Greinar föstudaginn 20. ágúst 1999

Forsíða

20. ágúst 1999 | Forsíða | 185 orð

Hernum beitt víða um landið

RÚSSNESK stjórnvöld sögðu í gær að þau yrðu að endurskipuleggja herfræði sína í átökunum við uppreisnarmenn í Kákasuslýðveldinu Dagestan sem hafa lagt undir sig svæði í fjallahéruðum sjálfsstjórnarlýðveldisins. Talsmenn stjórnarinnar í Moskvu sögðu að undanfarnar tvær vikur hafi fjörutíu rússneskir hermenn fallið en á milli 400 og 500 skæruliðar hafi verið vegnir. Meira
20. ágúst 1999 | Forsíða | 457 orð

Milljónir manna flýja heimili sín

MILLJÓNIR Tyrkja flýðu heimili sín í gærkvöldi eftir að jarðfræðingar höfðu varað við öflugum eftirskjálftum tveimur dögum eftir að hinn gríðarlegi jarðskjálfti, sem mældist 7,4 á Richter, reið yfir norðvesturhluta Tyrklands með þeim afleiðingum að þúsundir manna fórust og tugþúsundir særðust. Í gærkvöldi höfðu um 7. Meira
20. ágúst 1999 | Forsíða | 415 orð

Milosevic hverfi frá völdum innan 15 daga

150.000 manns a.m.k. söfnuðust saman fyrir framan júgóslavneska þinghúsið í miðborg Belgrad síðdegis í gær í fjölmennustu mótmælaaðgerðum sem haldnar hafa verið í höfuðborginni í þrjú ár og kröfðust afsagnar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Meira
20. ágúst 1999 | Forsíða | 160 orð

Sápuóperur seiða burt fólkið

MIKIL ástæða fyrir brottflutningi ungs fólks af landsbyggðinni er sjónvarpsþættir á borð við "Seinfeld" og "Vini". Það er sænskur fræðimaður, sem heldur þessu fram, en hann segir, að í þáttunum sé borgarlífinu lýst sem eins konar paradís unga fólksins. Myndir af landsbyggðinni gangi hins vegar margar út á einhver undarlegheit í fólki. Meira

Fréttir

20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

35. þing SUS hefst í dag í Vestmannaeyjum

ÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefst í dag í Vestmannaeyjum með ávarpi Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns flokksins, en á þinginu verður m.a. nýr formaður sambandsins kjörinn. Kosningin fer fram á sunnudaginn sama dag og þinginu lýkur. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Aðsókn í leikhúsin eykst

SAMANLÖGÐ aðsókn í leikhús á síðasta leikári jókst frá fyrra ári og dreifðist hún jafnar en oft áður. Aðsókn í Iðnó var vonum framar en þangað sóttu ríflega 40 þúsund gestir leiksýningar, tónleika og dansleiki. Rúmt ár er síðan endurbótum við Iðnó lauk og húsið var opnað á ný sem menningarhús. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 295 orð

Allsherjaratkvæðagreiðsla skynsamleg

AÐSTOÐARMAÐUR borgarstjóra segir að verið hafi til umræðu hjá borgaryfirvöldum að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur eigi að vera áfram í miðborg Reykjavíkur. Hann segir að með 1,5 milljarða fjárframlagi til endurbóta á flugvellinum hafi ekki verið tekin ákvörðun um að völlurinn verði í miðborginni um ókomna framtíð. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

ANNA ÓLAFSDÓTTIR

ANNA Ólafsdóttir 15 barna móðir frá Öxl í Breiðuvík lést 11. ágúst síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hún verður jarðsungin í dag. Anna var fædd 14. maí árið 1917 í Geirakoti í Fróðárhreppi. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Gíslasonar og Ólafar Einarsdóttur, sem þar bjuggu. Anna giftist Karli Eiríkssyni árið 1938 en þau kynntust er hún fór sem kaupakona að Görðum í Staðasveit. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Átta óhöpp frá 92-97

Í SKÝRSLU, sem verkfræðistofan Línuhönnun hefur unnið fyrir tæknideild Kópavogsbæjar um umferðaröryggi í Kópavogi árin 1992-1997, kemur fram að á því tímabili hafi átta umferðaróhöpp, þar af tvö sem höfðu meiðsl í för með sér, orðið við Kjarrhólma. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Berjadagar haldnir í fyrsta sinn

BERJADAGAR er nafn á mikilli tónlistarhátíð sem fram fer í Ólafsfirði á morgun, laugardag, og á sunnudag. Að hátíðinni stendur Félag um tónlistarhátíð á Tröllaskaga, í samvinnu við heimamenn. "Þetta er nýstofnað félag og er afar fámennt enn sem komið er en var stofnað um þessa tónlistarhátíð," sagði Örn Magnússon píanóleikari, einn aðstandenda félagsins og þátttakandi í hátíðinni. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Bílvelta skammt frá Kotá

FÓLKSBÍLL ók útaf og valt um 200 til 300 metra frá Kotá í Skagafirði í fyrradag. Í bílnum, sem var á norðurleið, var kona og barn, en þau voru bæði í bílbeltum og að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki kom það eflaust í veg fyrir stórslys. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 93 orð

Bólusett við heilahimnubólgu

BRESK heilbrigðisyfirvöld stefna að því að öll bresk börn verði bólusett við heilahimnubólgu fyrir næstu páska. Bólusetningar byrjuðu í gær í Norður-Englandi eftir að átta ára drengur lést af völdum veikinnar í bænum Ironville í Derbyshire-héraði. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Fann móðurafa sinn á Íslandi

MINNINGARATHÖFN var haldin á Þingeyri í gær við gröf Simons Norling sem hvarf frá konu og barni í Svíþjóð árið 1908. Alf Hedström barnabarn hans kom til Íslands ásamt Lenu konu sinni til þess að leggja stein á leiðið hans. Búið var að úrskurða Norling látinn, en Hedström hóf að leita hans á Íslandi eftir að hann og kona hans dreymdi að afann væri að finna á Íslandi. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fjölþjóðlegur málsverður nýbúa

FÉLAG nýrra Íslendinga heldur fjölþjóða málsverð í Miðstöð nýbúa, Skeljanesi, laugardaginn 21. ágúst kl. 18 þar sem hver þátttakandi kemur með sinn rétt sem dugar handa nokkrum, og úr verður hið glæsilegasta veisluborð. Félag nýrra Íslendinga samanstendur af erlendu fólki og fjölskyldum þeirra, upprunnum frá víðri veröld, sem búa á Íslandi og hittast af og til, segir í fréttatilkynningu. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 309 orð

Ford meðal fyrirtækja er nýttu þrælavinnuafl

Í NÝBIRTU skjali ættuðu úr Þýzkalandi nazismans, sem pólskir sagnfræðingar fundu í skjalasafni í Rússlandi, kemur fram að Evrópudeild Ford-verksmiðjanna var á meðal fyrirtækja sem nýttu sér þrælavinnuafl fanga úr Auschwitz- dauðabúðunum á árum síðari heimsstyrjaldar. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Formaður bað varaformanninn afsökunar

JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, bað varaformann þeirra, Jón Magnússon, afsökunar á ummælum sínum um að Jón hefði hagsmuni neytenda ekki að leiðarljósi á fundi samtakanna í gærkvöldi. Jón sagði eftir fundinn að unnið yrði að því að ná fullum sáttum innan samtakanna. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Framkvæmdir við flugvöll í óþökk almennings

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Samtka um betri byggð: "Stjórn Samtaka um betri byggð harmar undirritun verksamnings um byggingu nýs flugvallar í miðborg Reykjavíkur. Hún telur að þessi framkvæmd sé í óþökk almennings. Flugvöllur í hjarta höfuðborgarinnar getur aldrei orðið í sátt við íbúana og um hana mun alltaf standa styr. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fugladráp í Skógafjöru

ÓFAGURT er um að litast í Skógafjöru um þessar mundir en þar gefur að líta marga tugi fuglahræja. Talið er að fuglarnir hafi verið skotnir helgina 7.­8. ágúst. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli eru flest hræin af skúm, en skúmur er friðaður fugl. Lögreglan segir að Sigurður Sigurðsson, bóndi á Ytri-Skógum, hafi fundið hræin 9. ágúst og tilkynnt til Náttúrufræðistofnunar. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 263 orð

Gönguferð og messa í Viðey

GÖNGUFERÐ um Viðey verður farin á morgun, laugardag. Farið verður frá kirkjunni kl. 14.15, haldið austur fyrir gamla túngarðinn og meðfram honum yfir á norðurströnd eyjarinnar. Hún verður gengin vestur að Eiðishólum, síðan yfir þá og Eiðið og yfir að rústum Nautahúsanna, sem eru á norðausturhorni Vestureyjarinnar. Þar er steinn með áletrun frá árinu 1821. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 636 orð

Hagkvæmnisrök ráði í virkjunarmálum hálendisins

SIGURÐUR Kári Kristjánsson lögfræðingur er annar tveggja frambjóðenda til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann vilja breyta ýmsu í starfsemi SUS, hann sagðist vera hlynntur kvótakerfinu og einkavæðingu bankanna og sagðist hallast að hagkvæmnisrökum í umræðunni um virkjun hálendisins. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Handverksdagur á sunnudag

LISTAVERKIÐ Tímatóm eftir pólska listamanninn Jaroslav Kozlowski verður birt almenningi á Árbæjarsafni laugardaginn 21. ágúst. Gestum gefst kostur á að sjá verkið fram eftir kvöldi, en safnið og veitingasalan í Dillonshúsi verða opin til kl. 22. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hlaupið til styrktar Barnaspítala

HVERT barn, 12 ára og yngra, getur styrkt Barnaspítala Hringsins um 1.000 krónur með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. "Það ráða allir við 3 km og ég tala nú ekki um ef þeir eru að leggja eitthvað gott af mörkum," sagði Þorsteinn Gunnarsson, kynningarfulltrúi Reykjavíkurmaraþons. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 94 orð

Hóta að smita tölvur

TÖLVUÞRJÓTAR hafa uppi áætlanir um skemmdarverk í bankakerfi Indónesíu virði indónesísk stjórnvöld það að vettugi ef íbúar Austur-Tímors samþykkja í atkvæðagreiðslu að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði þetta eftir Nóbelsverðlaunahafanum José Ramos Horta, einum helsta leiðtoga sjálfstæðissinna. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 302 orð

Íslandsmót í sjóstangaveiði

SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG Akureyrar stendur fyrir sjóstangaveiðimóti í dag, föstudag og á morgun, laugardag. Mótið, sem er 36. mótið sem félagið heldur, er einnig stigamót í Íslandsmeistaramóti stangaveiðifélaga og á lokahófi á laugardagskvöldinu verða sigurvegarar í mótinu sem og Íslandsmeistarar sumarsins verðlaunaðir. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kaffisala á útivistardegi í Kaldárseli

Í SUMARBÚÐUM KFUM og K í Kaldárseli, skammt frá Hafnarfirði, hafa dvalið í sumar 254 strákar og stelpur á aldrinum 7­12 ára. Þar var þeim boðið upp á leiki, gönguferðir, íþróttir og fræðslu um kristna trú og Biblíuna. Útivistardagur verður í Kaldárseli sunnudaginn 22. ágúst og gefst þá fólki tækifæri til að skoða sumarbúðirnar og umhverfi þeirra ásamt því að kaupa kaffiveitingar. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Klæðning á Grafarvogskirkju

Klæðning á Grafarvogskirkju GrafarvogurNÚ ERU tíu mánuðir þar til Grafarvogskirkja verður vígð 18. júní nk. við athöfn í tengslum við kristnitökuhátíð. Búið er að klæða kirkjuna að innan en á dögunum var hafist handa við að klæða kirkjuna að utan með granítsteini frá Spáni. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 393 orð

Krefjandi verkefni er framundan

TÍU manna íslensk björgunarsveit hélt utan til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi í gærkvöldi. Þá höfðu um sjö þúsund manns verið taldir af og um 21 þúsund slasaðir. Utanríkisráðuneytið ákvað að senda sveitina utan í samráði við önnur stjórnvöld og Slysavarnafélagið- Landsbjörg. Sveitin mun starfa að björgunar- og leitarstörfum undir stjórn samræmingarstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

KR-ingar fá æfingavöll við Starhaga

REYKJAVÍKURBORG hefur ráðstafað tveimur ónotuðum landspildum til KR fyrir æfingavelli. Annars vegar er horn úr lóð Sundlaugar vesturbæjar, sem félagið hefur notað fyrir æfingar í sumar og hins vegar eru að hefjast framkvæmdir á um 6.000 fermetra svæði við Starhaga og Lambhaga, þar sem nú er unnið að lagfæringum til að KR-ingar geti farið að æfa sig á nýjum sparkvelli. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Kveðjumessa séra Birgis Snæbjörnssonar

HINN 31. ágúst næstkomandi mun séra Birgir Snæbjörnsson láta af embætti sóknarprests í Akureyrarprestarkalli. Þar hefir hann starfað frá því í nóvember 1960. Áður var hann í samtals átta ár á Æsustöðum í Langadal og í Laufási. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Lagði hald á mikið magn fíkniefna

RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri lagði hald á mikið magn af fíkniefnum á Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld. Í kjölfarið voru fjórir menn handteknir og teknir til yfirheyrslu. Þremur þeirra var sleppt í gær en einn er enn í haldi og er málið í rannsókn. Lagt var hald á 130 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og smávegis af kókaíni. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Launavísitala hefur hækkað um 21% frá ársbyrjun 1997

LAUNAVÍSITALA hækkaði um 0,1% í júlímánuði. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um 6,8% og frá ársbyrjun 1997 hefur hún hækkað um 21%. Vísitala neysluverðs hefur á sama tíma hækkað um 6,8%. Kjarasamningarnir, sem renna út á næsta ári, voru flestir gerðir á fyrri hluta ársins 1997. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 890 orð

Laxinn skilar sér illa í Svartá

ÞÓTT nóg sé af laxi í Blöndu hefur Svartá ekki enn notið góðs af svo teljandi sé. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, eins leigutaka árinnar, voru aðeins 118 laxar komnir á land úr ánni um miðjan þriðjudaginn síðasta. "Svo er að sjá sem eins árs laxinn skili sér ekki. Aflinn á sama tíma í fyrra var um 350 laxar og hafa þó fleiri tveggja ára laxar veiðst nú heldur en þá. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Leikjanámskeið í Neskirkju

Leikjanámskeið í Neskirkju EINS og undanfarin sumur hefur Neskirkja boðið upp á leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6­12 ára. Haldin hafa verið sjö námskeið í sumar. Námskeiðin hafa verið vel sótt og börnin ánægð með fjölbreytta dagskrá sem felst í leikjum, skoðunarferð um bæinn og víðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Leikrit í strætisvagni

Leikrit í strætisvagni LEIKRITIÐ "Nóttin skömmu fyrir skógana" verður sýnt í strætisvagni frá SVA í kvöld, föstudagskvöldið 20. ágúst, kl. 21 og á sama tíma laugardagskvöldið 21. ágúst. Leikritið er eftir franska rithöfundinn Bernard Marie Koltés í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð

Leitað til innlendra aðila með fjármögnun

NORÐURÁL hf. ráðgerir að hefja framkvæmdir á þessu ári vegna stækkunar álversins á Grundartanga úr 60 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í 90 þúsund tonna framleiðslugetu. Leitað verður eftir fjármögnun innanlands og erlendis. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 1488 orð

Leyndardómurinn um Norling Ættingjar Simonar Alberts Norlings hafa lengi spurt sig hvers vegna Norling hvarf sporlaust frá

Í MARS árið 1908 fór Albert Simon Norling á hestvagni frá bænum Hede í Härjedalen til Noregs í vöruskiptaleiðangur ásamt fjölda samferðamanna. Kona hans, Gertrud Norling, bjóst við honum nokkrum vikum síðar, en hann kom aldrei aftur og enginn veit hvers vegna. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 728 orð

Lífskjör framtíðarinnar byggjast á fjölbreyttu atvinnulífi

"LÍFSKJÖR framtíðarinnar byggjast á fjölbreyttu atvinnulífi," sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra á fundi á Hallormsstað með þátttakendum í skoðunarferð Orkustofnunar um virkjanasvæðin norðan Vatnajökuls. Fjallaði hann um áframhaldandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, meðal annars álvers Noral í Reyðarfirði, sem gæti tekið til starfa árið 2003 ef samningar nást fyrir mitt næsta ár. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 445 orð

Línur teknar að skýrast hjá repúblikönum

NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar Repúblikanaflokksins í Iowa- ríki um síðustu helgi, um hver nyti mests fylgis sem frambjóðandi flokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári, hafa þegar þrengt nokkuð þann hóp manna sem hyggjast berjast fyrir útnefningu flokksins. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 450 orð

Lítið hlustað á einn en meira á okkur saman

UNNIÐ er að undirbúningi stofnunar íbúasamtaka gamla Austurbæjarins í Kópavogi. Rúna S. Geirsdóttir er formaður undirbúningsnefndarinnar. Hún segir að tilurð samtakanna megi rekja til baráttu fyrir bættu umferðaröryggi við Digranesveg. "Við Digranesveginn stendur barnaskóli. Umferðin þar hefur verið allt of hröð og allt of mikil," segir Rúna. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð

Lokaátak söfnunar vegna veggjatítluhússins

EINS og flestir vita var heimili fjölskyldunnar að Langeyrarvegi 9 í Hafnarfirði fjarlægt og brennt til kaldra kola 6. mars sl. vegna útbreiðslu og skemmda af völdum veggjatítlu. Af sömu ástæðu varð fjölskyldan að eyða húsgögnum, bókum og fleiru úr innbúi sínu. Þetta var gert að höfðu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 204 orð

Masood hafnar boði Pakistana

STUÐNINGSMENN Ahmads Shahs Masoods, eins helsta stjórnarandstæðings í Afganistan, sögðust í gær hafa hafnað boði Pakistana um að þeir tækju að sér hlutverk sáttasemjara milli Masoods og Talebana, sem fara með stjórn í landinu, í viðræðum um hvernig hægt sé að binda enda á átökin í Afganistan. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Miklar tafir á flugvellinum

MIKLAR tafir hafa orðið á flugi Flugleiða síðan síðdegis á miðvikudag með þeim afleiðingum að mörg hundruð manns hafa þurft að bíða með að komast leiðar sinnar. Skýring er bilun í tveimur flugvélum af gerðinni Boing 757. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Minjasafnið fær styrk

MINJASAFNIÐ á Akureyri var opnað að nýju eftir gagngerar endurbætur fyrr í sumar. Í fréttatilkynningu segir að endurbæturnar og uppsetningar nýrra sýninga hafi kostað talsvert fé, en sveitarfélögin við Eyjafjörð bera kostnað af rekstri safnsins. Hins vegar hafi stjórn Sparisjóðs Norðlendinga ákveðið að styrkja safnið um 500 þúsund krónur. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 510 orð

Nefndin starfi á faglegum forsendum

"VIÐ treystum því að þeir einstaklingar sem skipaðir hafa verið í vísindasiðanefnd vinni á faglegum forsendum og láti ekki pólitísk viðhorf hafa áhrif á störf sín," segir Sigmundur Guðbjarnason, formaður stjórnar Mannverndar, samtaka sem hafa þann tilgang að vernda friðhelgi einkalífs og rannsóknafrelsi. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 258 orð

Norður-Kórea virðist reiðubúin að semja

STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu segjast reiðubúin að semja við andstæðinga sína vegna ótta þeirra við tilraunir á langdrægum eldflaugum og létu í veðri vaka að n-kóreskar flaugar gætu dregið til Bandaríkjanna. Hermálasérfræðingar sögðu í gær að yfirlýsingin kynni að marka "þáttaskil" í afstöðu N- Kóreumanna til eldflaugatilrauna. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Nýtt þriggja hæða hús við Laugaveg

BRÁTT verður hafist handa við að reisa þriggja hæða steinsteypt hús við Laugaveg 99, á horni Laugavegs og Snorrabrautar. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði verslun, að sögn Brynjars Guðmundssonar hjá fyrirtækinu Viðhaldi og nýsmíði sem stendur að framkvæmdum á lóðinni. Húsið sem þar var fyrir var rifið á dögunum. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Opið hús hjá Blindrafélaginu

BLINDRAFÉLAGIÐ stendur fyrir opnu húsi í Hamrahlíð 17 laugardaginn 21. ágúst kl. 13­16 til að fagna 60 ára afmæli sínu en félagið var stofnað 19. ágúst 1939. Í tilefni afmælisins munu ýmsir þjónustuaðilar við blinda og sjónskerta kynna starfsemi sína. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Orsakir eldsvoða í gasgrilli ókunnar

RANNSÓKN stendur enn yfir á því með hvaða hætti eldur kviknaði í gasgrilli á svölum húss við Bárugötu á miðvikudagskvöld. Að sögn Sigurðar Pálssonar hjá OLÍS, sem flutti umrætt grill inn og seldi, eru algengustu orsakir eldsvoða af völdum gasgrilla mistök þegar slanga er skrúfuð á gaskútinn. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 212 orð

Rússneska mafían grunuð um peningaþvætti

TALIÐ er að rússneska mafían hafi undanfarið ár notað banka í New York til að þvo marga milljarða Bandaríkjadala, að því er dagblaðið The New York Times greindi frá í gær. Sagði í frétt blaðsins að rúmlega fjórir milljarðar Bandaríkjadala hefðu farið um tiltekinn reikning í bankanum Bank of New York, í meira en tíu þúsund bankafærslum, á tímabilinu október 1998 til mars á þessu ári. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 519 orð

Sambandið haldi hugmyndafræðilegri forystu

JÓNAS Þór Guðmundsson lögmaður er í framboði til embættis formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Nýr formaður verður kjörinn á þingi SUS sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Í samtali við Morgunblaðið leggur Jónas áherslu á mikilvægi þess að Samband ungra sjálfstæðismanna sé leiðandi afl ungs fólks í þjóðmálaumræðu á Íslandi. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Sérstakur pottur fyrir nýliða

HREPPSNEFND Borgarfjarðarhrepps hefur sent Byggðastofnun tillögur um skiptingu 112 tonna byggðarkvóta sem kom í hlut Borgarfjarðar eystri. Að sögn Magnúsar Þorsteinssonar oddvita var kvótanum úthlutað á sjö heimabáta og féllu ellefu tonn í hlut hvers, en afgangurinn, um þriðjungur, er sérstaklega ætlaður nýliðum. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Síðasta skipakoman

SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins rennur inn á Pollinn við Akureyri í dag. Þetta er Rotterdam VI, um 240 metra langt skip, með um 1.500 farþega og 500 manna áhöfn. Skipakoman í dag er sú 26. til Akureyrar í sumar og með skipunum hafa komið samtals um 21 þúsund farþegar. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Sjóprófum vegna hjólabátsins lokið

SJÓPRÓFUM vegna hjólabáts, sem Mýrdælingur ehf. á Vík gerir út og rak vélarvana í átt að Reynisdröngum fyrr í vikunni, lauk í gær í Héraðsdómi Suðurlands. Sjóprófin voru haldin að ósk Siglingastofnunar Íslands. Skipstjórar beggja hjólabátanna gáfu skýrslu, tveir af farþegum bátanna og fyrirsvarsmaður Mýrdælings sem gerir bátana út. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 673 orð

Skákáhugi enn mikill

Í dag er hundrað ára afmæli Skáksambands Norðurlanda sem er elsta skáksamband í heimi og jafnframt elstu norræn samtök á sviði menningar og íþrótta. Sambandið var stofnað í Tívolí í Kaupmannahöfn 20. ágúst 1899 af skákáhugamönnum frá Gautaborg, Kristjaníu (Ósló), Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Síðar varð sambandið sameiginlegur vettvangur allra skákmanna á Norðurlöndum. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 583 orð

Stjórnmálamanna að grípa til byggðaaðgerða

ÓLAFUR Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssíma Íslands hf., segir að langar leigulínur verði alltaf dýrari en stuttar og að því leyti geti fyrirtæki í strjálbýli, sem þurfa á slíkum línum að halda, staðið verr að vígi en sams konar fyrirtæki til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Stofna hlutafélag um byggingu timburhúsa

LEIGJENDASAMTÖKIN hafa boðað til stofnfundar hlutafélags á morgun, laugardag, um byggingu og rekstur timburhúsa til útleigu. Ráðgert er að reisa á annað hundrað íbúðir og að fengið verði 90% lán til framkvæmdanna en hér er um félagslegar íbúðir að ræða. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Stórverslun með gróðurvörur í Mjóddinni

FYRIR jól verður opnuð 3.500 fermetra stórverslun með gróðurvörur í norðanverðri Mjóddinni. Gróðurvörur ehf., verslun Sölufélags garðyrkjumanna, stendur fyrir framkvæmdunum, og ætlar að flytja af Smiðjuveginum í nýja húsið fyrir jólavertíðina og jólatréssöluna. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 354 orð

Stökk upp á nef sér á fréttamannafundi

GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas og sonur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári neitar enn að svara spurningum fjölmiðla, er gerast æ ágengari, um meinta kókaínneyslu á árum áður. Meira
20. ágúst 1999 | Óflokkað efni | 1697 orð

Sumarsýning Royal Academy

ÝMSUM mun kunnugt, að eitt af því sem mér hefur lengi fundist standa hérlendri list fyrir þrifum er opin sýning sem frá ári til árs megnaði að kynna þverskurð af því sem efst er á baugi á íslenzkri samtímalist. Sýningar hinna fáu sérhópa sem starfað hafa um nokkurra ára skeið, hafa yfirleitt hlotið takmarkaðar undirtektir þótt hávaði hafi verið í kringum sumar sbr. Meira
20. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 437 orð

Sýndi 57 ára ýtu sem enn er notuð

Grund-Beltavélar og ýtur í 80 ár var yfirskrift á stórskemmtilegri ýtusýningu, sem haldin var á Hvanneyri helgina 14.­15. ágúst sl. Um 700 gestir heimsóttu Hvanneyri sýningardagana, en að sýningunni stóðu Búvélasafnið á Hvanneyri, verktakafyrirtækið Jörfi í Borgarfirði, Vegminjasafnið, Vegagerð ríkisins og Hekla hf. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 293 orð

Talið að Evrópubúum muni fækka

FÓLKSFJÖLDI í Evrópusambandslöndunum 15 óx á síðasta ári um 0,2% og um síðustu áramót var samanlögð íbúatala þeirra 375.329.400. En á hverju ári deyja fleiri ESB-borgarar en fæðast, og því er útlit fyrir að íbúafjöldinn muni dragast saman á næstu árum. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Treyst á árangur úðunar

KARTÖFLUBÆNDUR binda vonir við að lyfjaúðun muni hægja á eða stöðva útbreiðslu myglusvepps sem varð vart í Þykkvabæ og Árnessýslu seinni hluta síðustu viku. Þeir vona að úðunin muni varna því að umtalsverðar skemmdir verði af völdum sveppsins sem gæti í versta falli gjöreyðilagt kartöfluuppskeru á svæðinu. Veður hefur verið hentugt til úðunar síðustu daga. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 455 orð

Töldu hættu á að Borís Jeltsín beitti brögðum

GRÍGORÍ Javlinský, leiðtogi Jabloko-flokksins í Rússlandi, sagði í gær að ekki yrði af fyrirhuguðu kosningabandalagi við Sergej Stepashín, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku, þar sem Stepashín óttaðist að Jeltsín myndi beita sig þrýstingi hæfi hann samstarf við Jabloko, sem er stærsti flokkur frjálslyndra í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Um 140 þátttakendur koma frá útlöndum

REYKJAVÍKURMARAÞON hefst á sunnudaginn, en þetta er í 16. skiptið sem hlaupið fer fram. Í gær höfðu um 700 keppendur skráð sig til þátttöku, en skráning er enn í fullum gangi og á morgun verður skráð í Laugardalshöllinni frá klukkan 11 til 17. Á meðan á hlaupinu stendur verður tveimur götum borgarinnar lokað, þ.e. Sæbrautinni frá klukkan 10 til 16 og Lækjargötunni frá 8 til 17. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Umdæmisþing Kiwanis

UMDÆMISÞING Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina 20.­22. ágúst. Árlegt umdæmisþing Kiwanisfólks er aðalvettvangur hreyfingarinnar til stefnumótunar, innbyrðis kynna Kiwanisfólks og maka þeirra, ásamt því að fara yfir störf líðandi starfsárs. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 525 orð

Umræður og úttektir skortir ekki

SVEITARSTJÓRNARMENN og konur fjölmenntu til Grímseyjar í gær, þar sem hófst um miðjan daginn aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Fundinn sitja tæplega 50 fulltrúar en alls fóru um 60-70 manns til Grímseyjar í tengslum við fundinn, sem lýkur á morgun. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ung stúlka slasaðist á höfði

UNG stúlka var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöldi með höfuðáverka eftir slys í söluturni í Skipholti. Stúlkan hrasaði í söluturninum og skall í gólfið. Að sögn læknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var hún lögð inn á barnadeild. Hún var með meðvitund og virtust áverkar hennar ekki eins alvarlegir og óttast var í fyrstu. Hún átti að gangast undir rannsókn. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Úrbætur næsta vor

"ÞETTA er í umfjöllum hjá umferðarnefnd bæjarins og hún mun koma með tillögur til okkar í bæjarráði," sagði Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, þegar kvartanir íbúa við Kjarrhólma vegna umferðaröryggismála við götuna voru bornar undir hann. "Væntanlega munum við gera úrbætur við götuna næsta vor. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 864 orð

Vantar æfingasvæði fyrir mótorsportið

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Músík og mótor er nú á þriðja starfsári sínu og hefur starfsemin þar gengið vonum framar að sögn Ólafs Ólasonar forstöðumanns. Áhugasamir mótorhjólastrákar eiga þó við það vandamál að glíma að ekkert æfingasvæði er til staðar fyrir íþróttina. Áralöng barátta fyrir slíku svæði hefur lítinn árangur borið. Meira
20. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Vinnuslys við Þelamörk

VINNUSLYS varð við grunnskólann á Þelamörk skömmu fyrir hádegi í gær. Starfsmaður skólans féll af lítilli vélknúinni sláttuvél og slasaðist í baki. Maðurinn var fluttur á slysadeild FSA en að sögn lögreglu fór betur en á horfðist og voru meiðsli hans ekki talin mjög alvarleg. Meira
20. ágúst 1999 | Miðopna | 1788 orð

Virkjanaáform breyst með auknum rannsóknum

Miklar rannsóknir hafa farið fram á virkjanasvæðum norðan Vatnajökuls, meðal annars á umhverfisþáttum. Helgi Bjarnason gerir grein fyrir því helsta sem fram kom í kynnisferð Orkustofnunar. Meira
20. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 307 orð

Vísindamenn óttast banvæna sjúkdóma í Kasakstan

KASAKSTAN ætlar að svipta hulunni af leyndardómum tilrauna Sovétmanna í lífefnavopnaiðnaði, en höfuðstöðvar þeirra voru á eynni Vozrozhdeniye í Aralvatni, sem eftir hrun Sovétríkjanna féll að hluta í hendur Kasaka. Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna að fyrri vangaveltur um að banvænir sjúkdómar gætu borist með sýktum örverum á nagdýrum frá eynni til meginlandsins, eru ekki úr lausu lofti gripnar. Meira
20. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Þörf á sveigjanlegum vinnumarkaði

RÁÐSTEFNA ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum stendur nú yfir í Reykjavík og eru þátttakendur yfir fimmtíu frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan var sett í gær og voru á dagskránni áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) á launamyndun og hagstjórnun. Meðal þeirra sem tóku til máls var Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

20. ágúst 1999 | Staksteinar | 303 orð

Hannes og hákarlarnir

GRÓSKA, vefrit ungra jafnaðarmanna, svarar Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni á vefsíðunni nú daginn eftir að Hannes birti stuttan pistil um dreifða eignaraðild að bönkum í Morgunblaðinu. Pistill Hannesar birtist í síðustu viku. Meira
20. ágúst 1999 | Leiðarar | 557 orð

HUGMYNDIR BÚNAÐARBANKANS

MMARGIR hafa orðið til þess að draga í efa að hægt sé að setja reglur um hámark eignaraðildar að bönkum. Þær raddir hafa ekki sízt komið úr fjármálafyrirtækjum á undanförnum dögum. Þess vegna er athyglisvert að sjá að nefnd á vegum bankaráðs Búnaðarbankans skilaði tillögum til viðskiptaráðherra fyrir fjórum árum, Meira

Menning

20. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1279 orð

Baráttan um athyglina Danska akademían starfar á vettvangi málsins og bókmenntanna, fræddi Jørn Lund Sigrúnu Davíðsdóttur um.

Danska akademían starfar á vettvangi málsins og bókmenntanna, fræddi Jørn Lund Sigrúnu Davíðsdóttur um. Jafnframt kvaðst hann efast um að íslensk hreintungustefna fengi staðist til lengdar. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 471 orð

Bardot æf út í Kínverja

Stutt Bardot æf út í Kínverja FRANSKA leikkonan Brigitte Bardot hefur hafið herferð gegn Kína fyrir það sem hún kallar "ógeðslega meðferð á dýrum". Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 319 orð

Carlyle skallar blaðamann í veislu

Carlyle skallar blaðamann í veislu KVIKMYNDASTJARNAN Robert Carlyle réðst að tilefnislausu á blaðamanninn Rick Fulton í frumsýningarveislu á nýjustu kvikmynd Pierce Brosnan, The Thomas Crown Affair, að sögn blaðsins Daily Record. Meira
20. ágúst 1999 | Menningarlíf | 201 orð

Egill Sæbjörnsson kynnir sportplötu

MYNDLISTARMAÐURINN Egill Sæbjörnsson heldur útgáfuteiti í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 á Kaffi Thomsen í Hafnarstræti. Hann mun sýna nokkur myndbönd sem búin hafa verið til við tónlist af nýrri plötu hans, The International Rock'n Roll Summar of Egill Sæbjörnsson. "Ég spila sjálfur á öll hljóðfærin og bý til tónlistina sjálfur sem tekin hafa verið upp á tölvu í heimahúsi. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Fína kryddið sem einkaspæjari?

VERIÐ getur að fínasta kryddið, hin nýgifta Victoria Adams, muni leika í myndinni Charlie's Angels. Myndin er byggð á vinsælum sjónvarpsþáttum frá áttunda áratugnum og fjallar um þrjá glæsilega einkaspæjara. Myndin mun verða stórmynd eins og þær gerast bestar, þ.e. kosta um 60 milljónir punda og því hvergi til sparað. Meira
20. ágúst 1999 | Myndlist | 520 orð

Hafnarborg viðrar safnið

Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11­18. Aðgangseyrir kr. 200. Til 23. ágúst. HÁSUMARIÐ er tími sumarsýninga og þá hafa listasöfnin tækifæri til að viðra myndir úr eigin eigu. Sumarsýning Hafnarborgar er þrískipt að þessu sinni. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 480 orð

Hinn sykursæti Ricki Martin

RICKI Martin er 27 ára gamall tónlistarmaður frá Puerto Rico. Vinsældir hans hafa farið hratt vaxandi undanfarið og hefur lag hans "Livin' La Vida Loca" verið gífurlega vinsælt úti um allan heim í sumar og er breiðskífa hans núna í 11. sæti Tónlistans. Hann þykir góð fyrirmynd og er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims sem er af suður-amerísku bergi brotinn. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Latar hendur Frumsýnig

Hinn sautján ára gamli Anton (Devon Sawa) er letingi af guðs náð. Kannski er það vegna þess að foreldrar hans eru ekki skömminni skárri, eyða deginum í snakkát og sjónvarpsgláp allan daginn. Að morgni hinnar bandarísku hrekkjavöku vaknar Anton úrillur sem fyrr og tekur eftir því að fjölskylda hans er horfin. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 430 orð

Miðasalinn og matgæðingurinn Frumsýning

Þeir sem tekst ekki að verða sér úti um miða eftir venjulegum leiðum á tiltekna atburði, íþróttaleiki eða rokktónleika og þess háttar, skipta oft við menn sem selja þá á svörtum markaði fyrir fáránlega háar upphæðir. Gary (Andy Garcia) hefur atvinnu af því að selja slíka miða fyrir fúlgur fjár. Hann er braskari. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 89 orð

Misheppnað áhættuatriði olli dauða eins

KVIKMYNDATÖKUMAÐUR lét lífið og aðstoðarmaður hans slasaðist á mánudag eftir að bíll ók á þá við tökur á myndinni Taxi-2 sem Frakkinn Gerard Krawczyk leikstýrir. Slysið varð á tökustað í vesturhluta Parísar að sögn lögreglu. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir missti áhættuleikari stjórn á bíl sem hann ók með þeim afleiðingum að hann keyrði beint á tökuliðið. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 175 orð

Myers hækkar í launum

ÞÖKK sé velgengni kvikmyndarinnar Austin Powers: Njósnarinn sem negldi mig, fær leikarinn Mike Myers líklega helmingi hærri laun fyrir næstu kvikmynd sína, "Sprocket", en til stóð. Myers hefur gert samning við Universal og Image Entertainment um að skrifa handrit og leika aðalhlutverk kvikmyndarinnar og segist forstjóri Image Entertainment, Brian Grazer, Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 94 orð

Noel í nýrri hljómsveit

NOEL Gallagher úr hljómsveitinni Oasis hefur stofnað nýja hljómsveit. Hinn rúmlega þrítugi gítarleikari og söngvari, sem er þekktur fyrir söng sinn og að semja ágætis lög, verður trommari í nýju sveitinni sem fengið hefur nafnið Tailgunner. Meira
20. ágúst 1999 | Myndlist | 900 orð

"Norrænt landslag"

Opið fimmtudaga til sunnudaga. Til 22. ágúst. Aðgangur ókeypis. LISTASAFN Árnesinga er við hliðina á Sundlauginni á Selfossi og ætti það að vera alveg öruggur vegvísir því sennilega vita mun fleiri á staðnum um tilvist laugarinnar en safnsins. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 424 orð

No Smoking Band ásamt Sigur Rós

Á VEGUM Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst næstkomandi föstudag kemur serbneski leikstjórinn Emir Kusturica til landsins. Ein þekktasta mynd Kusturica er Underground sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Meira
20. ágúst 1999 | Menningarlíf | 139 orð

Samsýning þriggja listhúsa

ÞRJÚ listhús halda samsýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í tengslum við Menningarnótt í Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 16. Það eru 17 listamenn sem reka listhúsin Listhús Meistari Jakob, Inga Elín gallerí og Listhús Ófeigs sem standa að sýningunni. Öll listhúsin eru á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Sýnd verður grafík, málverk, veflist, leirlist, skúlptúr og skartgripir. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð

Sigur Rós á toppnum

ÞAÐ ER Tvíhöfði sem er í öðru sæti listans með Kondí Fíling en þeir komu nýir inn á listann í síðustu viku og fóru þá beint í efsta sætið. Sigur Rós er svo í efsta sæti listans með Ágætis byrjun en þeir hafa verið á listanum í alls tíu vikur. Pottþétt 16 er í þriðja sæti og hefur hún einnig verið á listanum í tíu vikur. Meira
20. ágúst 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á verkum Áslaugar Thorlacius, Kristveigar Halldórsdóttur og Oliver Comerford lýkur nú á sunnudag. Á menningarnótt verður sýningin opin til kl. 23. Sýningarnar eru opnar daglega nema mánudaga frá kl. 14­18. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Sýningu Guðnýjar Svövu Strandberg lýkur nú á sunnudag. Galleríið er opið daglega frá kl. 14­18. Meira
20. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 702 orð

Tilfinningaþrungin þrif Að dansa við þrifin heima í stofu er sjálfsagt nokkuð sem margir gera annað slagið. Sunna Ósk Logadóttir

Að dansa við þrifin heima í stofu er sjálfsagt nokkuð sem margir gera annað slagið. Sunna Ósk Logadóttir hitti konu sem gengur skrefi lengra og dansar á götum úti við þrifin um leið og hún tjáir tilfinningar skúringakonunnar. Meira

Umræðan

20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1011 orð

Á Eyjabökkum 12. ágúst 1999

Þennan fagra sumardag, segir Ólafur F. Magnússon, voru fleiri á ferð á Eyjabakkasvæðinu en umhverfismálaráðherra og könnuðu það og upplifðu með öðrum hætti en ráðherrann. Meira
20. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 661 orð

Borgarstjóri hlustar ekki á fólkið

"LÁTUM gamminn geisa, ekki vægir Þráinn." Svo mælti íslenski höfðinginn Þráinn Sigfússon eftir að hafa fórnað vináttu góðra manna fyrir vandræðamann. Þessi undarlega ákvörðun Þráins var kannski ekki svo ólík því sem gerist með ýmsum hætti enn í dag. Stundum er eins og ráðamenn viti ekki hvað er og hvað sýnist og haldi að sigur í kosningu geri þeim allt leyfilegt. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 789 orð

Enn við sama heygarðshornið

Ég hygg, segir Arnar Einarsson, að tekjur FÍ myndu skerðast verulega ef einokunaraðstaða þess yrði trufluð. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 284 orð

Fyrirspurn til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

ÞEIR Helgi Hjörvar og Árni Þór Sigurðsson hafa nú báðir neitað því opinberlega, að Jón Ólafsson í Skífunni hafi nokkurn tíma veitt R-listanum einhverja fjárhagslega fyrirgreiðslu. Ég skil þá svo, að þeir eigi meðal annars við það, að Jón hafi ekki leyst til sín auglýsingaskuldir R-listans hjá Íslenska útvarpsfélaginu (Stöð tvö og Bylgjunni), hvorki fyrir kosningarnar 1994 né 1998, Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 684 orð

Hver ætti að leiða SUS inn í 21. öldina?

Ég lýsi yfir fullum og óbilandi stuðningi, segir Marvin Ívarsson, við Sigurð Kára í embætti formanns SUS. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 384 orð

Jónas Þór sem formann SUS

Jónas Þór er hæfileikaríkur stjórnandi, segir Sigurjón Pálsson, og verðugur fulltrúi okkar. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 200 orð

Kjósum Jónas Þór

Eftir að hafa starfað með Jónasi Þór innan Stefnis, FUS í Hafnarfirði, segir Hlynur Sigurðsson, er ég ekki í nokkrum vafa um kosti hans sem foringja og hæfileika til að virkja menn til góðra verka. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 359 orð

Ósóminn innsiglaður

Flest flugslys verða við lendingu eða flugtak, segir Ragnar Fjalar Lárusson. Guð gefi að hann verndi borgina frá slíkri ógn. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 654 orð

Ranghugmyndir um starf fyrirsætunnar FyrirsætustörfÞar

Þar sem "sannleikur" Línu Rutar er ekki hinn sami og við upplifum daglega í okkar starfi, segir Þórey Vilhjálmsdóttir, getum við ekki setið á okkur að koma á framfæri okkar skoðun og leiðrétta ákveðinn misskilning sem kemur fram í viðtalinu. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 367 orð

Skyldur stjórnar Heimdallar SUS Hafi stjórn Heimdallar

Hafi stjórn Heimdallar staðið rétt að vali fulltrúa á SUS-þing og valið þá einstaklinga sem eru virkir félagsmenn, segir Illugi Gunnarsson, þarf það ekki að koma á óvart að Sigurður Kári eigi mikinn fjölda stuðningsmanna í þeim hópi. Meira
20. ágúst 1999 | Aðsent efni | 560 orð

Stórslys ­ engin rannsókn

Hvers vegna fæst ekki lögreglurannsókn samkvæmt lögum, spyr Páll Arnór Pálsson, á einu mesta mannskaðaslysi þessarar aldar á Íslandi? Meira

Minningargreinar

20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 83 orð

Anna Ólafsdóttir

Elsku amma mín. Þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Stundum spyr ég mömmu mína hvort við eigum að fara að heimsækja þig á Grund, en mamma segir að það sé ekki hægt. Ég skil ekki alveg af hverju þú ert ekki þar ennþá. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þegar við fórum í göngutúra í kringum húsið þóttist þú stundum ætla að ná mér. Það fannst mér svo gaman. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Anna Ólafsdóttir

Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður okkar, Önnu Ólafsdóttur frá Öxl. Tengdamamma var sannkölluð hvunndagshetja. Hún eignaðist 15 börn á nítján árum, heilbrigð og vel af Guði gerð. Má nærri geta hvílík vinna liggur að baki því að koma til manns svo stórum barnahópi, en þau voru samhent hjónin í Öxl, tengdaforeldrar okkar, Kalli og Anna. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Anna Ólafsdóttir

Elsku amma. Okkur langar til að kveðja þig með fáeinum orðum, þú sem varst okkur svo kær. Þó lífsvegur þinn hafi verið erfiður gafst þú okkur svo mikið. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá að njóta nærveru þinnar. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur, elsku amma. Ég mun sakna raddar þinnar og hlýju og veit að þú munt vaka yfir okkur. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 45 orð

Anna Ólafsdóttir

Anna Ólafsdóttir Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, ­ Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. (Sigurður Kr. Pétursson.) Anna og Einar Þór. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 86 orð

Anna Ólafsdóttir

Elsku amma. Nú ert þú dáin og komin til afa, sem dó fyrir sjö árum. Það er gott að vita að þið eruð aftur saman. Þið tókuð okkur opnum örmum og voruð alltaf svo hlý og yndisleg. Það var svo gott að hafa ykkur hjá okkur um jól og á sumrin. Þá kynntumst við svo vel og við eigum góðar minningar um ykkur, þó að árin séu ekki ýkja mörg. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 305 orð

ANNA ÓLAFSDÓTTIR

ANNA ÓLAFSDÓTTIR Anna Ólafsdóttir fæddist í Geirakoti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 14. maí 1917. Hún lést á Landspítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gíslason, bóndi í Geirakoti, og kona hans ólöf Einarsdóttir. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 579 orð

BIRGIR SNÆBJÖRNSSON

Í dag fagnar séra Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri og í Grímsey, sjötíu ára afmæli sínu. Næstkomandi sunnudag kveður hann söfnuð Akureyrarkirkju í kveðjuguðsþjónustu, en hann er nú að láta af störfum eftir langan og farsælan embættisferil innan kirkjunnar, bæði sem prestur og prófastur. Ég veit að séra Birgir er lítið fyrir langlokur og enn minna gefinn fyrir upphafnar lofræður. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Brandur Brynjólfsson

Brandur Brynjólfsson Brandur Brynjólfsson var fæddur á Hellisandi 21. desember 1916. Hann lést á Landspítalanum 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Kjartansson skipstjóri í Reykjavík og k.h. Ingveldur Brandsdóttir húsfreyja. Brandur var þríkvæntur. Hann eignaðist fjögur börn. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 322 orð

Brandur Brynjólfsson

Nýlega er látinn í Reykjavík Brandur Brynjólfsson, hæstaréttarlögmaður, eftir erfið veikindi. Með fáum orðum viljum við "Víkingar" minnast Brands og þakka honum góðar stundir á liðnum árum. Ungur að árum kom Brandur til liðs við Víking og var þar vel fagnað enda fljótt liðtækur og snjall leikmaður. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Lára Björgvinsdóttir

Ung kona er hrifin burt í blóma lífsins, aðeins þrjátíu og níu ára að aldri, eftir stutt en erfið veikindi. Lára Björgvinsdóttir var aðeins átján ára, þegar Atli Þór, sonur minn, kynnti okkur, og hreifst ég mjög af þessari ungu og glæsilegu stúlku. Við nánari kynni fann ég, hvað hún hafði margt til brunns að bera, var vel gefin, hæversk og umfram allt elskuleg og góð stúlka. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 965 orð

Lára Björgvinsdóttir

Elsku Lára mín, mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja, það er af svo mörgu að taka og svo ótrúlega erfitt að horfast í augu við það að þú sért farin frá okkur öllum sem elskuðum þig svo heitt. Ég ætla að reyna að vera ekki væmin því ég veit að það hefði þér ekki líkað, þú varst svo yndisleg, heilsteypt, skemmtileg, falleg og lífsglöð. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Lára Björgvinsdóttir

Ég vil hér í fáum orðum minnast mágkonu minnar sem í dag er borin til sinnar hinstu hvílu. Hún stærði sig af því stuttu fyrir andlát sitt að vera eina löglega mágkonan mín því hún og Jón höfðu gift sig rétt um mánuði áður og varð Lára þannig fyrst þeirra systra til að gifta sig. Hún var fram á síðasta dag með léttleikann í fyrirrúmi. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 429 orð

Lára Björgvinsdóttir

Tíminn er mislangur sem okkur er ætlaður til yfirráða í þessum heimi. Hvað ræður þessari misskiptingu tímans er okkur jarðarbúum ráðgáta sem seint verður ráðin. Nú hefur elskuleg systurdóttir mín, Lára Björgvinsdóttir, lokið ævigöngu sinni í blóma lífsins, langt um aldur fram, að mati okkar sem næstir standa. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 266 orð

Lára Björgvinsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg mágkona mín. Mér verður hugsað til baka er síminn hringdi kvöld eitt fyrir rúmum átta árum og í símanum var Jón bróðir. Heyrði ég strax mikla gleði og eftirvæntingu í rödd hans. Tjáði hann mér að hann hefði kynnst fallegustu og yndislegustu konu er héti Lára. "Þú verður að hitta hana," sagði hann með eftirvæntingu. Svo úr varð að ég kynntist henni stuttu seinna. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Lára Björgvinsdóttir

Elsku Lára stóra systir okkar er farin. Það er sárara en orð fá lýst að missa þig svona unga og lífsglaða frá okkur. Við sem áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman. Veikindi þín komu sem reiðarslag yfir okkur öll en þú tókst þeim með miklu æðruleysi og við héldum í vonina um kraftaverk fram á síðustu stundu. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Lára Björgvinsdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Í dag kveðjum við góða vinkonu okkar, Láru Björgvinsdóttur, sem lést langt um aldur fram eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 109 orð

Lára Björgvinsdóttir

Elsku Lára mín. Þú varst alltaf sönn og studdir mig í að vera sjálfstæð og ég sjálf. Ég sakna þín mikið og finnst ósanngjarnt að þú sért farin frá okkur. Mamma sagði mér að þegar ég var lítil hefði ég kallað þig Lalla og síðar Lála (það var áður en ég gat sagt R). Hún sagði mér líka að ég hefði alltaf hlýtt þér í einu og öllu. Já, ég litla "ótemjan". Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 211 orð

LÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR

LÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR Lára Björgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 19. maí 1960. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Áslaug Birna Einarsdóttir, f. 29.8. 1930, og Björgvin Magnússon, f. 5.9. 1925. Systkini Láru eru: 1) Björn Magnús, f. 2.10. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Lára Björgvinsdóttir Til elsku mömmu okkar.

Lára Björgvinsdóttir Til elsku mömmu okkar. Mamma mín. Ertu horfin? Ertu dáin! Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 467 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Við lát Sigríðar Vilhjálmsdóttur eða Sísíar eins og hún var alltaf kölluð koma upp í hugann margar minningar og minningabrot. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt samleið með jafn vandaðri og heilsteyptri manneskju og Sísí var. Ég átti því láni að fagna að alast upp í faðmi stórfjölskyldunnar í bestu merkingu þess orðs. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 990 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Ég kynntist Sísí og manni hennar, Einari, árið 1953, er ég og konan mín tilvonandi vorum að undirbúa brúðkaup okkar. Halla, nú konan mín, er systurdóttir Sísíar, og því náskyld henni. Hafði hún á yngri árum dvalið nokkur sumur hjá þeim hjónum, er þau bjuggu á Vöglum í Vaglaskógi, Einar var þá skógarvörður þar. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Við viljum hér í nokkrum orðum minnast ömmu okkar Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Við ólumst upp við mikil samskipti við ömmu Sísí, bjuggum m.a. um tíma undir sama þaki. Oft var margt um manninn á Nýbýlavegi 3 og fyrirferðin á okkur systkinunum var talsverð. Þessu öllu saman tók amma Sísí af mikilli þolinmæði og jafnaðargeði, ekki minnumst við hennar öðruvísi en glaðlyndri. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Þegar þú áttir enn þá heima í Birkigrundinni, niðri í kjallara hjá okkur, dvöldum við mörgum stundum hjá þér. Við vorum ekki nema fimm og átta ára þegar þú svo fórst í Sunnuhlíð. Manstu samt eftir hvað við systurnar rifumst um að fá að sofa niðri hjá þér því að mamma vildi ekki að við værum báðar í einu því að þá yrði of mikill hávaði í okkur? Svo gátum við setið stundunum saman og skoðað allar Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 230 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Þegar birtan tekur að hörfa undan rökkrinu virðist sem aldrei áður hafi verið jafn dimmt. Á þannig kvöldi kvaddi amma mín. Hún var falleg kona, hún amma, og hlátur og bros hennar kom þaðan sem einlægnin býr. Það gladdi mig alveg ólýsanlega þegar hún kom í skírn dóttur minnar, hún gat nú ekki látið það fram hjá sér fara þótt það væri ekki auðvelt fyrir hana að fara á milli staða. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Ég var staddur í Vaglaskógi þegar ég fékk fréttina um að amma Sísí væri dáin. Fyrr um kvöldið hafði ég farið í gönguferð um skóginn. Skógurinn var þykkur, ilmandi og gróskumikill, fuglarnir sungu og fegurðin var allt um kring. Ég hugsaði til ömmu og afa sem á Vöglum í Fnjóskadal höfðu byrjað sinn búskap fyrir tæpum sextíu árum. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 46 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Sigríður Vilhjálmsdóttir Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku besta amma, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Signý og Þorvaldur. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Elskulega amma og langamma. Fréttin um andlát þitt barst okkur um langan veg og því langaði okkur að minnast þín í nokkrum fátæklegum orðum. Englarnir komu og náðu í þig, báru þig upp til himna og læknuðu þig á leiðinni. Við vissum að þú þráðir orðið að komast í þetta ferðalag til fundar við vinina alla sem farnir voru á undan. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 292 orð

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Nú er afi loksins búinn að sækja elsku ömmu mína, hana Sísí. Ég græt af sorg í eigingirni minni að vilja hafa hana áfram hérna hjá okkur, en af gleði í von minni og trú að þau afi fái loksins að sitja saman aftur, í eilífðinni, 30 árum síðar. Amma Sísí var mér góð eins og öllum öðrum, var æðrulaus í veikindum sínum og þolinmóð gagnvart samferðafólki, lífinu og tilverunni. Meira
20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 634 orð

SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR

SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR Sigríður Vilhjálmsdóttir (Sísí) fæddist í Reykjavík 3. júní 1916. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kveldi 12. ágúst síðastliðins. Sigríður var dóttir hjónanna Þórdísar Þorsteinsdóttur frá Reykjum á Skeiðum, f. 14.9. 1878, d. 22.10. 1963, og Vilhjálms Vigfússonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, f. 26.10. 1878, d. Meira

Viðskipti

20. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Áframhaldandi sjálfstæður rekstur

SAMKOMULAG forsvarsmanna útivistarverslananna Sportleigunnar og Útilífs um samruna fyrirtækjanna hefur verið undirritað og stendur nú yfir nánari frágangur. Baugur hf. er eigandi Útilífs frá því í maí sl. þegar gerður var samningur um kaup Baugs á versluninni fyrir 170 milljónir króna. Ein verslun er nú rekin undir nafni Útilífs en tvær á vegum Sportleigunnar. Meira
20. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Dollar lækkar og bréf einnig

DOLLARINN náði lægsta verði á sjö mánaða tímabili gagnvart jeni í gær. Verð lækkaði á hlutabréfamörkuðum um allan heim í ljósi nýrra fregna um að viðskiptahalli Bandaríkjanna hefði verið meiri en dæmi hefðu verið um áður, sem jók á ótta um vaxtahækkun í Bandaríkjunum. Viðskiptahallinn nam rúmum 1.800 milljörðum króna í júní en sérfræðingar höfðu spáð rúmlega 1.500 milljarða króna halla. Meira
20. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 544 orð

Hagnaður eykst um tæp 80%

SKAGSTRENDINGUR hf. á Skagaströnd var rekinn með 130 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 73 milljónir króna og eykst því um tæp 80%. Rekstrartekjur félagsins jukust um 18% á milli ára og rekstrargjöld um 10%. Meira
20. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Hagnaður nam 132,7 milljónum

HAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubanka hf., EFA, nam 132,7 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs, í samanburði við 66,2 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þessi heildarhagnaður skiptist í 203,2 milljóna króna innleystan hagnað á tímabilinu og 70,5 milljóna króna lækkun á óinnleystum hagnaði, sem stafar af sölu hlutabréfa í Íslandsbanka hf., að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
20. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 400 orð

Rúmlega 349 milljóna króna hagnaður

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. skilaði rúmlega 349 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs en skilaði 133 milljónum á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 518 milljónum og er það aukning um 270% milli ára. Raunávöxtun hlutabréfaeignar félagsins á fyrri hluta ársins nam 46% á ársgrundvelli að teknu tilliti til arðgreiðslna. Meira
20. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Yfirtaka Alcoa á Reynolds verður að veruleika

ALCOA, stærsta álframleiðanda heims, hefur tekist það ætlunarverk sitt að taka yfir þriðja stærsta álfyrirtæki heims, Reynolds Metals, fyrir 4,4 milljarða dollara eða 325,6 milljarða íslenskra króna. Tilboðsstríð Alcoa og Michigan Avenue Partners hefur því ekki orðið að veruleika. Meira

Fastir þættir

20. ágúst 1999 | Í dag | 36 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. ágúst, verður fimmtugur Guðbjörn Arngrímsson, húsvörður og bæjarfulltrúi, Bylgjubyggð 51, Ólafsfirði. Guðbjörn og eiginkona hans, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, verða "heima" í Tjarnarborg í Ólafsfirði milli kl. 20.30 og 24 í kvöld. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 32 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 22. ágúst verður sextug Guðbjörg Guðmundsdóttir, bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, Gaulverjabæjarhreppi. Eiginmaður hennar er Ingimar Ottósson bóndi. Þau taka á móti gestum í félagsheimilinu Félagslundi eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 39 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 21. ágúst, verður sextug Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Mávahrauni 17, Hafnarfirði. Eygló og eiginmaður hennar, Jóel Hreiðar Georgsson, taka á móti ættingjum og vinum á morgun, laugardag, kl. 17­21 í Oddfellowhúsinu í Hafnarfirði, Staðarbergi 2­4. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 26 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. ágúst, verður sjötugur Hallur Bjarnason málarameistari, Jörundarholti 20a, Akranesi. Eiginkona hans er Guðrún Vilhjálmsdóttir. Þau verða að heiman í dag. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 43 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. ágúst, verður sjötugur Karl Gústaf Ásgrímsson, vegaeftirlitsmaður, Kópavogsbraut 97, Kópavogi. Í tilefni afmælisins taka hann og eiginkona hans, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, á móti ættingjum og vinum laugardaginn 21. ágúst kl. 17 á heimili sínu og í tjaldi. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 34 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. ágúst, verður sjötugur Geir Zo¨ega framkvæmdastjóri, Ægisíðu 66, Reykjavík. Geir og kona hans, Sigríður Einarsdóttir Zo¨ega, taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu í Reykjavík í dag kl. 17-19. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 65 orð

ALLT FYRIR PENINGA

Til að seðja fýsna feikn flesta kosti þá er völ um: brjóstakossa, titla og teikn tekst að fá með ríkisdölum. Einn, ef hyggur öðrum tjón, eitruðum hreyfir lagaskjölum og kaupir margan þarfaþjón, það fæst allt með ríkisdölum. Allt skal vinna aftan til og í læstum ráðasölum, svo er vænt, að vinnist spil, ef vasinn miðlar ríkisdölum. Meira
20. ágúst 1999 | Fastir þættir | 201 orð

Funi frá Grænuhlíð og Sigurður Matthíasson efstir í B-flokki

FUNI frá Grænuhlíð og Sigurður Matthíasson eru efstir eftir forkeppni í B-flokki gæðinga á Suðurlandsmótinu sem hófst á miðvikudaginn á Gaddstaðaflötum. Mikil þátttaka er á mótinu, en þar fer fram íþróttakeppni, gæðingakeppni, kappreiðar auk kynbótasýningar. Meira
20. ágúst 1999 | Dagbók | 689 orð

Í dag er föstudagur 20. ágúst, 232. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ef

Í dag er föstudagur 20. ágúst, 232. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann." (Jóhannes 14, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Grundfirðingur, Mælifell, Hanseduo, Tensho Maru 78, Otto M. Meira
20. ágúst 1999 | Fastir þættir | 805 orð

Ný hugsun og gömul Gömul hugsun og ný takast á í deilum um skipulags- og umhverfismál.

Ný hugsun og gömul Gömul hugsun og ný takast á í deilum um skipulags- og umhverfismál. Ný hugsun og gömul mætast með óvenju skýrum hætti á Íslandi um þessar mundir. Meira
20. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1025 orð

Skáksamband Norðurlanda 100 ára

20. ágúst SKÁKSAMBAND Norðurlanda er 100 ára í dag en það var fyrsta fjölþjóðlega skáksambandið sem stofnað var í heiminum. Fyrstu taflfélögin á Norðurlöndum voru stofnuð um miðja síðustu öld en fyrsta íslenska taflfélagið, Taflélag Reykjavíkur, var stofnað árið 1900. Skáksamband Íslands var hins vegar ekki stofnað fyrr en 1925. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 145 orð

Sumarferð Nessafnaðar

ÁRLEG sumarferð Nessafnaðar verður farin sunnudaginn 22. ágúst. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 12. Farið í Borgarfjörð. Guðsþjónusta og staðarskoðun í Reykholti. Síðdegiskaffi í Munaðarnesi. Kirkjubíllinn ekur um hverfið. Þáttaka tilkynnist í síma 5111560 í dag kl. 10-12. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45­7.05. Mömmumorgunn kl. 10­12. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 439 orð

Sýnum rússnesku sjómönnunum samstöðu

ÁGÆTU Íslendingar. Er ekki kominn tími til að sýna rússnesku sjómönnunum samstöðu? Mætum fyrir utan stjórnarráðið í dag, föstudaginn 20. ágúst, milli kl. 14 og 16. Þessir menn eiga allir fjölskyldur heima sem þeir hafa ekki séð í 13 mánuði né sent peninga heim. Nú er kominn tími til að Íslendingar hjálpi þeim til að komast heim því þeir eru ekki hér að eigin ósk. Meira
20. ágúst 1999 | Fastir þættir | 92 orð

Veðreiðar hefjast um aðra helgi

BYRJAÐ verður að sjónvarpa veðreiðum Hestamannafélagsins Fáks á Sýn sunnudaginn 29. ágúst næstkomandi. Veðreiðarnar verða síðan á skjánum allar helgar í september. Að sögn Þórðar Ólafssonar stjórnarmanns í Fáki reyndust veðreiðarnar vinsælt sjónvarpsefni eftir tilraunir sem gerðar voru í fyrra. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 671 orð

Víkverji skrifar ...

Víkverji er mikill áhugamaður um gróður og garða og því var það honum töluvert áfall er sagt var frá því fyrir fáum árum, að upp væri komin sveppasýking í gljávíðinum. Varð hennar fyrst vart á Höfn í Hornafirði og því er helst talið, að sveppurinn hafi komið þangað með fugli eða jafnvel borist með vindum. Meira
20. ágúst 1999 | Í dag | 24 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 1.910 til styrktar Rauða krossi Ísla

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 1.910 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita María Rún Daníelsdóttir og Hildur Birna Birgisdóttir. Á myndina vantar Daða Daníelsson. Meira

Íþróttir

20. ágúst 1999 | Íþróttir | 545 orð

Allt í loft upp hjá Bayern

Mikill órói er nú hjá meisturum Bayern München. Ástæðan er launakröfur Marios Baslers og ummæli hans í því sambandi í fjölmiðlum. Hann krefst 250 milljónir króna í árslaun, en Uli Höness, framkvæmdastjóri liðsins, hefur boðið honum 180 milljónir og segir félagið ekki fara hærra. Tilboð liðsins er afturvirkt til 1. júlí í ár og hækka laun Basler þá um litlar 100 milljónir króna. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 128 orð

Auðun frá vikum saman

BÚIST er við að Auðun Helgason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Viking frá Stavangri, verði frá í allt að þrjár vikur, en hann tognaði á ökkla í landsleik Íslands og Færeyja á miðvikudag. Hann missir því að öllum líkindum af landsleikjum Íslands gegn Andorra 4. september og Úkraínu 8. september, sem fara fram hér á landi. Auðun þurfti að fara af velli á 35. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 140 orð

Dortmund lokar buddunni

DORTMUND lauk leikmannakaupum sínum fyrir keppnistímabilið, með því að klófesta hinn snjalla brasilíska varnarmann Evanilson. Hann var á sinni fyrstu æfingu á þriðjudaginn og virtist líka lífið "Hann er algjör Samba- draumur," sagði framkvæmdastjóri Dortmund Michael Zorc, og lét þess jafnframt getið að nú væri leikmannakaupum lokið, að sinni að minnsta kosti, Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 1066 orð

Eru leikkerfi óþörf

HIÐ virta knattspyrnutímarit Kicker veltir fyrir sér mikilvægi leikkerfa í knattspyrnu í Þýskalandi nú í upphafi keppnistímabils. Sitt sýnist hverjum og vitnar Kicker í fleyg ummæli "keisaran" Franz Beckenbauer sem segir öll leikkerfi hlægileg og tilgangslaus. "Það skiptir engu hvort lið spilar með þriggja eða fjögurra manna vörn," segir hann. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 356 orð

FH skoraði fimm í Garðinum

Víðismenn töpuðu sínum þriðja heimaleik í röð þegar þeir mættu Hafnarfjarðarliði FH í Garðinum í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 5:0 fyrir Hafnfirðingum sem voru sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. En þó verður að segja um Víðismenn að þeir fengu sín færi í fyrri hálfleik, en heppnin var ekki þeirra megin að þessu sinni. Í hálfleik var staðan 0:2. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 98 orð

Fimm á leið frá Tindastóli

FIMM leikmenn körfuknattleiksliðs Tindastóls eru á förum frá liðinu. Ítalinn Cecare Piccini, sem lék með liðinu á liðnu tímabili, kemur ekki aftur. Arnar Kárason er farinn í nám og verður sennilega með KR. Þá er Ómar Sigmarsson genginn til liðs við Hamar og Stefán Guðmundsson og Skarphéðinn Ingason á leið í nám. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 279 orð

Fjórði sigur Skallagríms í röð

Nú horfir allt til betri vegar. Meiri barátta er í liðinu og við erum loks að sýna hvers við erum megnugir. En það er mikilvægt að halda sér niðri á jörðinni, enda falldraugurinn ekki langt undan," sagði Hilmar Þór Hákonarson, aðstoðarþjálfari Skallagríms, eftir 1:0-sigurleik þess gegn Þrótti í Borgarnesi í gærkvöld. Hefur Skallagrímur unnið fjóra leiki í röð í 1. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 101 orð

Fjögur lið vilja Viktor

FJÖGUR erlend knattspyrnulið, ensku úrvalsdeildarfélögin Leeds og Liverpool, sænska liðið Gautaborg og danska liðið Brøndby hafa óskað eftir að fá Viktor B. Arnarsson, fyrirliða 16 ára landsliðsins og leikmann 2. og 3. flokks Víkings, til æfinga og keppni. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 537 orð

Fylkir þarf eitt stig

"VIÐ ætluðum að vinna þennan leik og komum afslappaðir því það var frekar pressa á þeim," sagði Hrafnkell Helgason, sem skoraði tvö af þremur mörkum Fylkis í 3:0 sigri á Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 122 orð

Greene hljóp uppi þjóf

HEIMSMETHAFINN í 100 metra hlaupi karla, Bandaríkjamaðurinn Maurice Greene, hafði ekki nema rétt komið inn í flugstöðina í Sevilla á Spáni þegar hann þurfti að taka til fótanna. Greene, sem kom til Sevilla í fyrradag til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hefst á laugardag, Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 170 orð

HARALDUR Ingólfsson,knattspy

HARALDUR Ingólfsson,knattspyrnumaðurinn af Skaganum, sem leikur með Elfsborg íSvíþjóð, skoraði fyrra mark liðsins í 2:1 sigri á Trelleborg. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 77 orð

Ingi og Zoran meiddir

ÓVÍST er hvort Ingi Sigurðsson og Zoran Miljkovic, leikmenn Íslands- og bikarmeistara ÍBV, verði með liðinu, er það mætir Fram í 14. umferð Íslandsmótsins næstkomandi sunnudag, vegna meiðsla. Segir á heimasíðu ÍBV að Ingi sé meiddur í baki og Zoran í læri og að það muni sennilega ekki skýrast fyrr en á leikdegi hvort þeir geti tekið þátt í leiknum. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 221 orð

Kristinn eygir von um að komast áfram

Kristinn Árnason úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í 56. til 72. sæti eftir fyrsta hring á Evrópumóti áhugamanna í golfi, sem fram fer á Wentwood Hills-vellinum á Celtic Manor í Wales. Kristinn lék hringinn á 75 höggum, þremur yfir pari, í fyrradag ­ náði sem sagt að ljúka leik áður en keppendur voru kallaðir inn vegna úrhellis. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 462 orð

ROBBIE Keane var í gær seldu

ROBBIE Keane var í gær seldur frá Wolves til Coventry fyrir 6 milljónir punda, rúmlega 700 milljónir króna. Er það metupphæð fyrir unglinglandsliðsmann á Bretlandseyjum, en Keane er aðeins 19 ára gamall og er frá N-Írlandi. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 80 orð

Stórsigur hjá stúlkunum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sigraði Eistland 11:0, í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni landsliða 18 ár og yngri sem fram fer í Ungverjalandi. Staðan í hálfleik var 2:0. Rakel Logadóttir skoraði fjögur mörk, Bryndís Jóhannesdóttir 3 og Bára Gunnarsdóttir, Erna Erlendsdóttir, Elfa B. Erlingsdóttir og Guðrún S. Gunnarsdóttir gerðu eitt mark hver. Meira
20. ágúst 1999 | Íþróttir | 240 orð

Úrslit skulu standa

Knattspyrnudómstóll Austurlands hefur dæmt knattspyrnulið Hugins/Hattar í 30 þúsund króna sekt og að úrslit í leik liðsins gegn Þrótti Neskaupstað skuli vera 3:0 Þrótti í vil. Knattspyrnudómstóll Austurlands sýknaði hins vegar Hugin/Hött af kröfum Leiknis Fáskrúðsfirði um að félaginu yrði dæmdur sigur í leik liðanna. Málsatvik voru þau að í leik Leiknis F. og Hugins/Hattar í 3. Meira

Úr verinu

20. ágúst 1999 | Úr verinu | 462 orð

Búist við fleiri tillögum næstu daga

STJÓRN Byggðastofnunar hefur aðeins staðfest eina úthlutun byggðakvóta en gera má ráð fyrir að gengið verði frá úthlutuninni í flestum byggðarlögum á næstu dögum. Sveitarstjórnir á Hofsósi, Breiðdalsvík og Borgarfirði eystri hafa ákveðið skiptingu byggðarlaganna og bíða tillögur þeirra staðfestingar Byggðastofnunar. Meira
20. ágúst 1999 | Úr verinu | 69 orð

Fjölnir stofnar fiskmarkað

FISKVINNSLAN Fjölnir hf. á Þingeyri ætlar að stofna Fiskmarkað Þingeyrar ehf. og samhliða því er stefnt að því að koma upp frekari beitningaaðstöðu fyrir trillusjómenn og verða beitningastæði leigð út. Meira
20. ágúst 1999 | Úr verinu | 178 orð

Nýtt útibú stofnað á Suðurnesjum

SIGLINGASTOFNUN Íslands hefur stofnað nýtt útibú fyrir skipaskoðun í Reykjanesbæ. Þetta er sjötta útibú Siglingastofnunar á skipaskoðunarsviði á landsbyggðinni, en fyrir eru útibú í Ólafsvík, á Ísafirði, Akureyri, Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum. Enn fremur mun stofnunin auka þjónustu sína á Suðurlandi með viðveru skoðunarmanns í Þorlákshöfn annan hvern fimmtudag og föstudag. Meira
20. ágúst 1999 | Úr verinu | 218 orð

Samningur upp á tugi milljóna undirbúinn

TREFJAR ehf. í Hafnarfirði hafa smíðað trefjaplastbát sem hefur verið seldur til Rússlands og verður væntanlega afhentur fyrir komandi mánaðamót. Rætt hefur verið um að gera samning um tugi báta en gert er ráð fyrir að samið verði um smíði fimm báta fyrir áramót. Meira
20. ágúst 1999 | Úr verinu | 154 orð

Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hérlendis

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Rússlands, Nikolai Ermakov, kom til landsins í gærkvöldi. Hann mun í dag eiga fund með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra auk þess sem stofnaður verður vinnuhópur sem meðal annars mun fjalla um samning þjóðanna um samstarf á sviði sjávarútvegs. Unnið hefur verið að gerð samningsins frá árinu 1997 en hann hefur ekki ennþá verið formlega undirritaður. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð

"Ég kann þó að minnsta kosti að klæða mig"

ÆTLI ég sé ekki búin að hanga í þessu í átta eða níu ár," segir Hjördís María Ólafsdóttir kankvíslega þegar hún er spurð hvenær skátafélagið Ægisbúar hafi veitt hana til liðs við sig. Sagnorðið "hanga" vísar hins vegar ekki til neinna leiðinda því Hjördísi þykir "ótrúlega skemmtilegt" í skátunum eins og hún orðar það að unglinga hætti. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1357 orð

Gersemar handa konum og körlum

BIBLÍUNNI er ætlað að boða öllum lýðnum fagnaðarerindið, og þar sem lýðurinn er skipaður báðum kynjum gátu Kvennakirkjukonur ekki lengur á sér setið. Íslendingar hafa að þeirra mati of lengi lesið um fátæka og hjartahreina [karla] en minna heyrt um fátækar og hjartahreinar [konur]. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 317 orð

Greiphreinlegaum höfuðið

Greiphreinlegaum höfuðiðÉG held að henni hafi alls ekki litist á húsið til þess að byrja með, að minnsta kosti greip hún um höfuðið," segir Þorsteinn Hjaltason lögfræðingur sem fékk Athenu Spiegelberg feng shui- ráðgjafa til þess að meta heimili sitt fyrir skemmstu. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 684 orð

Hús sem skipta sköpum FYRIR HAMINGJU OG HEILSU

FULLKOMIÐ feng shui hús er ekki til þótt einhver hús séu betri en önnur. Sum hús færa íbúum sínum peninga, eru ekki góð fyrir heilsuna, eða öfugt. Önnur geta ýtt undir einlífi," segir Ath+ena Spiegelberg feng shui-ráðgjafi á Akureyri. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 378 orð

KVENNAKIRKJAN VEFUR SAMAN LÍF OG TRÚ

KVENNAKIRKJAN er sjálfstæður hópur sem starfar innan íslensku þjóðkirkjunnar og byggir starf sitt á kvennaguðfræði. Einn af sérþjónustuprestum þjóðkirkjunnar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sinnir Kvennakirkjunni en hún var í hópi þeirra kvenna sem stofnuðu Kvennakirkjuna fyrir hálfu sjöunda ári. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1091 orð

Kynþáttafordómar og hræðslan við hið óþekkta

Á dögunum kom hingað til lands rithöfundurinn Nathan Rutstein sem einnig er ötull baráttumaður mannréttindamála. Inga Rún Sigurðardóttir hitti hann að máli og fræddist um kenningar hans varðandi kynþáttafordóma og hleraði söguna af því hvernig hann þurfti skyndilega að horfast í augu við eigin fordóma. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1496 orð

Náttúruöflin innan veggja heimilisins Sumt húsnæði færir eigendum sínum peninga, annað fjölda vina. Enn eitt kvað fjölga

OFT er talað um góða anda í húsum þar sem heimilisfólki og gestkomandi líður jafnan vel. Margir muna eflaust líka eftir einhvers konar ónotatilfinningu, eða bara hreinum martröðum, á þessum eða hinum staðnum. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 391 orð

"Og svo var ég slegin til riddara"

"ÉG fór í fyrsta skipti á landsmót í sumar og fannst rosalega gaman," segir Hildur Helga Kristinsdóttir, 12 ára. Hún er í skátasveitinni Hafmeyjum og fyllir ásamt fleiri skátum flokkinn Fjörfiska. "Ég byrjaði í skátunum með bestu vinkonu minni, Lenu, þegar ég var átta ára og við erum enn saman í flokki," segir Hildur sem á foreldra sem báðir eru skátar. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 257 orð

RÁÐSTAFANIR ÚR RÍKI FRUMEFNANNALI

LITLIR gosbrunnar eru algeng ráðstöfun á íslenskum heimilum til þess að ýta undir gott feng shuiog segist Athena hafa furðað sig á því hversu fáir gosbrunnar væru á Íslandi þegar hún kom fyrst til landsins. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 253 orð

Regla í röðum skáta

ÞÁTTTAKA í skátastarfi hefur forvarnargildi þegar kemur að reykingum og drykkju, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar á lífsháttum ungra skáta. Könnunina framkvæmdi Kjartan Ólafsson félagsfræðingur fyrir starfsráð Bandalags íslenskra skáta og fór hún fram á Landsmóti skáta við Úlfljótsvatn í júlí í ár. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1330 orð

Sjónvarpið ekki rafræn barnfóstra Bandarískt ungviði horfir á sjónvarp að meðaltali í 21 klukkustund á viku. Barnalæknar þar í

SAMTÖK barnalækna í Bandaríkjunum hvetja foreldra til að takmarka "fjölmiðlanotkun" barna sinna við tvær klukkustundir daglega þar sem þeir telja of mikla notkun geta haft neikvæð áhrif á þroska þeirra. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 767 orð

Stakkaskipti vinkonu réðu úrslitum

Stakkaskipti vinkonu réðu úrslitum TVÍBURARNIR Helga og Jónína Þorbjarnardætur eru búsettar í Hrísey ásamt fjölskyldum sínum og hafa báðar notið feng shui-leiðsagnar Athenu Spiegelberg. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 53 orð

Svalt að vera skáti

Þegar minnst er á skáta brosa líklega einhverjir út í annað og hugsa um gamaldags hópsöng, varðeld og flókna hnúta. Sigurbjörg Þrastardóttirhélt af stað í leit að ferskari ímynd og komst að því hjá glaðbeittum Ægisbúum í Vesturbænum að ísklifur, Netið og salsadans gegna ekki síðra hlutverki í skátastarfinu. Meira
20. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1303 orð

"Við erum ekki sérvitringar"

MARKMIÐ skátastarfs er að gera einstaklingana að hæfum og nýtum þjóðfélagsþegnum," svarar Bragi Björnsson skorinorður þegar hann er beðinn að afhjúpa kjarnann í skátastarfinu. Bragi er skátaforingi til margra ára, situr í stjórn Bandalags íslenskra skáta og er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. "En fyrst og fremst er ég skáti í skátafélaginu Ægisbúum í Vesturbæ," tekur hann fram. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.