Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast Ragnari móðurbróður mínum, en það gerðist ekki fyrr en í sjötugsafmæli móður minnar, 30. júlí 1983, en þá sá ég hann og Guðmund bróðir hans í fyrsta sinn. Ragnar var meðalmaður á hæð, dökkhærður og grannur. Þeir bræður héldu saman heimili á Arnargötu 10 hér í borg, en eftir að Guðmundur bróðir hans lést, bjó Ragnar einn í húsinu við Arnargötuna.
Meira