Greinar föstudaginn 27. ágúst 1999

Forsíða

27. ágúst 1999 | Forsíða | 306 orð

Andstæðingar hóta blóðugri baráttu

AÐ MINNSTA KOSTI þrír létu lífið og sex særðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga sjálfstæðis Austur-Tímor frá Indónesíu, í Dili í gær, á næstsíðasta degi kosningabaráttunnar en á mánudag er ráðgert að kosið verði um framtíð stjórnarskipulags á eynni. Meira
27. ágúst 1999 | Forsíða | 146 orð

Dóttir Jeltsíns meðal grunaðra

YFIRSAKSÓKNARI Rússlands fyrirskipaði í gær rannsókn á ásökunum þess efnis að milljarðar Bandaríkjadala frá rússnesku mafíunni, og hugsanlega frá nánum samstarfsmönnum Borís Jeltsíns forseta, hafi verið "þvegnir" í gegnum banka í New York. Meira
27. ágúst 1999 | Forsíða | 211 orð

Fórnarlömb virðast vera Serbar

FRIÐARGÆSLULIÐAR KFOR í Kosovo-héraði fundu í gær fimmtán lík í fjöldagröf nærri bænum Ugljare í austurhluta héraðsins og virtust sumir þeirra er í gröfinni hvíldu vera af serbnesku bergi brotnir. Meira
27. ágúst 1999 | Forsíða | 139 orð

Páfi til Íraks

JÓHANNES Páll páfi II mun fara til Íraks í desemberbyrjun þar sem hann mun meðal annars hitta Saddam Hussein, forseta landsins, að máli. Var þetta haft eftir kaþólska patríarkanum í Bagdad, Raphael Bisawid, í gær. Meira
27. ágúst 1999 | Forsíða | 352 orð

Veikar vonir um að finna fólk á lífi

HJÁLPARSTARFSMENN á jarðskjálftasvæðunum í Norðvestur-Tyrklandi hafa nú gefið upp nær alla von um að finna megi fólk á lífi í húsarústunum og hafa nú stórvirkar vinnuvélar tekið við af leitarhundum og háþróuðum leitarbúnaði. Tyrknesk stjórnvöld segja að alls hafi rétt rúmlega 13.000 lík fundist í húsarústum og að 26.630 manns séu slasaðir. Meira

Fréttir

27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 136 orð

25 manns rænt í Kirgistan

KIRGÍSKAR hersveitir hófu í gær aðgerðir gegn vopnuðum hópi sem heldur að minnsta kosti 25 manns í gíslingu í afskekktu héraði í Sovétlýðveldinu fyrrverandi. Askar Akajev, forseti Kirgistans, hét því að lífum gíslanna yrði ekki teflt í tvísýnu með aðgerðunum. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Aðeins seldir á tveimur stöðum

EINUNGIS verður hægt að nálgast tíu miða afsláttarkort í Hvalfjarðargöng, sem boðið verður upp á frá og með 1. september nk., í gjaldskýlum við göngin svo og á skrifstofum félagsins á Akranesi. Of áhættusamt þykir að hafa þá til sölu annars staðar, t.d. á bensínstöðvum, eins og veglykla félagsins. Að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar, framkvæmdastjóra Spalar ehf. Meira
27. ágúst 1999 | Miðopna | 948 orð

Aðgerða þörf vegna ósjálfbærrar nýtingar

Hvað einkennir helst náttúru á norðurheimskautssvæðum? Hverjar eru helstu ógnir er steðja að umhverfi þar? Erla Skúladóttir leitaði svara við þessum spurningum og gluggaði í nýsamþykkta náttúruverndaráætlun fyrir Ísland, Grænland og Svalbarða. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 458 orð

Aðstæður kannaðar um mánaðamót

FULLTRÚI bandaríska fyrirtækisins Allied Resource Corp. er væntanlegur hingað til lands um næstu mánaðamót til skrafs og ráðagerða með fulltrúum Lífeyrissjóðs Austurlands um möguleika á byggingu kísilmálmverksmiðju á Austurlandi, og einnig til að kanna aðstæður fyrir slíka framkvæmd. Viðræður þessara tveggja aðila hófust 20. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Afburðanemendur verðlaunaðir

MENNTAMÁLARÁÐHERRA Bretlands, David Blunkett, sendi fyrir skömmu grunnskólum landsins tilskipun þess efnis að að minnsta kosti fimm af hundraði nemenda skyldi gert kleift að ljúka grunnskólaprófinu GCSEs fyrr en ella, enda sköruðu þeir fram úr í námi. Verði hugmyndir menntamálaráðuneytisins að veruleika má búast við, að 25.000 ungmenni ljúki árlega prófi fjórtán í stað sextán ára. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Akureyrarbær hafnar tilboði VÍS í hlutabréf ÚA

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að hafna tilboði Vátryggingafélags Íslands í hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA að nafnverði 4 milljónir króna. Bæjarráð felur þess í stað bæjarstjóra að leita tilboða í hlutabréfin hjá aðilum sem hafa óskað eftir að kaupa bréfin eftir að auglýstur tilboðsfrestur rann út. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 282 orð

Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki náttúrunnar

ALÞJÓÐAHEIMSPEKISTOFNUNIN og Háskóli Íslands gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu dagana 28.­31. ágúst undir yfirskriftinni "heimspeki náttúrunnar". Alþjóðaheimspekistofnunin er samtök heimspekinga frá 40 þjóðlöndum úr flestum heimsálfum og meðal meðlima þess eru margir af nafntoguðustu heimspekingum samtímans. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Amerískir dagarhjá Bakarameistaranum

Amerískir dagarhjá Bakarameistaranum AMERÍSKIR dagar verða haldnir hjá Bakarameistaranum, Suðurveri, dagana 26. ágúst til 20. september, þar sem alls kyns bakkelsi frá Bandaríkjunum verður kynnt. Í tilefni af opnun amerísku daganna bauð Bakarameistarinn viðskiptafulltrúa bandaríska sendiráðsins og öðrum fulltrúum til opnunarinnar. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 642 orð

Áhersla lögð á forvarnir

Fyrir skömmu var ráðinn nýr forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Fráfarandi forstöðulæknir er Nikulás Sigfússon en hinn nýi forstöðulæknir er dr. Vilmundur Guðnason. Hann var spurður hvort ráðning hans þýddi breyttar áherslur í starfsemi Hjartaverndar. "Það er ekki fyrirsjáanlegt að áherslurnar breytist þótt umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 444 orð

Beinagrindin fer á Hvalasafnið

HNÚFUBAKSKÁLFURINN sem rak á fjörur Grímseyinga var dreginn til Húsavíkur í gærkvöld en til stendur að setja hann á Hvalasafnið á staðnum. Til tals hafði komið hjá heimamönnum að draga hræið á haf út og sökkva því í stað þess að láta það rotna í fjörunni. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 446 orð

Betri nýting orku mjög mikilvæg

ÞAÐ ER mikilvægt að draga úr orkuneyslu í Noregi sem hefur aukist undanfarin ár segir Anne Enger Lahnstein olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Norðmenn leggja einnig áherslu á nýjar leiðir í orkuframleiðslu. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Biðja um rannsókn Fjármálaeftirlitsins

KAUPÞING hf. hyggst í dag óska eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins á öllum viðskiptum fyrirtækisins með hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. "Það er svo komið, eins ömurlegt og það er, að við neyðumst til að biðja um rannsókn á sjálfum okkur vegna þeirra makalausu ásakana sem á okkur hafa dunið," segir Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Bifhjólamenn vilja hraðari afgreiðslu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Bifhjólasamtökum lýðveldisins: "Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, fagna lækkun veggjalda á bifhjól í gegnum Hvalfjarðargöngin. Samtökin benda engu síður á að þótt lækkun komi til verður tíminn sem tekur að afgreiða bifhjól í gegnum gjaldhliðið enn sá sami. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Bókfærð eign ríkissjóðs í FBA 3,5 milljarðar

BÓKFÆRÐ eign ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) hf., Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. nam samtals um 12,6 milljörðum króna í árslok síðasta árs samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 1998. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Börnin hófu framkvæmdir

BÖRNIN á leikskólanum á Grenivík tóku á dögunum fyrstu skóflustungurnar að nýjum leikskóla í sveitarfélaginu. Skólinn er hannaður af Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri og er um 150 fermetrar að stærð. Samið hefur verið um verkið og verður Jónas Baldursson byggingarmeistari þess. Gert er ráð fyrir að nýi leikskólinn verði tekinn í notkun í byrjun apríl á næsta ári. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 482 orð

Engin vatnssöfnun undir sigkötlunum

Í KÖNNUNARFERÐ sem Almannavarnir ríkisins stóðu fyrir í gær þar sem flogið var yfir Mýrdalsjökul sáust engin ummerki um vatnavexti í ám sem renna frá jöklinum. Flogið var yfir jökulinn á þyrlu Landhelgisgæslunnar en vegna slæms skyggnis gafst vísindamönnum ekki færi á að skoða efsta hluta jökulsins. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 364 orð

Fjörutíu fórust í Indlandi

TALIÐ er að a.m.k. fjörutíu hafi farist þegar fólksflutningabíll ók út af vegi og ofan í stífluvatn í Karnataka-ríki í suðurhluta Indlands í gær. Lögreglumaður á staðnum sagði að á milli fjörutíu og fimmtíu manns hefðu verið í rútunni og að þar sem hún lægi enn á botni vatnsins væri útséð með að nokkur hefði lifað slysið af. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

Flugleiðir með 595 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Flugleiðasamstæðunnar nam 595 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður af sölu eigna nam 1.392 milljónum og er tap af reglulegri starfsemi Flugleiða hf. eftir skatta 797 milljónir króna. Afkoma Flugleiða hf. af reglulegri starfsemi eftir skatta batnar á milli ára um 851 milljón króna. Lokagengi á hlutabréfum Flugleiða hf. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 221 orð

Fólk hvatt til að rjúfa ekki friðinn

VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Bosníu-Serba hvatti í gær opinberlega til þess að almenningur og her lýðveldisins héldu stillingu sinni og tækju ekki upp á neinu sem spillt gæti friðnum, eftir að Momir Talic, hershöfðingi hers Bosníu-Serba, var tekinn höndum í Vín í fyrradag og seldur í hendur Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Gengið á Kerlingu

FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir gönguferð á Kerlingu í Eyjafirði laugardaginn 28. ágúst. Lagt verður af stað frá skrifstofu Ferðafélagsins við Strandgötu kl. 9, ekið að Finnastöðum, gengið upp á fjallið að suðaustanverðu og komið sömu leið til baka. Skráning í gönguna fer fram á skrifstofu félagsins og skal henni lokið í síðasta lagi föstudaginn 27. ágúst. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 916 orð

Greinargerð um götunöfn Grafarholtshverfi

HÉR fer á eftir í heild greinargerð Þórhalls Vilmundarsonar vegna götunafna í nýju hverfi í Grafarholti í Reykjavík: HVERFI þetta í Grafarholti verður byggt á einu merkasta afmælisári Íslandssögunnar, árinu 2000, þegar þess verður minnzt, að þúsund ár verða þá liðin frá kristnitöku á Íslandi og landafundunum í Vesturheimi. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Grímuklæddur þjófur á ferð

GRANNUR, svartklæddur maður með grímu reyndi að skríða inn um glugga á bakhlið húss við Ingólfsstræti um klukkan fjögur í fyrrinótt. Kona, sem býr í íbúðinni, vaknaði við innbrotstilraunina og kom að manninum þar sem hann var kominn hálfur inn um gluggann. Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir því að hann var ekki einn hrökklaðist hann í burtu og lét sig hverfa. Meira
27. ágúst 1999 | Miðopna | 1947 orð

Gætir réttar borgaranna gagnvart dagblöðunum

Meðal þátttakenda á fundi Norðurlandadeildar alþjóðasamtaka ritstjóra, IPI, sem haldinn var hér á landi í vikunni, var Pär Arne Jigenius, blaðaumboðsmaður í Svíþjóð, sem á hverju ári tekur við 400­450 kvörtunum vegna meintra ófaglegra vinnubragða sænskra dagblaða. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 425 orð

Happdrætti um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna

SENDIRÁÐ Bandaríkjanna hefur tilkynnt að efnt verði til happdrættis um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna (Diversity Immigrant Visa Lottery-DV-2001) á þessu ári. Fólk fætt á Íslandi og sem dregið verður út í happdrættinu fær tækifæri til að sækja um innflytjendaleyfi, sem gefur rétt til að búa og starfa í Bandaríkjunum. Skráningartíminn er 30 dagar, frá hádegi 4. október 1999 til hádegis 3. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Harmonikuball í Ásgarði

HARMONIKUBALL verður haldið í Ásgarði í Glæsibæ v/Álfheima í kvöld, föstudagskvöld, og hefst það kl. 22 en ekki kl. 20 eins og misritaðist í Morgunblaðinu í gær. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Heitasti ágúst í 30 ár í Reykjavík

MEÐALHITI það sem af er ágústmánuði í Reykjavík er 11,5 stig á Celsíus. Það er talsvert fyrir ofan meðallag sem er 10,3 stig. Að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er þetta hlýjasti mánuður síðan 1969 en í 8.­11. sæti síðustu 75 árin. Úrkoma er heldur minni í ágúst en í meðalári og sólskinsstundir heldur færri. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 114 orð

Her Rússa varpar sprengjum í Tsjetsjníu

TALSMAÐUR rússneska varnarmálaráðuneytisins gekkst í gær við loftárásum flughersins á bækistöðvar múslímskra uppreisnarmanna í Tsjetsjníu, sem deginum áður flúðu frá fjallahéraðinu Dagestan eftir að hafa háð harða bardaga við rússneska herinn undanfarnar vikur. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Hluti uppsagna dreginn tilbaka

VERKEFNASTAÐA Slippstöðvarinnar á Akureyri er ágæt um þessar mundir og útlitið næstu tvo mánuði er mjög gott, að sögn Antons Benjamínssonar, markaðs- og verkefnisstjóra. Í byrjun sumars var 17 starfsmönnum Slippstöðvarinnar sagt upp störfum vegna erfiðrar verkefnastöðu og áttu uppsagnir þeirra að taka gildi um næstu mánaðamót. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Höfðum til hins almenna bæjarbúa

AKUREYRINGAR eiga þess nú kost í fyrsta sinn að upplifa menningarnótt, í líkingu við þá sem haldin hefur verið í Reykjavík síðastliðin ár. Að sögn Magnúsar Más Þorvaldssonar er þetta tilraunaframtak sem vonandi tekst það vel að það verði að árlegum viðburði. Menningarnóttin verður sett í Lystigarðinum á Akureyri kl. 14 laugardaginn 28. ágúst og síðan taka ýmsir viðburðir við. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Höfuðstöðvar Landssímans eftirsóttar

ÝMIS sveitarfélög, þar á meðal Akureyri og Grundarfjörður, hafa haft samband við forsvarsmenn Landssímans og boðið fyrirtækinu til viðræðna um lóðir undir höfuðstöðvar þess. Yfirvöld í Mosfellsbæ og Kópavogi hafa einnig lýst áhuga sínum á að fá fyrirtækið til sín. Þórarinn V. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR

INGILEIF Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, lézt á líknardeild Landspítalans í fyrrinótt. Ingileif var 45 ára, fædd í Reykjavík 19. janúar 1954, dóttir hjónanna Ólafs Einarssonar, sem er látinn, og Ásu Friðriksdóttur. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Íslendingar í 5. sæti í 10 dönsum

TVEIM keppnisdögum er nú lokið af opna þýska meistaramótinu í samkvæmisdönsum sem haldið er nú í 13. sinn í Mannheim í Þýskalandi. Keppnin stendur yfir í 5 daga. Hún hófst með keppni yngri hópanna og lýkur síðan með keppni atvinnumanna á laugardaginn. Á þriðjudag keppti flokkur barna í suður-amerískum dönsum og flokkur unglinga yngri í sígildum samkvæmisdönsum. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 258 orð

Japanir hneykslast á norskri auglýsingu

NORSK sjónvarpsauglýsing, sem sýnir japanskan flugfarþega misskilja hlutina og nota flatköku sem andlitsþurrku, hefur vakið mikla reiði í Japan. Hefur norski sendiherrann í Tókýó fengið að finna fyrir því síðustu tvær vikurnar og haft í nógu að snúast við að svara hneyksluðu fólki. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

"Kirkjusögulegur atburður"

Á SUNNUDAGINN kemur halda þrír systursöfnuðir innan fríkirkjunnar í fyrsta sinn sameiginlega guðsþjónustu. Tilefnið er 100 ára afmæli fríkirkjunnar en líta má á atburðinn í ljósi sögulegra sátta en Óháði söfnuðurinn klauf sig út úr Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir um hálfri öld vegna ósættis innan hennar. Að sögn sr. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 293 orð

Kúmendagar í Viðey

NÚ ER kúmenið að mestu orðið fullþroska í Viðey. Því er nú besti tíminn til að afla sér birgða fyrir veturinn. Ráðlegt er að hafa með sér plastpoka og skæri, klippa sveipina af jurtinni og setja þá í poka. Þegar heim er komið er gott að setja fræin í ofnskúffu og verma þau til að þurrka þau og jafna þroskann. Kúmenið vex víða í eynni, en auðveldast er að afla þess meðfram vegum og stígum. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Kveikt í tómthúsum á Seyðisfirði

BÆJARSTJÓRNIN á Seyðisfirði lét kveikja í tveimur tómthúsum miðvikudaginn 18. ágúst síðastliðinn í óþökk umsjónarmanns húsanna. Húsin stóðu norðanmegin í firðinum og hétu Bræðraborg, er var reist af bræðrunum Ögmundi og Jóni Jónssyni árið 1878, og Hjarðarholt, sem Sigvaldi Einarsson póstur byggði árið 1882. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kynning á námskeiðum FMB

Á DEGI símenntunar varpar Fræðslumiðstöð bílgreina ljósi á tækniþróun í bílum, íslenskt hugvit í bílgreinum og þær miklu kröfur um þekkingu sem gerðar eru til viðgerðarmannsins. FMB sýnir með kynningu á námskeiðum sínum hvernig bílgreinarnar mæta kröfum um aukna þekkingu. Þar ber hæst þekkingu á sviði rafmagnsfræði og rafeindafræði. Opið hús er í Fræðslumiðstöð bílgreina laugardaginn 28. Meira
27. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 167 orð

Landslið SKÍ æfir á Flateyri

Landslið SKÍ æfir á Flateyri Flateyri-Tvö lið Skíðasambands Íslands hafa verið við æfingar á Flateyri að undanförnu á hjólaskíðum. Hér er um að ræða A-lið og unglingalandslið og eru fjórir í hvoru liði. Um er að ræða eina af þremur sameiginlegum æfingum sem eiga sér stað á sumrin. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

LEIÐRÉTT

Í KVIKMYNDAUMFJÖLLUN Hildar Loftsdóttur í blaðinu í gær, féll stjörnugjöfin niður sem átti að vera með kvikmyndinni Just The Ticket. Rýnirinn gaf myndinni tvær stjörnur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Leifar Skálholtsstaðar fundnar neðanjarðar

LEIFAR gamla bæjarins í Skálholti hafa fundist á svo að segja sama stað og hann var sagður vera á korti frá 1784. Minjarnar fundust með viðnámsmælingum sem gerðar eru á svæðinu yfir þeim, og til viðbótar er notast við tölvutækni og aðrar aðferðir en tíðkast hafa við slíkar mælingar. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Leigjendur stofna byggingarfélag

STOÐIR ehf., byggingarfélag leigjenda, var stofnað laugardaginn 21. ágúst sl. á Rauðarárstíg 18 í Reykjavík. Um 200 manns hafa þegar skráð sig í félagið. Samþykktir þess og stofnsamningur voru samþykkt einróma og hafa hlotið staðfestingu félagsmálaráðuneytisins. Stoðir ehf. eru því fullgildur byggingaraðili. Meira
27. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 174 orð

Leikfélag Hveragerðis kaupir hús

Hveragerði-Félagar í Leikfélagi Hveragerðis hafa fest kaup á húsi fyrir starfsemi félagsins. Húsið var áður í eigu Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi, og er þekkt undir nafninu Félagsheimili Ölfusinga. Stendur það við Austurmörk, á milli Edens og Listaskálans. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Lokatónleikar Listasumars

LOKATÓNLEIKAR Listasumars á Akureyri fara fram í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 29. ágúst kl. 17. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó flytja íslensk sönglög, norræn ljóð og óperuaríur. Hulda Björk hefur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri, Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Söngskólann í Reykjavík. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 1707 orð

Merkur fornleifafundur án uppgraftar

BRESKUR fræðimaður, Tim Horsley, sem er að vinna að rannsóknum fyrir meistaranám í Bradford- háskóla í Bretlandi, hefur dvalist hérlendis í sumar og gert tilraunamælingar á átta stöðum á landinu, þ.e. Þingvöllum, Skálholti, Nesi á Seltjarnarnesi, Neðri-Ási, Hólum, Gásum, Sílastöðum og Hofsstöðum. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 467 orð

Metár í heimsóknum landans til Grímseyjar

ÓVENJU margir Íslendingar, alls staðar að af landinu og þó sérstaklega frá höfuðborgarsvæðinu, hafa sótt Grímsey heim í sumar, að sögn Sigrúnar Óladóttur, sem rekur nyrsta gistiheimili Íslands, gistiheimilið Bása í Grímsey. "Ég heyri það að fólk vill komast úr stressinu og hefur það almennt verið alsælt yfir kyrrðinni og fegurðinni sem eyjan býr yfir. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Mikil vinna en margir kostir

Steinþór Einarsson og Sylvie Primel eru ánægð með húsið sitt en þau hlutu viðurkenningu fyrir endurgerð hússins Sunnubraut 22. Þau segjast fyrst hafa leitað að gömlu húsi í Hafnarfirði í tvö ár, því Steinþór sé gaflari, en ekkert fundið. Kostirnir sem húsið þurfti að hafa voru möguleikar fyrir litla fjölskyldu, góð lóð og skemmtileg aðkoma. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 376 orð

Mowlam segir IRA ekki hafa rofið vopnahlé sitt

SAMBANDSSINNAR á Norður- Írlandi brugðust í gær ókvæða við þeim úrskurði Mo Mowlam, N- Írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, að Írski lýðveldisherinn (IRA) teldist ekki hafa rofið vopnahlé sitt þrátt fyrir morð í síðasta mánuði, sem fullvíst er talið að IRA hafi staðið á bak við, og ásakanir um að herinn hafi staðið fyrir misheppnuðu vopnasmygli til Írlands. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 382 orð

Mótmælaaðgerðir í Orahovac halda áfram

FULLTRÚUM Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússlands mistókst enn í gær að telja Kosovo- Albana í bænum Orahovac í Kosovo á að hætta mótmælum sínum og samþykkja að rússneskar friðargæslusveitir leysi hollenskar sveitir af í bænum. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Mótmæla breytingu á stjórnsýslukerfi

DEILDARSTJÓRI leikskóladeildar, þrír leikskólaráðgjafar og fimmtán leikskólastjórar hafa allir mótmælt eða gert athugasemdir við þá ákvörðun bæjaryfirvalda Akureyrarbæjar um að leggja niður leikskóladeild bæjarins. Á fundi bæjarráðs í gær var lagt fram erindi frá leikskólastjórunum og bréf frá deildarstjóra og leikskólaráðgjöfum. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Nýir leiðbeinendur Phoenix-námskeiðsins

Í SUMAR hefur staðið yfir þjálfun nýrra leiðbeinenda í Phoenix-námskeiðinu ­ Leiðin til árangurs og eru þeir nú teknir til starfa með Innsýn sem er umboðsaðili Brian Tracy á Íslandi. Nýju leiðbeinendurnir eru Jón Gauti Árnason, Sigurður Guðmundsson og Ólafur Þ. Ólafsson. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Olli ekki vandræðum hérlendis

ENDURSTILLING GPS-hnattmiðunarkerfisins sem átti sér stað 21. ágúst sl. olli ekki vandræðum notenda kerfisins hérlendis, svo vitað sé. GPS-kerfið sem byggist á 24 gervihnöttum sem veita upplýsingar um staðsetningu, hraða og tíma, til notenda úti um allan heim, var í upphafi hannað til að starfa samfleytt í 1.024 vikna hringrás, eða 20 ár. Fyrsta hringrásin hófst hinn 6. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Opið um allt land á degi símenntunar

DAGUR símenntunar verður haldinn um land allt á morgun, laugardaginn 28. ágúst. Opið verður á eftirtöldum stöðum. Tímasetning dagskrár er alls staðar kl. 10­17, nema annað sé tekið fram: Vesturland: Fjölbrautaskólanum á Akranesi, Safnahúsinu í Borgarnesi, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Tölvuskóla Snæfellsness, Snæfellsbæ, Grunnskólanum í Grundarfirði, Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Orkneyjar framundan

FÖR Hennings Scherfs, borgarstjóra Brima í Þýskalandi, og áhafnar skútunnar "Skjaldarmerki Brima" yfir Atlantshafið gengur vel og á fimmta degi voru Orkneyjar skammt undan. "Við tókum með í hjörtum okkar hið dásamlega íslenska landslag og gestrisni og innileika stórkostlegs fólks," sagði í símbréfi, sem Morgunblaðinu barst frá skútunni að kvöldi miðvikudags. "Orkneyjar eru framundan. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 137 orð

Ræningi gafst upp í Barcelona

Farþegar yfirgefa flugvél marokkóska flugfélagsins Royal Air Maroc á flugvellinum í Barcelona á Spáni snemma í gærmorgun. Maður vopnaður byssu, sem reyndist ekki vera ekta, krafðist þess að vélinni yrði flogið til Spánar, en förinni hafði verið heitið til Túnis. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 468 orð

Rætt um reglur um markaðssetningu á Netinu

PIA Gjellerup atvinnumálaráðherra fundaði í Reykjavík ásamt starfsfélögum sínum á Norðurlöndum sem hafa neytendamál á sinni könnu. Á fundi þeirra var m.a. rætt um mikilvægi þess að auka neytendarannsóknir auk markaðsherferða á Netinu sem beint er að börnum. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Safnahúsið á Húsavík

ÞORRI Hringsson heldur málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík dagana 28. ágúst til 5. september. Þorri nefnir sýninguna "Sumarnótt í Aðaldal" en hér er um olíumálverk að ræða. Sýningin verður opnuð laugardaginn 28. ágúst kl. 16. Opnunartími sýningarinnar verður annars kl. 13-18 alla daga. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Samstarfssamningar undirritaðir

Samstarfssamningar undirritaðir UNDIRRITAÐIR voru 26. ágúst sl. í Skólabæ tveir samstarfssamningar milli Háskóla Íslands, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Tokyo University of Fisheries. Annars vegar er um að ræða samning um nemendaskipti milli Háskóla Íslands og Tokyo University of Fisheries. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 407 orð

Skemmdir komu fram á Saurbæjarkirkju

ÞEGAR sprengt var fyrir Hvalfjarðargöngunum fyrir tveimur árum komu fram skemmdir bæði á kirkju og íbúðarhúsi á Saurbæ á Kjalarnesi. Yfirverkfræðingur Hvalfjarðarganganna hafnar því algerlega að sprungur á húsunum megi rekja til sprenginga við gangagerðina. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 299 orð

Skriður kominn á samningaviðræður

HELSTI samningamaður Palestínumanna, Saeb Erekat, sagði á miðvikudag, að skriður væri kominn að nýju á samninga um að hrinda lokaáfanga Wye-friðarsamkomulagsins í framkvæmd. Samningaviðræður strönduðu í byrjun ágústmánaðar þegar Palestínumenn höfnuðu beiðni Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Sóttur í þyrlu eftir bílveltu

JEPPI valt á Dímonarvegi, sem liggur milli Fljótshlíðar og þjóðvegar 1 á Markarfljótsaurum, um klukkan hálffimm í gær. Tveir Þjóðverjar voru í bílnum, karl og kona, og slasaðist maðurinn talsvert á höfði. Við rannsókn á spítala kom þó í ljós að meiðsli hans voru minni en talið var í upphafi. Meira
27. ágúst 1999 | Miðopna | 1250 orð

Staðbundin upplýsingaveita fyrir Ísland

Stefnt er að uppsetningu 29 staðbundinna Skjávarpsrása um allt land fyrir veturinn. Þaðan eru sendar út upplýsingar og jafnvel bæjarstjórnafundir. Kerfið býður auk þess upp á ýmsa margmiðlunarmöguleika. Helgi Bjarnason fræddist um hugmyndina að baki Skjávarpi og möguleika þess hjá Ágústi Ólafssyni, nýráðnum framkvæmdastjóra. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Stefnt að sameiningu með aðsetri á Húsavík

Ljósavík hf. í Þorlákshöfn hefur keypt 20% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Seljandi hlutarins er Húsavíkurkaupstaður sem átti áður 46,44% hlutafjár en á eftir söluna 26,44%. Ljósavík átti ekki hlut í Fiskiðjusamlaginu fyrir. Kaupverð hlutarins var um 260 milljónir króna þ.e. hluturinn var seldur á genginu 2,10. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 752 orð

Stórfelldur stuldur á hjálparfé IMF?

YFIRSAKSÓKNARI Rússlands fyrirskipaði í gær rannsókn á meintu peningaþvættishneyksli, sem háttsettir kaupsýslumenn, embættis- og stjórnmálamenn í Rússlandi hafa verið bendlaðir við í fjölmiðlum, þar á meðal menn nánir Borís Jeltsín forseta, og snýst meðal annars um gegnumflæði milljarða Bandaríkjadala í gegn um banka í New York. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Sumarlok í Dýragarðinum í Slakka

Sumarlok í Dýragarðinum í Slakka DÝRAGARÐINUM í Slakka, Laugarási, Biskupstungum, verður lokað 1. september vegna sumarloka. Það fer því hver að verða síðastur að skoða dýrin í sveitinni, segir í fréttatilkynningu. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sundið gekk vel en söfnunin illa

FINNINN Jan Murtomaa, sem búsettur er hér á landi, synti í gær yfir Hvalfjörð, þar sem göngin eru grafin undir fjörðinn. Var sundið þreytt til styrktar börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og rennur allt söfnunarfé til Barnahússins. Barnahúsið býður m.a. upp á sérhæfða meðferð og áfallahjálp fyrir börn, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, og foreldra þeirra. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Tekið upp á ríkisstjórnarfundi

STEFNT er að því á vegum Vatnamælinga Orkustofnunar að setja upp sjálfvirkar vöktunarstöðvar með fjarskiptabúnaði í fleiri ár sem koma frá Mýrdalsjökli svo mögulegt sé að gefa út aðvaranir ef verulegar hræringar verða í jöklinum. Ekki hefur tekist að setja upp slíkan búnað vegna skorts á fjárveitingum. Meira
27. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Tónleikar í Deiglunni

ÍMYNDAÐ landslag er yfirskrift tónleika í Deiglunni laugardaginn 28. ágúst kl. 15.00, í tengslum við Listasumar á Akureyri. Þar flytja þau Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari og Geir Rafnsson slagverksleikari eigin verk og annarra, saman og í sitthvoru lagi. Öll tónverkin á efnisskránni eru flutt í fyrsta sinn opinberlega á Íslandi. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 428 orð

Tveir rosaboltar úr Selá

ENSKUR veiðimaður veiddi tvo feiknabolta í Selá í Vopnafirði í vikunni, báða sama daginn, annan í Djúpabotnshyl og hinn á Brúarbreiðu. Laxarnir voru ekki vegnir, aðeins mældir því sá enski gaf þeim líf. Laxarnir voru báðir, að sögn Vífils Oddssonar, 104 sentímetrar, en samkvæmt þumalputtareglunni eru það 22­23 punda fiskar. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Umhverfið skiptir miklu máli

Vigdís S. Björnsdóttir og Þórir F. Helgason hafa aðeins búið í nýju húsi við Iðalind 3 í eitt og hálft ár. Hverfið er allt í uppbyggingu og mörg handtökin eftir við frágang lóða við húsin þar. Þau hjónin lögðu þó mikla áherslu á að ganga strax frá lóðinni við húsið, enda segja þau umhverfið skipta miklu máli. Meira
27. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 205 orð

Vantar fólk til starfa í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Það er enginn á atvinnuleysisskrá í Stykkishólmi um þessar mundir, enda mikla vinnu að hafa í bænum. Nú þegar skólafólk hverfur til náms lenda mörg fyrirtæki í erfiðleikum með að fá starfsfólk. Það hefur verið nóg að gera í Stykkishólmi í sumar. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

Verð á kartöflum gæti hækkað

MYGLUSVEPPURINN sem fannst á kartöflugrösum bænda á Suðurlandi um miðjan mánuðinn virðist heldur vera að breiðast út, að sögn Sighvats B. Hafsteinssonar, formanns Félags kartöflubænda. Kartöflubændur hafa þurft að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að verjast því að myglusveppurinn skaði uppskeruna. Þetta gæti haft áhrif á verð á kartöflum í haust. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 426 orð

Viðurkenningar fyrir fegrun umhverfisins

UMHVERFISRÁÐ Kópavogs veitti í gær viðurkenningar fyrir frágang lóða og húsa í Kópavogi. Einnig var veitt viðurkenning fyrir endurgerð húsnæðis. Víghólastígur var valin fegursta gata Kópavogs árið 1999. Vigdís S. Björnsdóttir og Þórir F. Helgason hlutu viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði, en þau búa í Iðalind 3. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 155 orð

Þingið í Venesúela svipt völdum

STJÓRNLAGASAMKUNDAN í Venesúela, með stuðningsmenn forsetans í meirihluta, hefur lýst yfir lagalegu neyðarástandi og svipt þingið völdum að mestu. Hefur þetta vakið ótta um að lýðræðisskipan í Venesúela sé í hættu. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

Þúsöld, Vínlandsleið og Ólafsgeisli

GÖTUR í nýju hverfi í Grafarholti, sem farið verður að byggja á næsta ári, munu bera nöfn sem minna á afmæli landafunda og kristnitöku. Borgarráð hefur samþykkt tillögur Þórhalls Vilmundarsonar prófessors að götunöfnum í hverfinu og voru nöfnin kynnt á blaðamannafundi í húsnæði borgarverkfræðings í gær. Aðkomugatan inn í hverfið verður nefnd Þúsöld. Meira
27. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Öruggt samfélag

ÞRIGGJA daga ráðstefna um öryggi í umhverfinu hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Slysavarnafélag Íslands hefur skipulagt ráðstefnuna og sækja hana um 200 fulltrúar víða að. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri voru meðal gesta við setningu ráðstefnunnar. Meira
27. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 547 orð

(fyrirsögn vantar)

SLÆMT hlutskipti þeirra sem eru heyrnardaufir er gert verra með því að þeir þurfa nú að bíða mánuðum saman eftir að fá heyrnartæki. Ástæðan mun vera fjárskortur hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, sem sér um útvegun tækjanna. Meira

Ritstjórnargreinar

27. ágúst 1999 | Staksteinar | 538 orð

Hópuppsagnir

ARI Skúlason skrifar Vettvang inni á vefsíðu Alþýðusambands Íslands þar sem hann fjallar um þær hópuppsagnir sem stéttir hafa beitt að undanförnu til þess að ná fram bættum kjörum. ARI segir: Nokkuð hefur borið á því undanfarið að einstakir hópar hafi notað uppsagnir sem vopn í kjarabaráttu. Samkvæmt vinnulöggjöfinni eru aðgerðir af þessu tagi ólögmætar. Meira
27. ágúst 1999 | Leiðarar | 563 orð

RÍKISSKULDIR LÆKKA

ÞÞAU UMSKIPTI hafa orðið í ríkisfjármálum, að ríkissjóður er farinn að greiða niður skuldir sínar í verulegum mæli. Skuldasöfnun ríkisins um langt árabil var orðin svo mikil, jafnt innanlands sem utan, að vextir og annar lánakostnaður eru mjög íþyngjandi fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur. Geir H. Meira

Menning

27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 466 orð

Adam Sandler í pabbaleik

Svalur pabbi eða "Big Daddy" fjallar um Sonny nokkurn Koufax (Adam Sandler). Hann er 32 ára laganemi sem firrt hefur sig allri ábyrgð í lífinu. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að fara á uppáhaldskrána sína og horfa á íþróttir og fá heimsendan skyndimat. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð

Birting

Stanley Kubrick/Bretland JACK Nicholson er öllum eftirminnilegur í hlutverki Jack Torrance sem fær húsvarðarstarf á Overlook-hótelinu í fjöllum Colorado, sem er lokað yfir veturinn. Torrance-fjölskyldan er því ein um að dvelja þar um langan tíma. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 226 orð

BÍÓVEISLAN HEFST Í DAG

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík verður formlega sett í Háskólabíói í kvöld og mun Björn Bjarnason menntamálaráðherra setja hátíðina með pomp og pragt. Sérstakur gestur hátíðarinnar, Emir Kusturica, kom til landsins í gær ásamt hljómsveit sinni, No Smoking Band, og dóttur sinni Dunja. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 57 orð

Fjölskyldumyndir í Galleríi Geysi

HILDUR Margrétardóttir opnar sýningu sína, Fjölskyldumyndir, í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, í dag, laugardag, kl. 16. Þetta er önnur einkasýning Hildar, en hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands síðastliðið vor. Á sýningunni verða nokkur málverk af nánustu fjölskyldumeðlimum. Sýningin stendur til 12. september og er opin virka daga kl. 8­18. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 314 orð

Formrænn leikur og veggverk á sýningu í ASÍ

TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41, á morgun, laugardag, kl. 16. Um er að ræða sýningu Ingu Ragnarsdóttur, Broti, í Ásmundarsal og sýningu Helga Hjaltalíns, Kjöraðstæður í Gryfjunni. Á sýningu Ingu eru verk frá árunum 1998 og 1999, unnin í tré, blikk og gifs. "Líta má á verkin sem sjálfstætt framhald af fyrri verkum mínum. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 66 orð

FÓTBOLTI OG FEGURÐ

Á MIÐVIKUDAG fengu leikmenn fótboltaliðsins Rangers góða heimsókn á hótelið á Ítalíu, þar sem þeir dvelja, er hópur ungra fegurðardísa litu inn. Stúlkurnar eru allar keppendur í Ungfrú Ítalía 1999 en fótboltastrákarnir voru í bænum Salsomaggiore til að hvíla sig fyrir undanúrslitaleik á móti liðinu Parma. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Fuoco Ensemble á Norðurlandi

HOLLENSK-ÍSLENSKI tónlistarhópurinn Fuoco Ensemble er á ferð um landið og verður með tónleika í Húsavíkurkirkju mánudaginn 30. ágúst og Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þriðjudaginn 31. ágúst. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 20. Á efnisskrá eru þrjú verk. Tríó fyrir klarínettu, selló og píanó op. 114 og Kvintett fyrir klarínettu og strengjakvartett op. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 379 orð

Hamrahlíðarkórinn syngur á Sympaatti

KÓR Menntaskólans í Hamrahlíð tekur þátt í Sympaatti, alþjóðlegri kórahátíð barna- og æskukóra, sem haldin er í Finnlandi. Á hátíðinni, sem nú er haldin í fjórða skipti, koma fram átta kórar víðs vegar að úr heiminum. En margir kóranna eru, að því er Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi Hamrahlíðakórsins segir, á heimsmælikvarða. Meira
27. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 438 orð

Hollast er sinni kerlu að kúra hjá

Leikstjóri og handritshöfundur Niall Johnson. Kvikmyndatökustjóri Gordon Hickie. Tónskáld Jason Flinter. Aðalleikendur Mark Adams, Sorcha Brooks, Mark Caven, Alison Egan, Richard Cherry, Julie-Ann Gillitt, Anthony Edridge, Clarke Hayes, Thierry Harcourt, Jackie Sawris, Kevin Howarth. 120 mín. Bresk. Mayfair, 1999. Meira
27. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 513 orð

Kattarfár á Dónárbökkum

Leikstjóri: Emir Kusturica. Handritshöfundur: Emir Kusturica, Gordan Mihic. Kvikmyndatökustjóri: Thierry Arbogast. Tónskáld: Voja Aralica, dr. Nele Karajlic, Dejo Sparavalo. Aðalleikendur: Severdzan Bajram, Florijan Ajdini, Salija Ibraimova, Branka Katic, Srdjan Todorovic. 130 mín. Frakkland/Þýskaland, 1998. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 123 orð

Kvikmyndahátíð hefst í dag

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík er formlega sett í kvöld í Háskólabíó af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra sem flytur ávarp af tilefni opnunarinnar. Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, júgóslavneski leikstjórinn Emir Kusturica, verður viðstaddur opnunina ásamt dóttur sinni Dunja og meðlimum hljómsveitarinnar No Smoking Band, sem sér um alla tónlist í nýjustu mynd hans, Svartur köttur, Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 389 orð

List um raunveruleikann í Nýlistasafninu

7/6 ER samsýning sjö listamanna frá Austurríki og sex frá Íslandi sem opnuð verður í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, á morgun, laugardag, kl. 16. Sýnendur frá Austurríki eru: Gilbert Bretterbauer, Josef Danner, Manfred Erjautz, Fritz Grohs, Michael Kienzer, Werner Reiterer og Michaela Math. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 147 orð

Lífshamingja

Todd Solondz/Bandaríkin HVAÐ er hamingja? Það er spurningin sem Todd Solondz spyr í nýjustu kvikmynd sinni Lífshamingju þar sem einstaklingurinn og bandarískt þjóðfélag er undir stækkunarglerinu. Joy býr í úthverfi New Jersey í húsi foreldra sinna sem eru flutt í sólina til Flórída. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 133 orð

Makaskipti

Niall Johnson/Bretland HÓPUR hjóna á fertugsaldri hafa haldið sambandi árum saman og vináttan er eins traust og hún getur verið. Kvöld eitt er hópurinn saman kominn og þá er ákveðið að færa vinskapinn yfir á annað stig, hafa makaskipti. Ákvörðunin er eins konar leikur fyrir hópinn sem heldur, í krafti góðs vinskapar, að leiknum ljúki þegar nóttin er úti. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 938 orð

Myrða föður nútímalistarinnar

JAPANSKI listfræðingurinn Satoru Nagoya er nú staddur hér á landi á vegum Listasafnsins á Akureyri í samvinnu við Íslensku menningarsamsteypuna ART.IS og Kjarvalsstaði. Satoru mun dvelja hér á landi til laugardags og meðan á dvölinni stendur mun hann Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 90 orð

Námskeið LHÍ

Í FRÆÐSLUDEILD Listaháskóla Íslands hefst fyrsta námskeiðið 13. september þar sem kennd verður rafsuða, logsuða, gassuða og gasskurður á kopar og járni, fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari er Gísli Kristjánsson vélfræðingur. Kennsla fer fram í húsnæði Listaháskóla Íslands, Laugarnesi. Teiknimyndasögur Á þessu námskeiði, sem hefst 21. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 188 orð

Nýjar bækur HVERS vegna svararðu e

HVERS vegna svararðu ekki, AFI? ­ Bók fyrir barnabörn alzheimer-sjúklinga og annarra minnissjúkra er eftir Ingu Friis Mogensen, í þýðingu Matthíasar Kristiansen. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 199 orð

Oasis lifir enn góðu lífi

BRÆÐURNIR Noel og Liam Gallagher fullvissuðu aðdáendur sína á miðvikudag um að framtíð rokksveitarinnar Oasis væri tryggð þrátt fyrir að tveir meðlimir sveitarinnar hefðu yfirgefið hana á síðustu tveimur vikum. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 188 orð

Ráðinn forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

AÐALSTEINN Ingólfsson listfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Aðalsteinn Ingólfsson hefur um árabil sinnt störfum sem listráðunautur og deildarstjóri við söfn á borð við Kjarvalsstaði, Listasafn Íslands og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Auk þess hefur hann verið afkastamikill höfundur rita um listfræðileg efni. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 155 orð

Rottufangarinn

Lynne Ramsay/Skotland SÖGUSVIÐIÐ er Glasgow árið 1973 og James Gillespie er tólf ára gamall á þröskuldi nýrrar og óþekktrar tilveru. Matt Munroe er fjórtán ára og foringi klíkunnar. Þegar Matt býður James að ganga í klíkuna getur hann ekki neitað. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 245 orð

Segist ekki góð fyrirmynd

POPPARINN Robbie Williams viðurkennir að hann sé ekki góð fyrirmynd ungs fólks og segir: "Ekki gera eins og ég geri, ég er líka ráðvilltur." Hinn 25 ára gamli söngvari gerði játninguna í samtali við aðdáendur sína á Netinu á dögunum. Til að ná enn frekar til ungmennanna sagðist hann strax sjá eftir því að hafa fengið sér ljóna-húðflúr á upphandlegginn fyrir nokkrum vikum. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 365 orð

Sigraði heimsmeistara á Hálandaleikum

SÆMUNDUR Unnar Sæmundsson sigraði heimsmeistarann á Hálandaleikum, Bandaríkjamanninn Ryan Vierra, á síðustu Hálandaleikunum, sem fram fóru í Hafnarfirði um helgina. Sæmundur tryggði sér jafnframt sigur í keppninni en hann hefur unnið sjö af átta Hálandaleikum í sumar. "Þetta hefur verið mjög skemmtilegt sumar. Við höfum farið um allt land að keppa," sagði Sæmundur eftir keppnina. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 149 orð

Síðustu dagarnir

James Moll/Bandaríkin HEIMILDARMYND James Moll um útrýmingarherferðina gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla athygli. Myndin, sem Steven Spielberg framleiddi, rekur örlög fimm ungverskra gyðinga sem eiga það sameiginlegt að hafa lifað hörmungarnar af. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð

Slam

Marc Levin/Bandaríkin SLAM segir sögu ungs hæfileikaríks manns, Ray Joshua, sem uppgötvar sjálfan sig í gegnum ást sína á konu og hæfileika sína í ljóðarappi. Joshua býr í húsalengju sem kallast Dodge City í Washingtonborg en þar eru glæpir og morð daglegt brauð. Meira
27. ágúst 1999 | Menningarlíf | 134 orð

Sýningum lýkur

Í EFRI sölum sýnir Björg Örvar olíumálverk og vatnslitamyndir í og Dora Bendixen sýnir skúlptúra úr marmara og blekteikningar. Í neðri sölum safnsins sýnir Kolbrún Sigurðardóttir leirskúlptúra og veggmyndir og Inga Rún Harðardóttir sýnir leirlistaverk. Þessum fjórum sýningum lýkur nú á sunnudag. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12­18. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 190 orð

Te með Mussolini

Franco Zeffirelli/Ítalía MYNDIN segir frá lífi Luca sem hefur misst móður sína og er óskilgetinn sonur ítalsks embættismanns. Luca er alinn upp af enskri konu í Flórens á tímum Mussolinis. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 724 orð

Tími Fræbbblanna kominn á ný

HLJÓMSVEITIN Fræbbblarnir á aðdáendur frá fyrri tíð og einnig nýja sem allir geta tekið fram sparifötin því í kvöld og annað kvöld verður hljómsveitin með tónleika á Grandrokk sem hefjast á miðnætti og standa fram eftir nóttu. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 141 orð

Vélgengt glóaldin

Stanley Kubrick/Bretland Í FRAMTÍÐAR Bretlandi fer unglingagengi um á hverri nóttu, lemjandi og nauðgandi hjálparlausum fórnarlömbum. Þegar einn drengjanna, Alex, bælir niður uppreisn í genginu, berja hinir strákarnir hann og skilja hann eftir svo lögreglan geti hirt hann, sem hún og gerir. Alex samþykkir að láta lækna sig af óeirðaseminni. Meira
27. ágúst 1999 | Tónlist | 356 orð

Von á góðum hljómdiski

Caput-hópurinn flutti fjögur verk eftir Hauk Tómasson. Miðvikudaginn 25. ágúst. HAUKUR Tómasson er tvímælalaust eitt af eftirtektarverðustu tónskáldum okkar Íslendinga og sl. miðvikudag flutti Caput-hópurinn fjögur verk eftir hann, en með þeim tónleikum er stefnt að hljóðritun verkanna til útgáfu. Meira
27. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð

Þrjár árstíðir

Tony Bui/Bandaríkin VÍETNAM eftir stríðið er viðfangsefni ljóðrænnar kvikmyndar Tony Bui. Í myndinni eru sagðar sögur fimm einstaklinga, bílstjóra, vændiskonu, bandarísks hermanns, ungrar stúlku og ungs drengs. Öll eru þau í leit að hamingjunni eða bara að reyna að lifa af á eftirstríðsárum Víetnam. Meira

Umræðan

27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 264 orð

Eru níu eða tíu í tug?

ÆTLA mætti að ekki þyrfti að kenna fullorðnu fólki að telja upp í tíu, að hæsta talan í tug er 10 en ekki 9. Hvernig getur það dulizt, að síðasta ártal hverrar aldar, og þá einnig hverrar stóraldar, hlýtur að enda á 0 en ekki 9. Sá sem telur á sér fingurna segir einn við þann fyrsta, en ekki núll. Þess vegna teljast fingurnir 10 en ekki 9. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 706 orð

Láglaunastefna utan höfuðborgarsvæðisins

Til þess að snúa við þessari öfugþróun telur Guðmundur Gunnarsson að þvinga þurfi fyrirtækin til þess að greiða samskonar laun og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 645 orð

Loftslagssáttmálinn og staða Íslands

Alþingi ætti fyrr en seinna, segir Hjörleifur Guttormsson, að taka loftslagsmálin til rækilegrar umfjöllunar. Afstaða ríkistjórnarinnar Meira
27. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Réttdræpur!

ÞEGAR ég las grein Bryndísar Jónsdóttur í Morgunblaðinu hinn 25. ágúst sá ég mér ekki annað fært en að svara því. Bryndís segist ekki þekkja málið en hikar ekki við að tjá sig um það í blöðum, þar með ætti sá málflutningur að dæma sig ómerkan. Eins og fram kemur í frétt DV var sonur minn bitinn af hundi í Kópavogi síðastliðinn miðvikudag. Meira
27. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Skaftafell til skammar

ÉG heimsótti þjóðgarðinn í Skaftafelli fyrir hálfum mánuði. Ég hafði fengið í heimsókn erlenda gesti sem við hjónin höfðum boðið hingað til að skoða íslenska náttúru í allri sinni dýrð. Við höfðum oftsinnis sagt þeim hvernig við ferðuðumst um íslenskar óbyggðir, við hengdum tjaldvagninn okkar aftan í bílinn og alls staðar væri orðið að finna góðan aðbúnað á tjaldstæðum á Íslandi. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 679 orð

Stóriðjuskóli ISAL

Við hvetjum alla áhugamenn um menntun að gera hið sama, segja Hrannar Pétursson og Geirlaug Jóhannsdóttir, og fræðast um þá fjölmörgu möguleika á námi sem í boði eru. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 645 orð

Töfrabrögð á Þingeyri

KvótinnÍ kvótabraskinu, segir Guðjón A. Kristjánsson, felst frelsissvipting fólks í sjávarbyggðum. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 612 orð

Undanbrögð borgarstjórans

Eigi að vera hægt að stöðva þessa öfugþróun, segir Egill Helgason, þarf flugvöllurinn helst að vera á bak og burt úr Vatnsmýrinni innan fimm ára, í síðasta lagi í lok næsta kjörtímabils borgarstjórnarinnar. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 859 orð

Vaxandi þörf fyrir tungumálakunnáttu

Einstaklingurinn finnur fyrir æ meiri þörf, segir Erla Aradóttir, á að geta tjáð sig á erlendu tungumáli. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 493 orð

Við lærum af reynslunni

Við kynnum starfsemi okkar á degi símenntunar 28. ágúst, segir Gunnar Jónatansson, og á tveimur kynningarfundum 31. ágúst og 1. september. Meira
27. ágúst 1999 | Aðsent efni | 475 orð

Örfá orð til Aðalsteins

Ég hef aldrei kvartað við einn né neinn út af þessum svonefnda "harðvítuga" formála Einars, segir Bragi Ásgeirsson, og síst af öllu við samstarfsmenn mína. Meira

Minningargreinar

27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 428 orð

Benedikt Sigurðsson

Benni, móðurbróðir minn, varð bráðkvaddur sl. laugardag og má segja að dauðdaginn hafi gerst með sama írafárinu og einkenndi allt hans líf. Það var aldrei lognmolla í kringum þennan uppáhalds frænda minn sem mér fannst mjög ólíkur okkur hinum. Auk þess var skopskyn hans meira en í meðallagi ­ mikið ósköp gat maðurinn verið fyndinn. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Benedikt Sigurðsson

Afi minn var engin venjulegur afi, þvílíkur vinnuþjarkur sem hann var, að frá morgni til kvölds. Oftast snerust viðfangsefni hans um ýsu, þorsk og færibönd. Þetta voru fyrstu orðin sem ég lærði í kringum afa enda var starfsvettvangur hans alla tíð tengdur hagræðingarmálum og framleiðslu á vinnutækjum fyrir fiskvinnsluna. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Benedikt Sigurðsson

Það er eftirsjá að honum Benna í Klaka. Nú þegar hann er fallinn frá flæða minningarnar fram úr fylgsnum hugans. Svo margbreytilegar og margar að hægt væri að skrifa heila bók. Það var gæfa að fá að kynnast honum sem vini og starfsfélaga í hart nær 30 ár. Ég kynntist honum þegar ég hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna árið 1971 og þau kynni og vinskapur lifðu frá þeim tíma. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Benedikt Sigurðsson

Hann Benni er farinn frá okkur. Þetta gerðist allt svo hratt en þannig vildi hann nú reyndar hafa hlutina. Benni vildi að allir hlutir gerðust hratt og rösklega væri staðið að verki. Benni var mikil félagsvera og vildi hafa mikið að gerast í kring um sig. Þegar ég hitti hann í fyrsta skipti tók hann á móti mér og spurði mig hver ég væri. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 491 orð

Benedikt Sigurðsson

Vinur minn og skólabróðir, Benni, fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Á þeim árum var Hafnarfjörður mikill útgerðarbær og þar gerðu bæði erlendir og innlendir menn aðallega út togara. Þegar tímar liðu fram jókst hins vegar útgerð línubáta en togurunum fækkaði. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 574 orð

Benedikt Sigurðsson

Kær frændi minn, Benedikt Bjarnarson Sigurðsson, lést á sviplegan hátt hinn 21. ágúst. Benni, eins og hann var ævinlega kallaður, var staddur í afmælisveislu konu minnar og hafði nýlokið við að ávarpa hana er hann kenndi sér meins, sem leiddi hann til dauða á Landspítalanum þetta sama kvöld. Benni var fæddur á Ísafirði en fluttist til Hafnarfjarðar 1928. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 321 orð

BENEDIKT SIGURÐSSON

BENEDIKT SIGURÐSSON Benedikt Sigurðsson fæddist 1.janúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson sjómaður, f. 27. júní 1883, hann fórst með Erninum frá Hafnarfirði 8. ágúst 1936, og Jústa Júnía Benediktsdóttir, f. 26. júní 1893, d. 4. 12. 1969. Systkini hans voru: 1) Matthildur, f. 26.10. 1911, d. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 63 orð

Eyþór Fannberg

Eyþór Fannberg Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 303 orð

Eyþór Fannberg

Á skömmum tíma hefur illkynja sjúkdómur lagt Eyþór Fannberg að velli. Það stóð nokkurn veginn á endum að um sama leyti og hann lét af störfum á aldursmörkum í fyrrasumar þá greindist hann með krabbamein. Læknismeðferð tók við en vágestinum varð ekki bægt frá. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar naut starfskrafta hans um árabil í hinum margvíslegustu störfum. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Eyþór Fannberg

Elsku Eyþór! Það er komið að leiðarlokum þrátt fyrir að við bæðum góðan guð þess að fá að njóta þín miklu lengur. En þinn tími var kominn. "Svona er lífið" sagði oft góð kona sem við þekktum bæði svo vel og það eru orð að sönnu því við verðum að mæta örlögum okkar, hver sem þau eru, allt til loka. En þú skilur eftir tómarúm hjá mér, mömmu og afabörnunum sem verður erfitt að fylla. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Eyþór Fannberg

Elsku hjartans pabbi minn. Oft hef ég párað línu til þín en þessar verða þær síðustu. Mikið þótti mér erfitt að geta ekki verið nálægt þér síðustu stundirnar. Reyndi að senda þér sterkustu og bestu hugsanir mínar. Mörg minningabrot og myndir koma upp í huga mér. Fyrsta upplifun á veitingahúsi í fjarlægu landi, þar sem ég vissi ekki að silfurskálin var til að þvo hendur, ekki drekka úr. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Eyþór Fannberg

Elsku afi okkar, það er erfitt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við erum þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman því þú varst alltaf þolinmóður og tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Ef það var einhver sem skildi okkur þá varst það þú og það var svo gaman að hlæja og bulla með þér. Við eigum alltaf eftir að sakna þín og minnast góðu stundanna með þér. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 454 orð

EYÞÓR FANNBERG

EYÞÓR FANNBERG Eyþór Fannberg fæddist í Bolungarvík 5. júní 1928. Hann lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 20. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Herdís Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 23.1. 1898, d. 22.2. 1988, og Bjarni Þórður Fannberg, skipstjóri, f. 7.11. 1894, d. 11.3. 1979. Eyþór var yngstur fimm systkina sem öll eru látin. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 498 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku pabbi minn, mig skortir orð. Það er svo margt sem mig langar að skrifa til þín en ég á svo erfitt með að ná því niður á blað. Ég er öll svo dofin og mér finnst ég vart starfhæf lengur. Allt það sem lagt var á þig, pabbi minn, mun ég aldrei öðlast skilning á, Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 34 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku afi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þín afabörn, Íris Eir og Friðrik Hólm. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Friðrik Ingvarsson

Ég vildi skrifa nokkur kveðjuorð til tengdaföður míns. Ég kynntist honum fyrst af alvöru þegar ég kynntist elstu dóttur hans, Júlíu Elsu, árið 1992. Við fjölskyldan fórum oft saman í frí og var þar oft glatt á hjalla og var Frikki þar fremstur í flokki. Minnist ég þess þegar við og Frikki og Holla fórum saman til Glasgow. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 87 orð

Friðrik Ingvarsson

Friðrik Ingvarsson Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 265 orð

Friðrik Ingvarsson

Í dag verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför Friðriks Ingvarssonar en hann lést 21. ágúst sl. aðeins 48 ára að aldri. Friðrik starfaði hjá fyrirtæki okkar í rúmlega 10 ár, lengstum sem vélstjóri á Álsey VE 502. Friðrik var góður, duglegur og ósérhlífinn starfsmaður og gekk í öll þau verk sem þurfti að vinna. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 529 orð

Friðrik Ingvarsson

Okkur langar að minnast skipsfélaga okkar, Friðriks Ingvarssonar, með fáeinum orðum þótt erfitt sé. Okkur langar að minnast á hvers konar maður hann Frikki var, glaðlegur, hress og kátur. Hann var ótrúlega naskur á báta og skip og þau voru ófá skiptin sem hann rakti sögu skips eða báts alveg frá því að hann var smíðaður og ef hann sá eitthvert mastur á eldri bát sem sigldi fram hjá gat hann Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Friðrik Ingvarsson

Þegar ég frétti af láti vinar míns, vinnufélaga og nágranna var ég staddur úti á sjó, nánar tiltekið út af Ingólfshöfða. Ég fór niður í vélarúm og fór að hugsa um Frikka með tárin í augunum og þá hörðu baráttu sem hann háði við þennan skæða sjúkdóm sem varð honum að aldurtila og þann missi sem mér fannst ég verða fyrir, því að þannig vinur var Friðrik Ingvarsson. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku Frikki. Það er virkilega skrítið að þú sért farinn. Þú skipaðir svo stóran sess í lífi okkar, þá sérstaklega síðustu tíu mánuðina. Þessir mánuðir hafa verið mjög svo erfiðir. Þeir hafa tekið mikið á okkur öll og þá sérstaklega þig og hana Hollu þína sem stóð sig eins og hetja í gegnum þetta allt. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 622 orð

Friðrik Ingvarsson

Jæja, elsku pabbi minn. Nú er þínum þjáningum lokið, en auðvitað vildum við alltaf hafa þig hjá okkur. Mér finnst í raun mjög skrítið að geta ekki hitt þig aftur. Þú vannst nær allt þitt líf á sjó og þar var líka hugurinn. Þú varst þannig gerður að þú vildir engum illt og alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og mér þótti svo vænt um hvað þú varst með létta lund þrátt fyrir öll veikindin. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 74 orð

Friðrik Ingvarsson

Nú er komið að kveðjustund, kæri félagi. Þú háðir harða baráttu og barðist eins og hetja í briminu. Baráttunni lauk þegar veðrið lægði og nú ert þú kominn á þann stað þar sem þú fylgist með okkur og hleypur um óþjáður. Þinn tengdasonur, Steinn. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku drengurinn minn. Mig langar að senda þér smá kveðju. Þú varst mér svo mikið, elsku engillinn minn, og vildir alltaf allt fyrir mig gera. Ég er svo ánægð með að hafa náð að koma til þín og halda í hönd þína, strjúka þér og kyssa kvöldið áður en þú kvaddir, elsku drengurinn minn. Það er svo sárt að kveðja en ég veit innst í hjarta mínu að pabbi þinn tók þig í fangið um leið og þú kvaddir. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 130 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku pabbi minn. Ég vildi bara kveðja þig með þessum fáu orðum. Það er svo margt sem mig langar að segja, en mig bæði skortir orð og svo veit ég ekki hvar ég ætti að byrja. Þetta var búið að vera erfið barátta hjá þér við illvígan sjúkdóm en nú er sú barátta á enda. Ég veit í hjarta mínu að nú líður þér betur, þú hefur öðlast frið. Það er huggun okkar sem eftir standa. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Friðrik Ingvarsson

Kæri vinur. Okkur hér á Búhamri 88 langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég kynntist þér í Keflavík 1973 þegar ég bjó þar um tíma, er þú og Holla æskuvinkona mín hófuð samvistir. Eftir að ég flutti til Eyja aftur kom ég aldrei svo upp á fastalandið að ég kíkti ekki til Hollu og Frikka í Keflavíkinni og áttum við margar góðar stundir saman. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku Frikki, minn kæri bróðir, er látinn eftir mjög erfið veikindi af þeim sjúkdómi sem dregur svo marga til dauða í blóma lífsins. Þegar lífið brosti svo við þér og þinni fjölskyldu, sem var orðin nokkuð stór, fjögur börnin og tvö barnabörn sem öll eiga eftir að sakna þin sárt. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 158 orð

Friðrik Ingvarsson

Kæri vinur, mikið var á þig lagt síðasta árið sem þú varst með okkur. Við klifum margar grýttar hlíðar saman þetta ár. Og margar perlur hittum við á grýttri leiðinni, sem gáfu okkur kærleika og kjark. Það kom að því að við urðum bæði of þreytt á göngunni. Þá kom himnafaðirinn og bar þig upp síðustu hlíðina og hann skildi eftir stól svo ég gæti hvílt mig á og horft á eftir ykkur. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 28 orð

Friðrik Ingvarsson

Elsku pabbi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður hug okkar grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þinn sonur, Birgir Már. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 304 orð

FRIÐRIK INGVARSSON

FRIÐRIK INGVARSSON Friðrik Ingvarsson fæddist í Keflavík 16. desember 1950. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Friðriks: Soffía Axelsdóttir, f. 19. ágúst 1923 í Sandgerði, og Ingvar Oddsson, f. 28. mars í Keflavík, d. 6. apríl 1998. Systkini Friðriks: Axel, f. 30. júlí 1944, búsettur í Keflavík; Oddur, f. 3. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 232 orð

Gerður Sigurðardóttir

Það voru fjörmiklar og kátar stúlkur víðsvegar af landinu sem hittust í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði haustið 1949. Ein af þeim var Gerða, kát og fjörug stúlka frá Ólafsfirði. Bar með sér hlýjan blæ, birtu og gleði. Skólaárið leið við nám og leik en leiðir skildu þegar því lauk. Löngu seinna birtist Gerða ásamt Svavari, manni sínum, og börnum á Akureyri. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Gerður Sigurðardóttir

Í dag er okkur Inner-Wheel-konum á Akureyri harmur í huga er við kveðjum í hinsta sinn kæra vinkonu og klúbbfélaga, Gerði Sigurðardóttur. Hún gekk í klúbbinn á jólafundi árið 1991 við hátíðlega athöfn en því miður gat hún ekki starfað af fullum krafti vegna langvarandi veikinda, sem tóku sig upp aftur og aftur. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Gerður Sigurðardóttir

Gerður Sigurðardóttir, vinkona okkar, er látin. Hún hafði þjáðst af illvígu meini undanfarin ár. Samt vonuðum við, samt langaði okkur svo til þess, að njóta einstakra persónutöfra hennar lengur. Við hittumst aðeins fyrir nokkrum dögum á Akureyri og nutum notanlegra samvista eins og mörg undanfarin ár. Vinahópur okkar varð til ekki síst vegna frumkvæðis Gerðar. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 104 orð

Gerður Sigurðardóttir

Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 234 orð

Gerður Sigurðardóttir

Haustið 1975 lágu leiðir okkar saman, Gerður. En þann vetur kenndum við báðar níu ára bekkjum í Lundarskóla á Akureyri ásamt Helgu Björgu Yngvadóttur. Vikulegir samstarfsfundir okkar þriggja í Lundarskóla þennan vetur eru mér ógleymanlegir. Glampandi greindar, gáska og vinnugleði þinnar, Gerður, nutum við Helga Björg þessar björtu samverustundir. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Gerður Sigurðardóttir

Elsku Gerður mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég minnist þess þegar þú komst inn í líf mitt. Við hittumst fyrst í sumarbústað fyrir sunnan. Þú tókst mér og syni mínum opnum örmum og þá fann ég hvað þú varst góð kona. Syni mínum var tekið eins og einu af ykkar barnabörnum og alltaf hafðir þú tíma fyrir hann. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Gerður Sigurðardóttir

Það var hress og umfram allt bjartsýnn hópur kennara sem hóf kennslu við nýjan skóla haustið 1974. Lundarskóli byrjaði við afleitar aðstæður þar sem reyndi á þolinmæði og velvilja kennara. Í þessum góða hópi var hún Gerður. Starfsfólk Lundarskóla komat fljótt að því að Gerður var ekki bara hláturmild og lífsglöð, heldur var hún einnig jákvæð og tillögugóð. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Gerður Sigurðardóttir

Gerður systir mín er látin, hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 18. ágúst. Hugurinn reikar rúm fimm ár aftur í tímann, síminn hringir og ég heyri rödd systur minnar: "Ég ætla að láta ykkur mömmu vita að ég þarf í smá aðgerð." "Í aðgerð," hálfhrópa ég. "Já, það er eitthvað sem þarf að fjarlægja og ég vil fara strax. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 227 orð

GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR

GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Gerður fæddist í Árgerði á Kleifum í Ólafsfirði 11.9. 1929 og ólst þar upp. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Gerðar: Sigurður Gunnlaugur Baldvinsson, útgerðarmaður, f. 15.3. 1896, d. 19.8. 1975 og Kristlaug Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. 28.8. 1904. Systir Gerðar er Brynja, f. 25.11. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 435 orð

Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir

Langri ævi er lokið, lengri ævi en flestum auðnast að lifa, fáa daga vantaði Imbu í aldarafmælið. Ævi hennar hófst í litlu koti á Eyrarbakka og smábýlt var ævina alla, lengst af í Bráðræði. Þrátt fyrir smáan húsakost þá var Imba ekki kona lítilla sæva. Hún var kona vinnusöm og féll sjaldnast verk úr hendi. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 394 orð

Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir

Ingibjörg Oddsdóttir í Bráðræði á Eyrarbakka er látin, tæplega hundrað ára gömul, södd lífdaga. Það er margt sem kemur upp í huga minn við fráfall Imbu. Snyrtilega húsið hennar, Bráðræði, var það fyrsta sem við fjölskyldan sáum er litið var út um borðstofugluggann á morgnana þar sem við bjuggum og það síðasta er við bárum augum á kvöldin. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir

Ingibjörg Oddsdóttir er látin. Langri ævi er lokið. Mig langar til að minnast hennar í fáum orðum, þar sem hún var sú elsta af nágrönnunum sem eftir lifa og ég hef þekkt frá barnæsku. Og eru því viss þáttaskil í lífinu þegar hún kveður. Imba, eins og hún var oftast nefnd, naut góðrar heilsu mestan hluta ævi sinnar, eða þar til allra síðustu ár. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 344 orð

Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir

Elsku Imba mín. Nú er komið að kveðjustund. Og þó að árin þín hafi verið orðin tæp hundrað og þú orðin södd lífdaga er samt tómlegt án þín. Þú tókst mér alltaf fagnandi í faðminn, allt frá því að ég var lítil að við sátum saman í Bráðræði og spiluðum Marías og til síðustu stundar fyrir nokkrum dögum á Eir þar sem þú varst síðustu árin. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 137 orð

GUÐRÚN INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR

GUÐRÚN INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir fæddist í Sölkutóft á Eyrarbakka 16. september 1899. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri í Reykjavík að morgni 19. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Oddur Snorrason, sjómaður á Eyrarbakka, f. 7.12. 1874, d. 6.4. 1920, og Margrét Guðbrandsdóttir, húsfreyja, f. 15.11. 1866, d. 23.10. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 68 orð

Haraldur Ágústsson

Haraldur Ágústsson Hvert blóm sem grær við götu mína er gjöf frá þér. Á þig minnir allt hið fagra sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor sem ég færist nær þér friðar mig. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi, þú varst alltaf skemmtilegur og góður. Ég mun alltaf sakna þín. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 566 orð

Haraldur Ágústsson

Sagt er að maður viti ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Núna veit ég að það er satt. Halli minn. Ég kynntist þér fyrir 15 árum, í júní 1984, þegar ég varð ástfanginn af dóttur þinni, henni Dagmar. Ég man hvað það var gott að koma á Rauðalækinn til ykkar, þín og Dagmarar. Mér leið strax vel í návist þinni. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 304 orð

Haraldur Ágústsson

Ég sakna þín svo mikið að það er alveg ólýsanlegt. Ég fæ svo skrýtna tilfinningu og mér finnst allt vera svo tómt. Afsakaðu tárin, þau bara flæða út um allt. Æ afi! Það er svo erfitt að lifa án þín og brandaranna þinna og þess sem þú kenndir mér. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Haraldur Ágústsson

Elsku Halli minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur í þessu lífi, fá kröftugt faðmlag frá þér og koss á kinn. Þú varst ekki bara tengdafaðir Péturs bróður míns. Þú varst vinur hans og félagi. Þú varst ekki bara pabbi dætra þinna fjögurra, Dagmarar, Helgu, Sigrúnar og Rannveigar. Þú varst vinur þeirra og félagi. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 201 orð

HARALDUR ÁGÚSTSSON

HARALDUR ÁGÚSTSSON Haraldur Ágústsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 25. september 1926. Hann lést 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rannveig Einarsdóttir frá Strönd í Meðallandi, d. 4. mars 1990 og Ágúst Jónsson frá Holtum í Hrunamannahreppi, d. 28. júní 1945. Systkini Haraldar: Ágústa, Jón, d. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Hulda Ágústsdóttir

Elsku fallega amma mín. Loksins hefurðu fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Ég trúi því að þú fáir að jafna þig og safna kröftum á nýjum og fallegum stað og afi, Día og fleiri ástvinir séu hjá þér. Við hin eigum minningarnar og getum yljað okkur við þær. Ég man t.d. hvað þú varst góð við okkur barnabörnin og passaðir okkur meira og minna öll. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Hulda Ágústsdóttir

Þrátt fyrir langvarandi og erfið veikindi elskulegrar mágkonu minnar, Huldu Ágústsdóttur, og að ég vissi hvert stefndi, hægt og bítandi, setti mig hljóðan, er ég fregnaði andlát hennar, degi síðar. Þótt tæpast sé rétt að hugsa þannig, var ég forsjóninni þakklátur fyrir það, að veita henni lausn frá amstri þessa heims og eilífa hvíld, eftir gott dagsverk í víngarði drottins. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 708 orð

Hulda Ágústsdóttir

Mig langar að minnast mágkonu minnar elskulegrar, Huldu Ágústsdóttur, með fáeinum orðum. Þegar hugurinn reikar aftur í tímann er margs að minnast. Ég var óharðnaður unglingur þegar Árni bróðir minn trúði mér fyrir því að hann væri heitbundinn stúlku, sem hann hygðist giftast. Hún hefði verið gift áður stuttan tíma, ætti lítinn strák og væri dóttir Ágústs Hjörleifssonar á Vesturbrautinni. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Hulda Ágústsdóttir

Elsku amma, ég sakna þess mikið núna að hafa ekki haft tækifæri til að njóta samveru við þig svo neinu næmi síðustu fimm árin. Ég er samt þakklátur fyrir allar þær góðu minningar og stundir sem ég og börnin mín áttum með þér. Þessari litlu grein myndi aldrei ljúka ef ég ætlaði mér að þakka fyrir allt það góða sem þið, þú og afi, gerðuð fyrir mig og mína. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 346 orð

Hulda Ágústsdóttir

Mig langar að kveðja elskulega ömmu mína með nokkrum orðum. Það koma upp í hugann margar minningar frá því að ég var lítil og bjó með mömmu heima hjá ykkur afa. Það voru mikil forréttindi að eiga þig að þegar mamma þurfti að fara að vinna úti og ég bara þriggja mánaða. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 544 orð

Hulda Ágústsdóttir

Það er svo skrýtið að lífið skuli halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þó að einhver sem manni hefir þótt svo undurvænt um hafi kvatt að eilífu. Það er alltaf jafnsárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Jafnvel þó að við vitum að líkaminn sé orðinn þreyttur og lúinn. Elsku Hulda mín. Þú kvaddir þessa veröld á einni fallegustu og kyrrlátustu ágústnóttu sem hægt er að hugsa sér. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 278 orð

HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR

HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR Hulda Ágústsdóttir fæddist 1. október 1920. Hún lést 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Einarsdóttir, f. 9.8. 1888, d. 22.4. 1960, og Friðrik Ágúst Hjörleifsson skipstjóri, f. 30.8. 1890, d. 7.9. 1963. Systur Huldu eru Anna Ólafía Jóna, f. 27.5. 1910, Rósa, f. 22.10. 1911, Guðlaug (Lillý), f. 16.8. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Ingibjörg Oddsdóttir

Það var Ingibjörg Oddsdóttir í Bráðræði sem tók á móti fjölskyldunni sumarið 1967 þegar Einar, faðir okkar, tók við embætti héraðslæknis á Eyrarbakka af Braga Ólafssyni, frænda hennar. Þar var ekki í kot vísað, móttökur hlýlegar og höfðinglegar. Gott var að finna hve við vorum velkomin enda leið okkur öllum vel á Eyrarbakka. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 340 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Elsku amma, þó ég vissi að þú værir orðin leið á að bíða eftir að komast til hans afa, þá þykir mér svo óskaplega sárt að vita að þú sért farin. Það var dásamlegt að fá að búa í sama húsi og þú. Mínar fyrstu æviminningar eru úr íbúðinni hjá okkur á Freyjugötunni þar sem þú passaðir mig og við spiluðum saman frá morgni til kvölds. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 585 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Þær eru svo margar og bjartar minningarnar sem tengjast Ingu. Ég sé hana fyrir mér brosandi með hressilegan glampa í augum. Glaðlyndi og kátína voru einkennandi fyrir hana og hún kallaði það besta fram í öllum með hlýleika og jákvæðu viðhorfi til lífsins. Það var svo notalegt að sitja í eldhúskróknum hjá henni á Freyjugötunni. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 519 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Hugurinn leitar til baka til óteljandi minninga með þér, elsku amma. Eftir að við systurnar fluttumst til Íslands frá Skotlandi 1967 áttum við margar stundir hjá ykkur afa í Álfafelli. Við höfum enga tölu á hversu oft við fórum yfir Hellisheiðina til ykkar, hvort heldur með foreldrum okkar eða með Selfossrútunni. Sumrin og helgarnar urðu margar sem við dvöldum hjá ykkur. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 414 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Það er nú orðinn rúmur einn og hálfur áratugur frá því að ég hitti fyrst Ingimaríu á heimilinu á Freyjugötu. Þá hafði hún, fyrir nokkrum árum, flutt til Reykjavíkur eftir fráfall Gunnars manns síns og bjó þar á efri hæðinni með eigið heimili í húsi með dóttur sinni og tengdasyni. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1113 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Móðursystir mín, Ingimaría Karlsdóttir, er látin. Inga frænka var fimmta barn foreldra sinna, Karls Ágústs Sigurðssonar, bónda á Draflastöðum í Fnjóskadal, og konu hans, Jónasínu Dómhildar Jóhannsdóttur frá Víðivöllum. Sigríður föðuramma var tvíburasystir Dómhildar konu Ólafs Briem, timburmeistara á Grund í Eyjafirði, og voru þær nauðalíkar. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 137 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Ilmurinn af nýsteiktum kleinum, nýbökuðu franskbrauði eða ilmurinn þegar það er verið að sjóða niður rabarbarasultu, þessi ilmur flytur mig aftur í minningunni, í eldhúsið þitt, amma mín, eldhúsið í Álfafelli. Í gegnum bernskuárin fann ég alltaf öryggi og hlýju hjá þér. Sem fullorðin kona fékk ég stuðning og hvatningu frá þér. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 225 orð

INGIMARÍA ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal 15. janúar 1911. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Jónasína Dómhildur Jóhannsdóttir og Karl Ágúst Sigurðsson, bændur þar. Ingimaría Þorbjörg var sjötta í röðinni af ellefu systkinum. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 203 orð

Kristín Þóra Erlendsdóttir

Ósköp finnst mér erfitt að skilja að þú, elsku Kristín Þóra, vinkona mín, sért dáin, þó að ég hafi vitað að þú værir mikið veik. Við erum búnar að leika okkur saman í nokkur ár, sérstaklega þegar við vorum í leikskóla, ég fyrir hádegi, en þú eftir hádegi. Þá beið ég alltaf eftir að klukkan yrði fimm, því þá vissi ég að þú kæmir, eða að ég gæti farið til þín. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 376 orð

María Guðrún Júlíusdóttir

María föðursystir okkar er látin. Hún náði því að verða 101 árs gömul og var svo lánsöm að halda minni og athygli til hinstu stundar. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast, hlustaði á fréttir og var vel með á nótunum, en sjónina missti hún fyrir mörgum árum. María var skyldurækin og bar umhyggju fyrir skyldfólki sínu. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 186 orð

María Guðrún Júlíusdóttir

Alveg frá því að ég man eftir mér var María öldruð kona. Þó tók maður ekki eftir því og kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi var hún óvenju heilsuhraust og varð sjaldan misdægurt. Hins vegar fylgdist hún vel með þjóðmálum og var viðræðugóð. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 257 orð

MARÍA GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR

MARÍA GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR María Guðrún Júlíusdóttir fæddist á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd í utanverðu Ísafjarðardjúpi 11. júlí 1898. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júlíus Þórðarson frá Hyrningsstöðum í Berufirði, f. 1. júlí 1866, d. 19. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 892 orð

María Júlíusdóttir

"Hún mamma fékk hægt andlát í dag." Þannig hljómaði látlaus tilkynning Katrínar eða Lillýar, eins og hún er kölluð, um að María móðir hennar, föðursystir mín, væri látin. Satt að segja kom það mér á óvart að hún Maja, 101 árs gömul manneskjan, hefði verið kölluð úr þessum heimi, því að hún hafði ekki sýnt á sér neitt fararsnið, og maður átti alveg eins von á, Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Ragnar Már Ólafsson

Ég þekkti hann Ragnar Má. Hann var kórdrengur í Maríukirkju í Breiðholti. Ragnar var í unglingafélaginu Píló og hann fór í pílagrímsferð með okkur til Riftúns. Ég hafði heimsótt Ragnar og svo var ég að þjóna með honum. Ragnar var ekki nema 19 ára þegar hann dó og var mér mjög brugðið við andlát hans. Ég gat varla trúað þessu. Hann var alltaf svo hress þegar ég heimsótti hann. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 38 orð

RAGNAR MÁR ÓLAFSSON

RAGNAR MÁR ÓLAFSSON Ragnar Már Ólafsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1979. Hann lést af slysförum um borð í Bjarna Ólafssyni AK 70 laugardaginn 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Maríukirkju í Breiðholti 23. ágúst. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 444 orð

Sigfús Sigurðsson

Hann hafði hleypt heimdraganum hann Sigfús bróðir minn þegar ég fór fyrst að muna eftir mér enda nítján ára aldursmunur; hann þriðji elstur af stóra barnahópnum í Hrísdal en ég yngst. Það hafði verið afráðið að Sigfús færi í Héraðsskólann að Laugarvatni enda afburða námsmaður og á þeim árum ekki um marga skóla að velja þar sem jafnframt var aðstaða til að rækta og leggja stund á íþróttir er stóðu Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Sigfús Sigurðsson

Við fluttum inn í húsið að Silfurgötu 4, Stykkishólmi, haustið 1982 með nýfædda dóttur okkar, Ásdísi. Að Silfurgötu 6 í hinu myndarlega Prestshúsi sem reist var 1896 bjuggu Sigfús, Esther, Maja og Heiða. Þau voru nágrannar okkar til ársins 1993 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau áttu eftir að reynast okkur ákaflega vel. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 507 orð

Sigfús Sigurðsson

Ég var í nokkur sumur í sveit í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Sat þar ær og smalaði, því var erfitt að komast með fólkinu til héraðsmóts sunnan fjalls á Fáskrúðarbakka. Mikið var af þessum mótum látið og meðal margs var keppni í íþróttum rómuð. Byrjaður var ég að fylgjast með íþróttum heima í Reykjavík. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 408 orð

Sigfús Sigurðsson

Sigfús Sigurðsson var einn af frumkvöðlum Selfoss í íþrótta- og félagslífi. Hann lagði sitt af mörkum til mótunar íþróttastarfseminnar á Selfossi og lagði ásamt félögum sínum grunn að metnaðarfullu starfi sem enn er vitnað í. Sigfús var afreksmaður í íþróttum á yngri árum og náði því takmarki að komast í landslið Íslands og keppa á Ólympíuleikunum 1948 ásamt því að vinna fjölmörg önnur afrek. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Sigfús Sigurðsson

Nú þegar tengdafaðir minn, Sigfús Sigurðsson, er allur vil ég minnast hans með fáeinum orðum. Rúmir þrír áratugir eru nú liðnir frá því að fundum okkar Sigfúsar bar fyrst saman á Selfossi er ég, ung stúlka, trúlofaðist Einari syni hans. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 986 orð

Sigfús Sigurðsson

Þeim fækkar gömlu góðu Selfyssingunum. Nú er Sigfús Sigurðsson farinn "heim" því þótt hann hafi verið frá Hrísdal í Miklaholtshreppi fluttist hann ungur til Selfoss og fyrir mér er hann alltaf Selfyssingur. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 575 orð

SIGFÚS SIGURÐSSON

SIGFÚS SIGURÐSSON Sigfús Sigurðsson fæddist á Hofsstöðum, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi 19. febrúar 1922. Hann lést 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson, bóndi í Hrísdal, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi, f. 5. október 1888, d. 19. september 1969, og Margrét Hjörleifsdóttir, f. 27. september 1899, d. 9. ágúst 1985. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 488 orð

Sigríður Halldórsdóttir

"Má ég ekki frekar vera hjá ömmu?", suðaði ég marga morgna, því mér leiddist leikskólinn. Og viti menn, stundum fékk ég það, og alltaf varst þú til í að hafa þennan barnabarnaskríl sem við gátum stundum verið. Þótt við værum nú yfirleitt bara fjögur, en stundum sex, er ég viss um að við gerðum þig oft gráhærða af áhyggjum, því við vorum oft spör á að láta vita af okkur. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 725 orð

Sigríður Halldórsdóttir

Elsku mamma. Ég sit við eldhúsborðið frá þér á sunnudagsmorgni og ég held að sólin ætli að brjótast í gegnum skýin eftir alla rigninguna í gær. Þér þótti alltaf gaman að fá bréf frá mér og hér kemur það síðasta, en verður öðruvísi að því leyti að það kemur fyrir allra augu. Meira
27. ágúst 1999 | Minningargreinar | 175 orð

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Sigríður Halldórsdóttir fæddist í Hraungerði í Álftaveri 15. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Guðmundsson og Sigrún Þorleifsdóttir. Börn þeirra, sem nú eru látin, voru Guðbjörg, Rögnvaldur, Sigmundur, Hallgrímur og Sigríður, eftir lifa Stella og Rannveig. Meira

Viðskipti

27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Byggingarleyfi Sportleigunnar nýtt

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að byggingarleyfi Sportleigunnar hf. fyrir 300 fm húsnæði yrði að öllum líkindum nýtt. Aðspurður um hvort á svæðinu yrði starfrækt útivistar- eða matvöruverslun, sagði Jón Ásgeir hvort tveggja koma til greina, en ekki yrði farið út í framkvæmdir á þessu ári. Fasteignafélagið Stoðir hf. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 244 orð

ÐÞorbjörn hf. hagnaðist um 187,7 milljónir

ÞORBJÖRN hf. í Grindavík skilaði 187,7 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 111,2 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrirtækisins námu um 1,15 milljörðum króna á tímabilinu í samanburði við um 1,42 milljarða árið á undan. Veltufé frá rekstri var 247,8 milljónir króna á móti 164,2 milljónum króna árið á undan. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Hagnaður af rekstri Steinullarverksmiðjunnar

HAGNAÐUR Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki nam 62,6 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en var 40,8 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur fyrirtækisins námu um 305 milljónum króna og hefur sala á framleiðsluvörum þess verið ívið meiri í ár en í fyrra. Aukin sala á innanlandsmarkaði Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 351 orð

Hagnaður nam 162,1 milljón króna

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. (TM) skilaði 162,1 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 183,3 milljón króna hagnað á sama tímabili árið áður. Veltufé frá rekstri var 917,9 milljónir á tímabilinu hjá TM á móti 622,3 milljónum á sama tíma í fyrra. Samstæðan, sem innifelur TM og dótturfélagið Tryggingu hf. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 427 orð

Hagnaður tvöfaldast

HAGNAÐUR Baugssamstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins nam 205 milljónum króna en nam 102 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eiginfjár nam 14% og eigið fé Baugs nam 3 milljörðum þann 30. júní sl. en var 1,4 milljarðar í lok síðasta árs. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir 650-700 milljón króna heildarhagnaði á árinu eftir skatta. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Lækkun á bandarískum hlutabréfum

BANDARÍSK hlutabréf féllu þónokkuð í verði í gær en mikið var um að fjárfestar seldu bréf eftir miklar hækkanir undanfarið. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 127,59 stig eða 1,1% og var við lok viðskipta 11.198,45 stig. Nasdaq hlutabréfavísitalan lækkaði um 30,89 stig eða 1,1% einnig og var í lok gærdagsins 2.774,71 stig. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Mun verri afkoma en í fyrra

RÚMLEGA 45 milljóna króna tap varð af rekstri Krossaness hf. fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er um 90 milljóna króna lækkun frá því sem var á sama tímabili í fyrra en þá skilaði félagið rúmlega 45 milljóna króna hagnaði. Tap af reglulegri starfsemi var tæpar 14 milljónir króna en á fyrri hluta ársins í fyrra varð hagnaður af reglulegri starfsemi upp á 66 milljónir króna. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 807 orð

Tap af reglulegri starfsemi 797 milljónir

HAGNAÐUR Flugleiðasamstæðunnar nam 595 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður af sölu eigna nam 1.392 milljónum og er tap af reglulegri starfsemi Flugleiða hf. eftir skatta 797 milljónir króna. Afkoma Flugleiða hf. af reglulegri starfsemi eftir skatta batnar á milli ára um 851 milljón króna. Lokagengi á hlutabréfum Flugleiða hf. Meira
27. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Verðbréfun hf. stofnað

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Brunabótafélag Íslands, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Landsbanki Íslands hf. hafa stofnað félagið Verðbréfun hf. Tilgangur félagsins er kaup og eignarhald safna fasteignaveðlána af Landsbanka Íslands hf. og að standa að eigin fjármögnun með útgáfu markaðshæfra skuldabréfa og víkjandi lána til fagfjárfesta. Lögheimili félagsins er í Austurstræti 11, Reykjavík. Meira

Fastir þættir

27. ágúst 1999 | Í dag | 35 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 31. ágúst verður sjötug Halldóra (Dóra) Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 100b. Í tilefni af því tekur hún á móti gestum laugardaginn 28. ágúst í Hreyfilssalnum, Fellsmúla 26 (gengið inn frá Grensásvegi), eftir kl. 20. Meira
27. ágúst 1999 | Í dag | 31 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 27. ágúst, verða sjötugir tvíburabræðurnir Kristján Júlíus Bjarnason, rafvirkjameistari, Akurgerði 41, Reykjavík og Ólafur Bjarnason, vélfræðingur, Álfhólsvegi 88, Kópavogi. Þeir bræður verða að heiman í dag. Meira
27. ágúst 1999 | Í dag | 25 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 27. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Guðbjörg Svanhildur Jónsdóttir og Gunnar Jón Sigtryggsson, Suðurgötu 7, Sandgerði. Þau eru að heiman í dag. Meira
27. ágúst 1999 | Í dag | 172 orð

Hagakirkja á Barðaströnd 100 ára

HAGAKIRKJA á Barðaströnd er 100 ára. Af því tilefni verður haldin þar hátíðarguðsþjónusta 29. ágúst og hefst hún kl. 14. Fyrrverandi sóknarprestar taka þátt í helgihaldi, sem og aðrir prestar prófastsdæmisins. Sr. Bragi Benediktsson prófastur prédikar. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Hagasóknar til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Birkimel. Allir eru hjartanlega velkomnir. Meira
27. ágúst 1999 | Dagbók | 748 orð

Í dag er föstudagur 27. ágúst, 239. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ef

Í dag er föstudagur 27. ágúst, 239. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Otto M. Þorláksson, Opon, Rifsnes og Stella Pollux komu í gær. Meira
27. ágúst 1999 | Í dag | 385 orð

Laugardalurinn Paradís

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Velvakandi góður. Laugardalurinn er Paradís okkar sem fædd erum í borginni okkar, Reykjavík. Hvers konar hroðaleg skemmdarverk hyggst R- listinn fremja með því að úthluta lóð í Laugardal til mannsins Jóns Ólafssonar undir skemmtihús? Laugardalurinn er, og á að vera um alla framtíð, útivistarsvæði, barna- og fjölskylduvettvangur. Meira
27. ágúst 1999 | Fastir þættir | 834 orð

Ungir og áhrifalitlir

FYRIR rúmum 20 árum ríkti um það einhugur í röðum vinstrisinnaðra nemenda Menntaskólans í Reykjavík að fátt væri ömurlegra en að vera Heimdellingur. Þessir ungu sjálfstæðismenn voru málpípur heimsauðvalds, arðráns og kúgunar, hersetu, svika, mannvonsku og mismununar. Verst var þó hvað þeir voru ávallt yfirtak snyrtilegir í tauinu. Frá því þetta var hefur mikið rignt á Íslandi. Meira
27. ágúst 1999 | Í dag | 101 orð

ÚR BERSÖGLISVÍSUM SIGHVATS ÞÓRÐARSONAR

Skalat ráðgjöfum reiðast (ryðr það, konungr) yðrum (drottinsorð til dýrðar) döglingur við bersögli. Hafa kveðast lög (nema ljúgi landher) búendr verri endr í Úlfasundum önnur en þú hézt mönnum. Hver eggjar þig höggva, hjaldrgegnir, bú þegna: Ofrausn er það jöfri innan lands að vinna... Meira

Íþróttir

27. ágúst 1999 | Íþróttir | 109 orð

0:1 (2.) Nánast upp úr engu skaut Patrick van Diemen

0:1 (2.) Nánast upp úr engu skaut Patrick van Diemen á mark Leifturs við vítateigslínuna og Jens Martin Knudsen, markvörður Leifturs, náði ekki að verja úti við hægri stöngina. 0:2 (40.) Eftir baráttu í vítateignum braut Þorvaldur Guðjónsson á Jan Köller innan vítateigs svo að dæmd var vítaspyrna. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 91 orð

Best að sleppa við meiðsli og spjöld

"ÉG átti von á svona leik eftir stóran sigur heima í Belgíu því leikmenn fara oft ekki af sömu alvöru í síðari leikinn en það lögðu allir mínir menn sig fram - reyndar gerðu Leiftursmenn það líka," sagði Aimé Anthuenis, þjálfari Anderlecht, eftir leikinn. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 186 orð

Dómarar á ferð og flugi

ÍSLENSKIR milliríkjadómarar í knattspyrnu verða á ferð og flugi næstu mánuðina ­ ekki bara vítt og breitt um landi heldur um Evrópu. Gylfi Orrason dæmir U-21-landsleik Þýskalands og Norður-Íra 7. september sem fram fer í Þýskalandi en honum til aðstoðar verða Kári Gunnlaugsson og Eyjólfur Finnsson. Kristinn Jakobsson verður varadómari. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 93 orð

Ellefu ára heimsmet slegið í Sevilla

HLAUPARINN stórkostlegi, Michael Johnson, gerði sér lítið fyrir og sló elsta metið sem var eftir í frjálsíþróttabókinni, er hann hljóp 400 m á 43,18 sek. á heimsmeistaramótinu í Sevilla. Gamla metið var ellefu ára og átti Butch Reynolds gamla metið, 43,29 sek., sem hann setti í Z¨urich 17. ágúst 1988. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 261 orð

Enn situr Birgir Leifur Hafþórsson eftir

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi frá Akranesi, komst ekki í gegnum fækkun keppenda er Opna norska mótið í áskorendamótaröðinni svokölluðu var hálfnað, en því lauk á sunnudag. Birgir Leifur lék á 78 og 73 höggum, var á sjö höggum yfir pari og var einu höggi frá því að komast áfram. Hann hefur tekið þátt í fimm mótum í röðinni í ár en aldrei náð að ljúka þeim. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 96 orð

Eyjólfur Sverrisson og samherjar fá sterka mótherja

EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, og samherjar hans hjá þýska liðinu Herthu Berlín, lenda í erfiðum riðli í Meistaradeild Evrópu, sem hefst 15. september. Hertha mætir AC Milan, Chelsea og tyrkneska liðinu Galatasaray. Árni Gautur Arason og félagar hans hjá Rosenborg eru í riðli með Dortmund, Feyenoord og Doavista frá Portúgal. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 275 orð

FH-ingar sluppu með skrekkinn

Stjörnumenn gerðu jafntefli við FH-inga í Kaplakrikanum í gær. Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en heimamenn svöruðu fyrir sig rétt undir leikslok. Byrjun leiksins gaf ekki fögur fyrirheit um framhaldið. Mikil barátta var um boltann á miðjunni og háll völlurinn gerði það að verkum að leikmenn áttu erfitt með að standa í fæturna. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 1255 orð

Fjórtán Íslendingar verða í sviðsljósinu

ÞÝSKALANDSMEISTARAR Kiel í handknattleik, Flensburg og Lemgo, eru þau lið sem eru talin koma til með að berjast um meistaratitilinn, en keppnin í 1. deild í Þýskalandi hefst um helgina. Þar verða margir íslenskir leikmenn í sviðsljósinu ­ og tveir þjálfarar; Alfreð Gíslason hjá Magdeburg og Guðmundur Guðmundsson hjá nýliðum Dormagen. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 159 orð

Gaman að kljást við þessa karla

"MÉR fannst gaman að kljást við þessa karla en við fórum hæfilega alvarlega í leikinn," sagði Hlynur Birgisson eftir leikinn en hann átti mjög góðan leik og hélt niðri Jan Köller, rúmlega tveggja metra sóknarmanni Anderlecht. "Að vísu byrjaði leikurinn illa við að fá á okkur mark á fyrstu mínútunum enda var upp brekkuna eftir það en ég er annars nokkuð sáttur við okkar leik. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 150 orð

Hrikaleg vonbrigði

KRISTJÁN Finnbogason var, eins og aðrir leikmenn KR, mjög vonsvikinn eftir tapið fyrir Kilmarnock á Rugby Park. "Við erum sársvekktir. Það voru komnar níutíu og tvær mínútur þegar vítaspyrnan var dæmd. Það voru hrikaleg vonbrigði. Þeir gerðu síðan mark eftir eina og hálfa mínútu í framlengingunni. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 411 orð

ÍR-ingar á beinni braut

ÍR-INGAR tryggðu sér þrjú mikilvæg stig í toppbaráttu 1. deildar þegar liðið lagði Skallagrím frá Borgarnesi, 4:1, á ÍR- velli í gærkvöld. Eftir slæma byrjun tókst heimamönnum að snúa leiknum sér í hag og var sigur þeirra síst of stór þegar upp var staðið. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 315 orð

Keagan valdi Stuart Pierce

Kevin Keagan, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, valdi í gær hóp tuttugu og sjö manna fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Lúxemborg og Póllandi í undankeppni Evrópumótsins, sem háðir verða í næsta mánuði. Fimm leikmenn voru í hópnum, sem hafa átt við meiðsl að stríða eða hafa ekki enn tekið þátt í leikjum með félagsliðum sínum sem af er leiktíðinni. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 428 orð

Kristinn G. og Sigurður til Jamaíku

KRISTINN G. Bjarnason, atvinnukylfingur frá Akranesi, og Sigurður Pétursson, golfkennari hjá Oddi, skipa lið Íslands, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti atvinnumanna í golfi er hefst 1. september nk. Um undankeppni er að ræða fyrir úrslitamótið sem verður í Kuala Lumpur, höfuðstað Malasíu, seint í nóvember. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 81 orð

KR-stúlkur skoruðu 15 mörk

KR-STÚLKUR skoruðu grimmt í Vesturbænum í gærkvöldi þegar þær fengu Grindvíkinga í heimsókn í efstu deild og urðu mörkin 15 áður en yfir lauk ­ Helena Ólafsdóttir skoraði fimm. Þrátt fyrir þetta markaregn og góða stöðu í deildinni með mesta markamun tókst þeim ekki að hrista Valsstúlkur af sér því þær unnu Eyjastúlkur 2:0 í Eyjum og eru þar með enn á hælunum á Vesturbæjarstúlkunum. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 85 orð

Lið aldarinnar valið

NOKKRIR handboltaspekingar með Vlato Stenzel, fyrrum landsliðsþjálfara Þýskalands, í fararbroddi hafa valið lið aldarinnar í þýskum handknattleik. Leikmaður aldarinnar var valinn Erhard Wunderlich, stórskyttan sem lék á árum áður með Gummersbach, Barcelona og Milbertshofen. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 647 orð

Máttu sín lítils manni færri

KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða. Liðið tapaði fyrir skoska liðinu Kilmarnock, 2:0, eftir framlengdan leik á Rugby Park í Kilmarnock í gærkvöldi. Framlengja þurfti því Skotunum tókst að skora undir lok hefðbundins leiktíma, 1:0, og jöfnuðu þeir þannig metin, því KR-ingar sigruðu í fyrri leiknum á Laugardalsvelli fyrir rúmum hálfum mánuði, 1:0. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 373 orð

Óskabyrjun Anderlecht á Akureyri

LEIFTUR átti lítið erindi í klærnar á belgíska liðinu Anderlecht í gærkvöldi þegar liðin léku síðari leik sinn í forkeppni Evrópukeppninnar á Akureyri og sigruðu Belgarnir örugglega 3:0. Það segir sitt um leikinn að Ólafsfirðingar fengu þrjú færi en gestirnir frá Belgíu átján. Ólafsfirðingar geta því snúið sér alfarið að deildarkeppninni þar, sem þeir eru rétt ofan við miðja deild. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 101 orð

Piontek þjálfar Grænlendinga

SEPP Piontek frá Þýskalandi, sem var áður landsliðsþjálfari Dana og Tyrkja í knattspyrnu, hefur tekið að sér þjálfun landsliðs Grænlendinga fyrir alþjóðlegt mót tuttugu og tveggja eyþjóða árið 2001. Knattspyrnusamband Grænlands gerði samning við Piontek þess efnis í gær. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 394 orð

Ragnhildur dróst ögn aftur úr

RAGNHILDUR Sigurðardóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á Evrópumóti áhugamanna í Tékklandi á 78 höggum, sex yfir pari, og er í 19. til 24. sæti er tveir keppnisdagar eru eftir. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 92 orð

Riðlarnir í Meistaradeild Evrópu

A-RIÐILL: Lazio (Ítalíu) Bayer Leverkusen (Þýskalandi) Dynamo Kiev (Úkraínu) Maribor Teatanic (Slóveníu) B-RIÐILL: Barcelona (Spáni) Fiorentina (Ítalíu) Arsenal (Englandi) AIK Stokkhólmi (Svíþjóð) C-RIÐILL: Dortmund (Þýskalandi) Feyenoord (Hollandi) Rosenborg (Noregi) Boavista Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 84 orð

Ríkharður skoraði tvö

RÍKHARÐUR Daðason, sem skoraði þrjú mörk í fyrri UEFA- leik Vikings og Principat frá Andorra, er Viking vann í Stafangri 7:0, kom liðinu á bragðið með tveimur mörkum í gærkvöldi ­ á 37. og 42. mín. 300 áhorfendur á Estadi Comunal sáu norska liðið vinna 11:0, þannig að samanlagt vann Viking 18:0, sem er norskt Evrópumet. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 289 orð

Valdimar næstbesti hægri hornamaðurinn

Valdimar Grímsson er næstbesti hægri hornamaðurinn í þýskum handknattleik að mati þýska blaðsins Handball Magazin. Valdimar er í alþjóðlegum gæðaflokki að mati blaðsins. Stephane Joulin, Nieder- w¨urzbach, er í fyrsta sæti ­ einnig í alþjóðlegum gæðaflokki og í þriðja sæti er Svíinn Pierre Thorsson, Bad Schwartau. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 600 orð

"Verðum að hlúa að ungu strákunum"

"ÉG hef trú á því að deildarkeppnin verði mun betri og skemmtilegri í vetur heldur en hún var síðastliðið keppnistímabil," segir Heine Brandt, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, í viðtali við Handball Woche þegar farið var yfir stöðu handknattleiksins í Þýskalandi. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 693 orð

Vildi grípa gæsina meðan hún gafst

HINN magnaði bandaríski spretthlaupari, Michael Johnson, setti heimsmet um leið og hann sigraði með fáheyrðum yfirburðum í 400 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Sevilla á Spáni í gærkvöldi. Hann kom í mark á 43,18 sekúndum og bætti þannig ellefu ára gamalt met landa síns, Butch Reynolds, um ellefu hundraðshluta. Meira
27. ágúst 1999 | Íþróttir | 62 orð

(fyrirsögn vantar)

KR - Grindavík15:0 Helena Ólafsdóttir 5, Edda Garðarsdóttir 3, Guðlaug Jónsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Embla Grétarsdóttir, Olga Færseth og Sigríður F. Pálsdóttir. Breiðablik - Stjarnan2:1 Bára Gunnarsdóttir, Rakel Ögmundsdóttir-Erna Sigurðardóttir. Meira

Úr verinu

27. ágúst 1999 | Úr verinu | 828 orð

Sýningar skipta máli hafi menn eitthvað að sýna

Sjólist hf. er fyrirtæki sem hefur verið að ryðja sér inn á fjarskiptamarkaðinn síðastliðin tvö ár. Fyrirtækið tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í fyrsta sinn og af því tilefni hitti Örn Arnarson Jón Steinar Árnason, annan eiganda fyrirtækisins, og tók hann tali. Meira

Viðskiptablað

27. ágúst 1999 | Viðskiptablað | 1374 orð

Breytinga þörf á íslenskum skuldabréfamarkaði

SIGURÐUR Atli Jónsson er fæddur árið 1968, lauk BS-prófi í hagfræði frá HÍ 1992 og meistaragráðu í sömu grein frá Queens University í Kanada árið 1995, með peningamálahagfræði sem sérsvið. Hann starfaði hjá Þjóðhagsstofnun á árunum 1992-1993 en hóf störf hjá Landsbréfum árið 1994, fyrst sem sjóðsstjóri og síðar sem forstöðumaður eignastýringarsviðs. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1669 orð

Aldamótabær fágætra húsa Húsasafn Seyðfirðinga er án hliðstæðu. Enginn annar bær ber svo sterkan svip af blómaskeiði íslenskrar

Húsasafn Seyðfirðinga er án hliðstæðu. Enginn annar bær ber svo sterkan svip af blómaskeiði íslenskrar timburhúsagerðar. Gunnar Hersveinn og Jim Smart skoðuðu nýendurbætt hús höfðingja, bryggjuhús sem tvísýnt er um, vart kulnaðar brunarústir tveggja tómthúsa. Hvaða gildi hafa öll þessi gömlu hús? Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 739 orð

Bestu vinkonur sem tala ekki sama mál

Þögn ríkir oft hjá vinkonunum Herborgu og Hilde. Það kemur þó ekki að sök þær hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman.Hrönn Marinósdóttirhitti stallsysturnar sem tala ekki sama tungumál nema í óeiginlegri merkingu. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 353 orð

Ég nenni engum kjölturökkum

ÉG ER eingöngu að þessu fyrir sportið og af áhuga, ég nenni engum kjölturökkum," segir Ásgeir Heiðar, veiðimaður sem rekur Laxá í Kjós og hefur þrjá og hálfan veiðihund til umráða að eigin sögn. "Tveir og hálfur telst rjúpnahundur og einn þeirra er labrador- tík sem komin er á eftirlaun," segir hann ennfremur. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 499 orð

Fjólublár draumur fyrir þúsundir króna

VEGFARENDUR taka vel eftir steinunum og snarstoppa við gluggann þegar þeir reka augun í þá stærstu," segir Pálína Ásgeirsdóttir, eigandi Verslunar Bláa geislans við Skólavörðustíg. Pálína verslar með steina af ýmsum gerðum frá ólíklegustu heimshornum, en mesta athygli vekja fjólubláir kristallar frá Brasilíu. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 18 orð

HUNDAR ERU TRYGGIR OG SJÁ EKKI Í LIT/2SMITANDI HÁLSB

HUNDAR ERU TRYGGIR OG SJÁ EKKI Í LIT/2SMITANDI HÁLSBINDI/3ALDAMÓTABÆR/4LÍFIÐ ALLTAF AÐ VEÐI/6VOÐIR VÆNAR/7BESTU VINKONUR SEM TALA HVOR SÍNA T Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 733 orð

Hundar Tryggirog sjá ekki í lit

HUNDAR eru skyldir úlfum og refum og taldir hafa komið til sögunnar fyrir 12-14.000 árum, samkvæmt alfræðibókinni Britannicu. Þeir eru sagðir fyrsta húsdýr mannsins og voru aðallega ræktaðir til vinnu á sínum tíma, til dæmis smölunar, gæslu eða veiða. Hundar nútímans eru hins vegar oftar ætlaðir til félagsskapar. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 398 orð

Íslenski hundurinn er gleðigjafi

ÞAÐ ER ekki hægt að vera þunglyndur lengi í kringum íslenska hundinn, hann er svo skemmtilegur," segir Helga Andrésdóttir, sem hefur átt hund síðan árið 1972. Fyrst "ýmsa blendinga", svo retriever, þar til hún fékk sér fyrsta íslenska fjárhundinn fyrir sex árum. Helga á líka kött og hefur áður verið með ketti enda almennt áhugasöm um dýr að eigin sögn. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 386 orð

Litlir hundar eru þægilegir

MAMMA segir að ég sé með hundaæði," segir Sóley Halla Möller hundasnyrtifræðingur og -þjálfari og mamma kóngapúðluhundsins Roffe, sem heitir reyndar standard-poodle á fagmáli, og pomeranian-parsins Lukku og Dusty. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 169 orð

Seyðisfjörður

ÍSLENDINGAR eru fátækir að fallegum bæjum frá fyrri tíð," segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Kjarvalsstöðum í Reykjavík, "við áttum fallega bæi fyrr á öldinni sem féllu vel að landi og hafi líkt og í Færeyjum. Tengsl byggðar og strandlengju hafa hins vegar verið rofin með síðari tíma uppfyllingum, t.a.m. í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 384 orð

Skemmtilegt að hanga berfættur aftan í hraðbáti

ÍSLENDINGURINN Guðsteinn Þór Þórðarson er 35 ára og hefur undanfarin tuttugu ár verið búsettur í í Bandaríkjunum ásamt bandarískri eiginkonu og þremur börnum. Hann býr nú í LaPorte í Indiana og sinnir störfum sem ráðgjafi á sjúkrahúsi auk þess sem hann stundar sín áhugamál þar af miklu kappi. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Smitandi hálsbindi slá í gegn

VIÐKVÆMUM sálum er ráðlagt að draga andann djúpt og styðja sig sem fyrst við sterkbyggða veggi. Þær fréttir berast nefnilega frá Bandaríkjunum að á markað séu komin sérkennileg hálsbindi sem deilt er um hvort þyki hugguleg eða óhugnanleg. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 408 orð

Sportbílar hundaríkisins

HUNDAR eru góður félagsskapur og virkja mann mikið, til dæmis til útiveru," segir Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir og eigandi doberman-tíkurinnar Dixie. Hanna María fékk sinn fyrsta hund 11 ára gömul, tíkina Trínu, sem hún segir hafa verið "ágætis innanbæjarkokteil" þegar spurt er um tegund. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 640 orð

Tómthús brennd til grunna

MIÐVIKUDAGINN 18. ágúst síðastliðinn var olíu hellt yfir tvö þurrabúðarhús norðanmegin í Seyðisfirði og kveikt í. Eldra húsið var byggt árið 1878 og það yngra 1882 af alþýðufólki. Húsin höfðu staðist um það bil 120 vetur en máttu nú láta undan síga. Dagana á eftir hreinsuðu menn á vinnuvélum verksummerkin. Húsin voru brennd að ákvörðun bæjarstjóra í umboði bæjarstjórnar. Meira
27. ágúst 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1067 orð

Voðir vænar en engar grænar "Leikmynd og leikarar þurfa að mynda eina heild rétt eins og málverk," sagði Alda Sigurðardóttir,

"Leikmynd og leikarar þurfa að mynda eina heild rétt eins og málverk," sagði Alda Sigurðardóttir, hönnuður búninga í leikritinu Nýir tímar, í spjalli við Valgerði Þ. Jónsdóttur og útskýrði hvers vegna hún forðaðist græna litinn í klæðum forfeðranna kristnitökuárið 1000. Meira

Ýmis aukablöð

27. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 533 orð

Ferskir þættir í fyrirrúmi

Emmy-verðlaunaafhendingin fer fram 12. september í Los Angeles en þegar hefur listi þeirra sem tilnefndir eru verið gefinn út. Emmy- verðlaunin eru nokkurs konar óskarsverðlaun sjónvarpsins í Bandaríkjunum þar sem leikarar, þættir og myndir eru verðlaunuð. Margir þáttanna hafa verið eða eru sýndir hér á landi og því er spennandi að fylgjast með því allir eiga sinn uppáhalds sjónvarpsþátt. Meira
27. ágúst 1999 | Dagskrárblað | 700 orð

Sjónvarpsfíklum komið í form

Sú hugmynd virðist æði lífseig að þeir sem horfa mikið á sjónvarp séu meiri og mýkri um sig en æskilegt væri. Gengur þessi orðrómur svo langt að talað er um sófadýr og sjá þá flestir fyrir sér fölan og skvapmikinn mann hálfliggja í sófanum með stofuborðið þakið af poppi og alls kyns sælgætisbréfum á meðan sjónvarpsdagskráin er innbyrt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.