Greinar föstudaginn 6. ágúst 1999

Forsíða

6. ágúst 1999 | Forsíða | 207 orð

Byssumaður myrðir þrjá í Alabama

ÞRÍR voru skotnir til bana á skrifstofum tveggja fyrirtækja í útborg Birmingham í Alabama-ríki í Bandaríkjunum í gær. Maður, sem starfaði hjá öðru fyrirtækinu og hafði áður starfað hjá hinu, var handtekinn, grunaður um verknaðinn. Meira
6. ágúst 1999 | Forsíða | 261 orð

Óttast ebola-smit í Evrópu

MIKILL viðbúnaður er í Þýskalandi vegna karlmanns, sem kom til Berlínar frá Fílabeinsströndinni, en talið er, að hann kunni að hafa sýkst af ebola-veikinni. Blæddi honum úr augum og eyrum en það eru ein einkenni sjúkdómsins. Ebola-veiran er mjög banvæn og verður um 80% þeirra, sem sýkjast, að bana. Sjúkdómurinn er nánast óþekktur á Vesturlöndum. Meira
6. ágúst 1999 | Forsíða | 220 orð

Óvæntur afgangur

YFIR eins milljarðs rúblna tekjuafgangur, andvirði 3,6 milljarða króna, varð af rekstri rússneska ríkissjóðsins í júlímánuði, ef marka má bráðabirgðatölur þar að lútandi sem birtar voru í gær. Mun ástæðu þessarar óvæntu búbótar vera að skattar skiluðu sér betur en gert hafði verið ráð fyrir. Meira
6. ágúst 1999 | Forsíða | 376 orð

Spá falli Milosevics innan skamms

ZORAN Djindjic, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Júgóslavíu, spáði því í gær að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, myndi senn hrökklast frá völdum, jafnvel strax í nóvember. "Um miðjan september munu mótmælaaðgerðir í Serbíu vera orðnar svo umfangsmiklar að Milosevic mun sennilega boða kosningar í nóvember," sagði Djindjic. Hann taldi engan vafa á að þar myndi Milosevic bíða ósigur. Meira
6. ágúst 1999 | Forsíða | 70 orð

Sprengingarinnar í Hiroshima minnst

JAPÖNSK skólabörn, sem heimsóttu í gær friðarminjasafnið í Hiroshima, skoða líkan í fullri stærð af atómsprengjunni sem varpað var úr bandarísku B-29 sprengjuflugvélinni Enola Gay á Hiroshima í Japan fyrir nákvæmlega fimmtíu og fjórum árum. Meira

Fréttir

6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

227 ára afmælisferð um Eyvindargötu

Í TILEFNI endurfundar fjallvegar þess er útilegufólkið Fjalla-Eyvindur og Halla vísuðu á til Grænavatns, þegar hjúin voru handsömuð við Innrahreysi 7. ágúst 1772, verður umræddur fjallvegur farinn á jeppum laugardaginn 7. ágúst. Ferðin hefst klukkan 8 við Eyvindarhreysi (Háumýrar) eða Nýjadal. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Afkoman mun betri en áætlað

HAGNAÐUR Fjárfestingarbanka atvinnulífsins fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 973 milljónum króna og er það aukning um 173% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður að frádregnum sköttum var 734 milljónir, sem er sama upphæð og heildarhagnaður síðasta árs. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Atkvöld Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 9. ágúst 1999 og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir, þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni, og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Meira
6. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Ánægður með aflann

SÆMUNDUR Ólason á Felix ÞH 120 var ánægður þegar hann landaði dagsverki sínu í Grímseyjarhöfn á frídegi verslunarmanna, en hann kom með tvö tonn að landi. Sæmundur er nú að veiðum á dagbát og á fjórum dögum hefur hann veitt tæplega níu tonn, en hann á 19 daga eftir. Meira
6. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Ánægja með þjónustu bókasafnsins

NÝLEGA voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal Akureyringa á viðhorfi þeirra til Amtsbókasafnsins. Könnunin var samstarfsverkefni Lísu Valdimarsdóttur og Amtsbókasafnsins, en könnunin var BA-verkefni Lísu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 343 orð

Ári á undan áætlun með vegarframkvæmd

ÚTLIT er fyrir að starfsmenn Héraðsverks ehf. á Egilsstöðum nái þeim áfanga að ljúka gerð vegar um Búlandshöfða einu ári á undan áætlun. Björn Björnsson, verkstjóri hjá Héraðsverki, segir gott útlit fyrir að það takist að ljúka verkinu fyrir 1. október næstkomandi en áætluð verklok voru 1. október árið 2000. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 107 orð

Banna blað umbótasinna

KLERKARÉTTUR í Íran hefur lagt bann við útgáfu dagblaðsins Salamsnæstu fimm árin en það hefur verið helsta málgagn umbótaafla í landinu. Þá hefur rétturinn bannað útgefanda blaðsins, Mohammad Musavi Khoiniha, að starfa sem framkvæmdastjóri dagblaðs næstu þrjú árin. Khoiniha var í síðustu viku fundinn sekur af þessum sama rétti um ærumeiðingar og að dreifa röngum upplýsingum. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Biðu um nóttina á Hvítmögu

BJÖRGUNARSVEITIN í Vík í Mýrdal var kölluð út í fyrrinótt til að leita að þremur breskum jarðvísindamönnum sem staddir voru á Hvítmögu, vestan Sólheimajökuls. Þegar leitin stóð sem hæst skiluðu mennirnir sér niður af jöklinum og amaði ekkert að þeim. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Burnham kaupir í Síldarvinnslunni

LÍFEYRISSJÓÐUR Austurlands hefur selt verðbréfafyrirtækinu Burnham International hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. að nafnvirði 30 milljónir króna sem er 3,41% af heildarhlutafé Síldarvinnslunnar, á genginu 4,3. Tilkynning um söluna barst Verðbréfaþingi Íslands í gær. Meira
6. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 181 orð

Bændagisting á Skálafelli í Suðursveit

Kálfafellsstað Suðursveit- Nýlega var opnuð bændagisting á Skálafelli í Suðursveit. Hjónin Þorsteinn Sigfússon og Þóra Vilborg Jónsdóttir hafa hólfað af hús sitt og bjóða upp á 6­7 manna gistiaðstöðu með tilheyrandi þjónustu. Skálafell er austasti bær í Suðursveit, við vesturbakka árinnar Kolgrímu, sem rennur mórauð og svipþung undan Skálafellsjökli. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

EFRI myndin sýnir annars vegar 14 þúsund fermetra og hins vegar 6 þúsund ferm

EFRI myndin sýnir annars vegar 14 þúsund fermetra og hins vegar 6 þúsund fermetra byggingar á ætluðum byggingarstað í Laugardal. Það er hús Húsgagnahallarinnar sem sett hefur verið inn á byggingarreitinn á tölvuunninni mynd og hlutföllum verið breytt í samræmi við fyrirhugaðar byggingar. Á neðri myndinni sér yfir Laugardalinn frá sama sjónarhorni eins og þar er umhorfs nú. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ekki ljóst hvort Tryggingastofnun áfrýjar

TRYGGINGASTOFNUN hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli íslenska eftirlaunaþegans, sem legið hefur veikur í Taílandi síðan í maí, verði áfrýjað. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Karl Steinar Guðnason, forstjóra Tryggingastofnunar, en hann sagði að ákvörðun yrði tekin á næstu dögum. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 316 orð

Enginn árangur hefur enn náðst

NÝ lota samningaviðræðna fjögurra ríkja um varanlegan frið ríkjanna á Kóreuskaga hófst í Genf í gær og var talið að árangur fundarins myndi ekki lofa góðu þar eð áhyggjur manna beinast nú að hugsanlegri eldflaugatilraun Norður-Kóreustjórnar. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

FÍB-tryggingar hafa hækkað um 21%

FÍB-tryggingar hafa hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um 21% að jafnaði í kjölfar breytinga á skaðabótalögum í vor. Stóru tryggingafélögin þrjú hækkuðu iðgjöld sín um 35-40% að jafnaði 1. júní sl. FÍB- tryggingar hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort iðgjöldin verði hækkuð meira. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fjallað um heimildir fyrir landafundum og landnámi

ALÞJÓÐLEG ráðstefna um heimildir fyrir landafundum og landnámi norrænna manna við Norður-Atlantshaf hefst í Norræna húsinu á mánudaginn. Á ráðstefnunni, sem hlotið hefur heitið "Vestur um haf" munu 23 fræðimenn af hinum ýmsu fræðisviðum halda fyrirlestra. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun opna ráðstefnuna, en hún stendur fram á miðvikudag. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 265 orð

Fjórtán mánaða þrefi lokið

Holbrooke sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ Fjórtán mánaða þrefi lokið Washington. AFP, AP. EFTIR nærri fjórtán mánaða bið samþykkti bandaríska öldungadeildin loks í gær tilnefningu Richards Holbrookes í stöðu sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 64 orð

Franskir bændur í ham

FRANSKIR bændur standa hér við hlöss af gúrkum og öðru grænmeti, sem þeir dembdu í gær á götur borgarinnar Perpignan, skammt frá landamærum Frakklands og Spánar. Um 200 grænmetis- og ávaxtaræktendur frá héraðinu vildu með þessum aðgerðum mótmæla innflutningi slíkra afurða frá nágrannalöndunum, Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Freistandi raun fyrir fjallagarpa

FJÓRIR ungir menn í björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði, þeir Símon Halldórsson, Örvar Þorgeirsson og bræðurnir Eiríkur og Grettir Yngvarssynir, sigu nýlega niður í Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi, innst í gjána. Hugsanlega er þetta í fyrsta sinn sem þarna er sigið en kapparnir segjast engin merki hafa séð um fyrirrennara á þessum tiltekna stað. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Fyrir bættri umferðarmenningu

ÖKUKENNARAFÉLAG Íslands hefur gefið út tvær nýjar kennslubækur í ökukennslu. Formaður ökukennarafélagsins, Guðbrandur Bogason, afhenti dómsmálaráðherra, Sólveigu Pétursdóttur, fyrstu eintökin á kynningarfundi í húsnæði félagsins, að Þarabakka 3 í Reykjavík, í gær. Meira
6. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 131 orð

Fyrsta golfmót ungra kylfinga

Blönduósi-Það hefur verið töluvert líf í unglingastarfi golfklúbbsins Óss á Blönduósi í sumar. Þau Anna Ármannsdóttir og Heiðar Davíð Bragason hafa leitt hópinn og komið krökkunum til nokkurs þroska í golfíþróttinni. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gaf Blindrafélaginu íbúð

NÝVERIÐ var Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi, afhent höfðingleg gjöf frá Kristínu J. Eyjólfsdóttur, sem lést snemma á þessu ári. Kristín arfleiddi félagið að íbúð sinni við Hringbraut í Reykjavík. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 387 orð

Getur haft neikvæð áhrif á þroska og gáfur barna

BANNA ætti börnum undir tveggja ára aldri að horfa á sjónvarp og þau sem eldri eru ættu ekki að fá að hafa sjónvarp í herbergjum sínum en fá að horfa á sjónvarp í tvo tíma á dag, að því er niðurstöður rannsókna barnalækna í Bandaríkjunum gefa til kynna. Meira
6. ágúst 1999 | Miðopna | 728 orð

Gleði og hrakfarir í Kreuth

EFTIR góða niðurstöðu í fjórgangi fyrri partinn í gær dundi enn eitt áfallið yfir íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í Kreuth í Þýskalandi þegar Prins frá Hörgshóli, sem Sigurður Sigurðarson keppti á, stökk út úr brautinni þegar þeir höfðu farið rétt tæplega einn og hálfan hring af fjórum og hálfum sem þeir áttu að fara. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Gospeltónleikar í Laugardalshöll

GOSPELTÓNLEIKAR verða haldnir í Laugardalshöllinni sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 16. Þar koma fram ýmsir landsþekktir tónlistarmenn undir stjórn tónlistarmannsins Jóns Ólafssonar. Kangakvartettinn kemur m.a. fram, en þær systur Heiðrún og Ólöf Inger Kjartansdætur ásamt Öglu Mörtu og Helgu Vilborgu Sigurjónsdætrum mynda kvartettinn. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Hagnaður talinn 1300 til 1950 milljónir

SÖLUHAGNAÐUR Kaupþings, Sparisjóðabankans og sparisjóðanna vegna sölu dótturfyrirtækis þeirra, Scandinavian Holdings S.A. í Lúxemborg, á 22,1% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. er nálægt 1.300 milljónum að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar, en brúttó söluhagnaður er nærri 1.500 milljónir af þessum viðskiptum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
6. ágúst 1999 | Miðopna | 805 orð

HLAUPIÐ KOM ÚR TVEIMUR LÓNUM

HELGI Björnsson jöklafræðingur telur ýmislegt benda til að breytingar séu að verða á hlaupum úr Brúarjökli og hann útilokar ekki að jökulhlaup sem falla í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum verði stærri en áður. Ástæðan fyrir því að svo snögg flóðbylgja kom í árnar um síðustu helgi er sú að ísstífla við lón sem er vestan við Kverkárnes brast og jökulvatn rann úr því í Hnútulón, sem var fullt fyrir. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 677 orð

Jafnvægi milli manns og lands

Í haust kemur til starfa nýr framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Margrét María Sigurðardóttir hefur verið ráðin til þess starfa en fráfarandi framkvæmdastjóri er Jóhannes Gunnarsson, sem jafnframt er og hefur verið formaður Neytendasamtakanna. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Jötungíma finnst í Smárahlíð

Jötungíma finnst í Smárahlíð Hrunamannahreppi-Jón Ingi Jónsson, bóndi í Smárahlíð, fann nú nýlega risasvepp undir útihúsvegg hjá sér. Hann vegur um 3,4 kg og er 106 sm að ummáli. Á sama stað árið 1994 fannst álíka stór sveppur. Að sögn dr. Meira
6. ágúst 1999 | Miðopna | 458 orð

Keppendur á heimsmeistaramótinu yfirheyrðir

KEPPENDUR og aðrir íslenskir gestir á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Kreuth í Þýskalandi hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá tollgæslunni vegna rannsóknar á meintu skatta- og tollasvindli í tengslum við útflutning á íslenskum hestum. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir að þetta hafi truflað íslensku keppendurna á heimsmeistaramótinu. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Keppendur yfirheyrðir

ÍSLENSKIR keppendur og gestir á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Kreuth í Þýskalandi voru kallaðir til yfirheyrslu í gær hjá þýskum tollayfirvöldum vegna rannsóknar á meintu skatta- og tollasvindli í tengslum við útflutning á íslenskum hestum. Tveir rannsóknarmenn voru á mótsstað í gær og neituðu þeir að fresta yfirheyrslum þar til mótinu lyki. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 712 orð

Korpa iðar af lífi Reykjavíkurborg býr yfir mörgum fallegum útivistarsvæðum. Nágrenni laxveiðiárinnar Korpu er eitt þeirra. Erla

Reykjavíkurborg býr yfir mörgum fallegum útivistarsvæðum. Nágrenni laxveiðiárinnar Korpu er eitt þeirra. Erla Skúladóttir skoðaði sig þar um og naut leiðsagnar eins leigutaka árinnar sem telur fyrirhugaða byggð þrengja óþarflega að henni.Grafarvogur Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kransagerð úr náttúrulegum efnum

"KRISTÍN Bjarnadóttir í Grænu smiðjunni leiðbeinir um kransagerð úr íslenskum jurtum laugardaginn 7. ágúst kl. 14-17. Jurtir verða tíndar í landi Alviðru. Boðið er upp á jurtate, kakó og kleinur. Þátttökugjald og efniskostnaður er 1.000 kr.," segir í fréttatilkynningu. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

LEIÐRÉTT Eskimo í Bergen og Helsinki Í v

Í viðtali við Þóreyju Vilhjálmsdóttur, annan eiganda Eskimo Models, sl. laugardag kom fram að fyrirtækið ætti í samstarfi við menningarborgir í Evrópu en rangt var farið með borgarheitin. Hið rétta er að Eskimo Models er í samstarfi við borgirnar Helsinki og Bergen. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 329 orð

Leit hætt á Indlandi

BJÖRGUNARFLOKKAR hættu í gær leit sinni að líkum fórnarlamba lestarslyssins mannskæða sem varð í norð- austurhluta Indlands sl. mánudag. Alls hafa 285 lík fundist í braki lestarinnar. 312 farþegar lestarinnar slösuðust. Hópútför þeirra er létust átti að fara fram í gær en henni var frestað þar til á sunnudag þar eð aðstandendur og fjölskyldur hinna látnu voru ekki allar komnar til Gaisal. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Lést í slysi í Kaupmannahöfn

ÍSLENDINGUR um fimmtugt beið bana þegar hann féll af reiðhjóli og varð undir strætisvagni í Kaupmannahöfn í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði hópur hjólreiðamanna staðnæmst á hjólabraut við gatnamót á H.C. Andersen Boulevard í Kaupmannahöfn. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 45 orð

Lét ekki raska ró sinni

ROSTUNGUR situr á ís og horfir rólegur á þegar ísbrjótur Grænfriðunga, Arctic Sunrise, fer um Tsjúkot-haf á milli Alaska og Rússlands á dögunum. Tignarlegt dýrið lét ekki farartæki mannanna setja sig út af laginu heldur brosti blítt framan í ljósmyndarann. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Marel gerir samning við Hydro Seafood

MAREL hf. gerði nýlega samning við norska fyrirtækið Hydro Seafood AS, sem er í eigu Norsk Hydro, um afhendingu á búnaði í þrjár af laxaverksmiðjum fyrirtækisins í Noregi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samkvæmt samningnum mun Marel hf. ásamt Maritech A/S, umboðsaðila sínum í Noregi, og Skaganum hf. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Minnst skógræktar á Íslandi í 100 ár

FJÖLMÖRG erindi verða flutt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem hefst í dag að Laugarvatni og stendur fram á sunnudag. Meðal þeirra er erindi Grétars Guðbergssonar jarðvegsfræðings hjá RALA, um áhrif mannsins á gróðurfarssöguna á Íslandi. Á fundinum er þess minnst að nú eru liðin 100 ár frá upphafi skógræktar á Íslandi. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

Mótmæla fyrirhuguðu atvinnusvæði í Laugardal

UNDIRBÚNINGSHÓPUR fyrir stofnun samtaka sem mótmæla fyrirhugaðri byggingu Landssímahúss og fleiri byggingum í Laugardag hélt fund undir berum himni síðdegis í gær á fyrirhuguðu byggingarsvæði. Á fundinum var tilkynnt um væntanlegan stofnfund samtakanna sem skulu kallast "Verndum Laugardalinn" en til hans verður boðað á næstu dögum. Meira
6. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 534 orð

Nákvæmnin eykur öryggi sjófarenda

Ólafsvík-Baldur, skip Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands, hefur í sumar sett svip á höfnina í Ólafsvík öðru hvoru, enda öðruvísi en önnur skip. Verkefni skipverja á Baldri er sjómælingar fyrir nýtt strandsiglingasjókort í mælikvarðanum 1:100 000 frá Hjörsey undan Mýrum, norður um Snæfellsnes sem leið liggur inn undir Stykkishólm. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 884 orð

Neysla nemenda minnkandi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dómsmálaráðherra og áfengis- og vímuvarnaráð kynntu í gær

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dómsmálaráðherra og áfengis- og vímuvarnaráð kynntu í gær niðurstöður íslenskra rannsókna á vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk grunnskóla árin 1995-1999. Sigríður B. Tómasdóttir sat blaðamannafund og skoðaði niðurstöður rannsóknanna. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 623 orð

Níu sigkatlar hafa myndast á jöklinum

NÝIR sigkatlar hafa myndast í norðanverðum Mýrdalsjökli og segir Helgi Björnsson jöklafræðingur greinilegt að um aukna jarðhitavirkni sé að ræða undir jöklinum, bæði aukinn styrk þar sem jarðhiti var fyrir auk þess sem virkni sé á nýjum stöðum. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Níu sigkatlar í Mýrdalsjökli

Níu sigkatlar í Mýrdalsjökli NÝIR sigkatlar hafa myndast í Mýrdalsjökli síðustu daga. Helgi Björnsson, jöklafræðingur á Raunvísindastofnun, flaug yfir jökulinn í gær ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins og sáust þá greinilega níu katlar. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 193 orð

Nunnur sýknaðar af morði

TVÆR kólumbískar nunnur voru í gær sýknaðar af ákæru fyrir morð á þjófi sem þær skutu til bana í síðasta mánuði. Þetta gerðist þegar þjófurinn reyndi að komast inn í klausturgarð í borginni Tunja, um 130 km norð-austur af höfuðborginni Bogota. Kom þetta fram í Netútgáfu BBC. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ný búgrein við Ísafjarðardjúp?

HÓPUR rjúpna gerði sig heimakominn á bænum Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp í vetur þegar mestu snjóar voru. Telur heimilisfólk fullvíst að þessi ungamamma sé ein þeirra. Hún og ungarnir hennar 13 hafa gjarnan spígsporað við bæinn að undanförnu. Rjúpan er mjög stundvís, er mætt um kvöldmatarleytið en lætur sig hverfa upp í hlíð yfir hádaginn. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Nær uppselt í tvær blokkir á einum degi

22 íbúðir í fjölbýlishúsum við Boðagranda í Reykjavík seldust nánast upp á nokkrum klukkustundum eftir að þær voru auglýstar til sölu nýlega. 28 íbúðir eru í húsunum tveimur og Pálmi B. Almarsson, hjá fasteignasölunni Bifröst, segir að einungis hafi vantað kaupendur að íbúðunum á jarðhæð við lok dagsins sem auglýsing birtist fyrst í Morgunblaðinu. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Oddviti gagnrýnir úrskurðinn

HREPPSNEFND Vestur-Eyjafjallahrepps hefur ekki ákveðið hvernig hún bregst við þeirri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að brotin hafi verið jafnréttislög við ráðningu sveitarstjóra í hreppnum. Með úrskurði kærunefndarinnar var þess farið á leit við hreppsnefndina að hún fyndi viðunandi lausn á málinu. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Olíumengun á Seyðisfirði

VART hefur orðið við olíubrák í sjónum á Seyðisfirði. Grunur leikur á að mengunin kunni að stafa frá El Grillo sem sökkt var í firðinum á stríðsárunum. Að sögn lögreglu staðarins verður málið kannað nánar í dag. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 698 orð

Óljósar yfirlýsingar ­ óvissa og hik

HEFÐINNI trúir héldu bæði Göran Persson, forsætisráðherra Svía, og Carl Bildt, formaður Hægriflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sumarræður sínar um helgina. Bildt hefur verið sænskum fjölmiðlum kær efniviður undanfarnar vikur, Meira
6. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Páll Lýðsson hlaut Menningarverðlaun Norrænu bændasamtakanna

MENNINGARVERÐLAUN Norrænu bændasamtakanna voru afhent á Akureyri á miðvikudag í tengslum við aðalfund samtakanna. Verðlaunin, sem eru peningaverðlaun, hlaut að þessu sinni Páll Lýðsson bóndi og sagnfræðingur í Litlu- Sandvík í Flóa fyrir margháttuð félagsmálastörf og störf að menningarmálum. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Samfylking gagnrýnir húsnæðislöggjöfina

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu um húsnæðismál þar sem lýst er yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þess ástands sem skapast hefur í kjölfar breytinga á húsnæðislöggjöfinni um síðustu áramót. Ekki hafi verið mætt aukinni þörf fyrir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem skapast hafi vegna fólksflutninga af landsbyggðinni. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 296 orð

Segjast ætla að hætta öllum skæruhernaði

SKÆRULIÐAR aðskilnaðarhreyfingar Kúrda lýstu því í gær yfir að þeir myndu verða við tilmælum Abdullahs Öcalans, leiðtoga Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK), um að binda enda á fjórtán ára vopnaskak og draga sig út úr Tyrklandi, en Öcalan, sem var nýlega dæmdur til dauða fyrir rétti í Tyrklandi, setti tilmælin fram fyrr í vikunni. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 128 orð

Selja nýrun í sér fyrir skuldunum

SJÖ manna ítölsk fjölskylda hefur tilkynnt að hún vilji selja nýrun í öllum fjölskyldumeðlimum í því augnamiði að afla sér fjár til að greiða skuldir. "Við bjóðum nýru okkar til sölu í því skyni að bjarga okkur frá gjaldþroti," sagði í bréfi Formento-fjölskyldunnar til dagblaðsins La Stampa. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Skrifstofa Tryggingar í Keflavík flytur

VEGNA fyrirhugaðrar sameiningar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. mun skrifstofa Tryggingar í Keflavík flytja í húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar að Hafnargötu 26. Þar mun verða rekin sameiginleg skrifstofa félaganna. Afgreiðslan verður opin frá kl. 9 til 16. Símanúmer verða óbreytt. Ólafur E. Ólason mun veita umboðum beggja félaganna forstöðu. Meira
6. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 77 orð

Smíðar líkön í frístundum

Borgarnesi-Knud Hjartarson tók upp á því fyrir nokkrum árum að gera líkön af húsum í Borgarensi. Fer hann eftir teikningum og er svo nákvæmur í ýmsum smáatriðum að undrun sætir. Hafa spurnir farið af handbragði hans og hefur verið leitað til hans víða af landinu. Í góðviðrinu í Borgarnesi um daginn fór hann með nokkra smíðisgripi sína út á lóð til sýnis. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Snýst ekki um stærð lóðarinnar

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kveður svar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra við greininni "Bíó eða skóli í Laugardal?" vera útúrsnúning. "Ég var ekki að tala um innri eða ytri lóð heldur um það hvort menn vildu að skóli yrði hluti af því umhverfi sem er í Laugardalnum. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Steingrímur kennir ekki

BJÖRN Teitsson, skólameistari Framhaldsskóla Vestfjarða á Ísafirði, óskar eftir að taka fram vegna orða Steingríms St. Sigurðssonar í Morgunblaðinu 30. júlí um að hann hafi verið ráðinn kennari við skólann, að Steingrímur hafi ekki sótt formlega um kennslustarf við Framhaldsskóla Vestfjarða og muni hann ekki kenna við skólann næsta vetur. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Sæmilegar horfur með uppskeru grænmetis

Mjög heitir dagar hafa verið hér í uppsveitum á Suðurlandi að undanförnu sem kemur sér vel fyrir hvers konar jarðargróða. Fréttaritari fór á stúfana og heimsótti garðyrkjubændur að störfum en þeir fagna hitanum mjög. Uppskera grænmetis hér í sveitinni er mun seinna á ferðinni en í fyrra, segir Reynir Jónsson á Reykási sem er einn garðyrkjubænda sem stunda útirækt á Flúðasvæðinu. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Söluverð 103,4 milljónir

Á fulltrúafundi Sölufélags Austur-Húnvetninga, sem haldinn var á Blönduósi í gærkvöldi, var kynnt samkomulag um sölu á Mjólkursamlagi SAH til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og aðild austur-húnvetnskra mjólkurframleiðenda að Mjólkursamsölunni. Kom fram að kaupverðið er 103,4 milljónir kr. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð

Talebanar á undanhaldi

ANDSTÆÐINGAR Talebanahreyfingarinnar í Afganistan náðu aftur á sitt vald flughöfninni í Bagram, norður af höfuðborginni Kabúl, eftir tíu daga sókn hermanna Talebana. Var þetta staðfest af óháðum heimildamönnum í Pakistan í gær. Meira
6. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Tæplega 60 bíða eftir leiguíbúðum

AKUREYRARBÆR bauð í sumar fólki upp á að skrá sig á biðlista eftir leiguíbúðum bæjarins en við ráðstöfun leiguíbúðanna er aldur umsókna ein meginforsendan fyrir úthlutun. Stefán Hallgrímsson á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri sagði að um 55-60 umsóknir lægju inni hjá skrifstofunnni en að ásókn í að komast á biðlista væri mun minni en hann gerði ráð fyrir. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Um ofur-strengi, svartar holur og slembifleti

Alþjóðlegur eðlisfræðiskóliUm ofur-strengi, svartar holur og slembifleti ÞRIÐJUDAGINN 10. ágúst verður settur á Akureyri alþjóðlegur eðlisfræðiskóli þar sem margir þekktir fræðimenn á sviðinu munu halda fyrirlestra. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

URKÍ-R tekur á móti ungmennum frá Portúgal

UM þessar mundir dvelja hér á landi 15 ungmenni frá Portúgal í boði ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, URKÍ-R. Ungmennin, sem eru á aldrinum 17-22 ára, gista á heimilum íslenskra URKÍ-R-félaga sem heimsóttu Potúgalana til heimabæjar þeirra, Carcavelos, fyrir ári. Eru ungmennin virk í sjálfboðastarfi í sínu heimalandi. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Útsölur í hámarki á löngum laugardegi

Á LÖNGUM laugardegi 7. ágúst verður ýmislegt spennandi að gerast í bænum. Útsölustemmning er á Laugaveginum og ýmis tilboð í gangi. Í góða veðrinu undanfarið hafa margir kaupmenn flutt slár með fatnaði út á gangstétt. Klukkan 13 á laugardag mun Skólahljómsveit Kópavogs leggja af stað frá Hlemmi niður Laugaveginn. Í sveitinni eru um 40 börn og ungmenni. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

Vandræðamál fyrir William Hague

EVRÓPUMÁLIN halda áfram að valda William Hague, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, miklum vandræðum en í gær var greint frá því að nokkrir kunnir þingmenn flokksins vilja úrsögn úr Evrópusambandinu nema aðildarskilmálum verði breytt. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 402 orð

Verður notað í vaxandi mæli um allan heim

NIÐURSTÖÐUR nýlegrar fjölþjóðlegrar rannsóknar staðfesta að lyfið metaprolol, sem lengi hefur verið notað gegn t.d. of háum blóðþrýstingi, hefur jákvæð áhrif þegar það er notað í meðferð við hjartabilun. Í rannsókninni lækkaði heildardánartíðni vegna hjartabilunar um 34% þegar lyfinu var bætt við aðra lyfjameðferð. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Verslun Símans Internets eins árs

VERSLUN Símans Internets á Grensásvegi 3 verður eins árs 16. ágúst næstkomandi. Í tilefni afmælisins verður viðskiptavinum boðið á sérstaka forsýningu myndarinnar "Analyze This" í Bíóborginni þann sama dag og hefst sýningin kl. 21.00. Til að eiga möguleika á miða þarf að skrá sig á heimasíðu Símans Internet, www.simnet.is. Alls verða 250 viðskiptavinir dregnir út fimmtudaginn 12. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Yfir 500 vinningar í villtum leik á mbl.is

DREGIÐ hefur verið í Wild Wild West-leik sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Sambíóunum, Búnaðarbankanum, BT, Vífilfelli, Laugarásíói og Fm 957. Leikurinn var í tilefni frumsýningar á kvikmyndinni Villta villta vestrið (Wild Wild West) og gekk út á að svara spurningum sem birtust í Morgunblaðinu og á Netinu. Vinningar í leiknum voru yfir 500 og aðalvinningurinn var 50.000 kr. Meira
6. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 483 orð

Yfir eitt þúsund manns sagðir hafa týnt lífi

FLÓÐ af völdum óvenjumikilla monsúnrigninga og skaðræðisfellibyljir valda nú Austur-Asíubúum miklum búsifjum. Opinberar tölur, sem gefnar voru upp í gær um hve margir hefðu týnt lífi í flóðum í Kína í sumar, voru tvöfalt hærri en áður hafði verið gefið upp. Nú eru 725 sagðir hafa farizt í flóðum sumarsins. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Ýtur í lífi þjóðar

HELGINA 14.­15. ágúst nk. verður sýningin Ýtur í lífi þjóðar haldin á Hvanneyri. Tilefni hennar er 90 ára saga beltavéla og jarðýtna á Íslandi og hlutur þeirra í ræktun en einnig samgöngubótum í dreifðum byggðum. Að sýningunni standa Búvélasafnið á Hvanneyri og verktakafyrirtækið Jörvi hf., með atbeina Vegminjasafns Vegagerðarinnar, Vegagerðarinnar í Borgarnesi, Heklu hf. og fleiri aðila. Meira
6. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Þingforsetar funda við Svalbarða

ÁRLEGUR fundur forseta þinga Norðurlandanna verður að þessu sinni haldinn á óvenjulegum stað, eða á skipi sem siglir um nágrenni Svalbarða. Fundurinn stendur yfir frá 6. til 14. ágúst og er haldinn í boði norska stórþingsins, en forsetar þinga Norðurlandanna hittast einu sinni á ári og funduðu þeir hérlendis í fyrra. Meira
6. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 386 orð

"Örugglega um öndvegissúlur skipsins að ræða"

FLÖSKUSKEYTI sem skipverjar á Sléttbak EA, frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa hf., hentu í sjóinn á leiðinni heim úr Smugunni um miðjan september fyrir tæpum þremur árum, fundust með um 10 metra millibili á Skinnalónsreka á Melrakkasléttu fyrr í sumar. Hallur Þorsteinsson, bróðir Reynis sveitarstjóra á Raufarhöfn, fann flöskuskeytin en þeir bræður eru ættaðir frá Skinnalóni. Meira

Ritstjórnargreinar

6. ágúst 1999 | Staksteinar | 371 orð

Dómur um vinnubrögð forystu Samfylkingarinnar og krafa um breytingar

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður skrifar um Gallupkönnunina, sem birt var á dögunum á vefsíðu sinni. Þar segir hann að niðurstöðurnar séu dómur kjósenda um vinnubrögð forystu Samfylkingarinnar og krafa um breytingar. Meira
6. ágúst 1999 | Leiðarar | 794 orð

STÓRVIÐSKIPTIN

Á síðasta áratug settu viðskipti af nýrri stærðargráðu mark sitt á bandarískt viðskiptalíf. Risafyrirtæki voru keypt fyrir gífurlegar fjárhæðir. Hver viðskiptasamningurinn var gerður á fætur öðrum og alltaf urðu upphæðirnar hærri. Meira

Menning

6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 481 orð

Ástin er fyrir öllu

CARLA (Juliette Lewis) hefur eytt mörgum árum í sérskóla fyrir andlega þroskaheft börn og þar hefur hún náð að sigrast á mörgum hindrunum. Þegar hún útskrifast og snýr heim til ofverndandi og metnaðargjarnrar móður sinnar Elizabeth (Diane Keaton) kemur fljótlega í ljós að Carla vill halda áfram með líf sitt og vera sjálfstæð, en móðir hennar óttast stöðugt um hana. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 129 orð

Bale í hlutverki Guðssonarins

CHRISTIAN Bale, sem lék nýverið uppa og fjöldamorðingja í "American Psycho", fer með hlutverk Jesú Krists í tveggja tíma sjónvarpsmynd Maríu og Jesú. María, leikin af Pernillu August, verður í forgrunni sögunnar og tilraunir hennar til að halda verndarhendi yfir syni sínum. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 418 orð

Barist upp á líf og dauða

STRÍÐSMAÐURINN Luc Deveraux (Van Damme) er mættur aftur til leiks í sjálfstæðu framhaldi hinnar geysivinsælu myndar Universal Soldier sem hlaut metaðsókn fyrir sjö árum. Þegar þráðurinn er tekinn upp er Deveraux ábyrgur fjölskyldufaðir sem hefur misst eiginkonu sína. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 298 orð

Charlie Sheen enn í vandræðum

LEIKARINN Charlie Sheen hefur fengið á sig lögsókn eftir að lífvörður er sagður hafa misþyrmt tveim konum sem ætluðu að heimsækja hann á heimili hans í Malibu. Klámmyndaleikkonurnar Erin Sieman, sem gengur undir viðurnefninu Charlisse L'Amour, og Christina Stramaglia, sem kallar sig Teri Star, höfðuðu málið í Los Angeles. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 961 orð

Eins og poppstjörnur ­ án peninganna

Í BRETLANDI hefur á síðustu árum mikið verið rætt um uppreisn nýrrar ferskrar myndlistar. Sensation-sýningin sem vakti gífurlega athygli árið 1997 er nú á ferðalagi um heiminn og þar er kastljósum beint að verkum úr Saatchi-safninu eftir valinn hóp ungra listamanna. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 228 orð

Eitthvað fyrir alla

VERSLUNARMANNAHELGIN er ekki bara mesta ferðahelgi ársins heldur alhliða skemmtihelgi fjölskyldunnar. Það er sama hvort fólk er í sumarbústaðnum, sækir skipulagðar útihátíðir eða er jafnvel heima hjá sér, einhvers staðar ættu allir, ungir sem aldnir, að fá eitthvað við sitt hæfi, eins og meðfylgjandi svipmyndir sýna. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 67 orð

Guðný Svava sýnir í Stöðlakoti

GUÐNÝ Svava Strandberg opnar sýningu á blek- og einþrykksmyndum í Galleríi Stöðlakoti við Bókhlöðustíg laugardaginn 7. ágúst. Guðný Svava stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1957­59, MHÍ 1975­77 og aftur 1988­90. Þetta er önnur einkasýning Guðnýjar Svövu en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin daglega kl. 14­18. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 498 orð

Gult skal það vera

Í TILEFNI af endurútgáfu kvikmyndar og hljómplötu Bítlanna um Gula kafbátinn verður Evrópulestin sem fer í sína fyrstu ferð 8. september næstkomandi frá Lundúnum til Parísar máluð heiðgul samkvæmt frétt í breska blaðinu Sun. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 47 orð

Halle Berry á frumsýningu

LEIKKONAN Halle Berry stillir sér upp fyrir ljósmyndara þar sem hún mætir á frumsýningu myndarinnar Dorothy Dandridge sem fjallar um ævi samnefndrar leikkonu, söngkonu og dansara. Er þar farið ofan í saumana á ævi hennar og ýmsum lítt þekktum ráðgátum sem tengdust því. Meira
6. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 288 orð

Hörð gella í undirheimum

Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: Steve Antin, upp úr handriti John Cassavetes. Aðalhlutverk: Sharon Stone, Jeremy Northam og Jean- Luke Figueroa. ÞAÐ ERU gefin örlög endurgerðra kvikmynda að vera bornar saman við frummyndina. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 212 orð

Íslensk tónlist vinsæl í sólinni

ÍSLENSKAR plötur setja mark sitt á Tónlistann þessa vikuna og eru það kímnisögur og -söngvar þeirra Tvíhöfðadrengja sem skjóta sér í efsta sætið fyrstu vikuna á lista. Í öðru sætinu er samsafn vinsælla laga sumarsins á plötunni Pottþétt 16 og í kjölfar þeirra er Ágætis byrjun Sigur Rósar sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarnar vikur og verið þaulsetið við efstu sæti Tónlistans. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 126 orð

Jerry Lewis á spítala

BANDARÍSKI skemmtikrafturinn Jerry Lewis var lagður inn á spítala á miðri tónleikaferð um Ástralíu og hefur tónleikaferðinni verið aflýst, að því er talsmaður hans greindi frá í gær. Lewis veiktist um síðustu helgi og var fluttur á sjúkrahús. Eftir að hafa náð sér af því sem upphaflega var lýst sem vægri veirusýkingu stóð til að hann lyki tónleikaferðinni. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 107 orð

Krókódíla Dundee allur

MAÐURINN sem var fyrirmyndin að Krókódíla Dundee í samnefndri kvikmynd frá árinu 1986, Rodney Ansell, var skotinn til bana af lögreglunni á þriðjudaginn var. Ástralska lögreglan segir Rodney Ansell hafa skotið lögreglumann til bana rétt hjá bænum Darwin í norðurhluta Ástralíu. Félagi lögreglumannsins skaut síðan Ansell stuttu síðar. Meira
6. ágúst 1999 | Myndlist | 797 orð

Listin á Seyðisfirði

Opið kl. 14 til 18. Sýningin stendur til 8. ágúst. Á SEYÐISFIRÐI er fólk stórhuga í listinni og nú hefur enn eitt árið verið sett þar upp vegleg og sjálfstæð listahátíð. Menningarmiðstöð bæjarins hefur einnig verið gerð upp frá því í fyrra og er nú með bestu sýningarsölum á landinu, Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 143 orð

Ljósmyndir og járn í í Galleríi Sævars Karls

PÉTUR Magnússon opnar sýningu í galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag, föstudag kl. 17. Pétur er fæddur 1958, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands '78 til '81, Accademia delle belle Arti í Bologna á Ítalíu '82 til '83 og framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam frá '83 til '86. Á sýningunni eru ný verk sem unnin eru í járn og ljósmyndir, og sambland af hvoru tveggja. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 199 orð

Nýjar bækur SAMSKIPTI foreldra og

SAMSKIPTI foreldra og barna er eftir bandaríska sálfræðinginn dr. Thomas Gordon í þýðingu Inga Karls Jóhannessonar. Hún hefur verið ófáanleg um árabil en birtist nú í nýjum búningi. Í kynningu segir að í bókinni sé mælt með gagnkvæmri virðingu í samskiptum barna og fullorðinna. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Olíumálverk í Galleríi Geysi

ÞORBJÖRG Óskarsdóttir opnar einkasýningu á olíumálverkum á morgun, laugardag, kl. 15. Þorbjörg hefur haldið nokkrar sýningar í Keflavík en þetta er fyrsta sýningin hennar í höfuðborginni. Sýningin verður opin frá 7. til 22. ágúst frá kl. 8­18 virka daga. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 212 orð

Skósólar njóta sín í kjallaranum, nú sem fyrr

NÝR skemmtistaður, Caf`e Ozio, var opnaður í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi og er hann til húsa í Lækjargötu. Caf`e Ozio vakti nokkra forvitni þeirra borgarbúa sem ekki fóru út úr bænum, en að sögn aðstandenda staðarins var fullt út úr dyrum þessi fyrstu kvöld og komust færri að en vildu. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Stórsveitarsmellir á Ingólfstorgi

STÓRSVEIT Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar leika létta stórsveitarsmelli fyrir gesti og gangandi í dag, föstudag, kl. 17. Efnisskráin verður í anda Frank Sinatra, Nat King Cole o.fl. og er við hæfi að í slíkri dagskrá fái sveitin til liðs við sig hinn landsþekkta söngvara og gleðigjafa Ragnar Bjarnason. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 25 orð

Sýningu í Perlunni framlengt

Sýningu í Perlunni framlengt SÝNINGU Huldu Halldórs í anddyri Perlunnar verður framlengd til 22. ágúst. Hulda Halldórs sýnir þar akryl- myndir og nefnist sýningin Strendur Íslands. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Svövu Björnsdóttur, Svövu Þórhallsdóttur og Rúnu Þorkelsdóttur lýkur nú á sunnudag. Galleríið hefur verið meira og minna lokað á meðan á sýningunni hefur staðið vegna breytinga á húnsæðinu, en opið verður föstudag til sunnudags frá kl. 14­18. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 417 orð

Tarsan snýr aftur

KONUNGUR apanna er kominn aftur. Frá því Tarsan apabróðir birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1918 hefur saga Edgars Rices Burroughs um drenginn sem týndist í skóginum og varð konungur apanna stöðugt heillað bæði lesendur og kvikmyndagerðarmenn. Í þessari nýjustu útfærslu á sögunni um Tarsan snýr hann aftur til frumskógarins eftir að hafa dvalið sem Greystoke lávarður í Englandi. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 910 orð

Tenór óskast á svið

UNDANFARNA tvo áratugi hafa tenórarnir þrír ­ Luciano Pavarotti, Placido Domingo og José Carreras ­ borið ægishjálm yfir aðra tenóra og án þeirra hafa sumar óperur hreinlega ekki verið fluttar í virtustu óperuhúsum. Nú virðist hins vegar vera að birta til og ný kynslóð tenóra mjakar sér undan ofurvaldi þeirra eldri að því er segir í tímaritinu International Opera Collector. Meira
6. ágúst 1999 | Menningarlíf | 35 orð

Tónleikar í Stykkishólmskirkju falla niður

AF óviðráðanlegum orsökum falla niður tónleikar Jóns Rúnars Arasonar tenórsöngvara og Þórhildar Björnsdóttur píanóleikara í sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir áttu að vera á sunnudag. Fyrirhugað er að þau haldi tónleika með haustinu. Meira
6. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 62 orð

Tröppuþjálfun í Bangkok

Á SUNNUDAGINN var haldin keppni í tröppuhlaupi í Bangkok sem kynnt var í þarlendum fjölmiðlum sem "mesta íþróttaáskorun borgarinnar". Yfir 150 hlauparar í borginni mættu galvaskir á svæðið og kepptu um hver yrði fljótastur upp hæstu byggingu borgarinnar sem telur litlar 60 hæðir. Meira
6. ágúst 1999 | Myndlist | 802 orð

Undir bláum sólarsali

Opið á tímum Þjóðarbókhlöðunnar til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. SÝNINGAR Þjóðarbókhlöðunnar í anddyri eru oftar en ekki fróðleiksbrunnur, þótt hið afmarkaða rými takmarki umfang þeirra meira en í góðu hófi og þröngt sé um hlutina. Er öðru fremur brotkenndur fróðleikur af ýmsum þáttum íslenzkrar menningar, og þær ná tilgangi sínum á fleiri en einn veg. Meira

Umræðan

6. ágúst 1999 | Aðsent efni | 357 orð

Athugasemd fyrir Hannes

Það er efni í langan greinaflokk, segir Sigurjón Egilsson, ef segja á frá öllu því sem gert var til að þagga niður í rannsóknarblaðamennskunni á Íslandi. Meira
6. ágúst 1999 | Aðsent efni | 374 orð

Bögubósar og árið 2000

Á ekki þjóðin líka kröfu á að kynnast margrómuðum yfirburðum nútíma ljóðlistar, spyr Guðmundur Guðmundarson, sem sífellt er verið að dásama eða verðlauna? Meira
6. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 950 orð

Gatið í tímatalinu

BALDUR Ragnarsson (B.R.) kerfisfr. skrifar í Mbl. 10. júlí um tímatalið og grein mína 21. maí. Baldur segir: 1) B.R.: "Kemur m.a. fram í grein Jóns, að Díonysíus hafi reiknað út fæðingarár trésmiðsins frá Galíleu, ... " "Trésmiðurinn frá Galileu" var Jósep faðir Jesú, en ekki hann sjálfur. Hann hefur stundum verið kallaður "Galileinn" eða "sonur smiðsins frá Galileu". 2) B.R. Meira
6. ágúst 1999 | Aðsent efni | 497 orð

Heilbrigð elli ­ til hvers?

Hvernig ætla stjórnvöld, spyr Sigurbjörg Björgvinsdóttir, að gefa samfélaginu hlutdeild í þeim mikla mannauði sem felst í lengri og heilbrigðari elli? Meira
6. ágúst 1999 | Aðsent efni | 819 orð

Óttalausar breytingar á Ríkisútvarpinu

Skipulagsbreytingar á röngum forsendum, segir Jón Ásgeir Sigurðsson, eru verri en engar breytingar. Meira
6. ágúst 1999 | Aðsent efni | 819 orð

Rannsókn hafin

Ég, Hollustuvernd og landlæknir erum öll sammála um að ekki beri að innkalla afurðir frá Ásmundarstöðum, segir Siv Friðleifsdóttir. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta uppruna sýkinga. Meira
6. ágúst 1999 | Aðsent efni | 302 orð

Víða er þjarmað að öldruðum

ÉG KOMST að því nýlega fyrir tilviljun, að með l. nr. 159/1998 um aukatekjur ríkissjóðs, sem gengu í gildi 1. jan. sl., hafði 14. gr. l. nr. 88/1991 verið breytt þannig, að nú er ellilífeyrisþegum gert að greiða tvö þúsund krónur í hvert skipti, sem þeir framlengja ökuskírteini. Meira

Minningargreinar

6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 517 orð

Árni Kristinn Kristjánsson

Mig langar að minnast föðurbróður míns Árna Kristjánssonar með nokkrum orðum, en hann verður lagður til hinstu hvílu í Voðmúlastaðakirkjugarði í dag við hlið systkina sinna. Árni ólst upp á Voðmúlastöðum í hópi átta systkina og var sá fjórði í aldursröðinni. Átti hann heima á Voðmúlastöðum fyrri helming ævinnar eða til ársins 1956, en þá fluttist hann til Þorlákshafnar. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 261 orð

ÁRNI KRISTINN KRISTJÁNSSON

ÁRNI KRISTINN KRISTJÁNSSON Árni Kristinn Kristjánsson fæddist í Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi 28. apríl 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1880, d. 1. október 1966, og Kristján Böðvarsson, f. 6. ágúst 1877, d. 14. júlí 1921. Systkini Árna eru: Guðmundur, f. 4. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 254 orð

Emelía Margrét Guðlaugsdóttir

Látin er á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, föðursystir mín, Emelía Margrét Guðlaugsdóttir, Magga frænka, eins og hún var alltaf kölluð innan ættarinnar. Stærsti hlekkurinn í stórfjölskyldunni er brostinn. Magga frænka var sú sem allir áttu, allir báru umhyggju fyrir og allir voru í sambandi við. Hjá Möggu frænku fengum við fréttir af stórfjölskyldunni. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Emelía Margrét Guðlaugsdóttir

Nú er komið að kveðjustund Möggu frænku. Heldur voru síðustu ár henni erfið þegar hún gat ekki farið ein sinna ferða án þess að vera upp á aðra komin. Þessi litla kvika kona sem alltaf var að flýta sér. En ef hún komst á listsýningar gat mín eytt tímanum þar, enda var hún mikill listunnandi, sérstaklega er varðaði gömlu meistarana. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Emelía Margrét Guðlaugsdóttir

Ég fékk þær fréttir fimmtudagsmorguninn 29. júlí að Magga frænka væri dáin. Það kom mér í rauninni ekkert á óvart því þú varst orðin gömul og þreytt og eflaust hvíldinni fegin. Ég man alltaf eftir þér, Magga mín, sem lítilli, smá hjólbeinóttri og gjafmildri konu sem mér þótti einstaklega gaman að heimsækja sem krakki. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 224 orð

EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR

EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR Emelía Margrét Guðlaugsdóttir fæddist á Blönduósi 11. september 1911. Hún lést 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar Emelíu Margrétar voru Rakel Þorleif Bessadóttir, f. 18.9. 1880, d. 30.10. 1967, að Ökrum í Fljótum og Guðlaugur Sveinsson, f. 27.2. 1891, d. 13.10. 1977, á Ægisíðu á Vatnsnesi. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 239 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Erna Einarsdóttir er látin, alltof fljótt, aðeins rúmlega 55 ára. Ég hitti Ernu fyrst skömmu eftir að ég kynntist systur hennar, Bíbí, sem varð eiginkona mín fyrir níu árum. Varla er hægt að ímynda sér ólíkari systur. Þær voru sem dagur og nótt. Bíbí er ljós yfirlitum, kát og hláturmild. Erna var dökkhærð og ákaflega hlédræg. Hún var ekki margmál nema Bíbí væri nálæg. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 857 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Með sárum söknuði kveðjum við Ernu systur okkar í dag. Eftir fimm ára baráttu hefur hún beðið lægri hlut í stríðinu við sjúkdóminn illvíga. Baráttuna háði hún af dugnaði og kjarki á sinn hljóðláta hátt. Hjá okkur, sem eftir sitjum, skilur Erna eftir sig ómþýðan og sterkan hljóm minninga. Fimmtíu og fimm ára ævi er bæði löng og stutt. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 89 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Með sorg í hjarta kveðjum við móðursystur okkar Ernu, sem fór allt of fljótt frá okkur. Sigga, Halldóru, Theodóru, Guðríði og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma og alla tíð. Góða nú þér gefi nótt guð af föðurkærleik sínum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Ég kveð þig með söknuði, elsku systir. Við áttum svo margt sameiginlegt þó við værum andstæður. Við vorum ólíkar, en samt ein heild. Við vorum Erna og Bíbí, óaðskiljanlegar. Ég kveð þig með ljóði eftir góðan dreng. Ég vildi ég gæti verið blóm verið í garði þínum dáðst að þér og dáið svo draumaheimi mínum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Elsku mamma mín. Ég sit hér umkringd blómum frá ættingjum og vinum, og ég sé þig fyrir mér brosandi innan um gleym mér ei og blágresi. Það er svo sárt að þú skulir vera farin en þú ert laus við veikindin og sú hugsun gerir þetta þolanlegra. Hvernig þú tókst á veikindum þínum er ólýsanlegt, slíkur var dugnaðurinn og alltaf varstu að hlífa okkur við óþarfa áhyggjum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Erna Guðrún Einarsdóttir Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 289 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Í dag kveð ég þig, elsku mamma. Fram streyma endalausar minningar um þig. Þú varst vönduð á allan hátt, traust, áreiðanleg og hjartahlý. Þú barðist við sjúkdóminn af hugrekki. Gekkst í gegnum margar erfiðar lækningarmeðferðir en varst ákveðin í að gefast aldrei upp. Ávallt svo hugrökk og sterk. Fegurð þín kom jafnt utan frá sem innan. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 200 orð

ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR

ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Erna Guðrún Einarsdóttir fæddist í Philadelphia, Bandaríkjunum 24. júlí 1944. Hún lést á krabbameinsdeild Landsspítalans 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Óskarsdóttir, f. 27.2. 1925, d. 30.10. 1993, og Melvin Gerald Waters, f. 13.1. 1921, d. 16.5. 1983. Þau skildu. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 674 orð

Finnur G. K. Daníelsson

Nafn Finns Daníelssonar bar oft á góma á æskuheimili mínu í Reykjavík. Þrátt fyrir það minnist ég þess ekki að hafa séð hann á æskuárum mínum. Hann var Vestfirðingur eins og foreldrar mínir. Móðir mín og hann voru jafnaldra og ég held þau hafi öll kynnst á unglingsárum á Ísafirði. Verið gæti að faðir minn og Finnur hafi verið saman á sjónum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 179 orð

FINNUR G. K. DANÍELSSON

FINNUR G. K. DANÍELSSON Finnur Guðjón Kristján Daníelsson fæddist á Vöðlum í Önundarfirði 25. nóvember 1909. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Daníel Bjarnason bóndi, f. 14. október 1865, d. 25. apríl 1944, og eiginkona hans Guðný Kristín Finnsdóttir, f. 26. ágúst 1870, d. 16. júlí 1954. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1336 orð

Gunnlaugur Briem

Genginn er Guðs á vald frændi minn og náinn vinur, Gunnlaugur E. Briem. Gunnlaugur náði háum aldri, varð elstur lifandi lögfræðinga hér á landi. Við andlát hans lýkur merkum kafla og löngum, í langri ættarsögu. Samfelldur ferill fjögurra kynslóða embættismanna og lögfræðinga er að baki. Faðir hans, afi og langafi gegndu allir sýslumannsembættum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 535 orð

Gunnlaugur Briem

Gunnlaugur E. Briem fyrrv. ráðuneytisstjóri er látinn 96 ára að aldri. Með honum er genginn einn traustasti og farsælasti embættismaður Stjórnarráðs Íslands. Hann átti ekki langt að sækja færni sína og trúmennsku í embættisstörfum því forfeður hans og frændur ótal margir höfðu unnið landi sínu og þjóð mikilvæg störf á baráttutímum og verið hvort heldur var veraldlegir eða andlegir forystumenn. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Gunnlaugur Briem

Mikill höfðingi er fallinn, kominn talsvert á tíræðisaldur. Svo háum aldri náði Gunnlaugur E. Briem, að okkur er farið að fækka, sem munum þá tíð, þegar engum ráðum þótti vel ráðið um mörg mikilsverðustu viðfangsefni í Stjórnarráðinu, að Gunnlaugur væri þar ekki til kallaður. Og í sáttanefndum í vinnudeilum þótti hann sjálfsagður. Ástæðan var einföld. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 85 orð

Gunnlaugur Briem

Gunnlaugur E. Briem heillaðist snemma á ævinni af skógræktarhugsjóninni og lét verulega til sín taka á þeim vettvangi af rökvísi, baráttugleði og heilindum hvort sem var í einkalífi eða í tengslum við ævistarfið sem ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Gunnlaugur E. Briem

Afi minn Gunnlaugur E. Briem er látinn, 96 ára að aldri. Hann var merkur maður, ákveðinn og trúr sinni sannfæringu en í senn réttlátur og réttsýnn. Eins og eflaust aðrir munu fjalla betur um en ég, átti afi farsælan feril að baki sem ráðuneytisstjóri og voru þjóðfélagsmálin honum ávallt ofarlega í huga. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 769 orð

Gunnlaugur E. Briem

Ég kynntist Gunnlaugi E. Briem á blómaskeiði lífs hans, er ég kom ungur til starfa í Stjórnarráði Íslands. Hann vakti þegar athygli mína fyrir þróttmikið fas og framgöngu, fríður maður og vörpulegur. Hann stjórnaði þá stóru ráðuneyti með fjöldamörgum undirstofnunum með harla ólík viðfangsefni á sviði landbúnaðar, orkumála og sjávarútvegs. Hann varð að vinna samtímis með mörgum ráðherrum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 600 orð

Gunnlaugur E. Briem

Í dag er jarðsunginn þjóðkunnur maður, Gunnlaugur E. Briem, fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Ég kynntist Gunnlaugi fyrst á sjöunda áratugnum og tókst þá þegar með okkur mikil og góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Þegar á þeim tíma hafði Gunnlaugur starfað þrjár tylftir ára í stjórnarráðinu og þjónað eða veitt leiðsögn í það minnsta tveim tylftum ráðherra, sumum þeirra tvisvar og jafnvel oftar. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 499 orð

GUNNLAUGUR E. BRIEM

GUNNLAUGUR E. BRIEM Gunnlaugur Eggertsson Briem var fæddur á Sauðárkróki 5. febrúar 1903. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gunnlaugs voru Eggert Ólafur Briem, sýslumaður á Sauðárkróki og síðar hæstaréttardómari, f. 25. júlí 1867, d. 7. júlí 1936, og Guðrún Jónsdóttir Briem, frá Auðkúlu í A-Hún., f. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Helga Hjálmarsdóttir

Helga Hjálmarsdóttir Lítið blátt blóm. Lítið blátt heilagt blóm. Aleitt. Á mölinni. Í garranum. Grátandi. Mig vantar sól: segir blómið og grætur. Titrar af þrá eftir sólinni. Sólin kemur ekki upp. Heilaga blómið grætur meira. Sólin kemur upp og skín. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 97 orð

HELGA HJÁLMARSDÓTTIR

HELGA HJÁLMARSDÓTTIR Helga Hjálmarsdóttir fæddist 30. apríl 1966. Hún lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hjálmar Vilmundarson frá Löndum í Grindavík, f. 30.1. 1937, d. 10.7. 1977 og Regína Anna Hallgrímsdóttir frá Ljárskógum í Dölum, f. 1.6. 1936. Systkini Helgu eru Hallgrímur Guðmundsson, f. 16.9. 1955; Sólrún Hjálmarsdóttir, f. 29.1. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 503 orð

Helgi Bjarnason

Helgi Bjarnason í Grafarbakka er allur, varð bráðkvaddur niðri í skúr hjá nafna sínum og vini, Helga Héðinssyni. Þótt dauðann hafi borið þannig brátt að og sé sár fyrir aðstandendur finnst mér einhvern veginn að þessi elsti föðurbróðir minn hafi ekki getað dáið á "réttari" stað nema ef vera skyldi í nýbyggingunni undir væntanlegt sjóminjasafn í Safnahúsinu á Húsavík. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 580 orð

Helgi Bjarnason

Þegar maðurinn með ljáinn heggur kemur það alltaf jafn mikið á óvart þótt þetta sé eitt af lögmálunum sem enginn fær breytt. Þegar mér var tilkynnt andlát Helga Bjarnasonar, mágs míns, varð mér mikið um því hann og systir mín voru búin að vera í heimsókn fyrir skömmu og þá var hann hress og glaður og lék á als oddi eins og hann var vanur. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 525 orð

Helgi Bjarnason

Tengdafaðir minn var óvenju skemmtilegur maður, húmoristi af Guðs náð sem kunni þá list betur en margir að búa til ævintýri úr engu. Lítið hversdagslegt atvik varð að leikriti í frásagnarlist hans og við sem fengum að njóta urðum ríkari fyrir vikið. Það sem maður er búinn að hlæja að öllum sögunum þínum og oftar en ekki voruð þið Jóhanna stödd í söguþræðinum miðjum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Helgi Bjarnason

Með örfáum orðum viljum við minnast Helga, tengdaföður og afa okkar. Dauði Helga var ótímabær en kringumstæður allar voru eins og hann hafði óskað sér og það þökkum við fyrir. Fyrir vikið verður minningin um þennan sterka og skemmtilega persónuleika ennþá skýrari í hugum okkar. Ógleymanlegar eru fyrstu veiðiferðirnar sem ég fór í Reykjadalsá með Helga. Með honum veiddi ég fyrstu laxana. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 226 orð

Helgi Bjarnason

Ég kveð nú í hinsta sinn Helga Bjarnason, fyrrverandi tengdaföður minn, sem er látinn á 74. aldursári. Það leita á hugann minningar um margar góðar stundir sem við áttum saman. Mér er það ógleymanlegt að hafa fengið tækifæri til að vera með Helga við veiðar á bökkum Laxár í Aðaldal. Þar kenndi Helgi mér að veiða en hann var mikill og kunnur laxveiðimaður og var eftirsóttur leiðsögumaður við ána. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Helgi Bjarnason

Elsku afi. Við minnumst með þakklæti þeirra yndislegu stunda sem við áttum með þér. Það hefur alltaf verið okkur ómetanlegt að koma til ykkar ömmu í Grafarbakka sem við höfum ávallt litið á sem okkar annað heimili. Þetta á ekki síst við á síðustu árum er við vorum bæði búsett erlendis því þá skynjuðum við betur en nokkru sinni hvar rætur okkar í rauninni liggja. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 633 orð

Helgi Bjarnason

Í upphafi var það rúnturinn á Cortínunni, bumbubílnum, sem dró okkur afa saman. Þá keyrðum við norður fyrir bæ og ég fékk að stýra. Það var alltaf jafn indælt þangað til við mættum lögreglunni, þá var mikill handagangur við að koma mér yfir í hægra sætið. Afi hafði ómælt gaman af þeim handagangi og ég held hann hafi ætíð reynt að mæta lögreglunni. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 515 orð

HELGI BJARNASON

HELGI BJARNASON Helgi Bjarnason fæddist á Presthólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráðkvaddur á Húsavík 28. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristjönu H. Helgadóttur, f. 8. nóvember 1905, d. 7. ágúst 1976 og Bjarna Ásmundssonar, f. 26. október 1903, d. 22. mars 1989. Helgi ólst upp á Húsavík frá tveggja ára aldri og bjó þar síðan. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1060 orð

Kristján G. Halldórsson Kjartansson

Elsku Teddý bróðir, nú hefur þú kvatt okkur um sinn. Orðið stríð er mér ofarlega í huga er ég hugsa um síðustu dagana sem þú lifðir. Hve hart þú barðist til að vera áfram hér hjá Addý þinni og okkur öllum. En í stríði er yfirleitt bara einn aðili sem sigrar. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Kristján G. H. Kjartansson

Kær vinur er fallinn frá um aldur fram. Síðastliðinn föstudag lézt skólabróðir minn og vinur til margra ára, Kristján G. Kjartansson. Allt frá unglingsárum lágu leiðir okkar Kristjáns saman í Vesturbænum og útskrifuðumst við sem stúdentar frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1956. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Kristján G. H. Kjartansson

Mig langar að kveðja hann Teddý frænda með nokkrum orðum. Ekki hefði ég trúað því að ég væri að sjá hann í síðasta skipti 16. apríl síðastliðinn er hún mamma varð sextug. Þá spjallaði ég heillengi við hann og hann lofaði mér því að ef hann færi einhvern tímann aftur til Sviss ætlaði hann að taka mig með og bjóða mér á fína hótelið sem allir í fjölskyldunni hafa gist á nema ég. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Kristján G. H. Kjartansson

Þau eru þung sporin sem aðstandendur og vinir Kristjáns G. Kjartanssonar stíga í dag þegar við fylgjum honum til grafar. Það er líka erfitt að skrifa um nána vini sína því minningarnar eru margar, góðar stundir og náin kynni við sannan mannvin í hartnær 25 ár. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 638 orð

Kristján G. H. Kjartansson

Skömmu eftir að ég og hún Edda mín fórum að vera saman, kynntist ég Iðunni og Kristjáni. Ég hafði greinilega "valið" mér góða tengdaforeldra. Kristján kom strax fyrir sjónir sem jákvæður og léttur í lund, en það var honum ómetanlegt í margra ára veikindastríði sem flestir hefðu tapað miklu fyrr. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 336 orð

Kristján G. H. Kjartansson

Landakotsskólinn, barnaskóli kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, var á 5ta áratugnum all sérstætt samfélag: Séra Ubaghs var skólastjórinn, hin frábæra fröken Guðrún leiddi okkur inní heima Íslendingasagna, ljúflingurinn séra Hákon Loftsson kenndi okkur um lönd og stjörnur, nunnur kenndu reikning og tungumál. Flestar kennslustundir byrjuðu á Maríubæninni ... Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 266 orð

Kristján G. H. Kjartansson

Hver verður næstur? varð mér hugsað fyrir nokkrum vikum þegar ég fylgdi til grafar góðum dreng á besta aldri. Jú, það var þá hann Teddý, Kristján G. Kjartansson. Stóri, góði bróðir bestu og tryggustu vinkonu minnar, Áslaugar, sem ég hef þekkt frá blautu barnsbeini eða frá því við vorum börn á Ásvallagötunni. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Kristján G.H. Kjartansson

Elsku Teddi, okkur langaði að kveðja þig með ljóði skáldins sem þú hafðir svo mikið dálæti á. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Kristján G.H. Kjartansson

Hann fóstri er farinn í ferðina, ferðina til austursins eilífa sem óneitanlega bíður okkar allra. Kristján vinur minn, eða fóstri eins og ég kallaði hann ætíð seinni ár, hefur lokið sínum störfum hér. Ég kynntist Kristjáni fyrir allmörgum árum á ferðalagi erlendis og síðan þá tókst með okkur mikil og góð vinátta sem hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Kristján G.H. Kjartansson

Mig langar til að minnast Kristjáns Kjartanssonar í fáeinum orðum. Ég kynntist Tedda fyrst fyrir nokkrum árum þegar Edda og faðir minn fóru að vera saman. Bæði Teddi og Iðunn tóku mér strax mjög vel og hlýja þeirra og velvild í garð fjölskyldu föður míns hefur ávallt verið með þvílíkum sóma að leit er að öðru eins. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 283 orð

KRISTJÁN G.H. KJARTANSSON

KRISTJÁN G.H. KJARTANSSON Kristján Georg Halldórsson Kjartansson fæddist í Reykjavík 22. júní 1934. Hann andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hinn 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Kjartansson, stórkaupmaður, f. 6. nóvember 1908, d. 16. nóvember 1971, og Else Marie Nielsen, f. 27. maí 1908, d. 11. desember 1971. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Ragnar Sigurðsson

Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast Ragnari móðurbróður mínum, en það gerðist ekki fyrr en í sjötugsafmæli móður minnar, 30. júlí 1983, en þá sá ég hann og Guðmund bróðir hans í fyrsta sinn. Ragnar var meðalmaður á hæð, dökkhærður og grannur. Þeir bræður héldu saman heimili á Arnargötu 10 hér í borg, en eftir að Guðmundur bróðir hans lést, bjó Ragnar einn í húsinu við Arnargötuna. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 92 orð

RAGNAR SIGURÐSSON

RAGNAR SIGURÐSSON Ragnar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1921. Hann lést 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson frá Eyri við Ísafjörð, f. 15.1. 1879, sjómaður á Ísafirði og síðar togarasjómaður í Reykjavík og kona hans Sesselja Guðmundsdóttir frá Hrólfsstaðahelli á Landi, f. 15.12. 1884. Þau eru bæði látin. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Þorsteinn Guðlaugsson

Þegar ég sest niður og minnist tengdaföður míns Þorsteins Guðlaugssonar koma margar góðar minningar upp í hugann. Steini, eins og hann var alltaf kallaður, var einstakur maður, ekki gallalaus frekar en aðrir en mörgum góðum kostum gæddur eins og t.d. léttri lund og góðu skapi. Minnisstæðust er mér ferðin sem ég fór með honum austur í sveitina til hennar ömmu í Gröf þegar ég var smápolli. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 558 orð

Þorsteinn Guðlaugsson

Segja má að lífinu megi líkja við leikrit. Hvert og eitt okkar fæðist inn í sitt eigið leikrit með ólíkum persónum. Í upphafi er manni úthlutað ákveðnum persónum en með aldrinum fer maður sjálfur að velja sér persónur og spinna sitt lífsleikrit. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 137 orð

Þorsteinn Guðlaugsson

Elsku pabbi, þótt það sé mjög sárt að þú sért farinn frá okkur veit ég að þér líður vel núna. Börnin mín voru svo lánsöm að kynnast góðvild þinni, það voru ófáar ferðirnar sem þú sóttir þau í skólann og leikskólann og leyfðir þeim að vera með þér. Síðustu árunum eyddir þú í að mæla rafsegulsvið og skildir þú eftir þig mikla visku í þeim málum. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 103 orð

Þorsteinn Guðlaugsson

Elsku afi minn, með þessum fáu orðum ætla ég að kveðja þig og þakka þér fyrir allar samverustundirnar okkar. Við áttum margar góðar stundir saman á Kambsveginum og einnig hafði ég mikla ánægju af að vera með þér í sumarbústaðnum á Böðmóðsstöðum. Mörg sumrin fórum við í veiðiferðir saman og veiddir þú oftast mest. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1087 orð

Þorsteinn Guðlaugsson

Þessar ljóðlínur eru úr Einræðum Starkaðar Einars Benediktssonar. Hér eru þær í rauninni slitnar úr samhengi með því að birta þessar ljóðlínur einar og sér. En ljóðið allt sem slíkt er einhver stórbrotnasta lýsing hugsunar manns með mikla lífsreynslu. Það má eflaust túlka þessar ljóðlínur á ýmsa vegu. Meira
6. ágúst 1999 | Minningargreinar | 194 orð

ÞORSTEINN GUÐLAUGSSON

ÞORSTEINN GUÐLAUGSSON Þorsteinn Guðlaugsson fæddist í Vík í Mýrdal 24. ágúst 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudagsins 30. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru Guðlaugur Gunnar Jónsson, f. 1894, d. 1984, og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, f. 1892, d. 1938. Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur 1961 og bjó þar til dauðadags. Meira

Viðskipti

6. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Áhyggjur af vaxtahækkunum valda lækkun hlutabréfa

Áhyggjur af hugsanlegum vaxta hækkunum í Bandaríkjunum ollu því að verð hlutabréfa í Evrópu féll víða í gær um 2-3% að meðaltali. Áður hafði verð hlutabréfa í kauphöllinni á Wall Street lækkað nokkuð eftir að fréttist að laun hafi hækkað umfram framleiðni í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Meira
6. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 901 orð

Hagnaður fyrir skatta 974 milljónir króna

FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS (FBA) skilaði 974 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er það meiri hagnaður en allt árið í fyrra, þegar heildarhagnaður nam 734 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins 1998 nam 357 milljónum króna og er aukningin 173% milli ára. FBA birti kannað árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins í gær. Meira

Fastir þættir

6. ágúst 1999 | Í dag | 46 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 6. ágúst, verður níræð Halldóra M. Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Kjartan Þorgrímsson. Hann lést 1971. Halldóra tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Laufbrekku 20, Kópavogi, í dag frá kl. 15­18. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 495 orð

Aldamót?

NÚ hafa Vestmannaeyingar lýst því yfir að þeir hafi haldið síðustu þjóðhátíð aldarinnar. Þá fylgir það náttúrulega að þeir ætla að sleppa þjóðhátíð næsta sumar ­ þeir um það. Mér finnst ótækt að fréttamaður ríkisútvarpsins fari með svona fullyrðingar athugasemdalaust í loftið vegna þess að þetta er ekki síðasta sumar aldarinnar heldur er það næsta sumar. Þetta á að vera á hreinu hjá Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Þórunn Jónína Tyrfingsdóttir og Jóhann Dalberg Sveinsson. Heimil þeirra er á Sæbólsbrauð 30, Kópavogi. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júlí í Odensekirkju í Kristianssand, Noregi Karen Lúkasdóttir og Erik Larssen. Sonur þeirra, Mikael, er með þeim á myndinni. Heimili þeirra er í Flaten 8, Kr. Sand, Noregi. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 68 orð

EDDUKVÆÐI

-- Ganga skal, skal-a gestur vera ey í einum stað; ljúfur verður leiður, ef lengi situr annars fletjum á. Bú er betra, þótt lítið sé, halur er heima hver; þótt tvær geitur eigi og taugreftan sal, það er þó betra en bæn. Meira
6. ágúst 1999 | Fastir þættir | 372 orð

Hannes hélt jöfnu gegn Shipov í kappskákunum

30. júlí­29. ágúst HANNES Hlífar Stefánsson náði jafntefli gegn Sergei Shipov í annarri umferð heimsmeistaramótsins í Las Vegas. Shipov, sem hafði hvítt, náði vænlegri stöðu í endataflinu, en með afar kraftmikilli vörn tókst Hannesi að skapa sér mótfæri. Hann fórnaði tveimur peðum, en í staðinn kom hann hrók í mjög virka stöðu. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 83 orð

HVÍTUR innkaupapoki fullur af barnafötum (á stelpu) fannst á Þoskafjarðarheiði sl. mánudags

HVÍTUR innkaupapoki fullur af barnafötum (á stelpu) fannst á Þoskafjarðarheiði sl. mánudagskvöld. Upplýsingar í síma 8924954. Seikó úr týndist SEIKÓ stálúr týndist við verslunarmiðstöðina við Mjódd sl. miðvikudag. Góð fundarlaun í boði. Upplýsingar í síma 5573910 eða 5680147. Meira
6. ágúst 1999 | Dagbók | 703 orð

Í dag er föstudagur 6. ágúst, 218. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og h

Í dag er föstudagur 6. ágúst, 218. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gærkvöldi komu Thor Lone, Stapafell ogHelgafell. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 453 orð

ÍSLENDINGUR búsettur erlendis, sem hefur töluverð samskipti við landa sína h

ÍSLENDINGUR búsettur erlendis, sem hefur töluverð samskipti við landa sína hér heima vegna vinnu sinnar, hafði orð á því fyrir skömmu að hann undraðist mjög upsetningu íslensku landsbyggðarsímaskrárinnar. Hann sagðist þekkja til nokkurra erlendra símaskráa og alls staðar væru nöfn bæja í stafrófsröð. Meira
6. ágúst 1999 | Fastir þættir | 887 orð

Í stormasömu sambandi

Ég kannast við konu sem er nýkomin heim úr sumarleyfi erlendis. Þetta er tiltölulega ung kona sem hefur ­ sjálfri sér til undrunar og stundum til nokkurs ama ­ hrifist með hinni fallþungu bylgju hraðupplýsinga og skjótra boðskipta sem nú ríður yfir. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 25 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með t

Morgunblaðið/Árni Sæberg. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 3.000 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Þorsteinn Daði Jörundsson, Sólrún Dögg Sigurðardóttir og Marta Möller. Meira
6. ágúst 1999 | Í dag | 22 orð

Morgunblaðið/Golli. ÞESSIR duglegu strákar héldu tombólu og sö

Morgunblaðið/Golli. ÞESSIR duglegu strákar héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.247 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ágúst Arnórsson og Einar Þorsteinn Arnarson. Meira

Íþróttir

6. ágúst 1999 | Íþróttir | 1030 orð

Bauð bakinu byrginn

HEIMAMAÐURINN Björgvin Sigurbergsson og Akureyringurinn Ómar Halldórsson eru efstir eftir fyrsta dag í meistaraflokki karla á Landsmótinu í golfi, sem fram fer á Hvaleyrarholtsvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Þeir hafa báðir slegið sjötíu högg, sem er eitt högg undir pari vallarins. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 217 orð

Beckenbauer valinn sá besti

MIKIÐ gala-skemmtikvöld var haldið á aðalsjónvarpsrás þýska sjónvarpsins ARD sl. laugardagskvöld, undir yfirskriftinni "Þýskaland ­ knattspyrnulandið". Þetta var gríðarlega mikil hátíð með heimsstjörnum sem skemmtu og var haldið í Köln- Arena, höll sem tekur 30.000 manns í sæti. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 123 orð

Björgvin og Kristinn í lyfjapróf

TVEIR keppendur í meistaraflokki karla voru teknir í lyfjapróf strax að leik loknum í gærkvöld, þeir Björgvin Sigurbergsson, Keili, og Kristinn Árnason, GR. Að sögn Péturs Magnússonar, fulltrúa heilbrigðisráðs Íþróttasambands Íslands, er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar eru teknir í lyfjapróf. "Fyrir þessu er engin sérstök ástæða. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 462 orð

Christie fellur á lyfjaprófi

Linford Christie, ólympíumeistari í 100 metra hlaupi 1992, heimsmeistari í sömu grein árið eftir og Evrópumethafi í 100 metra hlaupi, á yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum á móti í Dortmund 13. febrúar sl. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, greindi frá þessu á miðvikudag. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 76 orð

Dagur af sjúkrahúsi

DAGUR Sigurðsson, handknattleiksmaður með Wuppertal í Þýskalandi, kom heim af sjúkrahúsi í gær, eftir uppskurð á báðum hnjám. Dagur lá á einkasjúkrahúsi þar sem hann fékk bestu umönnun hjá færustu sérfræðingum. Í gær skoðaði Dagur aðgerðina á myndbandi, ásamt lækninum sem framkvæmdi hana. Hún virðist hafa heppnast mjög vel. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 222 orð

Dennis Mitchell í tveggja ára bann

Bandaríski spretthlauparinn Dennis Mitchell var í vikunni dæmdur í tveggja ára keppnisbann af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu, IAAF. Mitchell féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum í fyrrahaust. Í því fundust testosteron-hormónar í hærra hlutfalli við epitestosteron en eðlilegt getur talist í heilbrigðum manni. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 241 orð

Einar Karl kominn í úrslit

EINAR Karl Hjartarson, Íslandsmethafi í hástökki úr ÍR, komst í gær í úrslit hástökkskeppninnar á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum, ungmenna 19 ára og yngri. Einar stökk 2,10 metra og nægði honum að stökkva tvisvar til þess að halda áfram. Hann stökk 2,05 metra í fyrstu tilraun. Úrslitin í hástökkinu eru á laugardag. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 373 orð

Flatirnar slegnar tvisvar á sólarhring

Flatirnar á Hvaleyrarholtsvelli voru hraðar, eins og kylfingar segja gjarnan um flatir þar sem boltinn rennur hratt á og krefjast púttin því minna afls en ella. Til er mælikvarði á hversu hraðar flatir eru á golfvöllum, en hann nefnist "stimpmeter" á ensku. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 98 orð

Guðmundur og Bjarki vekja athygli

ÚTSENDARI frá norskri umboðsskrifstofu er staddur hér á landi til þess að fylgjast með framherjum í efstu deildinni í knattspyrnu. Sá var staddur á leik KR og Breiðabliks í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ á miðvikudagskvöld og hugðist fylgjast með Marel Baldvinssyni, framherja Breiðabliks, en af því varð ekki því leikmaðurinn er meiddur. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 242 orð

Hilmar sló í gegn

Hilmar Sighvatsson, sem lék knattspyrnu með Val á árum áður, sló í gegn í þriðja flokki karla á golfvelli Odds í Urriðavatnsdölum. Hann kom meira að segja sjálfum sér á óvart er hann lék átján holur á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari. Fyrri níu holurnar lék hann á pari, 36 höggum, en þær síðari á 38. Fyrir vikið hefur hann þrettán högga forystu í 3. flokki og hann hefði einnig forystu í 2. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 141 orð

Japanir á mála hjá Grosswallstadt

GROSSWALLSTADT, sem kom einna mest á óvart síðasta tímabil í þýska handknattleiknum, kom enn meira á óvart þegar tilkynnt var hvaða tveir leikmenn fylla svokallað útlendingspláss hjá liðinu. Það verða tveir bestu handboltamenn Japana, og þeir fyrstu frá Japan sem leika í þýsku Bundesligunni. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 222 orð

Javier Sotomayor situr nú í súpunni

KÚBVERSKI heimsmethafinn í hástökki karla, Javier Sotomayor, er í slæmum málum um þessar mundir eftir að hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum eftir sigur í hástökki á Ameríkuleikunum á dögunum. Sotomayor hafði með sigrinum skrifað nafn sitt í sögu mótsins með því að vinna greinina á fjórðu leikunum í röð, en það er nokkuð sem engum íþróttamanni hefur áður tekist. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 212 orð

JÓHANN Guðmundsson skoraði

ANITA Rapp, sem leikur með norska kvennalandsliðinu á Norðurlandamóti 21s árs og yngri, sem fram fer hér á landi um þessar mundir, spilaði með aðalliðinu á heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum í sumar. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 108 orð

Kristófer áfram í Grikklandi

KRISTÓFER Sigurgeirsson, knattsyrnumaður, er hættur hjá félagi sínu Aris í Grikklandi og hyggst leita fyrir sér hjá öðrum liðum þar í landi. Ekki varð af því að Kristófer framlengdi samning sinn við Aris og óskuðu Framarar eftir leikheimild fyrir leikmanninn, sem lék áður með Fram. Leikheimildin barst hins vegar of seint því búið var að loka fyrir félagaskiptin þegar til kastanna kom. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 104 orð

Ludwigsburg vildi Jón Arnar

ÞÝSKA 2. deildar liðið Ludwigsburg gerði Jóni Arnari Ingvarssyni, leikmanni Hauka, tilboð um að leika ytra næsta vetur. Jón Arnar hafnaði boði þýska liðsins og hyggst leika áfram með Haukum. "Það var ánægjulegt að fá gott tilboð frá erlendu liði en ég hafði ekki áhuga á að flytja út enda margt sem togar í mig hér heima, svo sem fjölskylda og vinna. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 164 orð

Magdeborgarliðið er sterkt

MAGDEBORG, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, sigraði í hinu árlega handknattleiksmóti í Rotenburg sem flest bestu lið Þýskalands taka þátt í. Magdeburg hefur gengið mjög vel í undirbúningnum og mikil ánægja er með störf Alfreðs Gíslasonar hjá félaginu. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 180 orð

Mario Basler til Herthu?

MARIO Basler heldur áhangendum Bæjara enn í spennitreyju hvað varðar framtíð sína hjá Bayern M¨nchen. Samningur hans við félagið rennur út á næsta ári. Mario Basler eða Super Mario, hefur verið með háar launakröfur við Uli Höness, framkvæmdastjóra liðsins. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 185 orð

Mexíkó sneri við blaðinu

Mexíkó lagði Brasilíu, 4:3, í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu að viðstöddum 115.000 áhorfendum á aðalleikvanginum í Mexíkóborg. Var sigurinn Mexíkómönnum mikil huggun eftir að hafa oft beðið lægri hlut fyrir Brasilíu á stórmótum á undanförnum árum, síðast í tvígang í S-Ameríkukeppninni í síðasta mánuði. Að þessu sinni var Brasilía ekki með sitt sterkasta lið þar sem vantaði m.a. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 121 orð

Opnast flóðgáttirnar?

MARGIR áhorfenda sögðust hafa orðið fyrir vonbrigðum með höggafjölda meistaraflokkskylfinganna í karlaflokki. Á mörgum vígstöðvum var búist við að fleiri keppendur næðu að leika Hvaleyrarholtsvöll undir pari á nær fullkomnum vellinum í veðurblíðunni. Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur, vildi ekki taka svo djúpt í árinni. "Það ríkir alltaf nokkur taugaspenna á fyrsta degi. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 506 orð

Rósirnar gáfu falskar vonir

NÓGU voru Stjörnumenn elskulegir að gefa gestunum í Þrótti 50 rósir fyrir leik liðanna í Garðabænum í gærkvöldi í tilefni hálfrar aldar afmælis Þróttar en það var eins og gestirnir héldu að framhald yrði á. Svo var alls ekki því Stjörnumenn gerðu nánast út um leikinn með þremur mörkum fyrir hlé en Þróttarar náðu að klóra í bakkann undir lokin með einu marki. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 353 orð

Schumacher hagnast

MICHAEL Schumacher, sem nú jafnar sig af meiðslum sínum, þénar meira á sjúkrabeði sínum en þegar hann er í keppni. Þess vegna þarf hann ekki að flýta sér á kappakstursbrautina á ný. Shumacher, sem þénar um 2,5 milljarða á ári, hefur svo góðar tryggingar hjá Lloyds að hann tapar ekki krónu þótt hann keppi ekki, ef hann meiðist sem svo raun varð á. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 65 orð

Stökkskíðin á hilluna

EINN besti skíðastökkvari Þjóðverja, Dieter Thomas, hefur tilkynnt að hann verði að hætta keppni. Ástæðan er síendurtekin hnémeiðsli og var Thomas skorinn upp í áttunda skipti á hné á dögunum og ráðleggja læknar honum að hætta keppni. Dieter Thomas er aðeins 29 ára og gæti átt eftir nokkur góð ár, en ætlar nú fara að ráðum lækna og leggja stökkskíðin á hilluna. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 173 orð

Tafir á leik

TALSVERÐAR tafir urðu á leik á Hvaleyrarholtsvelli, þar sem meistaraflokkur og fyrsti flokkur beggja kynja leika auk 2. flokks kvenna. Síðdegis í gær nam seinkunin heilli klukkustund og gerði það að verkum að margir keppenda í meistaraflokki, sérstaklega kvennaflokknum, mættu allt of snemma til að búa sig undir fyrsta hring. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 207 orð

Valsmaður í viðræðum við Verona

DAVOR Curkovic, sem nýlega gekk í raðir Valsmanna, á í viðræðum við ítalska 1. deildar liðið Verona. Curkovic, sem er þrítugur framherji, hefur undanfarin ár verið á samningi hjá félaginu en var laus allra mála í júlí. Hann hefur á þessum tíma reynt fyrir sér hjá meistaraliðinu AC Milan og leikið nokkra æfingaleiki með því. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 522 orð

Varð að gera eitthvað róttækt

Vissulega verða menn ávallt varir við miklar sveiflur er þeir fylgjast með golfleik, en leikur Ólafar Maríu Jónsdóttur úr Keili var óvenjulega sveiflukenndur í gær. Hún var ekki upplitsdjörf eftir tvær fyrstu holurnar í gær, hafði leikið þá fyrstu, par 5, á sjö höggum og fékk skolla á þeirri næstu. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 113 orð

Varð fyrir eigin bolta

BALDVIN Björn Haraldsson úr Golfklúbbnum Oddi varð fyrir því óláni að slá bolta í hökuna á sér á 2. braut heimavallar síns í Urriðavatnsdölum. Var hann utan brautar vinstra megin og sló boltann í grjót og skaust hann þaðan í Baldvin með fyrrgreindum afleiðingum. Baldvin lét óhappið ekki á sig fá, heldur hélt áfram keppni í 2. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 497 orð

Vítamínsprauta

Sigurpáll Geir Sveinsson, núverandi Íslandsmeistari frá Akureyri, lék á 74 höggum, þremur höggum yfir pari, og er því fjórum höggum á eftir Björgvini og Ómari, klúbbfélaga sínum að norðan. Sigurpáll var við nám í Alabama-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur og stundaði golf samhliða því. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 486 orð

Þjóðverjar eru æfir af reiði

Þýskir fjölmiðlar eru hreinlega æfir af reiði út í knattspyrnulandslið sitt eftir tap, 4:0, á móti Bandaríkjunum í Álfukeppninni í Mexíkó um sl. helgi. "Við erum á botninum," skrifa blöðin. "Þetta er lélegasta lið allra tíma" skrifar Die Welt og segir jafnframt að það sé óskiljanlegt, eftir 3:0 tap á móti Bandaríkjunum sl. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 234 orð

Þokuloftið hékk yfir Hvaleyrarholtsvelli

Þótt íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi margir hverjir sleikt sólina í góðviðrinu í gær er ekki hægt að segja það sama um Landsmótsgesti sem sóttu Hvaleyrarholtsvöll Golfklúbbsins Keilis. Það var með ólíkindum hvernig þokuloftið hékk yfir vellinum, þegar glampandi sól var í miðbæ Hafnarfjarðar. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 481 orð

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði tv

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Genk í 3:0-sigri á Maribor frá Slóveníu í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag. Þessi sigur Genk dugði ekki til því slóvenska liðið vann fyrri leikinn 5:1 og fer áfram í keppninni. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 56 orð

Þrjú lið til Portúgals

ÞRJÚ íslensk handknattleikslið, karla- og kvennalið ÍBV og karlalið Hauka, eru á förum í æfingaferð til Portúgals í lok ágúst. Þar ætla þau að taka þátt í æfingamóti. Auk íslensku liðanna taka portúgölsk lið þátt í mótinu, sem ekki hefur verið haldið áður en vonir standa til að það verði haldið árlega. Meira
6. ágúst 1999 | Íþróttir | 301 orð

Þýsk lið eyða miklu

Þýsku knattspyrnuliðin hafa fjárfest í leikmönnum meira fyrir næstu leiktíð en nokkru sinni í sögu þýsku knattspyrnunnar. Þannig hafa liðin í fyrstu deild fjárfest fyrir sem nemur 10 milljörðum íslenskra króna og er Borussia Dortmund þar langefst með tæpa 2 milljarða króna, sem er metupphæð hjá einu liði, Meira

Úr verinu

6. ágúst 1999 | Úr verinu | 210 orð

Fá breskir sjómenn loksins fá bætur?

AUKNAR líkur eru nú á að breskir sjómenn fái bætur fyrir þann tekjumissi sem þeir urðu fyrir eftir að þorskastríð Íslendinga og Breta voru til lykta leidd. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hefur nú tekið málið í sínar hendur og sat fund með þingmönnum frá Grimsby og Fleetwood í síðustu viku og er sagt að hann hafi fulla samúð með málstað sjómannanna. Meira
6. ágúst 1999 | Úr verinu | 404 orð

Láta reyna á samþykkt um stjórnarsetu Höfðahrepps

SAMHERJI hefur beðið um að hluthafafundur verði haldinn í Skagstrendingi við fyrstu hentugleika. Á fundinum verður félaginu kjörin ný stjórn og að beiðni Samherja fjallað um það, hvort samþykktir félagsins um tvo fulltrúa Höfðahrepps í stjórn án tillits til eignarhlutar, standist lög. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1258 orð

Ávextir eru margra meina bót

Ávextir eru vítamínríkir og hollir, litríkir og fallegir. Neysla þeirra eykur heilbrigði mannsins. Það sem færri vita er að þeir eru einnig kjörnir til útvortis notkunar. Inga Rún Sigurðardóttirkomst yfir nokkrar uppskriftir af fyrirtaks náttúrulegum fegrunarlyfjum, beint frá Hollywood, Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 452 orð

Dýrslegir draumar um fataskáp

ÞAÐ er dýrslegt yfirbragð yfir sýningarpöllum hátískuborganna nú síðsumars. Innan um ermalausa kjóla, hippabuxur, geimjakka og annað það sem hæst ber í hausttískunni gefur hvarvetna að líta fylgihluti úr dýraskinni ásamt flíkum úr efni sem litað er og ofið að fyrirmynd skjóttra og skjöldóttra felda. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 919 orð

Farandsmiður með bindi og pípuhatt

Holger Mosel er farandsmiður frá Þýskalandi sem verður að halda sig í 60 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu í þrjú ár. Inga Rún Sigurðardóttir spjallaði við hann um hefðirnar, útvíðar buxur, pípuhatta, ferðalög og þá frelsistilfinningu sem fylgir því að standa einn uppi á þaki. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 956 orð

Flutningur til framandi heimsálfu

ÞAÐ er ljóst um leið og gengið er inn í hús Ómars Valdimarssonar og Dagmarar Agnarsdóttur við Marbakkabraut í Kópavogi að eitthvað mikið stendur til. Húsgögn af öllum stærðum og gerðum hafa verið sveipuð brúnum pappaspjöldum og plasti og standa eins og skúlptúrar á myndlistarsýningu vítt og breitt um stofuna. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 461 orð

Gott að gera gagn

ÓMAR hefur víða komið við sem sendifulltrúi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en starfinu hefur hann gegnt með hléum undanfarin þrjú ár. Í Tansaníu var hann upplýsingafulltrúi Alþjóðasambandsins í búðum sem hýstu flóttamenn frá Rúanda og Búrúndí. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1964 orð

Hertrukkar í upprunalegum búningi

"ÉG hef haldið mig eingöngu við að endurgera bíla frá tímabilinu 1941­1945," útskýrir Sigurður Jónsson, gæslumaður við Lagarfossvirkjun, eftir að hafa tekið á móti gestunum og fylgt þeim að plani þar sem hertrukkarnir voru. Trukkarnir stóðu framan við hálfbyggðan herbragga og voru spánnýir ásýndum. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 13 orð

HERTRUKKAR í UPPRUNALEGUM BÚNINGI/2FLUTNINGUR TIL FRAMA

HERTRUKKAR í UPPRUNALEGUM BÚNINGI/2FLUTNINGUR TIL FRAMANDI HEIMSÁLFU/4ÁVEXTIR MARGRA MEINA BÓT/4LITADÝRÐ SEM LÝSIR INNRI M Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 885 orð

Klingjandi kristall í Tékklandi

Stundum einfaldur og látlaus, en oftar margútskorin með mikilfenglegu mynstri, glær eða gylltur. Kristall ­ gler sem langoftast er handunnið og munnblásið yfir opnum eldi. Dóra Magnúsdóttir skoðaði litað gler, glös, vasa, skraut og skart. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1612 orð

Litadýrð sem lýsir innri manni

Rannsóknir sýna að augað getur greint tíu milljón litbrigði og litrófið hefur margvísleg áhrif á líkama manneskjunnar, jafnt blindrar sem sjáandi. Helga Kristín Einarsdóttir hitti Margréti Guðjónsdóttur stjörnuspeking og kynnti sér þýðingu litanna og eitt afbrigði litafræðinnar sem nefnist aura-soma. Meira
6. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 663 orð

Sveppir kenndir við kúalubba og kónga

SVEPPATÍMINN helst nokkurn veginn í hendur við berjatímann ef tíðin er góð, en hérlendis vaxa 10-20 tegundir sveppa sem þess virði er að tína og borða, að sögn Eiríks Jenssonar líffræðings. Eiríkur hélt eitt námskeið um sveppatínslu fyrir félaga í klúbbi Heilsuhússins, svokallaða íbúa, í fyrra og heldur annað laugardaginn 21. ágúst. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.