Greinar miðvikudaginn 25. ágúst 1999

Forsíða

25. ágúst 1999 | Forsíða | 208 orð

1000 skæruliðar vegnir

RÚSSNESKAR hersveitir streymdu að vígjum tsjetsjenskra uppreisnarmanna í Kákasus-lýðveldinu Dagestan í gær í lokaatlögu gegn skæruliðum sem barist hafa fyrir íslömsku ríki í Dagestan. Skæruliðarnir, sem hafa barist við rússneska herinn undanfarnar tvær vikur, lýstu yfir því í gær að þeir hefðu horfið frá vígstöðvunum. Meira
25. ágúst 1999 | Forsíða | 120 orð

Árekstur á Ermarsundi

SKEMMTIFERÐASKIP, með 2.400 farþega innanborðs, og 52 þúsund tonna flutningaskip rákust saman undan ströndum Suðaustur-Englands snemma í fyrrinótt. Talið er að um tuttugu manns hafi verið fært á slysadeild í kjölfar árekstursins sem var sagður afar harður. Meira
25. ágúst 1999 | Forsíða | 93 orð

Boða verkfall í olíuiðnaði

STARFSMENN í norskum olíuiðnaði hafa boðað verkföll frá og með 6. september nk. Ekki vegna deilna um kaup og kjör heldur til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta vinnslu á nýjum olíusvæðum. Meira
25. ágúst 1999 | Forsíða | 175 orð

Schröder sker niður ríkisútgjöld

BÚIST er við, að tillögur Gerhard Schröders, kanslara Þýskalands, um verulegan niðurskurð á ríkisútgjöldum verði samþykktar af ríkisstjórninni á morgun og af þingflokki jafnaðarmanna á fimmtudag þrátt fyrir verulega andstöðu vinstriarmsins. Meira
25. ágúst 1999 | Forsíða | 57 orð

Vextir hækka

BANDARÍSKI seðlabankinn tilkynnti í gær um 0,25% vaxtahækkun og eru vextir því 5,25%. Búist hafði verið við vaxtahækkun seðlabankans sem var gerð með það að markmiði að koma í veg fyrir verðbólgu. Spáð er 4% aukningu á vergri þjóðarframleiðslu í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi þessa árs og hafa sérfræðingar varað við afleiðingum þess. Meira

Fréttir

25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 334 orð

5000 kr. til höfuðs Clinton

AFGANSKUR múslimi sem styður Talebana hefur heitið hverjum þeim, sem myrðir Bill Clinton Bandaríkjaforseta verðlaunum að upphæð fimm milljónir afganíur, andvirði tæplega 5200 króna. "Þetta er lítið, en að mínu mati er höfuð hans ekki meira virði," sagði Maulana Abdur Rahim Muslimdost, sem kennir íslömsk fræði í Peshawar í Pakistan. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 259 orð

Alkóhólistar fastir í vítahring þunglyndis

NIÐURSTÖÐUR rannsóknar, um áhrif misnotkunar áfengis á efnaskipti heilans, voru í gær kynntar á ársþingi félags bandarískra efnafræðinga. Hafa vísindamennirnir fundið efnafræðilegar skýringar á því hvers vegna alkóhólistar falla endurtekið í sama farið jafnvel þótt áfengi valdi þeim streitu og þunglyndi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Alltaf fín stemmning í skólanum

KRISTINN Magnússon er formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hann er að hefja lokaár sitt í skólanum og hyggur á útskrift næsta vor af náttúrufræðibraut. Hann var við nám í skólanum í einn vetur áður en flutt var í nýtt húsnæði við Skólabraut. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

Annar áfangi lóðaúthlutana við Ásland

HAFNARFJARÐARBÆR mun á næstunni úthluta lóðum fyrir 427 íbúðir í öðrum áfanga í Áslandi, í næsta nágrenni við fólkvanginn við Ástjörn. Í áfanganum eru 83 lóðir fyrir einbýlishús, 24 fyrir parhús, 68 fyrir raðhús auk 252 íbúða í fjölbýli. Hæstu byggingar verða þrjár hæðir. Lóðunum verður úthlutað í tveimur til þremur áföngum. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 290 orð

Athugasemd vegna ummæla borgarstjóra

"Í tilefni ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, á Stöð 2 hinn 22. þ.m. þess efnis að reglur þeirra mæli svo fyrir um að borgaryfirvöld komi til með að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um fyrirhuguð byggingaráform Landssímans og Jóns Ólafssonar í Laugardal ef 25% atkvæðisbærra borgarbúa fari skriflega fram á það er eftirfarandi tekið fram. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Áberandi dreifð eign

"EIGNARHALD á bönkum á Norðurlöndunum er áberandi dreift ef Noregur er undanskilinn," segir Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs Landsbankans, en í tengslum við hlutafjárútboð bankans á liðnu hausti var eignarhald á bönkum í nágrannalöndunum kannað og borið saman við eignarhald á íslenskum bönkum. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Árekstur við Sund

ÁREKSTUR varð við gatnamót Sægarða og Vatnagarða í gærdag og var ökumaður annarrar bifreiðinnar fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn ekki í lífshættu, en hann slasaðist á mjöðm og hné. Önnur bifreiðin var flutt á brott með kranabíl. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 532 orð

Ásókn í skólann

FJÖLBRAUTASKÓLI Garðabæjar er nú að hefja sitt 15. starfsár í nýju húsnæði sem skólinn fékk til afnota fyrir 2 árum. Húsnæðið hefur verið mikil lyftistöng fyrir skólastarfið og segir Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari að mikil ásókn nemenda sé í skólann. Skólinn hefur tekið forystu í vímuvarnamálum í framhaldsskólum og hefur það skilað góðum árangri. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Bifhjólaslys á göngustíg í Reykjavík

ÖKUMAÐUR bifhjóls ökklabrotnaði eftir að hann keyrði á brunn á göngustíg eða hitaveitustokki í Elliðaárdalnum skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Óttast var að mjaðmagrind hans hefði einnig skaddast. Ökumaðurinn, sem er á miðjum þrítugsaldri, var á ferð í Elliðaárdalnum, skammt frá gömlu Fáksheimilunum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er bifhjólaakstur þar óheimill. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Bætir við fjórðu ferð til Akureyrar

MEÐ nýrri vetraráætlun Íslandsflugs, sem tekur gildi 30. ágúst, er ætlan forráðamanna fyrirtækisins að auka þjónustu til tveggja áfangastaða innanlands, Akureyrar og Vestmannaeyja. Bætt verður við fjórðu ferðinni til Akureyrar og nota á ATR- skrúfuþotuna til Vestmanneyjaflugsins í einni af þremur áætlunarferðum á dag. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Dagur símenntunar haldinn um land allt

DAGUR símenntunar verður haldinn laugardaginn 28. ágúst og er markmið hans að vekja athygli almennings á að í nútíma þjóðfélagi er menntun æviferli. Almenningi er boðið að taka þátt í skemmtilegri og fræðandi dagskrá á um 30 stöðum á landinu. Dagskráin verður mjög fjölbreytt en áherslur mismunandi eftir stöðum. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 386 orð

Eignahlutur borgarinnar tímaskekkja

TÍMABÆRT er að Reykjavíkurborg selji eða leysi til sín sinn hlut í Landsvirkjun, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík. Borgarstjóri kveðst hafa lýst því yfir innan borgarstjórnar og víðar á opinberum vettvangi að sterk rök liggi fyrir því að Reykjavíkurborg selji eða leysi til sín sinn hlut í Landsvirkjun. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 691 orð

Eignaraðild er yfirleitt dreifð

Í TENGSLUM við hlutafjárútboð Landsbankans á síðasta ári fór fram vinna í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið J.P. Morgan, þar sem skoðað var eignarhald á bönkum í nágrannalöndunum til samanburðar við þá íslensku. Gunnar Þ. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Einar S. Einarsson sæmdur heiðurspeningi

Á ÞINGI Skáksambands Norðurlanda, sem haldið var í Kaupmannahöfn í tengslum við 100 ára afmæli þess hinn 20. ágúst, var Einari S. Einarssyni veittur heiðurspeningur þess fyrir mikil og heilladrjúg störf í þágu norrænnar skáksamvinnu um tæplega aldarfjórðungs skeið. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 596 orð

Ekki lengur stofnun heldur starfsemi

Við viljum opna þjónustuna og breyta ímyndinni, segir Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkur. Sigríður B. Tómasdóttir sat blaðamannafund Félagsþjónustu Reykjavíkur þar sem nýjar áherslur og þjónusta voru kynnt. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð

Evrópusinnaðir íhaldsmenn reknir

TVEIR fyrrverandi þingmenn brezka Íhaldsflokksins hafa verið reknir úr flokknum fyrir að vilja ekki sætta sig við stefnu flokksins í Evrópumálum. Talsmenn Íhaldsflokksins upplýstu þetta í gær. Hinir reknu eru Sir Julian Critchley, sem var óbreyttur þingmaður í nærri fjóra áratugi, og Tim Rathbone, sem var aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 371 orð

Félli vel að annarri starfsemi í dalnum

KOMIÐ hefur fram hugmynd um að byggja sérstakt æfingasvæði með "æfingastöðvum" fyrir kylfinga í Laugardal til dæmis á þeim stað þar sem fyrirhugað er að Landssímahús og kvikmynda- og veitingahús rísi. Að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands, hafa æfingasvæði þessarar gerðar þann kost að taka lítið pláss, rúma marga en vera jafnframt mjög fullkomin. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fé veitt til nefndar tónlistarhúss

BORGARRÁÐ samþykkti í gær 4,5 milljóna fjárframlag til nefndar um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í miðborg Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti leggi hvert um sig fram sömu fjárhæð. Meira
25. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Fjallað um Vísnabók Guðbrands biskups

HAUST- og vetrarstarfið á Sigurhæðum ­ Húsi skáldsins hefst í kvöld, miðvikudag, en kl. 20 fjallar Kristján Eiríksson um hina merku Vísnabók, sem Guðbrandur Þorláksson biskup gaf út á Hólum árið 1612. Hún hefur aðeins verið endurútgefin einu sinni og auk þess ljósprentuð en Kristján vinnur nú ásamt Jóni Torfasyni að þriðju útgáfu hennar á vegum Bókmenntastofnunar Háskóla Íslands. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fjölskylduhátíð Ársels

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Ársels verður haldin miðvikudaginn 25. ágúst kl. 16.30. Byrjað verður í léttum leikjum en um kl. 17.15 hefst dagskrá með ýmsum atriðum sem börnin hafa æft. Eftir að dagskráin hefur verið tæmd er boðið upp á smáhressingu og foreldrar geta gengið um húsið og skoðað verk barnanna. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 471 orð

Forsetinn veitist að New York Times

HUGO Chavez, forseti Venesúela, vísaði á sunnudag skoðunum leiðarahöfundar bandaríska dagblaðsins New York Times algerlega á bug og kallaði leiðarann "stórkostlegar lygar" en þar er hann sakaður um að hafa sniðgengið lýðræðisvenjur. Sagði Chavez að blaðið væri að reyna að blanda sér í innanríkismál í Venesúela. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 192 orð

Fór mun betur en á horfðist

MINNSTU munaði að illa færi í gærmorgun þegar mikill eldur braust út í farþegarými taívanskrar farþegaþotu sem var í innanlandsflugi milli höfuðborgarinnar Taipei og Hualien á Kyrrahafsströnd Taívans. Flugmönnum vélarinnar tókst hins vegar að lenda vélinni og koma öllum farþegum frá borði áður en vélin varð eldinum að bráð. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fýluferð eftir brotnum ferðamanni

BJÖRGUNARSVEITIN á Seyðisfirði var kölluð út um miðjan dag í gær eftir að tilkynnt hafði verið um erlenda ferðakonu sem fallið hafði af hestbaki í Loðmundarfirði með þeim afleiðingum að hún viðbeinsbrotnaði. Meira
25. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 615 orð

Fækkun nemenda veldur áhyggjum

KENNSLA hefst í útvegssviði VMA á Dalvík í næstu viku. Enn sem komið er eru 25 nemendur skráðir til náms en þeir voru 50 í fyrra. Að sögn Björns Björnssonar, yfirmanns útvegssviðsins, þá kemur sú fækkun til vegna þess að enginn nemandi er skráður til náms í skipstjórnarréttindum en skólinn útskrifaði 16 skipstjórnarmenn á síðasta ári. Meira
25. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 431 orð

Færri á atvinnuleysisskrá en í fyrra

ATVINNUÁSTAND á Norðurlandi eystra virðist vera nokkuð gott ef miðað er við tölur á atvinnuleysisskrá. Um síðustu mánaðamót voru 266 einstaklingar á atvinnuleysisskrá en þeir voru 419 á sama tíma í fyrra. Reyndar þarf að fara alla leið aftur til ársins 1990 til að finna lægri tölu en nú sést á atvinnuleysisskrá á þessu svæði. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 463 orð

Garður fyrir dvergtré í Hellisgerði

BONSAI er japanska og þýðir planta í potti. Japanir eru þekktir fyrir nostursamlega ræktun dvergtrjáa en nú eru Hafnfirðingar farnir að spreyta sig við bonsai-ræktun og búnir að opna nyrsta bonsai-garð í heimi, á afgirtu svæði í Hellisgerði. Þar gefur að líta um sjötíu tré af íslenskum tegundum. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 359 orð

Gasgreinir notaður við borun

ÍSLENSK orka hf. hefur hafið borun í Öxarfirði, en markmiðið með henni er að afla jarðvarma til raforkuframleiðslu. Borunin er óvenjuleg að því leyti að notaður verður sérstakur gasgreinir til að fylgjast með hvort mikið af gastegundum kemur upp úr borholunni, en í gamalli holu í Öxarfirði hefur mælst gasuppstreymi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

GSM-kerfið búið undir áramótin

GSM-farsímakerfi Landssímans verður í vikunni búið undir næstu áramót með uppfærslu alls hugbúnaðarkerfisins. Settur verður upp hugbúnaður, sem tryggt er að verði ekki fyrir áhrifum er ártalið 1999 breytist í 2000. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 348 orð

Hagsmunir viðskiptavina hafðir að leiðarljósi

SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu. Kaupþing harmar að forsætisráðherra skuli hafa dregið eignastýringu Kaupþings inn í umræðuna um sölu Scandinavian Holdings S.A. á hlutabréfum í FBA til Orca S.A. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Haldið upp á árin 105

ELSTI núlifandi Íslendingurinn, Kristín P. Sveinsdóttir varð 105 ára í gær. Afkomendur Kristínar héldu upp á daginn með henni en hún á yfir 120 afkomendur. Á myndinni má sjá hluta þeirra ásamt Kristínu sem er mjög ern og hress, komin á þennan aldur. Meira
25. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Heitar laugar heilla

Heitar laugar heilla FÓLKIÐ á myndinni virðist hafa það gott þar sem það baðar sig í einu af vatnslónunum í Námaskarðinu, en þarna má sjá Kísiliðjuna í baksýn. Að sögn Péturs Snæbjörnssonar, hótelstjóra á Hótel Reynihlíð, er þetta affallslón úr svokölluðu Bjarnalóni en þarna hafa ýmsir haft hug á að koma á fót náttúrulegum baðstað. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 885 orð

Hvað má og hvað má ekki? Má lögreglustjóri Kaupmannahafnar fá gefins ferð frá stórfyrirtæki fyrir sig og fjölskylduna fyrir um

Má lögreglustjóri Kaupmannahafnar fá gefins ferð frá stórfyrirtæki fyrir sig og fjölskylduna fyrir um 700 þúsund íslenskar krónur og er í lagi að forstjóri hreingerningafyrirtækis sitji í fjárlaganefnd? Sigrún Davíðsdóttir rekur danskar bitlingaumræður. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ian Norbury til Íslands

TRÉSKURÐARMEISTARINN Ian Norbury heldur tvö námskeið í tréskurði í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði síðustu helgina í ágúst og fyrstu helgina í september. Þetta er í annað sinn sem Norbury heldur námskeið hér á landi en hann hefur kennt víða um heim, m.a. í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Sviss og Englandi. Meira
25. ágúst 1999 | Miðopna | 2771 orð

Íslendingar hafa mikil tækifæri í Þýskalandi

Henning Scherf hefur verið í pólitík í 35 ár og borgarstjóri Brima frá 1995. Hann segir samskiptin við Ísland mikilvæg og telur að á næsta ári, þegar minnast á fundar Ameríku, sé ekki síður við hæfi að rifja upp þúsund ára samskipti Íslands við Brima. Karl Blöndalræddi við borgarstjórann um samskiptin við Ísland og ástandið í þýskum stjórnmálum. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 148 orð

Júgóslavíuher beitti eiturgasi

VÍSINDALEGUR ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gær, að júgóslavneski herinn hefði beitt eiturgasi í hernaði gegn skæruliðum aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana í vor. Aubin Hendrickx, prófessor við rannsóknarstofnun í Gent í Belgíu, sagðist hafa rannsakað 20 liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA), sem hefðu verið yfirbugaðir af eiturgasi í sprengjuárás Serba. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Katlarnir dýpka og sprungur stækka

SIGKATLARNIR í Mýrdalsjökli hafa dýpkað og sprungur stækkað. Tíundi sigketillinn er að myndast og hugsanlega sá ellefti. Kom þetta í ljós í könnunarflugi Reynis Ragnarssonar lögreglumanns yfir Kötlu í gær. Níu dagar eru frá því Reynir flaug síðast yfir Mýrdalsjökul. Segir hann að frá þeim tíma sé sýnilegur munur á jöklinum. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Krefjast lýðræðislegrar umræðu innan flokksins

ÓLAFUR Magnússon, fyrrverandi formaður Sólar í Hvalfirði og flokksbundinn Framsóknarmaður, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Finni Ingólfssyni varaformanni í gær. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 374 orð

Kynslóðaskipta þörf í stjórnmálum

NOKKRIR af þekktari umbótasinnum af yngri kynslóðinni í Rússlandi urðu í gær sammála um að taka höndum saman fyrir þingkosningarnar í desember. Hinn nýi sameinaði flokkur hefur ekki enn hlotið nafn en verður formlega stofnaður á fundi, sem haldinn verður um næstu helgi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Lóð Háteigsskóla breytt

UNNIÐ er nú að gagngerum breytingum á skólalóð Háteigsskóla. Að sögn Ásgeirs Beinteinssonar skólastjóra er um að ræða spennandi útfærslu á lóðinni eftir margra ára baráttu fyrir umbótum á umhverfi skólans. "Lóðin hér hefur bara verið drullusvað í 30 ár," segir Ásgeir og fagnar þessum breytingum. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 90 orð

McCain höfðar til miðjunnar

JOHN McCain, öldungadeildarþingmaður sem vonast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins, hefur hafnað andstöðu flokksins við fóstureyðingar. McCain lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja ógildingu niðurstöðu Hæstaréttar frá 1973 um að konur eigi "rétt á að velja" um fóstureyðingu eða ekki. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | -1 orð

Misvísandi svör um vopnahlé gagnrýnd

SAMBANDSSINNAR á Norður-Írlandi gagnrýndu bæði bresk og írsk stjórnvöld harðlega í gær fyrir að hafa á mánudag gefið afar misvísandi skilaboð um það hvort þau teldu vopnahlé Írska lýðveldishersins (IRA) enn halda. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Mjög góð nýting í ágúst

"VIÐ erum að sjá almennt bestu nýtingu sem við höfum séð í ágústmánuði," segir Sigrún Sigurðardóttir hjá Hótel Loftleiðum. Hótel Esja, sem er Flugleiðahótel ásamt Hótel Loftleiðum, er að sögn Sigrúnar með 96­97% nýtingu í ágúst sem er einstaklega mikið. Dreifing ferðamanna er einnig betri en verið hefur, segir Sigrún. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Nafn mannsins sem lést

MAÐURINN, sem lést í fyrradag er hann féll ofan í sprungu á Skálafellsjökli, hét Philip Klose og var 28 ára gamall Þjóðverji. Hann var í vélsleðaferð ásamt fimm þýskum kvikmyndatökumönnum, en tók sig út úr hópnum með þeim afleiðingum að hann féll ofan í sprunguna. Nánustu aðstandendum mannsins hefur verið greint frá slysinu og komu fulltrúar þeirra til landsins í gær. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Nýr formaður Mæðrastyrksnefndar

ÁSGERÐUR Jóna Flosadóttir, kaupsýslukona, hefur verið kjörin formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Unnur Jónasdóttir, fráfarandi formaður, situr nú í stjórn nefndarinnar. Unnur hefur verið formaður sl. 18 ár. Aðrar stjórnarkonur eru: Bryndís Guðmundsdóttir, varaformaður, Ragna Rósantsdóttir, ritari, Kristín Gísladóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Ný stjórn skipuð yfir flugstöðina

UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað sérstaka stjórn honum til ráðgjafar um framtíðarrekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt telur ráðherra nauðsynlegt að huga að tekjuöflun hennar þegar til lengri tíma er litið. Ráðherra hefur einnig skipað stjórn fyrir Fríhöfnina. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Nær 14 milljónir til Siglufjarðar

HEPPINN miðaeigandi í Happdrætti Háskóla Íslands varð nær 14 milljónum króna ríkari þegar dregið var úr Heita pottinum í gær. Fyrsti vinningur kom á númer 25840 og voru fjórir einfaldir miðar með því númeri seldir í umboði Happdrættisins á Siglufirði. Sami aðili átti alla einföldu miðana Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Orkan seld alltof ódýrt

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖKIN World Wide Fund For Nature í Noregi lýstu í gær yfir stuðningi við Náttúruverndarsamtök Íslands og vaxandi hluta almennings á Íslandi, vegna baráttu þeirra gegn virkjunarframkvæmdum á hálendinu norðan Vatnajökuls. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

RAGNAR SIGURÐSSON

RAGNAR Sigurðsson, læknir í Reykjavík, er látinn 83 ára að aldri. Ragnar fæddist á Ljósavatni í Ljósavatnshreppi 17. apríl 1916. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson prestur og Dorothea Bóthildur Clausdóttir Proppé húsfreyja. Ragnar varð stúdent frá MR 1935 og lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1943. Auk þess stundaði hann sérfræðinám í Svíþjóð á árunum 1945­1948. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

RAGNHEIÐUR SÆMUNDSSON

RAGNHEIÐUR Sæmundsson, fædd Jónsdóttir, húsfreyja á Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar í gærmorgun, 85 ára að aldri. Ragnheiður fæddist 2. janúar árið 1914 og ólst upp að Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru hjónin Albína Pétursdóttir og Jón St. Melstað bóndi. Hún var þriðja í röðinni af sjö systkinum. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 420 orð

Rán og ofbeldisverk daglegt brauð

BROTIST var inn í íbúð íslensks manns í Kosovo fyrir nokkrum dögum en hann er starfsmaður fjarskiptadeildar Sameinuðu þjóðanna. Að sögn mannsins eru innbrot og ofbeldisverk daglegt brauð í höfuðborginni Pristína þar sem hann hefur nú bækistöðvar. Örn Sæmundsson rafeindavirki segir innbrotsþjófana hafa hreinsað nánast allt út úr íbúð hans. "Þeir tóku bara allt draslið. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð

Reksturinn ekki skilað nægu

LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR, sem hefur það hlutverk að stuðla að landgræðslu og gróðurvernd, hefur auglýst til sölu eignir sínar í Fossvogi í Reykjavík, rétt neðan við kirkjugarðinn, en þar hefur sjóðurinn m.a. verið með jólatré til sölu á hverju ári. Um er að ræða 621 fermetra af húsnæði og 11.920 fermetra lóð, sem metin eru á 60 milljónir króna. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ríkið fái sem mest fyrir hlutinn

HÉR fara á eftir orðrétt svör Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum um helgina við spurningum um málefni Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Var meðal annars spurt hvort ástæða væri til að óttast að einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar á ríkisbönkunum væru í uppnámi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ríkisstjórnin bætir við sig

SAMKVÆMT niðurstöðum símakönnunar Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 48% fylgi ef gengið væri til kosninga núna og Framsóknarflokkurinn fengi 19,5%. Könnunin fór fram frá 15. júlí til 5. ágúst sl. og samkvæmt henni auka allir flokkar við fylgi sitt miðað við seinustu könnun nema Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Segir fjárlagadrögin einkennast af aðhaldi

GEIR Haarde fjármálaráðherra segir það rangt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær, að gert sé ráð fyrir aukningu á öllum sviðum ríkisútgjalda í drögum fjárlaga sem kynnt voru í þingflokkum stjórnarflokkanna á mánudag. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sjó- og gönguferð Hafnargönguhópsins

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir sjóferð og gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld. Farið verður kl. 20 frá Hafnarhúsinu að vestanverðu (Miðbakkamegin) út í Suðurbugt. Þar verður val, ef sjóveður leyfir, að sigla með langskipinu Íslendingi, Engeyjarsund út fyrir Akurey í ljósaskiptunum og til baka til hafnar í Suðurbugt fyrir myrkur, Meira
25. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Sjóstangaveiðimót SJÓAK

UM HELGINA hélt SJÓAK (Sjóstangaveiðifélag Akureyrar) sjóstangaveiðimót og var það jafnframt síðasta stigamót sumarsins til Íslandsmeistaratitils. Að mótinu loknu var það ljóst að Árni Halldórsson frá SJÓAK var Íslandsmeistari karla með 760 stig en Sigfríð Valdimarsdóttir, einnig frá SJÓAK, var Íslandsmeistari kvenna með 778 stig. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 719 orð

Skiptar skoðanir meðal þingmanna iðnaðarnefndar

GUÐJÓN Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis, segir að sér finnist óþarfi að leggja málefni Fljótsdalsvirkjunar fyrir Alþingi að nýju en verði það gert er hann sammála Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Skorradalur og Síldarmannagötur

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja dagsferða núna sunnudaginn 29. ágúst og hefjast þær kl. 10.30 frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Farin verður skógarferð í Skorradal í samvinnu við Skógræktarfélagið og undir leiðsögn Ágústs Árnasonar skógarvarðar. Gengið verður um trjásýnireit, hugað að nytjaskógi og sveppum. Seinni hluta ferðar verður farið í berjamó og er þetta kjörin fjölskylduferð. Meira
25. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 425 orð

Staða byggðasvæða verði skilgreind

AÐALFUNDI Eyþings, og Þingeyjarsýslum, lauk í Grímsey sl. föstudag, með áliti nefnda á fundarmálum, afgreiðslu tillagna og ályktana. Að sögn Péturs Þórs Jónassonar, framkvæmdastjóra Eyþings, voru aðalfundarfulltrúar almennt ánægðir með fundinn en hann sóttu um 50 manns. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 383 orð

Staðráðnir í að líða enga Rússa nálægt sér

KOSOVO-Albanar, íbúar bæjarins Orahovac, hreyfðu sig í gær hvergi frá vegartálmum þeim sem þeir settu upp á öllum þeim sjö vegum sem liggja inn í bæinn, til að hindra að rússneskir hermenn gætu tekið sér þar stöðu sem friðargæzluliðar KFOR í stað hollenzkra hermanna sem eru á förum frá bænum. Lýstu bæjarbúar því yfir að vegartálmunum yrði haldið við eins lengi og nauðsyn krefði. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 225 orð

Stjórnarandstaðan mótmælir

BRESKA stjórnarandstaðan brást í gær ókvæða við fregnum þess efnis að George Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, sem senn tekur við framkvæmdastjórastöðunni hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), hefði verið skipaður í lávarðadeild breska þingsins en útnefningin veldur því að boða verður til aukakosninga um laust þingsæti hans í september. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 438 orð

Tekist á um flugvöllinn í borgarráði

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins létu bóka á fundi borgarráðs í gær að yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um Reykjavíkurflugvöll væri til komin vegna óstjórnar og ringulreiðar sem nú ríkti almennt í skipulagsmálum í Reykjavík. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Truflanir í símkerfi Tals

TRUFLANIR voru í símkerfi Tals frá mánudegi og fram á föstudag í síðustu viku, en þær leiddu til þess að símnotendur á einstökum svæðum í Reykjavík fengu símtöl beint í talhólf eða gátu ekki sjálfir náð sambandi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 823 orð

Útilokað að selja einum aðila

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kveðst telja útilokað að eignarhlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins yrði seldur einum aðila, þar sem sjálfstæði bankans væri þá í húfi. Til greina kæmi hins vegar að selja allan hlutinn, 51%, samtímis. Meira
25. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 223 orð

Verkfallið telst sögulegur atburður

RÍKISSTARFSMENN í Suður- Afríku fylkja nú liði og þramma um götur borga og bæja í tugþúsunda tali til að knýja á ríkisstjórnina um launahækkanir. Eftir sjö mánaða árangurslausar samningaviðræður verkalýðsfélaga og stjórnvalda boðaði samband suður-afrískra verkalýðsfélaga, Cosatu, til verkfalls sem nær til rúmlega milljónar manna. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Vilja breytta skipun vísindasiðanefndar

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs beinir því til heilbrigðisráðherra að endurskoða ákvörðun um breytta skipan Vísindasiðanefndar. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Þakka gestrisnina

FÉLAGAR í bresku flugsveitinni, sem dvaldi á Kaldaðarnesi á stríðsárunum og kom hingað til lands nýverið í boði flugfélagsins Atlanta, hefur beðið Morgunblaðið að koma á framfæri þökkum fyrir höfðinglegar móttökur og gestrisni hér á landi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 376 orð

Þurfum nýjan flöt á umræðuna um hálendið

"VIÐ þurfum að varpa upp nýjum fleti á umræðunni um skipulag og nýtingu hálendisins," segir Björn Sigurjónsson, sérfræðingur Ferðamálaráðs Íslands, sem ásamt Háskólanum á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskóla Íslands stendur fyrir Málþingi um skipulag ferðamannastaða laugardaginn 4. september. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 751 orð

Þverá/Kjarrá fara yfir 2.000 laxa

ÞAÐ ER mjög rólegt víðast hvar á veiðislóðum, utan að skot og skot koma og fara hér og þar eins og gengur. "Heitasta" svæðið fyrir fáum dögum, Vopnafjörðurinn og Þistilfjörðurinn, eru nú orðnir heitir í orðsins fyllstu merkingu, hiti vel yfir 20 gráðum og því hefur dregið verulega úr veiði. Þá varð lítið úr maðkaveislunni í Eystri-Rangá þar sem hún tók upp á því að gruggast upp úr öllu valdi. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 743 orð

"Því miður fundum við engan á lífi"

ÍSLENSKA björgunarsveitin, sem hefur verið við björgunarstörf á jarðskjálftasvæðunum í Tyrklandi síðustu daga, kom heim í gær eftir lærdómsríka för, en þótt sveitin hafi ekki fundið neinn á lífi í rústunum voru menn ánægðir með ferðina, en jafnframt þreyttir að sögn björgunarsveitarmannanna Tómasar Tómassonar og Guðjóns S. Guðjónssonar. Meira
25. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 703 orð

Öruggt samfélag

Á MORGUN hefst klukkan 13 á Hótel Loftleiðum norræn ráðstefna um öruggt samfélag. Heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir setur ráðstefnuna. Esther Guðmundsdóttir er formaður íslensku undirbúningsnefndarinnar. Hún var spurð nánar hvað félli undir yfirskrift ráðstefnunnar; Öruggt samfélag. Meira

Ritstjórnargreinar

25. ágúst 1999 | Staksteinar | 440 orð

Landafundir ­ þjóðveldið

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra ræðir landafundina fyrir eitt þúsund árum á vefsíðu sinni í sambandi við ráðstefnu, sem nýlega var haldin á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals. BJÖRN segir: "Fyrstu daga vikunnar efndi Stofnun Sigurðar Nordals til ráðstefnu undir heitinu Vestur um haf og snerist hún um ferðir norrænna manna á Norður-Atlantshafi og fund Ameríku. Meira
25. ágúst 1999 | Leiðarar | 607 orð

MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN

LeiðariMIKILVÆG ÁKVÖRÐUN YFIRLÝSING Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær um Fljótsdalsvirkjun markar ákveðin þáttaskil í umræðum um virkjanir norðan Vatnajökuls. Meira

Menning

25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 569 orð

Alex Tanner leitar fjöldamorðingja

eftir Anabel Donald. Pan Books 1999. 325 síður. Anabel Donald er skemmtilegur breskur sakamálapenni sem skrifar um spæjarann Alex Tanner. Donald er fædd á Indlandi og hlaut menntun sína m.a. í klausturskóla og í Oxford. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Blokkflautu-, lútu- og gítarleikur

Á SÍÐUSTU sumartónleikum í Ísafjarðarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 leika hjónin Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason lútu- og gítarleikari. Þau munu endurvekja óm liðinna alda með flutningi gamallar tónlistar á hljóðfæri þeirra tíma, en efnisskráin spannar tónlist frá 14. öld allt til okkar tíma. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 389 orð

Breytt stemmning

RAPPSVEITIN góðkunna, Quarashi, hóf upp raust sína í vor eftir langt hlé og sendi þá meðal annars frá sér eitt lag á smáskífu. Þeir Quarashi-félagar eru nú í hljóðveri að taka upp breiðskífu sem koma á út í haust og verður allfrábrugðin sumarlaginu, að því er þeir sjálfir segja. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð

Frakkur Frakki

FRAKKINN Alain Roberts er frakkur maður og þekktur sem köngulóarmaðurinn. Hann klífur hvað sem er og hérna sést hann klífa Sears-turninn í Chicago á föstudaginn var. Hann hefur einnig afrekað að klífa á topp Empire State-byggingarinnar og Eiffel-turnsins í París en var handtekinn af lögreglu er hann náði toppi Sears-turnsins enda kolólöglegt að leggja í slíka hættuför. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1097 orð

"Frjótt leikhús þar sem allt er hægt"

"Þetta er í rauninni fyrsta heila leikárið sem við kynnum með þessum hætti," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri í Iðnó, sem eftir fyrsta starfsárið í húsinu er sannarlega ánægður með árangurinn og bjartsýnn á framhaldið. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 258 orð

Fræðsludeild Listaháskólans tekur til starfa

FRÆÐSLUDEILD Listaháskóla Íslands tekur nú við hlutverki Fræðsludeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands og verður starfsemin á haustönn 1999 með svipuðu sniði og áður, en sSkólaárinu 1999­2000 er ætlað að vera undirbúningsvettvangur hins nýja Listaháskóla Íslands. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 135 orð

Geri á toppnum

GERI Halliwell náði öðru sætinu á vinsældalistanum í Bretlandi með lagi sínu Look At Me fyrr í sumar. Nú hefur hún bætt um betur og nýjasta smáskífulag hennar, Mi Chico Latino, er þessa vikuna í fyrsta sæti listans. Meðan Geri var með hljómsveitinni Spice Girls komu þær stöllur sjö lögum í fyrsta sætið og seldust plötur þeirra eins og heitar lummur. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 351 orð

Gifting í sveitinni

SÖNGVARINN Fatboy Slim, sem réttu nafni heitir Norman Cook, lenti í hnappheldunni á sunnudaginn var og kvæntist Zoe Ball í enskri sveitasælu, nánar tiltekið í Babington Hall í Somerset. Til að fullkomna athöfnina í sveitasælunni söng Suggs, söngvari gömlu sveitarinnar hans Slim, Madness, lagið "It Must be Love" og sagði brúðurin að sú stund hefði verið tilfinningaþrungin. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 100 orð

Gunnar Gunnarsson sýnir í Listahorninu

Gunnar Gunnarsson sýnir í Listahorninu NÚ stendur yfir listsýning Gunnars Gunnarssonar í Listhorninu, Kirkjubraut 3, Akranesi. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir, myndir unnar í krít og kol ásamt blandaðri tækni og skúlptúrinn Slúðurfæðing. Gunnar útskrifaðist úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1986. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1103 orð

Hugur og hönd

Rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1999, List og hönnun, er komið út. Bragi Ásgeirsson hefur kynnt sér ritið og fjallar um það og efni þess. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 227 orð

Knár þótt hann sé smár

LEIKARINN Verne Troyer sem fer með hlutverk Mini-Me í Austin Powers komst snemma að því að stærð skiptir máli og fór óspart að færa sér það í nyt. Hann átti það til að fela sig í skápnum sínum í menntaskólanum og stökkva síðan fram, öllum að óvörum. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 1436 orð

Leikstjórar spá í leikstjóra Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst næstkomandi föstudag með pomp og pragt. Þrír leikstjórar eru í

ÁHUGAMENN um kvikmyndir setja sig í stellingar þegar kvikmyndahátíðir bresta á og að venju er fjölbreytt úrval mynda á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ferli tveggja leikstjóra eru gerð góð skil á hátíðinni og eru sjö myndir Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 260 orð

Leo Castelli fallinn frá

Listaverkasalinn Leo Castelli lést um síðustu helgi en Castelli, sem var níutíu og eins árs, er m.a. talinn hafa átt mikinn þátt í því að miðja lista og menningar færðist frá París til New York á sjöunda áratugnum. Kom Castelli þá á framfæri listamönnum eins og Jasper Johns, Robert Rauschenberg og Andy Warhol, sem ollu straumhvörfum í menningarheiminum. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 121 orð

Litið til fortíðar í Listakoti

LISTAKONUR sem standa að Gallerí Listakoti líta til baka í lok aldar með sýningunni Örlítið innskot úr fortíð. Þær líta til þeirra kvenna sem að þeim standa og hafa lagt sitt að mörkum til mynd- og handmennta þjóðarinnar á þessari öld. Ömmur, ömmusystur, langömmur og formæður aðrar unnu af mikilli list fyrr á þessari öld og skildu eftir sig muni sem við ólumst upp með. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 762 orð

Maður markaðssetur ekki einn saltfisk"

CAPUT stendur fyrir tónleikum á verkum Hauks Tómassonar í Salnum í kvöld kl. 20.30 en á næstu dögum mun hópurinn taka upp verk tónskáldsins fyrir geislaplötu. Orri Páll Ormarssonheyrði hljóðið í Hauki af þessu tilefni. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 149 orð

Nýjar bækur LJÓÐ 1966­1994

LJÓÐ 1966­1994 er eftir Baldur Óskarsson. Formálsorð ritar Eysteinn Þorvaldsson. Í BÓKINNI er úrval ljóða hans úr níu ljóðkverum. Í kynningu segir að í ljóðunum skyggnist skáldið yfir vítt sjónarsvið í tíma og rúmi. Stundum sé horft aftur til bernskunnar í leit að skilningi. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 159 orð

Poppuð fyrirsæta

FYRIRSÆTAN Caprice Bourret er komin í poppið og á mánudag kom út fyrsta smáskífan hennar, "Oh Yeah". Hún sagði í viðtali á Sky News að gamall kærasti hefði átt hugmyndina að söngferlinum en hún hafi ekki tekið mark á honum í fyrstu. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 253 orð

Símtal Shatners

LEIKARINN William Shatner missti eiginkonu sína 9. ágúst síðastliðinn. Er hann kom heim um kvöldið fann hann hana á botni sundlaugarinnar og eftir ítrekaðar lífgunartilraunir var hún úrskurðuð látin. Shatner var til margra ára kynnir í þættinum Neyðarlínan, 911, en í það númer hringdi leikarinn nóttina örlagaríku. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 123 orð

Stjörnustríð enn á toppnum

STJÖRNUSTRÍÐ heldur toppsætinu á kvikmyndalistanum og Notting Hill öðru en í því þriðja er ný mynd á lista, Idle Hands eða Latar hendur. Hún er grínhrollvekja af bestu gerð er fjallar um pilt sem er latur að eðlisfari en dag einn tekur hann eftir því að önnur hönd hans hagar sér frekar undarlega. Meira
25. ágúst 1999 | Bókmenntir | 503 orð

Sæluhús í höfðinu

eftir Kristínu Bjarnadóttur. Uglur og ormar. 1999 ­ 94 bls. LJÓÐLISTIN er víðáttumikill heimur. Óvíða fer fram meiri nýsköpun en í þeirri veröld. Ég er raunar ekki frá því að skáldskapurinn sé hin seinni ár um margt fjölskrúðugari en áður fyrr. Ef til vill á vaxandi styrkur íslenskra skáldkvenna nokkurn þátt í því. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 523 orð

Úr íslenska haustinu í ástralska vorið

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur er á faraldsfæti enn á ný en nú er hann farinn í tónleikaför til Ástralíu og heldur þaðan til Singapúr. Þeir Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Jósef Ognibene, Hafsteinn Guðmundsson og Einar Jóhannesson voru að gera sig klára þegar blaðamaður leit inn á æfingu hjá þeim og fékk að heyra undan og ofan af ferðaáætlunum, en þeir héldu af stað sl. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 207 orð

Valentinos minnst

SJÖTÍU og þrjú ár eru nú liðin frá dauða Rudolph Valentino og safnaðist fólk saman á mánudag í kirkjugarði, þar sem hann er grafinn í Hollywood, til að minnast hans. Er hann lést árið 1926 mættu um 80 þúsund manns til útfararinnar og skömmu eftir hana tók að sjást dularfull kona, klædd dökkum fötum við gröf hans. Meira
25. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 182 orð

Vitundarflæði í frumskóginum Hin hárfína lína (The Thin Red Line)

Framleiðandi: Robert Geisler, Grant Hill og John Roberdeau. Leikstjóri og handritshöfundur: Terrence Malick. Byggt á skáldsögu James Jones. Kvikmyndataka: John Toll. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: Sean Penn, James Caviezel, Ben Chaplin, Nick Nolte og Elias Koteas. (170 mín.) Bandaríkin. Skífan, ágúst 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
25. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 221 orð

Þétt handtak

Leikstjóri: Rodman Flender. Handrit: Terry Hughes og Terry Milbauer. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Seth Green og Elden Ratliff. 1999. GAMAN unglingahrollvekjan Latar hendur eða "Idle Hands" er dellumynd um einstaklega latan unglingspilt sem missir stjórnina á hægri hönd sinni í greipar illra afla, sem láta hann myrða með henni vægðarlaust. Meira
25. ágúst 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Þjóðlög í Álafossföt bezt

BRAGARBÓT, þau Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla), Kristín Á. Ólafsdóttir, KK og Ólína Þorvarðardóttir, flytja íslensk þjóðlög í Álafossföt bezt, Mosfellsbæ, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Álafossföt bezt, kaffi- og veitingahús í Álafosskvosinni, hefur undanfarið boðið gestum upp á margskonar menningu, s.s. tónlist og leiklist. Meira

Umræðan

25. ágúst 1999 | Aðsent efni | 585 orð

Af hverju fjárfesta fyrirtæki í símenntun?

Störf verða flóknari, segir Una Eyþórsdóttir, og þarfir vinnumarkaðarins verða síbreytilegar. Meira
25. ágúst 1999 | Aðsent efni | 897 orð

Hugleiðing um umhverfismat

Sá misskilningur virðist vera ríkjandi, segir Rúnar Dýrmundur Bjarnason, að umhverfismat sé eitthvað neikvætt. Meira
25. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 427 orð

Hægt að sækja tölvupóst hvar sem er Svar við bréfi Harðar Torfasonar "Kjaftstopp"

Í MORGUNBLAÐINU, miðvikudaginn 4. ágúst sl., er bréf til blaðsins frá Herði Torfasyni undir fyrirsögninni "Kjaftstopp". Þar segir hann frá viðskiptum sínum við Landssímann vegna notkunar á tölvupósti erlendis. Allt gekk vel í fyrstu en síðan segist Hörður hafa hætt að fá póst og fundist einkennilegt. Hann komst síðan að því að reynt hafði verið að senda honum póst sem skilaði sér ekki. Meira
25. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 337 orð

Réttdræpur?

HUNDUR bítur barn í Kópavogi, foreldrarnir heimta að dýrið verði aflífað skv. frétt í DV. Enn einu sinni kemur í ljós þetta óskiljanlega hundahatur í Íslendingum. Mér varð hugsað þegar ég las í dagblaði í vor að stóðhestur hefði ráðist á stúlku í Mosfellsbænum: Ef þetta hefði verið hundur þá væri einhver búinn að hrópa drepum hann. Meira
25. ágúst 1999 | Aðsent efni | 990 orð

Til varnar Reykjavíkurflugvelli

Ekki þarf að fjölyrða um gildi flugvallarins fyrir allt innanlandsflug, segir Sveinn Aðalsteinsson, og mikilvægi þess að hann skuli vera staðsettur jafn miðsvæðis og raun ber vitni. Meira
25. ágúst 1999 | Aðsent efni | 240 orð

Vafningalaus svör óskast

FORSÆTISRÁÐHERRA sagði á dögunum, að hann teldi siðlaust, jafnvel löglaust, ef verðbréfafyrirtæki eins og Kaupþing hefði keypt hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í nafni aðila (með kennitölu eins og það var nefnt), sem hefðu falið fyrirtækinu fjárvörslu með almennu umboði, og látið svo þá sömu aðila selja sjálfu sér bréfin, svo að fyrirtækið gæti hirt meginhluta þess hagnaðar, Meira
25. ágúst 1999 | Aðsent efni | 502 orð

Vísindasiðanefnd beitt valdi VísindasiðanefndMeð fullr

Með fullri virðingu fyrir því fólki sem nú er skipað í nefndina þá er það fullkomið hneyksli, segir Ögmundur Jónasson, að á þessu viðkvæma stigi skuli vísað úr vísindasiðanefnd þeim einstaklingum sem hafa kafað rækilegast í gagnagrunninn. Meira

Minningargreinar

25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 983 orð

Guðlaug Ragnarsdóttir

Kveðja til systur minnar. Það er með sárum söknuði sem ég kveð elsku systur mína. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir þessu mikla áfalli. Er ég skrifa þessar línur þá renna tárin mín á blaðið því alltaf vorum við að vona að kraftaverk myndi gerast en svo varð ekki og eftir erfiða baráttu við þennan sjúkdóm er hún farin frá okkur. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 621 orð

Guðlaug Ragnarsdóttir

Sorgin kemur víða við og nú hefur hún numið staðar hjá fjölskyldu minni með sinn nístandi sársauka. Elskuleg tengdamóðir mín Guðlaug Ragnarsdóttir andaðist á heimili sínu hinn 18. þessa mánaðar. Þar hafði hún notið einstakrar umönnunar dætra sinna, Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 519 orð

Guðlaug Ragnarsdóttir

Systurdóttir mín, Guðlaug Ragnarsdóttir, lést hinn 18. ágúst 1999, löngu fyrir aldur fram. Að skilnaði ætla ég að færa hér fram fáein kveðju- og þakklætisorð á þeirri stundu, þegar hún kveður þennan heim. Elsku Lulla mín. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar þú komst í þennan heim. Breskir hermenn höfðu gengið hér á land, gráir fyrir járnum, 10. maí 1940. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Guðlaug Ragnarsdóttir

Árið 1980 kynntist ég tvíburasystrunum Ragnhildi og Steinunni í kristilegu starfi. Fljótlega kom ég inn á heimili þeirra og hitti þar Guðlaugu í fyrsta sinn. Guðlaug tók mér afskaplega vel, hún var hlý og góð við mig og það er mér svo minnisstætt hvað ég fann að ég var velkomin inn á heimilið. Ég átti eftir að koma þar mjög oft. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 667 orð

Guðlaug Ragnarsdóttir

Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín, Guðlaug Ragnarsdóttir. Þegar ég kom inn í fjölskylduna árið 1984 lá Guðlaug á spítala vegna brjóstakrabbameins. Ég hafði þekkt dætur hennar í nokkur ár en ekki get ég sagt að ég hafi þekkt hana, ég hafði séð hana nokkrum sinnum og sá að þar fór myndarleg kona og hlý. Ég man að ég var nokkuð kvíðinn að hitta hana þegar hún kom heim af spítalanum. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Guðlaug Ragnarsdóttir

Við amma töluðum mikið saman og létum okkur dreyma um það sem okkur langaði til að gera. M.a. að fara til Ísraels þegar ég væri orðinn unglingur. Amma sagði alltaf að við myndum fara ef hún lifði og ég sagði að hún myndi lifa, en svo var ekki því hún dó. Hún sótti mig oft í skólann og við fórum saman í útréttingar og búðir og hún keypti handa mér franskar kartöflur sem mér finnast góðar. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 398 orð

GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR

GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR Guðlaug Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 11. maí 1940. Hún lést á heimili sínu, Safamýri 77, Reykjavík, miðvikudaginn 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru hjónin Guðlaug Helgadóttir, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988, og Ragnar Elíasson, f. 1. nóvember 1909, d. 13. október 1991. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 694 orð

Guðmundur Margeir Guðmundsson

Þriðjudaginn 16 ágúst barst mér andlátsfregn mágs míns í 18 ár og vinnufélaga í rúm 37 ár, Guðmundar M. eða Mumma eins og hann var kallaður af vinum og kunningjum. Fyrstu kynni mín af Mumma voru um jólin 1950 , þegar ég heim- sótti heitkonu mína í fyrsta sinn til Ísafjarðar, Margréti systur Mumma. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 987 orð

Guðmundur Margeir Guðmundsson

Horfinn er á vit feðra sinna föðurbróðir minn, Guðmundur Margeir Guðmundsson, eða Mummi eins og hann var oftast kallaður af sínum nánustu. Hann var Vestfirðingur, en segja má að meginvatnasvið uppruna hans hafi verið svæðið frá Ingjaldssandi að Skutulsfirði. Föðurafi hans var Kristján Bergsson (1852­1887) frá Minnihlíð í Bolungarvík, en hann fórst með hákarlaskipinu Skarphéðni frá Ísafirði. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 608 orð

Guðmundur Margeir Guðmundsson

Það er með sárum söknuði og trega sem ég sest niður og minnist elskulegs vinar míns, Guðmundar Margeirs Guðmundssonar, eða "nafna" eins og við kölluðum hann. Hann var einstakt ljúfmenni, rólega fasið, traustið og notalegheitin voru alltaf til staðar, hvar sem var, hvenær sem var. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 416 orð

Guðmundur Margeir Guðmundsson

Elsku nafni minn, núna ertu farinn í ferðalagið langa, ég sakna þín mjög mikið, við áttum eftir að gera svo margt saman. Ég hugsa til þín núna þegar mér líður illa, hugsa hvað þú mundir hafa gert, eflaust komið með hlýja handtakið þitt og sagt hresstu þig nú við, nafni minn, við skulum hugsa eitthvað fallegt saman. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 158 orð

Guðmundur Margeir Guðmundsson

Elsku frændi. Við þökkum þér fyrir allt það góða og dýrmæta sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Við þökkum þér fyrir að styðja okkur fyrstu skrefin út í lífið. Við þökkum þér fyrir að standa við hlið okkar í blíðu og stríðu. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 626 orð

Guðmundur Margeir Guðmundsson

Elsku afi. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Þegar ég skrifa þér þessar línur eru bara örfáir dagar frá því við töluðum saman í síma og varst þú þá mjög hress. Það er kannski þess vegna sem erfiðara er að taka því að þú sért farinn frá okkur. Já, ég kalla þig alltaf afa, allt frá því ég byrjaði að tala kallaði ég þig afa-Rósa. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 108 orð

GUÐMUNDUR MARGEIR GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR MARGEIR GUÐMUNDSSON Guðmundur Margeir Guðmundsson fæddist á Ísafirði 3. desember 1923. Hann lést á heimili sínu 17. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóna Ragnheiður Níelsdóttir (1889­ 1926) og Guðmundur Elías Kristjánsson (1875­1959) á Ísafirði. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Systkini hans voru Níels P. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 30 orð

Jónína Eggertsdóttir

Elsku amma, takk fyrir allt. Starfsöm jafnan vel að vakna vissu í raun hvaða ábyrgð er. Margir bæði syrgja og sakna, svo er um fólk sem vinsælt fer. (J.G.)Fanney. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Jónína Eggertsdóttir

Það er komið að kveðjustund. Hún amma Nína, eða amma í Borgarnesi eins og við kölluðum hana alltaf, er látin eftir erfið veikindi. Alltaf var gott að koma til ömmu, hvort sem það var upp á Laugarás, á Borgarbrautina eða í Ánahlíðina, fá knús og koss og spjalla við hana um heima og geima. Amma var einstök kona, alltaf var hún að stússa eitthvað, í matseld eða handavinnu. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 444 orð

Jónína Eggertsdóttir

Ó, elsku amma mín. Nú hefur þú yfirgefið þennan heim og skilið eftir þig stórt tómarúm. Ég vildi ekki trúa því að þessi stund væri runnin upp þegar mamma kom og sagði mér að þú værir dáin. Heimurinn minn hrundi á svipstundu og hjartað hálf stoppaði. Mér finnst það óhugsandi að aldrei aftur get ég komið til þín í Ánahlíðina og faðmað þig og kysst. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 150 orð

JÓNÍNA EGGERTSDÓTTIR

JÓNÍNA EGGERTSDÓTTIR Jónína Eggertsdóttir fæddist á Haukabergi á Barðaströnd 18. september 1917. Hún lést á heimili sínu 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eggert Eggertsson og Helga Kristjana Einarsdóttir. Hinn 29. september 1951 giftist Jónína Bergi Sigurðssyni, f. 21. maí 1919, d. 13. október 1992. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1330 orð

Ludwig Hoffman

Ludwig, Anna Áslaug og ég höfðum ákveðið að sjá saman almyrkvann á sólu miðvikudaginn 11. ágúst í München. En það var annar og meiri skuggi sem féll á líf Ludwigs áður en af því varð. Hann lést eftir langa sjúkralegu hinn 5. ágúst. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 27 orð

LUDWIG HOFFMAN

LUDWIG HOFFMAN Ludwig Hoffman fæddist í Berlín 11. júní 1925. Hann lést eftir langa sjúkralegu 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í Grünwald 13. ágúst. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Ólafur Sigurðsson

Með Ólafi Sigurðssyni föðurbróður mínum er genginn einn virtasti læknir landsins. Fyrir rúmri öld sagði ágætur maður, írskur, að á þeim tímum lifðu menn allt af nema dauðann. Honum hefði væntanlega þótt nóg um nú á dögum, enda framfarir orðið miklar og breytingar hraðar í læknisfræði síðan þessi orð féllu. Þau urðu að áhrínsorðum á Ólafi eins og þau verða á okkur hinum. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Ólafur Sigurðsson

Á kveðjustund vill Læknafélag Akureyrar minnast Ólafs Sigurðssonar með nokkrum orðum. Ólafur Sigurðsson lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1941. Hlaut almennt læknaleyfi 1945 og sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum 1951. Framhaldsmenntun sína stundaði hann bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ólafur var fyrsti lyflæknir sem hóf störf á Akureyri. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 742 orð

Ólafur Sigurðsson

Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, var um margt sérstakur maður. Hann var mjög svipsterkur, hógvær og hæglátur en virðulegur í framkomu. Þó að hann væri víðlesinn og margfróður var honum fremur stirt um mál, en skrifaðar ræður hans, erindi og greinar mjög vel fram settar, fróðlegar og á mjög vandaðri íslensku. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 449 orð

Ólafur Sigurðsson

Ég var tengdasonur Ólafs Sigurðssonar frá 1969 til 1976. Upphafið var honum ekki að skapi. Haustið 1968 hafði dóttir hans, Halldóra, farið suður í læknanám við Háskóla Íslands og strax í janúar sagði hún frá því að hún ætlaði að fara að búa ­ með útlendingi. Það er til marks um samband hans við dóttur sína að það þótti nauðsynlegt að við færum til Akureyrar til að við Ólafur kynntumst. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Ólafur Sigurðsson

Þegar Ólafur Sigurðsson föðurbróðir minn fæddist bjuggu foreldrar hans við Kárastíginn í Reykjavík. Ein af fyrstu bernskuminningum Ólafs var afi hans og nafni, séra Ólafur Finnsson í Kálfholti, þar sem hann gekk um gólf í stofunni á Kárastígnum. Fyrir nokkrum árum ákváðu þeir föðurbræður mínir Ólafur og Örlygur, ásamt föður mínum, Guðmundi Ingva, að vitja upprunans og fóru niður á Kárastíg. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 893 orð

Ólafur Sigurðsson

Á kveðjustund viljum við, lærisveinar Ólafs Sigurðssonar yfirlæknis, minnast hans nokkrum orðum. Við eigum það sameiginlegt að Ólafur varð mikilvægur áhrifavaldur í lífi okkar. Hann átti stóran hlut að máli þegar við völdum okkar starfsvettvang á Akureyri. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 384 orð

ÓLAFUR SIGURÐSSON

ÓLAFUR SIGURÐSSON Ólafur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, f. 3. sept. 1878, d. 10. nóv. 1949, og kona hans Halldóra Ólafsdóttir, f. 7. apríl 1892, d. 27. jan. 1968. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 445 orð

Páll Hermann Harðarson

Laugardaginn 14. ágúst barst okkur sú sorgarfregn að hann Palli frændi okkar væri dáinn. Allir sem kynntust þér, Palli, muna fyrst og fremst hvað þú varst skemmtilegur og bóngóður. Það voru mörg góð skemmtikvöld sem við áttum saman heima í Leyni, þegar þú mættir og sagðir frá ýmsu sem þú hafðir reynt. Frásagnir þínar voru svo lifandi og svo mikil kímni í þeim og allt á þinn kostnað. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 27 orð

PÁLL HERMANN HARÐARSON

PÁLL HERMANN HARÐARSON Páll Hermann Harðarson, Böðmóðsstöðum í Laugardal, fæddist 23. mars 1967. Hann lést 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 24. ágúst. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 84 orð

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Nú ertu farin, elsku amma. Sjúkdómurinn sem hafði reynt að beisla þig svo lengi, náði þér og hefur nú leitt þig í burtu frá okkur. Við söknum þín svo sárt, en huggum okkur við þær góðu minningar sem við eigum um þig. Guð varðveiti þig. Elsku afi, við biðjum góðan guð að vera með þér. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Í dag kveðjum við með miklum trega og söknuði okkar yndislegu ömmu. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur systkinin að hafa getað alist upp í næsta húsi við ömmu og afa. Amma og afi hafa alltaf verið til staðar þegar við höfum þurft á þeim að halda en núna stendur afi einn eftir og erum við lánsöm að geta haldið áfram að leita til hans. Það er mikill tómleiki hjá okkur þegar amma er farin. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Það er skarð fyrir skildi í vesturbænum í Syðra-Langholti nú þegar kær nágrannakona okkar í austurbænum, hún Sigga, er látin langt um aldur fram úr illvígum sjúkdómi. Hún og hennar fjölskylda hafa verið órjúfanlegur hluti okkar litla og nána samfélags hér í Syðra- Langholti um nær hálfrar aldar skeið. Á árinu 1955 voru stofnuð tvö nýbýli hér, Syðra-Langholt III og IV. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Að eiga góða vini sem auk þess eru nágrannar manns er meira virði en svo margt annað sem talið er til lífsfyllingar. Það finnst best þegar slíkur vinur kveður þetta jarðlíf. Hinn 14. ágúst lést Sigurjóna Sigurjónsdóttir, hún Sigga í Langholti eins og hún var jafnan nefnd, eftir stutta banalegu en langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 615 orð

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Í Reykjavík fæddist hún Sigga og vestast í vesturbænum ólst hún upp hjá foreldrum sínum og voru systkinin sem þar ólust upp fimm talsins. Húsakynni voru ekki stór, en hópurinn var samhentur og heimilisbragur allur með þeirri ró og festu en þó þeim léttleika, sem einkenndi foreldra hennar. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Sigurjóna Sigurjónsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast og kveðja hana Siggu frænku sem lést laugardaginn 14. ágúst. Þær eru margar minningarnar sem leita á hugann, því hjá þeim Siggu og Dúdda var mitt annað heimili meðan ég var að alast upp. Við vorum margir krakkarnir á Langholtshlaðinu og margt brallað og uppátækin mörg, en Sigga tók vel á hlutunum ef á þurfti að halda. Meira
25. ágúst 1999 | Minningargreinar | 192 orð

SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR

SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Syðra-Langholti IV, Hrunamannahreppi fæddist í Reykjavík 26. júlí 1934. Hún lést á Landspítalanum 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Soffía Ingimundardóttir, f. 1900, d. 1964, og Sigurjón Jónsson, f. 1894, d. 1982. Bjuggu þau á Bakkastíg 4 í Reykjavík. Meira

Viðskipti

25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 433 orð

Áætluð heildarvelta á árinu 10 milljarðar

HAGNAÐUR Heklu hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 207,6 milljónum króna án fjármagnsliða, en að frádregnum fjármagnskostnaði var hagnaður af reglulegri starfsemi 172,7 milljónir króna. Að teknu tilliti til annarra tekna og reiknaðra skatta nam hagnaðurinn 114,3 milljónum króna. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Bandarískir stýrivextir hækka um 0,25%

Bandaríski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25% í gær, eins og almennt var búist við og eru viðmiðunarvextir bankans nú 5,25%. Þetta er í annað sinn í sumar sem seðlabankinn hækkar vexti til að hamla gegn verðbólgu en einnig var ákveðið í gær að hækka vexti á beinum lánum til viðskiptabanka, í fyrsta sinn síðan í febrúar 1995. Þeir vextir hækka í 4,75%. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Bifreiðatjón valda versnandi afkomu

Hagnaður af starfsemi Sjóvár- Almennra trygginga hf. nam 177 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en var 219 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Vátryggingarekstur félagsins skilaði 150 milljónum króna nú en skilaði 56 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af fjármálarekstri félagsins nam 76 milljónum króna nú en var 253 milljónir króna í fyrra. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Burðarás meðal fjárfesta

FIMM fjárfestar hafa keypt allt hlutafé í Bílanausti hf. af Matthíasi Helgasyni og fjölskyldu, fyrir milligöngu Íslandsbanka F&M. Að sögn Ívars Guðjónssonar hjá F&M kaupir Íslandsbanki 13% hlut en 87% skiptast tiltölulega jafnt niður á fjögur félög, Burðarás, eignarhaldsfélag í eigu Eimskips; Festingu hf., dótturfélag Sjóvár-Almennra; Filtertækni hf. og Slípivörur og verkfæri ehf. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 136 orð

ÐAlmenna málflutningsstofan í ÍS-húsið

ALMENNA málflutningsstofan sf., sem er til húsa í Kringlunni 6, mun væntanlega flytja starfsemi sína í hús Íslenskra sjávarafurða þegar það verður afhent nýjum eigendum 1. mars næstkomandi. Fjárfestingafélagið Kringlan ehf. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 523 orð

Góður árangur dótturfyrirtækja í Kanada

SÆPLAST hf. og dótturfélög skiluðu 21 milljónar króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 1999, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn tæpar 7 milljónir króna. Afkoman batnar því um tæpar 15 milljónir króna á milli tímabila og er að mestu fólgin í bættri afkomu móðurfélagsins á Dalvík. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Hagnaður eykst um 19%

HAGNAÐUR af rekstri SPRON fyrstu sex mánuði ársins nam 91,6 milljónum króna, samanborið við 66,7 milljónir á sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til skatta SPRON nam hagnaður tímabilsins 61,4 milljónum króna sem er 19% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn svarar til þess að arðsemi eigin fjár SPRON hafi verið 9,5%. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Íslenska sjónvarpsfélagið hf. kaupir Nýja bíó

ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf. hefur keypt kvikmyndafyrirtækið Nýja bíó að fullu. Á bak við Íslenska sjónvarpsfélagið standa Árni Þór Vigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Hólmgeir Baldursson, auk ónefndra aðila. Félagið festi nýlega kaup á sjónvarpsstöðinni Skjá 1. Að sögn Árna Þórs er ætlunin að "enduropna" sjónvarpsstöðina í byrjun október undir nafninu S1. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Netauglýsingar saxa á auglýsingatekjur sænskra blaða

Netauglýsingar eru farnar að draga úr auglýsingatekjum stóru sænsku morgunblaðanna. Giskað er á að Dagens Nyheter hafi á fyrri hluta ársins tapað 100 milljónum sænskra króna, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, af þessum sökum. Það þykir einstakt að í fyrsta skipti gagnast efnahagsleg uppsveifla ekki sænsku blöðunum, að því er fram kom í fréttum sænska útvarpsins. Meira
25. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 300 orð

Varað við fjáraustri danskra banka

Bankastjórar þriggja stærstu bankanna í Danmörku hafa varað við auknum skuldum heimilanna og um leið skírskotað til kreppunnar sem reið yfir Danmörku líkt og fleiri lönd í lok síðasta áratugar. Meira

Fastir þættir

25. ágúst 1999 | Í dag | 40 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst, verður sjötugur Ólafur Andrés Guðmundsson iðnkennari. Af því tilefni taka Ólafur og kona hans, Borghildur Sölvey Magnúsdóttir, á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 18 og 20 í sal Oddfellowa, Staðarbergi 2­4, Hafnarfirði. Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Kristskirkju, Landakoti, af sr. Hjalta Þorkelssyni Elfa Ýr Gylfadóttir og Eyvindur Gunnarsson. Heimili þeirra er á Marargötu 5, Reykjavík. Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 51 orð

DAGUR ER KOMINN

Dagr er upp kominn, dynja hana fjaðrir, mál er vílmögum að vinna erfiði. Hár hinn harðgreipi, Hrólfr skjótandi, ættumgóðir menn, þeir er ekki flýja, vekka yðr að víni né að vífs rúnum, heldr vek yðr að hörðum hildarleiki. Hniginn er í hadd jarðar Hrólfr hinn stórláti. Úr Bjarkamálum fornu. Meira
25. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1058 orð

Heimsmeistaraeinvígið hafið

22.-29. ágúst ALEXANDER Khalifman (2.628) og Vladimir Akopian (2.646) hafa nú teflt tvær skákir í heimsmeistaraeinvíginu í skák í Las Vegas. Akopian hafði hvítt í fyrstu skákinni og fórnaði manni snemma tafls. Fórnin var illa ígrunduð og eina spurningin var sú hvort honum tækist að ná jafntefli. Sú varð ekki raunin og Khalifman sigraði í 52 leikjum. Meira
25. ágúst 1999 | Dagbók | 880 orð

Í dag er miðvikudagur 25. ágúst, 237. dagur ársins 1999. Orð dagsins: E

Í dag er miðvikudagur 25. ágúst, 237. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Stapafell komu í gær. Meira
25. ágúst 1999 | Fastir þættir | 860 orð

Jaðarleikhús á miðjunni Miðjan og jaðarinn skilgreinast fremur af rekstrarformi og fjármögnunarleiðum en þeirri listrænu

Á þessum áratug hefur orðið sú athyglisverða breyting í leiklistarlífinu hér á landi að hið svokallaða grasrótarhlutverk er orðið hluti af ásýnd stofnanaleikhúsanna; ekki einasta virðast þau sjálf líta á það sem skyldu sína að sinna nýsköpun heldur eru gerðar kröfur til þeirra um að sinna hinu óhefðbundna hlutverki sem grasrótarstarfi er Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 25 orð

Ljósmynd: Rut. Gefin voru saman 23. maí sl. í Hallgrímskirkju

Gefin voru saman 23. maí sl. í Hallgrímskirkju af sr. Ágústi Einarssyni Elísabet Guðmundsdóttir og Birgir Símonarson. Heimili þeirra er á Blómvallagötu 11, Reykjavík. Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 617 orð

Lokið keisaranum

ÉG hef lengi verið hrædd við að ganga framhjá Keisaranum. Það fólk sem þar ráfar inn og út er flest í afar slæmu ástandi. Það er betlandi og hótandi vegfarendum. Eitt sinn er ég var á heimleið veittist að mér ung kona, skítug og úfin, og heimtaði af mér peninga. Ég reyndi að komast framhjá henni en hún náði að þrífa í mig og hrinda mér. Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 235 orð

Síðsumarferð Árbæjarkirkju

HIN árlega síðsumarferð Árbæjarkirkju verður farin 29. ágúst. Að þessu sinni er ferðinni heitið vestur á Snæfellsnes. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 árdegis og haldið sem leið liggur um Hvalfjarðargöng til Borgarness, þar sem áð verður á leiðinni. Guðsþjónusta verður síðan haldin í Staðastaðarkirkju á Snæfellsnesi kl. 11.45. Staðarprestur sr. Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 527 orð

Víkverji hefur gaman af því að ganga, enda er það holl og góð hreyfing. Hann

Víkverji hefur gaman af því að ganga, enda er það holl og góð hreyfing. Hann er reyndar tiltölulega nýlega byrjaður á röltinu þrátt fyrir að búa við beztu aðstæður efst í Fossvoginum. Það er því stutt að fara upp í Elliðaárdal eða ganga eftir Fossvoginum niður í Nauthólsvík og jafnvel lengra ef göngugetan er nægileg. Meira
25. ágúst 1999 | Í dag | 310 orð

Þú ert árvökull og opinn fyrir nýjungu

Þú ert árvökull og opinn fyrir nýjungum en þarft að verja þig gegn neikvæðum áhrifum í umhverfinu. Það er vandratað meðalhófið en þér er nauðsynlegt að ná tökum á fjármálunum og koma þeim sem fyrst í lag á nýjan leik. Það getur sýnst torsótt að fara að ráðum annarra en viljirðu það er ekki um annað að gera en hefjast handa. Meira

Íþróttir

25. ágúst 1999 | Íþróttir | 99 orð

Anja hætt

DANSKA handknattleikskonan Anja Andersen er hætt keppni vegna hjartabilunar. Andersen, sem hefur um árabil verið ein fremsta handknattleikskona heims, hneig niður öðru sinni á árinu og komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að hún ætti við hjartakvilla að stríða sem gæti riðið henni að fullu ef hún héldi keppni áfram. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 90 orð

Annar Dani til liðs við Tindastóls

FLEMMING Stie, 28 ára danskur framherji frá danska meistaraliðinu Skovbakken, er væntanlega á leið til Tindastóls á Sauðárkróki. Stie, sem er tveir metrar á hæð, hefur átt í viðræðum við körfuknattleiksdeild Tindastóls í sumar og allt bendir til þess að hann komi hingað til lands. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 132 orð

Brautin í Sevilla er hörð

KEPPENDUR í lengri hlaupum á heimsmeistaramótinu hafa kvartað nokkuð yfir því hve hörð hlaupabrautin er og við lagningu hennar hafi aðeins verið hugsað um spretthlaupara. Er þetta sama gagnrýni og kom fram um hlaupabrautina á Ólympíuvellinum í Atlanta 1996. Neituðu þá nokkrir hlauparar, sem voru skráðir í fleiri en eina grein, að hlaupa nema í einni. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 97 orð

Bubka ekki með

ÞEGAR keppt verður til úrslita í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu lýkur einstökum kafla heimsmethafans, Sergeis Bubka, í greininni. Hann hefur unnið stangarstökkskeppnina á öllum sex heimsmeistaramótunum sem haldin hafa verið en fyrsta mótið fór fram í Helsinki 1983. Bubka var ekki með í undankeppninni í gær og ver því ekki titil sinn í enn eitt skiptið. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 222 orð

Dvorák á góðu róli

HEIMSMETHAFINN í tugþraut karla, Tékkinn Tomás Dvorák, hefur forystu eftir fyrri dag tugþrautarinnar, með 4.582 stig, sem er 64 stigum færri en þegar hann setti heimsmet sitt, 8994 stig, í Prag fyrstu helgina í júlí sl. Annar í þrautinni er ungur Breti, Dean Macey, með 4.546 stig, en Macey er að koma sterkur til leiks eftir að hafa verið fjarri keppni í tvö ár vegna meiðsla. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 701 orð

Enginn ógnaði El Guerrouj

ÞRJÚ mótsmet voru sett á fimmta keppnisdegi heimsmeistaramótsins þegar keppt var til úrslita í sex greinum. Það gerðu Anthony Washington, Bandaríkjunum, sem sigraði óvænt í kringlukasti, Marokkómaðurinn Hicham El Guoerrouj, sem stórbætti mótsmetið í 1.500 metra hlaupi er hann sigraði í greininni og Michaela Melinte setti einnig met er hún sigraði í sleggjukasti kvenna. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 225 orð

Golf Opna Toyota-mótið

Opna Toyota-mótið Leikið var á Grafarholtsvelli á sunnudag. Án forgjafar: 1. Björgvin Sigurbergsson, Keili73 2. Haraldur Heimisson, GR76 3. Sigurjón Arnarsson, GR77 Með forgjöf: 1. Vignir Bragi Hauksson, GR67 2. Matthías Einarsson, GR68 3. Arnar Gauti Reynisson, GR68 Opna Sandgerðismótið Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 103 orð

Hljómsveit Erki Nool

STUÐNINGSMANNAKLÚBBUR eistneska tugþrautarmannsins Erki Nools fylgir að sjálfsögðu sínum manni á heimsmeistaramótið í Sevilla. Hópurinn telur á milli eitt og tvö hundruð manns og hefur hann oft sett mjög skemmtilegan svip á alþjóðleg frjálsíþróttamót á síðustu árum. Þetta eru landar Nools, sem koma til að styðja hann og njóta skemmtunar utan vallar sem innan, hvar sem keppt er. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 397 orð

James valdi Coltart

MARK James, liðsstjóri Ryder- liðs Evrópu, kom gervöllum golfheiminum á óvart er hann valdi Skotann Andrew Coltart í lið Evrópu, sem mætir Bandaríkjamönnum í Ryder-keppninni í Massachusettsríki í næsta mánuði. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 211 orð

Jón úr leik í þriðja sinn

JÓN Arnar Magnússon hefur nú tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og aldrei náð að ljúka keppni í tugþraut. Fyrsta þrautin sem hann tók þátt í á heimsmeistaramóti var er það var haldið í Gautaborg 1995. Þá gekk allt að mestu þrautalaust hjá honum þar til í síðustu grein fyrri dags, 400 metra hlaupi. Þá varð honum það á að hlaupa yfir eða hlaupa á línunni sem skilur að hlaupabrautirnar. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 225 orð

Knattspyrna Úrslitakeppni 3. deildar

Úrslitakeppni 3. deildar KÍB - Hvöt1:1 Samanlagt, 3:3, en KÍB fer áfram því liðið gerði tvö mörk á útivelli í fyrri leiknum. Magni - Afturelding1:2 Afturelding sigraði samanlagt, 3:2. Reynir S. - Huginn/Höttur1:0 Huginn/Höttur sigraði samanlagt, 4:1. Þróttur N. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 676 orð

Litið á það sem uppgjöf

"ÉG tel ekki að þetta brottfall Jóns Arnars úr þrautinni sýni að hann hafi ekki átt erindi á mótið," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar tugþrautarmanns, eftir að Jón féll úr keppni vegna meiðsla í nára eftir fyrstu grein tugþrautarinnar, 100 metra hlaup, á heimsmeistaramótinu í Sevilla snemma í gærmorgun. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 594 orð

SEVILLABRÉF Oft er betur heima setið en af stað farið

Þegar íþróttamenn eru í fremstu röð í heiminum og keppa á meðal þeirra bestu á stórmótum íþróttanna hljóta þeir að gera ríkar kröfur til sjálfra sín. Gildir þá einu hvort þeir eru að taka þátt í hóp- eða einstaklingsíþróttum. Krafan er um árangur og að taka framförum, uppskera laun erfiðis síns eftir þrotlausar æfingar. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 226 orð

Tognun í nára felldi Jón Arnar

JÓN Arnar Magnússon hætti í gærmorgun keppni í tugþraut á heimsmeistaramótinu í Sevilla eftir fyrstu grein þrautarinnar, 100 metra hlaup. Um mitt hlaupið tognaði Jón Arnar í hægri nára og treysti sér ekki til þess að halda áfram og eiga á hættu að gera illt verra. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 113 orð

Tveir til Grindavíkur

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Grindvíkinga hefur fengið tvo leikmenn fyrir keppni í úrvalsdeild í vetur. Alexander Ermolinskij gekk til liðs við félagið á mánudagskvöld. Hann lék áður og þjálfaði ÍA. Ermolinskij, sem er 2,02 m á hæð, er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Grindvíkinga úr röðum ÍA, hinir eru Dagur Þórisson og Bjarni Magnússon. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 423 orð

Viðkvæmari en ella sökum veikindanna

"NÚ var ég búinn að jafna mig á hnémeiðslunum, en sennilega hef ég verið viðkvæmari en ella í keppninni sökum veikindanna sem sóttu á mig í nótt, þótt ekki sé hægt að segja að veikindin séu bein sök, en þau gerðu mig viðkvæmari," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður eftir að hann hafði hætt keppni vegna tognunar í nára í fyrstu grein, 100 metra hlaupi. Meira
25. ágúst 1999 | Íþróttir | 125 orð

Þriðja heimsmet Thorpes

ÁSTRALSKI táningurinn Ian Thorpe setti heimsmet í 200 m skriðsundi karla á sundmeistaramóti Kyrrahafsþjóða í gær en mótið fer fram í Sidney í heimalandi piltsins. Thorpe, sem er aðeins sextán ára, synti á 1,46 mín. ­ bætti þannig eigið met frá undanrásunum í fyrradag um rúma þrjá tíunduhluta úr sekúndu. Meira

Úr verinu

25. ágúst 1999 | Úr verinu | 137 orð

Bretar kaupa minna af mjöli

NOKKUÐ hefur dregið úr innflutningi Breta á fiskimjöli og lýsi á fyrri hluta þessa árs. Eftir fyrstu fjóra mánuði ársins var þessi innflutningur kominn í 92.000 tonn, en var 104.500 á sama tíma í fyrra. Bretarnir kaupa mest af þessum afurðum frá Noregi og Íslandi, ríflega 25.000 tonn héðan og þúsund tonnum meira frá Noregi. Í þriðja sæti kemur svo Perú með 18. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 193 orð

Bretar minnka innflutninginn

Heldur hefur dregið úr innflutningi Breta á ferskum fiski fyrstu fjóra mánuði ársins. Þessi innflutningur nú nemur um 22.900 tonnum, en á sama tíma í fyrra var hann 26.800 tonn. Miðað við verðmæti er Ísland langstærsti innflytjandinn með um 11,7 milljónir punda, um 1,4 milljarða króna. Næstir koma Færeyingar með 7,6 milljónir punda eða 890 milljónir króna. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 700 orð

Breyttar matarvenjur gera kröfur til framleiðendanna

Á SÍÐUSTU áratugum hafa átt sér stað miklar breytingar á matarvenjum fólks í Bretlandi og raunar almennt á Vesturlöndum og víðar. Áherslan er nú á fjölbreytni og auðvelda matargerð. Máltíðir inni á heimilunum eru ekki jafn formlegar og áður var og mörkin á milli þess að borða heima eða á veitingastað eru ekki jafn skýr og fyrr. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 368 orð

Deilt um túnfiskinn í Suðurhöfunum

ÁSTRALAR og Ný-Sjálendingar hafa kært Japana fyrir alþjóða hafréttardómstólnum í Hamborg fyrir tilraunaveiðar þeirra á túnfiski í Suðurhöfum eftir að hafa reynt að fá þá til að láta af veiðunum eftir hefðbundnum leiðum. Þeir vilja að dómstóllinn gefi út tilskipun um að Japanar hætti veiðum tafarlaust eftir að Japanarnir skelltu skollaeyrum við bón þeirra fyrr í sumar. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 29 orð

EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Jörgen Niclasen sjávarútvegsráðherra Færeyja Markaðir 6

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Jörgen Niclasen sjávarútvegsráðherra Færeyja Markaðir 6 Breyttar matarvenjur gera kröfur til framleiðandanna Fyrirtæki 8 Ísfang hefur eignast meirihluta í Meleyri Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 1137 orð

Erum gamaldags skarfar í þessu

Í Hafnarfirði er rekin útgerð og fiskverkun sem kennd er við bæjarfélagið. Ytri umgjörð fyrirtækisins er eins og í gamla daga, eigendur starfa við veiðar og vinnslu og nýtni og góð meðferð á afla er höfð að leiðarljósi. Örn Arnarson hitti fyrir einn eigandann, Helga Einarsson, úr aðgerðinni og spjallaði við hann um útgerðina og annað sem að henni lýtur. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 995 orð

"Erum mjög ánægðir með okkar kerfi"

"VIÐ stjórnum veiðum okkar eftir svokölluðu dagakerfi. Það takmarkar sóknina með því að hvert skip hefur ákveðinn dagafjölda á sjó og er fjöldinn ákveðinn með tilliti til stöðu fiskistofna og veiðiálags. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 82 orð

Hagnast á eignasölu

NORSKA sjávarútvegsfyrirtækið Melbu Fiskeindustri skilaði góðum hagnaði á síðasta ári eftir nokkur mögur ár. Hagnaðurinn nam um milljarði íslenzkra króna af veltu upp á 3,5 milljarða. Gallinn á gjöf Njarðar er hins vegar sá að hagnaðurinn kemur ekki af sölu á fiski, heldur eignasölu. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 196 orð

Heitkrydduð risarækja í chili og appelsínusósu

Fjölbreytt framboð sjávarafurða hér á landi, sem meðal annars skýrist af innflutningi á óvenjulegum tegundum, eykur möguleikana í matseld á sjávarfangi verulega. Risarækjur úr hlýsjónum á suðurhveli jarðar eru ekki algengar á borðum okkar, en eru þó fáanlegar í helstu matvöruverzlunum. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 468 orð

Hringur með rúmlega 3.000 tonn af þorski

Hringur SH hefur aflað vel á þessu ári. Alls eru komin tæplega 4700 tonn upp úr sjó það sem af er fiskveiðiárinu og þar af rúmlega 3000 tonn af þorski. Er það með því meira sem gerist á síðari tímum. Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til Runólfs Guðmundsson á Hring var hann að draga út af grunnslóðinni út af Blakk á Vestfjarðamiðum. "Þetta er búið ganga alveg ágætlega hjá okkur. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 220 orð

Hringur SH fiskar mikið

HRINGUR SH hefur aflað vel á þessu ári. Alls eru komin tæplega 4700 tonn upp úr sjó það sem af er fiskveiðiárinu og þar af rúmlega 3000 tonn af þorski. Er það með því meira sem gerist á síðari tímum. "Þetta er búið ganga alveg ágætlega hjá okkur. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 119 orð

ÍSLENZKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN UNDIRBÚIN

MIKILL áhugi er á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem verður í Smáranum í Kópavogi 1. til 4. september nk. Byrjað er að setja sýninguna upp og vegna streymis geta á sýninguna bæðan héðan og að utan hefur ekki enn tekist að anna eftirspurn varðandi gistirými en vonir standa til að málið leysist í tíma. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 235 orð

Líklegt að verð hækki eitthvað

LÍTIÐ hefur verið selt af mjöli og lýsi að undanförnu, enda hefur framleiðslan verið í lágmarki síðustu vikur og birgðir löngu uppurnar. Sumarloðnuveiðin var mjög léleg og stóð ekki undir væntingum, auk þess sem kolmunnaveiðar hafa gengið erfiðlega upp á síðkastið. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 363 orð

Meðhöndlun afla strax eftir veiðar mikilvæg

Í TENGSLUM við sjávarútvegssýninguna 1999 heldur Rf, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, málþing er ber heitið Frá veiðum til viðskiptavina, "From catch to consumers", en það er haldið í Tónlistarhúsinu í Kópavogi 1. og 2. september. Málþinginu er skipt í tvo hluta. Meðhöndlun fisks Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 204 orð

Mikill viðskiptahalli með fiskafurðirnar

Innflutningur á fiski til Ítalíu heldur áfram að aukast meðan útflutningur minnkar stöðugt. Til að sporna við þessari þróun hafa stjórnvöld þar í landi ákveðið að grípa til aðgerða til þess að auka framleiðni í veiðum og vinnslu. Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttu Ítalir inn 160 þúsund tonn af fiski, rúmlega 12% meira en þeir gerðu á sama tímabili í fyrra. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 183 orð

Nasco með sölusamninga við átta skip

VIÐAR Marinósson er framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Nasco ehf. en fyrirtækið er með einkasölusamning við átta togara um sölu af allri veiði þeirra. Í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins kemur fram að það sér um útgerð á Cape Zenith, Cape Circle, Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 479 orð

Náskrap á kolmunna

KOLMUNNAVEIÐI hefur valdið sjómönnum miklum vonbrigðum í sumar. Eftir afspyrnuslaka sumarloðnuveiði stóluðu margir á kolmunnann en hann hefur sömuleiðis brugðist vonum manna. Fjölmörg skip hafa sótt í kolmunnann á þessu ári, mun fleiri en í fyrra, og margir hafa lagt í mikinn tilkostnað til að útbúa skip sín á veiðarnar. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 51 orð

Nýjir Víking 800 afhentir

BÁTAGERÐIN Samtak ehf. afhenti nýlega tvo Víking 800 báta, annan til Ísafjarðar en hinn til Tálknafjarðar. Upp úr áramótum mun Samtak ehf. kynna nýjan Víking 800 þilfarsbát sem mun bera um 30% meira magn, dekkpláss verður mun meira, auk þess sem báturinn verður búinn fjölmörgum öðrum nýjungum. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 222 orð

Síldveiðar óvissar

NORSKI síldariðnaðurinn hefur stöðvað öll innkaup á síld til að mótmæla nýju lágmarksverði á síld. Síldveiðar í Noregi hefjast fyrir alvöru í byrjun september. Veiðin er hins vegar venjulega talsvert minni í ágúst og er gert ráð fyrir að í september eigi eftir að veiða um 500 þúsund tonn af síldarkvóta Norðmanna. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 69 orð

Vantar fólk í rækju

Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki á Akureyri um þessar mundir. Strýta, rækju- og kavíarverksmiðja Samherja hf., hefur auglýst eftir starfsfólki og segir Preben Ólafsson að erfitt sé að manna verksmiðjuna eftir að skólafólkið snýr sér að námi á haustin. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 766 orð

Vildi tryggja fyrirtækinu aukin verkefni

Nýir eigendur elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyrar ehf. á Hvammstanga, eru bjartsýnir á reksturinn. Þeir segja Helga Bjarnasyni að mikið framboð sé af hráefni og salan að glæðast með haustinu. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 424 orð

Þriðjungur fellur niður af úthafsrækjukvótanum

GERA má ráð fyrir að ekki náist að veiði nærri þriðjung úthafsrækjukvóta ársins fyrir fiskveiðiáramótin 1. september nk. Staða í öðrum tegundum er hins vegar góð og ólíklegt að ekkert brenni inni þegar geymsluréttur hefur verið nýttur til fulls en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er heimilt að flytja allt að 20% af aflamarki hverrar botnfisktegundar og aflamarki úthafsrækju, Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 141 orð

Ætlar að fá kafbáta á Íslandsmið

GARÐAR Björgvinsson, útgerðarmaður og bátasmiður, er afar ósáttur við veiðar dragnótabáta og togara uppi við landið. Hann telur að þessi veiðarfæri beri ábyrgð á skemmdum á botni við strendur landsins. "Menn þurfa ekki annað en skoða fiskgengdina í Faxaflóanum eftir að dragnótabátunum var hleypt þar að í júlí. Hún hefur hrunið," segir Garðar. Meira
25. ágúst 1999 | Úr verinu | 210 orð

(fyrirsögn vantar)

Í kjölfar dómsúrskurðar um verndun sæljóna í Alaska er búist við að enn strangari reglur verði settar um veiðar á alaskaufsanum. Umhverfisfræðingar hafa sagt að mikilla breytinga sé þörf á stjórnun veiða ef sæljónastofninn á að eiga sér viðreisnar von. Veiðarnar á alaskaufsa velta nokkrum milljónum dollara á ári hverju. Meira

Barnablað

25. ágúst 1999 | Barnablað | 70 orð

BRANDARAR

Gesturinn: Þjónn, þú ert með þumalinn í súpunni minni! Þjónninn: Hafðu ekki áhyggjur. Súpan er ekkert heit. - - - Hefurðu heyrt um manninn, sem var svo nískur, að hann horfði yfir gleraugun til þess að spara þau. - - - Hroðaleg læti voru þetta í kettinum í nótt. Já, hann heldur að hann geti sungið eftir að hann át kanarífuglinn okkar. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 24 orð

BRODDI ER BRODD· GÖLTUR

BRODDI ER BRODD· GÖLTUR KRAKKARNIR virða Brodda broddgölt fyrir sér skælbrosandi á myndinni hennar Tinnu, sem var í sjö ára bekk Landakotsskóla síðastliðinn vetur. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 55 orð

EINKENNILEGIR VÍKINGAR

ÞESSIR tveir herramenn þykjast vera sannir víkingar. En ef þið virðið myndina af þeim fyrir ykkur eigið þið að sjá sex atriði, sem geta ekki átt við víkinga fyrr á tímum (9.-11. öld), sem eru auðvitað þeir einu sönnu. Lausnin: Skórnir á þessum til vinstri, armbandsúrið, gleraugun, skammbyssan í hulstrinu, plásturinn og verðlaunapeningurinn. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 75 orð

FIMM ATHYGLISVERÐAR SPURNINGAR

ER athyglin í góðu lagi? Það er tímabært að þjálfa hana svona rétt í lok sumars skömmu áður en skólinn byrjar. Virðið myndina fyrir ykkur í eina mínútu, hyljið hana síðan og svarið eftirfarandi spurningum: 1. Er eitthvert barnanna með gleraugu? 2. Hvað eru margar stelpur á myndinni? 3. Eru allir álíka stórir á myndinni? 4. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 113 orð

GÆLU· DÝR GETA VERIÐ VARASöM

TIL eru margs konar gæludýr, sum eru lítil, önnur stór. Á myndinni hennar Guðrúnar Höllu Jóhannsdóttur, Strandgötu 53, 735 Eskifjörður, er risaeðla gæludýrið, og það virðist ekki gefa góða raun. Húsmóðirin er nýkomin inn og skammar gæludýrið; það er búið að vera óþekkt, sýnist henni. En mamman er ekki nógu athugul. Risaeðlan er búin að vera meira en óþekk. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 41 orð

HJÓLKOPPAR

VÖRUBÍLLINN er hlaðinn kössum sem fljótt á litið innihalda mismunandi gerðir hjólkoppa. En það er hér eins og svo oft í lífinu; ekki er allt sem sýnist. Tveir kassanna eru með eins hjólkoppa. Hverjir? Lausnin: Kassar númer þrjú og níu. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 30 orð

NAFN OG ALDUR

NAFN OG ALDUR BÓKSTAFIRNIR og tölustafirnir (leggið þá saman) segja til um nafn og aldur manneskjunnar á myndinni. Lausnin: Óskar karlinn er á besta aldri, aðeins fjörutíu og sjö ára. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 190 orð

PENNAVINIR

Hæ, krakkar! Hafið þið áhuga á að skrifast á við 12 ára stelpu, sem hefur áhuga á: fótbolta, góðri tónlist og útivist? Ef svo er, er heimilisfangið: Lilja M. Sigurbjörnsdóttir Laugarvegi 34 580 Siglufjörður Við erum tvær stelpur sem viljum eignast skemmtilega pennavini á aldrinum 11- 12 ára. Sjálfar erum við 11. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 38 orð

PÉTUR PAN

ÞESSA mynd teiknaði Ragnar Torfi, 9 ára, úr Hafnarfirði, af Pétri Pan og Króki skipstjóra. - - - Krakkar! Munið að merkja allt efni sem þið sendið Myndasögum Moggans með fullu nafni, aldri, heimilisfangi og póstfangi. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 49 orð

RÓSIN

Rósin mín og rósin þín er besta rósin allra og hún stækkar en minnkar ekki. En þegar álfur kom tók hann rósina og setti rósina í vasa og setti hana í lítið tré. Og lítil stelpa sá rósina og fór í lítið hús. Höfundur: Sunnefa Gunnarsdóttir, 6 ára. Meira
25. ágúst 1999 | Barnablað | 52 orð

SUMARIÐ ER SENN Á ENDA

HANNA Karen Óskarsdóttir, var 8 ára þegar hún gerði þessa mynd síðastliðinn vetur í Landakotsskóla. Það er sól og sumar á myndinni en núna í ágústlok er sumarið senn á enda, skólinn byrjar eftir sumarfrí - haustið er á næsta leiti. Gangi ykkur vel í skólanum, krakkar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.