Greinar sunnudaginn 22. ágúst 1999

Forsíða

22. ágúst 1999 | Forsíða | 395 orð

Enn finnst fólk á lífi

BJÖRGUNARSVEITIR í bænum Yalova í Tyrklandi fundu í gær 95 ára gamla konu á lífi djúpt í húsarústum, fjórum dögum eftir að gífurlegur jarðskjálfti, er mældist 7,4 á Richter, varð að minnsta kosti tíu þúsund manns að bana í norðvesturhluta landsins. Meira
22. ágúst 1999 | Forsíða | 178 orð

Hætt verði að skrá börn í heri

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa hvatt stríðandi fylkingar í Afganistan til að hætta að skrá börn í heri sína. Starfsmenn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, telja að sífellt fleiri drengir undir 18 ára aldri, allt niður í 14 ára, taki þátt í bardögum Talebanahreyfingarinnar, sem er við völd í landinu, og uppreisnarmanna sem hliðhollir eru Ahmad Shah Masood hershöfðingja. Meira

Fréttir

22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 318 orð

Auðlindagjald liður í sátt um fiskveiðikerfið

RÖGNVALDUR Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við Verzlunarháskólann í Bergen, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að eðlilegt sé að innheimta auðlindagjald af útgerðinni. Slíkt gjald væri liður í því að ná meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið og mundi dreifa ágóðanum réttlátar. Auk þess valdi slíkt gjald engum skekkjum í hagkerfinu. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 459 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ 22.­28. ágúst. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Miðvikudagur 24. ágúst: Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna verður með seminar sem nefnist: "Water-rock interaction" kl. 8:30­12:30, í fyrirlestrasal Orkustofnunar. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Dómstólar skeri úr um túlkun upplýsingalaga

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur óskað eftir því við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hún fresti réttaráhrifum úrskurðar sem hún kvað upp nýverið. Samkvæmt honum var Fjármálaeftirlitinu gert að veita blaðamanni DV aðgang að tilteknum bréfaskriftum þess og tveggja lífeyrissjóða, bréfaskriftum er varða athugun á fjárfestingum lífeyrissjóðanna tveggja. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 452 orð

Eðlisfræði eldhússins

"ÞETTA er besta leiðin til að bæta úr raungreinakennslu í grunnskólum," segir Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, um endurmenntunarnámskeið sem eðlis- og efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands hélt á dögunum fyrir grunnskólakennara. Meira
22. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 164 orð

"Ég er leiðinlegur"

HINN kunni bandaríski blaðamaður Bob Woodward náði ekki að komast á síður nýs tímarits, Talk, sem gefið var út með mikilli viðhöfn nýlega. Ritstjórinn, Tina Brown, fékk Woodward til að setjast niður með einum af kunnari pennum tímaritsins, George Stephanopoulos, og vera í hlutverki viðtalsefnisins, að því er The Washington Post greindi frá. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fer að hluta fram á Vatnajökli

SNJÓFLÓÐ í Noregi, síberísku freðmýrarnar og vatnsbirgðir Alaska eru meðal þess efnis sem boðið er upp á á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands. Samtökin Vatnafræði norðursins gangast fyrir ráðstefnu í hátíðarsal Háskóla Íslands 23. til 28. ágúst nk. Þetta er 12. ráðstefna samtakanna, en aðild að þeim eiga þau lönd sem liggja að norðurheimskautinu, auk nokkurra stórþjóða. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Fyrirlestur um náttúruvernd Skota

ROGER Crofts, sem staddur er hér á landi í boði Landgræðslunnar, mun halda hádegisfyrirlestur á Hótel Borg, þriðjudaginn 24. febrúar nk., um reynslu Skota af að samtvinna nýtingu náttúruauðlinda og verndun náttúrunnar. Roger Crofts er framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage (SNH), sem er stofnun sem fer með yfirstjórn náttúruverndar í Skotlandi. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 19 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Vefslóð fjarnáms VEFSLÓÐ fyrir fjarnám Háskóla Íslands reyndist ekki rétt í blaðinu í gær. Rétt slóð er: http: //www.hi.is/fjarnam. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 541 orð

Leiðrétting og viðbót um virkjanamál

UM ÞESSAR mundir stendur yfir þýðingarmikil umræða, þar sem tekist er á um verðmætamat í íslensku þjóðfélagi. Spurningin er, hvort er mikilvægara varðveisla óspilltra víðerna og náttúrugersema á hálendi Íslands eða aukinn hagvöxtur næstu ára. Spurningin snýst líka um það, hverju menn vilja fórna til að hafa áhrif á búsetuþróun í landinu í nánustu framtíð. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Leitarmyndavélin kemur sér vel

AÐ SÖGN Grétu Gunnarsdóttur hjá utanríkisráðuneytinu hefur íslenska björgunarsveitin, sem stödd er í borginni Izmit í Tyrklandi, verið kölluð tvisvar út með leitarmyndavél til að leita í rústum. Gréta segir hópinn hafa tekið strax til starfa í gær og hafi nóg að gera. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Maraþon í dag

RIGNINGARVEÐUR í Reykjavík í gær dregur að líkindum nokkuð úr þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu, sem fram fer í dag miðað við það sem gert var ráð fyrir. Gunnar Jóhannsson, sem sá um skráningu í hlaupið, sagði að búast mætti við að þátttakendur yrðu nokkuð færri en gert var ráð fyrir vegna veðursins í gær, en þá blés nokkuð og rigndi á borgarbúa. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 324 orð

Mikil sorg hér

"ÞAÐ er ákaflega mikil sorg hér og menn hálfringlaðir," segir Þórir Guðmundsson upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands. Þórir er nú staddur í Tyrklandi á vegum Rauða krossins. "Fólk er mjög slegið en allir menn sem maður hittir hér eiga ættingja eða kunningja sem eiga heima á þeim svæðum sem hörmungarnar dundu yfir. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 716 orð

Minni sjóbirtingsgengd en í fyrra

SJÓBIRTINGUR er að byrja að ganga fyrir alvöru í skaftfellskum ám, en að sögn Sigmars Helgasonar, veiðivarðar á svæðinu, er talsvert minni fiskgengd en í fyrra. "Þetta byrjar rólega, sem dæmi get ég nefnt að veiðin á svæði 5 í Grenlæk, sem kennt er við Fossinn, er um það bil helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Möllersmótið haldið í fyrsta sinn

Möllersmótið haldið í fyrsta sinn Grindavík. Morgunblaðið. ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við keppendur á fyrsta Möllersmótinu sem haldið er. Möllersmótið er haldið til heiðurs Elísabetu og Jóhanni Möller en það má segja að þau séu upphafsmenn að þessum golfvelli," sagði Páll Ingólfsson mótsstjóri um mótið. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Ná ekki 5 stjörnum

Nýlega var lokið við gerð gæðaflokkunarstaðals fyrir gististaði á Íslandi. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra er afar hæpið að nokkurt hótel á Íslandi uppfylli í fyrstu umferð þær kröfur sem gerðar eru til fimm stjörnu gististaða. Meira
22. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 1429 orð

Ný ógn við einingu rússneska sambandsríkisins

Í DAGESTAN ­ eða Fjallalandi eins og nafn þessa Kákasushéraðs rússneska sambandsríkisins þýðir ­ býr mikil þjóðernasúpa sem ófriður og spenna sú, sem nú ríkir þar um slóðir, gæti endað með að leysa upp í ótal litlar einingar. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Óskuðu eftir upplýsingum um Albert Norling

HÉR á landi eru um þessar mundir sænsk hjón að vitja grafar Alberts Simonar Norlings, sem hvarf árið 1908, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar sem ekkert hafði spurst til hans árið 1917 var hann úrskurðaður látinn, en í reynd dó hann árið 1957 á Þingeyri. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Samningur um tvíhliða samstarf tilbúinn

TEXTI tvíhliða samnings Rússlands og Íslands um samstarf landanna á sviði sjávarútvegsmála liggur nú fyrir eftir viðræður sjávarútvegsráðherra landanna, Nikolajs A. Ermakovs og Árna M. Mathiesen, í Reykjavík síðustu daga. Ráðgert er að undirrita samninginn þegar Árni M. Mathiesen heimsækir starfsbróður sinn í Moskvu síðar á árinu. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sjósókn og sveitamenn

NÝ dagskrá hádegisfunda Sagnfræðingafélags Íslands hefst þriðjudaginn 24. ágúst. Það er Axel Kristinsson, sagnfræðingur í Reykjavíkur Akademíunni, sem ríður á vaðið og flytur fyrirlestur sem hann nefnir: "Sjósókn og sveitamenn á hámiðöldum". Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðunni á 2. hæð í hádeginu kl. 12. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 778 orð

Slegist um slagina

ÍSLENDINGAR hafa getið sér gott orð í alþjóðlegum bridskeppnum og jafnvel orðið heimsmeistarar eins og kunnugt er. Dagana 24. til 26. ágúst verður haldið í Bridshöllinni í Þönglabakka 1 í Mjódd ókeypis námskeið í brids fyrir börn og unglinga 12 til 16 ára. Kennt verður milli klukkan 16 og 19 alla dagana og mun Guðmundur Páll Arnarson, forstöðumaður Bridsskólans, leiðbeina. Meira
22. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 370 orð

Sterkur jarðskjálfti í Tyrklandi

STERKUR jarðskjálfti skók norðvesturhluta Tyrklands aðfaranótt þriðjudags og er ekki enn orðið ljóst hversu margir létust af þeim völdum. Tugir þúsunda slösuðust og tjón er gríðarlegt. Þetta er eitt þéttbýlasta svæði landsins og flestir voru í fastasvefni þegar ósköpin dundu yfir. Mörg íbúðarhús hrundu eins og spilaborgir í skjálftanum. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Steypumót fjarlægð

Steypumót fjarlægð STEYPUMÓT voru fjarlægð af brúnni yfir Miklubraut við Skeiðarvog í gær. Af þessum sökum var Miklabraut lokuð að hluta frá morgni fram til klukkan fimm síðdegis sem olli því að nokkur umferðarteppa skapaðist á Bústaðavegi um skeið, að sögn lögreglunnar. Meira
22. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 3976 orð

STOLIN ÆSKA Í SKÓGLENDI ÚGANDA

UM 300.000 BÖRN ÞJÓNA NAUÐUG STRÍÐSHERRUM VÍÐSVEGAR UM HEIMINN STOLIN ÆSKA Í SKÓGLENDI ÚGANDA Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Tíundi hluti þjóðarinnar óttast tannlækna

NIÐURSTÖÐUR könnunar sem dr. Þórður Eydal Magnússon gerði á tannheilsu, ótta fólks við tannlækna o.fl. benda til þess að um 10% þjóðarinnar séu haldin ótta við tannlækna. Könnunina framkvæmdi Þórður árið 1995 á hópi sem þátt tók í rannsókn hans á tannheilsu, tannbein- og vaxtarþroska barna 22 árum fyrr. Fyrstu niðurstöður nýrri könnunarinnar hafa m.a. Meira
22. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 280 orð

Vísindamenn nazista fluttir til Ástralíu eftir stríð

ÞÝZKIR vísindamenn, sem unnu fyrir nazista, voru fluttir með leynd til Ástralíu eftir lok síðari heimsstyrjaldar til að vinna að vopnaþróun fyrir áströlsk stjórnvöld, að því er ástralska dagblaðið The Sydney Morning Herald greinir frá. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vona að flugið komist í samt horf í dag

ENN urðu tafir á áætlunarflugi Flugleiða frá Keflavíkurflugvelli í gær. Starfsfólk Flugleiða vonast til að áætlunarflug komist í eðlilegt horf í dag, en röskun á flugi félagsins stafar af bilun sem varð í tveimur Boeing 757-vélum í vikunni. Að sögn starfsmanna á Keflavíkurflugvelli hafa farþegar tekið seinkuninni misjafnlega. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Þrír ráðherrar framsóknar á Eyjabökkum

ÞRÍR ráðherrar Framsóknarflokksins voru á ferð um Eyjabakka í gær, laugardag, og ræddu þar ýmis málefni flokks síns og ráðuneyta sinna. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, var þetta eina leiðin fyrir ráðherrana þrjá að ná saman. Meira
22. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 378 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslensk björgunarsveit í Tyrklandi TÍU manna íslensk björgunarsveit hélt á fimmtudag til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi. Utanríkisráðuneytið ákvað að senda sveitina utan í samráði við önnur stjórnvöld og Slysavarnafélagið ­ Landsbjörg. Meira

Ritstjórnargreinar

22. ágúst 1999 | Leiðarar | 600 orð

BANKAR OG ATVINNULÍF

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, kemur að umræðum um eignaraðild að bönkum frá nýju og athyglisverðu sjónarhorni í samtali við Morgunblaðið í gær. Bankastjórinn segir: "Ein leið til að tryggja sjálfstæði og öryggi fjármálafyrirtækja og stuðla að því að efla traust á þeim í samfélaginu er að sjá til þess að þau séu í sem dreifðastri eign og óháð hagsmunum stórra Meira
22. ágúst 1999 | Leiðarar | 1930 orð

Í Landnámu Ara fróða Þorgilssonar segir: "Maður hét Garð

Í Landnámu Ara fróða Þorgilssonar segir: "Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús. Meira

Menning

22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 1260 orð

Bíódagar Bæjarbíós endurvaktir

Í DAG verða þrjár kvikmyndasýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tilefni af Menningardegi bæjarins. Það er Kvikmyndasafn Íslands sem hefur veg og vanda af sýningunum sem byrja klukkan 15 með íslensku fjölskyldumyndinni Punktur, punktur, komma, strik. Meira
22. ágúst 1999 | Menningarlíf | 518 orð

Enn um Qwilleran og kettina hans tvo

eftir Lilian Jackson Braun. Headline 1999. 216 síður. Bandaríski spennusagnahöfundurinn Lilian Jackson Braun hefur skrifað tuttugu og eina sakamálasögu um milljónamæringinn og velgjörðarmanninn Jim Qwilleran. Þær bera allar heiti er byrja á orðunum Kötturinn sem... Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 506 orð

Frábært að tjá sig í söng

TÓNLIST úr heimi söngleikjanna mun óma í Seljakirkju á þriðjudagskvöldið þegar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söngkona syngur lög úr mörgum þekktum söngleikjum. "Ég syng m.a. lög úr Vesalingunum, Miss Saigon, Phantom of the Opera, Annie og Dr. Jeckyll and Mr. Hyde. Meira
22. ágúst 1999 | Menningarlíf | 577 orð

Frumflytur nýjan leikþátt í Kaffileikhúsinu

Á þriðjudagskvöldið mun leikkonan Ragnheiður Skúladóttir frumflytja leikþáttinn Þar sem hún beið eftir Paul D. Young. Leikþátturinn var saminn fyrr á þessu ári á ensku en hefur ekki verið fluttur fyrr, svo að í þýðingu Ólafs Haraldssonar verður þátturinn frumfluttur á íslensku í Kaffileikhúsinu. Meira
22. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1244 orð

"Heimurinn er leyndardómur" Hugmyndasmiðurinn Magritte er efni sýningar á Louisiana. Sigrún Davíðsdóttir sá sýninguna og

Hugmyndasmiðurinn Magritte er efni sýningar á Louisiana. Sigrún Davíðsdóttir sá sýninguna og gaumgæfði ævi listamannsins. Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 907 orð

Hlaupið um alla borg Sagt er að hlaup veiti vellíðan og í dag munu ungir sem aldnir fá að sannreyna það þegar þeir hlaupa um

Í DAG fer Reykjavíkurmaraþon fram í sextánda sinn. Hlaupurum standa fimm mislangar vegalengdir til boða, maraþon sem er 42 kílómetrar, hálfmaraþon sem er 21 kílómetri, auk þriggja, sjö og tíu kílómetra hlaupa. Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 134 orð

Mel C hefur sólóferil

HÚN Mel C sem er sportlegasta krydd allra tíma hélt sína fyrstu tónleika upp á eigin spýtur á fimmtudag í litlum klúbbi í Sheffield en fékk þó hjálp frá góðum vinum. Lögin ellefu sem Mel söng voru langt frá því að vera í anda Spice Girls að sögn viðstaddra. Meðal þeirra var nýtt smáskífulag, "Goin' Down" og gamla Sex Pistols-lagið "Anarchy in the UK". Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 130 orð

Mömmustrákur Vatnsberinn (The Waterboy)

Leikstjórn: Frank Coraci. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Kathy Bates, Fairuza Balk og Henry Winkler. 114 mín. Bandarísk. Sam-myndir, júlí 1999. Öllum leyfð ADAM Sandler leikur hér hlutverk svipað mörgum sem hann hefur farið með áður, hálfgerðan fábjána sem fær uppreisn æru og reynist að lokum ekki svo mikill fábjáni og efni í stórstjörnu í þokkabót. Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 213 orð

REYNSLUSAGA ÚR FANGELSI

FRÆGA fólkið fær enga sérstaka meðferð í fangelsi, en allir vilja verða frægir, meðal annars samfangar. Það er í það minnsta reynsla leikarans Roberts Downey Jr. sem nú afplánar fíkniefnadóm í fangelsi. Hann hefur áður setið í fangelsi og sagði eftir þá reynslu leikstjóranum Mikes Figgis frá hrottalegri árás sem hann lenti í og einangrun í "holunni" í kjölfarið. Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 630 orð

Samningamaðurinn (The Negotiator)

Samningamaðurinn (The Negotiator) Tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án efa í flokki bestu hasarmynda síðustu ára. Jackson og Spacey eru alvöru töffarar. Dauði á vistinni (Dead Man on Campus) Þokkalega skemmtileg vitleysa og fín gamanmynd. Meira
22. ágúst 1999 | Myndlist | 865 orð

Sjóminjasafn

Opið alla daga frá 13­18 , fimmtudaga til 21, og eftir samkomulagi, til 31 ágúst. Aðgangur 300 kr. í Húsið og safnið. Á SJÓMINJASAFNINU á Eyrarbakka hefur að ég best veit ekki verið hefð fyrir einkasýningum af neinu tagi, en allt er fyrst eins og segir. Meira
22. ágúst 1999 | Menningarlíf | 657 orð

Tónlistarlegur fjársjóður

ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir og Edda Erlendsdóttir halda í næstu viku tónleika á nokkrum stöðum á landinu. Tilefnið er útkoma geisladisks þar sem þær flytja íslensk einsöngslög saman. Upptökurnar fóru fram í Langholtskirkju sl. haust með þeim Bjarna Rúnari Bjarnasyni tónmeistara og Vigfúsi Ingvarssyni tæknimanni. Meira
22. ágúst 1999 | Menningarlíf | 565 orð

Tónlist kvenna frá níu alda tímabili

TÓNLIST eftir konur allt frá elleftu öld til hinnar tuttugustu er á efnisskrá þriðjudagstónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30. Þar flytja þær Angela Spohr sópransöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari verk eftir þekkt jafnt sem minna þekkt kvenkyns tónskáld frá 900 ára tímabili. Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 95 orð

Truflaði brúðkaup Streisand

BARBRA Streisand leggur mikla áherslu á fjölskyldulífið og vill halda því algjörlega fyrir utan fjölmiðla. Síðasta sumar giftist hún leikaranum James Brolin og í kjölfar þess kærði hún þyrluflugmann sem sveimaði yfir athöfninni. Meira
22. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 40 orð

Vígalegur SPRETTHLAUPARI

BRESKI spretthlauparinn Colin Jackson stillti sér upp í hlutverki nautabanans eftir blaðamannafund í nágrenni ólympíuleikvangsins í Sevilla á föstudag. Jackson á heimsmetið í 110 m spretthlaupi og mun keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst á föstudagskvöld. Meira

Umræðan

22. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 497 orð

1999, 2000, 2001

EKKI GET ég lengur með nokkru móti orða bundist vegna allra þeirra treggáfuðu einstaklinga sem hafa sett penna á blað í þeim tilgangi að halda því fram að næstu aldamót verði áramótin 2000-2001. Hvað er að ykkur? Hvað hefur ykkur verið kennt? 2000 ára afmæli okkar tímatals, sem jafnan er miðað við fæðingu Krists, á ekkert skylt við það að kunna að telja. Hananú! Það kann bróðurpartur þjóðarinnar. Meira
22. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Einkavædd hverfalögregla

FRÉTTIR hafa borist þess efnis að til standi að fækka í lögregluliði borgarinnar vegna fjárskorts. Á tímum aukinna innbrota og líkamsmeiðinga virðist slík ákvörðun í ríkisstjórn ósamrýmanleg ástandinu í þjóðfélaginu. Fyrir u.þ.b. ári síðan varð Heiðargerði fyrir árás innbrotsþjófa og heimili þess, sem þessar línur ritar. Meira
22. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1529 orð

UMHVERFISMAT Á FLJÓTSDALSVIRKJUN Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI OrkaLjóst er, segir Stefán Gíslason, að nauðsynlegt er að líta til

Ljóst er, segir Stefán Gíslason, að nauðsynlegt er að líta til alþjóðlegra skuldbindinga áður en framtíð áætlana um Fljótsdalsvirkjun verður endanlega ráðin. Meira

Minningargreinar

22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku frænka okkar, Hanna Björg. Nú þegar við kveðjum þig viljum við þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman. Margs er að minnast. Efst í huga okkar eru þakkir fyrir hvað þú gafst okkur öllum mikið með hæversku þinni og ró. Okkur er það mikils virði hve þú ljómaðir þegar þú varst með yngri frændsyskinum þínum og hvað þú gafst þeim mikið með elsku þinni. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 161 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Okkur langar til að minnast Hönnu Bjargar Pétursdóttur. Hanna og Auður kynntust síðastliðið haust þegar þær byrjuðu í sama bekk á öðru ári í Kvennaskólanum. Vinátta þeirra varð strax einstök. Þær voru öllum stundum saman og Hanna varð fljótt eins og hluti af fjölskyldu okkar. Yngri systkini Auðar, þau Edda og Daníel, dýrkuðu Hönnu og þótti óskaplega vænt um hana. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Ég sit og hugsa um vinkonu mína sem fór alltof fljótt í burtu frá okkur. Hanna Björg var yndisleg stelpa sem mér þótti mjög vænt um. Þegar hún fæddist var eins og fyllt væri upp í tóm hjá mér en mig hafði alltaf langað að eignast lítið systkini og þar sem Guðný, systir hennar og ég, vorum óaðskiljanlegar vinkonur má segja að Hanna Björg hafi komið í þess systkinis stað. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 91 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku Hanna mín. Nú þegar þú ert farin frá okkur vil ég alltaf minnast þín með hlýju í hjarta. Það var synd hve við áttum lítinn tíma saman. En þessu sumri sem þú dvaldir hjá okkur á Hallormsstað mun ég aldrei gleyma. Margt var brallað. Við fórum á hestbak, í gönguferðir svo ekki sé minnst á þegar við vöktum heilu og hálfu næturnar, hlustandi á tónlist og spjallandi. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Okkur langar til að kveðja bekkjarsystur okkar, Hönnu Björgu, með örfáum orðum. Við eigum mjög erfitt með að trúa því að Hanna skuli vera farin og að hún eigi ekki eftir að sitja með okkur í tímum lengur. Okkur fannst Hanna alltaf vera í góðu skapi og til í að taka þátt í einhverju gríni með okkur og manni leiddist ekki í félagsskap hennar. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 271 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku Hanna, vinkona mín! Þegar ég kveð þig nú í síðasta sinn, verður mér hugsað til alls þess sem við gerðum saman. Við kynntumst síðasta haust í 2. bekk í Kvennaskólanum og urðum fljótt bestu vinkonur. Óaðskiljanlegar. Þótt kynnin hafi ekki verið lengri, þá gáfu þau mér svo mikið. Þú áttir svo margt að gefa og mér finnst ég hafa þekkt þig í mörg ár. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Þegar við hugsum um Hönnu Björgu koma þessi orð upp í hugann: jákvæð, stríðin, gáfuð, ákveðin, brosmild og síðast en ekki síst algjör prakkari. Eftir öll 12 árin sem við höfum þekkt þig eigum við margar minningar sem við getum brosað að. Þú varst svo mikill prakkari, þegar við vorum yngri var stofnað prakkarafélag. Frá upphafi voru settar reglur fyrsta og eiginlega eina reglan var að stríða fólki. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Nú, þegar daginn tekur að stytta og sumarið er senn á enda berst okkur sú harmafregn að Hanna Björg Pétursdóttir sé látin. Hanna Björg hóf nám við Kvennaskólann í Reykjavík haustið 1997. Hún setti fljótlega sinn svip á bekkinn og ljóst var þar var á ferðinni sjálfstæður og hæfileikaríkur nemandi sem hikaði ekki við að fara sínar eigin leiðir í náminu ef því var að skipta. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 266 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku litla systir. Hvað getur maður sagt þegar einhver svona ungur hverfur á braut án nokkurs fyrirvara? Engin orð fá útskýrt tómið sem situr eftir innra með manni. Það var svo margt látið ósagt sem átti að verða nægur tími til að segja þér seinna meir. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 205 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku Hanna mín. Þú varst mér eiginlega sem önnur móðir í vetur þegar mamma byrjaði í skólanum. Þú varst svo dugleg að leika við mig og við gátum verið heillengi í bíló, kubbó eða bara að lesa bækur. Stundum kom Auður með þér og þá komst ég í feitt því að þá fékk ég helmingi meiri athygli og tvær voru að leika við mig. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 222 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Kæra Hanna. Það eru orðin nokkur ár síðan ég hitti þig fyrst en það var í smákökubakstri heima hjá Guðnýju systur þinni þegar við Guðný vorum saman í Háskólanum. Reyndar hitti ég þig ekki lengi eftir það en heyrði af þér í gegnum Guðnýju. Það var svo ekki fyrr en sl. haust að ég kynntist þér þegar þú byrjaðir að passa hann Axel Val tvö kvöld í viku á meðan ég var í skólanum. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 98 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Nú í sumar hóf Hanna Björg Pétursdóttir störf hjá okkur í Gufuneskirkjugarði. Hún birtist hæglát með sitt glansandi rauða hár. Hún barst ekki mikið á, en gaf af sér þokka og hlýleika sem gott var að finna. Yfir engu kvartaði hún og gekk hreint til verks af fumlausri ákveðni. Hún var ósérhlífin og reyndist afskaplega góður og þægilegur starfskraftur. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku Hanna Björg. Þegar sólin skín skærast og birtu sumars nýtur er svo gott að vera til. Því er svo ótrúlega erfitt að skilja að þú skulir ekki lengur vera hjá okkur. Þér gekk svo vel. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur blómstraði. Það gerðir þú líka. Skólinn var að hefjast. Þú varst tilbúin að takast á við námið sem þú hafðir alltaf náð svo frábærum árangri í. Þú ert farin frá okkur. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 97 orð

HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR

HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR Hanna Björg Pétursdóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík, fæddist í Reykjavík 11. september 1981. Hún lést á heimili sínu að Búagrund 1 á Kjalarnesi 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Pétur Friðrik Þórðarson, kennari og ökukennari, f. 25.5. 1951 á Reyðarfirði, og Guðrún Ólafsdóttir, kennari, f. 24.4. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 197 orð

Haukur Jóhannesson

Elsku afi, það tekur okkur sárt að kveðja. Við leitum huggunar í minningunum og þökkum fyrir þann góða tíma sem við áttum saman. Síðustu ár voru þér erfið en þú kvartaðir aldrei, frekar varstu brosmildari og ákveðnari. Vonandi lifir styrkur þinn áfram í okkur öllum. Okkur þótti svo vænt um þig, elsku afi. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Haukur Jóhannesson

Í garðinum í Bankaseli er angan af lyngi, blóðbergi, birki. Mosagrónir steinar, klappir, íslenskar villijurtir sem breiða úr sér síðsumars. Í þessum garði, sem nú er fyrir utan gluggann minn, andar saga tengdaforeldra minna. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 521 orð

Haukur Jóhannesson

Enn erum við minnt á hve skammt er milli lífs og dauða. Ég hitti Hauk Jóhannesson síðast í fimmtugsafmæli sonar hans í júní síðastliðnum, og var hann þá hress og kátur. Nú er hann allur. Ég kynntist Hauki er ég hóf störf við Fjarskiptastöðina í Gufunesi fyrir margt löngu. Þar unnum við saman í ein 20 ár, eða þar til Haukur tók við starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á Siglufirði árið 1972. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 145 orð

Haukur Jóhannesson

Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja þig, elsku afi. Minningarnar eru svo margar og góðar. Tilhlökkunin var alltaf jafnmikil að koma heim til Íslands þegar við bjuggum í Lúxemborg og vera hjá þér og ömmu á jólunum. Við erum svo þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér í Bankaseli og seinna á Kópavogsbrautinni. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 300 orð

HAUKUR JÓHANNESSON

HAUKUR JÓHANNESSON Haukur Jóhannesson fæddist á Kvennabrekku í Dölum 15. febrúar 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes LL Jóhannsson, prestur á Kvennabrekku, f. 14. nóv. 1859, d. 6. mars 1929, og Guðríður Helgadóttir, f. 9. nóv. 1873, d. 21. feb. 1958. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Hedvig Arndís Blöndal

Hvernig á að lýsa því sem er og sem á alltaf að vera? Sem er svo sjálfsagður hluti af tilverunni að manni dettur aldrei í hug að á því kunni að verða endir. Þannig var með Dísu. Hún var einfaldlega hluti af eilífðinni. Barnagælan Dísa var mér sem barni eins og önnur amma. Unglingaþekkjarinn Dísa var mér eins og önnur mamma. Listakonan Dísa var mér sem fullorðinni manneskju sem systir og vinkona. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 437 orð

Hedvig Arndís Blöndal

Kæra skólasystir. Okkar kynni hófust í fyrsta bekk Kvennaskólans haustið 1938. Ég fluttist með íslenskum foreldrum mínum frá Baltimore til Íslands árið 1935. Ég var í tímakennslu veturinn 1935­1936 hjá Svövu Þorsteinsdóttur til að ná tökum á íslenska málinu; lesa, skrifa og í aukatímum á kvöldin í sögu og landafræði. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Hedvig Arndís Blöndal

Það er komið að kveðjustund. Elskuleg frænka mín, Hedvig Arndís Blöndal eða Dísa eins og við kölluðum hana, er látin. Þennan dag sem Dísa lést vorum við fjölskylda hennar saman komin á heimili hennar við Leifsgötu. Sólin skein og fallegi bakgarðurinn hennar, sem hún hafði lagt svo mikla rækt við, skartaði sínu fegursta. Það er ánægjulegt að líta yfir farinn veg þótt söknuðurinn sé mikill. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 211 orð

HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL

HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL Hedvig Arndís Blöndal fæddist í Reykjavík 7. september 1924. Hún lést á heimili sínu, Leifsgötu 30, Reykjavík, að morgni 16. ágúst. Foreldrar hennar voru Hedvig Dorothea, f. Bartels, fædd 20. maí 1885, d. 12. maí 1968, og Ole Peter Blöndal, póstritari í Reykjavík, f. 27. september 1878, d. 8. apríl 1931. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 578 orð

Ingveldur Hallmundsdóttir

Látin er á Akureyri móðursystir mín, Ingveldur Hallmundsdóttir, eða Inga frænka á Arnarhóli eins og ég hef kallað hana frá barnsaldri. Hún var elst af átta börnum afa míns og ömmu, þeirra Ingibjargar Bjarnadóttur og Hallmundar Einarssonar, og þriðja systkinið sem fellur frá en áður voru látnir bræðurnir Andrés og Bjarni. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 227 orð

INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR

INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR Ingveldur Hallmundsdóttir fæddist á Strönd á Stokkseyri 7. október 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallmundur Einarsson frá Brandshúsum í Gaulverjabæjarhreppi, f. 5.2. 1885, d. 26.2. 1970, og Ingibjörg Bjarnadóttir frá Túni í Hraungerðishreppi, f. 11.2. 1890, d. 6.2. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Kristinn Vilhjálmsson

Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bærinn og allt var orðið breytt. Þó auðnin væri mest þar sem kistan hafði staðið. (D.S.) Það eru mikil þáttaskil í lífi manns þegar andlát náins ættingja ber að, þótt það hafi ekki átt að koma á óvart. Þú varst búinn að berjast eins og hetja í nokkra mánuði en varðst að láta undan. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTINN VILHJÁLMSSON

KRISTINN VILHJÁLMSSON Kristinn Vilhjálmsson fæddist í Ólafsfirði 30. nóvember 1933. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsfjarðarkirkju 17. ágúst. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Kristján G. Halldórsson Kjartansson

Oft er ekki getið þegar vel er gert. Fyrir mörgum árum kynntist ég Kristjáni vegna áhuga hans á fjarskiptatækni og öllu gömlu og nýju þar að lútandi. Leiðir okkar lágu saman, ég sem áhuga- og atvinnumaður í radíótækni og hann sem þessi mikli áhugamaður og eigandi ógrynnis tækja sem þurfti að breyta og bæta eftir hans óskum. Hann var einnig mikill áhugamaður um allt sem sneri að flugi. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 34 orð

KRISTJÁN G. H. KJARTANSSON

KRISTJÁN G. H. KJARTANSSON Kristján Georg Halldórsson Kjartansson fæddist í Reykjavík 22. júní 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. ágúst. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 80 orð

Ragnar Már Ólafsson

Jæja, elsku besti vinur minn. Þá er komið að kveðjustundinni. Það eru svo margar skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Ég gat setið með þér tímunum saman og talað um allt milli himins og jarðar. Þú komst mér alltaf til að hlæja og ég var alltaf í góðu skapi í návist þinni. En Boysen minn, ég veit að þín verður sárt saknað en við munum hittast einhvertímann aftur. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku hjartans vinur. Þá er komið að því að kveðja. Það er ekki hægt að lýsa því hversu sárt það er að missa þig og ekki heldur hægt að setja niður á blað allt það sem mig langar að segja við þig. En þú veist að þú varst alveg frábær vinur sem var alltaf hægt að leita til ef maður þurfti á að halda. Þú varst alltaf tilbúinn að taka manni opnum örmum og þú gast alltaf fengið mann til að brosa. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 239 orð

Ragnar Már Ólafsson

Við kveðjum Ragnar Má, vin okkar, með sárum trega, sem hrifinn var burt í blóma lífsins. Ragnar kom til okkar um vor til að vinna í vorverkum, sauðburði og ýmsu öðru sem unnið er við í sveitinni. Ragnar var að taka við af Árna, eldri bróður sínum, sem búinn var að vera hjá okkur um tveggja ára tímabil og hafði verið sem einn af fjölskyldunni. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Ragnar Már Ólafsson

Kæri vinur. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, en þær voru margar og allar ánægjulegar. Við minnumst þín bara sem góðs og glaðværs stráks, sem alltaf var stutt í brosið hjá. Aldrei gat nokkurt okkar verið reitt eða fúlt út í þig, það var bara ekki hægt, enda varstu mikill vinur vina þinna og vildir vera vinur allra. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 154 orð

Ragnar Már Ólafsson

Ragnar Már vinur minn, nú ertu horfinn á braut og óbætanlegt skarð stendur eftir í hjarta mínu. Við sem ætluðum að eiga svo skemmtilegar stundir saman í Grænuhlíð, en nú ertu farinn frá mér og öllum vinum okkar, en þú verður alltaf með mér í huganum. Við áttum margar góðar stundir saman í starfi og leik heima í Vogi, Raufarhöfn og í Reykjavík. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Ragnar Már Ólafsson

Kæri vinur. Þegar svona sorgaratburðir gerast fer maður að hugsa um lífið, hversu dýrmætt það er og þó að langt sé á milli vina á maður alltaf minningarnar. Við munum alltaf muna þig, hinn brosmilda góða dreng, sem var svo gaman að hlæja með og skemmta sér með, og allar minningarnar um þig munu endast alla tíð. Kæri Raggi "Boysen". Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku Raggi. Að skrifa minningargrein um þig er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég ætti eftir að gera. Það er svo margt sem mig langar að segja og þakka þér fyrir, en ég veit ekki hvar á að byrja. Ég á svo margar minningar um þig og þær verða mér dýrmætar í framtíðinni. Við áttum margar góðar stundir saman sem aldrei gleymast. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku vinur. Nú kallið er komið, af hverju þú? Þetta er spurning sem enginn getur svarað, hvorki ég né þú. Þú varst mér alltaf svo góður vinur. Manstu þegar við sátum saman og hlustuðum á Frelsið sem var þitt uppáhaldslag, þá varstu alltaf tilbúinn að hlusta á vinkonu ef eitthvað bjátaði á. Þú varst trúr, elskaðir lífið, vinnuna, en fyrst og fremst voru vinirnir þér kærastir. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 208 orð

Ragnar Már Ólafsson

Jæja, elsku vinur, þá er komið að kveðjustund. Á slíkri stund er svo margs að minnast, að það verður ekki skrifað í fáum orðum. Ég man þegar þú komst hingað fyrst árið 1995. Þá fannst mér þú svo lítill og mér fannst eins og einhver þyrfti að passa þig, en svo sá ég að þess þurfti ekki þegar ég kynntist þér. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 178 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku Raggi minn. Það kom að því að leiðir okkar skildu, minn kæri vinur. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú ert farinn úr þessu lífi. Mér finnst svo óréttlátt að þú hafir verið kallaður til guðs aðeins nítján ára gamall. Þú varst rétt að byrja lífið, en svona geta örlögin verið grimm. Sorginni í mínu hjarta verður aldrei lýst. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 87 orð

Ragnar Már Ólafsson

Kæri Raggi. Er ég frétti af slysinu fannst mér þetta svo ótrúlegt að ég hálfneitaði að trúa þessu. Þú sem varst alltaf svo glaður og vildir alltaf láta okkur öllum líða svo vel, það gat bara ekki verið að þú værir farinn frá okkur. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst frábær vinur sem ég mun sárt sakna. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 67 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku vinur. Mig langar til þess að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst yndislega duglegur og hjálpsamur strákur og alltaf til staðar ef eitthvað var að. Þú varst minn besti vinur og það er sárt að horfa á eftir þér yfir móðuna miklu. Hjartans kveðjur. Þín vinkona Elva Björk Óskarsdóttir. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 52 orð

Ragnar Már Ólafsson

Jæja, elsku vinur. Þá er komið að því að kveðja í bili, en ég mun alltaf minnast þín sem besta vinar míns. Við gerðum mikið og margt skemmtilegt saman. En Boysen, vinur minn. Þá kveð ég þig nú, en við munum hittast á ný. Þinn ástkæri vinur Björn R., Raufarhöfn. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku vinur. Hver getur trúað því að vinur minn sé dáinn? Þú sem varst alltaf svo glaðlyndur og duglegur strákur, að guð sé búinn að taka þig frá okkur. Þú varst besti vinur sem nokkur gat hugsað sér að eiga. Þú gerðir allt gott fyrir mig og vini þína. Þú lánaðir mér til dæmis bílinn þinn þegar þú varst úti á sjó og treystir mér fyrir honum, það hefðu nú ekki allir gert það. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 229 orð

Ragnar Már Ólafsson

Hann Raggi, eða Boyzen eins og hann var oftast kallaður, er farinn. Allir vita að maður lifir ekki heila ævi án þess að kynnast dauðanum, fyrr eða síðar. Það er hins vegar alltaf jafn sláandi þegar það er manneskja í blóma lífsins sem fer. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku Boysen minn. Nú ertu farinn frá okkur, gullið mitt, og ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að fá að hitta þig einu sinni enn, bara til að kveðja þig og segja þér hvað ég er þakklát fyrir að fá að kynnast þér, vera vinur þinn og segja þér hvað mér þykir ótrúlega vænt um þig. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 76 orð

Ragnar Már Ólafsson

Jæja, elsku karlinn. Þá ertu farinn yfir á landið græna. Því er ekki hægt að lýsa með orðum hversu sárt ég sakna þín. Þessar yndislegu stundir sem þú gafst mér með þinni jákvæðu framkomu og trygglyndi. Þær eru mér sem stærstu og fallegustu demantar. Það hefur enginn sömu snilli og þú í að halda manni í rétta stuðinu þegar við fórum öll saman út á lífið. Ég sakna þín sárt, elsku vinur. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 156 orð

RAGNAR MÁR ÓLAFSSON

RAGNAR MÁR ÓLAFSSON Ragnar Már Ólafsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1979. Hann lést af slysförum um borð í Bjarna Ólafssyni AK 70 laugardaginn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ragnheiður Ragnarsdóttir, f. 25.6. 1953, og Ólafur Árnason, f. 8.6. 1952. Þau skildu 1981. Bróðir hans er Árni Pétur Ólafsson, f. 12.11. 1976. Meira
22. ágúst 1999 | Minningargreinar | 373 orð

ÞÓRÐUR Þ. ÞÓRÐARSON

Afi minn, Þórður Þ. Þórðarson, fv. bifreiðastjóri á Akranesi, fæddist á Leirá í Leirársveit 23. ágúst 1899. Hann andaðist 22. nóvember 1989 þá 90 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Stefánsdóttir og Þórður Þórðarson, óðalsbóndi á Leirá í Leirársveit. Meira

Daglegt líf

22. ágúst 1999 | Bílar | 47 orð

400 hestafla M-jeppi

ÞÝSKA breytingafyrirtækið Brabus hefur nú sett á markað breytta gerð Mercedes-Benz ML430. Rúmtak vélarinnar hefur verið stækkað upp í 5,8 lítra og skilar bíllinn 400 hestöflum að hámarki. Brabus segir að þessi fjórhjóladrifni bíll geti náð 100 km hraða úr kyrrstöðu á 6,3 sekúndum. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 61 orð

441 bíll á tveimur vikum

441 FÓLKSBÍLL seldist fyrstu tvær vikur ágústmánaðar, þar af 101 af Toyota gerð, sem var söluhæsta tegundin á þessu tímabili. 108 af þessum bílum voru fjórhjóladrifsbílar og 79 þeirra með dísilbílum. Toyota var með fjórar söluhæstu gerðinnar, Yaris og Land Cruiser (25), Corolla (24) og Avensis (22). Þá kom Isuzu Trooper (21) og VW Golf (20). Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 277 orð

Að forðast þjófnað

Á bandarískri vefsíðu, sem hægt er að nálgast með því að slá inn: - HYPERLINK http://www.1travel.com/ eru upplýsingar sem henta sérstaklega þeim sem eru á leið til Bandaríkjanna og ætla að ferðast þar um í bílaleigubíl eða flugi. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 193 orð

Aldursmörk 18 ár á Íslandi

Engin dæmi eru um að unglingar undir 18 ára aldri ferðist einir til sólarlanda, samkvæmt upplýsingum frá íslenskum ferðaskrifstofum. Í þeim tilvikum sem sólarlandaferðir eru sérstaklega auglýstar fyrir unglinga er undantekningarlaust 18 ára aldurstakmark. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 119 orð

Aukaferð um fjallastíga á Majorka

Fyrir tveimur árum bauð gönguklúbburinn Göngu-Hrólfur hjá Úrvali-Útsýn upp á eina gönguferð um fjalllendi Majorka. Í fyrra voru ferðirnar til Majorka orðnar þrjár og bætt við tveimur ferðum um Pýreneafjöllin. Í ár eru ferðirnar níu talsins með aukaferð sem stendur til boða 6. september næstkomandi. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 340 orð

Aukning í sölu á fjarlægðarskynjurum

TAKMARKAÐ útsýni um afturglugga er oft fylgifiskur nútímalegrar bílahönnunar. Þess vegna getur verið erfiðleikum bundið að bakka bíl í þrengslum áfallalaust. Bosch GmbH hefur sett á markaðinn fjarlægðarskynjara sem gefur frá sér hljóð þegar bíl er bakkað of nærri hindrun. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja mikla eftirspurn framundan fyrir þessa gerð búnaðar, eða um 20% aukningu á ári. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 649 orð

Á mörkum byggðar og óbyggðar

HANN hikaði eitt andartak þegar hann var spurður hver væri eftirlætisstaður hans í veröldinni og við þóttumst sjá hvernig hálfur heimurinn flaug í gegnum huga hans, öll söfnin, kirkjurnar og kaffihúsin sem hann hefur heimsótt. Svo kom niðurstaðan, "Königsee". "Königsee er yndislegt fjallavatn í Suðaustur-Þýskalandi," sagði Gunnar Árnason, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 132 orð

Brimborg með 4x4 Sirion

BRIMBORG hefur fengið fyrsta fjórhjóladrifna Daihatsu Sirion smábílinn. Bíllinn verður kynntur formlega í september og á að kosta um 1.200.000 kr. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, kveðst vænta nokkurrar spurnar eftir bílnum í ljósi ágætrar sölu á fjórhjóladrifnum Subaru Justy fyrir nokkrum árum. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 534 orð

Erfitt að fá sæti til Portúgal ogBarcelona

SÓL, sól og aftur sól virðist vera það sem íslenskir ferðalangar voru á höttunum eftir þegar þeir héldu út í heim í sumar. Eftirspurnin eftir sólarlandaferðum fór langt fram úr björtustu vonum forsvarsmanna ferðaskrifstofanna og um tíma mynduðust langir biðlistar í allar ferðir suður á bóginn. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 192 orð

Erlendir blaðamenn á jökul á nýjum Terrano II

FRUMKYNNING á breyttum Nissan Terrano II hefst í dag hér á landi og stendur til 8. september. Þátttakendur í kynningunni eru á annað hundrað erlendir blaðamenn. Auk þess verða gerðar auglýsingar um bílinn í íslenskri náttúru. Blaðamennirnir gista á Hótel Örk í Hveragerði og halda þaðan í reynsluakstursferðir vítt og breitt um Suðurland. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 111 orð

Fimm dyra HR-V

LENGRI fimm dyra útfærsla af Honda HR-V kemur á markað snemma á næsta ári. Bíllinn er með 100 mm lengra hjólhaf en þrennra dyra gerðin sem eykur rýmið í aftursætum og farangursrýmið. Aukin lengd bílsins þýðir einnig að nú verður hægt að velta aftursætunum þannig að myndist flatt gólf á flutningsrýminu sem eykur mjög notagildi jepplingsins. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 301 orð

Fjölbreyttar fjallaferðir

HANNES Jónsson býður upp á daglegar ferðir frá Núpsstað í Núpsstaðarskóg. Þar er hann leiðsögumaður í dagsferð um svæðið sem er stórbrotið fjalllendi með skógarflákum. Í Núpsstaðarskógi er ágæt tjaldaðstaða þar sem upplagt er að dvelja. Hannes sækir sækir fólk í skóginn eftir óskum. Þá á hann gott samstarf við Íslenska fjallaleiðsögumenn sem skipuleggja lengri gönguferðir á svæðinu. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 232 orð

Hyundai þróar V8 GDI-vél

HYUNDAI hefur þróað nýja gerð GDI V8 vélar með strokkinnsprautun. Mitsubishi var fyrstur framleiðenda með GDI vélar á markað en Hyundai kveðst vera fyrstur framleiðenda með V8 vél þessarar gerðar. Hin nýja vél Hyundai er sögð skila 10% meira afli en hefðbundin bensínvél um leið og eldsneytisnotkunin er 35% minni. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 615 orð

Íslendingar á mis við framfarir í dísiltækni?

NÝ gerð dísilvéla er komin á markað sem er eyðslugrennri, hljóðlátari, umhverfisvænni en um leið aflmeiri en fyrri gerðir dísilvéla. Þessi nýja tækni nefnist á frummálinu "common-rail" en hefur verið nefnd einbunutækni hér á landi. Einbunudísilvélin, sem byggir á nýrri innsprautunartækni, var fyrst kynnt 1997 og gaf þá strax 12% meira afl og 15% lægri eyðslu en hefðbundnar dísilvélar. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 307 orð

Íslensk hótel ná ekki fimm stjörnum

Nýlega var lokið við gerð gæðaflokkunarstaðals fyrir gististaði á Íslandi þar sem gert er ráð fyrir að gististöðum verði gefnar ein til fimm stjörnur. Magnús Oddsson ferðamálastjóri telur afar hæpið að nokkurt hótel á Íslandi uppfylli í fyrstu umferð þær kröfur sem gerðar eru til fimm stjörnu gististaða. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 1250 orð

List og menning á hverju horni Öllum sem heimsótt hafa höfuðborg Tékklands ber saman um að borgin sé ein sú fegursta í Evrópu.

Öllum sem heimsótt hafa höfuðborg Tékklands ber saman um að borgin sé ein sú fegursta í Evrópu. Hávar Sigurjónssonheimsótti Prag í sumar og féll í stafi yfir byggingarlist, söfnum og leikhúsum. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 394 orð

Litlu flugvell-irnir bestir

VANTAA-flugvöllur í Helsinki í Finnlandi er sá flugvöllur sem flugfarþegar eru hvað ánægðastir með. Fast á eftir honum koma flugvellirnir í Singapúr og Manchester. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Alþjóðlega flugmálaráðið, IATA, gerði meðal flugfarþega á ýmsum flugvöllum á síðasta ári. Helstu niðurstöður eru þær að minni flugvellir fá almennt betri einkunn en hinir allra stærstu. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 62 orð

NÝ CELICA

NÝ gerð Toyota Celica sportbíls verður frumsýnd á bílasýningunnií Frankfurt í haust og kemur á markað upp úr því. Bíllinn er gjörbreyttur frá fyrri gerð, styttri og með stutum og snaggaralegumafturenda. Engu að síður er hjólhafið meira en í fyrri gerð. Bíllinnverður með nýrri 1,8 lítra, VVT vél, 140 hestafla. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 185 orð

Nýjar ökukennslubækur

ÚT eru komnar tvær nýjar kennslubækur í flokknum Akstur og umferð. Um er að ræða bók til kennslu fyrir almenn ökuréttindi (B - réttindi) og bók til kennslu á bifhjól (A-réttindi). Nafn bókaflokksins er dregið af nafni kennslubókar til ökuprófs sem kennd hefur verið um langt árabil. Meira
22. ágúst 1999 | Ferðalög | 328 orð

Ný sýn á náttúru Þingvalla

ÞINGVALLAVATNSSIGLINGAR ehf. hafa boðið upp á skipulagðar skemmtisiglingar og útsýnisferðir síðan árið 1996. Himbriminn, með Kolbein Sveinbjörnsson í fararbroddi, siglir um Þingvallavatn þar sem leið liggur með þjóðgarðinum að Arnarfelli, Sandey, Nesjaey, Arnarkletti, Hestvík og Jórukleif, þar sem tröllskessan Jóra er sögð hafa haft búsetu fyrrum. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 339 orð

Nýtt litabón

TURTLE Wax, bón- og hreinsivöru framleiðandinn, hefur sett á markað nýtt efni sem gerir mönnum kleyft að afmá minniháttar rispur og bletti um leið og þeir bóna bílinn. Turtle Wax Color Magic heitir nýja litabónið og kemur það í flestum algengustu litum. Efnið er borið á bílinn eins og venjulegt bón. Í fréttatilkynningu frá Skeljungi hf. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 416 orð

Spáð mikilli aukningu dísilbíla í Evrópu

MARKAÐUR fyrir dísilknúna fólksbíla hefur tekið við sér á ný í Evrópu eftir fjögurra ára stöðnun. Því er spáð að hlutdeild dísilbíla á markaðnum aukist úr tæpum 25% í um 33% árið 2003. Fyrirséða aukningu í sölu á dísilbílum má einkum rekja til nýrra dísilvéla sem eru mun sparneytnari en bensínvélar en einnig almennrar lækkunar á dísilbílum í Evrópu. Meira
22. ágúst 1999 | Bílar | 875 orð

TROOPER með góða vél en spar á búnaðinn

ISUZU Trooper er fullvaxinn jeppi sem stendur fyllilega undir væntingum. Hann kom á markað með sannkölluðum hvelli fyrir rúmu einu ári með nýrri dísilvél sem virtist eins og hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Vélin er minni að rúmtaki en fyrri vél en engu að síður 34 hestöflum aflmeiri og einnig mun togmeiri. Meira

Fastir þættir

22. ágúst 1999 | Í dag | 24 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 23. ágúst verður sextugur Örn Sævar Eyjólfsson, húsvörður í Smáraskóla. Hann og eiginkona hans, Viktoría Jóhannsdóttir, verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
22. ágúst 1999 | Dagbók | 946 orð

Í dag er sunnudagur 22. ágúst, 234. dagur ársins 1999. Symfóranusmessa. Orð dag

Í dag er sunnudagur 22. ágúst, 234. dagur ársins 1999. Symfóranusmessa. Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálmarnir 23, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Lagarfoss og Reykjafoss koma í dag. Meira
22. ágúst 1999 | Í dag | 38 orð

KLERK· AMYRKRIÐ

Flestir ljósið firrast nú og fálma í myrkri svörtu, ónýt, blind og ófrjáls trú óhrein kitlar hjörtu. Klerka þvaðurs heimsku hríð hylur sannleiks ljóma. Þeirra fjötrar lygi lýð lágt í villudróma. Meira
22. ágúst 1999 | Í dag | 546 orð

Lausn á vanda Reykjavíkurflugvallar

Í Degi 19. þessa mánaðar er Björn Bjarnason ráðherra og skjólstæðingur hans til margra ára, og fráfarandi formaður SUS, Ásdís Halla Bragadóttir, sögð styðja Sigurð Kára Kristjánsson sem næsta formann SUS. Hinn frambjóðandinn til embættisins er Jónas Þór Guðmundsson, varaformaður SUS. Hvorugan manninn þekki ég en slíkur stuðningur frá Birni Bjarnasyni lyktar að mínu mati illa. Meira
22. ágúst 1999 | Í dag | 640 orð

MARGT ber að varast í henni veröld. Víkverja barst í vikunni

MARGT ber að varast í henni veröld. Víkverja barst í vikunni til eyrna saga sem staðfestir, svo ekki verður um villst, að sprittkerti geta verið stórhættuleg. Þau eru lítil og virka ósköp sakleysisleg. Meira
22. ágúst 1999 | Í dag | 215 orð

Sumarferð Dómkirkjunnar

HIN árlega ferð eldri safnaðarmeðlima og vina Dómkirkjusafnaðarins verður farin fimmtudaginn 26. ágúst. Farið verður kl. 13 frá safnaðarheimilinu í Lækjargötu 14a og leið lögð um uppsveitir Árnessýslu. M.a. verður komið að Vellankötlu við Þingvallavatn og Vígðulaug á Laugarvatni og fjallað um viðburði kristnitökunnar. Helgistund og veitingar verða í Skálholti. Meira
22. ágúst 1999 | Í dag | 212 orð

Undirstrika Í Mbl. 11. marz sl. var eftirfarandi fyrirsögn með stóru letri, þ

Í Mbl. 11. marz sl. var eftirfarandi fyrirsögn með stóru letri, þar sem rætt var við hugsanlegan varaformann Sjálfstæðisflokksins: "Undirstrikar breidd flokksins." Svo er talað um, hversu "mjög mikilvægt sé að undirstrika þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir." Ekki verður því neitað, að orðalag sem þetta virðist orðið almennt talmál nú á dögum. Meira
22. ágúst 1999 | Fastir þættir | 611 orð

Uppskeruhátíð

Okkur ber að hagnýta og varðveita auðlindir láðs og lagar. Stefán Friðbjarnarson telur gleði yfir vel heppnuðu verki hluta af hamingju fólks. Meira

Sunnudagsblað

22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1610 orð

AFTUR TIL EIRÍKS RAUÐA Reisulegur bær Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja er nú óðum að komast í endanlegt horf í Brattahlíð við

AFTUR TIL EIRÍKS RAUÐA Reisulegur bær Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja er nú óðum að komast í endanlegt horf í Brattahlíð við Eiríksfjörð á Grænlandi. Húsin eru byggð með þeim aðferðum og tækjum, sem talið er að hafi verið notuð fyrir 1000 árum. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 3908 orð

Auðlindagjald er góður skattur

Fiskihagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson segir tímabært að innheimta gjald fyrir aðgang að fiskistofnunum Auðlindagjald er góður skattur Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði, hefur á undanförnum árum verið áberandi í umræðunni um stjórn fiskveiða í Norður-Atlantshafi, Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 269 orð

Ásbjörn Ólafsson hf. kaupir Gateway- tölvur

ÁSBJÖRN Ólafsson hf. og Aco hf. hafa gert með sér samning um víðtæk kaup á tölvubúnaði. Þetta er annar stóri samningurinn með Gateway-búnað sem gerður hefur verið hér á landi, en Aco tók nýverið við umboðinu fyrir hann, segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1124 orð

ÁSTARJÁTNING Í MARMARA

Taj Mahal er frægasta bygging Indlands, grafhýsi löngu látinnar drottningar. En það er meira en bara bygging, Taj Mahal er einstakt listaverk sem lætur engan ósnortinn sem sér það. Einar Falur Ingólfsson kom að grafhýsinu á ólíkum tímum sólarhringsins og hefði ekki trúað því fyrirfram að nokkurt hús gæti haft jafn sterk áhrif á hann. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 155 orð

Bellatrixur í hljóðveri

BELLATRIX heldur ótrauð áfram í sókn sinni inn á breskan markað. Sveitin hefur fengið framúrskarandi dóma ytra fyrir kynningarskífu sína og tónleikahald og leikur meðal annars á Reading-hátíðinni um næstu helgi, en annars eru liðsstúlkur og -maður á kafi í hljóðversvinnu sem stendur. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 3660 orð

Berum ábyrgð á eigin heilsu

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) í Hveragerði, sem kallaðist áður Heilsuhælið í Hveragerði, verður 45 ára í júlí árið 2000. Jón Ásgeir Sigurvinsson og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari brugðu sér yfir þokudimma Hellisheiði og fengu margt að vita um starfsemi HNLFÍ og framtíðaráform. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 233 orð

Byggist á TETRA- staðli

NÝLEGA var stofnað nýtt fyrirtæki á svið fjarskipta, TNet ehf., og er markmið þess að setja upp og reka nýtt farstöðvakerfi sem kennt er við svokallaðan TETRA-staðal, samkvæmt fréttatilkynningu. Staðallinn er saminn af ETSI, Staðalstofnun Evrópu á fjarskiptasviði, en sá munur er á honum og öðrum fjarskiptastöðlum, s.s. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 541 orð

BYRJAÐ Á ÖFUGUM ENDA

HLJÓMSVEITIR fara ólíkar leiðir í útgáfumálum; sumar gefa helst ekkert úr, aðrar moka sífellt frá sér efni og enn aðrar gefa út en reyna að búa svo um hnútana að sem fæstir geti komist yfir efnið. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 658 orð

Dyraverðir lífsins

HVER fæðing er einstök, hver kona og hvert barn," segir Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún var mjög ung þegar hún ákvað að verða ljósmóðir. "Systir mín segir að mamma hafi ákveðið það fyrir mig, sagt að ég hefði hendurnar í starfið." Margrét útskrifaðist úr Ljósmæðraskólanum árið 1970 eftir tveggja ára nám. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 277 orð

Evrópuráðgjöf fyrirtækja

IMPRA, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðntæknistofnun vill ráða starfsmann til að veita fyrirtækjum ráðgjöf varðandi Evrópusamvinnu. Starfið felst m.a. í greiningu, áætlanagerð og samstarfsleit gegnum evrópskt netsamstarf. Um er að ræða áhugavert og sjálfstætt starf fyrir réttan aðila, sem þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa til að bera útsjónarsemi og skipulagsgáfu. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 758 orð

Fáir myndlistarmenn stóðu nær hjarta Gunnlaugs Schevings en naivistinn

Fáir myndlistarmenn stóðu nær hjarta Gunnlaugs Schevings en naivistinn Rousseau. Hann sagði mér einhverju sinni, að þýzkur málari hefði sagt við hann: "Mér finnst myndirnar þínar fallegar, þær minna mig á Giotto." Þá svaraði Rousseau: "Giotto, hver er það?" Rousseau lenti í einhverju klandri, því að svindlarar nörruðu hann til að taka þátt í athæfi, sem varðaði við lög. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 770 orð

Fjölmiðlar, menn og málefni

ALMENNINGUR á Íslandi virðist á stundum hafa talsvert tvíbenta afstöðu til blaðamanna. Ýmist finnst fólki þeir ágætir að leita til þegar auglýsa þarf eða vekja athygli á einhverju eða þá að þeir eru taldir afskaplega varhugaverðir og til alls vísir ­ það síðarnefnda á einkum við ef fjallað er um málefni sem viðmælandinn hefur ekki sérlega hagnaðarvon af. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 229 orð

FRAMSÆKIN house-TÓNLIST

CARL COX hefur löngum verið talinn með fremstu plötusnúðum Bretlandseyja og þótt víðar væri leitað, en hann hefur einnig verið framarlega í flokki þeirra sem semja framsækna danstónlist. Þrátt fyrir langan aldur í danstónlistinni hefur Cox ekki sent frá sér nema tvær breiðskífur og kom sú síðari út fyrir nokkrum dögum. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 820 orð

Hef trú á krossmarkinu

MARÍA Magnúsdóttir ljósmóðir þarf ekki lengur að fara á fætur um miðjar nætur til að hjálpa skagfirskum konum í barnsnauð. En þótt tæp tuttugu ár séu liðin frá því að hún lét af störfum sem ljósmóðir muna flestir Skagfirðingar eftir Maríu ljósu, eins og þeir kölluðu hana. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1512 orð

Hildur Óttarsdóttir steig sín fyrstu ballettspor aðeins sjö ára gömul og hefur dansinn dunað alla tíð síðan. Núna er hún í

Hildur Óttarsdóttir var ung að aldri þegar hún fór fyrst í balletttíma fyrir tilstuðlan foreldra sinna, en sú ákvörðun átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hennar. "Ég var sjö ára þegar ég byrjaði að dansa ballett, en þá fór ég á námskeið fyrir börn. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1375 orð

Hjónin í gula kafbátnum

Þýska rannsóknarskipið Poseidon kom í höfn í Reykjavík að morgni 22. júlí síðastliðins að lokinni rannsóknarferð við Grímsey þar sem rannsökuð voru jarðhitasvæði á hafsbotni og hitakærum örverum safnað. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1155 orð

Hollywood-maðurinn Barry Sonnenfeld var áður mjög efnilegur kvikmyndatökumaður m.a. þeirra Coen-bræðra en hefur snúið sér

SONNENFELD er einn af mörgum kvikmyndatökumönnum sem snúið hefur sér að leikstjórn og með ágætum árangri í sumum tilvikum bæði hvað snertir gæði og aðsókn mynda. Þannig hefur hann á skömmum tíma orðið einn kunnasti og um leið eftirsóttasti leikstjóri draumaverksmiðjunnar og sendi nú síðast frá sér Villta, villta vestrið eða "Wild, Wild West", Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1755 orð

KAFBÁTAR OG ÍSFISKUR

Greint er frá því í Morgunblaðinu 3. júlí síðastliðinn, að Jón Hjálmarsson, fyrrum háseti á fiski­ og flutningaskipinu Skaftfellingi, hafi verið heiðraður af Félagi þýskra kafbátasjómanna, er honum var færður áletraður skjöldur í boði um borð í kafbátafylgdarskipinu FGS Meersburg, sem lá í Reykjavíkurhöfn ásamt tveim kafbátum. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 575 orð

Með lífið í lúkunum

FYRIR rúmum hundrað árum voru yfirsetukonur áminntar um skyldur sínar í embættisskilríkjum sem þær fengu í hendur. Þeim bar meðal annars að hegða sér skikkanlega, vera þénustuviljugar við alla sem til þeirra leituðu, jafnt ríka sem fátæka, hvort heldur á nóttu eður degi, og forðast nautn áfengra drykkja og óþarft hjal, svo eitthvað sé nefnt. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 643 orð

Nýjungar frá Ástralíu og víðar

MÁNAÐARLEGA birtast nýjar tegundir í hillunum í Ríkinu og oftar en ekki er þar um forvitnilegar nýjungar að ræða. Meðal þess sem hefur verið að bætast við úrvalið upp á síðkastið eru vín frá Ástralíu, Kaliforníu og Spáni. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 2405 orð

Tannskekkja kvelur

Veturinn 1972­73 gerði dr. Þórður Eydal Magnússon könnun á tannheilsu, tann-, bein- og vaxtarþroska barna. Jón Ásgeir Sigurvinsson spjallaði við Þórð sem 22 árum seinna gerði könnun ásamt samstarfsfólki sínu á tannheilsu þeirra, sem þátt tóku í rannsókninni sem börn, ótta þeirra við tannlækna o.fl. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 719 orð

Treysti náttúrunni

"ÉG ER alin upp í mikilli virðingu fyrir ljósmóðurstarfinu," segir Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsi Suðurlands. Sem Barðstrendingur ólst hún líka upp í nánum tengslum við náttúruna, og hún telur að ef til vill hafi þetta tvennt orðið til þess að hún ákvað lífsstarfið mjög snemma. Eftir sex ára háskólanám útskrifaðist hún sem ljósmóðir árið 1998. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1543 orð

TÖLVUTÆKNIN EINS OG MATVARAN

Mikill uppgangur er hjá fyrirtækinu EJS þessa dagana, en til marks um það eru kaupin á hugbúnaðarfyrirtækinu Hug. Með kaupunum tvöfaldast starfsmannafjöldi fyrirtækisins, veltan stóreykst og framleiðslan og þjónustan færist inn á nýjar brautir. Þá er fyrirtækið sextugt á þessu ári. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 279 orð

ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM

MEÐ efnilegustu hljómsveitum Bretlands nú um stundir er tvíeykið í Basement Jaxx. Skammt er síðan sveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu, Remedy, sem kom henni á allra varir í heimalandinu og hefur ekki síður vakið athygli utan þess, meðal annars hér á landi. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 2232 orð

Vargur í véum

Vargur í véum Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti Í landslögum er kveðið á um að halda skuli íslenska tófustofninum í skefjum og sinna heimamenn í hverju héraði því starfi að leita grenja, Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 594 orð

Vitsmunalíf úti í geimi

SPURNINGIN um tilurð lífsins er ekki lengur viðfangsefni trúarbragðanna einna. Það væri hroki að segja að lífsgátan væri leyst, en vísindin, líffræðin, efna- og eðlisfræðin hafa varpað vissu ljósi á tilurð þess nú á síðustu áratugum. Í stórum dráttum má segja að megineinkenni lífs séu tvö: Annars vegar það að byggja upp æ meiri reiðu úr óreiðu, þ.e. Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 3899 orð

Ýtur og ævintýri BELTAVÉLAR hafa gegnt þýðingarmiklu hlutverki í íslensku samfélagi, einkum frá stríðsárum hafa þær verið

SÚ VAR tíðin að íslenskir bændur lögðu á sig fjárútlát og mikla vinnu við að stækka tún sín. Fyrst höfðu þeir ekkert nema handverkfæri til þess að láta drauma sína um eggslétt og iðjagræn tún rætast, Meira
22. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1200 orð

Þrír sprettir Lólu Þýskar kvikmyndir hafa ekki verið mjög áberandi í kvikmyndaflórunni, hvorki hér á landi né annars staðar, að

SÚ VAR tíðin að fólk talaði mest um og sóttist harðast eftir þýskum kvikmyndum. Svo er ekki lengur og hefur ekki verið í langan tíma. Uppsveiflan sem varð í þýskri kvikmyndagerð á sjöunda og áttunda áratugnum þegar fram komu leikstjórar á borð við Herzog og Wenders og von Trotta og Schlöndorf að ógleymdum Rainer Werner Fassbinder, var aðeins tímabundin. Meira

Úr verinu

22. ágúst 1999 | Úr verinu | 411 orð

Burðarás meðal stærstu eigenda

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Burðarás er meðal stærstu eiganda í fiskvinnslufyrirtæki sem verður stofnað á Þingeyri í dag. Stofnun fyrirtækisins hefur verið í burðarliðnum undanfarnar vikur og var smiðshöggið rekið á hana í gær þegar Byggðastofnun samþykkti einróma fyrirhugaða tilhögun. Auk Burðaráss verða útgerðarfyrirtækið Vísir hf. Meira
22. ágúst 1999 | Úr verinu | 199 orð

Lýsir stuðningi við fyrirtækið

FJÖRUTÍU og þrír starfsmenn Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði, hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem lýst er undrun á starfsháttum Byggðastofnunar við úthlutun á byggðakvóta. Jafnframt er lýst fullum stuðningi við aðgerðir Sæunnar Axels ehf. Yfirlýsingin fer hér á eftir: Meira
22. ágúst 1999 | Úr verinu | 194 orð

Vigri RE slær aflamet

VIGRI RE landaði í vikunni stærsta frystifarmi sem íslenskur togari hefur landað þegar skipið kom að landi með 870 tonn af kolmunna. Vigri fékk aflann suðaustur af Þórsbankanum og veiðiferðin tók 24 daga. Sigurbjörn Kristjánsson skipstjóri var að vonum hinn ánægðasti með túrinn. "Þetta var mjög fínt. Það var mikið að gera allan túrinn en ég er með góða áhöfn þannig að þetta blessaðist allt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.