Greinar miðvikudaginn 15. september 1999

Forsíða

15. september 1999 | Forsíða | 79 orð

Grískur ráðherra deyr í flugslysi

YANNOS Kranidiotis, aðstoðarutanríkisráðherra Grikklands, lét lífið ásamt fimm öðrum í flugslysi í Rúmeníu í gærkvöldi. Fréttastofan ANA í Grikklandi skýrði frá því að flugvél ráðherrans hefði lent í loftsveip og hrapað, skömmu áður en hún átti að lenda á flugvellinum í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Fimm farþegar komust lífs af, en sonur Kranidiotis var meðal hinna látnu. Meira
15. september 1999 | Forsíða | 298 orð

Gæslulið gæti tekið til starfa fyrir helgi

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær um ályktun, sem heimilaði för fjölþjóðlegs friðargæsluliðs til Austur-Tímor. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði fyrir fundinn að hann vonaðist til þess að fyrstu sveitir friðargæsluliðsins yrðu komnar til A- Tímor ekki síðar en um næstu helgi. Meira
15. september 1999 | Forsíða | 285 orð

"Kvíðablandin tilfinning"

"HÉR er mikill viðbúnaður vegna Floyds enda óttast fólk hið versta. Lægðin er miklu víðáttumeiri og er að ná sama styrkleika og fellibylurinn Andrew, sem olli gífurlegu tjóni hér á Florida 1992," sagði Egill Vignisson í samtali við Morgunblaðið en hann býr nú ásamt konu sinni í Orlando þar sem hann er við nám. Meira
15. september 1999 | Forsíða | 93 orð

Síðasta vígið í Feneyjum

Alexandra Hai, sem dreymir um að starfa sem góndólaræðari í Feneyjum, bjó sig í gær undir að gangast undir ræðarapróf í annað sinn. Hún hefur mætt andúð Sambands gondólaræðara, en tilvonandi starfsbræður hennar eru ekki ýkja hrifnir af því að konu verði í fyrsta sinn veitt innganga í stéttina. Meira
15. september 1999 | Forsíða | 98 orð

Stofnun ríkis frestað

PALESTÍNUMENN munu ekki lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis áður en viðræðum um endanlegan friðarsamning við Ísraela verður lokið, en stefnt er að því að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir eftir ár. Yasser Abed Rabbo, upplýsingamálaráðherra palestínsku sjálfstjórnarinnar, skýrði frá þessu í gær en Palestínumenn höfðu áður ráðgert að sjálfstæði yrði lýst yfir í maí á næsta ári. Meira

Fréttir

15. september 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

37 skemmtiferðaskip til Íslands í sumar

SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Alls hafa 37 skip siglt til landsins í sumar, flest frá Evrópu og Bandaríkjunum og þaðan koma einnig flestir farþegarnir. Það vakti athygli að skipið Queen Elizabeth kom ekki í sumar eins og það hefur gert undanfarin ár, en að sögn Jóns Ingólfssonar, forstöðumanns Hafnarþjónustunnar, Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Afsökunarbeiðni frá Átaki á Þingeyri

STJÓRN Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri hefur sent frá sér skriflega afsökunarbeiðni vegna málflutnings fyrrverandi formanns samtakanna á almennum borgarafundi sem haldinn var á Þingeyri sl. sunnudagskvöld. Í bréfinu eru allir þeir sem urðu fyrir aðkasti í ræðu fyrrverandi formanns beðnir afsökunar og segist stjórnin vonast eftir áframhaldandi samstarfi við þessa aðila. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Alfa-námskeið níu kristinna samtaka

NÍU kristin samtök, fríkirkjur og þjóðkirkjusöfnuðir hafa hafið samstarf um að halda Alfa-námskeið á jafnmörgum stöðum nú í haust. Alfa er tíu vikna námskeið, eitt kvöld í viku og fjallar um grundvallaratriði kristinnar trúar. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 164 orð

Alræmdum öfgamanni sleppt

JOHNNY Adair, einum af alræmdustu leiðtogum öfgahópa sambandssinna á Norður-Írlandi, var sleppt úr fangelsi í gær þótt hann hafi ekki afplánað nema fimm ár af sextán ára fangelsisdómi. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Aukið fylgi við Sjálfstæðisflokkinn

Í SKOÐANAKÖNNUN DV á fylgi stjórnmálaflokkanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt úr 40,7% miðað við síðustu kosningar í 48,9% ef gengið yrði til kosninga nú og Framsóknarflokkur fengi 18,9% nú í stað 18,4% í síðustu kosningum. Í sömu könnun hrapar fylgi Samfylkingarinnar úr 26,8% miðað við kosningar í vor í 17,1% nú. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 297 orð

Breska pressan býsnast yfir njósnamálum

HÁVÆRAR kröfur heyrast nú í Bretlandi um að stokkað verði upp innan bresku leyniþjónustunnar í kjölfar þess að í ljós kom að yfirmenn leyniþjónustunnar höfðu um áratuga skeið haldið upplýsingum um konu, sem byrjaði að njósna fyrir Sovétmenn á fimmta áratugnum, leyndum fyrir stjórnvöldum. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 317 orð

Daglegt brauð sjómannsins

ÞAÐ eru ekki allir dagar jafnir á sjónum. Oft er erfitt að fást við veðrið og eins getur fiskurinn verið duttlungafullur. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag dró dragnótarbáturinn Ingibjörg úr Ólafsvík tvær sex tonna trillur til hafnar þar á mánudag. Algengt er að bátar séu dregnir til hafnar, en heldur sjaldgæfara að þeir séu tveir í einu. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 556 orð

Eistlendingar munu aldrei gleyma því er Íslendingar réttu hjálparhönd

ÍSLENDINGAR urðu þjóða fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens og undirrituðu utanríkisráðherrar ríkjanna formlega yfirlýsingu um stjórnmálasamband ríkjanna hinn 26. ágúst 1991 í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar. Þessa atburðar var minnst á blaðamannafundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Lennarts Meris, forseta Eistlands, á Bessastöðum í gær. Meira
15. september 1999 | Miðopna | 1390 orð

Ekki víst að fyrirvari goss verði meiri en áður

Nágrannar Kötlu fengu ekki skýr svör um það á fræðslufundi hvenær búast mætti við næsta Kötlugosi. Vísindamenn sögðu að einhvern tímann kæmi stórt gos, hvort sem það yrði í framhaldi af þeirri umbrotahrinu sem nú stendur yfir eða eftir nokkur ár. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Eldur í báti

SEX TONNA plastbátur, Árni Jónsmlisson KE 109, skemmdist mikið þegar kviknaði í honum í höfninni í Ólafsvík síðdegis á mánudag. Tveir menn voru í bátnum þegar eldurinn gaus upp og sakaði þá ekki. Feðgarnir Svavar Pétursson og Pétur Svavarsson voru að setja í gang þegar eldur gaus upp og magnaðist mjög enda slettist olía um vélarrúmið. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Enginn "leki" hjá dýralækni

Í TILEFNI af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem vitnað var í Sunnlenska fréttablaðið, þess efnis að staðgengill yfirdýralæknis hafi upphaflega "lekið" frétt um ástandið á Ásmundarstöðum í blaðamann Morgunblaðsins, er ástæða til að geta þess, að þessi fullyrðing er röng og er hún hér með leiðrétt. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 996 orð

Er íslenskt eldsneyti framtíðin? Nýr ofn Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga gæti átt þátt í því að framleiða eldsneyti

NOKKUR umræða hefur verið hér á landi um að æskilegt sé að hefja notkun á vistvænna eldsneyti en olíu og bensíni og að Ísland gæti jafnvel orðið brautryðjandi og öðrum löndum til fyrirmyndar í þeim efnum. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Fjórar bókanir á fundi útvarpsráðs

Á FUNDI útvarpsráðs í gær var tekin fyrir greinargerð fréttastjóra Sjónvarps um fréttaflutning af umdeildum áformum um virkjun og álver á Austurlandi. Skiptar skoðanir voru um greinargerðina og gaf ráðið því ekki frá sér formlega ályktun um málið. Þó var meirihluti nefndarmanna þeirrar skoðunar að fréttastofan hefði ekki brotið reglu um hlutleysi í fréttaflutningi sínum. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 979 orð

Fjöldi frumsýninga á bílasýningu í Frankfurt Porsche 911 Turbo, Peugeot 607 og gerðarlegur Renault Scénic með fjórhjóladrifi,

Porsche 911 Turbo, Peugeot 607 og gerðarlegur Renault Scénic með fjórhjóladrifi, voru meðal óvenjumargra bíla sem fengu heimsfrumkynningu á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem stendur yfir dagana 16.­26. september. Guðjón Guðmundsson og Árni Sæberg eru á sýningunni. Meira
15. september 1999 | Smáfréttir | 66 orð

FJÖLMENNT ehf. umboðsaðili Zig Ziklar Trainingsystems á Íslandi kynn

FJÖLMENNT ehf. umboðsaðili Zig Ziklar Trainingsystems á Íslandi kynnir um þessar mundir ný námskeið fyrir krakka og unglinga. Námskeiðin byggjast á hugmyndafræði Zig Ziglar, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðin sem eru að hefjast í Skeifunni 7 standa yfir í 6 vikur í senn. Kennt er tvisvar í viku í tvær klukkustundir í hvert sinn. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Forseta Eistlands fagnað á Bessastöðum

OPINBER heimsókn forseta Eistlands, herra Lennart Meri, og eiginkonu hans, frú Helle Meri, stendur nú sem hæst. Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk í gær með hátíðarkvöldverði á Bessastöðum til heiðurs forsetahjónunum. Voru þar saman komnir forseti Íslands, forsætisráðherra, ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands, þingmenn og aðrir gestir. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 398 orð

Fór út fyrir verksvið sitt

MÁLSMEÐFERÐ kærunefndar jafnréttismála er gagnrýnd í áliti umboðsmanns Alþingis í tilefni af kvörtun Ingva Þorkelssonar yfir úrskurði nefndarinnar. Í áliti sínu telur umboðsmaður m.a. að kærunefnd jafnréttismála hafi við meðferð málsins farið út fyrir verksvið sitt eins og það sé markað í lögum. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Frestur til einsetningar lengdur um eitt ár

MENNTAMÁLARÁÐHERRA kynnti frumvarp um breytingar á lögum um grunnskóla á ríkisstjórnarfundi í gær. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að nemendur geti lokið grunnskóla á níu árum í stað tíu og að samræmdu prófunum verði fjölgað um tvö, verði sex. Einnig er frestur til einsetningar grunnskóla lengdur um eitt ár. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 466 orð

Fréttir sagðar uppspuni

FULLYRT var á fréttavefjum frönsku fréttastofunnar AFP og breska ríkisútvarpsins BBC í fyrradag, auk fleiri fréttamiðla, þar á meðal US Today, að Keikó sé mjög "óhamingjusamur" í vist sinni hérlendis og mistekist hafi með öllu að aðlaga hann að náttúrulegum aðstæðum. Vitnað var í þessu sambandi í Hall Hallsson talsmann Free Willy-samtakanna. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fyrirlestrar um fíkn og sálræna meðferð

DR. Albert Ellis, sálfræðingur, kennir hérlendis fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. þessa mánaðar. Hann er viðurkenndur sem áhrifamikill sálfræðingur á sviði sálrænnar meðferðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrri daginn heldur dr. Ellis erindi um fíkn og eiturlyfjaneyslu í Viðistaðaskóla í Hafnarfirði kl. 7.30 til 9. Erindi hans verður á ensku. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Gengið á milli ferðamiðstöðva

HAFNARGÖNGURHÓPURINN stendur fyrir gönguferð á milli miðstöðva fyrir farþegaflutninga í lofti, á láði og legi, í kvöld, miðvikudagskvöld. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 niður á Miðbakka og upp Grófina í Víkurgarð, með Tjörninni, um Vatnsmýrina og Skildinganesmela suður í Öskjuhlíð. Gengið verður eftir skógargötum Öskjuhlíðar niður í Nauthólsvík. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Grafarholtshverfi

Lóðaúthlutanir í Grafarholtshverfi verða auglýstar á næstu vikum. Götunöfn í hverfinu hafa verið í fréttum en þar verða göturnar Þúsöld, Vínlandsleið, Grænlandsleið, Ólafsgeisli, Gvendargeisli, Jónsgeisli, Guðríðarstígur, Þjóðhildarstígur, Kristnibraut, Kirkjustétt og Þórðargeisli. Fyrstu gatnaframkvæmdir í hverfinu verða boðnar út í haust. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 386 orð

Íbúar borgarinnar mjög varir um sig

LOFT er lævi blandið í Moskvu eftir að þriðja sprengjutilræðið á þremur vikum varð a.m.k. eitt hundrað og átján manns að bana í fyrradag. Íslendingar sem búa í borginni segja marga óttast fleiri slík ódæðisverk en þau hafa þó sjálf ekki gripið til sérstakra varúðarráðstafana vegna ástandsins. Meira
15. september 1999 | Landsbyggðin | 506 orð

Kostnaður áætlaður 735 milljónir

Grund, Skorradal-Áhugi hefur vaknað á að gera heilsársveg milli Suður- og Vesturlands um Skjaldbreiðarhraun. Nýlega skoðuðu samgönguráðherra, þingmenn, fulltrúar héraðsnefnda í Borgarfirði og Árnessýslu og stjórnendur Vegagerðarinnar vegstæði fyrir þennan veg, en heildarkostnaður við gerð vegar frá Götuás við Borgarfjarðarbraut á Þingvöll, Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kviknaði í við rafsuðu

JEPPABIFREIÐ skemmdist verulega þegar eldur kviknaði í henni á verkstæði Toyota í Kópavogi á þriðja tímanum í gær. Eldurinn kviknaði er verið var að rafsjóða í bílnum sem verið var að breyta. Starfsmenn verkstæðisins voru snarir í snúningum og höfðu slökkt eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang og engan þeirra sakaði. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Langt komið að byggja yfir knattspyrnuvöll

BYGGING fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ er vel á veg komin en gert er ráð fyrir að afhenda það tilbúið til notkunar um miðjan febrúar, að sögn Kristins Baldurssonar, byggingarstjóra hjá Verkfali, sem reisir húsið. Að sögn Kristins var lokið við að reisa stálvirki íþróttahússins sjálfs um síðustu mánaðamót og unnið er að því að loka því. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 699 orð

Laugarnessvæðið breytir um svip

ÞRJÚ deiliskipulög eru til kynningar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, um þessar mundir, en um er að ræða svæðið við Laugarnesið. Björn Axelsson, landslagsarkitekt hjá Borgarskipulagi, sagði að á Laugarnestanganum væri búið að skipuleggja útivistarsvæði. Búið væri að endurskipuleggja nánast allt Klettasvæðið við Sundahöfn, sem og hluta af Kirkjusandssvæðinu. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

LEIÐRÉTT Magnús Lárusson

Föðurnafn Magnúsar Lárussonar misritaðist í hluta greinar um hestamiðstöðina á Gauksmýri í Húnaþingi vestra en greinin birtist á blaðsíðu 24 í sunnudagsblaði. Beðist er velvirðingar á mistökunum um leið og þau eru leiðrétt. Nafnabrengl Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins sl. laugardag var sagt frá nýstárlegum mjaltabúnaði. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Leikskólakennarar ætla með málið fyrir Hæstarétt

FÉLAG íslenskra leikskólakennara hefur ákveðið að vísa til Hæstaréttar úrskurði Félagsdóms í máli sem sveitarfélagið Árborg höfðaði vegna uppsagna 12 leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélaginu. Félagsdómur hafnaði kröfu lögmanns Félags leikskólakennarar um að málinu yrði vísað frá. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Lýst eftir bifreið

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar að bifreiðinni YM-967 sem stolið var frá Bíldshöfða í ágústmánuði sl. Bifreiðin YM-967 er Nissan Sunny árgerð 1993, rauð að lit, með skyggðum bílarúðum og topplúgu. Þeir sem vita hvar bifreiðin er niðurkomin eru beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 581 orð

Mikið fylgistap hjá Verkamannaflokknum

VERKAMANNAFLOKKURINN í Noregi tapaði allmiklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum í fyrradag og hefur ekki fengið verri útkomu síðan 1924. Er óvinsældum Thorbjørns Jaglands, leiðtoga flokksins, kennt um að sumu leyti og er búist við heitum umræðum í flokknum um stöðu hans. Sósíalíski vinstriflokkurinn bætti einna mest við sig í kosningunum og útkoma Hægriflokksins var einnig mjög góð. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 340 orð

Mikill viðbúnaður á Florida vegna Floyds

FELLIBYLURINN Floyd, sem er með þeim öflugustu fyrr og síðar, fór yfir Bahamaeyjar í gær og stefndi síðan upp að ströndum Florida í Bandaríkjunum. Hugsanlegt þótti, að hann færi yfir Kanaveralhöfða þar sem unnið var að því í gær að koma fjórum geimferjum fyrir í rammgerðum skýlum en enginn tími vannst til að fjarlægja fjórar eldflaugar, sem biðu þar í skotstöðu. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 308 orð

Milljónir íbúa hvattar til að yfirgefa heimili sín

YFIRVÖLD hvöttu í gær nær tvær milljónir íbúa til að yfirgefa hættusvæði við strendur Flórída og Georgíu í Bandaríkjunum, vegna fellibylsins Floyds, sem ganga átti yfir skammt undan ströndum Flórída í nótt. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

MS-félagið stækkar við sig

MS-FÉLAG Íslands hefur hafið framkvæmdir að viðbyggingu við húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5, Rvk. Arkitektar hússins hjá Batteríinu ehf. teiknuðu viðbæturnar og samið var við SS- verktaka um framkvæmdina að loknu útboði en þeir áttu lægsta tilboðið. Meira
15. september 1999 | Miðopna | 1437 orð

Ofnotkun sýklalyfja verður ekki tekin aftur

ÓÞRJÓTANDI bjartsýni ríkti í baráttunni við smitsjúkdóma fyrir um hálfri öld og virtust ný undralyf skjóta upp kollinum á nokkurra vikna fresti. Bjartsýnin vegna hinna nýju sýklalyfja var slík að árið 1948 lýsti George C. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Óleyfilegar millifærslur upplýstar

UPPLÝST hefur verið að tveir fangar á Litla-Hrauni hafi nýlega millifært upphæðir símleiðis af bankareikningi einstaklings yfir á annan, sem síðan var samstundis tekið út af. Um var að ræða 925 þúsund krónur í fyrra tilvikinu og 760 þúsund krónur í því síðara. Þá eru tvö önnur tilvik um slíkar óleyfilegar millifærslur til rannsóknar. Meira
15. september 1999 | Miðopna | 399 orð

Ónæmi fyrir sýklalyfjum lítill vandi á sjúkrahúsum

ÓNÆMI fyrir sýklalyfjum er einnig vandamál á Íslandi og sagði Karl Kristinsson, sérfræðingur á sýklarannsóknadeild Landsspítalans, að hér væri vandinn mestur í sýkingum utan sjúkrahúsa. Hann sagði að allt fram á síðustu ár hefðu vandamál í heiminum verið mest vegna spítalasýkinga hvað varðaði sýklalyfjaónæmi, en þar stæðu Íslendingar vel að vígi. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Rabb um kvennabaráttu í kringum aldamótin

ARNDÍS Guðmundsdóttir, mannfræðingur, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 16. september kl. 12­13 í stofu 101, Odda. Rabbið ber yfirskriftina "Um orðræður og völd. Tvær konur og kvennabarátta í kringum aldamótin 1900". Í fréttatilkynningu segir: "Fjallað verður um baráttu Ingibjargar H. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 670 orð

Rannsóknarnám eflt

HUGVÍSINDASTOFNUN er ný stofnun við Háskóla Íslands, en henni er m.a. ætlað að hafa umsjón með rannsóknarnámi, þ.e. masters- og doktorsnámi, innan heimspekideildar. Jón Ólafsson er framkvæmdarstjóri Hugvísindastofnunar og er hann í þann mund að ljúka doktorsritgerð við Columbia- háskóla í Bandaríkjunum. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 174 orð

"Rauða amman" óhrædd við fangelsisvist

MELITA Norwood, sem nefnd hefur verið "rauða amman" vegna njósna hennar á vegum Sovétmanna sagði í gær að hún myndi nota tímann í fangelsi til að kynna sér verk Karls Marx, færi svo að hún yrði þrátt fyrir allt dæmd fyrir föðurlandssvik. Jafnframt taldi hún líklegt að hún myndi reyna að gera samfanga sína að kommúnistum. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

Ráðherra leiðrétti mismuninn

SAMKEPPNISRÁÐ beinir því áliti til fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að leiðrétta þá samkeppnislegu mismunun sem felist í gildandi ákvæðum þungaskattslaga um fjáröflun til vegagerðar. Í erindi Landssambands vörubifreiðastjóra var kvartað undan þeim breytingum sem gerðar voru á þungaskattslögum árið 1998 um að ökutæki 14 þús. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 403 orð

Réttur ættleiddra barna aukinn

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun heimild til að leggja fram frumvarp til nýrra ættleiðingarlaga, en að sögn Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra er að finna mörg nýmæli og réttarbætur í frumvarpinu, t.d. geta karl og kona í óvígðri sambúð ættleitt barn, ef þau hafa búið saman a.m.k. í fimm ár. Í frumvarpinu er réttur ættleiddra barna einnig aukinn til muna. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

RKÍ aðstoðar við uppbyggingu í Tyrklandi

RAUÐI kross Íslands hefur varið 8,2 milljónum króna til uppbyggingarstarfs í Tyrklandi í kjölfar hins mannskæða jarðskjálfta sem þar varð 17. ágúst. Féð verður notað til verkefnis Alþjóða Rauða krossins; að koma 50.000 manns í skjól yfir veturinn og aðstoða alls um 250.000 manns við að afla sér brýnustu lífsþarfa. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 539 orð

Rúmir 8 milljarðar boðnir í byggingu og rekstur í 25 ár

TILBOÐ í fjármögnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis í Nóatúni voru opnuð í gær og reyndist tilboð Securitas ehf. og Verkafls hf. vera lægst auk þess sem það tilboð fékk hæstu einkunn fyrir þjónustu og aðstöðu, eða tíu í báðum flokkum. Daggjöld á hvern vistmann hjúkrunarheimilisins nema samkvæmt tilboðinu liðlega 14. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Samtök atvinnulífsins stofnuð í dag

STOFNFUNDUR Samtaka atvinnulífsins (SA) verður haldinn í dag á Grand Hotel í Reykjavík. Á fundinum undirrita formenn Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins og aðildarfélaga SA stofnsamning hinna nýju samtaka. Jafnframt verður kjörið 100 manna fulltrúaráð og 20 manna stjórn. Í lok fundar flytur Finnur Geirsson framkvæmdastjóri ræðu, en samkomulag er um að hann verði fyrsti formaður SA. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 433 orð

Setti eistneskt viðskiptaþing

OPINBER heimsókn Lennarts Meris, forseta Eistlands, og eiginkonu hans, frú Helle Meri, auk fylgdarliðs, hófst í gær með för forsetahjónanna til Bessastaða þar sem ríkisstjórn Íslands og embættismenn tóku á móti þeim. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöngva landanna við móttökuna og forsetarnir skiptust á gjöfum. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Sex manna hópur kannaði aðstæður

STARFSMENN Hvíta hússins í Washington eru þegar byrjaðir að undirbúa komu Hillary Rodham Clinton forsetafrúar Bandaríkjanna til Íslands. Hún tekur þátt í ráðstefnu í Reykjavík um konur og lýðræði við árþúsundamót hinn 8. til 10. október nk. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

Skot í Stóru-Laxá

ÞAÐ er að færast líf í Stóru Laxá í Hreppum þessa dagana, hópur sem lauk tveggja daga veiði á svæðum 1 og 2 á laugardag veiddi 16 laxa og næsti hópur veiddi sex stykki. Fregnir herma að prýðisveiði hafi einnig verið á Iðunni í síðustu viku. Meira
15. september 1999 | Erlendar fréttir | 210 orð

Sprengjugabb í Danmörku

BANDARÍSKA sendiráðið í Kaupmannahöfn var rýmt í gær eftir að starfsmenn tóku eftir hlut, sem grunur lék á að væri sprengja, í bílastæðakjallara undir húsinu. Sprengjusérfræðingar danska hersins voru kallaðir til og lögreglan tilkynnti stuttu síðar að um "gervisprengju" hefði verið að ræða. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Stóðsmölun í Laxárdal

STÓÐSMÖLUN fer fram í Laxárdal laugardaginn 18. og réttir í Skrapatungurétt sunnudaginn 19. september. Dagskráin hefst á laugardagsmorguninn kl. 9.30 en þá verður lagt á og gert klárt á Strjúgsstöðum í Langadal. Um kl. 10 verður lagt af stað á hestum frá Strjúgsstöðum, um Strjúgsskarð að Kárahlíð í Laxárdal, en þar blandast gestir í hóp gangnamanna. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 737 orð

SVÞ stofnuð í gær

Ídag verða stofnuð Samtök atvinnulífsins, þar sem renna saman ýmis félagasamtök, ein af þeim eru SVÞ ­ Samtök verslunar og þjónustu, sem stofnuð voru í gær. Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, hefur verið formaður undirbúningsstjórnar SVÞ. Hann var spurður um tilgang SVÞ, hinna nýju Samtaka um verslun og þjónustu. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Teygir anga sína út fyrir landið

RANNSÓKN Lögreglunnar í Reykjavík stendur yfir af fullum krafti á fíkniefnamálinu sem komið var upp um í lok síðustu viku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur málið nú teygt anga sína út fyrir landsteinana og mun þróun rannsóknarinnar leiða í ljós hvort ástæða sé til að hafa afskipti af fleiri einstaklingum en þeim sem þegar eru í haldi. Meira
15. september 1999 | Landsbyggðin | 352 orð

Tilraun gerð með almenningssamgöngur í Árborg

Selfossi-Samningur um tilraunaverkefnið "Almenningssamgöngur á Árborgarsvæðinu" var undirrritaður fimmtudaginn 10. september. Aðilar að samningnum eru Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, sveitarfélagið Árborg, sveitarfélagið Ölfus og Austurleið/SBS. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Tollstöðvarbyggingin fýsilegasti kosturinn

BORGARSTJÓRI segir að enga nægilega stóra lóð í eigu borgarinnar sé að finna undir listaháskóla í miðborg Reykjavíkur. Langfýsilegasti kosturinn að hennar mati sé að tollstöðvarbyggingunni við Tryggvagötu, sem sé í eigu ríkisins, verði breytt í listaháskóla. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Undirgöng í nóvember

ÁÆTLAÐ er að framkvæmdum vegna undirganga undir Reykjanesbraut við mót Öldugötu og Kaldárselsvegar ljúki 15. nóvember næstkomandi. Að sögn Ernu Hreinsdóttur, sem hefur umsjón með umferðarmálum hjá Hafnarfjarðarbæ, stenst upphafleg áætlun um verklokin þrátt fyrir að einhverjar tafir verði á gerð sjálfra ganganna. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 850 orð

Uppskriftin að langtímahagvexti fundin? Tveir hagfræðingar frá Heimsviðskiptastofnuninni hafa undanfarna mánuði unnið að skýrslu

RAYMUNDO Valdes, hagfræðingur hjá Heimsviðskiptastofnuninni, segir að mikill munur sé á efnahagsástandinu og hugarfarinu á Íslandi nú og þegar hann kom hingað fyrir sex árum til að vinna að sambærilegri skýrslu vegna GATT- samningsins um afnám tolla og Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Útgáfutónleikar Abbababb

VEGNA væntanlegrar útgáfu húmorsveitarinnar Abbababb á geisladisknum Gargandi snilld verða hausttónleikar í Iðnó miðvikudaginn 15. september nk. kl. 21, en ekki 16. september eins og áður var auglýst. Á tónleikunum mun hljómsveitin leika lög af nýja disknum í bland við gamalt efni í tónum, tali og sprelli. Meira
15. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 1442 orð

Útgerðarsaga KEA í Hrísey sögð sorgleg

"ÁSTANDIÐ er ískyggilegt," sagði Ragnar Víkingsson, trillusjómaður í Hrísey, um þá ákvörðun stjórnar Snæfells að flytja pökkun fyrir frystar afurðir úr eyjunni yfir í fiskvinnslu félagsins á Dalvík. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 228 orð

Vettvangur fíkniefnasölu upprættur

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á um tíu grömm af hassi og 6-7 grömm af amfetamíni í þremur aðskildum fíkniefnamálum sem upp komu í fyrrinótt. Fimm einstaklingar voru handteknir, en öllum sleppt að loknum yfirheyrslum á lögreglustöð. Þeir hafa allir komið við sögu fíknefnamála áður. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Vél Flugleiða frá Orlando flýtt um sex tíma

FLUGI Boeing 757-vélar Flugleiða frá Orlando í Bandaríkjunum til Keflavíkur var flýtt um sex klukkustundir í gær vegna fellibylsins Floyd, sem stefndi að austurströnd Bandaríkjanna. Vélin átti að fara í loftið klukkan 23.00 að íslenskum tíma í gærkvöld en fór þess í stað klukkan 17.00. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

VMS flytur í Garðarstrætið

EKKI hefur enn fengist niðurstaða varðandi húsnæðismál Samtaka atvinnulífsins, sem verða formlega stofnuð í dag. Samtökin munu því fyrst um sinn verða til húsa í Garðastræti 41 þar sem Vinnuveitendasamband Íslands (VSÍ) hefur verið til húsa. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Yfirlýsing frá forstjóra Baugs

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Meðfylgjandi kort sýnir samanburð sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. "Á þeim átján mánuðum sem liðnir eru frá því að Baugur hf. var stofnað hefur matvöruverð hækkað minna heldur en almennt verðlag eins og fram kemur á meðfylgjandi línuriti. Meira
15. september 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Þingforseti í heimsókn á Ítalíu

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn á Ítalíu dagana 15.­16. september í boði Lucianos Violantes, forseta neðri deildar ítalska þingsins. Auk Violantes mun Halldór Blöndal m.a. hitta að máli forseta Ítalíu, forseta efri deildar ítalska þingsins og aðstoðarutanríkisráðherra Ítalíu. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 1999 | Leiðarar | 580 orð

HEIMSÓKN MERIS

HEIMSÓKN forseta Eistlands hingað til lands hefur sérstakt gildi í hugum Íslendinga. Tengsl okkar við Eystrasaltsríkin eru gömul og náin. Við studdum Eistlendinga, Letta og Litháa í sjálfstæðisbaráttu þeirri er hófst er ríkin þrjú voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940 í samræmi við leynisáttmála Hitlers og Stalíns. Meira
15. september 1999 | Staksteinar | 526 orð

Um fjölmiðla

GUÐMUNDUR Rúnar Árnason skrifar pistil í Vinnuna, 3. tölublað 1999, og er hann birtur á vefsíðu hennar. Þar gerir Guðmundur Rúnar eins konar úttekt á fjölmiðlum. GUÐMUNDUR Rúnar segir: "Það er alltaf fróðlegt að fylgjast með fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Meira

Menning

15. september 1999 | Fólk í fréttum | 64 orð

Aldargamalt bílslys

ÞETTA er portrett-mynd frá árinu 1873 tekin í París í Frakklandi af Henry Hale Bliss sem var sá fyrsti í Norður-Ameríku sem lést í bílslysi svo vitað sé. Bliss varð fyrir bíl við Central Park West í New York 13. september 1899. Barnabarnabarn Bliss lagði rósir á leiði hans á mánudag þegar 100 ár voru liðin frá því slysið átti sér stað. Meira
15. september 1999 | Myndlist | 881 orð

Breytingar

Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. ÞRIÐJA dag septembermánaðar vígði Ríkey Ingimundardóttir nýtt sýningarsvæði sem hún hefur innréttað í kjallara og kynnti jafnframt ýmsar breytingar í listhúsi sínu að Hverfisgötu 59. Meira
15. september 1999 | Menningarlíf | 98 orð

Fjórir Íslendingar sýna í Ebeltoft

FJÓRIR íslenskir myndlistarmenn sýna nú verk sín í Ebeltoft í Danmörku. Listamennirnir eru Tryggvi Ólafsson, Ólöf Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson og Helga Kristmundsdóttir. Allir eru þeir búsettir í Danmörku nema Ólöf. Sýningin nefnist Ísland og er áhersla lögð á sögueyna Ísland. Meira
15. september 1999 | Bókmenntir | 568 orð

Fyrirlestrar um kaþólskuna

eftir Jóhannes Gijsen, í þýðingu Þorkels Ernis Ólasonar. Útgefandi: Kaþólska kirkjan. 138 blaðsíður. KAÞÓLSKA kirkjan gefur jafnt og þétt út bækur um ýmis málefni tengd trú og lífi kirkjunnar. Bókin sem hér er til umfjöllunar er að stofni til fyrirlestrar sem haldnir voru í Landakoti veturinn 1997­ 1998. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Glaumur og gleði

SKEMMTISTAÐURINN Spotlight, neðst á Hverfisgötu, hélt upp á eins árs afmæli sitt með pomp og prakt á laugardagskvöld. Fastagestir staðarins og aðrir forvitnir skemmtanafíklar gerðu sér dagamun og sumir hverjir klæddu sig upp í furðuleg og skrautleg föt. Auðvitað var dansað fram á rauða nótt en auk þess tróðu ýmsir upp. Meira
15. september 1999 | Menningarlíf | 760 orð

Jákvætt ljós frá Finnlandi Frá Helsinki er hingað kominn skúlptúr einn mikill, sem settur hefur verið niður í Elliðaárdal. KIDE

KIDE-skúlptúr komið fyrir í Elliðaárdal Jákvætt ljós frá Finnlandi Frá Helsinki er hingað kominn skúlptúr einn mikill, sem settur hefur verið niður í Elliðaárdal. KIDE er skúlptúrinn kallaður og er einn níundi hluti af stóru listaverki sem sameinast í Helsinki á gamlárskvöld. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 180 orð

Kenzo sest í helgan stein

JAPANSKI hönnuðurinn Kenzo sem búsettur er í París og er þekktur fyrir litríka hönnun undir asískum áhrifum ætlar að setjast í helgan stein eftir farsælt starf í um þrjá áratugi. Kenzo, sem er sextugur, ætlar að leggja skærin og títuprjónana á hilluna eftir að hafa kynnt vor- og sumartískuna árið 2000 í næsta mánuði. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 100 orð

Kusturica í tónleikaferð

EITTHVAÐ hefur velgengnin hérlendis stigið til höfuðs serbneska leikstjóranum Emir Kusturica og hljómsveit hans No Smoking Band. Hann tilkynnti á mánudag að hann hygðist taka sér hvíld frá kvikmyndagerð um skamma hríð og einbeita sér að gítarnum. Kusturica sagðist fyrst ætla í tónleikaferð um Grikkland fram til 27. september. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 340 orð

Leitað að fyrirsætum

OPIÐ hús verður í Loftkastalanum á jarðhæð þriðjudaginn 30. ágúst frá kl. 16 til 19 þegar fulltrúi Metropolitan í New York tekur á móti stúlkum sem hafa áhuga á fyrirsætustörfum. Jafnframt verður opið hús á Akureyri fimmtudaginn 2. september í Eikarlundi 4 frá kl. 16 til 19. Er þetta í tilefni af Metropolitan- fyrirsætukeppninni sem haldin verður á Íslandi 30. september nk. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 146 orð

Litadýrð að vori

VORTÍSKAN fyrir árið 2000 er sýnd á tískuviku New York um þessar mundir og er óneitanlega fróðlegt að skyggnast inn í tískuna á aldamótaárinu. Svo virðist sem litadýrðin verði í stíl við gróðurinn þegar hann tekur við sér næsta vor. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 126 orð

Lögregluþjónn höfðar mál

BEVERLY Hills-lögregluþjónninn sem handtók George Michael hefur höfðað mál gegn söngvaranum upp á um 700 milljónir króna og heldur því fram að hann hafi verið rægður. Marcelo Rodriquez handtók Michael í apríl árið 1998 fyrir ósiðlegt athæfi á klósetti í almenningsgarði. Meira
15. september 1999 | Tónlist | 508 orð

Mazúrkar og pólónesur

Jónas Ingimundarson leikur á píanó pólónesur og pólska dansa (mazúrka). Hljóðfæri: Bösendorfer. Hljóðritun og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Fermata hljóðritun. Upptökur fóru fram í Digraneskirkju 8.-9. ágúst 1996 og 25.-27. ágúst 1998. Útgefandi: Japis 1999. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Mikill fjöldi í Reykjarétt

Hrunamannahreppi-Hjá miklum fjölda fólks er það árviss venja að sækja réttir hvort sem fólk á heima í sveit eða þéttbýli. Þetta eru miklar og fjölmennar samkomur og gleðskapur oft góður, bergjað er af "bikurum" og tekið lagið með vinum og kunningjum þegar sundurdrætti er lokið. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 521 orð

Misjafn sauður í mörgu fé

STJÖRNURNAR sem birtast mönnum á hvíta tjaldinu eða á upplýstum sviðum vekja ætíð umtal og eftirtekt og er útlit þeirra iðulega undir smásjánni í borg draumanna Hollywood. Árlega fá þær stjörnur sem þykja illa til fara skömm í hattinn með því að vera valdar á lista yfir verst klædda fræga fólkið og á sama hátt fá þeir sem þykja hafa næmt auga fyrir tískunnar duttlungum rós í hnappagatið fyrir að Meira
15. september 1999 | Menningarlíf | 101 orð

Nýjar plötur HILMAR Jensson - Kerf

HILMAR Jensson - Kerfill er með djassgítarleikaranum Hilmari Jenssyni. Þetta er þriðja platan sem kemur út með Hilmari í þessari seríu hjá Smekkleysu. Hinir tveir, Kjár, sem hann gerði með Skúla Sverrissyni, og Traust, sem hann gerði með Kjartani Valdimarssyni. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Pabbahelgi

GAMANMYNDIN Stóri pabbi með Adam Sandler í aðalhlutverki heldur efsta sæti kvikmyndalistans þriðju vikuna í röð. Ný mynd frá Disney, Rannsóknarlögreglumaðurinn Gadget, með Matthew Broderick og Rupert Everett, fer í annað sæti og önnur ný mynd, hrollvekjan Brúður Chucky, nær sjöunda sætinu. Annars er allt með kyrrum kjörum á listanum. Meira
15. september 1999 | Menningarlíf | 156 orð

SÍ lætur víða í sér heyra

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hélt tónleika á Norðurlandi um síðustu helgi og lék á Húsavík, Mývatnssveit og Akureyri og var mjög vel fagnað. Í upphafi tónleikanna á Húsavík ávarpaði framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, Þröstur Ólafsson, áheyrendur og sagði það áform hljómsveitarinnar að láta til sín heyra sem víðast um landið og hann fagnaði mjög að vera nú á Húsavík, Meira
15. september 1999 | Bókmenntir | 1011 orð

Steinaríkið

eftir Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson. Myndir tók Grétar Eiríksson. 233 bls. Útgefandi er Mál og menning. Verð kr. 4.480. SÍFELLT fleiri leita sér hvíldar og afþreyingar á gönguferðum um fjöll og dali. Á slíkum ferðum ber margt fyrir sjónir og eðlislæg forvitni rekur menn til þess að velta fyrir sér nöfnum á plöntum og steinum, sem á vegi verða. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð

Sýning á hári, förðun og fatnaði

SÝNING á hári, förðun og fatnaði var haldin á veitingastaðnum Club 13 við Strandgötu á Akureyri nýlega. Sýningin vakti verðskuldaða athygli og þótti sýningarfólkið standa sig mjög vel en húsfyllir var meðan sýningin stóð yfir. Það voru hárgreiðslustofan Zone, Fudge, Levi's Stone og útvarpsstöðin Frostrásin sem stóðu að sýningunni. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 51 orð

Tískusýning árþúsundsins

LEIKKONAN Lynn Whitfield sýnir klæðnað eftir Anand Jon á tískusýningu árþúsundsins í New York. Hátt í níutíu af þekktustu fatahönnuðum í heiminum lögðu sitt af mörkum til sýningarinnar sem fór fram á Times Square og er þetta ein stærsta hóptískusýning sem nokkru sinni hefur verið haldin í New York. Meira
15. september 1999 | Fólk í fréttum | 517 orð

TÓNLISTASTEFNUR MÆTA GRÍNI

HÚMORSVEITIN Abbababb af Akranesi lætur til sín taka með tónleikahaldi í Iðnó í kvöld kl. 21, enda fyrsti geisladiskurinn hennar "Gargandi snilld" rétt ókominn í búðir og ekki seinna vænna að kynna sveitina fyrir höfuðborgarbúum. Herramennirnir sem skipa sveitina halda síðan aðra tónleika annað kvöld kl. Meira
15. september 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Tölvumyndlist á Café Nielsen

NÝLEGA var uppfærð ný sýning á vefgalleríinu Gallerí Elg. Í galleríinu er að finna myndir sem Ellert Grétarsson hefir unnið síðustu tvö árin. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að vera unnar með tölvutækni. Ennfremur er sölusýning á myndverkunum á Café Nielsen á Egilsstöðum og stendur sýningin til mánaðamóta. Gallerí Elg er á slóðinni http: www.eldhorn. Meira

Umræðan

15. september 1999 | Aðsent efni | 806 orð

Falsanir iðnaðarráðherra um rafmagnseftirlit

En hvernig skyldi Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, spyr Ögmundur Jónasson, fara með þá álitsgerð sem hér hefur verið vitnað til? Meira
15. september 1999 | Bréf til blaðsins | 1038 orð

Kínaferð Kórs Öldutúnsskóla

ÞAÐ var þann 19. ágúst sl. að Kór Öldutúnsskóla lagði af stað til Kína. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í stóru alþjóðlegu kóramóti sem samtökin International Society for Children´s Choral & Performing Arts stóðu fyrir í samvinnu við The Chinese People´s Association for Friendship with Foreign Countries. Meira
15. september 1999 | Aðsent efni | 844 orð

Mannréttindastarf í 25 ár AmnestySamtökin skipuleggja

Samtökin skipuleggja alþjóðlegar herferðir, segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, vegna ástands mannréttinda í einstökum löndum. Meira
15. september 1999 | Aðsent efni | 328 orð

Orgelveisla við aldarlok MenningVerður þetta ein samfe

Verður þetta ein samfelld veisla alla dagana, segir Kjartan Sigurjónsson, um norræna orgeldaga sem haldnir verða í Reykjavík dagana 16.­19. september. Meira
15. september 1999 | Aðsent efni | 467 orð

Reykjavíkurflugvöllur, flugvöllur allra landsmanna!

Greiðar samgöngur við Reykjavík, segir Svanfríður Jónasdóttir, eru því lykillinn að þátttöku og aðgengi landsmanna. Meira
15. september 1999 | Aðsent efni | 809 orð

Uppkaup neta er áleitin hugmynd

Ef horft er af brúnni við Óseyrarnes, segir Hreggviður Hermannsson, sjást stangaveiðimenn inn alla fjöru en úti fyrir liggja net. Meira

Minningargreinar

15. september 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Adolf Davíðsson

Elsku afi minn. Nú sendi ég þér smá línur. Ég vona að þér líði vel. Ég hugsa oft til þín um samverustundirnar sem við áttum saman sérstaklega þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu. Þú áttir alltaf "Mix" í kjallaranum og margar ferðir laumuðumst við í búrið þegar amma sá ekki til og fengum okkur eitthvað gott. Takk fyrir öll skiptin sem þú spilaðir við mig og allt sem þú kenndir mér. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Adolf Davíðsson

Tengdafaðir minn og vinur kvaddi þennan heim að morgni 1. september sl. Ég kom fyrst á Hlíðargötuna fyrir 30 árum þegar ég hafði kynnst Helgu og var mér strax vel tekið. Ekki er mér þó grunlaust um að hann hafi tekið þennan fugl með varúð til að byrja með þar sem um einkadótturina var að ræða. Adolf var ákaflega traustur maður og það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 103 orð

ADOLF DAVÍÐSSON

ADOLF DAVÍÐSSON Adolf Davíðsson fæddist í Brúnagerði í Fnjóskadal 26. ágúst 1908. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 1. september síðastliðinn. Eftirlifandi kona Adolfs er Kristín Pétursdóttir frá Kvíum í Grunnavíkurhreppi, f. 9. september 1914. Adolf og Krístín bjuggu alla tíð á Akureyri og lengst í Hlíðargötu 10. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 295 orð

Axel Tage Ammendrup

Gamalt indverskt máltæki er eitthvað á þessa leið: "Heilbrigður maður á sér margar óskir, en sjúkur maður aðeins eina". Axel Ammendrup hefur án efa átt sér þá ósk heitasta að búa í heilbrigðum líkama, laus við þær þrautir og þjáningu, sem varð hlutskipti hans lengstan hluta ævinnar. En nú er friður fenginn og þrautagangan á enda. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 426 orð

Axel Tage Ammendrup

Dauðinn er stundum líknandi en hann veldur líka mikilli sorg. Sú tilfinning hefur verið sterkust hjá okkur síðustu daga, eftir andlát Axels vinar okkar. Axel hafði tekist á við illvígan sjúkdóm um langt skeið, stundum horfði vel, stundum illa. Andlát hans kom því ekki á óvart en það var engu síður mikið áfall. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Axel Tage Ammendrup

"Í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið" (úr Spámanninum). Axel er dáinn. Þegar litla dóttir mín tilkynnti mér að Axel frændi hennar væri látinn setti mig hljóða. Ekki vegna þess að það kæmi mér á óvart. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Axel Tage Ammendrup

Axel T. Ammendrup var einstakt ljúfmenni í allri framgöngu eins og hann átti raunar kyn til, glaðvær, áhugasamur, duglegur og vandvirkur. Vinsemd hans og ræktarsemi var með afbrigðum og notalegt að vera í návist hans. Ég hafði kynnst foreldrum Axels þeim Tage og Maríu Ammendrup á þeim árum sem við Tage störfuðum saman hjá Sjónvarpinu. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 254 orð

Axel Tage Ammendrup

Okkur systkinin langar að minnast Axels frænda með nokkrum orðum. Því miður áttum við ekki margar stundir með Axel síðustu mánuði, hann lá mikið á spítala og það var alltaf svo sárt að sjá hann svona veikan. Það var samt sama hvað hann var veikur, alltaf tók hann á móti okkur með brosi og spurði frétta, og húmorinn var aldrei langt undan. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 32 orð

AXEL TAGE AMMENDRUP

AXEL TAGE AMMENDRUP Axel Tage Ammendrup, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur, fæddist í Reykjavík 1. október 1952. Hann andaðist á heimili sínu 6. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. september. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 622 orð

Emelía Margrét Guðlaugsdóttir

Ég kynntist Margréti barnungur á æskuheimili mínu á Eiríksgötu 27 þar sem hún var ráðskona hjá föðurbróður mínum, Snorra Hjartarsyni skáldi, sem bjó á efri hæðinni í sama húsi. Ég man enn glögglega þegar ég skreið upp stigann á Eiríksgötunni og bankaði á dyrnar er lágvaxin, tápmikil kona með fjörmikinn glampa í augum opnaði dyrnar. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR

EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR Emelía Margrét Guðlaugsdóttir fæddist á Blönduósi 11. september 1911. Hún lést 29. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. ágúst. Jarðsett var í Höskuldsstaðakirkjugarði, Austur-Húnavatnssýslu. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 277 orð

Gunnar Magnús Magnússon

Okkur systkinin langar að fara nokkrum orðum um þann mæta mann Gunnar Magnús Magnússon. Gunnar Magnússon eða Gunni Magg eins og við kölluðum hann í daglegu tali var þessi lifandi persóna sem tengir kynslóðir í fjölbreytilegum áhugamálum og alltaf er vakandi fyrir lífinu og leikendum þess. Það er erfitt að finna orð til að lýsa því hvernig Gunnari tókst að vera allt í öllu fyrir alla. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON

GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON Gunnar Magnús Magnússon fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. september. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir

Elsku amma, margar minningar eru um þig í huga okkar ömmudrengjanna. Það eru ljúfar minningar sem ylja manni um hjartaræturnar þegar maður hugsar til baka um Ömmu í Síðuseli. Við viljum í nokkrum línum rifja upp einhverjar af þessum minningum og þeim augnablikum sem standa upp úr. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 91 orð

Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir

Með eftirfarandi ljóðlínum kveð ég tengdamóður mína Ingu og bið góðan guð að varðveita hana. ­ Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 589 orð

Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir

Elsku mamma mín. Þegar ég minnist þín stendur mér margt fyrir hugskotssjónum. Sterkur persónuleiki þinn var sambland af glettni og hógværð. Engu að síður varst þú ákveðin og fórst þínar eigin leiðir í rólegheitum. Fróðleiksfýsn þín var óþrjótandi og fórum við ófáar ferðirnar í bókabílinn, sem þú reyndar varst búin að lesa oftar en einu sinni. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 191 orð

INGVELDUR GUÐRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR

INGVELDUR GUÐRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR Ingveldur Guðríður Kjartansdóttir fæddist í Þórisholti í Mýrdal 2. ágúst 1929. Hún lést á heimili sínu 9. september síðastliðinn. Faðir hennar var Kjartan Einarsson, f. 27.8. 1883, d. 28.7. 1970, bóndi í Þórisholti. Móðir hennar er Þorgerður Einarsdóttir, f. 28.3. 1901. Systkini hennar: Borghildur, f. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 785 orð

Ingveldur Hallmundsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast kærrar móðursystur minnar, Ingveldar Hallmundsdóttur, sem lést hinn 24. júlí síðastliðinn. Hún og maður hennar, Kristinn Sigmundsson, hófu ung búskap á Arnarhóli í Kaupangssveit í Eyjafirði. Kynni okkar Ingu, eins og hún var ávallt kölluð, ná langt til baka og er margs að minnast þegar litið er um öxl. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR

INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR Ingveldur Hallmundsdóttir fæddist á Strönd á Stokkseyri 7. október 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 30. júlí. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 643 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Maddý föðursystir mín varð næstum jafn gömul öldinni sem senn er liðin. Hún var af þeirri kynslóð sem tengdi tvo ólíka heima íslensks veruleika, hið þúsund ára gamla bændasamfélag og tæknivæddan nútímann. Og þó á milli okkar væri aðeins ein kynslóð, var sem 1000 ár skildu okkur að hvað varðaði viðhorf okkar til lífsins. Maddý var fimm árum eldri en faðir minn Karl, sem var fæddur árið 1899. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Ragna Gísladóttir

Það haustar að og nú hefur hún kvatt, okkar góða vinkona, Ragna Gísladóttir. Ein af glæsilegustu konum Reykjavíkur, sem stöðugt geislaði af góðmennsku og gleði. Vinkona mín varð hún vegna þess, að hún var besta vinkona tengdamóður minnar. Þau hjónin Bjarni Guðmundsson og systir Rögnu, Ósk Gísladóttir, urðu órjúfanlega tengd lífi tengdaforeldra minna og óhjákvæmilega okkar hjóna um leið. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 27 orð

RAGNA GÍSLADÓTTIR

RAGNA GÍSLADÓTTIR Ragna Gísladóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1912. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. september síðastliðinn. Útför Rögnu var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. september. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 280 orð

Svava Ágústsdóttir

Við andlát góðs vinar er eins og eitthvað bresti innra með manni og í gegnum hugann þjóta myndir og minningar samverustunda liðinna ára. Þannig varð okkur innanbrjósts þegar við fréttum um andlát vinkonu okkar Svövu Ágústsdóttur. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Svava Ágústsdóttir

Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig til að minnast fyrrum samstarfskonu minnar, hennar Svövu. Ég kynntist henni fyrst þegar ég vann einn vetur í Lyfjabúðinni Iðunni árið 1972. Tók ég fljótt eftir hve þægileg hún var í allri framkomu og hve vel hún vann allt sem hún gerði. Hún var traustur starfsmaður og sinnti af alúð öllu því sem viðkom skrifstofuvinnu í apóteki. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð

SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR

SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR Svava Ágústsdóttir fæddist á Bjólu í Djúpárhreppi 6. mars 1933. Hún lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 7. september. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 87 orð

Svava Kristjánsdóttir

Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þess að koma í heimsókn til þín í Lönguhlíðina og fá eitthvað gott að borða og fara svo að leika mér að dótinu hjá þér. Á meðan saumaðir þú eitthvað fallegt. Ég á líka eftir að sakna þess þegar þú áttir heima hjá okkur og þú tókst á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum og gafst mér að borða og svo fór ég að læra eða spila við þig. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Svava Kristjánsdóttir

Nú er víst komið að kveðjustund elsku amma mín. Ég er þakklát fyrir alla umhyggjuna og endalausa ástúð sem þú sýndir mér og okkur öllum englunum þínum. Þú kenndir mér svo margt um lífið og bjartsýni þín og dillandi hlátur á eftir að fylgja mér alltaf. Svava amma mín var ákaflega glaðlynd og lífleg og ákaflega fær saumakona. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Svava Kristjánsdóttir

Elsku amma, ég er svo heppin að það er stutt síðan þú komst í heimsókn til mín í sveitina. Þú varst svo ánægð nýkomin frá Hveragerði þar sem þér leið svo vel. Ég á aldrei eftir að gleyma því hvað þú varst glöð að sjá okkur Svövu þegar við birtumst í dyragættinni hjá þér á afmælisdaginn þinn fyrr í sumar. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Svava Kristjánsdóttir

Mig langar til að minnast elsku ömmu minnar í nokkrum orðum. Amma var alltaf svo blíð og góð og ótrúlega þolinmóð og gerði alltaf gott úr hlutunum ef við höfðum gert eitthvað af okkur. Hún var mjög glaðlynd og alltaf stutt í hláturinn. Amma var mjög lagin í höndunum og snillingur í að sauma. Þær eru ófáar flíkurnar sem hún hefur saumað á okkur barnabörnin í gegnum tíðina. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 972 orð

Svava Kristjánsdóttir

Haustið er komið og þá kveðjum við blóm og gróanda sumarsins með trega en jafnframt þökkum við fyrir gjafir þess. Haustið er að mörgu leyti tími trega og kveðju. Þessi samlíking kemur upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg og kveð hana Svövu móðursystur mína. Svava var sannkallað sumarbarn sem færði okkur öllum birtu og yl með glettni sinni, hlýju og gjafmildi. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Svava Kristjánsdóttir

Mig langar í nokkrum orðum að minnast elskulegrar móðursystur minnar, Svövu Kristjánsdóttur, sem lést 2. sept. sl. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur Svava frænka alltaf verið nálægt mér og milli okkar voru sterk bönd. Það er margs að minnast. Ég man þegar Svava var með Kidda nýfæddan heima hjá okkur í kjallaranum í Vallargerði, þá fannst mér ég hafa eignast lítinn bróður. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 362 orð

Svava Kristjánsdóttir

Þegar ég minnist tengdamóður minnar, Svövu Kristjánsdóttur, þá er það létt lund hennar, sem er mér hvað eftirminnilegust. Oft sagði hún: "Viltu ekki smákaffisopa tengdi?" Og meðan kaffið var drukkið þurfti ekki mikið til að kalla fram háværan dillandi hláturinn. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 178 orð

Svava Kristjánsdóttir

Mig langar til að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum og nefna aðeins örfáar af þeim yndislegu minningum sem ég á um hana. Hún saumaði ófáar lúffur handa okkur barnabörnunum og allt upp í samkvæmiskjóla þegar við eltumst. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 274 orð

SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR

SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR Svava Kristjánsdóttir var fædd að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði 31. júlí 1920. Hún andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 2. september síðastliðinn. Foreldrar Svövu voru Kristján Björn Guðleifsson f. 21.05. 1886 að Bakka í Brekkudal, Dýrafirði, d. 26.02. Meira
15. september 1999 | Minningargreinar | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Búist við frekari hækkunum hér

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hefur farið hækkandi undanfarna daga og hefur að jafnaði ekki verið hærra síðan í ársbyrjun 1997. Viðmiðunarverð á olíu í London fór í 23,4 dollara á mánudag og á mörkuðum í Bandaríkjunum hefur fatið verið að seljast á um og yfir 24 dollara síðustu daga. Verðþróun á heimsmarkaði er talin benda til þess að olíuverð muni hækka hér á landi á næstunni. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Hefur keypt 5% hlut í Smartkortum

SPARISJÓÐUR Kópavogs hefur keypt 5% hlut í Smartkortum ehf., sem sérhæfir sig í greiðslumiðlunarlausnum tengdum smartkortum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Aðrir hluthafar í Smartkortum ehf. eru Landssími Íslands hf., Opin Kerfi hf., Skýrr hf., Tölvu- og tækniþjónustan, Breki og Jóhann Grétarsson. Að sögn Halldórs Árnasonar sparisjóðsstjóra hafa Smartkort ehf. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Mikil viðskipti með bréf í Eimskip

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands í gær námu alls 363 milljónum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,2%. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Eimskip, en viðskipti með þau námu alls tæplega 217 milljónum króna. Gengi bréfa í Eimskip hækkaði um 1,98% og var gengið í lok dagsins 9,79. Alls voru viðskipti með bréf í Marel hf. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 552 orð

Næststærstu samtök innan Samtaka atvinnulífsins

TRYGGVI Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs hf., var kosinn stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á framhaldsstofnfundi félagsins sem haldinn var í gær. Sigurður Jónsson verður framkvæmdastjóri samtakanna, en hann var áður framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands. SVÞ verða önnur stærstu samtök innan Samtaka atvinnulífsins, sem halda stofnfund sinn í dag, með 23% atkvæðavægi. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Sjónvarpið látið bíða

NÝR hugbúnaður gerir sjónvarpsáhorfendum, sem horfa á sjónvarpsútsendingu í einkatölvum, kleift að stöðva sýningu sjónvarpsefnisins meðan viðkomandi bregður sér frá að sinna öðrum erindum, eins og til dæmis að svara í símann. Það er MGI Software Corp. í Toronto í Kanada sem hefur þróað hugbúnaðinn. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Sjö milljarða uppkaup til áramóta

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur falið Lánasýslu ríkisins að greiða upp ríkisverðbréf fyrir allt að 7.000 milljónir króna umfram sölu til áramóta og munu uppkaup ríkisverðbréfanna fara fram með uppkaupsútboðum og kaupum á eftirmarkaði. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Verðbólgumerki hafa áhrif á markaði

GENGI dollars gagnvart jeni fór niður fyrir 106 í gær, hið lægsta í þrjú ár. Viðskiptahalli Bandaríkjanna við önnur lönd nam 80,7 milljörðum dollara samkvæmt tölum fyrir annan fjórðung ársins. Smásala í Bandaríkjunum jókst um 1,2% í ágúst frá fyrra mánuði, samanborið við þá 0,8% hækkun sem sérfræðingar höfðu búist við. Meira
15. september 1999 | Viðskiptafréttir | 350 orð

Vilja efla viðskiptatengsl landanna

VERSLUNARRÁÐ Íslands og Eistlands undirrituðu í gær samstarfssamning sín á milli sem miðar að því að auka og efla viðskiptatengsl landanna. Af sama tilefni var haldinn eistneskur viðskiptadagur í húsi verslunarinnar þar sem flutt voru nokkur erindi um þróun- og ástand efnahagsmála í Eistlandi. Meira

Fastir þættir

15. september 1999 | Í dag | 44 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 15. september, verður fimmtugur Halldór G. Briem, hótelstjóri hjá Hilton-hótelhringnum, aðallega í Asíu og nú á Borneo. Eiginkona hans, Liða Bebis Briem varð 45 ára þann 7. september sl. Þau hjón eru í dag stödd á Hilton-hótelinu í Aþenu. Meira
15. september 1999 | Fastir þættir | 113 orð

Árangur A-V

Fimmtudaginn 2. september sl. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Úrslit urðu: Árangur N-S Ólafur Ingvarsson ­ Viggó Nordquist274 Halldór Magnússon ­ Þórður Björnsson256 Sigurleifur Guðjónss. ­ Oliver Kristóferss.245 Árangur A-V Þorsteinn Laufdal ­ Magnús Halldórss. Meira
15. september 1999 | Í dag | 334 orð

BRIDS

BRIDSFÉLÖGIN eru nú óðum að taka til starfa eftir sumarhlé, en svonefndum Sumarbrids lauk á laugardaginn samkvæmt hefð með stuttri sveitakeppni. Þar kom þetta spil upp: Suður gefur; enginn á hættu. Meira
15. september 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. mars sl. í Dómkirkjunni af sr. Sigurði Arnarsyni Kolbrún Karlsdóttir og Helgi Sigurgeirsson. Heimili þeirra er á Fagurhólsmýri. Meira
15. september 1999 | Í dag | 580 orð

Eigum við ekki að hlú að okkar iðnaði?

Í FÁEIN ár höfum við, allavega Reykvíkingar, átt því láni að fagna að geta keypt okkur lífrænt ræktaðar gulrætur, safaríkar og orkugefandi frá Stefáni Gunnarssyni á Dyrhólum. (Veit ég að fleiri hafa ræktað lífrænt grænmeti, en þessar voru mjög sérstakar.) Þarna á Dyrhólum bjuggu ung hjón með unga dóttur sína. Meira
15. september 1999 | Dagbók | 908 orð

Í dag er miðvikudagur 15. september, 258. dagur ársins 1999. Imbrudagar. Orð da

Í dag er miðvikudagur 15. september, 258. dagur ársins 1999. Imbrudagar. Orð dagsins: Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju. (Jóhannes, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hilda Knudsen kom og fór í gær. Meira
15. september 1999 | Í dag | 251 orð

ÍSLAND.

Ísland! farsælda-frón og hagsælda hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heíminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir, sem leíptur um nótt, lángtframmá horfinni öld. Landið var fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heíður og blár, hafið var skínandi bjart. Meira
15. september 1999 | Dagbók | 120 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 íhald, 8 viljugur,

Kross 2LÁRÉTT: 1 íhald, 8 viljugur, 9 hávaxið, 10 bors, 11 tvínónar, 13 frjóanga, 15 byrgi, 18 slagi, 21 snák, 22 lipur, 23 tunnuna, 24 mannkostir. LÓÐRÉTT: 2 einföld, 3 ýlfrar, 4 einkum, 5 belti, 6 helmingur heilans, 7 spil, 12 máttur, 14 rengja, 15 hæð, 16 hamingja, 17 skrökvuð, 18 jurt, 19 flöt, 20 straumkastið. Meira
15. september 1999 | Fastir þættir | 874 orð

Lítt blönduð dagskrá "Í íslenska sjónvarpinu sé blönduð dagskrá, blönduð af ýmiskonar innlendu efni ásamt fjórðungi af erlendu

Nýlegar upplýsingar Hagstofu Íslands um skiptingu á efni sjónvarps eftir annars vegar efnisþáttum og hins vegar uppruna vekja óneitanlega nokkra athygli. Þar kemur fram að Ríkissjónvarpið hefur gríðarlegt forskot á einkareknu stöðvarnar með rúman fjórðung efnis síns af íslenskum toga. Meira
15. september 1999 | Í dag | 423 orð

MIKIÐ fár hefur verið vegna bakteríugers í kjúklingum og ýmsir farið m

MIKIÐ fár hefur verið vegna bakteríugers í kjúklingum og ýmsir farið mikinn í líflegum umræðum sínum í fjölmiðlum og hér og þar um lífið í eldhúsum og kjúklingabúum landsmanna. Enda er margs konar og fjölbreytt líf á þessum stöðum og minnst af því jafnvel sjáanlegt með berum augum. Sjálfsagt viljum við heldur ekki sjá þessar skepnur. Meira
15. september 1999 | Í dag | 90 orð

STÖÐUMYND A Hvítur leikur og vinnur

STÖÐUMYND A Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í viðureign tveggja enskra stórmeistara á MSO Masters mótinu í London í ágúst. Jonathan Speelman (2.595) hafði hvítt og átti leik gegn Christopher Ward (2.470). Svarta drottningin á fáar undankomuleiðir og það tókst Speelman að hagnýta sér. Meira
15. september 1999 | Í dag | 558 orð

Tíðagjörðir og kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju

Í VETUR verður náttsöngur í Hallgrímskirkju hvern miðvikudag kl. 21. Þetta er síðsta tíð dagsins samkvæmt elsta skipulagi kirkjunnar á bænahaldi, kallaður Completorium í latínu. Á undan náttsöngnum er opið hús í safnaðarsal kirkjunnar milli kl. 20 og 21. Þar verður í vetur boðið upp á samtal um kirkjuleg málefni svo og það sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Meira
15. september 1999 | Í dag | 29 orð

Þessir ungu piltar á Sauðárkróki héldu á dögunum hlutaveltu og söfnuðu

Þessir ungu piltar á Sauðárkróki héldu á dögunum hlutaveltu og söfnuðu kr. 3.422 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ingvar Björn Ingimundarson, Óli Þór Ólafsson og Einar Björn Einarsson. Meira

Íþróttir

15. september 1999 | Íþróttir | 125 orð

Bjarni hættir með ÍBV

BJARNI Jóhannsson, sem þjálfað hefur ÍBV undanfarin þrjú sumar, verður ekki áfram með liðið að ári. Leikmönnum þess var í gærkvöld tilkynnt að nýr þjálfari yrði fenginn í hans stað. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði að stjórn deildarinnar væri farin að leita að eftirmanni Bjarna en það yrði ekki ljóst hver það yrði fyrr en síðar. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 90 orð

Endurheimta Crenshaw og lærisveinar hans Ryder- bikarinn?

KEPPNI Evrópu og Bandaríkjanna um Ryder-bikarinn í golfi hefst föstudaginn 24. september nk. Leikið verður á Brookline nærri Boston í Massachusetts-ríki, en keppnin fer fram annað hvert ár. Liðsstjóri gestgjafanna verður hinn kunni Ben Crenshaw, sem hefur tvívegis sigrað í meistarakeppninni, öðru nafni Masters, í Augusta í Georgíuríki. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 97 orð

Heimir og Alexander lausir

TVEIR leikmenn Skagamanna, þeir Alexander Högnason og Heimir Guðjónsson, verða samningslausir nú í haust og verða þá lausir allra mála hjá félaginu. Auk þess er miðherjinn Stefán Þórðarson ekki á langtímasamningi við ÍA og getur því farið með skömmum fyrirvara. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 321 orð

NORSKA liðið Stabæk

NORSKA liðið Stabæk sem Pétur Marteinsson leikur með vann Deportivo La Coruna 1:0 á heimavelli í Evrópukeppni félagsliða í gær. Pétur lék ekki með. TÖLUVERÐUR áhugi er meðal stuðningsmanna enska 2. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 1148 orð

Nú er mál að linni

SMÁRI Guðjónsson, formaður knattspyrnufélags ÍA, sagði ástæðu þess að stjórn félagsins ákvað að leysa Loga Ólafsson frá störfum vera þá að árangur liðsins hefði valdið vonbrigðum. "Árangur liðsins í sumar, í deildinni, er algerlega óviðunandi, að okkar mati. Við höfum aldrei skorað jafn fá mörk og aðeins unnið tvo deildarleiki heima ­ og unnum þá báða eitt-núll. Svona má lengi telja," sagði Smári. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 405 orð

Ólafur gerði þriggja ára samning við ÍA

SKAGAMENN tilkynntu formlega á fundi með fréttamönnum í gær að Ólafur Þórðarson, þjálfari knattspyrnuliðs Fylkis í 1. deild, tæki við þjálfun knattspyrnuliðs ÍA og myndi stjórna liðinu í lokaumferð Íslandsmótsins nk. laugardag, þegar það mætir bikarmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum, deginum eftir að hann hefur stjórnað liði Fylkis í leik þess gegn Skallagrími í Borgarnesi í síðustu umferð 1. deildar. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 114 orð

Rahhagel og Sforza sættast

ÖLLUM á óvart kom í gær tilkynning frá Kaiserslautern ­ um að Otto Rehhagel, þjálfari liðsins, og Svisslendingurinn Ciriaco Sforza hafi náð sáttum. Þetta er talið vera áfall fyrir Rehhagel sem vill að árangur á leikvelli hafi forgang yfir allar deilur. Ekki er nánar skilgreint í hverju þessar sættir felast, en talið að 0:5 tapið í Bremen hafi neytt félagið til að grípa til þessara aðgerða. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 446 orð

Suðurnesjamenn ekki árannilegir

SAMEIGINLEGT lið Keflavíkur og Njarðvíkur úr Reykjanesbæ, mætir Greater London Leopards í undankeppni Korac-Cup, sem er ein Evrópukeppnanna í körfuknattleik, í kvöld kl. 20 í Keflavík. Leopards hefur verið eitt sterkasta lið Englands undanfarin ár en hefur misst marga sterka leikmenn frá sér á síðustu leiktíð. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 423 orð

Systurnar í sviðsljósinu

Sigrar systranna Serinu og Venus Williams á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis, er fram fór í New York um liðna helgi, hafa vakið mikla athygli. Serina, sem er aðeins 17 ára, vann í einliðaleik á mótinu og saman unnu systurnar tvíliðaleik. Að launum hlutu þær um 95 milljónir króna fyrir árangur sinn á mótinu. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 105 orð

Tilboði Reggina í Arnar hafnað

GRÍSKA félagið AEK hefur hafnað tilboði ítalska 1. deildar liðsins Reggina í Arnar Grétarsson. Ljubica Tubakovic, þjálfari gríska liðsins, sagði á heimasíðu AEK að hann vildi hafa Arnar áfram hjá félaginu og að leikmaðurinn gegndi hlutverki í framtíðaruppbyggingu þess. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 653 orð

Toldo varði víti frá Kanu

EVRÓPUMEISTARAR Manchester United hófu titilvörn sína með því að gera markalaust jafntefli við lærisveina Ossie Ardiles í Króatíu Zagreb á heimavelli að viðstöddum rúmlega 53.000 áhorfendum. Á sama tíma gerði Arsenal einnig markalaust jafntefli við Fiorentina í bragðdaufum leik í Flórens. Meira
15. september 1999 | Íþróttir | 122 orð

Tveir eftir í Berlín

Hún var nokkuð neyðarleg lendingin hjá Herthu Berlín í Istanbúl, þar sem liðið leikur í kvöld við Galatasary í Meistarakeppni Evrópu. Þegar verið var að undirbúa lendinguna í Istanbúl uppgötvaðist að tveir leikmanna liðsins höfðu orðið eftir á flugvellinum í Berlín. Hinn stórefnilegi Sebastian Deisler og Tony Saneh höfðu villst í flugstöðinni og og urðu eftir. Meira

Úr verinu

15. september 1999 | Úr verinu | 228 orð

20% af sóknardögum ársins voru ekki nýttir

KRÓKABÁTAR sem fengu úthlutað 23 sóknardögum á síðasta fiskveiðiári nýttu ekki um 20% þeirra sóknardaga sem þeim var úthlutað á árinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir ótíð í upphafi sumars þess valdandi að svo margir sóknardagar brunnu inni. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 114 orð

Bretar flytja minna inn

INNFLUTNINGUR Breta á ferskum fiski frá Íslandi jókst um rúm 1.500 tonn á fyrstu 5 mánuðum þessa árs, borið saman við sama tíma á síðasta ári, en alls nam innflutningurinn nú um 8.317 tonnum. Samtals nam verðmæti innflutningsins frá Íslandi um 1,9 milljörðum króna. Bretar flytja langmest inn af ferskum fiski frá Íslandi. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 255 orð

Efnið eykur geymsluþol

VERSLUNARFÉLAGIÐ Ábót ehf. í Sandgerði kynnti efnið "Natural White" á Sjávarútvegssýningunni en fyrirtækið tók við umboðinu í sumar. "Þetta er náttúrulegt efni þar sem rósmarín og saltpækilsupplausn eru uppistaðan," segir Hallgrímur Arthúrsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. "Efnið er alls staðar viðurkennt og með alla þá vottun sem þarf bæði í Evrópu og Ameríku. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 83 orð

Freðfiskur

INNFLUTNINGUR Breta á frosnum fiski hefur aftur á móti aukist fyrstu 5 mánuði ársins, borið saman við fyrstu 5 mánuði síðasta árs. Samtals fluttu Bretar inn tæp 73 þúsund tonn af freðfiski á tímabilinu, sem er um 1.500 tonna aukning frá fyrra ári. Mest er flutt inn frá Noregi eða samtals um 15 þúsund tonn og hefur innflutningurinn dregist saman um rúm 8.300 tonn. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 317 orð

Gámafiskur á góðu verði í Grimsby

FLESTIR þeir bátar sem legið hafa bundnir við bryggju í sumar vegna kvótaleysis eru aftur komnir á ról eftir kvótaáramótin. Ísfisktogarinn Freyja RE er einn af þeim bátum. Þegar blaðið hafði samband við Brynjar Sæmundsson skipstjóra voru þeir í þriðja túr síðan í byrjun september. Þeir voru staddir suðvestur af Látrabjargi en þar hefur verið ágæt veiði undanfarið. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 165 orð

Gjögur kaupir sjókælibúnað af MMC

GJÖGUR hf. hefur samið við MMC Fiskitækni um kaup á RSW-sjókælikerfi, CSW-ísdreifingarkerfi og lofttæmingarkerfi í skip sem fyrirtækið er að láta smíða fyrir sig í Chile. Sjókælikerfið samanstendur af einum sjókæli og tveim hringrásardælum þar sem heitum sjó er veitt gegnum kælinn til niðurkælingar. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 34 orð

HÁKARL ÚR RÓSAGARÐINUM

SKIPVERJAR á Klakki SH 510 frá Grundarfirði fengu tvo væna hákarla í trollið í Rósagarðinum fyrir skömmu. Lýður Valgeir Jóhannesson var með í för og stillti sér upp við delann. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 448 orð

Húnaröstin fyrst til að landa sumargotssíld

FYRSTU íslensku sumargotssíldinni var landað á Höfn í Hornafirði í gær en þá kom Húnaröstin SF með rúm fimmtíu tonn að landi sem fengust í Berufjarðarálnum. Jón Axelsson skipstjóri segir að síldin hafi verið blönduð og töluvert væri að sjá af henni. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 218 orð

Intralox byggist á gæðum og þjónustu

MAGNÚS Magnússon, sölustjóri hjá Marvis ehf., var ánægður með viðbrögðin sem gestir á Íslensku sjávarútvegssýningunni sýndu Intralox plasthlykkjafæriböndunum sem fyrirtækið kynnti og selur í fiskvinnslu og aðra matvælavinnslu. "Þetta gekk mjög vel og við fengum nokkrar pantanir. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 105 orð

Í rúm 30 ár hjá Síldarvinnslunni

SVEINN Benediktsson er fæddur í Firði í Mjóafirði og hefur stundað sjómennsku frá 15 ára aldri. Hann er núna skipstjóri á Barða NK 120 og hefur verið á skipum Síldarvinnslunnar hf. í rúmlega 30 ár, fyrst á nótaskipinu Bjarti, en á skuttogurunum sem yfirmaður frá 1970. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 145 orð

Kínverjar berjast við sjúkdóma í rækjueldi

KÍNVERJAR reyna í auknum mæli að sporna við sjúkdómum í rækjueldi, sem fóru illa með margar eldisstöðvar 1993. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, er heimamönnum til aðstoðar en innan við þriðjungur vandans hefur verið leystur og framleiðendur verða áfram fyrir miklu fjárhagslegu tapi vegna sjúkdómanna. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 68 orð

Kvótabók Fiskifélags Íslands

ÚT ER komin Kvótabók Fiskifélags Íslands. Er þetta í sjöunda skipti sem bókin kemur út. Í bókinni er meðal annars að finna helstu lög og reglugerðir um fiskveiðar og stjórn þeirra og eins og nafnið gefur til kynna eru í henni upplýsingar um heildaraflamark í einstaka tegundum samfara endanlegri úthlutun á sérhvert skip. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 111 orð

Meðbyr tekur til starfa

STOFNAÐ hefur verið fyrirtækið Meðbyr, en það varð til með yfirtöku Rafhúss ehf. á starfsemi Skiparadíós ehf. og Skipatækja ehf. Var fyrirtækið kynnt í fyrsta sinn á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Kópavogi. Skiparadíó hefur þar með hætt starfsemi, en það var stofnað fyrir tæpum 30 árum af þeim Sigurbirni Ólafssyni og Sverri Bergmann. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 119 orð

Norðmenn horfa í austur

NORÐMENN flytja mest af sjávarafurðum til landa Evrópusambandsins en á þessum áratug hefur orðið mikil aukning á útflutningi sjávarafurða til Rússlands og Asíu og í dag fara um 20% af öllu útfluttum sjávarafurðum frá Noregi þangað. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 269 orð

Ný kynslóð af Markúsarnetum

BJÖRGUNARNETIÐ Markús ehf. er að kynna nýja útfærslu á Markúsarnetinu svokallaða. Pétur Pétursson hjá fyrirtækinu segir að hönnunin hafi verið einfölduð. "Það er einfaldara að pakka þessu nýja neti saman og það er að öllu leyti betra en gamla netið. Borðarnir eru úr polýesterefni, kastlínan er lengri og auðveldari í meðferð og flotin eru minni. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 363 orð

Nýr lausfrystir Skagans hentar til sjós og lands

SKAGINN hf. vakti mikla athygli á Íslensku sjávarútvegssýningunni en starfsmenn fyrirtækisins kynntu nýjan lausfrysti sem tekur mun minna pláss en eldri lausnir. Að sögn Ingólfs Árnasonar hjá Skaganum hefur þessi hönnun verið í vinnslu í tæp tvö ár. "Það hefur verið mikil leynd yfir þessu hjá okkur enda er þetta byltingarkennt. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 119 orð

SIGMUNDARBÚNAÐURINN ÞÝTUR ÚT

MIKIL eftirspurn er eftir sjálfvirkum sleppibúnaði meðal útgerðarmanna eftir að lög sem skylda öll skip að hafa þannig búnað um borð tók gildi í byrjun þessa mánaðar. Sigmund hf. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 251 orð

Talsvert brottkast á þorski

FISKIMENN við Austurströnd Bandaríkjanna eiga í vandræðum vegna of mikils þorskafla en þeir mega aðeins koma með um 15 kíló af þorski í land á dag, samkvæmt tilskipum yfirvalda. Brottkast á þorski er því talsvert að því er fram kemur í tímaritinu National Fisherman. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 183 orð

Túnfiskur að suðrænum hætti TÚNFISKUR er alls ekki algengur á borðum okkar Íslendinga, nema salat úr niðursoðnum túnfiski. Það

TÚNFISKUR er alls ekki algengur á borðum okkar Íslendinga, nema salat úr niðursoðnum túnfiski. Það er eðlilegt, enda túnfiskveiðar okkar Íslendinga rétt að hefjast. Túnfiskinn er hægt að fá innfluttan frystan í helztu matvöruverzlunum og matreiða á ýmsan hátt. Það er Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslumeistari á Einari Ben, sem kynnir lesendum. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 830 orð

Ýsan heldur sínum hlut þó framboð sé sveiflukennt

ÝSAN hefur lengi verið í miklum metum sem matfiskur og vestra er hún stundum kölluð "kádiljákurinn" í hópi helstu nytjafiskanna. Hér áður fyrr vissi fólk mæta vel hvernig ýsan var álitum en það er nú raunar liðin tíð. Neytendur almennt, að minnsta kosti í stóru löndunum, þekkja nú fæstir einn fisk frá öðrum enda kynnast þeir þeim varla nema sem flökum, sundurskornum í bita eða sem tilbúnum réttum. Meira
15. september 1999 | Úr verinu | 191 orð

Þátttakendur frá ólíkum sviðum Um 100 gestir sóttu skynmatsráðstefnu

NORRÆN ráðstefna um skynmat og gæðamál í matvælaframleiðslu var haldin í Reykjavík dagana 9. til 11. september sl. Að ráðstefnunni stóðu norrænar stofnanir á sviði matvælarannsókna; Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, SIK og SMRI í Svíþjóð, Matforsk í Noregi, VTT í Finnlandi og Bioteknologisk Institut í Danmörku. Meira

Barnablað

15. september 1999 | Barnablað | 33 orð

Amidala og Anakin ÉG heiti Anna Guðjóns

Amidala og Anakin ÉG heiti Anna Guðjónsdóttir og er níu ára. Þessa mynd sendi ég ykkur. Vonandi látið þið hana í blaðið. Ég hef áður sent mynd; Fatnaður til fyrirmyndar. Bless, bless, Anna. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 38 orð

Britney Spears tekur sporið RAN

Britney Spears tekur sporið RANNVEIGU Guðmundsdóttur, Lambhaga 6, 225 Bessastaðahreppur, er mikið í mun, að fá birta þessa teikningu sína af hinni sautján ára bandarísku söngkonu Britney Spears, sem þekktust er fyrir geisladiskinn sinn Baby One More Time. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 39 orð

Dularfulla þrautin

ÞAÐ má segja að hún sé dálítið dularfull, þrautin sem hún Sigríður Tinna Heimisdóttir, Vesturbergi 46, 111 Reykjavík, sendi okkur. Þið eigið að finna út hvað er falið í stafaruglinu kringum hnöttinn litskrúðuga. Lausnin: Kóranía er svarið. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 105 orð

HÆ! Ég er 12 ára og það væri gaman ef e

HÆ! Ég er 12 ára og það væri gaman ef einhver nennti að skrifast á við mig á Netinu, svo lengi sem hann/hún er 12 ára eða eldri, mjög skemmtileg(ur) og er með netfang. Ég hef áhuga á um það bil öllu sem fyrirfinnst á jarðríki, það myndi taka hálft blaðið að skrifa það allt. En allavega, sendið mér endilega póst. Bæjó, Júlía Hermannsdóttir. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 26 orð

Jar Jar Binks úr Star Wars ÉG heiti Bönn

Jar Jar Binks úr Star Wars ÉG heiti Bönn Gunnarsdóttir og er tíu ára. Ég teiknaði þessa mynd fyrir barnablaðið og takk fyrir mig. Bless, bless, Bönn. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 21 orð

Lamparnir hennar ömmu

Lamparnir hennar ömmu AMMA á tvo eins lampa á myndinni. Hjálpið henni að finna þá. Lausnin: Lampar númer ellefu og fimmtán. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 98 orð

Little Caesars

HÆ, krakkar! Eftir 10 daga, laugardaginn 25. september, verður opnaður nýr pizza-staður í Reykjavík og heitir hann eftir karlinum á myndunum hér á síðunni, Little Caesar (Litli-Sesar). Í tilefni opnunarinnar bjóða Little Caesars og Myndasögur Moggans ykkur til leiks. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 81 orð

MYNDASÖGUR MOGGANS Í KÖRFU OG EITT EPLI

HÆ, hæ! Við erum tvær tíu ára frænkur og heitum Álfheiður Björgvinsdóttir og Sólveig Geirsdóttir. Við erum í heimsókn hjá afa og ömmu Álfheiðar á Reyðarfirði. Við vonum að þið birtið þessar tvær myndir, sem við sendum hér með. Kveðja, Álfheiður og Sólveig. (Athugið: Myndirnar voru sendar okkur í síðasta mánuði. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 23 orð

Pétur Pan og Kobbi krókur

Pétur Pan og Kobbi krókur ÁRNI Davíð Magnússon, 5 ára, Skógarhlíð 1, 220 Hafnarfjörður, teiknaði fína mynd af Pétri Pan og Kobba króki. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 145 orð

Safnarar

ÉG safna öllu með hestum, hundum og hömstrum. Í staðinn get ég látið allt með Titanic, Keikó, Ricky Martin, Britney Spears, Matrix, Lou Bega, Wild, Wild West, Star Wars (Episode 1), Dawson's Creek, GZSZ, Charmed, Buffy, Moderator, Afrob, Jackie Chan, Venga Boys, Mel B, Robert Downey Jr., Jennifer Love og Michael Jackson. Una K. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 19 orð

Tvær og tvær saman

Tvær og tvær saman HVAÐA myndir eiga saman tvær og tvær? Lausnin: 1+12, 2+9, 3+10, 4+11, 5+7 og 6+8. Meira
15. september 1999 | Barnablað | 24 orð

Vinir á Netinu

Vinir á Netinu ÉG er 12 ára stelpa og ég óska eftir pennavinum á aldrinum 11-14 ára. Áhugamál margvísleg. Ég heiti Elísabet Hall. betahÞhotmail. Meira

Ýmis aukablöð

15. september 1999 | Dagskrárblað | 565 orð

Á mörkum lífs og dauða

STUTTMYNDIN Sjálfvirkinn var frumsýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði um helgina. Aðeins var um eina sýningu að ræða því áætlað er að hún verði sýnd í Sjónvarpinu í nóvember. Þá hefur hún verið valin í keppni stuttmynda á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panoramasem hefst hérlendis í lok september. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 108 orð

Ég vildi ég væri...

VICTORIA Principal er sjálfsagt betur kunn sem Pamela í Dallas. Hún hefur staðið á því fastar en fótunum að koma ekki fram á endurfundum leikaranna í Dallas en gerir undantekningu á því á næstunni þegar hún kemur fram ásamt Patrick Duffy í þáttunum "Family Guy" á Fox Channel. Þau verða í hlutverkum Pamelu og Bobby eins og gamla daga. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 84 orð

Heimsóknir í þætti

Í GAMANÞÁTTUM vestanahafs er það vinsælt að gestir úr öðrum þáttum kíki í heimsókn og einnig að stjörnur komi fram sem þær sjálfar. Mel Gibson mun t.d. koma fram í Simpson sem hann sjálfur og Meryl Streep kíkir í heimsókn til fjölskyldunnar í King of the Hill, ásamt Heather Locklear og sveitasöngvasveitinni The Dixie Chicks. Í þætti Pamelu Anderson Lee V.I.P. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 77 orð

Játvarður með mynd um ömmu

ALDARLÖNG ævi bresku drottningarmóðurinnar Elísabetar verður efniviður sjónvarpsmyndar sem framleidd verður af dóttursyni hennar, Játvarði prinsi. Fyrirtæki hans, Ardent Prods., gekk nýverið frá samningi við NBC um gerð þáttanna. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 531 orð

Konan bakvið þægilegu röddina

Í ELDHÚSINU er verið að elda kvöldverðinn. Í útvarpinu heyrist þægileg kvenmannsrödd flytja tilkynningarnar: Dánarfregnir og jarðarfarir... Röddin sem flytur tilkynningarnar gerir meira en maður gæti í fyrstu haldið, því svo samofin er hún orðin heimilishaldi margra heimila á landinu að án hennar væru eldhússtörfin ekki svipur hjá sjón. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 541 orð

Kæri sáli

EFTIR að hinum ofurvinsælu þáttum "Cheers" lauk fóru flestir úr leikarahópnum í sína áttina hver. Kelsey Grammer, sem lék eina af vinsælustu persónum þáttanna, sálfræðinginn Frasier Crane, fékk hins vegar tilboð um að flytja persónu sína til Seattle og byrja í nýrri þáttaröð sem snerist um Frasier sjálfan og fólkið í lífi hans. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 260 orð

Með hjartað á réttum stað

Kvikmyndin The Marathon Maneftir John Schlesinger verður á dagskrá Sjónvarpsins föstudaginn 17. september kl. 22.10. Margir eiga eflaust eftir að hlakka til að sjá þá mynd þar sem tveir skemmtilega ólíkir leikarar fara með hlutverk; Dustin Hoffmann og Sir Laurence Olivier. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 73 orð

Nýjar ráðgátur í vændum

TVEIR af handritshöfundum og framleiðendum Ráðgátna eða "The X-Files" hafa samið við Draumasmiðjuna og NBC-sjónvarpsstöðina um að búa til nýja sjónvarpsþætti. Tvíeykið Glen Morgan og Jim Wong munu einnig verða aðalframleiðendur sjónvarpstryllis Draumasmiðjunnar Hinir eða "The Others". Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 252 orð

Stríð á hendur Kanada

Teiknimyndaflokkurinn Trufluð tilvera eða "South Park", sem sýndur er á Stöð 2, er mjög vinsæll víða um heim. Hann var fyrst sýndur árið 1997 og hefur síðan þá verið fastur punktur í tilveru margra, sérstaklega ungs fólks. Persónur þáttanna þykja mjög skondnar og aumkunarverðar og bráðlega verður hægt að sjá þær á hvíta tjaldinu því gerð hefur verið um þær kvikmynd í fullri lengd. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 1041 orð

Stríð á hendur stöðluðum ímyndum tónlistar heimsins

MYNDIN Skallapopp var gerð árið 1984 og fjallar um útbrunna, breska rokkara sem við upphaf poppbylgjunnar berjast við að halda vinsældum. Myndin er háðsleg ádeila á hinar stöðluðu, klisjukenndu ímyndir rokkheimsins og lýsir á gamansaman hátt samskiptum hljómsveitarmeðlima, valdabaráttu og vafasömu líferni. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 67 orð

Þokkadísir í fjölbragðaglímu

Sjónvarpsþætti þar sem þokkafullum ungum konum með meira af farða en vöðvum er teflt saman var hleypt af stokkunum fyrir skömmu í Los Angeles. "Fljóð í fjölbragðaglímu" nefnist þátturinn og koma þar fram fáklæddar konur sem heita nöfnum á borð við Rebekka dóttir kotbóndans, Strandgæslan og Tálkvendið. "Þetta er rétti tímapunkturinn," segir framleiðandinn David McLane. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 329 orð

(fyrirsögn vantar)

1.Hvað heitir dóttir leikarans Johnny Depp? 2.Fyrir hvað var tónlistarmaðurinn Michael Jackson heiðraður í Suður-Afríku á dögunum? 3.Hvaða tveir stórleikarar fara með aðalhlutverkin í myndinni Analyze this sem sýnd er nú hérlendis? 4. Meira
15. september 1999 | Dagskrárblað | 228 orð

(fyrirsögn vantar)

Á Stöð 2 verður bíómyndin Tom & Viv sýnd fimmtudaginn 23. september kl. 13.00 og kl. 22.50. Þar segir frá skáldinu T.S. Eliot og sambandi hans við eiginkonu sína Vivienne Haigh-Wood sem ekki gekk alveg heil til skógar andlega. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.