Greinar laugardaginn 21. ágúst 1999

Forsíða

21. ágúst 1999 | Forsíða | 132 orð

Álitleg launahækkun

ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, skammtaði sér og ríkisstjórn sinni nýlega álitlega launahækkun þrátt fyrir að efnahagsástand í landinu hafi vart verið verra í nítján ára stjórnartíð Mugabes en einmitt núna. Greindu fjölmiðlar í Zimbabwe frá því í gær að Mugabe hefði fyrirskipað að laun hans og ráðherra hans skyldu fara í fimmtíu þúsund Zimbabwe-dollara á mánuði, hækkun sem nemur 182%. Meira
21. ágúst 1999 | Forsíða | 276 orð

Átökin í Dagestan breiðast út

ÁTÖK milli uppreisnarmanna aðskilnaðarsinnaðra múslima og rússneskra stjórnarhermanna í sjálfstjórnarlýðveldinu Dagestan breiddust í gær út til norðurhluta þessa syðsta héraðs rússneska sambandsríkisins, þegar rússneski herinn kom sér fyrir með þungavopn víðar um héraðið til að mæta árásum sem óttast er að skæruliðar muni freista að beina gegn óbreyttum borgurum. Meira
21. ágúst 1999 | Forsíða | 78 orð

Leiddur af leikvelli

Reuters Leiddur af leikvelli HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í frjálsum íþróttum var sett við hátíðlega athöfn á Ólympíuleikvanginum í Sevilla á Spáni í gær en margir af frægustu frjálsíþróttamönnum heims munu etja kappi á mótinu. Meira
21. ágúst 1999 | Forsíða | 233 orð

Rússar hóta að draga sig úr KFOR

FULLTRÚAR rússneskra stjórnvalda hótuðu því í gær að Rússar myndu flytja friðargæsluliða sína í Kosovo úr héraðinu og sögðust ekki vilja að rússneskar hersveitir tækju þátt í aðgerðum KFOR, friðargæslusveita Atlantshafsbandalagsins (NATO), þar sem þeim væri illa stjórnað. Meira
21. ágúst 1999 | Forsíða | 433 orð

"Skelfilega" margir enn týndir í rústunum

TYRKIR sögðu í gær að enn lægi "skelfilega" margt fólk grafið í húsarústum víðs vegar um svæði það, sem hvað verst varð úti þegar jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Tyrklands aðfaranótt þriðjudags. Búið var að finna yfir tíu þúsund lík í húsarústunum í gær en talið var að enn væru þrjátíu og fimm þúsund manns fastir í rústunum. Meira
21. ágúst 1999 | Forsíða | 148 orð

Verð á hráolíu hækkar

HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu fór upp fyrir 21 bandaríkjadal á tunnuna í gær og hefur ekki verið hærra um langt skeið. Raunar hefur tvöföldun átt sér stað frá því í febrúar en þá var verð á olíu komið niður fyrir tíu dali á tunnuna. Meira

Fréttir

21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Aðgát skal höfð

KRÍUUNGI þessi staldraði við í vegkanti á Grindavíkurvegi áður en hann hætti sér yfir veginn. Ljósmyndari Morgunblaðsins, sem átti leið þar um, náði að smella af honum mynd og tók þá eftir, að ekki hafði farið eins vel fyrir nokkrum félögum ungans á leið sinni yfir. Ekið hafði verið yfir þá og því greinilegt að það borgar sig að fara varlega á þessum slóðum um þessar mundir. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Að líkindum dregið úr snertilendingum þegar í haust

SNERTILENDINGUM á Reykjavíkurflugvelli vegna æfinga- og kennsluflugs mun að líkindum fækka þegar í haust eða mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir í samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá því fyrr í sumar. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Aukaferðir hjá SVR á Menningarnótt

Í TILEFNI af Menningarnótt laugardaginn 21. ágúst verða aukaferðir hjá SVR. Ekið verður samkvæmt kvöld- og helgaráætlun til miðnættis en aukaferðir verða á leið 6 og næturvögnunum. Leið 6 mun aka samkvæmt áætlun í vesturbæ til kl. 1.32. Næturvagnarnir hefja akstur kl. 0.30 og aka á 30 mín. fresti til kl. 5. Með næturvögnunum má komast í öll hverfi borgarinnar sem liggja austan miðborgar. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 203 orð

Blair-stjórnin segir Íhaldsflokkinn á valdi öfgasinna

RÍKISSTJÓRN breska Verkamannaflokksins lét í gær til skarar skríða gegn viðhorfi stjórnarandstöðu Íhaldsflokksins til Evrópumála og sagði öfgamenn hafa náð tangarhaldi á Íhaldsflokknum og toguðu hann sífellt lengra til hægri. Meira
21. ágúst 1999 | Miðopna | 886 orð

Boðið upp á 45 eininga diplómanám

FJARNÁM í ferðamálafræði og hagnýtri íslensku við Háskóla Íslands hefst í haust og er það í fyrsta sinn sem skólinn býður heildstætt grunnnám úr deildum skólans í fjarkennslu. Hvor námsbraut er 45 eininga hagnýtt nám sem lýkur með diplóma-prófi. Þessar námsbrautir eru einnig í boði í hefðbundnu kennsluformi og eru þær hluti af þeim nýju námsleiðum sem Háskólinn býður frá og með haustinu. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Djass á Vegamótum

ÞRJÁR djasshljómsveitir leika á veitingahúsinu Vegamótum á menningarnótt laugardagskvöldið 21. ágúst. Tríó Andrésar Þórs ríður á vaðið en að því loknu tekur Tríó Hafdísar kjamma við. Tríóið leikur léttan djass í bland við latín og funk en leikur einnig metnaðarfullan djass, allt eftir stemmningu, segir í fréttatilkynningu. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 741 orð

Dæmdir eftir útliti

HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands gengst í tilefni af 30 ára afmæli sínu fyrir hundaræktarsýningu í Gusti, reiðhöllinni í Kópavogi, í dag og á morgun. Þórhildur Bjartmarz er formaður félagsins. Hún var spurð hvort þetta væri alþjóðleg sýning? Nei, þetta er ekki alþjóðleg sýning ­ en hátíðasýning og haldin í tengslum við þing norrænu hundaræktarfélaganna sem hófst í gær og stendur enn í dag. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

Eignarhlutur ríkisins í FBA seldur í einu lagi?

TIL greina kemur að selja það sem eftir er af hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í einu lagi, að því er fram kom í máli forsætisráðherra í umræðum á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem hófst í gærkvöldi. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ein tegundin fæst á Íslandi

NÝLEGA lét danska neytendastofnunin taka úr sölu fjórar tegundir barnavagna meðan framleiðendur gerðu úrbætur á bremsubúnaði vagnanna, sem var mjög ábótavant. Ein tegund þessara barnavagna sem um ræðir hefur fundist á markaði hér á landi og hafa nálægt tíu vagnar þegar verið seldir. Eigendur þeirra geta nú leitað til Rúmfatalagersins til að fá vagnana lagfærða. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 801 orð

Einvígi Friðriks og Bent Larsens hápunktur hátíðarhaldanna

MIÐPUNKTUR afmælishátíðar, sem haldin var í Tívolí í gær í tilefni af aldarafmæli Norræna skáksambandsins, var einvígi þeirra Friðriks Ólafssonar og Bent Larsens. Einvíginu lauk með sigri Larsens. Friðrik átti um tíma mjög góða möguleika í seinni skákinni, en einvíginu lyktaði með bráðabana, sem Bent Larsen vann. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Ekki athugavert að styrkja leiki af þessu tagi

ÓLAFUR Þ. Stephensen, forstöðumaður kynningar- og upplýsingamála Landssímans, segir að Landssíminn sjái ekkert athugavert við að fyrirtækið styrki leikjamót af því tagi sem það styrkti um síðustu helgi þegar keppt var í tölvuleiknum "Quake", en það er einn vinsælasti drápsleikur síðustu ára sem leikinn er á tölvu. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 373 orð

Ekki leyfileg hérlendis

Í BRESKRI skýrslu um notkun fúkalyfja í landbúnaði segir að bein tengsl séu milli notkunar þeirra og vaxtar "ofurveira" eins og E-coli, salmonellu og kampýlóbakter. Þetta kom fram í dagblaðinu Daily Telegraph í fyrradag og þar er ráðamönnum bent á að banna svokallaða fúkalyfjafóðrun. Slík fóðrun hefur aldrei verið leyfð hérlendis. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Endurunnið efni í listaverk

MENNINGARNÓTT Reykjavíkur er í kvöld og vegna hennar hefur verið komið upp fimm verkum eftir Ingu Ragnarsdóttur myndhöggvara við Ánanaust í Reykjavík. Verkið er unnið á vegum Sorpu, sem er eitt átta fyrirtækja í borginni sem hafa fengið myndlistarmenn til að vinna verk tengd starfsemi þeirra. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fagmaður að verki

ÞAÐ fer vart á milli mála hvaða listamaður sýnir verk sín í Hafnarhúsinu á næstunni. Bragi Ásgeirsson bar sig fagmannlega að er hann skreytti húsið nafni sínu í gær, enda þekktur fyrir færni sína með pensilinn. Myndlistarsýning á verkum Braga hefst í Hafnarhúsinu um helgina. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 719 orð

Fámennið knýr menn til breytinga

SVEITARSTJÓRN Húnaþings vestra hefur ákveðið að sameina alla fjóra skóla sveitarfélagsins. Hafið er sameiningarferli sem lýkur næsta naust með því að einn skólastjóri verður yfir stofnuninni. Enn um sinn verða fjórir kennslustaðir. "Við höfum markað þá stefnu að sameina skólana fjóra í Grunnskóla Húnaþings vestra sem tekur til starfa hausið 2000. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Féll ofan í hver

SEXTÁN ára piltur brenndist mikið er hann féll ofan í hver í Hveradölum í gær. Pilturinn var fluttur með sjúkrabíl á gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild er hann ekki í bráðri lífshættu, en um alvarlegan bruna er að ræða og er líðan hans eftir atvikum. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 172 orð

Finnar heita túlkun á þýzku

ÞJÓÐVERJAR og Austurríkismenn hyggjast hætta að sniðganga óformlega fundi ráðherraráðs Evrópusambandsins (ESB), eftir að Finnar, sem fara með forsæti í ráðherraráðinu þetta misserið, lofuðu að á sumum þeirra yrði ekki aðeins boðið upp á túlkun á ensku, frönsku og finnsku ­ tungu formennskuþjóðarinnar ­ heldur einnig á þýzku. Finnar tóku við formennskunni í ESB 1. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Fjarnám á 26 stöðum á landinu

FJARNÁM í ferðamálafræði og hagnýtri íslensku við Háskóla Íslands hefst í haust og er það í fyrsta sinn sem skólinn býður heildstætt grunnnám úr deildum skólans í fjarkennslu. Hvor námsbraut er 45 eininga hagnýtt nám sem lýkur með diplóma-prófi. Hægt verður að stunda fjarnámið frá 26 stöðum á landinu, frá 10 fræðslumiðstöðvum og 16 útstöðvum þeirra. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fugladrápið í rannsókn

RANNSÓKN stendur yfir á fugladrápi í Skógafjöru, en tugir fugla voru skotnir í fjörunni fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hafa henni borist nokkrar vísbendingar og er verið að skoða þær. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 488 orð

Fundurinn sagður hafa verið "mistök"

LÍTIÐ var gert úr fjölmennum mótmælafundi stjórnarandstöðuaflanna í Belgrad í gær í þeim fjölmiðlum er hallir eru undir Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta og ríkisstjórn hans. Var fundurinn kallaður "mistök" og sagt að hann hafi valdið stuðningsmönnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) vonbrigðum. Á fundinum sem haldinn var síðdegis á fimmtudag safnaðist um 150. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fundur norrænna umhverfisráðherra

UMHVERFISRÁÐHERRAR Norðurlandanna halda fund á mánudag á Hótel Reynihlíð við Mývatn. Á dagskrá fundarins er m.a. samþykkt framkvæmdaáætlunar um vernd náttúru og menningarminja á norðurslóðum, þ.e. Íslandi, Grænlandi og Svalbarða. Áætlunin, sem hefur að geyma 14 ákvæði um aðgerðir, á að ganga í gildi árið 2000. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fylkir og B&L skrifa undir samning

KNATTSPYRNUDEILD Fylkis og B&L hafa skifað undir langtíma styrktar- og samstarfssamning. Með þessu hefur B&L tengt starfsemi sína við Árbæinn en B&L flutti alla starfsemi sína fyrir skömmu í nýtt húsnæði að Grjóthálsi 1. Jafnframt er B&L orðin aðalstyrktaraðili á öllum þeim vettvöngum sem knattspyrnudeild Fylkis stendur fyrir. 1. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Greiðir 200 þúsund í sekt

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur kveðið upp dóm í máli Þórarins Árna Hafdal Hávarðarsonar, en honum var gefið að sök að hafa brotið útvarpslög með því að fjölfalda sjónvarpsefni og selja áhöfnum skipa. Þórarinn var fundinn sekur og er honum gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt, sem og allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, 150 þúsund krónur. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 165 orð

Grænlendingar fá bætur

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Danmörku skipaði ríkisstjórn Danmerkur í gær að greiða andvirði um fimm milljóna íslenskra króna í skaðabætur til handa um 600 Grænlendingum sem neyddir voru til að yfirgefa heimahaga sína árið 1953 svo unnt væri að stækka herstöð bandaríska flugflotans í Thule. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Handverksdagur í Árbæjarsafni

HANDVERK verður í hávegum haft á handverksdegi í Árbæjarsafni sunnudaginn 22. ágúst. Þá gefst gestum tækifæri til að kynnast þjóðlegum hefðum og faglegu handverki. Í fréttatilkynningu segir: "Gömlu húsin í safninu fyllast starfandi fólki og fortíðin lifnar við. Gullsmiðir vinna í húsinu Suðurgötu 7 við að gera mót, steypa skart og búa til víravirki. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hátt sjálfsmat dregur úr líkum á reykingum

UNGLINGAR sem töldu sig hafa litla stjórn á eigin lífi þegar þeir voru 14 ára voru líklegri við 17 ára aldur til að reykja daglega, drekka mikið áfengi í senn og hafa prófað hass eða amfetamín. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Hundasýning reiðhöll Gusts

Í TILEFNI af 30 ára afmæli Hundaræktarfélags Íslands verður haldin hundasýning í reiðhöll Gusts í Kópavogi nú um helgina, 21. og 22. ágúst. Dæmdir verða 260 hundar af u.þ.b. 40 tegundum og hefjast dómar kl. 11 báða dagana. Dómarar að þessu sinni verða sex talsins frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og hefst um klukkan 16.15. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 352 orð

Hungursneyðinni að linna

FRAMKVÆMDASTJÓRI matvælaaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna, Catherine Bertini, segir að útlit sé fyrir að Norður-Kórea geti með áframhaldandi hjálp alþjóðasamfélagsins bundið enda á langvarandi hungursneyð í landinu. Óyggjandi sannanir, sem sérfræðingar hafa safnað, sýna fram á að hátt á þriðju milljón manna hafi látið lífið síðastliðin fjögur ár. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 501 orð

Íbúar vilja hraðahindrun

DRENGUR varð fyrir bíl á Álfhólsvegi móts við Hjallaskóla á miðvikudagskvöld og meiddist á höfði. Annar drengur varð fyrir bíl á sama stað í fyrrahaust. Jóhannes Egilsson, íbúi við Álfhólsveg, ætlar að hefja undirskriftarsöfnun til að krefjast þess að sett verði upp hraðahindrun á götuna, á austasta kaflanum, móts við Hjallaskóla. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Íslendingar keppa á sterku dansmóti

NOKKUR af sterkustu danspörum landsins taka þátt í "German Open Championship" í Mannheim í Þýskalandi dagana 24.­28. ágúst nk. Danskeppnin er nú haldin í 13. sinn og er ein af sterkustu keppnunum í samkvæmisdansi sem Íslendingar taka þátt í. Í fréttatilkynningu segir: "Í fyrra náðu Íslendingar mjög góðum árangri í keppninni og verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í ár. Meira
21. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 sunnudaginn 22. ágúst. Sr. Birgir Snæbjörnsson kveður söfnuðinn. Sóknarnefnd býður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir guðsþjónustuna. Morgunbæn kl. 9 þriðjudaginn 24. ágúst og kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 fimmtudaginn 26. ágúst. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa verður sunnudaginn 21. ágúst kl. 21.00. Sr. Arngrímur Jónsson predikar. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 450 orð

Kveðst ekki hafa neytt fíkniefna í 25 ár

GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, tjáði fréttamönnum í fyrradag að hann hefði ekki neytt fíkniefna í aldarfjórðung. Vék hann þar með frá þeirri stefnu, sem hann hefur fylgt í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, að neita að ræða meinta fíkniefnaneyslu sína á árum áður. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Lagerútsala á pappír

PRENTSMIÐJAN Oddi heldur lagerútsölu á pappír og ýmsum rekstrarvörum. Lagerútsalan verður haldin í lager Odda Höfðabakka 7. Ýmiss konar ritföng og tölvuvörur verða á útsölunni auk þess sem föndurpappír verður seldur eftir vigt á 150 kr. kg. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 616 orð

Lengri skóladagur og breyttar áherslur

SMÍÐI nýrrar álmu við Hofsstaðaskóla er nú að ljúka og verður hún tekin í notkun í september. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt við skólann, og varð hann einsetinn fyrir tveimur árum. Í fyrra var skóladagurinn lengdur um einn tíma á hvern bekk og segir Hilmar Ingólfsson skólastjóri það skila góðum árangri og gefa svigrúm til að breyta áherslum í skólastarfinu. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Listinni varpað út undir beran himin

LISTASAFN Íslands mun færa listina út í náttúruna á menningarnótt, þegar ljósmyndum af verkum í eigu safnsins verður varpað á sýningartjald sem áformað er að setja upp andspænis Listasafninu í nágrenni við Tjarnarhólmann. Á tjaldið verður varpað 120 myndum úr eigu safnsins, sem tengjast náttúru landsins í víðum skilningi. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Lítil breyting

VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágúst 1999 hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitalan er nú 236,4 stig og gildir fyrir september 1999. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 0,9% hækkun á ári. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Lækkun á gjaldi um mánaðamótin

STEFÁN Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri Spalar ehf. segir að reikna megi með því að gjaldskrá Hvalfjarðarganga muni lækka um mánaðamótin. "Við eigum eftir að halda stjórnarfund en samþykkt hans þarf til að breytingarnar gangi í gegn," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Stakar ferðir munu ekki lækka Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 23 orð

Markaður í Skógarhlíð

Markaður í Skógarhlíð HALDINN verður svokallaður aldamótamarkaður í Skógarhlíð 12, fyrir neðan Slökkvistöðina, helgina 20.­21. ágúst. Opið er frá kl. 13 báða dagana. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Miklabrautin lokuð

MIKLABRAUTIN, milli Grensásvegar og Skeiðarvogs, verður lokuð að hluta í dag vegna framkvæmda og bendir lögreglan ökumönnum á að nota Bústaðaveginn eða Sæbrautina í staðinn. Umræddur kafli verður lokaður fyrir allri umferð út úr bænum frá klukkan 6 til 12 en leiðin vestur, þ.e. inn í bæinn, verður lokuð frá klukkan 13 til 15. Meira
21. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Minjasafnið á Akureyri

MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið samkvæmt venju milli kl. 11 og 17 um helgina. Þar hafa nýlega verið settar upp nýjar og glæsilegar sýningar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Annars vegar er um að ræða sýninguna "Gersemar, fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í fórum Þjóðminjasafns Íslands" og hins vegar sýningin "Eyjafjörður frá öndverðu", Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 176 orð

Mótmæla áformum Filippseyjaforseta

TUGIR þúsunda mótmælenda komu saman í Manila á Filippseyjum í gær og sökuðu Joseph Estrada forseta um að hafa látið viðgangast að einveldi Ferdinands Marcosar kæmist á í landinu. Fyrrverandi forseti, Corazon Aquino, og erkibiskupinn í Manila, Jaime Sin, fóru fyrir mótmælendunum og fullyrtu að "Marcosarhópurinn" svonefndi, nánustu aðstoðarmenn Estradas, Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 804 orð

Mun minna ónæmi í Vilnius en Reykjavík

ÓNÆMI pneumokokka gegn penisillíni er helmingi minna í Vilnius í Litháen eða 5% heldur en í Reykjavík sem er 11% þrátt fyrir mun meiri sýklalyfjanotkun í Vilnius. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn lækna í Vilnius og Reykjavík á sýklalyfjanotkun hjá börnum sem staðið hefur síðustu misseri. Rannsóknin er styrkt af norrænu ráðherranefndinni og íslenska forsætisráðuneytinu. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Námskeið um hrossahald

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í samvinnu við Landgræðslu ríkisins verður með námskeið sem ber yfirskriftina; Hesturinn í góðum haga, þriðjudaginn 31. ágúst nk. frá kl. 10 til 16 í Félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Nýr aðstoðarmaður viðskiptaráðherra

PÁLL Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og tók hann til starfa 16. ágúst sl. Páll er 28 ára. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og er að ljúka prófi í guðfræði. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Reykvískrar útgáfu ehf. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Olía lekur enn úr El Grillo

EKKERT lát virðist vera á olíuleka úr flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Á þessari mynd sem tekin var yfir flakinu í gær má greina olíuflekki á sjávarfletinum sem fara síst minnkandi að mati lögreglu á staðnum. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

PÁLL KR. STEFÁNSSON

PÁLL Kr. Stefánsson auglýsingastjóri lést á heimili sínu á Blómvangi 10 í Hafnarfirði 19. ágúst síðastliðinn, 58 ára að aldri. Páll var fæddur 10. maí árið 1941. Foreldrar hans voru Stefán A. Pálsson og Hildur E. Pálsson, hún lifir son sinn. Eftirlifandi eiginkona Páls er Anna Guðnadóttir kaupmaður. Páll lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1961. Hann starfaði hjá Ó. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 197 orð

Rannsókn hafin á ný

YFIRVÖLD á Ítalíu hafa á ný hafið rannsókn á meintu misferli Romanos Prodis, væntanlegs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), aðeins hálfum mánuði áður en Evrópuþingið í Brussel staðfestir útnefningu hans. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ríkisútvarpið í kreppu

RÍKISÚTVARPIÐ er í tilvistarkreppu sem eykst og eykst, að því er kom fram í máli Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra í umræðum á SUS-þingi í gærkvöldi. "Við erum búin að móta almennu útvarpslögin og tökum mið af þróun í Evrópu og annars staðar í heiminum en ekki hefur gefist tækifæri til að laga starfsemi Ríkisútvarpsins að breyttum sjónarmiðum," sagði hann. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Rússar fjárfesta í bátum frá Trefjum

Rússar fjárfesta í bátum frá Trefjum NIKOLAI A. Érmakov sjávarútvegsráðherra Rússlands heimsótti Trefjar ehf. í Hafnarfirði í gærmorgun og hélt síðdegis til Akureyrar. Tilefni heimsóknarinnar í Trefjar var að fyrirtækið hefur gert samning við sveitarstjórnir í nokkrum fylkjum Rússlands um smíði á hraðfiskibátum. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Rætt um að leita til Bond Evans

RÆTT hefur verið um það meðal hugsanlegra fjárfesta í álveri á Austurlandi að kalla til liðs við sig Bond Evans, sem var tengdur viðræðum sem fram fóru milli stjórnvalda og Atlantsálshópsins svonefnda, sem gerði athuganir á byggingu álvers á Keilisnesi. "Það hefur ekki verið gengið frá neinu slíku. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 185 orð

Segja Bandaríkjamenn hindra samkomulag

HÁTTSETTUR rússneskur embættismaður sagði í gær að Bandaríkjamönnum væri um að kenna að ekki væri unnt að koma á nýjum samningi er kveði á um fækkun kjarnavopna stórveldanna. Ummælin koma í kjölfar þriggja daga samningaviðræðna rússneskra og bandarískra embættismanna um START-3 samninginn sem lauk á fimmtudag. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Sex manns buðu sig fram til samstarfs

AÐ MINNSTA kosti sex manns höfðu samband við Neytendasamtökin í gær og buðu sig fram til samstarfs við samtökin um hugsanlegt skaða- og eða miskabótamál á hendur matvælaframleiðslufyrirtækjum. Þessir aðilar höfðu allir sýkst af kampýlóbakter. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sextán árekstrar

Allharður árekstur varð á tengivegi sunnanmegin við Hamraborgarbrú í Kópavogi klukkan tíu í gærkvöldi er tveir bílar lentu saman. Önnur bifreiðin kastaðist við það á ljósastaur og var ökumaður hennar fluttur á slysadeild með eymsli í hálsi en hann var ekki í bílbelti að sögn lögreglu í Kópavogi. Bifreið hans var dregin af vettvangi og er jafnvel talin ónýt. Meira
21. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Síðasta sýningarhelgi Á Akureyri

SÝNINGU Sigurbjargar Jóhannesdóttur á Akureyri lýkur sunnudaginn 22. ágúst, en hún hefur staðið yfir síðan 7. ágúst. Sýningin nefnist "Auga aðkomumannsins" og á sýningunni má sjá aðkomumanninn sem er bara með eitt auga á sýningunni. Meira
21. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Skinnaverð á uppleið

SAMBAND íslenskra loðdýrabænda heldur aðalfund sinn laugardaginn 21. ágúst í sveitahótelinu Sveinbjarnargerði. Fundinn sitja fulltrúar loðdýrabænda af öllu landinu. Af þessu tilefni var efnt til búdags í gær föstudag og voru heimsótt þrjú loðdýrabú í Höfðahverfi og Fnjóskadal. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 200 orð

Skipt um beinmerg í Raísu

ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Raísa Gorbatsjova, eiginkona Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna, gangist undir mergskipti en hún er undir læknishendi í Þýskalandi vegna bráðahvítblæðis. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ræddi í gær við Gorbatsjov og óskaði konu hans góðs bata. Meira
21. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 396 orð

Smiðir farnir að segja upp störfum

ENN er töluverð ólga meðal húsasmiða á Akureyri, sem hafa að undanförnu staðið í kjarabaráttu. Smiðir hjá nokkrum verktökum sögðu upp yfirvinnu nýlega en hættu við aðgerðir í þeirri von að ná fram bættum kjörum með viðræðum við atvinnurekendur sína. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Sportbílasýning í B&L

HALDIN verður sportbílasýning í B&L um helgina. Opið verður kl. 10­16 laugardag og 12­16 sunnudag. Um er að ræða bæði nýja og notaða sportbíla sem verða til sýnis en þar má m.a. finna BMW roadster, Tiburon, BMW compact, 3 dyra sport Freelander, Hyundai coupé auk þess sem frumsýndur verður nýr Megané coupé með nýrri vél frá Renault. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Stefnir í góða þátttöku

SKRÁNING í Reykjavíkurmaraþon sem fram fer á morgun hefur gengið mjög vel, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar sem sér um kynningarmál fyrir hlaupið. Þegar hafa um 1700 manns skráð sig til þátttöku í vegalengdunum fimm sem keppt verður í auk þess sem skráning í nýja keppnisgrein, 10 km línuskautahlaup, gengur vonum framar, að sögn Þorsteins. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Sungið í Svarfaðardal

HÓPUR íslenskra söngvara tekur þessa dagana þátt í svokölluðu "Master-class" námskeiði í klassískum söng að Rimum í Svarfaðardal, félagsheimili Svarfdælinga. Íslenskur söngkennari og ítalskur píanóleikari leiðbeina 15 íslenskum söngnemendum í fjóra daga en námskeiðinu lýkur með tónleikum í Dalvíkurkirkju sunnudagskvöldið 22. ágúst kl. 21. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sveitin komin til Izmit

ÍSLENSKA björgunarsveitin er komin til borgarinnar, Izmit sem fór illa út úr jarðskjálftanum, sem varð í Tyrklandi aðfararnótt þriðjudags. Björgunarliðarnir tíu komust á leiðarenda með öll sín tæki kl. 10.45 að íslenskum tíma í gær. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 218 orð

Svíar taki ákörðun um EMU-aðild sem fyrst

SÆNSKI Jafnaðarmannaflokkurinn, sem nú situr í ríkisstjórn landsins, varð fyrir auknum þrýstingi í lok vikunnar í þá veru að dagsetja þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður um aðild landsins að Myntbandalagi Evrópu (EMU) eftir að einn forystumanna í flokknum lýsti þeirri skoðun sinni að afar mikilvægt væri að ljúka málinu sem fyrst. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sýning á fornbílum í Hafnarfirði

HALDIN verður sýning á fornbílum frá Fornbílaklúbbi Íslands sunnudaginn 22. ágúst á planinu við Smiðjuna, Strandgötu 50, í tilefni af menningardegi í Hafnarfirði. Safnast verður saman við Sjóminjasafnið/Sívertsenshús, Vesturgötu 8, kl. 13 og ekið um miðbæ Hafnarfjarðar að Smiðjunni þar sem fornbílarnir verða til sýnis. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Tafir á sextán áfangastöðum Flugleiða

ÁFRAMHALDANDI röskun og tafir urðu á áætlunarflugi Flugleiða í gær og var ekki von á að ástand mála kæmist í samt lag fyrr en í fyrsta lagi í dag, að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flugleiða. Tafir urðu á flugi til sex áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum og tíu áfangastaða í Evrópu og seinkaði flugi að jafnaði um 3­4 klukkustundir. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 443 orð

Tap en ekki stuldur

JAMES Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, fór á fimmtudag fram á að stórblaðið The New York Times leiðrétti frétt um stórtækan stuld háttsettra embættismanna í Bosníu á alþjóðlegu hjálparfé. Sagði hann ummælin stuðla að misskilningi og grafa undan stuðningi bandarísku þjóðarinnar við alþjóðlega hjálparstarfsemi. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 1261 orð

Tímamót í forvarnastarfi

Um áramótin var áfengis- og vímuvarnaráð stofnað í þeim tilgangi að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna. Eyrún Baldursdóttir ræddi við Þorgerði Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra ráðsins. Hún kveður höft og bönn eiga í vök að verjast í þjóðfélagi þar sem frjálsræðishugsjón er ríkjandi. Meira
21. ágúst 1999 | Miðopna | 1708 orð

Unglingar sem hafa trú á eigin getu eru í minni hættu Unglingum við 14 ára aldur, sem telja að utanaðkomandi þættir ráði miklu

Rannsókn á vímuefnanotkun unglinga Unglingar sem hafa trú á eigin getu eru í minni hættu Unglingum við 14 ára aldur, sem telja að utanaðkomandi þættir ráði miklu um gengi þeirra í lífinu, er hættara við að reykja daglega; hafa leiðst út í mikla áfengisneyslu og/eða að hafa prófað hass og amfetamín. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð

Veiðin glæddist er dró fyrir sólu

SVO virðist sem veiði hafi glæðst víða á Vesturlandi síðustu daga, ekki vegna neinnar teljandi úrkomu heldur vegna þess að það einfaldlega dró ský fyrir sólu og hitastigið lækkaði um nokkrar gráður. Í Miðá í Dölum fengu menn t.d. Meira
21. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 317 orð

Verður lengsta bogabrú landsins

Skrifað undir samning um smíði brúar yfir Fnjóská Verður lengsta bogabrú landsins VEGAGERÐIN hefur skrifað undir samning við fyrirtækið Arnarfell ehf. á Akureyri um smíði brúar yfir Fnjóská hjá Laufási í Grýtubakkahreppi. Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Þing SUS sett

ÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna hófst í Vestmannaeyjum í gær þegar Ásdís Halla Bragadóttir, fráfarandi formaður SUS, flutti setningarræðu. Hún hóf mál sitt á orðunum "Ísland er gott land", talaði m.a. um grundvallarhugsjónir Sjálfstæðisflokksins, aukið frelsi einstaklinga og minnkandi ríkisumsvif, og rifjaði upp ályktanir SUS frá yfirstandandi kjörtímabili, t.d. Meira
21. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 325 orð

Öflugur skjálfti í Costa Rica

ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Mið-Ameríkuríkið Costa Rica snemma í gær en olli engum umtalsverðum skaða, og kostaði engin mannslíf að sögn embættismanna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og var nægilega öflugur til að hús og byggingar hristust töluvert, og rafmagn fór af á mörgum stöðum, en fyrst og fremst olli hann miklum ótta meðal íbúa í nágrenni upptaka skjálftans, Meira
21. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 581 orð

Öll helstu fjármálafyrirtæki eiga aðild

STOFNUÐ hafa verið Samtök fjármálafyrirtækja og eiga öll helstu fjármálafyrirtæki landsins aðild að þeim, þeirra á meðal tryggingafélög, viðskiptabankar, sparisjóðir og aðrar lánastofnanir, alls 51 fyrirtæki. Formaður samtakanna er Halldór J. Meira

Ritstjórnargreinar

21. ágúst 1999 | Leiðarar | 592 orð

AF HVERJU FRUMKVÆÐI RÁÐHERRA?

Það hefur orðið mikil breyting á stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu á allmörgum undanförnum árum. Þingið hefur náð að skapa aukið jafnvægi á milli þess og framkvæmdavaldsins en þetta jafnvægi hafði raskazt verulega fram eftir öldinni. Á tímabili um og upp úr miðri öldinni var engu líkara en Alþingi væri afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnir. Meira
21. ágúst 1999 | Staksteinar | 299 orð

Þjónustusamningar

Nýir og breyttir stjórnunarhættir eru einn þáttur þeirra breytinga, sem sveitarfélögin verða að horfa til. Þetta segir í Sveitarstjórnarmálum. Skilvirkni Forustugrein blaðsins fjallar um stjórnun og rekstur sveitarfélaga og er skrifuð af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni SÍS. Þar segir m.a. Meira

Menning

21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 136 orð

Brjálaði Max á ferð á ný

LEIKARINN myndarlegi Mel Gibson hefur gert sig líklegan til að leika Mad Max á ný en tuttugu ár eru liðin síðan hinn villti, tryllti Max kom fyrst á hvíta tjaldið. Sá sem skapaði Max er leikstjórinn og handritshöfundurinn George Miller og er um þessar mundir að skrifa handritið af fjórðu myndinni og segir að Mel Gibson hafi sýnt áhuga á að leika í henni. Meira
21. ágúst 1999 | Margmiðlun | 287 orð

Compaq í kröggum

EKKI er langt síðan Compaq komst í efsta sæti einkatölvuframleiðenda í heimi, meðal annars með snjallri markaðssetningu og skjótum viðbrögðum við markaðsþróun. Þegar fyrirtækið var á hátindi velgengni sinnar keypti það Digital-tölvufyrirtækið, meðal annars til að ná betri fótfestu á fyrirtækjamarkaði. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 190 orð

Fiskurinn í list Sveins Björnssonar

Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, verður opnuð myndlistarsýning á verkum Sveins Björnssonar á morgun, sunnudag. Þema sýningarinnar er fiskurinn í list Sveins Björnssonar. Sveinn Björnsson (1925­1997) hóf listferil sinn er hann tók til við að mála hafís á Halamiðum árið 1949. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 206 orð

Frankie og Johnny í Iðnó

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Íslands í Iðnó á leikritinu Frankie og Johnny eftir bandaríska leikritahöfundinn Terence McNally. Leikendur eru tveir, þau Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson og leikstjóri er Viðar Eggertsson. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 409 orð

Gáfaðir grísir

SVÍN geta lært að nota tölvustýripinna til að stýra loftræstingu og hitastigi í stíum sínum. Þetta kemur fram í danska vikublaðinu Landsbladet síðasta föstudag. Bjarne Pedersen, sem hefur sérhæft sig í atferli svína, hefur gert athugun á málinu og komist að þessari niðurstöðu. Hann segir að með því að nota sérstakt umbunarkerfi geti svínin lært á stýripinnann. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 173 orð

Hip-Hop tónlistarmenn verðlaunaðir

BESTU hip-hop tónlistarmennirnir voru saman komnir í Los Angeles á miðvikudag þar sem The Source-verðlaunaafhendingin fór fram. Það voru rappararnir DMX og Lauryn Hill sem voru aðalstjörnur kvöldsins og var DMX valinn besti listamaðurinn og Lauryn Hill heiðruð fyrir plötu sína og valin besti nýliðinn. Fleiri fengu að njóta sín á hátíðinni og var R. Meira
21. ágúst 1999 | Margmiðlun | 167 orð

Hópvinnukerfaglíma

HELSTU hópvinnukerfi heims eru Lotus Notes og Microsoft Exchange. Lotus Notes, sem er í eigu IBM, náði snemma yfirburða markaðsstöðu, en Exchange frá Microsoft hefur gert að því harða hríð. Lotus Notes hefur ýmislegt upp á að bjóða sem hópvinnukerfi, en margt annað fylgir með, þar á meðal póstforrit. Meira
21. ágúst 1999 | Bókmenntir | 466 orð

Hugvekjur

Hugleiðingar á helgum dögum og hátíðum, eftir Heimi Steinsson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. 135 blaðsíður. ANDAKTSBÆKUR hafa verið gefnar út á Íslandi um langan aldur. Á undanförnum árum hafa nokkrar slíkar bækur náð talsverðum vinsældum meðal annars vegna þess að daglega er lesið úr þess konar bókum á útvarpsstöðinni Lindinni. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 662 orð

Hver var sómi 20. aldar?

JOHN Candy var góður leikari, sem lést um aldur fram, þegar hann var að ljúka við aðalhlutverk í kvikmyndinni Wagons East, sem sýnd var á Stöð 2 nýverið, en hafði áður verið sýnd í sjónvarpi. Þetta er gamansöm mynd, enda lét Candy best að leika í slíkum myndum. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 378 orð

Jeffrey Archer móðgar svarta kjósendur

BRESKI rithöfundurinn Jeffrey Archer, sem hyggst bjóða sig fram til embættis borgarstjóra Lundúna, lét nýverið falla ummæli sem þóttu heldur ósmekkleg og hafa vakið nokkur viðbrögð í breskum fjölmiðlum. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 140 orð

Leikari og læknar funda

LEIKARINN Christopher Reeve hitti fremstu sérfræðinga í mænuskaða á dögunum en ný lög hafa verið sett til að auðvelda leitina að lækningu þeirra rúmlega 200 þúsund sjúklinga sem eru lamaðir vegna mænuskaða. Sérstök nefnd hefur verið sett á laggirnar til að greiða leið fyrir rannsóknum á mænuskaða og til að auðvelda fjármögnun á slíkum rannsóknum. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 75 orð

Leo litli kærir

HVERNIG ætli best sé að verða frægur í veitingastaðaflórunni vestanhafs? Sennilega með því að skíra staðinn sinn eftir frægri manneskju, bíða síðan eftir að hún kæri og verða samt frægur! Fyrst kærði Robert De Niro kanadískan veitingastað sem kallaði sig Goodfella og núna hefur þýskur íssali orðið fyrir barðinu á Leonardo DiCaprio sem kærði hann fyrir að nota nafn hans. Meira
21. ágúst 1999 | Margmiðlun | 195 orð

Linux sækir á

MIKIÐ hefur verið látið með Linux stýrikerfið og sumir gengið svo langt að segja það helstu ógn sem Microsoft hafi staðið frammi fyrir á síðustu árum. Æ fleiri nota Linux og þá helst innan fyrirtækja, en samkvæmt nýlegri rannsókn hafa 13% fyrirtækja vestan hafs tekið upp Linux. Fyrir tveimur árum voru Linux-notendur ekki mælanlegir. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 98 orð

LJÓÐ MEÐ KAFFINU

MIKIÐ er um að vera á Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur og geta flestir fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Fyrir utan Hlaðvarpann í Kvosinni verður haldin útimessa á vegum Kvennakirkjunnar, Gospelsystra og Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur kl. 20.30 og mun verða kaffisala í Hlaðvarpanum eftir messuna. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 116 orð

Lokatónleikar í Stykkishólmskirkju

LOKATÓNLEIKAR í sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju 1999 verða á morgun, sunnudag, kl. 17. Þá koma fram Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason lútu- og gítarleikari. Camilla leikur á blokkflautur af ýmsum gerðum og stærðum og Snorri Örn leikur ýmist á lútu eða gítar. Efnisskrá tónleikanna sýnir mikla breidd í tónlistarsögunni, allt frá miðöldum til vorra tíma. Meira
21. ágúst 1999 | Margmiðlun | 836 orð

Lófatölva með litaskjá

MIKIL gróska er á lófatölvumarkaði, verð á slíkum apparötum fer lækkandi og æ fleiri verða sér úti um slík tól til að koma skikki á lífið, skipuleggja tíma sinn betur, eða láta sjást hvað þeir fylgjast vel með. Vinsælust slíkra tölva er Palm Pilot, sem er með um 70% markaðshlutdeild vestanhafs og talsverða yfirburði í Evrópu, en þar næst koma ýmsar tölvur sem nota Windows CE-stýrikerfið. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 367 orð

Mausskífa í aðsigi

MAUSVERJAR eru nú í hljóðveri að taka upp fjórðu breiðskífu sína. Þeir voru að störfum í Sýrlandi þegar blaðamann bar að garði, rétt búnir að taka upp gítara og söngurinn næstur, en síðan á að bæta við lúðrablæstri, strengjum og hljómborðum. Þeir Mausliðar segjast hafa byrjað að hugsa um fjórðu plötuna þegar sú þriðja kom út. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 281 orð

Myndað í úrhellisrigningu

LJÓSMYNDAMARAÞON var haldið í sjöunda sinn á Akureyri sl. laugardag. Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar, Á.L.K.A., stóð fyrir keppninni í samvinnu við Kodak-umboðið Hans Petersen hf. og Pedrómyndir á Akureyri, auk nokkurra annarra fyrirtækja. Að þessu sinni mættu 36 keppendur á aldrinum 12­50 ára til leiks en úrhellisrigning var í bænum á meðan á keppninni stóð. Meira
21. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 223 orð

Myndlist sem bætir heiminn

FJÓRAR ungar myndlistakonur eru í Gjörningaklúbbnum sem verður á Kjarvalsstöðum kl. 21 í kvöld. Þema hópsins fyrir 1999 kallast Æðri verur og var það verk kynnt í Rauða hverfinu í Amsterdam í apríl. "Við erum æðri verur sem komum til með að gefa fólki nýja von," segir Jóní Jónsdóttir. "Við erum jákvæðar, bjartsýnar og vissar um að framtíðin er fögur. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Styrktartónleikar í Seltjarnarneskirkju

INGA Björg Stefánsdóttir messósópran og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda tónleika í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Inga hóf söngnám sitt hjá Guðmundu Elíasdóttur. Eftir fimmta stigið flutti hún sig til Söngskóla Reykjavíkur þar sem hún naut handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og þar lauk hún áttunda stiginu. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1214 orð

VALDABARÁTTA Í VALHÖLL WAGNERS

Óvissa ríkir um framtíð óperuleikhússins í Bayreuth og hefur kastljós fjölmiðla beinst að fjárhagserfiðleikum, uppfærslum og síðast en ekki síst að fjölskyldudeilum vegna arftakans. Kristín Marja Baldursdóttir skýrir frá leitinni að eftirmanni Wagners. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 732 orð

Verðlaun Menningarsjóðs Íslands og Finnlands

Í TILEFNI af að 25 ár eru liðin frá stofnun Menningarsjóðs Íslands og Finnlands hefur stjórn sjóðsins ákveðið að veita sérstaka viðurkenningu og styrki til eftirgreindra aðila: Menningarverðlaun sjóðsins, að fjárhæð 15.000 finnsk mörk, hlýtur Aðalsteinn Davíðsson, cand. mag. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 899 orð

Viskusteinn Mozarts

ÞAÐ VAKTI heimsathygi fyrir þremur árum er fréttist að bandarískur fræðimaður hefði fundið óperu eða söngleik sem væri að nokkru leyti saminn af Mozart, enda ekki á hverjum degi sem áður óþekkt verk eftir Mozart finnast. Meira
21. ágúst 1999 | Margmiðlun | 612 orð

Það er gott að vera vondur

Bullfrog gaf nýlega út leik að nafni Dungeon keeper 2. Leikurinn er beint framhald hins geysivinsæla Dungeon Keeper sem gefinn var út veturinn 1997. Í DUNGEON Keeper 2 tekur spilandinn að sér að stjórna stórri dýflissu fyrir æðri máttarvöld og reka í burt góðar hetjur sem haldið hafa dýflissunum undir jörðinni í þúsundir ára. Meira
21. ágúst 1999 | Tónlist | 513 orð

Þjófstartað með dixílandi

Bryan Shaw kornett, Howard Miyata básúnu, Pieter Meijers klarinett og sópransaxófón, Bruce Hutddelstone píanó, Stan Huddleston banjó, Earl McKee súsafón og söngur, og Charlie Castro trommur. Gestir: Randy Morris trompet, Joep Peeters altósaxófón, Árni Ísleifsson píanó, Nile- Bertil Dahlander trommur og Ruby Wilson söngur. Fimmtudagur 19. ágúst. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 105 orð

Þórður Hall til liðs við Meistara Jakob

NÝVERIÐ hafa aðstandendur Meistara Jakobs Listhúss að Skólavörðustíg 5, bætt Þórði Hall myndlistarmanni í sinn hóp. Þórður hefur starfað lengi að myndlist og hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Verk eftir Þórð eru í eigu helstu listasafna hérlendis og víða erlendis. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarlíf | 431 orð

Þyrnum stráður ferill Edwards Albees

LÍKLEGA hafa fæst af merkari leikritaskáldum tuttugustu aldarinnar átt minna láni að fagna á Broadway og Bandaríkjamaðurinn Edward Albee ­ nema ef vera skyldi Samuel Beckett, en leikrit hans "Beðið eftir Godot" var einungis sýnt 59 sinnum á Broadway árið 1956. Meira

Umræðan

21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 936 orð

Afsakið en ég heiti ekki gestur"

Sagt hefur verið með réttu að rónarnir hafi komið óorði á brennivínið. Forysta Heimdallar hefur því miður, segir Jón Kristinn Snæhólm, unnið frelsinu sama ógagn. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 661 orð

Eflum SUS á nýrri öld

Við megum aldrei gleyma því, segir Jónas Þór Guðmundsson, að baráttumál okkar og hugsjónir eru mikilvægari en karp og þref um hver skuli leiða baráttuna fyrir þeim. Meira
21. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 557 orð

Er vönun ekki alvörumál?

ÞROSKAHEFTUM manni hafa verið dæmdar bætur úr ríkissjóði vegna vönunar, hafði sú aðgerð farið fram án hans leyfis eða vitundar. Svona mannréttindabrot finnst mér vera nokkuð niðrandi fyrir lýðræðisríki og aðgerðin hlýtur að vera blettur á mannorði embættismanna og lækna sem að slíkri aðgerð stóðu. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 387 orð

Fylgja ber lögum

Því miður, segja þeir Haukur Örn Birgisson, og Einar Örn Ólafsson, virðist fulltrúavalið hafa farið fram með ólöglegum hætti í mörgum tilfellum. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 488 orð

Hugmynd um fegrun Laugardalsins LaugardalurinnSvo haga

Svo hagar til að enn hefur ekki verið reistur minnisvarði um stofnun lýðveldis okkar á árinu 1944, segir Andres Pétur Rúnarsson. Og er það þó einn merkilegasti áfanginn í sögu þjóðarinnar. Nú líður að því að lýðveldið eigi 60 ára afmæli ­ á árinu 2004. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 866 orð

Innlegg í pólitíska dýrafræði

Í ljós hefur komið í pistlum frjálshyggjumannsins að undanförnu, segir Heimir Már Pétursson, að það skiptir höfuðmáli hver á peningana. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1025 orð

Laugavegur 53b

Það er enn hægt að höggva á þennan hnút, segir Jon Kjell Seljeseth, og vonumst við nágrannarnir til að borgaryfirvöld og byggingaraðilinn sýni nú vilja til þess. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 527 orð

Málefnin í fyrirrúmi

Þegar ég gaf kost á mér til embættis formanns SUS næstu tvö árin, segir Sigurður Kári Kristjánsson, ákvað ég að leggja ríka áherzlu á að viðhalda öflugu starfi sambandsins og kynna rækilega þau stefnumál, sem ég stend fyrir. Meira
21. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1225 orð

Vending í byggðamálum á Vestfjörðum

Þau markmið sem hægt er að uppfylla á þessum tíma hafa gengið eftir, segir Egill Jónsson. Reynslan verður að segja til um framhaldið. Meira

Minningargreinar

21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 122 orð

Jón Þór Óskarsson

Okkur setur ætíð hljóð, þegar fregnir berast af fráfalli ungs fólks í blóma lífsins og með bjarta framtíð fyrir höndum. Við fáum ekki skilið þau grimmu örlög, en verðum að trúa því, að einhver æðri tilgangur sé þar að baki. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 150 orð

Jón Þór Óskarsson

"Dauðinn er eitt af því fáa sem maður trúir ekki, kanski það eina," skrifaði Halldór Laxness eitt sinn. En hvað þessi orð eru sönn þegar góður vinur og frændi er nú farinn frá okkur. Nú kveðjum við þig með miklum söknuði og okkur er þungt um hjarta en við munum minnast þín og biðja fyrir þér. Ég bið fyrir þér ó, elsku vin nú allt er hljótt. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 96 orð

Jón Þór Óskarsson

Jón Þór Óskarsson Þú, sem forðum fæddur varst í jötu, fyrir oss þræddir dauðans myrku götu. Líkna þeim sem sonar horfins sakna. Sefa harminn, láttu strenginn slakna! Um hans framtíð vonin geislum vafin, hann var svo ungur, dagur tæpast hafinn. Drottinn minn, þínir dómar eru þungir. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 593 orð

Jón Þór Óskarsson

Hræðilegt bílslys. Er þetta satt? Jón Þór dáinn. Það getur ekki verið. Svo óafturkræft, endanlegt. Allt virðist tilgangslaust... Enginn er viðbúinn svona hörmulegri frétt. "Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?" Við vorum 15 alls, frændsystkinin, barnabörnin afa og ömmu í Mýrakoti. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í þennan hóp. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Jón Þór Óskarsson

Flíspeysa, kaffibolli, bartar og skeggbroddar. Þannig kom Jón Þór okkur fyrir sjónir á göngum Lögbergs milli þess er hann sat lengur en flestir við tormelta doðrantana. Jón Þór var traustur félagi í samstæðri heild í bekknum og litlu samfélagi innan veggja Lögbergs. Þar kynnist fólk vel þegar það eyðir drjúgum tíma við lestur og kaffidrykkju. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 132 orð

Jón Þór Óskarsson

Kæri vinur. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman og margt vorum við búnir að gera skemmtilegt og oft spjölluðum við um hvernig framtíðin yrði, það var nú misjafnlega gáfulegt, enda ungir og áttum allt lífið framundan. Það var aldrei annað inni í myndinni en að við yrðum gamlir og skemmtilegir menn, en maður fær greinilega ekki að ráða sínum tíma. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Jón Þór Óskarsson

Þess vildum við óska að tilefni þessara stuttu skrifa væri mun lengra inn í framtíðina en nú. En staðreyndin er önnur og okkar hlutskipti er að minnast nú eins af okkur í Lávarðadeildinni með orðum sem verða aldrei nógu mörg eða nógu sterk til þess að lýsa þeim hug sem við bárum og berum til hans Jóns Þórs vinar okkar. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Jón Þór Óskarsson

Kæri vinur og félagi! Ég kveð þig með söknuði og vona og hugga mig við það að þín bíði verðugri verkefni annars staðar. Ég man þegar ég hitti þig fyrst, í ágúst 1991 í Mýrakoti. Þá fór ég eitthvað seint á fætur og þú gerðir mikið grín að mér við Ragnheiði Ástu og spurðir hana hvort ég gerði ekkert annað en að sofa, mér þótti það nú ekki mjög fyndið. Ég man líka þegar við hittumst síðast. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Jón Þór Óskarsson

Það er erfitt að koma orðum að þegar hörmulegir atburðir gerast, jafnvel svo að hinir orðglöðustu menn verða andlausir og og er þá mikið sagt. Nú á dögunum gerðist einn slíkur atburður er einn okkar félaga féll frá í hræðilegu slysi og kveðjum við hann með þunga og trega. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 111 orð

JÓN ÞÓR ÓSKARSSON

JÓN ÞÓR ÓSKARSSON Jón Þór Óskarsson fæddist hinn 4. júní 1976. Hann lést af slysförum laugardaginn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 8. mars 1949, og Óskar Hjaltason, sjómaður og bóndi, f. 16. mars 1952. Systkini Jóns Þórs eru Áslaug María, f. 6. júní 1974, og Kristinn Ragnar, f. 11. apríl 1991. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 142 orð

Lára Björgvinsdóttir

Elsku Lára frænka mín. Nú ert þú búin að fá lausnina frá þínum veikindum, horfin yfir móðuna miklu og komin þangað sem engin veikindi eru til og ég er viss um að hún Lára amma okkar hefur nú tekið vel á móti þér. Það hrannast upp minningarnar frá því við vorum litlar stúlkur sem munu lifa í hjarta mínu alla tíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 111 orð

Lára Björgvinsdóttir

Elsku Lára, um leið og ég kveð þig þakka ég þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég kynntist þér árið 1988 á sameiginlegum vinnustað okkar. Tíu ára kynni eru ekki mikið en á þeim tíma kynntist ég góðri konu. Af mörgum góðum stundum sem við áttum saman minnist ég sérstaklega utanlandsferðar og sumarbústaðarferðar sem við fórum saman fyrir fáeinum árum. Lífið virtist leika við þig. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Lára Björgvinsdóttir

Það dró mjög snöggt fyrir sólu hjá okkur mánudagsmorguninn 9. ágúst þegar okkur barst sú sorgarfregn að samstarfskona okkar, hún Lára, hefði kvatt þennan heim deginum áður, langt um aldur fram, aðeins 39 ára gömul. Þetta var okkur mikið áfall þó að vitað hafi verið að hverju stefndi. Sú spurning kemur upp í hugann hvers vegna lífið sé oft svona óréttlátt. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Lára Björgvinsdóttir

Elsku Lára, þökkum þér samfylgdina sem var svo allt of stutt. Við biðjum góðan Guð að vernda fjölskyldu þína og kveðjum þig með þessum orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 214 orð

Lára Björgvinsdóttir

Lára Björgvinsdóttir Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 26 orð

LÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR

LÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR Lára Björgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 19. maí 1960. Hún lést á Landspítalanum 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. ágúst. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Tómas Jónsson

Söngurinn, sögurnar, vísurnar, hestarnir, glaðværðin, jafnaðargeðið, frásagnarhæfileikinn. Þetta er það sem kemur upp í hugann þegar ég minnist þín. Alltaf varstu tilbúinn til að segja eina góða sögu, kasta fram vísu, svo ekki sé minnst á að taka lagið með fjölskyldunni og vinunum. Mikið var oft gaman og glatt á hjalla á Brekkugötunni þegar þú tókst flugið í góðri sögu. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Tómas Jónsson

Elsku tengdapabbi minn, nú hefur þú fengið hvíld eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég segi bara eins og Sigríður Edda sagði: "Mamma, er ekki bara betra að afi fái að deyja, þá líður honum betur?" Mig langaði í fáum orðum að kveðja þig, Tommi minn. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 270 orð

Tómas Jónsson

Elsku pabbi minn. Aldrei hefði ég trúað því hvað það hefur reynst mér erfitt að vita af þér og horfa upp á þig í þessum veikindum þínum og þjást með þér í huganum. Af hverju í ósköpunum þurfti þetta að koma fyrir þig? En við fáum líklega aldrei svör við því. En nú hefur Guð leyst þig frá þeim þrautum og tekið þig til sín, og nú getur þú sungið, spilað og hlegið á himnum. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Tómas Jónsson

Elsku afi minn. Það er erfitt að sætta sig við að nú sért þú farinn. Að ætla að skrifa um þig nokkur orð er nánast ómögulegt, bæði því þú varst mér svo góður vinur og félagi að góðu minningarnar eru svo margar að þær myndu fylla heila bók. Þín verður sárt saknað af öllum þeim sem þér hafa kynnst því þú varst svo mikill persónuleiki að allir voru vinir þínir. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 105 orð

Tómas Jónsson

Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur. Síðustu mánuðir eru búnir að vera erfiðir, þó sérstaklega fyrir ykkur mömmu. Við biðjum góðan Guð að vera með þér, og gefa mömmu þann styrk sem hún þarf á þessum tímamótum. Jón Júlíus og fjölskylda. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 830 orð

Tómas Jónsson

Eitt sinn var Gissur, sonur Ísleifs, hins fyrsta biskups á Íslandi og Döllu eiginkonu hans, staddur í Noregi og varð tíðrætt um hann við hirð Haralds konungs harðráða. Þá mælti konungur: "Af Gissuri má gera þrjá menn: Hann má vera víkingaforingi og er til þess vel fallinn. Þá má hann og vera konungur af sínu skaplyndi og í þriðja lagi biskup, og er hann til þess best fallinn. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 383 orð

Tómas Jónsson

Það var í byrjun árs 1993 að Tómas Jónsson frá Þingeyri hafði samband við okkur hjónin og bauð okkur störf við Tónlistarskólann á Þingeyri, ásamt organistastarfi. Satt best að segja leist okkur lítið sem ekkert á það í fyrstu að fara vestur á firði í þessum erindagjörðum. En maðurinn var sannfærandi og við ákváðum að slá til. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Tómas Jónsson

Mig langar til að minnast hér með nokkrum fátæklegum orðum kærs samferðamanns, Tómasar Jónssonar á Þingeyri. Þó kynni okkar hafi ekki staðið mjög lengi, þá var um margt eins og við hefðum átt langa samleið. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 663 orð

Tómas Jónsson

Nú þegar Tómas Jónsson er allur verður mér hugsað til þess hvað það hafi verið sem gerði hann svo sérstakan. Niðurstaða mín verður sú að það hafi verið hversu hann var traustur og heilsteyptur félagsmálamaður og litríkur og skemmtilegur félagi. Fyrstu kynni mín af Tómasi voru er hann nýlærður íþróttakennari kom austur í Vatnsdal til þess að segja ungmennafélögum til í greininni. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Tómas Jónsson

Með miklum trega og söknuði kveðjum við nú Tómas Jónsson fyrrverandi skólastjóra á Þingeyri. Margs er að minnast og af mörgu að taka og kemur okkur fyrst í huga barnaskólaárin okkar fyrir margt löngu þar sem við nutum leiðsagnar Tómasar. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 514 orð

Tómas Jónsson

Heiðursmaðurinn Tómas Jónsson hefur fengið hvíldina. Ég hitti hann fyrst í júní árið 1983 þegar ég var undirleikari Karlakórs Ísafjarðar og við héldum tónleika á Þingeyri. Samkomuhúsið var fullt og fín stemmning. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Tómas Jónsson

Samferðamenn okkar verða hluti af lífshlaupi okkar. Þar marka sumir dýpri spor í minningunni eins og gengur, þannig er um Tómas vin minn Jónsson. Lát Tómasar kom ekki á óvart. Veikindi steðjuðu að síðastliðinn vetur. Hinn miskunnarlausi sjúkdómur gaf engin grið. Á fögrum sumarmorgni var hann allur. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 396 orð

Tómas Jónsson

Örlögin geta verið svo grimm og miskunnarlaus. Illvígur sjúkdómur leggur mann að velli á örskömmum tíma. Enginn mannlegur lækningamáttur fær við nokkuð ráðið. Verks síns trúi þegn er á vettvangi sínum glaðbeittur, samviskusamur, alltaf reiðubúinn til allra góðra verka í þágu samborgara sinna og vina, kippt í burtu. Mitt í önn dagsins er hinn glaði og góði vinur allur. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Tómas Jónsson

Elsku pabbi minn. Mér finnst nærri ómöguleg tilhugsun að eiga aldrei eftir að hitta þig aftur. Það var svo gott að vera nálægt þér og þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Ég man vel þegar ég var lítil stelpa og hljóp á móti þér þegar þú varst að koma heim úr skólanum. Meira
21. ágúst 1999 | Minningargreinar | 206 orð

TÓMAS JÓNSSON

TÓMAS JÓNSSON Tómas Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 6. júní 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, skósmiður og síðar bóndi, og Valgerður Efimía Tómasdóttir. Systkini hans, sem öll eru látin, voru: Haraldur, Sigurður (dóu ungir), Ingibjörg, Jóhannes og Oddur. Hinn 7. Meira

Viðskipti

21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Aðalfundur Norrænna markaðsfélaga

Aðalfundur Norrænna markaðsfélaga AÐALFUNDUR Nordisk Markedsföringsforbund, Norrænna markaðsfélaga, var haldinn á Íslandi í fyrsta skipti í gær. ÍMARK, Félag íslensks markaðsfólks, gekk í samtökin í fyrra og tók því nú í fyrsta skipti þátt í vali á Markaðsmanni Norðurlanda, sem valinn er þriðja hvert ár. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Afkoman í samræmi við áætlanir

Samvinnuferðir-Landsýn hf. var rekið með 34,3 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins og er það svipað og á sama tímabili á síðasta ári en þá var tapið 25,7 milljónir króna. Niðurstaðan er í samræmi við áætlanir félagsins en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir 40 milljóna króna haganaði af rekstrinum á þessu ári. Eðli þeirrar starfsemi sem félagið stundar, þ.e. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 747 orð

Afkoman mun lakari en í fyrra

REKSTRARHAGNAÐUR Samherja hf. fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs nam 200 milljónum króna, og er þetta mun lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra, en þá nam hagnaðurinn 506 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 4.552 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins, samanborið við 4.809 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld námu 3.813 milljónum króna en voru 3. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Allt hlutafé selt til forkaupsréttarhafa

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Íslenska hugbúnaðarsjóðsins er lokið og var allt hlutafé í útboðinu selt til forkaupsréttarhafa, samtals 265 milljónir króna að nafnvirði. Verður því ekkert selt í almennri sölu sem vera átti frá 23.­26. ágúst næstkomandi. Forkaupsréttarhafar skráðu sig fyrir rúmum 368 milljónum króna að nafnvirði og því varð umframáskrift upp á rúmar 103 milljónir króna. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 41 orð

Búnaðarbankinn með 5% hlut í Skeljungi

VERÐBRÉFAÞINGI Íslands hefur borist tilkynning um að Fjárfestingarsjóður Búnaðarbankans, ÍS-15, hafi aukið hlut sinn í Skeljungi hf. og hann sé nú 5%. Í tilkynningunni kemur fram að eignarhlutur Fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans fyrir þessi kaup hafi verið 2,9%. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 322 orð

Eftirlitshlutverk með innherjaviðskiptum skilgreint

PÁLL G. Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir talsverða vinnu hafa farið fram hjá Fjármálaeftirlitinu og Verðbréfaþinginu til að skilgreina hlutverk Verðbréfaþings Íslands annars vegar og Fjármálaeftirlitsins hins vegar og sú vinna standi enn yfir. "Okkur er fullljóst hlutverk okkar í eftirliti á verðbréfamarkaði. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Evrópsk bréf og Dow hækka, skuldabréf í jafnvægi

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í gær og var það að hluta til að þakka fregnum af samstarfi þriggja japanskra banka sem og jákvæðum fregnum af Wall Street. Lítil tíðindi voru hins vegar á skuldabréfamarkaði skömmu fyrir vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans á þriðjudaginn þar sem almennt er búist við að vextir verði hækkaðir. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 361 orð

Hagnaðurinn hefur aukist um 35,7%

MJÖG góð afkoma var hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrri hluta ársins 1999 og var hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 117,2 milljónir króna en að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam hagnaður tímabilsins 76,1 milljón króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir skatta 87,7 milljónir króna og hagnaður eftir skatta 56,1 milljón króna og hefur hagnaðurinn því aukist um 35,7%. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 445 orð

Hefur eignast 90% hlut í Árnesi hf.

HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfélaga þess, Faxamjöls hf. og Árness hf., nam 361 milljón kr. á fyrstu sex mánuðum ársins sem er rúmlega 14% af rekstrartekjum. Hagnaður félagsins var heldur minni á sama tíma á síðasta ári, eða 324 milljónir kr. Afkoman er svipuð og stjórnendur félagsins og verðbréfafyrirtækin gerðu ráð fyrir. Á fyrri hluta ársins keypti Grandi hf. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Héðinn hf. með 33 milljóna hagnað

REKSTRARHAGNAÐUR Héðins hf. samkvæmt rekstrarreikningi fyrstu sex mánuði ársins nam 33 milljónum króna, sem er 8% lægra en á sama tíma árið áður. Tekjuaukning var 10% en rekstrarkostnaður hækkaði um 12%. Eigið fé í lok júní síðastliðins nam 391 milljón króna að meðtöldu hlutafé að nafnvirði 100 milljónir króna og hefur eigið fé hækkað um 29% á einu ári. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 477 orð

Minni hagnaður af reglulegri starfsemi

HAGNAÐUR Haraldar Böðvarssonar hf. (HB) á fyrstu sex mánuðum þessa árs var 361 milljón króna samanborið við 270 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tekjur vegna sölu á 7% hlut HB í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hf. eru meginskýring aukins hagnaðar milli ára en afkoma af reglulegri starfsemi minnkar aftur á móti um 171 milljón, var 68 milljónir nú en rúmar 239 milljónir fyrri hluta síðasta árs. Meira
21. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 329 orð

Væntingar gengið eftir

AFKOMA íslenskra hlutafélaga á fyrri helmingi ársins hefur verið betri en spár fjármálafyrirtækja gerðu að jafnaði ráð fyrir í júní, að því er fram kemur í Morgunpunktum Kaupþings á þriðjudag. Í spám fjármálafyrirtækja var reiknað með verulega auknum hagnaði miðað við fyrstu sex mánuði síðasta árs en afkoman er í langflestum tilfellum mun betri en spáð var og skeikar í sumum tilvikum hundruðum Meira

Daglegt líf

21. ágúst 1999 | Neytendur | 756 orð

Ein tegundin seld á Íslandi

DANSKA neytendastofnunin gerði nýlega athugasemdir við fjórar tegundir barnavagna þar sem bremsurnar virkuðu ekki sem skyldi. Ein tegund þessara barnavagna, Clara, hefur verið seld í Rúmfatalagernum um skeið. Þangað geta eigendur nú komið með vagnana í lagfæringu. Meira
21. ágúst 1999 | Neytendur | 507 orð

Spurt og svarað um neytendamál

Gamlar tölvur ekki endurnýttar Spurning: Eru gamlar tölvur sem skilað er inn til Sorpu endurnýttar á einhvern hátt? Svar: "Tölvurnar eru flokkaðar sem brotamálmur og fara í framhaldi af því til málmendurvinnslunnar Furu í Hafnarfirði sem sér um niðurrif á brotamálmi," segir Ragna Halldórsdóttir hjá Sorpu, Meira
21. ágúst 1999 | Neytendur | 228 orð

(fyrirsögn vantar)

1. Barnið má hvergi geta klemmt fingurna. 2. Skrúfur og annað lauslegt þarf að standast próf kokhólksins sem hægt er að nálgast hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og í ýmsum apótekum. 3. Fjarlægðin milli handfangs og skerms á að vera minnst 17 cm þegar vagninn er uppsettur. 4. Meira

Fastir þættir

21. ágúst 1999 | Í dag | 45 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 21. ágúst, verður fimmtugur Theodór Júlíusson, leikari, Þinghólsbraut 41, Kópavogi. Í tilefni þess tekur hann ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Stefánsdóttur, sem verður fimmtug hinn 25. nóvember, á móti ættingjum, vinum og samstarfsfólki á veitingahúsinu Broadway, föstudaginn 27. ágúst kl. 21. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Mánudaginn 23. ágúst verður fimmtugur Jón Ágúst Stefánsson, sölustjóri hjá Sólningu, Byggðarholti 19, Mosfellsbæ. Hann og eiginkona hans, Sigrún Högnadóttir tannsmiður taka á móti ættingjum og vinum í Kiwanis-húsinu, Mosfellsbæ, í dag laugardaginn 21. ágúst, milli kl. 18 og 21. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 55 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. ágúst, verður sjötugur Karl Gústaf Ásgrímsson, vegaeftirlitsmaður, Kópavogsbraut 97, Kópavogi. Í tilefni afmælisins taka hann og eiginkona hans, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, á móti ættingjum og vinum laugardaginn 21. ágúst kl. 17 á heimili sínu og í tjaldi. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 38 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. ágúst, verður sjötugur Hallur Bjarnason málarameistari, Jörundarholti 20a, Akranesi. Eiginkona hans er Guðrún Vilhjálmsdóttir. Þau verða að heiman í dag. Myndavíxl urðu við birtingu í gær og er beðist velvirðingar á því. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 43 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Mánudaginn 23. ágúst verður sjötíu og fimm ára Þorsteinn M. Gunnarsson sjómaður, Gunnólfsgötu 2, Ólafsfirði. Eiginkona hans er Anna Gunnlaugsdóttir. Þau hjón taka á móti ættingjum og vinum í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði á morgun, sunnudaginn 22. ágúst, kl. 15. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 112 orð

Árangur A-V:

Fimmtudaginn 12. ágúst sl. spilaði 21 par Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Úrslit urðu: Árangur N-S: Eysteinn Einarss. ­ Magnús Halldórss.255 Júlíus Ingibergss. ­ Ólafur Ingvarss.250 Viggó Nordquist ­ Eyjólfur Halldórsson245 Árangur A-V: Albert Þorsteinsson ­ Björn Árnason250 Sigtryggur Ellertss. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 558 orð

Barist gegn berklabakteríunni

NÁLEGA þriðjungur jarðarbúa er smitaður af berklum að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, WHO. Árið 1997 smituðust 7,96 milljónir manna í heiminum af sjúkdómnum og er rúmlega helmingur þeirra búsettur í fimm löndum í Suðvestur-Asíu. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Þurý Ósk Axelsdóttir og Kristmundur Guðleifsson. Heimili þeirra er að Öldutúni 8, Hafnarfirði. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 135 orð

Dómkirkjan og Fríkirkjan.

Dómkirkjan og Fríkirkjan. Í tilefni Menningarnætur: Helgistund Dómkirkju og Fríkirkju haldin í Fríkirkjunni kl. 23.15. Anna Sigríður Helgadóttir, Hörður Bragason o.fl. flytja létta tónlist. Kári Þormar organisti leikur á orgelið fyrir athöfnina. Prestar sr. Jakob Á. Hjálmarsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 458 orð

Eitt lýsishylki á dag eykur lífslíkurnar

FÓLK sem hefur orðið fyrir hjartaáfalli getur dregið úr hættunni á dauða vegna sjúkdóma, sem tengjast hjartanu, um 30% með því að taka inn lýsishylki á hverjum degi, samkvæmt nýrri ítalskri rannsókn. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 866 orð

Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti.

Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Fermdur verður Jóhann Valdimar Eyjólfsson, Aðallandi 6. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 908 orð

Heima og heiman Íslendingar geta augljóslega tileinkað sér nýja siði í umgengni við áfengi. Hefði það ekki einhvern tíma þótt

Stundum er því haldið fram að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Líklega rétt, en það hlýtur þó að vera hægt. Og fólk getur einnig tileinkað sér nýja siði. Ný viðhorf og nýja hugsun. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 908 orð

Heitir draumar

ÞEGAR húmið leggst yfir mann á heitu ágústkvöldi og jöklarnir skríða til sjávar líkt og fornar skepnur sem vaknað hafa af dvala til að vitja uppruna síns, límist vitundin við varma loftið og líður með því í hring um landið og miðin. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 739 orð

Hvað er handleiðsla? SGYLFI ÁSMUNDSSON SVARAR SPURNINGUM LESEND

Ferlihandleiðsla Spurning: Á undanförnum árum heyrir maður oft minnst á að starfsfólk fái handleiðslu í starfi sínu. Einkum á þetta við um starfsfólk sem vinnur að hjúkrun eða meðferð sjúklinga. Meira
21. ágúst 1999 | Dagbók | 856 orð

Í dag er laugardagur 21. ágúst, 233. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Va

Í dag er laugardagur 21. ágúst, 233. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Orðskviðirnir 10, 32) Skipin Reykjavíkurhöfn: Sunny One og Hilda Knudsen koma í dag. Meira
21. ágúst 1999 | Dagbók | 124 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 blámaður, 4 ritum,

Kross 1LÁRÉTT: 1 blámaður, 4 ritum, 7 stoppa í, 8 heitir, 9 nugga, 11 sigaði, 13 falleg, 14 bor, 15 bráðum, 17 finn að, 20 hljóma, 22 þrautir, 23 hármikil, 24 sér eftir, 25 sár. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 171 orð

Mikil neysla fitu tengd offitu barna

NEYSLA fituríkrar fæðu er ein af meginástæðum offitu barna, samkvæmt rannsókn bandarískra vísindamanna. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að tilraunir "til að koma í veg fyrir offitu barna kunni að bera árangur sé athyglinni beint að fituneyslu þeirra allt niður að fjögurra ára aldri," skrifar einn vísindamannanna, Shay M. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 28 orð

Morgunblaðið/Jim Smart. ÞESSAR knáu stúlkur tóku þátt í söfnun

Morgunblaðið/Jim Smart. ÞESSAR knáu stúlkur tóku þátt í söfnunarátaki ABC hjálparstarfsins og söfnuðu þær með tombólu 4.950. kr. Þær heita Eydís Ósk Hilmarsdóttir, Oddný Ómarsdóttir og Emma Lovísa Diego. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 187 orð

Nýtt svefnlyf

SONATA heitir nýtt svefnlyf sem nýlega var samþykkt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu, FDA. Áhrif lyfsins vara einungis í fjórar klukkustundir þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vera undir áhrifum að morgni, jafnvel þótt komið sé langt fram á nótt þegar lyfið er tekið inn. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 34 orð

ODDUR OG EGG

Varizt þér, og varizt þér, vindr er í lofti, blóði mun rigna á berar þjóðir, þá mun oddr og egg arfi skipta. Nú er hin skarpa skálmöld komin. Úr Sturlinga sögu 1238. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 444 orð

Tengsl milli kirkjurækni og langlífis

ALDRAÐ fólk, sem sækir kirkju reglulega, kann að búa yfir leyndardómi langlífis. Að minnsta kosti bendir ný rannsóknarskýrsla til þess að aldrað og kirkjurækið fólk sé ekki aðeins heilbrigðara heldur einnig langlífara en þeir sem sjaldan sækja kirkju. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1810 orð

Umhverfis Hraun í Öxnadal

ÞEGAR hringvegurinn er ekinn frá Akureyri í átt til Reykjavíkur er fyrst farið inn Þelamörk í Hörgárdal, en þegar ekið er yfir Bægisána er komið í Öxnadalinn, sem í raun er hliðardalur Hörgárdals. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 393 orð

Var Kristur aldrei á fyrsta árinu?

ÉG hef aldrei þótzt vera mikill stærðfræðingur en þegar talnaspekingar halda því fram að árþúsundamót verði ekki fyrr en árinu 2000 sé lokið og árið 2001 renni upp þá get ég ekki á mér setið og legg hér örfá orð í belg. Hver einasti maður fæðist árið 0, miðað við eigin ævi. Síðan er hann á fyrsta árinu þangað til hann verður eins árs, þ.e.a.s. árið 1 rennur upp í lífi hans. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 544 orð

VÍKVERJI er í hópi hinna fjölmörgu sem hafa furðað sig á ummælum nýs umhve

VÍKVERJI er í hópi hinna fjölmörgu sem hafa furðað sig á ummælum nýs umhverfisráðherra í Eyjabakkamálinu. Málið snýst nefnilega ekki um persónulegt fegurðarmat ráðherrans heldur um náttúru- og dýraverndunarsjónarmið almennt. Víkverja er nefnilega að verða æ betur ljóst hvað hálendið er dýrmætt. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 25 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða kross Íslands o

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða kross Íslands og söfnuðu kr. 2.926. Þær heita Kristín Benediktsdóttir og Stefanía Karlsdóttir. Á myndina vantar Katrínu Ingvarsdóttur. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 26 orð

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 4.541 til styr

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 4.541 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Þórunn Guðmundsdóttir, Björg M. Ólafsdóttir, Valdís Ingimarsdóttir og Kristján Már Ólafsson. Meira
21. ágúst 1999 | Í dag | 29 orð

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tómbólu og söfnuðu kr. 2.338 til styrktar

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tómbólu og söfnuðu kr. 2.338 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Henrik Biering Jónsson, Atli Dagur Sigurðsson, Sólrún Dögg Sigurðardóttir, Bryndís Hall og Bjarki Hall. Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Trúrækni Kirkjurækið fólk reynist njóta meiri félagslegs stuðnings. Berklar Viljum gjarnan að berklar verði sjúkdómur sem heyri sögunni til. Svefnlyf Freistingin til að taka lyfið inn að kvöldi ekki mikil. Fita Meira
21. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1002 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1019. þáttur Haraldur Sigurðsson bankamaður og rithöfundur á Akureyri hefur ódræpan áhuga á velferð íslenskrar tungu. Hann hefur skrifað mér langt bréf og snöfurlegt sem ég þakka kærlega. Ég birti bréfið að langmestu án athugasemda. Annað mundi slæva stíl H.S. Meira

Íþróttir

21. ágúst 1999 | Íþróttir | 179 orð

Erfið ferð til Úkraínu

FERÐALAG íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem hugðist halda til Úkraínu í gærkvöld, riðlaðist vegna mikilla tafa sem urðu á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli gær. Hópurinn ætlaði að fara til Kaupmannahafnar snemma í gærmorgun og fljúga þaðan til M¨unchen. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 82 orð

Frakkland

Vináttulandsleikur Kavala, Grikklandi: Grikkland - El Salvador3:0 Angelos Basinas 40, Nikos Lymberopoulos 50, Apostolis Liolidis 81. 500. Þýskaland Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 57 orð

Ísland lagði Írland

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum undir 18 ára aldri, lagði írska liðið að velli í Evrópukeppninni í Ungverjalandi í gær, 2:0. Guðrún Gunnarsdóttir og Elfa B. Erlingsdóttir skoruðu mörkin. Ísland vann Eistland á miðvikudag, 11:0. Íslenska liðið mætir næst Ungverjum, sem töpuðu fyrir Írum 4:0. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 150 orð

Íslensku kylfingarnir sátu eftir

KRISTINN Árnason, Golfklúbbi Reykjavíkur, og Ólafur Már Sigurðsson úr Keili komust hvorugur áfram eftir tvo hringi á Evrópumóti áhugamanna, sem lýkur í dag á Wentwood Hills-vellinum í Newport í Wales. Kristinn átti góða möguleika á að tryggja sér þátttökurétt í dag eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 75 höggum, þremur yfir pari. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 332 orð

KNATTSPYRNABrynjar Björn vekur ath

NORSKA dagblaðið Verdens Gang segir að kaup sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte á íslenska landsliðsmanninum Brynjari Birni Gunnarssyni frá Vålerenga séu þau bestu sem sænskt félagslið hafi gert. Að sögn blaðsins hefur frammistaða Brynjars vakið verðskuldaða athygli, hann sé meðal bestu miðvarða deildarinnar og sé undir smásjá erlendra liða. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 117 orð

Lemgo lagði Kiel

LEMGO sigraði meistara Kiel í opnunarleik leiktíðarinnar í handbolta í Þýskalandi. Leikur meistaradeildarinnar og bikarmeistara er árlegur viðburður. Sem kunnugt er sigraði Kiel bæði deild og bikar síðasta ár. Leiknum lauk með sigri Lemgo 25:24, eftir 12:12 í leikhlé. Kiel hafði forystu, 23:19, skömmu fyrir leikslok en Lemgo sýndi mikinn baráttuvilja og vann góðan sigur. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 179 orð

LÖGREGLA í Staffordshire verður með við

LÖGREGLA í Staffordshire verður með viðbúnað er Lárus Orri Sigurðsson og félagar hans í Stoke taka á móti Millwall í 2. deildinni í Englandi á laugardag. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 988 orð

"Mörk eru mín ástríða"

MARGIR menn eru kunnir af markaskorun í neðri deildum ensku knattspyrnunnar. Sumir hafa aldrei fengið tækifæri til að reyna sig meðal hinna bestu, aðrir hafa spreytt sig og brugðist. Það er reglan fremur en hitt. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 1053 orð

Óskrifað blað

FJÓRIR Íslendingar verða á meðal rúmlega 2.000 keppenda frá 205 þjóðum sem taka þátt í HM í Sevilla en keppni þar hefst í dag og stendur fram á annan sunnudag. Ívar Benediktsson er á mótsstað og veltir hér vöngum yfir möguleikum íslensku keppendanna á að skipa sér í allra fremstu röð á mótinu. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 101 orð

Vignir vann sigur í Texas

Vignir Grétar Stefánsson, 22 ára júdómaður úr Ármanni, vann í -73 kg flokki á háskólamóti sem haldið var í Dallas í Texas. Vignir, sem keppti fyrir hönd ATM-háskólans í Texas, var útnefndur maður mótsins en hann hafði fullnaðarsigur á öllum andstæðingum sínum, eða á Ipponi. Í úrslitaglímunni vann Vignir bandarískan landsliðsmann, Seth Bregman. 12 keppendur tóku þátt í -73 kg flokki. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 687 orð

Þeir bestu samankomir í Þýskalandi

HANDKNATTLEIKSKAPPINN Talant Dujshebajev hjá Minden leikur nú sitt þriðja keppnistímabil í þýsku deildinni. Dujshebajev er eini leikmaðurinn í handboltasögunni sem hefur unnið verðlaun á Ólympíu- og heimsmeistaramóti með fjórum þjóðlöndum. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 139 orð

Þúsundir manna biðu Helga

Á milli 2­3 þúsund stuðningsmenn gríska 1. deildarliðsins Panathinaikos biðu eftir að sjá Helga Sigurðsson, sem nýlega er genginn til liðs við félagið, er hann kom til Aþenu í gærkvöld. Þá biðu fimm sjónvarpsstöðvar og fjöldi blaðamanna eftir leikmanninum í von um að ná tali af honum. Mikið hefur verið fjallað um kaup félagsins á Helga í grískum fjölmiðlum. Meira
21. ágúst 1999 | Íþróttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

21. ágúst 1999 | Úr verinu | 232 orð

Meðalaflinn á dag um 10 tonn

AFLABRÖGÐ íslensku togaranna í Barentshafi hafa verið með eindæmum dræm síðustu daga, aðeins 1­2 tonn á sólarhring. Nú eru 10 íslenskir togarar að veiðum í Barentshafi, á svokölluðu Bjarnareyjarsvæði. Þeir eru Frosti ÞH, Eyborg EA, Haraldur Kristjánsson HF, Margrét EA, Björgvin EA, Snorri Sturluson RE, Skutull ÍS, Barði NK, Sigurbjörg ÓF og Málmey SK. Meira
21. ágúst 1999 | Úr verinu | 388 orð

Úr 1,6 milljónum í 600.000 tonn

RÚMLEGA 600.000 tonn af úthafskarfa mældust ofan við 500 metra dýpi í mánaðarlöngum rannsóknaleiðangri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa í sumar. Íslendingar og Norðmenn stóðu að sambærilegum leiðangri 1994 og þá mældust 2,2 milljónir tonna en í leiðangri Rússa, Þjóðverja og Íslendinga 1996 mældust 1,6 milljónir tonna. Meira

Lesbók

21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 370 orð

AFRÍSK-ÍSLENSK SLAGVERKSMESSA

NÝTT verk eftir Gunnlaug Briem verður frumflutt á Menningarnótt og verður notað til að kalla fólk saman fyrir flugeldasýninguna við Reykjavíkurhöfn. Fimm trommuleikarar og tveir slagverksleikarar taka þátt í flutningnum sem fer fram aftan á tengivagni sem ekur frá Hljómskálagarðinum, út Lækjargötuna og að höfninni. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 712 orð

"ÁLEIT ÞETTA AÐEINS ÞREIFINGAR OG UPPHAF"

FYRSTUR til að sýna í hinum nýja sal í Hafnarhúsinu er einn af frumkvöðlum grafíklistar hér á landi, Bragi Ásgeirsson, en hann er heiðursfélagi í félaginu Íslenskri grafík. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Frumsköp, eru grafíkverk og teikningar Braga frá árunum 1948­1960 og hafa sumar myndanna aldrei verið sýndar áður. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2321 orð

BJART FRAMUNDAN EÐA ALLT AÐ HRYNJA? EFTIR JOHN TIERNEY Um þessar mundir áttu olía og ýmsir málmar að vera á þrotum og mannkynið

ÁRIÐ 1798 gaf Thomas Malthus út bók þess efnis að mannfjölgun í heiminum stefndi í óefni, fæðuskortur yrði óhjákvæmilegur með þessu áframhaldi, og eina vonin um betri tíð fælist í því að koma góðu eða illu í veg fyrir það að menn ykju kyn sitt fyrirhyggjulaust. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð

BLAÐAÐ Í GÖMLUM SKJÖLUM

Í BORGARSKJALASAFNINU verða opnar dyr fyrir gesti á Menningarnótt. Þar munu leikararnir Vigdís Gunnarsdóttir og Friðrik Friðriksson lesa upp úr gömlum skjölum, Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur fjallar um næturlíf í Reykjavík sl. 50 ár og boðið verður upp á skoðunarferðir um nýtt húsnæði safnsins. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1112 orð

BROT ÚR SAMTÖLUM VIÐ BORGES

Í NÝÚTKOMNU sjálfsævisöguriti segir Jorge Luis Borges á einum stað: "Enn einn dagdraumur minn er að fara pílagrímsför til Íslands..." Nú hefur sá draumur rætzt. Hann rifjar upp það sem Morris sagði eitt sinn: "Þú ert að fara til Íslands," var sagt við hann. "Nei," svaraði hann. "Ég er að fara pílagrímsför til Íslands," sagði hann. Það sama segi ég. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1835 orð

Dagskrá Menningarnætur Reykjavíkur

Kl. 15:45 Upphaf Menningarnætur í Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu: Harmonikkuleikur. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, setur hátíðina. Hallgrímur Helgason, rithöfundur, flytur ávarp. Hópur ungs fólks frá Marokkó, Túnis, Finnlandi og Íslandi dansar og flytur framandi tónlist. Borgarbókasafnið, Þingholtsstræti 29a. Brugðið á leik í bókasafninu. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 282 orð

(efni 21. ágúst)

Er svart eða bjart framundan? Í grein eftir Gene Tierney eru raktir andstæðir framtíðarspádómar. Annars vegar er tekið dæmi af spádómi Pauls Erlich frá 1968, en hann taldi mannkynið komið á leiðarenda; málmar og olía væru á þrotum og offjölgun mannkynsins mundi innan áratugs leiða af sér stórfelldan mannfelli. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 261 orð

FIRMA '99

FIRMA '99 er heiti á annarri sýningu í röð þriggja stórsýninga sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stendur fyrir í tilefni að 25 ára afmæli sínu. Fyrsta sýningin var "Strandlengjan" (1998), einhver fjölsóttasta myndlistarsýning í Reykjavík í áraraðir. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1679 orð

FIRMA '99 Í NÝJU RÝMI

Í grundvallaratriðum sameinast myndverkin á útisýningu Myndhöggvarafélagsins um eitt meginatriði, segir AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR. Þau hverfast öll á einn eða annan hátt um hið geysivíða og stóra hugtak RÝMI, sem er lykilorð til skilnings á samtímaskúlptúr. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

FIRMA '99, útisýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, ver

FIRMA '99, útisýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, verður formlega opnuð í dag klukkan 17. Boðið er upp á opnunarferð um sýninguna og hefst hún í Árbæjarsafni klukkan 12:30. Sýningin er dreifð um tíu staði í borginni þar sem eru verk átta félaga í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur og tveggja gesta frá öðrum menningarborgum ársins 2000. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 48 orð

GRJÓTAÞORP

Með virðingu fyrir spýtum og blikkjárni fer ég í sunnudagsgöngu á gamalli slóð Ég gleðst undrun breytinga á tímanstönn gamla borgarhlutans: Grjótaþorp þrúgandi þrengsli gangstíga hefur horfið með forinni Lofsyngjum það hávaðalaust á spariskónum gömlum og nýjum Höfundurinn er skáld og Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1366 orð

GRÓFIN OG GÖMLU HÚSIN LJÓSMYNDIR OG TEXTAR: GÍSLI SIGURÐSSON

ÞEGAR farið er norður eftir Hafnargötunni, sem er aðalgatan í miðbæ Keflavíkur, er komið á svæðið þar sem byggð hófst í Keflavík. Þar sem standa tvö rauðmáluð gömul hús, er upphaf verzlunarstaðarins Keflavíkur. Í daglegu tali eru þau nefnd Duushúsin og er lofsvert að þeim er vel við haldið og verður senn fundið hlutverk við hæfi. Húsið til vinstri á myndinni er kallað Gamla búðin. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 33 orð

Handverksdagur í Árbæjarsafni

HANDVERK verður í hávegum haft á handverksdegi í Árbæjarsafni á morgun, sunnudag. Þá gefst gestum tækifæri til að kynnast þjóðlegum hefðum og faglegu handverki. Myndin er tekin í eldsmiðjunni í Árbæjarsafni. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

HEKLA Á GEISLAPLÖTU

SÆNSKA útgáfufyrirtækið BIS hefur gefið út geislaplötu með verkum Jóns Leifs, leiknum af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn En Shao. Í kynningu með plötunni segir Árni Heimir Ingólfsson, að verkin spanni svo að segja alla starfsævi Jóns Leifs. "Elzta verkið (svítuna úr Galdra-Lofti op. 6a) hóf Jón að semja á unglingsárum sínum, en þegar hann lauk við Hinstu kveðju op. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

KVENNABLÓMI 1943

ÁRIÐ 1943 var síðari heisstyrjöldin í algleymingi, en þrjú síðustu árin höfðu orðið mikil umskipti á Íslandi með nægri atvinnu eftir kreppu og langt kyrrstöðutímabil. Unga fólkið fylgdist vel með tízkunni og fyrirmyndirnar voru ekki síst sóttar í kvikmyndir, svo til einförðungu amerískar, sem þá voru sýndar í Gamla Bíói, Nýja Bíói og Tjarnarbíói. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 473 orð

MYNDLIST

Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Stöðlakot Guðný Svava Strandberg. Til 22. ágúst. Gallerí Sævars Karls Pétur Magnússon. Til 26. ágúst. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs List um list/forvarsla. Til 10. okt. Vestur- og Austursalur: Björg Örvar og Dora Bendixen. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 243 orð

NOKKRIR FREMSTU RITHÖFUNDAR DANA

NOKKRIR af helstu rithöfundum Dana heiðra Reykjavík með nærveru sinni á menningarnótt en þeir eru hingað komnir til þess að taka þátt í Íslandsheimsókn Dönsku akademíunnar, sem þeir eru félagar í. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1657 orð

NÝ OG ÓVÆNT SJÓNARMIÐ EFTIR ESTHER VGNSDÓTTUR Kenningar þeirra Bohms og Pribram opna nýja og dýpri sýn á tilveruna. Á

Kenningar þeirra Bohms og Pribram opna nýja og dýpri sýn á tilveruna. Á stærðfræðilegan hátt býr heilinn til hlutlægan veruleika með túlkun á sveiflutíðni sem á uppruna sinn á öðru sviði tilverunnar, dýpra tilverusviði sem er utan tíma og rúms. Veruleikinn handan öreindasviðsins Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 220 orð

NÝTT LÍF Í LÆKJARGÖTU

ÚTIBÍÓ er nýjung í dagskrá menningarnætur. En Kvikmyndafélag Íslands, sem til að mynda hefur staðið að Stuttmyndadögum, ætlar að bjóða gestum í bíó utan á Íslandsbanka í Lækjargötu. Hugmyndin er þekkt víða erlendis og útibíó eru algeng á kvikmyndahátíðum í þeim borgum í Evrópu sem búa við hlýrra loftslag. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

RICHTER MESTI HLJÓÐFÆRALEIKARI ALDARINNAR

RÚSSNESKI píanóleikarinn Sviatoslav Richter er mesti hljóðfæraleikari aldarinnar að mati gagnrýnenda brezka tónlistarblaðsins Classic CD. Gagnrýnendurnir tilnefndu hver þá 20 hljóðfæraleikara sem þeir telja að verði minnzt sem mestu hljóðfæraleikara aldarinnar og varð Richter þar efstur, en í öðru og þriðja sæti urðu landar hans, David Oistrakh, fiðluleikari og stjórnandi, Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 333 orð

STÓR ÁFANGI FYRIR FÉLAGIÐ

Félagið Íslensk grafík opnar í kvöld nýtt verkstæði og sýningarsal í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR heyrði hljóðið í formanni félagsins, Höskuldi Harra Gylfasyni, og fyrsta sýnandanum í nýja salnum, Braga Ásgeirssyni. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 836 orð

SVARTHOL Eina spekin, sem við getum vænst að ná, er speki auðmýktarinnar. T.S. Eliot.

Eina spekin, sem við getum vænst að ná, er speki auðmýktarinnar. T.S. Eliot. OFT kími ég með sjálfum mér þegar ég rekst á greinar í blöðum og tímaritum um nýjustu kenningar vísindamanna um uppruna alheimsins. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 280 orð

SÆNSKUR ORGANISTI Í HALLGRÍMSKIRKJU

NÆSTSÍÐASTA helgi Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju fer nú í hönd, og á sunnudagskvöld kl. 20.30 verða þar tónleikar með sænska organistanum Lars Andersson frá Stokkhólmi. Á efnisskrá Anderssons eru fimm verk. Fyrst leikur hann 6. þáttinn úr Les corps glorieus eftir Olivier Messiaen. Þetta verk skrifaði Messiaen árið 1939 og í 6. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 512 orð

SÖNGUR, HLJÓÐFÆRALEIKUR OG LEIKLIST

Í ÓPERUNNI verður boðið til tónlistar- og leiklistarveislu á Menningarnótt. Þetta er í fyrsta skipti sem Óperan opnar dyr sínar fyrir gestum Menningarnætur og hefjast dagskrárliðirnir kl.20.00, 21.15 og 22.45. Hver dagskrárliður er um 50 mínútur að lengd. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 492 orð

TRÖLLABÖRN VIÐ TJÖRNINA

Í IÐNÓ verður boðið upp á fjölskyldudagskrá á Menningarnótt. Flutt verður leikritið Kraftar, rithöfundar lesa úr verkum sínum og leikin verður tónlist. Dagskráin byrjar á heila tímanum og er um 40 mínútur að lengd. Fyrsti dagskrárhluti hefst kl. 17.00 og sá síðasti kl. 21.00 og þannig gert ráð fyrir að allir nái niður að höfn fyrir flugeldasýningu. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 460 orð

VAKAÐ AF LIST

MENNINGARNÓTT er nú haldin í fjórða skipti. Í fyrra gerðu um 30.000 manns sér ferð í bæinn og líkt og áður er lögð áhersla á að sem flestir viðburðir séu fólki að kostnaðarlausu. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 478 orð

Virkt félag

MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ í Reykjavík var stofnað 1972. En nokkrum árum áður var varpað fram þeirri hugmynd í stjórn Myndlistarskóla Reykjavíkur að breyta þyrfti hugarfari fólks varðandi myndlist. Ekki síst höggmyndalist, því fleira félli í þann ramma en höggmyndir. Í framhaldi voru haldnar sýningar á Skólavörðuholtinu fjögur ár í röð. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

ÞAÐ KVÖLD

Það kvöld var hátíð, ég kenni ylinn verma enn gegnum vetrarbylinn. Ég leiddi hana, en ljósin brunnu og saman í draumanna sólglit runnu. Hún kom sem engill í konulíki, og húmið breyttist í himnaríki. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

ÞRÁ TIL NÚTÍÐAR Tileinkað Maríu Kodama

Nákvæmlega á þessu andartaki sagði maðurinn við sjálfan sig: Mikið vildi ég gefa fyrir þá sælu að vera við hlið þína á Íslandi á löngum ósnertanlegum degi og deila honum með þér einmitt núna eins og menn deila tónlist eða bragði af ávexti. Nákvæmlega á þessu andartaki var maðurinn ásamt henni á Íslandi. Jóhann Hjálmarsson þýddi. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 427 orð

ÖLD Í LÍKI ANDARTAKS

ÞAÐ VAR árið 1976 sem ég hitti Jorge Luis Borges. Hann kom þá til Íslands í annað sinn, að þessu sinni í óopinbera heimsókn ásamt ritara sínum, Maríu Kodama, sem hann kvæntist síðar. Ég fékk tækifæri til að ræða við hann en þó einkum hlusta. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1300 orð

ÖNNUR ÖNN SMÁSAGA EFTIR RÓSU SVEINBJARNARDÓTTUR

FYRSTA kvöldið sem Jakob gekk til hvílu eftir ósköp liðins dags var hann ekkert hryggur. Hann undraðist það, kannski var það skammarlegt, en hann gat bara ekkert að því gert. Hann var næstum glaður, fann sig frjálsan í fyrsta skipti í fjörutíu ár ­ fjörutiu ára fangelsi, hann var laus úr hlekkjum. Ljótt var af honum að hugsa svona, en hann réð ekki við hugsanir sínar. Meira
21. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 864 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/ 1/JAROSLAW KOZLOWSKI TÍMATÓM ­ ("TIME vacuum") Verkið er samansett af 24 veggklukkum sem hengdar eru upp á 12 bæjum Árbæjarsafns þar sem safngestir geta skoðað lífsháttu fyrri tíma. Hver klukka sýnir sinn tíma. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.