Greinar föstudaginn 3. september 1999

Forsíða

3. september 1999 | Forsíða | 358 orð

Fleiri starfsmenn SÞ vegnir

TVEIR innfæddir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru drepnir á Austur-Tímor í gær, er bylgja ofbeldis hélt þar áfram eftir atkvæðagreiðsluna um framtíð eyjunnar sem fram fór í byrjun vikunnar. Gerðist þetta þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir embættismanna SÞ um að indónesísk öryggismálayfirvöld sæju til þess að öryggis fulltrúa SÞ og almennings á Austur-Tímor yrði gætt. Meira
3. september 1999 | Forsíða | 123 orð

Heimshöfin sögð sjúk

HÖF heimsins eru sjúk og eiga við nýtilkomna sjúkdóma að etja, sem valda lífinu í sjónum stórfelldum skaða. Þetta fullyrðir hópur vísindamanna í grein sem birtist í dag í vísindatímaritinu Science. Meira
3. september 1999 | Forsíða | 214 orð

Nyrup biður Thule-búa afsökunar

POUL Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur bað íbúa Thule á Grænlandi í gær afsökunar á nauðungarflutningunum 1953, er þeir þurftu með fárra daga fyrirvara að yfirgefa heimabyggð sína og flytja í aðra byggð sökum hernaðarframkvæmda Bandaríkjamanna á Grænlandi. Meira
3. september 1999 | Forsíða | 43 orð

Nýr Danaprins

JÓAKIM Danaprins og Alexandra prinsessa sýna nýfæddan son sinn á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn í gær. Prinsinn fæddist sl. laugardag, 28. ágúst, og hefur enn ekki hlotið nafn. Hann er þriðji að ríkiserfðum eftir Friðrik krónprins, eldri bróður Jóakims, og föður sinn. Meira
3. september 1999 | Forsíða | 279 orð

Stefnt að undirritun í Egyptalandi í dag

SAMNINGAVIÐRÆÐUR Ísraela og Palestínumanna um endurnýjað samkomulag um "land fyrir frið" voru strandaðar í gær, og varð því ekkert úr fyrirhugaðri samningsundirritun í Alexandríu í Egyptalandi. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brá þá á það ráð að freista þess að miðla málum með því að eiga næturfund með Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, Meira

Fréttir

3. september 1999 | Miðopna | 1382 orð

24 laxategundir í útrýmingarhættu

Bandaríkjamenn vinna að því að vernda búsvæði kyrrahafslaxins 24 laxategundir í útrýmingarhættu Ástand lífríkis Elliðaánna hefur verið til umfjöllunar undanfarið og er nú stefnt að aðgerðum svo koma megi í veg fyrir áhrif mannsins á lífríkið, eins og kostur er. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 720 orð

Aðsókn sívaxandi

ÁMORGUN hefst vetrarstarf Skautahallarinnar í Laugardal. Skautahöllin var opnuð í mars 1997 og hefur starfað óslitið síðan. Rekstrarstjóri hennar er Hilmar Björnsson íþróttafræðingur. Skyldi vetrarstarf Skautahallarinnar vera mikið frábrugðið sumarstarfi? "Við erum ekki með svell í höllinni yfir sumarið. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 24 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf JÓN Egill Egilsson sendiherra afhenti 2. september Eduard A. Shevardnadze, forseta Georgíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Georgíu, með aðsetur í Moskvu. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Athugasemd vegna fréttar um stofnun nýbúadeildar í Kópavogi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. "Vegna fréttar um stofnun nýbúadeildar í Hjallaskóla í Kópavogi í gær vill Fræðslumiðstöð Reykjavíkur taka eftirfarandi fram: Í Reykjavík starfa þrjár móttökudeildir nýbúa og getur hver þeirra tekið 15 börn að hámarki. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Áhyggjur vegna framvindu mála á Þingeyri

FRJÁLSLYNDI flokkurinn stóð fyrir almennum stjórnmálafundi í Félagsheimilinu á Þingeyri sl. sunnudagskvöld. Gestir fundarins voru alþingismennirnir Guðjón Arnar Kristjánsson og Sverrir Hermannsson, Pétur Bjarnason, varaþingmaður og Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 192 orð

Bjóðast til að leysa gíslana úr haldi

MÚSLÍMSKIR skæruliðar buðust í gær til þess að leysa fjóra japanska gísla, sem haldið er föngnum í suðurhluta Kirgistan, úr haldi ef stjórnvöld ábyrgðust að þeir kæmust óhultir úr landi til nágrannaríkisins Úsbekistan. Kröfum skæruliðanna var komið á framfæri við ríkisstjórn Kirgistans af lögreglumanni sem skæruliðar slepptu lausum á miðvikudag, að sögn heimildamanns AFP. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Busadans á Ráðhústorgi

NÝNEMAR í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru teknir formlega inn í samfélag nemenda skólans í árlegri busavígslu í gær. Elstu nemendurnir stóðu fyrir herlegheitunum og fóru um bæinn með busana eftir að þeir höfðu m.a. verið málaðir og klæddir upp. Meira
3. september 1999 | Landsbyggðin | 349 orð

Búfræðingar útskrifaðir af tveimur brautum

Sauðárkróki-Hólaskóli er ef til vill eini skóli landsins sem starfar árið um kring og lýkur formlegu skólaári að haustinu. Síðastliðinn sunnudag var útskriftarathöfn í Hóladómkirkju þar sem nýútskrifaðir búfræðingar af þeim tveim aðalnámsbrautum sem starfræktar voru á liðnu skólaári tóku við prófgögnum sínum og ýmsum viðurkenningum fyrir árangursríkt nám og góð störf. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 899 orð

Byggðin þrengir að lífríkinu

ÞRÓUN byggðar og ýmsar athafnir manna hafa þrengt að lífríki Elliðaánna, að því er fram kemur í skýrslu um rannsóknir á vatnasviði Elliðaánna síðustu þrjú árin. Rannsóknir á botndýralífi gefa til kynna eituráhrif frá ofanvatnsrásum, en úr ræsunum hefur mælst hár styrkur efna eins og natríums, klórs og zinks, sem er bein afleiðing af athöfnum borgarbúa. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Danssmiðjan með sýningu

DANSSMIÐJAN stendur fyrir danssýningu og kynningu á starfsemi sinni laugardaginn 4. september í Kringlunni og á Laugaveginum, en Danssmiðjan hefur nú hafið starfsemi í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 429 orð

Dýratilraun sem gæti nýst gegn eyðni

TILRAUNASTÖÐ Háskólans í meinafræði á Keldum hefur fengið 10,7 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að taka þátt í samstarfsverkefni, sem felst í tilraunabólusetningu gegn apaveiru (SIV), sem er náskyld eyðniveirunni. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Efna til gjörnings á Eyjabökkum

LJÓÐAHÓPURINN og aðrir áhugamenn um umhverfisvernd standa fyrir gjörningaferð að Eyjabökkum laugardaginn 4. september. Á Eyjabökkum mun Skarphéðinn Þórisson útskýra fyrirhugaðar virkjanaáætlanir. Síðan verður fluttur sameiginlegur stórgjörningur með þátttöku allra viðstaddra. Ferðin er opin öllu áhugafólki um umhverfisvernd. Ferðin er dagsferð. Flogið verður frá Reykjavík kl. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 1003 orð

Ekki pólitískur vilji innan ESB til frekari þróunar samningsins

EVA Gerner, yfirmaður EES-deildar framkvæmdastjórnar ESB, sagði það langtímamarkmið EES-samningsins að innri markaðurinn yrði að einu efnahagssvæði en hins vegar væri ekki pólitískur vilji innan ESB til að þróa EES-samninginn nánar. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 540 orð

Fimm mánaða þrautagöngu loks lokið

TVEIR ástralskir hjálparstarfsmenn sem hnepptir voru í varðhald við upphaf loftrárása Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu eftir að þeir höfðu verið vændir um njósnir, voru á miðvikudag látnir lausir úr fangelsi. Þeim Steve Pratt og Peter Wallace var sleppt úr Sremska Mitrovica-fangelsinu í norðvesturhluta Serbíu og héldu stuttu síðar úr landi. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Fimm sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra

FIMM umsóknir bárust menntamálaráðuneytinu um stöðu þjóðleikhússtjóra. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs. Umsækjendur eru Árni Blandon Einarsson, leikari og leikstjóri, Guðjón Pedersen leikstjóri, Hafliði Arngrímsson leikhúsfræðingur, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og Viðar Eggertsson, leikari og leikstjóri. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 371 orð

Fjármununum varið til verkefna á sviði atvinnumála

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboði Búnaðarbanka Íslands hf. í 20% eignarhlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og var Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni. Nafnvirði bréfa bæjarins í ÚA var 183,6 milljónir króna og fyrir þau borgar bankinn rúmar 1.246 milljónir króna, á genginu 6,79. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 419 orð

Flugvöllurinn talinn mjög hættulegur

SJÖTÍU manns að minnsta kosti týndu lífi er Boeing 737-farþegaflugvél frá argentínska flugfélaginu LAPA fórst í flugtaki í Buenos Aires í fyrradag. Þar af létust 10 manns á jörðu niðri, ökumenn, sem áttu leið um veginn, sem flugvélin rann yfir áður en hún brotnaði alelda á golfvelli rétt við flugvöllinn. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 136 orð

Fyrsti kvenforseti Panama

UM tuttugu og fimm þúsund Panamabúar fögnuðu Mireya Moscoso, nýjum forseta landsins, innilega á miðvikudag eftir að hún var svarin í embætti á þjóðarleikvanginum í Panamaborg. Moscoso er ekki aðeins fyrsti kvenforseti Panama heldur í raun fyrsti forseti landsins sem mun gefast tækifæri til að stýra algerlega fullvalda ríki, Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Gagnagrunnur um hálendið

FYRIRTÆKIÐ Loftmyndir ehf. hefur í sumar myndað stóran hluta hálendis Íslands og áformar að ljúka við að mynda það næsta sumar. Myndirnar á að nota til þess að byggja upp gagnagrunn um hálendið. Fyrirtækið, sem er í eigu Hönnunar og ráðgjafar ehf. á Reyðarfirði og Ísgrafs ehf. í Reykjavík, hafði tvær loftmyndatökuflugvélar á leigu í sumar og vann verkefni í Færeyjum auk Íslands. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Grisjað í Vaðlareit

VINNUFLOKKUR frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga hefur að undanförnu unnið að grisjun í syðsta hluta Vaðlareits austan Akureyrar. Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri félagsins sagði orðið tímabært að hirða skóginn, sem þurfti nauðsynlega á grisjun að halda. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Græni herinn í Reykjavík

GRÆNI herinn hefur farið um landið í sumar og endar yfirreið sína í höfuðborginni laugardaginn 4. september. Hátíðin hefst klukkan tólf á hádegi en þá safnast liðsmenn Græna hersins saman við Sparisjóð Reykjavíkur við Skólavörðustíg. Þegar herinn hefur skrýðst búningum verður gengið fylktu liði sem leið liggur niður í gegnum miðbæinn og endað á Hlíðarenda. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Gönguferð með Laxárgljúfrum og ökuferð um Hrunamannahrepp

FERÐAFÉLAG Íslands efnir laugardaginn 4. september til dagsferðar í Hrunamannahrepp þar sem hægt er að velja á milli gönguferðar með gljúfrum Stóru-Laxár eða öku- og skoðunarferðar. Brottför er kl. 9 og verður ekið um Tungufellsdal, austan Hvítár, og inn á svokallaðan Línuveg, en þaðan verður gengið niður með Laxárgljúfrum. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON

HAFSTEINN Guðmundsson bókaútgefandi er látinn, 87 ára að aldri. Hafsteinn fæddist í Vestmannaeyjum árið 1912, sonur Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóður og Guðmundar Helgasonar sjómanns. Hann tók sveinspróf í prentun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1930 og próf frá Fagskolen for boghåndsværk í Kaupmannahöfn níu árum síðar. Meira
3. september 1999 | Landsbyggðin | 337 orð

Haldið upp á 100 ára afmæli Hagakirkju

Tálknafirði-Sunnudaginn 29. ágúst var haldið upp á 100 ára vígsluafmæli Hagakirkju á Barðaströnd. Kirkjan var byggð árið 1892 en fauk í ofsaveðri af vestri 20. nóvember 1897. Hún var síðan endurbyggð og styrkt, og þann 12. nóvember 1899 var hún vígð, af Bjarna Símonarsyni presti á Brjánslæk. Afmælishátíðin hófst með guðsþjónustu í kirkjunni. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 258 orð

Hald lagt á áður óþekkt gögn um Waco-árásina

BANDARÍSKIR alríkislögreglumenn hafa lagt hald á áður óþekkt gögn varðandi íkveikju- og táragassprengjuárás alríkislögreglunnar (FBI) á búgarð Davids Koresh og fylgjenda hans skammt frá Waco í Texas 1993, og hafnar eru viðræður við þá sem koma til greina sem yfirmenn óháðrar rannsóknar á árásinni, sem verður sífellt umdeildari. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Hannes H. og Jón G. efstir

ÞRIÐJA umferð á Skákþingi Íslands var tefld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í gær og voru helstu tíðindin þau að Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Róbert Harðarson, en hvorugur þeirra hafði tapað er umferðin hófst í gær. Meira
3. september 1999 | Landsbyggðin | 305 orð

Hlaupið tileinkað íslenskum landbúnaði

BRÚARHLAUP Selfoss fer fram í níunda sinn laugardaginn 4. september nk. Hlaupið hefst að vanda á miðri Ölfusárbrú og endar í miðbæ Selfoss skammt frá brúnni eftir að hlauparar hafa farið sína leið um Selfoss og nágrenni. Boðið er uppá hefðbundnar vegalengdir, 2,5 km skemmtiskokk og 5 og 10 km hlaup. Einnig er boðið uppá hálfmaraþon 21 km. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 228 orð

Ísland verður í heiðurssæti í Norfolk

ÍSLAND verður í heiðurssæti á Azaleahátíðinni í Norfolk í Bandaríkjunum á næsta ári. Hátíðin er haldin árlega, og með henni fagna íbúar borgarinnar veru Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Norfolk. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að hátíðina sæki yfirleitt um 250 þúsund manns. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Íslendingur berst við skógarelda í Manitoba

UM fjörutíu skógareldar loga um þessar mundir í Manitoba. Þrír þeirra eru það umfangsmiklir að slökkviliðsmenn fá vart við ráðið. Rúmlega fjögur hundruð manns berjast við eldana og er einn Íslendingur meðal þeirra. Notaðar eru tuttugu og fimm þyrlur og sjö stórar tankflugvélar við slökkvistarfið. Meira
3. september 1999 | Miðopna | 1092 orð

Íslenskar marflær í pósti til Ástralíu

FYRIR rúmlega hundrað árum fóru vísindamenn í tvær rannsóknarferðir um hafssvæðið í kringum Ísland á danska varðskipinu "Ingolf" og könnuðu meðal annars botndýralífið. Fjölmargar ritgerðir byggðar á gögnum úr rannsóknarleiðangrinum birtust á næstu áratugum, Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 475 orð

Játvarður reitir Breta til reiði

JÁTVARÐUR Bretaprins var gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í gær fyrir að hafa farið niðrandi orðum um breskan almenning í blaðaviðtali við bandaríska stórblaðið The New York Times á miðvikudag. Í viðtalinu sagði Játvarður að Bretar fyrirlitu þá sem nytu velgengni í lífinu. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Jólatáknið 1999

Jólatáknið 1999 JÓLATÁKNIÐ, tákn komandi jóla, er orðið fastur liður í starfsemi Jólagarðsins í Eyjafirði. Árlega fær hann til liðs við sig fólk sem er þekkt af hagleik og vönduðu handverki. Viðkomandi vinnur síðan úr því efni sem honum er tamt og hann helst kýs. Jólatáknið er framleitt í einungis 110 tölusettum eintökum. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 376 orð

Kaupmáttur rýrnar og greiðslubyrði eykst

SKULDIR heimilanna hækka um 4,3 milljarða kr. vegna áhrifa bensínverðshækkana á vísitölu neysluverðs á árinu. Hækkandi heimsmarkaðsverð á bensíni skerðir því verulega kaupmátt heimilanna og fyrir utan bein áhrif bensínhækkana á útgjöld heimilanna eykst greiðslubyrði þeirra vegna skulda. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju sunnudaginn 5. september kl. 11.00. Guðsþjónusta sama dag í Grenivíkurkirkju kl. 21.00. Sóknarprestur. BÆGISÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 5. september kl. 21.00. Kór Bægisárkirkju syngur, organisti Birgir Helgason. Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 48 orð

Konur mótmæla karlrembu

KONUR úr Kongressflokknum á Indlandi brenndu í gær brúður í líki pólitískra anstæðinga Sonju Gandih, formanns flokksins. Voru þær að mótmæla ummælum varnarmálaráðherra Indlands, Georges Fernandes, og flokksfélaga hans í garð Sonju, en þeir höfðu haft um hana niðrandi orð á grundvelli kynferðis hennar. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 607 orð

Kroppað í moldroki

Árnar í Þistilfirði finna nú fyrir því að lítið sem ekkert hefur rignt á svæðinu svo vikum skiptir. "Þetta er orðið mjög bagalegt og jörðin er svo skrælnuð að það má ekki blása, þá er komið moldrok. Árnar hafa hrapað í rennsli og ég myndi segja að miðað við hve aðstæður eru slæmar sé með ólíkindum hvað menn eru að veiða. Þriggja daga hollin hjá mér í Svalbarðsá eru að fá svona 3 til 8 laxa. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Kynntu sér íslensk skólamál

FIMMTÁN manna hópur Sama frá Kautokeino og Alta í Norður- Noregi flaug heimleiðis í gærmorgun eftir fimm daga heimsókn hérlendis. Í hópnum voru þingmenn frá Samaþinginu í Kautokeino, ráðgjafar og skólastjórnendur en tilgangur ferðarinnar var að kynna sér íslensk menntamál og skólastarf. Að sögn Arthurs Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur heimsóttu Samarnir m.a. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Langur laugardagur á morgun

LANGUR laugardagur verður haldinn laugardaginn 4. september og verður ýmislegt um að vera í bænum þann dag. Klukkan 13 mun Skólahljómsveit Kópavogs leggja af stað frá Hlemmi, en í henni eru u.þ.b 40 börn og ungmenni. Harmónikkuleikari verður á sveimi um Laugaveginn og tekur lagið fyrir gesti og gangandi. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 388 orð

Lausn á vanda þróunarríkja fremst í forgangsröðinni

MIKE Moore, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tók á miðvikudag við starfi framkvæmdastjóra Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Hét hann því að standa vörð um hagsmuni þróunarlanda, og sagði fréttamönnum að nauðsynlegt væri að leysa vandamál fátækustu ríkja heims "nú þegar, en ekki eftir sjö eða átta ár". Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 589 orð

Leggja fram 200 milljónir til að undirbúa næstu skref

FIMM íslensk fjármálafyrirtæki hafa ásamt Norsk Hydro ákveðið að stofna undirbúningsfélag sem hefur það hlutverk að fjármagna og undirbúa byggingu álvers á Reyðarfirði. Fyrirtækin leggja fram 200 milljónir til þessa verkefnis, en þar af kemur helmingurinn frá Norsk Hydro. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

LEIÐRÉTT

Í blaðinu í gær birtist dómur Hildar Loftsdóttur um kvikmynd Emirs Kusturica "Manstu eftir Dolly Bell?". Myndin hlaut þar tvær stjörnur sem er rangt. Mynd fær tvær og hálfa stjörnu. 386 ekki taldar með Ranghermt var í Mbl. í gær að tölvueign grunnskóla Reykjavíkur væri 1.100 af gerðinni 386. Hið rétta er að tölvueign skólanna er rúmlega 1. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Leiktæki við knattspyrnuvöllinn

KÓPAVOGSVÖLLUR sker sig úr knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að við völlinn eru leiktæki fyrir börn; rólur, vegasalt, sandkassi og rennibraut. Að sögn Hilmars Harðarsonar, umsjónarmanns vallarins var rennibraut sett upp við völlinn fyrir nokkrum árum og síðan vatt þetta smám saman upp á sig enda viðtökur góðar. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Leikur í tilefni frumsýningar

Í TILEFNI frumsýningar Walt Disney-myndarinnar "Inspector Gadget" ætlar veitingastaðurinn Hard Rock Café í Kringlunni að bregða á leik með SAMbíóunum. Um er að ræða sérstaka "Inspector Gadget" daga sem hefjast föstudaginn 3. september nk. Á Gadget-dögunum geta fulltrúar yngri kynslóðarinnar komið á Hard Rock, borðað og í leiðinni leyst þraut sem tengist myndinni. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Loftefnagjald á Norsk Hydro hugsanlegt

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir til greina koma að fara fram á að Norsk hydro greiði sérstakt gjald vegna loftefna sem hleypt kynni að verða út í andrúmsloftið í tengslum við viðræður við fyrirtækið um álver á Austurlandi. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lundapysjur í Dyrhólaey

Lundapysjur í Dyrhólaey LUNDAPYSJURNAR ættu flestar að vera komnar til sjávar, en varptíma lauk í byrjun júní og flestar eru pysjurnar komnar á kreik í byrjun ágúst. Um tíu milljón kubbslegir og flatnefjaðir lundar búa við sjávarsíðu landsins og er fuglinn sá algengasti á Íslandi. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lýst eftir ökumanni jeppa

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni stórrar upphækkaðrar jeppabifreiðar, sem talin er hafa valdið árekstri á bifreiðastæði vestan bílahússins við Traðarkot hinn 30. ágúst á milli kl. 22 og 23. Þar var ekið utan í rauða Hyundai- fólksbifreið. Einnig er óskað eftir vitnum að óhappi þessu. Biður rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík vitni vinsamlegast um að hafa samband. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Mannréttindi brotin á lettneskum sjómönnum

HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent frá sér eftirfarandi: "Húmanistaflokkurinn krefst þess að ríkisstjórnin leysi án tafar úr vanda þeirra lettnesku sjómanna sem hafa verið hér á landi án launagreiðslna í 11 mánuði. Flokkurinn telur að ríkisstjórnin eigi að sjá til þess að sjómönnunum verði þegar greidd laun sín. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 399 orð

Mikilvægasti fjaðrafellistaður heiðagæsa

SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands stóð fyrir opnum fundi um heiðagæsina og Eyjabakka á Hótel Borg í gærkvöld. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, sagði ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af heiðagæsinni ef til virkjunarframkvæmda kæmi og gagnrýndi harðlega orð umhverfisráðherra í þá veru að heiðagæsin færi bara eitthvað annað. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Mikilvægt að rödd almennings fái að heyrast

HELGI Pétursson, formaður heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, telur eðlilegt að nefndin fjalli um fyrirhugaðar framkvæmdir í Laugardal þegar þær hafa verið kynntar og viðbrögð almennings liggja fyrir. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi hefur óskað eftir því að nefndin fjalli um Laugardalinn. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 80 orð

Minningarathöfn í Nova Scotia

HUNDRUÐ ættingja og vina þeirra er fórust með þotu svissneska flugfélagsins Swissair undan austurströnd Kanada fyrir réttu ári, söfnuðust saman í Nova Scotia í gær og minntust fórnarlambanna. Alls fórust 229 manns í slysinu. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 650 orð

Músum gefið aukið minni

VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist að skapa óvenju gáfaðar mýs með því að bæta einum arfbera, eða geni, í músafóstur, og hafa þannig sýnt fram á að tiltölulega einföld genabreyting getur bætt frammistöðu músa í ýmiskonar lærdóms- og minnisverkefnum. Bandarísku blöðin Washington Post og New York Times greindu frá þessu í gær. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Myndlist á heimasíðu

LAUGARDAGINN 4. september verður formlega opnuð heimasíða Stone Art and Paintings á veraldarvefnum, þar sem sjá má verk eftir myndlistarmennina Alexöndru Cool, Jónas Viðar og Sólveigu Baldursdóttur og fá fréttir af starfseminni, sýningardagskrá og fleira. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 238 orð

Mæta mikilli andstöðu í Hollywood

BANDARÍSKI kvikmyndaiðnaðurinn hyggst leggjast gegn áformum um menningarnefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings er kryfja skuli bandaríska menningu. Óttast talsmenn kvikmyndagerðarmanna að slík nefnd myndi einkum gera þeim sem standa að gerð svokallaðrar dægurmenningar lífið leitt. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Möðrudalskirkja 50 ára

MESSAÐ verður í Möðrudalskirkju laugardaginn 4. september í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar. Athöfnin hefst kl. 14:00. Sóknarprestur Valþjófsstaðarprestakalls, séra Lára G. Oddsdóttir, þjónar fyrir altari og prófastur Múlaprófastsdæmis, séra Sigfús J. Árnason, Hofi, Vopnafirði, prédikar. Allir eru velkomnir til messunnar og boðið er í afmæliskaffi að messu lokinni. Jón A. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 371 orð

Nýjar reglur um útgáfu flugskírteina

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út nýja skírteinareglugerð fyrir flugliða, JAR-FCL, sem gilda á í aðildarlöndum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA. Reglugerðin tók gildi á Íslandi 1. júlí síðastliðinn og hefur Flugöryggissvið Flugmálastjórnar gefið út bækling þar sem helstu atriði nýju reglnanna eru kynntar. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Nýr ráðgjafi í málefnum framhaldsskóla

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur ráðið Hörð Lárusson, deildarstjóra, sem sérstakan ráðgjafa sinn í málefnum framhaldsskólans. Hörður hefur starfað í menntamálaráðuneytinu frá árinu 1974, lengst af sem deildarstjóri framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeildar ráðuneytisins. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 528 orð

Ósnortin náttúra heimsins fer hverfandi

VALENE Smith, prófessor í mannfræði ferðamála við California State University í Chico í Bandaríkjunum, líkir Eyjabökkum við Yellowstone- þjóðgarðinn í Bandaríkjunum eins og hann var áður en hann fylltist af ferðamönnum. Hún segir of snemmt að fara út í framkvæmdir á svæðinu þar sem upplýsingar um áhrif hvers konar uppbyggingar á svæðinu liggi ekki fyrir og hafi ekki verið metnar. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 308 orð

Óþekkt öfl sögð stuðla að ófrægingarherferð

RÚSSNESKIR embættismenn sem að undanförnu hafa þurft að þola ásakanir fjölmiðla um víðfeðma spillingu og peningaþvætti á milljörðum Bandaríkjadala, lýstu í gær sjálfum sér sem fórnarlömbum pólitískrar ófrægingarherferðar. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ráðist á stúlku á Snæfellsnesi

SÝSLUMAÐURINN í Stykkishólmi rannsakar nú alvarlegt líkamsárásarmál, sem upp kom á þriðjudagsmorgun þegar tæplega tvítug stúlka tilkynnti um að rúmlega tvítugur maður hefði ráðist á sig í sumarbústað í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Stúlkan var flutt frá Stykkishólmi á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún fékk meðhöndlun bæði á slysadeild og á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Ræðismenn mikilvægir fyrir fámenn lönd

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær samráðsfund með ræðismönnum Íslands í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Fundurinn var haldinn í húsakynnum nýrrar sendiráðsbyggingar Íslands í Berlín. Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Berlín, sýndi Halldóri Ásgrímssyni húsakynni nýs sendiráðs Íslands. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 272 orð

Samkeppni aðalástæða stækkunar

JÓN Hákon Magnússon, hjá Kynningu og markaði ehf., heldur því fram að vöxtur og velgengni Íslensku sjávarútvegssýningarinnar nú sé tilkomin vegna samkeppni sem fyrirtækið Sýningar hf. veitti breska fyrirtækinu Nexus Media Ltd., núverandi eiganda sýningarinnar. Sýningar hf. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Síðasta helgardagskrá sumarsins í Viðey

UM helgina lýkur sumardagskránni í Viðey. Aðsókn hefur verið ágæt, hátt í 20 þúsund manns hafa komið það sem af er árinu. Í fyrra var metaðsókn en þá urðu gestir rúmlega 22 þúsund. Því er möguleiki á nýju meti í ár. Á morgun, laugardag, verður að venju farið í gönguferð um Viðey. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Síminn Internet og Skáksambandið opna Mátnetið

SÍMINN Internet og Skáksamband Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning um rekstur skákþjónsins Mátnetsins. Í samstarfssamningnum felst að Síminn Internet muni reka Mátnetið og útvega til þess tölvukost og nettengingar. Skáksambandið mun svo skipuleggja mótshald á skákþjóninum og verða mót haldin reglulega. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Skógarganga á laugardaginn

Skógarganga á laugardaginn Í HAUST munu Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 388 orð

Skref í átt til sjálfstæðis

SKÝRSLA um hvaða möguleikar á sjálfstæði blasi við Færeyingum var kynnt á mánudag. Skýrslan er unnin af fræðimönnum, sem meðal annars komast að þeirri niðurstöðu að Færeyjar séu ekki háðar árlegu framlagi Dana upp á 900 milljónir danskra króna, um tíu milljarða íslenskra króna. Meginþema skýrslunnar virðist ekki vera hvort Færeyjar eigi að öðlast sjálfstæði, heldur hvernig og hvenær. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Snjókoma á hálendinu

SNJÓKOMA var á Hveravöllum aðfaranótt fimmtudags, en er líða fór á morguninn hlýnaði heldur og fór að rigna, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Éljagangur og skafrenningur var víða á hálendinu þessa nótt og hiti um frostmark, en að sögn veðurfræðings er þetta tíðarfar ósköp eðlilegt miðað við árstíma. "Haustið er komið," sagði hann. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Sorpa styrkir líknarfélög um 600.000

ÖGMUNDUR Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, afhenti Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Þjónustusetursins, 600.000 króna styrk til uppbyggingar á starfi félaganna. Afhendingin fór fram í Góða hirðinum, Hátúni 12, sem er samstarfsverkefni Sorpu og líknarfélaganna, þar sem gamall húsbúnaður er seldur með markmið að styrkja líknarfélög. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 590 orð

Starfsfólki fækkar úr 90 í rúma 40

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna mun hætta sölu á ferskum fiski og draga sig út úr rekstri Sæmarks ehf. en í sumar hefur verið unnið að endurskipulagningu á starfsemi félagsins í kjölfar breytinga sem kynntar voru í apríl sl. Forstjóri SH gerir ráð fyrir að leggja þurfi niður stöður og jafnvel segja upp starfsfólki í kjölfar þessa. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Straumi hleypt á 3. ofninn

STRAUMI verður hleypt á þriðja bræðsluofn verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga einhvern næstu daga. Stefnt er að því að framleiðsla geti hafist með því sem næst fullum afköstum 1. október næstkomandi. Unnið hefur verið dag og nótt að prófun tækjanna. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tímabært að fá lög um fasteignaviðskipti

FÉLAG fasteignasala fagnar því að dómsmálaráðherra hefur ákveðið að láta semja frumvarp til laga um fasteignaviðskipti. Þetta sagði Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala og fasteignasali á Eignasölunni Húsakaupum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 332 orð

Tony Blair og William Hague í hár saman

BRESKI forsætisráðherrann Tony Blair lýsti í gær óánægju sinni með gagnrýni Williams Hagues, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, á hvernig breska stjórnin hefur brugðist við erfiðleikum í friðarumleitunum á Norður-Írlandi. Sakaði Blair íhaldsmenn um að grafa undan tilraunum til að tryggja varanlegan frið á N-Írlandi. Meira
3. september 1999 | Landsbyggðin | 179 orð

Uppskeruhátíð á Héraði

Egilsstaðir-Ormsteiti, uppskeruhátíð Austur-Héraðs, sem haldið var á Egilsstöðum lauk síðustu helgi. Margt var til gamans gert, m.a. var haldinn sérstakur nýbúadagur þar sem nýir íbúar staðarins voru boðnir sérstaklega velkomnir. Var farið í gönguferð um Egilsstaði undir leiðsögn og staðurinn kynntur. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 329 orð

Valtur efnahagsbati í Asíu

BATINN, sem augljóslega hefur orðið í efnahagslífi Asíuríkjanna á þessu ári, stendur völtum fótum og enn getur brugðið til beggja vona með hann. Kom þetta fram á ráðstefnu í Singapore og einn fundarmanna benti meðal annars á, að batann mætti ekki síst rekja til mikilla fjárframlaga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF. Nú væri hins vegar farið að ganga mjög á það fé og það kæmi ekki aftur. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Vantar húsgögn í skólann

199 nemendur í Fossvogsskóla byrja ekki í skólanum fyrr en á mánudag vegna þess að ekki eru til húsgögn fyrir þá í skólanum. Skólastarfið hófst 1. september. Í Fossvogsskóla eru 6-12 ára nemendur en að sögn Óskars Einarssonar, skólastjóra Fossvogsskóla, var ekki hægt að taka á móti 9-12 ára nemendum, þ.e. fjórum árgöngum af sjö, strax og skóli átti að hefjast vegna húsgagnaskortsins. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 592 orð

Var bjargað um borð í skemmtiferðaskip

SJÖ manna hópur Íslendinga lenti í talsverðum hrakningum á skútu á gríska Eyjahafinu síðasta föstudag. Aðalstýri skútunnar gaf sig þegar svokallaður stýrisdempari bilaði og varastýri sömuleiðis, með þeim afleiðingum að skútuna rak stjórnlaust. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 390 orð

Verður ekki óbyggt um alla framtíð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir ekki hægt að gera ráð fyrir því að 15­20 hektarar lands, eins og land Gufunesradíós í Grafarvogi, muni standa óbyggt um alla framtíð. Um þrjátíu íbúar í Rimahverfi hafa sent borgarstjóra áskorun um að hætt verði við áformuð byggingaráform á svæðinu og það verði íþrótta- og útivistarsvæði. Meira
3. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Verkefnisstjóri ráðinn til starfa

STARFSHÓPUR um samþættingu skóla- og félagsþjónustu við utanverðan Eyjafjörð hefur ráðið Benedikt Sigurðarson M.Ed. sem verkefnisstjóra við undirbúning og skipulagningu sérfræðiþjónustu skóla, málefna fatlaðra og eflingu heilsugæslu. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vetrarstarf að hefjast í Skautahöllinni

VETRARSTARFSEMIN hefst í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 4. september. Almenningi er boðið á svellið laugardag og sunnudag frá kl. 13­18 báða dagana í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Skautar verða leigðir á hálfvirði þessa daga. Starfsfólk aðstoðar byrjendur og skautafólki gefst kostur á að prófa íshokkí. Einnig kynna skautafélögin vetrardagskrá sína. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

Vetrarstarf skáta að hefjast

EFTIR velheppnað Landsmót skáta í sumar eru skátar í Reykjavík að byrja hefðbundið vetrarstarf. Kynning og innritun hefst laugardaginn 4. september. Í Reykjavík eru starfandi 10 skátafélög, þau eru: Skátafélagið Ægisbúar, Vesturbær, Neshaga 3, Skátafélagið Landnemar, Hlíðar-Miðbær, Snorrabraut 60, Skátafélagið Garðbúar, Fossvogs-Bústaðahverfi, Hólmgarður 34, Skátafélagið Eina, Neðra-Breiðholt, Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 640 orð

Vinnueftirlitið hyggst skoða búnaðinn

DEILDARSTJÓRI tjónmatsdeildar vátryggingafélagsins VÍS, sem tryggði sumarbústað í Grímsnesi sem skemmdist mikið þegar rafmagsnvatnskútur í honum sprakk fyrir skömmu, hefur skoðað aðstæður þar. Kristinn Kristinsson, eigandi bústaðarins, segir að ljóst sé orðið að tjónið skipti milljónum króna. Eftir sé hins vegar að ganga frá tryggingabótum og ákveða hvernig staðið verði að viðgerð. Meira
3. september 1999 | Innlendar fréttir | 521 orð

Virkjunin ekki ávísun á Kárahnúkavirkjun

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveður gæta misskilnings í máli flokksbróður sína, Ólafs Arnar Haraldssonar, sem segir að gera verði mat á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar þegar í stað, áður en gengið verði til samninga við Norsk Hydro um byggingu álvers á Austurlandi. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að virkja Kárahnúka. Meira
3. september 1999 | Erlendar fréttir | 347 orð

Víetnamar náða fanga

YFIRVÖLD í Víetnam hafa gefið 1.712 föngum upp sakir og stytt fangelsisdóma yfir öðrum 4.000 í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins, sem var í gær. Meðal þeirra, sem nutu þessa, eru fangar, sem voru að afplána lífstíðardóm í endurhæfingarbúðum. Ekki er vitað til, að neinir andófsmenn hafi verið í þessum hópi en stjórnvöld neita því, að nokkrir samviskufangar séu í haldi. Meira

Ritstjórnargreinar

3. september 1999 | Leiðarar | 568 orð

MIKILVÆG SJÁVARÚTVEGSSÝNING

ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin er nú haldin í sjötta sinn, en í fyrsta sinn í Smáranum í Kópavogi. Áður var hún haldin í Laugardalshöll. Sýningunni hefur stöðugt vaxið fiskur um hrygg frá þeirri fyrstu 1984 og er hún orðin með stærstu alþjóðlegum sýningum á sviði sjávarútvegs í heiminum. Hún er íslenzkum sjávarútvegi og efnahagslífi afar mikilvæg. Meira
3. september 1999 | Staksteinar | 374 orð

Stærsta skóglendi landsins

DÓMS- og kirkjumálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, flutti ávarp á fjölskylduhátíð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Heiðmörk síðastliðinn sunnudag. SÓLVEIG sagði m.a.: "Heiðmörkin er verndar- og griðastaður höfuðborgarsvæðisins. Meira

Menning

3. september 1999 | Fólk í fréttum | 248 orð

Downey senuþjófur Einn gæi og tvær stelpur (Two Girls and a Guy)

Framleiðandi: Chris Hanley, Edward R. Pressman. Leikstjóri: James Toback. Handritshöfundur: James Toback. Kvikmyndataka: Barry Markowitz. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Robert Downey Jr, Heather Graham, Natasha Warner. (86 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
3. september 1999 | Kvikmyndir | 280 orð

Draumkennd skemmtiferð

Emir Kusturica/Júgóslavía 1988. SÍGAUNALÍF er dansandi draumur sem liðast um furðuveröld þar sem kalkúnn er besti vinur mannsins, þar sem hús lyftast og hús brenna. Það sem niðursuðudósir hreyfast úr stað, skeiðar mjakast upp veggi, og eldkestir fljóta eftir ánni. Perhan býr í þessari veröld. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 777 orð

Fjarrænt og hrífandi þjóðlagapopprokk

Andrea Jónsdóttir skrifar um nýjustu plötu Sarah McLachlan, Mirrorball. Fjarrænt og hrífandi þjóðlagapopprokk SARAH McLachlan er búin að elta mig á röndum í sumar. Það byrjaði með að ég skrifaði grein í Veru um farandhljómleikana Lilith fair, en það mikla fyrirtæki er runnið undan rifjum Söru. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 480 orð

Glæpaforingi leitar til sálfræðings

GAMANMYNDIN "Analyze This" segir söguna af mafíósanum Paul Vitti (Robert De Niro) og sálfræðingnum hans, Ben Sobol (Billy Crystal). Vitti er með valdamestu glæpaforingjum New York-borgar. Hann hefur alist upp innan stórrar mafíufjölskyldu og er reiðubúinn að taka við sem æðsti maður hennar þegar vandræðin hefjast. Hann á allt í einu erfitt með andardrátt. Hann getur ekki sofið. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Górilluleikhús í Kaffileikhúsinu

GÓRILLULEIKSÝNING verður í Kaffileikhúsinu Hlaðvarpanum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Górilluleikhús er ein af spunaaðferðum sem teljast til leikhússports og er þetta í fyrsta skipti sem slík sýning er sett upp hér á landi, segir fréttatilkynningu. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Handverk & hönnun fær fjárveitingu

VERKEFNIÐ Handverk & hönnun hefur fengið fjárveitingu til ársins 2002 til að stuðla að áframhaldandi eflingu handverks, bæta menntun og þekkingu handverksfólks og stuðla að aukinni gæðavitund í greininni, eins og segir í fréttatilkynningu. Verkefnið verður rekið með fjárhagslegum stuðningi frá forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Framleiðnisjóði landbúnaðarins til fjögurra ára, þ.e. Meira
3. september 1999 | Tónlist | 640 orð

Ímyndað landslag

Verk eftir Geir Rafnsson, Vine, Cahn, Raxach og Mallika & McQueen. Arna Kristín Einarsdóttir, flautur; Geir Rafnsson, slagverk. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 20:30. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 257 orð

Jagúar í fönkinu

Fönkið lifir enn góðu lífi eins og heyra má á tónlist hljómsveitarinnar Jagúar, sem hefur verið iðin við spilamennsku inni og úti undanfarna mánuði. Þeir Jagúarmenn gerðu stutt hlé á spilamennsku sinni og tóku upp breiðskífu sem væntanleg er í haust. Hús var tekið á þeim félögum þar sem þeir sátu við hljóðblöndun í Sýrlandi. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 192 orð

Kubrick ekki til Singapúr?

YFIRVÖLD í Singapúr hafa sýnt í gegnum tíðina svo ekki verður um villst að þau hafa litla þolinmæði gagnvart nektaratriðum í kvikmyndum. Það þurfti því ekki að koma á óvart þegar þau hreyfðu andmælum við nýjustu kvikmynd Stanleys Kubricks "Eyes Wide Shut" og vildu klippa út hópkynlífsatriði sem fór fyrir brjóstið á þeim. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 45 orð

Litmyndir á Mokka

RÚNAR Gunnarsson ljósmyndari opnar sýningu á Mokka á sunnudag. Sýndar eru sextán litmyndir, 60×80 sentimetra og er viðfangsefni þeirra fangelsi, kirkjugarður, lystigarður, leiksvæði barna, girðingar og ýmis önnur fyrirbæri í tilveru okkar sem hindra og takmarka, segir í fréttatilkynningu. Sýningin varir út september. Meira
3. september 1999 | Kvikmyndir | 268 orð

Mistækur pabbi

Leikstjórn: Dennis Dugan. Handrit: Steve Franks, Tim Herlihy og Adam Sandler. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Joey Lauren Adams, Cole og Dylan Sprouse, Jon Stewart. Colombia 1999. ADAM Sandler leikur Sonny Koufax, lögfræðilærða kærulausa letibykkju sem kærastan segir upp. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 729 orð

Náttúrutilfinningar í abstraktformi

GAMLI og nýi tíminn tengjast á loftinu í Sívala turninum við Kaupmangaragötu í Kaupmannahöfn eins og Vigdís Finnbogadóttir benti á er hún opnaði þar sýningu, sem nú stendur á íslenskri abstraktlist. Sýningin er í salnum sem á árunum 1657­1861 hýsti háskólabókasafnið og um leið íslensk handrit, sem þar voru. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 205 orð

Nýjar bækur VIÐSKIPTIN efla alla d

VIÐSKIPTIN efla alla dáð er eftir Þorvald Gylfason. Í fréttatilkynningu segir að Þorvaldur Gylfason komi víða við í þessari bók. Hann fjalli um íslenska og erlenda hagfræðinga, um hagkerfi fjarlægra landa í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, um ólíka hagstjórnarhætti í ýmsum löndum, Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 389 orð

Sjónþing Þorvalds Þorsteinssonar

SJÓNÞING Þorvalds Þorsteinssonar hefst í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 4. september kl. 13.30. Spyrlar verða Þórhildur Þorleifsdóttir og Jón Proppé og gestastjórnandi Sigmundur Ernir Rúnarsson, en umsjón hefur ART.IS / Hannes Sigurðsson. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 531 orð

Skothelt!

Tónlistarstjóri: Gunnar Þórðarson. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar: Bryndís Lárusdóttir, Gunnar Þórðarson, Jóhann Ásmundsson, Jóhann Ingvarsson, Kristinn Svavarsson, Sigfús Óttarsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson. Söngvarar: Davíð Olgeirsson, Guðrún Árný Karlsdóttir, Hjördís Lárusdóttir, Kristbjörn Helgason, Kristinn Sigurður Jónsson, Kristján Gíslason og Svavar Knútur Kristinsson. Meira
3. september 1999 | Kvikmyndir | 439 orð

Súrrealískt sálfræðidrama

Ingmar Bergman/Svíþjóð 1966. UNGA hjúkrunarkonan Alma (Bibi Andersson) fær það verkefni að sjá um leikkonuna Elísabetu Vogler (Liv Ullmann), sem skyndilega þagnaði á einni leiksýningunni og hefur ekki mælt orð síðan. Þær dömur fara saman á eyju nokkra þar sem þær dvelja saman um hríð. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Sýning á haustmyndum á Kaffi Nauthóli

NÚ stendur yfir sýning á myndverkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur á Kaffi Nauthól í Nauthólsvík. Á sýningunni eru átta myndir unnar á pappír og tengist myndefnið haustinu. Aðalheiður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Sýning Aðalheiðar stendur út septembermánuð. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 175 orð

Teikningar og módel í Galleríi Kambi

SÝNING á teikningum og líkönum verður opnuð í Galleríi Kambi í Landsveit í dag, laugardag kl. 15. Sýnd eru frumdrög að sex verkum Ólafs Elíassonar, frá árunum 1996­99 sem öll eru strúktúrs gerðar og eru frumdrögin sýnd með teikningum og líkönum sem unnin voru af Einari Þorsteini til þess að unnt væri að byggja þau. Af þessum sex verkum hafa fimm þegar verið sýnd, sett upp sem myndverk m.a. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 451 orð

Thomas Crown snýr aftur

ÞEGAR viðvörunarbjöllur taka að hringja í stóru listasafni í New York og í ljós kemur að stolið hefur verið dýrmætu málverki er milljarðamæringurinn Thomas Crown (Pierce Brosnan) síðasti maðurinn sem lögreglan grunar um þjófnaðinn. Hann getur keypt hvaðeina sem hugurinn girnist. Meira
3. september 1999 | Kvikmyndir | 165 orð

Undarlegur samsetningur

eftir Patrice Leconte ÞESSI gamanspennumynd frá Frökkunum er undarlegur samsetningur. Vekur nokkra furðu að tveir ástsælustu leikarar Frakka á síðustu áratugum, Alain Delon og Jean Paul Belmondo, skuli gefa sig í aðra eins dellumynd. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 748 orð

Úr ferðadagbók Sigur Rósar

SIGUR Rós heldur ennþá toppsætinu á Tónlistanum, en hljómsveitin hefur verið í einu af efstu sætum listans í margar vikur. Sigur Rós hefur nýlokið ferðalagi um landið sem lauk með stórtónleikum í Laugardalshöll um síðustu helgi og fyrir algjöra tilviljun fundust dagbókarslitur sem með góðfúslegu leyfi eru birt hér á eftir. Meira
3. september 1999 | Fólk í fréttum | 410 orð

Vill ganga í buxum

BRESK stúlka sem er orðin leið á því að ganga í pilsi í skólanum hefur hótað því að höfða mál fái hún ekki að ganga í buxum. Breska Jafnréttisráðið hefur sagst reiðubúið að verja málstað Jo Hale, sem er 14 ára, gegn Whickam-skólanum í Gateshead og fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. "Við viljum skýra reglur um kynferðislega mismunun. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 1065 orð

Þjóðfélagsgagnrýni og íronía

Í Nýlistasafninu stendur þessa dagana yfir samsýning sjö austurrískra og sex íslenskra myndlistarmanna. Anna Sigríður Einarsdóttir hitti nokkra listamannanna og komst að því að myndlist á að vekja spurningar í stað þess að leita svara. Meira
3. september 1999 | Menningarlíf | 385 orð

Þögn á Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Þögn á Ljósmyndasafni Reykjavíkur LJÓSMYNDASÝNINGIN Þögn eftir norska ljósmyndarann Tore H. Røyneland verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14. á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Borgartúni 1. Ljósmyndirnar eru teknar í íslenskri náttúru haustið 1997. Á undanförnum árum hefur Tore H. Meira

Umræðan

3. september 1999 | Aðsent efni | 660 orð

Aðferðafræði I.

Tilgangurinn er, segir Siglaugur Brynleifsson, að geta bent á álverin sem úrlausn fyrir atvinnuleysingja úr dreifðum byggðum landsins. Meira
3. september 1999 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Aldamótahækkanir Flugleiða

MIG langar bara að koma með smávægilega athugasemd vegna greinar Morgunblaðsins á mbl.is um aldamótahækkanir Flugleiða. Þetta hljómar afskaplega lítið og smávægilegt þegar hinn ágæti blaðafulltrúi og aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða útskýrir hækkanir á fargjöldum. Mín fjölskylda er líklega ein af þessum sem kannski eins og hann orðar svo skemmtilega er á milli fargjaldaflokka þetta árið. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 953 orð

Athugasemd við kvikmyndina um haförninn

Í einu atriði fannst mér höfundar myndarinnar halla réttu máli, segir Einar G. Pétursson og langar því til að koma á framfæri athugasemd. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 1091 orð

Flug á Íslandi er 80 ára í dag

Flugið á Íslandi hefur gert ómetanlegt gagn, segir Gunnar Þorsteinsson, fyrir vöxt og viðgang þjóðarinnar. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 1153 orð

Framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli

Enginn fyrirvari gerður af hálfu borgarstjóra, segir Sturla Böðvarsson, um endurbyggingu flugvallarins. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 740 orð

Hafnfirsk einkavinavæðing á Strandgötunni

Það er ekki furða þótt bæjarbúar séu óttaslegnir, segir Lúðvík Geirsson, og spyrji hver annan þessa dagana hvaða einkavinir íhaldsins bíði nú í röðum. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 1098 orð

Hver á prestssetursjarðirnar?

Vandasamt getur verið að ákvarða, segir Páll Sigurðsson, hvaða land heyri nákvæmlega undir hverja jörð. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 682 orð

"Ingi, pingi, palavú"

Allt skátastarf byggist á því, segir Fanný Gunnarsdóttir, að gera skátann hæfari til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi, temja sér ábyrgan lífsstíl og jákvæð lífsgildi. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 830 orð

Máttur og menning í Grafarvogi

Í ungu hverfi er mikilvægt að ferskir straumar fái að njóta sín, segja Elísabet Gísladóttir og Ragnhildur Helgadóttir, svo menningarflóran verði litskrúðugri og fjölbreyttari. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 1093 orð

Rekstrarhalli og lánsfjárafgangur ­ fer það saman?

Sú stærð sem mestu máli skiptir fyrir áhrif ríkissjóðs á efnahagslífið hverju sinni, segir Geir H. Haarde, er lánsfjárjöfnuðurinn. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 208 orð

Saga úr íslensku viðskiptalífi

Viðkomandi starfsmaður, segir Páll Vilhjálmsson, sagðist vera að rukka skuld Alþýðubandalagsins við Íslenska útvarpsfélagið upp á eina milljón og þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 898 orð

Sjálfbær ferðaþjónusta

Ég spái því að á fyrstu tveimur áratugum næstu aldar, segir Ari Trausti Guðmundsson, verði mestum hluta íslenskrar ferðaþjónustu breytt úr hefðbundinni í sjálfbæra, græna þjónustu. Græn ferðaþjónusta Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 936 orð

Um rannsóknir á ferðamennsku

Áhugi hins opinbera er því langt frá því að vera lítill, segja Arnar Már Ólafsson og Björn Margeir Sigurjónsson, en samræmi og skipulag skortir þó stundum í uppbyggingu ferðaþjónustu á einstökum svæðum. Meira
3. september 1999 | Bréf til blaðsins | 456 orð

Útiguðsþjónusta á hinu forna kirkjustæði í Gufunesi

NÆSTKOMANDI laugardag verður svonefndur Grafarvogsdagur haldinn hátíðlegur. Reykjavíkurborg, fjölskylduþjónustan Miðgarði, hefur stuðlað að þessum degi. Félagasamtök, íþróttahreyfingin, skátahreyfingin, kirkjan og íbúasamtökin hafa öll sameinast í því að halda menningarhátíð, þar sem kallað hefur verið á listamenn, Meira
3. september 1999 | Aðsent efni | 511 orð

Virkjanir og viðhorfsbreyting þjóðarinnar

Verkefni Alþingis og ríkisstjórnar, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, er að ná sátt um leikreglurnar sem lögformlegt umhverfismat kveður á um og sýna lýðræðislegt þrek og vilja til þess að framfylgja þeim. Meira

Minningargreinar

3. september 1999 | Minningargreinar | 137 orð

Bára Gestsdóttir

Mig langar að minnast hennar Báru með þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Það verður tómlegt að koma til vinnu eftir sumarfrí og geta ekki, þegar stund er laus, farið inn á stofu II og fengið hlýtt bros og þétt faðmlag. Spjallað svo saman og ég tala nú ekki um ísinn og bláberin sem við hámuðum í okkur á góðum stundum. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 145 orð

Bára Gestsdóttir

Elsku Bára. Þú verður alltaf í hjörtum okkar og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt að koma til þín, alveg sérstök stemmning yfir kaffibollanum og ýmis mál rædd. Jólin færa birtu og yl í hjörtu mannanna, fólk sest niður og styrkir vináttuböndin. Það var þinn tími og heimili þitt bar þess merki. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

BÁRA GESTSDÓTTIR

BÁRA GESTSDÓTTIR Bára Gestsdóttir fæddist á Þúfu í Flateyjardal 14. október 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 18. ágúst. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 151 orð

Elín Helga Helgadóttir

Elín Helga Helgadóttir Ljómar heimur loga-fagur lífið fossar, hlær og grær. Nú er sól og sumardagur, söngvar óma fjær og nær. Vorsins englar vængjum blaka, vakir lífsins heilög þrá. Sumar-glaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Hvílir yfir hæðum öllum himnesk dýrð og guðaró. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 408 orð

ELÍN HELGA HELGADÓTTIR

ELÍN HELGA HELGADÓTTIR Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Agnes Helga Sigmundsdóttir f. 12. október 1879 d. 13. júlí 1954 og Helgi Bjarnason bóndi þar f. 3. mars 1878 d. 28 október 1951. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 72 orð

Elín Helga Helgadóttir Þakka ég góð og gömul kynni, go

Elín Helga Helgadóttir Þakka ég góð og gömul kynni, gott var að una í návist þinni, kringum þig ríkti ró og friður, raunverulegur góður siður. Aldrei klagað og aldrei kvartað, eins þótt það blæddi und við hjartað, af barna missi og brostnum vonum, sem bárust til þín af látnum sonum. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 89 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Þau sorgartíðindi bárust okkur þriðjudaginn 17. ágúst að bekkjarsystir okkar, Hanna Björg, væri farin frá okkur. Við minnumst hennar sem ljúfrar og hæglátrar stelpu úr bekknum okkar og fráfall hennar skilur eftir stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Við söknum þín sárt og þú verður ávallt í huga okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Elsku Hanna Björg. Nú ertu horfin frá okkur, en eftir sitjum við skilningsvana og sár. Hvað er það sem hrífur unga stúlku í blóma lífsins svona snöggt í burtu? Hanna mín, þú sem áttir svo bjarta og gæfuríka framtíð fyrir höndum. Ég kynntist þér í áttunda bekk í Klébergsskóla. Strax þá gerði ég mér grein fyrir hversu klár, samviskusöm og sjálfstæð þú varst í námi og leik. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 428 orð

Hanna Björg Pétursdóttir

Nú hef ég kvatt æskuvinkonu mína, Hönnu Björgu. Ég kynntist henni fyrst þegar við byrjuðum saman í sex ára bekk í Klébergsskóla. Við urðum fljótlega góðar vinkonur og sátum oft saman í skólanum. Við áttum það þó stundum til að tala of mikið saman í tímum og þá var oft fljótlega sussað á okkur. Hanna var dugleg og atorkusöm og henni gekk alltaf vel að læra. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR

HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR Hanna Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 11. september 1981. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. ágúst. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 266 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Mig langar að minnast Huldu ömmu minnar í nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um hana rifjast svo margt gott og skemmtilegt upp sem gaman er að minnast. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 810 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Elskuleg föðursystir mín Hulda Valdimarsdóttir lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 29. ágúst sl. á 91. aldursári. Með andláti Huldu er fallið í valinn síðasta barn hjónanna Magdalenu Jósepsdóttur og Valdemars Á. Jónssonar verkstjóra. Systkini Huldu sem komust á legg voru Magnús Hörður, d. 1975, Birgir Hákon, d. 20.11. 1993, Helga, d. 6.3. 1996 og Sigríður Guðrún, d. 8.5. 1942. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 255 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Mig langar af veikum mætti að minnast móðursystur minnar, Huldu Valdimarsdóttur, sem andaðist hinn 29. ágúst. Erfitt er um vik að reyna að lýsa einhverju á vitrænan hátt gagnvart góðri konu sem var mér eins og önnur móðir. Kynslóðabilið var ekki til og allt var hægt að ræða, sundur og saman með bros á vör ­ ætíð var stutt í brosið. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Hulda Valdimarsdóttir

Hulda frænka er dáin. Það er skrítin tilhugsun að geta ekki hringt eða komið til hennar. En svona er lífið einn fer og annar kemur. Hulda, móðursystir mín, átti stóran sess í lífi okkar systkinabarna hennar, fylgdist vel með okkur og okkar börnum. Ég minnist þess að þegar ég var lítil voru fallegustu leikföngin sem ég fékk frá henni komin. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 205 orð

HULDA VALDIMARSDÓTTIR

HULDA VALDIMARSDÓTTIR Hulda Valdimarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1909. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Jónsson, f. 13. ágúst 1885, d. 6. apríl 1937, og Magdalena Jósefsdóttir, f. 29. ágúst 1888, d. 29. ágúst 1984. Systkini Huldu, Alfred Óskar, f. 21. nóvember 1910, d. 19. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 372 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Elsku Inga mín, nú er þín stund komin, en því bjóst ég ekki við svo fljótt. Okkar vinátta hefur staðið í tæp fjörutíu ár og þó að við höfum ekki alltaf talað saman reglulega var vináttan svo sterk að þegar við hittumst var eins og við hefðum síðast hist í gær. Og oft hlógum við að því hvað við allt í einu höfðum mikla þörf fyrir að hittast að við fórum af stað og hittumst á miðri leið. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 316 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Við Ingileif störfuðum saman að tóbaksvörnum um árabil og þar skilaði hún góðu dagsverki. Ingileif var ein af þeim sem koma hlutunum á hreyfingu og sjá síðan til þess að allt gangi samkvæmt áætlun. Vinnufélögum sínum var hún óþrjótandi lind sem menn teyguðu úr til að öðlast aukið þrek. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Ingileif var baráttukona. Hún vildi þó ekki kalla það baráttu að þurfa að eiga við krabbameinið sem réðst harkalega að henni. Miklu fremur að fólk með krabbamein yrði eins og aðrir sjúklingar að lifa með sjúkdómnum. Krabbamein væri eins og aðrir sjúkdómar hluti af lífinu. Stundum stenst líkaminn ekki raunina og við sjáum engan tilgang með ótímabæru fráfalli hennar. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Ég minnist haustsins 1982 þegar Ingileif Ólafsdóttir var ráðin fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Bækistöðvar félagsins voru þá í Suðurgötu 24 en Krabbameinsfélag Íslands var að mestu til húsa í Suðurgötu 22. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 411 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Við sitjum hér saman tvær inni á skrifstofu Ingileifar, umvafðar visku hennar og umhyggju. Skrifborðið er eins og hún skildi við það síðast, enda var hún alltaf í vinnunni, hvort sem það var hér niðri í Skógarhlíð, heima eða á líknardeildinni í Kópavogi. Ingileif var sístarfandi og í raun var hún hinn virki tóbaksvarnaeftirlitsaðili okkar Íslendinga og sá allra skemmtilegasti. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 548 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Það er erfitt að sætta sig við að sú manneskja sem skipt hefur okkur svo miklu máli svo lengi sé tekin frá okkur í blóma lífsins. Það er jafn sárt þó svo að við vitum að nú sé þjáning þín á enda. En ég veit að nú horfir þú á okkur að ofan og sendir okkur styrk. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 976 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Mig langar til að minnast Ingileifar Ólafsdóttur með nokkrum orðum. Við andlátsfregn hennar rifjast upp minningar um liðnu árin sem við áttum samleið og um hugann berst saknaðartilfinning, Við fráfall Ingileifar hverfur mikilhæf kona sem bauð af sér góðan þokka. Leiðir okkar hafa legið saman frá 1993 er við kynntumst í Háskóla Íslands. Þar höfðum við báðar ákveðið að bæta við okkur Bs. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Ingileif starfaði hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur frá hausti 1982 til hausts 1984 og aftur frá hausti 1992 allt þar til hún lést, eða samtals í níu ár. Allan þann tíma starfaði hún sem fræðslufulltrúi og lagði drjúgan og afgerandi skerf til tóbaksvarna hér á landi. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 663 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Það er ekki fjarri sanni að nærvera dauðans færi okkur nær lífinu. Við lítum okkur nær þegar hann knýr dyra og hugleiðum hvað skiptir okkur mestu máli. Og spyrjum jafnvel: Hver er tilgangur lífsins? Svörin eru án efa í samræmi við vitsmuni og þroska hvers og eins. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Hvílík kjarnorkukona! Þessi lýsing er mér efst í huga þegar ég hugleiði baráttuaðferðir Ingileifar. Tóbakspúkinn hefur óþyrmilega fengið að kenna á baráttuþreki, einurð, stefnufestu og hugmyndauðgi Ingileifar. Helsta vopn Ingileifar hefur hins vegar verið næmleiki á mannlegar tilfinningar og líðan. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 603 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Sé hjarta þitt trútt og viljirðu vel, er veröldin björt og fögur. Þessi orð eiga mjög vel við hana mágkonu mína, sem við í dag kveðjum hinstu kveðju. Inga var fjörug, falleg og yndisleg, lítil hnáta, þegar ég tengdist inn í fjölskyldu hennar fyrir rúmum 30 árum og urðum við strax góðar vinkonur. Örlögin höguðu því þannig, að við bjuggum í sama húsi til margra ára. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 432 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Nú þegar komið er að leiðarlokum munu án efa margir minnast hennar Ingu og kannski ekki síst hve hetjulega hún barðist við sjúkdóm sinn síðustu árin. Inga vissi manna best hvaða baráttu hún háði og hún forgangsraðaði eftir því. Það vitum við ættingjar hennar og vinir, við eigum öll okkar dýrmætu minningar. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 221 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Ingileif Ólafsdóttir Í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislanum minn gamli vinur en veizt nú, Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Kveðjustundir eru oft erfiðar innan vinahóps, þá sérstaklega er erfitt að horfa á eftir stórvinkonu okkar Ingileif Ólafsdóttur burt úr þessu jarðlífi. Þegar gamli vinahópurinn kveður Ingu þá leiftra ótal minningar úr litríkum ferðalögum, samkvæmum, kaffibollarabbi og hinu daglega lífi. Eitt af því sem stendur upp úr var einurðin, ákveðnin og engin eftirgjöf við mótlæti. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 203 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Í myndinni af Ingileif Ólafsdóttur eru margir skýrir drættir ­ og einn hvað augljósastur: Hún var hetja. Það duldist ekki þegar hún stóð frammi fyrir áheyrendahópi hvort heldur var í skóla, á vinnustað eða á félagsfundi og fræddi og rökræddi um tóbaksvarnir og önnur baráttumál krabbameinssamtakanna og allra veðra von; röddin ekki mikil en málflutningur öruggur og sannfærandi; tilsvör við Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 597 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Það var í 13 ára bekk í Laugarnesskólanum að nokkur okkar sem bjuggum langt frá skólanum eyddum hádeginu í skólastofunni. Þar hófst vinskapur okkar Ingileifar. Hádegishléinu var varið í heimanám og árangurinn lét ekki á sér standa að vori. Nanna kennari tilkynnti okkur Ingileif að það væri aldeilis sérstakt að nemendur hækkuðu sig í einkunnum á þessu aldursstigi. Okkur fannst við geta allt. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 481 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Hún Ingileif, mamma hennar Önnu vinkonu minnar, er dáin. Ingileif var búin að vera veik lengi og ég vissi það vel en hún var oftast svo glöð og hress að maður gleymdi því næstum að hún væri svona mikið veik. Allan tímann er ég búin að vona að henni batnaði og núna veit ég að vonin mín rættist, en á annan hátt en ég hefði helst óskað. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 769 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Það var snemma í desember árið 1990 sem fjölskylda mín flutti í Álfalandið. Við vorum öll eftirvæntingarfull að flytja á nýja staðinn. Heimasætan sem var sex ára hlakkaði mest til vegna þess að hún batt svo miklar vonir við að á nýja staðnum yrðu einhverjir leikfélagar. Draumurinn rættist því á meðan á flutningum stóð sáum við ljóshært og bjarteygt stúlkubarn í húsinu við hliðina. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 808 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Hvílíkur harmur, hvílíkt óréttlæti. Ung og falleg kona tekin burt frá ástvinum, í blóma lífsins, hvers vegna? Elsku Ingileif mín, nú ertu laus við kvalirnar. Þú varst búin að berjast við krabbamein á sjötta ár. Ég hef aldrei kynnst öðru eins baráttuþreki og viljastyrk. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 127 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Til minningar um mikla sómakonu. Á þessum sorgardögum, sem nú líða í okkar fjölskyldu, kemur sífellt upp í huga minn kveðjan þín er þú hringdir norður til að spjalla. Komdu nú sæl. Þeim tíma sem fór í þau símtöl var vel varið. Því Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 104 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Elsku Inga. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þér svona langt um aldur fram. Þú áttir svo mikið ógert, en hafðir samt komið svo miklu í verk. Þú varst einstök eiginkona, móðir og húsmóðir. Það var eins og þér léki allt í hendi. Okkur varstu sérstök tengdadóttir, alltaf boðin og búin til að hjálpa. Við eigum svo góðar og fallegar minningar um þig sem við geymum. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 151 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Ingileif Ólafsdóttir Ó, sólarguð, þú sást mín tárin falla, er sóttir þú mér dóttur kæra heim. Þá heyrði ég þinn harma lúður gjalla. Hrygg ég bað um kraft í sorgum þeim. Þá vindar sterkir yfir lífið æða öldur sárar þreyta hjörtun blíð, þá gefurðu kraftinn, kóngur dýrðarhæða, þann kraft, er bindur hverja stormahríð. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 408 orð

Ingileif Ólafsdóttir

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." Svo kennir heimspekingurinn Kahlil Gibran. Sú sorg sem knýr dyra við andlát Ingu verður ekki yfirunnin án þakklætis fyrir tilveru hennar og þá gleði sem hún færði okkur. Dýrmætar minningar um Ingu eiga allir sem henni kynntust. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 167 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Það er sárt til þess að vita að hjúkrun hafi misst slíkan liðsmann sem Ingileif Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur var. Áhugi hennar á málefnum sjúklinga og forvörnum var einstakur. Hún var leiðandi í ýmsum nýjungum varðandi forvarnir og fræðslu um þau mál. Orð hennar og athafnir vógu þar þungt. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 131 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Ingileif Ólafsdóttir, mágkona mín, er látin eftir erfið veikindi. Kannski vissi maður innst inni að hverju stefndi, en samt er manni alltaf jafnbrugðið þegar fólk, nákomið manni, er hrifið á brott í blóma lífsins. Í minningunni stendur ótrúleg elja og vinnusemi ofarlega en þó ber líklega hæst umhyggja hennar fyrir því sem var henni kærast, móðir hennar, eiginmaður og börn. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 474 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Þegar fyrsti keimur haustsins berst að vitum okkar hverfur Inga á burt. Er þá þessari jarðvist lokið með þeim kafla, sem hún sjálf talaði um sem líf eftir krabbamein; rösk fimm ár, sem hún lifði með þann sjúkdóm en ekki í skugga hans. Slíkir menn sem Inga eru fáhittir. Það varð mér ljóst fljótt eftir að ég kynntist henni í gegnum samstarf mitt og Gústa. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 406 orð

Ingileif Ólafsdóttir

Kæra vinkona. Mér þykir leitt að ég skyldi ekki hafa náð að kveðja þig, áður en þú lagðir upp í þína hinstu för. Kallið kom fyrr og óvæntar en okkur grunaði. Reyndar hafðir þú barist hetjulegri baráttu við alvarlegan sjúkdóm í fimm ár. Þú hafðir oft áður verið mikið veik. En með einstökum dugnaði og bjartsýni hafðir þú jafnað þig. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 267 orð

INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR

INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR Ingileif Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 19. janúar 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. ágúst síðastliðinn. Ingileif var dóttir Ólafs Einarssonar, skrifstofumanns í Reykjavík, f. 6. september 1912 á Eskifirði, d. 19. mars 1986, og eiginkonu hans, Ásu Friðriksdóttur, saumakonu og húsmóður, f. 1. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Jón Bjarnason

Við minnumst Jóns Bjarnasonar, prúðmennisins og drengskaparmannsins með "hjartað sanna og góða." Hann er fallinn og söknuðurinn kemur ósjálfrátt í brjóstið. Hann dvaldi á Skriðuklaustri ásamt foreldrum sínum fram til tvítugs. Allir á heimilinu munu minnast hans með hlýju. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 372 orð

Jón Bjarnason

Í dag verður til moldar borinn frá Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal föðurbróðir minn Jón Bjarnason en hann er látinn tæplega áttatíu og tveggja ára að aldri. Jón frændi ólst upp á Skriðuklaustri þar sem foreldrar hans voru í húsmennsku til fjölda ára og þótti snemma liðtækur til allra starfa. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 94 orð

JÓN BJARNASON

JÓN BJARNASON Jón Bjarnason jarðýtustjóri fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal 25. ágúst 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Gíslason og Guðný Guðjónsdóttir. Alsystkini Jóns eru Kjartan bóndi á Þuríðarstöðum (látinn) og Hulda hárgreiðslukona í Reykjavík. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Kjartan Óskarsson

Kæri mágur. Það er með sorg í hjarta sem ég vil með nokkrum orðum kveðja þig og þakka þér fyrir þann tíma sem ég þekkti þig. Það var fyrir tæpum tveimur árum sem ég og Óli bróðir þinn byrjuðum saman og stuttu seinna kynnti hann mig fyrir þér. Strax við fyrstu kynni fannst mér stafa mikil manngæska og hlýleiki frá þér. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KJARTAN ÓSKARSSON

KJARTAN ÓSKARSSON Kjartan Óskarsson, offsetprentari, fæddist í Reykjavík 23. mars 1951. Hann andaðist á heimili sínu 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 30. ágúst. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Konráð Gíslason

Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku langafi minn, afi Konni, er nú sofnaður og orðinn að engli. Ég er svolítið of ung til að skilja lífsins gang en ég mun alltaf eiga minningarnar mínar og mömmu minnar til að hlýja mér í framtíðinni. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 832 orð

Konráð Gíslason

Nú grætur sorg mín gengnum vonum yfir, genginni von, sem fyrrum átti þrótt. Því slíkum dauða drúpir allt, sem lifir, dagur ljóssins verður svartanótt. Þú komst og fórst með ást til alls, sem grætur, á öllu slíku kunnir nákvæm skil. Þín saga er ljós í lífi einnar nætur, eitt ljós, sem þráði bara að vera til. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 1032 orð

Konráð Gíslason

Látinn er mætur og mikilhæfur maður í hárri elli, Konráð Gíslason, tæplega 96 ára að aldri. Konráð vann merka starfsævi við eftirlit með áttavitum á íslenska skipaflotanum, en hann kom líka við sögu sem frumherji í félagsmálum sjómanna. Til skamms tíma var Konráð vel ern til sálar og líkama, nema sjón og heyrn höfðu verið allskert mörg undanfarin ár. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 54 orð

Konráð Gíslason

Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. (Helga Halldórsd. frá Dagverðará) Guð blessi þig og beri að friðarlaugum þín bjarta stjarna prýði himinhvel. Brosið sem að lifnar innst í augum ævinlega flytur kærleiksþel. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 538 orð

Konráð Gíslason

Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Konráð Gíslason kompásasmiður. Hann var fæddur í Hafnarfirði 10. október 1903 og því langt kominn á 96. aldursárið. Hann var sonur Gísla Gunnarssonar, athafnamanns í Hafnarfirði, og Málfríðar Jóhannsdóttur. Konráð ólst upp fyrstu sjö árin hjá móðurömmu sinni í Reykjavík vegna mikilla veikinda móður sinnar. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 204 orð

KONRÁÐ GÍSLASON

KONRÁÐ GÍSLASON Konráð Gíslason fæddist í Hafnarfirði 10. október 1903. Hann lést á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Málfríður Jóhannsdóttir, f. 1.1. 1883, d. 29.4. 1960, og Gísli Gunnarsson, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 14.11. 1876, d. 20.12. 1962. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 517 orð

Kristinn Reyr

Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir hin góðu kynni. Þú varst mikill maður í mínum augum, strax sem smástelpa leit ég upp til þín. Þú varst ekki bara afar elskulegur maður sem alltaf hafðir góðan tíma fyrir litla stelpu sem átti pabba sem sótti sjóinn og var langtímum að heiman, þú varst líka félagi sem kynntir mig fyrir heimi bókmennta og lista, Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTINN REYR

KRISTINN REYR Kristinn Reyr, rithöfundur, tónskáld og listmálari, fæddist í Grindavík 30. desember 1914. Hann lést 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. ágúst. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Oddrún Einarsdóttir

Mig langar að minnast Oddrúnar Einarsdóttur nokkrum orðum, en ég kynntist henni árið 1991 þá 79 ára gamalli, er við Steinn Valur elsti sonur hennar fórum að vera saman. Þá bjó Oddrún ein í Sólheimum og gat að mestu hugsað um sig sjálf. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 149 orð

ODDRÚN EINARSDÓTTIR

ODDRÚN EINARSDÓTTIR Oddrún Einarsdóttir fæddist 14. apríl 1912 á Búðarhóli í Austur- Landeyjum. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. Oddrún var yngst níu systkina sem öll eru nú látin. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Oddsdóttir og Einar Nikulásson. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 458 orð

Sigríður Hansína Sigfúsdóttir

Hún Lilla okkar er nú líklega hvíldinni fegin eftir að hafa lifað heilan áratug sér meira og minna ómeðvitandi um það sem gerðist í kringum hana. Á meðan hún gat tjáð sig eitthvað með orðum skynjuðum við að henni leið vel þótt hún með köflum vissi ekki hvar hún var stödd. Hún sagðist hafa komið í gær og færi heim á morgun. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 245 orð

SIGRÍÐUR HANSÍNA SIGFÚSDÓTTIR

SIGRÍÐUR HANSÍNA SIGFÚSDÓTTIR Sigríður Hansína Sigfúsdóttir fæddist á Ægissíðu á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 21. ágúst 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Hansína Björnsdóttir, húsfreyja, f. 12. apríl 1880, d. 21. ágúst 1915, og Sigfús Sigurbjörn Guðmannsson, bóndi, f. 23. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Sigurður Gunnarsson

Hann Siggi frændi giftist ekki og átti ekki afkomendur, en hann var einstaklega barngóður og skemmtilegur við krakka. Þess nutu börnin okkar sem um lengri og skemmri tíma dvöldu hjá ömmu Helgu og Sigga frænda, og svo síðar barnabörnin okkar. Siggi var einstaklega ljúfur maður, glettinn og gamansamur. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 187 orð

SIGURÐUR GUNNARSSON

SIGURÐUR GUNNARSSON Sigurður Gunnarsson, Þingvallastræti 26, Akureyri, fæddist í Hafraneskoti í Aðaldal 26. júlí 1934. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. ágúst síðastliðinn. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 595 orð

Tómas Jónsson

Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri sagði mér snemmsumars gegnum símann þær leiðu fréttir, að Tómas á Þingeyri væri haldinn alvarlegum sjúkdómi. Hann hefur nú haft yfirhöndina. Tómas var ekki orðinn aldraður maður, eftir því sem nú gerist, eða 74 ára. Ég sé hins vegar í blöðunum, að margir fara héðan einmitt á aldursbilinu 70 til 80 ára. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

TÓMAS JÓNSSON

TÓMAS JÓNSSON Tómas Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 6. júní 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrarkirkju 21. ágúst. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Unnur Vilmundsdóttir

Elsku amma. Við systkinin ætlum að skrifa nokkur orð í minningu um þig. Okkar fyrstu minningar um þig eru þegar þú og afi bjugguð í stóra húsinu á Krosseyrarveginum. Þau ævintýri sem við áttum í garðinum í kringum húsið og öll okkar jól sem voru með þér og afa munu aldrei gleymast. Fyrir átta árum fluttuð þið svo á Hjallabrautina þar sem þú bjóst með afa til æviloka. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

UNNUR VILMUNDSDÓTTIR

UNNUR VILMUNDSDÓTTIR Unnur Vilmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1915. Hún lést á St. Jósefsspítala 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 23. ágúst. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 507 orð

Valdimar Bjarnason

Í dag kveðjum við góðan heimilisvin og frænda Valdimar Bjarnason. Hann Valdi, eins og við kölluðum hann ávallt í daglegri umgengni, var vinum sínum og vandamönnum betri en enginn eins og dæmin sanna. Hann hélt fullri tryggð við minningu eiginkonu sinnar Svövu Jóhannesdóttur til hinsta dags, en Svövu missti hann eftir stutta sambúð. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 81 orð

Valdimar Bjarnason

Valdimar Bjarnasyni mági mínum kynntist ég fyrst á Þórshöfn árið 1948. Hann var þá húsvörður við barnaskólann þar. Hann var góður í viðkynningu. Hann var maður hjartahlýr og greiðvikinn og vann störf sín af kostgæfni. Valdi vann alla algenga vinnu. Sérstaklega í frystihúsum. Hann var góður flakari. Hann fór á vertíð á veturna hér áður fyrr. Hann var m.a. í Vestmannaeyjum. Meira
3. september 1999 | Minningargreinar | 210 orð

VALDIMAR BJARNASON

VALDIMAR BJARNASON Valdimar Bjarnason fæddist á Felli í Skeggjastaðahreppi 10. ágúst 1917. Hann lést á Elliheimilinu Grund 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Oddsson, búfræðingur, f. 3. október 1889, d. 18. apríl 1938 og Guðrún Valdimarsdóttir, f. 15. október 1895, d. 22. september 1972. Meira

Viðskipti

3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Áframhaldandi vöxtur vestanhafs eykur ótta um vaxtahækkanir

VERÐBRÉFAMARKAÐIR beggja vegna Atlantshafsins urðu í gær fyrir áhrifum af ótta manna um vaxtahækkanir í Bandaríkjunum. Talið er að tölur um atvinnustig þar í landi, sem birtar verða í dag, muni gefa bandaríska seðlabankanum tilefni til að hækka vexti til að bægja frá hættu á verðbólgu. Þegar kauphallir í Evrópu lokuðu í gær hafði Dow Jones-hlutabréfavísitalan í New York lækkað um 1,2%. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 492 orð

ÐStefnt að lögformlegum slitum Íshafs

Á AÐALFUNDI Hlutabréfasjóðsins Íshafs hf., sem haldinn var 31. ágúst, var samþykkt að taka hlutabréf félagsins úr skráningu á Verðbréfaþingi Íslands hf. og stefna að lögformlegum slitum hlutafélagsins fyrir 31. desember 2000. Einnig var samþykkt tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum allt að 10% að nafnvirði hlutafjár. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Eimskip meðnýtt vefsvæði

Eimskip meðnýtt vefsvæði Eimskip opnaði nýtt vefsvæði á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi á miðvikudag, www.eimskip.is. Þegar vefsvæðið hafði verið opnað bókaði Árni Bjarnason hjá Íslensku umboðssölunni fyrstu vörurnar til útflutnings á vefnum. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Fyrirtækið Gaums en ekki Bónuss

Í FYRIRSÖGN fréttar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um sölu á lóðum í Arnarneslandi var sagt að Bónus-fyrirtækið hefði keypt lóðirnar. Hið rétta er að Smárasteinn sem keypti umræddar lóðir er að helmingi í eigu Gaums, fjárfestingafélags Bónus-fjölskyldunnar. Leiðréttist þetta hér með. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 262 orð

Fyrst íslenskra fyrirtækja

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhenti Guðna Þórðarsyni framkvæmdastjóra Borgarplasts í gær skjal til viðurkenningar um að fyrirtækið hafi staðist kröfur alþjóðlega umhverfisstaðalsins ISO 14001. Borgarplast er fyrsta fyrirtækið sem er alfarið í eigu Íslendinga sem stenst kröfurnar. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 384 orð

Jákvæð arðsemi lykilþáttur

"FAGFJÁRFESTAR og fjárfestingar í sjávarútvegsfyrirtækjum" var yfirskrift framsöguerindis Árna Jóns Árnasonar, yfirmanns rannsókna hjá Landsbréfum, á morgunverðarfundi sem haldinn var í tengslum við sjávarútvegssýninguna í gær. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Kaupauki í formi hlutafjár

Stjórnendur AX-hugbúnaðarhúss hf. hafa í hyggju að bjóða starfsmönnum að eignast hlut í fyrirtækinu með ýmsu móti. Hreinn Jakobsson, stjórnarformaður AX-hugbúnaðarhúss, segir að eftir sé að móta með hvaða hætti þetta verður gert og verði það gert í samráði við starfsmenn. Hann segir þó að eins og staðan sé nú sé einkum þrennt uppi á borðinu í þessu sambandi. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Leiðrétting á hagnaði

Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins í gær var í töflu farið rangt með hagnað Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins. Þar kom fram að hagnaðurinn hefði numið 114,3 milljónum króna en hið rétta er 57,2 milljónir króna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og er rekstrarreikningur Sparisjóðs vélstjóra því birtur aftur. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 255 orð

Markaðsvirðið hækkað um 3,8 milljarða á 30 dögum

GENGI hlutabréfa í Eimskip hefur hækkað verulega að undanförnu, og jafnframt hafa mikil viðskipti verið með hlutabréf félagsins, bæði á Verðbréfaþingi Íslands og í utanþingsviðskiptum. 3. ágúst síðastliðinn var lokaverð hlutabréfa Eimskips á Verðbréfaþingi Íslands 8,4 en hafði hækkað í 9,65 í gær 2. september, sem var lokaverð dagsins. Gengið hefur því hækkað um 14,88% frá 3. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 566 orð

Skráning á Verðbréfaþing í október

KÖGUN hf. hefur birt níu mánaða milliuppgjör frá 1. október 1998 til 30. júní 1999. Fram kemur að velta samstæðunnar nam 342,8 milljónum, eigið fé er 225,2 milljónir og arðsemi eigin fjár hefur verið 33% frá 1. október. Hagnaður Kögunar hf. og dótturfyrirtækja af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 80,6 milljónum en hagnaður tímabilsins eftir skatta nam alls 54,2 milljónum. Meira
3. september 1999 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Velta hugbúnaðardeildar 400 milljónir

Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Tæknivals, segir að sú ráðstöfun að setja hugbúnaðarsvið fyrirtækisins inn í sjálfstætt félag, AX-hugbúnaðarhús, muni styrkja kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Hún felist í tæknilegum lausnum og þjónustu við fyrirtæki og smásöluverslun með tölvubúnað. AX-hugbúnaðarhús hf. Meira

Fastir þættir

3. september 1999 | Í dag | 23 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 3. september, verður fimmtugur Andrés H. Þórarinsson, rafmagnsverkfræðingur, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Vista og félagsforingi skátafélagsins Mosverja, Hjarðarlandi 7, Mosfellsbæ. Meira
3. september 1999 | Í dag | 44 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 3. september, verður sextugur Erlingur Snær Guðmundsson, kranamaður, eigandi Kranaþjónustunnar í Kópavogi. Hann og eiginkona hans, Svava Björg Gísladóttir, fulltrúi í þjóðskrá Hagstofu Íslands, taka á móti ættingjum og vinum í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, frá kl. 19­22 í kvöld. Meira
3. september 1999 | Í dag | 41 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í tilefni af afmælum hjónanna Kristjáns Garðarssonar, sem var 9. júlí og Snjólaugar Kristjánsdóttur, Skaftahlíð 10, Reykjavík, sem verður 7. september, taka þau á móti vinum og vandamönnum í Safnaðarheimili Áskirkju laugardaginn 4. september milli kl. 15 og 18. Meira
3. september 1999 | Í dag | 45 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 3. september, verður áttræð Agnes Árnadóttir, fyrrum húsfreyja að Kirkjubóli í Norðfirði, nú til heimilis að Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. í tilefni dagsins tekur hún á móti ættingjum og vinum í sal eldri borgara, Kópavogsbraut 1a, frá kl. 18 í dag. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 95 orð

Árangur A-V

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ. Meðalskor báða daga 216 stig. Fimmtudag 26. ágúst. Árangur N-S Eysteinn Einarss. ­ Magnús Halldórss.260 Ásta Erlingsdóttir ­ Sigurður Pálsson238 Júlíus Guðmundsson ­ Rafn Kristjánsson236 Árangur A-V Hilmar Valdimarss. ­ Magnús Jósefss. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 38 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbj

Vetrarstarfið hefst mánudaginn 6. sept. næstkomandi með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 19. Frekari upplýsingar gefur Páll í síma 551-3599 og Karl í síma 562-9103. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 81 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag

Heldur var dræm þátttakan í fyrsta spilakvöldi félagsins sl. mánudagskvöld en það var góðmennt. Spiluð var sveitakeppni en sveit frá félaginu heldur í víking norður í land um helgina og spilar í 8 liða úrslitum við sveit Þórólfs Jónassonar í Syðri-Skál í Bikarkeppni Bridssambandsins nk. laugardag. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Vetrarstarfið hófst sl. mánudag með 13 para tvímenninngi. Ragnar Björnss og Daníel Halldórssonnáðu besta startinu og skoruðu 191. Eiður Th. Gunnlaugsson og Ingunn Sigurðardóttir urðu í öðru sæti með 184 og systkynin Erla Sigurjónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson þriðju með 181. Á mánudaginn kemur verður einnig eins kvölds keppni en annan mánudag hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. 4. Meira
3. september 1999 | Í dag | 98 orð

DALVÍSA

Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund, yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 877 orð

Éti þeir súrt með sætu "Hins vegar finnst mér að þeir ættu að taka jafnt við súru sem sætu. Þeir eiga ekki að velja bara það sem

KRAKKAR sem tína rúsínurnar úr jólakökunni eða konfektið af brúðkaupstertunni fá skammir fyrir. Samt verður að viðurkenna að freistingin er mikil að hirða bara bestu bitana og fleiri eru sekir en litlir óþekktarormar. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 662 orð

HAUSTSPJALL

NÚ eru landsmenn að vakna upp við þann vonda draum að sumarið er rétt í þann veginn að syngja sitt síðasta. Enn eitt sumarið horfið áður en við er litið, sumarleyfum lokið (hér eftir heita fríin hjá þeim, sem ekki sluppu út af skrifstofum sínum í sumar, haustfrí eða vetrarfrí) og skólarnir að byrja. Meira
3. september 1999 | Dagbók | 688 orð

Í dag er föstudagur 3. september, 246. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er föstudagur 3. september, 246. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Varðveit mig, Guð, því hjá þér leita ég hælis. (Sálmarnir 16, 1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Íris kom í gær. Freyja, Thore Lone og Helgafell fóru í gær. Meira
3. september 1999 | Fastir þættir | 1079 orð

Konur eru öðruvísi reiðmenn

Í Bandaríkjunum eru konur um 80% þeirra sem stunda hestamennsku. Mary D. Midkiff sem hefur lifað og hrærst í hestamennsku allt sitt líf veitti því athygli að þrátt fyrir það er hestamennskan alltaf miðuð út frá karlmönnum. Ásdís Haraldsdóttir hitti hana að máli og hlýddi á fyrirlestur hennar á hestasýningu í Bandaríkjunum. Meira
3. september 1999 | Í dag | 417 orð

"Létti þá á lýsinu"

SIGGI á Bakkanum hafði samband við Velvakanda og hafði hann þetta að segja: Þegar ég var unglingur fór móðir mín stundum með vísupart. Jafnan seinnihluta vísunnar. Í fyrrasumar hitti ég að máli fróðan mann. Af einhverjum ástæðum fór ég með vísupartinn, kannaðist hann þegar við og lét fylgja að Gísli í Mundakoti, bróðir Ragnars í Smára, hefði stundum slegið honum fram er þeir voru saman í vinnu. Meira
3. september 1999 | Í dag | 155 orð

Neskirkja - Nýr prestur tekur til starfa

HINN 1. september kom sr. Örn Bárður Jónsson til starfa í Neskirkju í fjarveru sr. Halldórs Reynissonar sem er í námsleyfi í vetur. Sr. Örn Bárður verður formlega boðinn velkominn til starfa í guðsþjónustu næstkomandi sunnudag kl. 11 þar sem hann mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Frank M. Halldórssyni. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Meira
3. september 1999 | Í dag | 506 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI dagsins er mikill áhugamaður um kvikmyndir og kvikmyndahátíðin sem nú stendur yfir í Reykjavík er því einn af hápunktum ársins í hans augum. Eins og venjulega eru innan um og saman við frábærar myndir sem sitja eftir í minningunni en verst er að margar þeirra fara síðan af landi brott strax eftir hátíðina og við sjáumst sennilega aldrei aftur... Meira

Íþróttir

3. september 1999 | Íþróttir | 63 orð

1. deild karla

1. deild karla Þróttur - Fylkir1:3 Hreinn Hringsson (49.) - Theódór Óskarsson (38.), Kristinn Tómasson (40.), Björn Ásbjörnsson (90.). Víðir - ÍR4:3 Goran Lukic (22.), Anton John Stissí (36.), Guðmundur Einarsson (47.), Grétar Einarsson (50.) - Bjarni Hafþórsson (18.), Heiðar Ómarsson (23.), Bjarni Gaukur Sigurðsson (82. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 203 orð

Bow til KR

JÓNATAN Bow hefur gengið til liðs við úrvalsdeildarlið KR í körfuknattleik. Bow hefur undanfarin ár leikið með Bayreuth í Þýskalandi og skoska liðinu Edinburgh Rocks. Hann þekkir vel til hjá KR því þetta er í þriðja skipti sem hann leikur með liðinu. Bow, sem er 33 ára og hefur íslenskt ríkisfang, hefur einnig leikið með Val, Haukum og Keflavík. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 452 orð

Ein sekúnda á milli efstu manna

Ian Gwynne og Lyn Jenkins á Subaru tóku forystu í Alþjóðarallinu, sem hófst í gær, og hafa þeir einnar sekúndu forskot á Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á eins bíl. Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer voru í þriðja sæti. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 41 orð

Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið

KARLAR Haukar - Fylkir25:18 Afturelding - Víkingur24:15 Fram - ÍR b20:17 Stjarnan - HK14:17 Valur - Fjölnir17:12 FH - ÍR a11:12 KONUR Valur - ÍR17:5 FH - Víkingur20:13 Haukar - Fram15:11 Stjarnan - KR/Grótta19:7 Körfuknattleikur Reykjanesmótið Njarðvík Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 1233 orð

Héldu að ég væri léttgeggjaður

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, sem mætir Andorra á morgun á Laugardalsvelli, lék vináttuleik við Færeyinga á dögunum, í tilefni af því að Færeyingar vígðu nýjan þjóðarleikvang. Ísland fór með sigur af hólmi, 1:0, en Guðjón var ekki ánægður með frammistöðu íslenska liðsins, sem fékk þar prýðistækifæri til að leika gegn lakari þjóð og þróa þannig sóknarleik sinn, Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 286 orð

ÍR missti af dýr- mætum stigum

HIÐ forna veldi Þróttar fer enn hnignandi og eftir 3:1-tap fyrir Fylki í Laugardalnum í gærkvöldi er liðið komið í fallhættu ­ er með 20 stig, sem er einu meira en næstneðsta lið deildarinnar. Þó er Þróttur í 6. sæti deildarinnar og það segir allt um hversu opin deildin er. Fylkismenn halda aftur á móti sínu og stefna á stigamet í 1. deild. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 211 orð

LOTHAR Matt¨aus, leikmaður þýska knatt

LOTHAR Matt¨aus, leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Bayern M¨unchen, hefur hótað að yfirgefa félagið í kjölfar slagsmála við Frakkann Bixente Lizarazu á æfingu fyrir skömmu, þar sem Matth¨aus var sagður eiga að hluta til sök á uppsteytunum. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 300 orð

Magic Johnson leikur með Magic M7 í Svíþjóð

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Magic Johnson, hefur ákveðið að leika með sænska liðinu Magic M7, sem ætlar sér að ná langt í evrópskum körfuknattleik. Johnson greindist með HIV- veiruna, sem leyðir til eyðni, árið 1991 og hætti að leika með Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í kjölfarið eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með liðinu. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 343 orð

Mikilvægur sigur KA

KA tók á móti FH á Akureyri í gærkvöldi og vann mjög mikilvægan sigur í botnbaráttunni, 3:2, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3:1. Eftir sigurinn er KA í áttunda sæti með 19 stig en í því níunda er Skallagrímur, sem er með einum leik færra. KA mætti mjög ákveðið til leiks og sótti af krafti í upphafi leiksins og gerði oft á tíðum harða hríð að marki gestanna. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 96 orð

Pauzoulis til Fram

HANDKNATTLEIKSDEILD Fram hefur leigt litháensku skyttuna Robertas Pauzoulis frá Selfossi fyrir næsta keppnistímabil. Honum er ætlað að taka við því hlutverki er rússneski leikmaðurinn Andrei Astafejv gegndi hjá Fram síðasta vetur. Pauzoulis, sem hefur leikið með litháenska landsliðinu, er með samning við Selfoss til 2001. Hann gerði 106 mörk fyrir liðið í 22 leikjum í 1. deild í fyrra. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 183 orð

Ríkharður til sölu

NORSKA úrvalsdeildarliðið Viking frá Stavangri, sem Ríkharður Daðason og Auðun Helgason leika með, hyggst selja nokkra leikmenn á þessari leiktíð til þess að bæta fjárhag félagsins. Ríkharður er einn af þeim leikmönnum sem nefndur hefur verið til sögunnar. Viking seldi Thomas Solberg fyrir skemmstu fyrir um 35 milljónir ísl. króna til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 210 orð

Robson tekur við Newcastle

BOBBY Robson, fyrrverandi landsliðsþjálfari enska landsliðsins, er sagður næsti knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðs Newcastle. Hann tekur við starfi Ruud Gullit, er sagði starfi sínu lausu um síðustu helgi. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 482 orð

Sigurður leikur með brákað bein í stóru tá

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu mætir liði Andorra í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli á morgun ­ liði sem hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa. Með sigri halda Íslendingar velli í baráttu sinni við þrjú stórlið knattspyrnuheimsins um sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 127 orð

Sigurður Sveinsson frá mánuðum saman

Sigurður Sveinsson, hornamaður Íslands- og bikarmeistara Aftureldingar, er meiddur í öxl og verður frá keppni í sex til sjö mánuði. Sigurður sagði að liðpoki væri rifinn frá axlarbeini í vinstri öxl en hann hefði átt við slík meiðsli að stríða í tæp tvö ár. "Þetta hefur ágerst með tímanum og eftir síðasta tímabil lagaðist ég lítið og ákvað því að fara í uppskurð. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 154 orð

Sundmetin falla í Ástralíu

ÞRJÚ heimsmet hafa verið sett á ástralska meistaramótinu í sundi, í 25 metra langri laug, en það fer fram í höfuðborginni, Canberra. Auk þess var eitt heimsmet jafnað. Susan O'Neill bætti eigið heimsmet í 200 metra flugsundi um tæpa sekúndu er hún synti í mark á 2.04,03 mín. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 177 orð

Valdimar leikur með gegn Frankfurt

Forráðamenn þýska 1. deildarliðsins Wuppertal hafa óskað eftir að Valdimar Grímsson, leikmaður liðsins, leiki með því gegn Frankfurt um næstu helgi þrátt fyrir að hnéskel hans sé brotin. Valdimar hefur komið við sögu í tveimur fyrstu leikjum liðsins á keppnistímabilinu þrátt fyrir meiðsli. Hann lék með liðinu gegn Kiel á miðvikudag og gerði þrjú mörk. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 315 orð

Verðum að vera einbeittir

Sigurður Jónsson, fyrirliði íslenska liðsins, gengur ekki heill til skógar, en harkar af sér og fer fyrir félögum sínum á Laugardalsvelli á morgun. "Ég spilaði fyrir tveimur vikum á móti Rangers og strax á fyrstu mínútunum fékk ég spark á tábergið og brákaðist ­ það kom sprunga í beinið. En ég spilaði á laugardaginn á móti Kilmarnock, núll-núll. Meira
3. september 1999 | Íþróttir | 366 orð

Víðismenn á sigurbraut

Víðismenn komust aftur á sigurbraut eftir slæmt gengi að undanförnu þegar þeir unnu sætan sigur á ÍR, 4:3, í Garðinum í gærkvöldi. Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir bæði lið ­ Víði, sem eftir slakt gengi var kominn í bullandi fallhættu, og ekki síður ÍR-inga, sem voru í öðru sæti í deildinni fyrir leikinn og áttu ágæta möguleika á að vinna sig upp um deild. Í hálfleik var staðan 2:2. Meira

Úr verinu

3. september 1999 | Úr verinu | 237 orð

Bræðurnir Ormsson hf. festa kaup á Vetti ehf.

BRÆÐURNIR Ormsson hafa fest kaup á öllum hlutabréfum í Vetti ehf. ­ lyftaraþjónustu. Vöttur var stofnað árið 1989 og hóf rekstur ári síðar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á lyfturum og hefur meðal annars á sinni könnu hina þekktu Clark lyftara frá Þýskalandi. En Clark verksmiðjan framleiddi fyrsta lyftarann að talið er fyrir áttatíu árum. Meira
3. september 1999 | Úr verinu | 251 orð

Byr landar um 20 tonnum af túnfiski

BYR VE kom með um 20 tonn af túnfiski til Vestmannaeyja á þriðjudag en ekki fékkst leyfi til að landa þar fyrr en í dag, föstudag, þar sem eigandi frystigámsins vildi hafa danskan eftirlitsmann við löndunina. Aflinn verður seldur til Japans og er líklegt að aflaverðmætið sé um 40 milljónir króna. Meira
3. september 1999 | Úr verinu | 223 orð

Eltak selur 3 flokkara

ELTAK hefur gengið frá sölu þriggja saltfiskflokkara frá Póls til þriggja fyrirtækja í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka. Heildarverðmæti nemur um 11 milljónum króna án virðisaukaskatts. Sölusamningurinn var undirritaður á fyrsta degi Íslenzku sjávarútvegssýningarinnar. Meira
3. september 1999 | Úr verinu | 432 orð

Frostfiskur kaupir frystihúsið og bát

FROSTFISKUR ehf. hefur selt Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum 40% hlut í félaginu. Frostfiskur kaupir togbátinn Danska Pétur VE af Vinnslustöðinni ásamt 500 tonna kvóta og hefur þar með útgerð. Einnig kaupir félagið fiskvinnsluhús Vinnslustöðvarinnar í Þorlákshöfn. Meira
3. september 1999 | Úr verinu | 125 orð

Skipaskrá á netið

SKERPLA, sem hefur gefið út Sjómannaalmanak Skerplu undanfarin ár, hefur sett skipaskrána á Netið. Þórarinn Friðjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að þetta sé fyrsta skipaskrá sem er opin almenningi í heiminum. "Við höfum fundið fyrir mikinn áhuga á þessari þjónustu - bæði frá þeim sem starfa í geiranum sem og þeim sem hafa áhuga á skipum og sögu þeirra. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 674 orð

Enginn lager í búðinni

Verslun Bergþóru Nýborg í Hafnarfirði Enginn lager í búðinni ÞETTA er eiginlega lítið magasín, hérna fæst sitt lítið af hverju," segir Karen Madsen og hallar sér fram á búðarborðið í Verslun Bergþóru Nýborg í Hafnarfirði. Karen rekur verslunina ásamt systur sinni Guðrúnu Madsen og skiptast þær á um að afgreiða. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1380 orð

Golf hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarið, ekki síst sem íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði

"ÚTIÍÞRÓTT þar sem keppendur reyna að slá lítinn harðan knött í sem fæstum höggum í ákveðinn fjölda hola á þar til gerðum velli." Þannig skýrir Orðabók Menningarsjóðs eðli golfsins. Þeir sem til þekkja segja þó meira liggja að baki. Golfið hefur sterkt aðdráttarafl sem birtist m.a. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 714 orð

Hámarksfjöldi þrír starfsmenn

ÉG veit ekki um neina aðra búð hér í borg sem byggir afkomu sína að níu tíundu hlutum á blómum," segir Sigurður Þórir Sigurðsson, eigandi Blómatorgsins við Birkimel, þar sem afskorin blóm og blómstrandi pottaplöntur draga að sér nær alla athygli á kostnað áburðar og tækifæriskorta. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 459 orð

Kastalalíf og konungleg skemmtun

DRAUMUR telpna sem vilja verða prinsessur og stráka sem vilja leika draumaprinsa hefur nú loksins möguleika á að rætast því Prinsessudagar verða settir með pomp og prakt í kjallara Norræna hússins klukkan 14 á morgun. Um er að ræða ævintýraveröld fyrir börn þar sem öllum býðst að vera með og bregða sér í konunglegan klæðnað. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 692 orð

Kynntist golfi í helgarferðalagi

OTTÓ Freyr Birgisson er 16 ára nemi í FB sem hefur mikinn áhuga á golfi. Hann byrjaði að æfa 13 ára gamall en kynntist golfinu fyrst ári fyrr. "Ég fór í helgarferðalag með vini mínum og fjölskyldu hans á Flúðir. Við fórum á golfvöllinn og pabbi vinar míns kenndi mér undirstöðuatriðin. Þar fékk ég bakteríuna og eftir þetta var ekki aftur snúið. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 711 orð

Leyndardómar og þjóðsögur

ÉG fer alltaf í gömlu búðirnar þegar ég fer á Seyðisfjörð," sagði ferðamaður nýlega" "en nú er bara ein eftir fyrir utan Ríkið (Hafnargötu 11)." Og það er verslun sem kölluð er Hjá Waage en heitir Verslun E.J. Waage í húsnæði sem byggt var fyrir einni öld og stendur við Austurveg 15. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Lífseigar búðir með litríka sögu

Lífseigar búðir með litríka sögu Það er oft einkenni langlífra verslana að rekstur þeirra hefur gengið í erfðir. Sigurbjörg Þrastardóttir og Gunnar Hersveinnheimsóttu þrjár búðir í jafnmörgum sveitarfélögum sem eiga það sameiginlegt að vera litlar, lífseigar og skemmtilega gamaldags. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1331 orð

Siðferðileg skylda að huga að velferð dýra

Fólk á föstudegi Siðferðileg skylda að huga að velferð dýra Dýr hafa ekki verið metin að verðleikum í áranna rás að mati siðfræðinga og sýndu menn umræðu um réttindi þeirra lítinn áhuga framan af þessari öld. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 392 orð

Skínandi flíkur framtíðarinnar

SKÍNANDI og marglitar ljósleiðaraflíkur gætu orðið að veruleika innan tíðar, það er að segja þegar búið er að leiða þræðina framhjá tengli og kló, sem því miður eru óhjákvæmileg enn sem komið er. Í helgarútgáfu Sunday Times, Style, eru ljósleiðaraflíkur gerðar að umtalsefni í spjalli við textíl- hönnuðina Mark Wilkie og Söru Bilbey, Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 721 orð

Veröld til hliðar við veruleikann

"HEIMUR ævintýranna er yfirleitt ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Þegar börn teikna kastala og klæða sig í konunglega búninga gera þau það ekki að fyrirmynd bresku eða sænsku konungsfjölskyldunnar heldur í samræmi við hreinræktaðar ævintýraímyndir," segir Aleksander Reichstein þar sem hann gægist milli trjánna í "hallargarðinum" í kjallara Norræna hússins. Meira
3. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 675 orð

Ættarmótin tileinkuð golfi

HJÓNIN Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, sem reka heildverslunina Gró ehf., hafa bæði sérlegan áhuga á golfi. Þorsteinn er búinn að vera í golfi síðan 1976, var fyrst í Golfklúbbnum Keili í tvö ár en gekk svo í GR. Ingibjörg hefur hinsvegar verið meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur í heldur styttri tíma, þó að það sé langt síðan hún byrjaði í íþróttinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.