Greinar sunnudaginn 5. september 1999

Forsíða

5. september 1999 | Forsíða | 589 orð

Meirihluti íbúa kaus sjálfstæði

YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Austur-Tímor kaus sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag, en Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti úrslit hennar í gær. Spenna hefur ríkt á Austur-Tímor eftir að niðurstaðan varð ljós. Meira
5. september 1999 | Forsíða | 317 orð

Samkomulagi Ísraela og Palestínumanna fagnað

SAMKOMULAGI Ísraela og Palestínumanna um framkvæmd friðarsamninga, sem náðist á föstudagskvöld, var víða fagnað í gær. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í gær að samkomulagið markaði þáttaskil á leiðinni til friðar í Mið-Austurlöndum. Kvaðst hann myndu vinna heilshugar með Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels. Meira

Fréttir

5. september 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Afstaða VÞÍ óhlutdræg

VERÐBRÉFAÞING Íslands fjallaði á óhlutdrægan hátt um málefni Skagstrendings, að sögn Tryggva Pálssonar, framkvæmdastjóra hjá Íslandsbanka, en Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, gagnrýndi þátt VÞÍ í málinu í Morgunblaðinu í gær. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 745 orð

Birtingurinn er seinn á ferð

DÁLÍTIÐ er byrjað að glæðast á sjóbirtingsslóðum í Landbroti og á Síðu, en þó er miklu mun minni fiskgengd á ferðinni heldur en menn reikna jafnan með á þessum tíma að sögn Sigmars Helgasonar, veiðieftirlitsmanns á Kirkjubæjarklaustri. Gott vatn hefur verið í Eldhraunsánum í allt sumar og með skúraveðri síðustu daga hefur vatnsbúskapur áa á borð við Geirlandsá og Hörgsá batnað mjög. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskólans vikuna 5.­11. september. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudaginn 7. sept. Kl. 16­18 flytur dr. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð

Dansskóli Jóns Péturs og Köru 10 ára

DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru heldur nú í haust upp á tíu ára starfsafmæli skólans. Í tilefni af því verður haldin afmælishátíð helgina 23. og 24. október. Haldin verður danskeppni þar sem margfaldir heimsmeistarar í samkvæmisdönsum, Marcus og Karne Hilton MBE frá Englandi, sýna. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Eyjabakki í Grindavík

BREYTINGAR á innsiglingunni til Grindavíkur og dýpkun hafnarinnar eru nú á lokastigi og verður höfnin opnuð formlega næstkomandi miðvikudag. Þrjár bryggjur eru í Grindavíkurhöfn, Svíragarður, Miðgarður og Eyjabakki. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Fastur undir bíl í á fjórða tíma

VÖRUBIFREIÐ valt á fjallveginum um Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar á ellefta tímanum í gærmorgun. Bifreiðarstjórinn var klemmdur í stýrishúsi bifreiðarinnar í á fjórðu klukkustund áður en tókst að losa hann um klukkan 14 með sérhæfðum búnaði sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík ásamt tækjamönnum frá Slökkviliði Reykjavíkur. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Féll sex metra

MAÐUR innan við tvítugt var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir vinnuslys við byggingu á Skúlagötu 40 í gærmorgun. Maðurinn var við málningarvinnu utan á húsinu í svokallaðri turnlyftu og steig út á lausa framlengingu á lyftunni, sem gaf sig með þeim afleiðingum að hann féll niður um 6 metra. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjallakaffi

Fjallakaffi ÁNING er nauðsynleg hverjum ferðalangi. Hvað er líka betra en að staldra við í þögn og kyrrð fjallanna? Fjallakaffi í Möðrudal á Fjöllum er einn slíkra áningarstaða en þar er boðið kaffi og meðlæti sumarlangt. Vertíðin er smám saman að teygjast fram í september með aukinni umferð en hún er þó brátt á enda á þessu sumri. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Fjöldi ferðamanna ekki mælikvarði á velgengni

ERLENDIR fyrirlesarar á málþingi um skipulag ferðamannastaða, sem haldið var í gær, lögðu áherslu á "vistvæna ferðaþjónustu", að ekki væri einblínt á magn, þ.e. fjölda ferðamanna, heldur reynt að höfða til "áhugasamra" ferðamanna sem hefðu áhuga á náttúru. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Frjór jarðvegur fyrir ferða málafræði

PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undirrituðu í gær, í upphafi málþings um skipulag ferðamannastaða, samstarfssamning háskólanna um Ferðamálasetur Íslands sem verður á Akureyri. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Fyrirlestur um loðnar stýringar

STEVEN Yurkovich, prófessor við rafmagnsverkfræðideild ríkisháskólans í Ohio (The Ohio State University) heldur fyrirlestur um loðnar stýringar (Fuzzy Control) í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. september kl. 15. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fyrirlestur um sérkennslu í grunnskólum

HELGA Sigurjónsdóttir heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 8. september kl. 17­19, sem ber heitið Hefðbundin sérkennsla í grunnskólum - raunhæf hjálp eða ávísun á frekari erfiðleika. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Gengið um gamlar þjóðleiðir

FERÐAFÉLAG Íslands hefur á þessu ári eins og oft áður lagt áherslu á að kynna gamlar þjóðleiðir og verða nokkrar á dagskrá í haust. Sunnudaginn 5. september kl. 13 verður gengið frá Vindáshlíð um Seljadal og Fossárdal, en það er gömul leið úr Kjósinni til Hvalfjarðar. Áætlaður göngutími eru 3­4 klst. og er brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

GSM á Filippseyjum

VIÐSKIPTAVINIR Landssímans hafa frá og með 1. september getað nýtt sér GSM-þjónustu farsímafyrirtækisins Smart á Filippseyjum. Þar með bætist við 56. landið, þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta notað símakortið sitt. Smart rekur GSM 1800-kerfi í höfuðborginni Manila en GSM 900 kerfi víðast út um eyjarnar. Frá og með 2. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 691 orð

Gæti minnkað mengun

ÁTTUNDA september nk. hefst á Grand Hóteli í Reykjavík ráðstefna sem ber heitið Íslenskt vistvænt eldsneyti. Helga Tulinius hefur með höndum fyrir Orkustofnun að fylgjast með þróun rannsókna á öðrum orkugjöfum en vatnsafls- og jarðhita. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Hópur Heimsklúbbsins viðstaddur vígslu hæstu bygginga heims í Malasíu

ÞRJÁTÍU Íslendingar staddir í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, tóku í gær þátt í þjóðhátíð landsmanna á Merdeka-sjálfstæðistorginu í blíðskaparveðri. Það vakti athygli Íslendinganna, hve vel hátíðahöldin fóru fram og virðulega að viðstöddum tugþúsundum hins litríka samfélags Malasíu, sem í raun eru fjórar ólíkar þjóðir að uppruna með ólík tungumál og trúarbrögð. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Hvalreki við Sauðanesvita

HVAL rak á land við Sauðanesvita við Siglufjörð á föstudagsmorgun, en um er að ræða 12 til 14 metra langan búrhval, að sögn Jóns Traustasonar vitavarðar. "Þegar ég leit niður í fjöruna úr fjarska fannst mér vera einhver klettur þar sem ég kannaðist ekki við, en þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta var hvalur," sagði Jón. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hækkunarþörf leigubíla allt að 10%

LEIGUBÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ Frami hefur lagt inn beiðni um hækkun á töxtum vegna framkominna bensínverðshækkana. Beiðni um 5,44% hækkun var lögð inn í júlí síðastliðnum en síðan hefur verð á bensíni hækkað þrisvar. Ástgeir Þorsteinsson, formaður Frama, segir hækkunarþörfina liggja einhvers staðar á bilinu 5,44%­10%. Meira
5. september 1999 | Erlendar fréttir | 393 orð

Íbúar Austur-Tímor kjósa sjálfstæði

YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Austur-Tímor kaus sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram á mánudag. 78,5% kjósenda greiddu sjálfstæði atkvæði sitt, en talið er að meira en 99% skráðra kosningabærra manna hafi mætt á kjörstað. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Kynningarfundur um sjálfboðastarf Rauða krossins

REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins heldur kynningarfund um sjálfboðaliðastarf í Sjálfboðamiðstöð að Hverfisgötu 105, mánudaginn 6. september kl. 20. Hjá Rauða krossinum koma sjálfboðaliðar að margskonar verkefnum. Sum eru í gangi árið um kring og önnur standa yfir í skamman tíma, frá nokkrum tímum upp í nokkrar vikur. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Mannúðleg meðferð flóttamanna tryggð

DÓMSMÁLARÁÐHERRA segir að lög um útlendinga séu komin til ára sinna og í burðarliðnum sé frumvarp til nýrra útlendingalaga sem væntanlega verði lagt fram á komandi þingi. Þetta kom fram í máli Sólveigar Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, þegar hún undirritaði samning við Rauða kross Íslands um aðstoð við hælisleitendur hér á landi í gær. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Málþing um skipulag ferðamannastaða

FERÐAMÁLARÁÐ Íslands, Háskólinn á Akureyri, stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskóli Íslands standa fyrir málþingi um skipulag ferðamannastaða. Framsögumenn á málþinginu eru prófessor Valene L. Smith, prófessor, Gerda Priestley, Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, og Benedikt Valsson ásamt Birki Fanndal, stöðvarstjóra Kröfluvirkjunar. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Metuppskera á korni

Vaðbrekku, Jökuldal. Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum, hefur verið að slá kornakra sína og þreskja af þeim kornið. Góðviðriskafli er notaður til verksins þótt kornið mætti vera orðið þurrara en það kemur ekki að sök þar sem það er mest allt súrsað. "Ég var að slá kornið á gamla flugvellinum og það var orðið gulara og þurrara vegna þess að jarðvegurinn er þar þurrari. Meira
5. september 1999 | Erlendar fréttir | 209 orð

Mitchell biðlar til stríðandi fylkinga á N-Írlandi

GEORGE Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarmaður frá Bandaríkjunum, sagði á föstudag að það væri ófyrirgefanlegt ef menn létu friðarumleitanir á Norður-Írlandi renna út í sandinn. Mitchell, sem stýrði friðarviðræðunum í fyrra, sem lauk með samþykkt Belfast-friðarsamkomulagsins, Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð

Neytendasamtökin mótmæla bensínhækkun

NEYTENDASAMTÖKIN benda á að enn á ný kemur í ljós skortur á verðsamkeppni milli stærstu olíufélaganna sem hækkuðu verð á bensíni jafnmikið sama dag í byrjun vikunnar, segir í ályktun frá samtökunum. "Ákveðin hækkun á bensínverði er eðlileg miðað við hækkun á heimsmarkaðsverði. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 696 orð

Nítján áður óþekktar dýrategundir Lífleg starfsemi fer fram í gömlu fiskvinnsluhúsi í Sandgerði. Þar stunda innlendir og

NÍU konur úr Sandgerði hafa þann starfa að krafsa sig í gegnum sýni sem tekin hafa verið af hafsbotni í íslenskri efnahagslögsögu. Konurnar stunduðu áður ýmis störf í Sandgerðisbæ, störfuðu meðal annars á leikskóla og við fiskvinnslu. Meira
5. september 1999 | Erlendar fréttir | 306 orð

Opnun erindrekstursskrifstofu í athugun

LÍTILL hópur brezkra stjórnarerindreka kann brátt að koma sér fyrir í Belgrad, tæplega hálfu ári eftir að júgóslavnesk stjórnvöld skáru á stjórnmálatengsl við Bretland vegna loftherferðar Atlantshafsbandalagsins gegn Júgóslavíu. Meira
5. september 1999 | Erlendar fréttir | 316 orð

Rússum fækkar

ÍBÚATALAN í Rússlandi hefur enn lækkað á þessu ári, og telja stjórnvöld þessa þróun vera ógn við þjóðaröryggi, að því er blaðið Izvestiagreindi frá. Rússum fækkaði um 406.200 á fyrri helmingi ársins, eru nú alls 145,9 milljónir. Lækkunin hefur næstum því tvöfaldast frá því í fyrra, og virðast stjórnvöld ekki geta stemmt stigu við þróuninni. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 280 orð

Ræða lýðræði og rafræn viðskipti

RÁÐHERRAR Norðurlanda á sviði upplýsingatækni (UT) hittast í fyrsta sinn opinberlega mánudaginn 25. október á Íslandi. Fyrir fundinn fjölluðu embættismenn hinna norrænu ráðherra á sviði UT um upplýsingatækni, lýðræði og rafræn viðskipti á ráðstefnu í Reykjavík í júnímánuði. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

Slysum fækkaði úr sautján í tíu

SLYSUM sem leiddu til fjarveru starfsmanna í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga fækkaði á síðasta ári í 10 en þau höfðu verið 17 árið áður. Eru það færri slys en áður hafa orðið á einu ári hjá fyrirtækinu. Reyklosun um skorsteina verksmiðjunnar í reglulegum rekstri var lítil og náðist einn besti árangur verksmiðjunnar frá upphafi. Íslenska járnblendifélagið hf. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Táknræn mótmæli gegn Fljótsdalsvirkjun

UM klukkustundarlangur gjörningur fór fram við Eyjabakka í gær við fyrirhugað stíflustæði Fljótsdalsvirkjunar. Um eitt hundrað umhverfis- og náttúruverndarsinnar komu frá Reykjvík, Akureyri, af Austurlandi og víðar, til þess að taka þátt í gjörningnum. Meira
5. september 1999 | Erlendar fréttir | 1003 orð

Tregðan til umbóta í Rússlandi

RÚSSLAND heldur áfram að vekja furðu og undrun. Tíu árum eftir fall Berlínarmúrsins og nærri átta árum eftir að Sovétríkin liðu undir lok hefur Rússland ekki ennþá skilgreint stöðu sína á alþjóðavettvangi. Efnahagur landsins er hruninn og fátt bendir til þess að hann komist á réttan kjöl í bráð. Spilling er landlæg. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Úði við Dettifoss

FJÖLMARGIR ferðamenn hafa líklegast skoðað Dettifoss í sumar enda hefur veðurblíðan á norðausturhorni landsins verið einstök síðustu mánuðina. Íslendingar verða sífellt duglegri að ferðast um eigið land og sama má reyndar segja um erlenda ferðamenn, en aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn heimsótt landið á fyrstu sjö mánuðum ársins en í ár. Alls heimsóttu 157. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Úr skjalasöfnum Kaupmannahafnar

ÁRNI Daníel Júlíusson sagnfræðingur í Reykjavíkurakademíunni flytur fyrirlestur þriðjudaginn 7. september sem hann nefnir: Verslunarsaga úr skjalasöfnum Kaupmannahafnar. Vanræktar heimildir? Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Úrslitaþjónusta mbl.is

Á FRÉTTAVEF Morgunblaðsins, mbl.is, hefur verið sett upp úrslitaþjónusta í samvinnu mbl.is og Íslenskra getrauna. Sé smellt á sérstakan hnapp á forsíðu Fréttavefjarins, www.mbl.is, kemur upp gluggi með helstu boltaleikjum sem eru í gangi eða framundan þann daginn og stöðu í þeim eftir því sem verkast vill. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Útiguðsþjónusta í Gufunesi

Útiguðsþjónusta í Gufunesi ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA var haldin við altari gömlu kirkjunnar í Gufunesi í gær, en það var séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur sem prédikaði og þjónaði fyrir altari. Guðsþjónustan var haldin í tengslum við Grafarvogsdaginn sem haldinn var í annað skiptið með fjölbreyttri dagskrá í hverfinu. Meira
5. september 1999 | Innlendar fréttir | 398 orð

VIKAN 26/8­4/9

Þorskstofninn réttir úr kútnum SEIÐAVÍSITALA þorsks hér við land er sú langhæsta sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1970. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar er árgangurinn nú meira en þrefalt stærri en árgangurinn í fyrra, sem þó var metárgangur. Útbreiðsla þorskseiða er ennfremur mjög mikil og ljóst að hér er á ferðinni efniviður í sterkan þorskárgang. Meira

Ritstjórnargreinar

5. september 1999 | Leiðarar | 886 orð

ATHUGASEMDIR ÞORSTEINS MÁS

Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., hefur gert athugasemdir við niðurstöðu Verðbréfaþings Íslands hf. um tengsl Höfðahrepps og Skagstrendings hf. Forsaga málsins er sú, að Verðbréfaþing hóf könnun á því, hvort nýjar reglur þingsins um skráningu verðbréfa í kauphöll hefðu í för með sér að einhver hlutafélög, sem þar eru skráð, Meira
5. september 1999 | Leiðarar | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

RÚMAR þrjár vikur eru þar til fjármálaráðherrann, Geir H. Haarde, leggur fram fjárlagafrumvarp sitt á Alþingi. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa lokið umræðum um frumvarpið og gefið fjármálaráðherra og ríkisstjórn grænt ljós á fullvinnslu þess. Meira

Menning

5. september 1999 | Fólk í fréttum | 663 orð

ALLIR GETA LAGT HÖND Á PLÓGINN

HILDUR Margrétardóttir myndlistarkona útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskólans vorið 1999 og heldur nú sölusýningu á nokkrum mynda sinna í Galleríi Geysi. Ágóði af einni myndanna sem allar eru af börnum mun renna til söfnunarinnar Sund í þágu barna sem Jan Murtomaa hóf með því að synda þvert yfir Hvalfjörðinn, alls fimm og hálfan kílómetra. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 152 orð

Allt er nú reynt Frá vöggu til grafar II (From Dusk Till Dawn 2)

Leikstjóri: Scott Spiegel. Handritshöfundur: Scott Spiegel og Duane Whitaker. Aðalhlutverk: Robert Patrick, Bo Hopkins og Duane Whitaker. (93 mín) Bandaríkin. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
5. september 1999 | Myndlist | 853 orð

Allt í lagi

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 14­18 og stendur til 19. september. SÝNINGIN sem nú stendur í Nýlistasafninu hefur yfirskriftina sjö sjöttu, eða 7/6, og þar sýna sjö listamenn frá Austurríki og sex frá Íslandi. Þessi sýning er dæmi um nýja stefnu í sýningarhaldi sem reyndar hefur borið nokkuð á í Nýlistasafninu. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 216 orð

Aular á diskóteki Roxbury-klúbburinn (A Night at the Roxbury)

Leikstjóri: John Fortenberry. Handrit: Steve Koren, W. Ferrel og C. Kattan. Aðalhlutverk: Will Ferrel og Chris Kattan. (79 mín.) Bandaríkin. CIC-myndbönd, ágúst 1999. Öllum leyfð. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 507 orð

Á vængjum mannfuglsins

eftir James Patterson. Warner Books 1999. 416 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn James Patterson er með vinsælustu afþreyingarhöfundum vestan hafs eftir að hann skrifaði fjöldamorðingjatryllinn "Kiss the Girls" en úr henni varð mjög viðunandi spennumynd með Morgan Freeman. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 213 orð

BRJÓSTGÓÐ AÐ EÐLISFARI

JENNIFER Love Hewitt vakti athygli í myndinni Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar fyrir leik sinn og ekki síður fyrir að vera brjóstgóð með eindæmum. Í septemberhefti tímaritsins Detour segir leikkonan að hún hafi verið á tólfta ári þegar barmur hennar fór að vekja athygli karlkynsins og hafi hún brugðist við því með því að ganga í stórum bosmamiklum peysum til að reyna að hylja Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 54 orð

Dýrgripir úr búi Bergmans SÆNSKI leikstjórinn o

Dýrgripir úr búi Bergmans SÆNSKI leikstjórinn og rithöfundurinn Ingmar Bergman hefur aldrei farið troðnar slóðir í kvikmyndagerð. Það ætti því að vera kærkomið tækifæri þegar kvikmyndaunnendum gefst kostur á að fylgja honum eftir í Bæjarbíói í Hafnarfirði á sunnudag. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 220 orð

Einsöngstónleikar í Hásölum og Bolungarvík

SIGRÚN Pálmadóttir sópransöngkona heldur einsöngstónleika í Hásölum (safnaðarsal Hafnarfjarðarkirkju) þriðjudagskvöldið 7. september kl. 20.30 og í Félagsheimilinu Víkurbæ í Bolungarvík fimmtudaginn 9. september kl. 20.30. Undirleikari á tónleikunum verður Iwona Jagla. Á efnisskránni eru m.a. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð

Fanný og Alexander

Ingmar Bergman/Svíþjóð. MYNDIN er síðasta mynd Bergmans, nema að hann kjósi að skipta um skoðun. Hér segir af samnefndum systkinum og fjölskyldu þeirra. Þegar leikhússtjórinn, faðir þeirra, deyr sér móðirin þann kost vænstan að flýja í kaldan náðarfaðm biskups nokkurs og giftast honum. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 132 orð

Farsæll framkvæmdastjóri kveður

ÞAÐ var glatt á hjalla hjá Vinnuveitendasambandi Íslands um helgina þegar starfsmenn héldu hóf til heiðurs framkvæmdastjóra sínum, Þórarni V. Þórarinssyni. Eftir farsæl störf hjá VSÍ í tæpa tvo áratugi hefur hann tekið við stöðu forstjóra Landssímans. Í tilefni dagsins var brugðið á leik og honum færðar sérhannaðar flugur sem nefndar voru eftir hverjum starfsmanni. Meira
5. september 1999 | Myndlist | 858 orð

HARKA OG MÝKT

Opið alla daga frá 12­18. Til 24. október. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. ÞAÐ ER orðin hefð að stjórn Kjarvalsstaða bjóði grónum myndlistarmönnum að kynna sýnishorn verka sinna í Austur- eða Vestursal. Nú er röðin komin að málaranum Hafsteini Austmann, sem sýnir yfirlit síðustu 15 ára, málverk og akvarellur byggingarfræðilegra forma. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 119 orð

Hvísl og hróp

Ingmar Bergman/Svíþjóð. HVÍSL og hróp er afskaplega orðmörg og þungbúin en um leið ótrúlega seiðandi og einstaklega vel smíðuð. Hún fjallar um þrjár systur og ráðskonu þeirra. Ein systirin er að deyja úr krabbameini og sagan gerist á síðustu dögum hennar. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 205 orð

Íslensk listakona vekur athygli í Hong Kong

SÝNING Ingu Svölu Þórsdóttur og kínverska listamannsins Wu Shanzhuan vakti athygli í Hong Kong nýlega. Sýningin var haldin í Hanart galleríinu og bar nafnið "Vege pleasures", en hún hlaut góð viðbrögð að sögn Ingu Svölu sem og jákvæð viðbrögð þarlendra fjölmiðla. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Kilmer og Willis saman í sæng

Kilmer og Willis saman í sæng LEIKARINN Bruce Willis er maður dagsins í Hollywood. Mynd hans, The Sixth Sence tröllríður öllu vestanhafs um þessar mundir en leikarinn hefur hafnað tilboði um að leika í myndinni Ace in the Hole þar sem hann hefði einn farið með aðalhlutverk. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 231 orð

King ekki hefndarþyrstur

STEPHEN King er ekki hefndarþyrstur öfugt við það sem ætla mætti af höfundi bókarinnar "Misery". Það eina sem hann vill ökuþórnum sem keyrði hann niður er að hann verði sviptur ökuleyfinu. Þetta kemur fram í viðtali við rithöfundinn í Bangor Daily News. "Hann á ekkert erindi á vegina. Hann er hættulegur sjálfur sér og öðrum," segir King. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Ljóðatónleikar á Austurlandi

BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari halda ljóðatónleika í safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju í kvöld, sunnudag, og í Egilsstaðakirkju mánudaginn 6. september. Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20.30. Á efnisskránni er eingöngu trúarleg tónlist er spannar yfir 300 ár í tónlistarsögunni. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 297 orð

Lög sem vernda barnastjörnur

NÝ LÖG verða væntanlega samþykkt í Bandaríkjunum á næstunni en þau eiga að tryggja fjárhagslegt öryggi barnungra leikara. Til eru lög er kallast Coogan-lögin og eru frá árinu 1938 og byggjast nýju lögin að hluta til á þeim. Með þeim verður forráðamönnum leikaranna ungu gert skylt að setja a.m.k. 15% tekna barnanna í sjóði sem leikararnir hafa einir aðgang að er þeir verða fjárráða. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Munch á uppboð

JUSSI Pylkkänen, deildarstjóri hjá Christies-uppboðsfyrirtækinu í London, sýnir málverk Norðmannsins Edvards Munchs "Madonna" í Berlín á fimmtudag. Málverkið, sem metið er á um 840 milljónir ísl. króna, verður sett á uppboð hjá Christies í London 7. október næstkomandi. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 649 orð

MyndböndSamningamaðurinn (The Negotia

Samningamaðurinn (The Negotiator) Tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án efa í flokki bestu hasarmynda síðustu ára. Jackson og Spacey eru alvöru töffarar. Dauði á vistinni (Dead Man on Campus) Þokkalega skemmtileg vitleysa og fín gamanmynd. Meira
5. september 1999 | Myndlist | 664 orð

Nú er í Dritvík daufleg vist

Til 24. október. Opið daglega frá kl. 10­18. Aðgangur kr. 300. Sýningarskrá kr. 3.900. PATRICK Huse er eins og svo margir samlandar hans afar upptekinn af frumspekilegum tengslum manns og náttúru. Líkt og hjá okkur Íslendingum leikur náttúran afar stórt hlutverk í norskri þjóðarsál, og persónugerving hennar er aldrei langt undan í verkum þarlendra landslagsmálara. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 156 orð

Nýjar bækur ÚR digrum sjóði, fjárl

ÚR digrum sjóði, fjárlagagerð á Íslandi er eftir Gunnar Helga Kristinsson. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Fjárlagagerð fjallar um hina pólitískustu af öllum spurningum: Hver fær hvað, hvenær og hvernig? Úr digrum sjóði fjallar um fjárlagagerð á Íslandi og útgjaldaþróun ríkisins undanfarna áratugi. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 63 orð

ÓGNARÖFL 1. hluti ­ 5. bók

ÓGNARÖFL 1. hluti ­ 5. bók er komin út. Þetta er ævintýri tvíburasystkinanna Kíu og Röskva; örlagasaga þar sem góð öfl og ill heyja miskunnarlausa baráttu um hvaða gildi skulu ríkja. Bókaflokkurinn er gefinn út í litum heftum sem eru í sama broti og geislaplötuumbúðir eða tölvuleikir. Fyrsti hluti bókaflokksins er gefinn út í níu heftum. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Perlur Sigfúsar í Salnum

FYRSTU tónleikar í áskriftarröð Tíbrár í Salnum verða þriðjudagskvöldið 7. september kl. 20:30 og ber þá upp á fæðingardag tónskáldsins og heiðursborgara Kópavogsbæjar, Sigfúsar Halldórssonar. Það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð

Persona

Ingmar Bergman/Svíþjóð. PERSONA er að margra mati eitt helsta meistaraverk Bergmans. Liv Ullman leikur leikkonu sem af ókunnum ástæðum hættir að tala og er send í meðferð hjá geðlækni. Þar er henni sinnt af hjúkrunarkonu sem leikin er af Bibi Andersson. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 96 orð

Rödd Bergmans

Gunnar Bergdahl/Svíþjóð. NÝ HEIMILDARMYND um sænska leikstjórann Ingmar Bergman sem byggist upp á viðtölum við hann. Farið er yfir allan leikstjóraferilinn og sýnd brot úr myndum hans en hans síðasta kvikmynd var Fanný og Alexander sem gerð var 1982. Bergman er jafnan talinn fremsti leikstjóri Svía fyrr og síðar og þótt víðar væri leitað. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Skólakór í Hásölum

KÓR Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn flytur hluta efnisskrár sinnar frá síðastliðnu vori, en þá tók kórinn þátt í alþjóðlegu kóramóti í Portúgal. Söngstjóri kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg. Kór Flensborgarskóla. Meira
5. september 1999 | Myndlist | 580 orð

Spennandi textíll

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12 til 18. TEXTÍLFÉLAGIÐ mun vera tuttugu og fimm ára á þessu ári og í tilefni af því hefur verið efnt til mikillar sýningar í Gerðarsafni þar sem tuttugu og níu félagsmenn sýna nýleg verk sín. Meira
5. september 1999 | Kvikmyndir | 325 orð

Stærðfræðin er tungumál náttúrunnar

eftir Darren Aronofsky "PÍ" er bandarískur vísindaskáldskapartryllir sem gerður er af óháðum aðilum fyrir lítinn sem engan pening en er betri en margur 100 milljón dollara Hollywoodtryllirinn. Meira
5. september 1999 | Fólk í fréttum | 1014 orð

TRUFLUÐ TILVERA Þrjár íslenskar hljómsveitir komu fram á Reading-tónlistarhátíðinni sem fram fór um síðustu helgi. Ingibjörg

Þrjár íslenskar hljómsveitir komu fram á Reading-tónlistarhátíðinni sem fram fór um síðustu helgi. Ingibjörg Þórðardóttir var á staðnum og fylgdist með framgöngu landa sinna. Meira
5. september 1999 | Menningarlíf | 206 orð

Ungur fiðluleikari hlýtur viðurkenningu

UNA Sveinbjarnardóttir fiðluleikari hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat, en hann er kenndur við fyrrverandi stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á föstudag. Meira

Umræðan

5. september 1999 | Aðsent efni | 1945 orð

GEYSIR OG MORGUNBLAÐIÐ

Fyrst ekki er veitt fé til að fylgjast með ástandi eins vinsælasta ferðamannastaðar landsins og einstaks náttúruundurs, segir Helgi Torfason, hvers vegna ætti þá að veita fé til að bora í frægasta goshver heims og eiga á hættu að eyðileggja hann? Meira
5. september 1999 | Bréf til blaðsins | 762 orð

Kvennakór Reykjavíkur í tónleikaferð

KVENNAKÓR Reykjavíkur fór í sína þriðju utanlandsför í júní sl. Við höfum áður farið á kvennaráðstefnuna í Finnlandi árið 1994 og svo til Ítalíu árið 1996. Auk 74 kórkvenna voru með í för Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, örfáir áhangendur, auk Þórhildar Björnsdóttur píanóleikara okkar að ógleymdri Sigrúnu Þorgeirsdóttur kórstjóra. Meira

Minningargreinar

5. september 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Anna Sigurðardóttir

Anna Sigurðardóttir, mamma, tengdamamma, amma og langamma er látin. Hún er gengin í Guðs faðm en skilur eftir sig í hug okkar og hjarta minningar og tilfinningar um konuna sem tengdi okkur sem einn hóp. Við erum öll frá henni komin eða tengd. Anna Sig. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ANNA SIGURÐARDÓTTIR

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 9. nóvember 1910. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 31. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Hafsteinn Guðmundsson

Sæmdarhjónunum Hansínu Jónsdóttur og Hafsteini Guðmundssyni kynntist ég 1984 er við urðum nágrannar á Kambsveginum í Reykjavík. Trúlega voru fyrstu kynni okkar þegar synir mínir tveir, þá kornungir, fóru í sinn fyrsta leiðangur að kanna heiminn. Drengirnir höfðu verið að leik við húsvegginn heima og vissi ég vel hvar þeir voru en svo kemur að því að ég heyri ekki frá þeim og finn þá ekki. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON

HAFSTEINN GUÐMUNDSSON Hafsteinn Guðmundsson járnsmiður fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1912. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 16. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. maí. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 714 orð

Hedvig Arndís Blöndal

Samferðamenn okkar skilja eftir sig mismunandi minningar. Þetta verður mér best ljóst, þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu sem ég hef haft samskipti við á lífsleiðinni. Ég kom frá ársnámi í Bristol í geðlæknisfræði og byrjaði að vinna á geðdeild Borgarspítalans 1. júlí 1970. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL

HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL Hedvig Arndís Blöndal fæddist í Reykjavík 7. september 1924. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 571 orð

Helgi Enoksson

Það er sjónarsviptir að Helga Enokssyni, hann setti svip á samtíð sína og þó sérstaklega á Hafnarfjörð þar sem hann lifði og starfaði, og bjó til æviloka. Áratugum saman gekk hann í öll hús, bæði íbúðarhús sem önnur, í bænum og nágrenni, og las þar af rafmagnsmælum. Mælar þessir eru á ólíklegustu stöðum í hýbýlum fólks og ekki alls staðar auðvelt að komast að þeim. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 27 orð

HELGI ENOKSSON

HELGI ENOKSSON Helgi Enoksson fæddist í Reykjavík 27. október 1923. Hann lést á St. Jósefsspítala 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 129 orð

Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir

Hinn 27. ágúst sl. var til moldar borin Ingimaría Karlsdóttir. Á kveðjustundu leita á hugann minningar liðinna ára. Ingu hef ég þekkt í áratugi og hefur aldrei borið skugga á vinskap okkar. Í fjöldamörg ár störfuðum við Inga saman að félagsmálum í Kvenfélagi Hveragerðis. Hún var heiðarleg, traust og dugleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 32 orð

INGIMARÍA ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR

INGIMARÍA ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR Ingimaría Þorbjörg Karlsdóttir fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal 15. janúar 1911. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 27. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 291 orð

JÓHANN BJÖRGVIN VALDIMARSSON

JÓHANN BJÖRGVIN VALDIMARSSON Jóhann Björgvin Valdimarsson fæddist á Dálkstaðabakka á Svalbarðsströnd 13. febrúar 1923. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Kristbjörg Jóhannsdóttir, f. 13.1. 1884, d. 2.10. 1962, og Valdimar Pálsson. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Jóhann B. Valdimarsson

Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt þitt jarðneska líf og við sem minnumst þín söknum þín sárt, en það er okkar eigingirni. Þú þoldir hvorki vol né víl, tilfinningar þínar barstu ekki á torg, hæverska var þitt aðalsmerki. Þú varst manna blíðastur, máttir ekkert aumt sjá. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 520 orð

Jóhann B. Valdimarsson

Elsku afi minn. Sá dagur rennur upp hjá okkur öllum er við kveðjum þetta líf. Lífið sem Guð gaf okkur, lífið sem Guð hefur ætíð leitt okkur í gegnum og verið okkur nálægur bæði í gleði og sorg. En þó svo að lífið taki enda er sálin ávallt til staðar. Sú sál sem Guð gaf okkur lifir með okkur alla tíð þó að það sýnilega hverfi. Hið sýnilega deyr ­ hið ósýnilega er eilíft. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 331 orð

Jóhann B. Valdimarsson

Að kveðja afa sinn hinstu kveðju getur verið sárt. Hann stendur okkur svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, rólegur, yfirvegaður, með sín björtu augu og fallega bros. Þú varst alltaf svo ljúfur við okkur krakkana afi minn og það var alltaf svo gaman að hitta þig. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 469 orð

Jóhann B. Valdimarsson

Látinn er fyrrverandi tengdafaðir minn til 15 ára Jóhann Valdimarsson eftir erfið veikindi. Ekki er ég megnugur að skrifa æviferil hans en mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust í byrjun níunda áratugarins er ég hóf sambúð með yngstu dóttur hans. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 278 orð

Kristín Hannesdóttir

Elsku Bía amma. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systkinunum þegar við fórum til Reykjavíkur með foreldrum okkar. Þá gistum við oftast nær hjá þér og afa í Hamrahlíðinni og eru minningarnar margar og góðar. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTÍN HANNESDÓTTIR

KRISTÍN HANNESDÓTTIR Kristín Hannesdóttir fæddist á Bíldudal 1. október 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 19. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Kristín Þóra Erlendsdóttir

Mig langar til að minnast vinkonu minnar, Kristínar Þóru, með nokkrum orðum. Reyndar er það svo með sumt fólk að það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa því, og Kristín var ein af þeim. Ég kynntist henni og aðstandendum hennar á mjög erfiðum tímamótum í lífi þeirra. Kristín Þóra hafði greinst með illvígan sjúkdóm, og ljóst að mikil barátta var framundan. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR

KRISTÍN ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR Kristín Þóra Erlendsdóttir fæddist á Landspítalanum 14. ágúst 1991. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 358 orð

Margrét Ingimundardóttir

Til moldar hefur verið borin, á 89. aldursári, elskuleg frænka mín, Margrét Ingimundardóttir, eða Magga eins og hún var ætíð kölluð meðal fólksins frá Litlahvammi. Magga var í miðjum systkinahópnum í Litlahvammi við Engjaveg, eldri en Heiða og Dúna, yngri en Inga og Toggi. Og nú við andlát Möggu eru systkinin frá Litlahvammi öll horfin af sjónarsviðinu. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 27 orð

MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR

MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR Margrét Ingimundardóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1910. Hún lést á heimili sínu 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 24. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Ragnar Sigurðsson

Það er sárt að kveðja þá sem alltaf hafa verið til staðar og upplifa það að góðu stundir bernskunnar verða enn fjarlægari. Það var alltaf efst á óskalistanum að fara í heimsókn til Rúnu og Ragnars þegar farið var til Reykjavíkur. Þar áttum við margar góðar stundir umvafin þeim hlýleika sem einkenndi þau bæði. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

RAGNAR SIGURÐSSON

RAGNAR SIGURÐSSON Ragnar Sigurðsson læknir fæddist á Ljósavatni í S-Þingeyjarsýslu 17. apríl 1916. Hann lést á Landspítalanum 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 31. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Rósa Björnsdóttir

Ástkær frænka mín, Rósa Björnsdóttir, er látin. Minningin um hana mun ávallt fylgja mér í lotningu. Rósa lét sér mjög annt um mig allt frá því ég leit dagsins ljós og var í góðu sambandi við móður mína. Ég dvaldi oft á heimili Rósu og Kristjáns sem barn og á margar góðar minningar frá þeim stundum. Það var t.d. á heimili þeirra sem ég hitti pabba minn í fyrsta sinn, en hann er bróðir Rósu. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Rósa Björnsdóttir

Elsku amma okkar. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér og allar góðu, fallegu minningarnar sem við eigum eftir. Við munum öll eftir pönnukökunum, grjónagrautnum, loftkökunum, ísnum og súkkulaðinu, sem aldrei mátti kalla kakó, sem við úðuðum í okkur í hvert skipti sem við komum í heimsókn. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

RÓSA BJÖRNSDÓTTIR

RÓSA BJÖRNSDÓTTIR Rósa Björnsdóttir fæddist í Helli í Breiðadal 21. júní 1922. Hún lést á Landakoti 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Óháðu kirkjunni 26. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 564 orð

Sigfús Sigurðsson

Sigfús Sigurðsson varð einn af föstu punktunum í tilverunni þegar ég, fjögurra ára, fluttist með foreldrum mínum og systrum á Skólavelli 10 á Selfossi. Fljótlega kynntist ég Maju, sem var sex ára og átti heima á Skólavöllum 2. Hún átti einn yngri bróður, einn eldri bróður og þrjár eldri systur. Mamma hennar var Esther hárgreiðslukona. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Sigfús Sigurðsson

Mikill og merkur maður hefur kvatt okkur að sinni. Það er huggun harmi gegn að vita að hann kemur til með að vaka yfir sínum nánustu um ókomna tíð, því að ekkert var honum mikilvægara en gæfa og gengi stóru fjölskyldunnar hans. Þegar Sigþór maðurinn minn kynnti mig fyrst fullur stolts fyrir "afa í Hólminum" varð mér það strax ljóst að þarna var enginn venjulegur maður á ferð. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

SIGFÚS SIGURÐSSON

SIGFÚS SIGURÐSSON Sigfús Sigurðsson fæddist á Hofsstöðum, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi 19. febrúar 1922. Hann lést 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 27. ágúst. Meira
5. september 1999 | Minningargreinar | 747 orð

Sigurveig Guðmundsdóttir

Frú Sigurveig K.S. Guðmundsdóttir, til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði, er níræð í dag, hinn 6. september 1999. Hún er fædd í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Guðmundar Hjaltasonar, lýðskólafrömuðar og kennara, og konu hans, Hólmfríðar Margrétar Björnsdóttur. Stundaði hún nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði til 1924. Lauk svo Kvennaskólanum Í Rvk. 1927 og tók loks kennarapróf 1933. Meira

Daglegt líf

5. september 1999 | Ferðalög | 450 orð

Aðstaða á ferðamannastöðum bætt til muna

ALDREI hefur Ferðamálaráð Íslands varið meira fé í að sinna umhverfismálum á fjölförnum ferðamannastöðum og á þessu ári, eða um 20 milljónum króna. Þyngst áhersla hefur til þessa verið lögð á að búa svo um hnútana að viðkvæmum ferðamannastöðum verði ekki spillt með ágangi sem og að bæta öryggismál þar sem þeim hefur verið ábótavant. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 295 orð

Á að verða 3 stjarna heimilislegt hótel

Í SUMAR keyptu Magnús Steinþórsson og Ólafur Sigtryggsson City hótel við Ránargötu sem undanfarin ár hefur verið rekið sem Fosshótel. Í síðustu viku tóku nýju eigendurnir formlega við rekstrinum. Að sögn Magnúsar verða gerðar miklar breytingar á rekstri City hótels sem verður nú í fyrsta sinn opið allan ársins hring . "Við komum til með að byggja við hótelið garðskála sem mun m.a. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 547 orð

ÁSTRALÍAMaturDAGANA 3.­10. október verður mikil hátíð í Adelaide í Suður-Ástralíu sem ber yfirskriftina Tasting Australia eða

DAGANA 3.­10. október verður mikil hátíð í Adelaide í Suður-Ástralíu sem ber yfirskriftina Tasting Australia eða Bragðað á Ástralíu. Hátíðin er haldin annað hvert ár á þessum slóðum og að þessu sinni verður grasagarðinum í Adelaide breytt í 500 manna veitingastað. Þar gefst gestum kostur á að velja milli 500 mismunandi rétta og panta af lista áströlsk vín og bjóra. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 57 orð

Beint til Brussel DAGANA 19.­22. nóvember bjóða Samvinnu

Beint til Brussel DAGANA 19.­22. nóvember bjóða Samvinnuferðir-Landsýn upp á ferð til Brussel. Flogið verður beint til Brussel og gist í þrjár nætur. Boðið verður upp á skoðunarferð um borgina og einnig verður farið til miðaldaborgarinnar Brugge sem státar af torgum og byggingum allt frá 13. öld. Verð með hótelgistingu í tvíbýli er frá 34. Meira
5. september 1999 | Bílar | 235 orð

Daewoo Matiz kynntur um helgina

DAEWOO Matiz, fimm dyra sparneytinn smábíll verður kynntur um helgina hjá Bílabúð Benna. Matiz kom á markað í Kóreu í fyrravor og hafa selst að jafnaði yfir 10 þúsund bílar á mánuði síðan sala hófst. Hér á landi verður hann boðinn í þremur búnaðarútfærslum, SE, S-EX og CD-ART. Meira
5. september 1999 | Bílar | 95 orð

Dísilvél og V8 í M-jeppann

MERCEDES-Benz kynnir tvær nýjar gerðir M-jeppans á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. ML 270 CDI er fyrsta dísilútfærslan af M-jeppanum. Bíllinn er með splunkunýrri fimm strokka einbunudísilvél (common-rail) með fjölventlatækni, forþjöppu og millikæli. Hún skilar að hámarki 163 hestöflum og hámarkstog er 370 Nm milli 1.800-2. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 575 orð

Dönsk matarsæla með íslensku ívafi

TUNGLIÐ er komið upp og tunglsljósið merlar á haffletinum, stöku upplýst skip og ferjur sigla hjá, kertaljósin í gulleitum glösum breytast í lugtir eftir því sem rökkrið sígur yfir og að baki er gamall steinveggur, framhlið veitingahússins Dockside við Löngulínu, nokkurra mínútna gang frá litlu hafmeyjunni. Meira
5. september 1999 | Bílar | 105 orð

Eðalvagn VW

MARKAÐUR fyrir lúxusbíla hefur verið blómlegur í Evrópu á þessu ári. Volkswagen hefur mátt horfa upp á keppinauta sína í Þýskalandi, BMW og Mercedes-Benz, fleyta rjómann af þessum markaði og nú vill VW sinn skerf. VW hefur vélina til þess, W12, sem gerð er úr tveimur VR-6 vélum. Myndin að ofan er tölvugerð og sýnir hugsanlegan lúxusbíl VW sem keppa myndi við Mercedes-Benz S600 og BMW 750iL. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 506 orð

Gullnáma fyrir safnara Vorin og haustin eru tími flóamarkaðanna í Noregi. Þá laga allir til í skápunum hjá sér og gefa dótið á

Vorin og haustin eru tími flóamarkaðanna í Noregi. Þá laga allir til í skápunum hjá sér og gefa dótið á flóamarkaði Snæfríði Ingadóttur og öðrum söfnurum til mikillar ánægju. Meira
5. september 1999 | Bílar | 129 orð

Hekla flytur út bíla

SJÚKRAHÚSYFIRVÖLD í Færeyjum hafa keypt fyrsta sérútbúna sjúkrabílinn frá Heklu hf. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Transporter og er með dísilvél og forþjöppu. Bíllinn er með aldrifi. Hann var innréttaður hér á landi af Bifreiðasmiðju G&Ó. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu, segir að Færeyingar hafi víða leitað að innréttingum í bílinn. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 280 orð

HJÓLAÐ UM PARÍS

Haustin eru tími borgarferða hjá Íslendingum. Oft er um þriggja til fjögurra daga ferðir að ræða og til þess að nýta tímann sem best er upplagt að skipuleggja skoðunarferðirnar áður en lagt er af stað. Þeir sem ætla til Parísar ættu að skoða heimasíðu Ferðamálaráðs Frakklands sem finna má á slóðinni: http://www.francetourism.com. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 801 orð

KANARÍEYJAR Uppáhalds hótel Ernu A. Han

KANARÍEYJAR Uppáhalds hótel Ernu A. Hansen er Costa CanariaKampavín og "koníak" með kornflögunum "SKO, við erum svolítið sérkennilegir Kanarífuglar, ef svo má að orði komast," sagði Erna A. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 66 orð

Kynningarverð á Saga Class til Parísar og Frankfurt FRÁ

Kynningarverð á Saga Class til Parísar og Frankfurt FRÁ og með miðjum september og fram að áramótum eru í gildi kynningarfargjöld á Saga Class til Frankfurt og Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum kostar nú fargjald á Saga Class til Frankfurt 92.600 krónur en verður frá og með 15. september 77. Meira
5. september 1999 | Bílar | 139 orð

Laglegur hlaðbakur frá Skoda

SKODA frumkynnir nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt um miðjan mánuðinn. Bíllinn heitir Fabia og er fimm dyra hlaðbakur. Þetta verður nýr bíll í framleiðslulínu Skoda í Tékklandi og leysir ekki aðra bíla af hólmi sem nú eru í framleiðslu. Þannig verður Felicia bíllinn áfram framleiddur. Fabia varð til í þróunarstöð Skoda rétt utan við Mlada Boleslav þar sem hann verður smíðaður. Meira
5. september 1999 | Bílar | 822 orð

Með Ford og Þjóðverjum á fjallvegum

FORD Explorer, sem væntanlegur er hingað til lands seint á árinu í endurnýjaðri útgáfu, var hér í boði með sex strokka og fjögurra lítra vél sem er 200 hestöfl. Bílarnir voru allir búnir sjálfskiptingu og helstu þægindum og öryggisbúnaði, svo sem leðursætum, fjarstýrðum samlæsingum, útvarpi með segulbandi, rafstýringu á rúðum, speglum og framsætum. Meira
5. september 1999 | Bílar | 227 orð

Multipla eyðslugrennri

SÚ meinlega villa læddist inn í töflu sl. sunnudag, þar sem borin var saman eldsneytisnotkun nokkurra fólksbíla, að Fiat Multipla var sögð eyða 11,6 lítrum í blönduðum akstri. Þessi tala, sem fengin var upp úr kynningarefni danska innflutningsaðilans, átti við hve langt bíllinn kæmist á einum lítra bensíns, eins og háttur Dana er að mæla eldsneytisnotkunina. Meira
5. september 1999 | Bílar | 495 orð

Smíðuðu millikæli og tölvu í Land Cruiser

KOMINN er á markað millikælir fyrir Toyota Land Cruiser jeppann sem er þróaður og smíðaður hér á landi af Frey Jónssyni, starfsmanni Toyota aukahluta. Millikælir er notaður til að kæla loft sem forþjappa dælir inn í brunahólf vélarinnar. Til þess að millikælirinn virki þurfti einnig að smíða tölvu til að stýra olíuflæðinu inn á vélina og hefur fyrirtækið Samrás hf. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 680 orð

Sveitavegir og heimagisting Netklúbbur Flugleiða er reglulega með tilboð á Netinu til nokkurra borga. Vigdís Stefánsdóttir

Netklúbbur Flugleiða er reglulega með tilboð á Netinu til nokkurra borga. Vigdís Stefánsdóttir skellti sér í slíka tilboðsferð til Sviss og Þýskalands með fjölskylduna. Meira
5. september 1999 | Ferðalög | 447 orð

Tugir leiða fyrir vana og nýliða

ÁHUGI Íslendinga á gönguferðum hefur aukist til muna síðastliðin ár. Mikið er um að hópar taki sig saman og fari í nokkurra daga gönguferðir og svo einnig fleiri styttri leiðir og haldi þá til í fjallaskálum. Austfirðingar hafa verið duglegir að merkja gönguleiðir og nú eru komin tvö kort sem sýna fjölda gönguleiða á ákveðnum svæðum á Austurlandi. Meira
5. september 1999 | Bílar | 341 orð

Tveir aflmiklir bílar

TVEIR þýskir bílaframleiðendur undirbúa nú framleiðslu á tveimur opnum sportbílum, "roadsterum" svokölluðum. BMW setur á markað á næsta ári Z8 sem verður farkostur James Bond í kvikmyndinni Heimurinn nægir ekki (The World is Not Enough) en Opel hefur ákveðið að hefja framleiðslu á Speedster hugmyndabílnum sem er öllu hógværari í allri útfærslu. Meira
5. september 1999 | Bílar | 877 orð

Vel búinn og þægilegur Land Cruiser VX

TOYOTA Land Cruiser 90 er kominn á markað eftir ýmsar minni háttar breytingar. Bíllinn er kominn með nýtt grill og stuðara, framlugtirnar eru nýjar með fjölspeglaljósum og þá eru þokuljós orðinn staðalbúnaður í GX og VX gerðunum. Bíllinn er á nýjum álfelgum og að innan eru breytingar á mælaborði sem fela m.a. í sér nýja ásýnd aukamæla og nýja gerð leðurklæðningar í VX gerðinni. Meira

Fastir þættir

5. september 1999 | Í dag | 46 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 6. september, verður fimmtugur Ágúst Tómasson, fisksali Hafnarfirði, Fífuseli 37, Reykjavík. Eiginkona hans er Elísabet Guðmundsdóttir, sem verður fimmtug þann 29. desember nk. Af því tilefni taka þau á móti vinum og vandamönnum í Fjörukránni, Hafnarfirði, sunnudaginn 12. september kl. 17-22. Meira
5. september 1999 | Í dag | 37 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 5. september, verður áttatíu og fimm ára Páll Guðmundsson, fv. verslunarmaður. Páll tekur á móti gestum, ásamt dóttur sinni, á Hrafnistu í Reykjavík, Helgafelli, 4. hæð 4-C, milli kl. 15-19 á afmælisdaginn. Meira
5. september 1999 | Í dag | 30 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 6. september, verður níræð Sigurveig Guðmundsdóttir, kennari, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 17 í Garðaholti, samkomuhúsi Garðabæjar, sem er í nágrenni Garðakirkju. Meira
5. september 1999 | Í dag | 514 orð

Barna- og stúlknakórar Bústaðakirkju

UM þessar mundir eru Barna- og stúlknakórar Bústaðakirkju að hefja starfsár sitt. Kórarnir munu hafa í mörgu að snúast. Barnakórarnir sem í eru 6-8 ára börn og 8-10 ára hyggja á utanlandsferð með vorinu. Foreldrafélög starfa við kórana. Kórarnir geta bætt við sig börnum og unglingum á aldrinum 6-16 ára. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari er Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
5. september 1999 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Þórdís BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júní af sr. Jóni Þorsteinssyni Sigrún Eggertsdóttir og Ólafur Gunnarsson. Heimili þeirra er í Skeiðarvogi 75, Reykjavík. Meira
5. september 1999 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Carsten Jón Kristinsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júní sl. í Borgarneskirkju af sr. Miyako Þórðarson Árný Guðmundsdóttir og Hjörvar Pétursson. Meira
5. september 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júlí í Víðimýrarkirkju af sr. Gísla Gunnarssyni Hildur Arnardóttir og Árni Gunnar Sveinsson. Heimili þeirra er í Dvergabakka 36, Reykjavík. Meira
5. september 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn í Mjódd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Katrín Gunnarsdóttir og Sigurður Bernhöft. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
5. september 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí í Rødbykirke, Danmörku, af sr. Elínu Rasmundsen Hrund Pétursdóttir og Anders Winckler. Heimili þeirra er að Hulgårdsvej 72, Kaupmannahöfn. Meira
5. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júní í Garðakirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Auður Björnsdóttir og Stefán Magnússon. Heimili þeirra er í Hverafold 116, Reykjavík. Meira
5. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Kristín Tómasdóttir og Þórarinn Hreiðarsson. Heimili þeirra er að Hraunbraut 4, Kópavogi. Meira
5. september 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst í Breiðholtskirkju af sr. Jakobi Hjálmarssyni Aníta Ólafsdóttir og Einar Pétursson. Heimili þeirra er að Eyjabakka 12, Reykjavík. Meira
5. september 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Sæborg Reynisdóttir og Hjörtur Waltersson. Heimili þeirra er að Álfaskeiði 70, Hafnarfirði. Meira
5. september 1999 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júlí sl. í Hjallakirkju í Kópavogi af sr. Írisi Kristjánsdóttur Jóhanna Sveinbjörg B. Traustadóttir og Ingvar Guðmundsson. Heimili þeirra er í Galtalind 15, Kópavogi. Meira
5. september 1999 | Fastir þættir | 702 orð

Eilífðin Við St. Kevins-kirkju á Írlandi eru höggmyndir, segir Stefán Friðbjarnarson, sem sameina hringinn og krossinn í

Við St. Kevins-kirkju á Írlandi eru höggmyndir, segir Stefán Friðbjarnarson, sem sameina hringinn og krossinn í listrænan og trúarlegan "vegvísi". Meira
5. september 1999 | Í dag | 402 orð

Er R-listanum alls varnað?

VERIÐ er að byggja brú yfir Miklubraut við Skeiðarvog og Réttarholtsveg. Engin beygjuakrein er af Réttarholtsvegi inn á Miklubraut til austurs. Hvers vegna? Það virðist sem þarna verði umferðarljós eins og áður. Meira
5. september 1999 | Dagbók | 947 orð

Í dag er sunnudagur 5. september, 248. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 5. september, 248. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Áður en þeir kalla mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra. (Jesaja 65, 24.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Puente Pereiras Cuatro, Goðafoss og Lagarfoss koma í dag. Meira
5. september 1999 | Í dag | 656 orð

Jim Rogers og Paige Parker, unnusta hans, sem hófu þriggja ár

Jim Rogers og Paige Parker, unnusta hans, sem hófu þriggja ára heimsreisu sína á gulri Mercedez Benz-bifreið hérlendis um síðustu áramót, voru í vikunni stödd í Moskvu. Þau höfðu þá lagt 37.804 kílómetra að baki ­ ekið um Bretland, meginland Evrópu og austur til Asíu. Meira
5. september 1999 | Í dag | 30 orð

Ljósmynd Mynd, Hafnarfirði. Gefin voru saman 24. júlí í

Ljósmynd Mynd, Hafnarfirði. Gefin voru saman 24. júlí í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar af sr. Bryndísi Möllu Elídóttur Fanney Ólöf Lárusdóttir og Sverrir Gíslason. Heimili þeirra er á Skaptárvöllum 6, Kirkjubæjarklaustri. Meira
5. september 1999 | Í dag | 27 orð

Ljósmynd Mynd, Hafnarfirði. Gefin voru saman 24. júlí í Kálfat

Gefin voru saman 24. júlí í Kálfatjarnarkirkjuu af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni Rakel Linda Kristjánsdóttir og Hjörleifur Kristinsson. Heimili þeirra er í Sörlaskjóli 54, Reykjavík. Meira
5. september 1999 | Fastir þættir | 467 orð

Matur og matgerð Blómkál og brokkál

ÍSLENDINGAR byrjuðu ekki að rækta brokkál fyrr en í lok 6. áratugarins en rækta núna mikið af því. Við Íslendingar ræktum dökkgrænt brokkál en líka er til ljósgrænt og rautt brokkál. Þær tegundir fást stundum hér en eru að ég held alltaf innfluttar. Meira
5. september 1999 | Í dag | 36 orð

SKYLDARA AÐ KUNNA ÍSLENZKU EN LATÍNU Svar Jóns Arasonar biskups (1484/1550)

SKYLDARA AÐ KUNNA ÍSLENZKU EN LATÍNU Svar Jóns Arasonar biskups (1484/1550) Latína er list mæt, lögsnar Böðvar, í henni eg kann ekki par, Böðvar. Þætti mér þó rétt þitt svar, Böðvar, míns ef væri móðurlands málfar, Böðvar. Meira
5. september 1999 | Í dag | 68 orð

STÖÐUMYND B Svartur leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B Svartur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Skákþingi Íslands sem nú stendur yfir í skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Björn Þorfinnsson(2.305) var með hvítt, en Jón Garðar Viðarsson (2.355) hafði svart og átti leik. 29. ­ Hxe3! 30. Hxe3 ­ Bd4 31. Hfe1 ­ Bxc5 32. Meira
5. september 1999 | Í dag | 201 orð

SUÐUR spi

* Alkrafa. ** Afmelding. Hann drepur með ás, trompar tígul og svínar hjartagosa. Svíningin heppnast, sem eru góðar fréttir, en vondu fréttirnar eru þær að austur hendir tígli. Er einhver leið að komast hjá því að gefa tvo slagi: einn á tromp og annan á spaða? Það má reyna. Sagnhafi trompar aftur tígul og svínar hjartadrottningu. Meira

Íþróttir

5. september 1999 | Íþróttir | 1433 orð

Rándýr sóknarbolti! Baráttan um Ítalíumeistaratitilinn hófst um síðustu helgi. Sumarið hefur verið heitt syðra og verð á

Segja má að AC Milan hafi "stolið" titlinum af Lazio á síðustu leiktíð og fór það nokkuð fyrir brjóstið á öllum öðrum en stuðningsmönnum Mílanóliðsins enda hafði Lazio leikið liða skemmtilegastan bolta. Meira

Sunnudagsblað

5. september 1999 | Sunnudagsblað | 319 orð

Aukinn ferðamannastraumur vestur

Hellissandi-Frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð á sl. ári má greinilega merkja aukna umferð um utanvert Snæfellsnes. Smátt og smátt er verið að bæta vegakerfið hér vestra og verulegar framkvæmdir eru í gangi nú og ennfrekari standa fyrir dyrum. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 76 orð

"Ástralskar" lífsmyndir á Mars?

VÍSINDAMENN telja, að elstu lífsmyndirnar, sem fundist hafa hér á jörð, geti komið að góðu gagni við leit að lífi á Mars. Er um að ræða steingerðar bakteríuleifar, sem fundust í Vestur-Ástralíu í júlí sl., en talið er, að þær séu 3,46 milljarða ára gamlar. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 3023 orð

Áströlsk sveitasæla Á liðnu ári starfaði Ketill Sigurjónsson lögfræðingur í Ástralíu við framfylgd á löggjöf um gróður­ og

Á liðnu ári starfaði Ketill Sigurjónsson lögfræðingur í Ástralíu við framfylgd á löggjöf um gróður­ og jarðvegsvernd. Hér segir frá ferðum hans með fjölskyldunni um afskekktar sveitir þessa fjarlæga lands. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 609 orð

Átök ungmenna og tveggja heima

ER nauðsynlegt að senda þrjátíu lögreglumenn á átta bílum og einum sendiferðabíl með rimlum fyrir gluggunum til að handtaka tvo stráklinga fyrir að stela bíl og úr búðum? Það áleit lögreglan í Óðinsvéum fyrir skömmu, þar sem handtakan fór fram í hverfi, þar sem innflytjendur eru í meirihluta. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 596 orð

Eitt sinn var sagt við mig: "Gunnlaugur Scheving var svo góður maður, a

Eitt sinn var sagt við mig: "Gunnlaugur Scheving var svo góður maður, að mér finnst óskiljanlegt hvað hann gat skapað stórkostleg listaverk." Mér þóttu þetta dálítið vafasöm orð og ætlaði að taka upp þykkjuna fyrir listina, en lét málið niður falla við nánari athugun. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1942 orð

Fjarnám frá grunnskóla upp í háskóla

FJARNÁM af ýmsu tagi á sér áratugalanga sögu hér á landi, minna má á bréfaskólana en Netið, tölvupósturinn og fjarfundabúnaður hafa gætt hugtakið nýju inntaki. Einnig var hægt að blanda saman hefðbundnu námi og fjarnámi við Kennaraskólann, nú Kennaraháskóla Íslands, Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 243 orð

Frakkar á hlemmiskeiði

MIKIÐ er á seyði í franskri tónlist og oft koma þar saman fjölþjóðlegir straumar sem matreiddir eru á franskan máta. House tónlist virðist falla frönskum vel í geð, í það minnsta berst þaðan mikið af fyrirtaks house-tónlist. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 70 orð

Framfarir í sorptunnuþvotti

SORPTUNNUÞJÓNUSTAN Sótthreinsun og þrif ehf. hefur nýlega tekið í notkun nýjan sorptunnuþvottabíl framleiddan af Haller í Þýskalandi. Bifreiðin er af gerðinni Mercedez Benz Atego og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en um er að ræða umhverfisvænan sorptunnuþvottabúnað sem þvær án sápuefna. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1197 orð

Framhaldsmyndir og endurgerðir

Fjöldinn allur af framhaldsmyndum og endurgerðum er í framleiðslu eða á teikniborðinu í Hollywood að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem skoðaði hvað þau eru að fást við Mad Max, Indiana Jones, Tortímandinn, Batman, Carrie, ósýnilegi maðurinn ofl. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1276 orð

Heiðagæsin ­umtalaðasti fugl landsins

Umtalaðasti fugl Íslands síðustu misseri hefur án nokkurs vafa verið heiðagæsin og svo virðist sem hún komi við sögu ævinlega þegar mikil virkjunaráform á hálendinu eru annars vegar. Menn muna eftir því að horfið var frá því að sökkva Þjórsárverum og þau voru vernduð í kjölfar baráttu náttúruverndarsinna er ljóst varð að þar er mesta heiðagæsavarp veraldar. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 2882 orð

Í Hólminum kusu þeir allir íhaldið

Árið 1959 varð ungur maður í Hólminum, Ólafur Steinþórsson, altekinn óróa og ævintýraþrá. Hann tók sig upp og hélt til Reykjavíkur, þar sem hann hlaut sína fyrstu eldskírn í pólitíkinni. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 883 orð

Jóhann Pétursson Svarfdælingur í Hamborg 1938 Í tveimur þáttum Jónasar Jónassonar, Kæri þú, nú nýverið var flutt viðtal, sem

FRÉTTIN í þýska dagblaðinu, sem hafði fyrirsögnina Maður, sem er 2,40 m á hæð, í Hamborg, er á þessa leið í lauslegri þýðingu: "Undanfarna tvo daga hefur Íslendingurinn Pétursson dvalið í Hamborg. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 2481 orð

Kínaer næren margir haldaViðskipti Íslendinga og Kínverja eru vaxandi þrátt fyrir gjörólíkan uppruna og lifnaðarhætti þessara

Viðskipti Íslendinga og Kínverja eru vaxandi þrátt fyrir gjörólíkan uppruna og lifnaðarhætti þessara tveggja þjóða. Til að forvitnast meira um þessi viðskipti og annað sem viðkemur Kína ræddi Magnea Hrönn Örvarsdóttir við sendiherra Íslendinga í Peking, Ólaf Egilsson, sem tók þar við fyrir hálfu öðru ári. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1639 orð

Kínverskurbifreiðaiðnaðurí góðum gír

KÍNVERJAR hafa ekki farið varhluta af auknum lífsgæðum undanfarin tuttugu ár eða síðan landið, árið 1979, opnaði dyr sínar fyrir alþjóðlegum áhrifum og gaf markaðsöflunum færi á að leika lausum hala. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 216 orð

Kraftmikið gítarrokk

ÞEGAR bandaríska rokksveitin Nine Inch Nails var upp á sitt besta byggðist velgengni sveitarinnar ekki síst á spennunni sem ríkti á milli þeirra Trents Reznors, leiðtoga sveitarinnar, og gítarleikara hennar, Richards Patricks. Á endanum gafst Patrick upp á að slást við Reznor og stofnaði eigin hljómsveit, Filter. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 2313 orð

KULDABOLI KOMINN Á KREIK Í ÞORLÁKSHÖFN

Hafsteinn Ásgeirsson fæddist á Stokkseyri 1949. Hann tók fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum, var skipstjóri og rak eigið útgerðarfyrirtæki 1973­1990, var einn stofnenda Ísfélags Þorlákshafnar 1984 og er þar stjórnarformaður, Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 87 orð

Kynjamisrétti dulbúið í skólafatnaði

FJÓRTÁN ára gömul bresk skólastúlka að nafni Jo Hale hefur sett skólanum sínum úrslitakosti. Annaðhvort fær hún að mæta klædd síðbuxum í skólann eða hún kærir skólayfirvöld fyrir kynjamisrétti. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 707 orð

Lax, lax, lax og aftur lax!

ÉG FÓR nú um daginn í viku hringferð með ítalska ferðamenn, eins og ég geri jafnan á sumrin og er það ekki í frásögur færandi. Ferðin gekk í alla staði vel og meira að segja veðrið lék við Suður-Evrópuþjóðina, en Ítalir eiga það til að kvarta og barma sér ef sólin lætur ekki sjá sig svo dögum skiptir, Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 4084 orð

Líf í skugga Kötlu

Fólk sem kemur í Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi verður fyrir sterkum áhrifum af umhverfinu, sögu staðarins og örlagasögu landnámsmannsins Hjörleifs. Höfðinn á sér merka sögu sem er samtvinnuð sögu mesta örlagavalds svæðisins, Kötlu gömlu. Nú er Hjörleifshöfði í eyði en ferðafólk leggur þangað leið sína í auknum mæli. Helgi Bjarnason ræddi við Þóri N. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 449 orð

Lítill áhugi á forsetaembættinu í Finnlandi

RIITTA Uosukainen, forseti finnska þjóðþingsins, skýrði á dögunum frá ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum í byrjun næsta árs. Staða Sameiningarflokksins, sem er hægriflokkur, er því fremur óljós en Sauli Niinistö. formaður hans og fjármálaráðherra, hefur ítrekað að hann hafi lítinn áhuga á æðsta embætti þjóðarinnar. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1076 orð

Melónur og spælegg í Cannes

ENGINN vafi er á því, að íslenzk þjóð er ein hin víðförlasta í heimi, miðað við höfðatöluna okkar ágætu. Ferðalög eru eitt vinsælasta umræðuefni fólks, og er þá um að gera að geta skellt fram sem allra sjaldgæfustum áfangastöðum á heimskringlunni. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 2933 orð

Mikilvægi litlu orðanna Heimspekisaga eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje er mikil að vöxtum, enda segir hún frá vestrænni

"ÉG held að ætli maður að skrifa bók eins og þessa þá verði maður að vera kennari. Maður þarf að vita hvernig hægt er að ná til fólks. Ég hóf kennslustörf 1962 og fyrstu atriðin voru því skrifuð um það leyti, en ég var ekki kominn með handrit fyrr en um 1970," segir Skirbekk. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 825 orð

Og því fór hann ungur á flot

"HANN elskaði þilför hann Þórður, og því fór hann ungur á flot" var sungið í allskonar óskalagaþáttum þegar ég var barn. Í mörg ár hélt áfram að "gefa á bátinn við Grænland" í útvarpinu samtímis því sem hann Sigurður sjómaður, sannur vesturbæingur, kom upplagður fram á sjónarsviðið. Á árum áður voru sem sagt mjög mörg dægurlög um sjómenn, störf þeirra og ástalíf. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1878 orð

Ódýrt en krefst sjálfsaga

Tölvu- og fjarskiptatæknin er að umbylta mörgu og þá ekki síst námi af ýmsu tagi. Líkamleg nálægð kennara er ekki lengur skilyrði fyrir því að geta stundað nám, Íslendingur í Taílandi getur stundað nám við Verkmenntaskólann á Akureyri, handboltamaður í Magdeburg nám við breskan háskóla. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1249 orð

Papeyjarbréf

Fyrir fuglaskoðara, segir Leifur Sveinsson, er Papey alger paradís. I. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 216 orð

RJC matvörur og Íslensk matvæli í samstarf

ÍSLENSK matvæli og RJC matvörur hófu 1. september síðastliðinn sölusamstarf á matvörumarkaði. Þetta samstarf kemur til vegna kaupa Pharmaco hf. á öllum hlutabréfum í RJC matvörum sem áður voru í eigu Rolf Johansen & Company ehf. Í fréttatilkynningu frá Rolf Johansen & Company kemur fram að ástæða sölunnar á hlutabréfum í RJC matvörum sé einföld, þ.e. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1243 orð

STÓR-MEISTARINN Nokkrar af eldri myndum Stanley Kubricks hafa verið sýndar á Kvikmyndahátíð í Reykjavík og hefur fólki gefist

VIÐ höfum fengið að sjá nokkrar af helstu myndum kvikmyndahöfundarins Stanley Kubricks á Kvikmyndahátíð í Reykjavík eða þær sem hann gerði fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið á árunum frá 1970 en lokamyndin á hátíðinni er lokamynd Kubricks, "Eyes Wide Shut". Í upprifjunina vantaði aðeins "2001: A Space Odyssey" og "Dr. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 214 orð

STÖKK MILLI LISTGREINA

ÞAÐ HEFUR reynst mörgum erfitt að færa sig á milli listgreina, ekki síst ef viðkomandi hefur þegar náð viðurkenningu í öðru forminu. Þannig hefur Madonnu gengið afleitlega að fóta sig sem leikkonu, þrátt fyrir hetjulegar tilraunir, og leikarar sem bregða sér í hljóðver eru jafnan hafðir að athlægi, þó til séu á þessu undantekningar. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 492 orð

Vel heppnuð líknarskífa

ALLT frá því Live Aid-tónleikarnir voru haldnir hefur rignt yfir menn líknarplötum ýmiskonar. Margar virðast reyndar frekar ætlaðar til að kynna tónlistarmenn sem dottið hafa út úr sviðsljósinu eða vekja athygli á nýjum spámönnum, en sem betur fer eru á því undantekningar líkt og platan No Boundaries, sem nýtur talsverðrar hylli nú um stundir. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 259 orð

Verkefnisstjórn í heilsueflingu

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Landlæknisembættið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsa lausa til umsóknar stöðu verkefnisstjóra vegna heilsueflingar í skólum. Verkefnið er til þriggja ára og hluti af alþjóðleg samstarfi í 40 löndum. Er markmiðið að auka heilbrigðisvitund nemenda, kennara og annars starfsfólks skólanna. Lögð er rík áhersla á samstarf við foreldra og heilsugæslu. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1406 orð

Við Morgunblaðsgluggann

Um þessa helgi eru liðin sextíu ár frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Gömul ljósmynd verður Pétri Péturssyni tilefni til að rifja upp þegar múgur og margmenni safnast saman í Austurstræti og mænir í átt til Morgunblaðsglugga en þar vænta menn frétta af upphafi styrjaldar. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 1583 orð

Þið syngið svo fagurt að ég mun vaka í alla nótt Karlakórinn Heimir úr Skagafirði gerði garðinn frægan í fyrstu heimsókn sinni

FYRIR nokkrum árum heimsótti Heimir Suður-Grænland og söng í mörgum byggðum Grænlands við mikla aðsókn, lof og gleði tónleikagesta og síðast en ekki síst fór íslensk bylgja um landið og treysti samskipti og tengsl þessara tveggja nágrannaþjóða sem stundum virðist þó svo langt á milli. Meira
5. september 1999 | Sunnudagsblað | 2607 orð

Ævintýri í Ekvador

Ólöf Daðey Pétursdóttir, sextán ára stúlka úr Grindavík, kom heim síðsumars eftir tæplega eins árs veru sem skiptinemi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador. Skapti Hallgrímsson forvitnaðist um dvöl Ólafar við miðbaug. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.