Greinar miðvikudaginn 4. ágúst 1999

Forsíða

4. ágúst 1999 | Forsíða | 184 orð

250.000 manns flýja sókn Talebana í Afganistan

UM 250.000 manns hafa flúið harða bardaga milli Talebana og andstæðinga þeirra í Afganistan síðustu daga, en Talebanar hafa hafið mikla sókn til að ná á sitt vald þeim tíunda hluta landsins sem verið hefur undir stjórn uppreisnarmanna. Meira
4. ágúst 1999 | Forsíða | 93 orð

Allt á floti í SA-Asíu

ÞESSI filippseyski verkamaður skýlir sér hér með regnhlíf fyrir monsúnrigningunni, vaðandi elginn upp fyrir mitti á götu í Manila, höfuðborg Filippseyja, í gær. Gífurlegt úrhelli hefur dunið yfir nokkur lönd Suðaustur-Asíu undanfarna daga og valdið flóðum sem tugir manna hafa týnt lífi í og eyðilagt mannvirki og ræktarland í stórum stíl. Meira
4. ágúst 1999 | Forsíða | 199 orð

Bresk gæludýr fá vegabréf

BRESK stjórnvöld kynntu í gær áform um að gefa út vegabréf fyrir gæludýr, sem gera eigendum þeirra kleift að ferðast með þau milli landa án þess að dýrin þurfi að dvelja í sóttkví í sex mánuði eftir heimkomu. Meira
4. ágúst 1999 | Forsíða | 422 orð

Minnst 258 létu lífið

NITISH Kumar, járnbrautamálaráðherra Indlands, sagði af sér embætti í gær. Hann segist bera siðferðilega ábyrgð á lestarslysinu sem varð aðfaranótt mánudags skammt frá lestarstöðinni í Gaisal, um 500 km frá Kalkútta í Vestur- Bengal. Að minnsta kosti 258 létust í slysinu en óttast er að fórnarlömbin séu mun fleiri, eða yfir fjögur hundruð talsins. Meira
4. ágúst 1999 | Forsíða | 324 orð

Robertson væntanlega skipaður í dag

GEORGE Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, verður að öllum líkindum formlega útnefndur næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins í dag, miðvikudag, samkvæmt heimildum Reuters innan höfuðstöðva NATO í Brussel í gær. Meira

Fréttir

4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

2.800 einstaklingar fá vaxtabætur sínar að fullu

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR greiðir 3.426 einstaklingum samanlagt 118,4 milljónir króna vegna vaxtabóta sem ráðstafað var til sjóðsins vegna gjaldfallinna afborgana íbúðalána. Þá hefur verið skuldajafnað inn á gjaldfallnar afborganir 2.990 einstaklinga rúmlega 161 milljón króna en samanlagt fékk Íbúðalánasjóður tæpar 280 milljónir króna til ráðstöfunar vegna þessa. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 323 orð

Aldrei lagt til inngrip í rekstur fyrirtækja

TÓMAS Ingi Olrich, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, segist aldrei hafa farið þess á leit, sem Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, hafi gefið í skyn í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að með úthlutun byggðakvóta ætti að grípa inn í rekstur einstakra fyrirtækja. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 41 orð

Allt sem flýtur

Reuters Allt sem flýtur ÞESSI fleyta er gerð úr tómum plastflöskum og áldósum, og var meðal þess sem keppt var á í keppninni "Allt sem flýtur", er fram fór í borginni Augustow í Póllandi um helgina. Ekki hafa borist fregnir af úrslitum. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Alvarleg slys um helgina

STÚLKA á tvítugsaldri var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir bílveltu á Vesturlandsvegi, rétt ofan við Borgarnes, á laugardagsmorgun. Stúlkan var ásamt þremur öðrum á norðurleið. Rétt sunnan við Gufuá missti bílstjórinn stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og lenti í skurði vinstra megin við akstursstefnu bílsins. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 632 orð

Alþjóðaviðskipti með landbúnaðarvörur í brennidepli

Dagana 4.­5. ágúst verður aðalfundur Norrænu bændasamtakanna haldinn á Akureyri en slíkur fundur var síðast haldinn hér á landi fyrir tíu árum. Guðmundur Stefánsson hefur haft veg og vanda af undirbúningi fundarins. "Á fundinum verða rædd ýmis mál. Sum varða beinlínis starfsemi Norrænu bændasamtakanna en önnur starfsumhverfi norrænna bænda almennt. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Atlanta stendur fyrir söfnunarátaki fyrir flogaveik börn

Atlanta stendur fyrir söfnunarátaki fyrir flogaveik börn SÚ NÝBREYTNI hefur verið tekin upp í flugvélum Flugfélagsins Atlanta að farþegum er gefinn kostur á að styrkja gott málefni með því að láta af hendi skiptimynt í hvaða gjaldmiðli sem er, í þar til gerð umslög sem finna má í sætisvösum flugvélanna. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Á ekkert sökótt við þessa heiðurskonu

EGILL Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segist ekki þekkja innri málefni Sæunnar Axels ehf. en hafa beri í huga að byggðakvótanum hafi verið úthlutað til sveitarfélaga og byggðarlaga samkvæmt ákveðnum reglum sem væru í takt við lögin eins og þau voru afgreidd á Alþingi. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 179 orð

Áhyggjur af vopnahléi IRA

ÍRSK stjórnvöld gerðu í gær ljóst að þau myndu ekki ana út í það að gefa yfirlýsingar um hvort þau teldu Írska lýðveldisherinn (IRA) hafa rofið tveggja ára gamalt vopnahlé sitt, en löggæsluyfirvöld á Norður-Írlandi sögðust í gær hafa öruggar heimildir fyrir því að IRA hefði átt þátt í morðinu á Charles Bennett, tuttugu og tveggja ára gömlum kaþólskum manni, í Belfast í síðustu viku. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Á norðurleið með fíkniefni

TVEIR menn hafa verið handteknir í tengslum við fund lögreglunnar á Sauðárkróki á fíkniefnum í bíl í Varmahlíð. Bíll mannanna var stöðvaður þegar hann var á leið norður síðastliðinn fimmtudag. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus sl. laugardag en hinn er ennþá í gæslu lögreglu. Í bílnum fannst eitthvað magn af kókaíni og amfetamíni og um 200 grömm af hassi. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Banaslys á mótum Vesturlands- og Akranesvegar

BANASLYS varð á vegamótum Akranesvegar og Vesturlandsvegar laust fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Rákust þar saman fólksbíll og flutningabíll og lést ökumaður fólksbílsins. Ökumaður fólksbílsins var einn í bílnum. Lögreglan í Borgarnesi kom á vettvang og auk hennar sjúkrabíll frá Akranesi og tækjabíll frá lögreglunni á Akranesi. Tveir menn voru í flutningabílnum og sakaði þá ekki. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 432 orð

Barak vill lokaáfangann í febrúar

FRIÐARUMLEITANIR Ísraela og Palestínumanna virðast nú vera komnar í hnút eftir að samningaviðræður þeirra um framkvæmd síðasta friðarsamkomulags þeirra fóru út um þúfur um helgina. Embættismenn Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, sögðu í gær að hann vildi fresta því að koma lokaáfanga samkomulagsins í framkvæmd þar til í febrúar, en því hafa Palestínumenn hafnað. Meira
4. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 316 orð

Bensínsala og ferðamannaverslun á Aðalbóli

Vaðbrekku, Jökuldal-Sigurður Ólafsson og Kristrún Pálsdóttir, bændur á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, hafa opnað bensínstöð og ferðamannaverslun ásamt gistingu á Aðalbóli. Á bensínstöðinni er selt bensín og dísilolía frá Esso. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Bíll með sjö ára dreng fer fram af fjallsbrún

SJÖ ára drengur var einn í bifreið sem rann niður fjallshlíð og fram af hárri fjallsbrún suður af Húsavíkurfjalli á föstudag. Endaði bíllinn síðan í miðri hlíðinni. Drengurinn meiddist lítið en bíllinn er talinn gjörónýtur. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Braust inn í íbúð

MAÐUR braust inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur á mánudagsmorgun og gekk þar berserksgang, braut allt og bramlaði. Að sögn lögreglu braut hann upp útidyrahurð og fór inn í íbúð á annarri hæð. Kona, sem var í íbúðinni, þekkti ekki til mannsins. Hún komst út án þess að maðurinn skipti sér af en var að sögn lögreglu mjög skelkuð. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 322 orð

Brennureið og töðugjöld

28. ágúst nk. standa hestamannafélögin þrjú í Skagafirði og Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð fyrir hópreið og skemmtun á Vindheimamelum. Ákveðið hefur verið að kalla uppákomuna "Bennureið og töðugjöld" og er markmiðið að mynda stærstu hópreið aldarinnar á Íslandi. Öllum er velkomið að taka þátt, ungum sem öldnum, félagsmönnum eða utan félags og hvort heldur sem komið er akandi eða ríðandi. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 292 orð

Bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings

NÁÐST hefur samkomulag um föst innflutningsgjöld til Íslands og ESB vegna vegna bókunar 2 við gömlu fríverslunarsamningana. Bókunin fjallar um unnar landbúnaðarvörur, pasta, súpur og fleira. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytis þýðir samkomulagið að samkeppnisstaða íslensks útflutnings á þessum vörum mun batna. Gjöld inn til ESB munu lækka, sérstaklega þó á súkkulaði. Meira
4. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 216 orð

Dagskrá um Hallgrím Pétursson

Sauðárkróki-Í tilefni af kristnihátíðarári tóku sig saman nokkrir aðilar í Skagafirði og settu saman dagskrá um sálmaskáldið sr. Hallgrím Pétursson og hefur dagskráin verið flutt í fjórum kirkjum í Skagafjarðarprófastsdæmi í júlí. Var frumflutningur dagskrárinnar í Grarfarkirkju á Höfðaströnd en síðan í Sauðárkrókskirkju og Hofsstaðakirkju og var endað í Glaumbæ. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 213 orð

Drottningarmóðir 99 ára

HIN sívinsæla drottningarmóðir í Bretlandi er 99 ára í dag og allt útlit fyrir að hún muni fá aldamótaskeyti frá dóttur sinni. Hefð er fyrir því að Elísabet Englandsdrottning sendi þegnum sínum símskeyti þegar þeir verða hundrað ára. Drottningarmóðirin hefur nú að fullu náð sér eftir mjaðmaruppskurð á síðasta ári. Meira
4. ágúst 1999 | Miðopna | 1763 orð

Enn er vegasambandslaust við þrjá bæi í Öxarfirði

Hlaupið í Kreppu olli gríðarlegum vatnavöxtum í Jökulsá á Fjöllum og hlutust af talsverðar skemmdir; brúna yfir Sandá í Öxarfirði tók af í heilu lagi svo vegasambandslaust er við þrjá bæi í Öxarfirði. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 708 orð

Fátt fólk í borginni en erill talsverður

TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni um helgina en bókanir í dagbók voru alls um 730, auk mjög mikillar vinnu við ýmislegt eftirlit. Lögreglan var með sérstakt eftirlit á ómerktum bílum til að stugga við þjófum. Aðeins voru 5 innbrot í hús um helgina þar af 3 í íbúðarhúsnæði en nokkur innbrot voru í bíla. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 153 orð

Finnskur málaliði dæmdur í varðhald

UNDIRRÉTTUR í borginni Åbo (Turku) hefur úrskurðað finnskan málaliða í gæsluvarðhald vegna gruns um þátttöku í fjöldamorðum í Kosovo. Tveir finnskir málaliðar tóku þátt í hernaði Júgóslava í Kosovo í vor en upp um þetta komst þegar danska lögreglan handsamaði danskan hermann fyrir viku. Meira
4. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 1016 orð

Fjöldi fólks í bænum en öflug gæsla

TALIÐ er að allt að fjórtán þúsund manns hafi verið staddir á hátíðinni Halló Akureyri um nýliðna verslunarmannahelgi. Þrátt fyrir þennan mannfjölda töldu forsvarsmenn hátíðarinnar, lögreglan og tjaldsvæðagæslan að hátíðarhöldin hefðu farið vel fram og flestir hefðu verið komnir til Akureyrar til að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 487 orð

Flestir þátttakendur hafa verið valdir

LISTAR yfir þátttakendur á Ráðstefnu um konur og lýðræði við árþúsundamót, sem haldin verður í Reykjavík í haust, liggja að mestu leyti fyrir. Að mati Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, formanns framkvæmdanefndar ráðstefnunnar, tekur afar breiður hópur kvenna og karla þátt í henni. Meira
4. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Fyrirlestur um Charlie Thorson

GENE Walz, höfundur bókarinnar um Cartoon Charlie, heldur fyrirlestur í kvöld, 4. ágúst, kl. 21. Hann mun þar fjalla um ævi og störf Vestur-Íslendingsins Charlie Thorson í máli og myndum. Charlie er þekktur fyrir að hafa skapað frægar teiknimyndafígúrur fyrir Walt Disney, en þær voru þó aldrei kenndar við hann. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 332 orð

Galdrafár í Tansaníu

REIÐIR íbúar þorpa í suðurhluta Tansaníu hafa myrt meira en þrjú hundruð og fimmtíu manns á undanförnum átján mánuðum en allir hinna látnu áttu það sameiginlegt að hafa verið sakaðir um að stunda galdra. Þýðir þetta að rekja má að jafnaði tuttugu og eitt morð á mánuði til hjátrúar og hindurvitna. Meira
4. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 128 orð

Gaman að sýna garðinn

Fagradal-Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, veitti Jóni Gunnari Jónssyni viðurkenningarskjal fyrir fallegan og vel hirtan garð að Hjalla í Vík í Mýrdal. Jón hafði garðinn til sýnis þann dag af þessu tilefni. Jón Gunnar flutti til Víkur fyrir ellefu árum og undanfarin ár hefur hann lagt mikla vinnu í garðinn, m.a. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Gengið með strönd Elliðavogs

HAFNARGÖNGUHÓPURINN heldur áfram að ganga með strönd Skerjafjarðar og Kollafjarðar í kvöld, miðvikudagskvöld. Að þessu sinni með Elliðavogi. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 út í Suðurbugt og um borð í langskipið Íslending og siglt inn í Elliðavog. Þar verður farið í land og gengið með voginum. Hægt er að koma í gönguferðina við Snarfarahöfnina kl. 20.45. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð

Gott á urriðasvæðinu

URRIÐAVEIÐI í Laxá í Mývatnssveit hefur verið afar góð í sumar að sögn Hólmfríðar Jónsdóttur á Arnarvatni, veiðivarðar á svæðinu. Um helgina voru komnir hátt í þrjú þúsund urriðar á land. Hólmfríður sagði veiðina eitthvað lakari heldur en í fyrra, en hún væri samt langt yfir meðalveiði og það væri mikill fiskur á svæðinu og gott ástand á honum. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 332 orð

Góðar vættir á sveimi

EITT minnsta kaffihús landsins er opið yfir sumarmánuðina í Hellisgerði. Þar ræður ríkjum Anna Hauksdóttir sem nú rekur kaffihúsið annað sumarið í röð. Húsið sjálft er ekki stórt í fermetrum en garðurinn umhverfis þeim mun stærri og notalegri til að setjast niður á góðum degi og fá sér kaffibolla. Meira
4. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 245 orð

Hafnardagur á Sauðárkróki

Sauðárkróki-Á undanförnum árum hefur sú venja skapast á Sauðárkróki að halda hafnardag rétt um eða eftir miðjan júlí. Hefur þessi dagur átt sívaxandi vinsældum að fagna og er hann var haldinn nú nýlega kom meiri fjöldi fólks á hafnarsvæðið og tók þátt í dagskrárliðum en áður hefur verið enda veður betra en oft áður. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Húsasmiðjan kaupir Smiðjuna

HÚSASMIÐJAN hf. hefur keypt byggingavöruverslunina Smiðjuna KÞ sem var deild innan Kaupfélags Þingeyinga. Gert er ráð fyrir að Húsasmiðjan taki við rekstri fyrirtækisins 1. september næstkomandi. Kaupfélag Þingeyrar er nú í greiðslustöðvun og er salan liður í að létta á skuldastöðu fyrirtækisins. Flestum starfsmönnum Smiðjunnar hefur verið boðið starf hjá nýjum eiganda fyrirtækisins. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ísland viðkvæmt fyrir samanburði

NÝ SKÝRSLA Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD), sýnir að dauðaslysum fjölgaði hlutfallslega mest á Íslandi, eða um 80% milli áranna 1997 og 1998, en að sögn Arnar Þorvarðarsonar, deildarsérfræðings Umferðarráðs, er ekki hægt að tala um þróun í þessa átt, þ.e. að dauðaslysum fari sífellt fjölgandi hérlendis. Hann sagði árið í fyrra hafa verið afar slæmt og í raun út í hött. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Í viðræðum við Fiskiðjusamlagið

RÓBERT Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma á Siglufirði, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að viðræður um hugsanlegt samstarf fyrirtækisins við Fiskiðjusamlag Húsavíkur stæðu nú yfir. "Enn liggur ekkert fyrir, en við höfum áhuga á að koma inn í reksturinn ef það hentar báðum aðilum," segir Róbert. Hann segir ekki standa til að gera tilboð í Fiskiðjusamlagið. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 715 orð

Kjaftshögg fyrir bæjarfélagið

ÁSGEIR Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, segir að uppsagnir Sæunnar Axels ehf. hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir bæjarfélagið komi þær til framkvæmda eftir tvo mánuði. "Það segir sig sjálft að þetta er kjaftshögg. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 233 orð

"Kæri George, þinn Bill"

ÞÖKK sé bandarískum upplýsingalögum geta áhugasamir nú lesið á Netinu hve náin vinarhót varnarmálaráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna, þeir George Robertson og William Cohen, hafa tíðkað að sýna hvor öðrum í bréfaskiptum sínum. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 269 orð

Kærir breska knattspyrnusambandið fyrir brot á jafnréttislögum

RACHEL Anderson, sem er umboðsmaður tuga brezkra atvinnumanna í knattspyrnu og eini kvenmaðurinn í því fagi, var ekki boðið til árlegs hátíðarkvöldverðar brezka knattspyrnusambandsins (PFA). Nú er hún farin í mál. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

LEIÐRÉTT Karlmaður en ekki kona Í FRÉTT í blað

Í FRÉTT í blaðinu á laugardag af bifhjólaslysi á Miklubraut kom fram að ökumaður hjólsins hafi verið kona á fimmtugsaldri. Hið rétta er að ökumaðurinn var karlmaður á miðjum þrítugsaldri, og hlaut hann minniháttar meiðsl. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 658 orð

"Maður mjög líkur söngvaranum fræga"

Rokkstjarnan Mick Jagger birtist óvænt á Ísafirði "Maður mjög líkur söngvaranum fræga" ÁRRISULIR Ísfirðingar ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir urðu varir við útlending einn, enskumælandi, Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Magga Stína í Hinu húsinu

MAGGA Stína og Bikarmeistararnir og hljómsveitin Jagúar spila á Taltónleikum Hins hússins og Rásar 2, miðvikudaginn 4. ágúst kl. sex á Ingólfstorgi. Taltónleikar Hins hússins og Rásar 2 eru í samvinnu við FÍH (Félag íslenskra hljómlistarmanna) og ÍTR (Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur). Þetta verða síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð Tals, Hins hússins og Rásar 2. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 388 orð

Mannskætt úrhelli í Asíu

GÍFURLEGT úrhelli hefur steypzt yfir nokkur lönd Austur-Asíu undanfarna daga. Hefur regnmagnið víða mælzt það mesta í áratugi. Að minnsta kosti 70 manns hafa fallið í valinn af völdum rigningarinnar, tugþúsundir hafa neyðzt til að yfirgefa heimili sín og akrar og samgöngumannvirki hafa orðið eyðileggingu að bráð. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 909 orð

Margir sleppa þeim vegna kostnaðarins Margir íslenskir ferðalangar láta ekki bólusetja sig vegna ferða til fjarlægra landa, þar

Margir íslenskir ferðalangar láta ekki bólusetja sig vegna ferða til fjarlægra landa, þar sem mikið er um hættulega smitsjúkdóma. Ástæðan er oftast þekkingarskortur, en einnig í mörgum tilvikum kostnaðurinn, sem getur orðið á bilinu 7-15 þúsund krónur. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Mikið áfall

"UPPSAGNIRNAR eru mikið áfall," segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar ­ Iðju, verkalýðsfélagsins í Eyjafirði. "70 manns var sagt upp störfum eða um 30% félagsmanna okkar í Ólafsfirði og það er stór hluti." Björn segir að verði starfsemin stöðvuð 30. september eins og fram kemur í uppsagnarbréfi til starfsfólks verði afleiðingarnar mjög alvarlegar. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Mikill hiti um allt land

ÞÚSUNDIR landsmanna hafa notið góðs af blíðviðrinu undanfarið og von til að þeir fái tækifæri til þess áfram um sinn. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Búist er við bjartviðri víða um land, en hætt við þokulofti, einkum að næturlagi. Hiti verður að líkindum 12 til 22 stig að deginum. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 254 orð

Milosevic verði steypt af stóli

YFIRMAÐUR serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Kosovo flutti ávarp á mótmælafundi serbnesku stjórnarandstöðunnar á mánudag og skoraði á Serba að steypa Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta af stóli og framselja hann til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 5. ágúst. Kennt verður frá kl. 19­23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig hjá deildinni. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Nefnd skoðar markaðsmálin

GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd um markaðsmál sauðfjárafurða með það fyrir augum að sala þeirra erlendis skili sem hæstu verði til bænda. Er skipun nefndarinnar liður í átaki í alþjóðlegri markaðsfærslu og sölu á íslenskum landbúnaðarvörum. Meira
4. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Norrænu bændasamtökin funda á Akureyri

AÐALFUNDUR Norrænu bændasamtakanna, NBC, er haldinn á Akureyri í dag, miðvikudag, og á morgun, fimmtudag, en slíkur fundur var síðast haldinn hér á landi haustið 1989. Gert er ráð fyrir að yfir 100 þátttakendur sæki ráðstefnuna en þar af koma um 80 frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Á fundinum verða ýmis innri mál samtakanna til umræðu. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Rauði krossinn eykur aðstoð á Balkanskaga

RAUÐI KROSS Íslands hefur tilkynnt Alþjóða Rauða krossinum um tveggja milljóna króna framlag til uppbyggingar á Balkanskaga í kjölfar ófriðarins í Kosovo fyrr á árinu. Þetta er svar við hjálparbeiðni vegna verkefna í Albaníu, Makedóníu og Júgóslavíu. Þar með er framlag Rauða kross Íslands til aðstoðar við fórnarlömb ófriðarins í Kosovo á þessu ári komið upp í 25 milljónir króna. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Róleg verslunarmannahelgi

HÁTÍÐARHÖLD fóru vel fram um verslunarmannahelgina og lætur lögregla um land allt vel af helginni. Umferð var að mestu leyti óhappalaus. Fjölmennast var á Akureyri, þar á eftir í Vestmannaeyjum og á Kántríhátíð á Skagaströnd. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Rúmlega 12 kr. hækkun frá áramótum

BENSÍN hækkaði um 2,70 kr. lítrinn um mánaðamótin og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 82,40 kr. miðað við fulla þjónustu og lítrinn af 98 oktana bensíni 87,10 kr. Þá hækkaði verð á dísilolíu um eina krónu og kostar lítrinn nú 29,70 kr. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Rætt var við Básafell um vinnslu á Þingeyri

HALLDÓR Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að Básafell hf. hafi verið eitt fyrsta fyrirtækið sem Haraldur Lyngdal, ráðgjafi bæjarins í atvinnumálum, heimsótti í tengslum við fyrirhugaða stofnun nýs fiskvinnufyrirtækis á Þingeyri. Hann vísar því alfarið á bug að hagsmunatengsl af nokkru tagi hafi ráðið því að gengið hafi verið til samninga við Vísi í Grindavík um að sjá um veiðar og Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 559 orð

Samherji, Jón Ólafsson og Bónusfeðgar meðal væntanlegra hluthafa í Orca

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Orca S.A. í Lúxemborg hefur keypt dótturfyrirtæki Scandinavian Holding S.A. í Lúxemborg, sem á 22,1% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Jafnframt hefur Orca S.A. keypt viðbótarhlutafé í FBA og nemur hlutur þess í bankanum nú 26,5%. Scandinavian Holding er í eigu sparisjóðanna, Kaupþings og Sparisjóðabankans. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 290 orð

Sérstakt fraktflug til Bandaríkjanna

FLUGLEIÐIR vinna nú að undirbúningi þess að taka í notkun Boeing 757-200-fraktvél sem koma á í stað 737-300-þotu félagsins sem nú annast fraktflug milli Íslands og Belgíu. Með 757-þotunni, sem ber meira og hefur lengra flugdrægi, er ætlunin að bæta við Evrópuflugið sérstökum fraktferðum milli Íslands og Bandaríkjanna. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 552 orð

SJÓBÖÐ STUNDUÐ AFTUR

GERT er ráð fyrir því í deiliskipulagi að Nauthólsvík verði fjölbreytt útivistarsvæði þar sem áhersla er lögð á siglingar, baðströnd og fræðslu um náttúru og sögu. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi fyrir gerð ylstrandar í víkinni sem ráðgert er að opna með viðhöfn 17. júní á næsta ári. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Skipulagsstjóri fellst á vegaframkvæmdir

SKIPULAGSSTOFNUN hefur nú lokið athugun á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Borgarfjarðarveg um Vatnsskarð eystra og fellst skipulagsstjóri ríkisins á þær endurbætur sem ráðgerðar eru. Í fréttatilkynningu frá Skipulagsstofnun segir að lagning nýs 6,6 km langs vegarkafla á Borgarfjarðarvegi nr. 94 hafi verið kynnt í frummatsskýrslu. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 599 orð

Skógareldar í nágrenni Stokkhólms

MIKLIR þurrkar í Svíþjóð undanfarnar vikur hafa leitt til stórfelldra skógarelda, einkum í kringum úthverfi Stokkhólms, en engin íbúðarsvæði eru í hættu eins og er. Eins manns er saknað. Í gær brann á þremur stöðum og virtust eldarnir illviðráðanlegir. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Staðarskoðun á Sólheimum

Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Staðarskoðun á Sólheimum MARGIR lögðu leið sína í Sólheima í Grímsnesi um verslunarmannahelgina. Þar var boðið upp á staðarskoðun og starfsemi verkstæða og fyrirtækja kynnt. Auk þess var fjallað um átak Sólheima í ræktun og umhverfismálum. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Stálsmiðjan og Slippstöðin sameinast

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Stálsmiðjuna hf. í Reykjavík og Slippstöðina hf. á Akureyri í nýju hlutafélagi frá 31. ágúst næstkomandi. Hið nýja félag mun verða stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins, með um 280 starfsmenn, en ákvörðun um sameiningu er tekin með fyrirvara um samþykki hluthafafunda sem verða boðaðir á næstunni. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Stofnun borgarfræðaseturs undirbúin

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu undirbúningsnefndar um stofnun Borgarfræðaseturs, í samstarfi Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að setrið taki til starfa á næsta ári. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

Sveitarstjórn hafnar öllum tilboðum í aksturinn

MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Norður-Héraðs hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum sem borist höfðu í akstur skólabarna í Brúarásskóla en leita þess í stað eftir samningum við fráfarandi skólabílstjóra. Hópur tilboðsgjafa hyggst krefja sveitarstjórn um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og undirbýr stjórnsýslukæru vegna þess að hann telur tvo hreppsnefndarmenn vanhæfa í málinu. Meira
4. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 346 orð

Svipaður fjöldi mála og allt árið í fyrra

LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af tæplega 40 fíkniefnamálum í bænum um verslunarmannahelgina, sem er svipaður fjöldi mála og upp kom allt árið í fyrra. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi á rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, sagði að að minnsta kosti 60 aðilar yrðu kærðir vegna þessara tæplega 40 mála sem upp komu. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Sölumálin hjá þeim sem standa sig best

GUÐMUNDUR Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, sem á meira en 40% í útgerðarfyrirtækinu Básafelli á Ísafirði, segir of snemmt að segja til um hvort breyting verði á sölumálum fyrirtækisins. Íslenskar sjávarafurðir hafa séð um þau en Guðmundur er í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 258 orð

Tafir á ISDN- tengingum Landssímans

TAFIR á uppsetningu ISDN-tenginga Landssímans til notenda eru einkum til komnar vegna þess að framleiðandi nauðsynlegs búnaðar, sænska fyrirtækið Ericsson, annar ekki eftirspurn eftir þeim búnaði, að sögn Ólafs Stephensens, upplýsingafulltrúa Landssímans. "Reglan hjá okkur er sú að bið eftir ISDN-tengingum sé ekki lengri en 7­10 virkir dagar. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tekinn með tæpt kíló af hassi

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli gerði upptækt tæpt kíló af hassi sem fannst við líkamsleit á manni sem var að koma til landsins frá Kaupmannahöfn sl. laugardagskvöld. Tollgæslan var með hund til fíkniefnaleitar við störf sín. Maðurinn, sem bar fíkniefnin á sér innanklæða, játaði í yfirheyrslum hjá yfirvöldum að eiga efnið. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 315 orð

Tímaritið Talk fer vel af stað

Tímaritið Talk fer vel af stað FYRSTA tölublað Talk, sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum vegna áhugaverðs viðtals við Hillary Clinton, kom í búðir í dag en það skartar djarfri mynd af Óskarverðlaunaleikkonunni Gwyneth Paltrow á forsíðu, auk myndar af forsetafrúni. Jafnframt getur þar að líta mynd af George W. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Tvær hryssur Þjóðverja efstar

KYNBÓTADÓMAR hófust á Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum í gær og varð niðurstaðan í tveimur flokkum kunn í gærkvöldi. Ætla má að Þjóðverjar kætist mjög því hryssur frá þeim stóðu efstar í báðum flokkum. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Tvö íslensk skip á leið í Barentshaf

TOGARARNIR Margrét EA, sem er í eigu Samherja, og Björgvin EA, sem er gerður út af Snæfelli á Dalvík, héldu til veiða í Barentshaf um helgina. Reiknað er með að skipin verði komin á veiðisvæðið suður af Bjarnarey á miðnætti í kvöld. Þar hafa breskir togarar verið við veiðar og samkvæmt fréttum hafa aflabrögð þeirra verið skapleg. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 1098 orð

Umdeild sálgreining Hillary Clinton á bónda sínum

YFIRLÝSINGAR Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clintons Bandaríkjaforseta, þess efnis að hún teldi framhjáhald forsetans tengjast sálrænu ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir í æsku hafa vakið mikla athygli vestur í Bandaríkjunum. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 257 orð

Undirritaður tvísköttunarsamningur við Portúgal

UNDIRRITAÐUR var í Lissabon á mánudag samningur til að koma í veg fyrir tvísköttun milli Íslands og Portúgal. Samninginn undirrituðu fjármálaráðherrar landanna, Geir H. Haarde og Antonio de Sousa Franco. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sat fund ráðherranna í Lissabon ásamt portúgölskum embættismönnum. Meira
4. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 93 orð

Unglingar í sjóbaði

Hvammstanga-Mikil veðurblíða var á Hvammstanga fyrir verslunarmannahelgi. Það var því ekki að ástæðulausu, að unglingar í vinnuskóla Húnaþings vestra skoluðu af sér fyrir helgina. Þau fóru þó ekki í hefðbundið bað, heldur stukku í sjóinn af bryggjunni, sumir margar ferðir. Að sjóbaði loknu var farið í sturtu og seltan skoluð af sér og síðan í sundlaugina. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 657 orð

Úthlutun Byggðastofnunar dropinn sem fyllti mælinn

"ÉG er ekki í neinum vígahug en ég ætla mér að keyra þetta mál til enda," segir Sæunn Axelsdóttir en fyrirtæki fjölskyldunnar, Sæunn Axels ehf. í Ólafsfirði, sagði upp 70 manns í fiskvinnslu fyrir helgi þegar lá fyrir að enginn byggðakvóti kæmi á Ólafsfjörð. Starfsemin verður stöðvuð 30. september en í uppsagnarbréfinu kemur fram að rætist úr á einhvern hátt megi búast við endurráðningu. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 503 orð

Vildi forða þriðju heimsstyrjöldinni

SIR Michael Jackson, yfirmaður KFOR, friðargæslusveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo, neitaði að framfylgja tilskipunum Wesleys Clarks, æðsta yfirmanns NATO, er rússnesk hersveit hélt fyrirvaralaust inn í Kosovo-hérað og hertók flugvöllinn í Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 427 orð

Vilja fá Eimskip til að þrýsta á útgerðina

SKIPVERJAR af skipinu Odincova, sem ekki hafa fengið laun sín greidd frá því snemma á árinu og segjast eiga inni um 10 milljónir hjá Sæmundi Árelíussyni útgerðarmanni, vöktu í gær athygli á málstað sínum með því að ræða við embættismenn í dómsmálaráðuneytinu. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna vatnavaxta

INGIBJÖRG Jóhannesdóttir á Syðri-Bakka í Öxarfirði á Vestursandi í Kelduhverfi var eini ábúandinn sem þurfti að rýma húsið sitt vegna hlaupsins í Kreppu, sem olli miklum vatnavöxtum í Jökulsá á Fjöllum á sunnudag og aðfaranótt mánudagsins. Ótti manna við að varnargarðurinn við Skjálftavatn gæfi sig og vatn flæddi yfir á Vestursandi reyndist hins vegar ástæðulaus. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 992 orð

Þúsundir manna hylltu Ísland

FERÐALAGI forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, um byggðir Vestur-Íslendinga lauk um síðustu helgi á hundraðasta Íslendingadeginum í bænum Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Rúmlega sjö þúsund gestir frá ýmsum fylkjum tóku þátt í hátíðahöldunum en íbúar Mountain eru aðeins um eitt hundrað og fimmtíu. Meira
4. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Ætla að ljúka rannsókninni á þessu ári

RANNSÓKNARDEILD innan Evrópusambandsins, OLAS, sem er að rannsaka tolla- og skattasvindl í tengslum við útflutning íslenskra hesta til Evrópusambandslanda, ætlar að ljúka athugun sinni fyrir lok þessa árs. Samkvæmt upplýsingum frá OLAS mun forstöðumaður deildarinnar síðan taka ákvörðun um það hvort málið verði sent til dómstóla í einstökum aðildarlöndum sambandsins. Meira
4. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 300 orð

Öcalan hvetur PKK til afvopnunar

ABDULLAH Öcalan, leiðtogi skæruliðahreyfingar Verkamannaflokks Kúrda (PKK), hvatti í gær liðsmenn sína til að hætta vopnaðri baráttu sinni við tyrknesk stjórnvöld fyrir sjálfstæðu Kúrdistan í suðurhluta landsins. Ekki er enn ljóst hvernig PKK mun taka áskorun Öcalans, sem nú situr í fangaklefa á Imrali-eyju, og eru næstu dægur talin munu sýna hve mikil áhrif hann hefur innan hreyfingarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

4. ágúst 1999 | Leiðarar | 656 orð

DREIFÐ EIGNARAÐILD

FYRIR u.þ.b. ári hófust miklar umræður um endurskipulagningu bankakerfisins í kjölfar frétta um að sænskur banki hefði áhuga á að kaupa umtalsverðan hlut í Landsbanka Íslands. Eftir nokkurra vikna umræður varð niðurstaðan sú, að öllum meiriháttar aðgerðum var skotið á frest. Meira
4. ágúst 1999 | Staksteinar | 390 orð

Íþróttir og peningar

ÍSLENZK íþróttahreyfing er í sjálfheldu segir nýlega í ísfirzka blaðinu "Bæjarins besta". Líf og fiskar Í LEIÐARA blaðsins, sem ber fyrirsögnina "Líf hans var til fárra fiska metið", segir svo í beinu framhaldi: "Svo komst Örn Arnarson að orði í síðasta kvæði sínu er fannst að honum látnum. Meira

Menning

4. ágúst 1999 | Myndlist | 320 orð

Andi gamalla hluta

Opið 14 til 18. Sýningin stendur til 8. ágúst. Í LISTASAFNINU á Akureyri stendur nú sýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar sem áður var í Listasafni Íslands. En í minni salnum er sýning eftir listakonuna Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Axlabönd og kampavín

Margrét Kristín Blöndal: Söngur, raddir og fiðla. Hörður Bragason: Farfísa-orgel, raddir, saxófónn, kasú og ARP hljóðgervill. Kormákur Geirharðsson: Trommur, raddir, básúna, kasú, slagverk og djambei. Kristinn Árnason: Gítarar, raddir, þeremín og djúpsjávarblobb. Tekið upp í Gróðurhúsinu í vor af Hróbjarti Róbertssyni sem einnig hljóðblandaði. Samtök Útvalinna Polka Aðdáenda gefur út. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð

Á afskekktri eyju Leiðbeinandinn (The Governess)

Framleiðsla: Sarah Curtis. Leikstjórn og handrit: Sandra Goldbacher. Kvikmyndataka: Ashley Rowe. Tónlist: Edward Shearmur. Aðalhlutverk: Minnie Driver og Tom Wilkinson. 120 mín. Bresk. Háskólabíó, júlí 1999. Öllum leyfð. ÁSTIR í meinum og afskekkt sveitasetur eru sígildur efniviður enskra skáldsagna og þessarar kvikmyndar sem sækir stíft í bókmenntahefðina. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 846 orð

ÁHRIFAVALDAR Í LÍFI LEIKRITASKÁLDS

HANN fann hvorki lækningu við plágum sem herjuðu á mannkynið né bjargaði því frá fátækt og þrældómi. Engu að síður kusu hlustendur BBC útvarpsstöðvarinnar leikritaskáldið William Shakespeare göfugasta fulltrúa þess árþúsunds sem senn rennur sitt skeið á enda. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 186 orð

Besta leikstjórn í Dansinum

LEIKSTJÓRINN Ágúst Guðmundsson var valinn besti leikstjóri á Kvikmyndahátíðinni í Moskvu sem lauk á fimmtudagskvöld þar sem Dansinn var sýndur í aðalkeppninni ásamt 16 öðrum myndum. "Ég var viðstaddur frumsýningu Dansins í fyrri viku hátíðarinnar og var farinn heim þar sem ég átti ekki sérstaka von á því að hreppa verðlaun," segir Ágúst sem fékk verðlaunagripinn á laugardag. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 591 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Villta, villta vestrið Innihaldsrýrt Hollywood-bruðl um tvo félaga að bjarga gamla, góða, villta vestrinu. Ekki leiðinleg en skilur enga innistöðu eftir. Wing Commander Óttalega glænepjuleg geimópera með fáum og lítið spennandi átakaatriðum. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 117 orð

Býflugnamaðurinn tónelski

NEI, þetta er ekki nýjasta lambhúshettan á markaðnum, heldur er þetta Gary Norman sem er doktor í býflugnafræðum og prófessor í háskólanum í Davis í Kaliforníu. Norman, sem hefur rannsakað atferli býflugna um áratugaskeið, Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 596 orð

Ed McBain í borginni vondu

eftir Ed McBain. Hodder & Stoughton 1999. 271 síða. ED MCBAIN er meistari amerísku löggusögunnar. Hann hefur í nokkra áratugi sent frá sér löggusögur sem gerast í kringum 87. hverfið í borginni Isola sem líkist engri borg meira en New York og segir frá rannsóknarlögreglumanninum Steve Carella og félögum og morðrannsóknum þeirra. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 355 orð

Eitthvað sem ekki er sagt

W, Or the Memory of Childhood, sjálfsævisöguleg skáldsaga eftir Georges Perec í þýðingu Davids Bellos. Collins Harvill gaf út 1988. 164 síður. Keypt í Máli og menningu. Franski rithöfundurinn Georges Perec var sérlundaður og lék sér að hinu ómögulega, til að mynda að skrifa skáldsögu þar sem ekki var að finna bókstafinn e, Meira
4. ágúst 1999 | Tónlist | 678 orð

Frábær tækni og glæsileg túlkun

Roger Sayer flutti orgelverk eftir Howells, Vivaldi, Whitlock, Eben og Vierne. Sunnudagurinn 1. ágúst, 1999. ÞRÁTT fyrir að flestir Reykvíkingar hafi hleypt heimdraganum og vistað sig víðsvegar um landið, voru orgeltónleikarnir í Hallgrímskirkju, sl. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 73 orð

Fráleitt prinsinn á bauninni

ÞESSI rússneski hermaður vílar ekki allt fyrir sér og brosir kvalafullu brosi í átt að ljósmyndaranum þegar félagar hans mölva steinsteypuklump á brjóstholi hans þar sem hann liggur væntanlega ekki í þægilegri stellingu á gaddabekk einum ógurlegum. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 449 orð

Hugljúft með rómantísku ívafi Helgi Páll Helgason fjallar um tónlistina úr kvikmyndinni Notting Hill.

Helgi Páll Helgason fjallar um tónlistina úr kvikmyndinni Notting Hill. EIN af stóru sumarmyndunum í ár er kvikmyndin Notting Hill, en hún segir frá því hvernig breskur meðaljón og heimsfræg bandarísk leikkona hittast í London og verða ástfangin. Meira
4. ágúst 1999 | Tónlist | 778 orð

Íslenzkar kórperlur

Kórverk eftir Smára Ólason, Elínu Gunnlaugsdóttur, Jakob Hallgrímsson, Báru Grímsdóttur, Ingibjörgu Bergþórsdóttur, Gunnar A. Kristinsson, Harald V. Sveinbjörnsson, Örlyg Benediktsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Kolbeinn Bjarnason, flauta; Kári Þormar, orgel; Kammerkór Suðurlands. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Laugardaginn 31. júlí kl. 15. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 76 orð

Keyrði út af

MONICA Levinsky lenti í bílslysi á sunnudaginn og var lögð inn á spítala en meiðsli hennar voru lítil og hún fékk að fara af spítalanum samdægurs. Lögreglan sagði að bíll Monicu hefði keyrt út af veginum og farið í eina veltu. Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 128 orð

Leiklist frá Finnlandi í Norræna húsinu

Í SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins er boðið upp á norræna tónlist, leiklist og bókmenntir. Á morgun, fimmtudag, kl. 20 er röðin komin að leiklist frá Finnlandi. Þá mun Teatteri Kehä III (Hringvegur 3) sýna tjáningarríkan söngleik fyrir eitt kvenhlutverk og tvo undirleikara, Ástarsöng aldarinnar, sem er gerður eftir þekktu verki Märtu Tikkanen, Ástarsögu aldarinnar. Meira
4. ágúst 1999 | Tónlist | 697 orð

Leyndir dómar

J.S. Bach: Goldberg-tilbrigðin. Helga Ingólfsóttir, semball. Laugardaginn 31. júlí kl. 21. ÞRIÐJU og síðustu tónleikar á viðburðaríkan laugardaginn var í Skálholti hófust um náttmálaleyti, er Helga Ingólfsdóttir flutti Goldberg-tilbrigði Bachs við furðugóða aðsókn á miðri verzlunarmannahelgi. Meira
4. ágúst 1999 | Myndlist | 365 orð

Ljósmyndir á Íslandi

Opið 13 til 17. Sýningin stendur til 8. ágúst. LJÓSMYNDUN á sér langa sögu á Íslandi, jafnvel lengri en saga nútímamálverksins er hér á landinu. Það er því ekki að furða að við eigum marga sterka ljómyndara sem starfa nú á ýmsum vettvangi og eiga sumir eftir sig mikla útgáfu, bæði í tímaritum og á bókum, auk sýninga. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 297 orð

Ljótur heimur

Hotel Sarajevo Skáldsaga. Höfundur: Jack Kersh. 240 bls. Turtle Point Press, New York, 1997. Eymundsson. 1.795 krónur. ALMA er fjórtán ára. Hún hefur aldrei skilið stríðið. En hún er óbeinn þátttakandi í því ­ hún er fórnarlamb. Hún hefur hreiðrað um sig, ásamt jafnöldrum sínum, í yfirgefnu hóteli; Hótel Sarajevo. Hún býr til sögur í huganum til að stytta sér stundir. Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 70 orð

Myndlistarsýningin Ísbörn í Listakoti

NÚ stendur yfir sýning írsku listakonunnar Áine Scannell í Galleríi Listakoti. Áine sýnir verk sem hún hefur unnið sérstaklega til sýningar í Reykjavík og nefnist sýningin "Ice Babies" og eru verkin byggð á ljósmyndum af ísjökum í Jökulsárlóni sem hún tók árið 1996. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 10­18, laugardaga kl. 10­16 og lýkur 14. ágúst. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 187 orð

Neistaflug í Neskaupstað

ÞAR SEM lognið hlær svo dátt, hefur verið haft á orði um Neskaupstað. Það reyndust orð að sönnu á Neistaflugi um verslunarmannahelgina þegar allar kynslóðir nutu blíðunnar í bróðerni. Skemmtidagskráin höfðaði jafnt til barna sem fullorðinna og voru atriði heimamanna áberandi. Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 75 orð

Nýjar bækur LITLA ljóskubrandarabó

LITLA ljóskubrandarabókinhefur að geyma 138 valin skeið úr ævi ljósku. LITLA spilabókin hefur að geyma 23 spil af ýmsum toga fyrir alla aldurshópa. Þar á meðal eru sígild spil, s.s. marías, rommí og kasína. Einnig eru minna þekkt spil eins og jassinn, lander, napóleon og gullgrafarar. Útgefandi er Steinegg ehf. Meira
4. ágúst 1999 | Bókmenntir | 523 orð

Ný lægð í hvert mál

Eftir Björn Erlingsson. Útgefandi: Bókbandsstofan Kjölur, 1998 63 bls. BÓKIN Tveggja heima skil er tileinkuð gömlu sveitafólki á Íslandi. Er einkonar óður til lífshátta og lífsstíls sem fyrirfinnst ekki lengur, og til fólks sem kunni þá list að búa í sátt við landið og tímann. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 175 orð

Olivia Newton-John aftur á ferð

BRESKA söng- og leikkonan Olivia Newton-John er eflaust þekktust fyrir túlkun sína á Sandy í kvikmyndinni Grease þar sem hún lék á móti John Travolta. Hún hefur nú haldið sig til hlés um skeið enda átt við erfið veikindi að stríða. Hún segir að líkami hennar hafi verið sáttur við hvíldina, sem hún tók sér árið 1992 eftir að hafa unnið bug á brjóstakrabbameini, en andinn ekki. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 224 orð

Óskráða sagan á toppnum

ÓSKRÁÐA sagan með Edward Norton í aðalhlutverki er á toppi Myndbandalistans þessa vikuna og skýtur töfradísunum Nicole Kidman og Söndru Bullock þar með ref fyrir rass, en mynd þeirra Practical Magic færist úr fyrsta sætinu í það þriðja. Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 133 orð

Pierre-Alain Barichon sýnir í Eden

Í EDEN í Hveragerði stendur yfir sýning Pierre-Alain Barichon á vatnslitamyndum. Pierre-Alain Barichon fæddist 6. maí 1956 í París. Í fréttatilkynningu segir að nám í byggingateiknun í Boulevard du Montparnasse í París hafi opnað honum leiðina í listmálun á áttunda áratugnum. Í raun og veru sé hann sjálfmenntaður. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Robert De Niro á lausu á ný

BANDARÍSKI leikarinn og stórsjarmörinn Robert De Niro sótti um skilnað við eiginkonu sína Grace Hightower síðastliðinn mánudag. Hightower, sem er fyrrverandi flugfreyja, var önnur eiginkona De Niro og voru þau gift í tvö ár og eiga saman einn son. Hinn 55 ára gamli De Niro var áður kvæntur Diahnne Abbott en þau skildu árið 1988 eftir 12 ára hjónaband. Meira
4. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 93 orð

Skemmtilegar heimsóknir

MORGUNBLAÐIÐ fékk skemmtilegar heimsóknir á dögunum þegar hópar 6 til 9 ára krakka af leikjanámskeiðum frá Frostaskjóli, Grandaskóla, Miðbergi og Laugarnesskóla komu í heimsókn. Þessir áhugasömu gestir skoðuðu prentsmiðju Morgunblaðsins, horfðu á myndband um sögu og starfsemi blaðsins og fóru í skoðunarferð um húsið. Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 38 orð

Sólveig Eggerz sýnir í Þrastarlundi

Í ÞRASTARLUNDI í Grímsnesi stendur yfir sýning Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Sólveig sýnir þar olíumyndir unnar á rekavið og vatnslitamyndir. Myndirnar eru unnar í ævintýrastíl. Sýningin stendur út ágústmánuð. EIN vatnslitamynda Sólveigar Eggerz í Þrastarlundi. Meira
4. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1386 orð

UPPREISN ÆRU

GENE Walz er prófessor í kvikmyndafræðum við háskólann í Manitoba og hefur skráð kvikmyndasögu fylkisins og fjallað um kanadíska kvikmyndagerð í greinum og fyrirlestrum um árabil. Hann segir að áhugi sinn á teiknaranum Charles Thorson hafi blundað í sér um alllangt skeið og fyrstur hafi Haraldur Bessason, Meira

Umræðan

4. ágúst 1999 | Aðsent efni | 639 orð

Baráttan um útivistarsvæðin heldur áfram

Baráttan um útivistarsvæðin í Fossvogsdal og á Seltjarnarnesi, segir Ólafur F. Magnússon, heldur áfram í Laugardalnum. Meira
4. ágúst 1999 | Aðsent efni | 810 orð

Bíó eða skóla í Laugardalinn?

Óskað hefur verið eftir lóð fyrir skóla í Laugardalnum segir Björn Bjarnason og greinir frá viðbrögðum Reykjavíkurborgar. Meira
4. ágúst 1999 | Aðsent efni | 791 orð

Hvað er í pokanum?

Ráðamenn, segir Bjarni Kjartansson, eru því miður oft skotspónn lágkúrulegra skrifa. Meira
4. ágúst 1999 | Aðsent efni | 703 orð

"...í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi"

Mismunun sú sem fyrir er í kerfinu, segir Svanfríður Jónasdóttir, verður ekki réttlátari þótt búið sé til nýtt mismununarkerfi til hliðar. Meira
4. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 561 orð

Kjaftstopp

Á STUNDUM er það þannig í lífinu að maður verður hreinlega kjaftstopp af undrun. Þetta henti mig núna nýlega í samskiptum mínum við Landssímann. Og þar sem ég get ekki litið á þetta sem mitt einkamál skrifa ég þetta greinarkorn og krefst svara frá Landssímanum á sama vettfangi. Meira
4. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 154 orð

Málvenjur

TILEFNI þessa bréfs er hvernig ýmsar málvenjur virðast vera að breytast og hvernig orð og orðasambönd festast í notkun, sérstaklega hjá blaða- og fréttamönnum. Eitt af þeim orðum sem tekið hafa sér bólfestu í fréttum blaða og ljósvakamiðla í seinni tíð er að "slasast". Dæmi um það er frétt á baksíðu Morgunblaðsins 31. júlí sl. Meira
4. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 500 orð

Skoðanakönnun á fjárhagsafkomu aldraðra

"HEYRT hef ég erkibiskups boðskap." "Já, ágætu eftirlaunaþegar. Þið hafið eflaust bæði heyrt og séð niðurstöðu skoðanakönnunar um fjárhagslega afkomu eftirlaunaþega og annarra láglaunahópa, m.ö.o. þið hafið það gott og getið lagt niður skottið og verið ekki með neitt nöldur. Það eru aðeins örfá prósent sem eru dragast upp vegna fátæktar. Miðvikudaginn 21. Meira
4. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 690 orð

Svar til Sverris Heiðars Júlíussonar

Í VELVAKANDA hinn 23. júlí sl. birtust fyrirspurnir frá Sverri Heiðari Júlíussyni kennara um samræmd próf. Menntamálaráðuneytið fer þess á leit við Morgunblaðið að það birti eftirfarandi svör: 1. "Getur verið að mismunandi sé hve margir úr árgangi þreyti prófin í hverjum skóla? Hver metur það hver tekur próf og hver ekki? Ef svo er væri þá ekki rétt að birta líka þátttöku % í prófinu fyrir Meira
4. ágúst 1999 | Aðsent efni | 552 orð

Tíðindalaust frá Vestfjörðum?

Sextán ára reynzla af kvótakerfinu sýnir, segir Ønundur Ásgeirsson, að það er nú langt komið með að leggja margar byggðir landsins í auðn. Meira
4. ágúst 1999 | Aðsent efni | 663 orð

Vandamálið sem ekki mátti nefna

Neytendur hafna rökum yfirvalda í þessu máli, segir Jóhannes Gunnarsson, og krefjast þess að tekið sé tillit til hagsmuna þeirra. Meira

Minningargreinar

4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 674 orð

Birna Anna Sigvaldadóttir

Fyrstu æviárin átti ég frænku í Ameríku. Frænkan var goðsagnapersóna í barnshuganum. Ég heyrði talað um hana og skoðaði myndir af henni. Hún átti tvo stráka. Annar var ári yngri en ég. Hann var minn. Bræður mínir máttu eiga stóra bróður hans. Sumarið 1958 beið ég spennt eftir að fjölskyldan í Ameríku kæmi til Íslands. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 585 orð

Birna Anna Sigvaldadóttir

Við systurnar vorum vanar að kalla ömmu Birnu og afa Ragnar "ömmu og afa í Ameríku". Þegar við vorum litlar stelpur bjuggum við í Chicago í þrjú ár þar sem pabbi var við nám. Rétt fyrir jólin keyrðum við svo til ömmu og afa í New York þar sem þau voru búsett lengi vel. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 885 orð

Birna Anna Sigvaldadóttir

Amma mín var falleg kona. Hún hafði yndi af öllu því sem fallegt er. Hún naut þess að hlusta á fallega tónlist og voru óperur eftirlæti hennar. Þegar ég hugsa um stofuna hjá ömmu þá heyri ég tónlistaróminn úr fóninum hennar. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 225 orð

BIRNA ANNA SIGVALDADÓTTIR

BIRNA ANNA SIGVALDADÓTTIR Birna Anna Sigvaldadóttir fæddist í Hafnarfirði 21. september 1925. Hún lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar Birnu voru Guðmunda Sveinbjörnsdóttir (1899­1981) og Sigvaldi Guðmundsson (1892­ 1978). Systkini: Kristbjörg Oddný Ingunn (f. 1927), Hrefna Iðunn (f. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Garðar Sæberg Ólafsson Schram

Garðar Schram kennari við Myllubakkaskóla, blakspilari, göngumaður um Ísland og vinur minn til margra ára - er látinn. Við vorum jafn gamlir. Hann kom oft til mín í bókasafnið. Hann var alæta á bækur. Því tók ég mikið mark á dómum hans um rithöfunda og verk þeirra. Hann las mikið, sérílagi erlend skáldrit. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 31 orð

GARÐAR SÆBERG ÓLAFSSON SCHRAM

GARÐAR SÆBERG ÓLAFSSON SCHRAM Garðar Sæberg Ólafsson Schram fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1932. Hann lést á heimili sínu 19. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 27. júlí. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 611 orð

Guðmunda Ágústsdóttir

Guðmunda frænka, föðursystir mín, er látin í hárri elli og södd lífdaga. Henni auðnaðist að ná 91 árs aldri án þess að tapa mikið andlegum krafti sínum, þótt líkaminn væri töluvert farinn að gefa sig. Nú er Sveinbjörg systir hennar á Hvammstanga ein eftir af sjö systkinum, en þau voru: Hólmfríður, Stefán, Pétur, Ingvar, Hannes og Sveinbjörg. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Guðmunda Ágústsdóttir

Kæra vinkona. Ég kveð þig með söknuði en jafnframt með ljúfum hugsunum um allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman undanfarin 16 ár. Þó að aldursmunurinn væri 50 ár þá skipti það litlu máli varðandi vináttu okkar. Ég gleymi seint okkar fyrstu kynnum þegar þú bankaðir á dyrnar hjá mér í kjallaranum við Skúlagötuna og bauðst mér í kaffi og vöfflur. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Guðmunda Ágústsdóttir

Elsku amma mín. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég sest niður og skrifa þessa litlu kveðju til þín. Hjá mér varstu alltaf amma á Skúló. Þegar ég var lítil stelpa kom ég oft með pabba í heimsókn til þín og þá var ætíð kátt á hjalla. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 311 orð

GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR

GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR Guðmunda Ágústsdóttir fæddist á bænum Kálfadal í Austur-Húnavatnssýslu 12. apríl 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 16. ágúst 1874, d. 15. september 1932, og (Hannes) Ágúst Sigfússon, f. 8. október 1864, d. 9. september 1944. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 792 orð

Guðmundur Ólafsson

Nú þegar við kveðjum okkar kærleiksríka föður og tengdaföður er margs að minnast og margs að sakna. Hann ólst upp í foreldrahúsum með sínum systkinum. Þau bjuggu á fleiri en einum stað. Einn var sá staður sem var honum alla tíð kærari en aðrir, það voru æskustöðvar móður hans, Borg í Miklaholtshreppi. Þar hófu foreldrar hans sambúð og þar bjó hann með þeim í bernsku. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 173 orð

Guðmundur Ólafsson

Nú er hann horfinn á braut, kraftmikilli baráttu hans lokið. Eftir standa minningarnar, bjartar og góðar. Afi var virðulegur maður, hann geislaði ætíð af lífsþrótti og hlýju og var alltaf hrókur alls fagnaðar. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 478 orð

Guðmundur Ólafsson

Kæri afi. Enn falla höfðingjar og mikilmenni. Nú ertu farinn frá okkur. Ljúfar eru minningar okkar bræðranna um þig og minnumst við þess er við töluðum saman, að sögur þínar voru okkar ávallt sem stór ævintýri. Að koma inn í vinnuherbergi þitt á Borgarholtsbrautinni, þar sem þú varst að binda inn bækur, var eins og að koma inn í annan heim. Skrifborðið þitt var hlaðið bókum og framandi verkfærum. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Guðmundur Ólafsson

Það er margs að minnast þegar við kveðjum afa okkar. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja afa og ömmu á Borgó eins og við kölluðum þau. Afi sat oft inni á skrifstofu að binda inn bækur. Hann strauk þær mjúkum höndum og lagði mikla alúð í að gera þær sem fallegastar. Hann var listamaður í höndunum og bækurnar voru mjög vel gerðar sem hann lét frá sér. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson frá Dröngum var drengur góður. Það var mitt mikla lán að leiðir okkar Guðmundar lágu saman í starfi á Bókasafni Kópavogs árið 1976. Hann var þar bókbindari og tók mér af sinni alkunnu góðvild og göfuglyndi. Ég var yfirmaður hans en hálfum mannsaldri yngri. Aldrei lét hann mig gjalda aldursmunar; þvert á móti þóttist ég eiga í honum góðan og tryggan trúnaðarvin. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 402 orð

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson, bóndi og landpóstur, var fæddur í Jónsnesi í Helgafellssveit 15. desember 1907. Hann lést 24. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólafs Guðmundssonar, landpósts, f. 20.3. 1885, d. 23.4. 1968 og Þorbjargar Kristínar Stefánsdóttur, f. 25.8. 1881, d. 27.2. 1966. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Guðrún Gísladóttir

Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar finnst mér minna á mágkonu mína, Guðrúnu Gísladóttur frá Fossi í Arnarfirði. Hún var dóttir hjónanna Gísla Finnssonar og Maríu Petrínu Finnbogadóttur á Fossi í Arnarfirði. Þar ólst hún upp og sleit barnsskónum. Hún var eins og smalastúlkan í ævintýrinu er hún á unglingsárum gætti fjár föður síns um fjalllendið að baki byggðarinnar. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Guðrún Gísladóttir fæddist á Hóli á Bíldudal 29. mars 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 18. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hrunakirkju 24. júlí. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1074 orð

Guðrún Melax

Tengdamóðir mín, Guðrún Melax, er látin hátt á nítugasta og fimmta aldursári. Hún hlaut hægt andlát. Guðrún Ólafsdóttir fæddist og ólst upp í Haganesi í Fljótum, elst sex systkina. Haganes var þá ein af betri jörðum norðanlands. Mikil umsvif í búrekstri, margt heimafólk og góð efni í garði á þeirra tíma mælikvarða. Guðrún hlaut enda gott uppeldi og ágæta menntun. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 317 orð

Guðrún Ó. Melax

Með örfáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar er kvatt hefur þennan heim að lokinni langri og farsælli lífsgöngu. Ég man eftir henni ekki síðar en ég kom til sjálfs mín, um tveggja ára aldur. Um þær mundir mun ég hafa verið gestur á heimili afa og ömmu stöku sinnum og sú bernskuminning sem hefur lifað með mér og er líklega fyrsta minning sem ég hef af sjálfum mér er frá heimili þeirra hjóna. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 195 orð

GUÐRÚN Ó. MELAX

GUÐRÚN Ó. MELAX Guðrún Ó. Melax fæddist í Haganesi í Fljótum í Skagafirði 15. september 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, f. 17. mars 1868 í Kjósarsýslu, d. 7. júlí 1948 í Haganesi, og kona hans, Jórunn Stefánsdóttir, f. 25. júlí 1879 í Haganesi, d. 4. september 1968. Hinn 18. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Það er svo sárt að kveðja þig, elsku pabbi, þú sem varst alltaf svo hress og glaður. Þú varst okkur öllum yndislega góður, miklu meira en bara pabbi, þú varst besti vinur og einstakur afi barnanna okkar, þeirra Einars Þórs, Gunnars Helga og Fanneyjar Birnu. Þau nutu þess svo innilega að koma í Bláskógana, þar var alltaf tekið svo vel á móti þeim. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 435 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Þegar ég sest niður og minnist tengdaföður míns, Gunnars Helga Einarssonar, koma margar góðar minningar upp í hugann. Helgi var einstakur maður, ekki gallalaus frekar en aðrir en mörgum góðum kostum búinn. Ef einhvern vantaði aðstoð var hann alltaf fyrsti maður á staðinn. Hvort heldur sem þurfti að múra veggi, leggja flísar, laga arin eða jafnvel bara að negla nagla í vegg, ­ hann kom alltaf. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku afi minn. Nú ertu farinn, farinn á góðan stað eins og þú áttir fyrir hér heima. Þú sem varst alltaf svo góður við okkur strákana og gerðir allt fyrir okkur og studdir okkur þegar við þurftum á því að halda. Þú varst alltaf svo hress og kátur að þegar þú komst í heimsókn og gekkst inn í herbergið mitt, þá lýsti það af ást og umhyggju. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 103 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku afi minn. Manstu þegar við spiluðum saman dag eftir dag olsen-olsen og ég var alltaf meistarinn og fékk bikar. Og manstu líka eftir öllum fótboltaleikjunum sem við horfðum á saman í Bláskógunum. Þú komst til okkar á laugardaginn var og ég og Andrea knúsuðum þig svo mikið og við spjölluðum svo mikið saman. Og nú ertu farinn til Guðs og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku afi minn. Mikið lá mér á að komast til þín þegar við komum frá útlöndum sl. föstudag. Mamma vildi ekki leyfa mér að fara til þín fyrr en á laugardeginum, en þá varstu mættur eldsnemma að sækja litlu prinsessuna þína og ég knúsaði þig svo mikið að þú varst nærri dottinn og ég sagði þér hvað ég elskaði þig mikið. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku afi. Ég á bágt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Allt er svo tómlegt án þín. Ég lofa þér því, elsku afi, að ég mun gæta ömmu fyrir þig og sjá um að hana skorti ekkert. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man brosandi augu þín, hönd þína sem leiðbeindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku pabbi minn. Hjarta mitt er kramið af sorg, en er þó yfirfullt af öllum góðu minningunum um þig. Ef ég ætti að setja allt á blað sem mig langar að segja þér þá dygði ekki heil bók, svo ég ætla bara að hafa allar þær góðu minningar fyrir mig. Betri pabba hefði enginn getað fengið. Missir okkar allra er mikill en missir mömmu þó mestur. Hún hefur misst sinn besta vin og lífsförunaut. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 424 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur alltof snemma og þennan sunnudag sem þú fórst ætlaði ég að koma í Bláskógana til að kveðja þig og ömmu áður en ég færi til Spánar en ég átti ekki von á því að þú hefðir lagt af stað í þína langferð til Guðs. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 539 orð

Gunnar Helgi Einarsson

Elsku pabbi! Ekki hvarflaði það að mér þegar þú kvaddir okkur feðgana, mig og Gunnar Inga, á Keflavíkurflugvelli 23. júlí að lífshlaupi þínu yrði lokið aðeins tveimur dögum síðar. Við vorum á leið í sumarfrí, ætluðum að hitta Nönnu og Indíönu í Þýskalandi. Þú svo kátur og hress, einmitt eins og þú hafðir verið að undanförnu. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 161 orð

GUNNAR HELGI EINARSSON

GUNNAR HELGI EINARSSON Gunnar Helgi Einarsson múrarameistari fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1936. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Sigrún Guðnadóttir, f. 11.4. 1918 og Einar Þórir Steindórsson, f. 9.10. 1916, d. 19.4. 1991. Systir Gunnars er Guðrún, f. 1.12. 1940. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1120 orð

Olaf Olsen

Eins og víða annarsstaðar í heiminum, hafði tæknibyltingin samfara heimsstyrjöldinni síðari, veruleg áhrif til framfara bæði til sjávar og sveita og hafði ekki síður afgerandi áhrif um framgang flugsins á Íslandi. Í næsta nágrenni Reykjavíkurflugvallar stríðsáranna, að Þormóðsstöðum við Skerjafjörð, var æskuheimili barna frú Ingigerðar Lýðsdóttur og Jentoft G. H. Olsen. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 398 orð

Olaf Olsen

Okkar fyrstu kynni voru fyrir um það bil 17 árum þegar ég kom í fyrsta skipti á Þingholtsbrautina, þar tók á móti mér rólegur og yfirvegaður maður með pípu í annarri hendi og bauð mig velkominn. Þarna hitti ég mann sem átti eftir að vera mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Nú, þegar hann hefur lokið hlutverki sínu hér í efnisheimi, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum öðlingsmanni. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1433 orð

Olaf Olsen

Flugstjórinn Olaf Olsen varði nær öllum starfsferli sínum á loftsins leiðum. Á jörðu niðri, og meðfram krefjandi störfum, daðraði Kristján Guðlaugsson, sem árin 1953-1973 var stjórnarformaður Loftleiða hf., við skáldskapargyðjuna eins og framangreint erindi úr einu af hans merku kvæðum ber glöggt vitni. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 362 orð

OLAF OLSEN

OLAF OLSEN Olaf Olsen fæddist í Reykjavík 27. júní 1924. Hann varð bráðkvaddur í sumarhúsi sínu, 25. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingiríðar Lýðsdóttur, f. 29. maí 1888, frá Hjallanesi í Landssveit, d. 9. september 1974, og Jentofts Gerhard Hagelund Olsen, f. 22. apríl 1877, frá Tromsø í Noregi, d. 16. desember 1958. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Steinþór Árnason

Laugardaginn 24. júlí sl. rann upp bjartur og fagur sumardagur. Þennan dag barst okkur sumarhúsaeigendum í Miðdal sú harmafregn að félagi okkar, Steinþór Árnason, væri látinn, aðeins 61 árs að aldri. Fregnin kom okkur ekki á óvart. Steinþór hafði barist við illvígan sjúkdóm um nokkurra mánaða skeið. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 487 orð

Steinþór Árnason

Eftir sjö mánaða harða baráttu við krabbameinið, þar sem allt var gert sem umhyggja og læknavísindin búa yfir, er komið að hinni erfiðu kveðjustund hjá fjölskyldunni sem allt gerði til að linna þjáningu og halda voninni eins lengi og hægt var og reyndi að lifa sem eðlilegustu lífi sem lengst. Aldrei framar verður hringt: Stebbi, komdu á bílasölu. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Steinþór Árnason

Þegar einhver nákominn hverfur af leið er eins og votti fyrir eigingirni samfara þeim sára missi sem við verðum fyrir. Hvers vegna gat sá hinn sami ekki dvalið ögn í viðbót og við þar með notið hans lengur? Slík eigingirni er eðlileg og hjálpar til við að sættast á endalokin. Það sefar sorg í hjarta þegar hinum þjáða er líkn að linni þraut. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 422 orð

Steinþór Árnason

Hásumar, blágresið í Miðdal í fullum blóma og þú, elsku pabbi minn, búinn að kveðja. Það eru bara sjö mánuðir liðnir frá því þú greindist með krabbamein. Mér finnst eins og oft áður lífið ekki vera sanngjarnt. Þú barðist fyrir lífi þínu, varst ekki tilbúinn að kveðja svona snemma. Sárast er að það var svo margt sem þú áttir ógert og langaðir til að gera. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 225 orð

Steinþór Árnason

Elsku afi Steini er dáinn. Ég minnist hans sem manns sem alltaf nennti að leika, lesa, eða stríða okkur krökkunum. Hann var alltaf svo hress og fjörugur og ég sakna hans mjög mikið. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma heim til ömmu og afa í Samtúni. Það voru alltaf dregnar fram pönnukökur, vöfflur eða annað góðgæti. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 482 orð

Steinþór Árnason

Það eru margar hugsanir og minningar sem fljúga í gegnum hugann í dag þegar ég kveð tengdaföður minn og vin, Steinþór Árnason, eftir tuttugu og fimm ára samveru. Hluti af þeim þroska sem menn öðlast með árunum læra þeir af þeim sem eldri og reyndari eru og vissulega átti Steini sinn þátt í því er mig varðar. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 242 orð

STEINÞÓR ÁRNASON

STEINÞÓR ÁRNASON Steinþór Árnason prentari var fæddur í Reykjavík 24. maí 1938. Hann lést á heimili sínu 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga, dóttir hjónanna Guðrúnar Friðriksdóttur og Jóns Hjartarsonar, bæði ættuð úr Húnaþingi og bjuggu alllengi í Vatnsdal, og Árni, sonur hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur, Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Þórarinn Magnússon

Elsku bróðir, okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum, og þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur, og gerðir fyrir okkur. Þú ert sá sem fyrstur fer úr stóra systkinahópnum, og nú er komið stórt skarð í hópinn, sem alla tíð hefur verið samheldinn. Þú varst næstyngsti ljósgeislinn sem kom í fjölskylduna. Meira
4. ágúst 1999 | Minningargreinar | 24 orð

ÞÓRARINN MAGNÚSSON

ÞÓRARINN MAGNÚSSON Þórarinn Magnússon fæddist á Akureyri 1. desember 1943. Hann lést 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 12. júlí. Meira

Viðskipti

4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 618 orð

87 milljóna króna rekstrarhagnaður

REKSTUR Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga skilaði rúmlega 87 milljóna króna hreinum hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Hreinn hagnaður samstæðunnar fyrir sama tímabil í fyrra var rúmar 102 milljónir króna. Hins vegar er hagnaður fyrir skatta og óreglulega liði heldur meiri nú en í fyrra eða tæpar 98 milljónir króna nú en var rúmar 83 milljónir króna í fyrra. Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Ákvæði frá árinu 1968

ÁKVÆÐI í samþykktum Skagstrendings hf. um að Höfðahreppur tilnefni tvo af fimm stjórnarmönnum félagsins eru frá árinu 1968 þegar félagið var stofnað. Sveitarfélagið átti ekki að nýta atkvæðamagn sitt í stjórnarkjöri að öðru leyti. Ákvæðið var sett inn til að takmarka áhrif sveitarstjórnar Höfðahrepps á þeim tíma, en hreppurinn var þá meirihlutaeigandi í Skagstrendingi, að sögn Magnúsar B. Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Breskar blaðaútgáfur sameinast

FORSVARSMENN bresku blaðaútgáfanna Mirror Group og Trinity hafa samþykkt tveggja milljarða punda samruna fyrirtækjanna, upphæðin samsvarar 234 milljörðum íslenskra króna. Nýja fyrirtækið, sem kallað verður Trinity Mirror, verður stærsta svæðisbundna blaðaútgáfa í Bretlandi. Mirror er metið á 1,241 milljarð punda en Trinity á 800 milljónir punda. Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 196 orð

ÐNetverk og Skíma gera samning

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk og Skíma, dótturfyrirtæki Landssímans, hafa gert samning um að Skíma gerist endursöluaðili MarStar hugbúnaðarins á Íslandi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Netverki. Samningurinn gildir til eins árs og hefur Skíma einkarétt á endursölu búnaðarins. Skíma mun jafnframt sjá um að auglýsa búnaðinn og dreifa honum til farsímanotenda samhliða öðrum vörum sínum. Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Hagnaður hjá Astra Zeneca

BRESK-SÆNSKA lyfjafyrirtækið Astra Zeneca skilaði hagnaði upp á 17 milljarða sænskra króna, jafnvirði rúmlega 151 milljarð íslenskra króna, og er það nokkru betri afkoma en vænst hafði verið, að því er segir í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Þrátt fyrir þetta lækkaði gengi hlutabréfa í fyrirtækinu í gær um nálega 3%. Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Jenið áfram sterkt gagnvart dollar

BANDARÍKJADOLLAR hækkaði lítillega í verði gagnvart jeni framan af degi í gær og var gengi hans rúmlega 115 jen á tímabili í viðskiptum á evrópskum mörkuðum. Jenið hefur annars verið að styrkjast verulega að undanförnu en af ummælum japanska fjármálaráðherrans, Kiichi Miyazawa, Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 831 orð

Markaðsvirði bréfanna rúmir 5 milljarðar króna

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Orca S.A., sem skráð er í Lúxemborg, hefur keypt hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins að nafnverði um 1,8 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Orca S.A. keypti hlutabréf að nafnverði kr. 1.503.000.000 af Scandinavian Holdings S.A. Meira
4. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 742 orð

Verður stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Stálsmiðjuna í Reykjavík og Slippstöðina á Akureyri frá 31. ágúst næstkomandi og var samkomulag þess efnis undirritað af stjórnarformönnum félaganna í gær. Nýtt sameinað félag mun verða stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins, með um 280 starfsmenn, en ákvörðun um sameiningu er tekin með fyrirvara um samþykki hluthafafunda félaganna sem boðaðir verða á næstunni. Meira

Fastir þættir

4. ágúst 1999 | Í dag | 34 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 5. ágúst, verður sextug Guðrún Aðalsteinsdóttir, Kópavogsbraut 82, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar, Sverrir Guðmundsson, taka á móti vinum og vandamönnum í Hlégarði, Mosfellssveit, á afmælisdaginn eftir kl. 20.30. Meira
4. ágúst 1999 | Fastir þættir | 938 orð

Áður óbirt og óflutt Hið bernska ævintýri sem þjóðin féll fyrir á leiksviðum um land allt um áratuga skeið hefur ekki lengur

Í dag verður tilkynnt um niðurstöður úr leikritasamkeppni Þjóðleikhússins sem efnt var til í vor í tilefni af 50 ára afmæli leikhússins á næsta ári. Að sögn dómnefndar var mikil þátttaka í keppninni, alls bárust um 40 leikrit fullrar lengdar og verður þremur þeirra veitt viðurkenning, fyrsta, annað og þriðja sæti, Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. maí sl. í Háteigskirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Hrund Þrándardóttir og Skarphéðinn Guðmundsson. Heimili þeirra er að Spítalastíg 7, Reykjavík. Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 132 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Árleg sumarferð eldri borgara í Langholtssókn á vegum Bæjarleiðabílstjóra og Kvenfélags Langholtssóknar verður farin í dag kl. 13 frá safnaðarheimilinu. Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 505 orð

ENN einu sinni er verslunarmannahelgi að baki með öllu tilheyrandi. Ekki er

ENN einu sinni er verslunarmannahelgi að baki með öllu tilheyrandi. Ekki er annað að sjá en umferðin hafi gengið vel fyrir sig og útihátíðir virðast einnig hafa farið vel og skikkanlega fram samkvæmt fréttum. Nokkur fíkniefnamál setja þó blett á þær sem vitanlega er slæmt en hvarvetna þarf vitaskuld að berjast gegn þeim vágesti hvort sem það er á útihátíðum eða öðrum stöðum. Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 40 orð

GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, fimmtudaginn 5. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafm

GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, fimmtudaginn 5. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Halldóra Þórðardóttir og Guðmundur Marinó Þórðarson. Einnig á Halldóra 70 ára afmæli 10. ágúst. Hjónin taka á móti gestum laugardaginn 7. ágúst á heimili sínu að Brostykkevej 96, 2650 Hvidøvre, Kaupmannahöfn. Meira
4. ágúst 1999 | Fastir þættir | 990 orð

Hannes kominn í aðra umferð heimsmeistaramótsins

30. júlí­29. ágúst HANNES Hlífar Stefánsson er kominn í aðra umferð heimsmeistaramótsins í skák eftir æsispennandi einvígi gegn hinum efnilega Alexander Zubarev frá Úkraínu. Þetta var erfitt einvígi fyrir þá báða og sex skákir þurfti til þess að skera úr um sigurvegarann. Jafntefli varð í báðum kappskákunum þannig að þeir urðu að tefla styttri skákir til úrslita. Meira
4. ágúst 1999 | Dagbók | 871 orð

Í dag er miðvikudagur, 4. ágúst, 216. dagur ársins 1999. Orð dagsins: E

Í dag er miðvikudagur, 4. ágúst, 216. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálmarnir 17, 15.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur og fer Hanse Duo. Meira
4. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1312 orð

Ótrúlegir tímar í Tungunum

ÞÓTT Tungnamenn séu vel með á nótunum í nútíma samfélagi viðhalda þeir vel hinum gömlu gildum. Á það sér í lagi við um hestamót þeirra í Hrísholti þar sem boðið er upp á nútímalega keppni en þess gætt til hins ýtrasta að hafa umgjörðina hæfilega "sveitó". Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 460 orð

Rússneskir sjómenn beittir mannréttindab

ÉG skammast mín fyrir að vera Íslendingur hvað varðar áhöfnina á Odinskova. Skipið er búið að vera hér við bryggju síðan í febrúar og kemst ekki á sjó vegna vélarbilunar. Áhöfnin hefur ekki fengið laun síðan í febrúar og allir eru þeir fjölskyldumenn sem hafa ekki komið til heimalands síns í 13 mánuði. Ég er dálítið kunnug áhöfninni og eru þetta mestu prúðmenni og mjög kurteisir. Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 80 orð

SVANASÖNGUR Á HEIÐI

Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði. Þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði eg svanasöng, já, svanasöng á heiði. Á fjöllum roði fagur skein. Og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm í einverunnar helgidóm þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrazt neinum. Meira
4. ágúst 1999 | Í dag | 23 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 3.256 kr. til styrktar Styrk

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 3.256 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Andrea Óladóttir, Ragna Lára Ellertsdóttir og Sandra Ösp Eyjólfsdóttir. Meira

Íþróttir

4. ágúst 1999 | Íþróttir | 929 orð

Allt getur gerst í bikarkeppninni

Leiksins í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, sem og leiks Skagamanna og Eyjamanna í hinum undanúrslitaleiknum eftir viku. Frábært veður hefur verið í höfuðborginni að undanförnu og miðað við að það blíðviðri haldist áfram er ekki óvarlegt að búast við miklum fjölda áhorfenda, jafnvel á þriðja þúsundið. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 459 orð

Annað árið í röð

Arsenal hreppti fyrsta verðlaunafé nýrrar leiktíðar í ensku knattspyrnunni ­ góðgerðarskjöldinn eftir 2:1- sigur á Manchester United á Wembley á sunnudag. Nokkra leikmenn vantaði í bæði lið, aðeins tæpri viku fyrir fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar, en þrjú góð mörk litu þó dagsins ljós. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal sigrar Man. Utd. í leiknum um góðgerðarskjöldinn. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 342 orð

Arsenal og Real Madrid skiptast á leikmönnum

ENSKA úrvalsdeildarliðið Arsenal og spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid skiptust á mánudag á markahrókum. Var þá endanlega gengið frá sölu franska táningsins Nicolas Anelkas til Real frá Arsenal fyrir metfé, en á sama tíma tilkynnt að króatíski miðherjinn Davor Suker væri genginn í raðir Arsenal. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 154 orð

Blikar einu sinni í úrslit

BREIÐABLIK hefur sex sinnum komist í undanúrslit bikarkeppninnar og aðeins einu sinni tekist að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Það var árið 1971 og Blikar léku þá heimaleiki sína á Melavellinum ­ sigruðu Fram 1:0 með marki Guðmundar Þórðarsonar. Í úrslitunum töpuðu þeir hins vegar 1:0 fyrir Víkingum. Blikar hafa því ekki sigrað í undanúrslitaleik í 28 ár. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 164 orð

Engan áróður takk

YFIRVÖLD knattspyrnumála á Ítalíu hafa ákveðið að leikmönnum í 1. deildinni, Serie A sé óheimilt að koma áróðri og auglýsingum á framfæri með því að lyfta upp treyjum sínum. Sífellt hefur færst í vöxt að leikmenn fagni mörkum með þeim hætti að lyfta treyjum og kemur þá í ljós hverskyns boðskapur prentaður á bolinn undir treyjunni. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 402 orð

Flenging að Hlíðarenda

"VIÐ fengum mikla flengingu, þetta var skelfilegt, við sýndum ekki nógu mikla baráttu og til að byrja með sóttum við ekki neitt en fórum framar þegar leið á leikinn því að til að skora þarf að sækja," sagði Ásgerður H. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 385 orð

Gleymdu veðurguðirnir Landsmótinu?

Landsmót í golfi hefst árdegis í dag á golfvelli Oddfellowa og Golfklúbbsins Odds í Urriðavatnsdölum, þar sem annar og þriðji forgjafarflokkur karla leika í fjóra daga, en keppni hefst í meistara­ og fyrstu flokkum beggja kynja auk 2. flokks kvenna á Hvaleyrarvelli Keilis í Hafnarfirði á morgun og lýkur á sunnudag. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 184 orð

Hálfgerð útsala

"OKKUR gekk ágætlega fyrstu tuttugu mínúturnar og þær norsku fengu ekki færi en eftir að hafa fengið á okkur tvö ódýr mörk vorum við með bakið við vegginn ­ þetta gerist alltof oft og það var eins og örlaði á uppgjöf," sagði Þórður Lárusson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir leikinn. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 329 orð

Heiðar svaraði baulinu með fjórum mörkum

Heiðar Helguson, miðherji íslenska landsliðsins og norska úrvalsdeildarliðsins Lillestrøm, hefur heldur betur slegið í gegn í Noregi að undanförnu. Heiðar, sem er ríflega tvítugur og hefur aldrei leikið í efstu deild hér á landi, er orðinn einn skæðasti framherji norsku deildarinnar. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 191 orð

Í fótspor feðranna

KR og Breiðablik hafa aldrei áður mæst í undanúrslitum bikarkeppninnar, en fjórum sinnum hafa liðin þó mæst í bikarkeppninni. Liðin áttust við á Melavellinum í 8-liða úrslitum árið 1970 og höfðu vesturbæingar þá betur í hörkuleik, 1:0. Sá sem skoraði sigurmarkið var Sigþór Sigurjónsson, nú bakarameistari í Suðurveri ­ faðir Andra, leikmanns KR-inga. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 412 orð

Íslandsmeistarinn var síðasta fórnarlamb Vilhjálms

Heimamaðurinn Vilhjálmur Ingibergsson kom á óvart er hann sigraði í árlegu útsláttarmóti í golfi á Nesvellinum í fyrradag ­ móti sem markar jafnan upphaf Landsmótsvikunnar. Um boðsmót var að ræða og var tólf kylfingum boðið til þátttöku. Megintilgangur mótsins var að safna fé til styrktar Barnaspítala Hringsins og var honum afhent hálf milljón króna. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 99 orð

Íslandsmet á lokadegi

ÍSLENSKA boðsundssveitin í 4×100 metra fjórsundi kvenna setti Íslandsmet í greininni á lokadegi Evrópumeistaramótsins í sundi í Istanbúl á sunnudaginn. Sveitin, sem var skipuð Elínu Sigurðardóttur, Eydísi Konráðsdóttur, Láru Hrund Bjargardóttur og Kolbrúnu Ýri Kristjánsdóttur, synti á 4.26,92 mínútum og bætti fyrra metið sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík 1997 um 5 sek. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 146 orð

Jóhann Pétur sigraði örugglega

JÓHANN Pétur Andersen frá Akureyri sigraði í flokki 55 ára og eldri, án forgjafar, á Landsmóti öldunga í golfi sem lauk á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Hann lék þrjá hringi á 237 höggum og sigraði með átta högga mun. Í keppni með forgjöf bar Ragnar Jónsson, GÚ, sigur úr býtum er hann lék tvo hringi á 134 höggum eftir að forgjöf hans, 23 högg, hafði verið dregin frá. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 196 orð

Kristófer lánaður til Framara

Frestur til félagaskipta á yfirstandandi Íslandsmóti í knattspyrnu rann út á miðnætti laugardaginn 31. júlí sl. Að venju bárust skrifstofu Knattspyrnusambandsins fjölmargar tilkynningar um félagaskipti allt fram á síðustu stundu. Meðal leikmanna sem fengu leikheimild með nýju félagi er Kristófer Sigurgeirsson sem verið hefur á mála hjá grísku liði en skipti yfir í Fram. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 290 orð

KR leikið tuttugu undanúrslitaleiki

KR-INGAR hafa leikið tuttugu undanúrslitaleiki, þótt þeim hafi nítján sinnum tekist að komast svo langt í bikarkeppninni. Vesturbæjarliðið hefur unnið tíu sinnum, tapað níu en einu sinni gert jafntefli ­ 3:3 gegn Fram árið 1967. Sá leikur var í hæsta máta fjörlegur. Skoraði Helgi Númason öll mörk Framara, þar af tvö beint úr gullfallegum aukaspyrnum yfir varnarvegg KR- inga. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 480 orð

MIDDLESBROUGH gekk endanlega

MIDDLESBROUGH gekk endanlega frá kaupum á þeim Paul Ince og Christian Ziege um helgina. Ince kemur frá Liverpool fyrir röskar hundrað milljónir króna, en Ziege er keyptur frá AC Milan fyrir ferfalt hærri upphæð. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 117 orð

Rúnar bestur í deildinni

RÚNAR Kristinsson er besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, samkvæmt einkunnagjöf Verdens Gang.. Rúnar hefur 6,12 í meðaleinkunn fyrir leiki sína á leiktíðinni, næstur kemur Erik Hoftun, Rosenborg, með 6,06. Heiðar Helguson og Sigurd Rushfeld eru markahæstir í deildinni ­ hafa skorað fimmtán mörk hvor. Þriðji er svo Helgi Sigurðsson, Stabæk, með fjórtán mörk. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 84 orð

Rúnar hafnaði nýjum samningi

RÚNAR Kristinsson, leikmaður Lillestrøm, hefur hafnað nýjum samningi við liðið. Segir í frétt Verdens Gang að samningurinn hefði fært íslenska landsliðsmanninum ríflega 20 milljónir í árslaun. Rúnar á eitt ár eftir af samningi sínum við Lillestrøm, en fjölmörg lið hafa spurst fyrir um hann að undanförnu. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 391 orð

Umfangsmesta útsendingin

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun sýna beint frá keppni í Landsmótinu í golfi á laugardag og sunnudag. Útsending hefst kl. 17 á laugardag og stendur til kl. 19, en á sunnudag hefst hún kl. 17 og lýkur ekki fyrr en úrslitin eru ráðin og Íslandsmeistarar karla og kvenna hafa verið krýndir. Annað kvöld og á föstudagskvöld verða sýndar svipmyndir frá keppni í öllum flokkum. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 153 orð

United hafnar kostaboði í Beckham

ENSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því um helgina að forráðamenn Manchester United hefðu hafnað sannkölluðu kostaboði ítalska stórliðsins Fiorentina í David Beckham. Samkvæmt fréttum hljóðaði tilboð ítalska félagsins upp á fjóra milljarða króna, en það hefði gert Beckham að dýrasta leikmanni heims. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 465 orð

Vala kom fram hefndum

"ÞETTA var yndislegur sigur og virkilega mikilvægur, ekki síst í ljósi þess að mér tókst að vinna Nastja Ryshich sem vann mig naumlega á HM innanhúss í vetur," sagði Vala Flosadóttir, ÍR, Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki kvenna eftir að hún hafði orðið Evrópumeistari í stangarstökki á EM 22 ára og yngri í Gautaborg á laugardaginn. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 333 orð

"Varasamar" brautir

Sigurður Pétursson, golfkennari hjá Golfklúbbnum Oddi í Urriðavatnsdölum, þar sem keppni í 2. og 3. flokki karla á Landsmótinu fer fram, segir völlinn erfiðan og að mikla þolinmæði þurfi til að leika hann vel. Góð upphafshögg telur hann líka gulls ígildi. "Völlurinn er mjög skemmtilegur og glæsilegur. Hann er í mjög góðu ástandi," segir hann. Meira
4. ágúst 1999 | Íþróttir | 598 orð

Það er ljómandi gaman að vera til"

HEIÐAR Helguson, ein skærasta stjarna norskrar knattspyrnu nú um stundir, segir að vitaskuld sé alltaf gaman þegar vel gengur. "Fyrst og fremst er þó ánægjulegt að vera í liði sem gengur vel og er í toppbaráttunni. Svo gengur mér vel að skora mörk. Jú, það er ljómandi gaman að vera til," sagði Heiðar hlæjandi. Meira

Fasteignablað

4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 1460 orð

Atvinnuhúsnæði á mótum Vífilstaðavegar og Skeiðaráss

BYGGÐIN á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið áfram að þenjast út og það svo, að mörgum finnst nóg um. Jaðarsvæði eða algerlega óbyggð svæði frá því áður eru nú sem óðast að byggjast upp. Þetta er einkum áberandi í Lindahverfi austan Reykjanesbrautar í Kópavogi, en ekki eru nema um fimm ár síðan fyrstu húsin fóru að rísa þar. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 194 orð

Atvinnuhúsnæði í Garðabæ

MEÐ vaxandi uppbyggingu í Garðabæ vestan Hafnarfjarðarvegar hefur athygli margra beinzt í auknum mæli að atvinnuhúsnæði þar. Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu nýtt atvinnuhúsnæði að Skeiðarási 12, en húsið mun standa á hornlóð við Vífilstaðaveg. Sú staðsetning hefur mikið auglýsingagildi. Húsið verður á þremur hæðum og alls rúml. 1900 ferm. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 28 orð

Blóm naumhyggjunnar

Blóm naumhyggjunnar Á tímum naumhyggju er eins og gömlu blómstrandi pottablómin séu dálítið á skjön við veruleika heimilanna. Japanskt smátré er kannski nær lagi hvað stíl og línur snertir. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 39 orð

Bolli fyrir þann útvalda

FLESTIR vilja gera vel fyrir sinn útvalda. Árið 1857 lét ein þannig hugsandi gera þennan fallega bolla hjá Konunglegu dönsku poltulínsverksmiðjunni og merkja hann með nafni viðkomandi og ártali. Blómin eru handmáluð og gyllingin er ekta. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 443 orð

Breytingar á kaupferli í íbúðakaupum framundan

KAUPFERILL í íbúðakaupum sem fjármögnuð eru með íbúðalánum frá Íbúðalánasjóði mun breytast í ágústmánuði. Helstu breytingarnar eru þær að væntanlegum íbúðakaupendum verður skylt að gangast undir viðurkennt greiðslumat í fjármálastofnun áður en kauptilboð er gert. Í núverandi kerfi fer íbúðarkaupandi í greiðslumat eftir að samþykkt kauptilboð liggur fyrir. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 220 orð

Fallegt timburhús við Nönnustíg

GÓÐ timburhús í gamla bænum í Hafnarfirði hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Fasteignasalan Valhús er nú með í sölu einbýlishús að Nönnustíg 2. Þetta er timburhús, byggt 1934 en hefur verið endurnýjað að utan sem innan. Húsið er alls 144 ferm. að stærð og því fylgir bílskúrsréttur. Ásett verð er 14 millj. kr. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 205 orð

Falleg útsýnisíbúð við Funalind

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu þakíbúð að Funalind 11 í Kópavogi. Þetta er að sögn Einars Guðmundssonar hjá Fold mjög sérstök íbúð. "Íbúðin er stórglæsileg og einstaklega stílhrein og smekklega innréttuð," sagði Einar. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 39 orð

Garðprýði

LISTAVERK eru algeng í görðum víða um heim, ekki síst eru hin sígildu vinsæl. Til viðbótar má nota blóm og og runna til áhersluauka eins og sést á þessari mynd. Það er bergflétta sem myndar kransinn yfir höfði styttunnar. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Glerflöskugrind

Glerflöskugrind TIL ERU sérstakar grindur til þess að láta glerflöskur þorna í. Þessar flöskur eru undir mjólk en slíkar grindur eru líka notaðar fyrir flöskur undir vín, sem notaðar eru aftur og aftur. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 154 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Funahöfða

HJÁ fasteignasölunni Hóli er nú í sölu atvinnuhúsnæði að Funahöfða 17a í Reykjavík. Þetta er um 1700 fermetra skrifstofu- og verslunarhúsnæði á þremur hæðum. Húsið er steinsteypt, byggt 1992. "Þetta er glæsileg eign," sagði Ágúst Benediktsson hjá Hóli. "Fyrsta hæð er verslunarhúsnæði með vörugeymslu sem hentar vel fyrir verslun eða heildsölu. Þetta húsnæði er um 550 ferm. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 174 orð

Gott einbýlishús með sundlaug

HJÁ fasteignamiðluninni Berg er nú í einkasölu einbýlishús að Fellsási 5 í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús, byggt 1974. Húsið er á tveimur hæðum að hluta. Íbúðin er 194 ferm., en sambyggður bílskúr er 44 fermetrar. Undir honum er kjallari og þar er geymsla og gufubað. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 176 orð

Gott hús í Þorlákshöfn

HJÁ Fasteignasölunni Lundur er til sölu 125 ferm. raðhús á einni hæð að Norðurbyggð 3 í Þorlákshöfn. Það er með 36 ferm. bílskúr. Húsið var reist 1988 og er steinsteypt. "Þetta hús er góður valkostur," sagði Ellert Róbertsson hjá Lundi. "Það er með fjórum svefnherbergjum og eldhúsið er með nýlegri innréttingu og góðum borðkrók. Innréttingar eru vandaðar. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 49 orð

Hagstætt verð

TÖLUVERÐ hreyfing er nú á húsum fyrir austan fjall. Hjá Lundi er til sölu 125 ferm. raðhús á einni hæð við Norðurbyggð 3 í Þorlákshöfn. Það er með 36 ferm. bílskúr. Ásett verð er aðeins 9,5 millj. kr., en áhvílandi er byggingasjóðslán, um 3,5 millj. kr. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 291 orð

Heildar vaxtabætur nálgast 3,7 milljarða

Í ÁR hækkar heildarfjárhæð greiddra vaxtabóta frá því í fyrra úr 3.627 í 3.666 millj. kr. Þetta er hækkun um liðlega 1% og mun minni hækkun á milli ára en á síðasta ári, en þá hækkuðu greiddar vaxtabætur í heild um nær 5% miðað við árið þar á undan. Súliritið hér til hliðar sýnir þróun vaxtabóta og húsnæðisbóta frá árinu 1990. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Hönnun Versace

Hönnun Versace Gianni Versace náði að hanna þetta glas áður en hann lést á Miami. Glasið er nú komið á markaðinn og er framleitt í samvinnu við fyrirtækið Venini og fæst með sjö mismunandi skreytingum. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 36 orð

Raunhæfara greiðslumat

FRAMUNDAN eru breytingar á kaupferlinum í íbúðarkaupum, segir Hallur Magnússon í þættinum Markaðurinn. Vonast er til, að kaupendur geri sér betri grein fyrir raunverulegum möguleikum sínum á íbúðarkaupum áður en kauptilboð er gert. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 233 orð

Sextíu og þremur lóðum úthlutað

Eftirspurn hefur farið vaxandi eftir lóðum í Vogum á Vatnsleysuströnd og fyrir skömmu var úthlutað þar 63 lóðum. Þær skiptust þannig, að 28 lóðum var úthlutað fyrir raðhús til tveggja verktaka, 30 lóðir fóru til Búmanna, þremur lóðum var úthlutað fyrir einbýlishús og þremur iðnaðarlóðum fyrir stálgrindarhús. Meira
4. ágúst 1999 | Fasteignablað | 331 orð

Stofnfundur Suðurnesjadeildar Búmanna

HINN 12. ágúst nk. kl. 20.30 verður haldinn í Íþróttahúsinu í Vogum á Vatnsleysuströnd stofnfundur Suðurnesjadeildar fyrir húsnæðisfélagið Búmenn hsf., en þetta félag var stofnað í lok síðasta árs með það að markmiði að standa að byggingu og rekstri íbúða fyrir fimmtuga félagsmenn og eldri. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá Búmönnum. Félagssvæði Búmanna hsf. Meira

Úr verinu

4. ágúst 1999 | Úr verinu | 921 orð

Aukin steinbítsvinnsla og smáþorskur frystur

Þórsberg hf. á Tálknafirði, sem sérhæfði sig í vinnslu saltfisks, hefur breytt nokkuð áherslum undanfarin tvö ár. Tekin hefur verið upp frysting á smáþorski og aukin steinbítsframleiðsla en söltun minnkuð á móti. Helgi Bjarnason ræddi við Guðjón Indriðason framkvæmdastjóra. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 199 orð

Botnfiskverð náð hámarki

TALIÐ er að verð á botnfiskafurðum hafi nú náð hámarki og muni það ekki hækka frekar að sinni. Verð á þorskblokk hefur lækkað á ný, en er samt nálægt hámarki eða um 375 krónur á kíló, en flök og bitar eru mun hærri í verði. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 1124 orð

Ég fæ ekki saltið í grautinn fyrir að væla

EIN helsta gagnrýnin sem menn hafa sett fram á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er sú að ekkert rúm er fyrir nýliðun í kerfinu ­ ungir og röskir menn hafa ekki aðgang að kvótanum. Þrátt fyrir það hefur kerfið og aðrar þær breytingar sem gerðar hafa Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 87 orð

Fiskimjölsframleiðsla í Chile hrynur um 34%

VERÐMÆTI mjölframleiðslu fyrstu sjö mánuði ársins í Chile hefur hrunið um 34% milli ára. Á sama tíma hefur mjölútflutningur landsins minnkað um 8,8%. Ein helsta ástæðan fyrir þessari niðursveiflu er bann sem stjórnvöld settu á makrílveiðar. Þrátt fyrir að heildarafli milli ára hafi minnkað um 2,3% jókst útflutningsverðmætið um 1,6% fyrstu fimm mánuði ársins. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 500 orð

"Gætu fengið vottun fremur auðveldlega"

"VIÐ komum til Íslands vegna þess að við teljum að fiskveiðistjórnun Íslendinga sé einhver sú bezta í heiminum. Íslendingar gætu því fengið vottun fremur auðveldlega. Við viljum segja aðilum innan sjávarútvegsins meira frá MSC, en við höfum ekki látið frá okkur heyra um tíma. Við viljum leyfa þeim að fylgjast með gangi mála. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 1299 orð

Hver er hæfastur til að hafa frumkvæðið?

VAXANDI umræða á sér nú stað um umhverfismerkingar á fiski og fiskafurðum. Engin slík merking er enn komin á, ef frá eru taldar vottanir á því að rækjuveiðar úr Mexíkóflóa séu ekki skeinuhættar sæskjaldbökum og að höfrungar séu ekki drepnir við túnfiskveiðar. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 35 orð

"HÖRKU SAILOR"

KRISTINN Þór Guðmundsson hefur nýlokið 10. bekk og skellti sér í kjölfarið á sjóinn. Hann er háseti á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni og kann því vel. Að sögn annarra skipverja er drengurinn "hörku sailor. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 141 orð

Kanna brottkast

RÍKISSTJÓRNIR Bretlands, Frakklands og Hollands hafa, með fulltingi Evrópusambandsins, ákveðið að rannsaka hve mikið sé um brottkast á fiski og hvers vegna það sé. Rannsóknirnar hefjast í sumar og munu standa í 18 mánuði og beinast þær meðal annars að því hvernig megi draga úr brottkastinu. Skoðanir og reynsla sjómanna verða undirstaða rannsóknanna. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 122 orð

Lágt verð á hrognunum

ÚTFLUTNINGSVERÐ á hverja tunnu af söltuðum grásleppuhrognum frá Íslandi hefur lækkað mikið undanfarin ár. Það er nú aðeins rúm 1.000 þýzk mörk á tunnuna, en náði hámarki í 1.800 mörkum árið 1996. Verðið hefur ekki verið lægra síðan 1990 og 1991 en þá fór það niður fyrir 800 mörk fyrra árið og tæp þúsund mörk árið eftir. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 160 orð

Leigukvóti lækkar

Verð á leigukvóta hefur farið lækkandi á undanförnum vikum. Á stuttum tíma hefur það farið úr 120 krónum niður í um 100 krónur á þorskkílóið. Yfirleitt er lækkun á þessum árstíma, þegar hillir undir lok kvótaársins. Reynir Þorsteinsson hjá Kvótamarkaðnum segir að verðið muni að öllum líkindum lækka enn frekar og bendir á að í fyrra hafi það farið niður í rúmar sjötíu krónur. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 697 orð

Lítil veiði og afleitt ástand á mörkuðum

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hefur ekki verið gerð upp en áætlað er að veiðin hafi numið 5.000 til 6.000 tunnum og er ljóst að um verulegan samdrátt er að ræða samanborið við undanfarin ár. "Heildartölur liggja ekki fyrir en ljóst er að um er að ræða minnstu veiði á Íslandi í fjöldamörg ár," segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. "Meðalveiði undanfarin ár hefur verið milli 11. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 219 orð

Marineraður skötuselur, lax og hörpuskel á teini "Brochettes"

SKÖTUSELUR er tiltölulega nýr fiskur á matardiskum okkar Íslendinga, enda er hann með afbrigðum andlitsófríður. Lengi vel var það siður Íslendinga að eta aðeins fallega fiska, en svo er ekki lengur. Skötuselurinn er góður fiskur, með stinnu holdi, sem svipar að nokkru til humars. Hann er eftirsóttur í Evrópu og fæst mjög hátt verð fyrir hann þar, einkum ferskan. Smári V. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 402 orð

Með allt að 140 tonnum af rækju á einni viku

RÆKJUVEIÐAR hafa gengið ágætlega í Smugunni það sem af er sumri. Fá íslensk skip hafa sinnt veiðunum þrátt fyrir dræm aflabrögð hér heima. Húsvíkingur ÞH hefur fengið um 500 tonn í sumar og lætur Eiríkur Sigurðsson skipstjóri vel af veiðinni. "Þetta hefur gengið mjög vel og aflabrögðin hafa verið með besta móti. Þetta er að vísu lítil rækja en góð veiði bætir það upp. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 168 orð

Mjög lítil grásleppuveiði

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hefur ekki verið gerð upp en áætlað er að veiðin hafi numið 5.000 til 6.000 tunnum og er ljóst að um verulegan samdrátt er að ræða samanborið við undanfarin ár. "Heildartölur liggja ekki fyrir en ljóst er að um er að ræða minnstu veiði á Íslandi í fjöldamörg ár," segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 368 orð

Norðmenn flytja stöðugt út meira af fiskafurðum

NORÐMENN fluttu út sjávarafurðir að verðmæti 129 milljarðar íslenzkra króna á fyrri helmingi þessa árs. Það er aukning um 2% miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin á útflutningi til Asíu, einkum Japans. Í magni talið nemur útflutningurinn 908.000 tonnum, sem er um 5% samdráttur. Í júnímánuði einum nam útflutningsverðmætið nærri 10 milljörðum króna. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 198 orð

Reynt við loðnu á ný

LOÐNUSKIPSTJÓRAR eru farnir að hugsa sér til hreyfings eftir verslunarmannahelgina. Fyrir hálfum mánuði hafði stóru svæði sem náði yfir meira og minna allt grunnsævið norður af landinu verið lokað vegna smáloðnu en það var opnað aftur fyrir helgi. Er því einhver von að veiðarnar glæðist en þær hafa verið dræmar mestan hluta sumarvertíðarinnar. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 207 orð

Skipatækni í aldarfjórðung

SKIPATÆKNI ehf. heldur upp á 25 ára afmæli um þessar mundir og er greint frá því í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins en Ólafur H. Jónsson, sem lést 1984, og Bárður Hafsteinsson stofnuðu það í júlí 1974. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 74 orð

STRANDAGLÓPAR Í SMÁBÁTAHÖFNINNI

"VIÐ ætluðum með frænda eins okkar út á sjó en þegar við komum var hann farinn," sögðu þessir strákar sem voru að leik í smábátahöfninni í Reykjanesbæ í blíðunni. Sjórinn hefur löngum heillað og strákar leita niður á bryggjur í leit að ævintýrum. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 823 orð

Styrkjum útgerðina og bætum afkomuna

Oddi hf. á Patreksfirði og móðurfélag þess eiga tvo báta í smíðum í Kína. Kaupin eru liður í að styrkja útgerð og hráefnisöflun fyrirtækisins sem einnig hefur hagrætt mikið í vinnslu. Helgi Bjarnason ræddi við Sigurð Viggósson framkvæmdastjóra um endurreisn Odda. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 793 orð

Útlit fyrir litla breytingu á afurðaverði á næstunni

VERÐ á þorski og botnfiski hefur verið nokkuð stöðugt að undanförnu og bendir fátt til, að miklar breytingar verði á því á næstunni. Virðast framboð og eftirspurn haldast nokkuð í hendur. Rækjuverð, að minnsta kosti verð á hlýsjávarrækju, hefur aftur á móti lækkað vegna mikillar framleiðslu á Indlandi. Meira
4. ágúst 1999 | Úr verinu | 245 orð

Vonir um samning ESB við Marokkó

NOKKURRAR bjartsýni gætir í höfuðstöðvum Evrópusambandsins um að samningar náist við Marokkó um fiskveiðar ESB innan lögsögu landsins. Núgildandi fiskveiðisamningur rennur út í nóvember. Ekki er gert ráð fyrir að nýr samningur verði Evrópusambandinu jafndrjúgur og sá gamli, en hann er frá árinu 1988. Meira

Barnablað

4. ágúst 1999 | Barnablað | 37 orð

176-167, 176-671 og 176-761

HVAÐ eða hverja er eiginlega átt við? Hina breysklegu bræður Bjarnabófana, sem segir af í hinum sívinsælu Andrésar Andar blöðum. Jóhann Páll Jóhannsson, 7 ára, Vesturbrún 4, 104 Reykjavík, teiknaði þessa fínu mynd. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 60 orð

Blóm í haga, á og fjöll við sólsetur

RAUÐUR himinninn á bak við fjöllin svörtu; sólin sest eftir að hafa yljað lífinu daglangt og veitt birtu inn í kviku, lýst upp sálir. Hringrás lífsins heldur áfram; sól, hiti, ljós, vatn, gróska, líf og dauði. Edda Sigríður Freysteinsdóttir, sem var í 3. bekk Landakotsskóla sl. vetur er höfundur þessarar fallegu myndar. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 176 orð

Brandarar

ELÍSABET Ósk Guðlaugsdóttir, 11 ára, Miðengi 2, 800 Selfoss, sendi okkur brandara. Ekki fer á milli mála, að hláturinn lengir lífið og hvetjum við ykkur, lesendur góðir, til að senda Myndasögum Moggans brandara, skrýtlur, gátur og fleira í þeim dúr. ­­­ ­­­ Þrír nemendur voru staddir hjá skólastjóranum. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 206 orð

Gaman að yrkja

HÆ, hæ, ég heiti Ingunn Tryggvadóttir og er tíu ára nemandi í Selásskóla. Mér finnst ofsalega gaman að semja ljóð og ég vona að þið birtið þetta ljóð sem fyrst. Ég þakka fyrir frábært blað. Myndasögum Moggans er sönn ánægja að birta ljóð eftir lesendur sína. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 22 orð

Hitt og þetta

Hitt og þetta ÓLAFUR Rafael Karlsson, 5 ára, Suðurgötu 64, 220 Hafnarfjörður, er höfundur þessarar myndar, sem sýnir ýmislegt, stórt og smátt. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 46 orð

Hreint út um allt

EITTHVAÐ er hann nú kunnuglegur, náunginn á myndinni hennar Thelmu Rutar Hauksdóttur, 10 ára, Sóltúni 30, 105 Reykjavík. Snyrtipinninn Olli öskutunna er merktur í bak og fyrir í glampandi sólinni. Karlinn er hinn glaðlegasti. Fjóla Þórisdóttir, 4 ára, teiknaði skýin og sandinn. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 74 orð

Kökuhornið

300 g hveiti 80 g hafragrjón 200 g smjörlíki 200 g sykur 2 msk. síróp 1 tsk. matarsódi 1 egg Deigið er hnoðað og því rúllað í lengju. Kælið deigið. Lengjan er skorin í hér um bil 5 mm sneiðar og þeim raðað á plötu. Þrýstið með gaffli ofan á. Bakað við 210 gráður á Celcius í 7-10 mínútur. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 121 orð

Pennavinir

Mig langar að eignast pennavini, helst stráka en líka stelpur, á aldrinum 10-13 ára. Sjálf er ég 10 ára. Áhugamál mín eru: hestar, ferðalög, teikningar o.m.fl. Ekki vera feimin. P.S. Mynd má fylgja fyrsta bréfi ef hægt er. Júlía K. Behrend Einbúablá 11 700 Egilsstaðir Ég vil gjarnan eignast pennavini á öllum aldri. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 23 orð

Slappað af við veiðar

Slappað af við veiðar KRISTÍN Hrönn Jónsdóttir var sl. vetur í 2. bekk Landakotsskóla og gerði þá þessa skemmtilegu veiðimynd í frjálsri teikningu. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 29 orð

Sumri fagnað

Sumri fagnað ÞVÍ miður er ekki meiri upplýsingar að hafa um hinn unga listamann, sem gerði þessa mynd, en að hann heitir Ásbjörn og myndin er gerð árið 1999. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 27 orð

Undur og stórmerki

Undur og stórmerki FANNEY Þórisdóttir, 9 ára, Breiðási 3, 210 Garðabær, teiknaði þessa líflegu mynd af að því er virðist veru utan úr geimnum í jarðnesku umhverfi. Meira
4. ágúst 1999 | Barnablað | 81 orð

Þrjár Tweety-myndir

TWEETY, krúttlega og vinsæla teiknimyndafígúran, er augljóslega vinsæl fyrirmynd þegar krakkar setjast niður og draga strik og línur á blað. Við birtum hér þrjár myndir, sem okkur bárust sama daginn, eftir þrjá flinka teiknara. Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, nýorðin 9 ára, Selbraut 11, 170 Seltjarnarnes, gerði myndina af Tweety með veiðistöngina. Meira

Ýmis aukablöð

4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 321 orð

Að halda með ræningjanum

SVIK OG PRETTIR nefnist útvarpsþáttur á Rás 1 sem er á dagskrá í sumar kl. 10.15 á mánudagsmorgnum, og endurtekinn kl. 20.40 á laugardagskvöldum. Umsjónarmaður þáttanna er Elísabet Brekkan, sem fjallar um ýmis erlend sakamál. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 187 orð

Brandy vill meiri peninga

Söng- og leikkonan Brandy Norwood sem fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Moesha, er ekki nógu ánægð með lífið þessa dagana. Það sem hún er óánægð með eru launin sem hún fær fyrir að leika í þáttunum en fyrir skemmstu fengu vinirnir í Friendslaunahækkun svo fleiri sjónvarpsþáttastjörnur hafa farið að hugsa sinn gang. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 519 orð

Bölsýnislæknirinn Becker

ÞAÐ MUNA eflaust flestir eftir þáttunum um hina vinalegu krá Staupastein þar sem ólíkir einstaklingar söfnuðust saman og reyndu að flýja áhyggjur hversdagsins með því að gera grín að sjálfum sér og öðrum gestum sem litu inn. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 325 orð

Hann er líkur Greg

THOMAS Gibson leikur Greg Montgomery í nýju sjónvarpsþáttaröðinni Dharma & Greg á Stöð 2. Greg sá er lögfræðingur af aðalsættum, sem býr í San Fransisco ásamt eiginkonunni Dhörmu Finkelstein (Jenna Elfman); fyrrverandi hippa sem starfar sem jógaleiðbeinandi. Thomas og Jenna segja samvinnuna mjög góða, en þau eiga það til að æfa sig í silfurlitaða Bensinum hans Thomasar. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 126 orð

Jennifer er engin pabbastelpa

JENNIFER Aniston kærir sig ekkert um að henni sé ruglað saman við Rachel, litlu pabbastelpuna sem hún leikur í gamansjónvarpsþáttaröðinni Friends á Stöð 2. Hún segir hverjum sem heyra vill að pabbi hennar John, sem er sápuóperustjarna, hafi verið slæmur faðir. "Pabbi bara kunni ekki að vera góður faðir. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 823 orð

Spólað í sandgryfjum

Torfæran er sýnd á Stöð tvö á þriðjudagskvöldum en hún hefur verið fastur liður í sjónvarpi til margra ára. Fyrst var keppt í torfæru á Íslandi fyrir um þrjátíu árum en mun lengur hafa menn verið að smíða sérútbúna bíla til torfæruaksturs. En Íslendingar eru ekki þeir einu sem gefst kostur á að horfa á torfæruna í sjónvarpi því íþróttastöðin Eurosport sýnir hana við miklar vinsældir. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 370 orð

Spurt er

1.Sjónvarpsmynd var gerð í sumar eftir leikriti sem sýnt var við miklar vinsældir í Loftkastalanum. Hvað hét leikritið? 2. Hvað hét leikstjórinn sem kom með bandaríska leikaranum Kevin Costner til Íslands? 3. Meira
4. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 170 orð

Tori í karlavandræðum

LEIKKONAN Tori Spelling segir að sér sé sama hvort hún eigi kærasta eða ekki, því hún er hvort eð er svo óheppin í ástum. "Af og til fer ég út með strákum, en einhvern veginn smellum við aldrei saman," sagði hún US tímaritinu. "Það bara heillar mig enginn. Ég er mjög, mjög vandlát. Þegar ég loksins vel einn þeirra, þá er það yfirleitt rangt val, og ég sit uppi með þann ömurlegasta. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.