir mín væri látin. Ég átti erfitt með að sætta mig við þær staðreyndir sem hann var að segja mér með sinni einstöku ró eins og honum er einum lagið. Því síðast er ég frétti af henni var á mánudagskvöldið. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 537 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku Dídí mín. Nú ert þú búin að fá lausnina frá öllum þínum þrautum, horfin yfir móðuna miklu og komin þangað sem engin veikindi eru til og ég er viss um að foreldrar okkar og hann Gísli minn hafa tekið á móti þér með útbreiddann faðminn. Það er sárt að þurfa að sjá á eftir þér og það tæpum fimm mánuðum á eftir láti míns ástkæra eiginmanns. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 145 orð

Þuríður Guðnadóttir

Hún elsku Dídí tengdamamma mín er dáin. Sorgin er erfið en ég veit að hennar þjáningum er lokið. Eftir stendur mikill söknuður en jafnframt mikið þakklæti. Hún Dídí var einstaklega kraftmikil, hjálpsöm og dugleg kona sem hafði alltaf eitthvað á prjónunum. Tóks henni fljótlega að vekja áhuga minn á ýmiskonar föndri auk þess sem hún saumaði eða prjónaði föt á dóttur mína. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 310 orð

Þuríður Guðnadóttir

Elsku Dídí mín, mig skortir orð hve örlögin geta verið grimm. Hvernig er hægt að ætlast til þess að við skiljum tilgang þess þegar þú ert hrifin burt, burt frá þinni elskandi fjölskyldu. Hlýleiki þinn og dugnaður hreif alla enda voru það forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 655 orð

Þuríður Guðnadóttir

Í dag kveðjum við Þuríði Guðnadóttur, tengdamóður mína. Fyrir aðeins sex vikum skírðum við Vigdís dóttur okkar Þuríði að öðru nafni. Í mínum huga kom aldrei neitt annað til greina enda mun fæðing hennar ávallt tengjast minningu nöfnu hennar. Við skírn Tinnu Þuríðar komu glögglega fram þær andlegu þrengingar sem Þuríður tengdamóðir mín þurfti að þola með veikindum sínum. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Þuríður Guðnadóttir

Kæra frænka og vinkona. Mig setti hljóða er ég frétti andlát þitt, sem mér fannst ekki tímabært. Þú sem varst næstyngst af níu systkinum og ferð fyrst, svona er lífið óskiljanlegt. Við Dídí, eins og þú varst alltaf kölluð, fæddumst og ólumst upp í sömu sveit næstum því á sama bæjarhlaðinu þar sem svo stutt var á milli bæjanna. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 438 orð

Þuríður Guðnadóttir

Ekkert í þessum heimi er sjálfgefið, ekki einu sinni það að eiga góða móður, hvað þá góða móðursystur. Þetta hefur oft komið upp í huga minn undanfarna daga eftir að elskuleg móðursystir mín dó, langt um aldur fram. En lífið er miskunnarlaust og það er ekki spurt um stað og stund þegar dauðinn knýr dyra. Meira
22. júlí 1999 | Minningargreinar | 327 orð

ÞURÍÐUR GUÐNADÓTTIR

ÞURÍÐUR GUÐNADÓTTIR Þuríður Guðnadóttir fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 19.4. 1936. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13.7. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingigerður Guðjónsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984, og Guðni Markússon, bóndi og trésmiður frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 23.7. 1893, d. 4.3. 1973. Meira

Viðskipti

22. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Evra hækkar og evrópsk bréf lækka

EVRAN hélt áfram að styrkjast í gær þegar myntin náði hæstu stöðu seinasta mánuðinn gagnvart dollarnum, sem lækkaði í 118,25 jen hver dollar þrátt fyrir tilraunir Japansbanka til að sporna gegn því. Evrópsk hlutabréf lækkuðu um eitt prósent eftir 192 stiga lækkun á Wall Street deginum áður. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 40 orð

Lausafjárhlutfall í 1,5%

Í gær, miðvikudaginn 21. júlí, hófst nýtt tímabil bindiskyldu lausafjár hjá lánastofnunum, samkvæmt reglum Seðlabankans frá í mars. Nú er bindiskyldum lánastofnunum skylt að hafa lausafjárhlutfallið 1,5% af ráðstöfunarfé en í síðastliðnum mánuði var bindiskylda lausafjár 3%. Meira

Daglegt líf

22. júlí 1999 | Neytendur | 816 orð

Kjúklingur og svínakjöt koma í staðinn

UM 70% af allri fisksölu stórmarkaðanna eru ýsuflök eða afurðir unnar úr ýsu. Fisksalar og stórmarkaðir kaupa helst línuýsu og verðið á henni hefur verið hátt að undanförnu. Að sögn Andrésar Helga Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra hjá Íslandsmarkaði, heldur úrvals línuýsa uppi meðalverði og kílóið af henni hefur verið að fara á 300­400 krónur kílóið þegar verðið er hæst. Meira
22. júlí 1999 | Neytendur | 264 orð

Ná ekki sambandi á erfiðum stöðum

ELDRI tegundir af NMT-símum, svokallaðir bílasímar, eru með 15 vatta styrk. NMT-handsímarnir eru einungis með 2 vatta styrk. Þetta þýðir að á erfiðum svæðum hér á landi ná handsímarnir ekki sambandi nema með viðbótarbúnaði. Meira
22. júlí 1999 | Ferðalög | 366 orð

Nýr áningarstaður á Kili

HLÝLEGT viðmót og gestrisni einkennir andrúmsloftið í Áfanga sem er skáli við Kjalveg. Í skálanum, sem er í eigu Svínavatnshrepps, er rekin greiðasala á sumrin og einnig er hægt að fá þar gistingu. Þá er fólki líka velkomið að koma í skálann með nestið sitt og neyta þess þar án þess að greiðsla komi fyrir. Meira
22. júlí 1999 | Neytendur | 172 orð

Opnuð undirfatadeild

Brúðarkjólaleiga Dóru hefur fengið umboð fyrir undirfatnað frá Cotton Club og hefur af því tilefni verið opnuð undirfatadeild í versluninni. Um er að ræða ítalskt vörumerki. Í fréttatilkynningu frá Brúðarkjólaleigu Dóru kemur fram að undirfatnaðurinn sé fluttur inn beint frá framleiðanda. Í boði er undirfatnaður fyrir konur á öllum aldri. Meira
22. júlí 1999 | Ferðalög | 376 orð

Sumarleyfis- og helgarferðir

Á VEGUM Ferðafélags Íslands eru framundan margvíslegar ferðir um öræfi, Vestfirði og fleira. Um er að ræða helgarferðir og lengri sumarleyfisferðir í seinni hluta júlí og ágúst. Um hálendið norðan Vatnajökuls verða tvær átta daga sumarleyfisferðir og ein helgarferð undir nafninu "Hálendið heillar". Sigurður Kristinsson annast fararstjórn í ferðinni 8.­15. Meira

Fastir þættir

22. júlí 1999 | Í dag | 33 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. júlí, verður fertug Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, land- og jarðfræðingur, Rauðagerði 22, Reykjavík. Hún verður í óbyggðaferð á afmælisdaginn en mun halda upp á afmælið síðar á árinu. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 37 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. júlí, verður sextug Ingunn Þórðardóttir, Víðimýri 3, Neskaupstað. Hún og eiginmaður hennar, Sófus Gjöveraa, taka á móti gestum á heimili Þórhalls, sonar síns, að Álfheimum 60, 1. hæð, frá kl. 16­20. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 38 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. júlí, verður sjötug Margrét Ólafsdóttir, húsmóðir, Ægissíðu 56, Reykjavík. Margrét og eiginmaður hennar, Jóhann Vilhjálmsson, prentari, taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Skildinganesi 3, frá klukkan 19 í dag. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 25 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. júlí, verður áttræður Ingólfur Majasson, Mjóuhlíð 14, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður Guðlaugsdóttir. Þau verða að heiman í dag. Meira
22. júlí 1999 | Fastir þættir | 454 orð

ÁR ALDRAÐRA Jenna Jensdóttir "Að bera ábyrgð á Stóra g

ÁR ALDRAÐRA Jenna Jensdóttir "Að bera ábyrgð á Stóra garðinum" "Það er mat mitt eftir margra áratuga kennslu á unglingastigi að lestur allra áðurnefndra rita væri ungmennum nauðsynlegur vegna dvalar þeirra í þessari veröld. Sá hluti náttúrunnar, Maðurinn, er ábyrgur fyrir því sem er að gerast og gerist. Reynum að gleyma því ekki. Meira
22. júlí 1999 | Fastir þættir | 212 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Góð byrjun hjá el

ELDRI piltarnir í íslenzka landsliðinu byrjuðu vel á NM unglinga, sem fram fer í Þönglabakkanum þessa dagana. Þeir unnu Norðmenn og Dani örugglega í fyrstu tveimur umferðunum og töpuðu í fyrrakvöld í þriðju umferð fyrir Svíum með minnsta mun 14­16. Eftir þrjár umferðir voru Íslendingar efstir með 57 stig og Finnar í öðru sæti með 52 stig. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. maí sl. í Lágafellskirkju af sr. Sigurði Árnasyni Rakel Hólm Sölvadóttir og Einar Júlíus Óskarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 570 orð

Fálæti um þrekíþróttir unglinga

MIG undrar stórum fálæti fjölmiðla um sumar greinar íþrótta og tómstundastarfs sem engu síður en boltaleikir, golf og hestaleikar, leiða ungmenni til að nota orku sína á heilbrigðan hátt. Íþróttir svo sem fjallabrun á hjólum, götuhjólakeppnir og fjallahjólakeppnir eru í þeim flokki sem fjölmiðlar þekkja greinilega ekkert til. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 173 orð

Ferð eldri borgara í Garðabæ og á Álftanesi

FARIN verður ferð á vegum Garða- og Bessastaðasókna þriðjudaginn 27. júlí. Nýja listasafnið Englar og fólk að Vallá á Kjalarnesi verður skoðað, en þar er nú sýning fornmuna. Kaffi á eftir. Farið verður frá safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13.30 og komið til baka um kl. 16. Aðgangseyrir og kaffi kostar 950 krónur. Allir eldri borgarar í Garða- og Bessastaðasókn velkomnir. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 79 orð

FRJÁLS· T ER Í FJALLASAL

Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardal, heilnæmt er heiðloftið tæra. Hátt yfir hamrakór himinninn, blár og stór, lyftist með ljóshvolfið skæra. Hér uppi í hamraþröng hefjum vér morgunsöng, glatt fyrir góðvætta hörgum: Viður vor vökuljóð vakna þú, sofin þjóð! Björt ljómar sól yfir björgum. Meira
22. júlí 1999 | Dagbók | 944 orð

Í dag er fimmtudagur 22. júlí, 203. dagur ársins 1999. Maríumessa Magdalenu. Or

Í dag er fimmtudagur 22. júlí, 203. dagur ársins 1999. Maríumessa Magdalenu. Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19. Meira
22. júlí 1999 | Fastir þættir | 827 orð

Ísland og listarnir "Markmiðið er að gera manninn að þungamiðju hnattvæðingarumræðunnar, beina henni að innbyrðis tengslum allra

Tækniframfarir hafa bætt lífsskilyrði fólks víða í heiminum, en um leið hafa þær aukið bilið á milli ríkra og fátækra, samkvæmt Þróunarskýrslu 1999, sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku. Í skýrslunni segir að þörf sé á alþjóðlegu átaki til þess að mæta þörfum fátæks fólks á sviði læknisþjónustu, samgangna og upplýsingatækni. Meira
22. júlí 1999 | Fastir þættir | 1075 orð

Jón Viktor efstur í Bikarkeppninni

feb.­ágúst 1999 EINUNGIS eitt mót er eftir í vel heppnaðri Bikarkeppni í skák sem nú fer fram í fyrsta skipti. Fyrstu fjögur mótin voru: Meistaramót Hellis (mars) Skákþing Hafnarfjarðar (júní) Boðsmót T.R. (júní) Skákþing Garðabæjar (júlí) Að þessum mótum loknum hefur Jón Viktor Gunnarsson náð bestum árangri og er með 40 stig. Meira
22. júlí 1999 | Í dag | 476 orð

ÞAÐ verður athyglisvert að fylgjast með því sem gerist á fjar

ÞAÐ verður athyglisvert að fylgjast með því sem gerist á fjarskiptamarkaðnum á næstu misserum. Þróunin á þessum markaði er mjög ör og erfitt fyrir hinn venjulega Íslending að sjá hana fyrir. Samstarf Íslandssíma og Línu, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, bendir til þess að samkeppni á þessum markaði eigi eftir að aukast. Meira

Íþróttir

22. júlí 1999 | Íþróttir | 66 orð

Albanirnir notuðu norska fánann

ALBÖNUM varð heldur betur á í messunni er þeir flögguðu norska fánanum fyrir leik SK Tirana og ÍBV í gær. Töldu þeir víst að þeir hefðu undir höndum réttan fána, en að sjálfsögðu gerðu Eyjamenn athugasemdir við atvikið. Voru Eyjamenn reyndar svo forsjálir að hafa íslenska fánann með í farteski sínu og var hann umsvifalaust dreginn að húni en hinn norski dreginn niður. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 69 orð

Aleksic frá í tvær til þrjár vikur

GORAN Aleksic miðvallarleikmaður ÍBV varð fyrir þeirri ólukku að fara úr öðrum axlarliðnum eftir 20 mínútna leik í Tirana í gær. Ekki var komið í ljós í gær hversu alvarleg meiðslin væru en ekki þykir ósennilegt að Aleksic verði frá í tvær til þrjár vikur. Fari svo missir hann jafnvel af báðum leikjum ÍBV- liðsins í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar gegn MTK Búdapest. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 125 orð

Annar Dani til hjá Leiftri

DANSKUR leikmaður, Brian Kristensen, er á leið til Leiftursmanna til reynslu. Hann er 27 ára miðjumaður sem leikið hefur með Nykøping, en er með lausan samning. Hann er væntanlegur til Ólafsfjarðar á föstudag og mun dvelja í nokkra daga áður en tekin verður ákvörðun um hvort samið verður við hann. Kristensen verður tíundi erlendi leikmaðurinn sem kemur til Leiftursmanna í sumar. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 129 orð

Breytt hugarfar Valsmanna

ÓLAFUR Ingason, leikmaður Valsliðsins og sonur Inga Björns þjálfara, sagði að breytt hugarfar væri lykillinn að góðu gengi liðsins í undanförnum leikjum. "Við erum greinilega á uppleið en tel að við eigum meira inni. Við vorum óheppnir í upphafi móts en liðið er greinilega að rétta úr kútnum enda höfum við tekið okkur tak. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 134 orð

Gajic til Valsmanna í dag

MILOMIR Gajic, júgóslaveskur knattspyrnumaður sem lék með Val sumarið 1993, kemur á ný til liðsins í dag og hyggst spreyta sig með liðinu í efstu deild Íslandsmótsins. Gajic hefur leikið með félögum í heimalandi sínu frá því hann var með Val fyrir sex árum. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 44 orð

Ísland í sama sæti

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í sama sæti og það var fyrir mánuði á heimslista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í gær ­ 46. sæti ásamt Ghana. Eins og fyrr er Brasilía í fyrsta sæti og Frakkland í öðru sæti. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 755 orð

Jones vann í átjánda sinn

FJÓRIR íþróttamenn halda áfram að keppa um hlut í 70 milljóna króna gullpotti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins þegar næsta gullmót verður haldið í Mónakó eftir hálfan mánuð. Þetta eru Marion Jones, Gabriela Zsabo, Beranrd Barmasai og Wilson Kipketer. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 225 orð

KA-menn tóku öll stigin þrjú

Víðismenn töpuðu sínum öðrum leik heima í röð þegar þeir mættu KA frá Akureyri í Garðinum í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 2:1 fyrir norðanmenn sem eftir atvikum voru sanngjörn úrslit en í hálfleik var staðan 0:0. Leikurinn var ekki vel leikinn né spennandi og einkenndist mest af baráttu á miðjum vellinum. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 46 orð

Matth¨aus á leið til Bandaríkjanna

LOTHAR Matth¨aus, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður með Bayern M¨unchen, sagði í Mexíkó í gær að hann hefði ákveðið að fara til Bandaríkjanna og hefja að leika með MetroStars 1. janúar. Matth¨aus er 38 ára og hefur leikið 136 landsleiki fyrir Þýskaland. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 53 orð

Mótherjar ÍBV styrkjast

UNGVERSKA liðið MTK Búdapest, sem mætir ÍBV í næstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, keypti í vikunni Hollendinginn Glenn Helder og gerði við hann tveggja ára samning. Helder hefur víða farið á ferli sínum, m.a. leikið með Ajax, Sparta, Vitesse Arnheim, Arsenal, Benfica og NAC Breda. Helder hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Holland. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 59 orð

Ríkharður skoraði gegn Southampton

RÍKHARÐUR Daðason skoraði fyrsta mark Viking frá Stavangri í 3:1 sigri á enska úrvalsdeildarliðinu Southampton í æfingaleik í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Stavangri en Southampton er á æfingaferð í Noregi um þessar mundir. Leikmenn Vikings réðu lögum og lofum á vellinum og komust í 3:0 áður en fyrrverandi leikmaður liðsins, Erik Østenstad, minnkaði muninn. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 29 orð

Rússar sækja um EM 2008

Rússar sækja um EM 2008 RÚSSAR hafa ákveðið að sækja um Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu árið 2008. Þar með ætla þeir að keppa við Norðurlandaþjóðirnar Finnland, Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 676 orð

Tímamótaleikur á Akranesi

KRISTINN Björnsson, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliðs Vals í efstu deild, á von á skemmtilegum leik á Akranesi í kvöld, þar sem heimamenn mæta KR-ingum, sem hafa tveggja stiga forskot á Eyjamenn á toppi deildarinnar. Þeir síðastnefndu leggja leið sína í Ólafsfjörð á sunnudag eftir langt og strangt ferðalag frá Albaníu. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 405 orð

"Unnum hug og hjarta áhorfenda"

Ég hef sjaldan séð Eyjaliðið leika eins vel og það gerði í þessum leik. Við einsettum okkur að loka svæðum og beita skyndisóknum. Þessi útfærsla gekk fullkomnlega upp og ánægjulegt að innbyrða sigur hér í Albaníu," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari íBV, að loknum 2:1 sigri gegn SK Tírana í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Albaníu í gær. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 624 orð

Valsarar komnir á skrið

Valsmönnum var greinilega létt að loknum leik gegn Breiðabliki í 10. umferð í efstu deild að Hlíðarenda í gærkvöld. Sigur Valsmanna stóð á tæpasta vaði því Kópavogspiltar voru oft aðgangsharðir upp við mark heimamanna en gekk lítt upp við markið. Heimamenn fögnuðu sigri og hefur á skömmum tíma tekist að færast upp um fimm sæti í deildinni. Meira
22. júlí 1999 | Íþróttir | 373 orð

Ætluðum okkur sigur í Tírana

"ÞAÐ var aldrei spurning á hvorn veginn leikurinn færi. Við áttum góðan leik og úrslitin hefðu getað orðið mun betri," sagði Ingi Sigurðsson, leikmaður ÍBV að leik loknum gegn Sk Tírana í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Albaníu í gær. Meira

Úr verinu

22. júlí 1999 | Úr verinu | 552 orð

Aflamarki úthlutað eftir mánaðamótin

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur gefið út reglugerð um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski í Barentshafi, samkvæmt Smugusamningnum svokallaða milli Íslands, Noregs og Rússlands. Fiskistofa hefur gefið út aflahlutdeild einstakra skipa samkvæmt samningnum og verður aflamarki síðan úthlutað á þeim grundvelli eftir 31. júlí nk. Meira

Viðskiptablað

22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 121 orð

210% umframeftirspurn

Forgangsréttartímabili í hlutafjárútboði Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. lauk í gær. Boðið var út hlutafé að nafnverði 165.413.044 kr. á genginu 6,20. Mikill áhugi var á hlutabréfum félagsins í útboðinu og óskuðu forgangsrétthafar eftir að kaupa hlutafé fyrir 3.206.765.000 kr. og er umframeftirspurn því rúmlega 210% það hlutafé sem var í boði. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 286 orð

Áætlað verðmæti 200 milljónir

KASSAGERÐ Reykjavíkur og Íslenskar sjávarafurðir hafa gert með sér samning um að Kassagerðin taki að sér framleiðslu, lagerhald og afgreiðslu á öllum pappaumbúðum fyrir ÍS. Jafnframt mun Kassagerðin veita faglega ráðgjöf um gæðamál og vöruþróun er varðar pappaumbúðir. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 48 orð

Byggingarvísitala hækkar

VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,3% í júlí samanborið við mánuðinn á undan og er nú 236,3 stig, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni. Vísitalan gildir fyrir ágúst. Alls samsvarar hækkun hennar síðastliðna þrjá mánuði 1,4% hækkun á ári en síðastliðna 12 mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 2,3%. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 668 orð

Djörf ákvörðun sem ekki gekk upp

ÞAU vandamál, sem Samskip hafa lent í við rekstur þýzka skipafélagsins Bruno Bischoff Reederei, eru alvarlegt áfall fyrir fyrirtækið. Það breytir engu þótt Samskip hafi í yfirlýsingu sinni um málið sl. mánudag lagt áherzlu á góða afkomu að öðru leyti. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 157 orð

ÐBoeing hagnast vel

BOEING-flugvélaframleiðandinn hefur tilkynnt um meiri hagnað en búist var við á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn varð 701 milljón dollara eða 75 sent á hlut en hagnaðurinn samsvarar tæpum 52 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári varð hagnaðurinn 258 milljónir dollara eða 26 sent á hlut sem var óvenjulega lágt. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 99 orð

ÐHagnaðaraukning hjá PepsiCo

HAGNAÐARAUKNING PepsiCo Inc. fór fram úr væntingum, en hún mældist 7% á öðrum fjórðungi þessa árs, ef sala eigna er undanskilin, miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn samsvaraði 34,5 milljörðum íslenskra króna og 31 sents ágóða á hlut, samanborið við 32,2 milljarða á sama tíma á síðasta ári og 28 senta hagnað á hlut. PepsiCo seldi hlut sinn í Pepsi Bottling Group Inc. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 141 orð

ÐLeikfangaframleiðendur í samstarf

STÆRSTI leikfangaframleiðandi heims, Mattel Inc., og japanska fyrirtækið Bandai Co Ltd hafa ákveðið að taka saman höndum í markaðssetningu á leikföngum sem framleidd eru hjá fyrirtækjunum, þ.e.a.s. Barbídúkkum og Power Ranger leikföngum. Fyrirhugað er samstarf á sviði markaðssetningar, sölu og vöruþróunar. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 128 orð

ÐNý iBook fartölva frá Apple

NÝ ferðatölva frá Apple verður sett á markað í september nk. Tölvan, sem hlotið hefur nafnið iBook, er ferðaútgáfa af iMac tölvunni frá Apple sem notið hefur mikilla vinsælda. Tölvan er 300MHz, með G3 örgjörva og vegur 3 kíló. Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Aco, segir tölvuna koma á markað hér heima á sama tíma og í Bandaríkjunum og verðið verði lágt miðað við sambærilegar tölvur. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 222 orð

ÐVátryggingamiðlanir sameinast í ÍSVÁ ehf.

TILKYNNT hefur verið um samruna tveggja vátryggingamiðlana, Fjárverndar ehf. og Íslensku vátryggingamiðlunarinnar ehf., í eitt fyrirtæki, ÍSVÁ ehf. Í fréttatilkynningu kemur fram að markmið sameiningarinnar sé að efla þjónustu og upplýsingagjöf við hátt á áttunda þúsund viðskiptavini félaganna. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 361 orð

Eignir jukust um 187%

Á ÁRSFUNDI Séreignalífeyrissjóðsins, sem haldinn var nýlega, kom fram að sjóðurinn hefði skilað hæstu ávöxtun sambærilegra sjóða samkeppnisaðila á á árinu 1998 eða 10,1% raunávöxtun þrátt fyrir fremur íhaldssama fjárfestingastefnu en 84% eignasafnsins var í skuldabréfum í lok ársins, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 74 orð

EURO-ICE 1999

Viðskiptaráðstefnan EURO-ICE 1999 verður haldin í Hardelot, sem er um 15 km frá Boulogne sur Mer í Frakklandi, dagana 7.-9. október. Á ráðstefnunni mun fara fram kynning á íslensku fyrirtækjunum SÍF, Atlanta, Samskipum og Kaupþingi. Auk þess verður fjallað um viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja á ESB-svæðinu. Meðal þeirra sem munu flytja erindi eru: Geir H. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 240 orð

Fyrst íslenskra vöruhúsa

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur veitti Samskipum á þriðjudag viðurkenningu fyrir innra gæðaeftirlitskerfið GÁMES í þremur vöruhúsum félagsins á Holtabakka í Reykjavík: Vöruhúsi A, Vörudreifingarmiðstöðinni og frystivörumiðstöðinni Ísheimum. Þetta eru fyrstu vöruhúsin hér á landi sem fá slíka viðurkenningu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 951 orð

Gjaldeyrisbrask eða áhættu-stýring?

VAXTAMUNUR á milli Íslands og annarra landa hefur vakið athygli margra, enda býður hann upp á töluverða hagnaðarmöguleika ef rétt er að málum staðið. Hins vegar er það allnokkurt hættuspil að ætla að nýta sér vaxtamun gjaldmiðla ef ekki eru höfð vel Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 142 orð

GM innkallar 3,5 milljónir bíla

GENERAL Motors bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum (GM) hefur ákveðið að kalla inn 1,1 milljón fjórhjóladrifsbifreiða af gerðinni Chevrolet og GMC, árgerðir 1991-1996, vegna galla í læsivörðum hemlum (ABS) af gerðinni "EBC4". Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 104 orð

Hagnaður Microsoft jókst um 62%

HAGNAÐUR Microsoft jókst um 62% á síðasta fjórðungi fjárhagsársins miðað við sama tíma á síðasta ári. Sérfræðingar höfðu ekki búist við svo mikilli hagnaðaraukningu en hún er fyrst og fremst talin vera sölu á Office 2000-pakkanum að þakka. Hagnaður Microsoft á tímabilinu var tæpir 163 milljarðar íslenskra króna, eða 40 sent á hlut. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 1147 orð

Hvað er þekkingarstjórnun?

Þekkingarstjórnun (knowledge management) er að ryðja sér til rúms í atvinnulífi víða um lönd. Hér er um nýlegt viðfangsefni að ræða en hlutirnir gerast nú hratt í viðskiptalífi og nauðsynlegt að við Íslendingar áttum okkur á þessu sem fyrst. Þekkingarstjórnun hefur verið lítið kynnt hér á landi, en grein þessi er tilraun til að bæta þar úr. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 35 orð

Launavísitala hækkar

LAUNAVÍSITALA hækkaði um 0,1% í júní miðað við mánuðinn á undan, fór í 181,8 stig. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána er 3976 stig í ágúst 1999, samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 1218 orð

Markaðssókn í vesturveg

Mikið átak hefur verið unnið í því að efla viðskiptasambönd á milli Íslands og fylkja á austurströnd Kanada undanfarin tvö ár. Elmar Gíslason leit yfir stöðu mála og ræddi við Pamelu Rudolph, viðskiptafulltrúa frá Nova Scotia, um undirbúning og afrakstur kaupstefna. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 737 orð

Nútímalegt stýrikerfi Það er fleira hægt að setja inn á tölvu sína en Windows eða Linux. Árni Matthíassonkynnti sér stýrikerfið

MIKIÐ FJÖR er á stýrikerfamarkaði eftir að virtist sem samkeppni væri úr sögunni á því sviði. Linux ógnar yfirráðum Windows og MacOS er ekki alveg dautt, en það eru til fleiri stýrikerfi, til að mynda er hægt að kaupa í sumum tölvuverslunum hér á landi BeOS, fullkomið fjölvinnslu-stýrikerfi með framúrskarandi myndrænum notendaskilum. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 92 orð

Nýr framkvæmdastjóri Samvinnusjóðs Íslands

ÖRN Gústafsson, viðskiptafræðingur og löggiltur vátryggingamiðlari, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samvinnusjóðs Íslands hf. frá 15. ágúst. Kristinn Bjarnason, sem tímabundið hefur verið starfandi framkvæmdastjóri, mun hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri hjá félaginu. Örn Gústafsson fæddist 30. október árið 1950. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 461 orð

Nýtt fólk hjá Intrum á Íslandi

Jón Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn í stöðu sölustjóra hjá Intrum á Íslandi. Jón Örn lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 1989. Jón Örn útskrifaðist sem markaðshagfræðingur frá Niels Brock-háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1997, lagði stund á nám við City University of New York árið 1998 og lauk B.Sc. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 187 orð

Óvíst um fjárfestingaráform BMW í Bretlandi

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur staðfest að hún hafi nú til skoðunar styrk breska ríkisins til Rover-verksmiðjunnar í Longbridge sem veittur var í síðasta mánuði. Styrkurinn var aðalskilyrði þess að þýsku bifreiðaverksmiðjurnar BMW, sem eru eigendur Rover, fengjust til að fjárfesta í verksmiðjunni í Longbridge en BMW hafði ella hótað að flytja framleiðsluna til Ungverjalands. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 157 orð

Samdráttur hjá Exxon

ALÞJÓÐLEGA olíufyrirtækið Exxon Corp. tilynnti í gær að hagnaður þess á öðrum fjórðungi þessa árs hefði minnkað um 25% samanborið við sama tímabil í fyrra. Ástæðunnar er einkum að leita í minnkandi tekjum fyrirtækisins vegna sölu og markaðsetningar á unnum vörum því þrátt fyrir að verð á hráolíu hafi farið hækkandi að undanförnu hefur til dæmis verð á bensíni ekki hækkað að sama skapi. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 565 orð

Skilar nú hagnaði af rekstri

FLAGA hf. hagnaðist um rúmar 12 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 1999, samkvæmt óbirtu bráðabirgðauppgjöri fyrirtækisins. Tap félagsins nam 11,2 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Sala Flögu hf. nam 129,0 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en heildar rekstrartekjur 137,8 milljónum. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 116 orð

Svíar Evrópumeistarar í bankaviðskiptum á Netinu

SVÍAR hafa tekið forystu meðal Evrópubúa hvað varðar bankaviðskipti á Netinu og er búist við að innan nokkurra ára muni um helmingur þeirra alfarið sinna bankaerindum sínum á Netinu. Samkvæmt könnun, sem IBM-fyrirtækið hefur gert, eru sænskir bankar í þremur af fjórum efstu sætunum yfir þá banka sem veita viðskiptavinum sínum besta þjónustu á Netinu. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 468 orð

Vel skipulögð keppnismanneskja

Margrét Ólöf A. Sanders er fædd á Ísafirði árið 1959. Eftir stúdentspróf stundaði hún frönskunám í Frakklandi, lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og B.ed- prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét stundaði nám í viðskiptafræði í Norður-Karólínu og lauk MBA-prófi síðastliðið vor. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 76 orð

(fyrirsögn vantar)

Kristinn Vilbergsson hóf störf sem sölufulltrúi hjá DHL Hraðflutningum ehf. þann 6. apríl sl. Kristinn varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1992 og útskrifaðist sem útflutningsmarkaðsfræðingur B.Sc. frá Tækniskóla Íslands 1998. Kristinn starfaði í sölu- og markaðsdeild hjá Hug forritaþróun 1998-1999. Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 568 orð

(fyrirsögn vantar)

NÚ FER í hönd sá tími að fyrirtæki birti milliuppgjör sín, þ.e. uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Því er vert að skoða hvað ýmis hugtök og stærðir, sem fjallað er um í því samhengi, þýða. Að þessu sinni verður fjallað um veltufjárhlutfall, eiginfjárhlutfall og arðsemi eigin fjár. Veltufjárhlutfall Meira
22. júlí 1999 | Viðskiptablað | 59 orð

(fyrirsögn vantar)

PRENTSMIÐJAN Grágás keypti á dögunum Heidelberg Speedmaster prentvél af Aco, sem er umboðsaðili Heidelberg. Með kaupunum hyggst Grágás auka hraða og gæði litprentunar auk þess að lækka framleiðslukostnað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.