Greinar föstudaginn 17. september 1999

Forsíða

17. september 1999 | Forsíða | 381 orð

Bankar fengu IMF-lánið

UM 175 milljarðar ísl. kr., sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, lánaði rússneskum stjórnvöldum, fóru í raun aldrei til Rússlands, heldur voru þeir lagðir beint inn á reikninga ýmissa rússneskra banka erlendis. Kom þetta fram í fyrradag hjá Júrí Skúratov, sem var ríkissaksóknari í Rússlandi þar til Borís Jeltsín, forseti landsins, vék honum frá fyrir skömmu. Meira
17. september 1999 | Forsíða | 185 orð

Skæruliðar með liðssafnað

ALLT að 1.500 íslamskir skæruliðar eru nú saman komnir við landamæri Tsjetsjníu og Dagestan-héraðs í Rússlandi, að því er talsmaður rússneska innanríkisráðuneytisins skýrði frá í gær. Talið er að skæruliðarnir bíði færis að gera innrás í Dagestan. Meira
17. september 1999 | Forsíða | 461 orð

Þúsundir manna missa heimili sín í óveðrinu

FELLIBYLURINN Floyd geystist yfir Norður-Karólínu í Bandaríkjunum fyrir dögun í gær, varð fjórum mönnum að bana, eyðilagði hús og olli miklum flóðum á stóru svæði. Hundruð þúsunda manna voru án rafmagns þegar óveðrið gekk yfir. Meira

Fréttir

17. september 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

120 sýna á "Vestnorden"- ferðakaupstefnunni

FERÐAKAUPSTEFNAN Vestnorden Travel Mart 1999 verður haldin dagana 22.­24. september. Þetta er í 14. sinn sem þessi kaupstefna er haldin og er hún að þessu sinni í Þórshöfn í Færeyjum. Að henni standa Ferðamálaráð Færeyja, Grænlands og Íslands. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 373 orð

Að minnsta kosti sautján fórust

AÐ minnsta kosti 17 manns fórust er öflug bílsprengja sprakk fyrir utan níu hæða fjölbýlishús í bænum Volgodonsk í suðurhluta Rússlands í gærmorgun. Yfir 180 manns særðust í fimmta sprengjutilræðinu í Rússlandi síðan 31. ágúst. Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Að skilja skilning

MURRAY Kiteley, prófessor emeritus við Smith College í Massachusetts, flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri á laugardag, 18. september, kl. 16 í stofu 14 í húsakynnum háskólans við Þingvallastræti. Fyrirlesturinn er á vegum kennaradeildar og nefnist "Understanding understandings" eða "Að skilja skilning". Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 712 orð

Auður sem fer forgörðum

MIKLAR umræður hafa að undanförnu verið um hlutskipti nýbúa innan menntakerfis Íslands. Um þetta efni verður haldið málþing í Gerðubergi í dag undir yfirskriftinni: Auður sem fer forgörðum, og hefst það klukkan 9.30. Það verða haldnir fyrirlestrar og umræður verða í vinnuhópum. Félagið Fjölbreytni auðgar stendur að þessu málþingi en formaður þess er Geir Oddsson. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 652 orð

Árásarmaður bað fórnarlömbin að sýna stillingu

ÁTTA manns liggja í valnum eftir að byssumaður hóf skothríð á hóp ungmenna sem voru við guðsþjónustu í Texas í fyrrakvöld. Atburðurinn átti sér stað um klukkan 7 að staðartíma í Wedgewood-babtistakirkjunni í Fort Worth, þar sem um 150 ungmenni voru samankomin. Byssumaðurinn, sem var klæddur í svartan jakka og gallabuxur, skaut sjö manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Boðin velkomin í MR

Morgunblaðið/Golli Nýnemar í Menntaskólanum í Reykjavík voru tolleraðir af eldri nemum skólans í gær. Gömul hefð er fyrir tolleringu busanna, sem geta nú að lokinni vígsluathöfn litið á sig sem fullgilda MR-inga. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Búist við kæru til Hæstaréttar

ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur þarf að flytja íþróttahús sitt af lóð Kaþólska biskupsdæmisins á Íslandi samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag. Lóðin er við Túngötu í Reykjavík, en tekið er fram í úrskurði að áhrifum hans verði frestað verði málinu skotið til æðra dóms. Að sögn lögmanns ÍR er fastlega gert ráð fyrir að úrskurðurinn verði kærður og látið reyna á málið fyrir Hæstarétti. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 873 orð

Börn víða send fyrr heim

VANDRÆÐAÁSTAND ríkir á mörgum leikskólum borgarinnar vegna manneklu og hafa margir skólanna þurft að grípa til aðgerða til þess sporna gegn skorti á starfsfólki. Aðgerðirnar, sem skólarnir hafa gripið til bitna yfirleitt á þeim sem síst skyldi, nefnilega börnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Dauðsföllum fækkar um allt að þriðjungi

NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar á svokölluðum angiotensin ummyndunarblokka bendir til að lyf með því efni gagnist stórum hópi sjúklinga með kransæðasjúkdóm. Rannsóknin leiddi í ljós 25-30% fækkun dauðsfalla og verulega fækkun heilaáfalla. Talið er að lyfið verið tekið í notkun hérlendis innan tíðar. Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Einar Kristján í Akureyrarkirkju

EINAR Kristján Einarsson gítarleikari leikur í Akureyrarkirkju á laugardag, 18. september, kl. 17 og eru þetta síðustu tónleikarnir í tónleikaferð hans um Norðurland sem staðið hefur yfir síðustu daga. á efnisskránni er m.a. spænsk og rússnesk gítartónlist, verk eftir J.S. Bach og Jakobsstiginn eftir Akureyringinn Hafliða Hallgrímsson sem einmitt fagnar afmæli sínu þennan sama dag. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 274 orð

"Eins og að vera í Vestmannaeyjum"

Guðjón Árnason er búsettur á Virginia Beach í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum. Hann segir að á þessum slóðum hafi veðrið náð hámarki um og eftir hádegið í gær. "Þetta er eins og að vera í Vestmannaeyjum í vondu veðri," sagði Guðjón þegar Morgunblaðið hafði samband við hann síðdegis í gær. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Einungis þó lent í undantekningartilfellum

Í HÖNNUNARFORSENDUM Almennu verkfræðistofunnar hf. um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar er gert ráð fyrir tugum lendinga Boeing 757-þotna á ári en að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra eru hverfandi líkur á að komi til jafnmargra lendinga svo stórra véla á vellinum. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 94 orð

Fellibylur í Hong Kong

AÐ minnsta kosti einn maður beið bana og 466 slösuðust, þar af ellefu alvarlega, þegar fellibylurinn York gekk yfir Hong Kong í gær. Eins manns til viðbótar var saknað. Vindhraðinn var 87 km á klukkustund og þetta var öflugasti fellibylur á svæðinu í sextán ár. Meira
17. september 1999 | Landsbyggðin | 509 orð

Fjölmenni á fræðslukvöldi um ryðsvepp

Hveragerði-Opinn fræðslufundur var nýlega haldinn á Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Umræðuefni kvöldsins var ryðsveppur sem komið hefur upp í gljávíði og ösp víða um land að undanförnu. Fyrirlesarar á fundinum voru þeir Halldór Sverrisson hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Aðalsteinn Sigurðsson, forstjóri Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 537 orð

Friðargæslusveitirnar munu sýna fulla hörku

ÁSTRALSKIR og breskir hershöfðingjar sem leggja nú drög að því að senda friðargæslusveitir til Austur-Tímor sögðu í gær að þeir hefðu áhyggjur af hugsanlegum aðgerðum indónesíska hersins er til landsins væri komið. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 412 orð

Fræðslumiðstöð rís á Þingvöllum í vetur Gláma Kím sigraði í hönnunarsamkeppni

TILLAGA Arkitektastofunnar Glámu Kíms hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem efnt var til um fræðslumiðstöð á Þingvöllum. Dómnefndina skipuðu Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem var formaður hennar, Sigurður K. Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar, Skarphéðinn B. Steinarsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, og arkitektarnir Ólafur Ó. Axelsson og Pétur H. Ármannsson. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fyrirlestur um antrópósófískt uppeldi

Elísabet Möller Hansen er virtur antrópósófískur læknir sem hefur stundað lækningar sl. 30 ár. Hún mun halda fyrirlestur í kvöld í Walddorf-skólanuum Höfn á Marargötu 6, klukkan 20. Elísabet er skólalæknir margra Steiners-skóla í Evrópu, rekur eigin lækningastofu í Álaborg og er formaður antrópósófíska félagsins í Danmörku. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 150 orð

Gert ógnar Bermúda

NÝR öflugur fellibylur, Gert, færðist í gær norður Atlantshafið en veðurfræðingar spáðu því að hann myndi ekki koma að austurströnd Bandaríkjanna. Hins vegar var talið líklegt að hann myndi ganga yfir Bermúda um helgina. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Gjöf Hollvinafélags guðfræðideildar Háskóla Íslands

Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ föstudaginn 3. september sl. kom formaður Hollvinafélags guðfræðideildar Háskóla Íslands, séra Gunnar Rúnar Matthíasson, færandi hendi. Fráfarandi forseti guðfræðideildar, prófessor, Pétur Pétursson veitti fyrir hönd deildarinnar viðtöku eftirfarandi ritum: Theological Lexicon of the Old Testament í þremur bindum og International Bible Commentary í einu stóru bindi. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 449 orð

Glíma háskóla við ytri og innri þrýsting

KARI Raivio, rektor háskólans í Helsinki, flytur opinberan fyrirlestur föstudaginn 17. september kl. 16 í boði Háskóla Íslands í hátíðasal í aðalbyggingu. Fyrirlesturinn ber heitið "Survival Strategies of the University Facing External and Internal Pressures" (Glíma háskóla við ytri og innri þrýsting) og verður fluttur á ensku. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Glæsifley í Reykjavík

SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins, Silver Cloud, hélt úr Reykjavíkurhöfn klukkan 18 í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings viðdvöl hér á landi. Skipið, sem siglir undir fána Bahamaeyja, er allt hið glæsilegasta. 148 svefnklefar eru um borð í skipinu og eru flestir þeirra með einkasvölum. Þá eru sundlaug, gufubað, æfingasalur, kvikmyndasalur og spilavíti um borð. Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 847 orð

Góðar líkur á að afla megi gufu fyrir 250 MW vinnslu

BORUN fyrstu háhitaholunnar við Bakkahlaup í Öxarfirði á vegum einkahlutafélagsins Íslenskrar orku ehf. stendur nú yfir. Til verksins er notaður nýr jarðbor frá Jarðborunum hf. og er hann nefndur Sleipnir. Verið er að bora fyrir svokallaðri vinnslufóðringu, sem ná mun niður á 650-800 metra dýpi en síðan verður boraður vinnsluhluti holunnar í fulla dýpt. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Gönguferð á Þingvöllum

BOÐIÐ verður upp á gönguferð með leiðsögn um Þingvelli á vegum þjóðgarðsins laugardaginn 18. september og er ætlunin að halda í Ölkorfadal. Einnig verður komið við á Þórhallsstöðum en sá staður tengist sögu Þingvalla með sérstökum hætti því þar bjó Þórhallur sá er uppnefndur var Ölkorfi. Hann hafði þá iðju að gera öl á þingum og selja þingheimi sér til fjár. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hækkun á bilinu 10 til 15%

KJARANEFND úrskurðaði um hækkun launa embættismanna sem heyra undir dómsmálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti síðastliðinn þriðjudag. Að sögn Guðrúnar Zoëga, formanns kjaranefndar, er hækkunin á bilinu 10­15%. Einhver frávik eru þó í báðar áttir og stafa þau ýmist af því að stutt er síðan launin voru endurskoðuð eða að starfssvið hefur breyst. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 389 orð

Hættu við fund í nágrenni Kötlu

FRAMSÓKNARKONUR hafa hætt við að halda landsþing sitt í Vík í Mýrdal vegna hugsanlegra jarðhræringa í Mýrdalsjökli. Hótelrekendur í Mýrdalnum eru þó á einu máli um að fréttir af yfirvofandi Kötlugosi hafi ekki haft teljandi áhrif á hótelbókanir. Staðan sé svipuð og yfirleitt á þessum árstíma, þ.e. í lok ferðamannatímans í september. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ísfélagið sýknað af bótakröfum

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Ísfélag Vestmannaeyja hf. af kröfum starfsmanns félagsins, sem héraðsdómur hafði dæmt rúmar 1900 þúsund krónur í skaðabætur vegna vinnuslyss sem átti sér stað árið 1993. Var maðurinn að mála í fiskimjölsverksmiðju félagsins í tveggja metra hæð og notaði til þess stiga sem rann á hálu gólfi svo hann féll niður og ristarbrotnaði á öðrum fæti. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Ísland traustur vinur í miðju Atlantshafi

OPINBERRI heimsókn forseta Eistlands, Lennart Meri, og Helle Meri, eiginkonu hans, lauk seint í gærkvöld. Meri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri þakklátur íslensku þjóðinni og heimsóknin hefði sýnt honum og eistnesku þjóðinni að hér ætti hún vin sem á væri að treysta. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Kínverjar gera sjónvarpsþátt um Ísland

Þáttagerðarmenn frá kínversku sjónvarpsstöðinni CCTV eru staddir hér á landi til að taka upp 50 mínútna kynningarþátt um Ísland. CCTV er ein stærsta sjónvarpstöð heims og ná útsendingar hennar um allt Kína, Hong Kong, Tævan og til 87 annarra landa víðsvegar um heim. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kröfugerðir hugsanlega í næsta mánuði

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af verðlagsþróun í landinu og ítrekar að mikilvægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Hann segir að væntanlega muni kröfugerðir fyrir komandi kjarasamninga fara að líta dagsins ljós í næsta mánuði. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 400 orð

Kæling minnkar skaða vegna súrefnisskorts

ÝMSAR nýjungar eru á döfinni á yfirstandandi þingi norrænna lækna og vísindamanna um fæðingar og nýbura. David Edwards frá barnalækningadeild Hammersmith-spítala í London kynnti nýjar aðferðir við að lágmarka skaða af súrefnisskorti nýbura sem felast í kælingu heilans um allt að 4 gráður. Þegar er farið að prófa aðferðina á börnum. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Lagt fyrir dómara að taka skýrslu

HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi sínum lagt fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að taka skýrslu af 17 ára gamalli stúlku, sem kærði sambýlismann sinn fyrir líkamsárás og nauðgun á Snæfellsnesi í ágústlok. Dómarinn hafnaði kröfu lögreglunnar þess efnis hinn 7. september sl. Lögreglan kærði úrskurð dómara til Hæstaréttar og lá niðurstaðan fyrir í gær. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Laun í leikskólum of lág

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn faghóps leikskólastjóra: "Stjórn faghóps leikskólastjóra harmar það ástand sem skapast hefur á mörgum leikskólum. Skortur á starfsfólki og sífelld óvissa um hvort leikskólastarfið verður með eðlilegum hætti frá degi til dags skapar óviðunandi óöryggi fyrir börnin. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Leikskólar í vanda

VANDRÆÐAÁSTAND ríkir á mörgum leikskólum borgarinnar vegna manneklu, en illa gengur að ráða í laus störf. Af þeim ellefu leikskólum sem Morgunblaðið hringdi í í gær hafa fjórir þurft að senda börn fyrr heim, og í einum til viðbótar var búist við að grípa þyrfti til sömu aðgerða á næstu dögum. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Markaður fyrir kristniboð

ÁRLEGUR haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 18. september í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla), í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14. Það eru nokkrar konur úr hópi kristniboðsvina sem standa fyrir markaðinum. Þarna verður selt ýmiss konar grænmeti, ávextir og ber o.s.frv. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Málfundur um atburðina á Austur- Tímor

AÐSTANDENDUR vikublaðsins Militant og Ungir sósíalistar halda málfund föstudaginn 17. september, kl. 17.30, í Pathfinder bóksölunni á Klapparstíg 26. Málefni fundarins eru atburðirnir á Austur-Tímor, hernaðaráætlanir heimsvaldasinna þar og hver sé afstaða verkafólks til málsins. Ræðumaður verður Ólöf Andra. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Menningardagar í Sandgerðisbæ

FERÐA- og menningarmálanefnd Sandgerðisbæjar standa fyrir Menningardögum helgina 17., 18. og 19. september í Sandgerði þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Má þar nefna tónleika í safnaðarheimilinu þar sem fram koma einsöngvarar og kvennakór. Í nýju Æskulýðsmiðstöðinni í Reynisheimilinu við íþróttavöllinn verður hátíð fyrir unglinga. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 298 orð

Mikið tjón á Bahamaeyjum

ÍBÚAR afskekktra eyja á Bahamaeyjum fóru í gær út úr neyðarskýlum og kjöllurum húsa og hótela eftir að hafa dvalið þar vegna fellibylsins Floyds sem geisaði þar á þriðjudag. Að minnsta kosti einn maður beið bana í fellibylnum og þök fuku af mörgum húsum, auk þess sem síma- og rafmagnsstaurar brotnuðu. Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Minkur á ferð um miðbæ Akureyrar

ERLING Ingvason, tannlæknir á Akureyri, horfði á mink vappa um göngugötuna í Hafnarstræti kvöld eitt í vikunni og skjótast síðan upp með húsi sýslumannsembættisins og upp í Skátagil. Skömmu síðar var hann aftur kominn niður í miðbæinn. "Þetta var um kl. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Minnispeningur um kristni í 1000 ár

Í TILEFNI af 1000 ára kristni á Íslandi og að höfðu samráði við viðskiptaráðuneyti og kristnihátíðarnefnd gefur Seðlabanki Íslands út sérsleginn minnispening úr gulli. Á annarri hlið hans er skjaldarmerki íslenska lýðveldisins en á hinni hliðinni mynd af húni á bagli eða biskupsstaf sem fannst á Þingvöllum 1957. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 832 orð

Mjög mikilvægt að halda verðbólgunni í skefjum

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé áhyggjuefni öðrum þræði hvað verðbólgan sé orðin há og Alþýðusambandið hafi haft uppi aðvörunarorð í upphafi ársins um að ýmis teikn væru á lofti sem bentu til verðlagshækkana. Meira
17. september 1999 | Miðopna | 1677 orð

Munu draga úr tíðni dauðsfalla og hjartauppskurða Þrjár viðamiklar rannsóknir sem kynntar hafa verið á árinu benda eindregið til

HJARTABILUN og kransæðasjúkdómur eru skæðir sjúkdómar og dánartíðni af þeirra völdum há. Það telst því til tíðinda að þrjár nýjar rannsóknir á þekktum lyfjum benda til þess að hægt sé að draga úr dauðsföllum, Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 307 orð

Netanyahuhjónin yfirheyrð vegna fjármálamisferlis

BENJAMIN Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, og eiginkona hans, Sara, voru á miðvikudag yfirheyrð af ísraelsku lögreglunni vegna meints fjármálamisferlis. Lögreglan hóf rannsókn málsins eftir birtingu fréttar í dagblaðinu Yediot Ahronot, Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Óheppilegt að draga úr innlendu sjónvarpsefni

STJÓRN Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri hefur ályktað um að óheppilegt sé að ár frá ári skuli draga úr hlutfalli innlends efnis í dagskrám íslensku sjónvarpsstöðvanna. "Það ætti að vera hverjum þeim sem hefur sjónvarpsrekstur með höndum kappsmál að gera íslenskunni sem og íslensku efni hátt undir höfði. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 648 orð

Óskað eftir áliti frá ÍSÍ

LÖGFRÆÐINGUR tvítugs kylfings sem áhugamennskunefnd Golfsambands Íslands svipti áhugamannaréttindum sínum um hálfs árs skeið, frá 11. ágúst síðastliðnum hefur sent framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands bréf þar sem óskað er eftir að sambandið fjalli um lögmæti málsmeðferðar þeirrar sem pilturinn fékk. Framkvæmdastjórn ÍSÍ heldur næsta fund sinn á morgun, 18. Meira
17. september 1999 | Landsbyggðin | 327 orð

Óvissa um framtíð Hraunsréttar í Aðaldal

Laxamýri-Réttað var í Hraunsrétt í Aðaldal á mánudagsmorguninn eða degi seinna en áætlað hafði verið þar sem veður hamlaði smölun í afréttinni fyrir helgina. Á undanförnum árum hefur fé fækkað mikið í réttinni en eigi að síður er alltaf beðið eftir Hraunsréttardeginum með eftirvæntingu. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Poppers á Dubliner

HLJÓMSVEITIN Poppers leikur á neðri hæð veitingastaðarins The Dubliner föstudags- og laugardagskvöld. Á efri hæðinni leikur hljómsveitin Crash & Burn. Veitingastaðurinn er opinn á efri hæðinni frá kl. 12­3 og á neðri hæð kl. 13­4 föstudag og laugardag. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 336 orð

Ráðstefna um ungt fólk og nútímasamfélagið

HVERNIG líður unga fólkinu í stórborginni í raun og veru í nútímasamfélagi? Þessu verður reynt að svara á norrænni stórborgarráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík dagana 19.­23. september nk. Þema ráðstefnunnar verður menning og gildi ungs fólks á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða þrír fyrirlestrar auk 12 vinnuhópa, einn frá hverri borg. Meira
17. september 1999 | Miðopna | 953 orð

Sálarmein eru alvarlegustu meinin í Kosovo Vandinn við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Kosovo er vantraust íbúanna hvers í

Vandinn við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Kosovo er vantraust íbúanna hvers í annars garð og sálarmein stríðsins, segir Hannu Vuori í samtali við Sigrúnu Davíðsdóttur. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 404 orð

Segja Laugardalsmálið steindautt

Á FUNDI borgarstjórnar í gær kom fram hjá tveimur fulltrúum Reykjavíkurlistans að Laugardalsmálið svokallaða væri steindautt, eins og það var orðað. Unnið væri að því að finna aðra lóð fyrir Landssímann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstóri sagði, að þess yrði freistað að koma til móts við borgarbúa og að reynt yrði að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. Á fundi borgarráðs sl. Meira
17. september 1999 | Erlendar fréttir | 56 orð

Sjö ára fangelsi fyrir mótmæli

TUTTUGU og átta ára gömul bresk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar í Myanmar fyrir mótmæli gegn stjórnvöldum. Rachel Goldwyn, sem er Lundúnabúi, hlekkjaði sig við ljósastaur í miðborg Yangon og hrópaði slagorð stjórnarandstöðunnar að vegfarendum. Lögmaður konunnar sagði við réttarhöldin að Goldwyn myndi áfrýja málinu. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Skátar halda upp á 40 ára sögu Gilwell- þjálfunar

INNAN skátahreyfingarinnar fer að jafnaði fram mikil kennsla foringja. Gilwell-þjálfunin er æðsta foringjaþjálfun skátaforingja en hún er alþjóðleg og þeir sem fara í gegnum þá þjálfun verða meðlimir í Gilwell-sveit sem er skipuð þúsundum skáta víðs vegar að úr heiminum. Á laugardaginn fagna íslenskir skátar 40 ára sögu Gilwell- þjálfunar á Íslandi með hátíð á Úlfljótsvatni. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Skiptar skoðanir um aldamótin

FLESTIR telja að aldamótin verði um næstu áramót eða tæplega 66% þeirra sem svöruðu í skoðanakönnu Gallups. Rúmlega 33,5% telja þau verða um áramótin 2000 og 2001 en tæplega 1% segja þau verða á öðrum tíma. Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Slátursala fer vel af stað

ÞOKKALEGA hefur gengið að ráða mannskap á sláturhús KEA á Akureyri, en fyrr í haust var útlitið ekki nógu bjart. "Það rættist úr þessu á síðustu stundu, menn eru að tínast inn einn og einn ennþá. Við erum með heldur færra fólk en verið hefur undanfarin ár, en mjög gott fólk," sagði Óli Valdimarsson sláturhússtjóri. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 846 orð

"Sorgleg tillaga" að mati formanns samgöngunefndar

ÁRNI Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, gagnrýnir harðlega tillögu sem lögð var fram í borgarstjórn í gær um að efnt verði til almennrar atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kveðst telja tillöguna einkennast af sýndarmennsku. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Stærsta hlutafjárútboð einkafyrirtækis

Í ÁSKRIFTARFLOKKI hlutafjárútboðs Össurar hf. sem lauk í gær skráði alls 8.471 sig fyrir hlutabréfum. Boðnar voru út 22,8 milljónir króna að nafnvirði á genginu 24. Alls skráði fólk sig fyrir hlutabréfum fyrir tæpar 174,8 milljónir að nafnvirði. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sýningin Nútíma vöruskipti í Perlunni

VÖRUSÝNINGIN Nútíma vöruskipti verður haldin í Perlunni dagana 18. og 19. september í annað sinn á vegum Viðskiptanetsins. Eins og áður er ætlunin að efla tengsl á milli aðildarfyrirtækja þess og kynna almenningi nútíma vöruskipti, eins og segir í fréttatilkynningu. Sýningin verður opin frá kl 11­18 laugardag og sunnudag. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 1085 orð

Sönnunarbyrði snúið við er bótakröfu var hafnað?

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að mál íslenskrar konu gegn íslenska ríkinu sé tækt til meðferðar. Konan áfrýjaði málinu til dómstólsins eftir að kröfu hennar um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds, sem hún var sett í vegna rannsóknar á kókaínmáli árið 1989, var hafnað. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Tíu manns fundust eftir mikla leit

Tíu manns fundust eftir mikla leit Voru tíu tíma villt við Landmannalaugar BJÖRGUNARSVEITIR fundu níu 15 ára nemendur úr Breiðholtsskóla og kennara þeirra eftir víðtæka leit í Laugahrauni við Landmannalaugar um klukkan tvö í nótt. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Tíu manns leitað í Landmannalaugum

VÍÐTÆK leit stóð yfir í Laugahrauni við Landmannalaugar klukkan eitt í nótt að níu 15 ára nemendum úr Breiðholtsskóla og kennara þeirra. Þokkalegt veður var á svæðinu, þó gengi á með stöku skúr. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru í viðbragðsstöðu og áætlað var að þær hefðu leit í birtingu hefði hópurinn ekki fundist. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Undirbúningur atkvæðagreiðslu samþykktur

TILLAGA R-listans um undirbúning almennrar atkvæðagreiðslu meðal kosningabærra Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallar var samþykkt undir miðnætti í gærkvöldi á fundi borgarstjórnar með átta samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og lögðu fram bókun fyrir þeirri ákvörðun sinni. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 416 orð

Unnið gegn menguninni frá því í mars

UMGENGNISREGLUR í kjúklingabúum Holtakjúklings hafa verið hertar til muna til þess að vinna bug á kamphylobakter mengun sem upp kom í búunum. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra Reykjagarðs segir að strax í mars hafi verið hafist handa við að vinna gegn kamphylobaktermengun í búum fyrirtækisins, um leið og stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér grein fyrir vandanum. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Útgáfa smáskífu Quarashi á mbl.is

MORGUNBLAÐIÐ á Netinu, mbl.is, og Quarashi gefa út nýjustu smáskífu Quarashi á Netinu. Lagið er gefið út á MP3-sniði, sem er vinsælasta dreifingarform á tónlist á Netinu í dag, að því er segir í fréttatilkynningu. Gestir mbl.is geta sótt sér lagið frá hádegi og spilað á eigin tölvu með ókeypis hugbúnaði eða brennt það á disk hafi þeir aðgang að geisladiskabrennara. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Vegur í sundur vegna úrhellis

VEGURINN við sæluhúsið rétt austan við Hvalnesskriður fór í sundur í fyrrakvöld. Vegagerðin vann að viðgerð um nóttina og var umferð hleypt á í gærmorgun. Um er að ræða bráðabirgðaviðgerð og verður ekki gert endanlega við veginn fyrr en vatnsmagn minnkar. Rör sem er undir veginum hafði ekki undan vatnsflaumnum sem safnaðist saman fyrir ofan veginn og því fór sem fór. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 617 orð

Veiði víða lífleg

ÞAÐ veiðist nú vel í Soginu þessa dagana, að sögn Ólafs K. Ólafssonar, formanns Sogsdeildar SVFR. Í gær voru komnir 253 laxar á land af Alviðrusvæðinu og 58 í Bíldsfelli. "Ég hitti tvo félaga mína á miðvikudaginn, þeir voru með tvær stangir og fengu átta laxa, upp í 12 pund, og eina 6 punda bleikju. Ég náði ekki tölunni í Ásgarði, en þar hefur veiði einnig verið batnandi. Meira
17. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Vetrarstarfið að hefjast

VETRARSTARF Lúðrasveitar Akureyrar hefst með kynningarkvöldi þriðjudaginn 21. september kl 19.30 á Laxagötu 5. Þar verður m.a. kynntur nýr stjórnandi sveitarinnar, Helgi Svavarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Allir eldri félagar, svo og nýir félagar, eru boðnir velkomnir til starfa. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 280 orð

Viljayfirlýsing um samráð undirrituð

ÍGOR S. Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag ásamt fylgdarliði, í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Gagnkvæm samskipti Íslands og Rússlands verða efst á baugi í heimsókninni. Á vinnufundi ráðherranna munu þeir meðal annars undirrita sérstaka viljayfirlýsingu um samráð ríkjanna í framtíðinni. Meira
17. september 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Þriðja skógarganga haustsins

Í HAUST standa Skógræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garðagróður og voru þar birtar mælingar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. Meira

Ritstjórnargreinar

17. september 1999 | Leiðarar | 586 orð

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

SKIPULAG vinnumarkaðarins hefur verið að taka talsverðum breytingum undanfarin ár með sameiningu verkalýðsfélaga. Í gær var komið að vinnuveitendum, en þá voru formlega stofnuð Samtök atvinnulífsins, sem leysa Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna af hólmi. Meira
17. september 1999 | Staksteinar | 305 orð

Seðlabankinn þarf að verða sjálfstæð stofnun

ÁGÚST Einarsson fyrrverandi alþingismaður fjallar um það í pistli á vefsíðu sinni, að nauðsynlegt sé að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun. ÁGÚST segir: "Sífellt alvarlegri fréttir berast af aukinni verðbólgu. Það er eins og eitthvað nýtt sé að koma í ljós en svo er ekki. Ég hef í nokkur misseri margsinnis varað við að þessi staða gæti komið upp. Meira

Menning

17. september 1999 | Menningarlíf | 91 orð

40 vatnslitamyndir í Listakoti

JEAN Posocco opnar sýningu á vatnslitum í Listakoti, Laugavegi 70, í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni, sem nefnist "^o-lava", eru 40 vatnslitamyndir og er myndefnið vatn og hraun, eins og nafnið bendir til. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Jean, en hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Bandarískir bófar Belgur (Belly)

Handrit og leikstjórn: Hype Williams. Kvikmyndataka: Malid Hassan Sayek. Aðalhlutverk: Nas Jones, Earl "DMX" Simmons og Taral Hicks. 95 mín. Bandarísk. Sam- myndbönd. Aldurstakmark: 16 ár. MYNDIR um glæpaklíkur eru orðnar kvikmyndategund út af fyrir sig. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 161 orð

Bandarísku fánalitirnir áberandi

BANDARÍSKI tískuhönnuðurinn, Ralph Lauren, sýndi vorlínu sína á tískuvikunni sem stendur yfir í New York. Litaval hans bar vott um ættjarðarást enda voru bandarísku fánalitirnir, rauður, hvítur og blár, allsráðandi á sýningarpallinum. Auk Ralph Lauren, sýndu Tommy Hilfiger, Michael Kors og Cynthia Rowley hönnun sína. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 271 orð

Bókastefnan í Gautaborg

BÓKASTEFNAN í Gautaborg hófst í gær, fimmtudaginn 16. september, með formlegri setningarræðu þýska rithöfundarins Martin Walser. Walser (f. 1927) sem er talinn einn mikilvægasti höfundur eftirstríðsáranna í Þýskalandi, hefur skrifað 14 skáldsögur ásamt röð smásagna, leikrita, ritgerða og greina. Meira
17. september 1999 | Tónlist | 586 orð

Dásamlegar Dauðasyndir

Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar fluttu Dauðasyndirnar sjö eftir Kurt Weill og ballettinn Appolló, foringja músanna eftir Ígor Stravinskíj; Anne Manson stjórnaði. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. Meira
17. september 1999 | Bókmenntir | 487 orð

Einkamál og myndmál

Eftir Davíð Stefánsson. Nykur 1999. KVEDDU MIG er önnur bók Davíðs Stefánssonar, sem sendi frá sér ljóðabókina Orð sem sigra heiminn fyrir þremur árum. Hér er um að ræða bók í smáu broti (réttnefndu vasabroti) sem skiptist í tvo meginhluta; í fyrri hluta eru ljóð og seinni hlutinn samanstendur af 27 örsögum. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 137 orð

Fortíðarvandi Vænisýki (Para noia)

Framleiðsla: Eli Kabillio. Handrit og leikstjórn: Larry Brand. Kvikmyndataka: Richard Dallett. Tónlist: Martin Drum. Aðalhlutverk: Brigitte Bako, Larry Drake og Sally Kirkland. 95 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst, 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 46 orð

Fríða og dýrið

TÓNLISTARMENNIRNIR Sheril Crow og Keith Richards komu fram saman á tónleikum í Central Park í New York á dögunum. Frír aðgangur var að tónleikunum sem haldir voru undir yfirskriftinni, "Sheril Crow og félagar", þar sem Crow kom fram ásamt fjölmörgum öðrum þekktum listamönnum. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 569 orð

Frumsýna þrjú ný barnaleikrit

Möguleikhúsið er nú að hefja tíunda leikár sitt, en síðasta leikár var eitt hið aðsóknarmesta í sögu leikhússins, að sögn aðstandenda þess, en alls voru áhorfendur um 18.000 talsins. "Að venju einskorðar leikhúsið sig við sýningar fyrir áhorfendur af yngri kynslóðinni og verður boðið upp á sjö mismunandi sýningar, þrjár frumsýningar og fjórar frá fyrra leikári," segir Pétur Eggerz höfundur, Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 165 orð

Geri hlýtt til kryddpíanna

GERI Halliwell segir að sér muni ávallt þykja vænt um stúlknasveitina Spice Girls þrátt fyrir óvinsamleg ummæli frá fyrrverandi félögum sínum í sveitinni. Þetta kemur fram í viðtali í tímaritinu Cosmopolitan. Mel C. sagði nýverið um Halliwell að hún hefði enga hæfileika á tónlistarsviðinu og lýsti henni sem "bómull". Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Gítar Lennons seldur á uppboði

GÍTARINN sem John Lennon lék á daginn sem hann kynntist Paul McCartney var seldur á uppboði á dögunum fyrir rúmar sextán milljónir króna. Félagarnir hittust fyrst 6. júlí 1957 þegar Lennon var hluti af hljómsveitinni Quarrymen. McCartney, sem þá var fimmtán ára, var boðið að spila með hljómsveitinni, sem breyttist síðar í Bítlana. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Gripið í orgel

NORRÆNIR orgeldagar eru nú haldnir í Reykjavík, en þeir eru nokkurs konar þing fyrir norræna organista. Á þessum orgeldögum verða haldnir fimm orgeltónleikar í Hallgrímskirkju og strax að þeim loknum kemur að vígslu tveggja orgela; í Neskirkju og Langholtskirkju með sérstökum dagskrám og tónleikum. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 50 orð

Haustsýningin Í lok aldar í Eden

NÚ stendur yfir myndlistarsýning Gunnars Gränz alþýðulistamanns í Eden í Hveragerði. Þar sýnir Gunnar 50 verk í litum og formi úr listasmiðju sinni. Þessa sýningu tileinkar hann nýrri öld með von um gott gengi íslensku þjóðarinnar, segir í fréttatilkynningu. Gunnar Gränz með eitt verka sinna. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 794 orð

Jennifer Lopez eru allir vegir færir

FJÖLHÆFNI söngkonunnar, dansarans og leikkonunnar Jennifer Lopez er síst eindæmi. En það sem fádæma þykir er hversu farsæld hennar er mikil í öllum þessum listgreinum. Óhætt er að segja að fjöldinn allur af listamönnum hefur fengist bæði við tónlist og kvikmyndaleik en fáir hafa komist með tærnar þar sem Lopez hefur hælana. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 77 orð

Kolbrún S. Kjarval sýnir í Stöðlakoti

KOLBRÚN S. Kjarval opnar sýningu á leirmunum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á morgun , laugardag kl. 15. Kolbrún hefur unnið í leir síðastliðna áratugi og rekur nú eigin vinnustofu að Ránargötu 5. Hún hefur einnig stundað kennslu og kennir nú við Myndlistarskólann í Reykjavík. Kolbrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 148 orð

Krafturinn í fyrirrúmi

Í KVÖLD mun bandaríska pönksveitin Sick of It All halda tónleika í bílageymslu útvarpshússins í Efstaleiti. Hljómsveitin var stofnuð árið 1986 af bræðrunum Lou og Pete Koller í New York og spiluðu þeir strax tónlist kennda við "hardcore". Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 106 orð

Landkönnuðir á uppleið

ÞÝSKU gaurarnir í Rammstein koma af fullum krafti með nýja diskinn sinn "Live aus Berlin" inn á listann þessa vikuna, eins og þeim einum er lagið, og hlamma sér beint í fyrsta sætið. Það var lagið! Þar með verður Sigur rós með "Ágætis byrjun" og Pottþétt 16 að víkja fyrir herramönnunum sem reyndar hafa fengið misjafna dóma. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 67 orð

Listaháskólinn verði í miðborginni

Á FUNDI Menningarmálanefndar Reykjavíkur þann 15. september 1999 var gerð svohljóðandi bókun: "Menningarmálanefnd lýsir stuðningi við óskir stjórnenda Listaháskóla Íslands um að skólanum verði fundinn staður í miðborg Reykjavíkur í nálægð við helstu stofnanir menningar- og listalífs í landinu og æðstu menntasetur. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Listmunauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöldið 10. september kl. 20. Boðin verða upp yfir 100 verk, þ.ám. fjölmörg verk gömlu meistaranna. Verkin eru til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, í dag, föstudag kl. 10­18, laugardag kl. 10­17 og sunnudag kl. 12­17. Sýningarskrána er hægt að nálgast á heimasíðu gallerísins á Netinu, slóðin er www. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 76 orð

Ljóðatónleikar í Stykkishólmi

BJÖRG Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari halda ljóðatónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld, föstudag kl. 20.30 og í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á sunnudaginn 19. september kl. 17.00. Á efnisskránni er eingöngu trúarleg tónlist sem spannar yfir 300 ár í tónlistarsögunni. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 493 orð

Mannleg saga frá hjara veraldar

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd John Sayles, Limbó, með Mary Elizabeth Mastrantonio, David Stratharin og Vanessu Martinez í aðalhlutverkum. Mannleg saga frá hjara veraldar Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 78 orð

Mússa sýnir vatnslitamyndir

MÚSSA/Moussa opnar sölusýningu á vatnslitamyndum í hádeginu á morgun, laugardag, í sýningarsal sínum á Selvogsgrunni 19 (bakhús). Á sýningunni eru 21 lítil mynd málaðar á þessu ári. Þetta er 5. einkasýning Mússu hér heima og erlendis, en 20 ár eru liðin frá fyrstu sýningu hennar. Síðast sýndi hún myndir sínar árið 1988. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 105 orð

Rommí aftur á fjalirnar

GAMANLEIKRITIÐ Rommí verður nú aftur sett á fjalirnar í Iðnó föstudaginn 17. september að loknu sumarfríi. Áætlað er að sýna leikritið 1­2 sinnum í viku. Rommí var frumsýnt í Iðnó föstudaginn 4. september í fyrra. Í hlutverkum Fonsíu og Wellers eru einhverjir ástsælustu leikarar þjóðarinnar, þau Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 145 orð

Seinfeld stjórnar skemmtiþætti

AÐDÁENDUR Jerrys Seinfelds, grínleikarans vinsæla, ættu að geta glaðst um þessar mundir því að útlit er fyrir að hann gerist stjórnandi Saturday Night Live, skemmtiþáttar sem hefur gengið við miklar vinsældir í tuttugu og fimm ár í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn í umsjón Seinfelds mun verða sendur út þann 2. október næstkomandi. Meira
17. september 1999 | Fólk í fréttum | 473 orð

Síðasta mynd Kubricks

KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin og Nýja bíó Akureyri hafa tekið til sýninga síðustu mynd Stanleys Kubricks, "Eyes Wide Shut", með Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Síðasta mynd Kubricks Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 365 orð

Spuninn er sköpun og má líkja við skissu

ANDERS Bondemann er meðal þeirra norrænu orgelleikara sem fram koma á Norrænum orgeldögum sem nú standa yfir í Hallgrímskirkju. Hann leikur á orgel kirkjunnar í kvöld. Bondemann er prófesor við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og hefur marga nemendur. Hann leikur jafnframt á orgel St. Jakobs- kirkjunnar þar í borg. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 67 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNNI 7/6 í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b, lýkur nú á sunnudag Sýningin er samsýning sjö listamanna frá Austurríki og 6 frá Íslandi. Sýnendurnir eru Gilbert Bretterbauer, Josef Danner, Manfred Erjautz, Fritz Grohs, Michael Kienzer, Werner Reiterer og Michaela Math, Ásmundur Ásmundsson, Margrét Blöndal, Birgir Andrésson, Haraldur Jónsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Pétur Örn Friðriksson, Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Þórður Hall sýnir í Ósló

ÞÓRÐUR Hall opnar málverkasýningu í dag, laugardag, í Gallerí Ísland, Welhavensgate 14 í Ósló. Á sýningunni eru 25 olíumálverk, öll unnin á síðustu tveimur árum. Þórður hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Verk eftir Þórð eru í eigu helstu listasafna hér á landi og víða erlendis. Meira
17. september 1999 | Myndlist | -1 orð

ÞRÍVÍÐ RÚMFRÆÐI

Opið alla daga frá 14­18. Lokað miðvikudaga. Til 3. október. Aðgangur ókeypis. ÓVENJULEGT boðskort barst mér í hendur á dögunum, skrifað á ensku í Berlín en póstlagt í Kaupmannahöfn. Var verið að tilkynna opnun sýningar að Kambi fjórða september, en barst mánudaginn 6. svo lítið varð um skjót viðbrögð listrýnisins í það sinnið. Meira
17. september 1999 | Menningarlíf | 295 orð

Þrjár sýningar í Listasafni Íslands

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í sölum Listasafns Íslands á morgun, laugardag, kl. 17. Það er sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar, og tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins sem bera heitin; Nýja málverkið á 9. áratugnum og Öræfalandslag. Sýningin Nýja málverkið á 9. Meira

Umræðan

17. september 1999 | Bréf til blaðsins | 561 orð

Bensínhækkanir og hjólamenning

JÁ, NÚ hækkar og hækkar bensínið og finnst fólki orðið nóg um og er meira að segja farið að reikna út hvað ríkið græðir á þessu öllu saman og var síðasta tala sem ég heyrði nefnda 800 milljónir ef bensínverð héldist óbreytt út árið. Meira
17. september 1999 | Bréf til blaðsins | 295 orð

Hinn 2000 vandinn

SAMKVÆMT könnun Morgunblaðsins eru yfir 60% landsmanna sem vita ekki hvenær aldamótin verða... Aldamótin verða án vafa áramótin 2000/2001 enda miðum við tímatal okkur við að fyrsta árið hafi verið 1 eftir Krist, það vita allir sem hafa eitthvað skoðað málið að árið 0 hefur aldrei verið til neins staðar í þeirri hugmyndafræði sem liggur á bak við tímatal okkar. Meira
17. september 1999 | Bréf til blaðsins | -1 orð

"Stöð 3"

ÉG LAS í dag, 07.09. 99, grein undir liðnum "Skoðanir annarra", og er vísað í "Frelsi. is 4. september" með fyrirsögninni "þögn um siðleysi Jóns Ólafssonar". Það er búið að skrifa mikið og kjafta mikið, bæði í fjölmiðlum og manna á milli, sérstaklega manna á milli og ekki hefur FBA-málið dregið úr þeim kjaftagangi. Meira
17. september 1999 | Bréf til blaðsins | 363 orð

Um Nike Svar til Ingimars Ragnarssonar

VIÐ þökkum þann áhuga, sem Ingimar lætur í ljós með því að beina spurningu til Nike á Íslandi í Morgunblaðinu þann 11. september sl. Austurbakki hf. er dreifingaraðili Nike á Íslandi og því viljum við svara spurningunni eftir bestu getu á eftirfarandi hátt. Bæklingurinn, sem kallast Nike Alpha Project, var gefinn út á öllum Norðurlöndum og var upplagið um milljón eintök. Meira
17. september 1999 | Aðsent efni | 1845 orð

Vestur um haf

TIL RÁÐSTEFNUNNAR var boðað í því skyni að stefna saman færustu sérfræðingum heima og erlendis til þess að meta stöðu rannsókna á þessu sviði, bera saman niðurstöður sínar og hugmyndir og hvetja til aukins og virkara samstarfs. Ráðstefnan hefur verið hátt í tvö ár í undirbúningi. Meira

Minningargreinar

17. september 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Anna Sigurðardóttir

Það var laugardaginn 14. ágúst, á afmælisdaginn hans pabba, er við komum heim úr gleðiríku brúðkaupi Rúnars og Olgu að við fengum þær sorgarfréttir að amma í Norro væri búinn að kveðja okkur eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þetta voru þungar fréttir á þessum degi og mun hann skipa sérstakan sess í hjarta okkar sem bæði gleði- og sorgardagur. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ANNA SIGURÐARDÓTTIR

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 9. nóvember 1910. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 31. ágúst. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 429 orð

Ágúst Loftsson

Í dag kveðjum við Ágúst Loftsson, fyrrverandi bónda í Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi. Ágúst ólst upp í foreldrahúsum og vann að búi þeirra þar til hann hleypti heimdraganum kominn fram undir tvítugsaldur. Þá þótti honum mál til komið að bjarga sér sjálfur og huga að sinni eigin framtíð þótt foreldrunum þætti eftirsjá að piltinum og vildu hafa hann lengur í sinni þjónustu. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 110 orð

Ágúst Loftsson

Upp í hugann koma margar minningar. Afi minn, léttur í spori, á leið í hænsnahúsið eða fjósið og ég fæ að koma með. Afi leiðir mig og segir mér sögur frá því þegar hann reri til Eyja frá Landeyjum, hvernig hann kynntist ömmu eða þegar hann bjargaði Eggerti. Afi, orðinn veikur, liggur uppi í rúmi, brosir samt alltaf blítt þegar ég kem að heimsækja hann og kann sögur eða vísur. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 177 orð

ÁGÚST LOFTSSON

ÁGÚST LOFTSSON Ágúst Loftsson fæddist í Neðra-Seli á Landi 14. ágúst 1901. Hann lést á elliheimilinu Grund hinn 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Loftur Jakobsson, bóndi og kona hans, Anna Þorsteinsdóttir. Hann var þriðji í röð ellefu systkina, eftir lifa aðeins þrír bræður, Sigurbjartur, Ingvar og Einar. Hinn 22. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 275 orð

Ásta Vigdís Jónsdóttir

Elsku amma. Samband okkar var alltaf sérstakt, kannski ekki síst fyrir það að við voru alnöfnur. Það líða fyrir hugskotssjónum mínum ótal heimsóknir á Hólabrautina og ferðir upp í Sléttuhlíð. Ég man eftir að fá að gista í tjaldi út í garði með Viggó frænda, nestuð með djús í brúsa og ótal Andrés blöð. Og ég man eftir því að laumast inn um miðja nótt og skríða upp í til ömmu. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 560 orð

Ásta Vigdís Jónsdóttir

Það var síðastliðið miðvikudagskvöld að hringt var frá Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, þar sem amma Ásta hafði dvalið síðastliðin sex ár. Erindið var að láta okkur vita að ömmu hefði hrakað mjög mikið. Við systurnar fórum strax uppeftir og sátum hjá henni ásamt fleiri ættingjum þær stundir sem hún átti eftir ólifaðar í þessum heimi. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 737 orð

Ásta Vigdís Jónsdóttir

Það eru skrítnar tilviljanirnar í þessu lífi. Þegar tengdafaðir minn lést árið 1982 stóð þannig á að við hjónin vorum ásamt börnum okkar á ferðalagi um hálendið. Þetta var fyrir tíma farsímanna og fréttum við því ekkert um andlátið fyrr en komið var til byggða tveimur dögum seinna. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 231 orð

ÁSTA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR

ÁSTA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR Ásta Vigdís Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 12. maí 1920. Hún lést að Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði 10. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sesselju Magnúsdóttur frá Skuld, f. 1893, d. 1975 og Jóns Gests Vigfússonar er lengi var gjaldkeri hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, f. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Bjarni Snæland Jónsson

Elsku vinur minn. Mig langar til að minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum. Þótt okkur auðnaðist ekki að fylgjast að síðastliðin ár þá vorum við alltaf góðir vinir. Ef eitthvað bilaði í íbúðinni minni varst þú alltaf boðinn og búinn að hjálpa upp á sakirnar. Það var oft stutt í brosið þitt og glettnisglampann í augunum. Það voru góðar minningar úr Kópavogi og Höfn í Hornafirði. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 82 orð

Bjarni Snæland Jónsson

Kæri vinur. Brottför þín var snöggleg, svo þér varð að ósk þinni að þurfa ekki að þjást fyrir viðskilnaðinn. Þú varst mikið góðmenni og vaktir yfir velferð þinna nánustu og missir þeirra er mikill. Sjómennska var allaf þitt starf. Ég kveð þig núna með orðunum sem við notuðum alltaf. Bless, þangað til við hittumst aftur. Nú vorar og sólþýðir vindar blása. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

BJARNI SNÆLAND JÓNSSON

BJARNI SNÆLAND JÓNSSON Bjarni Snæland Jónsson, útgerðarmaður, fæddist á Hólmavík 30. janúar 1941. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. september og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. september. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 777 orð

Eiríkur H. Guðnason

Látinn er í Reykjavík Eiríkur Helgi Guðnason, tæplega 81 árs að aldri. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson og Ása Jóna Eiríksdóttir. Guðni kom til Reykjavíkur á unglingsaldri ásamt foreldrum sínum og systrum. Foreldrar hans voru þau Einar Jónsson og Guðrún Björnsdóttir. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 229 orð

EIRÍKUR H. GUÐNASON

EIRÍKUR H. GUÐNASON Eiríkur H. Guðnason fæddist 24. september 1918 í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, föstudaginn 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson, kolakaupmaður, f. 30.6. 1891 að Hömrum í Gnúpverjahreppi, og kona hans, Ása Jóna Eiríksdóttir, f. 12.9. 1893 í Reykjavík. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 181 orð

ELLA GUÐRÚN MöLLER MAGNÚSSON

ELLA GUÐRÚN MöLLER MAGNÚSSON Ella Guðrún Möller Magnússon hjúkrunarfræðingur fæddist í Kaupmannahöfn 3. ágúst 1908. Hún lést á elliheimilinu Garðvangi hinn 14. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arne P. Møller skrifstofustjóri, f. 26.12. 1875, d. 13.10. 1914, og Etna Møller Petersen kennari, f. 16.3. 1887, d. 14.4. 1964. Guðrún giftist hinn 5. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Guðrún Möller Magnússon

Hún Guðrún Möller hefur verið nágranni okkar allt frá því að ég fæddist og gott betur. Alla tíð kallaði hún til okkar krakkanna og laumaði konfekti eða epli í lófann á okkur og hló. Mér þótti verst að fá epli. Ef ég átti erindi að Skólavegi 5 var ég alltaf leystur út með góðgæti. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 246 orð

Gunnar Magnússon

Mannlífsins bratta bára ber okkur milli skerja. Víðfeðmar okkur velur vegleiðir stundu hverja. Markandi mannsins tíma meitlandi spor í grundir, mótandi margar götur misjafnar ævistundir. Lokið er vöku langri liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 153 orð

GUNNAR MAGNÚSSON

GUNNAR MAGNÚSSON Gunnar Magnússon fæddist í Efstakoti á Upsaströnd 2. september 1902. Hann lést í Dalbæ 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Gunnarsdóttir, f. 18.8. 1870, d. 15.7. 1955, og Magnús Jónsson, f. 15.8. 1867, d. 6.1. 1933. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 349 orð

Jóhannes Jónasson

Það er mikill sjónarsviptir að Jóhannesi Jónassyni. Hann var slíkur fróðleiksbrunnur, að samneyti við hann jafnaðist á við að eiga aðgang að alfræðibókum á margvíslegustu sviðum. Þessum fróðleik og frjóum hugljómunum sínum, sem þar af spunnust, miðlaði hann stöðugt og oftar en ekki á þann hátt að hann setti viðmælandann í stöðu þess er geta skal hvað koma muni, líkt og í fornkvæðunum. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 922 orð

Jóhannes Jónasson

Þó svo að ill veikindi hefðu þjakað frænda minn, Jóhannes Jónasson, um allnokkra hríð bar andlát hans óvænt að. Hann hafði háð harða glímu við óvæginn andstæðing og laut í lægra haldi í þetta sinn. Lífsgöngu merks manns ­ en umfram allt góðs drengs ­ er lokið, löngu fyrir aldur fram. Hann er harmdauði öllum þeim er þekktu hann. Frá því að ég man eftir mér hef ég þekkt Jóhannes frænda minn. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Jóhannes Jónasson

Þegar við Jóhannes kynntumst fyrir nærri tuttugu árum leist mér til að byrja með engan veginn á "kallinn", eins og ég kallaði hann. Hann kom mér fyrir sjónir sem afskaplega strangur og harður í horn að taka. Hann lét hins vegar óblíðar móttökur ekkert á sig fá og sýndi mér, og öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, frá upphafi þann áhuga sem hélst allar götur síðan. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 500 orð

Jóhannes Jónasson

"Heyrðu Jói lögga. Geturðu lyft rúminu þínu alveg upp svo nefið á þér klessist við loftið," spurði sonur minn, þegar hann sá Jóhannes lyfta sér upp í rafknúnu sjúkrarúminu. Þetta var í síðustu heimsókn minni til Jóhannesar á Vífilsstaði. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Jóhannes Jónasson

Daginn eftir að við hjónin vorum komin til Portúgals, hringdi dóttir okkar og tilkynnti um andlát þitt, kæri vinur. Og við sem héldum að þú værir á batavegi eftir mjög löng og erfið veikindi, en kallið kom fyrr en nokkurn grunaði. Við kynntumst þegar við fluttum á Hagamel árið 1980, og fundum við strax að þú, Jóhannes, værir mjög góður og tryggur maður. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Jóhannes Jónasson

Í dag verður til moldar borinn félagi okkar úr stjórn Styrktarfélags Íslensku óperunnar, Jóhannes Jónasson, sem lést langt fyrir aldur fram. Enginn á eins langa setu að baki í stjórn Styrktarfélagsins og Jóhannes, en hann var fyrst kjörinn í hana haustið 1988 og sat í henni til dauðadags. Á síðari árum hefur Jóhannes einnig setið í ritnefnd Óperublaðsins og lét hann þar mikið að sér kveða. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 413 orð

Jóhannes Jónasson

Mig langar með nokkrum orðum að kveðja félaga minn Jóhannes Jónasson. Jóhannesi kynntist ég fyrst þegar ég kom sem sumarmaður á D-vakt lögreglunnar í Reykjavík 1975 en hann var þá búinn að vera við sumarafleysingar hjá lögreglunni í Reykjavík í mörg sumur. Aðal starf Jóhannesar á þessum tíma var við kennslu en seinna ákvað hann að gera lögreglustarfið að aðalstarfi og fór í lögregluskólann. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Jóhannes Jónasson

Andlát Jóhannesar kom ekki að öllu leyti á óvart því hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár og hnigu þar atvik öll á einn veg. Fyrir hönd Glímusambands Íslands vil ég þakka störf Jóhannesar á vettvangi sambandsins en þau voru mörg. Hann var fyrsti formaður Glímudómarafélagsins sem stofnað var að forgöngu GLÍ 1986 og lét lög og reglugerðir glímunnar mjög til sín taka. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 507 orð

Jóhannes Jónasson

Miðvikudaginn 8. september hringdi Elín Mjöll, systir Jóhannesar, í mig og tjáði mér að hann væri látinn. Lát hans kom mér ekki beint á óvart því heilsufar hans hafði verið bágborið um skeið. Félagatengsl og vinskapur okkar Jóhannesar hefur nú staðið óslitið í þrjá áratugi og því langar mig til að minnast hans fáum orðum. Upphafið var að þá fór Jóhannes að birtast á æfingum glímudeildar KR. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 524 orð

Jóhannes Jónasson

Jóhannes Jónasson Kveðja frá Landssambandi lögreglumanna Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 709 orð

Jóhannes Jónasson

"Heyr, einhver segir kalla þú, og ég svara: hvað skal ég kalla? Allt hold er gras og allur yndisleikur þess er sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottin andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras, grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs stendur stöðugt eilíflega. (Jesaja 40, 6­8.) Þetta eru almenn sannindi að sjálfsögðu, en samt erum við ávallt vanbúin þeim. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 422 orð

JÓHANNES JÓNASSON

JÓHANNES JÓNASSON Jóhannes Jónasson fæddist í Reykjavík 14. mars 1942. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 8. september síðastliðinn. Foreldrar Jóhannesar voru Sigríður Jóhannesdóttir, húsmóðir, f. 27. júlí 1917 í Reykjavík, d. 2. desember 1969, og Jónas Skjöldur Jónasson, lögregluvarðstjóri, f. 24. maí 1916 að Sílalæk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 24. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 356 orð

Jón Árni Guðmundsson

Með örfáum orðum langar okkur að minnast vinar okkar og bekkjarbróður. Það er erfitt fyrir okkur félagana að heyra og skilja slíka sorgarfregn og erum við harmi slegnir. Fregnin er svo vægðarlaus og ótímabær þegar ungir menn með vel mótuð framtíðaráform og lífskraft eiga í hlut. Við minnumst Jóns Árna sem rólynds manns, ráðagóðs og með yfirvegaðar skoðanir á ýmsum málefnum og viðræðugóðum. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 119 orð

Jón Árni Guðmundsson

Elsku Jón minn. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka guði fyrir að loks fékkstu hvíld, eftir langa þraut. Þó erfitt sé að kveðja mun ég trúa því að þú hafir hann afa þér við hlið og er það nú ekki amalegur félagsskapur. Eins vil ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, þó sértaklega ljúfan tíma s.l. maí er þú dvaldir hjá okkur í Kaupmannahöfn. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 423 orð

Jón Árni Guðmundsson

Jón Árni vinur minn, eða Jonni eins og ég kallaði hann alltaf, er látinn. Þegar Fjóla hringdi í mig á fimmtudagskvöldið og sagði mér að hann væri dáinn var mér mjög brugðið, því þrátt fyrir mikil veikindi hans hélt ég og vonaði að hann mundi ná að sigrast á þeim. Ég sat dofinn og hugurinn leitaði aftur til ársins 1993 er við kynntumst. Það var þegar hann flutti til Akureyrar. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 187 orð

Jón Árni Guðmundsson

Æðruleysisbænin kom strax upp í hugann við andlát Jóns Árna. Það er erfitt að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt. Að sætta sig við að missa góðan vin. Tómið sem hann skilur eftir verður ekki fyllt. Allt frá okkar fyrstu kynnum reyndist hann traustur vinur. Jón Árni hafði rólegt og hlýlegt viðmót sem hafði góð áhrif á þá sem umgengust hann. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 437 orð

Jón Árni Guðmundsson

Það var í Óðinsvéum í Danmörku sem kynni okkar Jóns Árna og fjölskyldu hans hófust í byrjun árs 1984. Þau höfðu búið þar í hálft ár áður en ég og fjölskylda mín fluttum þangað, þar áður höfðu þau búið um árabil á Seyðisfirði. Fjölskyldurnar bjuggu í sama fjölbýlishúsi. Í næsta nágrenni bjó talsverður fjöldi Íslendinga. Flestir heimilisfeður, þ.ám. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 157 orð

JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON

JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON Jón Árni Guðmundsson, vélfræðingur, fæddist í Reykjavík 20. desember 1951 og ólst þar upp. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 9. september síðastliðinn. Foreldrar Jóns Árna voru Anna Andrésdóttir, f. 21.12. 1919, og Guðmundur Árni Jónsson, f. 30.9. 1907, d. 19.3. 1989. Bræður hans eru Þorbergur, f. 27.9. 1940, Gunnar, f. 22.10. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Lárus Ingvar Sigurðsson

Hægt og hljótt kveður sú kynnslóð sem kennd er við aldamótin síðustu þennan heim. Afi, Lárus Ingvar Sigurðsson, var fæddur 1911 í Hnífsdal. Á langri ævi öðlaðist hann reynslu af lífinu og þeim öldugangi er því getur fylgt. Hann stundaði sjósókn frá barnsaldri og einnkendi það starf allt hans líf. Bátar, aflabrögð, fiskimið og veðurlag var hans sérgrein sérstaklega á svæðinu við Djúp. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 81 orð

Lárus Ingvar Sigurðsson

Elsku langafi, við kveðjum þig með þessari litlu bæn. Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, Höndin þín helg mig leiði, Úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði Með fögru engla liði. Í voða, vanda og þraut Vel ég þig förunaut, Yfir mér virstu vaka Og vara á mér taka. Jesú mér fylgi í friði Með fögru engla liði. (Hallgr. Pét. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 132 orð

Lárus Ingvar Sigurðsson

Elsku afi, ég kveð þig í dag. Margs er að minnast og margs er að sakna. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við siglum um sama hafið og stundum sömu miðin en á ólíkum tímum, margt er því breytt. Ég feta í fótspor þín og stunda sjóinn. Og þar af leiðandi gátum við rætt málin í marga klukkutíma og umræðuefni okkar var óþrjótandi. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Lárus Ingvar Sigurðsson

Hann afi Lalli lagði fyrir viku upp í sína hinstu för og veit ég að þar sem hann lagði að urðu fagnaðar fundir. Afi minn var Vestfirðingur eins og þeir gerast bestir, sjómaður frá fyrsta degi og fengsæll bæði á sjó og í lífinu. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Lárus Ingvar Sigurðsson

Elsku afi, nú þegar þú hefur horfið á ný mið langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ótal sinnum dróst þú mig út til að snattast eitthvað, að keyra þig um bæinn í búðarferðum eða bara að skutla þér á vakt og alltaf fékk maður kaffi og spjall eða sögu að ferðunum loknum. Sögurnar af lífi þínu sýna mér hvað maður hefur það gott. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 426 orð

Lárus Ingvar Sigurðsson

Hjarta mitt fyllist sorg yfir því að hafa misst þig afi minn, og ég veit, að þú kemur aldrei aftur. En ég er full þakklætis yfir því að hafa átt þig fyrir afa. Afi sem stóð með manni í blíðu og stríðu. Afi sem alltaf átti stund til að spjalla við lítið fólk, og átti svo auðvelt með að skilja og gleðja öll litlu barnabörnin og svo síðar meir barnabarnabörnin. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 441 orð

LÁRUS INGVAR SIGURÐSSON

LÁRUS INGVAR SIGURÐSSON Lárus Ingvar Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri, fæddist í Tjarnarbúð í Hnífsdal 10. apríl 1911. Hann lést á Vífilsstöðum að morgni fimmtudagsins 9. september síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jónasson, f. 12. júní 1866 í Hlíð í Hörðudal í Dalasýslu, fiskmatsmaður, d. 5. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 273 orð

LÁRUS INGVAR SIGURÐSSON

Hann afi er dáinn og minningarnar hrannast upp, en það eina sem kemst að er í rauninni að nú fær hann að hitta hana ömmu mína eftir 18 ára bið. Hann var lengi búinn að bíða eftir kallinu, búinn að horfa á eftir eiginkonu, sonum, barnabörnum og mörgum gömlu vinanna. Afi kenndi okkur barnabörnum sínum svo margt, ekki síst að lífið væri ekki alltaf dans á rósum og að allir væru jafningjar. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Unnur Fjóla Jóhannesdóttir

Hvítabandið hefur misst góðan liðsmann, Unni Fjólu Jóhannesdóttur, sem mun verða sárt saknað. Unnur Fjóla kynntist Hvítabandinu í gegnum móður sína, Oddfríði Þorsteinsdóttur, og hefur starfað með félaginu í yfir 30 ár. Hún var gjaldkeri Hvítabandsins á árunum 1972- 1978 og síðan aftur 1980-1985. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 657 orð

Unnur Fjóla Jóhannesdóttir

Það var sárt að frétta lát Unnar, kærrar vinkonu frá unglingsárunum. Við kynntumst við inntökupróf í þriðja bekk Verzlunarskóla Íslands haustið 1938. Báðar höfðum við lokið gagnfræðaprófi og reyndum með þessu inntökuprófi að stytta okkur kostnaðarsama skólagöngu. Hið sama gerði reyndar stór hópur unglinga af landsbyggðinni þá. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 187 orð

Unnur Fjóla Jóhannesdóttir

Fallin er frá kær vinkona, Unnur Fjóla Jóhannesdóttir. Hún var félagi í Hvítabandinu og þar lágu leiðir okkar saman. Hún var einlægur og áhugasamur félagi og gjaldkeri stjórnar um árabil. Áhugamál hennar voru mörg en hæst bar þó velferð barna. Má þar tiltaka þátttöku hennar þegar Hvítabandið kom á fót heimili fyrir taugaveikluð börn á Kleifarvegi 15, ásamt Barnaverndarfélagi Reykjavíkur. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 284 orð

UNNUR FJÓLA JÓHANNESDÓTTIR

UNNUR FJÓLA JÓHANNESDÓTTIR Unnur Fjóla Jóhannesdóttir fæddist í Hrísey á Eyjafirði 11. desember 1922. Hún lést í Landsspítalanum í Reykjavík 11. september síðastliðinn. Foreldrar Unnar Fjólu voru Oddfríður Þorsteinsdóttir og Jóhannes Jörundsson, útgerðarmaður og kaupmaður í Hrísey. Fósturfaðir hennar var Jóhannes Óskar Jóhannsson, sjómaður í Reykjavík. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Viðar Alfreðsson

Vitur maður sagði eitt sinn að það eina sem maður tæki með sér úr þessu lífi og yfir móðuna miklu væru þær gjafir sem maður hefði gefið. Efalaust er þessi fullyrðing rétt og hlýtur þá Viðar Alfreðsson hljóðfæraleikari að fara vel klyfjaður og með marga til reiðar á fund skapara síns. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 642 orð

Viðar Alfreðsson

Á stríðsárunum var fátt til dægradvalar ungum drengjum annað en það sem þeir fundu sér til sjálfir. Því varð það fastur liður á sunnudögum að heimsækja ömmu í Grjótagötu. Þar kynntist ég jafnaldra mínum sem var af natni að kenna yngri bróður sínum að byggja hús í sandkassa og var mér boðin þátttaka. Þarna í sandkassanum hófust kynni okkar Viðars Alfreðssonar. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 645 orð

Viðar Alfreðsson

Tvennt fylgir minningunni um Viðar Alfreðsson skýrast; dillandi hlátur og svo trompetsveiflan, þegar hann veifaði lúðrinum í átt að klappandi áheyrendum. Og henni fylgdi alltaf breitt bros. Þá var Viðar búinn að blása eins hátt og sterkt og kraftar leyfðu og fagnaði innilega verðskulduðu lófaklappi. Djasstrompetinn hefur alltaf verið keppnishljóðfæri. Meira
17. september 1999 | Minningargreinar | 102 orð

VIÐAR ALFREÐSSON

VIÐAR ALFREÐSSON Viðar Alfreðsson tónlistarmaður fæddist 26. maí 1936. Hann lést 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alfreð Þórðarson, f. 1.9. 1909, d. 26.6. 1960 og Theodóra Eyjólfsdóttir, f. 1.6. 1912, d. 30.1. 1987. Systkini Viðars: Ragnar Alfreðsson, f. 3.6. 1930, d. 12.4. 1986; Sonja Alfreðsdóttir Baker, f. 29.6. 1931, d. 2.4. Meira

Viðskipti

17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Endursöluaðilar Kodak funda á Íslandi

ÁRLEGUR fundur endursöluaðila á Kodak Professional-vörum á Norðurlöndum fer fram hér á landi um helgina. Á fundinum eru jafnframt endursöluaðilar á Kodak-vörum frá Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á meðfylgjandi mynd gefur að líta hluta hópsins sem mun dvelja á Íslandi fram á sunnudag. Fyrir utan ráðstefnuhaldið verður m.a. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Fellibylur hefur áhrif í fjármálaheiminum

HLUTABRÉF í Bandaríkjunum lækkuðu í verði í gær en fellibylurinn Floyd hefur valdið spennu á mörkuðum en kauphöllum í Bandaríkjunum var lokað fyrr en venjulega vegna hans, lokunartími NYSE var þó hefðbundinn. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um tæp 64 stig og endaði í 10.737,46 stigum. Nasdaq hlutabréfavísitalan lækkaði einnig og var við lok viðskipta 2.805,67 stig. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Kaupþing hf. opnar nýjan vef

KAUPÞING hf. opnaði fyrir skömmu nýjan vef. Vefurinn var samstarfsverkefni Kaupþings, net- og hugbúnaðarfyrirtækisins Innn ehf. og grafíkfyrirtækisins CCP ehf. Kaupþing hefur undanfarna mánuði verið að vinna í þróun á netmálum sínum og nýi vefurinn er enn eitt skrefið í þá átt. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Leiðrétting

Í viðtali við Sigurð Braga Guðmundsson í Viðskiptablaðinu í gær áttu þau leiðu mistök sér stað við vinnslu blaðsins, að Sigurður Bragi var kynntur sem nýráðinn framkvæmdastjóri Sigurplasts. Hið rétta er að Sigurður Bragi er nýráðinn framkvæmdastjóri Plastprents. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Sigurplasts og hefur verið frá árinu 1988. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 641 orð

Meira en fjórföldun á flutningsgetu

INTÍS hf., Internet á Íslandi, bauð í gær til formlegrar opnunar á 45 Mbita netsambandi til Norður- Ameríku. Bandvíddin var áður 10 Mbit og er því um meira en fjórföldun að ræða. Bandvídd netsambands INTÍS hf. til útlanda er nú alls 49 Mbit. Ávörp héldu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Þórður Kristinsson, stjórnarformaður INTÍS, og Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Minnkandi hagnaður hjá Diageo

BRESKA mat- og drykkjarvörusamsteypan Diageo Plc greindi í gær frá því að hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins hefði dregist saman um 4,5% á milli ára. Talsmenn fyrirtækisins sögðu einnig ljóst að reksturinn hefði verið að rétta sig af síðustu mánuði og að búast mætti við afkomubata á seinni hluta ársins. Samsteypan, sem framleiðir m.a. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 698 orð

Ótvíræð vísbending um ólögmætt verðsamráð

NEYTENDASAMTÖKIN telja, að þar sem sjálfstætt mat á forsendum iðgjaldahækkana vátryggingafélaganna í lögboðnum ökutækjatryggingum hafi ekki í öllum tilvikum legið fyrir sé það ótvíræð vísbending um ólögmætt verðsamráð vátryggingafélaga. Telja samtökin eðlilegt að Samkeppnisstofnun fjalli um slík brot á samkeppnislögum. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 514 orð

Samrunaskjálfti á norrænum bankamarkaði

ORÐRÓMURINN í vikunni um fyrirhugaðan samruna Merita-Nordbanken, stærsta banka á Norðurlöndum og Unibank, næststærsta danska bankans, reyndist ekki á rökum reistur, en skók hlutabréfamarkaðina rækilega. Meira
17. september 1999 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Sparnaðaraðgerðir hjá Raytheon

ÞRIÐJA stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna á sviði loftvarna, Raytheon, hefur tilkynnt um endurskipulagningu á rekstri sem mun leiða til 350 milljóna dollara útgjalda og minnkunar á fyrirhuguðum hagnaði á árinu. Raytheon hefur starfað með íslenska fyrirtækinu Kögun hf., m.a. að hönnun loftvarnakerfis á Íslandi. Meira

Fastir þættir

17. september 1999 | Fastir þættir | 59 orð

A.V.:

Bridsdeild FEBK, Gullsmára 13, spilaði tvímenning mánudaginn 11. september. Tuttugu pör mættu til leiks. Keppnisstjóri var Hannes Alfonsson. Efst voru: N.S.: Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson225 Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðmundss.215 Auður Jónsd. - Bjarni Guðmundsson184 A.V.: Jóhanna Jónsd. Meira
17. september 1999 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar

Vetrarstarf félagsins hófs þriðjudaginn 14. sept með tveggja kvölda tvímenningi. Sextán pör mættu á þetta fyrsta mót vetrarins. Eftir fyrra kvöldið eru Grettir Frímannsson og Pétur Guðjónsson efstir með 214. Sveinbjörn og Hans Viggó eru í öðru sæti með 191 og jafnir í 3.-4. sætieru annars vegar Gylfi og Helgi en hins vegar Haukur og Pétur J. með 185. Meira
17. september 1999 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júní sl. í Kópavogi af sr. Arngrími Jónssyni Eva Ólafsdóttir og Ásgeir Kröyer. Með þeim á myndinni eru dæturnar Erna Sif og Selma. Heimili þeirra er í Halifax. Meira
17. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Karlsdóttur María Gunnarsdóttir og Jón Þór Karlsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
17. september 1999 | Fastir þættir | 482 orð

Farið með börnin í berjamó

Ekki hefur viðrað vel til berjatínslu hér sunnanlands í haust segir Kristín Gestsdóttir en fyrsta þurrviðrisdaginn fóru hún og bóndi hennar í berjamó og tíndu mikið af krækiberjum. Meira
17. september 1999 | Fastir þættir | 784 orð

Fákeppni og frelsi Ætla verður að forsætisráðherra uppfylli samkvæmniskröfuna og mæli fyrir nauðsyn þess að fákeppni verði

Fákeppni og frelsi Ætla verður að forsætisráðherra uppfylli samkvæmniskröfuna og mæli fyrir nauðsyn þess að fákeppni verði brotin upp á öllum sviðum íslensks viðskiptalífs. Meira
17. september 1999 | Fastir þættir | 1308 orð

Gamlir og stilltir hestar bestir fyrir börn og byrjendur

EFLAUST er mjög misjafnt hvernig foreldrar kynna börn sín fyrir hestum. Þeir sem sjálfir eru mikið með hesta taka því margir sem sjálfsögðum hlut að taka börnin með í hesthúsið frá unga aldri og þannig venjast þau hestunum. Meira
17. september 1999 | Dagbók | 769 orð

Í dag er föstudagur 17. september, 260. dagur ársins 1999. Lambertsmessa. Orð d

Í dag er föstudagur 17. september, 260. dagur ársins 1999. Lambertsmessa. Orð dagsins: Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. (Sálmarnir 119, 105.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Orri Ís2, Silver Cloud, Helgafell, Otto N. Meira
17. september 1999 | Í dag | 2480 orð

Kirkjudagur Langholtssafnaðar

VIÐ hátíðarmessu kl. 11, á kirkjudegi Langholtssafnaðar hinn 19. september, mun biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, helga nýtt orgel og nýjan steinda kórglugga. Með þeim áfanga hefur söfnuðurinn stigið stórt skref í að fullgera Langholtskirkju. Meira
17. september 1999 | Dagbók | 123 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 frítíma, 8 gangbrau

Kross 2LÁRÉTT: 1 frítíma, 8 gangbraut, 9 nabbar, 10 spil, 11 afhenti, 13 rjóða, 15 dæld, 18 tufla, 21 aðstoð, 22 káta, 23 sívinnandi, 24 markmið. LÓÐRÉTT: 2 rangt, 3 lét, 4 lét sér lynda, 5 dósar, 6 mynni, 7 hafa fyrir satt, 12 hreinn, 14 elska, 15 komma, 16 óhreinkaði, 17 fáni, 18 guð, 19 málminum, 20 smábita. Meira
17. september 1999 | Í dag | 47 orð

Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir. Systurnar Margrét og Halldó

Systurnar Margrét og Halldóra Sigurðardætur og frænka þeirra, Jóhanna Friðriksdóttir, söfnuðu um 5.000 krónum sem þær gáfu Hjálparstofnun kirkjunnar. Þær búa allar í Hvammi í Þistilfirði og fóru á reiðhjólum töluverða vegalengd um sveitina til að afla fjárins og heimsóttu flesta nærliggjandi bæi með ágætum árangri. Meira
17. september 1999 | Fastir þættir | 709 orð

STJÖRNUHNOÐRI

ÉG HELD bara að hann ætli aldrei að hætta að rigna. Það er ekki bara ég sem er orðin niðurrignd, heldur er garðurinn minn orðinn svo blautur, að mig grunar að ýmsar plönturnar séu komnar með sundfit í stað róta. Reyndar rámar mig í nokkra sólardaga fyrst í ágúst, en síðan ekki söguna meir. Það er varla að ég trúi veðurfræðingnum, sem sagði að ekki hefði komið þurr dagur í Reykjavík síðan 19. Meira
17. september 1999 | Í dag | 113 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á franska meistaramótinu sem fram fór í Besancon í sumar. David Marciano (2.525) hafði hvítt og átti leik gegn Y. Benitah(2.380). 29. Rf5! ­ exf5 30. Rxg6+ ­ Rxg6 31. Hxe7 ­ Rxe7 32. Dc7 ­ Hc6 33. Dd8+ ­ Rg8 34. g3 ­ Hc2 35. b4 ­ Hd2 36. Meira
17. september 1999 | Í dag | 185 orð

SUÐUR fæ

SUÐUR fær út tromp gegn sex spöðum: Suður gefur; allir á hættu. KG102 1087 D42 965 ÁD87654 ÁK Á ÁD10 ­ ­ ­ 2 laufPass 2 tíglar Pass 2 spaðarPass 4 spaðar Pass 6 spaðarPass Pass Pass Þetta er sterkur samningur, en þó ekki skotheldur. Meira
17. september 1999 | Í dag | 138 orð

SUMARVÍSUR UM HVALFJÖRÐ

Ó fjörður væni, sæll að sýn Í sumarsólar loga, Hve framnes, björg og flóðvik þín Í faðm sér hug minn toga! Hvar stenzt öll prýðin eins vel á Við insta botn og fremst við sjá, Hvar sé eg fleiri fjöllin blá Og fegri mararvoga? Á þér eg ungur ást hef fest, Sem aldrei skyldi dvína, Og oft mig sástu sumargest Við sjávarströndu þína. Meira
17. september 1999 | Í dag | 522 orð

VÍKVERJI las nýlega athyglisvert viðtal við forstjóra Össurar hf., s

VÍKVERJI las nýlega athyglisvert viðtal við forstjóra Össurar hf., sem framleiðir gervilimi. Fyrirtækið mun vera í fremstu röð í heiminum í sinni grein og ljóst að það er hugvitið, sérþekkingin, sem því veldur en ekki einhverjar óvenjulegar aðstæður eða náttúruauðæfi hér. Meira
17. september 1999 | Í dag | 472 orð

"Þúsöld"

Í RÚMA viku hef ég reynt að venja mig við og melta tillögur um götunöfnin á Grafarholti, sem birt hefur verið alþjóð, en ég er jafnóánægð, hvernig sem ég reyni. Það er einkum hin ábúðamikla "Þúsöld" sem bögglast fyrir brjósti mínu. Meira
17. september 1999 | Fastir þættir | 70 orð

(fyrirsögn vantar)

UNDANÚRSLITIN í bikarkeppni Bridssambandsins verða spiluð á morgun, laugardag. Þá mætast sveitir Stillingar og Strengs annars vegar og sveit Landsbréfa og Jóhannesar Sigurðssonar hins vegar. Spilaðar eru fjórar 12 spila lotur. Úrslit verða spiluð á sunnudag, fjórar 16 spila lotur. Sýningartafla verður í gangi alla helgina og áhorfendur hvattir til að fjölmenna. Spilamennska hefst kl. Meira

Íþróttir

17. september 1999 | Íþróttir | 222 orð

Birgir Leifur í 5. sæti

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, lék á pari í gær á þriðja hring af fjórum í forkeppni að aðalmótaröð Evrópu. Birgir Leifur, sem hafði leikið á 67 og 69 höggum á Five Lakes-vellinum í Essex í Englandi, fylgdi því eftir með því að leika á 72 höggum og er jafn Englendingi í fimmta sæti ­ er á átta höggum undir pari og fimm höggum á eftir Paul Simpson, Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 2030 orð

Engilsaxarnir og erlenda blóðið

Erlendir leikmenn hafa auðgað ensku knattspyrnuna hin síðari ár. Um það verður varla deilt. Liðin sækja í auknum mæli leikmenn út fyrir landsteinana og útlendingasveitin hefur sennilega aldrei verið betur mönnuð en nú í haust. Orri Páll Ormarsson skoðaði þessa þróun og velti fyrir sér hvort hún sé farin að standa enskum knattspyrnumönnum fyrir þrifum. Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 147 orð

Fylkir sýndi Hlyn áhuga

FYLKISMENN sýndu áhuga á að ræða við Hlyn Stefánsson, fyrirliða Íslands- og bikarmeistara ÍBV, um að hann tæki að sér þjálfun liðsins á næsta leiktímabili. "Ég neita því ekki að forráðamenn Fylkis höfðu samband við mig og lýstu yfir áhuga á að ræða við mig um að ég þjálfaði og léki með liðinu næsta sumar. Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 149 orð

Kristinn Rúnar þjálfar ÍBV

KRISTINN Rúnar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu. Hann tekur við af Bjarna Jóhannssyni, sem þjálfað hefur Eyjaliðið undanfarin þrjú ár. Undir stjórn Bjarna vann ÍBV Íslandsmótið tvívegis og bikarkeppni KSÍ einu sinni. Liðið er öruggt í öðru sæti í efstu deild þegar ein umferð er eftir af Íslandsmóti. Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 146 orð

Nýr þjálfari eftir helgi

Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði að nýr þjálfari yrði ráðinn hjá félaginu eftir helgi. Hann sagði enga launung að Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, hefði átt í viðræðum við Keflvíkinga, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Aukinheldur sagði Rúnar að félagið hefði átt í viðræðum við annan þjálfara sem hann vildi ekki nafngreina. Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 1115 orð

Stjarnan líklega upp og Þróttur fellur

LOKAUMFERÐ 1. deildar karla í knattspyrnu fer fram í kvöld. Fylkismenn hafa fyrir nokkru tryggt sér afar glæsilegan sigur í deildinni og nota kvöldið til að kveðja þjálfara sinn, Ólaf Þórðarson. Morgunblaðið fékk Þórhall Dan Jóhannsson, sóknarmann Árbæjarliðsins, til að spá í leiki kvöldsins, en enn er alls óvíst hverjir fylgja Fylki upp í efstu deild og KVA niður í 2. deild. Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 84 orð

Úrslitin standa

KNATTSPYRNUDÓMSTÓLL Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð Knattspyrnudómstóls Reykjaness um að úrslit í leik Stjörnunnar og FH í 15. umferð 1. deildar karla skulu standa óbreytt, 1:1. Stjörnumenn lögðu fram kæru sökum þess að Jónas Grani Garðarsson, sem lék með FH í leiknum, sem fram fór 26. ágúst, var ekki skráður á leikskýrslu. Meira
17. september 1999 | Íþróttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuters Temuri Ketsbaia, Didier Domi, Warren Batton og Gary Speed fagna fyrra marki Newcastle í 2:0 sigri á CSKA Sofia í fyrri leikliðanna í Evrópukeppni félagsliða, sem fram fór í Sófíu í gær. Norberto Solanos og Ketsbai skoruðu mörk Newcastle. Meira

Úr verinu

17. september 1999 | Úr verinu | 262 orð

Bræla hamlar brottför

VÍKINGUR AK ætlaði fyrstur loðnuskipa áleiðis á loðnumiðin í Grænlandssundi í gær en hætti við vegna veðurs. Spáð er brælu fram að eða yfir helgi og má gera ráð fyrir að loðnuskipin fari þá að hugsa sér til hreyfings, en loðnuvertíðin hófst í fyrradag, 15. september. Sveinn Sturlaugsson, útgerðarstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Meira
17. september 1999 | Úr verinu | 119 orð

Íshafsþorskur undanþeginn Kvótaþingi

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur, að tillögu stjórnar Kvótaþings Íslands, gefið út reglugerð um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi. Með reglugerðinni er kveðið á um að auk hörpudisks og innfjarðarrækju sé nú heimilt að flytja aflamark í norðuríshafsþorski milli skipa, án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi. Reglugerðin tekur gildi 20. september nk. Meira
17. september 1999 | Úr verinu | 557 orð

Karfi merktur á 100 metra dýpi

BÚNAÐUR, sem hannaður er hérlendis, var notaður til að merkja karfa á um 100 metra dýpi fyrir skömmu en það er í fyrsta skipti sem tekst að koma merki í lifandi karfa á svo miklu dýpi. Það er fyrirtækið Stjörnu-Oddi sem hefur þróað búnaðinn og segir framkvæmdastjóri þess tæknina bjóða upp á ýmsa möguleika. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 542 orð

ÁRIÐ 2000 ekki endilega boðberi hinna hinstu tíma

ÁRIÐ 2000 er ofarlega í hugum fólks fyrir ýmislegar sakir og virðast margir hverjir sjá lítið annað fyrir sér en alls kyns ógnvænleg skil, endalok og hörmungar. Ekki er laust við að "aldamótafárið" sé farið að fara í taugarnar á sumum og þess eru líka dæmi að neikvæð umræða um nýtt árþúsund sé tekin að valda kvíða meðal fólks. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 155 orð

Ástarsögur í uppáhaldi

Jóna Guðný Jónsdóttir er síðasti viðmælandinn í Álftamýrinni, segist fastagestur í Bókabílnum og fegin að sjá Elínu og Braga eftir sumarfrí. Jóna Guðný les mikið af ástarsögum og blöðum í seinni tíð en hafði að eigin sögn mikinn áhuga á ættfræði til skamms tíma. Uppáhaldshöfundarnir eru Denise Robins, Bodil Fossberg og Theresa Charles "og Ingibjörg Sigurðardóttir á sínum tíma. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1224 orð

Bókabíll fyrir þá sem ekki koma

BÓKABÍLLINN kann að virðast gamaldags og úreltur við fyrstu sýn, annar þeirra tveggja sem aka um hverfi borgarinnar myndi að minnsta kosti sóma sér vel á safni. Hið sama gildir ekki um þjónustuna sjálfa, sem Dóra Thoroddsen deildarstjóri Bústaðasafns og bókabíla, Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1361 orð

Jón og Gunna og allir hinir verði með

Opnið augun, Íslendingar! Hópur fólks hefur upp raust sína og biður um hógværð og tillitssemi í samskiptum við náttúruna. "Hvað get ég gert?" spyr Hrönn Marinósdóttir. "Á umhverfisráðherra ekki bara að sjá um þetta.?" Nei. Til þess að finna lausn á umhverfisvandamálum þarf víðtæka samstöðu allra. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 110 orð

Las allan bókabílinn

Sara Björg Kristjánsdóttir, níu ára nemandi í Álftamýrarskóla, trúði viðstöddum fyrir því lágum rómi að erindið væri að leita að Grænu höndinni. Draugasögur eru sem sagt uppáhaldið en því miður var bókin ekki inni. Í staðinn tók hún Benjamín dúfu og sitthvað fleira og þegar móðir hennar, Sif Cortes, mætir til leiks kemur í ljós að Sara Björg er af 2. kynslóð bókabílalesenda. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 108 orð

Les helst á hverjum degi

Kristinn Guðnason stígur í Bókabílinn við Bólstaðarhlíð og kemur aðallega til þess að velja sér fræðibækur að eigin sögn. "Mér finnst líka gott að grípa í eina og eina skáldsögu," bætir hann við. Kristinn segist sækja sér bækur einu sinni í mánuði og reyna að lesa eitthvað á hverjum degi, en það velti svolítið á dagskrá útvarps og sjónvarps. "Eftir jólin reyni ég að forvitnast um nýútkomnar bækur. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 630 orð

Lífsþægindum þarf ekki að fórna

Á FERÐ um Noreg fyrir nokkrum árum komst Jón Jóel Einarsson, verkefnisstjóri Iðntæknistofnunar, í kynni við GAP-umhverfisverkefnið, Vistvernd í verki. Þegar heim kom tók hann sig til og fékk sjö vinnufélaga sína og fjölskyldur þeirra til að mynda vistteymi að hætti GAP. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð

Mikils virði fyrir fullorðna

Soffía Björgúlfsdóttir býr við Bólstaðarhlíð og kemur mánaðarlega í Bókabílinn til þess að velja sér 3-4 bækur. "Ég les allt mögulegt, heilmikið af léttmeti, ævisögur og fleira," segir hún. Uppáhaldshöfundarnir eru auðvitað Kiljan, Gunnar Gunnarsson, Böðvar Guðmundsson og kannski fleiri. "Ég les ástarsögur líka í bland ef ég er þreytt í augunum. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1427 orð

Tangódans Spuni fágaðra hreyfinga Tangó argentínó er fáguð vídd í borgarlífið á Vesturlöndum. Tónlistin er háð sjaldgæfu

Tangó argentínó er fáguð vídd í borgarlífið á Vesturlöndum. Tónlistin er háð sjaldgæfu hljóðfæri og í dansinum gefast möguleikar til að nota tjáningarfrelsið. Gunnar Hersveinnhorfði á tangómyndir og spurði snjallan dansara um eðli og uppruna tangó argentínó. Meira
17. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 507 orð

Verið velkomin heim!

BRAGI Björnsson bílstjóri og Elín Guðmundsdóttir bókavörður voru á vakt í Stubbnum þegar skjólstæðingum Bókabílsins var gerð fyrirsát fyrsta starfsdag eftir sumarfrí í september. Fyrsti viðkomustaður var gegnt Álftamýrarskóla og leið ekki á löngu þar til afturhurðinni var svipt upp. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.