Greinar miðvikudaginn 1. september 1999

Forsíða

1. september 1999 | Forsíða | 307 orð

Allt veltur á leiðtogunum

ÍSRAELSKIR og palestínskir samningamenn hafa að mestu gengið frá samkomulagi um framkvæmd Wye-sáttmálans um landaafsal í skiptum fyrir öryggisráðstafanir og er það nú undir Yasser Arafat og Ehud Barak komið að reka smiðshöggið á samninginn, að því er haft var eftir embættismönnum beggja aðila í gær. Meira
1. september 1999 | Forsíða | 366 orð

Óttast aðgerðir andstæðinga sjálfstæðis

UTANRÍKISRÁÐHERRA Indónesíu, Ali Alatas, lofaði í gær framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Austur-Tímor og vísaði á bug ásökunum sameiningarafla andstæðinga sjálfstæðis þess efnis að starfsmenn eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefðu sýnt hlutdrægni við störf sín. Meira
1. september 1999 | Forsíða | 111 orð

Sprenging í Moskvu

Öryggislögreglumenn hefja rannsókn á sprengingu sem varð í tölvuleiktæki í stórri verslanamiðstöð í miðborg Moskvu í gærkvöldi. Að sögn lögreglu slösuðust að minnsta kosti tuttugu manns, þar af fjórir eða fimm alvarlega. Ekki væri ljóst hver orsök sprengingarinnar hafi verið. Meira
1. september 1999 | Forsíða | 206 orð

Undu sér betur hjá "nýju" mönnunum

VOPNIN snerust heldur betur í höndunum á fjórum kínverskum smábændum nýverið eftir að þeir höfðu gert tilraun til að hafa fé af öðrum körlum með því að "selja" þeim eiginkonur sínar. Konurnar ákváðu nefnilega að þær yndu sér mun betur hjá "nýju" mönnunum. Meira
1. september 1999 | Forsíða | 63 orð

Þing Venesúela svipt völdum

STJÓRNARSKRÁRSAMKUNDA Venesúela hefur svipt þing landsins nær öllum völdum og segir stjórnarandstaðan í landinu að tilskipunin geri það að verkum að Hugo Chavez, forseti landsins, sé nú í raun einráður í stjórnmálalífi landsins. Í liðinni viku voru völd þingsins skert verulega og sögðust stjórnvöld hafa gripið til þeirra aðgerða til að stemma stigu við útbreiddri spillingu innan stjórnkerfisins. Meira

Fréttir

1. september 1999 | Innlendar fréttir | 366 orð

600 manna "bekkur" í rekstrarhagfræði

TÆPLEGA sex hundruð manns sátu fyrsta tímann á fyrsta ári í rekstrarhagfræði hjá Ágústi Einarssyni, prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands, síðdegis í gær. Að sögn Ágústs er námskeiðið, sem haldið var í aðalsal Háskólabíós, það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið við Háskólann frá upphafi. "Námskeiðið er tvisvar sinnum fjölmennara en við höfum nokkru sinni haft áður. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Arnar HU fær langmestan kvóta

FISKISTOFA hefur úthlutað aflaheimildum fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst í dag. Samtals gefur Fiskistofa út 897 leyfi til veiða í atvinnuskyni í aflamarkskerfi en þar af er úthlutað aflamarki á grundvelli aflahlutdeilda til 763 skipa. Skipum í aflamarkskerfi hefur fjölgað um 10 frá síðasta fiskveiðiári. Af einstökum skipum fær frystitogari Skagstrendings hf. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 77 orð

Á leið í nautahlaup

KNAPAR á þeysireið niður þurrar og rykugar brekkurnar ofan við borgina Cuellar á Spáni í tilefni af víðfrægu nautahlaupi borgarinnar sem er liður í árlegum hátíðahöldum. Á hverjum morgni er nautunum sleppt lausum og þau rekin inn í þröng stræti borgarinnar þar sem hið eiginlega nautahlaup hefst. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Bensín hefur hækkað um 25% á árinu

VERÐ á bensíni hækkar í dag um 5,30 krónur lítrinn. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 87,70 kr. og hefur verðið aldrei verið hærra. Bensínverð hefur hækkað um 25% frá áramótum. Miklar annir voru á bensínstöðvum víða um land í gær þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri hækkun. Myndaðist örtröð við margar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Meira
1. september 1999 | Landsbyggðin | 114 orð

Biskup vísiterar Skeggjastaðakirkju

Bakkafirði-Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vísiteraði Skeggjastaðakirkju, 21. ágúst sl. en kirkjan er talin elsta kirkjan á Austurlandi. Biskup sagðist ánægður með heimsóknina og notaði tækifærið og gaf yngstu kirkjugestunum krossa að gjöf. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 628 orð

Búsvæðasérfræðingur skoðaði Elliðaárnar

NÝLEGA var staddur hér á landi Írinn Martin O'Grady, sem að sögn Orra Vigfússonar formanns Norður Atlantshafslaxasjóðsins, er einn fremsti sérfræðingur í Evrópu á sviði búsvæða vatnafiska. "Martin kom hingað til lands í boði NASF og hann ferðaðist með mér um landið og skoðaði margar ár, m.a. Elliðaárnar. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Dróst 100 metra með neðanjarðarlest

ÍSLENSKUR ferðamaður lá ellefu daga á sjúkrahúsi í París vegna áverka sem hann hlaut þegar hann kræktist í neðanjarðarlest og dróst á milli hennar og brautarpallsins um 100 metra leið. Íslendingurinn er kominn heim og lítur ekki út fyrir að hann beri varanlegt líkamstjón af slysinu. Hópur Íslendinga var að skipta um lest á neðanjarðarbrautarstöð í París, á leið frá flugvellinum að hóteli. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

Einn maður lést og tugir slösuðust

STERKUR jarðskjálfti varð í Norðvestur-Tyrklandi í gærmorgun, á sömu slóðum og stóri skjálftinn fyrir hálfum mánuði, og olli hann mikilli skelfingu meðal fólks. Flýðu margir úr húsum sínum og vitað er einn mann, sem beið bana. 166 slösuðust. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Ekkert jafntefli í 1. umferð

Skákþing Íslands hófst í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 í gær. Tólf keppendur eru í karlaflokki, þar af þrír stórmeistarar, en í kvennaflokki eru keppendur sex talsins. Úrslit í 1. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 412 orð

Ekki talinn minni síðan 1940

HAFÍS við Grænland hefur ekki verið minni áratugum saman, að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Hann segir engar skýringar hafa komið fram á þessu enn sem komið er, og sé um verðugt rannsóknarefni að ræða. "Þetta er mjög athyglisvert að sjá, hann er miklu minni en þau tuttugu ár sem ég hef starfað við þetta og ég held að fara þurfi aftur til 1940 til að finna annað eins," segir Þór. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fagna ummælum ráðherra

Á FUNDI stjórnar Umhverfisverndarsamtaka Íslands 26. ágúst sl. var gerð eftirfarandi samþykkt: "Stjórn Umhverfisverndarsamtaka Íslands fagnar þeim ummælum Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra að eðlilegt sé að fjallað verði um Fljótsdalsvirkjun á Alþingi. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 820 orð

Fargjöld hærri frá Bretlandi en meginlandinu

EUROSTAR, samgöngufyrirtækið sem heldur uppi lestarferðum milli Bretlands og meginlands Evrópu um Ermarsundsgöngin, viðurkenndi á mánudag að fólk sem ferðast frá Bretlandi til meginlandsins þarf að greiða allt að 20% hærra verð fyrir farmiða heldur en fólk sem kaupir miða sína á meginlandinu. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Farið á Íslensku sjávarútvegssýninguna

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir ferð í kvöld á Íslensku sjávarútvegssýninguna. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu (gegnt Miðbakka) kl. 20 og með Almenningsvögnum suður á Kópavogsháls. Þaðan gengið inn á svæði sýningarinnar á Smáranum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fjórar smáþotur á Egilsstaðaflugvelli

FJÓRIR utanríkisráðherrar sem sátu fund á Egilsstöðum á sunnudag og mánudag komu þangað á litlum þotum ríkja sinna. Hafa aldrei svo margar þotur verið á Egilsstaðaflugvelli í einu. Ráðherrarnir voru sá sænski, norski og finnski auk hins kanadíska sem einnig sótti fund utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sameinast

EITT öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins verður til með sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, Krossaness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Hornafirði, en félögin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu í eitt félag. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Fleiri deildir hugsanlega stofnaðar

Í FRAMHALDI af stofnun samtakanna Afl fyrir Austurland, sem hafa það markmið að hvetja stjórnvöld til að hvika ekki frá áformum um virkjun fallvatna á Austurlandi og uppbyggingu stóriðju í Reyðarfirði, hafa komið fram hugmyndir um stofnun deilda annars staðar á landinu. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Framkvæmdaleyfi veitt

BORGARRÁÐ Reykjavíkur staðfesti í gær samþykkt skipulags- og umferðarnefndar um útgáfu framkvæmdaleyfis til flugmálastjórnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjavíkurflugvöll. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti á fundi sínum í fyrradag að fela borgarskipulagi að annast útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli og hefur borgarráð nú staðfest þá ákvörðun. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Framkvæmdir í Hlíðarfjalli

FRAMKVÆMDIR við nýjan þjónustu- og veitingaskála á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eru nú í fullum gangi. Að sögn Ívars Sigmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, er nú búið að steypa kjallarann og byrjað að reisa bjálkana. "Við stefnum að því að húsið verði risið í lok september, maður veit aldrei hvenær það byrjar að snjóa hérna á okkur," sagði Ívar. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð

Fulltrúi ríkisins segir ekki samkomulag um annað

JÓN Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru kosnir í stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á hluthafafundi bankans sem haldinn var í gær. Atkvæðanefnd ríkissjóðs lagði fram tillögu um fimm stjórnarmenn ásamt varamönnum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fundur um heiðagæsina og Eyjabakka

SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands efnir til opins fundar í Gyllta salnum á Hótel Borg, fimmtudaginn 2. september, 20.30. Umræðuefnið verður "Heiðagæsin og Eyjabakkar". Gestir fundarins verða Kristinn Haukur Skarphéðinsson frá Náttúrufræðistofnun og alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Jón Kristjánsson. Einnig kemur fram á fundinum þýski fuglafræðingurinn dr. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 410 orð

Fyrrverandi heimsmeistarar stefna FIDE

FYRRVERANDI heimsmeistarar í skák, í opnum flokki og kvennaflokki, hafa stefnt Alþjóðaskáksambandinu, FIDE. Anatolí Karpov krefst þess m.a. í stefnu sinni að sigurvegarinn í heimsmeistaramótinu, sem lauk um helgina í Las Vegas, tefli við sig einvígi um heimsmeistaratitilinn. Meira
1. september 1999 | Landsbyggðin | 126 orð

Færði skólanum ritvél sína

Grund, Skorradal-Nýlega kom Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, í heimsókn að Hvanneyri í fylgd sona sinna Sigurðar og Ásgeirs, ásamt hinum trausta samstarfsmanni sínum til margra ára, Magnúsi Óskarssyni, fyrrverandi yfirkennara á Hvanneyri. Guðmundur, sem nú er á 98. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Hefur safnað um 400 derhúfum

ÞAÐ er óneitanlega sérkennileg veggskreytingin í einu herberginu hjá Guðbjörgu Traustadóttur og Sigurði Tryggvasyni í Hveragerði því neðan úr loftinu og á veggjunum hanga ríflega 400 derhúfur sem Guðbjörg hefur safnað undanfarin ár. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Heimilt að skrá hverjir kjósa

TÖLVUNEFND telur að umboðsmönnum framboðslista sé heimilt að vera viðstaddir kosningu í kjördeildum og skrá upplýsingar um það hverjir mæta til kjörstaðar og eftir atvikum senda þær á skrifstofu viðkomandi lista. Nefndin getur þess þó að hún hafi talið þennan víðtæka rétt lítt samrýmanlegan grundvallarsjónarmiðum laga um einkalífsvernd. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Hilmir Snær leikstýrir Gullna hliðinu

VERKEFNASKRÁ Þjóðleikhússins á afmælisári þess verður kynnt í dag. Þegar hefur komið fram að nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur verði á verkefnaskrá og einnig mun nýtt barnaleikrit eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson verða á dagskrá. Jólasýning leikhússins verður Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 623 orð

Horfir með tilhlökkun til hátíðahalda á næsta ári

BÆÐI Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, lýstu mikilli ánægju sinni með fund, sem þeir áttu í gær, en Axworthy var hér í opinberri heimsókn í boði Halldórs. Á fundinum ræddu þeir m.a. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 422 orð

Hraðatakmarkanir ekki virtar

ÞUNG umferð og mikill umferðarhraði veldur starfsmönnum og foreldrum barna í leikskólanum Laufásborg áhyggjum og sendu þeir borgaryfirvöldum erindi í vor þar sem óskað er úrbóta. Leikskólinn stendur á horni Laufásvegar og Njarðargötu, en í hverfinu er 30 km hámarkshraði sem fáir ökumenn virða. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 383 orð

Hundrað ára hús á Dalvík gert upp

NÝIBÆR heitir íbúðarhús á Dalvík og er það aldargamalt á þessu ári. Það telst elsta íbúðarhús á Dalvík og hafa eigendur þess unnið að því að gera húsið upp en það er bárujárnsklætt timburhús á steyptum grunni, með hæð og ris. Að sögn Júlíusar Kristjánssonar, eins af eigendum hússins, gremst honum sú stefna bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar að styðja ekki við varðveislu gamalla húsa. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Hönnun nýs varðskips á lokastigi

HÖNNUN nýs varðskips liggur nú fyrir í aðalatriðum, en skipið verður 105 metra langt, um 3.000 brúttórúmlestir og með 29 manns í áhöfn. Þetta kemur fram á minnisblaði Sólveigar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra, sem hún lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Íslandsbanki með 693 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. nam 693 milljónum króna að teknu tilliti til reiknaðra tekju- og eignarskatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 596 milljóna króna hagnað að teknu tilliti til skatta á sama tímabili árið 1998. Hagnaður er því 97 milljónum króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Vaxtamunur bankans var 3,6% og hækkaði um 0,1% milli ára. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 329 orð

Jórdanar þjarma að starfsemi Hamas

STJÓRNVÖLD í Jórdaníu skipuðu í gær fyrir um handtöku fjögurra leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar palestínsku en í fyrradag létu þau loka skrifstofum hennar í Amman, höfuðborg Jórdaníu. Háttsettur Hamas-maður á Gaza sagði í gær, að með aðgerðunum vildi Jórdaníustjórn þóknast Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún er væntanleg til Amman á morgun. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 452 orð

Kostnaður gæti orðið á þriðja tug milljóna

ALMANNAVARNARÁÐ og vísindamannaráð Almannavarna ríkisins komu saman á fundi í gær til að ræða tillögur vísindamanna um aukna vöktun og rannsóknir í Mýrdalsjökli vegna atburðanna þar undanfarnar vikur. Að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, munu Almannavarnir vinna úr tillögunum og leggja þær fyrir viðkomandi ráðherra á næstu dögum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Kópavogssundið þreytt í sjötta sinn

KÓPAVOGSSUNDIÐ verður þreytt í sjötta sinn 5. september nk. Synt verður í Kópavogslaug frá kl. 7­22. Í fyrra tóku um 600 manns þátt í sundinu og er þetta því langfjölmennasta keppni í almenningssundi sem haldin er hér á landi. Kópavogssundið er almenningskeppni í sundi, þar sem þátttakendur velja sjálfir þá vegalengd sem þeir kjósa að synda. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Landsliðið fær hvatningarorð á Netinu

Landsliðið fær hvatningarorð á Netinu SJÓVÁ-Almennar, sem eru einn af styrktaraðilum KSÍ, bjóða nú gestum heimasíðu sinnar að hvetja íslenska landsliðið og spá um úrslit leikjanna gegn Andorra og Úkraínu þann 4. og 8. september næstkomandi. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 557 orð

LEIÐRÉTT

Laug sú sem eignuð var vegagerðarmönnum í greininni sl. laugardag mun byggð af og í eigu landeigenda að Gervidal í Ísafirði. Mun þeim lítil þökk í bílastæði við laugina.K.Sn. Ekki útibú viðskiptaháskóla Á forsíðu E-blaðs Morgunblaðsins á sunnudag var sagt að Nýi tölvu- og viðskiptaháskólinn í Reykjavík hefði stofnað útibú í Kópavogi. Meira
1. september 1999 | Landsbyggðin | 202 orð

Leikskólinn á Eyrarbakka endurnýjaður

NÝBYGGING og endurbygging leikskólans Brimvers á Eyrarbakka var formlega opnuð sunnudaginn 29. ágúst. Leikskólinn verður með opið hús virka daga frá 1.-8. september þar sem áhugasamir geta komið og skoðað nýjan leikskóla á gömlum merg. Leikskólinn á Eyrarbakka gat tekið 16 börn samtímis en eftir stækkun geta þar verið 35 börn, sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru í dag. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Listfléttan

MYNDLISTARMAÐUR septembermánaðar í Listfléttunni á Akureyri er Erla Sigurðardóttir. Sýning hennar í Listfléttunni verður opin kl. 11­18 alla virka daga og 11­14 á laugardag, nema fyrsta laugardag mánaðarins en þá er hún opin kl. 11­16. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 460 orð

Líklega sátt um staðarval í Vífilsstaðalandi

KNATTHÚS ehf. er félag sem knattspyrnufélög í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa stofnað til að meta þörf, athuga möguleg byggingarform, kanna hagkvæmni, fjármögnun og rekstur sameiginlegs knattspyrnuhúss í sveitarfélögunum. VSÓ hefur unnið skýrslu með frumáætlun um stofnkostnað og nýtingu slíks húss og hefur skýrslan verið kynnt bæjarfélögunum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 408 orð

Má flytja mál fyrir öllum dómstólum

ÍSLENSKUR lögmaður, Ásgeir Árni Ragnarsson, sór eið sem lögmaður í hæstarétti New York- fylkis í lok síðasta mánaðar, en hann hefur nú réttindi til að flytja mál fyrir öllum dómstólum fylkisins. Ásgeir er 32 ára Reykvíkingur og lauk hann lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1993. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Með dýrari bílum á landinu

FLAGGSKIP Bílasölunnar, Skeifunni 5, sem opnar sal í húsakynnum sínum á laugardag, er bifreið af tegundinni BMW 740 IAL. Bifreiðin var flutt ný til landsins í fyrra og kostaði þá 11,8 milljónir króna en er nú verðlögð á 10,2 milljónir króna. Að sögn Tryggva Rúnars Guðjónssonar, eiganda Bílasölunnar, heyrir til undantekninga að svo dýrir bílar séu keyptir hingað. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Menningarráðherra SuðurAfríku í heimsókn

Menningarráðherra SuðurAfríku í heimsókn BRIGITTE Mabandla aðstoðarráðherra menningar-, tækni- og vísindamála Suður-Afríku, dvelur hér á landi dagana 31. ágúst og 1. september í boði Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og Norrænu ráðherranefndarinnar. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Metropolitan fyrirsætukeppnin

Í TILEFNI af Metropolitan-fyrirsætukeppninni sem haldin verður á Íslandi 30. september í Íslensku óperunni verður opið hús í Loftkastalanum, jarðhæð, í dag, miðvikudaginn 1. september, frá 15 til 18 og laugardaginn 4. september frá 12 til 18. Þar mun fulltrúi Metropolitan í New York taka á móti stúlkum sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum erlendis. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 244 orð

Mikil verðhækkun á vindlingum

VERÐ á tóbaki hefur hækkað verulega í Bandaríkjunum að undanförnu og búist er við enn meiri hækkunum á næstunni. Stafa hækkanirnar af þeim gífurlegu upphæðum, sem tóbaksfyrirtækin hafa fallist á að greiða sem eins konar bætur fyrir óhollustuna, en þær svara til nærri 18.000 milljarða ísl. kr. Meira
1. september 1999 | Miðopna | 1232 orð

Mikilvægt fyrir almenning að þekkja einkenni heilaslags

Nær átta hundruð Íslendingar verða árlega fórnarlömb heilaslags og heilaslag er þriðja algengasta dánarorsök hér á landi. Sérstakar heilaslagdeildir og lyf sem leysa upp blóðtappa eru ný og áhrifamikil vopn í baráttu gegn þessum hættulega sjúkdómi. Arna Schramræddi við læknana Albert Pál Sigurðsson og Elías Ólafsson og kemur þar m.a. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Mjög dregið úr skjálftavirkni

MJÖG dró úr skjálftavirkni á Atlantshafshrygg, um 100 km norður af Kolbeinsey, síðdegis í fyrradag og fram til miðnættis. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings varð vart við skjálfta í gærnótt en þeir voru strjálir og mun kraftminni en áður, eða um 3,5 til 4,0 á Richter. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Nýir hluthafar í Plastprenti

NÝIR eigendur eru komnir inn í Plastprent hf. með kaupum á hluta af hlutafé félagsins. Nýr framkvæmdastjóri tekur og til starfa. Prentsmiðjan Oddi hf., Sigurður Bragi Guðmundsson framkvæmdastjóri Sigurplasts hf. og fleiri aðilar hafa keypt hluta af hlutafé fjölskyldu Hauks Eggertssonar í Plastprenti. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Nýja Hríseyjarferjan væntanleg eftir mánuð

AFHENDING nýju Hríseyjarferjunnar hefur dregist á langinn en upphaflega stóð til að hún yrði komin fyrir Fjölskylduhátíðina sem haldin var fyrr í sumar. Að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey, er nú verið að leggja lokahönd á smíði ferjunnar, eftir er aðeins að ganga frá innréttingum og öðrum lítilsháttar lagfæringum. Meira
1. september 1999 | Miðopna | 1254 orð

Nýtt fyrirtæki mun ráða yfir 20 þúsund þorskígildistonnum

Mjög öflugt sjávarútvegsfyrirtæki verður til með sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, Krossaness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Hornafirði, en félögin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu í eitt félag. Verði af samruna fyrirtækjanna mun fyrirtækið ráða yfir 20 þúsund þorskígildistonna kvóta. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 350 orð

Óvissa um kaup á gærum

SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri mun salta ríflega 300 þúsund gærur á þessu hausti eins og undanfarin haust, samkvæmt samningi við sláturleyfishafa. Að sögn Bjarna Jónassonar framkvæmdastjóra liggur hins vegar ekki fyrir á þessari stundu hversu mikið magn af gærum fyrirtækið mun kaupa, né heldur á hvaða verði. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 257 orð

Ráðherra svari umsóknum um innflutning á kúm

Á AÐALFUNDI Landssambands kúabænda, sem haldinn var í Árgarði í Skagafirði nýlega, var samþykkt ályktun þar sem átalinn er sá mikli dráttur sem orðið hefur á afgreiðslu umsóknar um leyfi til innflutnings fósturvísa úr norskum kúm. Væntir fundurinn þess að landbúnaðarráðherra afgreiði umsóknina á allra næstu vikum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ránfuglar í Áslandi?

BYGGINGANEFND og bæjarráð Hafnarfjarðar vinna nú að tillögum um götunöfn í 2. áfanga byggðarinnar við Ásland og eru ekki á einu máli. Bæjarráð vill að götur nefnist eftir fuglum sem er að finna á svæðinu, þar sem er friðland fugla og eini varpstaður flórgoðans sunnanlands. Bygginganefnd hefur hins vegar gert tillögu um að göturnar verði nefndar eftir ránfuglum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Reynt að hraða aðgerðum

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segist hafa óskað eftir því með bréfi til flugmálastjóra að hann setji fram tillögur um hvað gera þurfi til að hægt sé að beina snertilendingum sem fyrst frá Reykjavíkurflugvelli til annarra flugvalla í nágrenni Reykjavíkur. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 330 orð

Réttarstaða barna styrkt

FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær til kynningar af Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Samþykkt var að senda frumvarpið til þingflokka, en það var lagt fram á Alþingi í fyrra en hlaut ekki afgreiðslu. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

RKÍ fagnar yfirlýsingu ráðherra

RAUÐI kross Íslands fagnar yfirlýsingu utanríkisráðherra Norðurlanda á mánudag um að börnum undir átján ára verði bannað að taka þátt í hernaði. Með þessari yfirlýsingu er stigið mikilvægt skref í áttina að því að koma í veg fyrir að börn beri vopn á stríðssvæðum, segir í frétt frá RKÍ. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 1582 orð

Rýrir orðstír Rússlands og kosti á efnahagsaðstoð Stjórnmála- og athafnamenn í Rússlandi eru farnir að hafa áhyggjur af því að

ÞEGAR fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá því á dögunum, að rannsókn væri hafin á meintu peningaþvætti í gegn um New York-banka á gífurlegum fjárhæðum frá Rússlandi, fór af stað mikil skriða í vestrænum fjölmiðlum, þar sem greint er frá ýmsum öngum fjármálaspillingar í Rússlandi. Meira
1. september 1999 | Landsbyggðin | 285 orð

Sérhæft bankaútibú með sérhæfðri þjónustu

Selfossi-Gengið hefur verið frá kaupum Sparisjóðs Vestmannaeyja á 150 fermetra húsnæði á fyrstu hæð, auk geymslu í kjallara, í nýbyggingu að Austurvegi 6 á Selfossi. Byggingaraðilar hússins eru Guðmundur Sigurðsson og Steinar Árnason á Selfossi. Bygging hússins hófst nú í sumar og verður það á þremur hæðum auk kjallara og er hver hæð liðlega 300 fermetrar. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Spænskur sjómaður sóttur á haf út

ÞYRLA varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sótti í gærmorgun veikan, spænskan sjómann um borð í togara, sem staðsettur var um 100 sjómílur suður af landinu, en grunur lék á að maðurinn væri með heilahimnubólgu. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Starfshópur fjallar um framkvæmd Halló Akureyri

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að skipa fimm manna starfshóp sem fjalla skal um framkvæmd síðustu Halló Akureyri hátíðar og skal hópurinn skila greinargerð og tillögum um framtíð þess viðburðar til bæjarráðs. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 237 orð

Stefnir í góða kartöfluuppskeru

ÞRÁTT fyrir að vorað hafi seint á Norðurlandi og kartöflubændur hafi sett útsæðið niður í seinna lagi þá stefnir í góða uppskeru, betri en hefur verið síðustu ár að sögn Ólafs Vagnssonar ráðunauts. Ólafur segir að sumarið hafi verið hliðhollt kartöflubændum og gott jafnvægi milli þurrka, hlýinda og úrkomu geri það að verkum að sprettutíð hafi verið mjög góð í sumar. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 271 orð

Umfang sýningarinnar aldrei meira

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnar formlega Íslensku sjávarútvegssýninguna í Smáranum í Kópavogi klukkan 10 árdegis í dag. Sýningin hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá 1984 og ávallt í Laugardalshöll þar til nú. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Umhverfissinnar funda

UMHVERFIS- og náttúruverndarsinnar innan Framsóknarflokksins munu hittast á fundi í kvöld og leggja drög að næstu skrefum vegna umræðna innan flokksins um Fljótsdalsvirkjun, að sögn Ólafs Magnússonar, framsóknarmanns og talsmanns hópsins. Um er að ræða samráðs- og undirbúningsfund fyrir frekari aðgerðir hópsins og segir Ólafur að allir sem leggja vilji málefninu lið séu velkomnir. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Veðurklúbburinn spáir fyrir septembermánuð

Veðurklúbburinn spáir fyrir septembermánuð VEÐURKLÚBBURINN á Dalbæ, Dalvík hefur sent frá sér veðurspá sína fyrir septembermánuð. Samkvæmt henni mun veðrið að mestu leyti verða ágætt, hiti yfir meðallagi en heldur verður meira af hvössum suðaustlægum áttum en hefur verið og einhver væta mun verða í mánuðinum. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 661 orð

Verslunarsamskipti vaxandi

íslenska verslunarráðsins í gær var Magnús Gunnarsson kosinn formaður en fráfarandi formaður er Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Hann var fyrsti formaður þessara samtaka sem stofnuð voru fyrir tveimur árum. Auk formanns eiga átta fulltrúar félaga ráðsins sæti í stjórn, fjórir frá hvoru landi. Meira
1. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Viðræður að hefjast við lægstbjóðendur

SIGLINGASTOFNUN Íslands hefur fengið umboð til að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur að framkvæmdum við hafnargarða á Dalvík og í Ólafsfirði. Jón Leví Hilmarsson, forstöðumaður hafnarsviðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirmenn hafnarmála á Dalvík og Ólafsfirði hefðu gefið Siglingastofnum umboð til að hefja viðræður við þá aðila sem lægst buðu. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 1254 orð

"Vildum sýna að hugur fylgdi máli"

Á hluthafafundi í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem haldinn var í gær, voru Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kosnir í stjórn bankans fyrir hönd Orca S.A. Meira
1. september 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Vísitasíu lýkur um næstu helgi

BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, lýkur um næstu helgi vísitasíuferð sinni um Austurland. Biskup hefur verið þar á ferð að undanförnu og m.a. skoðað fyrirhugað virkjanasvæði á hálendinu. Í dag, fimmtudag, á hann fund með sóknarpresti Norðfjarðarprestakalls, hefur helgistund á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað og messar í Norðfjarðarkirkju í kvöld. Meira
1. september 1999 | Miðopna | 857 orð

ÞEKKING Á UMHVERFINU EYKUR UMHYGGJU FYRIR ÞVÍ

Skotar búa að reynslu á sviði umhverfismála sem við Íslendingar getum lært af. Framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage, Roger Crofts, miðlaði hluta þeirrar reynslu á fyrirlestri á Hótel Borg. Meira
1. september 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Öryggisgalli á Hotmail

MICROSOFT-fyrirtækið bandaríska lokaði um hríð á mánudag fyrir tölvupóstþjónustu sína, Hotmail, eftir að upp komst um galla á kerfinu sem gerði tölvuþrjótum kleift að komast í tölvupóst annarra. Sænska dagblaðið Expressenvar fyrst til að vekja athygli Microsoft-manna á því, Meira

Ritstjórnargreinar

1. september 1999 | Leiðarar | 676 orð

FISKVERND BER ÁRANGUR

NIÐURSTÖÐUR úr mælingum Hafrannsóknarstofnunar á útbreiðslu fiskseiða á hafsvæðinu við Ísland eru einhver beztu tíðindi sem landsmönnum hafa borizt úr sjávarútveginum um langt árabil. Fjöldi þorskseiða er langtum meiri en nokkru sinni frá því seiðamælingar hófust árið 1970, fjöldi ýsuseiða er sá næstmesti frá upphafi mælinga og loðnuseiða sjötti mesti. Ástand seiðanna var einnig mjög gott. Meira
1. september 1999 | Staksteinar | 560 orð

Túlkun á orðum stjórnmálamanna

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra gerir að umræðuefni, hvernig menn túlki ræður um umsagnir forystumanna, sem þeir viðhafi, og á tíðum kunni að koma allt önnur merking út úr þessum túlkunum en viðkomandi hafi í raun ætlazt til. Meira

Menning

1. september 1999 | Menningarlíf | 463 orð

Áfram verði unnið að stofnun þjóðlagaseturs

UNDIRBÚINGSHÓPUR til að hrinda í framkvæmd áformum um þjóðlagasetur í Siglufirði verður stofnaður og skipaður einum bæjarfulltrúa, tveimur tónlistarmönnum og tveimur heimamönnum. Þetta er niðurstaða ráðstefnu, sem haldin var í safnarheimili Siglufjarðarkirkju, en vegleg hátíðardagskrá var haldin í kirkjunni síðastliðinn sunnudag í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá útgáfu hátíðarsöngva sr. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 176 orð

Áratugur í hnotskurn Sjöundi áratugurinn (The 60's)

Framleiðandi: Robert James Chory. Leikstjóri: Mark Piznarski. Handritshöfundur: Bill Couturié, Robert Greenfield, Jeffrey Alan Fiskin. Kvikmyndataka: John Lindley. Tónlist: Brian Adler. Aðalhlutverk: Jerry O'Connel, Josh Hamilton Julia Stiles, Jordana Brewster, Jeremy Sisto, Charles Dutton, Bill Smitrovich.(110 mín) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Meira
1. september 1999 | Myndlist | 344 orð

Bentu á þann sem þér þykir bestur

Til 6. september. Opið daglega frá kl. 10­23:30, en sunnudaga frá kl. 14­23:30. SARA Björnsdóttir heldur bráðskemmtilega sýningu á Mokka, þar sem hún biður gesti, góðfúslega, að gera upp við sig hver af sautján litlum höggmyndum þeim finnst fallegust. Niðurstöðuna geta gestirnir fest á litla gula atkvæðaseðla og stungið í kjörkassa við útidyr kaffihússins. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 436 orð

Dæmisaga um þröngsýni og heimsku

Dealers of Lighting ­ Xeros PARC and the Dawn of the Computer Age eftir Michael Hiltzik. Gefin út af Harper Business, 1. útgáfa 1999. 448 bls. með registri, innb. Keypt hjá Amazon.com á um 1.200 kr. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 172 orð

Forvitnileg mynd Elskuð (Loved)

Leikstjóri og handritshöfundur: Erin Dignam. Aðalhlutverk: Robin Wright Penn og William Hurt. (109 mín) Bandaríkin. Myndform, ágúst 1999. Öllum leyfð. ER HÆGT að sakfella fólk fyrir andlegt ofbeldi? Kvikmyndin Elskuð spyr þessarar spurningar og reynir þannig að ná einhverju taki á þessu óræða fyrirbæri í mannlegum samskiptum. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 119 orð

FRUMSÝNINGAR Í DAG

TVÆR nýjar myndir verða frumsýndar í dag og er kynningu á þeim að finna hér á síðunni. Að sögn forráðamanna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík hefur aðsókn á myndir hátíðarinnar verið mjög góð og jöfn og erfitt að draga einstakar myndir út úr sem vinsælastar. Meira
1. september 1999 | Myndlist | 405 orð

Grim, ...aftur á kreik

Til 14. september. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11­19, laugardaga frá kl. 11­17, og sunnudaga frá kl. 14­17. STAFRÆNT prent hentar myndum Hallgríms Helgasonar afar vel. Það sannar sig á þeim 28 litmyndum í A3, sem hann sýnir í Gallerí Oneoone. Þar er Grim aftur kominn á kreik með sína kaldrifjuðu fyndni, skögultennur eins og rostungur og Gosalega spýtunef. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 155 orð

Helmingslíkur

Patrice Leconte/Frakkland ALICE er tuttugu ára og situr í fangelsi fyrir bílastuld, þegar mamma hennar deyr. Leyst úr haldi kemst hún að því í bréfi frá móður sinni að fyrir tuttugu árum elskaði hún tvo menn sem báðir koma til greina sem faðir Alice sem hún hefur aldrei þekkt. Alice hefur upp á náungunum, og þau gera áform um að gera próf til að komast að sannleikanum um faðernið. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 167 orð

Hlauptu Lola, hlauptu!

Tom Tykwer/Þýskaland HLAUPTU Lola, hlauptu! segir sögu Lolu sem fær símtal frá kærasta sínum sem er í öngum sínum. Hann hefur nýlega týnt peningum sem hann átti að skilja eftir á ákveðnum stað og eigandinn er á leiðinni þangað að sækja peningana. Lola hefur 20 mínútur til að redda peningum, því annars mun kærastinn lenda í alvarlegu klandri svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira
1. september 1999 | Leiklist | 636 orð

Koníakslegnir fagurgalar

Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikstjóri: María Reyndal. Leikmyndar- og búningahönnuður: Rannveig Gylfadóttir. Ljósahönnuður: Kjartan Þórisson. Tónlistarstjórn: Kristján Eldjárn. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Dofri Hermannsson, Jóhanna Jónas og Marta Nordal. Sunnudaginn 29. ágúst. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 712 orð

Kort skáldskaparins

ÞEIR sem hafa velkst í vafa um hvar nákvæmlega James Bond hitti straumlaga ljóskuna með kampavínsflöskuna í hendinni geta nú andað léttar og fengið sér bókina Tungumál landsins eða "Language of the Land" sem var nýlega gefin út af Library of Congress og inniheldur kort af frægum stöðum úr skáldverkum. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Kusturica, Kubrick og rigning

KVIKMYNDAHÁTÍÐIR eru haldnar víða um heim um þessar mundir. Flestir kannast sjálfsagt við hátíðina í Reykjavík og í dag hefst kvikmyndahátíð í Feneyjum sem verður að teljast stærri á alþjóðavettvangi. Nicole Kidman, sem er á meðfylgjandi mynd ásamt vini sínum í úrhellisrigningu við komuna til Ítalíu, mun verða viðstödd opnunarhátíðina. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 1100 orð

LEIKSTJÓRINN DAVID MAMET

MÓTTÖKURNAR erlendis benda til þess að einn hápunkta Kvikmyndahátíðar í ár verði Winslow strákurinn - The Winslow Boy, nýjasta mynd Bandaríkjamannsins Davids Mamet. Líkt og flestir vita er hann eitt virtasta og áhrifamesta leikritaskáld og kvikmyndahandritahöfundur samtímans, en að undanförnu hefur hann snúið sér í auknum mæli að kvikmyndaleikstjórn þar sem hróður hans er sífellt að aukast. Meira
1. september 1999 | Menningarlíf | 509 orð

Málverkið talið vera af Konrad Maurer

HÉR á landi var nýverið staddur í heimsókn dr. Stephan Zeitlmann en hann er einn afkomenda Íslandsvinarins Konrads Maurer sem ritaði merka ferðabók um dvöl sína á Íslandi árið 1858. Dr. Zeitlmann var hér ásamt eiginkonu sinni og kynnti sér ýmsa staði er langalangafi hans segir frá í bók sinni og sagði það hafa verið sérstaka upplifun að snæða málsverð í sömu herbergjum í Dillonshúsi í Árbæjarsafni Meira
1. september 1999 | Tónlist | 584 orð

Með hvellhljómi spönsku lúðranna

Norski orgelleikarinn Jon Laukvik flutti eigin tónsmíð og verk eftir J. G. Müthel, J.S. Bach, Schumann og Widor. Sunnudagurinn 29. ágúst, 1999. TÓNLEIKARÖÐINNI, undir heitinu Sumarkvöld við orgelið, sem staðið hefur frá júní byrjun, lauk með tónleikum norska orgelleikarans Jon Laukvik. Meira
1. september 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Ný sýning á vefgalleríi Elg

VEFGALLERÍIÐ Gallerí Elg hefur verið uppfært með nýrri sýningu. Sýning á þessum myndverkum verður opnuð á Café Nielsen á Egilssöðum laugardaginn 4. september. Í galleríinu er að finna myndir sem Kristján Kristjánsson hefur unnið síðustu tvö árin. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að vera unnar með tölvutækni eingöngu. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 173 orð

Puff Daddy á leiðinni til Íslands?

RAPPARINN Sean "Puff" Combs hefur hugsað sér að fara af stað í tveggja ára langt tónleikaferðalag sem hefjast mun í janúar. Rapparinn ræddi við aðdáendur sína um fyrirhuguð tónleikaáform og væntanlega viðkomustaði á ferðalaginu í Yahoo!-netspjalli á dögunum. "Mig langar að fara til sem flestra landa, alls staðar þar sem ég er velkominn," sagði Puffy. Meira
1. september 1999 | Menningarlíf | 1219 orð

Rými fyrir ólíkar skoðanir

Í DÖNSKU akademíunni eru nú átján félagar, rithöfundar og fræðimenn á sviði danskrar tungu og bókmennta. Hingað til lands komu sl. föstudag sex rithöfundar og þrír prófessorar. Tveir rithöfundanna, þau Klaus Rifbjerg og Pia Tafdrup, komu að vísu ekki fyrr en síðla kvölds, svo blaðamaður náði ekki tali af þeim en í spjallinu tóku þátt rithöfundarnir Benny Andersen, Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 216 orð

Sandler glímir við Svarthöfða

ADAM Sandler hræðist ekkert, ekki einu sinni Stjörnustríð. Að minnsta kosti er Sandler burðarás gamanmyndarinnar Stóri pabbi sem var mest sótt hér á landi í síðustu viku. Nú þegar hafa um 15 þúsund manns séð myndina og er það næststærsta opnun á þessu ári á eftir Stjörnustríði. Meira
1. september 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Sólveig Birna sýnir í Lónkoti

SÓLVEIG Birna Stefánsdóttir opnar sýningu á nokkrum myndverkum í Lónkoti í Skagafirði í dag, miðvikudag. Sólveig Birna er frá Kagaðarhól en hefur verið búsett í Noregi undanfarin ár. Hún nam í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í Kunstakademiet í Þrándeimi. Hún fæst bæði við málverk, teikningar og stuttmyndagerð. Meira
1. september 1999 | Menningarlíf | 33 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Kjell Strandqvist lýkur á sunnudag. Verk hans á þessari sýningu eru unnin á krossvið og gegnsær pappír er festur yfir. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14­18. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 172 orð

Torgarar á heimavelli

ALDAMÓTAGLEÐI Átthagafélags torgara á Húsavík, sem fram fór um síðustu helgi, var vel sótt og heppnaðist vel í alla staði, enda veður blítt þótt sól hefði mátt sýna sig meira en hún gerði. Menn skemmtu sér á ýmsan hátt, mikið var sungið og farið í ýmsa leiki sem allir aldurshópar tóku þátt í. Keppni var á milli bæjarstjórnar og torgara sem þeir síðarnefndu unnu auðvitað. Meira
1. september 1999 | Kvikmyndir | 1344 orð

Trylltur tangó í Buenos Aires

Leikstjóri og handritshöfundur Carlos Saura. Kvikmyndatökustjóri Vittorio Storaro. Tónskáld Lalo Schifrin. Aðalleikendur Miguel Angel Sola, Cecilia Narova, Mia Maestro, Juan Luis Galiardo. 112 mín. Argentína 1998. Meira
1. september 1999 | Menningarlíf | 65 orð

Viðhöfn á Mokka

Á MOKKA hefur staðið yfir sýning Söru Björnsdóttur, Hlutur fegurðarinnar. Þar hefur gestum kaffihússins staðið til boða að kjósa þann hlut sem þeim finnst fegurstur af hlutunum sem á sýningunni eru. Í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30, mun listakonan verða á staðnum til að opna kosningakassann og telja stigin og mun þá koma í ljós hver hlutur fegurðarinnar er. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 60 orð

Vindhani úr gulli

GULLNI vindhaninn sem prýtt hefur turn á húsi flotamálaráðuneytisins í Rússlandi til margra ára var aftur settur á sinn stað á föstudag en hann var tekinn af hinum 72 metra háa turni fyrir tveimur árum er hann þarfnaðist viðgerðar. Nú geta ferðamenn sem leið eiga um Sankti Pétursborg dáðst að hananum gullna sem er frægt einkenni borgarinnar. Meira
1. september 1999 | Fólk í fréttum | 399 orð

Þankabrot í núinu

Life. Gefin út af Running Press í Fíladelfíu árið 1997. Kostar um 500 krónur í bókabúð í fríhöfninni í Danmörku. Tímarit - það felst í orðinu hvers konar bleðlar það eru. Þegar farið er að rýna í þau má finna margs konar þankabrot sem eru vísir að tíðaranda hverrar kynslóðar. Meira
1. september 1999 | Myndlist | 531 orð

Þrjú listhús

Opin á verslunartíma. Til 4. september. Aðgangur ókeypis. LITLU listhúsunum fer stöðugt fjölgandi og að baki þeirra standa yfirleitt hópar einstaklinga, sem eru að koma aðskiljanlegustu verkum sínum á framfæri. Meira

Umræðan

1. september 1999 | Bréf til blaðsins | 375 orð

Flugvöllurinn í Skerjafirði

STUNDUM getum við ekki orða bundist, þegar okkur virðist hallað réttu máli og villt um fyrir fólki. Þá skrifum við greinar í blöð og væntum þess, að þær fáist birtar við tækifæri. Ég er hér með grein, sem mig langar til að fái inni sem bréf til Morgunblaðsins, því að þá er þess von, að flestir lesi hana. Morgunblaðið hefur hlotið gífurlega útbreiðslu, svo að önnur blöð standast þar ekki samanburð. Meira
1. september 1999 | Bréf til blaðsins | 533 orð

Lokun gufubaðsins við Sundlaug Akureyrar

MIKIL hátíð var haldin við sundlaug Akureyrar þann 23. júli síðastliðinn, en þá var tekin í notkun glæsileg búningsaðstaða fyrir konur og nýtt anddyri var vígt. Haldnar voru ræður, blásið var í lúðra og klippt var á borða. Meira
1. september 1999 | Aðsent efni | 262 orð

Lokun Víkurvega

Armæða fyrir íbúa Grafarvogs, segir Lúðvík Friðriksson, en léttir fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Meira
1. september 1999 | Aðsent efni | 487 orð

Ráðherra rekur raunir sínar

Ísland og umheimurinn í nýrri heimsmynd, segir Guðmundur Árni Stefánsson, er brýnt viðfangsefni íslenzkra stjórnmála. Meira
1. september 1999 | Aðsent efni | 1005 orð

Um alvöru" vísindamenn og vitlausa græningja

Almenningur á Íslandi er loksins, segir Auður H. Ingólfsdóttir, að vakna til vitundar um mikilvægi umhverfisverndar. Meira
1. september 1999 | Aðsent efni | 392 orð

Um hernaðinn gegn landinu

Skiptir ekki mestu, spyr Jón Bergsteinsson, að peningarnir skipti um hendur, sama hvernig? Meira
1. september 1999 | Aðsent efni | 1037 orð

Upphlaup Kaupmannasamtakanna

Umfang viðskipta með fæðubótarefni og náttúruvöru, segir Hannes Hafsteinsson, hefur aukist gífurlega undanfarin ár. Meira

Minningargreinar

1. september 1999 | Minningargreinar | 753 orð

Dan Gunnar Hansson

Við Freysi varðveitum margar fagrar og ljúfar minningar um Danna ­ ekki síst frá Svíþjóðarárum okkar, en þar kynntumst við honum fyrst fyrir rúmum tuttugu árum og áttum vináttu hans æ síðan. Danni var einfari, sérvitur og dulur og frekar lokaður persónuleiki, en einkar hrifinn af börnum og þau af honum. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 769 orð

Dan Gunnar Hansson

Vinur minn og fóstbróðir er fallinn frá. Svo veraldarvanur. Svo veikbyggður. Ég sá hann fyrst árið 1971 en þá bjó ég í Svíþjóð. Danni var þá einn af fremstu skákmönnum Svía aðeins 19 ára. Fyrstu skákina tefldum við svo 1972 í Värnamo í Smálöndum og ég steinlá. Eins og góðra ungra skákmanna er siður þá ferðaðist Danni mikið. Snemma tók hann að safna áföngum að alþjóðlegum meistaratitli. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 770 orð

Dan Gunnar Hansson

"Það vinnur enginn skák með því að gefa hana!" Hversu oft gullu ekki þessi orð, á óaðfinnanlegri íslensku með eilítið smámæltum, sænskum hreimi, þar sem ég sat kófsveittur og reyndi að forðast þær gildrur sem Dan Hansson egndi fyrir mig á skákborðinu. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Dan Gunnar Hansson

Félagi Dan Hansson frá Kiruna í Svíþjóð er fallinn frá. Þótt kynni okkar væru stutt voru þau að sama skapi ógleymanleg og fölskvalaus. Dan Hansson var innilegur en þó margbrotinn persónuleiki sem kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur, næmur maður og skemmtilegur. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 682 orð

Dan Gunnar Hansson

Við Dan kynntumst í Uppsölum í Svíþjóð árið 1977 um sama leyti og þau Snjólaug Stefánsdóttir hófu þar sambúð. Danni, eins og hann var kallaður í vinahópi, féll vel inn í hóp Íslendinga sem þarna var, varð fljótlega góður félagi margra og aufúsugestur á heimilum okkar námsmanna í Uppsölum. Hann lærði ótrúlega fljótt og vel íslensku. Eftir honum var tekið fyrir margra hluta sakir. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 313 orð

Dan Gunnar Hansson

Sumarið kvaddi snögglega og drungalegt haustið lagðist þungt yfir hug minn og hjarta þegar sorgarfregnin barst af andláti Dans Hansson og ég veit að svo er einnig farið um marga vini þessa mæta manns. Kynni okkar Dan hófust við skákborðið og tókst fljótt með okkur vinátta þannig að þær "bröndóttu" skiptu hundruðum í gegnum tíðina. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 616 orð

Dan Gunnar Hansson

Við sátum í borðstofunni. Milli okkar var skákborðið með sínum 64 reitum og 32 taflmönnum. Ég hafði tíu mínútur til umhugsunar á skákina sem var að hefjast, hann aðeins eina. Ég vissi auðvitað að ég með mína litlu skákgetu, hefði ekkert í þennan meistara að gera, en taldi þó líkindi til þess að einhverja smáglætu hefði ég, þegar umhgsunartími hans var aðeins ein mínúta á alla skákina. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 158 orð

DAN GUNNAR HANSSON

DAN GUNNAR HANSSON Dan Gunnar Hansson fæddist í Kiruna í Svíþjóð 10. júní 1952. Hann lést á heimili sínu 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Fritz Gunnar Hansson, f. 7.9. 1928, d. 2.2. 1989 og Brigit Hansson, f. 6.7. 1926. Systkini Dans eru Antia Carlänius, f. 16.10 1948, Ulf Hansson, f. 8.1. 1955 og Åke Hansson, f. 30. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 560 orð

Katrín Jóna Líkafrónsdóttir

Þetta erindi er úr kvæðinu Haustkvöld sem skráð er við dánardag Katrínar Líkafrónsdóttur, 22. ágúst, í bókinni Ljóð dagsins. Katrín, sem kölluð var Kata, starfaði í Kópavogsskóla sem gangavörður í 17 ár og er þekkt hér meðal starfsmanna og nemenda sem Kata gangavörður. "Okkur þótti vænt um Kötu," sagði fyrrverandi nemandi skólans þegar lát hennar spurðist út. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Katrín Jóna Líkafrónsdóttir

Ég var nýkomin til Íslands þegar ég hitti Katrínu fyrst. Ég var að leita að húsnæði og hún hafði auglýst herbergi til leigu. Þegar hún opnaði dyrnar sá ég strax að hún var auðmjúk. Hún brosti mikið. Ég var ekki lengi að hugsa mig um og ég vildi vera hjá henni. Skoðun mín var ekki röng. Hún var aldrei annað en góð við mig í þetta eina og hálfa ár, sem ég bjó hjá henni. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 334 orð

Katrín Jóna Líkafrónsdóttir

Katrín Jóna Líkafrónsdóttir hefur kvatt okkur. Vegferð hennar í þessari tilveru lauk á líknardeild Landsspítalans 22. ágúst sl. Hún varð tæplega 67 ára. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar, sem um leið eru þakkir fyrir notalegt samstarf og góð kynni til margra ára. Ég kann ekki nægileg skil á ættum Katrínar til að geta þeirra svo gagn sé að. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Katrín Jóna Líkafrónsdóttir

Nú, þegar daginn tekur að stytta og sumarið senn á enda, berst mér sú harmafregn að Katrín Jóna Líkafrónsdóttir sé látin. Erfitt er að koma orðum að þeirri sorg sem ríkir í hjarta mínu við fráfall Kæju eins og hún var ávallt nefnd hjá mér og fjölskyldu minni. Kæja fluttist ung að árum til Reykjavíkur, kynntist þar foreldrum mínum. Meira
1. september 1999 | Minningargreinar | 266 orð

KATRÍN JÓNA LÍKAFRÓNSDÓTTIR HRAFNFJÖRÐ

KATRÍN JÓNA LÍKAFRÓNSDÓTTIR HRAFNFJÖRÐ Katrín Jóna Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð fæddist á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum 29. september 1932. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1893, d. 12.5. 1974, og Líkafrón Sigurgarðsson, f. 12.7. 1882, d. 4.5. 1968. Meira

Viðskipti

1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 109 orð

23,5 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. nam 23,5 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 22,9 milljónir í hagnað á sama tímabili í fyrra. Lækkun á óinnleystum geymsluhagnaði nam 4,8 milljónum króna að teknu tilliti til skatta samanborið við 6,9 milljóna króna lækkun á sama tímabili 1998. Heildareignir sjóðsins námu í júnílok 674 milljónum króna. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 186 orð

57 milljónir í hagnað

Sparisjóður vélstjóra skilaði rúmlega 57 milljóna króna rekstrarhagnaði á fyrri hluta þessa árs en skilaði um 52 milljóna króna hagnaði á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam rúmum 90 milljónum nú en var rúmar 70 milljónir fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 289 orð

Allt að 400 milljónir boðnar út

Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. efnir til hlutafjárútboðs og skráningar hlutabréfa á Verðbréfaþing Íslands á tímabilinu 1. september 1999 til 1. september 2000. Tekið er fram í útboðs- og skráningarlýsingu að tímabilið geti orðið styttra ef öll hlutabréf seljast fyrir 1. september 2000. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 506 orð

Birgðir færðar niður um 90 milljónir króna

TAP Tæknivals-samstæðunnar nam 144,3 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins borið saman við 36,6 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Nema afskriftir birgða 90 milljónum króna. Í afkomuviðvörun Tæknivals í sumar kom fram að gert var ráð fyrir 85-95 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Brotajárni skipað út frá Húsavík

UM 700 tonnum af brotajárni hefur verið skipað út frá Húsavík en fyrirtækið Hringrás hefur í samstarfi við Héraðsnefnd Þingeyinga unnið að því að safna brotajárninu saman. Sveinn Ásgeirsson hjá Hringrás sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem brotajárni væri skipað út frá Húsavík. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Bygging Náttúrufræðihúss veldur tapinu

ÁRMANNSFELL hf. var rekið með 21,9 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 3,8 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi félagsins á sama tímabili í fyrra. Tap tímabilsins má rekja að öllu leyti til fyrirsjáanlegs taps á framkvæmd félagsins við byggingu Náttúrufræðihúss Háskóla Íslands og er tekið tillit til þess í árshlutauppgjöri. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Eigið fé minnkar um 111 milljónir

HAGNAÐUR samkvæmt rekstrarreikningi Sjávarútvegssjóðs Íslands hf. nam 3 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 4,3 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Heildareignir sjóðsins námu 145,1 milljón króna í júnílok samanborið við 257,1 milljón króna í árslok 1998. Þar af nam hlutabréfaeign sjóðsins 126,2 milljónum króna, eða 87% af heildareignum. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 440 orð

Góðar efnahagshorfur í Svíþjóð og minna atvinnuleysi

Horfur á mun meiri hagvexti en virtist framan af árinu, minnkandi atvinnuleysi og ríkistekjur umfram útgjöld sýna að sænskur efnahagur stendur traustari fótum en lengi hefur verið. En um leið og "Konjukturinstitutet", KI, bendir á batamerkin er í nýrri skýrslu stofnunarinnar sterklega varað við að vöxturinn virðist ekki munu endast, Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Hagnaður 41 milljón

HAGNAÐUR Bakkavarar og dótturfyrirtækja nam 41 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins en allt árið 1998 nam hagnaðurinn 20 milljónum króna. Ekki liggja fyrir tölur um rekstur félagsins fyrstu sex mánuði síðasta árs. Á tímabilinu, fyrstu sex mánuði ársins, keypti Bakkavör sænska fyrirtækið Lysekils Havsdelikatesser AB og kom rekstur þess inn í samstæðu Bakkavarar þann 1. júní sl. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 346 orð

Hagnaður nam 41 milljón króna

SAMSTÆÐAN Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) skilaði 41 milljóna króna hagnaði að teknu tilliti til reiknaðra skatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 60 milljóna króna hagnað eftir skatta á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals 2.189 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 1.955 milljónir á sama tímabili árið 1998. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 426 orð

Hagnaður nam 693 milljónum króna

ÍSLANDSBANKI hf. hagnaðist um 693 milljónir króna að teknu tilliti til reiknaðra tekju- og eignarskatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 596 milljóna króna hagnað að teknu tilliti til skatta á sama tímabili árið 1998. Hagnaður er því 97 milljónum króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Hreinar rekstrartekjur bankans voru 3.321 milljón króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en 3. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Hmark með 25 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Hlutabréfamarkaðarins hf., Hmarks, sem er í vörslu VÍB, nam 25 milljónum króna eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins en var 21 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður tímabilsins var 38 milljónir króna fyrir skatta en var 32 milljónir króna í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 20%. Í fréttatilkynningu kemur fram að heildareignir Hmarks voru í lok júní 374 milljónir króna. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Hæsta verð hráolíu síðan í október 1997

KAUPHÖLLIN í London var opnuð í gær aftur eftir lokun yfir helgina og á mánudag. Þar lækkaði verð hlutabréfa í bönkum, fjarskiptafyrirtækjum og lyfjafyrirtækjum og var FTSE 100 hlutabréfavísitalan 2,02 prósentum lægri í gær við lok viðskipta en á föstudag. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Kaupir 9% hlut í Kögun hf.

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur fest kaup á 9% hlutafjár í Kögun hf. fyrir milligöngu Íslandsbanka. Kögun hf. hefur m.a. unnið að þróun og framleiðslu á flugstjórnarhermi og hefur nú selt NATO slíkan búnað. Við kaupin verður Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. stærsti hluthafinn í Kögun hf. en kaupverð er ekki gefið upp. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 591 orð

Prentsmiðjan Oddi meðal nýrra hluthafa

GENGIÐ hefur verið frá kaupum nokkurra aðila á hluta af hlutafé fjölskyldu Hauks Eggertssonar í Plastprenti hf. Kaupendurnir eru meðal annarra Prentsmiðjan Oddi hf. og Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sigurplasts hf. Nöfn annarra kaupenda hafa ekki verið gefin upp né heldur um hve stóran hlut er að ræða og kaupverð hlutafjárins. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 293 orð

Vísbendingar um hægari vöxt útlána

SÍÐUSTU tölur um vöxt útlána og peningamagns gefa til kynna að nú kunni að hægja á vexti útlána, að því er fram kemur í upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Vöxtur útlána og peningamagns gefur vísbendingar um styrk innlendrar eftirspurnar eftir lánum. Mánaðarleg aukning útlána innlánsstofnana hefur verið á bilinu 1-1,5% síðustu þrjá mánuði en var yfir 3% í febrúar, mars og apríl. Meira
1. september 1999 | Viðskiptafréttir | 322 orð

Vöruskiptajöfnuður batnar um 4,8 milljarða

FYRSTU sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 85 milljarða króna en inn fyrir 97,8 milljarða. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 12,8 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 17,7 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 4,8 milljörðum betri fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tíma árið áður. Meira

Fastir þættir

1. september 1999 | Í dag | 36 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 1. september, verður fimmtug Inga Lára Þórhallsdóttir, Hrannargötu 4, Ísafirði. Eiginmaður hennar er Elvar Bæringsson. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum í Oddfellow-salnum, Ísafirði, laugardaginn 4. september kl. 20.30. Meira
1. september 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 1. september, verður sextug Hrönn Jóhannsdóttir, Lækjarsmára 4, Kópavogi. Í tilefni dagsins taka hún og eiginmaður hennar, Ingiberg Egilsson, á móti ættingjum og vinum á heimili sínu á milli kl. 14­18 í dag. Meira
1. september 1999 | Í dag | 26 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 1. september, verður sjötugur Bragi Melax, fyrrverandi kennari. Hann verður á afmælisdegi á heimili Hauks, bróður síns, í Calgary í Kanada. Meira
1. september 1999 | Í dag | 102 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Meira
1. september 1999 | Í dag | 478 orð

Flest er fátækum fullgott

ÉG er því miður öryrki. Það er ekki nóg að orðið öryrki sé ljótt orð heldur felst í því smán og niðurlæging. Þessar litlu bætur sem ég fæ duga ekki til að framfleyta mér. Í dag, 30. ágúst, verð ég að borða kartöflur og hef ekkert annað. Ég lifi nánast af engu. Meira
1. september 1999 | Í dag | 52 orð

GUÐS HÖND

Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessað hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, guð faðir, faðir minn , í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Meira
1. september 1999 | Dagbók | 872 orð

Í dag er miðvikudagur 1. september, 244. dagur ársins 1999. Egidíusmessa. Orð d

Í dag er miðvikudagur 1. september, 244. dagur ársins 1999. Egidíusmessa. Orð dagsins: Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og verða þó fátækari. (Orðskv. 11, 24. Meira
1. september 1999 | Fastir þættir | 844 orð

Samsettur veruleiki Samhengið verður rökrétt og skipulagt sem í sjálfu sér er fullkomlega óraunsætt

"Krafan í dag er oft svo nærsýn og natúralísk. Sjónvarpið hefur tekið yfir það hlutverk að sýna endurtekningar úr hversdagsleikanum. Leikhúsið ætti að vera frjálst undan þeirri skyldu og mig dreymir um að okkur takist að ljúka 19. Meira
1. september 1999 | Í dag | 475 orð

ÞJÓÐVEGIR landsins eru ærið misjafnir að gæðum eins

ÞJÓÐVEGIR landsins eru ærið misjafnir að gæðum eins og menn þekkja. Það gildir einnig um þjóðveg 1, hringveginn (sem sneiðir framhjá Vestfjörðum eins og þeir séu ekki til) og það gildir líka um hið bundna slitlag sem víða er að finna á þessum aðalþjóðvegi landsins. Það er nefnilega ekki sama bundið slitlag og bundið slitlag. Bestu kaflarnir eru að sjálfsögðu þeir nýjustu. Meira

Íþróttir

1. september 1999 | Íþróttir | 299 orð

BRASILÍSKI miðvallarleik

BRASILÍSKI miðvallarleikmaðurinn Juninho hjá Atletico Madrid er á leiðinni á ný til Middlesbrough. Hann verður lánaður út keppnistímabilið. Juninho fór frá "Boro" 1997 til Spánar. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 243 orð

Hefði ekki þurft að enda svona

KJARTAN Másson, þjálfari Keflvíkinga, kvaðst sár yfir úrslitunum og taldi að sitt lið hefði getað snúið leiknum sér í vil en ekki nýtt færin. "Við verðum að klára færin, en það verður líka að dæma eftir þeim reglum sem gilda," sagði Kjartan og benti á að Kristján Brooks, leikmaður Keflvíkinga, hefði verið felldur í vítateig Breiðabliks og lið sitt hefði átt að fá vítaspyrnu. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 733 orð

Häkkinen tók ekki í hönd Coulthard

MIKA Häkkinen var greinilega grautfúll er hann hafði lokið keppni í belgíska kappakstrinum á sunnudag og tók ekki í hönd félaga síns David Coulthard á verðlaunapallinum. Taldi hann Coulthard hafa farið út fyrir mörk íþróttamennsku sem ríkja ætti milli liðsfélaga er hann fór fram úr honum í fyrstu beygju; heimtaði fund með forsvarsmönnum McLaren til að ræða málið en fékk ofanígjöf úr þeirri átt. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 438 orð

Ísinn brotinn og bikarinn í höfn hjá KR

ÞAÐ tók KR-stúlkur tæpa klukkustund að finna leiðina að marki Stjörnustúlkna í Garðabænum í gærkvöldi en þá brotnaði líka ísinn og eftir fjögur mörk á tuttugu mínútum voru úrslit ráðin ­ 4:0 sigur KR, sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu þó að ein umferð sé eftir. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 121 orð

Kani til Þórs

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Þórs á Akureyri hefur fengið til sín bandarískan leikmann, Jason Williams, sem er 23 ára og kemur frá Pacific-háskólanum. Williams er tveir metrar á hæð og var stigahæstur og tók flest fráköst á liðnu tímabili hjá háskólaliðinu. Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að leikmaðurinn yrði til reynslu hjá félaginu í tíu daga. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 115 orð

Skiptu um sokka

LEIKMENN Keflvíkinga skiptu um sokka í hálfleik þegar þeir léku gegn Breiðabliki í gærkvöld. Ástæðan var sú að bæði lið leika jafnan í hvítum sokkum en þar sem Keflvíkingar voru á útivelli þurftu þeir að víkja og leika í varasokkum. Sokkarnir gleymdust í Keflavík og stóð til að fresta leiknum til 18:15 á meðan þeir voru sóttir, en horfið var frá þeirri hugmynd vegna birtuskilyrða. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 598 orð

Spennandi lokamínútur

BREIÐABLIK tryggði sér dýrmætan sigur er liðið lagði Keflavík 2:1 í Kópavogi í gærkvöldi. Sigurmark leiksins var skorað er komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hreiðar Bjarnason skoraði hið þýðingarmikla mark eftir að liðin höfðu fengið hvert tækifærið á fætur öðru á síðustu mínútunum. Sigurinn fleytir Breiðabliki úr botnsætum efstu deildar og hleypir lífi í botnbaráttuna. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 116 orð

Steinar með brotna hnéskel

"ÞAÐ er alltaf slæmt að missa menn úr leikmannahóp, sem er ekki stærri en sá hópur sem hefur tekið þátt í leikjum okkar í Evrópukeppninni," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Guðjón verður án Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar, þegar landsliðið mætir Andorra á Laugardalsvellinum á laugardag og Úkraínu miðvikudaginn 8. september. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 362 orð

Tíu erlendar áhafnir mættar

Tíu erlendar áhafnir eru mættar til landsins til að taka þátt í 20. alþjóðarallinu, sem hefst á morgun. Þar á meðal eru gamlar kempur á við Philip Walker frá Skotlandi, sem ekur á Mazda 323 og Alan Paramore, á Land Rover, sem gerður er út á vegum breska hersins. Meira
1. september 1999 | Íþróttir | 1219 orð

Verða KR-ingar meistarar í Laugardalnum?

Verða KR-ingar meistarar í Laugardalnum? ÓLAFUR Þórðarson, fyrrum leikmaður Skagamanna og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur náð góðum árangri sem þjálfari Fylkis úr Árbæ í 1. deild karla. Liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild fyrir skömmu, en þar er Ólafur öllum hnútum kunnugur. Meira

Úr verinu

1. september 1999 | Úr verinu | 489 orð

10 ára "útlegð" Hrafns Sveinbjarnarsonar lýkur

FRYSTITOGARINN Hrafn Sveinbjarnarson GK er væntanlegur til heimahafnar í Grindavík þann 7. september nk. Það þætti varla í frásögur færandi nema ef það væri ekki í fyrsta sinn sem skipið kemur til heimahafnar frá því að Þorbjörn hf. hóf að gera það út fyrir rétt tæpum áratug. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 443 orð

Aflaaukning mest hjá Íslendingum

MIKLAR breytingar urðu á afla þjóða Evrópska efnahagssvæðisins á árunum 1970 til 1997. Heildarveiði var 16,5% meiri 1997 en 1970, fór úr 8,6 milljónum tonna í 10 milljónir, en aukningin er fyrst og fremst vegna meiri afla á Íslandi. Afli þjóða Evrópusambandsins minnkaði um 2,4%, samkvæmt nýrri skýrslu frá Evrópusambandinu. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 72 orð

Anna ekki eftirspurn

EFTIR því sem íbúum fjölgar er aukin eftirspurn eftir tilapia á Filippseyjum þar sem fiskveiðar hafa dregist saman. Filippseyingar framleiða mest af tilapia á eftir Kínverjum en tilapiaeldi nemur um 10% fiskeldis á Filippseyjum. Hins vegar fullnægir framleiðslan ekki eftirspurn. Gæðum er ábótavant í framleiðslunni og slæmt vatn er ástæða mikils seyðadauða. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 208 orð

Auka útflutning sjávarafurða í ár

HEILDARVERÐMÆTI útflutnings sjávarafurða frá Írlandi, að meðtöldu fiskimjöli og löndunum írskra skipa erlendis, nam á síðasta ári um 26,8 milljörðum króna. Sé löndunum í erlendum höfnum hins vegar haldið utan við útflutninginn, nemur hann 253.000 tonnum að verðmæti um 23,5 milljarðar króna, sem er 5% meira en árið áður. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 111 orð

Banna skelveiðar

SKOSK yfirvöld hafa bannað veiðar á hörpudiski á 2.330 þúsund ferkílómetra svæði útaf vesturströnd landsins. Ástæðan fyrir banninu er svokölluð ASP-sýking í hörpudiskinum sem þörungagróður veldur. ASP-eitrunin var uppgötvuð þegar skoskir hafransóknarmenn voru að gera úttekt á stofninum. Eitrun hefur ekki fundist í öðrum tegundum. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 122 orð

Banni á nílarkarfa aflétt?

EVRÓPUSAMBANDIÐ íhugar nú að aflétta banni við innflutningi á nílarkarfa frá Tanzaníu og Úganda. Bannið var sett vegna notkunar eiturefna við veiðar á karfanum úr Viktoríuvatni. Hugsanlegt er að innflutningur á frystum karfa frá þessum löndum verði leyfður. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 117 orð

Borða meira af fiskinum

FISKNEYZLA í Bandaríkjunum er nú að aukast á ný eftir samdrátt undanfarin ár. Neyzlan á síðasta ári náði 14,9 pundum á hvert mannsbarn eða um 6,8 kílóum og jókst lítillega frá árinu áður. Fyrir 10 árum var neyzlan 16,2 pund, 7,3 kíló. Neyzla á frystum og ferskum afurðum stendur að mestu undir aukningunni, en hún var alls 10,2 pund eða 4,6 kíló. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 125 orð

Bretar kaupa þorskinn héðan

LÍLLEGA hefur dregið úr innflutningi á þorski til Bretlands á fyrri hluta þessa árs. Að loknum fyrstu fjórum mánuðum ársins nam þessi innflutningur 31.500 tonnum, sem er litlu minna en á sama tíma í fyrra. Nú kaupa Bretar mest af þorskinum héðan, eða um 9.700 tonn. Norðmenn koma næstir með 6.700. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 198 orð

Bretar minnka innflutning á ýsu

BRETAR drógu úr innflutningi á ýsu á fyrsta þriðjungi þessa árs. Á þessu ári nam ýsuinnflutningurinn tæpum 14.000 tonnum umrætt tímabil. Á sama tíma í fyrra var innflutningurinn 17.000 tonn. Það eru einkum þrjár þjóðir, sem selja Bretum ýsuna, Norðmenn, Færeyingar og Íslendingar, en ýsan er vinsæl í fisk og franskar. Hlutur Norðmanan nú er tæp 4.000 tonn. Færeyingar eru með 3. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 94 orð

Brunnar og Kæling sýna saman

BRUNNAR hf. og Kæling hf. eru með sama sýningarbás á Sjávarútvegssýningunni en Kæling er alfarið í eigu Brunna síðan í ágúst 1997. Sigurður J. Bergsson, framkvæmdastjóri Kælingar, segir að Brunnar hafi keypt öll hlutabréfin í Kælingu í þeim tilgangi að sameina kraftana til að framleiða Brontec-ísþykknikerfi. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 490 orð

Dræmt á rækjunni

RÆKJUVEIÐI hefur með verra móti það sem af er ári. Þegar Verið hafði samband við Örn Einarson skipstjóra á Erlingi KE var hann á leiðinni á miðin. Örn segir að þrátt fyrir slakt sumar hafi þó komið gott skot um daginn. "Við höfum verið aðallega í Eyjafjarðarálnum í sumar og eitthvað kíkt á þetta í Skjálfandanum. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 937 orð

Efla það sem skilar hagnaði en hætta öðru

Nýir eigendur Borgeyjar á Höfn vinna að sameiningu fyrirtækisins við Skinney og Þinganes undir nafninu Skinney- Þinganes hf. Unnið er að hagræðingu í vinnslunni, meðal annars með því að sameina hana á tvo staði á Höfn í stað fjögurra. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 31 orð

EFNI Aflabrögð 10 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 16 Aðalsteinn Ingólfsson á Höfn í Hornafirði Markaðir 26

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 16 Aðalsteinn Ingólfsson á Höfn í Hornafirði Markaðir 26 Fiskkaup breskra neytenda svipuð allan þennan áratug Viðtal 30 Peter Warren, fomaður Alþjóða mannúðarsjóðsins Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 747 orð

Efniviður í mjög sterkan árgang

SEIÐAVÍSITALA þorsks hér við land er sú langhæsta sem mælst hefur frá því að mælingar hófust árið 1970. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar er 1999- árgangur þorskstofnsins meira en þrefalt stærri en árgangurinn frá því í fyrra, sem þó var metárgangur. Útbreiðsla þorskseiða er ennfremur mjög mikil og ljóst að hér er á ferðinni efniviður í sterkan þorskárgang. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 513 orð

Eltak með heildarlausn í pökkunarferlinu

Eltak ehf. er níu ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafeindavogum og öðrum búnaði til vigtunar, flokkunar, skömmtunar, pökkunar og vörufrágangs. Fyrirtækið tekur þátt í sjávarútvegssýningunni og mun kynna vörur frá samstarfsaðilum sínum sem koma víða að. Jónas Ágústsson segir að fyrirtækið leggi mikinn metnað í að framlag þess til sýningarinnar verði sem best. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 218 orð

Er eingöngu með norskt nótaefni

NETANAUST hf. flytur inn nótaefni frá Mörenot í Noregi og er eina fyrirtækið hér sem eingöngu flytur inn norskt nótaefni að sögn framkvæmdastjórans Jóns Eggertssonar. Hann segir næturnar frá Mörenot mun sterkari og betri en nætur úr nótaefni, sem framleitt er í Asíu og flutt hingað til lands. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 738 orð

Fiskkaup breskra neytenda svipuð allan þennan áratug

HELDUR hefur dregið úr kaupum breskra heimila á fiski á síðustu árum en þau voru mest 1990 eða 5,53% af heimilisútgjöldunum. 1993 voru þau 5,45% og fóru síðan lækkandi á næstu árum. Á síðasta ári jukust þau svo aftur og voru þá 5,26%. Þegar á allt er litið hafa þau verið nokkuð söm og jöfn. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 366 orð

Flugleiðir auka flutningsgetuna á ferskum fiski

FLUGLEIÐIR taka tvær nýjar flugvélar í notkun í næsta mánuði til að svara aukinni eftirspurn eftir plássi í fraktflutningum á ferskfiski. Fyrirtækið mun hefja fraktflug til Liege í Belgíu og til New York í Bandaríkjunum. Að sögn Róberts Tómassonar, markaðsstjóra fraktdeildar Flugleiða, var um 4% aukning á flutningum á ferskfiski fyrstu sjö mánuði ársins. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 459 orð

Fyrsta skip heims til að fá kerfið

BRÚARFOSS, sem er stærsta gámaflutningaskip Eimskips, hefur tekið í notkun nýjustu útfærslu af MarStar-hugbúnaði Netverks. Með hugbúnaðinum er hægt að tengja saman einkatölvur um borð auk þess sem hægt er að stýra tölvusamskiptum á hagkvæman hátt. Brúarfoss er fyrsta skipið í heiminum sem fær þetta kerfi og er þar með komið með eina af háþróuðustu samskiptalausnum sem í boði eru fyrir sjófarendur. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 323 orð

Færeyingar tvöfalda laxeldi á tveimur árum

FÆREYINGAR hafa á tveimur árum tvöfaldað laxeldi sitt. Á næsta ári gæti framleiðsla þeirra numið um 50.000 tonnum og þar með eru Færeyingar orðnir skæðustu keppinautar Norðmanna á mörkuðunum innan Evrópusambandsins. Laxeldi á Íslandi er mun smærra í sniðum, eða aðeins um 3.000 tonn. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 500 orð

Gáskinn framleiddur á hér á Íslandi á ný

SMÍÐI hinna svokölluðu Gáskabáta er nú hafin á ný á Íslandi en Regin Grímsson, bátasmiður, hefur um nokkurt skeið smíðað báta af þessu tagi í Nova Scotia í Kanada. Hann hefur nú tekið upp samstarf við iðnfyrirtækið Landnemann ehf. og verður reist nýtt húsnæði undir framleiðsluna hér á landi. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 550 orð

Geta séð ferðir einstakra fiska

SAMSTARF fyrirtækjanna byggist á hugmynd sem Stjörnu-Oddi hefur þegar tryggt sér einkaleyfi á og gengur út á að staðsetja fisk með hjálp sónarbúnaðar frá Simrad. Hvað Stjörnu-Odda varðar felst ábatinn ekki síst í því að komast í svo náin tengsl við fyrirtæki eins og Simrad. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 173 orð

Hafnaraðstaða bætt á Flateyri

Flateyri. Morgunblaðið. VIÐAMIKLAR framkvæmdir eiga sér stað um þessar mundir í hafnarmálum Flateyringa. Um er að ræða breikkun upp á 7 metra og 20 metra lengingu hafnarkants og mun þessi breyting verulega bæta hafnaraðstöðuna sem fyrir er. Þar að auki mun öll vinnuaðstaða breytast til muna. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 219 orð

Í heimahöfn í fyrsta sinn

FRYSTITOGARINN Hrafn Sveinbjarnarson GK er væntanlegur til heimahafnar í Grindavík þann 7. september nk. Það þætti varla í frásögur færandi nema ef það væri ekki í fyrsta sinn sem skipið kemur til heimahafnar frá því að Þorbjörn hf. hóf að gera það út fyrir rétt tæpum áratug. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 51 orð

KERIN UM BORÐ

DAUFT er yfir útgerðarstöðum víða um land, undir lok kvótaársins. Svo var einnig á Höfn í Hornafirði á dögunum þegar ljósmyndari kom við á höfninni. Hafdís SF-75 var þó komin frá því að leggja netin og skipverjar að hífa fiskiker um borð til að vera tilbúnir í vitjun. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 519 orð

Kostnaður og mengun fylgir mikilli vatnsnotkun

VATNSNOTKUN í fiskvinnslu á Íslandi er gífurleg og veldur hún oft nokkurri mengun auk mikils kostnaðar. Ýmsir möguleikar eru á því að draga úr vatnsnotkun og bæta notkunina. Um er að ræða ýmis sóknarfæri á sviði umhverfismála, aðallega vatns- og frárennslismála sem samtímis bæta arðsemi og öryggi í rekstrinum. Önnur mál sem tengjast umhverfis- og öryggisstjórnun koma einnig við sögu. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 398 orð

Kæling selur frystibúnað fyrir 90 milljónir króna

KÆLING hf. hefur gert samninga við tvö fyrirtæki í Vestmannaeyjum, Stíganda hf. og Ístún hf., um hönnun, sölu og stjórnun á uppsetningu á frystibúnaði fyrir túnfisk auk annars frystibúnaðar í skip fyrirtækjanna sem verða smíðuð í Kína og afhent á næsta ári. Verðmæti samninganna er um 90 milljónir króna. Sigurður J. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 202 orð

Með nýjan litaradar og "kortaplotter"

Rafhús ehf. er umboðsaðili Japan Radio Company (JRC) á Íslandi og mun framlag fyrirtækisins á Íslensku sjávarútvegssýningunni að mestu leyti verða helgað vörum frá þeim. JRC er eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem bjóða heildstæða framleiðslulínu í fjarskipta-, fiskileitar- og siglingatækjum í skip. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 424 orð

Ný gerð fjölnota toghlera gefur góða raun

Toghleraframleiðandinn J. Hinriks son er vel kunnur íslenskum útgerðarmönnum enda hefur fyrirtækið framleitt toghlera síðan 1965. Á sjávarútvegssýningunni mun fyrirtækið kynna nýja gerð toghlera sem hafa fengið spænska nafnið El Cazador, en það þýðir veiðimaður. El Cazador hlerarnir eru fjölnota toghlerar sem henta bæði til botn- og flottrollsveiða. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 615 orð

Ný og hraðvirk vog frá Marel hf.

MAREL hf. kynnir á íslensku sjávarútvegssýningunni nýjustu gerð tölvuvoga, M1100, sem verið hefur í sölu í rúmt ár. Vogin hefur hlotið góðar viðtökur, enda í henni að finna ótal nýjungar. Jón Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Marel, segir að ein helsta nýjungin sé hversu hraðvirk og stöðug vogin er. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 1022 orð

Óvenjuleg samvinna ólíkra aðilja

Útflutningsráð, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Hafrannsóknastofnun eru saman með bás á Sjávarútvegssýningunni og er talið að þetta sé í fyrsta sinn sem svo öflug samtök og stofnanir taka höndum saman af þessu tilefni. Vegna þessa ræddi Steinþór Guðbjartsson við forsvarsmenn samtakanna og stofnananna. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 476 orð

Pharmaco hf. kynnir þrifavörð á sýningunni

PHARMACO kynnir nýtt tæki frá IDEXX á Íslensku sjávarúytvegssýningunni. Um er að ræða ATP mælitæki sem kallað er Lightning og er einskonar "þrifavörður". Tækið mælir orkuefni, adenosine triphosphate eða ATP, sem er í öllum þekktum lífverum, hvort sem það eru örverur eða stærri lífverur. Með því að mæla ATP magnið í vinnslusal er hægt að segja til um hvort hann sé hreinn. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 200 orð

Rússarnir kaupa fiskimjöl frá Perú

Perúsk sendinefnd, með Juan Arrus vara-sjávarútvegsráðherra landsins, hélt til Rússlands á dögunum til að ganga frá samningi sem gerður hefur verið milli perúskra mjölframleiðanda og rússneskra kaupanda um sölu á 20 þúsund tonnum af fiskimjöli í mánuði hverjum. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 225 orð

Samdráttur hjá Bretum

FYRSTU sex mánuðina í fyrra lönduðu bresk skip samtals 240.000 tonnum en aflinn var 10% minni á sama tíma í ár. Aflaverðmætið var 214 milljónir punda eða 4% minna en í fyrra en að meðaltali var verðið 7% hærra. Botnfiskafli dróst saman um 9% að magni og 4% að verðmæti en alls veiddust 160.000 tonn og var aflaverðmætið 140 milljónir punda. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 177 orð

Sérrit um útveginn

Í TILEFNI Íslensku Sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum í Kópavogi hefur Iceland Review gefið út á ensku sérrit Iceland Business um sjávarafurðir og búnað fyrir veiðar og vinnslu. Blaðinu verður dreift á sýningunni og einnig samkvæmt sérstökum póstlistum Útflutningsráðs og Viðskiptaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Ritið byggir á viðtali við sjávarútvegsráðherra Árna M. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 382 orð

Skipasýn hannar nýjan frystitogara

RÆTUR fyrirtækisins Skipasýn hf. liggja á Ísafirði. Það var stofnað 1992 en var keypt af núverandi eigendum fyrir þrem árum og fært til Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur fengist við hönnun á nýsmíði skipa og breytingum. Fyrirtækið hefur fjölmörg járn í eldinum þessa dagana. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 914 orð

Skuldir gætu orðið fyrirtækjum ofviða

HÆTT er við að mörg sjávarútvegsfyrirtæki lendi í vandræðum strax í haust verði aflabrestur í veiðum á uppsjávarfiski vegna of mikilla fjárfestinga undanfarna 12 til 18 mánuði að mati Péturs Einarssonar, viðskiptastjóra sjávarútvegsteymis í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 234 orð

Staðsetningarkerfi yrði bylting í fiskrannsóknum

SAMNINGUR norska fyrirtækisins Simrad og íslenska hátæknifyrirtækisins Störnu-Odda hefur verið gerður um þróun og prófun á kerfi til staðsetningar á fiskum. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir slíkan búnað geta valdið straumhvörfum í rannsóknum á fiski. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 51 orð

STEINBÍTURINN FLAKAÐUR

FYRIRTÆKIÐ Hamrafell í Hafnarfirði vinnu mikið af steinbít, sem að mestu leyti er sendur utan ferskur í flugi. Bæði er um að ræða flök og svokallaðan kótilettufisk, en það er hausaður og roðrifinn steinbítur. Hér er einn starfsmanna fyrirtækisins að flaka "sladdann" eins og steinbíturinn er oft kallaður. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 1286 orð

Stjórnar og fylgist með viðhaldi vélbúnaðarkerfa

UM áratugaskeið hafa menn glímt við þann vanda hvernig hægt sé að halda utan um viðhald vélbúnaðarkerfa með skipulögðum hætti. Með tilkomu einkatölvunnar opnuðust nýir möguleikar í þessum efnum og fljótlega spruttu fram viðhaldsforrit sem áttu að auðvelda mönnum störfin. Akkillesarhæll flestra þessara kerfa er hins vegar sá að þau eru bæði dýr og flókin í notkun. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 651 orð

Stóru útgerðirnar fá mestu bæturnar

Fyrr í sumar kynnti sjávarútvegsráðuneytið reglugerð sem veitir 2.000 tonna þorskígildis uppbót til rækjuútgerða sem stunda veiðar á innfjarðarrækju. Örn Arnarson kynnti sér málið og athugaði í hendur hverra uppbótin fer. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 177 orð

Styrkt til náms í sjávarútvegsfræðum

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Árni M. Mathiesen hefur veitt styrki til framhaldsnáms í greinum í sjávarútvegi. Alls bárust fimm umsóknir um styrkina. Þrír umsækjendanna eru í meistaranámi eða sambærilegu námi en tveir í doktorsnámi. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 87 orð

Stækkun hjá Búlandstindi

Djúpavogi-1400 fermetra viðbygging við frystihús Búlandstinds hf á Djúpavogi er nú orðin fokheld og verður tekin í notkun um miðjan september. Í nýja húsinu er ráðgert að fari fram saltfiskverkun en í eldra húsinu síldarvinnsla. Í haust munu 3 síldarskip landa við Búlandstind hf. og í upphafi kvótaárs eru 11.000 tonn af síld eða 10 síldarkvótar. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 610 orð

"Sýningin mjög þýðingarmikil"

"BARA það eitt að haldin skuli al þjóðleg sjávarútvegssýning á Íslandi með reglulegu millibili, sýnir okkur hve stóran sess Ísland skipar í sjávarútvegi í heiminum; að Ísland skuli vera staðurinn til að halda svona sýningu. Svona sýningar eru þýðingarmiklar í því að miðla upplýsingum og koma á framfæri nýrri tækni," segir Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Verið. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 444 orð

Tilraunaveiðar á "bláugga" bannaðar

ALÞJÓÐLEGI hafréttardómurinn kvað upp dóm í máli Ástrala og Ný-Sjálendinga gegn Japönum í gær. Þeir fyrrnefndu kærðu þá síðarnefndu fyrir veiðar í rannsóknarskyni á túnfisktegundinni bláugga í Suðurhöfum. Meginniðurstöður dómsins eru að ríkin skulu veiða samkvæmt þeim kvóta sem þau sömdu síðast um, afli úr rannsóknarveiðum Japana skal falla undir kvóta þessa árs eða næsta. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 351 orð

Tæknival kynnir nýja nettengingu

TÆKNIVAL hf. kynnir nú sérstaka nettengingu fyrir skip. Nettenging um gervihnött gerir útgerð og skipaflota kleift að vera í stöðugum samskiptum á hagkvæman hátt. Lausnin byggist á að skipin eru tengd Netinu í gegnum gervihnött allan sólarhringinn, og geta verið í stöðugu Net-, tölvupósts- og símasambandi. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 327 orð

Tölvumyndir hefja útflutning á "WiseFish"

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ TölvuMyndir hefur nýlega hafið útflutning á upplýsingakerfinu WiseFish, en WiseFish er afrakstur átta ára vöruþróunar TölvuMynda og íslensks sjávarútvegs. Í WiseFish-upplýsingakerfinu eru allar upplýsingar í eina og sama kerfinu; tímaskráning starfsmanna sem tengjast launakerfi, hráefniskaup og notkun sem skila sér í bókhald og til framlegðarútreikninga, Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 337 orð

Tölvuvædd fiskikör frá Borgarplasti hf.

HELSTA nýjungin sem Borgarplast kynnir um þessar mundir er kör sem hafa verið þróuð í samstarfi við Astra ehf. Í körunum eru tölvuflögur sem geta geymt margvíslegar upplýsingar um aflann og hægt er að flytja þær í móðurtölvu. Guðni Thordarson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, segir að þessi lausn henti vel öllum vinnslum þar sem þarf að geyma upplýsingar. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 244 orð

Undirbúa stofnun verslunar á netinu

VALDIMAR Gíslason - Íspakk ehf. undirbýr nú stofnun viðskiptavefs (netverslunar) sem hefur það að markmiði að auðvelda upplýsingaflæði og pöntunarferlið milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess. "Helstu viðkiptavinir fyrirtækisins eru fastakúnnar í kjöt-, fisk- og mjólkuriðnaði sem með reglulegu millibili panta vörur frá fyrirtækinu eða leita upplýsinga um vörur og þjónustu. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 781 orð

Vaki-DNG selur búnað í níu nýsmíðar í Kína

VAKI-DNG hefur gert samning um sölu á stjórnbúnaði fyrir veiðarfæri í níu skip sem smíða á fyrir íslenskar útgerðir í Kína. Búnaðurinn sem um ræðir eru sjö SeineTec-kerfi til mælinga á hífingarhraða, átaki og lengd tóga fyrir snurvoð og tvö TrawlTec-kerfi til mælinga á átaki og lengd víra fyrir troll. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 1172 orð

Veiðiréttindi til langs tíma æskileg

Hagnýting fiskistofna og stjórn fiskveiða eru, meðal annars, málefni sem Alþjóða mannúðarsjóðurinn, What, lætur til sín taka en hann einbeitir sér að því að finna hagkvæmar lausnir á vandamálum, sem hrjá heiminn. Steinþór Guðbjartsson forvitnaðist um starfsemi What hjá dr. Peter Warren, formanni sjóðsins, og Rögnvaldi Hannessyni, formanni fiskveiðinefndar sjóðsins. Meira
1. september 1999 | Úr verinu | 1732 orð

"Þurfum að halda áfram að stækka"

"VIÐ þurfum að koma rekstrinum vel fyrir vind áður en við ráðumst í frekari fjárfestingar og ný verkefni. Það er nóg af tækifærunum. Langtímamarkmið okkar eru ljós og hvaða skref við viljum taka næst. Það er bara spurning hvenær við teljum okkur í stakk búna til að taka þau skref. Meira

Barnablað

1. september 1999 | Barnablað | 22 orð

Allir í strætó

Allir í strætó STEINGRÍMUR Hólmgeirsson var 8 ára nemandi í 3. bekk Landakotsskóla síðasta vetur þegar hann teiknaði þessa mynd af strætisvagni. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 22 orð

Er athyglin í lagi?

Er athyglin í lagi? VIRÐIÐ myndina fyrir ykkur í eina mínútu, hyljið hana síðan og athugið hvað þið munið eftir mörgum atriðum. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 28 orð

Flögrandi fiðrildin

Flögrandi fiðrildin HÚN Kristín Eva Sigurðardóttir, sem var nemandi í 3. bekk Landakotsskóla skólaárið 1998-1999, teiknaði mynd af fiðrildum flögrandi á milli blómknappanna í sólskini með svifléttum skýjum. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 68 orð

Fuglager

KLIPPIÐ pappír í strimla eins og sýnt er á mynd A (Fig. A). Á öðrum endanum eiga að vera fjaðrir og hinum megin á að klippa rifu (sjá mynd). Stingið fjaðraendanum í gegnum rifuna og málið fuglinn eins og þið viljið hafa hann. Límið síðan lítinn þríhyrning sem nef. Þið getið gert marga svona fugla og smeygt þeim á trjágreinar eða þar sem þið megið skreyta umhverfið. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 21 orð

Furðufiskur eða eitthvað allt annað

Furðufiskur eða eitthvað allt annað MIKAEL Jónsson, 6 ára, Lækjarbergi 5, 220 Hafnarfjörður, sendi okkur þessa skemmtilegu mynd fyrir margt löngu. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 17 orð

Hattaveislan

Hattaveislan MÖRG höfuð, margir hattar. Hvaða höfuðfat tilheyrir hverju höfði? Lausnin: 1-10, 2-9, 3-5, 4-11, 6-12, 7-8. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 22 orð

Kapteinn Krókur

Kapteinn Krókur ANDRI Már Oddgeirsson, 6 ára, Hamrabergi 20, 111 Reykjavík, teiknaði myndina af honum Króki kapteini úr ævintýrinu um Pétur Pan. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 31 orð

Mamma og pabbi

Mamma og pabbi MAMMA og pabbi hennar Elvu Ránar Oddgeirsdóttur, 6 ára, Hamrabergi 20, 111 Reykjavík, eru umlukin hjörtum á myndinni hennar. Og þau eru kóngur og drottning í ríki sínu. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 73 orð

PENAVINIR

Ég er 8 ára stelpa og óska eftir pennavinum á aldrinum 8-10 ára. Áhugamál mín eru: barnapössun, dýr, myndlist, sund, fótbolti, handbolti, lestur, teiknun, skíði og margt fleira. Tek á móti öllum bréfum. Mynd eða brandari fylgi fyrsta bréfi. Anna K. Einarsdóttir Garðaflöt 22 210 Garðabær Ég vil eignast pennavini á aldrinum 9-12 ára. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 187 orð

Penninn - Eymundsson Hallarmúla - Austurstræti Strandgötu - Kringlunni

SÆL og blessuð! Þá er komið að því að birta úrslit í fyrri leik Pennans og Myndasagna Moggans - litaleiknum. Við þökkum ykkur ágæta þátttöku og óskum vinningshöfum til hamingju. Vinningar verða sendir út á næstu dögum. 3 skólatöskur: Embla R. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 49 orð

RÓSIN

Rósin mín og rósin þín er besta rósin allra og hún stækkar en minnkar ekki. En þegar álfur kom tók hann rósina og setti rósina í vasa og setti hana í lítið tré. Og lítil stelpa sá rósina og fór í lítið hús. Höfundur: Sunnefa Gunnarsdóttir, 6 ára. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 80 orð

SAFNARAR

Ég safna öllu með Skítamóral, öllu! Í staðinn get ég látið þrettán myndir og fimmtán plaköt með Backstreet Boys, eitt með Whitney Houston, þrjú dýraplaköt, eitt með Kevin Kostner, þrjú Boyzone, eitt B-Witched, eitt risastórt með Five, eitt risastórt með All Saints, tvö önnur með All Saints, tvö með Natalie Imbruglia, eitt með Will Smith og þrjú með Landi og sonum plús úrklippur. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 31 orð

Vinir á Netinu

Ég er 12 ára stelpa. Mig langar að eignast pennavini á Netinu á aldrinum 12-13 ára. P.S. Vona að þið skrifið mér. Linda Björg. Netfangið mitt er: smurfgirl87Þexcite. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 74 orð

Það haustar að

SKÝIN á myndinni hans Nökkva Fjalars Orrasonar, 5 ára, Laufengi 156, 112 Reykjavík, eru stór og mikil og tætt í endana. Það segir okkur, að ólga og ókyrrð er í loftinu fyrir ofan okkur, alþekktur fyrirboði haustsins - roks og rigningar. Meira
1. september 1999 | Barnablað | 37 orð

Þrautaþríhyrningar

RAÐIÐ sex eldspýtum á borðið eins og sýnt er á myndinni. Þá myndast sex þríhyrningar. Færið þrjár eldspýtnanna þannig að úr verði ný mynd, gerð úr fjórum þríhyrningum. Lausnin: Sjáið bara, Meira

Ýmis aukablöð

1. september 1999 | Dagskrárblað | 1012 orð

Raddir teiknimyndanna Hvernig ætli það sé að vinna við að búa til raddir, skrækar, djúpar, blíðar, brjálaðar og allt þar á

ÚRVAL teiknimynda sem sýndar eru á sjónvarpsstöðvunum er mikið og fjölbreytt. Daglega eru sýndar teiknimyndir bæði í Sjónvarpinu og á Stöð 2 sem eru nær undantekningarlaust með íslensku tali og er vandað mjög til íslensku talsetningarinnar. Meira
1. september 1999 | Dagskrárblað | 63 orð

Seinfeld aftur á skjáinn

JERRY Seinfeld er aftur á leiðinni í sjónvarp. Því miður er hann ekki að halda áfram með myndaþættina vinsælu sem bera nafn hans, heldur ætlar leikarinn að lesa inn rödd risatölvu sem verður í sjónvarpsþáttunum um Dilbert en framleiðandi Dilbert-þáttanna, Larry Charles, framleiddi einnig Seinfeld-þættina á sínum tíma. Meira
1. september 1999 | Dagskrárblað | 128 orð

Sheen í sjónvarpsmynd

LEIKARINN Charlie Sheen hefur tekið að sér að leika klámkóng sem á í erfiðleikum með eiturlyfjaneyslu og áfengissýki fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina Showtime. Bróðir Sheen, Emilio Estevez, mun leika með honum í myndinni sem hefur hlotið nafnið "Rated X". Meira
1. september 1999 | Dagskrárblað | 461 orð

Skemmtilegar kynlífssenur

Leikarinn James Van Der Beek sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Dawson's Creek eða Vík milli vina sem sýndir eru á Stöð tvö, er meðal vinsælustu leikara í Hollywood í dag. Þættirnir hafa komið honum á spjöld kvikmyndasögunnar en í þeim leikur hann unglingsstrákinn Dawson Leery. Höfundur þáttanna er Kevin Williamson, sá sami og gerði myndirnar Scream og I Know What You Did Last Summer. Meira
1. september 1999 | Dagskrárblað | 332 orð

(fyrirsögn vantar)

1.Liðin eru 73 ár síðan ein helsta hetja þöglu myndanna lét lífið. Hvað heitir hann? 2.Hvaða leikstjóri sem á fjölda mynda á Kvikmyndahátíð í Reykjavík var einnig gestur hennar? 3.Hvað heitir þessi leikari sem fer með hlutverk Seth-riddarans Darth Maul í Stjörnustríði? 4. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.